32
LANDSBYGGÐIR 7. tbl. 2017 MIKIÐ BYGGT Á KRÓKNUM 24 8 10 HEILLANDI AÐ SKAPA VERÐMÆTI ÚR ÞEKKINGU HILMAR BRAGI JANUSSON SMÍÐAÐ TIL AÐ ENDAST EGGIN Í GLEÐIVÍK SKIPTINÁM Í JANÚAR 2018 Kynnast öðruvísi menningu, skemmtilegu fólki og nýju tungumáli? Kannski er skiptinám eitthvað fyrir þig! Brottför er í janúar 2018. Frestur til að skila inn umsókn rennur út 15. október. BANDARÍKIN FRAKKLAND SPÁNN ÞÝSKALAND Ekki missa af besta ári lífs þíns. Nánari upplýsingar hjá [email protected]

HILMAR BRAGI JANUSSON EGGIN Í GLEÐIVÍK … ER BÓKAORMURINN? Herdís Helgadóttir Efnisyfirlit Efni þessa blaðs má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun,

Embed Size (px)

Citation preview

LANDSBYGGÐIR7. tbl. 2017

MIKIÐ BYGGTÁ KRÓKNUM

24

8

10

HEILLANDI AÐ SKAPAVERÐMÆTI ÚR

ÞEKKINGU

HILMAR BRAGI JANUSSON

SMÍÐAÐ TILAÐ ENDAST

EGGINÍ GLEÐIVÍK

SKIPTINÁM Í JANÚAR 2018Kynnast öðruvísi menningu, skemmtilegu fólki og nýju tungumáli?

Kannski er skiptinám eitthvað fyrir þig!

Brottför er í janúar 2018. Frestur til að skila inn umsókn rennur út 15. október.

• BANDARÍKIN

• FRAKKLAND

• SPÁNN

• ÞÝSKALAND Ekki missa af besta ári lífs þíns.Nánari upplýsingar hjá [email protected]

HVAR ERBÓKAORMURINN?

Herdís Helgadóttir

Efnisyfirlit

Efni þessa blaðs má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt

2 Hux dagins

4 Að sunnan

6 Að norðan

8 Að vestan

10 Að austan

12 Héðan og þaðan

14 Milli himins og jarðar

14 Kokkarnir okkar

16-18 Viðtalið

20 Mín skoðun

22-23 Lífsstíll

24 Krossgátan

26 Atvinnupúlsinn

28 Ferðalög

29 Gagn og gaman

30 Framundan á N4

Við höfum falið bókaorm í blaðinu, getur þú fundið hann?

Ritstjóri

Við höfum falið bókaorm í blaðinu, getur þú fundið hann? Hann getur verið ýmist stór eða smár. Ef þú finnur hann sendu okkur þá póst á [email protected] fyrir 1. október og segðu okkur á hvaða blaðsíðu hann er ásamt nafni og heimilisfangi. Við drögum út eitt rétt svar og Forlagið gefur bókina „Geymdur og gleymdur orða-forði“ sem er viðamikið uppsláttarrit um íslensk orð og merkingu þeirra að fornu og nýju. Ef þú ert ekki dregin/n út en langar samt í bókina er hægt að kaupa hana í vefverslun Forlagsins á www.for-lagid.is

Ef þú ert með app í símanum þínum sem styður QR kóða þá má finna aukaefni á nokkrum síðum í blaðinu. Njótið!

Útgefandi: N4 ehf., Hvannavöllum 14, 3. hæð, 600 AkureyriÁbyrgðarmenn: Hilda Jana Gísladóttir, [email protected] og María Björk Ingvadóttir, [email protected]

Upplag og dreifing: Blaðið er prentað í 54.500 eintökum og er dreift frítt á öll heimili á landsbyggðunum og í fyrirtæki á landinu ölluHönnun og uppsetning: Karen Lind Árnadóttir, Kristín Anna Kristjánsdóttir, Ásta Rut Berg Björnsdóttir og Jenný Margrét Henriksen

Ritstjóri: Herdís Helgadóttir [email protected] · Móttaka auglýsinga: Sími 412 4400 og [email protected] Forsíðumynd: Magnús Breið�örð Guðmundsson · Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

Vinningshafi í síðasta leik var Fjóla Dís Guðjónsdóttir, Reykjanesbæ- bókaormurinn var á bls. 8.

Samfélagsmiðlar eru stór hluti af lífinu í nútímasamfélagi. Face-book, Instagram, Snapchat, Twitter og svo mætti lengi telja. Undirrituð er einmitt virkur þátttakandi á �ölmörgum slíkum miðlum - og mér finnast þeir frábærir. Samfélagsmiðlarnir segja mér fréttir á hverjum degi. Hver var að trúlofa sig, hver er í ferðalagi hvar, hver á von á barni og hvað finnst hverjum um kosningabaráttuna? Myndir af sólsetri, norður-ljósum, börnum, matardiskum, gæludýrum og góðum stundum. Ég verð að viðurkenna að ég hreinlega man ekki hvernig lífið var fyrir tilkomu samfélagsmiðlanna. Hvernig vissi maður hvað var að gerast í lífi annarra? Hvernig montaði maður sig þegar það átti við og hvernig deildi maður myndum með öðrum?

Hvað sýna samfélagsmiðlarnir?Þrátt fyrir að samfélagsmiðlarnir segi mér margt, vantar ýmislegt þar upp á. Það finnur maður svo vel þegar maður „kíkir í ka�“. Alveg óháð því hvort sá ágæti drykkur komi þar við sögu. Þegar maður fer í heimsókn eða tekur á móti gestum. Þegar maður sest niður og ræðir málin. Segir fréttir, ræðir fréttir annarra, segir lélega brandara og fær sér jafnvel smá óhollustu með ka�nu. Hugsar upphátt, mismælir sig og hlær að því. Það er ekki svo algengt að sjá hálfmótaðar pælingar, mistök eða lélegar myndir á samfélags-miðlum. Þar er nefnilega svo auðvelt að ritskoða allt og birta bara það sem maður vill sýna.

Meðlætið mikilvægastÞað kemur í raun fátt í staðinn fyrir góða stund þar sem tilgangur-inn er eingöngu að tala saman. Í mjúkum sófum eða óþægilegum eldhússtólum. Ekki afreka neitt sérstakt, klára verkefni, skipuleggja eða framleiða. „Ka�“ er orðið einhvers konar samheiti slíkra stunda. Ég drekk nú yfirleitt te en reyni samt að kíkja reglu-lega í ka� til fólks. Meira að segja til þeirra sem ekki eiga ka�vél.Kíkjum í ka� hvert til annars, óháð því hvort við höfum nokkurn áhuga á ka�nu sjálfu. Það er nefnilega meðlætið sem er mikil-vægast.

Fáum okkur ka�

HUX DAGSINS

KYNNING

NÝTT AFL SEM SVÍKUR EKKI

Áhersluatriði fyrir alþingiskosningar 2017:

1. Öllum verði tryggð afkoma með kr. 300.000. á mánuði án skatts. 2. Komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigumarkaði sem ekki hefur hagnað að

leiðarljósi. Húsnæðisöryggi er grundvöllur að hagsæld og hamingju þjóðarinnar. Friðhelgi heimilisins er stjórnarskrárvarinn réttur okkar allra.

3. Verðtrygging verði afnumin af neytendalánum og fasteignalánum og vextir lækkaðir, m.a. með því að aftengja leigu og verð húsnæðis úr vísitölumælingu Hagstofu Íslands.

4. Afnema ber skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða, lífeyrissjóðskerfið verði endurskoðað og frítekjumark afnumið.

5. Grunnheilbrigðisþjónustan verði gjaldfrjáls. Framlög til heilbrigðisþjónustu í hlutfalli við landsframleiðslu verði aukin.

Efstu menn á lista í Norðausturkjördæmi og sérstakar áherslur þeirra í fáum setningum:

FYRSTA SÆTI SÉRA HALLDÓR GUNNARSSON. Starfsferill: Sr. Halldór Gunnarsson leiðir lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Halldór er fyrrum prestur og bóndi í Holti undir Eyjafjöllum. Þá var hann framkvæmdastjóri Félags hrossabænda og sat á kirkjuþingi og í kirkjuráði. Halldór leiddi lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum. Halldór hefur sterkar ættir af norðurlandi.

“Lífeyrisþegar fái að fullu greidd framlög sín. Lífeyrissjóðsgreiðslur verði skattlagðar við inngreiðslu.”

ÖÐRU SÆTI PÉTUR EINARSSON FYRRVERANDI FLUGMÁLASTJ ÓRI. Starfsferill: Var flugmálastjóri. Hann er menntaður húsasmíðameistari, atvinnuflugmaður, skipstjórnarmaður með 30 tonna réttindi og lögfræðingur með flugrétt og jarðhitarétt sem sérgrein sem hefur skrifað nokkrar bækur á íslensku og ensku, ævisögur og heimspeki. Pétur á föðurætt sína að rekja til austfjarða frá landnámi.

“Þau 60% þjóðarinnar sem lifa við skert kjör fái afhent sinn skerf frá 40% þjóðarinnar, sem hefur meir en nóg”

ÞRIÐJ A S ÆTI ÁSTRÚN LILJ A SVEINBJ ARNARDÓTTIR. Starfsferill: Verkakona, tveggja barna móðir sem á fjögur barnabörn. Ástrún Lilja á sterkar ættir af austfjörðum. “Ofsadýrar flugsamgöngur landsbyggðarfólks verði lagaðar að getu og þörfum fólksins”

X-F FLOKKUR FÓLKSINS

„Það voru engin úrræði í boði og maður vissi ekki hvernig maður ætti að bregðast við. Ég var orðinn örvæntingarfullur því hér á Suðurlandi var ekkert að fá og í raun hvergi á landsbyggðunum. Þá fór ég að íhuga að setja af stað sjálfshjálparhóp“, segir Páll en stofnendur félagsins eru flestir aðstandendur fólks sem glímir við andleg veikindi. Nafn félagsins vísar í tilgang þess. „Ef fólk kemst út á þjóðveginn eru því allar leiðir færar. Við hjálpum fólki að taka fyrsta skrefið og kynnum úrræði sem eru til staðar“, segir Páll. Hann segir félagið hafa fengið góða aðstoð frá bæði sveitarfélaginu og Rauða krossinum, sem útvegar félaginu húsnæði.

Margir loka sig af

Viðtökurnar hafa verið góðar og félagið fer hratt stækkandi. „Á fundunum hittist fólk og ræðir sín vandamál og sínar lausnir. Við höfum einnig aðeins verið í batahvetjandi föndri. Kassinn er dæmi um slíkt föndur, þá býr maður til kassa og setur góðar minn-

ingar og tilfinningar í hann. Til dæmis mynd af gamla hundinum þínum eða bréf utan af uppáhalds súkkulaðinu. Svo þegar

fólki líður illa er hægt að opna boxið og hleypa góðu tilfinn- ingunum inn.“ Innan félagsins er einnig ungliðadeild sem hittist reglulega og gerir ýmislegt skemmtilegt saman. Páll segir geðræn vandamál hindra marga frá því að fara út. „Það eru svo margir þarna úti sem eru ekki úti heldur inni

og loka sig af. Samfélagið okkar hefur breyst. Í dag eru börn og unglingar svo lokuð af með tækjunum sínum. Mannleg samskipti hafa í mörgum tilfellum þurft að víkja fyrir tækninni og þetta er hættuleg þróun sem getur meðal annars skapað félagsfælni“, segir Páll.

Umfangsmikill vandi

Páll segist hafa lært ýmislegt af því að starfa fyrir félagið. „Við vissum ekki út í hvað við vorum að fara þegar við

stofnuðum félagið en þetta hefur verið lærdómsferli. Þegar ég kynntist þessum málum var mér sagt að 1 af hverjum 10 glímdi við geðræn vandamál. Eftir að hafa kynnt mér málin er ég ekki í vafa um að það séu 4 af hverjum 10. Hér á landi er að meðaltali eitt sjálfsvíg á 8 daga fresti og það eru tölur sem við getum ekki sætt okkur við. Ég er sjómaður og vinn einn mánuð á sjó og er svo annan mánuð að vinna í þessum málum. Þetta er löngu hætt að vera árátta og er orðið þrá- hyggja“, segir hann og hlær. „Ég ætla að vinna í þessum málum eins vel og lengi og ég get“, segir Páll Þór Engilbjartsson hjá félaginu Leiðin út á þjóðveginn.

