89
Lokaskýrsla til Nýsköpunarsjóðs námsmanna Sumar 2011 Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum Höfundur: Elsa Haraldsdóttir Verkefnisstjóri: Dr. Henry Alexander Henrysson Verkefnisstjórn: Prófessor Páll Skúlason Prófessor Vilhjálmur Árnason Prófessor Svavar Hrafn Svavarsson

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

  • Upload
    others

  • View
    17

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Lokaskýrsla til Nýsköpunarsjóðs námsmanna Sumar 2011

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

Höfundur:

Elsa Haraldsdóttir

Verkefnisstjóri: Dr. Henry Alexander Henrysson

Verkefnisstjórn:

Prófessor Páll Skúlason Prófessor Vilhjálmur Árnason

Prófessor Svavar Hrafn Svavarsson

Page 2: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

ii

Formáli

Skýrsla þessi er unnin fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2011

af Elsu Haraldsdóttur mastersnema í heimspeki við Háskóla Íslands. Skýrslan er

unnin í tengslum við verkefni um eflingu gagnrýnninnar hugsunar og siðfræði í

skólum sem sett var á laggirnar af frumkvæði Páls Skúlasonar prófessors. Í

verkefnisstjórn sitja ásamt Páli Vilhjálmur Árnason prófessor og Svavar Hrafn

Svavarson prófessor. Verkefnisstjóri er Dr. Henry Alexander Henrysson.

Markmið skýrslunar er að eftir lestur hennar öðlist lesandinn yfirsýn yfir þá

helstu þætti er snúa að hugtakinu gagnrýnin hugsun, fái einhverja innsýn inn í

tengsl gagnrýninnar hugsunar og siðfræði, og sömuleiðis í tengsl eflingar

gagnrýninnar hugsunar og siðfræði og heimspekikennslu. Markmið skýrslunnar

er einnig að gefa yfirsýn yfir stöðu heimspekikennslu, hér á landi á sem og

annarsstaðar; gefa yfirsýn yfir hverjir það eru sem einsetja sér að efla veg

heimspekikennslu í skólum víðsvegar um heiminn og yfir það hvaða fræðilega

efni, hagnýta efni og kennsluefni er hægt að nálgast í tengslum við eflingu

gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum. Verkefnið var fyrst og fremst

gagnasöfnun og úrvinnsla úr þeim gögnum sem nýttust við skýrslugerð þessa.

Page 3: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

iii

Efnisyfirlit

Inngangur ..................................................................................................................................... 1

Nýsköpunargildi verkefnisins .............................................................................................. 2

Hvað er gagnrýnin hugsun? ................................................................................................... 3 Eðli gagnrýninnar hugsunar .................................................................................................................. 3 Tilgangur gagnrýninnar hugsunar ..................................................................................................... 6 Markmið gagnrýninnar hugsunar ....................................................................................................... 9

Af hverju gagnrýnin hugsun og siðfræði í skólum? ..................................................... 11 Hvernig á að efla gagnrýna hugsun og siðfræði í skólum? .................................................... 12 Besta leiðin til að þjálfa gagnrýna hugsun (og siðfræði) er með heimspekilegri

samræðu ................................................................................................................................................................. 14

Hver er staða heimspekikennslu í skólum?................................................................... 17 Sagan ............................................................................................................................................................... 17 Rannsóknir á heimspekikennslu og áhrifum hennar ................................................................ 19 Staða heimspekikennslu víðsvegar um heiminn samkvæmt skýrslu UNESCO:

Philosophy a School of Freedom frá árinu 2007 ................................................................................. 22 Tilgangur skýrslunnar ................................................................................................................ 22 Ísland og helstu atriði í tengslum við niðurstöður þaðan ............................................. 24

Heimspeki í skólum – staðan í dag .................................................................................................... 25 Heimspeki á Íslandi ................................................................................................................................... 30

Upphafið .......................................................................................................................................... 30 Staðan í dag.................................................................................................................................... 33 Heimspeki og pólitík .................................................................................................................... 34 Rannsóknar og þróunarstarf á Íslandi ................................................................................. 37 Hlutverk kennarans – kennaramenntun ............................................................................. 40 Kennsluefni ..................................................................................................................................... 42

Lokaorð ....................................................................................................................................... 46

Eftirmáli ...................................................................................................................................... 48

Heimildaskrá ............................................................................................................................ 49

Viðauki I ...................................................................................................................................... 52

Viðauki II .................................................................................................................................... 73

Page 4: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

1

Inngangur

Í ljósi nýliðinna atburða þar sem íslenskt samfélag stóð frammi fyrir breyskleika

einstaklingsins, hvort sem það var í sinnuleysi eða í siðleysi, er að finna vilja fyrir

betri menntun framtíðarþegna samfélagsins. Besta leiðin til þess er að efla þá

stofnun sem tekur á móti öllum þeim einstaklingum sem byggja þetta samfélag,

grunnskólann, eina skólastigið sem bundið er lagalegri skyldu að sækja. Þar með

er ekki verið að gefa til kynna að menntakerfið sé ekki nógu gott, né að kennarar

séu að standa sig illa, heldur að velta þurfi upp grunnhugmyndum okkar um hvað

felist í menntun. Í nýútkominni aðalnámskrá grunnskólans er að finna umfjöllun

um mikilvægi þess að stuðla að eflingu gagnrýninnar hugsunar.1 Það kemur hins

vegar ekki fram í námskránni hvernig eigi að efla gagnrýna hugsun.

Það þarf ekki langa yfirlegu til að komast að því að ekki eru allir á eitt

sáttir við hvernig eigi að skilgreina hugtakið, skilja eðli þess, markmið og tilgang,

hvorki í samfélaginu almennt né á meðal fræðimanna. Það þýðir þó ekki að reyna

eigi að komast að sameiginlegum skilningi í eitt skipti fyrir öll heldur ber að efla

umræðuna hvernig við skiljum hugtakið. Mestu máli skiptir þessi umræða fyrir

þá sem ætla sér að efla gagnrýna hugsun og siðfræði í kennslu. Kennarinn og

aðrir þeir sem koma að skipulagningu skólastarfs verða að taka afstöðu til eðlis,

tilgangs og markmiðs gagnrýninnar hugsunar ef þeir ætla sér, og eiga samkvæmt

aðalnámskrá, að efla hana eða kenna. Því það er eingöngu ef hann tekur afstöðu

til þess sem hann er fær um að vita hvernig hann eigi að efla hana.

Hér á eftir verður fjallað um gagnrýna hugsun, eðli hennar, tilgang og

markmið; um hvers vegna eigi að efla gagnrýna hugsun og siðfræði, hvers vegna

eigi að efla gagnrýna hugsun og siðfræði í skólum og hvernig eigi að efla gagnrýna

hugsun og siðfræði; þar næst verður fjallað um stöðu heimspekikennslu á Íslandi

og víðsvegar um heiminn, um hlutverk kennarans, kennslufræði og kennsluefni.

Að lokum er að finna Viðauka I er hefur að geyma lista yfir og upplýsingar um

starfsemi helstu samtaka, stofnana og fyrirtækja sem vinna á einn hátt eða annan

að eflingu heimspekikennslu víðsvegar um heiminn og Viðauka II sem hefur að

geyma lista yfir kennsluefni, kennslufræðiefni, fræðilega umfjöllun, myndefni og

annað það sem aðgengilegt er á gagnagrunninum Gegni og fjallar um heimspeki,

gagnrýna hugsun og siðfræði. Athuga ber þó að hvorugur listanna er tæmandi.

1 Sjá: Aðalnámskrá grunnskóla – almennur hluti. 2011. Reykjavík, Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Page 5: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

2

Nýsköpunargildi verkefnisins

Nýsköpunargildi verkefnisins felst í því að færa fræðileg rök fyrir því hvers vegna

eigi að efla gagnrýna hugsun og siðfræði í íslenskum skólum og jafnframt hvernig

eigi að fara að því svo vel eigi að vera. Markmið verkefnisins er jafnframt að það

efli, hvetji til, umræðu um eðli, tilgang og markmið gagnrýninnar hugsunar. Að

kennarar og skólastjórnendur taki afstöðu til kennslu í heimspeki, gagnrýninnar

hugsunar og siðfræði. Mikilvægt er að þeir sem koma að mótun menntastefnu, á

einn hátt eða annan, spyrji sig að því hvers vegna ætti að kenna heimspeki eða

hvers vegna ekki? Að því hvers vegna ætti að efla gagnrýna hugsun og siðfræði

eða hvers vegna ekki? Hvernig ætlum við að efla gagnrýna hugsun og siðfræði?

Hvernig ætlum við að mennta kennarana okkar og hvernig ætlum við að standa

að endurmenntun kennara? Til að geta svarað einhverju af þessum spurningum,

eða öllum, þarf að gera sér grein fyrir því hvert viðfangsefnið er.

Það er margt sem við teljum okkur vita með vissu og flestir telja sig vita

hvað felist í hugtakinu gagnrýnin hugsun.Við færum eflaust ekki að taka okkur

orð í munn ef við vissum ekki hvað þýðingu þau hefðu. Sum orð eru þess eðlis að

við gætum bent á tiltekinn hlut ef við værum spurð að því hvaða merkingu orðið

hefði. Önnur orð eru þess eðlis að við getum útskýrt með mörgum öðrum orðum

hvað þau þýða. Enn önnur orð eru þess eðlis að við gætum notað látbragð og

svipbrigði til þess að reyna að leika og þannig tjá þeim sem vildi vita hvaða

merkingu orðið hefði. En sum orð eru þess eðlis að enginn tiltekinn hlutur getur

skýrt merkingu þess og engin orð og engin tjáning getur náð að túlka hina

raunverulegu merkingu orðsins. Samt notum við þau. Við notum þau í þeirri

vissu eða von að þrátt fyrir vanhæfni okkar til að skýra merkingu þeirra þá skilji

viðmælendur okkar hvað við erum að segja. En stundum dugir það ekki til. Við

erum til dæmis ástfangin eða skynsöm án þess að geta skýrt það til fulls. Þá grípa

sumir til myndlistar, tónlistar eða ljóða til að tjá það sem þeir vildu sagt hafa.

Þannig reyna þeir að segja eitthvað án þess gera það í berum orðum. Allt í von

um að einhver skilji okkur.

Þegar við höfum sett okkur það sameiginlega markmið að efla gagnrýna

hugsun á meðal nemenda í skólum almennt, þá verður að vera hægt að fjalla um

og skilgreina hvernig eigi að fara að því. En það er eingöngu hægt ef við getum

gert okkur grein fyrir því hvað það er sem við ætlum okkar að efla.

Page 6: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

3

Hvað er gagnrýnin hugsun?

Hugtakið „gagnrýnin hugsun“ á sér ekki eina algilda skilgreiningu en algengast er

að hugsa sér það sem einhverskonar hæfni. Það að skilgreina gagnrýna hugsun

sem hæfni er ekki endanlegt svar í sjálfu sér. Við taka spurningar um hvort þessi

tiltekni hæfni sé meðfædd eða lærð; hvort hún sé bundin góðum vilja eða ekki;

hvort hún sé tæki sem við grípum til eða almennt viðhorf til tilverunnar; og að

lokum, hvort hún lúti rökum eða tilfinningum.

Gagnrýnin hugsun er yfirleitt skilgreind sem ákveðin tegund hugsunar líkt

og kemur fram í grein Guðmundar Heiðars Frímannssonar „Hugarfar

gagnrýninnar hugsunar“ 2 . Þá hugmynd er einnig að finna hjá franska

heimspekingnum Oscar Brenifier en samkvæmt honum þá er það að hugsa

gagnrýnið, eða heimspekilega, eitthvað sem veldur mikilli togstreitu og átökum

innra með einstaklingnum og að þessi tegund hugsunar sé ekki eitthvað sem

einstaklingurinn sækist sérstaklega eftir. 3 Flestir þeir sem fjalla um

kennslufræðilegar nálganir á gagnrýninni hugsun telja þó að gagnrýnin hugsun

sé eitthvað eftirsóknarvert, en þar má nefna til dæmis Sharon Bailin og Robert

Fisher. Mikael M. Karlsson telur aftur á móti, í grein sinni „Hugsun og gagnrýni“,

að hugsun sé í eðli sínu gagnrýnin og að þess vegna sé ekki hægt að tala um

ógagnrýna hugsun4 né þar af leiðandi um margar tegundir af ólíkri hugsun.

Til að átta sig betur á því hvað felst í hugtakinu gagnrýnin hugsun þá er

vert að skoða það í ljósi þriggja þátta; út frá eðli, tilgangi og markmiði

hugsunarinnar.

Eðli gagnrýninnar hugsunar

Tilgangur þess að skilgreina eðli gagnrýninnar hugsunar er að varpa ljósi á

eiginleika hennar og tilurð. Í grein sinni „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“5

skilgreinir Páll Skúlason gagnrýna hugsun sem hæfileika. Ef við hugsum okkur að

2 Guðmundur Heiðar Frímannsson. 2010. „Hugarfar gagnrýninnar hugsunar“ í Hugur: Tímarit um heimspeki 22/2010 (ritstj. Eyja Margrét Brynjarsdóttir) s. 119-134. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki: 123 3 Brenifier, Oscar. „To philosophize is to cease living“, Oscar Brenifier: Institute of Philosophical Practises.Sótt 16. júlí 2009 af http://www.brenifier.com/english/cease_living.htm 4 Mikael M. Karlsson. 2005. „Hugsun og gagnrýni“ í Hugsað með Páli: Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum, (ritstj. Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason), s. 67-74. Reykjavík, Háskólaútgáfan: 73 5 Páll Skúlason. 1987. „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ í Pælingar: Safn erinda og greina. Reykjavík, ERGO.

Page 7: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

4

gagnrýnin hugsun sé hæfileiki þá mætti skilja það sem að gagnrýnin hugsun sé

meðfæddur hæfileiki. Ef hæfni til gagnrýninnar hugsunar er meðfædd, þá mætti

segja að hún sé meðfæddur hæfileiki og ef við hins vegar lærum að hugsa

gagnrýnið þá getum við sagt að hún sé lærð færni. Hvort þessi hæfni sé meðfædd

eða lærð skiptir máli fyrir umræðuna um það hvort hægt sé, eða þurfi, að kenna

gagnrýna hugsun en nánar verður fjallað um það síðar.

Ef hæfnin til gagnrýninnar hugsunar er ekki meðfæddur eiginleiki heldur

eitthvað sem við lærum þá er það bundið við áhuga okkar að við leggjum rækt

við að læra að hugsa gagnrýnið og góðum vilja að við notum hana. Christine

Doddington segir í umfjöllum sinni um gagnrýna hugsun að þeir sem beiti

gagnrýninni hugsun búi yfir viðhorfi gagnrýninnar hugsunar því þeir velji að að

beita gagnrýninni hugsun.6 Bæði Mikael M. Karlsson og Guðmundur Heiðar líta á

gagnrýna hugsun sem gott hugferði7 eða góða eða vandaða hugsun.8 Gagnrýnin

hugsun virðist þá á einhvern hátt vera bundin siðferði. En Guðmundur Heiðar

segir einnig að gagnrýnin hugsun eigi sér rætur í siðlegum dyggðum9 og að

gagnrýnin hugsun sé í raun siðferðileg afstaða til þess hvernig hugsað er.10

Sem siðferðileg afstaða er gagnrýnin hugsun meira persónuleg og

persónulegt viðhorf til lífssins frekar en tæki sem gripið er til við ákveðin tilefni.

Sem „tæki“ er átt við að gagnrýnin hugsun sé vísindaleg aðferð til að nálgast

sannleikann eða jafnvel lausnamiðuð. Páll Skúlason lýsir gagnrýninni hugsun

sem aðferð vísindanna til að bæta þær hugmyndir og kenningar sem fyrir eru.11

Þannig virðist hún vera tæki sem við grípum til við sérstakar aðstæður. Það sama

á við þegar gagnrýnin hugsun er talin lausnamiðuð. Michael Huemer lýsir

gagnrýninni hugsun sem leið til að komast að niðurstöðu eða mynda sér skoðun

og þar af leiðindi tæki til að nálgast sannleikann.12

6 Doddington, Christine. 2007. „Critical thinking as a source of respect for persons. A critique“ í Educational Philosophy and Theory, 39. árg., 4. tlb., s. 449-459, ágúst 2007: 250 7 Mikael M. Karlsson. 2005: 68 8 Guðmundur Heiðar Frímannson. 2005. „Gagnrýnin hugsun: kenning Páls Skúlasonar“ í Hugsað með Páli: Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum, (ritstj. Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason), s. 55-66. Reykjavík, Háskólaútgáfan: 62 9 Guðmundur Heiðar Frímannsson. 2010: 120 10 Guðmundur Heiðar Frímannsson. 2010:126 11 Páll Skúlason. 1987. „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ í Pælingar: Safn erinda og greina. Reykjavík, ERGO: 67 12 Huemer, Michael. 2005. „Is critical thinking epistemically responsible? “ í Metaphilosophy, 36. árg., 4. tbl., júlí 2005, s. 522 -531. Oxford, Blackwell publishing: 2

Page 8: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

5

Það skiptir miklu máli að gera þennan greinarmun á viðhorfum til

gagnrýninnar hugsunar. Munurinn á því að hugsa um gagnrýna hugsun sem

„viðhorf“ eða sem „tæki“ felur í sér viðhorf til mannsins sem veru í veruleikanum.

Sem „viðhorf“ er gagnrýnin hugsun bundin einhverskonar siðferðislegri skyldu

til að nota hana við hvert það tækifæri sem ber að nota hana, það er að segja, að

„hlýða kalli hinnar gagnrýnu hugsunar“13 líkt og Páll orðar það. Jane Roland

Martin vill einnig meina að rætur gagnrýninnar hugsunar liggi í siðferði og að

hún sé drifin áfram af siðferðisvitund.14 Hins vegar, sem einbert tæki, þá velur

einstaklingurinn hvort hann noti gagnrýna hugsun eða ekki í skoðunarmyndun

sinni eða í rannsóknum sínum sem fræðimaður. En hvort heldur sem gagnrýnin

hugsun er álitin vera viðhorf eða tæki þá hljóta báðar nálganirnar að fela það í

sér að tilvist hennar er upp á náð góðs vilja, því hvað er það sem fær

einstaklinginn til að fylgja einhverskonar skilyrðislausu skylduboði?

Þessar ólíku nálganir hafa einnig áhrif á það hvernig ætti að kenna

gagnrýna hugsun. Ef gagnrýnin hugsun er hugsuð sem viðhorf og þar af leiðandi

bundin siðferði á einhvern hátt þá mætti hugsa sér að kenna þurfi gagnrýna

hugsun á sama hátt og aðra siðlega hegðun, ef kenna á siðfræði yfir höfuð. Mikael

nálgast einmitt efnið á þeim nótum í sinni umfjöllun en hann bendir á að hægt sé

að nálgast þessa umræðu á sama hátt og umræðuna um dyggð og hvort hún sé

meðfædd eða lærð.15

Ef nálgast á gagnrýna hugsun sem einhverskonar tæki þá er hugmyndin

þar á baki yfirleitt sú að gagnrýnin hugsun sé eingöngu rökvís hugsun og

rannsakandi og markmið hennar þekkingarfræðilegs eðlis, þá jafnvel á einhverju

einu sérstöku sviði. Gagnrýnin hugsun er þá einnig laus við tilfinningar sem gætu

ruglað einstaklinginn í ríminu í leit að skynsamlegri niðurstöðu. Þá er

kennslufræðileg nálgun falin í einhverskonar aðferðafræði, en nánar um það í

kaflanum „Hvernig á að efla gagnrýna hugsun og siðfræði í skólum?“.

Annað sem skiptir máli í umfjöllun um eðli gagnrýninnar hugsunar er

greinarmunurinn á röklegri og skapandi hugsun. Í daglegu tali virðist gagnrýnin

13 Páll Skúlason. 1987.„Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ í Pælingar: Safn erinda og greina. Reykjavík, ERGO: 92 14Mason, Mark. 2007. „Critical thinking and learning“ í Educational Philosophy and Theory, 39. árg., 4. tlb., s. 339-349, ágúst 2007: 343 15 Mikael M. Karlsson. 2005: 67

Page 9: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

6

hugsun oft vera eingöngu röklegs eðlis og yfirleitt er gerður greinarmunur á

röklegri og skapandi hugsun, sjá til dæmis Robert Fisher „Creative talk for

thinking“ og „Critical Talk: developing verbal reasoning“.16 Rökleg hugsun lýtur

þá skynseminni en skapandi hugsun tilfinningum. Aftur á móti segir Páll í

umfjöllun sinni, sem gæti talist andsvar við þessari hugmynd, að í raun séu

tilfinningar hluti skynseminnar og skynsemin hluti tilfinninganna.17 Gagnrýnin

og skapandi hugsun sem eitt og hið sama. Oft er gagnrýnin hugsun einnig talin

rökvís og skapandi en Rossen I. Roussev telur til að mynda að gagnrýnin og

skapandi hugsun séu óaðskiljanlegar 18 og Ólafur Páll Jónsson talar um

„gagnrýnar manneskjur“ sem búa yfir gagnrýnu hugferði og sköpunarmátt sem

beinist að henni sjálfri.19 Sú sköpun sem Ólafur á við er að gagnrýnin hugsun sé

ekki eingöngu innhverf íhugun heldur þurfi einstaklingurinn að breyta í

samræmi við hana.

Af þessu má sjá að í umfjöllun um gagnrýna hugsun er hugmyndin um eðli

hennar margþætt en ekki má gleyma því að þær hugmyndir byggja á enn öðrum

hugmyndum og kenningum um starfsemi hugans. Allar kenningarnar byggja því

á einhverri hugmyndafræði um skynjun, skynsemi, hugsun og um veruleikann.

Tilgangur gagnrýninnar hugsunar

Með tilgangi gagnrýninnar hugsunar er átt við þann eiginlega tilgang sem

gagnrýnin hugsun hefur fyrir einstaklinginn og samfélagið. Spurningin um

tilgang er því tvíþætt: Hvaða tilgangi þjónar gagnrýnin hugsun fyrir einstaklinginn

og tilveru hans? og Hvaða tilgangi þjónar gagnrýnin hugsun fyrir samfélagið í

heild sinni?

Í umfjöllunum um gagnrýna hugsun eru það ekki margir sem setja fram

skýrar hugmyndir um hver tilgangur hennar sé. Þar sem hægt er að draga

einhverjar ályktanir af umfjölluninni þá virðist tilgangur gagnrýninnar hugsunar

einfaldlega vera leið að betri heimi. Björn Þorsteinsson segir í umfjöllun sinni um

16 Fisher, Robert. 2009. „Critical Talk: developing verbal reasoning“ í Creative Dialogue: Talk for thinking in the Classroom. London and New York, Routledge: 51 og 72 17 Páll Skúlason. 1987. „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ í Pælingar: Safn erinda og greina. Reykjavík, ERGO: 82 18 Roussev, Rossen I. 2009. „Philosophy and the transition from theory to practice: A response to recent concerns for critical thinking“í Telos: A Quarterly Journal of Politics, Philosophy, Critical Theory, Culture, and the Arts, 148. árg., s. 86-110, haust 2009. 19 Ólafur Páll Jónsson. 2008. „Gagnrýnar manneskjur“ í Hugur: Tímarit um heimspeki 20/2008 (ritstj. Geir Sigurðsson) s. 98-112. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Page 10: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

7

kenningar Páls Skúlasonar um gagnrýna hugsun að hún endurspegli von hans um

bættan skilning, betri samskipti og fyllri tilveru. 20 Þessi sýn felur í sér

einstaklinginn sem stendur andspænis hinum, veruleikanum og sér sjálfum í von

um skilning. Páll segir sjálfur að skoðanir manna og hugmyndir þeirra hjálpi

þeim að skipuleggja líf sitt og þess vegna skipti máli að þær séu skynsamlegar.21

Hann segir einnig að tilgangurinn sé að koma í veg fyrir stöðnun í vísindum og

þeirri þekkingusem af henni sprettur og að gera nemendur hæfari til að takast á

við margvísleg viðfangsefni og leysa þau verkefni vel af hendi en þannig verða

nemendur sjálfstæðari.22 Nancy Vansieleghem segir einnig í umfjöllun sinni um

gagnrýna hugsun að það að hvetja til gagnrýninnar hugsunar í kennslu (í

heimspekilegri samræðu) sé talið besta leiðin til að gera fólki kleift að uppgötva

sameiginlegan skilning á veruleikanum. Samkæmt Nancy er sú nálgun, að

sameinast í samræðunni, mjög lýðræðislegs eðlis en grunnurinn að samræðunni

er jafnrétti á meðal þátttakenda.23 Aðra nálgun á gagnrýna hugsun sem leið að

hinu góða er að finna í umfjöllun Ólafs Páls. Hann talar um að mikilvægt sé að

koma í veg fyrir hugsunarleysi en í því birtist illskan í sinni verstu mynd.24

Gagnrýnin hugsun er þá hluti af því að koma í veg fyrir að illvirki fái fram að

ganga.

Af þessu má sjá að gagnrýnin hugsun virðist vera hin eina rétta hugsun

þegar kemur að skilningi, að nálgast sannleikann og hið góða líf. Án gagnrýninnar

hugsunar yrðu engar framfarir og samskipti okkar yrðu rýrari að innihaldi. Það

að vera gagnrýninn hugsuður er því eitthvað sem við ættum að sækjast eftir sem

leið að bættum lífsskilyrðum. Að hún auki möguleika okkar til að verða meira

manneskjur.25 Þannig virðist hugtakið, hvort heldur sem er frá sjónarhorni

menntunarfræða, þekkingarfræði, siðfræði eða tilvistarspeki, hafa það að

20 Björn Þorsteinsson. 2005. „Tími mannsins: gagnrýnin hugsun í óæðri veröld“ í Hugsað með Páli: Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum, (ritstj. Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason), s. 45-54. Reykjavík, Háskólaútgáfan: 46 21 Páll Skúlason. 1987. „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ í Pælingar: Safn erinda og greina. Reykjavík, ERGO: 68-9 22 Páll Skúlason. 1987. „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ í Pælingar: Safn erinda og greina. Reykjavík, ERGO: 67 23 Vansieleghem, Nancy. 2006. „Listening to dialogue“ í Studies in Philosophy and Education, 25.árg., 1-2. tlb., s. 175-190, mars 2006: 176 24 Ólafur Páll Jónsson. 2008: 102-3 25 Að vera „meira“ maður en ekki „meiri“ maður er orðalag frá Páli Skúlasyni í umfjöllun um viðhorf menntunar. Sjá: Páll Skúlason. 1987. „Viðhorf til menntunar“ ´í Pælingar: Safn erinda og greina. Reykjavík, ERGO: 305

Page 11: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

8

leiðarljósi að gera okkur og veruleikann að betri stað eða að minnstakosti auka

skilning okkar á honum.

Þessi sýn á gagnrýna hugsun, sem leið að betri heimi, hefur einnig verið

gagnrýnd. Mark Mason fjallar um það í grein sinni „Critical thinking and

learning“, hvort gagnrýnin hugsun geti verið menningarlegt fyrirbæri og þá,

hvort hún sé mismunandi eftir menningarsvæðum. Hann veltir fyrir sér hvort til

séu mismunandi leiðir til að hugsa og rökræða eða ein og aðeins ein leið.26 Sú

hugmynd felur það í sér að möguleiki sé á því að gagnrýnin hugsun sé eingöngu

vestrænt fyrirbæri. Guðmundur Heiðar minnist einnig á í sinni umfjöllun um

gagnrýni á gagnrýna hugsun, að henni hafi verið lýst sem valdatæki vestrænnar

menningar til að þvinga fram sameiginlegan skilning á heiminum.27

Eflaust er eitthvað til í því að gagnrýnin hugsun er bara ein leið af

mörgum til að nálgast veruleikann. Talsmenn gagnrýninnar hugsunar telja þá

leið hugsanlega vera þá mikilvægustu. Christine Doddington telur gagnrýna

hugsun ekki endilega vera bestu leiðina til að nálgast veruleikann. Hún segir að

með gagnrýninni hugsun þá hugsum við um veruleikann á (eingöngu) rökrænan

hátt en með því að stilla okkur upp gagnvart veruleikanum þá séum við strax

búin að fjarlægjast það sem er.28 Hugmyndir hennar eru í anda hugmyndar

Heideggers um veruna í veruleikanum. Það að vera í veruleikanum er því nær

sannleikanum en það að beita gagnrýninni hugsun, rökvísi, á hann. Upplifunin er

gagnrýninni hugsun fremri og Christine leggur til aðra gerð hugsunar í stað

gagnrýninnar, „persónulega hugsun“.29 Hér ber þó að hafa í huga að Christine, og

sömuleiðis þeir sem Mark og Guðmundur Heiðar fjalla um, eru að gagnrýna

ákveðna tegund af gagnrýninni hugsun. Christine er til að mynda að gagnrýna

gagnrýna hugsun sem sé sneidd öllum tilfinningum og lýtur einungis rökum. En

þessi tegund af nálgun á veruleikann sem Cristine lýsir er alls ekki ósvipuð þeirri

sem Oscar fjallar um en þar er markmiðið að deyja fyrir sjálfum sér en með því á

hann við að einstaklingurinn verði að sleppa takinu af fyrirframgefnum

skoðunum sínum um veruleikann. En með því hugsi hann fyrst skýrt og sé í

26 Mason, Mark. 2007: 340 27 Guðmundur Heiðar Frímannsson. 2010: 131 28 Doddington, Christine. 2007: 454 29 Doddington, Christine. 2007: 457

Page 12: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

9

veruleikanum en stilli sér ekki gegnt honum. 30 Þessar hugmyndir um

einstaklinginn og hvernig hann upplifir og túlkar veruleikann eru það sem

einkennir heimspeki; túlkunarfræði, tilvistarspeki og svo framvegis.

