38
Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 5. tbl. 17. árg. 2006 - maí Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005 Eitt númer 410 4000 $KHTGKÆCUMQÆWP )TCHCTXQIK 1RKÆ QI )[NHCHNÌV 5ÃOK 410 4000 | landsbanki.is ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 32665 05/2006 ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 32665 05/2006 Frá fundi frambjóðendanna með íbúum Grafarvogs í Rimaskóla. Efni vegna kosninganna 27. maí er fyrirferðarmikið í blaðinu og í miðopnu svara framboðin spurningum Íbúsamtaka Grafarvogs. Rúm vika í kosningar Rúm vika í kosningar

Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Citation preview

Page 1: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðDreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi5. tbl. 17. árg. 2006 - maí

Komdu beint til okkar!- og við tjónaskoðum í hvelli þér

að kostnaðarlausu

Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Bilastjarnan_02_001.ai 18.11.2004 15:18:40

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

7159

01/

2005

Eitt númer

410 4000

������������ ��������

��������������������������������������

������������� ��!�"��"��

410 4000 | landsbanki.is

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 3

2665

05

/200

6 Í

SLEN

SKA

AUG

LÝSI

NG

ASTO

FAN

/SIA

.IS

LBI

326

65

05/2

006

Frá fundi frambjóðendanna með íbúum Grafarvogs í Rimaskóla. Efni vegna kosninganna 27. maí erfyrirferðarmikið í blaðinu og í miðopnu svara framboðin spurningum Íbúsamtaka Grafarvogs.

Rúm vika í kosningarRúm vika í kosningar

Page 2: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Ánægjulegt var að sjá hve margiríbúar láta sér mál hverfisins varða.Stjórnmálamenn kynntu helstu bar-áttumál sín og svöruðu nokkrumfyrirfram gefnum spurningum ervörðuðu hverfið. Svörin eru birt hérí miðopnu blaðsins. Ljóst var á mál-flutningi stjórnmálamannanna, aðallir eru búnir að sannfærast umágæti íbúasamtaka, þátttöku íbúaog íbúasamráðs. Samráðið umSundabraut er í gangi og nú ervinnuhópur að reikna tillögur full-trúa íbúasamtakanna um að fariðverði í göngum undir Elliðavog.Samráðsferlið sem verið hefur ígangi vegna Sundabrautar lofargóðu og við lítum björtum augum áað besta lausnin fáist í þessu miklamannvirki sem Sundabrautin verð-ur. Ljóst er þó, að nokkuð langt er íað við sjáum að virk þátttaka íbúaverði viðurkennt verklag í stjórnunnærumhverfis. Íbúar þurfa sífellt aðberjast fyrir því að fá að koma aðákvörðunum í málum er varða hverf-ið okkar. Oft fréttum við ,,óvart’’ affyrirhuguðum framkvæmdum. Nýj-asta dæmi um þetta er:

Gasleiðsla frá Álfsnesi í gegn-um Grafarvogshverfið, gæti vald-ið sprengihættu og skaðað fjörur,ef ekki verður vel að verkinustaðið!

Fyrirhugað er að Orkuveitanleggi gaslögn frá sorphaugunum viðÁlfsnes, að bensínstöð við Bílds-höfða. Þetta er í sjálfu sér þjóðþrifaframkvæmd og kemur vonandi tilmeð að auka hlutfall metanbíla á göt-unum. Hins vegar má deila um hvarleiðslan er lögð. Samkvæmt upplýs-ingum á hún að liggja yfir Álfsnes, ísjó og að koma á land í víkinni viðEiðið, þar sem kajakklúbburinn er.Síðan fylgja ströndinni og þveraGufunesið.

Við setjum spurningamerki viðþessa framkvæmd að því leiti, að ískýrslu Skipulagsstofnunar um mál-ið, er varað við því, að ef lögn semþessi rofnar eða fer að leka, geturþað haft í för með sér veruleg áhrif ánæsta umhverfi í formi sprengi-hættu. Annað sem við þurfum aðvera vakandi með er, hvar leggja áleiðsluna. Fram kemur í skýrslunni,að gaslögnin verður lögð á hefð-bundin hátt í jörð í fjörunni, nemahvað fergja þarf lögnina að auki meðgrjóti til þess að hún haggist ekki ísæróti.

Ekki þótti ástæða að kynnaþessa framkvæmd íbúum!

Gæta verður þess að það rót raskiekki fjörunum okkar sem við erumað reyna að berjast fyrir að vernda.Einnig að ummerki um lögn leiðsl-unnar verði hvergi sýnileg í fjörumGrafarvogs. Þó er skylt að merkjahvar leiðslan liggur af öryggisástæð-um. Vonum við að það verði gert ásmekklegan hátt.

Fundur með þingmönnumReykjavíkur og stjórnum Íbúa-samtaka Grafarvogs og Lauga-dalshverfa í Íssalnum í Egilshöll.

Íbúasamtök ÍG og ÍL kölluðu þing-menn Reykvíkinga til fundar til aðkynna fyrir þeim afrakstur vinnusamráðshóps um Sundabraut. Í sam-ráðsnefnd eiga sæti Elísabet Gísla-dóttir form ÍG, Magnús Jónassonstjórnarmaður ÍG, Guðmundur J.Arason form ÍL og Gauti Krist-mannsson stjórnarmaður ÍL.

Átta þingmenn sáu sér fært aðkoma: Kolbrún Halldórsdóttir, Öss-ur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurð-ardóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir,Helgi Hjörvar, Guðrún Ögmunds-

dóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson ogGuðmundur Hallvarðsson.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ÁstaMöller, Mörður Árnason og Geir H.Haarde boðuðu forföll.

Fundurinn tókst frábærlega vel ogljóst að þingmenn tóku málflutningiokkar afar vel. Reyndar svo vel að

formaður samgöngunefndar alþing-is, Guðmundur Hallvarðsson, kall-aði okkur á fund með nefndinni 30.maí eða um leið og Alþingi kemursaman að nýju, til þess að flytjakynningu okkar þar.

Þetta er geysilegur áfangasigurfyrir okkur í samráðshópnum oggefur okkur góða von um að viðun-andi árgangur náist í þessu mikil-væga máli sem Sundabrautin er.

Heilsugæslan stendur frammifyrir því að þurfa að loka fyrirallar nýskráningar á stöðina.

Nú er svo komið að heilsugæslu-stöðin annar ekki eftirspurn vegnaþess að það vantar viðbótar stöðu-gildi læknis. Aðstaða er fyrir einnlækni til viðbótar á stöðinni en yfir-völd hafa ekki séð ástæðu að ráða íhana. Ljóst er að nú verða yfirvöld aðfara að bregðast við.

Þegar þetta er skrifað blasti sústaðreynd við að hætt yrði nýskrán-ingum frá og með mánudeginum 15.maí sem er mjög bagalegt og rýrirþann þjónustustuðul sem okkur var

lofað.Við lýsum yfir áhyggjum okkar og

viljum minna á loforð yfirvalda tilíbúa i sunnanverðum hverfum íGrafarvogi að byggt skyldi á lóðheilsugæslunnar í Logafold áður enstöðugildi lækna kæmust í þrot.

Íbúasamtök Grafarvogs

Fréttir GV2

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðÚtgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Netfang Grafarvogsblaðsins: [email protected]órn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844.Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi.Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Kosningar nálgast

[email protected]

Nú eru kosningar til borgarstjórnar á dagskrá eftir nokkradaga. Kosið verður laugardaginn 27. maí.

Í Grafarvogsblaðinu að þessu sinni er mikið efni sem tengistumræddum kosningum. Grafarvogsbúar fá kærkomið tæki-færi til að kynna sér hvað framboðin hafa fram að færa þegarhverfið okkar er annars vegar. Við birtum fjölmargar greinarfrá frambjóðendum. Einnig eru í miðopnu blaðsins birt svörframboðanna við 10 spurningum tengdum Grafarvogi semÍbúasamtök Grafarvogs lögðu fyrir framboðin.

Við skorum á Grafarvogsbúa sem hafa ekki enn gert upphug sinn að gefa sér tíma til að lesa það sem fram kemur í blað-inu varðandi kosningarnar. Eftir þann lestur ætti ekki að veraerfitt fyrir lesendur að ákveða sig.

Grafarvogsblaðið er 40 síður að þessu sinni og hefur aðeinseinu sinni verið svo stórt í sniðum. Gríðarleg ásókn var í blað-ið að þessu sinni og alveg ljóst að frambjóðendur til kosning-anna eftir rúma viku gera sér grein fyrir hve máttur blaðsinser mikill.

Eitt fyrirferðamesta málið í kosningabaráttunni hefur ánefa verið fyrirhuguð Sundabraut. Ekki hefur enn verið ákveð-ið hvaða leið verður fyrir valinu en eftir atburðum síðustuvikna er alveg ljóst að þáttur Íbúasamtaka Grafarvogs íSundabrautarmálinu er mikill. Eftir að umhverfisráðherrasetti þau skilyrði að haft skildi samráð við íbúa komust mál ánokkuð skrið. Rétt er að árétta hve þáttur Íbúasamtaka Graf-arvogs virðist vera mikill í þessu stóra máli. Er nú svo komiðað besta leiðin fyrir íbúa Grafarvogs, göng, er að verða ofan á.Og kannski tími til kominn að tekið sé af skarið og tími fram-kvæmda renni upp.

Í svörum framboðanna við spurningum Íbúasamtak Grafar-vogs koma fram nokkuð skýr svör. Annað stórt mál, brotthvarfSorpu úr Grafarvogi, er þar einnig tekið fyrir og ekki mágleyma Hallsveginum. Talsverðar lýkur eru á því að Sorpaopni stöð á nýjan leik í Grafarvogi eftir næstu kosningar ogyrði það fagnaðarefni.

Að lokum viljum við óska Grafarvogsbúum gleðilegssumars og þökkum fyrir ánægjulegan vetur.

Stefán Kristjánsson

Fjölmennur fundur Íbúasamtaka Grafarvogs með frambjóðendum:

Álagið á læknum heilsugæslunnar í Grafarvogi er orðið óbærilegt.

Öll framboðin mættutil leiks í Rimaskóla

,,Á Valhúsahæðinni er verið að krossfestamann ......’’ orti Steinn Steinar forðum. Þetta varnokkuð skýr frétt og maður veltir því fyrir sérhvort maður eigi ekki að kaupa sér far með BSog líta nánar á þetta.

En fréttin um jarðvegsmönina á bls. 2 í 4. tölu-blaði Grafarvogsblaðsins, apríl 2006 er ekki jafnskýr. Vonandi kaupir sér enginn far með strætis-vagninum til þess að líta á það fréttaefni.

Það er vitað að áhugamenn í Grafarvogi umbætta og öruggari umferð hafa unnið gott verkog verið óþreytandi við að benda borgaryfirvöld-um á hvar til bóta væri að lækka hámarkshraða.Þekkt er að litið er á hraðahindranir í lítið ekn-um íbúðargötum sem stöðutákn (,,Hann Toggifékk hraðahindrun fyrir utan hjá sér; ég á líkaminn rétt ....’’).

Við skulum ekki minnast á Hallsvegs-heil-kennið, en jarðvegsmön við Gullinbrú er hreintbull.

Þegar við vorum í neðstu bekkjum barnaskól-ans var algeng spurning í greindarvísitölukönn-un okkar krakkanna: ,,Hvort viltu frekar verablindur eða heyrnarlaus?’’ Þetta var auðvitaðbarnaleg spurning.

Íbúar í Foldahverfi hafa búið í sínu grónahverfi í 20 ár í 300 til 1000 m fjarlægð frá Gullin-brú og unað glaðir við sitt. Hverjum dettur í hugað þeir eða aðrir íbúar Grafarvogs vilji fórna þvígullfallega útsýni, sem þarna er í nær allar áttir,fyrir óþarfa jarðvegsmön? Hvaðan kemur þessihugmynd?

Hættið við þessa framkvæmd og þá er ég vissum að ,,margir íbúar í Grafarvogi eiga væntan-lega eftir að kætast í sumar ...’’ eins og segir ífyrrnefndri grein.

Þessi sjónmön er ekki í okkar þágu, íbúanna íGrafarvogi.

Gunnar Torfason, Frostafold 14Horft út Grafarvog. Innfellda myndin er af greinarhöfundi, Gunnari Torfasyni.

- Gunnar Torfason, íbúi við Frostafold, skrifar

300-400 m sjónmön við Gullinbrú?

Page 3: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006
Page 4: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Hjónin Guðrún Rut Erlings-dóttir og Gunnar Magnússon,Gautavík 10, eru matgoggar aðþessu sinni. Við birtum hér fráþeim uppskriftir sem svo sann-arlega er þess virði að reyna.

Hvítlaukasbakaðirhumarhalar í forrétt

Humarinn klipptur að ofan-verðu,hreinsaður og fiskurinndreginn upp þannig að hannliggi ofan á skelinni, síðan ersett brauðrasp ofan á fiskinnog penslað með hvítlauks-

smjöri. Bakað við 220°c þangaðtil að fiskurinn er hvítur.

Gott að bera fram með ri-stuðu brauði.

Marbella Kjúklinga-réttur í aðalrétt2 kjúklingar í bitum.

1 hvítlaukur.1/4 bolli oregano.Salt og svartur pipar.1/2 bolli rauðvínsedik.1/2 bolli olívuolía.1 bolli steinlausar sveskjur.1/2 bolli steinlausar ólívur.1/2 bolli capers + smá safi.6 lárviðarlauf.

Öllu þessu blandað saman ogkjúklingurinn látinn mariner-ast í þessu yfir nótt.

Kjúklingurinn og gumsið ersíðan sett í eldfast mót og út íþað blandast síðan:

1 bolli púðursykur.1 bolli hvítvín.

Bakað við 200¨c í ca. 50 mín-útur.

1/4 bolli steinselja sett yfiráður en borið er fram.

Gott að bera fram með gufu-soðnu brokkáli og hrísgrjón-um.

Ferskir ávextirí eftirréttNiðurskornir ferskir ávextir,

má vera hvað sem er, jarðaber,melóna, bananar, bláber, appel-sína með vanillurjóma.1/2 líter rjómi þeyttur.2 eggjarauður.1 msk. flórsykur.1 msk. vanilla.

Eggjarauðurnar, flórsykur-inn og vanillan, allt er þettaþeytt saman í ljósa froðu ogblandað síðan saman við rjóm-ann.

Ávextirnir settir í litlar skál-ar og smá sletta af vanillurjóm-anum sett yfir.

Verði ykkur að góðu,Guðrún Rut og Gunnar.

Matgoggurinn GV4

Soffía og Ragnarnæstu matgoggar

Guðrún Rut Erlingsdóttiur og Gunnar Magnússon, Gautavík 10, skora áSoffíu Gísladóttur og Ragnar Magnússon, Garðsstöðum 15, að koma með

uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim girnilegar uppskriftir ínæsta blaði í júní.

Humarhalar,Marbella

kjúlli og fersk-ir ávextir

með rjóma

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

- að hætti Guðrúnar og Gunnars

Guðrún Rut Erlingsdóttir og Gunnar Magnússon. Þau bjóða lesendum Grafarvogsblaðsins upp á sérlegagirnilega rétti sem vert er að prófa við fyrsta tækifæri. GV-mynd PS

Vantar ruslaföturnar,,Mér finnst þetta ekki gott

ástand. Ég geng mikið með strönd-inni fyrir neðan Borgahverfi ogStaðahverfi og þarna er varlaruslafötu að sjá. Af þessu leiðir aðtil að mynda hundaeigendur hendapokum með úrgangi dýra sinnahér og þar. Þetta gengur ekki leng-ur og ég vil hvetja viðkomandi að-ila til að kippa þessu í liðinn og

koma ruslafötunum fyrir semfyrst,’’ sagði reiður Grafarvogsbúií samtli við GV.

Oft höfum við hér á GV hvatthundaeigendur og aðra íbúa hverf-isins til að ganga vel um. Það tekurauðvitað engu tali ef hundaeigend-ur eru enn að henda frá sér pokummeð hundaskít hér og þar umhverfið. En til þess að þetta komist

í viðunandi lag þurfa ruslaföturn-ar auðvtað að vera til staðar.

Ennþá fréttum við af hundaeig-endum sem alls ekki taka skítinnupp eftir hunda sína og liggja þá,,lummurnar’’ jafnvel á göngustíg-um. Munið eftir pokunum og kom-ið þeim fyrir á tilheyrandi stað, ínæstu ruslafötu. Vonandi munþeim fjölga fljótlega.

Page 5: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006
Page 6: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Frá Hverfisráði Grafarvogs:

Miðgarður fagnar ákvörðunborgarráðs sem samþykkt hefurfjárveitingu fyrir verkefnastjóratil að gera samfellu í frístunda-starfi og skóla barna og unglingaað veruleika.

Á undanförnum árum hefurmikil áhersla verið lögð á for-varnamál hjá Miðgarði. Má þarnefna að vorið 1997 var stofnaðurforvarnahópur undir heitinu

,,Grafarvogur í góðum málum’’og árið 2001 tók ,,Gróska í Graf-arvogi’’ við. Nú með tilkomunýrrar heildstæðrar forvarna-stefnu fyrir Reykjavíkurborg erstefnan tekin á enn frekara for-varnastarf. Í forvarnastefnuReykjavíkurborgar er m.a. lögðrík áhersla á heilbrigðan lífsstílog möguleika til þátttöku í íþrótt-um og uppbyggilegum tómstund-

um og er samfella frístundastarfsog skóla barna og unglinga þarmikilvægt skref.

Því má ekki gleyma að mestuáhrifavaldar barna og unglingaeru foreldrar þeirra og fjölskyldaauk þess sem skipulagt frí-stundastarf, undir stjórn ábyrgsaðila, hefur mikilvægu hlutverkiað gegna þegar talað er um for-varnir. Fjölmargar rannsóknir

hafa sýnt að þau börn og ung-lingar sem eru þátttakendur ískipulögðu íþrótta- og frístunda-starfi eru síður líkleg til að leið-ast út í neyslu vímuefna eða aðr-ar sjálfseyðileggjandi athafnir.

Oftar en ekki er það þannig aðþegar foreldrar koma heim aðlokinni vinnu fer mestur tíminní það að keyra börnin út og suðurí hin mismunandi frístundastörf.

Með samfellu frístundastarfs ogskóla, þ.e. að frístundastarfbarna taki við í beinu framhaldiþess að skóla lýkur á daginn,opnast möguleiki fyrir fjölskyldutil að eyða meiri tíma saman þvíþá lýkur vinnudegi bæði barnaog foreldra á sama tíma og sam-verustundir fjölskyldunnar getahafist.

Í forvarnastefnu Reykjavíkurborgar er m.a. lögð rík áhersla á heilbrigðan lífsstíl og möguleika til þátttöku í íþróttum og uppbyggilegum tómstundum og er samfellafrístundastarfs og skóla barna og unglinga þar mikilvægt skref.

Fögnum ákvörðun borgarráðs

Fjölmenni mætti á opnunarhátíðina.

Aðstaða Korpúlfa er öll hin glæsilegasta.

Fimmtudaginn 11. maí síðastliðinn fengu Korpúlfar, samtök eldriborgara í Grafarvogi, formlega afhent viðbótar húsnæði fyrir félagsað-stöðu sína að Korpúlfsstöðum. Í nóvember síðastliðnum fengu Korpúlfarafhent húsnæði að Korpúlfsstöðum fyrir félagsstarf sitt. Þar sem félagiðhefur vaxið ört og dafnað má segja að húsnæði það sem félagið fékk af-hent í nóvember hafi þá þegar sprungið og því var fljótlega farið í aðfinna viðbótar húsnæði. Ætlunin er að í þessu nýja viðbótar húsnæðiverði aðstaða fyrir ýmiskonar handmennt, t.d. gler- og tréskurð svo fátteitt sé nefnt.

Fjölmenni mætti á opnunina og voru munir sem félagsmenn hafa unn-ið til sýnis gestum og gangandi til yndisauka.

Mikið og öflugt félagsstarf er meðal Korpúla. Má t.d. nefna að Korpúlf-ar hittast reglulega á Korpúlfsstöðum og pútta saman, fara í keilu íMjódd, fara í leikhúsferðir og ýmsar hópferðir. T.d. fór föngulegur hópurí hópferð að Borg á Mýrum miðvikudaginn 17. maí síðastliðinn og 7. júníverður haldið með Norrænu til Færeyja. Eins og sjá má er líf og fjör með-al Korpúlfa.

Ingvi Hjörleifsson, formaður Korpúlfa.

FélagsaðstaðaKorpúlfa stækkar

Page 7: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006
Page 8: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Nú er Íslandamótið í knattspyrnu byrjað og fyrstu umferð lokið.Fjölnir vann sigur 2-1 í sínum fyrsta leik þegar Stjörnumenn voru lagð-ir af velli í Garðabænum. Fjölnir skoraði reyndar öll mörkin í leiknumþví fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Gunnars Más. Gunnar Márbætti fyrir sjálfsmarkið og jafnaði leikinn fyrir hálfleik eftir fyrirgöfutan af kanti. Það var síðan Ómar Hákonarson sem skoraði sigur-markið skömmu fyrir leikslok.

Fjölnir var betra liðið allan leikinn og var sigurinn sanngjarn. Þettagefur liðinu svo sannarlega byr undir báða vængi og ljóst er að fram-undan er skemmtileg og spennandi keppni í sumar.

Fjölnir er að hefja sitt þriðja keppnistímabil í 1. deild og stillt er uppungu og mjög efnilegu liði í sumar. Fjölni hefur gengið vel undanfarinár og frá árinu 2002 þegar Fjölnir vann sér þátttökurétt í 2. deild þá hef-ur leiðin eingöngu legið uppávið. Aðeins var staldrað við í 2. deild í eittkeppnistímabil því liðið fór beint upp í 1. deild 2003.

Keppnistímabilið 2004 varð niðurstaðan 7. sæti og 2005 lenti liðið í 4.sæti. Í knattspyrnunni er stefnan alltaf að gera betur en síðast. Árið

2003 fékk liðið 22 stig, lenti í 7. sæti eins og áður segir en fékk einnig 22stig í fyrra sem gaf 4. sæti. Markamunur var sá sami bæði tímabilin en2005 skoraði liðið fleiri mörk. Fyrir þetta tímabil stefnir Fjölnisliðið aðsjálfsögðu á að gera betur en áður. Það þarf ekki endilega að þýða aðstefnt sé á þriðja sætið eða ofar. Það er hægt að gera betur á mörgumsviðum og t.d. að stefna á fleiri stig en áður, skora fleiri mörk eða fá ásig færri mörk. Það verður síðan að koma í ljós hverju það skilar í lokmóts.

Eftir fyrsta leik hefur þegar verið gert betur en áður í 1. deild því sig-ur vannst í fyrsta leik. Þau tvö undangengin ár sem Fjölnir hefur ver-ið í 1. deild hefur fyrsti leikur tapast. Þjálfarar liða í 1. deild spá Fjölnií 6. sæti í haust. Í fyrra var Fjölni spáð 7. sæti og í spánni fyrir árið 2004var liðinu spáð langneðsta sæti. Eins og allir vita þá er þetta bara spásem byggð er á óljósum forsendum hvers og eins þjálfara og er ekkertað marka hana þegar í keppnina er komið. En klárlega er Fjölnir bú-inn að vinna sér sess því spá þjálfaranna er uppávið.

Sjálfsagt hefur árangur liðsins í Deildarbikarnum haft áhrif á spánaþví í þeirri keppni gekk ágætlega. Liðið lék þar í fyrsta skipti í A deildog helmingur stiganna sem Fjölnir fékk var gegn úrvalsdeildarliðum.Einnig hefur liðið verið að sýna ágæta leiki í þeim æfingaleikjum semþað hefur verið að spila og skemmst er að minnast sigurleiks gegn KRnýlega sem vannst 1:0. Þessi leikur rataði inn á íþróttasíður blaðanna.Það er nokkurt nýmæli því ekki hefur það tíðkast í gegnum tíðina aðgera æfingaleikjum liða skil nema kannski á milli úrvalsdeildarliða.Eins og alltaf þá er vænst árangurs af liði KR og þetta þóttu því tíðindi.

Önnur tíðindi eru þau að Fjölnir er núna í fyrsta skipti að keppa við,,stórveldið’’ úr Safamýrinni á Íslandmóti karla í meistaraflokki. Ánefa verða skemmtilegir leikir við þetta gamla félag og eins og í öllumleikjum verður spilað til vinnings.

LeikmannahópurinnNokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fjölnis fyrir þetta

tímabil. Meðal þeirra sem ekki spila með Fjölni í sumar eru ÞórirHannesson sem gekk í raðir Fylkismanna í haust. Þórir var mjög öflug-ur í fyrra og hann hefur verið allan sinn feril hjá Fjölni en ákvað aðspreyta sig í Úrvalsdeildarhópi fyrir þetta tímabil. Einnig voru í láni

frá FH Atli Guðnason,sem nú er á þröskuldileikmannahóps Ís-landsmeistaranna ogTómas Leifsson. Meðalnýrra leikmannaFjölnis eru Ásgeir Ar-on Ásgeirsson sem er íláni frá KR, Ágúst ÞórÁgústsson sem er í lánifrá Breiðablik, BjarniJakob Gunnarssonsem kom frá Gróttu,Einar Njálsson úr Val,Kristófer Skúli Sigur-geirsson og Ómar Há-konarson úr Fram.

Leikmannahópur-inn er annars mjögungur og er meðalald-ur 24 manna hóps er21,7 ár. Það er enginástæða til að hafaáhyggjur þótt liðið séungt. SpilamennskaFjölnis var yfirleittbráðskemmtileg í vor-leikjunum og það er einmitt það sem áhorfendur vilja sjá, skemmtileg-ir leikir og mörk. Það er virkilega gaman að fylgjast með ungu strák-unum sem aldir eru upp í Fjölni og hvernig þeir hafa verið að spila ívor. Þetta eru framtíðarmenn sem eru byrjaðir að bera þetta lið uppi ogmunu gera það á næstu árum.

Ég hvet Grafarvogsbúa til að gera sér glaðan dag á heimaleikjumsumarsins og ég lofa skemmtilegum leikjum.

Kristinn Daníelsson

Fréttir GV8

Lið Fjölnis 2006

Ásgeir Ásgeirsson. Atli Gunnarsson. Birgir Jóhannsson. Bjarni Gunnarsson. Einar Markús Einarsson. Einar Njálsson.

Gunnar Már Guðmundsson. Gunnar Valur Gunnarsson. Halldór Ásgrímsson. H. Fannar Halldórsson. Haukur Lárusson. Heiðar Ingi Ólafsson.

Illugi Gunnarsson. Ingimundur Óskarsson. Kjartan Ólafsson. KristófernSigurgeirsson. Magnús Einarsson. Ögmundur Rúnarsson.

Ólafur Páll Johnson. Ómar Hákonarson. Ottó Marinó Ingason. Pétur Georg Markan. Sigmundur P. Ástþórsson. Þórður Ingason.

