10
Strandir, eða nánar tiltekið frá Reykjarfirði norðan Geirólfsgnúps suður í Ingólfsfjörð. Auk þessa voru ráðgerðar styttri gönguferðir út frá áfangastöðum eftir því sem færi gæfist. Til að ná þessari ætlan varð að láta sigla hópnum frá Norðurfirði í Reykjarfjörð. Lesendum er bent á opna landakortið hér að aftan til hagræðis og fylgja gönguleiðinni með vísifingri hægri handar um leið og lesið er. Laugardagur 12. júlí. Hópurinn hittist hjá Ingvari og Tótu og var lagt af stað þaðan um hádegisbil. Ferðaveður var sem best gerist, léttskýjað en úði af og til. Stefnt var í Norðurfjörð en þar skyldi gist hina fyrstu nótt í boði Ferðafélags Íslands. Að venju sluppu sjoppur á leiðinni lítt við heimsóknir Rata en segir fátt af ferðum fyrr en komið var norður yfir heiðar. Á Húnaflóa töldu Ratar sig sjá skemmti- ferðaskip á siglingu og glöddust fyrir hönd túristanna yfir fagurri landsýn og góðu veðri. Upp var dreginn kíkir til að líta nánar á DAGBÓKARBROT 2. kafli Ágrip ferðasögu gönguklúbbsins Rata dagana 12. -19. júlí 1997 Þátttakendur í göngunni þetta árið voru 17, raðað eftir fjölskylum: Hallgrímur, Guðríður, Guðmundur og Halldóra systir Hallgríms Sigfinnur, Bjarnheiður, Stefán, Gísli vinur Stefáns og Kristófer Ólafur og Helga Ingvar og Þórunn Sigurbjörn og Hrönn Finnur (sögumaður) og Þórunn Í stórum dráttum var ferðaáætlun þessi. Gengið skyldi um Austur- Klúbburinn Rati, sumarið 1997 (allir) Í ferðaáætluninni var m.a. að kynnast þessum Drangaskörðum (hh1) 1 2

DAGBÓKARBROT 2. kaflikalt neysluvatn. Árið 1938 byggðu bændur í Reykjarfirði, bræðurnir Ragnar og Guðfinnur Jakobssynir, sundlaug, mikið mannvirki. Þarna eru nýir búningsklefar

  • Upload
    others

  • View
    6

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • Strandir, eða nánar tiltekið frá Reykjarfirði norðan Geirólfsgnúps suður í Ingólfsfjörð. Auk þessa voru ráðgerðar styttri gönguferðir út frá áfangastöðum eftir því sem færi gæfist. Til að ná þessari ætlan varð að láta sigla hópnum frá Norðurfirði í Reykjarfjörð. Lesendum er bent á opna landakortið hér að aftan til hagræðis og fylgja gönguleiðinni með vísifingri hægri handar um leið og lesið er.

    Laugardagur 12. júlí. Hópurinn hittist hjá Ingvari og Tótu og var lagt af stað þaðan um hádegisbil. Ferðaveður var sem best gerist, léttskýjað en úði af og til. Stefnt var í Norðurfjörð en þar skyldi gist hina fyrstu nótt í boði Ferðafélags Íslands. Að venju sluppu sjoppur á leiðinni lítt við heimsóknir Rata en segir fátt af ferðum fyrr en komið var norður yfir heiðar. Á Húnaflóa töldu Ratar sig sjá skemmti-ferðaskip á siglingu og glöddust fyrir hönd túristanna yfir fagurri landsýn og góðu veðri. Upp var dreginn kíkir til að líta nánar á

    DAGBÓKARBROT 2. kafli Ágrip ferðasögu gönguklúbbsins Rata dagana 12. -19. júlí 1997 Þátttakendur í göngunni þetta árið voru 17, raðað eftir fjölskylum: Hallgrímur, Guðríður, Guðmundur og Halldóra systir Hallgríms Sigfinnur, Bjarnheiður, Stefán, Gísli vinur Stefáns og Kristófer Ólafur og Helga Ingvar og Þórunn Sigurbjörn og Hrönn Finnur (sögumaður) og Þórunn

