12
Hnappavallahamrar 2008–2009

Hnappavallahamrar 2008–2009Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009. Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Hnappavallahamrar 2008–2009Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009. Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir

Hnappavallahamrar2008–2009

Page 2: Hnappavallahamrar 2008–2009Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009. Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir

Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009.Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir tryggir. Ljósm. Sædís Ólafsdóttir.Heimildir/þakkir: Stefán Steinar Smárason, Björn Baldursson, Hjalti Rafn Guðmundsson, Valdimar Björnsson,Kristín Martha Hákonardóttir, Róbert Halldórsson, Guðjón Ingimundarson og Gísli Sigurjón Jónsson.

Hnappavallahamrar 2008–2009Árin 2008 og 2009 voru viðburðarík á Hnappavöllum. Mikil gróska hefur verið í klifrinu og aðsókn að svæðinu meiri en um langt árabil. Þá hefur hagstætt veður ekki dregið úr aðsókn. Það voraði t.d. snemma árið 2008. Um páskana, seint í mars, var fjöldi fólks á Hnappavöllum og klifraði í sumarblíðu.Hér er tekið saman það helsta sem gerst hefur á

Hnappavöllum frá því að klifurhandbókin kom út vorið 2008. Að vísu er grjótglíma að mestu undanskilin en þar hefur mikið gerst síðustu árin. Vinnsla á sérstökum leiðarvísi fyrir grjótglímu á Hnappavöllum er hins vegar í fullum gangi og hann lítur vonandi dagsins ljós áður en langt um líður.

LeiðréttingarÍ klifurhandbókinni frá 2008 eru nokkrar villur sem vert er að benda á og leiðrétta:

Leið nr. 8 í Miðskjóli (bls. 16) nefnist •Lúbríkantur en ekki Lubrekant eins og stendur í bókinni. Þá er hún sömuleiðis ranglega gráðuð en rétt gráða mun vera 5.11a.Í myndatexta á bls. 49 segir að •grjótglímuþrautin sé vinstra megin við Janus. Hún er auðvitað hægra megin við þá leið.

Ekki er farið rétt með öll örnefni í klifurhandbókinni. Þar eru bæði á ferðinni prentvillur og eins misskilningur sem hefur gætt hjá klifrurum allt frá upphafi. Eftirfarandi þarfnast leiðréttingar:

Þorgeirsrétt, sem er klifursvæðið vestan •Grófarlæks, hefur verið ranglega kallað Þorgilsrétt af klifurfólki og var það heiti

2

notað í klifurhandbókinni. Í texta á bls. 4 og á kortinu á síðu 2 eru •Stekkatúnshamrar ranglega nefndir Stekkjatúnshamrar.Í texta á bls. 5 og á kortinu á síðu 2 er •Svæðnalækur ranglega nefndur Sviðna-lækur.Í texta á bls. 5 og á kortinu á síðu 2 •kemur nafnið Lækjarhorn fram eins og um örnefni sé að ræða. Lækjarhorn er hins vegar einungis nafn á klifurleið ofan uppsprettunnar á viðkomandi stað.

Lagfæringar og breytingarDálítið hefur verið um lagfæringar og endurbætur á leiðum árin 2008 og 2009. Sett hafa verið upp ný akkeri, skipt um bolta og augu auk þess sem leiðir hafa verið hreinsaðar betur. Í Hádegishamri var leiðin Freðmýra-Jói lagfærð þannig að boltar voru færðir lengra til vinstri en þeir voru illa staðsettir.Í Öldubóli var þriðji bolti í Svölunum færður

neðar og er nú nær sjálfum svölunum.Leiðin Sírenur í Vatnsbóli (leið nr. 12 á bls. 32 í

leiðarvísinum) var boltuð af Hjalta Rafni en hún var dótaleið áður.Kúkur kúkur kúkur í Salthöfðanefi (leið nr. 4 á bls. 41 í leiðarvísinum) var hreinsuð betur og menn eru ekki frá því að gráðunin hafi færst úr 5.12a niður í 5.11d.

