16
HK blaðið

HK-Blað 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

HK blaðið var gefið út í úrslitakeppni N1 deildar 2011-2012

Citation preview

Page 1: HK-Blað 2012

HK blaðið

Page 2: HK-Blað 2012

Kjörvari á við

Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BYKO Kauptún • BYKO Akranesi • Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Virkið Hellissandi • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO Reyðarfirði • G.T. VÍK Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupsstað • BYKO Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík • N1 verslun Grindavík • Málningarbúðin Ísafirði.

Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss.

Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd

einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.

Hvaða viðarvörn notar þú?

Kjörvari er íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður.

*Hlutfall málarameistara í Málarameistarafélaginu sem eru með viðskiptareikning hjá Málningu hf.

Erlendur Eiríkssonmálarameistari

Jón Björnssonmálarameistari

Ertu að huga að veislu?Veisluþjónusta Saffran býður upp á dýrindis framandi veislumat,

hvort sem tilefnið er stórt eða smátt.

Smáréttir / Samlokubakkar / Steikarhlaðborð

hollt, ferskt og framandiAllur matur er úr gæðahráefni,

allar marineringar eru heimatilbúnar, beint frá ♥ og án allra aukefna. Við notum ekki hvítan sykur og ekkert hvítt hveiti.

Bjóddu gestunum þínum upp á það besta!

Meiri upplýsingar, verð og matseðlar

Hringdu bara og

pantaðu - við sjáum

um rest!

veislupjonusta-

ferming / brúðkaup / skírn / útskrift fundur / afmæli / partý / árshátíð

Page 3: HK-Blað 2012

HK-blaðið

Útgefandi:Handknattleiksdeild HK

Ábyrgðarmaður:Alexander Arnarson

Ritstjóri:Ómar Stefánsson

Ritnefnd:Alexander Arnarson

Björn Ágúst JúlíussonArnþór Þorsteinsson

Guðlaugur Tryggvi KarlssonMagnús Valur Böðvarsson

Ómar Stefánsson

Prófarkalestur:Anna Þórdís Bjarnadóttir

Hönnun og umbrot:Björn Ágúst Júlíusson

Prentun:Ísafoldarprentsmiðja

Ljósmyndir:Ómar Örn Smith

Hilmar Guðlaugsson

Forsíðumynd:Ólafur Bjarki Ragnarsson

Landsliðsmaður í skotstöðuMynd: Ómar Örn Smith

Ávarp bæjarstjóra

Við Kópavogsbúar höfum löngum státað af kraftmiklu íþróttastarfi og má segja að grunnurinn hafi verið lagður með öflugu foreldrastarfi og sjálfboðavinnu en síðast en ekki síst uppbyggingu íþróttmannvirkja á undanförnum áratug. Fá bæjarfélög, ef þá nokkur, bjóða upp á jafn góða íþróttaðstöðu.

Við höfum svo sannarlega uppskorið eins og til var sáð. Íþróttafólkið okkar er í fremstu röð. Það er duglegt og kappsamt og síðast en ekki síst góð fyrirmynd um heilbrigt líferni fyrir yngstu kynslóðina.

Enn á ný fáum við Kópavogsbúar tækifæri til þess að fylgjast með frábærum árangri okkar fólks. HK keppir nú til undanúrslita við Hauka í efstu deild karla og vonandi til úrslita. Kvennalið HK náði einnig glæsilegum árangri í deildinni og keppti til úrslita í fyrsta sinn. Þær gáfu ekkert eftir og börðust til síðasta blóðdropa en urðu að lokum að lúta í lægra haldi.

Við erum stolt af íþróttafólkinu okkar í HK og hvetjum það til dáða.

Áfram HK!

Ármann Kristinn Ólafsson

Ávarp formanns handknattleiksdeildar

Kæri HK-ingur.

HK er komið í undanúrslit í úrslitakeppninni fjórða árið í röð í karlaflokki og náði reyndar jafnframt einnig í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í kvennaflokki. HK er eina félagið sem náði inn í úrslitakeppni í bæði karla- og kvennaflokki sem er nokkuð sem HK-ingar eru stoltir af.

