28
Háskólasetur Snæfellsness Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands fréttabréf um starfsemi Háskólaseturs Snæfellsness

Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Háskólasetur Snæfellsness Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands

fréttabréf um starfsemi Háskólaseturs Snæfellsness

Page 2: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,
Page 3: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 3

Háskólasetur Snæfellsness

Hólminn Fréttabréf um starfsemi

Háskólaseturs Snæfellsness

1. tölublað - janúar 2010

Hólminn er gefinn út af Háskólasetri Snæfellsness,

Rannsókna– og fræðasetri Háskóla Íslands í Stykkishólmi.

Heimilisfang: Hafnargata 3, IS-340 Stykkishólmur.

Umsjón: Una Kristín Pétursdóttir

Ábyrgðarmenn: Jón Einar Jónsson og Una Kristín Pétursdóttir

Myndir úr myndasafni starfsmanna Háskólaseturs Snæfellsness

og frá Daníel Bergmann (natura.is. og danielbergmann.com)

Svanborg Siggeirsdóttir fær þakkir fyrir yfirlestur.

Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun,

hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, þar með talið tölvutækt form, að hluta

eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda og höfunda.

Heimasíða Háskólaseturs Snæfellsness: http://hs.hi.is.

Almennur tölvupóstur: [email protected].

Póstur um æðarfugla: [email protected].

Prentun: Prentsmiðjan Oddi ehf.

Höfðabakka 7

110 Reykjavík

Gefið út í 200 eintökum.

Page 4: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 4

Efnisyfirlit 1. tölublaðs Hólmans

Fylgt úr hlaði Jón Einar Jónsson

5

Starfsfólk Háskólaseturs Snæfellsness — Árið 2009 Una Kristín Pétursdóttir

6

Gestapenninn: Saga æðarfuglarannsókna við Háskólasetur Snæfellsness Tómas Grétar Gunnarsson, Háskólasetri Suðurlands

8

Af hverju ferskvatnstjarnir fyrir sjófuglinn æðarfugl? Jón Einar Jónsson

10

Vöktun æðarstofnsins í Breiðafirði Jón Einar Jónsson

11

Lýðfræðilegar takmarkanir í norrænum sjófuglastofnum—Kría Sterna paradisae Freydís Vigfúsdóttir

12

Rannsóknir á varpvistfræði og fæðuvali æðarfugls Þórður Örn Kristjánsson

14

Umferð álfta um svæðið frá Stykkishólmi að Álftafirði í Helgafellssveit, Snæfellsnesi Una Kristín Pétursdóttir

16

Áhrif loftslags á æðarfug — stutt um verkefnið og framvindu þess Jón Einar Jónsson og Una Kristín Pétursdóttir

17

Talningar á dílaskarfi Arnþór Garðarsson og Jón Einar Jónsson

18

Brandönd—önd eða gæs? Jón Einar Jónsson

19

Háskólasetur Snæfellsness á Vísindavökum Una Kristín Pétursdóttir

20

Starfsemi Háskólaseturs Snæfellsness Jón Einar Jónsson

22

Útgefið/kynnt efni á vegum Háskólaseturs Snæfellsness frá stofnun (2006-2009) Jón Einar Jónsson tók saman

24

Page 5: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 5

Háskólasetur Snæfellsness tók til starfa vorið

2006. Setrið er rannsóknasetur Háskóla Íslands

með starfssvæðið Snæfellsnes og Breiðafjörð að

viðfangsefni og heyrir undir Stofnun Fræðasetra

Háskóla Íslands (HÍ). Rannsóknir á fuglum hafa

verið aðal viðfangsefnið hingað til. Rannsóknir á

æðarfugli hófust í ársbyrjun 2007 og hefur

æður verið í aðalhlutverki hjá okkur síðan.

Rannsóknir á kríu hófust um svipað leyti og er

nú eitt doktorsverkefni við setrið á þeim

vettvangi. Þá hefur verið fylgst með ungafjölda

hjá brandönd í Andakílsós.

Í þessu hefti er stiklað á stóru og sagt

stuttlega frá rannsóknum okkar, en einnig frá

þátttöku í W23 samstarfinu og Vísindavökum

2008-2010. Æðarfuglinn spilar stóran sess í

þessu riti, m.a. rekur Tómas Grétar Gunnarsson

upphaf þeirrar sögu hér í blaðinu. Tómas hefur

nú kvatt okkur og haldið heim á Suðurlandið.

Okkur er eftirsjá að öflugum liðsmanni, sem þó

verður áfram okkar samstarfsmaður.

Á liðnu ári bættust þrjár fuglategundir við

rannsóknir Háskólasetursins. Fyrst skal vikið að

skarfarannsóknum, sem Arnþór Garðarsson,

professor emeritus við HÍ stýrir. Skipulegar

talningar á álftum hófust í nóvember 2008 í

umsjón Unu Kristínar Pétursdóttur. BS verkefni

um ritu var unnið í sumar af Hákoni Ásgeirssyni

landverði í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og okkar

fólk mun áfram telja rituhreiður á Snæfellsnesi

næstu árin í samstarfi við Náttúrustofu

Vesturlands. Tvö doktorsverkefni eru unnin við

Setrið af Freydísi Vigfúsdóttur og Þórði Erni

“Dotta” Kristjánssyni.

Háskólasetrið fær fjármagn sitt frá Háskóla

Íslands, fjárveitingu gegnum Stykkishólmsbæ

og styrkfé úr opnum sjóðum. RANNÍS,

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins og Æðar-

ræktarfélag Íslands eru meðal þeirra sem hafa

styrkt okkur. Á fjórða tug æðarbænda hafa

vinsamlega veitt aðgang að tölum sínum um

fjölda hreiðra sem eru ómetanlegar til að skoða

æðarstofninn. Þá er það okkar lán að þekking

þeirra á æðarfugli hefur reynst okkur vel í

þekkingarleitinni. Vitur maður sagði eitt sinn að

hefðbundin þekking væri undirstaða allra

vísinda. Vísindin eru hins vegar aðferð til að

spyrja afmarkaðra spurninga og fá stundum góð

svör, eða það kennum við a.m.k. okkar

nemendum.

Þetta fyrsta fréttabréf okkar er hugsað til að

kynna starfsemi okkar og vekja athygli lesenda

á ítarefni á heimasíðu okkar: http://hs.hi.is.

Engu verður lofað um fjölda tölublaða í

framtíðinni og þá heldur ekkert svikið síðar

meir. Þó ætlum við að þetta fréttabréf verði

fastur liður í okkar starfi. Við höfum átt góðu

samstarfi að fagna, bæði við kollega okkar í

Stykkishólmi og Snæfellsbæ, sem og

áhugasama einstaklinga sem liðsinnt hafa á

ýmsan hátt. Við þökkum þeim sem hafa unnið

með okkur og fylgst með okkur. Ykkur tileinkum

við þetta fréttabréf. Njótið vel.

Stykkishólmi, 1. desember 2009

Jón Einar Jónsson, forstöðumaður

Háskóla Íslands - Háskólasetri Snæfellsness

Fylgt úr hlaði

Page 6: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 6

T ó m a s G .

G u n n a r s s o n

dýravistfræðingur,

hefur lokið starfi

sínu sem forstöðu-

maður Háskóla-

seturs Snæfells-

ness, en hann hafði

gengt starfinu frá

stofnun setursins árið 2006 fram til vormánaða

2009. Tómas starfar nú sem forstöðumaður

Háskólaseturs Suðurlands. Háskólasetur

Snæfellsness þakkar honum samstarfið í

gegnum tíðina um leið og við óskum honum

velfarnaðar í nýja starfinu á Suðurlandinu.

Jón Einar Jónsson

dý rav i s t f ræð ing -

ur, tók við forstöðu

Háskólaseturs Snæ-

fellsness af Tómasi

vorið 2009. Hann

hefur starfað við

Háskólasetrið að

rannsóknum á stofnvistfræði æðarfugls frá

febrúar 2007 og mun halda því starfi áfram. Jón

Einar hefur kennt dýrafræði og fuglafræði við HÍ

og LBHÍ. Hann hefur einnig komið að

rannsóknum Háskólasetursins á brandönd og

dílaskarfi.

Una Kristín Péturs-

dóttir lífeindafræð-

ingur, er verkefna-

stjóri Háskólaseturs

Snæfellsness. Hún sér

um heimasíðu háskóla-

setursins, gagnaöflun,

ýmsa skrifstofuvinnu

og krufningar á sjó-

drukknuðum fuglum. Þá sér Una Kristín um að

telja álftirnar á svæðinu frá Stykkishólmi til

Álftarfjarðar með reglulegu millibili.

Freydís Vigfúsdóttir líffræðingur, er doktors-

nemi við Háskólasetur Snæfellsness. Hún

rannsakar vistfræði sjófugla, einkum kríu. Það

sem af er árinu hefur Freydís hlotið styrk frá

Starfsfólk Háskólaseturs Snæfellsness Árið 2009

Á árinu 2009 var nóg að gera hjá okkur á Háskólasetri Snæfellsness. Þó nokkrar greinar

voru birtar og nemarnir okkar unnu hörðum höndum að rannsóknum sínum. Við tókum þátt

í Vísindavöku RANNÍS í Reykjavík 25. september, Líffræðiráðstefnunni 2009 og Vísindavöku

W23 hópsins í Ólafsvík 14. nóvember.

Hér er fjallað lítillega um það starfsfólk sem var hjá Háskólasetri Snæfellsness árið 2009.

Einnig voru ýmsir aðilar okkur innan handar á síðasta ári. Kunnum við öllum þeim sem lögðu

hönd á bagga bestu þakkir fyrir. Þeir sem vilja fylgjast nánar með okkur þá viljum við

benda á heimasíðu okkar http://hs.hi.is eða að gerast aðdáendur okkar á Facebook á

síðunni “Háskólasetur Snæfellsness”.

Page 7: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 7

Rannsóknarnámssjóði

til næstu þriggja ára

sem og Chevening

styrk frá breska sendi-

ráðinu. Chevening

styrkirnir eru fyrir

framúrskarandi unga

námsmenn sem eru

taldir verða framtíðar-

leiðtogar á sínu sviði.