Áður en lengra er haldið, og markmið gagnrýninnar hugsunar er útlistað,

er vert að staldra aðeins við og velta upp spurningunni: Hvers vegna viljum við

eflaþessa þætti? Hvers vegna viljum við efla gagnrýna hugsun og siðfræði? Það

viðhorf að efla þurfi gagnrýna hugsun í skólum getur gefið til kynna að

hæfileikinn eða hæfnin til gagnrýninnar hugsunar sé ekki meðfæddur eiginleiki

og eitthvað sem við þurfum að læra. En ef hann er meðfæddur eiginleiki, þá er

hann eiginleiki sem við notum ekki auðveldlega og þarf að kalla fram og efla. En

ástæðan fyrir því hvers vegna ætti að efla gagnrýna hugsun og siðfræði í skólum

er eins og fram hefur komið sú, að með því verði einstaklingurinn betur í stakk

búin til að takast á við lífið og tilveruna og sá, að með tilurð gagnrýninnar

hugsunar, verði samfélag okkar betra.

Markmið gagnrýninnar hugsunar

Eðli gagnrýninnar hugsunar snýr að þeim þáttum er einkenna gagnrýna hugsun,

tilgangur hennar birtist í því hvaða áhrif við viljum að hún hafi á líf okkar og

veruleikann í heild sinni, en markmið hennar snúa að því sem við viljum að hún

geri fyrir okkur. Markmið gagnrýninnar hugsunar eru ýmist skilgreind sem

bættur sjálfsskilningur, skilningur á öðrum og veruleikanum; sameiginleg

(ásættanleg) niðurstaða; skoðunarmyndun; leit að sannleikanum eða þekking.

Algeng hugmynd um markmið gagnrýninnar hugsunar er að hún sé ein

besta leiðin til að nálgast það sem er satt og rétt. Þannig færir hún okkur einnig

skilning á því sem er. En til þess að geta nálgast það sem er satt og rétt, verður að

fylgja „boðorði“ gagnrýninnar hugsunar. Það boðorð er að finna, meðal annars, í

umfjöllun Páls og er það eitt að rangt er að trúa einhverju á ófullnægjandi

forsendum.31 Markmið gagnrýninnar hugsunar er því það að fallast ekki á neina

skoðun án þess að hafa fundið fyrir henni nægjanleg rök. Stundum vill það fara

svo að einblínt er of mikið á rökin en eins og fram kemur í grein Páls þá vill

30 Brenifier, Oscar. „To philosophize is to cease living“, Oscar Brenifier: Institute of Philosophical Practises.Sótt 16. júlí 2009 af http://www.brenifier.com/english/cease_living.htm 31 Páll Skúlason. 1987.„Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ í Pælingar: Safn erinda og greina. Reykjavík, ERGO: 70

Page 13: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

10

Clifford meina að mestu máli skipti hvernig skoðunin varð til en ekki hver hún sé.

Þessu er Páll ekki sammála. Hann telur að oft getum við haft „rétta“ skoðun á

hlutunum án þess að hafa rökin á reiðum höndum.32 Rökin hafa því tilhneigingu

til að taka ansi mikið pláss í umræðunni um gagnrýna hugsun. Hættan sem fylgir

því er að gagnrýnin hugsun fari að snúast um það eitt að finna eitthvað að rökum

og finna önnur betri. Michael Roth lýsti yfir áhyggjum sínum á því að bandarískir

nemendur væri orðnir uppteknir af því einu að finna eitthvað að öllum

kenningum og hugmyndum og þar af leiðandi að hugmyndin um gagnrýna

hugsun væri farin að snúast um það eitt að rífa niður hugmyndir annara.33 Þessi

nálgun, þar sem sífellt er verið að finna að rökum, virðist nálgast viðfangsefnið á

sama hátt og Clifford þegar hann segir að mestu máli skipti hvernig skoðunin

varð til en ekki hver hún sé34 en líkt og Michael bendir á þá virðist það oft ganga

út á það eitt að draga alla skapaða hluti í efa, efans vegna, en það er algengur

misskilningur að það sé eitt af markmiðum gagnrýninnar hugsunar. Markmið

efans er öllu frekar að vera með opinn huga gagnvart hugmyndum og

áreiðanleika þeirra, taka ekki öllu sem vísu, og bæta hugmyndir og kenningar til

að stuðla að frekari framþróun.35

Björn Þorsteinsson veltir því fyrir sér, í umfjöllun sinni um hugmyndir

Páls, hvort gagnrýnin hugsun eins og hann lýsi henni snúist um að finna eða leita

að rökum, hvort Páll eigi við að endanleg eða fullnægjandi rök sé að finna eða að

leitin að hinum endanlegu rökum standi enn yfir og muni hugsanlega aldrei

ljúka?36 Þessi spurning sem Björn veltir upp hefur áhrif á það hvernig nálgast eigi

gagnrýna hugsun til að mynda í skólastarfi. Ef hin endanlegu rök er að finna þá er

gagnrýnin hugsun lausna miðuð og snýst um að bæta þekkingu. Þær hugmyndir

er að finna til dæmis hjá Robert Fisher en hann reynir meðal annars að sýna fram

á hvernig best sé að gera greinarmun á góðum og slæmum rökum.37 Flestir líta

32 Páll Skúlason. 1987.„Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ í Pælingar: Safn erinda og greina. Reykjavík, ERGO: 74 33 Roth, Michael. 2010. „Beyond critical thinking“ í The Chronicle of Higher Education, 3. janúar 2010. Sótt 8. mars 2011 af: http://chronicle.com/article/Beyond-Critical Thinking/63288/?sid=at&utm_source=at&utm_medium=en 34 Páll Skúlason. 1987. „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ í Pælingar: Safn erinda og greina. Reykjavík, ERGO: 74 35 Páll Skúlason. 1987. „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ í Pælingar: Safn erinda og greina. Reykjavík, ERGO: 67 36 Björn Þorsteinsson. 2005: 49 37 Fisher, Robert. 2009: 73

Page 14: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

11

hins vegar á gagnrýna hugsun sem bestu leiðina til að nálgast sannleikann en í

ljósi þess þó að hin endanlegu rök sé ekki endilega að finna líkt og kemur fram í

umfjöllun Guðmundar Heiðars.38 Þá er gagnrýnin hugsun einnig frekar hugsuð

sem leið til skoðanarmyndunar líkt og hjá Páli og Christine Doddington39 og

jafnvel til að nálgast einhverja ásættanlega sameiginlega niðurstöðu líkt og

kemur fram í umfjöllun Claude Gratton um gagnrýna hugsun.40

Markmið gagnrýninnar hugsunar getur líka verið að varpa nýju ljósi á

hlutina, að átta sig á því hvernig maður hugsar og jafnvel hvers vegna. Þess

háttar nálgun á markmiðum gagnrýninnar hugsunar er að finna hjá Oscar

Brenifier og Nancy Vansieleghem. Í þeim tilvikum er gagnrýnin hugsun hluti af

heimspekilegri samræðu. Einstaklingurinn mætir öðrum huga og sjálfum sér um

leið, í heimspekilegri samræðu; hann upplifir það hvernig hann hugsar en ekki

eingöngu hvað hann hugsar. Á meðal þeirra er fjalla um heimspeki með börnum

þá er heimspekileg samræða oft álitin besti kosturinn til að þjálfa gagnrýna

hugsun. Þar má meðal annars nefna Matthew Lipman en nánar verður fjallað um

hann og hugmyndir hans síðar.

Af hverju gagnrýnin hugsun og siðfræði í skólum?

Skólinn er sá vettvangur þar sem einstaklingurinn fær það veganesti fyrir lífið

sem við, sem samfélag, viljum að allir einstaklingar þess öðlist. Það sem liggur að

baki þeirri hugmynd að efla eigi gagnrýna hugsun og siðfræði í skólum er

hugmyndin um að að gera einstaklinginn betur í stakk búinn til að takast á við

lífið og tilveruna. Að gera hann að meira manni, meira mennskan. Við höfum

einhverja hugmynd um það hvernig samfélag við viljum byggja og hvers vænta

má af einstaklingum sem byggja þetta samfélag. Að baki því að efla gagnrýna

hugsun og siðfræði í skólum eru því væntingar til samfélagsins, einstaklingsins

og tilverunnar. Það felur í sér að getan til gagnrýninnar hugsunar, með tilvísun í

siðferðilegan veruleikann sem umlykur hana, er eftirsóknarverður eiginleiki.

38 Guðmundur Heiðar Frímannson. 2010: 121 39 Doddington, Christine. 2007: 449 40 Gratton, Claude. 2010. „Critical Thinking and Small Group Activites“ í Informal Logic, 30. árg., 4. tbl., 2010, s. 481-492. Ontario, Univ Windsor, Dept Philosophy, Centre Res Reasoning Argumentation Rhetoric: 481

Page 15: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

12

Eiginleiki sem bætir líf einstaklingsins og samfélagsins í heild sinni. (Hvers vegna

það er svo kemur betur fram í kaflanum um gagnrýna hugsun).

Hvernig á að efla gagnrýna hugsun og siðfræði í skólum?

Svar við spurningunni hver sé besta leiðin til að kenna eða stuðla að gagnrýninni

hugsun veltur á því hvernig eðli, tilgangur og markmið gagnrýninnar hugsunar er

skilgreint. Til að byrja með þarf að taka afstöðu til þess hvort þurfi að kenna

gagnrýna hugsun eða ekki, hvort hún sé lærð eða meðfæddur eiginleiki, og hvort

heldur sem er, hvort ekki sé æskilegt að þjálfa gagnrýna hugsun.

Samkvæmt Mikael M. Karlssyni þá er spurningin sem Páll Skúlason setur

fram „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ ekki ósvipuð spurningum er snúa að

því hvernig menn öðlist dyggð.41 Dyggð er einhverskonar eiginleiki sem er

eftirsóknarverður en óljóst er hvort hún sé meðfæddur eða lærður eiginleiki. Ef

hún er lærð þá er spurning hver sé besta leiðin til að læra hana eða kenna.

Guðmundur Heiðar telur, í aristótelískum anda, að gagnrýnin hugsun lærist

meðal annars með því að eiga góða fyrirmynd í gagnrýninni hugsun en í

kennslunni þá yrði það mikilvægt hlutverk kennarans en ásamt því þurfi

nemendur að læra ýmsar reglur er tengjast gagnrýninni hugsun.42

Önnur nálgun er að þjálfa gagnrýna hugsun í samræðu, þá alla jafna í

heimspekilegri samræðu. Með slíkri nálgun er ekki tekin endanleg afstaða til

þess hvort gagnrýnin hugsun sér lærð eða meðfædd en gert er ráð fyrir því að

þjálfa þurfi eða leggja rækt við gagnrýna hugsun. Kannski ekki ósvipað

samræðuaðferð Sókratesar þar sem hann er í ljósmóðurhlutverkinu. Í

samræðum Sókratesar er einhver þekking til staðar í viðmælandanum og í

samræðunni reynir Sókrates að aðstoða hann sína við að „fæða“ hugmyndir

sínar. Þá er þekkingin meðfædd en viðmælandinn veit ekki af tilvist hennar. En

eins og fram kemur í umfjöllun Ólafs Páls þá hefur samræða í þessum tilgangi

einnig verið kölluð „rannsóknarsamfélag“, hugtak sem á rætur sínar hjá Matthew

Lipman, en Ólafur telur að gagnrýnin hugsun blómstri í rannsóknarsamfélaginu

því þá beitum við henni með öðrum einstaklingum. Að hans mati hefur það meiri

ávinning en að hugsa einn líkt og við sjáum fyrir okkur Hugsuðinn, eftir Auguste

41 Mikael M. Karlsson. 2005. 67 42 Guðmundur Heiðar Frímannson. 2010: 126-7

Page 16: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

13

Rodin, gera.43 En samræðuformin geta verið mismunandi og fela þar af leiðandi í

sér mismunandi markmið.

Claude Gratton fjallar um nokkrar ólíkar leiðir samræðuformsins til að

þjálfa gagnrýna hugsun. Claude lítur svo á að gagnrýnin hugsun sé ákveðinn

hæfileiki sem við þurfum að læra og að besta leiðin til að læra sé með því að

framkvæma.44 Þannig sé samræðan besti vettvangurinn til að þjálfa gagnrýna

hugsun en í samræðunni þurfum við að hugsa upphátt og þannig gerum við

okkur betur grein fyrir því hvernig við hugsum.45 Gagnrýni Nancy Vansieleghem

á samræðuformið, rannsóknarsamfélagið í anda Matthew Lipman, er sú að

samkvæmt þeirri hugmyndafræði þá getur hvert einasta atriði, atburður, athöfn

eða reynsla, verið tjáð og skilin til fulls í rökrænni samræðu þar sem samræðan

sé lykillinn að bættum skilningi.46 Nancy vill hins vegar meina að samræðan,

orðræðan, kæfi allan veruleika og að allt raunverulegt drukkni í kóðum

samræðunnar, eitthvað sem hún kallar „The loss of the event“.47

Það sem skiptir meira máli að mati Nancy er upplifunin frekar en rökin og

ágæti þeirra. Upplifunin á sér stað þegar einstaklingurinn hættir að einbeita sér

að því að færa sem best rök fyrir máli sínu, eða finna að rökum andstæðingsins,

og fer að hlusta, hlusta eftir merkingu. Með því að hlusta eftir merkingu í

samræðunni er ekki átt við það að leita eftir skilningi heldur upplifun á „hinum“ í

mér.48 Þessi nálgun á gagnrýna hugsun felur það í sér að ekki eigi að kenna

gagnrýna hugsun, í hefðbundnum skilningi, heldur beri að skapa ákveðnar

aðstæður með heimspekilegri samræðu í þeirri von að þessi upplifun eigi sér

stað. En eins og það eru til margar ólíkar hugmyndir um eðli, tilgang og markmið

gagnrýninnar hugsunar þá eru til margar ólíkar hugmyndir um samræðuna sem

hluta af þjálfun, kennslu eða hvatningu til gagnrýninnar hugsunar.

Þriðja leiðin í kennslufræðilegri nálgun á gagnrýna hugsun, á eftir því að

læra af öðrum og samræðuforminu, er að þjálfa eða kenna gagnrýna hugsun með

skriflegum æfingum. Til eru margar kennslubækur sem hafa að geyma hinar

ýmsu tegundir af skriflegum æfingum sem eiga að þjálfa nemendur og bæta

43 Ólafur Páll Jónsson. 2008: 108 44 Gratton, Claude. 2010: 481 45 Gratton, Claude. 2010: 487 46 Vansieleghem, Nancy. 2006: 179 47 sama 48 Vansieleghem, Nancy. 2006: 188

Page 17: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

14

hæfni þeirra í gagnrýninni hugsun. Í bók sinni Reason in the balance: an inquiry

approach to critical thinking fjallar Sharon Bailin um gagnrýna hugsun sem

rannsóknaraðferð og eru skriflegar æfingar hluti af þeirri rannsóknaraðferð.49

Árangur slíkra skriflegra æfinga hefur hins vegar verið dreginn í efa. Ellen M.

Cotter og Carrie Sacco Tally unnu rannsókn með það að markmiði að rannsaka

tengsl á milli skriflegra æfinga, sem eiga að bæta gagnrýna hugsun, og hæfnina til

gagnrýninnar hugsunar.50 Gagnrýnin hugsun var þá skilgreind sem hæfni til að

meta áreiðanleika upplýsinga, draga ályktanir í efa, bera kennsl á samhengi,

greina rök og notast við rökhugsun.51 Sú rannsókn leiddi í ljós að ekki var hægt

að sýna fram á að æfingarnar hefðu einhver áhrif á betri hæfni til gagnrýninnar

hugsunar. Í rannsókninni er hins vegar gert ráð fyrir að gagnrýnin hugsun sé

mælanleg en Rossen I. Roussev, til að mynda, vill hins vegar meina að ekki sé

hægt að kenna gagnrýna hugsun sem hugsunartækni því gagnrýnin hugsun sé

meira en það eitt.52 Claude Gratton bendir einnig á að samræðan hafi einnig þann

kost fram yfir skriflegar æfingar að þar sem einstaklingurinn er í beinu sambandi

við viðmælandann, og kennarinn á staðnum til að grípa inn í, þá séu minni líkur á

misskilningi og meiri líkur á að draga lærdóm af samræðunni þar sem hún sé

meira lifandi og þar af leiðandi dýpri reynsla.53

Besta leiðin til að þjálfa gagnrýna hugsun (og siðfræði) er með heimspekilegri samræðu

Hvers vegna heimspekileg samræða? Það er vegna þessa að heimspekileg

samræða er besta leiðin til þess að menntast um tilveru mannsins. Ef

heimspekileg samræða er stunduð á þann hátt að hún sé heimspekileg þá verður

hún vettvangur gagnrýninnar hugsunar. Kosturinn við samræðuna fram yfir

einstaklingsverkefni sem eiga að þjálfa, efla og hvetja til gagnrýninnar hugsunar

er að í samræðunni stöndum við andspænis öðrum huga. Það að standa

andspænis öðrum huga gerir mér kleift að skilja minn eigin betur. Í

49 Bailin, Sharon. 2010. „The Nature and Value of Inquiry“ í Reason in the balance: an inquiry approach to critical thinking. Toronto, McGraw-Hill Reyerson. 50 Cotter, Ellen M.; Tally, Carrie Sacco.2009. „Does critical thinking exercises improve critical thinking skills?“ í Educational Research Quarterly, 33.árg., 2. tlb., s. 3-14. Georgia Southwestern State U, Fayetteville State University. 51 Cotter, Ellen M.; Tally, Carrie Sacco.2009: 3 52 Roussev, Rossen I.. 2009: 94 53 Gratton, Claude. 2010: 487

Page 18: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

15

samræðuninni erum við líklegri til að vísa í þann siðferðilega veruleika sem við

búum í. Heimspekileg samræða sem meginþáttur heimspekikennslu í skólum

gerir það að verkum að heimspekikennslan verður athöfn fremur en kennsla.

Hún verður að athöfn vegna þess að verið er að leggja stund á eitthvað.

Það að heimspekikennslan sé athöfn hljómar eflaust fáranlega í eyrum

margra. Ef heimspekikennslan er ekki eiginleg kennsla þá á hún ekki heima í

skóla. Til þess að átta sig á því hvers eðlis kennslan er þarf að gera sér grein fyrir

markmiði hennar. Skólastarf er í sjálfu sér markmiðsmiðað og hver einastu

þáttur starfsins verður að hafa eiginlegan tilgang. Tilgangur heimspekikennslu

getur verið tvenns konar: annað hvort að fræða nemendur um heimspeki eða sá

að stunda heimspeki. Það að stunda heimspeki er að þjálfa/kenna/efla gagnrýna

hugsun (heimspekilega hugsun) í siðferðilegum veruleika.

Tilgangur gagnrýninnar hugsunar og siðfræði sem hluti af skólastarfi er

ekki að kenna um gagnrýna hugsun og siðfræði. Markmiðið er að efla, hvetja til

gagnrýninnar hugsunar með tilvísun í siðferðilegan veruleikann sem umlykur

einstaklinginn. Með því er ekki átt við eiginlegan siðaboðskap né heldur er

nemendum kennt hvernig þeir eigi að hugsa. Það að hvetja til eða efla gagnrýna

hugsun felur í sér að kennarinn reyni að skapa þær aðstæður, andrúmsloft, sem

hvetur til gagnrýninnar hugsunar en hluti af því er að nemandinn öðlist ákveðið

viðhorf, tileinki sér eiginleika, sem gera honum kleift að hugsa gagnrýnið. Það

sem síðan umlykur þessa stund eða athöfn er hinn siðferðilegi veruleiki en

hlutverk kennarans er að gera þennan siðferðilega veruleika sýnilegan. Hinn

siðferðilegi veruleiki verður einnig sýnilegur í hinum, jafningja nemandans,

samnemandanum sem er einnig þátttakandi í þessari athöfn eða stund.

Hægt er að nálgast heimspeki á þrenna vegu. Í fyrsta lagi er það að læra

um heimspeki (og ekki stunda hana). Hægt er að læra um heimspeki, kynnast

helstu fræðimönnum og kenningum þeirra, geta útlistað þær og fjallað um helstu

gagnrýni á þær án þess að leggja stund á heimspeki. Það getur verið gagnlegt að

læra um heimspeki að því leyti að það gefur manni innsýn inn í hvaðan

hugmyndir okkar um lífið og tilveruna koma. Í öðru lagi er það að stunda

heimspeki (og læra ekki um hana). Það að stunda heimspeki án þess að læra um

hana er það sem maður gerir í heimspekilegri samræðu. Heimspekileg samræða

er þess eðlis að maður þarf ekki að vita nokkurn skapaðan hlut um heimspeki til

Page 19: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

16

að geta stundað hana. Börn og unglingar jafnt sem fullorðnir geta lagt stund á

heimspekilega samræðu. Heimspekileg samræða er gagnrýnin hugsun í hópi.

Hins vegar, til þess að samræðan getir talist heimspekileg þá þarf einhver að stýra

samræðunni sem hefur þekkingu á heimspeki, það er að segja, hefur þekkingu á

því hvað það er sem gerir heimspekilega samræðu heimspekilega og hvers

vegna. Í þriðja og síðasta lagi er að læra um heimspeki og stunda hana. Sá sem

lærir eða hefur lært um heimspeki og leggur stund á hana kallast fræðimaður.

Hann hefur þekkingu á heimspeki og er þar að auki fær um að leggja stund á

heimspeki og, það sem gerir hann að fræðimanni, er að hann leggur til fræðanna.

Skóli snýst um menntun og menntum snýst um að læra. En það hvernig

við lærum eitthvað er ekki einfalt mál, um það er að finna hafsjó af

hugmyndafræði. Páll Skúlason segir á einum stað aðmenntun snúist ekki um að

vera ekki meiri heldur meira maður.54 Menntun snýst þá um það að verða meira

manneskja. Það er ekki nóg að einhver sé að kenna eitthvað heldur þarf að vera

einhver sem tekur við, nemur. Menntun á sér stað innra með einstaklingnum

sjálfum og er óháð stund og stað. Kennsla er hins vegar samband tveggja

einstaklinga, kennara og nemanda, þar sem báðir eru virkir þátttakendur.

Stundum er það sem lítur út fyrir að vera kennsla einungis einræða af hálfu

kennarans og fjarræn íhugun af hálfu nemandans. Mentagáttin er gættin þar sem

kennarinn og nemandinn mætast. Báðir verða að stíga skrefið á móti hvor öðrum

til þess að kennsla geti átt sér stað. Það er því upp á nemandann komið hvort

hann menntist. Við verðum ekki meira manneskjur uppfull af staðreyndum. Það

fer eftir því hvað við gerum við allar þessar staðreyndir hvort við menntumst eða

ekki. Þannig er eðli samræðunnar, nemandinn þarf að vera virkur þátttákandi í

samræðunni til að einhver árangur sé af henni. Til eru nokkrar ólíkar nálganir á

það hvernig best sé að stunda heimspekilega samræðu en dæmi um ólíka

hugmyndafræði er hugmyndafræði Matthew Lipmans, Oscar Brenifiers,

Catherine McCall og Peter Worley.55

54 Páll Skúlason. 1987.„Viðhorf til menntunar“ ´í Pælingar: Safn erinda og greina. Reykjavík, ERGO: 305 55 Nánari umfjöllun um Brenifier, McCall og Worley er að finna í Viðauka I.

Page 20: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

17

Hver er staða heimspekikennslu í skólum?

Sagan

Hægt er að finna umfjöllun um mikilvægi heimspeki sem hluta af lífi eða uppeldi

barna allt frá fornöld, þar á meðal hjá heimspekingnum Epíkúrosi.56 Umfjöllun

um tengsl heimspekilegrar hugsunar og menntunar barna er einnig að finna hjá

mörgum þekktum fræðimönnum síðustu alda líkt og Montagne, John Locke,

Giambattista Vico, Immanuel Kant og Leonard Nelson en fyrsti nútíma

heimspekiskólinn fyrir börn var stofnaður í Þýskalandi árið 1922 af Nelson og

Minnu Specht.57

Síðustu áratugi hefur heimspeki orðið æ stærri hluti af starfi leik- og

grunnskólans víðs vegar um heim. Einn helsti og eflaust þekktasti upphafsmaður

heimspekikennslu með börnum, eða „barnaheimspeki“ eins og það er stundum

kallað, er bandaríkjamaðurinn Matthew Lipman (1922-2010). Lipman kynntist

heimspeki sem ungur maður í seinni heimstyrjöldinni en á meðan hann sinnti

herskyldu las hann mikið af heimspekiritum og varð, eins og hann orðaði það

sjálfur, ástfanginn af heimspeki. Að lokinni herskyldu ákvað Lipman að fylgja

nýfundinni ástríðu sinni fyrir heimspeki eftir og árið 1950 varði hann

doktorsritgerð sína í heimspeki, Problems of Art Inquiry, við Colombia University.

Seinna það ár fékk hann styrk til náms við Sorbonne háskóla í Frakklandi og

dvaldi Lipman í tvö ár við nám í Evrópu þar sem hann kynnti sér evrópska

heimspeki. Í kjölfarið varð hann heimspekiprófessor við Columbia University og

við City College of New York. Á þessum tíma hafði Lipman ekki mikinn áhuga á

menntun en á sjöunda áratugnum féll hann fyrir þeim fræðum á sama hátt og

hann hafði gert fyrir heimspekinni á sínum tíma.58 Það sem vakti áhuga Lipmans

var skortur á rökhugsun á meðal nemenda sinna og samstarfsmanna og taldi

hann að vandamálið lægi í grunnmenntun einstaklingsins. Í kjölfarið fór hann að

velta fyrir sér hvort ekki væri mögulegt að efla á meðal barna skynsamari,

víðsýnni og gagnrýnni hugsun.59 Hugmyndir sínar um menntun einstaklingsins

56 Juuso, Hannu. 2007. Child, Philosophy and Education: Discussing the Intelectual Sources of Philosphy for Children. Faculty of Education, Department of Educational Sciences ans Teacher Education, University of Oulu: 29 57 Juuso, Hannu. 2007: 30-42 58 Juuso, Hannu. 2007: 17 59 Juuso. Hannu. 2007: 18

Page 21: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

18

sækir Lipman, að eigin sögn, til John Dewey.60 Útfrá kenningum Deweys um

menntun og af hans eigin þekkingu á heimspeki taldi Lipman að með því að

innleiða heimspekilega aðferðafræði inn í menntun einstaklingsins væri hægt að

efla getu hans til sjálfstæðrar hugsunar. Aðferðafræði Lipmans byggir þá á því að

best sé að efla gagnrýna hugsun í heimspekilegri samræðu en lykillinn að

samræðunni er einhver ákveðinn aflvaki, líkt og lestur sögu, með heimspekilegu

ívafi. Lipman samdi sjálfur þematengdar kennslubækur, sérsniðnar fyrir hvern

aldurshóp, frá byrjun grunnskóla og fram á unglingsár. Bækurnar eru flest allar

aðgengilegar á Gegni ýmist í þýðingu Hreins Pálssonar eða á frummálinu, ensku.

Með hverri kennslubók voru samdar kennsluleiðbeiningar en þær vann hann

með ýmist með Ann Margareth Sharp, Ann Gazzard eða Fredrick S. Oscanyan.

Fyrstu bókina skrifaði Lipman árið 1969 sem ber heitið Harry Sottlemeier’s

Discovery eða Uppgötvun Ara í íslenskri þýðingu.

Árið 1974 setti Lipman á fót stofnunina IAPC eða Institute for the

Advancement of Philosophy for Children innan Montclaire University, New

Jersey.61 Sú stofnun ásamt samstarfsfélögum um heim allan hefur frá upphafi

verið einn meginaflvaki þess að kynna börn fyrir heimspeki.62 Lipman starfaði

við stofnunina frá upphafi og þar til hann lést árið 2010. Frá árinu 1996 hefur

verið hægt að stunda nám við Montclaire University í Ed.D. í uppeldisfræði, með

megináherslu á heimspeki með börnum, og er það nám eitt af fáum sinnar

tegundar í Bandaríkjunum.63 Nánari umfjöllun um IAPC og fleiri samtök,

stofnanir eða fyrirtæki sem hafa það að markmiði að efla heimspeki með börnum

er að finna í Viðauka I.

Hugmyndafræði Lipmans hefur breiðst víða um heim og hægt er að finna

stofnanir, samtök eða fyrirtæki sem hafa það að efla heimspeki með börnum í

anda Lipmans (p4c) til að mynda í Noregi, Tyrklandi, Nýja Sjálandi, Hong Kong

og Brasilíu.64 Þar sem heimspekistarf með börnum er að finna virðist það lang

oftast verið innblásið af hugmyndafræði Lipmans en síðasta áratuginn eða svo

hafa sprottið upp nýjar, betrum bættar eða ólíkar nálganir á hvernig best sé að

60 Juuso, Hannu. 2007: 21 61 Sótt þann 26. júlí 2011 af: http://cehs.montclair.edu/academic/iapc/timeline.shtml 62 Sótt þann 26. júli 2011 af: http://cehs.montclair.edu/academic/iapc/index.shtml 63 Sótt þann 26. júlí 2011 af: http://cehs.montclair.edu/academic/iapc/timeline.shtml 64 Sjá nánar í Viðauka I.

