66
1

Heiðrún Málfundafélagið NFFG

  • Upload
    nf-fg

  • View
    229

  • Download
    5

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Málgagn Rökréttu

Citation preview

Page 1: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

1

Page 2: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

2

MARKAÐSNEFNDAllir geta skrifað, misvel vissulega en allir geta skrifað. Það þarf hins vegar kjark til að

taka þátt í markaðsnefnd. Blaðið kemur aðeins út fyrir tilstilli þeirra sem leggja þetta metnaðarfulla starf á sig. Háleit markmið ritnefndar krafðist dugandi fólks sem ynni

hörðum höndum að fjármögnun blaðsins en við hefðum ekki getað fengið öflugari mannauð. Marksnefnd í ár var einvalalið afbragðsnemenda sem við fáum seint þakkað en hún var frá vinstri skipuð Írisi Ösp Aðalsteinsdóttur, Rögnu Einarsdóttur, Karenu Ósk Kristjánsdóttur, Ólafi Jóni Ólasyni og Bjarnþóri Inga Sigurjónssyni.

Page 3: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

3

Í BLAÐINU

ÚTGEFANDIMálfundafélagið Rökrétta

RITSTJÓRNÞorkell EinarssonJakob Sindri ÞórssonStefán Snær StefánssonJónas Roy Bjarnason

ÁBYRGÐARMAÐURÞorkell Einarsson

LJÓSMYNDIRJóhannes Gunnar Skúlason

FORSÍÐUMÓDELHanna Margrét Arnardóttir

HÖNNUN OG UMBROTÞorkell Einarsson

UPPLAG400

PRENTUNLitlaprent

34. GEIR JÓN OG ÁFENGISMÆLARGeir Jón Þórisson yfirlögregluþjón í Reykjavík tjáir skoðanir sínar hvað varðar áfengismæla í stuttu viðtali.

42. ATBURÐIR ÁRSINSMerkilegustu atburðir skólaársins eru í stuttu máli lofsamaðir.

46. IMBRAN Í AUGUM NÝNEMANSBjarnþór Ingi Sigurjónsson segir frá öllu því góða sem fellst í því að vera nýnemi og upplifa sína fyrstu Imbrudaga.

50. HVERJIR SITJA HVAR?Í gegnum árin hefur sætaskipan nemenda í skólanum sífellt verið breytileg. Nýjasta upp-færslan er hér heiðarlega útskýrð.

6. OG ÞESSVEGNA HÆTTI ÉG Í MR... Erla María Árnadóttir hélt að hún væri að breyta rétt með því að fara í MR. Í stuttu máli útskýrir hún af hverju svo var ekki.

8. UPPGJÖR HAUSTANNARÍ fyrsta sinn í mörg ár er uppgjör nemendafé-lagsins birt. Guðlaugur fjármálastjóri er tekinn á eintal.

10. MORFÍSVETURINNÁrið hefur verið viðburðarríkt hvað varðar ræðukeppnir. Morfískeppnirnar fjórar eru teknar saman og útskýrðar.

16. BAKÞANKAR SIGGU HÚSVARÐARHin alkunna Sigga Húsvörður segir okkur frá löngu og viðburðaríku lífi.

22. SKÁK EYÐILAGÐI LÍF MITTEkki geta allir fengið 10 í stærðfræði. Víglundur Jarl Þórsson er gott dæmi um slíkan mann.

30. FALLÖXINÞað sem er að nemendafélaginu í dag er útlistað pent undir flugbeittu blaði fallaxarinnar.

32. KJEPPSLISTINNFG hefur á síðari árum einkennst af Carhartt buxum og lummukóngum. Hverjir eru ábyrgir fyrir ástandinu? Jú það eru þessir menn.

Page 4: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

4

ÁVARP RITSTJÓRA

Stefán Snær Stefánsson Jakob Sindri Þórsson Jónas Roy

Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma. Jæja, fyrst þú komst í gegnum Hávamál þá hlýturðu að vera nógu málefnaleg/ur til þess að kunna vel að meta þetta blað.

Klausan hefur átt við útgáfustarfsemi Fjölbrautaskólans í Garðabæ síðastliðin ár en það er ekki sökum getuleysis heldur oft og tíðum vegna metnaðarleysis og skorts á drifkrafti.

FG hefur í gegnum tíðina alið af sér fjöldann allan af þjóðþekktu fjölmiðlafólki sem allt á það sameiginlegt að ná frama sökum mælsku og ritfærni. Mælsku sem fengin var í öflugum ræðuheimi FGinga og ritfærni í skólablöðum fortíðarinnar svo sem Stuggi og Gjallarhorni.

Um skeið hélt ég að gulltími FGinga í ritun væri liðinn en við gerð blaðsins komst ég að því að svo er ekki. Allt þetta efnilega unga fólk sem skólinn hefur uppá að bjóða og allir þeir frábæru pennar sem skrifuðu nafn sitt við greinar í blaðinu sannfærðu mig um að ekki væri öll von úti.

Því er það mín einlæg ósk að sem flestir sjái sér fært að sameinast mér í væntingum og taki sem mestan þátt í riteflingu innan Fjölbrautaskólans í Garðabæ.

Þorkell Einarsson

Formaður Rökréttu

Page 5: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

5

Fundarstjóri, andmælendur, viðmælendur, dómarar og aðrir góðir viðbjóðar.

Það er mér mikill heiður að fá að skrifa pistil í þetta stórmerkilega rit hjá Morfís- og Gettu Betur nördum skólans.

Þessir „nördar“, þeir eru samt ekkert nördar heldur venjulegar manneskjur með tilfinningar, hafa sýnt mikinn dugnað það liðið er af skólaárinu og eiga mikið hrós skilið fyrir þá vinnu sem þeir hafa innt af hendi.

Dugnaður þeirra sést klárlega í þessu blaði, ásamt því sem frábær árangur Morfísliðsins og góður árangur hjá annars fjallmyndarlegu Gettu betur liði, er að mörgu leyti dugnaði Málfundarfé-lagsins að þakka.

Þó er það eitt sem vantar upp á. Nemendur skólans þurfa nefnilega að standa betur saman og sýna þessum hluta félagslífsins meiri áhuga. Það var til dæmis hálfvandræðalegt á FG - FS þar sem mættu 80-90 FG-ingar en rúmlega 250 FS-ingar! Og þeir búa meira að segja út í rassgati. Ekki er ennþá vitað með vissu hvar Reykjanes er.

Að sjálfsögðu rústaði ræðulið okkar FG- inga þessum FS-ingum, þrátt fyrir að fyrirfram hefðu flestir búist við sigri FS.

Því hvet ég nemendur skólans að fjölmenna á næstu Morfís keppni og sýna að við eigum ekki bara besta ræðuliðið, heldur líka besta stuðning-sliðið.

Arnar Gunnarsson

Forseti NFFG

ÁVARP FORSETA

Page 6: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

6

OG ÞESS VEGNA HÆTTI ÉG Í MR...

Menntaskólinn í Reykja-vík. Skóli menntunar og aga, skóli stærðfræði og

latínu, skóli heimavinnu og von-brigða. Guð einn veit hvað fór í gegnum huga minn þegar ég stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja framhaldsskóla eftir 10. bekk. En til að gera langa sögu stutta þá varð MR fyrir valinu. Fyrsta skóladeginum gleymi ég seint. 26 nemendur sem höfðu aldrei hist áður eyddu löngum og vandræðalegum degi saman í jarðfræðistofu fullri af steinum og grjóti á meðan misspennandi kennarar gengu á milli stofa og kynntu bæði sig og námsefnið. Flestir áttu það sameiginlegt að vera yfir fimmtugt, vera gamlir MR-ingar og halda mikið upp á flauelsbuxur, en þær hafa aldrei þótt töff. Kennararnir voru misskem-mtilegir. Sumir áttu hug minn og hjarta á meðan aðrir... tjah... áttu

það ekki. Minnist ég helst jarð-fræðikennarans sem klæddist alltaf sömu brúnu flauelsbuxunum og hló í hvert skipti sem hann notaði löngutöng til að benda á töfluna eða íslenskukennarans sem ýmist þuldi upp Íslendingasögur-nar og teiknaði Egil Skallagríms-son á töfluna milli þess sem hann tók einræðisherraköst og öskraði á bekkinn. Í öllum hamaganginum var hann gjarn á að mismæla sig og er setningin “Ég ríð rækjum hér,” brennimerkt í huga MRinga. Fyrra árið mitt í MR var reyndar nokkuð skemmtilegt því þá var allt svo nýtt og spennandi. Ég kynntist skemmtilegum krökkum, fór á fyrsta ballið og breytti alveg um umhverfi. Námið var krefjandi og ég varð að leggja hart að mér til að fá góðar einkunnir. En svo kom í ljós að þó að ég gerði mitt besta þá drógu kennararnir af mér hvert einasta stig sem þeir gátu tekið. Á seinna árinu varð þetta bara verra,

Erla María Árnadóttir

Page 7: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

7

áhuginn fyrir náminu dvínaði og nýi bekkurinn komst ekki með tærnar þar sem gamli bekkurinn hafði hælana. Fögin voru að sjálfsögðu misskemmtileg, saga og líffræði í miklu uppáhaldi en auðvitað var stærðfræðin verst. Ekki var notast við hefðbundnar stærðfræðibækur eins og aðrir menntaskólar nota heldur var notast við svokölluð MR-rit skrifuð af kennurum í MR á einhverju sem kemst nálægt því að vera forníslenska. Þar var búið að flétta listilega saman skilgreiningum, reglum og sönnunum og urðum við að læra þetta eins páfagaukar. Þetta olli því að ég þróaði með mér ofnæmi gagnvart stærðfræði og fékk þar af leiðandi gífurlegan athyglisbrest í hvert skipti sem ég sá stærðfræðibókina. Um áramótin í 4 bekk hafði ég hugsað mér að skipta um skóla en trúði því eindregið að ég gæti nú þraukað út þessa blessuðu önn. Það var ekki fyrr en ég settist í sætið klukkan 8:00 4. janúar 2009 að ég spurði mig að því hvað í andskotanum ég væri að gera í þessum skóla og af hverju hafði ég ekki skipt um áramótin. Ég hafði engan áhuga á náminu og nennti aldrei að læra, hvorki í tímum né heima, bekkjarkerfið hentaði mér ekki og ég var farin að finna fyrir mikilli andúð gagnvart sumum kennurum. En nú eru breyttir og bættir tímar. Nú vakna ég ekki klukkan hálf 7 til að eyða hálftíma standandi í troðfullum strætó og koma köld og þreytt í skólann. Ég er ein af þeim mörgu fyr-rverandi MRingum sem hafa frelsast og losnað undan fjötrum kennaraprika og hefðarúnks. Komin í skóla þar sem kennarar vinna með mér en ekki gegn mér. Betri skóla. FG.

Ekki var notast við hefðbundnar stærðfræðibækur eins og aðrir menntaskólar nota heldur var notast við svokölluð MR-rit

Page 8: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

8

UPPGJÖR HAUSTANNARHvað kostar að reka nemendafélag?

Félagsgjöld 2.186.095 kr.Auglýsingasamningar 125.000 kr.Eignir frá síðasta ári 156.000 kr. Sjóður 14.417 kr.Útistandandi kröfur 83.000 kr.Viðskiptareikningur -10.036 kr.

2.554.476 kr.

