38
Fyrirbygging ofbeldis á geðdeildum Fræðileg samantekt Helena Aagestad Vala Karen Gunnarsdóttir Ritgerð til BS prófs (12 einingar)

Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

Fyrirbygging ofbeldis á geðdeildum

Fræðileg samantekt

Helena Aagestad Vala Karen Gunnarsdóttir

Ritgerð til BS prófs (12 einingar)

Page 2: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

Fyrirbygging ofbeldis á geðdeildum

Fræðileg samantekt

Helena Aagestad

Vala Karen Gunnarsdóttir

2016

Ritgerð til BS prófs í hjúkrunarfræði

Leiðbeinandi: Dr. Páll Biering, dósent í geðhjúkrun

Hjúkrunarfræðideild

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2016

Page 3: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

Violence prevention in psychiatric wards

A literature review

Helena Aagestad

Vala Karen Gunnarsdóttir

Thesis for the degree of Bachelor of Science

Supervisor: Dr. Páll Biering, associate professor in mental health nursing

Faculty of Nursing

School of Health Sciences

June 2016

Page 4: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

3

Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á

nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Helena Aagestad og Vala Karen Gunnarsdóttir 2016

Prentun: Háskólaprent

Reykjavík, Ísland 2016

Page 5: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

4

Ágrip

Ofbeldi er algengt vandamál á geðdeildum. Ofbeldi hefur áhrif á heilsu, öryggi og velferð sjúklinga og

starfsfólks. Því þarf að koma auga á áhættuþætti ofbeldis og finna viðeigandi leiðir sem geta dregið úr

því.

Markmið þessarar samantektar var að finna þær leiðir sem gætu gagnast til að draga úr

ofbeldistilvikum á geðdeildum. Leitað var að rannsóknargreinum sem fjalla um vandamálið og

áhættuþætti þess og að rannsóknum á aðferðum til að fyrirbyggja ofbeldi og bregðast við því.

Til eru matstæki sem meta áhættu á ofbeldi og geta sagt til um líkur á ofbeldishegðun og í

framhaldi er hægt að grípa til viðeigandi ráðstafanna í samræmi við niðurstöður matsins. Tengsl eru á

milli umhverfisþátta, skipulags deilda, samsetningar sjúklingahóps og ofbeldis. Mönnun á deild,

reynsla starfsfólks og þjálfun þess skiptir máli þegar horft er til ofbeldistilfella. Auk þess hafa samskipti

á milli starfsfólks og sjúklinga áhrif. Of strangar reglur á geðdeildum geta verið orsakavaldur ofbeldis

og þarf því að vanda til verka þegar reglur eru settar. Hugsanlegt er að skipulögð virkni og notkun

slökunarherbergja geti dregið úr ofbeldishegðun sjúklinga. Þegar sjúklingar eru órólegir og sýna af sér

hegðun sem getur leitt til ofbeldis er mikilvægt að starfsfólk kunni að bregðast við og geti beint

sjúklingum í átt að innri ró. Algengt er að notast sé við meðferðarformið gátir á geðdeildum. Þá hefur

starfsfólk nánari gætur á sjúklingum, en gagnsemi gáta er umdeild.

Mikilvægt er að að hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk geðdeilda þekki þá þætti sem eru líklegir

til að ýta undir ofbeldi og þekki sömuleiðis leiðir til að draga úr því til þess að auka gæði og árangur

hjúkrunar.

Lykilorð: Ofbeldi á geðdeildum, fyrirbygging, sjúklingar, hjúkrunarfræðingar, starfsfólk, umhverfi og

samskipti.

Page 6: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

5

Abstract

Violence is a common problem in psychiatric wards. Violence affects health, safety and the wellbeing

of both inpatients and health care staff. Therefore it is important to recognize risk factors for violence

and find appropriate ways to decrease its prevalence.

The aim of this literature review is to find ways that could possibly help to reduce violence in

psychiatric wards. The authors searched for research articles that covered the issue and its risk

factors. They also searched for researches on methods used to prevent violence and the reaction

taken when it occurs.

Risk assessment tools are used to predict inpatient violence, based on that assessment action

can be taken based on the results of the assessment. There is a relationship between environment,

ward structure, patient crowding and violence. The number of staff on the ward, staff experience and

training are also important factors, as well as communication between staff and patients. Strict rules

on psychiatric wards can cause violence, which calls for great care when applying such rules.

Organized activity for patients and the use of comfort rooms can possibly reduce aggressive behavior

on patient's behalf. When patients are agitated and show behavior that could lead to violence it is

important for staff to know de-escalation techniques. Special observation is an intervention used in

psychiatric settings, but the therapeutic benefits of the method are controversial.

It is important that nurses as well as other staff members on psychiatric wards recognize the

factors that increase the probability of violence and know methods to reduce it in order to improve the

quality of nursing and its effectiveness.

Keywords: Violence in psychiatric wards, prevention, patients, nurses, staff, environment and

communications.

Page 7: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

6

Þakkir

Við viljum þakka leiðbeinanda okkar Dr. Páli Biering dósent við Háskóla Íslands fyrir góða leiðsögn og

hvatningu. Degi Hjartarsyni þökkum við fyrir góðan yfirlestur og gagnlegar ábendingar. Auk þess

færum við Eyrúnu Thorstensen hjúkrunardeildarstjóra á Bráðageðdeild 32-C á Landspítala þakkir fyrir

innblástur. Að lokum viljum við þakka fjölskyldum okkar og vinum fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum

námstíma okkar í hjúkrunarfræði.

Page 8: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

7

Efnisyfirlit

Ágrip ......................................................................................................................................................... 4

Abstract..................................................................................................................................................... 5

Þakkir ........................................................................................................................................................ 6

Efnisyfirlit .................................................................................................................................................. 7

1 Inngangur ............................................................................................................................................. 8

2 Aðferðir ...............................................................................................................................................10

3 Niðurstöður.........................................................................................................................................11

3.1 Áhættuþættir ofbeldis ................................................................................................................ 11

3.1.1 Umhverfi geðdeilda ........................................................................................................ 11

3.1.2 Samsjúklingar ................................................................................................................. 12

3.1.3 Starfsfólk ......................................................................................................................... 13

3.1.4 Samskipti við starfsfólk ................................................................................................... 13

3.1.5 Reglur á geðdeildum ...................................................................................................... 14

3.2 Mat á ofbeldishegðun ............................................................................................................... 15

3.2.1 Brøset matstæki ............................................................................................................. 15

3.3 Fyrirbygging ofbeldis ................................................................................................................. 17

3.3.1 Gátir .............................................................................................................................. 17

3.3.2 Hið áþreifanlega umhverfi .............................................................................................. 19

3.3.3 Reynsla starfsfólks ......................................................................................................... 20

3.3.4 Fræðsla til starfsfólks ..................................................................................................... 20

3.3.5 Samskipti ........................................................................................................................ 22

3.3.6 Skipulögð virkni .............................................................................................................. 23

3.3.7 Slökunarherbergi ............................................................................................................ 23

3.4 Viðbrögð við ofbeldi .................................................................................................................. 24

3.4.1 Sefun sjúklinga ............................................................................................................... 24

4 Umræður ............................................................................................................................................26

5 Ályktanir .............................................................................................................................................29

Heimildaskrá ...........................................................................................................................................30

Page 9: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

8

1 Inngangur

Ofbeldi er alþjóðlegt vandamál og fer heilbrigðiskerfið ekki varhluta af því. Ofbeldi er skilgreint sem

hótun eða notkun á líkamlegu afli sem getur valdið eða veldur líkamlegum skaða, dauðsfalli, sálrænu

áfalli, vitrænum skaða eða annarri skerðingu (World Health Organization, 2015). Ofbeldi getur birst

sem líkamlegar- eða andlegar árásir, einelti eða kynferðisáreiti og getur komið fram endurtekið eða

sem stakur atburður (World Health Organization, 2003).

Á vettvangi heilbrigðiskerfisins er algengast að ofbeldi sé beitt á bráðamóttökum og á geðdeildum

(Child og Mentes, 2010; Magnavita og Heponiemi, 2012) og eru hjúkrunarfræðingar og annað

starfsfólk sem vinnur náið með sjúklingum í mestri hættu á að verða fyrir því. Árið 2013 voru skráð 213

ofbeldisatvik á geðdeildum Landspítalans, sem er 42% af heildarfjölda atvika sem skráð voru (Embætti

Landlæknis, 2014). Rannsóknir hafa sýnt að 17-30% sjúklinga beita ofbeldi á meðan á innlögn á

geðdeild stendur (Broderick, Azizian, Kornbluh og Warburton, 2015; Iozzino, Ferrari, Large, Nielssen

og de Girolamo, 2015).

Ofbeldi og neikvæð áhrif þess á heilsu, öryggi og velferð sjúklinga og starfsfólks er áhyggjuefni á

geðdeildum. Því er mikilvægt að draga úr fjölda og alvarleika ofbeldistilvika. Þannig er hægt að auka

gæði og árangur meðferðar sjúklinga sem inni liggja. Afleiðingar ofbeldis gagnvart starfsfólki geta verið

að starfsfólk upplifir hræðslu, kvíða, þunglyndiseinkenni og svefntruflanir. Þá geta líkamlegir áverkar

leitt til þess að starfsfólk lætur af störfum (Iozzino o.fl., 2015; Langsrud, Linaker og Morken, 2007;

Roche, Diers, Duffield og Catling-Paull, 2010).

Ofbeldi er talið valda slæmum starfsanda, háu hlutfalli veikindaleyfa og aukinni starfsmannaveltu.

Þetta getur aftur leitt til fleiri ofbeldistilvika þar sem færra starfsfólk er þá á deildunum eða það er

reynslulítið (Bowers o.fl., 2005; Clarke, Brown og Griffith, 2010). Allt dregur þetta úr gæðum

hjúkrunarþjónustu (Hahn, Needham, Abderhalden, Duxbury og Halfens, 2006). Rannsóknir hafa sýnt

að 30-100% starfsfólks á geðdeildum hefur orðið fyrir ofbeldi í vinnunni (Hatch-Maillette, Scalora,

Bader og Bornstein, 2007; Ridenour o.fl., 2015; Rodwell, Demir og Flower, 2013; Speroni, Fitch,

Dawson, Dugan og Atherton, 2014; Zeng o.fl., 2013). Þá getur ofbeldi á geðdeildum lengt legutíma

sjúklinga og aukið fjárhagslegan kostnað (Broderick o.fl., 2015; Dickens, Piccirillo og Alderman, 2013;

Child og Mentes, 2010).

Áhættuþættir fyrir starfsfólk geta verið stuttur starfsaldur, lægra menntunarstig, lægri

greindarvísitala, það að vera í vaktavinnu, léleg samskipti á milli lækna og hjúkrunarfræðinga og léleg

stjórnun á deild (Ridenour o.fl., 2015; Roche o.fl., 2010; Zeng o.fl., 2013). Rannsóknum ber ekki

saman um hvort karlar eða konur verða oftar fyrir ofbeldi af hálfu sjúklinga (Campbell o.fl., 2011;

Ridenour o.fl., 2015; Zeng o.fl., 2013).

Ýmsir þættir hafa áhrif á líkur þess að sjúklingur beiti ofbeldi. Yngri sjúklingar eru líklegri til að beita

ofbeldi, einnig sjúklingar sem eru greindir með geðklofa, persónuleikaraskanir eða andfélagslega

hegðun sem og sjúklingar sem hafa verið nauðungavistaðir og eiga að baki margar innlagnir.

Sjúklingar sem eru einstæðir, eru með sögu um vímuefnaneyslu og hafa áður beitt sjálfa sig eða aðra

ofbeldi eru einnig líklegri til að beita ofbeldi. Algengir undanfarar þess að sjúklingar beiti ofbeldi eru að

sjúklingum eru settar hömlur eða þegar ágreiningur verður á milli samsjúklinga eða sjúklinga og

Page 10: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

9

starfsfólks (Bader, Evans og Welsh, 2014; Broderick o.fl., 2015; Clarke o.fl., 2010; Dack, Ross,

Papadopoulos, Stewart og Bowers, 2013; Iozzino o.fl., 2015).

Það er hlutverk hjúkrunarfræðinga að gæta velferðar og öryggis sjúklinga og þess að þeir haldi

virðingu sinni. Hjúkrunarfræðingar þurfa á sama tíma að gæta að eigin öryggi sem og öryggi

samstarfsfólks og sjúklinga. Að finna jafnvægið á milli þessara þátta getur reynst hjúkrunarfræðingum

erfitt. Mikilvægt er að hlusta eftir viðhorfum starfsfólks og sjúklinga þegar kemur að því að auka öryggi

þeirra og finna farsæla leið til þess að gera geðdeildir að öruggum stöðum. Í þessari umfjöllun er ekki

einungis fjallað um hjúkrunarfræðinga heldur einnig annað starfsfólk á geðdeildum. Árið 2012 voru 90

stöðugildi hjúkrunarfræðinga, 45 sjúkraliðstöður og voru 146 stöðugildi ófaglærðra á geðdeildum

Landspítala (Embætti Landlæknis, 2014). Eins og þessar upplýsingar sýna er nauðsynlegt að hafa

fleiri starfsstéttir með í umfjölluninni.

Markmið þessarar fræðilegu samantektar er að komast að því hvaða leiðir er hægt að fara til að

koma í veg fyrir ofbeldi á geðdeildum. Til að ná þessum markmiðum var sett fram rannsóknar-

spurningin: Hvernig er hægt að draga úr ofbeldi úr geðdeildum?

Í þessari samantekt verður ekki fjallað sérstaklega um líkamlega fjötra eða einangrunarvist þar sem

talsvert hefur verið skrifað um það efni á undanförnum árum. Fjötrar og einangrun eru úrræði sem eru

stundum notuð til að meðhöndla óróleika, hótun um ofbeldi og ofbeldishegðun. Þetta eru umdeildar

aðferðir sem fela í sér nauðung (Keski-Valkama o.fl., 2009; Whittington, Bowers, Nolan, Simpson og

Neil, 2009). Því koma þessi hugtök óhjákvæmilega upp í samantektinni.

Í upphafi samantektarinnar verður fjallað um orsök ofbeldis, aðallega út frá sjónarhorni starfsfólks

geðdeilda og sjúklinga. Því næst verður fjallað um fyrirbyggingu ofbeldis og hvernig bregðast megi við

ofbeldi. Að lokum verða niðurstöðurnar teknar saman og dregnar ályktanir um hvernig fyrirbyggja megi

ofbeldi.

Page 11: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

10

2 Aðferð

Heimildaleit fór fram á tímabilinu ágúst 2015 til apríl 2016. Notast var við gagnagrunnana PubMed,

Cinahl, PsycInfo og Science Direct. Helstu leitarorð voru: Violence prevention, aggression, conflict,

risk factors, therapeutic environment, security, communication, therapeutic relationship, structured risk

assessment, close observation, special observation, door locking, patient community, milieu,

crowding, staff training, comfort room, rules, de-escalation. Einnig var stuðst við vef Alþjóðaheilbrigðis-

stofnunarinnar og Embættis landlæknis.

Leitin var takmörkuð við inniliggjandi fullorðna sjúklinga á geðdeildum en útilokaðar voru deildir fyrir

aldraða. Þá var leitin takmörkuð við árin 2006 til 2016 en þó var einnig notast við eldri rannsóknir ef við

átti. Leitað var að ritrýndum greinum á íslensku og ensku.

Page 12: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

11

3 Niðurstöður

3.1 Áhættuþættir ofbeldis

3.1.1 Umhverfi geðdeilda

Geðdeildir þurfa að uppfylla margar ólíkar þarfir sem getur reynst erfitt. Umhverfi þeirra þarf að vera

meðferðarmiðað og geta undirbúið sjúklinga fyrir að snúa aftur út í samfélagið. Geðdeildir þurfa að

veita öryggi fyrir utanaðkomandi hættum og vera vinnustaður en líka tímabundið heimili fyrir sjúklinga

(Papoulias, Csipke, Rose, McKellar og Wykes, 2014).

