6
Fimmtudagur 5. janúar 2012 www.eystrahorn.is Eystrahorn 1. tbl. 30. árgangur Gleðilegt nýtt ár! Mannfólkið má sín lítið í samanburði við reginöfl náttúrunnar. Á það vorum við rækilega minnt á árinu, fyrst þegar Grímsvötn gusu og seinna þegar hlaupið í Múlakvísl rauf hringveginn á háannatíma í ferðaþjónustu. Þessi tvö tilfelli sönnuðu líka hversu björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar eru okkur dýrmæt. Það var því ein af ánægjulegri stundum á árinu þegar sveitarfélagið og Björgunarfélag Hornafjarðar skrifuðu undir samstarfssamning sín á milli. Árið 2011 var gjöfult og margt bendir til þess að margir þættir samfélagsins séu farnir að þróast til betri vegar. Vel heppnað íbúaþing Á annað hundrað íbúar komu saman á íbúaþingi í Mánagarði í febrúar og lögðu línur í margvíslegum málaflokkum, skrifuðu upp ábendingar um aðgerðir sem þarft er að ráðast í, settu fram hugmyndir um nýsköpun í atvinnu- og menningarmálum og fjölluðu um landnotkun í sveitarfélaginu til framtíðar. Síðan þá hefur verið unnið að því að koma áherslum íbúaþingsins í verk. Skammt er bíða þess að fólk verði kvatt saman til að fara yfir stöðu verkefna og hvernig best verði haldið áfram að vinna að þeim. Eftirfarandi upptalning er ekki tæmandi en gefur hugmyndir um þau verkefni sem komin eru af stað í kjölfar þingsins: Unnin hefur verið heildstæð áætlun um frágang á opnum svæðum, götum og gangstéttum og vinnu hrundið af stað. Úrbætur við félagsheimili til sveita eru hafnar og verður haldið áfram á nýju ári. Í skoðun er hvernig auka megi endurvinnslu með notkun 2ja tunna við hvert heimili og úrbótum við gámastöð. Unnið er að úrbótum á fráveitum til að draga úr mengun. Fjölbreytt verkefni í orkumálum er í deiglunni. Rannsóknir standa yfir á innsiglingunni um Hornafjarðarós og því hvernig hægt er að auka ör yggi þeirra sem þar fara um. Unnið er að auknu námsframboði í samstarfi sveitarfélagsins og FAS með áherslu á list- og verkgreinar. Í samstarfi við fyrirtækið Innovit hélt sveitarfélagið atvinnu- og nýsköpunarhelgi fyrir skömmu, til að ýta undir nýsköpun og fjölga atvinnutækifærum, sem heppnaðist vel. Unnið er að markvissri lýðheilsu- og forvarnarstefnu sem mun byggja á niðurstöðum heilsuþings sem haldið var í haust. Annar áfangi var stiginn í gerð göngu- og hjólreiðastígs meðfram strandlengjunni á Höfn. Lokið hefur verið við gerð deiliskipulags fyrir Hafnarvík – Heppu og fyrirhugaður er flutningur Gömlubúðar á sinn upprunalega stað auk þess sem er verið að skoða uppbyggingu hótels á svæðinu. Íbúaþingið heppnaðist vel. Sýnir að vel megi leita fjölbreyttra leiða við stjórnun sveitarfélaga með áherslu á aukna þátttöku íbúa í starfi þeirra. Á næsta ári er mikilvægt að sveitarfélagið bæti upplýsingagjöf til íbúa. Til að hægt sé að gera kröfur um virka þátttöku þurfa upplýsingar að liggja fyrir um mál sem til umfjöllunar eru hverju sinni, þannig að fólk hafi tækifæri til að kynna sér þau. Framhald á bls. 4 Áramótapistill bæjarstjóra Þorri (Þorvarður Árnason) tók þessa mynd á hlaðinu hjá sér á Hvannabrautinni þegar mest gekk á á gamlárskvöld. www.eystrahorn.is

Eystrahorn 1.tbl. 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Eystrahorn 1.tbl. 2012

Citation preview

Page 1: Eystrahorn 1.tbl. 2012

Fimmtudagur 5. janúar 2012 www.eystrahorn.is

Eystrahorn1. tbl. 30. árgangur

Gleðilegt nýtt ár!

