49
Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda Sigurðardóttir Leikir sem kennsluaðferðir kt. 0107624489 Ingvar Sigurgeirsson Vor 2008 Leikir sem kennsluaðferðir

Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferðir kt. 0107624489Ingvar SigurgeirssonVor 2008

Leikir sem kennsluaðferðir

Page 2: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

Efnisyfirlit

INNGANGUR..................................................................................................................................................3

1. ÞÁTTUR: FRÆÐILEGT SJÓNARHORN: GILDI LEIKJA Í UPPELDI OG MENNTUN..............4

2. ÞÁTTUR: FLOKKAR OG TEGUNDIR LEIKJA..................................................................................7

3. ÞÁTTUR: LEIKJAVEFURINN – LEIKJABANKINN..........................................................................8

4. ÞÁTTUR: NAFNA OG KYNNINGARLEIKIR/ HÓPSTYRKINGARLEIKIR/HÓPEFLILEIKIR9

5. ÞÁTTUR GAMLIR OG GÓÐIR ÍSLENSKIR LEIKIR......................................................................13

6. ÞÁTTUR: LEIKIR SEM KVEIKJUR...................................................................................................14

7. ÞÁTTUR SÖNGHREYFILEIKIR........................................................................................................15

8. ÞÁTTUR: HUGÞROSKALEIKIR.........................................................................................................16

9. ÞÁTTUR: NÁMSSPIL OG FLÓKIN TÖFL.........................................................................................18

10. ÞÁTTUR: GÁTUR, ÞRAUTIR OG HEILABRJÓTAR.....................................................................19

11. ÞÁTTUR: ORÐALEIKIR.....................................................................................................................21

12. ÞÁTTUR: TÖLVULEIKIR...................................................................................................................23

HÓPVERKEFNI..........................................................................................................................................24

LOKAORÐ....................................................................................................................................................28

Heimildaskrá.................................................................................................................................................29

- 2 -

Page 3: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

Inngangur

Námskeiðið Leikir sem kennsluaðferðir er ætlað kennaranemum til þess að útvíkka sýn

þeirra á gildi og notkun leikja í kennslu.

Ég hef alltaf haft gaman af leikjum og tel þá vera nauðsynlegan þátt í námi, mig langaði

að vita hvernig ég gæti notað þá sem kennsluaðferð í minni kennslu. Í þessari ferilmöppu

er ferð mín í gegnum þetta námskeið sem ég hef haft bæði gagn og gaman af, einnig er

þetta einskonar leikjahandbók.

- 3 -

Page 4: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

1. þáttur: Fræðilegt sjónarhorn: Gildi leikja í uppeldi og menntun

Leikur er atferli sem allir geta stundað, eitthvað sem er oftast skemmtilegt, vekur ánægju

og getur vakið upp keppnisskap. Leikir geta verið lærdómsríkir, þroskandi og vekja

áhuga um að gera meira, halda áfram.

Munur á frjálsum leik og leik er að í frjálsum leik er oft verið að líkja eftir því sem við

höfum séð, heyrt, lært, hugmyndaflugið notað og reglur ekki fyrirfram ákveðnar en í leik

eru oftast fyrirfram settar reglur og leikurinn á að þjálfa eitthvað ákveðið.

Leikur er ekkert annað en æfng fyrir fullorðinsárin, eflir sjálfstraust, félagsþroska, kennir

samskipti, framkomu og hugmyndaflug. Leikur er afar þýðingarmikill fyrir allan þroska

og ætti að eiga stóran þátt í skólastarfi og þá á öllum stigum.

Verkefni 1

Í þessari grein segi Engelbright að erfitt sé að skilgreina leik, það sé auðvelt að gera lista

yfir leiki en ekki eins auðvelt að skilgreina hann. Í greinunum koma fram nokkrar

skilgreiningar t.d.að leikurinn sé æfing á hegðun fyrir lífið sem er framundan, athöfn sem

einstaklingur tekur sjálfviljugur þátt í af áhuga að leikurinn sé uppörvandi æfing fyrir

tungumál, samskipti,hegðun, gáfur, ímyndunarfl og alla hugsun. Já það kemur fram að

erfitt er að skilgreina leikinn.

Í báðum greinunum kemur fram að leikur er mjög þýðingarmikill fyrir allan þroska

barnsins. Þeir bæti félagsþroska.samskiptahæfni, tungumálakunnáttu, hugmyndaflug og

sköpunargáfu. Mín afstaða til leikja er sú að þeir eru nauðsynlegir í öllu skólastarfi þar

sem þeir efla þroska á svo mörgum sviðum, veita gleði og ánægju og undirbúa börnin

fyrir fullorðinsárin. En það þarf samt að hafa það í huga að mikill leiktími er ekkiendilega

ávísun á árangur heldur hvernig leiktíminn er notaður.

