101
1 Gunnar Kristjánsson: Um Vídalínspostillu og höfund hennar Sumar bækur móta hugsun og lífsviðhorf fólks um langan aldur, aðrar njóta hylli í skamman tíma en falla svo í gleymsku. Hússpostilla Jóns biskups Vídalíns, sem rituð var í upphafi átjándu aldar, skipar veglegan sess í flokki sígildra íslenskra bókmennta. Mál og stíll, innsýn í líf og kjör einstaklinga og samfélags, boðskapur um réttlæti og mannúð hefur stuðlað að því að Postillan hefur haft meiri og varanlegri áhrif á íslenskt þjóðlíf en flestar aðrar bækur. Vegna Postillunnar lék ljómi um nafn Jóns Vídalíns. Hann er orðsins þjónn sem flytur máttugan boðskap á þróttmiklu máli um réttlæti og samlíðun í íslensku samfélagi. Til Postillunnar var oft vitnað í ræðu og riti og í daglegu amstri. Þess má glöggt sjá merki í ljóðum og lausu máli. Meistari Jón Vídalín var aufúsugestur í íslenskum baðstofum eins og marka má meðal annars af mikilli útbreiðslu Postillunnar og notkun hennar eins og kemur fram í þeim athugunum sem gerðar hafa verið á bókaeign landsmanna í upphafi nítjándu aldar. Þrátt fyrir mikil áhrif á þjóðlífið hefur tiltölulega lítið verið fjallað um Jón Vídalín og Postilluna fræðilega. Merkasta athugunin á því sviði er rannsókn Arne Möllers: Jon Vidalín og hans Postil (1929). Þá ritaði séra Páll Þorleifsson inngang að síðustu útgáfu Postillunnar (1945). Meðal annarra sem ritað hafa um sama efni eru Jón Helgason biskup, Magnús Jónsson og Hannes Þorsteinsson. Loks er að nefna handrit að ævisögu Jóns Vídalíns sem séra Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur, skrifaði og lauk við árið 1949. Merkustu heimildir um líf og starf Jóns Vídalíns eru líkræða séra Jóhanns Þórðarsonar prófasts og kaflinn um Jón Vídalín í Biskupasögum séra Jóns Halldórssonar í Hítardal. Vídalínspostilla verður til á barokktímanum og sver sig í ætt við bókmenntir þess tímabils. Hún er sígilt ritverk og sýnir sterk tök höfundar á máli og stíl. Innihaldið mótast af hugmyndaheimi síns tíma en á engu að síður erindi til lesenda undir lok tuttugustu aldar fyrir margra hluta sakir eins og

Gunnar Kristjánsson: …  · Web viewGunnar Kristjánsson: Um Vídalínspostillu. og höfund hennar. Sumar bækur móta hugsun og lífsviðhorf fólks um langan aldur, aðrar njóta

  • Upload
    others

  • View
    11

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

1

Gunnar Kristjánsson:

Um Vídalínspostilluog höfund hennar

Sumar bækur móta hugsun og lífsviðhorf fólks um langan aldur, aðrar njóta hylli í skamman tíma en falla svo í gleymsku. Hússpostilla Jóns biskups Vídalíns, sem rituð var í upphafi átjándu aldar, skipar veglegan sess í flokki sígildra íslenskra bókmennta. Mál og stíll, innsýn í líf og kjör einstaklinga og samfélags, boðskapur um réttlæti og mannúð hefur stuðlað að því að Postillan hefur haft meiri og varanlegri áhrif á íslenskt þjóðlíf en flestar aðrar bækur.

Vegna Postillunnar lék ljómi um nafn Jóns Vídalíns. Hann er orðsins þjónn sem flytur máttugan boðskap á þróttmiklu máli um réttlæti og samlíðun í íslensku samfélagi. Til Postillunnar var oft vitnað í ræðu og riti og í daglegu amstri. Þess má glöggt sjá merki í ljóðum og lausu máli.

Meistari Jón Vídalín var aufúsugestur í íslenskum baðstofum eins og marka má meðal annars af mikilli útbreiðslu Postillunnar og notkun hennar eins og kemur fram í þeim athugunum sem gerðar hafa verið á bókaeign landsmanna í upphafi nítjándu aldar.

Þrátt fyrir mikil áhrif á þjóðlífið hefur tiltölulega lítið verið fjallað um Jón Vídalín og Postilluna fræðilega. Merkasta athugunin á því sviði er rannsókn Arne Möllers: Jon Vidalín og hans Postil (1929). Þá ritaði séra Páll Þorleifsson inngang að síðustu útgáfu Postillunnar (1945). Meðal annarra sem ritað hafa um sama efni eru Jón Helgason biskup, Magnús Jónsson og Hannes Þorsteinsson. Loks er að nefna handrit að ævisögu Jóns Vídalíns sem séra Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur, skrifaði og lauk við árið 1949. Merkustu heimildir um líf og starf Jóns Vídalíns eru líkræða séra Jóhanns Þórðarsonar prófasts og kaflinn um Jón Vídalín í Biskupasögum séra Jóns Halldórssonar í Hítardal.

Vídalínspostilla verður til á barokktímanum og sver sig í ætt við bókmenntir þess tímabils. Hún er sígilt ritverk og sýnir sterk tök höfundar á máli og stíl. Innihaldið mótast af hugmyndaheimi síns tíma en á engu að síður erindi til lesenda undir lok tuttugustu aldar fyrir margra hluta sakir eins og almennt gildir um sígild bókmenntaverk. Í því sambandi má nefna hinn sterka boðskap höfundar um þjóðfélagslegt réttlæti. Vitund hans um mannlegan breyskleika og vanmátt í forgengilegum heimi á sér sterkan enduróm í samtímanum.

Fyrst og síðast er það þó hinn biblíulegi boðskapur um lausn handa manninum í leit að tilgangi og fótfestu, að siðferðislegum og trúarlegum grunni, sem enn er í fullu gildi hvað sem framsetningu og hugmyndafræðilegum búningi líður, en á milli búnings og boðskapar er oft torvelt að greina.

Áhrif Vídalínspostillu á lífsviðhorf Íslendinga, á siðferðisvitund þeirra og trúarskilning eru sem fyrr segir veruleg þótt seint verði fundinn mælikvarði til að meta þau. Það er áreiðanlega réttur dómur sem kemur fram í inngangi séra Páls Þorleifssonar að Vídalínspostillu árið 1945 er hann kemst þannig að orði: "Engar prédikanir hafa náð að móta hug þjóðarinnar svo varanlega sem þessar. Menn kunnu heila kafla utan að, til orða meistara Jóns var vitnað eins og sjálfrar Ritningarinnar og þjóðsagan hermir að jafnvel útlagi öræfanna taldi sér skylt að heyra orð hans áður en hann sá sér fært að deyja hungurdauða sínum."1 Þær bókmenntir sem hafa náð slíkum tökum á þjóðinni hljóta að vera mikils virði.

Þáttur Jóns Vídalíns og Postillunnar í íslensku þjóðlífi fyrir einni öld eða svo kemur vel fram í bókmenntum. Það á við um skáldsöguna Márus á Valshamri og meistari Jón eftir Guðmund G. Hagalín, svipað er að segja um Brekkukotsannál Halldórs Laxness og síðast en 1    ?Páll Þorleifsson (1945), bls. xxvii.

2

ekki síst ber að nefn skáldsögu Torfhildar Hólm, Jón Vídalín. Séra Valdimar Briem orti um Vídalín og Einar Benediktsson orti ljóðið Meistari Jón sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1926 og síðar í ljóðabókinni Hvömmum, síðasta erindið sýnir hug skáldsins til þess boðskapar sem Vídalín flutti þjóðinni:

Hann talaði vonlausum traust og kjarká tungu, sem hjartað skildi.Þar reist hann sér andans aðalsmark,sem aldrei máist af skildi.Hann gnæfði sem hæðin með hjarnsins fald,svo harðger, - en brosti af mildi.Hans meistaraorð á þann eld og það vald,sem eilíft varir í gildi.2

Þótt Vídalínspostilla sé ávallt hin sama og breytist ekki þá gegnir öðru máli um þá ímynd sem hver kynslóð gerir sér af höfundinum. Sumum er hann harðorður prédikari sem tyftar og tugtar með orðsins brandi. Öðrum er hann trúmaðurinn mikli þar sem sannfæringarkraftur stafar af hverju orði. Enn aðrir hafa séð í honum spekinginn sem hefur mannvit síns tíma á valdi sínu og skynjar mannlega tilvist öðrum betur. Þá eru þeir sem horfa eingöngu á ytri búning máls og stíls en skeyta lítt um boðskap hans eða innihald húslestranna.

Hvað sem öðru líður þá hlýtur sá sem les Postilluna opnum huga að komast að þeirri niðurstöðu að Jón Vídalín er hinn trúi og staðfasti orðsins þjónn sem flytur boðskap um réttlæti og miskunn mildri röddu þrunginni sannfæringu um mátt orðsins og vilja til að sjá hann verða að veruleika í lífi þjóðarinnar.

Í þessum inngangi verður fyrst fjallað um ævi og störf Jóns Vídalíns og einnig dálítið um samtíð hans og samferðarmenn. Þá verður litið á húspostilluna og jafnframt athugað hvaða gildi þetta bókmenntaform hefur haft í íslensku þjóðlífi. Síðan verður litið á heimildir Vídalíns og guðfræðilegt baksvið Postillunnar í evrópskri menningarsögu, að því loknu á hugmyndafræðina og loks á þá formfræði sem að baki liggur. Allt þetta eru mikilvægar forsendur til þess að brúa það tæplega þriggja alda bil sem er milli samtímans og ritunartíma Postillunnar.

2    ?Einar Benediktsson <1926>(1964), bls. 516.

3

1. Jón Vídalín: ævi og samtíð.Jón Þorkelsson Vídalín leit þennan heim fyrst í Görðum á Álftanesi 21. mars árið 1666. Foreldrar hans voru hjónin séra Þorkell Arngrímsson og Margrét Þorsteinsdóttir. Hún var dóttir séra Þorsteins Jónssonar í Holti undir Eyjafjöllum sem var sonur séra Jóns Þorsteinssonar prests og sálmaskálds í Vestmannaeyjum sem Tyrkir tóku af lífi árið 1627; móðuramma hans var Solveig Ísleifsdóttir frá Saurbæ á Kjalarnesi. Margréti er þannig lýst í samtímaheimildum að hún hafi verið höfðingskona mikil, skynsöm og skörungur. Hún var sögð atkvæðasöm, örlynd og örlát.

Þorkell faðir hans fæddist á Mel í Miðfirði 1629, hann var sonur Arngríms lærða Jónssonar og seinni konu hans Sigríðar Bjarnadóttur. Séra Þorkell var vel menntaður maður, hafði numið við háskóla í Danmörku og Hollandi á yngri árum og lagt stund á guðfræði, náttúrufræði og læknisfræði. Faðir hans kom honum í kynni við vin sinn, Ole Worm prófessor í Kaupmannahöfn, og stundaði hann nám undir hans handleiðslu. Séra Þorkell fékk Garða á Álftanesi árið 1658. Hann lést árið 1677 þegar Jón var ellefu ára.

Systkini Jóns voru þrjú: Guðrún (f. 1661 eða '62), húsfreyja á Þingvöllum, Þórður, rektor og læknir (f. 1662) og Arngrímur, rektor í Danmörku (f. 1667).

Nám hjá ættingjum og í SkálholtsskólaJón var þrjá vetur í Skálholtsskóla (1679-82) þegar Ólafur Jónsson var þar rektor. Samkvæmt Biskupasögum Jóns Halldórssonar hófst námsferill hans hjá séra Páli Ámundasyni á Kolfreyjustað, m.a. hóf hann þar latínunám sjö ára.3 Séra Páll var aðstoðarprestur séra Þorkels í Görðum frá 1669 til 1673 þegar hann fór austur að Kolfreyjustað.

Að loknu prófi frá Skálholtsskóla stundaði Jón námið áfram uns hann hélt til Kaupmannahafnar fimm árum síðar. Fyrst var hann hjá sóknarprestinum í Holti undir Eyjafjöllum, séra Oddi Eyjólfssyni, sem giftur var móðursystur hans, Hildi Þorsteinsdóttur, svo var hann hjá mági sínum á Þingvöllum, séra Árna Þorvarðssyni, sem giftur var Guðrúnu systur hans. Séra Árni var lærdómsmaður og meðal afreka hans er þýðing á hinu mikla verki Lúthers Sá stærri katechismus, sem prentað var í Skálholti 1688. Loks var Jón eitt misseri hjá frænda sínum séra Páli Björnssyni í Selárdal.

Jón Þorkelsson öðlaðist dýrmæta reynslu á unga aldri - væntanlega meðan hann var í Holti - þegar hann reri tvær vertíðir frá Vestmannaeyjum. Ástæðan fyrir því að hann lagði fyrir sig sjómennsku á þessu tímabili var þröngur fjárhagur. Í Postillunni má greina þessa reynslu hans, m.a. í prédikun fjórða sunnudag eftir þrettánda:

Alkunnugt er það öllum mönnum hvílíkt framferði, hvaða munnsöfnuður, gjálífi, stráksskapur, lygi, rán og þjófnaður að æfður er í þvílíkum selsköpum með langtum meiri frekju og óskammfeilni en annars staðar svo hann þykist góðu bættur sem verst getur látið og það þykir karlmennska og snilli að vera fremstur í flokki nær menn slíkt aðhafast. Þegar þér róið til fiskjar, látist þér biðja Guð fyrir yður...

Hann þótti snemma bera af sem prédikari eins og sjá má af því að biskupinn í Skálholti, Þórður Þorláksson, veitti honum leyfi til að prédika þegar hann var aðeins 18 ára, 8. janúar 1685, þá hafði hann ekki tekið prestsvígslu. Árið 1686 sótti Jón um kennaraembætti við Skálholtsskóla en Þórður bróðir hans varð hlutskarpari enda búinn að ljúka guðfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla.

3    ?Jón Halldórsson (1903), bls. 348.

4

Í HafnarháskólaÁrið 1687 sigldu þeir bræður Jón og Arngrímur til Kaupmannahafnar þangað sem leið margra íslenskra menntamanna lá. Hinn 20. september 1687 luku þeir inntökuprófi í háskólann og eru skráðir í tölu háskólaborgara. Jón lagði stund á guðfræði í tvö ár og lauk námi 1689. Arngrímur bróðir hans var talinn mikill lærdómsmaður, hann orti bæði á grísku og latínu. Að námi loknu varð hann rektor í Maribo og Nakskov; hann hlaut magistersnafnbót frá Hafnarháskóla. Eftir hann liggja nokkur rit, m.a. um Grænland. Hann lést árið 1704 og var þá á fertugsaldri.

Veldi guðfræðinnar í Kaupmannahöfn var mikið á barokktímanum og ekki er að efa að Jón hefur verið vel búinn undir að tileinka sér það sem merkast var í heimi menntanna. Í líkræðunni, sem Jóhann Þórðarson prófastur flutti yfir honum, segir að hann hafi kynnst Jóhannesi Lasseníusi (1636-1692) og einnig Hector Gottfried Masíusi (1653-1709) sem báðir voru áhrifamenn í guðfræði og kirkjulífi í Kaupmannahöfn.4 Einnig kynntist hann Caspar Bartholin (1655-1738), sem var rektor Hafnarháskóla árið 1687 og oftar síðar.5 Árni Magnússon (1663-1730) sem var í Kaupmannahöfn samtímis Jóni - kom þangað fjórum árum áður - bjó í húsi Tómasar Bartholins, föður Caspars, og af því má draga þá ályktun að einhver tengsl hafi verið á milli Jóns og Tómasar. Samtímis honum í Kaupmannahöfn voru frændi hans Páll Vídalín (Jónsson) (1667-1727) síðar rektor í Skálholti 1690-1696 og eftir það lögmaður; einnig Jón Halldórsson (1665-1736) síðar prestur í Hítardal og höfundur Biskupasagna; þeir fóru báðir heim til Íslands 1688. Einnig voru þeir Þórður Jónsson, síðar mágur hans og Steinn Jónsson, síðar biskup á Hólum, samtíma Jóni í Kaupmannahöfn.

Jóhannes Lasseníus hafði áhrif hér á landi með bókum sínum, m.a. voru hér gefnar út eftir hann föstuhugvekjur og bænabók. Hann var prófessor við háskólann og prófaði Jón ásamt Masíusi. Einnig var hann prédikari við Péturskirkjuna í Kaupmannahöfn, sem þá var hvað best sótta kirkjan í borginni, og þótti tilþrifamikill prédikari. Arne Möller, sem mest hefur ritað um Jón Vídalín, telur að Jón hafi lært sitthvað í prédikunarfræðum af Lasseníusi og áhrifa hans gæti í Vídalínspostillu, m.a. í prédikun á föstudaginn langa.6 Hector Gottfried Masíus prófaði Jón sömuleiðis og hafði áhrif á hann. Masíus var hirðprédikari og prófessor í guðfræði. Hafi áhrifin frá Lasseníusi verið þýskrar ættar voru áhrif Masíusar ættuð frá Frakklandi þar sem hann hafði dvalist langdvölum. Masíus var glæsimenni og hafði mikil áhrif á stúdenta. Hann var vinveittur Philipp Jakob Spener (1635-1705) brautryðjanda þýska píetismans (heittrúarstefnunnar). Báðir voru þeir Lasseníus og Masíus þýskir að ætt og uppruna, Lasseníus fæddist í Pommern en Masíus í Mecklenburg. Séra Árni Sigurðsson telur þá báða "fyrirrennara" píetismans í Danmörku.7

Möller telur að Oluf Borch (1626-90) hafi haft enn meiri áhrif á Jón en þeir menn sem þegar eru taldir. Þau áhrif hafa þó varla byggst á miklum persónulegum kynnum þar eð Borch lést árið 1690 og hafði þá verið þungt haldinn um tveggja ára skeið. Borch var fjölmenntaður maður og kenndi málfræði, læknisfræði, grasafræði og efnafræði. Þórður Þorkelsson, bróðir Jóns, nam hjá honum læknisfræði. Talið er að Jón hafi lært latneska

4    ?Jóhann Þórðarson, líkræða, <1720> (1920), bls. 43-50.

5    ?Dansk Biografisk Leksikon, 2. bd. (1934), bls. 199.

6    ?Arne Möller f. 1876 í Danmörku, guðfræðingur að mennt, kennari, prestur og loks forstöðumaður prestaskólanna í Jonstrup og Haderslev. Móðir hans, Laura Petrine Elisabeth Johnsen, var af íslenskum ættum. Doktorsritgerð hans fjallaði um Passíusálma Hallgríms Péturssonar (1922). Dansk Biografisk Leksikon 16. bd. (1934), bls. 365, skrifað af Jóni Helgasyni.

7    ?Árni Sigurðsson (1949), bls. 40.

5

versagerð hjá Borch.8

Í danska sjóhernumÞegar Jón hafði lokið guðfræðiprófi árið 1689 kom sjómaðurinn upp í honum. Hann gekk í danska sjóherinn. Því tímabili lýsa vinir hans ekki sem neinum glæsitíma og séra Jóhann Þórðarson minnist ekki á herþjónustuna í æviágripi líkræðunnar. Ástæðuna fyrir þessu uppátæki Jóns telur séra Jón Halldórsson hafa verið löngun nafna síns til metorða. Ekki er víst að sú hafi verið eina ástæðan.

Séra Árni Sigurðsson telur að sitthvað hafi kunnað að búa að baki þessu ævintýri.9 Meðal annars að flest girnileg embætti voru setin ungum mönnum auk þess sem efnahagsástandið var almennt heldur bágborið hér á landi. Þá var það heldur ekki óalgengt að háskólagengnir menn færu í herþjónustu. Ófriður var aldrei fjarri, m.a. gekk sá orðrómur árið 1689 að búast mætti við stríði milli Dana og Svía. Í bréfi til Þormóðs Torfasonar (1636-1719) það ár segir Árni Magnússon að Jón Þorkelsson hafi í hyggju að fara í stríðið og sumir haldi að boðið verði út hermönnum frá Íslandi á því ári.

Þeir Árni Magnússon og Jón Þorkelsson voru fjögur ár samtíða í Höfn og svo virðist af bréfum þeirra Árna og Þormóðs að Jón hafi tekið að sér afskriftir fornrita fyrir þá Árna og Þormóð á árunum 1689-90. Séra Árni Sigurðsson telur að Jón hafi séð sér leik á borði að losna úr skrifarastarfinu með því að ganga í herinn. Loks höfðu nánir ættmenn og vinir Jóns unnið sér frægð í hernum. Jón Jónsson Vestmann, bróðir Þorsteins móðurafa hans, hafði lifað ævintýralífi frá því Alsírmenn hertóku hann ungan með móður sinni í Tyrkjaráninu, hann varð herforingi í þjónustu Danakonungs. Einnig hafði séra Oddur Eyjólfsson, sem var tengdur Jóni og kenndi honum ungum, getið sér gott orð í danska hernum á námsárum sínum þegar Svíar sátu um Kaupmannahöfn árið 1659. Loks hafði vinur hans einn, Jón Gíslason, gengið í herinn. Hermennska Vídalíns varð endaslepp og lauk með því að móðir hans og vinir fengu hann leystan úr herþjónustu vorið 1691, eftir tveggja ára þjónustu. Sneri hann þá heim til Íslands reynslunni ríkari.

Heimkoma, biskupsvígsla, hjónaband.Fyrst eftir heimkomuna fékk Jón inni hjá Þórði Þorlákssyni, biskupi í Skálholti, og kenndi börnum biskupshjónanna um hríð, þá varð hann heyrari (konrektor) í Skálholtsskóla 1692 og árið eftir kirkjuprestur í Skálholti. Því embætti þjónaði hann í þrjú ár, hann var einnig varaprófastur í Árnesþingi og oft kallaður til að vísitera stiftið og aðstoða biskupinn við embættisverk. Skólameistari í Skálholtsskóla á árunum 1690-1696 var frændi hans Páll Jónsson Vídalín. Páll var sonur Hildar Arngrímsdóttur, föðursystur Jóns og séra Jóns Þorlákssonar, prests í Víðidalstungu. Árið 1696 fékk Jón Þorkelsson Garðaprestakall og fluttist að Görðum ásamt móður sinni.

Árið eftir, hinn 16. mars 1697, lést Þórður biskup. Tveimur vikum áður hafði hann sent konungi beiðni um að Jón yrði aðstoðarmaður sinn og tæki við embætti eftir sinn dag.

Jón Þorkelsson Vídalín var vígður til biskups í Skálholtsstifti fyrsta sunnudag eftir páska 1698 sem það árið bar upp á fyrsta maí. Vígsluna framkvæmdi Henrik Bornemann, Sjálandsbiskup, í Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn. Þá var Jón aðeins þrjátíu og tveggja ára.

Framan af ritaði Jón biskup sig aðeins Jón Thorkelsson, svo er t.d. í fyrstu prestastefnugerð hans á Þingvöllum 4. júlí 1698 og einnig í júlí 1699 en í prestastefnugerð á Breiðabólstað í Fljótshlíð 3. október sama ár er hann nefndur Mag. Jón Thorkelsson Widalín og þannig ritar hann nafn sitt undir allsherjarprestastefnugerð 5. júlí árið 1700 (að slepptu 8    ?Árni Sigurðsson (1949), bls. 42-43.

9    ?Árni Sigurðsson (1949), bls. 49-58.

6

Mag en magistersnafnbótina fékk hann um það leyti sem hann var vígður biskup). Hann virðist því hafa tekið upp Vídalínsnafnið sumarið 1699 þótt hann hafi áður notað það þegar hann ritaði nafn sitt upp á latínu og í umsókn sinni um biskupsembættið, eftir 1715 ritar hann aðeins J(ón) Wídalín. Afkomendur Arngríms lærða notuðu margir Vídalínsnafnið og sjálfur notaði hann það stundum þegar hann skrifaði á latínu, hann var frá Auðunarstöðum í Víðidal en af Víðidal er nafnið dregið.10

Eftir vígsluna hélt hann þegar heim til Íslands. Árið eftir, 17. september 1699, gekk hann að eiga Sigríði Jónsdóttur Vigfússonar Hólabiskups. Hún var systir Þórðar, vinar Jóns. Þórður sóttist eftir biskupsembættinu um leið og Jón en talið er að Árni Magnússon hafi ráðið honum að draga sig í hlé. Sigríður Jónsdóttir var systir Þórdísar húsfreyju í Bræðratungu, eiginkonu Magnúsar Sigurðssonar bónda þar; Þórdís er fyrirmynd sögupersónu í Íslandsklukku Halldórs Laxness, Snæfríðar Íslandssólar. Hún flúði frá bónda sínum 24. mars 1703 og kom þá alkomin í Skálholt.11

Þau Sigríður og Jón áttu ekki börn sem upp komust, en þau eignuðust tvær dætur, sú fyrri fæddist andvana (1703) en hin, Solveig, lést tveggja ára í bólusóttinni miklu árið 1707.

Starf biskupsStarf biskups var umsvifamikið og erilsamt. Skálholtsbiskupum var ætlað að vísitera stiftið á þriggja ára fresti en Hólabiskupum árlega. Skálholtsstifti náði yfir Austurland, Suðurland og Vesturland. Á þessum yfirreiðum áttu biskupar að skoða kirkjur, ástand þeirra og búnað, vígja nýjar kirkjur og setja þeim máldaga, líta eftir eignum kirknanna, fylgjast með kenningu prestanna og kanna almennt ástand safnaðanna. Þeir höfðu umsjón með prestum hvor í sínu biskupsdæmi og þeim var skylt að útvega presta til kirkna sem ekki voru bændakirkjur. Eftir siðbót fór veitingavald prestsembætta undir konung og varð það í reynd þannig að hirðstjórar eða umboðsmenn þeirra veittu prestaköllin eftir tillögu biskups. Bestu prestaköllin veitti konungur venjulega sjálfur án þess að leita umsagnar biskups.

Biskupar vígðu presta og voru prestar skyldugir að veita þeim hlýðni enda gátu biskupar vikið þeim frá ef sakir voru til. Þá héldu biskupar prestastefnu árlega. Þeim prestum sem biskup kvaddi til var skylt að sækja prestastefnu. Þar voru rædd málefni kirkjunnar og réðu biskupar þar ýmsum málum til lykta, settu fyrirmæli í samráði við presta og létu dóma ganga. Nokkru dómsvaldi í málum kirkjunnar héldu þeir eftir siðbót, síðar ásamt fulltrúum konungs í helmingadómum. Biskupum var ætlað að halda uppi latínuskólum á biskupsstólunum og var af þeim sökum mannmargt á stöðunum á vetrum og mannahald mikið. Gefur því auga leið að rekstur embættanna var fjárfrekur og því þurfti að gæta tekna staðarins enda áttu stólarnir miklar jarðeignir. Í starfi sínu lét Jón biskup sér mjög umhugað um rekstur spítala fyrir holdsveika.12

Jón Vídalín lét þjóðmálin mjög til sín taka og var ekki ólíkur föður sínum og frændum að því leyti. Hann lýsti ýmsum hugmyndum sínum um almenn þjóðþrifamál í bréfum til Rabens stiftamtmanns í apríl og ágúst 1720, skömmu fyrir dauða sinn, og gefa þau bréf góða mynd af biskupi að þessu leyti. Þar fjallar hann um að nauðsynlegt sé að koma upp bókasöfnum við biskupsstólana til uppfræðslu fyrir æskulýðinn, hann kvartar um að verslunarmenn flytji ekki inn nægjanlegt timbur og sitthvað hefur hann út á verslunarhættina að setja. Hann vill að sýslumönnum verði í samráði við sóknarpresta falið að leita uppi pilta

10    ?Árni Sigurðsson (1949), bls. 74-75; Páll Eggert Ólason (1943), bls. 32.

11    ?Jón Halldórsson (1903) segir um veturinn 1704.

12    ?Árni Sigurðsson (1949), bls. 75-80. Um embætti biskupanna eru góðar heimildir í riti Björns Karels Þórólfssonar, Um biskupsembætti á Íslandi. Sérprent úr Skrá Þjóðskjalasafns III, Reykjavík 1956.

7

á aldrinum 14-15 ára, til að byrja með einn úr hverri sýslu, til að læra handverk svo sem í skinnaverkun, sútun, hanskagerð o.fl. Hann bendir stiftamtmanni á að svo hafi verið gengið á birkiskóga landsins vegna kolagerðar að þeir séu í verulegri hættu. Hann vill að í staðinn verið hugað að mótekju og innflutningi á kolum frá Englandi. Þá bendir hann á að mikið sé af málmum í jörðu, brennisteininn þurfi að nýta betur og fleiri tegundir steina. Svo hefur hann áhuga á því að flytja inn fólk frá Noregi, helst frá Þrándheimi og senda fólk héðan í þeim tilgangi að læra af Norðmönnum, þar hefur hann m.a. kornrækt og grænmetisrækt í huga. Hann er sannfærður um að Norðmenn geti kennt Íslendingum margt í sambandi við fiskveiðar, bátasmíði og veiðarfæri. Jón Vídalín sat Skálholtsstað með reisn. Hann var farsæll í starfi, einkum framan af. Hann þótti mildur við almúgann og réttlátur stjórnandi þótt hann gæti einnig átt til að láta hart mæta hörðu. Hann var mikill kirkjuhöfðingi og er oft talinn einn merkasti biskup í íslenskri kirkjusögu. Því veldur farsæl og örugg kirkjustjórn hans, vitsmunir og ræðusnilld og síðast en ekki síst Postillan. "Það er ekki staða hans í þjóðfélaginu sem hefir áunnið honum það frægðarorð" segir dr. Jón Helgason biskup og á þar við að ritstörf hans hafi helst haldið nafni hans á lofti.13

Samskipti Jóns Vídalíns við alþýðu manna voru farsæl og einnig að mestu leyti við prestana. En samskiptin við fulltrúa hins veraldlega valds, einkum Odd Sigurðsson lögmann, voru biskupi erfið. Vart fer milli mála að lögmaðurinn reyndi að gera biskupi eins erfitt fyrir og hann gat, m.a. með því að æsa þá presta gegn honum sem biskup þurfti að tyfta. Innan kirkjunnar átti Jón Vídalín lengi vel í deilum við séra Jón Sigmundsson, prest á Þykkvabæjarklaustri, sem hann dæmdi frá embætti í sýnodírétti á Alþingi (í fjarveru Odds lögmanns) árið 1712 "fyrir óskikkanlega skriflega frávísan einnrar ógiptrar kvenpersónu frá sacramentisins meðtöku vegna leynilegs burthvarfs hennar kviðþyktar" eins og séra Jón Halldórsson kemst að orði.14 Prestur neitaði að hlýða dómi þessum og naut stuðnings lögmanns, af máli þessu spannst hin mesta óvild með biskupi og lögmanni. Víða í Postillunni má greina áhyggjur biskups af prestum sínum, einkum þeim sem rækja embætti sitt dauflega, en einnig víkur hann að skyldum sóknarbarna við kirkjuna: "til að ganga í Guðs hús" (25.sd.e.trin.), og við prestana: að gjalda þeim "það sem gjaldast á" (23.sd.e.trin.).

BiskupsstólarnirBiskupsstólarnir voru einu þéttbýliskjarnar landsins. Þar voru skólarnir og þar var umfangsmikill rekstur. Lýsing á Skálholtsstað í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sýnir að búskapur var þar allmikill. Biskup þurfti því góða samstarfsmenn og var ráðsmannsstarfið í Skálholti mikilvægt embætti. Erindisbréfið sem biskup setti Sigfúsi Þórðarsyni ráðsmanni 14. maí 1699 er fróðleg heimild um umsvifin á staðnum. Í átján greinum er verkefnum ráðsmannsins lýst.