Lítið er vitað um tengsl ofbeldis af hálfu sjúklinga og umhverfis á geðdeildum og hefur þetta efni

lítið verið rannsakað (Bowers o.fl., 2009; Papoulias o.fl., 2014). Skoðun starfsfólks og sjúklinga á því

hver orsök ofbeldis er getur verið mismunandi. Gerðar hafa verið nokkrar rannsóknir þar sem afstaða

sjúklinga og starfsfólks til orsaka ofbeldis er skoðuð. MAVAS matstækið (The management of

aggression and violence attitude) hefur verið notað til þess að mæla viðhorf sjúklinga og starfsfólks til

meðhöndlunar á ofbeldishneigð sjúklinga. Ekki sýna allar rannsóknir sömu niðurstöður. Þrjár

staðhæfingar eru á MAVAS matstækinu sem snúa að umhverfisþáttum og eiga þátttakendur að taka

afstöðu til þeirra. Staðhæfingarnar eru: Sjúklingar eru ofbeldishneigðir vegna umhverfisins sem þeir

eru í, takmarkandi umhverfi geðdeilda ýtir undir ofbeldishneigð sjúklinga og ef að áþreifanlegt umhverfi

(e. physical enviroment) deildarinnar væri öðruvísi væru sjúklingar síður ofbeldishneigðir. Dickens o.fl.

(2013) og Pulsford o.fl. (2013) hafa lagt matstækið fyrir sjúklinga og starfsfólk á geðdeildum. Í báðum

rannsóknunum voru sjúklingar og starfsfólk sammála því að takmarkandi umhverfi geðdeilda ýti undir

ofbeldishneigð sjúklinga. Sjúklingar og starfsfólk í báðum rannsóknum voru sammála því að ef að

umhverfi geðdeilda væri öðruvísi myndi það draga úr ofbeldishneigð. Í rannsókn Dickens o.fl. voru

sjúklingar sammála því að sjúklingar séu ofbeldishneigðir vegna umhverfis en í rannsókn Pulsford

voru sjúklingarnir óvissir með þessa staðhæfingu. Í báðum rannsóknum var starfsfólk ósammála

staðhæfingunni.

Tilraunir til að draga úr ofbeldi á geðdeildum fela gjarnan í sér aðferðir tengdar lyfjagjöfum eða

sálfélagslegri meðferð. Þessar aðferðir ganga út frá því að ofbeldi sé orsakað af geðrænum

einkennum, persónueinkennum eða hegðun veiks sjúklings (Bader og Evans, 2015). Hægt er að horfa

á ofbeldishneigð sjúklings út frá vistfræðilegu sjónarhorni. Vistfræðin blandar saman umhverfis- og

aðstæðubundnum íhlutunum til að meðhöndla ofbeldishneigð. Líkt og í vistkerfum lífvera telja Bader

og Evans (2015) að ofbeldishneigð innan sjúkrahúsa sé tengd sjúkdómseinkennum sjúklings, sam-

skiptum hans við aðra sjúklinga og starfsfólk, umhverfi deildarinnar og stefnu sjúkrahússins. Þegar

viðhorf sjúklinga til tengsla á milli umhverfis og ofbeldis eru skoðuð má sjá að þeir álíta samband vera

þar á milli (Dickens o.fl., 2013; Pulsford o.fl., 2013). Í rýnihóparannsókn sem gerð var í Ástralíu sögðu

sjúklingarnir að umhverfi deildarinnar hefði áhrif á árásarhneigð þeirra og nefndu þeir sérstaklega skort

á persónulegu rými (Meehan, McIntosh og Bergen, 2006).

Lokaðar geðdeildir eru deildir þar sem útgangur er læstur svo að sjúklingar komast ekki út af

sjálfsdáðum (Bowers o.fl., 2002; Cowman og Bowers, 2009; Haglund, van der Meiden, von Knorring

og von Essen, 2007). Er það gert til þess að forða sjúklingum frá því að skaða aðra eða sjálfa sig

(Haglund, von Knorring og von Essen, 2006; Muir-Cochrane o.fl., 2012). Það að hafa deildir læstar

Page 13: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

12

getur dregið úr stroki sjúklinga en virðist einnig auka líkur á ofbeldi og sjálfsskaða (Bowers, 2014;

Haglund o.fl., 2006; Nijman o.fl., 2011). Bowers o.fl. (2009) komust að því í rannsókn sinni á 136

bráðageðdeildum í Bretlandi að beint samband var á milli þess að útgangur geðdeildar var læstur og

aukinnar tíðni ofbeldis. Danirnir Middelboe, Schjødt, Byrsting og Gjerris (2001) gerðu rannsókn þar

þau könnuðu upplifun sjúklinga á andrúmslofti á geðdeildum með því að nota WAS-kvarðann (Ward

atmosphere scale). Í ljós kom að sjúklingar sem voru á læstri geðdeild upplifðu meiri reiði og sterkari

tilhneigingu til ofbeldishneigðar heldur en þeir sem voru á opinni geðdeild.

Muir-Cochrane o.fl. (2012) könnuðu viðhorf til læstra deilda í Bretlandi, þátttakendur rannsókn-

arinnar voru starfsfólk geðdeildar, sjúklingar og gestir. Helmingur starfsfólksins taldi að það að hafa

dyr að geðdeildum opnar myndi leiða til ofbeldis við dyrnar sem myndi síður gerast ef að dyr væru

læstar. Hvorki sjúklingar né gestir töluðu um þetta. Bæði sjúklingar og starfsfólk taldi að læstar dyr

leiddu til minni samvinnu á milli þeirra. Sjúklingarnir upplifðu vanmáttarkennd við að vera lokaðir inni,

líka þeir sem voru sjálfviljugir á deildinni og máttu koma og fara að vild því að þeir þurftu að biðja um

að vera hleypt út. Það að upplifa þessar hömlur leiddi til óæskilegrar hegðunar, reiði og stundum

ofbeldis. Starfsmaður sem talað var við í rannsókninni sagði að samvinna væri betri á deildum sem

væru opnar og minna væri um árekstra milli starfsfólks og sjúklinga. Þá sagði hann að opnar dyr

sköpuðu afslappaðra andrúmsloft fyrir alla aðila.

Haglund o.fl. (2006) lýstu upplifun hjúkrunarfræðinga og ófaglærðs starfsfólks á geðdeildum í

Svíþjóð með tilliti til kosta og galla lokaðra deilda. Helstu kostir lokaðra deilda taldi starfsfólk vera að

geta haft meiri stjórn á sjúklingunum, sem leiðir til rósemdar og öryggis fyrir starfsfólk og sjúklinga.

Gallar við læstar dyr taldi starfsfólk meðal annars vera áhrif á sjálfstraust sjúklinganna, umhverfið væri

ekki meðferðarvænt og að fólki liði eins og það væri í fangelsi.

3.1.2 Samsjúklingar

Samskipti milli sjúklinga geta verið uppspretta ofbeldis. Upptök átaka eru meðal annars líkamleg

snerting þeirra á milli, að annar einstaklingurinn virðir ekki persónulegt rými hins, léleg samskipti þeirra

á milli, sá sem verður fyrir ofbeldinu gerir eitthvað sem gerandanum líkar ekki eða að fórnarlambið

áreitir gerandann. Árekstrar verða oft á þeim tíma dags þegar sjúklingar þurfa helst að eiga samskipti

við aðra sjúklinga, t.d. á matmálstímum (Bowers o.fl., 2014).

Samkvæmt sjúklingum í rýnihóparannsókn Meehan o.fl. (2006) er ofbeldi óhjákvæmilegt þegar

sjúklingar búa til lengri tíma í návígi við aðra óstöðuga sjúklinga. Sumir sjúklingar telja að ofbeldis-

verknað megi rekja beint til annara sjúklinga (Chaplin, McGeorge og Lelliott, 2006b).

Mikill fjöldi sjúklinga á sömu deildinni eykur líkur á ofbeldi (Bader og Evans, 2015; Gadon,

Johnstone og Cooke, 2006; Hamrin, Iennaco og Olsen, 2009; van der Schaaf, Dusseldorp, Keuning,

Janssen og Noorthoorn, 2013). Því fleiri sjúklinga sem einstaklingur þarf að umgangast, því meira er

einkalífi hans ógnað og hann hefur minni stjórn á umhverfinu (Kumar og Ng, 2001). Virtanen o.fl.

(2011) gerðu rannsókn sem tók til 13 geðdeilda í Finnlandi. Þau skoðuðu sambandið á milli of margra

sjúkling á sömu deild og tíðni ofbeldis. Í ljós kom að 46% starfsfólksins vann á deildum þar sem of

margir sjúklingar lágu inni og sást samband á milli þess að of margir sjúklingar væru á sömu deild og

Page 14: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

13

aukinnar tíðni ofbeldis. Sams konar rannsókn sem Ng, Kumar, Ranclaud og Robinson (2001) gerðu í

Nýja-Sjálandi sýndi sömu niðurstöður.

3.1.3 Starfsfólk

Hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk er stór hluti af umhverfi eða vistkerfi geðdeilda. Ýmsar

rannsóknir hafa sýnt að fjarvera starfsfólks af deild eykur líkur á ofbeldisatvikum (Bowers, Allan,

Simpson, Nijman og Warren, 2007; Chaplin o.fl., 2006b; Hamrin o.fl., 2009). Chaplin o.fl. (2006b)

gerðu rannsókn í Englandi þar sem þau könnuðu viðhorf sjúklinga og starfsfólks til ofbeldis á

geðdeildum fyrir fólk sem glímir við geðsjúkdóma og námserfiðleika. Í ljós kom að starfsfólk taldi

algengastu undirliggjandi ástæðu ofbeldis vera undirmönnun starfsfólks og að starfsfólk væri ekki

nægilega vel þjálfað. Það sama má segja um niðustöður rannsóknar sem sömu rannsakendur gerðu á

fleiri geðdeildum á landsvísu (Chaplin, McGeorge og Lelliott, 2006a). Sömuleiðis hefur það áhrif hvort

að fastráðið starfsfólk sé á vakt eða ekki og hvort að sjúklingarnir þekki starfsfólkið sem er á vakt

(Hamrin o.fl., 2009). Tvær rannsóknir sem urðu á vegi höfunda sýndu öfug tengsl milli fjölda starfsfólks

og ofbeldis, þ.e. að því fleira starfsfólk sem væri á vakt, því fleiri ofbeldistilvik ættu sér stað (Bowers

o.fl., 2009; Owen, Tarantello, Jones og Tennant, 1998). Í grein Bowers o.fl. (2009) álykta höfundar að

þetta sé hugsanlega hægt að skýra þannig að ofbeldistilfelli verði frekar þegar starfsfólk eigi í nánum

samskiptum við sjúklinga. Auknar líkur eru á þeim samskiptum þegar fleira starfsfólk er á vakt. Aðrar

hugsanlegar skýringar telja rannsakendur vera að á þeim deildum sem fleira starfsfólk er, séu

sjúklingarnir meira krefjandi og þegar mönnun er góð er líklegra að starfsfólk grípi inn í þegar

sjúklingar brjóta reglur sem reitir þá til reiði og leiðir til ofbeldis.

Undirmönnun er þekkt vandamál á sjúkrahúsum og þarf starfsfólk oft og tíðum að vinna yfirvinnu.

Bader o.fl. (2014) skoðuðu gögn um ofbeldisatvik á stóru geðsjúkrahúsi yfir fjögurra ára tímabil.

Komust þau að því að bæði verður fjölgun á ofbeldistilvikum og þau eru alvarlegri þegar að starfsfólk á

vaktinni var að vinna yfirvinnu. Af þeim 5219 tilfellum sem urðu á þessum tíma urðu 43,3% þeirra

þegar að fyrirfram skipulagður mannafli (e. regulary scheduled shift) var á vakt en 57% tilvika varð

þegar að einn eða fleiri starfsmaður á vaktinni var að vinna yfirvinnu.

3.1.4 Samskipti við starfsfólk

Samskipti milli sjúklinga og starfsfólks eru náin á geðdeildum og má því spyrja hvort þau hafi áhrif á

tíðni ofbeldistilfella.

Rannsóknir hafa sýnt að lélegt samband á milli starfsfólks og sjúklinga ýtir undir ofbeldi

sjúklinga (Dickens o.fl., 2013; Duxbury, 2002). Bæði sjúklingar og starfsfólk segja samskipti skipta máli

þegar kemur að því að koma í veg fyrir ofbeldi (Dickens o.fl., 2013; Duxbury og Whittington, 2005;

Meehan o.fl., 2006). Bæði Dickens o.fl. (2013) og Pulsford o.fl. (2013) gerðu rannsóknir á þessu

fyrirbæri. Þeir notuðu MAVAS matstækið. Tilgangurinn var að kanna ólík viðhorf sjúklinga og

starfsfólks á réttargeðdeild og hágæslugeðdeild. Í báðum rannsóknum voru sjúklingar og starfsfólk

sammála um að léleg samskipti milli starfsfólks og sjúklinga leiðir til ofbeldis. Einnig voru báðir

hóparnir sammála um að bætt maður-á-mann samskipti myndu fækka ofbeldistilfellum. Í rannsókn

Page 15: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

14

Dickens voru sjúklingar og starfsfólk ekki á einu máli um hvort að þegar ekki væri hlustað á

sjúklingana leiddi það af sér ofbeldi. Þessu voru starfsmenn ósammála en sjúklingar töldu svo vera.

Sama segja rannsóknarniðurstöður Duxbury, Hahn, Needham og Pulsford (2008) í sams konar

rannsókn sem kannaði viðhorf starfsfólks í Sviss og Bretlandi og þau borin saman. Einnig var notast

við MAVAS. Í þeirri rannsókn var starfsfólk í báðum löndum sammála um að léleg samskipti gætu leitt

til ofbeldis og að betri maður-á-mann samskipti myndu fækka ofbeldistilvikum. Starfsfólk í báðum

löndum var ósammála því að það að hlusta ekki á sjúkling leiddi til ofbeldis.

Þó lítur starfsfólk ekki alltaf á samskipti sem mikilvægan þátt í fyrirbyggingu ofbeldis (Duxbury og

Whittington, 2005; Duxbury, 2002). Duxbury (2002) gerði rannsókn sem náði til þriggja geðdeilda þar

sem hún kannaði viðhorf sjúklinga og hjúkrunarfræðinga til meðhöndlunar á ofbeldishneigð og

ofbeldishegðun. Notast var við fyrrgreint MAVAS matstæki. Auk þess voru sjúkraskýrslur skoðaðar þar

sem ofbeldistilvik komu fram og viðtöl tekin við sjúklinga, hjúkrunarfræðinga og lækna.

Hjúkrunarfræðingarnir töldu ekki að samskipti þeirra við sjúklinga gætu ýtt undir ofbeldishneigð, en

þegar skráning ofbeldis á stofnuninni var skoðuð kom annað í ljós. Sjúklingarnir voru einnig á öðru

máli en hjúkrunarfræðingarnir og sögðu að þættir sem tengjast samskiptum við starfsfólk ýti undir

ofbeldishneigð og sögðu starfsfólk vera stjórnsamt.

Sjúklingar líta oft svo á að árekstrar við starfsfólk séu upptök ofbeldis (Duxbury og Whittington,

2005; Duxbury, 2002). Þeim finnst starfsfólk láta eins og það sé þeim æðra og sýni stjórnsemi til að

viðhalda valdapíramídanum í stað þess að veita meðferðartengda umönnun (e. therapeutic care)

(Duxbury, 2002). Auk þess upplifa sjúklingar að ekki sé hlustað á þá, þeim ekki sýnd virðing og að

starfsfólk sé ekki nógu þjálfað í samskiptum við sjúklinga (Duxbury og Whittington, 2005).

3.1.5 Reglur á geðdeildum

Á geðdeildum ríkja oft reglur sem sjúklingum er ætlað að fara eftir. Sjúklingar telja að reglur geti verið

upptök ofbeldis (Kontio o.fl., 2014; Meehan o.fl., 2006) og að skortur á skýrum skilaboðum, skýrum

reglum og samræmi sé hægt að tengja við ofbeldishneigð sjúklinga (Alexander og Bowers, 2004).

