25
Elín Thorarensen SÉRFRÆÐINGUR, M.Ed; MPM | 23. FEBRÚAR 2018 Frumvarp til laga um nám fullorðinna ÁFANGASKÝRSLA

Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

0

Elín Thorarensen SÉRFRÆÐINGUR, M.Ed; MPM | 23. FEBRÚAR 2018

Frumvarp til laga um nám fullorðinna ÁFANGASKÝRSLA

Page 2: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

1

Inngangur Hér er um er að ræða stutta áfangaskýrslu um framgang vinnu við lagafrumvarp um nám fullorðinna.

Markmið skýrslunnar er einkum að varpa ljósi á þá vinnu sem farið hefur fram til þessa og draga fram

helstu áhersluatriði sem komið hafa fram í þeirri vinnu.

Á fundi með ráðherra í júlí 2016 voru lög um framhaldsfræðslu til umræðu og þörfin fyrir að breyta

þeim. Var ráðherra hlynntur lagabreytingu og í ágúst sama ár var myndaður verkefnahópur innan

ráðuneytisins sem hafði það hlutverk að fara yfir lög um framhaldsfræðslu, ræða við hagaðila og

koma með tillögur um breytingar á lögunum. Starfaði sá verkefnahópur innan ráðuneytisins veturinn

2016–2017. Vinnan fólst í því að ræða við ýmsa hagaðila, yfirferð á lögum og tiltækum skýrslum um

málaflokkinn. Verkefnahópurinn skilaði stöðumati í lok mars 2017 þar sem lögð var til

heildarendurskoðun laganna. Ráðherra samþykkti tillögu hópsins. Í minnisblaði verkefnahópsins kom

meðal annars fram að tilgangur nýrra laga væri að leysa úr álitamálum og skýra ýmis ákvæði. Þannig

eiga ný lög að einfalda lagarammann og skýra betur verksvið þeirra sem undir lögin heyra.

Framkvæmd Í ágúst 2017 var gerður samningur við utanaðkomandi ráðgjafa um vegna vinnu við undirbúning

frumvarpsins. Um haustið 2017 var gengið frá verkefnisáætlun, eyðublaði um áform við

lagasetningu, mati á áhrifum lagasetningar og jafnréttismati.

Málþing

Ráðgjafi tók þátt í málþingi um áskoranir í framhaldsfræðslu sem haldið var 7. september í samstarfi

við FA og fræðslusjóð. Unnið var úr niðurstöðum úr málstofum og má sjá samantekt umræðna í

fylgiskjali 1. Ráðgjafi tók einnig þátt í málþingi um náms- og starfsráðgjöf í framhaldsfræðslu, GOAL,

sem haldið var í samstarfi við FA og NVL 14. desember. Í fylgiskjali 2 má sjá niðurstöður úr

vinnuhópum málþingsins.

Samráð Samráðshópur

Óskað var eftir tilnefningum frá 17 hagaðilum í samráðshóp um nám fullorðinna. Skipað var í hópinn

til fjögurra ára þar sem samráðið mun halda áfram á næstu árum til að ræða þróun á þessum

vettvangi og einnig til að meta hvernig ný lög reynast. Í fylgiskjali 3 má sjá hverjir eru í

samráðshópnum. Settar voru inn hagnýtar upplýsingar um málið á vinnuvef og þátttakendur í

samráðshópnum hvattir til að kynna sér það efni.

Haldnir voru fundir með aðal- og varafulltrúum í samráðshópnum dagana 26. janúar og 6. febrúar.

Ákveðið var að boða alla fulltrúa á þessa fyrstu tvo fundi til að setja þátttakendur betur inn í

verkefnið og auðvelda þannig varamönnum að taka sæti á fundum í framtíðinni.

Á fyrri fundinum var kynnt forsaga ákvörðunar um lagabreytingu og hvaða vinna hefur þegar farið

fram innan ráðuneytisins. Einnig var kynnt nýtt verklag stjórnarráðsins við gerð frumvarpa. Fulltrúi

Rannís kynnti evrópska verkefnið Landstengiliður í fullorðinsfræðslu, fór yfir markmið þess og helstu

verkþætti. Síðan fór fram hópavinna þar sem sex hópar svöruðu ólíkum spurningum tengdum

málaflokknum. Í seinni umferð hópvinnunnar var hugarflug þar sem þátttakendur voru beðnir um að

sjá fyrir sér mögulega framtíðarsýn í námi fullorðinna. Sjá nánar í fundargerð í fylgiskjali 4.

Jón Torfi Jónasson, Prófessor emeritus, kom á seinni fundinn og fræddi fólk um sína sýn á

framhaldsfræðslu. Á þeim fundi var síðan unnið nánar í fimm hópum úr niðurstöðum fyrri fundarins

Page 3: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

2

með því að skoða betur þau markmið sem sett höfðu verið fram í hópavinnu á þeim fundi.

Sjá nánar í fundargerð í fylgiskjali 5.

Vinnuhópar Þar sem um mjög fjölmennan samráðshóp er að ræða var ákveðið að hafa þrjá undirhópa til að vinna

nánar úr niðurstöðum fundanna tveggja sem og annarra gagna sem aflað hefur verið. Hóparnir hafa

hver sitt hlutverk þar sem einn fjallar um málefni fatlaðra, annar um íslenskukennslu fyrir

innflytjendur og sá þriðji um framhaldsfræðslu. Í fylgiskjali 6 má sjá hverjir eru í vinnuhópunum.

Haldnir verða 3 til 6 fundir með hverjum hópi í febrúar og mars og markmiðið vinnunnar er að fá

fram efni sem nýtist í vinnu við frumvarpsgerð og greinargerð laganna.

Rýnihópur Unnið er að því að mynda rýnihóp með nokkrum nemendum hjá Mími – símenntun. Mikilvægt er að

fá inn sjónarhorn notenda þjónustunnar á það hvernig kerfið virkar fyrir þá. Niðurstöðurnar verða

nýttar inn í áframhaldandi vinnu við frumvarpsgerðina.

Page 4: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

3

Umræða Í þessum hluta skýrslunnar eru helstu atriði sem bent hefur verið á í undirbúningsvinnu við

frumvarpsgerðina stuttlega dregin saman. Einnig er reynt að varpa ljósi á þau atriði sem mikilvægt er

að ræða nánar og atriði sem hagaðilar telja að eigi heima í frumvarpinu. Einnig er sett fram tillaga að

kaflaskiptingu í frumvarpinu byggt á þeirri umræðu sem þegar hefur farið fram.

Skilgreiningar

Þær tvær spurningar sem standa upp úr umræðunni og mikilvægt er byrja að svara:

1. Hver er skilgreindur markhópur laganna?

2. Fyrir hvaða menntastarfsemi á samfélagið að greiða ?

1. Töluverð umræða var um markhóp laganna. Er einungis verið að tryggja fólki grunnmenntun eða

þarf á næstu árum að horfa til þess hóps sem verður með ónothæfa menntun á vinnumarkaði vegna

tækniframfara og örra breytinga á vinnumarkaði?

2. Hver er réttur einstaklinga til grunnnáms? Á fólk að hafa aðgang að grunnnámi sem er að megni til

kostað af ríki eða sveitarfélögum alla ævi?

Grunnmenntun getur leitt til áframhaldandi náms og snýr einkum að þörfum nemandans og hans

þekkingarleit. Að hann öðlist almenna þekkingu og hæfni til að mennta sig frekar eða til að geta

fótað sig betur í atvinnulífinu. Sértækum þörfum atvinnulífs verður ekki sinnt með grunnmenntun.

Á aðgengi að símenntun einnig að vera niðurgreidd af samfélaginu? Erum þá á horfa til hópa fólks

sem hefur menntað sig en stendur uppi með úrelta menntun vegna tækniframfara og breytinga í

atvinnulífinu. Er þetta kannski sameiginlegt hlutverk samfélags og atvinnulífs? Að atvinnulífið horfi

fram á veginn og endurmennti þá starfsmenn sem starfa í störfum sem líklegt er að verði lögð niður

vegna breytinga í fyrirtækinu.

