24
Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar 2019–2022 Samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar 26. júní 2019

Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar

2019–2022

Samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar 26. júní 2019

Page 2: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 3 -

Inngangur..................................................................................................................................41. Staða húsnæðismála í Mosfellsbæ...................................................................................5

a) Íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ..........................................................................................5b) Framboð íbúða...............................................................................................................8c) Fjölskyldugerð................................................................................................................8d) Hlutfall leiguíbúða ..........................................................................................................9e) Hlutfall búseturéttaríbúða.............................................................................................11f) Útgefin byggingarleyfi ..................................................................................................11

2. Skipulag og þarfagreining ...............................................................................................12a) Skipulagsáætlanir ........................................................................................................12b) Framboð á lóðum.........................................................................................................13c) Atvinnustefna og efnahagsþróun .................................................................................13d) Fólksflutningar milli svæða...........................................................................................13e) Markmið um þéttingu byggðar .....................................................................................14f) Skilgreining ólíkra hópa og greiðslugeta ......................................................................14g) Áætluð þörf fyrir húsnæði ...............................................................................................14

3. Markmið og aðgerðaáætlun ............................................................................................17a) Uppbygging til að mæta íbúðaþörf...............................................................................17b) Uppbygging vegna mannfjöldaþróunar ........................................................................18

4. Mannfjöldaþróun í Mosfellsbæ........................................................................................19a) Uppbygging vegna ferðaþjónustu ................................................................................21b) Stofnframlög ríkisins ....................................................................................................22c) Sérstakur húsnæðisstuðningur Mosfellsbæjar.............................................................22

5. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar 2019–2022 ..................................................................23

Page 3: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 4 -

InngangurLögum um almennar íbúðir nr. 52/20161 er ætlað að stuðla að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem leigt er út á samfélagslegum forsendum með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Markmið laganna er:

að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Í því skyni er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda.

Uppbygging húsnæðisins er háð því að þörf sé fyrir leiguíbúðir og að gerð sé áætlun um hvernig þeirri þörf verði mætt. Húsnæðisáætlun sveitarfélags byggir því á greiningu framboðs og eftirspurnar eftir margvíslegu leiguhúsnæði í sveitarfélaginu, þar með talið sértækum húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk.

Eins og fram kemur í samantekt Íbúðalánasjóðs um húsnæðisstuðning hins opinbera2 er stuðningurinn margþættur og hefur tekið miklum breytingum undanfarin á og vega greiðslur húsnæðisbóta, stofnframlaga og vaxtabóta þar þyngst.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á 686. fundi sínum 11. janúar 20173 tillögu bæjarráðs um að starfshópi um húsnæðismál yrði falið að setja fram tillögu að húsnæðisáætlun fyrir Mosfellsbæ til næstu fjögurra ára. Starfshópurinn skyldi jafnframt greina möguleg áhrif breytinga á rekstrarformi félagslegra leiguíbúða fyrir Mosfellsbæ. Greining á rekstrarformi hefur enn ekki farið fram og því tekur áætlun sú sem hér er lögð fram mið af því að félagslegar leiguíbúðir í eigu Mosfellsbæjar verði áfram reknar sem hefðbundið B-hluta fyrirtæki.

Starfshópinn skipuðu Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Pétur J. Lockton fjármálastjóri, og Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs. Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður og Ásgeir Sigurgestsson verkefnastjóri gæða- og þróunarmála á fjölskyldusviði störfuðu með hópnum þar til þau létu af störfum hjá Mosfellsbæ. Í þeirra stað komu Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Heiðar Örn Stefánsson lögmaður og Sigurbjörg Fjölnisdóttir verkefnastjóri gæða- og þróunarmála. Greining og tillögur hópsins fara hér á eftir.

1 http://www.althingi.is/lagas/nuna/2016052.html.

2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https://www.ils.is/library/1-

Forsidumyndir/H%C3%BAsn%C3%A6%C3%B0isstu%C3%B0ningur%20hins%20opinbera%20-%20Loka%C3%BAtg%C3%A1fa.pdf

3 Mál í skjalavistunarkerfi ONE-systems nr. 201606088

Page 4: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 5 -

1. Staða húsnæðismála í Mosfellsbæa) Íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ

Samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá4 er fjöldi íbúðarhúseigna í Mosfellsbæ 3.861 miðað við byggingarstig 4. Fjölbýli er algengasta íbúðarformið (36,4%) og þar á eftir eru einbýli (28,7%) eins, sjá Mynd 1 og 2. Algengast er að fjöldi herbergja í íbúðarhúsnæði sé fjögur (29,6%), þar á eftir er þrjú herbergi (20%) og fimm herbergi (19,5%). Skiptingu húsnæðis eftir fjölda herbergja má sjá á Mynd 5 og Töflu 1.

Mynd 1: Íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ 2. apríl 2019, skipting eftir tegund húsnæðis5.

Mynd 2: Hlutfallsleg skipting húsnæðis í Mosfellsbæ 2. apríl 2019 eftir tegund húsnæðis)6.

4 Þjóðskrá 2019, upplýsingar sóttar 2.4.2019, sent frá ILS, sbr. tölvupóst 2. og 3.4.2019.

5 Þjóðskrá – fasteignaskrá 2019, upplýsingar sóttar 2.4.2019, sent frá ILS, sbr. tölvupóst 2. og 3.4.2019.

6 Þjóðskrá – fasteignaskrá 2019, upplýsingar sóttar 2.4.2019, sent frá ILS, sbr. tölvupóst 2. og 3.4.2019.

Page 5: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 6 -

Mynd 3: Íbúðarhúsnæði (fjöldi) 2. apríl 2019 skipt eftir fermetrafjölda7.

Mynd 4: Hlutfallsleg skipting íbúða 2. apríl 2019 skipt eftir fermetrafjölda8.

7 Þjóðskrá – fasteignaskrá 2019, upplýsingar sóttar 2.4.2019, sent frá ILS, sbr. tölvupóst 2. og 3.4.2019.

8 Þjóðskrá 2019, upplýsingar sóttar 2.4.2019, sent frá ILS, sbr. tölvupóst 2. og 3.4.2019.

Page 6: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 7 -

Mynd 5:Hlutfallsleg skipting íbúðarhúsnæðis í Mosfellsbæ skipt eftir fjölda herbergja

Tafla 1: Tegund húsnæðis skipt eftir fjölda herberja (taflan sýnir ekki fjölda húsnæðis sem flokkast undir annað sem er 1,6% sbr. mynd 5)

b) Framboð íbúðaMeiri eftirspurn en framboð hefur verið eftir húsnæði að undanförnu. Þannig hefur skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði aukist verulega frá efnahagshruni, jafnt til kaups og leigu. Leigumarkaðurinn hefur lengi verið óstöðugur og íbúar haft um fátt annað að velja en að fjárfesta.