Mannfólkið má sín lítið í samanburði við reginöfl náttúrunnar. Á það vorum við rækilega minnt á árinu, fyrst þegar Grímsvötn gusu og seinna þegar hlaupið í Múlakvísl rauf hringveginn á háannatíma í ferðaþjónustu. Þessi tvö tilfelli sönnuðu líka hversu björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar eru okkur dýrmæt. Það var því ein af ánægjulegri stundum á árinu þegar sveitarfélagið og Björgunarfélag Hornafjarðar skrifuðu undir samstarfssamning sín á milli. Árið 2011 var gjöfult og margt bendir til þess að margir þættir samfélagsins séu farnir að þróast til betri vegar.

Vel heppnað íbúaþingÁ annað hundrað íbúar komu saman á íbúaþingi í Mánagarði í febrúar og lögðu línur í margvíslegum málaflokkum, skrifuðu upp ábendingar um aðgerðir sem þarft er að ráðast í, settu fram hugmyndir um nýsköpun í atvinnu- og menningarmálum og fjölluðu um landnotkun í sveitarfélaginu til framtíðar. Síðan þá hefur verið unnið að því að koma áherslum íbúaþingsins í verk. Skammt er bíða þess að fólk verði kvatt saman til að fara

yfir stöðu verkefna og hvernig best verði haldið áfram að vinna að þeim. Eftirfarandi upptalning er ekki tæmandi en gefur hugmyndir um þau verkefni sem komin eru af stað í kjölfar þingsins:

Unnin hefur verið heildstæð áætlun um •frágang á opnum svæðum, götum og gangstéttum og vinnu hrundið af stað.Úrbætur við félagsheimili til sveita eru •hafnar og verður haldið áfram á nýju ári. Í skoðun er hvernig auka megi •endurvinnslu með notkun 2ja tunna við hvert heimili og úrbótum við gámastöð. Unnið er að úrbótum á fráveitum til að •draga úr mengun. Fjölbreytt verkefni í orkumálum er í •deiglunni. Rannsóknir standa yfir á innsiglingunni •um Hornafjarðarós og því hvernig hægt er að auka öryggi þeirra sem þar fara um. Unnið er að auknu námsframboði í •samstarfi sveitarfélagsins og FAS með áherslu á list- og verkgreinar. Í samstarfi við fyrirtækið Innovit hélt •sveitarfélagið atvinnu- og nýsköpunarhelgi fyrir skömmu, til að ýta undir nýsköpun og

fjölga atvinnutækifærum, sem heppnaðist vel.Unnið er að markvissri lýðheilsu- og •forvarnarstefnu sem mun byggja á niðurstöðum heilsuþings sem haldið var í haust.Annar áfangi var stiginn í gerð göngu- og •hjólreiðastígs meðfram strandlengjunni á Höfn.Lokið hefur verið við gerð deiliskipulags •fyrir Hafnarvík – Heppu og fyrirhugaður er flutningur Gömlubúðar á sinn upprunalega stað auk þess sem er verið að skoða uppbyggingu hótels á svæðinu.

Íbúaþingið heppnaðist vel. Sýnir að vel megi leita fjölbreyttra leiða við stjórnun sveitarfélaga með áherslu á aukna þátttöku íbúa í starfi þeirra. Á næsta ári er mikilvægt að sveitarfélagið bæti upplýsingagjöf til íbúa. Til að hægt sé að gera kröfur um virka þátttöku þurfa upplýsingar að liggja fyrir um mál sem til umfjöllunar eru hverju sinni, þannig að fólk hafi tækifæri til að kynna sér þau.

Framhald á bls. 4

Áramótapistill bæjarstjóra

Þorri (Þorvarður Árnason) tók þessa mynd á hlaðinu hjá sér á Hvannabrautinni þegar mest gekk á á gamlárskvöld.

www.eystrahorn.is

Page 2: Eystrahorn 1.tbl. 2012

2 EystrahornFimmtudagur 5. janúar 2012

Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug, við andlát og útför okkar elskulega föður,

tengdaföður, unnusta, sonar, bróður og vinar

Ragnars Leifs ÞrúðmarssonarGuð blessi ykkur öll

Börn, unnusta, foreldrar, systkini og fjölskyldur

Bifreiðaskoðun á Höfn 16., 17. og 18. janúar.

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 13. janúar.

Næsta skoðun 20., 21. og 22. febrúar.