Þorfinnur Hjaltason.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjöln-

- Fjölnir vann Stjörnuna og er spáð 6. sæti í 1. deildinni í sumar

Leikir Fjölnismanna í sumarFyrsti heimaleikur Fjölnis verður núna á laugardaginn 20

maí kl. 14:00. Þá tökum við á móti Haukum og er að sjálfsögðustefnd að sigri. Fjölnir hefur náð fínum árangri á heimavelliundanfarin ár. Það er mikilvægt að liðið finni fyrir stuðningiGrafarvogsbúa í heimaleikjum því öflugur heimavöllur eraukamaður í hverju liði. Leikirnir í sumar:

Fjölnir - Haukar, 20/5 kl. 14.Þróttur R. - Fjölnir 25/5 kl. 14.Víkingur Ó. - Fjölnir kl. 20.Fjölnir - Þór 11/6 kl. 14.HK - Fjölnir 21/6 kl. 20.Fjölnir - Fram 28/6 kl. 20.Leiknir R. - Fjölnir 7/7 kl. 20.Fjölnir - KA 14/7 kl. 20.Fjölnir - Stjarnan 18/7 kl. 20.

Haukar - Fjölnir 21/7 kl. 20.Fjölnir - Þróttur R. 27/7 kl. 20.Fjölnir - Víkingur Ó. 2/8 kl. 20.Þór - Fjölnir 12/8 kl. 14.Fjölnir - HK 17/8 kl. 19.Fram - Fjölnir 24/8 kl. 18.30.Fjölnir - Leiknir R. 9/9 kl. 14.KA - Fjölnir 16/9 kl. 14.

Page 9: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Brýnustu verkefnin í skipulagsmálum í Reykjavík eru að auka lífsgæði í borginni, fjölga íbúum, stórauka framboð lóða og tryggja að allir sem hér vilja búa eigi þess kost. Með því að horfa lengra og hugsa stórt kynnir Sjálfstæðisflokkurinn metnaðarfulla stefnu fyrir næsta kjörtímabil um ný byggingarsvæði og raunhæfar lausnir í samgöngumálum.

NÝ BYGGINGARSVÆÐI» Geldinganes: Fyrstu lóðum úthlutað á árinu 2007. Íbúafjöldi getur orðið um 10 þúsund.» Vatnsmýrin: Flugvellinum verði fundinn annar staður á höfuðborgarsvæðinu. Innanlandsflug verði ekki flutt til Keflavíkur. Í samræmi við heildarskipulag af svæðinu verði fyrstu lóðum úthlutað utan helgunarsvæðis flugvallar í byrjun árs 2008. Íbúafjöldi getur orðið 8 til 10 þúsund.» Örfirisey: Skipulagi fyrir 1. áfanga eyjabyggðar verði lokið árið 2008. Íbúafjöldi getur orðið um 6 þúsund.

SAMGÖNGUBÆTUR » Sundabrautin alla leið upp á Kjalarnes í einum áfanga.» Mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.» Miklabraut lögð í stokk að hluta þar sem byggðin er næst.» Hlíðarfótur og Öskjuhlíðargöng.» Hagkvæmni hafnarganga frá Örfirisey að Sæbraut könnuð.» Hagkvæmni Skerjabrautar könnuð.

ÖNNUR UPPBYGGINGARSVÆÐI» Miðborgin ásamt nærliggjandi svæðum, Elliðaárvogur og nágrenni, Keldnaland, Kjalarnes og Úlfarsfell.

VELKOMIN Í HEIMSÓKN Á KOSNINGASKRIFSTOFUR» Kosningaskrifstofa Grafarvogi, Hverafold 5. Opið 16-21 virka daga og 14-17 um helgar, símar: 557 2136 og 557 2138, netfang: [email protected]

TÍMI TIL AÐ SKIPULEGGJA

Page 10: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Fréttir GV10

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skiparefsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksinsfyrir borgarstjórnarkosningarnar 27.maí og er borgarstjóraefni flokksins.

- Hvernig leggjast kosningarnar íþig?

,,Þær leggjast mjög vel í mig. Viðframbjóðendur Sjálfstæðisflokksinshöfum undirbúið okkur vel og unniðokkar stefnumál að kostgæfni. Reynd-ar hefur borgarstjórnarflokkurinnheimsótt yfir tvöhundruð fyrirtæki ákjörtímabilinu og þannig náð sér í dýr-mæta þekkingu sem nýst hefur okkur ímálefnavinnunni. Við rekum jákvæðaog málefnalega kosningabaráttu ogfinnum fyrir miklum meðbyr sérstak-lega hér í Grafarvoginum.’’

- Nú hefur Sundabrautin veriðtöluvert í umræðunni. Hver erstefna ykkar í málefnum hennar?

,,Við viljum að hún verði fjögurraakreina en ekki tveggja eins og Sam-fylkingin hefur sett fram. Það verðureitt af okkar fyrstu verkum að setjaþessa framkvæmd í farveg því hún ermikilvægasta samgöngubótin í borg-inni. Það samráðsferli sem nú er ígangi er mikilvægt og vil ég þakka íbú-asamtökum Grafarvogs og Laugardals-hverfa fyrir þeirra þátt í því.’’

- Hver er stefna flokksins ííþróttamálum hverfisins?

,,Grafarvogur er mikið barna- ogunglingahverfi. Fjölnir og skautafélag-ið Björninn halda uppi þróttmiklu ogmetnaðarfullu æskulýðsstarfi sem ereitt nauðsynlegasta uppbyggingarstarfsamfélagsins. Það er brýnt að bæta að-stöðu Fjölnis með það að markmiði aðhún verði í samræmi við það sem bestgerist í annarsstaðar í borginni. Fjöln-ir er fjölmennasta íþróttafélag lands-ins og starfsemin mjög öflug í ellefudeildum. Það átta sig ekki allir á þvíhve mikið sjálfboðaliðastarf af for-eldrum og fleirum er innt af hendi ogverður það starf seint þakkað. Saman-

burður sýnir að Fjölnir hefur sl. tólf árhlotið lægstu byggingastyrki til mann-virkja og skýtur það skökku við erhorft er á þann fjölda sem þarna iðkaríþróttir. Við sjálfstæðismenn í borg-inni ætlum að ná sem fyrst niðurstöðuí viðræðum við Fjölni um áherslur fé-lagsins varðandi aðstöðu í Dalhúsum,Gufunesi og við Egilshöll. Það er alvegklárt að Fjölnir hefur setið eftir hvaðvarðar aðstöðu. Við höfum lagt miklaáherslu á það á þessu kjörtímabili meðtillöguflutningi að byggja upp íþrótta-og útivistarsvæði hverfisins og þarhefur vinur minn, borgarfulltrúinn ogalþingismaðurinn Guðlaugur ÞórÞórðarson farið fremstur meðal jafn-ingja. Hans tillögur hafa fjallað um al-hliða íþrótta- og útivistarsvæði frá Dal-húsum niður að Grafarvogi sem og umfjölnota svæði við Gufunes.’’

- Hvað með Sorpu? Vill flokkur-inn opna stöðina á ný?

,,Alveg tvímælalaust. Í Grafarvogibúa rúmlega 18 þúsund íbúar og mikil-vægt að hér sé þessi aðstaða til staðar.Við lögðum til að stöðin við Bæjarflöt-ina yrði opnuð á ný þann 7. febrúar sl.en það var fellt með fjórum atkvæðumSamfylkingarinnar, Framsóknar-flokksins og Vinstri grænna í umhverf-isráði. Sem sýnir viljann og áherslurþessara flokka í umhverfismálum.’’

- Hver eru megin stefnumál Sjálf-stæðisflokksins önnur en málefniGrafarvogs?

,,Okkar stefnuskrá er eins og égsagði metnaðarfull og byggð á þrot-lausri vinnu núverandi borgarfulltrúaog frambjóðenda flokksins. Við segjumað það sé ,,Tími til að njóta’’ þegar viðfjöllum um öldrunarmálin, að það sé,,Tími til að lifa’’ þegar við höfum fjall-að um fjölskyldumálin og að það sé,,Tími til að skipuleggja’’ þegar við höf-um rætt um skipulags og samgöngu-mál.

Við byrjuðum okkar kosningabar-áttu með því að kynna stefnumið okk-

ar í málefnum eldri borgara en þar ætl-um við meðal annars að gera eldriborgurum kleift að búa á eigin heimilisvo lengi sem þeir kjósa og efla og sam-ræma heimaþjónustu og heimahjúkr-un. Við munum auka val og fjölbreytnií húsnæði fyrir eldri borgara viðskipulag nýrra hverfa í borginni. Viðmunum lækka fasteignargjöld um25% á kjörtímabilinu og gera stórátakí byggingu hjúkrunarheimila í sam-vinnu við ríkið og byggja 200 þjónustu-og leiguíbúðir fyrir eldri borgara.

Í fjölskyldumálunum viljum við aðforeldrar hafi val um dagvistun fyrirbörn sín frá því að fæðingarorlofi lýk-ur og við munum lækka leikskóla-gjöldin í borginni um 25% 1. september2006. Enn fremur ætlum við að komaþví á að foreldrar greiði einungis fyrireitt barn í leikskóla samtímis og aðbörn geti lokið tómstundarstarfi íhverfinu innan hefðbundins vinnu-tíma. Vil viljum að opnu og grænusvæðin í borginni fái nýtt líf og stuðlaað sérstöku fegrunar- og hreinsunar-

átaki innan borgarlandsins. Enn frem-ur ætlum við að efla hverfalöggæsluenn frekar.

Brýnustu verkefnin í skipulagsmál-um í Reykjavík eru að auka lífsgæði íborginni, fjölga íbúum, stórauka fram-boð lóða og tryggja að allir sem hérvilja búa eigi þess kost. Ný byggingar-svæði verða í Geldinganesi þar semfyrstu lóðunum verða úthlutað á árinu2007, í Vatnsmýrinni utan helgunar-svæðis flugvallarins og Örfirisey. Önn-ur uppbyggingarsvæði til framtíðareru miðborgin, Elliðaárvogur og ná-grenni, Keldnaland, Kjalarnes og Úlf-arsfell.

Eins og ég hef komið inn á hér íþessu viðtali þá munum við fara straxí það að vinna Sundabrautinni braut-argengi en sú framkvæmd er lífsnauð-syn fyrir samgöngur borgarinnar. Viðmunum leggja mislæg gatnamót á mót-um Miklabrautar og Kringlumýrar-brautar, setja Miklabraut í stokk aðhluta þar sem byggðin er næst, leggjaHlíðarfót og grafa Öskjuhlíðargöng og

kanna hagkvæmni hafnarganga fráÖrfirisey að Sæbraut og lagninguSkerjabrautar.

Stefnumálin eru auðvitað fleiri oghvet ég alla Grafarvogsbúa til aðkynna sér þau gaumgæfilega.’’

- Hvað villtu segja við Grafar-vogsbúa að lokum?

,,Mér er það efst í huga að þakka fyr-ir þau fjölmörgu kynni sem ég hef haftaf fjölda Grafarvogsbúa. Mér finnst égeiga pínulítið í hverfinu þar sem ég varformaður skipulagsnefndar Reykja-víkur sem skipulagði þetta öflugahverfi. Hér í blaðinu eru ítarlegri svörokkar sjálfstæðismanna við þeimspurningum sem beint var að okkur ogég svaraði á fjölmennum fundi Grafar-vogsbúa í Rimaskóla á dögunum. Égþykist þess full viss að Grafarvogsbúarviti það að undir stjórn okkar sjálf-stæðismanna muni hagsmunir hverf-isins ekki sitja á hakanum og að kapp-kostað verði að hafa mikið og gott sam-ráð við i íbúa samtök hverfisins.’’

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 27. maí:

,,Brýnt aðbæta aðstöðuFjölnis’’

,,Við lögðum til að stöð Sorpu við Bæjarflöt yrði opnuð á ný þann 7. febrúar sl. en það var fellt með fjórum atkvæð-um Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í umhverfisráði,’’ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.

Kynnið ykkur stefnuskrá Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi á heimasíðu okkar.Kosningaskrifstofa okkar, Hverafold 5, er opin alla virka daga 16:00-21:00 og um helgar 14:00- 18:00. Allir velkomnir í kaffi og kosningaspjall.

FÉLAG SJÁLFSTÆÐISMANNA Í GRAFARVOGI ER EINA STJÓRNMÁLAAFLIÐ SEM LÆTUR SIG MÁL-EFNI GRAFARVOGS SÉRSTAKLEGA VARÐA

Page 11: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006
Page 12: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Fréttir GV12

Handboltinneflist í Grafarvogi

Handknattleiksdeild Fjölnis hefureflst í vetur og starfið gengið vel. Æf-ingar hafa farið fram í íþróttahúsun-um í Dalhúsum, Rimaskóla og Borg-askóla. Iðkendur í barna- og ung-lingaflokkum eru í dag um 200 oghefur þeim farið fjölgandi.

Krakkarnir hafa tekið þátt í fjöl-mörgum mótum í vetur og sýnt mikl-ar framfarir undir leiðsögn góðraþjálfara. Farið hefur verið í lengri ogskemmri keppnisferðalög m.a. tilAkureyrar, Egilsstaða og Vest-mannaeyja þar sem krakkarnir hafaskemmt sér vel, sýnt góðan liðsandaog samheldni og verið til fyrirmynd-ar í alla staði. Myndað hefur veriðöflugt foreldrastarf til að styðja viðliðin og hefur samstarf gengið afarvel við undirbúning og framkvæmd

lengri ferða.Snorri Bergþórsson var ráðinn yf-

irþjálfari til deildarinnar sl. haust ogeru aðrir þjálfarar yngri flokka:

Hafliði Hjartar Sigurdórsson, 3.fl.karla.

Snorri Bergþórsson, 4. fl. kvenna.Guðmundur Rúnar Guðmundsson

og Gunnar Hrafn Arnarsson, 5. fl.kvenna.

Hjalti Páll Þorvarðarson, 5. fl.karla.

Elva Dögg Grímsdóttir, 6. fl.kvenna.

Sveinn Þorgeirsson, 6. fl. karla.Brynja Ingimarsdóttir, 7. fl.

kvenna.Dagur Sveinn Dagbjartsson og

Halldór Fannar Halldórsson, 7. fl.karla.

Guðni Hjörvar Jónasson, 8 fl.karla og kvenna.

Stjórn HandknattleiksdeildarFjölnis þakkar öllum iðkendum fyrirveturinn og þjálfurum og foreldrumfyrir gott samstarf. Æfingatöflur fyr-ir næsta vetur munu verða auglýstarí ágúst. Nýir félagar eru ávallt vel-komnir til leiks!

Stjórn HandknattleiksdeildarFjölnis,

Rúnar Ingibjartsson, formaður Elín Rós Pálsdóttir, varaformaður

Þorvarður Hjaltason, gjaldkeri Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir,

ritari Rúnar Tómasson, meðstjórnandi

Þorvarður Jónsson Smári Garðarsson

Fjölnisstrákar úr 7. flokki leika á móti Stjörnunni á Lýsismóti Gróttuí apríl. Strákarnir unnu leikinn 12-9.

Fjölnisstrákar úr 6. flokki á Íslandsmóti sem var haldið af KA og Þórá Akureyri.Fjölnisstúlkur úr 5. flokki leggja á ráðin á HK móti í lok apríl.

Fjölnisstúlkur úr 6. flokki drifu sig á velheppnað mót til Vestmanna-eyja í byrjun apríl. Kátar Fjölnisstúlkur í 7. flokki eftir velheppnaða leiki á Lýsismóti Gróttu í apríl.

Page 13: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006
Page 14: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Grillið í Grafarvogi - 567-7974

LíterLíter af ís á aðeins af ís á aðeins 250,-250,-

Pylsa, kók í gleriPylsa, kók í gleriog Hraun á aðog Hraun á að--einseins 350,-350,-

PepperPepperonibáturonibátur ogogkók í gleri á aðeins kók í gleri á aðeins

550,-550,-

Gildir frá 18. - 28. maí

Gildir frá 18. - 28. maíGildir frá 18. - 28. maí

Þökkum frábærar móttökurVið hjá Gullnesti viljum þakka Grafarvogsbúum fyrir frá-

bærar móttökur frá því að við opnuðum aftur í Grafarvogiá nýjum og betri stað við Gylfaflöt.

Page 15: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Stangaveiði GV16

Rétt er að benda veiðimönnum á ársgamlan veiði-vef og netverslun, Krafla.is Þar eru til sölu íslensk-ar laxa- og silungaflugur í hæsta gæðflokki eftirKristján Gíslason og Gylfa Kristjánsson.

Kristján er án efa einn þekktasti fluguhnýtinga-maður landsins og sá fyrsti hérlendis sem hnýttiflugur með hárvæng. Kristján er þekktastur fyrirKröflurnar í ýmsum litum en einnig má nefna flug-ur eftir hann eins og Iðu, Grímu bláa, Grænfriðung,Skörgg að ógleymdum Elliðanum og mörgum öðr-um þekktum flugum.

Núna eru nýkomnar margar nýjar flugur áKrafla.is og nýjar útfærslur af öðrum. Fyrir lax-veiðina ber hæst að Kröflutúpurnar eru nú komnarí fyrst skipti sem keilutúpur. Þær hafa aldrei veriðhnýttar sem slíkar áður. Einnig má sjá margar aðr-ar nýungar á Krafla.is Þar má nefna nýjar útfærsluraf Grímum sem gárutúpur og þekktar laxa- og sil-ungaflugur í stærðum sem aldrei hafa sést áður, t.d.örsmáar flugur númer 16 og 18 sem eru mjög öflugarsilungaflugur. Einnig má nefna SilungaKröflur áeinkrækju með kúluhaus og margtfleira.

Þá eru silungaflugurnar Krókurinn,Mýsla og Beykir nú til í stærðum 12, 14og 16 og hafa þær alrei verið hnýttar eðaseldar svo smáar áður. Þá er nýjasta sil-ungafluga Gylfa, Beyglan, nýkomin afturá Krafla.is en hún seldist upp á ör-skömmum tíma. Beyglan er ekki líknokkurri annarri silungaflugu og sann-arlega sérstök og glæsileg hönnun. Efni íhenni er afar sérstakt og framleitt sér-staklega fyrir Krafla.is Við heyrðumótrúlegar sögur af Beyglunni í fyrra ogþær eiga örugglega eftir að verða ennfleiri í sumar.

Sjá nánar á Krafla.is

Margt nýtt á Krafla.is

FRÍTT VEFRIT UM STANGAVEIÐI

votnogveidi.is

Vötn og veiði er allt í senn, tímarit, fréttaveita og veiðibók. Gamli og nýi tíminn þræddir saman. Ritstjóri er Guðmundur Guðjónsson einn sá reyndasti í stangaveiði-málefnum, með rúmlega 26 ára reynslu sem stangaveiðisérfræðingur Morgunblaðsins og ritstjóri Íslensku stangaveiðiárbókarinnar frá upphafi hennar árið 1988.

www.krafla.iswww.krafla.isGylfi Kristjánsson, höfundur Króksins, Mýslunnar, Beykis og nú síðast Beyglunnar, kastar Króknum á hinni einu sönnu Króksbreiðu í Eyjafjarðará. Þessi mynd segir mikla sögu. Hér varKrókurinn frumsýndur á sínum tíma. Hann hefur síðan skilað veiðimönnum rosalegri veiði og stórum bleikjum, Gylfa og syni hans rúmlega 9 punda bleikjum eitt árið. Krókurinn er ánefa ein besta íslenska silungaflugan á markaðnum í dag og nýja flugan, Beyglan, virðist ekki ætla að gefa honum neitt eftir.

Kröflurnar eru nú til sölu áKrafla.is en sem keilutúpur hafahinar þekktu Kröfluflugur aldreiverið hnýttar áður. Kröflurnareru til í öllum litum og tveimurstærðum og þriðja stærðinbætist við innan skamms.

- áhugamenn um lax- og silungsveiði, ættu að kíkja á Krafla.is

Margar vefsíður fjallaum stangveiði hér ál-andi. Vefurinnwww.votnogveidi.ishefur sérstöðu þegarkemur að fréttum úrstangaveiðiheiminum.Vefurinn er gríðarlegaöflugur og á vefnum mástöðugt finna nýjustufréttir af veiðimönnumog afrekum þeirra.

,,Vefurinn er vinsællog gríðarlega margir

sem heimsækja hann ádegi hverjum. Við reyn-um alltaf að vera meðnýjustu fréttirnar ogleggjum einnig mikiðupp úr góðum myndumen Heimir Óskrsson sérað mestu leyti um þá hliðmála,’’ sagði Guðmund-ur Guðjónsson, ritstjóriá votnogveidi.is í samtalivið okkur.

Þeir félagar eru mjögötulir við að bregða sér

af bæ og afla frétta einsog glögglega má sjá ávefnum. Yfir sumartím-ann er vitanlega mestafjörið á vefnum enda ver-tíð veiðimanna þá ígangi.

Guðmundur Guðjóns-son hefur mikla reynsluaf veiðiskrifum en hannvann um áratugaskeiðsem slíkur á Morgun-blaðinu. Mikil þekkinghans á öllu tengdu veiði

auk afburða lipurðr með,,pennann’’ skemmirekki fyrir enda mikið at-riði að skrifaður sé góð-ur texti á vefsíðum ekkisíður en annars staðar.

Við hvetjum veiði-menn til að kíkja á votn-ogveidi.is og munumnánar greina frá þessummagnaða veiðivef síðarenda mjög margt annaðað finna á vefnum en nýj-ar fréttir.

Hér er nýjasta fluga Gylfa Kristjánssonar, Beygla. Af-ar sérstök silungafluga sem reyndist hreint ótrúlegavel í tilraunaveiði sl. sumar, bæði í urriða og bleikju.Flugan seldist strax upp á Krafla.is en er nú kominaftur í öllum stærðum og rennur út eins og heitarlummur.

Gríma rauð sem gárutúpa en þannig hefur þessiglæsilega fluga aldrei sést áður. Ein af fjölmörgumnýungum á Krafla.is

Svarta Kraflanmeð gulri keilu ervægast sagt glæsi-legt agn.

Votnogveidi.is er hreintmagnaður veiðivefur

Guðmundur Guðjónsson er ritstjóri á Votnogveidi.is Hér er Guðmundur um það bil aðsleppa ca 8 punda birtingi í Tungulæk nú í vor. Mynd Einar Falur.

Page 16: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Frá Heilsugæslustöðinnií Grafarvogi

Vegna sumarleyfa verður ekkihægt að hafa síðdegisvakt Lækna(kl 16-18) á Heilsugæslustöðinni áfimmtudögum og föstudögum fráog með fimmtudeginum 22. júnítil og með föstudeginum 11 ágúst.Aðra virka daga á þessu tímabiliverður hins vegar síðdegisvaktinmeð óbreyttu sniði.Þeir sem þurfa vaktþjónustuþessa daga eru því beðnir um aðsnúa sér til Læknavaktarinar áSmáratorgi sem opnar alltaf kl.17 virka daga og er sameiginleg vaktþjónusta fyrir Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins utan dagvinnutíma. (Geymið auglýsinguna)

FréttirGV17

Aðalfundur Sunddeildar Fjölnis varhaldinn 24. apríl sl. Þar var farið yfirhelsta árangur síðasta tímabils. Sund-fólk deildarinnar tók þátt í 33 sundmót-um á tímabilinu og var árangur þeirrahreinlega ævintýri líkastur.

Sigrún Brá Sverrisdóttir hefur átt af-ar gott keppnistímabil og má nefna aðhún lauk keppni á alþjóðlega unglinga-mótinu LUX 2006 þann 23. apríl með þvíað taka brons í 50 m skriðsundi og silf-ur í 100 m skriðsundi á sínum langbestutímum og varð árangur hennar á mót-inu alveg í samræmi við æfingastöðuhennar um þessar mundir. Síðasta árilauk með glæsilegum árangri SigrúnarBráar á NMU (UnglingameistaramótiNorðurlanda) þar sem hún vann í 100 mskriðsundi (57.23) og var þriðja í 200 mskriðsundi (2.03.58) sem bæði eru glæsi-leg stúlknamet.

Yngri keppendur sunddeildarinnarhafa einnig staðið sig framúrskarandivel og hafa fjölmörg Fjölnismet fallið átímabilinu.

Foreldrastarf deildarinnar hefurverið öflugt og er einn lykilþátturinn ístarfi deildarinnar. Stór hluti foreldraer ávallt að störfum við undirbúning ogframkvæmd móta s.s. við dómgæslu,tímavörslu, tæknivinnu og önnur þjón-ustustörf.

Framundan eru nokkur sundmót ogmá þar nefna Sparisjóðsmót í Keflavík20. maí, ÍA-ESSO mót á Akranesi í byrj-un júní og loks Ollamótið 10.-11. júnísem Fjölnir heldur árlega í Grafarvogs-lauginni fyrir yngstu krakkana. Olla-mótið er nokkurs konar lokapunktur ávetrarstarfi deildarinnar og hefur veriðvel sótt og skemmtilegt í alla staði.

Sunddeild Fjölnis er nú á sínu 8.starfsári og hefur nú þegar náð gífurleg-um árangri og er sundfólk deildarinnarsífellt sýnilegra í fremstu röð sundfólksí öllum aldursflokkum á landsvísu.Áfram Fjölnir.

F.h. stjórnar sunddeildar Fjölnis,Ólafur Pétur Pálsson, ritari

Lengi hefur vantað menningar-miðstöð í Grafarvog þar sem íbúarog aðrir gestir gætu nært hjarta,huga og hönd með því að njóta ogtaka þátt í menningar- og fræðslu-viðburðum. Í miðstöðinni þarf aðvera aðstaða fyrir félagsstarf allraaldurshópa, menningartengda við-burði, afþreyingu og aðstöðu fyrirtrúfélög. Dagskrá sem boðið er upp áað vera fjölbreytt og metnaðarfull oghöfða til allra aldurshópa, svo fólklangi til að koma, hlusta eða horfa.Eitt af meginmarkmiðum á að veraað efla tengsl milli kynslóða oghvetja til þátttöku í listum með þvíað gefa innsýn í mismunandi þekk-ingar, menningar og reynsluheima.Ekki er síður þörf fyrir betri aðstöðutilhanda Miðgarði, þjónustumiðstöð-inni í hverfinu. Með nýrri menning-armiðstöð gefst færi á að sameinahvort tveggja.

Ef vel á að takast til þarf hinn nýiMiðgarður nægilegt rými. Lóðinsem ætluð er fyrir menningarmið-stöðina, sunnan við WorldClass íSpönginni er alltof lítil og ekkertsvigrúm þar til að skapa áhugavertumhverfi. Því er kjörið að staðsetjahana á lóðinni vestan við Spönginaþar sem áður fyrr átti að rísa kvik-myndahús. Á þeirri lóð er nægilegtrými til að skapa aðlaðandi um-hverfi með glæsilegri byggingu ogútsýni yfir borgina. Menningarmið-stöðin er gott dæmi um hönnun semá að vera unnin í samráði við íbúafrá frumhugmynd. Hér gefst einstakttækifæri til að nýta kosti íbúalýð-ræðisins í samhentri hönnun, því að

það eru íbúar sem munu nýta aðstöð-una og til mikils að vinna að vel tak-ist til, svo takast megi að skapa að-laðandi stað sem okkur langar öll tilað vera á.