Þó rður Ö rn

K r i s t j á n s s o n

Líffræðingur hófst

handa við vinnu

doktorsverkefnis

um varpvistfræði

og fæðuval æðar-

fugls í janúar, en

hann lauk master

um svipað efni frá HÍ 2008. Í sumar vann

Þórður að rannsóknum sínum á Rifi Snæfells-

nesi og í Hvallátrum Breiðafirði, ásamt því að

hefjast handa við að skoða magainnihald

sjódrukknaðra æðarfugla sem Háskólasetrið

hefur safnað.

Hákon Ásgeirs-

son var landvörður

í Þjóðgarðinum

Snæfel l s jök l i í

sumar ásamt því að

vinna B.S. verkefni

um vöktun ritu hjá

Háskólasetri Snæ-

fellsness. Verkefnið

er hluti af námi hans í náttúru- og umhverfis-

fræði við Landbúnaðarháskóla Íslands .

C h r i s t i n e

C h i c o i n e , e r

kanadískur B.Sc.

nemi í líffræði.

Christine starfaði við

setrið í maí og júní

2009 og tók þátt í

rannsóknarvinnu,

m.a. á æðarfugli og

kríu. Sumarið 2010 mun Christine starfa við

refarannsóknir á Bylot eyju í Kanada.

Christine kom sem hluti af nýhöfnu

rannsóknarsamstarfi Háskólasetursins við

Magella Guillemette, prófessor við Rimouski

Háskóla í Quebec, Kanada. Guillemette er einn

af fremstu sérfræðingum heims í atferli og

lífeðlisfræði æðarfugls og hefur áður rannsakað

tegundina í Danmörku og Norður-Ameríku.

Karen Jordan er

með B.Sc gráðu í

umhverfislíffræði frá

Háskólanum í Wales,

Aberystwyth, Bret-

landi. Karen aðstoð-

aði Freydísi við vett-

vangsrannsóknir á

kríunni í júní og júlí

2009.

Ferilsskrá og nánari upplýsingar um starfmenn

setursins má finna á heimasíðu okkar, undir

starfsfólk: http://hs.hi.is/page/hs_starsfolk

Una Kristín Pétursdóttir

Page 8: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 8

Saga æðarfuglarannsókna við Háskólasetur Snæfellsness. Gestapenni: Tómas Grétar Gunnarsson

Vorið 2006, þegar ég hafði nýhafið störf við

Háskólasetur Snæfellsness, átti ég sem oftar

spjall við félaga minn Jón Jakobsson úr Rifgirð-

ingum. Rifgirðingar eru eyjajörð við mynni

Hvammsfjarðar og gamalgróin hlunnindajörð.

Við Jón deilum áhuga á náttúru og nytjum

landsins og í þetta skiptið snérist umræðan um

æðarfuglinn. Kom þá upp úr krafsinu að

Rifgirðingabændur hefðu haldið skrár um varpið

áratugum saman og vakti það áhuga minn.

Nokkrum dögum seinna kom Jón við hjá mér og

hafði þá meðferðis skrár um fjölda æðarhreiðra

í Rifgirðingum sem náðu um 100 ár aftur í

tímann! Þar mátti meðal annars sjá hvernig

varpstofninn í Rifgirðingum hafði verið kýldur

niður um þriðjung frostaveturinn 1918 og hafði

ekki fyllilega rétt úr kútnum áratug seinna.

Slíkar gagnarunur eru ómetanlegar til að

sýna áhrif sjaldgæfra atburða á stofna. Æðar-

fuglinn er harðgerður og langlífur fugl en stofn-

breytingar slíkra tegunda eru jafnan hægar og

þá er þörfin á langtímagögnum því meiri ef

komast á til einhvers skilnings á stofnum. Þarna

voru upplýsingar um fuglastofn sem ómögulegt

var að afla með hefðbundnum rannsóknum en

yfirleitt er erfitt að fjármagna rannsóknir til fleiri

en þriggja ára í senn. Við þetta vaknaði áhugi á

að kanna hvort til væru hreiðurtölur úr fleiri

æðarvörpum.

Æðarfugl er verðugt viðfangsefni, nytja-

tegund frá fornu fari, einn stærsti fuglastofn

landsins og áberandi við strendur landsins. Sem

norræn tegund og staðfugl er hann ber-

skjaldaðri fyrir loftslagsbreytingum en margar

aðrar fuglategundir. Rannsóknir á æðarfugli

falla vel að markmiðum rannsóknasetra Háskóla

Íslands. Þær hafa fræðilegt gildi og snúast

einnig um viðfangsefni sem standa ýmsum á

landsbyggðinni nær. Í tilfelli Háskólaseturs

Snæfellsness átti æðarfuglinn sérlega vel við

þar sem hjarta stofnsins slær um vestanvert

landið.

Ég fékk til liðs starfsbróður minn Jón Einar

Jónsson sem tók að sér rekstur verkefnisins og

við lögðum línurnar fyrir áframhaldandi

rannsóknir. Við fengum svo með okkur þrjá

margreynda náttúrufræðinga til viðbótar,

Arnþór Garðarsson við Háskóla Íslands, Jennifer

A. Gill frá háskólanum í Austur Anglíu í Bretlandi

og Ævar Petersen frá Náttúrufræðistofnun

Íslands. Þegar við byrjuðum, vissum við ekki að

Náttúrufræðistofnun Íslands hafði gert hlið-

stæða tilraun til að safna saman gögnum um

æðarfugl tveimur áratugum áður. Þar var til

nokkuð af gögnum sem ekki hafði verið full-

unnið úr, sem jafnframt gáfu upplýsingar um til

hverra mætti helst leita.

Við gagnaöflun kom í ljós að margir æðar-

bændur höfðu haldið samviskusamlega skrár

yfir vörp sín. Fæstar skrárnar náðu reyndar jafn

langt aftur í tímann og sú úr Rifgirðingum, en

ýmsar náðu yfir áratugi. Jafnvel þær sem

aðeins voru yfir nokkur ár komu að gagni við að

greina eðli og ástæður fyrir stofnbreytingum

æðarfugla. Flestir æðarbændur tóku erindi

okkar afskaplega vel og sýndu áhuga á að

æðarstofninn yrði kannaður betur. Æðarbændur

Page 9: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 9

eru flestir hverjir reynslumiklir hvað varðar

æðarrækt og umgengni við æðarfuglinn. Hafa

ráðleggingar þeirra um ýmsa nærtæka þætti í

vistfræði æðarvarpa reynst okkur ómetanlegar

til þess að túlka rannsóknaniðurstöður.

Gagnaöflun gekk hægt í fyrstu, enda tók

bæði talsverðan tíma að hafa samband við

æðarbændur og fyrir þá að taka saman tölur úr

vörpum sínum. Þegar leið á verkefnið slóst

Breiðfirðingurinn Una Kristín Pétursdóttir í

hópinn og þá fóru hlutirnir að ganga hraðar, en

hún hafði ýmis úrræði sem okkur hinum voru

ekki tiltæk. Gagnaöflun stendur enn yfir. Góð

mynd er komin af vestanverðu landinu, en enn

þyrfti að bæta við upplýsingum um vörp á

Norðurlandi og Austurlandi. Í stuttu máli hafa

rannsóknirnar gengið afar vel, eins og sjá má í

yfirliti eftir Jón Einar og Unu Kristínu hér annars

staðar í blaðinu.

Styrkir til rannsóknanna fengust frá Rannís,

Æðarræktarfélagi Íslands og Framleiðnisjóði

Landbúnaðarins. Yfirlit um stofna æðaranda

(æðarfugl og skyldar tegundir) var birt í

Náttúrufræðingnum og má finna greinina á vef

Háskólaseturs Snæfellsness (undir ritverk). Þá

voru greindar stofnsveiflur æðarfugls úr völdum

vörpum, þaðan sem einnig voru til upplýsingar

um fjölda eggja og komutíma í vörp. Sú grein

var birt í tímaritinu Climate Research árið 2009.

Tengil á útdrátt úr greininni má finna á síðu

Háskólasetursins og greinina í fullri lengd má

nálgast hjá Jóni Einari ([email protected]). Þá er

langt komin greining á fjöldabreytingum í þeim

vörpum sem ná yfir nokkurra áratuga tímabil.

Sú grein mun væntanlega birtast á þessu ári. Í

þeim áfanga verkefnisins hefur komið í ljós að

talsverð fylgni er milli fjölda hreiðra að vori og

sumarveðurs þremur árum áður. Ekki er ólíklegt

að það tengist lífslíkum æðarunga og stærð

þess árgangs sem skilar sér í varp þremur árum

seinna. Þetta þarf þó að kanna betur áður en

hægt er að fullyrða nokkuð. Fjöldi fyrirlestra

hefur verið haldinn um rannsóknirnar bæði á

Íslandi og erlendis og hafa þeir hlotið góðar

viðtökur. Samantektir um niðurstöður

verkefnisins munu verða kynntar þegar það

verður lengra komið, en benda má á fréttir á

heimasíðu Háskólaseturs Snæfellsness

(hs.hi.is).

Fljótlega varð ljóst að til að skilja betur

stofnstærðarbreytingar æðarfugls, og þar með

búa til tól til að spá betur fyrir um framvindu

varpa og styðja við nytjar, var nauðsynlegt að

afla frekari gagna um lífshætti æðarfugls.

Einkum er mikilvægt að skilja betur tengsl

fæðuframboðs við lífslíkur unga og vetrar-

afkomu fullvaxinna fugla. Því var bætt við

verkefnum um æðarfugl. Vöktun á afkomu

æðarunga á Breiðafirði hófst sumarið 2007 að

frumkvæði Jóns Einars. Vonlegt er að í náinni

framtíð megi nota þær mælingar til að skilja

betur afkomu æðarunga að sumri. Doktors-

neminn Þórður Örn Kristjánsson hóf störf

sumarið 2009, en hann segir frá rannsóknum

sínum annars staðar í blaðinu. Þórður Örn

vinnur náið með Smára Lúðvíkssyni á Rifi, en

Smári hefur byggt upp æðarvarp frá grunni með

góðum árangri. Þá hefur æðarfuglum sem

drukkna í grásleppunetum verið safnað í

Stykkishólmi frá 2007. Þeir fuglar gefa

vísbendingar um fæðuval og ástand æðarfugla

frá vori og fram eftir sumri. Sumarið 2009 hófst

samstarf Háskólaseturs Snæfellsness um

æðarfuglarannsóknir við háskólann í Rimouski í

Quebec í Kanada, en þar fara fram viðamiklar

rannsóknir á æðarfugli. Í bígerð er að setja af

stað vöktunarverkefni á æðarfugli í samstarfi

við æðarbændur með reglulegum talningum á

fjölda æðarfugla. Slíkt samstarf mun vonandi

auka skilning á æðarfugli enn frekar og gefa

Page 10: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 10

Af hverju ferskvatnstjarnir fyrir sjófuglinn æðarfugl? - saltkirtlar andfugla

Í íslenskum æðarvörpum við sjávarsíðuna er

algengt að menn hafi fyrir því að gera

ferskvatnstjarnir fyrir æðarkollurnar. Þær þurfa

vissulega að drekka á álegu og það hefur sýnt

sig í rannsóknum að kollurnar fara af hreiðrinu

til þess að m.a. fá sér vatnssopa. En eru fleiri

ástæður fyrir þessari ferskvatnsþörf?

