19
Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 1. tbl. 18. árg. 2007 - janúar Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 Eitt númer 410 4000 Við erum alltaf í leiðinni Landsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi. Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Fjallkonuvegi 1 og Höfðabakka 9. Landsbankinn Banki allra landsmanna 410 4000 landsbanki.is Hinn landsfrægi tónlistarmaður, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, sem meðal annars hefur getið sér gott orð sem meðlimur í Toddmobile og Idol- dómari, hefur opnað tónvinnsluskóla sinn í Grafarvogi og fer kennslan fram í Foldaskóla. Sjá nánar á bls. 12. GV-mynd PS Gjöf fyrir veiðimanninn Allar nánari upplýsingar á Krafla.is og í síma 698-2844 - Gjöfin fyrir veiðimenn sem eiga allt - Glæsileg viðarbox úr léttum mangóviði - Gröfum nafn veiðimannsins á boxið - Laxa- og silungaflugur- Fimm útgáfur - Flugur í sérflokki - íslensk hönnun Vantar þig heimasíðu? Samkvæmt Hagstofu Íslands leita 86% Íslendinga sér upplýsinga um vöru og þjónustu á internetinu Mættur í Grafarvog Egilshöllinni Sími: 594-9630

Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Citation preview

Page 1: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðDreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi1. tbl. 18. árg. 2007 - janúar

Komdu beint til okkar!- og við tjónaskoðum í hvelli þér

að kostnaðarlausu

Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Bilastjarnan_02_001.ai 18.11.2004 15:18:40

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

Eitt númer

410 4000

Við erum alltaf í leiðinniLandsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustufyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi.

Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Fjallkonuvegi 1 og Höfðabakka 9.

LandsbankinnBanki allra landsmanna

410 4000 landsbanki.is

Hinn landsfrægi tónlistarmaður, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, sem meðal annars hefur getið sér gott orð sem meðlimur í Toddmobile og Idol-dómari, hefur opnað tónvinnsluskóla sinn í Grafarvogi og fer kennslan fram í Foldaskóla. Sjá nánar á bls. 12. GV-mynd PS

Gjöf fyrir veiðimanninn

Allar nánari upplýsingar á Krafla.is og í síma 698-2844

- Gjöfin fyrir veiðimenn sem eiga allt- Glæsileg viðarbox úr léttum mangóviði- Gröfum nafn veiðimannsins á boxið- Laxa- og silungaflugur- Fimm útgáfur- Flugur í sérflokki - íslensk hönnun

Vantar þigheimasíðu?Samkvæmt Hagstofu Íslands leita86% Íslendinga sér upplýsinga um

vöru og þjónustu á internetinu

Mættur í Grafarvog

EgilshöllinniSími: 594-9630

Page 2: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Fréttir GV4

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðÚtgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Netfang Grafarvogsblaðsins: [email protected]órn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844.Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi.Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Gleðilegt árNú ku vera bjartari tímar framundan hjá því fólki sem hefur

áhuga á því að koma sér þaki yfir höfuðið. Menn greinir ekkiá um að framboð lóða í Reykjavík hefur verið afskaplega lítiðundanfarin ár og í fyrra var aðeins úthlutað 28 lóðum í höfuð-borginni undir lóðir fyrir sérbýli. Gott ef þær voru ekki tíusinnum fleiri í Kópavogi.

Hvort sem mönnum líkar við núverandi meirihluta í borgar-stjórn Reykjavíkur eða ekki þá er ljóst að taka á til hendinni íþessum efnum. Undir lok þessa árs verður byrjað að úthlutalóðum í Geldinganesi.

Eftir undarlega aðferð við að úthluta fólki lóðum undanfarinár, uppboðsleiðina svokölluðu, sem átti ekki minnstan þáttinní að sprengja upp lóðaverð í Reykjavík, taka nú við eðlilegrivinnubrögð þar sem borgin mun selja fólki lóðir á kostnaðar-verði. Líklegt verð lóða verður 2,8 til 3,3 milljónir. Með öðrumorðum þá verður það aftur raunhæfur möguleiki fyrir venju-legt fólk að byggja sér hús í Reykjavík. Þetta er fagnaðarefnifyrir marga en um leið undrast maður orð stjórnmálamannasem mótmæla þessu og sjá ekkert annað en þéttari byggð. Viljabyggja eitt og eitt hús á öllum grænum blettum sem finnastinnan um rótgróin hverfi borgrinnar. Og oftast í mikilli and-stöðu við íbúana sem fyrir eru eins og gefur að skilja. Okrið álóðunum heyrir brátt sögunni til og lóðamál í borginni verðavonandi sem fyrst eins og hjá fullorðnu fólki.

Þetta er fyrsta blað ársins en samtals verða þau 12 á árinueins og í fyrra. Um leið og við óskum íbúum í Grafarvogi gleðiog gæfu á nýbyrjuðu ári þökkum við samstarfið á árinu semliðið er.

Stefán Kristjánsson

[email protected]

Hilmar H Gunnarsson skvassþjálfari og Ólafur Ólafsson útibússtjóri Glitnis við Gullinbrú ásamt 11 ára nemendum í Hamraskóla og íþróttakennurum þeirra, Erlu Gunnarsdótt-ur og Elmari Erni Hjaltalín.

Glitnir útibú við Gullinbrú styrkir Skvassfélag ReykjavíkurSkvassfélag Reykjavíkur er þessa dagana að kynna skvass-

íþróttina fyrir krökkum í Grafarvoginum. Glitnir útibú við Gull-inbrú styrkir skvassfélagið við kynninguna og gefur öllum 11 áranemendum í Hamra-, Folda- og Húsaskóla skvassspaða og hand-klæði. Hilmar H. Gunnarsson þjálfari skvassfélagsins og Ólafur

Ólafsson útibússtjóri Glitnis við Gullinbrú brugðu sér í leikfimi-tíma hjá 11 ára nemendum í Hamraskóla í síðustu viku og afhentugjafirnar. Nemendum var kennt að handleika spaðann og sýndarvoru nokkrar grunnæfingar í skvassi. Á næstu dögum verður síð-an farið í Folda- og Húsaskóla. Fyrst um sinn er lögð áhersla á þá

skóla sem eru í göngufæri við Veggsport en þar eru æfingarSkvassfélags Reykjavíkur á mánudögum, miðvikudögum og föstu-dögum kl. 16:00-17:10. Meiningin er að bjóða foreldrum að komameð á aukaæfingu einu sinni í mánuði á laugardegi. Nánari upp-lýsingar um æfingarnar í Veggsporti í síma 577-5555.

Herrakvöld Fjölnis næsta föstudagskvöld verður án efa mjög skemmtilegt. Þessi mynd var tekin á Herra-kvöldi Fjölnis í fyrra og fremstur fyrir miðri mynd er Snorri Hjaltason, heiðursformaður Fjölnis.

Útlit fyrir frábærtHerrakvöld 19. janúar

Allt útlit er fyrir bráðskemmtilegtHerrakvöld hjá Fjölni að þessu sinnien að venju koma karlar tengdirFjölni og Grafarvogi saman á bónd-adaginn sem er næsta föstudag, 19.janúar.

Hátíðin fer fram í Íþróttamiðstöð-inni við Dalhús og verður húsið opn-að kl. 19.30. Reikna má með átið hefj-ist um kl. 20.00.

Einvala lið hafa Fjölnismenn feng-ið til liðs við sig til að liðka kjálkagestanna að þessu sinni en eins ogmenn vita þá standa svona samkund-ur og falla með góðum skemmtiatrið-um og gómsætum mat.