Hugmyndir Piagets og Vygotsky voru ekki alveg þær sömu en þó líkar. Piaget taldi að

leikur væri það sem barnið hefði áður lært í leik notaði oft það sem það hafði séð, heyrt

eða upplifað. og væri það ekki að læra neitt nýtt í leiknum. Vygotsky var að nokkru leyti

sammála honum en taldi samt að barnið uppgötvaði alltaf eitthvað nýtt í leiknum með því

- 4 -

Page 5: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

að bæta við það úr sinni eigin hugmyndasmiðju og frá öðrum í leiknum og væri þar með

að byggja ofan á fyrri reynslu.

Í regluleikjum eru fyrirfram ákveðnar reglur sem allir sem í honum eru verða að fara eftir.

Regluleikir búa börnin undir fullorðinsárin með því að efla sjálfstraust, framkomu, kenna

samskipti, efla félagsþroska og hugmyndaflug

Öllum er nauðsynlegt að læra að fara eftir settum reglum til þess að virka í samfélaginu

og lífinu öllu.

Í báðum greinunum kemur fram að leikur er mjög þýðingarmikill fyrir allan þroska

barnsins ( Jill Engelbright 2008 ).

Ég er sammála því og mér finnst að leikur ætti að eiga stórann þátt í skólastarfi og það á

öllum stigum.En það þarf samt að hafa það í huga að mikill leiktími er ekki endilega

ávísun á árangur heldur hvernig leiktíminn er notaður.

The promise of play.

Verkefni 2

Það kom fram í þessum þáttum eins og í greinunum að erfitt er að skilgreina leikinn en

helst væri það að leikur er allt sem er skemmtilegt og gaman.

Í þáttunum kemur fram að leikur er afar mikilvægur fyrir allan þroska barnsins.

Það er auðvelt að gera lista yfir leiki en ekki eins auðvelt að skilgreina hann. Í greinunum

koma fram nokkrar skilgreiningar t.d.að leikurinn sé æfing á hegðun fyrir lífið sem er

framundan, athöfn sem einstaklingur tekur sjálfviljugur þátt í af áhuga að leikurinn sé

uppörvandi æfing fyrir tungumál, samskipti,hegðun, gáfur, ímyndunarfl og alla hugsun.

Já það kemur fram að erfitt er að skilgreina leikinn.

Það er talað um að í leik noti börnin oft það sem þau hafa séð, heyrt eða upplifað. Í leik

bæta þau við það úr sinni eigin hugmyndasmiðju og frá öðrum í leiknum og eru þar með

að byggja ofan á fyrri reynslu.

Í regluleikjum eru fyrirfram ákveðnar reglur sem allir sem í honum eru verða að fara eftir.

Öllum er nauðsynlegt að læra að fara eftir settum reglum til þess að virka í samfélaginu

og lífinu öllu.

- 5 -

Page 6: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

The promise of play.

Verkefni 2

Það kom fram í þessum þáttum eins og í greinunum að erfitt er að skilgreina leikinn en

helst væri það að leikur er allt sem er skemmtilegt og gaman.

Í þáttunum kemur fram að leikur er afar mikilvægur fyrir allan þroska barnsins.

Starfsfólkið í Rooftops talar um að það verði að vera gaman í skólanum, það veki frekar

áhuga hjá börnunum og þegar áhuginn er til staðar gengur börnunum betur að læra.

Einnig kemur fram að það er hægt að tengja leik við allar námsgreinar.

Ég er sammála þeim og tel að með leik sé auðveldara að vekja áhuga barnanna vegna

þess að oftast er leikur skemmtilegur.

The heart of the matter

Mér fannst mjög gaman að horfa á þættina og það var nú ansi margt sem fangaði huga

minn. Ég hef verið á þeirri skoðun að leikurinn efli nemendur í námi en það sem mér

fannst meðal annars gaman að sjá í þessum þætti var hvað leikurinn hafði jákvæð áhrif á

vinnuna hjá fullorðnu fólki.

Meginályktun mín er að leikur er öllum nauðsynlegur bæði börnum og fullorðnum. Því

meiri og betri leikur, því betri árangur hvort sem það er í skóla eða atvinnu.

