66
Hjarta- og æðakerfið

Hjarta- og æðakerfið

  • Upload
    geoff

  • View
    275

  • Download
    0

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Hjarta- og æðakerfið. Vökvakerfi líkamans. Frumuvökvi (65%): Fyllir út í hverja frumu. Holdvessi / vefjavessi (22%): Er hluti af tengiefni sem er á milli fruma (samsetning mismunandi). Frumur taka úr honum næringu og súrefni en losa út í hann úrgangsefni. - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Page 1: Hjarta- og æðakerfið

Hjarta- og æðakerfið

Page 2: Hjarta- og æðakerfið

Vökvakerfi líkamans

• Frumuvökvi (65%):– Fyllir út í hverja frumu.

• Holdvessi / vefjavessi (22%):– Er hluti af tengiefni sem er

á milli fruma (samsetning mismunandi).

– Frumur taka úr honum næringu og súrefni en losa út í hann úrgangsefni.

– Hluti safnast sem æðavessi í vessaæðar (sogæðar) og berst inn í blóðæðar og sameinast blóðvökva (13%).

Page 3: Hjarta- og æðakerfið

Blóðrás í hryggleysingjum

• Frumdýr, þyrildýr, litlir iðormar, smæstu skordýr o.fl.– Hafa ekki flutningskerfi.– Öndunarloft, næring og úrgangur flyst með flæði á

milli fruma.

• Stærri hryggleysingjar:– Opin hringrás þ.e. blóð streymir ekki alltaf innan æða.

• Flytur næringu, úrgang, boðefni og stundum öndunarloft

Page 4: Hjarta- og æðakerfið

Blóðrás í hryggdýrum

• Hafa lokaða hringrás. Blóðið er alltaf í æðum.

• Fiskar og seiði froskdýra:

• Anda með tálknum.• Ein hringrás.• Hjarta er tvö hólf

– gátt og hvolf

Page 5: Hjarta- og æðakerfið

Blóðrás í hryggdýrum

Froskdýr og flest skriðdýr:

• Anda með lungum.• Hafa tvær hringrásir:

– Lungnahringrás / litla hringrás.

– Meginhringrás / stóra hringrás.

• Þriggja hólfa hjarta (tvær gáttir og eitt hvolf)

Page 6: Hjarta- og æðakerfið

Blóðrás í hryggdýrum

Fuglar og spendýr:• Anda með lungum.• Hafa tvær hringrásir:

– Lungnahringrás / litla hringrás.

– Meginhringrás / stóra hringrás.

• Fjögurra hólfa hjarta.

Page 7: Hjarta- og æðakerfið

Hjarta

• Holur vöðvi á stærð við hnefa eigandans.

• Liggur aðeins vinstra megin við bringubein (þessvegna er vinstra lungað aðeins minna)

• Klætt að utan með tvöföldum poka úr bandvef sem nefnist gollurshús. Á milli himnanna er holdvessi til að minnka núning

• Hjartað er gert úr sérstökum vöðvafrumum sem kallast hjartavöðvafrumur– Eru þessar frumur þétt tengdar saman til

þess að tryggja hraðan boðflutning um hjartað

Page 8: Hjarta- og æðakerfið
Page 9: Hjarta- og æðakerfið
Page 10: Hjarta- og æðakerfið

Hjarta

• Tvær dælur (vinstri og hægri).

• Hvor dæla er skipt í gátt og hvolf (fjögur hólf).

• Efra hólfið kallast gátt en það neðra hvolf.

• Vinstri helmingur hjartans tekur blóði frá lungum og dælir því út um líkamann.

• Hægri helmingur hjartans tekur við blóði frá líkamanum og dælir því til lungnanna.

