18
1 Hvanneyrartorfan Byggða- og húsakönnun 2012 Guðmundur Lúther Hafsteinsson arkitekt Guðlaug Erna Jónsdóttir arkitekt

Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

1

Hvanneyrartorfan

Byggða- og húsakönnun 2012

Guðmundur Lúther Hafsteinsson arkitekt

Guðlaug Erna Jónsdóttir arkitekt

Page 2: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

2

Page 3: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

3

Efnisyfirlit

Formáli 4

Samantekt 5

Hvanneyri 6

Staðhættir 6

Söguágrip 6

Umhverfi byggðarinnar 9

Ríkjandi þættir 9

Byggðamynstur 10

Einstök göturými og áberandi hús 11

Varðveislumat húsa 12

Úttekt og mat á varðveislugildi 12

Varðveisluflokkar 13

Niðurstöður 14

Húsaskrá 15

Tilvísanir 18

Heimildaskrá 18

Page 4: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

4

Formáli

Sveitarstjórnum hafa verið falin viss völd, ábyrgð og frumkvæði í skipulags- og byggingarlögum

hvað varðar vernd þeirra umhverfisgæða sem falist geta innan marka sveitarfélagsins. Gæðin geta

verið af margvíslegum toga og m.a. falist í einstökum húsum, mannvirkjum og húsaþyrpingum

sem hafa mikið umhverfislegt, menningarsögulegt og/eða byggingarlistarlegt gildi þó svo að ekki

sé talið að þær skuli njóta friðunar samkvæmt lögum um húsafriðun.

Í ljósi þeirrar sérstöðu sem gamli byggðakjarninn á Hvanneyri, Hvanneyrartorfa, hefur vegna

einstaks umhverfis, menningarsögu og byggingarlistar ákvað Landbúnaðarháskóli Íslands að láta

vinna byggða- og húsakönnun á Hvanneyrartorfu en skólanum hefur verið falið að gæta að

menningarminjum á Hvanneyri. Við gerð aðalskipulags Borgarbyggðar fyrir 2010-2022 var

afmarkað hverfisverndarsvæði á Hvanneyri sem tekur m.a. til náttúru og húsa en eiginlega byggða-

og húsakönnun reyndist ekki unnt að framkvæma fyrr en eftir samþykkt og staðfestingu

aðalskipulagsins. Könnuninni er þannig ætlað að styrkja frekar og færa rök fyrir þeim þáttum

hverfisverndar sem tekur til húsa á Hvanneyri og vera Landbúnaðarskólanum verkfæri við

varðveislu hins merka byggingararfs sem húsin á Hvanneyrartorfu eru.

Byggða- og húsakönnun er sjónlistarleg og byggingarlistarleg skoðun, könnun, greining, úttekt,

skráning og mat bæjarumhverfis og einstakra húsa og er studd sagnfræðilegri könnun nauðsynlegra

frumheimilda. Könnunin kemur hvorki í stað annarrar vinnu við að safna sérhæfðum upplýsingum

um byggingarsögu einstakra húsa, né nákvæmrar úttektar á ástandi einstakra húsa.

Byggða- og húsakannanir eru tvíþættar eins og nafnið gefur til kynna, annars vegar er fjallað um

bæjarumhverfi og hins vegar um einstök hús. Könnun og greining bæjarumhverfis er gerð á

vettvangi þar sem stuðst er við upplýsingar um sögu og staðfræði t.a.m. við stefnumörkun um

varðveislu byggðar í aðalskipulagi.

Niðurstöður byggða- og húsakönnunar á Hvanneyri verða notaðar við endurskoðun á deiliskipulagi

þorpsins og þar verður gerð frekari grein fyrir verndarákvæðum og stefnumótun í umhverfismótun

að viðhaldi einstakra húsa. Markmiðið er að tryggja eins og mögulegt er að ákvarðanir sem varða

breytingar á byggð eða einstökum húsum séu teknar með þekkingu á því gildi sem þau hafa fyrir

umhverfi, sögu og byggingarlist.

Page 5: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

5

Samantekt

Byggða- og húsakönnun í gamla byggðakjarnanum á Hvanneyri var unnin fyrir

Landbúnaðarháskóla Íslands með hléum á tímabilinu maí til nóvember 2012. Könnunin var gerð í

samvinnu við Húsafriðunarnefnd og fyrir styrk úr Húsafriðunarsjóði.

Heimildaöflun fór fram fyrra hluta sumars og vettvangskönnun var gerð um vorið og haustið og

greinargerð þessi í beinu framhaldi. Ragnar Frank Kristjánsson, landslagsarkitekt og lektor við

Landbúnaðarháskóla Íslands var tengiliður skólans við undirrituð við undirbúning og framkvæmd

könnunarinnar.

Helstu niðurstöður byggða- og húsakönnunar á Hvanneyri eru þær að Hvanneyrartorfa býr yfir

sérstökum gæðum sem óvíða eru til staðar í dreifbýli hér á landi. Þessi gæði eru bundin

staðsetningu húsanna í umhverfi sínu, innbyrðis afstöðu þeirra og þeim rýmum sem þau mynda á

milli sín að ógleymdri byggingarlist húsanna. Minnstu inngrip eða breytingar á húsum og umhverfi

þeirra geta því haft veruleg áhrif á ásýnd byggðarinnar og einstök hús.

Sérstæða torfunnar á Hvanneyri er slík að ekki verður litið fram hjá þeirri staðreynd að mikilvægi

hennar er ekki aðeins bundin við Hvanneyri eða Borgarbyggð heldur landsins alls. Hinn 1. janúar

2013 taka gildi lög um menningarminjar nr. 80/2012 þar sem m.a. er kveðið á um það að öll hús

100 ára eða eldri séu friðuð.