Þegar vel er skoðað

Vildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Vesturbraut25•Sími:862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN1670-4126

austurbrautFallegt og vel við haldið 137,3 m² einbýlishús ásamt 44,9 m² bílskúr, samtals 182,2 m²3 -4 svefnherbergi, garðhús, verönd með skjólveggjum og heitum potti.

kirkjubrautRúmgott einbýlishús ásamt bílskúr og sólstofu alls 199,1 m². Aðkoma og innkeyrsla hússins er hellulögð og rúmgóð, mikið ræktuð lóð.

tjarnarbrúSkemmtileg og rúmgóð 74,4 m² 2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í þríbýli. Sérinngangur, 28 m² bílskúr.

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821www.inni.is

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

LÆKKAÐ VERÐLÆKKAÐ VERÐ TIL SÖLU EÐA LEIGU

Menningarráð suðurlands auglýsir eftir umsóknum

um verkefnastyrki Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í.

Menningarráð Suðurlands hefur ákveðið að árið 2012 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða 1. listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað.

Verkefni sem efla nýsköpun tengd menningu.2.

Verkefni sem stuðla beint að fjölgun atvinnutækifæra.3.

Verkefni sem styðja við menningartengda ferðaþjónustu.4.

Verkefni sem draga fram staðbundin eða svæðisbundin 5. menningareinkenni eða menningararf.

Menningarráðið mun hvorki veita rekstrar-, stofnkostnaðar- né endurbótastyrki. Ekki verður heldur styrkt skráning á menningarminjum, starfsemi íþróttafélaga, bæjarhátíðir, almennar samkomur, safnaðarstarf og hefðbundið menningarstarf innan skóla.

Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2012.

Ætlunin er að tilkynna um úthlutun fyrir páska 2012.

Umsóknir skal senda, í tölvupósti á [email protected] á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Menningarráðs www.sunnanmenning.is. Allar nánari upplýsingar veitir Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands, í síma 480-8207, 896-7511 eða með tölvupósti [email protected].

Menningarfulltrúi verður til viðtals á Höfn þriðjudaginn 10. Janúar kl. 10:00-12:00 og 14:00-16:00 í Nýheimum/Bókasafni.

SuðurlandsMenningarráð

Rakarastofa Ásbjörnsverður lokuð

vikuna 9. - 16. janúar

Page 3: Eystrahorn 1.tbl. 2012

3Eystrahorn Fimmtudagur 5. janúar 2012

Laugardagskvöldið19.nóvember,varhaldinnárlegurhaustfagnaðurkvenfélaganna. Að þessu sinni var komið að kvenfélögunum Ósk í Suðursveit og Einingu á Mýrum að standa fyrir fagnaðinum og var ákveðið að blása til skemmtunar í Hrollaugsstöðum. Hver kvenfélagskona gat boðið með sér einni vinkonu og samanstóð hópurinnafrúmlega40kátumkonumúrsýslunni.Þemaðíárvoruhattar og mættu konur prúðbúnar með fallegan hatt á höfði. Brugðið var út af vananum hvað veitingar snertir. Löngum hefur verið tenging á milli kvenfélaga og baksturs en í þetta sinn snæddu konur súpu m/tilheyrandi og ekkert var bakað. Skemmtiatriðin voru úr öllum áttum, meðal annars var farið í myndaalbúmið hjá Halldóru Gunnarsdóttur til að sjá hvernig kvenfélagsstarfið hefur þróast síðastliðna áratugi. Svo langt var liðið síðan myndirnar voru teknar að sumar konurnar könnuðust hreinlega ekkert við sjálfa sig á þessum myndum. Farið var létt yfir sögu Einingar og Óskar. Fríða frá Hoffelli hristi konur saman í magadansi, Dóra sýndi nýjustu flíkurnar sem komnar voru í hús hjá henni og í lokin var spurningakeppni í anda Útsvarsþáttanna á Rúv og var mikið hlegið að leikþættinum. Þetta er í annað sinn sem haustfagnaðurinn er haldinn og hefur hann fest sig í sessi sem árlegur viðburður hjá kvenfélögunum í sýslunni. Við viljum þakka öllum þeim konum sem lögðu hönd á plóg við undirbúning samkomunnar og einnig þeim konum sem mættu og skemmtu sér með okkur.