Í Mosfellsbæ er nú verið að byggja mesta fjölda íbúða í sögu bæjarfélagsins. Samtals voru um 550 íbúðir í byggingu 15. febrúar 2019 skv. skráningu byggingafulltrúa. Þróun í lýðfræði sýnir að heimilum án barna9 fjölgar hlutfallslega meira en heimilum með börnum. Í Mosfellsbæ

9 Heimild: Hagstofa Íslands, sótt 21. mars 2018 af http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__fjolsk__Fjolskyldan/MAN07108.px/.

Page 7: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 8 -

fjölgaði fjölskyldum án barna úr 3852 í 4501 á árunum 2013–2017 eða úr tæpum 43% af íbúafjölda í 46%. Því þarf að huga að þessum breyttu aðstæðum við skipulagningu nýrra hverfa og framboð nýs húsnæðis.

c) FjölskyldugerðÍbúafjöldi í Mosfellsbæ 1. janúar 2019 var 11.46310. Skiptingu íbúa eftir fjölskyldugerð árin 2016, 2017, 2018 og 2019 má sjá á Mynd 6.

0

500

1.000

1.500

2.000

2.500

3.000

3.500

Einstaklingar Hjónaband án barna

Hjónaband með börnum

Óvígð sambúð án barna

Óvígð sambúð með börnum

Karl með börn Kona með börn

2016 2.338 896 792 81 298 30 3122017 2.461 931 795 89 320 31 3212018 2.788 983 845 97 344 36 3302019 3.097 1.085 895 123 9 9 319

Mynd 6: Skipting íbúa eftir fjölskyldugerð 1. janúar 2016, 2017, 2018 og 201911.

Heimili án barna árið 2019 eru tæp 78% og hefur þeim fjölgað frá árinu 2016. Hlutfallslega er fjölgunin mest á milli áranna 2018 og 2019 eða um 9%. Á Mynd 7 má sjá þróun fjölda heimila án barna árin 2016–2019.

10 Heimild Hagstofa Íslands, sótt 11. mars 2019 af

https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__mannfjoldi__1_yfirlit__arsfjordungstolur/MAN10001.px/table/tableViewLayout1/?rxid=

ff412a8b-2834-4c78-b658-e36da1ade500.

11 Heimild: Hagstofa Íslands, sótt 29. nóvember 2018 af

http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__fjolsk__Fjolskyldan/MAN07108.px/table/tableViewLayout1/?rxid=5e414e46-e62a-4be5-8e4e-

0a16edd32e86.

Page 8: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 9 -

69,8370,35

71,33

77,75

2016 2017 2018 201967,00

68,00

69,00

70,00

71,00

72,00

73,00

74,00

75,00

76,00

77,00

78,00

79,00

Mynd 7: Heimili án barna sem hlutfall af heildarfjölda 1. janúar árin 2016,2017, 2018 og 201912.

d) Hlutfall leiguíbúðaFjöldi almennra leiguíbúða í Mosfellsbæ er ekki þekktur. Leiguíbúðir sem vitað er um eru íbúðir í eigu bæjarfélagsins, íbúðir í eigu félagasamtaka og íbúðir þar sem leigjendum eru greiddar húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur.

Almennar leiguíbúðir, þar með talið íbúðir einkaaðila þar sem greiddur er húsnæðisstuðningur, eru 310 eða 78% leiguíbúða sem vitað er um, þar af eru 73% (225) á vegum félaganna Búseta og Heimavalla. Íbúðir sem eru í svonefndri félagslegri leigu, sem fjármagnaðar eru með lánum frá Íbúðalánasjóði (áður Húsnæðisstofnun ríkisins) og bera lægri vexti en almennt gerist eru 85 (21% af þekktum fjölda leiguíbúða). Í Töflu 2 má sjá fjölda leiguíbúða félagasamtaka, skipt eftir leigusala og hvort um er að ræða íbúð byggða á félagslegum eða almennum grunni. Hlutfall íbúða af íbúafjölda13 sem leigðar eru á félagslegum grunni í Mosfellsbæ er um 0,75% þar af er tæpur helmingur (0,32%) leigður út af bæjarfélaginu. Greiðsla húsnæðisstuðnings er liður í stuðningi við tekjulágar fjölskyldur á leigumarkaði. Að meðtöldum þeim sem eru á almennum markaði og njóta húsnæðisstuðnings er hlutfall íbúða af íbúafjölda 1,08%.

12 Hagstofa Íslands. Sótt 27.3.2019 af

http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__fjolsk__Fjolskyldan/MAN07108.px/table/tableViewLayout2/?rxid=5e414e46-e62a-4be5-8e4e-0a16edd32e86.

13 Hagstofa Íslands íbúafjöldi 1.1.2019 11.436. Sótt 20.5.2019 af

https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__mannfjoldi__2_byggdir__sveitarfelog/MAN02001.px/table/tableViewLayout1/?rxid=bd2b212c-3368-4f9a-

a456-a09fade36c8c

Page 9: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 10 -

Tafla 2: Fjöldi leiguíbúða í Mosfellsbæ, skipt eftir leigusala, tegund leiguhúsnæðis

Eigandi Fjöldi íbúða Tegund

Mosfellsbær 31 Félagsleg leigaMosfellsbær, endurleigt húsnæði 5 Félagsleg leigaBúseti (íbúðir m. tekjumarki) 15 Félagsleg leigaBrynja – hússjóður ÖBÍ 14 Félagsleg leigaÞroskahjálp 5 Félagsleg leigaSkálatún 15 Félagsleg leigaBúseti – leiguíbúðir 24 Almenn leigaBúseti – búseturéttaríbúðir 38 Almenn leigaEirhamrar14 53 Almenn leigaVefarastræti 24–26 – Heimavellir 32 Almenn leigaVefarastræti 28–30 – Heimavellir 23 Almenn leigaGerplustræti 1–5 – Heimavellir 31 Almenn leigaVefarastræti 1–5 – Heimavellir 24 Almenn leigaÍbúðir einkaaðila, þar sem greiddur er húsnæðisstuðningur 87 Almenn leiga

397

Í febrúar 2019 voru greiddar almennar húsnæðisbætur til 241 heimilis og 71 heimili fékk greiddan sérstakan húsnæðisstuðning.

Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði er áætlað hlutfall íbúða í Mosfellsbæ sem var í umfangsmikilli útleigu mánuðina febrúar, mars og apríl 2018 á Airbnb 0,3% (9 íbúðir m.v. samtals 3.593 íbúðir) og hefur það lækkað um 0,2% borið saman við mánuðina ágúst, september og október 2017 þegar það var 0,5% (17 íbúðir)15. Skilgreiningin umfangsmikil útleiga er að íbúðin hafi verið í leigu í að meðaltali 22 daga mánuðina ágúst, september og október 2017.

e) Hlutfall búseturéttaríbúðaBúseturéttaríbúðir í Mosfellsbæ í eigu Búseta og Eirar hjúkrunarheimilis eru 76. Búseti og Eir eru með sama fjölda samninga vegna íbúða, 38 hvor. Þar af eru 16 með 100% íbúðarrétt og 22 með íbúðarrétt ásamt leigu. Hlutfall búseturéttaríbúða er 19% af fjölda leiguíbúða sem vitað er um í bæjarfélaginu.

f) Útgefin byggingarleyfiÁ árinu 2017 voru samþykkt byggingarleyfi fyrir 230 íbúðir og 485 á árinu 2018, eða alls 715 íbúðir á þessum tveimur árum.

Útgáfa brunabótamats er eingöngu til íbúðarhúsnæðis sem telst hæft til búsetu. Samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá16 var gefið út brunabótamat árin 2015-2018 fyrir 852 íbúðum. Skiptingu þess eftir árum og tegund húsnæðis má sjá í Töflu 3.Tafla 3: fjöldi íbúða sem fengu brunabótamat árin 2015-2018 skipt eftir tegund eigna

14 Þar af er Mosfellsbær með eina íbúð á leigu.

15 Samantekt ÍLS send með tölvupósti 21.12.2017 og 2.4.2019.

16 Þjóðskrá upplýsingar sóttar 13.5.2019, aðgangur byggingafulltrúa.

Page 10: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 11 -

Ár Einbýli Raðhús Parhús Fjölbýli Samtals2015 43 20 17 51 1312016 29 14 9 52 1042017 24 43 5 216 2882018 39 42 22 226 329

135 119 53 545 852

Page 11: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 12 -

2. Skipulag og þarfagreininga) Skipulagsáætlanir

Í nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem gildir 2015–2040 er lögð áhersla á þéttingu byggðar og byggingu minni íbúða. Þróun í lýðfræði sýnir að heimilum án barna fjölgar hlutfallslega meira en heimilum með börnum. Huga þarf að þessum breyttu aðstæðum við skipulagningu nýrra hverfa og framboð nýs húsnæðis.

Skipulag og uppbygging Mosfellsbæjar leggur áherslu á fjölbreytta, manneskjulega byggð þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi og góð tengsl við aðliggjandi útivistarsvæði og náttúru. Stefna Mosfellsbæjar er að unnið sé gegn félagslega einsleitri byggð og að í skipulagi og uppbyggingu íbúðahverfis sé tekið tillit til ungra fjölskyldna og efnaminni.

Í Mosfellsbæ eru nú tvö hverfi í uppbyggingu. Annars vegar er Leirvogstunguhverfið þar sem eingöngu eru sérbýli. Þar á eftir að byggja um 100 íbúðir og er hverfið fullskipulagt. Í Helgafellshverfi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum í fjölbýli og 450 í sérbýli. Búið er að skipuleggja 1.–3. áfanga hverfisins en verið er að undirbúa breytingu á 4. áfanga. Ekki er enn byrjað á 5. áfanga Helgafellslands. Þá eru Blikastaðaland, Lágafellsland og Sólvallaland skilgreindir byggðaflekar í aðalskipulagi. Enn hefur þó ekki verið tekin ákvörðun um skipulagsvinnu á þeim svæðum.

Árin 2016–2018 eru um 900 íbúðir í fjölbýli nýlega byggðar, í byggingu eða framkvæmdir eru um það bil að hefjast. Allar þessar íbúðir eru í Helgafellslandi og miðbænum. Þessi mikla uppbygging kemur glögglega fram á Mynd 817. Um er að ræða fjölbreytt rekstrarform og hlutfall leiguíbúða er hærra en áður hefur þekkst á markaðnum. Íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar fyrir 50 ára og eldri eru 65 talsins.

Mynd 8: Spá Samtaka iðnaðarins um aukningu á framboði íbúða á höfuðborgarsvæðinu.

17 Íslandsbanki. Íslenski íbúðamarkaðurinn 2018 sótt 13.3.2019 af https://gamli.islandsbanki.is/einstaklingar/markadir/greining/islenski-

ibudamarkadurinn-2018/.

Page 12: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 13 -

b) Framboð á lóðumÁ árinu 2018 úthlutaði Mosfellsbær um 30 lóðum undir rað- og parhús. Um er að ræða lóðir í Leirvogstunguhverfi. Þess ber þó að geta að umtalsverður fjöldi lóða í einkaeigu er óbyggður og til sölu í Mosfellsbæ.

Í byrjun árs 2019 er þéttbýlasti hluti Helgafellshverfis (augað) langt kominn. Í því hverfi eru bæði fjölbýlishús og skóli langt komin. Fjórði áfangi Helgafellshverfis verður byggður næst og þar er gert ráð fyrir 168 íbúðum, flest sérbýli, samkvæmt skipulagi sem er í skipulagsferli. Hafin er vinna við deiliskipulag 5. áfanga Helgafellslands.

Viðræður eru hafnar við landeigendur á Blikastaðalandi til að undirbúa næsta byggingarsvæði þar sem núgildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir um 1800 íbúðum. Þar er gerð ráð fyrir blöndu af fjölbýli og sérbýli.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um nákvæman fjölda lóða í einkaeigu sem eru til sölu. Samkvæmt fasteignavef Morgunblaðsins er fjöldi jarða og lóða sem auglýstar eru til sölu í Mosfellsbæ í þéttbýli (póstnúmer 270) og dreifbýli (póstnúmer 271) alls 58, þar af 46 í þéttbýli.

c) Atvinnustefna og efnahagsþróunUppbygging atvinnuhúsnæðis og þar með atvinnu getur haft áhrif á búsetu fólks í Mosfellsbæ en taka þarf tillit til framboðs og eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði og verðs á höfuðborgar-svæðinu. Nokkur eftirspurn hefur verið eftir atvinnuhúsnæði og lóðum fyrir atvinnustarfsemi síðustu mánuði. Að hluta til má rekja það til breytinga innan höfuðborgarsvæðisins þar sem nú er verið að breyta stórum atvinnusvæðum að stærstum hluta í íbúðahverfi t.d. í Vogahverfi í Reykjavík og Kársnesinu í Kópavogi. Nokkurt framboð hefur verið af lóðum undir léttan iðnað í Desjamýri og á Tungumelum. Með þessu aukast atvinnumöguleikar íbúa í Mosfellsbæ. Aukinn íbúafjöldi getur einnig kallað á meiri umsýslu, svo sem fjölgun starfsmanna í nærþjónustu sveitarfélagsins, kennara, leikskólakennara og starfsmanna í frístundaþjónustu við börn, sem og í þjónustu við eldri borgara.

d) Fólksflutningar milli svæðaSvæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015–2040 nefnist Höfuðborgarsvæðið 204018. Þar segir: Sveitarfélögin eru ólík og mikilvægt er að þau fóstri sín sérkenni til að allir geti fundið byggð við sitt hæfi. Þannig verði skapaður frjósamur jarðvegur sem laði það besta fram á svæðinu öllu. Gert er ráð fyrir því að svæðið sé eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður, með sameiginlegt grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir, útmörk, landslag og náttúru.