Busadagur, Dansiball, Salsaball -616.034 kr.Golfmót -13.519 kr.Þórsmerkurferð 34.162 kr.Stelpukvöld -44.533 kr.Rock-Band kvöld -38.995 kr. Ýmsir litlir viðburðir -17.517 kr.Starfsbrautarskemmtun -4.720 kr.Fótboltamót -22.500 kr.Nördafélagið -14.290 kr.Vefsíða -23.680 kr.Útgáfa -200.000 kr.Uppgerðar eldri kröfur á árinu -16.446 kr.Rekstur -98.400 kr.Morfís -134.724 kr.Ljósmyndaframköllun -19.785 kr.Bankagjöld og tekjur -14.588 kr.Skólakort -203.455 kr.Fyrirframgreiddur kostnaður -13.600 kr.SÍF aðildagjöld og þingfaragjöld -52.300 kr.Styrkur til paintball liðs -10.500 kr.

1.029.051 kr. SKEKKJUMÖRK > 1%

* Guðlaugur fjármálastjóri krafðist þess að tekið væri fram að það væri með öllu óheimilt að afrita uppgjörið og hvað þá prenta, nú eða vísa í það annars staðar.

Page 9: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

9

ER GUÐLAUGUR AÐ STANDA SIG?

Hvað hefur þú framyfir fyrrve-randi fjármálastjóra nemenda-félagsins?

Nú, í fyrsta lagi er ég ótrúlega myndar-legur og fyndinn. Ég er líka með skegg og geng stundum í jakkafötum og auðvitað með bindi, sem er stór kostur. Ég er fyrsti fjármálastjóri síðustu ára sem nokkurn tíman hefur birt uppgjör og það verður nú að teljast gott. Ég vinn hörðum höndum að því að fjármunum sé ekki eytt í vitleysu og að hagsýnar ákvarðanir séu teknar.

Hver er fjárhagsleg staða félagsins?

Félagið stendur mjög vel þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður. Eins og málin eru í dag á félagið á eitthvað á aðra milljón en

það verður nú að teljast gott miðað við fjölda nemenda í skólanum og atburðina sem við höfum haldið. Einnig má þakka öllum þeim nýju nemendum sem gengu til liðs við okkur í ár.

Er félagið betur rekið en síðastliðin ár?

Félagið er kannski ekki beint betur rekið en áherslurnar eru aðrar. Í ár beitti ég mér fyrir því að félagið kæmi til móts við nemendurna. Í stað þess að hækka verð á atburðum reynum við að halda að okkur höndunum þar sem nemendur hafa kannski ekki jafn mikið á milli handana og þekkst hefur síðastliðin ár. Ég tel mikilvægt að það kosti sem minnst að taka þátt í félagslífinu og ég hef eftir bestu getu reynt að halda kostnaði sem leggst á nemendurna sjálfa í algjöru lágmarki.

Hefði einhverju verið betur eytt?

Jah ég veit nú eiginlega ekki hvað ég ætti að telja upp. En fólk hefði nú getað mætt á blessað Salsaballið sem var svo eftir allt bara asskoti skemmtilegt. Auðvitað hefði mátt gera það ennþá skemmtilegra ef skólayfirvöld hefðu leyft busunum að taka þátt í þessum stærsta hluta félagslífsins. Svo sé ég dálítið eftir Ponchoinu sem var stolið eftir salsablal-lið. En náttúrulega var það vitlausasta sem ne-mendafélagið hefur keypt var brúnkukremið sem ég hélt að væri litur. Það tók alla vikuna að losna við það og ég var eins Verslingur/hálfviti á næstu fundum. Svo vil ég endilega þakka gestum Salsaballsins sem unnu skemmdir á kvenna- og karlaklósettinu sem kostaði okkur um 50.000 kall sem betur hefði farið í aðra liði félagslífsins. Takk.

Page 10: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

MORFÍS

Page 11: Heiðrún Málfundafélagið NFFG
Page 12: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

FG - FB

FG - TS

Haldinn var sérstakur ræðuáfangi í FG og úr honum voru valdir þrír ræðumenn til að taka þátt í Morfís en það voru Sverrir Baldur Torfason, Þorkell Proppé og Jakob Sindri Þórsson. Þeir komust í ræðulið FG og gengu þá til liðs við Heklu Elísabetu Aðalsteins-dóttur og mættu FB í æfingakeppni. Fjölmenntu FGingar á keppnina og hvöttu liðið til dáða en Hekla var ræðumaður kvöldsins í 198 stiga sigri FG.

Sverrir Baldur stóð sig með prýði í keppninni en varð því miður að segja skilið við liðið vegna áætlaðrar heimsreisu. Þá fengu liðsmenn Víglund Jarl Þórsson í hans stað en því miður gat hann ekki heldur tekið þátt sökum anna. Tók þá við leitun að verðugum ræðumanni og hann fundu menn í drengnum Stefáni Snæ Stefánssyni.

Fyrsta keppni ræðuliðs FG í Morfís var háð í hátíðarsal Tækniskólans þar sem tvö sterk lið mættust í keppni um þjóðernisstolt. Fjölmargir FGingar fylgdu liðinu í sal Tækniskólans, héldu þar á lofti fánum NFFG og hvöttu ræðuliðið dyggilega. Sjálfur salurinn var ótrúlegur og fallegri sal þykjast ræðumenn FG ekki hafa kynnst. Rökræðan varð gífurlega magnþrungin þegar ræðumenn stigu upp í pontu Stýrimannaskólans þar sem íslenski fáninn stóð voldugur vörð fyrir aftan.

FG voru fylgjandi þjóðernisstolti og dómarar voru greinilega sammála þeim því keppninni lauk með 193 stiga sigri FG og var okkar maður Jakob Sindri Þórsson stigahæsti ræðumaður kvöldsins. Tækni-skólinn var mjög öflugur og þá sérstaklega stuðnings-maður ræðuliðs Tækniskólans hún Margrét Ásta Ar-narsdóttir sem lék Susie Johnson mjög eftirminnilega.

Page 13: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

FS - FG

MH - FG

Hið gífurlega sterka ræðulið FS mætti í Urðarbrunn með vel skrifað efni gegn fullyrðingunni allt er gott í hófi. FS ætlaði sér langt í ár en eins og er kunnugt öllum FGingum þá sigruðu FSingar FG í átta liða úrslitum í fyrra og komust alla leið í úrslit. Keppnin var ótrúlega jöfn og voru menn ekki á einu um hver hefði betur.

Oddadómari var Bjartmar Oddur Þeyr Alexan-dersson og er hann hafði kynnt ræðumann kvöldsins tók hann svo til orða: „Dómarar voru ekki sammála en það skiptir engu máli því FG vann!” Ræðulið FG hafði þá naumlega sigrað í þessari viðureign með 38 stigum. Sigfús Jóhann Árnason úr FS var þó stigahæsti ræðumaður kvöldsins og vel að því kominn. Nú var Golíat felldur.

Lifum lífinu lifandi, sagði Jakob Sindri Þórsson, ræðumaður kvöldsins, þegar hann lauk máli sínu í seinni ræðu sinni þetta örlagaríka kvöld þegar FG sigraði MH í átta liða úrslitum með 23 stigum. Keppnin var gífurlega jöfn en það sést til að mynda best á því að á einu dómblaðinu var dæmdur eins stigs munur. FGingar fjölmenntu á keppnina og fögnuðu fylgjendur liðsins með miklum gauragangi þegar od-dadómarinn Brynjar Birgisson tilkynnti sigur FG.

MH státaði af mjög öflugu liði en eftirminni-legast þótti mörgum FGingum vera tilvísun í sögu-persónuna Pál sem fram kom í Englum Alheimsins. Persónuna lék Ingvar E. Sigurðsson en Áslákur sonur hans hóf framsögu sína á tilvísuninni: „Það er búið að brunda yfir matinn minn!”

Page 14: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

14

Page 15: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

15

DANSIBALLIÐ

Page 16: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

16

Page 17: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

17

Ég var svo heppin að eiga oftast afmæli um Verslu-narmannahelgi því þá var

ég á flandri um allar trissur. Enda eignaðist ég snemma eigin bíl og það þótti ekki lítið merkilegt. Það var splunkunýr, ljósblár Fíat 600 og ég þeyttist um landið þvert og endilangt á litla kagganum – í útilegur í Vaglaskóg og hingað og þangað. Það tók mig eitt sinn tólf klukkustundir að bruna í Vaglaskóg til þess að gista þar eina nótt. Það var mikið á sig lagt fyrir útileguna og vel þess virði. Árið 1956 fór ég fyrsta skiptið á Þjóðhátíð í Eyjum en þá var ég nítján ára gömul. Ég fór með vinkonum mínum, Öldu og Rúnu og við flugum frá Reykja-víkurflugvelli. Við vorum þrjár með tjald og svefnpoka og maturinn var fiskibollur og fiskbúðingur sem maður skar bara niður þegar mann langaði. Ekkert grillvesen, enda var grill ekki til og engum asna datt í hug að fara að elda úti

undir berum himni í grjótinu. Við mættum inn í Dal, tjölduðum og svo byrjaði djammið. En djammið snerist bara um að vera á staðnum og syngja með, hitta vinina og fíla stuðið. Áfengi og svoleiðis var ekkert atriði og það sást ekki vín á fólki. Jú, kannski sást vín á einstaka strák, en þá var það bara byttugrey sem þurfti að sofa úr sér. Og maður dansaði ekki við svoleiðis gæja. Og það sást að sjálfsögðu aldrei vín á dömum. Böllin voru á danspallinum og það var dansað mikið, langt fram á nótt. Ég fór á þrjár þjóðhátíðir á þessum árum. Einu sinni fórum við Þóra vinkona út í Eyjar og okkur fannst ekkert sérstaklega gaman. Ég held að það hafi bara vantað réttu gæjana. Við skildum tjaldið eftir hjá vinkonu okkar, flugum aftur til Reykjavíkur og sóttum bílinn minn og brunuðum Uxahryggi upp í Borgarfjörð. Við vorum komnar um miðja nótt að Hreðavatni og þar var ennþá

BAKÞANKAR SIGGU HÚSVARÐAR

Sigríður Jóhannsdóttir

Áður en Siggi, núverandi húsvörður skólans, kom til sögunnar gegnti Sigga nokkur embætti húsvarðar. Sigga hefur oftar en ekki verið titluð amma allra FGinga og er það í raun heilagur sannleikur.

Page 18: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

18

stuð í gangi og þar vorum við yfir helgina. Við þekktum annan hvern mann og gisting var ekkert mál. Þannig endaði sú þjóðhátíðarhelgi að Hreðavatni. Ég hef nú sennilega verið frjálsari en stelpur almennt á mínum aldri á þessum tíma. En ég átti mjög ljúfa foreldra sem vissu að þeir gátu treyst mér. Ég fékk allaf leyfi til að taka mínar eigin ákvarðanir og fara mínar eigin leiðir. En þá verður maður líka að vera traustsins verður. Svo þegar ég hugsa til baka um þennan tíma þá breytti heilmiklu að það var engin áfengisneysla í gangi, svo maður tali nú ekki um önnur vímuefni. Um leið og það er úr sögunni horfa málin allt öðruvísi við. Maður elti hvert einasta sveitaball á þessum árum til þess að dansa og njóta lífsins. Tíminn flýgur hratt þegar maður er svona ungur og gamla fólkið í kringum mann hverfur af sjónarsviðinu hvert af öðru. Með öllu þessu fólki hverfa sögur- allskonar skemmtisögur og lífsreynslusögur. Ég vil minna ykkur, krakkar, á að heimsækja afa ykkar og ömmu - staldra við og tala saman. Fáið að heyra sögurnar þeirra og ævintýrin sem þau hafa upplifað á langri æfi. Ég þori að veðja að mannskapurinn lumar á mergjuðum minningum ef þið spyrjið réttu spurninganna.