Stjórnir kvenfélaganna Óskar og Einingar

Haustfagnaður kvenfélaganna

Útsalan er hafin30-70 % afsláttur • Gerið góð kaup

Menningarverðlaun HornafjarðarAuglýst er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar fyrir árið 2011.

Í reglum um verðlaunin segir:

Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á nýliðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu.

Frestur til að tilnefna er föstudagur 13. janúar 2012. Tilnefningar ásamt stuttum rökstuðningi skal skila á skrifstofu Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Litlubrú 2, 780 Hornafirði.Fyrir hönd Atvinnu- og menningarmálanefndar Hornafjarðar,

Björg Erlingsdóttir Menningarmiðstöð Hornafjarðar Netfang: [email protected]

Heilsa og útlit lokar Snyrtistofan lokar 20. janúar

Vinsamlega notið gild gjafakort fyrir þann tíma

Sími478-2221

Þrettándagleði Ungmennafélagsins Mána

Hin árlega þrettándagleði U.M.F. Mána verður haldin á Laxárbökkum föstudaginn 6. janúar kl. 20:30, eða á sama stað og undanfarin ár.

Björgunarfélagið verður með flugeldasýningu

Allir velkomnirStjórn U.M.F. Mána

útsala - útsala! 20 - 70% afsláttur

Verslun DóruOpið virka daga kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 18:00

Page 4: Eystrahorn 1.tbl. 2012

4 EystrahornFimmtudagur 5. janúar 2012

Velferðarmál á ábyrgð sveitarfélaga

Málefni fatlaðs fólks voru flutt til sveitarfélaga um síðustu áramót. Þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi haft með málaflokkinn að gera um allangt skeið fylgja því talsverðar breytingar. Ekki síst eru það hugmyndir um almennar breytingar á þjónustu við fatlað fólk, til dæmis aukin áhersla á atvinnumál þeirra, menntun og að halda áfram að ryðja burt hverskyns hindrunum úr samfélaginu. Það var rökrétt skref að flytja málaflokkinn og nú er einnig boðað að málefni aldraðra fari til sveitarfélaga. Báðum þessum málaflokkum ætti að vera stjórnað sem næst þeim sem þiggja þjónustuna í fullu samráði við þá hópa. Með þessum áföngum verður stór hluti af velferðarkerfinu á Íslandi kominn til sveitarfélaganna, með öllum þeim skyldum og ábyrgð sem því fylgir. Velferðarkerfið er til þess að jafna tækifæri fólks í lífinu, styrkja einstaklinginn og efla færni hans í öllum daglegum athöfnum. Stjórn HSSA hefur frá því í vor unnið að mótun stefnu til næstu ára. Á nýju ári tekur til starfa ný heimaþjónustudeild þar sem málefni fatlaðs fólks, félagsleg heimaþjónusta og heimahjúkrun verða rekin undir sama þaki. Bæjarstjórn hefur sent erindi til velferðarráðuneytis um ósk um samstarf um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis. Enn hefur ekki verið lokið við gerð nýs þjónustusamnings um rekstur heilbrigðis- og öldrunarmála þrátt fyrir ítrekaðar óskir sveitarfélagsins þar um. Undir jól kom þó fram skýr vilji af hálfu ráðuneytis að ganga til þess verks og verður ýtt á að svo geti orðið fyrr en seinna. Skólamál eru stór hluti af daglegum rekstri sveitarfélagsins. Eftir miklar breytingar á skólamálum undanfarin ár er að færast meiri stöðugleiki í starfið. Í kjölfar úttektarskýrslu á vegum menntamálaráðuneytisins var gerð umbótaskýrsla fyrir Grunnskóla Hornafjarðar. Unnið verður áfram að því að byggja upp starf leik-, grunn- og tónskóla á ýmsan hátt. Hafin er skoðun á hvernig best megi styðja við starfsfólk í daglegum störfum þess ásamt stuðningi við börn og fjölskyldur þeirra. Tvær leiðir eru helst nefndar, annars vegar að styrkja núverandi skólaskrifstofu eða ganga í Skólaskrifstofu Suðurlands. Á undanförnum misserum hefur kaþólska kirkjan verið að leita að húsnæði á Höfn enda hefur fjöldi safnaðarmeðlima vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Nú er svo komið að söfnuðinn vantar stað til að koma saman á og iðka trú sína. Sveitarfélagið hefur skyldur gagnvart þessum hópi fólks eins og öllum öðrum sem hér búa og því áhugi á að taka þátt í úrlausn mála sem tengjast þeim.