Önnur álitamál: Viðurkenning fræðsluaðila. Skerpa þarf á reglum og eftirliti með fræðsluaðilum. Eiga fræðsluaðilar

að greiða fyrir það á fá þessu viðurkenningu? Þarf að endurskoða hvaða aðili sinnir þessu fyrir hönd

ráðuneytisins og hvaða skilyrðum hann þarf að uppfylla?

Menntun kennara sem annast framhaldsfræðslu. Setja þarf fram skýrar kröfur til kennara í fram-

haldsfræðslu. Því meiri fagmennska í framhaldsfræðslu því auðvelda er að skapa traust og koma á

samstarfi á milli kerfa og einfaldara fyrir nemendur að fá námskeið metin inn í framhaldsskólakerfið.

Samstarf milli framhaldsskóla og framhaldsfræðslu þarf að efla á markvissan máta. Hvernig?

Mikilvægt að samnýta þekkingu og reynslu og koma í veg fyrir tvíverknað í þessum kerfum.

Símenntunarmiðstöðvar. Skilgreina hlutverk þeirra betur. Á að sameina þær undir FA?

Skoða aðkomu sveitarfélaga í rekstri stöðvanna og í því verkefni að efla samstarf við framhaldsskóla.

Þurfa að kynna starfsemi sína betur og ná þannig betur til markhópsins. Eru heiti stöðvanna nægilega

gegnsæ svo almenningur skilji hvaða starfsemi fer þar fram? Hvernig er gæðaeftirliti háttað með

starfseminni og hver á að framkvæma það?

Hæfnirammi. Kallað er eftir hæfniramma og hæfniráði Er það framför eða mun slíkur rammi hafa

hamlandi áhrif og hindra framþróun? Atvinnulífið breytist hratt og sífellt. Getur slíkur hæfnirammi

haldið í við þá þróun?

Fræðslusjóður. Skoða að setja um hann sérlög. Endurskoða undir hvern hann heyrir, skipan í stjórn

og úthlutunarreglur.

Page 5: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

4

Raunfærnimat. Efla þarf þróun þess í átt að raunverulegum störfum. Raunfærnimat þarf einnig að

vera í boði fyrir innflytjendur. Á raunfærnimat að vera alveg ókeypis fyrir ráðþega eða á að láta

greiða lágmarksgjald?

Náms- og starfsráðgjöf er mikilvægur hlekkur í framhaldsfræðslunni og má efla hana enn betur með

markvissri endurmenntun ráðgjafa. Aðgengi að ráðgjöfum þarf að vera auðveld og eins myndi það

styrkja ráðgjöfina að setja á heildstæða áætlun um náms- og starfsfræðslu fyrir allt skólakerfið.

Einingar og mat á námi. Nám þarf að vera einingabært og tryggja þarf samræmi í fullorðins-

fræðslukerfinu þannig að auðveldara verði að flytja einingar yfir í framhaldsskólakerfið. Einingar á að

skrá í miðlægt kerfi og skoða vel í því samhengi hvort hægt er að nýta Innu til þessu. Vel skilgreindar

einingar nýtast líka vel í raunfærnimati. Einingar auðvelda formlegar útskriftir.

Eiga skólameistarar að stýra því hvað er metið og hvað ekki? Nám í framhaldsfræðslu er nú þegar

skilgreint með sambærilegum hætti og nám í framhaldsskólum, sem á að auðvelda mat á námi og

opna námsleiðir milli framhaldsfræðslu og framhaldsskóla.

Nemendur. Skýra þarf réttindi nemenda betur (sbr. umræðu fremst í kaflanum). Skoða þarf hvernig

hægt er að draga úr kerfislægum hindrunum sem standa í vegi fyrir því að markhópurinn sæki sér þá

þjónustu sem er í boði. Kynna þarf nám og aðra þjónustu mun markvissar en nú er gert. Skoða þarf

hvort fullorðnir einstaklingar sem hyggjast nýta sér annað tækifæri til náms eigi að hafa aðgang að

námslánum sér til framfærslu á námstímanum.

Námskrár eru ekki nógu góðar að mati margra. Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær

þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins.

Stafrænar lausnir þarf að nýta mun betur en nú er gert. Bæði hvað varðar fjar- og dreifnám og

aðgengi innflytjenda að íslenskukennslu á tölvutæku formi, (app í símann er líka ein leið).

Leggja þarf meira fé í þróun, viðhald og kynningu á miðlægum upplýsingaveitum líkt og naestaskref.is

og namogstorf.is

Atvinnulífið þarf að greina þarfir sínar fyrir vinnuafl og kynna þær. Er framhaldsfræðslan

sameiginlegt verkefni atvinnulífs og stjórnvalda? Skilgreina þarf hlutverk atvinnulífsins í aðkomu að

fræðslu. Efla þarf fræðslu á vinnutíma og gefa fólki í atvinnulífinu kost á að stunda nám á vinnutíma,

á það líka við um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Skoða þarf hvernig er hægt að hafa hvata fyrir

fyrirtæki til að sinna þessu, t.d. í kjarasamningum, geti sótt í sjóði eða fengið skattaívilnanir vegna

fræðslu á vinnustað. Atvinnulífið beri ábyrgð á að endurmennta sitt starfsfólk vegna breytinga og

tæknilegra þróunar á störfum.

Fatlaðir. Skoða þarf hvernig fjármögnun er háttað og hvort auka megi námsframboð fyrir fatlaða.

Gæðaeftirlit þarf að efla, bæði innra og ytra eftirlit. Setja fram leiðbeiningar um innra eftirlit og

skoða hver getur sinnt ytra eftirliti og hvernig á að fjármagna það. Spurning er hvort skýr

hæfnirammi auðveldi gæðaeftirlit.

Menntakerfið þarf að skoða heildstætt og fara í markvissar aðgerðir til að minnka brotthvarf úr

framhaldsskólum og þar með fækka í þeim hópi sem í framtíðinni hefur ekki lokið námi úr

framhaldsskóla. Efla þarf forvarnir allt frá leikskóla og grípa þannig fyrr þá einstaklinga sem líklegt er

að muni eiga í erfiðleikum í skólakerfinu. Rannsaka þarf hvaða áhrif þriggja ára stúdentspróf hefur á

brotthvarf sem og stöðu starfsnáms og hvort að þessi breyting kalli á enn frekari breytingar á kerfinu.

Starfsnámi þarf að gera hærra undir höfði og auðvelda nemendum sem ekki finna sig í bóknámi að

fara fyrr þá leið án þess að staða þeirra við 18/19 ára aldur verði lakari hvað varðar áframhaldandi

nám en þeirra sem velja bóknámsleiðina.

Page 6: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

5

Tillaga að kaflaskiptingu í frumvarpinu I. kafli Gildissvið, markmið og yfirstjórn

1. gr. Gildissvið

2. gr. Markmið

3. gr. Yfirstjórn

II. kafli Um tilhögun framhaldsfræðslu

1. gr. Tilhögun

2. gr. Viðurkenning fræðsluaðila

3. gr. Samstarf við aðra fræðsluaðila, s.s. framhaldsskóla

4. gr. Starfsfólk framhaldsfræðslu – hvaða kröfur á að gera til kennara

5. gr. Samstarf við atvinnulífið

III. kafli Skipulag náms, námskrár og námslok

1. gr. Aðalnámskrá? Kennslufræði og menntasýn.

2. gr. Vottun námskráa –

3. gr. Námsmat – umræða um einingar, mat á þeim milli kerfa

4. gr. Námslok – hæfniramminn.

Framhaldsfræðslupróf?

IV. kafli Nemendur

1. gr. Réttur til náms

2. gr. Fatlaðir nemendur

3. gr. Erlendir nemendur – íslenskukennsla sem og önnur þjónusta sem þeim stendur til boða,

s.s. raunfærnimat, mat á menntun í heimalandi (stöðupróf gætu komið hér undir líka)

4. gr. Náms- og starfsráðgjöf

5. gr. Stöðupróf

6. gr. Raunfærnimat (- líka fyrir útlendinga)

V. kafli Mat og eftirlit með gæðum

1. gr. Markmið

2. gr. Innra mat

3. gr. Ytra mat

VI. Kafli Rekstrar- og fjárhagsmálefni

1. gr. Fjárveitingar

2. gr. Gjaldtaka í framhaldsfræðslu. Hér gæti verið umræða um þátttökuhluta nemenda í

grunnnámi. Ath. gögn frá Verkefnisstjórn um Símenntun

fræðslusjóður – sér lög??