Einu sinni fórum við Þóra vin-

kona út í Eyjar og okkur fannst ekkert sérstaklega gaman. Ég held að það hafi

bara vantað réttu gæjana

Page 19: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

19

Page 20: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

20

HEIÐRÚN HLUSTAR

Óhætt er að fullyrða að fæstir krakkar gætu gefið út slíkt meistaraverk. Þessar fjórar 14 og 15 ára gömlu stelpur slógu allrækilega í gegn á Iceland Airwaves með nýstárlegu krúttpoppi sem hittir beint í mark. Platan er langt frá því að vera gallalaus en miðað við frumraun þessarar ungu hljómsveitar virðist hún hafa heppnast framar öllum vonum.

PASCAL PINON - PASCAL PINON

Dry Land er önnur plata íslensku/færeysku hljómsveita-rinnar Bloodgroup. Sveitin er alkunn þeim Íslendingum sem vel eru að sér í tónlist og því mikið gleðiefni að fá aðra plötu frá þeim. Dry Land er þó öllu betri en fyrri platan, Sticky Situation, en margir hafa haft orð á því að hljóm-sveitin hafi þroskast og semji nú alfarið betri tónlist.

BLOODGROUP - DRY LAND

MÚM - SING ALONG TO SONGS YOU DON’T KNOW

Sing Along to Songs You Don’t Know er sjötta breiðskífa „experimental” bandsins Múm. Platan hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og er af mörgum talin ein besta íslenska platan sem kom út á árinu 2009. Virkilega þétt plata sem verður betri með hverju skiptinu sem maður hlustar á hana.

Page 21: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

21

HEIÐRÚN HORFIR

Þættirnir fjalla um Penny og tvo vini hennar þá Leonard og Sheldon sem eru tveir eðlisfræðingar sem hafa litla sem enga færni í mannlegum samskiptum en vita allt um gang heimsins. Eru þeir verstir við hitt kynið og hættir þeim til að vera ónæmir á það sem kvenpeningur landsins vill og þá sérstaklega hvað varðar Penny. Oft verða vægast sagt hlægileg atvik þegar Leonard reynir að ganga í augun á henni en út á það ganga flestir þættirnir.

THE BIG BANG THEORY

„Þetta er komið útí rugl! Ég hætti að horfa eftir fyrstu seríuna” segja margir. Þetta er örugglega rétt hjá ykkur en það er bara vegna þess að þið hættuð að fylgja söguþræðinum. Þeir sem að horfa enn þann dag í dag á Lost og skilja hvað er í gangi eru sammála um að þættirnir séu með betri þáttaseríum seinni tíma. Svo illskilgreinan-legan sálfræðihasar er erfitt að finna.

LOST

TRUE BLOOD

Haha, nei reyndar horfum við ekki á þetta langdregna vampírudrama. Þó er fullt af fólki í skólanum sem virðist gera það. Þættirnir fjalla um Sookie Stackhouse sem getur lesið huga fólks. Sagan tekur svo stakkaskiptum þegar Bill Compton, sem er vampíra, kemur inn í líf hennar. Örugglega gæðaþættir.

Page 22: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

22

HVERNIG SKÁK EYÐILAGÐI LÍF MITT

Ókei, byrjum á því hvað ég er að meta þessa grein sem ég fékk að skrifa.

Maður er ekki að hata það. Skák hefur aldrei verið stór partur af lífi mínu. Ég leit á skákina sem afþreyingu fyrir bese-fakjamsara sem áttu ekki vini. Það hefur breyst. Þetta var svona viku eftir að Steini Hrók gaf nemendum skólans taflborð og kalla. Ég var í good-game-actiony að taka röltið í Miðgarði þegar ég byrjaði að pæla í gersemunum. Þetta var semí svona love-at-first-sight dæmi. Ég settist niður og byrjaði að fikta. Ég hafði margoft séð svona borð en ég hafði aldrei pælt í því hvernig maður mundaði græjuna. Ég kunni auðvitað ekki mannganginn en með hjálp frá legendum eins og Dabba Skurði og Tjörva Skljutt

komst ég inn í sportið eins og skot. Fljótlega varð ég samt orðinn leiður á því að vera bara lítið peð, alltaf á botninum. Þá tók ég þá örlagaríku ákvörðun að taka taflið einu skrefi lengra. Ég byrjaði á því að eyða heilum degi á bókasafninu þar sem ég las allar bækurnar sem voru um tafl. Undir lokin leið mér semí eins og ég væri einn af úlpugenginu að hanga svona á bókasafninu en eftir allan lesturinn kunni ég alla byrju-narleikina, gammbítana og meira að segja Sikileyjarvörnina. Strax morguninn eftir mætti ég ferskur niður í Miðgarð og skoraði á Andra Heimi félaga minn. Þrátt fyrir bókasafns-sessionið pwnaði Andri mig jafnvel þótt hann flokkist í besta falli sem lélegur amatör. Það er sá leikur sem ég lít á sem

Víglundur Jarl Þórsson

Page 23: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

23

botninn á mínum langa ferli. Eftir þann leik tók ég mér fyrstu sjálfskipuðu eyðuna og hringdi í pabba sem er gamalreyndur taflrefur. Pabbi náttúrulega ape-aði yfir mig og sagði að ég lærði ekki rassgat með því að lesa bækur. Hann sagði að ég þyrfti reynslu á vellinum til þess að ná frama. Önnur sjálfskipuð eyða fylgdi í kjölfarið sem ég eyddi í að vinna mína fyrstu skák. Ég gjörsamlega rústaði einhverjum busasokki en þá var ekki aftur snúið. Maðurinn var borðfastur. Margir leikir liðu og ég fann hvernig ég var að vinna mig upp í hópnum. Ég man alltaf eftir því þegar ég púllaði fyrstu hrókeringuna og var ekki langt frá því að ná jafntefli við Skljuttinn. Áður en ég vissi af var ég orðinn samkeppnishæfur og var byrjaður að sigra annan hvern leik. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá en augljóslega hafði fiktið breyst í fíkn. Ég eyddi öllum mínum frítíma í skólanum við borðið og rúmlega það. Prósentan byrjaði að lækka og í kjölfarið fylgdu skammir frá umsjónarkennaranum og hótanir frá skólaráði. Auðvitað var ég fíkill og leit framhjá þessu innihaldslausa nöldri. Ég hélt bara áfram að tefla, blindaður af lönguninni - lönguninni um að ég gæti verið sá besti – slík var firran. Eftir að ég kom heim af einkunnarafhendingunni óttaðist ég um frama minn við skákborðið. Mér hafði verið hafnað um áframhaldandi skólavist. Fyrst var ég ráðvilltur og var ekki alveg viss um hvað tæki við. Þá uppgvötaði ég að ég gæti sent bréf á skólaráð. Frekar basic. Þegar ég mætti aftur í skólann tók ég mér stöðu undir stiganum eins og vanalega en fljótlega var ég stöðvaður. Snjólaug var mætt. Hún minnti mig á mætingar-samninginn og viðaukann um skákbannið. Hún vægast sagt mátaði mig. Ég mátti ekki tefla. Mér leið eins og kóngi án drottnin-gar. Ég náði í skákleik í símann til þess að sporna við þörfinni. Það má segja að hann sé mitt nikótíntyggjó. Þrátt fyrir leikinn líður ekki sá dagur sem ég þrái ekki að vinna meistara Skljutt og halda sigurgöngunni áfram. Borðið kallar en ég get ekki svarað. Ég er ónýtur maður.

Pabbi náttúrulega ape-aði yfir mig og sagði að ég lærði ekki rassgat með því að lesa bækur

Page 24: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

24

DÉJÀ VULeikfélagið Verðandi ákvað

eftir miklar vangaveltur að setja á svið söngleik eftir

Bjarna Snæbjörnsson en hann var fenginn til að sjá um níundu leik-sýningu Verðanda. Með honum fengum við Elís Pétursson, sem er tónlistarstjóri, og Lovísu Ósk Gunnarsdóttir, en hún er danshö-fundur.

Söngleikinn átti síðan að sýna í fyrsta skipti á sviðinu í Urðarbrunni. Sviðið nægði okkur hins vegar ekki og við töldum það ekki geta staðið undir fögru föruneyti ungra leikara og því fengum við hæfustu smiði skólans til að smíða framleng-ingu á sviðið. Í október var slegið skráningarmet í prufur en 75 manns skráðu sig. Því

miður komust aðeins 24 að og þar af voru 4 í hljómsveitinni. Þegar janúar hófst tóku svo við stífar æfingar en á meðan sinntu leikhúsliðar alls kyns erinda-gjörðum í kringum verkið sem og leikhópinn.

Til að fjármagna sýninguna settum við á laggirnar markaðsnefnd, sem hefur svo sannarlega staðið sig, en hún og leikhúsliðarnir eiga ekkert annað en hrós skilið því án þeirra væru engir búningar, ekkert svið, engar auglýsingar, það væri bara engin sýning.

Ég vil að lokum skora á alla sem vilja losna við feimnina og kynnast nýju fólki að reyna við prufurnar á næsta ári því hver veit nema í þér leynist laumuleikari.

Ylfa Marín Haraldsdóttir

Page 25: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

25

Page 26: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

26

BAGGAÐUR Í DRASL

Að vera sokkur eða ekki. Það er spurningin. Hvernig verður maður

að sokki? Tjah, allt frá örófi alda hefur maðurinn reynt við hina fullkomnu formúlu. Í fornum papýrushandritum frá 6. öld fyrir Krist má sjá leið-beiningar til að verða sokkur. Góðir lesendur búið ykkur undir epíska staðreyndasúpu með Stefán Attenborough stæl. Accipiter Sokkus er fræðiheiti sokksins sem lifir á sléttum Garðabæjar, nánar tiltekið í húsnæði Fjölbrautaskólans í Garðabæ við Skólabraut. Hvað einkennir sokkinn í sínu daglega amstri? Jú, hann púllar svokallað „handriða-session“ þegar hann skrópar í enn einn sögutímann, fyllir efri vörina þannig hún er ávallt stökkbólgin og þykist vera með‘etta. Ég hef sjálfur reynt við „session-in“. Það gekk ekki vel. Ég fékk til mín nokkra vel valda refi sem kenndu mér á hina miklu kúnst að þjappa. Já, vá, hvað í ósköpunum er að þjappa? Nú komum við inn á einn af helstu faktorum sokksins. Munntóbakið. Lumman. Baggið. Hvarvetna sjást meðlimir ættbálksins með kjaftinn troðfullan af

ýmsu góðgæti. „Það er ekkert betra en að þjappa í eina feita eftir góða máltíð“ hafði einn pörupiltanna um málið að segja. Vita refirnir nokkuð hverju þeir eru að ánetjast? Munntóbak er fyrst og fremst slæmt að því leytinu til hversu hátt innihald af nikótíni það innheldur enda er þetta þurrkað og samanpressað tóbak. Ég prufaði þennan óskunda og líkaði vel. Já, mér líkaði vel. Fyrsta mínútan var á þennan veg: “Djöfull er ég kominn í æðri manna tölu”. En eftir dágóða stund fékk ég dúndurhausverk og sá allt tvöfalt. Tvöfalt segi ég. Næst á dagskrá var stór lyfjakokkteill uppi á gjörgæslu, thank you very nice, og ég svaf veikindin úr mér á deild C Landspíta-lans. Drögum þetta saman, mínir dyggu lesendur. Jafnvel þó sokkarnir óhreinki baðher-bergisgólfin okkar og jafnvel þó þeir séu jafn ógeðslegir og sokkarnir sem maður fleygir í þvottahúsið eftir sveittustu fót-boltaæfingu ársins þá eru þeir samt vinir mínir og ég elska þá. Í tilefni þeirra vil ég að allir skáli í bagg.

