13
SPORT VÖRUR WWW.SPORTVORUR.IS / BÆJARLIND 1–3 / KÓPAVOGI / 544 4140 SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND Crossfit Kynningarblað Helgin 13.-15. mars 2015 BLS. 42 Einar Carl íþróttanuddari: „Iðkendur verða að vera tilbúnir fyrir æfingarnar.“ BLS. 45 Við hverju má búast þegar Crossfit iðkun hefst? BLS. 48 Hvernig er hægt að koma í veg fyrir meiðsli?

Crossfit 13 03 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Crossfit, lifestyle, health, magazine, Fréttatíminn, Iceland

Citation preview

Page 1: Crossfit 13 03 2015

SPORTVÖRURWWW.SPORTVORUR.IS / BÆJARLIND 1–3 / KÓPAVOGI / 544 4140

Dótabúðíþróttafólksinsíþróttafólksinsíþróttafólksinsíþróttafólksins

SENDUM FRÍTTUM ALLT LAND

CrossfitKynningarblað Helgin 13.-15. mars 2015

bls. 42

Einar Carl íþróttanuddari: „Iðkendur verða að vera tilbúnir fyrir æfingarnar.“

bls. 45

Við hverju má búast þegar Crossfit iðkun hefst?

bls. 48

Hvernig er hægt að koma í veg fyrir meiðsli?

Page 2: Crossfit 13 03 2015

36 crossfit Helgin 13.-15. mars 2015

Náðu árangri með rétta búnaðinum

UA Heatgear Alpha LeggingFrábærar compression æf-ingabuxur frá Under Armour.Koma í nokkrum litum og í þessu fallega snake munstri.

Verð kr. 10.990 í Altis.Fást í öllum betri íþrótta-verslunum.

Hálfrennd Under Armour peysaFrábær hálfrennd peysa frá Under Armour úr léttu efni sem andar mjög velKemur í nokkrum litum

Verð kr. 8.990 í AltisFæst í öllum betri íþrótta-verslunum

NuddrúllaVið reglulega notkun mýkjast vöðvarnir og liðleiki eykst sem minnk-ar líkur á meiðslum.Til í mörgum gerðum.

Verð frá 1.990 í Altis.

Reebok CrossFit Nano 4.0 herraFrábærir skór í CrossfitTil í 4 litum.

Verð: 24.990 kr.GÁP, Faxafeni 7, 104 Rvkwww.gap.is

Vertu í lit með NIKEMikið úrval NIKE fatnaðar á karla og konur í allar tegundir líkamsræktar.Fást í nikeverslun.is, Air Smáralind, Útilíf Kringlunni

NIKE Metcon Crossfitskór fyrir herraHeitustu Crossfitskórnir frá NIKENike Metcon 1 er hann-aður með það í huga að standast allar kröfur ein-staklings sem æfir Cross-fit. Skórinn er fullkominn í lyftingar, stökk, klifur og spretti og veitir fætinum allan þann stuðning sem hann þarf við mismunandi átök.Fást í nikeverslun.is, Air Smáralind, Útilíf Kringlunni

Nike Lunar Cross ElementStöðugur æfingaskór fyrir konurLunar Cross Element er sérstak-lega hannaður fyrir hámarks ákefð í æfingum og er full-kominn í snöggar og kraftmiklar hreyfingar. Fást í nikeverslun.is, Air Smára-lind, Útilíf Kringlunni

Litríkar Reebok buxurReebok One Series buxur á dömurTil í 2 litum stærð XS-L.

Verð: 12.990 kr.GÁP, Faxafeni 7, 104 Rvkwww.gap.is

Fimleikahringir fyrir CrossfitVerð: 7.894 kr. GÁP, Faxafeni 7, 104 Rvkwww.gap.is

KetilbjöllurFrá 4 kg-48 kg

Verð: 700 kr/kgGÁP, Faxafeni 7, 104 Rvkwww.gap.is

Mælum með fyrir snerpuna, orkuna og úthaldið.

Losaðu þig við liðverkina!Eitt mest selda liðbætiefniðá Íslandi.

Mælum með við harðsperrum, vöðva-krömpum, stirðleika og þreytu.

Mælum með við vöðva-bólgu, þrálátum verkjum og beinhimnubólgu.Frábært fyrir og eftir æfingar.

Sölustaðir: Flest apótek, heilsu-búðir og heilsuhillur stórmarkaða og verslana.

Öflug hita-

og kæli-meðferð

Beetroot

Nutrilenk

Magnesiumsport

Sore No More

FRÁBÆRT FYRIR CROSSFIT

Page 3: Crossfit 13 03 2015

HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · WWW.GAP.IS

VERSLAÐU Á NETINU

GAP.ISNETTILBOÐ Á

HVERJUM DEGI!

ÆFINGAFATNAÐUR& SKÓR FRÁ REEBOK

Page 4: Crossfit 13 03 2015

S portvörur er glæsileg íþrótta-vöruverslun sem sérhæfir sig í æfingatækjum fyrir hagnýt-

ar æfingar (e. functional training), þar með talið þá sem stunda Cross-fit. Það eru engar skyndilausnir né „snákaolíur“ í boði, en fyrir þá sem vilja leggja áherslu á liðleika, snerpu, styrk og úthald þá er þetta verslunin sem leita skal til. Sport-vörur er í eigu RJR ehf., rótgróins fjölskyldufyrirtækis sem var stofn-að árið 1946.

Allt fyrir Crossfit iðkun„Við sérhæfum okkur í vörum sem eru meðal annars notaðar við Cross-fit iðkun, og erum eina verslunin á Íslandi sem býður upp á allt fyrir þennan hóp. Við erum afskaplega stolt af því úrvali sem við bjóðum upp á, en ekki síður umgjörðina sem við höfum skapað í kringum verslunina,“ segir Árni Friðberg Helgason, sölu- og markaðsstjóri Sportvara, en verslunin hefur einn-ig fengið á sig nafngiftina dótabúð íþróttafólksins af viðskiptavin-um hennar. Helstu viðskiptavinir Sportvara eru líkamsræktarstöðv-ar, íþróttafélög og sveitarfélög en vaxandi hópur viðskiptavina eru einstaklingar sem eru að útbúa sitt eigið „gym“ eða ná sér í aukahluti til að hafa í íþróttatöskunni. „Vör-urnar okkar einkennast því fyrst og fremst af fagmennsku og eru verð-in afar samkeppnishæf á Íslandi og þótt víða væri leitað.“

Vörur frá öllum heimshornum„Við bjóðum aðeins hágæða vörur

í samstarfi við þekkt vörumerki í Evrópu, Bandaríkjunum og í Asíu ásamt okkar eigin merki, RJR, sem hefur hlotið afar góðar viðtökur, reyndar svo góðar að stór fyrirtæki í þessum geira í Þýskalandi og Bret-landi hafa leitað ráðgjafar hjá okkur við framleiðslu á eigin vörumerkj-um,“ segir Árni, en fyrirtækið legg-ur einnig mikla áherslu á að bjóða upp á æfingavörur og tæki á hag-stæðu verði. „Markmið Sportvara er og hefur alltaf verið að vera leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði í sölu á æfingavörum,“ bætir Árni við.

