48
FRAMTA KSS JÓÐUR Í S LANDS Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4

Framtakssjóður Íslands

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Ársskýrsla Framtakssjóðs Íslands 2014

Citation preview

Page 1: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 1

FRAMTAKSSJÓÐURÍSLANDS

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4

Page 2: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S2

Page 3: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 3

Efnisyfirlit

Ávarp stjórnarformanns 2Stjórn FSÍ 4Ár útgreiðslna 6Eignarhlutir FSÍ í félögum 8Ársreikningar 2013 10Framtakssjóður Íslands slhf. 11Áritun óháðs endurskoðanda 12Skýrsla stjórnar 13Rekstrarreikningur 14Efnahagsreikningur 15Yfirlit um sjóðstreymi 16Skýringar 17IEI slhf. 23Áritun óháðs endurskoðanda 24Skýrsla stjórnar 25Rekstrarreikningur 26Efnahagsreikningur 27Yfirlit um sjóðstreymi 28Skýringar 29Framtakssjóður Íslands GP hf. 33Áritun óháðs endurskoðanda 34Skýrsla stjórnar 35Rekstrarreikningur 36Efnahagsreikningur 37Yfirlit um sjóðstreymi 38Skýringar 39

Page 4: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S4

HELSTU VERKEFNI ÁRSINS

Árið 2014 var mjög árangursríkt eins og undanfar-in ár þótt bókfærður hagnaður væri mun lægri. Framtakssjóðurinn seldi á árinu 7% eignarhlut sinn í Icelandair Group og hefur þá selt að fullu eign sjóðs-ins í félaginu. Síðustu viðskiptin fóru fram á árunum 2013 og 2014 í þremur lotum sem voru sjö, fimm og sjö prósent hlutur í hvert sinn sem gæti hljóm-að í anda 757-flugvélaeignar félagsins. Það skipti máli að sala á eignarhlutnum fór fram í áföngum og truflaði þar með ekki hlutabréfamarkaðinn eða Icelandair Group. Fjárfestingin í Icelandair Group var mjög arðsöm fyrir alla aðila, félagið sjálft, eigendur FSÍ og ekki síður ferðaþjónustu í landinu. Óvíst er hvernig farið hefði ef FSÍ hefði ekki komið að félaginu á sama tíma og Eyjafjallagosið ógnaði flugsamgöngum í landinu.

FSÍ seldi á árinu 20,9% hlut sinn í N1 og hafði þá selt allan eignarhlut sinn í félaginu eftir að unnið hafði verið að sölu eigna og endurskipulagningu og undirbúningi skráningar félagsins á markað.

FSÍ seldi 8% hlut í Advania á árinu til AdvInvest sem er í eigu sænskra fjárfesta, en þeir hafa mikla reynslu af hugbúnaðargeiranum. Auk þess framseldi sjóður-

inn til þeirra rétt sinn í tveggja milljarða hlutafjár-aukningu, sem skipti verulegu máli þar sem eigið fé félagsins var mjög lágt. Eftir viðskiptin á FSÍ enn ríflega 32% hlut í Advania. Yfirlýst stefna nýrra fjár-festa í Advania var að stefna að skráningu félagsins bæði í Kauphöll Íslands og í Stokkhólmi og viðhalda og efla sterka stöðu félagsins á Íslandi. FSÍ bindur því góðar vonir við að verðmæti eignarhlutarins aukist í framtíðinni.

Í lok nóvember var tilkynnt um bindandi kaup- tilboð í Promens frá fyrirtækinu RPC sem er skráð félag á hlutabréfamarkaði í Bretlandi. Eigendur Promens voru FSÍ og Landsbankinn með tæplega 50% eignarhlut hvor. Undanfarin misseri hafði verið unnið að undirbúningi skráningar félagsins á hlutabréfamarkað, en ljóst var þá orðið að skráning félagsins á markað yrði torveld. Afkoma félagsins hafði farið versnandi og hlutafjáraukning var ekki möguleg vegna gjaldeyrishafta. Þróun og nauðsyn-legum vexti félagsins erlendis var því ógnað. Ekki var hægt að ganga frá mjög áhugaverðum fjár-festingatækifærum erlendis og samkeppni var mjög harðnandi. Fyrir eigendur Promens var því ekkert annað í stöðunni en að selja félagið til RPC enda kauptilboð í félagið mjög hagstætt miðað við önn-ur verðtilboð eða verðhugmyndir sem höfðu borist

ÁVARP STJÓRNARFORMANNS

Árið 2014 var fimmta heila árið í rekstri sjóðsins frá stofnun hans í lok árs 2009.

Stofnendur voru sextán lífeyrissjóðir og upphafleg hlutafjárloforð námu 30 millj-

örðum króna, en þau voru svo aukin í 54 milljarða króna sem er núverandi fjár-

festingageta sjóðsins. Landsbankinn kom síðar inn sem stór hluthafi í tengslum

við kaup sjóðsins á Vestia sem var eignarhaldsfélag nokkurra félaga í eigu Lands-

bankans. Í lok árs 2014 hafði sjóðurinn fjárfest fyrir um 43 milljarða króna í samtals

9 fyrirtækjum. Sjóðurinn hafði þá fjárfest fyrir um 79% af fjárfestingagetu sinni.

Sjóðurinn hefur frá stofnun greitt eigendum sínum til baka yfir 31 milljarð króna,

þar af ríflega 14 milljarða á árinu 2014.

Hlutverk Framtakssjóðsins er að taka þátt í því uppbyggingar- og umbreytingaferli sem fyrirsjáanlegt

var að þyrfti að eiga sér stað í kjölfar bankahrunsins og vera þátttakandi í endurreisn íslensks atvinnulífs.

Ekki síður var mikilvægt að honum var ætlað að skila góðri ávöxtun til eigenda sinna. Sjóðurinn skuld-

setur sig ekki heldur innkallar hlutafé hjá eigendum vegna þeirra fjárfestinga sem ráðist er í. Jafnframt

er söluverði fyrirtækja í eigu sjóðsins skilað til eigenda að lokinni sölu. Fram til þessa hefur sjóðurinn

átt umtalsverðan þátt í endurfjármögnun, endurskipulagningu og breyttu eignarhaldi nokkurra lykil-

fyrirtækja sem voru að stærstum hluta í eigu banka og skilað eigendum sínum mjög góðri ávöxtun.

Hvort tveggja var afar mikilvægt.

Þorkell Sigurlaugsson

Page 5: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 5

frá öðrum aðilum. RPC hafði einnig mikinn áhuga á að viðhalda starfsemi Promens hér á landi sem er mjög jákvætt. Sölusamningur við RPC var síðan undirritaður 30. desember með fyrirvörum, m.a. um samþykki samkeppnisyfirvalda í nokkrum löndum. Allir fyrirvarar voru uppfylltir 20. febrúar 2015 og var félagið þá afhent kaupendum.

Ekki var ráðist í fjárfestingar á árinu, en árið á undan var keyptur 38% hlutur í Invent Farma. Invent Farma er íslenskt félag sem á og rekur lyfjaverksmiðjur á Spáni. Fyrirtækið framleiðir bæði samheitalyf og virk lyfjaefni fyrir aðra framleiðendur. Áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir góðum vexti og arðsemi á næstu árum og hefur félagið staðið vel undir væntingum. Tekjur fyrirtækisins eru í erlendum gjaldmiðlum, en greitt var fyrir hlut í félaginu með íslenskum krónum. Fjárfestingin styður því við gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins og eigenda Framtakssjóðsins á tímum gjaldeyrishafta.

Landsbankinn seldi 9,9% hlut í FSÍ á árinu og lækk-aði þannig eign sína úr 27,6% hlut í 17,7% hlut. Nú-verandi eigendur FSÍ keyptu þann hlut, þó misstóran hlut hver og einn. Þá seldi Landsbankinn allan hlut sinn í IEI til hluthafa FSÍ, en sá sjóður var stofnaður árið 2013 til að halda utan um þá fjármuni sem feng-ust fyrir sölu á eignum Icelandic í Bandaríkjunum.

AFKOMA ÁRSINS

Hagnaður á árinu 2014 nam 462 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir félagsins 21.854 milljónum króna og bókfært eigið fé er 21.835 milljónir. Gangvirði þeirra félaga sem fjárfest hefur verið í er 36.637 milljónir, en bókfært verð sömu eigna 21.441 milljón króna.

Árið 2014 greiddi sjóðurinn 14,4 milljarða til eigenda og hefur þá greitt alls 31,7 milljarða út til eigenda. Eftir standa eignir sem metnar eru á tæpa 37 millj-arða króna. Þessar eignir eru 32% eignarhlutur í Advania, 100% eignarhlutur í Icelandic, Promens hf. sem hefur að geyma söluandvirði eigna Promens og 38% hlutur í Invent Farma. Enn fremur á FSÍ um 12,7 milljarða króna í IEI slhf.

STÖRF STJÓRNAR

Á aðalfundi árið 2014 voru kjörin í stjórn Þorkell Sigurlaugsson, Helga Árnadóttir, Þórunn Pálsdóttir, Hjörleifur Pálsson, Hreiðar Bjarnason, Linda Jóns-dóttir og Sveinn Hannesson. Stjórnin skipti með sér verkum að loknum aðalfundi og var Þorkell Sigur-laugsson, kosinn formaður og Helga Árnadóttir varaformaður. Haldnir voru 23 stjórnarfundir á starfsárinu.

Starfsmenn sjóðsins eru 7. Herdís Dröfn Fjeldsted var ráðinn framkvæmdastjóri sjóðsins í mars 2014 en hún hafði starfað hjá sjóðnum frá árinu 2010. Þetta gerðist í kjölfar þess að Brynjólfur Bjarnason hafði óskað eftir því í byrjun árs 2014 að láta af störfum sem framkvæmdastjóri. Eru honum þökkuð sérstak-lega góð störf fyrir sjóðinn.

HORFUR FRAMUNDAN

Fjárfestingatímabili sjóðsins lauk 28. febrúar 2015. Sjóðurinn hefur enn um 11 milljarða fjárfestinga-getu sem verður hugsanlega að einhverju leyti nýtt til stuðnings við núverandi eignir fram að lokun sjóðsins, en starfstími hans er til 2019. Það er mark-mið stjórnarinnar og starfsmanna að gera sem fyrst verðmæti úr eignum sjóðsins og skila þeim verð-mætum til eigenda.

