8
GARPUR Október 2009 Fréttabréf Íþróttafélagsins Gerplu Vetrarstarfið komið á fullt Vetrarstarf Gerplu er komið á fullan skrið eins og þessar brosmildu stúlkur bera með sér. Salurinn okkar er í fullri notkun frá því fyrir klukkan sjö á morgnana til tíu á kvöldin. Um helgar er einnig mikil starfsemi í félaginu milli klukkan níu og sex báða daga. Skráning í fimleika í haust fór fram úr björtustu vonum. Um 300 einstaklingar eru enn á biðlista en stöðugt er unnið að því að koma þeim í hópa. Heiðrún okkar frábæri afgreiðslustjóri vinnur þar ötult starf. Hjá Gerplu æfa hátt í 1.400 iðkendur og þar af eru 600 iðkendur í grunn- hópum félagsins. Í grunn- og yngri framhaldshópum Gerplu er farið vel í grunnæfingar fimleikanna. Við leggjum mikla áherslu á að iðkendur fái góðan grunn til að byggja á seinna meir. Grunnæfingar fara fram á gólfi, stökkbrettum, tvíslá/rá/rimlum, jafnvægis- slá og trampólíni. Áhersla er lögð á rétta líkamsstöðu, sem er lykillinn að góðri fimleikaiðkun.

Garpur 1.tbl 2009

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttabréf Gerplu

Citation preview

Page 1: Garpur 1.tbl 2009

GA

RP

UR

Október 2009Fréttabréf Íþróttafélagsins Gerplu

Vetrarstarfið komið á fulltVetrarstarf Gerplu er komið á fullan skrið eins og þessar brosmildu stúlkur bera með sér. Salurinn okkar er í fullri notkun frá því fyrir klukkan sjö á morgnana til tíu á kvöldin. Um helgar er einnig mikil starfsemi í félaginu milli klukkan níu og sex báða daga.

Skráning í fimleika í haust fór fram úr björtustu vonum. Um 300 einstaklingar eru enn á biðlista en stöðugt er unnið að því að koma þeim í hópa. Heiðrún okkar frábæri afgreiðslustjóri vinnur þar ötult starf.

Hjá Gerplu æfa hátt í 1.400 iðkendur og þar af eru 600 iðkendur í grunn-hópum félagsins. Í grunn- og yngri framhaldshópum Gerplu er farið vel í grunnæfingar fimleikanna. Við leggjum mikla áherslu á að iðkendur fái góðan grunn til að byggja á seinna meir. Grunnæfingar fara fram á gólfi, stökkbrettum, tvíslá/rá/rimlum, jafnvægis-slá og trampólíni. Áhersla er lögð á rétta líkamsstöðu, sem er lykillinn að góðri fimleikaiðkun.

Page 2: Garpur 1.tbl 2009

Prik mánaðarinsPrik mánaðarins fær Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir.Ragnheiður Lóa er 17 ára dansari og fimleikaiðkandi sem stígur nú sín fyrstu skref sem fimleikaþjálfari hjá Gerplu. Hún tók sitt fyrsta verkefni í vor á stórglæsilegri vorsýningu félagsins þar sem hún sá um hópatriði hjá reyndum sýninga-hópi í félaginu. Frumraun hennar tókst vel og hefur hún nú tekið að sér þjálfun ásamt því að sjá um danstíma hjá félaginu.Ragnheiður Lóa hefur einnig það orð á sér að vera jákvæð, samstarfsfús og ávallt til í að leggja aðeins meira á sig fyrir samstarfsfólk sitt.

