66
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas araneus) Óskar Sindri Gíslason Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands 2009

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

  • Upload
    lytu

  • View
    228

  • Download
    4

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við

bogkrabba (Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas araneus)

Óskar Sindri Gíslason

Líf- og umhverfisvísindadeild

Háskóli Íslands

2009

Page 2: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði

við bogkrabba (Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas araneus)

Óskar Sindri Gíslason

90 eininga ritgerð sem er hluti af

Magister Scientiarum gráðu í sjávarlíffræði

Leiðbeinendur

Jörundur Svavarsson Halldór Pálmar Halldórsson

Brynhildur Davíðsdóttir Snæbjörn Pálsson

Prófdómari Ástþór Gíslason

Líf- og umhverfisvísindadeild

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Háskóli Íslands Reykjavík, nóvember 2009

Page 3: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við

bogkrabba (Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas araneus)

90 eininga ritgerð sem er hluti af Magister Scientiarum gráðu í sjávarlíffræði

Höfundarréttur © 2009 Óskar Sindri Gíslason

Öll réttindi áskilin

Líf- og umhverfisvísindadeild

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Háskóli Íslands

Sturlugata 7

101 Reykjavík

Sími: 525 4000

Skráningarupplýsingar:

Óskar Sindri Gíslason, 2009, Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og

lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas

araneus), meistararitgerð, Líf- og umhverfisvísindadeild, Háskóli Íslands, 53 bls.

Prentun: Háskólafjölritun / Háskólaprent, Fálkagötu 2, 101 Reykjavík

Reykjavík, desember 2009

Page 4: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

iii

Hér með lýsi ég því yfir að ritgerð þessi er samin af mér og að hún hefur hvorki að hluta né

í heild verið lögð fram áður til hærri prófgráðu.

I declare that this thesis is supported by my research work, written by myself and has not

partly or as a whole been published before to higher educational degree.

_________________________________

Óskar Sindri Gíslason

Page 5: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

iv

Page 6: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

v

Útdráttur

Með auknum skipaferðum hefur flutningur sjávarlífvera á milli hafsvæða aukist mikið og

er nú orðinn að miklu umhverfis- og efnahagslegu vandamáli á heimsvísu. Við Ísland hafa

nokkrar nýjar tegundir sem taldar eru hafa borist hingað af mannavöldum fundist á

síðastliðnum áratugum. Ein þeirra er norður-ameríski grjótkrabbinn (Cancer irroratus).

Grjótkrabbi er tiltölulega stórvaxinn tífætla (Decapoda) sem getur orðið allt að 15 cm á

skjaldarbreidd. Tegundin fannst fyrst hér við land í Hvalfirði árið 2006, en fyrir þann tíma

var útbreiðsla hans aðeins þekkt við austurströnd N-Ameríku, frá Labrador til Suður-

Karólínu. Ísland er því nyrsti þekkti fundarstaður krabbans til þessa. Talið er líklegast að

tegundin hafi borist hingað til lands á lirfustigi í kjölfestuvatni skipa.

Rannsóknirnar hófust árið 2007 en þá voru svifsýni tekin á þremur svæðum við landið, þ.e.

í Hvalfirði og Faxaflóa, í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi og í Eyjafirði. Árið 2008 var sýnum

frá Patreksfirði og Tálknafirði bætt við. Svifsýni voru tekin mánaðarlega með Bongóháfi á

nokkrum stöðvum á hverju svæði, frá mars til nóvember. Samhliða greiningu á

grjótkrabbalirfum í Hvalfirði og Faxaflóa voru bogkrabba- (Carcinus maenas) og

trjónukrabbalirfur (Hyas spp.) greindar til lirfustiga. Árin 2007 og 2008 voru gildruveiðar

einnig stundaðar á fullorðnum einstaklingum, á tímabilinu frá apríl til október, í Hvalfirði,

Kollafirði, Skerjafirði og Faxaflóa.

Fullorðnir grjótkrabbar reyndust algengir í Hvalfirði. Af þeim 1059 kröbbum sem alls

veiddust voru aðeins 148 kvendýr (14%), en tíðni kvendýra var alltaf lág í afla. Kvendýr

með egg veiddust á tímabilinu frá júní til ágúst. Lirfur grjótkrabbans hafa nú fundist í

töluverðu magni í Hvalfirði og innanverðum Faxaflóa. Þéttleiki lirfa var lágur framan af

sumri, náði hámarki í júlí en eftir það minnkaði hann er leið á haustið. Lirfur fundust

einnig í svifsýnum frá Patreksfirði og því virðist krabbinn vera að breiðast út til Vestfjarða,

þó enn sé á huldu hvort lirfum þar takist að þroskast í fullorðna einstaklinga.

Sýnum frá Íslandi og þremur stöðum í N-Ameríku (Nýfundnalandi, Halifax og New

Brunswick) var safnað til að athuga uppruna íslenska stofnsins og til að meta hvort hann

hafi gengið í gegnum flöskuháls í landnáminu. Niðurstöðurnar sýna að um þónokkurn

breytileika er að ræða í hvatbera-DNA meðal íslensku landnemanna, hann virðist þó vera

minni (þó ómarktækt) en í N-Ameríku. Tíðni hvatberaarfgerða íslensku krabbanna er

frábrugðin tíðni gerða í New Brunswick en ómarktækt frábrugðin stofnunum við bæði

Halifax og Nýfundnaland. Vísbendingar eru um að íslenski stofninn hafi gengið í gegnum

flöskuháls en stofnarnir í N-Ameríku virðast frekar vera í jafnvægi, eða gengið í gegnum

flöskuháls fyrir þónokkru síðan. Hár breytileiki og vaxtarhraði íslenska stofnsins gefa til

kynna að hann sé lífvænlegur og geti þrifist vel við Ísland.

Page 7: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

vi

Abstract

With the increase in global oceanic trade the establishment of non-indigenous marine

organisms has become a major environmental and economic problem worldwide. In recent

years several new species presumably introduced by man, have been reported in Icelandic

waters, one of them is the North-American rock crab (Cancer irroratus). Rock crab is a

relatively large crab (Decapoda) with a carapace width up to 15 cm. The first record of the

species was in Hvalfjörður, SW Iceland in 2006, before that the species was only known to

occur in North America, from Labrador to South Carolina. Presumably it was introduced

into Icelandic waters in ballast water.

The study was initiated in the spring of 2007 with plankton sampling being carried out in

three areas, i.e. in Southwest (Hvalfjörður and Faxaflói), Northwest (Álftafjörður) and

North Iceland (Eyjafjörður), and in 2008 two fjords in the northwest were added

(Patreksfjörður and Tálknafjörður). In each area, plankton hauls were taken with Bongo

nets at several stations, approximately monthly from March to November. Parallel to

identifying rock crab larvae in samples from Hvalfjörður and Faxaflói the larval stages of

both green crab (Carcinus maenas) and spider crab (Hyas spp.) larvae were identified. In

2007 and 2008, trap fishing for adult crabs was carried out from April to October in

Hvalfjörður, Kollafjörður, Skerjafjörður and Faxaflói.

The study showed that adult rock crabs were common in Hvalfjörður. Of the total 1059

crabs caught only 148 were females (14%). Females were caught at most sampling times,

but always in low numbers. Egg bearing females were caught from June to August. Rock

crab larvae were found in great quantity in Hvalfjörður and Faxaflói. The larvae were

abundant in mid-summer but rare in both spring and autumn. Rock crab larvae were also

found in plankton samples from Patreksfjörður, so it seems as the crab is spreading to the

Westfjords. However it is still unknown if larvae can successfully develop to adult

individuals in the Westfjords.

Samples from Iceland and three different locations in North America (Newfoundland,

Halifax and New Brunswick) were obtained to analyse the origin of the Icelandic

population and to estimate whether it has gone through bottleneck during the colonization.

The results show some variation in the mtDNA in Iceland but not as much as in North

America (although not significantly different). The Haplotype frequency in the Icelandic

population is similar to the populations in Halifax and Newfoundland but significantly

different compared to the frequency in New Brunswick. Some evidence show that the

Icelandic population has gone through a bottleneck but the populations in North America

seem to be stable. High variation and the high population growth indicate that the stock is

healthy and could thrive well in Iceland.

Page 8: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

vii

Þakkir

Ég vil þakka leiðbeinendum mínum þeim Jörundi Svavarssyni, Halldóri Pálmari

Halldórssyni, Brynhildi Davíðsdóttur og Snæbirni Pálssyni fyrir alla þá hjálp og leiðsögn

sem þau veittu mér, Marinó Fannari Pálssyni fyrir aðstoð og góðar stundir í sýnatökum og

við tilraunir og Guðjóni Má Sigurðssyni fyrir samnýtingu Bongóháfsýna úr Eyjafirði,

Álftafirði í Ísafjarðardjúpi, Patreksfirði og Tálknafirði árin 2007 og 2008.

Etienne Kornobis vil ég þakka fyrir mikla og góða aðstoð í stofnerfðafræðihluta

verkefnisins og Amélie Rondeau í New Bruinswick, John Tremblay og Stephen Nolan í

Halifax og Hallgrími Sigurðssyni í Montreal fyrir að útvega mér vefjasýni úr

grjótkröbbum.

Vinum og samstarfsfólki á Aragötu 9 og í Öskju þakka ég fyrir aðstoð og allar góðu

samverustundirnar á námstímanum. Ég vil koma sérstökum þökkum til Stefáns Ágústs

Stefánssonar fyrir allar reddingarnar.

Ég vil þakka fjölskyldu minni, sérstaklega foreldrum mínum Gísla Árna Atlasyni og

Kornelíu Kornelíusdóttur fyrir einstakan og ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Verkefnið var styrkt af Verkefnasjóði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, deild um

sjávarrannsóknir á samkeppnissviði.

Page 9: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

viii

Page 10: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

ix

Efnisyfirlit

Útdráttur .............................................................................................................................. v

Abstract ............................................................................................................................... vi

Þakkir ................................................................................................................................. vii

Efnisyfirlit ........................................................................................................................... ix

1 Inngangur ........................................................................................................................ 1

1.1 Framandi tegundir ................................................................................................... 1

1.2 Lifnaðarhættir .......................................................................................................... 3

1.3 Kynþroski ................................................................................................................ 4

1.4 Mökun ..................................................................................................................... 4

1.5 Frjóvgun eggja og klak lirfa .................................................................................... 5

1.6 Lirfuþroskun – ráðandi þættir.................................................................................. 5

1.7 Staða rannsókna á Íslandi ........................................................................................ 5

2 Markmið .......................................................................................................................... 7

3 Efni og aðferðir ............................................................................................................... 9

3.1 Sýnatökusvæði......................................................................................................... 9

3.2 Krabbaveiðar ........................................................................................................... 9

3.3 Svifsýnataka ............................................................................................................ 9

3.4 Úrvinnsla svifsýna ................................................................................................. 11

3.5 Lirfuþroskunartilraunir .......................................................................................... 11

3.6 Sýni til erfðafræðilegra athugana .......................................................................... 13

3.7 Einangrun, mögnun og raðgreining ....................................................................... 13

3.8 Úrvinnsla gagna ..................................................................................................... 14

4 Niðurstöður .................................................................................................................... 15

4.1 Kynjahlutföll fullorðinna krabba ........................................................................... 15

4.2 Kvendýr með egg .................................................................................................. 16

4.3 Lirfur ..................................................................................................................... 16

4.3.1 Heildarþéttleiki grjótkrabbalirfa árin 2007 og 2008 .................................... 16

4.3.2 Heildarþéttleiki bogkrabba- og trjónukrabbalirfa árin 2007 og 2008 .......... 17

4.3.3 Samsetning lirfustiga grjótkrabba eftir árstímum ........................................ 17

4.3.4 Samsetning lirfustiga bogkrabba eftir ársímum ........................................... 19

Page 11: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

x

4.3.5 Samanburður á samsetningu lirfustiga grjótkrabba og bogkrabba .............. 20

4.3.6 Samanburður á hlutfalli lirfa þriggja krabbategunda í svifi ......................... 21

4.3.7 Önnur sýnatökusvæði................................................................................... 23

4.3.8 Þroskun lirfa við tilraunaaðstæður ............................................................... 23

4.4 Uppruni og erfðabreytileiki grjótkrabba við Ísland ............................................... 24

5 Umræða .......................................................................................................................... 29

5.1 Kynjahlutföll ......................................................................................................... 30

5.2 Kvendýr með egg .................................................................................................. 30

5.3 Lirfur ..................................................................................................................... 31

5.3.1 Tímabil lirfa í svifi ....................................................................................... 31

5.3.2 Samsetning lirfustiga ................................................................................... 32

5.3.3 Samanburður á hlutfalli þriggja krabbategunda í svifi ................................ 32

5.3.4 Önnur sýnatökusvæði................................................................................... 33

5.3.5 Þroskun lirfa við tilraunaaðstæður ............................................................... 33

5.4 Uppruni og erfðabreytileiki grjótkrabba við Ísland ............................................... 34

5.5 Lokaorð ................................................................................................................. 35

6 Heimildaskrá ................................................................................................................. 37

Viðaukar ............................................................................................................................. 47

Page 12: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

1

1 Inngangur

1.1 Framandi tegundir

Flutningur sjávarlífvera með skipum um heimshöfin hefur átt sér stað frá fornu fari, en

með auknum sjóflutningum frá því á 20. öldinni hefur flutningur lífvera orðið að mjög

miklu umhverfis- og efnahagslegu vandamáli á heimsvísu (Brickman 2006, Cohen og

Carlton 1998). Landnám tegunda í nýjum heimkynnum er nú talið ein helsta ógnin við

líffræðilegan fjölbreytileika (McCollin ofl. 2008). Með tímanum hafa sjóflutningar ekki

aðeins orðið tíðari heldur hafa skipin einnig stækkað mikið. Skip geta flutt með sér fjölda

sviflægra lífvera milli svæða með kjölfestuvatni en frá árinu 1880 hefur kjölfestuvatn verið

notað til að auka jafnvægi og stöðugleika skipa. Sumar þessara lífvera lifa flutninginn af og

nema land í nýjum heimkynnum þar sem losað er úr kjölvatnstönkum skipanna (Carlton og

Geller 1993, Gollasch 2002). Áætlað hefur verið að skipafloti heimsins geti nú flutt á milli

3.000 og 10.000 tegundir með kjölfestuvatni um heimshöfin hvern sólarhring (Carlton

1999). Skip geta einnig flutt með sér botnsætnar lífverur milli svæða, bæði á

skipsskrokkum og ankerum (Minchin og Gollasch 2003, Coutts ofl. 2003). Flestar þessara

lífvera deyja þó vegna þess að þær þola ekki flutninginn eða þá að umhverfisaðstæður á

þeim stað þar sem kjölvatnstankar eru losaðir eru þeim óhagkvæmar. Jafnvel þó að

aðstæður virðist hagkvæmar mistekst flestum lífverum að koma sér fyrir í nýjum

heimkynnum og hjá öðrum getur það tekið mjög langan tíma, jafnvel áratugi eða aldir

(Crooks og Soulé 1999). Helstu ástæðurnar liggja í því að landnámið byggir oft á fáum eða

erfðafræðilega einsleitum einstaklingum, svokölluðum flöskuháls- eða landnemaáhrifum.

Erfðabreytileiki innan stofns ræður möguleikum hans til að aðlagast nýju eða breyttu

umhverfi og hafa stofnar framandi lífvera sem misst hafa hluta erfðabreytileikans

takmarkaða möguleika á að aðlagast nýju umhverfi (Salmenkova 2008, Ahern ofl. 2009).

Megináhrif framandi tegunda í nýjum búsvæðum eru talin vera afrán og samkeppni um

auðlindir við þær tegundir sem fyrir eru. Nýlega hefur komið í ljós að framandi

sjávarlífverur geta haft mikil óbein áhrif á hin upprunalegu samfélög. Þær geta til að

mynda minnkað framleiðni lirfa, breytt hegðun og þar af leiðandi útbreiðslu bráðar (Rius

ofl. 2009). Þekkt dæmi um framandi tegundir í N-Ameríku eru t.d. asíska samlokan

(Potamocorbula amurensis) í San Francisco flóa og evrasíska sebraskelin (Dreissena

polymorpha) í Vötnunum miklu. Báðar samlokurnar eiga það sameiginlegt að hafa orðið

ráðandi tegundir í sínum nýju heimkynnum og gjörbreytt tegundasamsetningu þar. Þær

geta náð miklum þéttleika (>10.000 einstakl./m2) og valda því að aðrar tegundir hörfa auk

þess sem þær sía allt svif úr umhverfi sínu. Þetta hefur margvísleg óbein áhrif á sérkenni

búsvæða, allt frá gerð fæðuvefja til nýtingar næringarefna og setmyndunar (Ruiz ofl.

1997).

Annað dæmi um framandi tegund er hinn asíski hanskakrabbi (Eriocheir sinensis).

Hanskakrabbinn á uppruna sinn að rekja til austurstrandar Asíu þar sem hann finnst eftir

endilangri strandlengjunni í ferskvatni og árósum (Dittel og Epifanio 2009). Krabbinn er

efnahagslega mikilvægur í A-Asíu þar sem hann er vinsæll matur (Wang ofl. 2008).

Page 13: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

2

Landnám krabbans hófst snemma á 20. öld þegar hann náði fótfestu í N-Evrópu, síðan þá

hefur hann borist til bæði austur og vesturstrandar N-Ameríku. Krabbinn hefur valdið

miklum vistfræðilegum- og efnahagslegum áhrifum í sínum nýju heimkynnum sem hlaupa

á milljónum Bandaríkjadala. Efnahagslegu áhrifin beinast helst að því að krabbinn grefur

sig í árbakka og stíflugarða og veikir þannig burðarþol þeirra, auk þess að hafa neikvæð

áhrif á fiskveiðar og áveitustarfsemi (Dittel og Epifanio 2009).

Önnur útbreidd framandi krabbategund er evrópski bogkrabbinn (Carcinus maenas). Hann

getur nýtt sér fjölbreytt búsvæði og hefur t.d. náð fótfestu við strendur Ástralíu, beggja

vegna N-Ameríku, við S-Ameríku, Japan og S-Afríku. Hann er tiltölulega stór, gráðugur,

þolinn og virkur krabbi sem getur náð miklum þéttleika á grunnslóð (Thresher 1997). Áhrif

hans hafa verið mikil á nytjategundir, t.d. á samlokur við norðausturströnd Bandaríkjanna

og hafa því sum samfélög þar hrundið af stað aðgerðaráætlunum gagnvart krabbanum.