Karlaliði HK hefur hins vegar aldrei tekist að komast í sjálft úrslitaeinvígið en hefur náð, á hverju ári, í undanúrslit síðan úrslitakeppnin var endurvakin árið 2009. Síðast mættust HK og Haukar í úrslitakeppni fyrir tveimur árum þar sem Haukar höfðu sigur í tveimur leikjum og í fyrra tapaði HK í oddaleik í beinni útsendingu á Akureyri. Núna er markmiðið, að sjálfsögðu, að vinna Haukana og komast í sjálft úrslitaeinvígið. Núna er úrslitakeppnin með örlítið breyttu sniði þar sem nú þarf 3 sigurleiki til þess að komast í úrslit og gæti einvígið við Hauka því farið í alls 5 leiki. Það mun reyna á leikmenn og góður stuðningur, bæði í Digranesi og Haukahöllinni því mikilvægari en nokkru sinni.

Nú er lokaspretturinn hafinn bæði hjá strákunum og stelpunum. Nú þurfa allir HK-ingar að mæta og láta í sér heyra.

Áfram HK!Jón Rafn Ragnarsson

Kjörvari á við

Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BYKO Kauptún • BYKO Akranesi • Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Virkið Hellissandi • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO Reyðarfirði • G.T. VÍK Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupsstað • BYKO Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík • N1 verslun Grindavík • Málningarbúðin Ísafirði.

Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss.

Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd

einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.

Hvaða viðarvörn notar þú?

Kjörvari er íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður.

*Hlutfall málarameistara í Málarameistarafélaginu sem eru með viðskiptareikning hjá Málningu hf.

Erlendur Eiríkssonmálarameistari

Jón Björnssonmálarameistari

Ertu að huga að veislu?Veisluþjónusta Saffran býður upp á dýrindis framandi veislumat,

hvort sem tilefnið er stórt eða smátt.

Smáréttir / Samlokubakkar / Steikarhlaðborð

hollt, ferskt og framandiAllur matur er úr gæðahráefni,

allar marineringar eru heimatilbúnar, beint frá ♥ og án allra aukefna. Við notum ekki hvítan sykur og ekkert hvítt hveiti.

Bjóddu gestunum þínum upp á það besta!

Meiri upplýsingar, verð og matseðlar

Hringdu bara og

pantaðu - við sjáum

um rest!

veislupjonusta-

ferming / brúðkaup / skírn / útskrift fundur / afmæli / partý / árshátíð

Page 4: HK-Blað 2012

BÆJARLIND • HRAUNBÆ • GRENSÁSVEGI • MOSFELLSBÆR

SUMARGLEÐIALLAR PIZZUR Á MATSEÐLI Á

1.490 KR. EF ÞÚ SÆKIR

FÖÐ

UR

LAN

DIÐ

AU

GLÝ

SIN

GA

STO

FA

HKarlarnir

Skráning á [email protected]

Page 5: HK-Blað 2012

„Góður stuðningur skiptir öllu máli“Vilhelm Gauta Bergsveinsson fyrirliða HK þekkja allir HK-ingar. Hann er einn öflugasti varnarmaður N1-deildarinnar í vetur og á það til að bregða sér í sóknarleikinn þegar mikið liggur við. HK-Blaðið fékk Villa Gauta til þess að fara yfir veturinn, þó með því skilyrði að hann færi fyrst, í stuttu máli, yfir upphaf handboltaferils síns. Villi Gauti er 32 ára og er hann sonur eins af stofnendum HK.(millifyrirsagnir eru HK-blaðsins)

Byrjaði á HúsavíkÉg hef spilað handbolta með Völsungi, Fram og HK. Byrjaði, að mig minnir, 8 ára að æfa handbolta með Völsungi á Húsavík, höfuðstað norðurlands. Vann nokkra titla í yngri flokkum með Fram. Hef orðið bikarmeistari í tvígang, með Fram og HK. Ég held að árin séu að nálgast tíu talsins sem ég hef verið í HK. Minnið orðið lélegt vegna aldurs og því þori ég ekki að hengja mig upp á það.