Það hefur í för með sér að þá verða fjögur hús til viðbótar friðuð á Hvanneyri en nú er aðeins

Hvanneyrarkirkja friðuð. Þau hús sem teljast friðuð á Hvanneyri frá og með 1. janúar 2013 eru, auk

Hanneyrarkirkju, skemman byggð 1896, Hjartarfjós byggt 1900-1901, skólahúsið gamla og

leikfimihúsið bæði byggð 1911.

Eftir standa fjögur hús á Hvanneyrartorfu sem ekki njóta friðunar, skólastjórahúsið byggt 1920,

Halldórsfjós ásamt hlöðu byggð 1928-1929, vélageymsla byggð við Hjartarfjós um 1950 og

Bútæknihúsið byggt 1963.

Vernd og varðveisla húsanna á Hvanneyrartorfu verður að byggjast á samstarfi milli eiganda

húsanna, sveitarstjórnar Borgarbyggðar og Minjastofnunar Íslands, sem verður til 1. janúar 2013

við sameiningu Húsafriðunarnefnar og Fornleifaverndar ríkisins. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur

þegar markað stefnu sína með hverfisverndarákvæðum í aðalskipualgi sveitarfélagsins en þau þarf

að skilgreina frekar og setja fram markmið með verndun húsanna og umhverfis þeirra í

deiliskipulagi. Eigendur og umráðaaðilar húsanna þurfa að gera sér fulla grein fyrir því að við

viðhald húsanna sé gætt að mikilvægi þeirra fyrir íslenska byggingar- og menningarsögu.

Gert nóvember 2012

Guðmundur Lúther Hafsteinsson arkitekt

Guðlaug Erna Jónsdóttir arkitekt

Page 6: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

6

Hvanneyri

Staðhættir

Hvanneyri í Andakíl er við botn Borgarfjarðar á tungunni sem myndast á milli Hvítár og

Andakílsár. Landið er flatlendt og mýrlendt en blágrýtisholt eru inn á milli sem liggja þau í

norðaustur og suðvestur. Við Borgarfjörð innanverðan hefur Hvítá myndað leirur með

framburði sínum og þar gætir flóðs og fjöru á mjög stóru svæði. Víðáttumikil engjalönd eru

meðfram Hvítá og flæðir áin oft yfir engjarnar og ber með sér áburðarefni enda er grasspretta

þar góð. Þurrasti hluti engjanna, Hvanneyrarfit, er góður töðuvöllur og þangað hafa bændur sótt

mjög góðan heyfeng í gegnum aldirnar. Elsti hluti þéttbýlisins á Hvanneyri stendur á holti upp

af engjunum en yngri byggðin er að hluta til norðar á holtinu og í mýrunum og holtum

suðaustan við gamla bæjarstæðið. Þessir landkostir gerðu Hvanneyri að sérstaklega góðri

bújörð enda landnámsjörð og henni fylgdi fjöldi hjáleiga. Nokkrar bújarðir í Andakíl hafa verið

stofnaðar úr landi Hvanneyrar. Talið er að frá fornu fari hafi bærinn á Hvanneyrarjörðinni

staðið í næsta nágrenni við Kirkjuhól vestanverðan. Á þeim slóðum standa elstu húsin á

Hvanneyri, Hvanneyrartorfunni, sem þessi byggða- og húsakönnun tekur til.1

Söguágrip

Að tilhlutan amtráðsins í Suðuramti var stofnaður búnaðarskóli á Hvanneyri og tók hann til

starfa vorið 1889. Málið hafði verið í undirbúningi í nokkur ár hjá sýslunefnd Mýra- og

Borgarfjarðarsýslu en amtsráð suðuramts samþykkti 10. október 1888 að kaupa Hvanneyri

undir búnaðarskóla og landshöfðingi staðfesti kaupin mánuði síðar. Sveinn Sveinsson

búfræðingur var ráðinn skólastjóri.2 Fyrsta sumarið var aðeins einn nemandi í skólanum en

annar bættist við þá um haustið, sumarið 1890 voru nemar orðnir fjórir og sjö sumarið 1891.

Skólastjórar búnaðarskólans og síðar bændaskólans hlutu menntun sína í Noregi og Danmörku

og báru, ásamt hönnuðum húsanna, með sér nýja sýn á byggingar til sveita og innbyrðis

fyrirkomulag þeirra og minnir Hvanneyrartorfan um margt á fyrirkomulag búgarða á

Norðurlöndum.

Hvanneyri, líkast til 1898. Hvanneyrarkirkja og skólahúsið suðvestan kirkjugarðsins en fjær er

skemman sem enn stendur við gömlu heimreiðina og handan hennar matjurtagarður sem breitt

var í skrúðgarð eftir að skólahúsið var byggt 1911. Mæling Magnúsar Jónssonar.3

Page 7: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

7

Hvanneyri árið 1904. Skólahúsið t.h. nýbyggt og vinstra megin við það sést í þakið á skemmunni.