Á hinn bóginn eru sumar framandi tegundir, hvort sem þær eru fluttar viljandi eða

óviljandi, taldar hagkvæmar í sínum nýju heimkynnum þar sem af þeim geta skapast bæði

ábátasamar atvinnuveiðar, fiskeldi og sportveiðar. Dæmi um slíkar tegundir eru risaostra

(Crassostrea gigas) og laxaborri (Micropterus salmoides) (OTA 1993).

Þá eru einnig tegundir sem berast með kjölfestuvatni sem hafa bein áhrif á menn, eins og

ýmsar örverur. Kólera er dæmi um slíka örveru sem getur borist í menn og valdið

farsóttum (Takahashi ofl. 2008, Lovell og Drake 2009).

Síðastliðna þrjá áratugi hefur athyglin beinst að þeim ógnum og hættum sem stafa af

flutningi sjávarlífvera, og þá einna helst fyrir tilstuðlan Hafréttarráðstefnu Sameinuðu

þjóðanna. Nú er vitað um a.m.k. 1.500 tegundir, sem lifa í sjó og árósum, sem borist hafa á

ný búsvæði með kjölfestuvatni eða utan á skipum, en fjöldi þeirra sem ekki er vitað um er

líklega margföld sú tala (Barry ofl. 2008).

Dæmi um nýlega landnema í sjó hér við land eru til að mynda sandskel (Mya arenaria)

(Ingimar Óskarsson 1958, Strasser 1998), botnþörungarnir sagþang (Fucus serratus)

(Agnar Ingólfsson 2008), hafkyrja (Codium fragile) (Helgi Hallgrímsson 2007) og

Bonnemaisonia hamifera (Karl Gunnarsson og Svanhildur Egilsdóttir 2007), flundra

(Platichthys flesus) (Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson 2007) og sandrækja

(Crangon crangon) (Björn Gunnarsson ofl. 2007).

Í ágúst árið 2006 fannst grjótkrabbi (Crustacea: Brachyura: Cancridae: Cancer irroratus,

Say 1817) í fyrsta sinn við Ísland. Það var Pálmi Dungal frístundakafari sem varð fyrstur

var við þennan nýja landnema í Hvalfirði. Síðan þá hafa fullorðin eintök krabbans fundist á

nokkrum stöðum í innanverðum Faxaflóa og í Breiðafirði (Gunnar Jensen, munnleg

heimild). Áður hafði krabbinn aðeins fundist við austurströnd N-Ameríku en þar er

útbreiðsla hans samfelld frá S-Karólínu norður til Labrador (Sastry 1977) (Mynd 1).

Fjarlægðin frá Nýfundnalandi til Íslands er í beinni línu rúmir 2000 km og þar skilur

Atlantshafið á milli með >1000 m dýpi á stórum svæðum (Agnar Ingólfsson 1992).

Page 14: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

3

Mynd 1. Heimsútbreiðsla grjótkrabba (Cancer irroratus) árið 2009 (rauð svæði).

Líkur benda til þess að tegundin hafi borist hingað til lands með kjölfestuvatni skipa en

reglulegir skipaflutningar eru á milli austurstrandar N-Ameríku og Íslands. Vitað er að

lirfur krabbans hafa borist með kjölfestuvatni til meginlands Evrópu. Tankskip með 46

þúsund tonn af kjölfestuvatni, sem sigldi frá New York til mynnis Tees ár í Norðaustur

Englandi, reyndist 17 dögum eftir upptöku kjölfestuvatnsins hafa að geyma lifandi lirfur

grjótkrabba (Hamer ofl. 1998). Þéttleikinn í vatninu var 0,68 lirfur/m3 og því hugsanlegt að

um 32 þúsund einstaklingar krabbans hafi verið í kjölfestuvatni þessa eina skips (Hamer

ofl. 1998).

1.2 Lifnaðarhættir

Grjótkrabbi er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið allt að 15 cm að skjaldarbreidd

(Robichaud og Frail 2006). Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 751 m dýpi

(Haefner 1976). Fullorðnir einstaklingar hafa vítt hitaþol, hafa fundist á hitabilinu 0–32°C,

en algengastir eru þeir á hitabilinu 4–14°C (Haefner 1976, Bigford 1979). Auk þess að hafa

vítt hitaþol hafa þeir víð seltuþolmörk, frá 8,5–65 (Charmantier og Charmantierdaures

1991).

Útbreiðslumynstur og far er tengt árstíma og hitastigi sjávar. Á norðurmörkum útbreiðslu

krabbans halda einstaklingar sig á grunnslóð við ströndina allt árið um kring. Suðlægir

stofnar virðast aftur á móti fara af grunnsævi niður á dýpri (>170 m) og kaldari svæði yfir

sumarmánuðina en halda sig á grunnslóð yfir vetrarmánuðina. Einnig virðist kynjahlutfall

ráðast af árstíma og svæðum, en talið er að miklar svæðisbundnar breytingar á

kynjahlutföllum séu vegna fars annars kynsins (Bigford 1979). Grjótkrabbi lifir á grjót-,

leðju- og sandbotni en kýs helst grýttan botn (Fogarty 1976). Mjög breytilegt er þó eftir

svæðum hvar hann finnst þar sem samkeppnistegundir hans í N-Ameríku, þ.e. ameríski

humarinn (Homarus americanus), spámannskrabbi (Cancer borealis) og hugsanlega

bogkrabbi (Carcinus maenas), virðast hafa mikil áhrif á búsvæðaval hans (Jeffries 1966,

Fogarty 1976). Grjótkrabbi er alæta og samanstendur fæðan m.a. af fiskum, krabbadýrum,

burstaormum, samlokum, krossfiskum og ígulkerjum. Ekki er vitað hvort krabbinn fangi

bráð sína lifandi eða leiti hræja (Scarratt og Lowe 1972, DFO 2008).

Page 15: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

4

1.3 Kynþroski

Töluverður stærðarmunur er á kynjunum, en karldýr verða stærst 14–15 cm að

skjaldarbreidd en kvendýr sjaldan stærri en 10–11 cm (DFO 2007, Robichaud og Frail

2006). Kvendýrin verða að jafnaði kynþroska 5,5–6 cm en karldýrin heldur stærri eða um 7

cm (Krouse 1972, Scarratt og Lowe 1972). Snemmkynþroski er þekktur meðal kvendýra.

Minnsta kvendýr sem fundist hefur með egg var 1,4 cm á skjaldarbreidd en auk þess hafa

mörg fundist sem eru 1,4–2,5 cm á skjaldarbreidd (Reilly og Saila 1978). Talið er að

suðlægari stofnar krabbans verði fyrr kynþroska en þeir norðlægu. Karldýrin verða

kynþroska milli hamskipta (við intermolt fasann). Þá myndast sáðfrumur í sáðhylkjum í

sáðrásunum. Hjá kvendýrunum virðast kynkirtlarnir ekki þroskast fyrr en eftir mökun.

Kynþroski þeirra er skilgreindur við hamskiptin þegar líffæri, afturbolur og útlimir ná

endanlegri þroskun/mótun (Bigford 1979).

1.4 Mökun

Nokkur einkennandi hegðunarmynstur eiga við mökun eiginlegra krabba (Brachyura).

Meðal tegunda af ættinni Cancridae leita karldýr að kvendýrum og verja þau af mikilli

hörku í nokkra daga fram að hinum árstíðabundnu hamskiptum kvendýranna. Mökunin á

sér fljótlega stað (frá fáeinum mínútum upp í klukkutíma) eftir hamskiptin (Christy 1987).

Karldýrið hagræðir þá kvendýrinu á þann hátt að kviðir dýranna liggja saman. Við mökun

losar karldýrið sáðhylki sem rofnar við mökunina og synda þá sæðisfrumur upp í

eggjagöngin og í sáðpoka kvendýrsins þar sem þær eru síðan geymdar. Þegar mökunin er

yfirstaðin lokar sáðtappi fyrir eggjagöngin, en hann hverfur nokkrum dögum eða vikum

eftir mökun. Talið hefur verið að sáðtappinn þjóni þeim tilgangi að halda sæðisfrumunum í

sáðpokanum, smyrja eggjagöngin og/eða koma í veg fyrir að fleiri en eitt karldýr makist

við hvert kvendýr (Shields 1991). Eftir mökun verja karldýrin oft kvendýrin í nokkra daga.

Sæði úr einni mökun getur nægt kvendýri til frjóvgunar eggja ævilangt. Vísbendingar eru

um að kvendýrin losi feromón með þvagi nokkrum dögum fyrir hamskipti sem örva

karldýrin (Christy 1987).

Hjá grjótkrabba hefst mökunaratferlið fyrir tilstuðlan karldýrsins, þar sem hann grípur utan

um skjöld kvendýrsins og heldur því undir sér þannig að kviðirnir snúi saman. Skömmu

eftir að kvendýrið hefur hamskipti á mökunin sér stað (Elner og Stasko 1978, Elner og

Elner 1980), þó eru þess dæmi að mökun hafi heppnast hjá karldýri og kvendýri þar sem

bæði höfðu harðan skjöld (Chidester 1911). Eftir mökunina, meðan kvendýrið er enn

móttækilegt, verndar karldýrið það til að tryggja að önnur karldýr makist ekki við það.

Þetta eykur einnig lífslíkur kvendýrsins þar sem það er mjög berskjaldað og viðkvæmt

gagnvart afræningjum meðan hamskiptin ganga yfir (Elner og Stasko 1978, Elner og Elner

1980). Grjótkrabbinn heldur áfram að hafa hamskipti eftir að hann verður kynþroska. Því

getur mökun átt sér stað nokkrum sinnum hjá hverjum krabba og þá alltaf í tengslum við

hamskipti kvendýrsins. Mökunartíminn ræðst því meira af ástandi kvendýrsins en

karldýrsins, því mökunin á sér stað á þeim stutta tíma sem kvendýrið er með mjúkan skjöld

(Bigford 1979). Þó virðast undantekningar geta verið þar á sem fyrr segir.

Page 16: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

5

1.5 Frjóvgun eggja og klak lirfa

Frjóvgun eggja á sér yfirleitt stað seint að hausti eða um vetur, að mökun liðinni.

Kvendýrin bera frjóvguðu eggin álímd afturbolsfótum fram að klaki næsta vor eða í allt að

10 mánuði (DFO 2007). Þann tíma sem kvendýrin bera egg láta þau lítið fyrir sér fara og

eru að mestu niðurgrafin í sjávarbotninn. Nýfrjóvguð egg eru ljósappelsínugul að lit en

dekkjast með tímanum og verða brún- eða svartgrá þegar komið er að klaki (Krouse 1972,

Haefner 1976). Frjósemi kvendýranna fer eftir stærð þeirra. Kvendýr með

skjaldarbreiddina 2,1 cm er t.d. með um 4.400 egg meðan 8,8 cm dýr er með um 330.000

egg (Reilly og Saila 1978). Fósturþroskun lirfanna á sér stað í eggjunum og úr þeim

klekjast fullþroska zoea I lirfur. Við austurströnd N-Ameríku á klakið sér stað á tímabilinu

maí og fram í október (Scarratt og Lowe 1972, Krouse 1972, Haefner 1976, DFO 2005).

Sviflæg lirfustig grjótkrabbans eru sex, þ.e. fimm zoeae stig auk megalopa stigs, sem er

millistig milli sviflægrar lirfu og botnlægs krabba. Einkenni lirfa á fyrsta stigi eru vel

þroskaðir frambolslimir, langur bak- og trjónulægur gaddur auk stórra hliðlægra augna.

Afturbolurinn og halaplatan sýna dæmigerða liðskiptingu. Við frekari þroskun fjölgar

burstum á útlimum og sundlimir stækka (Sastry 1977).

1.6 Lirfuþroskun – ráðandi þættir

Hitastig hefur löngum verið talið ráða útbreiðslu grjótkrabbans, en hann finnst hvorki

norðan 4,4°C né sunnan 23,6°C meðalyfirborðsjafnhitalínunnar við austurströnd N-

Ameríku (MacKay 1943). Lirfur krabbans hafa nokkuð víð hita- og seltuþolmörk. Efri

hitaþolsmörk (LD50) hafa verið könnuð fyrir öll lirfustig grjótkrabba. Hjá zoea stigunum

fimm eru efri hitaþolsmörkin um 28°C, þó er munur á stigunum og hafa zoea II og IV

stigin sýnt aðeins hærra lifunarhlutfall en hin zoea stigin. Efri hitaþolsmörk megalopa

stigsins eru aðeins lægri en hjá zoea stigunum, þ.e. við 27°C (Vargo og Sastry 1977). Neðri

hitaþolmörk lirfanna hafa ekki verið rannsökuð svo vitað sé. Seltuþolmörk zoea stiganna

eru 13–50 og hjá megalopa stiginu 24–37 (Charmantier og Charmantierdaures 1991). Þrátt

fyrir að þolmörk hvers lirfustigs séu víð þá er lirfuþroskuninni, frá zoea I stigi til megalopa

stigs, þrengri skorður settar. Má því ætla að hitaþolmörk lirfanna séu takmarkandi fyrir

útbreiðslu tegundarinnar því fullorðnir einstaklingar hafa mjög víð hitaþolmörk. Við

tilraunaaðstæður hefur lirfuþroskun heppnast við hitastig frá 10–25°C og seltugildi frá 15–

35 og er lifunarhlutfall lirfustiganna misjafnt eftir samspili þessara þátta (Johns 1981,

Charmantierdaures og Charmantier 1991).

1.7 Staða rannsókna á Íslandi

Rannsóknir á tífætlum (Decapoda) við Ísland hafa nær eingöngu beinst að

nytjategundunum rækju (Pandalus borealis) (Ólafur S. Ástþórsson og Ástþór Gíslason

1991, Garcia 2007) og leturhumri (Nephrops norvegicus) (Hrafnkell Eiríksson 1999). Fáar

rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar á líffræði eiginlegra krabba (Decapoda: Brachyura)

hér við land og voru þær flestar gerðar á fyrstu fjórum áratugum 20. aldar. Bjarni

Sæmundsson safnaði stórkröbbum (Malacostraca) í fiskileiðöngrum umhverfis Ísland á

fyrstu fjórum áratugum 20. aldar, hann gaf þeim íslensk heiti, skráði fjölda þeirra og

líffræðilegar upplýsingar (Bjarni Sæmundsson 1937). Á þriðja áratug 20. aldar fóru fram

almennar athuganir á dýrasvifi umhverfis Ísland og var tíðni lirfa tífætlna (Decapoda)

Page 17: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

6

skoðuð eftir árstímum (Jespersen 1940). Árið 1939 var svo gerð almenn samantekt á þeim

tegundum tífætlna sem við landið fundust (Stephensen 1939). Á níunda áratug 20. aldar

var gerð umfangsmikil rannsókn á útbreiðslu og stofnstærð trjónukrabba umhverfis Ísland

(Sólmundur Tr. Einarsson 1988), auk þess sem getið hefur verið fundarstaða

krabbategunda sem ekki hafa áður fundist við landið (t.d. Guðmundur Guðmundsson ofl.

1997, Kristján Lilliendahl ofl. 2005, Jörundur Svavarsson og Pálmi Dungal 2008, Anton

Galan og Hrafnkell Eiríksson 2009).

Page 18: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

7

2 Markmið

Tilgangur verkefnisins var að rannsaka árstíðabreytingar í fjölda og kynjahlutföllum

fullorðinna grjótkrabba, og hlutfalli kvendýra með egg. Einnig var markmiðið að kanna

dreifingu, fjölda og þroska sviflægra lirfustiga grjótkrabba. Áhersla var lögð á að kanna

þessi atriði í Hvalfirði, en sýni voru einni tekin á Vestfjörðum og í Eyjafirði til viðmiðunar.

Til samanburðar voru sömu þættir skoðaðir hjá bæði bogkrabba (Carcinus maenas) og

trjónukrabba (Hyas araneus), en tegundirnar finnast allar á svipuðum slóðum.

Að auki var ákveðið að greina uppruna íslensku grjótkrabbanna og ummerki landnámsins á

erfðabreytileika stofnsins hér við land. Almennt er talið að landnám fárra einstaklinga geti

aukið líkur á því að stofninn sveiflist í stærð og geti orðið útdauða. Til að greina

landnemaáhrifin og uppruna íslensku grjótkrabbanna var breytileiki í hvatberageninu COI

(595 bp) greindur meðal 35 krabba úr Hvalfirði, Kollafirði og Skerjafirði auk 60 krabba frá

þremur stöðum á útbreiðslusvæði krabbans við austurströnd N-Ameríku (Nýfundnalandi,

Halifax og New Brunswick).

Page 19: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

8

Page 20: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

9

3 Efni og aðferðir

3.1 Sýnatökusvæði

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði og Faxaflóa við Suðvesturland, í Patreksfirði, Tálknafirði og

Álftafirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum og í Eyjafirði á Norðurlandi (Mynd 2, Tafla 1).

Gildruveiðar á botnlægum fullorðnum kröbbum voru stundaðar í Hvalfirði og innanverðum

Faxaflóa (Mynd 3).

Upphaflega voru sýnatökustöðvarnar þrjár (B1, B2 og B3), á sniði út Hvalfjörð (Mynd 3,

Tafla 1). Þar sem mestur fjöldi fullorðinna krabba veiddist innarlega í firðinum var ákveðið

að bæta við stöð (B0) seinna á árinu 2007 og stytta þannig vegalengdir milli stöðva til að fá

betra mat á lirfuþéttleikann. Sama ár var bætt við stöð á Syðra-Hrauni í Faxaflóa (B4) til að

varpa ljósi á útbreiðslu grjótkrabbalirfa í Faxaflóa. Árið 2008 var svifsýnatökum haldið

áfram á stöðvum B1, B0, B2, B3 og B4, auk þess sem tveimur föstum stöðvum var bætt

við, einni við Engey (B5) og annarri rétt sunnan við Akranes (B6).

3.2 Krabbaveiðar

Botnlægum fullorðnum grjótkröbbum og öðrum stórkrabbategundum var safnað í Hvalfirði

og innanverðum Faxaflóa með krabbagildrum á dýptarbilinu 7 til 80 metrum (Mynd 3,

Viðauki 5). Notast var við gildrur (30 cm hæð, 80 cm lengd, 40 cm breidd) frá sænska

fyrirtækinu Carapax, en gildrur af þessu tagi eru notaðar í atvinnuskyni við veiðar á

töskukrabba (Cancer pagurus) á Norðurlöndum. Notaðar voru samanbrjótanlegar gildrur

til að nýta pláss bátsins vel, en farið var með 20 gildrur í hverri veiðiferð. Gildrurnar hafa

útgönguop fyrir litla krabba, en við rannsóknirnar var opinu lokað. Beitt var með blöndu af

þroski og ufsa og voru um 250 grömm notuð í hverja gildru. Fiskur sem notaður var í beitu

var veiddur á handfæri á rannsóknasvæðinu á rannsóknabátnum Sæmundi fróða RE.