Á aðalfundi FSÍ fyrir um ári síðan voru kynntar hug-myndir um stofnun á nýjum sjóði sem fékk nafnið Hagvaxtarsjóður Íslands eða HAGÍS. Þessi sjóður yrði um 20 milljarðar og myndi einbeita sér að fjár-festingum í orkugeiranum og innviðum og einnig stórum nýsköpunarverkefnum stærri fyrirtækja, t.d. í sókn á erlendan markað. Þessi sjóður væri ekki endurreisnarsjóður heldur uppbyggingarsjóður, eðlilegt framhald af núverandi starfsemi FSÍ. Þar ættu lífeyrissjóðir hlutverk þar sem saman gætu farið arðsöm verkefni fyrir sjóðsfélaga samhliða þáttöku í stærri fjármagnsfrekum verkefnum. Sjóðurinn væri liður í að nýta stefnu stjórnvalda í að auka hag-vöxt og gjaldeyristekjur þjóðarinnar og gæti verið innlegg í að aflétta gjaldeyrishöftum. Flestum eru ljós mörg tækifæri í innviðafjárfestingum og sölu ríkiseigna á næstu árum. Margir núverandi eigenda FSÍ og nokkrir nýir lífeyrissjóðir voru tilbúnir að taka þátt, en ekki hefur tekist að ná þeirri stærð sem stefnt var að. Eftir sem áður lifir þessi hugmynd og það á eftir að koma í ljós á næstu mánuðum hvort áhugi verður á að stofna þennan sjóð, þótt hann verði í eitthvað öðru formi. Þörfin og tækifærin eru áreiðanlega til staðar.

Ég vil þakka stjórnarfólki, starfsfólki og stjórnendum þeirra félaga sem eru í eigu sjóðsins fyrir þeirra störf á árinu. Þá þakka ég samstarfsfólki mínu í stjórn FSÍ fyrir samstarfið og starfsfólki sjóðsins fyrir fram-úrskarandi starf við uppbyggingu sjóðsins og núna síðustu misserin við sölu eigna sjóðsins með góðum árangri.

Reykjavík, 12. mars 2015

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður

Page 6: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S6

Hjörleifur Pálsson

Hjörleifur starfar sem óháður stjórnarmaður og ráðgjafi. Hann var framkvæmdastjóri fjármála-sviðs Össurar 2001 til 2013 og starfaði sem endurskoðandi frá 1989 til 2001. Hjörleifur útskrif-aðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1988 og hlaut löggildingu til endurskoðunar-starfa 1989. Hann er formaður stjórnar Háskólans í Reykjavík og formaður háskólaráðs, situr í stjórn Akurs fjárfestinga slfh, Brunns vaxtarsjóðs slhf. Herberia ehf. og Fjarskipta hf. Hjörleifur sat í stjórn Samtaka atvinnulífsins 2010 til 2014 og í framkvæmdastjórn samtakanna 2013 til 2014.

Þorkell Sigurlaugsson,

stjórnarformaður

Þorkell er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starf-aði hjá Eimskip, lengst af sem framkvæmdastjóri og síðan sem framkvæmdastjóri hjá Burðarási, fjárfestingafélagi Eimskips, til ársins 2004. Þorkell hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja og hefur yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu auk þess sem hann hefur skrifað greinar og bækur um stjórnunarmál. Þorkell hóf störf árið 2004 sem framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar hjá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðustu árin verið framkvæmdastjóri fjármála og reksturs og verkefnastjóri nýbyggingar Háskólans í Reykja-vík í Nauthólsvík.

STJÓRN FRAMTAKSSJÓÐS ÍSLANDS

Helga Árnadóttir, varaformaður

Helga er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar en var áður framkvæmdastjóri VR. Hún útskrifaðist sem viðskipta-fræðingur (Cand. oecon.) frá Háskóla Íslands árið 1997 og lauk MS-prófi í fjármálum (MSIM) frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Á árunum 2008–2011 starfaði hún sem sviðsstjóri rekstrar- og fjármálasviðs VR. Áratuginn þar á undan starfaði Helga hjá Icelandair, fyrst í hagdeild en lengst af á sölu- og markaðssviði félagsins, m.a. sem sölu- og markaðsstjóri á Íslandi og síðast sem forstöðumaður Vildarklúbbs félagsins. Þá hefur Helga setið í stjórnum, nefndum og ráðum fyrirtækja og félagasamtaka.

Hreiðar Bjarnason

Hreiðar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MSc- gráðu í fjármálafræðum frá London Business School og hefur lokið prófi í verðbréfavið-skiptum. Hreiðar hefur starfað í Landsbankanum frá árinu 1998, fyrst sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum og síðar í fjárstýringu. Hann tók við sem framkvæmdastjóri markaða og fjárstýringar snemma árs 2010 og tók við stöðu sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbankans í ágúst 2012 og er auk þess staðgengill bankastjóra Landsbankans.

Page 7: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 7

Þórunn Pálsdóttir

Þórunn er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og MBA frá University of San Francisco.Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og mun ljúka löggildingarprófi í fasteignasölu nú í vor. Hún var fjármálastjóri Ístaks um árabil og sá um fasteignamál félagsins. Þá starfaði sem viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu Íslandsbanka og í lánaeftirliti.Hún hóf störf við fasteignasölu á Remax Lind, en starfar nú á Valhöll Fasteignasölu. Þórunn hefur átt sæti í fjölmörgum stjórnum í gegnum tíðina samhliða öðrum störfum.

Linda Jónsdóttir

Linda er fjármálastjóri Marel. Hún útskrifaðist sem viðskipta-fræðingur frá Háskóla Íslands árið 2001 og lauk meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík 2010. Hún hefur einnig lokið prófi sem löggiltur verðbréfamiðlari. Á árunum 1999–2003 var hún yfirmaður fjárstýringar hjá Eim-skip og hjá Burðarási á árunum 2003–2005. Hún starfaði við fjárstýringu og fjármögnun hjá Straumi fjárfestingarbanka á árunum 2005–2009 og gegndi þar meðal annars starfi forstöðu-manns eigna- og skuldastýringar bankans.

Sveinn Hannesson

Sveinn er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1974 og starfaði eftir það í eitt ár hjá Ríkisábyrgða-sjóði, síðan hjá Landssambandi iðnaðarmanna frá árinu 1975 til 1982, þegar hann var ráðinn forstöðumaður hagdeildar og síðar lánasviðs Iðnaðarbanka Íslands. Haustið 1986 var hann ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri Lýsingar hf. eignarleigu, sem þá var að hefja starfsemi. Hann gegndi því starfi til ársins 1992 en þá var hann ráðinn framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og síðan Samtaka iðnað-arins. Gegndi því starfi til ársloka 2007 eða nærri 16 ár en síðan hefur hann verið framkvæmdastjóri Gáma-þjónustunnar hf. og dótturfyrirtækja. Sveinn hefur setið í stjórnum ýmissa fjármálastofnana, hlutabréfasjóða, þróunarfyrirtækja, hugverkaverndar- og verktakafyrirtækja undanfarna þrjá áratugi. Einnig sat hann í stjórn þriggja lífeyrissjóða og í stjórn VSÍ og síðan SA í rúman áratug.

Page 8: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S8

Alls voru um fjórtán milljarðar króna greiddir til hluthafa Framtakssjóðsins á árinu. Sjóðurinn hefur fjárfest í níu félögum frá stofnun en þrjú eru í núverandi eignasafni. Þau eru: Advania, Icelandic Group og Invent Farma. Aðrar eignir sjóðsins eru annars vegar IEI slhf. sem hefur að geyma hluta söluandvirðis eigna Icelandic Group í USA og hins vegar Promens hf. sem hefur m.a. að geyma söluandvirði eigna Promens. Andvirði annarra innleystra eigna var ráðstafað beint til eigenda.

Árið 2014 var fimmta starfsár Framtakssjóðs Íslands. Þær breytingar urðu á eignasafni sjóðsins á árinu að seldur var 7% hlutur í Icelandair Group og ríflega 20% hlutur í N1 og hefur sjóðurinn þá selt hlut sinn í þessum félögum að fullu. Framtakssjóður Íslands seldi einnig 8% hlut í Advania samhliða hlutafjár-aukningu félagsins. Í lok ársins var skrifað undir samning um sölu eigna Promens hf. til alþjóðlega plastframleiðandans RPC.

ÁR ÚTGREIÐSLNA

Kristján Ágústsson, fjárfestingastjóri

Björk Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri

Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri

Rebekka Jóelsdóttir, fjárfestingastjóri

Kristinn Pálmason, fjárfestingastjóri

Hafliði Helgason, sérfræðingur

Harpa Helgadóttir, sérfræðingur

Starfsfólk FSÍ

Hagnaður af starfsemi sjóðsins nam 462 milljónum króna 2014, samanborið við 7.636 milljónir króna árið áður en hækkun á markaðsvirði Icelandair og N1 mynduðu að mestu leyti hagnað ársins 2013. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 21,9 milljörð-um króna en þær voru 35,9 milljarðar á sama tíma 2013. Eigið fé í árslok var 21,8 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 99,9%. Eignarhlutir sjóðsins í fyrir-tækjum eru færðir á kostnaðarverði.

Sjóðurinn hefur, í samvinnu við endurskoðendur félagsins, lagt mat á áætlað gangvirði eignarhluta félaga í eignasafni sjóðsins og er metið að það sé ekki undir 36,6 milljörðum króna, en bókfært verð sömu eigna er 21,4 milljarðar króna. Áætlað virði miðast við niðurstöður virðisrýrnunarprófa undir-liggjandi eigna. Auk þess er í umsjá sjóðsins IEI slhf. en gangvirði eigna þess er 12,8 milljarðar króna en bókfært virði sömu eigna er 6,7 milljarðar króna.

Page 9: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 9

HLUTFALL INNLENDRAR OG ERLENDRAR VELTU FÉLAGA Í EIGU FSÍ

Erlend veltaInnlend velta

96%

4%

(milljónir kr.)

0

20

30

40

60

70

90

10

50

80

Heildarvirði

Gangvirði

IEI

Útgreiðslur

Inngreiðslur

HEILDARVERÐMÆTI

43.049

37.031

12.794

31.717

(milljarðar kr.)

