49
Staðalímyndir kynjanna Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmynd Íris Sigurðardóttir og Ívar Bergmann Egilsson Lokaverkefni til BA-gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið

Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

Staðalímyndir kynjanna

Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmynd

Íris Sigurðardóttir og Ívar Bergmann Egilsson

Lokaverkefni til BA-gráðu í mannfræði

Félagsvísindasvið

Page 2: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

Staðalímyndir kynjanna

Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmynd

Íris Sigurðardóttir og Ívar Bergmann Egilsson

Lokaverkefni til BA-gráðu í Mannfræði

Leiðbeinandi: Helga Björnsdóttir

Félags- og mannvísindadeild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2014

Page 3: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í Mannfræði og er óheimilt að afrita

ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Íris Sigurðardóttir, Ívar Bergmann Egilsson 2014

Reykjavík, Ísland 2014

Page 4: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

4

Útdráttur

Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd

haldast í hendur. Það er einstaklingum mikilvægt að vera ánægðir með eigin líkama

svo að þeim líði vel. Markmið þessarar ritgerðar er að dýpka skilning á hvaðan

einstaklingar fái hugmyndir um æskilegt útlit og hegðun og hvernig þær hafa áhrif á

líkams- og sjálfsmynd þeirra. Í ritgerðinni eru tekin dæmi um þær staðalímyndir sem

hafa mótast í gegnum tíðina. Skoðað er hvaðan staðalímyndirnar koma, sögulegt

samhengi, og áhrif fjölmiðla. Einnig er fjallað um hvernig líkamsímynd kvenna er

frábrugðin líkamsímynd karla og hugtökin karlmennska og kvenleiki skilgreind. Þá er

litið til einstaklinga sem upplifa sig á milli kynja. Niðurstöður rannsókna sýna að

einstaklingar líta til ákveðinna staðalímynda í eigin samfélagi sem leiðarvísi að

hegðun og útliti. Auk staðalímynda er kyn, kynhneigð og kyngervi lykilatriði í að

móta sjálfsmynd einstaklinga. Einstaklingar samfélagsins viðhalda staðalímyndum í

gegnum samspil fjölmiðla og orðræðu. Með staðalímyndum myndast lítið rými fyrir

fjölbreytileika einstaklinga og getur það leitt til vanlíðunar með eigin líkama.

Page 5: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

5

Abstract

Studies show how the body image and image of the self are related. It’s important for

individuals to be content about their appearance and how they feel in their own body.

The goal of this thesis is to get a deeper understanding of where we get ideas about

how we should look and behave and how it affects our body image. In the thesis are

examples of the stereotypes that have formed through the ages. There is a discussion

about where stereotypes came from and how they are seen in historical context and

how the media influences society. The difference between the sexes, genders and

stereotypes are examined and an example will be taken of individuals who experience

being born in the wrong body. The conclusion shows that individuals use certain

stereotypes as a guide to know what to look like and behave in their own society. Sex,

gender and sexual orientation play a key role in forming stereotypes. The individuals

of the society maintain the stereotypes with the interaction between discource and

social media. Individuals are though too diverse to fit into the stereotypes and that can

lead to body image dissatisfaction.

Page 6: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

6

Efnisyfirlit

Útdráttur ....................................................................................................................... 4

Abstract ......................................................................................................................... 5

1. Inngangur ................................................................................................................. 7

1.1 Aðkoma okkar að viðfangsefninu og samstarf ................................................ 8

1.2 Lýsing á köflum ............................................................................................... 9

2. Kenningar og hugtök ............................................................................................ 11

2.1 Samveruleikinn .............................................................................................. 11

2.2 Lífið sem leikrit ............................................................................................. 12

2.3 Valdið og vöktunin ........................................................................................ 13

2.4 Mannfræðin og líkaminn ............................................................................... 15

3. Líkaminn og sjálfsmynd kynjanna ...................................................................... 18

3.1 Áhrif tækni og menningar .............................................................................. 19

3.2 Orðræður og áhrif miðla ................................................................................ 21

4. Kyngervi og staðalímyndir kynjanna .................................................................. 24

4.1 Líkamsímyndir karla ...................................................................................... 25

4.1.1. Eftirsóknarverður líkamsvöxtur karla .................................................. 27

4.1.2 Hinn karlmannlegi maður .................................................................... 29

4.2 Líkamsímynd kvenna ..................................................................................... 30

4.2.1. Eftirsóknarverður líkamsvöxtur kvenna ............................................... 32

4.2.2. Barneignir og blæðingar, náttúruleg feimnismál ................................. 34

4.3 Á milli kynja .................................................................................................. 37

4.3.1 Transfólk ............................................................................................... 38

5. Niðurlag .................................................................................................................. 40

Umræður ..................................................................................................................... 42

Heimildaskrá .............................................................................................................. 46

Page 7: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

7

1. Inngangur

Flest allir þurfa einhvern tímann að takast á við og standast ákveðnar kröfur hvað

varðar útlit og hegðun sem ríkja í þeirra samfélagi. Strax frá upphafi er einstaklingum

gefið til kynna til hvers sé ætlast af þeim og ræðst sú félagsmótun út frá kyni.

Hvarvetna í samfélaginu eru áherslur lagðar á ákveðið útlit, hvort sem það er vegna

ákveðinna tískustrauma, eða að klæða sig viðeigandi eftir samfélagsreglum.

Viðfangsefni okkar snýst um líkamann og hvernig staðalímyndir kynjanna, og

aðrir utanaðkomandi áhrifavaldar, móta hugmyndir okkar um líkamann í hinum

vestræna heimi. Við setjum umræðuna í sögulegt samhengi og skoðum hvernig

tækniframfarir hafa gert fólki kleift að breyta líkömum sínum. Við skoðum betur

hvernig það hefur áhrif á líkamlega sjálfsmynd einstaklinga og hvaða ákvarðanir fólk

tekur til þess að breyta líkamanum og verða ánægt með hann. Með líkamlegri

sjálfsmynd er átt við hvers konar hugsanir, hugmyndir, skoðanir og tilfinningar sem

einstaklingur hefur vegna líkamlegs útlits. Líkami og sjálfsmynd haldast í hendur hjá

einstaklingum og má líkja því við sitt hvora hliðina á sama peningnum. Umræðan

beinist einnig að þeim einstaklingum sem ekki falla inn í ákveðið kyn eða fæðast sem

annað kyn en þeirra tilfinning segir til um. Síðan skoðum við hvernig samfélagið

upplifir þessa einstaklinga og hvort það hafi áhrif á sjálfsmynd þeirra. Við munum

fjalla um valdið sem stjórnar útliti okkar og hegðun. Það er vert að taka það fram að

umfjöllun okkar fór ekki inn á markaðsfræðileg sjónarhorn, þó svo að það gæti vel átt

við, en það væri jafnvel efni í aðra ritgerð.

Við fjöllum um efnið innan ramma mannfræðinnar en hún tengist viðfangsefni

okkar vel þar sem hún er yfirgripsmikið fag sem snýr að öllum þáttum mannlegrar

hegðunar (Gísli Pálsson, 1977). Mannfræðirannsóknir um líkamann hafa tekið

nokkrum breytingum í gegnum tíðina. Rannsóknir síðari ára hafa beinst að

líkamanum sem tjáningartæki eða nokkurs konar tungumál án orða (Jackson, 1984).

Áherslan hefur breyst þar sem líkaminn er ekki lengur aukahlutverk heldur er hann í

aðalhlutverki þegar kemur að því að skoða menningu, sögu og þróun (Csordas, 1999).

Mannfræðingar fylgjast náið með líkamanum og þróun hans í tengslum við samfélög

og menningu sem og aðra þætti eins og sjálfið, sjálfsmynd, tækni, líkamsímynd og

vald (Csordas, 1999).

Page 8: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

8

Viðfangsefni okkar tengist rannsóknum mannfræðinga á staðalímyndum og

líkamanum. Við munum leita svara við því hverjar eru helstu staðalímyndir um útlit

og hegðun kynjanna, hvaðan koma þær og hvaða áhrif hafa þær á mótun líkamlegrar

sjálfsmyndar?

1.1 Aðkoma okkar að viðfangsefninu og samstarf

Ritgerðin er unnin af okkur, Írisi Sigurðardóttur og Ívari Bergmann Egilssyni. Við

erum bæði 24 ára gömul. Eftirfarandi kaflar voru skrifaðir ýmist í sameiningu, eða í

sitthvoru lagi, en nánari verklýsing fer hér á eftir. Við völdum að skrifa ritgerðina

saman vegna þess að við töldum að það gæfi okkur víðari sýn á viðfangsefnið vegna

mismunandi kyns okkar og bakgrunns. Litarháttur okkar er frábrugðinn. Íris er hvít á

hörund og fædd og uppalinn á Íslandi. Ívar hefur dökkan hörundslit og er fæddur á

Indlandi en var ættleiddur til Íslands.

Bæði höfum við ferðast á eigin vegum um mörg lönd ásamt því að hafa búið

erlendis um tíma. Íris hefur búið í París og stundað sjálfboðaliðavinnu á Indlandi. Ívar

hefur tvisvar sinnum farið í skiptinám til frönskumælandi landssvæða. Fyrst til

Québec í Kanada, og síðar bjó hann á frönsku nýlendunni La Réunion í Indlandshafi,

sem er fyrir utan strendur Madagaskar. Við höfum bæði notið góðs af reynslu okkar af

mismunandi menningarheimum og meðal annars orðið vitni að ákveðnum

útlitskröfum í hverju samfélagi fyrir sig. Með því að upplifa ólíka menningarheima þá

verða eigin samfélagshugmyndir sýnilegri en áður og í ritgerðinni munum við varpa

ljósi á þær.

Hugmyndir okkar um líkama og sjálfsmynd hafa verið okkur ofarlega í huga.

Við verðum fyrir áhrifum samfélagsins líkt og aðrir og erum meðvituð um útlit okkar

og hegðun. Við gerum okkur bæði grein fyrir því að útlit er mikilvægt í okkar

samfélagi og skilaboðin eru þau að það eru ákveðnar forskriftir varðandi útlit sem

talið er æskilegt að fylgja. Bæði teljum við okkur stunda heilsusamlegan lífstíl,

hreyfum okkur mikið, hugsum um mataræðið og hvernig við lítum út. Íris er

jógakennari og því fylgir ákveðin ábyrgð að vera fyrirmynd fyrir nemendur sína.

Henni finnst því mikilvægt að lifa heilsusamlegu líferni og hugsa um líkamann. Ívar

hefur æft knattspyrnu í gegnum árin ásamt því að mæta í ræktina. Á þeim stöðum sem

við stundum okkar hreyfingu finnum við fyrir þrýstingi um að vera í góðu líkamlegu

formi. Staðalímyndir birtast okkur víðs vegar í umhverfinu, hvort sem það er þegar

Page 9: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

9

við lesum dagblöðin heima, vöfrum á netinu eða skoðum auglýsingablöð í Háskóla

Íslands.

Við byrjuðum á því að skipta kenningarköflunum á milli okkar en síðar

gerðum við okkur ljóst að þægilegra var að fara í gegnum heimildir, þýða og skrifa

textann í sameiningu á eina tölvu. Upphaflega skrifuðum við kynjakaflana sitt í hvoru

lagi en vegna mikilla umræðna um viðfangsefnið drógumst við inn í kafla hvors

annars. Allar leiðréttingar, gerð heimildarskráar og aðrar tilfærslur voru gerðar í

sameiningu og var verkaskiptingin jöfn. Við nutum stuðnings hvort af öðru með því

að bera hugmyndir okkar saman, ræða þær og móta þannig textann. Samstarfið gekk

vel og var jafnframt hvetjandi. Viðfangsefni ritgerðar hjálpaði okkur að vera

meðvituð um eigið umhverfi og hvatti okkur til sjálfsskoðunar.

1.2 Lýsing á köflum

Við byrjum á því að ræða helstu kenningar og hugtök sem við styðjumst við í

ritgerðinni. Ritgerðin var að mestu mótuð út frá hugmyndafræði mannfræðingsins

Michael Jackson og kenningum félagsfræðingsins Erving Goffman, en

mannfræðingar hafa löngum sótt í smiðju hans. Við styðjumst einnig við nálganir

annarra mannfræðinga og félagsvísindamanna sem fjalla um líkamann í tengslum við

kynjaumræður, vald og sögulegt samhengi.

Í þriðja kafla fjöllum við um líkamann, hugtakið líkamsímynd (e. body image)

og þá orðræðu sem hefur mótandi áhrif á það. Við skoðum hvernig línan milli hins

náttúrulega og ónáttúrulega líkama hefur orðið æ óljósari í kjölfar aukinna

tækniframfara. Við fjöllum um áhrif þess að vera undir stöðugu eftirliti annarra í

samfélaginu og hvernig hinir ýmsu miðlar geta haft áhrif á líkamsímynd einstaklinga.

Á eftir fjölmiðlaumræðunni kemur fjórði kafli sem fjallar um kyngervi og

staðalímyndir en þar fjöllum við um líkamsímyndir kynjanna og einstaklinga sem

falla ekki inn í ákveðin flokk kynferðis. Við tökum dæmi um karlmennsku og

kvenleika, hinn fullkomna karlmann og hina fullkomnu konu sem birtast í fjölmiðlum.

Við fjöllum um þær leiðir sem einstaklingar velja til að breyta líkama sínum eins og

með lýtaaðgerðum. Auk þess verður fjallað um þá andlegu sjúkdóma sem fylgja

brenglaðri eða slæmri líkamsímynd. Við ræðum um hinn náttúrulega líkama og

hvernig konur upplifa virkni hans, eins og við barneignir. Slíkt getur verið

kvíðvænlegt fyrir konur vegna þrýstings um að halda líkamanum fullkomnum fyrir og

eftir barnsburð. Að lokum ræðum við um einstaklinga sem ekki finna sig innan

Page 10: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

10

hefðbundinna flokka samfélagsins. Slíkir einstaklingar eru til að mynda transfólk og

munum við útskýra hið gagnkynhneigða regluveldi og hvernig það hefur haft áhrif á

fólk sem ekki fellur undir þá staðla.

Í niðurlagi munum við svara rannsóknarspurningu okkar. Í umræðum munum

við svo skiptast á skoðunum og bæta upp hugmyndir hvors annars út frá fræðilegum

heimildum og okkar eigin upplifunum út frá kyni og bakgrunni.

Page 11: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

11

2. Kenningar og hugtök

Við byrjum á því að fjalla um áherslur mannfræðingsins Michael Jackson (2008) og

umfjöllun hans um samveruleikann (e. intersubjectivity). Erving Goffman (1959) setti

fram kenningar um miðja 20. öld þar sem hann líkti lífinu við leikrit. Emily Martin

(1992) sem útskýrir hið sögulega samhengi í tengslum við líkamann og hlutverk

kynjanna. Því næst tökum við fyrir umfjöllun Söndru Lee Bartky og Michel Focault

um valdið og vöktunina þar sem meðal annars verður rætt hugtakið panopticon. Gísli

Pálsson (2009), Emily Martin (1987) og Susan Bordo (1992) fjalla um líkamann sem

miðil fyrir menninguna og skoða hvernig mannfræðin hefur nálgast líkamann á

mismunandi hátt. Þar má nefna mannfræðirannsóknir á tækninýjungum,

kynjahlutverkum, staðalímyndum, líkama og sjálfi og tjáningu líkamans. Við teljum

að þessi hugmyndafræði falli vel að efni ritgerðarinnar og útskýri muninn á hinum

náttúrulega og menningarlega líkama sem og valdinu sem stýrir hugmyndum okkar.

2.1 Samveruleikinn

Umfjöllun Michael Jackson lýsir vel þeim grunnaðstæðum sem flestir þurfa að ganga

í gegnum burtséð frá menningarlegu umhverfi hvers og eins. Hann telur að sá

veruleiki sem við lifum í sé félagslega tilbúinn og við upplifum okkur í gegnum aðra.

Það er manninum eðlislægt að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að lifa af.