- 6 -

Page 7: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

2. Þáttur: Flokkar og tegundir leikja

Í greininni Back to Basics: Play in Early Childhood var leikjunumskipt í fimm flokka:

Onlooker behavior - áhorfendahegðunarleikir

Solitary independent – einleikur, leikur við sjálfan sig

Parallel – leika með öðrum, deila dóti en halda samt sjálfstæði sínu

Associative – leika saman, deila dóti en láta aðra ráða för

Cooperative – Þegar börn koma sér saman um að skipa sér í sérstök hlutverk

( Jill Engelbright 2008)

Í greininni Play as Curriculum eru líka fimm flokkar en þeir eru aðrir en hér eru taldir að

ofan, þeir eru:

Motor/Physical Play – hreyfileikir

Social Play – Hópleikir

Constructive Play – Búa til – byggingarleikir

Fantasy Play – Ímyndunarleikir

Games with Rules – Regluleikir

( Francis Wardle 2008)

Að mínu mati er þetta ekki nógu góð flokkun fyrir kennara eða þann sem er í leit að leik

sem á að gegna ákveðnu hlutverki. Flokkun leikja þarf að vera þannig að það taki ekki

langan tíma að finna leik við hæfi þess verkefnis sem hann á að gegna. Mér finnst

flokkunin á leikjavefnum ágæt og aðgengileg, og hef ekki tillögur að betri flokkun.

- 7 -

Page 8: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

3. Þáttur: Leikjavefurinn – Leikjabankinn

Ég skoðaði leikjavefinn og leikjaflokkarnir sem ég valdi mér voru þessir:

Ýmsir námsleikir

Gettu hvaða hlutur þetta er

Frost og fjörefni

Ávaxtasalat

Þessa leiki skoðaði ég vegna þess að ég kenni heimilisfræði og mér finnst oft vanta leiki

sem tengjast henni. Stundum nota ég síðustu mínúturnar af kennslustundinni til þess að

fara í leiki og þessa leiki á ég örugglega eftir að prófa, er búin að prófa Ávaxtasalatið og

það er alltaf gaman í honum.

Ýmsir hópleikir

Pönnukaka með sultu

Það voru að koma skilaboð

Að láta boltann ganga

Ég valdi þessa leiki vegna þess að mér leist vel á þá og langar að prófa þá. Ég hef prófað

Það voru að koma skilaboð og ég hef prófað hann á öllum aldursflokkum og það eralltaf

gaman.

Kynningarleikir

Spottakynning

Nafnaruna

Þekkiru nágranna þinn

Það er nauðsynlegt að kunna góða kynningaleiki þar sem kennari þarf að taka við nýjum

börnum á hverju hausti og jafnvel oftar (Ingvar Sigurgeirsson 2008)

- 8 -

Page 9: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

4. þáttur: Nafna og kynningarleikir/ hópstyrkingarleikir/hópeflileikir

Ég valdi mér þessa kynningaleiki til þess að skoða og prófa

Spottakynning

Leikur nr.: 283

Flokkur: Kynningarleikir

Markmið leiks: Að kynnast á skemmtilegan hátt og þjálfa framsögn

Gögn: Mislangt garn eða annar spotti (frá 10 cm)

Aldursmörk: Frá 10 ára

Leiklýsing: Nemendur draga sér einn spotta hver, en spottarnir eru hafðir mislangir. Gott

er að viðhalda forvitni nemenda með því að segja þeim ekki strax til hvers spottinn er.

Tilgangurinn með spottanum er sá að nemendur eiga að snúa spottanum löturhægt um

vísifingur sér á meðan þeir kynna sig og þurfa að tala þangað til spottinn er búinn! Þeir

sem eru með stysta spottann geta sloppið með að segja bara nafn sitt og aldur, á meðan

þeir með lengsta spottann geta þurft að þylja upp hálfa ævisöguna!

Sendandi: Margrét Erla Guðmundsdóttir

Ég valdi þennan leik vegan þess að mér leist vel á hann og hann virtist vera

skemmtilegur. Ég er búin að prófa hann á nemendum í 1-7 bekk og það var mjög

skemmtilegt. Það kom mér á óvart hvað nemendur voru frjóir í að segja frá sér, það er að

segja þeir sem fengu lengstu spottana. Ég fékk fullt af upplýsingum og tel mig hafa

kynnst nemendum mínum þó nokkuð betur ( Ingvar Sigurgeirsson 2008).

- 9 -

Page 10: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

Þekkirðu nágranna þinn?

Leikur nr.: 60

Flokkur: Kynningarleikir

Markmið leiks: Þátttakendur kynnist og læri að þekkja fullt nafn hinna í hópnum, efla

athyglisgáfu og hugmyndaflug og skemmta sér.

Gögn: Engin.

Aldursmörk: Frá 10 ára

Leiklýsing: Þátttakendur sitja á stólum sem raðað er í hring. Þó er alltaf einn sem á ekkert

sæti í hringnum og er hann þá spyrjandi.