Hann á að halda uppi góðri reglu á staðnum, sækja til saka þá menn sem gera sig seka um þjófnað, ráða gagnlegt og duganlegt vinnufólk, sjá um að báðir brytar staðarins gæti trúlega starfa sinna, ekki síst að halda vel við húsum og túngörðum. Þá skyldi hann sjá til þess að þeim sem á staðinn kæmu væri vel gegnt til matar og drykkjar og hindra að nokkrum, allra síst aðkomufólki, sé í nokkru misþyrmt í orði eða verki.

Hann skyldi hafa fullkomið umboð til að byggja og selja á leigu allar jarðir dómkirkjunnar í Gullbringu-, Árness- og Rangárvallasýslum, einnig átti hann að hafa á sinni hendi til umsjónar Hreppa-, Skeiða- og Flóaumboð. Þegar hann léti af ráðsmennskunni skyldi hann innheimta allar eftirstöðvar gjalda er falla kynnu í hans embættistíma í þessum 13    ?Jón Helgason (1920), bls. 2.

14    ?Jón Halldórsson (1903), bls. 364.

8

þrem umboðum. Hann átti að setja ráðvanda og heiðarlega menn til að gæta reka staðarins og sjá um

að þeir gerðu skil fyrir öllu því er bæri á fjörur og dómkirkjan ætti með réttu. Bæri hval eða önnur slík stórhöpp á rekafjörur skyldi hann fara sjálfur á vettvang.

Hann skyldi sækja til laga öll mál staðarins, hvort heldur þar væri um að ræða ágreining um akur eða engi, reka eða skóg, vötn eða veiðar, útgerð staðarins eða annað. Hann átti að taka út í kaupstöðum allar nauðsynjar staðarins og leggja aftur inn þá vöru er til félli: fisk, smjör, prjónles, sauði eða hvað annað og sjá um að vörurnar sem út væru teknar eða inn lagðar væru rétt vegnar og mældar og í öllu fullgildar samkvæmt taxta konungs.

Sitthvað fleira er upp talið í þessu bréfi. Hvergi í bréfinu áskilur Jón biskup sér nein afskipti af störfum ráðsmanns og hefur því veitt honum allmikil völd og sýnt honum fullkomið trúnaðartraust. Sigfúsar naut ekki lengi við, hann lést rétt eftir nýár 1702 og er sagt að biskup hafi ávallt saknað hans mjög.15

StórabólaÞað tímabil sem Jón Vídalín gegndi biskupsembætti var síður en svo glæsilegt í sögu lands og þjóðar.16 Hvað stjórnarfar snertir einkenndist það af konungseinveldi og verslunareinokun.17 En hvað hin ytri skilyrði náttúrunnar varðar er þar helst að nefna harðindi og drepsóttir í lok sautjándu aldar og upphafi þeirrar átjándu. Svo virðist sem ein hörmungin hafi rekið aðra. Heklugos varð árið 1693, hafís lá við land fram á sumar 1695, harður vetur var 1697 (vatnsleysuvetur) og varð þá mikill mannfellir og umferð þurfamanna. Hörkuvetur var 1699 og var þá gengið á ísi yfir Hvalfjörð. Mannskaðavetur kalla annálar veturinn 1700 og er talið að 400 manns hafi farið í sjóinn. Þurfamenn fóru í stórum stíl um landið 1701 og fólk féll úr hungri. Sama er að segja um 1703. En fátt hefur leikið þessa þjóð verr en stórabóla sem geisaði um landið frá því vorið 1707, fyrst á Vestur-, Suður-, og Norðurlandi en árið eftir fyrir austan. Í stórubólu 1707-9 hafði biskup "stóra áhyggju og umsvif" svo vitnað sé til séra Jóns Halldórssonar.18 Þar hefur sagnaritarinn áreiðanlega ekki tekið of djúpt í árinni. Prestar féllu frá og stór svæði urðu prestslaus, staðirnir misstu tekjur, m.a. Skálholtsstaður. Vandi biskups var því mikill á þessum hörmungatímum; stór hluti þjóðarinnar féll í valinn í pestinni. Í manntalinu 1703 eru Íslendingar taldir vera 50.444 en að pestinni afstaðinni vart 34.000, árið 1801 eru þeir taldir 42.207.19

Stórabóla myndar því baksvið Vídalínspostillu. Hafi hörmungatími þessi verið þungur þjóðinni þá þarf ekki lengi getum að því að leiða hversu mikil lífsreynsla hann hefur verið þeim manni sem átti að vera prestur prestanna í þjáningum þessum. Á Skálholtsstað létust 25 manns og talið er að í suður- og vesturhluta Skálholtsbiskupsdæmis (Múlaþing er undanskilið, þar gekk pestin árið eftir) hafi látist 23 prestar.20 Pestin snerti biskupshjónin í

15    ?Bsp A, IV, 4. Bref hra Bpsens Mag Jons Thorkelssonar útgefið Sigfúse Þorðarsyne Fyrer ráðsmannsembætte í Skálhollte Dat. 14. Maii Ao 1699.

16    ?Um tíðarandann, sjá Arne Möller (1929), bls. 40-41, bréf frá Árna Magnússyni.

17    ?Gísli Gunnarssonar (1987).

18    ?Jón Halldórsson (1903), bls. 362.

19    ?Björn Þorsteinson og Bergsteinn Jónsson (1991), bls. 230 og 231 og Árni Sigurðsson (1949), bls. 108.

20    ?Páll Eggert Ólason (1943), bls. 270 o. áfr.

9

Skálholti m.a. á þann hátt að Solveig, dóttir þeirra, lést í henni. Í húslestri fjórða sunnudag eftir þrettánda mætti gera sér í hugarlund að pestin væri Vídalín í huga:

Guð straffaði syndir vorar um skammt með óáran nokkurri, þar eftir vitjaði hann vor með landplágu hvör eð tók frá oss vora kærustu ástvini og hið besta fólk. Mundi oss þá ekki þykja horfa til vandræða hvílík auðn var þá í landinu svo að þeir sem holdlega voru sinnaðir tóku til að efast um að vér mundum hér lengi byggðum halda? En hvörsu hefur hin milda hönd Drottins síðan kórónað árið? Hvörsu hafa hans fótspor af feiti dropið? Með hvílíkri árgæsku hefur hann blessað oss svo að vér ekki einasta höfum engan skort liðið heldur flestir búið við betri kost en nokkurn tíma áður?

Oddur Sigurðsson lögmaður og aðrir valdsmennEftir erfðahyllinguna í Kópavogi 1662 gátu Íslendingar ekki státað af miklu pólitísku frelsi. Æðsti embættismaður innanlands var stiftamtmaður en amtmenn fóru með valdið í umboði hans nema 1708-1718 þegar Oddur Sigurðsson hafði það vald á sinni hendi. Konungur á þessum árum var Friðrik 4. (1699-1730), sonur Kristjáns fimmta. Á valdatíma hans áttu Danir í langvarandi styrjöldum.

Samband ríkis og kirkju var náið í Danmörku á tímum konungseinveldisins, konungi var stuðningur kirkjunnar mikilvægur til þess að renna stoðum undir vald sitt og kirkjunni var stuðningur konungs ekki síður mikilvægur.

Oddur Sigurðsson var einn valdamesti maður hér á landi á biskupstíma Jóns Vídalíns. Var samkomulag þeirra lengst af í stirðara lagi og verður með engu móti sagt að Jón biskup hafi lotið hinu veraldlega valdi fúslega.

Oddur fæddist á Stað á Ölduhrygg árið 1681 þar sem faðir hans, Sigurður Sigurðsson, var prestur, hann var sonarsonur Odds biskups Einarssonar (1559-1630). Ekki naut Oddur þó lengi samvista við föður sinn því hann lést þegar Oddur var aðeins níu ára. Móðir hans var Sigríður Hákonardóttir sýslumanns í Bræðratungu. Hún var stórlynd og skörungur mikill og þótti Oddi heldur bregða til hennar um skaplyndi. Hann var náskyldur flestu stórmenni á landinu auk þess sem foreldrar hans voru stórauðug, hann hélt sig ríkmannlega og var auk þess glæsimenni. Árið 1698 fór Oddur utan og nam guðfræði í Kaupmannahöfn, að því loknu kom heim tveim árum síðar og dvaldist með móður sinni á Rauðamel syðra uns hann fór aftur utan 1706. Vorið 1707 varð hann varalögmaður norðan og vestan en fékk umboð stiftamtmanns vorið 1708. Því embætti hélt hann til 1718. Hann átti í talsverðum útistöðum við flesta fyrirmenn á landinu: Jón Vídalín, Pál lögmann Vídalín, Fuhrmann amtmann, Jóhann sýslumann Gottrup og fleiri. Þótti Oddur lögmaður iðulega sýna ófyrirleitni og yfirgang og "hikaði ... ekki við að troða lög og sanngirni undir fótum þegar í óefni var komið ef honum bauð svo við að horfa".21

Svo virðist sem afskiptasemi Odds um kirkjuleg málefni, m.a. veitingar prestsembætta, hafi komið deilum þeirra biskups af stað.22 Óvildin milli þeirra virðist fyrst brjótast út að ráði árið 1710 og nær hámarki með fundi þeirra að Narfeyri 5. sept. 1713 en sá fundur hafði allmikil eftirmál. Meðal þeirra mála sem urðu þeim Jóni biskupi og Oddi lögmanni að verulegu ágreiningsefni snerist um séra Jóns Sigmundssonar sem áður er nefndur. Ekki bætti úr skák að samskipti Páls Vídalíns við Odd voru öllu verri og átti það rætur sínar að rekja til námsára Odds í Skálholti en þá var Páll rektor skólans.

Stiftamtmaður á biskupstíma Jóns Vídalíns var Úlrik Kristján Gyldenlöwe, hann varð 21    ?Tilvitnun í bók Jóns Aðils um Odd Sigurðsson, eftir Árna Sigurðssyni, bls. 466.

22    ?Árni Sigurðsson (1949), bls. 467.

10

fyrsti stiftamtmaður landsins og tók við embættinu 1684. Gyldenlöwe var launsonur Kristjáns konungs fimmta og var á sjötta ári þegar hann hlaut embættið!23 Hann var sagður vel gefinn og góðviljaður. Hann kom aldrei til landsins og hafði því umboðsmenn hér í sinn stað. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 1719. Við embætti hans tók þá Raben. Meðal annarra embættismanna voru: Christian Müller d. 1720, amtmaður, Niels Fuhrmann (varð aðstoðarmaður Müllers 5.10.1716), amtmaður og Paul Beyer, landfógeti.

LærdómsmennÆttmenn og nánustu vinir Jóns Vídalíns voru margir hverjir miklir lærdómsmenn og fengust m.a. við rannsóknir á íslenskum fornbókmenntum. Áður hefur verið minnst á séra Árna Þorvarðsson á Þingvöllum og Þormóð Torfason sagnaritara. Jón Vídalín var í nánum tengslum við rannsóknir og fræði alla ævina.

Af lærdómsmönnum í hópi ættmenna hans og vina ber fyrst að nefna föður hans, séra Þorkel Arngrímsson. Hann lærði fyrst guðfræði en síðar sneri hann sér að öðrum fræðigreinum jafnframt, einkum náttúrufræði og læknisfræði. Má sjá af lækningadagbók hans, sem til er í Þjóðarbókhlöðu, að hann hefur verið í Hollandi árið 1652 og sama ár er hann einnig í Kaupmannahöfn. Þar er hann 1652-53 við lækningar. 1654-56 er hann í Noregi við námurannsóknir. Vann hann sér svo mikið álit á því sviði að hann var sendur til Íslands með styrk frá konungi til málmleitar. Síðar fól konungur honum að semja náttúrusögu Íslands. En þá hafði hann fengið Garða á Álftanesi (1658) sem var of tekjurýrt prestakall að hann gæti ráðið sér aðstoðarprest þá (þótt síðar yrði) og sinnt söfnun heimilda í náttúrusöguna. Það sem til er prentað eða í handritum eftir séra Þorkel Arngrímsson um náttúruvísindi og lækningar svo og ummæli um hann í sögum og annálum ber því vitni að hann hefur verið vel að sér í þeim greinum. Þá var hann allvel hagmæltur og sitthvað fleira til lista lagt. Hann var hæglátur maður, stilltur og spakur í lund en ekki talinn mikill búmaður. Þegar á leið ævina hneigðist Þorkell um of til áfengisnautnar. Hann var ekki talinn mikill prédikari en hins vegar virðist af skrifum hans að hann hafi verið mun frjálslyndari í guðfræði en títt var á þeirri öld. Eftir hann liggja bréf til Ole Worms um náttúru Íslands, einnig liggur eftir hann lækningabók, sem telst vera elsta lækningabók íslensks læknis.24 Þá þýddi hann á íslensku eitt höfuðrit kristinnar dulhyggju, Imitatio Christi eftir Thomas a Kempis (u.þ.b. 1380-1471): Þrjár stuttar bækur hvörninn maður skuli breyta eftir herranum Christo og afneita sjálfum sér ásamt öllum veraldlegum hégóma. Bókin var gefin út á Hólum 1676. Imitatio Christi er fjórar bækur á frummálinu en að þessu sinni voru aðeins gefnar út þrjár þeirra.25

Séra Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648), föðurafi hans ritaði mikið um íslenska sögu. Hann var rektor latínuskólans á Hólum í biskupstíð Guðbrands Þorlákssonar og ritaði að tilstuðlan hans bókina Brevis commentarius de Islanda til þess að fræða útlendinga um land og þjóð og leiðrétta missagnir. Hann samdi fyrstu Íslandssöguna, Crymogea (1609) og mörg önnur fræðirit.26

Þórður biskup Þorláksson (1637-1697), forveri Jóns á biskupsstóli, eignaðist prentverkið á Hólum og fékk leyfi til að flytja það suður. Hann starfrækti prentsmiðjuna af myndarskap og lét prenta guðsorðabækur og þá hóf hann fyrstur manna prentun fornrita hér

23    ?Páll Eggert Ólason (1942), bls. 205.

24    ?Páll Eggert Ólason (1942), bls. 396.

25    ?Páll Eggert Ólason (1942), bls. 242.

26    ?Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson (1991), bls. 201.

11

á landi (Íslendingabók Ara fróða, Landnámabók, Kristnisaga og Ólafs saga Tryggvasonar komu út í prentverki hans).27 Eftir hans dag var prentverkið flutt aftur norður. Tengsl þeirra Jóns voru allnáin.

Árni Magnússon (1663-1730) safnaði íslenskum handritum víðsvegar um landið og flutti þau til Kaupmannahafnar til rannsóknar og varðveislu, sá flutningur fór einkum fram árið 1720 þegar styrjöldinni milli Dana og Svía var lokið og óhætt var að flytja hinn verðmæta varning utan. Árni naut álits sem fræðimaður og starfaði í leyndarskjalasafni konungs, árið 1701 varð hann fyrstur manna prófessor í "dönskum fornfræðum". Hann hafði löngum vetursetu hjá Jóni Vídalín í Skálholti meðan hann starfaði að söfnun heimilda í Jarðabókina ásamt Páli lögmanni Vídalín á árunum 1702-1714.28

Séra Páll Björnsson var einn merkasti lærdómsmaður sinnar aldar og kom oftar en einu sinni til greina sem biskupsefni á Hólum en hafði ekki áhuga. Hann fæddist árið 1621 í Bæ á Rauðasandi, sonur Björns sýslumanns Magnússonar og síðari konu hans Helgu Arngrímsdóttur prests hins lærða. Voru þeir Jón því systkinasynir. Páll fór til náms í heimspeki og guðfræði í Kaupmannahöfn eftir að hann lauk námi á Hólum. Hann var heyrari (konrektor) á Hólum einn vetur en vígðist 1645 til Selárdals þar sem hann sat til dauðadags, 23. október 1706. Hann var mikill tungumálamaður eins og þýðingar hans, sem til eru í Þjóðarbókhlöðu, sýna. Þar eru þýðingar á ýmsum bókum Biblíunnar og öllu Nýja testamentinu ásamt biblíuskýringum. Hann var stærðfræðingur, reiknaði t.d. hnattstöðu Bjargtanga, þá var hann hugvitsmaður, fann upp nýtt bátslag og var einna fyrstur hér á landi til að stunda þilskipaútgerð. Hans er oft getið í tengslum við galdra hér á landi sem hann var trúaður á og barðist gegn, hann var að öðru leyti ekki talinn ofstækisfullur í trúmálum og hversdagslega var hann glaðsinna og góðlyndur. Um galdra fjallar rit hans Character bestiæ sem varðveitt er í handritum. Ritgerðir um ýmis efni eru varðveittar eftir hann, m.a. um mælskufræði.29

Í annasömu biskupsembætti gafst ekki mikill tími til fræðistarfa. Þegar á leið ævina gaf Jón Vídalín sig engu að síður að ritstörfum. Flest af því sem prentað var eftir hann kom fyrst út í prentverki Steins biskups Jónssonar á Hólum enda voru þeir biskuparnir frá fornu fari góðir vinir, þeir voru m.a. samtímis í Kaupmannahöfn við nám eitt ár (Steinn var þar 1686-88). Á prenti er til eftir Jón biskup prédikanasafnið Sjö prédikanir út af þeim sjö orðum Drottins vors Jesú Christi er hann talaði síðast á krossinum, sú bók kom fyrst út á Hólum árið 1716 og var endurprentuð fjórum sinnum, síðast í Kaupmannahöfn 1832, sýnir það nokkuð vinsældir bókarinnar. Þá var prédikanasafnið Sjö prédikanir út af píningarhistoriu gefið út á Hólum árið 1722 og síðan sex sinnum, síðast í Kaupmannahöfn 1832 undir heitinu Sex prédikanir út af Píningar historíu Drottins vors Jesú Christi en þá hafði sjöunda prédikunin verið felld niður enda ekki eftir Jón Vídalín heldur Stein biskup. Hér er væntanlega í báðum tilvikum um að ræða miðvikudagsprédikanir sem hann hefur flutt í Skálholtskirkju á föstunni. En samkvæmt því sem Möller segir var það ekki í verkahring biskups að prédika (um það sá dómkirkjupresturinn) nema á stórhátíðum og miðvikudögum á föstu.30

Eitt verk Vídalíns sem kom út á dögum Steins var fyrst prentað í Kaupmannahöfn: Stutt og einföld undirvísun um kristindóminn (1729). Sú bók var þýdd á dönsku og gefin út í

27    ?Páll Eggert Ólason (1942), bls. 180-181.

28    ?Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson (1991), bls. 230-232.

29    ?Páll Eggert Ólason (1942), bls. 245-248.

30    ?Arne Möller (1929), bls. 347.

12

Höfn 1733.31 Steinn lét svo prenta bænakverið Guðrækilegar bænir 1738, sem Jón Vídalín hafði þýtt úr dönsku (síðari hluti bókarinnar The Practice of Christian Graces, Or, the Whole Duty of Man laid down in a plain and familiar way eftir Richard Allestree); fyrri hluti bókarinnar, Skylda mannsins við Guð, sjálfan sig og náungann kom út í þýðingu Jóns 1744, einnig á Hólum, með formála eftir Ludvig Harboe, þýdd úr dönsku.32

AndlátiðJón Vídalín lést aðfararnótt 30. ágúst 1720 á leið vestur á Staðarstað til þess að jarðsetja Þórð Jónsson, mág sinn og vin. Í líkræðunni segir að Jón biskup hafi frétt lát Þórðar og "reisti því að heiman þann 26. Augusti á þessu sumri 1720 og að kvöldi þess sama dags hafði náttstað í Sæluhúsum við Kvígindisfell. Þá sömu nótt tók hann og varð sjúkur og var því jafnaðarlega að biðja Guð sér til hjálpar og befala honum sinn anda. Lá hann svo þar í þrjá daga inn til þess 30. sama mánaðar. Um morguninn snemma lét hann kirkjuprestinn séra Ólaf Gíslason lesa hjá sér Guðs orð og það í tvær reisur og á meðan hafði hann þungar andvarpanir í hjartanu til Guðs..."33 Séra Jón Halldórsson lýsir orðaskiptum biskups og kirkjuprestsins. Hinn síðarnefndi segir: "Mér lízt, herra, að þér munið ei lengi hér eftir þurfa að berjast við heiminn." Þá svarar biskup: "Því er gott að taka. Ég á góða heimvon." Litlu síðar dró af líkamskröftum hans og burtsofnaði hann nokkru fyrir dagmál þann 30. ágúst. Skömmu eftir andlátið náði Sigríður biskupsfrú til sæluhússins en hún hafði farið vestur að Staðarstað á undan honum.

Útför hans var gerð frá Skálholtskirkju 6. september af prófastinum í Árnesþingi séra Jóhanni Þórðarsyni. Er líkræða hans ítarleg og talin ein besta heimild sem til er um æviferil Jóns Vídalíns.

Af lýsingum heimilda má ráða að Jón biskup hafi kennt sér meins þegar komið var að Sleðaási sunnan Ármannsfells, haldið síðan áfram og komist að sæluhúsinu norðaustan við Kvígindisfell þar sem hann háði dauðastríð sitt. Þaðan er líkið síðan flutt yfir Skjaldbreiðarhraun austur um Helluskarð í Skálholt en Sigríður biskupsekkja fór með fylgdarliði sínu yfir Hrafnabjargaháls og Lyngdalsheiði austur í Skálholt.34

Fljótlega eftir andlát Jóns biskups kom fram hugmynd um að reisa honum minnisvarða þar sem hann lést, af því varð þó ekki fyrr en árið 1963 er biskup Íslands vígði kross til minningar um Jón Vídalín í Biskupsbrekku við Hallbjarnarvörður.

Séra Jón Halldórsson í Hítardal, sem var samtímis Jóni Vídalín í Höfn og rektor Skálholtsskóla í tvö ár eftir stórubólu (frá 1708), lýsir biskupi þannig:

"M.(agister) Jón Vídalín var að persónu, ásýnd og vexti fyrirmannlegur, vel á fót kominn, ypparlega lærður í latínu og grísku sem og fleirum framandi tungumálum, forfarinn í flestum lærdóms og bóklegum konstum, eitt hið liðugasta og besta latínuskáld hér á landi, hafði hreint og skýrt málfæri, hinn röksamlegasti og áheyrilegasti prédikari, og þótt hann væri vel talandi og stórgáfaður, samt vandaði

31    ?Páll Eggert Ólason (1943), bls. 207.

32    ?Ludvig Harboe (1709-83) var biskup og kirkjusagnfræðingur. Hann kom til Íslands árið 1741 sem fulltrúi danskra kirkjuyfirvalda til þessa að kanna kirkjulíf hér á landi. Hann var talsmaður píetismans (heittrúarstefnunnar). Páll Eggert Ólason (1943), bls. 172 o. áfr. og Dansk Biografisk Leksikon, bd. IX. (1934).

33    ?Jóhann Þórðarson (1920), bls. 50. Í sama riti segir Hannes Þorsteinsson frá fyrstu hugmyndum um að reisa Jóni Vídalín minnisvarða við Sæluhús, Hannes Þorsteinsson (1920), bls. 41-42.

34    ?Jón Halldórsson (1903), bls. 373. Sjá einnig Árbækur Espólíns, 8. hluta kafla 39 (1829), "Andlát Jóns biskups og annara", bls. 51-56.

13

hann jafnan sínar prédikanir og var því vandlátur um þær við aðra... Eftir það hann rétti við úr fátækt og örefnum hafði hann stóra og fljóta lukku og mikið peningalán, var þó ríflundaður og stórmannlegur, sparði ekkert til að halda við virðingu sinni... Aungvann nauðstaddan sem til hans leitaði lét hann synjandi frá sér fara, jafnvel þó áður í óþóknan hans verið hefði. Við kunningja sína og vini var hann sléttur og glaðsinnaður, við aðra út í frá eða almúga ávarpsgóður og lítillátur, við stæriláta og þá er á hans hluta vildu ganga stórhugaður og kappsamur og utan öls varð honum varla komið til að skipta skapi sínu."35

Sigríður biskupsekkja fluttist að Stóra-Núpi í Eystrahreppi og bjó þar til dauðadags 16. júní árið 1730. Þá var hún fimmtíu og þriggja ára Hún var jarðsett við hlið bónda síns í Skálholti. Séra Jón Halldórsson í Hítardal gefur henni þann vitnisburð að hún hafi verið "forstöndug persóna, trúföst, lastvör um aðra menn, lítillát og skikkunargóð, góðgerðarsöm, helst við vini sína og náunga."36

35    ?Jón Halldórsson (1903), bls. 370-72.

36    ?Árni Sigurðsson (1949), bls. 617.

14

2. HúspostillurHúspostillan sem bókmenntategund má teljast eitt einkenni á mótmælendakristindómi. Ásamt öðrum hugvekjubókum og trúarritum til upplestrar á heimilum var hún hluti af heimilisguðrækninni. Heimilisguðræknin mótaðist einkum af húslestri í kvöldvökulok. Hún hófst með því að sunginn var sálmur, síðan var lesið úr hugvekjubók og lauk svo með sálmi, eftir það gekk hver maður til hvílu. Á helgidögum og hátíðum var lesið úr húspostillu og fór sá lestur fram um miðjan dag, um ellefuleytið eða jafnvel enn fyrr. Á jólum var lesið á kvöldin. Sums staðar var lesið úr postillunni áður en menn gengu til kirkju en annars staðar var lesið fyrir þá sem voru heima meðan aðrir voru í kirkju. Stundum voru sungnir tveir sálmar á undan og tveir á eftir. Af postillum var Vídalínspostilla mest notuð frá því hún kom út og þar til Péturspostilla tók að leysa hana af hólmi á síðari hluta nítjándu aldar.37

Orðið postilla er komið af latnesku orðunum post illa verba textus sem merkir "eftir þessi orð textans". Í postillunni var texti helgidagsins og útlegging hans. Postillunni var ætlað að koma í staðinn fyrir prédikunina í kirkjunni fyrir þá sem ekki áttu heimangengt og þar af leiðandi var aðeins lesið úr henni á helgum dögum en ekki hversdags.

Húslestrar tíðkuðust hér á landi langt fram á þessa öld og eru til margar frásagnir af því hvernig þeir fóru fram. Ein lýsingin er í ritgerð eftir séra Þorkel Bjarnason (1839-1902), prest á Reynivöllum í Kjós, sem ættaður var og alinn upp á Meyjarlandi á Reykjaströnd við utanverðan Skagafjörð. Lýsing hans er því af húslestri um miðja nítjándu öld:

Húslestrar voru þá rækilega lesnir frá veturnóttum og fram að páskum og á sunnudögum og öðrum helgum þegar megnið af heimilisfólkinu fór eigi til kirkju. Þess heyrði ég og getið að sumstaðar væri þá siður að lesa tvisvar á dag, kveld og morgna. Væri eitthvað gjört á sunnudögum var jafnan lesið fyrst, að minnsta kosti víðast hvar, var jafnan sungið fyrir og eftir lestur og bæn lesin áður en sungið var eftir. Síðan gjörðu allir bæn sína og byrgðu fyrir andlit sér með hægri hendi. Var börnum þá sagt að lesa Faðir vor. Lesarinn hætti venjulega fyrst að bæna sig og svo hver af öðrum og sagði hann þá: "Guð gefi ykkur góðar stundir" en tilheyrendurnir tóku undir og sögðu: "Þakka þér fyrir lesturinn." Vari var tekinn á því að allir sætu undir söng og lestri með kyrrð og enginn skarkali væri sem truflað gæti eftirtekt manns enda það eitt unnið á meðan sem enginn hávaði var að. Meðan guðspjallið var lesið á helgum héldu allir að sér höndum.38

Talsverð almenn lestrarkunnátta var skilyrði fyrir því að húslestrarbækur kæmu að fullum notum. Ekki virðist Vídalín vera sáttur við þá kunnáttu ef marka má orð hans í húslestri 12. sd. e. trín.: "Einhver vill segja: Eg get lesið Guðs orð þótt ekki heyri eg það. Því er verr, að þeir eru svo fáir sem lesa kunna." Í sama lestri segir hann að það sé ekki víða í landinu sem "almenningur fái Guðs orð heyrt nema í kirkjunni." Augljóst má vera að biskup hefur viljað heldur meiri lestur slíkra bókmennta en minni og þegar frá leið fór lestrarkunnátta batnandi.

Postillur LúthersHúspostillur settu sterkan svip á siðbótarkristindóminn þegar í upphafi. Í þeim efnum sem mörgum öðrum var það Marteinn Lúther sem reið fyrstur á vaðið. Hann safnaði prédikunum sínum saman og útbjó þannig prestapostillu (kirkjupostillu) sem kom í góðar þarfir fyrir presta sem voru ekki allir vanir að leggja mikla vinnu í prédikanir sínar. Þessi postilla kom út árið 1522 (Wartburgarpostillan). Henni var ætlað að auðvelda prestum að prédika á 37    ?Magnús Gíslason (1977), bls. 115-121.

38    ?Þorkell Bjarnason (1891), bls. 51-52. Sjá líka Jónas Jónasson frá Hrafnagili (1961), bls. 359 o.áfr.

15

helgum dögum. Verulega hafði dregið úr gildi prédikunarinnar þegar siðbótarmenn komu fram á

sjónarsviðið með nýja og þunga áherslu á boðun orðsins; slagorðið sola scriptura: Ritningin ein, var á hvers manns vörum. Í Heilagri ritningu einni átti maðurinn að finna það sem hann þurfti til sáluhjálpar en ekki í "mannsetningum". Lúther og samstarfsmenn hans í Wittenberg prédikuðu linnulaust. Prestar voru ekki allir viðbúnir þessari nýju og þungu áherslu sem var lögð á boðun orðsins. Lúther bætti hér úr brýnni þörf með því að semja prédikun fyrir hvern helgan dag ársins sem prestar gætu síðan lesið upp í kirkjunni.

Fljótlega eftir þetta kom þörfin fyrir húslestrarbók í ljós. Ástæðan var bæði áhersla siðbótarmanna á Biblíuna og útleggingu orðsins en jafnframt mikill trúaráhugi almennings og aukin heimilisguðrækni. Húspostilla Lúthers kom út árið 1544.39 Margar komu í kjölfarið þar sem siðbótin haslaði sér völl.

Boðun orðsinsPrédikunin hefur ávallt skipað veglegan sess í kirkjunni. Jesús flutti boðskapinn í orði og verki og kirkjan hefur reynt að feta í slóð hans í því efni. Prédikunin er í senn skýring á þeim texta sem við á hverju sinni og jafnframt er hún umfjöllun um málefni líðandi stundar í ljósi textans. Þetta tvennt fer saman á einn eða annan hátt í sérhverri prédikun. Þess vegna kallar hver dagur á nýja útleggingu textans og nýja umfjöllun um líðandi stund í ljósi trúarinnar. Prédikarinn undirbýr sig meðal annars með því að fletta upp í fræðiritum sem skýra textann, baksvið hans, merkingu orða og hugtaka og tengsl hans við aðra texta. En undirbúningurinn felst ekki síður í því að skoða líðandi stund í ljósi textans. Á tímum Lúthers hafði prédikunin víða misst gildi sitt þótt margar munkareglur legðu sérstaka áherslu á prédikunina svo sem dóminikanareglan.