Hann útskýrir mannlega tilveru sem baráttu milli þess að beita valdi og að vera beittur

valdi (Jackson, 2008). Hann segir jafnframt að mennskan (e. humanness) sé annars

vegar samband milli aðstæðna sem við höfum litla stjórn á og hins vegar hæfni okkar

til þess að takast á við þær á mismunandi vegu. Hverju samfélagi fylgja mismunandi

siðir og venjur sem einstaklingar alast upp við á hverjum tíma. Jackson vill meina að

við séum þrælar fortíðar, og þess vegna ekki „alábyrg“ fyrir gjörðum okkar, þar sem

við framkvæmum í sögulegu samhengi (Jackson, 2008, bls. 2). Ríkjandi (e. dominant)

menningar- og hugmyndaneti er varpað yfir okkur og við sitjum því í fjötrum

samfélagsins. Mannfræðingurinn Clifford Geertz sagði manninn vera dýr sem væri

fast í merkingabærum vef tákna sem hann sjálfur hefur spunnið (Geertz, 2006, bls.

236). Þessi merkingabæri vefur er fullur af opinberum og viðurkenndum táknum sem

eru birtingarmynd menningar okkar. Í því samhengi eru það meðal annars útlits- og

Page 12: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

12

hegðunarkröfur sem við erum „föst í“. Ómeðvitað fylgjum við ríkjandi venjum og

gerum okkar besta til þess að aðlaga okkur að þeim.

Innan hvers samfélags eru mismunandi félagsleg og menningarleg rými sem

hafa hver um sig skrifaðar og óskrifaðar reglur þar sem gert er grein fyrir hvað sé

æskilegt og hvað ekki. Sem dæmi má nefna að þá fela konur þann búnað sem fylgir

blæðingum fyrir almenningi, meðal annars innan vinnustaða, og annarra opinberra

stofnana (Martin, 1987). Slíkt má ekki sjást samkvæmt hinum óskrifuðu reglum. Við

fylgjum settum viðmiðum og gildum en það er ekki þar með sagt að allir geti fylgt

þeim og þar af leiðandi fallið inn í þessi rými. Slíkt getur til dæmis hent transfólk,

einstaklinga sem upplifa sig í röngum líkama, sem standa frammi fyrir því vandamáli

að almenningsalerni eru merkt annað hvort fyrir karla eða konur. Þannig upplifa sumir

sig óvelkomna og telja sig líta út eins og illa gerðir hlutir sem eiga ekki að vera á

svæðinu (Jackson, 2005, bls. 18).

Auk Jackson hafa margir aðrir fræðimenn fjallað um samveruleikann og

hvernig við upplifum okkur í gegnum aðra. Þar á meðal Erving Goffman sem talaði

um hinn félagslega veruleika og hvernig við setjum okkur í mismunandi hlutverk við

mismunandi aðstæður.

2.2 Lífið sem leikrit

Í umfjöllun Goffmans um samveruleikann fjallar hann um hvernig einstaklingar

kynna sjálfan sig og birtast öðru fólki. Að hans mati þá er lífið líkt og leikrit.

Einstaklingurinn býr til og stýrir þeirri mynd sem aðrir hafa af honum og þar með

setur hann sig í mismunandi hlutverk eftir aðstæðum. Við sinnum ákveðnu hlutverki

og ímynd sem foreldri, barn eða vinur (1959, bls. 17–20). Þessi kenning Goffmans á

vel við umfjöllun okkar þar sem sýnt er fram á að við sköpum okkar eigin ímynd með

því að breyta líkama okkar og hegðun á vissan hátt í samræmi við mismunandi

aðstæður. Við reynum að hegða okkur eins og aðrir búast við að okkur. Dæmi um það

gæti verið þegar einstaklingar mæta til vinnu þar sem ætlast til þess að fólk fylgi

tilteknum reglum hvað varðar klæðaburð. Þetta er því ákveðin sköpun á persónu sem

er gerð til að falla vel inn í ákveðið umhverfi og aðstæður. Það getur bætt sjálfsmynd

einstaklinga ef ímynd þeirra út á við er góð jafnvel þótt hún sé vísvitandi sviðsett

(Goffman, 1959, bls. 17).

Í bók sinni Stigma fjallar Goffman (1963) um aðra hlið á þessu viðfangsefni

og skoðar þar hvernig fólk mótar útlit sitt í átt að staðalímyndum innan eigin

Page 13: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

13

samfélags. Með þeirri mótun býr einstaklingurinn til tilbúna sjálfsmynd (e. virtual

identity) sem byggist á hugmyndum annarra um hvernig hann eigi að vera.

Einstaklingur sem ekki fellur inn í ramma samfélagsins má búast við því vera

flokkaður sem frávik. Það felur yfirleitt í sér neikvæða skilgreiningu á hegðun sem

brýtur í bága við viðmið samfélagsins. Það ber að nefna að sumir synda meðvitað á

móti straumnum og vilja ekki fylgja hinum hefðbundnu viðmiðum og gildum sem

þeim hafa verið sett fyrir. Að mati Goffmans (1963) virðist sem bæði útlit og fyrstu

upplifanir af einstaklingum segi mikið um samfélagsstöðu þeirra. Slíkt hefur einnig

áhrif á möguleika fólks til að falla inn í samfélagið. Því má velta fyrir sér hvernig fólk

bregst við og hvað það gerir til þess að falla betur að straumum og stefnum

samfélagsins. Sé þetta sett í samhengi við líkamann þá má benda á að einstaklingar

eru oft dæmdir út frá líkamanum og fyrstu áhrifum sem þeir hafa á annað fólk. Þannig

skapast staðalímyndir, sleggjudómar og jafnvel minnihlutahópar (Goffman, 1963).

Allt tengist þetta líkamanum, hvernig fólk skynjar hann og upplifir. Enda má segja að

rannsóknir síðustu ára hafi margar hverjar sett líkamann í öndvegi og fjallað

sérstaklega um hann og samskipti manna á milli út frá honum.

2.3 Valdið og vöktunin

Við lútum ómeðvitað ákveðnum samfélagsreglum og beygjum okkur undir það vald

sem við finnum fyrir og erum alin upp við. Sandra Lee Bartky fjallar um kenningar

franska heimsspekingsins Michel Foucault (1979) þar sem hann útskýrði hvernig vald

stýrir og hefur áhrif á hegðun fólks. Í því samhengi notaðist hann við hugtak Jeremy

Bentham, panopticon, til að útskýra hvernig fólk breytti hegðunarmynstri sínu þegar

fylgst væri með því. Panopticon er myndlíking fyrir afbrigð af valdi sem felur í sér

sjálfsögun. Möguleikinn á vöktun fól því í sér ákveðið vald yfir fólki (Bartky, 1990).

Ástæða þess að þetta hugtak skiptir máli þegar horft er til líkams- og sjálfsmyndar er

að slíkt vald sýnir hvernig hversdagslegar athafnir okkar eru litaðar af ákveðnu

regluveldi sem er umhverfis okkur. Það vald hefur áhrif á hvernig við klæðumst,

hegðum okkur og þar af leiðandi sköpum okkur sjálf í mismunandi aðstæðum. Við

ögum okkur sjálf samkvæmt gefnum kröfum ásamt því að fylgjast með öðrum og

þannig mætti segja að vöktunin sé sjálfsögun.

Hugtakið panopticon á upphaflega við um hringlaga byggingu sem hefur verið

líkt við fangelsi. Byggingin hefur að geyma klefa sem snúa út að opnu rými í

miðjunni. Þar er varðturn og þaðan sést inn í alla klefana á veggjum byggingarinnar. Í

Page 14: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

14

turninum er vörður sem fylgist með klefunum en þeir sem í klefunum eru sjá ekki inn

í turninn og vita því ekki hvort fylgst er með þeim eða ekki. Þess vegna haga

einstaklingarnir í klefunum sér betur en ella. Vöktunin er stjórntæki á þá aðila sem

yfirvald metur að þurfi að stýra. Þetta getur til dæmis verið fyrir fanga, nemendur eða

starfsmenn. Undir mögulegu eftirliti færu þeir síður að leggja á ráðin um flótta eða

skipuleggja glæpi. Nemendur svindla síður á prófi, kliður og tímasóun er minni.

Starfsfólk undir eftirliti fylgir frekar gefnum fyrirskipunum og starfsmaður í búð

stelur síður ef fylgst er með honum. Valdið á að ná til þeirra sem eru líklegir til

mótþróa. Sú breyting sem hefur orðið á valdbeitingunni er að valdið er ekki í

turninum heldur er það ósýnilegt. Maður er ekki andspænis raunverulegu og

áþreifanlegu valdi heldur eru það óáþreifanlegt og geta verið líkur á refsingu ef reynt

er á það. Dæmi um samskonar yfirvald er þegar stöðumælavörður kemur og sektar þig

fyrir að hafa ekki borgað stöðumælagjaldið (Bartky, 1990. bls. 79). Áhrif valdsins nær

líka til líkama okkar, háttalags og til okkar hversdagslegu gjörða því við erum vöktuð

af öðrum meðlimum samfélagsins (Bartky, 1990) og ætlast er til af okkur að við

hegðum okkur og klæðum á „réttan“ hátt við „réttar“ aðstæður.

Eins og Goffman talaði um þá förum við í ákveðin hlutverk við mismunandi

aðstæður þar sem við hegðum okkur í takt við það sem aðrir ætlast til af okkur

(Goffman, 1959). Valdið yfir okkur sjálfum á að hluta til upptök sín hjá okkar

líkamlega sjálfi og hvað við höldum að aðrir hugsi um okkar. Það þarf ekki að vera að

einstaklingur sé undir eftirliti heldur virðist grunurinn um það vera nóg til að hafa

tilætlaðan aga (Bartky, 1990). Um hversdagslega athöfn má nefna sem dæmi að ekki

er talið viðeigandi að ropa meðal fólks við matarborðið.

Norm eru almennar reglur eða ákveðnar fyrirmyndir sem fólk fylgir. Norm og

staðalímyndir tengjast hugtakinu panopticon þar sem það er góð birtingarmynd fyrir

ósýnilega valdið sem er undirliggjandi í samfélaginu (McKinlay og Starkey, 1998,

bls. 1–2). Miðað við það sem Alan McKinlay og Ken Starkey (1998) skrifuðu út frá

hugmyndum og skilgreiningum Foucault (1979) þá virðist valdið eða aginn ekki taka

sér bólfestu í hlutum heldur frekar í félagsneti sem tengist innbyrðis. Sem dæmi má

nefna stofnanir ríkisins, skóla og vinnustaði. Foucault segir að slíkt vald þurfi ekki

endilega að vera neikvætt heldur hafi það einnig góð áhrif á mótun samfélaga þar sem

líkaminn tekur á sig mynd sem samfélagið hefur gagn af. Því ber að líta á þetta vald

sem ekki einungis neikvætt heldur líka sem drifkraft samfélagsins. (McKinlay og

Starkey, 1998, bls. 21). Hugtakið panopticon og valdið sem Foucault talar um hefur

Page 15: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

15

áhrif á mótun líkams- og sjálfsmyndar þar sem settir eru ákveðnar staðalímyndir sem

ætlast er til að fylgt sé eftir en líklega reynist einhverjum erfitt að halda í við þá

staðla. Sumir einstaklingar eru með brenglaða líkamsímynd við samanburð á sjálfum

sér og gefnum staðalímyndum (Bartky, 1990). Að hafa góða líkams- og sjálfsmynd

getur snúist um að falla undir þessa staðla en fyrst og fremst að vera ánægður með

sjálfan sig og líkama sinn.

2.4 Mannfræðin og líkaminn

Mannfræðilegar vangaveltur og spurningar hafa ætíð fylgt manninum á einn eða

annan hátt þó svo að fræðigreinin sem slík hafi ekki orðið til fyrr en um og eftir miðja

19. öld. Manneskjan er sérstök að því leyti að hún getur velt fyrir sér eigin líðan og

hún er haldinn þeirri áráttu að spyrja sig stöðugt um tilveru sína og uppruna. Af

sögunni má sjá að hyggjuvit (e. common sense) og kerfisbundin hugsun virðist alla tíð

hafa fylgt manninum (Gísli Pálsson, 1977, bls. 101–107). Tengsl mannfræði og

líkama má rekja allt aftur til tíma Forn-Grikkja þar sem líkamlegt atgervi

karlmannsins sótti fyrirmynd sína í meinta líkamsbyggingu guða. Karlmannslíkaminn

var hið fagurfræðilega viðmið sem var eftirsóknarvert fyrir hina dauðlegu karlmenn

(Mosse, 1996). Enn í dag sækjum við í fagurfræðileg viðmið sem taka mið af hinum

fullkomna líkama sem fyrirmynd.

Emily Martin (1992) bendir á að rannsóknir síðustu ára hafi að mörgu leyti

snúist um líkamann, kyn, kyngervi, útlitsdýrkun og sjálfið (e. self). Að hennar mati

virðist líkaminn vera í brennidepli í vestrænum samfélögum og svo hafi verið um

langan aldur. Hann er jafnframt í stöðugri mótun samhliða þróun samfélaganna sjálfra

og sögulegu samhengi þeirra. Martin talar einnig um hvernig líkaminn hætti að vera

hluti af sjálfinu og varð sjálfstætt kerfi líkt og að sjálfið sé áhorfandi á líkamann og

hann stjórni sér sjálfur (Martin, 1992). Hún tekur dæmi um hvernig hugmyndir um

líkamann í hinum vestræna heimi séu litaðar af hugmyndafræði iðnbyltingarinnar á

18. og 19. öld og auknum kapítalisma. Með iðnbyltingunni breyttist viðhorf fólks og

ný sýn varð til á líkamann sem tengdist fjölskyldulífi, framleiðslu, kyngervi,

kvenleika og karlmennsku. Útlit og tjáning líkamans hefur að geyma ýmsar

upplýsingar og getur sagt til um stöðu fólks innan samfélagsins. Hann ber með sér

upplýsingar um hver maður er og hvaða vald maður hefur. Þar kemur meðal annars til

klæðaburður og fas, hvort maður er karlmannlegur eða kvenlegur o.s.frv. Allt tengist

Page 16: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

16

þetta tíðaranda og menningu hverju sinni. Við klæðum okkur í samræmi við þau

hlutverk sem við veljum okkur eða fæðumst í (Martin, 1992).

Michael Jackson fjallar einnig um líkamann en einblínir ekki einungis á

samskipti milli einstaklinga í gegnum hið talaða mál heldur gagnrýnir fræðimenn fyrir

að gleyma að horfa á þá tjáningu sem á sér stað í gegnum líkamleg samskipti. Hann

bendir á að fræðimenn eiga það til að líta svo á að talað mál sé æðra líkamlegri

tjáningu og því sé oft litið framhjá líkamlegum tjáskiptum (e. body language) og

mikilvægi þeirra. Tjáningarmáti líkamans getur verið áhrifaríkari en tjáning í tali þar

sem ósjálfráð viðbrögð líkamans verða stundum ekki falin með orðunum einum.

Fyrstu viðbrögð okkar við aðstæðum koma fram í líkamstjáningu þó þau sé oft

ómeðvituð. Tjáning orða kemur þar á eftir þegar við höfum meðtekið upplýsingar og

búið til svar með orðum. Þetta getur verið villandi því oft stjórna ólíkar aðstæður

svarinu. Tjáning líkamans er því mikilvæg. Jackson (1984) bendir jafnframt á að ekki

sé hægt að smækka allar líkamlegar tjáningar niður í merkingarbær orð. Þannig séu

sumar auðskildar og án einhverra dýpri merkinga eins og þegar barn hlær við kitl

foreldra (Jackson, 1984). Að sama skapi er hægt að túlka líkamlega tjáningu á marga

vegu eftir hvernig tákn menningar raðast saman í hverju samfélagi fyrir sig. Geertz

(2006) tekur sem dæmi líkamstjáningu þegar fólk blikkar auganu. Blikkið getur verið

vísvitandi merki til vinar, eða blikk sem kemur ósjálfrátt án sérstakrar ástæðu, til

dæmis ef að sandkorn fýkur í augað (Geertz, 2006). Annað dæmi um tákn og

samskipti sem eru mismunandi eftir menningarheimum og samfélagi er til dæmis ef

strákar leiðast á götum úti á Indlandi þá þykir það tákn um vináttu á meðan litið er á

slíkt sem tákn um samkynhneigð á Íslandi. Að mati Jackson (1984) er líkamleg

tjáning margslungnari en hún sýnist í fyrstu og ber með sér upplýsingar sem ekki má

líta framhjá.