Stefán Snær Stefánsson

Það er ekkert betra en að þjappa í eina

feita eftir góða máltíð

Page 27: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

27

Page 28: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

28

Page 29: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

29

ÞRÍFARAR

Karl Árnason Kristmundur Ingi Ísbjörn

Lambið Kindin Sorp

Obi-Wan Kenobi Toruk Macto Haraldur Axel

Page 30: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

30

FALLÖXIN

Það gengur faraldur meindýra í FG sem þarf að útrýma, og nei, ég á ekki við um litlu rauðu ógeðslegu flugurnar, heldur

enn verri hlut. Aðalstjórn nemendafélagsins er eins og hauslaus hæna sem hleypur í hringi en það má best sjá á tilbreytingalausu félags-lífinu. Pungsviti og pókermót hafa einkennt síðastliðnar annir og elítismi lummukóngan-na hefur tröllriðið skólaandanum. FG hefur alla burði til þess að halda uppi öflugu félagslífi eins og allir aðrir skólar. Okkur standa framar skólar eins og Menntaskólinn á Laugavatni sem telur 200 nemendur en samt tekst þeim, þrátt fyrir fjölda, að halda vel sótta vikulega atburði. Það er eitthvað sem NFFG virðist ekki geta gert. NFFG er lélegt nemendafélag. Einstaklingar innan þess eru á hinn bóginn mistilbúnir til þess að fórna sér í nemendafé-lagið og eiga þeir sem hafa lagt sitt af mörkum hrós skilið. Lýðræði er eitthvað sem hefur verið sniðgengið í félagslífi nemenda. Ráðningar og uppsagnir embættismanna hafa verið ólögmætar og brotið í bága við alla siðfer-ðiskennd. Lausar stöður hafa ekki verið auglýstar meðal nemenda heldur hafa útvaldir vinir aðalstjórnar vermt sætin. Það væri svo sem engin áfellissök ef umræddir aðilar væru hæfastir til verks en sú er ekki raunin. Vinagreiðar hafa einkennt stjórnsýslu félagsins sem sést vel með þrotlausri kókdrykkju og pítsuáti nefndarmanna á kostnað hins almenna nema. Peningum væri

betur varið í skemmtanalíf félagsins sem einnig er handónýtt. Böll FGinga þykja ekki eft-irsóknarverð. Þótt nemendafélagið beri ábyrgð á böllunum liggur vandamálið þó ekki þar í þetta skiptið. Eftir að stjórn skólans ákvað að byrja að láta alla nýnema blása í áfengismæla hefur áhugi fyrir böllunum dvínað til muna og hefur þar með verið skrúfað fyrir stærstu tekjulind nemendafélagsins. Mikil ritmenning innan FG hefur mátt sín lítils síðastliðin ár. Skóli sem getur státað af því að hafa verið leiðandi í hefðum skólablaða í framhaldsskólum, getur gert betur en sannast hefur. Þetta skólablað er það fjórða sem kemur út á skólaárinu, en það stangast á við öll loforð sem gefin voru fyrir seinustu kosningar. Kosningar í FG eru einmitt meingallað fyrirbæri og kosningabarátta er eitthvað sem fyrirfinnst ekki. Vandamálið liggur í hinu steríótýpíska pungaveldi sem einkennir aðalstjórn. Stúlkur hræðast það að bjóða sig fram þrátt fyrir yfirgnæfandi meirihluta þeirra í skólanum. Þykir mér fátt jafn fáránlegt og þetta mál. Nemendur hafa upplifað pungstjórnar staðalímyndina neikvætt og orðið afhuga því að gegna nefndarstör-fum. Þetta hefur valdið múgleiða á félagslífi FGinga. Morfís, Gettu Betur og aðsókn á böll eru grátleg miðað við stærð skólans. Nemendafélag FG stendur á brauðfótum og þykir mér ótrúlegt að félagslífið samanstandi af Age of Empires, umræðum um “sleikparið” og vatnsstríði í stigum skólans.

Page 31: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

31

Page 32: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

32

KJEPPSLISTINN1 BIRGIR „DJAMM” BJARNARSON

2 VIKTOR ÖRN ARNARSSON

3 BJÖRN ÖDER ÓLASON

Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi busi sannað sig sem einn mesti kjepps sem skólinn hefur nokkurn tímann alið af sér. Þegar hann mætir á morgnana hegðar hann sér eins og í amerískri bíómynd. Hann heilsar öllum sem hann sér jafnvel þótt hann þekki þá ekki og lætur líta út eins og hann eigi heiminn. Það er yfirlýst stefna Viktors að einn daginn ætli hann að vera í Morfís-liðinu, Gettu Betur-liðinu og forseti nemendafélagsins allt á sama tíma og þar af leiðandi verða „maðurinn”.

Það hafa allir heyrt um Bigga Djamm. Hann er konungur kjeppsana og þeirra alhliða lærimeistari. Síðan hann byrjaði í framhaldsskóla haustið 2006 hefur hann bókstaflega stjórnað skólanum. Hvort sem hann campar í Miðgarði, sigrar í póker eða spilar Counter-Strike með félögunum þá heldur hann öllum uppteknum með yfirgnæfandi kjeppslátum. Þetta er maðurinn sem fann upp frasa eins og „Ég er að meta það” og „SÆLAR FRÆNKUR!”

Stelpur, ef þið eruð að leita að tanmökkuðum karlmanni sem felur ekki tilfinningar sínar í garð ykkar þá er Öderinn án efa málið. Hann er stór, strípóttur og tjah, ekkert sérlega massaður en bara meira til að klípa í. En hey, enginn er fullkominn! Öderinn spilar golf á sumrin með stökkbólgna efri vör, tekur „dead-lift“ í desember og aflar sér sólbrúnku í janúar. Basic plan hjá solid karlmanni. Böddi heldur með Liverpool sem er ekki töff en hey, enginn er fullkominn.

Page 33: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

33

KJEPPSLISTINN4 STEFÁN SNÆR STEFÁNSSON

5 DAVÍÐ ODDSON

6 KRISTÓFER ERNIR RÚNARSSON

Hann ætlaði alltaf að verða forseti nemendafélagsins í Versló, útskrifast úr stjórnmálafræði í HÍ og verða borgarfulltrúi í Reykjavík. Lítið varð úr þeim plönum þegar hann ákvað að fara í FG og reyna að ná frama með spaðalátum og ræðumennsku. Hann situr í varastjórn Hugins, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Garðabæ og sést sjaldnast án hinnar alræmdu SUS-greiðslu. Hann æfir handbolta og er maðurinn sem að talar um að „detta í slellís með gellís” þegar hann fer á böll.

Júlí Heiðar söng eitt sinn „Strákar hér á dansgólfinu grípið gellu strax!“ og var honum fúlasta alvara. Undir þessi orð tekur kjeppsinn Davíð Oddsson heilshugar. Strákurinn tælir dömurnar til sín með brosinu einu. Þegar hann er ekki úti í kaffi og sígó með homies þá er hann aðalspaði gengisins á efstu hæðinni þar sem stelpurnar eru óðar í hann. Strákurinn er að stimpla sig inn á menningarsvið Íslands með rímnaflæði á Kaffi Rót ásamt Lil-Doc-Gomez og Jai-Razbear.

Frá því Kristófer kom í þennan skóla hefur hann verið á allra vörum. Hver kannast ekki við það að vera alveg að sofna í Ed-dukvæðunum hjá Leifi þegar lætin byrja? Kristófer er mættur. Á meðan annað fólk fer í Smáralind í hádeginu er hann úti á plani að taka hambó í Hondunni sinni. Bíllinn hans er bæði með stærstu púströr sem finnast í þessu sólkerfi og með rugl töff spoiler sem fer ekki framhjá neinum. Kristófer æfir líka handbolta og á kærustu í Versló. Svo sannarlega kjepps sem kann á tjellingar.

Page 34: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

34

GEIR JÓN ÞÓRISSON OG ÁFENGISMÆLAR

Sælir drengir. Þið eruð snemma í því“, segir Geir Jón Þórisson þegar við göngum inn á skrifstofuna hans og fáum okkur sæti.

„Já, fyrirgefðu strætó kom of snemma“, segi ég órólegur og óviss um það hvernig beri að hefja viðtalið svo Þorkell lætur vaða.

Nú ert þú starfandi lögregluþjónn á höfuðborgasvæðinu. Geturðu sagt okkur nánar hvað felst í því?

„Ég er yfirlögregluþjónn í almennri löggæslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en í þeirri deild eru allir lögre-glumenn sem sinna eftirliti og útköllum á höfuðbor-garsvæðinu og lögreglumenn sem sinna almennum rannsóknum sakamála, sem eru ýmiss konar minni háttar mál, og svo lögreglumenn í umferðardeild.“Þannig þú berð ábyrgð á öllum lögregluþjónum höfuðborgarsvæðisins?

„Já, en ég ber einnig ábyrgð á því gagnvart lögre-glustjóra að mín deild sinni þeim störfum sem lögbundin

eru og eins að markmiðasetning deildarinnar sé uppfyllt. Því þarf ég daglega að fylgjast með að unnið sé eins og til er ætlast og halda uppi góðu sambandi við stjórnendur fimm lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu og útbúa verklagsre-glur og almennar samskiptareglur svo starfsemin geti gengið eins vel og mögulegt er hverju sinni.“Við spurðum Geir Jón ýmissa skemmtilegra spurninga um verklags- og samskiptareglurnar hans en okkur þótti þær eiga lítið erindi við nemendur í FG þannig við beindum umræðunni að unglingadrykkju og komust að því að Geir Jón hefur ákveðnar skoðanir á henni.Nú hefur drykkja á unglingaaldri minnkað til muna á síðastliðnum árum. Hver telur þú vera orsök þess?„Þegar unglingadrykkja var orðin almenn í miðborginni og

Page 35: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

35

mikil ölvun átti sér stað þegar samræmdum prófum lauk þá fór af stað samstillt átak skóla, foreldra, ÍTR, félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, lögreglu og annarra félagasamtaka. Lögðust allir á eitt að snúa slæmri þróun við en ég tel að unglingar fyrst og fremst hafi breytt viðmótinu í garð ölvunar á almannafæri.“

Þannig þú telur að unglingarnir hafi átt mikinn þátt í þessari þróun?

„Það var svo augljóst að unglingarnir okkar sáu að það var ekki lengur flott að veltast um ölvaðir á götum borgarinnar og þá sérstaklega í miðborginni og tóku þá upp á því að efla félagsstarfið og sinna miklu skemmtilegri hlutum en áfengisdrykkju.“

Telur þú að yngstu nemendur framhaldsskóla eigi að hljóta sérmeðferð þegar kemur að drykkju þeirra fyrir skóladan-sleiki?

„Nei, það tel ég ekki. Það á að stöðva alla þá sem eru áberandi ölvaðir og ætla á skóladansleiki og snúa þeim frá. Skóladansleikir eiga að snúast um alvöru skemmtanir þar sem ölvaðir gestir passa ekki inn í heildarmyndina. Það á að vera flott að vera edrú á skóladansleik.“

Í hverju felst lausn á drykkju ungmenna og hvernig finnst þér að forvarnarfulltrúar og stjórnendur framhaldsskólanna eigi að beita sér í þeim málum?

„Þarna reynir á að allir vinni saman. Menn eiga að marka ákveðna stefnu og fylgja henni eftir. Nemendur þurfa að koma mjög sterkt þarna inn og hafa ákveðið frumkvæði því velferð þeirra og framtíð skiptir afar miklu máli. Hvert ár án áfengis-neyslu skiptir svo miklu fyrir heilsu og velferð ungs fólks og það á að vera hvatinn fyrir forystu nemendafélaga að ganga fram með góðu fordæmi og ákveðni.“

Telur þú að breytingar á núverandi fyrirkomulagi skóla- dansleikja séu í nánd með tilkomu áfengismæla?

