5
Einfaldlega Clicker

Einfaldlega Clicker 5

Embed Size (px)

DESCRIPTION

1. Kaflinn í nýrri bók um Clicker 5.0 hugbúnaðinn frá Cricksoft.

Citation preview

Page 1: Einfaldlega Clicker 5

Einfaldlega Clicker

Page 2: Einfaldlega Clicker 5

Einfaldlega Clicker S.Fjalar

Fyrstu skreFin

Clicker hugbúnaðurinn grundvallast á tveimur aðskildum en samt tengdum hlutum, ritvinnslu og grin-dum. Clicker verkefni geta samanstaðið af eintómum grindum eða samblandi af grindum og ritvinnslu. Á myndinni hér að neðan má sjá dæmi um hvort tveggja.

Verkefnið vinstra meginn samanstendur af ritvinnslu (efri hlutinn) og grind (neðri hlutinn) á meðan verkefnið til hægri er einungis Clicker grind. Hvert einstaka Clicker verkefni getur samanstaðið af mörgum grindum og hægt er að blanda saman grindum og ritvinnslu í einu og sama verkefninu. Þannig er t.a.m. hægt að leggja inn efni með því að nýta einungis grindur og síðan bjóða nemanda upp á úrvinnslu eða verkefnavinnu með því að kynna til sögunnar ritunarhlutan.

Samspil ritvinnslu og grindaRitunarhluti Clicker er ekkert annað en einföld ritvinnsla með innbyggðum talgervli. Hægt er að slá inn texta með lyklaborðinu, útlitsmóta hann á ýmsa vegu með hnöppum á tækjastiku (sjá mynd), s.s. feitletra, skáletra eða undirstrika. Einnig er hægt að setja inn myndir og krækjur.

Clicker hefur innbyggðan talgervil. Þegar punktur er settur fyrir aftan setningu les Clicker hana upp eftir bestu getu. Einnig er hægt að smella á einstök orð með hægri músarhnappi og eru þau þá lesin upp. Talgervillinn í Clicker ræður mjög vel við enskan texta en því miður vefst íslenskan fyrir honum.

Grindunum má hins vegar líkja við snertiskjá þar sem hægt er að móta hnappana, innihald þeirra og útlit að vild. Hægt er að ráða stærð hnappa eða reita í grindinni og þeir geta innihaldið texta og/eða

mynd. Einfalt er að tengja hljóðupptöku við einstaka reiti og er innifalið í Clicker lítið upptökuforrit

Ritillinn og grindurnar vinna þannig saman að þegar smellt er á reit í grind er hægt að senda eftirfarandi yfir í ritvinnsluna:

Texta• Það getur verið textinn í reitnum eða texti að eigin vali.

Mynd• Myndin í reitnum.

Texta og mynd• Bæði textinn og myndin í reitnum eru send yfir í ritunarhlutan.

Margar grindur eitt verkefniClicker verkefni getur samanstaðið af einni grind eða fleirum. Þegar verkefni samanstendur af mörgum grindum gefst nemendum venjulega tækifæri til að fara á milli grinda með því að smella á þar til gerðan hnapp.

Allur textinn í ritunarhlutanum heldur sér þrátt fyrir að nemandi fari frá einni grind yfir í aðra. Á þennan hátt getur nemandinn byggt upp texta, t.a.m. frásögn og nýtt til þess margar grindur. Fjölmörg verke-

Myn

d1

Myn

d 2

Page 3: Einfaldlega Clicker 5

Einfaldlega Clicker S.Fjalar

fni í Clicker, t.d. verkefni í setningarbyggingu, eru einmitt hugsuð þannig að nemandinn notar margar grindur til þess að byggja upp texta. Í verkefninu sem sjá má á myndinni hér fyrir neðan er smellt á bláu örvarnar til þess að komast á milli grinda.

Fjölbreytt verkefniClicker inniheldur fjölbreyttar tegundir verkefna og auk þess fjölmörg tilbúin sniðmát sem einfalda ken-nurum smíði eigin verkefna. Að sjálfsögðu er einnig hægt að smíða verkefni í Clicker frá grunni og móta þau á hvern þann hátt sem hentar. Verkefni í Clicker er einfalt að aðlaga að sértækum þörfum nemenda, t.d. einfalda texta, skipta um myndir eða stækka letur svo fátt eitt sé nefnt.

Hér verður stuttlega fjallað um nokkrar tegundir verkefna sem fylgja Clicker uppsetningunni.

Bækur

Clicker býður upp á einfalda leið til þess að setja saman bækur sem geta innihaldið myndir, tónlist, tal og texta. Bækurnar geta fullbúnar frá hendi kennarans eða þannig samansettar að nemendur eiga að setja inn texta og/eða myndir. Einnig er hægt að gefa nemendum kost á því að talsetja bækur.

Talandi bækur eru öflug leið til að vinna með lestur og ritun. Kennarar geta hljóðsett bækur og hægt er að vinna með myndir úr myndasafni Clicker, myndir úr öðrum myndasöfnum eða stafrænar ljósmyndir.