Öflug netverslun og ört vaxandi heildverslun Verslunin er í Bæjarlind 1-3, Kópa-vogi. Vaxandi þáttur í starfsem-

inni er heildverslunin en auk þess halda Sportvörur úti öflugri net-verslun, www.sportvorur.is. Þar er hægt að skoða hundruð vara í fimmtán mismunandi vöruflokk-um svo úrvalið er sannarlega fjöl-breytt. „Markmið okkar er bjóða það nýjasta í æfingavörum hverju sinni. Við erum mjög stoltir af þjónustunni okkar, en það er eng-inn verðmunur á vörum hvort þú komir við í versluninni okkar eða pantar í netverslun, því við send-um frítt um allt land, alveg sama hversu þung sendingin er. Þetta hefur mælst sérstaklega vel fyrir á landsbyggðinni,“ segir Árni.

Unnið í samstarfi við

Sportvörur

38 crossfit Helgin 13.-15. mars 2015

Dótabúð íþróttafólksinsÍþróttavöruverslunin Sport-vörur í Bæjarlind 1-3, Kópa-vogi, sérhæfir sig meðal annars í vörum fyrir Crossfit.

Árni Friðberg Helgason, sölu- og markaðsstjóri í verslun Sportvara, Bæjarlind 1-3, Kópavogi. Mynd/Hari

Úrvalið í Sportvörum einkenniSt af vörum fyrir

n Alhliða líkamsræktn Einkaþjálfunn Hraða- og snerpuþjálfun

n Styrktarþjálfunn Ólympískar lyftingarn Kraftlyftingar

n CrossFit

Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is

Okkar þekking nýtist þér

• Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er

• Hnoðar deig

• Býr til heita súpu og ís

• Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með

Lífstíðareign!

Tilboðsverð kr. 109.698Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.122

Meira en bara blandari!

CUBE 2015

WWW.TRI.IS

HAFÐU SAMBAND

CUBE 2014 Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!

35% AFSLÁTTUR AF

CUBE 2015 REIÐHJÓLIN ERU KOMIN!

í rauninni er ekki margt sem að-greinir Crossfitfólkið frá öðrum sem leita til mín,“ segir Einar

Carl Axelsson íþróttanuddari að-spurður. „Ég er þeirra skoðunar að það sé aldrei æfingakerfið sem er slæmt, frekar að iðkandinn sé ekki tilbúinn fyrir æfingarnar. Ef fólk á ekki inneign fyrir styrk eða liðleika þá skiptir engu máli hver æfingin er eða hvað íþróttin heitir ef farið er fram úr getu líkamans,“ segir Einar Carl. Geta líkamans er jafnvel minni en fólk áttar sig á. „Sem börn sitjum við í skólastofunni og sem fullorðin sitjum við oftast við skrifborðið, og sitjum þegar við keyrum bíl og þegar við borðum. Við sitjum meira og minna allan daginn og hreyfum líkamann lítið. Til dæmis þegar við sitjum á stól förum við aldrei í djúpa hnébeygju og því getur það reynt á líkamann þegar stokkið er á æf-ingu og teknar margar djúpar hné-beygjur. Ég grínast stundum með það að ef við myndum líma apa í stól átta tíma á dag þá myndi það flokk-ast undir dýraníð, en það er einmitt það sem við erum að gera við okkur sjálf. Þessvegna er öll hreyfing góð og nauðsynleg en aðalmálið er að gera hlutina rétt.”

Hann ráðleggur fólki að hugsa alltaf um gæði hreyfingarinnar, en ekki endurtekninguna eða klukk-una á veggnum. „Er ég að stjórna lóðinu eða er lóðið að stjórna mér, er spurning sem allir þurfa að spyrja sig, því ef lóðið setur þig í vitlausa stöðu skiptir engu máli hvaða tölu þú skrifar á töfluna því þú ert ekki að vinna.” Hann segir fólki jafn-framt að hætta að horfa á klukkuna og byrja að gera æfinguna vel.

„Íslendingar eru stundum svolítið æstir og vilja taka vel á því í tímanum en benda svo á þjálfarann og kenna honum um þegar upp koma meiðsl. Þess vegna segi ég að iðkendur mega ekki gleyma því að ábyrgðin

er líka þeirra að gera vel. Langflestir þjálfarar taka vel í allar fyrirspurn-ir hjá fólki og það er um að gera að spyrja og fá góða leiðsögn og ef fólk finnur til þá á það að stoppa og skoða hvað er hægt að gera betur. Ég er með marga hjá mér sem hafa farið illa með axlirnar og þá þarf að vinna sérstaklega með það. ”

Einar Carl fer með alla sem til hans koma í gegnum ákveðna heild-argreiningu sem hann byggir með-ferðina á. Stór hluti þeirra sem til hans koma eiga við einhverskonar meiðsl að stríða en aðspurður hvort slík greining geti verið fyrirbyggj-andi segir hann það tvímælalaust vera svo.

Láttu lóðið ekki stjórna þérÞó Einar Carl Axelsson íþrótta-nuddari sérhæfi sig í að vinna með afreksfólki í íþróttum er það allskonar fólk sem leitar til hans, þar á meðal margir sem stunda Crossfit. Hann segir mikilvægt fyrir alla sem stunda Crossfit að leggja áherslu á að gera hlutina vel.

MYNDATEXTI:Einar Carl Axelsson íþróttanuddari segir að það sé aldrei æfingakerfið sem sé slæmt, frekar að iðkandinn sé ekki tilbúinn fyrir æfingarnar.