Við upptöku gildranna voru grjótkrabbar teknir frá og þeim haldið lifandi í 10 lítra fötum

með sjó. Í landi voru þeir svo kyngreindir, skráð hvort kvendýr bæru egg eða leifar eggja

auk þess sem sýni voru tekin fyrir erfðafræðilegar athuganir (sjá lýsingu í kafla 3.6).

Samhliða grjótkrabbanum veiddust bogkrabbi (Carcinus maenas) og trjónukrabbi (Hyas

araneus) í gildrurnar. Þessar tegundir voru kyngreindar auk þess sem athugað var hvort

kvendýrin bæru egg. Eftir mælingar var öllum kröbbum utan grjótkrabba sleppt lifandi.

3.3 Svifsýnataka

Svifsýni voru tekin með Bongóháfi (Hydro-Bios Apparatbau GmbH). Bongóháfur

samanstendur af tveimur stálhringjum, 60 cm í þvermál, og á hvorn hring er fest 2,5 m

langt trektlaga net með möskvastærðina 500 µm sem endar í safnhólki. Háfurinn var

Page 21: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

10

dreginn í 10 mínútur á hverri stöð, á u.þ.b. 10 metra dýpi á 2,5 hnúta hraða. Sýnin voru

varðveitt í 10% formalíni. Vatnsmagnið sem háfurinn síaði var metið með straummæli

(Hydro-Bios Kiel, Model 438 110), sem staðsettur var í öðru opi háfsins.

Tafla 1. Upplýsingar um svifsýnatökur á árunum 2007 og 2008. x táknar að sýni hafi verið tekin.

Faxaflói/Hvalfjörður

Patreksfjörður /

Tálknafjörður Álftafjörður Eyjafjörður

Mán. Dags. B0 B1 B2 B3 B4 B5 B6

2007

Maí 15

x x x

Júní 20

x x x

Júlí 2,6,9,10,11,12,24 x x x x x

x x

Ágú. 13,27,28,29

x x x x

x x

Sept. 28,30

x x

x

x

2008

Mars 22 x x x x

Apr. 18

x

Maí 1,7,8,16,21,28 x x x x x x x x x

Júní 10,11,18 x x x x x x x x

Júlí 4,9,10,16,25,30 x x x x x x x x x x

Ágú. 6,12,18,19 x x x x x x x x x x

Sept. 4,9,15 x x x x

x x x

Okt. 2,8 x x x x x x x x

Nóv. 14 x x x x x x x

Mynd 2. Sýnatökusvæði þar sem Bongóháfsýni voru tekin við Suðvesturland (Hvalfjörður og

Faxaflói), Vestfirði (Patreksfjörður, Tálknafjörður og Álftafjörður) og Norðurland (Eyjafjörður).

Page 22: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

11

Mynd 3. Gildruveiðistöðvar og Bongó svifsýnatökustöðvar í Hvalfirði og í Faxaflóa.

3.4 Úrvinnsla svifsýna

Á rannsóknastofu voru sýni skoluð og færð í 96% EtOH. Hlutsýni voru tekin úr stórum

sýnum og var Endecotts skiptari (part no. 1/2SSDSLOT) notaður til þess. Allar

grjótkrabbalirfur voru greindar til þroskastigs (zoea I, zoea II, zoea III, zoea IV, zoea V og

megalopa; Mynd 4) samkvæmt lýsingu Sastry (1977). Samhliða greiningu á

grjótkrabbalirfum í Hvalfirði og Faxaflóa voru aðrar tífætlulirfur (Decapoda) greindar til

tegunda eins og unnt var. Einnig var annar meðafli skráður (tilvist), þ.e. fisklirfur, marflær,

hveljur, pílormar, burstaormar, vatnaflær og krabbaflær (Viðauki 3). Bogkrabbalirfur (zoea

I, zoea II, zoea III, zoea IV og megalopa) (Rice og Ingle 1975, Ingle 1992) og

trjónukrabbalirfur (zoea I, zoea II og megalopa) (Ingle 1992) voru greindar til lirfustigs

samkvæmt lýsingum eins og grjótkrabbalirfurnar. Í sýnum frá Patreksfirði voru

grjótkrabba-, trjónukrabba- og bogkrabbalirfur greindar til lirfustigs. Á öðrum svæðum var

aðeins leitað eftir grjótkrabbalirfum í sýnum, þ.e. í Tálknafirði, Álftafirði í Ísafjarðardjúpi

og Eyjafirði.

3.5 Lirfuþroskunartilraunir

Tilraun 1

Grjótkröbbum með egg sem fengust í gildrur árið 2007 var haldið lifandi og þeir færðir í

tilraunaaðstöðu Háskólaseturs Suðurnesja í Sandgerði. Þar var þeim haldið lifandi í 300

lítra kerjum með sírennsli (~9,4°C og seltu 32). Fylgst var með þroskun eggjamassans og

þegar hann var orðinn grábrúnn var hvert og eitt kvendýr fært í sér 30 lítra búr þar sem

Page 23: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

12

lirfurnar klöktust út. Klöktum lirfum var komið fyrir í öðrum sambærilegum búrum.

Sitthvort hitastigið var notað fyrir lirfuræktirnar; fjórar ræktanir við 10°C og sex við 15°C.

Þéttleiki lirfa í hverju búri var hafður mismunandi, 50–5000 lirfur/líter, svo unnt væri að

meta hentugasta þéttleikann. Lirfur voru nærðar daglega á blöndu af hjóldýrum (Rotifera)

og saltvatnsrækjum (Artemia); 10 hjóldýr/lirfu og 5 saltvatnsrækjur/lirfu. Í einni 15°C

ræktinni voru lirfurnar einungis fóðraðar með saltvatnsrækjum.

Tilraun 2

Um 100 grjótkröbbum, 80 karldýrum og 20 kvendýrum án eggja, úr veiði ársins 2007 var

haldið lifandi í 600 lítra kerjum með sírennsli, í tilraunaaðstöðu Háskólaseturs Suðurnesja í

Sandgerði. Nokkrum sinnum varð vart við tímgunartilburði meðal þessara krabba haustið

2007, þar sem karldýr hélt kvendýri með harðan skjöld undir sér. Í janúar árið 2008 kom í

ljós að öll kvendýrin 20 báru fölappelsínugul egg. Fylgst var með þroskun þessara eggja og

klöktust lirfur á tímabilinu frá miðjum febrúar og fram í maí. Klöktum lirfum var komið

fyrir í búrum án sírennslis með loftun, við 10°C og 15°C líkt og í fyrri tilraun. Þá var

smíðaður sérstakur 40 lítra sírennslis lirfuræktunartankur að erlendri fyrirmynd (Hughes

ofl. 1974, Charmantierdaures og Charmantier 1991) og voru lirfur ræktaðar í honum við

10°C. Þéttleiki lirfa var hafður 50 lirfur/líter og þær nærðar á saltvatnsrækjum; 5

saltvatnsrækjur/lirfu.

Fylgst var með lirfuræktum daglega í báðum tilraunum. Hlutsýni úr hverri rækt var skoðað

í víðsjá og lirfustig ákvarðað, hitastig mælt, lirfum gefið, hjóldýrum gefið þörungar (Nanno

3600) í hlutfallinu 1/350 og þeim haldið í þéttleikanum 300/ml. Saltvatnsrækjum var

klakið daglega svo ávallt voru til nýklakin dýr til gjafar og botnfall í kerjum þrifið, auk

þess sem skipt var um sjó í hverri rækt vikulega.

Page 24: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

13

Mynd 4. Lirfuþroskun grjótkrabba (Cancer irroratus) frá eggi til megalopa stigs.

3.6 Sýni til erfðafræðilegra athugana

Árin 2007 og 2008 voru tekin lífsýni úr öllum grjótkröbbum sem veiddir voru við

Suðvesturland (Hvalfirði, Skerjafirði og Kollafirði), 35 þeirra voru nýtt til erfðafræðilegra

athugana. Sýnum var einnig safnað frá þremur stöðum í N-Ameríku (Nýfundnalandi,

Halifax og New Brunswick) árið 2009 fyrir rannsóknina, 20 frá hverjum stað. Veiðar fóru

fram með hefðbundnum krabbagildrum. Vinstri fótur aftasta lappapars var klipptur af

hverjum krabba við þriðja lið og settur í 96% EtOH fyrir DNA einangrun.

3.7 Einangrun, mögnun og raðgreining

Sjöhundruð og átta basapör af hvatberageninu COI (cytochrome oxydase I) voru mögnuð

með DNA-vísunum LCO-1490 (5´-GGTCAACAAATCATAAAGATATTGG-3‘) og HCO-

2198 (5’-TAAACTTCAGGGTGACCAAAAAATCA-3’) (Folmer ofl. 1994). PCR magnanir

voru settar upp í 10 µl hvörfum sem innihéldu 1 x NH4 buffer, 1 mM MgCl2, 2 mM dNTP

(Invitrogen), 0,34 µM af hvorum vísi, 0,09 µl Taq polymerase (Bioline). PCR hvörf voru

mögnuð í Stratagene RoboCycler hitatæki með eftirfarandi hætti: (4 mín við 94°C) x 1; (30

sek við 94°C, 30 sek við 45°C, 1 mín við 72°C) x 40; (72°C í 6 mín) x 1.

Page 25: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

14

Afurðir PCR hvarfsins voru skoðaðar á 1,5% agarósa geli til að staðfesta að hvarfið hefði

heppnast og að réttur bútur hefði verið magnaður. Þremur míkrólítrum af ExoSap (USB)

lausn (sem inniheldur exónúkleasa, antarcticfosfatasa og viðeigandi buffer) var bætt við

eftirstöðvar PCR afurðarinnar (~5 µl) og lausnin höfð í 15 mín við 37°C til að fjarlægja

einþátta enda, leifar vísa og dNTP. Í kjölfarið var lausnin hituð í 15 mín við 85°C til að

óvirkja ensímin. DNA bútarnir voru síðan raðgreindir með tvíþátta raðgreiningarhvarfi

með BigDyeTM

(Applied Biosystems) og að lokum hreinsaðir með etanól útfellingu,

þurrkaðir og leystir upp í HiDi (high-deionized foramide) og raðgreindir í ABI PrismTM

Genetic Analyser og DNA röðin ákvörðuð með forritinu Sequencing Analysis (PE Applied

Biosystems). Alls fékkst 595 bp röð af DNA.

Í rannsókninni var notuð DNA röð úr grjótkrabba frá Maine flóa í Bandaríkjunum til

viðmiðunar (GenBank Assosiation N EU329150).

3.8 Úrvinnsla gagna

Þróunarfræðilegur skyldleiki milli hvatbera grjótkrabba var teiknaður upp í forritinu

NETWORK 4.510 (Fluxus Technology Ltd., sjá www.fluxus-engineering.com) með

reduced median aðferð (Bandelt ofl. 1995) en hún teiknar upp stystu og einföldustu tengsl

milli arfgerða.

Töluleg úrvinnsla var gerð með forritinu ARLEQUIN (Exoffier ofl. 2005). Gena- og

kirnabreytileiki (h og π) voru reiknaðir fyrir hvern stofn. Genabreytileiki lýsir breytileika

ólíkra gerða (metur líkurnar á því að tvær raðir, valdar handahófskennt séu ólíkar) en

kirnabreytileiki lýsir á svipaðan hátt breytileika fyrir einstök sæti í DNA röðinni, þ.e. hvort

sæti í DNA röð tveggja einstaklinga séu ólík. Til að meta hvort stofnarnir viku frá

jafnvægi, hvort sem er vegna áhrifa náttúrulegs vals eða stofnsveiflna, var Tajima´s D

(Tajima 1989) og Fu´s F (Fu og Li 1993) reiknað. Báðar aðferðirnar byggja á því að bera

saman ólíkar aðferðir við að meta stofnparameterinn θ=4Ne*μ sem lýsir breytileika

stofnsins, Ne táknar erfðafræðilega stofnstærð og μ er stökkbreytitíðnin. Tajima´s D ber

saman mat á θ byggt á kirnabreytileika (π) og fjölda breytilegra sæta (S) í sýni. Neikvætt

gildi bendir til stofnstækkunar sem kemur fram í auknum fjölbreytileika sæta vegna minni

áhrifa hendinga, en jákvætt gildi bendir aftur á móti til stofnminnkunar þar sem

breytilegum sætum fækkar vegna þess að sjaldgæfar gerðir eru líklegri til að tapast. Fu´s F

byggir hins vegar á því hversu líklegt er að fá jafnmargar eða fleiri ólíkar DNA raðir miðað

við þann kirnabreytileika sem er til staðar. Hátt F gildi bendir til þess að óvenju margar

gerðir séu til staðar og því hafi stofninn stækkað en lágt eða neikvætt gildi bendir til þess

að stofninn hafi minnkað. Fu (1997) benti á að F gildið væri sérstaklega næmt fyrir

stofnstærðarsveiflum. Áhrif stofnsveiflna á breytileika DNA raðanna var einnig athugaður

með mispörunar dreifingarprófum (Harpending 1994) þar sem núlltilgátan er skyndileg

útþensla stofnsins. Aðgreining milli tveggja hópa var metin með FST = Sm2/(Sm

2 + Si

2) þar

sem Sm2

og Si2 tákna dreifni í tíðni gerða milli hópa (Sm

2) og innan hópa (Si

2) (Weir og

Cockerham 1984). Marktækni matstærðanna var metin með umröðunarprófi.

Page 26: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

15

4 Niðurstöður

4.1 Kynjahlutföll fullorðinna krabba

Alls veiddust 1059 grjótkrabbar í gildrur á árunum 2007 og 2008, þar af 1044 í Hvalfirði.

Karldýr voru ávallt í meirihluta í afla (Tafla 2). Árið 2007 hófust rannsóknaveiðar á

tegundinni og voru þá veiðarnar og veiðiaðferðir staðlaðar. Það ár veiddust 643 krabbar í

átta veiðiferðum, 575 karldýr (89,4%) og 68 kvendýr. Árið 2008 veiddust 416 krabbar í

fimm veiðiferðum, 336 karldýr (80,8%) og 80 kvendýr.

Tafla 2: Heildarfjöldi eftir kynjum og fjöldi kvendýra með egg/eggjaleifar hjá grjótkrabba (Cancer

irroratus), bogkrabba (Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas araneus) sem komu í gildur árin

2007-2008 í Hvalfirði og innanverðum Faxaflóa.

Cancer irroratus Carcinus maenas Hyas araneus

Mán. kk kvk kvk m. egg kk kvk kvk m. egg kk kvk kvk m. egg

2007

Apríl 1 0 0 0 0 0 0 0 0

Maí 52 4 0 4 0 0 30 93 0

Júní 17 1 0 1 0 0 0 0 0

Júlí 199 31 5 8 1 0 48 18 14

Ágúst 85 14 1 9 1 1 21 18 15

Sept. 100 13 0 25 4 0 22 22 20

Okt. 121 5 0 125 10 1 25 53 42

2008

Maí 0 0

0 0

0 0

Júní 4 1 1 1 0 0 3 1 0

Júlí 138 17 0 12 7 1 33 13 9

Ágúst 89 53 7 6 4 0 12 0 0

Okt. 105 9 0 105 55 0 56 15 12

Þegar kynjahlutföll grjótkrabba og samkeppnistegunda hans, bogkrabba og trjónukrabba,

eru skoðuð kemur fram samsvörun milli tegundanna. Karldýr voru í meirihluta hjá öllum

tegundunum nema í maí og október 2007 hjá trjónukrabba (Tafla 2). Hjá grjótkrabba var

hlutfall karldýra alltaf mjög hátt og fór hlutfallið aðeins einu sinni niður fyrir 80%, þ.e. í

63% í ágúst 2008. Hjá bogkrabba var hlutfall karldýra einnig alltaf hátt þó munur sé á milli

áranna 2007 og 2008. Hlutfall karldýra lækkaði umtalsvert í júlí, ágúst og október milli ára

eða úr ~90% í ~60%. Trjónukrabbinn sker sig nokkuð frá hinum tegundunum tveimur þar

sem kynjahlutföll hjá honum eru mjög breytileg og töluverður munur á milli sömu mánaða

árin 2007 og 2008.

Page 27: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

16

4.2 Kvendýr með egg

Af veiddum grjótkröbbum voru 148 kvendýr (14%) og af þeim báru 14 (9,5%) egg eða

höfðu eggjaleifar (Tafla 2). Öll kvendýrin höfðu vel þroskuð egg, brúngrá að lit.

Heildarveiði bogkrabba bæði árin var 378 krabbar. Þar af voru 82 kvendýr og af þeim báru

þrjú egg (3,7%), öll með óþroskuð rauð egg.

Hjá trjónukrabba var hlutfall kvendýra með egg mikið hærra en hjá báðum hinum

tegundunum. Í heildina veiddust 483 trjónukrabbar, þar af voru 233 kvendýr og af þeim

112 (48%) með egg. Öll egg voru óþroskuð, appelsínugul eða rauð á litinn.

4.3 Lirfur

4.3.1 Heildarþéttleiki grjótkrabbalirfa árin 2007 og 2008

Lirfuþéttleiki grjótkrabba var lágur framan af sumri bæði árin, náði hámarki um miðjan júlí

og tók þá að minnka fram á haustið. Árið 2007 náði þéttleikinn hámarki í byrjun júlí, þ.e.

1,5 lirfur/m3 (Mynd 5). Til viðmiðunar var næstmesti lirfuþéttleiki það ár 0,38 lirfur/m

3.

Árið 2008 náði lirfuþéttleiki hámarki um miðjan júlí, þ.e. 2,1 lirfur/m3, og hélst hann hár

fram í september (Mynd 5). Lirfuþéttleiki jókst með auknum sjávarhita þegar leið fram á

sumar og náði hámarki þegar hitastig var hvað hæst; árið 2007 við 12,1°C og 2008 við

12,5°C (síriti í Reykjavíkurhöfn á vegum Hafrannsóknastofnunar). Hæsti sjávarhiti í

Reykjavíkurhöfn árið 2007 mældist 14,1°C þann 25. júlí og 13,4°C þann 6. ágúst 2008.

Meðalhiti áranna var nokkuð svipaður, þ.e. 7°C árið 2007 og 6,7°C árið 2008.

Mynd 5. Meðalfjöldi lirfa/m3 þriggja krabbategunda; grjótkrabba (Cancer irroratus), bogkrabba

(Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas spp.), hvern sýnatökudag á sýnatökustöðvum í Hvalfirði

og innanverðum Faxaflóa árin 2007 og 2008 auk sjávarhita í Reykjavíkurhöfn (síriti). Strik á x-ás

afmarka upphaf og endi mánaða.

