20
Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 og þróunin frá 2005

Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014

og þróunin frá 2005

Page 2: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Ljósmyndir: Rögnvaldur Guðmundsson, Áslaug Gunnarsdóttir og frá Hafnarfjarðarbæ.. Kápumynd: Víkingur í landi Hafnarfjarðar

Page 3: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014

og þróunin frá 2005

Samantekt unnin fyrir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar

Desember 2014

Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf

[email protected]

Í upplandi Hafnarfjarðar.

Page 4: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið
Page 5: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Efnisyfirlit

Helstu niðurstöður 1

1.0 Inngangur 2

1.1 Kannanir 2

1.2 Úrvinnsla 2

1.3 Niðurstöður grunnspurninga 3

1.4 Markmið og hagnýting 4

2.0 Erlendir ferðamenn á Íslandi 2004-2014 5

2.1 Ferðamenn með flugi og ferju og gistinætur þeirra 5

2.2 Ferðamáti og farartæki ferðamanna 6

2.3 Ferðamenn með skemmtiferðaskipum 7

2.4 Allir ferðamenn á Íslandi 2004-2014 7

3.0 Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 og þróunin frá 2005 8

3.1 Dagsgestir, næturgestir og gistinætur 2005-2014 8

3.1.1 Meira um gistinætur í Hafnarfirði 9

3.1.2 Ferðamenn í Krýsuvík 9

3.2 Heyrt um Hafnarfjörð 12

3.3 Upplýsingaöflun um Hafnarfjörð fyrir heimsókn þangað 13

3.4 Afþreying gesta í Hafnarfirði 1998-2014 14

Page 6: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið
Page 7: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 og þróunin frá 2005

1

Helstu niðurstöður

Um 15% erlendra ferðamanna sem komu til Íslands sumarið 2014 (júní til ágúst) höfðu

einhverja viðdvöl í Hafnarfirði. Þar af gistu rúmlega 3%, í að jafnaði 3,1 nótt, en um

12% komu í dagsferð. Hlutfall komugesta var 16% sumarið 2011, 17% sumarið 2008 og

19% sumarið 2005.

Áætlað er að 67 þúsund erlendir ferðamenn hafi haft viðkomu í Hafnarfirði sumarið

2011, 46% fleiri en sumarið 2011. Þar af hafi 14 þúsund gist í nálægt 44 þúsund nætur.

Miðað við það voru gistinætur erlendra ferðamanna í Hafnarfirði um 1% af öllum

erlendum gistinóttum hér á landi síðastliðið sumar.

25% þeirra sem höfðu komu til Hafnarfjarðar öfluðu sér upplýsinga um bæinn áður en

þeir komu. Af þeim sem komu í Hafnarfjörð höfðu flestir aflað upplýsinga í ferðahand-

bókum (9%), á Trip Advisor (8%) eða á Google (7%).

28% þeirra sem komu í Hafnarfjörð sumarið 2014 fóru á veitinga- eða kaffihús. Næst

flestir fóru í Hellisgerði (19%) en nokkru færri versluðu (17%), nýttu sér þjónustu

upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í ráðhúsinu (15%), fóru á safn/sýningu í Hafnarfirði

(12%) eða heimsóttu þar vini/kunningja (9%).

Page 8: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2014

2

1.0 Inngangur

1.1 Kannanir

Þessi greinargerð byggir á niðurstöðum úr könnun sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar

(RRF) framkvæmdi fyrir Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar meðal erlendra

ferðamanna í Leifsstöð sumarið 2014. Könnunin stóð frá júní til ágúst og var liður í stærri

könnun, Dear Visitors, sem hefur verið framkvæmd af RRF með reglubundnum hætti frá árinu

1996 og stöðugt frá janúar 2004 (alla mánuði ársins).

Alls fengust 994 gild svör í sumarkönnuninni 2014 og svöruðu 74% af þeim sem fengu könnunina

í hendur. Spurt var hvort fólk hefði komið til Hafnarfjarðar, hvort það hefði gist þar og í hve

margar nætur. Þeir sem ekki höfðu komið þangað í ferðinni voru spurðir hvort þeir hefðu heyrt

um Hafnarfjörð. Þeir sem höfðu komið til Hafnarfjarðar voru spurðir hvort þeir hefðu aflað sér

upplýsinga um bæinn áður en þeir komu þangað og þá hvar. Jafnframt voru þeir sem spurði hvort

þeir hefðu þar gert eitthvað af eftirtöldu í Hafnarfirði:

verslað, farið á hestbak, í heimsókn, sund, víkingaveislu/-hátíð, á upplýsingamiðstöð,

í veitingahús, í Hellisgerði (álfagarðinn).