Gráðun leiðaNokkur umræða hefur verið um gráðun einstakra leiða og hefur sú umræða síst minnkað eftir að gráðunin var „fastsett“ við útgáfu klifurhandbókarinnar. Varast ber að taka gráðun leiða of alvarlega og hafa þarf hugfast að menn klifra leiðir en ekki gráður. Þá getur

Page 3: Hnappavallahamrar 2008–2009Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009. Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir

3

ýmislegt haft áhrif svo sem stærð klifrara. Tveggja metra sláni nær kannski að teygja sig í lykiltak á erfiðum stað sem reynist þeim styttri ógerningur. Í slíkum tilfellum er kannski ósanngjarnt að gráðunin sé sú sama fyrir báða. Gráðun er ákveðin vísbending um erfiðleika leiðar en ekki endanlegur sannleikur. Mikilvægt er að samræmis í gráðun gæti eins og kostur er innan hvers klifursvæðis og hefur þokkalega tekist til hvað þetta varðar á Hnappavöllum.

HnappavallamaraþonÍ apríl 2008 kom út nýr leiðarvísir fyrir svæðið og af því tilefni efndu Klifurfélag Reykjavíkur og Ísalp til Hnappavallamaraþons sem fór fram dagana 19.–20. júlí 2008. Markmið maraþonsins var að ná að klifra allar boltaðar leiðir, 93 talsins, á einni helgi. Verkefninu var skipt á fjóra hópa. Sá fyrsti klifraði leiðir gráðaðar 5.5–5.9, annar hópur 5.10 leiðir, sá þriðji 5.11 og síðasti hópurinn 5.12 og 5.13 leiðir. Þetta var vel heppnaður viðburður og tókst að klifra allar leiðir nema Ópus og Zeus er ekki til. Alls var því klifruð 91 leið. Að auki voru margar leiðir klifnar af fleiri en einum. Þátttakendur voru um

35. Maraþonið hófst á laugardagsmorgni og lauk undir kvöld á sunnudegi. Veðrið lék við klifrara þessa helgi. Boðið var upp á Jöklaís frá Árbæ á Mýrum til að kæla þátttakendur og grill um kvöldið.Hnappavallamaraþon var haldið aftur dagana

11.–12. júlí 2009. Breytt var til og í þetta skiptið var klifrað í einn sólarhring, frá níu á laugardagsmorgni til níu á sunnudagsmorgni. Alls voru sex lið sem tóku þátt og nefndu þau sig; 5.10, 1993, The flaming thunder, 40+, DB og Einstök. Þátttakendur voru um 30. Hvert lið hafði ákveðið þema svo sem að klifra allar boltaðar 5.10 leiðir. Að venju var boðið upp á ís frá Árbæ, kvöldverð og morgunmat. Maraþonið tókst vel til og skemmtu gestir á Hnappavöllum sér konunglega þessa helgi.Á myndasvæði heimasíðu Klifurhússins er að

finna fjölda mynda frá þessum stórhátíðum á Hnappavöllum.

KlifurafrekUngir klifrarar sem nýverið byrjuðu að klifra á Hnappavöllum hafa verið að gera góða hluti og sömuleiðis hafa margir af eldri kynslóðinni bætt

Frá Hnappavallamaraþoni 2008. Ljósm. Unnur Svavarsdóttir

Page 4: Hnappavallahamrar 2008–2009Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009. Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir

4

Frá Hnappavallamaraþoni 2009. Óþekktur ljósmyndari

árangur sinn. Í tengslum við klifurmaraþonin hafa margir náð góðum árangri. Í fyrra maraþoninu tókst að klifra 91 boltaða leið, samtals 1280 m, á einni helgi sem verður að teljast mikið afrek. Um leið náðu margir að slá persónuleg met. Sama gildir um maraþonið 2009 en margir náðu þá að gera eftirtektarverða hluti. Þannig tókst Valdimari Björnssyni að rauðpunkta bæði Sláturhúsið (5.13b) og Ópus (5.13d) sama daginn. Kristján Þór Björnsson klifraði allar boltuðu 5.10 leiðirnar á einum sólarhring en þær eru 27 talsins og Hjalti Rafn Guðmundsson klifraði heila 438 hæðarmetra á sólarhring.Af öðrum afrekum má m.a. nefna að Kristján

Þór Björnsson og Valdimar Björnsson rauð-punktuðu báðir Ópus sumarið 2008 og Valda tókst sama sumar að fara Draumaland „original“ þ.e.a.s. án þess að grípa út í kantana sitt hvorum megin við þakið. Þannig klifruð telst leiðin vera 5.13c en er annars 5.13a.Í Gimlukletti voru tvær nýjar leiðir kláraðar og

rauðpunktaðar sama daginn, þann 13. september 2009. Þetta eru leiðirnar Djásn (5.13a) og Fenjaskrímslið (5.12d) sem klifraðar voru af Birni Baldurssyni og Valdimari Björnssyni. Þá tókst Valda og Kristjáni Þór að rauðpunkta Zeus Valdimar Björnsson í Ópus (5.13d). Ljósm. Sigurður Magni Ben.