Margir mannfræðingar hafa talað um líkamann sem miðil fyrir menninguna og

má þar nefna Susan Bordo (1992, bls. 13). Hún bendir á að menning sjáist best á

líkamanum sjálfum, það er að segja á hinum félagslega líkama (e. social body). Bordo

minnist á aðra fræðimenn sem hafa einnig talað um líkamann í þessari mynd. Þar er

talað um hina líkamlega túlkun, eða tungumál líkamans sem órjúfanlegan hlut af

honum. Sem dæmi nefnir hún þá Pierre Bourdieu og Michael Foucault sem hún segir

að hafi leitt líkur að því að líkaminn sé ekki einungis miðill fyrir menningu heldur

einnig að hann sé undir valdi samfélagsins. Líkaminn beygir sig undir þær reglur sem

honum eru settar með hegðun, nærast og klæða sig eins og samfélagið ætlast til.

Page 17: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

17

Jafnvel þó það stangist á við þær langanir og þarfir sem einstaklingurinn sjálfur hefur

(Bordo, 1992, bls. 13). Bordo (1992) heldur áfram að vitna í hugmyndir Bourdieu og

Foucault sem halda því fram að undirgefni líkamans sé einungis vegna þess að

valdbeiting samfélagsins segir okkur að haga okkur öll á sama hátt og gera lítið úr

okkar eigin hvötum. Jackson (2008) gagnrýnir einnig að fræðimenn hlutgeri líkamann

og líti á hann sem birtingarmynd samfélagshugmynda og gefa lítið rými fyrir

einstaklinginn og sjálfstæðar líkamlegar tjáningar hans. Með því er hann að gagnrýna

þá sýn að samfélagið stjórni líkömum einstaklinga, það er að segja hinum félagslega

líkama. Þrátt fyrir að ákveðinn hópur falli ekki inn í samfélagshugmyndir þá er

meginþorri samfélaga undir áhrifum frá menningu og samfélagshugmyndum

(Jackson, 1984). Susan Bordo tekur þetta viðfangsefni lengra og bætir við hvernig

líkami kvenna þarf að standast ákveðnar kröfur í okkar samfélagi í dag. Þar eru ótal

margar óskrifaðar reglur og norm um að þær þurfi að falla að ákveðnum

tískustraumum. Stöðug áhersla er á breytingar og að betrumbæta þurfi útlit kvenna.

En við förum nánar í það í köflunum hér á eftir. Einstaklingurinn sjálfur gleymist oft

þegar kemur að því að skoða líkamann út frá samfélaginu. Ekki er tekið tillit til

einstaklingsins sem er flokkaður í staðlaðan flokk sem hann passar jafnvel ekki inn í

þrátt fyrir fjölbreytileikann sem er til staðar eins og Michael Jackson nefndi hér áður.

Allar þessar kenningar hafa það sameiginlegt að snerta viðfangsefni okkar á

einn eða annan hátt. Þær skýra hvernig við upplifum líkama okkar gegnum aðra og

mótum samfélagið út frá okkar eigin hugmyndum á sama tíma og samfélagið mótar

okkur.

Page 18: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

18

3. Líkaminn og sjálfsmynd kynjanna

There is an obvious and prominent fact about human beings: They have

bodies and they are bodies (Turner, 1984, bls. 1).

Eins og Turner (1984) bendir hér á þá höfum við líkama og erum líkami. Hann segir

að líkaminn sé miðill sjálfsins og menningarinnar og jafnframt birtingarmynd okkar. Í

okkar hversdagslega lífi látum við stjórnast af upplýsingum sem við meðtökum í

gegnum skynfæri líkama okkar. Líkaminn er einskonar yfirborð einstaklingsins á

meðan sjálfið er innri hluti einstaklings (Turner, 1984). Sú hugsun ríkir víðast hvar í

hinum vestræna heimi að líkami og hugur séu aðskilin. Hugurinn er talinn

menningarlegur á meðan líkami okkar er náttúrulegur (Howell, 1997, bls. 127). Við

fæðumst inn í þennan heim sem afkvæmi foreldra okkar og uppeldislega hljótum við

að öllu jöfnu félagsmótun drengs eða stúlku. Í gegnum félagsmótunina fáum við

hugmyndir um hvernig líkamar okkar eigi að líta út og mótum eigin líkamsmynd út

frá þeim. Hugtakið líkamsmynd hefur verið notað um hvers konar hugsanir,

hugmyndir, skoðanir eða tilfinningar um líkamlegt útlit og virkni. Við erum alltaf til

staðar en við kynnum okkur oft á mismunandi hátt fyrir þeim sem við umgöngumst.

Það fer allt eftir stað og stund hverju sinni og í hvaða rými (e. space) við erum.

Möguleikar til að búa sér til sjálfsmynd eru óendanlegir, enginn er eins, þar sem fólk

velur sér mismunandi fyrirmyndir. Sem fyrr segir þá hefur verið talað um að við

skiptumst í sjálf og líkama (e. mind and body) (Martin, 1987). Sjálfið helst í hendur

við líkamsímyndina þar sem hugmyndir sjálfsins um hvernig einstaklingurinn vill

vera speglast á líkamanum. Emily Martin telur að við upplifum líkamann ekki sem

órjúfanlegan hluta af einstaklingnum. Heldur að hann sé aðskilinn frá sjálfinu líkt og

líkaminn sé hulstur utan um sjálfið og sé í sífelldri mótun. Hún nefnir sem dæmi

kvenlíkamann og hvernig konur hlutgera líkama sinn sem kynveru og jafnvel kyntákn

til þess að ná til karlmanna og komast lengra í samfélaginu í von um betra líf.

Líkaminn er þannig aftengdur sjálfinu vegna þess að einstaklingar beita honum fyrir

sig. Þannig skiptumst við í líkama og huga, eða þá í sjálfið, og þær persónur við

sköpum okkur til að falla í þau hlutverk sem ætlast er til af okkur eða sem koma okkur

vel í lífinu (Martin,1987, bls. 21).

Page 19: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

19

Holdtekja (e. embodiment) er mikilvægt hugtak í skilgreiningu á sjálfsmynd

fólks vegna þess að það hefur kosið að aðskilja líkama og huga. Turner lýsir því á

þann hátt að fólk upplifi þessa tilfinningu til dæmis þegar það læknast af krabbameini.

Á þann hátt er það líkaminn sem hafði læknast en ekki það sjálft. Annað dæmi um

hvernig holdtekja hefur áhrif á sjálfið er þegar fólk á það á hættu að verða fyrir

félagslegri útskúfun (e. social stigmatization). Þá neyðist það til að breyta útliti sínu

og laga líkamann, til dæmis með skipulagðri hreyfingu, eða farða til að koma í veg

fyrir mögulega útskúfun (Turner, 1984).

Líkaminn skiptir okkur því miklu máli og þó svo við skiptum líkama og sjálfi í

tvo hluta þá eru þessi þættir alltaf samtengdir. Sjálfið verður að vera ánægt með

líkamann til þess að hafa góða líkamlega sjálfsmynd og vera í jafnvægi. Slík

líkamsímynd getur þó verið brengluð og einstaklingnum fundist eins og hann falli

ekki inn í þær hugmyndir um hvernig líkaminn eigi að vera samkvæmt stöðlum

samfélagsins. Það virðist vera algengt þar sem oft eru einstaklingar með mismunandi

eiginleika flokkaðir undir sama hatt. Martin (1987) vitnar í Paul Schilder (1935) þar

sem hann telur meginástæðu þess að við upplifum líkamann á ákveðinn hátt sé hversu

mikið eða lítið við elskum okkur sjálf sem og líkama okkar. Það getur tengst uppeldi,

samfélagi, eða öðrum hlutum sem hafa áhrif á mótun okkar. Þeim mun minni ást,

þeim mun lélegri sjálfs- og líkamsímynd höfum við. Schilder segir jafnframt að við

séum stöðugt að búa til líkamsímynd okkar. Meðal annars með fötum og annars konar

utanaðkomandi hlutum sem verða síðan hluti af líkama okkar og líkamsímynd

(Martin, 1987, bls. 75).

Orðanotkun okkar á líkamsímynd felur í sér þá merkingu að fólk hafi

fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig líkami þeirra eigi að vera. Sjálfsmynd

fólks tengist því hvernig það samsami sér þessum hugmyndum. Líkamsímyndin í

sinni einföldustu mynd er sú ímynd sem það hefur mótað út frá líkamanum (Schilder,

1935). Hún getur þó verið flóknari þar sem við erum undir stöðugum áhrifum af

umhverfi okkar.

3.1 Áhrif tækni og menningar

Mannfræðingurinn Gísli Pálsson (2009) hefur fjallað um hvernig skilin á milli náttúru

og tækni hafa orðið óljósari í kjölfar þeirra tækniframfara sem hafa átt sér stað.

Hugtakið (e. biosociality) tengist útlitsdýrkun og mótun á líkamanum út frá

samfélagshugmyndum. Það felur í sér tvö kerfi; annars vegar hið náttúrulega og

Page 20: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

20

líffræðilega og hins vegar hið félagslega og menningarlega. Þessir þættir hafa áhrif á

allt sem viðkemur hinu mennska lífi, bæði því sem er meðfætt, og það sem við

tileinkum okkur og lærum í samfélagi okkar.

Hið náttúrulega og hið menningarlega eru að mörgu leyti lík kerfi. Erfitt getur

reynst að sjá muninn á þeim þegar samspil náttúru og menningar hefur mótað

hugmyndir fólks í lengri tíma. Í kjölfarið gleymum við uppruna þessara hugmynda og

þær verða náttúrulegar í hugum fólks (Gísli Pálsson, 2009). Einstaklingar geta verið

fljótir að dæma hegðun og útlit fólks ef það klæðir sig ekki og ber sig ekki eins og til

er ætlast út frá hugmyndum samfélagsins. Jafnvel þó þessar hugmyndir tengist ekki

náttúrulegu útliti og hegðun (Bartky, 1990).

Tækni kemur við sögu í hugtakinu biosociality og má þar nefna læknavísindi

sem geta breytt líkömum fólks eftir óskum og breytingu á genasamsetningu fólks og

dýra. Tæknin hefur gert okkur kleift að búa til börn án þess að karl og kona hafi

kynmök. Allt þetta breytir lífsviðhorfi okkar til þess sem er náttúrulegt og bætir við

þeim möguleikum sem að samfélag okkar hefur upp á að bjóða. Það er álitamál

hversu viðeigandi það sé að breyta hinum líffræðilega líkama í krafti tæknivæðingar.

Það er erfitt að spá fyrir hvernig þróunin verður eftir slíkar breytingar í samfélaginu

(Gísli Pálsson, 2009). Biosociality felur í sér á hvaða hátt líkami okkar er undir

áhrifum frá menningu. Þannig breytum við og lögum líkamann með hreyfingu,

lýtaaðgerðum eða lyfjanotkun í því skyni að ná fram ákveðinni ímynd samkvæmt

tiltekinni staðalímynd. Með því eru meiri líkur á að okkur líði betur í eigin skinni.

Hinn áttúrulegi líkami er því í stöðugri mótun af menningu og hvernig við samsömum

okkur við aðra (Gísli Pálsson, 2009).

Eins og Goffman (1959) benti á erum við ætíð að búa til ákveðin hlutverk eftir

tíma og rými hverju sinni. Við hegðum okkur og klæðum því eftir aðstæðum,

skreytum og betrumbætum líkamlegt hulstur okkar, hvort sem það er útlitslega eða

með breyttri hegðun (Goffman, 1959). Eins og að vera inn á líkamsræktarstöð og

finnast maður ekki vera í samkeppnishæfu formi miðað við aðra einstaklinga. Sem

fyrr segir erum við þar að auki undir stöðugu eftirliti frá umhverfinu. Við höfum

ákveðnar staðlaðar hugmyndir um hvernig við eigum að líta út og haga okkur og erum

meðvituð um að frávik vekja eftirtekt. Bartky (1990) tekur sem dæmi mismunandi

líkamstjáningu karla og kvenna í vestrænum samfélögum. Það þykir viðeigandi að

konur taki lítið pláss í því rými sem þær eru í á meðan karlmenn hafa meira svigrúm

til að breiða úr sér eins og þegar setið er á stól eða í opinberu rými. Konum er kennt

Page 21: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

21

að sitja penar með fætur saman og hendur í kjöltu. Karlmenn hins vegar geta setið

með fætur vel í sundur og hendurnar fá að vera útbreiddar að vild í þægilegri stöðu.

Þarna eru ákveðnir staðlar settir eftir kyngervi. Ef konur brjóta gegn þessum

hugmyndum eru þær litnar hornauga fyrir að fara út fyrir þann ramma sem þeim er

settur (Bartky, 1990). En hvaðan koma þessar óskrifuðu reglur og hugmyndir um útlit

okkar og hegðun? Því er ekki auðsvarað en nefna má dæmi um það hvernig mótunin á

sér stað.

Martin (1992) bendir á hvernig fólk upplifir líkamann á mismunandi vegu í

samræmi við tíðarandann og umhverfi. Tískustraumar koma og fara, og sem dæmi má

nefna þá var myndlistarmálarinn Peter Paul Rubens þekktur á 16. öld fyrir að mála

konur í yfirstærð, líkt og tískuheimurinn myndi kalla þær í dag (Lamster, 2009).

Ríkjandi viðhorf á hverjum tíma hefur því áhrif á það hvernig við lítum á líkama

okkar og hvernig við þróumst frá kynslóð til kynslóðar. Fleiri áhrifavaldar móta

einnig skoðanir okkar á líkama og sjálfi. Þar má nefna fjölmiðla sem hafa með

áhrifamætti sínum viðhaldið hugmyndafræði og orðræðu samtímans. Fjölmiðlar mata

almenning á staðalímyndum þar sem þeir ná á auðveldan hátt að skila ýmsum

hugmyndum til hans.

3.2 Orðræður og áhrif miðla

Hin vestrænu samfélög eru margbreytilegt og byggjast upp á hugmyndum og

skoðunum sem koma úr ýmsum áttum. Meðal annars frá almennum orðræðum (e.

discourse) og fjölmiðlum. Ingólfur A. Jóhannesson (2006, bls. 2) útskýrir orðræðu

sem ferli og allt sem við gerum og segjum er hluti af því. Með stöðugum

endurtekningum myndast norm eða lögmál sem endurspegla viðteknar samfélagslegar

hugmyndir. Foucault (1972) útskýrði orðræðuna sem framleiðslu þekkingar um

ákveðin málefni á sögulegum augnablikum. Hann hafði áhuga á því hvernig

þýðingarmiklar staðhæfingar og atburðir mótuðu orðræðu líðandi stundar. Orðræðan

samanstendur af því sem einstaklingur segir og af því sem hann framkvæmir en hún

verður ekki til út frá einum verknaði, staðhæfingu eða skrifum. Sem dæmi þá skrifar

tiltekinn einstaklingur það sem hann hugsar, aðrir einstaklingar lesa það og bera áfram

út í samfélagið til annarra, þannig myndast og viðhelst orðræðan. Orðræðan er þannig

samblanda af texta og tungumáli (Hall, 2001).

Fjölmiðlar sinna því hlutverki að dreifa upplýsingum. Miðlarnir geta verið í

formi dagblaða, tímarita, sjónvarps, útvarps, kvikmynda og netmiðla sem í dag virðast

Page 22: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

22

ná að miðla upplýsingum með skjótum hætti til einstaklinga. Við sjáum ákveðna

birtingamynd raunveruleikans í orðræðunni sem verður til fyrir atbeina (e. agency)

fólks. Hinar ýmsu stofnanir samfélagsins sjá um að skapa og viðhalda orðræðu líðandi

stundar en það gerum við einnig sem þátttakendur þess. Fjölmiðlar hafa einnig áhrif á

líf fólks og það má segja að þeir séu uppspretta valds í þjóðfélaginu. Þeir gefa til

kynna hvað sé merkingarbært og eru vettvangur hins opinbera lífs (Ingólfur A.