    Í stórum dráttum var ferðaáætlun þessi. Gengið skyldi um Austur-

    Klúbburinn Rati, sumarið 1997 (allir)

    Í ferðaáætluninni var m.a. að kynnast þessum Drangaskörðum (hh1)

    1 2

  • f y r i r b æ r i ð s e m reyndist vera ísjaki. Ekki orð um það meir. Í Norðurfjörð var komið um kl. 20. Gott var að ná úr sér hrist ingnum við léttan drykk og góðan mat, en vegir norðan Hólmavíkur reyndust æði misjafnir. Sumir misjafnari þó en aðrir. Svo háttar nú til þarna um slóðir að veturseta er nánast engin norðan Árness nema í Norðurfirði. Þar er Landshöfn og kaupfélag sem þjónar þessum norðlægu byggðum. Skáli ferðafélagsins í Norðurfirði er hið ágætasta hús þótt gamalt sé og áttu Ratar þar góða vist. Um kvöldið var skroppið út í Munaðarnes til að skoða blóðrautt og fagurt sólarlag, en um miðnættið birtust tveir lögreglumenn frá Hólmavík og var farþegi þeirra stúlka sem átti gistingu í skálanum og ferð með okkur norð-ur í Reykjarfjörð. Hún var að draga uppi gönguhóp frá Útivist sem var á undan okkur. Fór vel á með Rötum og stúlkunni þeirri og var gengið til

    náða laust eftir mið-nætti.

    Sunnudagur 13. júlí. Farið var á fætur um sjöleytið og leyndu sér ekki vonbrigði í svip þeirra sem fyrstir gáðu til veðurs. Niðdimm þoka lá á húsþökum en s t i l l t veður . Kominn var til N o r ð u r f j a r ð a r Óskar Kristins-

    son frá Dröngum á 30 feta Sómabát sínum er vera skyldi farkostur hópsins norður í Reykjarfjörð. Vel gekk að ferma bátinn og var lagt af stað út í sortann. Fljótlega varð skyggni ekkert og var siglt eftir GPS alla leið. Eins gott er að vera vel tækjum búinn því, þarna eru sker og boðar um allt og alls ekki sama hvar farið er. Óskar stýrði af öryggi milli skerja og var varla hægt að fylgjast með dýralífi vegna þoku. Ekkert sást til lands og var mikill sjónar-sviptir af að sjá ekki til Geirólfsgnúps sem ægifagur er frá sjó séð eins og síðar kom í ljós. Þegar í Reykj-arfjörð kom var skyggni ekkert, e.t.v. 25 m og brá fólki í brún þegar skyndilega birtist út úr þokunni bryggjan, sem ekki er annað en snarbrattir klettar með gálga sem notaður er til að lesta þyngri hluti. Þarna tók á móti

    Blóðrautt sólarlag (iag02)

    Við skál við skála FÍ í Norðurfirði (iag1) Á bryggjunni í Norðurfirði (sþ01)

    Sómafólk í Sómabát (os01)

    3 4

  • o k k u r R a g n a r Jakobsson, síðasti bóndinn í Reykjar-firði. Veturseta lagðist af 1959 en Ragnar og fjölskylda hans eiga þarna þrjú íbúðarhús, sumar-bústaði og gamla bæinn sem Ragnar fæddist í. Hann er n o t a ð u r s e m sv e fnská l i f y r i r göngugarpa sem

    þangað leggja leið sína. Með góðu móti geta 15-17 manns gist þarna. Verið er að bæta og byggja við snyrtiaðstöðu sem verður mikill munur. Þingmannaleið er nú á kamarinn og þvottastæðið. Þannig háttar til í Reykjarfirði að nóg er af heitu vatni en minna um kalt neysluvatn. Árið 1938 byggðu bændur í Reykjarfirði, bræðurnir Ragnar og Guðfinnur Jakobssynir, sundlaug, mikið

    mannvirki. Þarna eru nýir búningsklefar og aðstaða öll hin besta. Þetta stendur öllum til boða sem gista í Reykjarfirði og er innifalið í gjaldinu. Eftir að Ratar höfðu komið sér fyrir var farið í göngu út með Reykjarfirði að norðan, út fyrir Þaralátursnes og inn í Þaralátursfjörð. Nokur þoka var yfir en henni létti þegar leið á