Niðurstöðurnar verða raktar í kafla 3.0 og einnig bornar saman við niðurstöður úr fyrri könnunum

RRF fyrir Hafnarfjörð sumrin 2005, 2008 og 2011 og í sumum tilvikum einnig könnun frá 1998.

Í kafla2.0 verður þróunin í komum erlendra ferðamanna til Íslands frá 2004 til 2014 stuttlega

rakin og að hluta til allt frá 1996.

1.2 Úrvinnsla

Við úrvinnslu niðurstaðna eru þeir erlendu ferðamenn sem þátt tóku í könnunum RRF fyrst

skoðaðir sem heild en síðan m.t.t. kyns, aldurshópa, búsetu (markaðssvæða) og ferðamáta (á

eigin vegum eða í hópferð). Erlendir ferðamenn eru flokkaðir eftir sex markaðssvæðum hvað

búsetu varðar. Gestir með búsetu utan þeirra svæða eru hafðir saman undir heitinu önnur svæði.

Tafla 1.1 Skilgreining á markaðssvæðum

Markaðssvæði Lönd

Norðurlönd Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk.

Mið-Evrópa Þýskaland, Pólland, Austurríki og Sviss.

Benelux löndin Belgía, Holland og Lúxemborg.

Bretlandseyjar England, Wales, Skotland og Írland.

Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal, Grikkland …

Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó.

Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka.

Page 9: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 og þróunin frá 2005

3

Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna eru svokölluð fráviksmörk notuð sem

viðmið. Fráviksmörk eru reiknuð fyrir hverja hlutfallstölu og segja til um það með hve mikilli

nákvæmni megi yfirfæra niðurstöður úrtakskönnunar á þann viðmiðunarhóp eða „þýði“ sem til

skoðunar er. Í könnuninni er þýðið 437 þúsund farþegar sem komu með flugi eða ferju til Íslands

sumarið 2014.1 Í töflu 1.2 má sjá fráviksmörkin eftir því hve stórt úrtakið er og eftir

hlutfallstölum. Taflan miðar við 95% öryggismörk.

Tafla 1.2 Fráviksmörk í úrtakskönnun – allar tölur í %

Fjöldi 5/95 10/90 15/85 20/80 25/75 30/70 40/60 50

100 4,3 5,9 7,0 7,8 8,5 9,0 9,6 9,8

200 3,0 4,2 5,0 5,5 6,0 6,4 6,8 6,9

400 2,1 2,9 3,5 3,9 4,2 4,5 4,8 4,9

600 1,8 2,4 2,9 3,3 3,6 3,8 4,0 4,2

800 1,6 2,2 2,5 2,9 3,2 3,3 3,6 3,7

1000 1,4 1,9 2,2 2,5 2,7 2,8 3,0 3,1

1200 1,3 1,7 2,0 2,3 2,5 2,6 2,8 2,8

1500 1,1 1,5 1,8 2,0 2,2 2,3 2,5 2,5

Sem dæmi má taka ef 15% svarenda í Dear Visitors sumarið 2014 komu til Hafnarfjarðar verður

frávikið frá gefnu hlutfalli +/- 2,2% miðað við 1000 svarendur. Ef 50% hefðu komið til bæjarins

væri frávikið hins vegar +/- 3,1%.

1.3 Niðurstöður grunnspurninga

Af þeim 994 sem skiluðu fullgildum svörum í könnuninni Dear Visitors sumarið 2014 voru

karlar 53% þátttakenda en konur 47%. Þá voru 60% svarenda á aldrinum 16-35 ára, 30%

voru 36-55 ára og 10% eldri en 55 ára.

Meðal þátttakenda voru 25% frá Mið-Evrópu, 21% frá Norður-Ameríku, 17% frá Suður-

Evrópu, 13% frá Norðurlöndunum, 9% frá Bretlandi, 7% frá Benelux löndunum og 8% frá

öðrum svæðum.

74% voru í ferð á eigin vegum, 16% í ”self drive” ferð (að hluta skipulögð af ferða-

skrifstofu), en 10% í skipulagðri hópferð.

85% svarenda voru að koma til Íslands í fyrsta skipti en 15% höfðu komið áður.

93% voru á Íslandi í fríi, 6% í heimsókn, 3% vegna ráðstefnu og sama hlutfall í viðskipta-

erindum en 2% gáfu upp aðrar ástæður.

Meðaldvalarlengd á Íslandi var 9,7 nætur meðal þeirra sem dvöldu hér í 90 nætur eða

skemur sumarið 2014.