Jóhannesson, 2006). Sem dæmi um hvernig miðlar höfðu áhrif í samfélaginu má

nefna þegar kapítalískar hugmyndir voru að ryðja sér til rúms í vestrænum

samfélögum. Þá notuðu stofnanir miðla, eins og plaköt, til að koma á framfæri

hugmyndum til þess að hvetja fólk áfram í vinnu eftir þörfum atvinnurekenda (Mosse,

1996). Því sem miðlað er getur verið allt frá fréttaflutningi á heimsvísu til slúðurfrétta

um líkama og hegðun fræga fólksins. Með síendurteknu efni og skilaboðum myndast

ákveðin orðræða. Við lærum að nota líkamstjáningu, ákveðin orð, og hegðum okkur

eftir því sem aðstæður segja til um. Fjölmiðlar eru þannig meginkraftur í mótun

líkamsímyndar í samfélaginu þar sem þeir mata fólk á upplýsingum um líkamlegt

atgervi og staðalímyndir.

Sýnt hefur verið fram á að staðalímyndir og útlitsdýrkun hafa neikvæð áhrif

bæði á konur og karla og líkamsímynd þeirra. Konur fá oftar en ekki þau skilaboð að

æskilegt sé að þær séu mjög grannar eins og myndir í fjölmiðlum segja til um (Unnur

Guðnadóttir, Ragna B. Garðarsdóttir og Fanney Þórsdóttir, 2011). Óánægja með

líkamsímynd hefur leitt til átröskunarvandamála, félagsfælni, lágs sjálfsálits og

þunglyndis (Agliata og Tantleff-Dunn, 2004). Í dag er ekki lengur aðeins notast við

texta þar sem staðalímyndir tengdar útliti koma fram, heldur hafa myndrænir miðlar

tekið við af textanum eins og Martin (1987) bendir á. Myndir sem birtast okkur í

fjölmiðlum geta endurspeglað félagslegt og menningarlegt rými kynjanna og varpað

ljósi á ríkjandi áherslur á kyn og kyngervi í tilteknu samfélagi. Femínískir fræðamenn

hafa lengi bent á ójafnvægi og ósamræmi í birtingarmyndum kynjanna almennt

(Kristín Loftsdóttir og Helga Björnsdóttir, 2005). Með því að birta myndir af hinni

fullkomnu konu sem er mjög grönn, og hefur oftar en ekki verið löguð til í

myndvinnsluforritum, þá gefur það óraunverulega mynd af því hvernig konur eigi að

líta út. Bæði kyn fá meðal annars einnig hugmyndir í gegnum leikföng og bíómyndir.

Sem dæmi má nefna þá eru karlmannsfígúrur oft gerðar með áherslu á sterkbyggðan

líkama (Agliata og Tantleff-Dunn, 2004). Í gegnum miðla fá ungir karlmenn þá

hugmynd að þeir þurfi stöðugt að bæta á sig vöðvamassa og þyngjast á meðan konur

Page 23: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

23

leggja hart af sér til að grennast. Ef tilætluðum árangri er ekki náð getur það haft slæm

áhrif á líkamsímyndina og jafnvel ýtt undir inntöku ólöglegra fæðubótarefna.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að fjölmiðlar hafa töluvert meiri áhrif á

líkamsímynd kvenna og mótun staðalímynda um holdafar þeirra heldur en karla þó

svo að það sé að breytast með tímanum (McCabe og Ricciardelli, 2001). Sem dæmi

má nefna rannsókn Cattarin og fleiri (2000) sem skoðaði auglýsingar þar sem líkami

kvenna var miðpunkturinn. Þegar auglýstar voru vörur sem áttu að auka fegurð voru

fyrirsætur auglýsingarinnar aðlaðandi og grannar. Ef að auglýsingarnar snerust um

hinar ýmsu megrunaraðferðir voru notaðar fyrirsætur með mjúkar línur sem gáfu til

kynna að þær vildu vera grennri í vexti. Myndrænir miðlar hafa því sterk áhrif á

mótun staðalímynda og orðræðu samfélagsins um hvernig líkamar einstaklinga þykja

eftirsóknarverðir. Erfitt reynist að vera innan ramma staðalímyndanna og getur

afleiðingin verið slæm líkamsímynd (Cattarin og fleiri, 2000).

Fjölmiðlar eru þó ekki einir ábyrgir fyrir hugsunargangi fólks vegna þess að

það verður líka að skoða samspil gjörða fólks og þess sem fjölmiðlar miðla (Þórdís

Sveinsdóttir og Helga Björnsdóttir, 2010, bls. 335–336). Fjölmiðlar miðla því sem

gerist í kringum okkur og við mótumst af því sem við lesum í fjölmiðlum. Öll vinnum

við að því í sameiningu að móta orðræðuna.

Page 24: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

24

4. Kyngervi og staðalímyndir kynjanna

Það er ekki sjálfsögð eða vélræn hegðun að bera sig eins og kynferði okkar segir til

um en þar koma einnig til samfélagsleg áhrif. Við fæðumst sem karl eða kona en ekki

endilega með tilheyrandi kyngervi. (Bartky, 1990). Grunnhugmyndir að baki þess

hvernig við eigum að haga okkur eftir kyni, eru annars vegar kyn, og hins vegar

kyngervi (e. gender). Kyngervi er menningarbundin merking þess sem samfélagið

leggur á kyn, eða með öðrum orðum, væntingarnar um kvenleika og karlmennsku

(Butler, 2004). Butler (2004) segir einstaklinga ekki móta kyngervi sitt upp á eigin

spýtur heldur er það lært í uppeldi. Einstaklingur er ekki eini höfundur kyngervis síns

heldur er hann einnig undir stöðugum áhrifum frá umhverfinu. Þannig hefur

samfélagið áhrif á hegðunarmynstur okkar og félagsmótun (Butler, 2004, bls. 1–2).

Kvenleiki og karlmennska eru teygjanleg hugtök sem bera með sér félagslega sögu

um hvernig æskilegt sé að kynin hagi sér. Hugtökin breytast eftir stað og stund og

afmarkast við landamæri, hugmyndafræði og stjórnmálaskoðanir hvers rýmis fyrir sig.

Í vestrænum samfélögum eru ákveðnar hugmyndir um útlit og hegðun í sífelldri

mótun. Staðalímyndin um hina grannvöxnu konu og hinn stælta karlmann eru dæmi

um eftirsóknarvert útlit kynjanna þó svo að í raunveruleikanum sé skalinn töluvert

fjölbreyttari (McCabe, og Ricciardelli, 2001). Í mörgum tilvikum felur hið félagslega

skapaða hlutverk kvenna í sér að gera líkamann kynferðislega aðlaðandi á meðan

karllíkaminn ber með sér vald sem endurspeglast í líkamsburði. Í þessu hlutverki

verða konur gefandi en karlarnir þiggjandi (Cornwall, 1994). Þessar staðalímyndir

karla og kvenna tengjast hlutverkum þeirra og eiga rætur að rekja mörg þúsund ár

aftur í tímann.

Hér á eftir munum við fjalla um staðalímyndir karla og kvenna og hvernig

líkamsímynd þeirra tengist þeim og hvaða afleiðingar þær hafa á einstaklinga. Í

köflunum munu bæði kyn vera sýnileg þar sem óhjákvæmilegt er að ræða um hlutverk

karla án þess að minnast á hlutverk kvenna. Við munum síðan ræða um transfólk og

hvernig þau upplifa samfélagið þar sem hið gagnkynhneigða regluveldi er ríkjandi.

Við gerum grein fyrir hvaðan við fáum þessar samfélagshugmyndir og hvaða áhrif

það hefur á líkamsímynd okkar.

Page 25: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

25

4.1 Líkamsímyndir karla

Eins og áður hefur komið fram þá hafa karlmennskuímyndir birst í gegnum

hasarkvikmyndir og leikföng sem að strákar leika sér að frekar en í tímaritum og

blöðum. Í gegnum kvikmyndamiðilinn má sjá að flestar karlkynsaðalhetjur eru stæltar

og myndarlegar. Leikföngin eru einnig mótuð í sama stíl, myndarlegar og stæltar

fígúrur (Aglitata og Tantleff-Dunn, 2004). Þessi ímynd skaut ekki upp kollinum í gær

heldur hefur þessi karlmennskuímynd verið ríkjandi í langan tíma.

Karlmennska (e. masculinity) er rótgróið hugtak sem hefur í gegnum tíðina

verið notað í samhengi við ýmsar líkamlegar birtingamyndir. Sem dæmi má nefna

sterkbyggðan líkama og andlega þætti eins og að karlmenn gráti ekki. Sé orðinu

karlmennska flett upp í orðabók má finna skilgreiningar á borð við; hreysti, dugnað,

hugrekki, hetjuskap o.s.frv. (Snara.is, 2013). Þetta eru einmitt þau orð sem okkur hafa

verið kennd í æsku. Við ölumst upp við þessa orðanotkun og tölum samkvæmt

orðræðu samfélagsins. Með frekari rannsóknum á hinum ýmsu hliðum karlmennsku

hefur það leitt í ljós að karlmennska er fyrst og fremst það sem konur eru ekki.

Margar leiðir eru til að skoða hvað karlmennskuhugtakið felur í sér. Það gæti til

dæmis verið allt sem karlmenn segja og gera. Það gæti einnig verið að karlmennska

snúist um að gera og segja hluti sem geri þá karlmannlega. Eða þær fyrirfram gefnu

hugmyndir að einhver karlmaður sé karlmannlegri en annar (Gutmann, 1977, bls.

385–386). Sagnfræðingurinn George L. Mosse segir að staðalímynd karlmanna sé

sögulegt fyrirbæri sem átti sinn þátt í að ákvarða hvers konar hegðun þótti viðeigandi

í samræmi við hin félagslegu festi – það er viðmið og gildi síðustu alda (Mosse,

1996). Hann er á sömu skoðun og Jackson (2008) sem segir að við framkvæmum og

hegðum okkur út frá sögulegu samhengi.

There is only one complete unblushing male in America: a young,

married, white, urban, northern, heterosexual Protestant father of college

education, fully employed, of good complexion, weight, and height, and

recent record in sports.

(Goffman 1963, bls. 128).

Þessi lýsing Goffman (1963) á bandarískum karlmanni frá sjötta áratugnum gæti að

sumu leyti átt við íslenskt samfélag í dag. Ímynd karlmannsins er sú að hann eigi að

vera harður af sér, sterkur, hugrakkur og duglegur. Lýsingarnar undirstrika það sem

við myndum kalla staðalímynd af karlmanni.

Page 26: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

26

Það er ómögulegt að segja nákvæmlega til um hvenær staðalímyndin af

nútíma karlmanninum (e. modern masculinity) varð til í samtímasögu okkar. Áður

fyrr voru staðlaðar hugmyndir um það hvernig karlmaður átti að bera sig að og haga

sér. Mosse (1996) áætlar að mjög skýr staðalímynd karlmanna hafi fyrst verið mótuð

á sautjándu öld. Mosse (1963) segir að staðalímyndin hafi ekki verið bundin við neina

stétt heldur var hún eins konar sameiningartákn eða leiðarvísir fyrir karlmenn. Hún

var mótuð eftir líkamlegu eðli mannsins þar sem líkami og sál sköpuðu hinn

fullkomna karlmann. Ytra yfirborðið átti að sýna hvers virði einstaklingurinn var í

samfélaginu. Þeir sem báru ekki slík merki þóttu ekki standa undir þeim líkama sem

einstaklingarnir fæddust í. Eins og til dæmis karlmenn sem bera með sér karlmannlegt

útlit en eru hvorki duglegir né hugrakkir eins og karlmennskuímyndin gerir ráð fyrir.

Með þessu móti var líkaminn hlutgerður (Mosse, 1996).

Í lok 17. aldar hófst tímabil þar sem tákn urðu enn sýnilegri í samfélaginu.

Hinn mennski líkami fékk táknræna merkingu þar sem áhrifin komu meðal annars frá

mannfræði og öðrum fyrirrennurum sem notuðu mannleg flokkunarfræði þar sem

hægt var að meta hina klassísku fegurð. Mönnum var skipt í flokka og þegar líkaminn

öðlast táknræna merkingu eins og á þessum tíma þá varð bygging hans og fegurð enn

merkingarbærari. Hugmyndin um karlmennsku varð ekki lengur einungis

goðsagnakennd heldur varð hún allt að því áþreifanleg. Staðalímyndin af

karlmanninum átti að vera leiðarvísir fyrir einstaklinga innan samfélagsins til þess að

mynda þann drifkraft sem þurfti til þess að knýja samfélagið áfram. Skilaboðin um

karlmennsku voru gerð auðlesin svo að menn gætu fylgt þeim viðmiðum sem voru

sett til að stýra félagsmótun karlmanna (Mosse, 1996). Staðalímyndin táknaði að

karlar og konur voru ekki lengur einstaklingar með mismunandi persónueinkenni

heldur fyrirfram ákveðnar persónur sem héldu samfélaginu uppi (Mosse, 1996).

Annað dæmi um sögulega mótun og þróun staðalímynda er hugtakið the

fordist body (Martin, 1992). Hugtakið merkir að við tækniframfarir og kapítalískar

áherslur breyttust grunnhugmyndir og hlutverk karla og kvenna í takt við tíðarandann.

Það hafði áhrif á líkamann þannig að litið var á hann sem líffræðilegt framleiðslutæki

og vinnuafl. Litið var öðruvísi á líkamann og tilgang hans til að viðhalda samfélaginu

með því að búa til börn og barneignir voru hugsaðar sem eins konar

verksmiðjuframleiðsla. Það var litið svo á að konur væru búnar að skila sínu hlutverki

þegar þær fóru af barneignaraldri. Eins var með fólk sem ekki gat skilað af sér

vinnuframlagi vegna fötlunar eða aldurs. Framleiðslan var því alltaf tengd líkamanum

Page 27: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

27

hvort sem það var vinnutengt eða tengt hinni líffræðilegu framleiðslu. Þessi skilaboð

urðu hluti af hugmyndafræði og mótun staðalímynda kynjanna á þessum tíma. Þar var

gert ráð fyrir því að konan væri á heimilinu á meðan karlmaðurinn ynni utan

heimilisins fyrir fjölskyldunni utan þess (Martin, 1992).

Að mati Pierre Bourdieu (1977) og Michel Foucault (1979) býr menning til

líkamsímyndina hjá báðum kynjum til þess að samfélagið fái sem mest út úr

einstaklingunum. Foucault (1979) sagði að hversdagsleikinn væri fullur af regluveldi

þar sem stofnanir samfélagsins hefðu þjálfað og mótað líkamann eftir undirliggjandi

sögulegum áhrifum og ræktað innra með okkur fyrirfram tilbúna karlmennsku og

kvenleika. Þannig fólu kynjaímyndirnar í sér ákveðið vald. Hægt er að sjá hvernig

líkaminn er beintengdur við félagsmótun einstaklinga með því að skoða hvernig fólk

talar við ung börn í sambandi við útlitslega þætti. Strákum er hrósað fyrir að vera

kraftmiklir og duglegir en stúlkum er gjarnan hrósað fyrir útlit og snyrtimennsku

(Bordo, 1992, bls. 13). Mosse (1996) sagði að líkamar kynjanna birtust sem einskonar

þjóðartákn, líkt og fáninn. Ímynd konunnar táknaði móðureðli þjóðarinnar og hlutverk

hennar líkt og fjallkonan. Konan hafði ekki vægi sem einstaklingur á hinum opinbera

vettvangi en innan heimilisins var henni ætlað að stýra heimilishaldinu og uppeldi

barnanna. Mosse (1996) álítur að hlutverkaskipting kynjanna merki ekki endilega að

karlmaðurinn hafði meira vægi heldur hafi fólki verið kennt að svona ætti það að vega

hvort annað upp. Kynjaskiptingin ýtti því undir staðalímynd kynjanna sem urðu þar af

leiðandi rótgrónar og hafa sett mark sitt á söguna (Mosse, 1996).