„Ég tel að allt sé til þess vinnandi að halda skóladansleikjum áfen-gislausum og einn liður í því er að láta áberandi ölvaða nemendur blása í áfengismæla til að fá úr því skorið hvort þeir séu undir áhrifum áfengis. Þetta er gott aðhald og mjög skýrt hvert verið er að fara og hefur mikið forvarnargildi.“

Nemendur þurfa að [...] hafa ákveðið frumkvæði því velferð þeirra og framtíð skiptir afar miklu máli

Page 36: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

36

HEFND KEISARANS

Kæru lesendur þetta er Keisarinn sem skrifar.Mánudaginn 25. janúar

gaf útgáfunefnd loksins út skólablaðið Kindina. Á síðustu tveimur blaðsíðum Kindarinnar var birt grein um „LAN-ið“ sem haldið var í nóvember á síðasta ári. Í greininni kom fram að FG hefði staðið fyrir laninu og það hefði heppnast mjög vel. En bíddu nú hægur? Á sama degi og sama kvöld hélt Nördafélagið Megatron risastórt Nördakvöld sem var skipulagt og framkvæmt af Nörda-félaginu. Á nördakvöldinu kom stjórn félagsins mörgum tegundum af leikjatölvum fyrir í Miðgarði. Leikjatölva var einnig tengd í fyrirlestrarsalinn fyrir fólk sem vildi kynnast nýjum leikjum. Meðal annars var Star Wars serían sýnd ásamt því að Guitar Hero var sett upp í hátíðarsal með öllu tilheyrandi. En af hverju var nördakvöldið haldið? Jú, hið ágætasta lan sem skrifað var um í Kindinni var nefnilega efst á dagskrá. Einnig kom fram í Kindinni að annað samskonar lan yrði á þessari önn. Þrátt fyrir loforð útgáfunefndar hefur alfarið gleymst að minnast á við Keisarann að hann þyrfti að skipuleggja annað lan. Þetta fannst mér ekki skemmtileg lesning. Hvernig virkar það að vinna með berum höndum í marga klukkutíma, sjá

blóðið og svitann blandast saman í öllu púlinu, liggja á gólfinu háskælandi til þess eins að fólk geti fengið að mæta með tölvur sínar og átt góða stund saman og fá að lokum ekkert lof fyrir vel unnin störf? Hér með ætla ég að nota tækifærið til þess að skora á formann útgáfunefndar, Helga Kristjánsson, að gefa út alvöru blað þar sem hann gerir alvöru rannsóknir áður en hann skrifar um hina og þessa atburði. En núna kannski hugsar þú, kæri lesandi: „Ha? Verður þá ekki annað lan, er útgáfunefndin búin að eyðileggja allt?“ Örvæntið ei, því lanið er í skipulagningu og mun Nördafélagið Megatron að sjálfsögðu sjá um það. Í lokin vil ég þó þakka öllum fyrir að mæta á nördakvöldið, öll kvikmyndakvöldin og fyrir að mæta í fyrirlestrarsalinn öll fimmtudagshádegin til að horfa á South Park.

Jónas Roy BjarnasonKeisari Nördafélagsins

Page 37: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

37

Page 38: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

38

GETTU BETURÞrír menn, þrír afar ólíkir

drengir. Þeir Hans Marteinn Helgason,

Arnar Gunnarsson og Sæþór Pétur Kjartansson skipa lið Fjöl-brautaskólans í Garðabæ sem keppir í hinni víðfrægu spurn-ingakeppni framhaldsskólanna, Gettu Betur. Á þessu keppnisári hafa þeir heillað landann upp úr skónum með visku sinni um hin og þessi málefni. Liðið var valið út frá frammistöðu sinni í áfanganum SPU102 þar sem gáfumenni FGinga söfnuðust saman, spiluðu Trivial Pursuit og æfðu hraða-spurningar. Keppnistímabilið

hófst á viðureign gegn Fram-haldsskólanum á Húsavík og vannst hún með yfirburðum, 27 gegn 10. Því næst drógust drengirnir gegn Borgfirðin-gum og eftir æsispennandi keppni sigruðu strákarnir okkar með 21 stigi gegn 17. Nú voru strákarnir okkar komnir í sjónvarpsúrslitin. 75 aðgangsmiðum var dreift til áhugasamra nemenda skólans og laugardaginn 13. febrúar var komið að 8-liða úrslitum. Garðabær vs. Egilsstaðir. Epíkin í hámarki. Keppni fór fram í sjónvarpssal ríkissjón-varpsins þar sem FGingar

létu heyra í sér og liðið var í hörkustuði. Eftir hraðaspurn-ingar leiddu sveitastrákarnir með 15 stigum gegn 13 og juku þeir á forskotið þegar bjöllu-spurningar kláruðust. Þrátt fyrir þetta gáfust Garðbæingar aldrei upp og náðu forskotinu niður í 2 stig þegar þrí- þrautin var eftir. Þar klikkuðu Egilsstaðir og Garðbæingar áttu séns á undanúrslitunum. Því miður gátu okkar menn ekki svarað spurningunni og því lauk keppnisári FG í Gettu Betur 2010. Takk Ólína Þorvarðardóttir.

Page 39: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

39

Hvað heitir eiginmaður Nicole Kidman?Bruce Willis Tom Cruise Keith Urban Hvað heitir heimabær Fred Flintstone?Dinosauria Bed Rock Bed Rock

Hvað heitir hinn umdeildi forseti Venezuela?Hugo Chavez Hugo Chavez Hugo Chavez

Hver skrifaði um Frumspekina?Plató Plató Sókrates

Hver er fyrsta kvikmynd Pixar í fullri lengd?Toy Story Toy Story Toy Story

Hvaða ár hlaut Bjarni Friðriksson bronsverðlaun á Ólympíuleikunum?1992 2005 1984

Hver hlaut titilinn rass skólans 2009? Þá átti ég heima á Höfn... Heldurðu að ég viti það? Tanja Lind Fodilsdóttir

Sæþór Pétur Hans Marteinn Arnar Gunnarsson

Page 40: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

40

HEILRÆÐIN HANS HJALTA FYRIR OKKUR TREGGÁFUÐU

Hjalti er að hans eigin sögn hinn eini sanni viti borni maður og nú vill háværi cult-leaderinn á þriðju hæðinni loks deila speki sinni um „nytsamlegan“ tækjabúnað með okkur hinum.

Það er margt varðandi tækni sem veldur óþægindum, pirring og reiði. Maður þarf að vera á varbergi fyrir „nytsamlegum” tækjum sem eiga að einfalda og bæta líf okkar en eru í raun illir og flóknir

tímaþjófar. Þess vegna tel ég að allir eigi að læra nokkrar grundvallarreglur um notkun tækja og tóla og hvaða viðmiðum eigi að beita þegar fest eru kaup á þeim. Ég er auðvitað bara að hugsa um ykkar hag svo þið gangið ekki af göflunum og myrðið alla tækni- og hugbúnaðarsérfræðinga sem þið komist nærri með því að skera þá á háls með ryðguðum gaffal. Heil-ræðin mín eru ekki flókin þannig við skulum bara byrja á byrjuninni.

1Aldrei halda því fram að tæki sem er minna en leiðbeiningarnar þess sé gott. Móðir mín keypti einu sinni handa mér lítið lófa- apparat sem virkaði eins og dagbók. Slíku verkfæri satans hef ég

ekki kynnst áður því leiðbeiningarnar voru kjarneðlisfræðilega flóknar. Ég gafst upp á leiðbeiningaheftinu því það var auðveldara og ákvað að skipuleggja bara dagana á sjálfan pappírinn í bæklingnum. Tveimur dögum seinna tókst mér hins vegar að týna leiðbeiningunum og þá neyddist ég til að reyna að læra á apparatið. Það tókst ekki betur en að ég endaði á því að lemja það óvart með hamri og svo í klaufaskap mínum kveikja í því og grafa í garði nágrannans. Ég vil meina að líf mitt hafi ALDREI verið jafn flókið og þegar ég reyndi að kenna sjálfum mér á græjuna.

2Það kann að hljóma eins og góð hugmynd að kaupa tæki frá framandi löndum á miklu ódýrara verði en ég fullvissa ykkur um að það er ALDREI góð hugmynd. „Good price“, og „very easy to

learn, very good manual“ eru algengir frasar notaðir til að sannfæra Vesturlandabúa um ágæti tólanna. Stýrikerfi selt af götubörnum fyrir „good price“ og er merkt WYNDOWS er ekki í einu einasta tilfelli góð fjárfesting. Og allt hitt ruglið: upphitaðar klósettsetur, sérstök vifta til að blása á heitar núðlur svo þú þurfir ekki að blása á þær sjálfur.

Hjalti Hilmarsson

Page 41: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

41

3Aldrei festa kaup á tæki sem er líklegt til að þróa með sér sjálfstæðan vilja, myrða þig svo einn daginn og flá af þér húðina síðan klæðast henni eins og kápu og þykjast

vera þú í von um að fá ást og virðingu vina þinna og ættingja. Kannski fá dæmi um það að þetta hafi gerst en ef þú hefur þetta hugfast þá muntu að minnsta kosti spara þér þessa hryllilegu lífsreynslu og getur hlegið að þeim sem lásu ekki þessa grein og lentu í þessu.

4Einnig skaltu aldrei treysta því að tækjabúnaður sem maður selur þér í Mið-Austurlöndum sem pípir í jafnvel þó það sé slökkt á honum sé bara með innbyggða klukku.

Ef þetta á að vera jólagjöf handa einhverjum ótrúlega leiðinle-gum þá er það allt í lagi en annars myndi ég hlaupa í frá tækinu.

Að lokum vil ég segja að ef svo ólíklega vill til að þú finnir einfalt og fjölnota tæki sem hefur engin óþarfa forrit, óþarfa stillingar, notar ekki flókin tæknileg heiti sem gera einföldustu valkosti óskiljanlega, er algjörlega laust við vírus, þarft ekki að borga afnotagjald af, hefur engar fáránlegar öryggisráðstafanir, hefur rafhlöður sem endast vikum saman og er í raun allt sem þú þarft og sækist eftir í einu tæki þá skaltu losa þig við það á stundinni nema þú viljir að Microsoft kæri þig fyrir galdra og þann andlega skaða sem þú veldur Bill Gates fyrir að eiga fullkomið tæki þegar Windows er svona mikið fail.

Aldrei festa kaup á tæki sem er líklegt til að þróa með sér sjálfstæðan vilja

Page 42: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

42

ATBURÐIR ÁRSINS

Fátt var betra en að fylgjast með ölvuðum Sverri Stormsker gera grín að minnihlutahópum í samfélaginu kvöldið eftir vel heppnaða busavígslu.

Efst í manna minnum er þegar skólayfirvöld tóku þá örlagaríku ákvörðun að láta alla nýnema blása í áfen-gismæla. Nemendafélagið tapaði peningum og bu-sarnir héldu partí í staðinn.

Ourlives, Pétur Ben, Dikta og Daníel Jón spiluðu á jólatónleikum nemenda-félagsins sem fengu góðar undirtektir og heppnuðust betur en allir gátu ímyndað sér.

Busadagurinn Áfengismælar Jólatónleikarnir

Page 43: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

43

ATBURÐIR ÁRSINS

“Dómarar voru ósammá-la um lokaniðurstöðu, en það skiptir engu máli... FG vann!” Lokaorð dómarans í Morfískeppninni við FS munu seint gleymast þeim fáu sem mættu.

Seint mun gleymast þegar Gulli og Tommi sigruðu verðskuldað í Barna-lauginni. Kvöldið var síðan toppað með svæsnasta bjórkvöldi annarinnar.