Eggert Skúlason verður veislu-stjóri en hann er hokinn af reynslu áþessum sviðum sem mörgum öðrum.

Ræðumaður kvöldsins verðurfréttahaukurinn Gísli ,,Út og suður’’Einarsson. Hann var veislustjóri áHerrakvöldi Fylkis í fyrra og þarultu menn um gólf af hlátri. SlóGísli algjörlega í gegn hjá Fylkis-mönnum og gerir það án efa á föstu-daginn hjá Fjölni.

Þá skemmtir Jóhannes Kristjáns-son eftirherma með meiru og er þarauðvitað á ferð alveg skothelt atriði.

Miðaverð er aðeins kr. 4.500 og erumiðar seldir í ÍþróttamiðstöðinniDalhúsum og í versluninni Smíðabæí Torginu við Hverafold.

Við skorum á karla í Grafarvogi aðfjölmennaa á þessa miklu hátíð. Meðþví styðja menn gott málefni ogskemmta sér um leið.

Jóhannes Kristjánsson eftir-herma með meiru skemmtir áHerrakvöldi Fjölnis á föstudginn.

Page 3: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007
Page 4: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Hjónin Unnur Sigurðardóttir og Jóhann-es Halldórsson í Logafold 44 eru matgoggarokkar að þessu sinni. Uppskrift þeirra er ísjálfu sér einföld og aðeins um aðalrétt aðræða.

,,Það er í run einföld ástæða fyrir því. Viðerum eiginlega aldrei með forrétt eða eftir-rétt. Við eigumþví ekki mikiðaf þaannig upp-skriftum,’’ segirUnnur í samtalivið Grafarvogs-blaðið.

Pottrétturinnsem Unnur ogJóhannes bjóðalesendum blaðs-ins upp á er íraun einfaldur:

,,Það haldamarir að það sémikil fyrirhöfn að búa til góðan pottrétt enþað held ég að sé mikill misskilningur. Mað-ur kemur því í pottinn sem þangað á að faraog síðan getur maður notað tímann í eitt-hvað annað sem þarf að gera á meðan alltsaman mallar í pottinum, segir Unnur.

Og hér kemur pottrétturinn góði:1 msk. smjör.1 stór laukur.2 msk. karrý (við viljum hafa það sterkt)msk. hveiti

Kjötkraft.1/2 dós ananas.Um 700 gr lambagullas.1 msk. rúsínur.Pipar og salt.

Mýkja laukinn í smjörinu. Þegar hann erorðinn vel meir bæta karrýinu saman við

og svo hveitinu. Þá þarf maður ekki aðþykkja sósuna í lok matreiðslunnar. Síðansetur maður ananassafann og kjötkraftinn.

Setið þetta í eldfast mót og kryddið meðpipar og salti.

Látið þetta malla í ofni upp undir klukku-tíma það þarf að hræra svona 2 sinnum íþessu. Með þessu eru niðurskornir bananarsem liggja í sítrónusafa og hrísgrjón.

Verði ykkur að góðu,Unnur og Jóhannes.

Matgoggurinn GV4

Dillý og Pálminæstu matgoggar

Unni Sigurðardóttur og Jóhannes Halldórsson, í Logafold 44, skora á Pálma Gestsson og konu hns Dillý, að koma með uppskriftir í næsta

blað. Við birtum frá þeim girnilegar uppskriftir í næsta Grafarvogsblaðisem kemur út um miðjan febrúar.

Lambapotturmeð ananas- að hætti Unnar og Jóhannesar

sem búa í Logafold 44

Unnur Sigurðardóttir og Jóhannes Halldórsson ásamt dóttur sinni, Hafdísi Rós. GV-mynd PS

Hætt viðað loka10-11

Aðstandendur 10-11 verslunar-innar í Hamrahverfi í Grafarvogihafa ákveðið að hætta við að lokaversluninni.

Samkvæmt heimildum GV varbúið að taka ákvörðun um lokunverslunarinnar en eftir að hafaathugað málið betur var ákveðiðað gera eina tilraun enn. Mun núætlunin að fara í verulegt átak ogmega íbúar í Hamrahverfi og aðr-ir sem versla í Sporhömrunumþví eiga von á mun betri búð ánæstu vikum og mánuðum.

Við munum væntanlega getaflutt frekari fréttir af 10-11 versl-uninni í næsta Grafarvogsblaðisem verður dreift til lesenda ummiðjan febrúar.

Page 5: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007
Page 6: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Fréttir GV6

Flott án fíknarí Foldaskóla

Í mars 2006 var forvarnarklúbburinn Flott án fíknar stofn-aður í Foldaskóla. Verkefnið hófst með því að forvarnarfull-trúi skólans fór í 7. og 8. bekki og kynnti klúbbinn og afhentisamning þeim sem áhuga höfðu. Nemendur ræddu því næstsamninginn við foreldra sína og var hann síðan undirritað-ur af nemanda, foreldri og forvarnarfulltrúa. Á vordögumgengu 70 nemendur í klúbbinn en í dag eru félagar í 8. og 9.bekkjum orðnir 90 talsins eða yfir 70% nemenda.

Starfsemi klúbbsins gengur út á það að meðlimir klúbbs-ins fá boð um ýmsa skemmtun og/eða afþreyingu nokkrumsinnum á ári sem er ókeypis eða mjög ódýr.

Það sem boðið hefur verið upp á í Foldaskólaklúbbnum erm.a. klifur, matarkvöld þar sem félagsmenn matreiddu, ferðog gistingu í Galtalæk, videókvöld, sund og jólabingó. Klúbb-félagar hafa verið mjög ánægðir með starfið í klúbbnum.Starfsfólks Foldaskóla trúir því að þetta starf stuðli að þvíað byggja upp jákvæða og sterka einstaklinga.

Nemendur unglingastigs skólans geta gengið í klúbbnum,Flott án fíknar, hvenær sem er á skólaárinu. Þurfa þeir þá aðverða sér úti um samning hjá klúbbstjóra. Á samningunumeru reglur klúbbsins. Eftir að hafa kynnt klúbbinn fyrir for-eldrum sínum og fengið þær undirskriftir sem til þarf skilanemendur honum til klúbbstjóra. Klúbbstjóri skrifar undir,tekur afrit, plastar inn samninginn og afhendir hinum nýjaklúbbfélaga hann aftur. Í dag eru yfir 70% nemenda í 8. og 9.bekk skólans í klúbbnum.

Í vor stendur síðan til að kynna klúbbinn fyrir 7. bekking-um skólans og bjóða þeim að ganga í klúbbinn. Hugmyndiner að bjóða þeim á matarkvöld hér í skólanum þar semklúbbfélagar elda matinn og farið verður í hópefli.

Starfsemi klúbbsins hefur verið í nánu samstarfi viðGufunesbæ og hefur fulltrúi þaðan oftast verið viðstadduruppákomur klúbbsins.

Flottir krakkar í Foldakóla og allir i rétta klúbbnum.

Slakað á í sundinu.

Stund á milli stríða.

Bingoið spilað af miklum krafti.Hér er greinilega eitthvað merkilegt að gerast.

Hjálpast að við matreiðsluna.