Sterkur fjárhagurFjárhagur sveitarfélagsins leyfir að framkvæmdir verða miklar á nýju ári. Áframhaldandi endurbætur á Heppuskóla ber hæst ásamt flutningi Gömlubúðar á sinn upprunalega stað. Skuldir hafa lækkað umtalsvert á síðustu árum og rekstrarafgangur

verið ágætur. Sveitarfélagið stendur því betur að vígi en flest önnur sveitarfélög á landinu. Þegar betri tíð er í vændum skiptir ekki síður máli að gæta að fjárhagnum. Það var sveitarfélaginu til gæfu á veltuárunum að útgjöld voru ekki aukin sem neinu nam og afleiðingar af hruni spilaborgarinnar því viðráðanlegri en víða annars staðar. Sveitarfélög landsins bera mikla ábyrgð. Stór hlutiafdaglegulífibarnatil16áraaldurserá þeirra könnu og nú bætist við þjónusta við fatlað fólk og síðar aldraða. Hafnarstarfsemi, veitur, gatnagerð auk fjölmargra verkefna sem snúa að eflingu og þróun samfélagsins eru líka mikilvægur hluti af starfinu. Það skiptir því máli að þeir sem stjórna séu sífellt á varðbergi gagnvart því sem vel er gert og þarf að hlúa að ekki síður en því bæta þarf og breyta.

Þróttur til sjávar og sveitaGott gengi var í sjávarútveginum á árinu. Útlit er fyrir öflugri loðnuvertíð en við höfum upplifað lengi. Þá skiptir líka miklu máli að ljúka endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins með þeirri sátt sem lagt var upp með þegar vinna að endurskoðun kerfisins hófst fyrir nokkrum misserum. Bæjaryfirvöld munu áfram leggja áherslu á að varanleg lausn verði fundin á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar á Íslandi, til þess að eyða óvissu og skapa festu fyrir íbúa sjávarbyggða. Sveitarfélagið fékk fyrirtækið KPMG til að vinna úttekt á áhrifum frumvarpanna sem lögð voru fram í vor. Hið svokallaða stærra frumvarp var ekki samþykkt á Alþingi og boðað er að leggja nýtt frumvarp fram nú á vorþingi. Í úttektinni kemur fram að vinnsla á sjávarafurðum á Hornafirði hefur aukist og fer nærri 90% af lönduðumafla til vinnslu. Vinnslan byggir eingöngu á aflaheimildum sem tilheyra staðnum. Þessar staðreyndir eru einkar mikilvægar þegar horft er til atvinnusköpunar í landi og þeirra afleiddu starfa sem útgerðin skapar. Til að undirstrika þá staðreynd hóf nýtt fyrirtæki starfsemi árinu með nýjum störfum sem því fylgir. Ajtel Iceland ehf. sýður niður þorsklifur og flytur á erlenda markaði.Í upphafi árs 2011 ritaði sveitarfélagið undir samning við Ræktunarfélag Austur-Skaftfellinga sem gengur út á að rannsaka hvort hægt sé að rækta olíufræ í héraðinu. Rannsóknin hefur þegar skilað jákvæðum niðurstöðum og heldur áfram á nýju ári. Loftslagsbreytingar færa okkur bæði áskoranir og tækifæri. Með hækkandi hitastigi er möguleiki að svæði sem nú

teljast verr fallin til ræktunar komi til með að nýtast betur. Ræktunarfélagið gæti því gegnt mikilvægu hlutverki í aðlögun að þeim breytingum sem eru að verða á loftslagi og alþjóðaverslun. Bændur í samvinnu við Matís hafa einnig tekið mikilvæg skref í vinnslu matvæla. Veitingastaðir bjóða í sífellt ríkara mæli rétti úr héraði og næsta skref gæti verið fólgið í sölu á afurðum út fyrir svæðið. Sveitarfélagið hefur lagt Ríki Vatnajökuls ehf. til fjármagn til markaðssetningar á matvælum og ferðaþjónustu í héraðinu.