Íbúaspá svæðisins gerir ráð fyrir árlegri fjölgun um 1,1% og að til ársins 2040 fjölgi íbúum um ríflega 70 þúsund. Reiknað er með því að hlutfall höfuðborgarsvæðisins af allri fjölgun landsmanna verði áfram um 90%. Fjölgun íbúa í Mosfellsbæ19 síðustu tvö ár er töluvert meiri en fyrrgreind spá gerir ráð fyrir, árið 2017 um rúm 7% og 2018 um tæp 8% (Tafla 4).

Tafla 4: Þróun íbúafjölda árin 2015-2019.

18 Samband íslenskra sveitarfélaga 2015. Svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 bls. 20. Sótt 13.3.2019 af

http://ssh.is/images/stories/Hofudborgarsvaedid_2040/HB2040-2015-07-01-WEB_Undirritad.pdf. 19 Heimild Hagstofa Íslands, sótt 19.5.2019 af

https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__mannfjoldi__2_byggdir__sveitarfelog/MAN02001.px/table/tableViewLayout1/?rxid=fbde2098-c694-417c-

9ef9-6057ca80fb29

Page 13: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 14 -

2015 2016 2017 2018 2019

Heildar íbúafjöldi

9.300

9.481

9.783

10.556

11.436 Fjölgun íbúa milli ára 225 181 302 773 880Hlutfallsleg fjölgun íbúa milli ára 2,4% 1,9% 3,1% 7,3% 7,7%

e) Markmið um þéttingu byggðarÞéttleiki núverandi íbúðasvæða í Mosfellsbæ er allt frá 7 til 17,9 íbúða á hektara. Gert er ráð fyrir að meðaltalsþéttleiki verði 14,6 íbúðir á hektara. Í takti við nýjar áherslur svæðisskipulags má þó gera ráð fyrir að einstaka svæði, og þá sér í lagi í kringum hugsanlega Borgarlínu verði talsvert þéttari. Fjöldi íbúa á hektara hefur farið lækkandi undanfarna áratugi eða úr 54 árið 1985 í 35 árið 2012.

f) Skilgreining ólíkra hópa og greiðslugeta Hlutfall fjölskyldna í Mosfellsbæ sem falla innan skilgreindra tekju- og eignaviðmiða sbr. reglugerð nr. 555/2016 um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðisstofnanir og almennar íbúðir er 26,0% sem er tölvuvert lægra en á höfuðborgarsvæðinu (33,3%) og á landinu í heild (33,8%). Gögnin eru tilgreind eftir fjölskyldugerð, einstaklingum annars vegar og samsköttun hins vegar og ættu því að gefa nokkuð góða mynd af hlutfalli þeirra fjölskyldna sem falla innan fyrrgreindra eignamarka. Gögnin miða því eingöngu við tekjur þeirra sem eru 26 ára og eldri, í því skyni að fækka hlutfalli einstaklinga sem að öllum líkindum búa enn í foreldrahúsum20.

Tekjuviðmið byggja á ákvæðum um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum21 og eru að hámarki 5.345.000 kr. fyrir hvern einstakling. Við þá fjárhæð bætast 1.336.000 kr. fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Viðmiðunartekjur hjóna og sambúðarfólks skulu vera 40% hærri en hjá einstaklingi, þ.e. að hámarki 7.484.000 kr.

g) Áætluð þörf fyrir húsnæðiSamkvæmt reglum Mosfellsbæjar um félagslegt leiguhúsnæði og 46. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga er markmiðið með úthlutun leiguíbúða að sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru fær um það sjálf, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn.

Eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði er breytileg milli ára. Á það við um fjölda og gerð íbúða, sem markast af stærð fjölskyldna. Undanfarin ár hefur þörf fyrir tveggja herbergja íbúðir verið mun meiri en áður og þörf fyrir stærri íbúðir hverfandi.

Með hliðsjón af fyrrgreindum aðstæðum hefur Mosfellsbær í auknum mæli farið þá leið að leigja íbúðir af einkaaðilum í stað þess að fjölga íbúðum í eigu bæjarfélagsins. Það gerir það mögulegt að bregðast fyrr við eftirspurn en ella. Þannig má einnig mæta þörfum þeirra sem eru í mestri neyð með því að úthluta húsnæði í samræmi við fjölda einstaklinga í fjölskyldu. Það kemur jafnframt í veg fyrir að fámenn fjölskylda fái úthlutað óþarflega stóru húsnæði eða öfugt. Fjöldi heimilda til leigu á íbúðum af einkaaðilum eru sex sem eru allar nýttar.

Miklar breytingar hafa átt sér stað í húsnæðismálum sem hafa áhrif á þörf fyrir félagslegt leiguhúsnæði. Má þar nefna fyrrgreindar breytingar á stuðningi við leigjendur með tilkomu

20 Tölvupóstur frá ÍLS dags. 21.12.2017.

21 23. gr. reglugerðar nr. 555/2016 m.breytingu skv. rg. nr. 156/2019.

Page 14: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 15 -

húsnæðisbóta ríkisins, sérstaks húsnæðisstuðnings sveitarfélagsins og fjölgun leiguíbúða í bæjarfélaginu með tilkomu fjölgunar leiguíbúða í eigu leigufélaga.

Endurnýjun umsókna fer fram árlega, fyrir 30. september, hafi liðið þrír mánuðir eða lengri tími frá því að umsókn var fyrst lögð inn. Við mat á umsókn er tekið tillit til fjölskyldugerðar, heilsufars, vinnugetu, húsnæðisaðstæðna og tekna. Auk þess er tekið tillit til þess ef aðstæður umsækjenda eru sérstaklega erfiðar og ástæða er talin til þess að tekið sé tillit til þeirra, svo sem í málum sem eru til meðferðar á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Samþykktar umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði voru 31 í byrjun apríl 2019. Þar af voru tvenn hjón. Umsækjendur án barna voru fjórtán. Tólf voru í leiguhúsnæði á almennum leigumarkaði, 7 hafði verið sagt upp leigusamningi sínum og/eða áttu að rýma húsnæði innan mánaðar, 8 bjuggu sem gestir inni á öðrum og 3 voru húsnæðislausir.