    kvöldið og sást þá norður til Könnu. Þaðan heyrðust drunur miklar yfir fjörðinn og gáfu til kynna grjóthrun og skriðuföll. Gaman þótti að ganga um Hvítusanda og undrun vakti þegar Sigurbjörn tillti sér nánast ofan á rjúpu á hreiðri sem lét sér hvergi bregða. Fjörðurinn sýndist allur hinn vistlegasti og var þegar ráðgert að skoða hann betur síðar. Tekinn var sneiðingur inn fjörð og upp og yfir fjallið milli fjarða. Létti þok-unni vel og sást allt suður til G e i r ó l f s-gnúps um

    stund. Eftir um 4 stunda ferð ákváðu þreyttir Ratar að ganga til laugar. Um kvöldið var grillað í góðu veðri en þoka var aftur lögst yfir.

    Mánudagur 14. júlí. Vaknað um kl. 9 eftir ágæta nótt. Mikill fuglasöngur og fagurt veður tók á móti ferðalöngum þennan morgun. Ákveðið var að fara út í Könnu norðan Þaralátursfjarðar og er það um 8 stunda ganga fram og aftur. Lagt var af stað skömmu eftir hádegi og ætt yfir fjöll og firnindi án þess að líta til hægri eða vinstri. Þótti göngulagið minna mjög á jeppaakstur ákveðinna manna um hálendi og jökla landsins. Hægfara Ratar er gáfu sér tíma til náttúruskoðunar komust í kynni við tófu og mink og náðu að festa á mynd minkinn Könnubúa. Einnig var skoðað vel eitt mesta framhlaup landsins rétt utan við

    “Gálgaklettur” í Reykjarfirði (sþ02)

    Svefnskálinn í Reykjarfirði (iag05)

    Í sundi (iag06)

    Sigurbjörn og rjúpan (os02)

    Hvítusandar (sþ03)

    Kanna og ?? (hh06) 5 6

  • gamla bæjarstæðið í Þara-látursfirði þar sem rebbi átti heima. Þar hefur heil fjallshlíð fallið í sjó fram á um 1-2 km svæði. Við þe t t a my ndas t go t t bæjarstæði og skjól þar innan við fyrir hafgolu en gróður var mikill í kringum gamla bæjarstæðið. Gengið var sem leið liggur út að Könnu, heilsað upp á Karl og Kerlingu og gægst inn í

    Furufjörð þar fyrir norðan. Greinileg voru förin eftir skriðuföll gærdagsins þar úti á nesinu. Þarna þarf að sæta lagi sjávarfalla því mjög þröngt er að komast fram fyrir nesið. Í Furufirði eru 4 hús, slysavarnaskýli og 3 sumarbústaðir. Þarna væri rétt að eyða mun meiri tíma ef vel ætti að vera. Heimleiðin var tekin í einum rykk og var komið í Reykjarfjörð eftir 9 tíma ferð. Ragnar bóndi hafði undirbúið varðeld niðri á fjörukambi en nógur er eldiviðurinn. Reki er þarna í öllum fjörum, óendanlegt magn timburs. Einnig eru fjörur fullar af alskyns afgöngum frá fiskveiðiflota landsmanna og ber þeirri grein ekki f a g u r t v i t n i . Netakúlur, netatrossur og alskyns netabún-aður og veiðarfæri sem ritari kann engin nöfn á fylla fjörurnar. Fróðlegt væri að vita u m h l u t þ e s s a ófagnaðar í fiskverði. Veður var hið fegursta um kvöldið og logaði vel í kestinum og var það skemmtileg stund

    með Ragnari. Þeir í Reykjar-firði kunna vel til verka að þessu leyti, höfðu reist marga kesti víðsvegar á kambinu til að þurrka timbrið, líklega einn köst á hvern h ó p g e s t a sumarsins.

