47
FJÖLSKYLDUSVIÐ ÁRSSKÝRSLA 2004

Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Embed Size (px)

DESCRIPTION

FJÖLSKYLDUSVIÐ ÁRSSKÝRSLA 2004 Efri röð frá vinstri: Lilja Björk Þorsteinsdóttir, Sigríður Erlendsdóttir, Margrét Hjaltested, Ingunn Árnadóttir, Svanhildur Þorkelsdóttir og Valgerður Magnúsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Unnur V. Ingólfsdóttir og Unnur Erla Þóroddsdóttir.

Citation preview

Page 1: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

FJÖLSKYLDUSVIÐÁRSSKÝRSLA 2004

Page 2: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Efri röð frá vinstri:Lilja Björk Þorsteinsdóttir, Sigríður Erlendsdóttir, Margrét Hjaltested, Ingunn Árnadóttir,Svanhildur Þorkelsdóttir og Valgerður Magnúsdóttir.Neðri röð frá vinstri:Unnur V. Ingólfsdóttir og Unnur Erla Þóroddsdóttir.

Page 3: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 1

Ávarp félagsmálastjóra................................................................................................ .3

FJÖLSKYLDUSVIÐ ................................................................................................... .4

Útgjöld fjölskyldusviðs ....................................................................................................................... 5Tafla I: Samanburður á útgjöldum fjölskyldusviðs árin 2003 og 2004. ................................6

FJÖLSKYLDUNEFND................................................................................................7

Hlutverk fjölskyldunefndar.................................................................................................................. 7

Verkefni fjölskyldunefndar.................................................................................................................. 7

FJÖLSKYLDUDEILD ................................................................................................ .7Mynd I: Yfirlit yfir fjölda fjölskyldna skipt eftir tegund þjónustu 2000 -2004. .....................8

FJÁRHAGSAÐSTOÐ ..................................................................................................9

Skipting fjárhagsaðstoðar árið 2004 .................................................................................................... 9Mynd II: Útgjöld til fjárhagsaðstoðar árin 2000 - 2004...........................................................9Mynd III: Fjárhagsaðstoð og skráðir atvinnulausir í Mosfellsbæ árin 2000 – 2004 ...............10Mynd IV: Skipting fjárhagsaðstoðar árið 2004 eftir fjölskyldugerð. ......................................10Mynd V: Skipting fjárhagsaðstoðar árin 2000 - 2004 eftir aldri............................................11

MÁLEFNI BARNA OG UNGMENNA .................................................................... .13Mynd VI: Fjöldi fjölskyldna árin 2000- 2004. ........................................................................14Mynd VII: Fjöldi barnaverndartilkynninga árin 2000 - 2004...................................................14Tafla II: Tilkynningar á grundvelli barnaverndarlaga árin 2001, 2002, 2003 og 2004.......15Tafla III: Ástæður tilkynninga. ..............................................................................................16Tafla IV: Ástæður afskipta.....................................................................................................16

Forvarnir í málefnum barna .............................................................................................................. .17

FÉLAGSLEG HEIMAÞJÓNUSTA.......................................................................... .19Tafla V: Félagsleg heimaþjónusta árið 2004. .......................................................................19Mynd VIII: Félagsleg heimaþjónusta árin 2000 - 2004. ............................................................19Mynd IX: Útgjöld vegna heimaþjónustu árin 2000 - 2004. ....................................................20

MÁLEFNI ALDRAÐRA ........................................................................................... .21

Íbúða- og þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra ......................................................................... 21

Dagvist aldraðra 21Tafla VI: Dagvist aldraðra eftir kyni, dvalartíma, fjölda og aldri 01.02. - 31.12. 2004. ......22Mynd X: Fjöldi einstaklinga í dagvist aldraðra árið 2004. ....................................................22Tafla VII: Þátttakendur í námskeiðum, meðaltalsfjöldi árið 2004. .........................................23Tafla XII: Þátttaka í ferðum og á skemmtunum félagsstarfs aldraðra árið 2004.....................24Tafla IX: Útgjöld til félagsstarfs aldraðra árin 2000 - 2004...................................................24Mynd XI: Útgjöld í þúsundum króna til félagsstarfs aldraðra árin 2000- 2004. .....................25Tafla X: Félagsstarf aldraðra, útgjöld vegna ferða árið 2004. ..............................................25Mynd XII: Félagsstarf aldraðra, útgjöld vegna ferða árin 2000-2004. .....................................26

Þjónustuhópur aldraðra..................................................................................................................... 26Tafla XI: Einstaklingar vistaðir á hjúkrunarheimilum 31.12. 2004. ......................................27

MÁLEFNI FATLAÐRA............................................................................................ .28

Ferðaþjónusta fatlaðra ...................................................................................................................... .28Tafla XII: Ferðafjöldi árið 2004 eftir aldri þjónustuþega. .......................................................28Tafla XIII: Ferðafjöldi árið 2004 eftir tegund ferða. ................................................................28Tafla XIV: Tegundir ferða árin 2002, 2003 og 2004. ...............................................................29Mynd XII: Einstaklingar sem nutu ferðaþjónustu fatlaðra árin 2000 - 2004............................29Mynd XIV: Útgjöld vegna ferðaþjónustu fatlaðra árin 2000 - 2004..........................................30Tafla XV: Skólaakstur fatlaðra, skólaárin 2002/2003, 2003/2004 og 2004/2005. .................30

Page 4: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 2

Liðveisla fatlaðra ............................................................................................................................. 31Tafla XVI: Liðveisla árið 2004 skipt eftir aldri, kynferði og liðveislutímum...........................31Mynd XV: Liðveisluþegar árin 2000 - 2004.............................................................................31Mynd XVI: Útgjöld til liðveislu árin 2000 – 2004.....................................................................32

Búsetumál fatlaðra............................................................................................................................. 32

Þjónusta við fatlaða íbúa Mosfellsbæjar........................................................................................... .32Tafla XVII: Útgjöld vegna þjónustu við fatlaða árin 2000 - 2004. ............................................33Mynd XVII: Skipting útgjalda vegna þjónustu við fatlaða árin 2000-2004. ...............................33

FÉLAGSLEG HÚSNÆÐISMÁL ............................................................................. .34Tafla XVIII: Félagslegar íbúðir í Mosfellsbæ árin 2000 - 2004. .................................................34Mynd XVIII: Félagslegar íbúðir í Mosfellsbæ árin 2000 - 2004. .................................................34

Félagslegar eignaríbúðir .................................................................................................................... 35

Félagslegar kaupleiguíbúðir ............................................................................................................. .35

Félagslegar leiguíbúðir ..................................................................................................................... .35Mynd XIX: Félagslegar íbúðir í Mosfellsbæ árin 2000 - 2004. .................................................35Tafla XXI: Meðalleigutími við árslok 2004. ............................................................................36Mynd XX: Fjöldi leiguíbúða, meðaleignarhaldstími og meðalleigutími í árum.......................37Tafla XXII: Óskir umsækjenda um íbúðarstærð. .......................................................................37

Framkvæmdir á árinu 2004................................................................................................................ 38

Félagsleg húsnæðismál – rekstur ....................................................................................................... 38Mynd XXI: Rekstrarniðurstaða félagslegra húsnæðismála árin 2000 - 2004. ...........................38

Húsaleigubætur ............................................................................................................................ .39Mynd XXII: Húsaleigubætur árin 2000 - 2004. ..........................................................................39Tafla XXIII: Greiðsla húsaleigubóta í desember 2004, fjölskyldugerð.......................................40Mynd XXIII: Húsaleigubætur, fjöldi bótaþega 2000-2004. .........................................................40

Viðbótarlán ............................................................................................................................. 40Mynd XXIV: Viðbótarlán, vilyrði fyrir lánveitingum á árunum 2000 -2004. ..............................41Tafla XXIV Viðbótarlán; fjölskyldugerð umsækjenda um viðbótarlán 2004.............................41Mynd XXV: Viðbótarlán, fjöldi lánþega árin 2002-2004. ..........................................................42Mynd XXVI: Þróun félagslegra húsnæðismála í Mosfellsbæ árin 2000 - 2004. ..........................42

Íbúða- og þjónustuhús aldraðra við Hlaðhamra................................................................................. 43

Mynd XXVII: Íbúða- og þjónustuhús rekstrarniðurstaða árin 2000 - 2004................................ .43

Jafnréttismál .............................................................................................................. .44

Page 5: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 3

Ávarp félagsmálastjóra

Starfsemi fjölskyldunefndar og fjölskyldusviðs er víðfeðm. Verkefnin spanna fjóra meginmálaflokka, barnavernd, félagsþjónustu, félagsleg húsnæðismál og jafnréttismál. Þjónustan nær til íbúa bæjarfélagsins frá vöggu til grafar, auk þess að ná til þeirra sem þar starfa með verkefnum samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nokkrar breytingar urðu á verkefnum fjölskyldunefndar og fjölskyldusviðs á árinu 2004. Ný verkefni á árinu eru verkefni tengd jafnréttismálum í samræmi við fyrrgreind lög. Aflögð á árinu eru afgreiðsla viðbótarlána samkvæmt lögum um húsnæðismál og verkefni tengd félagslegum kaupleiguíbúðum, en síðasta íbúðin í þeim flokki var seld á árinu.

Innan stjórnsýslu sveitarfélaga hefur félagsþjónustan sérstöðu vegna þess mikla trúnaðar sem ríkir um gögn og málsmeðferð einstaklingsmála. Verkefni félagsþjónustunnar sem snerta málefni einstaklinga eru sérstök að því leyti, að við lausn þeirra er í flestum tilfellum verið að fjalla um mjög persónuleg og viðkvæm málefni, svo sem flóknustu og dýpstu tilfinningar manneskjunnar sem eru tengsl foreldra og barna. Þetta á sérstaklega við um verkefni á sviði barnaverndar sem er umfangsmesti málaflokkur fjölskyldusviðs. Auk barnaverndarlaga og stjórnsýslulaga sem kveða skýrt á um málsmeðferð, hvílir sérstök skylda á þeim sem fara með vinnslu umræddra mála samkvæmt lögum um meðferð persónuupplýsinga. Með lögunum er lögfest skylda þeirra aðila sem hafa undir höndum persónuupplýsingar að varðveita og meðhöndla gögn með ákveðnum hætti. Skylda er lögð á herðar þessara aðila að móta sér ákveðnar skriflegar reglur um öryggisstefnu, áhættumat og öryggisráðstafanir varðandi vinnslu og varðveislu persónuupplýsinga. Í kjölfar fyrirspurnar Persónuverndar í apríl 2004 um þessa þætti var hafist handa við gerð öryggishandbókar þar sem tekið var á þessum þáttum auk þess sem bæjarstjórn samþykkti öryggisstefnu fyrir bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar.

Verkefni fjölskyldusviðs gera ríkar kröfur til þeirra sem þar starfa að vanda til málsmeðferðar og sýna sterka siðferðiskennd. Slíkt er liður í því að þeir sem leita eftir þjónustu sviðsins geti reitt sig á góða og réttláta málsmeðferð. Að mati undirritaðrar hefur starfsfólk sviðsins lagt sig fram um að svo megi vera og það ber að þakka.

5. september 2005

Unnur V. Ingólfsdóttir

Page 6: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 4

FJÖLSKYLDUSVIÐ

Fjölskyldusvið fer með málefni félagsþjónustu samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnavernd samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, félagsleg húsnæðismál samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 og jafnréttismál í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000. Fjölskyldusvið fer auk þess með málefni samkvæmt barnaverndarlögum fyrir Kjósarhrepp í samræmi við samkomulag Mosfellsbæjar við hreppinn.

Félagsmálastjóri er yfirmaður fjölskyldusviðs. Skrifstofa sviðsins er til húsa í Þverholti 2. Í árslok voru starfsmenn sviðsins 34 í um 18 stöðugildum. Félagsmálastjóri er Unnur V. Ingólfsdóttir en Nanna Mjöll Atladóttir var yfirmaður fjölskyldudeildar. Hún lét af störfum 30. júní 2004 og við starfinu tók Margrét Hjaltested sem hafði fram að því starfað sem félagsráðgjafi við sviðið. Lilja Björk Þorsteinsdóttir var í námsleyfi til 31. maí 2004, Unnur Erla Þóroddsdóttir félagsráðgjafi leysti hana af. Samhliða því að Margrét Hjaltested tók við starfi sem yfirmaður fjölskyldudeildar og Lilja Björk kom til starfa eftir námsleyfi var Unnur Erla ráðin til starfa við sviðið. Ingunn Árnadóttir húsnæðisfulltrúi var í 50% starfi. Ritari var Sigríður Erlendsdóttir, þjónustu hennar keypti fjölskyldusvið af fjármála- og stjórnsýslusviði. Valgerður Magnúsdóttir starfaði sem forstöðumaður félagslegrar heimaþjónustu og þjónustumiðstöðvar aldraðra og Svanhildur Þorkelsdóttir sem forstöðumaður félagsstarfs aldraðra. Vísað er til kafla skýrslunnar um félagslega heimaþjónustu og málefni aldraðra varðandi upplýsingar um starfsmannahald þeirrar þjónustu.