Ég vil lýsa fyrir þér lesandi góðurminni hugmynd að menningarmið-stöðinni í Grafarvogi: Ég sé fyrirmér 3ja hæða byggingu á stórrigrunnhæð og veröndum sem hægter að nýta og njóta á góðviðrisdög-um. Umhverfis bygginguna væriskemmtilegur garður með bekkjumog leikaðstöðu og því ekki sundlaug-inni, sem svo lengi hefur verið beðiðeftir í norðurhlutanum. Þá gætu for-eldrar fengið sér kaffi og notið útsýn-isins, spjallað saman, hlustað á tón-list eða skoðað áhugaverðar sýning-ar. Sundlaugin, gæti nefnilega svovel rúmast á jarðhæðinni, að hálfuinni og að hálfu úti. Engin keppnis-laug en hentaði vel fyrir sund-kennslu og til skemmtunar, meðnokkrum heitum pottum þar semvið ræðum allt milli himins og jarð-ar. Þá þyrfti enginn að efast um aðtilganginum væri náð. Menningar-miðstöðin okkar væri orðin að mið-punkti hverfisins. Staður með fjöl-breytta möguleika sem íbúar á öllumaldri hafa gaman af að koma á, hitt-ast og eiga góða stund með vinum ognágrönnum. Þannig gæti menning-armiðstöðin orðið hjartað í hverfinuokkar. En þetta er mín hugmynd.Hvernig er þín?

Ásta Þorleifsdóttir.Íbúi í Grafarvogi, í 4.sæti á F-

lista, frjálslyndra og óháðra.

Um Ártúnsbrekkuna aka 80.000bílar á sólarhring.

Á annatíma er a.m.k. um 15 mín-útna töf að morgni og aftur síðdeg-is vegna fjölda umferðarljósa og

umferðarteppu sem skapast dag-lega.

Reikna má með að glataðarvinnu - eða frístundir á ári sam-kvæmt því séu 182 klukkustundir

á hvern einstakling sem ferðastþessa leið virka daga. Fyrir ein-stakling sem býr austan Elliðaárog vinnur í vesturbæ eða miðbæog þarf að fara þessa leið vegnanáms eða vinnu í allt að 40 ár geraþetta þrjú og hálft ár ef ekki verðaverulegar úrbætur. Þetta vilduflestir yfirfæra yfir á fleiri tóm-stunda- og fjölskyldustundir ogauka með því eigin lífsgæði.

Óþarfa bensínnotkun má áætla1,5 í hægagangi eða 546 lítra á ári.

Kostnaður vegna þess er 66.066kr. á ári, miðað við 121 kr. lítr-averð. Samtals gerir þetta rúm-lega tvær milljónir og sexhund-ruðþúsund á umræddu tímabili.Flestir hafa betri not fyrir tímasinn og fjármuni en að eyða ævid-

ögum sínum í umferðinni.

Breytinga þörfSjálfstæðisflokkurinn hefur lagt

fram skýra framtíðarsýn til úrlausnarþessum vanda.

Mislæg gatnamót á mörkumKringlumýrarbrautar og Miklubraut-ar. Veglagning í stokk að hluta viðStigahlíð og Lönguhlíð sem opnar fyr-ir gönguleið á yfirborðinu í stað um-ferðar - og gönguljósa.

Brú yfir Vesturlandsveg við gatna-mót við Suðurlandsveg. Þessar fram-kvæmdir auk Sundabrautar, fjórarakreinar alla leið uppá Kjalarnesmunu bæta akstursleiðir.

Þá þarf að hugleiða bætta nýtinguá vegarkerfinu eftir umferðarþungadagsins á hverjum tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið íforystu vegna lagningar göngu- oghjólreiðastíga.

Tillögur sjálfstæðismanna í upp-byggingu íbúðahverfa í Reykjavíknæstu 30 árin taka mið af samgöngu-mannvirkjum öfugt við R-listann semvill áfram að ævikvöldið verði íÁrtúnsbrekkunni og leitar ekki raun-hæfra lausna í samgöngumálum. Þarnefni ég meðal annars byggð í Úlfars-felli og einbreiða Sundabraut Sam-fylkingarinnar sem ekki er umræðuvirði.

Framtíðarsýnin er svo skammvinnað hún nær vart til gærdagsins.

Ragnar Sær RagnarssonHöfundur er frambjóðandi Sjálf-

stæðisflokksins fyrir borgarstjórnar-kosningarnar og íbúi í Grafarvogi.

Menning fyrir hjarta, huga og hönd:

Miðgarður,menningarmið-

stöð í Grafarvogi

Ævikvöldið í ÁrtúnsbrekkunniYngri keppendur í sunddeild Fjölnis hafa staðið sig frábærlega og sett mörg Fjölnismet.

Öflugt starfSunddeildar

Page 17: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

,,Við höfum oft kallað Grafarvog fyr-irmyndarhverfi vegna þess að hér hef-ur myndast skemmileg stemnning,sterk hverfisímynd og góð samstaða.Hún gerir hverfið tilvalið til þess aðreyna á ýmsar nýjungar í borginni.Þær tilraunir sem hafa verið settar héraf stað hafa gengið svo vel að þær telj-ast til fyrirmyndar,’’ segir Dagur B.Eggertsson, borgarfulltrúi og borgar-stjóraefni Samfylkingarinnar í Reykja-vík. ,,Þess vegna varð Grafarvogurinnfyrir valinu þegar við ákváðum aðhefjast handa með að fara með íþróttirog listnám inn í skólana. Hér er alltsem þarf til að slíkt verkefni heppnistvel.’’ Nýlega var ákveðið að ráða verk-efnisstjóra til að halda utan um verk-efnið. ,,Hugmyndin er að á haustin fáiforeldrar bækling þar sem tómstunda-framboð eftir að skóladegi lýkur verð-ur kynnt. Þar geti börnin í samráði viðforeldrana valið skemmtilega blönduaf íþrótta- og/eða listgreinum. Mark-miðið með verkefninu er að skóladag-urinn verði innihaldsríkari, skutl for-eldra vegna tómstunda barna sinnaminnki og mikilvægar samverustund-ir fjölskyldna aukist eftir að skóladegilýkur. Eins og gefur að skilja þarf mjögmargt að ganga upp til þess að svonaverkefni virki. Slíkar aðstæður teljumvið okkur hafa í Grafarvoginum og þvímun þessi möguleiki verða til staðarstrax næsta haust í skólum Grafar-vogs.’’

Austan ElliðaáaDagur ólst sjálfur upp í Árbænum

og þekkir því til að hafa alist upp í nýjuhverfi. ,,Það að hafa alist upp í úthverfinýtist mér tvímælalaust sem frambjóð-anda í borgarstjórnarkosningum. Mað-ur þekkir þau viðfangsefni sem tengj-ast nýjum hverfum og uppbygginguþeirra mun betur en ella. Félagið mitt,Fylkir, varð t.a.m. strax mjög öflugt fé-lag í Árbænum en við þurftum aðsækja allar æfingar í Breiðholt. Viðlögðum sjálf allar þökurnar á grasvöll-inn. Þannig að ég skil vel eðlilegarkröfur um að þjónusta byggist uppsamhliða íbúahúsnæði í hverfinu. Þaðer hugsanlega það sem var ekki nógugott í Grafarvogi á sínum tíma. ÞegarReykjavíkurlistinn tók við borginnihafði til dæmis ekkert verið hugsaðfyrir sundlaug í hverfinu og eina að-koman í samgöngum var tveggjaakreina Gullinbrú. Ég er mjög stolturaf árangrinum í Grafarvogi undanfar-in ár; árangrinum í forvarnarmálum,árangrinum í að takast á við innbrotog skemmdarverk. Í þeim málum hefurGrafarvogurinn verið brautryðjandimeð samstarfi íþróttafélaganna, skól-anna, þjónustu borgarinnar, löggæsl-unnar og heilsugæslunnar. Miðgarður

skiptir þarna miklu máli en líka aðíbúunum hefur tekist að rækta með sérhverfisvitund sem er býsna sterk. Þaðsem skiptir mestu máli til þess aðhverfi nái að blómstra er gott fólk ognáið samfélag þess á milli. Það skiptirmiklu máli að ná upp hverfisstemn-ingu til að fólk standi saman þegar eitt-hvað bregður útaf og geti tekið á þvíáður en það vindur upp á sig og verðurstórt vandamál. Það skiptir miklu máliað nágrannar fylgist með húsum hverhjá öðrum þegar fólk er í sumarfríi. Aðfólk keyri þannig um íbúagöturnar aðþað virði rétt annarra á rólegu og ör-uggu umherfi. Ef að svona atriði eru ílagi kemur hitt að sjálfu sér; mannlífið,samskiptin og stemningin fyriríþróttaleik eða hverfishátíð. Samt semáður þarf að hugsa fyrir svona þegarhverfin eru skipulögð og þjónustan íþeim. Það hefur gengið vel að myndaþessa stemningu í Grafarvoginum,eins og í Árbænum. Í því eru íþróttafé-lögin mjög mikilvæg en líka að hugsaðsé um hverfin sem heild, t.d. í þjónust-unni. Þess vegna hefur þjónustumið-stöðin í Miðgarði gengt lykilhlutverki íað tengja saman skólana, vinna að for-varnarstarfinu, halda hverfahátíðir ogþess háttar. Þetta hefur búið til þá sam-heldni sem gerir hverfið eftirsótt aðbúa í. Fyrir nokkrum árum stefndi t.d.í að Rimahverfið yrði alræmt fyriróspektir en með samstilltu átaki vartekið á því. Nú er verið að flytja út tilannarra hverfa og sveitarfélaga þæraðferðir sem hafa verið þróaðar í sátta-umleitunum við afbrotaunglinga íGrafarvogi.’’

Sundabraut þarf að leggja rétt,,Ég hef stundum sagt að stjórnmál-

in séu of mikilvæg til að láta þaustjórnmálamönnunum einum eftir,’’segir Dagur. Hann er menntaður lækn-ir auk þess sem hann tók meistara-gráðu í alþjóðamannréttindalögum.,,Það þarf allskonar fólk inn í stjórn-mál til að hafa áhrif á samfélagið. Églít ekki á endilega á stjórnmál semævistarf heldur verkefni sem maðurtekur að sér í umboði kjósenda ogreynir að sinna eins vel og maður get-ur, reynir að koma eins miklu í verk oghægt er. En það skiptir líka miklu málihvernig maður vinnur. Ég er fulltrúiallra Reykvíkinga, það hefur djúpamerkingu hjá mér. Að mínu mati ergóður stjórnandi sá sem bæði hefurskýra sýn en um leið skynsemi til aðhlusta á fólk og virkja sjálfstæða hugs-un þess og frumkvæði. Í stórum mál-um þar sem ólíkir hagsmunir vegast áskiptir miklu að vaða ekki áfram meðgömlu valtaratækninni heldur finnalausnir sem við getum lifað með. Ekkibara í fimm mánuði eða til næstu kosn-

inga, heldur í hálfa eða heila öld.Sundabraut er gott dæmi um þetta. Þarþarf maður stundum að standa á mótiskammtímasjónarmiðum sjálfstæðis-manna í ríkisstjórn, þessu nánasarvið-horfi sem þeir oft hafa þegar uppbygg-ing í Reykjavík er annars vegar. Þar eroft reynt að þröngva ódýrustu og oftverstu lausninni upp á borgarbúa. Íþeim tilvikum verðum við að taka fastá móti og sem betur fer hefur samráðvið íbúa um legu Sundabrautar tekistvel og íbúar hafa sýnt okkur miklasamstöðu í að berjast fyrir bestu leið íþví máli í stað þess að láta okkurnægja þá ódýrustu. Þetta er stærstavegaframkvæmd á landinu í fjölmörgár og hana þarf að gera þannig að allirgeti vel við unað, sérstaklega þeir semverða varastir við hana - íbúarnir. Viðtökum ekki í mál að Sundabraut endisem hraðbraut í Grafarvogi, við viljumvið Sundabraut alla leið í einumáfanga og jarðgangaleiðin er tvímæla-laust fyrsti kostur. Ódýrasta lausnin íþessu tilfelli er alls ekki sú besta og fá-ránlegt af sjálfstæðismönnum að hótaþví að Reykvíkingar þurfi að borgamismuninn ef jarðgangaleiðin reynisteitthvað dýrari en Vegagerðarleiðin.’’

Kraftmikil uppbyggingReykjavíkurborg undirritaði fyrir

stuttu nýjan samning við Fjölni upp á350 milljónir til næstu þriggja ára. Aðsögn Dags verður á þeim tíma ráðist íkraftmikla uppbyggingu í Dalhúsum,settir verða upp sparkvellir við skól-ana í hverfinu, litlir gervigrasvellirsem geta nýst öllum aldurshópum utanskólatíma. Við Egilshöllina er að faraaf stað mikil uppbygging með nýjubíói og keilusal. Þar verður líka gerðurnýr gervigrasvöllur og í framtíðinniverður frekari golfaðstaða við höllina.,,Þar að auki höfum við fengið fjöl-margar ábendingar frá íbúum undan-farið og erum við að skoða þær. Tildæmis er verið að skoða lýsingu viðgöngustígana meðfram voginum og

milli Rimahverfis og Egilshallarinnar.Það er mjög spennandi að nýta sér stíg-ana til útivistar og helst allt árið umkring en þá þarf að bæta lýsinguna svoþeir séu öruggir. Ég held að framtíðinberi í skauti sér mörg tækifæri fyrirGrafarvog. Við ætlum að byggja menn-ingarmiðstöð yfir Miðgarð, efla hverf-islöggæsluna sem er löngu búin aðsanna sig, kirkjustarfið, bókasafnið ogaðra þjónustu. Svo erum við að fara aðkynna mjög spennandi hugmyndir umútivistar- og afþreyingarsvæði áGufunessvæðinu. Það verður sérstak-lega komið til móts ungt fólk. Þarnaverður áfangastaður fyrir þá sem notagöngustígana, líkt og við Nauthólsvík-ina. Þangað fer fólk til að fara í sjó ogsand, en við Gufunesið verður aðstaðafyrir hjólabrettin, frisbí-diskana,BMX-hjólin og e.t.v. eitthvað í líkinguvið Paintball. Hugmyndirnar eruóþrjótandi; strandblak, sparkvellir ogjafnvel æfingasvæði fyrir golfara.’’

- Eru þetta ekki bara loforð?Við höfum áður gefið Grafarvogsbú-

um kosningaloforð, til dæmis lofuðumvið sundlaug 1994. Hún kom og er meðþeim glæsilegri á landinu. Við höfumlofað að byggja upp þjónustuna, leik-skóla og grunnskóla og staðið við það.Nú lofum við að byggja menningar-miðstöð og hún kemur ef við náumkjöri, ásamt hinu.’’

- Rætt hefur verið um að lítillmunur sé á flokkunum sem bjóðifram til borgarstjórnarkosning-anna. Hver er munurinn á ykkur oghinum?

,,Í stuttu máli er munurinn sá að viðfáum hugmyndirnar og berjumst fyrirað hrinda þeim í framkvæmd á meðanSjálfsstæðisflokkurinn er ósköp ein-faldlega að þykjast vera félagshyggju-flokkur. Ég held að fólk eigi að kjósa þásem fá hugmyndirnar en ekki þá semapa þær eftir öðrum þegar þeir sjá aðþær eru orðnar vinsælar. Við höfumlagt áherslu á hverfin sem sterkar ein-ingar með þjónustu eins nálægt íbúum

og hægt er. Við höfum lagt áherslu áíbúalýðræði og nærsamfélagið semvar algjörlega nýtt fyrirbæri þegar viðfórum að vinna á þessum nótum. Hörð-ustu pólistísku slagirnir í borgar-stjórn á þessu kjörtímabili hafa veriðum stofnun þjónustumiðstöðva í öðr-um hverfum. Við viljum hugsa umhverfin sem heild en ekki að öllumþessum hlutum sé miðstýrt úr mið-bænum. Við viljum aukið sjálfstæðiskóla, aukið sjálfstæði þjónustunnarog eflt samráð við íbúana. Það virðistreyndar vera regla í borgarstjórn aðum leið og við erum búin að berjasvona hugmyndir í gegn, þá átta hinirsig. Ef fólk vill sjá meiri framþróun íþessum efnum hlýtur það að horfasterklega til okkar. Þá sjáum við fyrirokkur að heilsugæslan, málefni fatl-aðra og málefni aldraðra ásamt núver-andi starfsemi þjónustumiðstöðvannamyndi eina sterka heild svo fólk getileitað á einn stað með öll sín mál. Í staðþess að vera sent á milli mismunandistofnana eins og núna á meðan þessiverkefni eru hjá ríkinu. Stundum illasinnt - því miður.’’

Næg verkefni,,Við höfum lagt mjög glæsilegan

grunn undanfarin ár sem hluti afReykjavíkurlistanum. En verkefnun-um er hvergi nærri lokið. Stefnuskrá-in okkar er mjög metnaðarfull og viðerum á fleygiferð við að gera hana aðveruleika. Við sjáum gríðarlega mörgtækifæri og viljum alls ekki snúaklukkunni til baka eins og sumir virð-ast vilja. Við leggjum það óhrædd ídóm borgarbúa hvaða fólk er best tilþess fallið að halda áfram að byggjaupp þessu nýju Reykjavík sem hefur árúmum áratug breyst úr því að verasmábær í að vera frábær - kraftmikil,lifandi stórborg með öruggri þjónustu,öflugu atvinnulífi, blómstrandi menn-ingar- og menntastofnunum og síðasten ekki síst frábærum hverfum eins ogGrafarvoginum.’’

Fréttir GV18

Grafarvogurer til fyrirmyndar- nýjungar í skipulagi Reykjavíkur lítafyrst dagsins ljós í fyrirmyndarhverf-inu Grafarvogi. Dagur B. Eggertssonsegir frá nýju skólaverkefni, nauðsynþess að leggja Sundabraut í jarð-göngum og útivistar og afþreyingar-svæði unglinga við Gufunes

,,Við höfum lagt áherslu á hverfin sem sterkar einingar með þjónustu eins nálægt íbúum og hægt er.’’

Page 18: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

* Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Lán er bílasamningur með 20% útborgun og mánaðarlegum greiðslum í 84 mánuði og eru háðar breytingum á vöxtum og gengi erlendra mynta 50% isk / 50% erl.myntkarfa. Leiga er rekstrarleiga og er miðuð við mánaðarlegar greiðslur í 39 mánuði sem eru háðar gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra. Smur- og þjónustueftirlit samkvæmt ferli framleiðanda og Brimborgar er innifalið í leigugreiðslu og allt að 20.000 km akstur á ári. ** Staðgreitt 45 dögum eftir afhendingu nýja bílsins. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. Aukabúnaður á myndum eru álfelgur.

GC

I ALM

AN

NA

TE

NG

SL

- G

RE

Y C

OM

MU

NIC

AT

ION

S IN

TE

RN

AT

ION

AL

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.ford.is

Nýtt tákn um gæði

Sérstakt sóltilboð á Ford

Mondeo Trend Plus 2,0i 5 dyra, 5 gíra*

Bílasamningur 27.490 kr. Rekstrarleiga 41.120 kr.

Verð án sóltilboðs 2.350.000 kr. Sóltilboð 2.250.000 kr.

Focus C-Max - eins og að vera á fyrsta farrýmiBetra aðgengi, mikið rými og góð þjónusta eru atriði sem Focus C-Max eig- endur sækjast eftir. Aðstaðan um borð getur vart verið betri. Allir sitja hátt

með góða yfirsýn. Auðvelt að sinna yngri börnunum og færa þau í og úr barnabílstólum. Eldri börn sitja

hvert fyrir sig í sérstöku sæti en þrjú sérstök aftursæti eru í Focus C-Max. Kerran fær

einnig gott rými í skotti. Focus C-Max stenst ströngustu kröfur þýsku

TÜV eftirlitsstofnunarinnar við ofnæmisprófanir.

Focus C-Max Trend Plus 2,0i 5 dyra, sjálfskiptur*Bílasamningur 29.200 kr. Rekstrarleiga 41.670 kr.

Verð án sóltilboðs 2.590.000 kr. Sóltilboð 2.390.000 kr.

Nýttu þér sérstakt Trend-plús sóltilboð Brimborgar: Ford Mondeo Trend Plus og Ford Focus C-Max Trend Plus.

Sumarið er komið í Brimborg. Nú er rétta tækifærið til að fá sér nýjan bíl fyrir sumarfríið á sérstöku sóltilboði Brimborgar. Skoðaðu góðan Bílasamning* Lýsingar og Brimborgar - aðeins 20 prósent út og lágar mánaðar-greiðslur. Skoðaðu Mondeo Trend Plus eða Focus C-Max Trend Plus frá Ford. Vertu í hópi þeirra bestu. Komdu í Brimborg.

Mondeo Trend Plus

27.490*

Við staðgreiðum gamla bílinn þinnÞú veltir fyrir þér hvernig best er að losna við gamla bílinn. Brimborg kaupir hann af þér staðgreitt** veljir þú bíl á góðu sóltilboði Brimborgar. Þú færð peninginn beint í vasann eða greiðir upp lánið á gamla bílnum. Þú losnar við allt umstang við að selja og lækkar þinn kostnað. Komdu í Brimborg. Kynntu þér hvernig þú getur fengið þér nýjan Ford.

Focus C-Max Trend Plus

29.200*Komdu núna. Sóltilboð Brimborgar gildir aðeins til 27. maí n.k. eða meðan birgðir endast.

(mán.gr. bílasamningur)

Mán.gr. Bílasamningur Lýsingar og Brimborgar

Sóltilboð á sjálfskiptum Mondeo Trend Plus: Til viðbótar aðeins

140.000 kr.

Page 19: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Fréttir GV20

FréttirGV21

X-D1.Í stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir

komandi borgarstjórnarkosningar seg-ir orðrétt: ,,Sundabrautin alla leið upp áKjalarnes i einum áfanga’’. Í stuttumáli mun það verða eitt fyrsta verkSjálfstæðisflokksins að setja þessaframkvæmd í farveg, fái hann til þessbrautargengi í komandi kosningum.Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lýstþví yfir, að þessi framkvæmd sé einmikilvægasta samgöngubótin í borg-inni. Alltof lengi hefur þetta stóra málstrandað á aðgerðaleysi borgaryfir-valda. Við hljótum að vænta þess, að íframhaldi af því formlega samráði semnú er loks hafið vegna legu brautarinn-ar, verði hægt að taka málið af umræð-ustigi yfir á framkvæmdastig. Sjálf-stæðisflokkurinn telur það skyldu borg-aryfirvalda að ganga til þessa samráðsvið íbúa með opnum huga í þeirri von,að hægt verði að hrinda strax í fram-kvæmd, niðurstöðu sem þar fæst. Þareiga umhverfis- skipulags- og öryggis-þættir að ráða ferðinni.

Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandiþví að jarðgangaleið verði könnuð ítar-lega. Rétt er að þakka Íbúasamtökum

Grafarvogs og Laugardalshverfa fyrirþeirra þátt í samráðsferlinu. Sam-gönguráðherra hefur lýst því yfir, aðhann ætli að beita sér fyrir því að fjár-mögnun Sundabrautar, fjögurraakreina, verði tryggð.

2.Sjálfstæðisflokkurinn barðist gegn

því að lögð yrði fjórföld hraðbraut ígegnum hverfið og hefur lagst gegn 20-25 þúsund manna íbúabyggð í Úlfars-felli m.a. með þeim rökum að núverandiumferðamannvirki þola ekki þá byggðog engar ráðstafanir hafa verið gerðartil að flytja þá umferð frá hverfinu. Aug-ljóst er að áætluð byggð í Úlfarsfellimun kalla á stóraukna umferð í gegn-um Grafarvoginn. Skoða ber með opn-um huga aðrar tengingar en tenginguHallsvegar við Vesturlandsveg, s.s. þaðað tengja Fossaleyni við Vesturlands-veginn. Með þeirri tengingu yrði mik-illi umferð að og frá Egilshöll, létt afVíkurvegi.

3.Sjálfstæðisflokkurinn styður það að

Menningarmiðstöð Grafarvogs verðiglæsileg bygging með góðu rými, vegnaþeirrar margþættu starfsemi sem þarer fyrirhuguð. Því er ákjósanlegt aðsamnýta þær tvær lóðir sem ætlaðarvoru kirkjuseli og borgarbókasafni,undir slíka fjölnota byggingu.

4.Já.

5.Sjálfstæðisflokkurinn telur mikil-

vægt að starfsemi Björgunar verði færðfrá íbúðabyggð sem fyrst. Það eru ekkimargir staðir sem að koma til greina.Mikilvægt er að Björgun verði valinnstaður í nálægð við þann rekstur semað fyrirtækið selur til eins malbikunar-stöðvar og steypustöðvar af umhverfis-og hagkvæmisástæðum. Eins og staðaner í dag er helst litið til Álfsness.

6.Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki

uppfyllingar í Gufunesi.

7.Grafarvogur er barnflesta hverfi

borgarinnar eins og fjölmargir iðkend-ur Ungmennafélagsins Fjölnis ogSkautafélagsins Bjarnarins gefa tilkynna. Ástæða er til að skoða sérstak-lega aðstæður til íþróttaiðkunar íþessu fjölmenna og barnmarga hverfiog bæta aðstöðuna með það að mark-miði að hún verði í samræmi við það sebest gerist annars staðar í borginni. Ár-ið 2005 voru iðkendur Fjölnis rúmlega2.700 talsins og hefur ekkert íþróttafé-lag á landinu fleiri skráða iðkendur.Samanburður sýnir hinsvegar að Fjöln-ir er það félag, sem hefur hlotið lægstubyggingastyrki af öllum íþróttafélögumí Reykjavík sl. tólf ár. Þetta skýturskökku við að mati borgarfulltrúa Sjálf-stæðisflokksins. Þá er SkautafélagiðBjörninn eitt af stærsta sérgreinafélagí Reykjavík.

Brýnt er að ná sem fyrst niðurstöðu íviðræðum við Fjölni um aðstöðumál fé-lagsins og framtíðaruppbygginguíþróttamannvirkja í hverfinu. Sjálf-stæðisflokkurinn styður tillögur Fjöln-is og fleiri um uppbyggingu fjölbreyti-legs íþrótta- og tómstundasvæðis íGufunesi. Samið skal við beint viðíþróttafélögin um rekstrar og iðkenda-styrki. Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn

efna til átaks til að fegra og bæta skóla-lóðir, leikvelli, íþróttavelli og opinsvæði í Grafarvogi, sem mörg hver eruekki í góðu ásigkomulagi.