    Þriðjudagur 15. júlí. Mál var komið að kveðja Reykj-arfjörð og ekki laust við að það væri með söknuði. Veður var fallegt um morguninn en spáð N-A átt sem ekki er það besta á þessum slóðum. Um þær mundir er lagt skyldi af stað bar svo til, að von var á báti. Tvenn hjón frá Bolungarvík sem legið höfðu í tjöldum í Reykjarfirði

    höfðu samið við Óskar á Dröng-um að sækja sig og flytja í Ingólfsfjörð. Var brugðist við skjótt og beðið um flutning á m e s t ö l l u m farangri og

    Jökulvötn vaðin í Þaralátursfirði (os03)

    Framhlaup í Furufirði (sþ05)

    Við varðeldana .... (hh05)

    Vaðið af stað frá Reykjarfirði (iag07)

    Hornbjarg í norðri frá Geirólfsgnúpi (os04)

    7 8

  • þremur Rötum að Dröngum. Var það auðsótt og fengu Sigurbjörn, Hrönn og ritari far, leist ekki vel á 12 tíma gönguna sem áætluð var suður þangað. Ritari kann lítt frá göngunni að segja annað en að hún gekk vel þrátt fyrir fótasár, eymsli hér og þar og vað yfir þrjár jökulár. Árnar eru kaldari en allt sem kalt er, enda örstutt upp í Drangajökul sem elur þær af sér. Þetta hafði ritari fengið að reyna í Þaralátursfirði. Af bátsverjum er hins vegar það að segja að leiðindabræla var út fyrir Geirólfsgnúp. Sást vel til og fá orð ekki lýst hrikalegri ásýnd hans. Ótal djúp gljúfur ganga inn í hann frá hafi með lóðréttum hamraveggj-um upp á brún. Fugl virtist una sér vel við klettana og var þessi h lu t i ferðar innar hennar virði. Er komið var fyrir gnúpinn gaf gott lens og sóttist vel. Veður fór heldur kólnandi er leið á daginn og var hiti kominn niður í um 3° undir kvöld. Báts-verjar áttu góða stund inni í eldhúsi á

    Dröngum meðan beðið v a r e f t i r göngugörpum. Þar búa á sumrin Kristinn J ó n s s o n , s í ð a s t i bóndinn, ásamt konu sinni Önnu Jakobínu Guðjónsdóttur úr Þara-látursfirði og sonunum Óskari og Sveini. Einnig var þarna Inga, kona Sveins, og börn. Þau hjón starfa sem kennarar á Akranesi á vetrum en Óskar er sjómaður. Þau eru að reyna að þjóna ferðamönnum sem er eitt af átaksverkefnum svæðisins til að koma í veg fyrir að byggð leggist alveg af á þessum slóðum. Sem fyrr segir sóttist göngugörpum vel og var vel fagnað við komuna að Dröngum eftir 11 tíma göngu. Bátsverjar reyndu að létta undir með því að finna tjaldstæði, leggja á borð undir berum himni, taka fram bjór og fleira er mætti verða til að gleðja hina göngulúnu. Í ljós kom að Kristófer átti afmæli og var því fagnað á viðeigandi hátt. Gengið var til náða um kl. 01.30 í súld og brælu en þreyttir og ánægðir Ratar

    sofnuðu fljótt með von um betra veður í hjarta. Miðvikudagur 16. júlí. Veðurguðir höfðu heldur betur gerst hliðhollir um nóttina. Við rismál var enn þoka en veðrabrigði í lofti. Um miðjan morgun hafði hann rifið af sér, kominn á austan og Horft til Bjarnarfjarðar (sþ06)

    Drangaskörð í suðri frá Geirólfsgnúpi (os05)

    Hann á afmæli í dag (iag08)

    Sóleyjar í bongóblíðu á Dröngum (iag09)