Fjölskyldunefnd fór með yfirstjórn og eftirlit með málaflokkum fjölskyldusviðs í samræmi við samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 428/2000. Eftirtaldir aðilar skipuðu nefndina á árinu:

AðalmennHerdís Sigurjónsdóttir, D-lista, formaður Þorbjörg Inga Jónsdóttir, D-lista, aðalmaður Lovísa Hallgrímsdóttir, D-lista, aðalmaður Marteinn Magnússon, B-lista, aðalmaður Jóhanna B. Magnúsdóttir, G-lista, aðalmaður VaramennÍris Bjarnadóttir, D-lista, varamaður Hafdís Rut Rudolfsdóttir, D-lista, varamaður Magnús Kristmannsson, D-lista, varamaður Helga Thoroddsen, B-lista, varamaður Dóra Hlín Ingólfsdóttir, G- lista, varamaður

Herdís Sigurjónsdóttir var í barnsburðarleyfi fram í apríl 2004. Íris Bjarnadóttir tók sæti sem aðalmaður þann tíma og Guðmundur Pétursson sem varamaður, D-lista.

Page 7: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 5

Útgjöld fjölskyldusviðs

Heildarútgjöld fjölskyldusviðs árið 2004 voru 126.529.415 krónur. Þar af voru útgjöld til félagsþjónustu 104.586 þúsund krónur. Útgjöldin vegna félagsþjónustu jukust um 21% frá árinu 2003, þar koma til útgjöld vegna leiðréttingar launa í þjónustumiðstöð aldraðra í kjölfar starfsmats. Ennfremur aukin útgjöld til ferðaþjónustu fatlaðra og fjárhagsaðstoðar vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu. Útgjöld til félagslegra íbúða voru 21.946.414 krónur, rúmum sex milljónum hærri en árið 2003. Þar af voru 4,7 milljónir vegna reksturs félagslegra íbúða og 1,7 milljónir vegna íbúða- og þjónustuhúss aldraðra við Hlaðhamra. Aukning útgjalda vegna félagslegra íbúða skýrist fyrst og fremst af auknum kostnaði vegna aðkeyptrar vinnu frá tækni- og umhverfissviði, auknum millifærðum kostnaði til fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna aðstöðu og þjónustu í Kjarna og kostnaði vegna endurskoðunar sem hefur ekki áður verið færður til gjalda á málaflokkinn, samtals 1.109 þúsund krónur.

Heildarútgjöld fjölskyldusviðs jukust úr 110 milljónum árið 2003 í 126 milljónir árið 2004 eða um 14,7 %.

Page 8: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 6

Tafla I: Samanburður á útgjöldum fjölskyldusviðs árin 2003 og 2004. 2003 2004

Kóti Heiti Hreyfing Hreyfing Mismunur Mismunur

í % 1 Fjölskyldunefnd 1.344.429 1.626.681 282.252 21 2 Skrifstofa félagsþjónustu 24.244.119 23.968.360 (275.759) -1

11 Fjárhagsaðstoð 3.408.233 4.031.101 622.868 18 16 Niðurgreiðsla dvalargjalda 502.882 477.960 (24.922) -5 18 Húsaleigubætur 8.773.505 8.690.567 (82.938) -1 31 Barnaverndarmál 913.640 984.683 71.043 8

41Framlög til ellilífeyrisþega og öryrkja 2.237.715 2.559.421 321.706 14

42 Þjónustuhópur aldraðra 96.695 86.578 (10.117) -1045 Þjónustumiðstöð aldraðra 27.929.983 34.028.569 6.098.586 22 48 Félagsstarf aldraðra 5.742.252 6.845.049 1.102.797 19 51 Málefni fatlaðra 12.127.271 14.410.251 2.282.980 19 62 Fræðslu og forvarnarstarf 306.062 92.642 (213.420) -7073 Framlag til Bjargráðasjóðs 715.694 749.453 33.759 5 74 Orlofssjóður húsmæðra 360.726 368.285 7.559 2

75Framlag vegna viðbótarlána 5.220.341 4.409.222 (811.119) -16

81 Ýmsir styrkir 858.691 1.257.179 398.488 46

94.782.238 104.586.001 9.803.763 21

61 Félagslegar íbúðir 9.244.135 13.951.284 4.707.149 51

63Þjónustumiðstöð Hlaðhömrum 6.259.412 7.995.130 1.735.718 28

15.503.547 21.946.414 6.442.867 42

19 Önnur félagsleg aðstoð 9.353.788 12.847.961 3.494.172 37

49Afsláttur af fasteignagjöldum 1.325.903 1.349.751 23.848 2

65 Jafnréttisnefnd 311.468 0 (311.468) -100

10.991.159 14.197.712 3.206.552 29

Page 9: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 7

FJÖLSKYLDUNEFND

Hlutverk fjölskyldunefndar

Hlutverk fjölskyldunefndar samkvæmt samþykkt bæjarfélagsins var að: • Gera tillögur til bæjarstjórnar um stefnu í félags- og húsnæðismálum og hafa

eftirlit með að stefna bæjaryfirvalda á hverjum tíma sé haldin. • Hafa eftirlit með stofnunum sem vinna að félagsþjónustu og húsnæðismálum

og fylgjast með að þær vinni að settum markmiðum í samræmi við lög og veiti góða þjónustu.

• Leggja mat á þá þjónustu sem veitt er á vegum sveitarfélagsins í þeim málum sem hana varðar með tölulegum upplýsingum og könnunum á meðal bæjarbúa.

• Fjalla um kvartanir sem berast vegna þjónustunnar. • Gera tillögur að fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar um þá liði sem falla undir

verksvið nefndarinnar. • Hafa eftirlit með að fjárhagsáætlunin sé haldin. • Vera bæjarstjórn að öðru leyti til ráðuneytis í þeim málum sem varða verksvið

nefndarinnar.

Verkefni fjölskyldunefndar

Verkefni fjölskyldunefndar á árinu 2004 voru málefni félagsþjónustu sveitarfélaga (lög nr. 40/1991) það er, málefni tengd félagslegri ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefnum aldraðra, félagslegri heimaþjónustu, málefnum unglinga, málefnum fatlaðra (lög nr. 59/1992), umsjón með leiguhúsnæði í eigu bæjarins og umsjón með greiðslu húsaleigubóta (lög nr. 138/1997) og málefni barna og ungmenna, þar með talin barnavernd (lög nr. 80/2002). Ennfremur málefni samkvæmt lögum um húsnæðismál (lög nr. 44/1998) og jafnréttismál (lög. nr. 96/2000).

Fjölskyldunefnd fundaði 25 sinnum á árinu. Auk kjörinna fulltrúa sátu félagsmálastjóri, yfirmaður fjölskyldudeildar og húsnæðisfulltrúi fundi nefndarinnar.

FJÖLSKYLDUDEILD

Starfsmenn fjölskyldudeildar annast meðferð mála, sem varða einstaklinga og fjölskyldur í samræmi við verkefni fjölskyldunefndar, reglur bæjarfélagsins, lög og reglugerðir.

Alls nutu 523 heimili aðstoðar deildarinnar á árinu 2004, 16 færri en árið áður en þá nutu 539 heimili þjónustu.

Íbúar Mosfellsbæjar voru 6.782 1. desember 2004. Karlar voru 3.405 og konur 3.377. Íbúum fjölgaði um 209 eða 3,18% frá 1. desember 2003.

Page 10: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 8

0

50

100

150

200

2000 2001 2002 2003 2004

Barnavernd Húsaleigubætur Heimaþjónusta Viðbótarlán

Fjárhagsaðstoð Ferðaþj. fatlaðra Liðveisla

Mynd I: Yfirlit yfir fjölda fjölskyldna skipt eftir tegund þjónustu 2000 -2004.

Page 11: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 9

FJÁRHAGSAÐSTOÐ

Markmið með veitingu fjárhagsaðstoðar er að stuðla að því að einstaklingar og fjölskyldur geti framfleytt sér.

Fjárhagsaðstoð er veitt í eftirtöldum tilvikum eftir því sem nánar er kveðið á um í sérstökum reglum:

• Til einstaklinga og fjölskyldna sem hafa ónógar tekjur sér til framfærslu og geta ekki séð fyrir sér og sínum.

• Þar sem önnur löggjöf mælir fyrir um aðgerðir sem hafa í för með sér fjárútlát svo sem lög nr. 80/2002 um vernd barna og ungmenna.

• Þar sem um er að ræða fjárhagsaðstoð með það að markmiði að koma í veg fyrir að einstaklingar eða fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki framfleytt sér.

• Þegar um er að ræða fjárhagsaðstoð sem lið í endurhæfingu og stuðning til sjálfsbjargar, enda ekki í verkahring annarra að veita hana. Jafnan eru kannaðir til þrautar möguleikar á annarri liðveislu en

fjárhagsaðstoð. Fjárhagsaðstoð er einungis veitt í tengslum við önnur úrræði.

Skipting fjárhagsaðstoðar árið 2004

Árið 2004 námu útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar 4.725.095 krónum sem var 31% meira en á árinu 2003. Útgjöld á íbúa voru 697 og meðalgreiðsla á fjölskyldu sem naut aðstoðar 181.734 krónur.

-

500.000

1.000.000

1.500.000

2.000.000

2.500.000

3.000.000

3.500.000

4.000.000

4.500.000

5.000.000

2000 2001 2002 2003 2004

Mynd II: Útgjöld til fjárhagsaðstoðar árin 2000 - 2004.

Meðalmánaðafjöldi sem hver fjölskylda naut aðstoðar árið 2004 var 2,88 mánuðir en 2,36 árið 2003. Árið 2004 var mest greidd aðstoð í sjö mánuði og minnst í einn. Sjö fjölskyldur nutu aðstoðar í einn mánuð og sex í tvo, helmingur styrkþega naut því aðstoðar í einn til tvo mánuði.

Af þeim 26 fjölskyldum sem nutu aðstoðar árið 2004 höfðu átta eða rúm 30% notið aðstoðar árið áður.

Page 12: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 10

0

20

40

60

80

100

120

140

2000 2001 2002 2003 2004

Fjölskyldur Aðstoð 2002 Meðalf jöldi mán. Atvinnulausir

Mynd III: Fjárhagsaðstoð og skráðir atvinnulausir í Mosfellsbæ árin 2000 – 2004

Tvenn hjón eða sambúðarfólk með börn nutu fjárhagsaðstoðar á árinu 2004. Alls nutu 15 einstaklingar án barna fjárhagsaðstoðar á árinu 2004, þar af fimm konur og 10 karlar. Einstaklingar með börn voru níu, allt konur. Aðstoð til kvenna með börn nam 2.339 þúsund krónum eða tæpum 260 þúsundum að meðaltali. Aðstoð til barnlausra kvenna nam 952 þúsundum, að meðaltali 190 þúsundum og aðstoð til barnlausu karlanna 10 nam 1.304 eða um 130 þúsund krónum að meðaltali. Meðalupphæð á fjölskyldu nam tæpum 182 þúsundum. Hlutfallsleg skipting útgjalda vegna fjárhagsaðstoðar miðað við fjölskyldugerð var þannig að einstæðu mæðurnar með börn fengu tæp 49,5%, einhleypu barnlausu karlarnir fengu 27,6%, einhleypar, barnlausar konur fengu 20,1% og hjón með barn tæp 2,8%.

0

500

1000

1500

2000

2500

Hjónmeðbörn

Konurmeðbörn

Konurán barna

Karlmeðbörn

Karlarán barna

Aðstoð íþús. kr.

Upphæð áfjölsk

Mynd IV: Skipting fjárhagsaðstoðar árið 2004 eftir fjölskyldugerð.