Hveragerðiskirkja í bakgrunni

Hveragerði

Hveragerði

Texti

: H

erd

ís H

elg

ad

ótt

ir, h

erd

is@

n4

.is

Myn

dir

: A

ldís

Ha

fste

insd

ótt

ir o

g e

ink

asa

fn

Félagið Leiðin út á þjóðveginn var stofnað í september á síðasta ári. Markmið félagsins er að bæta geðheilbrigði íbúa í Hveragerði, opna umræðuna, kynna lausnir sem í boði eru og veita fólki vettvang til að ræða sín mál. Páll Þór Engilbjartsson er einn af stofnendum félagsins. Hann segir hugmyndina að félaginu hafa kviknað eftir að �ölskyldumeðlimur veiktist alvarlega.

Leiðin út á þjóðveginn

Páll Þór Engilbjartsson, sjómaður og einn afstofnendum félagsins Leiðin út á þjóveginn.

Siglu�örður

„Við höfum safnað myndavélum alveg frá árinu 1980“, segir Baldvin. „Við söfnum í raun öllu sem tengist tækninni við ljós- myndun, myndavélum, filmum, glerplötum og svo mætti lengi telja. Safnið okkar var orðið stórt en það var aðallega geymt í fyrirtækinu okkar og við hugleiddum það ekkert sérstaklega að opna safn.“

Heillaður af SiglufirðiBaldvin og Ingibjörg höfðu litla tengingu við Siglu�örð en heilluðust af fallegum bænum. „Mín fyrsta vera á Siglufirði var ekkert frábær“, segir Baldvin. „Þá komum við hjónin seint að kvöldi í þennan litla bæ og allt var lokað. Við gistum í litlu tjaldi og kuldinn var gríðarlegur. En ég er viss um að það hefur bara styrkt okkur.“ Það var svo mörgum árum seinna sem hann féll fyrir bænum. „Við vorum á ferð um landið með breska ræðismanninum, John Wilkins. Hann er mikill fuglaáhuga-maður og við ákváðum að fara til Siglu-�arðar því þar er �ölbreytt fuglalíf. Þegar ég vaknaði um morguninn var veðrið afar gott og Siglu�örður skartaði sínu fegursta. Þá sagði ég við konuna mína „Hér væri nú ekki slæmt að eiga orlofshús“.“

Árið 2009 eignuðust þau húsið við Vetrarbraut 17 á Siglufirði þar sem safnið er nú til húsa. „Í rauninni eignuðumst við húsið óvart“, segir Baldvin. „Við ætluðum að kaupa skemmuna sem er við hliðina á húsinu en eignuðumst þá húsið í leiðinni. Þar þurfti margt að gera og við höfum farið ófáar ferðir milli Reykjavíkur og Siglu�arðar með efni og verkfæri í bílnum. Þetta var mikil vinna en skemmtileg.“ Baldvin og Ingibjörg ákváðu svo að nýta húsnæðið til að gera safn sitt af ljós- myndavörum aðgengilegt almenningi.

Tengist sögu staðarinsMarkmið safnsins er að styrkja og vekja áhuga á ljósmyndun og ljósmyndatækni, kynna sögu hennar og mismunandi aðferðir við töku ljósmynda og sýna ljósmyndaverk. Baldvin segir það sérstak-lega við hæfi að hafa safnið á Siglufirði því þar er mikil hefð fyrir ljósmyndun. Á safninu má meðal annars sjá myndir Vigfúsar Sigurgeirssonar sem sýna lífið á síldarárunum á einstakan hátt. Yfir vetrartímann er safnið opið samkvæmt samkomulagi en á sumrin er það opið daglega og safnvörðurinn Steingrímur Að norðan heimsótti safnið, innslagið

er aðgenilegt á n4.is.

„Neytendur gera ríkar kröfur um að fyrirtæki standi sig vel og taki samfélagslega ábyrgð föstum tökum“, segir Hafdís Björg.

Heilluðust af fegurð Siglu�arðarHjónin Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Baldvin Einarsson eiga og reka Beco ljósmyndavörur í Reykjavík. Þau hafa brenn-andi áhuga á öllu sem varðar ljósmyndun og sumarið 2013 opnuðu þau ljósmyndasögusafnið Saga Fotografica á Siglufirði.

Texti

: K

arl

He

rdís

He

lga

ttir

M

yn

dir

: Jó

n Ó

lafu

r B

jörg

vin

sso

n

Kristinsson sér um að taka á móti gestum. Baldvin segir aðsóknina hafa verið góða, enda hafi margir áhuga á bæði ljós-myndum og ljósmyndun. „Það var mjög mikil aðsókn núna í sumar. Gestir safnsins eru bæði íslenskir og erlendir ferðamenn og oft eru útlendingarnir í meirihluta. Þeir hafa áhuga á að kynna sér sögu staðar- ins með þessum hætti.“

Steingrímur Kristinsson stendur vaktina hjá Saga Fotografica

Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2018

Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna.

Áhersla er lögð á eftirfarandi: • Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu.• Árangursríkar áfengis, vímu- og tóbaksvarnir.• Árangursríkar forvarnir sem tengjast kynheilbrigði.• Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði svefni og hreyfingu. • Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu.• Verkefni sem tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar.

Við úthlutun verður tekið mið af lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins, sbr. skjaliðLýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi –með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. (Útg. 2016)

Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang:

- Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu.- Verkefni með eigin fjármögnun og/eða aðra fjármögnun.

Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið.Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvinduskýrslu að verkefni loknu.

Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2017 og skal sótt um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs, http://lydheilsusjodur.sidan.is/pages/.

Nánari upplýsingar í síma 510 1900 eða á vef Embættis landlæknis.Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins.

Embætti landlæknis - Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík - Sími 5101900 - [email protected] - www.landlaeknir.is

„Það var mottóið hjá manni í gamla daga að ef hlutirnir endast þá er oft spurt hver gerði þá en ekki hvað kostuðu þeir. Það fór kannski meiri vinna í hlutinn en það borgaði sig þegar frá leið“, segir Björgvin. Hann segir áhugann á smíðum hafa kviknað í Flatey en þar ólst hann upp og bjó til 19 ára aldurs. „Þar þurftum við að ska�a okkur allt sjálf og snemma byrjuðum við að klambra saman báta og sigla á vognum þar.“

Í Flatey var það eðlilegur hluti af lífinu bæði að smíða báta og gera við þá. „Við strákarnir fylgdumst með þeim fullorðnu við þessa vinnu og hjálpuðum til eins og við gátum“, segir Björgvin. „Það endaði með því að þegar ég var 16 ára tókum við okkur til þrír saman og smíðuðum allir borðabáta sama veturinn.“ Heimasmíðaðar gjafir„Svo þegar maður sjálfur eignaðist börn þá hugsaði maður að það væri gaman að geta smíðað eitthvað fyrir þau. Ég reyni að smíða eitthvað og gefa börnum og barnabörnum, frekar en að kaupa“. Björgvin hefur til dæmis smíðað vörubíla

handa börnum og barnabörnum og bílarnir eru hrein völundarsmíði. Allir hafa bílarnir pall sem hægt er að sturta úr en þeir hafa þróast í gegnum tíðina. „Þeir nýrri eru annað módel, þar eru komnar �aðrir og hægt er að beygja með framhjólunum“, segir Björgvin.

Mikilvægast að vanda sigBjörgvin hefur aðstöðu til smíða í bílskúr-num heima hjá sér og smíðar leikföng, skrautmuni og fleira. Hann hefur smíðað �ölmörg jólatré úr timbri en þau eru hugsuð til að endurlífga minninguna um hið handsmíðaða jólatré sem var algengt á Íslandi um aldamótin 1900. „Ég var búinn

að smíða 70-80 jólatré þegar ég hætti því og leyfði dótturdóttur minni að láta framleiða þau erlendis.“ Trén eru seld á síðunni jolatre.com en eru hönnun Björgvins.

En hvað er það sem þarf til að smíða fallegt leikfang sem endist? „Það fer eftir hæfileikum þess sem smíðar“, segir Björgvin. „Aðalmálið er að vanda sig, nota gott efni og gefa sér tíma.“

Stykkishólmur

Texti

: H

erd

ís H

elg

ad

ótt

ir, h

erd

is@

n4

.is

Myn

dir

: P

étu

r E

ina

rsso

n o

g e

ink

asa

fn.

Vönduð tréleikföng ættuð frá FlateyVönduð tréleikföng vekja athygli jafnt barna sem fullorðinna og eru skemmtilega ólík þeim leikföngum sem algen-gust eru í dag. Í Stykkishólmi býr Björgvin Kristján Þorvarðarson, húsasmiður. Hann hefur í gegnum tíðina smíðað �ölmörg falleg tréleikföng með það í huga að búa til vandaða hluti sem endast.

Viðtalið birtist í þættinum Að vestan og má sjá á heimasíðunni n4.is

www.postur.is

VIÐ SENDUMHLÝJU YFIR HAFIÐ

Öflugt dreifikerfi Póstsins kemur pakkanum þínum hratt og örugglega á áfangastað

Djúpivogur

Texti

: H

erd

ís H

elg

ad

ótt

ir, h

erd

is@

n4

.is

Myn

dir

: A

nd

rés

Sk

úla

son

og

Erl

a D

óra

Vo

gle

r

Viðtalið birtist í þættinum Að austan í N4 sjónvarp og er aðgengilegt á n4.is

Eggin í Gleðivík eru útilistaverk eftir Sigurð Guðmundsson. Listaverkið var vígt þann 14. ágúst 2009 og er í göngufæri frá þorpinu en innan við kílómetri er frá miðju þorpsins að egg- junum. Eggin eru úr graníti frá Kína og fylgja sömu lögun og eggin sem þau líkja eftir. Eggin eru öll merkt með þeim fugli sem þau líkja efir, bæði á íslensku og ensku. Egg lómsins er stærst en lómur- inn var valinn einkennisfugl fyrir svæðið.

Bjartsýnin einkennandi

„Þetta eru 34 egg varpfugla í Djúpavogs- hreppi og standa á stöplum sem áður þjónuðu sem stöplar fyrir löndunarrör bræðslunnar”, segir Erla Dóra Vogler, ferða- og menningamálafulltrúi Djúpavogs. Erla segir bjartsýnina landlæga í Djúpavogshreppi. Þegar bræðslan hætti starfsemi var svæðið einfaldlega nýtt í eitthvað annað. „Menn leggja aldrei árar í bát. Ef eitthvað gengur ekki upp hugsa menn bara „hverju getum við

breytt og hvað gerum við öðruvísi héðan í frá?” Þegar bræðslan hætti starfsemi fóru

menn því að spyrja sig hvað ætti að gera hérna. Þáverandi sveitarstjórn vildi nýta svæðið og gera það að einhverju allt öðru. Sigurður Guðmundsson kom þá með þessa hugmynd, að nýta eggjaformið og tengja það við náttúruna og fuglaáhugann hér á Djúpavogi. Hann einfaldlega seldi sveitarfélaginu þessa góðu hugmynd.”

Mikið aðdráttarafl

„Eggin í Gleðivík og ferðir í Papey eru það sem dregur ferðamenn helst hingað til Djúpavogs. Það komast einungis 20 manns á dag út í Papey svo það er gott að hafa eitthvað sem getur tekið á móti miklum �ölda fólks”, segir Erla.

Til að byrja með lagðist hugmyndin um listaverkið misvel í fólk. „Fólki fannst þetta svolítið galið. Að setja upp listaverk á einhverju sem áður nýttist við fiskvinnslu var ekki sérlega hátt skrifað”, segir Erla. En það

Eggin í Gleðivík heillaEggin í Gleðivík eru eitt helsta aðdráttarafl og einkennismerki Djúpavogs. Algengt er orðið að ferðamenn leggi leið sína á staðinn til þess eins að skoða þau.

tók ekki langan tíma fyrir listaverkið að sanna gildi sitt sem aðdráttarafl fyrir bæinn og Erla segir Eggin í Gleðivík njóta aukinna vinsælda með hverju árinu sem líður. „Þetta er staður sem allir vilja heimsækja þegar þeir koma til Djúpavogs og sumir koma sérstaklega hingað í bæinn til að skoða eggin. Þetta er eitthvað sem hefur komið mjög skemmtilega út og þessi tenging við náttúruna heillar fólk. Hér er gríðarlega vinsælt að ganga um og ekki síður taka myndir”, segir Erla Dóra Vogler, ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogs.