VII. Ýmis ákvæði

Reglugerðir

Hlutverk Menntamálastofnunar

Page 7: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

6

Lokaorð Hér er um að ræða áfangaskýrslu sem lýsir stuttlega þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin í því

langa ferli að leggja fram drög að frumvarpi um nám fullorðinna.

Þau atriði sem eru dregin fram í umræðukaflanum eru hvorki tæmandi fyrir þá umræðu sem hefur

farið fram undanfarin misseri né endanleg. Umræðu við hagaðila er hvergi nærri lokið og eiga

meginlínur eflaust eftir að skýrast mikið í kjölfar þeirrar vinnu. Eins verður fróðlegt að sjá hvað kemur

út úr umræðu við rýnihóp nemenda.

Vonast er til að vinna í undirhópum samráðshóps munu skila ítarlegri og góðu efni inn í

frumvarpsgerðina og greinargerð með frumvarpinu. Er þeirri vinnu lýkur munu frumvarpsdrög verða

sett inn í samráðsgátt Stjórnarráðsins þar sem fleiri hagaðilar og aðrir áhugasamir geta komið með

ábendingar um frumvarpið.

Page 8: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

7

Viðaukar

Fylgiskjal 1 Málþing um áskoranir í framhaldsfræðslu, haldið 07. September 2017

Samantekt umræðna

Ábending a) Skilgreiningar Huga þarf betur að hugtakanotkun.

b) Viðurkenning fræðsluaðila

Það þarf strangari reglur um umsóknaraðila í þróunarhluta fræðslusjóðs.

c) Námskrár Eru þungar í vöfum og gamlar. Tekur of langan tíma að breyta námskrám Er framkvæmd námskráa rétt? Þróun námskráa er í rétta átt. Þarf að breyta framkvæmd? Það þarf meiri sveigjanleika í námskrár Hver á að kenna eftir námskrám? Aukið samstarf milli símenntunarmiðstöðva og framhaldskóla

d) Gjaldtaka Hver á að fjármagna raunfærnimat? Á að nota almannafé til að greiða fyrir nám fullorðinna?

e) Atvinnulífið Efla þarf fræðslu á vinnutíma. Nýta kjarasamninga til að stýra eftirspurn og efla nám á vinnutíma. Kjarasamningar lykill að samstarfi við fyrirtæki og geta auðveldað mat á námi. Þjónar kerfið atvinnulífinu? Hæfnigreining starfa nýtist atvinnulífi og starfsfólki. Hvaða þjónustu eiga símenntunarmiðstöðvar að veita atvinnulífinu? Fræðslustjóri að láni, örnámskeið, raunfærnimat? Ábyrgð/hlutverk stéttarfélaga. Er hvati í kjarasamningum?

f) Innflytjendur/ hælisleitendur

Námskrá ekki að virka vel f þennan hóp – námsleiðir mæta ekki þörfum þeirra. Erfið staða á landsbyggð.

g) Gæðaeftirlit Vantar gæðakröfur varðandi hver má sækja um í þróunarhluta Fræ.sjóðs. INNA – tæki til gæðaeftirlits? Hæfnirammi þarf að vera gegnsær og skýr.

h) Ýmislegt Fræðslusjóður – múra milli 3 flokka þarf að taka burt. Þarf að endurhugsa skipulag iðn- og verknáms? Reglur starfsmenntasjóða mismunandi Líka of margir sjóðir, eykur flækjustig Hlutverk símenntunarmiðstöðva – þarf að endurhugsa það? Á að sameina símenntunarmiðstöðvar undir FA? Efla þarf samstarf ríkis og sveitarfélaga.

Page 9: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

8

Fylgiskjal 2 GOAL lokaráðstefna 14. des. 2017

Niðurstöður hópvinnu. Samantekt: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Spurningar A – fyrri lota umræðna

Hvernig má efla samráð og samstarf í þágu markhópsins? Nefnið tillögur að breyttu verklagi.

Skilgreina hvar ábyrgð liggur í verkefninu, og sameiginlegur ávinningur/hagsmunir. Setja niður/ endurskoða verkferla og framkvæmd. Setja skýr markmið.

Skilgreina hlutverk símenntunarmiðstöðva í samstarfinu

Markmið: fjarlægja þá þröskulda sem hindra markhópinn í að ná virknimarkmiðum sínum

Tryggja þarf fjármagn til verkefnisins þegar ábyrgð og verkefni hafa verið skilgreind og þeim forgangsraðað.

Atkv: 3 Atkv: 7

Hvernig má efla samstarf við fyrirtækin um námsráðgjöf við markhópinn?

Með fræðslu og upplýsingum til fyrirtækja um hvað náms- og starfsráðgjöf er og áskoranir framtíðarinnar fyrir fyrirtækin (4. Iðnbyltingin, gervigreind o.fl.).

Með því að kynna árangur, rannsóknir á árangri og breiða út hverju náms- og starfsráðgjöf hefur skilað. T.d. má fá yfirlýsingu frá stjórnanda í fyrirtæki þar sem það hefur gengið vel.

Atkv: 10 Atkv: 9

Hvernig má formgera samstarf á milli þjónustuaðila og koma í veg fyrir sundurleita þjónustu?

Þjónustuþeginn: Þjónustuþeginn er hafður með í ráðum um hvað gæti hentað honum.

Veiti upplýst samþykki

Einstaklingsáætlun fyrir öll kerfin

Velji sér málastjóra

Leiðarljós: Valdefling – þverfaglegt – einstaklingsþarfir. Formlegir samningar milli þjónustuaðila séu ákveðnir:

Þarfagreining á markmiðum – bottom up

Lagabreytingar ef þarf

Brjóta upp hefðirnar

Sameiginleg fræðsla

Reglulegt samráð

Konkret afurðir, breytingar á stefnu skv. þörfum

Þjónustuaðilar (úrræði) t.d.: VMST, VIRK, starfsendurhæfing), símenntun/ framhaldsfræðslan, sveitarfélög/félagsþjónustan, heilbrigðiskerfið, framhaldsskólar, menntakerfið. (ath. lögbundna þjónustu vs. félagasamtök)

Atkv: 4 Atkv: 3

Hvernig geta stjórnvöld skapað hvata til að fyrirtækin styðji við að starfsfólk fái ráðgjöf og hvatningu til að efla sig í starfi?

1. Þarf að þróa skýra langtíma stefnu stjórnvalda – þvert á ráðuneyti í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins (SA, stéttarfélög, SI o.fl).

2. Allir þurfa að koma að þessari vinnu og allir

1. Hvatning í formi skattaívilnunar eða hvatningar sbr. stofnun ársins. Möguleikar á að sækja um styrki til að standa straum af kostnaði.

2. Að hluti af tryggingargjaldi fari í

Page 10: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

9

gerðir ábyrgir. 3. Öll fyrirtæki ættu að vera með

endurmenntunaráætlun.

námsstyrkjasjóð og annar hluti í atvinnuleysistryggingasjóð. Þessu þyrfti að fylgja vel eftir með eftirlits- og stuðningskerfi.

Atkv: 13 Atkv: 1

Spurningar B – seinni hluti umræðna

Hvernig getum við náð betur til markhópsins?

Könnun: Nota reynsluna úr GOAL, tala við þá einstaklinga sem þátt tóku og spyrja: (95)

Hvað varð til þess að þú tókst þátt í GOAL?

Hverju skilaði þetta þér? + fleiri spurningar sem gætu dýpkað

þekkingu á verkefninu

KYNNINGAREFNI:

Áhersla á að valdefla foreldra/ fjölskyldur

Hvaða úrræði/stuðning/ráðgjöf fá foreldra til að koma „óvirku fullorðnu“ barni/ungmenni í úrræði?