Page 5: Hnappavallahamrar 2008–2009Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009. Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir

Fjöldi nýrra klifurleiða eftir árum

0

5

10

15

20

25

1989

1990

1991

1992

1993

1994

1995

1996

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

er ekki til (5.13b) sumarið 2009.Marianne van der Steen rauðpunktaði Bagdad

café (5.11d) og Leikið á als oddi -afbrigði (5.12b) sumarið 2008 og sumarið 2009 náði hún m.a. að rauðpunkta Bændaglímu (5.12a), Sundlaugarpartý (5.12a), Limbó (5.12c), From Brussel with love (5.12c) auk þess að flassa Gjaldþrot (5.11d). Kristín Martha Hákonardóttir rauðpunktaði

einnig Leikið á als oddi -afbrigði (5.12b). Sædís Ólafsdóttir rauðpunktaði Can can (5.10b), Tantra (5.10b) og Baráttu eilífðarinnar (5.10d) sumarið 2008.Kjartan Jónsson hefur verið duglegur við klifur

á Hnappavöllum síðustu sumur og bætt árangur sinn hratt. Kjartan rauðpunktaði Tívolí (5.12b), From Brussel with love (5.12c), Fantasíu (5.13a) og Draumaland (5.13a) sumarið 2009. Þá náði Andri Már Ómarsson að rauðpunkta Leikið á als oddi -afbrigði (5.12b).

Fjöldi klifurleiða eftir gráðum

0

2

4

6

8

10

12

14

16

5.4

5.5

5.6

5.7

5.8

5.9

5.10

a

5.10

b

5.10

c

5.10

d

5.11

a

5.11

b

5.11

c

5.11

d

5.12

a

5.12

b

5.12

c

5.12

d

5.13

a

5.13

b

5.13

c

5.13

d

5

Bernd Kolb í Litlu lúmsku leiðinni. Ljósm. Grith Christensen

Músastiginn klifinn. Ljósm. Grith Christensen

Page 6: Hnappavallahamrar 2008–2009Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009. Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir

GrillÍ maí 2008 var hlaðið grill á tjaldstæðinu í Miðskjóli. Staðurinn sem grillið stendur á var farið að líta illa út. Þarna var vinsælt að grilla með kolum og einnota grillum. Svæðið var orðið sóðalegt og svað farið að myndast við grillstaðinn.Jarðvegurinn var fjarlægður

og honum skipt út fyrir sand sem er undirstaða fyrir nýtt grill og hellulögn. Grillið var hlaðið úr eldföstum steinum sem samtals vega um 500 kg. Það samanstendur úr tveimur hefðbundnum hólfum með grillgrindum og síðan djúpu hólfi sem hentar til að grilla læri og þess háttar. Hellulagt var með náttúrulegum flísum framan við grillið.Verkið var unnið af Jóni Viðari Sigurðssyni, Stefáni Steinari Smárasyni og Unni Svavarsdóttur en Björn Baldursson og Róbert Halldórsson veittu aðstoð á lokasprettinum. Allt efni í grillið fékkst gefins að grindunum frátöldum.Nokkuð hefur borið á slæmri umgengni við

grillið og er slíkt óásættanlegt. Þannig eru afgangskol í pokum og annað rusl stundum skilið eftir. Þá ber mikið á því að aska sé ekki fjarlægð eftir notkun. Mikilvægt er að ganga vel um grillið, gera ekki endurbætur á því með

6

Framkvæmdir 2008–2009

grjóti og öðru rusli auk þess að hreinsa ösku morguninn eftir notkun. Í lagi er að skilja eftir grillvökva í brúsum aftan við grillið.