Snæfríður Ingadóttir

HÉÐAN OG ÞAÐAN

Veisla fyrir austan

Karl Eskil Pálsson, [email protected]

Ísa�arðarbær hefur nú endurnýjað götusóp sveitarfélagsins. Sá gamli er kominn vel til ára sinna og nokkuð viðhaldsfrekur. Nýi götusópurinn kostar um 33 milljónir króna og sáu Kristján Andri Guðjónsson bæjarverkstjóri og Sveinn Sörensen tækjamaður um að keyra hann frá höfuðborginni til Ísa�arðar. Segja má að sópur- inn hafi verið vígður á planinu við áhaldahúsið, en strax í kjölfarið var honum sigað á götur bæjarins. Örlög gamla götusópsins eru hins vegar í óvissu.

Sá gamli var orðinn ansi þreyttur

Vestnorden til AkureyrarEinn stærsti viðburður í ferðaþjónustu sem haldinn er á Íslandi, Vestnorden ferðakaupstefnan, verður haldin á Akureyri á næsta ári. Kaupstefnan er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála og er haldin til skiptis í löndunum þremur, þar af annað hvert ár á Íslandi. Hlín Pálsdóttir hjá Íslandsstofu segir að þessi ráðstefna sé mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna. „Ferðaþjónustufyrirtækjum gefst þarna kostur á að mynda verðmæt viðskiptasambönd eða styrkja þau sem fyrir eru. Einnig fá löndin tækifæri til að kynna áherslur í markaðssetningu á sínum áfangastöðum. Það er alltaf lærdómsríkt að koma á Vestnorden og áhugavert að sjá hvernig ferðaþjónustan er að þróast.“

Pólskar bækur á milli landshlutaBókasöfn landsins leggja sig fram um að veita sem besta þjónustu. Pólverjar sem búsettir eru í Vesturbyggð glöddust um daginn þegar bókasafnið á Patreksfirði auglýsti að pólskar barnabækur væru komnar í hús, sem bókasafnið á Selfossi hefði lánað. Ekki stóð á viðbrögðunum fyrir vestan meðal pólskumælandi Patreksfirðinga. Þetta er sko samvinna sem vert er að mæla með.

Félagar í Rótarýklúbbi Selfoss hafa sjálfsagt fengið mörg brosin frá fólki eftir að þeir gróðursettu rifs- og sólberjarunna á opnu svæði sunnan við Sílatjörn á Selfossi. Þeir hafa í mörg ár hafið starfsárið á gróðursetningu, flest árin með því að planta í Laugar- dælaeyju og opið svæði meðfram Suðurhólum. Öllum verður heimilt að tína ber af rifs- og sólberjarunnunum við Sílatjörn í framtíðinni. Þetta er skemmtilegt og jákvætt samfélagsverkefni!

Skemmtilegt samfélagsverkefni á Selfossi

Langþráð Norð�arðargöng milli Eski�arðar og Norð�arðar verða formlega tekin í notkun á næstunni og víst er að slegið verður upp veglegri veislu af því tilefni, enda hafa heimamenn lengi beðið eftir þessari samgöngubót. Síðustu vikurnar hafa rafvirkjar unnið við uppsetningu ljósa og ýmissa nauðsynlegra stjórnkerfa í göngunum. Göngin eru um átta kílómetra löng. Norð�arðargöng koma í stað vegar um Oddskarð ásamt Oddskarðsgöngum. Eins og títt er með slíkar framkvæmdir hefur verkið tafist aðeins en núna undirbúa heimamenn sem sagt veislu.

Olíuverslun Íslands var stofnuð 3. október 1927 á skrifstofu Héðins

Valdimarssonar. Allt frá fyrstu tunnu hefur félagið verið órjúfanlegur hluti af

ferðalögum landsmanna og sjávarútvegi. Þjónustan hefur vaxið og dafnað

og við höfum tekið þátt í ótal samfélagsverkefnum. Breytingarnar á þessum

90 árum eru miklar, en þó er eitt sem breytist ekki: Við ætlum áfram að

vera þjóðinni samferða og ferðalöngum sannur vinur við veginn.

Á myndinni sést Cecil Bender, starfsmaður Olís, dæla bensíni á ameríska rennireið við Hlemm á upphafsárunum.

OLÍUVERZLUN ÍSLANDS

VINUR VIÐ VEGINN Í

90 ÁR

Síðan 1927

MILLI HIMINS OG JARÐAR

Hildur Eir starfar sem prestur á Akureyri. Hún hefur umsjónmeð þættinum Milli himins og jarðar á N4

Kokkarnir okkar er sjónvarpssería um íslensku landsliðskokkana sem framleidd var af N4. Þættirnir eru aðgegnilegir á n4.is

Hildur Eir Bolladóttir

KOKKARNIR OKKAR

Af öllu því góða sem að mér var rétt í uppvexti mínum tel ég að bækur hafi verið með því besta. Foreldrar mínir voru óþreytandi við að finna handa mér bækur til að lesa og oft á tíðum voru það bókmenntir sem óþroskaður hugur minn þurfti nú svolítið að erfiða við að melta. Ég var kannski tíu ára þegar ég las Barn náttúrunnar eftir Halldór Laxness, hann var að vísu ekki nema sjö árum eldri þegar hann skrifaði þá sögu en pabbi gat heldur ekki beðið eftir að ég læsi um hann Bör Börsson sem hann hafði sjálfur hlýtt á í útvarpinu sem dren-gur ásamt stórum hluta íslenskrar æsku. Ég man að ég féll kylliflöt fyrir Bör og sat með hann í einu skúmaskoti gamla tor�æjarins heima í Laufási og bað til Guðs að engir túristar kæmu nú og trufluðu mig. Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Margues var síðan lesin á unglingsárum og Svanurinn eftir Guðberg Bergsson varð mér ritgerðarefni í íslensku í sjöunda bekk enda var ekki til neitt vídeótæki á heimilinu og aðeins ein sjónvarpsstöð þannig að „af hverju ekki?“

Á þessum vetri leggjum við áherslu á að tala um tilfinningar við fermingarbörnin í kirkjunni. Í fyrsta tíma uppgötvaði ég að áður en ég færi að tala um eðli tilfinninga þyrfti ég að útskýra ýmis algeng tilfinningaleg hugtök eins og sektarkennd, skömm, kímni, æðruleysi og óþolinmæði svo fáein séu nefnd. Í fyrstu sáu krakkarnir ekki beint tilganginn með þessum orðskýringum mínum en þegar ég sagði að það gæti í raun reynst lífshættulegt að hafa ekki kunnáttu til að orða líðan sína urðu þau strax mjög alvarleg yfir þessu mikilvæga verkefni. Reynsla mín er nefnilega sú að þeir sem geta sett orð á líðan sína séu líklegri til að ná bata eða hafa sig upp úr ýmis konar áföllum, því hlýtur að fylgja mikil angist að geta ekki orðað erfiða líðan, kannski svolítið eins og að upplifa líkamlega verki sem engin skýring finnst á þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir.

Þessi skoðun mín er heldur ekki úr lausu lofti gripin, hún raungerist í preststarfinu. Hjón sem geta sett orð á óhamingju

Bækur bjarga mannslífum

sína, syrgjendur sem geta sett orð á sorg sína, kvíðið og þunglynt fólk sem getur sett orð á depurð sína, fíkillinn sem getur sett orð á fíkn sína er líklegra til að lifa af en annað fólk, þess vegna getum við ekki sætt okkur við það að tungumál okkar þróist út í broskalla og Gif myndir. Við verðum að lesa til að auka orðaforða okkar og málskilning. Sjálf var ég enginn sérstakur námsmaður í grunn eða framhaldsskóla, barðist um á hæl og hnakka við að læra stærðfræði og efnafræði en í dag skiptir það ekki öllu máli fyrir líðan mína og líf mitt, það gera hins vegar bækurnar sem forel-drar mínir réttu að mér í uppvextinum sem hafa hjálpað mér að lifa með og fyrir ofan geðröskun mína og fíkn.

Sigurður Helgason– Bocuse d´Or fari

Hægelduð lambaöxl, seljurót, græn-kál og krækiberjasósaLambaöxl:1 lambaöxl750 ml krækiberjasafi500 ml kjúklingasoð2 gulrætur2 stönglar blaðselja1 laukur3 geirar hvítlaukur10 greinar timjansaltpipar

Aðferð:Kryddið lambaöxlina vel með salti og pipar. Brúnið lambaöxlina á grilli eða við 200°c í ofni í 10 mín. Setjið öxlina í eldfast mót. Sjóðið krækiberjasafann niður um helming og hellið yfir öxlina. Bætið kjúklingasoðinu yfir ásamt gróft skornu grænmeti og timjan.Lokið fatinu eða setjið álpappír yfir. Eldið öxlina í ofni við 80°c í 7 klst.

Grænkál:Rífið grænkálið gróft niður. Steikið snöggt á pönnu í smjöri, eingöngu 5 sek. Kryddið með salti og ögn af sítrónusafa.

Seljurót:1 seljurót2 msk. heslihnetuolía1 msk. eplaedik2 msk. vatn1 tsk. sykursaltsteinselja

Aðferð:Vefjið seljurótinni í álpappír ásamt ögn af salti og bakið í ofni við 200°c í 2 klst. Takið rótina úr álpappírnum og afhýðið. Rífið rótina niður í grófa bita og steikið í smjöri. Sjóðið eplaedik, vatn og sykur í potti og bætið í ögn af salti. Hellið edikleginum yfir rótina ásamt heslihnetu-olíuinni. Kryddið með saxaðri steinselju.

Krækiberjasósa:Sigtið safann af kjötinu. Sjóðið niður safann þar til 1/3 er eftir. Þykkið með smjörbollu. Kryddið með salti og sítrónusafa. Gott er að bæta einum smjörteningi við í restina.

Brauðteningar:Rífið niður súrdeigsbrauð og steikið þar til stökt í smjöri, þerrið og kælið. Kryddið með þurrkuðum krækiberjum og timjanlaufum.

Burt úr bænum með hópinn þinn

Hristu upp í tilverunni og bjóddu rútínunni byrginn. Ævintýralegir áfangastaðir.

Nánari upplýsingar: Sími 570 3075 eða [email protected]

FRÁBÆR FERÐATILBOÐ TIL AKUREYRAR, EGILSSTAÐA, ÍSAFJARÐAR, REYKJAVÍKUR – OG FÆREYJA!

Burt úr bænum með hópinn þinn

Hristu upp í tilverunni og bjóddu rútínunni byrginn. Ævintýralegir áfangastaðir.

Nánari upplýsingar: Sími 570 3075 eða [email protected]

FRÁBÆR FERÐATILBOÐ TIL AKUREYRAR, EGILSSTAÐA, ÍSAFJARÐAR, REYKJAVÍKUR – OG FÆREYJA!

VIÐTALIÐ

Dr. Hilmar Bragi Janusson starfaði í tvo áratugi í forystu rannsókna- og þróunarstarfs

stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Hann var í fimm ár sviðsforseti Verkfræði- og náttúru-

vísindasviðs Háskóla Íslands og tók nýlega við sem framkvæmdastjóri líftæknifyrirtæki-

sins Genis á Siglufirði. Hann segir afurðir Genis eiga fullt erindi inn á alþjóðlegan

fæðubótamarkað, markað sem velti milljörðum.

Hilmar Bragi Janusson lærði efnafræði á Íslandi fór síðan í doktorsnám í efnavísindum og verkfræði í Englandi. Þegar hann kom heim til Íslands að námi loknu hóf hann störf hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri. Þá voru starfsmenn fyrirtækisins 32 en í dag starfa um 2800 manns í um 20 löndum hjá fyrirtækinu. „Við sáum aldrei fyrir okkur þetta ævintýri. Ég ætlaði alltaf að starfa hjá Össuri í þrjú ár og fara svo aftur í akademíuna. Svo bættust við önnur þrjú ár og þrjú ár eftir það. Í dag er Össur eitt af flottustu alþjóðlegu fyrir-tækjunum í þessum geira og til mikils sóma fyrir alla sem starfa þar og hafa starfað í gegnum tíðina. Ég held að allir sem hafi komið að þessu starfi fyllist stolti þegar horft er til baka.“

Notendurnir eru mikilvægastirÍ starfi sínu hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri var Hilmar allt frá upphafi í góðum samskiptum við notendur. Hann segir það gríðarlega mikilvægt að fá endurgjöf beint frá notendum. „Fólk verður alltaf að þekkja og skilja þarfir notandans til að geta þróað og

ár. Þetta var eftir hrun og það voru erfiðir tímar, það þurfti að byggja mikið upp á ný og búa til bjartari von fyrir skólann. Í þeim kringumstæðum sem við vorum í eftir hrun, sem voru skelfilegar fyrir okkar sam-félag, lokast hugmyndir um hvað sé hægt að gera og það slokknar svolítið á bjart-sýninni.

