9

Kosningar NFFG 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæklingur þar sem farið er yfir embætti innan NFFG fyrir vorkosningar 2012.

Citation preview

Page 1: Kosningar NFFG 2012
Page 2: Kosningar NFFG 2012

KOSNINGAR  NFFG  2012   2

EMBÆTTI Í AÐALSTJÓRN

Aðalstjórn sér um að samræma alla starfsemi nemendafélagsins og hafa yfirumsjón

með henni, en hún er skipuð forseta, gjaldkera, markaðsstjóra, skemmtanastjóra og

formanni málfundafélags. Hægt er að bjóða sig fram í öll embættin að fráskildum

formanni nýnema.

FORSETI Forseti hefur yfirumsjón með störfum nemendafélagsins. Hann boðar aðalstjórnar,

formanna-, miðstjórnar og aðalfundi. Hann situr í öllum nefndum, ráðum og félögum.

Forseti er einnig fulltrúi nemenda í skólanefnd og fulltrúi nemendafélagsins í

skólaráði. Forsetinn ásamt gjaldkera hefur yfirumsjón með dansleikjum á vegum

félagsins og skipuleggur þá í samráði við aðalstjórn. Æskilegt er að forseti hafi

reynslu af störfum fyrir nemendafélagið og einnig skal hann orðin/n fullra átján ára

þegar hann tekur við embætti.

FJÁRMÁLASTJÓRI Fjármálastjóri sér um bókhald félagsins og hefur yfirumsjón með öllum fjármálum og

reikningum á vegum NFFG. Í lok hverrar annar birtir fjármálastjóri yfirlit yfir helstu

útgjöld og tekjur NFFG í miðlum félagsins. Fjármálastjóri ásamt forseta hefur

yfirumsjón með dansleikjum á vegum félagsins og skipuleggur þá í samráði við

aðalstjórn. Æskilegt er að fjármálastjóri hafi reynslu af bókfærslu, sé talnafróður og sé

ekki hræddur við stór reikningsdæmi. Einnig er skilyrði að vera orðin/n fullra átján

ára þegar hann tekur við embætti.

Page 3: Kosningar NFFG 2012

KOSNINGAR  NFFG  2012   3

MARKAÐSSTJÓRI Markaðsstjóri hefur yfirumsjón með öllum markaðsstörfum og auglýsingatekjum

innan nemendafélagsins. Markaðstjóri þarf að vinna náið með öllum nefndum

félagsins sem að viðkoma markaðsstörfum. Markaðstjóri annast útgáfu skólaskírteina

í samráði við ljósmyndafélagið Holgu. Æskilegt er að markaðsstjóri hefji starf sitt við

öflun styrktar og auglýsingatekna yfir sumartímann. Markaðsstjóri má einnig ráða tvo

aðstoðarmenn.

SKEMMTANASTJÓRI Skemmtanastjóri hefur yfirumsjón með öllum atburðum á vegum nemendafélagsins,

að undanskyldum dansleikjum og atburðum og vegum Rökréttu. Hann þarf að útbúa

atburðadagatal fyrir upphaf hvorrar annar. Skemmtanastjóri hefur yfirumsjón með

störfum skemmtinefndar, íþróttanefndar, ferðafélagsins og nördafélagsins Megatron.

Ennfremur skal skemmtanastjóri ávallt vera skemmtilegasti maður skólans.

FORMAÐUR MÁLFUNDAFÉLAGSINS RÖKRÉTTU Formaður Rökréttu hefur yfirumsjón með öllum þeim keppnum og atburðum sem

tengjast með einhverjum hætti mælskulist, rökræðu eða vitsmunaeflingu. Í samráði

við aðalstjórn skal formaður Rökréttu ráða þjálfara fyrir Gettu Betur lið sem og

Morfís lið skólans. Formaður Rökréttu skal rita fundargerðir aðalstjórnar sem og

fundargerðir formanna-, miðstjóra og aðalfunda. Hann skal birta ritaðar fundargerðir á

vefsíðu félagsins ekki seinna en tveimur vikum eftir að fundurinn hefur átt sér stað.

Formaður Rökréttu sér einnig um varðsveislu á öllum gögnum nemendafélagsins og

sér um útgáfu annálaritsins Heiðrúnar á vorönn ár hvert, í samráði við

málfundafélagið og markaðsstjóra.