Brú yfir GrófarlækÍ águst 2008 dró til tíðinda á Hnappavöllum. Grófarlækur, sem jafnan er saklaus, breyttist um tíma í stórfljót. Svo virðist sem breyting hafi orðið á upptökunum við jökul. Áin ruddi með sér miklu grjóti og breytti farveginum vestan við Miðskjól. Bændur lögðu nótt við dag við að ryðja efninu upp í varnargarða til að reyna hefta fljótið enda ógnaði það túnum neðan við hamrana. Stórar vinnuvélar voru notaðar í þetta verk.Á vorin hafa bændur lagt raflínustaur og

járnbita yfir Grófarlæk við Miðskjól og hefur það auðveldað göngu yfir á önnur klifursvæði. Ljóst var að slíkar brýr mega sín lítils í flóðum sem þessum.Bændur á Hnappavöllum reistu litla og

smekklega göngubrú yfir Grófarlæk, rétt ofan við fossinn, vorið 2009. Unnur bar viðarvörn á brúnna um sumarið og Stefán Steinar setti niður fjóra múrbolta til að tryggja brúnni betri festu. Unnur bar einnig viðarvörn á borðin tvö sumarið 2008.

Unnur ber viðarvörn á nýju brúnna yfir Grófarlæk sumarið 2009.

Grillstæðið í Miðskjóli.

Page 7: Hnappavallahamrar 2008–2009Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009. Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir

7

KamarinnAllt stefndi í að kamarholan myndi fyllast í lok sumars 2009. Dagana 20.–24. júlí 2009 var 50 manna alþjóðlegur hópur skáta staddur á Hnappavöllum en þeir voru þátttakendur á hinu umfangsmikla Roverway móti. Skátarnir stunduðu klifur auk þess að fara í skoðunarferðir um nágrennið. Tilgangurinn var einnig að taka til hendinni og grófu þeir nýja, tæplega tveggja metra djúpa holu sem kamarinn var færður yfir.

TóftinHeimsókn skátahópsins sumarið 2009 var skipu-lögð af Elmari Orra Gunnarssyni. Meiningin var að láta hópinn vinna eitthvert verkefni sem kæmi klifursvæðinu til góða. Upphafleg hugmynd var að reisa göngubrú yfir Grófarlæk en bændur urðu fyrri til. Hugmynd kviknaði um að grafa út úr einni tóftinni í Miðskjóli og gera þar skjól sem nýta mætti í vondu veðri til að elda, snæða og til samveru. Rætt var við landeigendur á Hnappavöllum sem tóku erindinu mjög vel og heimiliðu klifursamfélaginu að hreinsa úr einni tóftinni og endurreisa hana í þessum tilgangi.Jón Viðar, Unnur og Magni voru með skátunum

á Hnappavöllum þessa daga í júlí og stjórnuðu

verkinu. Gríðarleg vinna reyndist að grafa út úr tóftinni enda einungis notast við handverkfæri. Um 20 tonnum af grjóti, flögum, torfi og mold var mokað út. Hluti veggja var endurhlaðinn, vikri jafnað yfir möl í botninum og gömlum raflínustaurum komið fyrir á langveggjunum. Um verslunarmannahelgina hófst uppbygging tóftarinnar og var það verk unnið af Jóni Viðari, Unni og Birni Baldurssyni. Lögð var botngrind, reistir burðarbitar fyrir þaksperrur og gólfið klætt.Verkefnið hélt áfram um miðjan september en

Skátar grafa kamarholu.

20. júlí

23. júlí

3. ágúst

13. september

Page 8: Hnappavallahamrar 2008–2009Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009. Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir

8

þá voru smíðaðar þaksperrur og byrjað að klæða þakið. Hér voru að verki Unnur, Jón Viðar og Stefán Steinar en Ómar og Hrefna veittu góða aðstoð. Þá tóku fleiri til hendinni við að skipta út mold fyrir sand og leggja hellur framan við tóftina.Skátarnir lögðu 100.000 krónur til verkefnisins

sem nýttist til að koma uppbyggingunni af stað. Þetta er hins vegar kostnaðarsamt verk þótt öll vinna sé gefin. Mikilvægt er að klára bygginguna á sem skemmstum tíma en til þess vantar peninga fyrir efniskaupum. Biðlað er til þeirra sem stunda klifur á Hnappavöllum að leggja verkefninu lið bæði með fjármögnun og vinnuframlagi.