Undirbúningur hófst um verslunarmannahelgina Sem fyrr var byrjað að æfa að krafti eftir verslunarmannahelgina síðasta sumar. Þó svo flestir hafi haldið sér við yfir sumarið þá er alltaf eins og að hlaupa á vegg þegar fja.....þessi yndislegu útihlaup byrja og er tartanið (hlaupabrautin á Kópavogsvelli) sérlega skemmtilegur vettvangur til að eyða fallegum sumardegi við það að svitna, svo ekki sé talað um að maður þurfti ekki lengur að pína sig við að fara í golf þar sem enginn var tíminn vegna æfinga. Hópurinn hélst óbreyttur frá árinu áður en þó létu tvö ný andlit sjá sig, misfríð þó, en vaskir drengir sem mættir voru til að styrkja hópinn. Arnór, sem er markmaður, og Tandri sem er skytta.

Á undirbúningstímabilinu var æft vel og spilað mikið af æfingaleikjum, eins og gengur og gerist. Einhver æfingamót unnust en þau telja víst lítið enda mismikið lagt upp úr þeim hjá liðum.Fyrir mót setti hópurinn sér nokkur markmið. Ekki verður farið í það hér hver þau markmið voru nákvæmlega en stóra markmiðið var að berjast um alla titla og tryggja okkur í úrslitakeppnina, reyndar með heimaleikjarétt sem því miður náðist ekki.

Fyrsti leikurinn á tímabilinu Mikil eftirvænting var í hópnum að byrja tímabilið og var fyrsti leikur vetrarins á móti Haukum, liðinu sem við mætum einmitt í undanúrslitum þetta árið (svona ef það hefur farið fram hjá einhverjum). Sá leikur tapaðist frekar illa en í kjölfarið fylgdu góðir sigrar og spilaði liðið bara nokkuð vel fram að jólum. Þegar kom að stórmótspásunni frægu, þessari sem enginn leikmaður þolir þar sem þá byrjar í raun nýtt undirbúnings-tímabil með tilheyrandi hlaupum og vitleysu, var liðið enn á áætlun hvað varðar mark-mið. Þátttaka í deildarbikar tryggð ásamt sæti í undanúrslitum í bikar. Í deildarbikarnum mættum við FH en sá leikur tapaðist eftir framlengdan spennuleik. Ekki orð um það meir.

Hópurinn þynntist eftir því sem á leið veturÁ tímabilinu misstum við nokkra leikmenn úr hópnum og voru ástæðurnar ýmsar. Daníel Berg, Hörður Másson (Sjóli), Ármann og Hákon Bridde hurfu á braut og var mikil eftirsjá eftir þeim snillingum, enda góðir leikmenn og frábærir félagar. En eins og

einhver víðfrægur maður sagði „það kemur maður í manns stað“.

Nýtt ár fór vel af stað Gengið eftir áramót hefur verið ágætt, eflaust er alltaf hægt að gera betur en úrslitakeppnissætið var tryggt með sigri á Fram í síðasta leik deildar-keppninnar fyrir troðfullu Digranesi og minnti stemmningin á gömlu góðu daga í Digraneshöllinni. Vonandi eitthvað sem koma skal í úrslita-keppninni. Já, það var víst einhver bikarleikur þarna á undan en óþarfi að fara eitthvað djúpt í þá sálmana. HK-ingar vita hvernig hann fór.

Skýr markmið í úrslitakeppninniEn nú er sem sagt komið að úrslitakeppninni og spennandi tímar framundan. Liðið hefur skýr markmið og þau eru að komast i gegnum undanúrslitin, síðan verða sett ný markmið ef þessi nást. Í ár er smá breyting á fyrirkomulaginu, vinna þarf 3 leiki í stað tveggja eins og í fyrra. Þetta þýðir mikið álag þar sem spilaðir eru 5 leikir á 9 dögum, fari einvígið í 5 leiki. Skiptir þá stuðningur gríðarlega miklu máli. Þegar troðið er í húsinu og mikil stemmning þá er auðveldara að finna auka orku sem getur skilað liðinu lengra en ella.