Fimleikahátíð 3. októberTaktu frá laugardaginn 3. október því þá verður fim-leikahátíð í Gerpluhúsinu að Versölum. Þátttakendur fyrir Íslands hönd á komandi alþjóðlegum stórmótum taka forskot á sæluna og æfa sig fyrir átökin. Hátíðin hefst klukkan 17.00 og mun standa í rúma klukkustund. Sýningin er einnig fjáröflun fyrir keppendurna og er aðgangseyrir 500 krónur. Frítt er fyrir 12 ára og yngri. Tilvalið er að gera sér góða ferð í Versali, skella sér í sund og fara svo á sýnin-guna. Ekki láta þig vanta á þessa fyrstu fimleikahátíð vetrarins og styddu við bakið á keppendunum.

Page 3: Garpur 1.tbl 2009

Foreldraþrekið fer i gangForeldrum iðkenda í Gerplu gefst nú færi á að stunda líkamsrækt undir leiðsögn þjálfara Gerplu sér að kostnaðarlausu. Tímarnir eru vikulega á fimmtudags-morgnum 6:45-7:45. Í foreldraþrekinu verður lögðáhersla á almenna þrek- og þolþjálfun ásamt teygjum. Æfingarnar verða skipulagðar með þeim hætti að hver og einn geti unnið á eigin hraða og forsendum. Eftir æfingu er tilvalið að skella sér í heita pottinn í sundlaug-inni að Versölum og ná fram góðri slökun fyrir það sem dagurinn ber í skauti sér. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á komandi fimmtudagsmorgnum.

Krílin eru komin á kreikÁ hverjum sunnudegi upphefst mikil gleði í fimleikasal Gerplu að Versölum. Þá fara krílin á kreik og taka við að sýna listir sínar. Hér má sjá stolta mömmu fylgjast með glöðum dreng á æfingu

Vel heppnað fræðslukvöldFyrsti fræðslufundur þjál-fara fór fram þriðjudaginn 15. september. Hlín Bjarnadóttir fræddi þjálfara um almenna þjálffræði með áherslu á styrktarþjálfun í fimleikum. Mikill fjöldi starfsmanna mætti og erum við í Gerplu stolt af því að eiga metnaðarfulla þjálfara sem hafa áhuga á að öðlast aukna færni í þjálfun. Þess má einnig geta að Gerpla sendir um 40 þjálfara á námskeið Fræðslunefndar fimleikasam-bandsins í haust og svipaðan fjölda næsta vor.

Page 4: Garpur 1.tbl 2009

Alli verður í Wipeout á Stöð 2.Aðalsteinn Finnbogason má með sanni kalla góðkunningja Gerplu. Hann byrjaði að iðka fimleika hjá félaginu árið 1981 og var fyrsti karlmanns Gerpluiðkandinn til að vinna til verðlauna á fimleikamóti (1982). Einnig varð hann fyrstur Gerplustráka til að vinna til verðlauna á Íslandsmeistaramóti (1988). Síðan tók hann góða hvíld frá fimleikum en hefur undanfarin 3 ár stundað íþróttina af kappi í GGG hópnum undir styrkri stjórn Erlends Kristjánssonar.

Núna er hann á leiðinni til Argentínu til að taka þátt í Wipeout sjónvarpsþættinum sem verður sýndur á Stöð 2 í vetur. „Þetta verður rosa stuð,“ segir Alli. „Ég fer út á miðvikudaginn og flug og uppihald í boði Stöðvar 2, algjör snilld.“ GGG-liðar hafa tekið eftir því að Alli hefur mætt mun betur í morgunþrekið eftir að hann komst inn í þáttinn. Þeir sem eru mikið í fimleikasalnum, t.d. við þjálfun, eru einnig farnir að sjá honum bregða fyrir oftar en áður.

„Maður verður að vera fitt ef maður ætlar að ná langt í svona keppni. Áður lagði ég mesta áherslu á að mæta á tvær aðal GGG æfingarnar í viku en undanfarið hef ég lagt áherslu á að mæta líka í morgunþrekið og einnig bætt við mig æfingum í skokki og sundi.” En hefur Alli áhyggjur af því að Wipeout verði erfitt, svona miðað við GGG? „Nei sæll, þetta verður skítlétt miðað við æfingarnar hjá Ella. Það er fátt sem toppar það sem honum dettur í hug.“

Alli verður ekki eini Gerpluiðkandinn sem keppir í Wipeout þar sem að minnsta kosti tveir aðrir úr GGG hafa fengið staðfestingu á þátttöku. Við bíðum að sjálfsögðu spennt eftir úrslitunum.