Sá sem stendur í miðju hringsins spyr einhvern sem situr: „Hvað heitir nágranni þinn?“

Það má ekki nefna nafn sem áður hefur komið fram í leiknum og því reynir bæði á

spyrjanda og svaranda að muna hver hefur verið nefndur af hópnum og hver ekki.

Þegar þessari spurningu er svarað segir sá í miðjunni setningu sem átt getur við marga

þátttakendur. Setningin byrjar alltaf á þennan veg: „Ég ætla að biðja alla sem... að standa

upp“. Hægt er að segja hvað sem er t.d: „Ég ætla að biðja alla sem fengu sér morgunmat í

morgun að ..., ... sem eru í hvítum sokkum að ... o.s.frv.“

Allir sem fyrirmælin eiga við standa upp og reyna að finna sér nýtt sæti til að setjast í.

Alls ekki má setjast í sama sæti. Alltaf stendur einn uppi án sætis og hann „er‘ann“.

Skráður: 1992

Sendandi: Þorgerður Sævarsdóttir(Ingvar Sigurgeirsson)

Ég valdi þennan leik því mér finnst ég aldrei kunna nóg af kynningarleikjumog við

skoðun virtist hann vera bæði skemmtilegur og hjálpar til við að muna nöfn á nemendum.

Ég skoðaði skemmtilegan vef sem heitir Daves ESL Café Idea Cookbook með

fjölmörgum leikjum og valdi þessa hér fyrir neðan.

Bananas----aquickie

Ok, this one is simple, but it results in tons of laughter. (I used it for the beginning of a

conversation class with students who already knew each other. Ages 13-17)

- 10 -

Page 11: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

Basically, the teacher picks someone to be "it." The main goal of "It" is not to laugh or

smile. Then the students in the class ask "It" questions, but "It" can only respond with the

word "bananas." (They shouldn't be yes/no questions!!) For example: "What is your

girlfriend's name?" Answer: BANANAS!

"What is your favorite sport?" –Bananas. Its a great warm-up for class. My kids laughed

hysterically.

Submitted by Carie Mattison de Ordoñez,

ESL teacher, Tuxtepec, Oaxaca, MEXICO (Daves ESL Café Idea Cookbook 2008)

Draw your name

One way to get your students know your name may be this one, which they find

challenging and funny:

1. Draw on the board as many objects as the letters that make up your name.

2. The name of each object should begin with one of the letters of your name.

3. Then, ask your students to tell you the names of the objects you have drawn and you

write them next to each object.

4. Then, tell them to put the first letters of each object in the correct order so as to form

your name.

5. Finally, students may do the same working in pairs.

Ex. I draw a ring, an apple, a car, an elephant, a glove, an island, a lemon and an ant. If

you put in the correct order the first letter of the name of each object, you get my name

Graciela. (Daves ESL Café Idea Cookbook 2008)

People bingo

This is a really easy first day activity. First of all using the same outline as you would a

normal bingo sheet, fill in each block with questions. For example, find someone who has

a brother or a sister, find someone who can play the piano, find someone who is crazy

about chocolate, find someone who is head over heels in love with brad pitt. You can

base your questions on students levels. All students recieve the bingo sheet with the find

- 11 -

Page 12: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

someone who blocks, and they must go around the class and fill in the entire sheet with

different peoples names. It is a great way for students to ask each other questions.

Whoever fills out the bingo sheet first yells bingo

.Michelle Lalande ILSC Montreal Canada (Daves ESL Café Idea Cookbook 2008 ).

Mér finnst ritið hans Helga alveg frábært og fullt af skemmtilegum leikjum sem ég á

örugglega eftir að nota. Að mínu mati eru hópeflileikir til margs nýtir og finnst það t.d.

gott vopn gegn einelti og ég reyni að nota þá reglulega.

- 12 -

Page 13: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

5. þáttur Gamlir og góðir íslenskir leikir

Ég hef tekið eftir því að sumir leikir sem ég lék mér í sem krakki heita ekki sömu

nöfnunum í dag. Ég man vel eftir boltaleiknum að verpa eggjum, fannst hann alltaf mjög

skemmtilegur, en ég man líka eftir boltaleik þar sem notaðir voru frekar litlir boltar, einn

eða fleiri og var þeim kasta í vegg til skiptis, stundum aftur fyrir bak eða undir fót,var nú

reyndar aldrei flink í þeim leik en það var aukaatriði.

Ég fann þessa lýsingu á Landaparís í einhverju fréttablaði nú á dögunum. Landaparís er

gamall og skemmtilegur leikur sem ég lék mér oft í sem barn en ég sé ekki börnleika

þennann leik í dag.