Page 11: Hjarta- og æðakerfið

HjartaðSkýringarmynd af hólfum hjartans

Hægri gátt

Hægra hvolf

Vinstri gátt

Vinstra hvolf

Hægri gátt tekur við súrefnissnauðu blóði frá líkamanum

Hægra hvolfið tekur við blóðinu frá hægri gátt og dælir til lungna (lungnahringrásin)

Vinstri gátt tekur við súrefnisríku blóði sem kemur frá lungnahringrásinni

Vinstra hvolf tekur við blóðinu frá v. gátt og dælir til líkamans (meginblóðrás)

Page 12: Hjarta- og æðakerfið

• Hvolfin eru með þykkari veggi en gáttirnar, og vinstra hvolfið er með þykkari veggi en það hægra

• Hjartalokur eru á milli gátta og hvolfa sem opnast eingöngu í aðra áttina, inn í hvolfin: – Tvíblöðkuloku vinstra megin og þríblöðkuloka hægra megin.

• Slagæðalokur eru á milli hvolfa og slagæða• Hefur sitt eigið æðakerfi – kransæðar:

– Úr meginæðinni liggja tvær slagæðar, vinstri og hægri kransæð, sem hvíslast um hjartavegginn.

– Kransæðar flytja súrefni og næringu til hjartans og úrgangsefni frá hjartanu.

Hjarta

Page 13: Hjarta- og æðakerfið
Page 14: Hjarta- og æðakerfið
Page 15: Hjarta- og æðakerfið

Samdráttur hjartans• Samdrætti hjartans er stjórnað með rafboðum sem myndast í

gangráði (gúlpshnúti) sem staðsettur er í vegg hægri gáttar. • Boðspenna berst milli fruma niður eftir báðum gáttum sem við það

dragast saman• Úr gáttunum berst boðspennan í skiptahnút (AV hnútur) en þar tefst

boðið á meðan gáttirnar tæmast.• Skiptahnúturinn sendir boðspennubylgju niður í hjartabrodd eftir

þráðarknippi (bundle of His) í hjartaskiptunum.• Frá hjartabroddi breiðist bylgjan upp eftir hvolfunum (með Purkinje

þráðum) sem við það dragast saman

• Gervigangráður (pacemaker), tæki sem gefur taktföst rafboð fær hjartað til að slá eðlilega

Page 16: Hjarta- og æðakerfið
Page 17: Hjarta- og æðakerfið

Samdráttur hjartans

Þótt hjartað sé sjálfvirkt eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á tíðni hjartsláttar

• Taugastjórnun– Hjartastillistöð er staðsett í mænukylfu– Driftaugar (sympatískar) auka tíðni og kraft hjartsláttar – Seftaugar (parasympatíska) draga úr sláttartíðni, en

hafa ekki áhrif á slagkraftinn• Efnastjórnun

– Hormón (adrenalín og þýroxín auka tíðni hjartsláttar)• Ýmsir aðrir þættir hafa áhrif á hjartsláttartíðni

– aldur, kyn, þjálfunarstig, líkamshiti

Page 18: Hjarta- og æðakerfið

Samdráttur hjartans1) Hjarta í slökun – blóð dregst í gáttir.2) Gáttir dragast saman og blóð þrýstist niður

hvolf. Hjartalokur skella aftur um leið og það verður meiri þrýstingur í hvolfum en gáttum.– Blóð fer alltaf úr meiri þrýsting í minni

3) Hvolfin dragast saman og blóð þrýstist út í slagæðar (meginæð/ósæð og lungnaslagæð). Slagæðalokur skella aftur þegar hjartahvolfin þenjast út aftur.

• Slagæðalokur eru lokaðar þegar hjartalokurnar eru opnar.

• hjarta- og slagæðalokur tryggja einstefnu blóðsins

• Hjartahljóðin – fyrsta og annað (Lúbb-dúbb).– Fyrra hljóðið (lúbb) er þegar hjartalokurnar lokast– Seinna hljóðið (dúbb) er þegar slagæðalokurnar

lokast

Page 19: Hjarta- og æðakerfið

Samdráttur hjartans• Þan (diastóla):

– Þá er hjartað í slökun.– Hjartað þenst út og blóð dregst inn

í gáttir og þaðan inn í hvolfin– Tekur u.þ.b. 0,4 sek

• Slag (systóla):– Samdráttur hjartans– Hjartað dregst saman og blóðið

þrýstist út í slagæðarnar– Tekur u.þ.b. 0,1 (gáttir) + 0,3 sek

(hvolf)• 60/0,8 = 75 slög á mínútu (70 –

75)• Slagmagn:

– Blóðið sem fer um hjartað í einu slagi.

