6
Fimmtudagur 12. janúar 2012 www.eystrahorn.is Eystrahorn 2. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is 16” pizza með tveimur áleggstegundum Kr. 1.990,- 2 lítrar af Pepsí fylgja frítt með ef sótt er PIZZATILBOÐ Sími 478-2200 föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 18:00 Fyrsti Hornfirðingur ársins Fyrsti nýfæddi Hornfirðingur ársins leit dagsins ljós 4. janúar. Foreldrar eru Guðbjörg Guðlaugsdóttir og Gunnar Ingi Valgeirsson á Höfn. Litli drengurinn var 3.720 gr. á þyngd, 51 sm. að lengd og öllum heilsast vel. Á vef Heilbrigðisstofnunarinnar hssa.is kemur fram að á síðasta ári fæddust 22 börn sem kallast Hornfirðingar, 16 drengir en aðeins 6 stúlkubörn. Sömuleiðis kemur fram að árið 2012 fari vel af stað því að von er á 8 börnum í janúar og febrúar. Lögð er áhersla á að öllum hraustum konum í eðlilegri meðgöngu stendur til boða að fæða hér á staðnum, annaðhvort í þeirri fæðingaaðstöðu sem við höfum hér á HSSA eða heima hjá sér kjósi þær það heldur. Fyrir þær konur sem uppfylla þau skilyrði sem eru fyrir fæðingu utan spítala er það örugg, ódýr, auðveld og fyrirhafnarlaus leið fyrir fjölskylduna að eignast barn hér á Hornafirði. Systkini litla Hornfirðingsins, Thelma Björg og Alex Leví eru greinilega ánægð og stolt með litla bróður. Þorrablót Hafnarbúa verður haldið í íþróttahúsinu laugardaginn 21. janúar Húsið opnar 19:30 og borðhald hefst klukkan 20:30 Miðaverð 6.000 kr Miðasala íþróttahúsinu fimmtudaginn 19. janúar kl. 17:00 - 19:00 Ef enn verða til miðar á föstudag verða þeir seldir föstudaginn 20. janúar kl. 17:00 til 18:00 18 ára aldurstakmark Tvær hljómsveitir leika fyrir dansi! Fyrst stíga HILMAR OG FUGLARNIR á stokk í klukkutíma Eftir það spila strákarnir í PARKET langt fram á nótt Miðar á dansleikinn seldir við innganginn frá miðnætti, miðaverð 2.500 kr. Sagt er að þetta verði eitt svakalegasta blót allra tíma, ekki missa af því! Nefndin Þorrablót Hafnarbúa 2012

Eystrahorn 2. tbl. 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Eystrahorn 2. tbl. 2012

Citation preview

Fimmtudagur 12. janúar 2012 www.eystrahorn.is

Eystrahorn2. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is

16” pizza með tveimur áleggstegundum

Kr. 1.990,-2 lítrar af Pepsí

fylgja frítt með ef sótt er

p i z z a t i l b o ð

Sími 478-2200

föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 18:00

Fyrsti Hornfirðingur ársinsFyrsti nýfæddi Hornfirðingur ársins leit dagsins ljós 4. janúar. Foreldrar eru Guðbjörg Guðlaugsdóttir og Gunnar Ingi Valgeirsson á Höfn. Litli drengurinn var 3.720 gr. á þyngd, 51 sm. að lengd og öllum heilsast vel. Á vef Heilbrigðisstofnunarinnar hssa.is kemur fram að á síðasta ári fæddust 22 börn sem kallast Hornfirðingar, 16 drengir en aðeins 6 stúlkubörn. Sömuleiðis kemur fram að árið 2012 fari vel af stað því að von er á 8 börnum í janúar og febrúar. Lögð er áhersla á að öllum hraustum konum í eðlilegri meðgöngu stendur til boða að fæða hér á staðnum, annaðhvort í þeirri fæðingaaðstöðu sem við höfum hér á HSSA eða heima hjá sér kjósi þær það heldur. Fyrir þær konur sem uppfylla þau skilyrði sem eru fyrir fæðingu utan spítala er það örugg, ódýr, auðveld og fyrirhafnarlaus leið fyrir fjölskylduna að eignast barn hér á Hornafirði.