Orðið skipar öndvegi í guðfræði Lúthers. Hann leit svo á að Guð næði til mannsins í hinu talaða orði. Þar kemur prédikunin til sögu. Hún er leið Guðs að hjarta mannsins. Það er því ekki að undra að áherslan sé mikil á prédikunina í lútherskri kirkju. En orðið hefur víðtækari merkingu. Lúther talar um ferns konar innihald þessa hugtaks. Í fyrsta lagi samsvarar hugtakið orð Guðs að hans skilningi öðru myndmáli: hjarta Guðs eða innsta eðli hans (sem Lúther kallar einnig "hinn eilífa Guðsson"). Í öðru lagi er orð Guðs notað um Jesúm Krist sem opinberar veruleika Guðs á meðal mannanna og er það í samræmi við hin þekktu orð Jóhannesarguðspjalls: "Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð... og hann bjó með oss fullur náðar og sannleika..." Í þriðja lagi merkir orð Guðs hjá Lúther þann boðskap sem fluttur var af hinum sérstöku sendiboðum hans, spámönnunum, Jesú og postulunum. Fjórða merkingin er svo prédikunin.40 Siðbótarmenn lögðu einnig áherslu á almennan kirkjusöng og á tónlist almennt.

Íslenskar postillurMegináhersla siðbótarkristindómsins lá á boðun orðsins. Þess vegna var óhjákvæmilegt að fólk hefði aðgang að Guðs orði. Hér á landi reið Oddur Gottskálksson á vaðið með því að þýða Nýja testamentið á íslensku svo að fólk hefði beinan aðgang að Guðs orði. Þýðing hans var gefin út í Hróarskeldu árið 1540.

Oddur var einnig fyrstur til að koma út postillu á íslensku. Hann þýddi Corvinspostillu sem var prentuð í Rostock árið 1546. Þar er um að ræða vel þekkt verk eftir Antonius Corvinus sem heitir á frummálinu Kurtze Auslegung der Euangelien vor die armen 39    ?Werner Schütz (1972), bls. 91.

40    ?Paul Tillich (A 1968), bls. 250-251. Einnig Alfred Adam II (1972), á bls. 180-181 um ferfaldan skilning Lúthers á Biblíunni.

16

Pfarrherrn und hausveter. Á titilblaði íslensku útgáfunnar af Corvinspostillu segir: Postilla. Stuttar útskýringar þeirra guðspjalla sem á öllum sunnudögum kringum árið prédikuð verða. Samansettar fyrir fátæka sóknarpresta og húsbúendur. Með bréfi 7. apríl 1547 skipar Gizur Einarsson biskup prestunum að kaupa postilluna. Í því bréfi segir m.a.: "Þá trúi ég þó með Guðs hjálp að þeir sem framflytja eiga guðlegar predikanir fyrir kristinni alþýðu og sjálfir eigi kunna út af Heilagri ritningu sermona að samsetja að þeir hinir sömu megi þá taka hér út af svo sem nokkurs konar tilefni sinnar predikunar eða að minnsta kosti sínu sóknarfólki svo fyrir að lesa sem hér eftir fylgir í þessum bæklingi." Þessi postilla er því í raun prestapostilla en síður húspostilla.41

Fyrsta eiginlega húspostillan sem kemur út á íslensku er Ein ný hússpostilla frá 1597, gefin út af Guðbrandi Þorlákssyni biskupi. Á titilblaði stendur: Hússpostilla það er guðspjöll og pistlar árið um kring með stuttu innihaldi og lítillri orðaútleggingu fyrir ungdóminn og almúgafólk. Guðbrandur virðist þó gefa postilluna út með hálfum huga eins og sjá má af formálanum þar sem segir m.a.:

Margir góðir menn hafa duglega eftir beiðst að þeir mættu fá guðspjöll og pistla til að láta lesa fyrir sínu fólki á sunnudögum og endranær þar sem prestar eru ekki eður þar sem langir vegir eru og torsóttir til sóknarkirkju og menn geta ei þó vildu öllu heimafólki til kirkju komið sem vera ætti. En af því að fólk tekur lítinn skilning þó lesinn sé einfaldur texti guðspjalls og pistils þess vegna hef ég mér fyrir hendur tekið að láta prenta guðspjöll og pistla með nokkri útskýringu almúgafólki til undirvísunar og ungdóminum til skilnings biðjandi enn nú sem oftar fyrst prestana að þeir stundi sitt embætti með dyggð að kenna Guðs orð með allri alvöru þar næst bið ég og áminni alla aðra, þeir sem orðinu eiga að hlýða að þeir vanræki ekki orðsins prédikun og sínar sóknarkirkjur þó að þeir hafi þessa bók eður aðrar þvílíkar þvíað skyldi sóknarkirkjan þar fyrir afrækjast þá væri betur að svoddan kver og bæklingur væri ekki.

Í postillu Guðbrands eru útleggingar æði stuttar á guðspjöllum en lengri á pistlum.Augljóst er af þessum formálsorðum að biskupinn óttast að postillur handa alþýðunni

kunni að draga úr kirkjusókn þótt honum sé ljós þörfin fyrir slíkar bækur. Í því sambandi bendir hann á að erfitt sé fyrir fólk víða í sveitum að komast til kirkju sinnar ekki síst á vetrum. Og jafnvel þótt einhver gæti komið frá hverjum bæ þá þyrftu þó flestir að sitja heima. Þeim er postillan ætluð en hún er einnig ætluð til lestrar á helgum dögum þegar ekki er messað í kirkjunni. Það sem einkum virðist þó hafa vakað fyrir Guðbrandi - líkt og fyrir Corvinusi áður - var að guðspjöll og pistlar lægju fyrir. Útleggingin skipti minna máli.

Áhyggjur Guðbrands biskups af neikvæðum áhrifum postillunnar á kirkjusókn hafa áreiðanlega átt við rök að styðjast. Hins vegar virðast kirkjuleiðtogar í nágrannalöndunum ekki hafa borið slíkan ugg í brjósti. Strjálbýlið hafði þau áhrif að fólk átti erfitt með að sækja kirkju hér á landi ekki hvað síst á vetrum þegar heita mátti jafnvel ógerlegt fyrir heimilisfólk að fara til kirkju, kannski langan veg. Fór fólk þá í sumum tilvikum ríðandi en flestir hafa væntanlega farið gangandi.42 Möller reynir að skýra ótta Guðbrands með því að

41    ?Þriðja bókin sem kom út á íslensku skv. Möller var Kristileg handbók og lítið sálmakver eftir Martein Einarsson, gefin út árið 1555.

42    ?Sjá Ferðabók Eggerts Ólafssonar <1772> (1982), bls. 25 og 26 (um íbúa Kjósarsýslu á tímabilinu sem bókin fjallar um 1752-1757: "Helsta ferðalagið er til kirkju sem getur verið um einnar mílu leið. Á vetrum þegar jörð er freðin fara allir, bæði karlar og konur, gangandi. Stundum hafa bændur þó hesta á húsi til kirkjuferða ef þíðviðri er. Á sumrin ríða allir til kirkju enda þótt um stutta leið sé að ræða."

17

alþýða manna hafi verið ólíkt færari um að lesa hér á landi en á meginlandinu. Þessi skýring má einnig vel rétt vera. Það sem mestu skiptir þó er að hér á landi þróaðist eindregnari heimiliskristindómur en í nágrannalöndunum. Fram eftir öldum var kirkjusókn þó góð hér landi miðað við aðstæður, ekki síst á sumrin þegar fólk flykktist til kirkju sinnar.

Guðbrandur gaf síðar út aðra postillu, Pancratíusarpostillu, sem birtist árið 1632. Hún þótti stuttorð. Næsta postilla var Gíslapostilla sem kom út í tveimur bindum á árunum 1667-70, gefin út aftur 1685 og 1706-10. Þar er um að ræða húslestrarbók sem Þorlákur biskup Skúlason, faðir Gísla biskups, var byrjaður að semja. Postilla Gísla Þorlákssonar er að verulegu leyti þýðing (þar má finna texta eftir Johann Gerhard, Hartmann Creide og Jesper Brochmann Sjálandsbiskup).

Auk þessara húslestrarbóka voru gefin út allmörg söfn prédikana og hugvekja til trúaruppfræðslu og til lestrar á kvöldvökum.

Það er forvitnilegt rannsóknarefni að kanna sérstöðu kristnihalds hér á landi eftir siðbót. Greinilegt er að húspostillur hafa gefið því sérstakan svip. Heimilið hefur verið helsti vettvangur trúarlífsins og haft meiri þýðingu hér á landi en víða annars staðar þar sem kirkjan í miðju þorpi eða borg var vettvangur helgihaldsins. Vissulega hafa messuferðir skipt verulegu máli hér á landi en þó minna en víðast hvar annars staðar. Þegar Ríkisútvarpið kemur til sögunnar árið 1930 liggur beint við að ætla að útvarpsmessur hafi á vissan hátt tekið við því hlutverki sem húslesturinn gegndi áður.43

43    ?Rainer Volp (1992 og 1993). Einnig: Hjalti Hugason (1988), bls. 306-309.

18

3. Vídalínspostilla og aðdrættirJón Vídalín skildi ekki eftir sig neinar borðræður í líkingu við þær ræður sem vinir Lúthers rituðu upp eftir honum. Borðræður Lúthers gefa miklar upplýsingar um persónuleika siðbótarmannsins og viðhorf hans til manna og málefna. Slíkar upplýsingar um Jón Vídalín að daglegum störfum liggja ekki fyrir og heldur ekki viðhorf hans til manna og málefna eins og þau eru tjáð í dagsins önn. Viðhorf hans til þjóðmála koma reyndar allvel fram í sendibréfum sem til eru en um viðhorf hans og þekkingu á íslenskum fornbókmenntum gegnir öðru máli. Þar er minni upplýsingar að hafa þótt vitað sé að hann hefur búið þar að verulegri þekkingu. Postillan og aðrar ritaðar heimildir gefa því tiltölulega takmarkaðar persónulegar upplýsingar um Jón Vídalín.

Í gögnum Torfhildar Hólm, sem hún notaði við samningu skáldsögunnar um Jón Vídalín, eru nokkrar frásagnir af biskupi sem hún hefur aflað sér. Ein þeirra er eftir Jón Borgfirðing og er á þessa leið: "Það er sögn manna að Vídalín hafi legið uppi í rúmi er hann var að semja Postilluna, lesið fyrir og látið séra Þorstein Ketilsson dómkirkjuprest (í Skálholti 1713-16) rita jafnóðum eftir sér."44 Myndin er trúverðug og gæti vel átt við rök að styðjast. Forvitnilegt hefði verið að hafa fleiri slíkar svipmyndir af meistara Jóni í daglegu lífi ekki síst þar sem hann situr við sína einmanalegu iðju að semja postillu. Dómkirkjupresturinn er honum væntanlega betri en enginn til þess að ræða við um efnið.

Vídalínspostilla kom fram á sjónarsviðið í upphafi átjándu aldar, prentuð í prentverki Steins biskups Jónssonar á Hólum. Fyrri hlutinn er ársettur 1718 í fyrstu útgáfu en sá síðari 1720, sama ár og Jón Vídalín dó. Í raun kom fyrri hluti fyrri partsins út 1718 en síðari hluti fyrri partsins árið eftir.45 Postillan náði þegar mikilli útbreiðslu og varð snemma alls ráðandi sem húspostilla. Enda var hún gefin út aftur og aftur. Athuganir sem gerðar hafa verið á bókaeign fólks snemma á nítjándu öld sýna að útbreiðsla hennar var mikil.46 Segja má að engin postilla hafi ógnað veldi hennar fyrr en Péturspostilla Péturssonar biskups kom út árið 1856, þá fór að draga úr notkun Jónsbókar en víða var hún lesin á helgum dögum langt fram á þessa öld þar sem húslestrar héldust.

Möller telur að Vídalín hafi byrjað ritun Postillunnar árið 1713 eða 1714 og gerir því skóna að alvarlegasti árekstur hans við Odd lögmann Sigurðsson (að Narfeyri í sept. 1713) hafi átt sinn þátt í að ýta honum af stað. Tímans vegna má það vel vera en skýringin er heldur langsótt.47 Ekki er vitað hvenær Jón hóf ritun Postillunnar en svo mikið er víst að í mars árið 1715 sendir hann handrit af fyrri partinum til yfirlestrar til vina sinna, séra Jóns Halldórssonar í Hítardal og séra Þórðar Jónssonar á Staðarstað. Þá mun sumarparturinn einnig hafa verið vel á veg kominn.48

Í fyrri hlutanum, vetrarpartinum, eru fjörutíu og fjórir húslestrar yfir helgidaga frá

44    ?Lbs. 3980 4to. Skemmtileg frásögn er um séra Þorstein Ketilsson í grein Hannesar Þorsteinssonar (1920), bls. 40-41.

45    ?Sbr. fylgirit Steins biskups Jónssonar með fyrri hluta Postillunnar (dags. 27. febrúar 1719). Arne Möller (1929), bls. 171.

46    ?Kemur m.a. fram í sálnaregistrum; sjá Magnús Jónsson (1920) bls. 259. Sólrún B. Jensdóttir (1968) hefur gert könnun á bókaeign í Austur-Húnavatnssýslu 1800-1830 og þar kemur fram að Vídalínspostilla var næstútbreiddasta bókin, næst á eftir Grallaranum; á eftir Vídalínspostillu koma Passíusálmarnir, sjá bls. 155. Hún telur að verð á Vídalínspostillu hafi ekki verið fjarri því að jafngilda ærverði á þessum tíma.

47    ?Arne Möller (1929), bls. 172.

48    ?Arne Möller (1929), bls. 167 o.áfr. Um bréfaskifti Jóns biskups og séra Jóns Halldórssonar vegna Postillunnar.

19

aðventu fram til trínitatishátiðar. En í sumarpartinum eru þrjátíu og tveir húslestrar. Hver húslestur hefst á prentaðri períkópu, þ.e. texta dagsins, sem er guðspjall í sjötíu og þremur húslestrum en pistill í tveim tilvikum, aðeins einu sinni fylgir engin períkópa, það er á föstudaginn langa. Sama períkópan er fyrsta sunnudag í aðventu og á pálmasunnudag (innreið Jesú í Jerúsalem: Mt 21.1-9).

Samkvæmt athugunum Möllers er Vídalínspostilla ritverk en ekki safn prédikana sem áður höfðu verið fluttar þótt sumar hafi greinilega verið fluttar úr prédikunarstóli að öllu leyti eða að hluta til. Oftast ávarpar Vídalín lesendur en stundum kemur fyrir að hann ávarpi áheyrendur. Af því má ráða að hann hafi endurunnið sumar prédikanir sem fluttar hafi verið af stól.

Með Postillunni hefur Jón Vídalín áreiðanlega einkum haft eitt meginmarkmið: að auka þekkingu fólksins í baðstofunni á kristinni trú og jafnframt hefur hann viljað hafa áhrif á lífsviðhorf og breytni fólks. Arne Möller49 telur að persónulegur metnaður hafi átt sinn þátt í því að Jón Vídalín ritaði Postilluna, það les hann út úr þessum orðum hans í bréfi til séra Jóns í Hítardal: "Það er allri veröldinni kunnugt að hinir lærðustu menn sem bækur gjöra: Salmasii, Vossilii, Heinsii, Cesauboni, Seldeni, Cambdeni, láta bækur sínar í gegnum lesa af góðum vinum sínum, jafnvel þeim sem ekki eru þeirra líkar."50 Hér á hann að vilja telja sjálfan sig meðal "lærðustu manna". Svo þarf þó alls ekki að vera. En vafalaust hefur það verið metnaðarmál Jóns Vídalíns að gefa þjóðinni húslestrarbók sem hann þyrfti ekki að bera kinnroða fyrir. Þess þurfti hann heldur ekki.

Guðspjallatextar og BiblíutilvitnanirEkki er að fullu ljóst hvaða þýðingu af Nýja testamentinu Jón Vídalín hefur notað í Postillunni. Svo virðist sem biskup notist við fleiri en eina. Vitað er að hann hafði sjálfur þýtt Nýja testamentið á íslensku, það kemur fram í tveim bréfum hans sjálfs sem bæði eru rituð árið 1720, skömmu áður en hann dó. Annað bréfið er til Christen Worms Sjálandsbiskups 25. ágúst 1720 þar sem hann segir að þýðing sín að Nýja testamentinu sé hjá Árna Magnússyni í Kaupmannahöfn tilbúin til útgáfu.51 Svo mikið er víst að þýðingin var aldrei prentuð. Ummæli Jóns Þorkelssonar (Thorchilliusar) gáfu mönnum tilefni til að telja að handritið hefði brunnið í eldsvoðanum í Kaupmannahöfn árið 1728 en svo þarf ekki að vera þótt mál þetta hafi ekki verið skoðað til hlítar.52 Hafa sjónir manna beinst að handriti af Nýja testamentinu á íslensku sem varðveitt er í Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn (NKS 10 fol) en jafnframt að þýðingu Jóns Vídalíns á Pálsbréfunum og skýringum við þau sem varðveitt er í Þjóðarbókhlöðu.53 Sú skoðun hefur verið sett fram að umrætt handrit í Kaupmannahöfn sé til orðið í Skálholti á tímum Jóns Vídalíns og geti jafnvel verið þýðing séra Páls frænda hans í Selárdal, bréfaþýðingarnar séu hins vegar verk Jóns biskups.54

Tilvitnanir Jóns biskups í Biblíuna í útleggingunum sjálfum eru með ýmsum hætti,

49    ?Arne Möller (1929), t.d. bls. 60 og 371.

50    ?Arne Möller (1929), bls. 60.

51    ?Arne Möller (1929), bls. 411-412: bréfið til Christen Worms biskups í heild.

52    ?Æfisaga Jóns Þorkelssonar I (1910), bls. 397.

53    ?Lbs 3 fol. Hönd Björns Markússonar "epter autographo" 1741. "S. Paals Pistlar, med utskýringum Ions byskups Þorkelssonar Widalins." (Úr handritasafni Steingríms byskups Jónssonar).

54    ?Skoðun Magnúsar Más Lárussonar (1950), bls.57-69.

20

væntanlega hefur hann þar til taks sína eigin þýðingu á Nýja testamentinu. En bent hefur verið á að tilvitnanir, sem koma fyrir í útleggingum, séu ekki alltaf eins, má þar sem dæmi nefna Mt 11.28 sem hann vitnar til í það minnsta níu sinnum auk períkópunnar. Versið tekur á sig fimm mismunandi myndir. Oftast er það þannig: "Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð þjáðir, ég vil endurnæra yður." Slíkt misræmi sýnir að Jón Vídalín hefur ekki alltaf vitnað í Biblíuna eftir prentaðri útgáfu hennar á íslensku heldur eftir minni eða samkvæmt eigin þýðingu hverju sinni.55 Þess má geta í þessu sambandi að hann ritar í áðurnefndu bréfi til Worms biskups að skortur sé á Biblíum á íslensku svo að prestar verði að notast við danskar og þýskar útgáfur Ritningarinnar. Vera má að það hafi ekki þótt frágangssök að vitna í Biblíuna eftir því sem hver og einn þýddi hverju sinni.

Öðru máli gegnir um útleggingartextana (períkópurnar). Þar hefur verið bent á skyldleika við Gíslapostillu (sjá framar) og handbók prestanna: Dominicale, það er guðspjöll og pistlar með almennelegum collectum (prentuð á Hólum 1707 þótt útgáfuár sé 1706). Í Dominicale voru helgidagaguðspjöll og pistlar. Með útgáfunni 1706 voru gerðar talsverðar breytingar á textunum frá því sem verið hafði. Bendir flest til að Vídalín hafi notað "Dominicale 1706 alls staðar nema í 11 síðustu lestrum vetrarpartsins, þ.e. frá og með 1. sd. e. páska til loka hans. Þar er hins vegar farið eftir Gíslapostillu. Prentarinn, Marteinn Arnoddsson, hefir m.ö.o. notað nýjustu útgáfur, sem þá voru til, á helgidagaguðspjöllum og -pistlum, eins og nærtækast var, ekki sízt þegar haft er í huga, að hann hafði sjálfur prentað þær."56 Mætti gera sér í hugarlund að Jón biskup hafi afhent prentaranum handrit að Postillunni án períkópanna, prentarinn hafi síðan tekið þær útgáfur af períkópum sem hendi voru næstar og það var í handbók prestanna, Dominicale, og sett viðeigandi períkópu á undan hverjum húslestri. Í síðustu húslestrum vetrarpartsins hafi hann hins vegar gripið til Gíslapostillu. Baldur Jónsson telur að hlé hafi orðið á prentun þegar komið var að 1. sd. e. páska og Gíslapostilla hafi verið hendi nær en Dominicale þegar verkið hófst að nýju.57

HarmoníaÍtarlegasta rannsókn á Vídalínspostillu, sem gerð hefur verið, er rannsókn danska guðfræðingsins Arne Möller: Jon Vidalin og hans postil (1929). Rannsóknin felst einkum í að kanna áhrif annarra guðræknirita á Postilluna og kemst Möller að þeirri niðurstöðu að Vídalín hafi stuðst við tvö vel þekkt guðfræðirit. Í fyrsta lagi þýska verkið Harmoníu eftir þrjá guðfræðinga, þá Martin Chemnitz, Polycarp Leyser og Johann Gerhard. Í öðru lagi ensku bókina The Practice of Christian Graces, Or, the Whole Duty of Man laid down in a plain and familiar way. Sú bók kom fyrst út, án þess höfundar væri getið, á árunum 1659-60. Vídalín þýddi hana úr dönsku og kom þýðing hans út í tvennu lagi eftir hans dag eins og áður er minnst á. Harmonía er mikið fræðirit með ítarlegum tilvitnunum á latínu, grísku og hebresku, oft er vitnað í verk helstu guðfræðinga sögunnar og að sjálfsögðu eru tilvitnanir til Biblíunnar ekki sparaðar. Notkun Vídalíns á þessu ritverki hlýtur að teljast í alla staði eðlileg, hann styðst við verkið við undirbúning húslestranna og velur og hafnar eftir því sem hann telur sig þurfa.

Aftast í hverju bindi Harmoníu er m.a. nafnaskrá, ítarleg skrá yfir ýmis orð og hugtök, skrá yfir grísk orð sem koma fyrir og önnur yfir hebresk. Hver bók er gríðarmikil að vöxtum og hefur verið guðfræðingum ómetanlegt uppsláttarverk. 55    ?Baldur Jónsson (1971).

56    ?Baldur Jónsson (1971), bls. 35-36.

57    ?Baldur Jónsson (1971), bls. 40.

21

Íslensk útgáfa af Harmoníu, Harmonia evangelica kom út í Skálholti árið 1687. Sú útgáfa er þó fjarri því að vera sambærileg við frumútgáfuna þar eð í henni eru aðeins textar guðspjallanna en ekkert af hinu fræðilega efni. Þar af leiðir að Jón Vídalín hefur ekki haft gagn af íslensku útgáfunni.

Í íslensku Harmoníu er fróðlegur formáli eftir Þórð biskup Þorláksson, hann segir að biblíutextinn sé tekinn úr Biblíu föður hans, Þorláksbiblíu, hann hafi notið hjálpar nokkurra manna í Skálholti við útgáfuna, nafngreinir aðeins einn, séra Odd Jónsson dómkirkjuprest. Bókin er um 460 bls. í litlu broti (oktav), mjög snotur og skreytt tréristumyndum. Hún var prentuð tvisvar síðar og bendir það til þess að hún hafi fengið góðar viðtökur almennings.58

Í rannsóknum sínum kannar Möller fyrst áhrif Harmoníu á prédikanasafnið Sjö prédikanir út af píningarhistoríu eftir Vídalín og telur þau veruleg, þá snýr hann sér að áhrifunum á Postilluna og gerir þeim allítarleg skil. Hann telur að áhrif Harmoníu, sem Vídalín hefur örugglega haft við höndina, birtist í því að þaðan fær hann hugmyndir til þess að koma sér af stað og stundum til þess að ljúka prédikunum. Þetta verður að teljast afar eðlilegt þar sem Harmonía er fræðirit, eitt hið merkasta á sínu sviði á þessum tímum.59 Þótt áhrif frá Harmoníu megi greina víða, eins og Möller tilfærir skilmerkilega í bók sinni, þá eru þau mest í sex prédikunum: Prédikun á föstudaginn langa, jóladagsprédikun, prédikun á hvítasunnudag og 11., 24. og 27. sd. e. trín.60

Ekki vitnar Vídalín ævinlega nákvæmlega til Harmoníu eins og sjá má af þeim dæmum sem Möller tilfærir sjálfur. Sú spurning vaknar hvort ekki hafi verið ástæða til að athuga hvað það er sem Vídalín sleppir, það segir sína sögu ekki síður en það sem hann velur.

Skylda mannsins og önnur rit Áhrifin frá ensku bókinni The Practice of Christian Graces, Or, the Whole Duty of Man laid down in a plain and familiar way eftir Richard Allestree eru einnig vel merkjanleg í nokkrum prédikunum að mati Möllers en aðallega í fjórum. Þetta rit er sprottið úr ákveðnum hópi innan ensku kirkjunnar þar sem kalvínsk heittrúarstefna (skv. Möller) var ríkjandi, þar lá þung áhersla á sáluhjálplegu gildi verkanna en minni á kenningunni um náðina. Vídalín hefur ekki haft nein bein samskipti við England enda þýðir hann bókina úr dönsku.

The Practice of Christian Graces, Or, the Whole Duty of Man laid down in a plain and familiar way var þýdd á dönsku 1686 eða skömmu áður en Jón Vídalín fór til náms í Kaupmannahöfn. Á minnisseðli Árna Magnússonar til Reitzer prófessors frá 1707 biður hann um að þessi bók sé keypt í Höfn og Möller gerir því skóna að það hafi verið fyrir Jón Vídalín sem er ekki fráleit ályktun. Á öðrum seðli til sama manns árið 1704 er hann beðinn um að útvega Postillu Gerners.61 Helstu áhrifin frá hinu enska riti er að dómi Möllers að finna í fjórum prédikunum: á 3. jóladag, 9. og 10. sd. e. trín. og á skírdag.

Möller hefur rannsakað hugsanleg áhrif annarra postilla og guðfræðirita á Vídalínspostillu og hefur þá m.a. leitað fyrir sér í bókum sem Vídalín hefur sjálfur minnst á annars staðar, einkum í skýringunum við bréf Páls postula en þar getur Vídalín allmargra

58    ?Páll Eggert Ólason (1942), bls. 243.

59    ?Arne Möller (1929), bls. 214 o.áfr.

60    ?Arne Möller (1929), bls. 292 og 348, einnig bls. 234 um föstud. langa, bls. 239 um jóladagspréd. og bls. 243 o.áfr. um préd. 27. sd. e. trín. - Blaðsíðutal sem Möller vitnar til er hið sama og í útgáfu Harmoníu frá 1704.

61    ?Arne Möller (1929), bls. 70.

22

fræðirita sem hann hefur stuðst við. Einkum nefnir Möller tvær postillur þar sem hann taldi hugsanlegt að finna bein áhrif, það er húspostilla Jesper Brochmands - Sabbati Sanctificatio (Bd. 1 og 2, 1635/38), Brochmands Huspostil - og postilla Henrik Gerners, Hellige Dagis hellige Tanker, sem kom út 1684, rétt áður en Vídalín kom til Hafnar. Ekki taldi Möller sig finna nein textatengsl milli Vídalínspostillu og þessara verka. Svipuð er niðurstaða hans eftir leit í þýskum postillum.62 Í fjölmörgum prédikunum hefur Möller ekki fundið nein teljandi áhrif frá ritum sem hann hefur kannað til samanburðar. Hann getur þess ekki að áhrif frá Imitatio Christi hafi verið könnuð en það er bókin eftir Thomas a Kempis sem séra Þorkell Arngrímsson, faðir Jóns Vídalíns, þýddi og gefin var út árið 1676. Augljóst er þó að svipaðar hugmyndir og þar koma fram, einkum að því er varðar umfjöllun um þjáningu og samlíðun, er að finna í Vídalínspostillu.

Um rannsókn Arne MöllersÍ athugunum sínum á Harmoníu og The Practice of Christian Graces, Or, the Whole Duty of Man laid down in a plain and familiar way hefur Möller ekki aðeins sýnt fram á að Vídalín hefur haft not af þessum verkum heldur hefur hann ennfremur dregið þá ályktun að boðskapur Vídalínspostillu sé blanda af þessu tvennu: lútherskri guðfræði barokktímans með áherslu á fræðileg viðhorf til trúarinnar og enskum kalvínisma með áherslu á innri trúareinlægni. Hið fyrra birtist í fræðilegri umfjöllun um trúarkenningarnar en hið síðara í áberandi áherslu Postillunnar á breytni mannsins.

Möller hefur einnig borið Postilluna saman við Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar (sem hann ritaði reyndar doktorsritgerð um) og kemst að þessari niðurstöðu:

Með Passíusálmunum fengu Íslendingar sterkustu áhrifin af siðbótinni... Postillan hefur einkum haft siðferðisleg áhrif. Það er athyglisvert en liggur þó ljóst fyrir að trúarinnileiki Passíusálmanna er ættaður frá þýskri íhugun en hin siðferðislega lögmálshyggja Postillunnar frá enskri skylduguðfræði af kalvínskum toga.63

Með þessum niðurstöðum sínum hefur Möller ofmetið mjög hin ensku áhrif. Þótt óumdeilanlegt sé að Vídalín hafi notast við bókina The Whole Duty of Man þá hefur hann engu að síður aðlagað hana sínum eigin viðhorfum og valið það úr bókinni sem honum hentaði. Viðhorf Vídalíns eru fjarri því að vera andstæð lútherskri guðfræði barokktímans heldur eru þau í fullu samræmi við þá guðfræði.

Bók Möllers vakti ekki neinn sérstakan fögnuð fólks á sínum tíma. Þótti hann hafa dregið úr kennivaldi meistara Jóns þegar því var haldið fram að hann hefði farið í smiðju til annarra og sótt þangað hugmyndir, tilvitnanir í fræðirit fornra spekinga og jafnvel Biblíutilvitnanir. Dæmi um það er handrit á Landsbókasafni, tvær þykkar stílabækur undir heitinu: "Vörn fyrir Jón Vídalín og Postillu hans" eftir Rannveigu Kristínu Guðmundsdóttur Sigbjörnsson, vesturíslenska konu.64 Höfundi sárnar útkoma bókar Möllers og ekki síður umfjöllun Jón biskups Helgasonar í Lesbók Morgunblaðsins haustið 1929 sem birtist í vesturíslenska tímaritinu Heimskringlu 13. nóv. sama haust, a.m.k. meginhlutinn. Rannveig rekur eigin kynni af Vídalínspostillu allt frá bernsku og fjallar síðan um verk Arne Möller af mikilli þekkingu.

Eins og aðrir prédikarar styðst Vídalín við útleggingarhefðina og kynnir sér hana 62    ?Arne Möller (1929), bls. 296-303.

63    ?Arne Möller (1929), bls. 383.

64    ?Lbs 2976 4to

23

áður en hann ræðst til atlögu við textann sjálfur og skrifar sína eigin prédikun. Enginn prédikari kemst hjá því að nota Biblíuskýringarrit og önnur uppflettirit. Svipuðu máli gegnir að vissu marki um rithöfunda og marga aðra sem semja texta. Eðlileg notkun heimilda er engin frágangssök og ekkert í rannsókn Arne Möllers gefur tilefni til að álykta öðru vísi en á þann veg að vinnubrögð Jóns biskups hafi verið vel innan eðlilegra marka að þessu leyti. Hitt skiptir meira máli hvernig unnið er úr heimildum og hvernig hinn endanlegi texti lítur út.

Auk gagnrýni Möllers á notkun Vídalíns á heimildum dregur hann í efa sitt af hverju sem biskupi hefur verið talið til kosta. Hann telur að almenn þekking hans hafi verið ofmetin (a), einnig yfirburða þekking hans á Biblíunni (b) og svo finnst honum skorta mjög lúthersk einkenni á guðfræði Postillunnar (c). Loks telur hann Postilluna fjarri því að bera sterk íslensk sérkenni (d).