    9 10

  • um hádegi með bongó-blíðu, sól og hita. Að sögn heimamanna var runninn upp fyrsti sumardagur ársins, ekki seinna vænna. Áður en Drangar voru kvaddir bauðst Sveinn Krinstinsson til að segja sögu staðarins. Var gengið niður að sjávarhúsum til að fá viðeigandi umgjörð um söguna. Drangar eru landnámsjörð. Hana nam Þorvaldur Ásvaldsson faðir Eiríks rauða og því afi Leifs heppna. Deilt er um hvort Leifur sé fæddur að Dröngum eða í Dölum vestur þar sem Eiríkur bjó síðar. Sjávarhúsin eru þrjú, pakkhús, hákarlshjallur og grútarhús, um 200 ára gömul í núverandi mynd, en hafa verið endurbyggð nokkrum sinnum og er unnið að slíku nú. Áður en til sögustundar kom hafði Þórunn S. verið að kenna Ingu húsfreyjua að baka súrdeigsbrauð sem hún hafði mikinn áhuga á. Slíkt meti er holt, geymist og kemur sér vel á af-

    skekktum stöð-um. Nokkru eftir hádegi var hið ágæta heimilis-fólk á Dröngum kvatt og þökkuð gest r isni og s k e m m t i l e g kynni. Þegar búið var að troða í bakpoka og átti að fara að lyfta klyfjum, þótti flestum nóg um og var altalað að

    allt of miklar vistir væru með í för. En allt komst upp og var farið hægt af stað og átti það eftir að launa sig. Veður var orðið hið fegursta, hiti og hæfilegur andvari af hafi. Eldri Rötum sem þekktu klifbera-hljóð hlýnaði um hjartarætur við að heyra marrið í ólum bakpokans. Leiðin lá út með Drangahlíð og stefna tekin á hið ysta af Drangaskörðum og er kennt við Signýjargötu. Uppi á skarðinu var áð og notið útsýnis. Í norðri blöstu við Kálfatindar og Hornbjarg og Drangavík og Ófeigsfjörður í suðri. Undir Dröngum að sunnanverðu var yfir samfellda grjóturð að fara allt inn að Drangavík og sóttist seint. Inni undir víkurbotni taka við mosa-grónar grundir með góðum

    gönguleiðum og fellur þar Drangavíkurá í fögrum fossi til sjávar. Þar skammt fyrir neðan er gott vað á ánni og var mikill léttir að finna hve volg hún var. Inni á D r a n g a v í k u r d a l staldrar áin við í Drangavíkurdalsvatni og hitnar verulega. Aðrar ár á þessum

    Sögufyrirlestur á Dröngum (sþ07)

    Klifberar undir Drangaskörðum (hh02)

    Á Signýjargötu í Drangaskörðum (iag10)

    Drangavíkurá vaðin (iag11)

    11 12

  • var kalt en sól að koma upp. Útsýnið til Dranganna og litabrigði himinsins voru ólýsanleg. Útlit var fyrir ljómandi góðan dag og að koma gola af S-A. Ratar vöknuðu snemma, flestir við ofurhita í tjöldum enda hafði sól bakað þau alla nóttina. Logn var og hiti strax kominn í 12-13 gráður um morguninn. Að loknum árbít og samantekt var skoðað greni sem Ingavar fann á leið s i n n i í b a n k a n n . Yrðlingur skaut upp kolli og var myndaður í bak og fyrir. Vart mátti á milli sjá hvorir væru furðu lostnari, Ratar eða rebbi. Lagt var af stað um hádegisbil og s t e f n t í Ó f e i g s f j ö r ð . Hafgola var til a ð l é t t a

    gönguna en veður fór hlýnandi eftir því sem á daginn leið. Gengið var um harða grasi vaxna bala og holt, hið besta land. Mikil og falleg vatnsföll eru á leiðinni, fyrst Eyvind-arfjarðará og síðan Hvalá og falla þær í fossum fram af klettabeltum. Á báðum ám eru göngu-brýr, enda ekki auð-

    slóðum koma beint úr jöklinum og draga hitastig sitt af því. Sennilega er silungur í ánni vegna þessara skilyrða en ekki reyndi á það í þetta skipti. Gamla bæjarhúsið í Drangavík er utar við víkina að sunnanverðu og stendur húsið enn þótt tæpt sé. Nokkru þar fyrir utan heitir Skerjasund þar sem Drangavíkurfjall gengur