Page 7: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007
Page 8: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Fréttir GV8

Hæfileikakeppni ÍTR - Skrekkur

Það er orðinn árlegur viðburður á haustin að ÍTR standi fyrir hæfileika-keppni grunnskólanna í Reykjavík en það eru krakkar úr 8.- 10. bekk sem takaþátt í keppninni. Grunnskólarnir í Grafarvogi og á Kjalarnesi tóku allir þátt,það var aðeins einn skóli sem heltist úr lestinni á síðustu metrunum. Ungling-arnir lögðu á sig gríðarlega vinnu við undirbúning og æfingar og í flestum til-fellum kom megnið af unglingadeildum skólanna að atriðunum á einn eðaannan hátt. Keppnin fór fram í Borgarleikhúsinu með þátttöku 27 skóla. Und-ankeppni fór fram 13., 14. og 15. nóvember og á hverju undankvöldi komusttveir skóla áfram í úrslitin sem fóru fram 21. nóvember fyrir troðfullum sal.Að þessu sinni var það Langholtsskóli sem sigraði keppnina en unglingarnirí Grafarvogi stóðu sig að sjálfsögðu frábær-lega eins og við var að búast þó að ekki næðiskóli í hverfinu að sigra að þessu sinni. Kem-ur bara næst!

Keppendur í Korpuskóla sýna listir sínar.

Halldóra úr Hamraskóla. Keppendur frá Foldaskóla.

Keppendur frá Borgaskóla.

Page 9: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007
Page 10: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Í desember hélt KörfuknattleiksdeildFjölnis hið árlega Hópbílamót sem núer búið að festa sig í sessi sem eittstærsta og skemmtilegasta körfuknatt-leiksmót landsins.

Yfir 300 börn á aldrinum 5-10 áravoru mætt í Grafarvoginn allstaðar aðaf landinu og mátti sjá bros og eftir-væntingu í hverju einasta andliti. Flestliðin hófu að mæta á svæðið upp úr kl. 8á laugardagsmorgninum. Þar tók ámóti þeim einvala lið foreldra og stjórn-armanna Fjölnis sem vísaði gestunumá skólastofur og aðstoðuðu alla við aðkoma sér fyrir. Krakkarnir fengu þóekki langan tíma til þess að koma sérfyrir því að klukkutíma seinna hófst að-al gamanið, leikirnir sjálfir.

Krakkarnir komu sér allir í búning-ana sína, sumir í sitt fyrsta skipti, ogþví hugsanlega eitthvað sem margirmunu geyma í minningunni alla ævi.Eftir það var haldið annaðhvort ííþróttahús Rimaskóla eða Íþróttamið-stöð Grafarvogs þar sem búið var aðkoma upp fimm flottum völlum. Leikja-fyrirkomulagið gekk vel fyrir sig og öllliðin spiluðu nokkra leiki. Ekki eru tal-in stig á mótinu og úrslitin skipta ekkimáli. Leikgleðin réð ríkjum og mátti sjámikinn ánægjusvip hjá öllum þeim 338keppendum sem spiluðu á mótinu.

Eftir tveggja tíma hamagang var öll-um safnað saman í rútur og lagt af staðí bíóferð. Förinni var heitið í Smárabíóað sjá nýjustu jólamyndina ,,Deck TheHalls’’ eða ,,,Skreytum Hallirnar’’ einsog nafnið myndi jafnvel útleggjast á ís-lensku. Hún fjallar um tvo nágrannasem eiga í rosalegri baráttu um þaðhver eigi mest skreytta húsið í hverf-inu. Myndin hitti beint í mark hjákrökkunum og mátti heyra setningareins og ,,Pabbi minn er líka alltaf aðreyna að skreyta meira en Gunnar viðhliðina.’’ og ,,Megum við sjá aftur??’’

Það var hinsvegar ekki í boði því all-ir þurftu að drífa sig aftur upp í rúturog bruna í Grafarvoginn. Þar tóku viðfleiri æsispennandi leikir og vorukrakkarnir að ærslast í körfubolta alltfram að kvöldmat. Það var gaman aðfylgjast með leikjunum og sjá hvernigbörnunum tókst upp í sínum aðgerðum.Margir áttu í erfiðleikum með reglurn-ar og sumum fannst erfitt að átta sig álínunum. Einhverjum fannst skrítið af-hverju það mætti ekki hlaupa með bolt-ann, en eitt voru allir sammála um,þetta var alveg ótrúlega gaman.

Á meðan að leikar stóðu yfir voruFjölnisforeldrar auk kokks í eldhúsinuað útbúa kvöldmat fyrir allan mann-skapinn. Fjölnisforeldrarnir léku sér aðþví og útbjuggu þessar dýrindis kjöt-

bollur fyrir allan mannskapinn. Stuttuseinna mættu glorhungraðir krakkarn-ir í mötuneyti Rimaskóla og settust nið-ur við snæðing.

Næst á dagskrá tók við stærsti at-burður helgarinnar, kvöldvakan sjálf.Eftir að hafa borðað sig sadda söfnuðustallir saman í anddyri Rimaskóla oglögðu af stað í stórri blysför í gegnumGrafarvoginn upp að Dalhúsum. Eftir15 mínútna skemmtilega göngu mættihópurinn í Dalhús þar sem búið var aðdraga fram áhorfendastúkurnar ogkoma upp rosalegu hljóðkerfi.

Þegar að í Dalhús var komið fenguallir sér sæti í stúkunni. Allir biðu meðeftirvæntingu eftir að eitthvað myndigerast þegar allt í einu fór dúndranditónlist af stað og stjórnandi kvöldvök-unnar, Ragnar Torfason, bauð alla vel-komna á staðin. Þegar liðin voru svokölluð upp varð allt vitlaust í húsinu ogþegar að krakkarnir voru beðnir um aðhrópa hvaða lið væri best þá ætlaði þak-ið að rifna af Dalhúsum.

Ekki var dokað lengi við það heldurvar strax byrjað á fjörinu. Allir krakk-arnir fengu að koma niður í rúll-uboltakeppnina vinsælu sem virkarþannig að allir standa í röð með lapp-irnar í sundur. Svo er körfubolta rúllaðí gegnum fæturna á öllum og aftastimaður hleypur svo fremst þar til allirhafa klárað.

Næst tók við snú-snú keppni þar semþrír foreldrar úr stúkunni voru fengnirniður á gólf. Þar var bundið fyrir auguná þeim á meðan að starfsmenn Fjölnissnéru ,,snú-snú bandinu’’ eða raf-magnssnúrunni eins og um var aðræða. Þetta gekk ágætlega og með hjálpáheyrenda náðu foreldrarnir nokkurn-veginn að hoppa á réttum tíma miðaðvið snúruna. Fyrstu tveir þátttakend-urnir gengu sáttir frá velli eftir að hafanáð u.þ.b. 10 hoppum á mann. Það varþó ekkert miðað við þann þriðja og síð-asta. Hann gekk inn í hringinn meðsjálfstraustið í botni, hlustaði á áhorf-endur og stökk um leið og þeir kölluðu,,hopp’’. Svo hélt hann áfram og áframog ætlaði aldrei að stoppa. Engum hafðigengið jafn vel og mátti sjá glottið á and-liti hans þegar áhorfendur hlógu oghvöttu hann áfram. Skyndilega stopp-aði tónlistin þó og salurinn sprakk úrhlátri. Maðurinn tók klútinn frá augun-um og glottið var fljótt að hverfa. Þá átt-aði hann sig á því að Fjölnismennirnirmeð snú-snú bandið voru löngu horfniraf vellinum og hann stóð þarna einn ogyfirgefinn, nýbúinn að hoppa eins ogbrjálæðingur með ekkert snú-snú bandfyrir framan 400 manns.