Nýtt skipulag fyrir mikilvæg ferðaþjónustusvæði

Á árinu var lokið við að móta skipulag fyrir þrjú mikilvæg svæði: Skaftafell, Jökulsárlón og Hafnarvík-Heppu. Á öllum þessum

svæðum verða vonandi stigin skref á nýju ári til að fylla inn í þá mynd sem skipulagið leggur grunn að. Umhverfis Hafnarvík og Heppu hefur sprottið upp margvíslega þjónusta við ferðamenn og fyrirséð að sú starfsemi vaxi. Pakkhúsið var selt í hendur einstaklinga sem munu auka kraftinn í húsinu, í mikið endurbættu kartöfluhúsi hefur Arfleifð komið sér fyrir, Gamlabúð heimsækir sína gömlu félaga við höfnina á nýju ári og líkur hafa aukist á endurgerð Miklagarðs innan fárra missera. Sveitarfélagið hefur unnið að málefnum Jökulsárlóns með landeigendum að undanförnum árum með það að leiðarljósi að þar verði byggð upp þjónusta og aðstaða sem svarar kalli tímans. Löngu er tímabært að bæta úr aðstöðunni, en áður þurfa landeigendur að snúa bökum saman. Jökulsárlón er ekki aðeins mikilvægasta aðdráttaraflið á Suðausturlandi heldur einn allra þekktasti staður landsins í hugum útlendinga, stór hluti af ímynd landsins og prýðir oft og tíðum síður glanstímarita og sjónvarpskjái út um allan heim. Á slíkum stað er mikilvægt að ætla sér ekki um of, ganga ekki á gæði svæðisins heldur nálgast það með virðingu fyrir náttúrunni. Þar þarf samt líka að vera aðstaða til að taka á móti öllum þeim fjölda sem það sækir heim til að njóta. Í Skaftafelli slær hjarta Vatnajökulsþjóðgarðs. Náttúran þar er óviðjafnaleg og andstæðurnar ótrúlegar. Þar er straumur ferðamanna allt árið og vaxandi yfir vetrarmánuðina. Starfsemi fyrirtæja þar hefur vaxið og hugmyndir eru hjá þeim að hefja þar heilsársstarfsemi.Með fjölgun flugferða til Íslands frá Ameríku og Evrópu er útlit fyrir fjölgun ferðamanna. Mikilvægt skref verður stigið á nýju ári

Heppuskóli og umhverfi hans fengu andlitslyftingu á síðasta ári og áfram verður haldið á sömu braut víðar.

Page 5: Eystrahorn 1.tbl. 2012

5Eystrahorn Fimmtudagur 5. janúar 2012

þegar Vatnajökulsþjóðgarður opnar móttöku, sýningu og upplýsingamiðlun fyrir ferðamenn í Gömlubúð, þegar hún verður flutt á sinn upprunalega stað. Þjóðgarðurinn hefur unnið áætlun um uppbyggingu starfsemi og mannvirkja á næstu árum. Á svæðinu sem tilheyrir Sveitarfélaginu Hornafirði nemur fyrirhuguð fjárfesting vel á annan miljarð króna. Öflugt starf þjóðgarðsins allt árið, áframhaldandi fjárfesting í innviðum þjóðgarðsins, fjárfesting á vegum fyrirtækja og einstaklinga í ferðamálum og áframhaldandi markaðssókn stjórnvalda og atvinnugreinarinnar á erlenda markaði mun saman leggja grunn að þróttmeiri ferðaþjónustu yfir vetrartímann. Indverski sendiherrann sótti héraðið heim og heillaðist. Við vitum að hagkerfi í Austurlöndum fjær eru að vaxa. Með því gætu stórir markaðir opnast fyrir ferðaþjónustuna. Hornafjarðarhöfn hefur unnið að markaðssetningu á höfninni fyrir skemmtiferðaskip. Það hefur gengið vonum framar og í ár eigum við von á fjórum skipum.