0

3

6

12

15

9

20122011 20142013

ÚTGREIÐSLUR

2,7

9,0

5,6

14,4

HLUTFALL INNLENDRAR OG ERLENDRAR VELTU FÉLAGA Í EIGU FSÍ

Erlend veltaInnlend velta

96%

4%

(milljónir kr.)

0

20

30

40

60

70

90

10

50

80

Heildarvirði

Gangvirði

IEI

Útgreiðslur

Inngreiðslur

HEILDARVERÐMÆTI

43.049

37.031

12.794

31.717

(milljarðar kr.)

0

3

6

12

15

9

20122011 20142013

ÚTGREIÐSLUR

2,7

9,0

5,6

14,4

INVENT FARMA

38%

ICELANDIC GROUPADVANIA

100%32%

EIGNARHLUTIR FSÍ Í FÉLÖGUM

Page 10: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S10

(milljónir evra) (milljónir evra) (milljónir evra)

TEKJUR EBITDA

0

10

5

15

20

25

18,9

21,4

AFKOMA

20142013201420130

2

4

6

8

10

8,7 8,8

201420130

20

40

60

80

100

78,184,2

(milljónir evra) (milljónir evra) (milljónir evra)

TEKJUR EBITDA

0

10

5

15

20

25

18,9

21,4

AFKOMA

20142013201420130

2

4

6

8

10

8,7 8,8

201420130

20

40

60

80

100

78,184,2

(milljónir evra) (milljónir evra)

TEKJUR EBITDA

0

10

5

15

20

16,7

13,2

AFKOMA

20142013

(milljónir evra)

-5

-3

-2

-1

-4

1

0

2

3

2,3

-4,8

20142013201420130

100

300

500

200

400

600592 582

(milljónir kr.) (milljónir kr.)

TEKJUR EBITDA

0

1000

500

1500

2000

1.315

1.505

AFKOMA

20142013

(milljónir kr.)

-200

-150

-100

-50

0

-134

-181

20142013201420130

5

15

25

10

20

30

25.932

22.306

ADVANIA Hjá Advania starfa hátt í 900 starfsmenn, þar af um 600 á Íslandi. Fyrirtækið starfar á 20 starfsstöðvum í 3 löndum eða á Íslandi, í Svíþjóð og Noregi. Advania er stærsta upplýsingafyrirtæki á Íslandi og meðal tíu stærstu á Norðurlöndunum. Fyrirtækið er náinn samstarfsaðili flestra öflugustu tæknifyrirtækja heimsins. Advania hefur einsett sér að færa viðskiptavinum sínum forskot með hagnýtingu upplýsingatækni. Sífellt fleiri störf krefjast þekk-ingar á upplýsingatækni og fleiri og fleiri nýta sér möguleika hennar. Viðskiptavinahópur Advania er fjölbreyttur, jafnt stórir sem smáir aðilar, einkaaðilar og ríkisstofnanir.

EIGNARHLUTIR FSÍ Í FÉLÖGUM

í milljónum króna 2014

Tekjur 22.306EBITDA 1.505 Afkoma -181 Eigið fé 3.175Eiginfjárhlutfall 20,8%Fjöldi starfsfólks 845

LYKILTÖLUR

Page 11: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 11

(milljónir evra) (milljónir evra) (milljónir evra)

TEKJUR EBITDA

0

10

5

15

20

25

18,9

21,4

AFKOMA

20142013201420130

2

4

6

8

10

8,7 8,8

201420130

20

40

60

80

100

78,184,2

(milljónir evra) (milljónir evra) (milljónir evra)

TEKJUR EBITDA

0

10

5

15

20

25

18,9

21,4

AFKOMA

20142013201420130

2

4

6

8

10

8,7 8,8

201420130

20

40

60

80

100

78,184,2

(milljónir evra) (milljónir evra)

TEKJUR EBITDA

0

10

5

15

20

16,7

13,2

AFKOMA

20142013

(milljónir evra)

-5

-3

-2

-1

-4

1

0

2

3

2,3

-4,8

20142013201420130

100

300

500

200

400

600592 582

(milljónir kr.) (milljónir kr.)

TEKJUR EBITDA

0

1000

500

1500

2000

1.315

1.505

AFKOMA

20142013

(milljónir kr.)

-200

-150

-100

-50

0

-134

-181

20142013201420130

5

15

25

10

20

30

25.932

22.306

ICELANDIC GROUP Icelandic Group er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með meira en sjö áratuga sögu í alþjóðlegum sjáv-arútvegi. Með því að halda í heiðri þrautreyndar íslenskar hefðir og hafa augun opin fyrir nýjungum og tækifærum hefur Icelandic náð sterkri stöðu á fjölmörgum mörkuðum. Velta Icelandic nam u.þ.b. 86 milljörðum króna (€582m) og eru starfsmenn ríflega 1.736 um allan heim. Þjónusta við íslenska framleiðendur leikur lykilhlutverk í starfseminni og hjá Icelandic starfar samhentur hópur að því að stilla saman veiðar, vinnslu nýsköpun og sölu- og markaðssetningu sjávarfangs um víða veröld.

INVENT FARMA Invent Farma ehf. er íslenskt samheitalyfjafyrirtæki sem samanstendur af þremur einingum: Inke, Lesvi og Qualigen, með meginþunga starfsemi á Spáni. Framleiðsla félagsins skiptist í samheitalyfjaframleiðslu á tilbúnum lyfjum og framleiðslu á virkum lyfjaefn-um með efnafræðilegum aðferðum. Verksmiðjur félagsins ráða yfir aðferðum til að framleiða flestar tegundir virkra lyfjaefna og lyfjaforma þ.m.t. steríl innrennslilyf. Félagið markaðssetur og selur samheitalyf undir eigin vörumerkjum á Spáni, en selur lyf og virk lyfjaefni í heildsölu til fyrirtækja um allan heim. Sala félagsins er vel dreifð, bæði landfræðilega og eftir viðskiptavinum, sem dreg-ur úr áhættu í rekstri félagsins. Spánn er stærsti markaður félagsins fyrir samheitalyf en Japan og Bandaríkin í virkum lyfjaefnum.

Invent Farma

í milljónum evra 2014

Tekjur 84,2 EBITDA 21,4 Afkoma 8,8 Eigið fé 37,1 Eiginfjárhlutfall 36,3%Fjöldi stöðugilda 433

í milljónum evra 2014

Tekjur 582EBITDA 13,2 Afkoma -4,8 Eigið fé 130Eiginfjárhlutfall 49%Fjöldi starfsfólks 1.736

LYKILTÖLUR LYKILTÖLUR

Page 12: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S12

2014ÁRSREIKNINGAR

Page 13: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 13

2014

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS SLHF.

Page 14: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F .14

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS SLHF.

Kópavogur, 12. febrúar 2015

Deloitte ehf.

Guðmundur Kjartanssonendurskoðandi

Til stjórnar og hluthafa í FSÍ (Framtakssjóði Íslands) slhf.

Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning

Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2014. Ársreikningur-

inn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning,

efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um

mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikningnum

Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og

framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um árs-

reikninga. Stjórn og framkvæmdastjóri eru einnig ábyrg

fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð

og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé án

verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða

mistaka.

Ábyrgð endurskoðenda

Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á árs-

reikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endur-

skoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunar-

staðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum

siðareglum, skipuleggja og haga endurskoðuninni

þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn

sé án verulegra annmarka.

Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjár-

hæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endur-

skoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðand-

ans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar

séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi

eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra

eftirlits félagsins sem varðar gerð og framsetningu árs-

reikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endur-

skoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni

innra eftirlits fyrirtækisins. Endurskoðun felur einnig í sér

mat á þeim reikningsskilaaðferðum og matsaðferðum

sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat

á framsetningu hans í heild.

Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægi-

legra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Álit

Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd

af afkomu félagsins á árinu 2014, efnahag þess 31. des-

ember 2014 og breytingu á handbæru fé á árinu 2014, í

samræmi við lög um ársreikninga.

Áritun óháðs endurskoðanda

Page 15: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 15

Reykjavík, 12. febrúar 2015

Í stjórn:Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður

Framkvæmdastjóri: Herdís Dröfn Fjeldsted

FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. var stofnaður í lok árs

2009 og er tilgangur félagsins að fjárfesta í íslenskum

fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum.

Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið

2014 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga.

Eignarhlutar í félögum eru færðir á kostnaðarverði að

því undanskildu að eignarhlutar í félögum sem eru með

hlutabréf sín skráð á markaði eru færðir á síðasta skráða

gengi hlutabréfa í kauphöll í lok árs.

Hagnaður Framtakssjóðs Íslands slhf. á árinu 2014

nam um 462 milljónum króna. Samkvæmt efnahags-

reikningi nema heildareignir félagsins um 21.854

milljónum króna og bókfært eigið fé í árslok er um

21.836 milljónir króna. Eiginfjárhlutfallið er um

99,9%. Eins og fram kemur í skýringu nr. 4 þá er

það mat félagsins að áætlað gangvirði eignarhluta

í öðrum félögum sé um 36.637 milljónir króna en

bókfært verð sömu eigna er um 21.441 milljón

króna. Engin ársverk eru hjá félaginu. Innan félagsins

er virk áhættustýring sem hefur það hlutverk að

stjórna þeirri rekstrartengdu áhættu sem félagið býr við.

Helstu áhættuþættir koma fram í skýringu nr. 10.

Framtakssjóður Íslands slhf. seldi á árinu allan eignarhlut sinn í N1 hf. eða um 20,9% hlut og allan eignarhlut sinn í Icelandair Group hf. eða um 7% hlut. Einnig seldi sjóður-inn um 8,1% hlut í Advania hf.

Í lok ársins voru hluthafar í félaginu 19 eins og í upphafi árs. Tíu stærstu hluthafarnir eru eftirfarandi: Lífeyrissjóður verslunarmanna 19,9%, Landsbankinn hf. 17,7%, Gildi lífeyrissjóður 15,4%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn 8,9%, Söfnunarlífeyrissjóður lífeyrisréttinda 8,5%, LSR A-deild 7,4%, Stafir lífeyrissjóður 5,5%, Festa lífeyrissjóður 2,8%, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,8% og Almenni lífeyrissjóðurinn 2,3%.

Stjórn félagsins gerir ekki tillögu um að greiddur verði arður til hluthafa en vísar að öðru leyti í ársreikninginn um breytingar á eigin fé félagsins og ráðstöfun hagnaðar.