Sjúklingar í megindlegri rannsókn Meehan o.fl. (2006) töluðu um að strangar reglur og ósveigjanleiki

gæti verið uppspretta ofbeldis. Tjáðu þeir gremju þegar starfsfólk var of strangt á reglum og braut á

réttindum sjúklinganna án þess að gild ástæða væri fyrir því. Kontio o.fl. (2014) gerðu einnig

megindlega rannsókn þar sem þau skoðuðu upplifanir sjúklinga á meðhöndlun ofbeldis. Sjúklingar í

þeirri rannsókn voru á sama máli og sjúklingar í rannsókn Meehan o.fl. um að reglur gætu stuðlað að

ofbeldishegðun. Tóku þeir fram að reglurnar væru ekki sniðnar að hverjum og einum heldur giltu sömu

reglurnar fyrir alla sjúklinga deildarinnar: Ef að sjúklingur með áfengisvanda var inniliggjandi þurftu allir

hinir sjúklingarnir að gangast undir vínandamælingu og leitað var af áfengi á öllum. Ef reglum er

þröngvað upp á sjúklinga á óvarfærinn hátt eða þær notaðar til refsingar eiga sjúklingar til að neita

samvinnu við starfsfólk og geta orðið ofbeldishneigðir (Alexander og Bowers, 2004).

Alexander (2006) gerði rannsókn þar sem hún kannaði viðbrögð sjúklinga við reglum á tveimur

bráðageðdeildum. Á annari deildinni var hægt að tengja aukna hvatvísi, reiði og ofbeldishneigð við

neikvæð viðbrögð við reglum deildarinnar og erfiðleika í samskiptum. Jákvætt samband var á milli

aukalyfjagjafa og óvæntra uppákoma við brot á reglum á deildinni og ofbeldishneigðar í tengslum við

Page 16: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

15

reglur. Á hinni deildinni voru meiri reglur og meira skipulag, en hvatvísi, reiði og ofbeldishneigð minni.

Einnig var hægt að tengja minni notkun aukalyfjagjafa og færri uppákomur á deildinni við meira aðhald

og betra skipulag. Á síðar nefndri deild voru færri reglur í tenglsum við máltíðir sem höfundur

rannsóknarinnar telur einnig eiga þátt í minni reiði og ofbeldishneigð. Bowers (2009) gerði rannsókn á

136 geðdeildum í Englandi til að skoða þá þætti í fari starfsfólks sem tengjast helst ofbeldi og notkun

fjötra. Í ljós kom að það hvernig starfsfólkið setti reglur fram var sá eiginleiki þeirra sem dró mest úr

tíðni ofbeldis og fjötranotkun. Þótt að sjúklingum finnist reglur oft vera uppspretta ofbeldis þá geta

sjúklingar einnig litið á reglur sem jákvæðar, ef að þeir upplifa að þær séu settar til að tryggja velferð

þeirra (Alexander og Bowers, 2004).

3.2 Mat á ofbeldishegðun

Mikilvægt er að bera kennsl á aukinn óróleika hjá sjúklingum til að koma í veg fyrir eða draga úr

alvarleika ofbeldishegðunar. Þetta hefur löngum reynst heilbrigðisstarfsfólki erfitt og algengt er að

starfsfólk noti dómgreind sína og klínískt innsæi til þess. Á undanförnum árum hefur verið gerð aukin

krafa um að líkön um áhættu á ofbeldi séu notuð til að stuðla að árangursríkri áhættustjórnun (Faay,

van de Sande, Gooskens og Hafsteinsdottir, 2013; Ogloff og Daffern, 2006). Ofbeldishegðun sjúklinga

er flókið fyrirbæri og því þurfa líkönin að gera ráð fyrir líffræðilegum, félagslegum og sálfræðilegum

þáttum auk aðstæðu- og umhverfisþáttum sem geta gefið skýrari mynd af sjúklingnum (National

Collaborating Centre for Nursing Supportive Care, 2005).

Allnokkuð hefur verið þróað af matstækum og líkönum til að aðstoða hjúkrunarfræðinga að meta

hættu á ofbeldishegðun sjúklinga, allt frá innlögn til útskriftar. Dæmi um matstæki sem hafa gefið góða

raun í klínísku umhverfi eru Brøset Violence Checklist, Kennedy Axis V, Violence Screening Checklist,

Historical Clinical Risk, Management-20, Dynamic Appraisal of Situational Aggression, The violence

risk screening-10 (Bjørkly, Hartvig, Heggen, Brauer og Moger, 2009; Faay o.fl., 2013; Ogloff og

Daffern, 2006; van de Sande o.fl., 2013).

Brøset er það matstæki sem er notað á geðdeildum Landspítala og því ákváðu höfundar þessarar

samantektar að leggja áherslu á kynningu á því matstæki. Auk þess hafa rannsóknir ítrekað sýnt að

Brøset matstækið er marktækt, næmt og sértækt á líkindi þess að sjúklingar beiti ofbeldi gegn starfs-

fólki og öðrum sjúklingum (Abderhalden o.fl., 2004; Almvik, Woods og Rasmussen, 2000; Björkdahl,

Olsson og Palmstierna, 2006; Hvidhjelm, Sestoft, Skovgaard og Bue Bjorner, 2014).

3.2.1 Brøset matstæki

Brøset matstækið var þróað af Almvik, Woods og Rasmusen árið 1999 en þeir töldu að að þörf væri á

stuttu, einföldu og ígrunduðu matstæki til að meta líkur á ofbeldi sjúklinga á geðdeildum og var mats-

tækið þróað út frá rannsóknarniðurstöðum Linaker og Busch-Iversen (Almvik o.fl., 2000). Á geð-

deildum er mikilvægt að geta spáð fyrir um ofbeldi en það gefur hjúkrunarfræðingum tækifæri á að

grípa til snemmbúinna inngripa sem geta komið í veg fyrir að beita þurfi sjúklinga valdi og stuðlar

einnig að öryggi starfsfólks og sjúklinga á deildinni (Hvidhjelm o.fl., 2014).

Brøset matstækinu er ætlað að meta líkur á ofbeldishegðun sjúklinga næstu klukkustundir.

Rannsóknir hafa sýnt að inniliggjandi sjúklingar á geðdeildum geta sýnt einkenni og hegðun sem getur

Page 17: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

16

sveiflast á milli klukkustunda og er því mikilvægt að klínísk ákvarðanataka sé endurskoðuð reglulega á

skipulagðan hátt (Steinert o.fl., 2006; van de Sande o.fl., 2013). Út frá Brøset metur starfsfólk deilda

hvort til staðar séu þrenns konar tilfinningaþættir hjá sjúklingum; ruglástand, eirðarleysi og hama-

gangur og þrennir hegðunarþættir; munnlegar og líkamlegar hótanir og árásir á hluti. Gefið er eitt stig

fyrir hvern þátt sem er til staðar en ekkert stig ef að þátturinn er ekki til staðar. Fást því minnst núll stig

og geta samanlögð stig mest orðið sex. Eru líkurnar á að sjúklingur sýni af sér ofbeldishegðun á

næstu 24 klukkustundum metnar út frá því (Almvik o.fl., 2000).

Hægt er nota Brøset matstækið eftir þörfum en talið er árangursríkast að matstæki sé notað einu

sinni á hverri vakt, eða sem samsvarar þrisvar sinnum yfir sólarhring. Auðvelt er fyrir starfsfólk að

leggja mat á þættina og tekur það aðeins um eina mínútu að framkvæma matið (Clarke o.fl., 2010).

Sýnt hefur verið fram á að Brøset matstækið er áreiðanlegra heldur en klínískt mat fyrstu 72 klukku-

stundirnar eftir innlögn (Abderhalden o.fl., 2004; Almvik o.fl., 2000; Almvik, Woods og Rasmussen,

2007; Vaaler o.fl., 2011). Auk þess hafa rannsóknir sýnt að Brøset hefur forspárgildi um ofbeldis-

hegðun allan innlagnartíma sjúklings og því sé mikilvægt að meta hugarástand og hegðun sjúklinga

allan innlagnartímann (Björkdahl o.fl., 2006; van de Sande o.fl., 2013).

Við stigagjöf á Brøset er gert ráð fyrir að núll stig merki að líkurnar á ofbeldi séu litlar, eitt til tvö stigi

gefa til kynna að hættan á ofbeldi sé miðlungsmikil. Þrjú eða fleiri stig merkja að áhættan sé mjög mikil

og þörf sé á tafarlausum aðgerðum til að koma í veg fyrir ofbeldi og að starfsfólkið þurfi að vera

viðbúið að takast á við ofbeldi (Hvidhjelm o.fl., 2014). Í rannsókn Abderhalden o.fl. (2004) kom í ljós að

einn af hverjum 208 sjúklingnum sem fengu 0-1 stig á Brøset sýndu af sér ofbeldishegðun, einn af

hverjum 11 sjúklingum sem fengu 2-3 stig og einn af hverjum fjórum sem fengu 4-6 stig. Niðurstöður

rannsóknar Björkdahl o.fl. (2006) gefa til kynna að jákvætt skor á einum af mælingarþáttum Brøset

sexfaldi líkurnar á að sjúklingur beiti ofbeldi næsta sólarhringinn.

Í niðurstöðum rannsókna Hvidhjelm o.fl. (2014), Clarke o.fl. (2010) og Blair o.fl. (2016) kom fram að

eirðarleysi var algengasta ástæðan fyrir að hjúkrunarfræðingar gæfu sjúklingum stig á Brøset en

eirðarleysi var ástæðan fyrir stigagjöf í um 96% tilfella. Þar á eftir komu munnlegar hótanir, hama-

gangur og líkamlegt ofbeldi. Í rannsókn Clarke o.fl. (2010) kom einnig fram að það að sjúklingunum

var neitað um eitthvað sem þeir báðu um var algengasta ástæðan fyrir að þeir sýndu af sér hegðun

sem varð til þess að þeir fengu stig á Brøset.

Niðurstöður rannsókna (Abderhalden o.fl., 2006; Abderhalden o.fl., 2004; Hvidhjelm o.fl., 2014)

hafa sýnt að 10-40% sjúklinga sem eru með þrjú eða fleiri stig á Brøset eru líklegir til að sýna af sér

ofbeldishegðun næstu 24 klukkustundirnar. Innan við 1% sjúklinga sem fá færri en 3 stig á Brøset

sýna af sér ofbeldishegðun næstu 24 klukkustundirnar (Björkdahl o.fl., 2006; Hvidhjelm o.fl., 2014).

Í rannsókn Abderhalden o.fl. (2004) komu fram falskar jákvæðar niðurstöður úr Brøset hjá átta af

hverjum níu sjúklingum, þ.e. þegar sjúklingur fær fleiri en tvö stig en sýnir ekki ofbeldishegðun í

framhaldinu. Í 33% tilfella falskra jákvæðra niðurstaðna voru gerðar miklar fyrirbyggjandi ráðstafanir í

kjölfar stigagjafarinnar. Fyrirbyggjandi ráðstafanir geta valdið takmörkun á frelsi einstaklingsins þar

sem meðal annars er notast við einangrunarúrræði (Abderhalden o.fl., 2006). Rannsóknir hafa sýnt að

notkun á Brøset matstækinu dregur marktækt úr notkun einangrunarúrræða og styttir þann tíma sem

sjúklingar eru í einangrun. Það gefur vísbendingu um að matstækið aðstoði hjúkrunarfræðinga við að

Page 18: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

17

þekkja snemmbúin einkenni ofbeldis og að þeir geti brugðist við þeim áður en hegðunin verður að

ofbeldishegðun og einangrunarúrræði verða nauðsynleg (Blair o.fl., 2016; Clarke o.fl., 2010).

Rannsóknir hafa sýnt að með notkun á Brøset fækkar þeim skiptum sem sjúklingar sýna ofbeldis-

hneigð og starfsfólk neyðist til að beita þvingandi aðgerðum. Hefur matsækið því sannað tilgang sinn.

Þessar rannsóknir endurspegla mikilvægi þess að notast við klínísk áhættumöt. Brøset matstækið

getur gefið heildarmynd af ofbeldisáhættu hjá sjúklingi en einnig getur hver þáttur haft áhrif á meðferð

einstaklingsins. Ef sjúklingur fær endurtekið stig á sama áhættuþætti á Brøset, þarf að finna orsök

stigagjafarinnar og ef þörf er á, breyta meðferð sjúklingsins (Clarke o.fl., 2010). Einn af styrkleikum

Brøset er að matstækið kemur upplýsingum um áhættu á milli starfsfólks og vakta og gefur því

hjúkrunarfræðingum tækifæri til að undirbúa íhlutanir sem geta komið í veg fyrir að sjúklingar beiti

ofbeldi. rannsakendur telja því að Brøset sé áhrifaríkasta matstækið til að spá fyrir um ofbeldisverk til

styttri tíma litið (Björkdahl o.fl., 2006).

3.3 Fyrirbygging ofbeldis

3.3.1 Gátir

Gátir er algeng leið sem farin er til þess að koma í veg fyrir ofbeldi á geðdeildum. Hægt er að

skilgreina gát á þann hátt að einstaklingur sem er á gát er hafður undir ströngu eftirliti starfsmanns eða

hafður innan seilingar hans og er það gert til að tryggja öryggi sjúklings og annarra (Stewart, Bowers

og Ross, 2012). Ástæður gátar geta verið hætta á sjálfsvígstilraunum, sjálfsskaða, hætta á ofbeldi eða

að sjúklingur er talinn líklegur til að strjúka (Stewart o.fl., 2012). Jón Snorrason (2007) og samstarfs-

fólk hans gerðu rannsókn á umfangi og eðli gáta á geðsviði Landspítala og kom þar í ljós að oftast

voru sjúklingar settir á gát vegna sjálfsvígshættu eða geðrofseinkenna en einnig vegna hegðunar-

truflana eins og óróleika, ofbeldishneigðar eða vegna hættu á ofbeldi. Lítið er um rannsóknir sem sýna

fram á meðferðargildi þess að sjúklingur sé hafður á gát og meðferðargildi gáta er í raun óljóst

(Manna, 2010; Jón Snorrason. o.fl., 2007). Þó eru gátir algengt meðferðarform, raunar svo algengt að

31% inniliggjandi sjúklinga á þriggja mánaða rannsóknartímabili Jóns Snorrasonar og félaga voru

einhvern tíma hafðir á gát, flestir í fyrstu viku innlagnar.

Á Landspítala er gátum skipt upp í sex stig. Þrátt fyrir skilgreininguna hér að ofan um að gát sé

þegar sjúklingur er undir ströngu eftirliti og hafður innan seilingar starfsmanns þá felst lítið sem ekkert

eftirlit með sjúklingi í fyrsta og öðru stigi gátar. Á fyrsta stigi er honum frjálst að fara af sjúkradeildinni

án fylgdar, kallast það samráð. Á öðru stigi fær sjúklingur ekki að fara út af sjúkradeild án fylgdar. Á

þriðja stigi fær sjúklingur ekki að fara út af deildinni nema í brýnar erindagjörðir, svo sem rannsóknir og

er þá í fylgd starfsmanna. Fjórða stig gátar er kallað reglubundin gát og er sjúklingur þá undir

reglulegu eftirliti starfsmanns sem er ávallt kunnugt um líðan hans, hvar hann er og hvað hann er að

gera. Við reglubundna gát er ýmist litið til sjúklings á fimm eða fimmtán mínútna fresti. Næsta stig

gátar er stöðug gát en þá er sjúklingur undir stöðugu eftirliti starfsmanna og má ekki hverfa úr augsýn

þeirra nema í skamma stund, til dæmis vegna salernis- eða sturtuferða. Starfsmaðurinn þarf alltaf að

vita hvar sjúklingurinn er staddur og hvað hann er að gera. Þetta á líka við þegar sjúklingur fær gesti

og á nóttunni þegar sjúklingur sefur. Hæsta stig gátar er full gát eða sjálfsvígsgát, en þá má sjúklingur

ekki undir nokkrum kringumstæðum hverfa úr augsýn starfsmanns, hvort sem sjúklingur vakir eða

Page 19: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

18

sefur. Í rannsókn Jóns Snorrasonar o.fl. (2007) kom í ljós að sú gerð gátar sem mest var notast við á

rannsóknartímabilinu var reglubundin gát, en 68% sjúklinganna voru einhvern tíma hafðir á þeirri gát. Í

þessari umfjöllun er einblínt á fjórða til sjötta stig gátar og stuðst við framangreinda skilgreiningu á gát:

Að einstaklingur sem er á gát er hafður undir ströngu eftirliti starfsmanns eða hafður innan seilingar

hans (Stewart o.fl., 2012).