Stuðningurinn mikilvægurÞví vil ég að lokum biðla til þín, kæri HK-ingur, að fylgja okkur í gegnum þessa síðustu leiki vetrarins og aðstoða okkur við að ná eins langt og hægt er. Ég hef sagt það áður og segi aftur, góður stuðningur skiptir öllu máli. HK að eilífu.

Page 6: HK-Blað 2012

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Við bjóðum kökurí Netbankanum

SÞverktakar

Page 7: HK-Blað 2012

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Við bjóðum kökurí Netbankanum

BÆJARLIND • HRAUNBÆ • GRENSÁSVEGI • MOSFELLSBÆR

SUMARGLEÐIALLAR PIZZUR Á MATSEÐLI Á

1.490 KR. EF ÞÚ SÆKIR

FÖÐ

UR

LAN

DIÐ

AU

GLÝ

SIN

GA

STO

FA

Pistill frá fyrirliðum meistaraflokks kvenna

Það sem upp úr stendur á nýliðnu tímabili er þátttaka okkar í áskorendakeppni Evrópu þar sem ferðinni var heitið til Frakklands. Þó úrslitin hafi ekki verið til að hrópa húrra fyrir var þessi ferð gríðarlega

mikil og góð reynsla í reynslubanka leikmanna.

Annað sem stóð upp úr á tímabilinu var fyrri umferð tímabilsins þar sem liðið vann alla sína leiki nema á móti Íslandsmeisturum Vals. Eftir

áramót stóðst liðið ekki væntingar, féll úr þriðja sæti og endaði í því fimmta í lok móts en komst þrátt fyrir það í úrslitakeppnina í fyrsta

skipti í sögu meistaraflokks kvenna hjá HK í handbolta.

Liðið stóð sig með prýði í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa misst tvo af sínum reynslumestu leikmönnum í meiðsli, þær Brynju Magnúsdóttur og Elísu Ósk Viðarsdóttur.

Viljum við fyrirliðar vorir þakka dyggan stuðning í vetur og óskum karlpeningnum góðs gengis í komandi úrslitakeppni!

HK KveðjaElín Anna Baldursdóttir og Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir fyrirliðar meistaraflokks kvenna.

Page 8: HK-Blað 2012

20

11

- 2

01

2

Page 9: HK-Blað 2012

20

11

- 2

01

2

Page 10: HK-Blað 2012

LUNDUR 86-92 – Fossvogsdalur – NÝTTStórglæsilegar íbúðir að Lundi 86-92 í Fossvogsdal. Húsin eru 4ra til 6 hæða. Fjölmargar stærðir í boði allt frá 100,1 fm. til 231,6 fm.

Vandaðar íslenskar innréttingar. Hiti í gólfum.

Bjartar og rúmgóðar íbúðir með stórum gluggum. Glæsileg hönnun að innan sem utan. Stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum.

Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars.Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum.

Page 11: HK-Blað 2012

HK stofnað í Kársnesskóla Kársnesskóli á stóran hlut í sögu HK. Í frímínútum á skólalóðinni í Kársnesskóla tóku nokkrir 12 ára guttar sig saman og ákváðu að stofna handboltafélag. Þetta var árið 1970 og varð Handknattleiksfélag Kópavogs nafnið sem var valið. Síðan eru liðin 42 ár. Nú er þetta peyjafélag orðið fjölgreina íþróttafélag en handbolti er kjarninn í félaginu og stelpurnar búnar að ná strákunum þegar það kemur að iðkendafjölda. Enn þann dag í dag eru fjölmargir nemendur í skólanum sem æfa handbolta með HK. Þar á meðal eru þau Ósk Hind Ómarsdóttir og Markús Björnsson. Þau eru bæði fædd 1998 og eiga það sameiginlegt að vera örvhent og hafa stundum tekið að sér að verða fyrirliðar í sínum liðum. Stelpunum í þessum árgangi hefur gengið mjög vel og verða þær Íslandsmeistarar í fjórða skiptið í röð núna í vor. Strákarnir unnu Partille Cup síðasta sumar og eiga möguleika á því að berjast um Íslandsmeistaratitil á næsta móti. HK-Blaðið vildi fá að vita aðeins meira um þessa efnilegu handboltaiðkendur.