Sjófuglar búa við það vandamál að þurfa að

losa umfram salt úr líkamanum. Margir

sjófuglar (m.a. fýll og sæsvölur) eru því búnir

stórum saltkirtlum framarlega í höfðinu, rétt við

nefrótina.

Endur eru í hugum flestra ferskvatnsfuglar.

Þetta er þó ekki alls kostar rétt því margar

andategundir eru við sjávarsíðuna að vetrarlagi,

t.d. stokkönd, toppönd og hávella. Æðarfugl

gengur síðan anda lengst og lifir á og við sjó

árið um kring. Engu að síður eru endur

upprunnar í ferskvatnsbúsvæðum og því mætti

ætla að þeim væri e.t.v. hætt við erfiðleikum

við saltlosun. Það þarf þó ekki að vera, t.d. á

Grænlandi eru stokkendur bundnar við sjó árið

um kring og sýnt hefur verið fram á að

grænlenskar stokkendur hafa mun stærri

saltkirtla en stokkendur í Vestur-Evrópu.

En þó fullorðnar endur ráði við saltvatn gildir

það ekki endilega um ungana þegar þeir eru

nýskriðnir úr eggi. Nýverið gerði kanadíski

líffræðingurinn Jean-Michel Devink (Auk, 2006)

tilraun. Hann tók nýskriðna æðarunga og ól þá

á misjafnlegu söltu vatni, þ.e. sjó, nokkuð söltu

vatni og svo algeru ferskvatni. Æðarungarnir á

ferskvatninu lifðu allir, en mismikill hluti unga á

söltu tjörnunum drápust. Niðurstöðurnar voru

skýrðar á þann hátt að saltkirtill andarunga er

ekki fullvirkur fyrr en ungarnir verða 3-6 daga

gamlir og því er betra fyrir þá að vera á

ferskvatni fyrstu dagana.

Jón Einar Jónsson

mikilvægar upplýsingar um stofnbreytingar

tegundarinnar og bæta nytjar. Hafa ber í huga

að góðir hlutir gerast hægt og tíma tekur að

byggja upp þekkingu að því marki að hana megi

nota í hagnýtum tilgangi. Sér í lagi á það við

um langlíf dýr eins og æðarfugl þar sem þættir

sem ráða fjölda hreiðra í vörpum (og þar með

dúntekju) gerast yfirleitt hægt.

Ég kvaddi Háskólasetur Snæfellsness vorið

2009 með söknuði og tók við hliðstæðu starfi á

Suðurlandi. Gott er að vita til þess að æðar-

fuglarannsóknirnar, flaggskip Háskólaseturs

Snæfellsness, eru í góðum höndum. Ég vonast

til að geta kíkt yfir öxlina á félögum mínum fyrir

vestan næstu árin og óska þeim og æðar-

bændum alls hins besta hvað varðar rannsóknir

og aðhlynningu á þeim merkilega fugli sem

æðarfuglinn er.

Tómas Grétar Gunnarsson

Page 11: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 11

Háskólasetur Snæfellsness hóf talningar á

æðarungum við Breiðafjörð árið 2007 (sjá á:

http://hs.hi.is). Talningin er framkvæmd árlega

til að meta breytileika í ungaframleiðslu. Talið

er tvisvar, í fyrri talningunni (milli 20. og 25.

júní) er einkum metið hvernig kollunum gengur

að leiða út það árið. Síðari talningin (milli 20.

og 30. júlí) fer fram þegar ungarnir eru flestir

orðnir meira en 2-3 vikna gamlir og mestu

afföllin því afstaðin. Í síðari talningunni 2009

sáust 690 kollur með 347 unga, sem samsvarar

rétt rúmlega hálfum unga á kollu.

Sambærilegar tölur frá 2007 og 2008 voru 1,4

ungar á kollu 2007 og 1,04 ungar 2008. Fjöldi

kollna í talningu getur þó skekkt þessa tölu, t.d.

sáust flestar ungalausar kollur 2009 og gæti

það stafað af því að ókynþroska kollur (yngri en

2-3 ára) væru margar það ár – en ungar voru

einmitt flestir tveimur árum fyrr, 2007.

Tölfræðilegur samanburður milli ára verður ekki

marktækur fyrr en að nokkrum árum liðnum.

Notagildi kynjahlutfalla æðarfugls – fréttir

frá Finnlandi.

Vöktun þessari verður fram haldið næstu

árin. Þá hefur verið rætt um að telja fullorðna

fugla að vetri til, til að fá hlutföll ársgamalla

karlfugla (veturliða) en einnig kynjahlutfall

æðarfugla. Nýlega birtu finnskir vísindamenn

(Lehikoinen o. fl. 2008, Wildlife Biology) tölur

sem sýna fækkun æðarfugla í Eystrasalti. Á

sama tíma jókst hlutfall karlfugla í stofninum.

Óttast höfundarnir að kvenfuglarnir deyji af

völdum sýkinga eða annarra kvilla sem leggjast

frekar á kvenfuglinn.

Finnska rannsóknin sýnir gildi reglulegra

talninga fyrir æðarfugl. Hægt er að nota

kynjahlutföll sem vísitölu á heilsufar íslenska

æðarstofnsins. Ef kynjahlutfall æðurs væri

skráð yrðu menn þess áskynja ef eitthvað færi

úrskeiðis með samsetningu æðarhópanna vegna

sýkinga eða annarra áfalla. Hérlendis eru

æðarfuglar taldir í jólatalningum Nátturufræði-

stofnunnar, en fátítt er að menn taki úrtök sem

sýna kynjahlutföll. Við slíka iðju þyrfti ekki að

telja alla einstaklinga í 1000 fugla hópi, heldur

myndi nægja að taka slembiúrtök upp á 50-200

fugla á hverjum stað.

Jón Einar Jónsson

Vöktun æðarstofnsins í Breiðafirði

Talningasvæði við ungatalningu Háskólaseturs Snæfells-ness. Rauð lína sýnir leiðina sem er farin sumar hvert. Notast er við Ferjuna Baldur til að fara yfir Breiðafjörð og talið í Flatey á meðan ferjan stoppar þar.

Faxaflói

Breiðafjörður

Veturliði (ársgamall karlfugl) er auðþekkjanlegur frá kven-fuglum og fullorðnum karlfuglum. Mynd: Daníel Bergmann.

Page 12: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 12

Verkefnið er doktorsverkefni Freydísar

Vigfúsdóttur, en jafnframt samstarfsverkefni

University of East Anglia, Náttúrufræðistofnunar

Íslands og Háskólaseturs Snæfellsness.

Loftslagsbreytingar hafa nú þegar haft

merkjanleg áhrif á vistkerfi norðurhjarans og

eru mörg dæmi um lífverur sem hafa orðið fyrir

áhrifum af þeirra völdum. Einkum hefur verið

áberandi lélegur varpárangur og fækkun

varppara í mörgum sjófuglastofnum. Vegna

stöðu sinnar ofarlega í fæðukeðjunni endur-

speglar ástand sjófuglastofna breytingar á lægri

fæðuþrepum sjávar og gefur því upplýsingar um

ástand vistkerfis sjávar.

Krían Sterna paradisaea er einn þeirra

sjófugla sem er sérstaklega viðkvæm fyrir

umhverfisbreytingum. Krían er sjófugl af þernu-

ætt og verpur á norðlægum breiddargráðum allt

í kring um norðurheimsskautið. Krían er

útbreidd um allt Ísland, einkum með ströndum í

misstórum vörpum. Áætlað er að um 250.000 –

500.000 varppör verpi á Íslandi sem er um 20-

30% af heimsstofni tegundarinnar.

Að loknu varpi á norðurhveli heldur krían til

Suðurskautsins. Farflug kríunnar er eitt lengsta

far sem þekkist meðal dýra, vegalengd sem er

u.þ.b. sú sama og umhverfis jörðina. Krían er

langlífur fugl líkt og flestir sjófuglar en elsta

endurheimta á Bretlandi var tæplega þrítug

kría.

Vegna langrar farleiðar póla á milli gefst

kríunni stuttur tími til varps. Eina varptilraun

kríunnar þarf að falla að hámarks fæðuframboði

til að viðunandi varpárangur náist. Líklegt er að

bæði staðbundnir og landshlutabundnir

umhverfisþættir stjórni fæðuframboði og

afkomu hennar. Með því að kanna lýðfræði kría

á varptíma og bera saman við sjó- og landræna

umhverfisþætti má meta áhrif umhverfis á

stofna á landfræðilegum skala.

Lýðfræðilegar takmarkanir í norrænum sjófuglastofnum

Kría Sterna paradisaea

Kría á flugi. Farflug kríunnar er eitt lengsta far sem þekkist meðal dýra.

Ferydís með kríuunga við rannsóknir sumarið 2009

Kría Sterna paradisaea

Nóvember 2009

Varpútbreiðsla kríu á Íslandi skv. 10x10 km reitakerfi. Birt með leyfi Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Náttúrufræðistofnun Íslands

Page 13: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 13

Markmið verkefnisins er að meta áhrif

breytilegs umhverfis á lýðfræði kríunnar á

landfræðilegum skala. Til þessa verður því að

meta áhrif breytilegs umhverfis á lýðfræði

kríunnar á þrem landfræðilegum skölum:

(1) nákvæm úttekt á áhrifaþáttum er stjórna

varpárangri á Snæfellsnesi,

(2) söfnun sögulegra upplýsinga um vörp og

varpstærðir á Vesturlandi,

(3) breytileiki í stærð varpa, varptíma og

varpárangri á völdum stöðum á landinu

öllu.