Page 22: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

19

stunda heimspeki með börnum. Dæmi um það er starf Oscar Brenifiers í

Frakklandi, Peter Worleys, einn aðstandenda The Philosophy Shop, í Bretlandi og

Barböru Brüning í Þýskaland.65 Lipman er því innblástur að heimspekistarfi með

börnum hvort sem unnið er eftir aðferðafræði hans eða ekki.

Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru yfir sögu og hugmyndafræði

Matthew Lipmans en greinargóða og ítarlega umfjöllun um hugmyndafræði hans

og um tilurð og tilgang heimspeki með börnum (umfjöllun sem meðal annars

hefur verið stuðst við hér að ofan) er að finna í ritgerð Hannu Juuso prófessors

við háskólann í Oulu, Finnlandi. Juuso er einnig einn af stjórnarmönnum SOFIA

og einn af aðstandendum MENON verkefnisins (nánari umfjöllum um SOFIA og

MENON er að finna í Viðauka I). Ritgerð Hannu er afrakstur tuttugu ára reynslu

hans af heimspeki með börnum og af menntun kennara. Markmið ritgerðar hans

er í fyrsta lagi að bera kennsl á og greina grunnhugmyndir, heimspekilegar og

uppeldisfræðilegar, á bak við P4C, þá sérstaklega í tengslum við amerískan

pragmatisma og sem útlistast í hugtakinu „rannsóknarsamfélagið“; og í öðru lagi

að velta upp nýjum vettvangi, sjónarhornum og þemum og í umræðum um P4C í

ljósi hefðbundinna hugmynda í meginlands heimspeki og uppeldisfræði.66

Ritgerðin heitir Child, Philosophy and Education: Discussing the Intellectual

Sources of Philosophy for Children og er hægt að nálgast hana sem pdf. skjal á vef

Háskólans í Oulu.67

Rannsóknir á heimspekikennslu og áhrifum hennar

Allt frá árinu 1974, þegar fyrstu hugmyndirnar um markvissa ástundun

heimspeki með börnum fór að láta á sér kræla, hafa verið gerðar ótal rannsóknir

á ávinningi þess, kostum og göllum. Rannsóknirnar hafa verið misviðamiklar og

misfræðilegar. Hér verður sagt frá nokkrum þeirra.

Í Svíþjóð var unnin rannsókn sem kallast Ohlsson/Malmhester

rannsóknin en í sex ár, á árunum 1989-95, unnu þeir Ragnar Ohlson og Bo

Malmhester markvisst með heimspekikennslu í fjórum bekkjum í grunnskóla í

65 Sjá nánari umfjöllun Brüning á vefslóðinni:http://www.goethe.de/ges/phi/eth/de7233550.htm og um Brenifier og Worley í Viðauka I. 66 Juuso, Hannu. 2007: 18-19 67 Slóð ritgerðinnar er:http://herkules.oulu.fi/isbn9789514285509/index.html?lang=en. Sótt 15. júlí 2011.

Page 23: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

20

Stokkhólmi. Þremur bekkjum var fylgt eftir frá fyrsta til þriðja bekkjar og af

tvemur af þeim bekkjum byggja Ohlsson og Malmhester niðurstöður rannsóknar

sinnar.68 Bo Malmhester stjórnaði öllum kennslustundunum sem tekið var tillit

til í rannsókninni en hann er menntaður framhaldsskólakennari í heimspeki,

sænsku og samfélagsfræði.69 Ragnar Ohlsson var við gerð rannsóknarinnar

dósent í praktískri heimspeki við Stokkhólms háskóla en er í dag prófessor við

sagnfræðideild háskólans. Ragnar leiddi verkefnið, gætti að heimspekilegrar

tilvísunar við gerð hennar og við úrvinnslu á niðurstöðum rannsóknarinnar.

Rannsóknin stóð í sex ár og voru sömu bekkjunum fylgt eftir í mis langan

tíma. Í rannsókninni notuðust þeir meðal annars við kennsluefni frá Matthew

Limpan og Per Jespersen.70Skýrslan er vel unninn og fjallar um ýmsar hliðar

heimspekikennslunnar, meðal annars viðhorf nemenda til kennslunnar. Það

skiptir miklu máli að vera meðvitaður um viðhorf nemenda að því leiti að viðhorf

þeirra hefur mikil áhrif hvort einhver ávinningur sé af kennslunni.71 Skýrslan

fjallar einnig um tengsl heimspekilegrar hugsunar og stærðfræði og listfræði, um

viðbrögð forelda og kennara við heimspekikennslunni. Hægt er að finna dæmu

úr heimspekitímum og samtölum nemendanna.

Það sem Bo og Ragnar komust að var, meðal annars, að það er hægt að

efla heimspekilega (gagnrýna) hugsun á meðal nemenda með markvissri

heimspekikennslu.72 Ragnar vill meina að hvati barnanna er þörfin til að skilja

heiminn eða „en strävan att uppnå en begriplig och så vetenskaplig korrekt bild

av världen som möjligt“73 og að það sé ekkert ólíkt því sem fullorðnir

heimspekingar geri en á öllu flóknari hátt.74 Fram kemur í skýrslunni að

markmið heimspekikennslunnar sé, þegar öllu er á botninn hvolft, að

nemendurnir öðlist eiginleikann til að lifa lífinu meðvitaðari, gagnrýnni og meira

vakandi.75 Ragnar hefur mikið fjallað um getuna til heimspekilegrar hugsun en

68 Breivik, Jens; Håvard Løkke. 2007. Filosofi I skolen – en kunnskapsoversikt. Oslo, Kunnskapsdepartementet: 37 69 Malmhester, Bo; Ragnar Ohlsson. 1999. Malmhester, Bo; Ragnar Ohlsson. 1999. Filosofi med barn: reflektioner över ett försök på lågstadiet. Stockholm, Carlsons: 38-9 70 Malmhester, Bo; Ragnar Ohlsson. 1999: 35-6 71 Malmhester, Bo; Ragnar Ohlsson. 1999: 137-8 72 Malmhester, Bo; Ragnar Ohlsson. 1999: 112 73 Malmhester, Bo; Ragnar Ohlsson. 1999: 116 74 Malmhester, Bo; Ragnar Ohlsson. 1999: 116 75 Malmhester, Bo; Ragnar Ohlsson. 1999: 410

Page 24: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

21

hann vinnur nú að svipuðu, en betur útfærðu, rannsóknarverkefni við

Stockholms Universitet.76

Í Danmörku hafa verið gerðar að minnsta kosti tvær rannsóknir á vegum

danska fyrirtækisins Filosofipatrjuljen. Rannsóknirnar voru báðar gerðar í

dönskum grunnskólum. Markmið rannsóknarinnar „Filosofi og medborgereskab

i 0 klasse“ var að rannsaka hvort heimspekilegar samræður geti flýtt fyrir

siðferðilegan þroska barna en í rannsókninni var stuðst við hugmyndafræði

Lawrence Kohlbergs.77 Markmið rannsóknarinnar „Filosofipatruljen på Mors“

var hins vegar að skapa aðstæður til að undrast, að tala saman um gildi og

spurningar sem fjalla um tilvistina og sjálfið. Markmiðið var því að vinna

markvisst með heimspekilega samræðu á milli nemenda, það er að segja æfingar

í að hlusta, spyrja, tala saman, íhuga orð sín og rökræða og svo framvegis.78 Ekki

voru unnar formlegar skýrslur upp úr verkefnunum en hægt er að finna

umfjöllun um þær á vef Filosofipatruljen. Nánari upplýsingar um starf

Filosofipatruljen er að finna í Viðauka I.

Í Norður-Englandi var unnin rannsókn á kostum heimsepkikennslu á

árunum 2003-2006. Rannsóknin var unnin af James Nottingham og Michael

Henry. Markmið verkefnisins var að efla metnað einstaklingsins í tengslum við

ólíka þætti samfélagsins og var rannsóknin því ekki eingöngu bundin við skóla.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru hins vegar byggðar á vinnu sem fór fram í 71

skólum ásamt viðtölum og athugunum frá 8 skólum. En verkefnið snérist um það

að sýna fram á bættari námshæfileika hjá nemendum ef þeir fengu þjálfun í betri

hugsun.79 Niðurstöður rannsóknarinnar voru jákvæðar en í þeim kom meðal

annars fram að því lengur sem nemendur hefðu stundað heimspeki í skólum því

betri námsárangur sýndu þeir fram á og þar að auki að kennarar sem höfðu

stundað heimspeki með nemendum sýnum vildu meina að vinnuandinn í

76 Sjá nánar: http://www.philosophy.su.se/barn.htm og http://www.philosophy.su.se/personal/ohlsson.htm. Sótt þann 11. júlí 2011. 77 Sótt þann 2. september af: http://www.filosofipatruljen.dk/files/Filosofi%20og%20medborgerskab%20i%200%20klasse.pdf 78 Sótt þann 2. september af: http://www.filosofipatruljen.dk/files/Filosofipatruljen%20p%C3%A5%20Mors.pdf 79 Breivik, Jens; Håvard Løkke. 2007. Filosofi I skolen – en kunnskapsoversikt. Oslo, Kunnskapsdepartementet: 35-36

Page 25: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

22

bekknum breyttist til batnaðar.80 Í umfjöllun sinni um rannsóknina gagnrýna

Håvard Løkke og Jens Breivik það hvernig niðurstöðurnar eru túlkaðar en að

þeirra mati ber að gæta að hlutlægni rannsakenda. 81 Niðurstöður

rannsóknarinnar vöktu þó mikla athygla bæði innan lands sem utan en meðal

annars var unnin sjónvarpsmynd um verkefnið.82

Árið 2007 kom út skýrsla sem var unnin fyrir Norska

menntamálráðuneytið, Kunnskapsdepartemented, 83 um heimspekikennslu í

skólum. Skýrslan var unnin af Jens Breivik og Håvard Løkke og ber heitið Filosofi

i skolen – en kunnskapsoversikt. Markmið skýrslunnar var að gefa yfirsýn yfir það

sem máli skiptir í tengslum við heimspeki með börnum og unglingum.84 Skýrslan

segir meðal annars frá stöðu og þróun heimspekikennslu í Noregi; frá ólíkum

nálgunum í heimspekikennslu og velt er upp hvort heimspeki eigi að vera fag eða

aðferðafræði í skólum; frá alþjóðlegum rannsóknum og niðurstöðum þeirra; og

að lokum koma höfundar skýrslunnar með tillögur að frekari rannsóknarstarfi.

Skýrslan gefur ágætt yfirlit yfir þær rannsóknir sem hafa verið unnar en það sem

höfundar hennar telja að megi bæta eru rannsóknir með vísindalegri niðurstöður

þar sem hægt er að leggja fram til að mynda tölfræðilegar niðurstöður.85 Það hafa

verið unnar rannsóknir sem sýna fram á betri árangur í greindarprófum og þess

háttar en velta má fyrir sér hvort tölfræði og vísindalegar rannsóknir geti að fullu

náð utan um eðli og tilgang heimspeki og heimspekikennslu.

Staða heimspekikennslu víðsvegar um heiminn samkvæmt skýrslu UNESCO: Philosophy a School of Freedom frá árinu 2007

Tilgangur skýrslunnar

Skýrslan ber heitið Philosophy: a School of Freedom – Teaching philosophy and

learning to philosophize: Status and Prospects og var hún gefin út af UNESCO árið

2007. Eins og kemur fram í inngangsorðum skýrslu þá var tilgangur hennar ekki

80 Breivik, Jens; Håvard Løkke. 2007. Filosofi I skolen – en kunnskapsoversikt. Oslo, Kunnskapsdepartementet: 36 81 Breivik, Jens; Håvard Løkke. 2007. Filosofi I skolen – en kunnskapsoversikt. Oslo, Kunnskapsdepartementet: 36 82 Sjá nánar: http://p4c.com/current-members-p4ccom-co-operative. Sótt þann 14. júlí 2011. 83 http://www.regjeringen.no/nb/dep/kd.html?id=586 84 Breivik, Jens; Håvard Løkke. 2007. Filosofi i skolen – en kunnskapsoversikt. Kunnskapsdepartementet, Oslo: 2 85 Breivik, Jens; Håvard Løkke. 2007. Filosofi i skolen – en kunnskapsoversikt. Kunnskapsdepartementet, Oslo: 40-50

Page 26: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

23

eingöngu að sýna fram á hvað verið sé að gera og hvað sé ekki verið að gera á

sviði heimspekikennslu í heiminum. Markmið skýrslunnar er öllu heldur að vera

þannig á veg búin að hún nýtist hverjum þeim sem hefur áhuga á að efla veg

heimspekikennslu, hvort sem það er nú eða í náinni framtíð, og í ljósi þess að

skýrslan sé unnin á heiðarlegan, vel ígrundaðan, upplýstan og framsækinn hátt.86

Skýrslunni er skipt í fimm meginkafla þar sem fyrstu fjórir kaflarnir fjalla um

fjórar ólíkar nálganir á heimspeki en sá fimmti og síðasti fjallar um könnun sem

var gerð á vegum UNESCO með það að markmiði að varpa ljósi á stöðu og framtíð

heimspekinnar í skólum víðsvegar í heiminum. Skýrslan er mjög ítarleg og

aðgengileg sem pdf. skjal á vef UNESCO.87 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem

UNESCO vinnur skýrslu um þetta efni en árið 1953 var gefin út skýrsla sem

fjallaði um stöðu heimspekinnar gagnvart öðrum vísindum.88

Fyrsti kafli skýrslunnar ber heitið „Philosophy and young minds: The age

of wonder“ og fjallar um heimspekikennslu og ástundun heimspekinnar á leik- og

grunnskólastigi. Kaflinn er skrifaður af Michel Tozzi en hann er prófessor við

Universitè Paul-Valèry Montpellier 3. Annar kaflinn fjallar um heimspekikennslu

á unglingastigi og ber heitið „The age of questioning“. Sá kafli er unnin af Luca

Scarantino en hann er ítalsk-argentískur heimspekingur og situr meðal annars í

stjórn Fédération Internationale Sociétés de Philosophie. Scarantino skrifar einnig

þriðja kafla skýrslunnar en hann fjallar um heimspekikennslu á æðra skólastigi

og ber heitið „Philosophy in the university context“. Fjórði kaflinn er unnin af

franska heimspekingnum Oscar Brenifier en hann fjallar um aðrar leiðir til að

kynnast heimspeki en í skólum og ber heitið „Philosophy in the polis“. Fimmti og

síðasti kaflinn, og sá sem verður fjallað sérstaklega um hér, er unnin af Pascal

Cristofoli. Kaflinn ber heitið „The teaching of philosophy as revealed by

UNESCO’s online self-administered survey“ og fjallar um framkvæmd og

niðurstöður könnunarinnar sem UNESCO sendi út árið 2006. Markmið

könnunarinnar var að varpa ljósi á stöðu og framtíðarsýn heimspekikennslu sem

víðsvegast í heiminum.

86 Philosophy: a School of Freedom – Teaching philosophy and learning to philosophize: Status and prospects. UNESCO Publishing, 2007: ix 87 Sjá nánar: www.unesco.org 88 Philosophy: a School of Freedom – Teaching philosophy and learning to philosophize: Status and prospects. UNESCO Publishing, 2007: ix

Page 27: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

24

Könnunin var send út rafrænt árið 2006 og var tíðni svara mismunandi

eftir löndum og heimsálfum. Reynt var að nálgast hóp þátttakenda með því að

mynda tengslanet í hverju landi fyrir sig. Svartíðnin var frá 51-89% í hverri

heimsálfu fyrir sig, minnst 51% í Asíu en mest 89% í Evrópu, en í heildina var

svörunin 60%.89 Sjálfan spurningarlistann og nánari umfjöllun um úrvinnslu

gagna má finna í kaflanum „Tools, methods and organization of the survey“.

Eitt af markmiðum könnunarinnar var að sýna hvar heimspeki er kennd, á

hvaða skólastigum og í hvaða mæli. Samkvæmt niðurstöðum hennar þá er

heimspeki einungis hluti af starfi grunnskóla í Írak, Noregi, Ástralíu, Hvíta-

Rússlandi, Brasilíu, Úsbekistan og Úkraínu eða samtals 7 löndum af 126.

Heimspeki var kennd á framhaldsskólastigi í 73 löndum af 126 en lang oftast var

heimspeki kennd í háskólum, eða í 106 löndum af 126. Þessar niðurstöður koma

ef til vill ekki á óvart en áhugavert er að sjá hvaða lönd það eru sem kenna

heimspeki í grunnskólum og hversu víða þau dreifast en þau eru í fjórum

heimsálfum af sjö. Athygli vekur að Bandaríkin og Bretland eru ekki í þeim hópi

þar sem heimspeki er kennd í grunnskóla en þar sem hér er einungis átt við þau

lönd þar sem heimspeki er hluti af aðalnámskrá þá teljast þau ekki með.

Ísland og helstu atriði í tengslum við niðurstöður þaðan

Það sem kemur meðal annars fram í skýrslu OECD um stöðu heimspekikennslu á

Íslandi er að yfir 83% íslenskra svarenda töldu stöðu heimspekikennslu á Íslandi

vera viðunandi eða afbragð.90 Aftur á móti töldu aðeins 33-51% svarenda í

Noregi heimspekikennslu þar vera viðunandi eða afbragð. Þetta er merkilegur

munur í ljósi þess að heimspekikennsla var þá og er í dag mun stærri hluti af

skólakerfinu en á Íslandi. Mögulega hafa íslenskir svarendur verið að svara útfrá

viðhorfi þeirra til heimspekikennslu á Íslandi sem þá var til staðar (og þá á

framhalds- og háskólastigi) en að norskir svarendur hafi svarað meira út frá

væntingum sínum til heimspekikennslu. Ekki er þó hægt að segja til um með

vissu hvort norskir svarendur hafi verið að hugsa um kennslu á háskólastigi eða

grunnskólastigi. Heimspeki hefur öðlast þónokkurn sess í grunnskólum í Noregi

89 Philosophy: a School of Freedom – Teaching philosophy and learning to philosophize: Status and prospects. UNESCO Publishing, 2007: 201 90 Philosophy: a School of Freedom – Teaching philosophy and learning to philosophize: Status and prospects. UNESCO Publishing, 2007: 216

Page 28: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

25

en mögulegt er að svarendur hafi haft meiri metnað fyrir hönd heimspekinnar

sem kennslugreinar í grunnskóla, það er að segja, að kennslan þá hafi ekki verið

eins og þeir hefðu kosið. Með sama svarhlutfall og Ísland við tiltekinni spurningu

voru einnig, meðal annars, Rússland, Danmörk, Ástralía, Bretland, Þýskaland,

Malí, Eþópía, Úsbekistan og Kólumbía. En með sama svarhlutfall og Noregur voru

til dæmis Kína, Indland og Frakkland.91

Þegar spurt var um eflingu heimspekikennslu í viðkomandi landi svöruðu

íslenskir svarendur fjórum spurningum af fjórum játandi. Aðeins finnskir og

íraskir svarendur voru jafn bjartsýnir og svöruðu öllum fjórum spurningunum

játandi líkt og þeir íslensku. Þrem spurningum af fjórum svöruðu Rússland, Kína,

Noregur, Bretland, Brasilía, Bólivía, Kólumbía, Ghana og Laos játandi.92 Eins og

fyrr segir þá var spurningarlistinn sendur út árið 2006 en samkvæmt þessum

niðurstöðum þá var gert ráð fyrir mikilli framþróun í heimspekikennslu á

Íslandi.93 Ekki er hægt að segja til um hvort svarendur hafi hér átt við

heimspekikennslu á háskólastigi eða heimspekikennslu á Íslandi almennt. En það

eru fá ef einhver dæmi um áætlanir í þá áttina frá þeim tíma og í nýútgefinni

aðalnámskrá grunnskóla er ekki gert ráð fyrir heimspeki sem sérstöku fagi né

sem aðferðafræði í kennslu.94

Niðurstöður skýrslunnar eru áhugaverðar en velta má því fyrir sér hvaða

áhrif það hafi á svör landanna að skýrslan er gerð af UNESCO og yrði birt. Hvaða

máli skipta niðurstöðurnar fyrir ímynd landanna? Hvaða svör eru pólitísk og

hver þeirra eru hugmyndafræðilegs eðlis?

Heimspeki í skólum – staðan í dag

Þó að barnaheimspekin eða heimspeki í skólum eigi upphaf sitt í

Bandaríkjunum er erfitt að segja til um stöðu heimspekinnar í bandarískum

námskrám án ítarlegrar rannsóknar á því efni. Það er vegna þess að námskráin er

breytileg frá einu ríki til annars og þar að auki geta einkaskólar sniðið hana að

91 Philosophy: a School of Freedom – Teaching philosophy and learning to philosophize: Status and prospects. UNESCO Publishing, 2007: 216 92 Philosophy: a School of Freedom – Teaching philosophy and learning to philosophize: Status and prospects. UNESCO Publishing, 2007: 220 93 Philosophy: a School of Freedom – Teaching philosophy and learning to philosophize: Status and prospects. UNESCO Publishing, 2007: 220 94 Sjá: Aðalnámskrá grunnskóla – almennur hluti. 2011. Reykjavík, Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Page 29: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

26

sínum eigin áherslum.95 Í ljósi þessa hafa stofnanir líkt og IAPC eða Institute for

the Advancement of Philosophy for Children tekið að sér að gefa út námskrárefni

og efni til kennaramenntunar sem snýr að heimspeki með börnum í

Bandaríkjunum. IAPC er í tengslum við samstarfsfélög og skóla um dreifingu og

notkun á efninu. IAPC er einnig í samstarfi við aðra skóla sem bjóða upp á nám á

háskólastigi sem fjallar um heimspeki með börnum, hvort heldur sem það eru

einstaka námskeið eða námsgráður.96 IAPC virðist því vera einhverskonar

gæðaeftirlit með heimspekikennslu í Bandaríkjunum, það er að segja, með

hemspekikennslu á grunn- og framhaldsskólastigi og með kennaramenntun með

áherslu á heimspeki með börnum. Nánari upplýsingar um starfsemi IAPC er að

finna í Viðauka I.

Í Bretlandi vaknaði mikill áhugi á möguleikum barnaheimspekinnar eftir

að BBC birti heimildarmynd sem fjallaði um heimspeki með börnum í

bandarískum skólum. Í kjölfarið tóku sig til nokkrir kennarar og fræðimenn og

fóru til Bandaríkjanna til að læra að stunda heimspeki með börnum undir

leiðsögn sjálfs Matthews Lipman.97 Heimspekikennslu, þar sem meigináherslan

er heimspekileg samræða er því víðsvegar að finna í Bretlandi. Ekki skemmdi

það fyrir að á árunum 2003-6 var unnin framangreind rannsókn á áhrifum þess

háttar heimspekikennslu í Norður-Englandi sem vakti mikla athygli fyrir

jakvæðar niðurstöður. Þrátt fyrir það er heimspeki ekki hluti af aðalnámskrá

grunnskólans í Bretlandi né hluti af kennaramenntun en það er afturför frá því

sem áður var því heimspekikennsla var á sínum tíma hluti af kennaranáminu.98

Það gæti þó breyst en á þessu ári hefur staðið yfir undirskriftarsöfnun þar sem

skorað er á menntamálaráðherra Bretlands að innleiða heimspeki sem

skyldugrein í alla skóla. Undirskriftarsöfnunin er unnin meðal annars af The

Philosophy Shop og SAPERE. Nánari umfjöllun um starfsemi þeirra og

undirskriftarsöfnunina er að finna í Viðauka I.

Í Danmörku er hægt að finna heimspekikennslu sem sérstaka námsgrein

á framhaldsskólastigi og að einhverju leiti sem aðferðafræði á leikskólastigi, ekki

95 Sótt þann 26. júlí 2011 af: http://en.wikipedia.org/wiki/Education_in_the_United_States#Curriculum_issues 96 Sótt þann 26 júlí af: http://cehs.montclair.edu/academic/iapc/about.shtml 97 Sótt þann 10 september 2011 af: http://www.sapere.org.uk/Default.aspx?tabid=114 98 Worley, Emma.The Philosophy Shop. Viðtal 21. og 25. júlí 2011.

Page 30: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

27

ósvipað og hér á Íslandi. Hins vegar, ólíkt hér á landi, þá er heimspeki hluti af

kristinfræðslu (kristendomskundskab) í dönskum grunnskólum. Heimspeki er

þá ekki til sem sérstök námsgrein en innan kristinfræðikennslu er að finna

heimspekilega nálgun og viðfangsefni.99 En það virðist sem heimspekikennsla og

kristindómur hafi sérstök tengsl í Danmörku, tengsl sem er ekki að finna

annarstaðar á norðulöndunum. Þessi trúarlegu tengsl gera það að verkum að

markmið heimspekikennslunnar verður oft siðfræðilegs eðlis (eins og sjá má á

þróunarstarfi Filosofipatruljen) eða af trúarheimspekilegum eða

frumspekilegum toga, líkt og sjá má í umfjöllun um heimspeki Per Jespersens hér

á eftir, frekar en rökfræðilegt eða „hugsunartæknilegum“ toga líkt og á Bretlandi

og í Bandaríkjunum. Þessi sérstöku tengsl má sjá á uppbyggingu heimspeki- og

guðfræðináms í dönskum háskólum en þar að auki þá bjóða margar kirkjur í

Danmörku upp á heimspeklegar samræður.100

Einn helsti frumkvöðull heimspeki með börnum í Danmörku er Per

Jespersen (1938-2011). Per var menntaður kennari og tileinkaði síðustu tuttugu

árum ævi sinnar heimspeki með börnum.101 Í starfi sínu einbeitti Per sér að

börnum sem samfélagið hafði gefist upp á en þannig var heimspekin fyrir honum

leið til hvatningar og heimspekileg aðferðafræði leið gegn námsleiða (ekkert

ósvipað hugmyndum Kristínar Sætran sem verður fjallað um hér á eftir). Per

samdi sögur með heimspekilegu ívafi sem hafar verið þýddar á þónokkur

tungumál en hægt er að finna dæmi um sögur hans á vefslóðinni:

www.perjespersen.bravehost.com.102 Sögunum var ætlað að verða innblástur að

heimspekilegri samræðu ekki ólíkt sögum Lipman en þrátt fyrir það var Per

skeptískur á aðferðafræði Lipmans og bandaríska pragmatismann og

tungumálaheimspekina sem hún var innblásin af. Per vildi öllu heldur einbeita

sér að því að notast við andlega og frumspekilega nálgun þar sem fullorðnir og

börn, í ljósi meðfædds leitarþorsta, upplifa í sameiningu undrun yfir því sem er.

Markmið aðferðafræði Pers var að efla þekkingarþorsta einstaklingsins, þorsta

99 Sótt þann 8. júlí 2011 af: http://www.uvm.dk/service/Publikationer/Publikationer/Folkeskolen/2009/Faelles%20Maal%202009%20-%20Kristendomskundskab.aspx 100 Kallesø, Dorete. 2011. Filosofipatruljen. Viðtal 7. ágúst 2011. 101 Sótt þann 2. ágúst 2011 af: http://buf.no/les/artikler/?page=start 102 Sótt þann 5. september af: http://www.buf.no/en/read/txt/?page=sn-pj

Page 31: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

28

sem myndi gera honum kleift að skilja betur veruleikann sem hann lifir í.103

Nálgun Pers hefur ljóðræna og trúarheimspekilega nálgun.104 Þrátt fyrir það að

hið trúarlega stef virðist ekki vera langt undan í heimspekikennslu í Danmörku

þá virðist heimspekin einnig eiga sér athvarf í einhverju sem kallast

medborgerskab innan danskra grunnskóla.105 Þar virðist markmiðið öllu heldur

vera að efla gagnrýna hugsun og lýðræði.

Þrátt fyrir rannsóknar- og frumkvöðlastarf í Svíþjóð á tíunda áratug

síðust aldar í tengslum við heimspekikennslu þá virðist sem heimspeki sé ekki að

finna sem sérstaka námsgrein í sænskum grunnskólum í neinum mæli.106

Samkvæmt sænsku aðalnámskrá grunnskóla þá er þó að finna siðfræðilega

umfjöllun í trúarbragðafræði eða religionskunskap ekki ósvipað og í

námsgreininni kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði hér á landi. 107

Heimspeki er hinsvegar að finna sem námsgrein í sænskum framhaldsskólum og

eflaust að einhverju leiti sem aðferðafræði í leikskólum líkt og hér á landi.

Í aðalnámskrá Finnskra grunnskóla er að finna námsgrein sem ber heitið

Livsåskådningskunskap og myndi útsetjast á íslensku sem lífsviðhorf.

Námsgreinin er þverfaleg en útgangspunkt hennar er að finna í heimspeki ásamt

samfélagsfræði. Markmið námsgreinarinnar er að gera nemendunum kleift að

verða sjálfstæðar, umburðalyndar, ábyrgar og gagnrýnar manneskjur.

Námsgreinni er skipt í fjóra undirflokka en þeir segja til um hverjar áherslur og

hver viðfangsefni námsgreinarinnar eru en undirflokkarnir eru: „mannleg

samskipti og siðferðilegu vöxtur“, „sjálfsþekking og menningarleg sjálfsvitund“,

„samfélagið og mannréttindi“ og „manneskjan og heimurinn“.108Í ljósi þessa er

heimspeki stærri hluti af kennaramenntun en gengur og gerist annarstaðar á

103 Sótt þann 5. september af: http://www.buf.no/nyheter/2011/?page=0315 104 Malmhester, Bo; Ragnar Ohlsson. 1999. Filosofi med barn: reflektioner över ett försök på lågstadiet. Stockholm, Carlsons: 25 105 Sjá nánar: http://www.filosofipatruljen.dk/medborgerskab. Sótt þann 18. júlí 2011. 106 Ohlsson, Ragnar. Heimspekiprófessor við Stockholm Universitet. Viðtal 1. september 2011. 107 Skolverket. 2011. Läroplan för grundskolan, förskoleklassen och fritidshemmet 2011. Edita, Västerås, Stockholm. 108 Grunderna för läroplanen för den grundläggande utbildningen 2004.2004. Vammalan Kirjapaino Oy, Vammala,Utbildningsstyrelsen.