Svo mikið er víst að Vídalín fékk góða almenna menntun og var snemma áberandi prédikari, hann fékk ungur skólun í latneskri versagerð og almennri mælskufræði. Hvað tilvitnanir í Biblíuna snertir þá bendir Möller réttilega á að Vídalín hafi iðulega fengið þær úr heimildaritum sínum og sama er að segja um tilvitnanir í spekinga fyrri tíma. Þetta þarf hins vegar ekki að sýna annað en hann hafi verið vel lesinn og kunnað að hagnýta sér bestu fræðirit síns tíma eins og Möller hefur reyndar sjálfur sýnt fram á. Hvað lúthersku einkennunum viðvíkur eru þau hafin yfir allan vafa eins og síðar kemur fram. Má benda á að Vídalín vitnar nokkrum sinnum beint til Lúthers en aldrei til Kalvíns eða hans manna.

Hvað íslensku sérkennin varðar hefur Möller að öllum líkindum í huga ummæli á borð við þessi í grein Magnúsar Jónssonar dósents um Jón Vídalín 1920:

Eitt sem án efa hefir gefið prédikunum Vídalíns lífsþrótt hér á landi er það hve ramm-íslenskar þær eru... Líkingarnar eru venjulega íslenskar, umhverfið allt íslenskt, andinn íslenskur og málfærið. Það er Íslendingur sem hér er að tala við Íslendinga og alls staðar speglast menningarástandið átakanlega út úr ræðum hans...65

Til þess að kalla megi verkið rammíslenskt eru erlend áhrif of áberandi að dómi Möllers. Þar hefur Möller lög að mæla að nokkru leyti en viðhorf Magnúsar Jónssonar stenst ekki, m.a. vegna þess að líkingarnar eru langoftast erlendar. Postillan er hafin yfir landamæri eins og algengt er um guðræknisrit, t.d. er mun meira vitnað til erlendra bókmennta en íslenskra. Að því leyti eiga orð Möllers við rök að styðjast.

Því ber þó ekki að neita að víða má greina íslenskar aðstæður í húslestrunum, vísanir til náttúru og þjóðlífs, yfirvalda og kirkjulífs. En best koma íslensku einkennin fram í hinu frábæra valdi sem höfundur hefur á móðurmáli sínu.

Það segir kannski einhverja sögu hversu vel þjóðin tók Postillunni og varð henni fljótt handgengin. Möller bendir sjálfur á að engin bók hafi haft slík áhrif á íslenska menningu sem þessi og að margir hafi kunnað "store stykker" utanað.66

Um aðföng í reiðilestrinumHvað húslestur á sunnudag milli áttadags og þrettánda ("reiðilesturinn") snertir virðist sem finna megi áhrif frá kvæði eftir kirkjuföðurinn Gregoríus Nazíanzenus (329-389). Talið er að meistari Jón hafi þekkt það verk; frændi hans Páll í Selárdal þekkti það einnig, þýddi úr því og skrifaði um það ritið De patientiæ virtute, Um þolinmæðinnar dyggð (1687),

65    ?Magnús Jónsson (1920), bls. 276.

66    ?Arne Möller (1929), bls. 379 og 339.

24

heimspekirit hlaðið tilvitnunum í grísk og hebresk rit.67 Samband þeirra frændanna séra Páls og Jóns Vídalíns var Jóni mikils virði í prédikunarstarfinu. Séra Páll var "álitinn mestur allra innlendra prédikara af samtímamönnum sínum".68 Hann var einnig vel að sér í mælskufræðum. Helstu fyrirmyndir hans í því efni voru grísku kirkjufeðurnir frá 4. öld einkum Gregorius Nazíanzenus og Basilíus, en einnig dr. Heinrich Möller í Rostock (1631-1675) sem ritaði bókina Geistliche Erquickstunden (útg. í Rostock 1664). Sú bók er til í handriti í Þjóðarbókhlöðu í íslenskri þýðingu Sigurðar Jónssonar lögmanns í Einarsnesi, talin frá 1674 og nefnist Andlegir spörunartímar. Bókina notaði séra Páll í riti um prest og prédikun.

Áhrif hinna fornu kirkjufeðra koma fram í reiðilestrinum svonefnda þar sem sýnt hefur verið fram á bein áhrif frá riti séra Páls De patientiæ virtute, Um þolinmæðinnar dyggð þar sem finna má greinilegar tilvitnanir í kvæði Gregoriusar Nazianzenusar um reiðina.69 Þar sem séra Páll styðst við kvæði Gregoriusar er þessi lýsing m.a.:

Að vér síður reiðumst getum vér til leiðar komið ef vér alla reiðinnar löstu oss fyrir sjónir leiðum og sæjum sjálfa oss svo sem í spegli þá reiðir erum, hvörsu óskaplegir og óguðlegir að yfirliti og allri hegðan þá verðum er reiðin hefur hertekið oss undir sitt vald. Klaga byrjar þann óvin fyrir sjálfum oss og fram leiða, svo sjáist hans lýti. Ekkert sinni afmyndar svo andlitið né flekkar svo yfirlitin eður gjörir hann illúðlegan. Öll augnanna hýra yfirgefur þá reiðu. Fötin á líkamanum lætur reiðin flaka út í loftið. Hárið flækist um kinnarnar, æðarnar bólgna, brjóstið másar, hljóðaorgið grenjar, liðirnir skjálfa, hendurnar aldrei kyrrar. Allur líkaminn gengur upp og niður. Augun sem brennisteins eldur, yfirbragðið sem sót, stundum bleikt, stundum bólgið. Tennurnar gnísta sem þær væru að gófla á seigu. Höndunum samanbarið, varirnar skjálfa. Allt það illt djöfullinn kann hugsa á tunguna, þá blístrað, þá bölvað, þá brigslað... 70

Í Vídalínspostillu er iðulega vitnað til klassískra rita Grikkja og Rómverja þar sem höfundur var vel heima. Hins vegar er ekki auðvelt að finna tilvitnanir í íslenskar fornbókmenntir (þótt sjá megi af orðalagi að hann hefur lesið forn bókmenntahandrit með vinum sínum Árna Magnússyni og Þormóði Torfasyni), tvisvar í húslestrunum vitnar hann í Passíusálma Hallgríms og þar að auki einu sinni fremst í bókinni.

Björn Sigfússon kannaði tilvitnanir Vídalíns í fornklassísk ritverk í ritgerðinni "Fornklassískt siðerni og tilvitnanir meistara Jóns."71 Höfundur heimfærir tilvitnanir í Ciceró, Aristóteles og Plató, Hóras, Seneca, Psammenítes Egyptalandskonung, Zelevkus höfðingja í Lókris, Severus Sulpitíus, Ágústus keisara, Stóumenn auk fjölmargra annarra fulltrúa fornklassískra tíma. Allar slíkar tilvitnanir aðlagar Vídalín prédikun sinni á eðlilegan hátt. Það segir þó sína sögu hvernig hann vitnar til Cicerós í húslestri annan sunnudag eftir þrettánda:

67    ?Kolbeinn Þorleifsson (1977), bls. 101-120.

68    ?Kolbeinn Þorleifsson (1977), bls. 101.

69    ?Í Patrologia Græca, 37. bindi, bls. 820-21 skv. sr. Kolbeini (1977), bls. 119.

70    ?Kolbeinn Þorleifsson (1977), bls. 119-120.

71    ?Björn Sigfússon (1956), bls. 29-39.

25

Dyggðin er ein, svo sem hinn gamli Ciceró sagði, sem er með djúpum rótum niður fest, hver aldrei veikjast kann og aldrei úr stað að hrærast, og ef hann hafði svo mikið traust á dyggðinni, sem þó kunni ekki að meta hana öðruvísi heldur en annar heiðingi, hvað dýrt ættir þú þá, kristinn maður, guðhræðsluna að kaupa...

Af þessu viðhorfi leiðir að hin mannlega speki sé góð - svo langt sem hún nær.

26

4. Guðfræðilegt baksvið Postillunnar.Skálholtsbiskupar lifðu ekki í einangrun á hjara veraldar. Þeir voru margir hverjir víðförulir og vel menntaðir. Tveir forverar Jóns Vídalíns, þeir Brynjólfur Sveinsson (1605-1675) og Þórður Þorláksson (1637-1697) höfðu dvalist lengi við erlenda háskóla. Þórður biskup var t.d. við nám í Hafnarháskóla í tvö ár, hálft annað ár við háskólann í höfuðvígi lútherskrar guðfræði í Wittenberg og hálft ár við háskólann í Rostock í Þýskalandi sem var einn merkasti háskóli lúthersku barokkguðfræðinnar; hann dvaldi um skeið í París og víðar. Vídalín menntaðist í Kaupmannahöfn eins og áður er getið en greinilegt er að hann var í nánum tengslum við heim fræðanna alla sína biskupstíð. Eins og forverar hans hefur hann því verið í góðum tengslum við stefnur og strauma í guðfræði og menningarlífi á meginlandinu á sinni tíð. Það tímabil er barokktíminn.

Skraut og íburður einkenna barokktímabilið á sautjándu öld og fram eftir þeirri átjándu. Þótt tímabilið sé litríkt og svipmikið einkennist það engu að síður af nokkrum þunga, sumir segja þunglyndi. Þetta er tímabil grósku og gróandi í menningu og listum.

Kannski er það vegna fjölbreytninnar sem menn hafa oft átt erfitt með að skilgreina þetta tímabil í bókmenntum á viðunandi hátt og einnig að marka upphaf þess og endi. Sumir hafa lagt áherslu á andstæður og innri spennu sem grunneinkenni á hugsun, lífsviðhorfum og listum barokktímans. Borgaraleg stéttavitund er talin meira áberandi en hirðmenning, dauðsótti ásamt þrá til eilífðarinnar setur svip á bókmenntirnar. Í veraldlegum og andlegum bókmenntum er algengt að útmála undirstrika hegómleika alls sem jarðneskt er. Í samfélaginu þarf allt að vera í föstum skorðum og röð og regla þarf að ríkja hvert sem litið er þótt einnig megi finna tilhneigingar í gagnstæða átt.72

Af tónskáldum tímabilsins má nefna Heinrich Schütz (f.1585), Johann Sebastian Bach (1685-1750) og Friedrich Händel (1685-1759), af sálmaskáldum Danann Thomas Kingo (1634-1703), eftir hann eru sjö sálmar í Sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar, einnig þýska sálmaskáldið Paul Gerhardt (1607-1676) en eftir hann eru nú fimm sálmar í Sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar, þar á meðal sálmurinn "Á hendur fel þú honum". Hér á landi ber séra Hallgrím Pétursson (1614-1674) höfuð og herðar yfir önnur sálmaskáld barokktímans.

Um helstu þætti í guðfræði Lúthers og barokktímans.Ríkjandi guðfræðistefna þessa tímabils er oft nefnd lútherski rétttrúnaðurinn. Þar er um að ræða þá stefnu sem varð ofan á í lútherskum kirkjum eftir daga Lúthers.

Ekki eru allir á eitt sáttir með heitið lútherski rétttrúnaðurinn og í raun er erfitt að finna rök fyrir því. Ekki verður séð að guðfræðingar á þeim tíma hafi álitið sig boða réttari trú en áður hafði verið boðuð. Guðfræðingurinn Carl Heinz Ratschow segir: "Með hugtakinu rétttrúnaður er átt við þá guðfræði sem nær yfir tímabilið frá lokum sextándu aldar til upphafs þeirrar átjándu. Upphaf hennar, blómaskeið og endalok eru þau sömu og barokklistarinnar. Það ætti að nefna þessa guðfræði barokkguðfræði því að hugtakið rétttrúnaður er misvísandi."73 Ratschow notar sjálfur orðið barokkguðfræði.

Ef marka ætti formlegt upphaf þessa tímabils þá væri það útgáfa Konkordíubókarinnar árið 1580, frá þeim tíma og fram undir lok sautjándu aldar er talað um öld játninganna. Sumir vilja setja mörkin við árið 1555 sem er ár Ágsborgarfriðarins þegar friður náðist með lútherskum mönnum og rómversk-kaþólskum í Þýskalandi með því að samið var um að þegnar hvers landsvæðis skyldu hafa sömu trú og þjóðhöfðinginn (cuius regio eius religio).

En deilum milli kirkjudeildanna var samt ekki lokið. Á meginlandinu einkennist 72    ?Gero von Wilpert (1969) bls. 69.

73    ?Carl Heinz Ratschow (1983), bls. 70.

27

tímabilið af miklum átökum milli lútherskra manna, kalvínskra og rómversk-kaþólskra um skilning á ýmsum meginatriðum trúarinnar. Til þess að skýra sjónarmið sín inn á við og út á við sömdu kirkjudeildirnar svonefndar játningar. Í Konkordíubókinni er Konkordíuformúlan sem samin var 1577 til þess að sætta stríðandi öfl meðal lútherskra manna, í bókinni eru einnig helstu játningarrit kirkjunnar.74

Síðari hluti sextándu aldar einkennist einnig af mikilli endurnýjun og grósku í guðfræði rómversk-kaþólsku kirkjunnar og er þar um að ræða gagnsiðbótina svonefndu. Ratschow segir að guðfræðingar barokktímans leitist við að setja guðfræði siðbótarmanna fram með það í huga að hún sé jafnoki guðfræði gagnsiðbótarinnar hvað fræðilega framsetningu varðar. Með þetta að markmiði leituðu lútherskir guðfræðingar barokktímabilsins m.a. til heimspeki Aristótelesar. En jafnframt var guðfræði Lúthers í hávegum höfð. Svipuð þróun gerist einnig meðal kalvínista. Þó er þar munur á því að Kalvín skildi eftir sig mun samstæðari guðfræði en Lúther, verk hans Christianae Religionis Institutio frá 1536 er heildstætt guðfræðikerfi.

Virðing fyrir siðbótarfrömuðunum og guðfræði þeirra setur sterkan svip á guðfræði barokktímans. Er þar einkum átt við Lúther en einnig Philipp Melanchton, sem stundum hefur verið kallaður faðir lútherska rétttrúnaðarins. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Lúthers í Wittenberg og einnig næsti nágranni. Guðfræðingar barokktímans vitnuðu óspart til þeirra Lúthers og Melanchtons.

Til þess að nálgast hugarheim Jóns biskups Vídalíns og Postillu hans er óhjákvæmilegt að rekja helstu einkenni þeirrar guðfræðistefnu sem kennd er við Martein Lúther og siðbótarmenn og þróun hennar.

Siðbót Lúthers á sér rætur í sálarbaráttu hans sjálfs. Guðfræði hans var ekki sett fram í fastmótuðu kerfi heldur mótaðist hún í baráttu hans fyrir eigin sálarheill. Engu að síður er hún mjög samstæð þar eð grunnhugsun hans er einföld og skýr.

Ástæðan fyrir því að siðbót Lúthers og samstarfsmanna hans fór eins og eldur í sinu um meginlandið í upphafi sextándu aldar var ekki ein. Þar kom margt til: krafa bænda um félagsleg réttindi, vaxandi styrkur borgarastéttanna, pólitísk spenna milli fursta og keisara, spilling í Rómarkirkjunni, margs konar tilraunir til siðbóta innan kirkjunnar, framsæknar guðfræðistefnur, munka- og nunnureglur, enduruppgötvun fornmenningar Grikkja og Rómverja í endurreisnarhreyfingunni, mannúðarstefnan sem beindi sjónum manna einnig að fornum bókmenntum og loks prentlistin. Allt þetta átti sinn þátt í því að greiða siðbótinni veg. Upphaf hennar er miðað við 31. október árið 1517 þegar Lúther festi mótmælaskjal gegn aflátssölunni á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg. Hingað til lands barst siðbótin mjög snemma og var formlega tekið við hinni nýju kirkjuskipun Kristjáns 3. Danakonungs árið 1541 í Skálholtsstifti.

Helstu hugtökin í guðfræði Lúthers eru þessi: synd mannsins, trúin, fagnaðarerindið, hið kristna samfélag, réttlæting, samviska, kærleikur og kross Krists. Um þessi hugtök snýst guðfræðihugsun Lúthers að meira eða minna leyti. Lúther var barn síns tíma, menntaður í guðfræði og heimspeki síðmiðalda og því er hugtakaheimur siðbótarinnar eins og að líkum lætur býsna fjarlægur nútímanum75 en hann er undirstaða þeirrar guðfræði sem allsráðandi var á barokktímanum og þar með í Vídalínspostillu.

Ekkert hugtak setur eins sterkan miðaldsvip á hugsun Lúthers og syndarhugtakið. Syndin er að skilningi Lúthers ástand mannsins í þessum heimi: í innsta eðli sínu er hann firrtur frá Guði, öðrum mönnum og sjálfum sér. Hinu upprunalega ástandi verður ekki 74    ?Franz Lau (1960) og Johannes Wallmann (1973), bls. 98 o. áfr.

75    ?Gerhard Ebeling (1983), bls. 31-35; Erwachsenenkatechismus (1975), bls. 968 o. áfr.; Lohse (1981), bls. 148-202.

28

breytt, jafnvel skírnin fær ekki breytt þeirri staðreynd að maðurinn er og verður syndari. Syndin felst í sjálfhverfum, eigingjörnum hugsunarhætti mannsins, hann vill ekki láta Guð ráða heldur setja sjálfan sig í sæti hans, hún er í eðli sínu vantrú og afneitun á fyrsta boðorðinu. Maðurinn fæðist inn í heim sem er firrtur frá Guði, skaparanum. Af upprunasyndinni koma tilhneigingar mannsins til að drýja syndir. Með guðfræði Lúthers fær syndarhugtakið þannig dýpri merkingu en það hafði áður haft.

Svipað er að segja um trúarhugtakið sjálft. Hjá Lúther felst trúin í því að samræma innstu hugsun ("hjarta" sitt í orðaforða Lúthers) vilja Jesú Krists. Trúin felst ekki í því að halda eitthvað um fjarlæga eða ólíklega og ósannanlega hluti. Hún snýst um mótun persónuleikans. Þess vegna hefur hún afleiðingar á alla hugsun og breytni mannsins. Lúther lítur svo á að trúin sé ekki mannanna verk heldur Guðs verk í manninum. Trúin er aldrei án baráttu og efa, í sálarlífi hins trúaða takast á efi og fullvissa, efinn kallar fram kvíða og ótta en með skynsemi sinni og bæn yfirvinnur maðurinn efasemdirnar og öðlast aftur fullvissu trúarinnar.

Fagnaðarerindið (evangelium) er mikilvægt hugtak hjá Lúther. Það merkir ekki ritað orð heldur þann boðskap sem Biblían flytur. Þar gerði Lúther upp á milli rita, hann mat mest Jóhannesarguðspjall og Rómverjabréfið. En öll Biblían flytur manninum fagnaðarboðskap: þann boðskap að Guð sé sífellt að vinna að heill mannsins, að frelsun hans frá valdi syndar og dauða. Lögmálið, þ.e.a.s. þær kröfur sem Guð gerir til mannsins í boðorðunum tíu og víðar, er einnig hluti af fagnaðarerindinu en hlutverk þess er ekki hvað síst að sýna manninum fram á stöðu hans í þessum heimi, afhjúpa synd hans og vanmátt og leiða hann með því móti til Guðs þar sem hann fær að heyra hinn eiginlega fagnaðarboðskap.

Lúther forðaðist að nota orðið kirkja þar eð honum fannst það minna of mikið á rómversk-kaþólsku kirkjuna. Hann notaði því hugtakið kristni eða hið kristna samfélag (Christenheit). Hann leggur áherslu á samfélag kristinna manna um allan heim og um allar aldir: þeir eru hjörð Krists. Þeim ber að halda saman og rækja trúarsamfélagið. Helstu einkenni á samfélagi trúaðra eru boðun orðsins, skírnin, heilög kvöldmáltíð, syndaaflausn, embætti prédikunarinnar og sakramentanna, sameiginleg bænagjörð og einnig ætti hinn kristni söfnuður ekki að láta sér mótlæti og jafnvel ofsóknir koma á óvart. Með öðrum orðum er það ekki nein stofnun, sem kallar sig kirkju, sem máli skiptir í þessu sambandi heldur samfélag fólks sem trúir í orði og verki. Hvort tveggja getur þó og ætti að fara saman, kirkjan sem stofnun og sem samfélag trúaðra.

Það kristilega felst í trú á Jesúm Krist og sú trú snýst að mati Lúthers einkum og sér í lagi um réttlætingu mannsins fyrir náð Guðs og trú mannsins. Sú trú sem reiðir sig ekki á eigið réttlæti frammi fyrir Guði heldur á það réttlæti sem Guð tilreiknar manninum í Jesú Kristi er sú trú sem gildir frammi fyrir Guði. Þar hefur maðurinn ekkert til að státa af nema eigin synd. Hins vegar getur hann tekið við því réttlæti sem Guð er fús til að tilreikna honum og gefa honum vegna Jesú Krists. Þess vegna réttlætist maðurinn fyrir náð Guðs en ekki fyrir eigin verðleika. Í Rómverjabréfinu segir Páll postuli: "Vér ályktum því að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka" (3.28) og: "Því að réttlæti Guðs opinberast í því (þ.e. fagnaðarerindinu) fyrir trú til trúar, eins og ritað er: Hinn réttláti mun lifa fyrir trú" (1.17). Á þessum ritningargreinum meðal annars byggir Lúther kenningu sína um réttlætingu af trú.

Hér er ekki um fræðilega hugsun eina að ræða heldur á þessi nýja og jákvæða afstaða mannsins til Guðs að koma fram í breyttri samvisku hans. Samviskan er lykilhugtak í hugsun Lúthers. Áður hafði samviskan vissulega verið til umræðu í kirkju og utan en hjá Lúther er tekið dýpra í árinni eins og endranær. Í hans guðfræði væri nær að segja að maðurinn væri samviska. Samviskan er tengipunktur í samskiptum hans við Guð og við samfélagið. Trúin á að móta samviskuna og af samviskunni á hin góðu verk að leiða.

Frelsið er enn eitt meginhugtak í hugsun Lúthers. En svo hafði ekki verið í

29

guðfræðinni um langt skeið. Lúther á hér einkum við að maðurinn sé frjáls undan ásökun samviskunnar og frjáls undan valdi syndarinnar (þ.e. hins illa). Ekki svo að skilja að honum sé ekki ógnað af þessum öflum. En trúin og samviskan verja hann og frelsi hans. Þótt skilningur Lúthers á frelsinu sé ekki sá sami og síðar varð (á upplýsingartímanum) er þó að finna vísbendingar fram í tímann þegar frelsið varð nátengt umburðarlyndi í mannlegum samskiptum. Hann segir t.d. að "villutrúarmanninn skuli ekki sigra með eldi heldur með bókum."76

Fræg er þessi setning Lúthers: "Kristinn maður er herra allra hluta og engum undirgefinn og kristinn maður er þræll allra og öllum undirgefinn." Þessi setning kann að virðast þverstæðukennd við fyrstu sýn. Það sem Lúther á við er að maðurinn hafi fullt frelsi vegna þess að hann er frjáls undan valdi syndarinnar en hins vegar er hann skuldbundinn af samvisku sinni að helga líf sitt þjónustu við aðra. Í þessum orðum birtist sú áhersla sem Lúther leggur á þjónustu við aðra, einkum þá sem þurfandi eru. Umhyggju Guðs þiggur maðurinn ríkulega og þá umhyggju ber honum að láta koma fram í breytni sinni.

Snemma á ferli sínum hóf Lúther að kalla guðfræði sína "guðfræði krossins". Fyrir honum var hjálpræði Guðs áþreifanlegt á Golgata. Þar birtist Guð manninum undir öfugum formerkjum: hann sem hefur allt vald á himni og jörðu nálgast manninn þar sem þjáningin er mest. Krossinn á einnig að vera tákn fyrir lífsviðhorf og breytni hins kristna manns: hann á að feta í fótspor Krists og taka á sig þjáningu þessa heims í hvaða mynd sem hún birtist en hörfa ekki af hólmi. En krossinn er einnig tákn um sigur því að sá sem birtist í mynd hins þjáða er jafnframt sá sem reis upp á frá dauðum.

Loks er Biblían eitt af meginatriðum siðbótarinnar. Lúther þýddi Nýja testamentið á þýsku og síðar (ásamt öðrum) einnig Gamla testamentið. Tilgangurinn var sá að allir hefðu aðgang að orði Guðs. Í þýðingarstarfinu birtist einnig sú stefna siðbótarinnar að gera hinn almenna leikmann í kirkjunni myndugan og ábyrgan í sinni trúarafstöðu.

Biblían sem undirstaða guðfræðinnarÁherslan á Biblíuna sem innblásið Guðs orð er eitt megineinkenni á guðfræði barokktímans. Áður er minnst á hversu mikilvægt orðið var í guðfræði Lúthers. Það sama gildir um Vídalínspostillu. Mætti nefna um það mörg dæmi úr prédikunum Vídalíns hversu traust hans á orðinu er áberandi. Svo sem þessi orð úr prédikun 4. sd. e. þrett. þar sem hann nefnir "þann heimulega kraft" orðsins:

Allir flykkjast til að heyra eins manns prédikun sem talar snjallt en rótfesta ekki meir í hjartanu þann heimulega kraft sem býr í orðinu heldur en þótt einn óviti talaði svo þeir færi ávöxt þar af og gjörist sannir Kristí lærisveinar.

Áherslan á orð Guðs kemur þó hvað skýrast fram í tíðum tilvitnunum Vídalíns í Biblíuna, bæði Gamla og Nýja testamentið. Þar er enginn munur á, hvort tveggja er Guðs orð innblásið af krafti heilags anda hans.

Lúther taldi Biblíuna ekki vera óskeikula og sagði að sum rit hennar ættu takmarkað erindi í hina helgu bók. Engu að síður væri Biblían í heild sinni farvegur fyrir boðskap frá Guði til mannanna. Guðfræðingar barokktímans lögðu hins vegar þunga áherslu á bókstaflegan innblástur Biblíunnar. Í því felst að texti hennar sé innblásinn af heilögum anda. Slík sjónarmið gátu leitt til bókstafstrúar þar sem Biblían varð eins konar lögbók, nánast hvert orð talað af Guði. Þótt kenningar um bókstaflegan innblástur Biblíunnar hefðu átt nokkru fylgi að fagna um skeið urðu sjónarmið í anda Lúthers sterkari þegar kom fram á

76    ?Gerhard Ebeling (1983), bls. 34.

30

upplýsingartímann.77 Sé horft fram í tímann og skoðað hvernig guðfræðingar upplýsingartímans litu á Biblíuna að þessu leyti má segja að þeim skilningi sé hafnað að sérhver bókstafur Biblíunnar sé innblásinn af Guði.78

Viðhorf Jóns Vídalín til Biblíunnar kemur skýrt í ljós í þessum orðum: "Því mega menn ekki alltíð hanga í orðum Ritningarinnar heldur leita að meiningunni..." (6. sd. e. trín.). Þar er hann með öðrum orðum að leggja áherslu á að Biblían sé ekki eins og lögbók þar sem líta beri á bókstafinn án þess að hyggja að merkingu textans í heild og samræmi hans við boðskap Biblíunnar að öðru leyti.

Eitt sterkt einkenni á hugtakaforða og hugsun barokkguðfræðinnar er lögfræðilegt yfirbragð. Maðurinn er "sekur" fyrir Guði, Guð er "dómari", maðurinn þarf að "réttlætast" o.s.frv. Að þessu leyti er Vídalín engin undantekning. Guðfræðingurinn Paul Tillich hefur réttilega bent á að þetta lögfræðilega yfirbragð eigi sér ekki eingöngu rætur í guðfræði Páls postula (sem einnig notar slíkan hugtakaforða mikið) heldur stafi það af almennum einkennum í guðfræðilegri umræðu á siðbótartímanum og síðar. Hann hefur meðal annars bent á þá skýringu að kirkjuskipanin breyttist í grundvallaratriðum með því að furstinn varð yfirmaður kirkjunnar á sínu svæði, í raun biskup hennar. Þótt kenningin heyrði ekki undir valdsvið hans né heldur prédikun prestanna varð hann þó að vita hvað prestarnir ættu að prédika og hvað væri rétt trú á þessum umrótstímum. Það er svo önnur saga að sumir guðfræðingar hafa talið kirkjuskipanina einn veikasta hlekkinn í guðfræði siðbótarmanna.79

Johann GerhardGuðfræðingurinn Johann Gerhard (1582-1637) er merkasti fulltrúi lúthersku barokkguðfræðinnar.80 Eitt þekktasta verk hans er hlutur hans í Harmoniu sem áður hefur verið fjallað um. Annað þekkt verk hans er Loci theologici og enn annað er Meditationes sacrae sem ber keim af dulhyggju, það verk þýddi Þorlákur biskup Skúlason á íslensku og lét prenta á Hólum árið 1630. Þorlákur biskup hafði miklar mætur á Gerhard og lét prenta fleiri rit eftir hann á íslensku, hugvekjur Gerhards virðast hafa orðið vinsælar hér á landi og voru margsinnis endurprentaðar.81 Helstu guðfræðingar tímabilsins, þeir Johann Gerhard, Johannes Musaeus (1613-1681) og Johann Wilhelm Baier (1647-1695) voru fjarri því að vera fulltrúar fyrir þurra fræðimennsku. Bent hefur verið á að verk þeirra einkennist ekki síður af svipuðum áherslum og komu með píetismanum, þ.e.a.s. heitri trúarsannfæringu sem á að koma fram í daglegri breytni hins kristna manns. Í þessu sambandi er bent á þau áhrif sem guðfræðingurinn Johann Arndt (1555-1621) hafði á píetismann, en hann hafði einnig bein áhrif á Johann Gerhard sem var "merkasti nemandi" hans.82 Engu að síður hafa þeir heimspekina í hávegum, ólíkt meir en síðar varð raunin hjá píetistum.83

77    ?Alfred Adam (1972), bls. 182.

78    ?Alfred Adam (1972), bls. 405-410 og bls. 180-181.

79    ?Paul Tillich (A 1968), bls. 277.

80    ?Martin Honecker (1984), bls. 448-453.

81    ?Páll Eggert Ólason (1942), bls. 240.

82    ?Martin Schmidt (1979), bls. 121-129.

83    ?Sbr. Carl Heinz Ratschow (1983).

31

Segja má að viðhorfin, sem hér er rætt um og ríkjandi voru í skólaspeki miðalda og guðfræði siðbótaraldar, minni dálítið á hina frægu setningu hjá kirkjufeðrunum: "Allt sem er satt tilheyrir okkur, kristnum mönnum".84 Með því er átt við að allar rannsóknir, öll fræðaiðkun, allar listir, hvarvetna þar sem leitað er sannleikans, þar sé maðurinn á réttri leið. En þótt spekin og þekkingin sé góð og nauðsynleg nægir hún manninum þó aldrei til fulls samkvæmt þessum viðhorfum. Trúin er sérstakur veruleiki sem fæst ekki með þekkingunni einni saman heldur fyrir opinberun Guðs sem er m.a. að finna í Biblíunni. Þess vegna byggist guðfræði Gerhards á tvenns konar hugsanakerfi. Annars vegar kerfi þar sem skynsemin er allsráðandi en við því kerfi tekur síðan annað kerfi þar sem skynsemin nær ekki lengra, þar er það opinberunin sem tekur við.85

Dæmigert viðhorf Vídalíns til heimspekinnar og um leið viðhorf guðfræðinnar á barokktímanum kemur fram í þessum orðum í húslestri á sunnudag í miðföstu:

Vilji menn af heimspekinganna vatnsrennum drekka vísdóminn, þá er altíð hætt við að þar fljóti í bland nokkrar agnir holdlegrar skynsemi sem að er reiði og fjandskapur í gegn Guði, því þó þær séu útrunnar í upphafi af þeim sanna vísdómsbrunni þá fer þeim eins og öðru vatni að það dregur dám af þeim farveg er það rennur um. Trúið mér, svo eru og spekinganna lækir að þeir tapa sínum uppruna þá þeir renna um leirveltu syndum spilltrar náttúru.