1. Heimildir: ferdamalastofa.is, flugtölur ISAVIA og Austfar ehf (Norræna).

Page 10: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2014

4

1.4 Markmið og hagnýting

Markmiðið með þessari greinargerð er að nýta upplýsingar úr áðurnefndri könnunum RRF þannig

að Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar, bæjaryfirvöld og ferðaþjónustuaðilar í

Hafnarfirði geti betur gert sér grein fyrir fjölda gistinátta og hegðun erlendra ferðamanna í

Hafnarfirði sumarið 2014 og þróun í heimsóknum erlendra ferðamanna til bæjarins frá árinu

2005.

Slíkar upplýsingar eru jafnframt gagnlegar þegar unnið er að framtíðarstefnumótum í ferða-

málum fyrir Hafnarfjörð og til að meta hlut bæjarfélagsins í ferðaþjónustu á Íslandi. Rétt er að

hafa í huga að þessar kannanir taka aðeins til sumartímans og væri æskilegt að mæla einnig

komur erlendra ferðamanna til Hafnarfjarðar utan sumartíma.

Auk þess er að mati skýrsluhöfundar afar æskilegt að kanna á ný útgjöld og viðhorf ferðamanna í

Hafnarfirði til þjónustu og aðbúnaðar á sviði ferðaþjónustu með vettvangskönnun árið 2015 en

það var síðast gert árið 1998.

Page 11: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 og þróunin frá 2005

5

Mynd 2.1 Fjöldi ferðamanna til Íslands 2004-2013

ferðamenn með flugi og ferju

2.0 Erlendir ferðamenn á Íslandi 2004-2014

2.1 Ferðamenn með flugi og ferju og gistinætur þeirra

Erlendum gestum til Íslands með flugi fjölgaði verulega á árunum 2004-2007. Fjöldi þeirra stóð

síðan nokkurn veginn í stað 2008-2010 en frá 2011 til 2014 hefur verið mjög mikil fjölgun (um

20% ári). Nú stefnir í að fjöldi erlendra ferðamanna til Íslands með flugi og ferju frá 2004 til 2014,

muni fjölga úr 365 þúsund í um 990

þúsund gesti (170% fjölgun), sem jafn-

gildir rúmlega 10% árlegri fjölgun.

Ástæður fyrir stöðnuninni 2008-2010

eru einkum þær að í kjölfar banka-

hrunsins á Íslandi fækkaði verulega

fólki sem kom til Íslands til að vinna og

einnig þeim sem komu í

viðskiptaerindum. Jafnframt varð

nokkur fækkun á ráðstefnugestum.

Hina miklu aukningu síðustu þrjú árin

má líklega einkum þakka mikilli umfjöllum um Ísland í öllum helstu fréttamiðlum heimsins í

kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010, mikilli aukningu á sætaframboði í millilandaflugi og

meiri fagmennsku í markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar, svo sem hið verðlaunaða

markaðsátak Inspired by Iceland undir forystu Íslandsstofu er dæmi um. Tengt því er átakið Ísland

allt árið. Það er ánægjulegt að síðustu þrjú ár hefur ferðamönnum utan sumars fjölgað mun

meira en sumar-gestum, sem leggur grunn að bættri nýtingu fjárfestinga í greininni. Þannig

verða ferðamenn með flugi og ferju utan sumartíma 2014 líklega um 56% gesta til landsins en

sumargestir 44%.

Gistinætur erlendra ferðamanna hafa lengi verið um helmingi fleiri að sumri en utan þess, þar

sem meðaldvöl sumargesta hefur verið nálægt 10 nóttum en vetrargesta um 5 nætur. Þar hefur

þó heldur dregið saman síðustu 2-3 ár, einkum vegna meiri fjölgunar vetrargesta en sumargesta.

Einnig hefur meðaldvöl sumargesta heldur verið að styttast og var t.d. um 9,5 nætur að jafnaði

sumarið 2014. Þannig má áætla að árið 2014 verði gistinætur erlendra ferðamanna á Íslandi alls

um 7 milljónir talsins; þar af 60% yfir sumarmánuðina en 40% aðra níu mánuði ársins.