Skoða hvort „kerfið“ hvetji frekar til óvirkni heldur en virkni

Mikilvægt að eftirfylgni m/úrræðum sé markviss

Atkv: 7 Atkv: 8

Lítið nokkur ár fram í tímann, hver væri óskastaðan í þessum málflokki?

Samhæfing allra aðila, skólakerfis o.fl. til að finna markhópinn og koma með árangursríkar lausnir og úrræði. Að fyrirtæki væru meðvitaðri um sinn mannauð og bjóði upp á símenntun við hæfi. Stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins og einstök fyrirtæki hafa hlutverk hér.

Atkv: x Atkv: x

Hver eru rökin fyrir því að vinna sameiginlega að heildstæðri stefnumótun um ráðgjöf fyrir markhópinn?

Skilvirkari vinna fyrir skjólstæðing

Þjóðfélagslega hagkvæmt

Sameiginlegur skilningur og sýn allra kerfa

Áhugaverðari nálgun fyrir fagmenn

Mælanlegri árangur - gagnast notanda - og þróun/betrumbætur á kerfum

Stefnumótun er lifandi plagg sem verður endurmetið í takt við breyttar þjóðfélagsaðstæður. / Mat – skilgreint hlutverk hvers og eins – samráð í síma eða á fundum.

Atkv: 9

Hvernig má koma í veg fyrir kerfislægar hindranir varðandi námsmöguleika markhópsins.

4. Framfærsla - Námsstyrkjasjóður fyrir hóp sem er í

erfiðri, viðkvæmri stöðu - Tryggingagjald verði skipti í

námsstyrkjasjóð og atvinnuleysistryggingar. Einstaklingur sem uppfyllir tiltekin skilyrði getur sótt í

- Þarf að efla félagsþjónustu fyrir markhópinn

7. Vinnustaðir fái aukið hlutverk varðandi fræðslu og þjálfun

- Einföld störf að hverfa - Flóknari störf sem krefjast þjálfunar 8. Innflytjendur - Boðið upp á raunfærnimat - Mat á menntun - Ráðgjöf – túlkaþjónusta – námstilboð

við hæfi

Page 11: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

10

5. Inngrip fyrr / grunnskóli þar sem lögð er áhersla á heilsueflandi námsumhverfi og stuðning á fyrstu stigum.

- Námsörðugleikar – snemmbær inngrip með raunhæfu tilboði.

6. Öflugri kynning til markhópsins – hlusta á hann og þarfir hans, á grundvelli þess verði þjónustan sniðin.

Atkv: 27 Atkv: 1

Page 12: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

11

Fylgiskjal 3 Samráðshópur um nám fullorðinna

Stofnun Tilnefning

Mennta- og menningarmálaráðuneyti Svanhildur Kr. Sverrisdóttir

Mennta- og menningarmálaráðuneyti Sonja D. Pálsdóttir

Mennta- og menningarmálaráðuneyti Ólafur Grétar Kristjánsson

Mennta- og menningarmálaráðuneyti Sigríður Lára Ásbergsdóttir

Mennta- og menningarmálaráðuneyti Gísli Rúnar Baldursson

Mennta- og menningarmálaráðuneyti Stefán Stefánsson

ASÍ Eyrún Valsdóttir

ASÍ Halldór Grönvold

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Kjartan Hreinsson

BSRB Dalla Ólafsdóttir

BSRB Karl Rúnar Þórsson

Félag framhaldsskólakennara Guðríður Arnardóttir

Félag framhaldsskólakennara Anna María Gunnarsdóttir

Fjölmennt Helga Gísladóttir

Fjölmennt Ólafur Páll Jónsson

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Sveinn Aðalsteinsson

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Fjóla María Lárusdóttir

Innflytjendaráð Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir

Innflytjendaráð Luciano Domingues Dutra

Kvasir Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams

Kvasir Valgeir Blöndal Magnússon

Menntamálastofnun Steingrímur A. Jónsson

Menntamálastofnun Kolfinna Jóhannesdóttir

Menntavísindasvið Háskóla Íslands Guðrún V. Stefánsdóttir

Menntavísindasvið Háskóla Íslands Jón Ingvar Kjaran

Rannís Margrét K. Sverrisdóttir

Rannís Dóra Stefánsdóttir

Samband íslenskra sveitarfélaga Inga Rún Ólafsdóttir

Samband íslenskra sveitarfélaga Bjarni Ómar Haraldsson

Samtök atvinnulífsins Bergþóra Halldórsdóttir

Samtök atvinnulífsins Áslaug Hulda Jónsdóttir

Skólameistarafélag Íslands Margrét Friðriksdóttir

Skólameistarafélag Íslands Þór Pálsson

Velferðarráðuneytið Klara Baldursdóttir Briem

Velferðarráðuneytið Gunnar Þorbergur Gylfason

Vinnumálastofnun Hrafnhildur Tómasdóttir

Vinnumálastofnun Guðrún Stella Gissurardóttir

Öryrkjabandalag Íslands Guðrún Sæmundsdóttir

Öryrkjabandalag Íslands Halldór Sævar Guðbergsson

Page 13: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

12

Fylgiskjal 4

Fundargerð

Efni: fyrsti fundur samráðshóps um menntun fullorðinna, 26.1.2018.

Mætt voru:

Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, Sonja Dögg Pálsdóttir, Ólafur Grétar Kristjánsson, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Gísli Rúnar Pálmason og Steinunn Halldórsdóttir, mennta-og menningarmálaráðuneyti; Eyrún Valsdóttir og Halldór Grönvold, ASÍ; Guðjónína Sæmundsdóttir, Valgeir Blöndal Magnússon, Kvasir; Steingrímur A. Jónsson og Kolfinna Jóhannesdóttir, Menntamálastofnun; Jón Ingvar Kjaran, Menntavísindasviði Háskóla Íslands; Margrét K. Sverrisdóttir og Dóra Stefánsdóttir, Rannís; Margrét Sigurðardóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Bergþóra Halldórsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir, Samtökum atvinnulífsins; Margrét Friðriksdóttir og Þór Pálsson, Skólameistarafélagi Íslands; Klara Baldursdóttir Briem og Gunnar Þorbergur Gylfason, velferðarráðuneyti; Hrafnhildur Tómasdóttir og Guðrún Stella Gissurardóttir, Vinnumálastofnun; Guðrún Sæmundsdóttir og Halldór Sævar Guðbergsson, Öryrkjabandalagi Íslands; Kjartan Hreinsson, atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti; Dalla Ólafsdóttir og Karl Rúnar Þórsson, BSRB; Guðríður Arnardóttir, Félagi framhaldsskólakennara; Helga Gísladóttir og Ólafur Páll Jónsson, Fjölmennt; Sveinn Aðalsteinsson og Fjóla María Lárusdóttir, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, Innflytjendaráði.

Svanhildur Kr. Sverrisdóttir sérfræðingur hjá MRN kynnti þá vinnu sem fram undan er við

endurskoðum laga um menntun fullorðinna. Samráðshópnum er ætlað að taka fyrir einstök mál,

skiptast á skoðunum og veita upplýsingar, skýra mismunandi sjónarmið, vekja athygli á málum og

finna ýmsum úrlausnarefnum réttan farveg. Hvatti Svanhildur alla til að láta í ljós skoðanir sínar og

minnti á að enn væri löng leið að settu marki, jafnvel þótt hún vonaðist til að unnt yrði að leggja fram

nýtt frumvarp á Alþingi í haust.

Steinunn Halldórsdóttir verkefnisstjóri hjá MRN fór yfir þá verkferla sem nauðsynlegir eru til þess að

setja ný lög eða breyta eldri lögum. Lögð er aukin áhersla á aðkomu allra hagsmunaaðila að ferlinu

og reynt er að samræma sjónarmið sem flestra.

Margrét K. Sverrisdóttir sérfræðingur hjá Rannís kynnti evrópska verkefnið Landstengilið í

fullorðinsfræðslu, fór yfir markmið þess og helstu verkþætti.