Eins og fyrr segir er meðferðargildi gáta óljóst (Manna, 2010). Þeir Dodds og Bowles (2001) ganga

svo langt að segja að gátir séu gagnslausar og hafi frekar öfugt meðferðarlegt gildi. Þær séu auk þess

í mótsögn við hin mannúðlegu gildi hjúkrunar. Manna (2010) komst að því í fræðilegri samantekt, þar

sem hann skoðaði 40 rannsóknir á gátum yfir 7 ára tímabil, að ekki væru tengsl milli gáta og þess að

fyrirbyggja að meðferð sjúklings fari úrskeiðis. Ray, Perkins og Meijer (2011) bentu á að það að

fylgjast stöðugt með sjúklingnum sýni ákveðið vantraust í hans garð og þetta vantraust grafi undan

meðferðar-sambandi starfsfólks og sjúklings. Ályktuðu þau einnig að eini kosturinn við gátir væri að

vernda starfsfólk og sjúklinginn gegn meiðslum. Starfsfólk á sjúkrahúsinu sem þeir rannsökuðu veittu

því athygli að sjúklingar áttu til að vera æstari og tjáðu frekar tilfinningalega örvæntingu þegar þeir

voru undir stöðugu eftirliti. Stewart o.fl. (2012) komust að sömu niðurstöðu og ályktuðu að það mætti

skýra vegna óþæginda sem hljótast af því að vera undir stöðugu eftirliti.

Rannsókn Jóns Snorrasonar og félaga (2007) sýndi að frelsisskerðingin reynist sjúklingum erfiðust

þegar þeir eru hafðir á gát sem og það að vera undir stöðugu eftirliti. Það vakti athygli rannsakenda að

um þriðjungur þeirra sem voru á stöðugri gát og reglulegri gát fannst ekkert erfitt við að vera á gát. Í

eigindlegri rannsókn O'Brien og Cole (2004) sögðust sjúklingarnir skorta upplýsingar um gátina sem

þeir voru settir á og framvindu meðferðar. Sjúklingar töldu sig vanta upplýsingar um hvers vegna þeir

væru á gát og hversu lengi hún ætti að standa yfir. Í fyrrgreindri rannsókn Jóns Snorrasonar og félaga

(2007) sögðust 59% sjúklinga vita af hverju þeir væru settir á gát, 66% vissu í hverju gátin fólst og

83% töldu gátina vera réttmæta. Í sömu rannsókn kom fram að öryggið sem fólst í því að vera á gát

var það sem sjúklingum fannst vera gagnlegast. Það sem starfsfólki fannst vera gagnlegast fyrir

sjúklinginn var umhyggja, virðing og stuðningur starfsfólks.

Á efsta stigi gátar er sjúklingurinn undir mjög miklu eftirliti og brýtur það í raun á einkalífi fólks. Þetta

getur reynst bæði sjúklingum og starfsfólki erfitt. Það að eiga sér einkalíf snýst ekki bara um að vera í

einrúmi á salerni, við að afklæðast og baða sig, heldur líka við að bursta tennur, gráta o.s.frv. Í

hversdagslífinu ræður einstaklingur hvort að hann hleypir öðrum að þessum athöfnum en þegar hann

er undir stöðugu eftirliti ræður hann engu um það (Mason, Mason-Whitehead og Thomas, 2009). Í

eigindlegri rannsókn sem gerð var á réttargeðdeild tjáðu hjúkrunarfræðingar að það sé alltaf togstreita

á milli þess að fylgjast náið með sjúklingi þegar hann er á fullri gát og að reyna að veita honum næði

vitandi að svo nánar gætur á sjúklingnum geta valdið honum sálrænni vanlíðan (Mason o.fl., 2009).

Sjúklingur sem var á stöðugri gát sagði að það hafi aldrei vanist að fá ekki að vera í næði á salerninu

og að það að þurfa að hafa hægðir fyrir framan aðra hafi orðið til þess að hann forðaðist að hafa

hægðir sem olli honum líkamlegum veikindum (Bowles, Dodds, Hackney, Sunderland og Thomas,

2002).

Sjúklingar upplifa ekki alltaf gátir á neikvæðan hátt. Jones, Ward, Wellman, Hall og Lowe (2000)

komust að því í rannsókn á upplifun sjúklinga af stöðugri gát að sjúklingarnir upplifðu blendar

Page 20: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

19

tilfinningar til gátarinnar. Þeir upplifðu samþykki frá öðrum og fannst þeim vera sýndur skilningur. Þó

fundu þeir einnig fyrir einangrun, lítillækkun og upplifðu þvingun. Framkoma starfsmanns sem var með

sjúklingi á stöðugri gát skipti sköpum um hvort að sjúklingur upplifði gátina á jákvæðan eða neikvæðan

hátt. Jafnframt kusu sjúklingarnir frekar að starfsmaðurinn sem væri með þá á gát væri einhver sem

þeir þekktu og talaði við þá. Athuga þarf að úrtakið í þessari rannsókn voru sjúklingar sem voru undir

ströngu eftirliti vegna sjálfsvígshættu og ekki er víst að niðurstöður sé hægt að yfirfæra á sjúklinga

sem eru líklegir til að beita ofbeldi.

Notkun gáta reynist ekki aðeins sjúklingum erfið. Oft er litið á gátir sem óþægilegt og óvinsælt

verkefni fyrir starfsfólk (Bowers og Park, 2001). Hjúkrunarfræðingar upplifa þetta úrræði sem

streituvaldandi og reyna því að byrja á sem vægustu formi gátar og líta á stöðuga gát sem lokaúrræði

(Stewart o.fl., 2012). Þegar starfsfólk bráðageðdeilda á Landspítala var spurt út í hvað þeim þætti erfitt

við að setja sjúklinga á gát svaraði um helmingur að álagið sem fylgir því að vera með sjúkling á fullri

gát og yfirsetu sé það erfiðasta sem og ábyrgðin sem fylgir því að vera með sjúkling á reglulegri gát

(Jón Snorrason. o.fl., 2007). Hlutverk hjúkrunarfræðinga þegar sjúklingur er á stöðugri gát er að

viðhalda öryggi sjúklinga, fylgjast með og bregðast við vísbendingum um yfirvofandi ögrandi hegðun

eða árásarhneigð, eiga góð samskipti við sjúklingana og mynda við þá meðferðarsamband (MacKay,

Paterson og Cassells, 2005; O'Brien og Cole, 2004). Að finna jafnvægi á milli þessara þátta krefst

töluverðrar leikni að hálfu hjúkrunarfræðings. Í eigindlegri rannsókn O'Brien og Cole (2004) lýsa

hjúkrunarfræðingar því að það að sinna sjúklingi á gát myndi togstreitu milli þess að sýna umhyggju og

nærgætni og þess að vera strangur og setja mörk.

Tekið skal fram að algengt er að starfsfólk sem ekki hefur hjúkrunarmenntun sinni sjúklingum sem

eru á gát (Hamilton og Manias, 2008; Stewart og Bowers, 2012). Til að mynda voru 19 þátttakendur af

þeim 60 sem tóku þátt í rannsókn Jóns Snorrasonar ófaglærðir (Jón Snorrason. o.fl., 2007). Því má

ætla að mikilvægt sé að þjálfa þetta fólk líkt og hjúkrunarfræðinga til þess að geta sinnt ofangreindum

þáttum.

Bowers og Park (2001) álykta að gátir geti verið gagnlegar hjá mjög þunglyndu fólki til að koma í

veg fyrir sjálfsvígstilraunir en geti haft þau áhrif á sjúklinga sem líklegir eru til ofbeldishegðunar að þeir

sýni frekar af sér ofbeldi. Gagnsemi gáta fari líka mikið eftir því hvaða starfsmaður sinnir gátinni hverju

sinni. Segja þeir félagar að notkun gáta sé í raun byggð á gagnsemishyggju, heilbrigðri skynsemi og

hefðum en ekki gagnreyndri þekkingu.

3.3.2 Hið áþreifanlega umhverfi

Hið áþreifanlega umhverfi er talið eiga þátt í að koma í veg fyrir ofbeldi á geðdeildum (Hamrin o.fl.,

2009; van der Schaaf o.fl., 2013). van der Schaaf o.fl. (2013) gerðu rannsókn þar sem þeir skoðuðu

tengsl hönnunar lokaðra geðdeilda og þess að sjúklingar væru settir í einangrun. Ein aðal ástæða

þess að fólk er sett í einangrun er vegna ögrandi hegðunar eða ofbeldis (Knox og Holloman, 2012;

Kontio o.fl., 2012). Niðurstöður van der Schaaf o.fl. (2013) sýndu marktæk áhrif umhverfis á hættu á

því að vera settur í einangrun. Þeir þættir sem drógu úr líkum þess að sjúklingur væri settur í

einangrun voru að hver sjúklingur gæti verið einn í næði, nyti þæginda og að starfsfólk hefði yfirsýn yfir

deildina. Góð yfirsýn yfir deildina getur haft þau áhrif að sjúklingar og starfsfólk upplifa öryggi (Delaney

Page 21: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

20

og Johnson, 2006; van der Schaaf o.fl., 2013). Í rannsókn van der Schaaf o.fl. (2013) fundust ekki

tengsl við heildarstærð deildarinnar, sem gefur til kynna að persónulegt rými sé mikilvægara en stór

sameiginleg rými sjúklinga. Hins vegar sögðu Delaney og Johnson (2006) að ef rými deildarinnar er

stórt gefi það sjúklingunum meira pláss sem auðveldar þeim að viðhalda persónulegum mörkum

sínum. Í úttekt Landlæknisembættisins á gæðum og öryggi þjónustu á geðsviði Landspítala (2014)

sögðu sumir starfsmenn geðsviðs að öryggi sé ógnað með óviðunandi aðstöðu. Á eldri deildum

spítalans eru lokuð vaktherbegi sem hvorki sést inn í né út úr. Það gerir starfsfólki erfitt fyrir að fylgjast

með því sem gerist fyrir utan þau. Að auki geti lokuð vaktherbergi vakið upp tortryggni hjá

sjúklingunum.

Það að geðdeildir séu notalegar og heimilislegar getur haft áhrif á ofbeldishegðun (Nijman, á

Campo, Ravelli og Merckelbach, 1999; Papoulias o.fl., 2014). Christenfeld, Wagner, Pastva og Acrish

(1989) gerðu könnun á meðal starfsfólks og sjúklinga fyrir og eftir endurhönnun á tveimur geðdeildum í

New York. Deildinar voru gerðar heimilislegri, settar voru inn plöntur, notaleg húsgögn og þægilegir litir

hafðir í umhverfinu. Í ljós kom að átta mánuðum eftir endurbæturnar hafði ofbeldistilfellum fækkað um

50%. Einnig fækkaði fjarvistum starfsfólks. Sömu sögu má segja um breytingar sem gerðar voru á

geðdeild í Noregi. Deildin var hönnuð þannig að hún líktist sem mest hefðbundnu norsku heimili.

Ofbeldistilfellum fækkaði eftir að breytingarnar voru gerðar og voru færri í samanburði við geðdeild

sem ekki fékk yfirhalningu (Vaaler, Morken og Linaker, 2005).

3.3.3 Reynsla starfsfólks

Hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk á geðdeildum þar sem sjúklingar sýna reglulega af sér

ofbeldishegðun þarf að finna jafnvægið á milli þess að vernda sjálfræði sjúklingsins og vernda hann

fyrir því að verða fyrir skaða þegar ofbeldishegðun á sér stað. Á sama tíma þarf starfsfólkið að vernda

sjálft sig og aðra í umhverfinu fyrir ofbeldi (Allen, 2013).

Reynsla starfsfólks getur skipt máli í tengslum við ofbeldi á geðdeildum. Delaney og Johnson

(2006) gerðu rannsókn á almennri geðdeild í Bandaríkjunum þar sem þær notuðust við grundaða

kenningu með það markmið að skoða hvaða aðferðir starfsfólk notar til að koma í veg fyrir ofbeldi.

Rannsóknin sýndi að starfsfólk sem hafi unnið í lengri tíma á deildinni þekkti betur byrjunareinkenni

þess að sjúklingar væru að æsast upp og vissu því hvort rétt væri að grípa inn í eða hvort vandamálið

myndi leysast af sjálfu sér. Við þetta má bæta að sjúklingar telja að gott andrúmsloft og samvinna á

milli starfsfólks sé mikilvægt til að skapa öruggt umhverfi (Mistry, Levack og Johnson, 2015).

3.3.4 Fræðsla til starfsfólks

Höfundar rannsókna um ofbeldi á geðdeildum hafa oftar en ekki einblínt á að aðalástæða

ofbeldishegðunar sjúklinga séu einkenni geðsjúkdómsins og persónuleiki einstaklingsins og því hefur

þjálfun starfsfólks tekið mið af sjálfsvörn, valdbeitingu og notkun á fjötrum (Beech og Leather, 2006;

Paterson, Leadbetter, Miller og Bowie, 2010). Síðustu tvo áratugi hafa niðurstöður rannsókna æ oftar

sýnt að ofbeldishegðun er afleiðing af samspili innri, ytri og aðstæðubundinna þátta sem hafa áhrif á

hegðun sjúklingsins og þarf að miða fræðsluefni og kennsluaðferðir að því (Björkdahl, Hansebo og

Palmstierna, 2013).

Page 22: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

21

Mikilvægt er að forvarnir gegn ofbeldi og þjálfun og fræðsla til starfsfólks sé byggð á rannsóknum

sem sýnt hafa að beri árangur (Johnson, 2010). Rannsóknir hafa sýnt að starfsfólk finni fyrir auknu

öryggi og sé sjálfsöruggara í aðstæðum þar sem sjúklingar sýna af sér ofbeldishegðun eftir að hafa

fengið aukna þjálfun og fræðslu um hvernig það eigi að bregðast við aðstæðunum (Bowers o.fl.,

2006).

Staying safe kennsluáætluninni er ætlað að hjálpa starfsfólki að hugsa um sjúklinga af virðingu,

forðast valdabaráttu við sjúklinga, kenna hvernig megi boða slæmar fréttir og hvernig eigi að fara yfir

reglur deilda með sjúklingum. Áætluninni er ætlað að hvetja starfsfólk geðdeilda til að vera ekki eitt

með ofbeldishneigðum sjúklingum, kalla á aðstoð fyrr heldur en síðar ef að sjúklingar eru líklegir til að

beita ofbeldi og að starfsfólkið sé alltaf tilbúið að bregðast við ef að til átaka kemur. Starfsfólk er einnig

hvatt til að eiga jákvæð samskipti við sjúklinga og svara beiðnum sjúklinga á þann veg að það hvorki

skaprauni né ögri þeim (Allen, De Nesnera, Cummings og Darling, 2011). Í rannsókn Allen o.fl. (2011)

var Staying safe kennsluáætlunin innleidd á bráðageðdeild í fjóra mánuði þar sem starfsfólk

deildarinnar fór á námskeið um áætlunina. Starfsfólkið komst að þeirri niðurstöðu að slæm samskipti

og ósamræmi i deildarreglum væru helstu ástæður þess að sjúklingar beittu ofbeldi. Taldi starfsfólkið

að það myndi standa sig betur í starfi ef að það fengi betri upplýsingar um hvern sjúkling og hefði

meira vald til að taka ákvarðanir. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að eftir námskeiðið kallaði

starfsfólk oftar á aðstoð frá öðru starfsfólki, það slasaðist síður og tilkynnti oftar ef það varð fyrir

meiðslum við störf sín. Í rannsókn Allen (2013) var sama kennsluáætlun innleidd yfir fimm ára tímabil á

bráðageðdeild og á tímabilinu fækkaði árásum á starfsfólk um 64%, meiðslum þess fækkaði um 63%

og veikindadögum vegna vinnutengdra meiðsla fækkaði um 83% frá fyrri mælingum.

Í íhlutunarrannsókn Björkdahl o.fl. (2013) var Bergen módelið innleitt á 41 geðdeild í Stokkhólmi.