Lengst t.v. er fjósið sem byggt var 1900-1901 og stendur enn en hlöður sem fjær standa eru

horfnar.4

Mörg hús voru byggð á Hvanneyri í tengslum við skólahaldið og þá einkum vegna búskaparins

sem var stór hluti af menntun nemenda. Velflest þeirra hafa verið rifin en þau voru byggð úr

timbri og klædd bárujárni en innan um voru einnig byggð torfhús og steinsteypuhús. Horfin hús

koma lítt við sögu þessarar byggða- og húsakönnunar en þó verður fáeinna getið auk húsanna sem

enn þá standa á Hvanneyrartorfunni. Skólahús var byggt á Hvanneyri 1889 og 14 kúa fjós var

byggt haustið 1890 en þær mundir voru öll önnur hús á Hvanneyri talin ónýt.5 Skólahúsið var

járnklætt timburhús 7,5 x 7,5 metrar, hæð með portbyggðu risi. Húsið var lengt um 5,6 metra árið

1894 og um 3,1 metra árið 1897 og var þá orðið 16,3 metra langt. Þegar búnaðarskólinn tók til

starfa stóð torfkirkja í kirkjugarðinum á Hvanneyri en í stað hennar var byggð timburkirkja 1893.

Henni var valinn staður á Kirkjuhólnum sunnan við kirkjugarðinn en hennar naut ekki lengi við

því hún fauk af grunni sínum árið 1902 og gjöreyðilagðist. Í hennar stað var byggð árið 1905

kirkja sú sem enn stendur á Hvanneyri.

Page 8: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

8

Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6

Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta kálfa. Fjósið

var lengt í 25 metra ári síðar og rúmaði þá 40 kýr og átta kálfa. Skólahúsið varð eldi að bráð

1903 og gjöreyðilagðist með öllum innanstokksmunum en mannbjörg varð. Flutti heimilsfólk í

skemmuna, sem byggð var 1896, og bjó þar uns nýtt skólahús hafði verið reist þar á staðnum

árið 1904. Það hús var tvílyft á steinlímdum kjallara, 20 x 8,8 metrar að stærð.7

Árið 1905 voru sett lög um bændaskóla og samkvæmt þeim áttu að vera tveir bændaskólar á

landinu kostaðir af ríkissjóði. Annar þeirra átti að vera á Hólum í Hjaltadal og hinn á Hvanneyri

og árið 1907 hóf bændaskólinn á Hvanneyri starfsemi sína samkvæmt lögunum frá 1905. Fáum

árum síðar, nánar tiltekið á árunum 1910-1911, var byggt reisulegt steinsteypt skólahús á

Hvanneyri eftir teikningum Rögnvalds Ólafssonar arkitekts, kjallari, tvær hæðir og ris og

jafnframt steyptur veggur um fyrirhugaðan blómagarð. Leikfimihús var byggt 1911 að hluta til

úr afgöngum frá smíði skólahússins. Síðla hausts 1917 varð eldur laust í skólastjórahúsinu frá

1904 og gjöreyðilagðist það en mannbjörg varð. Nýtt íbúðarhús úr steinsteypu var byggt í stað

þess árið 1920 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar húsameistari, kjallari, hæð og ris og

22,9 x 10,7 metar að stærð. Næsta stórbygging sem reis á Hvanneyri var fjós og hlaða,

Halldórsfjós, byggt á árunum 1928-1929. Húsið er 51 x 20 metar að grunnfleti og teiknað af

Guðjóni Samúelssyni húsameistara.8

Árið 1938 hófst nýr kafli í byggðaþróun Hvanneyrar með því að byggðir voru tveir

kennarabústaðir fyrir utan sjálfa Hvanneyrartorfuna, annar á Svíra en hinn í Tungutúni,

gömlum hjáleigum Hvanneyrar. Fáum árum síðar, 1942-1943, var byggt í Þórulág, norðaustan

við Hvanneyrartorfuna, allstórt hesthús, fjárhús og kálfafjós, 40 x 15 metar að grunnfleti.9

Síðan hefur byggðin á Hvanneyri meira og minna færst til austurs og suðausturs frá

Hvanneyrartorfunni og til að mynda var árið 1965 byggt nýtt skólahús suðaustur frá torfunni og

eftir það hefur uppbygging á Hvanneyri verið sunnarlega í byggðinni í nágrenni nýja

skólahússins.

Page 9: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

9

Umhverfi byggðarinnar

Ríkjandi þættir

Ríkjandi þættir eru áberandi sérkenni og rýmismynstur bæjar af sjónlistarlegum toga, ýmist í

bænum sjálfum eða milli hans og umhverfis hans. Þessir þættir geta verið bæjarmynd, ásýnd

byggðar og landslags, aðalgatnakerfi eða þá áberandi byggingar, kennileiti, göturými, torg eða

opin svæði.10

Horft úr suðvestri yfir Hvanneyri. Elsti hluti þéttbýlisins, Hvanneyrartorfan, stendur á holti upp

af engjunum meðfram Hvíta en yngri byggðin er að hluta til norðar á holtinu og í mýrunum og

holtum suðaustan við gamla bæjarstæðið.

Ríkjandi þættir í bæjarumhverfi Hvanneyrar eru einkum þessir:

- Lega byggðarinnar á lágum holtum og hólum og flatlendi á milli þeirra. Byggðin

afmarkast til norðvesturs af flæðiengjum sem liggja töluvert neðan við byggðina og fylgir

byggðin þar brekkubrúninni. Byggðin einkennist af lágreistri byggð, að mestu einnar hæðar

húsum með lágu risi, sem þó er brotin upp af hærri og umfangsmeiri húsum suðvestarlega í

byggðinni og á Hvanneyrartorfunni.

- Land er lágt og einkennist af lágum holtum eða hólum og á milli þeirra eru mýrarflákar og

tún.

- Helsta gata byggðarinnar, Hvanneyrargata, liggur í gegnum hana frá suðaustri að nýja

skólasvæðinu en þvergata á hana, Túngata, liggur í sveig að Ásvegi og Hvanneyrartorfu.

Page 10: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

10

Botnlangar tengjast við Túngötu og þjóna lágreistri íbúðarbyggð.