Dr. Hilmar Bragi Janusson

búið til alvöru vörur. Annars fer maður að þjóna einhverjum öðrum hagsmunum en þeirra sem á endanum nota vörurnar. Það getur hjálpað manni í smá tíma en á endanum fellur það um sjálft sig. Þetta er svona lífsmottó hjá mér, að skynja það sem skiptir máli.“ Hilmar segir tilhneigingu fólks stundum vera að mæla það sem er mælan-legast en ekki það sem er mikilvægast að mæla. Þess vegna ráðleggi hann fólki að komast að kjarna málsins hverju sinni. „Það er alltaf mitt ráð til fólks, reynum að komast að því sem er mikilvægast og skiptir mestu máli en ekki mæla það sem er endilega mælanlegast.“

Stórt stökk að fara frá Össuri í HÍEftir 20 ár hjá Össuri lá leiðin svo aftur í akademíuna. „Þetta var gamall draumur sem ég var eiginlega búinn að gefa upp á bátinn, að eiga afturkvæmt í rannsóknir því maður þarf að halda sér við. Hins vegar þegar starf sviðsforseta við Verkfræði- og náttúruvísinda-sviðs Háskóla Íslands var auglýst, sótti ég um og fór svo að ég gekkst inn á að vera þar í 5

Heillandi að skapa verðmæti úr þekkingu

„Á ferðum mínum í kring-

um Össur á 10. áratugnum

vissi enginn hvar Ísland

var. Það voru í raun tveir

aðilar sem breyttu því,

faglega var það Kári Ste-

fánsson með Decode

verkefni sitt og svo Björk

Guðmundsdóttir.“

VIÐTALIÐ

Dr. Hilmar Bragi Janusson starfaði í tvo áratugi í forystu rannsókna- og þróunarstarfs

stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Hann var í fimm ár sviðsforseti Verkfræði- og náttúru-

vísindasviðs Háskóla Íslands og tók nýlega við sem framkvæmdastjóri líftæknifyrirtæki-

sins Genis á Siglufirði. Hann segir afurðir Genis eiga fullt erindi inn á alþjóðlegan

fæðubótamarkað, markað sem velti milljörðum.

Hilmar Bragi Janusson lærði efnafræði á Íslandi fór síðan í doktorsnám í efnavísindum og verkfræði í Englandi. Þegar hann kom heim til Íslands að námi loknu hóf hann störf hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri. Þá voru starfsmenn fyrirtækisins 32 en í dag starfa um 2800 manns í um 20 löndum hjá fyrirtækinu. „Við sáum aldrei fyrir okkur þetta ævintýri. Ég ætlaði alltaf að starfa hjá Össuri í þrjú ár og fara svo aftur í akademíuna. Svo bættust við önnur þrjú ár og þrjú ár eftir það. Í dag er Össur eitt af flottustu alþjóðlegu fyrir-tækjunum í þessum geira og til mikils sóma fyrir alla sem starfa þar og hafa starfað í gegnum tíðina. Ég held að allir sem hafi komið að þessu starfi fyllist stolti þegar horft er til baka.“

Notendurnir eru mikilvægastirÍ starfi sínu hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri var Hilmar allt frá upphafi í góðum samskiptum við notendur. Hann segir það gríðarlega mikilvægt að fá endurgjöf beint frá notendum. „Fólk verður alltaf að þekkja og skilja þarfir notandans til að geta þróað og

ár. Þetta var eftir hrun og það voru erfiðir tímar, það þurfti að byggja mikið upp á ný og búa til bjartari von fyrir skólann. Í þeim kringumstæðum sem við vorum í eftir hrun, sem voru skelfilegar fyrir okkar sam-félag, lokast hugmyndir um hvað sé hægt að gera og það slokknar svolítið á bjart-sýninni.

Dr. Hilmar Bragi Janusson

búið til alvöru vörur. Annars fer maður að þjóna einhverjum öðrum hagsmunum en þeirra sem á endanum nota vörurnar. Það getur hjálpað manni í smá tíma en á endanum fellur það um sjálft sig. Þetta er svona lífsmottó hjá mér, að skynja það sem skiptir máli.“ Hilmar segir tilhneigingu fólks stundum vera að mæla það sem er mælan-legast en ekki það sem er mikilvægast að mæla. Þess vegna ráðleggi hann fólki að komast að kjarna málsins hverju sinni. „Það er alltaf mitt ráð til fólks, reynum að komast að því sem er mikilvægast og skiptir mestu máli en ekki mæla það sem er endilega mælanlegast.“

Stórt stökk að fara frá Össuri í HÍEftir 20 ár hjá Össuri lá leiðin svo aftur í akademíuna. „Þetta var gamall draumur sem ég var eiginlega búinn að gefa upp á bátinn, að eiga afturkvæmt í rannsóknir því maður þarf að halda sér við. Hins vegar þegar starf sviðsforseta við Verkfræði- og náttúruvísinda-sviðs Háskóla Íslands var auglýst, sótti ég um og fór svo að ég gekkst inn á að vera þar í 5

Heillandi að skapa verðmæti úr þekkingu

„Á ferðum mínum í kring-

um Össur á 10. áratugnum

vissi enginn hvar Ísland

var. Það voru í raun tveir

aðilar sem breyttu því,

faglega var það Kári Ste-

fánsson með Decode

verkefni sitt og svo Björk

Guðmundsdóttir.“

Hilmar segir það hafa verið stórt stökk að fara úr fyrirtæki sem hafði náð gríðarlegum árangri og notið mikillar velgengni í Háskóla Íslands þar sem hafði verið mikill niður-skurður eftir hrun. „Stærsta breytingin var bara að vera heima“, segir Hilmar. „Í starfinu hjá Össuri ferðaðist ég mikið og sum árin var ég að stórum hluta í útlöndum. Það er líka öðruvísi boðvald i stórum fyrirtækjum, þeim er stjórnað ofan frá þó maður vilji virkja sem flesta og fólkið vilji taka þátt í stjórnun þá eru það eigendurnir sem ráða því hvert fyrirtækin fara. Háskólaumhverfið er öðruvísi og það var mikill lærdómur að ganga inn í það. Vel-gengni Össurar felst í mjög skipulagðri maskínu sem búið er að stilla af og hún er vel smurð. Háskólasamfélagið er ekki þannig en mér fannst mjög gaman að starfa þar.“

Skemmtilegt að taka skrautlegar beygjurEftir fimm ár hjá Háskóla Íslands flutti Hilmar til Siglu�arðar þar sem hann tók við sem framkvæmdastjóri líftæknisfyrirtækisins Genis. „Mér finnst skemmtilegt að taka skrautlegar beygjur, ég hugsa að það komi nú bara úr skíðamennsku. Ég var á leiðinni allt annað en ég féll fyrir tækifærinu. Það var búið að búa til gríðarleg verðmæti hjá Genís og mér fannst að ég hefði eitthvað fram að færa sem gæti hjálpað fyrirtækinu. Ég féll líka fyrir þeirri sýn sem eigendurnir höfðu. Ég er mjög tilgangsdrifinn einstaklingur, ég vil skilja tilgang með starfsemi og tilgangur Genis er mjög skýr. Hann er að gera verðmæti úr þeirri þekkingu sem hefur skapast og að deila ávinningnum með viðskiptavinum og samfélaginu. Þetta er

fremst horfa til stórra erlendra markaða hvað varðar markaðssetningu vörunnar. „Fæðubótarefnamarkaðurinn er um 200 milljarða dollara markaður og vex hratt, ekki síst í norðvesturhluta Evrópu. Okkar hug-mynd er að komast sem næst markaðnum og ná að staðsetja okkur mjög hátt vegna þess að verðmæti þess sem við erum að búa til eru mikil. Við byrjuðum í sumar að selja vörurnar í Bretlandi en þær hafa verið fáanlegar á Íslandi um nokkurn tíma. Ísland þjónar okkur sem prufu- og þróunarmarkaður og er okkur mjög verðmætur því hér eru notendurnir mjög nálægt okkur. Hér fáum við skilaboðin beint til okkar og getum gert breytingar og stillt af það vöruframboð sem við viljum þróa.“

tækjum framleiddum úr rækjuskel sem nota má í meðferð við bólgutengdum sjúkdómum. „Fyrirtækið vinnur úr skeljum sem búið er að draga úr prótínið og kalkið, þær kallast kítin. Úr kítini vinnum við �ölliður og �ölsykrur sem hjálpa fólki á mismunandi hátt. Grundvallar-rannsóknir og tilgátur hafa drifið rannsóknir fyrirtækisins í langan tíma en í vor voru fyrstu vörurnar á sviði fæðubótarefna settar á markað.“

Íslenski markaðurinn mikilvægurFæðubótarefnið Benecta er framleitt úr kítini, �ölsykru sem oftast er unnin úr rækju-, krabba- eða humarskel. Það er nú fáanlegt hér á landi sem erlendis. Hilmar segir fyrirtækið fyrst og

„Fólk verður alltaf að

þekkja og skilja þarfir

notandans til að geta

þróað og búið til alvöru

vörur. Annars fer maður

að þjóna einhverjum

öðrum hagsmunum en

þeirra sem á endanum

nota vörurnar.“

viðhorf sem mér hugnast mjög vel. Svo heillaði Siglu�örður mig, að komast í lífsstíl útivistar og lítið samfélag hefur alltaf heillað mig.“Genis er íslenskt líftæknifyrirtæki sem stofnað var árið 2005. Fyrirtækið einblínir á uppgötvun, þróun og markaðssetningu á ly�um, fæðubótarefnum og lækninga-

Viðtalið verður sýnt í N4 Sjónvarpiþriðjudaginn 10. október kl. 20:30.

Texti: Herdís Helgadóttir & Hilda Jana GísladóttirMyndir: Magnús Breið�örð Guðmundsson

„Ég er mjög tilgangs-

drifinn einstaklingur, ég

vil skilja tilgang með starf-

semi og tilgangur Genis

er mjög skýr. Hann er að

gera verðmæti úr þeirri

þekkingu sem hefur

skapast og að deila ávinn-

ingnum með viðskipta-

vinum og samfélaginu.“

GENIS er líftæknifyrirtæki með höfuðstöðvar á Siglufirði, sem stofnað var árið 2005. Fyrirtækið er að mestu í eigu Róberts Guðfinnssonar, sem staðið hefur að �ölbreyttri uppbyggingu á Siglufirði. Hans hugsjón er að Siglu�örður verði eftirsóknar-verður staður fyrir ungt og vel menntað fólk og er Genis stór hluti af þeirri hugsjón. Róbert stendur einnig að baki Hótel Sigló, Ka� Rauðku og veitinga-staðarins Hannes Boy.

Siglu�örður ekki mikið nær norðurheimskautinu en ReykjavíkÞegar talið berst að staðsetningu fyrirtæki-sins, í smábæ nálægt norðurheimskautinu, brosir Hilmar og segir „Siglu�örður er nú ekki mikið nær norðurheimskautinu en Reykjavík.“ Hann segir að í raun megi segja að Reykjavík, og Ísland yfir höfuð, sé smábær á norðurhjara jarðar. „Á ferðum mínum vegna starfsins hjá Össuri á 10. áratugnum vissi enginn hvar Ísland var. Það voru í raun tveir aðilar sem breyttu því, faglega var það Kári Stefánsson með Decode verkefni sitt og svo Björk Guðmundsdóttir. Þá allt í einu fór fólk

að þekkja til Íslands. Það sem Kári breytti fyrir okkur Íslendinga er að við fengum trú á að fólk af háu kaliberi vildi koma til Íslands til að vinna. Þetta gleymist hratt en á 10. áratugnum gerðist slíkt bara fyrir slysni, fólk kannski eignaðist íslenskan maka og þurfti þá að finna vinnu hér á landi. En Decode breytti þessu og við fórum að fá hér háklassa vísindafólk til að starfa hér á landi. Þetta var gríðarleg breyting.“ Hilmar segir að viðhorf Íslendinga sé enn svolítið litað minnimáttar-kennd. „Við þurfum að átta okkur á því að það er ekkert óeðlilegt við það að fólk vilji koma hingað.“

Kann vel við sig á Siglufirði„Útivist er mitt áhugamál og ég held að fáir staðir á landinu bjóði upp á annað eins í útivist, til dæmis �allaskíði, skíði, gönguferðir og veiði. Ég nýt virkilega útivistarinnar hérna. En það er mér líka mikilvægt að menningar-lífið á svæðinu sé blómlegt og hér á Siglufirði er rík hefð fyrir listum og mennigu.Menningar- og mannlífið hér er �ölbreytt og það heillar mig. Ég er þeirrar skoðunar að menning komi fyrst og viðskipti komi eftir á. Fólk safnast ekki saman til að búa til við-skipti.“

Starfsmenn og viðskiptavinir eru allt sem máli skiptirAð lokum hefur Hilmar ráð til þeirra sem starfa við nýsköpun á litlum stöðum á Íslandi. „Það eina sem fyrirtæki eiga eru starfsmenn

og viðskiptavinir. Þeir sem eru að byrja með fyrirtæki verða að komast í góð tengsl við viðskiptavini. Ekki vera með milliliði sem segja þeim hvað er mikilvægt heldur komast að því beint frá viðskiptavinunum hvað raunverulega skiptir máli“, segir Hilmar Bragi Janusson, framkvæmdastjóri Genis.