Módelinu er ætlað að fræða starfsfólk geðdeilda um forvarnir og meðhöndlun sjúklinga sem sýna af

sér ofbeldishegðun og er áherslan á gott samband milli starfsfólks og sjúklinga. Kennsla til starfsfólks

samanstendur af fræðslu um kenningar um árásarhneigð, fræðslu um deildarreglur, siðferði í

umönnun, fræðslu um áhættumat og fræðslu um lög tengd ofbeldi á vinnustöðum. Kennsla um

meðhöndlun sjúklinga sem sýna ofbeldishegðun miðar að því að kenna starfsfólki að setja sjúklingum

mörk og beita samningaviðræðum, kenna starfsfólki að nota fjötra, fræða starfsfólk um öryggismál,

einangrun og viðrun eftir ofbeldistilfelli. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að starfsfólkið hafði

marktækt betri skilning á deildarreglum, starfsfólkið var marktækt rólegra þegar það stóð frammi fyrir

ofbeldishneigðum sjúklingum, marktækur munur var á vilja starfsfólksins til að fá upplýsingar um af

hverju sjúklingar beittu ofbeldi og starfsfólkið var tilbúnara til að skerast fyrr í leikinn þegar sjúklingur

beitti ofbeldi, heldur en á samanburðardeildum. Á þeim deildum sem Bergen módelið var innleitt var

einnig lagður fyrir spurningalisti. Niðurstöður hans voru að sjúklingarnir fundu marktækan mun á

forvörnum og meðhöndlun ofbeldishegðunar og að sjúklingar upplifðu áhuga starfsfólks á af hverju

þeir beittu ofbeldi á jákvæðari hátt.

Samanburðarrannsókn Kynoch, Wu og Chang (2011) var meðal annars ætlað að skoða

þjálfunaráætlanir fyrir starfsfólk bráðageðdeilda þar sem markmiðið var að fækka tilvikum ofbeldis-

hegðunar hjá sjúklingum. Heildar niðurstöður rannsóknarinnar voru að góðar þjálfunaráætlanir fyrir

Page 23: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

22

starfsfólk gera það hæfara til að takast á við ofbeldishegðun sjúklinga. Aukin þjálfun gerði starfsfólkið

upplýstara, jók færni þess og sjálfstraust.

Þó er ekki alltaf samræmi milli aukinnar þekkingar starfsfólks og fækkun ofbeldistilvika eða að

ofbeldistilfelli séu betur meðhöndluð (Johnson, 2010). Niðurstöður íhlutunarrannsóknar Bowers o.fl.

(2006) þar sem starfsfólk bráðgeðdeilda fór á námskeið um árásarhneigð og einkenni yfirvofandi

ofbeldishegðunar sýndu að jákvætt samband var á milli aukinnar þekkingar starfsfólks eftir námskeið

og ofbeldishegðunar sjúklinga. Einnig kom í ljós að ofbeldishegðun sjúklinga jókst á meðan á

námskeiðstímabilinu stóð, þegar færra starfsfólk var á deildinni en að öllu jöfnu.

3.3.5 Samskipti

Sjúklingar hafa skoðanir á því hvernig starfsfólk eigi að hátta samskiptum sínum og hvaða eiginleikum

það þarf að búa yfir til að koma í veg fyrir ofbeldi. Sjúklingar í rýnihóparannsókn í Finnlandi sögðu að

hjúkrunarfræðingar ættu að vera til staðar fyrir sjúklingana, þótt það væri ekki nema að fá sér kaffi með

þeim og veita þeim félagsskap (Kontio o.fl., 2014). Sjúklingarnir nefndu einnig að mannleg hjúkrun sé

nauðsynleg til að minnka ofbeldi og ofbeldishneigð á geðdeildum. Þykir þeim einnig mikil-vægt að

starfsfólk sé rólegt í samskiptum, sé styðjandi með tali sínu og líkamstjáningu og gæti þess að hækka

ekki röddina (Fagan-Pryor o.fl., 2003; Kontio o.fl., 2014). Auk þess sé mikilvægt að starfs-fólkið sé það

sjálft, lofi ekki einhverju sem það getur ekki staðið við og sýni þolinmæði í samskiptum (Fagan-Pryor

o.fl., 2003).

Margt er líkt með því sem starfsfólk og sjúklingar telja hjálpa til að draga úr ofbeldi hvað varðar

samskipti þeirra á milli. Spokes o.fl. (2002) gerðu rannsókn þar sem hjúkrunarfræðingar voru spurður

út í þá eiginleika sem þeir töldu að þeir þyrftu að búa yfir til að koma í veg fyrir ofbeldi sjúklinga. Töldu

þeir að samskipti skiptu miklu máli, bæði yrt og óyrt. Í hinum ýmsu rannsóknum hafa hjúkrunar-

fræðingar bent á eiginleika sem þeir þurfa að búa yfir. Má þar nefna að geta átt í samræðum við fólk,

geta talað við sjúklinga án þess að hækka röddina og tala rólega (Chen, Wang, Lew-Ting, Chiu og Lin,

2007; Spokes o.fl., 2002). Hjúkrunarfræðingar í rannsókn Spokes o.fl. (2002) tala um það að semja vel

við sjúklinga og geta hlegið með þeim, fengið sér tebolla eða farið saman í göngutúr sé mikill kostur.

Nefndu þeir að það þyrfti að útskýra aðstæður og gefa sér tíma til þess að skýra hluti fyrir sjúklingum.

Einnig skipti máli að geta leitað sátta og komið fram með ólík sjónarmið. Hjúkrunarfræðingar í Taívan

sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu sjúklings voru beðnir um að koma með uppástungur um hvað

væri hægt að gera til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Þeir nefndu meðal annars að umhyggja í garð

sjúklinga skipti máli (Chen o.fl., 2007).

Len Bowers (2014) hefur sett fram líkan sem hann kallar Safewards og miðar að því að gera

geðdeildir að öruggari stað. Hann tiltekur sex þætti sem sem koma að skipulagi til að ná því markmiði.

Einn af þessum sex þáttum lýtur að starfsfólkinu. Hann segir meðal annars að ef starfsmaður sýnir

óróleika eða kvíða geti sjúklingur skynjað það og orðið sjálfur kvíðinn sem getur leitt til þess að hann

grípi til ofbeldis. Sé starfsmaður kvíðinn á hann svo erfiðara með að höndla þær aðstæður á

fagmannlegan hátt. Það sama má segja um pirring og reiði starfsmanns. Talar Bowers einnig um

viðhorf starfsmanna, þeir þurfi að sýna virðingu og hluttekningu. Sem dæmi um góða samskiptaaðferð

starfsfólks nefnir Bowers að í stað þess að bíða eftir að sjúklingarnir banki á hurðina á vaktinni til að fá

Page 24: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

23

að tala við starfsfólk ætti starfsfólkið frekar að rölta um deildina og spyrja hvort það sé eitthvað sem

þeir geta gert fyrir sjúklingana.

3.3.6 Skipulögð virkni

Viðeigandi magn áreitis er mikilvægt í umhverfi geðdeilda. Skortur á skipulagðri virkni, og þar með

áreiti, fyrir sjúklinga á geðdeild getur valdið því að þeim fer að leiðast og geta ofbeldishegðun og

ofbeldistilfelli aukist í samræmi við það (Antonysamy, 2013; Bader og Evans, 2015; Chaplin o.fl.,

2006a; Meehan o.fl., 2006). Rannsóknir hafa sýnt að skipulögð virkni á geðdeildum getur virkað

annars vegar sem forvörn gegn ofbeldishegðun með því að koma í veg fyrir leiða og gremju sjúklinga

og hins vegar sem annars stigs forvörn til að draga athygli sjúklinga frá aðstæðum sem gætu leitt til

ofbeldishegðunar (Hallett, Huber og Dickens, 2014). Ætlast er til að sjúklingar hafi náð ákveðnu

sjúkdómsjafnvægi áður en þeir fá tækifæri til að fara í skipulagða virkni á deildum en jafnframt getur

virkni verið hluti af meðferð sem kemur sjúklingnum í sjúkdómsjafnvægi (Antonysamy, 2013).

Í rannsókn Antonysamy (2013) var kannað hvaða áhrif það hefði á sjúklinga hágæslugeðdeildar,

tíðni ofbeldistilfella og andlega heilsu þeirra ef þeir færu í fræðsluferðir í nærliggjandi dýra-garð einu

sinni í viku. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að marktækt færri tilfelli ofbeldistilfella voru skráð og

marktæk fækkun varð á fjölda einangrunarúrræða og fjölda veikindadaga hjá starfsfólki eftir

rannsóknina. Auk þess fækkaði legudögum og sjúklingar útskrifuðust oftar beint út í samfélagið heldur

en áður. Einnig voru viðbrögð sjúklinganna jákvæð og töldu þeir sig vera hæfari til að fara aftur út í

samfélagið eftir útskrift. Í rannsókn Meehan o.fl. (2006) voru sjúklingar á réttargeðdeild spurðir um

ástæður þess að sjúklingar beittu ofbeldi og hvað væri hægt að gera til að koma í veg fyrir það.

Nánast allir sjúklingarnir svöruðu því að ef sjúklingum leiddist á deildinni og lítið væri við að hafast væri

ástæða fyrir því að gremja jókst hjá sjúklingum. Einnig kenndu sjúklingarnir því um þegar áður

skipulagðri virkni var frestað. Sömu niðurstöður komu fram í rannsókn Antonysamy (2013).

Í rannsóknum Meehan o.fl. (2006) og Middleby-Clements (2009) töldu sjúklingarnir að ef meira

væri um skipulagða virkni, þeir fengju oftar að fara út af deildinni í göngutúra og hefðu aðgang að

líkamsræktaraðstöðu bætti það andrúmsloft deildarinnar og minnkaði líkur á að ofbeldishegðun kæmi

fram. Niðurstöður rannsóknar Papadopoulos, Bowers, Quirk og Khanom (2012) sýndu að aukin virkni

starfsfólks hafði jákvæð áhrif á ofbeldishegðun sjúklinga. Með aukinni virkni er átt við þegar starfsfólk

varði meira tíma með sjúklingunum, var með hóptíma, jók skipulagða virkni yfir vikuna og fór með

sjúklinga í dagsferðir. Í rannsókn Papadopoulos o.fl. (2012) kom einnig fram að þar sem deildar-stjóri

var virkur í að skipuleggja og útdeila verkefnum og senda starfsfólk á námskeið var minna um

ofbeldishegðun. Ályktuðu höfundar rannsóknarinnar að slíkir deildarstjórar væru líklegir til að hvetja

starfsfólk sitt til að vera virkt í vinnunni.

3.3.7 Slökunarherbergi

Frá því á níunda áratugnum hefur færst í aukana víðs vegar um heim að notast við svo kölluð

slökunarherbergi (e. comfort rooms) á geðdeildum. Tilgangur slökunarherbergis er að draga úr notkun

fjötra og einangrunarvistunar sjúklinga. Herbergið er staður þar sem sjúklingar geta farið á til að

upplifa reiði og kvíðatilfinningar sínar, róa sig niður, slaka á og losa um áhyggjur (Björkdahl, Perseius,

Page 25: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

24

Samuelsson og Lindberg, 2016; Novak, Scanlan, McCaul, MacDonald og Clarke, 2012; Sivak, 2012;

Smith og Jones, 2014). Herbergið er eins konar griðastaður (Sivak, 2012) þar sem sjúklingar geta leyft

huganum að reika og líkamanum að slakað á meðan sjúklingur upplifir örvun í gegnum einbeittar

athafnir að eigin vali (Björkdahl o.fl., 2016; Sivak, 2012). Umhverfið veitir sjúklingum tækifæri til að

draga úr ofbeldishneigð og reiði en einnig tækifæri til að læra streitustjórnun (Björkdahl o.fl., 2016). Í

herbergjum sem þessum er gjarnan mjúk birta eða ýmsir litir birtu, landslagsmyndir á veggjum,

ilmolíur, hljómflutningstæki, DVD-spilari, þungt teppi, þægileg húsgögn og púðar. Auk þess geta verið í

herberginu stressboltar, tímarit, bækur og fleira sem hægt er að nota til slökunar. (Björkdahl o.fl., 2016;

Smith og Jones, 2014).

Þessi herbergi eru tiltölulega nýtilkomin á geðdeildum og hafa því ekki mikið verið rannsökuð

(Björkdahl o.fl., 2016). Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar til að skoða áhrif slökunarherbergja á

beitingu fjötra og einangrunarvistar. Sumar rannsóknir hafa sýnt minni notkun á þessum inngripum, en

þó eru ekki allar rannsóknir sem styðja þessar niðurstöður (Novak o.fl., 2012; Smith og Jones, 2014).

Rannsóknir hafa sýnt að notkun slökunarherbergja hefur góð áhrif á sjúklinga sem þau nota. Þau dragi

úr áhyggjum, óróleika, veiti vellíðan, bæti samskipti o.fl. (Chalmers, Harrison, Mollison, Molloy og

Gray, 2012; Novak o.fl., 2012; Smith og Jones, 2014).

Á geðsjúkrahúsi í Bandaríkjunum þar sem slökunarherbergi voru innleidd árið 2010 dróg verulega

úr ofbeldi sjúklinga gagnvart starfsfólki eða um 48% á fjórum mánuðum. Þá óskuðu sjúklingar síður

eftir aukalyfjum 30 mínútum fyrir og eftir að hafa dvalið í herberginu (Sivak, 2012).

3.4 Viðbrögð við ofbeldi

3.4.1 Sefun sjúklinga

Að sefa órólega sjúklinga (e. de-escalation) felur í sér notkun á aðferðum, með eða án orða, sem

draga úr óróleika þeirra með því að beina sjúklingum á rólegri stað í sjálfinu (Cowin o.fl., 2003;

National Collaborating Centre for Mental Health, 2015). Sefun sjúklinga er algeng hjúkrunarmeðferð til

að viðhalda meðferðarumhverfi sjúklings og til að koma í veg fyrir ofbeldishegðun órólegra sjúklinga

(Price og Baker, 2012). Í öllum aðstæðum þar sem stigmögnun óróleika verður hjá sjúklingum þarf

meðferðin sem er veitt að vera sem minnst takmarkandi fyrir sjúklinginn og nauðsynlegt er að

aðferðirnar séu uppbyggjandi (Moylan, 2009). Ef ástæðan á bak við óróleika sjúklingsins er þekkt ætti

að reyna að finna lausn á því vandamáli (Duperouzel, 2008; Moylan, 2009). Þrátt fyrir að meðferð í

sefun sjúklinga sé talin vera mikilvæg hafa fáar rannsóknir verið gerðar um tæknina á bak við sefun

sjúklinga. Lítið er skrifað um aðferðirnar í klínískum leiðbeiningum og aðferðirnar eru sjaldan byggðar

á kenningum eða módelum um ofbeldishneigð eða samskipti á milli einstaklinga. Engir staðlar eða

aðferðir eru taldar vera betri en aðrar og því getur reynst starfsfólki erfitt að beita sefun í dagsins önn

(Price og Baker, 2012; Roberton, Daffern, Thomas og Martin, 2012).

Rannsóknir hafa sýnt að persónuleiki starfsfólks skiptir máli þegar kemur að því sefa sjúklinga.

Einstaklingar sem eru opnir, heiðarlegir, styðjandi og hafa raunverulegar áhyggjur af sjúklingum hafa

meiri færni í sefun sjúklinga (Delaney og Johnson, 2006; Duperouzel, 2008). Einnig er starfsfólk sem

getur sýnst vera rólegt, þó að mikið liggi við, líklegra til að stuðla að árangursríkri sefun. Starfsfólkið

Page 26: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

25

gefur til kynna að það hafi stjórn á aðstæðunum (Duperouzel, 2008). Í niðurstöðum eigindlegrar

samanburðarrannsóknar Price og Baker (2012) var eitt þemað færni starfsfólks í tjáningu með og án

orða. Niðurstöðurnar voru að rólegur og blíður raddblær var ein aðalaðferð sefunar. Einnig þarf starfs-

fólkið að hafa í huga að athafnir eins og augnsamband við sjúklinga og snerting getur haft róandi áhrif

á suma en espað aðra upp. Annað þema rannsóknarinnar var hvaða aðferðir skyldi nota til að sefa

sjúklinga en hver íhlutun þarf að vera byggð á innsæi starfsfólks og krefst sveigjanleika og sköpunar-

gáfu. Áhrifaríkar íhlutanir eru byggðar á jafnvæginu á milli stuðnings og stjórnunar.