Af gestum frá einstökum markaðssvæðum sem koma til landsins með flugi og ferju eru

Norðurlandabúar fjölmennastir á ársgrundvelli. Einkum hefur svo verið að vetrarlagi þar til

veturinn 2012-2013 þegar gestir frá Bretlandaseyjum voru heldur fleiri og hafði þá fjölgað tvöfalt

frá vetrinum 2010-201. Veturinn 2013-2014 juku Bretar þá forystu sína verulega. Hins vegar

komu litlu fleiri Bretar til Íslands sumarið 2014 en sumarið 2004. Að sumarlagi hafa ferðamenn

frá Norðurlöndum og Mið-Evrópu (Þýskaland, Póllandi, Sviss og Austurríki) verið fjölmennastir en

frá sumrinu 2013 hafa ferðamenn frá Norður-Ameríku og frá löndum utan helsti markaðssæða

blandað sér í toppbaráttuna. þá koma ferðamenn frá Suður-Evrópu (mest Frakkland, þá Spánn,

362 376422

486 502 494 489

566

672

810

992

180

255

372

437

182

239

438

555

0

100

200

300

400

500

600

700

800

900

1000

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

Þúsu

nd

Allt árið

Sumar

Vetur

362 376422

486 502 494 489

566

672

810

180

255

372

182

239

438

0

100

200

300

400

500

600

700

800

900

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013

Þú

sun

d

Allt árið

Sumar

Vetur

362 376422

486 502 494 489

566

672

802

180

255

372

182

239

430

0

100

200

300

400

500

600

700

800

900

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013

Þú

sun

d

Allt árið

Sumar

Vetur

362 376422

486 502 494 489

566

672

802

180

255

372

182

239

430

0

100

200

300

400

500

600

700

800

900

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013

Þú

sun

d

Allt árið

Sumar

Vetur

373416

476 483 491 489

560

0

50

100

150

200

250

300

350

400

450

500

550

600

2004-5 2005-6 2006-7 2007-8 2008-9 2009-10 2010-11

Þú

sun

d

Allt árið

Sumar

Vetur

Page 12: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2014

6

Mynd 2.4 Ferðamáti erlendra sumargesta á Íslandi 1996-2014

Mynd 2.5 Helstu farartæki erlendra sumargesta á Íslandi 1996-2014

síðan Ítalía...) einnig helst til Íslands að sumarlagi. Gestir frá Suður-Evrópu og Mið-Evrópu koma

hins vega mun minna til Íslands að vetrarlagi. Þessu er, eins og áður segir, öfugt farið með Breta

sem koma hingað mest að vetrarlagi. Gestir frá Norður-Ameríku eru hins vegar ámóta fjölmennir

að sumri og utan þess svo sem betur sést á myndum 2.2-2.3.

Myndir 2.2-2.3 Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi eftir markaðssvæðum

farþegar með flugi og ferju - sumur og utan sumars 2004-2014

2.2 Ferðamáti og farartæki ferðamanna

Ferðamáti erlendra ferðamanna hefur

breyst mjög frá því að reglubundnar

kannanir hófust hjá Rannsóknum og

ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF)

sumarið 1996. Þá skiptust ferðamenn í

tvo nánast í jafn stóra hópa; annar var í

skipulagðri hópferð en hinn í ferð á

eigin vegum. Þetta breyttist svo hratt á

næstu árum þannig að sumarið 2003

voru 67% á eigin vegum, tveir af

hverjum þremur, en 33% í hópferð.

Sumarið 2011 var síðan staðan sú að um 80% voru á eigin vegum en 20% í skipulagðri hópferð.

Síðustu árin hafa svo kallaðar ”self drive” ferðir vaxið mikið þar sem ferðin er að hluta skipulögð,

gisting bókuð fyrirfram af ferðaskrifstofum/ferðaskipuleggjendum og auk þess er oft bókaður

bílaleigubíll en ferðamennirnir keyra sjálfir. Frá sumrinu 2012 hefur RRF spurt um tíðni slíkra

ferða. Niðurstaðan er sú að sumarið 2014 sögðust 16% svarenda vera í ”self drive” ferð, 74%

alfarið á eigin vegum og 10% í skipulagðri hópferð.

Aukið sjálfstæði erlendra ferðamanna

helst í hendur við mikla aukningu í

notkun þeirra á bílaleigubílum og að

sama skapi minni notkun á

hópferðabílum og áætlunar-bílum.

Sumarið 1996 nýttu 50% erlendra gesta

sér hópferðabíl, 20% áætlunarbíl en 21%

bílaleigubíl. Sumarið 2003 notuðu svipað

sumur vetur

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

1996´982001´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ´12 ´13 ´14

%

Eigin vegum "Self drive" Hópferð

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

1996 ´98 2001 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ´12 2013

%

Eigin vegum Að hluta skipulagt (self drive) Hópferð

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

1996 ´98 2001 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10 2011

%

Eigin vegum

Hópferð

0

10

20

30

40

50

60

1996 ´98 2003 ´04 ´05 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ´12 ´13 ´14

%

Bílaleigubíll Hópferðabíll Áætlunarbíll

Page 13: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 og þróunin frá 2005