Page 5: Crossfit 13 03 2015

C urcumin er tilvalið fyrir þá sem vilja styrkja vöðva og liðamót ásamt því að losna

við langvarandi liðverki, bólgur, gigt og magavandamál. Ingunn Lúð-víksdóttir Crossfitmeistari skorar á fólk að prófa Curcumin til að ná betri árangri. Ingunn Lúðvíksdóttir er þriggja barna móðir og Crossfit-þjálfari í Sporthúsinu. Ingunn hefur stundað Crossfit af kappi síðan 2009 og er núverandi Íslandsmeistari í ald-ursflokki 35-39 ára. Hún er jafnframt núverandi Evrópumeistari í liða-keppni, hafnaði í 2. sæti árið 2012 og varð Evrópumeistari með í liðakeppni CrossfitSport árið 2011 ásamt því að hafa keppt á heimsleikunum með liði CrossFitSport þrisvar sinnum. Ing-unn þekkir því vel mikið álag á líkam-ann. Hún mælir eindregið með Curc-umin bætiefni og segir það ómissandi í daglegu lífi og á æfingum. „Ég hef tekið inn Curcumin í nokkra mánuði og mér líður mun betur í öllum lík-amanum og eftir æfingar. Mér finnst ég vera orkumeiri og eins og ég hafi aldrei verið hraustari.“

Liðirnir aldrei sterkari og bólgurnar farnarIngunn kynntist Curcumin fyrir nokkrum mánuðum. „Ég er mjög hrif-in af öllu náttúrulegu og finnst gaman að prófa eitthvað nýtt. Nú tek ég Curc-umin daglega og ég finn greinilega að liðamótin eru sterkari og ég þoli meira álag en áður. Bólgur sem ég hef fengið eftir æfingar og daglegt amstur eru horfnar. Mér finnst ég betur geta hámarkað mig á æfingum ásamt því að vera fljótari að jafna mig. Ég skora eindregið á fólk að prófa Curcumin.“

Curcumin (gullkryddið) er virka innihaldsefnið í túrmerikrótinni og hefur verið notað til lækninga og til

matargerðar í yfir 2000 ár í Asíu. Hátt í 3.000 rannsóknir hafa verið gerðar á þessari undrarót undan-farna áratugi sem sýna að Curc-umin getur unnið kraftaverk gegn hinum ýmsum kvillum líkamans og

sé jafnvel áhrifameira en skráð lyf.

Hreint Curcumin margfalt áhrifameira en túrmerikCurcumin innihald túrmeriks er ekki mikið, aðeins um 2-5% miðað

af þyngd, og því getur hreint Curc-umin orðið allt að 50 sinnum áhrifa-meira en túrmerik. Curcumin bæti-efni eru því kjörin lausn fyrir þá sem vilja fá hámarks ávinning frá túrmerikrótinni á þægilegan máta.

Vissir þú að yfir 3,000 rannsókn-ir hafa verið framkvæmdar á Curc-umin síðustu áratugi?

Unnið í samstarfi við

Balsam

crossfit 39 Helgin 13.-15. mars 2015

Curcumin ómissandi með æfingunumCurcumin frá Natural Health Labs er allt að 50 sinnum áhrifameira en hefðbundið túrmerik.

SölustaðirFlest apótek, Lyfja, Lyf og Heilsa, Apótekið, Apótekarinn, Heilsuhúsið, Heilsuver, Lifandi Markaður, Fjarðarkaup, Hagkaup, Heimkaup og Heilsutorgið Blómaval, Orkusetrið og Heilsulausn.is

Ingunn Lúðvíksdóttir, Crossfitkeppandi og Crossfitþjálfari, mælir eindregið með Curcumin.

Ráðlögð notkun: Taktu 2 grænmetishylki með vatnsglasi yfir daginn.

100% náttúrulegt. Bætiefnið er unnið úr túrmerik rót frá Indlandi og er 100% náttúru-legt, inniheldur engin rotvarnar-efni og framleitt eftir ströngustu gæðakröfum (GMP vottað).

Curcumin er tilvalið fyrir þá sem vilja styrkja vöðva og liðamót ásamt því að losna við langvarandi liðverki, bólgur, gigt og magavandamál

Page 6: Crossfit 13 03 2015

40 crossfit Helgin 13.-15. mars 2015

Ný kynslóð af liðvernd

www.regenovex.isFæst í apótekum

Regenovex inniheldur samsetningu tveggja náttúrulegra efna sem draga úr sársauka og byggja upp liði

Systurnar Birna Dís, Kristín Erla og Íris Ósk Ólafsdætur stunda allar Crossfit af kappi. Móðir þeirra, Sigríður Einarsdóttir, er einnig byrjuð að æfa í Crossfit Hafnar-firði, auk þess sem Sara Mist, dóttir Írisar, mætir á sérstakar krakkaæfingar. Mynd/Hari.

Þrír ættliðir stunda Crossfit af kappi

V ið byrjuðum allar á sitt hverjum tíma og erum með mismunandi bakgrunn af

íþróttaiðkun. Við systurnar próf-uðum hinar ýmsu íþróttir á okkar yngri árum en við vorum allar í fimleikum sem hefur reynst okkur mjög vel í Crossfit,“ segir Birna Dís. Íris kynntist Crossfit fyrst en það var vinkona hennar sem dró hana á grunnámskeið svo hún ákvað að slá til. „Ég byrjaði nokkrum mán-uðum síðar þar sem ég var komin með leið á að fara alltaf í ræktina og gera bara eitthvað,“ segir Birna Dís. Kristín varð svo fyrir smá pressu frá systrunum og lét undan og ákvað að byrja. En þar var ekki staðar numið. „Í byrjun árs náðum við systurnar að plata mömmu okkar til að byrja í Crossfit eftir margra mánaða tuð í okkur þar sem hún hélt að Cross-fit væri ekki fyrir sinn aldursflokk. Hún breytti þó fljótt um skoðun þegar hún byrjaði,“ segir Birna Dís. Þær mæðgur vissu ekki alveg út á hvað Crossfit gekk áður en þær byrjuðu en fannst greinin spenn-andi og ákváðu því að prófa. „Við sjáum sko ekki eftir því.“

Crossfit Kids fyrir 6-9 ára Crossfit æðið hefur einnig náð til yngstu fjölskyldumeðlimanna en

Sara Mist, dóttir Írisar, byrjaði að æfa Crossfit fyrir tveimur árum, þá einungis 7 ára gömul. „Hún æfir reyndar ekki með okkur. Það eru sér-stakar æfingar fyrir börn og unglinga og æfir Sara Mist með Crossfit Kids tvisvar í viku og byrjaði hún árið 2013. Henni finnst æfingarnar skemmtileg-ar og þjálfarinn frábær,“ segir Íris.

Félagsskapurinn og bætingar skipta máliSysturnar segja að félagsskapur-inn skipti miklu máli í Crossfit. „Æfingarnar eru einnig fjölbreytt-ar og skemmtilegar og það er fátt skemmtilegara en að bæta sig í æf-ingum og maður sér árangur mjög fljótt og getur fylgst marktækt með árangrinum,“ segir Birna Dís. En er Crossfit lífsstíll? „Já, það mætti segja það. Crossfit er svo miklu meira en bara að mæta á æfingu. Félagsskapurinn spilar mjög stór-an þátt í þessu öllu saman,“ segir Birna Dís.

Bara pabbinn eftirAðspurðar um ástæðu þess hvers vegna bara kvenleggur fjölskyld-unnar sé að æfa Crossfit segir Birna: „Það vill þannig til að það eru ekki margir karlmenn í fjölskyld-unni. Við erum að reyna að draga

pabba með okkur í Crossfit en það gengur erfiðlega. Við vonumst til að það takist að lokum. Hann er nú samt duglegur að fara í fjallgöngur með mömmu.“ Yngri karlmeðlimir fjölskyldunnar hafa þó sýnt mikinn áhuga. „Sonur minn, sem er 5 ára og æfir fótbolta, getur ekki beðið eftir að byrja í Crossfit en Crossfit Kids er fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára svo það styttist í að hann geti byrjað,“ segir Íris.