Page 32: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

29

norðurlöndunum en meðal annars er hægt að leggja stund á kennaranám þar

sem áherslan er lögð á heimspekilega nálgun við háskólann í Oulu.109

Af norðurlöndunum er það þó í Noregi sem heimspeki hefur lengst verið

hluti af starfi grunnskólans. Samkvæmt norsku aðalnámskrá grunnskóla frá

árinu 2001 er heimspeki kennd sem hluti af „Religion, livssyn og etikk“, allan

grunnskólann eða frá fyrsta til tíunda bekkjar. Hver kennslustund er ein

klukkustund og fyrstu sjö árin eru kenndar samtals 427 kennslustundir en

síðustu þrjú árin á unglingastigi eru kenndar samtals 157 kennslustundir.

Námsgreininni „Religion, livssyn og etikk“ er skipt í átta undirflokka en þeir eru:

„kristindómur“, „gyðingdómur“, „islam“, „hindúismi“, „búddismi“, „viðhorf til

lífsins“ (livssyn), „ólík trúarbrögð“ og „heimspeki og siðfræði“.110 Heimspeki og

siðfræði eiga því sérstakan kafla í norsku námskránni, með eigin áfangamarkmið

og námsefni. Námsefnið felur í sér heimspekilegan hugsunarhátt og siðferðilegar

hugleiðingar. Markmið kennslunar er að nemendur læri að þekkja helstu

heimspekinga og kenningar þeirra en jafnframt geta fjallað um og hugleitt

siðferðileg álitamál og önnur heimspekileg viðfangsefni í anda agaðrar hugsunar

heimspekinnar.111 Til að ná fram þessum markmiðum er bæði kennt um

heimsspeki og lagt stund áheimspekilega samræðu. 112 Einnig má sjá

heimspekilegar áherslur í samfélagsfræðikennslu en þær eru þá í pólitískum,

lýðræðislegum anda ekki ósvipað kennslu í Medborgerskab í Danmörku.113Samið

hefur verið sérstakt námsefni fyrir kennslu í Religion, livssyn og etikken fyrsta

efnið kom út árið 2009.114 Námsefnið er bókaflokkur í sjö hlutum sem kallast

VIVO og skiptist í kennara og nemendahefti. Námsefnið er einnig aðgengilegt sem

109 Sótt þann 8. september 2011 af: http://www.oulu.fi/ktk/kasope/english/studies/primary_teacher_education/arts_and_crafts_oriented/ 110 Sótt þann 10. ágúst 2011 af: http://www.udir.no/Lareplaner/Grep/Modul/?gmid=0&gmi=133972&v=2 111 Sótt þann 10. ágúst 2011 af: http://www.udir.no/Lareplaner/Grep/Modul/?gmid=0&gmi=133972&v=2 112 Sótt þann 10. ágúst 2011 af: http://www.udir.no/Lareplaner/Grep/Modul/?gmid=0&gmi=133972&v=2&ho=134054 113 Sótt þann 10. ágúst 2011 af: http://www.udir.no/Lareplaner/Grep/Modul/?gmid=0&gmi=156043&v=2&ho=156071 114 Sótt þann 2. ágúst 2011 af: http://buf.no/om/

Page 33: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

30

gagnvirkt námsefni á vefnum.115Einn af höfundum VIVO bókanna er Marianna

Schjelderup einn af aðstandendum Barne- og ungdomsfilosoferna ANS en nánari

upplýsngar um það er að finna í Viðauka I.

Það sem kemur jafnvel einna helst á óvart þegar staða heimspekikennslu

er skoðuð í þessum löndum er að hvergi er að finna heimspeki sem sérstaka

námsgrein. Það gæti þó breyst í Bretlandi á komandi árum ef starf þeirra sem

standa að fyrrnefndri áskorun til menntamálaráðherra þar í landi beri árangur.

Það væri eflaust ekki svo fjarstæðukennt að halda að heimspeki í grunnskólum

og heimspeki í aðalnámskránni væri áþekk á milli norðurlandanna. En reyndin er

hins vegar sú að þar sem heimspeki hefur öðlast einhvern sess, í Danmörku,

Noregi og Finnlandi, er nálgunin ólík. Í Danmörki virðist heimspeki tengjast

trúarbragðafræði eða kristindómi sterkum böndum og sameinast í

einhverskonar tilvistarspeki í heimspekilegri samræðu. Í Noregi verður

heimspeki sömuleiðis hluti af skólastarfinu í gegnum trúarbræðafræði en er þó

sjálfstæð sem einn af undirflokkum námsgreinarinnar Religion, livssyn og etikk. Í

Finnlandi á hinn bógin virðist vera meiri áhersla lögð á heimspekilega nálgun og

heimspekileg viðfangsefni líkt og sjá má í námsgreininni Livsåskådningskunskap.

Ólíkar nálganir fela í sér ólík markmið og hvort sem markmiðið er að bæta

rökhugsun nemenda, gera þá að góðum lýðræðisþegnum eða einfaldlega að betri

manneskju þá virðist heimspekin vera að sækja á sem hluti af almennu starfi

grunnskólans.

Heimspeki á Íslandi

Upphafið

Heimspeki á sér lengri sögu á Íslandi en marga grunar en hér á landi hafa menn

lesið heimspekileg rit frá upphafi ritaldar.116 Íslenskir námsmenn fóru á öldum

áður til Kaupmannahafnar og víðar og lásu þar heimspeki en heimspeki varð að

sérstakri námsgrein innan Háskóla Íslands árið 1972. Þá fyrst var hægt að lesa

heimspeki til Ba-prófs á Íslandi. Sá sem hefur einna helst eflt veg heimspekinnar

á Íslandi er Páll Skúlason heimspekiprófessor. Það hefur Páll gert bæði með

115 Nánar um VIVO kennslubækurnar og kennaraheftir á: http://buf.no/les/boker/index.php?page=start og á http://mml.gyldendal.no/flytweb/default.ashx?folder=8702. Sótt 2. águst 2011. 116 Gunnar Harðarson; Stefán Snævarr. 1982. Heimspekirit á Íslandi fram til 1900. Félag áhugamanna um heimspeki: 7

Page 34: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

31

kennslu og skrifum en einnig með umræðum og umfjöllun á öllum helstu

ljósvakamiðlum landsins um heimspeki og heimspekileg viðfangsefni. Að loknu

doktorsnámi í heimspeki við Institut Supérieur de Philosophie í Université

Catholique de Louvain í Belgíu kom Páll að mótun heimspekinnar sem

námsgreinar við Háskóla Íslands ásamt Þorsteini Gylfasyni sem hafði stundað

nám og rannsóknir í heimspeki bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi.117 Á þeim

tíma, þegar heimspeki varð í fyrsta skipti að sérstakri námsgrein innan

háskólans, var orðið „heimspeki“ notað í mun víðari skilningi en í dag. Fram yfir

miðja 20. öld merkti orðið „heimspeki“ „almenn vísindi önnur en guðfræði,

læknisfræði og lögfræði“118 en með tímanum breyttist þó merking orðsins, í

daglegu sem fræðilegu tali, og afmarkaðist við heiti einnar hugvísindagreinar,

heimspeki.119

Enn þann dag í dag er eingöngu hægt að ljúka háskólgráðu í heimspeki við

Háskóla Íslands þó að heimspeki hafi orðið hluti af öðru námi innan annarra

háskóla á Íslandi. Dæmi um það er HHS námið, eða heimspeki, hagfræði og

stjórnmálafræði, við Háskólann við Bifröst.120 Af háskólastigi verður heimspekin

síðan að námsgrein á framhaldsskólastigi eins og við þekkjum það í dag.

Heimspeki er þá yfirleitt kennd sem hluti af félagsvísindabraut, í flestum tilvikum

2-3 áfangar, og þá sem val.

Upphaf heimspekikennslu með börnum á Íslandi á rætur sínar að rekja til

heimspekiskóla Hreins Pálssonar. Hreinn stofnaði og var skólastjóri við skólann frá

árinu 1987 þar til skólinn hætti starfsemi um aldamótin 2000. Hreinn lauk Ba-prófi í

heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1980. Í framhaldsnámi sínu í Bandaríkjunum

kynntist hann hugmyndafræði Matthew Lipmans en að loknu Mastersnámi í

vísindasögu forn- og miðalda frá Catholic University of America varð hann nemandi

hjá Matthew Lipman sjálfum við Montclaire State College og lauk þar M.A.T. námi

eða Master of Arts in Teaching Philosophy for Children árið 1984. Árið 1987 lauk

Hreinn doktorsnámi við Michigan State University. Heiti doktorsritgerðar hans var

117 Þættir út íslenskri heimspekisögu. 2011. Glósur úr tímum. Háskóli Íslands. Reykjavík. 118 Gottskálk Jensson. 2010. „Af merkingarusla í heitum háskólagreina: Hugleiðing um sögu 18. aldar nýyrðanna „bókmenntir“ og „heimspeki““ í Ritið: Tímarit hugvísindastofnunar, 10. árg., 3. tlb., s. 7-35. Reykjavík, Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. 119 Sama. 120 Sjá nánar: http://www.bifrost.is/islenska/namsleidir/hhs-heimspeki-hagfraedi-og-stjornmalafraedi-ba/. Sótt þann 22.september 2011.

Page 35: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

32

Doing Philosophy with Children in Iceland en hægt er að nálgast ritgerðina á Gegni.

Hreinn var einnig einn þeirra er kom að stofnun ICPIC, The International Council of

Philosophical Inquiry with Children. Jafnframt kom Hreinn að framkvæmd

alþjóðlegrar ráðstefnu samtakanna sem var haldin hér á landi árið 1997, nánar tiltekið

á Akureyri, en frá stofnun ICPIC hafa samtokin haldið alþjóðlega ráðstefnu annað

hvert ár víðsvegar um heiminn. Hægt er að nálgast ráðstefnuritið: Philosophy for

children on top of the world: proceedings of the eighth International Conference on

Philosophy with Children á Gegni.121

Á starfsárum skólans var nemendafjöldi og aldursdreifing nemenda breytileg

frá einu ári til annars. Tíðasta aldurbil nemenda var 8-14 ára en breiðast var

aldursbilið 5-16 ára. Hugmyndafræði Lipmans var kjarninn í starfi skólans og unnið

var eftir aðferðafræði hans og með það námsefni Lipmans sem hentaði hverjum

aldurshóp fyrir sig. Jafnframt prófuðu kennarar skólans sig áfram með annað

námsefni hannað fyrir heimspekikennslu, til dæmis efni úr smiðju Ron Reed og Ann

Sharp, en einnig með almennar skáldsögur og ævintýri fyrir börn líkt og ævintýrið

Galdrakarlinn í Oz. Hvert námskeið var 12 vikur, einu sinnum í viku og tvær

kennslustundir í senn. 122

Skólinn var einöngu rekinn á skólagjöldum og var hann

víðsvegar til húsa í gegnum árin, til að mynda í húsnæði Háskóla Íslands og í

Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.123

Ýmsir kennara komu að starfi skólans, ásamt

Hreini, á ólíkum tímum og í mislangan tíma. Þar má nefna Sigurð Björnsson, Drífu

Thorstensen, Kolbrúnu Pálsdóttir, Kristínu Harðardóttir, Brynhildi Sigurðardóttur,

Ólaf Pál Jónsson, Hrannar Baldursson, Hauk Inga Jónasson og Guðrúnu Evu

Mínevrudóttur.124

Mikið frumkvöðlastarf var unnið í skólanum á starfsárum hans en

eins og sjá má á heimasíðu skólans þá var einnig unnið nokkuð nákvæmlega eftir

hugmyndafræði Lipmans og hafa aðstandendur hans því að geyma mikla reynslu af

notkun þess efnis og hvaða ávinning það hefur, kosti þess og galla ásamt

121 Sjá: Philosophy for children on top of the world: proceedings of the eighth International Conference on Philosophy with Children, (ritstj. Hreinn Pálsson, Brynhildur Sigurðardóttir, Barbara B. Nelson). Akureyri, Háskólinn á Akureyri, 1999. 122 Hreinn Pálsson. Prófstjóri Háksóla Íslands og skólastjóri Heimspekiskólans 1987-2000. Viðtal 14. nóvember 2011. 123 „Heimspekinámskeið fyrir börn“. 1987. Morgunblaðið, 13. september, bls. B11. 124 Hreinn Pálsson. Prófstjóri Háksóla Íslands og skólastjóri Heimspekiskólans 1987-2000. Viðtal 14. nóvember 2011.

Page 36: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

33

heimspekistarfi með börnum almennt. Nánari upplýsingar um skólann og starf hans er

að finna á vef Heimspekiskólans.125

Staðan í dag

Nú þegar er verið að kenna heimspeki í hinum ýmsu grunnskólum um landið126

og þá án þess að heimspeki sé að finna í aðalnámskrá. Í þessum skólum er

heimspeki ýmist kennd sem val eða skyldugrein. Það er þá að frumkvæði

skólanna sjálfra eða einstaka kennara að heimspeki sé kennd á tilteknum stað.

Upphaf ástundunar heimspeki með börnum á sér rætur í framsækinni

hugsun um menntun barna og áræðni til að fylgja þeirri hugsjón eftir. Lipman var

hugsjónarmaður, hafði trú á möguleikanum á bættri menntun einstaklingsins, og

Hreinn stofnar heimspekiskólann innblásin af þeirri hugmyndafræði. Lipman

lagði af stað með óbilandi trú á betri menntun en á sama hátt varð

heimspekikennsla hluti af starfi leik- og grunnskólanna hér á landi: í gegnum

einstaka áhugasama kennara og/eða skólastjórnendur. Upphaf

heimspekikennslu er því að finna í einstaklingsframtakinu. Að það sé trúin á

möguleikann á bættri menntun einstaklingsins sem drífur Lipman, Hrein, og þá

kennara sem hafa lagt heimspekikennslu fyrir sig, áfram.

Það er í sjálfu sér jákvætt að áhugi og metnaður kennara og

skólastjórnenda verði til þess að heimspeki sé að verða í vaxandi mæli hluti af

íslensku grunnskólastarfi. Hættan er hins vegar sú að þegar enga fyrirmynd að

námsgreininni eða umfjöllun um hana er að finna í aðalnámskrá grunnskólans,

þá verði það svo að með útbreiðslu heimspekinnar verði hún kennd eins og

hverjum og einum sýnist. Ástæðan fyrir því að það geti farið svo er að

heimspekikennsla snýst ekki um að læra um eitthvað, heldur að leggja stund á

eitthvað eins og kom fram í umfjölluninni hér að framan. Heimspekin er í eðli

sínu opin og víðferm og virðist vera fátt óviðkomandi. Innan heimspekinnar

virðist því vera eitthvert óendanlegt frelsi þar sem allt hefur rétt á sér og

spurningin verður spurningarinnar vegna og svarið svarsins vegna. Þar sem

næginlegt er að velta vöngum og undrast. En þeir sem hafa lagt stund á

125 Hægt er að finna nánari upplýsingar um skólann og starf hans á slóðinni: www.askot.is/hskoli 126 Sjá til dæmis Garðaskóli: http://www2.gardaskoli.is/heimspeki/index.htmlog Landakotsskóli: http://www.landakotsskoli.is/index.php?option=com_content&view=article&id=12&Itemid=27. Sótt þann 15. september 2011.

Page 37: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

34

heimspeki vita að svo auðvelt er það ekki. Þrátt fyrir að heimspekin sé opin og

viðferm lýtur heimspekin miklum aga en Kristín Hildur Sætran lýsir því ágætlega

þegar hún talar um hina „frjálsu öguðu hugsun heimspekinnar“.127

Heimspeki og pólitík

Þrátt fyrir að verið sé að kenna heimspeki nú þegar bæði sem val- og skyldugrein

í grunnskólum landssins er heimspeki ekki að finna sem námsgrein í

aðalnámskrá grunnskóla. Eins og námskráin lýtur út í dag (ný aðalnámskrá

grunnskóla kom út í maí 2011) þá kemur fram í umfjöllun um

viðmiðunarstundaskrá að undir samfélagsfræðikennslu sé að finna siðfræði

„ásamt“ heimspeki.128 Það er ekki ósvipað því að undir „íslensku“ væri að finna

„fallorð“ ásamt „málfræði“ eða að þjálfa ætti „fótbolta“ ásamt „íþróttum“. Þó

heimspeki sé ekki að finna sem sérstaka námsgrein í námskrá grunnskólans þá

eru mörg markmið námskrarinnar heimspekilegs eðlis.129 Sem dæmi um það má

nefna að samkvæmt námskránni ber að efla rökhugsun og gagnrýna hugsun130

nemenda en um það segir:

Efla ber rökhugsun og gagnrýna hugsun nemenda, það er m.a. gert með því að þjálfa þá í að greina og skilja tengsl og orsakasamhengi hluta og draga röklegar ályktanir af gefnum forsendum, en jafnframt að leggja mat á þær forsendur sem gefnar eru. Í grunnskóla þarf að efla gagnrýna, sjálfstæða hugsun og heilbrigða dómgreind hjá einstaklingum og hæfileika til þess að bregðast við nýjum aðstæðum. Nemendur þurfa í námi sínu að fá tækifæri til þess að tjá skoðanir sínar í rituðu og mæltu máli.131

Ekki kemur fram í námskránni hvernig beri að efla þessa þætti en eins og kom

fram í umfjölluninni hér að framan, um gagnrýna hugsun og um rannsóknir á

heimspekikennslu og áhrifum hennar, þá má færa fyrir því rök að best sé að efla

127 Sjá nánar: Kristín Hildur Sætran. 2010. Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum. Reykjavík, Heimspekistofnun - Háskólaútgáfan. 128 Aðalnámskrá grunnskóla: almennur hluti. 2011. Reykjavík, Mennta- og menningarmálaráðuneytið: 37 129 Nánari umfjöllun um heimspekileg markmið aðalnámskrár grunnskólans er að finna á vef Félags heimspekikennara sjá: http://heimspekitorg.is/hugmyndafraedi/hlutverk/. Sótt þann 12. september 2011. 130 Hér virðist vera gerður greinamunur á „rökhugsun“ annars vegar og „gagnrýninni hugsun“ hins vegar. 131 Aðalnámskrá grunnskóla: almennur hluti. 2011. Reykjavík, Mennta- og menningarmálaráðuneytið: 26

Page 38: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

35

gagnrýna hugsun í heimspekilegri samræðu.132 En til að hægt sé að innleiða

heimspekilega samræðu markvisst og á árangursríkan hátt ber að gera

heimspeki að sérstakri námsgrein innan grunnskólans og gefa henni sérstakan

kafla í aðalnámskrá þar sem fjallað er um menntagildi greinarinnar og

megintilgang, kennsluaðferðir, námsmat, hæfniviðmið og „önnur atriði sem

varða sérstöðu greinarinnar“ líkt og tengingu við þverfaglega þætti og

samþættingu.133

Á síðasta þingári, á 139. Löggjafarþingi, lagði stjórnmálaflokkurinn

Hreyfingin fram þingsályktunartillögu sem bar heitið Heimspeki sem skyldufag í

grunn- og framhaldsskóla. Tillagan var lögð fram þann 10. október 2010 af Þór

Saari þingmanni Hreyfingarinnar. Tillagan var til umræðu þann 25. nóvember

sama ár og tóku þá fjórir þingmenn til máls ásamt flutningsmanni tillögunnar, en

það voru þeir Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Margrét

Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir þingmenn Hreyfingarinnar og Arndís Soffía

Sigurðardóttir þingmaður Vinstri grænna.

Umræðurnar er hægt að nálgast á vef alþingis (www.althingi.is) en hér

verða kynnt helstu atriði umræðunnar. Eftir að tillagan hafði verið kynnt af Þór

Saari þingmanni tók Tryggvi Þór til máls. Í ræði sinni segist Tryggvi Þór vera

mjög svo hlyntur eflingu heimspekikennslu og gagnrýninnar hugsunar. Það sem

hann hins vegar setji spurningarmerki við er hvort hægt sé að innræta gott

siðferði með nokkrum námskeiðum í heimspeki en hann spyr hvort að

„íslenskum menntayfirvöldum muni ganga betur að innræta þá siðferðilegu

staðla sem við viljum fylgja með einu, tveimur, þremur, fjórum námskeiðum en

til að mynda kaþólsku kirkjunni hefur gengið að innræta þá siðferðilegu staðla

sem miða við dauðasyndirnar sjö — og virðist hafa mistekist svo herfilega“.134 Í

andsvari Þórs Saari kemur hins vegar fram að gera beri greinarmun á siðferði og

siðfræði. Siðferði sé innræting en siðfræði sé „gagnrýnin greining á siðferði og

kennir fólki í rauninni hvað siðferði er“ og jafnframt að „heimspekikennsla getur

132 Sjá einnig umfjöllun um gildi heimspekilegrar samræðu í skólum: Elsa Haraldsdóttir. 2010. Heimspekileg samræða: Um gildi heimspekilegrar samræðu í skólum. Reykjavík. Lokaritgerð frá Háskóla Íslands. 133 Aðalnámskrá grunnskóla: almennur hluti. Reykjavík, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011: 38 134 Sótt þann 15. September 2011 af: http://www.althingi.is/raeda/139/rad20101125T190446.html

Page 39: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

36

kennt fólki hvar hugsunin ætti að liggja og hvernig greiningin ætti að fara

fram“.135 Þessu svarar Tryggvi Þór með annarri spurningu, hvort að með því „að

gefa fólki þessi verkfæri [að þekkja rætur siðferðisins], með því að kenna þeim

þetta, gætum við þá verið að stuðla að siðspillingu?“ þá með það í huga að með

þessari þekkingu geti illa inrætt fólk þóst vera „betra“ en það í rauninni er.136 Í

andsvari sínu segir Þór Saari að heimspeki fjalli ekki eingöngu um siðfræði og að

rökfræðin, til dæmis, kenni mönnum „ákveðna tegund af rökhugsun sem gerir

manni kleift að afmarka og greina það sem maður er að fjalla um miklu betur en

ef maður hefði ekki þá kunnáttu.“137

Í kjölfarið tekur Birgitta Jónsdóttur til máls. Í ræðu hennar kemur fram að

þingsályktunartillaga þessi, sem Hreyfingin leggur fram, sé mjög í anda þess sem

verið sé að sinna að í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu á þeim tíma en þar

segir Birgitta orðrétt að: „Hæstv. Menntamálaráðherra tók mjög vel í það þegar

það [að innnleiða heimspekikennslu í grunnskóla] var nefnt einhvern tíma í

febrúar 2009 og mér skilst að verið sé að vinna að því í menntamálaráðuneytinu

þannig að tillaga okkar ætti alveg að geta fallið inn í þá vinnu sem nú er í gangi í

menntamálaráðuneytinu.“138 Næst tekur til máls Arndís Soffía Sigurðardóttir en í

ræðu hennar kemur fram að að hún viti til þess að „nú [sé] verið að vinna að

viðmiðunarstundaskrá grunnskóla þar sem ætlunin [sé] að siðfræðin verði

skyldufag í grunnskólum.“139 Að lokum tekur Margrét Tryggvadóttir til máls þar

sem hún segist styðja heimspekikennslu í skólum en leggur jafnframt til að

heimspeki verði frekar samþætt öðrum námsgreinum og að skoða beri hvernig

kennaramenntun sé háttað hér á landi.140 Umræðum lýkur síðan með ræðu Þór

Saari þar sem hann segir að innleiðing heimspekikennslu sé sé upphafið að

langtímamarkmiði að bættri menntun og einnig að hæstvirtur

135 Sótt þann 15. september 2011 af: http://www.althingi.is/raeda/139/rad20101125T190657.html 136 Sótt þann 15. september 2011 af: http://www.althingi.is/raeda/139/rad20101125T190906.html 137 Sótt þann 15. september 2011 af: http://www.althingi.is/raeda/139/rad20101125T191115.html 138 Sótt þann 15. September 2011 af: http://www.althingi.is/raeda/139/rad20101125T191334.html 139 Sótt þann 15. september 2011 af: http://www.althingi.is/raeda/139/rad20101125T192318.html 140 Sótt þann 15. september 2011 af: http://www.althingi.is/raeda/139/rad20101125T192426.html

Page 40: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

37

menntamálaráðherra hafi tjáð sig um þetta málog að hún sé „hlynnt tillögunni og

mun veita henni brautargengi ef hún verður samþykkt sem ályktun Alþingis og

leggja sig fram um að koma þessu áfram inn í skólakerfið með einhverjum

hætti.“141

Að lokinni umræðu var þingsályktunartillagan send menntamálanefnd

alþingis til umfjöllunar. Nefndin sendi út 56 umsagnarbeiðnir142 og fékk 11

innsend erindi.143 Að loknu 139. löggjafarþingsári var meðferð málsins ekki lokið

en þar af leiðandi þarf að leggja málið fyrir þingið að nýju á 140. þingári (haust

2011). Í kjölfarið yrði tillögunni væntanlega vísað til menntamálnefndar á ný. Að

lokinni umfjöllun nefndarinnar færi málið þá til síðari umfjöllunar og

atkvæðagreiðslu að henni lokinni.144

Rannsóknar og þróunarstarf á Íslandi

Ýmislegt rannsóknar- og þróunarstarf hefur átt sér stað hér á landi í tengslum

við kosti og galla þess að stunda heimspeki með börnum í skólum og það á öllum

skólastigunum þremur, í leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Fyrr á þessu ári kom út bók eftir Kristínu Hildi Sætran sem ber heitið

Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum. Bókin er unnin upphaflega út frá

ritgerð Kristínar til M.Paed. prófs við Háskóla Íslands145 og er um tilgang og

mikilvægi heimspeki í framhaldsskólum. Í bókinni fjallar Kristín um

heimspekikennslu innan framhaldskólanna, um gildi hennar, verðmæti og

framleiðniáhrif. Kristín færir rök fyrir því hvernig hægt er að stuðla að

sjálfstæðri hugsun nemendanna og vinna þannig gegn doða og námsleiða með

forvitinni og frjálsri en um leið agaðri hugsun heimspekinnar og hún dregur fram

hvernig í allri heimspekilegri nálgun er krafist gagnrýninnar hugsunar um leið og

þjálfuð er hæfni í að standast óvissu spurnarinnar. 146 Kristín ávarpar

141 Sótt þann 15. september 2011 af: http://www.althingi.is/raeda/139/rad20101125T193335.html 142 Sjá nánari upplýsingar um umsagnarbeiðnir á slóðinni: http://www.althingi.is/dba-bin/umsnr.pl?ltg=139&mnr=86. Sótt þann 15. september 2011. 143 Sjá nánari upplýsinga rum innsend erindi á slóðinni: http://www.althingi.is/dba-bin/erindi.pl?ltg=139&mnr=86. Sótt þann 15. September 2011. 144 Sjá nánari upplýsingar um stöðu máls á 140. löggjafarþingi á vef alþingis: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=140&mnr=185. Sótt þann 14. 11. 2011. 145 Sjá nánar: Kristín Hildur Sætran. 2005. Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum. Reykjavík. M.Paed. lokaverkefni við Háskóla Íslands. 146 Kristín Hildur Sætran. Kynning bókarinnar: Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum [Óprentað handrit].

Page 41: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

38

skólastjórnendur og ráðamenn, jafnt sem kennara og aðra þá er vilja kynna sér

gildi heimspekinnar fyrir framhaldsskólana, og færir rök fyrir því hvernig nýting

heimspekinnar getur orðið til þess að minnka brottfall nemenda og að þar af

leiðandi felist efnahagslegur og víðtækur samfélagslegur ávinningur í framgangi

heimspekinnar innan framhaldsskólanna. Ásamt því að benda á möguleika

heimspekinnar innan framhaldsskólanna er í bókinni könnun sem Kristín vann

um viðhorf framhaldsskólakennara til nýtingar heimspeki almennt og siðfræði

sérstaklega í kennslu sinni. Einnig eru greind heimspekileg atriði sem eru að

finna í aðalnámskrá framhaldsskólans, fjallað er um heimspeki sem sérstaka

námsgrein og um samþættingu heimspeki við aðrar greinar og hve samstarf

kennara er mikilvægt.147 Bókin nýtist því vel hverjum þeim sem kemur að starfi

og mótun menntunar á framhaldsskólastigi og hefur áhuga á þróun

menntastefnu almennt.

Í Garðaskóla í Garðabæ hefur verið öflug heimspekikennsla í þó nokkur

ár undir stjórn Brynhildar Sigurðardóttur sem síðar fékk til liðs við sig

myndlistarkennarann Ingimar Ólafsson Waage. Brynhildur er menntaður

kennari og hefur sérhæft sig í heimspekikennslu. Hefur hún, meðal annars, verið

nemandi Matthew Lipmans við Montclair State University í Bandaríkjunum.

Ásamt því að sinna kennslu við Garðaskóla hefur Brynhildur kennt námskeið um

heimspeki með börnum við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ingimar er

menntaður listmálari og kennari og hefur fléttað heimspeki inn í

myndlistarkennslu sína jafnframt því að kenna heimspeki sem námsgrein.