Næst tók við þriggja stiga keppni

þar sem skyttur eins og Nemanja Sovic,Brynjar Björnsson, Hörður Axel ogfleiri góðir tóku þátt. Að henni lokinnitók þó eitt aðalatriði kvöldvökunnarvið, sjálf troðslukeppnin. Þar var mætt-ur á svæðið ótrúlegur háloftafugl fráBandaríkjunum, Kevin Smith, leikmað-ur Hauka. Hann sýndi trekk í trekkrosaleg tilþrif í NBA gæðum og áhorf-endur voru orðlausir. Einnig stóð Hörð-ur Axel sig vel og hinn 14 ára HaukurPálsson.

Næst voru þjálfarar fengnir út á gólfog komið var að þeim að keppa í skutl-ukasti. Allir fengu A4 blað sem þeirbrutu saman í skutlu og röðuðu sér uppeftir endalínunni og létu svo vaða.Skutlurnar voru misgóðar eins og þærvoru margar. Sumir þjálfaranna gerðuekki góða hluti og endaði ein skutlanaftar en endalínan, en aðrar skutlurvoru stórgóðar og flugu fleiri metrana.Greinilegt að margir körfuboltaþjálfar-ar hafi áhuga á fleiru en körfubolta ogleggja rækt við skutlukast heima hjásér í frístundum sínum.

Eftir það voru nokkur skemmtilegatriði í viðbót en rúsínan í pylsuendan-um var eftir, fjöldasöngurinn. Þegardagskránni var lokið voru allir kepp-endurnir fengnir út á gólf, strákarnirsettir öðrum megin við miðjuna ogstelpurnar hinum megin. Svo stjórnaðiRagnar rosalegum fjöldasöng þar semallir sungu fullum hálsi og endaði svoað ekki var hægt að dæma um hverhefði sigrað.

Þá var kvöldvökunni lokið og börn-in fóru upp í rútur frá Hópbílum þarsem öllum var skutlað upp í Rimaskólaþar sem börnin gæddu sér á skúffukökuog mjólk. Svo var haldið inn í skólastof-ur þar sem allir sofnuðu vært enda út-keyrð eftir viðburðaríkan dag og spenntfyrir átök morgundagsins.

Á sunnudagsmorguninn fengu allirmorgunmat í Rimaskóla og svo varhaldið áfram keppni í íþróttahúsunum.Að keppninni lokinni var svo verð-launaafending í Rimaskóla þar sem aðallir eppendur fengu afhenta verðlauna-peninga frá leikmönnum meistar-aflokks Fjölnis. Eftir það héldu allirheim og mótinu var formlega lokið.

Mótið tókst mjög vel í alla staði og erokkar von að allir sem komu að því hafiskemmt sér rosalega vel. Börnin vorutil fyrirmyndar og ungmannafélagsand-inn var ríkjandi. Við viljum þakka öll-um þeim duglegu Fjölnismönnum ogforeldrum sem komu til hjálpar á mót-inu því án ykkar aðstoðar væri þettaekki hægt.

Fréttir GV10

FréttirGV11

JANÚARTILBOÐ ORKUVERSINSJANÚARTILBOÐ ORKUVERSINS

Hópbílamótið í körfubolta 2006:

Getraunirhjá Fjölni

Fór strax í heita sturtu

Meistaraflokkur Fjölnissigraði Grindavík!

Meistaraflokkur karla gerði sér lítið fyrir og sigraði gríðarlega sterka Grindvíkinga með 7 stigum, 78-85, í fyrsta leiksínum eftir áramót. Þetta var frábær sigur fyrir strákana og mjög gaman var að sjá einbeitinguna sem skein af andlit-um þeirra allan leikinn og gleðina sem braust út hjá leikmönnum og áhorfendum þegar að úrslitin voru ljós.

Með sigrinum fengum við tvö stig sem eru mikilvæg fyrir þá hörðu baráttu sem framundan er fyrir sæti í úrslita-keppninni. Nú eru Tindastólsmenn, Þór Þorlákshöfn og ÍR-ingar að berjast við okkur um 8. sætið en tímabilið er þó að-eins rétt hálfnað og margt á eftir að breytast.

Hinn 18 ára Hörður Axel Vil-hjálmsson hélt út til Spánar í at-vinnumennsku í körfubolta í sumar.Þar æfði hann með efstu deildarliði áSpáni, Gran Canaria. Hörður spilaðimarga leiki með unglingaliði félags-ins og stóð sig vel og voru þjálfararliðsins mjög ánægðir með hann.

Nýlega snéri Hörður hinsvegarheim og ætlar að klára tímabilið hérheima með Fjölnismönnum. Hörðurer búinn að leika einn leik meðFjölni þar sem hann var stigahæsturmeð 22 stig.

- Hvernig er tilfinningin að verakominn heim?

,,Hún er frábær.’’- Ertu búin að sakna Íslands? ,,Já, alltof mikið.’’- Hvers þá helst? ,,Fjölskyldunnar og lífsins á Ís-

landi almennt.’’- Hver er ástæða þess að þú

ákvaðst að snúa aftur? ,,Ég tók bara þá ákvörðun með fjöl-

skyldu minni að ég væri of ungurfyrir þetta. Mér leiddist mikið þarnaog væntingar mínar fóru ekki samanvið það sem þeir buðu upp á. Sögðumargt sem þeir stóðu ekki við og égkunni einfaldlega ekki við það.’’

- Hvað líkaði þér verst við dvölþína úti?

,,Hvað lítið var hægt að gera. Égdvaldi til dæmis inn á herberginumínu í 2-3 klukkustundir á dag viðað hlusta á tónlist því manni leiddistmikið.’’

- Langar þig að snúa út aftur í at-vinnumenskuna?

,,Ef það stendur til boða þá vil égþað.’’

- Hvenær þá?

,,Ég vil fyrst taka mér smá meiritíma til þess að þroskast hér heimaáður en ég fer út aftur.’’

- Hvað var það fyrsta sem þú gerð-ir þegar þú komst heim?

,,Ég fór í heita sturtu! Ég var ekkibúinn að fara í heita sturtu í 4 mán-uði þar sem að Spánverjar fara ísturtu við frostmark.’’

,,Ertu búinn að fá þér sér íslensk-

an mat aftur, slátur og svið? - ,,Nei, en ég var fljótur að kaupa

mér Sambó lakkrís.’’- Hver er stefnan hjá þér núna? ,,Halda áfram að æfa og reyna að

láta þetta ekki hafa of mikil áhrif ámig. Síðan að reyna að koma mér útaftur eftir smátíma,’’ sagði HörðurAxel.

Á hverjum laugardagsmorgni koma saman um 50 Fjölnismenn og tippasaman í Sportbitanum í Egilshöllinni. Það er alltaf heitt á könnunni en góðstemning hefur myndast og eru menn farnir að mæta hvern einasta laugar-dag og sitja og spjalla um Fjölni og allt sem er að gerast í þjóðfélaginu. Krist-ófer Sigurgeirsson og Halldór Fannar Halldórsson leikmenn mfl. karla í fót-boltanum hafa haldið utan um getraunirnar í vetur.

Nýr hópleikur mun byrja í byrjun febrúar og hvetjum við sem flesta aðkoma og tippa með okkur.

Leikið við ljósmyndarann.

Brugðið á leik í stúkunni.

Brostu.

Hart barist.

Framtíðarleikmenn Fjölnis í körfuknattleiknum.

Framtíðiná ferðinni

Jón Karl Ólafsson og Kristinn R. Jónsson spá í seðil helgarinnar

- segir Hörður Axel sem er kominn á ný til Fjölnis

Page 11: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Tónvinnsluskólinn sem hefur haft að-setur sitt í Kópavoginum er að stækka viðsig og opnar nú útibú í Foldaskóla í Grafar-voginum. Skólinn er fyrsti skólinn á land-inu sem kennir handtökin í hljóðverinu,þ.e. lagasmíðar, útsetningar og hljóðupp-tökkur, allt sem þú þarft að kunna til aðgeta skapað eigin lög og gert þau klár til út-gáfu.