Almennt er litið svo að á snemmbúin afskipti af órólegum sjúklingi sé eitt af lykilatriðum í að sefa

hann en einnig er mikilvægt að hafa í huga að þegar gripið er of snemma inn í getur það aukið

óróleika sjúklings (Delaney og Johnson, 2006; Johnson og Delaney, 2007). Ákvörðun um hvort og

hvenær eigi að hafa afskipti af órólegum sjúklingi byggist á þekkingu á fyrri hegðun sjúklings, hvort að

sjúklingurinn hafi áhrif á samsjúklinga og ógni umhverfi deildarinnar. (Delaney og Johnson, 2006;

Duperouzel, 2008; Johnson og Delaney, 2007). Þegar starfsfólk tengist sjúklingum sem sýna ofbeldis-

hegðun getur það hvatt til gagnkvæmrar virðingar og getur það sefað sjúklinginn þegar sjúklingurinn

skynjar jafnræði milli sín og starfsmanns (Delaney og Johnson, 2006; Duperouzel, 2008; Johnson og

Delaney, 2007).

Æstum sjúklingum ætti að kynna leiðir til að takast á við óróleika sinn, t.d. með því að bjóða

sjúklingi í skipulagða vikni, kenna honum bjargráð eða aðrar leiðir til að takast á við óróleikann.

Markmiðið er að sjúklingnum líði eins og hann ákveði sjálfur að róa sig niður, frekar en að honum líði

eins og starfsfólkið þvingi hann til þess (Duperouzel, 2008; Johnson og Delaney, 2007).

Í rannsókn Laker, Gray og Flach (2010) var kannað hvaða áhrif það hefði þegar starfsfólk

deildarinnar fór á námskeið í sefun og notkun fjötra. Niðurstöðurnar voru að engin marktækur munur

var á fjölda eða alvarleika ofbeldistilfella hjá sjúklingum deildarinnar eftir námskeiðið. Rannsakendur

ályktuðu að annaðhvort hafi námskeiðið ekki borið tilætlaðan árangur eða að starfsfólkinu hafi fundist

aðferðirnar of flóknar í framkvæmd. Í niðurstöðum samanburðarrannsóknar Roberton o.fl. (2012) kom

fram að margar aðferðir eru notaðar til að aðstoða hjúkrunarfræðinga við að sefa órólega sjúklinga.

Jafnframt er tekið fram að þessar aðferðir hafi að öllu jöfnu lítið verið rannsakaðar en þær sem hafi

verið rannsakaðar hafi sýnt lítinn árangur við að koma í veg fyrir ofbeldishegðun sjúklinga. Price og

Baker (2012) ályktuðu einnig út frá niðurstöðum rannsóknar sinnar að áætlanir til að sefa sjúklinga

innihéldu misjafnar aðferðir sem tækju mislangan tíma og töldu einnig að þær hefðu takmörkuð áhrif.

Page 27: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

26

4 Umræður

Í mörgum þeirra rannsókna sem fjallað hefur verið um eru viðhorf sjúklinga og starfsfólks aðal-

rannsóknarefnið. Þegar kemur að orsökum ofbeldis eru ýmsir þættir sem sjúklingar og starfsfólk nefnir

sem hugsanlega orsakavalda. Rannsóknir sýna að tengsl eru á milli umhverfisþátta, skipulagi deilda,

samsetningu sjúklingahóps og tíðni ofbeldis. Bæði sjúklingar og starfsfólk telja að umhverfið á

geðdeildum hafi áhrif á ofbeldishegðun sjúklinga og að bætt umhverfi geti dregið úr ofbeldi (Dickens

o.fl., 2013; Meehan o.fl., 2006; Pulsford o.fl., 2013). Það að geðdeildir séu lokaðar getur aukið líkur á

ofbeldi, dregið úr samvinnu milli starfsfólks og sjúklinga og aukið vanmátt sjúklinga (Bowers, 2009;

Middelboe o.fl., 2001; Muir-Cochrane o.fl., 2012). Erfitt er að greina í hvaða átt orsakasambandið er.

Skýringin gæti verið að deildir þar sem ofbeldishneigðir sjúklingar dvelja á eru frekar læstar heldur en

deildir þar sem ofbeldi er ekki eins algengt. Einnig getur verið að lokaðar dyr valdi spennu á milli

sjúklinga og starfsfólks. Starfsfólk talar um að lokaðar deildir geti haft sína kosti, þar hafi það meiri

stjórn á aðstæðunum sem leiðir til rólegra umhverfis og meira öryggi fyrir starfsfólk og sjúklinga.

Með því að gera breytingar á umhverfi geðdeilda er hægt að draga úr tíðni ofbeldis (Hamrin o.fl.,

2009; Knox og Holloman, 2012; Kontio o.fl., 2012; van der Schaaf o.fl., 2013). Það hefur sýnt sig að

bjart, opið og heimilislegt umhverfi þar sem sjúklingar eiga kost á að vera í einrúmi dregur úr ofbeldi og

veitir sjúklingum þægindi (Delaney og Johnson, 2006; Nijman og Rector, 1999; Papoulias o.fl., 2014;

Vaaler o.fl., 2005; van der Schaaf o.fl., 2013). Við skipulagningu og hönnun geðdeilda væri ráð að

hafa þessa þætti í huga og jafnvel þarf ekki miklar breytingar til þess að sníða umhverfið betur að

þörfum sjúklinga.

Sjúklingar lifa í miklu návígi við aðra sjúklinga á meðan dvöl þeirra á geðdeild stendur. Samskipti

milli sjúklinga getur verið kveikjan að ofbeldishegðun (Bowers, 2014; Chaplin o.fl., 2006b; Meehan

o.fl., 2006). Mikill fjöldi sjúklinga á sömu deild eykur líkur á ofbeldishegðun (Bader og Evans, 2015;

Gadon o.fl., 2006; van der Schaaf o.fl., 2013; Virtanen o.fl., 2011). Sjúklingar hafa minni stjórn á

umhverfi sínu og hafa minni möguleika á einkalífi séu þeir á fjölmennri deild. Út frá þessum

niðurstöðum er hægt að álykta að minni líkur séu á ofbeldi þegar fjöldi sjúklinga er hæfilegur,

sjúklingar eiga möguleika á einkalíf og upplifi að þeir hafi stjórn á umhverfinu. Auk þess má áætla að

minna áreiti sé á deildinni ef færri sjúklingar eru inniliggjandi.

Starfsfólk skipar stóran sess í starfsemi geðdeilda. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að undir-

mönnun starfsfólks á deild eykur líkur á ofbeldi af hálfu sjúklinga (Bowers o.fl., 2007; Chaplin o.fl.,

2006b; Hamrin o.fl., 2009). Það skiptir einnig máli að reynslumikið starfsfólk sé á vakt og að starfsfólk

sé ekki að vinna yfirvinnu (Bader o.fl., 2014; Chaplin o.fl., 2006b; Hamrin o.fl., 2009). Því má velta upp

hvort starfsfólk sinni sjúklingum minna ef fáir eru á vakt og hafi síður yfirsýn. Ætla má að reynslumikið

starfsfólk þekki frekar merki þess ef ofbeldi er í uppsiglingu og sé hæfara til að grípa í taumana í

aðstæðum sem geta leitt til ofbeldis. Þegar stjórnendur skipuleggja mönnun deilda ættu þeir því að

hafa í huga að nægur fjöldi starfsfólks sé á vakt og að alltaf sé starfsfólk með reynslu til staðar.

Léleg samskipti milli starfsfólks og sjúklinga geta leitt til ofbeldishegðunar sjúklinga og telja

sjúklingar og starfsfólk að með bættum samskiptum megi koma í veg fyrir ofbeldi (Dickens o.fl., 2013;

Duxbury og Whittington, 2005; Duxbury, 2002; Duxbury o.fl., 2008; Meehan o.fl., 2006; Pulsford o.fl.,

Page 28: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

27

2013). Sjúklingar telja að það að starfsfólk sé til staðar fyrir þá, sýni hlýju, sé rólegt, styðjandi, sýni

þolinmæði í samskiptum og standi við loforð sín geti dregið úr ofbeldistilvikum og að árekstrar við

starfsfólk geti verið kveikjan að ofbeldishegðun (Duxbury og Whittington, 2005; Duxbury, 2002; Fagan-

Pryor o.fl., 2003; Kontio o.fl., 2014). Þegar hjúkrunarfræðingar eru spurðir um mikilvægi samskipta

telja þeir skipta máli að kunna að eiga samræður við sjúklinga, að ekki ætti að hækka róminn og tala

skuli rólega. Einnig sé mikilvægt að geta átt í hversdagslegum samskiptum við sjúklinga og gefa þeim

nægan tíma (Chen o.fl., 2007; Spokes o.fl., 2002).

Mikilvægt er að allt starfsfólk fái fræðslu og þjálfun um fyrirbyggingu ofbeldis (Björkdahl o.fl., 2013;

Johnson, 2010). Með fræðslu finnur starfsfólk fyrir auknu öryggi og meira sjálfstrausti, það kallar oftar

á aðstoð, árásum á starfsfólk fækkar og það verður síður fyrir meiðslum. Þá fækkar veikindadögum,

aukin skilningur verður á deildarreglum og almennt verður starfsfólk hæfara til að takast á við ofbeldis-

hegðun (Bowers o.fl., 2006; Allen, 2013; Allen o.fl., 2011). Ljóst er að mikill ávinningur er af reglulegri

fræðslu til starfsfólks um ofbeldishegðun og hefur hún jákvæð áhrif á forvarnir og meðhöndlun

ofbeldishegðunar.

Í samfélagi manna gilda reglur og eru geðdeildir ekki undanskildar. Sjúklingar álíta að reglur geti

verið orsök ofbeldis, sérstaklega ef ekki er staðið rétt að framsetningu þeirra. Að þeirra mati þurfa

reglur að vera skýrar, eiga rétt á sér og vera sveigjanlegar (Alexander og Bowers, 2004; Kontio o.fl.,

2014; Meehan o.fl., 2006). Reglur þurfa ekki að vera af hinu slæma, hins vegar skiptir miklu máli að

taka tillit til þarfa hvers og eins og að reglurnar séu sanngjarnar. Algeng ástæða fyrir ofbeldishegðun

sjúklinga er að þeim er neitað um eitthvað sem þeir biðja um (Clarke o.fl., 2010). Því þarf að huga vel

að því hvað á að banna og hvað sé leyfilegt til að reyna að koma í veg fyrir óþarfa árekstra. Sjúklingar

þurfa að þekkja reglurnar og því þarf að kynna þær með virðingu fyrir sjúklingum. Höfundar þessarar

samantektar fundu ekki rannsóknir sem sýndu sjónarhorn starfsfólk og væri áhugavert að heyra þeirra

rödd þegar kemur að tengslum ofbeldis og reglna.

Með því að notast við matstæki um áhættu á ofbeldi er hægt að sjá fyrir líkur á ofbeldishegðun

sjúklinga og gera viðeigandi ráðstafanir í samræmi við niðurstöður matstækisins. Brøset er það mats-

tæki sem notast er við á geðdeildum Landspítala. Sýnt hefur verið að notkun á matstækinu dregur úr

ofbeldistilfellum á geðdeildum (Abderhalden o.fl., 2004; Almvik o.fl., 2007; Vaaler o.fl. 2011; van de

Sande o.fl., 2013; Björkdahl o.fl. 2006). Brøset matstækið getur einnig komið í veg fyrir að sjúklingar

séu beittir valdi (Blair o.fl., 2016; Clarke o.fl., 2010; Abderhalden o.fl., 2006) og dregur þannig úr líkum

á óþarfa óþægindum sem þeir hefðu annars getað orðið fyrir. Áhættumat líkt og Brøset mælitækið er

ódýrt, auðvelt í innleiðingu og notkun. Því stendur fátt í vegi fyrir því að geð-deildir, þar sem hætta er á

ofbeldi af hálfu sjúklinga, innleiði það í daglegar starfsvenjur sínar og auki þar með gæði hjúkrunar.

Gátir eru algengt meðferðarúrræði þegar kemur að fyrirbyggingu ofbeldis á geðdeildum (Stewart

o.fl., 2012; Jón Snorrason o.fl., 2007). Þetta meðferðarform er lítið rannsakað, umdeilt og fáar rann-

sóknir sem styðja meðferðargildi þess (Manna, 2010; Jón Snorrason o.fl., 2007; Dodds og Bowles,

2001). Náið eftirlit starfsfólks getur haft veruleg áhrif á sjúklinginn, bæði á líkamlegan og andlegan

hátt. Það að sjúklingur sé settur á gát sýnir vantraust í garð hans, grefur undan meðferðarsambandi

og brýtur á rétti fólks til einkalífs. Þá verða sjúklingar æstari og upplifa örvæntingu og þvingun (Ray

o.fl., 2011; Stewart o.fl., 2012; Mason o.fl., 2009; Jones o.fl., 2000). Hlutverk hjúkrunarfræðings með

Page 29: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

28

sjúkling á gát er meðal annars að meta þá áhættu sem er til staðar og tryggja öryggi (MacKay o.fl.

2005; O‘Brien og Cole, 2004). Það getur reynst starfsfólki erfitt að fylgjast náið með sjúklingum, það

getur valdið þeim kvíða og andlegu álagi og skapað togstreitu á milli umhyggju og valdbeitingar

(O‘Brien og Cole, 2004; Jón Snorrason o.fl., 2007, MacKay o.fl., 2005; Bowers og Park, 2001; Stewart

o.fl., 2012). Komið hefur fram gagnrýni á notkun gáta sem meðferðarúrræði. Því má spyrja af hverju

þetta úrræði sé mikið notað um heim allan. Hugsanlega sé hægt að finna aðrar aðferðir byggðar á

gagnreyndri þekkingu sem þjóna sama tilgangi og gátir en hafa aukið meðferðarlegt gildi og koma sér

betur fyrir sjúklinga og starfsfólk. En þar sem gátir eru mikið notaðar þarf að huga að því að þegar

sjúklingur er á gát þarf að vanda vel til verka, sýna sjúklingi virðingu og leitast við að byggja upp gott

meðferðarsamband.

Sjúklingum sem liggja á geðdeildum finnst gjarnan lítið um að vera. Sjúklingar telja að það að hafa

lítið fyrir stafni sé ein af orsökum ofbeldishegðunar (Meehan o.fl., 2006). Skipulögð virkni, svo sem að

fara í göngutúr, stunda líkamsrækt og vettvangsferðir dregur marktækt úr ofbeldistilfellum

(Antonysamy, 2013; Meehan o.fl., 2006; Middleby-Clements, 2009). Auk þess telja sjúklingar að meiri

þátttaka starfsfólks í starfi sjúklinga dragi úr ofbeldi (Papadopoulos o.fl., 2012). Það er nauðsynlegt að

stuðla að skipulagðri virkni og ná fram meðferðarumhverfi á geðdeildum þar sem ofbeldistilvik koma

upp. Hugsanlegt er að ófullnægjandi mönnun og skortur á þekkingu komi í veg fyri að starfsfólk hafi

tækifæri til að sinna skipulagðri virkni.

Víðs vegar um heim eru slökunarherbergi notuð í meðferðarlegum tilgangi. Vísbendingar eru um að

slökunarherbergi geti aðstoðað sjúklinga við að draga úr tilfinningum sem geta leitt til ofbeldis og

dregið úr ofbeldistilfellum (Chalmers o.fl., 2012; Novak o.fl., 2012; Smith og Jones, 2014). Fár

rannsóknir hafa skoðað notkun slökunarherbergja til að draga úr ofbeldi á geðdeildum, enda notkun

þeirra á þeim vettvangi tiltölulega ný hafin. Áhugavert verður að fylgjast með þróun þessa

meðferðarforms í framtíðinni.

Þegar órólegir sjúklingar sýna af sér hegðun sem gæti leitt til ofbeldis þarf starfsfólk að bregðast við

og beina sjúklingnum í átt að innri ró til að koma í veg fyrir ofbeldi (Cowin o.fl., 2003; National

Collaborating Centre for Mental Health, 2015; Price og Baker, 2012). Sefun sjúklinga þarf að vera sem

minnst takmarkandi fyrir sjúklinginn og aðferðirnar þurfa að vera uppbyggjandi (Moylan, 2009).