Árið 2004 fengu 26 einstaklingar/fjölskyldur fjárhagsaðstoð af þeim 32 sem um hana sóttu. Ástæður synjunar eða frávísunar voru mismunandi, fjórir voru með tekjur umfram viðmiðunarmörk, einum var synjað á grundvelli þess að umsóknin samræmdist ekki reglum. Einum vegna þess að umsækjandi átti von á tekjum annars staðar frá. Af þeim 26 sem nutu aðstoðar fengu fimm aðstoð í formi láns og nam sú upphæð 645.821 krónu. Allir þessir einstaklingar voru að bíða eftir endurmati á

Page 13: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 11

endurhæfingarlífeyri eða örorkumati frá Tryggingastofnun ríkisins. Lán er einungis veitt þeim sem sannanlega hafa ekki lánstraust hjá lánastofnun.

Konur sem nutu fjárhagsaðstoðar voru 54% (14), karlar 38% (10) og hjón 8% (2). Einstaklingar yngri en 24 ára voru tíu, 25-39 ára voru 12, 40-54 ára voru fjórir. Barnlausir karlar (38,5) og konur með börn (35) sá hópur er 73% styrkþega. Þegar horft er til aldurs þá voru 85% styrkþega 39 ára eða yngri, átta konur og fjórtán karlar. Styrkþegar 24 ára og yngri voru 38,5%, fimm konur og fimm karlar. Yngsti styrkþeginn var 19 ára kona og elsti 51 ára karl.

0

2

4

6

8

10

12

14

2000 2001 2002 2003 2004

18-24 ára 25-39 ára 40-54 ára 55-64 ára

Mynd V: Skipting fjárhagsaðstoðar árin 2000 - 2004 eftir aldri.

Skólaganga yngsta hópsins er í lágmarki og reynsla af vinnumarkaði er afar takmörkuð. Kannanir hafa sýnt fram á að yngra fólki, sem ekki hefur menntun eða reynslu af vinnumarkaði, er mun hættara við að verða atvinnulaust þegar dregur úr framboði á atvinnu. Þessi hópur er því í mikilli hættu ef harðnar á dalnum. Því lengur sem ungur einstaklingur er óvirkur því meiri hætta er á að hæfni hans til að lifa „eðlilegu lífi“ minnki, sjálfstraust skerðist, lífsstíll breytist, afleiðingar sem geta haft áhrif á andlega og líkamlega líðan.

Markmið með veitingu fjárhagsaðstoðar til einstaklinga og fjölskyldna er, eins og áður greinir, að styðja þá sem hafa ónógar tekjur sér til framfærslu og geta ekki séð fyrir sér og sínum. Í markmiðsgreininni er jafnframt bent á ákvæði laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, gr. 19, en þar segir: „skylt er hverjum manni að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára“. Þar er einnig tekið fram að jafnan skuli kanna til þrautar aðra möguleika en fjárhagsaðstoð og að fjárhagsaðstoð skuli einungis beitt í eðlilegum tengslum við önnur úrræði, svo sem ráðgjöf og leiðbeiningar, svo og í tengslum við úrræði annarra stofnana samfélagsins.

Í tengslum við setningu reglnanna fór fram umræða um hlutverk ríkis og sveitarfélaga og var það skoðun manna að það væri hlutverk ríkisins að ákveða og tryggja þeim lægst launuðu tekjur sem unnt væri að lifa af. Í framhaldi af því var ákveðið að styðjast við opinber viðmið ríkisstjórnar Íslands sem eru greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins til örorkulífeyrisþega. Í reglunum kemur fram að við málsmeðferð skuli starfsmaður fjölskyldudeildar rökstyðja tillögu um afgreiðslu málsins þar sem gerð sé grein fyrir forsendum og markmiðum fjárhagsaðstoðar. Umsækjandi skal boðaður í viðtal til félagsráðgjafa þar sem kannaðar eru félagslegar aðstæður og honum leiðbeint um meðferð málsins. Ennfremur skal umsækjandi

Page 14: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 12

upplýstur um rétt til aðstoðar sem hann kann að eiga annars staðar og ber umsækjanda að nýta sér þann rétt.

Almenna vinnureglan er að umsækjandi um fjárhagsaðstoð þarf að skila inn umsókn mánaðarlega. Hann fær viðtal við félagsráðgjafa þar sem markmiðið er að gera einstaklingsbundið mat á stöðu hans og fjölskyldunnar. Réttur til þjónustu annars staðar er kannaður og lögð er upp áætlun í samvinnu við umsækjanda um þá leið sem best er til þess fallin að styðja hann í því að vinna bug á vandanum. Reynslan sýnir að margir af þeim sem fengið hafa þessa þjónustu nýta sér hana og leggja upp áætlun sem stuðlar að því að þeir geti unnið bug á þeim erfiðleikum sem þeir eiga við að stríða. Það er mat starfsmanna fjölskyldudeildar, með aldurssamsetningu framfærsluþega í huga þar sem 60% eru undir 30 ára aldri, að þetta vinnulag sé mikilvægt til að stuðla að því að þeir nái fótfestu í samfélaginu.

Page 15: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 13

MÁLEFNI BARNA OG UNGMENNA

Markmið barnaverndar er að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Það er gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstaka börnum þegar það á við.

Barnavernd er umfangsmesti málaflokkur fjölskyldudeildar. Þjónustan á árinu 2004 var í samræmi við barnaverndarlög nr. 80/2002. Ennfremur var þjónustan í samræmi við önnur lög eftir því sem við átti hverju sinni. Öll mál sem unnin eru samkvæmt barnaverndarlögum hefjast á því að kannað er hvort aðbúnaði barns sé ábótavant eða að barn kunni að vera í hættu. Ef könnun leiðir í ljós að úrbóta er þörf er gerð meðferðaráætlun í samvinnu við foreldra. Áhersla er lögð á stuðning við foreldra í uppeldishlutverkinu enda er það meginforsenda þess að barnaverndarstarf beri árangur. Beitt er ýmsum stuðningsúrræðum þar til viðunandi árangur næst. Í einstökum málum nær meðferðaráætlun ekki fram að ganga og getur þá reynst nauðsynlegt að beita þvingunarúrræðum. Ekki var um slíkt að ræða á árinu.

Fjölskyldur í Mosfellsbæ sem nutu aðstoðar á grundvelli barnaverndarlaga á árinu 2004 voru 124 vegna 141 barns. Fjölskyldur sem ekki höfðu fengið aðstoð árið áður voru 68 vegna 76 barna.

Alls bárust 207 tilkynningar til fjölskyldunefndar vegna 124 barna. Er það tæplega 11% fjölgun tilkynninga frá árinu 2003 þegar tilkynningarnar voru 112. Óskað var nafnleyndar í fimm tilvikum. Að könnun lokinni var ekki talið að frekari afskipta væri þörf í 98 tilvikum. Fjölskyldunefnd sendir árlega skýrslu til Barnaverndarstofu um þau verkefni sem nefndin hefur haft með höndum á undangengnu ári. Frá árinu 1996 hefur skráning barnaverndarmála verið með sama hætti. Tilkynningum hefur alltaf fjölgað milli ára, ef undan eru skilin árin 2001 og 2003.

Það er mat starfsmanna fjölskyldudeildar að merkja megi aukna vitund fólks um skyldu sína til að gera barnaverndaryfirvöldum viðvart þegar grunur er um að uppeldisskilyrðum barna sé ábótavant. Foreldrar leita einnig í auknum mæli sjálfir til starfmanna fjölskyldunefndar vegna erfiðleika í sambandi við uppeldi og aðbúnað barna sinna.

Á árinu tók yfirmaður fjölskyldudeildar f.h. barnaverndaryfirvalda í Mosfellsbæ þátt í tilraunarverkefni um flokkun- og skilgreiningu barnaverndarmála sem leitt var af Barnaverndarstofu í samvinnu við félagsráðgjöf Háskóla Íslands.

Page 16: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 14

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

2000 2001 2002 2003 2004

Ný mál Til vinnslu árið áður

Mynd VI: Fjöldi fjölskyldna árin 2000- 2004.

Af því 141 barni sem nefndin hafði til athugunar, könnunar og meðferðar á grundvelli barnaverndarlaga árið 2004 hófst athugun og málsmeðferð í málum 76 barna eða 54% á árinu sem er töluvert hærra en árið áður þegar hlutfallið var 40%.

0

50

100

150

200

250

300

2000 2001 2002 2003 2004

Fjöldi tilkynninga Fjölskyldur Börn Fjölskyldur, fyrri afskipti Börn, fyrri afskipti

Mynd VII: Fjöldi barnaverndartilkynninga árin 2000 - 2004.

Page 17: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 15

Tilkynningar til nefndarinnar árið 2004 bárust með eftirfarandi hætti, til samanburðar eru tilkynningar árin 2003, 2002 og 2001:

Tafla II: Tilkynningar á grundvelli barnaverndarlaga árin 2001, 2002, 2003 og 2004.

2001 2002 2003 2004 Tilkynnandi Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Ffjöldi % - lögregla 108 64 221 83 96 64 170 82,1 - foreldrar barns 28 16,5 11 4,0 14 9 16 7,7 - barnið sjálft 1 1,0 2 0,75 0 0 1 0,5 - ættingjar barns 4 2,0 11 4,0 8 5 1 0,5 - skóli, sérfræðiþjónusta 5 3,0 7 2,5 12 8 5 2,4 - leikskólar 1 1,0 3 1,0 0 0 1 0,5 - önnur barnaverndarnefnd 2 1,0 1 0,5 1 1 0 0 - læknar/heilsugæsla/sjúkrahús 6 3,5 5 2,0 9 6 4 2 - nágrannar 1 1,0 4 1,5 8 5 9 4,3 - héraðsdómur/sýslumaður/ - dómsmálaráðuneyti 6 3,5 2 0,75 0 0 0 0 - aðrir 6 3,5 0 0 3 2 0 0

Samtals 168 100 267 100 151 100 207 100

Flestar tilkynningar bárust frá lögreglu, 170 eða 82,1%, sem er fjölgun um 77%. Töluverðar sveiflur eru í tilkynningum lögreglu milli áranna 2002, 2003 og 2004 en tilkynningunum fækkaði mjög mikið árið 2003. Sveiflur í tilkynningum frá lögreglu vekja upp spurningar um það hvort dregið hafi úr eftirliti lögreglu í bæjarfélaginu árið 2003 eða hvort um raunverulega fækkun á afbrotum barna hafi verið að ræða og ef svo er hvaða skýringar liggja þar að baki. Svör við spurningum þessum liggja ekki fyrir en áhugavert væri að skoða það nánar.

Foreldrar sem höfðu frumkvæði að því að leita aðstoðar voru 16 þar af fóru 12 með forsjá barna sinna. Athyglisvert er hversu fáar tilkynningar berast frá skólum, leikskólum og heilbrigðisstofnunum. Einkum er það athyglisvert í ljósi þess að þagnarskylda þessara aðila nær ekki til atvika sem þeim ber að tilkynna um samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga og um skyldu þessara aðila er sérstaklega kveðið á í lögunum.

Ástæður tilkynninga voru eftirfarandi og geta fleiri en ein ástæða legið til grundvallar tilkynningu. Árið 2004 var gerð sú breyting að tilkynningar sem bárust vegna gruns um vanrækslu/vanlíðan barns voru flokkaðar eftir því hvers eðlis meint vanræksla var.

Page 18: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 16

Tafla III: Ástæður tilkynninga.

2001 2002 2003 2004 Ástæða: fjöldi fjöldi fjöldi fjöldi - Barn sem þolandi: Grunur um vanrækslu/vanlíðan barns 33 18 22 • Líkamleg vanræksla 1 • Vanræksla tengd umsjón og eftirliti 23 • Vanræksla tengd námi 8 Grunur um andlegt ofbeldi 0 2 5 2 Grunur um líkamlegt ofbeldi 11 7 8 1 Grunur um kynferðislegt ofbeldi 7 7 9 5 Grunur um áfengis-/vímuefnaneyslu foreldra 3 12 10 0

- Barn sem gerandi: Grunur um neyslu barns á áfengi eða vímuefnum 11 18 15 23 Barn stefndi eigin heilsu og þroska í hættu 38 0 0 4 Grunur um afbrot, skemmdarverk, árásarhneigð barns 37 193 69 133 Erfiðleikar barns í skóla, skólasókn áfátt 3 0 0 5 Grunur um að barn hafi beitt annað barn ofbeldi 3 0 0 2 Hegðunarerfiðleikar/tengslaröskun barns 0 8 11 0 Annað 5 2 2 0

Að könnun lokinni var ekki talin ásæða til þess að grípa til ráðstafana í málum 98 barna eða 79% þeirra mála sem könnun fór fram í. Ástæður þess að afskipta var talin þörf að könnun lokinni eru eftirfarandi og fleiri en ein ástæða getur átt við um sama barn.