– 70 ml í hvorum helmingi í hvíld.

Page 20: Hjarta- og æðakerfið

Samdráttur hjartans og hjartalínurit (PQRST)

P bylgja merkir afskautun gátta

QRS bylgjan merkir afskautun hvolfa

Page 21: Hjarta- og æðakerfið

Útfall hjartans

• Útfall hjartans fer eftir slagmagni (magni blóðs dælt út hverju sinni) og sláttartíðni (púls)– Útfall hjarta = sláttarmagn x sláttartíðni

70 ml 70 slög

– Útfall hjarta er því u.þ.þ 5 l á mínútu

– Við þjálfun eykst hámarks útfall hjartans

Page 22: Hjarta- og æðakerfið

Æðar• Slagæðar:

– Flytja blóð frá hjartahvolfum til slagæðlinga

– Hjartsláttur (púls) heyrist best í þeim

– Þenjast út og skreppa saman eftir því hvað mikið er af blóði í æðunum lítið viðnám.

• Teygjanlegur bandvefur gerir þetta kleift

• Viðheldur stöðugu blóðflæði

– Innhjúpur, eitt þekjufrumulag– Miðhjúpur, þykkasti hjúpurinn úr

teygjanlegum bandveg og sléttum vöðvavef

– Úthjúpur úr bandvef og festir æðina við vefina í kring

Page 23: Hjarta- og æðakerfið

Æðar

• Slagæðlingar:– Eru n.k. minni slagæðar– Flytja blóð frá slagæðum til háræða– Eru úr sömu þremur lögunum og slagæðar en meira

er af vöðvaþráðum (en minna af teygjanlegum banvef)

• Æðaútvíkkun => meira blóðflæði• Æðaslökun => minna blóðflæði

– Mesta viðnámið í æðakerfinu– Tempra meðalblóðþrýsting í slagæðum og miðla

blóðrennsli til einstakra líffæra og líkamshluta.– Hafa hingvöðva við upphaf háræða, sem stjórna

blóðflæði til þeirra

Page 24: Hjarta- og æðakerfið

Æðar• Háræðar:

– Þunnar æðar – eitt frumulag (innhjúpur) og gegndræpar

• Blóðvökvi lekur út, en er mestur tekinn upp aftur af bláæða hluta háræða

– Flutningur efna milli blóðrásar og vefja.

• Meginhringrás: súrefni og næring til vefja og koltvíoxíð og úrgangsefni frá vefjum.

• Lungnahringrás: koltvíoxíð og næring til lungnavefjar og súrefni og úrgangsefni frá lungnavef.

– Mynda þétt net (háræðabeð) á milli slagæðlinga og bláæðlinga.

– Eru svo þröngar að rauðkornin fara í einfalda röð til að komast í gegn og þó dugar það ekki til heldur þurfa þau að þröngva sér í gegn.

– Hafa göt í veggjum til að auðvelda flæði ýmissa efna inn og út.

Page 25: Hjarta- og æðakerfið

Æðar

• Oftast eru hringvöðvar á endum háræða sem stjórna rennsli blóðs um háræðarnar

• Ef vefurinn þarf mikið blóð þá eru hringvöðvarnir slakir, annars eru þeir herptir

Page 26: Hjarta- og æðakerfið

Æðar

• Bláæðlingar:– Flytja blóð frá háræðum til bláæða.– Hafa svo til enga vöðvaþræði.

• Bláæðar:– Flytja blóð frá bláæðlingum til hjarta.– Lægri blóðþrýstingur en í slagæðum.– Eru víðari og hafa þynnri veggi þ.e. miðhjúpurinn er

þynnri.– Hafa lokur til að hindra bakflæði blóðs.– Lítið viðnám.

• ATH æðahnúta og bjúg

Page 27: Hjarta- og æðakerfið
Page 28: Hjarta- og æðakerfið

Samanburður á æðum

Page 29: Hjarta- og æðakerfið
Page 30: Hjarta- og æðakerfið
Page 31: Hjarta- og æðakerfið

Blóðrennsli til hjarta

• Vöðvadæla:– Bláæðar eru linar og leggjast saman

þegar vöðvar þrýsta á þær.– Bláæðalokur koma í veg fyrir að

blóð renni til baka.