Það er álit stjórnar og framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands slhf. að í ársreikningi þessum komi fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu félagsins í lok ársins, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu. Stjórn og framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands slhf. staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir árið 2014 með undirritun sinni.

Skýrsla stjórnar

Page 16: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F .16

Skýr. 2014 2013

Vaxtatekjur og arður 3 463.238.341 269.347.601 Matsbreyting eignarhluta 4 (161.968.832) 7.666.315.543 Bakfærð virðisrýrnun eignarhluta 4 403.000.000 0 704.269.509 7.935.663.144 Umsýsluþóknun (202.966.569) (205.078.680)Beinn kostnaður vegna fjárfestinga (30.313.800) (84.473.386)Annar rekstrarkostnaður (9.179.269) (9.729.414) (242.459.638) (299.281.480) Hagnaður ársins 461.809.871 7.636.381.664

Rekstrarreikningur ársins 2014

Page 17: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 17

Eignir Skýr. 31.12.2014 31.12.2013Fjárfestingar Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði 4 21.441.452.997 21.371.871.871 Eignarhlutar í félögum á markaðsverði 4 0 10.330.174.028 21.441.452.997 31.702.045.899 Veltufjármunir Kröfur á tengd félög 9 0 1.041.065 Aðrar skammtímakröfur 5 146.454.366 89.979.378 Handbært fé 5,9 266.144.233 4.069.324.378 412.598.599 4.160.344.821 Eignir 21.854.051.596 35.862.390.720 Eigið fé og skuldir

Eigið fé 6 Hlutafé 22.290.541 22.290.541 Yfirverðsreikningur 20.252.454.630 20.252.454.630 Sérstakur sjóður 0 4.231.597.167 Lögbundinn varasjóður 5.686.309 5.686.309 Óráðstafað eigið fé 1.555.126.890 7.681.317.019 Eigið fé 21.835.558.370 32.193.345.666 Skammtímaskuldir Skuldir við tengd félög 9 15.758.863 12.792.294 Aðrar skammtímaskuldir 8 2.734.363 3.656.252.760 18.493.226 3.669.045.054 Skuldir 18.493.226 3.669.045.054 Eigið fé og skuldir 21.854.051.596 35.862.390.720

Efnahagsreikningur 31. desember 2014

Page 18: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F .18

Skýr. 2014 2013Rekstrarhreyfingar Rekstrarhagnaður 461.809.871 7.636.381.664 Óinnleystur hagnaður á markaðsverði eignarhluta 4 7.203.804.985 (2.777.548.417)Virðisrýrnun eignarhluta færð til baka 4 (403.000.000) 0 Veltufé frá rekstri 7.262.614.856 4.858.833.247 Breyting rekstrartengdra eigna og skulda: Rekstrartengdar eignir, (hækkun) (55.433.923) (48.139.749)Rekstrartengdar skuldir, (lækkun) (50.551.828) (49.154.992)Handbært fé frá rekstri 7.156.629.105 4.761.538.506 Fjárfestingahreyfingar Keypt fjárfestingaverðbréf 4 0 (6.436.174.243)Seld fjárfestingaverðbréf, upphaflegt kaupverð 4 3.459.787.917 4.359.066.881 Lækkun á kröfum á tengd félög 0 112.810.163 3.459.787.917 (1.964.297.199) Fjármögnunarhreyfingar Greiddur arður 6,7 (6.588.000.000) (5.600.000.000)Innborgað hlutafé 6 0 6.502.999.997 Útborgað hlutafé 6 (3.600.000.000) 0 Sérstakur sjóður greiddur út til hluthafa 6,7 (4.231.597.167) 0 (14.419.597.167) 902.999.997 (Lækkun), hækkun handbærs fjár (3.803.180.145) 3.700.241.304 Handbært fé í upphafi árs 4.069.324.378 369.083.074 Handbært fé í lok ársins 266.144.233 4.069.324.378

Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2014

Page 19: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 19

Skýringar

1. Starfsemi FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. var stofnaður á árinu 2009 og er tilgangur félagsins að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Í árslok 2013 var FSÍ skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf.

Framtakssjóður Íslands slhf. er samlagshlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Samlagshlutafélag er sú tegund samlagsfélaga þar sem einn eða fleiri félagsmenn (ábyrgðaraðilar) bera beina og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins en aðrir félagsmenn (hluthafar), einn eða fleiri, bera takmarkaða ábyrgð á grundvelli framlaga sem mynda hlutafé í félaginu. Ábyrgðaraðilar geta jafnframt verið hluthafar. Ábyrgðaraðili FSÍ slhf. er FSÍ GP hf.

2. ReikningsskilaaðferðirGrundvöllur reikningsskilannaÁrsreikningur Framtakssjóðs Íslands slhf. fyrir árið 2014 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum að því undanskildu að markaðsbréf eru færð á gangverði. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum.

Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins.

Mat og ákvarðanirVið gerð ársreiknings þurfa stjórnendur, í samræmi við lög um ársreikninga, að taka ákvarðanir, meta og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á reikningsskiladegi, upplýsingar í skýringum og tekjur og gjöld. Við mat og ályktanir er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti.

Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem þær eiga sér stað.

VaxtatekjurVaxtatekjur eru færðar fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við viðeigandi höfuðstól og vaxtaprósentu.

UmsýsluþóknunFramtakssjóður Íslands slhf. greiðir til Framtakssjóðs Íslands GP hf. umsýsluþóknun í samræmi við skilmála félagsins. Umsýsluþóknuninni er ætlað að standa straum af útlögðum kostnaði er fellur til við rekstur Framtakssjóðs Íslands GP hf. að frádregnum öðrum rekstrartekjum.

Fjármagnskostnaður Allur fjármagnskostnaður er færður í rekstrarreikning á því tímabili sem hann fellur til.

SkattamálFélagið er ekki sjálfstæður skattaðili og skattar því ekki reiknaðir í ársreikningnum.

VirðisrýrnunÁ hverjum reikningsskiladegi er bókfært verð eigna metið með tilliti til virðisrýrnunar. Komi fram vísbending um virðisrýrnun er endurheimtanlegt virði eignarinnar metið í því skyni að hægt sé að ákvarða hversu víðtæk virðisrýrnun er sé um slíkt að ræða.

Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverðiEignarhlutar í félögum á kostnaðarverði eru eignarhlutar í dóttur- og hlutdeildarfélögum. Eignarhlutarnir eru metnir á kostnaðarverði að teknu tilliti til virðisrýrnunar.

Eignarhlutar í félögum á markaðsverðiEignarhlutar í félögum á markaðsverði eru þeir eignarhlutar sem skráðir eru á virkum markaði og keyptir í þeim tilgangi að hagnast á verðbreytingum á skipulögðum markaði. Þeir eru færðir á markaðsverði og færist matsbreyting í rekstrarreikning á því tímabili sem hún fellur til.

Page 20: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F .20

Skýringar

3. Vaxtatekjur og arður 2014 2013

Vaxtatekjur af bankainnstæðum 117.020.941 89.201.474

Arður af hlutabréfaeign 344.872.179 180.161.868

Aðrar vaxtatekjur 1.377.221 0

Gengistap á gjaldeyrisreikningi (32.000) (15.741)

463.238.341 269.347.601

4. Fjármagnsgjöld

2014 2013

Eignarhlutar í félögum færðir á kostnaðarverði:

Staða í ársbyrjun 21.371.871.871 22.010.295.994

Keypt á árinu 0 6.436.174.243

Selt á árinu (369.430.952) (3.751.111.028)

Flutt við skiptingu til IEI slhf. 0 (2.250.878.700)

Bakfærð virðisrýrnun eignarhluta 403.000.000 0

Innleystur söluhagnaður 36.012.078 1.177.411.508

Endurflokkun á eignarhlutum úr kostnaðarverði í markaðsverð 0 (2.250.020.146)

Kostnaðarverð í lok ársins 21.441.452.997 21.371.871.871

Eignarhlutar í félögum færðir á markaðsverði: Staða í ársbyrjun 10.330.174.028 7.087.972.827

Selt á árinu (10.132.193.118) (5.496.722.980)

Innleystur söluhagnaður 7.005.824.075 3.711.355.619

Endurflokkun á eignarhlutum úr kostnaðarverði í markaðsverð 0 2.250.020.146

Fært í markaðsverð (7.203.804.985) 2.777.548.417

Bókfært verð eignarhluta í lok ársins 0 10.330.174.028

Matsbreyting eignarhluta: Innleystur söluhagnaður eignarhluta færðir á kostnaðarverði 36.012.078 1.177.411.508

Innleystur söluhagnaður eignarhluta færðir á markaðsverði 7.005.824.075 3.711.355.619

Óinnleystur hagnaður eignarhluta, breyting á markaðsverði (7.203.804.985) 2.777.548.417

Matsbreyting eignarhluta (161.968.832) 7.666.315.544

Page 21: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 21

Skýringar

Yfirlit yfir eignarhluta í félögum á kostnaðarverði:

Hlutdeild % Nafnverð

Eignarhlutur í Icelandic Group hf. ( eigin hlutabréf félagsins nema 10% ) 90,00% 1.418.962.093 ISK

Eignarhlutur í Advania hf. 32,04% 333.269.434 ISK

Eignarhlutur í Promens hf. (eigin hlutabréf félagsins nema 50,5%) 49,50% 28.234.814 EUR

Eignarhlutur í Invent Farma 38,00% 5.016.385 EUR

Promens hf. keypti í lok árs 2014 allt útistandandi hlutafé annarra hluthafa en FSÍ slhf. í félaginu sjálfu. FSÍ slhf. er því eini hluthafinn í Promens hf. Unnið er að frágangi viðskiptanna og er fyrirhugað að færa niður hlutafé félagsins sem nemur eigin bréfum.