4.1.1. Eftirsóknarverður líkamsvöxtur karla

Ekki allir karlmenn, frekar en konur, eiga heima innan ramma staðalímyndanna þó

svo að slíkt sé ekki endilega rætt mikið meðal karlmanna. Agliata og Tantleff-Dunn

(2004) segja að flestar kannanir um líkamsímynd hafi frekar beinst að konum heldur

en körlum en undanfarið hafi þó orðið breyting þar á. Kannanir hafa sýnt að 95%

drengja á unglingsaldri lýsa yfir óánægju með einhverja líkamshluta og 70% piltanna

hafa upplifað ákveðið mismun milli eigin líkama og hina stöðluðu líkamsímynd af

karlmannlegum vexti. Að mati þeirra Agliata og Tantleff-Dunn gæti slíkt bent til þess

að drengir séu stöðugt að verða sér meðvitaðri um eftirsóknarverðan líkamsvöxt

(Agliata og Tantleff-Dunn, 2004). Martin (1992) tók sem dæmi þegar hún vann með

alnæmissjúklingum hafi hún gert sér grein fyrir hversu mikilvægt er að hafa líkama

sem uppfyllir staðalímyndina. Þegar alnæmið náði tökum á fólki og líkaminn tók að

Page 28: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

28

hrörna þá fannst karlmönnunum, meðal annars, að líkaminn væri að bregðast þeim og

að táknmynd þeirra fyrir kynferði væri fallin. Líkamsímyndin skiptir því miklu máli

fyrir tilveru margra í dag, bæði karla og kvenna (Martin, 1992).

Vægi útlitsdýrkunar í vestrænum samfélögum hefur aukist og oft eru

skilaboðin til kynjanna skýr. Konur sem staðsettar eru innan þess sem kallast

tálgunarmenning (e. culture of thinness) og ungir karlmenn eru hluti af

vöðvamenningu (e. culture of muscularity) (Agliata og Tantleff-Dunn, 2004). Maður

spyr sig þá hversu langt einstaklingar eru tilbúnir til að ganga til þess eins að breyta

líkamanum þannig hann falli undir staðalímyndir. Fólk virðist vera tilbúið til að

breyta náttúrulegum líkama sínum yfir í hinn menningarlega líkama. Í krafti

tækniframfara hafa opnast leiðir til þess að umbreyta líkamanum frá sínu náttúrulega

líkama yfir í líkama sem er litaður af menningu hvers samfélags. Það skiptir máli að

hafa líkamann í hinni ,,réttu“ mynd til þess að falla inn í gildandi samfélagsstaðla

(Hodgkinson, 1997). Rannsóknir hafa sýnt fram á að fegrunaraðgerðir eru ein af

afleiðingum lélegrar líkamsímyndar. Markmiðið er að draga úr vanlíðan og vera

sáttari með líkama sinn. Það hefur sýnt sig að oft eru lýtaaðgerðir valdar sem

staðgengill fyrir heilsusamlegan lífstíl, líkt og að hreyfa sig reglulega og borða hollt

fæði (Pertschuk og fleiri, 1998). Karlmenn leita í auknum mæli til lýtalækna til að

laga líkama sinn vegna óánægju með hann þó svo að konur séu í meirihluta þegar

kemur að slíkum aðgerðum (Pertschuk og fleiri, 1998). Lýtaaðgerðir kvenna hafa

orðið að normi á meðan lýtaaðgerðir karla vekja meiri undrun almennings þar sem

ekki er búist við því að þeir fari í slíkar aðgerðir. Þeir karlmenn sem hafa gengist

undir lýtaaðgerðir sem ekki stafa af heilsufarslegum ástæðum hafa verið taldir eiga

við meiri sálræn vandamál að stríða heldur en konur sem ganga undir slíkar

fegrunaraðgerð vegna samskonar óánægju. Rannsóknir á fegrunaraðgerðum

karlmanna í Bandaríkjunum sýna að vinsælustu aðgerðirnar hafa verið nefaðgerðir,

andlitslyftingar, augnaðgerðir og þar á eftir komu fitusog og hárígræðslur (Pertschuk

og fleiri, 1998). Sá líkami sem birtist karlmönnum í fjölmiðlum og auglýsingum sýnir

stæltan karlmann. Slíkar ímyndir hafa leitt til þess að karlmenn leita til lýtalækna í

vaxandi mæli til þess eins að setja silíkon í brjóstkassa til þess að virka stæltari í útliti.

Vel mótaður brjóstkassi gefur til kynna gott alhliða form, styrk og vald.

Page 29: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

29

4.1.2 Hinn karlmannlegi maður

Sem dæmi um karlmann með eftirsóknarverðan líkamsvöxt má nefna hugtakið (e. the

macho man) eða hinn karlmannlegi maður. Orðið macho kemur úr spænsku og táknar

karlmennsku eða karlmennskuímynd. Að mati Cornwall og Lindisfarne (1994) er

macho maðurinn er ákveðin týpa af karlmanni en hefur þó mismunandi skilgreiningar.

Hinn latneski karlmaður hefur stundum verið kallaður macho með vísun í að hann sé

öflugur (e. vigorous) og ofbeldisfullur (e. violent) en jafnframt rómantískur og

tilfinningaríkur. Líkamsbygging þess sem er macho er hinn fullkomni stælti

líkamsvöxtur. Í amerískum ruðningsboltakúltúr er gert ráð fyrir að sá sem telst vera

macho eigi auðvelt með að „skora“ innan sem utan vallar. Það er vísun í að þeir eigi

auðvelt með að ná sér í konur þar sem staða þeirra og ímynd gerir þeim það

auðveldara. Hinn eftirsótti líkami og háttalag veitir þeim vald til þess að haga sér eins

og þeim sýnist. Valdið liggur því í líkamanum og ímyndinni. Þess vegna skiptir máli

að falla inn í þessa ímynd og verða eftirsóttur eins og hugmyndafræðin gefur til kynna

(Cornwall og Lindisfarne, 1994). Önnur skilgreining á hugtakinu macho er hinn

samkynhneigði macho maður. Honum er líst í hnotskurn sem manni sem heldur á

glasi með kolsýrðu vatni frekar en könnu af bjór. Hann verður því skotmark hins

gagnkynhneigða karlmanns þar sem hinn samkynhneigði er talinn skorta

karlmennsku. Hegðun og útlit verða því að fara saman til að búa til karlmennsku

(Cornwall og Lindisfarne, 1994).

Valdið liggur því í líkamanum, hegðuninni, í hugmyndafræðinni um kyngervi,

og viðbrögðum annarra við þessum hugmyndum. Staðalímynd karlmannsins hvað

varðar vald og stjórn mun aðeins ganga upp á meðan konum er talin trú um að þær

eigi að vera undirgefnar. Þannig viðhelst vald karlmennskunnar sem leiðir til þess að

erfitt er að koma á jafnræði milli kynjanna í feðraveldissamfélagi. Það má þó ekki

gleyma að raunveruleikinn er yfirleitt flóknari í reynd heldur en hugmyndafræðin ein

segir til um. Þannig er ekki er hægt að setja alla einstaklinga undir sama hatt og ekki

falla allir karlmenn undir staðalímynd karlmanns (Foxhall, 1994). Það er því ekki að

undra að fólk leiti í staðalímyndir til að gefa síður höggstað á sér. Þeir eru undir

stöðugri vöktun kynbræðra sinna og viðhalda þannig ímynd sinni á svipaðan hátt og

þegar Foucault (1979) vísar í panopticon útfærslu sína um valdið og vöktunina. Við

erum mötuð af þeim hugmyndum að ef við lítum vel út þá munum við ná árangri og

velgengni í lífinu. Við erum stöðugt að finna okkur leið til að eiga gott og gilt líf eins

Page 30: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

30

og Jackson (2008) minntist á og þær leiðir geta verið eftir því hvað þykir heppilegt hjá

einstaklingum eða samfélagi hverju sinni.

4.2 Líkamsímynd kvenna

Miklar breytingar hafa verið á ímynd kvenna í gegnum tíðina. Foucault (1979) segir

að það sé minna regluveldi í kringum hegðunarramma kvenfólks í dag heldur en í

byrjun 20. aldar og fyrr. Hreyfanleiki konunnar er meiri en áður og hún er ekki eins

bundin við heimilið vegna aukinnar þátttöku á vinnumarkaði (Bartky, 1990). Bordo

(1992) vill þó álíta að konan sé ekki frelsuð frá hugmyndum samfélagsins heldur eru

væntingarnar orðnar flóknari en áður og meira ætlast til af henni (Bordo, 1992, bls.

18–19). Konur eru því ennþá að berjast við þá ímynd að vera ekki einungis kvenlegar

og penar heldur að geta tekist á við öll verkefni sem lúta bæði að heimilinu og utan

þess. Hlutverk kynjanna eru þar af leiðandi ekki jafn fyrirfram ákveðin og áður

(Martin, 1987).

Líkamsímynd kvenna er og hefur verið mikið í umræðunni og það ekki að

ástæðulausu þar sem líkami þeirra er ætíð í forgrunni í auglýsingum og öðrum

myndrænum miðlum (Agliata og Tantleff-Dunn, 2004). Kvenleika (e. femininty), líkt

og karlmennsku, hefur verið varpað fram sem eins konar leiðarvísi fyrir kvenfólk.

Leið kvenna til að viðhalda útliti sínu er töluvert flóknari en hjá körlum. Bartky

(1990) segir að skilaboð til kvenna séu þau að andlit þeirra verði að vera fegruð og

líkamar þeirra þurfi á endurbótum að halda. Hún lýsti þessu vel þegar hún fjallaði um

hversdagslegar athafnir kvenna sem tengdust umönnun líkamans. Hún tók sem dæmi

hversdagslega rútínu kvenna til að viðhalda húðinni þannig að hún sé alltaf mjúk og

falleg. Til þess þarf dag- og næturkrem, líkamsskrúbba, og raka- og augnkrem. Yfir

kremin er síðan settur farði sem hylur helstu misfellur í andliti og dregur fram fallegra

svipmót. Þá eru andlitsdrættir, augu og varir málaðar á kynþokkafullan hátt, augabrýr

plokkaðar, og svo mætti lengi telja (Bartky, 1990).

Bartky segir ákveðna firringu eiga sér stað og tekur dæmi um hvernig konum

er ráðlagt að bera kremin á sig með mismunandi hreyfingum til að fá sem mest

örvandi virkni út úr vörunum. Þá hafa ýmsar læknisfræðilegar lausnir komið til

sögunnar til þess að laga „vandamál“ eins og appelsínuhúð, hrukkur eða önnur

líkamleg ,,húðvandamál“. Æskilegt er að líkami kvenna sé í góðu formi án þess að

vera of vöðvastæltur og fjarlægja þarf líkamshár á fótum, í kringum kynfæri og undir

höndum. Til samanburðar við þessar hversdagslegu athafnir kvenna til að halda sinni

Page 31: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

31

kvenlegu ímynd er ætlast til að karlmenn haldi hári og skeggi til haga, noti sápu og

vatn til að þrífa sig og áhersla er lögð á almennt hreinlæti. Það er því ekki nema von

að konur hafi almennt töluvert meiri áhyggjur af útliti sínu heldur en karlmenn

(Bartky, 1990, bls. 69–71).

Bartky telur að þessar hugmyndir um kvenleika komi oftast frá auglýsingum

og öðrum miðlum sem sýna konur með fullkomna húð og líkama. Slíkar

myndbirtingar senda konum þau skilaboð að líkami þeirra sé ófullkominn og þær

verði að leggja á sig hinar ýmsu leiðir til að nálgast hinn fullkomna líkama. Þannig

hugmyndir geta síðan leitt til brenglunar á líkamsímynd ef ekki tekst að uppfylla

þessar kröfur. Konum er kennt að líkami þeirra sé ófullkominn frá náttúrunnar hendi

og þær þurfa því að kaupa sér alls kyns vörur til þess að lagfæra hann. Þetta viðheldur

þeim hugmyndum um að líkami kvenna sé óæðri (e. inferior) og líkami karla sé norm

(Bartky, 1990, bls. 69–71).

Sem fyrr segir eru fyrirsætur oft mjög grannar í auglýsingum og öðrum

miðlum. Slíkar myndbirtingar geta gefið röng skilaboð til kvenna og leiða jafnvel til

brenglunar á líkamsímynd. Konur í dag sjá myndir af hinni fullkomnu konu og fá

þannig hugmyndir um hvað sé heppilegasta útlitið, viðeigandi hegðun og

klæðaburður, rétt svipbrigði, líkamsbygging og hreyfing. Með tækninýjungum koma

skilaboðin í myndrænu formi sem skilar slíkum hugmyndum betur út í samfélagið.

Þetta segir mikið um hina stöðluðu fullkomnu konu í dag. Holdtekja hugmynda

samfélagsins birtist í myndum og öðrum sjónrænum þáttum sem birtast okkur daglega

og má helst nefna kvikmyndir og sjónvarp (Bordo, 1992). Við þurfum ekki lengur að

láta segja okkur hvað kvenleiki er heldur lærum við leikreglurnar í gegnum orðræðu

samfélagsins. Í gegnum myndræna miðla sjáum við hvaða föt, líkamsvöxtur,

andlitssvipbrigði, hreyfingar og hegðunar séu æskilegar (Bordo, 1992, bls. 16–17). Sú

ímynd sem oftast birtist er af mjög grönnum konum og jafnvel stúlkubörnum sem

þurfa að hafa mikið fyrir því að komast í þá stærð sem þær eru í. Ekki er raunhæft

fyrir allar konur að fylgja eftir þeirri ímynd.

Hugtakið biosociality varpar ljósi á hvernig línan á milli hins náttúrulega og

menningarlega líkama hefur orðið óskýrari með auknum tækniframförum (Gísli

Pálsson, 2009). Það er orðið ákveðið norm að konur, svo dæmi sé tekið, láti stækka á

sér brjóstin með lýtaaðgerðum. Einnig er reynt að sporna við öldrun líkamans og

ýmsar aðferðir notaðar til að gera líkamann fallegri. Hinn fallegi líkami í vestrænni

menningu er því ekki hinn náttúrulegi líkami, heldur líkami sem þarf að gera

Page 32: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

32

einhverjar breytingar á, tengdar samfélagshugmyndum viðkomandi menningar

(Bartky, 1990).

4.2.1. Eftirsóknarverður líkamsvöxtur kvenna

Engar konur eru eins enda er fólk almennt af mörgum stærðum og gerðum. Sögulega

séð hafa hugmyndir um hinn eftirsóknarverða líkamsvöxt kvenna breyst. Á

Viktoríutímabilinu (1837–1901) bundu margar konur brjóst sín niður til þess að

virðast grennri en nú á dögum fylla margar konur þau með silíkonpúðum (Bartky,

1990). Áður hefur komið fram mikilvægi þess að hafa fallegan líkama í vestrænum

samfélögum nútímans. Fallegur líkami gerir konur gjaldgengari, bæði til þess að

eignast góðan maka, fá gott starf, eða til að falla inn í þá hópa sem við viljum tilheyra.

Þegar líkaminn er síðan ekki eins og samfélagið ætlast til getur það leitt til mikillar

óánægju og vanlíðunar. Fólk getur verið ósátt með eigin líkama og þannig verður

líkamsímyndin neikvæð en einnig getur fólk verið með líkamsbrenglunarsjúkdóm. Til

dæmis, þó sjaldgæft sé, gæti einstaklingi fundist líkaminn vera afskræmdur eða að

hann tilheyri ekki líkama sínum. Líkamsímyndin verður því brengluð og hefur áhrif á

sjálfið (Martin, 1987, bls. 75). Það eru ólíkar upplifanir af eigin líkama. Ein tegund af

slíkum andlegum sjúkdómi sem er algengur er þegar einstaklingnum finnst líkami

sinn, eða einhver tiltekinn líkamspartur, vera gallaður eða ófullkominn (e. body

dysmorphic disorder). Þessi meinti galli getur náð heljartökum á huga fólks og erfitt

er að losna við hugmyndina um að líkaminn sé ekki eins og hann eigi að vera þó svo

að gallinn sé líklegast smávægilegur eða sjáist varla (Pertschuk og fleiri, 1998).