• Öndunardæla:– Þegar þindin gengur niður við

innöndun minnkar þrýstingur í brjóstholi en eykst í kviðarholi

• Blóð fer úr meiri þrýstingi í minni og streymir því upp í átt til hjarta

Page 32: Hjarta- og æðakerfið

Lifrarportæðarkerfi

• Lifrarportæð flytur blóð frá innyflum beint til lifrar. Þar greinist hún í háræðar í lifrinni sem sameinast síðan í bláæðar sem flytja blóðið í neðri holæð.

• Geymir blóð. Rúmar allt að þriðjung blóðsins í manni.

Page 33: Hjarta- og æðakerfið

Blóðþrýstingur• Blóðþrýstingur er krafturinn á blóðinu

þegar það rekst á æðaveggina• Blóðþrýstingur = blóðflæði x viðnám• Eðlilegur blóðþrýstingur – 120/80.

– Efri mörk – slagþrýstingur – 120 mm Hg.

– Neðri mörk – þanþrýstingur – 80 mm Hg.

• Blóðþrýstingur eykst með:– Aukinni áreynslu.– Aldri.

• Eftir því sem fjær dregur hjartanu fellur þrýstingurinn og þrýstingssveiflan minnkar

– Mestur blóðþrýstingur í slagæðum, minnstur í bláæðum

• Hvað temprar blóðþrýsting við eðlilegar aðstæður?

– Afköst hjartans.– Viðnám í æðum.– Rúmmál æðakerfisins og blóðsins sem

rennur um æðarnar•

Page 34: Hjarta- og æðakerfið

Blóðþrýstingur

• Þrýstinemar í slagæðum, bláæðum og hjarta greina blóðþrýsting og sendir boð til heila (mænukylfu)

• Hjarta- og æðastillistöð sem er staðsett í mænukylfu hefur áhrif á:– Hjartsláttartíðni– Slagmagn hjartans– Þvermál æða

Page 35: Hjarta- og æðakerfið

Blóðstreymi

• Hraði blóðs:– Slagæðar– Bláæðar– Háræðar

• Við blóðmissi– Stórar bláæðar skreppa

saman t.d. lifrarportæð– Miltað dælir rauðkornaríku

blóði út í blóðrás

Page 36: Hjarta- og æðakerfið

Sogæðakerfið

• Hlutverk sogæðakerfisins:1. Safnar millifrumuvökva og

skilar honum2. Ver líkamann gegn

sjúkdómum með fjölgun eitilfrumna

3. Sogar fitu úr görnum og flytur í blóðið

• Sogæðakerfið samanstendur af:

– Sogæðavökva/vessavökva– Sogæðum– Eitlum– Milta– hóstakirtli

Page 37: Hjarta- og æðakerfið

Vessaæðar

• Er hálf hringrás• Vessaæðar flytja vökva, holdvessa, frá

vefjum líkamans inn í blóðrásina aftur.• Smáar vessaæðar sameinast í stærri og

stærri– Brjóstgangurinn vinstri viðbeinsbláæð– Hægri vessagangur hægri viðbeinsbláæð

• Vessaæðar hafa svipaða byggingu og bláæðar en eru lokaðar í annan endann– Vessaæðar eru einnig með lokur líkt og

bláæðar

• Bjúgur er bólga (oft útlimum) sem myndast þegar vessaæðakerfið getur ekki sogað frá nægilega mikið af holdvessa

Page 38: Hjarta- og æðakerfið
Page 39: Hjarta- og æðakerfið

Vessakerfið / eitlakerfið• Eitlar eru hnúðar á vessaæðum

og getur hver hnúður verið tengdur mörgum vessaæðum– Mynda eitilfrumur/ónæmisfrumur

(hvítkorn) sem verja líkamann sýklum og eyða úr honum framandi efnum

– Í eitlum eru gleypifrumur (ummynduð hvítkorn) sem gleypa sýkla og framandi efni sem berast inn í eitlana. Þ.e.a.s. eitlar sía vessann.