Starfsfólkið þarf að vera opið, heiðarlegt og veita stuðning, geta haldið ró sinni og gefa til kynna að

það hafi stjórn á aðstæðum (Delaney og Johnson, 2006; Duperouzel, 2008). Einnig er mikilvægt að

finna jafnvægi milli stuðnings og stjórnunar (Price og Baker, 2012). Sefun er mikilvæg aðferð til þess

að grípa snemma inn í þegar sjúklingar æsast upp. Hjúkrunarfræðingar ættu frekar að tileinka sér

þessa aðferð í stað þvingunaraðgerða.

Page 30: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

29

5 Ályktanir

Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk geðdeilda hafi fyrrnefnda þætti í huga og

þekki leiðir til að draga úr ofbeldi. Hjúkrunarfræðingar eru í stöðu til þess að láta rödd sína heyrast og

hafa áhrif á skipulag stofnanna. Því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar þekki þætti sem hugsanlega

geta ýtt undir ofbeldi á geðdeildum og þekki viðhorf sjúklinga. Má ætla að ef vel tekst til í vinnu sem

miðar að fyrirbyggingu ofbeldis á geðdeildum verði minna um ofbeldistilvik og gæði hjúkrunar aukist

sem leiðir til betri líðanar sjúklinga og starfsfólks.

Höfundar samantektarinnar gera sér grein fyrir að erfitt getur verið að tryggja öryggi á geðdeildum

á sama tíma og huga þarf að siðfræðinni og persónufrelsi. Þessi línudans er áskorun sem geðdeildir

og starfsfólk þeirra standa frammi fyrir. Ljóst er að ofbeldi á geðdeildum er algengt og alvarlegt

vandamál. Fyrirbygging ofbeldis hefur verið rannsakað en þó að litlu leyti og því er þörf að frekari

rannsóknum Til að mynda væri áhugavert að sjá að hve miklu leyti þær leiðir sem hér hafa verið

nefndar eru notaðar á geðdeildum og hvernig þær hafa gagnast. Þá mætti rannsaka hvernig hægt sé

að draga úr notkun gáta og hvenær notkun þeirra er viðeigandi. Þær rannsóknir á reglum sem fjallað

hefur verið um hér snúa að sjónarhorni sjúklinga. Einnig væri gagnlegt að skoða sjónarhorn starfsfólks

þar sem líklegt er að sjónarmið þeirra séu ólík. Auk þess væri áhugavert að sjá rannsóknir á gagnsemi

slökunarherbergja við fyrirbyggingu ofbeldis á geðdeildum. Að lokum væri athyglisvert að sjá íslenskar

rannsóknir á áhættuþáttum og fyrirbyggingu ofbeldis.

Page 31: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

30

Heimildaskrá

Abderhalden, C., Needham, I., Dassen, T., Halfens, R., Haug, H. J. og Fischer, J. (2006). Predicting

inpatient violence using an extended version of the Brøset violence checklist: Instrument

development and clinical application. BMC Psychiatry, 6(17). doi:10.1186/1471-244x-6-17

Abderhalden, C., Needham, I., Miserez, B., Almvik, R., Dassen, T., Haug, H. J. og Fischer, J. E.

(2004). Predicting inpatient violence in acute psychiatric wards using the Brøset violence checklist:

A multicentre prospective cohort study. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 11(4),

422-427. doi:10.1111/j.1365-2850.2004.00733.x

Alexander, J. (2006). Patients’ feelings about ward nursing regimes and involvement in rule

construction. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 13(5), 543-553.

doi:10.1111/j.1365-2850.2006.00977.x

Alexander, J. og Bowers, L. (2004). Acute psychiatric ward rules: A review of the literature. Journal of

Psychiatric and Mental Health Nursing, 11(5), 623-631.

Allen, D. E. (2013). Staying safe: Re-examining workplace violence in acute psychiatric settings.

Journal of Psychosocial Nursing and Mental Health Services, 51(9), 37-41.

doi:10.3928/02793695-20130612-04

Allen, D. E., De Nesnera, A., Cummings, K. og Darling, F. E. (2011). Transforming the culture of

caring: Getting hurt is not part of the job. Journal of psychosocial nursing and mental health

services, 49(1), 45-49.

Almvik, R., Woods, P. og Rasmussen, K. (2000). The Brøset violence checklist: Sensitivity, specificity

and interrater reliability. Journal of Interpersonal Violence, 15(12), 1284-1296.

doi:10.1177/088626000015012003

Almvik, R., Woods, P. og Rasmussen, K. (2007). Assessing risk for imminent violence in the elderly:

The Brøset violence checklist. International Journal of Geriatric Psychiatry, 22(9), 862-867.

Antonysamy, A. (2013). How can we reduce violence and aggression in psychiatric inpatient units?

BMJ Quality Improvement Report, 2(1). doi:10.1136/bmjquality.u201366.w834

Bader, S., Evans, S. E. og Welsh, E. (2014). Aggression among psychiatric inpatients: The

relationship between time, place, victims and severity ratings. Journal of the American Psychiatric

Nurses Association, 20(3), 179-186.

Bader, S. M. og Evans, S. E. (2015). Implementing an ecological approach to violence reduction at a

forensic psychiatric hospital: Approaches and lessons learned. CNS Spectrums, 20(3), 177-181.

doi:10.1017/s1092852915000176

Beech, B. og Leather, P. (2006). Workplace violence in the health care sector: A review of staff

training and integration of training evaluation models. Aggression and Violent Behavior, 11(1), 27-

43. doi:10.1016/j.avb.2005.05.004

Björkdahl, A., Hansebo, G. og Palmstierna, T. (2013). The influence of staff training on the violence

prevention and management climate in psychiatric inpatient units. Journal of Psychiatric and

Mental Health Nursing, 20(5), 396-404. doi:10.1111/j.1365-2850.2012.01930.x

Björkdahl, A., Olsson, D. og Palmstierna, T. (2006). Nurses' short-term prediction of violence in acute

psychiatric intensive care. Acta Psychiatrica Scandinavica, 113(3), 224-229. doi:10.1111/j.1600-

0447.2005.00679.x

Björkdahl, A., Perseius, K. I., Samuelsson, M. og Lindberg, M. H. (2016). Sensory rooms in psychiatric

inpatient care: Staff experiences. International Journal of Mental Health Nursing.

doi:10.1111/inm.12205

Bjørkly, S., Hartvig, P., Heggen, F. A., Brauer, H. og Moger, T. A. (2009). Development of a brief

screen for violence risk (V-RISK-10) in acute and general psychiatry: An introduction with

Page 32: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

31

emphasis on findings from a naturalistic test of interrater reliability. European Psychiatry, 24(6),

388-394. doi: 10.1016/j.eurpsy.2009.07.004

Blair, E. W., Woolley, S., Szarek, B. L., Mucha, T. F., Dutka, O., Schwartz, H. I., ...Goethe, J. W.

(2016). Reduction of seclusion and restraint in an inpatient psychiatric setting: A pilot study.

Psychiatric Quarterly. doi:10.1007/s11126-016-9428-0

Bowers, L. (2009). Association between staff factors and levels of conflict and containment on acute

psychiatric wards in England. Psychiatric Services, 60(2), 231-239. doi:10.1176/appi.ps.60.2.231

Bowers, L. (2014). Safewards: A new model of conflict and containment on psychiatric wards. Journal

of Psychiatric and Mental Health Nursing, 21(6), 499-508. doi:10.1111/jpm.12129

Bowers, L., Alexander, J., Bilgin, H., Botha, M., Dack, C., James, K., ...Stewart, D. (2014). Safewards:

The empirical basis of the model and a critical appraisal. Journal of Psychiatric Mental Health

Nursing, 21(4), 354-364. doi:10.1111/jpm.12085

Bowers, L., Allan, T., Simpson, A., Jones, J., van der Merwe, M. og Jeffery, D. (2009). Identifying key

factors associated with aggression on acute inpatient psychiatric wards. Issues in Mental Health

Nursing, 30(4), 260-271. doi:10.1080/01612840802710829

Bowers, L., Allan, T., Simpson, A., Nijman, H. og Warren, J. (2007). Adverse incidents, patient flow

and nursing workforce variables on acute psychiatric wards: The Tompkins acute ward study.

International Journal of Social Psychiatry, 53(1), 75-84.

Bowers, L., Crowhurst, N., Alexander, J., Callaghan, P., Eales, S., Guy, S., ...Ryan, C. (2002). Safety

and security policies on psychiatric acute admission wards: Results from a London-wide survey.

Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 9(4), 427-433. doi:10.1046/j.1365-

2850.2002.00492.x

Bowers, L., Nijman, H., Allan, T., Simpson, A., Warren, J. og Turner, L. (2006). Prevention and

management of aggression training and violent incidents on U.K. acute psychiatric wards.

Psychiatric Services, 57(7), 1022-1026.

Bowers, L. og Park, A. (2001). Special observation in the care of psychiatric inpatients: A literature

review. Issues in Mental Health Nursing, 22(8), 769-786. doi:10.1080/01612840152713018

Bowers, L., Simpson, A., Alexander, J., Hackney, D., Nijman, H., Grange, A. og Warren, J. (2005).

The nature and purpose of acute psychiatric wards: The Tompkins acute ward study. Journal of

mental health, 14(6), 625-635.

Bowles, N., Dodds, P., Hackney, D., Sunderland, C. og Thomas, P. (2002). Formal observations and

engagement: A discussion paper. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 9(3), 255-260.

doi:10.1046/j.1365-2850.2002.00464.x

Broderick, C., Azizian, A., Kornbluh, R. og Warburton, K. (2015). Prevalence of physical violence in a

forensic psychiatric hospital system during 2011-2013: Patient assaults, staff assaults and

repeatedly violent patients. CNS Spectrum, 20(3), 319-330. doi:10.1017/s1092852915000188

Campbell, J. C., Messing, J. T., Kub, J., Agnew, J., Fitzgerald, S., Fowler, B., ...Bolyard, R. (2011).

Workplace violence: Prevalence and risk factors in the safe at work study. Journal of Occupational

and Environmental Medicine, 53(1), 82-89.

Chalmers, A., Harrison, S., Mollison, K., Molloy, N. og Gray, K. (2012). Establishing sensory-based

approaches in mental health inpatient care: A multidisciplinary approach. Australasian Psychiatry,

20(1), 35-39.

Chaplin, R., McGeorge, M. og Lelliott, P. (2006a). The national audit of violence: In-patient care for

adults of working age. The Psychiatrist, 30(12), 444-446. doi:10.1192/pb.30.12.444

Chaplin, R., McGeorge, M. og Lelliott, P. (2006b). Violence on inpatient units for people with learning

disability and mental illness: The experiences of service users and staff. The British Journal of

Development Disabilities, 52(103), 109-116.

Page 33: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

32

Chen, W. C., Wang, J. D., Lew-Ting, C. Y., Chiu, H. J. og Lin, Y. P. (2007). Workplace violence on

workers caring for long-term institutionalized schizophrenic patients in Taiwan. Journal of

Occupational Health, 49(4), 311-316.

Child, R. J. og Mentes, J. C. (2010). Violence against women: The phenomenon of workplace violence

against nurses. Issues in Mental Health Nursing, 31(2), 89-95. doi:10.3109/01612840903267638

Christenfeld, R., Wagner, J., Pastva, M. W. G. og Acrish, M. W. P. (1989). How physical settings affect

chronic mental patients. Psychiatric Quarterly, 60(3), 253-264.

Clarke, D. E., Brown, A. M. og Griffith, P. (2010). The Brøset violence checklist: Clinical utility in a

secure psychiatric intensive care setting. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 17(7),

614-620. doi:10.1111/j.1365-2850.2010.01558.x

Cowin, L., Davies, R., Estall, G., Berlin, T., Fitzgerald, M. og Hoot, S. (2003). De-escalating

aggression and violence in the mental health setting. International Journal of Mental Health

Nursing, 12(1), 64-73.

Cowman, S. og Bowers, L. (2009). Safety and security in acute admission psychiatric wards in Ireland

and London: A comparative study. Journal of Clinical Nursing, 18(9), 1346-1353.

doi:10.1111/j.1365-2702.2008.02601.x

Dack, C., Ross, J., Papadopoulos, C., Stewart, D. og Bowers, L. (2013). A review and meta-analysis

of the patient factors associated with psychiatric in-patient aggression. Acta Psychiatrica

Scandinavica, 127(4), 255-268. doi:10.1111/acps.12053

Delaney, K. R. og Johnson, M. E. (2006). Keeping the unit safe: Mapping psychiatric nursing skills.

Journal of the American Psychiatric Nurses Association, 12(4), 198-207.

Dickens, G., Piccirillo, M. og Alderman, N. (2013). Causes and management of aggression and

violence in a forensic mental health service: Perspectives of nurses and patients. International

Journal of Mental Health Nursing, 22(6), 532-544. doi:10.1111/j.1447-0349.2012.00888.x

Dodds, P. og Bowles, N. (2001). Dismantling formal observation and refocusing nursing activity in

acute inpatient psychiatry: A case study. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 8(2),

183-188. doi:10.1046/j.1365-2850.2001.0365d.x

Duperouzel, H. (2008). „It's OK for people to feel angry”: The exemplary management of imminent

aggression. Journal of Intellectual Disabilities, 12(4), 295-307. doi:10.1177/1744629508100495

Duxbury og Whittington. (2005). Causes and management of patient aggression and violence: Staff

and patient perspectives. Journal of Advanced Nursing, 50(5), 469-478. doi:10.1111/j.1365-

2648.2005.03426.x

Duxbury, J. (2002). An evaluation of staff and patient views of and strategies employed to manage

inpatient aggression and violence on one mental health unit: A pluralistic design. Journal of

Psychiatric Mental Health Nursing, 9(3), 325-337.

Duxbury, J., Hahn, S., Needham, I. og Pulsford, D. (2008). The management of aggression and

violence attitude scale (MAVAS): A cross-national comparative study. Journal of Advanced

Nursing, 62(5), 596-606. doi:10.1111/j.1365-2648.2008.04629.x

Embætti Landlæknis. (2014). Úttekt á gæðum og öryggi þjónustu á geðsviði Landspítala. Reykjavík:

Höfundur.

Faay, M. D., van de Sande, R., Gooskens, F. og Hafsteinsdottir, T. B. (2013). Kennedy Axis V:

Clinimetric properties assessed by mental health nurses. International Journal of Mental Health

Nursing, 22(5), 453-464. doi:10.1111/j.1447-0349.2012.00887.x

Fagan-Pryor, E. C., Haber, L. C., Dunlap, D., Nall, J. L., Stanley, G. og Wolpert, R. (2003). Patients'

views of causes of aggression by patients and effective interventions. Psychiatric Services, 54(4),

549-553. doi:10.1176/appi.ps.54.4.549

Page 34: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

33

Gadon, L., Johnstone, L. og Cooke, D. (2006). Situational variables and institutional violence: A

systematic review of the literature. Clinical Psychology Review, 26(5), 515-534.

doi:10.1016/j.cpr.2006.02.002

Haglund, K., van der Meiden, E., von Knorring, L. og von Essen, L. (2007). Psychiatric care behind

locked doors. A study regarding the frequency of and the reasons for locked psychiatric wards in

Sweden. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 14(1), 49-54. doi:10.1111/j.1365-

2850.2007.01042.x

Haglund, K., von Knorring, L. og von Essen, L. (2006). Psychiatric wards with locked doors-

advantages and disadvantages according to nurses and mental health nurse assistants. Journal of

Clinical Nursing, 15(4), 387-394. doi:10.1111/j.1365-2702.2006.01489.x

Hahn, S., Needham, I., Abderhalden, C., Duxbury, J. A. og Halfens, R. J. (2006). The effect of a

training course on mental health nurses' attitudes on the reasons of patient aggression and its

management. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 13(2), 197-204.

doi:10.1111/j.1365-2850.2006.00941.x

Hallett, N., Huber, J. W. og Dickens, G. L. (2014). Violence prevention in inpatient psychiatric settings:

Systematic review of studies about the perceptions of care staff and patients. Aggression and

Violent Behavior, 19(5), 502-514. doi:10.1016/j.avb.2014.07.009

Hamilton, B. og Manias, E. (2008). The power of routine and special observations: Producing civility in

a public acute psychiatric unit. Nursing Inquiry, 15(3), 178-188.