Flokkun

Í þessari tegund verkefna er nemandanum ætlað að flokka orð, hugtök eða myndir í tvo eða fleiri reiti.Fyrst er smellt á þann reit eða dálk sem orðið eða myndin tilheyrir. Við þá aðgerð opnast sprettigluggi sem inniheldur orð eða myndir sem nemandinn velur úr. Þegar smellt er á mynd eða orð í sprettiglugga-num birtist það í reitnum eða dálknum sem upphaflega var smellt á.

Í verkefninu til hægri á myndinni hér að neðan á nemandinn að finna rafmagnstæki úr myndasafninu. Í verkefninu til hægri á hann að velja setningu sem fellur að yfirskrift flokksins, þ.e. hvað ýtir á eftir flutningi úr sveit í borg og hvað dregur úr slíkum flutningum.

Pörun

Í þessari tegund verkefna er nemandanum ætlað að para saman myndir og texta með því að velja annað hvort rétta mynd eða orð úr sprettiglugga. Fyrst er reiturinn valinn þar sem myndin eða orðið á að birtast og smellt á hann. Þá opnast sprettigluggi sem inniheldur annað hvort myndir eða texta til að velja úr og setja í reitinn.

Pörunarverkefni geta verið mjög fjölbreytt í Clicker og hægt er að vinna með hljóð auk texta og mynda. Eins og í öllum öðrum verkefnum er hægt að notast við hvaða stafrænu myndir sem er. Hljóðskrár má einnig finna víðsvegar á Netinu.

Myn

d 3

Myn

d 4

Myn

d 5

Myn

d 6

Page 4: Einfaldlega Clicker 5

Einfaldlega Clicker S.Fjalar

Setningamyndun

Clicker hentar einstaklega vel til verkefna sem hafa með setningamyndun að gera. Á myndunum hér fyrir neðan má sjá tvö slík verkefni.

Grindin þjónar hlutverki snertiborðs sem getur innihaldið myndir og texta. Á bak við hvern einstaka reit er líka mögulegt að hafa hljóð. Þannig getur Clicker lesið upp heilar setningar sem nemandanum er ætlað að mynda og einnig einstök orð sem hann notar til þess að búa setningarnar til. Þegar smellt er á mynd eða texta á grindinni flyst hann yfir í rititilinn.

Þær verkefnategundir sem hér hafa verið kynntar eru einungis lítill hluti af öllu því sem Clicker inniheldur og örsmátt brot af öllum þeim verkefnum sem hægt er að smíða með aðstoð Clicker. Í raun takmarkast notkun hugbúnaðarins einungis af hugarflugi notenda.

VerkeFnaVinna

Þegar Clicker 5 hugbúnaðurinn er ræstur opnast viðmót sem veitir notendum aðgang að helstu aðgerðum. Héðan er hægt að sýsla með kerfisstillingar opna tilbúin Clicker verkefni eða verkefni í vinnslu, stofna ný Clicker verkefni eða leita eftir verkefnum og sækja úr LearningGrids safninu.

Samspil ritvinnslu og grinda

Möppurnar Examples og LearningGrids eru búnar til um leið og Clicker hugbúnaðurinn er settur upp á tölvu notenda. Examples mappan hefur að geyma nokkur sýnishorn af Clicker verkefnum en Learning-Grids mappan hýsir verkefni sem sótt eru af LearningGrids vefnum og er ætluð sem aðalgeymslan fyrir Clicker verkefni.

Verkefni sem sótt eru af LearningGrids vistast sjálfvirkt í LearninGrids möppuna og eru flokkuð í un-dirmöppur þar á sama hátt og þau eru skipulögð á LearningGrids. Ekkert er því til fyrirstöðu að búa til

Page 5: Einfaldlega Clicker 5

Einfaldlega Clicker S.Fjalar

asdfnýja möppu eða möppur en slóðina að möppunum má finna í Options>Program Management>Folder Locations.

Meðfylgjandi sýnishornEin besta leiðin til að kynnast virkni og möguleikum Clicker er að skoða meðfylgjandi sýnishorn en þau eru sett upp um leið og Clicker hugbúnaðurinn og geymd í Examples möppunni.

Clicker hefur innbyggðan talgervil. Þegar punktur er settur fyrir aftan setningu les Clicker hana upp eftir bestu getu. Einnig er hægt að smella á einstök orð með hægri músarhnappi og eru þau þá lesin upp. Talgervillinn í Clicker ræður mjög vel við enskan texta en því miður vefst íslenskan fyrir honum.

Grindunum má hins vegar líkja við snertiskjá þar sem hægt er að móta hnappana, innihald þeirra og útlit að vild. Hægt er að ráða stærð hnappa eða reita í grindinni og þeir geta innihaldið texta og/eða

Learninggrids.comVerkefnasafn Cricksoft, útgefanda Clicker, á Netinu. Á Learninggrids er hægt að sækja Clicker verkefni án endurgjalds. Hægt er að fara inn á vefinn í gegnum vefskoðara eða beint í gegnum Clicker.