Viðtalið verður sýnt í N4 Sjónvarpiþriðjudaginn 10. október kl. 20:30.

Texti: Herdís Helgadóttir & Hilda Jana GísladóttirMyndir: Magnús Breið�örð Guðmundsson

„Ég er mjög tilgangs-

drifinn einstaklingur, ég

vil skilja tilgang með starf-

semi og tilgangur Genis

er mjög skýr. Hann er að

gera verðmæti úr þeirri

þekkingu sem hefur

skapast og að deila ávinn-

ingnum með viðskipta-

vinum og samfélaginu.“

GENIS er líftæknifyrirtæki með höfuðstöðvar á Siglufirði, sem stofnað var árið 2005. Fyrirtækið er að mestu í eigu Róberts Guðfinnssonar, sem staðið hefur að �ölbreyttri uppbyggingu á Siglufirði. Hans hugsjón er að Siglu�örður verði eftirsóknar-verður staður fyrir ungt og vel menntað fólk og er Genis stór hluti af þeirri hugsjón. Róbert stendur einnig að baki Hótel Sigló, Ka� Rauðku og veitinga-staðarins Hannes Boy.

Siglu�örður ekki mikið nær norðurheimskautinu en ReykjavíkÞegar talið berst að staðsetningu fyrirtæki-sins, í smábæ nálægt norðurheimskautinu, brosir Hilmar og segir „Siglu�örður er nú ekki mikið nær norðurheimskautinu en Reykjavík.“ Hann segir að í raun megi segja að Reykjavík, og Ísland yfir höfuð, sé smábær á norðurhjara jarðar. „Á ferðum mínum vegna starfsins hjá Össuri á 10. áratugnum vissi enginn hvar Ísland var. Það voru í raun tveir aðilar sem breyttu því, faglega var það Kári Stefánsson með Decode verkefni sitt og svo Björk Guðmundsdóttir. Þá allt í einu fór fólk

að þekkja til Íslands. Það sem Kári breytti fyrir okkur Íslendinga er að við fengum trú á að fólk af háu kaliberi vildi koma til Íslands til að vinna. Þetta gleymist hratt en á 10. áratugnum gerðist slíkt bara fyrir slysni, fólk kannski eignaðist íslenskan maka og þurfti þá að finna vinnu hér á landi. En Decode breytti þessu og við fórum að fá hér háklassa vísindafólk til að starfa hér á landi. Þetta var gríðarleg breyting.“ Hilmar segir að viðhorf Íslendinga sé enn svolítið litað minnimáttar-kennd. „Við þurfum að átta okkur á því að það er ekkert óeðlilegt við það að fólk vilji koma hingað.“

Kann vel við sig á Siglufirði„Útivist er mitt áhugamál og ég held að fáir staðir á landinu bjóði upp á annað eins í útivist, til dæmis �allaskíði, skíði, gönguferðir og veiði. Ég nýt virkilega útivistarinnar hérna. En það er mér líka mikilvægt að menningar-lífið á svæðinu sé blómlegt og hér á Siglufirði er rík hefð fyrir listum og mennigu.Menningar- og mannlífið hér er �ölbreytt og það heillar mig. Ég er þeirrar skoðunar að menning komi fyrst og viðskipti komi eftir á. Fólk safnast ekki saman til að búa til við-skipti.“

Starfsmenn og viðskiptavinir eru allt sem máli skiptirAð lokum hefur Hilmar ráð til þeirra sem starfa við nýsköpun á litlum stöðum á Íslandi. „Það eina sem fyrirtæki eiga eru starfsmenn

og viðskiptavinir. Þeir sem eru að byrja með fyrirtæki verða að komast í góð tengsl við viðskiptavini. Ekki vera með milliliði sem segja þeim hvað er mikilvægt heldur komast að því beint frá viðskiptavinunum hvað raunverulega skiptir máli“, segir Hilmar Bragi Janusson, framkvæmdastjóri Genis.

Traust �ármálaþjónustaí 30 ár

EIGNASTÝRING · MARKAÐSVIÐSKIPTI · SÉRHÆFÐAR FJÁRFESTINGAR · SJÓÐIR

Flest okkar þekkja söguna af riddaranum hugumprúða Don Kíkóta sem barðist við vindmyllur, sem risar væru, og sá í kindahópum stórhættu-lega óvinaheri á hverju strái.

Sagan af þessari merku skáldsagnapersónu kemur oft upp í hugann í mínum störfum sem formaður í stéttarfélagi, ekki síst síðustu ár þegar mikill uppgangur hefur verið á Íslandi. Þingeyingar hafa ekki farið varhluta af þenslunni þar sem töluverð uppbygging hefur átt sér stað vegna framkvæmda er tengjast væntanlegri starfsemi PCC á Bakka. Þá hefur ferðaþjónustan blásið út eins og enginn sé morgundagurinn. Fyrirtæki og verktakar hafa brugðist við ástandinu með því að flytja inn erlent vinnuafl í stórum stíl til að svara þörfum markaðarins. Þrátt fyrir að því hafi verið haldið fram, ekki síst af stjórnmálamönnum, að við Íslend- ingar séum reynslunni ríkari eftir hrunið mikla 2007 er alveg ljóst að svo er ekki. Staðan í dag er því miður í takt við stjórnmálaástandið, það ríkir

ófremdarástand og stjórnleysi svo ekki sé talað um spillinguna sem viðgengst víða í stjórnkerfinu. Þá dettur ákveðnum þing- mönnum frekar í hug í stjórnarkreppunni að tala um lögleiðingu kannabisefna en byggða- og atvinnumál, hvað þá stöðu bænda um þessar mundir.

Umgjörðin um vinnumarkaðinn sem verka- lýðshreyfingin hefur kallað eftir frá hruni hefur ekki gengið eftir þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna. Því miður hefur þeim ekki borið gæfa til þess að taka á þessum málum með það að markmiði að tryggja heilbrigt samkeppnishæft atvinnulíf.

Verkalýðshreyfingin situr uppi með vandann en gerir sitt besta til að bregðast við kre�andi aðstæðum á íslenskum vinnumarkaði. Það er eins og engum komi þessi mál við nema verkalýðshreyfingunni. Mörg stéttarfélög hafa ráðist i kostnaðarsamar aðgerðir s.s. með ráðningum á eftirlitsfulltrúum til að fylgjast með þeim mikla �ölda starfsmanna sem komið hefur til landsins í gegnum starfsmannaleigur og verktaka.

Markmiðið hefur ekki síst verið að tryggja kjör og aðbúnað starfs- manna. Því miður virðist sem stjórnvöldum og stofnunum ríkisins komi þetta ástand ekkert sérstaklega við. Ég nefni sérstaklega embætti Ríkis- skattstjóra. Það er alveg ljóst að embættið þarf að vera miklu sýnilegra í vinnustaðaeftirliti aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og almenn úrræði þurfa að vera til staðar til að takast á við alvarleg brot á vinnu-markaði.

Framsýn, stéttarfélag fær reglulega hvatningu frá fyrirtækjum sem starfa eftir lögum og reglum um að taka á þeim aðilum sem sýna sig í að virða ekki settar reglur þar sem slíkt skekkir verulega samkeppnisstöðu fyrirtækja. Á sama tíma og þetta gerist heyrist ekkert frá Samtökum atvinnulífsins í Borgartúni, þar er dregið fyrir alla glugga enda lítill sem enginn áhugi fyrir því að taka þátt í vinnustaðaeftirliti stéttarfélaganna og stuðla þannig að eðlilegu atvinnulífi. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari stöðu, það eru alvarlegar brotalamir í kerfinu. Erlendir verktakar og starfsmannaleigur komast upp með að starfrækja starfsemi á Íslandi í ákveðinn tíma án þess að greiða skatta í ríkisjóð. Þrátt fyrir að þessum aðilum beri að greiða laun eftir íslenskum kjara- samningum er ekki gerð krafa um að þeir greiði laun starfsmanna inn á íslenska bankareikninga. Þetta gefur þeim færi á að svindla á starfs- mönnum, það er að leggja fram löglega ráðningarsamninga á Íslandi og greiða svo ekki eftir þeim þar sem ekki er gerð krafa um að hægt sé að bera saman ráðningarsamninga og greiðslu launa inn á bankareikninga.

Þrátt fyrir að verkalýðshreyfingin hafi barist fyrir því að keðjuábyrgð verði lögleidd á Íslandi hafa þingmenn ekki sýnt sterkan vilja til að klára málið öllum til heilla nema þeim sem stunda óheiðarlega atvinnustarfsemi. Reyndar hafði núverandi Félags- og jafnréttismálaráðherra boðað að hann ætlaði að taka þessi mál upp á Alþingi í vetur en þá skall á stjórnarkreppa, svo óvissan heldur áfram um ókomna tíð.

Já, mér líður eins og Don Kíkóta, baráttan við vindmyllurnar helduráfram.

MÍN SKOÐUN

þáttastjórnandi Baksviðs

Barist við vindmyllur

Þessi þáttaröð verðuralgjör negla!

Aðalsteinn Árni BaldurssonFormaður Framsýnar stéttarfélags

Baksviðs er að he�a göngu sína á ný og verður fyrsti þáttur frumsýndur laugardaginn 14. október kl. 21:00. Þátturinn verður á laugardögum í vetur og endursýndur á fimmtudögum - auðvitað á N4.Baksviðs mun �alla um tónlist og tónlistarmenn og munum við kafa í allt milli himins og jarðar í tónlistargeiranum. Við höfum verið að vinna að annarri þáttaröð í nokkurn tíma og okkur finnst gaman að teygja okkur hátt. Við höfum verið í sambandi við mjög stór nöfn erlendis og hér heima.

Við ætlum að lofa þér að koma með okkur bak- sviðs á stóra tónleika erlendis og vinsælasta söngleik landsins. Þú kynnist því hvernig bestu tónlistarmenn landsins semja lögin sín og þú kynnist trommurum, gítarleikurum, söngvurum, blásurum, röppurum, djössurum og hljóðmönnum og við skoðum hlutverk þeirra í tónlistarheiminum. Við ætlum að �alla um þunglyndi meðal tónlistar-manna og sjá fullt af nýju tónleikaefni frá frábærum tónlistarmönnum um allan heim.

Það er spennandi Baksviðs vetur framundan, ekki missa af skemmtilegum og �ölbreyttum tónlistar- þætti fyrir alla sem gaman hafa af tónlist.

Við erum ótrúlega spenntir að lofa þér að sjá fyrsta þáttinn á laugardag!

Jón Hilmar Kárason og Guðjón Birgir Jóhannsson

Jón Hilmar Kárason

Á DAGSKRÁ N4

Fáðu eldhúsið sent heim

LÍFSSTÍLL

Anna Margrét Valgeirsdóttir á Blönduósi er ein þeirra. Hún hefur komið sér upp endurvinnsluhorni þar sem við hittum hana við saumar. „Ég er alltaf með tvær saumavélar í takinu í einu í endurv-innsluhorninu mínu“ segir Anna Margrét sem er kennari við Blön-duskóla og mikill umhverfisverndarsinni.„Ég þoli ekki plast og fæ hroll þegar fólk setur grænmeti og ávexti í verslunum í plastpoka. Ég var lengi búin að hugsa um hvað hægt væri að gera og ákvað, eftir að hafa séð innflutta slíka poka frá Kína, að fara að sauma litla poka úr gömlum aflögðum gardínum og þeir koma í öllum stærðum og gerðum“, segir Anna Margrét og bætir við „ ég myndi auðvitað helst af öllu vilja gera þetta úr bómull en hvað ætlum við þá að gera við allt þetta efni sem nú er til?“Anna Margrét situr við saumar flesta daga og saumar aðallega ávaxta- og grænmetispoka. Hún hefur einnig kennt nemendum sínum að sauma svona poka svo það er að myndast hefð á Blönduósi fyrir því að fara með taupoka í búðina.