Einnig hefur skólinn lagt áherslu ánámskeið í söng, gítarleik og hljóðupptök-um og tónlistarsköpun í tölvu fyrir börn ogunglinga, en það eru einmitt námskeiðin

sem haldin verða í Foldaskóla í vetur.

Fyrir fólk á öllum aldri,,Þessi námskeið eru fyrir fólk á öllum

aldri og eru tengd dægurtónlist á einn eðaannan hátt. Byrjendur á gítar læra afVigni Snæ (Írafár) og Gunnari Þór (Sól-dögg) o.fl. undirstöðurnar til að lærahljóma og áslátt til að geta leikið undir meðsöng í ferðalaginu, leikskólanum, partíinueða til að byrja að semja lög. Þeir lengrakomnu læra helstu frasa og sóló rokksög-unnar, þeir fá einnig leiðsögn í notkunmagnara og gítars í hljóðverinu,’’ segirÞorvaldur Bjarni Þorvaldsson hjá Tón-vinnsluskólanum.

,,Heiða (Idol) Ólafsdóttir og Halla Vil-hjálms (X-factor, Footloose) kenna börnumog unglingum samhæfingu söngs og dans áskemmtilegu 10 vikna námskeiði sem end-ar með upptöku í hljóðveri RMP. Sú heim-sókn verður einnig tekin upp á mynddisk.

Selma Björnsdóttir og ValgerðurGuðnadóttir miðla af reynslu sinni afsviðinu og koma inn á söngtækni og fram-komu og er gott fyrir þá sem hafa hugsaðsér að taka þátt í áheyrnarprufum leikhús-anna (söngleikirnir) eða sjónvarpsstöðv-anna (Rock Star, Idol o.fl.).

Andrea Gylfa sér um að kenna þeimlengra komnu i söngnum tæknina á bakvið söng í blues og jazz. Unnið er meðalannars með lifandi hljóðfæraleik og endarnámskeiðið á hljóðrituðum tónleikum ogfá allir þátttakendur disk með upptökumaf þeim.

Nýjasta nýttStrákarnir í hljóðverinu ætla að vera

með námskeið sem við köllum Hljóðupp-tökur og tónlistarsköpun barna og ung-linga.

Þetta er nýung á Íslandi. Í samvinnu viðPropellerheads (hönnuði Reason- tónlistar-forritsins) hefur Tónvinnsluskólinn hann-að námskeið í tónsmíðum og upptökummeð hjálp tölvutækninnar fyrir börn ogunglinga.

Þetta er frábært 10 vikna námskeið fyr-ir þá sem vilja vinna tónlist sína sjálfir.Kennt er á hið einstaka Reason-forrit semer þeim kostum gætt að það má nota í flest-um venjulegum heimilistölvum. Það þýðirað ekki þarf að leggja út aukapening svoungi snillingurinn fá notið sín, en þetta for-rit nýtur jafnframt mikilla vinsælda meðalstarfandi tónlistarmanna.

Námskeiðin fara fram í fullkomnumtölvuverum Foldaskóla og Snælandsskóla.Þar hefur hver nemandi sér tölvu til aðlæra á forritið og fara síðan að vinna tón-list með aðstoð og undir handleiðslu kenn-ara. Eftir námskeiðið geta krakkarnirbæði samið, tekið upp og unnið tónlist ísinni eigin tölvu heima við.

Tónvinnsluskólinn er orðinn viður-kenndur Pro Tools skóli!

Pro Tools er útbreiddasta upptökuforrití heimi en Digidesign hannaði Pro Tools.Digidesign hefur nú veitt Tónvinnsluskól-anum viðurkenningu sem Pro Tools skóli.

Þetta hefur mikla þýðingu fyrir skólannokkar og fyrir nemendur. Þetta þýðir aðvið lok námsins fá nemendur Diploma fráTónvinnsluskólanum sem viðurkennt eraf Digidesign. Þetta Diploma veitir rétt-indi til framhaldsnáms í tónvinnslu er-lendis.

Við höfum einnig samstarf við Propell-erheads og veitum nú einnig viðurkenn-ingar fyrir þekkingu á Reason.

Við höfum einnig hafið samstarf viðstærsta hljóðver landsins, Stúdíó Sýrland,sem gerir tónvinnslunámið enn betra þvíþar fer kennsla einnig fram. Þá er bæðikennt í hljóðveri RMP og í Stúdíó Sýrlandi,en fyrir vikið fá nemendur góða reynslu afvinnslu í tveimur gjörólíkum hljóverum,’’segir Þorvaldur Bjarni.

Allar nánari upplýsingar eru á ton-vinnsluskoli.is eða í síma 5349090.

Þriðjud. - fimmtud. kl. 7:30- 8:30kl. 9:00-10:30kl.14:45-16:15

Opin tími á miðvikud. kl. 9:00-10:00

Nánari upplýsingar og skráninghjá Siggu Dóru gsm:692-3062

ROPE YOGA NÁMSKEIÐÍ VEGGSPORT

ROPE YOGA NÁMSKEIÐÍ VEGGSPORTÍ VEGGSPORT

Fréttir GV12

Fyrsti tónlistar-skóli sinnar

tegundar

Tónvinnsluskóli Þorvaldar Bjarna stækkar við sig og opnar útibú í Grafarvoginum:

Þorvaldur Bjarni, lengst til hægri, er nú kominn með Tónvinnsluskóla sinn í Grafarvoginn. GV-mynd PS

Page 12: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Vikuna 1.- 8. desember stóð yfirGóðgerðavika í Grafarvogi og á Kjal-arnesi sem unglingar og félagsmið-stöðvar á vegum Gufunesbæjarstóðu fyrir.

Hugmyndin að vikunni kom fráunglingunum sjálfum en þau langaðiað láta gott af sér leiða í byrjun jóla-mánaðar. Einnig voru þau orðinlangþreytt á neikvæðri umfjöllunum unglinga á haustmánuðum og

vildu sýna samfélaginu að þau gætulagt sitt af mörkum.

Allir lögðust á eitt og afköstin létuekki standa á sér. Með þátttöku yfir1000 unglinga og 8 félagsmiðstöðva íGrafarvogi og á Kjalarnesi söfnuðustum 350.000 kr. og dágóð summa affötum og gjöfum fyrir hin ýmsu góð-gerðamálefni og samtök.

Má þar nefna sem dæmi Um-hyggju, BUGL, Barnaspítala Hring-

sins, Krabbameinsfélagið, Regn-bogabörn og Mæðrastyrksnefnd.Fjölmörg fyrirtæki lögðu félagsmið-stöðvunum lið og eru þeim hér með

færðar bestu þakkir fyrir. Ung-menni Grafarvogs komu þarna álaggirnar frábærum viðburði semmun vonandi verða árlegur og er það

einróma ósk aðstandenda félagsmið-stöðvanna að enn fleiri taki þátt ánýju ári.

Stórkostlegt framtak

19. janúar

Veislustjóri: Eggert Skúlason / Ræðumaður kvöldsins: Gísli Einarsson Skemmtiatriði: Jóhannes Kristjánsson

Miðar eru seldir í íþróttahúsinu Dalhúsum og í Smíðabæ Hverafold.Miðaverð: 4.500 kall - Húsið opnar kl. 19.30

Herrakvöld Fjölnis verður haldið í íþróttahúsinu við Dalhús (ÍMG) föstudaginn 19. janúar (bóndadaginn)

FréttirGV13

Unglingarnir fengu að sjálfsögðu góðar móttökur hjá Mæðrstyrksnefnd. Þessir unglingar komu færandi hendi til Barnaspítala Hringsins.