– Stærstu eitlarnir eru í hálsi, handarkrikum og nára.

• Við sýkingu geta eitlar bólgnað– Milta og hóstarkirtill er hluti

vessa-kerfisins– Milta kemur eitilfrumum í

snertingu við sýkla og einnig eyðir það gömlum hvítum og rauðum blóðkornum

Page 40: Hjarta- og æðakerfið

Hjarta- og æðasjúkdómar

• Kólesteról– Er ómissandi hluti af hverri frumu og er hráefni í aðra

stera t.d. kynhormón.– Mikið af kólesteróli í blóði eykur líkur á hjarta- og

æðasjúkdómum.• Létt lípóprótein (LDL – slæma) stuðlar að hjarta og

æðasjúkdómum en ekki þungt lípóprótein (HDL - góða)– Lípóprótein er lípið tengt próteini.

• Líkamleg áreynsla eykur magn HDL.• Konur hafa yfirleitt hærra hlutfall af HDL• Líkamleg áreynsla og hollt mataræði hefur góð áhrif á

blóðfituna

Page 41: Hjarta- og æðakerfið

Hjarta- og æðasjúkdómar• Hár blóðþrýstingur (háþrýstingur)

– Blóðþrýstingur yfir 140/90 telst vera of hár blóðþrýstingur– Mikið álag á hjarta og æðar.

• Kransæðastífla – hjartaáfall.• Heilablóðfall.• Nýrnabilun.

• Fituhrörnun:– Fituríkt þykkildi safnast innan á æðar sem við það þrengjast og jafnvel stíflast.– T.d. kransæðastífla

• Blóðtappi:– Blóð storknar innan á fituhrörnunarvef og myndar blóðtappa sem stíflar æð eða

flyst með æðinni og stíflar þrengri æð.

• Æðakölkun:– Slagæðar harðna með árunum og missa teygjanleika.

Page 42: Hjarta- og æðakerfið

Hjarta- og æðasjúkdómar

Page 43: Hjarta- og æðakerfið

Blóðið

• Hlutverk blóðs– Flutningur

• súrefnis, koltvísýrings, næringarefna, úrgangsefna, hormóna og varma

– Stjórnun • á sýrustigi (pH), líkamshita og

vökvavægi

– Verndun• gegn blóðtapi (blóðstorknun),

framandi efnum og sýklum

Page 44: Hjarta- og æðakerfið

Blóðið

• 5 – 5,5 lítrar í 70 kg manni (um 8% líkamsþyngdar)

• Blóð er seigara en vatn, hefur pH = 7,4 og er 38°C heitt

• Blóð er gert úr– Blóðvökva (plasma) 55%– Blóðkornum 45%

Page 45: Hjarta- og æðakerfið

Samsettning blóðs

• Blóðkorn (45% af blóðinu):– Rauðkorn– Hvítkorn– Blóðflögur

• Blóðvökvi (55% af blóðinu).– Vatn (92%)– Uppleyst efni (8%):

• Fæðuefni t.d. glúkósi, amínósýrur og lípíð.• Úrgangsefni t.d. þvagefni.• Sölt t.d. Na+ og Cl-.• Lofttegundir t.d. O2 og CO2.• Hormón. • Blóðvökvaprótein.

Page 46: Hjarta- og æðakerfið

Uppleyst efni í blóði• Blóðvökvaprótein:

– Albúmín: bindur vökva í æðum þó sérstaklega háræðum. Er mikilvægt fyrir osmotískan þrýsting í blóði

– Glóbúlín: flest eru mótefni (ónæmisviðbrögð).

– Fíbrínógen: tekur þátt í storknun blóðs.

• Efni tengd burðarefnum:– Jónir (Ca2+, Fe2+ o.fl)– Hormón.– Vítamín.– Fita (tengd lípópróteinum)

• Blóðvatn / sermi:– Blóðvökvi án storknunarefna.

• Vessi:– Svipuð samsetning og blóðvökvi en

hefur lítið af próteinum.– Hefur hvítkorn en ekki rauðkorn

Page 47: Hjarta- og æðakerfið

Blóðfrumur

– Ljósrauðu frumurnar eru rauð blóðkorn.