8.Ný móttöku- og flokkunarstöð verði

opnuð í Grafarvogi árið 2007. Móttöku-og endurvinnslustöð Sorpu við Bæjar-flöt sinnti mikilvægri þjónustu fyriríbúa og fyrirtæki í Grafarvogi og Graf-arholti, hverfi með næstum 25 þúsundíbúa. R-listinn lét loka stöðinni og vísaíbúum þessara fjölmennu hverfa á aðr-ar stöðvar. 7. febrúar 2005 lögðu fulltrú-ar sjálfstæðismanna í umhverfisráði tilað stöðin við Bæjarflöt yrði opnuð aðnýju í ljósi mikillar óánægju Grafar-vogsbúa með lokun hennar. Bókuðusjálfstæðismenn að með lokun stöðvar-innar við Bæjarflöt, væri kostum borg-arbúa til að losa sig við sorp og annanúrgang fækkað, á sama tíma og almenn-ingur væri hvattur til hreinlætis ogaukinnar endurvinnslu. Tillagan um aðopna stöðina að nýju var felld með fjór-um atkvæðum Samfylkingarinnar,Framsóknarflokksins og Vinstrigrænna í umhverfisráði gegn þremuratkvæðum Sjálfstæðisflokksins.Full-trúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis-ráði endurfluttu tillöguna 20. febrúar2006. Var tillagan endurflutt í ljósi þessað í drögum að þjónustusamningiSorpu við Reykjavíkurborg var kveðið áum að ekki skyldi vera meira en 3,5 km.loftlína að hverri endurvinnslustöð fráíbúðarhúsum í borginni, en nú er stórhluti byggðar í Grafarvogi í meira entilskilinni 3,5 km. fjarlægð. Þessi tillagavar einnig felld með atkvæðum Sam-fylkingar, Framsóknarflokks og Vinstrigrænna gegn atkvæðum sjálfstæðis-manna.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur viðfyrri afstöðu og telur brýnt að móttöku-og endurvinnslustöð verði opnuð aðnýju fyrir íbúa Grafarvogs og Grafar-holts.

9.Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

studdu ekki gildistöku nýja leiðakerfis-ins, og bentu ítrekað á þá miklu þjón-ustuskerðingu, sem það hafði í för meðsér, m.a. fyrir Grafarvogsbúa. Sjálfstæð-ismenn gagnrýndu einnig harðlega aðGrafarholtsbúar skyldu ekki hafa beinatengingu niður í bæ á a.m.k. aðra afstóru skiptistöðvunum, Hlemm eðaLækjartorg. Úr því var loks bætt í marssl. en þá var tenging milli Grafarholts ogÁrbæjar lögð af í staðinn.Við teljum aðskoða þurfi betur tengingar innan ein-stakra hverfa í Grafarvogi og Grafar-holti þannig að strætisvagnar verðiraunhæfur kostur við að sækja fjöl-breytilega þjónustu innan svæðisins.Einnig viljum við skoða bættar tenging-ar milli Grafarvogs og annarra hverfaaustarlega í borginni. Þannig viljum viðskoða hvort unnt sé að hefja akstur áeins konar norður-suður leið, sem færiúr Grafarvogi,hefði viðkomu í Grafar-holti og Árbæ og færi þaðan í Breið-holtshverfi og jafnvel yfir í Kópavog.

10.Mikilvægt er að hafa í huga að íbúar

í Grafarvogi völdu sér búsetu þar, vegnaþeirra gæða sem að hverfið bíður upp á.Hverfið er fjölskylduvænt hverfi þarsem stutt er í útivistarsvæði ogósnortna náttúru. Það er mjög mikil-vægt að slík sérkenni haldi sér. Ekki ergert ráð fyrir þéttingu byggðar í Grafar-vogi.

X-B1.B-listinn í Reykjavík vill fara í botn-

göng á ytri leið og hefur kynnt mynd-band sem sýnir hvernig framkvæmdiner hugsuð alla leið á Kjalarnes.

2.B-listinnn í Reykjavík telur að mis-

tök hafi verið gerð við lagningu Halls-vegar næst íbúðabyggðinni og telur aðáframhaldandi tenging við Vestur-landsveg verði að vinna í samráði viðíbúanna.

3.B-listinn í Reykjavík telur að upp-

bygging menningarsmiðstöðvar Gar-farvogs geti vel komið til greina á um-ræddu svæði.

4.B-listinn í Reykjavík telur að

ósnortnar fjörur í landi Gufuness verðifriðaðar þar sem þær eru ósnortnar.

5.B-listinn í Reykjavík telur að flytja

eigi Björgun frá þeim stað sem fyrir-tækið hefur nú aðstöðu þar sem ná-lægðin við íbúabyggðina í Bryggj-uhverfi er of mikil.

6.B-listinn í Reykjavík er ekki með

landfyllingar á þessum stað á stefnu-skrá sinni.

7.B-listinn í Reykjavík vísar til stefnu

sinnar um að öll börn á aldrinum 5 - 18fái fái frístundakort að upphæð 40 þús-und krónur á ári sem renni til íþrótta-og tómstundaiðkunnar á vegum viður-

kenndra aðila.

8.B-listinn í Reykjavík vísar til viðtals

við Björn Inga Hrafnsson í Grafarvogs-blaðinu þar sem hann lýsir því yfir aðGrafarvogsbúar fái flokkunarstöð íhverfið sitt.

9.B-listinn í Reykjavík vísar til stefnu

sinnar um ókeypis í strætó fyrir aldr-aða, öryrkja og ungmenni. Í höfuð-borgarstefnu Framsóknarflokksins erlögð áhersla að ráðist verði í hönnunalmenningssamgöngukerfis fyrir höf-uðborgarsvæðið.

10.B-listinn er ekki með sérsstök áform

um þéttingu byggðar í Grafarvogi, enkomi til þess verður það gert í samráðivið íbúa hverfisins.

X-S1.Samfylkingin telur Sundabraut vera forgangsmál í samgöngubótum á Ís-

landi. Samfylkingin telur ófrávíkjanlegt að Sundabraut verði lögð alla leið íeinum áfanga og hafnar hraðbraut hálfa leið. Samfylking telur því brýnt aðtekið verði af skarið um fjármögnun verkefnisins til fulls. Samfylkingin hef-ur leitt samráðsferli með þátttöku íbúa og telur Sundabraut í göngum afdrátt-arlaust vera fyrsta kost við útfærslu framkvæmdarinnar.

2.Samfylkingin hefur beitt sér fyrir breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur

sem kveður á um að Hallsvegur verði tveggja akreina. Samfylkingin tekurundir áhyggjur íbúa af því að útfærsla Sundabrautar sem "hraðbraut hálfaleið" geti leitt til þungaumferðar eftir Hallsvegi og telur því ekki koma tilgreina að tengja Hallsveg við Vesturlandsveg fyrr en Sundabraut hefur veriðlögð alla leið.

3.Samfylkingin hefur beitt sér fyrir því að byggt verði yfir Miðgarð og skylda

starfsemi í hverfinu enda núverandi húsnæði bæði óhentugt og löngu sprung-ið. Bygging Menningarmiðstöðvar Grafarvogs er eitt af forgangsmálumnæsta kjörtímabils.

4.Samfylkingin vill standa vörð um ósnertar fjörur og nýta strandlengjuna

íbúum til útiveru og upplifunar. Uppbygging í nágrenninu þarf þó ekki alltafað útiloka slíkt.

5.Samfylkingin telur að Björgun og annar grófur iðnaður eigi ekki heima á

núverandi stað. Fyrirtækið hefur fallist á að grípa til ráðstafana til að dragaúr foki og óþrifnaði af starfseminni og hefur lýst hefur vilja til að vinna meðborgaryfirvöldum við að við að finna fyrirtækinu nýjan stað. Í Elliðaárvogimyndi þess í stað rísa framhald Bryggjuhverfisins.

6.Samfylkingin telur eðlilegt að áform um uppfyllingar komi til endurskoð-

unar í tengslum við ákvörðun um framtíðarlegu Sundabrautar og endurskoð-un aðalskipulags Reykjavíkur.

7.Rekstrar og iðkendastyrkir til íþróttafélaga? Samfylkingin hefur stutt fram-

tíðaruppbyggingu Fjölnis í Dalhúsum þar sem rísa á körfuboltahús sam-kvæmt sérstökum samningi hefur nýlega verið undirritaður því til staðfest-ingar. Verið er að setja litla gervigrasvelli við skóla hverfisins og nýr gervi-grasvöllur í fullri stærð verður gerður við Egilshöll samkvæmt samningi viðReykjavíkurborg. Þá er gert ráð fyrir sparkvöllum í deiliskipulagi Gufunes-svæðisins. Þar er jafnframt gert ráð fyrir því að ýmis áhugamannafélög og af-þreyingarfyrirtæki geti fengið úthlutað reitum á gamla haugasvæðinu og erspennandi að hugsa sér að svæðið geti verið kjörsvæði fyrir athafnagleði eldribarna og unglinga. Samfylkingin hefur sagt að hún sé tilbúin til að ræða Sam-fylkingar-leiðina úr Hafnarfirði þar sem frumkvæði hefur verið tekið í ið-kendastyrkjum til íþróttafélaga. Í morgun var svo samþykkt að Grafarvogurriði fyrst á vaðið við að flytja íþróttir og listnám inn í skólana sem er einnigstefnumál Samfylkingarinnar.

8.Samfylkingin telur ástæðu til að hafa flokkurnarstöðvar við báðar megin-

umferðaræðarnar til og frá Grafarvogi og hefur beitt sér fyrir nýrri flokkun-arstöð við Víkurveg.

9.Almenningssamgöngur hafa verið bættar í Hamrahverfi í kjölfar ábend-

inga íbúa. Samfylkingin vill jafnframt kanna hugmyndir um hringtenginguinnan Grafarvogshverfis.

10.Þétting byggðar hefur verið stefna borgaryfirvalda til að bæta nýtingu inn-

viða, stytta vegalengdir innan borgarinnar og stuðla að því að hægt sé að veitagóða þjónustu sem næst íbúum. Oft eru slík verkefni komin til að frumkvæðilandeigenda en stundum ekki. Sl. vetur voru til skoðunar hugmyndir um aðfjölga sérbýlishúsalóðum í borgarlandinu. Einhverjir blettir í Grafarvogikomu til skoðunar en engin þeirra þótti álitlegur til frekari athugunar.

X-V1.1.Vinstrihreyfingin - grænt fram-

boð telur að besta útfærslan værijarðgöng á "ystu" leið með tenging-um inn á Kirkjusand annars vegarog Sæbraut til austurs og hafnar-svæðið hins vegar, bæði með tilliti tilumhverfis- og skipulagsþátta. Ekkisíst skiptir hér máli þau áhrif semumræða aðliggjandi íbúasamtakahefur haft enda hefur sú leið minnstneikvæð áhrif á næstu íbúahverfi.Hvað snertir framkvæmd teljum viðað hefjast megi handa við fram-kvæmd um leið og breið samstaðanæst um leiðarval og áhrif á um-hverfi og samfélag hafa verið metin.Nýta þarf fjármagn af símapening-um, það mun þó ekki nægja fyrirfyrsta áfanga og þarf meira til.Faxaflóahafnir eru reiðubúnar aðkoma að fjármögnun og framkvæmdmeð samkomulagi við ríkið. Viðframkvæmd sem þessa ber að horfatil langs tíma og sætta sig ekki viðaðra leið en þá bestu með sem flestsjónarmið að leiðarljósi.

2.VG beitti sér sérstaklega fyrir því

að borgaryfirvöld ákváðu að breytaskipulagi Hallsvegar þannig að hannyrði aðeins 2ja akreina vegur en ekki4ra. Í samræmi við það teljum við aðtenging Hallsvegar við Vesturlands-veg þurfi að koma til endurmats.

M.a. þarf að skoða betur tengingarvið Egilshöll með vaxandi uppbygg-ingu þar, hlutverk Borgarvegar ogtengingarnar við Sundabraut.

3.Ljóst er að skortur er á menning-

armiðstöð í hverfinu og að mikil-vægt er að hverfið verði sjálfbært aðþví er varðar daglegt líf, atvinnu,tómstundir, dægradvöl og menn-ingu. Huga mætti jafnframt að hlut-verki skóla sem menningarmið-stöðva með það í huga að nýta þærbyggingar betur fyrir fjölþætta starf-semi í þágu hverfisins og íbúa þess.VG styður uppbyggingu Menningar-miðstöðvar í Grafarvogi í samræmivið þá samþykkt sem þegar liggurfyrir og vill beita sér fyrir því aðframkvæmdir geti hafist strax ánæsta ári.

4.Já, í skipulagstillögum VG eru

skilgreindar fjörur sem VG vill aðverði verndaðar, þ.m.t. í Eiðsvík ogLeiruvogi.

5.VG telur að starfsemi Björgunar

eigi að flytjast af núverandi stað ogstyður þá vinnu sem nú er hafin viðrammaskipulag í Elliðaárvogi. Sam-hliða þarf að vinna að því að finnaviðunandi lausn fyrir starfsemiBjörgunar sem góð sátt getur skap-ast um.

6.VG telur að almennt eigi að fara

varlega í landfyllingar. Spár sér-fræðinga gera ráð fyrir að loftslags-breytingar geti haft í för með sérhækkun sjávar um 4-6 metra á næstu100 árum og því er full ástæða til aðstaldra við. Það á m.a. við um land-fyllingar í Gufunesi sem gert er ráðfyrir í gildandi AðalskipulagiReykjavíkur.

7.Við uppbyggingu íþrótta- og tóm-

stundamála þarf að hafa lýðheils-umarkmið að leiðarljósi, þátttökusem flestra í fjölskyldunni og semflestra aldurshópa. Í stefnu okkar íVG er sérstaklega fjallað um að gætaskuli að jafnræði stráka og stelpnavið framlög til íþróttamannvirkjaeða annarrar aðstöðu til hreyfingar.Forvarnarstefnu borgarinnar þarfað hrinda í framkvæmd í góðu sam-starfi við þjónustumiðstöð, íþróttafé-lög og aðra aðila í hverfinu. Öflugarforvarnir eru mikilvægar á forsend-um fjölbreytni og þátttöku allra. Viðí VG viljum jafna aðstöðu barna ogungmenna til íþróttaiðkunar ogskoða í því tilviki sérstaklega mögu-leika til að styðja við iðkunina meðbeinum hætti, líkt og gert hefur ver-ið í Hafnarfirði.

8.Fulltrúi VG í stjórn Sorpu lagðist

ávallt gegn því að þessari stöð yrðilokað, en eftir að stjórnskipulagi fyr-irtækisins var breytt á borgin aðeinseinn fulltrúa þar og samþykkti hannlokun stöðvarinnar. Fulltrúar VG í

umhverfisráði hafa lagt til að nýrristöð verði fundinn staður nálægtVíkurvegi og að borgin beiti sér inn-an stjórnar Sorpu fyrir því að þvíverði hraðað. Umhverfisráð sam-þykkti þessa afstöðu nú nýlega.

9.Vinstri græn leggja mikla áherslu

á eflingu almenningssamgangna.VG vill byggja á núverandi leiðar-kerfi Strætó en telur engu að síðurbrýnt að fjölga leiðum í kerfinu ogauka tíðni þeirra. VG telur að verðiekki samstaða meðal sveitarfélag-anna á höfuðborgarsvæðinu umstóreflingu Strætó, verði Reykjavíkað taka að nýju við rekstri almenn-ingssamgangna innan borgarinnar.

10.Vinstri græn telja að þétting

byggðar sé að grunni til mikilvægtumhverfismál. Í samþykktri stefnu-mótun VG í Reykjavík í borgarmál-um segir m.a. "VG vill stuðla að sjálf-bærri þróun borgarsamfélagsins. Ískipulagi borgarinnar leggur VGáherslu á skynsamlega nýtinguborgarlandsins þar sem þéttingbyggðar og blönduð landnotkun erulykilatriði, þó þannig að í öllumskipulagsákvörðunum sé tekið tillittil umhverfisins, náttúru, menning-ar og sögu." Í þessum anda telur VGað standa eigi að þéttingu byggðar.Engin sérstök áform eru uppi umþéttingu byggðar í Grafarvogi.

X-F1.F listinn vill vernda þá vellíðan og

náttúrusýn sem Grafarvogur býður íbú-um sínum er nauðsynlegt að Sunda-braut verði lögð á ytri leið, eins fjarriíbúabyggð og mögulegt er, með tilliti tilhagsmuna byggðanna beggja vegnaElliðavogs, eindreginna óska íbúa ogframtíðararðsemi. Við alla útfærslu berað taka tillit til tenginga við stofnbraut-ir. Til að vernda Blikastaðakró og líf-ríki hennar má undir engum kringum-stæðum leggja Sundabraut á uppfyll-ingu yfir Eiðisvík heldur ber að leggjahana á brú og koma nú þegar ræsumfyrir á Eiðinu til að tryggja nægt að-gengi sjávarfalla uns hægt verður aðlosa um vegarslóðann og koma Eiðinuaftur í náttúrulegt horf. Við lagninguSundabrautar yfir Geldinganes verðisérstaklega gætt að einstöku náttúru-fari í austurhluta nessins en þar erósnortin strönd sem ber skilyrðislaustað vernda..

2.Engar hraðaksturgötur um íbúa-

hverfi: Hallsvegur er skipulagsslys sember að leiðrétta strax, vegurinn á aðvera hverfisgata. Með vellíðan og öryggiíbúa í huga verður að koma í veg fyrirlagningu hraðaksturleiða með tilheyr-andi hávaðamengun í gegnum hverfið,þetta á sérstaklega við um áform viðHallsveg. Hallsvegur má undir engumkringumstæðum verða tengibraut milliVesturlandsvegar og fyrirhugaðrarSundabrautar. Það er með öllu ótækt aðleggja slíkan veg í gegnum íbúðahverfiog það rétt við íþróttamannvirki semeru fjölsótt af börnum úr öllum hverf-um Grafarvogs.

3.Við viljum fjölnota þjónustu- og

menningarmiðstöð með aðstöðu fyrirfélagsstarf allra aldurshópa, menning-artengda viðburði, afþreyingu og að-stöðu fyrir trúfélögLengi hefur vantaðbæði miðju og menningarmiðstöð íGrafarvog. Með nýrri menningarmið-stöð gefst færi á að sameina hvorttveggja en slík menningarmiðstöð þarf

rými og því er kjörið að staðsetja menn-ingarmiðstöðina vestan við Spönginaþar sem er nægilegt rými til að skapaaðlaðandi umhverfi með glæsilegribyggingu þar sem útsýni er hvað best yf-ir borgina. Vel má hugsa sér 3ja hæðabyggingu á stórri grunnhæð og verönd-um sem hægt er að nýta og njóta á góð-viðrisdögum. Umhverfis byggingunaverði gerður skrúðgarður með bekkjumog leikaðstöðu. Menningarmiðstöðin errakið dæmi um hönnun sem á að veraunnin í samráði við íbúa, enda eru þaðíbúar sem munu nýta aðstöðuna og tilmikils að vinna að vel takist til.

4.Já, eindregið!!! Blikastaðakróin

/Leiruvogur er náttúruperla sem ber aðvernda . Hún er einstök í borgarlandinuog verður verðmætari með hverjumdeginum sem líður. Gildi hennar fyrirkomandi kynslóðir er ómetanlegt og þvínauðsynlegt að bregðast við og komaborgarvernd á Blikastaðakró.

5.Bryggjuhverfi verði þegar í stað inn-

limað í Reykjavík þannig að íbúar getinotið sjálfsagðrar þjónustu. Björgunverði fundinn annar staður fyrir starf-semi sína enda er þetta ekki starfsemisem á heima inni í byggð.

6.Fyrirhugaðar landfyllingar eru and-

stæðar stefnu framboðsins í umhverfis-og skipulagsmálum. Reykjavík er þeirr-ar gæfu aðnjótandi að eiga nægilegtlandrými. Einnig eru landfyllingar viðViðeyjarsund farnar að valda auknulandbroti í Viðey auk þess að hafa áhrifá setflutninga á sundunum sem afturvalda því að grunnir vogar eru að fyll-ast leir hraðar en ella.

7.F-listinn vill að öll börn og unglingar

fá notið sambærilegra niðurgreiðslnatil íþróttastarfs, tónlistarnáms og tóm-stunda sem Reykjavíkurborg leggurfjármuni til. Þær fjölskyldur sem ekkikljúfa að greiða annan þátttökukostnaðfái notið aðstoðar félagsþjónustu borg-arinnar. Íþróttahreyfingin og tónlistar-skólar komi til aukins samstarfs viðgrunnskólann. Til að hægt sé að náþessum markmiðum verða grunnskólarað hafa aðgang að íþróttamannvirkjum

allan daginn og gera verður ráð fyrirþví að þjálfarar hafi þjálfun að aðal-starfi en ekki að loknum öðrum vinnu-degi. Þessi framtíðarsýn krefst aukinssamstarf grunnskóla, listmenntaskólaog íþróttafélaga. Þá þarf að tryggja að-stöðu annarra almennings- og jaðar-íþrótta. Byggja þarf aðstöðu fyrirKajak-klúbbinn sem nú býr í gámum áGeldinganeseiði. Heilbrigð sál í hraust-um líkama og því er það yfirlýst stefnaokkar að ýta undir almenningsíþróttir ísamráði við íbúana, enda áhugi á þeimmikill í hverfinu og koma upp þeirri að-stöðu sem nauðsynleg er. Þá er brýnt aðleysa úr vanda sundkennslu og reisasundlaug í norðurhluta hverfisins.

8.Flokkun hefst heima við hús. Stefna

R-listans um græna tunnu sem losuð ersjaldnar gegn vægara gjaldi samhliðaþví að flytja Sorpu úr hverfinu er fjand-samleg markmiðum sjálfbærrar þróun-ar - þar sem einu áhrifin voru að stór-auka akstur einkabíla með rusl. Flokk-un heima við hús er stefna sem byggir áþví að á ákveðnum tímum sé flokkaðsorp sótt heim. Með þessu er einnigþeim sem ekki hafa aðgang að bíl gertkleift að flokka sorp og um leið unnið aðmarkmiðum sjálfbærrar þróunar.

9.F-listinn hefur á undanförnum árum

bent á nauðsyn þess að taka upp hverfis-vagna og að börnum, ungmennum ogeldra fólki sé veittur frír aðgangur. Áþann hátt má efla almenningsamgöng-ur, bæta aðgengi fólks að þeirri þjón-ustu sem hvert hverfi býður upp á ognýta betur þær stofnanir sem borginrekur. F-listinn hefur einfalda sýn á al-menningssamgöngur. Þær eiga að takamið af þörfum þeirra sem mest notaþær, auk þess að leitast við að vera raun-hæfur valkostur fyrir aðra. Því er þaðstefna flokksins að smærri vagnar akium hverfin og safni farþegum.

10.Það er hægt að þétta byggð í Grafar-

vogi en það verður að vera gert í sam-ræmi við fyrirliggjandi byggð og sam-ráði við íbúa. Sú þétting sem hefur ver-ið gerð á Landsímalóð og nú við Gul-lengi er ekki í samræmi við stefnu F-lista um þéttingu byggðar.

Svör flokkanna við spurningumfrá Íbúasamtökum Grafarvogs

Frá fjölmennum fundi Íbúasamtaka Grafarvogs með frambjóðendum allra flokka í Rimaskóla.

1. Hver er stefna flokksins um útfærslu og framkvæmd Sundabrautar?

2. Hver er stefna flokksins um tengingu Hallsvegar við Vesturlandsveg, í ljósi áratugar baráttu og dómsmála íbúa?

3. Styður flokkurinn tillögu undirbúningshóps um Menningarmiðstöð Grafarvogs, staðsetningu og útfærslu miðstöðvarinnar. Þar kom

fram að miðstöðin verði á lóð kirkjunnar sunnan Borgarhotsskóla?

4. Styður flokkurinn stefnu ÍG um friðun einu fjaranna sem eftir eru í norðurhluta Reykjavíkur, frá Grafarvogi, upp á Kjalarnes?

5. Hver er stefna flokksins í málum Björgunnar?

6. Eru fyrirhugaðar uppfyllingar í Gufunesi ekki óþarfar, þegar ákveðið hefur verið að Sundabraut verði lögð í einum áfanga og ný bygg-

ingarlönd opnast nú í Geldinga- Gunnu- og Álfsnesi?

7. Hver er stefna flokksinns í uppbyggingu íþrótta- og tómstundarmála í Grafarvogi?

8. Hver er stefna flokksins um flokkunarstöð Sorpu fyrir Grafarvogshverfi?

9. Hvernig vill flokkurinn leysa vandamál almenningssamgangna í hverfinu?

10. Hvaða forsendur eiga að gilda um þéttingu byggðar? Er þétting fyrirhuguð í Grafarvogi? Ef svo er, hvar?

Page 20: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Íþróttastarfið í borginni hefur veriðbyggt upp af miklum krafti á síðustuárum og þar hefur íþróttastarf Fjölnisekki verið nein undantekning nemasíður sé. Það hefur verið sérlegaánægjulegt að fylgjast með árangristrákanna í fótboltanum og körfunniundanfarin misseri, það ber vitni umágætt starf og gefur vonir um að mik-ils sé að vænta af félaginu í framtíð-inni.

Þessar deildir eru þó langt í frá einudeildirnar sem eru að skila frábærustarfi. Sunddeildin er öflug, taekwond-odeildin sömuleiðis og ekki mágleyma fimleikadeildinni sem hefur áeinungis fimm árum vaxið upp úr þvíað vera ekki neitt upp í að sinna 350 ið-kendum. Komast þó færri að en viljaþví á milli 70 og 80 börn eru á biðlistaeftir að komast í deildina.

Ójöfn staða kynjanna Það er að mörgu að hyggja þegar

íþróttastarf fyrir börn og unglinga erbyggt upp. Eitt af því sem athyglifólks hefur í vaxandi mæli beinst að

undanfarið er hvernig hægt er aðtryggja að fjármagn til íþrótta skilisér jafnt til bæði stráka og stelpna.Það er full ástæða til að skoða þennanþátt íþróttastarfsins nánar því kann-anir sýna okkur að stelpur vilja oftverða útundan í starfi íþróttafélag-anna.

Ein helsta ástæðan sem nefnd hef-ur verið er að einhverra hluta vegnavirðast stelpur hafa minni áhuga áhefðbundnum boltaíþróttum enstrákar. Þessar greinar er hins vegarþað sem yfirleitt er mest áhersla lögðá af hálfu íþróttafélaganna en ástæð-ur þess eru að mörgu leyti hefð ogrætur þeirra sem stjórna félögunum.

Nýrrar hugsunar er þörfEf við hins vegar viljum efla

íþróttaiðkun stelpna, sem hlýtur aðteljast sjálfsagt réttlætismál þótt ekkiværi nema vegna þess að þær eigajafnan rétt til opinberra framlaga fráborginni og drengirnir, þá verðurákveðin viðhorfsbreyting að eiga sérstað. Ef stúlkur hafa áhuga á öðrum

greinum en hinum hefðbundnu bolt-aíþróttum þá á að huga að uppbygg-ingu þeirra greina sem þær sýnaáhuga á. Tilgangurinn er að sjálf-sögðu fyrst og fremst að sem flestbörn iðki íþróttir, ekki að þau iðki til-teknar íþróttir.