7

Mynd 2.6 Fjöldi ferðamanna með skemmti- ferðaskipum til Íslands 2004-2014

Mynd 2.7 Allir ferðamenn til Íslands 2004-2014

flug, ferja og skemmtiferðaskip

5255 55

53

59

69 70

62

92 92

100

40

50

60

70

80

90

100

110

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

Þú

sun

d

414 431 422

539561 563 559

628

764

902

1092

216303

436514

198260

466

578

0

100

200

300

400

500

600

700

800

900

1000

1100

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2013

Þú

sun

d

Allt árið

Sumar

Vetur

margir hópferðabíl og bílaleigubíl (36-37%) en mun færri áætlunarbíl (27%). Sumarið 2014 nýttu

59% sér eitthvað bílaleigubíl í ferðum sínum um Ísland, 25% hópferðabíl (allmargir í dagsferðum

frá Reykjavík) og 16% áætlunarbíl. Auk þess eru ferðamenn nokkuð á eigin bílum

(Norrænufarþegar), á bílum vina/ættingja á Ísland eða hjóla um landið. Þá nýttu 36% vetrargesta

2013-1014 sér bílaleigubíl en 26% gesta veturinn 2007-2008. Mun fleiri nota hópferðabíla að

vetri (um helmingur gesta) en sumri, enda fara þá fleiri í skipulagðar dagsferðir frá Reykjavík.

2.3 Ferðamenn með skemmtiferðaskipum

Mikilvægt er að hafa í huga að ferða-

mönnum sem koma með skemmtiferða-

skipum til Íslands hefur fjölgað mikið á

síðasta áratug. Þannig komu um 52 þúsund

erlendir skemmtiferðaskipagestir til Íslands

árið 2004 en um 100 þúsund árið 2014, sem

er 92% aukning.2 Þessir ferðamenn dreifast

einkum á mánuðina júní til september, en

koma einnig lítillega í síðari hluta maí. Þeir

gista nær eingöngu um borð í skipunum og

eru því með fáar skráðar gistinætur á Íslandi. Þeir fara hins vegar mikið í ýmiss konar

skoðunarferðir út frá viðkomustöðum skipanna og/eða skoða sig um á viðkomandi þéttbýlisstað.

2.4 Allir ferðamenn á Íslandi 2004-2014

Á mynd 2.7 má sjá þróunina í

áætluðum fjölda allra ferðamanna til

Íslands: með flugi, ferjunni Norrænu

og skemmtiferðaskipum á tímabilinu

2004-2014. Þar sést að þótt þorri

skemmtiferðaskipagesta komi til að

sumarlagi (nær 80%) þá varð sá

viðsnúningur á árinu 2013 að fleiri

ferðamenn komu til landsins utan

sumartíma en að sumri. Árið 2014

munu því líklega um 53% allra ferða-

manna til Íslands koma utan sumars en 47% að sumarlagi (júní til ágúst). Allar líkur eru á að sú

þróun haldi áfram og að ferðamönnum utan sumartíma fjölgi hraðar en sumargestum á komandi

misserum og árum.

2. Heimild: www.faxafloahafnir.is

Page 14: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2014

8

3.0 Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 og þróunin frá 2005

3.1 Dagsgestir, næturgestir og gistinætur 2005-2014

Rúmlega 15% erlendra ferðamanna sem komu til Íslands sumarið 2014 (júní til ágúst) höfðu

viðdvöl í Hafnarfirði samkvæmt könnun RRF. Þar af gistu rúmlega 3% en 12% komu í dagsferð.

Mynd 3.1 Hlutfall dagsgesta og næturgesta í Hafnarfirði

sumarið 2014°

12%3%

85% Dagsgestir

Næturgestir

Ekki komið

Til samanburðar höfðu 16% erlendra ferðamanna sem komu til Íslands sumarið 2011 (júní til

ágúst) viðdvöl í Hafnarfirði samkvæmt könnun RRF, 17% sumarið 2008 og 19% sumarið 2005.

Þessi fækkun á hlutfalli komugesta til Hafnarfjarðar á milli áranna 2014 og 2005 er marktæk.

Þeir sem gistu í Hafnarfirði sumarið 2014 dvöldu að jafnaði 3,1 nætur sem er sami meðalfjöldi

nátta og mældist sumarið 2011. Þá var meðaldvöl erlendra næturgesta í Hafnarfirði 3,6 nætur

sumarið 2008 og 3,3 nætur sumarið 2005.