Fundarstjóri var Elín Thorarensen, sérfræðingur og stýrði hún hópavinnu sem fór fram í tveimur

hlutum að loknum erindum

Niðurstöður úr fyrri vinnustofum: Spurning 1.

Hver ætti markhópur framhaldsfræðslu að þínu mati að vera og hvers vegna? Hafðu meðal

annars í hug stöðu menntunar og aldur.

Niðurstaða:

Markhópur framhaldsfræðslu: Þeir sem hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi og vilja bæta

við sig menntun

Ýmsir punktar: Aldur - Mismunandi skoðanir í hópnum á aldursviðmiðum, eftirfarandi kom fram:

• 18 ára og eldri.

• 26-64 ára. Spurning hvort eigi líka að setja efri mörk? Allir sem eru á vinnumarkaði, óháð

aldri.

Markhópur - Ýmsar ábendingar komu fram um markhópinn:

Page 14: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

13

• Opna á aðgengi allra að framhaldsfræðslu, einstaklingur með gamalt próf getur verið jafn

ógjaldgengur á vinnumarkaði og sá sem er með enga formlega menntun.

• Fólk í störfum þar sem þörf er á nýrri hæfni/færni/þekkingu

• Minnt á réttindi fatlaðs fólks á fullorðinsfræðslu

• Bent á að geti þurfi að stækka markhópinn

Raunfærnimat – Bent á möguleika í þróun raunfærnimats:

• Þróa þarf raunfærnimat meira í átt að raunverulegum störfum og miða við þarfir fyrirtækja

• Raunfærnimat inn í háskólana

• Raunfærnimat fyrir innflytjendur sem geta ekki nýtt sér menntun sína

Menntakerfið – Þörf á að þróa úrræði sem henta markhópnum betur:

• Námið þarf að vera einstaklingsmiðað og mæta hverjum þar sem hann er staddur. Þarf að

skoða heildstætt allt menntakerfið?

• Nálgast fólk með fræðslu á vinnutíma.

• Bjóða upp á fjarnám

Atvinnulífið – Mikilvægur samstarfsaðili:

• Framhaldsfræðsla sameiginlegt verkefni stjórnvalda og atvinnulífsins

• Fólki þarf að bjóðast að mennta sig á vinnutíma

• Atvinnulífið á að vita hver þörfin er

• Horfa þarf til þarfa atvinnulífsins en líka einstaklinganna

Spurning 2.

Ellefu fræðslu- og símenntunarstöðvar eru með samning við mennta- og

menningarmálaráðuneyti um ráðstöfun rekstrarframlags af fjárlögum. Hvaða kosti og galla

sérð þú við slíkt fyrirkomulag? Mætti að þínu mati skoða annars konar fyrirkomulag?

Niðurstaða:

Kostir og gallar

+ Þekking og reynsla safnast saman á einum

stað. Tryggjum gæði, fagmennsku og náum fram

ákveðinni skilvirkni

- Einsleitt og lokað kerfi.

Vantar upp á nýtingu á stafrænum lausnum.

Steinsteypa er ekki grundvöllur til náms.

+ Tækifæri til gagnaöflunar og tölfræði um

þarfir atvinnulífsins hverju sinni. Samtal

Opnum á kerfið

Skoða hverjir geta fengið vottun og

viðurkenningu sem fræðsluaðilar.

Meiri samræming og samráð milli fræðslu- og

símenntunarmiðstöðva svo t.d. sé ekki verið að

vinna að sömu hlutum á fleiri en einum stað.

Samtal milli skólastiga

Stafrænar lausnir

Ýmsir punktar:

Fjármagn – Ábendingar um að nýta þarf fjármagn betur:

• Hafa fjármagn í sjóði sem ýmsir geta sótt um, þurfa þó að uppfylla gæðaviðmið

• Fjármagn nýtist ekki nægilega vel þar sem margir aðilar eru að gera það sama

• Endurskoða heildarfjármögnun til að nýta fjárframlög betur

• Of dreift fjármagn, frekar á að efla möguleika á fjarnámi og námsmati

Page 15: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

14

Atvinnulífið – Þarfagreiningar og kynna betur hvað er í boði:

• Fá betri tölfræði um þarfir atvinnulífsins þannig að námsframboð og atvinnutækifæri séu í

takt.

• Ná betur til atvinnulífsins t.d. með að skilgreina betur verkfæri s.s. fræðslustjóri að láni,

fyrirtækjaskólar og hæfnimat: gera starfsþróun/hæfni sýnilegri

Landsbyggð – Nám í heimabyggð vs. stafrænar lausnir:

• Tryggir að landsbyggðin komi með nám fyrir fólk í sínu héraði og það þurfi því ekki að flytja

búferlum til að eiga kost á námi

• Við þurfum að nýta stafrænar lausnir betur. Í dag þarf ekki að flytja fólk á milli landshluta,

heldur setjast við tölvu.

Spurning 3.

Er ákjósanlegt að þínu mati að nám í framhaldsfræðslu sé einingabært, nemendur geti flutt

einingar með sér, byggt smám saman upp námsferil og fengið formlega útskrift?

Af hverju/af hverju ekki?

Niðurstaða:

Já það er ákjósanlegt að vera með einhvers

konar útskrift til að hafa takmark fyrir

nemendur og þeir fái formlega

viðurkenningu á námi sínu. Einingar gefa

vísbendingu um hvar þeir eru staddir á þeirri

vegferð.

Lykilatriði er samþætting og samvinna fræðsluaðila innan fullorðinsfræðslukerfisins:

• Þannig tryggja samræmi í einingargjöf

• Þannig tryggja að einstaklingur sé ekki að fá einingar fyrir sömu námskeið í fleiri kerfum

• Þannig einnig tryggt að einstaklingur geti flutt

sig á milli kerfa án þess að missa einingar

Ýmsir punktar: Nemendur – Huga þarf að þörfum nemenda:

• Mikilvægt fyrir áhugahvöt nemenda og möguleika til frekara náms að fá einingar og

útskriftarvottorð.

• Nemendur þurfa að geta stundað nám með ýmsum hætti.

• Gæta þarf að jafnræði gagnvart þeim sem fara í formlegt framhaldsnám

Námið – Námsmat og samræming:

• Einingar tryggja gæði náms þar sem formleg vottun á innihaldi liggur til grundvallar.

• Mikilvægt a hugsa „námið“ út frá hugmyndafræði raunfærni

• Draga þarf e-a línu, s.s. minni námskeið

• Formgera þarf slíkt einingarkerfi og samræma þannig að nám sé jafn mikils virði

• Einingar þurfa að flytjast á milli fræðsluaðila þannig að einstaklingar standi eins óháð því hvar

þeir stunda framhaldsfræðslu

• Námsmat þarf að byggja á hæfnigreiningu og aðferðum sem eru „jákvæðar“ gagnvart

nemandanum

• Tengja útskrift framhaldsskólakerfinu svo ekki sé verið að útbúa nýtt skólastig

• Einingar geta heft námið að því leyti að magn náms á bak við hverja einingu yrði fasti.

Page 16: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

15

Raunfærnimat

• Einingakerfi getur komið að notum við raunfærnimat

Atvinnulífið

• Atvinnulífið getur tekið þátt með því að hvetja starfsfólk til náms og auka laun þeirra sem eru

með slíkar útskriftir

• Tengja þarf saman nám og vinnu

Spurning 4

Hvaða hlutverki gegna aðilar vinnumarkaðarins við þróun framhaldsfræðslu að þínu mati?