Nýjar leiðir í orkumálumSveitarfélagið Hornafjörður hefur tekið virkan þátt í vinnu Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem barist hafa fyrir jöfnun flutningskostnaðar á orku. Það hefur borið þann ávöxt að iðnaðarráðherra skipaði starfshóp um málið sem hefur lagt til útfærslu á jöfnun flutningskostnaðar. Þetta skiptir íbúa í dreifbýli miklu máli en hækkanir undanfarin ár hafa bitnað harkalega á þeim. Einnig hefur verið þrýst á stjórnendur Rarik um áframhaldandi jarðhitaleit við Hoffell. Sveitarfélagið hefur fyrir sitt leyti kannað ýmsar leiðir til að draga úr orkukostnaði, til dæmis með bættri einangrun húsa og varmadælum. Aukinn árangur í að draga úr orkukostnaði skiptir alla máli, dregur úr rekstrarkostnaði heimila og fyrirtækja, og eykur þar með ráðstöfunartekjur og eflir hag okkar allra. Ásamt þessu hefur sveitarfélagið unnið með Verkís að kortlagningu sjávarfalla

innan og utan Hornafjarðaróss til að áætla aflið sem þar er en líka að undirbúa aðgerðir til að bæta innsiglinguna. Landsvirkjun skoðar nú virkjun vindorku og hefur verið upplýst um áhuga sveitarfélagsins á að taka þátt í því verkefni. Tækni í orkumálum hefur fleytt fram á síðustu áratugum. Á þeirri þróun hægir ekki. Hagnýting nýrra orkugjafa getur skapað sterkari grundvöll fyrir byggð og styrkt samkeppnistöðu hennar.

Samfélagið breytistÍ nokkrum ljósmyndabókum frá síðustu árum hafa margir reynt að fanga andlit samfélags sem sumir segja að senn líði undir lok. Ekki er deilt um að miklar samfélagsbreytingar hafa átt sér stað á liðnum áratugum, drifnar áfram af nýrri heimsskipan, loftslagsbreytingum og tækniframförum. Ljósmyndabækurnar sína oft og tíðum gamla bændasamfélagið á Íslandi og veiðiskap við strendur Færeyja, Grænlands og Íslands. Á Íslandi einkenndist 20. öldin af ótrúlegum framförum, mannfjöldasprengingu og mikilli framleiðsluaukningu. Við sjáum það svo glöggt í Austur-Skaftafellssýslu, bæði til sveita, þar sem tún margfölduðust af stærð á örfáum árum, og við sjávarsíðuna þar sem afköst jukust í veiðum og vinnslu. Báðar þessar greinar komust að þolmörkum þegar leið á öldina. Landbúnaðarframleiðsla var orðin meiri en markaðurinn bað um og í fiskveiðum ógnaði of stíf sókn í nytjastofna viðkomu þeirra. Síðan hefur fólk tekist á við breytingar sem aðlögun að þessum nýja

veruleika. Fólk hefur yfirgefið jarðir sínar vegna kröfu um hagræðingu og tæknivæðing leiddi til þess að færri hendur þurfti til en áður. Bátum hefur verið lagt og útgerðir seldar, meðal annars vegna þess að skerðing á aflaheimildum, þróun í veiðitækni og samkeppni á erlendum mörkuðum hefur reynt á rekstur margra fyrirtækja. Við höfum flest áttað okkur á að ekki verður meira sótt í hafið í formi magns heldur snýst þróunin núna um að hámarka virði afurðanna. Til að styrkja landbúnaðinn þarf líka að beina sjónum að nýsköpun og þróun í vinnslu afurða. Það er samt ekki hægt að taka undir með þeim sem segja að ofangreindar ljósmyndabækur séu að skrásetja deyjandi samfélag. Samfélagið er hins vegar að breytast. Þeir sem eru tilbúnir til að takast á við nýjar áskoranir, einstaklingar, fyrirtæki og heil samfélög munu aðlaga sig að þessum veruleika. Nýheimar verða tíu ára á nýju ári. Þar hefur verið unnið margvíslegt starf í nýsköpun, menntamálum, menningarstarfi og rannsóknum. Starfsmenn stofnana í Nýheimum tengjast mörgum verkefnum sem víðsvegar er unnið að í sveitarfélaginu, einmitt til þess að takast á við þær samfélagsbreytingar sem vísað hefur verið til hér framar. Á þessum tímamótum er rétt að staldra við og stilla miðið enn betur þannig að þessi mikilvæga heild sem Nýheimar eru sinni hlutverki sínu í þróun samfélags sem best verður á kosið. Sveitarfélagið verður líka að axla sína ábyrgð. Það er samt eitt sem við getum verið viss um, samfélagsgerðin er til þess fallin að takast á við breytingar. Íbúaþingið sýnir okkur að hér ríkir almennt traust á milli manna, fólk tekur þátt í málefnum líðandi stundar og áhuginn á framförum er sannarlega til staðar. Úr slíkum jarðvegi getur fjölbreyttur gróður sprottið.