Skólaárið 2010-2011 unnu Brynhildur og Ingimar að þróunarverkefni við

Garðaskóla. Markmið verkefnisins var að kennarar úr ólíkum faggreinum innan

skólans gætu, með fræðslu og umræðum, þróað með sér sína eigin færni í

heimspekilegri samræðu. Það sem stóð uppúr að verkefninu loknu var að þrátt

fyrir góða viðleitni þyrfti meiri fræðslu, stuðning og stýringu til að verkefnið

skilaði tilskildum árangri.148 Í kjölfar þess ákváðu Brynhildur og Ingimar að

sameina krafta sína með Jóhönnu Kristínu Guðmundsdóttir og Jóhönnu Guðrúnu

Ólafsdóttur sem báðar höfðu nýverið lokið meistaranámi í uppeldis- og

147 Kristín Hildur Sætran. Kynning bókarinnar: Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum [Óprentað handrit]. 148 Brynhildur Sigurðardóttir. Heimspekikennari og aðstoðarskólastjóri við Garðaskóla. Viðtal 21. október 2011.

Page 42: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

39

menntunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og höfðu áhuga á að

vinna þróunarstarf því tengdu í leikskólum Garðabæjar.149 Í lokaritgerð sinni

fjallar Jóhanna Kristín um samræðusiðfræði í skólastofunni í tengslum við

lífsleiknikennslu og undirbúning undir líf og starf í lýðræðissamfélagi.150 Jóhanna

Guðrún fjallar hins vegar um möguleikann á samvinnu kennslugreinanna

lífsleikni og kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði í grunnskólum í ljósi

þeirra siðfræðiáherslna sem þessar námsgreinar hvíla á. 151 Markmið

fjórmenninganna var því að vinna að stærra og ítarlegra þróunarverkefni um

heimspeki sem aðferðafræði og heimspekikennslu í leik- og grunnskólum

Garðabæjar.

Fyrr á þessu ári, í samvinnu við Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar;

Oddnýju Eyjólfsdóttur, grunnskólafulltrúa, og Önnu Magneu Hreinsdóttur,

leikskólafulltrúa, hlaut verkefnið styrk frá Sprotasjóði menntamálaráðuneytisins.

Auk þess leggur Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar til fé og aðstöðu.

Styrkurinn var veittur til þróunarstarfs um eflingu heimspekikennslu í leik- og

grunnskólum í Garðabæ veturinn 2011-2012 og er framkvæmd verkefnisins í

höndum Brynhildar, Ingimars, Jóhönnu Kristínar og Jóhönnu Guðrúnar.

Skilgreint markmið verkefnisins er jafnframt það að kynna fyrir öllum kennurum

í leik- og grunnskólum Garðabæjar heimspekilegar aðferðir til að nota í eigin

kennslu.152 Í upphafi skólaársins var haldið mjög vel sótt inngangsnámskeið um

heimspekikennslu en rúmlega áttatíu manns sóttu námskeiðið. Í kjölfarið skráðu

áhugasamir sig í umræðuhóp en það er hugsað sem hluti af símenntun kennara.

Umræðuhópurinn hittist einu sinni í mánuði, 7-9 sinnum yfir veturinn. Fyrri

hluta vetrar er lögð áhersla á umfjöllun um og verkefni tengd þeirri

hugmyndafræði sem heimspekileg aðferðafræði byggir á en seinni hluta vetrar er

lögð meiri áhersla á framkvæmd og aðrar praktískar hliðar verkefnisins.

Jafnframt leggja kennararnir heimspekileg verkefni fyrir nemendur sína milli

149 Brynhildur Sigurðardóttir. Heimspekikennari og aðstoðarskólastjóri við Garðaskóla. Viðtal 21. október 2011. 150 Sjá nánar: Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir. 2010. Samræðusiðfræði í skólastofunni: tímaeyðsla eða gagnlegur undirbúningur undir líf og starf í lýðræðissamfélagi?. Reykjavík. Lokaverkefni (MEd) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. 151 Sjá nánar: Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir. 2010. Lífsleikni og trúarbragðafræði í grunnskólum: hvað sameingar og hvað skilur að siðferðilegan grundvöll þessara greina. Reykjavík. Lokaverkefni (MEd) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. 152 Ingimar Waage. Heimspekikennari í Garðaskóla. Viðtal 20. september 2011.

Page 43: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

40

funda umræðuhópsins. Samhliða verkefninu vinna aðstandendur þess að

kennsluleiðbeiningum, sem gagnast eiga öllum kennurum óháð fræðilegum

bakgrunni þeirra, og að námskrárþróun fyrir heimspeki, hvort heldur sem

aðferðafræði eða námsgrein.153

Hér á landi hefur einnig verið unnið rannsóknarstarf og/eða

þróunarstarf í tengslum við heimspeki með börnum í leikskólum eingöngu. Mikið

af lokaritgerðum sem hafa verið skrifaðar af leik- og grunnskólakennaranemum,

um heimspeki með börnum, hafa verið unnar útfrá einhverskonar

rannsóknarstarfi. Til að nefna dæmi um leikskóla þar sem átt hefur sér stað

þróunarstarf með heimspeki má nefna leikskólann Lundarsel154 á Akureyri og á

leikskólann Foldaborg 155 í Reykjavík en hægt er að nálgast skýrslu um

þróunarverkefni Foldaborgar: Heimspeki með börnum: þróunarverkefni unnið í

leikskólanum Foldaborg 1997-1996 á Gegni.

Það sem hér er upptalið er einungis það sem rak á fjörur við gerð

skýrslunnar en án efa er að finna fleiri rannsóknir og þróunar- og

frumkvöðlastarf sem ekki er getið hér. Það sést kannski einna helst á því að til

eru ótal lokaritgerðir sem hafa verið skrifaðar um heimspeki með börnum en

næstum allar ritgerðirnar eru skrifaðar sem hluti af kennaranámi, leik- eða

grunnskólastigi, fyrir utan nokkrar ritgerðir sem eru skrifaðar sem lokaritgerðir í

heimspeki. Hægt er að finna upplýsingar um Ba, B.ed og Ma ritgerðir sem

tengjast heimspeki með börnum í Viðauka II.

Hlutverk kennarans – kennaramenntun

Þar sem heimspeki er ekki hluti af aðalnámskrá ákveðins skólastigs í tilteknu

landi þar er ekki að finna heimspeki sem hluta af kennaranámi. Námskráin er

hluti af starfslýsingu kennarans, námskráin segir til um hvað kennarinn eigi að

fást við í sinni vinnu, hversu lengi og svo framvegis. Hún segir hins vegar ekki svo

mikið til um það hvernig hann eigi að fást við það. Kennslufræðina er að finna í

153 Brynhildur Sigurðardóttir. Heimspekikennari og aðstoðarskólastjóri við Garðaskóla. Viðtal 21. október 2011. 154 Sjá nánar: http://www.lundarsel.akureyri.is/kisa/kisusidur/heimspeki.htm. Sótt þann 10. ágúst 2011. 155 Sjá nánar: http://foldaborg.is/index.php?option=com_content&view=article&id=89&Itemid=200020 og http://foldaborg.is/index.php?option=com_content&task=view&id=201&Itemid=138. Sótt þann 10. ágúst 2011.

Page 44: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

41

kennaranáminu. Þar sem heimspeki er ekki hluti af grunnskólanum sem sérstök

námsgrein, þar er sömuleiðis heimspeki ekki hluti af kennaranáminu. Það er

vegna þess að engin ástæða er til að kynna kennaranema fyrir einhverju sem

ekki er hluti af væntanlegri vinnu þeirra. Ef það stendur hvergi heimspeki í

kennslukránni þá er enginn ástæða til að kenna kennaranemum að stunda

heimspeki með börnum. Þrátt fyrir það, þá er að finna valnámskeið í

kennaranáminu sem fjallar heimspeki með börnum. Það er þá fyrir þá sem hafa

fengið áhuga á þessari nálgun í kennslu og geta hugsað sér að nýta sér hana í

sinni vinnu. Þannig verður heimspekin að aðferðafræði. Í kennaranámi við

Háskóla Íslands er einnig að finna námskeið sem heitir einfaldlega Gagnrýnin

hugsun. Samkvæmt kennsluskrá þá virðist það námskeið einbeita sér að hinum

röklega þætti gagnrýninnar hugsunar.156

Af þessu leiðir að innleiða þarf heimspekikennslu í aðalnámskrá

grunnskólans áður en heimspeki er innleidd í kennaranámið. Með innleiðingu

heimspekikennslu sem skyldugreinar á öllum skólastigum, með það að markmiði

að efla gagnrýna hugsun og siðfræði, þurfi kennaramenntun að vera svo úr garði

gerð að í henni öðlist kennaraneminn skilning á tilgangi, markmiði og eðli

eflingar gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum. Að hann hafi þekkingu á og

geti beitt eftir bestu getu kennslufræði og kennsluefni er snýr að eflingu

gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum og sé meðvitaður um og þekki

hlutverk sitt. En það gerist ekkert án kennarans. Þess vegna þarf að kynna

heimspekikennslu og heimspekilega aðferð fyrir kennurum sem nú þegar starfa

við kennslu. Með því þróunarstarfi sem á sér stað í Garðarbæ mætti segja að það

starf sé nú þegar hafið hér á landi en eingöngu þó ef það verkefni fær að þróast

og dafna og möguleikann á útbreyðslu.

Þar sem heimspekin er ekki hluti af aðalnámskrá fyrirfinnast víða

fyrirtæki eða stofnanir sem bjóða upp á þjálfun í heimspekilegri aðferðafræði.

Sem dæmi um slíkt starf má nefna Filosofipatruljen í Danmörku; SAPERE,

Susstained Success og The Philosophy Shop í Bretlandi, IAPC í Bandaríkunum og

Barn- og ungdoms filosoferna ANS í Noregi. Einnig var hluti af starfi Menon

156 Sjá nánar: https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=13022920116. Sótt þann 1. september 2011.

Page 45: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

42

verkefnisins var að skrifa og hanna kennsluefni fyrir kennara en afrakstur þess

er bókin Dialogue on Dialogue.157

Kennsluefni

Hér á landi er ekki mikið til af frumsömdu kennsluefni sérstaklega hannað fyrir

heimspekikennslu. Mikið að því efni sem kennarar nota við heimspekikennslu er

komið frá þeim sjálfum og eru þeir því af stórum hluta hver með sinn

gagnabankann. Það er mjög jákvætt fyrir starfið í sjálfu sér en með eflingu

heimspekikennslu í skólum í huga þá þarf að vera til úrval kennslu- og handbóka

fyrir kennarar til að styðja sig við. Kennarar verða að geta valið á milli ólíkra

nálganna og viðfangsefna en einungis þannig hafa þeir tækifæri til að taka

afstöðu til námsefnisins og kennslufræðinnar. Þannig getur kennarinn þreifað sig

áfram og fundið það sem hentar honum, og hverjum námshópi fyrir sig, best.

Einn þeirra sem hefur unnið að kennsluefni um heimspeki með börnum á

Íslandi er Björn Rúnar Egilsson. Björn lauk Ba-prófi í heimspeki og

miðaldafræðum árið 2009 og starfaði með námi sem leiðbeinandi við leikskóla

Hjallastefnunnar en námsefnið unnið uppúr þeirri reynslu. Björn gaf út

handbókina Heimspeki fyrir uppalendur árið 2009. Tilurð handbókarinnar má

rekja til vinnuskýrslu sem Björn vann um starf sitt á leikskólanum Laufásborg en

í kjölfar áhugasamra viðbragða frá foreldum varð skýrslan að ítarlegri handbók

fyrir foreldra og aðra uppalendur um heimspeki með börnum. Samhliða

mastersnámi sínu í heimspeki vinnur Björn nú að útgáfu ítarlegri handbókar

fyrir þá sem stunda heimspeki með ungum börnum á leik- og grunnskólastigi. En

sú hugmyndafræði sem Björn byggir á er að búa til heimspekilegar æfingar utan

um það sem börnum er tamt. Björn hlaut styrk frá Barnamenningarsjóði til að

vinna að verkefninu en markmið Barnamenningarsjóðs er að styrkja verkefni í

tenslum við barnamenningu með virkri þátttöku barna.158 Stefnt er að útgáfu

bókarinnar næsta árið eða svo en hægt er að nálgast eintak af bókinni Heimspeki

fyrir uppalendur á Gegni eða hjá höfundi.159

157Sótt þann 25. júlí 2011 af: http://menon.eu.org/ 158 Sjá nánar um Barnamenningarsjóð og hlutverk hans: http://www.menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/sjodir-og-eydublod/menningarmal/nr/1820. Sótt þann 15. september 2011. 159 Sjá Björn Rúnar Egilsson eða [email protected]

Page 46: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

43

Björn hefur sitið í stjórn Félags heimspekikennara (2009-2011) en hluti af

starfi hans við námskránefnd félagsins var að taka saman upplýsingar um

styrkveitingar til námsgagnagerðar. Markmið samantektarinnar var að varpa

ljósi á hvert styrkveitingar Menntamálaráðuneytisins til námsgagngerðar úr

Þróunarsjóði námsgagna væru veittar og þá sérstaklega í kjölfar

samfélagsumræðna um breyttar áherslur í menntun. Samantektin er því unnin úr

upplýsingum um styrkveitingar á árunum 2008-2011.

Samkvæmt samantektinni var það námsefni sem var bæði hannað

sérstaklega fyrir heimspekikennslu, og það sem var augljóslega heimspekitengt

en ekki endilega hannað fyrir heimspekikennslu, eftirfarandi:

Lífsleikni Íslendingasagna: siðfræði fyrir unglinga: 1.000.000 kr. (2010)

Heimspeki og tónmennt: 500.000 kr. (2010)

“Hvaða máli skiptir náttúran og himingeymurinn ef maður veit ekki hvernig

lífi maður á að lifa?” Siðfræði handa uppeldisstéttum: 600.000 kr. (2009)

Siðferðileg álitamál: 500.000 kr. (2009)

Bullukolla 2 og kennsluleiðbeiningar v. Bullukollu 1 og 2: 500.000 kr.

(2009)

Samtals voru því veittar 3.100.000 kr. Í styrk til verkefna sem voru af hugsuð

fyrir heimspekikennslu og kennslu af heimspekilegum toga. Heildarupphæðin

sem var veitt til þróunar á námsefni á árunum 2008-2011 var samtals

173.711.500 kr en það gerir að styrkir til þróunar námsefnis af heimspekilegum

toga var eingöngu tæp 2% af heildarstyrkveitingu.160

Ef tekin eru til greina verkefni sem ekki er hægt að segja til um með vissu

hvort séu heimspekilegs eðlis eða ekki:

Sjálfbærni hvað?: 400.000 kr. (2011)

Ímyndir og fordómar: 750.000 kr. (2011)

160 Björn Rúnar Egilsson. 2011. Samantekt á úhlutunum úr þróunarsjóði námsgagna 2008 – 2011 [Óprentað handrit]. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Page 47: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

44

Vinnuheitið er: námsefni um lýðræði fyrir grunnskólanemendur á

unglingastigi. Titill námsbókar hefur ekki verið ákveðinn: 700.000 kr.

(2011)

Skilningsbókin: 800.000 kr. (2010)

Eru fjöllin blá? – Huxarinn: 730.000 kr. (2009)

Ímyndir og fordómar: 1.000.000 kr. (2008)

Ertu? Lífsleikni fyrir grunnskólakrakka: 400.000 kr. (2008)

Þá hækkar heildar styrkveiting úr 3.100.000 kr. Í 8.280.000 kr. Semverða þá tæp

5% af heildarstyrkveitingu tímabilsins. Vert er að taka fram að Björn sótti sjálfur

um styrk til þróunar námsefnis fyrir heimspekikennslu á tímabilinu en hlaut ekki

styrkveitingu.

Það frumsamda námsefni sem er sérhannað fyrir hemspekikennslu og er

aðgengilegt á Gegni ertil að mynda Hugrún: sögur og samræðuæfingar –

heimspeki með börnum og Hugrún: heimspeki með börnum: vinnubók (kennara og

nemandaeintak), frá árinu 2010, eftir Sigurð Björnsson. En bækurnar eru

hannaðar fyrir mið- og elsta stig grunnskólans. Sigurður hafði áður samið og

gefið út Bullukolla: heimspeki með börnum: saga, leiðbeiningar (kennaraeintak)

árið1997 en sú bók er hugsuð fyrir yngstastig grunnskóla. Af námsefni á

famhaldsskólastigi má nefna Um það fer tvennum sögum (nemendaeintak) eftir

Gunnar Hersvein en hún var gefin út árið 1990 og hefur verið kennd í ýmsum

framhaldsskólum víðs vegar um landið. Einnig má nefna bók Róberts Jacks,

heimspekikennara og doktorsnema í heimspeki, og Ármanns Halldórsson,

heimspekikennara í Verslunarskóla Íslands og formann Félags

heimspekikennara, en þeir sömdu og gáfu út bókina Heimspeki fyrir þig árið

2008. Sú kennslubók hefur einnig verið kennd víða í grunn- og framhaldsskólum

landsins. Þessi upptalning af frumsömdu námsefni er alls ekki tæmandi en eflaust

er ekki miklu hægt að bæta við af útgefnu efni. Mögulega er einnig eitthvað af

þýddu námsefni í vinnslu. Nánari upplýsingar um námsefni, kennslufræðilegt

efni og fræðilegt efni er snýr að heimspekikennslu, gagnrýninni hugsun og

siðfræði má nálgast í viðauka II.

Það skólastig sem tilfinnalega vantar kennsluefni og eða kennslufræðileg

efni er yngsta- og miðstig grunnskólans. Ástæðan fyrir því er að heimspeki hefur

Page 48: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

45

verið kennd sem námsgrein á framhaldsskólastigi um þó nokkurt skeið og hefur

heimspekikennsla í þeim anda færst niður framhaldsskólann og þaðan í elsta stig

grunnskólans fyrir þónokkrum tíma. Sömuleiðis er heimspeki sem aðferðafræði

þekkt sem hluti af starfi leikskóla hér á landi eins og best sést á því þróunarstarfi

sem fjallað var um hér á ofan. Hér á landi er heimspeki, hvort heldur sem

námsgrein eða aðferðafræði, er því tiltöluleg óþekkt á yngsta- og miðstigi

grunnskólans. Þessi þróun á sér eflaust skýringar í því að auðveldara er að aðlaga

fyrsta árs heimspeki á háskólastigi að kennslu í framhaldsskólum og jafnvel efsta

stigi grunnskólans og jafnframt er auðvelt að innleiða heimspeki sem

aðferðafræði, eða heimspekilega samræðu, inn í leikskólastarfið þar sem starfið

er fremur þroskamiðað en árangursmiðað.

Sú staðreynd blasir hins vegar við að heimspeki, sem námsgrein eða

aðferðafræði mun verða innleid í auknum mæli á yngsta- og miðstig

grunnskólans, hvort heldur sem það verður að völdum breyttra áherslna í

aðalnámskrá eða af auknum áhuga einstakra kennara og skólastjórnenda. Til að

koma á móts við aukin fjölda skóla sem innleiðir heimspeki sem aðferaðafræði

eða námsgrein í skólastarf sitt og í kjölfar þess þá kennara sem ætla sér að beyta

heimspekilegri aðferðafræði í kennslu sinni eða að kenna heimspeki en hafa

lítinn eða engan heimspekilegan bakgrunn þyrfti að auka fjölda og fjölbreytni

námsefnið og kennslufræðilegs efnis um heimspeki með börnum (sem eflir

gagnrýna hugsun og siðfræði). Hluti af því væri þýðing námsefnis sem nú þegar

er til staðar og hefur reynst vel. Dæmi um slíka bók er bókin The if machine.

Höfundur bókarinnar, Peter Worley, stundar doktorsnám í heimspeki við

King‘s College í London ásamt því að vera einn af aðstandendum The Philosophy

Shop. Peter hefur tveggja áratuga reynslu af kennslu og hefur stundað heimspeki

með börnum frá árinu 2002. Í ljósi reynslu sinnar hefur höfundur góða innsýn

inn í margar praktískar hliðar kennslunnar og það sem getur vafist fyrir

kennurum í upphafi hennar. Heimspekikennslan (eins og hún er kynnt í bókinni)

byggir á stórum hluta á samræðu en til þess að samræðan geti talist

heimspekileg þá þarf hún að fara fram á ákveðinn hátt. Það skiptir máli að huga

að atriðum eins og hvernig kennslustofan er skipulögð, og það sem meira er,

þátttöku nemandans. Í bókinni er fjallað um þessa hluti á skýran og einfaldan

hátt. Í bókinni er einnig lögð áhersla á að halda sig við heimspekilega nálgun og

Page 49: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

46

heimspekilegt innihald til að ávinningur samræðunnar sé sá sem hann á að vera,

sem er meðal annars, að efla gagnrýna hugsun. Það að stunda heimspekilega

samræðu krefst ákveðinnar aðferðafræði en hlutir líkt og að rekja sig til baka,

halda utan um það sem komið er osfrv. Hjálpa til við að halda þátttakendum

samræðunnar innan markmiðs hennar. Einnig kemur fram í bókinni að lagt er

áhersla á kennsluaðferðir sem eiga að efla/kenna gagnrýna hugsun án þess að

kenna sérstaklega einhverskonar hugsunartækni en það að efla/kenna gagnrýna

hugsun í heimspekilegri samræðu gerir það að verkum að hugsunin sleppur ekki

undan siðferðilegum veruleikanum sem umlykur samræðuna. Að lokum þá er

bókin skipulögð á þann hátt að kennarinn á auðvelt með að leita sér frekari

upplýsinga um heimspekina sem er að finna að baki hvers kafla. Það sem gerir

bókina einkum áhugaverða til þýðingar er að með greinilegum tilvísunum í

heimspekilegt innihald hennar og lifandi vefmiðla á bak við bókina (The

Philosophy Shop ofl.) þá hentar hún einkar vel þeim kennurum sem hafa lítinn

eða engan heimspekilegan bakgrunn en það á við flest alla kennara í dag. Einnig

er bókin skrifuð fyrir nemendur á aldrinum 5-13 ára en það er sá aldur sem

þörfin er mest fyrir kennsluefni hér á landi.

Lokaorð

Ljóst er að heimspeki er nú þegar að finna sem sérstaka námsgrein í

grunnskólum landsins. Eðlileg þróun væri því að heimspeki yrði að sérstakri

námsgrein innan aðalnámskrár grunnskóla (þó að þróunin ætti eflaust að vera

öfug) og fengi þar sérstakan kafla þar sem fjallað er um tilgang námsgreinarinnar

og markmið. En það að heimspeki sé að finna nú þegar sem sérstaka námsgrein í

grunnskólum landsins réttlætir ekki eitt og sér að heimspki verið að námsgrein í

aðalnámskrá grunnskólans. Réttlætingin fyrir því er sú að eitt af markmiðum

aðalnámskrárinnar er að efla gagnrýna hugsun og siðfræði en besta leiðin til að

efla þessa þætti er í heimspekikennslu eða heimspekilegri samræðu.

Ekki er þó næginlegt eitt og sér að heimspekin verði hluti af námskránni.

Sömuleiðis þarf að haga því svo að í kennaranámi öðlist hver og einn

kennaranemi innsýn inn í heimspekilega aðferðafræði í kennslu. Einnig, að þeir

kennarar sem hafa lokið námi fái tækifæri til endurmenntunar og fræðslu um

Page 50: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

47

heimspekilega aðferðafræði í kennslu, líkt og nú þegar á sér stað í Garðabæ.

Mikilvægi þessa birtist einna helst í því að viðfangsefnið, gagnrýnin hugsun og

siðfræði, er eitthvað sem þarfnast umfjöllunar og umræðu en af þessari

umfjöllun má sjá að engin ein nákvæm skilgreining er til á gagnrýninni hugsun

sem allir geta sammælst um. En það er eðli hugtaka að vera marghliða. Öll

umræða og vangaveltur um eðli, tilgang og markmið, ásamt kennslufræðilegri

nálgun á hugtakið gerir það að verkum að hugtakið er lifandi í hugum okkar. En

betri skilningur okkar á því, og öðrum þáttum gagnrýninnar hugsunar, er

mikilvægur, einkum fyrir þá sem hyggjast efla gagnrýna hugsun og siðfræði í

skólum.

Lykilatriðið er því að kennarinn taki afstöðu til eðlis, tilgangs og

markmiðs gagnrýninnar hugsunar og þá fyrst sé hann fær um að efla hana eða

kenna. Því með því að taka afstöðu til þessa þá tekur hann óbeint þátt í

umræðunni um gagnrýna hugsun, heldur hugtakinu lifandi og ber ábyrgð á því

hvernig við skiljum það og notum. Einnig er mjög mikilvægt að mennta- og

menningarmálaráðuneytið taki afstöðu til alls þessa. Það er engin ástæða til þess

að Ísland sitji eftir í þessum málum. Mikilvægt er að nýta tækifærið, nýta þá

þekkingu sem nú er til staðar á því sem hefur verið og er að gerast hjá þeim

löndum sem við horfum til og heimsins alls og mynda eigin stefnu í þessum

málum. Stefnu sem hentar námi og menningu á Íslandi, aðlaga hana að íslensku

samfélagi, samfélagi sem er að læra af reynslu sinni og vill standa framarlega í

þessum málum. Að Ísland sé land sem horft er til í þróun menntastefnu, nú sem

áður.

Page 51: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

48

Eftirmáli

Eins og kom fram í formála þá er skýrsla þessi hluti af stærra verkefni er snýr að

eflingu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum. Hluti af því verkefni er

útgáfa vefjarins Gagnrýnin hugsun og siðfræði þar sem, meðal annars, sú

gagnasöfnun sem er að finna í Viðauka I og II verður haldið áfram. En hlutverk

vefsins er að hafa að geyma fræðilega umfjöllun og hagnýta umfjöllun um

gagnrýna hugsun og siðfræði, ásamt því sem snýr að kennslu og kennsluefni í

tengslum við viðfangsefnið. Þann fyrsta október næstkomandi verður haldin

ráðstefna í tengslum við verkefnið sem ber heitið Efling gagnrýninnar hugsunar

og siðfræði í skólum. Aðstandendur ráðstefnunnar eru Rannsóknarstofa um

háskóla, Heimspekistofnun, Siðfræðistofnun og Félag heimspekikennara en

nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar er að finna á Heimspekivefnum

(www.heimspeki.hi.is). Í kjölfar ráðstefnunnar taka við vinnustofur í umsjá

Félags heimspekikennarar þar sem áhugasömum gefst tækifæri á að kynna sér

og prófa að taka þátt í heimspekilegri samræðu. Samhliða því verður skoðaður

möguleikinn á þýðingu eða gerð kennslubóka ásamt komu gestafyrirlesara og

gestakennara. Einnig verður farið í frekari rannsóknarvinnu en, að mati

höfundar, þarf að rannsaka frekar, og fjalla um, tengsl gagnrýninnar hugsunar og

siðfræði og tengsl gagnrýninnar hugsunar og heimspekilegrar hugsunar. Skýrsla

þessi er því engan vegin endapunktur verkefnisins en verður hún vonandi

innblástur að frekara starfi og umræðum.

Page 52: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

49

Heimildaskrá

Aðalnámskrá grunnskóla: almennur hluti. 2011. Reykjavík, Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Bailin, Sharon. 2010. „The Nature and Value of Inquiry“ í Reason in the balance:

an inquiry approach to critical thinking. Toronto, McGraw-Hill Reyerson. Björn Rúnar Egilsson. 2011. Samantekt á úhlutunum úr þróunarsjóði námsgagna

2008 – 2011. [Óprentað handrit.] Björn Þorsteinsson. 2005. „Tími mannsins: gagnrýnin hugsun í óæðri veröld“ í

Hugsað með Páli: Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum, (ritstj. Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason), s. 45-54. Reykjavík, Háskólaútgáfan.

Brenifier, Oscar. „To philosophize is to cease living“, Oscar Brenifier: Institute of

Philosophical Practises. Sótt 16. júlí 2009 af http://www.brenifier.com/english/cease_living.htm

Breivik, Jens; Håvard Løkke. 2007. Filosofi i skolen – en kunnskapsoversikt. Oslo,

Kunnskapsdepartementet. Brynhildur Sigurðardóttir. Heimspekikennari og aðstoðarskólastjóri við

Garðaskóla. Viðtal 21. október 2011. Cotter, Ellen M.; Tally, Carrie Sacco.2009. „Does critical thinking exercises

improve critical thinking skills?“ í Educational Research Quarterly, 33. árg., 2. tlb., s. 3-14. Georgia Southwestern State U, Fayetteville State University.

Doddington, Christine. 2007. „Critical thinking as a source of respect for persons.

A critique“ í Educational Philosophy and Theory, 39. árg., 4. tlb., s. 449-459, ágúst 2007.

Fisher, Robert. 2009. „Critical Talk: developing verbal reasoning“ í Creative

Dialogue: Talk for thinking in the Classroom. London and New York, Routledge.

Gottskálk Jensson. 2010. „Af merkingarusla í heitum háskólagreina: Hugleiðing

um sögu 18. aldar nýyrðanna „bókmenntir“ og „heimspeki““ í Ritið: Tímarit hugvísindastofnunar, 10. árg., 3. tlb., s. 7-35. Reykjavík, Hugvísindastofnun Háskóla Íslands.

Guðmundur Heiðar Frímannsson. 2010. „Hugarfar gagnrýninnar hugsunar“ í

Hugur: Tímarit um heimspeki 22/2010 (ritstj. Eyja Margrét Brynjarsdóttir) s. 119-134. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Guðmundur Heiðar Frímannson. 2005. „Gagnrýnin hugsun: kenning Páls

Skúlasonar“ í Hugsað með Páli: Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni

Page 53: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

50

sextugum, (ritstj. Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason), s. 55-66. Reykjavík, Háskólaútgáfan.

Gunnar Harðarson; Stefán Snævarr. 1982. Heimspekirit á Íslandi fram til 1900.