Gildi rannsóknarinnar

Íslenska hafsvæðið er mikilvægt lífkerfi í

efnahagslegu og líffræðilegu samhengi á

alþjóðlegum mælikvarða. Það hýsir vistkerfi

sem heldur uppi fjölda tegunda og miklum

lífmassa. Skilningur á hinu flókna og

margbreytilega vistkerfi hafsins hefur því mikið

vægi fyrir stjórnvöld, almenning og

vísindamenn. Skilningur á þeim þáttum sem

ákvarða viðbrögð tegunda við umhverfis-

breytingum getur verið lykillinn að því að geta

sagt til um afleiðingarnar. Þar með má ákveða

viðbrögð í samhengi við umgengni við

náttúruna og skynsamlega nýtingu verðmæta.

Ákveðnar tegundir geta nýst sem vísitegundir

og gefið upplýsingar um ástand umhverfisins

sem annars getur verið tímafrekt og

kostnaðarsamt að afla. Sjófuglar eru ein þeirra

tegunda sem eru góðar vísitegundir en þeir lifa

efst í fæðukeðjunni og því geta lýðfræðilegar

breytingar í stofnum þeirra gefið upplýsingar

um hvernig ástandið er neðar í fæðuþrepum

hafsins. Krían er einkar góður metill á

umhverfið því einkum vegna farflugs póla á milli

eru hennar lífshættir enn takmarkaðri en flestra

sjófugla. Ekki þarf mikið út af bera í hennar

umhverfi til að það sjáist fljótt í hennar

lýðfræði, einkum varpárangri og ástandi varps.

Í þessari rannsókn verður því miðað að því að

kanna áhrif breytilegs umhverfis á varp kríanna

og verður sérstök áhersla lögð á fæðu og tengsl

við hafsvæðið.

Verkefni þetta er ekki einungis mikilvægt

vegna þeirra upplýsinga sem tíundaðar eru hér

að ofan og lúta að rannsóknum um ástand

hafsvæðis Íslands. Upplýsingarnar sem aflað

verður munu verða fyrsta ýtarlega heildarúttekt

á kríum á Íslandi og varpi þeirra. Þær

upplýsingar eru mikilvægar á alþjóðlegan

mælikvarða þar sem gróflega áætlað er að

hérlendis verpi um 250.000 – 500.000 pör kría

sem jafngildir um 20-30% af heimstofni kría.

Ísland gegnir því alþjóðlegu mikilvægi sem

búsvæði þessarar tegundar sem og alþjóðlegum

skyldum til að vakta og vernda þennan

mikilvæga stofn. Þeim skyldum hefur ekki verið

sinnt sem skildi til þessa. Niðurstöðunar munu

því bæði auka þekkingu á lítt rannsakaðri

tegund hérlendis, kríunni, og nýtast víðum hópi

vísindamanna og stjórnvalda er vinna að málum

um nýtingu og verndun hafsvæða Íslands.

Freydís Vigfúsdóttir

Rannsóknarsvæðið á Snæfellsnesi.

Ekki má mikið út af bera í umhverfi kríunnar til að það sjáist fljótt í varpárangri og ástandi varps

Page 14: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 14

Í vorbyrjun 2009 hófust æðarrannsóknir Þórðar

Arnar Kristjánssonar doktorsnema við H.Í.

Þórður Örn er ekki óvanur æðarrannsóknum en

hann varði meistararannsókn sína, “Áhrif

dúntekju á hita í hreiðri, hegðun og varpár-

angurs æðarfugls”, við Háskóla Íslands í maí

2008 og má segja að sú rannsókn hafi verið

inngangspunkturinn að frekari æðarrannsóknum

hans.

Rannsóknir Þórðar við Háskólasetur Snæfells-

ness eru í tveimur ólíkum æðarvörpum við

Breiðafjörð, í Hvallátrum og á Rifi.

Æðarvarpið í Hvallátrum er nokkuð einkenn-

andi fyrir norðanverðan Breiðafjörð, þar sem

skiptast á lágar melgresis- og graseyjar og þétt-

leikinn um 38-235 hreiður á hektara. Í

Hvallátrum var farið af stað með athugun á at-

ferli og varpárangri snemm- og síðorpinna

æðarkollna með hliðsjón af hitastigi í hreiðrum.

Í æðarvarpi hjá Smára Lúðvíkssyni á Rifi, var

atferli varpfuglanna, hitastig í hreiðri og áhrif

dúntekju á æðarkollurnar athuguð. Varpið á Rifi

er í manngerðum hólmum og er eitt það

þéttasta sem vitað er um, 1,7 hreiður á hvern

fermetra.

Við gagnasöfnun í Hvallátrum var aðallega

stuðst við lausa hitasírita í æðarhreiðrunum til

vöktunar á varpárangri og hitasveiflum í

hreiðrum, en góð reynsla er af notkun þess

konar sírita frá meistararannsókn Þórðar

Arnars. Hitasíritarnir gefa upp nákvæmar hita-

sveiflur yfir álegutímann sem hægt er að nota

til að áætla hversu títt kolla fer af hreiðri,

hversu lengi hún er burtu í einu, hversu oft hún

snýr eggjunum á sólarhring og hvenær hún

ungar út og yfirgefur hreiðrið.

Rannsóknir á varpvistfræði og fæðuvali æðarfugls

Þórður Örn Kristjánsson, Óðinn Þórðarson, Christine Chicoine og Fróði Þórðarson við vinnu í æðarvarpinu á Rifi.

Æðarvarp Smára Lúðvíkssonar á Rifi. Varpið er í manngerðum hólmum og er eitt það þéttasta sem vitað er um.

Óðinn og Fróði Þórðarsynir við innan við dagsgamla æðarunga í æðarvarpinu á Rifi

Page 15: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 15

Á Rifi voru annars konar hitasíritar nýttir til

atferlis- og hitarannsókna, en þeir eru í formi

gervieggja sem festir eru í hreiðurskálar

varpfuglanna. Varpkollur á Rifi voru einnig

snaraðar á hreiðri, merktar og vigtaðar. Til

athugunar á áhrifum dúntekju á fuglana voru

kollur vigtaðar á hreiðri fljótlega eftir

álegubyrjun og hreiðurefni fjarlægt, hey sett í

staðinn og kollurnar svo vigtaðar aftur við ábrot

eggja. Þyngdartap fuglanna yfir álegutímann á

heyi er síðan borið saman við þyngdartap

sambærilegra varpkollna sem héldu sínum dún

yfir álegutímabilið.

Í ágúst hófst úrvinnsla úr magasýnum úr

krufningum á netadrukknuðum æðarkollum af

Breiðarfjarðarsvæðinu ásamt því að haldið var

áfram að kryfja þá fugla sem söfnuðust sumarið

2009. Í þessarri rannsókn verður fæðuval

fuglanna sérstaklega tekið fyrir á 3 ára tímabili.

Netadauðum æðarfuglum hefur verið safnað í

Breiðafirði síðan árið 2007. Þessir fuglar eru

vigtaðir, stærðarmældir og loks krufðir. Fiður,

vöðva- og lifrarsýnum er haldið til haga til

framtíðarrannsókna og meltingarvegur fuglanna

skoðaður nánar. Magainnihald er rannsakað þar

sem leitast er við að svara þeirri spurningu

hvort fæðusamsetning æðarfuglanna sé að

breytast með breyttu lífríki samfara hækkun

sjávarhita og aukinnar bátaumferðar um

fjörðinn. Æðarfugl er nokkurs konar topprándýr

í fæðukeðju sjávar og mikill tækifærissinni í

fæðuvali. Því getur breyting í fæðusamsetningu

sagt okkur til um breytingar neðar í

fæðukeðjunni. Söfnun og krufning netadauðra

æðarfugla mun halda áfram næstu árin.

Næstu sumur mun gagnasöfnun verða með

svipuðu sniði og s.l. sumar, en lögð mun meiri

áhersla á þyngdarbreytingar varpkollna á Rifi

sumarið 2010 en í ár. Áhugavert væri að skoða

hvort æðarkollur á Rifi steli dúni frá nágrönnum

sínum þegar dúntekja hefur átt sér stað, en

ákveðnar vísbendingar voru þess eðlis s.l.

sumar. Æðarkollur virtust einnig eiga það til að

leggjast á óvarin hreiður í námunda við sitt

eigið þegar eigandinn brá sér af sem áhugavert

væri að sannreyna með atferlisrannsóknum.

Þórður Örn Kristjánsson

Hitasíriti í æðarvarpinu á Rifi. Tómas (t.v.) og Jón Einar (t.h.) kryfja æðarkollu sem drukknað hafði í grásleppunetum.

Page 16: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 16

Álft (Cygnus cygnus) er stærsti varpfuglinn á

Íslandi. Vísbendingar eru um að álftum hafi

fjölgað hérlendis og hefur það m.a. leitt til

kvartana um skemmdir á túnum. Stofnstærð

hefur verið metin nokkrum sinnum hérlendis og

hefur hún verið á bilinu 17-26 þúsund fuglar sl.

tvo áratugi.

Fellistaðir eru álftum mikilvægir og er einn

slíkur í Álftafirði í Helgafellssveit, auk þess sem

álftapör verpa á Snæfellsnesi. Ákveðið var að

telja reglulega álftirnar sem nýta svæðið frá

Stykkishólmi að Álftafirði til að kanna þýðingu

svæðisins fyrir stofninn og árstíðabreytileika í

honum. Mikið hefur verið rætt um að álftum

hafi fjölgað síðustu ár, en rannsóknir hefur

skort fyrir mörg svæði á landinu, þ.á.m.

Álftafjörð.

Þann 6. nóvember 2008 hóf Háskólasetur

Snæfellsness talningu á álftum á helstu fjörðum

og vogum milli Stykkishólms og Álftafjarðar.

Síðan hefur verið talið á u.þ.b. 2ja vikna fresti.

Í fyrstu talningunni sáust 179 álftir, þar af 26

ungar. Meirihluti af sumarfuglunum voru þá

farnir. Yfir veturinn og fram á vorið (frá 21.

nóvember 2008 til 3. júní 2009) var meðalfjöldi

álfta í talningu um 43 fuglar. Um miðjan júní

jókst fjöldinn skyndilega upp í rúmlega 350

fugla. Fjöldi fugla varð mestur 2020 fuglar þann

17. ágúst 2009. Það sem er áhugavert við sum-

arið 2009 er að nánast engir ungar sáust frá 7.

apríl fram til 30 september, en þá voru um 60,

eða 10% af fjölda taldra fugla ungar. Spennandi

verður að sjá hvort það verður samræmi á milli

haustsins og vetursins 2008 og 2009.