Með þessum orðum þakka ég íbúum Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir samfylgdina á liðnu ári. Göngum bjartsýn til móts við nýtt ár.

Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri

Auglýsing um skipulag • Sveitarfélagið HornafjörðurJökulsárlón á Breiðamerkursandi

Deiliskipulag þjónustusvæðis við útfall Jökulsár úr Jökulsárlóni.Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með vinnu við nýtt deiliskipulag í Sveitafélaginu Hornafirði, skv. 1 mgr. 41 gr. Skipulagslög nr. 123/2010 sem tekur til þjónustusvæðis við útfall Jökulsár úr Jökulsárlóni. Fyrir er í gildi deiliskipulag Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi frá 1988.

Lýsing verkefnisins ásamt matslýsingu verður til sýnis á bæjarskrifstofu Hornafjarðar Hafnarbraut 27, á venjulegum opnunartíma, til og með mánudeginum 9. janúar 2012. Lýsing verkefnisins ásamt matslýsingu, er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins, www. hornafjordur.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til hádegis miðvikudaginn 11. janúar 2012 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn, eða á netfangið [email protected]

23. desember 2011 F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Yfirmaður Umhverfis og Skipulags

Unnið verður að eukinni endurvinnslu.

Page 6: Eystrahorn 1.tbl. 2012

Fimmtudagur 5. janúar 2012 www.eystrahorn.is

Eystrahorn1. tbl. 30. árgangur

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

Áætlunarflug Skipulagðar ævintýraferðirLeiguflug

bókaðu flugið á ernir.is

Breytt flugáætlun til Hafnar í Hornafirði

Við kynnum nýja flugáætlun til Hafnar í Hornafirði og annarra áfangastaða frá og með mánudeginum 9. janúar.

Nánari upplýsingar á ernir.is

M Þ M F F L S Brottför Lending

Frá Reykjavík08:45 09:45

17:20 18:20

14:30 15:30

Frá Höfn10:10 11:10

18:45 19:45

16:00 17:00

Reykjavík – Höfn í Hornafirði

Í febrúar ár hvert fer fram afhending styrkja frá sveitarfélaginu og á sama tíma eru afhent menningarverðlaun. Markmiðið með þessum verðlaunum er að vera hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu. Undanfarin ár hafa bæði einstaklingar og félagasamtök hlotið viðurkenninguna og ber listinn vitni metnaðarfullum verkefnum og starfi. Valið fer fram með þeim hætti að tilnefningar berast til atvinnu- og menningamálanefndar sem fer yfir þær og setur fram rökstuðning með niðurstöðu sinni. Verðlaunin eru í formi heiðursskjals sem formaður nefndarinnar undirritar og eru þau veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á nýliðnu ári. Allir þeir sem áhuga hafa á að tilnefna til verðlaunanna eru hvattir til þess að senda tilnefningu með stuttum rökstuðningi.

Tillögur má senda í tölvupósti á [email protected] eða á skrifstofu Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Litlubrú 2 780Hornafjörður.

Menningarverðlaun 2011Handhafar Menningarverðlauna Austur-

Skaftafellssýslu, síðar Menningarverðlaun Hornafjarðar, frá upphafi eru:

1994 LeikfélagHornafjarðar1995 KarlakórinnJökull1996 MagnúsJ.Magnússon1997 ArnþórGunnarsson1998 GuðlaugHestnes1999 AlbertEymundsson2000 Barnakór Hornafjarðar2001 Jóhann Morávek2002 Gláma-Kím, Árni Kjartansson2003 Haukur H. Þorvaldsson2004 GísliSverrirÁrnason2005 Nemendafélag FAS2006 HornfirskaSkemmtifélagið, Þórbergssetur, Þorbjörg Arnórsdóttir og Fjölnir Torfason2007 JackD.Ives2008 HermannHansson2009 KristínLaufeyJónsdóttir2010 Ragnar Arason og Þorsteinn Sigurbergsson

Afhending menningarverðlauna 2010. Á mydinni eru Þorsteinn Sigurbergsson og Magnhildur Gísladóttir sem tók við verðlaununum f.h. Ragnars Arasonar.

OPiÐ HúsOpið hús verður hjá Rauða krossinum að Víkurbraut 2

laugardaginn 7. janúar kl. 13:00 -15:00