Samkvæmt þessu má áætla að 67 þúsund erlendir ferðamenn hafi haft viðkomu í Hafnarfirði

sumarið 2014 og þar af hafi 14 þúsund gist í 44 þúsund nætur. Sumarið 2005 var áætlað að 34

þúsund erlendir ferðamenn hefðu komið til Hafnarfjarðar; þar af um 27 þúsund dagsferðamenn

og ríflega 7 þúsund næturgestir sem gistu 24 þúsund nætur.3 Samkvæmt þessum niðurstöðum

hefur fjöldi erlendra ferðamanna í Hafnarfirði tvöfaldast frá sumrinu 2005 og gistinóttum fjölgað

um 83%. Til samanburðar komu 437 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands með flugi eða ferju

sumarið 2014, en sumarið 2011 voru þeir 195 þúsund. Þannig fjölgaði erlendum gestum til

Íslands um 124% á þessu árabili, sem er töluvert umfram fjölgunina í Hafnarfirði.

3. Háhitasvæðið við Seltún í Krýsuvík er fjölsóttur ferðamannastaður innan landamerkja Hafnar-

fjarðar. Þangað komu tugþúsundir ferðamanna árið 2014 eins og undanfarin ár, mögulega yfir 100

þúsund. Þeir ferðamenn gera sér fæstir grein fyrir því að Krýsuvík er í Hafnarfjarðarlandi. Þá er líklegt

að hluti ferðamanna sem fóru í reiðtúra frá höfuðstöðvum Íshesta eða þeir sem komu í víkingaveislu í

Fjörkránni hafi áttað sig á að þeir væru í Hafnarfirði. Því má gera ráð fyrir að nokkru fleiri erlendir

ferðamenn hafi viðkomu í bænum sumarið 2014 en hér er áætlað og mun fleiri í landi sveitarfélagsins.

Page 15: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 og þróunin frá 2005

9

Samkvæmt Dear Visitors könnun RRF má áætla að gistinætur erlendra ferðamanna á Íslandi frá

júní til ágúst 2014 hafi alls verið um 4,2 milljónir. Miðað við það voru gistinætur erlendra

ferðamanna í Hafnarfirði um 1% af öllum gistinóttum erlendra ferðamanna hér á landi síðastliðið

sumar. Til samanburðar má nefna að Hafnfirðingar eru nú um 9% af íbúum Íslands samkvæmt

mannfjöldaskrá Hagstofu Íslands, um 30 þúsund af 330 þúsund íbúum. Erlendum gistinóttum í

Hafnarfirði þarf því að fjölga nífalt til að Hafnfirðingar fái sinn skerf af erlendu gistináttakökunni.4

Næsta mynd sýnin nánar muninn á hlutfalli þeirra sem komu til Hafnarfjarðar eftir kyni,

aldurshópum, búsetu (markaðssvæðum) og ferðamáta.

Mynd 3.2 Hlutfall erlendra ferðamanna í Hafnarfirði sumrin 2014, 2011, 2008 og 2005 eftir kyni aldri, búsetu og ferðamáta

17

18

28

15

12

12

17

21

22

17

19

17

17

19

17

17

20

18

13

15

14

20

22

22

16

16

15

20

15

17

26

16

13

16

16

15

17

19

14

16

17

15

27

9

15

21

17

15

8

21

16

10

19

17

14

15

15

0 5 10 15 20 25 30

Hópferð

"Self drive"

Eigin vegum

Aðrir

N-Ameríka

S-Evrópa

Bretland

Benelux

Mið-Evrópa

Norðurlönd

>55 ára

36-55

16-35

Karl

Kona

%

Sumar 2014

Sumar 2011

Sumar 2008

Sumar 2005

4. Útgjöld erlendra ferðamanna í Hafnarfirði hafa ekki verið mæld síðan árið 1998. Ef slegið er á að

meðalútgjöld næturgesta þar sumarið 2014 hafi að jafnaði verið um 25 þúsund kr. á nótt (eru a.m.k 30

þúsund að jafnaði meðal sumarferðamanna, en þá er leiga á bílaleigubíl o.fl. inní í því) gerir það

útgjöld upp á um 1,1 milljarð frá júní til ágúst. Ef útgjöld dagsferðamanna í Hafnarfirði eru áætluð um

10 þúsund kr á mann (x 53 þúsund dagsgestir) gerir það um 530 milljónir til viðbótar. Alls um 1,6

milljarður, eða um 53 þúsund krónur á hvern íbúa í Hafnarfirði. Nauðsynlegt er að gera nánari

kannanir meðal ferðamanna í Hafnarfirði til að áætla útgjöld þeirra í bænum með meiri nákvæmni.

Page 16: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2014

10

Næsta tafla sýnir betur muninn á hlutfalli dagsgesta og næturgesta í Hafnarfirði sumrin 2014,

2011, 2008 og 2005 eftir kyni, aldurshópum, markaðssvæðum og ferðamáta.