Gettu Betur Sigur í Morfís Barnalaugin

Skólinn tapaði í 8 liða úrslitum á móti ME en engu að síður skildum við bæði Húsvíkinga og Borgfirðin-ga eftir í rjúkandi rústum. Sjaldan hefur FG komist svo langt í keppninni.

Page 44: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

44

HVERNIG HAFA ÞEIR STAÐIÐ SIG?

Forseti Arnar forseti er duglegur strákur og sinnir embætti sínu vel. Hann kemur eins fram við alla og er sanngjarn. Arnar virðist hafa staðið við flest kosningaloforðin sem hann setti fram og virðist hafa ágætis stjórn á undirmönnum sínum. Arnar skipulagði hina æðisgengnu Jólatónleikana nánast upp á eigin spýtur og verður það að teljast vel að verki staðið.

FjármálastjóriFéhirðirinn hefur sinnt fjármálastjórninni vel hingað til og sýnt mikla ábyrgð. Hann hefur staðið sig vel á flestum sviðum félagslífsins en Gulli hefur verið að stússast í ýmsu m.a. myndbandsnefnd, Morfís og fleiru.

VaraforsetiBiggi varaforseti hefur staðið sig ágætlega svona miðað við að varaforseti nemendafélag-sins hefur ekkert hlutverk. Hann stendur sig reyndar afburðavel í því að skutla Gulla út í banka þegar hann tímir ekki bensíninu.

AtburðarnefndAldrei þessu vant hefur atburðanefnd ne-mendafélagsins staðið sig að miklu leyti með prýði. Barnalaugin var vel heppnuð og stelpukvöldið var gott. Nefndin stóð einnig fyrir ýmsum tónlistaratburðum sem voru flest til fyrirmyndar. Einnig annaðist atburðar-nefnd forkeppni söngkeppninnar sem var afburðar illa skipulögð en hafðist þó.

ÚtgáfunefndFormaður nefndarinnar lofaði þremur blöðum á önn en nú þegar langt er liðað á seinni önnina hafa einungis komið út tvö blöð, ef blöð skyldu kallast. Sama sagan var með peysurnar sem framleiddar voru en þær komu út í stóru tapi og enn á eftir að rukka fyrir þær flestar.

SkemmtinefndHjörvar Hans var formaður skemmtinef-ndar fyrir áramót og hélt þá tvö böll sem heppnuðust ágætlega. Eftir áramót tók Jonni við og síðastliðnar vikur hefur nefndin unnið hörðum höndum að árshátíðinni en eins og flestir vita heppnaðist árshátíðin í alla staði mjög vel.

VefnefndVefsíða félagsins hélst óbreytt í marga mánuði með undantekningu frá einstaka frétt um atburði. Síðan gæti verið margfalt betri en hún er en ekkert hefur gerst. Hvorki formaður né nefndarmenn hafa nennt að pæla í síðunni og verður það að teljast til skammar þar sem að vefsíðan er andlit nemendafélagsins útá við.

BusafulltrúiHvað? Hver? Eins og allir vita þá hefur Busafulltrúi félagsins ekkert að gera vegna þess að hann er aldrei hafður með í ráðum. Þar að auki er embættið alveg tilgangslaust með núverandi verklýsingu.

Page 45: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

45

Ferða- og ÍþróttanefndFyrir áramót annaðist Vilmar formanns-stöðu nefndarinnar en var vikið frá embætti af skólayfirvöldum vegna slæmrar mætingar sinnar. Eftir áramót tók Daníel Ingi við. Yfir árið hefur nefndin þó verið virk, en hún skipulagði þrælgóða Þórsmerkurferð ásamt Paintball-, Lazertag- og fótboltamótum.

MarkaðsnefndNefndin var stofnuð fyrir tveimur árum og hefur aldrei haft mikið að gera. Nú hefur nefndin tekið við sér undir forystu Þrastar Laxdals og stendur sig með prýði. Þeir hafa síðastliðin misseri unnið hörðum höndum að hinum ýmsu fjáröflunum fyrir nemendafé-lagið sem verður að teljast til fyrirmyndar.

Nördafélagið MegatronUndir dyggri leiðsögn Keisarans hefur Nördafélagið staðið fyrir fjöldanum öllum af vel heppnuðum atburðum sem flestir voru vel sóttir. Þar má nefna nördadaginn, hin fjölmörgu kvikmyndakvöld að ógleymdum South Park sýningum í fimmtudagshádegi-num.

Málfundafélagið RökréttaMálfundafélagið hefur aldrei staðið sig jafn vel og í ár. Blaðaútgáfa, fjölmargar ræðukeppnir sem allar enduðu vel, farsæll árangur í Gettu Betur, Morfís-áfangi og ljóðakvöld voru á meðal viðburða Málfundafélagsins. Vonandi heldur félagið ótrautt áfram.

Skákfélagið ÞorsteinnSkákfélagið hefur ekki staðið fyrir neinum atburðum en það sem þeir hafa hins vegar gert með góðum árangri er að kynna skák- listina fyrir nemendum skólans. Þetta þykir hafa tekist með eindæmum vel. Oft veltir lítil

þúfa þungu hlassi og það á svo sannarlega við um taflborð skákfélagsins á neðstu hæð.

MyndbandsnefndEngir sketsar komu á árinu, engin umfjöllun um félagslífið, ekkert myndefni af böllum og enginn formaður. Víglundur Jarl var kjörinn oddviti nefndarinnar síðastliðið vor en vegna lélegrar skólasóknar var honum vikið úr stöðu sinni rétt fyrir jólafrí. Nefndin er nú án formanns.

ÁrshátíðarmyndbandsnefndNefndin byrjaði að funda einungis 22 dögum fyrir árshátíðina sjálfa en nefndarmenn unnu hörðum höndum við að ná markmiði sínu. Nefndin hefur án efa tekið framförum en ólíkt myndbandinu í fyrra þá var hægt að sýna það á árshátíðinni sjálfri. Myndbandið sjálft vakti þó skiptar skoðanir en flestir voru ánægðir með það.

LagabreytinganefndEftir mikla pressu frá fyrrum framafólki í ne-mendafélaginu, félagsmálafulltrúa og öllum þeim sem vita hversu léleg lög félagsins eru, var lagabreytinganefnd sett á laggirnar. Engar athugasemdir né ályktanir hafa komið frá nefndinni enn, en áreiðanlegar heimildir herma að nefndin standist allar væntingar og hinn almenni nemi sjái niðurstöðu fyrir næstu kosningar.

ÚtvarpsráðStofnuð var ný nefnd sem hafði það hlutverk að annast starfsemi útvarpsstöðvarinnar sem starfræk var í Imbruvikunni. Nefndin var mönnuð af aðalstjórn félagsins sem annaðist allann rekstur og dagskrágerð. Stöðin hélt úti virkri og góðri dagskrá sem þó samanstóð mestmegnis af karlmönnum.

Page 46: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

46

IMBRAN Í AUGUM NÝNEMANS

Imbrunni er lokið og því alvara lífsins framundan. Imbrunni lauk með stórglæslegum dan-

sleik á NASA þar sem Buff spilaði við miklar undirtektir áhorfenda. Þar sem ég er á fyrsta ári þá var þetta í fyrsta skipti sem ég tek þátt í Imbrudögum. En að Im-brunni lokinni þá hefði ég ekki getað verið ánægðari. Þemað í ár var ítalskt á sjálfum Imbrudögum en hins vegar var þemað á ár-shátíðinni mafían. Margt var í boði og reynt var að höfða til sem flestra. Margir kusu að fara í keilu og enn aðrir fóru á skauta og svo var einnig í boði námskeið í ítalskri matargerð. Þannig það var vissulega eitthvað fyrir alla. Ég hins vegar valdi það að horfa á Guðföður myndirnar en þær hafði ég aldrei séð áður og mæli ég hiklaust með þeim þar sem þær voru gífurlega áhugaverðar. Á fimmtudegi var svo lei-kritið Déjà Vu frumsýnt þar sem

nemendur úr FG fóru á kostum með feiknar góðum leik. Þó verður að viðurkennast að leikritið er torskilið og því sat ég eftir með nokkrar ósvaraðar spurningar. Öll umgjörð leiksýningarinnar var hins vegar stórglæsileg og hefði sómað sér vel í hvaða konunglega leikhúsi sem er. Enda er hópu-rinn sem stendur að baki þessari sýningu gífurlega stór og sást það best þegar Guðrún Linda, for-maður leikfélagsins Verðanda, bað alla sem að sýningunni komu að stíga upp á svið. Déjà Vu tókst með eindæ-mum vel en árshátíðin var líka frábær í alla staði. Hún var mjög flott og tók ég eftir því að ne-mendafélagið hafði unnið hörðum höndum við að undirbúa hana til að hún yrði stórkostleg skemmtun. Maturinn var virkilega góður sem kom mér skemmtilega á óvart því það er ekki sjálfgefið að elda ofan í svona stóran og ólíkan hóp. Ari

Bjarnþór Ingi Sigurjónsson

Page 47: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

47

Eldjárn sem er frábær uppistandari hélt vel utan um dagskránna og árshátíðarmyndbandið var mjög gott. Seinna um kvöldið var svo dansleikur á NASA og fór hann mjög vel fram þar sem Buff spilaði og DJ Leifur þeytti skífum á efri hæðinni. Buff höfðaði betur til mín og því eyddi ég mest öllu kvöldinu á neðri hæðinni við ljúfa tóna. En að lokinni frábærri viku þá finnst mér útvarp NFFG hafa staðið upp úr sem hin stórkostle-gasta skemmtun og hjálpaði hún mér í gegnum erfiða vinnudaga og leiðinlegan próflestur. Halda verður fast í þá hefð að útvarpa nemendum skólans í ár-shátíðarvikunni. Þættirnir voru hver öðrum betri og þættir eins og Sovét Ísland, Tímaglasið og Boats and hoes voru alveg frábærir. Ég hefði hins vegar viljað heyra í fleiri þekktum einstaklingum úr bæjarlífinu og fá þá sem og kennara til að vera þáttastjórnendur oftar en hann Gunnar sögukennari á hrós skilið fyrir skemmtile-gan þátt á laugardeginum en hann var eini kennarinn sem ég heyrði í sem þáttastjórnanda. Þessi vika var alveg hreint frábær skemmtun og gott að fá frí frá náminu á miðri önn. Þetta var mín fyrsta Imbra og hefði hún ekki geta farið betur, hlakka ég til að ári liðnu þegar ég fæ að upplifa hana aftur. Dansleikurinn og útvarpið hafa verið frábær skemmtun þessa seinustu viku og vil ég hrósa öllum sem stóðu á bak við það.

Takk fyrir mig!

Page 48: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

48

STULLI FER Á BALL

Page 49: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

49

Page 50: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

50

HVERJIR SITJA HVAR?

„Hvor myndi vinna í slag? Lamaður dvergur með ofurkrafta eða síamstvíbura-strútur með alnæmi?“ Það kæmi manni ekki á óvart að heyra slíka vitleysu þegar maður labbar framhjá cult-leadi skólans á efstu hæðinni undir dyggri forystu áróðurs-kóngsins Hjalta. Aldrei fara þangað nema þú sért með týpu-gleraugu og reykir kannabis.

SÉRTRÚARSÖFNUÐURINN

Leiklistarfólkið hékk einu sinni þarna en nú er það liðin tíð. Þeir sem sitja á þessum ágæta stað í dag eru nemendur langt yfir tvítugt og virðist aldrei ætla að útskrifast. Meðal hinna gamalreyndu FGinga leynist þó einstaka aðkomunemandi sem kynntist vinkonu í sálfræði og kemur þangað í heimsókn til þess að tala um fyllerí helgarinnar.