– Ljósbrúnu frumurnar eru blóðflögur.

– Grænu, bláu og fjólubláu frumurnar eru mismunandi gerðir af hvítum blóðkornum.

Page 48: Hjarta- og æðakerfið

Rauðkorn• 4 – 6 milljón frumur í 1 mm3 af blóði

– Lang algengasta tegund blóðfrumna (99%)

• Endast í u.þ.b. 120 daga (4 mánuði).

• Eru disklaga með dæld í miðjunni.• Eru kjarnalaus.• Innihalda blóðrauða (hemóglóbín)

sem er prótein sem bindur súrefni– Hem er litarefni sem inniheldur járn.

• Flytja súrefni til vefja og taka þátt í flutningi koltvíoxíðs frá vefjum.

• Blóðleysi kallast það þegar of lítið er af blóðrauða í blóði.– Fá rauðkorn– Járnskortur

Page 49: Hjarta- og æðakerfið

Flutningur á súrefni • Súrefni flyst inn og út úr rauðkornum með flæði.• Blóðrauði binst súrefninu og verður við það

ljósrauður. – Súrefni binst auðveldlega við rauð blóðkorn

(hemóglóbínið) í lungum– Hemóglóbín (blóðrauði) hefur járnatóm, og það er

það sem bindur súrefnið og gefur blóðinu rauðan lit

• Súrefni flyst á þennan hátt frá lungum til vefja líkamans.

• Súrefnið losnar auðveldlega frá rauðum blóðkornum og fer til vefja í háræðabeð líkamans

• Þegar súrefnið hefur losnað frá blóðrauða verður það mun dekkri á lit

• Rauðu blóðfrumurnar taka líka þátt í að flytja koltvíoxíð (úrgangsefni sem myndast við frumuöndun

Page 50: Hjarta- og æðakerfið

Blóðflögur

• ~300.000 blóðflögur í 1 mm3 af blóði

• Eru litlar flögur og kjarnalausar

• Taka þátt í blóðstorknun

• Blóðstorknun– Samdráttur í sléttum

vöðvum æðaveggs sem dregur úr blæðingu

– Blóðflögur safnast saman í sárið og mynda tappa

– Blóðstorknun • fljótandi vefur verður að

föstu efni

Page 51: Hjarta- og æðakerfið

Hvítkorn

• Eru stærri• Miklu færri (en fleiri

tegundir)• Hafa kjarna• Innihalda ekki

blóðrauða.

Page 52: Hjarta- og æðakerfið

Hvítkorn• 4.000 – 10.000 í mm3 af blóði.• Þau verja líkamann gegn sýklum

og ýmsum aðskotaefnum:– Átfrumur (kornfrumur,

einkjörnungar).– Eitilfrumur (B- og T-eitilfrumur)

25% allra hvítkorna.• Átfrumur (kornfrumur og

einfrumungar):– Eru í blóði og vefjum líkamans.– Geta breytt lögun sinni og skotið

út skinfótum.– Gleypa framandi örður t.d. sýkla

en einnig skaddaðar og gamlar frumur eigin líkama.

– Gefa frá sér efni sem drepa bakteríur.

Page 53: Hjarta- og æðakerfið

Sár og viðgerð

• Ef sár kemur á húðina, t.d. ef við skerum okkur á fingri framleiða frumur nálægt sárinu histamín sem eykur æðavíkkun og gegndræpni háræða

• Þetta leiðir til þess að blóð og blóðvökvi koma á staðinn, sem veldur roða og hita.

• Blóðflögur sjá um að blóðið storknar og lokar sárinu, hvítar blóðfrumur fara að éta sýkla og meiri frumuvökvi á svæðinu kemur með súrefni og næringu á svæðið til að flýta bata

• Þessi aukni frumuvökvi veldur bjúg sem þrýstir á nálægar taugafrumur og veldur sársauka.