Píetisminn Raunar var guðfræði barokktímans ekki alls ráðandi í landi Lúthers lengur en fram á síðasta aldarfjórðung sautjándu aldar. Uppúr 1670 kom fram sterk hreyfing sem snerist um róttæka endurnýjun innan kirkjunnar. Á hálfri öld, frá 1690 til 1740, náði þessi hreyfing hápunkti sínum.86 Hér er um að ræða píetismann (heittrúarstefnuna) sem varð áhrifamikil hreyfing í mörgum löndum álfunnar.87 Það var Philipp Jakob Spener (1635-1705), prestur í Frankfurt við Main, sem hratt þessari hreyfingu af stað með ritinu Pia desideria (1675). Þar er lögð áhersla á eflingu trúarlífs í söfnuðunum með því að mynda litla hópa "trúaðra" (ecclesiola in ecclesia). Lestur Biblíunnar skiptir miklu máli og ekki síður bænagjörð.

Þótt kenningin um réttlætingu af trú hafi skipt meginmáli meðal píetistanna var áhersla þeirra þó á öðrum atriðum en áður hafði verið, nú skipti ekki öllu að "réttlætast" frammi fyrir Guði heldur að "endurfæðast" og láta það koma greinilega fram í atferli sínu.88 Píetistarnir (sérstaklega þeir sem náðu áhrifum í borginni Halle) börðust gegn dansi, leikhúsi, leikjum, fallegum fötum, veislum, yfirborðslegu tali o.s.frv. Spener gætti þess þó að trúin yrði ekki innhverf og snerist einvörðungu um hugarfar hinna trúuðu og ytra atferli þeirra. Hann flutti óaflátanlega þann boðskap að trú einstaklingins ætti að birtast í breytni hans, í líknarverkum og þjónustu við náungann. Þar með kom hann í veg fyrir að heimsflóttahugmyndir næðu fótfestu í hreyfingunni. Ávextir píetismans birtust meðal annars í umfangsmiklum líknarstofnunum af ýmsu tagi, einnig í kristniboði erlendis, í áherslu á ferminguna og almenna kristindómsfræðslu svo eitthvað sé talið. Ekki voru þó allar

84    ?M.a. hjá Ágústínusi (1958), bls. 54.

85    ?Paul Tillich (A 1968), bls. 279.

86    ?Johannes Wallmann (1973), bls. 136.

87    ?Sjá Martin Schmidt (1972).

88    ?Paul Tillich (B 1968).

32

hreyfingar innan píetismans síðar meir lausar við heimsflóttahugmyndir.Þessi hreyfing varð hafði mikil áhrif í Þýskalandi, Danmörku og víðar og batt

fljótlega enda á tímabil játninganna og leysti veldi barokkguðfræðinnar af hólmi. Píetisminn var upphaflega andóf gegn barokkguðfræðinni og þá vitnuðu leiðtogar hennar iðulega í Lúther og töldu stefnuna í anda hans. Síðar meir varð píetisminn raunar andófsafl gegn frjálslyndri guðfræði á átjándu og nítjándu öld og breytti þannig um hlutverk frá því að vera framsækið umbótaafl í íhaldssamt afl innan kirkjunnar. Þótt píetistarnir hafi iðulega vitnað í Lúther fór því fjarri að þeir hafi fylgt viðhorfum hans og kenningum af sérstakri trúfesti.

Sumir vilja telja Lúther meðal forfeðra píetismans en það gildir um fleiri m.a. Johann Arndt sem iðulega er vitnað til í ritum píetistanna. Í frægasta ritverki hans, Sönnum kristindómi (Wahres Christentum) gætir verulegrar dulhyggju, ekki hvað síst þegar fjallað er um samband mannsins við Guð. Það kom sér vel fyrir píetismann sem lagði einmitt þunga áherslu á persónulegt samband einstaklingsins við Guð. Verkið Sannur kristindómur kom út í Kaupmannahöfn á árið 1731 í íslenskri þýðingu Þorleifs Árnasonar, prófasts að Kálfafelli. Einnig er til í handriti Paradísar urtagarður (eða Aldingarður) það er einn lystigarður fullur af kristilegum dyggðum þær er í sálinni plantast eiga í íslenskri þýðingu Ólafs Hallssonar frá 1669. Af sama riti er til þýðing eftir séra Þorleif Árnason frá 1697 og séra Guðmund Högnason í Vestmannaeyjum, án ártals.89

Það skipti miklu máli fyrir framgang píetismans í Danmörku að konungurinn sjálfur, Friðrik 4. (1699-1730) og hirð hans studdi stefnuna. Konungur réði þýskan píetista, F.L. Lütken, sem hirðprest árið 1704 en persónulegur lífsstíll konungs var engan veginn í anda píetismans og vakti hann mikið umtal og gagnrýni. Þar að auki var samband konungs og Louise drottningar mjög stirt og setti svip á lífið í höllinni. Hún safnaði hins vegar um sig eindregnum píetistum, meðal þeirra voru Lütken og margt áhrifamanna, einnig systkini konungs og sjálfur krónprinsinn, sem síðar bar nafnið Kristján sjötti. Kristján sjötti giftist síðar þýskri stúlku, Sofíu Magdalenu, sem kom úr píetistafjölskyldu þar sem sjálfur Zinzendorf greifi, einn helsti leiðtogi píetista í Þýskalandi, var meðal heimilisvina.90

UpplýsingarstefnanSamtímis píetismanum kemur upplýsingarstefnan fram á sjónarsviðið. Hún sækir meira í sig veðrið eftir því sem líður á 18. öldina með kjörorðum eins og frelsi mannsins, umburðarlyndi og skynsemi. Í kjörorðum frönsku byltingarinnar 1789, frelsi, jafnrétti og bræðralag er endurómur upplýsingarstefnunnar.

Heimspekingurinn Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1704) sem nefndur hefur verið faðir þýsku upplýsingarinnar91 var samtímis Spener í Frankfurt við Main og voru þeir góðir vinir. Upplýsingarstefnan byggist í fyrsta lagi á því viðhorfi að Guð hafi sett veröldinni lögmál sem allt lýtur, stórt og smátt. Það lögmál er einnig innra með hverjum manni og markmið hans á að vera að lifa í samræmi við það. Í öðru lagi leggur stefnan áherslu á skynsemina sem þroskast með manninum þeim mun betur sem hann kynnist sannleikanum og réttlætinu. Í þriðja lagi er samræmi eitt meginhugtak upplýsingarinnar, það merkir að á bak við allt sem gerist í veröldinni sé lögmál sem tryggir að allt fari vel. Í fjórða lagi er umburðarlyndi eitt lykilhugtak stefnunnar.92

Sumir hafa talað um aldamótin 1700 sem umskiptatíma. Þá verða gífurlegar

89    ?Sjá Gunnar Harðarson (1982). Johannes Wallmann, (1973), bls. 110: Vier Bücher vom wahren Christentum (1605/1610) og Paradiesgärtlein (1612). Um Arndt: Martin Schmidt (1979).

90    ?Martin Schwarz Lausten (1987), bls. 175.

91    ?Johannes Wallmann (1973), bls. 160.

33

breytingar í álfunni, þyngdarpunktur menningarinnar flyst norður á bóginn, frjálslyndari guðfræði leysir guðfræði barokktímans af hólmi, djöfla-, galdranorna-, halastjörnu-, og kraftaverkatrú hverfur í skuggann fyrir nýjum hugsjónum um náttúrurétt og mannlegt samfélag.

Guðfræðingurinn Hans Küng (f. 1928) hefur kallað þennan tíma "umskiptin frá öld óttans til aldar vonarinnar".93 Ný von vaknar, nýtt traust á eðli mannsins. Það glaðnar yfir menningarlífinu. Eðlisfræðin skynjar sköpunarverkið sem heimsvél, Guð er æðsta skynsemi, í stað neikvæðs mannskilnings með sífelldri áherslu á erfðasyndina kemur virðing fyrir manninum.

Vídalínspostilla verður til á umbrotatímum þegar sterkir straumar ráða ferðinni í kirkju- og menningarlífi á meginlandinu. Hingað bárust þessir straumar með ýmsum hætti, m.a. með íslenskum stúdentum. Það sem augljósast er að því er Vídalín varðar eru straumar barokkguðfræðinnar og píetismans. Það sem hann hafði við höndina af guðfræðiritum barokktímans var ekki af lakara taginu. Hvað þriðju meginstefnuna, upplýsingarstefnuna, áhrærir verður að líta svo á að hún hafi ekki verið biskupi ókunnug með öllu. Arne Möller heldur því fram að Vídalínspostilla "bendi fram til upplýsingartímans."94 Þegar litið er til menntunar Jóns Vídalíns í Kaupmannahöfn er ljóst að þar blandast saman hefðbundin lúthersk guðfræði barokktímans og píetisminn. Þótt áherslur þessara tveggja stefna í guðfræði og kirkjulífi séu ólíkar þurfa þær ekki að útiloka hvor aðra. Vídalínspostilla er dæmi um það. Svipað er að segja um upplýsingarstefnuna. Afar líklegt er að Jón Vídalín hafi þekkt til hennar þótt vandasamara sé að meta hversu mikil áhrif hennar eru í Vídalínspostillu.

92    ?Paul Tillich (A 1968), bls. 287-293.

93    ?Walter Jens og Hans Küng (1985), bls. 84.

94    ?Arne Möller (1929), bls. 382 (Rationalismen) og 371 (den rationalistiske Oplysningstid).

34

5. Til fólksins í baðstofunni.Yfirbragð Vídalínspostillu einkennist af vandaðri framsetningu. Það á við um stíl og málfar ekki síður en boðskapinn sjálfan. Vídalín gerir sér far um að setja mál sitt greinilega fram svo að allt sem hann hefur fram að færa nái til fólksins í baðstofunni. Biblíutilvitnanir setja svip á Postilluna, reyndar var það ætlun Vídalíns að hafa flestar þeirra á spássíu en ekki inni í textanum eins og gert hefur verið til þessa. Hann hefur haft yfirburðaþekkingu á Heilagri ritningu og telur mikilvægt að lesandinn þekki hana sem best. Þar er sjálfan boðskapinn að finna.

Eins og áður er vikið að var kenningin um að Ritningin væri innblásin af heilögum anda býsna sterkt einkenni á guðfræði barokktímans. Vídalín er þar vissulega til vitnis. En hann trúir ekki á bókstaflegan innblástur eins og þessi orð hans bera með sér: "Því mega menn ekki altíð hanga í orðum Ritningarinnar heldur leita að meiningunni..." (6. sd. e. trín.). Auk tilvitnana í Biblíuna er að finna margar í sígild ritverk Grikkja og Rómverja og jafnvel annarra fornþjóða. Nokkrum sinnum vitnar Vídalín til Lúthers en ekki verður séð að hann vitni til annarra siðbótarmanna lútherskra hvað þá kalvínskra. Til samtímaritverka er sjaldan vitnað í Postillunni og sama er að segja um íslenskar fornbókmenntir.

Þrisvar í Postillunni vitnar Vídalín til séra Hallgríms Péturssonar. Í fyrsta húslestri fjallar períkópan um innreið Jesú í Jerúsalem, þá notar Vídalín þetta vers Hallgríms: "Kóng minn Jesú ég kalla þig,/ kalla þú þræl þinn aftur mig,/ herratign öngva að heimsins sið,/ held ég þar mega jafnast við." Það er í þessu sambandi athugavert að Vídalín nefnir séra Hallgrím ekki með nafni heldur segir aðeins "það er sannkveðið er sá guðsmaður orti forðum." Augljóst er að Vídalín hefur metið séra Hallgrím mikils því að sálmurinn Gefðu að móðurmálið mitt er prentaður fremst í Postillunni, á undan lestrunum og í húslestri fjórða sunnudag eftir þrettánda er þetta vers: "Vak þú minn Jesú, vak í mér,/ vaka lát þú mig eins í þér,/ sálin vaki þá sofnar líf/ sé hún ætíð í þinni hlíf."

Hinn himneski konungur og hinn jarðneski.Í samræmi við guðfræði barokktímans mótast guðshugtakið af konungsímynd samtímans. Svipað er raunar að segja um ímynd Jesú í verkinu. Hvort tveggja kemur vel fram í fyrsta húslestri Postillunnar.

Í verkum margra helstu skálda á Norðurlöndum kemur tilbeiðslan á konungum einveldistímans greinilega fram. Hjá Thomas Kingo, helsta skáldi barokktímans í Danmörku, fellur tilbeiðslan á Guði sem konungi nánast í sama farveg og lotningin fyrir hinum jarðneska konungi.95 Í verkinu den Aandelige siungekorr eftir Kingo, frá árunum 1674-1681, sem talið er glæsilegasta bókmenntaverk barokktímans í Danmörku, lofar skáldið konung himnanna með sömu orðum og hinn jarðneska.

Á einveldistímanum fer konungurinn með æðsta vald en yfir honum er Guð sem hafði gefið honum þetta vald í hendur. Í verkum Kingos og annarra sálmaskálda gætir nýrrar gerðar af trúrækni þar sem tilfinningunum er gefið meira rými en áður hafði verið. Menn hafa gert því skóna að aukin valdasókn konungs á hinu veraldlega sviði komi m.a. fram í innhverfari trúarskilningi en áður hafði verið.96

Vídalín var uppi á tímum konungseinveldis. Hann leit það stjórnarform jákvæðum augum. Á vitjunardag Maríu segir hann: "Enginn er meira lofs verður en einn góður konungur, sá eð óttast Guð og vel stjórnar sínum löndum og ríkjum en allra helst Guðs kirkju..." Ekki eru hinir jarðnesku konungar þó algóðir því að þeir eru aðeins menn: "En konungur konunganna heldur sér alleina dýrðina skilið."95    ?Kurt Johannesson (1984), bls. 473-493.

96    ?Benito Scocozza (1989), bls. 326-328.

35

Víða er vikið að hinu jarðneska konungsvaldi, m.a. vísar Vídalín til sturlungaaldarinnar í þessum orðum í húslestri 23. sd. e. trín. og ber saman hvernig þjóðlífið var áður en þjóðin fékk konung og eftir: "Vér höfum eftirdæmin hjá sjálfum oss þegar þetta vesæla land flaut í sínu eigin blóði áður en Guð gaf oss konung svo að enginn mátti óhultur leggjast í rekkju sína. Hversu ágætlega leið oss þá?" Hann er sannfærður um gildi konungsveldisins enda vart við öðru að búast á hans tíma og hvetur fólk til að lúta valdi konungsins. Hins vegar sver Vídalín sig í ætt við frumsöfnuðinn og Lúther um að "framar beri að hlýða Guði en mönnum" (Post. 5.29). Af því leiðir að kristinn maður hlýðir ekki hinu veraldlega yfirvaldi í blindni heldur aðeins meðan það yfirvald beitir valdi sínu af réttlæti. Lengst af biskupstíma sínum átti Jón Vídalín sjálfur í útistöðum við hið veraldlega vald hér á landi, hann kunni ekki að meta afskiptasemi valdsmanna um málefni kirkjunnar, einnig taldi hann það í verkahring sínum að áminna valdsins menn ef svo bar undir.

Í Vídalínspostillu er konungshugmyndin útfærð með stuðningi margra líkingamynda. Guð er einnig nefndur löggjafi, dómari, herforingi, húsbóndi og faðir. Þrátt fyrir hátign sína er Guð miskunnsamur. Hann er mjög virkur í þessari veröld, sífellt á verði, sífellt haldandi hinu illa í skefjum. Sem faðir gætir hann barna sinna og lætur sér annt um uppeldi þeirra. Um þetta notar Vídalín iðulega hugtök sem skírskota til mildra gilda (umhyggju, umburðarlyndis, þolinmæði og almennrar gæsku).97

Vídalín fjallar ekki um veruleika Guðs með heimspekilegum hugtökum heldur með auðskildu myndmáli og líkingum. Hann leggur áherslu á almætti Guðs, skapara veraldarinnar sem er frá hans hendi fögur og ber umhyggju hans vitni. Ennfremur hefur Guð skapað manninn og látið honum í hendur allt sem hann þarf til líkama og sálar. Hvert sem litið er sér Vídalín umhyggju Guðs, það ætti manninum að vera ljóst þegar hann virðir fyrir sér hvernig allt lýtur einu allsherjar lögmáli. Hins vegar sér hann einnig blindu mannsins fyrir gjöfum Guðs:

Lít, kristinn maður, á hinn fagra skapnað heims þessa, hversu kostulegur hann er, hann hafa heiðnir menn á latínu kallað mundum fyrir hans fegurðar sakir og Grikkir í sama máta cosmon sökum hans prýði. Athuga hin fögru himinsins ljós, hversu þeim er víslega niður skipað. Þau hafa sinn afmarkaðan gang allt frá veraldarinnar upphafi allt til þessa dags, svo aldrei hefur enn nú þrotið nótt né dag, vetur né sumar, hita eður kulda í hagkvæman tíma. Virð fyrir þér náttúru dýranna, fuglanna, fiskanna, grasanna, hver svo eru prýðileg að Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo skrýddur sem eitt af þeim. (Á hvítasunnuhátíð).

Sköpunarverkið vitnar um Guð sjálfan, maðurinn þarf ekki annað en opna augun og líta í kringum sig, þá kemst hann ekki hjá því að viðurkenna að allt hið skapaða bendir í eina átt: til skaparans:

Seg mér: Hvör myndaði þig, nær þú enginn varst? Hvör forsorgaði þig í móðurlífi? Hvör leiddi þig út þaðan? Hvör gaf þér aldur og vöxt, mál og vit? Gjörðir þú þetta sjálfur? Eða hjálpaðir þú nokkuð þar til með þinni áhyggju? Seg mér: Er þá ekki lífið meira en fæðslan og líkaminn meira en klæðnaðurinn? Hvör lætur grasið á jörðunni vaxa? Segir ekki Jesús að það verði að akurkarlinum sofanda? Hvör plantar trén í skóginum? Hvör lætur sauðina fjölga á jörðunni? Hvör framleiðir fiskana af sjónum? Hvör gefur regnið á jörðina í hagstæðan tíma? Páll sagði Guð gjörði það til

97    ?Sigurður Árni Þórðarson (1989), bls. 144 o. áfr.

36

vitnisburðar um sjálfan sig. (Á þrettánda dag jóla).

KristsfræðinÍ Kristsfræðinni fjallar Vídalín um það sem kalla mætti hreina trúfræði annars vegar en hins vegar um áhrif Jesú á breytni manna. Í hin fyrrnefnda vega þyngst umræður hans um holdtekju Krists og um fórnardauða hans. Hvort tveggja viðamikil viðfangsefni. Áhrif Krists á breytni manna skipta ekki minna máli.

Vídalín ræðir iðulega um hinn mikla leyndardóm holdtekjunnar, hvernig Jesús gat í senn verið Guð og maður. Hann dregur hvorki úr manndómi Jesú né guðdómi. En hvernig er unnt að útskýra þetta? Það reynir hann m.a. á boðunardag Maríu með þessum orðum:

Hvað þá? Er Kristur Guðs föður náttúrlegur sonur eftir manndóminum? Að vísu er hann, en ekki eftir náttúrlegum hætti heldur fyrir eining hinnar guðdómlegu og manndómlegu náttúrunnar. Sökum þess að hin önnur persóna guðdómsins, Guðs eilífur sonur, tók á sig manndóminn, svo getur það ekki aðskilist að sá sem er Guðs sonur frá eilífu en í tímans uppfyllingu varð maður, hann er í raun og sannleika að öllu leyti Guðs sonur, og þar fyrir er hann vor friður sem hefur gjört eitt af báðum.

Framhald þessa kafla sýnir að meistari Jón hefur ofurvel gert sér grein fyrir því að hér var mannlegri skynsemi ofboðið eða því sem næst: "Menn kunna að segja að hér um sé ei svo nauðsynlegt að tala og að menn skilji ei þennan leyndardóm, sem satt er. En svo mikið geta menn skilið sem Guð hefur viljað láta oss skilja oss til sáluhjálpar."

Annan sunnudag eftir þrettánda víkur hann skilmerkilega að sama efni í þessum orðum:

Í leyndardóm holdtekjunnar vors frelsara er Guð samtengdur mannlegri náttúru, það himneska við hið jarðneska, það eilífa við hið dauðlega, það sýnilega við hið ósýnilega, hið skapaða við það óskapta, og það með svo sterku bandi að ekki má aðskilja. (2. sd. e. þrett.)

En holdtekjan er ekki eina guðfræðikenningin sem skiptir máli í Kristsfræðinni, fórnin er ekki síður mikilvæg. Þar er átt við þá kenningu að Guð hafi fórnað syni sínum fyrir syndir mannanna. Vegna kröfu Guðs um réttlæti varð maðurinn að greiða fyrir syndir sínar. Aðeins hinn syndlausi hafði efni á því að greiða skuld mannsins, þ.e.a.s. Kristur. Umhyggja Guðs fyrir eilífri velferð mannsins birtist í því að hann fórnar syni sínum fyrir syndir mannanna á krossinum.

Oss vantaði eina fórn, þá er kynni fyrir Guði að gilda. Hana var ekki að fá hjá oss mönnunum. Einn bróðir kunni ekki annan að leysa. Og þótt Guð hefði skapað einn heilagan mann af Adams niðjum og látið hann líða þá náði hann skammt, bæði til að geta útstaðið hinar bitru helvítis píslir, svo og til að fullnægja Guði fyrir syndina. Því er Guð maður vorðinn svo guðdómurinn hjálpaði manndóminum til að þola píslirnar og gjöra lausnargjaldið dýrmætt og gilt í augliti hins stranga dómara, en manndómurinn Guði (ef eg má svo að orði komast) til að deyja. (Á boðunard. Maríu).

Í Jesú Kristi birtist elska Guðs til mannanna hér á jörð. Hann tekur á sig mannleg kjör og stendur við hlið mannsins í neyð hans. Eftir upprisuna og uppstigninguna talar Sonurinn máli mannanna frammi fyrir hástóli Guðs. Þaðan stjórnar hann kirkju sinni og leiðir hana

37

áfram í heiminum.Jesús hefur ennfremur því hlutverki að gegna að vera fyrirmynd mannanna um

breytni. Hann hefur tvenns konar hlutverki að gegna. Hann er fórn fyrir syndir mannanna og fyrirmynd þeirra um rétta breytni: "... Guðs sonur hefur ekki einasta liðið oss til forlíkunar, heldur og til eftirdæmis..." segir hann á annan dag jóla.

Mannsmyndin og upprunasyndinTáknmyndir Vídalíns um manninn eru síður en svo jákvæðar í augum nútímafólks: maðurinn er ávarpaður sem duft, leir jarðar, mold, aska, gufa, vatnsbóla, leirker, reykur, blóm, strá o.s.frv. Maðurinn er ístöðulaus, kerfið sem hann er flæktur í, upprunasyndin, neyðir hann niður á við, til jarðarinnar, í stað þess að lokka hann uppá við, til Guðs.98 Ekki er laust við að Vídalín minni á tilvistarstefnumenn tuttugustu aldar þegar hann túlkar mannlífið:

Viljir þú auðmýkja þig fyrir honum út af hjarta í bæninni, þá lát þér í hug koma, hvílíkur þú varst, þegar þér var kastað inn í heiminn svo sem öðru hræi, í andlegan máta dauðum í upprunasyndinni og hvernig hann hefur þig með vatni endurgetið í skírninni til einnar lifandi vonar... (15. sd. e. trín.)

Samkvæmt þessum kenningum er maðurinn breyskur og villuráfandi vegna þess að upprunalegt eðli hans er úr lagi fært. Upprunasyndin kom inn í heiminn fyrir "hinn gamla Adam". Hið spillta eðli mannsins neyðir hann sífellt til þjónustu við hið illa sem Vídalín persónugerir yfirleitt sem djöfulinn eða andskotann (þ.e. andstæðing Guðs). Tilgangur prédikunarinnar er að kalla manninn undir vald Guðs og til elsku Guðs sem hefur opinberast í Kristi ("hinn nýji Adam"). Þetta er í stórum dráttum sígild lúthersk guðfræði þar sem eðli syndarinnar er vantrú en trúin er nýtt kerfi sem maðurinn getur eignast hlutdeild í.99 "Sjáið hér, bræður mínir, að vantrúin er ein höfuðsynd og öllum öðrum meiri." (4. sd. e. páska).

Hér ber að hafa í huga að tíðarandinn og barokkstíllinn krefst þess iðulega að andstæðurnar milli Guðs og manns séu dregnar skýrum dráttum og teflt sé fram ósættanlegum andstæðum. Rétt er að gera ráð fyrir slíkum stílbrögðum þegar Vídalín er í ham því að margt sem hann segir um manninn sýnir að biskup er ekki að gefa út neina endanlega og óhagganlega yfirlýsingu um mannskilning sinn með táknmyndum. Ágætt dæmi um þetta atriði er í umfjöllun hans um helvíti í húslestri á annan hvítasunnudag: "Ó, vatnsbóla, ó heystrá, munt þú þá geta búið við þennan fortærandi eld?" Þar krefst efnið slíkra samlíkinga: hvað verður um vatnsbólu í brennandi eldi, eða heystrá?

Best er að fara varlega í að lesa út úr slíkum myndhvörfum hinn eiginlega mannskilning Vídalíns. Auðvelt er að finna dæmi sem sýna að Vídalín líti manninn síður en svo smáum augum. Í húslestri þriðja jóladag segir hann: "Innvortisgæðin er Guð hefur prýtt oss með eru vitsmunirnir." Svipað er að segja almennt um dyggðirnar, þar telur hann óhætt að gera kröfur til mannsins. Meira að segja þegar hann talar um börnin í lestrinum fyrsta sunnudag eftir þrettánda segir hann: "Þótt að vér séum getnir og fæddir í syndinni þá er þó barnanna hjarta líkt hreinum pappír, þar eð allir hlutir verða ritaðir á." Þar er áherslan sem sagt ekki á upprunasyndinni heldur á ábyrgð foreldranna að "skrifa" á þennan pappír, móta börnin á ábyrgan hátt. Þegar Vídalín lýsir meðfæddum kostum karls og konu í lestrinum annan sunnudag eftir þrettánda um hjónabandið er deginum ljósara að maðurinn er dálítið meira en duft. 98    ?Sigurður Árni Þórðarson (1989), bls. 153.

99    ?Sjá Paul Tillich (A 1968), bls. 247.

38

Umfjöllun hans um mannlegt eðli er þó jafnan með þeim hætti að hann skynjar manninn í viðvarandi hættu fyrir valdi hins illa. Fyrr en varir geta hinir góðu kostir mannsins orðið hinu illa til þjónustu, þá lætur maðurinn syndina "drottna í sínum dauðlegum líkama og ljær limu sína henni til vopna." (25. sd. e. trín.). Við þessu varar Vídalín án afláts og skefur þá sjaldnast utan af hlutunum.

Heimsmyndin er siðferðisleg tvíhyggja: gott og illt togast á um manninn, hann er borgari í tveim veröldum, hinni jarðnesku og hinni himnesku og eftir dauðann bíða hans tveir kostir: himinn og helvíti. Hlutskipti mannsins er því ekki auðvelt.

Lögmál og fagnaðarerindiÍ mannlegu samfélagi er lögmálið óhjákvæmilegt eigi að vera unnt að halda hinu illa í skefjum. Allt verður að lúta lögum og reglum og án lögmálsins er ekkert mannlegt samfélag hugsanlegt, lögmálshyggja setur mjög svip á barokktímann. Í trúfræðinni fær lögmálið annað hlutverk, þar er því ætlað að vekja vitund mannsins um eigin vanmátt til að lifa í samræmi við vilja Guðs. Þessi vitund á að vekja sektarvitund mannsins og knýja hann til iðrunar og ýta honum síðan allslausum á fund Guðs til að biðja ásjár. Með lögmálinu tyftar Guð manninn á sinn fund. Það hlutverk virðist í fyrstu vera andstætt umhyggju og miskunn Guðs en eftir á sér maðurinn að svo er ekki heldur er lögmálið "bakhliðin" á miskunn Guðs:

Og þess vegna hefur vor góði kennifaðir Lútherus látið lögmálið undan ganga öðrum pörtum kristilegs lærdóms að vér af því kynnum að sjá vorn holdlegan saurugleik svo það yrði þannig vor tyftunarmeistari til Kristum. (Trínitatishátíð).

En þegar lögmálið hefur ýtt manninum á fund Guðs er komið að manninum að leika næsta leik: að iðrast. Iðrunin er leiðin að fyrirgefningu Guðs. Hún er hið sýnilega tákn um löngun mannsins til að þiggja fyrirgefningu Guðs og þar með hjálpræði hans:

Iðranin kastar syndaranum niður fyrir Guðs fætur til að auðmýkja sig undir hans voldugu hönd en trúin reisir hann upp aftur og gjörir hann þess fullöruggan að hann hafi frían tilgang til náðarstólsins hversu sem hann sé hinum verstu syndum hlaðinn... Af iðraninni og trúnni fram kemur elskan til Guðs... Svo er þessi elskan til Guðs sem af iðraninni og trúnni fram kemur nokkurs konar sæði hvar af allar góðar dyggðir spretta... (Sd. milli jóla og áttadags).

Iðulega kvartar Vídalín undan því að fólk vanræki iðrunina: "Ekkert er það sem meir hindrar guðrækni vora heldur en undandráttur iðranarinnar." (3. sd. e. trín.).

Eins og að líkum lætur er kenningin um réttlætingu af trú aldrei langt undan en sú kenning var höfuðkenning lúthersku barokkguðfræðinnar. Inntak hennar er að maðurinn geti ekki áunnið sér eilíft líf með því að vinna verk lögmálsins heldur með því að treysta náð Guðs ("... í skírninni verðum vér Guðs börn, þar verða oss fyrir alls ekkert, alleina fyrir Jesú Kristí forþénustu, syndirnar fyrirgefnar en vér réttlættir fyrir hans náð og til arfs teknir með Guðs syni...", á trínitatishátíð). Um þessa kenningu snýst allt kenningakerfið: "Hver hefur syndina burt tekið? Það hefur Guðs sonur gjört er hann bar hana upp á tréð..." (Annan hvítasunnudag).

Lögmál og fagnaðarerindi haldast því í hendur eins og kemur fram í prédikun Vídalíns 4. sd. e. páska:

Eg ætla að svo fari best guðsþjónustan í þessari kirkju að Móyses hafi bassann í lögmálinu, en Kristur tenórinn í evangelio, því hins góða hirðirs raust mun þó yfir

39

taka og hærra láta en Moysis reiðarþruma. Það er einn gleðilegur tvísöngur í eyrum mæddrar samvisku...

Skírn og kvöldmáltíðAfar víða víkur Vídalín að skírninni. Hún er sáttmáli milli Guðs og manns, þar er maðurinn hreinsaður af upprunasyndinni og innlimaður í samfélag þeirra sem trúa. Vídalín minnir söfnuðinn oft á skírnarsáttmálann:

Skírnin er ekki neinn stundarþvottur er gjöri mann hreinan um sinn fyrir Guði, heldur verður hinn skírði ný skepna í Guðs augliti, og þar fyrir kallast það endur-getningarlaug hverrar kraftur varir um allan þess aldur, er ekki afrækir sinn skírnar-sáttmála heldur kostar kapps um að endurnýja hann með betrun lífernisins daglegana. Sjáið til, börn mín, maðurinn fæðist í heiminn dauður í upprunasyndinni... Er það ekki þá að fæðast að nýju að heilagur andi í skírninni upplýsir hugskotið, endurskapar viljann, og gefur oss nýjar andlegar gáfur... (Trínitatishátíð).