Ósk Hind Ómarsdóttir

Hvað ert þú búinn að æfa lengi og hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara æfa handbolta? Ég er búinn að æfa í 6 ár og fór að æfa af því að pabbi sagði mér að prufa og mér fannst gaman.

Hvað er skemmtilegast við handboltann? Fara á æfingar, félagslífið og að keppa.

Hverjar eru þínar fyrirmyndir og af hverju? Rut Arnfjörð Jónsdóttir af því að hún er örvhent og spilar sömu stöðu og ég. Auk þess var hún líka í HK þegar ég var að byrja að æfa.

Hvaða markmið hefur þú sett varðandi handboltann? Ég stefni á atvinnumennsku.

Hvað hefur verið eftirminnilegast fram til þessa á ferlinum?Að verða fjórum sinnum Íslandsmeistari. Að fara á Partille Cup, spila handbolta í útlöndum á gervigrasi og móti liðum sem við höfum aldrei spilað á móti áður. Eining var gaman og fara í vatnsrennibrautargarð, Tívolíð og versla.

Hvaða áhugamál átt þú fyrir utan handbolta? Fótbolta og svo fer ég stundum á snjóbretti.

Markús Björnsson

Hvað ert þú búinn að æfa lengi og hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara æfa handbolta? Ég hef æft handbolta í rúm 3 ár og mig langaði að prófa íþróttina því mér fannst gaman að horfa á handbolta í sjónvarpinu og hann virkaði líka frekar skemmtilegur.

Hvað er skemmtilegast við handboltann? Það skemmtilegast við handbolta er örugglega bara allt því handbolti er stórkostleg íþrótt.

Hverjar eru þínar fyrirmyndir og af hverju? Mínar fyrirmyndir í handbolta eru Ólafur Stefánsson og Þórir Ólafson það er af því þeir eru góðir handboltamenn og líka báðir örvhentir.

Hvaða markmið hefur þú sett varðandi handboltann? Markmið mitt í handbolta er að verða atvinnumaður í Þýskalandi.

Hvað hefur verið eftirminnilegast fram til þessa á ferlinum? Eftirminnilegasta atvik sem ég lenti í handbolta var örugglega þegar við í HK unnum Partille Cup sem er stærsta handboltamót í heimi fyrir börn og unglinga.

Hvaða áhugamál átt þú fyrir utan handbolta? Áhugamálið mitt fyrir utan handbolta er snjóbretti.

Page 12: HK-Blað 2012
Page 13: HK-Blað 2012

Landsliðsfólk HK tímabilið 2011-2012

Nafn: Brynja MagnúsdóttirAldur: 23 áraStaða á vellinum: Miðja/skyttaFjöldi landsleikja: 11Markmið í handbolta: Vinna titil (Önnur markmið fara í hlé á meðan unnið er með meiðsli).

Nafn: Ólöf Kolbrún RagnarsdóttirAldur: 23 áraStaða á vellinum: MarkmaðurFjöldi landsleikja: 11Markmið í handbolta: Verja boltann.

Nafn: Bjarki Már GunnarssonAldur: 23 áraStaða á vellinum: Varnarmaður/skyttaFjöldi landsleikja: 1 á móti ÞýskalandiMarkmið í handbolta: Ná sem lengst og verða sem bestur.

Nafn: Ólafur Bjarki RagnarssonAldur: 23 áraStaða á vellinum: MiðjumaðurFjöldi landsleikja: 17Markmið í handbolta: Að ná sem lengst með atvinnumannaliði og landsliði.