Tafla IV: Ástæður afskipta.

2001 2002 2003 2004Ástæða afskipta fjöldi fjöldi fjöldi fjöldi Vanræksla/vanlíðan barns 13 21 12 11 Andlegt ofbeldi gagnvart barni 1 5 4 0 Líkamlegt ofbeldi gagnvart barni 5 4 0 0 Kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni 5 5 6 5 Áfengis/vímuefnaneysla foreldra 3 7 4 2 Neysla barns á áfengi eða vímuefnum 5 11 13 9 Barn stefnir eigin heilsu og þroska í hættu 16 0 0 0 Afbrot, skemmdarverk, árásarhneigð barns 6 12 1 4 Erfiðleikar barns í skóla 6 0 0 0 Barn beitti annað barn ofbeldi 2 0 0 0 Hegðunarerfiðleikar/tengslaröskun 0 9 8 5 Annað 4 3 5 0

Algengustu ástæður þess að gripið er til ráðstafana er vanræksla barns eða vanlíðan þess og neysla barns á áfengi eða vímuefnum. Kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni er ástæða ráðstafana hjá fimm börnum og sami fjöldi barna á við hegðunarerfiðleika að stríða eða tengslaröskun.

Af öðrum verkefnum fjölskyldunefndar má nefna að veitt var umsöng vegna reksturs sumarbúða KFUM og K í Vindáshlíð til Barnaverndarstofu vegna endurnýjunar á starfsleyfi sumarbúðanna.

Page 19: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 17

Forvarnir í málefnum barna

Í Mosfellsbæ hefur frá árinu 1993 verið unnið markvisst að því að þróa forvarnarstarf. Starfið hefur beinst að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og grípa til almennra og einstaklingsbundinna aðgerða til að koma í veg fyrir að börn lendi í aðstæðum sem geta leitt til þess að þau ánetjist vímuefnum og/eða leiðist út í afbrot. Að starfinu hafa komið þeir aðilar í bæjarfélaginu sem vinna með börnum. Fjölskyldunefnd og starfsmenn fjölskyldusviðs hafa haft með höndum samræmingu á starfinu.

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar fól Neyðarlínunni 1-1-2 að annast móttöku tilkynninga skv. 16.- 18. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 frá febrúar 2004. Starfsmaður fjölskyldunefndar tók þátt í samstarfi Barnaverndarstofu og Neyðarlínunnar 1-1-2, verkefnið fólst meðal annars í því að dreifa veggspjöldum ætluðum börnum þar sem börn eru hvött til að hringja í númerið ef þau eru í vanda stödd eða ef þeim líður illa. Þá eru þau hvött til þess að hringja í númerið ef þau vita um barn eða börn sem þannig er ástatt um. Ennfremur var dreift veggspjöldum þar sem tilmælum er beint til fullorðinna og þeir hvattir til að tilkynna ef þeir telja að aðbúnaði barns sé ábótavant. Spjöldunum var meðal annars dreift í allar skólastofur grunnskóla bæjarfélagsins.

Starfsmenn fjölskyldunefndar og fulltrúar lögreglu hafa haft með höndum markvisst samstarf í málum þeirra barna sem gerðust brotleg við lög. Í framhaldi af því að lögregluskýrsla berst nefndinni boða starfsmenn foreldra/forsjáraðila og barn til viðtals í samræmi við ákvæði V. kafla barnaverndarlaga nr. 80/2002. Markmið þessa er þríþætt. Í fyrsta lagi að heyra sjónarmið barnsins, í öðru lagi að tryggja að foreldrar/forsjáraðilar hafi kynnt sér gögn í vörslu barnaverndarnefndar sem fjalla um barnið og í þriðja lagi að kanna hvort barn og/eða foreldrar/forsjáraðilar séu í þörf fyrir liðsinni barnaverndarnefndar. Könnun sem framkvæmd var meðal forsjáraðila barna sem boðuð höfðu verið í viðtal árið 2001 gaf tilefni til þess að sömu vinnubrögðum væri beitt áfram. Fram kom m.a. að foreldrum þótti gott til þess að vita að kerfið virkaði og að viðtölin hafi veitt forsjáraðilum stuðning í uppeldishlutverkinu.

Fulltrúar foreldra, félagsmálayfirvalda, fræðslu-, íþrótta- og tómstundamála, kirkju, heilsugæslu, lögreglu og Rauða kross deildar Kjósarsýslu hafa á undanförnum árum haft samráð um málefni sem tengjast börnum í bæjarfélaginu. Auk venjubundinna samstarfsverkefna aðilanna á árinu hófust þeir handa við að taka saman upplýsingar um verkefni á sviði forvarna hver á sínu sviði, þannig að þær væru aðgengilegar á einum stað. Upplýsingarnar voru vistaðar á heimasíðu Mosfellsbæjar www.mos.is.

Á árinu 2004 fundaði samráðshópurinn einu sinni. Auk samráðs þessara aðila var boðið upp á kynningu á verkefnum sem tengjast forvarnarstarfi í Mosfellsbæ og annars staðar. Starfsmenn fjölskyldudeildar í samvinnu við foreldrafélag grunnskólanna tóku þátt í að virkja foreldra barna í sjöunda, áttunda, níunda og tíunda bekk til foreldrarölts og annast skipulagningu vaktalista. Verkefni lögreglunnar er að veita foreldrum á rölti stuðning. Hlutverk fjölskyldusviðs er að miðla upplýsingum um foreldrarölt og einnig sá það um fíkniefnafræðslu fyrir foreldraröltið í október 2004. Verkefni Kjósarsýsludeildar RKÍ er að bjóða fram húsnæði fyrir þá sem taka þátt í röltinu, taka á móti foreldrum fyrir og eftir röltið og veita leiðbeiningar um það hvernig er best að bera sig að og minna foreldra sem eru á lista á vakt. Foreldrar röltu flest föstudags- og laugardagskvöld. Kjósarsýsludeild Rauðakrossins stóð fyrir námskeiði fyrir foreldra um sálræna skyndihjálp.

Page 20: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 18

Starfsmenn fjölskyldudeildar sátu fjölmargar yfirheyrslur vegna afbrota barna en af þeim 207 tilkynningum sem bárust fjölskyldunefnd á grundvelli barnaverndarlaga voru um 82% eða 170 frá lögreglu. Starfsmenn fjölskyldudeildar voru í nánu samstarfi við forvarnarfulltrúa lögreglunnar, auk þess sem þeir funduðu reglulega með öðrum aðilum í bæjarfélaginu sem vinna að málefnum barna. Má þar nefna aðstoðarskólastjóra beggja skóla, lækna, sérfræðinga á heilsugæslu Mosfellsumdæmis, íþrótta- og tómstundafulltrúa og sálfræðinga fræðslu- og menningarsviðs. Þá héldu starfsmenn fjölskyldusviðs og hverfislögregluþjónn kynningu fyrir leiðbeinendur vinnuskólans, þar sem þeim var kennt að þekkja einkenni vímuefnanotkunar, hvernig best sé að bregðast við ef grunur um neyslu vaknar og hver viðbrögð lögreglu og félagsmálanefndar eru í slíkum málum. Tvær athvarfsvaktir voru haldnar, ein vorið 2004 og hin haustið 2004. En þá hittust starfsmaður fjölskyldudeildar, hverfislögregluþjónn, starfsmaður Rauða-kross Kjósarsýslu og starfsmaður félagsmiðstöðvar og röltu á föstudagskveldi með foreldrum.

Að lokum má nefna „Marita“-fræðslu sem er átaksverkefni í samstarfi félagsmálasviðs, lögreglunnar í Reykjavík, Samhjálpar og grunnskólans. Fræðslan byggir á myndasýningu og umræðu við börn í níunda bekk þar sem sýnt er myndbandið „Hættu áður en þú byrjar“ og því fylgt eftir með fundi með foreldrum.

Áfengis- og vímuvarnaráð úthlutaði fjölskyldusviði styrk að upphæð 250.000 krónur vegna verkefnisins „Árla skal að auðnu hyggja“. Markmið verkefnisins er að þróa frekar og markvissar forvarnarstarf í Mosfellsbæ. Áætluð lok verkefnisins eru í lok árs 2004. Þá úthlutaði Velferðarsjóður barna fjölskyldusviði styrk að upphæð 300.000 krónur til ráðstöfunar í samræmi við ákvæði sjóðsins.

Page 21: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 19

FÉLAGSLEG HEIMAÞJÓNUSTA

Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Um félagslega heimaþjónustu í Mosfellsbæ gilda reglur sem bæjarstjórn hefur samþykkt í samræmi við 25. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þeir einstaklingar sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar eiga kost á félagslegri heimaþjónustu. Á árinu 2004 nutu alls 66 heimili félagslegrar heimaþjónustu í samtals 25.515 stundir.

Heildarútgjöld voru 34.037.010 þúsund, að meðaltali 1.288 krónur á klukkustund, þar af var hlutur sveitarfélagsins 32.874 krónur eða tæp 97%. Af heildarstundafjölda var þjónusta við aldraða 90% eða 22.931 stund, einungis 2.500 stundir voru skráðar á heimili aldraðra, þar af 1.050 stundir á heimili aldraðra í íbúðum aldraðra.

Í lok ársins starfaði 21 starfsmaður við heimaþjónustu í 10,5 stöðugildum, 3 voru í fullu starfi. Miðstöð heimaþjónustu er í þjónustu- og íbúðahúsi aldraðra við Hlaðhamra.

Tafla V: Félagsleg heimaþjónusta árið 2004.

fjöldi með vinnu- rekstrar- hlutur hlutur börn stundir gjöld þjónustuþega sveitarfélags

Aldraðir: 45 0 22.931 30.589.954 722.790 29.867.164 Fatlaðir: 17 7 2.270 3.028.180 246.587 2.781.593 Aðrir: 4 2 314 418.876 185.025 233.851 Samtals 66 9 25.515 34.037.010 1.154.402 32.882.608

01020304050607080

2000 2001 2002 2003 2004

Aldraðir Fatlaðir Önnur heimili Alls heimili

Mynd VIII: Félagsleg heimaþjónusta árin 2000 - 2004.

Page 22: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 20

-

5.000

10.000

15.000

20.000

25.000

30.000

35.000

40.000

2000 2001 2002 2003 2004

Mynd IX: Útgjöld vegna heimaþjónustu árin 2000 - 2004.

Matarsendingar voru hluti af heimaþjónustu sveitarfélagsins á árinu og nutu átta heimili þeirrar þjónustu. Greiðslur neytenda vegna þessa voru 917.985 krónur.

Page 23: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 21

MÁLEFNI ALDRAÐRA

Markmið félagslegrar þjónustu við aldraða er, samanber lög um málefni aldraðra nr. 125/1999, að þeir eigi völ á þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, þannig að þeir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má. Þjónustan skal veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast og hagkvæmast miðað við þörf hins aldraða. Íbúar Mosfellsbæjar 67 ára og eldri voru 303 eða 4,47% af íbúafjölda og hafði þeim fjölgað um tæp 9% frá árinu 2003. Karlar voru 154 eða 50,83% og konur 149 eða 49,17%.

Íbúða- og þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra

Þjónustumiðstöð aldraðra er rekin í íbúða- og þjónustuhúsi við Hlaðhamra. Þar er miðstöð félagslegrar heimaþjónustu og félagsstarfs aldraðra. Miðstöðin er rekin í samræmi við ákvæði greinar 13.2 í lögum nr. 125/1999 um málefni aldraðra. Miðstöðinni er ætlað að tryggja eldri borgurum félagsskap, næringu, hreyfingu, tómstundaiðju, skemmtun og heilsufarslegt eftirlit. Íbúar hússins njóta sólarhringsþjónustu frá starfsmönnum félagslegrar heimaþjónustu sem hefur gert mörgum íbúa hússins kleift að búa lengur á eigin heimili en ella. Kostnaður vegna þjónustunnar hefur alfarið verið bæjarfélagsins, en þrátt fyrir lagaheimild (20. grein laga 125/1999) hafa ekki verið innheimt þjónustugjöld af íbúum hússins.

Íbúar voru 22 í lok ársins 2004, tvenn hjón og 18 einstaklingar, þar af voru 12 konur og sex karlar. Meðalaldur íbúa var um 81,4 ár í lok ársins. Einn íbúi lést á árinu og tveir voru vistaðir á hjúkrunardeildum, annar á hjúkrunarheimilinu Eir og hinn á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík.