    lengst fram og var ákveðið að ganga suður fyrir sundið og tjalda. Þar fannst tjaldstæði við litla vík, afgirta af klettabelti sem gekk í sjó fram að sunnanverðu og mikilli grjóturð til fjallsins. Þar tók rebbi á móti rötum um kvöldið. Útsýni til Dranganna er þarna sem best verður á kosið. Logn var dottið á með hlýindum. Snæddur var kvöldverður úti og að því loknu var efnt til varðelds. Nógur var eldiviðurinn og sums staðar ekki mögulegt að stinga niður fæti vegna rekaviðar. Mikið var sungið og skemmt sér um kvöldið og tóku nýir Ratar, Gísli, Halldóra, Hrönn og Sigurbjörn vígslu á venjubundinn hátt með þríteknu fótaslagi á meðan staðið er á höndum. Tækist það ekki var gefið færi á skemmri skírn með þrítekinni handstöðu og einu fótaslagi samtímis hverju sinni. Að upptöku lokinni var enn sungið og gengu Ratar sælir til náða eftir miðnætti. Fimmtudagur 17. júlí: Ritari vaknaði um miðja nótt og gáði til veðurs. Mjög

    Varðeldur með Ratavígslu í Drangavík (iag12)

    Yrðlingur á greni (iag13)

    Göngubrú á Hvalá (os06) Blómabörn (hh03)

    13 14

  • veldar yfirferðar vegna straumþunga. Við báðar ár var staldrað við til að njóta dýrðarinnar. Ekki er slík vatnsföll að finna víða á landinu. Veður hélst gott, undir kvöld var komið mikið uppstreymi af landi vegna hitans og dróst þá þoka utan af hafi inn yfir ströndina. Þokan var hlý og ekki mjög rök. Komið var í Ófeigsfjörð undir kvöld og tjaldað á bakka Húsár norðan við bæjarstæðið í Ófeigsfirði. Þar er mikil timburvinnsla á sumrin og þarna voru kornung hjón, afkomendur síðustu ábúenda við timbur-vinnsluna. Einkum er valið lerki úr rekanum og rist á staðnum í parketborð

    sem BYKO vinnur frekar til n o t e n d a . Einnig eru unnir girðingar-staurar úr furu og greni. Að loknum léttum kvöldverði var gengið til náða um miðnætti. Föstudagur 18. júlí: Vaknað var með fy r r a fallinu og voru

    flestir komnir á stjá um klukkan 8. Logn var og öll þoka horfin en skýjað. Hiti var um 15° strax um morguninn og öll tjöld þurr og jörð líka. Mikill léttir var að ná öllu saman þurru og einnig var þægilegt að geta drukkið morgunkaffið sitt úti við slíkar aðstæður. Lagt var af stað um kl. 10 í síðasta áfanga göngunnar og farið um hlaðið í Ófeigsfirði. Þar tók á móti okkur öldruð húsfreyja sem var síðasti ábúandi ásamt manni sínum. Hún sagði okkur sögu sína og staðarins og ráðlagði um gönguleið yfir í Ingólfsfjörð. Um tvær meginleiðir er að ræða, um 9 km eftir vegi út fyrir Seljanes eða um 4-5 km leið yfir Seljanesfjall og fer þar hæst í um 250 m hæð. Fjallið var valið og sóttist vel upp, enda frekar aflíðandi. Það átti eftir að hefna sín með snarbrattri leið niður í Ingólfsfjörð. Var það mál Rata að niðurgangan hefði verið mun erfiðari en uppleiðin. Mikill var

    f ö g n u ð u r Ratanna við komuna niður í fjörðinn, því þ a r v o r u komnar mæður T ó t u o g Ingvars með h e i t t a f f i , pönnukökur og annað góðgæti. Varð úr að I n g v a r o g S i g u r b j ö r n fóru með þeim y f i r í

    Norðurfjörð til að sækja bíla sína. Voru þeir fylltir af farangri og þeim sem göngulúnastir voru. Hinir sem hressari voru héldu strax af stað og luku göngunni í Norðurfirði. Leiðin er um 6-7 km og aðeins um lágan háls að fara og reyndist vel hressu göngufólkinu leikur einn. Allir brugðu sér í sund út í Krossnes þar sem hin ágætasta laug stendur á sjávarkambinum Í Norðurfirði var ættarmót og mikill erill við laugina. Baðið var vel þegið og gott að losna við vikugamlan svita og ryk úr hári og vitum. Um miðjan dag var svo lagt af stað heim og var stefnt á