Nýtt salerniSumarið 2008 barst orðrómur um að til stæði að reisa salernishús í Miðskjóli. Fyrir-tækið Náttúrulega á Höfn hefur unnið að tilraunaverkefni sem fellst í því að flytja inn grunnbúnað fyrir þurrsalerni frá Noregi sem síðan er gengið frá með byggingu á notkunarstað. Eitt slíkt salerni hefur verið sett upp við Fláajökul í samvinnu við Í ríki Vatnajökuls. Landeigendur á Hnappavöllum hafa áhuga á að setja upp bætta salernisaðstöðu og hafa í þeim tilgangi verið í sambandi við Náttúrulega. Allt stefndi í að salernið yrði sett upp í Miðskjóli vorið 2009 en ekki tókst að afla nægjanlegs fjármagns. Bæði Náttúrulega og Hnappavallabændur hafa sótt

um styrki vegna verkefnisins. Búið er að kaupa grunnbúnaðinn frá Noregi og útbúa umgjörð um salernið en peninga vantar til að koma þessu fyrir auk ýmiss frágangs. Bændur voru reiðubúnir haustið 2009 að

leggja til tæki og vinnu við uppsetninguna með aðstoð klifurfólks sem síðan þyrfti að sjá um fráganginn. Tímasetningin er hins vegar slæm þar sem verkefnið kemur á sama tíma og unnið er að kostnaðarsamri uppbyggingu tóftarinnar. Bændurnir hafa komið efniviðnum fyrir í skemmu og vilja koma þessu upp við fyrsta tækifæri í samvinnu við klifurfólk.Salernishúsið er úr trefjaplasti sem grafið verður

inn í brekku og hulið með torfi. Framhliðin verður klædd með timbri. Undir klósettinu eru þrjár 90 l götóttar fötur á hringekju og er ein undir hverju sinni. Þegar fata fyllist er næsta dregin undir. Við hverja ferð á salernið er smávegis af sagi sáldrað niður. Þá ku ekki vera æskilegt að nota bleiktan klósettpappír.

Teikning af nýju salernishúsi.

Sumar og sól í Miðskjóli, júlí 2008.

Page 9: Hnappavallahamrar 2008–2009Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009. Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir

9

Nýjar leiðir 2008–2009Sumarið 2008 bættust fjórar nýjar boltaðar leiðir við á Hnappavöllum og sjö sumarið 2009. Þá var ein dótaleið boltuð. Boltaðar leiðir eru því orðnar 104 en voru 92 þegar klifurhandbókin kom út. Þá var haldið áfram með einhverjar leiðir sem eru í vinnslu og byrjað á nýjum.Af nýju leiðunum eru tvær í Miðskjóli, ein

í Þorgeirsrétt (austur), ein í Vatnsbóli, tvær í Gimlukletti, fjórar í Salthöfðanefi og ein í Skjóli.

13. Harmonía 5.8 13mRóbert Halldórsson, 2008Skemmtileg leið og mesta furða að hún hafi ekki verið

kláruð fyrr enda á vinsælasta klifursvæðinu.

14. Melódía 5.9 13mRóbert Halldórsson, 2008Leiðin er merkt nr. 13 í klifurhandbókinni frá 2008 en hún var þá í vinnslu. Elmar Orri Gunnarsson byrjaði á verkefninu en Róbert kláraði dæmið.

Miðskjól

Þorgeirsrétt -austur

3. Þar sem grámosinn glóir 5.4 8mRóbert Halldórsson, 2008Kærkomin viðbót við flokk auðveldari leiða.

Vatnsból

8. Staupasteinn 5.12d 19mValdimar Björnsson og Kristján Þór Björnsson, 2009Þetta er leið sem Stefán Steinar byrjaði að bolta en Valdimar og Kristján unnu áfram í henni, hreinsuðu og kláruðu síðan. Kúl grjótglímuþraut í byrjun og síðan skemmtilegt klifur.

Page 10: Hnappavallahamrar 2008–2009Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009. Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir

10

Gimluklettur3. Djásn 5.12d/5.13a 25mBjörn Baldursson, 2009Leið sem var búin að vera í vinnslu í nokkur ár. Hún var biðarinnar fyllilega virði, alger djásn! Nokkuð flókin

byrjun.