KÖKUBITI MIÐAÐ

VIÐ GGG,,

,,

Page 5: Garpur 1.tbl 2009

EuroGym 2010Gerpla stefnir á að senda stóran hóp á EuroGym sumarið 2010. EuroGym er fimleikahátíð fyrir unglinga á aldrinum 12-18 ára. Á hátíðinni fara fram sýningar, fræðsla og þaulskipulagðar vinnubúðir svo ekki sé nú minnst á skemmtunina og lífsreynsluna sem fylgir því að taka þátt í ferð sem þessari. Hátíðin er haldin á tveggja ára fresti víðsvegar um Evrópu. Gerpla hefur tekið þátt síðustu tvö skipti, árið 2006 í Belgíu og árið 2008 í Frakklandi.Nú er komið að frændum okkar Dönum að standa að hátíðinni og fer hún fram í Odense á Fjóni. Mikil ánægja er í okkar herbúðum með að hátíðin sé haldin í Danmörku þar sem við höfum góða reynslu af þeirra skipulagi. Þetta árið hefur okkur nú þegar verið lofað góðri gistingu og mat.Iðkendur Gerplu sem tekið hafa þátt í Eurogym hafa verið mjög ánægðir með hátíðina. „Það er bara svo gaman að vera með vinkonunum saman að skoða nýja staði og sýna fimleika fyrir framan fullt af fólki og sjá aðra. Við verðum betri vinkonur og kynnumst hvor annarri betur við svona aðstæður. Einnig erum við að kynnast krökkum og eignast vini allstaðar að úr Evrópu og sem hafa líka gaman af fimleikum“ sagði Andrea Valdimarsdóttir sem farið hefur tvisvar á Eurogym með Gerplu. Gerpla mun halda kynningafund um Eurogym fyrir áhugasama sem auglýstur verður nánar síðar.

Page 6: Garpur 1.tbl 2009

Gerpla á faraldsfæti Í október munu rúmlega 40 iðkendur Gerplu ferðast til útlanda að keppa fyrir hönd félagsins og um leið þjóðarinnar á HM í áhaldafimleikum, NM í hópfimleikum og Mälar Cupen í Svíþjóð.

Nokkrir af okkar færustu iðkendum eru á leiðinni á heims-meistaramót í áhaldafimleikum. Tvær Gerplukonur hafa verið valdar til fararinnar þær Thelma Rut Hermannsdóttir og Fríða Rún Einarsdóttir. Bræðurnir Viktor og Róbert Kristmannssynir ásamt Ólafi Garðari Gunnarssyni unnu sér sömuleiðis sæti í landsliði Íslands í áhaldafimleikum karla á úrtökumóti sem haldið var í Gerplu í byrjun mánaðarins. Karla og

kvennaliðin er á leiðinni til London þar sem mótið fer fram 13. til 18. október næstkomandi. Keppt verður í O2 höllinni sem er eitt glæsi-legasta sýningar- og keppnishús veraldar. Á mótinu munu allir fremstu fimleikamenn og konur heims sýna listir sínar. Spennandi verður að fylgjast með hvort núverandi heims-meistarar í fjölþraut Shawn Johnson (BNA) tekst að halda titli sínum. Yang Wei (KÍN) núverandi heimsmeistari er

hættur keppni og því ljóst að við fáum nýjan heimsmeistara í áhaldafimleikum karla. Meðal annarra keppenda á mótinu sem

spennandi verður að fylgjast með eru F. Hambuechen (ÞÝS), Nastia Liukin (BNA), núverandi ólympíumeistari og Daniel Keat-

ings (BRE) sem keppti hér á Norður- Evrópumóti síðastliðið haust. Á mótinu keppa á fimmta hundrað fimleikafólks frá 72 löndum og því ljóst

að fimleikafólkið okkar verður í góðum félagsskap. Heimsmeistaramótið fer fram á tveggja ára fresti og er í hugum margra næst stærsta fimleikahátíð sem

haldin er á eftir Ólympíuleikum.