Í Samfylkingunni í Reykjavík hef-ur verið rætt hvortskilyrða eigi þá pen-inga sem veitt er tilíþróttafélaganna meðþað í huga að réttahlut stelpna. Það verð-ur þó að teljast óæski-leg þróun ef grípaþarf til miðstýringará þann hátt. Betraværi að kalla eftir skýrri jafnréttis-stefnu íþróttafélaganna og áætlanafrá þeirra hendi um hvernig þauhyggjast jafna stöðu kynjanna.

Fjölnir á framtíðina fyrir sérFjölnir er ungt félag þar sem hefðir

eru enn í mótun og þótt færri stelpurstundi íþróttir í Grafarvogi en í öðr-

um hverfum borgarinnar er ekkertsem segir að þeirri þróun megi ekkisnúa við. Nú hefur borgin skrifaðundir samkomulag við Fjölni þar semReykjavíkurborg hefur ákveðið aðsetja 350 milljónir til uppbyggingaríþróttastarfs fé-lagsins. Rætt hef-

ur verið um hugs-anlega byggingu körfuboltahallar ogsíst skal dregið úr nauðsyn þess, íþeirri deild eru um 300 iðkendur semþyrftu betri aðstöðu.

Ég vil hins vegar benda á að fim-leikadeildin með sína 350 iðkendur,mest megnis stelpur, hefur verið að ná

frábærum árangri þrátt fyrir mikilþrengsli og aðstöðu sem er langt fráþví að vera fullnægjandi. Salurinn erþröngur, aðstaða fyrir áhorfendur erengin og stelpurnar sem lengra erukomnar geta ekki æft lögleg keppnis-stökk í húsnæðinu vegna þess hveplássið er lítið. Þær sem lengst erukomnar íhuga að skipta um félag tilað geta haldið áfram að bæta sig. Viðskulum spyrja okkur hvort staðanværi sú sama ef harðsnúið lið pilta íboltaíþrótt hefði nýverið náð þeim ár-

angri að vera í hópi þeirra bestuá landinu. Myndum viðekki segja eitthvað ef þeirbestu væru á leið úr liðinuvegna aðstöðuleysis?

Þetta held ég að við verð-um að hafa í huga þegarfarið verður að ákveðahvað á að gera fyrir þær 350milljónir sem samið hefurverið um að Reykjavíkur-

borg leggi til uppbyggingarFjölnis á næstu misserum. Það

verða allir að fá að vera með í íþrótt-unum - líka stelpur.

Dofri Hermannsson.Höfundur er í 7. sæti á lista Sam-

fylkingarinnar í komandi borgar-stjórnarkosningum.

Fréttir GV22

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

Smurstöð

Dofri Hermannsson,íbúi í Grafarvogi ogframbjóðandi Samfylk-ingarinnar, skrifar:

Allir með - líka stelpur

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 og lau frá 10:00-14:00 Pöntunarsími: 567-6330

Skráning á fléttunámskeiðVegna mikillar eftirspurnar erum við byrjaðar að skrá

niður á fléttunámskeið fyrir foreldra

Skráning og uppl. í síma 567-6300

Page 21: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

F-listi, Frjálslyndra og óháðra, villforgangsraða í þágu fólksins í borg-inni. Þetta kemur skýrast fram íflugvallarmálinu, þar sem F-listinnvill halda flugvellinum á besta stað íborginni í stað þess að verja tugummilljarða króna í að flytja hann áverri og óöruggari stað, eins og hinframboðin vilja.

Bætt staða eldri borgara og öryrkjaVið viljum að brýn verkefni í vel-

ferðarkerfinu og í samgöngukerfiborgarinnar hafi forgang. Við vilj-um t.a.m. fjölga hjúkrunarrýmumfyrir aldraða og stórefla heimaþjón-ustu þeirra. Í samræmi við þessaráherslur viljum við stórlækka álög-ur á aldraða til að þeir geti búið einslengi heima hjá sér og þeir vilja. Viðhöfum áður lagt áherslu á lægriþjónustugjöld aldraðra, öryrkja ogbarnafjölskyldna og nú höfum viðlagt til að tekjumörk fyrir niðurfell-ingu fasteignagjalda aldraðra verðihækkuð um 100% þegar á næsta ári.Það þýðir að þau verða um 3,2 millj-ónir króna á ári í stað 1,6 milljónirkróna. Við þessa breytingu munmikill meirihluti þeirra 10.000 eldriborgara, sem búa í Reykjavík losnaundan álagningu fasteignagjalda, enhingað til hafa 40% þeirra notið af-sláttar af þeim. Afsláttur fasteigna-gjalda aldraðra var um 200 milljónirkróna á þessu ári en verður væntan-lega um 500 milljónir króna sam-kvæmt tillögum F-listans á næstaári. Þetta er ekki mikill kostnaðurfyrir borgina en hins vegar mikilkjarabót fyrir eldri borgara um leiðog þeim er gert kleift að búa lengurheima hjá sér.

Bætt staða barnafjölskyldnaÁ sama hátt og við viljum bæta kjör

aldraðra og öryrkja viljum við bætahag barnafjölskyldna í borginni. Viðleggjum áherslu á heilsdagsskóla meðmáltíðum, íþróttum, list og verknámifrá upphafi skólagöngu. Við viljum aðbæði leikskóla- og grunnskólastigiðsé gjaldfrjálst með ókeypis máltíðum.Efla þarf samstarf íþróttafélaga ogskóla sem annast listkennslu viðgrunnskólastarfið þannig að börningeti stundað íþróttir og listnám á dag-inn sem hluta af vinnudegi sínum.Þegar þau sækja tómstundir annarsstaðar í hverfinu, þurfa þau að getaferðast með hverfastrætó, sem þarf aðvera ókeypis. Í dag er hins vegar stað-an sú að til að skreppa með strætó t.d.út í næstu verslunarmistöð þurfa 13ára unglingar að greiða 500 krónurfyrir ferð fram og til baka. Þar semhverfisstrætó vantar í dag er hins veg-ar líklegt að börnin þyrftu að fara nið-ur á Hlemm með strætó áður en þaugætu snúið við heim. Þessu viljumvið breyta.

Efling almenningssamgangnaF-listinn hefur þrívegis flutt til-

lögu um það í borgarstjórn að stræt-ófargjöld barna, unglinga, aldraðraog öryrkja yrðu felld niður. Þettamyndi aðeins kosta um 200 milljónirkróna á ári og myndi vafalítið leiðatil mun betri nýtingar á strætó,minni einkabílanotkunar, minnaslits á götum, minna svifryks ogminni mengunar almennt. Hinirflokkarnir hafa fellt þessar tillögurog er það dæmalaust að horfa upp áB-listann (Framsóknarflokkinn)segjast nú kortéri fyrir kosningarstyðja þær tillögur sem þeir hafa þrí-vegis fellt í borgarstjórn. Helstaframlag Sjálfstæðisflokks til almenn-ingssamgangna er hins vegar tillagavið gerð fjárhagsáætlunar um niður-skurð á fjárveitingum til almenn-ingssamgangna um 100 milljónirkróna.

Við teljum rétt að verja meiri fjár-munum í almenningsamgöngur tilað bæta þjónustuna og auka nýtingustrætó.

Á sama hátt og börn þurfa að getaferðast fljótt og vel með strætó innanhverfanna þarf að tryggja þeim ör-uggar gönguleiðir í skólann og dragaúr umferðahraða í íbúðarhverfum.Við viljum gera öll íbúðarhverfiborgarinnar að 30 km svæðum.

Betri stofnbrautir draga úr umferðum íbúðarhverfi

F-listinn hefur ávallt barist fyrir

fjölgun mislægra gatnamóta á Mikl-ubraut og vill flýta gerð mislægragatnamóta Miklubrautar og Kringl-umýrarbrautar, sem R-listinn hefurtafið um heilan áratug. Við viljumlíka tryggja mislæg gatnamót Mikl-ubrautar og Lönguhlíðar með gerðstokks undir Lönguhlíðina. Viðleggjum að sjálfsögðu áherslu á flýt-ingu tvíbreiðrar Sundabrautar allaleið upp á Kjalarnes og í góðri sáttvið íbúa í aðliggjandi íbúðarhverf-um. Útrýma þarf einbreiðum þjóð-vegum á höfuðborgarsvæðinu

Við bendum loks á að ef hin fram-boðin í borginni gefa flugvellinum íVatnsmýri ekki frið þá flyst hann aðlíkindum til Keflavíkur með ófyrir-sjáanlegum afleiðingum fyrir innan-lands- og sjúkraflug í landinu. Auk-in umferð á þjóðvegum ásamt erfiðuaðgengi að bráðasjúkrahúsi landsinsmyndi kosta tugi mannslífa ánokkrum árum.

F-listinn er eina aflið sem hefurtekið á umferðar- og skipulagsmál-um í borginni af ábyrgð og festu. At-kvæði greitt okkur í F-listanum erþví vel varið og við munum undirengum kringumstæðum taka þátt íþví glapræði, sem brottflutningurflugvallarins úr Vatnsmýri yrði.

Ólafur F. Magnússon, læknir ogoddviti F-listans í Reykjavík.

FréttirGV23

Samfelldur skóladagur

F-listinn forgangsraðartil fólksins í borginni

Einstök list * GjafabréfVerið velkomin! ABBA

Gallerí Grafarholt Kirkjustétt 2-6

Opið virka daga kl. 13-18 og augardaga kl. 13-16

Getum bætt við okkur nokkrumstarfsmönnum í aukavinnu

Starfsmennirnir þurfa að vera ábyrgir,stundvíslegir, hressir og áhugasamir.

Ef þú vilt vinna á stað sem er í pizzumbestir renndu þá við og talaðu við

okkur. Kveðja Hrói Höttur.

Íþróttir og listnám verða hluti af skóladegi barna í Graf-arvogi frá og með næsta hausti á undan öðrum borgarhlut-um. Þetta kemur fram í viðtali við Dag B. Eggertsson borgar-fulltrúa í Grafarvogsblaðinu.

Flestir stjórnmálaflokkarnir í borginni hafa boðað ein-hvers konar útfærslur á þeirri hugmynd að íþrótta- og list-nám fari fram innan veggja skólanna að lokinni kennslu ístefnuskrám sínum. Þó vita færri að þegar er hafin vinnavið verkefnið í skólum Grafarvogs, á undan öðrum skólumborgarinnar. Þegar er búið að ráða verkefnisstjóra sem mun

hafa yfirumsjón með verkinu og kemur það til framkvæmdastrax næsta haust. ,,Þetta er í samræmi við stefnu Samfylk-ingarinnar að með samvinnu skóla og frístundaheimila viðíþróttafélög, tónlistarskóla, listamenn, menningarstofnanirog frjáls félagasamtök í hverju hverfi verði tryggt að sam-felldur skóladagur verði fjölbreytt og innihaldsrík viðbót viðskólastarfið,’’ segir Dagur.

Hann segir ennfremur að markmiðið sé að auðvelda for-eldrum barna lífið með því að minnka ökuferðir til og fráíþróttaæfingum.

Ólafur F. Magnússon, læknir, borgar-fulltrúi og efsti maður á F-lista:

Ólafur F. Magnússon, læknir og oddviti F-listans í Reykjavík.

Page 22: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

,,Ég fór í Sorpu um daginn. Það ersvo sem ekki í frásögur færandi.Nema hvað. Fyrir mig var þetta mik-il upplifun. Ég fór sko í Sorpu sem ídag er ætluð Grafarvogsbúum, sum-sé við ósa Elliðaánna. Ég hef sóttnokkrar móttökustöðvar, t.d. við Án-anaust og uppi í Seljahverfi en þenn-an dag var ég á ferðinni síðla dags álaugardegi og taldi mig vera á tímasem fáir væru á ferðinni og ekki meðmikið af dóti. Nokkra pappakassa oggamla stóra kertastjaka úr smíða-járni sem ekki var mikil eftirsjá að.Sem ég kem að aðkeyrslunni sé égmikinn fjölda bíla og hvarflaði aðmér að eitthvað hefði komið fyrir. Éger aftastur í röðinni, en raunar ekkilengi. Hún þokast hægt.

Ég ákveð að fara út úr bílnum ogspyrja næsta mann hvað sé á seiði.Fyrir mér verður reiður karlmaður,bílstjórinn. Ég heyrði á orðaflaumn-um að hann var ekki að koma hér ífyrsta skipti og saknaði gömlu Sorpusem var á Gylfaflöt.

Það tók mig meira en hálftíma aðlosna við þessa pappakassa og smíð-ajárnið. Ég hafði nægan tíma til aðhugsa í röðinni. Þetta er ekki þaðsem borgaryfirvöld eiga að stuðla að.Fólk var fyllilega ánægt með Sorpu íGrafarvogi. Hún var lítil en afka-staði sínu. Umhverfisvænt fyrirtækií sátt við íbúana. Ég efast ekki um aðeinhverjir fjármunir hafi sparast

með lokun fyrirtækisins, en ætliþetta hafi í för með sér sparnað fyriríbúa í Grafarvogi?

Ég hef lýst þeirri skoðun minni aðSorpa eigi aftur að opna móttökustöðí Grafarvogi. Ef hverfið væri tekiðút úr borginni og talið sem eitt sveit-arfélag myndi engum detta annað íhug en hafa þar móttökustöð. Þessvegna hef ég átt viðræður um þessimál við stjórnarformann Sorpu ogþað hefur skilað því að nú er unniðað því að fá lóð fyrir félagið í Grafar-vogi. Það liggur sem sagt fyrir aðþessu máli verður breytt. Ég vonastað sjálfsögðu til þess að Grafarvogs-búar tryggi mér atkvæði sitt svo éggeti fylgt því eftir að lóð fáist og húnverði á hagkvæmum stað sem allirsætta sig við.

Fjölnir - fimleikar og fleiraFjölnir er stærsta íþróttafélag

landsins og ber þess merki að þar erunnið feykilega gott starf. Ellefudeildir félagsins eru margar að slítabernskuskónum í orðsins fyllstumerkingu. Nú er í gangi metnaðar-full áætlun um uppbyggingu á svæð-um félagsins. Það er mín skoðun aðbetur þurfi að gera. Það er til aðmynda óþolandi að upp komi að-stæður á borð við það sem fimleika-fólk í Grafarvogi þarf að búa við. Égveit að tugir barna, jafnvel hundruð,eru á biðlistum eftir að komast í fim-leika. Þessu verður að breyta og ég er

tilbúinn að leggja Fjölni mitt lið eftirkosningar við að auka enn frekarfjárstreymi til félagsins svo hægt sé

að hraða uppbyggingu. Það á ekki aðvera lögmál að börn í ungum hverf-um þurfi að sætta sig við að stjórn-málamenn gleyma að gera ráð fyrirfjármunum til íþróttaaðstöðu. Það ermannréttindi fyrir börnin okkar aðfá kennslu og leiðsögn frá viður-kenndum aðilum í íþróttum. Fjölnirá eftir að hampa Íslandsmeistaratitl-um í öllum greinum ef rétt er haldiðá málum. Hvergi er efniviðurinnmeiri en huga þarf að því að fjár-munir séu í réttu hlutfalli við stærðhverfa og stöðu mannvirkja sem fé-lögin hafa á að skipa.

Úthverfi - aðalhverfiÉg hef heyrt alla flokka í þessari

kosningabaráttu tala um að eflaþurfi miðbæinn. Það er búið að talaum þetta í öllum sveitarstjórnakosn-ingum sem ég man eftir hér í borg-inni. 101 er alltaf eitthvað sem þarfað gera betra. En hvað með úthverf-in? Ég bý sjálfur í úthverfi og geriþað af fúsum og frjálsum vilja. Vilvera þar með mína fjölskyldu af þvíað okkur líður vel þar. Það vantar aðstjórnmálamenn horfi til úthverf-anna. Ég vil efla þessi hverfi og geraþau enn betri. Ég hef lagt til að við

reisum stóran og mikinn vatna-skemmtigarð í Reykjavík og að sjálf-sögðu í úthverfi. Þar er fólkið og þará afþreyingin að vera.

Tvísýnar kosningarÉg hef gert mitt til að reka kosn-

ingabaráttu framsóknarmanna íborginni á heiðarlegan og jákvæðanhátt. Þegar aðrir flokkar hafa hnýtt íokkur og gert grín að nýju merkiflokksins hef ég kosið að þegja ogtala fremur um þau mál sem ykkurvarða. Þrátt fyrir þetta er gengiframsóknarmanna eða exbé eins ogmerkið okkar heitir ekki nægilegagott og það er ljóst að hvert einastaatkvæði okkur veitt er gríðarlegamikilvægt. Ég beitti mér af hörku ímáli sem mörg ykkar þekkið vel,þegar Landsímalóðin var til umfjöll-unar í skipulags- og byggingarnefnd.Ég barði þá í borðið og fyrir vikiðvar hlustað á raddir íbúanna. Égvona að þið svarið nú í sömu mynt.Ef þér líkar það sem þú hefur lesiðhér að ofan, vonast ég til að þú látirfrá þér heyra. Það er einfaldast aðgera það í kjörklefanum 27. maí. Þúveist hvað ég meina.

Björn Ingi Hrafnsson

Fréttir GV24

EUROCONFORTO HEILSUSKÓRNIRHAFA SLEGIÐ Í GEGN Á ÍSLANDI

Heilsuskórnir eru til í 10 fallegum litum, einnig Gull og Silfri

Verslanir sem selja skóna:- Valmiki Kringlunni- Euroskór Firðinum- B-Young Laugavegi 83- Nína Akranesi- Heimahornið Stykkishólmi- Mössubúð Akureyri- Töff föt Húsavík- Okkar á milli Egilsstöðum- Galenía Selfossi- Jazz Vestmannaeyjum

Verð: 4.400 - Stærðir: 35-43

Björn Ingi Hrafnsson, oddviti B-listans í Reykjavík:

Hvað gerirþú 27. maí?

Skemmtileg borgVið í B-listanum viljum gera Reykjavík enn skemmtilegri, færa afþrey-

inguna til fólksins í hverfunum og skapa betri umgjörð um blómlegtmannlíf í miðborginni.

- Vatnaveröld (vatnsrennibrautagarður).- Eflum og nýtum græn svæði.- Fleiri hjóla- og göngustíga.- Ókeypis í söfn í eigu borgarinnar.- Nýta skólabyggingar og félagsmiðstöðvar betur undir ýmsa starfsemi

um kvöld og helgar.- Lýsum upp Geirsnefið. Bætum þjónustu við hundaeigendur.- Lokið verði við að koma upp æfingasvæði fyrir skotmenn.- Útbúa leiðarkort yfir gönguleiðirnar innan borgarlandsins.- Sædýrasafn í Laugardal.- Tryggður verði stuðningur við uppbyggingu Motorcrossbrautar.- Skautasvell á Perlunni.- Tryggja hagsmuni hestamanna vegna uppkaupa á hesthúsahverfum.

,,Ég beitti mér af hörku í máli sem mörg ykkar þekkið vel, þegar Landsímalóðin var til umfjöllunar í skipu-lags- og byggingarnefnd. Ég barði þá í borðið og fyrir vikið var hlustað á raddir íbúanna. Ég vona að þið svar-ið nú í sömu mynt.’’

Page 23: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Verslun fluguveiðimanna er á www.Krafla.is

Vorum að bæta við mörgum nýjum flugum

Kröflurnar í öllum litum sem keilutúpur í fyrsta sinn á Íslandi

Fjölbreytt úrval af íslenskum laxaflugum - tvíkrækjur/þríkrækjur - Flugur með reynslu

,,Landsliðið’’ þegar íslenskar silungflugur eru annars vegar

Gríma blá Hófí Grænfriðungur Iða

Venus Marbendill Gríma rauð Gríma gul

Beykir Mýsla Krókurinn Beygla

SilungaKrafla rauð SilungaKrafla bleik SilungaKrafla Orange

Framleiðandi Skrautás ehf - Bíldshöfða 14 - Sími: 587-9500 / 698-2844

Besta vörnin í netverslun í dag

Page 24: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Fréttir GV26

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468

hjólbarðaverkstæðið ykkar

er að

Gylfaflöt 3

Grafarvogsbúar -

Egilshöllinni Sími: 594-9630www.orkuverid.is

Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Guðmundur Baldursson umdæmisstjóri Kiwanisásamt fyrstu börnunum til að fá Kiwanishjálmana sína. Börnin sem fengu fyrstu Kiwanishjálmana heitaÁstrós Ögn Ágústsdóttir og Orri Gautur Finnbogason.

Á næstu vikum mun Kiwanis-hreyfingin gefa öllum börnum í 1.bekk í grunnskólum landsins reið-hjólahjálma. Um er að ræða sérstaktátak í samvinnu Kiwanishreyfingar-innar og Eimskips en auki nýturverkefnið aðstoðar Lýðheilsustöðv-ar. Alls verður 4.500 reiðhjólahjálm-um dreift í ár og er heildarverðmætiverkefnisins um 23 milljónir kr.

"Eimskip leggur mikla áherslu áöryggismál í allri sinni starfsemi ogvill með þessum hætti leitast við aðmiðla þeirri áherslu út í samfélagið,"sagði Hanna Katrín Friðriksson,framkvæmdastjóri stjórnunarsviðsEimskips. "Börn þurfa sem fyrst aðverða meðvituð um mikilvægi ör-yggis í umferðinni og við hjá Eim-skip erum stolt af því að vera þátt-takendur í þessu nauðsynlega verk-efni"

Verkefnið nýtur einnig ráðgjafarog stuðnings Herdísar Storgaard,verkefnisstjóra Árvekni-barnaslysa-varna hjá Lýðheilsustöð. "Þetta er

frábært tækifæri til að vekja athygliá mikilvægi þess að börn noti reið-hjólahjálma rétt, en foreldrar verðaað taka þátt í þessu með okkur ogfylgja því eftir".

Kiwanisfélagar fara í alla grunn-skóla á landinu og afhenda börnun-um hjálma og ræða við þau um um-ferðaröryggi og notkun hjálmanna.Að auki fá börnin fræðsluefni umrétta stillingu og notkun hjálma tilað taka með sér heim.

Nemendur í 1. bekk í Engjaskóla,Borgarskóla og Víkurskóla vorufyrstu börnin til að fá afhenta reið-hjólahjálma í ár en það var Siv Frið-leifsdóttir, heilbrigðis- og trygginga-málaráðherra sem afhenti hjálmana."Það er skemmtilegt og hollt aðhjóla. Allir verða að vera meðhjálma, líka fullorðnir. Það er töff aðvera með hjálm".

Athygli á alþjóðavettvangiÞetta árið verða þúsundir ís-

lenskra skólabarna öruggari í um-

ferðinni með hjálma merkta Eim-skip og Kiwanis. "Það er Kiwanis-hreyfingunni mjög mikilvægt að fyr-irtæki í landinu sýni verkefni semþessu áhuga og stuðning," sagði Ást-björn Egilsson, fulltrúi Kiwanis-hreyfingarinnar. "Þetta verkefni hef-ur vakið mikla athygli víðsvegar umheim og eru dæmi þess að erlendiraðilar hafi tekið það upp, meðal ann-ars í Bandaríkjunum."

Fyrir tveimur árum tók Kiwanis-hreyfingin höndum saman við Eim-skip um reiðhjálmaverkefni á lands-vísu og tókst það svo vel að það er núí gangi þriðja árið í röð.

Mikilvægi þessa verkefnis sýndisig greinilega sumarið 2005 þegarungur drengur á Ísafirði var við leiká línuskautum og skall með höfuðið íjörðina. Drengurinn var með hjálm.Höggið var það mikið að hjálmurinnbrotnaði en þó hlaut drengurinn eng-an skaða af. Hjálminum sem umræðir var dreift á vegum Kiwanis ogEimskips árið 2004.

Ráðningarþjónustan hefur flutt starfsemi sýna frá Háaleitisbraut 58-60 aðKrókhálsi 5a og er nú loksins komin slík þjónusta í austurhluta borgarinnar.

Ráðningarþjónustan er þekkt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðningumstarfsmanna til fyrirtækja.

Framkvæmdastjóri er María Jónasdóttir sem tók við 10 ára gömlu fyrir-tæki í apríl á síðasta ári og er því rúmt ár síðan hún tók við rekstrinum. Þaðer gaman að segja frá því að María er uppalinn árbæingur og því komin meðfyrirtækið á heimaslóðir.

Ráðningarþjónustan býður upp á perónulega og faglega þjónustu á sam-keppnishæfu verði fyrir fyrirtæki í öllum stærðarflokkum og gerðum um alltland. Fyrirtæki leyta til Ráðningarþjónustunnar . og vilja að Ráðningarþjón-ustan sjái um allt ráðningarferlið og nýti þá sérþekkingu og reynslu sem fyr-irtækið býr yfir. það sparar bæði tíma og fyrirhöfn fyrir stjórnendur sem ogstarfsmannastjóra fyrirtækja.

Ráðningarþjónustan býður fyrirtæki í starfsmannaleit velkomin sem ogeinstaklinga í atvinnuleit. Þess má geta að lokum að allar nánari upplýsingarer að finna inn á heimasíðu fyrirtækisins www.radning.is

Eimskip og Kiwanis gefa öllum 7 ára börnum reiðhjólahjálma

Ráðningarþjónustan flytur í austurborgina

María Jónasdóttir er framkvæmda-stjóri Ráðningaþjónustunnar.

Page 25: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006
Page 26: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Fréttir GV28

Frumkvæði hefur verið tekið í Graf-arvogi um að ná samstarfi um sam-felldan skóladag og frístundaiðkunbarna í hverfinu. Þegar er búið aðkalla saman skólafólk, stjórnenduríþróttafélaga og listnáms, og aðra semað koma, til að samhæfa aðgerðir fyrirnæsta haust. Borgarráð hefur sam-þykkt fjárveitingu fyrir verkefnis-stjóra.

Góður hugur í fólkiVandinn er sá að oftar en ekki er

það þannig að þegar foreldrar komaheim úr vinnu, um eða upp úr kl.17:00 á daginn, að mestur tími for-eldranna fer í að keyra og sækjabörnin sín í frístundatíma. Því fer

lítið fyrir samverustundum fjöl-skyldunnar. Algengt er að fjölskyld-ur nái ekki að borða kvöldmat sam-an því þá eru börn og unglingar áæfingum.

Markmið með verkefni okkar núer að frístundastarf barna og ung-linga taki við í beinu framhaldi þessað skóla lýkur á daginn þannig aðþegar foreldrar koma heim úrvinnu geti samverustundir fjöl-skyldunnar hafist.

Góð tíðindi fyrir fjölskyldufólkÞetta er eitt þarfasta þjónustumál

í borginni í dag, og ákveðið að Graf-arvogur verði frumkvæðishverfi,enn einu sinni. Það er ekki síst að

þakka því góða fólki sem er tilbúið íslaginn í Miðgarði.

Viðræður hafa þegar farið framvið þá fjöl-mörgu semkoma aðmálum.Þetta ernefnilegaekki alvegjafn einfaltog það lít-ur út fyrir að vera. Sem formaðurmenntaráðs og formaður hverfisráðsátti ég fund með skólastjórum ásamtfulltrúum frá Miðgarði, þeim Ingi-björgu Sigurþórsdóttur og Helga Vi-borg. Þar var ákveðið að halda enn

stærri samráðsfund með öllum semað málum koma. Það var gert, ogljóst að

sam-starfs-hugurvar í fólki og mörgum hugmyndumvelt upp. Borgarráð hefur heimilaðað ráða verkefnisstjóra og mun sá

byrja strax í vor og þjóna frá Mið-garði.