- Torg er við Hanneyrarkirkju en opin svæði eru víðast hvar í byggðinni enda renna hér

saman ræktað landbúnaðarsvæði og byggðin sjálf.

- Í bæjarmyndinni eru helstu kennileiti nýja skólahúsið, nemendagarðarnir, húsin á

Hvanneyrartorfunni og útihús norðaustarlega í byggðinni. Turn Hvanneyrarkirkju sést víða að

og er áberandi kennileiti sem og kirkjugarðurinn með trjágróðri sínum á Kirkjuhól.

- Ásýnd byggðarinnar einkennist af samtvinnun náttúru og byggðar en afmörkun göturýma

er mjög takmörkuð nema milli húsa í Hvanneyrartorfunni.

- Varðandi fornleifar í byggðinni sjá Fornleifaskráning á Hvanneyri.11

Byggðamynstur

Byggðamynstur er fyrirkomulag byggðar og landnotkunar, s.s. húsagerðir, hæð húsa, þéttleiki

byggðar og tegundir landnotkunar. Líta má á byggðamynstur sem þrívíddarlegt mynstur þess

sem byggt er og rýmisins þar á milli (byggingar, opin svæði og götur), stærðar reita (sem

gatnakerfið afmarkar) og stefnu (afstöðu til átta). Hver bær, bæjarhluti, eða reitur getur haft

mismunandi bæjarmynstur sem ræðst af götum, stígum, torgum, opnum svæðum, lóðastærð og

fyrirkomulagi og gerð húsa.12

Stór opin svæði eru á milli húsaþyrpinga eins og hér á milli Hvanneyrartorfu og

nemendagarða við Hvanneyrargötu.

Þegar litið er til byggðamynsturs Hvanneyrar kemur í ljós að:

Page 11: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

11

- Gatnakerfið samanstendur af Hvanneyrargötu, aðalakstursleið að byggðinni, þvergötu á

hana, Túngötu með mörgum botnlöngum og Ásvegi sem liggur frá Hvanneyrartorfunni og

norðaustur úr byggðinni.

- Húsum í Hvanneyrartorfunni er skipað þannig niður við Kirkjuhól að innbyrðis mynda

þau mjög áhugaverð göturými á milli sín.

- Einbýlishús, parhús og raðhús standa nær því öll inni á lóð og forgarðar á milli húsa og

götu eða gangstétta. Raðhúsin eru flest byggð sem nemendaíbúðir og eru frekar litlar og

byggðar á sem ódýrastan hátt.

- Íbúðahúsin er nær öll byggð upp í kringum skólastarfið á Hvanneyri fyrir nemendur og

kennara.

- Áberandi munur er á milli íbúðasvæða og athafnasvæða hvað varðar stærðir og umfang

húsa. Umfangsmestu húsin eru skólahúsin og útihúsin.

- Íbúðasvæðin einkennast af lágreistum húsum; einbýlishúsum, parhúsum og raðhúsum en

við Hvanneyrargötu nemendagarðar í tveggja til þriggja hæða húsum. Svo virðist sem að

nemendagarðarnir séu byggðir undir vissum áhrifum frá gömlu húsunum á Hvanneyrartorfunni

hvað varðar hlutföll, þakform og litaval.

- Munur er á formi og staðsetningu íbúðarhúsa sem byggð eru á tímabilinu frá um 1940

fram til um 1960 og þeim húsum sem byggð eru eftir 1960. Elstu húsin eru velflest byggð á

gömlu bæjarstæðunum og flest funkishús valmaþaki en einnig voru byggð hús með risþaki eða

einhalla lágu þaki. Húsin sem byggð eru eftir 1960 eru með lágt risþak og standa með

reglubundnum hætti samkvæmt skipulagi.

- Húsin frá því um 1940-1960 er flest steinsteypt en húsin frá því eftir 1960 eru ýmist

byggð úr timbri eða steinsteypu.

Einstök göturými og áberandi hús

Þriðji þáttur bæjarumhverfis tekur til samstæðna húsa, göturýma eða einstakra húsa sem eru

sérstaklega áberandi vegna staðsetningar, gerðar eða útlits. Sem dæmi má nefna hús við enda

götu, við torg eða á hæð í bænum, eða hús sem sökum stærðar, forms eða hæðar eru kennileiti.

Fjallað er um húsin með hliðsjón af gildi þeirra fyrir svipmót og sjónlist bæjarins.13

Efni þessarar byggða- og húsakönnunar er Hvanneyrartorfan sem hefur að bera einstök

umhverfisleg og byggingarlistarleg gæði sem harla fátíð gerast hér á landi. Húsin standa nærri

Kirkjuhól, sem afmarkar húsaþyrpinguna til austurs. Hvanneyrarkirkja stendur á torgi í miðri

þyrpingunni vestan við kirkjugarðinn á Kirkjuhól. Sunnan við kirkjuna eru skólahúsin en útihús

norðan við hana. Íbúðar- og skólahúsin afmarka á milli sín skúðgarð en útihúsin standa við götu

sem liggur í norður frá þyrpingunni.

Page 12: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

12

Varðveislumat húsa

Úttekt og mat á varðveislugildi

Við byggða- og húsakönnunina á Hvanneyri var gerð úttekt og lagt mat á varðveislugildi húsa á

Hvanneyrartorfunni en önnur hús á Hvanneyri voru ekki tekin til skoðunar.