Þar sem einungis hefur verið talið í rúmlega

eitt ár er ekki hægt að draga neinar marktækar

ályktanir enn sem komið er. En fyrstu tölur

benda til þess að Álftafjörður sé fyrst og fremst

fellistaður, nýttur af fullorðnum álftum sem ekki

eru byrjaðar að verpa eða varp hefur misfarist

hjá snemma á varptíma.

Una Kristín Pétursdóttir

Umferð álfta um svæðið frá Stykkishólmi að Álftafirði í Helgafellssveit, Snæfellsnesi

Álftatalningasvæðið frá Stykkishólmi að Álftafirði

Álft á flugi yfir Álftafirði. Mynd: Daníel Bergmann.

Línurit yfir heildarfjölda taldra álfta frá Stykkishólmi til Álftafjarðar frá upphafi talninga Háskóaseturs Snæfellsness

0

500

1000

1500

2000

6.nóv.0

8

8.des.0

8

8.jan.0

9

5.feb.0

9

9.mar.0

9

7.apr.0

9

9.maí.0

9

3.jún.0

9

7.júl.0

9

17.ágú.0

9

30.sep.0

9

11.nóv.0

9

12.des.

09

11.jan.1

0

Fjöldi fugla

Taldar álftir frá Stykkishólmi að Álftafirði Frá 6. nóv. 2008 til 11. jan 2010.

Page 17: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 17

Gagnasöfnun hefur gengið stórvel og höfum við

hreiðurtölur frá 35 vörpum þegar þetta er

skrifað. Má þakka það góðum viðtökum

æðarbænda, sem og dugnaði starfsmanns

okkar Unu Kristínar Pétursdóttur.

Misjafnt er hversu langar seríurnar eru. Það á

sér hinar eðlilegustu skýringar, einkum í því

hvenær ábúendur sem telja tóku við varp-

jörðinni. Lengsta talningaserían byrjar stuttu

eftir aldamótin 1900. Nokkrar hefjast á árunum

1970-1980 en á þeim tíma virðist ansi öflug

kynslóð æðarbænda birtast – skipulagðir

“talningasinnar” koma fram. Margar talninga-

seríur hefjast eftir 2000, oftast frá aðilum sem

eru tiltölulega nýteknir við jörðunum. Nokkuð

misjafnt er milli varpa hvernig fjöldi æðarkollna

hefur þróast frá aldamótum.

Af þeim 35 seríum sem komnar eru í hús eru

30 frá svæðinu frá Reykjanesi að Ísafirði, þ.e. á

vestanverðu landinu. Þetta kemur til vegna þess

að mestur þunginn í upplýsingaöfluninni hefur

hingað til verið á okkar heimasvæði og smám

saman færst utar. Nágrannaáhrifin geta einnig

auðveldað þessa vinnu töluvert þar sem maður

þekkir mann sem bendir á mann o.s.frv..

Takmarkið er að fá upplýsingar um öll talin vörp

á landinu og geta þannig fengið heildarmyndina

yfir landið allt.

Segja má að verkefnið telji æðarfugl aftur í

tímann. Markmið okkar er að halda þræðinum

næstu ár. Við rannsökum nú áhrif veðurfars en

jörðin virðist bara halda áfram að hlýna, því

gætu orðið atburðir á næstu árum sem leiða

aðeins til þekkingar sé haldið áfram að fylgjast

með þróun æðarvarpa. Þarna er líka horft til

framtíðar og að hugmyndum um vöktun æðar-

stofnsins þar sem árlegar hreiðurtölur væru

nýttar ásamt talningum. Einnig er hægt að

greina hvort fjöldi hreiðra hafi breyst frá

aldamótum sem hefur talsvert upplýsingargildi.

Auk þess væri æskilegt að vakta fæðu

æðarfugls samfara þessari vöktun á fjölda

fuglanna sjálfra.

Rannsókir á áhrifum loftslags á æðarfugl

munu halda áfram og hvetjum við alla sem geta

lagt verkefninu lið í formi upplýsinga eða gagna

að hafa samband við Jón Einar ([email protected],

skrifstofusími 433-8115) eða Unu Kristínu

([email protected], skrifstofusími 433-8117).

Jón Einar Jónsson

Una Kristín Pétursdóttir

Áhrif loftslags á æðarfugl -stutt um verkefnið og framvindu þess

Skífuritið sýnir skiptingu á svörum sem komin eru í hús. Þess fyrir utan eru æðarbændur sem búið er að ræða við en ekki eru gögn eða svör komin í hús, sem og þeir bændur sem við höfum ekki enn náð sambandi við.

Skipting svara sem eru komin í hús

Gefa ekki

upp tölur

4%

Svara, ekki

með tölur

24%

Svara, gefa

tölur

72%

n = 49

Page 18: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 18

Talningar á dílaskarfi

Dílaskarfur er útbreidd tegund. Hann lifir frá

ströndum Norður-Ameríku austur til Japan, í

allri Afríku og finnst í Eyjaálfu. Dílaskarfsbyggðir

á Faxaflóa og Breiðafirði eru flestar á litlum

skerjum eða hólmum, oft á stöðum utan við

alfaraleið. Val á varpstað er sennilega háð

truflun frá mönnum og fæðuframboði. Hreiðrið

er hrúga úr grófu efni, oft þönglum og fóðrað

sinu.

Dílaskarfar verpa í byggðum í rúmlega 70

eyjum og skerjum vestanlands, en nota þó

aðeins 40-50 þessara staða ár hvert. Nokkur

tilfærsla virðist eiga sér stað milli ára og sker

eru byggð og yfirgefin á víxl – hér virðist truflun

og umgangur manna við hefðbundin störf skipta

talsvert miklu máli. Frá árinu 1994 hefur Arnþór

Garðarsson talið dílaskarfshreiður úr lofti, bæði

í Faxaflóa og Breiðafirði. Í maí 2009 kom

Háskólasetur Snæfellsnes inn í verkefnið og fór

þá í sína fyrstu skarfatalningu.

Verkið er sem fyrr í umsjón Arnþórs og Úlfars

Henningssonar flugmanns. Í þessari ferð var

Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Háskólasturs

Snæfellsness með í för. Flogið var á Cessna

Skymaster vél Úlfars, TF-BMX. Hvert flug tekur

um 4-6 klst. og er flogið yfir norðanverðan

Faxaflóa og Breiðafjörð. Teknar eru myndir af

skarfaskerjum og talið af þeim í rannsóknar-

stofu.

Farið var í blíðskaparveðri um Faxaflóa og

Breiðafjörð. Nokkuð vindasamt var þennan dag

og því hristingur í Hvammsfirði og Gilsfirði, sem

kom þó ekki að sök. Að þessu sinni sáust 4867

dílaskarfshreiður, sem er metfjöldi frá upphafi

talninga. Jafnframt er þetta 17.8% aukning frá

2007, en það ár varð reyndar nokkur fækkun.

Skarfaverkefnið felur einnig í sér talningar af

landi í september og febrúar, en þá eru hlutföll

ungfugla í stofninum talinn. Greina má fugla á

fyrsta ári, þeir eru brúnleitir að ofan en hvítir að

neðan. Eldri fuglar eru alsvartir með bláan glans

en axlaþökur eru brúnleitar. Á varptíma verða

andlit kynþroska fugla hvít og þeir fá hvítar

þráðlaga skrautfjaðrir í janúar sem hverfa í maí-

júní. Auk þess eru kynþroska fuglar með

fjaðurtopp í hnakka, sem getur leitt til ruglings

við toppskarf.

Dílaskarfur athafnar sig mest á grunnsævi.

Ásamt talningum á æðarfugli gefa talningar á

þessari tegund því sterkar vísbendingar um

ástand grunnsævisins á Vesturlandi. Báðar

tegundirnar eru ofarlega í fæðukeðjum og því

mætti vænta breytinga á afdrifum þeirra ef ekki

væri allt með felldu á hafsbotni.

Arnþór Garðarsson

Jón Einar Jónsson

Mynd við titil: Daníel Bergmann.

Loftmynd af dílarskarfi á Kirkjuskeri austur af Skáleyjum á Breiðarfirði. Myndin sýnir svart á hvítu hvernig hægt er að telja dílaskarfana. Hvíti liturinn á skerinu er vegna fugladritsins og svörtu dílarnir eru fuglarnir.

Page 19: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 19

Ísland er andrík eyja. Hér verpa 20 tegundir

andfugla og nokkrar til viðbótar fara hér um eða

sjást stopult. Íslenskum andfuglum má skipta

gróft í gæsir og endur, og svo eru svanirnir

þarna líka. Hjá gæsum og svönum eru kynin

eins, báðir foreldrar sinna ungauppeldi þar til

afkvæmin verða 1 árs. Meðal anda yfirgefa

steggirnir hins vegar kollurnar þegar þær

leggjast á hreiður, þeir koma ekkert að unga-

uppeldi og sýna hinu kyninu engan áhuga aftur

fyrr en tekið er að hausta. Andamæðurnar

kveðja unga sína þegar þeir eru 3-7 vikna

gamlir. Fjölskyldubönd eru því sterk meðal

gæsa og svana en fremur losaraleg meðal anda.

Árið 1992 hóf varp á Íslandi fugl af andaætt,

sem ber einkenni bæði gæsa og anda. Enda er

brandönd (Tadorna tadorna) hvorki gæs

(Anserini) eða önd (Anatini), hún tilheyrir hóp

sem heitir Tadornini. Fuglinn gengur uppréttur

svipað og gæsir en er skrautleg að lit líkt og

andasteggir – nema að hér eru bæði kynin hvít

með dökkgrænan haus og fagurrauðan gogg.

Brandönd fer svo bil beggja í fjölskyldumálum:

parið heldur saman allt árið líkt og gæsir og

svanir, en foreldrarnir yfirgefa ungana þegar

þeir eru nokkurra vikna, líkt og endurnar gera.

Nafngiftir hafa líka dregist inn í þetta, gamalt

heiti á brandönd er einmitt gásendur (eða gæs-

endur), og er það heiti reyndar notað yfir

undirættina í dag.