En skírnin nægir ekki. Sérhver kristinn maður þarf að standa við sinn hluta sáttmálans með því að byggjast upp í trúnni, meðal annars með því að rækja altarisgönguna því að þar fær trúin næringu um leið og hinn trúaði hlýðir boði Jesú við hina síðustu kvöldmáltíð: "Gjörið þetta svo oft sem þér drekkið í mína minningu":

Það á að vera oss alkunnugt, bræður mínir, að í skírninni hefur Guð gjört einn náðarsáttmála við oss, auma menn, þar vér fæddumst í heim þennan dauðir í syndunum. Nú er oss það vitanlegt að vér daglega rjúfum þennan samning, ekki alleinasta af rasandi ráði, heldur og oftsinnis með vilja og ásetningi. En því valda Guðs djúpu miskunnariður að vér eigum kost á að nýju að forlíka oss við hann og til þess hefur hann sett og innstiftað það heilaga altarisins sakramentum, í hverju vor skírnarsáttmáli verður að fullu endurnýjaður, Guðs náð að nýju fram boðin sanniðrandi manni og hann ávallt skuldbundinn til að gjöra verðuga ávöxtu iðraninni. (Á skírdag).

Í samræmi við guðfræði barokktímans gerir Vídalín skarpan greinarmun á endurgetningu (skírninni) og endurnýjungu (helguninni, þroska trúarlífsins):

Vér erum jarðaðir með Kristó fyrir skírnina til dauðans, það er endurgetningin, svo eigum vér að ganga í endurnýjungu lífdaganna, það er endurnýjungin. Hin fyrri skeður í einu augnabliki í heilagri vatnslaug, hin síðari á að fram koma um alla ævi vora og fara dagvaxandi svo að smám saman afmáist líkami syndarinnar og - svo sem vér í kristilegum fræðum lesum - að sá gamli maðurinn, það er upprunasyndin, daglega drekkist og deyðist fyrir iðran og yfirbót en fram komi og upp aftur rísi einn nýr maður sá eð lifi í heilagleika og réttlæti fyrir Guði ævinlega. (Prédikun á páskadag).

Þótt merkilegt sé kvartar Vídalín ekki undan því að fólk trúi ekki boðskapnum. Hann segir oftar en einu sinni að það sé þakkarvert að efasemdir séu ekki til á Íslandi, dæmi um það eru prédikanir á jóladag, 3. sd. e. þrettánda, Jónsmessu, 8. sd. e. trín., Mikaelismessu, 25. sd. e. trín. og þetta dæmi úr húslestri á páskadag:

Þakkir og lof sé eilífum Guði fyrir þá náð að Jesú dýrðarfullu upprisu þarf ekki með

40

vitnum að staðfesta nú sem stendur því þar er enginn á meðal manna sem það ekki játa.

Hins vegar kvartar hann ósjaldan undan áhugaleysi fólks um trúfræðsluna, að fólk vilji ekki "láta sér í guðsorði undirvísa.. þeir hlaupa í felur nær þeirra kristindóm á að rannsaka... þeir skjóta börnum sínum undan nær þvílíkt skal um hönd hafa... þeir hæða að kennendunum... og hrósa því hver fyrir öðrum að þeir á einhvern hátt hafi getað sloppið frá því að leiðsegja sér til himnaríkis." (Trínitatishátíð).

Trú og breytniÍ húslestri eftir húslestur ítrekar Vídalín að ekki sé nóg að trúa: "Forgefins varðveita menn orðið í hjartanu nema þeir láti það sjá í líferninu því af þeirra ávöxtum skuluð þér þekkja þá, segir herrann." (2. dag jóla).

Áhersla Vídalíns liggur greinilega ekki síður á siðfræði og breytni en á trú og trúfræði. Ávextir trúarinnar verða að vera sýnilegir, kristinn maður á að þjóna öðrum, líf hans nær fyllingu sinni í þjónustu við aðra:

Verið og minnugir kærleikans, að þér gleymið ekki hinum volaða og þurfamanninum og sýnið þakklæti yðar við Guð, ekki einasta með orði, heldur og verki við hans fátæka, nauðstadda limu. (4. sd. eftir þrettánda).

Þennan streng slær Vídalín aftur og aftur. Ávextir trúarinnar eiga að koma fram í breytni mannsins, í góðu heimilislífi og almennt í réttlátu og mannúðlegu samfélagi. Syndin verður samt aldrei sigruð í þessum heimi, um upprunasyndina er því ekki svo farið að hún "öldungis út af deyi, heldur deyr hennar illskukraftur" (húslestur á páskadag). Engu að síður ber manninum að berjast gegn syndinni og framkvæma vilja Guðs. Þegar í upphafi fyrsta húslesturs Postillunnar segir: "Þeir munu ekki allir, sem til mín segja: herra, herra, inn ganga í Guðs ríki, segir Jesús heldur þeir sem gjöra vilja míns föðurs sem á himnum er." (1. sd. í aðventu).

Það er þó ekki nóg að hafa aðeins hin góðu verk. Trúin þarf að vera til staðar: "Ég þjóna Guði í verkunum, segir þú. Hvað þá? Ætlar þú að þjóna syndinni í hjartanu?" (Húslestur á nýársdag). Í anda Lúthers hefur Vídalín þess vegna lagt þunga áherslu á elsku mannsins til Guðs.

Hugtakið elska til Guðs er áberandi í Postillunni. Að baki má greina kristna dulhyggju (sem hafði talsverð áhrif á guðfræði Lúthers, þ.e.a.s. svonefnd Kristsdulhyggja öllu heldur en almenn dulhyggja)100 sem setur svip á guðfræði barokktímans. Elska Guðs verkar í sál mannsins með því að sameinast henni og snúa vilja mannsins til að elska Guð og gera vilja hans að veruleika. Breytnin getur aldrei hvílt á lögmálinu einu saman, maðurinn verður ekki þvingaður til góðra verka, þau verða að koma innan frá, af elskunni til Guðs. Elska Guðs á að kalla fram elsku mannsins til Guðs og náungans. Um það efni fjallar biskup víða, m.a. í hvítasunnudagsprédikuninni þar sem hann segir: "vor elska á Guði er ávöxtur hans elsku til vor". Góð verk mega aldrei vera sýndarmennska eða yfirborðsframkoma, þau þurfa að eiga sér rætur í trúarsannfæringunni og spretta af "nýjum" vilja mannsins.

Ekkert hlutleysi kemur til greina í heimi mannsins, sérhver kristinn maður er kallaður til baráttu. Markmið hins kristna samfélags er að auka velferð allra, bæði í efnalegum og andlegum skilningi. Þeir sem snúa baki við þjáningum heimsins og láta eins og þær komi þeim ekki við, snúa um leið baki við Guði. Allar góðar gjafir í þessu lífi ber að

100    ?Alfred Adam (1972), bls. 184 og 411.

41

nota í þjónustu við aðra. Í eftirfarandi orðum kemur áhersla Vídalíns á samhjálpina skýrt fram, sambærilegar klausur er víða að finna í Postillunni. Tilvitnunina mætti skoða með hliðsjón af erfiðum tímum í kjölfar stórubólu:

Þú skalt ekki meina, kristinn maður, að það sé allt þitt eigið sem þú meðferðis hefur. Það brauð sem afgangs er í þínu húsi er forsorgun hins volaða. Sá möttull er þú þarft ekki að brúka er klæði hins nakta. Þau föng sem á annan veg hjá þér skemmast og fúna eru lífsbjörg hins nauðþurftuga. Þar fyrir gjörir þú svo mörgum fátækum órétt sem þú mættir annars þér að skaðlitlu hjálpa ef þú því inniheldur þá hinn volaði sem er sannur ölmusumaður við þarf. (Sd. í miðföstu).

Samtíminn í PostillunniEins og að líkum lætur endurspeglar Postillan samtímann með ýmsum hætti. Tilfæra mætti fjölda dæma um þetta efni. Hins vegar hlýtur nútímalesandi að óska sér þess að Vídalín hefði verið enn ósparari á dæmi úr daglegu lífi þjóðarinnar.

Allvíða í Postillunni eru setningar sem segja nokkuð um viðhorf höfundarins til fósturjarðarinnar. Þar kemur greinilega í ljós að Jóni Vídalín verður oft hugsað til þess hversu afskekkt landið er, á annan jóladag segir hann: "Nú fyrst hin eilífa miskunnsemi hefur auðsýnt oss svo stóra gæsku, oss sem búum á torfu þessari, svo að segja útlægir frá allri veröldu." Sambærileg dæmi eru allmörg þar sem hann víkur að fósturjörðinni í svipuðum anda: "oss sem byggjum hólma þennan, sem hér liggjum á þessum hala veraldarinnar..., í þessu fátæka landi..., á þssu forsmánarinnar landi..., sem búum hér á útskækli veraldarinnar, útlægir svo að segja frá öðrum löndum..., sem búum undir þessu ysta heimsins skauti, ...hvað gjöra menn í þessu iðjulausa landi?" En samt lítur hann svo á að "varla (sé) hina sönnu Guðs dýrkun að finna nú í heiminum nema í þessum norðustu löndum" (2. sd. e. trín). Og þrátt fyrir þessa afskekktu byggð hér á hala veraldar þá hefur Guð blessað þjóðina með margs konar blessun, það minnir Jón Vídalín fólkið í baðstofunni einnig á, hér gefur skikkan skaparans að líta hvert sem litið er.

Einstaka setningar gefa til kynna sitthvað um messuflutninginn í kirkjunni. Á annan dag jóla glittir í lýsingu á messunni þegar hann segir: "... það heyrðum vér í pistlinum, sem nýlega var sunginn fyrir altarinu". Af þessari setningu virðist sem pistillinn hafi verið sunginn. Það leiðir hugann að því hvernig Postillan sjálf var lesin, hver veit nema hún hafi einnig verið sungin, a.m.k. af sumum. Setningin sýnir ennfremur að húslestur á annan jóladag hefur verið fluttur sem prédikun í kirkju, væntanlega við hátíðarmessu í Skálholtsdómkirkju þar sem biskup prédikaði á hátíðum og á miðvikudögum í föstu. Sumar klausur vekja forvitni sem litlar líkur eru á að svalað verði:

Þar finnast óguðlegir skálkar er ekki svífast að leggja hendur á sinn sálusorgara, þeir eð skemma hann út í orðum sínum leynt og ljóst... Og eru þeir engu betri, sem maktina hafa og soddan glæpi ekki einasta óhegnda láta, heldur og taka slíka óhæfu í forsvar, sem dæmi munu til gefast. (3. hvítasunnudag).

Minnst er á galdra í húslestri 4. sd. e. þrettánda þar sem lagt er út af frásögn Mattheusar af sjóferð Jesú og lærisveinanna þegar hann hann kyrrði vind og vatn. Þar er m.a. þessi kafli sem jafnframt sýnir hvernig Vídalín beitir myndmáli og exempla (dæmi úr fornum bókum, Biblíunni):

Sumir af yður trúa á sinn fiskigaldur og hefur þá andskotinn sýnt kúnst sína í hjarta yðar þegar hann kemur yður til að dýrka sig og þakka sér fyrir Guðs gáfur. Ekki

42

gjörði það Pétur. Í þínu nafni vil ég netinu út varpa, sagði hann til Jesum. En þegar þér brúkið rúnir og ristingar, með hverjum þér þó minna en ekkert fáið útrétt, kastið þér þá ekki netinu út í fjandans nafni? Ó, minn herra og Guð, ég get ekki nóglega dáðst að þinni þolinmæði að þú setur ekki krók í nasir andskotans eins og hvalsins í Egyptalandi forðum og lætur þá draga djöfulinn upp á önglinum er svo hæða þitt nafn að hann gleypi þá lifandi eins og jörðin Kóre, Datan og Abíram.

Hann veltir fyrir sér klæðnaði skólapilta og annarra 1. sd. e. trín. og er þar lítt um erlenda tísku gefið:

Einn skóladrengur kostar öllu til þess að fá vænan kjól en að kaupa sér eina bók hvar af hann nokkuð gott megi læra, þar hirðir hann ekki um. Og um alla hluti fram þá skulu vor klæði skorin vera eftir framandi þjóða sniði, gætandi lítið að því sem Drottinn segir ske skuli á sínum slátrunardegi, að hann vilji straffa alla þá sem búast útlenskum búnaði.

Um valdsins mennJón Vídalín leit svo á að kristnum mönnum bæri að vera lögboðnum yfirvöldum hlýðnir. Um það fjallar hann m.a. í húslestri 23. sd. e. trín.: "Sá eð valdstjórninni mótstendur, hann mótstendur Guðs skikkun, en þeir eð mótstanda afla sér fordæmingar. Þar fyrir: Sá sem segist Guði vilja vera undirgefinn, hann sé og valdstjórninni undirgefinn hver af Guði er skikkuð." Þetta er hugsjón Vídalíns en raunveruleikinn er iðulega annar. Lúther leit svo á að valdstjórninni bæri að standa vörð um réttlætið og svo lengi sem hún gerði það bæri að hlýða henni. Valdstjórninni bæri ekki að skipta sér af boðun fagnaðarerindisins, gerði hún það væri hún komin út fyrir sinn vettvang. Lúther taldi það í verkahring prestanna að áminna veraldleg yfirvöld þegar þörf krefði og að framar bæri að hlýða Guði en mönnum.

Vídalín fylgir lútherskum viðhorfum til yfirvaldsins. En eitt er réttlátt yfirvald og annað er óréttlátt yfirvald. Sjálfur átti hann í verulegum útistöðum við fulltrúa hins veraldlega valds, einkum Odd Sigurðsson, lögmann. Það þarf því ekki að koma á óvart að biskup sendi valdsmönnunum tóninn, dæmi um það er húslestur á 5. sd. e. þrett. Í sama lestri leggur hann prestum þær skyldur á herðar að standa vörð um réttlætið, áminna valdsmenn ef með þarf og gæta þess að réttur lítilmagnans sé ekki fyrir borð borinn:

Svo þegar einn höfðingi fær ekki að heyra sannleikann af presti sínum, sem á og má segja honum til syndanna án allrar misvirðingar, þá verður hann á stundum að heyra það af fjandmanni sínum, af hinum minnsta þénara, af einum bónda sem að gjörir skömm til kennimannsins er þetta ætti að gjöra sér til forsvars hjá Guði en hinum til sálarbata og engrar minnkunar nema hann þykist meiri maður en Davíð er þoldi Natan spámanni sannyrðin reiðilaust. Og ef hann heyrir það af engum af þessum þá mun hann það heyra af dómara alls holds á síðasta degi. Og þótt menn séu nú svo spakir við höfðingjana og þá, hverra vald menn óttast, þá vantar menn ekki, suma hverja, ástundun að brúka síns embættis myndugleika við lítilmagnann...

Um prestana fjallar hann víðar, m.a. í húslestri á þriðja hvítasunnudag sem fjallar um prestana í fyrri hluta en söfnuðinn í síðari hluta. 23. sd. e. trín. fjallar hann um lögboðin gjöld sem margir eru tregir til að greiða, "ekki síst við þá sem eru oss af Guði skikkaðir til að vaka yfir sálum vorum af því þeir ekki hafa sverðið það líkamlega í höndunum."

Valdið í þessu þjóðfélagi var ekki aðeins í höndum veraldlegra embættismannanna heldur einnig í höndum þeirra sem miklar eignir áttu. Vídalín sér iðulega ástæðu til að beina

43

sjónum sínum að framferði þeirra og tugta þá til. Vafalaust hefur stórabóla haft í för með sér tilfærslu á eignum sem hefur svo leitt til breiðara bils en áður var milli ríkra og fátækra.

En þeir eð mikið góss og garða eiga, þeir hafa oftast mannaforráð og þykir í því ríki nokkuð. En margir af þessum hjá oss eru svo lyndir að þeir vilja að allir þeir sem lönd þeirra byggja skuli vera svo sem þeirra eignarþrælar, án hverra þeir væru þó ekki meira en einn af þeim, því þeir eru það sem ala dramb þeirra á sveita sínum. Og skyldu hinir missa það þá mundu þeir snart brjóta odd af oflæti sínu, því fæstir af þessum veraldarsonum hafa nokkurn tíma drepið hendi sinni í kalt vatn, mundu því koma til að biðja þar þeir ei duga til að grafa, hvar uppá menn hafa og nokkur dæmi ef vel er leitað. En hvernig sem því er nú varið þá er varla nokkur syndari fjær himnaríki en einn dramblátur. (2. sd. e. trín.)

Jón Vídalín er talsmaður alþýðunnar, hann berst fyrir réttlæti og jöfnuði í samfélaginu. Vafalaust á þetta sinn þátt í því að Vídalínspostilla varð sá aufúsugestur á íslenskum heimilum sem hún varð: hér talar fulltrúi íslenska alþýðumannsins sem sjálfur hafði fengið sinn skammt af yfirgangi og hroka hins veraldlega valds. Áhrif Vídalínspostillu á vitund þjóðarinnar um félagslegt réttlæti hafa verið ómæld og skilað sér á ýmsan hátt síðar í viðhorfum Íslendinga til erlendra yfirráða hér á landi og til þjóðfélagslegs réttlætis almennt. Þótt Vídalín áminni valdsins og auðsins menn er alþýðan ekki undanþegin áminningum hans. Allir fá sinn skammt.

Þegar Vídalín fjallar um mannlega breytni og dyggðir vitnar hann einatt til hinna fornu spekinga Grikkja og Rómverja. Svo er í húslestri á hreinsunarhátíð Maríu þegar umræðuefnið er réttvísin sem hann telur hina æðstu dyggð enda segir hann síðar í lestrinum:

Réttvísin er sú mælisnúra á hverja að stikast eiga orð vor og gjörðir: Aristóteles segir að hún sé hin kostulegasta dyggð og allar dyggðir séu í henni fólgnar. Það er og satt, því án hennar mega þær ekki dyggðanna nafn bera. Viskan og framsýnin er hrekkvísi ef ekki fylgir henni réttvísin. Hugprýðin er eitt böðulssverð nema hún stjórnist af réttvísinni. Örlætið, hvert allir menn elska, það er þó glópska og athlægi manna ef það vantar réttvísina. Sá sem eys út fémunum sínum til ónýtis eður gefur þeim er síst skyldi en lætur þurfamanninn og daglaunarann missa, mun hann ekki ósvinnur og dári kallaður? Sparsemin er ein ágæt dyggð en þó er hún best með réttsýni.

HjónabandiðMálefni heimilisins verða ekki útundan í húslestrarbókum. Það þarf ekki að koma á óvart. Húslestrarbók var ekki ætluð til lestrar í einrúmi heldur fyrir allt heimilisfólk og því heyrðu menn um hlutverk hvers annars, allir áttu að vita hvað hverjum og einum bar. Börnin fengu sinn skammt en þau heyrðu einnig hvernig foreldrunum bar að sinna uppeldi barna.

Undirstað þjóðlífsins er heimilið, þar með hjónabandið. Þess vegna er mikið í húfi þegar grunnurinn er lagður í því efni. Og því hefur Vídalín samið allítarlegan og ekki síður skilmerkilegan húslestur um hjónabandið, hlutverk og skyldur hjónanna. Það er húslestur annan sunnudag eftir þrettánda þegar hann leggur út af frásögn Jóhannesar um brúðkaupið í Kana þar sem Jesús breytti vatni í vín.

Í lestrinum vísar meistari Jón allmikið fornra spekinga, t.d. Cícerós eins og jafnan þegar hann víkur almennt að mannlegum dyggðum. Þegar hann talar um karla og konur skírskotar hann þannig til almennrar og viðtekinnar speki og viðhorfa samtímans. Hann leggur áherslu á það hversu ólík karl og kona eru og segir í því sambandi:

44

Guð hefur hlutunum næsta víslega hagað. Manninum hefur hann gefið afl og vitsmuni, konunni fegurð og blíðlæti, hvörtveggi eiga svo sínar gáfur að brúka að Guði þóknist. Karlmaðurinn á að brúka styrkleika sinn til erfiðis en ekki til ofstopa, vitsmunina til forsjónar og ekki hrekkvísi, konan fegurð sína til að þóknast manninum því það hefur Guð skapað í náttúrunni en eigi til lauslætis því það hefur djöfullinn innfært í heiminn, blíðleika sinn til að ávinna mannsins geðsmuni, en ekki til að svíkja hann til vondra verka eins og Jessabel. (2. sd. e. þrett.)

Hann segir að það kunni "oft til að bera að kvinnan sé framar viti borin en maðurinn og þá sé manninum engin minnkun að fallast á ráð hennar" en meginreglan er þó sú að karlmaðurinn á að ráða, það er hlutverk hans samkvæmt skikkun skaparans, mannlegt samfélag er feðraveldi á 18. öld. Gegn því sé ekki rétt að breyta, karlmaðurinn má ekki hlaupast undan þeirri skyldu sinni að standa vörð um heimilið og konan má ekki hlaupast undan þeirri skyldu sinni að standa við hlið mannsins, hún á ekki að taka stjórnina í sínar hendur.

Vídalín vitnar í Pál postula þegar hann segir að konurnar skuli vera "sínum mönnum undirgefnar..." En hann heldur áfram: "Maðurinn er að sönnu konunnar höfuð og herra en hans herradæmi á að vera innifalið í elsku og ekki ofríki." Kjarni málsins er þó þessi:

Þeir sem nú Jesúm vilja hafa með sér að heimboði, þeir skulu með slíku skapi ganga að eigast. Þá mun alltíð vel farnast og aldrei illa. Þá mun Kristi ok sætt finnast og hans byrði létt ef honum þóknast að spenna sín börn fyrir sinn plóg. Rómverjar sem og Grikkir hafa nefnt hjónin með sama nafni sem akneyti þau er draga eitt ok. Nautin verða því svo vön þegar þau samsveitast að eitt hjálpar öðru til og eitt hegðar sér svo í sínu erfiði við annað að plógurinn kunni sem léttast áfram að ganga.

Í þessum tilfærða texta grípur hann til alþekktrar líkingar hinna fornu Rómverja og Grikkja þar sem hjónabandinu er líkt við sameyki, tvö naut draga plóginn saman og þar er hvorugt öðru æðra, bæði bera sömu ábyrgð, bæði þurfa að leggja jafnt á sig og bæði þreytast jafnt. Hjónabandið byggist þannig á því að báðir aðilar standa jafnfætis í lífi og starfi.

Í lokaorðum þessa lesturs dregur hann saman megininnihald húslestursins, erfiðið skilar sér í fögnuði líkt og sáningin skilar sér í góðri uppskeru, þegar bæði hjónin hafa borið hvort annars byrði um langa ævi þá munu þau á sama hátt bæði njóta þess í fyllingu tímans:

Eitt beri annars byrði og þá munuð þér uppfylla Kristi lögmál. Það hefur að sönnu postulinn öllum sagt en ekki síst hjónunum. Þá mun hin almáttuga örlætishönd er seður allar lifandi skepnur bæta allan vorn brest og snúa öllu vatni mótlætinganna í sætt vín gleðinnar. Og þegar veröld þessi hættir að drykkja oss með víni síns munaðar og það tekur til fyrir yfirburði þekkingarinnar drottins vors Jesú Kristi að smakka oss illa, þá vér finnum enga huggun í heiminum og hann drykkjar oss með galli og ediki eins og vorn brúðguma, þá mun Jesús gefa hið góða vínið. Þá mun hann drekka oss til af nægðargæðum síns húss. Þá mun hann láta oss smakka sætleik eftirkomandi aldar, hver ekki er matur né drykkur heldur friður og fögnuður í heilögum anda. Hvers njótandi að verða hér í náðinni og síðan eilíflega í dýrðinni oss unni og veiti Guð himneskur faðir fyrir forþénustu síns eingetins sonar Jesú Kristí. Amen. (2. sd. e. þrett.).

Allvíða annars staðar kemur Vídalín inn á málefni fjölskyldu og hjónabands, 2. sd. e. trín. gerir hann dálitla úttekt á þeim sem að í ektaskapnum búa saman eins og hundar og kettir og

45

þeim sem að sönnu eru samanvígð til hjónabands en lifa þar inni réttum skækjulifnaði. Hann talar þar sígild varnaðarorð:

Allt of margir hlaupa saman með litlu meiri áhyggju en hestar og múlar og þegar girndin er slökkt um stundarsakir þá yfirgefur hvort annað eður lifir í hjónabandinu eins og vargar. Frillulifnaður er slíkt og ekki ærlegur ektaskapur ...

Svo virðist sem Jón Vídalín óttist upplausn heimilislífsins. Vera má að þar sé eitt bragð barokkstílsins að taka djúpt í árinni og setja hlutina á oddinn auk þess sem það var árátta á þessu tímabili að njörva sem flest niður með lögum og reglum. Hins vegar gætu orð hans átt við rök að styðjast og enn er rétt að hafa stórubólu í huga þar eð Postillan er skrifuð þegar afleiðingar hennar á íslenskt þjóðlíf eru komnar í ljós. Þar sem þriðjungur þjóðarinnar féll í valinn í þessum hörmungum er ljóst að röskun á heimilislífinu var veruleg.

UppeldiÁ heimilinu fór öll barnafræðsla fram og því mikið í húfi að þar væri vel að öllu staðið, þá var ekki hægt að varpa vandanum yfir á skólann eða einhvern annan aðila. Hvar áttu börnin að fá uppeldi ef heimilið brást, hver átti þá að leggja þeim lífsreglurnar?

Fyrsta sunnudag eftir þrettánda er lagt út af frásögn Lúkasar um Jesúm tólf ára í musterinu. Þar eru foreldrar Jesú fyrirmyndarforeldrar og hann fyrirmyndarbarn. Lestrinum er skipt í tvennt. Í fyrri hlutanum er fjallað um ábyrgð foreldra á uppeldi barna en í síðari hlutanum um skyldur barnanna við foreldrana. Óneitanlega er þunginn meiri í fyrri hlutanum. Foreldrunum ber að ala börnin upp í elsku til Drottins, þar er undirstaðan að mati Vídalíns. Hér skiptir fordæmi foreldranna miklu máli og umhyggja þeirra.

Baksviðið er harðbýlt land sem kallar á iðni og vinnusemi. Hin svonefnda lútherska vinnuguðfræði kemur fram í þessum orðum: "Bóndinn við orfið er eins þægur Guði þegar hann gjörir verk sinnar kallanar svosem dómarinn í sínu sæti eður presturinn fyrir altarinu." Það er að segja: hver og einn hefur mikilvægu hlutverki að gegna, starf eins er ekki merkara en starf annars og öllum ber að líta á það sem köllun að sinna starfi sínu eftir bestu getu. Það gildir jafnt um karla sem konur. Vídalín er talsmaður mildra aðferða við barnauppeldi. Hann boðar enga hörku í uppeldi heldur hið gagnstæða og eins og oft endranær þá notar hann samanburð annað hvort úr sögunni eða úr lífríkinu, hér grípur hann til hins síðarnefnda.

Hið fyrsta sem foreldrarnir eru börnunum skyldugir um, það er líkamleg forsorgun, föt og fæði. Það kennir sjálf náttúran. Himinn og jörð hrópa það daglega. Allir hlutir hafa forsorgun af því sem þeir eru fæddir af. Villudýrin á mörkinni, þau grimmu leónin og hinar ólmu birnur afrækja ekki sitt fóstur. Tréð hefur sinn vökva af rótinni og ormum jarðarinnar gefur hún sína fæðu og vér erum sjálfir komnir af henni í öndverðu og öll sín börn hefur hún fyrir almættiskraft drottins fóstrað allt til þessa dags. (1. sd. e. þrett.)

Í húslestri 15. sd. e. trín. víkur hann að einu vandamáli foreldra allra tíma, það er matvendni barnanna, með þessum orðum: "Eg kalla það ekki góðan föður og ekki forsjálan sem að elur barn sitt svo kappsamlega að hann undireins elur upp í því matvendni og annan ósóma." Þarna er átt við að barnið sé alið upp í of miklu eftirlæti.

Foreldrar verða að gæta þess að missa ekki sjónar á dýpri markmiðum uppeldisins, ekki er nóg að hugsa um það sem barnið þarfnast frá degi til dags heldur þarf að gefa gætur að dýpri lífsgildum:

46

Það fyrst er hjá þeim inn plantað, því halda þau lengst, en ekkert er þvílíkt sem ótti drottins. Hann er eins og sæðið, það menn í jörðina leggja, það kann eigi annað en að bera sér líkan ávöxt. Þar fyrir á það að vera þitt fyrsta verk, kristinn maður, að innræta hjá barninu elskuna til Guðs og mun allt annað gott með minna erfiði á eftir fylgja.

MótlætiSvipað og sagt var um skilning Vídalíns á hjónabandinu er að segja um skilning hans á mótlæti og þjáningu, þar er hugsun hans nú að mörgu leyti framandi eins og við er að búast; og ekki skal gleyma hinu sögulega baksviði, stórubólu:

Hann lætur mig þó margt mótlæti þola, segir þú, því má eg hungra og þyrsta? Því hann vill kenna þér að maðurinn lifi ekki af einusaman brauði heldur sérhvörju orði sem framgengur af Guðs munni. Því em eg sjúkur og sár? Til þess að líkamans vanheilsa verði að andans heilbrigði. Því missi eg það Guð mér áður lánað hefur? svo þú ekki festir hjartað þar við. Því verður mínum kærustu vinum og aðstoðarmönnum í burtu svipt? svo að Guð sé þinn besti vinur og þú lærir að þekkja að hjá hönum einum er hjálpin þá öll mannleg hjálp er úti. (Þrettándinn).

Vídalín verður ekki orðfátt andspænis spurningum um þjáninguna. Enginn veit hvers vegna Guð sendir mönnunum mótlætið. Hins vegar stendur Guð við hlið mannsins í mótlætinu. Vídalín grípur til líkinga:

Einn faðir sendir son sinn í eitt framandi land, ein móðir lætur barn sitt í skóla til að líða illt svo það verði að manni. Munu þau þar fyrir hafa gleymt þeim? Kann nokkuð móðurin að gleyma barni sínu, ávexti síns kviðar? Og þó þær gleymi þá skal eg samt þér ekki gleyma, segir afgrunn miskunnarinnar hjá Esaiam. Gullsmiðurinn kastar málminum í eldinn svo hann hreinsaður verði, og gjörir þar af síðan hinar kostulegustu gersemar. Svo breytir Guð við sín börn, hann situr og bræðir og silfrið hreinsar, og hrein gjörir börn Leví... (7. sd. e. trín.).

Yfirleitt telur Vídalín að mótlætið megi rekja til breytni einstaklinga eða samfélags. Ástæðan er þó fjarri því að liggja alltaf í augum uppi, t.d. þegar góðir og grandvarir kristnir menn líða mikið mótlæti. En tilgangur Guðs er ekki illur heldur er mótlætið aðferð hans til að tyfta manninn, hreinsa sál hans og kenna honum: "Ó neyð, ó neyð, ó sorg, ó sorg, hvað góður skólameistari ertu!" (2. sd. í föstu).

En "títt leggur hann krossinn á þá sem eru hvað saklausastir öðrum til eftirdæmis að sýna þeim hvað þeir forþénað hafi og hvað mikla orsök þeir hafi til að lofa Guð sem þyrmir þeim sem meira hafa syndgað fyrir þvílíkum örkumslum" (1. sd. e. trín.). Manni ber að líða með þolinmæði vitandi að hann muni "hreppa eilífa sælu og fögnuð til launa" (1. sd. e. trín.). Þegar kristinn maður spyr svo hvers vegna trúaðir þurfi að þjást en vantrúaðir ekki þá er svarið einfalt: hinir vantrúuðu munu pínast um alla eilífð en hinn trúaði mun gleðjast að eilífu þótt hann verði að þjást um stundarsakir tyftunarinnar vegna.