Félag áhugamanna um heimspeki. Gratton, Claude. 2010. „Critical Thinking and Small Group Activites“ í Informal

Logic, 30. árg., 4. tbl., 2010, s. 481-492. Ontario, Univ Windsor, Dept Philosophy, Centre Res Reasoning Argumentation Rhetoric.

Grunderna för läroplanen för den grundläggande utbildningen 2004.Vammalan

Kirjapaino Oy, Vammala; Utbildningsstyrelsen, 2004. „Heimspekinámskeið fyrir börn“. 1987. Morgunblaðið, 13. september, bls. B11.

Hreinn Pálsson. Prófstjóri Háksóla Íslands og skólastjóri Heimspekiskólans 1987-

2000. Viðtal 14. nóvember 2011. Huemer, Michael. 2005. „Is critical thinking epistemically responsible? “ í

Metaphilosophy, 36. árg., 4. tbl., júlí 2005, s. 522 -531. Oxford, Blackwell publishing.

Ingimar Waage. Heimspekikennari í Garðaskóla. Viðtal 20. september 2011. Juuso, Hannu. 2007. Child, Philosophy and Education: Discussing the Intelectual

Sources of Philosphy for Children. Faculty of Education, Department of Educational Sciences ans Teacher Education, University of Oulu.

Kallesø, Dorete. Filosofipatruljen. Viðtal 7. ágúst 2011. Kristín Hildur Sætran. 2010. Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum. Reykjavík,

Heimspekistofnun – Háskólaútgáfan. Läroplan för grundskolan, förskoleklassen och fritidshemmet 2011. 2011. Edita,

Västerås, Stockholm; Skolverket. Malmhester, Bo; Ragnar Ohlsson. 1999. Filosofi med barn: reflektioner över ett

försök på lågstadiet. Stockholm, Carlsons. Mason, Mark. 2007. „Critical thinking and learning“ í Educational Philosophy and

Theory, 39. árg., 4. tlb., s. 339-349, ágúst 2007. Mikael M. Karlsson. 2005.„Hugsun og gagnrýni“ í Hugsað með Páli: Ritgerðir til

heiðurs Páli Skúlasyni sextugum, (ritstj. Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason), s. 67-74. Reykjavík, Háskólaútgáfan.

Ohlsson, Ragnar. Heimspekiprófessor við Stockholm Universitet. Viðtal 1.

september 2011.

Page 54: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

51

Ólafur Páll Jónsson. 2008. „Gagnrýnar manneskjur“ í Hugur: Tímarit um heimspeki 20/2008 (ritstj. Geir Sigurðsson) s. 98-112. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Páll Skúlason. 1987. „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ í Pælingar: Safn

erinda og greina. Reykjavík, ERGO. Philosophy: a School of Freedom – Teaching philosophy and learning to

philosophize: Status and prospects. 2007. UNESCO Publishing. Roth, Michael. 2010. „Beyond critical thinking“ í The Chronicle of Higher

Education, 3. janúar 2010. Roussev, Rossen I. 2009. „Philosophy and the transition from theory to practice:

A response to recent concerns for critical thinking“í Telos: A Quarterly Journal of Politics, Philosophy, Critical Theory, Culture, and the Arts, 148. árg., s. 86-110, haust 2009.

Vansieleghem, Nancy. 2006. „Listening to dialogue“ í Studies in Philosophy and

Education, 25. árg., 1-2. tlb., s. 175-190, mars 2006. Worley, Emma. The Philosophy Shop. Viðtal 21.og 25. júlí 2011.

Page 55: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

52

Viðauki I

Viðauki I er hefur að geyma lista yfir, og upplýsingar um, starfsemi helstu

samtaka, stofnana og fyrirtækja sem vinna á einn hátt eða annan að eflingu

heimspekikennslu víðsvegar um heiminn. Þau samtök, stofnanir og fyrirtæki sem

eru til umfjöllunar hér eru staðsett í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi,

Noregi, Danmörku og Íslandi. Vert er að benda á að umfjöllunin hér er ekki

tæmandi en samantekt þessari verður haldið áfram og allt það sem hér kemur

fram og allar framtíðar viðbætur verða aðgengilegar á vef verkefnisins Gagnrýnin

hugsun og siðfræði sem finna má á vefslóðinni www.gagnrýninhugsun.hi.is.

Markmið samantektarinnar er að undir heiti hvers fyrirtækis, samtaka

eða stofnunar sé að finna vefslóð þess ásamt upplýsingum um sögu þess,

starfsemi og stofnendur ásamt núverandi aðstandendum og stjórnendum. Þeirri

vinnu er ekki lokið en þau fyrirtæki, samtök og stofnanir sem sagt er nánar frá

hér eru: IAPC – Institute for the Advancement of Philosophy for Children, Teaching

Children Philosophy, P4C, The Critical Thinking Community, ICPIC – The

International Council for Philosophical Inquiry with Children, SOPHIA – Europian

Foundation for the Advancement of Doing Philosophy with Children, MENON,

SAPERE, Dialogue Works, Sustained Success, Children Thinking, The Philosophy

Shop, Insititut de Pratiques Philosophiques, Barne- og ungdomsfilosoferna ANS,

Filosofipatruljen og Heimsepkitorg – viskubrunnur fyrir heimsepkikennara.

Page 56: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

53

IAPC

Institute for the Advancement of Philosophy for Children

www.cehs.montclair.edu/academic/iapc/index.sthml

IAPC varð að stofnun við Montclaire University, New Jersey, árið 1974 fyrir

tilstilli Matthew Lipman sem fljótlega fékk Ann Margareth Sharp til liðs við sig.161

IAPC er viðurkennd af félagi amerískra heimspekinga eða American Philosophical

Association sem sú stofnun sem útvegi námskrárefni til eflingar heimspekilegrar

samræðu frá grunn- til framhaldsskóla ásamt því að mennta kennara í

aðferðafræði rannsóknarsamfélagsins.162 IAPC vinnur einnig að rannsóknum á

heimspekikennslu á eldra unglingastigi (e. Pre-college) og á notkun heimspeki

sem aðferð til að bæta gagnrýna og skapandi hugsun, lýðræði og siðvit (e. Ethical

judgement). Síðan 1974 hefur IAPC og samstarfsfélög þess um heim allan verið

einn meginaflvaki þess að kynna börn fyrir heimspeki.163 Árið 1995 var fyrst

hægt að leggja stund doktorsnám í heimspeki með börnum við Montclaire

University en árið 1996 var hægt að hefja nám í Ed.D. in Pedagogy með

megináherslu á heimspeki með börnum og er það eitt af fáum sinnar tegundar í

Bandaríkjunum.164 Þeir sem standa að og starfa við IAPC í dag eru Maughn

Gregory165, Joe Oyler, Joanne Matkowski, David Kennedy, Alina Reznitskaya og

Jeremy Price.166

Markmið IAPC er að vinna að eflingu heimspekikennslu í Bandaríkjunum

með því að vekja athygli á starfi sínu og samstarfsfélaga sinna, efla tengslanet

sitt, innanlands sem utan, og stuðla að frekari rannsóknarstarfi.167 Á forsíðu IAPC

og undir flipanum „Research on Philosophy for Children“ er hægt að finna langan

lista168 af hinum ýmsu rannsóknum sem hafa verið gerðar um heimspeki með

börnum og hvar sé að finna umfjallanir um þær. Elstu rannsóknirnar eru frá

1970 og þær yngstu frá 2002.

161 Sótt þann 26. júlí 2011 af: http://cehs.montclair.edu/academic/iapc/timeline.shtml 162 Sótt þann 26. júlí 2011 af: http://cehs.montclair.edu/academic/iapc/ 163 Sótt þann 26. júli 2011 af: http://cehs.montclair.edu/academic/iapc/index.shtml 164 Sótt þann 26. júlí 2011 af: http://cehs.montclair.edu/academic/iapc/timeline.shtml 165 Sjá nánri umfjöllun um Maughn Gregory á vefslóðinni: http://frontpage.montclair.edu/mgregory/. Sótt þann 11. júlí 2011. 166 Sótt þann 26. júlí 2011 af: http://cehs.montclair.edu/academic/iapc/faculty.shtml 167 Sótt þann 26. júlí 2011 af: http://cehs.montclair.edu/academic/iapc/about.shtml#mission 168 Sjá nánar: http://cehs.montclair.edu/academic/iapc/research.shtml. Sótt þann 26. júlí 2011.

Page 57: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

54

The Critical Thinking Community

www.criticalthinking.org

The Critical Thinking Community eru samtök sem voru stofnuð með það að

markmiði að efla gagnrýna hugsun á öllum skólastigum og samfélaginu

almennt.169 Á vefsíðu þeirra er að finna margvíslegar upplýsingar um hugtakið

sjálft, gagnrýna hugsun, og allt sem því tengist. Hægt er að nálgast upplýsingar

um bækur og greinar, rannsóknir, ráðstefnur og fleira. Þeir sem standa að The

Critical Thinking Community eru Richard W. Paul, Linda Elder, Gerald Nosich,

Enoch Hale og Rush Cosgrove.

Richard W. Paul er einn af stofnendum samtakanna The Critical Thinking

Community en hann er jafnframt einn af helstu fræðimönnum sem fjalla um

hugtakið gagnrýninna hugsun. Richard lauk doktorsprófi í heimspeki árið 1968

en frá því snemma á níunda áratug síðustu aldar hefur hann einbeitt sér að

eflingu gagnrýninnar hugsunar.170 Ásamt því að hafa kennt námskeið um

gagnrýna hugsun á háskólastigi í yfir tuttugu ár hefur Richard hefur skrifað fjölda

bóka og greina um efnið og haldið fyrirlestra um allan heim.171 Hægt er að

nálgast nokkrar bækur eftir hann og Lindu Elder á Gegni en þær eru: Critical

thinking: tools for taking care of your learning and your life; A guide for educators

to critical thinking competency standards: standards, principles, performance,

indicators and outcomes with a critical thinking master rubik; The thinkers guide

to the nature and functions of critical & creative thinking; The miniature guide to

critical thinking: concepts & tools og að lokum The thinker’s guide to the art of

Socratic questioning.

169 Sótt þann 8. ágúst af:http://www.criticalthinking.org/index.cfm 170 Sótt þann 8. ágúst 2011 af: http://www.criticalthinking.org/ABOUT/Fellow_Richard_Paul.cfm 171 Sótt þann 8. ágúst 2011 af: http://www.criticalthinking.org/ABOUT/Fellow_Richard_Paul.cfm

Page 58: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

55

p4c.com

An online resource and collaboration service for p4c

www.p4c.com

Vefsíðan p4c.com er hugsuð sem gagnabanki fyrir kennara sem stunda

heimspeki með börnum. Til að hafa aðgang að gagnbankanum þarf að skrá sig

sem meðlim og borga félagsgjöld en síðan er ekki hugsuð í gróðaskyni svo allur

ágóðin fer í að viðhalda síðunni. Bæði einstaklingar og félagasamtök eða

stofnanir geta orðið meðlimir. Á síðunni er að finna upplýsingar um ítarefni,

kennsluáætlanir og kennsluaðferðir, fá ráð og hægt að stofna til samstarfs.172

Þeir sem stýra p4c eru James Nottingham, Steve Williams og Roger

Sutcliffe.173 James er eigandi Sutained Success en Steve og Roger eru báðir

aðstandendur Dialogue Works. Allir búa þeir að mikilli reynslu í tengslum við

þetta efni en markmið p4c.com er að vekja meðvitund um upphaf og þróun

heimspeki fyrir börn, að veita og styðja faglegan vettvang til að læra af og deila

reynslu af heimspeki með börnum, að hafa að geyma kennsluefni, uppkast að

kennsluskrám og annað ítarefni sem styður kennara á öllum aldurstigum, að gefa

10% af skráningargöldunum til samtaka og verkefna sem efla veg

heimspekilegrar samræðu.174

Teaching Children Philosophy

www.teachingphilosophy.org

Síðan Teaching Children Philosophy er hugsuð fyrir alla þá sem hafa áhuga á að

stunda heimspeki með börnum, bæði kennara jafnt sem foreldra. Á síðunni er að

finna bæði fræðilega umfjöllun um heimspeki með börnum og námsefni. Einn

aðstandandi síðunnar er Tom Wartenberg. Tom er heimspekiprófessor við

háskólann Mount Holyoak í Massachusetts, Bandaríkjunum. Tom þjálfar kennara

172 Sótt þann 8. ágúst 2011 af: http://p4c.com/about-p4ccom 173 Stótt þann 8 ágúst 2011 af: http://p4c.com/current-members-p4ccom-co-operative 174 Sótt þann 8. ágúst 2011 af: http://p4c.com/about-p4ccom

Page 59: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

56

í heimspekistarfi með börnum en hugmyndafræði hans gengur út á að vinna með

barnabækur sem ekki eru sértaklega hannaðar fyrir heimspekikennslu og vinna

með þær heimspekilegu tilvísanir sem þar finnast. Nánari umfjöllun um Tom og

starf hans er að finna á vefsíðu háskólans Mount Holyoak.175

ICPIC

International Council for Philosophical Inquiry with Children

www.icpic.org

Þegar hugmyndafræði Lipmans fór að dreifa sér út fyrri landamæri

Bandaríkjanna var ICPIC, eða International Council for Philosophical Inquiry with

Children, stofnað. Hlutverk ICPIC var þá að vera alþjóðleg miðstöð/stofnun/ráð

þar sem hver sem er, hvar sem er, gæti sótt sér upplýsingar og fræðslu um

heimspeki með börnum.176 Samtökin voru stofnuð árið 1985 og á sama tíma var

haldin fyrsta vinnustofan fyrir kennara í heimspeki með börnum fyrir utan

Bandaríkin en það var í Danmörku.177 Einn af þeim er kom að stofnun ICPIC var

Hreinn Pálsson stofnandi Heimspekiskólans.

Eins og fram kemur í stjórnarskrá ICPIC þá er markmið þess meðal annars

að: að kynna, samhæfa og dreifa rannsóknum og að skipuleggja alþjóðlegar

ráðstefnur og sérstök málþing; að koma á tengslum á milli heimspekinga og

kennara og annarra sem koma bera hag vitsmunaþroska barna; að koma á

tengslum á milli heimspekinga og kennara sem hafa áhuga og metnað fyrir því að

heimspeki verði hluti af grunn- og framhaldsskólum um heim allan; að samhæfa

vinnu þeirra sem vinna að innleiðingu heimspeki í námskrám grunn- og

framhaldsskóla; að hvetja til stofnunar svæðisbundinna miðstöðva (e. regional

centers) til að aðstoða við hönnun og framkvæmd námskeiða sem fjalla um

heimspekilegum samræðum með börnum; að hvetja heimspekinga til að helga

175 Sjá nánar á: http://www.mtholyoke.edu/acad/facultyprofiles/thomas_wartenberg.html. Sótt þann 4. júlí 2011. 176 Sótt þann 27. júlí 2011 af: http://www.icpic.org/index.php?option=com_content&task=view&id=6&Itemid=2 177 Sótt þann 26. júlí 2011 af: http://cehs.montclair.edu/academic/iapc/timeline.shtml

Page 60: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

57

sig því að viðhalda eflingu bættrar menntunar handa öllum börnum.178 Alþjóðleg

ráðstefna samtakanna hefur verið haldin um heim allan en árið 1997 var hún

haldin hér á Íslandi, nánar tiltekið á Akureyri. Hreinn Pálsson var einn af þeim er

komu að framkvæmd ráðstefnunnar en hægt er að nálgast skýrslu um

ráðstefnuna: Philosophy for children on top of the world: proceedings of the eighth

International Conference on Philosophy with Children á Gegni. 179

Á vefsíðu samtakanna er að finna fréttir og upplýsingar meðal annars um

ráðstefnur um heimspeki með börnum. Þar á meðal er að finna auglýsingu þar

sem auglýst er eftir erindum á ráðstefnu NAACI eða North American Association

for the Community of Inquiry sem verður haldin í Vancouver Kanada dagana 29.

júní til 1. júlí 2012.180

SOPHIA Europian Foundation for the Advancement of Doing Philosophy with

Children

www.sophia.eu.org

Markmið SOPHIA er að sameina samtök og áhugamenn um heimspeki með

börnum í Evrópu. Fram kemur á síðu samtakanna að á níunda áratugnum hafi

verið stofnuð sjálfstæð starfandi samtök í mörgum löndum innan Evrópu til að

efla veg heimspekikennslu.181 Hlutverk SOPHIA var því að verða einhverskonar

sameiginlegu vettvangur fyrir öll smærri samtökin í mörgum ólíkum löndum og

styrkja þannig framgang heimspekikennslunnar. Þau lönd sem komu að stofnun

SOPHIA árið 1993 eru: Holland, Ungverjaland, Skotland, Austurríki, Pólland,

Katalónía, Búlgaría, Belgía, Svíþjóð, Ítalía, Þýskaland, Portúgal, Spánn, Tékkland.

Þau lönd sem urðu meðlimir árið 1994 eru: England, Wales, Malta, Grikkland,

Sviss. Að lokum urðu eftirfarandi lönd meðlimir SOPHIA árið 2004-5: Ísland,

178 Sótt þann 27. júlí 2011 af: http://www.icpic.org/index.php?option=com_content&task=view&id=6&Itemid=2 179 Sjá: Philosophy for children on top of the world: proceedings of the eighth International Conference on Philosophy with Children, (ritstj. Hreinn Pálsson, Brynhildur Sigurðardóttir, Barbara B. Nelson). Akureyri, Háskólinn á Akureyri, 1999. 180 Sjá nánar: http://www.naaci-philo.org/2012_Conference.html. Sótt þann 3. september 2011. 181 Sótt þann 25. júlí 2011 af: http://sophia.eu.org/

Page 61: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

58

Lettland, Slóvenía, Noregur, Rómanía, Finnland, Frakkland og Trykland. Á

síðustu árum hafa síðan Danmörk, Serbía og Króatía bæst í hópinn. Markmið

SOPHIA er að efla heimspeki með börnum í Evrópu og/eða samstarf í Evrópu

þessu tengt, þá sérstaklega til að styrkja menningartengsl milli landa innan

Evrópu. Það sem samtökin gera til að ná fram markmiðum sínum er meðal

annars að skipuleggja verkefni sem tengjast námi og styrkja samskipti

Evrópuþjóða, skipuleggja Evrópskar ráðstefnur og vinnustofur sem snúa að

heimspeki með börnum, koma að þróun alþjóðlegs viðmiðs í þjálfun þeirra sem

stunda heimspeki með börnum, koma að þróun Evrópskar námskrár um

heimspekilega samræðu með börnum og þróun og útgáfi kennslu- og fræðiefnis

sem tengist heimsepki með börnum, koma að skiptikennslu og skiptinámi í

tengslum við heimspeki með börnum og að vinna að samstarfi við aðrar

stofnarnir líkt og ICPIC og IAPC og háskólastofnanir.182

Stjórn SOPHIA er kosin af meðlimum hennar. Þeir sem eru í stjórn

félagsins í dag eru Catherine McCall frá Skotlandi, Radmila Sutton frá Englandi,

Ed Weljers frá Hollandi, Joseph Giordmania frá Möltu, Maria Rego frá Portúgal,

Hannu Juuso frá Finnlandi, Ieva Rocena frá Lettlandi, Felix Garcia Moriyon frá

Spáni, Nimet Kucuk frá Tyrklandi, Radmila Gosovic frá Serbíu, Goedele de Swaef

frá Belgíu og heiðursmeðlimir stjórnarinnar eru: Roger Sutcliffe frá Englandi,

Karel van der Leeuw frá Hollandi og Eulalia Bosch frá Katalóníu.183

Stjórnarformaður SOPHIA er Catherine McCall. Catherine er skoskur

heimspekingur. Hún starfaði náið með Lipman á sínum tíma en þróaði með

tímanum sína eigin hugmyndafræði sem kallast CoPI eða Community of

Philosophical Inquiry. Hægt er að nálgast viðtal við Catherine þar sem hún fjallar

um aðferðafræði sína á YouTube.184 Hefur gefið út fjölda bóka en þar er meðal

annars að finna Transforming thinking: philosophical inquiry in the primary and

secondary classroom en þá bók er hægt að nálgast á Gegni. Catherine starfar við

Trinity College Dublin en hægt er að fylgjast með Catehrine og störfum hennar á

www.academie.edu. Gjaldkeri SOPHIA er Ed Weljers, hollenskur heimspekingur,

182 Sótt þann 25. júlí 2011 af: http://sophia.eu.org/ 183 Sótt þann 25. júlí 2011 af: http://sophia.eu.org/ 184 Sjá má myndbandið á: http://www.youtube.com/watch?v=GlTtmpNZPe0. Sótt þann 3 september 2011.

Page 62: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

59

sem er meðal annars stjórnarmaður Center of Philosophu for Children, The

Netherlands en þau samtök halda úti síðunni www.kinderfilosofie.nl.

Árlega eru haldnar samkomur á vegum SOPHIA víðsvegar um Evrópu

fyrir meðlimi SOPHIA til að hittast, deila reynslu og styrkja tengslanetið. Næsti

samstarfsfundur verður haldinn í Istanbul 30. September – 1. Október 2011 og er

Dr. Nimet Kucuk gestgjafi ráðstefnunnar.185

MENON

www.menon.eu.org

Menon er eitt af undirverkefnum SOPHIA og ber heitið Menon: Developing

Dialogue Through Philosophical Enquiry. Upplýsingar um afrakstur MENON

verkefnisins er að finna á vefsíðu verkefnisins undir flipanum „Products“.186

Aðstandendur verkefnisins hafa meðal annars gefið út mynddisk og handbók

fyrir þátttakendur námskeiðs sem var hluti af MENON-verkefninu en handbókin

ber heitið Dialogue on Dialogue: a Resource Book for the Developing Dialogue

through Philosophical Enquiry Course for Teachers og er hún aðgengileg sem

pdf. skjal á vefsíðu verkefnisins.187

SAPERE

www.sapere.org.uk

SAPERE var stofnað árið 1992 eftir að mikill áhugi hafði vaknað í Bretlandi um

heimspekikennslu í skólum. Áhuginn varð til eftir birtingu heimildarmyndar BBC

um heimspeki fyrir börn í bandarískum skólum. Heimildarmyndin kallaðist

Socrates for six years old eða Sókrates fyrri sex ára og fjallaði um

heimspekikennslu með börnum í anda Matthew Lipman. Í kjölfar sýningar

myndarinnar fóru nokkrir fræðimenn og kennara til Bandaríkjana og fengu

185 Sjá nánar: http://sophia.eu.org/. Sótt þann 10. september 2011. 186 Sjá nánar: http://www.menon.eu.org/. Sótt þann 13. júlí 2011. 187 Sjá nánar: http://www.menon.eu.org/. Sótt þann 13. júlí 2011.

Page 63: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

60

þjálfun í heimspeki fyrir börn (P4C) hjá Matthew Lipman sjálfum.188 Samtökin

SAPERE er afrakstur þess starfs og var því sett á laggirnar sem viðbrögð við

þessum skyndilega áhuga í Bretlandi og jafnframt sem liður í því að efla kennslu í

heimspeki fyrir börn í breskum skólum og samfélaginu almennt. SAPERE er því

viðurkennt af Institute for the Advancement of Philosophy for Children (IAPC), sem

var, eins og áður sagði, stofnað af Matthew Lipman, og af International Council for

Philosophical Inquiry with Children (ICPIC).189 Samtökin voru til að byrja með

rekin af sjálfboðaliðum eða frá 1994-2003. Frá 2004-2009 var SAPERE með

skrifstofu í Oxford Brookes University þar sem námskeið þeirra voru samþykkt

sem námskeið á mastersstigi. Frá árinu 2009 hefur SAPERE haldið úti eigin

skrifstofu miðsvæðis í Oxford en þaðan eru skipulagðar ráðstefnur, námskeið og

önnur fræðsla en starfsemin sjálf dreifist þó víðsvegar um landið. Í september

2010 voru starfandi yfir 60 leiðbeinendur í P4C, tæplega 800 félagsmenn, 6

almennir starfsmenn, 8 stjórnarmenn sem hafa yfirumsjón með þjálfun á um

1000 kennurum og leiðbeinendum í praktík og hugmyndafræði P4C, á ári

hverju.190

Meginmarkmið SAPERE er að bæta menntun með hag samfélagsins alls að

leiðarljósi, sérstaklega á meðal ungs fólks fram að 16 ára aldri, með því að hvetja

til eflingar hæfileikans til rökhusunar og annarar heimspekilegarar hugsunar

með það að markmiði að auðga líf þeirra.191 Meginhugmynd SAPERE er að hægt

sé að nota heimspeki til að efla nám og kennslu einstaklingnum og samfélaginu

til góða en SAPERE var stofnað og vinnur út frá hugmyndafræði Matthew

Lipman. Eins og fram kemur á vefsíðu SAPERE er hlutverk þess að sem

stuðningsaðili P4C í Bretlandi að:192

Vekja athygli á heimspekilegri samræðu sem mikilvægum þætti í námskrá

grunn- og framhaldsskólans

Bæta árangur í námi með heimspekilegri samræðu

Þróa námsefni sem hvetur til heimspekilegrar samræðu á ólíkum sviðum

188 Sótt þann 13. júlí 2011 af: http://www.sapere.org.uk/Default.aspx?tabid=114 189 Sótt þann 13. júlí 2011 af: http://www.sapere.org.uk/Default.aspx?tabid=114 190 Sótt þann 13. júlí 2011 af: http://www.sapere.org.uk/Default.aspx?tabid=114 og http://www.sapere.org.uk/Default.aspx?tabid=70 191 Sótt þann 13. júlí 2011 af: http://www.sapere.org.uk/Default.aspx?tabid=71 192 Sótt þann 14. júlí 2011 af: http://www.sapere.org.uk/Default.aspx?tabid=71

Page 64: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

61

Aðstoða fjármögnun fyrir verkefni með það að markmiði að efla

rannsóknarsamfélög

Efla vitund fólks um heimspekilega samræði í námi og samfélagi með

ráðstefnu- og námskeiðshaldi

Skipuleggja og meta námskeið í fræðum og framkvæmd á heimspekilegri

samræðu í námi

Halda meðlimum upplýstum um þróun mála með mánaðarlegum póstum

og árlegum útgáfum

Koma á laggirnar samskiptanetum og hópum fyrir bæði fræðimenn og

áhugamenn um heimspekilega samræðu

Til að geta framfylgt þessum hlutverkum þá hefur félagið meðal annars stofnað

og stendur að þróun INSET fyrir skóla og yfirvöld í Bretlandi og námskeiðum um

heimspeki með börnum, heimspeki í samfélaginu og í rannsóknarsamræðunni.

Samtökin standa jafnframt að prófun og vottun á P4C-kennurum og

þátttakendum námskeiða; hafa tekið þátt í stofnun félagasamtaka og

samskiptanets; vinna að ítarefni (þar á meðal útgáfa á þremur P4C handbókum)

ásamt fréttabréf og tilkynningum og tækifærum til rannsókna. SAPERE kemur

jafnframt fram sem talsmenn P4C og sinna ráðgjafahlutverki í tengslum við það.

Á ári hverju stendur SAPERE að margvíslegum ráðstefnum og málstofum

víðsvegar um heiminn er snúa að eflingu heimspeki í skólum. Sem dæmi má

nefna að 5. nóvember á þessu ári verður haldin ráðstefna um heimspekilega

aðferðafræði og námskrána í London, Englandi, og er ráðstefnan öllum opin.

Nánari upplýsingar um ráðstefnu þessa sem og aðrar á vegum SAPERE er að

finna á vef samtakanna.193

Dialogue Works

www.dialogueworks.com

Nokkrir af helstu fræðimönnum Bretlands um heimspeki með börnum halda úti

síðunni Dialogue Works en það eru Roger Sutcliffe, Karin Saskia Murris, Joanna

Heynes, Steve Williams, Graeme Tiffany, Martin Pollard, Roy van den Brink-

193 Sjá nánar:http://www.sapere.org.uk/Default.aspx?tabid=69 . Sótt þann 4. september 2011.

Page 65: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

62

Budgen og Alison Allshopp. Dialogue Works kemur að þjálfun kennara í

heimspeki með börnum og í gagnrýninni og skapandi hugsun allt frá leikskólum

og til háskólastigs. Boðið er upp á mörg námskeið með mismunandi áherslum,

eftir því sem við á, en fyrirtækið þjónustar einnig yfirvöld menntamála og

háskólastofnanir í Bretlandi og víðar.194

Roger Sutcliffe útskrifaðist úr Oxford í upphafi áttunda áratugarins í

heimspeki og nútíma tungumálum. Í byrjun tíunda áratugarins lærði hann um

heimspeki með börnum hjá Matthew Lipman í Bandaríkjunum og skapandi

hugsun hjá Edward de Bono í Möltu.195 Roger er fyrrum forseti SAPERE og einnig

fyrrum forseti ICPIC.196 Hægt er að nálgast bók Sutcliffe sem hann skrifaði ásamt

Steve Williams, The philosphy club: an adventure in thinking, á Gegni.

Karin Saskia Murris kom einnigað stofnun SAPERE í upphafi tíunda

áratugarins. Líkt og Sutcliffe þá lærði hún einnig hjá Matthew Lipman í

Bandaríkjunum og er Murris því ein þeirra sem er hæf til að þjálfa aðra til að

kenna P4C. Murris hefur skrifað bækur og ófáar greinar sem hafa birst víðsvegar

um heiminn. Hún hefur komið að margvíslegu starfi er tengist P4C bæði með

börnum og fullorðnum, praktísku og fræðilegu. Murris er meðlimur Executive

Board of the Philosophy of Education Society of Great Britain og einn af ritstjórum

tímaritana Teaching Thinking & Creativity og Thinking: The Journal of Philosophy

for Children. Murris hefur því staðið að ýmsu rannsóknarstarfi og er enn að.197

Hægt er að nálgast bók hennar og Haynes: Storywise: thinking through stories:

issues á Gegni.