Félagið hefur í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal IFRS 13, lagt mat á virði eignarhluta sem það hefur fjárfest í. Félagið styðst einnig við leiðbeiningar IPEV um verðmat (International Private Equity and Venture Capital Investor Valuation Guidelines). Virði eignarhluta í félögum sem eru með skráð hlutabréf sín á markaði eru metin á markaðsverði en aðrir eignarhlutar eru metnir á áætluðu gangvirði (Fair Value). Gangvirðismatið er framkvæmt á þann hátt að framtíðarsjóðflæði hverrar sjóðsskapandi einingar er reiknað og byggir á áætlunum viðkomandi einingar. Framtíðarsjóðflæðið er núvirt með ávöxtunarkröfu reiknaðs WACC (Weighted Average Cost of Capital) hverrar einingar og í samræmi við CAPM (Capital Asset Pricing Model). Útkoma gangvirðisprófsins er einnig borin saman við virðismargfaldara samanburðarfélaga og þannig sannreynt að gangvirðið sé ekki ofmetið. Það er mat félagsins að áætlað gangvirði þessara eigna sé um 36.637 milljónir króna en bókfært verð sömu eigna er 21.441 milljón króna.

Gangvirðismat er háð utanaðkomandi áhættuþáttum svo sem breytingu á gengi gjaldmiðla, vaxtastigi, skatthlutfalli, flökti í arðsemi hlutabréfa og markaðsálagi.

5. Aðrar peningalegar eignir

Aðrar skammtímakröfur

31.12.2014 31.12.2013

Fjármagnstekjuskattur 146.454.366 89.979.378

146.454.366 89.979.378

Handbært fé

31.12.2014 31.12.2013

Óbundnar bankainnstæður í íslenskum krónum 264.988.479 4.068.138.091

Óbundnar bankainnstæður í erlendri mynt 1.155.754 1.186.287

266.144.233 4.069.324.378

Page 22: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F .22

6. Eigið fé

Útgefnir hlutir í lok ársins eru alls um 22 milljónir króna og er nafnverð hvers hlutar ein íslensk króna. Hver króna nafnverðs jafngildir einu atkvæði.

Hluthafafundur Framtakssjóðs Íslands slhf. haldinn þann 30. desember 2010 ákvað með vísan í 4. tl. 2. mgr. 51. gr. laga um hlutafélög að lækka hlutafé félagsins um 4.232 milljónir króna til þess að leggja í sérstakan sjóð sem aðeins má nota samkvæmt ákvörðun hluthafafundar. Í reglum um sjóðinn kemur fram að útborganir úr sjóðnum skulu að öðru leyti vera samkvæmt 18. gr. skilamála Framtakssjóðs Íslands slhf. Mótfærsla lækkunar hlutafjárins var upphaflega færð á yfirverðsreikning í ársreikningi 2010 en var millifærð á árinu 2013 af yfirverðsreikningnum á liðinn sérstakur sjóður í samræmi við ákvörðun hluthafafundarins. Sérstökum sjóði var ráðstafað til greiðslu til hluthafa í samræmi við ákvörðun hluthafafundar í ágúst 2014.

Eigið fé greinist þannig: Yfirverðs- Sérstakur Lögbundinn Óráðstafað Hlutafé reikningur sjóður varasjóður eigið fé

Eigið fé 1.1.2013 23.387.541 23.364.154.086 0 6.155.936 6.111.145.142

Framlag í sérstakan sjóð (4.231.597.167) 4.231.597.167

Nýtt hlutafé 6.503.000 6.496.496.997 Skipting til IEI slhf. (4.000.000) (1.780.199.286) (469.627) (466.209.787)

Lækkun hlutafjár (3.600.000) (3.596.400.000) Greiddur arður (5.600.000.000)

Hagnaður ársins 7.636.381.664

Eigið fé 1.1.2014 22.290.541 20.252.454.630 4.231.597.167 5.686.309 7.681.317.019

Útgreiðsla til hluthafa (4.231.597.167) Greiddur arður (6.588.000.000)

Hagnaður ársins 461.809.871

Eigið fé 31.12.2014 22.290.541 20.252.454.630 0 5.686.309 1.555.126.890

Skýringar

Page 23: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 23

Hluthafar: Hlutafé alls Hlutdeild í eigin fé

Lífeyrissjóður verslunarmanna 19,91% 4.438.908 4.348.303.378

Landsbankinn hf. 17,70% 3.945.850 3.865.309.415

Gildi lífeyrissjóður 15,39% 3.430.942 3.360.911.442

Sameinaði lífeyrissjóðurinn 8,93% 1.989.782 1.949.167.631

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 8,53% 1.900.946 1.862.144.904

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild 7,36% 1.639.941 1.606.467.399

Stafir lífeyrissjóður 5,52% 1.229.954 1.204.848.835

Festa lífeyrissjóður 2,76% 614.976 602.423.438

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,76% 614.976 602.423.438

Almenni lífeyrissjóðurinn 2,31% 515.301 504.782.951

Lífeyrissjóður bankamanna aldursdeild 1,95% 435.128 426.246.399

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 1,74% 387.988 380.068.596

Lífeyrissjóður verkfræðinga 1,10% 245.989 240.968.004

Lífeyrissjóður Vestfirðinga 1,10% 245.989 240.968.004

Íslenski lífeyrissjóðurinn 1,01% 224.952 220.360.400

Eftirlaunasjóður FÍA 0,77% 172.193 168.678.288

Lífeyrissjóður Rangæinga 0,58% 130.374 127.712.875

VÍS hf. 0,55% 122.996 120.485.471

Framtakssjóður Íslands GP hf. 0,02% 3.356 3.287.499

22.290.541 21.835.558.370

7. Útgreiddur arður og sérstakur sjóður

Á árinu 2014 var greiddur arður til hluthafa að fjárhæð kr. 6.588 milljónir og sérstakur sjóður að fjárhæð kr. 4.232 milljónir.

8. Aðrar peningalegar skuldir

Aðrar skammtímaskuldir

31.12.2014 31.12.2013

Skuldir við hluthafa vegna útgreiðslu hlutafjár 0 3.600.000.000

Ógreiddur kostnaður 2.734.363 56.252.760

2.734.363 3.656.252.760 6

Skýringar

Page 24: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F .24

9. Tengdir aðilar

Tengdir aðilar eru þeir aðilar sem hafa umtalsverð áhrif á félagið, beint eða óbeint, þ.m.t. móðurfélag, eigendur og fjölskyldur þeirra, stórir fjárfestar, lykilstarfsmenn og fjölskyldur sem og aðilar sem er stjórnað af eða eru verulega háðir félaginu, s.s. hlutdeildarfélög og samrekstrarfélög. Viðskipti við tengda aðila hafa verið gerð á sambærilegum grundvelli og viðskipti við ótengda aðila. Upplýsingar varðandi tengda aðila eru eftirfarandi:

Viðskipti við tengd félög árið 2014:

Keypt þjónusta Seld þjónusta Handbært fé Skuldir

FSÍ GP hf., ábyrgðaraðili 202.966.569 0 0 15.758.863

Landsbankinn hf., hluthafi 0 82.060.877 3.044.427 0

202.966.569 82.060.877 3.044.427 15.758.863

Viðskipti við tengd félög árið 2013: Kröfur og Keypt þjónusta Seld þjónusta Handbært fé Skuldir

FSÍ GP hf., ábyrgðaraðili 205.078.680 0 0 12.792.294

Icelandic Group, dótturfélag 0 0 130.500 0

Landsbankinn hf., hluthafi 0 65.382.261 1.929.424 0

Önnur tengd félög IEI slhf. 0 0 910.565 0

205.078.680 65.382.261 2.970.489 12.792.294 10. Áhættustýring

Innan félagsins er virk áhættustýring sem hefur það hlutverk að stjórna þeirri rekstrartengdu áhættu sem félagið býr við. Þessir þættir eru hlutabréfaáhætta, vaxtaáhætta og gjaldmiðlaáhætta.

Félagið býr við markaðsáhættu vegna gengis hlutabréfa á mörkuðum og virðis eignarhluta við sölu. Í skýringu nr. 4 kemur fram bókfært virði þessara eigna og áætlað gangvirði þeirra.

Félagið hefur hvorki gert afleiðusamninga né lánasamninga en býr við vaxtaáhættu á undirliggjandi eignum sem er aðallega fólgin í því að framtíðarsjóðflæði þeirra muni sveiflast vegna breytinga á markaðsvöxtum.

Félagið býr við gjaldmiðlaáhættu, aðallega vegna sjóðflæðis undirliggjandi eigna.

10. Samþykki ársreiknings

Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi þann 12. febrúar 2015.

11. Kennitölur

Úr rekstrarreikningi: 2014 2013Arðsemi

Hagnaður ársins 461.809.871 7.636.381.664

Arðsemi eigin fjár - Hagnaður/vegin meðalstaða eigin fjár 1,8% 20,7%

Úr efnahagsreikningi: 31.12.2014 31.12.2013

Fjárhagslegur styrkur

Innra virði hlutafjár - Eigið fé/hlutafé 979,59 1261,56

Eiginfjárhlutfall - Eigið fé/Skuldir og eigið fé 99,9% 99,6%

Skýringar

Page 25: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 25

IEI SLHF.

Page 26: Framtakssjóður Íslands

26 I E I S L H F .

IEI SLHF.

Kópavogur, 12. febrúar 2015

Deloitte ehf.

Guðmundur Kjartanssonendurskoðandi

Til stjórnar og hluthafa í IEI slhf.

Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning IEI

slhf. fyrir árið 2014. Ársreikningurinn hefur að geyma

skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit

um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reiknings-

skilaaðferðir og aðrar skýringar.

Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikn-

ingnum

Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og fram-

setningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga.

Stjórn og framkvæmdastjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra

eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu

ársreiknings, þannig að hann sé án verulegra annmarka,

hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

Ábyrgð endurskoðenda

Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikn-

ingnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað

var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Sam-

kvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum,

skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægj-

anleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra

annmarka.

Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjár-

hæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endur-

skoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðand-

ans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar

séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi

eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra

eftirlits félagsins sem varðar gerð og framsetningu árs-

reikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunar-

aðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits

fyrirtækisins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á þeim

reikningsskilaaðferðum og matsaðferðum sem stjórnendur

nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu

hans í heild.

Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægi-

legra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Álit

Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd

af afkomu félagsins á árinu 2014, efnahag þess 31. des-

ember 2014 og breytingu á handbæru fé á árinu 2014, í

samræmi við lög um ársreikninga.

Áritun óháðs endurskoðanda

Page 27: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 27

Reykjavík, 12. febrúar 2015

Í stjórn:Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður

Framkvæmdastjóri: Herdís Dröfn Fjeldsted

IEI slhf. var stofnað í árslok 2013 þegar FSÍ (Framtaks-sjóður Íslands) slhf. var skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf. Stefna félagsins er að fjárfesta í fyrirtækjum á Íslandi eða erlendis.