Skráðar voru upplýsingar um ytri gerð húsanna og teknar af þeim ljósmyndir og upplýsingar

um hvert þeirra færðar inn á skráningareyðublöð. Loks var varðveislugildi hvers húss metið út

frá gildi þess fyrir byggingarlist, menningarsögu, umhverfi, upprunalega gerð og tæknilegt

ástand. Við mat á varðveislugildi eru gefin tölugildi frá 1–9 þar sem hús með hæsta

varðveislugildi fá 1 en hús með lægsta varðveislugildið frá 9. Út frá varðveislugildi er húsum

skipt í þrjá flokka, þ.e. hús með hátt varðveislugildi (1–3), hús með miðlungs varðveislugildi

(4–6) og hús með lágt varðveislugildi (7–9). Við könnunina á Hvanneyri var öllu húsunum

skipað í flokkinn hátt varðveislugildi (1-3).

Við könnunina á Hvanneyri er fyrst og fremst litið til mikilvægis hvers húss fyrir umhverfi sitt,

menningarsögu staðarins sem skólasetur frá 1889 og fyrir byggingarlist. Við gildismatið var að

öðru leyti stuðst við eftirfarandi skilgreiningar í leiðbeiningum Húsafriðunarnefndar um

Byggða- og húsakannanir en samkvæmt þeim tekur mat á varðveislugildi til:

- Byggingarlistar sem metin út frá hlutföllum, samsvörun í útliti og úrvinnslu einstakra

byggingarhluta ásamt samspili forms, efnismeðferðar og notagildis. Einnig er metið hvort

byggingin sé í eðli sínu og út frá staðsetningu góð, miðlungi góð eða óheppilegt dæmi um þá

byggingargerð sem hún flokkast í. Einnig getur verið um að ræða gott höfundardæmi hönnuðar

hússins. Þetta mat tekur jafnt til hefðbundinna húsa og þeirra sem teiknuð eru af arkitektum eða

öðrum hönnuðum. Matið er miðað við útlit hússins nú, og skal lagt mat á hugsanlegar

breytingar sem gerðar hafa verið á húsinu. Gildi hússins vegna staðbundinnar byggingarhefðar

eða gerðar og handverks er metið. Einnig er tekin afstaða til þess hvort fá dæmi séu til um þá

byggingargerð sem húsið telst til. Lagt er mat á hvort í húsinu séu dæmi um tæknilegar

nýjungar eða efnisval miðað við þann tíma sem húsið er byggt á. Að lokum eru skráðar

upplýsingar um sérkenni byggingarlistar hússins og rök fyrir mati á byggingarlist.

- Menningarsögulegs gildis byggingar sem m.a. er metið út frá því hvort sögufrægir atburðir

tengist húsinu eða það standi á sögufrægum stað. Einnig er mikilvægi húss metið eftir því hvort

það sé nánast eina byggingin á svæði þar sem áður fyrr var nokkur byggð og sé til vitnis um

þróun byggðar og starfsemi og líf sem þar var. Gildi hússins er einnig metið eftir sérstæðri

upphaflegri notkun þess t.d. vegna atvinnuhátta sem nú eru aflagðir eða hafa breyst verulega.

Að lokum eru skráðar upplýsingar um m.a. hvort sögufrægir atburðir tengist húsinu.

- Umhverfisgildis sem er metið út frá mikilvægi hússins fyrir nærliggjandi hús, götumynd eða

hverfi. Einnig er lagt mat á hvort staðsetning húss í landslagi eða á lóð falli að umhverfinu eða

ekki. Að lokum eru skráðar athugasendir og rök fyrir mikilvægi hússins í umhverfi sínu.

- Upprunalegrar gerðar húss sem er metin út frá athugun á því hvernig upprunaleg gerð þess

hefur varðveist og metið er hvernig tekist hefur til með viðgerðir, viðbyggingar eða breytingar.

Page 13: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

13

Einnig er lagt mat á hvernig tekist hefur til með breytingar á húsinu, ef þær hafa verið gerðar,

og hvort þær styrki eða veiki mikilvæga byggingarhluta hússins. Hugað er að því hvort

samsvörun sé á milli þess sem byggt var og er sjáanlegt í dag og húsið þannig til vitnis um þá

verkmenningu sem ríkjandi var á byggingartíma þess. Að lokum eru skráð rök fyrir mati á

varðveislu upprunalegrar gerðar húss eftir hugsanlegar breytingar sem hafa verið gerðar á því.

- Tæknilegs ástands á ytra byrði húss sem metið er sjónrænt út frá því hvort því er haldið vel

við og enn fremur lagt mat á almennt tæknilegt ástand þess. Hafa ber í huga að tæknilegt ástand

húss hefur að jafnaði ekki áhrif á varðveislugildi þess. Að lokum eru skráðar upplýsingar um

tæknilegt ástand húss og rök færð fyrir mati.

Varðveislugildi húss er endanlega metið út frá öllum þessum gildum en gildi hússins frá

sjónarmiði byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis vegur þó þyngst. Að lokum eru færð

rök fyrir varðveislugildi hússins.

Niðurstöður úttektar og mats á húsum eru sett fram í texta og ljósmyndum og ekki síst á kortum

þar sem sýnt er byggingarefni húsa, byggingarár eða -tímabil og varðveisluflokkar. Niðurstöður

á varðveislumati byggðar og einstakra húsa eru sýndar á korti, húsverndarkorti, þar sem

eftirfarandi verndarflokkar eru auðkenndir:

- Friðuð hús, hús byggð fyrir 1850 og kirkjur byggðar fyrir 1918 auk húsa sem friðuð eru af

menntamálaráðherra, auðkennd með bláum lit (Pantone 286 C).

- Einstök hús, húsaraðir og götumyndir sem lagt er til að vernda með hverfisvernd í

deiliskipulagi vegna byggingarlistarlegrar, menningarsögulegrar og/eða umhverfislegrar

sérstöðu þeirra, auðkennd með rauðum lit (Pantone 185 C).