Góðgerðavika félagsmiðstöðvanna skilaði 350 þúsund kr. auk annarra gjafa til góðgerðarmála:

Hákon Hákonarson, gjaldkeri Umhyggju, ásamt þeim Hjalta og Thelmusem sáu um tónleika sem voru vel sóttir.

Mc Gauti skemmtir áhorfendum.

Page 13: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Nú í haust opnaði Myndlistaskól-inn í Reykjavík útibú á Korpúlfsstöð-um í tengslum við stofnun Sjónlista-miðstöðvar þar sem 40-50 myndlista-menn og hönnuðir vinna undir samaþaki og margvísleg verkstæði eru íuppbyggingu. Skólinn býður nú þeg-ar upp á námskeið fyrir börn frá 6-12ára en mun nú bjóða upp á fleirinámskeið fyrir þennan aldurshópásamt því að bæta við unglingahóp13-16 ára á laugardögum. Kennt er ílitlum hópum þar sem færi gefst áeinstaklingsmiðuðu námi. Eitt meg-in markmið kennslunnar er að örvaskapandi hugsun og persónulegatjáningu og þar með auka hæfninemenda til að takast á við verkefniá frjóan hátt. Gengið er út frá grund-vallaratriðum sjónlista í tvívídd ogþrívídd; form, rými lit og ljós ogskugga. Nemendur læra að beitaýmsum áhöldum og efnum og læraþar með að þroska almenn vinnu-brögð og tilfinningu fyrir formi ogefni. Með því móti er leitast við aðkveikja áhuga á myndgerð og form-hugsun í víðara samhengi, m.a. listaog menningarsögu.

Í heimi þar sem myndræn frásögnverður umfangsmeiri með degihverjum er þýðingarmikið að þjálfasjónræna athygli og opna leiðir tilmarkvissrar myndrænnar vinnu oghugsunar.

Sem dæmi um verkefni sem unniðvar á haustönn bæði með 6-9 ára

nemendum og 10-12 ára má nefnastóra ævintýrasteina. Nemendurbyrjuðu á að skoða myndir af hrauniog hraunmyndunum, skoðaðar vorumyndir frá Dimmuborgum þar semhægt er að greina tröll og andlit íhrauninu. Næst voru ýmsar tegund-ir af steinum rannsakaðir með þvíað teikna þá. Þá var hafist handa viðað búa til grind að stein eða fjalli úrhænsnavír, gips var síðan sett utan-um grindina og síðast var sandur ogýmsir hlutir límdir á steinanaþannig að til urðu augu, nef, felu-staðir, mosi og ýmislegt fleira.Einnig fengu nemendur að málafjallasýnina út um gluggann, gerðusjálfsportrett, unnu í leir og margtmargt fleira. Á vorönn verður þemanámskeiðanna Myndlist-Hljóð og mábúast við spennandi tilraunum ogverkefnum í tengslum við það, bæði ítvívídd og þrívídd.

Á unglinganámskeiðinu sem er áLaugardögum frá 10:00-13:00 verðurbyrjað á gipsmótun og afsteypum,farið verður í teikningu og málun ogþemað Myndlist-Hljóð verður tekiðfyrir. Á unglinganámskeiðunum erfarið dýpra í tækni og aðferðir ogverkefnin taka gjarnan nokkrarhelgar.

Allir kennarar Myndlistaskólanseru starfandi myndlistamenn oghönnuðir. Kennarar á barnanám-skeiðunum verða Brynhildur Þor-

geirsdóttir myndhöggvari, SigríðurÓlafsdóttir, málari og Elva J. Hreið-arsdóttir, myndlistamaður. Ung-lingahópnum á laugardögum munSari Maarit Cedergren, myndlista-maður kenna. Bæði Sari og Elvahafa vinnuaðstöðu á Korpúlfsstöð-um sem skapar spennandi tenginguinn í starfsemi hússins og gefur nem-endum einstakt tækifæri á að kynn-ast þeirri vinnu sem fer fram ávinnustofu myndlistarmanna.

Myndlistaskólinn er lifandi vett-vangur listsköpunar þar sem hátt í400 nemendur stunda nám á hverriönn - ýmist í fullu námi eða sækjanámskeið. Skólinni hefur ætíð lagtríka áherslu á myndlistarkennslufyrir börn og unglinga og er kennsl-unni ætlað að styðja við og dýpka þáalmennu þekkingu sem grunnskól-inn veitir með listgreinakennslusinni. Með samstarfi við þá lista-menn og hönnuði sem vinna á Korp-úlfsstöðum fá nemendur innsýn inní vinnu listamanna og hönnuða oggeta nýtt sér þá aðstöðu sem verið erað koma upp í hinni nýju Sjónlista-miðstöð. Með þeim hætti verðurSjónlistamiðstöðin frjór vettvangurþar sem íbúar hverfisins geta sóttinnblástur og þekkingu til þeirralistamanna sem þar starfa.

Ný námskeið hefjast 22. Janúar,skráning stendur yfir í Myndlista-skólanum í Reykjavík í síma: 5511990eða á netinu. www.myndlistaskol-inn.is

Fréttir GV14

Fjölbreytt nám-skeið fyrir börn

og unglinga

Myndlistaskólinn í Reykjavík kominn með útibú á Korpúlfsstöðum:

Myndlistaskólinn í Reykjavík er með útibú á Korpúlfsstöðum.

6-9 ára nemendur horfa í spegil og teikna sjálfsportrett með því að horfa í spegil.

Nemandi í 13-16 ára hópi fjölfaldar mynd með stenslaaðferð.

6-9 ára nemendur teikna með þurrkrít.

Page 14: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Leikskólasvið Reykjavíkurborgar auglýsir eft-

irfarandi stöður lausar til umsókna:

Leikskólakennari/leiðbeinandi.Brekkuborg, Hlíðarhúsum 1, sími 567-9380..Hamrar, Hamravík 12, sími 577-1240..Hulduheimar, Vættaborgum 11, sími 586-1870..Klettaborg, Dyrhömrum 5, sími 567-5970..Kvarnaborg, Árkvörn 4, sími 567-3199..Kvistaborg, Kvistalandi 26, sími 553-0311. Um er að ræða 100% stöðu og50% stöðu f.h..Laufskálar, Laufrima 9, sími 587-1140..Lyngheimar, v/Mururima, sími 567-0277..Rauðaborg, Viðarási 9, sími 567-2185.Reynisholt, Gvendargeisla 13, sími 517-5560..Sjónarhóll, Völundarhús 1, sími 567-8585..Ösp, Iðufelli 16, sími 557-6989.

Yfirmaður í eldhúsi.Heiðarborg, Selásbraut 56, sími 557-7350.

Matráð vantar í afleysingar frá 1. mars '07 til 1. febrúar '08.

Aðstoð í eldhúsi.Heiðarborg, Selásbraut 56, sími 557-7350.

Skilastaða/hlutastörf.Ösp, Iðufelli 16, sími 557-6989. Um er að ræða starf frá 14.30 til 17.30.

FréttirGV15

Fréttir frá Frí-stundaheimilum

Leiksýning í VíkKrakkar sem verið hafa í leiklistarklúbbi í frístundaheimilinu Vík hófu að-

ventuna á því að leika ævintýrið um Öskubusku fyrir foreldra og systkini.Sýningin var sérlega glæsileg og ljóst að krakkarnir höfðu lært heilmikið íframsögn og tjáningu.