Page 28: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

17

4.3.2 Heildarþéttleiki bogkrabba- og trjónukrabbalirfa árin 2007 og 2008

Þéttleiki lirfa bogkrabba, trjónukrabba og grjótkrabba í svifi var mismunandi árin 2007

(stöðvar B0, B1, B2, B3, B4) og 2008 (stöðvar B0, B1, B2, B3, B4, B5, B6) (Mynd 5).

Trjónukrabbalirfur voru mest áberandi í svifi að vori bæði sýnatökuárin. Árið 2007

veiddust lirfur trjónukrabba frá miðjum mars fram í byrjun júlí og var lirfuþéttleiki mestur

um 0,3 lirfur/m3 um miðjan maí. Í lok ágúst sama ár varð aftur vart við trjónukrabbalirfur í

svifsýnum en þá í mjög lágum þéttleika (0,002 lirfur/m3). Árið 2008 fundust lirfur

trjónukrabba frá lok mars fram í seinni hluta maí og varð lirfuþéttleiki mestur 0,6 lirfur/m3.

Aftur varð vart við trjónukrabbalirfur í byrjun október en í mjög lágum þéttleika (0,0009

lirfur/m3).

Líkt og hjá grjótkrabba var lirfuþéttleiki bogkrabba lágur framan af sumri bæði árin, náði

hámarki í júlí og tók þá að minnka fram á haustið. Árið 2007 var þéttleiki lirfa hæstur í

byrjun júlí, 1,1 lirfur/m3. Þéttleiki bogkrabbalirfa hélst nokkuð hár út júlí en tók þá að

lækka hratt. Árið 2008 náði lirfuþéttleikinn hámarki í lok júlí (2,1 lirfur/m3) og lækkaði

hratt aftur.

Þegar þéttleiki trjónukrabbalirfa er skoðaður í tengslum við sjávarhita sést að hann var

alltaf lágur yfir hásumarið þegar sjávarhiti er hvað hæstur. Hjá bogkrabba kemur hins

vegar hámark í þéttleika lirfa þegar sjávarhiti er hvað hæstur líkt og hjá grjótkrabba.

4.3.3 Samsetning lirfustiga grjótkrabba eftir árstímum

Samsetning lirfustiga var bæði skoðuð eftir mánuðum inni í Hvalfirði (Mynd 6) og utan

Hvalfjarðar í Faxaflóa árin 2007 og 2008 (Mynd 7). Var þetta gert til að athuga hvort

munur væri á svæðunum þar sem um ólík svæði er að ræða, annars vegar fjörð og hins

vegar opinn flóa (Mynd 3). Einnig vegna þess að langflestir fullorðnir grjótkrabbar (~99%)

veiddust í innri hluta Hvalfjarðar en aðeins lítill hluti í ytri hluta fjarðarins og í Faxaflóa.

Hvalfjörður árin 2007 og 2008

Í Hvalfirði var samsetning lirfustiga grjótkrabba skoðuð á þremur sýnatökustöðvum (B0,

B1 og B2) árin 2007 og 2008 (Mynd 6). Árið 2007 veiddust grjótkrabbalirfur í svifi alla

sýnatökumánuði, þ.e. frá maí og fram í lok september. Eingöngu lirfur á zoea I stigi

veiddust í svifi í maí og júní. Í júlí veiddust lirfur á öllum fyrstu fjórum zoea stigunum en

áfram voru lirfur á zoea I stigi í meirihluta. Í ágúst veiddust aðeins zoea I–III lirfur. Í

september veiddust einungis fyrstu tvö lirfustigin, zoea I–II, aðallega zoea I lirfur.

Árið 2008 fengust ekki lirfur í mars og maí. Fyrstu lirfurnar veiddust í júní, allt zoea I. Í

júlí veiddust öll lirfustigin sex, mest zoea I lirfur og í ágúst veiddust fyrstu fimm

lirfustigin, zoea I–V. Í september veiddust öll lirfustigin sex og var hlutfallslega mest af

zoea IV og V lirfum. Í október veiddust einnig öll lirfustigin og var þá hlutfall megalopa

hæst.

Page 29: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

18

Mynd 6. Hlutfallslegur meðalfjöldi mismunandi lirfustiga grjótkrabba (Cancer irroratus) á m3 á

þremur sýnatökustöðvum (B0, B1, B2) í Hvalfirði árin 2007 (a) og 2008 (b). N= heildarfjöldi

lirfa tiltekinn mánuð.

Faxaflói utan Hvalfjarðar árin 2007 og 2008

Samsetning lirfustiga grjótkrabba var skoðuð eftir mánuðum á tveimur sýnatökustöðvum

árið 2007 (B3 og B4) og fjórum árið 2008 (B3, B4, B5 og B6) í Faxaflóa utan Hvalfjarðar

(Mynd 7). Árið 2007 veiddust einungis lirfur í júlí og ágúst. Í júlí veiddust zoea I–IV lirfur,

hlutfallslega mest af zoea I lirfum. Í ágúst veiddust zoea I, zoea III og zoea IV lirfur,

hlutfallslega var mest af zoea III lirfum.

Árið 2008 veiddust ekki lirfur í mars og maí. Fyrstu lirfurnar veiddust í júní, allt zoea I. Í

júlí og ágúst veiddust fyrstu fimm lirfustigin, hlutfallslega mest af zoea V í júlí en zoea II í

ágúst. Engar lirfur veiddust í september en í október veiddust öll lirfustigin og var

hlutfallslega mest af zoea V lirfum. Í nóvember veiddust aðeins tvær lirfur, báðar á zoea IV

stigi.

0%

20%

40%

60%

80%

100%

mars apríl maí júní júlí ágúst sept okt. nóv

Lir

fur/

m3

Mánuðir

Megalopa

Zoea V

Zoea IV

Zoea III

Zoea II

Zoea I

N=8 N=146 N=2544 N=36 N=40 2007

a)

.

0%

20%

40%

60%

80%

100%

mars apríl maí júní júlí ágúst sept okt. nóv

Lir

fur/

m3

Mánuðir

Megalopa

Zoea V

Zoea IV

Zoea III

Zoea II

Zoea I

N=0 N=656 N=2260 N=2128 N=1800 N=88 N=0 2008N=0

b)

.

Page 30: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

19

Mynd 7. Hlutfallslegur meðalfjöldi mismunandi lirfustiga grjótkrabba (Cancer irroratus) á m3 á

sýnatökustöðvum í Faxaflóa utan Hvalfjarðar árin 2007 (a) (B3 og B4) og 2008 (b) (B3, B4, B5

og B6). N= heildarfjöldi lirfa tiltekinn mánuð.

4.3.4 Samsetning lirfustiga bogkrabba eftir ársímum

Samsetning lirfustiga bogkrabba var skoðuð eftir mánuðum á þremur sýnatökustöðvum í

Hvalfirði (B0, B1 og B2) árin 2007 og 2008 (Mynd 8). Árið 2007 fundust bogkrabbalirfur í

svifi alla sýnatökumánuði, þ.e. frá maí og fram í lok september. Eingöngu lirfur á zoea I

stigi fundust í svifi í maí og júní. Í júlí fundust lirfur á öllum fjórum zoea stigunum og var

hlutfallslega mest af zoea III lirfum. Í ágúst fundust áfram öll zoea stigin og jókst hlutfall

zoea IV lirfa sem voru þá í meirihluta. Í september fengust einungis fjórar lirfur og voru

þær allar á zoea II stigi.

Árið 2008 fengust ekki lirfur í mars og maí. Fyrstu lirfurnar fengust í júní, allt zoea I. Í júlí

fengust öll lirfustigin fimm, mest zoea IV lirfur. Í ágúst fengust öll lirfustig nema zoea I og

var mest af megalopa lirfum. Í september fengust öll lirfustigin fimm, mest megalopa

lirfur. Í október fengust áfram öll lirfustigin, aðallega zoea I–III lirfur. Í nóvember fengust

einungis fyrstu þrjú lirfustigin, aðallega zoea I lirfur.

0%

20%

40%

60%

80%

100%

mars apríl maí júní júlí ágúst sept okt. nóv

Lir

fur/

m3

Mánuðir

Megalopa

Zoea V

Zoea IV

Zoea III

Zoea II

Zoea I

N=0 N=0 N=600 N=16 N=0 2007

a)

.

0%

20%

40%

60%

80%

100%

mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv.

Lir

fur/

m3

Mánuðir

Megalopa

Zoea V

Zoea IV

Zoea III

Zoea II

Zoea I

N=40 N=12264 N=2756 N=51 N=2N=0N=0 N=0 2008

b)

.

Page 31: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

20

Mynd 8. Hlutfallslegur meðalfjöldi mismunandi lirfustiga bogkrabba (Carcinus maenas) á m3 á

sýnatökustöðvum í Hvalfirði (B0, B1 og B2) árin 2007 (a) og 2008 (b). N= heildarfjöldi lirfa

tiltekinn mánuð.

4.3.5 Samanburður á samsetningu lirfustiga grjótkrabba og

bogkrabba

Hlutfallslegur meðalfjöldi lirfustiga grjótkrabba og bogkrabba á sýnatökustöðvum B0, B1

og B2 í Hvalfirði var borinn saman. Árið 2007 fundust lirfur beggja tegunda í fyrstu

sýnatöku í maí. Eingöngu lirfur á zoea I stigi fundust í svifi fram í júlí, en þá fundust zoea

I–IV lirfur hjá báðum tegundum. Í ágúst fundust zoea I–III hjá grjótkrabba (Mynd 6) en

zoea I–IV hjá bogkrabba (Mynd 8). Í september fundust zoea I–II hjá grjótkrabba en

einungis zoea II hjá bogkrabba. Lirfur grjótkrabba fundust í svifi frá maí fram í september,

zoea I lirfur allt tímabilið en engar lirfur á zoea V né megalopa stigi (Mynd 6). Lirfur

bogkrabba fundust í svifi frá maí fram í september, zoea I lirfur frá maí fram í ágúst en

engar megalopa lirfur (Mynd 8).

0%

20%

40%

60%

80%

100%

mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv.

Lir

fur/

m3

Mánuðir

Megalopa

Zoea IV

Zoea III

Zoea II

Zoea I

N=16 N=2 N=3440 N=16 N=4 2007

a)

0%

20%

40%

60%

80%

100%

mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv.

Lir

fur/

m3

Mánuðir

Megalopa

Zoea IV

Zoea III

Zoea II

Zoea I

N=0 N=0 N=32 N=5383 N=1216 N=104 N=94 N=8 2008

b)

Page 32: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

21

Árið 2008 fengust engar lirfur í mars og maí en fyrstu lirfurnar fengust í júní og voru þær

allar á zoea I stigi hjá báðum tegundunum. Í júlí fengust öll lirfustigin hjá báðum

tegundunum. Í ágúst fengust zoea I–V hjá grjótkrabba en hjá bogkrabba zoea II–megalopa.

Í september og október fengust öll lirfustigin hjá báðum tegundum. Í nóvember fengust

engar grjótkrabbalirfur en átta bogkrabbalirfur, zoea I–III. Lirfur grjótkrabba komu fram í

svifi frá júní fram í október, zoea I lirfur fundust allt tímabilið en megalopa fundust frá júlí

fram í október (Mynd 6). Lirfur bogkrabba fundust í svifi frá júní og fram í nóvember, zoea

I lirfur fundust allt tímabilið en megalopa lirfur frá júlí fram í október (Mynd 8).

4.3.6 Samanburður á hlutfalli lirfa þriggja krabbategunda í svifi

Hlutfall lirfa grjótkrabba, bogkrabba og trjónukrabba var breytilegt bæði innan og milli

sýnatökustöðva í Hvalfirði og Faxaflóa árin 2007 og 2008 (Mynd 9). Árið 2007 var

hlufallslega mest af bogkrabba innst í Hvalfirði (~70%) en þegar utar dró varð skipting

bogkrabba og grjótkrabba nokkuð jöfn (~50%) en hlutfall grjótkrabba varð ráðandi (98%)

úti á Faxaflóa. Árið 2008 var áfram mest af bogkrabbalirfum innst í Hvalfirði (~70%) en

minnkaði utar þar sem hlutur grjótkrabbalirfa varð ráðandi (>67%). Hlutfall

trjónukrabbalirfa var lágt bæði árin og var útbreiðsla lirfanna blettótt.

Page 33: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

22

Mynd 9. Hlutfallsleg skipting lirfa þriggja krabbategunda; grjótkrabba (Cancer irroratus),

bogkrabba (Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas spp.) í svifi á sýnatökustöðvum árin 2007

og 2008.

2007

2008

Page 34: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

23

4.3.7 Önnur sýnatökusvæði

Lirfur grjótkrabba fundust í Patreksfirði um miðjan júlí 2008 og var þéttleiki þeirra 0,03

lirfur/m3 (Tafla 3). Bæði fundust lirfur á zoea II og V stigi. Í Patreksfirði voru

trjónukrabbalirfur algengar í svifi og var þéttleiki þeirra hæstur í maí (8,2 lirfur/m3).

Bogkrabbalirfur fundust í september, í lágum þéttleika (Tafla 3).

Grjótkrabbalirfur fundust ekki á hinum sýnatökusvæðunum, þ.e. í Tálknafirði, Álftafirði í

Ísafjarðardjúpi og í Eyjafirði. Þéttleiki trjónukrabba- og bogkrabbalirfa var ekki athugaður

á þessum svæðum, einungis í Patreksfirði.

Tafla 3. Meðalfjöldi lirfa/m3 þriggja krabbategunda; grjótkrabba (Cancer irroratus), bogkrabba

(Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas spp.) í Patreksfirði árið 2008.

Lirfur/m3 í Patreksfirði

Cancer irroratus Carcinus maenas Hyas spp.

2008

mars 0 0 0,2

maí 0 0 8,2

júní 0 0 1,8

júlí 0,03 0 0,9

4.3.8 Þroskun lirfa við tilraunaaðstæður

Grjótkrabbalirfur voru ræktaðar við 10°C og 15°C á tilraunastofu. Haustið 2007 voru fjórar

lirfuræktanir hafðar við 10°C en við það hitastig lifðu lirfurnar lengst í 16 daga og

þroskuðust ekki af zoea I stigi. Sex lirfuræktir voru hafðar við 15°C. Að átta dögum

liðnum var hluti lirfanna kominn á II zoea stig. Eftir 15 daga voru fimm lirfuræktir virkar

og hluti lirfanna kominn á III zoea stig. Á 21. degi var hluti lirfanna kominn á IV zoea stig

og fyrstu zoea V lirfurnar sáust á 27. degi. Að 29 dögum liðnum var aðeins ein virk

lirfurækt eftir og á 30. degi voru lirfur komnar á megalopa stig í þeirri rækt. Lirfur lifðu

lengst í 39 daga en náðu ekki að þroskast yfir á fyrsta krabbastig.

Lirfuþroskun frá klaki að megalopastigi tók 30 daga við 15°C (Tafla 4). Af þeim 10

lirfuræktum sem upphaflega var byrjað með heppnaðist þroskun yfir á megalopastig í einni

rækt. Í þeirri rækt var upphaflegur þéttleiki 50 lirfur/líter og lirfur einungis fóðraðar á

saltvatnsrækju (artemíu). Af þeim 200 lirfum sem upphaflega voru hafðar í ræktinni

þroskuðust einungis 6 yfir á megalopastigið (3%).

Vorið 2008 þroskuðust engar lirfur af zoea I stigi á öllu klaktímabilinu, frá febrúar og fram

í maí. Lengst lifðu lirfur í sérstökum lirfuræktunartanki, þ.e. í 14 daga.

Page 35: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

24

Tafla 4. Lirfuþroskun grjótkrabbalirfa (Cancer irroratus) við 15°C á tilraunastofu.

Lirfustig Dagar frá klaki (15°C)

Zoea I 0

Zoea II 8

Zoea III 15

Zoea IV 21

Zoea V 27

Megalopa 30

4.4 Uppruni og erfðabreytileiki grjótkrabba við Ísland

Í heildina greindust sex arfgerðir meðal grjótkrabba í rannsókninni (Mynd 10), þar á meðal

voru tvær (E og F) sem ákvarðaðar voru út frá mislitna einstaklingum (Tafla 5). Þrjár

þessara sex arfgerða (A, B og C) fundust á öllum svæðum. Breytileikinn kom fram í fimm

sætum (244, 319, 325, 415, 466) hinnar 595 basapararaðar. Allar arfgerðirnar eru svipaðar

og aðgreinast aðeins með 1–3 breytingum. Gena- og kirnabreytileikinn (Tafla 6) sem og

fjöldi arfgerða (Mynd 10) var minnstur við Ísland, en það er þó ekki marktækt. Neikvæð

gildi fyrir stuðlana Tajima´s D og Fu´s F gefa til kynna að stofnarnir séu að stækka úr

flöskuhálsi eða að um hreinsandi val sé að ræða en þau eru öll ómarktækt frábrugðin núlli.

Mispörunar-dreifingarpróf sýna að stofnarnir fylgja allir núlltilgátunni um stofnvöxt

(P≥0,05). Gildin gefa þó til kynna að stofninn við Ísland hafi gengið í gegnum flöskuháls

nýlega þar sem Tajima´s D og Fu´s F > 0. Stofnarnir við Nýfundnaland og Halifax eru í

jafnvægi en stofninn við New Brunswick virðist frekar vera að stækka (Tafla 6).

Page 36: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

25

Tafla 5. Breytileg sæti og tíðni þeirra hjá grjótkrabba (Cancer irroratus) eftir svæðum; Ísland (ÍS),

Nýfundnaland (NF), Halifax (H) og New Brunswick (NB). Basar í svigum tiltekins sætis tákna hinn

basann sem mislitna einstaklingur getur verið með í þessu tiltekna sæti. Tíðni í svigum táknar

fjölda einstaklinga sem ekki var hægt að ákvarða til ákveðinnar arfgerðar, þ.e. mislitna

einstaklinga með jafnsterk merki beggja basa. Stjörnumerktar arfgerðir tákna að þær hafi ekki

fundist nema í mislitna einstaklingum.

Arfgerð

Sæti Tíðni

244 319 325 415 466 ÍS NF H NB

A A T A G T(*C) 21(1) 7(1) 9 3

B A(*G) T(*C) A G C 8(3) 7(1) 7 11(2)

C A C A G C 2 3 3 2

D A C(*T) G G C 1 1(1)

E* A T G G C (1)

F* G T A G C (1)

Tafla 6. Breytileiki í COI geni grjótkrabba (Cancer irroratus) eftir svæðum. Sýnastærð (N), fjöldi

arfgerða (k), genabreytileiki (h), kirnabreytileiki (π) ásamt 95% öryggismörkum og hlutleysisprófi

fyrir hvert svæði. Marktækni miðast við P<0,05.