Gjaldfrjálsleikskóli líkaÞað er því ljóst að byltingin í skóla-

málum heldur áfram. Frístundaheim-ilin hafa sannað gildi sitt, og nú þró-um við þau enn frekar. En foreldrarleikskólabarna eiga líka von á bættumhag. Við höfum þegar lækkað leik-skólagjöldin um 25% á þessu ári, enáður hafði verið lækkað mikið hjáfimm ára börnum. Næstu skref eruákveðin ef Samfylkingin fær tækifæritil að stjórna þessum málaflokkiáfram. Það þýðir að barn sem byrjar íleikskóla í haust borgar 800 þúsundkrónum minna fyrir leikskólgöng sínaí heild en ella. Hvílíkur sparnaður!Með gjaldfrjálsum leikskóla má segjaað barnafólk fái 30 þúsund krónakjarabót á mánuði. Ég vonast til að fástuðning við þessi áform öll með þvíað Grafarvogsbúar kjósi Samfylking-una 27. maí.

Stefán Jón Hafstein

F-listi, listi frjálslyndra og óháðraleggur áherslu á að forgangsraðafólki á undan framkvæmdum. Þessvegna viljum við að íbúar miklufyrr að allri ákvarðanatöku þannigað þekking þeirra nýtist og fleirivalkostir komi fram strax í upphafien ekki í gengum athugasemdir viðumhverfismat. Þannig sé íbúumborgarinnar tryggt að rödd þeirraheyrist og að hana sé hlustað. Viðtrúum því að skoðun íbúa skiptimáli og hana beri að virða. Þannignáist sátt um leiðir og lausnir.

Íbúalýðræði og þéttingbyggðar

Virkt íbúalýðræði er forsendaþess að vel takist til með þéttingubyggðar í grónum hverfum.. Alvörusamráð byggir á aðgengi að upplýs-ingum, gagnrýninni umræðu ogforgangsröðun valkosta í samstarfivið íbúa bæði við stefnumótun,ákvörðun og framkvæmdir. Samráðíbúa og stjórnvalda verður aðbyggja á gagnkvæmu trausti og trú-verðugleika, gegnsæi og rekjan-leika í ákvarðanatöku.

Það er ekki hægt að þétta mikiðbyggð í Árbænum en þar sem slíkter hægt verður það að vera gert ísamræmi við fyrirliggjandi byggðog samráði við íbúa.

Að lokum er það einlæg stefna F-listans að vernda óspillta náttúru íborginni . Staði eins og Elliðaárda-linn ber skýlaust að vernda endaverða þeir sífellt verðmætari.. Ísamræmi við okkar stefnu kemurþví ekki til greina að reisa atvinnu-og iðnaðarhúsnæði á brún Elliðaár-dalsins. Þess í stað ber að verndahann svo börn og fullorðnir getinotið þar útivistar um ókomna tíð.

Sundabraut og önnurumferðarmannvirki

Við viljum að Sundabraut verðilögð á ytri leið, eins fjarri íbúa-byggð og mögulegt er, með tilliti tilhagsmuna og eindreginna óskaíbúa byggðanna beggja vegnaElliðavogs og framtíðararðsemi.Við val á útfærslu verði lögðáhersla á að tryggja vellíðan íbúa ognáttúruvernd. Því verði Sunda-braut lögð þannig að íbúar verði

sem minnst varir við hávaða og um-ferðarþunga. Sundabraut verði ígöngum með góðum tengingum viðstofnbrautakerfi borgarinnar.Fyrsti áfanginn verði í göngumundir Elliðavog með uppkomu viðGufunes. Þá taki við brú yfir Eið-isvík í Geldinganes, til að varðveitaviðkvæma náttúru og lífríki viðBlikastaðakró, en þar fari Sunda-braut aftur í göng undir Leiruvogmeð uppkomu í Víðinesi og loks á

brú yfir Kollafjörð. Með þessariútfærslu er komið til móts við ósk-ir íbúa og sjónarmið náttúruvernd-ar jafnframt höfð að leiðar-ljósi.Vinnu við umhverfismat vegnajarðgangna og hins nýja leiðarvalsber að hefja strax þannig að hægt séað ljúka gerð Sundabrautar á næsta

kjörtímabili.

Færri umferðarljós á stofn-brautir

Þá bendum við á að verulega erhægt að bæta flutningsgetu stofn-brauta í borginni með því einu aðfækka umferðarljósum á þeim. Eittskelfilegasta dæmið um misnotkuná umferðarljósum er Sæbrautin, frá

Dugguvogi aðLaugarnesvegi

þar sem ekkieru færri enátta umferð-arljós semmá fækka ífjögur, ánmikils til-kostnaðar.

þar með ykistflutningsgetaSæbrautar

mikið auk þess sem verulega drægiúr mengun því bílar menga jú mestog spæna upp þegar þeir taka afstað eða hemla.

Engar hraðbrautir gegnumíbúðahverfi og að hámarkshraði

allra gatna innan hverfa verði 30km/klst.er skýr stefna okkar í um-ferðaröryggismálum.

Það er einföld staðreynd að viðReykvíkingar notum bíla mikið ogþannig verður það uns almennings-samgöngur eru raunhæfur valkost-ur og tekið er tillit til þess að þeirsem nota strætó mest eru börn, ung-lingar og eldra fólk og því þörf ámiklu öflugir samgögnum innanhverfa til að þjónusta þessa hópa.Þá viljum við að reiðhjól verði við-urkennt samgöngutæki og tekiðverði tillit til þess þegar reiðhjóla-stígar eru hannaðir.

Vísindaþorp í VatnsmýriUm stefnu F-lista í flugvallarmál-

inu þarf ekki að fjölyrða: Við for-gangsröðum velferðar-og sam-göngumálum í borginni svo mikluofar. En það er ekki þar með sagt aðekki megi laga til í umhverfi flug-vallarins. Í Vatnsmýri viljum við aðrísi öflugt vísinda- og þekkingar-þorp. Öflugar rannsóknastofnanir áheimsmælikvarða og staður fyrirsprotafyrirtæki þar sem hugvit ogfrumkvæði fær að njóta sín.

Rusl í ReykjavíkVið viljum endurvekja einkunn-

arorðin Hrein borg, fögur torg. Víðaer hreinsun borgarinnar ábótavantog fullt af rusli. Það er einföld stað-reynd að rusl kallar á rusl. Ruslaföt-ur eru of sjaldgæfar við göngustígaog losun þeirra ekki nægilega velsinnt. Þetta er bagalegt ekki hvaðsíst fyrir vaxandi fjölda hundaeig-enda sem flestir eru ávalt með pokaí vasanum en geta hvergi komiðþeim frá sér. Til að koma í veg fyrirað fólk freistist til að skilja eftirrusl á víðavangi á ekki að inn-heimta gjald af íbúum þegar þeirkoma með rusl til förgunar ogSorpu á að skila strax í hverfið.

Frekari upplýsingar um stefnu ívelferðar- atvinnu- og menntamál-um F-listans er að finna á www.xf.is

Ásta Þorleifs-

Eftir kosningarnar 27.maí er nauðsynlegt að breyt-ingar verði á stjórn borgar-innar. Grafarvogsbúar hafamátt búa við það að börnumí hverfinu er mismunað ífjárveitingum til íþrótta-starfs og tónlistarnáms.Fjárveitingar borgarinnartil Fjölnis eru í engu sam-hengi við fjölda barna íhverfinu og börnum í tón-listarnámi er gróflega mis-munað. Í Grafarvogi búa22% allra ungmenna íReykjavík. Samt sem áður

veitir borgarstjórn innanvið 10% þess fjár sem fer tiltónlistarskólanna hingaðupp í Grafarvog.

Sá sem þessar línur skrif-ar rekur Tónskóla Hörpunn-ar. Í skólanum eru nú 241nemandi, en þó fær skólinneinungis niðurgreiðslu ánámskostnaði 68 nemenda.Tónskóli Hörpunnar er ísamvinnu, við 5 grunnskólaí Grafarvogshverfi um aðfæra tónlistarnám barnainn í grunnskólann með þaðað markmiði að styrkja

heilsdagsskólann, þannig aðbörn og foreldrar þurfi ekkiað þeysast þvers og krussum

borgina seinni part dags tilað sækja tónlistarnám. Umhelmingur nemenda sækir

nú námið innan veggja síns

grunnskóla.Það er undarlegt að heyra

R-lista flokkana tala umsamþættingu listnáms,íþrótta- og grunnskólastarfs

á sama tíma og þeir mis-muna börnunum í fjárveit-ingum og gera þeim einatónlistarskóla erfitt fyrir,sem sýnt hefur í verkiáhuga á þessu verkefni.

Það er kominn tími á R-lista flokkana. Listi Frjáls-lyndra og óháðra, F-listinnmun gera hér breytingar á

fái hann umboð til þess.Kjartan Eggertsson

Á undanförnum árum hefur fólkóspart verið hvatt til flokkunar ogendurvinnslu af hinu opinbera. Til aðtaka við þeim úrgangi, sem á ekkiheima með almennu húsasorpi, rekasveitarfélög sérstakar móttöku- ogendurvinnslustöðvar. Til skammstíma var slík stöð við Bæjarflöt í Graf-arvogi. Var hún ein vinsælasta mót-tökustöðin á landinu enda sinnti húnmikilvægri þjónustu fyrir íbúa og fyr-irtæki í Grafarvogi og Grafarholti,hverfi með um 25 þúsund íbúa.

Á síðasta ári kaus meirihluti R-list-ans í borgarstjórn að loka stöðinni ogvísa íbúum þessara fjölmennu hverfaá aðrar stöðvar. Skemmst er frá því aðsegja að þessi lokun olli mikilli óá-nægju meðal Grafarvogsbúa og komfljótt í ljós að móttökustöðin við Sæv-

arhöfða var auk þess ekki í stakk búintil að anna auknu hlutverki.

Mikil óánægja í GrafarvogiÍ febrúar 2005 lögðum við fulltrúar

sjálfstæðismanna í umhverfisráðiReykjavíkurborgar til að að stöðin viðBæjarflöt yrði opnuð að nýju í ljósimikilllar óánægju Grafarvogsbúameð lokun hennar. Bókaði undirritað-ur í fundargerð að með lokun stöðvar-innar við Bæjarflöt, væri kostumborgarbúa til að losa sig við sorp ogannan úrgang fækkað, á sama tíma ogalmenningur væri hvattur til hrein-lætis og aukinnar endurvinnslu. Til-lagan um enduropnun stöðvarinnarvar hins vegar felld með fjórum at-kvæðum Samfylkingarinnar, Fram-sóknarflokksins og Vinstri grænna í

umhverfisráði gegn þremur atkvæð-um Sjálfstæðisflokksins.

Tillaga Sjálfstæðisflokksinsum nýja stöð felld

Undirritaður lagði síðan fram nýjatillögu um þessi mál í umhverfisráði 13.marz sl. þar sem lagt var til að leitaleiða til að opna að nýju móttöku- ogendurvinnslustöð Sorpu í Grafarvogs-hverfi. Benti ég á að í drögum að þjón-ustusamningi Sorpu við Reykjavíkur-borg var kveðið á um að ekki skyldivera meira en 3,5 km. loftlína að hverriendurvinnslustöð frá íbúðarhúsum íborginni, en nú er stór hluti byggðar íGrafarvogi í meira en tilskilinni 3,5 km.fjarlægð frá móttökustöðinni við Sæv-arhöfða. Þessi tillaga var einnig felldmeð atkvæðum borgarfulltrúa Samfylk-

ingarinnar, Framsóknarflokks ogVinstri grænna gegn atkvæðum okkarsjálfstæðismanna.

Undirritaður hefur heyrt að íyfirstandandi kosningabaráttuhafi það borið við að einhverjirframbjóðendur þeirra flokka, semnú mynda R-listann, lofi nú Grafarvogs-búum því að opna móttökustöð Sorpu íGrafarvogi að nýju. Það væri þá rétt aðspyrja þessa frambjóðendur að því afhverju þeir studdu lokun móttöku-

stöðvarinnar á síðasta ári og af hverjuþeir kusu fyrir aðeins tveimur mánuð-

um að fella tillögu okk-ar sjálfstæðis-manna þess efnisað opna móttöku-stöð í Grafarvogiað nýju.

BorgarfulltrúarSjálfstæðisflokks-ins standa að sjálf-

sögðu við fyrri afstöðusína í málinu og teljabrýnt að móttöku- ogendurvinnslustöð verði

opnuð að nýju fyrir íbúa Grafarvogs ogGrafarholts. Til þess að svo megi verða,óskum við eftir stuðningi Grafarvogs-búa í kosningunum 27. maí nk.Hreinni og fegurri Grafarvogur. X - D.

Stefán Jón Hafstein,formaður hverfisráðsGrafarvogs, skrifar:

Ásta Þorleifsdóttir skipar4. sæti á lista Frjálslyndraog óháðra:

Kjartan Eggertsson,skipar 6. sæti á listaFrjálslyndra ogóháðra:

Kjartan Magnússon,borgarfulltrúi Sjálf-stæðisflokksins, skrifar:

Burt með skutlið

Móttökustöð Sorpu verði opnuð að nýju

Mismunun verði hætt

Stöndum vörð um það sem máli skiptir í umhverfis - og skipulagsmálum

Page 27: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Önnur bókin í bóka-fl okknum Við ræktum er komin út. Hún fjallar um 53 tegundir lauf-trjáa sem geta náð 5 m hæð hér á landi.

Bókin býðst einnig í áskrift á kr 2.450.- miðað við að greitt sé með VISA/MASTERCARD. Verð í verslunum kr. 2.900

Sumarið er komið

Hringdu núna! – Áskriftarsími 586 8005

Sumarhúsið og garðurinn ehf.Síðumúla 15, 108 ReykjavíkSími 586 8003 • www.rit.is

RitstjóriAuður I. Ottesen

2

VIÐ RÆKTUM

Lauftréá ÍslandiHandhægur leiðarvísir fyrir garðeigendur og ræktendur Frábært áskriftartilboð

Nýir áskrifendur fá að gjöf bókina Garðurinn allt árið, að andvirði kr. 2.450 og geisladisk með efni eftir Stanislas Bohic garðhönnuð.

Hægt er að gerast áskrifandi á vefnum okkar www.rit.iseða með því að hringja í síma 586 8005.

Helstu sölustaðir í ykkar hverfi :Húsasmiðjan/Blómaval Grafarholti,Hagkaup Spönginni, Árbæjarblóm og Garðheimar í Mjódd.

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinnog bókin Lauftré á íslandi fást nú á næsta sölustað. Tryggðu þér eintak

Árgangur 2006 af tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn á aðeins kr. 3.550.-Fimm blöð á ári. Greitt með VISA/MASTERCARD.Áskriftin gildir í eitt ár og endurnýjast þá sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp fyrir þann tíma.

FréttirGV29

Lokahátíðir Stóru upplestrarkeppninnar íGrafarvogi og á Kjalarnesi fóru fram 20. og 27.mars 2006. Hátíðirnar fóru fram í Grafarvog-skirkju.

20. mars kepptu Borgaskóli, Engjaskóli,Klébergsskóli, Korpuskóli og Víkurskóli. Sig-urvegarar voru Sara Sigurðardóttir Korp-uskóla í 1. sæti, Kristinn Páll SigurbjörnssonBorgaskóla í 2. sæti og Elva Björk Þórhalls-dóttir Borgaskóla í 3. sæti.

27. mars kepptu Foldaskóli, Hamraskóli,Húsaskóli og Rimaskóli. Sigurvegarar voruAnna Dís Þorvaldsdóttir Hamraskóla í 1.sæti, Birna Bergsdóttir Foldaskóla í 2. sæti ogStefanía Sjöfn Vignisdóttir Rimaskóla í 3.sæti.

Báðar hátíðirnar tókust afar vel og ánægju-legt var að sjá hinn mikla áhuga og þá vinnusem bæði nemendur og kennarar lögðu í und-irbúning. Nemendur úr Tónskóla Hörpunnarsáu um tónlistarflutning milli dagskrárliða.

Sparisjóðurinn gaf peningaverðlaun, Eddaútgáfa bókaverðlaun, Grænn markaður blóm,Mjólkursamsalan drykki og Miðgarður, þjón-ustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, með-læti. Öllum þessum aðilum eru færðar alúð-arþakkir fyrir stuðninginn.

Stóra upplestrarkeppnin í Grafarvogi og á Kjalarnesi:

Mikill áhugi ogafar glæsilegframmistaða

Á efri myndinni er hóp-urinn sem varð í þremur

efstu sætunum í upp-lestrarkeppninni 27.

mars. Sigurvegarar voruAnna Dís Þorvaldsdóttir

Hamraskóla í 1. sæti,Birna Bergsdóttir Folda-skóla í 2. sæti og Stefan-ía Sjöfn Vignisdóttir Ri-

maskóla í 3. sæti.

Þann 20. mars urðu þessiungmenni hlutskörpust:

Sara SigurðardóttirKorpuskóla sem varð í

1. sæti, Kristinn Páll Sig-urbjörnsson Borgaskóla

í 2. sæti og Elva BjörkÞórhallsdóttir Borg-

askóla í 3. sæti.

Page 28: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

VITUND fyrir mikilvægisamvista fjölskyldunnar fyrirbörn á mótunarskeiði hefurbreytt gildismati þjóðfélags-ins. Stjórnmálin taka mið afþeirri staðreynd og í aðdrag-anda borgarstjórnarkosningaer kappsmál frambjóðendaallra flokka að fjölga megigæðastundum foreldra meðbörnum sínum. Áríðandi erþó að slíku fylgi skýr áætlun,lík þeirri sem B-listinn íReykjavík hefur sett fram.

Gefum öllum tækifæriÓumdeilt er að vinnudagur

barnanna okkar er of langur.

Nauðsynlegt er að samþættaíþrótta- og tómstundastarfvið starf grunnskólanna,þannig að síðla dags, eða umþað leyti sem hefðbundnumvinnudegi foreldra lýkur, hafibörnin einnig sinnt sínu. Séubúin með skólann og heim-anám sitt og hafi sinnt æfing-um í íþróttafélaginu, sótt tón-listartíma eða annað sem hug-ur þeirra stendur til. Um gildiþessa, meðal annars með til-liti til forvarna, eru flestirsammála og því er komin tímitil breytinga.

Meðal stefnumála B-listanser gerð þjónustusamninga viðíþróttafélög og önnur félaga-samtök, það er að þau komiinn í skólana með það úrstarfi sínu sem ætlað eryngstu aldurshópunum. For-eldrar þekkja að þrýstingur ábörnin um að taka þátt ogvera virk í íþróttum ogannarri tómstundaiðkunkemur úr mörgum áttum;ekki bara að heiman heldurúr bekknum og frá skólanum.Áríðandi að gefa öllum tæki-færi til þátttöku, óháð efna-hag, og því leggjum við til að

hvert reykvískt barn á aldrin-um fimm til átján ára fáiíþróttakort að upphæð 40 þús-

und krónur á ári, sem notamegi hjá viðurkenndum að-ila. Hagsmunir borgarinnarfelast í virkri þátttöku og þarmeð virkri þátttöku í upp-

byggjandi starfi.

Nýir möguleikarAð æfingum barnanna okk-

ar í íþróttahúsum borgarinn-ar sé lokið síðla dags skaparlíka nýja möguleika. Meðbættri nýtingu íþróttamann-virkja yfir daginn geta hinireldri fengið svigrúm tilíþróttaiðkunar á kvöldin ogslíkt mætti ef til vill kallagæðastundir. Að tryggja semflestum þær sem víðast er há-leitt markmið, en hreint ekkisvo fjarlægt.

Óskar Bergsson, skipar 2.sætið á B-listanum

í Reykjavík.

Fréttir GV30

Frambjóðendur Sjálfstæðis-flokksins í Reykjavík fyrir kom-andi borgarstjórnarkosningar hafasett fram metnaðarfulla fjölskyldu-stefnu fyrir Reykjavíkurborg. Ífjölskyldustefnunni koma framhelstu markmið og leiðir sem unn-ið verður eftir á næstu fjórum ár-um og til lengri framtíðar.

Betri þjónusta, léttari byrðar,minna skutl og fleiri gæðastundirer það sem stefna Sjálfstæðisflokks-ins mun skila reykvískum fjöl-skyldum ef hann fær tækifæri tilað leiða nýjar og vel útfærðar hug-myndir alla leið. Markmið er aðauka val, gæði og árangur í allriþjónustu Reykjavíkurborgar ogfjölga tækifærum fjölskyldna tilsamverustunda.

Samverustundir fjölskyldunnarÍ viðhorfskönnun IMG Gallup,

kemur fram eindreginn vilji borg-arbúa til að þess að fá fleiri tæki-færi til samverustunda með fjöl-skyldunni. Spurt var: "Hversu mik-ilvægt eða lítilvægt er það fyrir þig

að fá fleiri tækifæri til samver-ustunda með fjölskyldu þinni?"94,3% þeirra sem tóku afstöðu viljaauka þessar samverustundir. Meðþetta að leiðarljósi mun Sjálfstæð-isflokkurinn í Reykjavík byggjastarf sitt og laða fram það besta íuppeldismálum í samvinnu viðstarfsfólk og foreldra.

Ábyrg og raunhæf stefna Engin fjölskyldustefna hefur

verið mótuð af Reykjavíkurborgog er kominn tími til að bæta úrþví enda hafa mörg sveitarfélögmótað sér sérstaka fjölskyldu-stefnu. Fjölskyldustefnan semsjálfstæðismenn eru nú að kynnaer glæsileg og metnaðarfull enjafnframt ábyrg og raunhæf. Sjálf-stæðismenn hafa ætíð gert sérgrein fyrir þeirri ábygð sem fylgirþví að vera í forystu og standa viðgefin loforð.

Stefnu Sjálfstæðisflokksins ífjölskyldumálum má skipta ífjóra meginþætti:

- Örugga vistun frá því aðfæðingarorlofi lýkur.

Þetta gerum við m.a. með aukn-um stuðningi við starfsemi dagfor-eldra, stofnun ungbarnadeilda viðleikskóla í öllum hverfum, ásamtþví að öll börn njóti sama stuðn-ings óháð því hvert leikskólaþjón-usta er sótt. Samhliðaþessu er mikilvægt aðauka gæði leikskólastarfs-ins enn frekar, með áhersluá stöðugleika í starfs-mannahaldi, sveigjanleikaí þjónustu og samfellu ámilli leik- og grunnskóla.

- Betri menntun.Reykvískir grunnskólar eiga að

bjóða börnum og unglingum þjón-ustu sem stenst samanburð við þaðbesta sem þekkist, bæði hvað varð-ar árangur og almenna líðan. Þettaverður t.d. gert með áætlun umbetra nám og meiri gæði í skóla-starfi. Sérstakir skólasamningarvið grunnskóla geta einnig færtokkur nær settu marki, auk þesssem öll börn eiga að njóta sama

stuðnings til grunnskólanáms,óháð rekstrarformi eða staðsetn-ingu skóla.

- Heilbrigð sál í hraustum líkama.Íþrótta- og tómstundastarf hefur

aukið forvarnar-

gildi um leið og þaðtryggir nauðsynlegahreyfingu og útivist. Börn læra áþví að vera saman í hóp og félags-leg færni vex. Það er nauðsynlegtað koma til móts við óskir fjöl-skyldna um aukna samfellu ískólastarfi og tómstundum. Þettaverður best gert með formlegusamráði allra þeirra sem starfa aðmálefnum barna í hverju hverfi

borgarinnar, þannig að börnumstandi til boða tækifæri til að ljúkaskóla- og tómstundastarfi innanhefðbundins vinnutíma.

- Fjölskylduborgin okkar.Í Reykjavík er kominn tími til að

móta betri fjölskylduborg.Hér viljum við búa. Fjöl-skyldustefna Sjálfstæðis-flokksins í Reykjavík tek-ur mið af því að börn,unglingar og fjölskyldur íheild geti aukið viðánægjuríkar samver-ustundir. Með fjölskyldu-stefnu Sjálfstæðisflokks-ins er kominn tími breyt-

inga . Breytingar koma meðnýju fólki og nýrri forystu.

Fólki sem hefur trú á einstaklingn-um og býður öllum borgarbúumþátttöku í nýjum tímum.

Ragnar Sær Ragnarsson.Höfundur er frambjóðandi Sjálf-

stæðisflokksins og menntaðurleikskólakennari.

Núverandi meirihluti í borgar-stjórn Reykjavíkur hefur undanfariðlagt áherslu á það að almenningur íborginni nýti sér þjónustu strætis-vagna meira en verið hefur og vill ásama tíma draga úr notkun einka-bíla. Það vita flestir sem í Grafarvogibúa að strætó er ekki fýsilegur val-kostur fyrir fólk sem þarf að sækjaíþróttir, tómstundir, vinnu eða skólainnan sem utan Grafarvogs. Meðnýju leiðakerfi strætó er verið aðstuðla að stóraukinni notkun einka-bíla innan Grafarvogs og milli Graf-arvogs og Árbæjar og Grafarvogs ogGrafarholts. Þúsundir barna og ung-linga í Grafarvogi stunda íþróttir hjáFjölni og eru íþróttamannvirki íGrafarvogi löngu fullnýtt. Fjölni erþví nauðugur sá kostur að bóka æf-ingatíma hjá öðrum íþróttafélögumog má nefna að um 40% af æfinga-tímum knattspyrnudeildar Fjölniseru á íþróttasvæði Fylkis í Árbæ. Núer svo komið að börn sem stunda t.d.fótboltaæfingar á svæði Fylkis getaekki með góðu móti sótt þær æfingarnema með aðstoð foreldra því engarbeinar aksturleiðir strætó eru yfir í

Árbæ. Mörg hundruð foreldrar akaþví með börn sín fram og til baka íÁrbæ svo þau þurfi ekki að skiptaum strætó í miðri Ártúnsbrekku,koma sér sjálf yfir á biðstöðina hin-um megin í brekkunni og bíða þar ílangan tíma, köld og blaut.

Forsvarsmenn og þjálfarar Fjölnisog foreldrar í Grafarvogi eru lönguþreytt á þessu ástandi og hafa margoft bent á þennan mikla galla í leiða-kerfi strætó án nokkurs árangurs.Borgaryfirvöld með Dag B. Eggerts-son í broddi fylkingar í skipulags- ogumferðarmálum hafa algjörlegahundsað sjónarmið okkar sem búumí austurhluta borgarinnar enda eruþau mjög upptekin af skipulagi semsnýr að miðborginni og kringumhana.

