4
R ými er að opna nýja og glæsilega heimasíðu. Hún auðveldar aðgengi viðskiptavina að upplýsingum og auðveldar innkaup á helstu rekstrarvörum verslana, skrifstofa, verkstæða og lagera. Með opnun heimasíðunnar verður netið hluti af sölukerfi Rýmis. Heimasíðan er hönnuð af starfsmönnum Rýmis í samstarfi við Smartmedia. Við nýtum okkur nýjustu tækni við leitarvélabestun („Search engine optimization“). Vefsíða Rýmis er er ný og þægileg leið fyrir viðskiptavini okkar til að leita að vörum og kaupa þær beint í gegnum vefverslun okkar. Auk www.rymi.is erum við líka á facebook með upplýsingar og fleira. Ný heimasíða: www.rymi.is Bylting fyrir Rými– heimasíðan verður mikilvægt markaðstæki! Allar vörur á einum stað– netverslun með algengar vörur. Aukin þægindi fyrir viðskiptavini Rýmis. Fréttir fyrir fagfólk Vor 2015 Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík | s. 511 1100 | www.rymi.is | [email protected] | facebook/rými ofnasmiðjan Góðar framstillingar – aukin sala! (sjá frétt á blaðsíðu 3)

Fréttir fyrir fagfólk - Rými Ofnasmiðjan · Fréttir fyrir fagfólk Vagnar í Vínbúðirnar Við hjá Rými afgreiddum nýlega risapöntun á vögnum fyrir vínbúðirnar. Um

  • Upload
    others

  • View
    18

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Fréttir fyrir fagfólk - Rými Ofnasmiðjan · Fréttir fyrir fagfólk Vagnar í Vínbúðirnar Við hjá Rými afgreiddum nýlega risapöntun á vögnum fyrir vínbúðirnar. Um

Rými er að opna nýja og glæsilega heimasíðu. Hún auðveldar aðgengi viðskiptavina að

upplýsingum og auðveldar innkaup á helstu rekstrarvörum verslana, skrifstofa, verkstæða og lagera. Með opnun heimasíðunnar verður netið hluti af sölukerfi Rýmis. Heimasíðan er hönnuð af starfsmönnum Rýmis í samstarfi við Smartmedia. Við nýtum okkur nýjustu tækni við leitarvélabestun („Search engine optimization“). Vefsíða Rýmis er er ný og þægileg leið fyrir viðskiptavini okkar til að leita að vörum og kaupa þær beint í gegnum vefverslun okkar. Auk www.rymi.is erum við líka á facebook með upplýsingar og fleira.

Ný heimasíða: www.rymi.isBylting fyrir Rými– heimasíðan verður mikilvægt markaðstæki! Allar vörur á einum stað– netverslun með algengar vörur. Aukin þægindi fyrir viðskiptavini Rýmis.

Fréttir fyrir fagfólk

Vor 2015

Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík | s. 511 1100 | www.rymi.is | [email protected] | facebook/rými ofnasmiðjan

Góðar framstillingar – aukin sala!

(sjá frétt á blaðsíðu 3)

Page 2: Fréttir fyrir fagfólk - Rými Ofnasmiðjan · Fréttir fyrir fagfólk Vagnar í Vínbúðirnar Við hjá Rými afgreiddum nýlega risapöntun á vögnum fyrir vínbúðirnar. Um

Fréttir fyrir fagfólk

Hjá N1 í Klettagörðum setti Rými upp smávöruhillukerfi á þremur hæðum með milliloftum, stigum,

vörurennibraut og öryggishliðum. Hillukerfið rúmar um 6000 hillur ásamt 6 Tornado geymsluturnum sem rúma um 550 hillur eru tengdir við vöruhúsakerfið hjá N1. Bílabúð Benna, valdi afgreiðsluborð og hillur í varahlutaverslun sína frá Rými. Hjálpræðisherinn var að opna nýja verslun og innréttuðu hana með Planova innréttingum ásamt fleiri hlutum frá Rými. Fálkinn innréttaði nýja verslun með vörum frá Rými þ.á.m afgreiðsluborðum í sýningarsal, hillur á lager, stiga og bakka. Brammer völdu hillur og verslunarinnréttingar frá Rými. Rekstrarland fengu hillukerfi,

panelveggi o.fl. í kjölfar bruna á eldra húsnæði. Ísmar fengu nýjar hillur, hannaðar af starfsmönnum Rýmis og settar saman á versktæði okkar. Hjá Lýsi höfum við nýlega lokið við uppsetningu á hraðopnandi hurðum á lager. Einnig settum við upp allar hillur í nýju húsi Lýsis. HB Grandi fékk allar hillur í nýja fystigeymslu sína frá Rými. Samkaup Úrval völdu Marsanz afgreiðsluborðin og hafa þau verið sett upp í verslunum þeirra í Hafnarfirði, Siglufirði og Blönduósi. Mjög góð reynsla er af

borðunum sem eru níðsterk bjóða mjög góða

vinnuaðstöðu.