Brandönd hefur náð fótfestu á Íslandi og

stofnstærð er á bilinu 500-1000 fuglar þegar

þetta er ritað. Háskólasetrið hefur fylgst með

brandöndum í Andakílsós í Borgarfirði sl. 3 ár. Í

júlí ár hvert hafa sést 15-20 pör með samtals

50-70 unga. En þegar komið er fram í ágúst eru

brandendurnar orðnar 400-500 talsins og þar af

hafa ungarnir verið 40-47% fuglanna sem sjást.

Nú í haust heyrast fregnir af því að

brandendurnar í Andakílsós séu orðnar vel yfir

500 talsins. Svo virðist sem fuglar af stærra

svæði safnist þarna saman á haustin. Brandönd

virðist því komin til að vera á Íslandi.

Jón Einar Jónsson

Mynd við titil: Daníel Bergmann.

Brandönd—önd eða gæs?

Brandandarfjölskylda við Andarkílsós

Brandandarsvæði í Borgarfirðinum. Gulu stjörnurnar eru talningarsvæði Háskólasetursins og rauðu stjörnurnar eru önnur þekkt brandandarsvæði.

Borgarnes

Hvanneyri

Page 20: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 20

Hluti af starfsemi Háskólaseturs Snæfellsness

felst í því að kynna rannsóknir sínar og

starfsemi, jafnt fyrir fræðiheiminum sem og

almenningi. Þess vegna heldur Háskólasetur

Snæfellsness úti heimasíðu (http://hs.hi.is), er

á Facebook, skrifar greinar í fréttablöð sem og

vísindatímarit ásamt því að taka þátt í

Vísindavökum, sem hluti af W23 hópnum á

Snæfellsnesi og einnig sem hluti af Stofnun

fræðrasetra Háskóla Íslands á Vísindavöku

RANNÍS í Reykjavík.

Markmiðið með Vísindavökunum er að færa

vísindin nær almenningi, kynna einstaklingana á

bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar

um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í

nútímasamfélagi. Vísindavakan er opið hús þar

sem almenningi gefst kostur á að hitta vísinda-

menn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vís-

indagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra.

W23 hópurinn

W23 er samstarf fimm náttúrutengdra

stofnana á Snæfellsnesi: Háskólaseturs Snæ-

fellsness, Náttúrustofu Vesturlands, Varar

Sjávarrannsóknaseturs við Breiðafjörð, Þjóð-

garðsins Snæfellsjökuls og útibú Haf-

rannsóknarstofnunarinnar í Ólafsvík. Hópurinn

ætlar að auka rannsóknir og hvers kyns

samstarf stofnananna, með eflingu svæðisins,

bættum skilningi á náttúru Vesturlands og

fjölgun starfa í náttúruvísindum að leiðarljósi.

Heiti samstarfsins er W23 sem vísar í vestlæga

hnattstöðu Snæfellsness og hraða lognsins á

svæðinu.

Merki W23 hópsins byggir á þrefalda

spíralnum úr keltneskri trú. Þar er merkið m.a.

sagt standa fyrir því þegar

náttúruöflin þrjú; land,

himinn og haf, koma

saman. Einnig er þetta

merki stundum sagt tákna

9 mánuði meðgöngu (sem er oft skipt í þrjá

hluta). Þannig skírskotar merkið bæði til

náttúrunnar og stofnananna okkar sem fást við

náttúrurannsóknir og –skoðun á landi, lofti og

láði sem og frjóseminnar sem mun verða af

samstarfinu. Merkið gefur einnig til kynna

sveigjanleika, lipurð og hreyfingu þar sem

“gustar” af hópnum. Hringrásin í merkinu getur

því t.d. táknað vindinn, fossana eða hafið.

Vísindavaka W23 í Grundarfirði 2008

Vísindavaka W23 2008 var haldin í

Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) Grundarfirði

þann 18. október 2008. Þar kynntu starfsemi

sína aðilarnir sem mynda W23. Vísindavakan

samanstóð af blöndu af lifandi atburðum, stuttu

erindi um W23 og Hafrannsóknarstofnun. Síðan

var gestum frjálst að ganga um og skoða það

sem fyrir augu bar. Þarna mátti sjá

sýnikrufningar á dýrum ásamt uppstillingum og

myndakynningum úr myndasafni W23 .

Framtakið mæltist gríðarlega vel fyrir og

mættu a.m.k. 150 manns til að skoða ýmis

kvikindi, lifandi og dauð, auk þess sem starfs-

Háskólsetur Snæfellsness á Vísindavökum

Gestir Vísindavöku W23 2008 skoða kynningar stofnananna.

Page 21: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 21

menn útskýrðu vinnu sína og ýmis tól og tæki

sem einnig voru til sýnis. Sérstaka athygli vakti

hversu vel yngri kynslóðin skemmti sér.

Skemmtilegt er frá því að segja að

nemendum í lífeðlisfræði hjá Guðbjörgu Ástu við

FSN var boðið upp á að vinna hefðbundið

ritgerðarverkefni eða að vinna verkefni í

kringum sýnikrufningarnar á Vísindavökunni og

þeir nemendur sem nýttur sér þennan valkost

höfðu gagn og gaman af.

Á Vísindavökunni var getraun úr því sem bar

fyrir augu og tóku fjölmargir þátt í getrauninni.

Í vinning voru tvö gjafabréf fyrir tvo í siglingu

frá Stykkishólmi með Sæferðum. Dregið var úr

réttum svörum og upp komu nöfn tveggja

ungra stúlkna, þeirra Lenu Örvarsdóttur 9 ára

og Kristínar Olsen 8 ára.

Vísindavaka RANNÍS í Reykjavík 2009

Föstudaginn 25. september 2009 var haldin

Vísindavaka RANNÍS í Listasafni Reykjavíkur.

Vísindavökur voru einnig haldnar víðsvegar um

landið á vegum RANNÍS sem og um alla Evrópu

í tengslum við evrópskan Dag Vísindamannsins.

Þátttakendur á Vísindavöku RANNÍS komu

frá öllum háskólum landsins sem og fleiri

stofnunum. Rannsóknasetur Háskóla Íslands

áttu sinn bás á vökunni og þar voru starfsmenn

frá Háskólasetri Suðurnesja og starfsmaður

okkar, Una Kristín Pétursdóttir.

Við undirbúning Vísindavökunnar var Rás 1

með beina útsendingu frá Listasafninu í

þættinum "Samfélagið í nærmynd". Í þættinum

var rætt við ýmsa þátttakendur á sýningunni og

þ.á.m. Rannsóknasetur HÍ (viðtalið má nálgast

á heimasíðu okkar htt://hs.hi.is).

Vísindavaka W23 í Ólafsvík 2009

Vísindavaka W23 2009 var haldin 14.

nóvember í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Í

tengslum við Vísindavökuna voru gerð

bókamerki og opnuð ný heimasíða: W23.is, sem

styrkt er af Vaxtarsamningi Vesturlands.

Ungir gestir rýna með fjarsjá (Scope) á Kirkjufellið á Vísindavöku W23 2008

Jón Einar kryfur æðarfugl og leiðir áhorfendur í allan sannleikann um innviði hans á Vísindavöku W23 2008

Vinningshafarnir í getraun á Vísindavöku W23 2008: Lena Örvarsdóttir og Kristín Olsen.

Una Kristín kynnir æðarfuglinn fyrir ungu kynslóðinni á Vísindavöku RANNÍS 2009

Þátttakendur Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vísindavöku RANNÍS 2009 stilla sér upp. Una Kristín er lengst t.h..

Page 22: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 22

Vísindavakan var, líkt og árið áður, opinn

dagur fyrir alla sem vildu koma og kynna sér

starfsemi W23 hópsins og náttúrufarsrannsóknir

á Snæfellsnesi. W23 hópurinn kynnti rannsóknir

sínar og aðra starfsemi fyrir ungum sem

öldnum og var margt til þess að sjá og snerta.

Ásamt því að W23 kynnti starfsemi sína var

Fiskiðjan Bylgjan einnig á staðnum og kynnti

framleiðslu sína.

Í boði var að taka þátt í getraun og voru

margir sem spreyttu sig á aldursgreiningu

minks, skarkola, hnísu og beitukóngs. Verðlaun

voru tvö eintök af bókinni Ströndin í náttúru

Íslands, árituð af höfundi, Guðmundi Páli

Ólafssyni. Dregið var úr réttum svörum og upp

komu nöfn tveggja 8 ára barna, þeirra Jönu

Hermannsdóttur og Gylfa Örvarssonar.

Ætlunin er svo að halda vísindavöku í

Stykkishólmi á þessu ári og verður Vísindavaka

W23 þá búin að vera í öllum þremur stærstu

þéttbýliskjörnunum á Snæfellsnesi.

Una Kristín Pétursdóttir

Gylfi og Jana taka við árituðu eintaki af Ströndinni í náttúru íslands í verðlaun fyrir þátttöku í vísindagetraun W23 2009.

Una Kristín kynnir æðarkolluna fyrir áhugasömum gestum á Vísindavöku W23 2009

Starfsemi Háskólaseturs Snæfellsness

Háskólasetur Snæfellsness (HS) tók til starfa í

apríl 2006. HS er sjálfstætt starfandi rann-

sóknasetur Háskóla Íslands. HS er einkum

ætlað að efla rannsóknatengda starfsemi á

Vesturlandi í samvinnu við innlendar og

erlendar vísindastofnanir, fyrirtæki, félaga-

samtök og einstaklinga. Áhersla er lögð á rann-

sóknir á sérstæðri og alþjóðlega mikilvægri

náttúru Breiðafjarðar, Snæfellsness og norðan-

verðs Faxaflóa.

HS er hluti af Stofnun fræðasetra Háskóla

Íslands, rannsókna- og þjónustustofnun sem

heyrir undir Háskólaráð. Stofnunin er vett-

vangur samstarfsverkefna Háskólans við

sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök

og einstaklinga á landsbyggðinni. Markmið

stofnunarinnar er enn fremur að skapa aðstöðu

til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika

almennings til menntunar og styrkja tengsl

Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.

HS hefur aðsetur í húsnæði Stykkishólms-

bæjar, líkt og Náttúrustofa Vesturlands (NSV).

Háskólasetrið hefur aðgang að rannsóknar-

stofum Náttúrustofunnar fyrir grófvinnu

(blautlabbi) og fyrir sameindalíffræði. Stykkis-

hólmsbær hefur veitt setrinu mikilvægan stuðn-

ing og afnot af íbúð til að hýsa gestafræðimenn.