Systkini litla Hornfirðingsins, Thelma Björg og Alex Leví eru greinilega ánægð og stolt með litla bróður.

Þorrablót Hafnarbúa verður haldið í íþróttahúsinu laugardaginn 21. janúar

Húsið opnar 19:30 og borðhald hefst klukkan 20:30

Miðaverð 6.000 kr Miðasala íþróttahúsinu

fimmtudaginn 19. janúar kl. 17:00 - 19:00

Ef enn verða til miðar á föstudag verða þeir seldir föstudaginn 20. janúar kl. 17:00 til 18:00

18 ára aldurstakmark

Tvær hljómsveitir leika fyrir dansi!Fyrst stíga HILMAR OG FUGLARNIR

á stokk í klukkutíma

Eftir það spila strákarnir í PARKET langt fram á nótt

Miðar á dansleikinn seldir við innganginn frá miðnætti, miðaverð 2.500 kr.

Sagt er að þetta verði eitt svakalegasta blót allra tíma, ekki missa af því!

Nefndin

Þorrablót Hafnarbúa 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 12. janúar 2012

Vildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Gönguleiðir og áningarstaðirBoðað er til kynningarfundar um gönguleiðir og áningarstaði og samspil þess við önnur verkefni.

Fundurinn verður haldinn í Hrollaugsstöðum, þriðjudaginn 24. janúar 2012, kl. 20:00

Dagsskrá:Gestagötur •Regína Hreinsdóttir

Gönguleið við rætur Vatnajökuls; aðalskipulag• Haukur Ingi Einarsson

Lónsöræfi• Helga Davids

Fuglaskoðun og jarðfræði • Þorvarður Árnason

Ferðafélag Íslands• Páll Guðmundsson

Fræðandi ferðaþjónusta á Suðurlandi• Hrafnkell Guðnason

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða• Sveinn Rúnar Traustason

Útgáfa og framsetning efnis• Sigurlaug Gissurardóttir

Fundarstjóri er Hjalti Þór Vignisson

Bændur, ferðaþjónustuaðilar, landeigendur og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta og eiga gagnleg skoðanaskipti.

Starfshópur um gönguleiðir og áningarstaði

Súpa og salatbar tveir fyrir einn

allan janúar

Kaffi Hornið

Hafnarkirkja sunnudaginn 15. janúar

Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00

Sóknarprestur

Rauðakrossbúðin er opin á

mánudögum

kl. 17:00 - 19:00

Rauðikross ÍslandsHornafjarðardeild

Framsóknarfélag Austur-Skaftfel l inga

Almennur bæjarmálafundur Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga verður haldinn í Ásgarði á Höfn, mánudaginn 16. janúar 2012, kl. 20.00

Hvetjum íbúa sveitarfélagsins til að mæta og eiga gagnleg skoðanaskipti við bæjarfulltrúa.

Stjórnin

Samverustund verður í Ekru föstudaginn 13. janúar kl. 17:00.

Brynjúlfur Brynjólfsson kemur í heimsókn

Félag eldri Hornfirðinga

Samverustund

ÞorragleðiFrábært fyrir þorrablótin

Greiðsla, förðun og ljós á aðeins 7.500,-

Klipping fyrir kl. 13:00 og þú færð 15% afslátt

Góð tilboð, 20 - 40% afsláttur af öllum vörum í Heilsu og útlit

Heilsa og útlit lokar 21. janúar

Salon SúaSími 478 • 2221

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 12. janúar 2012

Á vorönn 2011 ákvað nemendaráð nemendafélags FAS að leggja niður störf sín og fara í gagngera naflaskoðun á starfsemi félagsins. Almenn þátttaka nemenda FAS var að mati nemendaráðs ekki nógu góð sem og ákveðnar óánægjuraddir voru farnar að líta dagsins ljós. Í mars mánuði 2011 hófst því viðamikil vinna innan skólans þar sem reynt var að takast á við þetta vandamál.Niðurstöður vinnunnar voru að miklar breytingar þyrfti að gera á starfsemi nemendafélagsins, í stað hefðbundins nemendaráðs yrði einungis kosið um forseta nemendafélagsins sem og varaforseta. Haustönn hæfist á því að stofnaðir yrðu klúbbar innan nemendafélagsins þar sem nemendur með sameiginleg áhugamál myndu hópa sig saman og vinna að því sem þeim finnst skemmtilegt. Einn nemandi yrði kjörinn í forsvar fyrir hvern klúbb og þeir forsvarsmenn mynduðu ásamt forseta og varaforseta stjórn nemendafélagsins.