- Samstæður húsa og heildir sem lagt er til að vernda með hverfisvernd í deiliskipulagi vegna

umhverfislegra sérstöðu þeirra, auðkennd með gulum lit (Pantone 102 C).14

Varðveisluflokkar

Eins og áður segir er húsum skipt í þrjá varðveisluflokka eftir varðveislugildi þeirra, þ.e. hús

með hátt varðveislugildi (1–3), hús með miðlungs varðveislugildi (4–6) og hús með lágt

varðveislugildi (7–9). Þá er friðuðum húsum skipað í sérstakan flokk.

Á yfirstandi ári, 2012, er eitt friðað hús á Hvanneyri þ.e. Hvanneyrarkirkja. Hin húsin 9 sem

tekin voru til skoðunar og mats eru öll með hátt varðveislugildi (1-3). Við gildistöku laga um

menningarminjar nr. 80/2012 hinn 1. janúar 2013, sem m.a. kveða á um að öll hús 100 ára og

eldri séu friðuð, verða auk Hvanneyrarkirkju, eftirtalin hús friðuð; skemman byggð 1896,

Hjartarfjós byggt 1900-1901, skólahúsið gamla og leikfimihúsið bæði byggð 1911. Af þeim

húsum á Hvanneyrartorfu sem könnunin tók til verða þá fjögur hús sem ekki njóta friðunar eða

skólastjórahúsið byggt 1920 og Halldórsfjós ásamt hlöðu byggð 1928-1929, verk Guðjóns

Samúelssonar húsameistara, vélageymsla byggð við Hjartarfjós um 1950 og Bútæknihúsið frá

1963.

Page 14: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

14

Niðurstöður

Húsin tíu á Hvanneyrartorfu sem tekin voru til skoðunar í þessari könnun hafa mikið gildi fyrir

byggingarlist, menningarsögu og umhverfi. Mun fleiri hús voru byggð á torfunni eftir að

skólahald hófst á Hvanneyri 1889 en þau hafa af ýmsum ástæðum verið rifin og ný byggð í

þeirra stað og skólahús hafa brunnið í tvígang. Þau hús sem enn standa á Hvanneyrartorfu bera

það augljóslega með sér að vandað hefur verið til hönnunar þeirra og smíði. Og ekki síst bera

þau með sér að þeir sem skipuðu þeim niður höfðu glöggt auga fyrir því rými sem húsin

mynduðu á milli sín og hversu fallega þau standa í landslagi á brekkubrún vestan við Kirkjuhól.

Þessi gæði eru slík að þau verður að vernda, ekki aðeins með friðun sumra húsanna, heldur

einnig með hverfisvernd þeirra sem ekki verða friðuð með aldursákvæði laga um

menningarminjar frá 1. janúar 2013. Hverfisvernd tæki einnig til svæðis umhverfis húsin þar

sem byggingarframkvæmdir yrðu ekki heimilar svo að ásýnd húsaþyrpingarinnar geti haldist

óskert.

Við viðhaldsframkvæmdir þarf að gæta betur að upprunalegri gerð einstakra byggingarhluta en

gert hefur verið. Hér er fyrst og fremst átt við glugga í gamla skólahúsinu en þar hefur ekki

verið gætt að því að hlutföll séu rétt en einnig eru gluggar efnismeiri en þarf. Þá ber að nefna að

einangrun veggja að utan ásamt múrhúðun er illa farin og breytir að auki ásýnd húsanna þar

sem gluggar sitja dýpra í veggjum. Við málun húsa hefur ekki verið gætt að upprunalegu

litavali og handverkshefðum við húsamálun. Þannig hefur skólastjórahús Guðjóns

Samúelssonar verið skreytt á ýmsan hátt við litaval og byggingarhlutar dregnir fram og gerðir

mun áberandi en upphaflega var. Þá er áberandi að mismunandi litir eru skornir á úthornum t.d.

eru faldar á skemmu dökkgrænir en kantur að veggfleti fær sama lit og veggur en faldur á að

vera allur í sama lit. Á gamla skólahúsinu og skólastjórahúsinu eru veggkantur inn að gluggum

málaður í sama lit og gluggar þ.e. dökkgrænir og skipt um lit á úthorni. Þetta á sér ekki hefð og

fyrir vikið virka gluggar efnismeiri og þyngri í útliti húsanna. Það er mjög mikilvægt að bætt

verði úr þessum atriðum því þau draga niður byggingarlist húsanna en tiltölulega auðvelt er að

bæta úr þessu við endurmálun húsanna.

Page 15: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

15

Húsaskrá - MAT Á VARÐVEISLUGILDI

GAMLA FJÓSIÐ HJARTARFJÓS

Byggt 1900-1901

VARÐVEISLUGILDI 2

Byggingarlist 3 Hús í ágætum hlutföllum, húsið er

steinhlaðið og var síðar hækkað með steinsteypu

Menningarsaga 2 Hluti skólasögu á Hvanneyri og með fyrstu steinhlöðnu útihúsum hér á landi

Umhverfi 2 Hluti heildar með öðrum skólabyggingum á Hvanneyrartorfunni

Upprunaleiki 3 Húsið hefur verið hækkað. þakhalli aukinn og gluggasetningu breytt

Tæknilegt ástand

3 Gluggar farnir að láta á sjá, steypuskemmdir

Varðveislugildi 2 Vegna mikilvægis fyrir heild, götumynd og vegna menningarsögu

Hverfisverndarflokkur: Blár. Húsið er friðað

VÉLAHÚS

KOLLUBAR, KOLLUBÚÐ,

PÖBBINN

VARÐVEISLUGILDI 3

Byggingarlist 4 Hús einfaldrar gerðar, ágæt hlutföll,

skjólveggur rýrir listgildi húsanna beggja Menningarsaga 3 Upphaflega hestarétt en síðan sett þak á

veggi og húsið notað sem vélageymsla Umhverfi 3 Hluti af heild Hvanneyrartorfunnar Upprunaleiki 3 Húsið sem slíkt lítið breytt Tæknilegt ástand