N k h Π x 100 Tajima´s D Fu´s F

Ísland 35 3 0,5857 +/-

0,0545

0,1234 +/-

0,1041

1,0493

(P=0,82)

1,0679

(P=0,71)

Nýfundnaland 20 4 0,6883 +/-

0,0592

0,1328 +/-

0,1119

-0,3044

(P=0,35)

0,0414

(P=0,52)

Halifax 20 4 0,6842 +/-

0,0636

0,1610 +/-

0,1280

0,3547

(P=0,66)

-0,1078

(P=0,45)

New Brunswick 20 5 0,6522 +/-

0,0937

0,1404 +/-

0,1159

0,2028

(P=0,64)

-1,2763

(P=0,14)

Halifax+NewBrunswick 40 5 0,6586 +/-

0,0387

0,1449+/-

0,1161

0,4577

(P=0,70)

0,2523

(P=0,55)

Page 37: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

26

Mynd 10. Tengsl hvatbera DNA arfgerða grjótkrabba (Cancer irroratus) á a) Íslandi og í N-

Ameríku (Nýfundnalandi, Halifax og New Brunswick) og b) á Íslandi (Kollafjörður, Skerjafjörður

og Hvalfjörður). Stærð sneiða í kökuritum er í hlutfalli við tíðni arfgerða. Brotalína gefur til kynna

ólíklegri tengsl arfgerða.

Mislitni kom fram í öllum þeim fimm sætum hinnar 595 basapararaðar hvatberagensins

COI sem sýndu breytileika. Mislitnin lýsti sér þannig að í þeim sætum þar sem hún var til

staðar kom merki tveggja basa í stað eins, þ.e. A/G eða C/T. Merki basanna í mislitna

sætum kom þó missterkt fram, hjá sumum var merki beggja jafnsterkt en hjá öðrum var

merki annars basans sterkara (Mynd 11). Í sætum 244, 325 og 415 var mislitnin í bösunum

A/G en í sætum 319 og 466 var hún í bösum C/T og var hún mjög algeng (Tafla 7). Af

þeim 95 einstaklingum sem voru rannsakaðir sáust vísbendingar um mislitni hjá 74, kom

hún t.d. fram í öllum einstaklingum frá New Brunswick. Í þeim tilvikum þar sem

stuðningur við annan basann var meiri þá var sá basi látinn ákvarða arfgerð einstaklingsins

(Mynd 11 a). Þegar báðir topparnir voru jafn háir, þ.e. með jafn sterkt merki beggja basa

(Mynd 11 b), þá voru gögnin greind á tvo vegu. Annars vegar með því að sleppa þeim

einstaklingum og hins vegar með því að hafa tvær gerðir (Tafla 5). Mismunandi var eftir

sýnatökusvæðum í hvaða sætum mislitnin kom fram (Tafla 7).

b)

a)

Page 38: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

27

Tafla 7. Tíðni mislitna sæta (heteroplasmy) hjá grjótkrabba (Cancer irroratus) eftir

sýnatökustöðvum.

Sæti

244 319 325 415 466 319/466 Σ

Ísland 18/35 1/35 21/35 16/35 20/35

Nýfundnaland 1/20 13/20 2/20 16/20 12/20 17/20

Halifax 15/20 1/20 17/20 15/20 17/20

New Brunswick 18/20 2/20 19/20 17/20 20/20

Σ 1/95 59/95 3/95 3/95 73/95 60/95

Mynd 11. Mislitni (heteroplasmy) í sæti 319 hjá grjótkrabba (Cancer irroratus). Raðgreint var í

báðar áttir, áfram (efri röð) og afturábak (neðri röð), hjá einstaklingum sem sýndu mislitni, en

mislitnin kom misjafnlega sterkt fram hjá einstaklingum. Hjá sumum einstaklingum var a) styrkur

annars basans í mislitnisæti meiri en hins en hjá öðrum b) sýndu báðir basarnir jafnsterkt merki.

Þríhyrningarnir vísa á mislitna sætin.

Marktækur munur var á tíðni arfgerða milli Íslands og New Brunswick (p<0,05) en

ómarktækur (p>0,05) milli Íslands, Nýfundnalands og Halifax og innan N-Ameríku, þ.e.

Nýfundnalands, Halifax og New Brunswick (Tafla 8). New Brunswick er nálægt því að

vera marktækt frábrugðið Halifax (FST=0,0707, p=0,0586). Svipaðar niðurstöður fengust

óháð því hvort mislitni innan einstaklinga var tekin með eða ekki.

a) b)

Page 39: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

28

Tafla 8. Erfðafræðileg aðgreining grjótkrabba (Cancer irroratus) milli fjögurra sýnatökusvæða,

þ.e. Íslands (ÍS), Nýfundnalands (NF), Halifax (H) og New Brunswick (NB). Ofan hornalínu: parað

FST milli svæða; neðan hornalínu: p-gildi. Fjöldi umraðana: 1023. Búið er að breyta mislitna

sætum í algengari arfgerðir og sjaldgæfum arfgerðum (E og F) er sleppt. Marktækni miðast við

P<0,05.

ÍS NF H NB

ÍS 0,0215 -0,0124 0,1990

NF 0,1768 +/- 0,0106 -0,0340 0,0419

H 0,4717 +/- 0,0111 0,8345 +/- 0,0102 0,0707

NB 0,0000 +/- 0,0000 0,1318 +/- 0,0101 0,0586 +/- 0,0067

Page 40: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

29

5 Umræða

Landnám framandi tegunda er eitt af alvarlegustu umhverfis- og efnahagslegu vandamálum

sem blasa við heimsbyggðinni í dag. Flutningur sjávarlífvera í kjölfestuvatni skipa er talin

ein meginástæða þess, enda hefur skipaflotinn og skipin stækkað mikið (Carlton og Geller

1993, Ruiz ofl. 2000, Gollasch 2002). Áhrifin af flutningi framandi tegunda í ný vistkerfi

geta verið mikil, til að mynda breytingar á búsvæðum, staðbundinn útdauði innlendra

tegunda og gríðarleg efnahagsleg áhrif (Cohen og Carlton 1998, Bax ofl. 2003, Pimentel

ofl. 2005). Þrátt fyrir að menn hafi vaxandi áhyggjur af þessari þróun hafa tiltölulega fáar

tilraunir verið gerðar til að stjórna eða útrýma stofnum framandi tegunda (Culver og Kuris

2000, Bax ofl. 2002). Beinum aðgerðum er yfirleitt aðeins beitt á snemmstigum landnáms,

þegar útbreiðsla tegundarinnar er staðbundin og hægt er að meta eðli og magn með

skjótum hætti (Bax ofl. 2001). Hins vegar geta sumar framandi tegundir haft jákvæð áhrif í

nýjum heimkynnum t.d. með því að auka fagurfræðileg gildi og skapa ný atvinnutækifæri

s.s. fiskveiðar, sportveiðar og fiskeldi (OTA 1993, Bax ofl. 2003). Þá hefur hnattræn

hlýnun haft mikil áhrif bæði í sjó og á landi og tengist á margan hátt þeim hnattrænu

líflandafræðilegu breytingum sem eru tilkomnar vegna flutnings sjávarlífvera (Occhipinti-

Ambrogi 2007).

Sjávarvistkerfi við Ísland virðast vera mjög viðkvæm gagnvart haffræðilegum breytingum

(Ólafur S. Ástþórsson ofl. 2007). Frá árinu 1996 hefur orðið vart við hlýnun og aukna seltu

sjávar hér við land og hafa þessar breytingar haft áhrif á lífverur við landið, sem sést t.d. á

breyttri útbreiðslu ýmissa fisktegunda (Ólafur S. Ástþórsson og Jónbjörn Pálsson 2006,

Ólafur S. Ástþórsson ofl. 2007, Ólafur S. Ástþórsson 2008, Lilja Stefánsdóttir 2008,

Ástþór Gíslason ofl. 2009). Hafa norrænar tegundir eins og loðna (Mallotus villosus) leitað

norðar auk þess sem suðrænar tegundir eins og ýsa (Melanogrammus aeglefinus),

kolmunni (Micromesistius poutassou), ufsi (Pollachius virens), síld (Clupea harengus) og

skötuselur (Lophius piscatorius), sem bundnar hafa verið við suður- og suðvesturströndina,

hafa fundist í auknum mæli við norðan og norðvestanvert landið (Héðinn Valdimarsson

ofl. 2005, Ólafur S. Ástþórsson ofl. 2007). Með hækkandi sjávarhita er því vel hugsanlegt

að fleiri tegundir með suðrænni útbreiðslu nemi hér land.

Grjótkrabbi fannst fyrst hér við land árið 2006 en fyrir þann tíma var þekkt útbreiðsla hans

bundin við austurströnd N-Ameríku. Vitað er að lirfur krabbans hafa borist með

kjölfestuvatni skipa til Evrópu (Hamer ofl. 1998) og því er líklegast að landnám hafi orðið

með þeim hætti hér við land. Miðað við stærð (Reilly og Saila 1978) fyrstu eintakanna sem

fundust við Ísland (9–12 cm á skjaldarbreidd) bendir allt til þess að tegundin hafi verið hér

í a.m.k. 10 ár eða frá árinu 1999. Líklegt er að sú hlýnun sem orðið hefur á síðastliðnum

árum hafi haft töluverð áhrif á útbreiðslu og viðgang krabbans hér við land, en sjávarhiti

við Suðvestur- og Vesturland er nú svipaður og þar sem grjótkrabbi er hvað algengastur í

N-Ameríku (4–14°C) (Haefner 1976). Grjótkrabbinn lifir þó við mun breiðara hitabil í N-

Ameríku (0–32°C) en hér við land (0–14°C) og má ætla að hér sé hann á mörkum

norðlægrar útbreiðslu sinnar. Í N-Ameríku er grjótkrabbi nytjategund og hafa

atvinnuveiðar verið stundaðar á honum frá árinu 1974. Áhugi á tegundinni hefur aukist

mikið á síðustu tveimur áratugunum og eru veiðar nú stundaðar frá Maine í Bandaríkjunum

Page 41: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

30

að Nýfundnalandi í Kanada (DFO 1997, DFO 2000, DFO 2005, Robichaud og Frail 2006,

DFO 2007, DFO 2008). Jákvæð efnahagsleg áhrif gætu því skapast af landnámi

grjótkrabbans hér við land. Eins er mögulegt að krabbinn muni hafa neikvæð áhrif því

hann er tiltölulega stór með fremur ósérhæft fæðuval og virðist vera búinn að ná fótfestu

við Ísland. Íslenskir nytjastofnar, s.s. samlokur og ígulker, gætu því orðið fyrir neikvæðum

áhrifum af völdum hans.

Við Ísland samnýtir grjótkrabbinn búsvæði með innlendum krabbategundum, m.a.

bogkrabba og trjónukrabba. Bogkrabbinn er algengt fjörudýr sem hefur hitaþolmörk 0–

36°C (Cohen ofl. 1995, Cuculescu ofl. 1998). Í eðli sínu er hann aðlagaður að hlýjum sjó

og leitar því síður á kaldari svæði (Berrill 1982). Útbreiðslumörk bogkrabbans sjást með

nokkuð skýrum hætti hér við land. Hann finnst bæði við Suðvestur- og Vesturland en ekki

norðan Breiðafjarðar (Agnar Ingólfsson 1996) og er því líklega á norðlægum mörkum

útbreiðslu sinnar. Trjónukrabbinn er hins vegar algengur um allt land á 2–60 metra dýpi

(Sólmundur Tr. Einarsson 1988) en hefur fundist niður á allt að 360 metra dýpi (Walther

ofl. 2009). Hann er aðlagaður að lægra hitastigi en bæði bogkrabbinn og grjótkrabbinn og

finnst á hitabilinu 0–18°C (Walther ofl. 2009).

5.1 Kynjahlutföll

Kynjahlutföll grjótkrabba í afla virðast lítið breytast eftir árstíma hér við land. Lágur

veiðanleiki kvendýranna gæti að hluta til stafað af því að á veiðitímabilinu (apríl–október)

bera kynþroska kvendýr frjóvguð egg og á þeim tíma eru kvendýrin að mestu niðurgrafin í

botnsetið og láta lítið á sér bera (Krouse 1972, Haefner 1976). Engar einhlítar skýringar

liggja þó fyrir um hvað orsakar þennan mun á veiðanleika kynjanna hér við land. Í N-

Ameríku eru kynjahlutföll breytileg og virðast þau ráðast bæði af árstíma og staðsetningu

(Krouse 1972, Bigford 1979, DFO 2000, Robichaud og Frail 2006), en talið er að miklar

breytingar á kynjahlutföllum á tilteknum svæðum geti verið vegna fars annars kynsins

(Bigford 1979).

Hjá bogkrabba kom fram töluverður munur á kynjahlutföllum milli ára, engar einhlítar

skýringar liggja fyrir um hvað orsakaði þennan mun.

Meiri breytingar voru á kynjahlutföllum trjónukrabbans milli mánaða en hjá hinum

tegundunum. Þetta er svipað niðurstöðum rannsókna Sólmundar Tr. Einarssonar (1988) á

trjónukrabba á níunda áratug 20. aldar, en þar komu fram töluverðar breytingar á

kynjahlutföllum milli mánaða og ára í Faxaflóa. Þegar kynjahlutföll trjónukrabbans eru

skoðuð í fyrrgreindum rannsóknum fyrir landið í heild er hlutfall karldýra um 56%

(Sólmundur Tr. Einarsson 1988). Niðurstöðurnar sýna því að þrátt fyrir miklar sveiflur í

kynjahlutföllum krabbans í Hvalfirði og Faxaflóa milli mánaða þá er hlutfall kynjanna

nokkuð jafnt þegar á heildina er litið, eins og á landinu öllu.

5.2 Kvendýr með egg

Hlutfall kvendýra með egg var misjafnt milli tegunda. Hjá grjótkrabba var hlutfallið svipað

bæði árin. Hlutfall kvendýra með egg/eggjaleifar var 9–10% og veiddust þau á tímabilinu

frá júní og fram í ágúst. Þetta eru svipaðar niðurstöður og á útbreiðslusvæði krabbans í N-

Ameríku. Í Maine (BNA) og í Kanada sjást kvendýr aðallega með vel þroskuð egg eða

Page 42: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

31

eggjaleifar á tímabilinu júní–ágúst (Krouse 1972, DFO 2008) en sunnar á tímabilinu frá

mars til júní (Reilly 1975, Reilly og Saila 1978).

Hjá bogkrabba var hlutfall veiddra kvendýra með egg lágt og því vakti sérstaka athygli að í

júlí 2007 fannst mikið af bogkröbbum með egg í þorskmögum í Hvalfirði (þorskar voru

veiddir á handfæri ætlaðir í beitu við krabbaveiðarnar), en á sama tíma fékkst ekkert

kvendýr með egg í gildrur. Því er ljóst að gildruveiðar veita aðeins takmarkaðar

upplýsingar um kynjahlutföll krabbans á svæðunum. Á öðrum útbreiðslusvæðum

bogkrabbans eru tímabil kvendýra með frjóvguð egg mismunandi. Við Maine (BNA)

finnast kvendýr með egg á tímabilinu apríl–ágúst (Berrill 1982), við Bretland frá febrúar til

júní (Naylor 1962) og allt árið um kring við Portúgal (Baeta ofl. 2005).

Töluverður munur var á hlutfalli trjónukrabba með egg milli ára. Árið 2007 var tæpur

helmingur kvendýra með egg, en árið 2008 var meirihluti þeirra með egg. Athyglivert er að

ekkert kvendýr með vel þroskuð egg skyldi veiðast á tímabilinu því samkvæmt fyrri

rannsóknum á trjónukrabba hér við land finnast kvendýr með frjóvguð appelsínugul og vel

þroskuð egg allt árið um kring (Sólmundur Tr. Einarsson 1988).

5.3 Lirfur

5.3.1 Tímabil lirfa í svifi

Lirfur grjótkrabba veiddust í svifi frá maí og fram í nóvember. Framan af sumri var

lirfuþéttleiki lágur, náði hámarki í júlí en tók þá að minnka fram á haustið. Þéttleiki

grjótkrabbalirfa virðist því fylgja auknum sjávarhita því á meðan sjávarhiti var lágur þá var

þéttleiki lirfa lágur en náði hámarki þegar sjávarhiti var hvað hæstur. Þetta er í samræmi

við þær árstíðabundnu breytingar sem þekktar eru á lífþyngd og þéttleika dýrasvifs (Ástþór

Gíslason og Ólafur S. Ástþórsson 1995, Bot ofl. 1996). Aðstæður lirfuþroskunar

grjótkrabba hér við land virðast því verða hagstæðar upp úr miðju sumri, bæði með tilliti til

hita og fæðu. Þessar niðurstöður eru í góðu samræmi við það sem þekkist í Kanada, þar

sem lirfuþéttleiki er mestur í ágúst–september þegar yfirborðshiti er að byrja að lækka og

botnhiti að ná hámarki (Scarratt og Lowe 1972).

Svipaður ferill virðist vera í lirfuþéttleika bogkrabba og hjá grjótkrabba hér við land.

Lirfuþéttleiki bogkrabba var lágur framan af sumri, náði hámarki í júlí og tók svo að

minnka er leið fram á haustið. Lirfutímabil bogkrabbans hér við land virðist vera mjög

svipað og í Kanada, þ.e. frá júní til október (Cameron og Metaxas 2005). Við Bretland er

það heldur fyrr á árinu eða frá febrúar til júlí (Naylor 1962) á meðan lirfur krabbans finnast

allt árið um kring við Portúgal (Queiroga ofl. 1994, Baeta ofl. 2005). Af framangreindu má

því sjá að lirfutímabil krabbans breytist með landfræðilegri staðsetningu, frá norðri til

suðurs.

Í samanburði við grjótkrabba og bogkrabba var lirfuþéttleiki trjónukrabba lágur. Ólíkt

grjótkrabba og bogkrabba þá var lirfuþéttleiki trjónukrabba mestur að vori en ekki um mitt

sumar. Eftir að lirfuþéttleikinn náði hámarki í maí minnkaði hann mikið og fannst lítið af

lirfum bæði sumar og haust. Af þessu má ætla að lirfur trjónukrabbans klekist fyrr út á

árinu og þroskist almennt við lægra hitastig en lirfur grjótkrabba og bogkrabba. Samræmist

það vel þeim ferli sem þekktur er hjá trjónukrabba í Norðursjó, þar sem klak er mest frá

febrúar fram í apríl þegar sjávarhiti er 3–6°C (Anger 1983, Kunisch og Anger 1984).