11. Fenjaskrímslið 5.12d 20mValdimar Björnsson, 2009Þetta er leiðin lengst t.h. í Gimlukletti. Róbert Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson byrjuðu að vinna í leiðinni en Valdimar kláraði hana. Frábær leið sem krefst hæfileika á mörgum sviðum.

Salthöfðanef1. Fimmtán menn á dauðs manns kistu 5.12b 10mHjalti Rafn Guðmundsson, 2009Hér skiptir máli hversu stór klifrarinn er og sömuleiðis hversu lengi er staðið á góðum festum á meðan þuklað er eftir næsta góða taki. Þessi lýsing á einnig við um hina sjóræningjaleiðina, Hó hæ hó og rommflaska með. Báðar leiðirnar notast við sama akkeri þegar þetta er ritað en til stendur að setja upp nýtt akkeri fyrir Fimmtán menn

sumarið 2010 og er hún merkt þannig á myndinni.

2. Hó hæ hó og rommflaska með 5.12b 10mHjalti Rafn Guðmundsson, 2009

▲ ▼

Page 11: Hnappavallahamrar 2008–2009Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009. Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir

11

10. Pabbi, kúkur! 5.10b/c 19mStefán Steinar Smárason, 2008Er í skemmtilegu bergi mitt á milli Saltstönguls og Myrkrahöfðingja. Pabbinn var rúmlega hálfnaður í fyrstu leiðslu þegar hann fær viðkomandi skilaboð afkvæmis út

um bílglugga. Restin var klifruð með hraði.

12. Með augun full af ryki og nefið af skít 5.10b 12mKristín Martha Hákonardóttir, 2009Byrjað er á að klöngrast upp á stallinn hægra megin við Myrkrahöfðingjann. Hreinsunin hefur ekki verið ýkja ánægjuleg eins og nafnið gefur til kynna.

Skjól

4. Þar sem tæpt er tæpast 5.12d 15mValdimar Björnsson, 2009Þetta er verkefni sem Hjalti Rafn Guðmundsson byrjaði á en Valdi kláraði. Er með nokkur brothætt tök. Klifrið varlega.

Page 12: Hnappavallahamrar 2008–2009Samantekt: Jón Viðar Sigurðsson, nóvember 2009. Forsíðumynd: Berglind Aðalsteinsdóttir klifrar Páskaliljur í júlí 2008. Björk Hauksdóttir

Grjótglíma

12

Grjótglíma í Miðskjóli. Ljósm. Guðmundur Tómasson

Grjótglíma nýtur mikilla vinsælda í Hnappa-vallahömrum og sífellt er verið að vinna í nýjum sem eldri þrautum. Í klifurhandbókinni voru taldar til 37 nafngreindar þrautir. Kunnugt er um 13 þrautir sem hlotið hafa nafn eftir að handbókin kom út og eru þær taldar upp hér að neðan. Mikill fjöldi þrauta sem verið er að vinna í bíður eftir nafni, gráðu eða hvoru tveggja. Heildarfjöldi þrauta er líklega um 150. Væntanlegur leiðarvísir um grjótglímu á Hnappavöllum mun örugglega greiða úr þessum mikla frumskógi sem grjótglíman er. Settur var inn bolti ofan einnar leiðar, Hrollaugaseturs, sem er við tjaldstæðið í Miðskjóli.

1 Analsugan XL 7b Miðskjól

2 Boogie time 7a+ Miðskjól

3 Brimberg 7c Ölduból -vestur

4 Ekkert rok -engin rigning 7a Skjól

5 Fiðlarinn á þakinu 7a Hádegishamar

6 Górillan Ölduból -austur

7 Gula fíflið 6a Ölduból

8 Gyðingurinn 6c+ Vatnsból

9 Here comes the sun 6c+ Þorgeirsrétt

10 Hrollaugasetrið 7b+ Miðskjól

11 Humarhátíð 6c+ Ölduból

12 Skessan 6a Vatnsból

13 Skjólstæðingur 7a Skjól

Grjótglímuþrautir (44 þrautir í klifurhandbókinni og þessari samantekt)

0

2

4

6

8

10

3 4 4+ 5 5+ 6a 6a+ 6b 6b+ 6c 6c+ 7a 7a+ 7b 7b+ 7c 7c+