4 Steinsteypuskemmdir og sig í þaki

Varðveislugildi 3 Vegna mikilvægis fyrir sögu staðarins og umhverfis

Hverfisverndarflokkur: Rauður

HLAÐA

Byggt 1928-1929

VARÐVEISLUGILDI 2

Byggingarlist 2 Óvenju reisuleg landbúnaðarbygging, í

góðum hlutföllum, verk Guðjóns Samúelssonar

Menningarsaga 2 Mikilvægur hluti skólasögu á Hvanneyri og markar verulega breytingu í búskaparháttum landsmanna

Umhverfi 2 Mikilvægur hluti Hvanneyrartorfunnar ásamt fjósi, sterkt í götumynd

Upprunaleiki 2 Húsið heldur formi sínu en lofttúður á mæni mjög áberandi

Tæknilegt ástand

2 Virðist í góðu ástandi en laga þarf brú við norðurgafl

Varðveislugildi 2 Vegna mikilvægis fyrir umhverfi og menningarsögu

Hverfisverndarflokkur: Rauður

Page 16: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

16

Húsaskrá - MAT Á VARÐVEISLUGILDI

FJÓSIÐ

HALLDÓRSFJÓS

Byggt 1928-1929

VARÐVEISLUGILDI 3

Byggingarlist 3 Ágæt landbúnaðarbygging en hækkun

hússins og kvistir draga úr listgildi þess, verk Guðjóns Samúelssonar

Menningarsaga 2 Mikilvægur hluti skólasögu á Hvanneyri og markar verulega breytingu í búskapar-háttum landsmanna

Umhverfi 3 Mikilvægur hluti heildarmyndar Hvanneyrartorfunnar með hlöðunni

Upprunaleiki 4 Byggt ofan á húsið og þverálmur þar með aflagðar, hurðum og gluggum breytt

Tæknilegt ástand

3 Ágætt en steypuskemmdir í vesturhlið hússins

Varðveislugildi 3 Vegna menningarsögu og mikilvægis fyrir umhverfi

Hverfisverndarflokkur: Rauður

HVANNEYRARKIRKJA

Byggt 1905

VARÐVEISLUGILDI 1

Byggingarlist 1 Vel útfært byggingarlistarverk frá hendi

Rögnvaldar Ólafssonar Menningarsaga 1 Sóknarkirkja Umhverfi 1 Hluti heildar og kennileiti, miðpunktur

gömlu byggðarinnar Upprunaleiki 1 Nánast upprunaleg, en litað bárustál á

veggjum Tæknilegt ástand

2 Gott en lituð stálklæðningin á veggjum er farin að ryðga

Varðveislugildi 1 Vegna byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis

Hverfisverndarflokkur: Blár. Kirkjan er friðuð.

SKÓLAHÚSIÐ

GAMLI SKÓLINN

Byggt 1910

VARÐVEISLUGILDI 1

Byggingarlist 1 Hús í góðum hlutföllum og vel útfært verk

Rögnvaldar Ólafssonar Menningarsaga 1 Hluti skólastarfs á Hvanneyri nánast frá

upphafi Umhverfi 1 Mikilvægur hluti heildar og afmarkar

torfuna til vesturs Upprunaleiki 3 Nær upprunalegt en ímúr á suðurgafli og

nýir gluggar verulega frábrugðnir þeim upprunalegu, bíslögum bætt við

Tæknilegt ástand

2 Ástand hússins virðist nokkuð gott

Varðveislugildi 1 Vegna menningarsögu, byggingarlistar og umhverfis

Hverfisverndarflokkur: Blár. Húsið er friðað

Page 17: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

17

Húsaskrá - MAT Á VARÐVEISLUGILDI

SKÓLASTJÓRAHÚS

Byggt 1920

VARÐVEISLUGILDI 1

Byggingarlist 2 Hús í góðum hlutföllum og vel útfærð

byggingarlist, verk Guðjóns Samúelssonar. Ímúr dregur úr listgildi hússins.

Menningarsaga 1 Hluti skólastarfs á Hvanneyri, skólastjóra-íbúð, bókasafn.

Umhverfi 1 Mikilvægur hluti heildar Upprunaleiki 3 Húsformið heldur sér en ímúr á nærri því

þremur hliðum Tæknilegt ástand

3 Húsið sem slíkt ágætt en ímúr á húsinu er stórskemmdur

Varðveislugildi 1 Vegna byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis

Hverfisverndarflokkur: Rauður

LEIKFIMIHÚSIÐ

Byggt 1911

VARÐVEISLUGILDI 1

Byggingarlist 2 Vel útfært hús sinnar gerðar, verk Einars

Erlendssonar, en gluggabreytingar draga úr listgildi hússins

Menningarsaga 1 Með elstu leikfimihúsum á landinu, rammi um íþrótta- og menningarstarf

Umhverfi 1 Hluti heildar Upprunaleiki 3 Form hússins heldur sér en búið að klæða

yfir og fjarlægja mikilvæga glugga Tæknilegt ástand

4 Þarfnast verulegs viðhalds

Varðveislugildi 1 Vegna gerðar, menningarsögu og umhverfis

Hverfisverndarflokkur: Blár. Húsið er friðað.