Samráðshópur framkvæmdastjóra velferðarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu hefur rætt möguleika og mikilvægi samvinnu sveitarfélaganna um að setja á laggirnar húsnæði til að leysa úr bráðum vanda fólks. Í tilvikum þar sem Mosfellingar nýta neyðargistiskýli Reykjavíkurborgar fyrir húsnæðislausa einstaklinga (Gistiskýlið að Lindargötu og Konukot) greiðir Mosfellsbær Reykjavíkurborg framlag í samræmi við samning sveitarfélaganna.

Í tilvikum þar sem einstaklingur sem er í bráðum vanda á ekki í hús að venda hefur bæjarfélagið, ef viðkomandi óskar þess, haft milligöngu um dvöl á gistiheimili í Mosfellsbæ eða utan þess, allt eftir ósk viðkomandi og möguleika á lausu gistirými. Mosfellsbær hefur tekið þátt í greiðslu vegna þess kostnaðar að hluta til eða fullu.

Þegar fjölskyldugerð íbúa í Mosfellsbæ er skoðuð má sjá að einstaklingar eru 34% og af þeim eru 74% barnlaus22. Hlutfall barnlausra umsækjenda um félagslegt leiguhúsnæði er hærra en almennt er í bænum, en það var 48% í byrjun apríl 2019.

Leigjendur félagslegra íbúða hafa að meðaltali leigt félagslegt leiguhúsnæði í eigu Mosfellsbæjar í 8,1 ár. Leiga hvers og eins hefur verið allt frá nokkrum mánuðum og lengst í 23 ár.

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019–2022 gerir ráð fyrir því að veitt verði stofnlán vegna þriggja íbúða árlega árin 2019, 2021 og 2022 að upphæð 13,2-13,8 milljónir króna á ári, en árið 2020 vegna fimm íbúða en þá er gert ráð fyrir því að byggður verði fimm íbúða kjarni fyrir fatlað fólk í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp og nemi stofnlán Mosfellsbæjar vegna þeirra 24 milljónum króna, sjá Töflu 5. Landssamtökin Þroskahjálp hafa einnig fengið kynningu á uppbyggingu leiguhúsnæðis í miðbæ Mosfellsbæjar og til greina kemur að í stað þess að samtökin byggi húsnæði kaupi þau íbúðir. Meiri eftirspurn er því eftir minni íbúðum. Mosfellsbær vinnu nú að því að koma á laggirnar áfangaheimili fyrir geðfatlaða á árinu 2019.

Tafla 5: Áætlaður fjöldi veittra stofnlána árin 2019, 2020, 2021 og 2022 sem Mosfellsbær veitir. Skipt eftir fjölda, stærð og kaupverði.

Ár FjöldiStærð í

m2Stærð í

m2Stærð í

m2Kaupverð í

m.kr. 12% 4%Alls stofnlán í

m.kr. á ári

22 Heimild: Hagstofa Íslands, sótt 29. nóvember 2018 af

http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__fjolsk__Fjolskyldan/MAN07108.px/table/tableViewLayout1/?rxid=5e414e46-e62a-4be5-8e4e-

0a16edd32e86.

Page 15: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 16 -

2019 3 50 60 60 110 13,2 13,22020 5 50 50 50 150 18 6 242021 3 50 60 80 115 13,8 13,82022 3 50 60 80 115 13,8 13,8

Fjárfestingaáætlun Mosfellsbæjar árin 2019–2022 (Tafla 6) gerir ráð fyrir veitingu stofnláns til félagasamtaka eða einkaaðila auk þess sem gert er ráð fyrir kaupum á tveimur félagslegum íbúðum á árinu 2019, ásamt sölu á raðhúsi í eigu bæjarfélagsins sem er óhentugt til nota sem félagslegt leiguhúsnæði. Fjölda og stærð íbúða sem áætlunin gerir ráð fyrir má sjá í Töflu 5.

Tafla 6: Fjárfestingaáætlun Mosfellsbæjar vegna félagslegs húsnæðis árin 2019–2022

2019 2020 2021 2022Upphæð í m.kr. 77 26 26 26

Fjárfestingaáætlunin tekur mið af því að eftirspurn er mest eftir litlum íbúðum þar sem flestir umsækjendur um húsnæði eru einstaklingar og er lögð áhersla á að fjölgun íbúða taki mið af því. Í því ljósi gerir áætlun ráð fyrir fyrrgreindum kaupum á íbúðum á árinu. Eins og áður greinir er heimild fjölskyldusviðs til þess að leigja íbúðir af einkaaðilum fullnýtt. Í ljósi eftirspurnar eftir félagslegu leiguhúsnæði er ástæða til þess að fjölga heimildum til leigu íbúða af einkaaðila úr sex í átta. Kostnaður Mosfellsbæjar vegna leigu íbúðar á ári er að jafnaði um 1,5 milljón króna.

Page 16: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 17 -

3. Markmið og aðgerðaáætluna) Uppbygging til að mæta íbúðaþörf

Margir sterkir kraftar hafa áhrif á íbúðamarkaðinn á Íslandi um þessar mundir. Lítil uppbygging á árunum eftir efnahagskreppuna skapar mikla eftirspurn nú þegar hagur almennings vænkast og stórir árgangar bætast í hóp kaupenda. Gjaldeyrishöft höfðu þau áhrif að fjármagn leitaði í miklum mæli í fasteignir og gerir enn. Stór leigufélög hafa orðið til, sem er nýjung á íslenskum húsnæðismarkaði, og það getur einnig haft áhrif á eftirspurn eftir húsnæði meðan félögin eru að koma sér upp eignasafni.

Lýðfræðileg þróun hefur einnig áhrif á fasteignamarkaðinn. Meðalaldur fólks hækkar og hefur hlutfall fólks á eftirlaunaaldri aldrei verið hærra. Gert er ráð fyrir að meðalaldur Íslendinga haldi áfram að hækka á næstu áratugum og þar með hlutfall eldri borgara. Fæðingartíðni fer lækkandi og greina má fjölgun þeirra sem búa einir eða án barna. Þessi þróun leitar öll í sömu átt, eftirspurn eftir minni íbúðum eykst.

Samkvæmt mati greiningardeildar Arion banka er talið að sú uppbygging sem þegar er áætluð til ársins 2019 komi til með að mæta fólksfjölgun en að hægt hafi á verðhækkunum23. Hvatinn sem hækkandi húsnæðisverð hefur haft á nýbyggingar mun að öllum líkindum leiða til nægs framboðs.

Eins og fram kemur í Svæðaskipulagi höfuðborgarsvæðisins 204024 (bls. 21) hefur aldurssamsetning á svæðinu breyst á síðustu 20 árum, miðaldur hefur hækkað úr 31,3 árum í 34,2 ár. Gert er ráð fyrir því að þróunin muni halda áfram á næstu áratugum þannig að 67 ára og eldri fjölgi mest eða um 38%. Þróun lýðfræði bendir í þá átt að heimilum án barna fjölgi hlutfallslega meira en heimilum með börn sem gefur vísbendingu um breyttar kröfur til húsnæðismarkaðarins og aukna eftirspurn eftir húsnæði fyrir einstaklinga og barnlausar fjölskyldur.