Landaparís

Á jörðina er teiknaður stór hringur og annar lítill í miðju. Hringnum er skipt í jafna parta

eftir fjölda þátttakenda og fær hver einn part sem hann skírir nafni einhvers lands.

Leikurinn felst í því að land A gerir árás á land B eða annað land með því að kasta lítilli

spýtu á land hans og segja ,,ég geri árás á land B" og hlaupa svo frá. A stoppar þegar

eigandi lands B tekur spýtuna og segir ,,stopp". B má því næst taka þrjú skref í átt að A

og reyna að kasta spýtunni í hring(körfu) sem A myndar með höndunum. Ef B nær að

hitta má hann taka af landi A, annars öfugt. B fær síðan að gera næstu árás. Þegar tekið er

af landi verður annar fótur að vera í litla hringnum og hinn í eigin landi. Spýtan er notuð

til að taka af landinu með því að draga línu. Ekki má lyfta spýtunni frá jörðu meðan verið

er að taka af hinu landinu. Sá er úr sem tapar öllu landinu sínu (Fréttablaðið 2008).

Hoppað yfir sauðalegg

Leggur er lagður niður á gólf, einn er fenginn til að stökkva yfir hann og hann tekur með

höndunum undir tærnar á sér og reynir síðan að stökkva jafnfætis yfir legginn. Þetta er

mjog erfitt en þegar sá fyrsti er búin að stökkva fá fleiri að prófa (Þennann leik lærði ég á

Þorrablóti).

- 13 -

Page 14: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

6. þáttur: Leikir sem kveikjur

1. Kveikja

Að fela hluti undir ábreiðu, eða ofan í kassa. Taka til hluti sem tilheyra einhverju sem

verið er að byrja á. T.d er hægt að nota hluti sem byrja allir á sama staf. Nemendur skoða

hlutina og nefna þá á nafn, hylja þá svo og telja upp í tíu þá eiga nemendur að reyna að

muna hvað það er sem falið var. Þennan leik hef ég notað í stafainnlögn hjá 1. bekk og

þeim finnst hann mjög skemmtilegur. En það er hægt að nota margt annað til þess að setja

undir ábreiðuna eða ofaní kassann bara finna einhverja hluti sem tengjast viðfangsefninu

(Þennann leik lærði ég á leikskóla).

2. Kveikja

Allir nemendur sitja í hring á stólum. Stólarnir eru einum færri en nemendurnir og sá sem

ekki fær sæti í byrjun stendur í miðjunni og “er hann”. Nemendum er skipt í hópa eftir

heitum á til dæmis húsdýrum. Sá sem stendur í miðjunni á að nefna eitthvað húsdýr og

þeir sem eru í þeim hópi skipta um sæti, einhver einn fær ekki sæti og er hann næst. Svo

getur sá sem er hann líka sagt “ húsdýr og þá skipta allir um sæti.

Þessi leikur er útfærsla af Ávaxtakörfunni og er hægt aðútfæra hann á marga vegu í

tengslum við námsefnið ( Ég lærði þennann leik hjá nemendum á í 1-3 bekk en þau voru

að læra um hafið og notuðu fiskanöfn).

3. Kveikja

Allir geta verið með í þessum eltingaleik þar sem fálkarnir reyna að góma fuglana.

Fyrst þarf að afmarka pott (t.d. í horni vallar eða milli stanga) og eru fuglarnir sendir í

pottinn þegar fálkarnir ná þeim. Nokkrir fálkar eru valdir til þess að elta uppi fuglana og

koma þeim í pottinn. Frjálsir fuglar geta gefið ófrjálsum fuglum frelsi með því að klukka

þá í lófann. Þannig getur leikurinn haldið áfram um óákveðinn tíma.

Í stórum hópi er gott að merkja fálkana þannig að fuglarnir þekki þá og geti varað sig á

þeim.

- 14 -

Page 15: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

Mér finnst þessi leikur skemmtilegur og hægt að nota sem kveikju og útfæra hann þá

þannig að hann henti viðfangsefninu t.d gætu þetta verið litir, fiskar eða rándýr (Íslenskur

mjólkuriðnaður 1999:13).

7. þáttur Sönghreyfileikir

Eftir að hafa horft á leikina hjá henni Kristínu Valsdóttur ákvað ég að prófa sem flesta á

nemendum í grunnskólanum þar sem ég er að vinna.