Þær eru efstar í skinkukeðjunni og þá á ég við bókstaflega, já, stelpurnar sitja nefnilega efst í stiganum. Það er alveg ljóst að það er ekki kalt á toppnum því appelsínugulur húðliturinn skín í gegn og oftar en ekki verða slys þegar fólk blindast af endurskini hvítu Colgate tannanna.

Seggirnir, kallarnir, það eru mennirnir á handriðinu. Þeir eru ókjörnir kóngar skólans og horfa niður á hvern þann sem gengur sakleysislega upp stigann og þegar þeir sprauta vatni yfir grunlausa nemendur hlægja þeir digurbarkalega, þetta kunna þeir. Nettur, þéttur, krúnurakaður og þú átt greiða leið í hópinn.

Ef Erró myndi byrja í FG léki enginn vafi á því að hann myndi koma sér fyrir í horninu í Miðgarði og spila Ólsen við krakkana. Þetta er rótgrónasti hópur skólans og þeir útvöldu nemendurnir sem tilheyra honum sýna það í verki með því að halda sína eigin árshátíð. Allir hafa sofið hjá öllum en þrátt fyrir það eru allir vinir.

EILÍFÐARSTÚDENTARNIR

STIGASKINKURNAR

STEED-LORD FÓLKIÐ

HANDRIÐAREFIRNIR

Page 51: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

51

Dramað er kannski ekki á hverju horni en kempurnar gera sitt besta í gráum hversdagsleikanum. Þarna sitja keisarar tómstundanna; markaháir knattspyrnumenn, vel tónaðir kör-fuknattleikarar að ógleymdum þokkadísunum. Dömurnar eru klassískar að eðlisfari og snæða ekki ódýrt því ósjaldan heyrist sagt: „Það er folakjöt í kvöld!“

Neðst í stiganum er þéttsetið horn fagra fljóða sem eru flestar ákveðnar og allar frekar tilfinningaríkar. Þessir sérfræðingar eru á einu máli um að estrógenmagn sé hættulega hátt og ógni skólalífinu en það sést best á því hvernig karlpeningurinn sem þangað leitar gerist fljótt skrækróma og vex brjóst.

Ef þú ert í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins, hlustar á ABBA, veist ekki hvað Monkey Island er og vilt einkavæða menntakerfið þá ertu ekki velkominn. Það sem þú verður að gera er að lofsama jafnaðarstefnuna, hata allt og alla, hlusta óhóflega á Sigur Rós og vinna á Pizzunni.

Ef það eru ekki skiptinemar að rembast við að læra íslensku, þá eru það metalhausar að tala um Severed Crotch. Á bóka-safninu hanga líka áhangendur Gettu Betur sem keppast um í höfuðborgaleikjum allan daginn. Innst inni á safninu átti busaparið að vera í full-swing en við hættum okkur ekki í skoðunarferð. Þar er líka fólk sem er tilbúið til að læra í alvöru.

Með sveittum lófum og úttroðna vör hamast skóladrengirnir á lyklaborðum Miðgarðs undir árvökulli vakt Yggdrasils. Þarna eru hefðir skapaðar, tískan ákveðin og ákvarðanir teknar. Frasar á borð við „Áttu bagg?“ óma um svæðið þegar skrið-drekarnir kljást á tölvuskjánum.

Matsalurinn er samanstaður allra busana sem vilja ekki gerast áberandi í lífi skólans. Ef þeir eru ekki í tíma, að bíða eftir tíma eða á leiðinni heim þá hanga þeir í matsalnum og fela sig bakvið félagsfælnina og nestið sitt.

90’ JOCK

NÝJA LEIKLISTARHORNIÐ

BITRU BESSERWISSERARNIR

BÓKASAFNIÐ

MIÐGARÐUR

MATSALURINN

Page 52: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

52

FULLKOMNUNRaunveruleikinn getur verið

erfiður og það er ekki alltaf gaman að þurfa að kljást

við hann. Einnar stundargaman verður að langtímasambandi, örlítil drykkja leiðir til alkóhólis-ma og keyrsla á „lufsunni“ færir þér ólæknandi eyðni – lífið er ekki fullkomið. Fullkomnun er fjölbreytileg og feralfarið eftir því sem maður sækist eftir. Ef að þú sækist eftir stráki sem einkennist af svitalykt og soraskap og telur það vera fullkomnun þá er það fullkominn strákur í þínum augum. Skoðanir fólks eru nefnilega jafn mismunandi og þær eru margar. En tónum dramatíkina niður um þrjú til fjögur stef og vindum okkur aftur í það sem greinin á að snúast um! Ég tók viðtal við strák um daginn og hann var reglulega skemmtilegur í alla

staði, góður í rúminu og svona. En honum fylgdi vandamál því hann var með frunsu. Við eyddum fleiri og fleiri mínútum í það að skiptast á skoðunum um það hvort að hann ætti við kynsjúkdóm að stríða eður ei. Eftir margra klukkustunda rökræður hafði hann loksins sætt sig við veruleikann. Hann var með herpes á frumstigi og skammaðist sín ekki! Fullkomnunina var ekki lengur að finna. Leiðinlegt, en satt. Svo við tölum um önnur góð dæmi fullkomnunar get ég til að mynda nefnt að sönghæfileikar eru oft taldir tengjast einhverri fullkomnun og þá kviknar spurningin hvort hægt sé að fínpússa lélega söngvara? Já, svona týpur eru á hverju strái. Fólk eins og Geir nokkur Ólafs, sem á það til að gala úr sér hálskyrtlana á facebook sér til skemmtunar, sagði að fáir væru vitibornir menn þrátt

Arnar Már Davíðsson

Page 53: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

53

fyrir að vera útskrifaðir úr Verzlunarskóla Íslands og það sama á við um sönghæfileika sumra. Að vera útskrifaður úr tón-listarskólanum í Reykjanesbæ gerir þig ekki að stórsöngvara. Punktur! Ekki það að ég vilji hnésetja nafn Verzlunarskólans og umturna því góða nafni algjörlega á opnum vettvangi , en hey! Shit happens! En nú vil ég að þið lítið í kringum ykkur. Þið sjáið bara allar yngri stelpur nú til dags og tökum bara yngri systur ykkar sem dæmi eiga þær að klæða sig eins og þær gera dagsdaglega í níðþröngum sokkabuxunum sínum og missa meydóminn rétt áður en þær fermast eða um það leyti? Eins manns álit er annars hjálit, eins og maðurinn sagði, en þetta fer augljóslega í taugarnar á öllum og við ættum að reyna drepa í þessari ímynd smápíkna! „Meik-up“ og kynlíf ætti ekki að þykja sjálfsagt fyrir 13 ára stelpur! Barnaperrum landsins örugglega til mikillar óhamingju. Fullkomnun er margbreytileg og misskemmtileg. Soraskapur og svitalykt geta verið eins manns fullkomnun og meira að segja lítil typpi geta verið álitin fullkomin í einhverju samhengi! Ég ýki auðvitað en ég held að ég hafi umturnað þessu blessaða samhengi algjörlega þannig að ég verð að finna betri leið til þess að drepa í þessari umræðu á skiljanlega máta. Ég veit að allar fallegu lufsurnar, sem eru jafn glærar og gott eintak af Taulímbandi, og lesa þetta verða eflaust algjörlega týndar og þess vegna ætla ég að enda þetta svona; Það að vera ýkt gourmé er svalt og ef þú getur öðlast þann titil þá ertu fullkominn. En allt er jú metið eftir hófsemi og er fullkomnun gott dæmi um það. Ég hef nú þegar fengið ógeð af strákum sem sleikja hárið sitt aðeins of mikið til hliðar þannig það er gott dæmi um það að fullkomnun er misvel metinn af fólki eins og hún er marg-breytileg!

Að vera útskri-faður úr tón-listarskólanum í Reykjanesbæ gerir þig ekki að stórsöngvara. Punktur!

Page 54: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

54

Page 55: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

55

Ég er leiklistarnemi og sem slíkur lét ég ekki fram hjá mér fara þegar auglýstar

voru prufur í nóvember. Ég komst í gegnum prufurnar og áfram í leikhópinn en áður en ráðið var í hlutverk hófst undirbúnings-tímabil þar sem við fórum í allskonar hópeflis- og spunaleiki. Loks var svo ráðið í hlutverk og var ég meira en lítið sátt með mitt. Handritið var í stöðugri mótun og tók stöðugum breytingum alveg frá því að fyrsta uppkast var sett fram við hlutverkaskipan. Síðan tóku við stífar æfingarnar sem voru drullu þreytandi en algjörlega þess virði því þær urðu aldrei leiðinlegar með svona stórum og fjölbreyttum hópi af frábæru fólki. Leikritið tók smátt og smátt á sig heildarmynd og fyrr en varir vorum við farin að renna því heilu í gegn og áður en ég vissi af var generalprufan gengin í garð og ár-shátíðardagurinn runninn upp. Á árshátíðardeginum byrjuðum við á því að hittast í bakaríinu og fá okkur smá snæðing og þar á eftir var öllum hent í smink og búninga. Í undirbúningum var svo einhver

kona sem reytti á mér hárið og til hennar ber ég blendnar tilfinnin-gar. Sýningin gekk að öllu leyti frábærlega þó sumir veltu því fyrir sér hvernig forsetinn næði nú að blása hárið sitt svona upp í sveip. Stórmerkilegt! Að lokinni sýningu fóru allir heim og gerðu sig sæta fyrir ár-shátíðina. Þegar ég var heima að gera mig fína þá fann ég fyrir miklu tómi vegna þess að ég var án leikhópsins sem ég var búin að búa með í nokkra mánuði. Þegar á ballið var komið eftir að hafa borðað frábæran mat í skólanum var dansað til að muna. Þessi lífsreynsla mun fylgja mér alla tíð. Þetta hefur verið ótrúlega gaman enda frábær hópur af leikurum, söngvurum, dönsurum og stjórnendum. Og þá má ekki gleyma tæknimönnum, búnin-gahönnuðum, sminkmaddömum, hárreyturum og öllu því frábæra fólki sem kom að uppsetningu verksins. Er ég skrifa þetta eru aðeins nokkrar sýningar eftir og þær munu verða massaðar út í ystu æsar ef ég þekki þennan hóp rétt.

Edda Margrét Erlendsdóttir

HEJ ALLIHOPA!

Page 56: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

56

HEJA NORGE!Dagene 17.-23. oktober reiste HG

gruppen til Norge. Gruppen be- gyndte reisen i Oslo der som de fikk

et glimpt af Kontiki museumet, Viking mu-seumet og tok en tur på en herlig resturant. Neste stopp var Nøtterøy der som elevene overnattet hos norske familier og deltok i noen spennende innovasjon prosjekter. På Nøtterøya overnattet elevene i fire netter og hygget seg hos familiene som de overnattet hos og hadde det også trivelig på skolen. Elevene fikk lært å lage seg en or-dendtlig  tradisjonell norsk matpakke og så lærte de også om hvor viktig det er for et land å ha gode generelle transport muligheter. Dette besøket er bare begyndelsen av dette samarbeidet mellom de norske og de islandske elvene og neste vår kommer de norske elevene på besøk til Island.

Page 57: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

57

Page 58: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

58

ÚTVARP NFFGHver var kveikjan að Útvarpi NFFG?

„Kveikjan að útvarpinu var líklega sú hversu gaman okkur þótti að snúast í kringum Útvarp Garðabæ í fyrrasumar. Einnig höfðum við heyrt frá öðrum skólum sem höfðu gert þetta og gátum ekki verið minni menn, sérstaklega þar sem gífurlegt afl var lagt í að gera árs-hátíðarvikuna sem besta, þá var þetta punkturinn yfir i-ið.”