HS er með skrifstofur í Egilshúsi í Stykkis-

hólmi. Heimasíða setursins er á http://hs.hi.is

og setrið heldur einnig úti aðdáendasíðu á Face-

book. Fastráðnir starfsmenn eru nú tveir allt

árið (tvö stöðugildi), auk tveggja doktorsnema.

Tveir BS nemar voru með verkefni sumarið

2009 og mun sá fjöldi haldast a.m.k. sá sami

fyrir árið 2010.

Page 23: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 23

HS hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum frá

stofnun, en eins og háttar með rannsókna-

stofnanir hafa fræðistörf verið fyrirferðarmest.

Ritstörf

HS hefur sent frá sér ellefu greinar í alþjóðleg

vísindatímarit og níu í innlend ritrýnd tímarit.

Fyrirlestrar og kynningar

Á tímabilinu hefur HS staðið fyrir 28 fyrirlestrum

á ráðstefnum og fræðslufundum, auk óform-

legra kynninga fyrir hópa frá skólum eða

félögum. Þar af hefur HS staðið fyrir níu fræði-

fyrirlestrum á alþjóðlegum ráðstefnum, fjórum

á íslenskum ráðstefnum, auk ársfunda og fag-

fyrirlestra fyrir félagasamtök og stofnanir.

Kennsla

Starfsmenn setursins hafa komið að kennslu í

fuglafræði og dýrafræði við Háskóla Íslands og í

dýrafræði hryggdýra við Landbúnaðarhá-

skólann (LBHÍ) á Hvanneyri. Hafa nemendur í

fuglafræði við HÍ og dýrafræði við LBHÍ komið í

vettvangsferðir á Snæfellsnes árin 2006, 2007

og 2009. Stúdentar í framhaldsnámi hafa að

nokkru unnið vinnu sína í tengslum við HS, t.d.

hafa fjórir erlendir doktorsnemar í dýravistfræði

starfað á Íslandi í samvinnu við setrið. Starfs-

menn HS hafa til þessa leiðbeint tveimur

íslenskum doktorsnemum, einum mastersnema

og tveimur BS nemum. Stefnt er að því að efla

rannsóknarnám við HS á komandi árum.

Erlendir fræðimenn

Gestir hafa komið frá Bretlandi, Hollandi,

Kanada, Finnlandi, Írlandi, Frakklandi og Portú-

gal. Sumir hafa dvalið um lengri tíma en aðrir

skemur. Gestirnir hafa stundað rannsóknir á

Vesturlandi (og víðar um landið) en þungamiðja

starfs þeirra hefur verið á Snæfellsnesi. Stykkis-

hólmsbær hefur lánað setrinu fræðimannaíbúð

sem hefur komið sér vel við þessar heimsóknir,

en hún er nýtt í samvinnu við NSV.

Helstu verkefni

HS hefur einkum sinnt rannsóknum á fuglum.

Rannsóknir á stofnstjórnun farfugla (styrktar af

breska rannsóknaráðinu NERC) og á æðarfugli

(styrktar af Rannís, Framleiðnisjóði og Æðar-

ræktarfélagi Íslands) hafa verið fyrirferðar-

mestar. Sumarið 2006 hóf HS rannsóknir á

kríum á Snæfellsnesi og var þeim framhaldið

2007 og urðu loks að doktorsverkefni sem mun

standa næstu tvö árin hið minnsta.

HS rannsakaði umferð vaðfugla um leirur á

Vesturlandi í samvinnu við NSV. Þá hefur setrið

einnig komið að rannsóknum á vistfræði grá-

gæsar, brandandar, lunda, álftar, sandlóu og

þúfutittlings. Í samvinnu við NSV lét HS vinna

greinargerð um veiðar og ástand hörpudisks á

Breiðafirði. Greinargerðin mun liggja til grund-

vallar ákvarðana um frekari rannsóknir en hún

er aðgengileg á heimasíðu okkar (http://

hs.hi.is).

Vettvangsferðir

Starfsmenn HS hafa leiðbeint hópum við

náttúruskoðun og þar má telja starfsmenn

Snæfellsjökulsþjóðgarðs og nemendur við Fjöl-

brautarskólann í Grundarfirði.

Í þessum málaflokki hefur verið unnið tals-

vert með NSV. M.a. fór rútufylli af áhugasömum

Hólmurum í dagshringferð um Snæfellsnes í júní

2007. Hópur frá Háskólasetri Vestfjarða heim-

sótti HS og NSV í september 2009. HS og NSV

undirbúa nú samvinnu við Ferðafélag Snæfells-

ness um fuglaskoðunarferðir vorið 2010.

Jón Einar Jónsson

Page 24: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 24

Starfsmenn HS eru auðkenndir með feitletrun.

Ritverk

2009

Humphries, E.M., Peters, J.L. Jónsson, J.E., Stone,

R.,Afton, A.D. og Omland, K.E. (2009) Genetic

differentiation between sympatric and allopatric

wintering populations of Snow Geese. Wilson Journal

of Ornithology 121(4): 730-738.

Jón Einar Jónsson, Ævar Petersen, Arnþór

Garðarsson og Tómas G. Gunnarsson (2009)

Æðarendur: Ástand og stjórnun stofna.

Náttúrufræðingurinn 78 (1-2): 46-56.

Jón Einar Jónsson, Arnþór Garðarsson, Jenny G.

Gill, Ævar Petersen og Tómas G. Gunnarsson

(2009) Seasonal weather effects on a subarctic

capital breeder: common eiders in Iceland over 55

years. Climate Research 38:237-248.

Jónsson, J.E. og Alan D. Afton (2009) Time budgets

of Snow Geese Chen caerulescens and Ross’s Geese

Chen rossii in mixed flocks: implications of body size,

ambient temperature and family associations. Ibis

151: 134-144.

2008

Jón Einar Jónsson (2008) Snjógæs verpur á Íslandi

sumarið 2007. Bliki 29: 45-48

Jónsson, J.E. og Alan D. Afton (2008) Lesser Snow

Geese and Ross's Geese form mixed flocks during

winter but differ in family maintenance and social

status. Wilson Journal of Ornithology 120: 725-731

Tómas G. Gunnarsson (2008) Búsvæði fugla á Ísl-

andi: sérstaða og framtíð. Fuglar 4, nóvember.

Tómas G. Gunnarsson, G.F. Appelton, Arnþór

Garðarsson, Hersir Gíslason og J.A. Gill (2008)

Búsvæðaval og stofnvernd grágæsa á láglendi. Bliki

29: 11-18,

Ratikainen, I.I., Gill, J.A., Gunnarsson, T.G.,

Sutherland, W.J. og Kokko, H. (2008) When density

dependence is not instantaneous: theoretical

developments and management implications. Ecology

Letters 11:1-184-198.

2007

Gill J.A., R. H.W. Langston, J. Alves, P. Bocher, N.

Cidraes Vieira, N. Crockford, G. Gélinaud, N. Groen,

T. G. Gunnarsson, B. Hayhow, J. Hooijmeier, R, D.

Kleijn, P. Lourenço, J. Masero, F. Meunier, P. M.

Potts, M. Roodbergen, H. Schekkerman, E.

Wymenga, T. Piersma (2007) Contrasting trends in

two populations of black-tailed godwit: a review of

causes and recommendations. International Wader

Study Group Bulletin 114:43-50.

Jónsson, J.E., A.D. Afton og R. T. Alisauskas (2007)

Does body size influence nest attendance? A

comparison of Ross’s geese (Chen rossii) and the

larger, sympatric lesser snow geese (C. caerulescens

caerulescens) Journal of Ornithology 148:549-555.

Jón Einar Jónsson (2007) Á vetrarslóðum

snjógæsa. Fuglar 4: 20-21.

Tómas G. Gunnarson (2007) Mat á stofnstærð og

veiðiþoli lunda í Grímsey á Steingrímsfirði.

Háskólasetur Snæfellsness. Skýrsla, 16 bls.

Tómas G. Gunnarsson, G.F. Appelton, Hersir

Gíslason, Arnþór Garðarsson, P.W. Atkinsson og J.A.

Gill (2007) Búsvæðaval og stofnstærð þúfutittlings á

láglendi. Bliki 28: 19-24.

Útgefið/kynnt efni á vegum Háskólaseturs Snæfellsness frá stofnun (2006-2009)

Page 25: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 25

Tómas Grétar Gunnarsson, Höskuldur Búi Jónsson,

Böðvar Þórisson og Hersir Gíslason (2007) Lundavarp

í Grímsey á Steingrímsfirði. Bliki 28: 51-55.

Tómas G. Gunnarsson og Jón Einar Jónsson

(2007) Rannsóknir á æðarfugli við Háskólasetur

Snæfellsness: vísindi og hlunnindi. Greinargerð fyrir

landbúnaðarráðherra, vor 2007, 7 bls.

2006

Kokko, H. Gunnarsson, T.G., Morrell, L.J. og Gill,

J.A (2006) Why do female migratory birds arrive

later than males? Journal of Animal Ecology 75:

1293-1303.

Tómas G. Gunnarsson (2006) Íslenskir mófuglar og

skógrækt. Fuglar 3, Ársrit Fuglaverndar 2005: 46-52.

Tómas G. Gunnarsson (2006) Monitoring wader

productivity during autumn passage in Iceland. Inter-

national Wader Study Group Bulletin 109: 21-29.

Tómas G. Gunnarsson, Vigfús Eyjólfsson og Böðvar

Þórisson (2006) Þyngdarbreytingar sandlóa á

varptíma. Bliki 27:7-12.

Tómas G. Gunnarsson, J.A. Gill, G.F. Appelton, H.

Gíslason, A. Garðarsson, A.R. Watkinson og W.J.

Sutherland (2006) Large-scale habitat associations of

birds in lowland Iceland: Implications for conser-

vation. Biological conservation 128: 265-275

Tómas G. Gunnarsson, Gill, J.A., Atkinson, P.W.,

Gélinaud, G., Potts, P.M., Croger, R. E.,

Gudmundsson, G.A., Appleton, G.F. og Sutherland,

W.J. (2006) Population-scale drivers of individual

arrival times in migratory birds. Journal of Animal

Ecology 75: 1119-1127.