Page 43: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

32

Lirfutímabil krabbans virðist þó vera nokkuð breytilegt milli svæða því að við

Nýfundnaland finnast trjónukrabbalirfur á tímabilinu júní–ágúst (Squires ofl. 1997) en þar

er sjávarhiti svipaður yfir sumarið og hér við land.

5.3.2 Samsetning lirfustiga

Töluverður munur var á samsetningu lirfustiga grjótkrabba milli áranna 2007 og 2008.

Þegar Hvalfjörður er skoðaður árið 2007 voru zoea I lirfur lang algengastar í afla en hvorki

zoea V né megalopa lirfur veiddust. Árið 2008 veiddust hins vegar öll lirfustigin og miklar

breytingar urðu á lirfusamsetningunni. Framan af sumri árið 2008 voru zoea I lirfur ráðandi

í svifi en þegar leið fram á haustið jókst hlutur eldri lirfustiganna jafnt og þétt og var hlutur

megalopa lirfa til að mynda mestur í október. Þetta samræmist vel þeim breytingum sem

þekktar eru á lirfusamsetningu grjótkrabba við Nýfundnaland þar sem hlutfall síðari

lirfustiga eykst jafnt og þétt út sumarið (Squires ofl. 1997).

Í Faxaflóa kemur fram áhugaverður munur í lirfusamsetningunni milli sýnatökustöðva. Á

sýnatökustöðvum sem eru fjær landi (B3 og B4) var hlutfall síðari lirfustiganna,

sérstaklega zoea V, mun hærra en á stöðvum sem eru nær landi (B5 og B6) þar sem

hlufallslega var meira af fyrstu lirfustigunum (zoea I–V). Lágt hlutfall zoea I–III út

sumarið á ytri stöðvunum í Faxaflóa (B3 og B4) bendir til þess að lirfur klekist ekki þar

heldur berist þangað. Þar sem hlutfall fyrri lirfustiganna er hærra bæði á innri stöðvunum í

Faxaflóa (B5 og B6) og í Hvalfirði, má leiða líkum að því að lirfur krabbans reki með

straumum út í Faxaflóa. Í Plaisance flóa (Québec, Kanada) hefur slíkur flutningur verið

rannsakaður og sýnt hefur verið fram á áhrif vinda á strauma og þar með lirfurek, en þar

hefur komið fram að síðari stig grjótkrabba eru algengari úti á flóanum en við ströndina

(Hudon og Fradette 1993).

Svipuð framvinda sést á lirfustigum grjótkrabba og bogkrabba í Hvalfirði hvort

sýnatökuárið fyrir sig. Hjá báðum tegundum virtist lirfuþroskun ganga illa árið 2007 og

fékkst lítið af síðari lirfustigum. Árið 2008 gekk lirfuþroskun mun betur og fengust öll

lirfustig beggja tegundanna og var hlutfall síðari lirfustiga mun hærra. Samkvæmt

niðurstöðum þessara rannsókna eru lirfur bogkrabbans að klára sinn sviflæga þroskaferil

og leita botns frá júlí og fram í október, en zoea I lirfur bogkrabbans finnast samt alveg

fram í nóvember. Við vesturströnd Svíþjóðar setjast megalopa lirfur bogkrabbans á botn

frá júní og fram í október (Moksnes 2002), í ágúst við Maine á austurströnd Bandaríkjanna

(Berrill 1982), frá apríl í Ria de Aveiro í Portúgal, en allt árið um kring í árósum Mondego

í Portúgal (Baeta ofl. 2005). Af þessu sést að lirfutímabil bogkrabba hér við land er svipað

og á öðrum norðlægum slóðum.

5.3.3 Samanburður á hlutfalli þriggja krabbategunda í svifi

Margir þættir ráða dreifingu og lifunarhlutfalli lirfa. Svæðisbundið munstur í dreifingu

lirfanna ákvarðast aðallega af sjávarstraumum, lögun strandlengjunnar og ríkjandi

vindáttum á þeim tíma sem lirfur klekjast úr eggjum. Þetta leiðir til svæðisbundins munar í

nýliðun og þar af leiðandi í breytileika á erfðafræðilegu flæði milli landfræðilega aðskildra

svæða. Í svifi verða lirfur fyrir áhrifum margra vistfræðilegra þátta sem hafa áhrif á

lífslíkur, þroskun, dreifni og nýliðun. Til þessara þátta teljast ýmsar líf-, eðlis- og

efnafræðilegar breytur eins og hitastig, selta, birta, þyngdarafl, þrýstingur, dýpi, mengun,

fæða og afrán (Anger 2001).

Page 44: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

33

Bæði grjótkrabba- og bogkrabbalirfur veiddust á öllum sýnatökustöðvunum og er

áhugavert að sjá hvernig hlutfallsleg skipting tegundanna breytist inn úr Hvalfirði og út í

Faxaflóa. Skiptingin kemur fram með nokkuð skýrum hætti, en öfugt við grjótkrabbalirfur

sem eru algengari í Faxaflóa eykst hlutfall bogkrabba inn með Hvalfirði og er hæst innst í

firðinum. Trjónukrabbalirfur voru hins vegar fáar og veiði þeirra virtist tilviljanakennd.

Þessi munur á tíðni tegundanna í svifi endurspeglast hugsanlega í mismunandi hegðun

þeirra. Þéttleiki bogkrabbalirfa er t.d. mestur á flóði að nóttu til (Queiroga ofl. 1994) en

ólíkt þeim þá sjást litlar breytingar á þéttleika grjótkrabbalirfa yfir sólarhringinn (Scarratt

og Lowe 1972) og með dýpi (Sandifer 1973, Quijon og Snelgrove 2005). Þar sem sýni

voru ávallt tekin á daginn er hugsanlegt að þéttleiki bogkrabbalirfa sé hærri en hér hefur

komið fram. Að sama skapi virðist atferli trjónukrabba vera ólíkt. Á meðan flestar tegundir

sýna nokkuð skýr hámörk í lirfuþéttleika á vorin eða sumrin eru líka tegundir eins og

trjónukrabbi og meistarakrabbi (Cancer magister) sem klekja lirfum áður en vorblóminn

hefst, þ.e. þegar fæða er enn takmörkuð (Anger 2001). Því er hugsanlegt að sýnatökurnar í

þessari rannsókn hafi ekki náð yfir allt lirfutímabil trjónukrabbans, aðeins lok þess.

5.3.4 Önnur sýnatökusvæði

Fullorðnir grjótkrabbar hafa nú fundist frá suðvesturhorni landsins og vestur í Breiðafjörð

og lirfur vestur í Patreksfjörð. Tilvist kvendýra með egg og mikið magn af lirfum í svifi

sýnir ótvírætt að krabbinn er farinn að fjölga sér á Íslandsmiðum og athygli vekur að lirfur

finnast í svifsýnum jafnvel vestur á fjörðum. Enn er þó óljóst hvort staðbundin nýliðun eigi

sér stað á Vestfjörðum eða hvort lirfur berist þangað með strandstraumnum (Héðinn

Valdimarsson og Svend-Aage Malmberg 1999) frá Faxaflóa eða Breiðafirði. Eins vekur

athygli að bogkrabbalirfur fundust í sýnum frá Petreksfirði, en tegundin hefur ekki fundist

svo norðarlega fyrr (Agnar Ingólfsson 1996). Af þessu má sjá að útbreiðsla bog- og

grjótkrabba er nokkuð lík hér við land.

5.3.5 Þroskun lirfa við tilraunaaðstæður

Ræktun grjótkrabbalirfa leiddi í ljós mikinn mun á þroskun við 10°C og 15°C. Lirfur

ræktaðar við 10°C þroskuðust ekkert á meðan þroskaferlið frá klaki að megalopa stigi tók

um mánuð við 15°C. Ekki er vitað af hverju lirfuræktun misfórst við 10°C því tegundin á

að geta þroskast við hitastig frá 10°C til 25°C (Sastry 1977, Johns 1981,

Charmantierdaures og Charmantier 1991). Lifunarhlutfall og þroskunarhraði lirfustiganna

er misjafn eftir samspili hita og seltu en kjörgildi þeirra er við 15°C og seltu frá 20–35

(Bigford 1979). Ræktun lirfa við breytilegt hitastig hefur einnig gefið góða raun og hafa 5–

10°C hitasveiflur (t.d. 12,5–17,5°C og 10–20°C) gefið svipaða eða jafnvel betri

hlutfallslega lifun og við 15°C stöðugan hita (Sastry 1979) og er því ljóst að lirfur

grjótkrabbans eru aðlagaðar að töluverðum hitabreytingum á þroskunartímanum.

Þroskunartími lirfanna ræðst af hitastigi og getur hann verið frá 16–50 dagar. Í 24°C

heitum sjó eru lirfurnar um 16 daga að ná megalopa stigi á meðan þær eru 50 daga að ná

sama þroska við 10°C (Johns 1981).

Óljóst er hvað olli hárri dánartíðni lirfa en þar sem ræktun fór fram í búrum án sírennslis

má ætla að lifunarhlutfall lirfa hefði verið hærra ef notast hefði verið við fúkkalyf.

Fúkkalyf (t.d. neomycin eða prefuran) hafa verið notuð með góðum árangri þegar ræktun

fer fram í ílátum án sírennslis og gefið hærra lifunarhlutfall (Vargo og Sastry 1977,

Charmantierdaures og Charmantier 1991).

Page 45: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

34

Athygli vekur að öll kvendýrin sem höfð voru í tilraunaaðstöðu Háskólasetursins skyldu

klekja út eggjum, einkum og sér í lagi vegna þess að hamskipti kvendýrs eru talin forsenda

þess að mökun heppnist (Elner og Stasko 1978, Elner og Elner 1980, Christy 1987) en þau

urðu ekki hjá umræddum kvendýrum. Mökunaratferli sást nokkrum sinnum meðal

tilraunadýranna og verður að teljast líklegt að mökun hafi heppnast, þó ekki sé hægt að

útiloka að einhver kvendýr hafi verið búin að makast þegar þau voru veidd. Styður þetta

því niðurstöður Chidester (1911) um að mökun grjótkrabba geti vel átt sér stað þrátt fyrir

að kvendýr gangi ekki gegnum hamskipti fyrir mökun. Jafnframt vekur athygli að lirfur

þessara kvendýra náðu ekki að þroskast af fyrsta lirfustigi þrátt fyrir að hluti lirfanna hafi

alltaf verið ræktaður við sömu skilyrði og best höfðu reynst í fyrri tilraunum. Þar sem

fullorðnu krabbarnir voru eingöngu nærðir á smokkfiski í lengri tíma má vera að kvendýrin

hafi ekki fengið öll þau næringarefni sem þau þurftu til myndunar heilbrigðra eggja.

5.4 Uppruni og erfðabreytileiki grjótkrabba við Ísland

Niðurstöður sýna að um þónokkurn breytileika er að ræða í hvatbera-DNA meðal íslensku

landnemanna, hann virðist þó vera minni (þó ómarktækt) en greinist í N-Ameríku. Tíðni

hvatberagerða íslensku krabbanna er frábrugðin tíðni gerða í New Brunswick en

ómarktækt frábrugðin stofnunum við Halifax og Nýfundnaland. Þetta er í góðu samræmi

við skipaferðir milli Íslands og N-Ameríku því flutningafyrirtækin Eimskip og Samskip

stunda reglulegar siglingar til og frá Nýfundnalandi og Halifax. New Brunswick er hins

vegar ekki í flutningsleiðinni milli Íslands og N-Ameríku og er auk þess landfræðilega

frábrugðið þar sem það er staðsett í St. Lawrence flóa á meðan bæði Nýfundnaland og

Halifax liggja fyrir opnu hafi við strönd N-Atlantshafsins. Æskilegt væri að fá sýni frá

Bandaríkjunum til samanburðar, en sú viðmiðunarröð frá Maine sem notuð var í

rannsókninnni reyndist vera af algengustu arfgerðinni (A) sem finnst við Ísland og í

Kanada.

Vísbendingar eru um að íslenski stofninn hafi gengið í gegnum flöskuháls en stofnarnir í

N-Ameríku virðast hins vegar frekar vera í jafnvægi, eða gengið í gegnum flöskuháls fyrir

þónokkrum tíma. Við Ísland finnast þær þrjár arfgerðir sem algengastar eru í N-Ameríku

og allar í hárri tíðni. Miðað við hversu tíðni þeirra er há mætti líka búast við sjaldgæfari

arfgerðum sem finnast í N-Ameríku, þetta er því vísbending um flöskuháls eða

landnemaáhrif en þau eru hins vegar ekki mjög sterk. Til að fá betra mat á þessi mögulegu

landnemaáhrif væri æskilegt að skoða stærri hluta af hvatberaerfðamenginu eins og

hvatberagenið 16S rRNA og erfðavísa í kjarna-DNA t.d. örtungl sem einnig hafa verið

notuð með góðum árangri til að sýna fram á þróunarfræðileg tengsl og erfðafræðilega

samsetningu stofna (Levinton ofl. 1996, Schubart ofl. 2000, Gopurenko ofl. 2003, Jensen

og Bentzen 2004, Xu ofl. 2009). Hár breytileiki og vaxtahraði stofnsins gefur hins vegar

vísbendingar um að stofninn sé lífvænlegur og geti þrifist vel við Ísland.

Mislitni var algeng meðal grjótkrabba á öllum sýnatökustöðvunum og kom hún t.d. fram í

öllum einstaklingum frá New Brunswick. Þetta háa hlutfall mislitna einstaklinga er

áhugavert því almennt eru lífverur aðeins með eina arfgerð hvatbera sem þær erfa frá

móður, og vegna flöskuhálsáhrifa sem verða á forstigum eggmyndunar (Chinnery ofl.

2000, Cree ofl. 2008). Nýlegar stökkbreytingar í hvatberum aðskiljast því fljótt úr kímlínu

kvendýrs, og hafa rannsóknir á t.d. músum og mönnum gefið vísbendingar um að mislitni

(þ.e. blanda hvatberaarfgerða innan lífveru) umbreytist yfir í samlitni á nokkrum

kynslóðum (Chinnery ofl. 2000, Cree ofl. 2008, Khrapko 2008) og því er mislitni aðeins

Page 46: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

35

talin skammlíft umbreytingarástand í þróun hvatbera fjölfrumunga. Ráðandi mislitni hefur

þó verið lýst hjá bæði samlokum, þar sem hvatberar erfast bæði frá móður og föður til

afkvæma (Zouros 2000, Passamonti og Scali 2001, Breton ofl. 2007) og hjá jafnfætlum,

þar sem náttúrulegt val virðist hafa viðhaldið ólíkum hvatberagerðum innan einstaklinga í

langan tíma (Doublet ofl. 2008).

5.5 Lokaorð

Grjótkrabbi er nýr landnemi hér við land, fannst fyrst árið 2006 en miðað við stærð

einstaklinga hefur landnám átt sér stað fyrir a.m.k. 10 árum eða um 1999. Erfðabreytileiki

íslenska stofnsins bendir til þess að hann hafi líklegast borist hingað frá Halifax eða

Nýfundnalandi í Kanada. Grjótkrabbinn er algengur í Hvalfirði en fullorðnir krabbar hafa

einnig fundist í Kollafirði, Skerjafirði og vestur í Breiðafirði. Lág tíðni kvendýra í veiðinni

er forvitnileg en er þó svipuð því sem fundist hefur í Kanada, þar sem svæðisbundið eru

ákaflega fá kvendýr í afla. Tilvist kvendýra með egg og mikið magn af lirfum í svifi sýnir

ótvírætt að krabbinn er farinn að fjölga sér á Íslandsmiðum. Miðað við aðrar algengar

krabbategundir í Hvalfirði og Faxaflóa eins og bogkrabba og trjónukrabba, sem eru í

samkeppni við grjótkrabbann um fæðu og búsvæði, þá er grjótkrabbinn ráðandi bæði ef

litið er á fullorðna einstaklinga og lirfur. Áhugaverður munur kemur fram þegar

lirfutímabil tegundanna þriggja er skoðað. Tímabilið virðist vera mjög svipað hjá

grjótkrabba og bogkrabba þar sem klak á sér aðallega stað yfir hásumarið þegar sjávarhiti

er hvað hæstur en er hins vegar nokkuð frábrugðið hjá trjónukrabba þar sem klak lirfa á sér

aðallega stað að vori. Skýringin á þessum mun er líklega sú að trjónukrabbinn er norðlæg

tegund sem aðlöguð er að kaldari sjó á meðan bæði grjótkrabbi og bogkrabbi eru suðlægari

og þurfa hærri sjávarhita til að eðlileg lirfuþroskun geti átt sér stað. Athygli vekur að lirfur

grjótkrabba og bogkrabba finnast í svifsýnum jafnvel vestur á fjörðum. Enn er þó óljóst

hvort nýliðun eigi sér stað þar eða hvort lirfur reki þangað með straumum. Miðað við hve

stutt er frá landnámi grjótkrabba hér við land er athyglivert hversu algengur krabbinn

virðist vera í Hvalfirði og í innanverðum Faxaflóa. En bæði tiltölulega hár erfðabreytileiki í

samanburði við stofna í Kanada og vaxtahraði íslenska stofnsins gefa til kynna að hann sé

lífvænlegur og geti þrifist vel við Ísland. Þar sem fullorðnir einstaklingar hafa einnig

fundist í Breiðafirði og lirfur í Patreksfirði mun verða athyglivert að fylgjast með vexti og

viðgangi grjótkrabba á Íslandi á komandi árum.

Page 47: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

36

Page 48: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

37

6 Heimildaskrá

Agnar Ingólfsson (1992). The origin of the rocky shore fauna of Iceland and the Canadian

Maritimes. Journal of Biogeography, 19, 705-712.

Agnar Ingólfsson (1996). The distribution of intertidal macrofauna on the coasts of Iceland

in relation to temperature. Sarsia, 81, 29-44.

Agnar Ingólfsson (2008). The invasion of the intertidal canopy-forming alga Fucus

serratus L. to southwestern Iceland: Possible community effects. Estuarine, Coastal and

Shelf Science, 77, 484-490.

Ahern, R. G., Hawthorne, D. J. & Raupp, M. J. (2009). Founder effects and phenotypic

variation in Adelges cooleyi, an insect pest introduced to the eastern United States.

Biological Invasions, 11, 959-971.

Anger, K. (1983). Temperature and the larval development of Hyas araneus L. (Decapoda:

Majidae); extrapolation of laboratory data to field conditions. Journal of Experimental

Marine Biology and Ecology, 69, 203-215.