Tafla 3.1 Hlutfall dags- og næturgesta í Hafnarfirði sumrin 2014, 2011, 2008 og 2005

eftir kyni, aldri, búsetu og ferðamáta

Sumar 2014 Sumar 2011 Sumar 2008 Sumar 2005

% Dags-

gestir

Nætur-

gestir

Dags-

gestir

Nætur-

gestir

Dags-

gestir

Nætur-

gestir

Dags-

gestir

Nætur-

gestir

Kona 12 4 11 4 13 7 16 3

Karl 12 3 12 5 10 5 13 4

16-35 ára 13 2 11 5 10 6 14 3

36-55 ára 10 5 10 4 11 5 15 4

> 55 ára 14 3 14 5 15 7 12 5

Norðurlönd 3 6 11 6 11 11 18 4

Mið-Evrópa 12 4 11 5 14 6 16 5

Benelux lönd 17 3 12 4 11 3 13 4

Bretland 6 0 11 4 11 4 10 2

S-Evrópa 14 1 8 5 8 5 9 3

N-Ameríka 12 3 13 3 13 5 14 1

Annað 21 2 18 8 14 6 24 4

Eigin vegum 12 2 12 5 12 5 14 4

“Self drive” 7 1

Hópferð 17 11 10 5 10 7 14 3

Meðaltal 12 3 11 5 11 6 14 4

Á mynd 3.3 má síðan sjá betur þróun í fjölda erlendra ferðamanna miðað við komur allra

ferðamanna til Íslands með flugi og ferju á árabilinu 1998-2014.

Mynd 3.3 Fjöldi erlendra sumarferðamanna til Íslands og Hafnarfjarðar 1998-2014

25 37 4046

67

116

180

253

290

437

0

50

100

150

200

250

300

350

400

450

1998 2005 2008 2011 2014

Þú

sun

d

Til Hafnarfjarðar Til Íslands

Page 17: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 og þróunin frá 2005

11

3.1.1 Meira um gistinætur í Hafnarfirði 2011-2014

Samkvæmt upplýsingum frá helstu gistiaðilum í Hafnarfirði fjölgaði gistinóttum hjá þeim um yfir

80% frá 2011 til 2014. Því má lauslega áætla að gistinætur erlendra ferðamanna í Hafnarfirði allt

árið 2014 verði 90-100 þúsund (miðað við að 70-75% séu á gististöðum en 25-30% í

heimahúsum). Það þýðir um 1,5% af öllum gistinóttum erlendra ferðamanna á Íslandi 2014.5

3.1.2 Ferðamenn í Krýsuvík

Ferðamenn í Krýsuvík.

Eldri kannanir sýna að 18-20% landsmanna komu árlega í Krýsuvík (kannanir RRF 2001-2005). Sé

það yfirfært á 2014 gera það um 60 þúsund innlendir gestir.

Ekki eru til góðar mælingar á fjölga erlendra ferðamanna að háhitasvæðinu við Seltún í Krýsuvík

en þær eru hins vegar til um Reykjanesvita. Þannig komu um 11% erlendra ferðamanna að

Reykjanesvita árið 2013, um 55% þeirra að sumarlagi. Sé gert ráð fyrir 10% að erlendra

ferðamanna hafi komið á háhitasvæðið við Seltún í Krýsuvík árið 2014 gera það um 100 þúsund

manns, þar af má reikna með 50-60 þúsund gestum að sumarlagi. Sumir þeirra heimsækja

Hafnarfjörð. Þó má telja líklega að um eða yfir 100 þúsund erlendir ferðamenn hafi viðkomu í

Hafnarfirði eða í Hafnarfjarðarlandi árið 2014. Nánari rannsókna er þörf á gestum í Krýsuvík og

sömuleiðis á ferðamönnun til Hafnarfjarðar utan sumartíma.

Því er hér lauslega áælað að alls muni 150-160 þúsund manns heimsækja háhitasvæðið við Seltún

í Krýsuvík árið 2014, þar af 35-40% Íslendingar og 60-65% erlendir ferðamenn. Þessar áætlanir

eru þó mjög lauslegar. Nánari kannana er þörf til að áætla fjölda gesta á svæðið með meiri

nákvæmni.

5. Hér er byggt á upplýsingum um gistinætur frá Hótel Hafnarfirði, Hótel Víking og Hraunbúum

(gistinætur á Lava Hostel og á tjaldstæði). Gistinætur hjá öðrum gistiaðilum eru áætlaða inn í heildina.

Page 18: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2014

12

3.2 Heyrt um Hafnarfjörð

Þeir sem höfðu ekki komið í Hafnarfjörð sumarið 2014 voru spurðir hvort þeir hefðu heyrt um

bæinn. Niðurstaðan er sú að 15% svarenda komu í bæinn, 24% til viðbótar höfðu heyrt um

Hafnarfjörð en 61% höfðu ekki heyrt um tilvist hans.