Ársreikningur IEI slhf. fyrir árið 2014 er gerður í sam-ræmi við lög um ársreikninga. Eignarhlutar í félögum eru færðir á kostnaðarverði.

Tap IEI slhf. á árinu 2014 nam 23 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir félags-ins 6.751 milljón króna og bókfært eigið fé í árslok er 6.728 milljónir króna Eiginfjárhlutfallið er 99,7%. Eins og fram kemur í skýringu nr. 4 þá er það mat félagsins að áætlað gangvirði þessara eigna sé um 12.817 milljónir króna en bókfært verð sömu eigna er 6.751 milljón króna. Engin ársverk eru hjá félaginu. Innan félagsins er virk áhættustýring sem hefur það hlutverk að stjórna þeirri rekstrartengdu áhættu sem félagið býr við. Helstu áhættuþættir koma fram í skýringu nr. 8.

Eina eign félagsins er eignarhlutur í Icelandic Group Investment ehf. sem félagið eignaðist við stofnun IEI slhf. þegar FSÍ slhf var skipt upp.

Í lok ársins voru hluthafar í félaginu 18 en þeir voru 19 við stofnun þess. Tíu stærstu hluthafarnir eru eftirfarandi: Lífeyrissjóður verslunarmanna 19,92%, Gildi lífeyris-sjóður 18,79%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn 10,41%, Almenni lífeyrissjóðurinn 9,78%, Söfnunarlífeyrissjóður lífeyrisréttinda 8,57%, LSR A-deild 7,36%, Festa lífeyris-sjóður 6,82%, Stafir lífeyrissjóður 5,52%, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,76% og Lífeyrissjóður Vest-mannaeyja 2,41%.

Stjórn félagsins leggur ekki til að greiddur verði arður til hluthafa en vísar að öðru leyti til ársreikningsins varðandi ráðstöfun hagnaðar.

Það er álit stjórnar og framkvæmdastjóra IEI slhf. að í ársreikningi þessum komi fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu félagsins í lok ársins, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu. Stjórn og framkvæmdastjóri IEI slhf. staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir árið 2014 með undirritun sinni.

Skýrsla stjórnar

Page 28: Framtakssjóður Íslands

28 I E I S L H F .

Rekstrarreikningur ársins 2014

Skýr. 2014 2013

Vaxtatekjur 1.270.000 0 Umsýsluþóknun (22.612.061) 0 Annar rekstrarkostnaður (1.665.534) 0 Tap ársins (23.007.595) 0

Page 29: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 29

Eignir Skýr. 31.12.2014 31.12.2013Fjárfestingar Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði 4 6.750.878.700 2.250.878.700 6.750.878.700 2.250.878.700 Eignir 6.750.878.700 2.250.878.700 Eigið fé og skuldir 31.12.2014 31.12.2013Eigið fé 5 Hlutafé 4.504.000.000 4.000.000 Yfirverðsreikningur 1.780.199.286 1.780.199.286 Lögbundinn varasjóður 469.627 469.627 Óráðstafað eigið fé 443.202.192 466.209.787 Eigið fé 6.727.871.105 2.250.878.700 Skammtímaskuldir Skuldir við tengd félög 7 21.892.145 0 Aðrar skammtímaskuldir 6 1.115.450 0 Skuldir 23.007.595 0 Eigið fé og skuldir 6.750.878.700 2.250.878.700

Efnahagsreikningur 31. desember 2014

Page 30: Framtakssjóður Íslands

30 I E I S L H F .

Skýr. 2014 2013 Rekstrarhreyfingar Rekstrartap (23.007.595) 0 Veltufé til rekstrar (23.007.595) 0 Breyting rekstrartengdra eigna og skulda: Rekstrartengdar skuldir, hækkun 1.115.450 0 Handbært fé til rekstrar án vaxta og skatta (21.892.145) 0 Handbært fé til rekstrar (21.892.145) 0 Fjárfestingahreyfingar Fjárfest í dótturfélagi 4 (4.500.000.000) 0 (4.500.000.000) 0 Fjármögnunarhreyfingar Innborgað hlutafé 5 4.500.000.000 0 Hækkun á skuldum við tengd félög 21.892.145 0 4.521.892.145 0 Hækkun handbærs fjár 0 0 Handbært fé í upphafi árs 0 0 Handbært fé í lok ársins 0 0

Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2014

Page 31: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 31

Skýringar

1. Starfsemi IEI slhf. var stofnað í árslok 2013 þegar FSÍ (Framtakssjóði Íslands) slhf. var skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf. og er stefna félagsins að fjárfesta í fyrirtækjum á Íslandi og erlendis.

IEI slhf. er samlagshlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Samlagshlutafélag er sú tegund samlagsfélaga þar sem einn eða fleiri félagsmenn (ábyrgðaraðilar) bera beina og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins en aðrir félagsmenn (hluthafar), einn eða fleiri, bera takmarkaða ábyrgð á grundvelli framlaga sem mynda hlutafé í félaginu. Ábyrgðaraðilar geta jafnframt verið hluthafar. Ábyrgðaraðili IEI slhf. er FSÍ GP hf.

2. ReikningsskilaaðferðirGrundvöllur reikningsskilannaÁrsreikningur IEI slhf. fyrir árið 2014 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum að því undanskildu að markaðsbréf eru færð á gangverði. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum.

Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins.

Mat og ákvarðanirVið gerð ársreiknings þurfa stjórnendur, í samræmi við lög um ársreikninga, að taka ákvarðanir, meta og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á reikningsskiladegi, upplýsingar í skýringum og tekjur og gjöld. Við mat og ályktanir er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti.

Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem þær eiga sér stað.

Vaxtatekjur

Tekjur af vörusölu og þjónustu eru færðar þegar til þeirra hefur verið unnið. Vörusala er skráð þegar vörur eru afhentar eða verulegur hluti áhættu og ávinnings af eignarhaldi flyst yfir til kaupanda. Þjónustutekjur eru færðar þegar þjónustan hefur verið innt af hendi. Sala er sýnd í rekstrarreikningi að teknu tilliti til afslátta.

Vaxtatekjur eru færðar fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við viðeigandi höfuðstól og vaxtaprósentu.

Umsýsluþóknun

IEI slhf. greiðir til Framtakssjóðs Íslands GP hf. umsýsluþóknun í samræmi við skilmála félagsins. Umsýsluþóknun er ætlað að standa straum af útlögðum kostnaði er fellur til við rekstur Framtakssjóðs Íslands GP hf. að frádregnum öðrum rekstrartekjum.

Skattamál

Félagið er ekki sjálfstæður skattaðili og skattar því ekki reiknaðir í ársreikningnum.

Virðisrýrnun

Á hverjum reikningsskiladegi er bókfært verð eigna metið með tilliti til virðisrýrnunar. Komi fram vísbending um virðisrýrnun er endurheimtanlegt virði eignarinnar metið í því skyni að hægt sé að ákvarða hversu víðtæk virðisrýrnun er sé um slíkt að ræða.

Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði

Eignarhlutar í félögum á kostnaðarverði eru eignarhlutar í dóttur- og hlutdeildarfélögum. Eignarhlutarnir eru metnir á kostnaðarverði að teknu tilliti til virðisrýrnunar.

Page 32: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S S L H F .32

Skýringar

3. Vaxtatekjur

2014 2013

Reiknaðar vaxtatekjur frá FSÍ GP hf. 1.270.000 0

1.270.000 0 4. Eignarhlutar í félögum 2014 2013

Eignarhlutar í félögum færðir á kostnaðarverði:

Staða í ársbyrjun 2.250.878.700 0

Flutt við skiptingu frá FSÍ slhf. 0 2.250.878.700

Keypt á árinu 4.500.000.000 0

Kostnaðarverð í lok ársins 6.750.878.700 2.250.878.700

Yfirlit yfir eignarhluta í félögum á kostnaðarverði:

Hlutdeild % NafnverðEignarhlutur í Icelandic Group Investment ehf. 100,00% 4.995.422.000

Félagið hefur í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal, IFRS 13, lagt mat á virði eignarhluta sem það hefur fjárfest í. Félagið styðst einnig við leiðbeiningar IPEV um verðmat (International Private Equity and Venture Capital Investor Valuation Guidelines). Virði eignarhlutanna er metið miðað við markaðsvirði undirliggjandi eigna félagsins að frádregnum skuldum. Það er mat félagsins að áætlað gangvirði þessara eigna sé um 12.817 milljónir króna en bókfært verð sömu eigna er 6.751 milljón króna.

Gangvirðismat er háð utanaðkomandi áhættuþáttum, svo sem breytingu á gengi gjaldmiðla, vaxtastigi, skatthlutfalli, flökti í arðsemi hlutabréfa og markaðsálagi.

5. Eigið fé

Í nóvember 2013 ákvað hluthafafundur FSÍ slhf. að skipta félaginu í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf. Við uppskiptinguna var eigið fé félagsins bókfært á um 2.251 milljón króna. Á árinu 2014 var greitt inn nýtt hlutafé að fjárhæð 4.500 milljónir króna á genginu 1,0. Hver króna nafnverðs jafngildir einu atkvæði.