Crossfit er fyrir allaSysturnar vilja að lokum benda á að það skiptir engu máli hvort fólk sé í góðu formi eða ekki, hversu gam-alt það er eða hvort það hafi verið í íþróttum áður. „Það geta allir byrjað í Crossfit og haft gaman af. Þess má geta að hver og einn aðlagar æfing-arnar eftir sinni getu. Fyrsta skref-ið er bara að þora að prófa og það mun koma þér á óvart hversu fljótt þú sérð árangur,“ segir Birna Dís. Allar frekari upplýsingar um Cross-fit Hafnarfirði má nálgast á heima-síðunni www.cfh.is og fyrirspurnir má senda á netfangið [email protected]. Næstu grunnnámskeið hefjast strax eftir páska.

Unnið í samstarfi við

Crossfit Hafnarfirði

Systurnar Birna Dís, Kristín Erla og Íris Ósk Ólafsdætur stunda allar Crossfit hjá Crossfit Hafnar-firði. Nýlega tókst þeim að smita móður sína, Sigríði Einarsdóttur, af Crossfit bakteríunni, auk þess sem Sara Mist, dóttir Írisar, mætir á æfingar hjá Crossfit Kids á sömu stöð.

Page 7: Crossfit 13 03 2015

crossfit 41 Helgin 13.-15. mars 2015

H Clean Ingredients H No Refined Sugars H No Artificial Anythings H Non-GM

The world’s finest Muesli and Porridge

Winners of over 40 Great Taste Awards

www.rudehealth.com

H Clean Ingredients H No Refined Sugars H No Artificial Anythings H Non-GM

The world’s finest Muesli and Porridge

Winners of over 40 Great Taste Awards

www.rudehealth.com

Heimsins besti Hafragrautur og Músli

Hefur unnið yfir 40 verðlaun fyrir ómótstæðilegt bragð

www.rudehealth.is

Náttúruleg efni Enginn viðbættur sykur Engin gerviefni Án erfðabreyttra matvæla

Heimsins besti Hafragrautur og Músli

H Clean Ingredients H No Refined Sugars H No Artificial Anythings H Non-GM

The world’s finest Muesli and Porridge

Winners of over 40 Great Taste Awards

www.rudehealth.com

H Clean Ingredients H No Refined Sugars H No Artificial Anythings H Non-GM

The world’s finest Muesli and Porridge

Winners of over 40 Great Taste Awards

www.rudehealth.com

Heimsins besti Hafragrautur og Músli

Hefur unnið yfir 40 verðlaun fyrir ómótstæðilegt bragð

www.rudehealth.is

Náttúruleg efni Enginn viðbættur sykur Engin gerviefni Án erfðabreyttra matvæla

Heimsins besti Hafragrautur og Músli

H Clean Ingredients H No Refined Sugars H No Artificial Anythings H Non-GM

The world’s finest Muesli and Porridge

Winners of over 40 Great Taste Awards

www.rudehealth.com

H Clean Ingredients H No Refined Sugars H No Artificial Anythings H Non-GM

The world’s finest Muesli and Porridge

Winners of over 40 Great Taste Awards

www.rudehealth.com

Heimsins besti Hafragrautur og Músli

Hefur unnið yfir 40 verðlaun fyrir ómótstæðilegt bragð

www.rudehealth.is

Náttúruleg efni Enginn viðbættur sykur Engin gerviefni Án erfðabreyttra matvæla

H Clean Ingredients H No Refined Sugars H No Artificial Anythings H Non-GM

The world’s finest Muesli and Porridge

Winners of over 40 Great Taste Awards

www.rudehealth.com

H Clean Ingredients H No Refined Sugars H No Artificial Anythings H Non-GM

The world’s finest Muesli and Porridge

Winners of over 40 Great Taste Awards

www.rudehealth.com

Heimsins besti Hafragrautur og Músli

Hefur unnið yfir 40 verðlaun fyrir ómótstæðilegt bragð

www.rudehealth.is

Náttúruleg efni Enginn viðbættur sykur Engin gerviefni Án erfðabreyttra matvæla

H Clean Ingredients H No Refined Sugars H No Artificial Anythings H Non-GM

The world’s finest Muesli and Porridge

Winners of over 40 Great Taste Awards

www.rudehealth.com

H Clean Ingredients H No Refined Sugars H No Artificial Anythings H Non-GM

The world’s finest Muesli and Porridge

Winners of over 40 Great Taste Awards

www.rudehealth.com

Heimsins besti Hafragrautur og Músli

Hefur unnið yfir 40 verðlaun fyrir ómótstæðilegt bragð

www.rudehealth.is

Náttúruleg efni Enginn viðbættur sykur Engin gerviefni Án erfðabreyttra matvæla

Hvað er börpí?Börpí, eða Burpee æfingin, heitir í höfuðið á Royal H. Burpee sem skóp æfinguna árið 1930 þegar hann bjó til hið svokallaða Burpee próf þegar hann var í doktorsnámi í heilsufræði við Columbia háskólann. Æfingin var hugsuð sem fljótleg og áhrifa-rík leið til að komast í gott líkamlegt form. Æfingin náði vinsældum þegar bandaríski herinn notaði hana fyrir hermenn sína í seinni heimsstyrjöld-inni en Crossfit á stóran þátt í því að æfingin náði hylli meðal almennings.

Börpí æfingin er framkvæmd svona:Staðið upprétt í upphafi, næst eru hnén beygð og lófarnir settir á gólfið fyrir framan sig og fótunum spyrnt aftur þannig að líkaminn er í plankastöðu. Þarnæst er líkamanum spyrnt frá gólfinu upp á við og stokkið frá gólfinu og höndunum klappað fyrir ofan höfuð samtímis. Allt er þetta gert í einni hreyfingu, þ.e.a.s. á sem minnstum tíma. Æfingin er svo endurtekin nokkrum sinnum.

Hver var Murph?Crossfit æfingin Murph heitir í höf-uðið á bandaríska yfirliðsforingj-anum Michael Murphy sem lést í Afganistan 28. júní 2005.

Æf ingin var í uppáhaldi hjá yfirliðsforingjan-um en hann gaf henni heitið lík-amsbrynjan. Eftir að hann lést vildi Crossfit samfé-lagið votta honum virðingu sína með því að gefa henni nafnið Murph.

Árið 2013 kom út heimildar-mynd um Michael Murphy sem hét Murph: The Protector.