Dagvist aldraðra

Dagvist aldraðra er rekin í samræmi við 13. gr í lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Heilbrigðisráðherra veitti Mosfellsbæ heimild til reksturs fjögurra dagvistarrýma í þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra frá 1. febrúar 2002. Heimildin var aukin um fimm rými eða úr fjórum í níu frá 1. mars 2003. Starfsemi dagvistarinnar í þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Dvöl á dagvist er tímabundin, ýmist daglega, virka daga eða nokkra daga í viku. Þar er meðal annars boðið upp á fæði, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Rekstur dagvistarinnar er samtvinnaður þeirri starfsemi sem fram fer í þjónustumiðstöðinni, þar með talið félagsstarf aldraðra. Lögum samkvæmt greiðir ríkissjóður daggjöld, virka daga, með þeim einstaklingum sem dvelja í dagvist. Árið 2004 námu endurgreiðslur ríkissjóðs vegna dagvistar 6.415.768 krónum.

Alls dvöldu 19 einstaklingar í dagvist. Konur voru í meirihluta eða 11 á móti 8 körlum. Heildardvalartími var 2.264 stundir og meðaldvalartími yfir tímabilið var 119 stundir. Lengsti dvalartími var 251 dagur og minnsti 6 stundir. Meðalaldur var 81,5 ár. Elsti dvalargesturinn var 95 ára og yngsti 69 ára, meðalaldur kvennanna var 83,3 ár og meðalaldur karlanna var 79,8.

Page 24: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 22

Tafla VI: Dagvist aldraðra eftir kyni, dvalartíma, fjölda og aldri 01.02. - 31.12. 2004.

Alls Konur KarlarStundir 2.264 1.483 781 Meðaldvalartími 119 134,8 97,6 Fjöldi 19 11 8 Meðalaldur 81,5 83,3 79,8

00,5

11,5

22,5

33,5

44,5

1914 ogfyrr

1915-1919

1920-1924

1925-1929

1930-1934

1935-1937

Konur

Karlar

Mynd X: Fjöldi einstaklinga í dagvist aldraðra árið 2004.

Page 25: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 23

Félagsstarf aldraðra

Félagsstarf fyrir eldri borgara hefur verið starfrækt frá árinu 1982. Starfsemi félagsstarfs aldraðra fór fram í þjónustumiðstöðinni að Hlaðhömrum, fastir starfsdagar í félagsstarfinu voru þriðjudagar og fimmtudagar. Fastráðnir starfsmenn voru Svanhildur Þorkelsdóttir forstöðumaður og Unnur Karlsdóttir leiðbeinandi í handavinnustofu. Auk þeirra voru eftirtaldir leiðbeinendur í tímabundnu starfi, Stefán Erlingsson leiðbeinandi í tréskurði, Guðlaug Friðriksdóttir leiðbeinandi í bókbandi, Björg Valsdóttir kennari sá um tölvunámskeið, Karl Loftsson leiðbeindi við pútt, María Lurdez kenndi spænsku, Kolbrún Jónsdóttir kenndi línudans, Guðrún Dagmar Haraldsdóttir leiðbeindi í jólaskreytingu og Halldóra Björnsdóttir leikfimikennari sá um leikfimi og jóga. Páll Helgason er kórstjóri Vorboðans og auk hans sá Guðrún Tómasdóttir um raddæfingar. Í handavinnustofu eru að jafnaði 14-16 konur, svo spila bæði karlar og konur félagsvist og bridge á 2-3 borðum.

Bókasafnið sér um bókaútlán á fimmtudögum, starfsmaður bókasafns Ólöf Örnólfsdóttir sér um þá starfsemi, auk þess að leiða lesklúbb. Starfsemi klúbbsins hefur farið vaxandi og eru þátttakendur á bilinu 8-10, aðallega konur.

Vorið 2001 voru viðhorf eldri borgara til félagsstarfsins könnuð. Könnunin var liður í verkefni jafnréttisnefndar Mosfellsbæjar um samþættingu jafnréttissjónarmiða í þjónustu bæjarfélagsins. Samþætting jafnréttissjónarmiða felur í sér að tekið er tillit til sjónarmiða og hagsmuna beggja kynja við alla ákvarðanatöku. Sem lið í því hefur forstöðumaður félagsstarfsins lagt áherslu á að greina þátttöku þeirra sem þátt taka í starfinu eftir kyni.

Tafla VII: Þátttakendur í námskeiðum, meðaltalsfjöldi árið 2004.

Tegund Alls Konur KarlarHandavinnustofa: 17 17

Námskeið: Bókband 6 3 3 Jólaskreyting 8 8 0 Leikfimi 15 12 3 Línudans 12 12 0 Postulínsmálun 18 17 1 Púttnámskeið 5 1 4 Tréskurður 12 4 8 Tölvunámskeið 6 4 2 Spænska 6 4 2 Samtals á námskeiðum 125 102 23

Kór aldraðra: 33 19 14

Ferðir og skemmtanir eru ríkur þáttur í félagsstarfinu. Kynnisferðir voru farnar að Eystri-Leirárgörðum og skoðað fullkomið fjós og síðan var farið í veitingahúsið Skessubrunn í sömu sveit. Þá var farið á handavinnusýningu eldri borgara í Reykjanesbæ, einnig til Stokkseyrar í humarveislu og á veitingastaðinn Við Fjöruborðið. Sumarferðin var um Melrakkasléttu með viðkomu á helstu stöðum s.s. Akureyri, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn og Vopnafirði. Einnig var byggðasafnið að Burstafelli skoðað. Skoðunarferðir voru farnar í Þjóðminjasafnið og safnið að Gljúfrasteini. Auður Laxness ekkja Halldórs Laxness var með í för og sagði hún frá

Page 26: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 24

ýmsu tengdu fyrrverandi heimili sínu. Hópur þátttakenda í félagsstarfinu fór í Borgarleikhúsið og sá sýninguna „Chicago“.

Haldin var handavinnusýning og kynning á félagsstarfinu í þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra í maí. Árleg ferð í boði hjónanna Jónatans Þórissonar og Ragnhildar Jónsdóttur var farin að Gullfossi og Geysi og eftir hressingu á Kaffi Gullfossi var komið við í Skálholti. Sr. Bernharður Guðmundsson tók þar á móti hópnum og hélt tölu um sögu staðarins. Hann fór með bæn og að lokum var sunginn sálmur.

Fastur liður í starfseminni er basar og kaffisala, hluti af ágóðanum var gefinn til hjálpar þrælabörnum í Indlandi. Jónas Þ. Þórisson frá Hjálparstofnun kirkjunnar veitti peningunum móttöku. Einnig styrkti basarsjóður tvær fjölskyldur í Mosfellsbæ fyrir jólin. Vorboðar, kór eldri borgara, söng við messu sem var tileinkuð eldri borgurum í Lágafellskirkju í nóvember.

Jólaskemmtun var haldin í Hlégarði í byrjun desember. Þar var boðið upp á jólahlaðborð, Vorboðar sungu og konur sýndu tískufatnað og var sýningin í umsjá Ingibjargar Friðfinnsdóttur, en hún og eiginmaður hennar Davíð Guðmundsson hafa til fjölda ára haft umsjón með tískusýningum á skemmtunum félagsstarfsins. Fimmtán dansarar úr Færeyingafélaginu komu og dönsuðu færeyskan dans og fengu fólk með sér út á gólf og kenndu því sporin. Mikil ánægja var með þessa heimsókn. Að lokum var stiginn dans fram eftir kvöldi. Jólahátíðarstund var haldin í þjónustumiðstöðinni að Hlaðhömrum 16. desember, sr. Ragnheiður Jónsdóttir flutti jólahugvekju og Vorboðar sungu jólasálma.

Tafla XII: Þátttaka í ferðum og á skemmtunum félagsstarfs aldraðra árið 2004

Alls Konur KarlarEystri-Leirárgarðar 15/3 29 21 8 Ferð í Borgarleikhúsið 2/4 54 35 19 Handavinnusýning í Reykjanesbæ 17/5 30 24 6 Humarveisla á Stokkseyri 38 29 9 Melrakkaslétta 23.-26. júní 37 25 12 Gullfoss og Geysir 15/9 90 58 32 Þjóðminjasafn 20/10 30 24 6 Gljúfrasteinn/Kjós 10/11 40 26 14 Jólaskemmtun 70 43 27

Haustið 1990 var stofnaður kór aldraðra, „Vorboðar“. Í lok árs voru kórfélagar

31 talsins, 12 karlar og 19 konur. Kórstarfið er blómlegt og syngur kórinn á ýmsum mannamótum og tekur þátt í kóramóti eldri borgara sem haldið er árlega.

Útgjöld til félagsstarfs aldraðra á árinu 2004 voru 6.845 þúsund krónur.

Tafla IX: Útgjöld til félagsstarfs aldraðra árin 2000 - 2004.

Ár Útgjöld í þúsundum 2000 3.939 2001 4.676 2002 5.172 2003 5.742 2004 6.845

Page 27: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 25

0

1.000

2.000

3.000

4.000

5.000

6.000

7.000

8.000

2000 2001 2002 2003 2004

Mynd XI: Útgjöld í þúsundum króna til félagsstarfs aldraðra árin 2000- 2004.

Þátttakendur í félagsstarfinu sem hvorki hafa aðgang að eigin farartæki né eru færir um að nota almenningsvagna eiga þess kost að fá akstur til og frá félagsstarfi gegn gjaldtöku, 135 krónur á ferð. Útgjöld vegna akstursins námu 772 þúsund krónum sem var um 1% aukning frá árinu á undan er útgjöldin voru 762 þúsund krónur.

Tafla X: Félagsstarf aldraðra, útgjöld vegna ferða árið 2004.

Ár Útgjöld Mosfellsbæjar Hlutur farþega/tekjur Heildarútgjöld

2004 536 236 772 2003 642 120 762 2002 608 211 819 2001 669 115 724 2000 360 151 462

Page 28: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 26

0

100

200

300

400

500

600

700

800

900

2000 2001 2002 2003 2004

Útgjöld Mosfellsbæjar Tekjur Heildarútgjöld

Mynd XII: Félagsstarf aldraðra, útgjöld vegna ferða árin 2000-2004.

Þjónustuhópur aldraðra

Þjónustuhópur aldraðra starfar í samræmi við lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 greinar 6, 7 og 8. Starfssvæði hópsins samkvæmt lögum er það sama og umdæmi Heilsugæslustöðvar Mosfellsumdæmis. Þjónusta við Kjalarnes er þó undanskilin þar sem þjónusta við íbúa Kjalarness færðist yfir til Reykjavíkur við sameiningu sveitarfélaganna. Hópurinn þjónar því Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og íbúum Bláskógabyggðar sem áður tilheyrðu Þingvallahreppi. Lögum samkvæmt skal hópurinn skipaður fimm fulltrúum, lækni og hjúkrunarfræðingi sem tilnefnd eru af héraðslækni og tveimur fulltrúum sveitarfélaga á svæðinu, þar af skal annar vera félagsráðgjafi.

Þjónustuhópinn skipuðu: Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri Mosfellsbæjar, formaður Sigurbjörg Ólafsdóttir, Meðalfelli í Kjósarhreppi, fulltrúi Kjósarhrepps og Bláskógabyggðar Þengill Oddsson yfirlæknir Heilsugæslustöðvar Mosfellsumdæmis Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvar Mosfellsumdæmis Grétar Snær Hjartarson fulltrúi Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Verkefni þjónustuhóps aldraðra samkvæmt lögum eru að: • fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa

þjónustu• gera tillögur til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu • leitast við að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna

öldruðum þá kosti sem í boði eru • meta vistunarþörf aldraðra

Helsta verkefni þjónustuhópsins á árinu 2004 var að meta vistunarþörf aldraðra. Þrír einstaklingar voru metnir í þörf fyrir vistun. Fjórir einstaklingar voru vistaðir á hjúkrunarheimilum, þrír á Eir, tvær konur og einn karl, ein kona var vistuð í Víðinesi og önnur í Víðihlíð í Grindavík. Enginn einstaklingur var á vistunarskrá í

Page 29: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 27

lok ársins. Í lok ársins voru 17 einstaklingar af svæði þjónustuhóps umdæmisins vistaðir á hjúkrunarheimilum, þar af voru 12 konur og fimm karlar. Einn einstaklingur sem vistaður var á hjúkrunarheimili af svæði þjónustuhópsins lést á árinu.

Tafla XI: Einstaklingar vistaðir á hjúkrunarheimilum 31.12. 2004.