Mosfellsbær hefur leikið veigamikið hlutverk í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgar-svæðinu frá árinu 2015 til dagsins í dag og mun gera enn um sinn. Því er ekki talin þörf á sérstökum aðgerðum, umfram þær áætlanir sem þegar eru til staðar, til að mæta íbúðaþörf. Mikilvægt er þó að fylgjast vel með þróun framboðs og eftirspurnar íbúðarhúsnæðis á næstu misserum. Þá má gera ráð fyrir að eitthvert jafnvægi náist og hægt verði að rýna í markaðinn við aðrar aðstæður.

Gera má ráð fyrir að íbúðasamsetning í Mosfellsbæ breytist ört á næstu árum. Síðustu áratugi hefur byggðin aðallega einkennst af lágreistum sérbýlishúsum, en í nýju hverfunum Leirvogstungu og Helgafelli er meiri þéttleiki en áður hefur þekkst. Þétt fjölbýlishúsabyggð í hluta Helgafellslands og þétting byggðar í miðbænum kemur að öllum líkindum til með að hafa áhrif á íbúasamsetningu bæjarins. Þessi breyting er í takti við þá eftirspurn sem lýst var hér að framan. Huga þarf að jafnvægi íbúða í fjölbýli og sérbýli og að brugðist sé við eftirspurn markaðarins.

Áætla má að kostnaður á hverja íbúð við uppbyggingu innviða og þjónustu í nýju hverfi í sveitarfélaginu sé að lágmarki 6 milljónir króna fyrir utan kostnað við gatnagerð.

23 Arion banki. Sótt 8.4.2019 af

https://www.arionbanki.is/themes/arionbanki/arionbanki/documents/04_Markadir/Greiningardeild/H%C3%BAsn%C3%A6%C3%B0issk%C3%BDrsla%202019

%20sk%C3%BDrsla%20MASTER.pdf.

24 Samband íslenskra sveitarfélaga 2015. Svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 bls 21. Sótt 13.3.2019 af

http://ssh.is/images/stories/Hofudborgarsvaedid_2040/HB2040-2015-07-01-WEB_Undirritad.pdf.

Page 17: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 18 -

b) Uppbygging vegna mannfjöldaþróunarÞróun mannfjölda helst óhjákvæmilega í hendur við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, það á við í Mosfellsbæ sem og annars staðar. Húsnæði þarf að vera fyrir hendi til að rúma þá sem vilja flytja í sveitarfélagið og nýja íbúa þarf til svo selja megi þær íbúðir sem byggðar eru. Í þessu efni er Mosfellsbær í þeirri stöðu að fólk sem flytur af landsbyggðinni á suðvesturhornið virðist leita í sveitarfélagið í ríkari mæli en gildir víða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Í því sambandi er þess einnig að geta að samkvæmt árlegum könnunum Gallup eru íbúar Mosfellsbæjar, flestum öðrum landsmönnum fremur, ánægðir með bæinn sinn, þjónustu, umhverfi o.s.frv. Það spyrst út og hlýtur að hafa sín áhrif á eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu og þar með þróun íbúafjölda.

Spár um mannfjölda eru alltaf háðar óvissu, svo sem efnahags- og atvinnuástandi, stjórnmálaþróun, veðurfari og náttúruvá, frjósemi og dánartíðni og þróun heilbrigðisþjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Á vef Hagstofu Íslands er að finna margvíslegan fróðleik í þessum efnum, jafnt forsendur sem beinar tölulegar spár25. Hagstofan setur ekki fram mannfjöldaspá eftir sveitarfélögum eða landsvæðum. Það gerir hins vegar Byggðastofnun og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og því má finna þar spá um þróun íbúafjölda í Mosfellsbæ.

25 Sjá: https://hagstofa.is/talnaefni/ibuar/mannfjoldaspa/.

Page 18: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 19 -

4. Mannfjöldaþróun í Mosfellsbæ

Mannfjöldaspá Byggðastofnunar 2018-206626 á sveitarfélagagrunni byggir á mannfjöldalíkani sem skiptir mannfjöldaspá Hagstofu Íslands niður á sveitarfélög (bls. 14 og 84). Líkanið sem byggir á 10.000 manna slembiúrtaki notar söguleg gögn til að spá fyrir um framtíðina á hlutlægan hátt og byggir á því að þróun ákveðinna breyta (barnsfæðinga, dauðsfalla og flutningi milli staða) sé hliðstæð því sem verið hefur. Á Mynd 9 má sjá mannfjöldaspá fyrir Mosfellsbæ árið 2030 borið saman við árið 2017.

Mynd 9: Mannfjöldaspá fyrir Mosfellsbæ árið 2030 borið saman við mannfjölda árið 2017

Á Mynd 10 má sjá mannfjöldaspá skipt eftir körlum og konum til ársins 2060. Gráar línur sýna heildarfjölda karla og kvenna við upphafsárið 2017 og 2030.

Mynd 10: Mannfjöldaspá fyrir Mosfellsbæ til ársins 2060

Spá um mannfjöldaþróun er árlega lögð fram við gerð fjárhagsáætlunar. Áætlun vegna áranna 2019–2022 er byggð á fjölda íbúa í upphafi ársins 2016. Í Töflum 7-10 má sjá áætlun um

26 Byggðastofnun sótt 15.5.2019 á https://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/Mannfjoldaspa/mannfjoldaspabyggdastofnunar.pdf

Page 19: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 20 -

mannfjölda framangreind ár, forsendur um fjölgun íbúða, fjölda íbúa eftir aldri og hlutfall íbúa eftir aldurshópum.

Tafla 7: Íbúafjöldi í Mosfellsbæ 1. janúar 2016 og spá um íbúafjölda í upphafi áranna 2019–202227.

Tafla 8: Forsendur um fjölgun íbúða, rauntölur árið 2017 og spá um fjölgun íbúða árin 2018–202128.

Fjöldi íbúa eftir aldurshópum reiknast út frá áætlaðri hlutfallsskiptingu hvers árs.

27 Heimild: Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019–2020 ásamt drögum að greinargerðum. Gert 08.10.2018 þegar fjöldi íbúa var 11.313.

28 Heimild: Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019–2020 ásamt drögum að greinargerðum. Gert 08.10.2018 þegar fjöldi íbúa var 11.313.

Page 20: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 21 -

Tafla 9: Fjöldi íbúa eftir aldurshópum, rauntölur í árslok 2017 og spá um fjölda í árslok árin 2018–202229:

Tafla 10: Hlutfall íbúa eftir aldurshópum, rauntölur í árslok 2016 og spá um hlutfall í árslok 2017–202130.