Niðurstaða:

Aðilar vinnumarkaðarins eru lykilaðilar til að greina og koma á framfæri þörfum markhóps framhaldsfræðslu í takt við þarfir atvinnulífsins

Aðilar vinnumarkaðarins eru lykilaðilar í

samstarfi um uppbyggingu og þróun til að efla

hæfni sem felur í sér einstaklings- og

samfélagslegan ávinning

Ýmsir punktar: Greiningar – Greina þarfir atvinnulífsins:

• Greina þarfir á hverjum tíma út frá sjónarhorni atvinnulífsins

• Taka þátt í endurmati og uppfærslu á þarfagreiningu í takt við breytingar á vinnumarkaði

• Nýta hæfnigreiningar, hæfniramma og móta hæfnisstefnu sem allir hagsmunaaðilar koma að

• Vinna með skólasamfélaginu að úttektum og framkvæmd

Stuðningur – Styrkja þróun námsframboðs og kennara

• Koma að þróun námsframboðs í samstarfi við skólasamfélagið til að tryggja tengingu og flæði

milli kerfa

• Atvinnulífið á að styðja við og efla kennara sem sinna framhaldsfræðslu

Upplýsingaflæði – Miðlæg upplýsingaveita:

• Styðja við þróun miðlægrar upplýsingaveitu

• Nýta og þróa áfram vefinn: www.naestaskref.is Er sameiginleg ábyrgð atvinnulífs, velferðar- og menntamála.

Page 17: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

16

Spurning 5

Hvernig má að þínu mati best þjóna þörfum innflytjenda fyrir íslenskukennslu?

Niðurstaða:

1. Móta þarf kennslu um íslenskukennslu og

byggja upp umgjörð um kennslu fyrir ólíka

hópa í samræmi við þörf þeirra sem hópinn

mynda. Hæfniuppbyggingin getur verið ólík

eftir hópum og þrepaskipt

2. Horfa á markmið sem byggja á félagslegri þátttöku, mynda tengsl inn í samfélagið

3. Virkja innflytjendur til sjálfsnáms, samhliða

námskeiðum

4. Styrkja vinnuveitendur til að kenna/bjóða

nýbúum upp á atvinnutengda íslenskukennslu

með ólíkum leiðum á vinnustað. Byggja upp

hvatakerfi, fjárhagslega hvata og hvata til

sjálfsnáms

Ýmsir punktar: Nemendur – Taka þarf tillit til þess að hafa ólíkar þarfir:

• Tryggja leik-, grunn- og framhaldsskólanemendum íslenskukennslu innan skólanna

• Setja á laggirnar leik- og samtalshópa fyrir leik- og grunnskólanema (blanda saman íslenskum

börnum og innflytjendum)

• Tengja saman síbúa og nýbúa til að æfa talþjálfun t.d með sjálfboðaliðum. Hafa netnámskeið

fyrir sjálfboðaliða í talþjálfun

• Skilgreina hvaða áherslur eiga að vera á hverju stigi fyrir sig eftir því hvort nemendur koma

frá málsvæði sem hefur latneskt letur eða /ekki /ólæsir o.s.frv

• Skoða sérstaklega íslenskukennslu fyrir innflytjendur sem eru fatlaðir -> einstaklingskennsla

• Áhersla verði á að styrkja einstaklinga til sjálfsnáms, gott aðgengi að fjarnámskeiðum

• Sérhæfð námskeið fyrir þá sem vilja vinna í ákveðnum atvinnugreinum sem tekur mið af

orðaforða þar

• Aðgangur að gjaldfrjálsu fjarkennsluefni. Námskeið sem fólk getur tekið á þeim hraða sem

hentar, með gagnvirkum könnunum á færni

Námskrá – útbúa námskrá

• Hafa námskrá fyrir íslenskukennslu fyrir innflytjendur

• Móta skýra, afmarkaða og stigskipta kennsluáætlun um íslensku sem annað mál

• Sérhæfð námskeið fyrir þá sem vilja vinna í ákveðnum atvinnugreinum sem tekur mið af orðanotkun þar

Fjármögnun – Nýbúar beri ekki allan kostnaðinn sjálfir

• Tryggja ákveðinn fjölda gjaldfrjálsra námskeiða

• Setja skýrar reglur um fjármögnun og skoða styrki stéttarfélaga

• Koma á umbunarkerfi fyrir vinnuveitendur sem bjóða upp á íslenskukennslu á vinnustað, t.d.

í formi skattaafsláttar

• Gjaldfrjáls námskeið með áherslu á talmál í boði sem víðast

Atvinnulífið – nám á vinnustað

• Möguleiki á sérsniðnum námskeiðum í fyrirtækjum sem fer fram á vinnutíma.

Vinnuveitendur leggja til húsnæði en fá styrki til að mæta launakostnaði

• Leiðbeiningar til vinnuveitanda, t.d. vefnámskeið um hvernig þeir geta stutt við íslenskunám

starfsmanna og má gera kröfu um ákveðna færni eftir ákveðinn tíma í starfi

Kennsla – menntun kennara

Page 18: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

17

• Mennta/þjálfa kennara til að kenna íslensku sem annað mál

Samfélagið – virkja nærsamfélagið

• Koma á vefgátt þar sem sjálfboðaliðar geta skráð sig inn sem og þeir sem vilja talþjálfun eftir

svæðum. Á vefnum verði leiðbeiningar og verkefni sem hægt er að prenta út. Hafa til staðar

ákveðna aðstöðu þar sem fólk getur hist á hverjum stað/hverfum eða tillögur um slíkt.

Spurning 6. Hvað felst í fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks? Hvernig má að þínu mati best tryggja aðgengi fólks

með sérþarfir að fullorðinsfræðslu og fjármagni?

Niðurstaða:

Ekki skilgreina fullorðinsfræðslu sérstaklega fyrir fatlað fólk -> Jöfn tækifæri allra

-> Mæta öllum einstaklingum út frá hverjum og einum og þar sem hann er staddur -> Vinna með styrkleika hvers og eins

Stjórnvöld eiga að tryggja öllum aðgengi að fjármagni. Fræðslan þarf að vera fyrir alla óháð efnahag

og sérþarfa/fötlunar

Ýmsir puntar:

Námið:

Stuttar námsleiðir

Þrepaskipt nám sem hægt er að bæta við, byggt á einingum

Nýta tæknina betur

Hafa sérhæfða leiðbeinendur/kennara

Annað:

Námsstaðir þurfa að henta, aðgengi fyrir alla

Tryggja þarf nægt fé inn í kerfið þannig að það geti komið sem best móts við þarfir allra

Niðurstöður úr seinni vinnustofum:

Framtíðarsýn 1

Árið 2030:

• Hafi MRN, VEL, FORS, AVR, aðilar atvinnulífsins og aðrir hagsmunaaðilar mótað hæfnistefnu sem

innleidd hefur verið í víðtæku og vel fjármögnuðu samstarfi sem sátt er um

• Hafi verið mótuð sveigjanleg námskrá í framhaldsfræðslu

• Hafi þrepaskipt nám verið mótað þvert á greinar á grunni hæfnirammans

• Þá hafi verið mótaður virkur upplýsinga- og ráðgjafavefur

• Verður aðgengi að ráðgjöf opin öllum

• Þá verður hæfni úr framhaldsfræðslukerfinu metin til fulls innan hinna skólastiganna Verða

fjárhagslegir og samfélagslegir hvatar fyrir alla aðila

Tímalína:

2019 – Ný lög um hæfnisstefnu

Page 19: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

18

2022 – Samtal og samráð

2023 – Þrepaskipting náms

2024 – Fjárhagslegir hvatar til staðar

2025 – Virkt mat á hæfni milli kerfa/skólastiga

Framtíðarsýn 2

Árið 2030:

• Verður kerfið vottað og viðurkennt

• Verður aðgangur að námsstyrkjum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

• Verða þarfir atvinnulífsins kortlagðar

• Mun framhaldsfræðslan taka mið af þörfum atvinnulífsins

• Munu allir hafa aðgang að náms- og starfsfræðslu/einstaklingsmiðaðri ráðgjöf

• Verður tenging á milli framhaldsfræðslu og annarrar þjónustu sem einstaklingur sækir, s.s.

VMST, Virk

• Verða viðurkenndar ólíkar leiðir til að afla sér þekkingar og hæfni

• Verður nútímatækni og möguleikar vel nýttir

• Verður framhaldsfræðslukerfið rekið samhliða framhaldsskólakerfinu og í samvinnu við það.