Murph:1600 metra hlaup100 upphífingar 200 armbeygjur300 hnébeygjur1600 metra hlaup

Vænta má ýmissa breytinga á líkama þínum og högum þegar þú byrjar að æfa Crossfit. Hér eru fimm helstu atriðin sem má búast við þegar þú byrjar að æfa Crossfit.

Aukin matarlyst. Þú brennir mikið af kaloríum á góðri Crossfit æfingu og mátt því búast við aukinni matar-lyst. En þá er mikilvægt að halda sig við holla fæðu og forðast að borða of mikið af kolvetnaríkri fæðu. Ef þú átt erfitt með að átta þig á hvað þú átt að borða þá skaltu leita ráða hjá næringarfræðingi.

Harðsperrur. Margar Crossfit

æfingar eru ólíkar hefðbundinni hreyfingu eins og hlaupum eða hjól-reiðum, þannig að þú mátt búast við miklum harðsperrum til að byrja með. Til að koma í veg fyrir of mikl-ar harðsperrur er nauðsynlegt að teygja vel eftir æfingu og nota rúllur og bolta til að teygja og nudda vöðva.

Nýir vinir. Crossfit samfélagið er vinalegt og opið og fljótlega áttu eft-ir að eignast nýja vini sem þú hittir á æfingum. Það góða við alla þessa nýju vini er félagsskapur á æfingum og það eykur líkur á að maður mæti vel á æfingar.

Stigið út fyrir þægindahringinn. Þú átt eftir að læra fullt af nýjum æf-ingum og gera hluti sem þú hefur aldrei gert áður. Gerðu ráð fyrir að sumt af þessu muni vera óþægilegt í fyrstu en það er hluti af ferlinu og áður en þú veist er þetta ekkert mál.

Þú ert ekki best/ur. Það er mikil-vægt að átta sig á því að þegar maður er byrjandi þá líður manni eins og allir hinir séu miklu betri. Þá er best að hugsa um að maður sé að keppa við sjálfan sig en ekki hina, auk þess sem markmiðið er að klára æfinguna ekki til að sigra í einhverri keppni.

Fyrir byrjendur í Crossfit

Page 8: Crossfit 13 03 2015

42 crossfit Helgin 13.-15. mars 2015

Þ egar fólk byrjar að hugsa um hreyf-ingu og heilbrigðan lífsstíl á það til að skunda af stað í líkamsræktarstöðv-

arnar af miklum móð og ætla að sigra heim-inn og sjálft sig í leiðinni á nokkrum vikum. Margir vilja hins vegar gleyma að hollt mat-aræði er ekki síður mikilvægt og lykillinn að góðum árangri er að ná góðu jafnvægi þarna á milli.

Hágæðaprótein úr íslenskri mjólk Hleðsla er íþróttadrykkur sem inniheldur pró-tein og kolvetni til hleðslu. Björn S. Gunnars-son, vöruþróunarstjóri MS, segir að við þróun á drykknum hafi verið lögð mikil áhersla á að þróa hollan en jafnframt bragðgóðan drykk. „Það er ekki sjálfgefið að ná góðu bragði í svona próteinríkum vörum, en ég tel að okk-ar hafi tekist ágætlega upp í Hleðslu,“ segir Björn, en Hleðsla hefur nú verið á markaði í fimm ár, og gengið vel. „Hleðsla inniheldur eingöngu hágæðaprótein úr íslenskri mjólk, en í hverri fernu eða dós eru 22 g af próteinum sem eru mikilvæg til vöðvauppbyggingar og viðhalds,“ bætir Björn við. „Hleðsla er bæði fitulítil og kalkrík og reyndar er Hleðsla í fernu með kalkríkari mjólkurvörum, litla fern-an gefur meira en helming af ráðlögðum dag-skammti af kalki. Fernuvaran er einnig með klofnum mjólkursykri og getur því hentað þeim vel sem hafa mjólkursykuróþol,“ segir Björn.

Mikilvægir orkugjafar Prótein í fæðunni eru samansett úr 20 amínó-sýrum, þar af eru 9 lífsnauðsynlegar. Þessar amínósýrur gegna mörgum mikilvægum hlut-verkum í líkamanum. Þær eru til dæmis grunn-einingar líkamspróteinanna sem eru meðal annars byggingarefni vöðva og beina. Til að líkaminn nái að nýta próteinin sem best er mikilvægt að neyta Hleðslu eða annarra pró-teingjafa eins nálægt æfingu og mögulegt er og skiptir þá einu hvort það sé fyrir eða eftir æfingu, aðalatriðið er að ekki líði langur tími þarna á milli. Kolvetni eru mikilvægasti orku-gjafi líkamans. Þau eru geymd í líkamanum í formi glýkógens sem er forðabúr fyrir kolvetni

og er meðal annars að finna í vöðvum og lifur. Til marks um mikilvægi þeirra sem orkugjafa má benda á að heilinn nýtir aðeins kolvetni sem orkugjafa, en ekki prótein eða fitu.

Fimm ljúffengar bragðtegundir Hleðsla hefur á síðustu misserum fengið mjög góðar viðtökur meðal íþróttafólks og annarra neytenda. Hleðsla fæst í fimm ljúffengum bragðtegundum; súkkulaði, kókos og súkk-ulaði, vanillu, jarðarberja og loks brómberja, svo neytendur ættu ekki að vera í miklum erf-iðleikum með að finna sitt uppáhaldsbragð. „Nýjasta Hleðslan er kælivara en hún er með súkkulaðibragði og er pakkað í 330 ml fernur

með tappa. 250 ml fernurnar með röri inni-halda líka Hleðslu með súkkulaðibragði en þær geymast utan kælis,“ segir Björn. Hinar bragðtegundirnar fást í hentugum drykkjar-dósum og eru kælivörur. Hleðslan hentar vel fólki sem er á ferðinni, hvort sem það er á leið í ræktina, út að hlaupa, í golf eða í fjallgöngur eða þeim sem eru í vinnu og skóla og leita eftir hollri millimáltíð. „Hérna er því drykkur sem er bæði hollur og handhægur, og ekki skemmir fyrir hversu bragðgóður hann er,“ segir Björn.

Unnið í samstarfi við

MS

WWW.WODBUD. ISSUNDABORG 9S : 690 6431

VERSLUN SUNDABORG ER OPIN:ÞRI-FÖS : 14:00 – 18:00 LAU : 12:00 – 15:00

Nitric Oxide

Eitt skot = 1 líter af rauðrófusafa eða 6 rauðrófur. 100% lífrænt

Meiri vöðvasnerpa, orka, þrek, úthald og súrefnisupptaka. Betra blóðflæði - allt að 30% æðaútvíkkunAf hverju er BEETELITE sá eini sem þorir að bjóða Nitric Oxide próf með sinni vöru. Því BEETELITE einfaldlega virkar.