Eigið fé greinist þannig: Yfirverðs- Sérstakur Lögbundinn Óráðstafað Hlutafé reikningur sjóður varasjóður eigið fé

Eigið fé 1.1.2013 0 0 0 0 0

Skipting úr FSÍ slhf. 4.000.000 1.780.199.286 469.627 466.209.787 2.250.878.700

Hagnaður ársins 0 0 0 0 0

Eigið fé 1.1.2014 4.000.000 1.780.199.286 469.627 466.209.787 2.250.878.700

Nýtt hlutafé 4.500.000.000 4.500.000.000

Tap ársins (23.007.595) (23.007.595)

Eigið fé 31.12.2014 4.504.000.000 1.780.199.286 469.627 443.202.192 6.727.871.105

Page 33: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 33

Hluthafar: Hlutafé alls Hlutdeild í eigin fé

Lífeyrissjóður verslunarmanna 19,92% 897.054.891 1.339.979.947

Gildi lífeyrissjóður 18,79% 846.487.358 1.264.444.458

Sameinaði lífeyrissjóðurinn 10,41% 468.913.160 700.441.230

Almenni lífeyrissjóðurinn 9,78% 440.499.103 657.997.599

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 8,57% 385.934.076 576.490.834

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild 7,36% 331.414.017 495.051.241

Festa lífeyrissjóður 6,82% 307.103.709 458.737.604

Stafir lífeyrissjóður 5,52% 248.560.515 371.288.434

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,76% 124.280.257 185.644.216

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 2,41% 108.676.647 162.336.251

Lífeyrissjóður bankamanna aldursdeild 2,41% 108.407.229 161.933.806

Íslenski lífeyrissjóðurinn 1,14% 51.242.247 76.543.347

Lífeyrissjóður verkfræðinga 1,10% 49.712.104 74.257.688

Lífeyrissjóður Vestfirðinga 1,10% 49.712.104 74.257.688

Eftirlaunasjóður FÍA 0,77% 34.798.472 51.980.381

Lífeyrissjóður Rangæinga 0,58% 26.347.415 39.356.575

VÍS hf. 0,55% 24.856.052 37.128.844

Framtakssjóður Íslands GP hf. 0,00% 644 962

4.504.000.000 6.727.871.105

6. Aðrar peningalegar skuldir

Aðrar skammtímaskuldir

31.12.2014 31.12.2013

Ógreiddur kostnaður 1.115.450 0

1.115.450 0

Skýringar

Page 34: Framtakssjóður Íslands

34 I E I S L H F .

7. Tengdir aðilar

Tengdir aðilar eru þeir aðilar sem hafa umtalsverð áhrif á félagið, beint eða óbeint, þ.m.t. móðurfélag, eigendur og fjölskyldur þeirra, stórir fjárfestar, lykilstarfsmenn og fjölskyldur sem og aðilar sem er stjórnað af eða eru verulega háðir félaginu, s.s. hlutdeildarfélög og samrekstrarfélög. Viðskipti við tengda aðila hafa verið gerð á sambærilegum grundvelli og viðskipti við ótengda aðila.

Upplýsingar varðandi tengda aðila eru eftirfarandi:

Viðskipti við tengd félög árið 2014:

Keypt þjónusta Seld þjónusta Handbært fé Skuldir

FSÍ GP hf., ábyrgðaraðili 22.612.061 1.270.000 0 21.892.145

22.612.061 1.270.000 0 21.892.145

Viðskipti við tengd félög árið 2013: Kröfur og Keypt þjónusta Seld þjónusta Handbært fé Skuldir

FSÍ GP hf., ábyrgðaraðili 0 0 0 0

0 0 0 0

8. Áhættustýring

Innan félagsins er virk áhættustýring sem hefur það hlutverk að stjórna þeirri rekstrartengdu áhættu sem félagið býr við. Þessir þættir eru hlutabréfaáhætta, vaxtaáhætta og gjaldmiðlaáhætta. Félagið býr við markaðsáhættu vegna gengis hlutabréfa á mörkuðum og virðis eignarhluta við sölu. Í skýringu nr. 4 kemur fram bókfært virði þessara eigna og áætlað gangvirði þeirra. Félagið hefur hvorki gert afleiðusamninga né lánasamninga en býr við vaxtaáhættu á undirliggjandi eignum sem er aðallega fólgin í því að framtíðarsjóðflæði þeirra muni sveiflast vegna breytinga á markaðsvöxtum. Félagið býr við gjaldmiðlaáhættu, aðallega vegna sjóðflæðis undirliggjandi eigna. .

9. Samþykki ársreiknings

Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi þann 12. febrúar 2015.

Skýringar

Page 35: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 35

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS GP HF.

Page 36: Framtakssjóður Íslands

36 F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F .

Kópavogur, 12. febrúar 2015

Deloitte ehf.

Guðmundur Kjartanssonendurskoðandi

Til stjórnar og hluthafa í FSÍ (Framtakssjóði Íslands) GP hf.

Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Fram-

takssjóð Íslands GP hf. fyrir árið 2014. Ársreikningurinn

hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efna-

hagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um

mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikn-

ingnum

Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og fram-

setningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikn-

inga. Stjórn og framkvæmdastjóri eru einnig ábyrg fyrir

því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og

framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé án verulegra

annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

Ábyrgð endurskoðenda

Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikn-

ingnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað

var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla.

Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum,

skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægj-

anleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra

annmarka.

Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjár-

hæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endurskoðunar-

aðgerða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal

annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á árs-

reikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka.

Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits

félagsins sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins,

til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir,

en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits fyrirtækis-

ins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á þeim reiknings-

skilaaðferðum og matsaðferðum sem stjórnendur nota

við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu hans

í heild.

Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægi-

legra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Álit

Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd

af afkomu félagsins á árinu 2014, efnahag þess 31. des-

ember 2014 og breytingu á handbæru fé á árinu 2014, í

samræmi við lög um ársreikninga.

Áritun óháðs endurskoðanda

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS GP HF.

Page 37: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 37

Reykjavík, 12. febrúar 2015

Í stjórn:Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður

Helga ÁrnadóttirHjörleifur PálssonHreiðar BjarnasonLinda Jónsdóttir

Sveinn HannessonÞórunn Pálsdóttir

Framkvæmdastjóri:Herdís Dröfn Fjeldsted

FSÍ (Framtakssjóður Íslands) GP hf. var stofnaður á árinu

2009 og er umsjónar- og ábyrgðaraðili FSÍ (Framtakssjóðs

Íslands) slhf. og IEI slhf.

Ársreikningur Framtakssjóðs Íslands GP hf. fyrir árið 2014

er gerður í samræmi við lög um ársreikninga.

Hagnaður Framtakssjóðs Íslands GP hf. á árinu nam kr.

372.878. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir

félagsins kr. 65.211.545, bókfært eigið fé í lok ársins er

kr. 9.611.964. Fjöldi ársverka hjá félaginu á árinu var 7.

Í lok ársins voru hluthafar í félaginu 18. Tíu stærstu hlut-

hafarnir eru eftirfarandi: Gildi lífeyrissjóður 15%, Lífeyris-

sjóður verslunarmanna 15%, Landsbankinn hf. 14,2%,

Sameinaði lífeyrissjóðurinn 9,3%, Söfnunarlífeyrissjóður

lífeyrisréttinda 8,5%, LSR A-deild 7,4%, Stafir lífeyrissjóður

5,5%, Almenni lífeyrissjóðurinn 4,4%, Festa lífeyrissjóður

3,9% og Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,8%.

Eigin bréf félagsins nema um 4,9%.

Stjórn félagsins gerir ekki tillögu um greiðslu arðs til

hluthafa og leggur til að hagnaður ársins verði fluttur

óráðstafaður á eigið fé til næsta árs.

Það er álit stjórnar og framkvæmdastjóra Framtakssjóðs

Íslands GP hf. að í ársreikningi þessum komi fram allar

upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á

stöðu félagsins, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri

þróun á árinu. Stjórn og framkvæmdastjóri Framtakssjóðs

Íslands GP hf. staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir

árið 2014 með undirritun sinni.

Skýrsla stjórnar

Page 38: Framtakssjóður Íslands

38 F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F .

Skýr. 2014 2013

Umsýsluþóknun 226.565.596 204.370.502 Þóknun fyrir stjórnarsetu 21.286.756 23.952.823 Laun og annar starfsmannakostnaður 3 (186.964.424) (169.532.063)Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður (32.829.898) (33.839.332)Annar rekstrarkostnaður (25.696.323) (22.796.286)Afskriftir fastafjármuna 7 (2.361.707) (2.155.644) Rekstrarhagnaður 0 0

Fjármunatekjur 4 626.665 748.773 Fjármagnsgjöld 5 (160.388) (157.178)

Hagnaður fyrir skatta 466.277 591.595 Tekjuskattur 6 (93.399) 204.692 Hagnaður ársins 372.878 796.287

Rekstrarreikningur ársins 2014

Page 39: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 39

Eignir Skýr. 31.12.2014 31.12.2013Fjárfestingar Varanlegir rekstrarfjármunir 7 11.015.988 5.924.313 Fjárfestingaverðbréf 8 4.000.000 4.000.000 15.015.988 9.924.313

Veltufjármunir Kröfur á tengd félög 13 43.804.631 15.900.899 Aðrar skammtímakröfur 9 1.508.710 1.793.473 Handbært fé 9 4.882.216 17.123.800 50.195.557 34.818.172 Eignir 65.211.545 44.742.485 Eigið fé og skuldir 31.12.2014 31.12.2013Eigið fé 10 Hlutafé 6.883.966 6.883.966 Óráðstafað eigið fé 2.727.998 2.355.120 Eigið fé 9.611.964 9.239.086

Skuldbindingar Tekjuskattsskuldbinding 11 274.085 180.686 274.085 180.686 Skammtímaskuldir Aðrar skammtímaskuldir 12 55.325.496 35.322.713 55.325.496 35.322.713 Skuldir 55.599.581 35.503.399 Eigið fé og skuldir 65.211.545 44.742.485

Efnahagsreikningur 31. desember 2014

Page 40: Framtakssjóður Íslands

40 F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F .

Skýr. 2014 2013Rekstrarhreyfingar Rekstrarhagnaður 0 0Afskriftir 2.361.707 2.155.644 Sölutap fastafjármuna 1.393 0 Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta 2.363.100 2.155.644 Aðrar rekstrartengdar eignir, lækkun 284.764 105.452 Rekstrartengdar skuldir, hækkun, (lækkun) 20.002.782 (1.856.088)Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 22.650.646 405.008 Innborgaðir vextir 626.665 748.773 Greiddir vextir (160.388) (157.178)Handbært fé frá rekstri 23.116.923 996.603 Fjárfestingahreyfingar Keyptir varanlegir rekstrarfjármunir 7 (7.454.775) (775.998)(Hækkun) á kröfum á tengd félög (27.903.732) (6.315.569) (35.358.507) (7.091.567)

Fjármögnunarhreyfingar 0 0Lækkun handbærs fjár (12.241.584) (6.094.964)Handbært fé í upphafi árs 17.123.800 23.218.764 Handbært fé í lok ársins 4.882.216 17.123.800

Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2014

Page 41: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 41

Skýringar

1. Starfsemi FSÍ (Framtakssjóður Íslands) GP hf. er hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Framtakssjóður

Íslands GP hf. var stofnaður á árinu 2009 og er umsjónar- og ábyrgðaraðili FSÍ (Framtakssjóðs Íslands) slhf. og IEI slhf.