Heimili Konur Karlar Alls Blesastaðir á Skeiðum 1 0 1 Eir, Reykjavík 5 4 9 Grund, Reykjavík 1 0 1 Hjallatún, Vík 0 1 1 Hrafnista, Reykjavík 2 0 2 Víðines, Reykjavík 3 0 3 Samtals 12 5 17

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur ítrekað sótt um styrk til Framkvæmdasjóðs aldraðra til byggingar hjúkrunarheimilisdeildar í tengslum við Íbúða- og þjónustuhús aldraðra við Hlaðhamra, en ætíð verið synjað. Hugmyndir bæjaryfirvalda hafa verið að byggja hjúkrunarheimili áfast núverandi aðstöðu fyrir eldri borgara. Þannig næðist hagræðing þar sem mötuneyti og þvottaaðstaða er til staðar í eldri byggingu. Á árinu 2003 var tekið upp samstarf við fulltrúa hjúkrunarheimilisins Eirar um uppbyggingu öldrunarseturs í Mosfellsbæ.

Page 30: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 28

MÁLEFNI FATLAÐRA

Þjónusta við fatlaða íbúa Mosfellsbæjar miðar að því að skapa þeim skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fatlaðir eiga kost á allri almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Um málefni fatlaðra gilda ennfremur lög nr. 59/1992. Samkvæmt þeim lögum veitir sveitarfélagið fötluðum liðveislu og ferðaþjónustu.

Ferðaþjónusta fatlaðra

Þeir einstaklingar sem eru fatlaðir og geta ekki ferðast með almenningsfarartækjum eiga kost á ferðaþjónustu á vegum sveitarfélagsins til að geta stundað atvinnu, nám og tómstundir. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra voru samþykktar um mitt ár 1996 og í framhaldi af því var gerður samningur við Atla S. Grétarsson og Gunnar Torfason sem annast hafa akstur fatlaðra frá 1. ágúst 1996. Gjaldið tekur breytingum í samræmi við breytingu á gjaldskrá leigubifreiða til fólksflutninga.

Alls nutu 32 einstaklingar ferðaþjónustu, af þeim nýtti 31 sér þjónustu á vegum fyrrgreindra aðila. Sá sem ekki nýtti þá þjónustu á lögheimili í Mosfellsbæ en dvelur á sambýli í öðru sveitarfélagi. Karlar voru 27 og konur 5. Heildarfjöldi ferða var 9.488 ferðir. Ferðafjöldi þess 31 einstaklings sem búsettur var í Mosfellsbæ var samtals 9.203 ferðir. Meðalfjöldi ferða á dag var 25,2 ferðir, flestar ferðir voru farnar í nóvember eða 1.112 og fæstar í apríl eða 395 ferðir. Ferðafjöldi á einstakling var að meðaltali 306 ferðir á árinu. Ferðafjöldi var mestur hjá einstaklingum á aldrinum 41-66 ára.

Tafla XII: Ferðafjöldi árið 2004 eftir aldri þjónustuþega.

Aldur 0-15 ára 16-25 ára 26-40 ára 41-66 ára Samtals Ferðafjöldi 864 1.402 3.344 3.878 9.488

Tafla XIII: Ferðafjöldi árið 2004 eftir tegund ferða.

Yngri en 18 ára Alls Eldri en 18 ára Alls Samtals Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur

Fluttir: Daglega 1 1 2 14 1 15 15 2Vikulega 2 3 5 9 1 10 11 4 Mánaðarlega Samtals 3 4 7 23 2 25 26 6

Page 31: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 29

Tafla XIV: Tegundir ferða árin 2002, 2003 og 2004.

Tegund 2002 2003 2004

Vinna 2.393 2.290 4.392 Skóli 836 997 1.189 Þjálfun 862 1.379 1.634 Einkaferðir 1.636 1.416 1.859 Annað 432 234 129

Alls ferðir 6.159 6.316 9.203

0

5

10

15

20

25

30

35

2000 2001 2002 2003 2004

Mynd XII: Einstaklingar sem nutu ferðaþjónustu fatlaðra árin 2000 - 2004.

Á árinu 2004 voru útgjöld til ferðaþjónustu fatlaðra, önnur en akstur fatlaðra grunnskólabarna, 9.234 þúsund krónur. Árið 2003 voru útgjöldin 6.639 þúsund krónur. Útgjöldin hækkuðu um 39%. Helsta ástæða hækkunarinnar er flutningur sjö einstaklinga af Tjaldanesheimilinu á sambýli í Mosfellsbæ. Þjónustuþegar greiddu fyrir hverja ferð upphæð sem nam hálfu fargjaldi Strætó BS eða 110 krónur. Endurgreiðslur þjónustuþega voru 1.012 þúsund krónur eða tæp 9% af útgjöldum.

Page 32: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 30

-

1.000

2.000

3.000

4.000

5.000

6.000

7.000

8.000

9.000

10.000

2000 2001 2002 2003 2004

Útgjöld alls Útgjöld á einstakling

Mynd XIV: Útgjöld vegna ferðaþjónustu fatlaðra árin 2000 - 2004.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu reka sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlaða grunnskólanema. Árið 2004 nutu átta einstaklingar þjónustunnar, fjórir drengir og fjórar stúlkur. Þjónustan nær til fatlaðra grunnskólanema sem sækja skóla utan Mosfellsbæjar og fatlaðra einstaklinga sem starfa í Bjarkarási.

Tafla XV: Skólaakstur fatlaðra, skólaárin 2002/2003, 2003/2004 og 2004/2005.

Skóli 2002/2003 2003/2004 2004/2005

Bjarkarás 2 3 3 Vesturhlíðarskóli 1 0 0 Safamýrarskóli 2 2 1 Öskjuhlíðarskóli 4 4 4

Samtals 9 9 8

Útgjöld Mosfellsbæjar vegna þjónustunnar á árinu 2004 voru 2.840 þúsund en árið 2003 voru þau 2.694 þúsund krónur. Aukningin nam 146 þúsundum eða 1%.

Samanlögð útgjöld vegna ferðaþjónustu fatlaðra og skólaaksturs fatlaðra á árinu 2004 voru 12.074 þúsund krónur. Árið 2003 voru þessi útgjöld 9.333 þúsund krónur. Hækkun milli ára nam 29%.

Page 33: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 31

Liðveisla fatlaðra

Fatlaður einstaklingur sem þarf persónulegan stuðning og aðstoð til að rjúfa félagslega einangrun á möguleika á liðveislu. Um liðveislu gilda reglur sem bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt. Alls nutu 12 einstaklingar liðveislu í 1.343 stundir, árið 2003 nutu 12 einstaklingar liðveislu í 1.122 stundir. Fjöldi þeirra sem naut þjónustu var sá sami á milli ára en tímafjöldi jókst um 20%. Liðveisla var veitt í 1.343 stundir, að meðaltali í 112 stundir, mest var liðveisla veitt í 240 stundir og minnst í 18 stundir. Útgjöld vegna liðveislu námu 2.337 þúsund krónum á árinu sem var rúmlega 22% aukning frá 2003, er útgjöldin voru 1.909 þúsund. Einn einstaklingur fékk aðkeypta þjónustu frá Svæðisskrifstofu í formi liðveislu, sem fólst í frístundastarfi.

Tafla XVI: Liðveisla árið 2004 skipt eftir aldri, kynferði og liðveislutímum.

Yngri en 18 ára Alls Eldri en 18 ára Alls Samtals Alls

Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Fjöldi: 3 5 3 1 6 6 12Tímar: 364 576 403 01 767 576 1.343

0

2

4

6

8

10

12

14

2000 2001 2002 2003 2004

Mynd XV: Liðveisluþegar árin 2000 - 2004.

1 Liðveisla keypt af Svæðisskrifstofu Reykjaness, frístundastarf.

Page 34: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 32

-

500

1.000

1.500

2.000

2.500

2000 2001 2002 2003 2004

Mynd XVI: Útgjöld til liðveislu árin 2000 – 2004.

Búsetumál fatlaðra

Vorið 1999 var tekið í notkun sambýli að Hulduhlíð 32–34. Fjölskyldunefnd leigir Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi húsnæðið sem er félagslegt leiguhúsnæði í eigu bæjarfélagsins. Tildrög þessa var fjöldi fatlaðra einstaklinga í Mosfellsbæ sem var á biðlista Svæðisskrifstofunnar eftir búsetuúrræði. Á sambýlinu búa fimm einstaklingar. Landssamtökin Þroskahjálp reistu fimm íbúða hús við Þverholt 19 í lok ársins 2003. Í húsið fluttu þrír fatlaðir einstaklingar úr Mosfellsbæ sem lengi höfðu verið á biðlista eftir húsnæði hjá Svæðisskrifstofu. Auk þeirra fluttu tveir fatlaðir einstaklingar af Tjaldanesheimilinu í húsið. Þroskahjálp leigir Svæðisskrifstofu húsið undir sambýli og eru íbúar hússins fimm eins og áður hefur komið fram. Öryrkjabandalag Íslands keypti þrjár íbúðir í Klapparhlíð 11 í aprílmánuði. Svæðisskrifstofa leigir íbúðirnar og rekur þær sem sambýli og búa þar fimm einstaklingar sem allir fluttu á sambýlið af Tjaldanesheimilinu.

Þjónusta við fatlaða íbúa Mosfellsbæjar

Vorið 2000 lagði félagsmálaráðherra fram á Alþingi frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir því að málefni fatlaðra flyttust frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2002. Félagsmálaráðherra dró frumvarpið til baka, en þar sem umræðan um yfirfærslu á málefnum frá ríki til sveitarfélaga, þar með talin félagsþjónusta við fatlaða, hefur aftur skotið upp kollinum er ástæða til að taka saman þróun útgjalda bæjarfélagsins við fatlaða árin 1995-2004.

Heildarútgjöld vegna þjónustu við fatlaða árið 2004 námu 17.193 þúsundum króna, hækkun um tæp 20% milli áranna 2003 og 2004 eða um 2,8 milljónir. Ferðaþjónusta fatlaðra hækkaði um 39% og liðveisla um rúm 22%. Útgjöld sem féllu til undir liðnum annar kostnaður féllu niður, þar höfðu verið bókaðar greiðslur sveitarfélagsins til handverkstæðisins Ásgarðs sem á árinu 2004 voru greiddar af félagsmálaráðuneytinu.

Page 35: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 33

Tafla XVII: Útgjöld vegna þjónustu við fatlaða árin 2000 - 2004.

Tegund þjónustu 2000 2001 2002 2003 2004Ferðaþjónusta 5.406 5.956 7.143 6.639 9.234Skólaakstur 1.741 2.133 2.569 2.694 2.840Liðveisla 421 1.232 1.316 1.909 2.337Annar kostnaður2 568 1.062 841 960 0Fél. heimaþjónusta 2.185 2.243 2.659 2.144 2.782

Samtals 10321 12.625 14.528 14.346 14.411

-

1.000

2.000

3.000 4.000

5.000

6.000

7.000

8.000

9.000

10.000

2000 2001 20002 2003 2004

Ferðaþjónusta Skólaakstur Liðveisla Annar kostnaður Félagsleg heimaþjónusta

Mynd XVII: Skipting útgjalda vegna þjónustu við fatlaða árin 2000-2004.

2Kostnaður vegna Ásgarðs, verndaðs vinnustaðar, og styrkir vegna sumarnámskeiða fyrir fötluð

börn.

Page 36: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 34

FÉLAGSLEG HÚSNÆÐISMÁL

Þjónusta á sviði félagslegra húsnæðismála er í samræmi við lög um húsnæðismál nr. 44/1998, lög um húsaleigubætur nr. 138/1997 og önnur lög eftir því sem við á hverju sinni.

Félagslega eignar- og kaupleiguíbúðarkerfið var lagt af 1. janúar 1999 með gildistöku laga um húsnæðismál nr. 44/1998. Í stað félagslegra eignar- og kaupleiguíbúða komu viðbótarlán.

Lög um breytingu á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 tóku gildi 3. desember 2004. Með breytingunni voru m.a. felld niður viðbótarlán. Samhliða því gátu íbúðakaupendur fengið 90% af matsverði íbúðar að láni hjá Íbúðalánasjóði. Samhliða þessu voru lánamöguleikar einstaklinga vegna íbúðakaupa auknir í allt að 100% íbúðalán hjá bankastofnunum.

