8
Fréttabréf 2015 FORMANNSTAL Árið 2015 hefur verið viðburðaríkt og mikið að gera hjá þessari litlu sveit. Það sem af er ári höfum við þurft að sinna um 50 útköllum af ýmsu tagi. Árið hefur þó ekki bara einkennst af útköllum heldur héldum við einnig upp á 40 ára afmæli og buðum til veislu af því tilefni. Samkvæmt síðustu ársskýrslu eyddu félagar hjálpasveitarinnar um 6.000 vinnustundum í hin ýmsu verk. Til dæmis fjáraflanir, æfingar, námskeið, fundi, viðhald á búnaði og fleira. Óvenju mikið hefur verið um lokanir á Hellisheiði og höfum við þurft að aðstoða marga á heiðinni enda var síðasti vetur snjóþungur. Ekki virðist stefna í mildari vetur í ár og við stöndum viðbúin því sem að höndum kemur. Í ár ákvaðum við að gefa út þetta litla fréttabréf til að gefa ykkur innsýn í starfið sem við sinnum og minna á flugeldasöluna okkar í Austurmörk 9. ÁRIÐ 2015 Í TÖLUM 50 útköll 40 námskeið 1200 klst í útkalli 500 klst á námskeiðum 112 skráðir félagar 25 félagar á A útkalli 1.tbl 1.árg 2015 Útgefandi: Hjálparsveit skáta Hveragerði Ábyrgðarmaður: Bragi Jónsson, formaður

Fréttabréf Hjálparsveitar Skáta Hveragerði 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttabréf Hjálparsveitar Skáta Hveragerði árið 2015. Innsýn inn í starf sveitarinnar

Citation preview

Page 1: Fréttabréf Hjálparsveitar Skáta Hveragerði 2015

Fréttabréf 2015 FORMANNSTAL Árið 2015 hefur verið viðburðaríkt og mikið að gera hjá þessari litlu sveit. Það sem af er ári höfum við þurft að sinna um 50 útköllum af ýmsu tagi. Árið hefur þó ekki bara einkennst af útköllum heldur héldum við einnig upp á 40 ára afmæli og buðum til veislu af því tilefni.

Samkvæmt síðustu ársskýrslu eyddu félagar hjálpasveitarinnar um 6.000 vinnustundum í hin ýmsu verk. Til dæmis fjáraflanir, æfingar, námskeið, fundi, viðhald á búnaði og fleira.

Óvenju mikið hefur verið um lokanir á Hellisheiði og höfum við þurft að aðstoða marga á heiðinni enda var síðasti vetur snjóþungur. Ekki virðist stefna í mildari vetur í ár og við stöndum viðbúin því sem að höndum kemur.

Í ár ákvaðum við að gefa út þetta litla fréttabréf til að gefa ykkur innsýn í starfið sem við sinnum og minna á flugeldasöluna okkar í Austurmörk 9.

ÁRIÐ 2015 Í TÖLUM

• 50 útköll

• 40 námskeið

• 1200 klst í útkalli

• 500 klst á námskeiðum

• 112 skráðir félagar

• 25 félagar á A útkalli

1.tbl 1.árg 2015

Útgefandi: Hjálparsveit skáta Hveragerði

Ábyrgðarmaður: Bragi Jónsson, formaður

Page 2: Fréttabréf Hjálparsveitar Skáta Hveragerði 2015

AFMÆLI OG SAGA SVEITARINNAR

Í haust fagnaði Hjálparsveit skáta Hveragerði 40 ára afmæli en sveitin var formlega stofnuð 23. september 1975. Forveri sveitarinnar var björgunarsveitin Elding sem hafði verið stofnuð 29. apríl 1973 og var aðildarsveit Slysavarnafélags Íslands (SVFÍ). 1974 kom upp ósætti milli Eldingar og stjórnar SVFÍ vegna fjáröflunar og skatttekna og sagði Elding sig úr samstarfi við SVFÍ, en félagar sveitarinnar stofnuðu björgunarsveitina Víking. 1975 var gengið til samningaviðræðna við Landsamband Hjálparsveita skáta (LHS) um aðild að sambandinu sem var veitt 30. júní sama ár. Ákveðið var að breyta nafni sveitarinnar í Hjálparsveit Skáta Hveragerði.