Mynd 3.3 Komið í Hafnarfjörð, heyrt um bæinn eða ekki

sumarið 2014

15%

24%61%

Komið

Heyrt um

Ekki heyrt um

Næsta mynd sýnir nánar hlutfall þeirra erlendu ferðamanna sumarið 2014 sem komu til Hafnar-

fjarðar eða höfðu heyrt um Hafnarfjörð eftir kyni, aldurshópum, búsetu og ferðamáta.

Mynd 3.4 Hlutfall erlendra sumargesta 2014 sem höfðu komið í Hafnarfjörð eða heyrt um bæinn

eftir kyni aldri, búsetu og ferðamáta

27

9

15

23

17

15

8

21

16

10

21

16

10

15

15

24

29

25

16

21

18

10

27

36

26

29

24

23

23

25

0 10 20 30 40 50 60

Hópferð

"Self drive"

Eigin vegum

Aðrir

Norður-Anmeríka

Suður-Evrópa

Bretland

Benelux

Mið-Evrópa

Norðurlöndin

yfir 55 ára

36-55 ára

16-35 ára

Karl

Kona

%

Komið í Hafnafjörð Heyrt um Hafnarfjörð

Page 19: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 og þróunin frá 2005

13

3.3 Upplýsingaöflun um Hafnarfjörð fyrir heimsókn þangað

Ferðamenn á hestbaki.

25% þeirra sem höfðu komið til Hafnarfjarðar í ferðinni öfluðu sér upplýsinga um bæinn áður en

þeir komu en 75% gerðu það ekki.

Mynd 3.5 Aflað upplýsinga um Hafnarfjörð fyrir komu

þeir sem heimsóttu í Hafnarfjörð

25%

75% Já

Nei

Af þeim sem komu í Hafnarfjörð höfðu flestir aflað upplýsinga í ferðahandbókum (9%), á Trip

Advisor (8%) eða á Google (7%).

Mynd 3.6 Hvar aflað upplýsinga um Hafnarfjörð fyrir komu?

hlutfall þeirra sem heimsóttu í Hafnarfjörð

2

2

2

2

3

4

6

8

9

25

0 5 10 15 20 25

visithafnarfjordur.is

Upplýsingamiðstöð

Aðrar bækur

Wikipedia

Blaðagreinar

Fjölskylda/vinir

Google

Trip Advisor

Ferðahandbækur

Aflað upplýsinga

%

Page 20: Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið 2014 · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, ... Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka. Erlendir ferðamenn í Hafnarfirði sumarið

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2014

14

3.4 Afþreying gesta í Hafnarfirði 1998-2014

Næsta mynd sýnir samanburð á afþreyingu erlendra ferðamanna í Hafnarfirði sumrin 2014, 2011,

2005 og 1998 (ekki spurt um hana 2008).6 Sumarið 2014 var í fyrsta skipti spurt hvort ferðamenn

hefðu heimsótt Hellisgerði/álfagarðinn og í annað skipti spurt hvort fólk hefði verslað í Hafnar-

firði.

Niðurstaðan er sú að 28% þeirra sem komu í Hafnarfjörð sumarið 2015 fóru á veitinga- eða

kaffihús, sem er mjög svipað og önnur ár sem könnunin hefur verið framkvæmd. Næst flestir fóru

í Hellisgerði (19%) en nokkru færri versluðu (17%), nýttu sér þjónustu upplýsingamiðstöðvar

ferðamanna í ráðhúsinu (15%), fóru á safn/sýningu í Hafnarfirði (12%) eða heimsóttu þar

vini/kunningja (9%).

Mynd 3.7 Afþreying erlendra ferðamanna í Hafnarfirði sumrin 2014, 2011, 2005 og 1998

þeir sem komu þangað

4

3

3

12

12

10

30

6

9

6

8

7

13

27

18

11

13

10

15

11

29

28

4

5

6

9

12

15

17

19

28

0 5 10 15 20 25 30

Sund

Hestaferð

Víkingaveisla

Heimsókn

Safn/sýning

Upplýsingamiðstöð

Verslað

Hellisgerði (álfagarður)

Veitinga-/kaffihús

%

Sumarið 2014

Sumarið 2011

Sumarið 2005

Sumarið 1998

6. Líklegt að heimsóknir á veitingastaði og á hestbak séu eitthvað vanmetnar og að sumir þeirra sem

koma í t.d. hópferð í Fjörukrána eða fara á hestbak hjá Íshestum átti sig ekki á því að þeir séu í

Hafnarfirði.