Sumir einstaklingar leita í lýtaaðgerðir sem lausn við vandamáli sínu. Þeir sem

leita til lýtalækna skiptast í tvo hópa; annars vegar þá sem sækjast eftir

fegrunaraðgerð og hins vegar þá sem þurfa á aðgerð að halda vegna heilsufars.

Samkvæmt heimildum frá Landlæknisembætti Íslands hafa verið ýmsar bylgjur

tengdar brjóstaaðgerðum, en ekki er langt síðan silíkonpúðar urðu algengir og konur

fóru að stækka brjóst sín með aukinni tækni (Landlæknisembættið, 2002). Konur fara

frekar í fegrunaraðgerðir þó svo að færst hafi í aukana að karlmenn geri slíkt hið

sama. Það þykir því eðlilegra að konur breyti líkama sínum til þess að falla undir

staðalímynd kvenna (Pertschuk og fleiri, 1998).

Samkvæmt reglugerð um lýtalækningar sem sjúkratryggingar

almannatrygginga taka til, (nr. 3/2009) greiðir Tryggingarstofnun niður ýmsar

aðgerðir sem lýtalæknar framkvæma. Þær taka til lýtalækninga vegna fæðingargalla,

Page 33: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

33

þroskafrávika, áverka, sýkinga, æxla eða annarra sjúkdóma þegar meðferð er ætlað að

bæta verulega skerta líkamsfærni. Með skertri líkamsfærni er átt við verki eða aðra

skerðingu á líkamsstarfsemi sem truflar athafnir daglegs lífs. En sjúkratryggingar taka

hins vegar ekki til fegrunaraðgerða. Fegrunaraðgerðir teljast meðal annars sem

brjóstastækkanir, strekkingu húðar á maga, aðgerðir á andliti til að lagfæra

minniháttar útlitsafbrigði önnur en ör (Reglugerð um lýtalækningar sem

sjúkratryggingar almannatrygginga taka til, nr. 3/2009).

Formaður Félags íslenskra lýtalækna, Þórdís Kjartansdóttir (2013) segir að

lýtalæknar finni oft fyrir fordómum í samfélaginu gagnvart fegrunaraðgerðum og þá

sérstaklega brjóstastækkunaraðgerðunum. Hún bendir á að lýtalæknar fari yfir ábyrgð,

kosti og galla slíkra aðgerða með skjólstæðingum sínum (Þórdís Kjartansdóttir, 2013).

Þórdís segir þessa fordóma skyggja á önnur viðfangsefni lýtalækna sem teljast ekki til

fegrunaraðgerða. Hún tekur fram að gagnrýnisraddir um að konur fari í

brjóstastækkunaraðgerðir vegna staðalímynda séu ekki alltaf réttar. Þórdís segir

ennfremur að konur fari í þær aðgerðir fyrst og fremst fyrir sjálfa sig. Oftast er

ákvörðun tekin af vandlegri yfirvegun og í samráði við lækni en yfirleitt er farið út í

aðgerðina vegna mikillar vanlíðanar. En lítil brjóst geta haft áhrif á lífsgæði kvenna

þar sem þær geta ekki klætt sig að vild og getur það orsakað minna sjálfstraust. Að

lokum bendir Þórdís á að konur sem fari í lýtaaðgerð skiptist í tvo hópa, ungar konur

með lítil brjóst eða misstór og síðan konur sem eru með „tóm brjóst“ eftir brjóstagjafir

(Þórdís Kjartansdóttir, 2013).

Sem fyrr segir þá erum við stöðugt mötuð af því hvernig við eigum að vera og

líkaminn eigi að líta út. Orðræða samfélagsins mótast meðal annars út frá myndum

sem við sjáum daglega í fjölmiðlum og hafa að geyma ákveðin skilaboð. Fyrirsætur

hafa lengi skartað líkamsvexti sem er töluvert frábrugðinn almennum vexti kvenna.

Fyrir 20 árum voru fyrirsætur að jafnaði 8% grennri en meðalkonan en í dag hefur

munurinn aukist í 23%. Annað dæmi um þrýsting um grannan líkamsvöxt er það að

fatastærðir í búðum eru á bilinu 6–14 en helmingur kvenna eru í stærðum 14 og yfir.

Þetta undirstrikar hvernig tískuheimurinn kemur fram gagnvart líkamsvexti kvenna

(Abraham, 2012) og ýtir undir ónauðsynlega megrunarkúra (Aglitata og Tantleff-

Dunn, 2004).

Könnun var gerð á 260 nemendum í háskóla í Kaliforníu um hvernig

einstaklingar skynjuðu líkama sinn. Það kom í ljós að 27.3% kvenna og aðeins 5.8%

karla voru mjög hrædd (e. terrified) við að verða of feit. 28.7% kvenna og 7.5% karla

Page 34: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

34

sögðust vera með mat á heilanum (e. obsessed). 35% kvenna en einungis 12.5% karla

sögðust finnast þau vera of feit jafnvel þótt aðrir segðu að þau væru það ekki.

Könnunin var lýsandi fyrir líkamsímyndir kynjanna að því leyti að í niðurstöðum kom

fram að konur sögðust að meðaltali vilja vera um það bil 5 kílóum léttari heldur en

þeirra líkamsþyngd þeirra var á meðan karlarnir vildu kannski vera hálfu kílói léttari

en núverandi líkamsþyngd þeirra (Bartky, 1990, bls. 66). Þannig að niðurstaðan úr

rannsókninni var að það er töluvert algengara að konur hafi áhyggjur af útlitinu heldur

en karlmenn.

Bordo (1992) skoðaði hvort átröskun, móðursýki (e. hysteria) og aðrir andlegir

kvillar væru afleiðing af kröfum samfélagsins til kvenna um líkamlegt útlit þeirra og

hegðun. Móðursýkin lýsti sér þannig að konur eru taugaveiklaðar, sjálfhverfar,

áhrifagjarnar, auðsveigjanlegar, dramatískar og hugsa einungis um eigið útlit. Það

kom í ljós að átröskun hefur lengi verið í samfélaginu. Konum bar að matreiða fyrir

fjölskylduna og gefa karlmanni heimilisins mikið að borða. En hún, sem settleg kona,

átti sjálf að sýna hófsemi og sjálfsstjórn í sínum matarvenjum. Nefndi Bordo þá að

þetta snerist ekki um mat heldur hvernig konum hefur verið stjórnað af ákveðnum

hugmyndum og útlitskröfum um hvernig þær eigi að bera sig. Þessar hugmyndir um

hvernig konan ætti að hemja sig í matarvenjum og útliti höfðu þau áhrif að

móðursýki, átröskun og önnur andleg veikindi fóru að ágerast upp úr 1980. Litið var

svo á að þessir þættir væru hluti af hinu kvenlega eðli frekar en að horfa á þetta sem

afleiðingu af staðalímyndum um kvenleika á árunum áður (Bordo, 1992).

4.2.2. Barneignir og blæðingar, náttúruleg feimnismál

Konur og karlar, eins og áður greinir, hafa alist upp við það álit að líkami þeirra sé

ekki fullkominn. Konum er sagt að andlit þeirra þurfi á förðun að halda og líkaminn

endurmótun ásamt því að þurfa hylja náttúrulega virkni líkamans (Bartky, 1990).

Mosse (1996) benti á að hin kvenlega staðalímynd hefur verið bundin við líkamlega

eiginleika kvenna, eins og það að eignast börn á meðan karlmenn öðluðust öðruvísi

hlutverk út frá líkamsburðum þeirra. Þeir geta hins vegar sinnt vinnu utan heimilisins

og séð þannig fyrir fjölskyldu sinni. Það sem karlar hafa þó haft fram yfir konur í

gegnum tíðina er að þeir hafa alltaf haft sitt ytra og innra rými gagnvart fjölskyldu

sinni. Þeir eru feður innan heimilis en hafa sjálfkrafa hlutverk utan þess. Konur hafa

aftur á móti þurft að hafa meira fyrir því að sýna sig og sanna í hlutverkum utan

heimilisins, þar sem líkamlegir eiginleikar kvenna hafa togað þær inn á heimilið aftur,

Page 35: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

35

vegna móðurhlutverks þeirra. Samfélagslegar breytingar hafa haft þau áhrif að konur

hafa öðlast fleiri tækifæri til að sýna sig og sanna út á vinnumarkaðnum. Mosse

(1996) bendir jafnframt á að breytingarnar komu í kjölfar baráttu gegn hugmyndinni

um hina heimavinnandi húsmóður.

Í bókinni Játningar karlrembu, eftir Lars Engström (2007) fjallar hann um

reynslu sína af hinum karllæga heimi sem ríkir á vinnustöðum. Engström taldi að

ástæður þess að konur séu síður ráðnar í störf sé sú að karlmenn verða ekki óléttir og

hafa ekki blæðingar né þurfa þeir að sinna veikum börnum sínum heima. Hann telur

að þessi umræða fari yfirleitt fram bakvið luktar dyr og sé ekki endilega sýnileg í

opinberum umræðum. Líkja megi henni við hugmyndir um útlit og hegðun kvenna

(Engström, 2007). Eins og Martin (1987) nefndi þá eru til hugmyndir frá fyrri tímum

sem bönnuðu konum að vinna á barneignaraldri. Hinn náttúrulegi líkami kvenna sem

fæðir börn og tekur breytingum í kringum meðgöngu passar því ekki inn í staðlana

sem settir eru á vinnumarkaði og út í samfélaginu (Martin, 1987).

Martin (1987) tók viðtöl við nokkrar konur og spurði þær út í reynslu þeirra af

barnsburði og kröfu á eigin líkama. Sumar konur sögðu að reynsla sín af því að fara í

keisaraskurð hafa verið erfiða þar sem þær gátu ekki eignast börnin á eðlilegan eða

náttúrulegan hátt. Þeim fannst líkaminn bregðast þeim og áttu erfiðara með að gleðjast

yfir að hafa eignast heilbrigt barn. Vonbrigðin yfir því að líkaminn hafi ekki getað

fætt barn á eðlilegan hátt vó þungt. Þetta hafði áhrif á líkamsímynd kvennanna en

þessi upplifun er þó ekki hjá öllum konum heldur skírskotun í þá hugmyndafræði um

að líkaminn hafi ekki staðið sig nógu vel. Þarna á sér stað barátta milli líkama og

sjálfs (Martin, 1987, bls. 63).

Annað dæmi um álíka hugmyndir sem hafa hreiðrað um sig í huga kvenna er

þegar barnið er fætt. Þá finnst mörgum eins og þær eigi að vinna strax að því að koma

líkamanum í sama form og fyrir barneignir, og reyna að losna við umfram fitusöfnum,

ef hún hefur átt sér stað á meðgöngu. Ummerki um óléttuna og barnið eiga ekki að

sjást og hafa ýmsar umræður spunnist um hvort að það sé rétt eða ekki að ætlast til

slíkra hluta. Miðað við rannsóknir sem hafa verið gerðar á líkamsímynd kvenna eftir

barnsburð er þessi krafa um óaðfinnanlegan líkama kvíðavaldur hjá mörgum konum.

Á sama tíma er konan í krefjandi hlutverkum eins og að hugsa um heilsu sína og

barnsins og sinna móðurhlutverkinu. Upplifuninni er lýst sem missi fyrri sjálfs- og

líkamsímyndar og þarf því að byggja upp aðra ímynd samkvæmt nýju hlutverki.

Page 36: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

36

Annaðhvort með nýjum líkama eða þá að reyna að komast í fyrra form (Upton og

Han, 2003).

Viðtöl sem Martin (1987) tók við konur sýndu fram á að þær litu á líkama sinn

sem aðskilinn frá þeim sjálfum. Þeim fannst hann vera fyrirbæri sem þyrfti að stjórna

eða þá aðlaga sig að (Martin, 1987). Þessar hugmyndir kvenna um líkamann breytast

með tíðarandanum. Áður fyrr var lögð meiri áhersla á að líkaminn starfaði sem

framleiðslutæki, ef hann virkaði ekki sem skyldi þá hafði það áhrif á líkamsímynd

kvenna. Seinna fóru áherslurnar að breytast og líkamsímyndin snerist frekar um að

líta vel út. Þetta er þó að breytast í dag og hafa birst umræður á netmiðlum um að

konur eigi að vera ánægðar með líkama sinn fyrir og eftir barnsburð.

Kvennablaðið (Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir, 2013), birti pistil með

áherslu á að konur ættu að elska líkama sinn eftir barnsburð. Þar var lögð áhersla á að

vera ekki að fela slitför á kvið eins og hefur tíðkast. Einnig var minnst á þrýstinginn

sem konur upplifa við það að koma sér í gott líkamlegt form eftir barneignir til þess

að líta óaðfinnanlega út. Konur eru því farnar að verða meðvitaðri um að ekki þarf að

fylgja þessum stöðlum sem hafa verið settir. Líkami kvenna hefur ekki breyst

líffræðilega í gegnum aldirnar og konur byrja á blæðingum um kynþroskaaldur. Samt

sem áður hefur verið feimnismál í vestrænum samfélögum að ræða almennt um

blæðingar á opinberum vettvangi. Þessi náttúrulega líkamsstarfssemi kvenna hefur

þurft að tala hljóðlega um og hefur oft ekki verið sýnileg í hinum opinberu rýmum þó

svo að blæðingar kvenna eigi sér stað einu sinni í mánuði allt árið um kring. Áður fyrr

voru konur taldar eyðileggja vín og mat og hafa slæm áhrif á umhverfið ef þær væru á

blæðingum og því ekki ásættanlegt að hafa þær virkar í hinum hversdagslegum

athöfnum á meðan á því stóð. Þó er talið af sumum að þessi tabú (e. taboo) hafi komið

sér vel fyrir konur til að taka smá frí frá daglegu amstri (Martin, 1987, bls. 97–98).

Mannfræðingar hafa ýmist fjallað um venjur (e. rituals) og hegðunarmynstur

kvenna í kringum tíðahring þeirra og kvenlíkamann. Etnógrafía Sveins Eggertssonar

(2010), Skálduð skinn fjallaði um Kverminfólkið í Papúa Nýju-Gíneu. Þar var

tíðablóð talið mengandi og hættulegt og þótti æskilegt að konur færu í sérstaka

tíðakofa meðan á blæðingum stóð. Tíðablóð var talið magnaðra en venjulegt blóð og

voru konur látnar sæta manndómsvígslu til að minnka tíðablóðið. Slík vígsla fór fram

með því að skera litla skurði á kvið kynþroska stúlkna sem átti að draga úr tengingu

milli móður og fósturs og auka líkur á að drengur myndi fæðast (Sveinn Eggertsson,

2010).

Page 37: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

37

Tíðablóð kvenna í okkar samfélögum er líka talið óhreint og ekki

umræðuhæft. Í vestrænum samfélögum nú á dögum upplifa ungar konur það að þurfa

að fela dömubindi upp í erminni til að fara á klósettið þar sem þessir þættir mega ekki

vera sýnilegir. Það virðist vera sem að þessi hugsun sé enn alin upp í konum. Það er

mjög sjaldan talað um þessa hluti og þá sérstaklega ekki innan um karlmenn.

Blæðingar kvenna hafa því verið tabú í gegnum árin þó svo að þetta sé náttúrulegur

hluti af líkamsstarfsemi kvenna og nauðsynlegur til að eignast börn (Martin, 1987).

Samfélagið matar okkur af ákveðnum hugmyndum um hvernig skuli haga sér

eftir kyni og kyngervi en með tímanum hefur opnast umræða um að ekki fylgja allir

þessum stefnum og straumum. Hér á eftir munum við ræða um einstaklinga sem ekki

finna sig í þeim hlutverkum sem þeim eru sett og hafa aðrar hugmyndir um hlutverk

sitt sem einstaklingar en hinar rótgrónu hugmyndirnar um karla og konur.

4.3 Á milli kynja

Við fæðumst inn í þennan heim sem karl eða kona. Líffræðilegt kyn (e. sex) okkar er

skilgreint út frá því hvaða kynfæri við fæðumst með og er það líkami okkar sem gerir

það sýnilegt. Ekki er þar með sagt að allir upplifi það kyngervi sem er búist við af

einstaklingum. Kyngervi (e. gender) er skilgreint sem sú lærða hegðun og

félagsmótun sem tengist annaðhvort kyni kvenna eða karla (Butler, 2004). Þeir sem

upplifa sig að hafa hafi fæðst í röngum líkama, í röngu kyni, nefnast transfólk. Í

þessum kafla munum við ræða um tilvist þessa hóps og hvernig þau staðsetja sig í

samfélaginu út frá gefnum kven- og karlstaðalímyndum.