Anger, K. (2001). The biology of Decapod Crustacean larvae. Crustacean Issues 14. Lisse,

The Netherlands, A.A. Balkema Publishers.

Anton Galan & Hrafnkell Eiríksson (2009). Tösku-, tann- og klettakrabbar.

Náttúrufræðingurinn, 77, 101-106.

Ástþór Gíslason, Hildur Pétursdóttir, Ólafur S. Ástþórsson, Kristinn Guðmundsson &

Héðinn Valdimarsson (2009). Inter-annual variability in abundance and community

structure of zooplankton south and north of Iceland in relation to environmental conditions

in spring 1990-2007. Journal of Plankton Research, 31, 541-551.

Ástþór Gíslason & Ólafur S. Ástþórsson (1995). Seasonal cycle of zooplankton southwest

of Iceland. Journal of Plankton Research, 17, 1959-1976.

Baeta, A., Cabral, H. N., Neto, J. M., Marques, J. C. & Pardal, M. A. (2005). Biology,

population dynamics and secondary production of the green crab Carcinus maenas (L.) in

a temperate estuary. Estuarine, Coastal and Shelf Science, 65, 43-52.

Bandelt, H. J., Forster, P., Sykes, B. C. & Richards, M. B. (1995). Mitochondrial portraits

of human populations. Genetics, 141, 743-753.

Barry, S. C., Hayes, K. R., Hewitt, C. L., Behrens, H. L., Dragsund, E. & Bakke, S. M.

(2008). Ballast water risk assessment: principles, processes, and methods. ICES Journal of

Marine Science, 65, 121-131.

Page 49: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

38

Bax, N., Carlton, J. T., Mathews-Amos, A., Haedrich, R. L., Howarth, F. G., Purcell, J. E.,

Rieser, A. & Gray, A. (2001). The control of biological invasions in the world's oceans.

Conservation Biology, 15, 1234-1246.

Bax, N., Hayes, K., Marshall, A., Parry, D. & Tresher, R. (2002). Man-made marinas as

sheltered islands for alien marine organisms: establishment and eradication of an alien

invasive marine species. In: Veitch CR and Clout MN (eds) Proceedings of the

International Conference on Eradication of Island Invasives. IUCN Gland Switzerland and

Cambridge, UK.

Bax, N., Williamson, A., Aguero, M., Gonzalez, E. & Geeves, W. (2003). Marine invasive

alien species: a threat to global biodiversity. Marine Policy, 27, 313-323.

Berrill, M. (1982). The life cycle of the green crab Carcinus maenas at the northern end of

its range. Journal of Crustacean Biology, 2, 31-39.

Bigford, T. E. (1979). Synopsis of biological data on the rock crab, Cancer irroratus Say.

NOAA Tech. Rep. NMFS Circ. 426, 26.

Bjarni Sæmundsson (1937). Icelandic Malacostraca in the Museum of Reykjavík. Societas

Scientiarum Islandica, 20, 1-32.

Björn Gunnarsson, Þór H. Ásgeirsson & Agnar Ingólfsson (2007). The rapid colonization

by Crangon crangon (Linnaeus, 1758) (Eucarida, Caridea, Crangonidae) of Icelandic

coastal waters. Crustaceana, 80, 747-753.

Bot, P., van Raaphorst, W., Batten, S., Laane, R., Philippart, K., Radach, G., Frohse, A.,

Schultz, H., van den Eynde, D. & Colijn, F. (1996). Comparison of changes in the annual

variability of the seasonal cycles of chlorophyll, nutrients and zooplankton at eight

locations on the northwest european continental shelf (1960–1994). Ocean Dynamics, 48,

349-364.

Breton, S., Beaupré, H. D., Stewart, D. T., Hoeh, W. R. & Blier, P. U. (2007). The unusual

system of doubly uniparental inheritance of mtDNA: isn´t one enough? Trends in Genetics,

23, 465-474.

Brickman, D. (2006). Risk assessment model for dispersion of ballast water organisms in

shelf seas. Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences, 63, 2748-2759.

Cameron, B. & Metaxas, A. (2005). Invasive green crab, Carcinus maenas, on the Atlantic

coast and in the Bras d'Or Lakes of Nova Scotia, Canada: larval supply and recruitment.

Journal of the Marine Biological Association of the United Kingdom, 85, 847-855.

Carlton, J. T. (1999). The scale and ecological consequences of biological invasions in the

world´s oceans. Bls. 195-212 í Sandlund, O. T., Schei, P. J. & Viken, Å. (Eds.) Invasive

species and biodiversity management. Kluwer Academic Publishers.

Carlton, J. T. & Geller, J. B. (1993). Ecological roulette: The global transport of

nonindigenous marine organisms. Science, 261, 78-82.

Page 50: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

39

Charmantier, G. & Charmantierdaures, M. (1991). Ontogeny of osmoregulation and

salinity tolerance in Cancer irroratus - elements of comparison with C. borealis

(Crustacea, Decapoda). Biological Bulletin, 180, 125-134.

Charmantierdaures, M. & Charmantier, G. (1991). Mass culture of Cancer irroratus larvae

(Crustacea, Decapoda) - adaptation of a flow-through sea-water system. Aquaculture, 97,

25-39.

Chidester, F. E. (1911). The mating habits of four species of the Brachyura. Biological

Bulletin, 21, 235-248.

Chinnery, P. F., Thorburn, D. R., Samuels, D. C., White, S. L., Dahl, H.-H. M., Turnbull,

D. M., Lightowlers, R. N. & Howell, N. (2000). The inheritance of mitochondrial DNA

heteroplasmy: random drift, selection or both? Trends in Genetics, 16, 500-505.

Christy, J. H. (1987). Competitive mating, mate choice and mating associations of

Brachyuran crabs. Bulletin of Marine Science, 41, 177-191.

Cohen, A. N. & Carlton, J. T. (1998). Accelerating invasion rate in a highly invaded

estuary. Science, 279, 555-558.

Cohen, A. N., Carlton, J. T. & Fountain, M. C. (1995). Introduction, dispersal and potential

impacts of the green crab Carcinus maenas in San-Francisco bay, California. Marine

Biology, 122, 225-237.

Coutts, A. D. M., Moore, K. M. & Hewitt, C. L. (2003). Ships' sea-chests: an overlooked

transfer mechanism for non-indigenous marine species? Marine Pollution Bulletin, 46,

1510-1513.

Cree, L. M., Samuels, D. C., de Sousa Lopes, S. C., Rajasimha, H. K., Wonnapinij, P.,

Mann, J. R., Dahl, H.-H. M. & Chinnery, P. F. (2008). A reduction of mitochondrial DNA

molecules during embryogenesis explains the rapid segregation of genotypes. Nature

Genetics, 40, 249-254.

Crooks, J. A. & Soulé, M. A. (1999). Lag times in population explosions of invasive

species: causes and implications. In: Sandlund O.T, Schei P.J., Viken Å, editors. Invasive

species and biodiversity management, Kluwer Academic, Boston (1999). 103-125.

Cuculescu, M., Hyde, D. & Bowler, K. (1998). Thermal tolerance of two species of marine

crab, Cancer pagurus and Carcinus maenas. Journal of Thermal Biology, 23, 107-110.

Culver, C. S. & Kuris, A. M. (2000). The apparent eradication of a locally established

introduced marine pest. Biological Invasions, 2, 245-253.

DFO (1997). Scotian shelf rock crab. DFO Atlantic Fisheries Stock Status Report 96/113E.

DFO (2000). Inshore Gulf of Maine rock crab (Cancer irroratus). DFO Science Stock

Status Report C3-67 (2000).

DFO (2005). Rock crab of the coastal waters of Quebec. DFO Canadian Science Advisory

Secretariat Science advisory Report 2005/030.

Page 51: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

40

DFO (2007). Rock crab of the coastal waters of Quebec in 2006. DFO Canadian Science

Advisory Secretariat Science advisory Report 2007/033.

DFO (2008). Assessment of the rock crab (Cancer irroratus) fishery in the Southern Gulf

of St. Lawrence lobster fishing areas (LFA’s) 23, 24, 25, 26A & 26B for 2000 to 2006.

DFO Canadian Science Advisory Secretariat Science advisory Report 2008/022.

Dittel, A. I. & Epifanio, C. E. (2009). Invasion biology of the Chinese mitten crab

Eriocheir sinensis: A brief review. Journal of Experimental Marine Biology and Ecology,

374, 79-92.

Doublet, V., Souty-Grosset, C., Bouchon, D., Cordaux, R. & Marcadé, I. (2008). A thirty

million year old inherited heteroplasmy. PLoS ONE, 3, e2938.

Elner, R. W. & Elner, J. K. (1980). Observations on a simultaneous mating embrace

between a male and two female rock crabs Cancer irroratus (Decapoda, Brachyura).

Crustaceana, 38, 96-98.

Elner, R. W. & Stasko, A. B. (1978). Mating behavior of the rock crab, Cancer irroratus.

Journal of the Fisheries Research Board of Canada, 35, 1385-1388.

Exoffier, L., Laval, G. & Schneider, S. (2005). Arlequin ver. 3.0: An integrated software

package for population genetics data analysis. Evolutionary Bioinformatics Online, 1, 47-

50.

Fogarty, M. J. (1976). Competition and resource partitioning in two species of Cancer

(Crustacea, Brachyura). Research project for the degree of MSc. Kingston, University of

Rhode Island.

Folmer, O., Black, M., Hoeh, W., Lutz, R. & Vrijenhoek, R. (1994). DNA primers for

amplification of mitochondrial cytochrome c oxidase subunit I from diverse metazoan

invertebrates. Molecular Marine Biology and Biotechnology, 3, 294-299.

Fu, Y. X. (1997). Statistical tests of neutrality of mutations against population growth,

hitchhiking and backgroud selection. Genetics, 147, 915-925.

Fu, Y. X. & Li, W. H. (1993). Statistical tests of neutrality of mutations. Genetics, 133,

693-709.

Garcia, E. G. (2007). The northern shrimp (Pandalus borealis) offshore fishery in the

Northeast Atlantic. Advances in Marine Biology, 52, 147-266.

Gollasch, S. (2002). The importance of ship hull fouling as a vector of species

introductions into the North Sea. Biofouling, 18, 105-121.

Gopurenko, D., Hughes, J. M. & Bellchambers, L. (2003). Colonisation of the south-west

Australian coastline by mud crabs: evidence for a recent range expansion or human-

induced translocation? Marine and Freshwater Research, 54, 833-840.

Guðmundur Guðmundsson, Jónbjörn Pálsson & Sólmundur Tr. Einarsson (1997).

Tindakrabbi á Íslandsmiðum. Náttúrufræðingurinn, 67, 29-32.

Page 52: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

41

Haefner, P. A. (1976). Distribution, reproduction and moulting of the rock crab, Cancer

irroratus Say, 1917, in the mid-Atlantic Bight. Journal of Natural History, 10, 377-397.

Hamer, J. P., McCollin, T. A. & Lucas, I. A. N. (1998). Viability of decapod larvae in

ships' ballast water. Marine Pollution Bulletin, 36, 646-647.

Harpending, H. C. (1994). Signature of ancient population growth in a low-resolution

mitochondrial DNA mismatch distribution. Human Biology, 66, 591-600.

Helgi Hallgrímsson (2007). Þörungatal. Skrá yfir vatna- og landþörunga á Íslandi

samkvæmt heimildum. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr.48, 94 bls.

Héðinn Valdimarsson, Höskuldur Björnsson & Kristinn Guðmundsson (2005). Breytingar

á ástandi sjávar á Íslandsmiðum og áhrif þeirra á lífríkið. Hafrannsóknarstofnun Fjölrit nr.

116.

Héðinn Valdimarsson & Svend-Aage Malmberg (1999). Near-surface circulation in

Icelandic waters dericed from satellite tracked drifters. Rit Fiskideildar 16, 23-29.

Hrafnkell Eiríksson (1999). Spatial variabilities of CPUE and mean size as possible criteria

for unit stock demarcations in analytical assessments of Nephrops at Iceland. Rit

Fiskideildar 16, 239-245.

Hudon, C. & Fradette, P. (1993). Wind induced advection of larval Decapods into Baie-de-

Plaisance (Iles-De-La-Madeleine, Quebec). Canadian Journal of Fisheries and Aquatic

Sciences, 50, 1422-1434.

Hughes, J. T., Shleser, R. A. & Tchobanoglous, G. (1974). A rearing tank for lobster larvae

and other aquatic species. The Progressive Fish-Culturist, 36, 129-132.

Ingimar Óskarsson (1958). Skeldýranýjungar. Náttúrufræðingurinn, 28, 205-209.

Ingle, R. (1992). Larval stages of the Northeastern Atlantic crabs, Natural History Museum

Publications. 363 bls.

Jeffries, H. P. (1966). Partitioning of the estuarine environment by two species of Cancer.

Ecology, 47, 477-481.

Jensen, P. C. & Bentzen, P. (2004). Isolation and inheritance of microsatellite loci in the

Dungeness crab (Brachyura: Cancridae: Cancer magister). Genome, 47, 325-331.

Jespersen, P. (1940). Investigation on the quantity and distribution of zooplankton in

Icelandic waters. Meddelser fra kommissionen for Danmarks Fiskeri- og

Havundersogelser. Serie: Plankton, Bind III. Nr. 5 C.A. Reitzels Forlag, Copenhagen.

Johns, D. M. (1981). Physiological-studies on Cancer irroratus larvae. 1. Effects of

temperature and salinity on survival, development rate and size. Marine Ecology-Progress

Series, 5, 75-83.

Jörundur Svavarsson & Pálmi Dungal (2008). Leyndardómar sjávarins við Ísland,

Bókaútgáfan Glóð. 168 bls.

Page 53: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

42

Karl Gunnarsson & Svanhildur Egilsdóttir (2007). Þættir úr vistfræði sjávar 2007 -

Botnþörungar í sjó við Ísland. Hafrannsóknastofnun Fjölrit nr. 139, bls. 25-29.

Khrapko, K. (2008). Two ways to make an mtDNA bottleneck. Nature Genetics, 40, 134-

135.

Kristján Lilliendahl, Sólmundur Tr. Einarsson & Jónbjörn Pálsson (2005). Tvær sjaldgæfar

tegundir skjaldkrabba (Decapoda) við Ísland. Náttúrufræðingurinn, 73, 89-94.

Krouse, J. S. (1972). Some life-history aspects of rock crab, Cancer irroratus, in Gulf of

Maine. Journal of the Fisheries Research Board of Canada, 29, 1479-1482.

Kunisch, M. & Anger, K. (1984). Variation in development and growth rates of larval and

juvenile spider crabs Hyas araneus reared in the laboratory. Marine Ecology-Progress

Series, 15, 293-301.

Levinton, J., Sturmbauer, C. & Christy, J. (1996). Molecular data and biogeography:

Resolution of a controversy over evolutionary history of a pan-tropical group of

invertebrates. Journal of Experimental Marine Biology and Ecology, 203, 117-131.

Lilja Stefánsdóttir (2008). Groundfish species diversity and assemblage structure in

Icelandic waters during a period of rapid warming (1996-2007). Research project for the

degree of MSc. University of Iceland.

Lovell, S. J. & Drake, L. A. (2009). Tiny stowaways: Analyzing the economic benefits of a

US environmental protection agency permit regulating ballast water discharges.

Environmental Management, 43, 546-555.

MacKay, D. C. G. (1943). Temperature and the world distribution of crabs of the genus

Cancer. Ecology, 24, 113-115.

Magnús Jóhannsson & Benóný Jónsson (2007). Flundra nýr landnemi á Íslandi.

Rannsóknir á flundru (Platichthys flesus) í Hlíðarvatni í Selvogi. Fræðaþing

landbúnaðarins, 4, 466–469.

McCollin, T., Shanks, A. M. & Dunn, J. (2008). Changes in zooplankton abundance and

diversity after ballast water exchange in regional seas. Marine Pollution Bulletin, 56, 834-

844.

Minchin, D. & Gollasch, S. (2003). Fouling and ships' hulls: How changing circumstances

and spawning events may result in the spread of exotic species. Biofouling, 19, 111-122.

Moksnes, P.O. (2002). The relative importance of habitat-specific settlement, predation

and juvenile dispersal for distribution and abundance of young juvenile shore crabs

Carcinus maenas L. Journal of Experimental Marine Biology and Ecology, 271, 41-73.

Naylor, E. (1962). Seasonal changes in a population of Carcinus maenas (L.) in the littoral

zone. Journal of Animal Ecology, 31, 601-609.

Occhipinti-Ambrogi, A. (2007). Global change and marine communities: Alien species and

climate change. Marine Pollution Bulletin, 55, 342-352.

Page 54: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

43

Office of Technology Assessment (U.S. Congress) (1993). Harmful non-indigenous

species in the United States. OTA Publication OTA-F-565, U.S. Government Printing

Office, Washington, D.C.

Ólafur S. Ástþórsson & Ástþór Gíslason (1991). Seasonal abundance and distribution of

Caridea larvae in Isafjord-deep, north-west Iceland. Journal of Plankton Research, 13, 91-

102.

Ólafur S. Ástþórsson (2008). Þættir úr vistfræði sjávar 2007 - Veðurfar og lífríki sjávar á

Íslandsmiðum. Hafrannsóknartofnun Fjölrit nr. 139, bls. 29-35.

Ólafur S. Ástþórsson, Ástþór Gíslason & Steingrímur Jónsson (2007). Climate variability

and the Icelandic marine ecosystem. Deep Sea Research Part II: Topical Studies in

Oceanography, 54, 2456-2477.

Ólafur S. Ástþórsson & Jónbjörn Pálsson (2006). New fish records and records of rare

southern fish species in Icelandic waters in the warm period 1996-2005. ICES C.M.

2006/C20.

Passamonti, M. & Scali, V. (2001). Gender-associated mitochondrial DNA heteroplasmy

in the venerid clam Tapes philippinarum (Mollusca, Bivalvia). Current Genetics, 39, 117-

124.

Pimentel, D., Zuniga, R. & Morrison, D. (2005). Update on the environmental and

economic costs associated with alien-invasive species in the United States. Ecological

Economics, 52, 273-288.

Queiroga, H., Costlow, J. D. & Moreira, M. H. (1994). Larval abundance patterns of

Carcinus maenas (Decapoda, Brachyura) in Canal de Mira (Ria de Aveiro, Portugal).

Marine Ecology-Progress Series, 111, 63-72.

Quijon, P. A. & Snelgrove, P. V. R. (2005). Spatial linkages between decapod planktonic

and benthic adult stages in a Newfoundland fjordic system. Journal of Marine Research,

63, 841-862.