Anna Margrét Valgeirsdóttir á Blönduósi er ein þeirra. Hún hefur komið sér upp endurvinnsluhorni þar sem við hittum hana við saumar. „Ég er alltaf með tvær saumavélar í takinu í einu í endurvinnslu-horninu mínu“ segir Anna Margrét sem er kennari við Blönduskóla og mikill umhverfisverndarsinni.„Ég þoli ekki plast og fæ hroll þegar fólk setur grænmeti og ávexti í verslunum í plastpoka. Ég var lengi búin að hugsa um hvað hægt væri að gera og

ákvað, eftir að hafa séð innflutta slíka poka frá Kína, að fara að sauma litla poka úr gömlum aflögðum gardínum og þeir koma í öllum stærðum og gerðum,“ segir Anna Margrét. „Ég myndi auðvitað helst af öllu vilja gera þetta úr bómull en hvað ætlum við þá að gera við allt þetta efni sem nú þegar er til?“Anna Margrét situr við saumar flesta daga og saumar aðallega ávaxta- og grænmetispoka. Hún hefur einnig kennt nemendum sínum að sauma svona poka svo það er að myndast hefð á Blönduósi

fyrir því að fara með taupoka í búðina. „Plastpoka- laus lífsstíll er loks að komast aftur í tísku og margir spá því að innan nokkurra ára verði það jafn hallærislegt að sjást með plastpoka og að reykja. Ef við breytum ekki núna um stefnu í umhverfismálum þá lendir þetta allt á börnum okkar og barnabörnum, viljum við það,“ spyr Anna Margrét og svarar spurningunni sjálf með því að láta verkin tala.

Hún saumar ekki aðeins grænmetis- og ávaxtapoka heldur hannar hún og saumar poka undir jólagjafir. „Já, það eru sumir sem halda að þetta sé ekkert mál,

Burt meðplastið Það dylst engum að mengun sem hlýst af plastpokanotkun hefur skaðleg áhrif á Iífríki jarðar og plast í hafi er vax- andi vandamál. Mikil vakning hefur orðið á síðustu miss- erum. Sem dæmi má nefna plastlausan september sem er nú nýlokið. Sífellt fleiri hafa tekið áskorunum um að hver og einn skipti máli í þessum efnum.

„Plastpokalaus lífsstíll er loks að

komast aftur í tísku og margir spá

því að innan nokkurra ára verði

það jafn hallærislegt að sjást með

plastpoka og að reykja.“

bara pappír, en það er nú bara ekki svo einfalt. Hvað á maður að gera við allan þennan pappír á aðfanga- dagskvöld? Við verðum að minnka ruslið okkar. Nú bý ég til jólalega poka og set gjafirnar í þá. Fjölskyld- ur þurfa að koma sér upp svona pokum og skiptast á milli ára.“

Margar verslanir hafa pappírspoka á boðstólnum undir snyrtivörur og fatnað en þá vill Anna Margrét ekki sjá heldur og gengur því alla leið í sinni umhver-fisvernd og afþakkar slíka poka hvarvetrna. „Ég fer bara með mína taupoka þegar ég versla, hvort sem er í matvöruverslunum, gjafabúðum, skóbúðum eða fataverslunum.“ segir þessi snjalla kona sem lætur ekkert stoppa sig í að verja umhverfið fyrir plastinu.

Anna Margrét heldur úti Facebook síðunni Endur- vinnsluhornið en tekur skýrt fram að það sé málefnið en ekki gróðasjónarmið sem knýi hana áfram.

Texti: María Björk IngvadóttirViðtalið birtist í Að norðan í N4 Sjónvarpi og er aðgengilegt á n4.is Mynd: Elvar Örn Egilsson og einkasafn.

Anna Margrét Valgeirsdóttir á Blönduósi er ein þeirra. Hún hefur komið sér upp endurvinnsluhorni þar sem við hittum hana við saumar. „Ég er alltaf með tvær saumavélar í takinu í einu í endurvinnslu-horninu mínu“ segir Anna Margrét sem er kennari við Blönduskóla og mikill umhverfisverndarsinni.„Ég þoli ekki plast og fæ hroll þegar fólk setur grænmeti og ávexti í verslunum í plastpoka. Ég var lengi búin að hugsa um hvað hægt væri að gera og

ákvað, eftir að hafa séð innflutta slíka poka frá Kína, að fara að sauma litla poka úr gömlum aflögðum gardínum og þeir koma í öllum stærðum og gerðum,“ segir Anna Margrét. „Ég myndi auðvitað helst af öllu vilja gera þetta úr bómull en hvað ætlum við þá að gera við allt þetta efni sem nú þegar er til?“Anna Margrét situr við saumar flesta daga og saumar aðallega ávaxta- og grænmetispoka. Hún hefur einnig kennt nemendum sínum að sauma svona poka svo það er að myndast hefð á Blönduósi

fyrir því að fara með taupoka í búðina. „Plastpoka- laus lífsstíll er loks að komast aftur í tísku og margir spá því að innan nokkurra ára verði það jafn hallærislegt að sjást með plastpoka og að reykja. Ef við breytum ekki núna um stefnu í umhverfismálum þá lendir þetta allt á börnum okkar og barnabörnum, viljum við það,“ spyr Anna Margrét og svarar spurningunni sjálf með því að láta verkin tala.

Hún saumar ekki aðeins grænmetis- og ávaxtapoka heldur hannar hún og saumar poka undir jólagjafir. „Já, það eru sumir sem halda að þetta sé ekkert mál,

Nokkrar staðreyndir um plast

Síðan árið 2000 hefur meira plast verið framleitt í

heiminum en alla 20. öldina samanlagt.

Hefðbundið plast brotnar ekki niður með lífrænum

hætti og þess vegna er allt plast sem nokkru sinni

hefur verið framleitt ennþá til sem plast.

Stór hluti alls plastúrgangs berst í hafið með vindum

eða ám.

Umbúðir, þar með talið plastpokar, eru stærstur hluti

plastmengunarinnar í höfum heimsins.

Dýr geta orðið fyrir margvíslegum skaða vegna

plasts í náttúrunni, til dæmis vegna þess að þau

flækjast í því eða éta það.

Plastagnir er að finna í �ölmörgum snyrtivörum, til

dæmis andlitskrúbbum og tannkremum.

Um 75% plastagna í fráveituvatni eru úr fatnaði.

Hægt er að setja síur á þvottavélar sem hreinsa

þvottavatnið áður en það fer í niðurföllin.

„Ég fer bara með mína taupoka

þegar ég versla, hvort sem er í

matvöruverslunum, gjafabúðum,

skóbúðum eða fataverslunum.“

bara pappír, en það er nú bara ekki svo einfalt. Hvað á maður að gera við allan þennan pappír á aðfanga- dagskvöld? Við verðum að minnka ruslið okkar. Nú bý ég til jólalega poka og set gjafirnar í þá. Fjölskyld- ur þurfa að koma sér upp svona pokum og skiptast á milli ára.“

Margar verslanir hafa pappírspoka á boðstólnum undir snyrtivörur og fatnað en þá vill Anna Margrét ekki sjá heldur og gengur því alla leið í sinni umhver-fisvernd og afþakkar slíka poka hvarvetrna. „Ég fer bara með mína taupoka þegar ég versla, hvort sem er í matvöruverslunum, gjafabúðum, skóbúðum eða fataverslunum.“ segir þessi snjalla kona sem lætur ekkert stoppa sig í að verja umhverfið fyrir plastinu.

Anna Margrét heldur úti Facebook síðunni Endur- vinnsluhornið en tekur skýrt fram að það sé málefnið en ekki gróðasjónarmið sem knýi hana áfram.

LÍFSSTÍLL

Anna Margrét Valgeirsdóttir á Blönduósi er ein þeirra. Hún hefur komið sér upp endurvinnsluhorni þar sem við hittum hana við saumar. „Ég er alltaf með tvær saumavélar í takinu í einu í endurv-innsluhorninu mínu“ segir Anna Margrét sem er kennari við Blön-duskóla og mikill umhverfisverndarsinni.„Ég þoli ekki plast og fæ hroll þegar fólk setur grænmeti og ávexti í verslunum í plastpoka. Ég var lengi búin að hugsa um hvað hægt væri að gera og ákvað, eftir að hafa séð innflutta slíka poka frá Kína, að fara að sauma litla poka úr gömlum aflögðum gardínum og þeir koma í öllum stærðum og gerðum“, segir Anna Margrét og bætir við „ ég myndi auðvitað helst af öllu vilja gera þetta úr bómull en hvað ætlum við þá að gera við allt þetta efni sem nú er til?“Anna Margrét situr við saumar flesta daga og saumar aðallega ávaxta- og grænmetispoka. Hún hefur einnig kennt nemendum sínum að sauma svona poka svo það er að myndast hefð á Blönduósi fyrir því að fara með taupoka í búðina.

Anna Margrét Valgeirsdóttir á Blönduósi er ein þeirra. Hún hefur komið sér upp endurvinnsluhorni þar sem við hittum hana við saumar. „Ég er alltaf með tvær saumavélar í takinu í einu í endurvinnslu-horninu mínu“ segir Anna Margrét sem er kennari við Blönduskóla og mikill umhverfisverndarsinni.„Ég þoli ekki plast og fæ hroll þegar fólk setur grænmeti og ávexti í verslunum í plastpoka. Ég var lengi búin að hugsa um hvað hægt væri að gera og

ákvað, eftir að hafa séð innflutta slíka poka frá Kína, að fara að sauma litla poka úr gömlum aflögðum gardínum og þeir koma í öllum stærðum og gerðum,“ segir Anna Margrét. „Ég myndi auðvitað helst af öllu vilja gera þetta úr bómull en hvað ætlum við þá að gera við allt þetta efni sem nú þegar er til?“Anna Margrét situr við saumar flesta daga og saumar aðallega ávaxta- og grænmetispoka. Hún hefur einnig kennt nemendum sínum að sauma svona poka svo það er að myndast hefð á Blönduósi

fyrir því að fara með taupoka í búðina. „Plastpoka- laus lífsstíll er loks að komast aftur í tísku og margir spá því að innan nokkurra ára verði það jafn hallærislegt að sjást með plastpoka og að reykja. Ef við breytum ekki núna um stefnu í umhverfismálum þá lendir þetta allt á börnum okkar og barnabörnum, viljum við það,“ spyr Anna Margrét og svarar spurningunni sjálf með því að láta verkin tala.

Hún saumar ekki aðeins grænmetis- og ávaxtapoka heldur hannar hún og saumar poka undir jólagjafir. „Já, það eru sumir sem halda að þetta sé ekkert mál,

Burt meðplastið Það dylst engum að mengun sem hlýst af plastpokanotkun hefur skaðleg áhrif á Iífríki jarðar og plast í hafi er vax- andi vandamál. Mikil vakning hefur orðið á síðustu miss- erum. Sem dæmi má nefna plastlausan september sem er nú nýlokið. Sífellt fleiri hafa tekið áskorunum um að hver og einn skipti máli í þessum efnum.

„Plastpokalaus lífsstíll er loks að

komast aftur í tísku og margir spá

því að innan nokkurra ára verði

það jafn hallærislegt að sjást með

plastpoka og að reykja.“

bara pappír, en það er nú bara ekki svo einfalt. Hvað á maður að gera við allan þennan pappír á aðfanga- dagskvöld? Við verðum að minnka ruslið okkar. Nú bý ég til jólalega poka og set gjafirnar í þá. Fjölskyld- ur þurfa að koma sér upp svona pokum og skiptast á milli ára.“

Margar verslanir hafa pappírspoka á boðstólnum undir snyrtivörur og fatnað en þá vill Anna Margrét ekki sjá heldur og gengur því alla leið í sinni umhver-fisvernd og afþakkar slíka poka hvarvetrna. „Ég fer bara með mína taupoka þegar ég versla, hvort sem er í matvöruverslunum, gjafabúðum, skóbúðum eða fataverslunum.“ segir þessi snjalla kona sem lætur ekkert stoppa sig í að verja umhverfið fyrir plastinu.

Anna Margrét heldur úti Facebook síðunni Endur- vinnsluhornið en tekur skýrt fram að það sé málefnið en ekki gróðasjónarmið sem knýi hana áfram.