Haustið fór vel af stað hjá nemendafélagi FAS en eins og gera má ráð fyrir þegar viðamiklar breytingar verða fór nokkur tími í að átta sig á nýju fyrirkomulagi, á sama tíma og menn fundu sig í nýjum hlutverkum. Klúbbarnir á haustönn voru fáir en engu að síður góðir og hafa gefið tóninn fyrir framhaldið.

Verkefni nemendafélagsins Önnin hófst á busavígslu í lok ágústmánaðar þar sem nýnemar voru boðnir velkomnir í skólann. Hárgreiðsla og förðun var í boði eldri nemenda og þá var nýnemum boðið að taka þátt í þrautabraut á túnbletti við skólann þar sem þau böðuðu sig meðal annars í hrollköldu ísvatni og gæddu sér á ýmsu gúmmilaði sem eldri nemendur buðu uppá. Reynt var að ná saman liði til að senda fyrir hönd skólans í Ræðukeppni framhaldsskólanna - MORFÍS. Því miður gekk það ekki þetta haustið en keppnin var vel kynnt fyrir nemendum og líklegt þykir að sent verði lið fyrir hönd FAS að ári liðnu. Lið FAS í keppninni Gettu Betur hefur verið sett saman og mun keppa við lið MH í fyrstu umferð keppninnar á Rás 2. Öllum nemendum skólans stóð til boða að svara stuttri spurningakönnun í október mánuði. Þeim sem best gekk í þeirri könnun var boðið að svara lengri spurningalista og fjórir efstu menn þar skipuðu nú lið FAS, en það voru þau Egill Eiríksson, Sigurður Ragnarsson,

Jónatan Magni og Sólveig Valgerður. Þjálfun liðsins var í höndum Sigurðar Mar, kennara við skólann. Lið FAS tók þátt í Gettu Betur síðastliðinn mánudag og stóð sig vel en laut engu að síður í lægra haldi fyrir sterku liði MH. Útskriftarhópur FAS hélt í tvígang LAN mót í samstarfi við nemendafélagið ásamt því að haldin var FIFA keppni innan skólans. Allar keppnirnar fóru vel fram. Í byrjun október stóð nemendafélagið fyrir Miðannarfrís dagskrá þar sem haldið var fótboltamót í íþróttahúsi bæjarins og pub quiz í Pakkhúsinu. Báðir viðburðir voru skipulagðir af nemendum og tókust vel. Þátttakendur voru um 30 í hvorum viðburði fyrir sig. Þann 20. október fóru 63 nemendur FAS á sýningu skemmtifélagsins á Hótel Höfn þar sem boðið var upp á pizzaveislu og sýninguna Greatest Hits.

Í nóvember stóð stjórn nemendafélagsins fyrir hinu svokallaða Meistaramóti FAS í Nýheimum. Fóru þar fram ýmsar örkeppnir þar sem þátttakendur voru 2-3 talsins. Má þar nefna kókosbolluát, frostpinnaát, mjólkurdrykkju, brandarakeppni og margt fleira. Samtals var keppt í 20 örkeppnum þetta kvöld. Meistaramótið fór fram úr björtustu vonum og ánægja nemenda mikil. Gestir voru um 40 talsins en miðað við hvernig til tókst má áætla að mun fleiri muni sækja viðburðinn næst þegar hann verður haldinn.