Eitt atriði má ekki gleymast. Í mótlætinu eiga menn að bera hver annars byrðar. Það er skylda hvers kristins manns að "bera krossinn" með þeim sem þjáist. Þarna er komið að þeirri fyrirmynd sem Jesús eftirlét lærisveinum sínum. En í þessu viðhorfi, sem setur sterkan svip á Vídalínspostillu, má einnig greina áhrif þeirrar bókar sem faðir Jóns Vídalíns þýddi og gefin var út á Hólum árið 1676, Imitatio Christi eftir Thomas a Kempis. Sú bók fjallar

47

um samlíðunina eða þá kröfu til samúðar og samþjáningar sem sérhver kristinn maður hlýtur að finna þegar hann veit um mótlæti annarra.

Hinn mildi VídalínOft er mikið gert úr voldugum stíl Vídalíns, stórum orðum og litríkum lýsingum á hvers kyns ávirðingum í fari einstaklinga og samfélags. Hér er öðrum þræði um stílbrögð að ræða og um leið einkenni á bókmenntum barokktímans. En oft gleymist að Vídalín slær einnig aðra og mildari strengi og nær sér þá ekki síður upp. Dæmi um það er niðurlag húslesturs á vitjunardag Maríu:

En hið innsta af hjarta þínu skalt þú drottni helga, það skalt þú daglega hreinsa með sannri iðran, það skalt þú uppfylla með reykelsi bænarinnar, það skalt þú prýða með skarti vonarinnar, trúarinnar, kærleikans, en um alla hluti fram með elskunni til hans. Þá vill hann til þín koma og vistarveru hjá þér gjöra, þar munt þú sjá hans dýrð svo sem í nokkurs konar skuggsjá, þar mun hann láta þig smakka hvað sætur hann er og þar mun hann jafnvel í hinu mesta volæði kenna þér að mótlætingar þessara tíma séu ekki verðar þeirrar dýrðar sem við oss mun framkoma í eilífu lífi, hverrar njótandi að verða oss unni og veiti hinn náðugi konungur eilífrar dýrðar fyrir Jesúm Kristum. Amen.

Marga sambærilega kafla er auðvelt að finna í Postillunni. Annan sunnudag eftir þrettánda lýkur hann lestrinum um hjónabandið með þessum mildu orðum:

Eitt beri annars byrði og þá munuð þér uppfylla Kristi lögmál. Það hefur að sönnu postulinn öllum sagt en ekki síst hjónunum. Þá mun hin almáttuga örlætishönd er seður allar lifandi skepnur bæta allan vorn brest og snúa öllu vatni mótlætinganna í sætt vín gleðinnar. Og þegar veröld þessi hættir að drykkja oss með víni síns munaðar og það tekur til fyrir yfirburði þekkingarinnar drottins vors Jesú Kristi að smakka oss illa, þá vér finnum enga huggun í heiminum og hann drykkjar oss með galli og ediki eins og vorn brúðguma, þá mun Jesús gefa hið góða vínið. Þá mun hann drekka oss til af nægðargæðum síns húss. Þá mun hann láta oss smakka sætleik eftirkomandi aldar, hver ekki er matur né drykkur heldur friður og fögnuður í heilögum anda. Hvers njótandi að verða hér í náðinni og síðan eilíflega í dýrðinni oss unni og veiti Guð himneskur faðir fyrir forþénustu síns eingetins sonar Jesú Kristí. Amen.

Boðskapurinn, sem Vídalín flytur baðstofufólkinu, er því margslunginn boðskapur um kristin lífsgildi í kristnu þjóðfélagi. Þar byggir hann á Heilagri ritningu og sígildum verkum spekinga að fornu og nýju. En tvennt gnæfir yfir þegar lífsgildin eru til umræðu. Hið fyrra er réttlætið sem er undirstaða alls mannlegs samfélags og hið síðara er samlíðunin sem er undirstaða sérhvers kristins samfélags. Vídalín vill halda vöku fólks um þetta tvennt og sýnir fram á hvernig réttlæti og samlíðun koma við sögu í öllu lífi mannsins. Hann er þess þó fullviss að hvorki réttlæti né samlíðun muni lengi vara í íslensku samfélagi gleymi menn undirstöðunni undir hvort tveggja sem er trúin á Guð og trúarsamfélagið við son hans Jesúm Krist. Án undirstöðunnar munu frómar óskir manna um réttlæti og samstöðu í meðlæti og mótlæti ekki verða að veruleika.

48

6. Mælskusnilldin.Málfar Vídalínspostillu er vandað og kjarnmikið og hefur átt sinn þátt í að víðfrægja nafn Jóns Vídalíns. Eitt af því sem einkennir Postilluna eru orðtök og málshættir sem höfundur hennar notar mikið. Oft kynnir hann orðtökin eða málshættina með því að segja "Margt er líkt með skyldum, segja menn í orðtæki gömlu" (19. sd. e. trín.) eða: "Þegar fara á betur en vel, þá fer verr en illa, segir máltækið" (11. sd. e. trín.). Einnig notar hann orðtæki eða máltæki án þess að kynna þau sérstaklega. Hugsanlegt er að ýmis spekiorð Jóns biskups sjálfs hafi með tímanum orðið að orðtökum eða málsháttum. Við lestur Postillunnar munu menn rekast á þessi orðtök m.a.: Þar er enginn kenndur sem hann kemur ekki; svo er margt sinnið sem maðurinn er; enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur; margt á við mörgu. Dæmi eru um áhrif úr Íslendingasögunum, svo sem í húslestri á föstudaginn langa að "skamma stund verði hönd höggi fegin" sem kemur fyrir í Njálu.

Oft grípur Vídalín til örstuttra frásagna sem oftar en ekki eru spaugilegar: "... og hendir oss í þessu það sama og stjörnumeistarann forðum að á meðan hann var að sjá eftir himintunglunum og góndi upp í loftið féll hann í gryfju eina sem varð fyrir fótum hans" (3. í jólum). Og sunnudaginn í miðföstu segir hann: "Verið ei Grikkjum líkir, um hvörja Demostenes sagði að þá hann talaði um skugga asnans þá hefði hann nóga tilheyrendur en þá hann talaði um Grikklands velferð þá styngi allir fingrunum í eyrun."

Í lestrunum gegnir almenn mælskufræði miklu hlutverki. Vídalín var ekki síður en aðrir menntaðir menn á þessum tíma vel skólaður í framsetningu talaðs og ritaðs máls. Í Postillunni hefur hann lagt sig fram á því sviði.

Mælskulist er talin eiga upphaf sitt meðal Grikkja á Sikiley á 5. öld fyrir Krist. Hún var kennd við háskóla langt fram eftir öldum. Caspar Bartholin ritaði bækur um mælskufræði sem líklegt er að Jón Vídalín hafi haft sem kennslubækur á námsárum sínum í Höfn, einnig er líklegt að hann hafi numið mælskufræði við Skálholtsskóla og eftir öllum líkindum að dæma hefur þá verið kennd bókin Stoikeiosis rhetoricarum eftir J.P. Resen.101

Meistari Jón hefur einnig lært að prédika hjá séra Páli Björnssyni, frænda sínum í Selárdal, sem talinn var einn fremsti prédikari um sína daga. Snemma var eftir honum tekið sem prédikara sem sést m.a. af því að Þórður biskup veitti honum prédikunarleyfi þegar hann var aðeins 18 ára.

Í Postillunni er fylgt ákveðnu mynstri við ræðugerð. Jón biskup skrifar fyrst texta dagsins (períkópuna), að vísu með einni undantekningu (á föstudaginn langa). Þá fylgir exordíum eða inngangur þar sem hann ræðir um textann vítt og breitt. Samhengið við útlegginguna sem á eftir kemur er þó ekki alltaf sérlega náið. Exordíum lýkur með því að hann tilgreinir um hvað hann ætli að fjalla í útleggingunni og hvernig efninu verði raðað niður (efnisskipting: partitio), sbr. húslestur á allraheilagra messu, í niðurlagi exordíums segist hann ætla að hugleiða tvennt: "1) hversu að fátæktin sé gagnleg, 2) hverju þeim heitið sé sem eru andlega volaðir." Um miðja prédikun segir svo: "Og er það nú svo úttalað um hið fyrra. Nú eftir fylgir að tala um það sem hinum andlega voluðu heitið er."

Út fyrir þennan ramma fer Vídalín afar sjaldan þótt hann beiti ýmsum aðferðum innan hans. Prédikanirnar eru textaprédikanir þar sem lagt er út af einum texta dagsins, sumar eru hómilíur þar sem farið er ofan í textann lið fyrir lið og hann útskýrður en flestar eru þær líkari þemaprédikunum eða nánast ritgerðum þar sem einu efni eru gerð allítarleg skil en þó er lagt út af textanum. Vídalín beitir fjölmörgum brögðum mælskulistarinnar í

101    ?Resen: Stoikeiosis rhetoricarum præceptionum in universum ex parva Rhetorica Philippi et Hermogenis & c. olim selecta et ordinata per J.P.R (þ.e. Jo. Pauli Resen) pro Junioribus VII dispp. comprehensa brevissime. Hafn 1632. Gefin út aftur 1653, 1687, 1697, 1706, 1724, 1729, 1735. Um hana getur Finnur Jónsson í Historia Ecclesia Islandica 3. bd. bls. 526. Bókin er til í Landsbókasafni: Lbs 305 8vo, 1750.

49

Postillunni.

PrédikunarfræðiHinir miklu prédikarar fornkirkjunnar, Jóhannes Chrysostomus og Ágústínus kirkjufaðir, voru menntaðir í almennri mælskulist og henni beittu þeir einnig í prédikun. Ágústínus skrifaði reyndar fyrstu prédikunarfræðina (De doctrína christiana).102 Vegur prédikunarinnar var mikill á fyrstu öldum kristninnar og sama er að segja um siðbótartímann og barokktímann.

Lúther hafði prédikunina í hávegum og hóf hana til vegs í kirkjunni en hann taldi sig ekki í þörf fyrir sérstaka prédikunarfræði.103 Öðru máli gegndi um Melanchton og eftirmenn hans, þeir höfðu prédikunarfræðina í hávegum.

Lúther hafði veruleg áhrif á prédikun siðbótartímans. Enda var hann mikill prédikari af Guðs náð og prédikaði mikið eins og marka má af þeim tvöþúsund prédikunum sem varðveittar eru eftir hann. Hann notaði litríkt tungutak alþýðunnar enda var það yfirlýst stefna hans í Biblíuþýðingunni að nota þannig málfar. Prédikunin átti að vera hverjum manni auðskilin. Þá lögðu siðbótarmenn þunga áherslu á að orð Guðs yrði að heyrast því að trúin kemur af því að heyra (fides ex auditu). Einnig trúðu siðbótarmenn því að orðið sneri aldrei aftur án þess að hafa unnið sitt verk í sál mannsins. Þannig áhersla á mátt orðsins var ný af nálinni.

Elstu prédikanir Lúthers mótuðust af þeirri heimspekilega hlöðnu guðfræði sem hann hafði numið í Ágústínareglunni en síðari prédikanir hans mega teljast hómilíur, útleggingar á texta dagsins vers fyrir vers. Greinilegt viðhorf Lúthers var að hafa Krist sjálfan fyrir þungamiðju hverrar prédikunar. Þá lagði hann áherslu á að kennsla og hvatning væri tvíþætt meginmarkmið hverrar prédikunar (docere et exhortari).104 Lúther sagði um prédikunina: "Prédikunin á að gerast í þrem stigum: Fyrst á að brjóta niður samviskuna svo á að byggja hana upp aftur og í þriðja lagi að leysa hana og frelsa undan öllu sem íþyngir henni. Hið fyrsta gerist fyrir lögmálið, annað skrefið fyrir fagnaðarerindið og þriðja skrefið fyrir alla þá fræðslu sem felst í Guðs orði og einnig með dæmum og líkingum. Hið fyrsta er að finna í Ritningunni en tvö síðari atriðin (dæmi og líkingar) úr eigin lífsreynslu."105

Unnt er að flokka ræðugerð barokktímans í fernt: Í fyrsta lagi er það prédikunaraðferð Lúthers, stundum kölluð hetjustíll. Hún var textaprédikun með áherslu á Biblíutexta dagsins, ýmist hómilía eða þemaprédikun. Prédikun hans var laus við skraut prédikunarfræðanna og þess vegna hefur hann oft verið gagnrýndur fyrir skort á agaðri framsetningu.

Þá er í öðru lagi aðferð sem kennd er við Melanchton, stundum nefnd þemaprédikun. Melanchton skrifaði bók um prédikunarfræði þar sem hann styðst við hefðbundna ræðumennsku. Fyrir áhrif frá verkinu Loci eftir Melanchton verður þemaprédikunin til, þar eru meginatriði textans talin upp og tengd hvert öðru og skýrð með hliðsjón af öðrum textum.106 Í Vídalínspostillu eru margar prédikanir í þessum stíl (t.d. 15. sd. e. trín.).

102    ?Hans Martin Müller (1986), bls. 529.

103    ?Bernhard Lohse (1981), bls. 112-113. Lohse bendir á að þetta efni sé hvergi nærri nógu vel kannað og best sé að fullyrða sem minnst um afstöðu Lúthers til mælskufræðinnar.

104    ?Werner Schütz (1972), bls. 90-95.

105    ?Hans Martin Müller (1986), bls. 532.

106    ?Werner Schütz (1972), bls. 107 og 97.

50

Í þriðja lagi er svo hómilían svonefnda þar er einnig gengið út frá textanum í heild sinni en þó er sá munur á, að hér er textinn í fyrirrúmi. Munurinn á þemaprédikun og hómilíu kemur fram í þessari setningu: "Í hómilíunni ræður textinn ferðinni, í þemaprédikun er hann til þjónustu" (In paraphrastica methodo textus dominatur, in articulata (locali) textus ancillatur). Dæmi um hómilíu er prédikun Vídalíns á vitjunardag Maríu.

Í fjórða lagi er sú aðferð sem varð mjög áberandi á barokktímanum, kölluð samstæða aðferðin en oft kennd við Andreas Pancratius (d. 1576) og þá kölluð pancratíska aðferðin.107

Pancratíusarpostilla kom út á Hólum árið 1632. Þar er hverri prédikun skipt í þessa fjóra meginþætti: 1. Exordium eða inngangur, sem skipt er í tvennt: captatio benevolentiae (miðar að því að ná jákvæðri athygli áheyrenda) og docilitas (þar sem gerð er stutt grein fyrir efninu). 2. Doctrína eða kenning dagsins, þeim kafla er skipt þannig: a) antithesis (andstæð kenning), b) concessio (viðurkenning á því sem er rétt í þeirri kenningu), c) refutatio (höfnun á því sem er rangt í henni), d) propositio (framsetning eigin máls), e) declaratio (útskýring þess), f) confirmatio (sönnun á eigin viðfangsefni), g) eigin kenning (doctrína) endanlega sett fram. Í þriðja lagi (3) er svo applicatio þar sem textinn er settur fram til huggunar, trúarstyrkingar, hvatningar og viðvörunar og endar með bæn. Í fjórða og síðasta lagi er svo conclusio eða niðurlag.108 Prédikanir Pancratíusar eru oft miklu skyldari trúfræðilegum fyrirlestrum eða ritgerðum heldur en prédikunum í nútímaskilningi.

Þegar leið á barokktímann varð þemaprédikunin hómilíunni yfirsterkari og loks hafði samstæða aðferðin vinninginn.109 Vídalín hefur vafalaust þekkt þessa aðferð auk annarra sambærilegra aðferða á þessum tíma.

Hvað almenna prédikunarfræði varðar að öðru leyti er vissulega um auðugan garð að gresja. Kenningar voru margar og viðhorf margvísleg. Vissulega er Vídalín ekki þræll slíkra kenninga eða aðferða, hann hefur sinn eigin stíl eins og sérhver prédikari þótt sá stíll mótist óneitanlega af fræðilegum viðhorfum sem almennt voru viðtekin á hans tíma.

Mælskufræðin í PostillunniHér á eftir skulu tilfærð nokkur dæmi úr Postillunni þar sem höfundurinn beitir þekktum brögðum mælskufræðinnar. Dæmin eru valin til þess að auðvelda lesanda Postillunnar aðgang að stílfræði hennar.

Í mælskufræðinni hafa grísku og latnesku hugtökin unnið sér hefð í erlendum málum, sum þeirra hafa verið þýdd á íslensku en fjarri fer því að svo sé almennt um hugtakaforða mælskufræðinnar, verða því jöfnum höndum notuð íslensk og erlend fræðiheiti.

Eitt þeirra stílbragða sem var afarmikið viðhaft og Jón biskup beitir mikið eru samlíkingar af ýmsu tagi. Samlíkingar eru einkum úr náttúrunni, Gamla testamentinu eða almennt úr mannlífinu. Þegar ræðumaður grípur til líkinga úr náttúrunni er um að ræða stílbragðið simile. Fróðlegt er að veita því athygli að Jón biskup vísar langoftast til erlendra náttúrufyrirbæra sem hafa verið lesendum og áheyrendum húslestranna með öllu framandi jafnvel þótt þeir kunni að hafa þekkt þau úr Biblíunni. Undantekningar eru að vísu til (t.d. 2. sd. e. trín.: "... bítumst um þetta volæði ... eins og gaddhestar um illt fóður."). Í eftirfarandi dæmi ofbýður honum skortur á náttúrulegri skynsemi fólks og sýnir með dæmum hvernig allt lífríkið lýtur heilbrigðri skynsemi:

107    ?Werner Schütz (1972), bls. 108.

108    ?Werner Schütz (1972), bls. 107. Hans Martin Müller (1986).

109    ?Hans Martin Müller (1986), bls. 535.

51

Maurinn er einn veikur hópur, þó útvega þeir sína fæðslu um sumartímann. Kúnísinn er og veikur lýður, þó byggja þeir sitt hús á steinum. Grashoppurnar hafa öngvan konung, þó ganga þær út allar í hóp. Göngurofan vinnur með sínum fótum og er í konunganna hýbýlum. Þetta gjöra hin vesælustu kvikindi jarðar, en hvað gjörið þér sem Guð hefur gefið skynsemdarfulla sál í heilbrigðum líkama? (Sd. í miðföstu).

Exemplum er það svo nefnt þegar prédikari tilfærir dæmi úr Gamla testamentinu, bókmenntum fyrri tíma eða úr mannlífinu almennt. Exemplum er skylt stílbragðinu simile en hefur ákveðnari merkingu. Svipuðu máli gegnir og um simile að dæmin eru langoftast tekin úr bókmenntum og sögu annarra þjóða. Hér eru exempla úr Gamla testamentinu en það er algengasti exemplaflokkurinn í Postillunni.

Þegar Ísrael varð fullur og feitur þá gjörðist hann lauslátur. Þegar skenkjari pharaonis var aftur kominn til virðingar sinnar þenkti hann hverki á Jósef né myrkvastofuna. Þegar Nebúkadnesar virti fyrir sér öll hans stórvirki er hann hafði látið gjöra í Babýlon þá upphafðist hans hjarta þar til Guð straffaði hann og lét hann eta gras með villudýrum. Þegar Baltasar sat að drykkju og út af ofmetnaði lét saurga kerin sem brúkuð höfðu verið til þjónustunnar í Guðs húsi þá varð hann rekinn frá ríki og lífi. Þegar Heródes konungur metnaðist í sínu hjarta af velgengninni og gaf ekki Guði dýrðina þá varð hann sleginn af engli Drottins og dó vesölum dauða. (24. sd. e. trín.).

Önnur algeng tegund af exempla eru örstuttar sögur af konungum og spekingum, í húslestri á allraheilagra messu eru tvær örstuttar dæmisögur af þessu tagi, hin fyrri er þannig:

Það er skrifað um Anaxagoram speking að sælkeri nokkur hafi spurt hann að einhverju sinni hver að farsæll væri og hafi hann svarað: Enginn af þeim sem þú meinar, heldur sá eð þú kallar vesælan að vera, hann er sæll. Og hið sama er að segja um börn veraldar þessarar. Það sem þau sælu kalla, það er reyndar volæði ef rétt er álitið.

Og hitt dæmið:

Það er skrifað um Alexander hinn stóra, þann fræga konung, að þegar lið hans var alltof þungbúið vorðið af herfanginu svo hönum þótti lítið framgengt verða, þá brenndi hann upp föng þeirra, og huggaði þá með því að þeir mundi safna ógrynni fjár ef þeir léttu þessu af sér en sæktu með flýti til þeirra landa sem væru auðug af gulli og silfri.

Týpológía, (typos, gr.: mót, ímynd, typologia: rannsókn á ímyndum), fyrirmyndun, er aðferð sem kristnir guðfræðingar fyrri tíma beittu oft til að lesa merkingu inn í atburði eða persónur Gamla testamentisins. Persónur og atburðir Gamla testamentisins fá spádómsgildi: Adam er fyrirmyndun fyrir Jesúm, Adam er fulltrúi hinnar gömlu sköpunar en Jesús hinnar nýju. Jónas sem var þrjá daga og þrjár nætur í kviði stórfisksins er fyrirmyndun fyrir Krist í gröfinni. Tré lífsins í aldingarðinum Eden er fyrirmyndun fyrir krossinn, Eva fyrir Maríu og þannig mætti lengi telja. Týpológía var oft notuð með allegóríu enda náskyld henni.

Týpológíu er víða að finna í Nýja testamentinu, til hennar er gripið þegar finna þarf rök fyrir ákveðinni túlkun á textum Gamla testamentisins og skýra atburði úr ævi og starfi Jesú. Mörg dæmi mætti taka um týpológíu í Postillunni:

52

Forðum daga í Gamla testamentinu þá hafði Guð skilið sér vissar fórnir fyrir syndirnar, ekki í þeirri meiningu að blóð uxanna og hafranna kynni að hreinsa samviskurnar heldur voru þar í fyrirmynduð eftirkomandi gæði, sem er blóðið Jesú Christi hvört eð hreinsar oss af öllum vorum syndum. En þessir tíðasiðir eru fyrir löngu afteknir þar Guðs eingetinn sonur er í holdinu opinberaður og hefur fyrir sitt eigið blóð einusinni inngengið í það allra heilagasta að útvegaðri eilífri endurlausn. (Sd. í miðföstu).

Allegóría er ein gerðin af líkingu. Komið af gríska orðinu allegorein: að tala á annan hátt. Hún var fyrirferðarmikil túlkunaraðferð löngu fyrir Krists burð og mikið notuð á miðöldum. Fram eftir miðöldum voru kenningar John Cassians (360-435) um ferfalda merkingu textans í hávegum hafðar.110 Þar var túlkun Biblíunnar skipt í fjögur svið: fyrst er bókstaflegur skilningur textans, síðan er hinn allegóríski, þá siðferðislegi eða trópológíski og loks anagógíski sem vísar til sögu alheimsins og hinna síðustu tíma. Með þeirri aðferð var Jerúsalem samkvæmt bókstaflegum skilningi borg í Ísrael en samkvæmt allegórískum kirkja Krists, trópológískt sál hins trúaða en anagógískt borg Guðs á himnum. Allegóría var mikilvæg í kristnum bókmenntum miðalda (t.d. Divina Commedia Dantes).

Allegórían er meira en túlkunaraðferð, hún er einnig stílbragð. Þannig er hana að finna víða í Vídalínspostillu. Til eru tvær megingerðir af allegóríu, munurinn felst í því að í öðru tilvikinu er augljóst við hvað er átt en í hinu liggja tengslin ekki eins ljóst fyrir.

Í Biblíunni er allegórían algeng, þó ekki eins og dæmisagan (gr.: parabole), dæmi um allegóríu er ljóð Jesaja um víngarðinn (Jes 5.1-6) þar sem víngarðurinn "er" Ísrael án þess það komi fram í ljóðinu en ræðst af sjöunda versinu. Dæmisögur Jesú fjalla oftast um eitt atriði sem ræðumaður vill koma til skila (t.d. dæmisaga Jesú um týnda soninn).111

Allegórían var eitt uppáhaldsstílbragð barokkhöfunda, hér er eitt dæmi úr húslestri 25. sd. e. trín. Vísað er m.a. til annars kafla Ljóðaljóðanna um dúfuna í klettaskorunum.

Minn herra Jesú, hver er hann sem segir: Mín dúfa, þú sem í bjargskorunum býr og í fylgsnum hinna þverhníptu klettanna, sýn mér þitt andlit og lát mig heyra raust þína því þín raust er fögur og þín ásýnd lystileg? Ertu ei sjálfur það, minn herra Jesú? Hver er hin sæta raustin? Það er það lofið þú hefur þér tilreitt af munni smábarnanna sem mylkja sinnar móður brjóst og þinnar unnustu. Hver er hin fagra ásýnd? Það er sú sem þú oss afrekaðir þegar þín ásjóna varð afskræmd meir en annarra manna. Hver er þín dúfa, minn herra? Það er þín kristileg kirkja sem hér verður í evangelio örn kölluð. Hverjar eru bjargskorurnar? Það eru þínar blessaðar undir, þú sem ert vort fasta bjarg og hella vors hjálpræðis. Hverjir eru hennar ungar? Það eru þín og hennar börn, þín börn sem Drottinn hefur gefið þér, og ekki eftir holdsins vild eður mannsins vilja heldur eftir Guði eru fædd, hverjum þú hefur og makt gefið Guðs börnum að vera. Hvert er það blóðið er þeir lepja? Það er þitt blóð, ó Jesú, sem að hreinsar oss af öllum vorum syndum.

Metafóra, myndhverfing, orð notað í yfirfærðri merkingu líkt og í allegóríu. Þegar sagt er: maðurinn er svín, þá er það metafóra en sé sagt: maðurinn er eins og svín, þá er þar samlíking, sé talað um að einhver sé blár eða rauður í pólítík er notuð metafóra, einnig sé talað um að hæfileikar hans blómstri. Metafóran felst í því að setja framandi orð í stað 110    ?The Oxford Dictionary of the Christian Church, bls. 37 og bls. 246 um John Cassian (Johannes Cassianus).

111    ?Sjá John B. Gabel og Charles B. Wheeler (1990), bls. 27-31.

53

viðtekins orðs um það sem verið er að tala um. Myndhverfingin er mun styttri en allegórían þar eð hún er aðeins eitt orð eða orðasamband. Unnt er að tengja tvær eða fleiri myndir saman í eina myndhverfingu. Sunnudaginn milli áttadags og þrettánda ávarpar Vídalín fólkið með þessari metafóru: "Eður vitið þér ekki að þér leir og aska eruð? Já, breysk leirker sem oftlega detta sundur af sjálfum sér, auk heldur að þér kunnið að búa við þennan fortæranda eld..."

Persónugerving er skyld allegóríu og ein tegund myndhverfingar, þegar áþreifanleg eða huglæg fyrirbæri eru látin koma fram eins og menn:

Tvær dætur hefur forvitnin sem menn leika við eins og smábörn eður hvelpa meðan þær ungar eru en þegar þær vaxa upp í mannsins hjarta og hafa lengi sogið móðurina þá verða þær skæðir gripir. Það er grunsemin og trúgirnin, svo líkar systur sem þær eru skyldar til. (3.dagur jóla).

Allmargar gerðir eru til af endurtekningum og orðaukandi framsetningu. Algengt slíkt bragð er anafóra, upphafsklifun, þar sem sama orð er endurtekið í upphafi nokkurra setninga í röð, oft þriggja en oft miklu fleiri, geta jafnvel verið heil blaðsíða; dæmi eru um alla Postilluna því að Vídalín beitir þessu afar oft. Dæmi um klifun:

Gæt að, syndug manneskja, hvað óviðurkvæmilegt það er að þinn lausnari hangir á hinum smánarlegasta krossins gálga, hans hörund er sundurslitið af húðstrokunum, sundurmarið af höggunum, sundurrifið af þyrnibroddum, sundurstungið af nöglunum, sundurflakandi af sárum og benjum, og loksins sundurkramið, sundurkreist og sundurmarið af Guðs eldlegum reiðisvipum og óbærilegum þunga þinna synda sem hann hefur borið, og hegningarinnar sem á honum lá, uppá það þú hefðir friðinn. (Föstud. langa).

Svipað form er epifóra, endaklifun bakklifun, þar sem orð eða orðasambönd eru endurtekin í lok nokkurra setninga eða málsgreina. Þriðja formið af klifun en samklifun þar sem upphafsklifun og endaklifun er beitt saman.

Stigmögnum eða runa, gradatio eða klimax er eins konar keðja þar sem setningarnar líta þannig út ...x/x...y/y... Þetta stílbragð byggist á stigmagnandi notkun stílbragðsins anadiplosis sem felst í því að síðasta orð í setningu er endurtekið í upphafi þeirrar næstu:

En maðurinn, hvern Guð hefur skapað, skapaðan endurleyst, endurleystan endurgetið, endurgetinn með Jesú holdi og blóði mettað og drykkjað og upplýst með sínum ástgjöfum... (Föstud. langa, exordium).

Annað dæmi:

...af rannsókninni kemur þekkingin, af þekkingunni iðranin, af iðraninni fyrirgefningin, af fyrirgefningunni elskan, sem er hin einasta rót allra dyggða. (3.dag jóla).

Í polyptoton (figura ex pluribus casibus, gr.: poly: margir, ptosis: fall) er orðið endurtekið í mismunandi myndum.

Í einu orði að segja: Þar er enginn hlutur sem meir ætti að hvetja upp syndugan mann til að búast við dóminum en sjálft Guðs orð, hvört hann mun dæma, eftir hvörju hann

54

mun dæmast, og fyrir hvörs foröktun hann mun dæmdur verða. (Annan sd. í aðventu).Drepi hann ekki sinn óvin, svo hann verði aftur drepinn, þá drepur hann þó gott mannorð sitt, hann drepur góða samvisku, já sálina ef til vill... (Sd. milli áttadags og þrettánda).

Skipan setninga býður upp á mikla fjölbreytni. Eitt er isokolon (úr gr.: isos: jafn, kolon: liður). Tvær jafnlangar setningar eða málsgreinar, orðaval oft mjög líkt. Iðulega jafnframt parallelismus eða antitesa: "Hafi hann gefið oss soninn, því mun hann þá ekki gefa oss alla hluti með honum? Og ef hann gefur oss alla hluti þá gefur hann oss einnig forsorgun líkamanna"(7. sd. e. trín.).

Parallelismus (hliðstæður) er hluti af isokolon. Sé merkingin hliðstæð í báðum setningum eða setningarliðum er um að ræða parallelisma eða hliðstæður en sé merkingin andstæð er um að ræða andstæður eða antitesu. Antitesan er oft tengingalaus, stundum eru endaatkvæði endurtekin, stundum er notað krossbragð eða önnur stílbrögð:

Englar komu og þjónuðu Christo í hans manndómi en hans fólk vildi ekki þjóna honum... Engillinn kom af himni og styrkti hann í kvölinni en hans eigin gjörðu hans sálu hryggva allt í dauðann. Englarnir boðuðu hans upprisu hjá gröfinni en hans fólk og prestarnir keyptu ljúgvotta til að mótsegja henni. (Á föstud. langa, exordíum).

Annað dæmi er úr páskalestrinum:

En ekki er þetta aflátsbréf til að mega framvegis syndina drýgja, því Kristur er kominn til að uppfylla lögmálið en ekki að uppleysa það, til að forlíka fyrir syndina en ekki til þess maðurinn skuli syndga, til að deyða syndina í voru holdi fyrir sína upprisu en ei til þess að hún skuli drottna í vorum dauðlegum líkama.