Það fyrsta sem einstaklingar sjá þegar þeir hitta nýtt fólk er hvort um konu eða

karl sé að ræða. Slíkar upplýsingar les maður á líkamsbyggingu einstaklingsins,

fatavali, hegðun og hvernig einstaklingurinn ber sig. Við deilum því sömu

hugmyndum um hvernig kynin eigi að vera og líta út alveg frá blautu barnsbeini.

Foreldrar okkar ólu okkur upp sem ákveðið kyn frá því við komum í heiminn og án

þess að við hefðum eitthvað um það að segja. Þó upplifa ekki allir sig sem annaðhvort

kynið heldur geta verið fleiri möguleikar. Einstaklingar geta fæðst með óljóst kyn,

með kynfæri bæði kvenna og karla, eða fundist þeir hafa fæðst í röngum líkama.

Þegar fólk flokkar sig öðruvísi en karl eða konu geta komið upp ýmis vandamál þar

sem lítið rými er fyrir önnur kyn en karl og konu vegna rótgróinna staðalímynda um

kynin (Amhed og fleiri, 2013).

Page 38: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

38

Mannfræðingar hafa skoðað kyn og kyngervi einstaklinga og má þar nefna

Susan Bordo, Sandra Bartky, Margaret Mead og Michel Foucault en þau hafa komist

að því að kynin eru í öllum samfélögum aðeins tvö – karlar og konur. Slík tvíbreytni

er lýst sem tveimur ólíkum gerðum af sömu lífveru. Lítið svigrúm er fyrir einstaklinga

sem ekki skilgreina sig út frá líffræðilegu kyni sínu (Herdt, 1996). Frávik frá kyngervi

kynjanna birtast okkur ekki í fjölmiðlum enda er hugmyndin um kynin rótgróin.

Ástæðan kann að vera sú að við höfum fyrst og fremst verið að hugsa um afköst og

framleiðslu í samfélaginu og útfrá eðlishvötinni að fjölga mannkyninu. Þar að auki

hafa ýmis trúarbrögð og aðrar stofnanir gert út á að hvetja til ,,réttrar“ kynhneigðar,

það er að segja sambands milli karls og konu og litið niður á og bannfært aðrar

kynhneigðir (Herdt, 1996). Slíkt hefur óhjákvæmilega áhrif á sjálfsmynd þeirra sem

upplifa sig sem frávik í eigin samfélagi.

4.3.1 Transfólk

Kyn, kynferði og kynhneigð eru lykilþættir í sjálfsmynd einstaklinga í flestum

samfélögum (Amhed og fleiri, 2013). Transkona er kona sem fæðist í líkama

karlmanns og lætur leiðrétta kyn sitt í kvenkyn og transmaður er karl sem fæðist sem

kona en lætur leiðrétta kyn sitt í karlkyn. Til að byrja með getur verið erfitt fyrir

transfólk að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir tilheyri ekki sínu

líffræðilega kyni (Q-félag hinsegin stúdenta, 2010). Til eru dæmi um að slíkir

einstaklingar hafi hegðað sér öðruvísi en þeirra líffræðilega kyn gerir ráð fyrir sem

börn en síðar meir farið að hegða sér í takt við þá félagsmótun sem það er alið upp við

(Amhed og fleiri, 2013). Sumir einstaklingar sem upplifa sig í röngum líkama vilja

breyta honum í það kyn sem þeim finnst vera það rétta. Það sem gerist er að fólk

gengst undir svokallaðar kynleiðréttingaaðgerðir sem felur í sér hormónameðferð og

síðan skurðaðgerð.

Það getur oft reynst almenningi erfitt að skilgreina eða ávarpa transfólk og þá

sérstaklega fólk sem þekkti viðkomandi einstakling fyrir breytingu (Q-félag hinsegin

stúdenta, 2010). Orðanotkunin; hann, hún eða það, sem hefur viðgengist, getur því

verið óviðeigandi fyrir transfólk. Best er að spyrja transfólkið álits eða einfaldlega

ávarpa það í því kyni sem það er á líðandi stundu. Flestu transfólki finnst rangt að

talað sé um þau sem kynskiptinga og að þau séu að gangast undir kynskiptiaðgerð.

Þau telja að í rauninni séu ekki verið að skipta um kyn heldur að láta leiðrétta það.

Transfólk telur rétta orðanotkun vera kynleiðréttingaraðgerð þar sem að þeirra mati er

Page 39: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

39

verið að leiðrétta fæðingargalla (Q-félag hinsegin stúdenta, 2010). Að vera trans snýst

um að vera maður sjálfur. Það snýst ekki um kynhneigð heldur sjálfsmynd

viðkomandi. Kynhneigð aftur á móti snýst um hverjum þú laðast að en kynímynd er

um hver þú sért. Transfólk getur verið eins og allir aðrir; gagnkynhneigt,

samkynhneigt eða allt þar á milli (Q-félag hinsegin stúdenta, 2010).

Transfólk á erfitt með að fá viðurkenningu vegna þess að líkami þeirra og

ímynd eru undir valdi samfélagshugmynda (Bordo, 1992). Hugtakið „hið

gagnkynhneigða regluveldi“ kom fram þegar fræðiheimurinn opnaðist gagnvart

frávikum frá staðalímyndum kynjanna. Hugtakið felur í sér þá afstöðu að allir séu

gagnkynhneigðir og að hið eðlilega og sjálfsagða sé að lifa gagnkynhneigðu lífi. Slíkt

regluveldi gerir það sem þarf til þess að allir falli undir þennan flokk og mætti segja

að regluveldið viðhaldi sér með því að beita áþreifanlegum og óáþreifanlegum

þrýstingi (Þorvaldur Kristinsson, 2009). Þorvaldur Kristinsson segir:

Regluveldið er stundum áþreifanlegt í hæsta máta og hikar ekki við að

refsa í krafti laga sinna, beita valdi, fangelsa og drepa til að halda

reglunum í heiðri. En oftast á þessi valdbeiting sér stað eftir næstum

loftkenndum og óáþreifanlegum leiðum með því að útiloka frávikin,

þagga þau niður, gera þau ósýnileg, hæðast að þeim með því að framleiða

staðalmyndir eða steríótýpur, ellegar með því að ala á beinu hatri...

(Þorvaldur Kristinsson, 2009, bls. 2–3).

Við göngum öll inn í flókinn og fornan heim merkinga og tákna. Það er ekki

sjálfgefið að einstaklingar geti forðast að næra mynstur regluveldisins sem menningin

færir okkur (Þorvaldur Kristinsson, 2009, bls. 6). Menningin er vefur tákna sem

maðurinn hefur sjálfur spunnið sér (Geertz, 2006). Allir leika hlutverk í því leikriti

sem lífið hefur boðið upp á (Goffman, 1959). Það er hins vegar á ábyrgð okkar allra

að afnema vöktun samfélagsins og vinna gegn gagnkynhneigðu regluveldi og þeim

fordómum sem eiga sér stað í garð fólks sem fylgja ekki gefnum staðalímyndum.

Hinsegin fólk vill vinna gegn regluveldi gagnkynhneigðra á þann hátt að uppræta

fordóma gagnvart þeim sem ekki fylgja normum samfélagsins (Þorvaldur Kristinsson,

2009). Það er því jákvæð þróun að verið sé að storka fornum staðalímyndum. Það

verður til þess að einstaklingum geti liðið betur í þeim líkama sem þeir fæðast með,

burt séð frá kyni, kynhneigð og líkamsvexti.

Page 40: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

40

5. Niðurlag

Í ritgerðinni höfum við velt fyrir okkur hugmyndum sem snúa að staðalímyndum og

líkams- og sjálfsmyndum einstaklinga. Einnig höfum við velt fyrir okkur hvaðan

þessar hugmyndir koma og hvaða áhrif þær hafa á hegðun okkar og daglegt líf.

Eitt af viðfangsefnum okkar var að finna út hvaðan hugmyndirnar um líkama

okkar og sjálfmynd koma og fundum við út að einstaklingar eru undir stöðugum

áhrifum frá fortíðinni. Við framkvæmum í sögulegu samhengi og upplifum líkamann

á mismunandi hátt eftir því sem gerist í samfélaginu hverju sinni. Hugmyndir um

líkamann hafa breyst og eru ekki þær sömu nú og þær voru fyrir 50 árum. Líkaminn

er ekki lengur álitinn vera framleiðslutæki (e. fordist body) í dag eins og gert var í

kjölfar iðnbyltingarinnar á síðari hluta 18. aldar. Í staðinn hafa kröfurnar færst frá

líkamlegri virkni yfir í útlitsdýrkun og tískustrauma. Sú útlitsformúla sem birtist

okkur í miðlum nú á dögum er myndbreytt á marga vegu. Það gerir það að verkum að

skilaboðin sem við fáum gefa í skyn að líkami okkar sé ófullkominn og þurfi á

betrumbótum að halda. Við sjáum einnig að samspil einstaklinga og fjölmiðla skapar

og viðheldur orðræðu samfélagsins.

Staðalímyndir urðu fyrirferðamikið viðfangsefni þar sem yfirleitt eru það

hugmyndir um hinn staðlaða líkama og hegðun sem fólk fer eftir. Þær hafa áhrif á

hvernig við lítum á líkama okkar og byggjast aðallega á hugtökum eins og kvenleiki

og karlmennska. Þær voru einskonar leiðarvísir að ímynd og hegðun kynjanna og gáfu

lítið rými fyrir einstaklinga sem ekki féllu inn í rótgrónar hugmyndir um kyngervi. En

kyngervi, kyn og kynhneigð eru talin hafa megin áhrif á sjálfsmynd einstaklinga.

Transfólk er gott dæmi um þá sem hafa upplifað sig sem slík frávik frá

staðalímyndum sem geta leitt til lélegrar líkams og sjálfsmyndar þeirra. Þökk sé

aukinni tækni er hægt að færa þau nær þeim líkama sem þau telja sig vera.

Staðalímyndir setja okkur samt skorður sem oft hafa þau áhrif að við verðum

óánægð með líkamann ef hann passar ekki inn í þær og geta jafnvel gert það að

verkum að við viljum breyta okkar náttúrulega útliti. Slíkar hugmyndir geta leitt til

brenglaðrar líkamsímyndar sem er stöðugt að verða algengara hjá báðum kynjum í

vestrænum samfélögum. Staðalímyndir og samfélagshugmyndir stangast á við okkar

náttúrulega eðli og er í stöðugri jafnvægisbaráttu. Sem dæmi má nefna þá benda

rannsóknir til að barnshafandi konur finni fyrir pressu frá samfélaginu um að bera

Page 41: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

41

ekki ummerki þess að hafa fætt barn og þar má til dæmis nefna slitför. Slíkar kröfur á

eigin líkama tengjast því að konan verði að vera óaðfinnanleg útlitslega þó svo að

hennar líkamlega virkni stangist á við þær væntingar og kröfur samfélagsins.

Skilin milli hins náttúrulega og menningarlega verða óskýrari í takt við

tækniframfarir þar sem möguleikar eru nú meiri en áður til þess að breyta líkamanum.

Þar má nefna sem dæmi ótímabær öldrunareinkenni, líkt og fjölmiðlar orða það, sem

fólk upplifir þegar aldurinn færist yfir þau. Slík einkenni fær fólk til að leita í

lýtaaðgerðir og breyta líkama sínum svo hann beri ekki með sér þann aldur sem fólk

er komið á. Lýtaaðgerðir hafa verið gerðar að normi á meðal kvenna þar sem ætlast er

til þess að þær fylgi eftir þeim kröfum sem eru gerðar um hinn eftirsótta líkama.

Rannsóknir hafa hins vegar leitt það í ljós að karlmenn sem kjósa að fara í slíka

aðgerðir eru taldir vera með brenglaðri líkamsímynd heldur en konur. Slíkur

samanburður sýnir okkur að meiri áhersla er lögð á að konur breyti líkama sínum og

fylgi ákveðnum útlitsstöðlum frekar en karlmenn.

Manneskjan hefur verið í stöðugri mótun í gegnum tíðina og heldur áfram að

breytast með nýjum stefnum og straumum í samfélagi og menningu okkar. Það er

staðreynd að öll erum við jafn mismunandi að gerð og lögun eins og við erum mörg.

Vöktun samfélagsins gagnvart útlitsstöðlum líðandi stundar er þó framkvæmd af

okkur sjálfum og þannig er vöktunin ávallt til staðar. Við tökum þátt í að skapa

orðræðu samfélagsins og viðhalda henni.

Page 42: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

42

Umræður

Ritgerðin hefur vakið okkur til umhugsunar um hvernig við sjálf höfum verið beinir

og óbeinir þátttakendur í að viðhalda kröfum samfélagsins um líkamlegt atgervi. Hér

munum við fyrst ræða um eigin upplifanir á útliti út frá umfjöllun ritgerðar. Næst

ræðum við um hvað kom okkur mest á óvart og að lokum tölum við um samstarfið og

niðurstöður ritgerðar. Umræðan verður skrifuð í samfelldum texta og síðan skiptum

við henni upp í samtal okkar.

Eins og kom fram í byrjun ritgerðar þá erum við bæði á þrítugsaldri. Íris er

hvít á hörund, fædd og uppalin á Íslandi og Ívar var ættleiddur frá Indlandi og er með

brúnan hörundslit. Bæði erum við grönn og stundum reglulega hreyfingu. Við finnum

fyrir kröfum samfélagsins um ákveðið útlit og áreitið sem kemur frá fjölmiðlum,

fatabúðum, auglýsingum, fólkinu í kringum okkur og síðast en ekki síst okkur

sjálfum. Sjálf erum við þátttakendur í eigin samfélagi og finnum fyrir því hvernig við

fylgjum stefnum þess og á sama tíma og við viðhöldum þeim. Það virðist ekki skipta

máli hvar við erum, útlitskröfurnar eru mismunandi eftir rými. Sem dæmi þá klæðum

við okkur að vild í eigin húsum en í skólanum, vinnustöðum og ræktinni er mælt með

viðeigandi fatnaði hverju sinni. Einnig finnst okkur áberandi þau hlutverk sem okkur

eru ætluð eftir kyni og hlutum greinilega sitt hvora félagsmótunina.

Ívar tengir líkama sinn ósjálfrátt við stæltan karlmannlega líkama en Íris hefur

óskýrari mynd um hvernig hinn fullkomna kvenlega kona eigi að líta út. Að hennar

mati ýtir það undir óánægju með sinn eigin líkama þar sem hún virðist ekki

almennilega gera sér grein fyrir hvernig líkamsvöxtur hennar er í augum annarra þrátt

fyrir að vita að það ætti ekki að skipta máli. Tilvist mannsins hefur verið okkur

hugleikin líkt og hjá öðrum mannfræðingum og öðru fólki yfir höfuð. Líkami okkar

og sjálf hafa haldist í hendur við að skapa eigin líkams- og sjálfsmynd í samfélaginu.

Umræða um líkamann og líkamsímyndina er mikilvæg þar sem viðfangsefnið spilar

stórt hlutverk í vestrænum samfélögum í dag. Oft komu upp umræður okkar á milli

um eigin upplifanir á viðfangsefninu og gerðum við okkur grein fyrir því hversu langt

leidd við erum í útlisdýrkun. Hér munum við koma með okkar hliðar á viðfangsefni

ritgerðarinnar og ræða hvað okkur þótti standa upp úr:

Page 43: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

43

Ívar:

Ég áttaði mig ekki á því hversu rótgróin ímynd karlmennska væri fyrr en ég fletti

orðinu upp í orðabók. Eftir að hafa lesið bók G. Mosse þá var hulunni létt af

leyndarmálinu um sameiningarmátt orðsins. Í dag finnst mér eins og karlar styðjist

ennþá við karlmennskuhugtakið sem leiðarvísi á meðan konur finna ekki fyrir

sameiningarmætti með hugtakinu kvenleiki. Ekki eru allir sammála um hvað

kvenleiki snýst um vegna þess að hlutverk konunnar er að taka á sig æ fjölbreyttari

mynd.