Ellefu nemendur tóku þátt í matreiðslunámskeiði í indverskri matargerð sem haldið var í eldhúsi Heppuskóla. Þátttakan var betri en vonast var eftir þar sem hámarks fjöldi átti að miðast við átta einstaklinga. Á námskeiðinu lærðu nemendur að elda og framreiða sjö ólíka indverska rétti. Kennari var Aurangasri Hinriksson en hún er einnig kennari í FAS. Söngkeppni FAS var haldin í Sindrabæ í lok nóvember. Keppendur voru fjórir talsins í þremur mismunandi atriðum. Dómnefnd skipuðu fimm valinkunnir Hornfirðingar og voru skemmtiatriði þrjú talsins. Keppnina vann dúett skipaður Þorgeiri Dan og Kolbrúnu Birnu og verða þau fulltrúar FAS í Söngkeppni framhaldsskólanna í apríl á næsta ári. Gestir á keppninni voru rúmlega 70 talsins og fór það langt framúr væntingum stjórnar nemendafélagsins. Síðar um kvöldið

var haldinn dansleikur á sama stað með hljómsveitinni Dísel úr Reykjavík. Seldir miðar voru 74 talsins sem er gott hlutfall af nemendum skólans. Gæsla var í höndum foreldra en fimm foreldrar skiptu með sér vaktinni ásamt félagsmálafulltrúa skólans. Dansleikur átti að hefjast kl. 23 og standa til kl. 03, hinsvegar var færð mjög slæm milli Reykjavíkur og Hafnar þennan dag og keyrði hljómsveitin útaf á leið sinni austur á land. Þeir skiluðu sér þó í hús á endanum og hófst dansleikurinn kl. 00.30 og stóð til kl. 03. FAS hefur unnið markvisst að verkefni Lýðheilsustöðvar um Heilsueflandi Framhaldsskóla en í ár er megin áhersla lögð á næringu. Fimm nemendur hafa verið öflugir í því starfi og fundað vikulega ásamt einstaklingum úr hópi starfsfólks skólans. Fram hafa komið margar góðar hugmyndir, meðal annars stóð nemendum til boða að snæða frían hafragraut á hverjum morgni seinni hluta haustannar. Í daglegu tali gengur

þessi hópur undir nafninu heilsuklúbburinn.Snemma í haust kom saman hópur nemenda sem mikinn áhuga hefur á leiklist. Hópurinn hittist nokkrum sinnum og hafði hug á að taka þátt í Spunakeppni framhaldsskólanna - Leiktu betur. Þegar á hólminn var komið höfðu nemendur þó ekki tök á að leggja land undir fót og taka þátt í keppninni í Reykjavík. Fyrirhugað er að hópurinn muni starfa með Leikfélagi Hornafjarðar og setja upp leikverk á vorönn 2012.

Horft til framtíðar Á vordögum 2011 hlaut skólinn styrk frá Sprotasjóði Menntamálaráðuneytis til verkefnisins Sjálfbært og lýðræðislegt félagslíf í FAS. Hluti af því verkefni var að senda stjórn nemendafélagsins ásamt félagsmálafulltrúa hringinn í kring um landið og skoða störf nemendafélaga í skólum sem svipaðir eru FAS að stærð. Heimsóttir voru þrír framhaldsskólar og lærðu nemendur og félagsmálafulltrúi mikið af ferðinni. Annað markmið verkefnisins er að tengja félagslíf markvisst inn í skólann, t.d. meta þátttöku í félagslífi til eininga. Fyrirhugað er að taka eitt stórt skerf fram á við hvað þetta varðar í upphafi vorannar 2012.Á skólasetningu í janúar var haldinn nemendafundur um félagslífið. Allir nemendur völdu sér einn eða fleiri klúbba til að starfa með alla önnina. Klúbbarnir funduðu

Mikilvægt að taka þátt í félagsstörfunum

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 12. janúar 2012

Meira í leiðinniN1 HÖFN WWW.N1.IS / SÍMI 478 1940

TILBOÐ

* Gos í plasti á 245 kr.

Steikarsamloka, franskar kartöflur og ½ lítri gos í plasti*

1.475 kr.

STEIKARSAMLOKA - MÁLTÍÐ

MOZZARELLASTANGIR - MÁLTÍÐ5 stk. mozzarellastangir, sósa og ½ lítri gos í plasti*

775 kr.

KJÚKLINGASALAT Kjúklingasalat

1.195 kr.