Ég fékk tækifæri í morgun til þess að prófa leiki á mismunandi aldurshópum.Ég byrjaði á

1-3 bekk en þau eru í samkennslu. Leikurinn sem við fórum fyrst í var að búa til hring

með því að herma eftir lögun á ávöxtum. Krökkunum fannst þetta voða gaman og

skemmtilegast var að búa til rúsínu en þá voru eiginlega allir í einni klessu og svo

vatnsmelónu sem er risastór og þá varð hringurinn flottur hjá þeim. Þegar þau áttu að búa

til banana og peru voru miklar pælingar í gangi um það hvar hver átti að standa en þetta

fannst þeim öllum skemmtilegur leikur. Aftur á móti þegar nemendur í 4-6 bekk prófuðu

þennann leik fannst þessum elstu hann bara hallærislegur en tóku nú samt þátt.

Ég prófaði líka nafnaleikinn með hreyfingu og með grettu og öllum aldurshópum fannst

þetta skemmtilegt, voru samt feimnari í hreyfingunni en grettunni. Þar sem 1-3 bekkur er

að vinna í þema um líkamann þá ákvað ég að prófa að láta þau klappa hjartsláttinn og

gekk það ágætlega. Í 4-6 bekk fórum við í leikinn þar sem stjórnandinn gefur frá sér

hljóð og sendir það til sessunautar síns með snertingu, þetta fannst þeim skemmtilegur

leikur og voru fljót að koma með tillögur að hljóði. Þetta voru skemmtilegir tímar og mín

reynsla er sú að nemendur eru alltaf til í að læra nýja leiki.

- 15 -

Page 16: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

8. þáttur: Hugþroskaleikir

Hugmyndir hugþroskaleikja byggjast á hugmyndum Piaget og eru flokkaðir í átta flokka.

Ég prófaði einn leik úr fimm flokkum og þetta eru leikirnir sem ég valdi að prófa:

Hugsunarleikir/Hver er undir teppinu.

Gögn: Teppi/ábreiða

Allir nemendur í bekknum eru með, einn er valin til þess að fara afsíðis og meðan hann er

frá er annar nemandi falinn undir teppi. Þá er kallað í nemandann sem fór afsíðis og hann

á að geta hver er undir teppinu, ég leyfði hinum nemendunum að gefa vísbendingar t.d

hverning peysan hans var á litin. Þetta gekk vel og voru nemendur fljótirað finna hver var

undir teppinu en þessir nemendur þekkjast allir ágætlega, þeir hefðu verið lengur ef þessi

leikur væri leikinn að hausti.

Hreyfileikur/ Þrautakóngur

Gögn: Engin

Allir nemendur eru með og fara í einfalda röð. Sá sem er fremstur stjórnar og gerir ýmsar

æfingar og allir hinir eiga að herma eftir honum. Þessi leikur var skemmtilegur og gekk

vel, sumir áttu erfitt með að gera sumar æfingarnar en það var mikið hlegið.

Snertileikur/ Hvað er í pokanum

Gögn: Ýmsir smáhlutir, poki.

Best er að nemendur vinni saman í smáhópum. Hver hópur hefur poka (úr ógegnsæju

efni) og í honum eru ýmsir smáhlutir. Einn í einu stingur hendinni í pokann og þreifa á

einhverjum einum hlut. Nemendur lýsa hlutnum upphátt án þess að nefna hann: Hvernig

er hann í laginu? Er hluturinn stór, lítill? Hvernig ætli hann sé á litinn? Síðan er hluturinn

skoðaður.

- 16 -

Page 17: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

Hlustunarleikur/ Þekkiru hljóðið

Gögn: Hljóðupptökur með ýmsum hljóðum. Nemendur hlusta á hljóðin og reyna að greina þau. Það var til hljóðupptaka í skólanumog

ég notaði hana. Nemendur voru mjög góðir í að finna út hljóðin semvor t.d rennandi vatn,

tannburstun, lest, klukka. Mér fannst nemendur ekki hafa þolinmæði til þess að vera lengi

í þessum leik.

Rökþroskaleikur/ Flokka fatatölur Ég kenni textilmennt og ákvað að láta nemendur flokka tölur eftir litum, þetta fannst

nemenum mínum skemmtilegt og þegar þeir voru búnir að flokka eftir lit vildu þeir fá að

flokka eftir því hverjar væru fallegar og hverjar væru ljótar og þá kom í ljós mjög skiptar

skoðanir og heilmikil umræða fór í gang. Þetta fannst mér mjög skemmtilegur leikur.

Markmið hugþroskaleikja eru m.a. að:

- stuðla að samhæfingu hreyfingar og skynjunar

- auka næmi nemenda með því að þjálfa þá til að skynja umhverfi sitt með því að

snerta, hlusta og skoða af athygli

- örva hugmyndaflug nemenda og stuðla þannig að sveigjanleika í hugsun

- þjálfa nemendur í samvinnu

- þjálfa nemendur í að glíma við rökleg viðfangsefni, s.s. að flokka, raða hlutum og

fyrirbærum og að sjá hluti frá ólíkum sjónarhornum. (Ingvar Sigurgeirsson 2005)

Ég tel að þar sem að skapandi hugsun er að verða stærri þáttur í skólastarfinu hafi

hugþroskaleikir mikla þýðingu í kennslu. Markmið þeirra eru margvísleg og stuðla að

alhliða þroska nemenda og undirbúa þá til að takast á við önnur og stærri viðfangsefni.