Skiplag umferðarmannvirkjaÁ sama tíma og borgaryfirvöld

tala fyrir notkun almenningssam-gangna þá eru þau að skipuleggja 20þúsund manna byggð í Úlfarsfelli ánþess að lausn sjáist hvernig flytjaskal fyrirhugaða íbúa til og frávinnu og skóla. Í dag myndi þetta

fólk þurfa að nýta Ártúnsbrekkunatil að komast í vesturátt. Ártúns-brekkan er hönnuð fyrir 80 þúsundbíla á sólarhring en umferðarþungiþar í dag telur um 83 þúsund bíla.Áætlanir gera ráð fyrir 14 þúsundbílumúrbyggðvið Úlf-arsfellog þaðsjá allirað ekkier hægt að hleypa þeirri umferð íÁrtúnsbrekkuna. Engir breikkunar-möguleikar eru fyrir hendi í Ártúns-brekkunni. Hugmyndir meirihlut-ans í borgarstjórn eru því að byggjaupp Hallsveg sem tengist Úlfarsfells-hverfi og síðan inn á Sundabraut.Þessi umferðaræð væri "Mikla-braut" í gegnum Grafarvog. Það þýð-ir að Folda-, Húsa- og Hamrahverfiværu skorin frá öðrum hverfum inn-an Grafarvogs. Við sem búum í Graf-arvogi og erum með börn og ung-linga þekkjum vel hve mikla þjón-ustu börnin þurfa að sækja milli

hverfa innan Grafarvogs. Börn ínorðurhverfum sækja m.a. tónlistar-nám, kirkjustarf, skátastarf ogíþróttaiðkun í suðurhverfin og börní suð-ur-

hverf-umsækjaíþróttir og annað tómstundarstarf ínorðurhverfin. Eru foreldrar í Graf-arvogi tilbúnir að samþykkja áætl-anir Samfylkingar, Framsóknar ogVinstri grænna í skipulagsmálumGrafarvogs? Eru íbúar Grafarvogstilbúnir að samþykkja þetta skipulagmeð tilliti til umferðarþunga, slysa-hættu og hljóð- og loftmengunar?Hallsvegur var alltaf hugsaður til aðauðvelda umferð innan Grafarvogsen ekki megin flutningsæð bifreiða

úr nýjum hverfum austan Vestur-landsvegar.

Grafarvogsbúar þekkja vel hvern-ig Gullinbrú og Víkurvegi tekst aðanna umferð til og frá Grafarvogi.Þrjár akreinar til og frá þessu fjöl-menna svæði eru engan vegin nægj-anlegar og má líkja því við að alliríbúar Akureyrar væru fluttir út íHrísey þar sem þeir hefðu eingönguþrjár akreinar til og frá eyjunni tilað sækja vinnu og skóla. Hafa mennhugleitt það hvernig núverandivegakerfi myndi anna flutningi fólksef alvarlegt slys, vá eða atvik kæmiupp þar sem Gullinbrú eða Víkur-vegur lokaðist? Það væri engan veg-inn hægt að yfirgefa Grafarvogs-hverfin akandi. Hugmynd borgar-stjóraefnis Samfylkingarinnar aðSundabraut verði byggð með einniakrein í hvorra átt er eins og blauttuska í andlit Grafarvogsbúa. Sunda-braut verður að byggja upp sem tværakreinar í hvora átt og tryggja þarfað tenging brautarinnar við Grafar-vog verði með þeim hætti að húnþjóni hagsmunum íbúanna.

Íbúar Grafarvogs, hugsið ykkurtvisvar um þegar þig gangið til kosn-inga í vor. Viljið þið breyttar áhersl-ur í umferðarmálum og í almenn-ingssamgöngum í Grafarvogi og fyr-ir Grafarvogsbúa? FrambjóðendurSjálfstæðisflokksins munu láta hags-muni Grafarvogs sig varða.

Stefanía Katrín Karlsdóttirhefur búið í Grafarvogi í 15 ár og

er frambjóðandi á lista Sjálfstæðis-flokksins fyrir borgarstjórnarkosn-

ingarnar 27. maí .

Stefanía Katrín Karlsdóttir,frambjóðandi á lista Sjálf-stæðisflokksins, skrifar:

Ragnar Sær Ragn-arsson, frambjóðandiSjálfstæðisflokksins,skrifar:

Almenningssamgöngur ogskipulag umferðar í Grafarvogi

Fjölskyldustefna fyrir Reykjavík

Óskar Bergsson, fram-bjóðandi Framsóknar-flokks, skrifar:

Frístundakort - í takt við tímann

GV auglýsingasími 587-9500

Page 29: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Kæru Grafarvogsbúar, við förumekki varhluta af því að senn líður aðkosningum. Flokkarnir keppast viðað kynna stefnu sína í hinum ýmsumálum og gefa fögur fyrirheit auðn-ist þeim að komast til valda í borg-inni okkar.

Borgarstjórnarkosningarnarnúna í ár eru á ýmsan hátt með öðrusniði en verið hefur nokkuð lengi. R-listinn sk. hefur nú klofnað í frum-eindir sínar og flokkarnir sem aðhonum stóðu bjóða fram hver í sínulagi og hver um sig keppist við aðlofa okkur gulli og grænum skógumfái þeir brautargengi.

Við megum samt ekki gleyma þvíað þessi þrír flokkar geta ekki ein-faldlega sagt skilið við fortíðina sínaog látið sem þeir beri enga ábyrgð áfyrri verkum sínum. Þeir hljóta aðverða dæmdir af verkum sínum ogdugleysi í borgarstjórn síðastliðin 12ár.

Það er nefnilega svo að við Grafar-vogsbúar höfum ekkert sérstaklega

góða reynzlu af r-listaflokkunum,Vinstri grænum, Samfylkingu ogFramsóknarflokki og rétt til aðstikla aðeins á stóru í þeim málumsem helzt hafa dunið á okkur, þó ekkiværi nema síðasta kjörtímabil, lang-ar mig til að rifja upp nokkur atriði.

Þá ber fyrst að telja að því var lof-að fyrir borgarstjórnarkosningar1998 að hreinsun strandlengjunnar íReykjavík yrði lokið á því kjörtíma-bili og fyrir síðustu kosningar hrós-uðu frambjóðendur r-listans sér afþví að eitt af afrekum þeirra á liðnukjörtímabili væri að hafa lokiðhreinsun strandlengjunnar í borg-inni. Á sama tíma vall skólp upp réttundan ströndinni hér í Grafarvogiog strendurnar okkar voru langt yfirmengunarmörkum. Þessa staðreyndreyndu borgaryfirvöld að þegja í helen fyrir óþreytandi baráttu íbúa varloksins, fyrir ári síðan, ræst skólp-dælustöðin sem okkur hafði veriðlofað löngu fyrr. Ég sé ekki ástæðu tilklappa fyrir svona vinnubrögðum.

Þremur dögum fyrir síðustu borg-arstjórnarkosningar boðaði R-list-inn til fundar upp í Spöng og var þarrætt eitt helzta hitamálið í Rima-hverfi á þeim tíma: Landssímalóðin.Þá var einsýnt að fyrirliggjandiskipulag Landssímalóðarinnar var íhrópandi ósátt við íbúa nærliggjandigatna eins og undirskriftarlistarsönnuðu. Fjöldi manns mætti oghlýddi á fulltrúa r-listans lofa því ít-rekað að horfið yrði frá fyrirliggj-andi skipulagi og það hugsað upp ánýtt frá grunni. Í dag er uppbygg-ingu á Landssímalóðinni nánast lok-ið samkvæmt því skipulagi sem íbú-ar höfðu mótmælt og semþeim hafði verið lofað aðyrði horfið frá.

Íbúar í Bryggjuhverfihafa lengi kvartað undannábýli sínu við Björgun oghefur þeim stöðugt veriðgefið í skyn að úrlausna séað vænta. Ekkert hefur þógerzt enda hefur dregist úrhömlu að finna Björgun nýtt at-hafnasvæði.

Borgaryfirvöld hafa sóað tíma ogfé við skipulagningu Sundabrautarog Sundabrúar og af undarlegriþrjósku haldið áfram að þróa hug-myndir sem eru algerlega á skjön viðhagsmuni og vilja íbúanna. Það varekki fyrr en eftir þrotlausa vinnuíbúa og úrskurð umhverfisráðherrasem loksins var settur á fót samráðs-hópur íbúa og borgaryfirvalda til aðfinna lausn sem sátt getur náðst um.

Mitt í samráðsferlinu þóknaðist þóborgarstjóraefni Samfylkingarinnarað birta óraunhæfar hugmyndir sín-ar um Sundabraut og kenndi þær áð-urnefndum samráðshóp, sem kann-aðist þó alls ekki við að hafa ljáðslíkri endaleysu samþykki sitt.

Rimaskóla hefur verið lofuðstækkun á húsnæði og hefur þörffyrir þá stækkun verið fyrir hendium tíma. Í dag fer verulegur hluti afstarfsemi skólans fram í 11 fúaskúr-um þar sem m.a. allir nemendur í 1.og 2. bekk eyða skóladegi sínum íheilsupillandi húsnæði. Það er ein-faldlega til skammar að

bjóða börnum upp áslíka vinnuaðstöðu.

Að lokum vil ég nefna þá mikludáð að loka einu sorpflokkunarstöð-inni í stærsta hverfi borgarinnar.Það er með eindæmum að borgaryf-irvöld sem hafa á stefnuskrá sinni aðgera Reykjavík að einni hreinustuhöfuðborg í heimi skuli verða uppvísað slíku. Til að bíta svo höfuðið afskömminni hefur Framsóknarflokk-urinn, einn þeirra flokka sem beraábyrgð á þessari lokun, gert opnun

sorpflokkunarstöðvar í Grafarvogiað baráttumáli sínu.

Ágætu lesendur, það er ljóst aðnýrra og vandaðri vinnubragða erþörf og það er kominn tími til aðbæta og til að skipuleggja, til að bætaþað tjón sem hlotist hefur af 12 áraóstjórn og til að skipuleggja borginaí sátt við íbúana. Til þess að sinnaþví kemur aðeins einn valkostur tilgreina. Sjálfstæðisflokkurinn íReykjavík hefur á stefnu sinniábyrga og mannvæna framtíðarsýnfyrir alla borgarbúa.

Auk þess búum við Grafarvogsbú-ar að því að í hverfinu okk-

ar er starfandi öflugtsjálfstæðisfélag sem ereina stjórnmálaaflið semlætur sig hagsmuni okk-ar sérstaklega varða. Fé-lag sjálfstæðismanna íGrafarvogi hefur settfram vandaða stefnuskráfyrir Grafarvogshverfi,sem ég hvet ykkur til að

kynna ykkur á heimasíðufélagsins: www.grafarvog-

urinn.is. Aðeins með Sjálfstæðis-flokkinn við völd í Reykjavík munokkur auðnast að hrinda þeirristefnuskrá okkar í framkvæmd.

Kæru Grafarvogsbúar, ég hvetykkur öll til að mæta á kjörstað þann27. maí næstkomandi og greiða Sjálf-stæðisflokknum atkvæði ykkar ogtryggja þar með farsæla framtíðborgarinnar og hverfisins okkar.

Emil Örn KristjánssonRótarý hreyfingin á Íslandi á sérnokkra sögu en fyrsti Rótarý klúbb-urinn var stofnaður í Reykjavík árið1934. Nú eru 29 Rótarý klúbbar starf-andi um allt land og félagar eru um11.000. Ísland er eitt umdæmi af 529 íheiminum, en Rótarýhreyfingin erstarfandi í 166 löndum.

Um árabil hefur Rótarýhreyfinginá Íslandi staðið að starfshópaskipt-um. Það fer þannig fram að hreyfing-in auglýsir eftir umsækjendum aðhausti og umsækjendur leita síðaneftir stuðningi þess klúbbs sem starf-ar á þeirra íbúasvæði. Síðan er val-inn farastjóri úr hópi Rótary félaga.Að þessu sinni voru valdir 2 umsækj-endur sem hafa búsetu í Grafarvogi,þær Erla Sigurðardóttir og SigríðurKristín Ingvarsdóttir; einn af Akra-nesi, Fjölnir Björgvinsson og HelenaHafdís Víðisdóttir úr Kópavogi.

Starfsskiptahópurinn 2006 fer tilOntario í Kanada, Minnesota, Norð-ur-Dakóta og Wisconsin í Norður-Ameríku og eða á heimaslóðirmargra Íslendinga sem fluttu vesturfyrir um hundrað og fimmtíu árum.En þar eru starfandi 65 klúbbar og fé-lagar eru 3.410. Hópurinn verður 5vikur í ferðinni.

Megintilgangur ferðarinnar er aðkynnast starfi Rótarý klúbbanna áþessum svæðum; menningu, at-

vinnulífi og íbúum, en ekki síst aðkynna land okkar og menningu fyrirgestgjöfum og Rótarý félögum fyrirvestan.

Rótarý klúbburinn í Grafarvogivar stofnaður 2001. Hann hefur hald-ið fundi í Grafarvogskirkju og skap-ar það sérstaka umgjörð fyrir starf-ið. Rótarý klúbburinn hefur haldiðmjög virka heimasíðu þar sem þeirkynna starf hreyfingarinnar ogfundarefni. Félagar hafa verið mjögötulir við að vinna verkefni tengdusínu heimasvæði og tekið virkanþátt í starfi íbúa Grafarvogs.

Starfskiptahópur Rótarý 2006heimsótti klúbbinn seinnipart vetr-ar. Tilgangur heimsóknarinnar varað kynna þátttakendur fyrir Rótarý-félögunum og óska eftir kynningar-efni til afhendingar á ferðum hóps-ins til Rótarý klúbba á umræddusvæði. Svo skemmtilega vildi til að áþessum fundi sagði Bjarni Gríms-son, verðandi forseti Rótarý klúbbs-ins frá ferð sinni og eiginkonu tilOhio þar sem sonur þeirra erskiptinemi. Sýndi hann myndir fráheimilum sonarsins, skólanum og ís-hokkívellinum en hann mun vera af-burðar íshokkííþróttamaður.

Birna Bjarnadóttir,fararstjóri GSE hópsins.

Kjósumtrúverðugt fólk

OD

DI

VO

A 9

130

Kosningaskrifstofa Aðalstræti 9, s. 552 2600 • [email protected] • www.f-listinn.is

Verndum ósnortna náttúru Grafarvogs

Jafnrétti í fjárveitingum til tónlistarnáms

Sundabraut í sátt við íbúa

FréttirGV31

Rótarý Starfsskiptahópurinn 2006 í heimsókn hjá Rótarý klúbb Graf-arvogs: Sigríður Kristín Ingvarsdóttir, Helena Hafdís Víðisdóttir, BirnaBjarnadóttir, fararstjóri og félagi í Rótarý klúbbnum Borgir í Kópa-vogi, Atli Þór Ólason, forseti Rótarý klúbbs Grafarvogs, Erla Sigurðar-dóttir og Fjölnir Björgvinsson.

Rótarýklúbburinní Grafarvogi

Emil Örn Kristjánssson,ritari félags sjálfstæðis-manna í Grafarvogi,skrifar:

Það er kominn tími til að breyta og bæta

Page 30: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Fréttir GV32

Undanfarin ár hefur verið unniðað því að draga úr leikskólagjöldumí Reykjavík og gengur borgin þar áundan með góðu fordæmi sem flagg-skip íslenskra sveitarfélaga. Mark-miðið hlýtur að vera algjörlega gjald-frjáls leikskóli. Ekki bara sjö tímareða allt nema maturinn. Algjörlegagjaldfrjáls er okkar sýn.

Fellum niður gjöld í grunnskólanum líka

Næsta skref er að grunnskólinnverði sömuleiðis gjaldfrjáls. Nú erinnheimt gjald fyrir hádegismatinn ígrunnskólanum og ennfremur erinnheimt gjald fyrir frístundaheim-ilin. Sá vaxtarsproti þjónustu viðreykvísk börn á sömuleiðis að veraán gjaldtöku. Enn frekar má nefna íþessu sambandi dulda gjaldtöku umallt skólakerfið, pappírsgjald ogaukagjöld af ýmsu tagi svo ekki séminnst á þá staðreynd að sérhverfjölskylda barna í skyldunámi þarfað reiða fram umtalsverðar upphæð-ir á hverju hausti fyrir bækur og rit-föng. Þarna er raunveruleg gjaldtakaá grunnskólastiginu sem reynistekki öllum auðvelt að standa straumaf.

Matarkostnaður í grunnskólunumer byrði fyrir sum heimili sem ogkostnaður við frístundaheimili.Þennan kostnað á að innheimta ískattkerfinu en ekki af nánasta um-hverfi barnanna. Það er brýnt aðboðið sé upp á gjaldfrjálsar máltíðir ískólanum, hollar, fjölbreyttar oglystugar. Skólamáltíðunum þarf aðbúa gott umhverfi fyrir spjall ognotalega samveru, og góðan tími fyr-ir nám í samskiptum, borðsiðum ogvirðingu fyrir öðrum. Finnar hafaboðið upp á gjaldfrjálsan mat ígrunnskólunum frá því fljótlega eft-ir síðari heimstyrjöld og Svíar hafaboðið upp á slíkt um árabil. Nú erkomið að Íslendingum að fylgja íkjölfarið og er við hæfi að þar farihöfuðborgin í broddi fylkingar meðað bjóða börnum órofinn skóladagmeð góðri máltíð og án gjaldtöku.

Og frístundaheimilunumEn aftur að frístundaheimilunum.

Þar er metnaðarfull starfsemi semrekin er með ákveðna hugmynda-fræði frítíma og tómstundafræðsluað leiðarljósi. Frístundaheimilinstarfa með það að markmiði aðkynna börn fyrir mismunandi val-kostum í frítímanum, íþróttum ogheilbrigðu tómstundastarfi. Þarnaeigum við þess kost að beina börnuminn á braut jákvæðra valkosta í frí-tímanum og leggja grunn að vali ogmöguleikum þegar þau eldast. Um erað ræða ungt en vaxandi fag í borg-

inni og má í því sambandi nefna aðKennaraháskóli Íslands hefur nýver-ið tekið upp kennslu sérstaklega ítómstunda- og félagsmálafræðum.Það er sérstakt gleðiefni að borginskuli hér fara á undan með góðu for-dæmi þar sem frístundaþjónustanmyndar heild í frístundaheimilum,sumarstarfi og félagsmiðstöðvum.Frístundaheimilin eiga að sjálfsögðuað standa öllum börnum til boða ánendurgjalds.

Vinnudagur barna er gjarna lang-ur í Reykjavík. Eftir að skóla lýkur ájafnvel eftir að sækja tíma í tónlist,íþróttum og öðrum frístundum. Þeg-ar öllu er svo lokið er heimanámiðeftir að auki. Það er verðugt mark-mið í borginni að vinnudegi barna sélokið um svipað leyti og vinnutímaforeldranna og að hann sé samfelld-ur og án þess að greiða þurfi fyrirhann.

Grunnmenntun barnanna okkarer eitt mikilvægasta jöfnunartækiðsem um getur. Þar eiga öll börn aðsitja við sama borð og ekki bara innií kennslustofunni heldur líka í mat-artímanum, frístundaheimilinu ogtónlistartímanum. Góð kjör þeirrasem sjá um menntun og frístunda-mál barnanna stuðla líka enn frekarað jöfnuði. Besta mögulega menntunfyrir alla krakka í borginni óháðefnahag. Við viljum hafa fagfólk íhverju rúmi og ítreka þar með aðbörnin eiga það besta skilið, þaueiga að njóta fagmennsku alla leið.Líka þau börn sem ekki búa við fjár-hagslegt öryggi. Fagmennsku í skól-anum, frístundaheimilinu, listnám-inu og íþróttunum.

Kröfuhörð og metnaðarfull fyrir börnin okkar

Brýnt er að allir krakkar séuhvattir til að stunda íþróttir og aðíþróttaáherslur borgarinnar haldistí hendur við lýðheilsumarkmið ogþátttöku allra en dregið sé úráherslu á steinsteypu og afreks-mannaíþróttir. Hreyfingarleysi ogoffita bara er sívaxandi vandamál áVesturlöndum og ekki síður þessvegna þarf að gera átak í hreyfinguog má minna á mikilvægi þéttingarbyggðar í því sambandi. Borgin verð-ur að vaxa inn á við þannig að hvattsé til þess að gengið sé á milli staða.Þunnt smurð borg, einkabíll ogflæmisvæðing er ein meginástæðahreyfingarleysis og leti barna, ung-menna og okkar allra.

Á tyllidögum eru allir sammálaum forvarnargildi íþrótta og list-náms en meðan tekið er gjald fyrirþessi gæði er ekki um að ræða raun-verulegt jafnrétti til forvarna. Það eróeðlilegt og óásættanlegt með öllu.Það er okkar hlutverk að leita leiða

til að jafna möguleika barna eins ogkostur er.

Við eigum að vera kröfuhörð ogmetnaðarfull þar sem börnin okkareru annars vegar og stefna ótrauð aðgjaldfrjálsu grunnskólastigi. Við vit-

um að það vorum við í VG sem ýttumumræðunni um gjaldfrjálsan leik-skóla úr vör. En við hættum ekki þar.Í nafni jafnréttis til náms og réttlæt-is höldum við okkar striki. Nú er þaðgjaldfrjálst grunnskólastig. Allur

dagurinn.Börnin eru líka Reykvíkingar og

börnin þurfa á borginni að halda.Svandís Svavarsdóttir skipar 1.sæti á V-lista Vinstri-grænna í

Reykjavík

Svandís Svavarsdóttir skipar 1. sætið á V-lista Vinstri-grænna í Reykjavík:

Barnaborgin Reykjavík - drögum úr gjaldtöku

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468

hjólbarðaverkstæðið ykkar

er að

Gylfaflöt 3

Grafarvogsbúar -

Svandís Svavarsdóttir, oddviti V-lista Vinstri-grænna í Reykjavík.

Page 31: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Undirbúningur fyrir komandisumar er hafið hjá elsta aldurs-hópnum í frjálsum. Eftir mjög við-burðaríkan og aldeilis frábæran ár-angur á mótum núna í vetur, fórunánast allir iðkendurnir í elstahópnum til Spánar í æfingabúðirnúna um páskana. Það var 37manna hópur frá Fjölni, Ármanniog Íþróttafélagi fatlaðra sem dvölduí Llafranc á norðaustur Spáni í einatil tvær vikur. Hópurinn dvaldi áKim's Camping í Llafranc. Æfingarfóru fram á íþróttavellinum í næstabæ, Palafrugell.

Þjálfarar í ferðinni voru StefánJóhannsson, Freyr Ólafsson ogKári Jónsson. Hópurinn var nokk-uð heppinn með veður, en eftir tvokalda daga í upphafi ferðar, rættistheldur úr og var hið þægilegastaveður til æfinga allan tímann.

Krakkarnir sem fóru frá Fjölnieru á aldrinum 15 til 19 ára og milliþess sem þau æfðu á vellinum ogströndinni, lærðu þau og auðvitaðvar aðeins brugðið á leik í sund-lauginni.

Það verður spennandi að fylgjastmeð þessum efnilega hópi núna ísumar, en á mótum sem haldin voruí Laugardalshöllinni eftir áramót,hlutu þau t.d. flest gullverðlaunallra liða á Meistaramóti Íslands,

innanhúss, aðalhluta og fjölþraut -samtals 7 gullverðlaun og þar með 7Íslandsmeistaratitla. Einnig hlutuþau samtals 8 gullverðlaun og Ís-landsmeistaratitla á MeistaramótiÍslands 15-22 ára. Þau urðu Reykja-víkurmeistarar í 5 greinum áReykjavíkurleikunum og á vígslu-móti nýju Laugardalshallarinnarsem var boðsmót og einungis sterk-ustu einstaklingum í hverri greinboðin þátttaka, unnu þau öll,Sveinn Elías, Íris Anna og Stefaníaþær greinar sem þeim var boðið aðkeppa í. Sveinn Elías keppti í 60 mhlaupi og setti nýtt Íslandsmet ídrengjaflokki. Íris Anna keppti í1500 m hlaupi og sigraði á sínumbesta tíma innanhúss og Stefaníakeppti í 400 m hlaupi og sett nýtt Ís-landsmet í meyja-, stúlkna- og ung-kvennaflokki.

Sveinn Elías, Íris Anna, Stefaníaog boðhlaupssveit stúlkna í 4x400 mboðhlaupi voru iðin við að setja Ís-landsmet í vetur. Nokkur þeirragilda upp í karla- og kvennaflokk ogber þar hæst nýtt Íslandsmet SveinsElíasar í 200 m hlaupi karla, semhann setti þann 14. janúar á Reykja-víkurleikunum. Nýja metið er 22,15

sek. en hann bætti 16 ára gamaltmet Gunnars Vignis Guðmundsson-ar um 23 sek.brot. Önnur met semSveinn setti í vetur, voru aldurs-flokkamet í drengja og unglinga-flokkum. Hann tvíbætti metið í 400m hlaupi drengja og jafnframt settihann nýtt met í unglingaflokki íseinna skiptið. Gildandi met í þess-um flokkum er 49.74 sek. sem hannsetti á MÍ, aðalhluta þann 19. febr-úar og þar með er Sveinn búinn aðrjúfa 50 sek. múrinn í 400 m hlaupi.Hann náði einnig að bæta drengja-og unglingametin í 60 m hlaupi áMÍ, aðalhluta, þegar hann rauf ann-an tímamúr og hljóp á 6,97 sek. Síð-ast en ekki síst bætti síðan SveinnElías metið í sjöþraut með karla-áhöldum, í flokki drengja og ung-linga þegar hann hlaut samtals 4910stig og varð Íslandsmeistari karlainnanhúss. Íris Anna setti Íslands-met í 3000 m hlaupi á MÍ, aðalhluta,er hún hljóp á 10:01,70 og setti met ístúlkna- og ungkvennaflokkum uppí 22 ára. Stefanía tvíbætti Íslands-metið í 400 m hlaupi í meyja-,stúlkna og ungkvennaflokki upp í20 ára. Gildandi met hennar er 57,53sek. sem hún setti á MÍ 15-22 ára

þann 5. febrúar. Stúlknasveit Fjöln-is, en hana skipuðu þær Arndís ÝrHafþórsdóttir, Íris Anna Skúladótt-ir, Heiðdís Rut Hreinsdóttir og Stef-anía Hákonardóttir, settu nýtt met í4x400 m boðhlaupi upp í kvenna-flokk á MÍ 15-22 ára. Þær bættu met-ið síðan á MÍ aðalhluta og er gild-andi met núna 3:59,34 mín.

Fyrir utan alla þessa upptalningustóðu krakkarnir frá Fjölni ótalsinnum á verðlaunapalli í 2. og 3.sæti. Þau voru einnig öll að bætasinn besta árangur í nánast öllumgreinum og á öllum mótum sem þaukepptu á. Einstakan árangur semeinnig ber að nefna er aldeilis frá-bært 800 m hlaup sem þær Stefanía,Íris Anna og Heiðdís hlupu á MÍ að-alhluta. Stefanía varð Íslandsmeist-ari, á 2:13,10 mín., eftir skemmtilegakeppni við Írisi Önnu, sem hljóp á2:13,39 mín. Í fjórða sæti var síðanHeiðdís Rut á 2:15,80 mín. Meðþessu frábæra hlaupi eru þær allarkomnar inn í Afrekshóp ungmennaí 800 m en Stefanía og Íris Annavoru í hópnum í öðrum greinum.