Fyrirlestrar

2009

Freydís Vigfúsdóttir, Guðmundur A. Guðmundsson,

Tómas G. Gunnarsson og Jennifer A. Gill (2009) Af

kríum í kreppu. Líffræðiráðstefnan 2009 (Í tilefni af

30 ára afmæli líffræðifélags Íslands og 35 ára afmæl-

is Líffræðistofnunar Háskólans), nóvember 2009.

Jón Einar Jónsson (2009) Stofnstærðarbreytingar

æðarfugls á Íslandi. Líffræðiráðstefnan 2009 (Í tilefni

af 30 ára afmæli líffræðifélags Íslands og 35 ára af-

mælis Líffræðistofnunar Háskólans), nóvember 2009.

Jón Einar Jónsson (2009) Population monitoring of

common eider in Iceland. CBIRD XV meeting

(Conservation of Arctic Flora and Fauna-Circumpolar

seabird group) in Westman Islands, 25. September

Freydís Vigfúsdóttir (2009) Breeding success of

arctic tern in Iceland. CBIRD XV meeting

(Conservation of Arctic Flora and Fauna-Circumpolar

seabird group) in Westman Islands, 25. September

Jón Einar Jónsson (2009) Fuglarnir og Þjóðin.

Ársfundur Stofnana Fræðasetra Háskóla Íslands,

Gunnarsholti, maí.

Jón Einar Jónsson (2009) Brandönd á Vesturlandi.

Fyrirlestur á vegum Náttúrustofu Vesturlands,

Háskólaseturs Snæfellsness og umhverfishóps

Stykkishólms, febrúar.

2008

Jón Einar Jónsson, Arnþór Garðarsson, Jenny A.

Gill, Ævar Petersen og Tómas G. Gunnarsson

(2008) Population Trends of Common Eider in

Iceland 1906-2007: Time-Series Analyses of Trends

and Impacts of Weather. Third North American

Seaduck Con-ference, Quebec City, 10-14 November

2008.

Jón Einar Jónsson (2008) Management of Common

Eider in Iceland. Common Eider Conservation

Workshop, Quebec City, in conjunction with the Third

North American Seaduck Conference, Quebec City,

10-14 November.

Jón Einar Jónsson (2008) Vísindi í þágu hlunninda:

rannsóknir á æðarfugli. Ársfundur Stofnana

Fræðasetra Háskóla Íslands, Reykjavík, maí.

Page 26: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 26

Jón Einar Jónsson (2008) Hefur veðurfar áhrif á

æðarvarp? Fræðslufundur Fuglaverndarfélags

Íslands. Fuglaverndarfélag Íslands, febrúar.

Jón Einar Jónsson (2008) Æðurin og veðrið.

Fyrirlestur á vegum Náttúrustofu Vesturlands,

Háskólaseturs Snæfellsness og umhverfishóps

Stykkishólms, febrúar.

Jose A. Alves, Tómas G. Gunnarsson, Peter M.

Potts, William J. Sutherland og Jennifer A. Gill (2008)

Overtaking your peers: migration distance and arrival

dates in Icelandic Black-tailed godwits. International

Wader Study Group Meeting. Jastrzębia Góra, Pól-

land. Október.

Tómas G. Gunnarsson (2008) Gæði búsvæða á

stórum mælikvörðum: áhrif á fartíma einstaklinga.

Ráðstefna til heiðurs Arnþóri Garðarssyni sjötugum.

Reykjavík. September.

Tómas G. Gunnarsson (2008) Búsvæði fugla á

Íslandi: sérstaða og framtíð. Ráðstefna Fuglaverndar.

Reykjavík. Apríl.

Tómas G. Gunnarsson (2008) Náttúrurannsóknir á

Snæfellsnesi. Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands

2008. Stykkishólmi. Apríl.

Tómas G. Gunnarsson (2008) Vaðfuglar og

votlendi. Hrafnaþing, fyrirlestraröð Náttúrufræði-

stofnunar Íslands. Reykjavík. Mars.

2007

Jón Einar Jónsson og Tómas Grétar Gunnarsson

(2007) Stofnvistfræði æðarfugls. Háskólasetur

Snæfellsnes, Ráðhúsinu Stykkishólmi, maí.

Jón Einar Jónsson (2007) Snjógæsir og annað

dýralíf í Louisiana. Fyrirlestur á vegum Náttúrustofu

Vesturlands, Háskólaseturs Snæfellsness og

umhverfishóps Stykkishólms, maí.

Tómas G. Gunnarsson (2007) Changes in numbers

and breeding distribution of the Icelandic black-tailed

godwit and its consequences. Inter-national Wader

Study Group Meeting. Black-tailed godwit workshop.

Larochelle, Frakkland. September.

Tómas G. Gunnarsson (2007) Key issues

influencing breeding season processes in the

Icelandic black-tailed godwit. International Wader

Study Group Meeting. Black-tailed godwit workshop.

Larochelle, Frakkland. September.

Hayhow, B., Gunnarsson, T.G., Sutherland, W.J. og

Gill, J.A. (2007) Key issues incluencing non-breeding

processes in the Icelandic Black-tailed Godwit. Inter-

national Wader Study Group Meeting. Black-tailed

godwit workshop. Larochelle, Frakkland. September.

Gélinaud, G., Gill, J.A., Alves, J. Delaporte, P.,

Gunnarsson, T.G. og Potts, P.M. (2007) Patterns of

annual distribution in the Icelandic Black-tailed

Godwit. International Wader Study Group Meeting.

Black-tailed godwit workshop. Larochelle, Frakkland.

September.

Alvés, J., Gunnarsson, T.G., Sutherland, W.J. og

Gill, J.A. (2007) Historical Changes in the non-

breeding distribution of the Icelandic Black-tailed

Godwit. International Wader Study Group Meeting.

Black-tailed godwit workshop. Larochelle, Frakkland.

September.

Potts, P.M., Croger, R.E., Gélinaud, G., Gunnarsson,

T.G., Gill, J.A. og Atkinson P.W. (2007) The

migration behaviour of godwits and their researchers.

Inter-national Wader Study Group Meeting. Black-

tailed godwit workshop. Larochelle, Frakkland.

September.

Tómas G. Gunnarsson (2007) Regulation of timing

of migration of arctic birds. Rebellion Centre for

Ecology, Evolution and Conservation annual

symposium. Norwich, Bretlandi. Mars.

Tómas G. Gunnarsson (2007) Lífsgæði og

landnotkun. Ársfundur Stofnunar Fræðasetra

Háskóla Íslands. Stykkishólmur. Maí.

Page 27: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness, 1. tbl.

Bls 27

2006

Gunnarsson, T.G., Jennifer A. Gill, Phil Atkinson,

Peter M. Potts, Guillaume Gélinaud og William J.

Sutherland (2006) Population scale drivers of

individual arrival times in migratory birds.

International Wader Study Group Meeting. Falsterbo,

Svíþjóð. Október.

Gunnarsson, T.G., Jennifer A. Gill, Jason Newton,

Phil Atkinson, Guillaume Gélinaud, Pete M. Potts og

William J. Sutherland (2006) Evolutionary and

population consequences of migratory connectivity.

Valinn symposium fyrirlestur. International

Ornithological Congress, Þýskaland. Ágúst.

Veggspjöld

2009

Una Kristín Pétursdóttir og Jón Einar Jónsson

(2009) Umferð álfta um Álftafjörð í Helgafellssveit,

Snæfellsnesi. Líffræðiráðstefnan 2009 (Í tilefni af 30

ára afmæli líffræðifélags Íslands og 35 ára afmælis

Líffræðistofnunar Háskólans), nóvember.

Arnþór Garðarsson og Jón Einar Jónsson (2009)

Um dreifingu og fjölda dílaskarfs. Líffræðiráðstefnan

2009 (Í tilefni af 30 ára afmæli líffræðifélags Íslands

og 35 ára afmælis Líffræðistofnunar Háskólans),

nóvember.

2008

Böðvar Þórisson, Vigfús Eyjólfsson, Arnþór

Garðarsson og Tómas G. Gunnarsson (2008) Links

between spring arrival and breeding success in

Icelandic ringed plovers. International Wader Study

Group Annual Conference. Jastrzębia Góra. Pólland.

Freydís Vigfúsdóttir, Erpur S. Hansen, Yann

Kolbeinsson og Jónas P. Jónasson (2008) Large-scale

oceanic forces controlling a top predator in a

changing marine ecosystem? – Raunvísindaþing

Háskóla Íslands, mars.

Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson,

Kristján Lilliendahl, Böðvar Þórisson og Freydís

Vigfúsdóttir (2008) Seabirds at Látrabjarg: How to

estimate bird numbers on big cliffs – Raunvísindaþing

Háskóla Íslands, mars

Jón Einar Jónsson, Arnþór Garðarsson, Jennifer A.

Gill, Ævar Petersen og Tómas G. Gunnarsson

(2008) Does weather influence breeding numbers

and spring arrival of Common Eider in NW Iceland?

Third North American Seaduck Conference, Quebec

City, 10-14 November.

Jón Einar Jónsson, Arnþór Garðarsson, Jennifer A.

Gill, Ævar Petersen og Tómas G. Gunnarsson

(2008) Does weather influence breeding numbers

and spring arrival of Common Eider in NW Iceland?

Natural Science Symposium 2008, March 14th and

15th in Askja (Natural Sci. Building), University of

Iceland.

Böðvar Þórisson, Vigfús Eyjólfsson, Arnþór

Garðarsson og Tómas G. Gunnarsson (2008) Links

between spring arrival and breeding success in

Icelandic ringed plovers. International Wader Study

Group Annual Conference. Jastrzębia Góra. Pólland.

2007

Jose Alves, Becca Hayhow, Tómas G. Gunnarsson,

Peter Potts, William Sutherland og Jennifer Gill

(2007) Migratory routes and timing of arrival in Ice-

landic black-tailed godwits. University of East Anglia,

School of Biological Sciences Colloqium.

2006

Jose Alves, Becca Hayhow, Tómas G. Gunnarsson,

Peter Potts, William Sutherland og Jennifer Gill

(2006) Migratory routes and timing of arrival in

Icelandic black-tailed godwits. International Wader

Study Group Annual Conference. Falsterbo, Svíþjóð.

Jón Einar Jónsson tók saman

Page 28: Háskólasetur Snæfellsness - University of Icelandrannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/myndir_snaefells... · Hólminn - Fréttabréf Háskólaseturs Snæfellsness,

Háskólasetur Snæfellsness http://hs.hi.is