Þegar rauntölur íbúafjölda áranna 2016, 2017, 2018 og 201931 eru skoðaðar kemur fram að hlutfall barna (0–17 ára) af íbúafjölda lækkar úr 28,1% 2016 í 26,3% árið 2019. Að sama skapi fjölgar í hópi eldri borgara, 67 ára og eldri, úr 9,3% árið 2016 í 9,8% árið 2019.

a) Uppbygging vegna ferðaþjónustuErfitt er að rýna í þróun ferðaþjónustu innan sveitarfélagsins, en miðað við hraða og umfang uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í Mosfellsbæ á árunum 2017–2020 er ekki fyrirséð að gera þurfi sérstakar ráðstafanir í þeim efnum vegna ferðaþjónustu í nánustu framtíð.

Í skýrslu Íslandsbanka32 um Íslenska íbúðamarkaðinn 2018 (bls. 37) kemur fram að allt bendi til þess að minni árstíðasveiflu gæti á seldum óskráðum gistinóttum og að hinum skráða markaði gangi betur að mæta eftirspurn eftir gistingu á háannatíma. Að mati skýrsluhöfundar ætti það að draga úr þrýstingi á hækkun íbúðaverðs.

29 Heimild: Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019–2020 ásamt drögum að greinargerðum. Gert 08.10.2018 þegar fjöldi íbúa var 11.313.

30 Heimild: Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019–2020 ásamt drögum að greinargerðum. Gert 08.10.2018 þegar fjöldi íbúa var 11.313.

31 Hagstofa Íslands. Mannfjöldi eftir sveitarfélögum 1.1. hvert ár. Sótt 8.4.2019 af

https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__mannfjoldi__2_byggdir__sveitarfelog/MAN02001.px/?rxid=e5a715dc-9e09-4218-bd96-ab339065df26.

32 Íslenski íbúðamarkaðurinn 2018 sótt 19.5.19 af https://gamli.islandsbanki.is/library/Skrar/Greining/Skyrslur/I%CC%81slenskur-

i%CC%81bu%CC%81%C3%B0amarka%C3%B0ur_okt2018_FINAL.pdf

Page 21: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 22 -

b) Stofnframlög ríkisinsÍbúðalánasjóður veitir stofnframlög ríkisins til kaupa eða byggingar á hagkvæmum íbúðum, svokölluðum leiguheimilum. Markmiðið með veitingu þeirra er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu. Leiguheimili eru byggð á lögum um almennar íbúðir.

Rekstraraðilar sem uppfylla ákveðin skilyrði eiga kost á stofnframlögum til uppbyggingar húsnæðisins. Framlag frá ríki getur numið 18% af stofnverði almennra íbúða (auk 4% viðbótarframlags til sveitarfélaga vegna húsnæðis sem ætlað er námsmönnum eða öryrkjum) og framlag sveitarfélags getur numið 12% af stofnverði. Í tilvikum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki eða sérstök vandkvæði á fjármögnun á almennum markaði getur komið 4% framlag frá sveitarfélagi. Framlögin geta verið varanleg eða bundin kvöð um endurgreiðslu.

Sveitarfélög eiga val um hvort þau standi sjálf að uppbyggingu húsnæðisins eða eigi samstarf við aðra um það, svo sem sjálfseignarstofnanir.

Útgjöld vegna stofnframlaga skulu koma fram í reikningsskilum sveitarfélags ef um ofangreint samstarfsverkefni er að ræða, sem og í fjárhagsáætlun, sbr. VII. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 (eftir atvikum með viðauka). Í fjárhagsáætlun þarf að gera grein fyrir því hvernig þeim verður mætt, svo sem með:

a. Beinni fjárheimild eða úr sjóði í B-hluta.

b. Framsali lóðaréttinda, þ.m.t. vegna byggingarréttar.

c. Afléttingu lögbundinna gjalda, svo sem gatnagerðargjalds.

Ef um endurgreiðslukvöð er að ræða myndar framlagið 12% hlutdeild í fasteign sem eignfærist á móti útgjöldum. Framlag ríkisins tekjufærist 18% (auk 4% viðbótarframlags ef við á) ef sveitarfélagið stendur sjálft að uppbyggingu.

Tekjufærsla stofnframlags ríkisins ræðst af því hvort um beint framlag eða vaxtaniðurgreiðslu er að ræða. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar (681. fundur) samþykkti reglur um stofnframlög hjá Mosfellsbæ.

c) Sérstakur húsnæðisstuðningur MosfellsbæjarReglur Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning kveða á um að hann sé ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrðar eða félagslegra aðstæðna. Helstu forsendur þess að umsókn taki gildi eru þær að umsækjandi hafi fengið samþykkta umsókn um húsnæðisbætur, búi í samþykktu íbúðarhúsnæði á almennum markaði og að samanlagðar tekjur og eignir umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, séu innan þeirra viðmiða sem reglurnar segja til um.

Útgjöld Mosfellsbæjar vegna sérstaks húsnæðisstuðnings janúar til nóvember 2018 námu kr. 20.255.537 eða kr. 1.841.412 að meðaltali á mánuði. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 hafði sveitarfélagið áætlað kr. 36.360.000 til þessa málaflokks.

Page 22: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 23 -

5. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar 2019–2022 Í stefnu og áherslum Mosfellsbæjar árin 2017–2027 er framtíðarsýn Mosfellsbæjar eftirfarandi:

Mosfellsbær er fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi.

Mosfellsbær leggur þannig þær áherslur að veita þjónustu sem mætir þörfum, að vera til staðar fyrir fólk og að þróa samfélagið í rétta átt.

Með gerð húsnæðisáætlunar Mosfellsbæjar er leitast við að sjá fyrir þarfir, auka lífsgæði íbúa og byggja undir samheldni og samvinnu milli starfsmanna, íbúa og kjörinna fulltrúa.

Eftirfarandi eru undirstrikaðir þeir þættir í áherslum Mosfellsbæjar sem meðal annars skipta máli við mótun húsnæðisáætlunar Mosfellsbæjar.

Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar er ætlað að vera stefnumarkandi til næstu fjögurra ára og nær hún aðallega til velferðarmála og skipulagsmála og er ætlað að hafa mótandi áhrif á framkvæmd verkefna innan málaflokkanna.

Framkvæmd laga um almennar íbúðir er að hluta í höndum bæjarstjórnar og er tekið tillit til þess við mótun og framkvæmd þessarar húsnæðisáætlunar. Tekið er mið af stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu almennt séð, stefnumörkun sveitarfélagsins samkvæmt gildandi aðalskipulagi, áætlaðri þróun mannfjölda, mati á framboði og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og loks greiningu og mati á félagslegri stöðu íbúa. Þá er við mótun áætlunarinnar stuðst við tölfræði frá Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra, fjölskyldusviði og umhverfissviði.