Nafn: Leó Snær PéturssonAldur: 19 áraStaða á vellinum: Hægra hornFjöldi landsleikja: 31Markmið í handbolta: Fara í atvinnu-mennsku og ná sem lengst sem íþróttamaður.

Nafn: Valgerður Ýr ÞorsteinsdóttirAldur: 19 áraStaða á vellinum: MiðjumaðurFjöldi landsleikja: 19Markmið í handbolta: Ná sem lengst.

Nafn: Gerður ArinbjarnarAldur: 18 áraStaða á vellinum: Vinstri skytta/varnar-maðurFjöldi landsleikja: 14Markmið í handbolta: A-landsliðið.

Nafn: Arna Björk AlmarsdóttirAldur: 19 áraStaða á vellinum: LínumaðurFjöldi landsleikja: 3Markmið í handbolta: A-landsliði og út.

Nafn: Heiðrún Björk HelgadóttirAldur: 19 áraStaða á vellinum: Vinstri skyttaFjöldi landsleikja: 19Markmið í handbolta: Komast í A-landsliðið og standa mig með HK.

Nafn: Sigurður Egill KarlssonAldur: 15 áraStaða á vellinum: Vinstra hornFjöldi landsleikja: 2Markmið í handbolta: Þýskaland.

Nafn: Þórhildur Braga ÞórðardóttirAldur: 14 áraStaða á vellinum: MiðjumaðurFjöldi landsleikja: 1 á mót í KanadaMarkmið í handbolta: Ná sem lengst og gera sem best.

Page 14: HK-Blað 2012

Allt undir í úrslitakeppni N1 deildarinnarÍslandsmótið í handknattleik í ár hefur verið afskaplega spennandi þar sem sex af átta liðum börðust um sætin fjögur sem gáfu sæti í úrslitakeppninni. Svo fór að Haukar stóðu uppi sem deildarmeistarar með 29 stig og okkar menn náðu í síðasta sætið í úrslitakeppninni með 24 stig í fjórða sæti, þriðja árið í röð. Í fyrra töpuðum við naumlega fyrir liði Akureyrar í þremur leikjum en fyrir tveimur árum var nákvæmlega sama staða og nú er, Haukar urðu deildarmeistarar og HK í fjórða sæti, en Haukar unnu þá einvígið 2-0.

Okkar menn hafa því miður ekki riðið feitum hesti gegn liði Hauka það sem af er þessu tímabili og hafa vinir okkar úr Hafnarfirðinum farið með sigur af hólmi í öllum viðureignum liðanna í vetur. Strákarnir eru þó engan veginn á þeim buxunum að láta deildarmeistarana komast upp með sigur í þessu

einvígi. Við ætlum okkur alla leið í ár. Lið Haukanna er þó gríðarlega vel skipað og má búast við hörku viðureignum. Þess má til gamans geta að þrír HK- ingar hafa leikið með liði Hauka en það eru þeir Bjarni Frostason, Elías Már Halldórsson og Samúel Ívar Árnason, auk þess æfði Freyr Brynjarsson einnig hjá HK þar til í 4. flokki. Það virðist ekki algengt að menn séu að fara á milli Hauka og HK.

Það er lykilatriði að fá góðan stuðning í einvíginu við Hauka og gæti stuðningurinn skipt sköpum um hvort liðið muni spila um Íslandsmeistara-titilinn. Við tókum Kristinn Guðmundsson, annan þjálfara HK, í stutt spjall.

Hvernig leggst einvígið við Hauka í þig? Einvígið leggst bara vel í mig. Leikmenn eru búnir að æfa vel í vetur og leggja mikið á sig til þess að komast í úrslitakeppnina. Einbeiting leikmanna hefur bara aukist eftir leikinn við Fram og bjartsýni ríkir í hópnum.