Page 4: Kosningar NFFG 2012

KOSNINGAR  NFFG  2012   4

EMBÆTTI Í FÉLÖGUM OG NEFNDUM

FERÐAFÉLAGIÐ (FORMAÐUR + TVEIR) Ferðafélagið er skipað formanni ásamt tveimur kosnum fulltrúum. Ferðafélagið skal í

samráði við aðalstjórn skipuleggja busaferð, Þórsmerkurferð og skíðaferð ásamt

öðrum tilfallandi ferðum.

GLEÐAGJAFASVEIT (FORMAÐUR + TVEIR) Gleðigjafasveitin er stuðningssveit NFFG, hún sér um að mynda stemmingu á

keppnum NFFG. Gleðigjafasveitin er skipuð formanni ásamt tveimur kosnum

fulltrúm.

HÖNNUÐUR NFFG (EINN) Hönnuður skal sjá um hönnun á útgefnu efni nemendafélagsins s.s. kynningarefni.

Hönnuður sér um hönnum og útgáfu á fatnaði NFFG í samráði við aðalstjórn.

Æskilegt er að hönnuður hafi þekkingu á Adobe forritum s.s. Photoshop, Illustrator og

InDesign.

IMBRUNEFND (FJÓRIR) Imbrunefnd skal markvisst skipuleggja Imbruvikuna sem haldin er samhliða NFFG út

skólaárið. Imbrunefnd er skipuð fjórum kosnum nefndarmönnum. Imbrunefndin skal

ásamt fulltrúum kennarafélags standa fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagsskrá í

Imbruvikunni.

Page 5: Kosningar NFFG 2012

KOSNINGAR  NFFG  2012   5

ÍÞRÓTTAAKADEMÍAN (FORMAÐUR + TVEIR) Íþróttaakademían er skipuð formanni ásamt tveimur fulltrúum kosnum í

vorkosningum. Íþróttaakademían sér um skipulagningu íþróttamóta bæði innanskóla

sem og utan.

LJÓSMYNDAFÉLAGIÐ HOLGA (FORMAÐUR + TVEIR) Ljósmyndafélagið er skipað formanni ásamt tveimur fulltrúum kosnum í

vorkosningum. Holga sér um að taka ljósmyndir af atburðum nemendafélagsins og

jafnframt að allar ljósmyndir félagsins komist í varðveislu hjá formanni Rökréttu.

MÁLFUNDAFÉLAGIÐ RÖKRÉTTA (FJÓRIR) Stjórn Rökréttu er skipuð fimm fulltrúum kosnum í vorkosningum. Rökrétta skal í

samráði við kjörstjórn sjá um framkvæmd framboðsfundar daginn fyrir vorkosningar.

Rökrétta skal annast skipulagningu og framkvæmd málfunda ásamt því að hafa

yfirumsjón með öllum þeim keppnum sem tengjast með einhverjum hætti mælskulist,

rökræðu eða vitsmunaeflingu. Nefndarmenn rökréttu sitja ennfremur í ritsjórn

Heiðrúnar.

MYNDBANDSNEFND (FORMAÐUR + FJÓRIR) Myndbandsnefnd er skipuð formanni ásamt fjórum fulltrúum kosnum í

vorkosningum. Myndbandsnefnd á að skipa sér klippara og skal annast gerð

Árshátíðarmyndbands í samstarfi við árshátíðarnefnd ásamt því að senda frá sér þætti

sem skulu sýndir með reglulegu millibili.

Page 6: Kosningar NFFG 2012

KOSNINGAR  NFFG  2012   6

NÍÐHÖGGUR (FORMAÐUR + TVEIR) Ritnefnd Níðhöggs er skipuð formanni ásamt tveimur fulltrúum í vorkosningum.

Níðhöggur er fréttapési NFFG og skal koma út minnst einu sinni í mánuði.

Ábyrgðarmaður Níðhöggs er forseti NFFG.

NÖRDAFÉLAGIÐ MEGATRON (KEISARI + TVEIR) Keisari Nördafélagsins skal kosinn í vorkosningum ásamt tveimur nefndarmönnum.

Félagið skal sjá um skipulagningu á lönum, kvikmyndakvöldum og öðrum

nördalegum atburðum.

RITSTJÓRN KINDARINNAR (FORMAÐUR + FJÓRIR) Ritstjórn Kindarinnar er skipuð formanni og fjórum kosnum fulltrúm kosnum í

vorkosningum. Kindin er skólablað NFFG og skal gefin út í það minnsta tvisvar

sinnum á önn. Ritstjórnin þarf að vinna náið með markaðsstjóra í

auglýsingatekna fyrir blaðið.

SKEMMTINEFND (FORMAÐUR + FJÓRIR) Skemmtinefnd er skipuð formanni ásamt fjórum fulltrúum kosnum í vorkosningum.