Á sama tíma og áhaldafólkið okkar fer til London munu meistaralið Gerplu í hópfimleikum, P1 og PG, halda til Jyväskylä í Finnlandi þar sem Norðurlandamótið fer fram 16. og 17. október. Stelpurnar í P1 eru núverandi Norðurlandameistarar og stefna á að verja titilinn á meðan PG verður fyrsta karlaliðið sem Gerpla og Ísland sendir á stórmót í fullorðinsflokki. Norðurlandamótin eru alla jafnan sterkustu mótin í greininni sökum þess hversu útbreidd og

Page 7: Garpur 1.tbl 2009

Nýtt í Gerplu - GUG!Árið 2006 stofnaði Gerpla nýjan hóp sem fékk nafnið GGG. Þessi hópur var frábrugðinn öðrum hópum að því leiti að hann var hugsaður fyrir 18 ára og eldri. Markmið hópsins var að kynnast íþróttinni, fá góða hreyfingu, auka styrk og liðleika í skemmtilegum félagskap. Hópurinn sem hefur nú sitt þriðja starfsár samanstendur af fólki sem annaðhvort æfði fimleika á yngri árum eða hefur alltaf langað á prófa íþróttina. GGG hefur gengið vonum framar undanfarin ár og sannarlega komið með skemmtilegt andrúmsloft með sér inn í fimleikasalinn.Þetta árið var ákveðið að leggja af stað í enn eitt ævintýrið. Nú býður Gerpla upp á GUG, nýjan hóp sem er hugsaður út frá sömu hugmyndum og GGG nema fyrir unglinga. Hópurinn mun stunda reglubundnar stökkæfingar tvisvar í viku auk þess að boðið verður upp á danstíma fyrir þá sem hafa áhuga á því. Miklar væntingar eru bundnar við hópinn í vetur og verður gaman að fylgjast með framvindu hans. Hópurinn mun einnig hafa að það markmiði að setja saman sýningaratriði og sýna jafnvel utan landsteinanna á hátíðum eins og Eurogym o.fl. Áhugasamir geta skráð sig á heimasíðu Gerplu eða sent tölvupóst á [email protected]

vinsæl hún er á Norðurlöndunum og hafa Evrópumeistarar síðustu 10 ára undantekningalaust komið úr röðum Norðurlandaþjóðanna. Það er því verðugt verkefni sem bíður keppendanna okkar á þessum vettvangi.

Stuttu eftir HM og NM heldur stór hópur utan til að taka þátt í Mälar Cupen í Svíþjóð. Hópinn skipa að þessu sinni iðkendur úr meistarahópnum félagsins í áhaldafimleikum. Gerpla hefur í áraraðir sent keppendur á þetta mót og hafa þar margir þreytt sína fyrstu keppni á erlendri grund. Fyrir hópnum fara þjálfarar okkar í meistarahópnunum sem eru einnig landsliðsþjálfarar og alþjóðlegir dómarar og hafa gríðarlega reynslu af keppnisferðum. Mótið ætti því að vera frábær reynsla og skemmtun fyrir keppendurnar okkar sem margir eru að fara í fyrsta skipti á mót í útlöndum.

Við óskum þeim góðs gengis á mótunum og munum fylgjast með árangri þeirra. Áfram Gerpla!!!

Page 8: Garpur 1.tbl 2009

Íþróttafélagið GerplaVersalir 3 201 Kópavogis.5103000www.gerpla.isÚtlitshönnun: Rakel Tómasdóttir