Á árinu var síðasta félagslega kaupleiguíbúðin í eigu bæjarins seld og í lok ársins voru felld niður viðbótarlán. Með þessum breytingum má segja að mikil kaflaskil hafi orðið á sviði félagslegra húsnæðismála á árinu. Verkefni sveitarfélaga sem eftir standa eru uppbygging, rekstur og úthlutun félagslegra leiguíbúða og greiðslur húsaleigubóta.

Tafla XVIII: Félagslegar íbúðir í Mosfellsbæ árin 2000 - 2004.

2000 2001 2002 2003 2004 Fél. eignaríbúðir 28 26 23 22 16

Fél. kaupleiguíbúðir 12 8 6 1 0Alm. kaupleiguíbúð 1 1 0 0 0Fél. leiguíbúðir 23 28 30 32 32Búsetaíbúðir 27 27 27 50 50Aðrar 4 4 4 4 4Íbúðir aldraðra 20 20 20 20 20

Samtals 116 114 110 129 122

0

10

20

30

40

50

60

Fél.eignaríb. Fél.kaupl.íb. Fél.leiguíb. Búsetaíbúðir Aðrir Íbúðiraldraðra

2000

2001

2002

2003

2004

Mynd XVIII: Félagslegar íbúðir í Mosfellsbæ árin 2000 - 2004.

Page 37: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 35

Félagslegar eignaríbúðir

Að undangenginni beiðni frá bæjarstjórn heimilaði félagsmálaráðuneytið í maí 2002 að aflétt yrði kaupskyldu og forkaupsrétti af félagslegum eignaríbúðum í Mosfellsbæ. Um áramót 2004/2005 voru 16 félagslegar eignaríbúðir í bæjarfélaginu en flestar voru þær 24 í árslok 1999.

Félagslegar kaupleiguíbúðir

Í flokki kaupleiguíbúða var einni íbúð óráðstafað en hún var seld í lok ársins til leigutaka með kauprétt á íbúðinni.

Félagslegar leiguíbúðir

Fjölskyldunefnd hefur umsjón með úthlutun félagslegra leiguíbúða. Félagslegar leiguíbúðir eru leigðar til einstaklinga og fjölskyldna sem eiga í húsnæðiserfiðleikum sökum lágra launa, þungrar framfærslu, skuldabyrði eða annarra félagslegra aðstæðna. Slík úrræði eru í öllum tilfellum tímabundin meðan unnið er að varanlegri lausn.

Félagslegar leiguíbúðir voru 32, bókfært verð leiguíbúðanna var 251.333.487 krónur í árslok 2004.

2826

2322

16

13

9

6

1

0

23

28

30

32

32

0 10 20 30 40 50 60 70

2000

2001

2002

2003

2004

Fél.eignaríb. Fél.kaupl.íb. Fél.leiguíb.

Mynd XIX: Félagslegar íbúðir í Mosfellsbæ árin 2000 - 2004.

Myndritið sýnir félagslegar eignaríbúðir, kaupleiguíbúðir og leiguíbúðir í Mosfellsbæ frá árinu 2000. Árið 2000 voru íbúðirnar samtals 64, í árslok 2004 voru íbúðirnar 48.

Page 38: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 36

Tafla XX: Félagslegar leiguíbúðir í Mosfellsbæ í árslok 2004

Staður Bygginga/ Tegund Tegund íbúða kaupár húsnæðis 2 herb. 3 herb. 4 herb. 5 herb.

Krókabyggð 1989 raðhús 1Miðholt 1991-2 fjölbýli 2 3 3Miðholt 1994 fjölbýli 1 2 1Miðholt 1995 fjölbýli 1 1Bugðutangi 1996 raðhús 1Þverholt 1996 fjölbýli 1Hjallahlíð 1997 fjölbýli 1Hjallahlíð 2001 fjölbýli 1Hjallahlíð 2002 fjölbýli 1Hulduhlíð 1998 fjölbýli 4Hulduhlíð 1999 fjölbýli 2 2Urðarholt 2001 fjölbýli 1Skeljatangi 2001 fjölbýli 1Krókabyggð 2002 raðhús 1Blikahöfði 2002 fjölbýli 1

Samtals 8 13 10 1

Við endurnýjun umsókna um félagslegar leiguíbúðir er leigutaka gert viðvart bréflega um að samningur sé að renna út og honum boðið viðtal við starfsmann fjölskyldusviðs. Þeir sem óska eftir endurnýjun leigusamnings er gert að skila inn skriflegri áætlun um markmið sem þeir hafa í húsnæðismálum og hvernig þeir ætli að vinna bug á aðsteðjandi vanda. Samhliða þessu stendur leigjendum til boða félagsleg ráðgjöf og stuðningur starfsmanns við gerð áætlunar.

Alls voru 63 húsaleigusamningar endurnýjaðir á árinu og eru allir til 6 mánaða nema einn sem er til 12 mánaða.

Tafla XXI: Meðalleigutími við árslok 2004.

Stærð íbúða Fjöldi íbúða Meðaltal leigutími 2ja herbergja íbúðir 8 2 ár 3ja herbergja íbúðir 13 2 ár og 7 mánuðir 4ra herbergja íbúðir 10 3 ár og 10 mánuðir 5 herbergja íbúðir 1 1 ár og 7 mánuðir

32 2 ár og 10 mánuðir

Leigutími tveggja herbergja íbúða er að meðaltali tvö ár á hvern leigutaka. Meðalleigutími þriggja herbergja íbúða er tvö ár og sjö mánuðir. Meðalleigutími fjögurra herbergja íbúða er þrjú ár og tíu mánuðir, en tvær fjögurra herbergja íbúðir eru leigðar Svæðisskrifstofu Reykjaness um málefni fatlaðra fyrir sambýli frá árinu 1998. Um er að ræða eina fimm herbergja íbúð sem var breytt úr kaupleiguíbúð í leiguíbúð á árinu 2001. Meðalleigutími hennar er eitt ár og sjö mánuðir.

Page 39: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 37

0

2

4

6

8

10

12

14

2ja herb. 3ja herb. 4ra herb 5 herb.

Fjöldi Meðaleignarhaldstími Meðalleigutími

Mynd XX: Fjöldi leiguíbúða, meðaleignarhaldstími og meðalleigutími í árum.

Myndin sýnir fjölda leiguíbúða eftir stærðum, meðaleignarhaldstíma eftir stærðum og meðalleigutíma á hvern leigutaka.

Frá ársbyrjun 2002 hafa leigjendur félagslegra leiguíbúða greitt tryggingagjald við afhendingu leiguíbúðar. Upphæð gjaldsins nemur tveggja mánaða leigu. Tryggingunni er ætlað að mæta kostnaði við endurbætur á íbúð ef í ljós koma skemmdir umfram eðlileg slit. Markmið með tryggingagjaldi er einnig að stuðla að betri umgengni um íbúðirnar og að þrif við skil séu í lagi. Í árslok 2004 er tryggingagjald í vörslu bæjarsjóðs vegna 27 íbúða af 32 íbúðum.

Á árinu 2004 bárust alls 29 umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði, umbeðin gögn bárust ekki með fjórum umsóknum, mótteknar voru því 25 gildar umsóknir. Tvær umsóknir voru endurnýjaðar frá fyrra ári og þrjár umsóknir voru um flutning í stærri leiguíbúð, þar af voru tvær frá árinu 2003. Eldri umsóknir þarf að endurnýja í mars ár hvert. Sjö umsækjendum af biðlista var úthlutað íbúðum, þrír leigutakar fluttu í stærri íbúðir og einn leigutaka flutti úr fjögurra herbergja íbúð í tveggja herbergja íbúð.

Tafla XXII: Óskir umsækjenda um íbúðarstærð.

2jaherbergja

3jaherbergja

4raherbergja

5herbergja

Alls

Einstaklingur 5 2 7Einstætt foreldri m/ barn 3 2 1 6Einstætt foreldri m/2 börn 2 3 5Einstætt foreldri m/3 börn 1 1 2Einstætt foreldri m/4 börn 1 1Hjón/sambúðarfólk Hjón/sambúðarfólk m/barn 1 1 2Hjón/sambúðarfólk m/2 1 1Hjón/sambúðarfólk m/5 1 1

9 7 6 3 25

Page 40: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 38

Framkvæmdir á árinu 2004

Nýframkvæmdir á árinu 2004 voru engar. Útgjöld til viðhalds íbúða og lóða voru samtals 2.881 þúsund krónur. Lóðaframkvæmdir við fjölbýlishús vegna aðgengi fatlaðra kostuðu 325 þúsund krónur. Smávægilegar viðgerðir voru framkvæmdar í níu íbúðum, kostnaður vegna þeirra var innan við 50 þúsund krónur. Í þremur íbúðum var kostnaður 50-100 þúsund, í þremur 100-200 þúsund, í einni 200-300, í þremur 300-400 þúsund, í einni tæpar 500 þúsund og í einni 600 þúsund krónur.

Félagsleg húsnæðismál – rekstur

Tekjur vegna félagslegra íbúða voru 18.781 þúsund krónur. Gjöld voru 32.732 þúsund krónur. Helstu gjaldaliðir eru laun og launatengd gjöld 1.855 þúsund krónur, húsaleiga og hússjóður 1.846 þúsund krónur, viðhald húsa og lóða 2.880 þúsund krónur, tryggingar 484 þúsund krónur, fasteignagjöld 2.697 þúsund krónur, millifærslur milli deilda 682 þúsund krónur. Vextir af langtímalánum voru 4.065 þúsund krónur og verðbætur 10.613 þúsund krónur. Afskriftir, 2,5% af bókfærðu verði íbúða, voru 7.422 þúsund krónur.

-1.3

06

-13.

951 -9

.244

-13.

592

-6.2

52

2000 2001 2002 2003 2004

Ár

Þús

undi

r kr

óna

Mynd XXI: Rekstrarniðurstaða félagslegra húsnæðismála árin 2000 - 2004.

Rekstrarniðurstaða var neikvæð um 13.951 þúsund krónur á árinu 2004 en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 9.409 þúsund króna tapi. Mestu munaði um vanáætlun verðbóta að upphæð 4.5 milljónir króna.

Öðrum reikningsskilaaðferðum var beitt við uppgjör áranna 2000 og 2001 en áranna á eftir. Árið 2001 var millifært framlag Mosfellsbæjar til reksturs félagslegra íbúða 2 milljónir. Afskriftir voru hækkaðar úr 2% í 2,5% til samræmis við reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélag, hækkunin nam 988 þúsund. Í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í lok árs 2001 voru ekki færðar verðleiðréttingar í ársreikningum sveitarfélagsins 2002. Áhrif verðlagsbreytinga voru ekki lengur færð í rekstrarreikning.

Page 41: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 39

Árið 2002 voru seldar þrjár kaupleiguíbúðir og ein leiguíbúð. Söluhagnaður íbúðanna nam 6 milljónum króna, sem komu til lækkunar á útgjöldum málaflokksins.

Húsaleigubætur

Alls voru greiddar bætur til 118 bótaþega/heimila á árinu. Heildarupphæð bótanna nam 14.104.311 krónum. Samkvæmt lögum nr. 138/1997 um húsaleigubætur endurgreiðir Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sveitarfélögunum sem leggja út fyrir bótunum 40% af útlögðum kostnaði. Hlutur Mosfellsbæjar var 8.710 þúsund krónur og endurgreiðslur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 5.395 þúsund krónur.

6.54

8.36

8

8.07

5.41

9

10.2

10.0

99

15.0

33.7

94

14.1

04.3

11

0

2.000.000

4.000.000

6.000.000

8.000.000

10.000.000

12.000.000

14.000.000

16.000.000

2000 2001 2002 2003 2004

Mynd XXII: Húsaleigubætur árin 2000 - 2004.

Um áramótin 2001/2002 var felld niður skattskylda af húsaleigubótum. Á sama tíma gátu íbúar sambýla og námsmenn á heimavistum sótt um húsaleigubætur, samanber lög um breytingu á lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 frá 16. maí 2001. Ætla má að hvoru tveggja hafi leitt til aukningar á greiðslum vegna húsaleigubóta. Skýringin á aukningu milli 2002 og 2003 er að færðir voru 13 mánuðir á árið 2003 til að leiðrétta færslu bókhalds.

Page 42: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 40

Tafla XXIII: Greiðsla húsaleigubóta í desember 2004, fjölskyldugerð.