WE BEET THE COMPETITION

1 skot 30 mín. fyrir æfingar, keppnirblandað í 100 - 150 ml af vatni. Endist 6 tíma í líkamanum.Bætt blóðflæði og súrefnis upptaka30 mín. eftir inntöku.

Fæst í apótekum, heilsubúðumwww.vitex.is

Hleðsla – hollur og handhægur drykkur

Matur sem leiðir til árangursRétt val á fæðu skiptir gríðar-legu miklu máli í tengslum við vel-líðan og heilsufar og þá sérstaklega til að líkaminn nái að starfa með fullri getu. Það er eitt-hvað sem íþrótta-fólk og fólk sem stundar Crossfit sækist eftir til að ná sem mestum árangri. Hér er listi yfir mat sem leiðir til árangurs í ræktinni.

AvókadóAvókadó, eða lárpera eins og það heitir á íslensku, er uppfullt af hollri fitu sem aðstoðar líkamann að viðhalda góðu kólesteról-jafnvægi. Avókadó getur einnig slegið á matarlystina og þannig forðað fólki frá því að detta í snakkpokann þegar hungrið sækir að. Auk þess inniheldur það trefjar, kalíum, og C og K vítamín.

Dökkt súkkulaðiTil að fullnægja sætuþörfinni er ágætt að nasla á dökku súkkul-aði. Það inniheldur andoxunar-efni sem styrkja hjartað með því að lækka blóðþrýstinginn. Ein-ungis þarf að tryggja að dökka súkkulaðið innihaldi að minnsta kosti 60 prósent af kakói.

LaxStútfullur af Omega-3 fitusýrum sem kemur í veg fyrir ýmsa sjúkdóma, eins og hjartasjúkdóma, krabbamein og þung-lyndi. Rannsóknir hafa sýnt að fitusýrur í laxi geta dregið úr harðsperrum og jafnvel stutt við vöxt vöðva. Auk þess má finna prótein, D-vítamín og B12 vítamín í laxi.

GrænkálGrænkál lá lengi óhreyft í grænmetis-deildinni en þykir nú eitt heitasta græn-metið. Enda þarf ekki nema einn bolla af grænkáli til að mæta dagsþörf fyrir A-, C- og K-vítamín. Auk þess sem það inniheldur ákveðin andoxunarefni sem bæta sjónina.

RauðrófurBlóðrautt grænmeti hefur verið að auka vinsældir sínar upp á síðkastið og þá fyrst og fremst vegna þessu hversu trefja- og næringarríkt það er. Rannsókn sem gerð var á síðasta ári og birt var í tíma-ritinu Nutrients bendir til að neysla á rauðrófum get aukið árangur líkamsæfinga þar sem þær innihalda næringar-efni sem hjálpar vöðvunum að nýta súrefni betur við áreynslu, sem getur aukið út-hald til dæmis við kraftmiklar æfingar eins og að hoppa upp á kassa. Þar að auki innihalda rauðrófur andoxunarefni.

Page 9: Crossfit 13 03 2015

Um okkUr

crossfit 43 Helgin 13.-15. mars 2015

Allir velkomnir í Crossfit XY

C rossfit XY er í Miðhrauni 2 í Garðabæ og hefur dafnað vel á þessum árum og sífellt bætast við fleiri iðkendur sem vilja byrja að stunda þessa skemmtilegu og vin-

sælu íþrótt. „Hingað eru allir velkomnir og líka þeir sem hafa ekki stundað crossfit áður, en þeir byrja á því að fara á svokall-að grunnnámskeið þar sem undirstöðuatriðin eru kennd og æfð,“ segir Árni Björn Kristjánsson, rekstrarstjóri CrossFit XY. Grunnnámskeiðin byrja yfirleitt á tveggja vikna fresti en hægt er að fá frekari upplýsingar um þau á facebook síðu Crossfit XY og heimasíðu stöðvarinnar www.crossfitxy.is.

Fjölbreytt æfingakerfi Crossfit er æfingakerfi sem hentar öllum, hvort sem fólk er afreksíþróttafólk eða óvant líkamsrækt, þar sem hver og einn stundar æfingarnar út frá sínum forsendum. Allir gera sömu æfingar en með mismunandi þyngdum og á mismunandi erfið-leikastigi og hraða eftir því hvað hentar. Crossfit byggir á þoli og styrk en fyrst og fremst fjölbreytni en breytileiki er lykilorð í crossfit. Þannig er hægt að ná framúrskarandi góðu líkams-formi og heilsu á breiðum grunni. „Við æfum styrk og þol á fjölbreyttan hátt og eru ólympískar lyftingar stór hluti af cross-fit. Það kann að hljóma svolítið skelfilega í eyrum margra, en dæmin eru mýmörg um að fólk sem hafði aldrei lyft lóðum byrji að elska þessar ólympísku áskoranir jafnmikið og aðrar æfingar sem það kannski þekkir betur,“ segir Árni Björn.

Góður og skemmtilegur andi „Við leggjum áherslu á léttan og skemmtilegan anda í XY þar sem allir njóta sín, ásamt því að vera með góðar æfingar og leiðsögn á degi hverjum. Í XY er fólk á öllum aldri og í alls konar formi. Við erum með iðkendur alls staðar af stór Reykja-víkursvæðinu þótt flestir komi úr Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi. Við erum með keppnisfólk hjá okkur sem hefur náð góðum árangri á mótum bæði hér heima og erlendis og það er með gríðarlega reynslu sem það kennir og miðlar til annarra iðkenda. Lyftingafélag Garðabæjar var stofnað á síðasta ári og hefur aðstöðu hjá okkur en stöðin býr að stórum sölum og fyrsta flokks búnaði til að sinna afreksfólkinu okkar jafnt sem hinum, það er nóg pláss fyrir alla og allir fá sinn æfingatíma. Hlaupastígarnir í hrauninu hér beint fyrir utan húsið eru líka forréttindi á sumrin“ segir Árni Björn.

Næsta grunnnámskeið hefst 17. mars. Skráning og frekari upplýsingar hjá [email protected]

Unnið í samsarfi við

Crossfit XY

Crossfit XY býður upp á æfingakerfi fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Stöðin fagnar tveggja ára afmæli um þessar mundir.

CrossFit XY leggur áherslu á að bjóða upp á CrossFit þjálfun í skemmtilegu og jákvæðu um-hverfi.

Aðstaða og tæki: Stöðin er um 1.000 fm, þar af eru um 640 fm æfingarými sem skiptist í tvo rúmgóða sali og þriðja minni sem hentar betur fyrir minni hópa og einkaþjálfun. Utanadyra höfum við góðan aðgang að hlaupa-stígum í hrauninu í kring og stutt er í Heiðmörkina.

Nudd, heitur og kaldur pottur: Iðkendur geta nýtt sér notalega spa aðstöðu okkar þar sem boðið er upp á aðgang að heitum og köldum potti og mögulegt að bóka tíma í nudd.?