SKEMMAN

Byggt 1896

VARÐVEISLUGILDI 1

Byggingarlist 2 Hús í ágætum hlutföllum Menningarsaga 2 Elsta húsið á Hvanneyri Umhverfi 1 Hluti heildar í útjaðri Hvanneyrartorfunnar Upprunaleiki 3 Gluggum fjölgað og klæðningu að hluta til

breytt Tæknilegt ástand

1 Í góðu ástandi en yfirborð klæðningar var rifið upp við undirbúning málunar nýverið og lítur illa út

Varðveislugildi 1 Vegna umhverfis og menningarsögu

Hverfisverndarflokkur: Blár. Húsið er friðað.

Page 18: Hvanneyrartorfan - Minjastofnun...8 Hvanneyri 1906 ári eftir að Hvanneyrarkirkja var byggð.6 Árið 1900 var byggt steinhlaðið fjós, 9,4 x 9,4 metrar, fyrir 16 nautgripi og átta

18

BÚTÆKNIHÚSIÐ

Byggt 1963

VARÐVEISLUGILDI 4

Byggingarlist 5 Skemma án mikilla sérkenna Menningarsaga 3 Hluti skólastarfs á Hvanneyri Umhverfi 4 Afmarkar að hluta til Hvanneyrartorfu

ásamt Kirkjuhól Upprunaleiki 2 Hefur að mestu haldið útliti sínu Tæknilegt ástand

3 Virðist þokkalegt

Varðveislugildi 4 Hefur takmarkað gildi fyrir umhverfi og byggingarlist

Hverfisverndarflokkur: Ekki gerð tillaga um hverfisvernd

Heimildaskrá Arnar Birgir Ólafsson, BS-ritgerð. 2008. Hvanneyri – Hugmyndir að skipulagi.

Bjarni Guðmundsson, 1995. Halldór á Hvanneyri: Saga fræðara og frumkvöðuls í

landbúnaði á tuttugustu öld. Reykjavík.

Bjarni Guðmundsson, 1989. Hvanneyri, menntasetur bænda í hundrað ár.

Björk Ingimundardóttir, Guðmundur L. Hafsteinsson, Gunnar Bollason, Lilja Árnadóttir og Sigríður Björk

Jónsdóttir: Hvanneyrarkirkja. Kirkjur Íslands, 13.

Fréttir frá Íslandi. 15. árg. 1888, 1. tölublað.

Guðmundur L. Hafsteinsson. Byggða- og húsakönnun. Byggingarlistarleg og menningarsöguleg könnun

bæjarumhverfis og húsa við gerð aðal- og deiliskipulags. Húsafriðunarnefnd. Heimasíða.

Guðmundur Jónsson, 1979. Bændaskólinn á Hvanneyri 90 ára. Reykjavík.

Ísafold. 23. tölublað 1889.

Magnús Á. Sigurgeirsson og Orri Vésteinsson, 2000. Fornleifaskráning á Hvanneyri í

Borgarfirði. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Sveinn Sveinsson. Búnaðarskólinn á Hvanneyri. Ísafold. 66. Tölublað 1891.

Suðri. 4. árg. 1886.

Tilvísanir 1 Guðmundur Jónsson. Bændaskólinn á Hvanneyri 90 ára, 36-38; Bjarni Guðmundsson. Halldór á Hvanneyri, bls. 128;

Arnar Birgir Ólafsson. Hvanneyri – Hugmyndir að skipulagi, bls. 8-9. 2 Ísafold. 23. tölublað 1889, bls 92; Suðri. 4. árg. 1886. 18. tölublað bls 79; Fréttir frá Íslandi. 15. árg. 1888, 1. tölublað,

bls. 38; Búnaðarrit. 3.-4. árg. 1889-1890, 1. tölublað, bls. 175. 3 Bjarni Guðmundsson. Hvanneyri, menntasetur bænda í hundrað ár, bls. 20.

4 Bjarni Guðmundsson. Hvanneyri, menntasetur bænda í hundrað ár, bls. 18.

5 Ísafold. 66. Tölublað 1891, bls 261-261. Sveinn Sveinsson. Búnaðarskólinn á Hvanneyri.

6 Guðmundur Jónsson. Bændaskólinn á Hvanneyri 90 ára, bls. 105.

7 Guðmundur Jónsson. Bændaskólinn á Hvanneyri 90 ára, bls. 86-88, 90; Kirkjur Íslands, 13. Hvanneyrarkirkja 131-

168. 8 Guðmundur Jónsson. Bændaskólinn á Hvanneyri 90 ára, bls. 171, 172.

9 Guðmundur Jónsson. Bændaskólinn á Hvanneyri 90 ára, bls. 173, 174.

10 Húsafriðunarnefnd. Heimasíða. Byggða- og húsakönnun. Byggingarlistarleg og menningarsöguleg könnun

bæjarumhverfis og húsa við gerð aðal- og deiliskipulags. 11

Magnús Á. Sigurgeirsson og Orri Vésteinsson, 2000. Fornleifaskráning á Hvanneyri í

Borgarfirði. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands. 12

Húsafriðunarnefnd. Heimasíða. Byggða- og húsakönnun. Byggingarlistarleg og menningarsöguleg könnun

bæjarumhverfis og húsa við gerð aðal- og deiliskipulags. 13

Húsafriðunarnefnd. Heimasíða. Byggða- og húsakönnun. Byggingarlistarleg og menningarsöguleg könnun

bæjarumhverfis og húsa við gerð aðal- og deiliskipulags. 14

Húsafriðunarnefnd. Heimasíða. Byggða- og húsakönnun. Byggingarlistarleg og menningarsöguleg könnun

bæjarumhverfis og húsa við gerð aðal- og deiliskipulags.