Stefnumarkandi áherslur næstu fjögurra ára: Á sviði skipulagsmála og við uppbyggingu Mosfellsbæjar verður lögð áhersla á fjölbreytta,

manneskjulega byggð þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi og góð tengsl við aðliggjandi útivistarsvæði og náttúru.

Unnið verður gegn félagslega einsleitri byggð og tekið tillit til þarfa ungra fjölskyldna, eldri borgara, fatlaðs fólks og efnaminni.

Stuðlað verður að jafnvægi í aldurssamsetningu bæjarbúa með það í huga að innviðir bæjarfélagsins, svo sem leikskólar og skólar, séu sem best nýttir á hverjum tíma. Íbúasamsetning Mosfellsbæjar hefur tekið breytingum á undanförnum árum, heimilum án barna hefur fækkað, börnum fækkar lítillega og að sama skapi fjölgar í hópi eldri borgara.

Unnið verður að jafnari aldurssamsetningu, t.d. með því að hvetja til eða skapa aðstæður þar sem byggðar verða íbúðir sem henta ungu fólki til kaups eða leigu. Í því sambandi má nefna uppbyggingu námsmannaíbúða sem byggðar eru af byggingarsamvinnufélögum sem fái úthlutað lóðum til að byggja leiguíbúðir sem verði leigðar út án arðsemissjónarmiða.

Page 23: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 24 -

Takmarkað framboð á minna húsnæði sem hentar ungu fólki sem er að hefja búskap getur leitt til þess að yngra fólk flytjist burtu úr bænum. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ skapaði möguleika til að sækja nám eftir grunnskóla í Mosfellsbæ. Ungmenni sem stunda frekara nám og búa ekki í foreldrahúsum eiga þess hins vegar ekki kost að búa í námsmanna-íbúðum í bæjarfélaginu. Þá liggur Mosfellsbær vel við samgöngum í háskóla höfuðborgarinnar og það sama gildir um háskólana að Hvanneyri og á Bifröst.

Áfram verður unnið að fjölgun íbúða ætluðum eldra fólki en því mun fjölga töluvert á næstunni, með tilkomu 65 íbúða við Bjarkarholt auk 55 íbúða í 4. áfanga Helgafellshverfis sem ætlaðar eru 50 ára og eldri. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á húsnæðismarkaði Mosfellsbæjar frá árinu 2016 með uppbyggingu Helgafellslands, Leirvogstungu og byggingu fjölbýlishúsa í miðbænum. Eftirspurn eftir húsnæði í bæjarfélaginu, líkt og á höfuðborgarsvæðinu öllu, er mikil en ekki er að fullu ljóst hver hún verður þegar uppbyggingu húsnæðis samkvæmt fyrrgreindum áföngum lýkur.

Stutt verður við og þær breytingar vaktaðar sem orðið hafa á stuðningi við tekjulága leigjendur með tilkomu nýrra húsnæðisbóta ríkisins og hækkun sérstaks húsnæðisstuðnings bæjarfélagsins í ársbyrjun 2018 verður til þess að gera lágtekjufólki auðveldara fyrir að leigja á almennum markaði. Leiguíbúðir sem vitað er um eru um 11% af íbúðarhúsnæði bæjarfélagsins33. Hlutfall fjölskyldna í Mosfellsbæ sem falla innan skilgreindra tekju- og eignaviðmiða er 26% sem er um þriðjungi lægra en landsmeðaltalið.

Áfram verður byggt á þeirri áherslu að breytileika í eftirspurn eftir félagslegu húsnæði verði mætt með því að blanda saman eignaríbúðum og langtímaleigu á vegum bæjarins. Félagslegum leiguíbúðum verður fjölgað í samræmi við þarfir á hverjum tíma. Reynslan sýnir að eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði er breytileg frá einum tíma til annars og dæmi eru um að stærð húsnæðis í eigu bæjarfélagsins sem er til ráðstöfunar henti ekki þeim fjölskyldum sem eru í brýnastri þörf hverju sinni. Því úrlausnarefni hefur Mosfellsbær mætt undanfarin ár með því að leigja íbúðir á almennum markaði og framleigt til fjölskyldna líkt og um húsnæði í eigu bæjarfélagsins væri að ræða. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og verið til þess fallið að laga þjónustu bæjarfélagsins að þörfum notenda á hverjum tíma.

Fjárfestingaáætlun Mosfellsbæjar á sviði félagslegs húsnæðis skal taka mið af því að eftirspurn er mest eftir litlum íbúðum þar sem flestir umsækjendur um húsnæði eru barnlausir og því er lögð áhersla á að fjölgun íbúða taki mið af því.

Veitt verður fé og/eða stofnframlag til kaupa á félagslegum íbúðum árin 2019–2022 sem mæti þeirri þörf sem metin hefur verið í þessari húsnæðisáætlun. Þá er miðað við að á árinu 2020 verði veitt stofnlán til kaupa á fimm íbúðum sem ætlaðar verða fötluðu fólki. Viðræður eru hafnar við Landssamtökin Þroskahjálp um veitingu stofnframlags til byggingar þessara íbúða.

Nánari útfærsla þessara stefnumarkandi áforma skal birtast í fjárhagsáætlun hvers árs og þær skuldbindingar sem þar koma fram byggja á endurmati á þeim þörfum sem þá verða uppi. Það er m.a. verkefni bæjarráðs og fjölskyldunefndar að fylgjast með þróun mála á húsnæðismarkaði í bæjarfélaginu og leggja til fjárveitingar sem styðja við framkvæmd þessarar húsnæðisáætlunar.

Að teknu tilliti til áætlunar um fjölgun íbúða sem fram kemur í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2020 (Tafla 8) og skiptingu húsnæðis eftir fermetrafjölda í hlutfalli af stærð eigna (Mynd 3) má áætla að húsnæðisþörf skipt eftir stærð og tegund íbúða verði eftirfarandi, sjá Töflu 11.

33 397 leiguíbúðir af 3.593 íbúðum í bæjarfélaginu.

Page 24: Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar · 2 Íbúðalánasjóður (2018:3) Húsnæðisstuðningur hins opinbera. Innlegg í stefnumótun í húsnæðismálum. Sótt 20.5.2019 af https:

- 25 -

Tafla 11 Áætluð fjölgun íbúða skipt eftir stærð og tegund árin 2019, 2020, 2021 og 2022.

Spá 2019

Spá 2020

Spá 2021

Spá 2022

Einstaklingsíbúðir 11-45m2, 1% 2 2 1 12-3 herbergja 4-70m2, 8% 16 16 11 84-5 herbergja 71-150, 59% 118 121 84 63Einbýlishús 150m2, 32% 64 66 45 34Fjöldi íbúða 200 205 142 106