    Í Ófeigsfirði (sþ10)

    Móttökunefndin mætt í Ingólfsfirði (sþ11)

    Á bökkum Húsár (iag14)

    15 16

  • Finnbogastaðaskóla í Árnesi. Þar hafði verið pöntuð gisting og var aðstaða hin ágætasta. Upp hófst undirbúningur að stór-grillveislu. Fjögur læri vorun grafin í fjörukambinn og moðsteikt þar í áli með grillkolum. Nóg af góðgæti hafði verið skilið eftir þarna á norðurleiðinni og var búið dýrindis salat í eldhúsinu og líktist 5 stjörnu hóteleldhúsi frekar en heimavistarskóla á 66°N. Hitaskúr gerði um kvöldið og hreinsaði loftið af mollu dagsins og var bara hressandi. Í skólanum voru m.a. þýsk/dönsk hjón frá Hannover. Danska konan hafði unnið hjá Alla ríka á Eskifirði fyrir mörgum árum. Síðan giftist hún þýskum manni, tölvufræðingi. Þau eru bæði heilluð af landi og þjóð og voru hér í tólfta sinn. Landið þekkja þau betur en margur Íslendingurinn. Þeim var boðið til veislunnar og eftir nokkra bjóra og/eða rauðvín með steikinni voru hinir ýmsustu Ratar farnir að tala tungum sem ekkert væri. Um miðnættið stytti upp og var kveiktur varðeldur niðri á sjávarkambi og hóft þar upp söngur og varð af hin besta skemmtan. Þau hjón hin þýsku höfðu komið í Hornbjargsvita og lenti maðurinn þá í því að koma skikki á tölvukerfi vitavarðarins. Kvaðst hann hafa átt von á flestu öðru en því þegar þau lögðu upp í þá ferð. Farið var í háttinn skömmu eftir miðnætti og gengu allir til náða saddir og glaðir. Laugardagur 18. júlí: Aðfaranótt laugardagsins varð mörgum erfið þótt vel hafi gengið að sofna. Nú þurftu allir svo mikið súrefni eftir útiveruna og hiti var auk þess mikill utan dyra sem innan. Um miðja nótt var súrefni skólahússins að þrotum komið. Margir vöknuðu og voru gluggar sem til náðist þeystir upp á gátt, en ekkert dugði því logn var og hitamolla úti. Um morguninn þegar hinir fyrstu fóru á fætur var hitinn 18° og ekki að furða þótt heitt væri inni. Sólarlaust var en hiti hélt samt sem áður áfram að hækka. Þegar lagt var af stað voru bílar sem suðupottar og hafðist vart undan að kæla með blásara á fullu. Svona getur viðrað inni í fjörðum þótt norðarlega sé. Lagt var af stað undir hádegi og var ákveðið að fara um Drangsnes. Svo vel vildi til að þar stóð yfir bryggjuhátíð og var gestum og gangandi boðið að bragða hverskyns sjávarfang af hlaðborði sem sett hafði verið upp framan við eitt fiskverkunarhúsið. Á borðum var m.a. selspik, siginn og saltaður fiskur, hákarl, og grilluð grásleppa. Auk þess var reyktu lundi, humar og hnísukjöt. Á flestu var smakkað og fannst hverjum sitt. Til tals kom að hittast í Kaffi Riis á Hólmavík. Þetta er hinn merkilegasti staður, innréttaður í gömlu pakkhúsi sem hefur verið allt endurbyggt. Þarna er

    rekinn pöbb og matur kvað vera ágætur. Öllum sem leið eiga um Hólmavík er ráðlagt að heimsækja Kaffi Riis. Hér var komið að skilnaðarstund eftir skemmtilega samveru og fóru Ratar ýmist suður eða norður. Lýkur hér að segja frá gönguferð sumarsins 1997. FJ

    17 18

  • Ferð Rata sumarið 1997