Árið 1987 keypti sveitin ásamt Skátafélaginu Strók iðnarðarhúsnæði við Austurmörk 9. Mikil vinna fór í endurbætur á húsnæðinu sem var vígt með viðhöfn á 20 ára afmæli sveitarinnar 1995. Tíu árum síðar rataði húsið í alla fjölmiðla landsins með hvelli þegar eldur kom upp í flugeldasýningu sem verið var að undirbúa í hádeginu á gamlársdag 2005 og húsið gjöreyðilagðist ásamt öllum útkallsbúnaði fyrir utan bíla. Næsta eina og hálfa árið hafðist sveitin við í leiguhúsnæði meðan nýtt hús var byggt, en það var tekið formlega í notkun 17. júní 2007.

Sveitin hélt upp á 40 ára afmæli laugardaginn 17. október með opnu húsi þar sem boðið var upp á kaffiveitingar og var veislan vel sótt. Sveitin fékk afhenta nýja bifreið af

gerðinni Toyota Hilux. Í tilefni afmælisins veitti sveitin eftirtöldum aðilum þakklætisvott fyrir góðan styrk og velvild á undanförnum árum: Björn Pálsson, Dvalarheimilið Ás, Gísli Gíslason, Helgi Ársælsson, Hveragerðisbær, Jóhann Ísleifsson, Karl Óskar Gunnlaugsson og Vilhjálmur Roe. Sveitin fékk margar góðar gjafir í tilefni afmælisins og þökkum við kærlega fyrir okkur.

Sveinn Bergmann Sigurjónsson hlaut síðan þjónustumerki Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fyrir góð og óeigingjörn störf í þágu Hjálparsveitar Skáta Hveragerði síðustu 40 ár. Sveinn er einn af stofnfélögum sveitarinnar og hefur verið einn af virkustu félögum sveitarinnar allan tímann og er hvergi nærri hættur. Það eru forréttindi fyrir okkur að hafa slíkan mann innan okkar raða en hann býr yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu sem aðrir félagar sveitarinnar hafa notið góðs af.

Page 3: Fréttabréf Hjálparsveitar Skáta Hveragerði 2015

Í ár var ákveðið að festa kaup á Toyota Hilux bifreið á 35“ dekkjum í stað óbreyttrar Hyundai Starex bifreiðar sem sveitin átti. Bílafloti sveitarinnar var orðinn gamall og tími kominn á endurnýjun.

Þrátt fyrir að vera aðeins 35“ breyttur dugar þessi bíll í langflest útköll og starf sveitarinnar, en kostur þess að vera á ekki stærri dekkjum er einkum lægri rekstrarkostnaður.

Við kaup á bílnum var sérstaklega gert ráð fyrir hundateymum sveitarinnar og að þau gætu nýtt bíllinn í útköllum og æfingum. Það felst aðalega í því að hægt sé að ferðast með hundana á öruggan og þægilegan máta. Fengið var sérstak hundabúr sem passar á pallinn og hiti er í pallrýminu svo hundunum verði ekki kalt.

Bíllinn er einnig búinn fjarskiptatækjum, spjaldtölvu, tækjum og búnaði til forgangsaksturs.

Skyndihjálparbúnaður, börur og annar búnaður mun einnig vera í honum ásamt þeim möguleika að flytja slasaðan einstakling stuttar vegalengdir á sjúkrabörum

Þessi bíll verður mikil bragarbót fyrir sveitina og mun nýtast vel í þeim verkefnum sem sveitin þarf að taka að sér.

Sérstakar þakkir fá Icelandic Water Holdings, Tannlæknastofa Þórðar Birgisonar, Þvottahús Grundar og Áss ehf, Vinnuvélar A. Michelsen ehf, Golfklúbbur Hveragerðis og Arion banki fyrir að styrkja okkur í kaupunum á þessari glæsibifreið.