• Þetta kallast einu nafni bólga• Uppsöfnun á dauðum

bakteríum og hvítum blóðfrumum myndar hvítleitan velling, gröft

• Frumur botnlagsins fjölga sér í sífellu til að mynda nýja yfirhúð, og þráðmyndunarfrumur í undirhúð og leðurhúð mynda stífa þræði, örvef

Page 54: Hjarta- og æðakerfið

Varnalínur líkamans • Skiptst í ósérhæfar og sérhæfar varnir:• ósérhæfar varnir:

– Bakteríur og veirur komast ekki í gegnum heila húð.– Bakteríur, sem berast inn í líkamann, berast til vessaæða. Vessaæðar

liggja í gegnum eitla. Í eitlunum eru vefjakorn.• Vefjakorn eru átfrumur sem hafa tekið sér bólfestu í ákveðnum líffærum

– Allgreið leið inn í líkamann er úr lungum. Þar eru vefjakorn sem gleypa þessar bakteríur eða eyða þeim.

– Sumar bakteríur komast inn í líkamann í gegnum slímhúð meltingarfæranna. Þær berast til lifrar en þar eru vefjakorn sem eyða þeim.

– Ef bakteríur sleppa inn í blóðrásina þá berst beinmergurinn og miltað við þær með vefjakornum.

• Ef allt annað bregst teka sérhæfar varnir ónæmiskerfisins (B- og T-eitilfrumur) við

Page 55: Hjarta- og æðakerfið

Myndun blóðkorna

• Í fullorðnum:– Blóðmergur í endum

löngu beinanna (upphandleggs-bein, lærleggsbein), í rifbeinum, í höfuðkúpubeinum ofl.

Page 56: Hjarta- og æðakerfið

Myndun blóðkorna

• Í blóðmerg eru frumur í skiptingu og hluti þeirra sérhæfist:– Verðandi rauðkorn fyllast

blóðrauða og kjarninn og flest frumulíffæri hverfa.

– Blóðflögur kvarnast af stærstu frumunum í blóðmergnum

• Stór móðurfruma sem litlar agnir kvarnast af sí og æ

– Verðandi hvítkorn halda kjarnanum

• Átfrumur ná fullum þroska í blóðmerg.

• Forstig eitilfruma flytjast í eitilvef þar sem þær ná fullum þroska.

Page 57: Hjarta- og æðakerfið

Eitilfrumur, B- og T-frumur

• T – eitilfrumur:– Móðurfrumur eitilfrumna flytjast frá blóðmerg í

eitilvef en hafa viðkomu í hóstakirtli.

• B – eitilfrumur:– Móðurfrumur eitilfrumna flytjast beint í eitilvef

til að taka út endanlegan þroska

Page 58: Hjarta- og æðakerfið

Eitilfrumur, B- og T-frumur

• Eyðir úr líkamanum flóknum og framandi efnum þ.e. efnum sem ekki er hluti af líkamanum.

• Þessi efni sem líkaminn bregst við kallast mótefnisvakar (antigen):– Mótefnisvakar geta verið:

• Prótein• Fjölsykrur.• Kjarnsýrur.

• Ofnæmi:– Þegar líkaminn bregst harkalega við efnum sem flestir þola.

• Sjálfsofnæmi:– Ónæmiskerfið ræðst gegn eigin efnum.– T.d. Liðagigt, sykursýki 1.

Page 59: Hjarta- og æðakerfið

B-eitilfrumur valda vessabundnu ónæmi

• B-frumur þekkja mótefnavaka sýkils og mynda mótefni (antibody) gegn honum

– Virkar B-frumur sem losa mótefni kallast plasma frumur

• Mótefnin festast á mótefnisvaka og geta:

– Merkt bakteríur fyrir átfrumur• Sýklar bundnir mótefni eru étnir af

átfrumum– Hlutleyst eitur baktería

• B-eitilfrumur berjast yfirleitt gegn bakteríusýkingum t.d. berklum, holdsveiki og lekanda.

• Eyða framandi rauðkornum.• Eru staðsettar á ákveðnum stöðum,

flestar eru í eitlum og senda frá sér mótefni.

Page 60: Hjarta- og æðakerfið

T-eitilfrumur valda frumubundnu ónæmi

– Hafa nema sem tengjast mótefnisvökum á framandi frumum. Líkaminn eyðir síðan frumunum.