Flæði er á milli kerfa, byggt á einingum og útskriftum

Tímalína

2020 – Mannaflaspá sem er bæði skammtíma- og langtímaspá um þarfir atvinnulífsins fyrir

hæfni

2022 - Tryggðar verða styttri námsleiðir til prófs í ákveðinni færni

2025 – Komið verði á námsstyrkjakerfi

2026 - Einstaklingsmiðuð ráðgjöf og stuðningur við að móta námsferil til samræmis við þarfir

atvinnulífsins

2030 – Heildstætt kerfi sem er fullnægjandi í breyttu vinnuumhverfi. Nám og námsleiðir í beinni

tengingu við þarfir atvinnumarkaðarins þannig að allir geti sótt sér færni sem mun gagnast á

vinnumarkaði.

Framtíðarsýn 3

Árið 2030:

• Verður sveigjanleiki á milli kerfa

• Hæfnistefna fyrir Ísland

• Viðurkennd vottunarstöð

• Samræmt skráningarkerfi yfir alla framhaldsfræðslu, allra fræðsluaðila

• Framhaldsfræðslukerfið verður fullfjármagnað

Page 20: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

19

• Námsframboð og bjargir framhaldsfræðslunnar kallast á við 4. iðnbyltinguna

Tímalína:

2019 - Fjármögnun aukin og tryggð

2022 – Hæfnisstefna

2023 – Raunfærnimat almennt viðurkennt og útbreitt

2024 – Vinnustaðanám viðurkennt samkvæmt ákveðnum ferlum. Viðurkennd vottunarstöð

2025 – Framhaldsfræðsla samkvæmt hæfnistefnu

2027 – Öll hæfni viðurkennd óháð hvar og hvernig hennar er aflað

2030 – Skil/veggir milli formlega og óformlega kerfisins horfnir

Framtíðarsýn 4

Árið 2030:

• Aukning á fjármagni til framhaldsskóla til að sinna ÖLLUM nemendum út frá þörfum hvers og

eins. Þá væri hægt að draga úr/útrýma stærstum hluta þeirra sem þurfa framhaldsfræðslu í dag

• Viðbótarnám fari fram innan fyrirtækja eftir þörfum þeirra

• Tækni væri notið til kennslu í sem flestum þáttum

Tímalína:

2019 – Opnun á fullorðinsfræðslukerfinu, meiri fræðsla fari fram á vinnustöðum

2020 – Veruleg aukning á stafrænu námsefni

2024 – Opnun á framhaldsskólakerfinu, þjónusti fleiri nemendur á þeirra forsendum til að minnka

brotthvarf

2028 – Hver einstaklingur fær einstaklingsnámskrá og unnið sé eftir henni, bæði kennarar og

sérfæðingar

Framtíðarsýn 5

Árið 2030:

• Eiga allir rétt á afla sér menntunar

• Verður kerfið fullfjármagnað

• Verður nám viðurkennt og gilt milli kerfa og greið leið til prófloka

• Sí- og endurmenntun/framhaldsfræðsla, réttur starfsmanna metinn til launa

• Styttri námskeið

• Styttri starfsbrautir

Tímalína ekki sett fram

Framtíðarsýn 6

Page 21: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

20

Árið 2030:

• Verður tækni nýtt til að tryggja aðgengi að námi

• Verður gjaldfrjáls aðgangur að námi

• Verður aðgengi að stöðumati auðvelt

• Verður aðgengi að raunfærnimati auðvelt

• Verður miðlæg fræðslumiðstöð þar sem fólk fær þjónustu s.s. - kortlagning á færni

- upplýsingar um námsframboð og á hvaða þrepi námið er

• Verður mikið framboð af gjaldfrjálsum netnámskeiðum á mismunandi hæfniþrepum

Tímalína:

2019 – Ný lög um framhaldsfræðslu

2022 – Miðlæg fræðslumiðstöð

2023 – Tækni nýtt til að tryggja aðgengi að námi

2028 – Mikið framboð af gjaldfrjálsum netnámskeiðum

Framtíðarsýn fyrir 2030 – Heild

• Mun minna brotthvarf úr framhaldsskólum og því minni þörf fyrir framhaldsfræðslu

• Hæfnistefna sem almennt sátt ríkir um meðal allra hagsmunaaðila

• Sveigjanleg námskrá

• Þrepaskipt nám

• Virkur upplýsinga- og ráðgjafavefur

• Gott aðgengi að markvissri og faglegri náms- og starfsráðgjöf

• Miðlæg fræðslumiðstöð

• Kerfið verður fullfjármagnað

• Kerfið verður vottað og viðurkennt

• Þarfir atvinnulífsins markvisst kortlagðar og fræðsla tekur mið af þeim þörfum

• Nútímatækni nýtt í kennslu og ráðgjöf

• Framhaldsfræðsla og framhaldsskólakerfið rekið samhliða, samvinna og flæði á milli kerfanna

• Námskeið einingarbær og nemendur útskrifast formlega.

• Námsstyrkjakerfi

• Viðurkennd vottunarstöð/gæðakerfi

• Samræmt skráningarkerfi

• Raunfærnimat viðurkennt og útbreitt

• Meiri fræðsla á vinnustöðum

Næsti vinnufundur verður haldinn miðvikudaginn 6. febrúar í mennta- og

menningarmálaráðuneytinu. Þá mun Jón Torfi Jónasson, fyrrverandi prófessor á

Menntavísindasviði Háskóla Íslands kynna sýn sína á menntun fullorðinna og síðan verður farið í

nánari umræðu á niðurstöðum fyrsta fundar.

Page 22: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

21

Fylgiskjal 5 Fundargerð 2. fundar samráðshóps um menntun fullorðinna, 2. febrúar 2018

Mætt voru:

Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, Gísli Rúnar Pálmason, Sonja Dögg Pálsdóttir, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, mennta-

og menningarmálaráðuneyti; Eyrún Valsdóttir, ASÍ; Valgeir Blöndal Magnússon og Bryndís Þráinsdóttir, Kvasir;

Guðrún Sæmundardóttir og Halldór Sævar Guðbergsson, Öryrkjabandalagi íslands; Kjartan Hreinsson atvinnu-

og nýsköpunarráðuneyti; Aðalheiður Steingrímsdóttir, Félagi framhaldsskólakennara; Halla Valgeirsdóttir og

Haukur Harðarson, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins; Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, Innflytjendaráði; Helga

Gísladóttir, Fjölmennt; Dalla Ólafsdóttir og Karl Rúnar Þórsson, BSRB: Steingrímur A. Jónsson og Kolfinna

Jóhannesdóttir. Menntamálastofnun; Margrét K. Sverrisdóttir og Dóra Stefánsdóttir, Rannís; Inga Rún

Ólafsdóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Klara Baldursdóttir Briem, velferðarráðuneyti; Hrafnhildur

Tómasdóttir og Guðrún Stella Gissurardóttir, Vinnumálastofnun.

Fundarstjóri var Elín Thorarensen sérfræðingur sem einnig stjórnaði hópavinnunni.

Fundurinn hófst með því að rifjað var stuttlega upp það sem fram hafði farið á fyrsta fundi hópsins.

Að henni lokinni flutti Jón Torfi Jónasson prófessor emeritus erindi þar sem hann spurði margra

krefjandi spurninga um menntun fullorðinna í framtíðinni. Hann tók núverandi lög um

framhaldsfræðslu sem útgangspunkt og benti á að þar væri margt sem þarfnaðist frekari útskýringa

eða afmörkunar. Sjálft hugtakið framhaldsfræðsla væri skýrt, í henni fælist menntun fullorðinna sem

ekki eru með framhaldsskólapróf. Hins vegar hafði Kristján Þór Júlíusson, þáverandi mennta- og

menningarmálaráðherra talað um að þörf væri að hefja undirbúning laga um fullorðinsfræðslu. Þessi

ummæli féllu vegna fyrirspurnar frá Birni Leví Gunnarssyni um menntun fatlaðra. Þýðir þetta að verið

sé að hugleiða að víkka út það svið sem ný lög muni þá taka til? Ef svo, þá taldi Jón Torfi að

grundvallarspurningin yrði hver á að borga fyrir hvern og á hvaða forsendum.