NÝI BÍLLINN

Hinir bílarnir í eigu hjálparsveitarinnar

Page 4: Fréttabréf Hjálparsveitar Skáta Hveragerði 2015

UNGLINGADEILDIN BRUNI

Hjálparsveitin stefnir á að eiga öflug teymi leitarhunda og umsjónarmanna þeirra innan sinna raða.

Þrír hundar hafa lokið prófum og tveir þeirra orðnir útkallshæfir í snjóflóða- og víðavangsleit. Einnig er möguleiki á að sá fjórði hefji þjálfun innan skamms.

Þjálfun leitarhunds byggist á því að hundurinn grípur mannalykt og finnur upptök hennar, síðan snýr hann til baka og lætur umsjónarmann sinn vita, með ákveðnu merki, sem eltir hann að týnda einstaklingnum og þar fær hundurinn verðlaun fyrir vel unnin störf.

Að nota leitarhunda getur flýtt mikið fyrir leit því þeir nota nefið og geta gripið lykt í órafjarlægð og eiga að auki auðveldara með að fara um hin ýmsu svæði. Leitarhundum fer fjölgandi hér á landi en ásamt víðavangs- og snjóflóðaleit er einnig hægt að þjálfa þá í spora-, lík- og vatnaleit.

Á vegum hjálparsveitarinnar er starfandi unglingadeildin Bruni en hún er fyrir unglinga í 9. og 10. bekk grunnskóla. Unglingastarfið er mikilvægt starf á vegum hjálparsveitarinnar, en þar eru kennd undirstöðuatriði sem tengjast störfum björgunarsveitamanna. Farið er yfir hvernig skal klæðast, ferðast og hvað skal hafa meðferðis í löngum sem og stuttum fjallgöngum. Jafnframt er farið í skyndihjálp, rötun, sig og notkun talstöðva. Farið

er í ýmsar ferðir, gönguferðir, hellaferðir og skálaferðir. Á hverju sumri eru haldin landsmót eða landshlutamót, en þá koma saman unglingadeildir ýmist frá ákveðnum landshluta eða landinu öllu. Þar fá unglingarnir að glíma við hin ýmsu verkefni tengd björgunarstörfum, allt til að búa þau sem best undir að ganga í björgunarsveitir þegar þau hafa náð 18 ára aldri. Unglingakvöld eru á mánudögum kl 20:00 í húsnæði sveitarinnar.

LEITARHUNDAR

Page 5: Fréttabréf Hjálparsveitar Skáta Hveragerði 2015

Í september tók níu manna hópur undanfara frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg þátt í björgunaræfingunni Arctic Response, sem fór fram á Austur Grænlandi.

Æfingin, sem skipulögð var af danska hernum, fól í sér viðbrögð við slysum og öðrum atvikum við heimskautaaðstæður. Mismunandi hópar danska hersins og dönsku almannavarnanna tóku þátt í æfingunni en einnig kom Landhelgisgæslan að skipulagningu hennar.

Hlutverk íslenska hópsins var að þjálfa meðlimi í dönsku Sirius hersveitinni í sprungubjörgun og ferðalögum um jökla.

Sirius sveitin sérhæfir sig í löngum ferðum á hundasleðum um heimskautasvæði Austur-Grænlands. Einnig var æft með félögum úr björgunarsveit bandaríska flughersins.

Sævar Logi undanfari úr HSSH tók þátt í æfingunni fyrir hönd sameiginlegs undanfarahóps á svæði 3.

Á meðan æfingunni stóð skall veturinn á í Grænlandi sem setti flestar áætlanir úr skorðum, en íslenski hópurinn og hans föruneyti var eini hópurinn sem gat framkvæmt öll þau atriði sem stóð til, þar sem sá hópur treysti hvað minnst á utanaðkomandi aðstoð. Það var þó tvísýnt með heimferðina og útlit fyrir að það þyrfti að sigla með herskipi til Íslands, en sem betur fer hægt var að fljúga á síðustu stundu.