• Átfrumur eða sýktar líkamsfrumur sýna T-frumum mótefnavaka sýkils

– Eyða frumum líkamans sem hafa breyst vegna t.d. veirusýkinga eða krabbameins

– Verja líkamann gegn veirusýkingum t.d. kvefi, inflúensu, rauðum hundum o.fl.

– Eru á hreyfingu og leita uppi frumur sem hafa tiltekna mótefnisvaka

– Hafna stundum ígræddum líkamspörtum.

– Skiptast í T-hjálpar-eitilfrumur og T-dráps-eitilfrumur.

– T hjálpar eitilfrumur virkja B-eitilfrumur en T dráps eitilfrumur ráðast beint gegn óvininum.

Page 61: Hjarta- og æðakerfið

Minni ónæmiskerfisins

• Við fyrsta smit:– Það tekur líkamann smá tíma að greina

mótefnisvakann og bregðast við honum.

• Við seinna smit:– Líkaminn man eftir veikinni og bregst mjög

skjótt við.• Er það vegna þess að líkaminn myndar T- og B-

minnisfrumur sem muna eftir sýklinum og eru snöggar að bregðast við ef sýkillinn byrtist aftur

Page 62: Hjarta- og æðakerfið

Bólusetning

• Kalla fram ónæmi gegn ýmsum sjúkdómum án þess að til veikinda komi.– Sprauta inn í líkamann dauðum sýkli (gerill eða frumvera) svo

ónæmiskerfið myndi mótefni gegn sýklinum.– Sprauta inn í líkamann sýkli (veira, gerill eða frumvera) sem

hefur verið breytt þannig að hann veldur ekki lengur sýkingu en ónæmiskerfið myndar mótefni gegn sýklinum.

– Sprauta inn í líkamann hluta sýkils (veira, gerill eða frumvera) er ónæmiskerfið myndar mótefni gegn.

– Sprauta inn í líkamann eiturefni er sýkill getur framleitt. Ónæmiskerfið myndi svo mótefni gegn eitrinu

Page 63: Hjarta- og æðakerfið

Virk og óvirkt ónæmi

• Virkt ónæmi:– Ónæmið verður til í eigin líkama.

• Óvirkt ónæmi:

• Aðfengið ónæmi.

• Ungabörn drekka mótefni með móðurmjólkinni.

• Blóðvatnslækning t.d. gegn barnaveiki og eiturbiti dýra.

Page 64: Hjarta- og æðakerfið

Blóðflokkakerfi

• Utan á rauðkornum eru ýmsir ónæmisvakar en þeir skipta mönnum í blóðflokka.

• Á þriðja tug blóðflokka eru þekktir.

• Taka þarf tillit til tveggja blóðflokka við blóðgjöf:– ABO-blóðflokkakerfið.

• O, A, B, AB.

– Rhesus-blóðflokkakerfið.• Rh+ og Rh- .

Skipting Íslendinga í blóðflokka

O; 55,30%A; 31,60%

B; 10,70%

AB; 2,40%

Page 65: Hjarta- og æðakerfið

Blóðflokkakerfi

A-blóðflokkur:A mótefnisvaki.

B mótefni.

B-blóðflokkur:B mótefnisvaki.

A mótefni.

AB-blóðflokkur:A og B mótefnisvakar.

Engin mótefni.

O-blóðflokkur:Engir mótefnisvakar.

A og B mótefni.

Page 66: Hjarta- og æðakerfið

Blóðflokkakerfi

• Blóðgjöf:• Ef mótefni í blóði þegans passar við mótefnavaka

blóðsins frá gjafanum kekkist blóðið og stíflar háræðar -> banvænt.

• Mótefni í blóði gjafans skiptir ekki máli við blóðgjöf

• Rhesus-blóðflokkakerfið:» Rh+ → Rh mótefnisvaki.

• Rh- → Enginn mótefnisvaki.• Rh- einstaklingur myndar ekki mótefni gegn Rh+ nema hafa

áður fengið slíkt blóð.• Rh- kona getur myndað mótefni gegn Rh+ fóstri sínu.