1
Framkvæmdasýsla ríkisns Borgartúni 7 105 Reykjavík Reykjavík 15. júlí 2010 Efni: Samkeppni um hjúkrunarheimili á Eskifirði Arkitektafélag Íslands hefur fengið athugasemdir frá þátttakendum í samkeppni um hjúkrunarheimili á Eskifirði um tilkynningu úrslita til verðlaunahafa og hæfi fyrstu verðlaunahafa. Verðlaunahöfum var ekki tilkynnt hvaða verðlaunasæti þeir hlutu áður en að formleg kynning á niðurstöðum fór fram. Það er ekki samkvæmt venju eða ákvæðum í kafla 3.3.1 í drögum að leiðbeiningum um hönnunarsamkeppnir. Viðskiptatengsl milli arkitekta hafa orðið mun flóknari á síðustu árum en áður. Það er meðal annars tilkomið vegna kröfu frá opinberum aðilum um fjölda starfsmanna hjá þeim fyrirtækjum sem þeir hyggjast skipta við. Þessi flóknu viðskiptatengsl geta valdið erfiðleikum við að greina hæfi þátttakenda í samkeppnum vegna tengsla við dómnefndarmenn eða aðra sem gegna trúnaðarstörfum í samkeppni. Til að skera úr um hæfi þátttakenda er sett fram eftirfarandi dæmi: Arkitektar A, B og C mynda teymi um þátttöku í samkeppni. Gerður er samningur um jafna skiptingu verðlauna og verksins verði það niðurstaða samkeppninnar. Eftirfarandi tengsl eru milli arkitekts A og dómara D: - A og D hafa unnið í sama verkefni í gegnum sín fyrirtæki. Fyrirtæki E í eigu A og fyrirtæki F í eigu D. Fyrirtækin hafa hvorki sameignlegan rekstur né starfsstöð. Vinnu við verkefnið lauk í ársbyrjun 2010. - Fyrirtæki E og fyrirtæki F eiga hlut í fyrirtæki G ásamt fjórum öðrum arkitektastofum. Fyrirtækið hefur það að markmiði að afla arkitektastofunum verkefna. - Fyrirtæki E og fyrirtæki F sóttu sameiginlega um verkefni í maí. Í lok maí var tilkynnt að þau hlutu verkefnið. Fyrirtækin eiga jafnan hlut í verkefninu. Fyrirtæki F hefur hingað til ekki unnið að verkefninu. Er teymi arkitektanna A,B og C hæft til þátttöku í samkeppni þegar aritekt D er dómari? Virðingarfyllst, f.h. Arkitektafélags Íslands _______________________________________ Sigríður Magnúsdóttir, formaður

Bréf-AÍ-til-Fsr-15.07.2010

Embed Size (px)

DESCRIPTION

http://ai.is/wp-content/uploads/2010/08/Bréf-AÍ-til-Fsr-15.07.2010.pdf

Citation preview

Page 1: Bréf-AÍ-til-Fsr-15.07.2010

Framkvæmdasýsla ríkisns Borgartúni 7 105 Reykjavík

Reykjavík 15. júlí 2010

Efni: Samkeppni um hjúkrunarheimili á Eskifirði Arkitektafélag Íslands hefur fengið athugasemdir frá þátttakendum í samkeppni um hjúkrunarheimili á Eskifirði um tilkynningu úrslita til verðlaunahafa og hæfi fyrstu verðlaunahafa.

Verðlaunahöfum var ekki tilkynnt hvaða verðlaunasæti þeir hlutu áður en að formleg kynning á niðurstöðum fór fram. Það er ekki samkvæmt venju eða ákvæðum í kafla 3.3.1 í drögum að leiðbeiningum um hönnunarsamkeppnir. Viðskiptatengsl milli arkitekta hafa orðið mun flóknari á síðustu árum en áður. Það er meðal annars tilkomið vegna kröfu frá opinberum aðilum um fjölda starfsmanna hjá þeim fyrirtækjum sem þeir hyggjast skipta við. Þessi flóknu viðskiptatengsl geta valdið erfiðleikum við að greina hæfi þátttakenda í samkeppnum vegna tengsla við dómnefndarmenn eða aðra sem gegna trúnaðarstörfum í samkeppni. Til að skera úr um hæfi þátttakenda er sett fram eftirfarandi dæmi: Arkitektar A, B og C mynda teymi um þátttöku í samkeppni. Gerður er samningur um jafna skiptingu verðlauna og verksins verði það niðurstaða samkeppninnar. Eftirfarandi tengsl eru milli arkitekts A og dómara D:

- A og D hafa unnið í sama verkefni í gegnum sín fyrirtæki. Fyrirtæki E í eigu A og fyrirtæki F í eigu D. Fyrirtækin hafa hvorki sameignlegan rekstur né starfsstöð. Vinnu við verkefnið lauk í ársbyrjun 2010.

- Fyrirtæki E og fyrirtæki F eiga hlut í fyrirtæki G ásamt fjórum öðrum arkitektastofum. Fyrirtækið hefur það að markmiði að afla arkitektastofunum verkefna.

- Fyrirtæki E og fyrirtæki F sóttu sameiginlega um verkefni í maí. Í lok maí var tilkynnt að þau hlutu verkefnið. Fyrirtækin eiga jafnan hlut í verkefninu. Fyrirtæki F hefur hingað til ekki unnið að verkefninu.

Er teymi arkitektanna A,B og C hæft til þátttöku í samkeppni þegar aritekt D er dómari? Virðingarfyllst, f.h. Arkitektafélags Íslands _______________________________________ Sigríður Magnúsdóttir, formaður