Mín reynsla er sú að flest ef ekki öll börn hafa gaman af leikjum og ef það er gaman

vekur það áhuga og áhugi leiðir til árangurs. Þannig að mín skoðun er sú að

hugþroskaleikir sem og aðrir leikir eru nauðsynlegir í kennslu fyrir alla aldurshópa.

- 17 -

Page 18: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

9. þáttur: Námsspil og flókin töfl

Ég valdi að spila Bingó á dönsku sem var til í skólanum mínum. Bingóspjöldin voru með

ýmsum myndum og svo dró ég miða með dönsku orði og las orðið á dönsku og þá áttu

nemendur að skilja hvað ég var að segja og setja miða yfir myndina sem tilheyrði orðinu,

þetta gekk nokkuð vel en ég varð að vanda vel framburðinn. Þetta spil spilaði ég með

eldri nemendum

Annað spil sem ég valdi var samstæðuspil með litlum og stórum staf. Helmingurinn af

spilunumvoru með stórum staf og hinn helmingurinn með litlum. Öllum spilunum var

raðað á hvolf á borði og síðan kíkti einn nemandi í einu á tvö spil og átti að reyna að fá

t.d lítið s og stórt S og para saman, ef hann náði að para saman mátti hann gera aftur en ef

ekki þá gerði næsti nemandi. Sá sem hafði parað flesta stafi í lokin var

vinningshafinn.Þetta gekk vel enda nemendur vanir þessu spili, mér fannst spilinheldur

mörg til þess að hafa í einu. Þetta spil spilaði ég á yngstastigi og var það kennarinn þeirra

sem bjó það til.

- 18 -

Page 19: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

10. þáttur: Gátur, þrautir og heilabrjótar

Ég hef nú aldrei verið mikið fyrir gátur en man samt eftir nokkrum frá því að ég var barn.

Ekki fyrir löngu voru mér gefnar þessar gátur Bæjarnafnagátur 1

1. Með þeim fyrsta fast er slegið. 

2. Fæst af öðrum lambaheyið. 

3. Að hinum þriðja glögg er gata. 

4. Gleður hinn fjórða þreytta og lata. 

5. Í fimmta ei dropi nokkur næst. 

6. Næðir um sjötta, er gnæfir hæst. 

7. Er hinn sjöundi út við sjá. 

8. Áttundi nefnist Dimmagjá. 

9. Er hinn níundi efni í vönd. 

10. Ekki er tíundi nærri strönd. 

11. Ellefti nefnist Hlýjusléttur. 

12. Á hæð er tólfti bærinn settur. 

13. Á þrettánd' er naumast sól að sjá. 

14. Sjómenn í fjórtánda næði fá. 

15. Fimmtándi er prýði framan á bergi. 

16. Finnst hinum sextánda betri hvergi. 

17. Seytjándi er aftan við alla kálfa. 

18. Á átjánda mun ei húsið skjálfa. 

19. Nítjándi í eldhúsi er tilvalið tæki. 

20. Í tuttugasta ég ylinn sæki. 

 Lausnir –

1. Hamar. 

2. Engi. 

3. Tröð. 

- 19 -

Page 20: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

4. Hægindi. 

5. Vatnsleysa. 

6. Vindás. 

7. Marbakki-Höfn. 

8. Svartagil. 

9. Hrísar. 

10. Dalur - Heiði 

11. Laugavellir. 

12. Hóll - Ás. 

13. Skuggabjörg - Forsæludalur. 

14. Höfn - Sæból. 

15. Foss. 

16. Sælustaðir. 

17. Hali. 

18. Bjarg. 

19. Ausa. 

20. Laug 

Ég hef aðeins reynt við Suduko en ekki gengið sérstaklega vel, stærðfræðigátur eru ekki

heldur fyrir mig. Ég er þó viss um að þrautir og þrautalausnir eru mikilvægar í kennslu

enda efla þær rökhugsun og gefa fjölbreytileika í námið.

Mér finnst skemmtilegastar svona orðagátur eins og bæjarnafnagáturnar.

 

 

- 20 -

Page 21: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

11. þáttur: Orðaleikir

'Eg kenni heimilisfræði og nota oft hengimann síðustu mín. af kennslustundinni og er þá

með orð sem tengjast því sem sem við vorum að gera í henni. Ég nota að fella húsið þegar

ég er með yngsta stigið þar sem mér finnst frekar leiðinlegt að hengja alltaf aumingjans

kallinn

Að fella húsið.