2. ReikningsskilaaðferðirGrundvöllur reikningsskilannaÁrsreikningur Framtakssjóðs Íslands GP hf. fyrir árið 2014 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður í íslenskum krónum.

Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins.

Skráning tekna Þjónustutekjur eru færðar þegar þjónustan hefur verið innt af hendi. Framtakssjóður Íslands GP hf. er umsjónar- og rekstraraðili fyrir Framtakssjóð Íslands slhf. og IEI slhf. Allur rekstrarkostnaður sem fellur til að frádregnum öðrum rekstrartekjum er fluttur yfir á þau félög.

Vaxtatekjur eru færðar fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við viðeigandi höfuðstól og vaxtaprósentu.

Fjármagnskostnaður Allur fjármagnskostnaður er færður í rekstrarreikning á því tímabili sem hann fellur til.

Skattamál Tekjuskattur er reiknaður og færður í ársreikninginn. Útreikningur hans byggir á afkomu fyrir skatta að teknu tilliti til varanlegs mísmunar á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi. Tekjuskattshlutfall er 20%.

Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar tímabilsins auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára.

Frestaður skattur stafar af mismun efnahagsliða í skattuppgjöri annars vegar og ársreikningi hins vegar. Mismunurinn stafar af því að tekjuskattstofn félagsins er miðaður við aðrar forsendur en reikningsskil þess.

Tekjuskattsinneign er metin á reikningsskiladegi og er einungis færð að því marki sem líklegt er að hún nýtist á móti skattskyldum hagnaði í framtíðinni.

Varanlegir rekstrarfjármunir Eignir eru skráðar meðal varanlegra rekstrarfjármuna þegar líklegt er að hagrænn ávinningur tengdur eigninni muni nýtast félaginu og hægt er að meta kostnað vegna eignarinnar með áreiðanlegum hætti. Varanlegir rekstrarfjármunir eru upphaflega skráðir á kostnaðarverði. Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna saman-stendur af kaupverði og öllum beinum kostnaði við að koma eigninni í tekjuhæft ástand.

Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti af kostnaðarverði miðað við eignarhaldstíma á árinu að teknu tilliti til væntanlegs hrakvirðis.

Verðbréf Verðbréf og aðrar langtímakröfur sem áætlað er að eiga fram á gjalddaga eru metnar á kostnaðarverði að teknu tilliti til niðurfærslu til að mæta hugsanlegu tapi í framtíðinni.

Page 42: Framtakssjóður Íslands

42 F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F .

3. Laun og annar starfsmannakostnaður 2014 2013

Laun starfsmanna 108.433.350 107.229.970

Laun stjórnar 18.684.000 16.459.424

Lífeyrissjóður 15.762.743 16.758.278

Tryggingagjald 11.195.032 11.891.423

Breyting reiknaðra orlofs- og launaskuldbindinga 23.550.961 7.066.278

Annar starfsmannakostnaður 9.338.338 10.126.690

186.964.424 169.532.063

Stöðugildi að meðaltali 7 8

Heildarlaun, hlunnindi og þóknanir til stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins á árinu 2014 námu 58,4 mkr. samanborið við 48,3 mkr. á árinu 2013. Á árinu greinast laun og þóknanir til stjórnar og framkvæmdastjóra þannig:

Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri 22.331.188

Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri 17.377.371

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður 5.646.000

Guðmundur Pálsson 748.000

Helga Árnadóttir 2.922.000

Helga Valfells 88.000

Hjörleifur Pálsson 1.998.000

Hreiðar Bjarnason 1.848.000

Linda Jónsdóttir 1.848.000

Sveinn Hannesson 1.848.000

Þórunn Pálsdóttir 1.738.000

58.392.559

Þóknun til endurskoðenda félagsins á árinu 2014 sundurliðast þannig án virðisaukaskatts:

Endurskoðun og könnun 5.266.008

Reikningsskilaaðstoð 2.516.955

Önnur þjónusta 1.325.990

9.108.953

Skýringar

Page 43: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 43

4. Fjármunatekjur

2014 2013

Vaxtatekjur af bankainnstæðum 1.896.665 748.773

Reiknaðar vaxtatekjur færðar til IEI slhf. (1.270.000) 0

626.665 748.773 5. Fjármagnsgjöld

2014 2013

Vaxtagjöld 160.388 157.178

6. Skattamál

Tekjuskattur er reiknaður og færður í ársreikninginn og nemur gjaldfærð fjárhæð í rekstrarreikningi kr. 93.399. Ekki kemur til greiðslu tekjuskatts á árinu 2015 vegna yfirfæranlegs skattalegs taps.

7. Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir

SkrifstofubúnaðurKostnaðarverð Staða í ársbyrjun 11.101.439 Eignfært á árinu 7.664.775 Selt og aflagt á árinu (367.640)Staða í árslok 18.398.574

Afskriftir Staða í ársbyrjun 5.177.126 Afskrift ársins 2.361.707 Selt og aflagt á árinu (156.247)Staða í árslok 7.382.586 Bókfært verð Bókfært verð í ársbyrjun 5.924.313 Bókfært verð í árslok 11.015.988

Afskriftarhlutföll 20%

8. Fjárfestingaverðbréf

31.12.2014 FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. 3.356.000

IEI slhf. 644.000 4.000.000 Nafnverðs hlutir félagsins í FSÍ slhf. nema 3.356 kr. og í IEI slhf. 644 kr. Í árslok 2013 var FSÍ slhf. skipt upp í tvö félög; FSÍ slhf. og IEI slhf. Framtakssjóður Íslands GP hf. er ábyrgðaraðili FSÍ slhf. og IEI slhf. sem eru samlagshlutafélög.

Skýringar

Page 44: Framtakssjóður Íslands

44 F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F .

9. Aðrar peningalegar skuldir

Aðrar skammtímaskuldir

31.12.2014 31.12.2013

Fyrirframgreiddur kostnaður 1.129.383 1.068.723

Fjármagnstekjuskattur 379.327 149.750

Aðrar kröfur 0 575.000

1.508.710 1.793.473

Handbært fé

31.12.2014 31.12.2013

Óbundnar bankainnstæður í íslenskum krónum 4.882.216 17.123.800

10. Eigið fé

Eigið fé greinist þannig:

Hlutfall Nafnverð

Heildarhlutafé í árslok 100,0% 7.240.000

Eigin hlutir í árslok (4,92%) (356.034)

95,1% 6.883.966

Útgefnir hlutir í lok ársins eru alls 7.240.000 kr. og er nafnverð hvers hlutar ein íslensk króna. Hver króna nafnverðs jafngildir einu atkvæði.

Eigið fé greinist þannig: Hlutafé Óráðstafað Samtals eigið fé

Eigið fé 1.1.2013 6.883.966 1.558.833 8.442.799

Hagnaður ársins 0 796.287 796.287

Eigið fé 1.1.2014 6.883.966 2.355.120 9.239.086

Hagnaður ársins 0 372.878 372.878

Eigið fé 31.12.2014 6.883.966 2.727.998 9.611.964

Skýringar

Page 45: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 45

11. Frestaður skattur

Frestaður skattur

Staða í ársbyrjun 180.686

Reiknaður tekjuskattur ársins 93.399

Staða í árslok 274.085

Frestaður skattur skiptist þannig á einstaka liði efnahagsreikningsins:

Varanlegir rekstrarfjármunir 852.816

Áhrif af yfirfæranlegu skattalegu tapi (578.731)

274.085

12. Aðrar peningalegar skuldir

Aðrar skammtímaskuldir

31.12.2014 31.12.2013

Virðisaukaskattur 949.123 708.178

Ógreidd laun og launatengd gjöld 13.003.859 11.276.702

Áfallið orlof og launaskuldbindingar 38.232.239 14.681.278

Ógreiddur kostnaður 3.140.275 8.656.555

55.325.496 35.322.713

Skýringar

Page 46: Framtakssjóður Íslands

46 F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S G P H F .

13. Tengdir aðilar

Tengdir aðilar eru þeir aðilar sem hafa umtalsverð áhrif á félagið, beint eða óbeint, þ.m.t. móðurfélag, eigendur og fjölskyldur þeirra, stórir fjárfestar, lykilstarfsmenn og fjölskyldur sem og aðilar sem er stjórnað af eða eru verulega háðir félaginu, s.s. hlutdeildarfélög og samrekstrarfélög. Viðskipti við tengda aðila hafa verið gerð á sambærilegum grundvelli og viðskipti við ótengda aðila.

Framtakssjóður Íslands GP hf. er ábyrgðaraðili Framtakssjóðs Íslands slhf. og IEI slhf.

Upplýsingar varðandi tengda aðila eru eftirfarandi:

Viðskipti við tengd félög árið 2014:

Keypt þjónusta Seld þjónusta Kröfur Skuldir

FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. 0 202.477.421 15.758.863 0

IEI slhf. 0 22.545.475 21.892.145 0

Landsbankinn hf., hluthafi 2.147.824 0 0 0

Dótturfélög FSÍ slhf. 0 1.542.700 6.153.623 0

2.147.824 226.565.596 43.804.631 0

Viðskipti við tengd félög árið 2013:

Keypt þjónusta Seld þjónusta Kröfur Skuldir

FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. 0 204.370.502 12.792.294 0

Landsbankinn hf., hluthafi 2.432.601 0 0 0

Dótturfélög FSÍ slhf. 0 0 1.886.105 0

Önnur tengd félög FSÍ slhf. 0 0 1.222.500 0

2.432.601 204.370.502 15.900.899 0

14. Samþykki ársreiknings

Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi þann 12. febrúar 2015.

Skýringar

Page 47: Framtakssjóður Íslands

Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 4 47

FRAMTAKSSJÓÐURÍSLANDSFramtakssjóður Íslands slhf . Lágmúli 9 108 Reykjavík Sími 571 7080 Fax 571 7089 framtakssjodur@framtakssjodur . is

Hönnun og umbrot : Tómas Tómasson graf ískur hönnuður FÍTMyndir fyr i r FSÍ : Sigur jón Ragnar / Ragnar Th.Aðrar myndir : Ýmsir l jósmyndarar

www.framtakssjodur . is

Page 48: Framtakssjóður Íslands

F R A M T A K S S J Ó Ð U R Í S L A N D S48

FRAMTAKSSJÓÐURÍSLANDS