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Hofn.pdf 1 1/9/12 5:03 PM

hver fyrir sig á skólasetningunni og mótuðu starf sitt út önnina. Til þess að auðvelda nemendum að finna sameiginlegan fundartíma hefur verið ákveðið að á stundarskrá allra nemenda verði tveir tímar á viku merktir Tómstundum. Sinni nemendur starfi sínu innan klúbbsins vel og skili einhvers konar afurð (fer hún algerlega eftir starfi klúbbsins) fá nemendur einingu í lok annar. Veltur fjöldi eininga á þeirri vinnu sem nemendur hafa lagt í verkefni sín. Vonast er til að með þessu fyrirkomulagi megi ná til enn fleiri nemenda og virkja þá til þátttöku í félagslífinu. Ljóst er að nemendur FAS eru ákaflega hæfileikaríkir og eiga ekki í neinum vandræðum með að skapa áhugaverð og vel unnin verkefni innan klúbbanna sinna. Með góðri þátttöku í félagsstarfi skólans öðlast nemendur þá reynslu og þann félagslega þroska sem nauðsynlegur er til að vera virkur þátttakandi í því samfélagi sem við búum.

Sandra Björg Félagsmálafulltrúi FAS

Viltu minnka áhrif lesblindu og athyglisbrests á nám

eða í daglegu lífi?Aftur í nám er ætlað fullorðnu fólki sem glímir við lestrar- og skriftarörðugleika ahyglis- og einbeitingarerfiðleika . Lesa má nánar um Ron Davis á heimasíðunni www.lexia.is

Námskeiðið er 95 kennslustundir, þar af eru 40 kennslustundir sem nemendur fá í einkakennslu með Davis kennara. Námskeiðið verður tekið í áföngum og hefst föstudaginn 20. janúar. Kennari er Valgerður Snæland sérkennari og náms- og starfsráðgjafi.

Skráning og nánari upplýsingar gefur Ragnhildur Jónsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá ÞNA.

[email protected] 470-3841, 891-6732

Námskeiðið skiptist í eftirfarandi þætti: Sjálfsstyrking ............................ 16 Ron Davis þjálfun ..................... 40 einstaklingstímar Íslenska .................................... 20 Tölvu- og upplýsingatækni........ 16 Námsráðgjöf ............................... 1 Mat á námi og skólastarfi............ 2 Samtals .................................... 95 kennslustundir

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 12. janúar 2012

Atvinna Auglýst er eftir sundlaugarverði við Íþróttamiðstöð Hornafjarðar

Um er að ræða 50% starf frá og með 1. febrúar 2012.

Starfstími er í samræmi við vaktatöflu.

Helstu verkefni: Vaktir, þrif og almennt eftirlit með húsinu.

Æskilegt að umsækjandi hafi sótt námskeið í skyndihjálp og björgun.

Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Ingi Valgeirsson, sími 899-1968, netfang: [email protected]

Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2012 og skal stíla umsókn á:

Gunnar Ingi Valgeirson, Íþróttamiðstöð Hornafjarðar Hafnarbraut 27. 780 Höfn.

Gunnar Ingi Valgeirsson, Forstöðumaður Íþróttamannvirkja Hornafjarðar.

ÚTSALA ÚTSALAÚtsalan hefst í dag Nýtt kortatímabil

Verið velkomin

Þorrablót eldri Hornfirðinga

Þorrablótið verður haldið á Hótel Höfn föstudaginn 20. janúar. Húsið verður opnað kl. 18:00 og borðhald hefst kl. 19:00 Hljómsveitin Hilmar og fuglarnir leikur fyrir dansiMiðaverð kr. 5.200,-Miðapantanir í síma 478-1240

mar

khon

nun.

is

1.599kr/pk.

áður 1.797 kr/pk.

ALÍFUGLAHAKKFROSIÐ 600 GR

KJÚKLINGABRINGURDANSKAR 900GR

GÓÐA VÖRUR GOTT VERÐ

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.isMjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes - Egilsstaðir

398kr/pk.

áður 498 kr/pk.

40%afsláttur

HAFRAKEX400 G

99kr/pk.

áður 139 kr/pk. 99kr/pk.

áður 129 kr/pk.

HRÍSGRJÓNSUÐUPOKAR4X125G

1.439kr/kg

áður 2.398 kr/kg

Kræsingar & kostakjör

NAUTAGÚLLAS

FRYST

IVARA

Birt

með

fyrir

vara

um pr

entv

illur o

g myn

davíx

l.

Tilboðin gilda 12. - 15. janúareða meðan birgðir endast

29%afsláttur