Er ekki dýrt að leigja heila útvarpsstöð og er það ekki hörku vesen?

„Kostnaðurinn er svolítill, en þó minni en maður heldur. Aðal kostnaðurinn fyrir okkur er kannski tíminn sem fór í að koma þessu

öllu í framkvæmd en góð samvinna milli manna í útvarpsnefnd skilaði sér á endanum. Vesenið að koma tækjunum

sjálfum upp var ekkert fyrir okkur, þeir hjá radio.is sáu alfarið um það og voru þeir vægast

sagt þægilegir í kringum það. Síðan eru að sjálfsögðu hin ýmsu gjöld sem ríkið hirðir mest megnið allt.”

Var mikil eftirspurn eftir því að vera með þátt á stöðinni?

„Eftirspurnin var góð en hefði þó mátt vera betri. Eftirspurnin jókst hins vegar mjög mikið eftir að við byrjuðum að senda út. Einnig vildu langflestir sem komu einu sinni koma aftur.”

Voru einhverjir útvarpsþættir sem sköruðu frammúr? „Flestir þættir voru nokkuð góðir, margir líkir en það er kannski ekki skrítið.

Þó voru mjög málefnalegir og vel undir-

Eins og flestir tóku eftir starfrækti nemendafélagið útvarpsstöð á nemenda-félagsskrifstofunni í Imbruvikunni. Við settumst niður með Theodóri Hall-

dórssyni en hann gegndi embætti útvarpsstjóra.

Page 59: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

59

búnir þættir inn á milli. Þess vegna er mjög erfitt að nefna einhverja sérstaka þætti. Ég vil nú samt koma sérstökum þökkum til Péturs Jóhanns, Magga Diskós og Frosta og Mána af X-inu sem eru vanir útvarpsmenn og var mikill heiður að fá þá í heimsókn.”

Var eitthvað sem hefði mátt fara betur?

„Já, það sem hefði mátt fara betur var það hversu fáa styrki við fengum. Garðabær styrkti okkur og var það eini styrkurinn sem við fengum, samt var mikið reynt að tala við fyrirtæki og atvinnurekendur. Það leynir sér ekki að það er kreppa.”

Var einhver sem virti ekki reglur stöðvarinnar?

„Reglan „Það má ekki meiða” var í hávegum höfð alla dagana og yfirleitt alltaf fylgt eftir. Það voru einhverjir sem fóru skuggalega nálægt línunni en enginn fór yfir hana, engin kvörtun hefur borist af neinu tagi og er það mjög jákvætt.”

Er stefnan tekin á það að starfrækja stöðina aftur að ári liðnu?

„Ég get hér með lýst því yfir að Útvarp NFFG verður að ári og þyrfti eitthvað mikið til þess að stoppa okkur í því.”

Theodór vildi þakka starfs- mönnum Radio.is sérstaklega fyrir en útvarpið hefði aldrei orðið að veruleika án drengskaps þeirra. Theódór vildi einnig þakka útvarpsráði, nemendafélaginu, Guðmundi Gíslasyni, stjórn skólans, Garðabæ og öllu því frábæra fólki sem hélt útvarpinu lifandi sem og hlustendum þess.

Page 60: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

60

Halló kæru FG-ingar.Ég vildi deila með ykkur upplifun minni af ykkar

kynngimagnaða skóla. Fyrsta skiptið sem ég kom í FG þurfti ég að nota GPS-tæki, það gefur ykkur kannski einhverja hugmynd um hversu vel að mér ég er í Garðabæ. Allavega er það ekki það sem ég átti að segja ykkur frá, því önnur heimsókn mín í FG var mun við-burðaríkari og já, kannski jafn skemmtileg og Morfís-keppnin sem ég fór á vikunni áður. Ég lét semsagt plata mig í að taka þátt í Barnalauginni ykkar. Kristín Björk vinkona mín lét frábæra FG-inga fá númerið mitt, því hún vissi að ég kynni ekki að segja nei. Og þarna var ég komin, vissi smá um FG en alls ekki nóg til að vita hvað ég væri að fara út í. Keppnin gekk frekar snurðu-laust fyrir sig og sigurvegarinn úr fyrri umferð var enginn annar

en Guðlaugur „Cyberbot” svokal-laður. Svaradömurnar hans létu mig svo vita seinna um kvöldið að svörin voru þeim að þakka, en ekkert verri voru þau fyrir það. Eftir seinni umferð var svo ferðinni heitið á Hereford, þar sem við hjónin og Stefaný og Tómas úr seinni umferð snæddum saman frábæran mat í boði NFFG. Yfir matnum töluðum við um hinar fjölmörgu nefndir og ráð sem legendið sjálft er í og núna hef ég stjórn og stjórnarnefndir FG alveg á hreinu, mjög fínt. Reyndar var ég búin að ráðstafa mér annað seinna um kvöldið þannig að ég fékk ekki eftirréttinn, en ég ímynda mér að hann hafi verið ljúffengur. Þetta stefnumót var eitt það besta sem ég hef farið á, á þessu ári og sé ég fram á sterk tengsl við FG næstu ár. Takk Cyberbot.

Kristín Dóra Ólafsdóttir

FANN ÁSTINA Í LAUGINNIKristín Dóra Ólafsdóttir er Verslingur sem fengin var til að taka þátt í Barnalauginni, atburði sem líkt var við hinn alkunna þátt Skjás Eins, Djúpa Laugin. Mikil barátta átti sér stað en Guðlaugur fjármálastjóri hreppti hnossið undir lok.

Page 61: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

61

HVAÐ ER SÍF?Síðan árið 2007 hefur NFFG haft aðild að Sambandi Íslenskra Framhaldsskólanema. Hlutverk sambandsins er að standa vörð um réttindi framhaldsskólanema, móta og samræma heildarstefnu í mennta-, kjara- og félagsmálum framhaldsskólanema, efla og styðja við bak nemendafélagana í félagsstarfi þeirra og stuðla að félagsþroska. SÍF vinnur einnig að því að styrkja rödd ungs fólks í baráttu sinni fyrir bættum kjörum og beitir sér fyrir bættri menntun á framhaldsskólastigi og jafnri stöðu til náms. Sambandið hefur heldur uppi skrifstofu að Pósthússtræti 3-5 sem er opin alla virka daga frá 9 - 5. Sími sambandsins er 551-4110.

SÍF GETUR HJÁLPAÐ ÞÉR EF

- Guðríður bannar þér að fara á klósettið.

- Skónum þínum er stolið og öllum virðist vera sama um það.

- Þú ert neydd/ur til þess að blása í áfengismæli.

- Chinotti hendir símanum þínum út úm gluggann.

Page 62: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

62

LJÓÐ FGINGAÉg er biðröðin í mötuneytinu.Ég er elíta Tedda Blö.Ég er hjólaskór Kristínar.Ég er ruglið hennar Birnu.Ég er hárið hans Kalla.Ég er flippuðu buxurnar hans Hjalta.Ég er skottið hans Skotta.Ég er hvíti Rússinn í partýinu.Ég er feilnótan hans Bigga.Ég er kærastan hans Gauja.Ég er sleikur busaparsins.Ég er baggið hans Bödda.Ég er x-ið fyrir framan D-ið.Ég er próteinið hans Villa.Ég er áfengið í BFFG.Ég er loftvog Sigurkarls.Ég er laukurinn hans Jakobs.Ég er Milhouse Hans Marteins.Ég er söngur Ylfu Marínar.Ég er bjallan sem klingir í lyftunni.Ég er pókermót pungaveldisins.Ég er rokkþáttur Gunnars Hólmsteins.Ég er vaselín Gumma Busa.Ég er fallin í þýsku.Ég er koffínið hans Gulla.Ég er geislasverð Chinottis.Ég er tanið hennar Fabiolu. Ég er skífur DJ Johnny South.Ég er söguþráðurinn í Deja Vu.Ég er inni á skónum.Ég er kúla, getið þið hvers?Ég er kuldinn hans Jonna.Ég er ræðan hans Kára.Ég er enn að læra dönsku.Ég er spillingin.Ég er leyndardómur kennaraskrifstofunnar.Ég er seinkoma Svavars. Ég er gamla sál Tedda og Hjödda.Ég er Proppé, en ekki i alvörunni.

Ég er skúmbakurinn hann Gunnar Örn. Ég er fötin hans Sævar Karls.Ég er norska óperan hans Egils.Ég er dugnaður Helga Kristjáns.Ég er kroppur Maríu Thelmu.Ég er vestið hans Hilmars Núma. Ég er Stimpillinn.Ég er stelpa sem tapaði í Ungfrú Reykjavík.Ég er mikilvægi Bjarna hljóðmanns.Ég er væl MHinga.Ég er úlpugengið á bókasafninu.Ég er Castle Age rushið hans Benna.Ég er bleytan sem Júlí Heiðar skildi eftir.Ég er týndi hrókurinn í Miðgarði.Ég er rauða hárið á Einari.Ég er stelpan í nemendafélaginu. Ég er k[RITSKOÐAÐ]inn.Ég er badminton Snjólaugar.Ég er svitinn í Boyz Gaga.Ég er Schiöth. Ég er hávaðinn í Beggu.Ég er ferilmappa Gumma Gísla.Ég er óhreinindin á reykingasvæðinu.Ég er pabbi hennar Grétu. Ég er sófinn sem enginn sá hverfa. Ég er grindin hans Tomma.Ég er businn sem enginn þekkir. Ég er 23 ára og enn í framhaldsskóla.Ég er Ómar á nærbuxunum.Ég er stelpan sem spilar Age of Empires.Ég er Aron og Jakob röltandi um skólann. Ég er minnislykilinn sem virkar ekki. Ég er kókið sem Gulli gaf mér. Ég er 15 milljónir úti á bílastæði.Ég er ógeðið á nemendafélagsskrifstofunni.Ég er gæinn sem stelur úr fatahenginu.Ég er forvarnargildi skólastjórnarinnar.Ég er kaffið sem var aldrei borgað fyrir. Ég er FG.

Höfundur: RAB

Page 63: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

63

Page 64: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

64

VIÐ GERÐ BLAÐSINS

Geit sú er Heiðrún heitir stendur uppi á Valhöll og bítur barr af limum trés þess er mjög er nafnfrægt, er Léraður heitir. En úr spenum hennar rennur mjöður sá er hún fyllir skapker hvern dag. Það er svo mikið að allir einherjar verða fulldrukknir af.

Page 65: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

65

Alfreð SigurjónssonAnna Soffía ÁrnadóttirArnar GunnarssonArnar Már DavíðssonArnór Bjarki SvarfdalBjarnþór Ingi SigurjónssonBrynjar Smári AlfreðssonEinar Valur SverrissonElísabet SiemsenGarðar JónssonGeir Jón ÞórissonGuðlaugur FjármálastjóriGunnar HólmsteinnGunnhildur GunnarsdóttirGunnur StefánsdóttirHanna Margrét ArnardóttirHekla AðalsteinsdóttirHervald Rúnar Gíslason

Hilmar Daði BjarnasonHilmar Númi SævarssonHjördís EiríksdóttirHulda GuðlaugsdóttirKarl ÁrnasonKristín Bertha HarðardóttirKristmundur Ingi ÞórissonLeikfélagið VerðandiLögreglan í ReykjavíkNFFGNíels ÞóroddssonSigurður PálssonSmári GuðmundssonStefán BrynjólfssonStefán Rafn SigurbjörnssonSteinn Örvar BjarnarsonSturla NorðdahlTrausti Víglundarson

Víglundur Jarl ÞóssonYlfa Marín HaraldsdóttirÞorsteinn Þorsteinsson

Jóhannes Gunnar Skúlason

SÉRSTAKAR ÞAKKIR

Page 66: Heiðrún Málfundafélagið NFFG

66