Fjölskyldugerð bótaþega – fjöldi

Staða bótaþega Einstæðir karlar Einstæðar konur Hjón/sambúðarf Alls Barn-lausir

Með börn

Barn-lausar

Með börn

Barn-laus

Með börn

Í atvinnu 4 1 10 28 7 50Atvinnulausir 4 4Öryrkjar 8 1 3 4 1 17Ellilífeyrisþegar 1 1 2Heima vinnandi 1 1Nemar 3 4 3 2 1 13

Samtals 16 2 17 40 4 8 87

118111

86

6458

0

20

40

60

80

100

120

140

2000 2001 2002 2003 2004

Mynd XXIII: Húsaleigubætur, fjöldi bótaþega 2000-2004.

Viðbótarlán

Eins og áður greinir var sú breyting gerð á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1999, í byrjun desember 2004 (sbr. lög nr. 120/2004) að greiðsla viðbótarlána var afnumin. Samhliða þessu var lánshlutfall Íbúðalánasjóðs vegna íbúðakaupa aukið, þannig að það getur numið allt að 90% af matsverði íbúðar.

Mosfellsbær hóf að veita viðbótarlán á árinu 1999. Um viðbótarlán giltu reglur sem bæjarstjórn samþykkti 15.06. 2003. Í reglunum komu fram almenn skilyrði til veitingar viðbótarlána sem eru að: • umsækjandi uppfylli ákvæði 5. og 6. gr. reglugerðar um viðbótarlán varðandi

tekju- og eignamörk. • lánveiting sé til kaupa á íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ. • umsækjandi sé ekki í vanskilum við Mosfellsbæ, stofnanir og fyrirtæki

bæjarfélagsins. • umsækjandi hafi ekki fengið úthlutað láni hjá félagsmálanefnd síðastliðin fjögur

ár.

Page 43: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 41

Fjölskyldunefnd getur veitt undanþágu frá þessari reglu við brýnar aðstæður umsækjanda.

Að beiðni bæjarstjórnar Mosfellsbæjar heimilaði Íbúðalánasjóður úthlutun viðbótarlána að upphæð 120 milljónir króna fyrir árið 2004.

Greiðslur sveitarfélaga í varasjóð húsnæðismála voru 4% af veittum lánum. Greiðsla bæjarsjóðs Mosfellsbæjar í sjóðinn nam 4.409 þúsundum króna vegna lánsloforða sem veitt voru árið 2004 og vegna einhverra lánsloforða frá árinu 2003.

20042003200220012000

105.

039.

000

120.

671.

000

69.5

30.0

00

51.0

68.0

00

33.9

50.1

35

0

20.000.000

40.000.000

60.000.000

80.000.000

100.000.000

120.000.000

140.000.000

Mynd XXIV: Viðbótarlán, vilyrði fyrir lánveitingum á árunum 2000 -2004.

Árið 2000 voru veitt vilyrði fyrir viðbótarlánum upp á 34 milljónir króna og árið 2001 51 milljón króna. Árið 2002 nam vilyrðið tæpum 70 milljónum króna og árið 2003 tæpum 121 milljón króna. Á tímabilinu 1. janúar til 3. desember 2004 voru veitt lánsloforð 105 milljónir króna.

Tafla XXIV Viðbótarlán; fjölskyldugerð umsækjenda um viðbótarlán 2004.

Fjölskyldugerð umsækjenda – fjöldi

Staða Einstæðir karlar Einstæðar konur Hjón/sambúðarfólk Alls Barn-lausir

Með börn Barn-lausar

Með börn Barnlaus Með börn

Í atvinnu 6 4 4 9 12 8 43Atvinnulausir

Öryrkjar 1 1 1 3Ellilífeyrisþegar

Heimavinnandi

Nemar 1 2 3 6

Samtals 6 5 4 11 15 11 52

Page 44: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 42

Alls voru afgreiddar 60 umsókn um viðbótarlán á árinu 2004, þar af var átta umsóknum synjað. Af umsækjendum voru 52 sem fengu vilyrði fyrir veitingu viðbótarlána, þar af voru tvær umsóknir vegna yfirtöku á áhvílandi láni og sex umsækjendur nýttu ekki lánsloforðið.

52

60

3326

20

0

10

20

30

40

50

60

70

2000 2001 2002 2003 2004

Mynd XXV: Viðbótarlán, fjöldi lánþega árin 2000-2004.

2526

3228

2623

2216

2023

1713

96

10

1515

2223

2830

3232

4038

4258

6486

111118

1820

26

33

5852

0 50 100 150 200 250

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003

2004

Fjöldi eignaríbúða Fjöldi kaupleiguíbúðaFjöldi leiguíbúða Húsaleigubætur, bótaþegarViðbótarlán, lánþegar

Mynd XXVI: Þróun félagslegra húsnæðismála í Mosfellsbæ árin 1997 - 2004.

Eins og myndin sýnir fer félagslegum eignaríbúðum fækkandi á tímabilinu, kaupleiguíbúðirnar heyra sögunni til, fjöldi leiguíbúða er óbreyttur milli áranna 2003 og 2004, bótaþegum húsaleigubóta fjölgar og lánþegum viðbótarlána fækkar.

Page 45: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 43

Íbúða- og þjónustuhús aldraðra við Hlaðhamra

Í íbúða- og þjónustuhúsi aldraðra eru 20 íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar eldra fólki. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1980, sex leiguíbúðir sem Lionsklúbbur Mosfellsbæjar gaf bæjarfélaginu til rekstrar. Árið 1992 voru teknar í notkun 14 íbúðir (fimm leiguíbúðir og níu hlutdeildaríbúðir) til viðbótar ásamt þjónustukjarna. Í þjónustukjarna er miðstöð heimaþjónustu, dagvistar og félagsstarfs aldraðra.

Á árinu var hlutareign í einni hlutdeildaríbúð endurgreidd samkvæmt reglum og seld nýjum einstaklingi. Alls eru í húsinu fimm hlutdeildaríbúðir við árslok.

Frá árinu 2000 hefur rekstur íbúða- og þjónustuhúss verið aðgreindur frá rekstri félagslegrar heimaþjónustu. Samhliða þeim breytingum var húsnæðisfulltrúa falin umsjón með framkvæmdum á húsnæðinu.

Íbúða- og þjónustuhús við Hlaðhamra, rekstur.

Tekjur íbúða- og þjónustuhúss aldraðra voru 21.120 þúsund krónur og gjöld 29.115 þúsund krónur. Helstu gjaldaliðir voru: orkukaup 1.417 þúsund krónur, tryggingar 334 þúsund krónur, fasteignagjöld 1.292 þúsund krónur, viðhald húsa og lóða, ásamt vinnu starfsmanna áhaldahúss 3.104 þúsund krónur, millifærður kostnaður 9.537 þúsund krónur. Vextir og verðbætur af langtímalánum voru 7.271 þúsund. Rekstrarniðurstaða var neikvæð um 7.995 þúsund krónur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 8.744 þúsund króna tapi.

-7.9

95.1

29

-6.2

59.5

17

-7.2

02.4

47 -4

.438

.706

-5.8

37.8

08

-9.000.000

-8.000.000

-7.000.000

-6.000.000

-5.000.000

-4.000.000

-3.000.000

-2.000.000

-1.000.000

0

1.000.000

2000 2001 2002 2003 2004

Mynd XXVII: Íbúða- og þjónustuhús rekstrarniðurstaða árin 2000 - 2004

Page 46: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 44

Jafnréttismál

Félagsmálasviði var breytt í fjölskyldusvið með samþykkt bæjarstjórnar 29. desember 2003. Heiti félagsmálanefndar var þá einnig breytt í fjölskyldunefnd. Samhliða þessari breytingu voru nefndinni falin verkefni sem áður heyrðu til verkefna jafnréttisnefndar, samkvæmt lögum um jafna stöðu og rétt kvenna og karla nr. 96/2000.

Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2002-2005 var samþykkt á 256. fundi bæjarstjórnar 18. september 2002. Grundvöllur áætlunarinnar eru lög nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 1. gr. laganna er markmið þeirra að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Hlutverk jafnréttisnefnda skv. 10. gr. laganna er m.a. að vera ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir í málefnum er varða jafnrétti kvenna og karla ásamt því að fylgjast með og hafa frumkvæði að sérstökum aðgerðum til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Eins og áður greinir samþykkti bæjarstjórn í desember 2003 breytingu á bæjarmálasamþykkt sem fól í sér að fjölskyldunefnd voru falin jafnréttismál frá 1. janúar.

Að beiðni nefndarinnar gerði félagsmálastjóri könnun á framkvæmd verkefna samkvæmt áætluninni fyrir tímabilið 2002-2005. Forstöðumönnum stofnana bæjarfélagsins og þeim sem höfðu mannaforráð var sendur spurningalisti í mars 2004 þar sem spurst var fyrir um framkvæmd áætlunarinnar tímabilið 1. janúar 2002 til 1. mars 2004. Spurningalistanum var skipt upp í sjö kafla, starfsáætlun, starfsmannamál, fræðslu og ráðgjöf, kannanir, upplýsingasöfnun og skýrslugerð, verkefni á sviði jafnréttismála sem eru framundan og tillögur um æskileg verkefni á sviði jafnréttismála hjá bæjarfélaginu. Svör bárust frá tíu forstöðumönnum af 18 sem fengu listann. Einungis forstöðumenn fræðslu- og menningarsviðs og fjölskyldusvið svöruðu listanum en enginn á tækni-og umhverfissviði eða fjármála- og stjórnsýslusviði.

Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að fátítt er að stofnanir bæjarfélagsins setji sér sérstakar jafnréttisáætlanir eða starfsáætlanir þar sem sjónarmið jafnréttis kynjanna eru viðhöfð. Enginn þeirra sem svaraði spurningalistanum hvatti það kyn sem er í minnihluta til að sækja um starf. Meirihlutinn taldi þó að við ráðningu væru jafnréttissjónarmið höfð að leiðarljósi. Sama er að segja um kjör kynjanna, flestir töldu að þau sætu við sama borð í þeim efnum. Umtalsverður meirihluti þeirra sem sótt höfðu endurmenntun, starfsþjálfun eða nám voru konur eða um 74%. Þar sem spurningu um fjölda starfsmanna skipt eftir kyni var ekki svarað er ekki unnt að segja til um hlutfall þetta í samanburði við hlutfall kynjanna á viðkomandi stofnunum eða deildum. Fræðsla um jafnréttismál virðist vera mjög takmörkuð, en það er eitt af því sem talið var mikilvægt verkefni jafnréttisnefndar að mati svarenda. Þá eru kannanir um atriði sem varpa ljósi á stöðu karla og kvenna almennt ekki framkvæmdar, en helmingur svaraði því til að í skýrslum um viðkomandi starfsemi væri að finna kyngreinanlegar upplýsingar. Þegar litið er til verkefna sem talið er æskilegt að jafnréttisnefnd láti sig varða bera mál sem snerta jafnrétti kynjanna í launamálum hæst. Auk þessa voru nefndir þættir eins og að stuðla að mótun starfsmannastefnu fyrir starfsmenn Mosfellsbæjar, að efla og styrkja bæði kynin til að takast á við þau verkefni sem þeim eru ætluð á vinnustað og jafna stöðu kynjanna í leik- og grunnskólum.

Segja má að með könnuninni á framgagni jafnréttisáætlunar Mosfellsbæjar 2002-2005 hafi endurskoðun hennar hafist.

Page 47: Fjolskyldusvid - arsskyrsla 2004

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2004 45

Fjölskyldunefnd hélt starfsdag um jafnréttismál í byrjun ferbrúar. Á fundinum kynnti Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir lögfræðingur félagsmálaráðuneytisins stefnumótun og verkefni á vegum ráðuneytisins, auk þess sem farið var yfir verkefni í Mosfellsbæ á sviði jafnréttismála og kynnt hugmyndafræði samþættingar jafnréttissjónarmiða og samþættingarverkefni sem unnin höfðu verið í félagsstarfi aldraðra og félagsmiðstöð unglinga í Bólinu. Í samvinnu við Jafnréttisstofu auglýsti fjölskyldunefnd námskeið sem halda átti um miðjan desember um jafnréttisstarf í sveitarfélögum ætlað kjörnum fulltrúum, nefndarmönnum, sviðsstjórum og forstöðumönnum stofnana bæjarfélagsins. Vegna dræmrar þátttöku var námskeiðinu frestað fram í janúar 2005.

Fulltrúi fjölskyldunefndar sótti málþing Jafnréttisstofu um samþættingu jafnréttissjónarmiða á sviði Norrænu ráðherranefndarinnar, sem haldið var á Akureyri í byrjun maí. Þá sóttu formaður fjölskyldunefndar og félagsmálastjóri fund jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn var á Akureyri í desember.