Þá hófst hópavinnan þar sem rædd voru 5 markmið sem fram höfðu komið á fyrsta fundi hópsins.

Hóparnir voru beðnir um að svara eftirfarandi tveimur spurningum:

1. Hvað þarf að breytast – gerast til þess að ná þessu markmiði?

2. Hvernig gæti frumvarpið / lögin stutt við þessar breytingar?

Hér á eftir fara niðurstöður hópanna:

1. Markmið : Jafn réttur fyrir alla til náms

Nauðsynlegar forsendur:

aukinn sveigjanleiki

jafnræði milli dreifbýlis og þéttbýlis

miðlægar ráðgjafamiðstöðvar

sambærilegar reglur og fyrir framhaldsskóla

styttra nám sem nýtist atvinnulífinu og lyftir fólki upp í starfi

allt á ekki að snúast um atvinnulífið

tryggja þarf að ef að fólk fær „einingar“ inn í framhaldsskóla að þá taki skólarnir á móti þeim

meiri sveigjanleiki á milli kerfa

möguleiki að taka framhaldsskólapróf á „opinni braut“, án þess að fara inn í framhaldsskóla

jafnt aðgengi fyrir fatlaða

aukin fjarkennsla og upptökur af fyrirlestrum

réttur fólks sem ekki er á vinnumarkaði

afnám hindrunar sem stafar af háum kostnaði – hraðari endurgreiðslu á kostnaði

Page 23: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

22

Lögin:

Skýra þarf mun betur hver er markhópurinn og jafnan rétt hverra á að tryggja

Eiga að vera skil á milli fullorðins-/framhaldsfræðslu og framhaldsskóla? Standa þarf skýrt að

meta beri nám í fullorðinsfræðslu inn í alla framhaldsskóla á ákveðnar brautir (sem passa við

þær) og stutt nám sem hentar fólki til starfsþróunar fremur en sem leið inn í framhalds- eða

háskóla

Auknir möguleikar á raunfærnimati

Réttur allra til miðlægrar náms- og starfsráðgjafar (símaver eða tölvuþjónustu)

Réttur til táknmálstúlka, námsefni fyrir blinda, aðstoð fyrir fólk með lestrarörðugleika o.s.frv.

Réttur fólks til menntunar t.d. á kvöldin og um helgar

Tryggja að fólk þurfi aldrei að greiða nema eitthvað visst á ári fyrir menntun – þak –

„sjúkrasamlagskerfi“

Fjöldi nemenda ráði því hversu mikið fræðslumiðstöðvar fá greitt – sérstök greiðsla fyrir

fatlaða nemendur – fjárlög séu ekki æðri þessum lögum – fjármagn verði tryggt

2. Markmið: Að námið verði sveigjanlegt og nýti tæknina til fulls

Telja að sveigjanleiki sé nú þegar fyrir hendi en þó sífellt metið skv. einingakerfi

Það sem þarf að breytast:

Námið er of bóknámsmiðað

Meira einstaklingsmiðað

Styttri námsbrautir/-leiðir

Meira framboð af námi á vinnustað

Fólk eigi alltaf afturkvæmt í nám

Endurskoða uppbyggingu iðnnáms svo kerfið sé samsett úr mörgum smærri

einingum

Meira fjarnám

Tækni nýtt til fulls í þágu kennslu

Verður að nýta „nýjustu tækni“ í kennslu

Fatlaðir fái hjálpartæki

Starfstækifærum markhóps fækkar mest með nýrri tækni, kallar á þarfagreiningu og

námstækifæri

Lögin:

Skipulag námsins verður í lögum og þar er hægt að gefa svigrúm fyrir sveigjanleika

Varast þröngar skilgreiningar í lögunum

Lögin þurfa að skilgreina hver borgar fyrir hvað og á hvaða forsendum

o Atvinnulífið borgi fyrir „uppfærslu“ starfsfólks

o Ríkið greiði fyrir fullorðinsfræðslu (með skilyrðum)

Markmið: Að tryggð sé tenging við aðrar námsleiðir í kerfinu

Aðalatriðið er að skapa traust á milli kerfanna þannig að vilji er til að hleypa fólki á milli

Tryggja fólki aðgang að náms- og starfsráðgjöf

Einstaklingurinn á alltaf að vera útgangspunktur

Inna getur nýst í að halda utan um einingar og auðvelda samvinnu milli námskerfa

Page 24: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

23

Lögin:

Greina ítarlega hópinn sem lög um framhaldsfræðslu eiga að ná yfir

Skilgreini menntun og þjálfun kennara sem kenna í framhaldsfræðslukerfinu

Skilgreini rétt nemenda til náms framhaldsfræðslukerfinu

3. Markmið: Fyrir liggi hæfnistefna sem almenn sátt ríki um

Hæfnistefna þarf að vera lifandi plagg, endurskoðað á 5 ára fresti

Hvað þarf að breytast:

Meira samtal þvert á kerfið

Kortlagning á þörfum atvinnulífsins þarf að vera til staðar

Fjölbreyttari og ólíkari valkostir þurfa að vera til staðar

Skilvirkari nýting á fjármögnun

Sameining SMM, stafrænar lausnir

Nýliðun í SMM, lokað kerfi núna

Lögin: Ákvæði um stofnun „hæfniráðs“

Almennur lagarammi í stað ítarlegra laga um réttindi og skyldu einstakra hópa

Skilgreina markhópinn víðar

Viðurkenning fræðsluaðila, hverjir geta sótt um?

4. Markmið: Virk upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta

Hvað þarf að breytast:

Tryggja fjármagn fyrir upplýsingavefinn naestaskref.is

Halda þróun hans áfram

Efla kynningu á vefnum

Lögin: Skilgreina vel þá hópa sem lögin ná yfir

Skýr umfjöllun um fjármögnun

Lögin þurfa að styðja við viðurkenningu á framhaldsfræðslu sem 5 stoð menntakerfisins

Svanhildur Kr. Sverrisdóttir svaraði nokkrum fyrirspurnum í lokin og fór stuttlega yfir þá vinnu sem nú

þegar hefur farið fram innan ráðuneytisins og hvernig frekara samráð er hugsað. Einnig sagði

Svanhildur frá því að til stendur að vera með þrjá undirhópa sem munu vinna með starfsfólki

ráðuneytisins við að undirbúa frumvarpsgerðina.

Svanhildur sleit síðan fundi.

Page 25: Frumvarp til laga um nám fullorðinna€¦ · Það vantar meiri sveigjanleika í námskrár og þær þurfa að breytast örar til að halda í við þarfir nemenda og atvinnulífsins

24

Fylgiskjal 6

Vinnuhópar

Íslenskukennsla fyrir útlendinga

Ábm : Ólafur Grétar Kristjánsson

Stofnun Þátttakandi Netfang

Innflytjendaráð Luciano Domingues Dutra [email protected]

Fjölmenningarsetur Rúnar Helgi Haraldsson [email protected]

Kvasir Guðjónína Sæmundsdóttir [email protected]

HÍ Birna Arnbjörnsdóttir [email protected]

Mímir Sólveig Hildur Björnsdóttir [email protected]

Fatlaðir

Ábm. Ragnheiður Bóasdóttir

Stofnun Þátttakandi Netfang

Menntavísindasvið HÍ Guðrún V. Stefánsdóttir [email protected]

ÖBÍ Guðrún Sæmundsdóttir [email protected]

Fjölmennt Helga Gísladóttir [email protected]

Velferðarráðuneyti Klara Baldursdóttir Briem [email protected]

Vinnumálastofnun Guðrún Stella Gissurardóttir [email protected]

Framhaldsfræðslan

Ábm. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir

Stofnun Þátttakandi Netfang

ASÍ Eyrún Valsdóttir [email protected]

FRÆ Sveinn Aðalsteinsson [email protected]

Kvasir Sólveig Hildur Björnsdóttir [email protected]

Félag framhaldsskólakennara Guðríður Arnardóttir [email protected]

Samtök atvinnulífsins Bergþóra Halldórsdóttir [email protected]

SMFÍ Þór Pálsson [email protected]

BSRB Karl Rúnar Þórsson [email protected]