Joanna Haynes er menntaður heimspekingur og leikskólakennari. Hún er

einn að þjálfurum SAPERE og hefur stjórnað mörgum vinnustofum og

námskeiðum fyrir kennara. Á síðustu árum hefur starf hennar beinst einna helst

að heimspekikennslu í leikskólum sem hluti af doktorsverkefni hennar.198 Hægt

er að nálgast tvær bækur eftir hana á Gegni, eins og fram hefur komið eða:

Storywise: thinking through stories: issues og einnig bókina Children as

philosophers: learning through enquiry and dialogue in the primary classroom.

194 Sjá nánar: http://dialogueworks.co.uk/education. Sótt þann 4. september 2011. 195 Sótt þann 13. júlí 2011 af: http://p4c.com/current-members-p4ccom-co-operative 196 Sótt þann 13. júlí 2011 af: http://dialogueworks.co.uk/aboutus 197 Sótt þann 13. júlí 2011 af: http://dialogueworks.co.uk/aboutus 198 Sótt þann 13. júlí 2011 af: http://dialogueworks.co.uk/aboutus

Page 66: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

63

Steve Williams er einn þeirra er kom SAPERE á laggirnar og var sá fyrsti í

Bretlandi til að kynna P4C sem hluta af námskránni í kennslu á unglingastigi.

Hann hefur tekið þátt í ýmusum verkefnum og rannsóknarstarfi þessu tengdu og

vinnur nú sem sjálfstætt starfandi kennari, rithöfundur og ritstjóri ásamt því að

hafa snúið sér aftur að kennslu sem hluta af mastersverkefni hans í heimspeki.199

Sustained Success

www.sustained-success.com

Árið 2000 var fyrirtækið RAIS stofnað í Englandi af James Nottingham og

Michael Henry. Á árunum 2003-2006 stóð RAIS að rannsókn í Norður-Englandi

um heimspeki með börnum í skólum.200 Rannsóknin kallaðist N-Rais og fór fram

í norður hluta Englands. Eins og kom fram í kaflanum um rannsóknir á

heimspekikennslu í meginhluta skýrslunnar, vakti verkefnið vakti mikla athygli.

Á einum stað er RAIS verkefninu lýst sem: „an award winning, multi-million

pound regeneration project supporting education, public and voluntary

organisations across north east England“201 og það virðist sem James hafi nýtt

sér vel þann meðbyr sem verkefnið fékk.

Í kjölfar þess skrifaði James bókina Challengin Learning en á henni byggir

hann að stórum hluta hugmyndafræði sína. Nánari umfjöllun um bókina og

vinnuna í tengslum við hana er að finna á vefslóðinni

www.challenginlearning.com. James stofnaði einnig sitt eigið fyrirtækið

Sustained Success árið 2005. Fyrirtækið býður upp á ýmisskonar þjónustu sem

snýr að bættri menntun og starfsemi innan fyrirtækja.202 Til að mynda er hægt er

að bóka fyrirlesara á ráðstefnur og námskeið en einn helsti fyrirlesarinn fyrir

utan James er Martin Roland. 203 James ferðast víðsvegar um heiminn og er

199 Sótt þann 13. júlí 2011 af: http://dialogueworks.co.uk/aboutus 200 Breivik, Jens; Håvard Løkke. 2007. Filosofi I skolen – en kunnskapsoversikt. Oslo, Kunnskapsdepartementet: 35-36 201 Sótt þann 14. júlí 2011 af: http://www.leadingeducators.co.uk/ 202 Sjá nánar: http://www.sustained-success.com/index.php/454. Sótt þann 21. júlí 2011. 203 Sjá nánari umfjöllun um Martin Roland á: http://www.sustained-success.com/index.php/850. Sótt þann 21 júlí 2011.

Page 67: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

64

meðal annars reglubundinn gestur á norðurlöndunum. 204 Upplýsingar um

væntanlegar ráðstefnur má finna á vefsíðu fyrirtækisins. 205

Það má velta fyrir sér tengingu hugmyndafræði James og Sustained

Success við heimspeki en það virðist sem svo að þar sé heimspeki leið að

einhverskonar yfirburða námstækni. Það sem einnig má sjá á fyrirlestrum sem

eru auglýstir eru á einni tiltekinni ráðstefnu206, sem James talar á, er hversu stutt

er á milli heimspekilegrar nálgunar á efnið og einhverskonar bestunar í hugsun,

námstækni, hugsunar-tækni eða yfirburða hugsunar. Með því þá er búið að

aftengja hugsunina við allan siðferðilegan veruleika sem heimspekin virðist

halda henni í. Heimspekin er nauðsynleg að því leiti en þá aðeins er hægt að tala

um gagnrýnina hugsun í siðferðilegum veruleika.

Children thinking

www.childrenthinking.co.uk

Children thinking er breskt ráðgjafafyrirtæki sem rekið er af starfandi

kennurum. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 af Mariu Cornish sem seinna fékk

Söru Stanley til liðs við sig. 207 Maria og Sara eru báðar menntaðir

leikskólakennarar og hafa fengið þjálfun í P4C á vegum SAPERE og hafa báðar

viðurkennt leyfi til að þjálfa aðra kennara í P4C. Sara hefur einnig samið

kennsluefni fyrir ung börn. Nú þegar hefur bókin En hvers vegna? (e. But Why?)

komið út en árið 2012 kemur út framhald að þeirri bók Hvers vegna að hugsa? (e.

Why Think?).208 Fyrir utan námskeiðshald þá hefur síðan þeirra að geyma ýmsar

gagnlegar upplýsingar fyrir kennara sem vinna með heimspeki og ung börn,

meðal annars bókalista 209 yfir bækur sem eru gagnlegar til að opna á

heimspekilega umræðu og dæmi úr kennslu, sjá nánar undir flipunum: „Your

success stories“, „Question Board“ og „In the classroom“.210

204 Sótt þann 21. júlí af: http://www.challenginglearning.com/index.php/1194 205 Sjá nánar: http://www.sustained-success.com/index.php/906 Sótt þann 14. júlí 2011 206 Sótt þann 14. júlí 2011 af: http://www.leadingeducators.co.uk/ 207 Sótt þann 14. júlí 2011 af: http://childrenthinking.co.uk/?page_id=25 208 Sótt þann 14. júlí 2011 af: http://childrenthinking.co.uk/?page_id=25 209 Sótt þann 14. júlí 2011 af: http://childrenthinking.co.uk/?page_id=23 210 Sótt þann 14. júlí 2011 af: http://childrenthinking.co.uk/

Page 68: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

65

The Philosophy Shop

www.thephilosophyshop.co.uk

The Philosophy Shop er hluti af SOPHIA- European Foundation for the

Advancement of Doing Philosophy with Children og ICPIC.211 Markmið þeirra er

standa að The Philosophy Shop er að hafa jákvæð áhrif, ekki bara á menntun

barna, heldur einnig á samfélagið í heild sinni. Markmiðið er að koma á móts við

þá sem hafa ekki lokið námi og þá sem hafa orðið utanveltu í samfélaginu.212 The

Philosophy Shop er áþreifanlega heimspekimiðuð og talað er um heimspeki sem

betri leið til að hugsa en ekki er gengið beint út frá kenningum um hugsun. Þau

sem standa að The Philosophy Shop eru Peter Worley, Emma Worley, Miriam

Cohen Christofidis, Andrew Day, Georgina Donati, Steven Hoggins og Robert

Torrington.213

Framkvæmdarstjóri The Philosophy Shop er Peter Worley214. Peter lærði

heimspeki við University College í London og við Birkbeck College og útskrifaðist

með Ma-próf í heimspeki árið 2004 ásamt því að vera nú í doktorsnámi í

heimsepki við King’s College í London. Peter hefur unnið með menntun barna frá

árinu 1993 og með börn og heimspeki síðan 2002. Í starfi sínu hefur Peter þróað

aðferð sem hann kallar Philosophical Enquiry (PhiE). Aðferðafræði hans er

þungamiðja starfsemi The Philosophy Shop. The Philosophy Shop sækir því ekki í

brunn Matthew Lipmans líkt og SAPERE og þeir sem hafa fengið þjálfun þar gera.

Peter skrifaði kennslubók byggða á aðferðafræði sinni The If Machine:

Philosophical Enquiry in the Classroom og hana er hægt að nálgast á vefsíðu The

Philosophy Shop.215 The Philosophy Shop með Peter Worley í fararbroddi er því

önnur lína í hugmyndafræði um heimspeki með börnum í Bretlandi.

Markmið The Philosophy Shop er ekki eingöngu að þjálfa kennara heldur

einig að efla veg heimspekinnar í skólum, námskránni og þess háttar. Á meðan

þetta er skrifað stendur The Philosophy Shop ásamt, meðal annars, SAPERE að

211 Sótt þann 14. júlí 2011 af: http://www.thephilosophyshop.co.uk/resources/recommended-website-podcasts/philosophy-in-schools 212 Sótt þann 14. júlí 2011 af: http://www.thephilosophyshop.co.uk/about-us/our-philosophy 213 Sótt 14. júlí 2011 af: http://www.thephilosophyshop.co.uk/about-us/who-we-are/senior-leadership-team 214 Sjá nánar: http://www.peterworley.com. Sótt 14. júlí 2011. 215 Sjá nánar: http://www.thephilosophyshop.co.uk/shop/overview. Sótt 14. júlí 2011.

Page 69: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

66

undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á menntamálaráðherra Bretlands, Michael

Gove, að koma því svo fyrir að heimspeki verði hluti af skólanámskrá allra

skólastiga sem liður í því að öllum nemendum standi til boða nám sem bætir

rökvísi þeirra. Áskorunin ber heitið Make Resoning Skills Compulsory in Schools

og er hægt að nálgast nánari upplýsingar um aðstandendur og framkvæmd

hennar á slóðinni: http://www.gopetition.com/petition/37997.html.

Insititut de Pratiques Philosophiques

www.brenifier.com

Institut de Pratiques Philosophiques er vefsíða franska heimspekingsins Oscars

Brenifiers. Oscar hefur sérhæft sig í heimspekilegri samræðu en samræðuform

hans er ólíkt því sem er að finna í aðferðafræði Lipmans. Að mati Brenifiers þarf

samræðan að vera krefjandi fyrir einstaklinginn til þess að einhver ávinningur sé

af henni. Ólíkt samræðum í anda Matthew Lipman þar sem þátttakendur

samræðunnar sjá yfirleitt um að halda henni gangandi þá er samræðunni í anda

Oscars stýrt mjög ákveðið af leiðbeinanda hennar. Af þeim sökum þarfnast

leiðbeinandi samræðunnar þjálfunar til að geta borið kennsl á heimspekilegar

tilvísanir í samræðunni og stýrt henni á viðeigndi hátt.216 Oscar hefur haldið

fyrirlestra og málstofur um allan heim og heldur árlega málstofur í Frakklandi,

stórar sem smáar. Hann hefur einnig samið fjölda handbóka fyrir kennarar,

fræðilega umfjöllun um efnið og kennslubóka, sem hafa verið þýddar á þónokkur

tungumál. Á vefsíðu Oscars er meðal annars að finna greinar og myndbönd þar

sem hægt er að sjá dæmi um samræðuform hans. 217 Nánari útlistun á

samræðuformi og hugmyndafræði Oscars er að finna í lokaritgerð í heimspeki

við Háskóla Íslands sem ber heitið Heimspekileg samræða : Um gildi

heimspekilegrar samræðu í skólum.218

216 Brenifier, Oscar. “A quick glance on the Lipman method”, Oscar Brenifier: Institute of Philosophical Practises. Sótt 16. júlí 2009 af: http://www.brenifier.com/english/lipman_critic.htm 217 Sjá nánar: http://www.brenifier.com/english/. Sótt þann 12. september 2011. 218 Sjá nánar: Elsa Haraldsdóttir. 2010. Heimspekileg samræða: um gildi heimspekilegrar samræðu í skólum. Reykjavík. Lokaritgerð frá Háskóla Íslands.

Page 70: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

67

Barne- og ungdomsfilosoferne ANS

www.buf.no

Barne- og ungdomsfilosoferne er norsk miðstöð fyrir þá sem hafa áhuga á og

stunda heimspeki með börnum. Fyrirtækið var sett á laggirnar í upphafi árs

1997, en var formlega stofnað árið 2000. Síðan þá hefur það unnið með ótal leik-

og grunnskólum, söfnum og öðrum stofnunum.219 Barne- og ungdomsfilosoferne

stendur einnig að heimspekisamkomum/félagsskap fyrir börn og unglinga utan

skóla.220 BUF er meðlimur ICPIC og SOPHIA.221

Þeir sem eiga og standa að Barn- og ungdomsfilosoferne ANS eru Ariane

Schjelderup og Øyvind Olsholt. Bæði Ariane og Øyvind eru með masterspróf í

heimspeki og hafa starfað sem heimspekikennarar við Folkeuniversitetet og

Oslóarháskóla. Frá árinu 1997 hafa þau hinsvegar einbeitt sér að heimspeki með

börnum. Saman skrifuðu þau bókina Filosofi i skolen222 ásamt Beate Børrelsen.

Árið 2001 gaf Ariane út bókina Filosofi – Socrates, Platon og Aristoteles en hún

fjallar um fornaldarheimspeki fyrir börn og hlaut mikið lof fræðimanna.223 Árið

2008 kom svo út bókin Filosofiske samtaler i barnehagen – Å ta barns tenning på

alvor sem Ariane og Øyvind unnu með Maaike Lahaise og er samin fyrir

leikskólastarf.224 Að lokum, þá er Ariane meðhöfundur bókaflokksins VIVO sem

er hugsaður sem námsefni í sjö hlutum fyrir kennslu í Religion, livssyn og etikk

eða trúarbragðafræði, lífsviðhorf/lífsleikni og siðfræði, í norskum

grunnskólum.225

219 Sótt þann 2 ágúst 2011 af: http://buf.no/ 220 Sjá nánar á: http://buf.no/filoklubb/. Sótt þann 2. ágúst 2011. 221 Sótt þann 2. ágúst 2011 af: http://buf.no/om/ 222 Sjá á Gegni: Schelderup, Ariane; Øvynd Olsholt; Beate Børresen. 1999. Filosofi i skolen. Oslo, Tano Aschehoug. 223 Sjá nánar: http://buf.no/om/. Sótt þann 2. ágúst 2011. 224 Sjá nánar: http://buf.no/om/. Sótt þann 2. ágúst 2011. 225 Nánar um VIVO kennslubækurnar og kennaraheftir á: http://buf.no/les/boker/index.php?page=start og á http://mml.gyldendal.no/flytweb/default.ashx?folder=8702. Sótt 2. águst 2011.

Page 71: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

68

Filosofipatruljen

www.filosofipatruljen.dk

Filosofipatruljen er danskt fyrirtæki eða samtök sem fjallar um heimspekilega

samræðu eða heimspekilega aðferðafræði í kennslu í skólum, í kirkjum og

samfélaginu almennt. Þeir sem standa að síðunni eru Dorete S. Kallesøe, Henrik

Vestergaard Jørgensen, Morten Bramming og Niels-Henrik Buchtrup. Þau taka að

sér að vera með námskeið og fræðslu fyrir kennara og aðra þá sem hafa áhuga á

heimsepki með börnum.226

Einn helsti aðstandandi Filosofipatruljen er Dorete S. Kallesøe. Dorete er

guðfræðimenntuð með áherslu á heimspeki og hefur lokið mastersnámi í

„Citizenship education“. Starfar hún jafnframt sem lektor við menntavísindasvið

VIA University College.227 Dorete hefur staðið að flestum þeim rannsóknum og

þróunarstarfi sem fjallað er um á vefsíðu Filosofipatruljen um heimspeki í

skólum. Þar er áherslan lögð á samræðuna og er viðfangsefnið oftar en ekki

siðfræðimiðað.228

Heimspekitorg

Viskubrunnur fyrir heimspekikennara

www.heimspekitorg.is

Heimspekitorg er vefur Félags heimspekikennara á Íslandi. Félagið var fyrst

stofnað árið 1996 en stofnfundur félagsins var haldin í Café Paris þann 7.

desember það ár. Markmiðið með stofnun félagsins var að verða sameiningarafl

um hagsmuni heimspeki sem námsgreinar á framhaldsskólastigi en á þeim tíma

var verið að vinna að nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla. Sömuleiðis var farið að

færast í aukana að faggreinakennarar mynduðu með sér sérstök samtök.229

226 Sjá nánar: http://www.filosofipatruljen.dk/hvem-er-vi. Sótt 13. júlí 2011. 227 Sjá nánar: http://www.filosofipatruljen.dk/hvem-er-vi. Sótt þann 2. júlí 2011. 228 Sjá nánar: http://www.filosofipatruljen.dk/projekter. Sótt þann 2. júlí 2011. 229 Sótt þann 26. október 2011 af: http://heimspekitorg.is/wp-content/uploads/2011/01/Stofnfundarbref.pdf

Page 72: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

69

Starfsemin lagðist þó fljótlega af. Sumarið 2009 var félagið endurvakið, nánar

tiltekið þann 9. júní, í húsnæði Verslunarskóla Íslands. Þar var kosið á ný í stjórn

félagsins og farið yfir markmið þess og lög. Á þessum fundi var Ármann

Halldórsson kosinn formaður félagsins, Ingimar Ólafsson Waage ritari, Björn

Rúnar Egilsson gjaldkeri og Þórdís Hauksdóttir meðstjórnandi. Á árlegum

aðalfundi félagsins í maí á þessu ári var Ármann Halldórsson endurkosin sem

formaður og Ingimar Ólafsson Waage sem ritari en Þórdís Hauksdóttir tók við

starfi gjaldkera og Brynhildur Sigurðardóttir við starfi meðstjórnanda. 230

Upphaflega var félagið hugsað með grunn- og framhaldsskólakennara í huga en

við endurvakningu þess var lögð áhersla á að félagið væri opið öllum þeim er

koma að heimspekikennslu á hvaða skólastigi sem er, og eins, óháð hefðbundnu

skólastarfi. Markmið félagsins hefur þó haldist óbreytt frá upphaflegri stofnun

þess en það er að efla veg og gæta hagsmuna heimspekikennslu í skólum. Á

meðan gerð aðalnámskrár grunnskóla stóð yfir, og drög hennar voru opin til

athugasemda og umsagna, 231 var unnið ítarlegt starf því tengdu innan félagsins.

Markmið þess starfs var að benda á þau heimspekilegu markmið sem eru til

staðar í almennum hluta aðalnámskrárinnar og færa þannig rök fyrir mikilvægi

heimspekikennslu í grunnskólum ásamt því að færa rök fyrir mikilvægi þess að

heimspeki fengi sérstakan kafla sem námsgrein í aðalnámskrá grunnskóla.

Nánari upplýsingar um það starf má finna á vef félagsins. Ásamt hefðbundnum

félagsstörfum stendur félagið að reglulegum samræðuæfingum, þar sem prófuð

eru mismunandi samræðuform, bæði fyrir heimspekikennara og aðra áhugasama.

Nánari upplýsingar um þessa fundi er að finna á vef félagsins. Félagið stefnir þar

að auki að því að halda endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi

heimspekikennara og aðra áhugasama sumarið 2012. Einnig situr formaður

félagsins, Ármann Halldórsson, í Skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara.

Í ritstjórn Heimspekitorgs sitja Brynhildur Sigurðardóttir

heimspekikennari og aðstoðarskólastjóri í Garðaskóla, Einar Kvaran

mastersnemi í heimspeki við Háskóla Íslands, Íris Reynisdóttir kennari við

Hlíðaskóla og Skúli Pálsson, doktorsnemi í heimspeki og kennari. Sérstakur

230 Sótt þann 26. október 2011 af: http://heimspekitorg.is/wp-content/uploads/2011/06/Arsskyrsla_2010-2011.pdf 231 Fyrstu drög að nýrri aðalnámsrká grunnskóla voru opnuð fyrir athugasemdum og umsögnum þann 14. júlí 2010 en almennur hluti aðalnámskrár grunnskóla var gefinn út í maí 2011.

Page 73: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

70

ráðgjafi ritstjórnar er Ingimar Ólafsson Waage, ritari félags heimspekikennara og

kennari við Garðaskóla. Á vefnum er að finna upplýsingar um starf félagsins og

fréttir tengdar því en markmið vefsins er einnig að geyma fræðilegar og hagnýtar

upplýsingar um heimspekikennslu, hlutverk hennar og markmið sem nýtist

kennurum og öðrum áhugasömum í starfi sínu.

Aðrar vefsíður einstaklinga, stofnana, samtaka eða fyrirtækja þar sem fjallað er um heimspekikennslu, gagnrýna hugsun og siðfræði:

ACPC

Austrian Center of Philosophy with Children and Youth/Institut für Die

Akademie Kinder Philosophieren

www.kinder-philosophieren.de

Atli Harðarson

Heimasíða Atla Harðarsonar heimspekings og kennara við Fjölbrautaskóla

Vesturlands á Akranesi

www.this.is/atli/

Centrum Kinderfilosofie, Nederland

www.kinderfilosofie.nl

Childhood and Philosophy

International Council for Inquiry with Children

[Veftímarit]

www.perioicos.proped.pro.br/index.php?journal=childhood&page=index

Critical Thinking Web

OpenCourseWare on critical thinking, logic and creativity

www.philosophy.hku.hk/think/

FAPSA

Federation of Australasian Philosophy in Schools Associations

www.fapsa.org.au

Filosofere sammen

En frittstående organisasjon for å fremme den filosofiske samtalen i samfunnet

www.filosofere-sammen.no

Page 74: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

71

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum

www.gagnryninhugsun.hi.is

Heimspeki og tónlist

Þróunarverkefni við leikskólann Vallasel á Akranesi

www.vallarsel.is/um-skolann/heimspeki-og-tonlist/

Heimspekisamræða í kennarahópi

Þróunarverkefni við leikskólann Foldaborg í Reykjavík

www.foldaborg.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=

blog&id=57&Itemid=138

Heimspekiskólinn

www.askot.is/hskoli/

Heimspekivefur Garðaskóla

www2.gardaskoli.is/heimspeki/index.html

Heimspekivefurinn

www.heimspeki.hi.is

Kinder- und Jugendephilosophie

www.kinderphilosophie.at

Lundarsel – Glaðir spekingar

Þróunarverkefni við leikskólann Lundarsel á Akureyri

www.lundarsel.akureyri.is/Heimspeki/heimspek%20fyrsta%20sida.htm

North American Association for the Community of Inquiry

www.naaci-philo.org

Northwest Center for Philosophy for Children

www.depts.washington.edu/nwcenter/

Philosophy for Change/Filosofìa para el Cambio

www.philosophyforchange.org

Philosophy for Children – Alberta

Using Collaborative Inquiry to build Critical Thinking Skills

and Caring Communities

www.ualberta.ca/~phil4c/index.htm

Page 75: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

72

Philosophy for Children and Communities

Oldham Community and Schools Initative

www.web.me.com/clcnet/P4C/Welcome.html

Philosophy for Children – New Zealand

www.p4c.org.nz

Philosophy for Children – Iran

www.p4c.ir

Philosophy for Kids!

www.philosophyforkids.com

Skoletorget

Nettstedet for samtale og dialog i skolen

www.skoletorget.no

The Philosophy Man

www.thephilosophyman.com

Thinking Toghether Project

A dialogue-based approach to the development of children‘s

thinking and learning

www.thinkingtogether.educ.cam.ac.uk

Page 76: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

73

Viðauki II

Í viðauka II er að finna lista yfir bækur, greinar, bókakafla, námsritgerðir,

myndefni og kennsluefni um heimspeki, gagnrýnin hugsun og siðfræði. Markmið

listans er að gefa innsýn inn í hvað sé til af fræðilegri umfjöllun, af hagnýtri

umfjöllun og af kennsluefni er snýr að eflingu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði

í skólum. Listinn er fyrst og fremst unnin upp úr gagnabankanum Gegni en þar af

leiðandi er allt efni hans í frjálsum aðgangi. Listinn er langt í frá að vera tæmandi

en eðli málsins samkvæmt er svo viðamikil gagnasöfnun tímafrek og er vinnu

hans því ekki endanlega lokið. Við áframhaldandi vinnu listans mun bætast við

efni sem er aðgengilegt í öðrum gagnabönkum, sem eru ef til vill ekki í frjálsum

aðgangi, en mun nýtast við eflingu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði. En til að

gagnasöfnun þessi nýtist sem berst mun efni listans vera aðgengilegt á vef

verkefnisins Gagnrýnin hugsun og siðfræði sem finna má á vefslóðinni

www.gagnryninhugsun.hi.is.

Hér fyrir neðan er að finna listann eins og hann lítur út við útgáfu

skýrslunnar. Efni hans er flokkað í Íslenskt fræðilegt-, hagnýtt- og kennsluefni sem

skiptist síðan niður í undirflokkana „bækur“, „greinar og bókakaflar“,

„námsritgerðir“ og „kennsluefni“ og Erlent fræðilegt-, hagnýtt- og kennsluefni sem

skiptist niður í undirflokkana „bækur“, „myndefni“, „ráðstefnur“ og „kennsluefni“.

Page 77: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

74

Íslenskt fræðilegt-, hagnýtt- og kennsluefni

Bækur

Björn Rúnar Egilsson. 2009. Heimspeki fyrir uppalendur. Reykjavík, blurb.com.

Brynhildur Sigurðardóttir. 1997. Tengsl heimspeki og náttúrufræðikennslu í grunnskólum: greinargerð unnin fyrir tilstyrk Nýsköpunarsjóð námsmanna, sumarið 1997. Akranes, höf.

Brynhildur Sigurðardóttir og Sigríður Ólafsdóttir. 1994. Um siðfræði sem grundvöll umhverfismenntunar. Reykjavík, Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Hreinn Pálsson. 1991. Educational saga: doing philosphy with children in Iceland. Ann Arbor, MI; University Microfilms, 1991. (Doktorsritgerð)

Hreinn Pálsson. 1986. Heimspeki með börnum. Reykjavík, Rannsóknarstofnun uppeldismála.

Ingibjörg Sigurþórsdóttir, Sigurður Björnsson. 1997. Heimspeki með börnum: þróunarverkefni unnið í leikskólanum Foldaborg 1997-1996. Reykjavík, höf..

Kristín Hildur Sætran. 2010. Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum (ritst. Gunnar Harðarson).Reykjavík, Heimspekistofnun, Háskólaútgáfan.

Sigurður Björnsson. 1993. Draumur eða veruleiki: ævintýri fyrir börn. Kópavogur, Almenna bókafélagið.

Greinar og bókakaflar

Aðalbjörg Steinarsdóttir, Helga María Þórarinsdóttir. 2000. „Heimspekivinna með leikskólabörnum“ í Athöfn: tímarit leikskólakennara, tlb. 32 (1), s.16-21, (ábyrgðarmaður María Einarsdóttir). Reykjavík, Félag íslenskra leikskólakennara, 1995-2001.

Atli Harðarson. 2002. „Siðfræði í skólum: hugleiðing í framhaldi lestri bókarinnar Hvers er siðfræðin megnug“ í Hugur: Tímarit áhugamanna um heimspeki (ritstj. Jón Ólafsson og Salvör Nordal) s. 77-88. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Atli Harðarson. 1992. „Heimspekikennsla í framhaldsskólum, möguleikar og markmið“ í Hugur: Tímarit um heimspeki, (ritstj. Jörundur Guðmundsson) 5. Ár. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Ágúst Borgþór Sverrisson. 1992. „Er heimspeki framtíðarvon skólakerfisins?: Ágúst Borgþór Sverrisson ræðir við Matthew Lipman“ í Hugur: Tímarit um heimspeki, (ritstj. Jörundur Guðmundsson) 5. Ár. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Page 78: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

75

Björn Þorsteinsson. 2005. „Tími mannsins: gagnrýnin hugsun í óæðri veröld“ í Hugsað með Páli: Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum, (ritstj. Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason), s. 45-54. Reykjavík, Háskólaútgáfan.

Brynhildur Sigurðardóttir. 2004. „Heimspeki í lífleiknikennslu [ritdómur]“ í Hugur: Tímarit um heimspeki, (ritstj. Jörundur Guðmundsson), 16. Ár., s. 296-300, Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Brynhildur Sigurðardóttir. 1998. „Hugleiðing um hugsun“ í Börn og menning, tlb.13 (2), s. 15-17. Reykjavík, Íslandsdeild IBBY, 1997-.

Brynhildur Sigurðardóttir. 1998. „Hvernig má vinna með hugtök og hugmyndir í náttúrufræðikennslu“ í Ný menntamál,tlb. 16 (1), s. 18-23, (ritstj. Stefán Jökulsson). Reykjavík, Hið íslenska kennarafélag og Kennarasamband Íslands, 1983-1999.

Elín Stephensen og Torfhildur Stefánsdóttir. 1993. „Heimspekikennsla í Síðuskóla: það er svo gaman að kjafta“ í Heimili og skóli, útg. Landssamtök foreldra og forráðamanna nemenda í grunnskólum, tlb. 1 (2), s. 7-9. Reykjavík, Heimili og skóli, 1993-.