Chiasmus eða krossbragð er afar mikið notað og af krossbragði eru til margar útgáfur. Megineinkennin eru að samsvarandi orðum eða hugtökum er skipað á víxl (orðin geta verið mismunandi ef merkingin er söm). Röð orðanna getur verið með þessum hætti: x y, y x eða x y x y eða y x y x.

Dæmi um krossbragð: "Ég vil heldur manninn sem peninginn brestur, heldur en peninginn þann er manninn vantar." (2. sd. e. þrett.).

Vídalín beitir ýmsum brögðum til að teygja úr frásögninni, m.a. með orðaukandi stílbrögðum en hann getur líka hraðað frásögninni þar sem honum finnst það hæfa, það er m.a. gert með asyndeton eða tengingaleysu, ótengdum setningum sem koma hver á fætur annarri:

Í leyndardóm holdtekjunnar vors frelsara er Guð samtengdur mannlegri náttúru, það himneska við hið jarðneska, það eilífa við hið dauðlega, það sýnilega við hið ósýnilega, hið skapaða við það óskapta og það með svo sterku bandi að ekki má skilja... (2. sd. e. þrett.).

Annað dæmi:

Hvörsu tregir höfum vér verið á heyrn hans orða, hvað ófúsir til að elska vorn náunga, að forláta hönum hans afbrot, að gjöra þeim gott sem við oss misgjöra, að forsvara hann og færa alla hluti á betra veg, að stilla reiðina, að láta hans eigur

55

kyrrar, og í einu orði að segja: að rísa upp með Christo og bera krossinn eftir hönum, það er að deyða þann gamla manninn er sig fordjarfar í girndum villudómsins. (Á páskadag).

Ræðumaður getur gripið til ýmissa ráða til að halda athygli áheyrenda. Eitt er apostrofe, ávarp, þar sem hann ávarpar skyndilega annan eða aðra en áheyrendur. Þetta stílbragð var algengt í dómsræðu til forna þegar ákærði beindi máli sínu skyndilega frá dómurum til andstæðings síns. Einnig algengt í ljóðum frá fornu fari þegar skáldið ávarpar skyndilega einhvern sem ekki er viðstaddur, menn eða guði. Sjöunda sunnudag eftir trínitatis kemur Vídalín fólkinu á óvart með því að ávarpa Guð í miðju kafi: "Ó, minn Guð, hver hefur þér nokkurn tíma gefið? Hver hefur þér lánað það þú skyldir honum endurgjalda?" (7. sd. e. trín.).

Þá getur hann í sama skyni varpað fram spurningum sem hann veit svör við til þess að kalla fram viðbrögð (interrogatio):

Seg þú mér, Guðs barn, skóp hann þig ekki dásamlega í móðurlífi? Gaf hann þér ekki sál og líkama? Endurleysti hann þig ekki með síns sonar dýra blóði? Hefur hann ekki endurgetið þig dauðan í syndunum? Hefur hann ekki fóstrað þig með sínu heilaga orði? Hefur hann ekki alið þig á síns sonar holdi og blóði? Heldur hann ekki öllu þessu við makt ennú dásamlega og undrunarlega á stundum? (7. sd. e. trín.)

Svipaðs eðlis er exclamatio eða upphrópun, þegar ræðumaður breytir skyndilega áherslunni, iðulega koma þá nokkrar upphrópanir í röð:

Jörðin skalf og björgin í sundur klofnuðu á pínudegi vors herra. Ó, hvað mega vor hjörtu vera steinum harðari þar minning Drottins dauða er vér höldum á þessum degi kann þau ekki að mýkja til iðranar og afturhvarfs frá óguðlegu athæfi! Ó, hvað stór munur er þó á millum Guðs og manna. (Föstud. langa).

Ekki ósvipaðs eðlis eru ýmsar gerðir spurninga sem ræðumaður varpar fram, stundum er þeim svarað en stundum lætur hann þeim ósvarað. Hann getur varpað boltanum til áheyrenda með því að búa til samtal með spurningum og svörum, sermocinatio:

Segið mér: Hvar verða vorar samviskur fyrst hreinsaðar? Í skírninni. Þar fyrir kallar Pétur hana sáttmála góðrar samvisku. Fyrir hvað verða þær hreinsaðar? Fyrir Jesú blóð, sem vitanlegt er af postulans orðum er strax voru lesin. (7. sd. e. trín.).

Þá getur hann einnig gert sér upp efa, dubitatio, til þess að skerpa athygli áheyrenda: Ég veit ekki hvílíkur hann verið hefur... En hitt veit ég að ekki ert þú heilagri (1. sd. e. trín.).

Evidentia er upptalning smáatriða til þess að færa lýsingu í litríkan og oft ævintýralegan búning:

Heiftin er eitt andskotans reiðarslag. Hún afmyndar alla mannsins limi og liði. Hún kveikir bál í augunum. Hún hleypir blóði í nasirnar, bólgu í kinnarnar, æði og stjórnleysi í tunguna, deyfu fyrir eyrun. Hún lætur manninn gnísta með tönnunum, fljúga með höndunum, æða með fótunum. Hún skekur og hristir allan líkamann og aflagar svosem þegar hafið er uppblásið af stórviðri. (Sd. milli áttad. og þrett.)

56

Stundum grípur ræðumaðurinn til þess bragðs að umrita ákveðið orð með mörgum orðum (perifrasis, gr.: umritun), tilgangurinn getur verið margs konar. Stundum leikur ræðumaðurinn sér að andstæðum hugtökum sem látin eru sættast að lokum (conciliatio). Hann beitir þversögn, oxymoron, (t.d. fallega ljótur). Þannig mætti lengi telja. Auk þess eru ýmsar gerðir látbragðs: ræðumaður þagnar skyndilega og notar þögnina til að leggja áherslu á mál sitt (reticentia, aposiopesis, gr.: að þagna). Þá getur hann sett léttvægt orð í þannig samhengi að það kalli á athygli (emphasis). Ýkjur, hýperbóla, er algengt stílbragð í allri ræðumennsku, það er vel þekkt í Biblíunni, t.d. í Lúk. 6.kafla sem er períkópa 4. sd. e. trín: "Hræsnari, drag fyrst út bjálkann úr þínu eigin auga og sjá þú þá svo til að þú fáir útdregið ögnina sem er í þíns bróðurs auga." Svipað er að segja um íróníu eða kaldhæðni þar sem ræðumaður setur mál sitt fram þannig að svo virðist í fyrstu sem hann sé að styðja andstætt sjónarmið. Hann bregður einnig fyrir sig glensi og slær á léttari strengi ef svo ber undir, sbr. útlegginguna út frá dæmisögu Jesú um hina miklu kvöldmáltíð þegar hinir ríku afsökuðu sig og komu ekki, um einn dáranna segir hann: "Megi eg skemmta um hinn óskemmtilegasta hlut þá vildi eg segja að þessi dári hefði gjört víslega hefði hann tekið nokkuð af þessum dýra vefnaði með sér til helvítis. Hefði það mátt hlífa hönum fyrir loganum sem hann kvaldist í." (1. sd. e. trín.).

Frá fornu fari létu prédikarar hljóm orðanna njóta sín til þess að auka fegurð textans. Eitt ráð til þess var stuðlun þegar sömu eða sams konar hljóð, oftast samhljóðar, eru endurtekin í upphafi áhersluatkvæða. Svipað er að segja um hálfrím sem byggist ýmist á endurtekningu samhljóða (sátu - láta) eða sérhljóða (fóru - tófa), hið síðara er einnig kallað sérhljóðarím. Hér er jafnframt gott dæmi um það hvernig Vídalín beitir mörgum stílbrögðum í einu.

Sólina kalla spakir menn auga heimsins. Hún hefur aldrei svo blygðunarlaust verk yfirskinið sem þetta, að guðlausir heiðingjar og harðsvíraðir Gyðingar tóku konung dýrðarinnar af lífi, þar sjálft lífið var aflífað, þar dauðans dauði mátti dauða deyja, þar dagurinn varð að nóttu myrkranna verka. (Föstud. langa).

Stílbrigði í Vídalínspostillu eru fjölmörg enda hafði höfundur hennar öðrum fremur tök á mælskulistinni. Verkið mætti lesa sem dæmabók um mælskufræði svo glæsileg eru tök biskups á framsetningu efnisins. Þau dæmi sem hér hafa verið tilfærð eru nefnd til þess að hjálpa lesandanum á sporið svo að hann megi skyggnast ofurlítið inn í þann heim sem Vídalín lagði metnað sinn í að kunna góð skil á. Með mælskubrögðum hefur Vídalín búið boðskapnum fegursta búning sem til boða stóð á tímum barokklistarinnar.Hinn ytri búningur skyggir samt ekki á innihald húslestranna. Boðskapurinn hverfur aldrei í skuggann, mælskan gengur hvergi úr hófi fram, hún verður aldrei tildursleg eða hégómleg heldur ávallt hófleg og viðeigandi. Vissulega þarf lesandinn að venjast heimi Postillunnar, bæði hugmyndaheimi og málfari, til þess að geta notið hennar. Því er svipað farið með myndlistarverk frá barokktímanum sem nútímamönnum þykja oftar en ekki ofhlaðin.

Það sem öllu skipti fyrir höfund Postillunnar var boðskapur hennar. Sá boðskapur hefur komið fram í ýmsum búningi í tímans rás. Búningur barokktímans er óneitanlega tilkomumikill og glæsilegur.

Andinn í húslestrum Jóns Vídalíns er oftast nær mildur andi fræðarans sem lætur sér annt um fólkið í baðstofunni. Sú mynd sem iðulega er dregin upp af Jóni Vídalín sem "miklum" prédikara sem geysist fram með miklum fyrirgangi orkar tvímælis. Þannig prédikari er Jón biskup Vídalín ekki. Hann beitir þekkingu og visku, skilmerkilegri framsetningu og síðast en ekki síst einlægri trúarsannfæringu til að koma boðskap dagsins til

57

skila. Þótt honum sé oft mikið niðri fyrir birtist hógværð hans einnig víða, m.a. í setningum eins og þessari í húslestri 25. sd. e. trín.: "Þar fyrir líkir hann tilkomu sinni við eldingu.... hvað eg hygg að ekki sé að skilja um hans tilkomu til dómsins..." Hér kemur hann ekki fram sem alvitur túlkandi Ritningarinnar heldur nálgast hann merkingu textans af varfærni og laðar áheyrendurna í baðstofunni með sér til þeirrar glímu.

Vídalín var góður prédikari. Og það á ekki hvað síst við um þann þátt sem hér hefur verið ræddur, mælskufræðina. Allt í kringum hann voru menn mennta og fræða, hann þekkti íslenskar fornbókmenntir flestum betur og almenna þekkingu menntamanna samtímans hafði hann á takteinum. Engu að síður er meistari Jón talsmaður alþýðunnar og það á hann sammerkt með mörgum postilluhöfundum þessara tíma. Hann nær sambandi við fólkið í baðstofunni og það nær sambandi við hann.

Skemmtilegir kaflar úr skáldsögum bregða ljósi á þetta nána samband hans við alþýðu manna. Hér skulu tvö þekkt dæmi tilfærð, annað úr skáldsögunni Márus á Valshamri og meistari Jón eftir Guðmund G. Hagalín en hitt út Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness.

Í fyrri sögunni lýsir höfundur viðskiptum Márusar bónda við meistara Jón. Í þeim samskiptum dregur til tíðinda þegar Márus er orðinn það gildur bóndi að hann getur farið að selja nágrönnum sínum hey í hörðum vetrum. Þá talar boðskapur Postillunnar skyndilega beint til hans eigin samvisku. Þar sem sagan er byggð á lífsreynslu höfundarins gefur hún merkar upplýsingar um þau áhrif sem Postillan hafði í daglegu lífi fólks og sem mælikvarði á rétta breytni. Höfundur segir í aðfararorðum að efnið hafi lengi sótt á hug hans. Hann hafi farið að svipast um í heimahögum og skyggnast eftir áhrifavöldum æsku sinnar "og hverjir hefðu reynzt því fólki, sem ég þekkti bezt og átti sinn þátt í að móta mig varanlega, traustastir leiðtogar í lífsins stríði." Ekkert hafi orðið af ritun sögunnar fyrr en síðar, og það reyndist honum auðvelt að taka upp þráðinn "þar eð ég hef ávallt síðan" segir höfundur "haldið við kynnum mínum af meistara Jóni og hvorki gleymt því, hver áhrif hann hafði á mig í bernsku né reynslu minni af áhrifum hans á gamla vini mína, granna og sveitunga..."112

Í Brekkukotsannál segir Álfgrímur frá afa sínum í Brekkukoti með þessum orðum: "Afi minn Björn í Brekkukoti var einginn bókamaður, ég vissi aldrei til hann læsi bók utan húslestrarbók eftir Jón Vídalín biskup... Þennan vídalínslestur las hann á hverjum sunnudegi uppúr hádeginu. Hann las oftast rétt en stundum skakkt, aldrei beinlínis vel, en lagði áherslu einkum á tvent: að draga rétt seiminn í lestrinum; og í annan stað, hlaupa ekki yfir þær tölur þar sem gerð var grein fyrir bók, kapítula og versi sem í var vitnað úr heilagri ritníngu, stundum oft í hverri setningu... En honum skeikaði sumsé aldrei í þessu sérstaka lestrarlagi sem fólk hér fyrmeir hafði við guðsorð, þessum tilbreytingarlausa og hátíðlega tóni með hárri raddlegu og hrapi sem endaði í kvarttóni í lok setníngar... 113

112    ?Guðmundur G. Hagalín (1967), bls. 5.

113    ?Halldór Laxness (1977), bls. 24.

58

7. LokaorðVídalínpostilla hefur sérstöðu í íslenskri bókmenntasögu vegna þess hversu lengi hún var lesin og hversu víðtæk notkun hennar var. Hún er mikið bókmenntaverk þar sem saman fer stílsnilld og fagurt, vandað mál og þar sem höfundur hefur lagt metnað sinn í fræðilega umfjöllun um hin aðskiljanlegustu efni trúar og samfélags.

En Vídalínspostilla er að mörgu leyti óaðgengileg fyrir nútímalesanda. Til þess að hún opnist á nýjan leik þarf þolinmæði og nokkra þekkingu. Hið síðarnefnda er að einhverju leyti að finna í þessum inngangi. Þekking á samtíma postillunnar - á guðfræði samtímans, á mælskufræði, á hugsunarhætti og viðfangsefnum þeirra tíma sem hún átti erindi til - er æskileg þeim sem vilja lesa og skilja Vídalínspostillu.

59

Heimildaskrá

Ágústínus kirkjufaðir: On Christian Doctríne (De Doctrína christiana), þýð. D.W.Robertson jr. (The Library of Liberal Arts) Indianapolis 1958.

Adam, Alfred, Lehrbuch der Dogmengeschichte, Bd.2: Mittelalter und Reformationszeit. 2.útg. Gütersloh 1972.

Arne Magnusson. Embedsskrivelser og andre offenlige aktstykker. Udgivet av Kr. Kaalund. Köbenhavn 1916.

Arne Magnussons private brevveksling. Upgivet af kommissionen for det arnamagnæanske legat. Köbenhavn 1920.

Allestree, R., The Practice of Christian Graces, Or the Whole Duty of Man. (Kom fyrst út 1659-60).

Arndt, Jóhann, Sannur kristindómur. Kaupmannahöfn 1731. Þýð. Þorleifur Árnason prófastur að Kálfafelli.

Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók. 2. útg. Reykjavík 1980-1990.

Árni Sigurðsson, Ævisaga Jóns Vídalíns, (óprentað handrit), lokið 1949.

Árni Sigurjónsson, Bókmenntakenningar fyrri alda. Reykjavík 1991.

Baldick, Chris, The Concise Oxford Dictionary of Literary Terms. Oxford, New York 1990.

Baldur Jónsson, "Guðspjöll og pistlar í Vídalínspostillu." Afmælisrit um Steingrím J. Þorsteinsson. Reykjavík 1971.

Bartholinus, Casp., Præcepta rhetorica et oratoria seoresim edita pro tyronibus. Hafn. 1625. - Christianiæ 1666.- , Rhetorica mandato sereniss. Daniæ, Norwegiæ etc. regis edita pro scholis Cathedralibus et Colegiis. Hafn 1623.- , Oratorio mandato sereniss. Daniæ, Norwegiæ etc. regis edita pro scholis Cathedralibus et Collegiis. Hafn. 1622.

Biblioteca Danica, Systematisk fortegnelse over den danske litteratur fra 1482-1830, Bd. I-IV, ved Chr. V. Bruun, genoptrykt Kóbenhavn 1961-1963.

Bauer, Hermann, Barock. Kunst einer Epoche. Berlin 1992.

Björn Sigfússon, "Fornklassískt siðerni og tilvitnanir meistara Jóns." Nordæla, Reykjavík 1956. (Bls. 29-39).

Björn K. Þórólfsson, Um biskupsembætti á Íslandi. Sérprent úr Skrá Þjóðskjalasafns III, Reykjavík 1956.

60

Björn Þorsteinson og Bergsteinn Jónsson, Íslandssaga til okkar daga. Reykjavík 1991.

Bornkamm, Heinrich, Friedrich Heyer, Alfred Schindler (útgefendur), Der Pietismus in Gestalten und Wirkungen. Bielefeld 1975.

Dansk Biografisk Leksikon, redigeret af Povl Engelstoft. Köbenhavn 1934.

Dominicale. Það er guðspjöll og pistlar með almennelegum collectum... Þryckt á Hoolum Anno 1706 af Marteine Arnoddssyne.

Ebeling, Gerhard, Martin Luthers Weg und Wort. Frankfurt am Main 1983.

Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752-1757. 1.bindi, Reykjavík 1981.

Einar Benediktsson, Kvæðasafn. Reykjavík 1964.

Fimm höfuðjátningar evangelisk-lútherskrar kirkju með greinargjörð um uppruna þeirra eftir Sigurð P. Sívertsen. Reykjavík 1925.

Finni Johannæi, Historia ecclesiastica Islandiæ, Tomus III. Havniæ, MDCCLXXV (um Vídalín bls. 682 - 695).

Gísli Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787. Reykjavík 1987.

Guðmundur Gíslason Hagalín, Márus á Valshamri og meistari Jón. Reykjavík 1967.

Gunnar Halldórsson, "Lútherskur rétttrúnaður og lögmál hallæranna." Sagnir 10. árg. 1989, bls. 46-57.

Gunnar Harðarson, Heimspekirit á Íslandi fram til 1900. Reykjavík 1982.

Härle, Wilfried, "Rechtfertigung" í Taschenlexikon Religion und Theologie 4. bd., Göttingen 1983, 4. útg. bls. 200-209.

Halldór Hermannsson, Catalogue of the Icelandic Collections. 1-3. Ithaca, New York 1960.

Halldór Hermannsson, Icelandic Books of the Seventeenth Century 1601-1700. Islandica XIV (Ithaca, New York 1922).

Halldór Hermannsson, "Guðspjallabók Ólafs biskups Hjaltasonar". Monumenta Typographica II. Khöfn 1933.

Halldór Laxness, Brekkukotsannáll, Reykjavík 1977.

Hannes Þorsteinsson, "Smávegis um Jón biskup Vídalín."Prestafélagsritið 2/1920, bls. 33-42.

61

Hannes Þorsteinsson, Ævir lærðra manna. Bd. nr. 38: Jón Þorkelsson Vídalín. A.M.L. (Innbundið ljósrit af handriti, ekkert ártal).

Hálfdán Einarsson, Sciagraphica historiæ literariæ Islandicæ. Kbh. 1777.

Harmonia Evangelica eftir Martin Chemnitz, Polycarp Leyser og Johann Gerhard. Skálholt 1687.

Harmonia Quatuor Evangelistarum eftir Martin Chemnitz, Polycarp Leyser og Johann Gerhard. Hamborg 1704.

Hastrup, Kirsten (ritstj.), Den nordiske verden I og II. Kaupmannahöfn 1992.

Hastrup, Kirsten, Nature and Policy in Iceland 1400-1800: an anthropological Analysis of History and Mentality. 1990.

Hering, Hermann, Die Lehre von der Predigt. Berlin 1905.

Hjalti Hugason, "Kristnir trúarhættir". Íslensk þjóðmenning V. Reykjavík 1988.

Honecker, Martin, "Gerhard, Johann". Theologische Realenzyklo pädia 12. bd., Berlin, New York 1984, bls. 448-453.

Hougaard, Jens o.fl., Dansk literaturhistorie, 3.bd. Stænderkultur og enevælde 1620-1746. Kaupmannahöfn 1983.

Hússpostilla, það er skýr og einföld útþýðing yfir öll sunnudaga og hátíðaevangelia sem árið um kring kennd og predikuð verða í kristilegri kirkju... Af h. Gísla Thorlakssyni, superintendente Hólastiptis. Hólum 1706.

Hörður Ágústsson, Skálholt, skrúði og áhöld. Reykjavík 1992.

Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Reykjavík 1983.

Jens, Walter og Hans Küng, Dichtung und Religion. München 1985.

Jensen, K. (1982), Latinskolens dannelse, Latinundervisningens indhold og formaal fra reformationen til enevælden, Kóbenhavn 1982.

Jentsch, Werner, Hartmut Jetter o.fl., Evangelischer Erwachsenenkatechismus. Gütersloh 1975.

Jóhann Þórðarson, "Brot úr líkræðu yfir Jóni biskupi Vídalín." Með athugasemdum eftir Hannes Þorsteinsson. Prestafélagsritið 2/1920, bls. 43-50.

Johannesson, Kurt, Renaissance und Barock in der skandinavischen Literatur. Berlin 1984, 3. bd. í verkinu Literatur und Gesellsschaft der westlichen Welt. Red. Erika Wischer.

62

Jón Espólin, Árbækur, Kaupmannahöfn 1833-1843 (Lithoprent 1947).

Jón Halldórsson í Hítardal, Bis kupasögur I og II. Reykjavík 1903-1910.

Jón Helgason, biskup, "Jón Vídalín." Prestafélagsritið 2/1920, bls. 1-32

Jón Helgason, biskup, "Jón Vídalín og Postilla hans." Heimskringla 13. nóv. 1929.

Jón Helgason, biskup, Kristnisaga Íslands. Reykjavík 1927.

Jón Helgason, biskup, Islands kirke fra reformationen til vore dage. En historisk fremstilling. Kóbenhavn 1922.

Jón Vídalín, Hússpostilla eður einfaldar Prédikanir yfir öll hátíða og sunnudaga guðspjöll árið um kring. Gjörðar af veleðla og velæruverðugum biskupinum yfir Skálholts stifti Mag. Jóni Þorkelssyni Vídalín. Páll Þorleifsson og Björn Sigfússon bjuggu til prentunar. Reykjavík 1945.

Jón Vídalín, Sérprentuð prédikun 4.sd.e.trín: "De jure" (Um lagarétt inn) sem hann hefur væntanlega flutt á Þingvöllum. Prentuð í Rvík 1878.

Jón Vídalín, Sjö prédikanir út af þeim sjö orðum Drottins vors Jesú Christi er hann talaði síðast á kross inum. Kaupmannahöfn 1832, bundið inn með þessu riti:

Jón Vídalín, Sex prédikanir út af Píningar historíu Drottins vors Jesú Christi.

Jón Vídalín, Þýðing á enska ritinu The Whole Duty of Man (1659-60) (þýtt úr dönsku): Guðrækilegar bæner (Hólar 1738) og Skyllda Mannsins við Guð, Sjalfan sig og Naaungann (Hólar 1744).

Jón Vídalín, Vísitasíubækur, prestastefnubækur o.fl.

Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir. Reykjavík 1961.

Kolbeinn Þorleifsson, "Kennidómsins spegill". Andvari 1977, bls. 101-120.

Lassenius, Johann, Anthropologia sacra eður andlegar umþeinkingar út af mannsins höfuð pörtum. Hólum 1716, þýð. Steinn Jónsson.

Lau, Franz, "Orthodoxie, altprotestantische." Religion in Geschichte und Gegenwart. 4. bd., 3. útg., Tübingen 1960, dlk. 1719-1730.

Lausberg, Heinrich, Elemente der literarischen Rhetorik. 10. uppl. München 1990.

Lausten, Martin Schwarz, Danmarks Kirkehistorie, 2. útg. 2. uppl. Kaupmannahöfn 1987.

Loftur Guttormsson, "Áhrif siðbreytingarinnar á alþýðufræðslu." Lúther og íslenskt þjóðlíf. Reykjavík 1989.

63

Lohse, Bernhard, Martin Luther. Eine Einführung in sein Leben und sein Werk. München 1981.

Magnús Gíslason, Kvällsvaka. En isländsk kulturtradition belyst genom studier i bondefolkningens vardagsliv och miljö under senare hälften av 1800-tallet och början av 1900-tallet. Uppsala 1977.

Magnús Jónsson, "Jón biskup Vídalín og postilla hans". Eimreiðin 1920.

Magnús Már Lárusson, "Nýja testamentisþýðing Jóns Vídalíns". Skírnir 1950, bls.

Magnús Stephensen, Eftirmæli 18. aldar. Leirárgörðum 1806.

Müller, H.H., Art. "Homiletik". Theologische Realenzyklo pädia 15. bd., Berlin. New York 1986.

Möller, Arne, "En Oversigt over den paa Islandsk trykte Postillelitteratur fra Reformationen indtil Jons Vidalins Postil". Festskrift til Finnur Jónsson, Kbh. 1928.

Möller, Arne, Jon Vidalin og hans Postil. Odense 1929.

The Oxford Dictionary of the Christian Church, Ed. F.L.Cross. 2. útg. ed. by F.L.Cross and E.A.Livingstone. Oxford 1978.

Páll Eggert Ólason, Saga Íslendinga, 5. bindi: "Seytjánda öld. Höfuðþættir." Reykjavík 1942.

Páll Eggert Ólason, Saga Íslendinga, 6. bindi: "Tímabilið 1701-1770." Reykjavík 1943.

Páll Þorleifsson, "Meistari Jón og Postillan." Vídalínspostilla. Reykjavík 1945.

Ratschow, Carl Heinz, "Orthodoxie, protestantische", Taschenlexikon Religion und Theologie, bd. 4. bls. 70-74.

Resen, Stoikeiosis rhetoricarum præceptionum in universum ex parva Rhetorica Philippi et Hermogenis &c. olim selecta et ordinata per J.P.R (þ.e. Jo. Pauli Resen) pro Junioribus VII dispp. comprehensa brevissime. Hafn 1632. Gefin út aftur 1653, 1687, 1697, 1706, 1724, 1729, 1735.

Rössler, Dietrich, Grundriss der Praktischen Theologie. Berlin, New York 1986.

Schmidt, Martin, "Johann Arndt" í Theologische Realenzyklo pädia , 4. bd., Berlin, New York 1979.

Schmidt, Martin, Der Pietismus. Stuttgart 1972.

Schütz, Werner, Die Geschichte der christli chen Predigt . Berlin, New York 1972 (Walter Gruyter; Sammlung Göschen Band 7201).

64

Scocozza, Benito, Ved afgrundens rand. 1600-1700. Bd 8 í Gyldendals og Politikens Danmarkshistorie. Redaktion: Olaf Olsen. Kóbenhavn 1989.

Seils, Martin, "Heil und Erlösung IV, Dogmatisch." Theologische Realenzyklo pädia 14. Bd., Berlin, New York 1985, bls. 622-637.

Sigilla Islandica I og II, Magnús Már Lárusson og Jónas Kristjánsson tóku saman. Reykjavík 1965 og 1967.

Sigurður P. Sívertsen, Fimm höfuðjátningar evangelisk-lútherskrar kirkju með greinargjörð um uppruna þeirra. Reykjavík 1925.

Sigurður Árni Þórðarson, Liminality in Icelandic Religious Tradition. Nashville 1989.

Slottved, E., Lærerstole og lærere ved Kóbenhavns Universitaet 1537-1977. Kóbenhavn 1978.

Sólrún Jensdóttir, "Bókaeign Austur-Húnvetninga 1800-1830." Árbók Landsbókasafns 1968. Reykjavík 1968.

Stefán Einarsson, Bókmenntasaga. Reykjavík 1961.

Thomas A Kempis, Imitatio Christi. Þýð. Þorkell Arngrímsson. Hólum 1676 (þrjár fyrstu bækurnar af fjórum).

Tillich, Paul, A History of Christian Thought. London 1968. (A)

Tillich, Paul, Systematic Theology. Welwyn 1968. (B)

Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm, Jón biskup Vídalín. Söguleg skáldsaga, birt í tímaritinu Draupni. Reykjavík 1892 og 1893.

Vickers, Brian, In Defence of Rhetoric. Oxford 1988.

Vísnakver Páls Vídalíns. Kbh. 1897. Í því riti er prentuð ritgerð eftir Grunnavíkur-Jón, "Um þá lærðu Vídalína".

Volp, Rainer, Leitourgia bd. 1 og 2. Gütersloh 1992 og 1993.

Wallmann, Johannes, Kirchengeschichte Deutschlands II. Frankfurt/M, Berlin, Wien 1973.

Wilpert, Gero von, Sachwörterbuch der Literatur, 5. útg. endurbætt og aukin. Stuttgart, 1969.

Windelband, Wilhelm, A History of Philosophy, I og II. New York 1958.

Wingren, Gustav, Die Predigt. 2. útg. Göttingen 1959. (Frumtitill, Predikan. En principiell Studie.)

65

Wünsche, Dietrich, "Evangelienharmonie", Theologische Realenzyklo pädia bd. 10, Berlin, New York, 1982, bls. 626-636.

Þorkell Bjarnason, "Trúrækni og kirkjulíf fyr meir". Kirkjublaðið 1891.

Þorkell Bjarnason og Ólafur Sigurðsson, Þjóðhættir um miðbik nítjándu aldar (Þjóðlífsmyndir, Rvík 1949)

Þorleifur Hauksson og Þórir Óskarsson, Íslensk stílfræði, Reykjavík 1994.

Æfisaga Jóns Þorkelssonar skólameistara í Skálholti, I og II. Reykjavík 1910.

Handrit:Bps A IV, 4, bls. 179-182: Bréfabók herra biskupsins MAG. Jóns Thorkelssonar Anno 1702. Copia af brefe prófastenum hr. Jóne halldorssine tilskrifuðu Ao 1702...

Bsp A, IV, 4. Bref hra Bpsens Mag Jons Thorkelssonar útgefið Sigúfe Þorðarsyne Fyrer ráðsmannsembætte í Skálhollte Dat. 14. Maii Ao 1699.

Lbs 3 fol. Hönd Björns Markússonar "epter autographo" 1741. "S. Paals Pistlar, med utskýringum Ions byskups Þorkelssonar Widalins." (Úr handritasafni Steingríms byskups Jónssonar).

Lbs 1650 4to. Bréfabók Jóns biskups Þorkelssonar Vídalíns hin danska. Eftirrit er Páll Eggert Ólason gerði eftir frumritinu í Árnasafni, M.Steph. nr. 65. (1709-20).

Lbs 2976 4to. Vörn fyrir Jón Vídalín og Postillu hans. Samið hefur Rannveig Kristín Guðmundsdóttir Sigbjörnsson.

Lbs 3980 4to. Ehdr. Torfhildar Hólm um Jón Vídalín (brot), með liggja ýmsir aðdrættir.

Uppsláttarverk:Taschenlexikon Religion und Theologie 4. bd., Göttingen 1983, 4. útg.

Theologische Realenzyklo pädia 12. bd. Berlin, New York 1984.

Religion in Geschichte und Gegenwart. 4. bd., 3. útg., Tübingen 1960