Reilly, P. N. (1975). The biology and ecology of juvenile and adult rock crabs, Cancer

irroratus Say, in southern New England waters. Research project for the degree of MSc.

Kingston, University of Rhode Island.

Reilly, P. N. & Saila, S. B. (1978). Biology and ecology of rock crab, Cancer irroratus

Say, 1817, in Southern New-England waters (Decapoda, Brachyura). Crustaceana, 34,

121-140.

Rice, A. L. & Ingle, R. W. (1975). The larval development of Carcinus maenas (L.) and C.

mediterraneus Czerniavsky (Crustacea, Brachyura, Portunidae) reared in the laboratory.

Bulletin of the British Museum (Natural History): Zoology (London), 28, 101-119.

Rius, M., Turon, X. & Marshall, D. J. (2009). Non-lethal effects of an invasive species in

the marine environment: the importance of early life-history stages. Oecologia, 159, 873-

882.

Page 55: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

44

Robichaud, D. A. & Frail, C. (2006). Development of Jonah crab, Cancer borealis, and

rock crab, Cancer irroratus, fisheries in the Bay of Fundy (LFAs 35-38) and off southwest

Nova Scotia (LFA 34): from exploratory to commercial status (1995-2004). Canadian

Manuscript Report Fisheries and Aquatic Science 2775, iii + 48 pp.

Ruiz, G. M., Carlton, J. T., Grosholz, E. D. & Hines, A. H. (1997). Global invasions of

marine and estuarine habitats by non-indigenous species: Mechanisms, extent, and

consequences. American Zoologist, 621-632.

Ruiz, G. M., Fofonoff, P. W., Carlton, J. T., Wonham, M. J. & Anson, H. H. (2000).

Invasion of coastal marine communities in North America: Apparent patterns, processes,

and biases. Annual Review of Ecology and Systematics, 31, 481-531.

Salmenkova, E. A. (2008). Population genetic processes in introduction of fish. Russian

Journal of Genetics, 44, 758-766.

Sandifer, P. (1973). Distribution and abundance of decapod crustacean larvae in the York

River estuary and adjacent lower Cheaspeake Bay, Virginia, 1968–1969. Chesapeake

Science, 14, 235-257.

Sastry, A. N. (1977). The larval development of the rock crab, Cancer irroratus, under

laboratory conditions (Decapoda, Brachyura). Crustaceana, 32, 155-168.

Sastry, A. N. (1979). Metabolic adaptation of Cancer irroratus developmental stages to

cyclic temperatures. Marine Biology, 51, 243-250.

Scarratt, D. J. & Lowe, R. (1972). Biology of rock crab (Cancer irroratus) in

Northumberland Strait. Fisheries Research Board of Canada, 29, 161-166.

Schubart, C. D., Neigel, J. E. & Felder, D. L. (2000). Use of mitochondrial 16S rRNA gene

for phylogenetic and population studies of Crustacea. Crustacea, 12, 817–830.

Shields, J. D. (1991). The reproductive ecology and fecundity of Cancer crabs. Crustacean

Egg Production: Crustacean Issues 7. A.A. Balkema Publishers.

Sólmundur Tr. Einarsson (1988). The distribution and density of the common spider crab

(Hyas araneus) in Icelandic waters. ICES 1988, C.M. 1988/K:28, 25.

Squires, H. J., Ennis, G. P. & Dawe, G. (1997). Decapod larvae from a nearshore area of

northeastern Newfoundland (Crustacea, Decapoda). NAFO Scientific Council Studies, 30,

75-87.

Stephensen, K. (1939). Crustacea Decapoda. The Zoology of Iceland, III, Part 25.

Strasser, M. (1998). Mya arenaria – an ancient invader of the North Sea coast. Helgoland

Marine Research, 52, 309-324.

Tajima, F. (1989). Statistical method for testing the neutral mutation hypothesis by DNA

polymorphism. Genetics, 123, 585-595.

Page 56: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

45

Takahashi, C. K., Lourenco, N., Lopes, T. F., Rall, V. L. M. & Lopes, C. A. M. (2008).

Ballast water: A review of the impact on the world public health. Journal of Venomous

Animals and Toxins Including Tropical Diseases, 14, 393-408.

Thresher, R. E. (1997). Proceedings of the first international workshop on the demography,

impacts and management of introduced populations of the european crab, Carcinus

maenas. CRIMP Technical Report Number 11, CSIRO Marine Research. Hobart,

Tasmania, Australia11.

Vargo, S. L. & Sastry, A. N. (1977). Acute temperature and low dissolved oxygen

tolerances of brachyuran crab (Cancer irroratus) larvae. Marine Biology, 40, 165-171.

Walther, K., Sartoris, F. J., Bock, C. & Pörtner, H. O. (2009). Impact of anthropogenic

ocean acidification on thermal tolerance of the spider crab Hyas araneus. Biogeosciences

Discussions, 6, 2837-2861.

Wang, C. H., Li, C. H. & Li, S. F. (2008). Mitochondrial DNA-inferred population

structure and demographic history of the mitten crab (Eriocheir sensu stricto) found along

the coast of mainland China. Molecular Ecology, 17, 3515-3527.

Weir, B. S. & Cockerham, C. (1984). Estimating F-statistics for the analysis of population

structure. Evolution, 38, 1358-1370.

Xu, Q., Liu, R. & Liu, Y. (2009). Genetic population structure of the swimming crab,

Portunus trituberculatus in the East China Sea based on mtDNA 16S rRNA sequences.

Journal of Experimental Marine Biology and Ecology, 371, 121-129.

Zouros, E. (2000). The exceptional mitochondrial DNA system of the mussel family

Mytilidae. Genes & Genetic Systems, 75, 313-318.

Page 57: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

46

Page 58: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

47

Viðaukar

Viðauki 1. Lirfufjöldi/m3 grjótkrabba (Cancer irroratus) eftir sýnatökustöðvum árin 2007 og 2008 í

Hvalfirði (B0, B1, B2) og innanverðum Faxaflóa (B3, B4, B5, B6).

Dags. Lirfufjöldi/m

3 eftir sýnatökustöðvum

B0 B1 B2 B3 B4 B5 B6

15.5.2007

0 0,05 0

20.6.2007 0,47 0,09 0

6.7.2007 3,56 0,13 1,20 0,92

24.7.2007 0,51 0,80 0,04 0,38

27.8.2007 0,04 0,07 0,04 0

30.9.2007 0,04 0,07 0

22.3.2008 0 0 0 0

7.5.2008 0 0 0 0 0

21.5.2008 0 0 0 0

0

10.6.2008 0,08 0,08 1,36 0,05 0,06 0,04

4.7.2008 0,06 0,07 1,94 0,79 0,03 2,36

16.7.2008 0,11 0,02 1,10 12,56 0,12 2,96 2,64

30.7.2008 0,25 1,61 0,88 4,39 0 3,80 2,91

12.8.2008 2,01 1,91 1,39 1,44 0,01 2,88 2,70

15.9.2008 2,49 0,44 2,37 0

0

2.10.2008 0,06 0,08 0,07 0,08 0 0,01 0,03

14.11.2008 0 0 0 0 0,005 0 0

Page 59: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

48

Viðauki 2. Lirfufjöldi/m3 bogkrabba (Carcinus maenas) eftir sýnatökustöðvum árin 2007 og 2008 í

Hvalfirði (B0, B1, B2) og innanverðum Faxaflóa (B3, B4, B5, B6).

Dags. Lirfufjöldi/m

3 eftir sýnatökustöðvum

B0 B1 B2 B3 B4 B5 B6

15.5.2007 0 0 0,11

20.6.2007 0 0,01 0

6.7.2007 2,78 0,35 0,48 0,46

24.7.2007 3,05 1,20 0,02 0

27.8.2007 0,02 0,03 0,04 0

30.9.2007 0 0,01 0

22.3.2008 0 0 0 0

7.5.2008 0 0 0 0 0

21.5.2008 0 0 0 0 0 0

10.6.2008 0 0,08 0 0 0 0,20

4.7.2008 0,09 0,07 0,52 0,57 0 2,12

16.7.2008 0,21 0,13 0,79 1,26 0,03 1,15 1,58

30.7.2008 0,08 10,47 0,27 0,63 0 1,56 0

12.8.2008 0,89 1,95 0,16 0,64 0 0,97 0,51

15.9.2008 0,17 0,04 0,10 0 0,18

2.10.2008 0,06 0,13 0,03 0 0 0,08 0,02

14.11.2008 0,01 0 0,01 0 0 0,01 0

Page 60: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

49

Viðauki 3. Listi yfir tegundir sem greindar voru í svifsýnum árin 2007 og 2008 í Hvalfirði og

innanverðum Faxaflóa, og hvenær þeirra varð vart.

Tegund Fylking Ættbálkur Tímabil

Cancer irroratus

Arthropoda

Decapoda maí – nóv.

Carcinus maenas Decapoda maí – nóv.

Hyas araneus Decapoda maí – okt.

Pagurus bernhardus Decapoda mars – nóv.

Pagurus pubescens Decapoda maí – nóv.

Eualus pusiolus Decapoda maí – okt.

Spirontocaris spinus Decapoda júní – sept.

Crangon sp. Decapoda júní

Galathea nexa Decapoda júlí, ágúst

Pontophilus spinosus Decapoda júlí, ágúst

Gammarus sp. Amphipoda júní, júlí

Hyperiidea sp. Amphipoda júlí – nóv

Protomedeia fasciata Amphipoda júlí

Idotea baltica Isopoda júlí, okt.

Calanus sp. Calanoida mars – nóv.

Podon sp. Diplostraca maí – okt.

Evadne sp. Diplostraca maí – okt

Caligus sp. Siphonostomatoida júlí – nóv.

Euphausiacea mars, október

Mytilus edulis Mollusca Pteriomorpha júlí

Aurelia aurita Cnidaria Semaeostomeae júlí, september

Syllidae spp. Annelida Aciculata mars – júní

Sagitta sp. Chaetognatha Sagittoidea mars – nóv.

Ammodytes tobianus

Chordata

Perciformes maí, júlí

Gadus morhua Gadiformes maí

Pollachius virens Gadiformes maí

Mallotus villosus Salmoniformes mars – nóv.

Pleuronectes platessa Pleuronectiformes júlí

Page 61: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

50

Viðauki 4. Yfirlit yfir hvar og hvenær Bongóháfsýni voru tekin.

Staður Breidd (°N) Lengd (°W) 2007 2008

M J J Á S M A M J J Á S O N

Hvalfjörður B0 64°22.418 21°40.710 6 22 21 10 4,16,30 12 15 2 14

Hvalfjörður B1 64°22.913 21°31.496 15 20 6,24 27 30 22 7,21 10 4,16,30 12 15 2 14

Hvalfjörður B2 64°20.020 21°47.363 15 20 6,24 27 30 22 7,21 10 4,16,30 12 15 2 14

Hvalfjörður B3 64°13.620 22°04.970 15 20 6,24 27 22 7,21 10 4,16,30 12 15 2 14

Hvalfjörður B4 64°11.477 22°15.819 24 27 30 7 10 4,16,30 12 2 14

Hvalfjörður B5 64°10.891 21°54.625 7,21 10 4,16,30 12 15 2 14

Hvalfjörður B6 64°16.557 22°04.292 16,30 12 2 14

Patreksfjörður 1 65°32.04 23°33.42 18 1,16 11 10 6 4

Patreksfjörður 2 65°34.64 23°54.48 18 1,16 11 10 6 4

Patreksfjörður 3 65°38.75 24°05.56 18 1,16 11 10 6 4

Tálknafjörður 1 65°37.66 23°49.81 18 1,16 11 10 6 4

Tálknafjörður 2 65°39.90 24°03.26 18 1,16 11 10 6 4

Álftafjörður 1 66°03.404 22°58.876 2 13 8 9 19 8

Álftafjörður 2 66°02.818 22°58.212 2 13 8 9 19 8

Álftafjörður 3 66°02.272 22°58.812 2 13 8 9 19 8

Álftafjörður 4 66°01.824 22°58.286 2 13 8 9 19 8

Álftafjörður 5 66°01.161 22°58.881 2 13 8 9 19 8

Álftafjörður 6 66°00.512 22°58.934 2 13 8 9 19 8

Álftafjörður 7 66°01.153 22°58.060 2 13 8 9 19 8

Álftafjörður 8 66°01.918 22°57.947 2 13 8 9 19 8

Álftafjörður 9 66°02.577 22°57.797 2 13 8 9 19 8

Álftafjörður 10 66°03.690 22°58.872 2 13 8 9 19 8

Eyjafjörður 1 65°41.003 18°04.471 9 27 28 28 18 25 18 9

Eyjafjörður 2 65°41.251 18°03.610 9 27 28

Eyjafjörður 3 65°41.768 18°05.070 9 27 28 28 18 25 9

Eyjafjörður 4 65°41.987 18°04.121 9 27 28 18 9

Eyjafjörður 5 65°42.104 18°05.917 9 27 28 28 18 25

Eyjafjörður 6 65°42.547 18°04.595 9 27 28 18 9

Eyjafjörður 7 65°42.902 18°06.998 9 27 28 28

Eyjafjörður 8 65°43.018 18°04.823 9 27 28 9

Eyjafjörður 9 65°43.527 18°05.188 9 27 28 28 18 25 18 9

Eyjafjörður 10 65°44.050 18°05.529 9 28 28 18

Eyjafjörður 11 65°44.518 18°05.968 10 28 28 28 18 25

Eyjafjörður 12 65°45.134 18°06.330 10 28 28

Eyjafjörður 13 65°45.372 18°08.546 10 28 18 25 18 9

Eyjafjörður 14 65°45.520 18°06.145 10 28

Eyjafjörður 15 65°46.004 18°05.888 10 28 18 25 18

Eyjafjörður 16 65°47.271 18°50.537 10 28 28

Eyjafjörður 17 65°48.084 18°04.427 10 28 18 9

Eyjafjörður 18 65°49.256 18°04.287 10 28 28

Eyjafjörður 19 65°50.208 18°04.519 10 28

Page 62: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

51

Eyjafjörður 20 65°50.432 18°11.105 10 28 28 18 25 18

Eyjafjörður 21 65°51.442 18°11.605 11 28

Eyjafjörður 22 65°51.983 18°07.238 11 28 18 25

Eyjafjörður 23 65°52.264 18°12.660 11 28 18

Eyjafjörður 24 65°54.161 18°15.167 11 28 18 25

Eyjafjörður 25 65°54.969 18°12.088 11 28 28 18 25 18 9

Eyjafjörður 26 65°57.325 18°13.184 11 29 18 25 18 9

Eyjafjörður 27 65°58.493 18°31.008 11 29

Eyjafjörður 28 65°59.512 18°16.377 11 29 18 25

Eyjafjörður 29 65°59.841 18°29.900 11 29 18 25

Eyjafjörður 30 66°01.187 18°29.696 11 29

Eyjafjörður 31 66°01.247 18°17.811 12 29

Eyjafjörður 32 66°02.248 18°30.530 12 29 28 18

Eyjafjörður 33 66°03.826 18°19.390 12 29

Eyjafjörður 34 66°05.773 18°32.385 12 29

Eyjafjörður 35 66°05.773 18°25.712 12 29

Eyjafjörður 36 66°06.168 18°20.859 12 29 28

Page 63: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

52

Viðauki 5. Yfirlit yfir hvar og hvenær gildrur voru lagðar.

Staður Breidd (°N) Lengd (°W) Dýpi 2007 2008

A M J J Á S O M J J Á O

1 N 64°23.621 W 21°33.252 10 19 20 6,24 24 25 11 7 9 7,29 11 2

2 N 64°23.542 W 21°33.394 18 19 20 6,24 24 25 11 7 9 7,29 11 2

3 N 64°23.376 W 21°33.785 29 19 20 6,24 24 25 11 7 9 7,29 11 2

4 N 64°23.172 W 21°34.116 40 19 20 6,24 24 25 11 7 9 7,29 11 2

5 N 64°22.914 W 21°31.621 63 19 20 6,24 24 25 11 7 9 7,29 11 2

6 N 64°20.135 W 21°47.402 80 10

7 N 64°22.900 W 21°31.547 60 10

8 N 64°23.141 W 21°34.034 40 10

9 N 64°23.357 W 21°33.896 30 10

10 N 64°23.479 W 21°33.416 20 10

11 N 64°21.663 W 21°44.943 12 10

12 N 64°20.268 W 21°47.406 55 10

13 N 64°16.123 W 21°53.221 14 20 25

14 N 64°17.767 W 21°56.492 20 20 25

15 N 64°19.071 W 21°52.047 20 20 25

16 N 64°17.830 W 21°50.922 10 20 25

17 N 64°22.473 W 21°29.370 17 20 25

18 N 64°21.915 W 21°31.379 22 6

19 N 64°21.910 W 21°29.622 10 6 7 7

20 N 64°23.274 W 21°28.890 18 6 7

21 N 64°23.171 W 21°30.640 29 7 7

22 N 64°23.194 W 21°37.824 22 7

23 N 64°19.880 W 21°45.236 10 6,24 9 7

24 N 64°20.455 W 21°44.762 30 6,24

25 N 64°20.922 W 21°41.845 20 24

26 N 64°22.817 W 21°42.756 10 24

27 N 64°22.474 W 21°36.467 30 24

28 N 64°19.939 W 21°49.247 10 24

29 N 64°19.401 W 21°47.572 20 24 9

30 N 64°20.521 W 21°46.600 40 24

31 N 64°21.901 W 21°41.884 30 24

32 N 64°23.931 W 21°37.966 10 24

33 N 64°21.684 W 21°39.933 20 11

34 N 64°21.807 W 21°38.323 10 11

35 N 64°23.423 W 21°40.068 22 11 7 9

36 N 64°23.760 W 21°35.134 20 11 7 9

37 N 64°22.910 W 21°33.883 20 11 7 9

38 N 64°10.012 W 21°49.678 17 29

39 N 64°11.602 W 21°50.527 29 29

40 N 64°11.221 W 21°46.541 11 29

41 N 64°12.817 W 21°50.907 12 29

42 N 64°13.332 W 21°52.716 22 29

43 N 64°09.754 W 21°49.081 13 11

44 N 64°09.678 W 21°48.407 8 11 2

Page 64: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

53

45 N 64°10.596 W 21°48.701 17 11

46 N 64°10.315 W 21°46.628 7 11

47 N 64°12.146 W 21°45.058 8 11

48 N 64°11.448 W 22°16.621 20 2

49 N 64°11.521 W 22°20.294 20 2

50 N 64°08.224 W 22°01.764 10 2

51 N 64°09.740 W 21°58.844 10 2

Page 65: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og
Page 66: Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og ... tkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og

lv