Guðmundur Heiðar Frímannsson. 2010. „Hugarfar gagnrýninnar hugsunar“ í Hugur: Tímarit um heimspeki 22/2010 (ritstj. Eyja Margrét Brynjarsdóttir) s. 119-134. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Guðmundur Heiðar Frímannson. 2005. „Gagnrýnin hugsun: kenning Páls Skúlasonar“ í Hugsað með Páli: Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum, (ritstj. Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason), s. 55-66. Reykjavík, Háskólaútgáfan.

Guðmundur Heiðar Frímannson. 1999. „Kennimenn og kennivald: um sérfræði og sérfræðinga í siðferðisefnum“ í Hvers er siðfræðin megnug?: safn ritgerða í tilefni tíu ára afmælis Sifræðistofnunar, (ritstj. Jón Á Kalmansson). Reykjavík, Siðfræðistofnun Háskóla Íslands; Háskólaútgáfan.

Guðrún Alda Harðardóttir. 2003. „Reggio Emilia – Filosofi med barn: refleksjoner rundt to studiebesøk“ í Barn, tlb.(4), s. 77-84. Trondheim, Norsk senter for barneforskning.

Hreinn Pálsson. 1999. „Samræður og siðfræðikennsla“ í Hvers er siðfræðin megnug?: safn ritgerða í tilefni tíu ára afmælis Sifræðistofnunar, (ritstj. Jón Á. Kalmansson), s. 15-35. Reykjavík, Siðfræðistofnun Íslands, Háskólaútgáfa.

Hreinn Pálsson. 1998. „Hagnýti og heimspeki“ í Ný menntamál, (ritstj. Stefán Jökulsson), 16 (3), s. 30-35. Reykjavík, Hið íslenska kennarafélag og Kennarasamband Íslands, 1983-1999.

Page 79: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

76

Hreinn Pálsson. 1998. „Nokkrar grunnhugmyndir og ágrip af sögu barnaheimspekinnar“ í Börn og menning í 13 (2), s. 10-14. Reykjavík, Íslandsdeild IBBY, 1997-.

Hreinn Pálsson. 1996. „We think more than before about others and their opinions: (an evaluation report from Iceland) “ í Thinking, tlb. 12 (4), s. 24-29. Upper Montclair, NJ, Institute for the Advancement of Philosophy for Children.

Hreinn Pálsson. 1992. „Heimspeki með börnum og unglingum“ í Hugur: Tímarit um heimspeki, (ritstj. Jörundur Guðmundsson) 5. Ár. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Hreinn Pálsson. 1986. „Hvers vegna heimspeki með börnum?“ í Ný menntamál, tlb. 4 (1), (ritstj. Stefán Jökulsson). Reykjavík, Hið íslenska kennarafélag og Kennarasamband Íslands, 1983-1999

Ingibjörg Sigurðardóttir. 2001. „Philosophy for children in action: Iceland“ í Thinking, Vol. 15 (no. 4), s. 16-19. Upper Montclair, NJ, Institute for the Advancement of Philosophy for Children.

Ingibjörg Sigurþórsdóttir. 1995. „Heimspeki með börnum“ í Athöfn: Tímarit leikskólakennara, tbl. 27 (1), s. 10-11, (ábyrgðarmaður María Einarsdóttir). Reykjavík, Félag íslenskra leikskólakennara, 1995-2001.

Jóhanna Einarsdóttir, Sue Dockett, Bob Perry. 2009. „Making meaning [rafrænt efni]: childrens perspecitve expressed through drawings“ í Early child development and care, árg. 179, tlb. 2, s. 217-232.

Jón Á. Kalmannson. 2007. „Siðferði, hugsun og ímyndunarafl“ í Hugur: Tímarit um heimspeki 19/2007 (ritstj. Geir Sigurðsson), s. 47-69. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Jón Ólafsson. 1999. „Gerir heimspeki kraftarverk? “ í Ný menntamál, (ritstj. Stefán Jökulsson), tlb. 17 (1), s. 41-44. Reykjavík, Hið íslenska kennarafélag og Kennarasamband Íslands, 1983-1999.

Jón Thoroddsen. 2003. „Heimspeki með börnum: tilraun í Grandaskóla, Reykjavík“ í Skólavarðan, tbl. 3 (5), s. 21-23 (ritstj. Krístin Elfa Guðnadóttir). Reykjavík, Kennarasamband Íslands 2001 -.

Kristján Kristjánsson. 1999. „Fjársjóður fordómanna: hugleiðing um kennivald og kennslufræði siðfræðinnar“ í Hvers er siðfræðin megnug?: safn ritgerða í tilefni tíu ára afmælis Sifræðistofnunar, (ritstj. Jón Á. Kalmansson), s. 37-55. Reykjavík, Siðfræðistofnun Íslands, Háskólaútgáfa.

Kristján Kristjánsson. 1992. „Heimsepki og móðumálskennsla“ í Hugur: Tímarit um heimspeki, (ritstj. Jörundur Guðmundsson) 5. Ár. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki

Page 80: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

77

Magnús Diðrik Baldursson. 1999. „Tilgátur um muninn á trú og siðfræði: og ályktanir sem draga má af þeim um siðfræðikennslu og menntun siðfræðikennara“ í Hvers er siðfræðin megnug?: safn ritgerða í tilefni tíu ára afmælis Sifræðistofnunar, (ritstj. Jón Á. Kalmansson), s. 57-69. Reykjavík, Siðfræðistofnun Íslands, Háskólaútgáfa.

Mikael M. Karlsson. 2005. „Hugsun og gagnrýni“ í Hugsað með Páli: Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum, (ritstj. Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason), bls. 67-74. Reykjavík, Háskólaútgáfan.

Ólafur Páll Jónsson. 2010. „Hvað er haldbær menntun“ í Netla [rafrænt efni]: veftímarit um uppeldi og menntun. Reykjavík, Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, 2002-.

Ólafur Páll Jónsson. 2008. „Gagnrýnar manneskjur“ í Hugur: Tímarit um heimspeki 20/2008 (ritstj. Geir Sigurðsson) bls. 98-112. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Ómar Friðriksson. 1987. „“Allt er spennandi nema gröfin“: Þjóðlíf á námskeiði í heimspeki með 10 ára börnum“ í Þjóðlíf , tbl. 3 (7), s. 13-5. Reykjavík, Félagsútgáfan, 1985-1991.

Páll Skúlason. 2007. „Að skilja heimspeking“ í Hugur: Tímarit um heimspeki 19/2007 (ritstj. Geir Sigurðsson), s. 27-36. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Páll Skúlason. 1989. „Um prófverkefni og gagnrýna hugsun“ í Úlfljótur, tbl. 42 (1), s. 85-86. Reykjavík, Orator, 1947-.

Páll Skúlason. 1987. „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ í Pælingar: Safn erinda og greina. Reykjavík, ERGO.

Páll Skúlason. 1982. „Um siðfræði og siðfræðikennslu“ í Fjölrit Félags áhugamanna um heimsepki. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Róbert H. Haraldsson. 2010. „Gagnrýnin hugsun og veruleiki“ í Ádrepur: um sannleika, hlutleysi vísinda, málfrelsi og gagnrýna hugsun. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag.

Róbert H. Haraldsson. 2001. „Gagnrýnin hugsun og veruleiki – Um sjálfsögð sannindi og vísindalega aðferð“. Tveggja manna tal. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag.

Róbert Jack. 2011. „Barnaheimspeki er rannsókn á möguleikum: Róbert Jack ræðir við Hrein Pálsson og Brynhildi Sigurðardóttur“ í Hugur: Tímarit um heimspeki, (ritstj. Eyja Margrét Brynjardsóttir), 22. Ár, s. 8-22. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Sigríður Þorgeirsdóttir. 1999. „Siðfræðikennsla í skólum“ í Hvers er siðfræðin megnug?: safn ritgerða í tilefni tíu ára afmælis Sifræðistofnunar, (ritstj. Jón Á. Kalmansson), s. 71-92. Reykjavík, Siðfræðistofnun Íslands, Háskólaútgáfa.

Page 81: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

78

Vilhjálmur Árnason. 2010. „Frjálsræði og sjálfræði: uppeldi til frelsis í neyslusamfélagi“ í Velferð barna, gildismat og ábyrgð samélags, (ritstj. Salvör Nordal, Sigrún Júlíusdóttir og Vilhjálmur Árnason). Reykjavík, Siðfræðistofnun, Háskólaútgáfan.

Þorsteinn G. Hjartarson. 1992. „Heimspeki í grunnskóla“. Hugur: Tímarit um heimspeki, (ritstj. Jörundur Guðmundsson) 5. Árg. Reykjavík, Félag áhugamanna um heimspeki.

Námsritgerðir

Aðalbjörg Signý Sigvaldadóttir. 2006. Heimspeki: mikilvægi heimspekinnar með börnum: í samræðusamfélagi. Akureyri. Lokaverkefni við Háskólann á Akureyri

Aðalbjörg Steinarsdóttir, Helga María Þórarinsdóttir. 1999. Það eina sem við þörfnumst til að vera góðir heimspekingar er að kunna að undrast: heimspeki með börnum. Akureyri. Lokaritgerð við Háskólann á Akureyri.

Anna Gerður Guðmundsdóttir. 2002. Heimspeki í hönnun og smíði. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við Kennaraháskóla Íslands.

Anna Gréta Guðmundsdóttir. 2000. Heimspekileg hugsun barna. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við leikskólaskor Kennaraháskóla Íslands.

Anna Harðardóttir, Þórunn Guðmundsdóttir. 1990. Börn og heimspeki. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við Kennaraháskóla Íslands.

Anna Sofia Wahlström. 2002. Heimspeki með börnum. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við leikskólaskor Kennaraháskóla Íslands.

Brynhildur Sigurðardóttir og Sigríður Ólafsdóttir. 1994. Um siðfræði sem grundvöll umhverfismenntunar. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við Kennaraháskóla Íslands.

Dóra Bjarnadóttir, Katrín Ragnarsdóttir. 1999. Siðfræði í skólastarfi. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við Kennaraháskóla Íslands.

Elín Traustadóttir. 2005. Barnaheimspeki: fræðileg umfjöllun og kennsluleiðbeiningar úr Sögunni af bláa hnettinum. Reykjavík. B.Ed.-verkefni við grunnskólabraut Kennaraháskóla Íslands.

Elínrós Benediktsdóttir. 2001. Dyggð og kennsla: hvað er dyggð, er hægt að kenna dyggð og hvernig?. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við Kennaraháskóla Íslands.

Elísabet Hermundardóttir, Friðborg Jónsdóttir. 2000. Miðlun kristilegs siðgæðis í grunnskólum. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við Kennaraháskóla Íslands.

Elsa Haraldsdóttir. 2010. Heimspekileg samræða: um gildi heimspekilegrar samræðu í skólum. Reykjavík. Lokaritgerð frá Háskóla Íslands.

Page 82: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

79

Eva guðríður Hauksdóttir. 2006. Er hægt að meta vilja og færni nemenda til að færa rök fyrir máli sínu?: rannsókn í grunnskólum landsins og fræðileg umfjöllun. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við Kennaraháskóla Íslands

Fjóla Stefánsdóttir. 1996. Heimspeki með börnum. Akureyri. Lokaritgerð við Háskólann á Akureyri.

Gerður Guðmundsdóttir. 1998. Heimspeki og börn: ávinningur barna af heimspekilegum samræðum. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við leikskólaskor Kennaraháskóla Íslands.

Guðbjörg Guðjónsdóttir. 1998. Heimspeki með börnum. Reykjavík. Lokaritgerð í Framhaldsdeild við leikskólaskor Kennaraháskóla Íslands.

Guðbjörg Leifsdóttir. 2006. Að læra er að læra að hugsa: um lífsleikni í grunnskólum. Reykjavík. B.Ed.-verkefni við grunnskólabraut Kennaraháskóla Íslands.

Guðfinna Björk Hallgrímsdóttir. 2000. Heimspeki með börnum: hlutverk kennarans. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við leikskólaskor Kennaraháskóla Íslands.

Guðrún Hulda Guðmundsdóttir. 1992. Barnaheimspeki. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við Kennaraháskóla Íslands.

Guðrún Höskuldsdóttir. 2004. Þú veist það er verður þú stór: um heimspeki með börnum. Reykjavík. Lokaritgerð við Háskóla Íslands.

Guðrún Ósk Stefánsdóttir, Harpa Brynjarsdóttir. 2001. Gott uppeldi æskunnar er helsta von þjóðar: er grundvöllur fyrir kennslu í siðfræði á leikskólastigi og er líklegt að sérsamið námsefni skili árangri í slíkri kennslu?. Akureyri. Lokaritgerð við Háskólann á Akureyri.

Heiðrún Friðbjörnsdóttir. 2000. Börn hugsa … þess vegna eru þau til: rökhugsun barna. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við leikskólaskor Kennaraháskóla Íslands.

Ingibjörg Sveinsdóttir. 2008. Trúarbrögð í grunnskólum: könnun á viðhorfi foreldra til kennslu kristinna fræða, siðfræði og trúarbragðafræði í íslenskum grunnskólum. Reykjaík. B.Ed.-verkefni við grunnskólabraut Kennaraháskóla Íslands.

Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir. 2010. Lífsleikni og trúarbragðafræði í grunnskólum: hvað sameingar og hvað skilur að siðferðilegan grundvöll þessara greina. Reykjavík. Lokaverkefni (MEd) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir. 2010. Samræðusiðfræði í skólastofunni: tímaeyðsla eða gagnlegur undirbúningur undir líf og starf í lýðræðissamfélagi?. Reykjavík. Lokaverkefni (MEd) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Katrín M. Þorbjörnsdóttir, Steinunn L. Ragnarsdóttir. 2001. Ég er – ég get. Akureyri. Lokaritgerð við Háskólann á Akureyri.

Page 83: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

80

Kristín Hildur Sætran. 2005. Tími heimspekinnar í framhladsskólanum. Reykjavík. M.Paed-ritgerð við Háskóla Íslands.

María Elísabet Ástudóttir. 2011. Klara kónguló: greinargerð með barnabók og hugmynd að heimspekilegu starfi með börnum. Reykjavík. B.Ed-ritgerð við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Sigurbjörg Kristín Þorvarðardóttir. 2000. Skapandi og gagnrýnin hugsun barna. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við leikskólaskor Kennaraháskóla Íslands.

Thelma Björk Jóhannesdóttir. 2002. Spyrja má þó viti: kennsluverkefni í heimspeki. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við Kennaraháskóla Íslands.

Valgerður Dögg Jónsdóttir. 2003. Getur allt í heiminum breyst? Heimspeki með leikskólabörnum. Reykjavík. Lokaritgerð við Háskóla Íslands.

Þrúður Hjelm. 1999. Hugsandi börn: börn og heimspeki. Reykjavík. B.Ed.-ritgerð við leikskólaskor Kennaraháskóla Íslands.

Kennsluefni

Aðalbjörg Steinarsdóttir. 2001. Íslenskar barnabókmenntir og þjóðsögur sem uppspretta heimspekilegrar samræðu meðal leikskólabarna: þróunarverkefni leikskólans Lundasels 1999-2001. Akureyri, Leikskólinn Lundasel.

Ármann Halldórsson; Róbert Jack. 2008. Heimspeki fyrir þig. Reykjavík, Mál og menning.

Gunnar Hersveinn. 1990. Um það fer tvennum sögum: heimspeki. S.l., s.n.

Lipman, Matthew. 1995. Álfdís. (ísl. Þýð. Hreinn Pálsson). Reykjavík, Heimspekiskólinn.

Lipman, Matthew. 1994. Kalli og Gústa: tengsl manns og náttúru. (þýð. Hreinn Pálsson). Reykjavík, Heimspekiskólinn.

Lipman, Matthew; Ann Gazzard. 1994. Álfdís. Fylgirit, Hugtakatengsl: kennsluleiðbeiningar með Álfdísi. (þýð. Hreinn Pálsson). Reykjavík, Heimspekiskólinn.

Lipman, Matthew; Ann Margareth Sharp. 1993. Ása. Fylgirit. Kennsluleiðbeiningar með Ásu. Mál og hugsun. (þýð. Hreinn Pálsson). Reykjavík, Heimspekiskólinn.

Lipman, Matthew; Ann Margareth Sharp; Frederick S. Oscanyan. 1993. Heimspekiæfingar: kennsluleiðbeiningar með uppgötvun Ara. (þýð. Hreinn Pálsson). Reykjavík, Heimspekiskólinn.

Lipman, Matthew. 1993. Lísa. (þýð. Arna A. Antonsdóttir og Hreinn Pálsson). Reykjavík, Heimspekiskólinn.

Page 84: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

81

Lipman, Matthew; Ann Margareth Sharp. 1993. Lísa. Fylgirit. Kennsluleiðbeiningar með Lísu. Siðfræðiæfingar. (þýð. Hreinn Pálsson). Reykjavík, Heimspekiskólinn.

Lipman, Matthew. 1991. Uppgötvun Ara. Reykjavík, Heimspekiskólinn.

Lipman, Matthew; Ann Margareth Sharp; Frederick S. Oscanyan. 1991. Uppgötvun Ara. Fylgirit. Kennsluleiðbeiningar með Ara. Heimspekiæfingar. Reykjavík, Heimspekiskólinn.

Lipman, Matthew. 1990. Uppgötvun Ara. Reykjavík, Heimspekiskólinn.

Lipman, Matthew. 1989. Ása. Reykjavík, Heimspekiskólinn.

Lipman, Matthew. 1986. Uppgötvun Ara. Reykjavík, Hreinn Pálsson, sept. 1986.

Matthías Viðar Sæmundsson, Sigurður Björnsson. 2001. Hugsi: um röklist og lífssleikni. Reykjavík, Námsgagnastofnun. 2. Útg.

Matthías Viðar Sæmundsson, Sigurður Björnsson. 2000. Hugsi: um röklist og lífssleikni. Reykjavík, Námsgagnastofnun.

Sigurður Björnsson. 2010. Hugrún: heimspeki með börnum: vinnubók. Kópavogur, Námsgagnastofnun.

Sigurður Björnsson. 2010. Hugrún: sögur og samræðuæfingar – heimspeki með börnum. Kópavogur, Námsgagnastofnun.

Sigurður Björnsson. 1997. Bullukolla: heimspeki með börnum: saga, leiðbeiningar. Reykjavík, höf..

Erlent fræðilegt-, hagnýtt- og kennsluefni

Bækur

A sense of belonging: a guide for values for the humanistic and international dimension of education /Consortium of institutions for development and reasearch in Europe (ritstj. Ian Barr). Dundee, Scottish Consultative Counsil on the Curriculum.

Bailin, Sharon; Mark Battersby. 2010. Reason in the balance: an inquiry approach to critical thinking. Toronto, McGraw-Hill Reyerson.

Barrow, Robin. 2007. An introduction to moral philosophy and moral education. London, Routledge.

Black, Max. 1952. Critical thinking: An intr. To logic and scientific method. Englewood Cliffs, NJ; Prentice-Hall.

Page 85: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

82

Boostrom, Robert E.. 2005. Thinking: the foundation of critical and creative learning in the classroom. New York, Teachers College Press.

Bowell, Tracy; Gary Kemp. 2005. Critical thinking: a concise guide. London, New York; Routledge. (Nýja Sjáland)

Brookfield, Stephen D.. 1987. Developing critical thinkiers: challenging adults to explore alternative ways of thinking and act. San Francisco, Jossey-Bass.

Brookfield, Stephen. 1995. Becoming a critically reflective teacher. San Francisco, Jossey-Bass.

Brookfield, Stephen. 2005. The power of critical theory for adult learning and teaching. Maidenhead, Open University Press.

Børresen, Beate; Bo Malmhester. 2008. Filosofere i barnehagen. Bergen, Fagbokforlaget.

Børresen, Beate. 2004. Låt barnen filosofera: det filosofiska samtalet i skolan. Stockholm, Liber.

Campell, Elizabeth. 2003. The ethical teacher. Buckingham, Open University Press.

Carr, David. 2000. Professionalism and ethics in teaching. London, New York; Routledge.

Christoffersen, Svein Aage; Torstein Selvik. 1999. Engasjement og livsytring: innføring i etikk for pedagoger. [S.I.], Tano Aschehoug.

Copeland, Matt. Socratic circles: fostering critical and creative thinking in middle and high school. Portland, Me; Stenhouse Publishers.

Cottrell, Stella. 2005. Critical thinking skills: developing effective analysis and argument. New York, Pallgrave Macmillan.

Dauer, Francis Watanabe. 1989. Critical thinking: an introduction to reasoning. London, Oxford University Press.

Dewey, John. 2000. Hugsun og menntun. Þýð. Gunnar Ragnarsson. Reykjavík, Rannóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Ennis, Robert Hugh. 1996. Critical thinking. Upper Saddle River, NJ; Prentice Hall.

Epstein, Richard L.; Carolyn Kernberger. 2006. Critical thinking. Belmont, CA; Thomson.

Fisher, Alec. 2001. Critical Thinking: An Introduction. Cambridge, University Press.

Fisher, Robert. 1995. Teaching children to think. Cheltenham, Stanley Thornes.

Fisher, Robert. 2003. Teaching thinking: philosophical inquiry in the classroom. London; New York, Continuum.

Page 86: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

83

Gregory, Maughn. 2008. Philosophy for children: praktitioner handbook. Montclair, NJ, Montclair State University.

Hallgren, Roland. 2003. På jakt efter livets essens: om spekulerande grundskolebarn. Lund, Studentlitteratur.

Halpern, Diane F.. 1996. Thinking critically about critical thinking. Mahwah, N.J; Lawrence Erlbaum Associates.

Halpern, Diane F.. 1996. Thought and knowledge: an introduction to critical thinking. Mahwah, N.J; L. Erlbaum Associates.

Halpern, Diane F.. 1997. Critical thinking across the curriculum: a brief edition of thought and knowledge. Mahwah, N.J; L. Erlbaum Associates.

Haynes, Joanna. 2008. Children as philosophers: learning through enquiry and dialogue in the primary classroom. Abingdon, Oxon; New York, Routledge.

Jackson, Philip W.; Robert E. Boostrom; David T. Hansen. 1998. The moral life of schools. San Francisco, Jossey-Bass.

Jaksa, James A.; Michael S. Pritchard. 1988. Communication ethics: methods of analysis. Belmont, CA; Wadsworth.

Johnson, Stephen; Harvey Siegel. 2010. Teaching thinking skills. New York, NY; Continuum International Pub. Group.

Lipman, Matthew. 1980. Philosophy in the classroom. Philadelphia, Temple University Press.

Lipman, Matthew. 1988. Philosophy goes to school. Philadelphia, Temple University Press.

Lipman, Matthew. 1991. Thinking in education. New York, Cambridge University Press.

Lipman, Matthew. 1993. Thinking children and education. Dubuque, Kendall.

Lipman, Matthews. 1969. Discovering philsophy. New York, Appleton-Century-Crofts.

Lipman, Matthews. 2008. A life teaching thinking. Montclair, NJ, Institute for the Advancement of Philosophy for Children. Abingdon, Oxon; New York, Routledge.

Malmhester, Bo; Ragnar Ohlsson. 1999. Filosofi med barn: reflektioner över ett försök på lågstadiet. Stockholm, Carlsons.

Matthews, Gareth B.. 1980. Philosophy and the young child. Cambridge, Harvard University Press.

Matthews, Gareth B.. 1984. Dialogues with children. Cambridge, MA, Harvard University Press.

Page 87: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

84

Matthews, Gareth B.. 1992. Dialogues with children. Cambridge, Harvard University Press.

Matthews, Gareth B.. 2000. Heimspeki og börn. (ísl. þýð. Skúli Pálsson). Kópavogur, Sóley.

McCall, Catherine. 2009. Transforming thinking: philosophical inquiry in the primary and secondary classroom. Abingdon, Oxon; New York, Routledge.

McPeck, John E.. 1981. Critical thinking and education. Oxford, Robertson.

McPeck, John E.. 1990. Teaching critical thinking: dialogue and dialectic. London, New York; Routledge.

McPeck, John E.. 1990. Teaching critical thinking: dialogue and dialectic. London; New York, Routledge.

Moore, Brooke Noel; Richard Parker. 2004. Critical thinking. Boston, Mass.; McGraw-Hill.

Murris, Karin; Joanna Haynes. 2000. Storywise: thinking through stories: issues. Newport, Pembs; DialogueWorks.

Noddings, Nel. 2002. Educating moral people: a caring alternative to character education. New York, Teachers College Press.

Ohlson, Ragnar. 1998. Meningen med livet. Alfabeta.

Paul, Richard; Linda Elder. 2001. Critical thinking: tools for taking care of your learning and your life. Upper Saddle River, NJ; Prentice-Hall.

Paul, Richard; Linda Elder. 2005. A guide for educators to critical thinking competency standards: standards, principles, performance, indicators and outcomes with a critical thinking master rubik. Dillon beach, Foundation for critical thinking.

Paul, Richard; Linda Elder. 2005. The thinkers guide to the nature and functions of critical & creative thinking. Dillon beach, Foundation for critical thinking.

Paul, Richard; Linda Elder. 2006. The miniature guide to critical thinking: concepts & tools. Dillon beach, Foundation for critical thinking.

Paul, Richard; Linda Elder. 2006. The thinker’s guide to the art of Socratic questioning. Dillon beach, Foundation for critical thinking.

Pritchard, Michael S.. 1985. Philosophical adventures with children. Lanham, University Press of America.

Pritchard, Michael S.. 1996. Reasonable children, moral education and moral learning. Lawrence, Univercity Press of Cansas.

Quinn, Victor. 1997. Critical thinkingin young minds. London, David Fulton Publishers.

Page 88: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

85

Reason and values: new essays in philosophy of education (ritstj. John P Portelli og Sharon Bailin). Calgary, Detselig Enterprices, 1993.

Salmon, Merrilee H.. 1989. Introduction to logic and critical thinking. San Diego, Harcourt Brace Jovanovich.

Schelderup, Ariane; Øvynd Olsholt; Beate Børresen. 1999. Filosofi i skolen. Oslo, Tano Aschehoug.

Siegel, Harvey. 1988. Educating reason: rationality, critical thinking, and education. New York, Routledge í samstarfi við Methuen.

Siegel, Harvey. 1997. Rationality redeemed?: further dialogues on an educational ideal. New York, Routledge.

Simon, Katerine G.. 2001. Moral questions in the classroom: how to get kids to think deeplu about real life and their schoolwork. New Haven, Yale University Press.

Stanely, Sara; Steve Bowkett. 2004. But why?: developing philosphical thinking in the classroom. Stafford, NetworkEducationalPress.

Sutcliffe, Roger; Steve Williams. 2000. The philosphy club: an adventure in thinking. Newport, Dialogue Works.

Sutcliffe, Roger; Steve Williams. 2000. The philosphy club: an adventure in thinking. Newport, Dialogue Works.

Tillman, Diane; Diana Hsu. 2001. Living Values activities for children ages 3-7. Deerfield Baech, Fla; Health Communications.

Werkmeister, W. H. (William Henry). 1957. An introduction to critical thinking: a beginner’s text in logic. Lincoln, Neb.; Johnsen.

Ráðstefnur

Children, thinking and philosophy: proceedings og the 5th International Conference of Philosophy, Graz 1992 = Das philosophisce Denken von Kindern: Kongressband des 5. Internationalen Kongresses für Kinderphilosophie, Graz 1992, (ritstj. Daniela G. Camby). Sankt Augustin, Academia, 1994.

Philosophy for children on top of the world: proceedings of the eighth International Conference on Philosophy with Children, (ritstj. Hreinn Pálsson, Brynhildur Sigurðardóttir, Barbara B. Nelson). Akureyri, Háskólinn á Akureyri, 1999.

Proceedings of the eighth International conference on philosophy with children, June 18-21, 1997, Akureyri, (ritstj. Hreinn Pálsson, Brynhildur Sigurðardóttir, Barbara B. Nelson). Akureyri, University of Akureyri, 1999.

Page 89: Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum · Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum 2 Nýsköpunargildi verkefnisins Nýsköpunargildi

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

86

Myndefni

Goodman, Harriet; Lisa Naylor. 2007. Thinking allowed [mynddiskur] philosophy for children at Gallions Primary School. Leikstýrt af Chris O’Brien, framleitt af Channel2020. London, Gallions Primary School.

Thinking together: philosophy for children. Halovine, Online Classroom, 2004.

Kennsluefni

Lipman, Matthew; Ann Margareth Sharp. 1982. Pixie. Looking for meaning: instructional manual to accompany Pixie. Upper Montclair, NJ, Institute for the Advancement of Philosophy for Children.

Lipman, Matthew. 1981. Pixie. Upper Montclair, NJ, Institute for the Advancement of Philosophy for Children.

Lipman, Matthew. 1980. Harry Stottelmeier’s discovery. Upper Montclair, NJ, Institute for the Advancement of Philosophy for Children.

Lipman, Matthew. 1980. Mark. Upper Montclair, NJ, Institute for the Advancement of Philosophy for Children.

Lipman, Matthew; Ann Margareth Sharp. 1980. Mark. Social inquiry: instructional manual to accompany Mark. Upper Montclair, NJ, Institute for the Advancement of Philosophy for Children.

Lipman, Matthew; Ann Margareth Sharp. 1980. Suki. Writing, how and why. Upper Montclair, NJ, Institute for the Advancement of Philosophy for Children.

Lipman, Matthew. 1978. Suki. Upper Montclair, NJ, Institute for the Advancement of Philosophy for Children.

Lipman, Matthew; Ann Margareth Sharp; Frederick S. Oscanyan. 1977. Ethical inquiry: instructional manual to accompany Lisa. Upper Montclair, NJ, Institute for the Advancement of Philosophy for Children.

Lipman, Matthew. 1976. Lisa. Upper Montclair, NJ, Institute for the Advancement of Philosophy for Children.