Íris:

Ég er sammála Ívari en spurningin er þá sú hvort það sé jákvætt eða neikvætt að setja

fólki ákveðnar skorður um hvernig það eigi að líta út og haga sér eftir kyni.

Uppskriftin af kvenleika er öllu flóknari er karlmennsku þar sem konur eru í

ákveðinni tilvistarkreppu. Upplifun hennar á hvað það sé að vera kona og vera

kvenleg sé ekki endilega eitthvað eitt. Heldur hafa hugmyndirnar farið út um víðan

völl, frá því að vilja einungis eignast börn og fjölskyldu, yfir í að vera framsækin kona

í atvinnulífinu og leggja minni áherslu á fjölskyldu.

Ívar og Íris:

Þetta er áhugavert samspil mannlegrar hegðunar og líffræðilegra eiginleika. Hlutverk

karla hefur því náð mun meiri stöðugleika sem hinn útivinnandi maður á meðan

konan er aftur á móti að vinna með samspil vinnuhæfileika sinna og hinu líkamlegu

móðurhlutverki. Það kom okkur á óvart hversu mikið við fórum að tala um

staðalímyndir og gerðum við okkur grein fyrir því hversu áhrifamiklar þær eru á

líkamsmynd okkar.

Ívar:

Að vísu eru karlar og þeirra ímynd einnig í stöðugri mótun. Karlar eru farnir að nota

snyrtivörur en það þekktist síður á tímum foreldra minna. Hugmyndir um hlutverk

karlmanns innan heimils eru rótgrónar en þetta er að breytast í áttina að aukinni

samvinnu. Við ræddum einnig um hina karlmannlegu ímynd og að karlmenn gráta

ekki. Eiður Smári Gudjohnsen, knattspyrnumaður, vakti athygli í beinni útsendingu í

sjónvarpi þegar hann táraðist þegar spurt var út í áframhaldandi feril hans með

landsliðinu. Það var ótrúlegt hvernig konur jafnt sem karlar urðu klökk við áhorfið.

Page 44: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

44

Íris:

Persónulega finnst mér frábært að karlmenn séu að brjótast út úr skel

karlmennskuímyndar. Það er greinilega mikið búið að breytast bæði hjá körlum og

konum síðan á tímum iðnbyltingar og fyrr. Hlutverkin eru að skarast þó svo að ég

finni enn fyrir því hvernig ætlast er til ákveðinna hluta af mér sem konu á meðan

karlmenn heimilisins fá önnur hlutverk. Sem dæmi um það má nefna að ég á

tvíburabróður og fengum við sama uppeldi og vorum látin gera sömu hluti innan

heimilisins þegar við vorum ung. Samt urðum við bæði vitni af því að það var komið

öðruvísi fram við mig en bróður minn af utanaðkomandi aðilum. Gert var ráð fyrir því

að bróðir minn væri harðari af sér og gæti gert meira en ég.

Ívar:

Hvað varðar líkamlegt útlit karlmanna þá er mín reynsla sú að það sé eftirsóknarvert

að vera hraustlega byggður. Allt frá unga aldri heyrði ég að strákar eigi að verða stórir

og sterkir. Ég er ættleiddur frá Indlandi og er 1.70 sm. á hæð og þyki jafn hávaxinn og

aðrir íslenskir karlmenn að meðaltali. Dökkur hörundslitur minn hefur ekki verið

vandamál en mér er oft hrósað fyrir góða íslenskukunnáttu.

Mín reynsla er sú að fegurð karlmanna er ekki mælikvarði á hversu

andlitsfríðir þeir séu vegna þess að það telur lítt ef þeir þykja ekki í líkamlega góðum

hlutföllum. Góður skeggvöxtur og djúp rödd gefur til kynna karlmannslegt yfirbragð.

Íris:

Útlitslega séð þá getur kvenleiki snúist um að vera grönn líkt og fyrirsætur, með stór

brjóst og stórar mjaðmir, en grannt mitti eða þá að vera íþróttalega vaxin. Sem ung

kona í vestrænu samfélagi finn ég fyrir þrýstingi um ákveðnar útlitskröfur. Það snýst

allt um klæðnað, snyrtivörur, líkamsbyggingu, að borða hollt, að hreyfa sig nóg, og að

hafa samviskubit yfir að borða of mikið. Maður veit um margar stelpur sem hafa glímt

við átröskun þó svo að slíkar umræður séu ekki á yfirborðinu en það er ótrúlegt að

hugsa til þess hversu hátt hlutfallið er. Orðanotkun samfélagsins undirstrikar að það sé

ekki gott að vera feit kona og er talað niður til þeirra. Mikil dómharka er gagnvart

þeim konum sem eru yfir meðalþyngd eða skera sig úr norminu. Úr hinum ýmsum

samtölum við aðrar ungar konur er hægt að lesa úr að margar konur eru að einhverju

leyti óánægðar með líkama sinn og finna fyrir miklum þrýstingi frá samfélaginu. Það

Page 45: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

45

væri best ef að dómharka í garð fjölbreytileikans væri ekki til staðar sama hvernig

fólk er í laginu.

Íris og Ívar:

Við höfum verið sammála um viðfangsefni ritgerðarinnar og hjálpast að við að skýra

hliðar beggja kynja. Okkur þótti mikilvægt að setja inn kaflann um transfólk þar sem

það gaf betri skýringu á staðalímyndum kynjanna. Þar sáum við enn betur hversu

rótgrónar hugmyndirnar eru og hversu lítið pláss er fyrir þá einstaklinga sem ekki

falla inn í tiltekin norm sem samfélagið hefur skapað. Okkur finnst vert að skoða

hvort ekki sé tími til kominn að vera umburðalyndari gagnvart fólki í kringum okkur

og fyrir þeim fjölbreytileika sem samfélag okkar býr að í dag. Margbreytileikinn gerir

samfélagið ríkara.

Page 46: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

46

Heimildaskrá

Abraham, T. (2012, janúar). "Most runway models meet the BMI criteria for

anorexia, claims plus-size magazine in powerful comment on body image in the

fashion industry". Mail online. Sótt 26. desember 2013 af

http://www.dailymail.co.uk/femail/article-2085226/PLUS-Model-Magazines-

Katya-Zharkova-cover-highlights-body-image-fashion-industry.html.

Agliata, D og Tantleff-Dunn, S. (2004). The Impact of Media Exposure on Male’s

Body Image. Journal of Social and Clinical Psychology, 23(1), 7–22.

Amhed, S.F., Morrison, S. og Hughes, I.A., (2013). Intersex and gender assignment;

the third way. Archieves of disease in childhood, 89, 847–850. Sótt 22. nóvember

2013 af http://adc.bmj.com/content/89/9/847.full.pdf+html.

Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir. (2013, 4. nóvember) Elskaðu líkama þinn eftir

barnsburð [rafræn útgáfa]. Kvennablaðið. Sótt 18. nóvember 2013 af

http://kvennabladid.is/2013/11/04/elskadu-likama-thinn-eftir-barnsburd/.

Bartky, S.L. (1990). Femininity and domination: Studies in the phenomenology of

oppression. New York and London: Routledge.

Bordo, S.R. (1992). The body and the reproduction of femininity: A feminist

appropriation of Foucault. Í A. M. Jaggar og S. R. Bordo (ritstjórar),

Gender/Body/knowledge, 13–33. New Jersey: Rutgers State University.

Bourdieu. P. (1977). Outline of a theory of practice. Cambridge: Cambridge

University Press.

Butler, J. (2004). Undoing Gender. New York: Routledge.

Cattarin, J.A., Thompson, J.K., Thomas, C. og Williams, R. (2000). Body image,

mood, and televised images of attractiveness: The role of social comparison.

Journal of Social and Clinical Psychology, 19(2), 220–239.

Cornwall, A. (1994). Gendered Identities and Gender Ambiguity Among Travestis in

Salvador, Brazil. Í A. Cornwall og N. Lindisfarne (ritstjórar), Dislocating

Masculinity: Comparative Etnographies, 111–132. London: Routledge.

Cornwall, A. og Lindisfarne, N. (1994). Dislocating Masculinity: Gender Power and

Anthropology. Í A. Cornwall og N. Lindisfarne (ritstjórar), Dislocating

Masculinity: Comparative Etnographies, 11–48. London: Routledge.

Csordas, T.J. (1999) The Body’s Career in Anthropology. Í H.L. Moore (ritstjóri),

Anthropological theory today, 172–205.

Engström, L.E. (2007). Játningar karlrembu. Ég vissi ekki að þetta væri svona slæmt

(Ásta Sif Erlingsdóttir þýddi). Reykjavík: Leshús.

Foucault, M. (1972).The Archealogy of Knowledge and the Discourse on Language.

New York: Pantheon Books.

Foucault, M. (1979). Discipline and Punish. New York: Vintage Books.

Foxhall, L. (1994). Pandora Unbound; A feminist critique of Foucault’s History of

Sexuality. Í A. Cornwall og N. Lindisfarne (ritstjórar), Dislocating Masculinity:

Comparative Etnographies, 133–146. London: Routledge.

Page 47: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

47

Geertz, C. (2006). Thick description: Toward an interpretive theory of culture. Í H.L.

Moore, og T. Sanders (ritstjórar), Anthropology in Theory: Issues in epistemology

(bls. 236–243). Oxford: Blackwell publishing.

Gísli Pálsson. (1977). Bókarauki: Mannfræðin og boðskapur hennar. Í F. Barth

(ritstjóri), Maðurinn sem félagsvera. Reykjavík: Iðunn.

Gísli Pálsson. (2009). Biosocial Relations of Production. Comparative Studies in

Society and History, 51 (2), 288–313.

Goffman, E. (1959). The presentation of self in everyday life. New York: Anchor

Books.

Goffman, E. (1963). Stigma. Hemel Hempstead: Prenctice Hall.

Gutmann, M.C. (1977). Trafficking in Men: The Anthropology of Masculinity.

Annual Review Anthropology 26, 385–409.

Hall, S. (2001). Foucault: Power, Knowledge and discourse. Í M. Wetherell, A.

Taylor og S.J. Yates (ritstjórar), Discourse, Theory and Practice: A reader, 72–92.

London: Sage Publication.

Herdt, G. (1996). Third sex, third gender: Beyond sexual dimorphism in culture and

history. Cambridge: MIT Press.

Hodgkinson, D.J. (1997). Chest Wall Implants: Their Use for Pectus Excavatum,

Pectoralis Muscle Tears, Poland’s Syndrome, and Muscular Insufficiency. Aesthic

Plastic Surgery 21, 7–15.

Howell, S. (1997). Nature in culture or culture in nature? Í P. Descola og Gísli

Pálsson (ritstjórar), Nature and Society: Anthropological perspectives,127–145.

London: Routledge.

Ingólfur A. Jóhannesson. (2006). Leitað að mótsögnum: Um verklag við

orðræðugreiningu. Í Rannveig Traustadóttir (ritstjóri), Fötlun, hugmyndir og

aðferðir á nýju fræðasviði, 178–195. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Jackson, M. (2005). Knowledge of the Body. Í H.L. Moore, og T. Sanders (ritstjórar),

Anthropology in Theory: Issues in epistemology (322–335). Oxford: Blackwell

publishing.

Jackson, M. (2008). Existential anthropology. Events, exigencies and effects. New

York: Berghahn Books.

Kristín Björnsdóttir. (2003). Orðræðugreining. Handbók í aðferðafræði og

rannsóknum í heilbrigðisvísindum. Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson

(ritstj.), 237–248. Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Kristín Loftsdóttir og Helga Þórey Björnsdóttir. (2005) „Í fréttum er þetta helst:

Myndræn orðræða fjölmiðla“. Í Úlfar Hauksson (ritstjóri) Rannsóknir í

Félagsvísindum VI., 283–292. Reykjavík, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands,

Háskólaútgáfan.

Lamster, M. (2009, 10. október). The Art of Diplomacy – Review of Master of

Shadows: The Secret Diplomatic Career of the Painter Peter Paul Rubens, [rafræn

útgáfa]. Sótt 2. janúar 2014 af

http://online.wsj.com/news/articles/SB10001424052748703298004574459753201

012282.

Page 48: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

48

Martin, E. (1987). The Woman in the Body: A Cultural Analysis of Reproduction.

Boston: Beacon Press.

Martin, E. (1992). End of The Body? American Ethnologist 19(1), 121–140.

McCabe, M.P. og Ricciardelli, L.A. (2001). Parent, peer, and media influences on

body image and strategies to both increase and decrease body size among

adolescent boys and girls. Adolescence, 36(142), 225–240.

McKinlay, A. og Starkey, K. (1998). Foucault, Management and Organization

Theory. London: Sage publications.

Moore, H.L. (1994). A Passion for Difference: Essays in Anthropology and Gender.

Cambridge: Polity Press.

Mosse, G. (1996). The Image of a Man: The Creation of Modern Masculinity.

Oxford: Oxford University Press.

Ortner, S.B. (1984). Theory in Anthropology since the Sixties. Comparative Studies

in Society and History. 26(1), 126–166.

Pertschuk, M. J., Sarwer, D.B., Wadden, T.A., og Whitaker, L.A. (1998). Body Image

Dissatisfaction in Male Cosmetic Surgery Patients. Aesthic Plastic Surgery 22, 20–

24.

Reglugerð um lýtalækningar sem sjúkratryggingar almannatrygginga taka til, nr.

3/2009. Sótt 20. nóvember 2013 af:

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/2d8cdab9a540c73600256a0d

0055eeb1/6a9fa8dd4ae1235e0025761e005a3237?OpenDocument.

Schilder, P. (1935). The image and appearance of the human body. Oxford: Kegan,

Paul.

Snara.is. (2013). Leitarskilyrði í íslenskri orðabók: Karlmennska. Sótt 20. nóvember

2013 af www.snara.is.

Sveinn Eggertsson. (2010). Skálduð skinn. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Turner, B.S. (1984). The Body and Society: Exploration in social theory. Oxford:

Basil Blackwell.

Unnur Guðnadóttir, Ragna B. Garðarsdóttir og Fanney Þórsdóttir. (2011). Tengsl

fæðutakmörkunar og óánægju með líkamsvöxt við líkamsþyngdarstuðul og

innfæringu á gildum um grannt vaxtarlag. Sálfræðiritið. Tímarit Sálfræðingafélags

Íslands 16. árg, 23–34.

Upton, R.L. og Han, S.S. (2003, desember). Maternity and its discontent: „Getting the

Body Back“ after Pregnancy. Journal of Contemporary Ethnography, 32 (6), 670–

692.

Þorvaldur Kristinsson. (2009, 24. september). Ef normið er „straight“ – hvað verður

um hin(segin)? Hugtakið gagnkynhneigt forræði krufið [rafræn útgáfa]. Q – félags

hinsegin stúdenta. Sótt 23. nóvember 2013 af

http://hinsegin.files.wordpress.com/2010/11/gagnkynhneigt-regluveldi.pdf.

Þórdís Kjartansdóttir. (2013). Fegrunarlækningar og fordómar. Pistlar frá formönnum

sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags Íslands og Reykjavíkur. Læknablaðið

99. árg, 546. Sótt þann 20. nóvember 2013 af:

http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1618/PDF/u10.pdf.

Page 49: Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmyndris... · 4 Útdráttur Rannsóknir í félagsvísindum sýna að hugmyndir fólks um líkamann og sjálfsmynd haldast í hendur. Það

49

Þórdís Sveinsdóttir og Helga Björnsdóttir. (2010). Femínistar og kvennalistakjaftæði;

Orðræður um kyn, femínisma og pólitík. Í Helga Ólafs og Hulda Proppé

(ritstjórar), Rannsóknir í félagsvísindum XI, 333–341. Reykjavík:

Félagsvísindastofnun Íslands.

Q-félag hinsegin stúdenta. (2010). Hvað er trans? [rafræn útgáfa]. Sótt 23. nóvember

2013 af http://hinsegin.files.wordpress.com/2010/11/trans-bc3a6klingur.pdf.