Staðsetning: CrossFit XY er staðsett í Miðhrauni 2 í Garðabæ. Við erum við Reykjanesbrautina og því frábært aðgengi að stöðinni og fljótlegt að koma við og taka æfingu.?

„Crossfit er æfingakerfi sem hentar öllum, hvort sem fólk er afreksíþróttafólk eða óvant líkamsrækt, þar sem hver og einn stundar æfingarnar út frá sínum forsendum,“ segir Árni Björn Kristjánsson, rekstrarstjóri CrossFit XY. Mynd/Hari

Það er alltaf líf og fjör á krakkaæfingunum í Crossfit XY.

Léttur og skemmtilegur andi einkennir starfsem-ina í Crossfit XY. Æfingahópurinn gerir ýmislegt saman, eins og til dæmis að ganga Laugaveginn eins og hluti hópsins gerði síðasta sumar.

Page 10: Crossfit 13 03 2015

Fæst í Lyfju, Apótekinu, Lyfjaveri og Garðsapóteki

Sambucol:

– Náttúruleg vörn gegn flensu

– Sannkölluð andoxunarbomba fyrir frumurnar

raritet.is

Besta flensu- og kvefmixtúra sem ég hef prófað”

Sambucol Immuni Forte

Sykurlaust, náttúrulegt þykkni fyrir fullorðna.

Sambucol for Kids

Bragðgott náttúrulegt þykkni fyrir börn.

Sambucol Immune Forte forðahylki

Fyrir þá sem ekki vilja mixtúru.

Dregur úr einkennum og getur stytt flensu- og kveftímann um allt að 50%

Þ að kallar á meiðsl ef fólk fer frá því að gera ekki neitt í að æfa fimm sinnum í viku af krafti,“

segir Daði Reynir Kristleifsson, sjúkraþjálfari hjá Afli. Crossfit æf-ingakerfið er hannað með það í huga að það sé hægt að aðlaga að hverjum sem er og telur Daði það mikilvægt að fólk geri æfingar í takt við það sem það hefur gert áður.

„Fólk er í misjöfnu formi þegar það byrjar æfingar og nauðsynlegt að taka mið af því.“ Grunnnámskeið eru í boði fyrir þá sem ætla að byrja að stunda Crossfit þar sem lögð er áhersla á rétta líkamsbeitingu og fræðslu og telur Daði það skipta öllu máli að fara í gegnum grunn-ámskeið. „Einn stærsti parturinn er að fá kennslu í hvernig eigi að gera hreyfingarnar rétt, og vera sífellt að fínpússa hreyfingarnar. Crossfit æfingarnar reyna mikið á axlir, mjó-bak og hné og það er fyrst og fremst mikilvægt að vera ekki með of þung lóð. Vöðvaþreytan byrjar að tikka inn þegar lóðin verða þyngri og ef fólk er ekki nægilega sterkt fer það að beita sér rangt til að svindla sér í gegnum æfinguna. Þess vegna er alltaf gott að byrja létt og vinna sig smám saman upp og halda réttri líkamsbeitingu.“

Daði Reynir segir að þetta eigi við um alla hreyfingu sem fólk stundar því það skipti engu hvort fólk sé að

Ótrúlega margir hafa náð árangri„Til að gera vöðvana móttækilegri fyrir þjálfun og koma í veg fyrir meiðsl þarf að huga að réttri stignun og réttri liðleikaþjálfun í samræmi við æfingar,“ segir Daði Reynir Kristleifsson, sjúkraþjálfari hjá Afli. Sjálfur hefur hann stundað Crossfit í nokkur ár og veitir hann jafnframt ráðgjöf hjá Crossfit Reykjavík. Hann telur það algengt að fólk fari sér of geyst.

Daði Reynir Kristleifsson segir fáfræði á Cross-fit kalla á ósanngjarna umfjöllun og ekki sé meira um meiðsl í Crossfit en öðrum íþróttagreinum.

æfa boltaíþrótt, lyfta lóðum, Cross-fit eða sund, þá sé rétt stignun lyk-ilatriði. Hann segir að því miður sé of oft horft á Crossfit sem meiðsla-gjarna íþrótt en það stafi fyrst og fremst af vanþekkingu á sportinu. „Margir þekkja boltaíþróttirnar vel en þar er mikið um meiðsl sem ekki er talað um af jafnmikilli neikvæðni. Það þykir jákvætt og gott að stunda handbolta eða fótbolta þar sem marg-ir eru með slæmar axlir, ökkla og hné eftir þjálfun, en um leið og fólk seg-ist stunda Crossfit þá heyrast áhyggj-uraddir. Það er ósanngjarnt og ég tel að það stafi fyrst og fremst af van-þekkingu á sportinu.“

Aðspurður tekur hann undir það að áhyggjur um meiðsl í Crossfit stafi af því að það æfa margir sem hafa lítið hreyft sig áður og hafa ekki stundað íþróttir. „Það má ekki gleyma því að það eru margir sem finna sig í Cross-fit sem hafa ekki áður fundið hreyf-ingu við hæfi og það eru ótrúlega margir sem hafa náð gríðarlegum árangri sem hefur breytt lífi þeirra til hins betra. Allskonar fólk stundar Crossfit með góðum árangri, þar á meðal fólk sem er háð hjólastól. Að-almálið er að allir geri það sem þeir geta og hugi að því að gera það rétt. Fólk verður að þekkja sín mörk og vera ófeimið við að leita eftir leiðsögn og spyrja.“

44 crossfit Helgin 13.-15. mars 2015

Page 11: Crossfit 13 03 2015

heimkaup.is

Öll t

ilboð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

bre

ytin

gar o

g up

psel

dar v

örur

.

Færð þú í tölvupósti?

Skráðu þig strax póstlistann og þú gætir fengið lukkupóstinn!

Nýir vinningar daglega. Canon Ixus myndavél í fyrramálið

og UA Apollo hlaupaskór herra á sunnudaginn.

Dömubolur kynningarverð 3.594,-

Verð 5.990,-

Herrastuttbuxurkynningarverð 5.993,-

Verð 7.990,-

Stuttbuxur 8” kynningarverð 5.059,-

Verð 5.790,-

Bolur kynningarverð 5.755,-Verð 6.990,-

Kvartbuxur kynningarverð 8.522Verð 9.990,-

Jakki kynningarverð 13.828,-Verð 15.490,-

Bolur kynningarverð 3.594,-Verð 5.990,-

línan er mætt!2015Kynningarafsláttur + Prufutími í World-Class

í kaupbæti.

Augljós kostur við að versla við innlenda risavefverslun og vöruhús eins og

Heimkaup.is er að ekkert mál er að skila eða skipta ef upp koma vandamál.

Ólíkt mörgum netverslunum býðst þér einnig að greiða með peningum eða korti

við afhendingu vörunnar. Öruggara verður það ekki.