Hamrin, V., Iennaco, J. og Olsen, D. (2009). A review of ecological factors affecting inpatient

psychiatric unit violence: Implications for relational and unit cultural improvements. Issues in

Mental Health Nursing, 30(4), 214-226. doi:10.1080/01612840802701083

Hatch-Maillette, M. A., Scalora, M. J., Bader, S. M. og Bornstein, B. H. (2007). A gender-based

incidence study of workplace violence in psychiatric and forensic settings. Violence and Victims,

22(4), 449-462. doi:10.1891/088667007781553982

Hvidhjelm, J., Sestoft, D., Skovgaard, L. T. og Bue Bjorner, J. (2014). Sensitivity and specificity of the

Brøset violence checklist as predictor of violence in forensic psychiatry. Nordic Journal of

Psychiatry, 68(8), 536-542. doi:10.3109/08039488.2014.880942

Iozzino, L., Ferrari, C., Large, M., Nielssen, O. og de Girolamo, G. (2015). Prevalence and risk factors

of violence by psychiatric acute inpatients: A systematic review and meta-analysis. PLoS One,

10(6). doi:10.1371/journal.pone.0128536

Johnson, M. E. (2010). Violence and restraint reduction efforts on inpatient psychiatric units. Issues in

Mental Health Nursing, 31(3), 181-197. doi:10.3109/01612840903276704

Johnson, M. E. og Delaney, K. R. (2007). Keeping the unit safe: The anatomy of escalation. Journal of

the American Psychiatric Nurses Association, 13(1), 42-52. doi:10.1177/1078390307301736

Jones, J., Nolan, P., Bowers, L., Simpson, A., Whittington, R., Hackney, D. og Bhui, K. (2010).

Psychiatric wards: Places of safety? Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 17(2), 124-

130. doi:10.1111/j.1365-2850.2009.01482.x

Jones, J., Ward, M., Wellman, N., Hall, J. og Lowe, T. (2000). Psychiatric inpatients' experience of

nursing observation. Journal of psychosocial nursing and mental health services, 38(12), 10-20.

Keski-Valkama, A., Sailas, E., Eronen, M., Koivisto, A.-M., Lönnqvist, J. og Kaltiala-Heino, R. (2009).

Who are the restrained and secluded patients: A 15-year nationwide study. Social Psychiatry and

Psychiatric Epidemiology, 45(11), 1087-1093. doi:10.1007/s00127-009-0150-1

Knox, D. K. og Holloman, G. H. (2012). Use and avoidance of seclusion and restraint: Consensus

statement of the american association for emergency psychiatry project BETA seclusion and

restraint workgroup. Western Journal of Emergency Medicine, 13(1).

doi:10.5811/westjem.2011.9.6867

Page 35: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

34

Kontio, R., Anttila, M., Lantta, T., Kauppi, K., Joffe, G. og Valimaki, M. (2014). Toward a safer working

environment on psychiatric wards: Service users' delayed perspectives of aggression and

violence-related situations and development ideas. Perspect Psychiatric Care, 50(4), 271-279.

doi:10.1111/ppc.12054

Kontio, R., Joffe, G., Putkonen, H., Kuosmanen, L., Hane, K., Holi, M. og Valimaki, M. (2012).

Seclusion and restraint in psychiatry: Patients' experiences and practical suggestions on how to

improve practices and use alternatives. Perspect Psychiatric Care, 48(1), 16-24.

doi:10.1111/j.1744-6163.2010.00301.x

Kumar, S. og Ng, B. (2001). Crowding and violence on psychiatric wards: Explanatory models.

Canadian Journal of Psychiatry, 46(5), 433-437.

Kynoch, K., Wu, C.-J. og Chang, A. M. (2011). Interventions for preventing and managing aggressive

patients admitted to an acute hospital setting: A systematic review. Worldviews on Evidence-

Based Nursing, 8(2), 76-86. doi:10.1111/j.1741-6787.2010.00206.x

Laker, C., Gray, R. og Flach, C. (2010). Case study evaluating the impact of de-escalation and

physical intervention training. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 17(3), 222-228.

doi:10.1111/j.1365-2850.2009.01496.x

Langsrud, K., Linaker, O. M. og Morken, G. (2007). Staff injuries after patient-staff incidences in

psychiatric acute wards. Nordic Journal of Psychiatry, 61(2), 121-125.

doi:10.1080/08039480701226104

MacKay, I., Paterson, B. og Cassells, C. (2005). Constant or special observations of inpatients

presenting a risk of aggression or violence: Nurses' perceptions of the rules of engagement.

Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 12(4), 464-471. doi:10.1111/j.1365-

2850.2005.00867.x

Magnavita, N. og Heponiemi, T. (2012). Violence towards health care workers in a public health care

facility in Italy: A repeated cross-sectional study. BMC Health Services Research, 12(108).

doi:10.1186/1472-6963-12-108

Manna, M. (2010). Effectiveness of formal observation in inpatient psychiatry in preventing adverse

outcomes: The state of the science. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 17(3), 268-

273. doi:10.1111/j.1365-2850.2009.01512.x

Mason, T., Mason-Whitehead, E. og Thomas, M. (2009). Special observations in forensic psychiatric

practice: Gender issues of the watchers and the watched. Journal of Psychiatric and Mental Health

Nursing, 16(10), 910-918. doi:10.1111/j.1365-2850.2009.01470.x

Meehan, T., McIntosh, W. og Bergen, H. (2006). Aggressive behaviour in the high-secure forensic

setting: The perceptions of patients. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 13(1), 19-

25. doi:10.1111/j.1365-2850.2006.00906.x

Middelboe, T., Schjødt, T., Byrsting, K. og Gjerris, A. (2001). Ward atmosphere in acute psychiatric in‐

patient care: Patients' perceptions, ideals and satisfaction. Acta Psychiatrica Scandinavica, 103(3),

212-219.

Middleby-Clements, J. L. (2009). The interpersonal dynamics of aggression and violence in mental

health inpatient units. University of Wollongong. Australia.

Mistry, H., Levack, W. M. og Johnson, S. (2015). Enabling people, not completing tasks: Patient

perspectives on relationships and staff morale in mental health wards in England. BMC Psychiatry,

15(307). doi:10.1186/s12888-015-0690-8

Moylan, L. B. (2009). Physical restraint in acute care psychiatry: A humanistic and realistic nursing

approach. Journal of Psychosocial Nursing and Mental Health Services, 47(3), 41-47.

Muir-Cochrane, E., van der Merwe, M., Nijman, H., Haglund, K., Simpson, A. og Bowers, L. (2012).

Investigation into the acceptability of door locking to staff, patients, and visitors on acute

Page 36: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

35

psychiatric wards. International Journal of Mental Health Nursing, 21(1), 41-49.

doi:10.1111/j.1447-0349.2011.00758.x

National Collaborating Centre for Mental Health. (2015). National Institute for Health and Clinical

Excellence: Guidance. Í ritinu Violence and Aggression: Short-Term Management in Mental

Health, Health and Community Settings: Updated edition. London: British Psychological Society

Ng, B., Kumar, S., Ranclaud, M. og Robinson, E. (2001). Ward crowding and incidents of violence on

an acute psychiatric inpatient unit. Psychiatric Services, 52(4), 521-525.

doi:10.1176/appi.ps.52.4.521

Nijman, H., Bowers, L., Haglund, K., Muir-Cochrane, E., Simpson, A. og Van Der Merwe, M. (2011).

Door locking and exit security measures on acute psychiatric admission wards. Journal of

Psychiatric and Mental Health Nursing, 18(7), 614-621. doi:10.1111/j.1365-2850.2011.01716.x

Nijman, H. L., á Campo, J. M., Ravelli, D. P. og Merckelbach, H. L. (1999). A tentative model of

aggression on inpatient psychiatric wards. Psychiatric Services, 50(6), 832-834.

Nijman, H. L. og Rector, G. (1999). Crowding and aggression on inpatient psychiatric wards.

Psychiatric Services, 50(8), 830-831.

Novak, T., Scanlan, J., McCaul, D., MacDonald, N. og Clarke, T. (2012). Pilot study of a sensory room

in an acute inpatient psychiatric unit. Australasian Psychiatry, 20(5), 401-406.

O'Brien, L. og Cole, R. (2004). Mental health nursing practice in acute psychiatric close-observation

areas. International Journal of Mental Health Nursing, 13(2), 89-99. doi:10.1111/j.1440-

0979.2004.00324.x

Ogloff, J. R. og Daffern, M. (2006). The dynamic appraisal of situational aggression: An instrument to

assess risk for imminent aggression in psychiatric inpatients. Behavioral Science and the Law,

24(6), 799-813. doi:10.1002/bsl.741

Owen, C., Tarantello, C., Jones, M. og Tennant, C. (1998). Violence and aggression in psychiatric

units. Psychiatric Services, 49(11), 1452-1457.

Papadopoulos, C., Bowers, L., Quirk, A. og Khanom, H. (2012). Events preceding changes in conflict

and containment rates on acute psychiatric wards. Psychiatric Services, 63(1), 40-47.

Papoulias, C., Csipke, E., Rose, D., McKellar, S. og Wykes, T. (2014). The psychiatric ward as a

therapeutic space: Systematic review. The British Journal of Psychiatry, 205(3), 171-176.

doi:10.1192/bjp.bp.114.144873

Paterson, B., Leadbetter, D., Miller, G. og Bowie, V. (2010). Re-framing the problem of workplace

violence directed towards nurses in mental health services in the UK: A work in progress.

International Journal of Social Psychiatry, 56(3), 310-320. doi:10.1177/0020764008099692

Price, O. og Baker, J. (2012). Key components of de-escalation techniques: A thematic synthesis.

International Journal of Mental Health Nursing, 21(4), 310-319. doi:10.1111/j.1447-

0349.2011.00793.x

Pulsford, D., Crumpton, A., Baker, A., Wilkins, T., Wright, K. og Duxbury, J. (2013). Aggression in a

high secure hospital: Staff and patient attitudes. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing,

20(4), 296-304. doi:10.1111/j.1365-2850.2012.01908.x

Ray, R., Perkins, E. og Meijer, B. (2011). The evolution of practice changes in the use of special

observations. Archives of Psychiatric Nursing, 25(2), 90-100. doi:10.1016/j.apnu.2010.07.007

Richmond, J. S., Berlin, J. S., Fishkind, A. B., Holloman, G. H., Jr., Zeller, S. L., Wilson, M. P., ...Ng, A.

T. (2012). Verbal de-escalation of the agitated patient: Consensus statement of the american

association for emergency psychiatry project BETA de-escalation workgroup. The Western Journal

of Emergency Medicine, 13(1), 17-25. doi:10.5811/westjem.2011.9.6864

Page 37: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

36

Ridenour, M., Lanza, M., Hendricks, S., Hartley, D., Rierdan, J., Zeiss, R. og Amandus, H. (2015).

Incidence and risk factors of workplace violence on psychiatric staff. Work, 51(1), 19-28.

doi:10.3233/wor-141894

Roberton, T., Daffern, M., Thomas, S. og Martin, T. (2012). De-escalation and limit setting in forensic

mental health units. Journal of Forensic Nursing, 8(2), 94-101. doi:10.1111/j.1939-

3938.2011.01125.x

Roche, M., Diers, D., Duffield, C. og Catling-Paull, C. (2010). Violence toward nurses, the work

environment and patient outcomes. Journal of Nursing Scholarship, 42(1), 13-22.

doi:10.1111/j.1547-5069.2009.01321.x

Rodwell, J., Demir, D. og Flower, R. L. (2013). The oppressive nature of work in healthcare: Predictors

of aggression against nurses and administrative staff. Journal of Nursing Management, 21(6), 888-

897. doi:10.1111/jonm.12086

Sivak, K. (2012). Implementation of comfort rooms to reduce seclusion, restraint use and acting-out

behaviors. Journal of Psychosocial Nursing and Mental Health Services, 50(2), 24-34.

Smith, S. og Jones, J. (2014). Use of a sensory room on an intensive care unit. Journal of

Psychosocial Nursing and Mental Health Services, 52(5), 22-30. doi:10.3928/02793695-

20131126-06

Jón Snorrason, Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir og Jón Friðrik Sigurðsson. (2007). Gátir á bráðadeildum

geðsviðs Landspítala: Viðhorf sjúklinga og starfsmanna. Læknablaðið, 93, 833-839.

Speroni, K. G., Fitch, T., Dawson, E., Dugan, L. og Atherton, M. (2014). Incidence and cost of nurse

workplace violence perpetrated by hospital patients or patient visitors. Journal of Emergency

Nursing, 40(3), 218-228. doi:10.1016/j.jen.2013.05.014

Spokes, K., Bond, K., Lowe, T., Jones, J., Illingworth, P., Brimblecombe, N. og Wellman, N. (2002).

HOVIS – The Hertfordshire/Oxfordshire violent incident study. Journal of Psychiatric and Mental

Health Nursing, 9(2), 199-209. doi:10.1046/j.1365-2850.2002.00467.x

Steinert, T., Martin, V., Baur, M., Bohnet, U., Goebel, R., Hermelink, G., ...Voigtländer, W. (2006).

Diagnosis-related frequency of compulsory measures in 10 German psychiatric hospitals and

correlates with hospital characteristics. Social Psychiatry and Psychiatric Epidemiology, 42(2),

140-145. doi:10.1007/s00127-006-0137-0

Stenhouse, R. C. (2011). „They all said you could come and speak to us”: Patients' expectations and

experiences of help on an acute psychiatric inpatient ward. Journal of Psychiatric Mental Health

Nursing, 18(1), 74-80. doi:10.1111/j.1365-2850.2010.01645.x

Stewart, D. og Bowers, L. (2012). Under the gaze of staff: Special observation as surveillance.

Perspectives in Psychiatric Care, 48(1), 2-9. doi:10.1111/j.1744-6163.2010.00299.x

Stewart, D., Bowers, L. og Ross, J. (2012). Managing risk and conflict behaviours in acute psychiatry:

The dual role of constant special observation. Journal of Advanced Nursing, 68(6), 1340-1348.

doi:10.1111/j.1365-2648.2011.05844.x

Vaaler, A. E., Iversen, V. C., Morken, G., Flovig, J. C., Palmstierna, T. og Linaker, O. M. (2011). Short-

term prediction of threatening and violent behaviour in an acute psychiatric intensive care unit

based on patient and environment characteristics. BMC Psychiatry, 11(44). doi:10.1186/1471-

244x-11-44

Vaaler, A. E., Morken, G. og Linaker, O. M. (2005). Effects of different interior decorations in the

seclusion area of a psychiatric acute ward. Nordic journal of psychiatry, 59(1), 19-24.

van de Sande, R., Noorthoorn, E., Wierdsma, A., Hellendoorn, E., van der Staak, C., Mulder, C. L. og

Nijman, H. (2013). Association between short-term structured risk assessment outcomes and

seclusion. International Journal of Mental Health Nursing, 22(6), 475-484. doi:10.1111/inm.12033

Page 38: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ · June 2016 . 3 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á ... 2010; Magnavita og Heponiemi,

37

van der Schaaf, P. S., Dusseldorp, E., Keuning, F. M., Janssen, W. A. og Noorthoorn, E. O. (2013).

Impact of the physical environment of psychiatric wards on the use of seclusion. Briths Journal of

Psychiatry, 202, 142-149. doi:10.1192/bjp.bp.112.118422

Virtanen, M., Vahtera, J., Batty, G. D., Tuisku, K., Pentti, J., Oksanen, T., ...Kivimaki, M. (2011).

Overcrowding in psychiatric wards and physical assaults on staff: Data-linked longitudinal study.

British Journal of Psychiatry, 198(2), 149-155. doi:10.1192/bjp.bp.110.082388

Whittington, R., Bowers, L., Nolan, P., Simpson, A. og Neil, L. (2009). Approval ratings of inpatient

coercive interventions in a national sample of mental health service users and staff in England.

Psychiatric Service, 60(6), 792-798. doi:10.1176/appi.ps.60.6.792

World Health Organization. (2003). Workplace violence in the health sector: Country case studies

research instruments. Genf: Höfundur.

World Health Organization. (2015). Global status report on violence prevention 2014. Genf: Höfundur.

Zeng, J. Y., An, F. R., Xiang, Y. T., Qi, Y. K., Ungvari, G. S., Newhouse, R., ...Chiu, H. F. (2013).

Frequency and risk factors of workplace violence on psychiatric nurses and its impact on their

quality of life in China. Psychiatry Research, 210(2), 510-514. doi:10.1016/j.psychres.2013.06.013