KROSSGÁTAN

Lausn krossgátunnar í 6. tbl.FRUMKVÆÐI

FAGMENNSKAHUGMYNDIR

Hvað getum við gert fyrir þig?N4 // Hvannavöllum 14 // 412 4400 // [email protected]

VAFI ÁTT GLJÁI HÁVAXINN LITLAUS Í MI ÐJUSÍÐASTI DAGUR SPREIAÞÓFI HUGSÆIS

R Ó S A G LFUGL

SPILASORTU EG MG ÚI ITÆPLEGA V A R L A L

DANS

OFAN

FAG

ÍÞRÓTTA-FÉLAGR IÆ ÐL N

IÁRSVERK

DRYKKUR A N AN FÁ TR AAÐ BAKI

MIÐI NS P A N G UI RR T

BROTT

UMSÖGN

ELDI-VIÐURB S

GYLTU

TITILL S ÚKVABB

JURT S U FÐ AVÆTTA

LÍKUM

BÝLI

TRÉÁ BL Æ

HANDA

TEINAR

M

FANGELSI FJÖLDI MAS ÞUNGI F A R GBULLA

RÚN RHRYSSA

SNÍKILLU MG EL RA ID Ó M U R

HYGGJA

PAR T R ÚFLYTJA

RISSA ARLÆRIR

POTE LI EÐ SÚR-SKURÐUR

Ý T AVIÐTÆKI

ANSA Ú T V A R P F TVEIR EINS

FÓTÞURKA OT RT NGAMALL

BOLMAGNMENSTJAKA

F A L SVITUR

ÓVISS V Í STUNNU

DÁ Á ÆM TU IVAR-

FÆRINN

HLUTA NG NSVIK

L LÓP

HARMA V E I NHLJÓÐFÆRI

HEGÐA T R TO VIÐLAGMTVEIR

STERTURP IE II

AÐ-RAKSTUR

MISSIR S A F N BOTNFALL H R A AT SFÍFLAST

ÞRÁ TA KVK NAFNT SS T Ú R I N

SAMTÖK

FRÁ A AHJARA

INNAN

TULDUR

SKÓLIT TÓ AR UA TSORG-BITIN

SA

AP

TA

ASTILLAST

NS

AMAST VIÐ

EAF

GA

NS

Ú MT A

A EBORÐ-FLASKA F

S GK L

T NA A

GETI IR

KÖLSKI

HERMA

TVEIR EINS

6

RÍKI Í AFRÍKU KOMAST IÐJA NAUT BLANDARGAGNSÆR AFHENDASÓDI ÞAKBRÚNSPRIKL FJARRITA

ÓGEÐ-FELLDUR

HRÆÆTAHANGA Á

GORTAR

ÓVISSA

HANDA

FUGL

HLÝÐA

AFHENDIR

VARKÁRNI

VARNINGUR

STÆKKUÐUSUNNAN

KUSK

Á FÆTI

ÓÐAGOT

SÍKI

KVARTANIR

HLJÓÐFÆRI

ÆTÍÐ

RÍFA

ÚRSKURÐA

ÞARFLAUS

L ÁN TVEIR EINS

ÞÖKK

HÁMARK

HRÆDDUR

TVEIR EI NS

FRUMEIND

SUKK

TALA

BISKUPS-HÚFA

LANDS

ÍÞRÓTT

GUBB

KLAKIENN

NESTIS-POKI

KJÖKUR

Í RÖÐ

STRÝTU

HELVÍTI

BROTT-HLAUP

LYKTARERFÐA-VÍSA

GAFFALL

ÞVAÐRA

MJAKA

SPAKUR

FUGL

ÞEI

UM-HVERFIS

FRÆND-BÁLKUR

ÓBUNDINN

EINANGRUN

Í DYRA-GÆTT

SNAP HORFÐU HLJÓMUR

HEILU

YFIR-BREIÐSLA

SKJÓL

REGLA

BLÓM

GRÖM

RIFA

Í RÖÐ

FARAR-TÆKI

ÁTT

GUFU-HREINSA

Á FÆTI

VÆTTA

HUGBOÐ

SJÁ EFTIR DUTTLUNG-AR

PINNIHERBERGI

FRENJA

SAM-STÆÐA

7

KROSSGÁTAN

Lausn krossgátunnar í 6. tbl.FRUMKVÆÐI

FAGMENNSKAHUGMYNDIR

Hvað getum við gert fyrir þig?N4 // Hvannavöllum 14 // 412 4400 // [email protected]

VAFI ÁTT GLJÁI HÁVAXINN LITLAUS Í MI ÐJUSÍÐASTI DAGUR SPREIAÞÓFI HUGSÆIS

R Ó S A G LFUGL

SPILASORTU EG MG ÚI ITÆPLEGA V A R L A L

DANS

OFAN

FAG

ÍÞRÓTTA-FÉLAGR IÆ ÐL N

IÁRSVERK

DRYKKUR A N AN FÁ TR AAÐ BAKI

MIÐI NS P A N G UI RR T

BROTT

UMSÖGN

ELDI-VIÐURB S

GYLTU

TITILL S ÚKVABB

JURT S U FÐ AVÆTTA

LÍKUM

BÝLI

TRÉÁ BL Æ

HANDA

TEINAR

M

FANGELSI FJÖLDI MAS ÞUNGI F A R GBULLA

RÚN RHRYSSA

SNÍKILLU MG EL RA ID Ó M U R

HYGGJA

PAR T R ÚFLYTJA

RISSA ARLÆRIR

POTE LI EÐ SÚR-SKURÐUR

Ý T AVIÐTÆKI

ANSA Ú T V A R P F TVEIR EINS

FÓTÞURKA OT RT NGAMALL

BOLMAGNMENSTJAKA

F A L SVITUR

ÓVISS V Í STUNNU

DÁ Á ÆM TU IVAR-

FÆRINN

HLUTA NG NSVIK

L LÓP

HARMA V E I NHLJÓÐFÆRI

HEGÐA T R TO VIÐLAGMTVEIR

STERTURP IE II

AÐ-RAKSTUR

MISSIR S A F N BOTNFALL H R A AT SFÍFLAST

ÞRÁ TA KVK NAFNT SS T Ú R I N

SAMTÖK

FRÁ A AHJARA

INNAN

TULDUR

SKÓLIT TÓ AR UA TSORG-BITIN

SA

AP

TA

ASTILLAST

NS

AMAST VIÐ

EAF

GA

NS

Ú MT A

A EBORÐ-FLASKA F

S GK L

T NA A

GETI IR

KÖLSKI

HERMA

TVEIR EINS

6

RÍKI Í AFRÍKU KOMAST IÐJA NAUT BLANDARGAGNSÆR AFHENDASÓDI ÞAKBRÚNSPRIKL FJARRITA

ÓGEÐ-FELLDUR

HRÆÆTAHANGA Á

GORTAR

ÓVISSA

HANDA

FUGL

HLÝÐA

AFHENDIR

VARKÁRNI

VARNINGUR

STÆKKUÐUSUNNAN

KUSK

Á FÆTI

ÓÐAGOT

SÍKI

KVARTANIR

HLJÓÐFÆRI

ÆTÍÐ

RÍFA

ÚRSKURÐA

ÞARFLAUS

L ÁN TVEIR EINS

ÞÖKK

HÁMARK

HRÆDDUR

TVEIR EI NS

FRUMEIND

SUKK

TALA

BISKUPS-HÚFA

LANDS

ÍÞRÓTT

GUBB

KLAKIENN

NESTIS-POKI

KJÖKUR

Í RÖÐ

STRÝTU

HELVÍTI

BROTT-HLAUP

LYKTARERFÐA-VÍSA

GAFFALL

ÞVAÐRA

MJAKA

SPAKUR

FUGL

ÞEI

UM-HVERFIS

FRÆND-BÁLKUR

ÓBUNDINN

EINANGRUN

Í DYRA-GÆTT

SNAP HORFÐU HLJÓMUR

HEILU

YFIR-BREIÐSLA

SKJÓL

REGLA

BLÓM

GRÖM

RIFA

Í RÖÐ

FARAR-TÆKI

ÁTT

GUFU-HREINSA

Á FÆTI

VÆTTA

HUGBOÐ

SJÁ EFTIR DUTTLUNG-AR

PINNIHERBERGI

FRENJA

SAM-STÆÐA

7

LEGSTEINARÍ MIKLU ÚRVALI

Helluhrauni 2, Hafnar�rði544 5100 – granitsteinar.is

„Samkvæmt nýjustu tölum eru íbúðir-nar sem eru í byggingu í Skagafirði samtals 57 og síðan bætast við �ós, iðnaðarhúsnæði og aðrar byggingar svo það er heilmikið um að vera. Það er mikill skortur á íbúðarhúsnæði í firðinum og erfitt að fá leiguhúsnæði þannig að þetta er hið besta mál. Fyrir fáum árum taldist það hreinlega til tíðinda ef einhver var að byggja en núna er öldin allt önnur og skemmti-legri hvað þetta varðar. Vegna þess hve mikið er byggt er sveitarfélagið að undirbúa gerð nýrrar götu á Sauðárkróki með það í huga að anna eftirspurn eftir lóðum á næstu mánuðum. Þá er nýtt íbúðahverfi einnig í undirbúningi. Við göngum út frá því sem vísu að enn fleiri byggingar rísi á næstu misserum enda virðist eftirspurnin næg,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon atvinnumálafulltrúi Sveitar-félagsins Skaga�arðar.

Fólk �árfestir í Skagafirði til framtíðar

„Já, verð á íbúðum hefur hækkað mikið á undanförnum misserum og sömu sögu er að segja um leiguverð. Sveitarfélagið stóð að stofnun húsnæðissjálfseignastofnunar sem er með í bígerð að byggja nokkrar íbúðir sem ætlaðar eru til leigu. Með tilkomu þeirra ætti ástandið að batna eitthvað. Annars eru þetta aðallega einstakling-ar sem eru að byggja, mest ungt fólk sem hefur greinilega trú á svæðinu og ætlar sér að búa hérna til framtíðar. Að �árfesta í íbúðarhúsnæði er yfirleitt stærsta �árfesting fólks á lífsleiðinni og við hjá sveitafélaginu gleðjumst auð- vitað þegar fólk kýs Skaga�örðinn í þessum efnum.“

Stór verkefni í bígerð

„Það er mikill kraftur í atvinnulífinu í Skagafirði sem gerir það meðal annars að verkum að fólk ákveður að �árfesta í íbúðarhúsnæði hérna. Atvinnuleysi er

nánast ekkert og hefur ekki verið lengi. Iðnaðarmenn hafa nóg að gera og á teikniborðinu eru mörg stór verkefni, þannig að útlitið er bjart í atvinnu- málum Skaga�arðar,“ segir Sigfús Ingi.

Sigfús Ingi Sigfússon atvinnumálafulltrúisegir útlitið í atvinnumálum bjart.

Verð á íbúðarhúsnæði í Skagafirði hefur hækkað og sömuleiðis leiguverð

Ungt fólk í meirihluta þeirra sem byggja í Skagafirði

Text

i og

myn

dir:

Karl

Eski

l Pál

sson

, kal

li@n4

.is

Um 60 íbúðir eru í smíðum í Skagafirði en fremur lítið hefur verið byggt þar á undanförnum árum, rétt eins og svo víða á landsbyggðunum. Atvinnumálafulltrúi Sveitafélagsins Skaga�arðar segir áberandi að ungt fólk sé að byggja, sem þýði að það hafi trú á svæðinu.

SKAGAFJÖRÐUR

Viðtalið birtist í þættinum Að Norðan og er aðgengilegt á n4.is

„Samkvæmt nýjustu tölum eru íbúðir-nar sem eru í byggingu í Skagafirði samtals 57 og síðan bætast við �ós, iðnaðarhúsnæði og aðrar byggingar svo það er heilmikið um að vera. Það er mikill skortur á íbúðarhúsnæði í firðinum og erfitt að fá leiguhúsnæði þannig að þetta er hið besta mál. Fyrir fáum árum taldist það hreinlega til tíðinda ef einhver var að byggja en núna er öldin allt önnur og skemmti-legri hvað þetta varðar. Vegna þess hve mikið er byggt er sveitarfélagið að undirbúa gerð nýrrar götu á Sauðárkróki með það í huga að anna eftirspurn eftir lóðum á næstu mánuðum. Þá er nýtt íbúðahverfi einnig í undirbúningi. Við göngum út frá því sem vísu að enn fleiri byggingar rísi á næstu misserum enda virðist eftirspurnin næg,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon atvinnumálafulltrúi Sveitar-félagsins Skaga�arðar.