Bókakynning í RegnbogalandiÓlafur Gunnar Guðlaugsson höfundur bókanna um Benedikt búálf kom í

heimsókn í frístundaheimilið Regnbogaland rétt fyrir jólin og las upp úrnýrri bók sinni sem heitir ,,Svarta nornin’’. Hann færði krökkunum í Regn-bogalandi fjórar teikningar úr sögunni. Kynningin tókst mjög vel og krakkarjafnt sem starfsfólk sat og hlustaði á af innlifun.

Foreldrakaffi í TígrisbæÞann 14. desember var foreldrum barnanna í frístundaheimilinu Tígrisbæ

boðið í heimsókn til þess að eiga notalega stund saman. Samkoman heppnað-ist mjög vel. Yfir 100 manns komu og skreyttu piparkökur, spjölluðu við starfs-fólkið og hlustuðu á rólega jólatónlist.

Góðgerðastarfið heldur áfram í Grafarvogi Börnin í 2. - 4. bekk í Tígrisbæ söfnuðu dósum til þess að geta keypt gjafir

undir jólatréð í Kringlunni. Þrír duglegustu strákarnir fóru með starfsmannií Kringluna þann 19. desember, keyptu þrjá pakka, pökkuðu þeim inn og settuundir tréð. Frábært framtak hjá krökkunum.

Áramótahreinsun 3. janúar fóru krakkarnir í Tígrisbæ út að týna upp áramótaruslið. Krakk-

arnir tóku rösklega til hendi í þessu þarfa verkefni.

Leikskólasvið

GrafarvogsblaðiðAuglýsingar og ritstjórn

Sími: 587-9500

Fimm vikna sjálfsstyrk-ingarnámskeið í febrúar

Námskeiðið verður haldið í Borgartúni 28, efstu hæð, á miðvikudögum kl. 17:00 - 19:30 á tímabilinu 7. febrúar til 7. mars 2007.

Á námskeiðinu færð þú aukið öryggi í samskiptum, lærir að segja nei, lærirað njóta þín hér og nú og að standa með þér þannig

að fallegir eiginleikar þínir nái að blómstra. Verðið er 27.000 kr. Innifalið í því er námskeiðið og að auki einn einkatími.

Skráning fer fram hjá leiðbeinenda námskeiðsins, Rannveigu Þyri í síma 8247778 og á www.sjalfsstyrking.is

Leyfðu þér að njóta lífsins á þinn hátt, fyrir þig

Page 15: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Fréttir GV16

Kæru viðskiptavinir!Kærar þakkirfyrir árið 2006Hársnyrtistofan Höfuðlausnir

Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Anní Mría Ósk Hrund Kristín Stína

Bára Jónína

Snyrtistúdíó Önnu Maríufagnar eins árs afmæli

Vilt þú vinna í góðum hóp?Okkur í Engjaskóla vantar góðamanneskju í hlutastarf til að sjá

um mötuneyti kennara.Allar upplýsingar eru veittar ísímum 510-1300 og 664-8160

sími 551 1990www.myndlistaskolinn.is

SpennandiMyndlistanámskeiðfyrir börn og unglinga

Korpúlfsstöðum

Snyrtistúdíó Önnu Maríu, sem ertil húsa að Baughúsum 21 í Grafar-vogi, fagnar eins árs afmæli um þess-ar mundir.

Anna María sagði í samtali viðGrafarvogsblaðið að hana langaði tilað nota tækifærið og þakka við-

skiptavinum frábærar móttökur ogaf því tilefni bjóða viðskiptavinumsínum 15% afslátt af Guinot djúpr-aka og jurta- og ilmolíu andlitsmeð-ferðum til loka janúar.

Í vetur verður boðið upp á förðuná laugardögum af Jóhönnu Baldurs-

dóttur förðunarfræðingi.Snyrtistúdíó Önnu Maríu veitir

fyrsta flokks þjónustu og slökun fráamstri dagsins. Boðið er upp á allaalmenna snyrtingu og rafmangs há-reyðingu. Tímapantanir og upplýs-ingar í síma 577 3132.

Snyrtistúdíó Önnu Maríu fagnar eins árs afmæli um þessar mundir. GV-mynd PS

Page 16: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

2 2.200

álegg á

PIP

AR

SÍA

70

08

3

Page 17: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Fréttir GV18

Suðurströnd 4Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000

Bestu dekkin átta sinnum!

Í átta ár hafa Toyo dekkin verið valin þau bestu af Tire Review Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra hjólbarðasala

í Bandaríkjunum.

Tölvuþjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga.Netverslun með tölvubúnað og rekstrarvöru

www.bst.is Gylfaflöt 24-30 Sími: 5679760

Heilsuhorn Grafarvogsblaðsins:

Áramótaheit

Skautastund

Nú er nýliðið mesta hátíðartíma-bil okkar landsmanna, desember.Hver einasti desembermánuður erstútfullur af mannamótum ogveisluhöldum, nánast frá 1. desem-ber, hlaðborð með vinum, vinnufé-lögum og fjölskyldu. Hátíðin vindursvo hægt og rólega upp á sig og nærhámarki þann 24. Matarsvalliðstendur í heila viku og endar meðhvelli, gamlárskvöldi.

Um þetta leyti gengur í garð upp-gjör ársins á öllum vígstöðvum. Ísjónvarpinu dynja yfir okkur alls-kyns annálar, fréttir ársins, fótboltiársins, golf ársins o.s.frv. Stjórn-málamenn landsins eru fengnir tilað líta yfir farinn veg, þó þeir hafiallir átt gallalaust ár þ.e. að eiginsögn og lofa að sjálfsögðu bættri tíð.

Við erum engin undantekning fráþessari endalausu naflaskoðun oglítum á okkur sjálf með gagnrýnumaugum. Hvað má betur fara? Um leiðog búið er að bjóða nærstöddum fjöl-skyldumeðlimum gleðilegt nýtt ársetjum við okkur flest ný markmiðfyrir komandi ár. Hætta að reykja,koma heimilsbókhaldinu í stand,grennast, styrkjast og svo má lengihalda áfram. En ef þessi markmið

eru ekki tekin föstum tökum erhætta á að þau endi sem markmiðnæsta árs.

Hvernig tökum við áramótaheitföstum tökum? Jú það eru nefnilegatil áramótaheitareglur!

Í fyrsta lagi verður áramótaheitðað vera skýrt. Ef það er loðið þá virð-ist alltaf hægt að breyta því eftir á.

,,Ég ætla að fara í ræktina á ár-inu’’. Svona heit er hægt að afgreiðastrax annann janúar, þ.e. stíga inn ílíkamsræktarstöð, hugsanlega lítayfir opnunartíma og verðskrá. Ogviti menn. Það er búið að uppfyllaheitið. Það þarf að strípa af ára-mótaheitinu allan vafa og setja það ífastar skorður.

Í öðru lagi verður áramótaheitiðað vera byggt á vísindalögmálummóður jarðar. Ekki stefna á að verafyrsta manneskjan til að fara tiltunglsins á fjallahjóli. Lykilorðiðhérna er raunhæft. Ef við setjummarkið of hátt þá er aldrei mögu-leiki á að ná því. Með því erum viðeinungis að undirbúa okkur undireigin vonbrigði og mistök.