Skemmtinefnd skipuleggur atburði sem falla ekki undir starfssvið annarra nefnda.

Meðal þessara atburða eru atburðir á sal, hádegisviðburða og viðburða utan skóla.

SKREYTINGANEFND (FORMAÐUR + ÞRÍR) Skreytinganefnd er skipuð formanni ásamt þremur nefndarmönnum kosnum í

vorkosningum. Hlutverk skreytingarnefndar er að skreyta fyrir hina ýmsu atburði og

böll. Skreytinganefnd þarf að kunna að klippa beint, lita ekki út fyrir og sjá til þessa ð

verða ekki skóla sínum til skammar.

Page 7: Kosningar NFFG 2012

KOSNINGAR  NFFG  2012   7

ÚTVARPSSTJÓRI (EINN) Útvarpsstjóri hefur yfirumsjón með útvarpsstöð nemendafélagsins sem rekin er

samhliða Imbruvikunni. Allt skólaárið vinnur útvarpsstjóri að skipulagningu og

fjármögnun stöðvarinnar.

VEFNEFND (LÉNSHERRA + TVEIR) Vefnefnd er skipuð lénsherra ásamt tveimur nefndarmönnum kosnum í

vorkosningum. Vefnefnd annast vefsíðu félagsins og skal í samráði við forseta

ábyrgjast upplýsingaflæði og fréttaskrif á síðunni.

ALGENGAR SPURNINGAR

TIL HVERS ERU ÞESSAR KOSNINGAR EIGINLEGA? Á hverju vori er kosið til embætta nemendafélagsins í kosningum sem allir meðlimir

NFFG geta kosið í. Kosningarnar eru án efa mikilvægasti liðurinn í félagslífi

annarinnar því við erum jú að velja það fólk sem við treystum til að gera næsta

skólaár eftirminnilegt.

HVERJIR MEGA BJÓÐA SIG FRAM? Allir meðlimir nemendafélagsins sem eru í FG og verða í skólanum á næstu önn.

AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ BJÓÐA MIG FRAM? Ávinningur þess að bjóða sig fram til embætta nemendafélagsins er gífurlega mikill.

Það hefur löngu sannað sig að þeir sem gegna félagsstörfum í framhaldsskóla

útskrifast með mikið betri reynslu og sælli minningar. Fríðindin sem fylgja störfunum

eru heldur ekki af verri kantinum en embættismenn fá til að mynda ódýrara á böll

félagsins og flesta aðra atburði sem kostar inná. Einnig gefst nefndarmönnum

gífurlegt tækifæri til þess að hafa bein áhrif á starfsemi NFFG.

Page 8: Kosningar NFFG 2012

KOSNINGAR  NFFG  2012   8

HVAÐA EMBÆTTI ERU Í BOÐI? Embættin sem opin eru til umsókna telja 55 sæti og eru jafn fjölbreytt og þau eru

mörg. Í þessu blaði er farið yfir öll embætti félagsins sem kosið er í og starfsemi allra

ráða og félaga

HVENÆR VERÐUR KOSIÐ? Hinar eiginlegu kosningar fara fram á föstudaginn í næstu viku.

HVERT SKILAR MAÐUR FRAMBOÐINU? Skilafrestur er á miðnætti laugardagsins 24. mars þar sem fram kemur nafn,

símanúmer, kennitala og umsótt embætti. Ef sótt er um aðalstjórnar eða

formannsembætti skal mynd fylgja með umsókn ásamt texta um eigið ágæti.

Umsóknir skulu berast á netfangið [email protected]

HVENÆR BYRJAR KOSNINGABARÁTTAN? Kosningabaráttan byrjar á mánudaginn í næstu viku og þá er ráðlegt að vera búin/n að

hengja upp plaggöt og annan áróður. Engum er leyfilegt að nota búnað

nemendafélagsins til auglýsingagerðar.

Page 9: Kosningar NFFG 2012

KOSNINGAR  NFFG  2012   9

KJÖRSTJÓRN Kjörstjórn er skipuð af fráfarandi forseta fyrir kosningar og samanstendur af fimm

fjórða-árs nemum. Skilyrði fyrir setu í kjörstjórn er að vera að útskrifast og gæta

hlutleysis í hvívetna. Kjörstjórn í ár er skipuð þeim Bjarnþóri Sigurjónssyni, Sæþór

Pétri Kjartanssyni, Alexöndru Jóhönnu Bjarnadótttur, Stefáni Snæ Stefánssyni og

Ísaki Rúnarssyni.