Fólk �árfestir í Skagafirði til framtíðar

„Já, verð á íbúðum hefur hækkað mikið á undanförnum misserum og sömu sögu er að segja um leiguverð. Sveitarfélagið stóð að stofnun húsnæðissjálfseignastofnunar sem er með í bígerð að byggja nokkrar íbúðir sem ætlaðar eru til leigu. Með tilkomu þeirra ætti ástandið að batna eitthvað. Annars eru þetta aðallega einstakling-ar sem eru að byggja, mest ungt fólk sem hefur greinilega trú á svæðinu og ætlar sér að búa hérna til framtíðar. Að �árfesta í íbúðarhúsnæði er yfirleitt stærsta �árfesting fólks á lífsleiðinni og við hjá sveitafélaginu gleðjumst auð- vitað þegar fólk kýs Skaga�örðinn í þessum efnum.“

Stór verkefni í bígerð

„Það er mikill kraftur í atvinnulífinu í Skagafirði sem gerir það meðal annars að verkum að fólk ákveður að �árfesta í íbúðarhúsnæði hérna. Atvinnuleysi er

nánast ekkert og hefur ekki verið lengi. Iðnaðarmenn hafa nóg að gera og á teikniborðinu eru mörg stór verkefni, þannig að útlitið er bjart í atvinnu- málum Skaga�arðar,“ segir Sigfús Ingi.

Sigfús Ingi Sigfússon atvinnumálafulltrúisegir útlitið í atvinnumálum bjart.

Verð á íbúðarhúsnæði í Skagafirði hefur hækkað og sömuleiðis leiguverð

Ungt fólk í meirihluta þeirra sem byggja í Skagafirði

Text

i og

myn

dir:

Karl

Eski

l Pál

sson

, kal

li@n4

.is

Um 60 íbúðir eru í smíðum í Skagafirði en fremur lítið hefur verið byggt þar á undanförnum árum, rétt eins og svo víða á landsbyggðunum. Atvinnumálafulltrúi Sveitafélagsins Skaga�arðar segir áberandi að ungt fólk sé að byggja, sem þýði að það hafi trú á svæðinu.

SKAGAFJÖRÐUR

Viðtalið birtist í þættinum Að Norðan og er aðgengilegt á n4.is

Í Skagfirðingabúð12.-13. október nk.

FRÁBÆR TILBOÐá kjöt- og mjólkurvörum

FERÐALÖG

Hver er fallegasti staður Íslands?

Ísland- best í heimi! Og líka fallegast, um það efast enginn. Af mörgu er því að taka þegar valinn er fallegasti staður landsins og erfitt að velja. Við fórum á stúfana í sumar og spurðum fólk á förnum vegi á Akureyri hver væri fallegasti staður landsins.

Hver er fallegasti staður Íslands?

„Grenivík er fallegasti staður landsins. Þetta er ekki alveg hlutlaust mat því við erum aldar þar upp. Grenivík er mjög snyrtilegur bær, útsýnið úr sundlauginni er frábært en á góðum degi sést alla leið til Grímseyjar þaðan. Fjallasýnin er fögur og það jafnast fátt á við það að horfa á kvöldsólina setjast í sæ. Grenivík er þó fallegust séð frá toppi Kaldbaks.”

Lísbet Patrisía og Alma Kristín Gísladætur, íbúar á Akureyri

„Djúpivogur og Stykkishólmur eru fallegustu staðir landsins. Báðir eru vinalegir og huggulegir bæir með fallegar hafnir, báta og �öll. Konan mín er frá Stöðvarfirði og við stoppum alltaf á Djúpavogi þegar við förum austur. Stykkishólm hef ég heimsótt á húsbílnum og þá tekið bílinn yfir í bátinn á Brjánslæk.”

Bjarni Sigurjónsson, íbúi á Kópaskeri

„Ég verð að segja Hallormsstaðar-skógur. Mér finnst lognið í kringum trén heillandi. Ég ólst upp á Eskifirði og fór oft í skóginn þegar ég var yngri en það er orðið langt síðan ég heimsótti Hallormsstað síðast. Ég verð að fara að bæta úr því.”

Björgvin Steinþórsson, íbúi á Akureyri

„Við erum á Akureyri núna því við erum að elta sólina en Reykjanesið er fallegasti staður landsins. Reykjanesið er algjör náttúruperla sem allt of fáir vita af. Við göngum oft upp á �allið Þorbjörn, förum í Bláa lónið og svo er gaman að skoða Gunnuhver.”

Telma Rut Eiríksdóttir og Sævar Magnús Einarsson ásamt sonum sínum Einari Þór, Eiríki Ara og Óðni Erni

„Við heimsækjum Ásbyrgi á nærri hverju sumri. Það er svo mikið af fallegum gróðri þar og gott að hjóla um svæðið. Ásbyrgi er okkar uppáhaldsstaður.”

Sunna Axelsdóttir, Hlynur Snær Elmars-son og Eyþór Kári Elmarsson, íbúar í Hrafnagilshverfi Eyja�arðarsveit

Texti

: S

fríð

ur

Ing

ad

ótt

ir

FERÐALÖG

Hver er fallegasti staður Íslands?

Ísland- best í heimi! Og líka fallegast, um það efast enginn. Af mörgu er því að taka þegar valinn er fallegasti staður landsins og erfitt að velja. Við fórum á stúfana í sumar og spurðum fólk á förnum vegi á Akureyri hver væri fallegasti staður landsins.

Hver er fallegasti staður Íslands?

„Grenivík er fallegasti staður landsins. Þetta er ekki alveg hlutlaust mat því við erum aldar þar upp. Grenivík er mjög snyrtilegur bær, útsýnið úr sundlauginni er frábært en á góðum degi sést alla leið til Grímseyjar þaðan. Fjallasýnin er fögur og það jafnast fátt á við það að horfa á kvöldsólina setjast í sæ. Grenivík er þó fallegust séð frá toppi Kaldbaks.”

Lísbet Patrisía og Alma Kristín Gísladætur, íbúar á Akureyri

„Djúpivogur og Stykkishólmur eru fallegustu staðir landsins. Báðir eru vinalegir og huggulegir bæir með fallegar hafnir, báta og �öll. Konan mín er frá Stöðvarfirði og við stoppum alltaf á Djúpavogi þegar við förum austur. Stykkishólm hef ég heimsótt á húsbílnum og þá tekið bílinn yfir í bátinn á Brjánslæk.”

Bjarni Sigurjónsson, íbúi á Kópaskeri

„Ég verð að segja Hallormsstaðar-skógur. Mér finnst lognið í kringum trén heillandi. Ég ólst upp á Eskifirði og fór oft í skóginn þegar ég var yngri en það er orðið langt síðan ég heimsótti Hallormsstað síðast. Ég verð að fara að bæta úr því.”

Björgvin Steinþórsson, íbúi á Akureyri

„Við erum á Akureyri núna því við erum að elta sólina en Reykjanesið er fallegasti staður landsins. Reykjanesið er algjör náttúruperla sem allt of fáir vita af. Við göngum oft upp á �allið Þorbjörn, förum í Bláa lónið og svo er gaman að skoða Gunnuhver.”

Telma Rut Eiríksdóttir og Sævar Magnús Einarsson ásamt sonum sínum Einari Þór, Eiríki Ara og Óðni Erni

„Við heimsækjum Ásbyrgi á nærri hverju sumri. Það er svo mikið af fallegum gróðri þar og gott að hjóla um svæðið. Ásbyrgi er okkar uppáhaldsstaður.”

Sunna Axelsdóttir, Hlynur Snær Elmars-son og Eyþór Kári Elmarsson, íbúar í Hrafnagilshverfi Eyja�arðarsveit

Texti

: S

fríð

ur

Ing

ad

ótt

ir

ORKUMOLISudoku

Það eru til ýmis ráð til að draga úr rafmagnsnotkun á heimilum, hvort heldur sem er til að lækka raforkunotkun eða einfaldlega til að koma í veg fyrir að við sóum rafmagni – sem er auðvitað algjör óþarfi.

í samstarfi við orkusetur.is

GAGN OG GAMAN

Fleiri hundaráð má fá í þáttunum Hundaráð á n4.is

eða með því að skanna inn QR kóðann

Algengur hiti í húsum hér á landi er 23-25°C en rannsóknir sýna að 20°C innihiti er kjörhiti, þ.e. með tilliti til loftgæða og líðan íbúa. Hafa ber íhuga að hitakostnaður hækkar um 7% ef hiti er hækkaður um eina gráðu.

Miðlungs

Miðlungs

Erfitt

4 6

8 1 7

9 7

3 2 8 6

5

9 2

7 3

1 2 9

2 5 8

4

9 1 8 2

3

7 2 3 4 8

1 2 7 5

1 8

4 6 9 3

7

5 8 6

5 1 7

2 9 1

4

9 2 3

5 8

2 7 4

8 4

4 3 5

6 7 9 8

Reyndu aldrei að kenna hundi neittfyrr en þú ert búinn að ákveðaskref fyrir skref þær aðferðir

sem þú ætlar að nota.

Þessi var góður...Tvær slöngur voru eitt sinn saman úti að skríða þegar önnur þeirra spurði: „Erum við eiturslöngur?”„Það geturðu bókað,” sagði hin, „við erum skröltormar! Af hverju spyrðu?”„Ég beit í tunguna á mér!“·

Hér má sjá þætti sem eru í sýningu þessa dagana

Alltaf eitthvaðfróðlegt og skemmtilegt

Farið yfir helstu tíðindi

líðandi stundar norðan

heiða. Kíkt í heimsóknir

til Norðlendinga og

�allað um allt milli himins

og jarðar.

Að norðan Að vestanHlédís Sveinsdóttir ferðast

um Vesturland, frá Dala-

byggð til Hval�arðar og

ræðir við skapandi og

skemmtilegt fólk.

Að austanÞáttur um mannlíf,

atvinnulíf, menningu og

daglegt líf á Austurlandi

frá Vopnafirði til

Djúpavogs. Dagskrárgerð:

Kristborg Bóel Steindórs-

dóttir.

Föstudags-þátturinnTekið er á móti fólki og

spjallað um málefni

líðandi stundar, fréttir

vikunnar, menningu,

listir, helgina framundan

eða einfaldlega eitthvað

skemmtilegt.

Nágrannar á norður-slóðumÍ Nágrönnum á

norðurslóðum kynnumst við

grönnum okkar Græn-

lendingum betur og heyrum

sögur af grænlensku

mannlífi ásamt sögum af

íslenskum landsbyggðum.

BaksviðsNý þáttaröð af Baksviðs,

sem �allar um tónlist og

tónlistarmenn.

30. maí - 12. júní

Þriðjudagar kl. 20:00 Mánudagar kl. 20:00 Fimmtudagar kl. 20:00

Föstudagar kl. 21:00

Hvítir mávarGestur Einar Jónasson

hittir áhugavert fólk og

ræðir við það um lífið

og tilveruna.

Mánudagar kl. 20:30

Sunnudagar kl. 21:00

Háskóla-horniðSigrún Stefánsdóttir fær

til sín kennara, nemendur

og aðra sem koma að

málefnum tengdum

skólanum til að ræða við

þá um rannsóknir eða

lífið með próf úr HA í

vasanum.

Mánudagar kl. 21:00

Miðvikudagar kl. 21:00Laugardagar kl. 21:00

Sigrún Stefánsdóttir fær til

sín kennara, nemendur og

aðra sem koma að

málefnum tengdum

skólanum til að ræða við þá

um rannsóknir eða lífið

með próf úr HA í vasanum

FRAMUNDAN Á

Á dagskrá N4 Sjónvarps eru �ölbreyttir þættir þar sem áhersla er lögð á heimilislega, metnaðarfulla, fræðandi og skemmtilega dagskrárgerð með landsbyggðirnar í öndvegi.

Milli himins og jarðar

Miðvikudagar kl. 20:00

Sr. Hildur Eir Bolladóttir

fær til sín góða gesti og

ræðir á einlægan og

opinskáan hátt um allt

milli himins og jarðar.

Fróðlegir þættir um

�ölbreytt samskipti manna

og hunda.

Hundaráð

Þriðjudagar kl. 20:30

Lands-byggðirNý þáttaröð tengd

blaðinu N4 Landsbyggðir.

Í þættinum er rætt við

viðmælanda forsíðu-

viðtals blaðsins.

Skeifna-spretturFjölbreyttur þáttur um

hestamennsku á Norður-

landi. Dagskrárgerð:

Guðrún Blöndal.

Fimmtudagur kl. 21:00

Allir þættir N4 Sjón-varps eru aðgengi-legir á heimasíðu N4, www.n4.is

Bíldshöfða 8110 Reykjavík

Tryggvabraut 5600 Akureyri

S. 515 7040 S. 515 7050

NÝR MAZDA CX-5

mazda.is