Núna töpuðum við gegn Haukum í öllum leikjunum í vetur, er ekki kominn tími á að leggja þá að velli?Jú, það er sannarlega kominn tími á sigur gegn Haukum og vonandi verða sigurleikirnir þrír þegar upp verður staðið.

Hverja telur þú möguleika HK á að leggja Haukana og hverjir eru möguleikarnir á Íslandsmeistara- titlinum?Ég tel okkur eiga ágæta möguleika á að sigra þetta einvígi. Haukar eiga hins vegar heimavallarréttinn og honum verðum við að stela, ef vel á að fara. Haukarnir hafa verið að spila vel á móti okkur í vetur en þeir eru alls ekki gallalausir og við þurfum að nýta okkur það.

Við erum ekki farnir að huga mikið að Íslandsmeistaratitlinum sjálfum en ætli okkar möguleiki á honum sé ekki svona 50% ef okkur tekst að leggja Haukana í undanúrslitum.

Ertu búinn að kortleggja lið Haukanna? Hverjir eru kostir þeirra og gallar? Við teljum okkur vera búna að nýta tímann vel fram að þessum leikjum og allt skipulag æfinga hefur miðast við þetta einvígi. Helstu kostir Haukaliðsins eru frábærir markverðir, góð vörn og traust skipulag þeirra sóknarlega. Aron Kristjánsson þjálfari þeirra er einnig mjög klókur og þekkir svona úrslitakeppnir vel. Helsta vandamál Haukaliðsins í vetur hefur verið sóknarleikur þeirra og því verðum við að klára allar okkar sóknir það vel að við komumst aftur í uppstillta vörn. Með þéttum varnarleik er svo hægt að krækja í auðveld mörk úr hraða-upphlaupum, sem skiptir miklu máli þegar lið mætast aftur og aftur og þekkja allt spil andstæðinga sinna. Þannig að gamla góða klisjan um vörn, markvörslu og hraðaupphlaup er enn í góðu gildi

Eitthvað að lokum?Um leið og ég vil þakka fyrir stuðning þess góða fólks sem lagt hefur leið sína í Digranesið í vetur vil ég hér með skora á alla HK-inga að fjölmenna á leikina í úrslitakeppninni. Ykkar stuðningur er okkur afar mikilvægur og hjálpar leikmönnum gríðarlega í þeirri baráttu sem framundan er. ÁFRAM HK !!!

Leikirnir framundan gegn Haukum

Haukar - HK miðvikudaginn 18.apr 19.30 SchenkerhöllinHK - Haukar föstudaginn 20.apr 19.30 Digranes

Haukar - HK mánudaginn 23.apr 19.30 SchenkerhöllinHK - Haukar miðvikudaginn 25.apr 19.30 Digranes

Haukar - HK föstudaginn 27.apr 19.30 Schenkerhöllin

Vinna þarf 3 leiki til þess að komast áfram í úrslit

VARAHLUTIR OG VÖRUR FRÁ EFTIRTÖLDUM FYRIRTÆKJUM FÁST HJÁ OKKUR

Page 15: HK-Blað 2012

VARAHLUTIR OG VÖRUR FRÁ EFTIRTÖLDUM FYRIRTÆKJUM FÁST HJÁ OKKUR

Page 16: HK-Blað 2012

Holtasmári 1, KópavogurKaupvangsstræti 4, Akureyri

Sími: 577-2025 Fax: 577-2032

[email protected] www.sparnadur.is

Vissir þú að með því að greiða einu sinni 5.000 krónur inn á höfuðstól á verðtryggðu láni sem ber 5% fasta vexti og miðað við 4% verðbólgu út lánstímann gætir þú sparað 22.840 krónur.

Hvaða lán er best að greiða upp fyrst?Ef þú greiðir inn á höfuðstól á réttu láni í réttri röð sparar þú gríðarlegar fjárhæðir í vexti og verðbætur. Þetta gerir það að verkum að lánstíminn styttist til muna.Pantaðu tíma strax í dag!

Kynntu þér nánar á sparnadur.is

SPA 5000 kr A4 HQ.pdf 1 17.04.2012 15:38