Pantaðu fyrir kl. 1700 og við sendum frítt heim samdægurs á höfuðborgarsvæðinu

– næsta dag víðast hvar á landsbyggðinni. Frítt ef pantað er fyrir 4.000.- eða meira.

Frí heimsending samdægurs

Öryggi - ekkert mál að skila eða skipta

Hægt að greiða við afhendingu

Heimkaup.is er stærsta netverslun á Íslandi!Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / 5502700

Heimkaup.is

Page 12: Crossfit 13 03 2015

46 crossfit Helgin 13.-15. mars 2015

HARPA 29. MARS

HEIÐURSTÓNLEIKAR Í TILEFNI AF70 ÁRA AFMÆLI GUNNARS ÞÓRÐARSONAR

MIÐASALA Á MIÐI.IS, HARPA.IS,

Í MIÐASÖLU HÖRPU OG SÍMA 528-5050.

SÖNGVARAR

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON

EGILL ÓLAFSSON

EYÞÓR INGI

PÁLL ÓSKAR

SIGRÍÐUR THORLACIUS

STEFÁN JAKOBSSON

UNA STEF

ÞÚ OG ÉG

HELGA MÖLLER

JÓHANN HELGASON

SÉRSTAKIR GESTIR

BERGÞÓR PÁLSSON

ELMAR GILBERTSSON

ÞÓRA EINARSDÓTTIR

HRYNSVEIT

EYÞÓR GUNNARSSON HLJÓMBORÐ FRIÐRIK KARLSSON GÍTAR

GUÐMUNDUR PÉTURSSON GÍTAR GUNNLAUGUR BRIEM TROMMUR

JÓHANN ÁSMUNDSSON BASSI PÉTUR GRÉTARSSON SLAGVERK

SIGURÐUR FLOSASON SAXÓFÓNN SNORRI SIGFÚS BIRGISSON PÍANÓ

ÞÓRIR ÚLFARSSON HLJÓMBORÐ

REYKJAVIK SESSION ORCHESTRA UNDIR STJÓRN ROLAND HARTWELL

GOSPELKÓR ÓSKARS EINARSSONAR

GRADUALEKÓR LANGHOLTSKIRKJU UNDIR STJÓRN JÓNS STEFÁNSSONAR

HLJÓMSVEITARSTJÓRI ÞÓRIR ÚLFARSSON

KYNNIR JÓNAS R JÓNSSON

LEIKSTJÓRI EGILL EÐVARÐSSON

HEIÐURSGESTUR GUNNAR ÞÓRÐARSON

ÞAÐ STYTTIST Í GLÆSILEGUSTU TÓNLISTARVEISLU ÁRSINS

ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR Á AUKATÓNLEIKANA!

S amtökin hafa það hlutverk að standa að hagsmunagæslu fyrir CrossFit á Íslandi, koma

að árlegu Íslandsmóti í CrossFit, bæði einstaklinga og liða, og stuðla að eflingu CrossFit á Íslandi,“ seg-ir Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit sam-bands Íslands.

Ein heimsleikaæfing á viku CFSÍ stóð nýlega fyrir fyrsta við-burði ársins, sem var haldinn í tengslum við forkeppni heimsleik-anna í CrossFit. Forkeppnin hófst formlega föstudaginn 27. febrúar og kallast sú keppni „The Open“. Skipulag þeirrar keppni er að yfir fimm vikna tímabil gefur CrossFit í Bandaríkjunum út eina æfingu á viku sem keppendur þurfa að framkvæma eftir fyrirfram settum reglum. „Það sem gerir þessa for-keppni skemmtilega er að allir sem eru iðkendur í CrossFit stöð, hvar sem er í heiminum, geta verið með og þannig tekið þátt í heimsmeist-aramótinu og keppt við þau bestu í heiminum sem og aðra iðkendur,“ segir Svanhildur. Eftir þessar fimm vikur taka svo við svæðiskeppnir og að lokum heimsleikarnir í CrossFit sem fara fram í Carson, Los Ange-les ár hvert og er sama keppni sem Annie Mist Þórisdóttir hefur tvisvar sinnum náð að sigra í.

CrossFit veisla af bestu gerð Það var sannkölluð CrossFit veisla þegar að CFSÍ bauð bestu Cross-Fit-urum landsins, í unglingaflokki, opnum flokki og flokki 40 ára og eldri, að koma saman og fram-kvæma fyrstu æfinguna í Open, sem kallast 15.1. Æfingin sem fyrst var birt var í tveimur hlutum 15.1 og 15.1a og voru það Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (CrossFit Suð-urnes) og Þuríður Erla Helgadótt-ir (CrossFit Sport) sem voru með

hæsta skorið í þessum æfingum af íslensku konunum og Björgvin Karl Guðmundsson (CrossFit Hengli) var með besta skorið af íslensku körlunum.

Tveir karlar og sex konur meðal tíu efstu í heiminum Staðan í forkeppninni „The Open“ eftir að 2 vikum er lokið af 5 vikum lítur vel út fyrir CrossFit á Íslandi en í fyrsta sæti í karlaflokki í Evrópu er Björgvin Karl Guðmundsson og í 6. sæti er Sigurður Hafsteinn Jónsson (CrossFit XY) og í kvennaflokki er Annie Mist Þórisdóttir (CrossFit

Reykjavík) í fyrsta sæti, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í öðru sæti og í þriðja er Katrín Tanja Davíðs-dóttir (CrossFit Reykjavík), fast á hæla þeirra koma þær Björk Óðins-dóttir (CrossFit Nordic), Þuríður Erla Helgadóttir (CrossFit Sport) og Hjördís Óskarsdóttir (CrossFit Stöðin) en þær eru allar í topp 10 í Evrópu. „Það verður gaman að fylgj-ast áfram með þessum keppendum og fylgja þeim svo eftir í Evrópu-keppnina en það eru 30 keppendur í kvenna- og karlaflokki sem kom-ast áfram í þá keppni,“ segir Svan-hildur.

Íslendingar keppast við að komast á heimsleikana í CrossfitCrossFit samband Íslands (CFSÍ) eru samtök CrossFit iðkenda og CrossFitstöðva á Íslandi. Samtökin sjá meðal annars um að halda utan um forkeppni heimsleikanna í Crossfit, en fyrsti liður hennar fór fram nýlega og náðu ís-lenskir Crossfit iðkendur mjög góðum árangri.

Svanhildur Vigfúsdóttir, stjórnarformaður í CrossFit sambandi Íslands. Mynd/Hari

CrossFit samband Íslands stóð nýlega að fyrstu forkeppninni af nokkrum fyrir heimsleikana í Crossfit. Mynd/Thomas Fleckenstein

Page 13: Crossfit 13 03 2015

FORRÉTTUR,AÐALRÉTTUROG EFTIRRÉTTURB

rand

enburg