Fjölbreytt verkefniNæg verkefni hafa verið hjá starfsmönnum Rýmis undanfarin misseri

Crown er fjórði stærsti framleiðandi lyftara í heiminum. Rými hefur nýlega selt tæki til Eimskip, Natan og Olsen, Rúmfatalagersins, ÍSAM, Bauhaus og fleiri tryggra kaupenda. Nýr Crown lyftari er mættur hjá ÍSAM. Hann er með búnaði sem flytur bretti inn í innra pláss, svokallað „double reach“. Listasafnið er komið með nýjan Crown Lyftara. Global í Fornubúðum, fékk nýjan Crown lyftara sem nær í 10 metra hæð. Með fullkominni litamyndavél og auk þess eru allir brettarekkar í Global frá Rými.

Crown lyftarar fara víða

Nýtt milliloft hjá InnnesFagmenn okkar hafa nýlega sett upp milliloft, smávöruhillur og vörulyftu hjá heildsölunni Innnes. Við hjá Rými erum sérfræðingar í lagerlausnum. Milliloftin frá Rými auka nýtingu lagerrýmis og er fljót að borga sig.

Lausavöru–barir frá HL DisplayRými hefur sett upp nammibari og hnetubari í fjölmargar verslanir. Barirnir okkar eru úr viðurkenndu plastefni og uppfylla öll skilyrði um hreinlæti og gæði. Þeir eru notaðir undir laust sælgæti og hnetur í verslunum Hagkaups, Krónunnar, Iceland og fleiri stórum verslunum um land allt.

Page 3: Fréttir fyrir fagfólk - Rými Ofnasmiðjan · Fréttir fyrir fagfólk Vagnar í Vínbúðirnar Við hjá Rými afgreiddum nýlega risapöntun á vögnum fyrir vínbúðirnar. Um

Fréttir fyrir fagfólk

Vagnar í VínbúðirnarVið hjá Rými afgreiddum nýlega risapöntun á vögnum fyrir vínbúðirnar. Um er að ræða Wanzl cityshopper hágæða innkaupavagna. Wanzl innkaupavagnar endast lengi! Fjöldi fyrirtækja hafa skipt yfir í Wanzl, s.s Netto, Vínbúðirnar, IKEA, Rúmfatalagerinn, Toys r us og Fríhöfnin/Duty free store. Þar sem fagmenn versla er þér óhætt!

„Aðgengi fyrir alla“

Krónan valdi Rými Fagmenn frá Rými hafa nýlega sett upp nýjan mjólkurkæli, grænmetiskæli og gólffrysta frá JBG2 með KEEP COOL frystilokum frá BEHR í glænýja verslun Krónunnar í Grafarholti. Við nutum aðstoðar sérfræðinga frá Ísfrost og Kapp. Við hjá Rými þökkum fyrir traustið sem Krónan sýnir okkur og minnum á að við bjóðum allar hugsanlegar verslunarlausnir frá um 30 birgjum!

Vaxandi Rými í verslunarkælum Frystilokur sem minnka rafmagnskostnað

F yrir tveimur árum hóf Rými innflutning og ráðgjöf varðandi verslunarkæla og frysta. Auk þess hófum við uppsetningar á

frystilokum sem minnka rafmagnskostnað og tryggja betri gæði vörunnar. Nú er Rými orðinn einn stærsti söluaðili stærri tækja á þessu sviði á Íslandi. Samkaup, Kjarval, Kaupfélagið á Hvammstanga, Krónan, Hagkaup og Bónus hafa keypt JBG2 tækin ásamt KeepCool frystilokum frá BEHR. Mjög góð reynsla er af tækjunum sem eru í hæsta gæðaflokki. KeepCool lokurnar spara allt að 30.000 kwst á einum gólffrysti sem samsvarar ársnotkun 5 heimila.

Framstillingar–tæknin borgar sigRannsóknir sýna að góð fram–stilling á vörum í hilum geta aukið sölu um allt að 25%. Rými býður launsir frá HL Display sem ýta vörum fram í hillurnar, lýsa upp hillur og skilja vörurnar að með skilrúmum. Rými hefur nýlega sett upp framstillingarbúnað í Vínbúðunum sem gerir starfs–mönnum kleift að draga fram flöskur. Þetta léttir lífið og flýtir allri framstillingu í verslunum. Facer búnaðurinn styttir fram–setningartímann um 27% en facer framstillingarbúnaður hentar vel fyrir allar flöskur, líka olívuolíur o.fl.