ARCTIC RESPONSE

„Á meðan æfingunni stóð skall veturinn á í Grænlandi sem setti flest plön úr skorðum“

Tjaldbúðirnar á Grænlandsjökli

Page 6: Fréttabréf Hjálparsveitar Skáta Hveragerði 2015

ÚTKÖLL 2015 Dagsetning Atvik Forgangur

1.janúar Fastur bíll á Ölkelduhálsi F-3

6.janúar Óveður/ lokun Hellisheiði/Þrengsli F-3

7.janúar Hellisheiði, bílar í vandræðum F-3

11.janúar Aðstoð og lokun Hellisheiði F-3

24.janúar Fótbro*nn maður í Lambafelli F-2

24.janúar Lokunar og ófærðaraðstoð á Hellisheiði F-3

13.febrúar Leit við Kerengi F-2

14.febrúar Aðstoða ferðamenn í Reykjadal F-2

16.febrúar Óveður/ lokun Hellisheiði/Þrengsli F-3

17.febrúar Óveður/ lokun Hellisheiði/Þrengsli F-3

22.febrúar Óveður/ lokun Hellisheiði/Þrengsli F-3

22.febrúar Óveðursaðstoð í Hveragerði F-3

22.febrúar Óveður/ lokun Hellisheiði/Þrengsli F-3

25.febrúar Óvissus*g vegna Hellisheiðar F-3

26.febrúar Óveður/ lokun Hellisheiði/Þrengsli F-3

26.febrúar Leit að bifreið F-2

27.febrúar Flugvél við Þingvallavatn F-1

4.mars Óveður/ lokun Hellisheiði/Þrengsli F-3

6.mars Lokun Hellisheiði F-3

7.mars Lokun v/umferðaslyss F-3

8.mars Óveður/ lokun Hellisheiði/Þrengsli F-3

8.mars Vélsleðaslys við Skjaldbreið F-1

9.mars Leit í Reykjadal F-2

10.mars Óveður/ lokun Hellisheiði/Þrengsli F-3

14.mars Óveður Sv.3 F-3

22.mars Ökklabro*n kona við Hvamm F-2

1.apríl Vélsleðaslys við Klukku*nda F-2

11.apríl Lokun á Hellisheiði F-3

Page 7: Fréttabréf Hjálparsveitar Skáta Hveragerði 2015

Dagsetning Atvik Forgangur

7.júní Bruni í Set á Selfossi F-2

19.júní Týndur maður í Hnappadal F-2

25.júní Týndur maður á Þingvöllum F-2

2.júlí Örmagna maður í Þjófadölum F-2

7.júlí Leit að barni innabæjar á Selfossi F-2

8.júlí Kona snúin á ökkla í Reykjadal F-2

21.júlí Leit við Hofsjökul F-2

9.ágúst Leit að flugvél F-2

10.ágúst Veikur maður í Reykjadal F-2

21.ágúst Slösuð kona við Hengladalaá F-2

26.ágúst Slasaður drengur við Háskerðing F-2

27.ágúst Týndur drengur á Heklu F-2

30.ágúst Veikur maður á Miðdals>alli F-2

20.september Lokun v/umferðaslys F-3

26.september Týnt fólk í Reykjadal F-2

27.september Týnd kona í Þrastarskógi F-2

14-18.október Leit að Herði Björnssyni F-2

24.október Slasaður maður í Reykjadal F-2

23.nóvember Bruni í Plas*ðjunni á Selfossi F-2

4.desember Lokun á Hellisheiði F-3

5.desember Aðstoð við fasta bíla / Lokun á Hellisheiði F-3

7.desember Óveður / Lokun á Hellisheiði F-3

Mynd úr útkalli í Reykjadal 2015

Page 8: Fréttabréf Hjálparsveitar Skáta Hveragerði 2015

Opnunartímar

28. Des 10:00—22:00

29. Des 10:00—22:00

30. Des 10:00—22:00

31. Des 10:00—16:00

5. Jan 19:00—22:00

6. Jan 14:00—19:00

Hjálparsveit Skáta Hveragerði

Austurmörk 9