Númer þrjú, áramótaheitið á aðvera tímasett. Ef það er enginn skila-frestur á markmiðinu þá er hægt að

fresta því að vild og það endar þvíhugsanlega sem áramótaheit næstaárs, án þess þó að það hafi ekki veriðstaðið við það.

Fjórðu reglunni er ekki alltafhægt að framfylgja en það er að hafaáramótaheitið mælanlegt. Ef þú ætl-ar að grennast hafðu markmiðið ítölum, hér er hægt að miða við ann-að hvort þyngd eða fituprósentu.Huglægu markmiði er alltaf hægt aðbreyta aðeins eftir á og jafnvel sann-færa sjálfan sig um að markmiðið séuppfyllt á hálfri leið.

Þó það séu sjálfsagt til fleiri reglurí áramótaheitareglubókinni þá tel égþessar vera þær einu nauðsynlegu.Áramótaheitið á að vera skýrt, raun-hæft, tímasett og mælanlegt.

Nú þegar búið er að fullmóta ára-mótaheitið eftir þessum kúnstarinn-ar reglum þá er eftirleikurinn ekkertmál. Það þarf nefnilega bara tvohluti til að uppfylla áramótaheit.Þeir eru agi og vinna.

Með áramótaheitakveðju:Húsbóndinn í Orkuverinu

Frír tími fylgiröllum kortum

Sólbaðsstofa Grafarvogs - Hverafold 5 - Sími: 587-5577

Nýjar perur, gufubað, þægileg skipti,sturtuaðstaða, notalegt umhverfi

- eftir Georg Ögmundsson í OrkuverinuGeorg Ögmundsson, aflrauna-maður og eigandi Orkuversins íEgilshöll.

Samverustundum foreldra ogbarna má ætíð fjölga og fátt bætirsamskiptin betur en að geta stundaðsameiginlegt áhugamál saman. For-eldrar og börn þeirra hafa ekki mörgtækifæri til að stunda íþróttaæfingarsaman fyrr en nú. SkautafélagiðBjörninn er að byrja með æfingar semkallast Skautastund og er ætluð for-eldrum og börnum þeirra á aldrinum5-6 ára. Á Skautastund læra bæði for-eldrar og börn fyrstu sporin á skaut-um undir leiðsögn þjálfara Bjarnar-ains. Skautastund fer fram í Egilshöll-inni í Grafarvogi á sunnudögum í vet-ur frá kl 12.00-12.45. Best er að mæta20 - 30 minútum fyrir þann tíma til aðfara í skautana og gera sig tilbúin.

Foreldrar skauta með börnunumog læra með þeim fyrstu sporin á ísn-um. Æfingarnar eru sniðnar að para-samvinnu barna og foreldra eða litl-um hópum barna og foreldra.

Skautaíþóttin er kjörin leið til aðná betri tökum á jafnvægi, auknumstyrk og þoli en fyrst og fremst er ver-ið að bjóða upp á notalega samveruforeldra og barna. Við það að skautaþjálfar maður allskonar vöðva semaðrar íþróttir gera ekki.

Fyrir þau börn sem vilja síðarhalda áfram að stunda skautaíþrótt-ina hefur Björninn tvær öflugar deild-ir þar sem annarsvegar er boðið upp áíshokkí og hins vegar listskauta.Íhokkí er spennandi íþrótt fyrir bæðistráka og stelpur þar sem hraði,snerpa og leikni er í aðalhlutverki.Hokkí virkar vel til að efla klára ogorkumikla krakka. Samvinna, sjálfs-traust og einbeiting eru mikilvægirþættir tengdir hokkíleik og kennslu

og eru mikilvægir í lífinu. Þetta er alltsett í búning sem einkennist af hraðaog leikgleði sem er einmitt það semgerir hokkí að svo frábærri íþrótt.Skemmtunin, áskorunin, nýju vinirn-ir og virk þátttaka foreldra safnastsaman í stóran reynslupakka sem

mun færa börn og foreldra nær hvertöðru.

Allar nánari upplýsingar umSkautastundina má fnna á bjorn-inn.com og einnig gefur þjálfari fé-lagsins nánari upplýsingar í síma 847-5366.

Móðir og barn á skautum.

Page 18: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

FréttirGV19

Fermingarbörn íRimaskóla gefaungbarnafatnað

Framleiðandi: Skrautás ehf. - Sími: 587-9500 - www.krafla.is

Falleg flugubox úr léttum viði með glæsilegum

og gjöfulum flugum eftir Kristján Gíslason.

Mikið úrval. Sjá nánar á www.krafla.is

Falleg gjöf fyrir

einstaklinga

og fyrirtæki

5 tegundir boxa

- 26 laxaflugur

- 18 laxaflugur

- 20 Kröflur

- 15 tvíkrækjur

- 25 silungaflugur

Nemendur í 8. bekk Rimaskólasem voru í textílmennt á haustönnheimsóttu Hjalparstarf kirkjunn-ar fyrir jólin í þeim tilgangi aðgefa til hjálparstarfsins.

Krakkarnir afhentu hlýlegan ogfallegan ungbarnafatnað sem þauhöfðu sjálf saumað í textíltímum.Það var textílkennari þeirra húnAlma Ernstdóttir sem átti hug-myndina að þessu verkefni ogtengdi það kennslu í lífsleikni.

Nemendur 8. bekkjar eru áfermingaraldri og þau lögðu sigfram við að sauma fjölbreytileganog nýtilegan fatnað úr fallegu flís-

efni.Jónas Þórisson framkvæmdar-

stjóri Hjálparstarfs kirkjunnartók á móti krökkunum í 8. bekk ogþakkaði þeim hugulsemina. Hannhrósaði þeim fyrir vandaða vinnu.

Gjöf 8. bekkinganna í Rima-skóla var gefin til þurfandi fjöl-skyldna á Íslandi. Hjálparstarfs-verkefnið hefur nú verið sett inn ínámsvísi nemenda 8. bekkjar ogreiknað með að nemendur á vor-önn fái einnig tækifæri til að gefasína handavinnu enda þörf á að-stoð allt árið um kring.

Nemendur 8. bekkjar Rimaskóla afhenda handavinnu sína til Hjálparstarfs kirkjunnar. Með þeim á mynd-inni eru Helgi Árnason skólastjóri, Jónas Þórisson framkvæmdarstjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, Sr. BjarniÞór Bjarnason prestur Grafarvogssafnaðar, G. Íris Guðmundsdóttir umsjónarkennari og Alma Ernstdóttirtextílkennari Rimaskóla.

Alma Ernstdóttir textílkennari ásamt þremur stúlkum 8. bekkjar virða fyrir sér afrakst-ur vinnunnar en fötin voru gefin til hjálparstarfs kirkjunnar.

Gjöf fermingarbarnanna í Rimaskóla, fallegur og nytsamlegur ungbarnafatnaður, teppi,peysur, buxur, húfur og sokkar.

Við gröfum nöfn veiðimanna eða lógófyrirtækja á boxin

Sjá nánar á www.Krafla.is

Page 19: Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/L

BI

3565

1 01

/07

Stór þáttur í manneskjunni er að vilja skipta máli og taka þátt í að skapa umhverfi sitt og samfélag. Í Einkabankanum og Fyrirtækjabankanum á landsbanki.is er þjónusta sem auðveldar einstaklingum og fyrirtækjum að styðja við góð málefni. Á einfaldan hátt er hægt að velja á milli fleiri en 70 góðgerðarfélaga og leggja þeim lið með einni greiðslu eða með reglubundn- um hætti allt árið. Það er auðvelt að byrja og auðvelt að hætta.

Það er auðvelt að skipta máli.

Leggðu góðu málefni lið