Sérfræðingar Rýmis sérhæfa sig í ráðgjöf, sölu, uppsetningu og þjónustu á öllum tegundum lyfta. Við höfum skapað okkur sérstöðu á sviði hjólastólalyfta sem eru settar í hús eftir á þar sem verið er að auka og bæta aðgengi allra heima við svo og að fyrirtækjum og stofnunum. Við bjóðum allar mögulegar útfærslur fyrir misjafnar aðstæður.Við erum því stoltir af því að geta aðstoðað þá sem komast ekki alltaf leiðar sinnar og er því slagorð okkar: „AÐGENGI FYRIR ALLA“

Page 4: Fréttir fyrir fagfólk - Rými Ofnasmiðjan · Fréttir fyrir fagfólk Vagnar í Vínbúðirnar Við hjá Rými afgreiddum nýlega risapöntun á vögnum fyrir vínbúðirnar. Um

Fréttir fyrir fagfólk

Á liðnu ári varð góður vöxtur hjá fyrirtækinu, fjölmörg verkefni við uppsetningu á verslunarinnréttingum,

lagerum, lyftum og skjalabúnaði héldu okkur uppteknum á árinu. Rými er með þúsundir viðskiptavina um land allt. Stærstu verkefnin voru innréttingar á lager og í verslun Fálkans við Dalbraut frá www.constructor.no , hillukerfi fyrir HB Granda, Tornado vöruturnar fyrir N1, Nathan og Olsen/1912 ehf auk lagerkerfis fyrir Global Transport í Fornubúðum í Hafnarfirði.Á árinu efldist kælideild Rýmis verulega og voru settir upp verslunarkælar og frystar frá www.JGB2.pl í fjölmörgum verslunum um land allt. Kælilokurnar frá www.BEHR.dk hafa slegið rækilega í gegn og eru flest verslunarfyrirtæki landsins að fá lokur frá okkur. Á sama tíma hófum við sölu á afgreiðsluborðum og fleiri vörum frá www.marsanz.es. Starfsmannaskáparnir frá www.famispa.com hafa selst í miklu magni og eru vinsælir um land allt. Einnig

eru plastbakkar og vinnuborð frá sama fyrirtæki að slá í gegn.Skjalakerfin frá www.jalema.nl hafa verið mjög vinsæl auk skjalaskápanna frá www.bruynzeel.nl

Gott ár hjá Rými2014 var gott ár. Rými er með þúsundir viðskiptavina. Mörg stór verkefni 2015.

Lausnir fyrir sveitarfélögRými bíður ýmsar lausnir fyrir sveitarfélög s.s sveigjanlega bílastæðastólpa og hindranir. Bílastæðaslár, hillur og skápar fyrir sundstaði, íþróttahús og skóla. Verkfærageymslur, ruslatunnur,lyftur fyrir hreyfihamlaða, o.fl. Sjá nánar á www.rymi.is

Brettahlífar tryggja hreinlætið á lagernumFjölmörg matvælafyrirtæki hafa tekið upp notkun á brettahlífum frá Rými sem gerir kleyft að nota innflutningsbretti í framleiðslusal. Hlífarnar fást fyrir Euro bretti og ISO bretti (1200x1000). Hlífarnar tryggja hreinlæti í framleiðslu og vinnslusal. Þær lækka þrifakostnað og minnka truflun á vinnuferlum.Auðvelt að setja bretti í og taka bretti af hlífinni. Helstu notendur á Íslandi eru Lýsi, HB Grandi, ORA, Katla, og Myllan.

Snjallskerinn slær í gegnÖruggur í notkun! Engin slysahætta og minni hætta á vöruskemmdum! Innbyggt skurðarblað hindrar snertingu við fingur eða húð. Handhægt handfang sem passar vel í lófann. Hnífurinn nær ekki að snerta vöruna í kassanum. Carbonstál skurðarblað. Lengri líftími og betri skurður. Stór blaðopnun, hönnuð fyrir þykkan pappa. Fjölmörg fyrirtæki á Íslandi nota Snjallskerann og hafa bannað dúkahnífa vegna slysahættu.

Er lagerinn öruggur?Sérfræðingar frá Rými taka út öryggismál lagera og hillukerfa sem í framhaldi gera tillögur að úrbótum. Við bjóðum úrval af árekstrarvörnum fyrir allar tegundir hillukerfa sem þola mikið álag og árekstra frá lyfturum.

rymi.is facebook

Rými á vefnum