Frjálsíþróttadeild Fjölnis á núna4 einstaklinga í Afrekshóp ung-menna, Sveinn Elías er þar inni í

flestum greinum allra, samtals 6greinum sem eru 100 m hlaup, 200 mhlaup, 400 m hlaup, hástökk, lang-stökk og tugþraut. Þetta sýnirhversu óhemju fjölhæfur íþrótta-maður hér er á ferðinni. Íris Annaer inni í 800 m hlaupi, 1500 m hlaupiog 3000 m hlaupi. Stefanía er inni í400 m hlaupi og 800 m hlaupi ogHeiðdís er inni í 800 m hlaupi.

Að auki á Fjölnir 8 einstaklinga íÚrvalshópi unglinga, en það eruLeifur Þorbergsson í 400 m hlaupiog 800 m hlaupi, Ingvar HaukurGuðmundsson í 3000 m hlaupi, Sig-urður Lúðvík Stefánsson í 60 mhlaupi og Arndís Ýr Hafþórsdóttir í1500 m og 3000 m hlaupi. Sveinn El-ías, Íris Anna, Stefanía og Heiðdíseru inni í úrvalshópnum í fjölmörg-um greinum.

Ég vil að lokum hvetja ykkurGrafarvogsbúa, Fjölnisfólk og aðraunnendur frjálsra íþrótta til þess aðfylgjast vel með þessu unga og efni-lega íþróttafólki á mótum sumars-ins.

Guðlaug BaldvinsdóttirForm. Frjálsíþróttadeildar Fjölnis.

1. maí hlaupFjölnis og Olís

Hið árlega 1. maí hlaup Fjölnis ogOlís var haldið við íþróttamiðstöðina íGrafarvogi, þann 1. maí. Framkvæmdhlaupsins var að venju í höndumFrjálsíþróttadeildarinnar og Hlaupa-hóps Grafarvogs.

Að þessu sinni mættu 106 þátttak-endur í skemmtiskokk 1,8 km og 33 í 10km hlaup. Var þetta svipaður þátttak-endafjöldi og síðasta ár. Þokkalegt veð-ur var og sennilega betra en það hefurverið undanfarin ár. Hlaupin var nýleið í 10 km hlaupinu, en vegna fram-kvæmda við Hallsveginn, við kirkju-garðinn reyndist ekki unnt að hlaupahringinn sem venjulega hefur veriðhlaupinn. Hlaupið var ræst á vellinumog hlaupið meðfram voginum, gegn-um Bryggjuhverfið og niður að brúnniá Elliðaánum hjá Ingvari Helgasyni ogtil baka aftur sömu leið.

Úrslit í þeim flokkum sem kepptvar í eru eftirfarandi:

1,8 km skemmtiskokk10 ára og yngri - strákar:1. Friðrik Þjálfi Stefánsson, 8,43 2. Hafþór Bjarki Sigmundsson, 9,57 3. Björgvin Veigar Sigurðsson, 9,59 10 ára og yngri - stelpur1. Katrín Unnur Ólafsdóttir, 9,05 2. Ásdís Erla Jóhannsdóttir, 11,03 3. Harpa Rut Sigurgeirsdóttir, 11,19 11 - 12 ára - strákar1. Hannes Reynir Snorrason, 7,31 2. Alfreð Sindri Andrason, 7,40 3. Hallgrímur Andri Jóhannsson,

7,44 mín.11 - 12 ára - stelpur1. Kristín Lív Svabo Jónsdóttir, 8,04 2. Ylfa Rúnarsdóttir, 8,11 mín.3. Guðfinna Pétursdóttir, 8,29 13 - 14 ára - strákar1. Gunnar Már Pétursson, 9,03 2. Smári Hrafnsson, 11,24 mín.3. Bjarki Stefánsson, 11,42 mín.13 - 14 ára - stelpur1. Ása Marta Sveinsdóttir, 8,20 2. Júlía Rós Hafþórsdóttir, 8,38 3. Hörn Valdimarsdóttir, 8,40 15 ára og eldri - karlar1. Arthur Bukowski, 8,16 mín.2. Svavar Elliði Svavarsson, 8,18 3. Dagur Páll Friðriksson, 8,54 15 ára og eldri - konur1. Sigrún Óskarsdóttir, 9,48 2. Heiða Ósk Gunnarsdóttir, 10,33 3. Áslaug Ósk Reynisdóttir, 12,51 10 km. hlaupBesta tíma í karlaflokki náði Stefán

Guðmundsson, Breiðablik 34,34 mín.Besta tíma í kvennaflokki náði Guð-björg M. Björnsdóttir, Laugaskokki,46,27 mín. Hlutu þau bæði bikar ogfarandbikar að launum.

39 ára og yngri - karlar1. Stefán Guðmundsson, 34,32 2. Stefán Viðar Sigtryggsson, 34,46 3. Ævar Sveinsson, 39,09 mín.39 ára og yngri - konur1. Guðbjörg M. Björnsdóttir, 46,27 2. Ásdís Káradóttir, 49,00 mín.3. Ásdís Erla Guðjónsdóttir, 54,44 40 ára og eldri - karlar1. Trausti Valdimarsson, 40,25 2. Daníel Guðmundsson, 41,24 3. Sigurður Ingvarsson, 41,31 40 ára og eldri - konur1. Jóhanna Eiríksdóttir, 50,50 2. Ragnheiður Valdimarsdóttir,

52,08 mín.3. Árdís Lára Gísladóttir, 52,24 Öll úrslit er að finna á síðunni

www.hlaup.is

Alls voru 65 keppendur skráðir á mótið. Keppt var í öll-um aldursflokkum í í 60 m. hlaupi, kúluvarpi og lang-stökki og 400 - 800 m. hlaupi eftir aldursflokkum.

Krakkarnir frá Fjölni voru að standa sig mjög vel ogvoru mörg að bæta árangur sinn í þessum greinum.

Öll úrslit er að finna á síðunni www.fri.is undir móta-

forrit - sjá http://157.157.136.9/cgi-bin/ibmot/ur-slitib468D1.htm

Meðfylgjandi myndir er af tveimur yngri flokkunum íFrjálsíþróttadeild Fjölnis - 12 til 14 ára hópnum ásamtJónínu Ómarsdóttur og 11 ára og yngri ásamt Björgu Há-konardóttur.

FréttirGV33

12 til 14 ára hópurinn. 11 ára og yngri.

Fjölniskrakkarnir góðir á innan-félagsmóti Fjölnis og Ármanns

Frá upphafi 1. maí hlaupsins.

Frjálsíþróttafólk úr Fjölni í páskaferð á Spáni.

Margir efnilegir í frjálsum

Page 32: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Fréttir GV34

StelpuklúbburFjörgynjar

Stelpuklúbbur hefur verið starf-andi í Fjörgyn í vetur og hafa þær histu.þ.b. tvisvar í mánuði ásamt starfs-konum Fjörgynjar.

Markmið klúbbsins var og er aðeiga góðar stundir saman og undirbúagóða lokaferð. Stelpurnar stóðu meðalannars fyrir konukvöldi þar sem boð-ið var upp á tískusýningu, happa-drætti, heilsuráðgjöf og að sjálfsögðuvar kaffi og kökur á boðstólnum.Stelpurnar sáu að mestu leiti um all-an undirbúning á konukvöldinu, semtókst í alla staði mjög vel þó svo aðfleiri hefðu mátt láta sjá sig. Lokaferðklúbbsins var síðan farin helgina 31.

mars -1. apríl og voru stelpurnar bún-ar að safna upp í ferðina, sumar jafn-vel fyrir allri ferðinni, með fjáröflun.

Farið var seinnipart föstudags í bú-stað á Úlfljótsvatni þar sem svamlaððvar í pottinum, spilað, horft á DVD ogumfram allt notið þess að vera saman.Á laugardeginum var síðan haldið umhádegisbil í Adrenalíngarðinn þaðsem þormörkin voru reynd og adrena-lín látið flæða um líkamann. Stelp-urnar stóðu sig eins og hetjur, endaekki við öðru að búast, og voru allarmeð bros á vör þegar haldið var heimenda um frábæra ferð að ræða.

Grafarvogur er tvímælalaustbarnflesta hverfi borgarinnar einsog fjölmargir iðkendur Ungmenna-félagsins Fjölnis og Bjarnarins gefaskýrt til kynna. Sjálfstæðisflokkur-inn vill gera átak í að bæta sérstak-lega aðstæður til íþróttaiðkunar íhverfinu með það að markmiði aðþær verði í samræmi við það sembest gerist annars staðar.

Stærsta félagið fær lægstu styrkina frá R-listanum

Árið 2005 voru iðkendur Fjölnisrúmlega 2.700 talsins og hefur ekk-ert íþróttafélag á landinu fleiriskráða iðkendur. Til samanburðar

má geta þess að það félag, sem hefurnæstflesta skráða iðkendur, er KRmeð rúmlega 1.900. Samanburðursýnir hins vegar að Fjölnir er það fé-lag, sem hefur hlotið lægsta styrkiallra íþróttafélaga til uppbyggingaríþróttamannvirkja á valdatíma R-listans. Skýtur það skökku við að ásl. tólf árum hefur meirihluti R-list-ans séð til þess að lægstu styrkirnirhafi farið til þess íþróttafélags, semer að sinna stærsta barnahverfinuog er ótvírætt með flestu iðkend-urna. Þrátt fyrir ítrekaðar óskirFjölnis hefur lítið gengið í aðstöð-umálum félagsins á því kjörtímabilisem nú er að líða.

Stefna SjálfstæðisflokksinsSjálfstæðisflokkurinn telur brýnt

að ná sem fyrst niðurstöðu í viðræð-um við Fjölni um aðstöðumál félags-ins og framtíðaruppbygginguíþróttamannvirkja í hverfinu. Árið2004 lagði undirritaður fram tillöguí íþrótta- og tómstundaráði um aðgervigrasvöllur yrði gerður á félags-svæði Fjölnis en þrátt fyrir að tillag-an hafi verið samþykkt, hefur R-list-inn ekki enn veitt fé til verksins. Eft-ir tillöguflutning sjálfstæðismannaá sl. ári um gervigrasvöll, stúku ogkörfuknattleikssal, voru 350 milljón-ir króna eyrnamerktar Fjölni íþriggja ára áætlun Reykjavíkur-

borgar vegna þessara mannvirkja.Ljóst er hins vegar að 350 milljónirduga ekki fyrir umræddum fram-kvæmdum og er því full þörf á aðendurskoða áætlunina.

Sjálfstæðisflokkurinn styður til-lögur Fjölnis um uppbyggingu fjöl-breytilegs íþrótta- og tómstunda-svæðis í Gufunesi.

Leikvellir og opin svæði - átak 112Í ljósi fjölmargra kvartana úr

Grafarvogi telur Sjálfstæðisflokkur-inn brýnt að efna til átaks til aðfegra og bæta skólalóðir, leikvelli,íþróttavelli og opin svæði í hverf-inu. Ljóst er að mörg opin svæði eruekki í góðu ásigkomulagi og að taka

þarf til hendi í þessum málaflokki.Auk þess sem gera þarf átak í fegr-un og umhirðu þarf víða að endur-nýja leiktæki og leitast við að geraleiksvæðin skemmtilegri. Ekki mágleyma því að leiksvæðin og íþrótta-svæðin í hverfinu eru í harðri sam-keppni við tölvuleiki og sjónvarps-gláp um athygli barna okkar og ung-linga. Það er skoðun sjálfstæðis-manna að íþróttaiðkun og hollir úti-leikir séu ein besta forvörnin í bar-áttunni gegn offitu og fíkniefna-neyslu.

Eflum hreyfingu og hollar íþróttirí Grafarvogi. X - D

Eflum íþróttir og æskulýðsstarf í Grafarvogi

- eftir Kjartan Magnússon borgarfulltrúa

Stelpurnar skemmtu sér vel í vorferðinni. Eins gott að fara varlega. Ekki málið, hvað á ég að gera?

Page 33: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Reykjavik.is, borg innan seilingarSímaverinu (411-1111) og fljónustumi›stö›vunum í hverfunum hefur bæst li›sauki flví á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is,er nú flægilegra en nokkru sinni a› n‡ta sér fljónustu borgarinnar. fiú getur rætt vi› fljónustufulltrúa, fengi› uppl‡singar um hverfi›sem flú b‡r› í, fjölskyldufljónustu e›a um fla› sem er efst á baugi hverju sinni. Einnig getur›u spara› flér sporin á umsóknarsafninuog sótt um pláss á leikskólum, atvinnu, byggingarleyfi, styrki, sumarnámskei› og margt fleira.

Hæ pabbi!

Ég fór á reykjavik.is og fletti mér upp í kjörskránni. Sá a› ég á líka a› kjósaí Rá›húsinu eins og flú, eigum vi› a› ver›a samfer›a og kíkja svo á kaffihús?

Kve›ja,Sigga

Í meira en hundrað var Reykja-vík í fararbroddi í framfaraþróunþjóðarinnar. Vörðurnar sem vís-uðu þess leið voru stórfram-kvæmdir á borð við vatnsveituna1906, hafnarframkvæmdirnar1913-18, virkjun Elliðaánna 1921og síðan Sogsins og Hitaveitan ástríðsárunum sem var fyrstahitaveitan til almennrar húshit-unar í heiminum.Einnig mánefna skipulag stærri íbúða-hverfa en áður þekktust, almennverkútboð og átak í malbikun ogfrágangi gatna.

Frumkvæði gloprað niður

Í valdatíð R-listans missti höf-uðborgin þetta frumkvæði yfir tilnágrannasveitarfélaganna þarsem vaxtarbroddurinn er nú.Hagtölur um búsetu sýna, svoekki verður um villst, að Reykja-víkurborg er ekki lengur fyrstibúsetukostur ungs fólks og þeirrasem flytja á Suðvestur hornið. Ístað þess að leiða þróunina oghafa jákvæð áhrif á hana, rekurReykjavíkborg nú lestina og dreg-

ur lappirnar. Frumkvæðið ogáræðið er annars staðar.

Það er einkum tvennt sem olliþessari þróun. Langvarandiskortur á lóðum undir fjölbreyttaíbúðabyggð í Reykjavík eftir að R-listinn komst til valda, og verk-kvíði eða áhugaleysi vinstrimanna þegar að stórframkvæmd-um kemur. Þetta kjarkleysi eðasinnuleysi kemur fram í ýmsummálum þar sem stórframkvæmd-ir koma til álita. Hugsanlegarbreytingar á staðsetninguReykjavíkurflugvallar, eru gottdæmi um algjöran skort á frum-kvæði og markvissri, meðvitaðriákvarðannatekt borgaryfirvalda.

Flugvöllur á síðum dag-blaðanna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttirhóf deilurnar um flugvöllinnmeð skoðannakönnun árið 2001og síðan var málið látið velkjast ásíðum dagblaðanna án þess aðnokkuð frumkvæði, athugun,upplýsingaöflun, samningaferlieða aðrar ákvarðanir sæju dags-ins ljós frá borgaryfirvöldum.

Þeirra framlag var fyrst og síðasthringlandaháttur sem ég hirðiekki um að rekja hér. Það er ekkiliðið ár frá því Dagur B. Eggerts-son fékk þá snildarhugmynd aðsetja málið í ,,ferli''. En mér erspurn: Hvar var málið fram aðþeim tíma? Jú, á síðum dagblað-anna, - eins og Sundabrautin ernúna.

Revían um Sunda-braut

Áformin um Sunda-braut, ef áform skyldikalla, eru enn betra dæmium þetta lamandi úrræða- ogframtaksleysi. Fulltrúar R-listanshafa rætt um Sundabraut meðspekingssvip í tólf ár, og eru ennað, án þess að hafa unnið sína lág-marks heimavinnu til að ýta mál-inu úr vör. Síðan kvarta þeir und-an samgönguráðherra, rétt fyrirkosningar, þó slíkar kvartanireigi ekki við rök að styðjast.

Ég hef rakið það áður hvernigIngibjörg Sólrún Gísladóttir boð-aði ,,áherslu á lagningu Sunda-brautar eins fjótt og auðið er'' í til-

lögu frá 1997, um sameininguReykjavíkur og Kjalarness,hvernig hún boðaði það á hverfa-fundi með íbúum í Grafarvogi, ár-ið 2000, að framkvæmdir viðSundabraut gætu líklega hafistári síðar, eða 2001, og hvernigþessi sama IngibjörgSólrún vill nú skoða

það á Alþingi, að frestaframkvæmdum umSundabraut.

Þáttur Dags B. Eggertssonar íSundabrautarrevíunni er ekkisíður kostulegur. Dagur vildi farainnri leið á lágbrú og landfylling-um sl. haust, hefur vakið máls áþví að best væri að Reykvíkingarkysu um legu Sundabrautar, héltþví fram á kosningafundi á Kjarl-arnesi fyrir öfáum vikum, aðhann vildi fara með Sundabraut

alla leið (eins og einhverjumhefði dottið annað í hug) og vildiþá eina akrein í hvora átt, kvart-ar nú undan því að fólk minnist áþá hugmynd hans og segir núþessa stundina (hve lengi sem þaðstendur): ,,Ég hef tekið af skarið

um það að í mínumhuga er Sundabraut í

jarðgöngum fyrstikostur.''

Kjarkleysi eðasinnuleysi?

Kjarkleysi eðasinnuleysi? Það skipt-

ir ekki máli því aðalat-riðið er augljóst: Meðtólf ára framtaksleysi

sínu hafa vinstri menn glopraðniður frumkvæði Reykjavíkur.Það er kominn tími til að endur-heimta þetta frumkvæði meðnýrri borgarstjórn og nýjumborgarstjóra sem kann til verkaog lætur verkin tala.

Guðlaugur Þór Þórðarsonalþingismaður

Guðlaugur Þór Þórðar-son, alþingismaður, skrifar:

FréttirGV35

Út við hininbláu bláu... Sundin - ritdómur um Sundabrautarrevíu

- eftir Guðlaug Þór Þórðarson, alþingismann

Page 34: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006
Page 35: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

LandsbankinnHöfðabakkaútibú var stofnað 1984 og er eitt af yngri

útibúum Landsbankans. Útibúið stendur við ein fjöl-förnustu gatnamót landsins á miklu vaxtarsvæði fyrir-tækja og íbúabyggðar. Um 40.000 íbúar eru búsettir í ná-lægum hverfum Reykjavíkur og í Mosfellsbæ. Frá ára-mótum hefur verið unnið að viðamiklum breytingum á

útibúinu, og má segja að útibúið hafi verið endurbyggtfrá grunni. Aðstaða viðskiptavina og starfsfólks eru orð-in miklu betri en áður var og hafa viðskiptavinir lýstmikilli ánægju með breytingarnar.

Myndirnar hér á síðunni voru teknar þegar Lands-bankinn bauð til veislu er breytingarnar voru afstaðnar.

Jónas Ólafsson og Kristinn Briem. Lúðvík Lúðvíksson og Kristján Óskarsson.Gísli Guðmundsson og Sigurjón Þ. Árnason.

Ragnheiður Sigurðardóttir, Jóhanna B. Ásgeirsdóttir ogÁrný Ingólfsdóttir.

Sigrún Guðjónsdóttir, Guðrún Barbara Tryggvadóttir ogRichard Þorláksson.

Björólfur Guðmundsson, Kristján Guðmundsson og Sigur-jón Þ. Árnason.

- í glæsilegt endurbyggt útibú við Höfðabakka

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, Erling Huldarsson og Guðrún Ólafs-dóttir.

Björgólfur, Tinna Molphy, Ólafur H. Ólafsson og Hjalti Jónsson.

Kristján Guðmundsson, útibússtjóri, Jóhanna Þorleifsdóttir, Fríða Tinna Jóhannsdóttir, Kristbjörg TinnaÁsbjörnsdóttir og Ólafur Þórðarson, yfirþjónn Landsbankans.

Jón Þór Helgason og Margrét Ó. Sveinsdóttir. Rebekka Óttarsdóttir, Helga M. Kristinsdóttir, Guðlaug Ársælsdóttir og Guðfinna Ásgeirsdóttir.

FréttirGV37

Page 36: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Félagsmiðstöðvastarfið í Grafar-vogi fer senn að líða undir lok þenn-an veturinn, próf hafin og sumariðað koma. 10. bekkingar kláruðu sam-ræmdu prófin sín þann 10. maí síð-astliðinn og fóru sama dag í ferðalagmeð sínum skólum ásamt starfs-manni úr félagsmiðstöðinni. Flestirlögðu leið sína í nágrenni Reykjavík-ur og gistu yfir nótt. Einn skóli gerðisér lengri ferð og fór til Danmerkur ínokkra daga.

Annars ber það hæst að lok-aspretturinn í starfi félagsmiðstöðv-anna er hafinn og allir að keppastvið að ljúka vetrarstarfinu. Sumirstelpuklúbbar hafa verið að klárastarfið sitt og fara í sumarbústað-aferðir sem hafa gengið mjög vel. 10-12 ára starfið hefur einnig veriðvirkt í vetur og sumar félagsmið-stöðvar hafa verið að halda bingó

eða einhvers konar ,,lokaslútt’’ fyrirþann aldurshóp.

Nýja félagsmiðstöðin í Korp-uskóla hefur fengið nafn og ber heit-ið Tegyn en það nafn er valið af nem-endum og er í takt við önnur félags-miðstöðvarnöfn í hverfinu.

Glöggir vegfarendur hafa jafnveltekið eftir því að krakkar eru farinirað safnast fyrir utan Gufunesbæinnen skýringin er sú að búið er aðkoma upp brettapöllum fyrir fra-mann bæinn. Það voru nokkrirstrákar ásamt starfsmönnum úrGræðgyn í Hamraskóla sem settupallana upp. Brettapallarnir eru öll-um opnir og vonandi koma sem flest-ir í sumar og njóta þess að leika sérþar í sólinni.

Lokað verður í flestum félagsmið-stöðvum á meðan á prófum stenduren að þeim loknum verður slegið upp

sameiginlegu lokaballi í Fjörgyn íFoldaskóla föstudaginn 26. maí þarsem allir unglingar í Grafarvogi getafagnað sumri saman. Unglingaráðiní félagsmiðstöðvunum hafa staðið

sig með prýði í vetur við að skipu-leggja starfið og viljum við í Gufun-esbæ launa þeim sem virkir hafa ver-ið með því að bjóða þeim í smá ferðút fyrir bæinn og gera þeim glaðan

dag. Sú ferð verður farin í byrjunjúní.

Að lokum viljum við óska öllumgleðilegs sumars og þakka fyrir frá-bæra þátttöku í starfinu í vetur.

Nú fer senn að líða að starfslokumfrístundaheimilanna í Grafarvogiþetta starfsárið. Síðasti starfsdagurer 31 maí n.k. Að venju hefur megin-áhersla verið lögð á fjölbreytt ogspennandi viðfangsefni sem veitabörnunum útrás fyrir leik og sköp-unarþörf.

Mikil áhersla er á heimilislegt um-hverfi, barnalýðræði og eflingu fé-lags- og siðferðisþroska í gegnumleik og starf.

Starfsmannamál frístundaheimilanna

65 starfsmenn hafa að meðaltaliverið við störf í frístundaheimilun-um. Um síðustu áramót fékk þessistarfsmannahópur umtalsverðarkjarabætur sem hafði jákvæð áhrif áeftirspurn eftir starfi á frístunda-heimilunum. Með tilkomu þessaranýju kjarasamninga er vonast eftirbjartari dögum í starfsmannamálumfrístundaheimilanna næsta starfsár.

Umsóknir fyrir næsta starfsárÍ febrúar 2006 var tekin upp sú ný-

breytni að foreldrar geta nú sótt umdvöl á frístundaheimili fyrir næstastarfsár á rafrænan hátt. Á heima-síðu Reykjavíkurborgar og ÍTR er aðfinna allar upplýsingar um hverningumsóknarferli í gegnum RafrænaReykjavík er háttað. Nú þegar hafafjöldi umsókna borist um dvöl á frí-stundaheimilum fyrir næsta starfsárí gegnum Rafræna Reykjavík.

Sumarstarf GufunesbæjarSkráning á leikjanámskeið ÍTR í

Grafarvogi hófst 9. maí s.l. og ferskráning fram í Gufunesbæ alladaga frá kl. 9.00-16.00.

Fjölbreytt þematengd námskeiðeru í boði fyrir 6-7 ára börn í Folda-,Rima- og Engjaskóla. Áherslan erlögð á ferðir um nærumhverfið ogfrjálsan leik.

Námskeiðin fyrir eldri börnin, þ.e.

8 og 9 ára, fara fram í Rimaskóla. Þarverður boðið upp á ævintýranám-skeið sem eru sérsniðin að þessumaldurshópi og er áhersla lögð á vett-vangsferðir út fyrir hverfið og nýjaruppgötvanir.

FF-klúbburinn er fyrir 10-12 árakrakka og er nú bryddað upp á þeirri

nýbreytni að bjóða upp á ýmsarsmiðjur sem eru að hluta til fyrir-fram skipulagðar og að hluta til veljakrakkarnir viðfangsefnin sjálf. Skráþarf börnin í þessar smiðjur frá ogmeð 9. maí.

Einnig býður ÍTR upp á morgunn-ámskeið í Afróndansi vikuna 26. -30.

júní fyrir 10-12 ára krakka. Skráningá námskeiðið fer fram í Gufunesbæfrá og með 9. maí. Nánari upplýsing-ar um námskeiðið er að finna áheimasíðu Gufunesbæjar.

Smíðavellir fyrir 8-12 ára börnverða starfræktir í Folda- og Engja-skóla með hefðbundnu sniði.

ÍTR mun einnig starfrækja leik-völl fyrir 2-6 ára börn í Fróðengi.

Allar nánari upplýsingar umskráningarfyrirkomulag, verð ogeinstök námskeið er að finna áheimasíðu Gufunesbæjar og ÍTR,www.itr.is og www.gufunes.is

Fréttir GV38

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

Jeppadekk

Starfsemi frístundaheimilanna í Grafarvogi

Mikil áhersla er á heimilislegt umhverfi, barnalýðræði og eflingu félags- og siðferðisþroska í gegnum leik og starf hjá frístundaheimilunum.

Lokaspretturinn ífélagsmiðstöðva-

starfi Gufunesbæjar

Lokað verður í flestum félagsmiðstöðvum á meðan á prófum stendur en að þeim loknum verður slegið uppsameiginlegu lokaballi í Fjörgyn í Foldaskóla föstudaginn 26. maí þar sem allir unglingar í Grafarvogi getafagnað sumri saman.

Page 37: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006
Page 38: Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

410 4000 | landsbanki.is

ÍSL

ENSK

A AU

GLÝ

SIN

GAS

TOFA

N/S

IA.I

S L

BI 3

2678

05

/200

6 Í

SLEN

SKA

AUG

LÝSI

NG

ASTO

FAN

/SIA

.IS

LBI

326

78

05/2

006

Forsala miða og allt um Landsbankadeildina á www.landsbankadeildin.is