Markmið: Auka orðaforða og æfa réttritun.

Gögn: Tafla og túss.

Leiklýsing:

Kennari eða annar stjórnandi hugsar sér ákveðið orð. Síðan eru strikuð á töflu jafnmörg

lárétt strik og nemur fjölda stafa í því orði sem nemendur eiga að geta upp á. Síðan er

gefin upp vísbending t.d hvort orðið er kvenmannsnafn eða karlmannsnafn, tengist

dýrum, fuglum, ávöxtum, grænmeti, bílum.

Nemendur eiga að finna það orð sem stjórnandinn er að leita eftir til þess að koma í veg

fyrir að húsið falli.

Nemendur rétta upp hönd til að giska á hugsanlega stafi í orðinu. Ef þeir giska á rétta stafi

skrifar kennarinn þá inn í eyðurnar. Ef þeir hins vegar giska á vitlausa stafi fær bekkurinn

refsistig sem er að kennarinn strokar út eina línu úr húsinu t.d aðra hliðina, Ef nemendur

ná ekki að finna orðið kemur að því að ekkert er eftir af húsinu og þeir tapa. En ef einhver

nemandi hins vegar heldur að hann viti hvert orðið er réttir hann upp hönd og lætur vita

og þá hafa nemendur unnið (Ég lærði þennann leik hjá dóttur minni sem kennir börnum á

yngsta stigi).

- 21 -

Page 22: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

Stafrófið Leikur nr.: 116

Flokkur: Orðaleikir

Markmið leiks: Orðaforði, hugtakaskilningur.

Gögn: Skriffæri, blöð að skrifa á.

Aldursmörk: Frá 10 ára

Leiklýsing: Þessi leikur byggir á því að valin eru þrjú mismunandi svið, t.d. íþróttir,

ávextir og grænmeti, og húsbúnaður. Á öllum sviðum á að reyna að finna orð fyrir

sérhvern staf stafrófsins. Það liggur í augum uppi að oft verður að gefast upp við að finna

orð sem byrja á sumum bókstöfunum en samt á að reyna að nota allt stafrófið því að það

getur oft ráðið úrslitum í þessum leik. Gott er að gefa ákveðinn umhugsunartíma því litlar

líkur eru til að einhverjum takist að finna orð fyrir allt stafrófið. Stigagjöfin er einföld því

eitt stig er gefið fyrir hvert rétt orð. Hægt er að leysa þetta verkefni í hópum og nota

hvaða svið sem vera vill

Útfærsla: Þessi leikur er svipaður leiknum Orðasöfnun . Sjá einnig leikinn Öll orð byrja á

sama staf.

Skráður: 1992

Sendandi: Nanna Þóra Jónsdóttir (Ingvar Sigurgeirsson 2008).

Þegar ég leitaði á Google og sló inn orðaleit fékk ég 4620 síður, word games- 120.000

síður, word play- 16.400.000 síður, word puzzels- 879.000.

- 22 -

Page 23: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

12. þáttur: Tölvuleikir

Stafaleikur Bínu

Mér fannst Stafaleikur Bínu besti leikurinn en þeir voru nú flestir ágætir og hafa allir

námsgildi. Ég valdi þennann vegna þess að hann er mjög góður fyrir byrjendakennslu og

jafnvel fyrir yngri börn. Það er hægt er að velja um að vinna með stafi, táknin sjálf og

hljóð þeirra, lítil orð, tengingu hljóða og svo að lesa létt orð.

Ég held að það sé s sniðugt að hafa þennan leik í byrjendakennslu t.d þar sem unnið er í

hringekju þar sem ein stöðin er tölvustöð.

Ég skoðaði forritið Álfur og mér finnst þetta vera leikur þar sem þetta er skemmtilegt og

fjölbreytt viðfangefni. Ég hef séð nemendur nota þetta forrit og þeim fannst það

skemmtilegt (Krakkasíður 2008).

Ég valdi mér leik á námsvef sem heitir KABOOSE, ég gat valið um nokkrar námsgreinar

td.stærðfræði, tungumál, vísindi, sögu, íþróttir og listir.

Ég valdi mér stærðfræðileik sem heitir Bobbers Farm, hann byrjar með að bóndinn

Bobber sýnir lista yfir það sem hann vill láta gera, ég valdi það sem var efst á listanum og

fékk tvö ósamansett hús og nú átti ég að setja þau saman, annað húsið átti að fá alla hluti

sem voru með oddatölu og hitt slétta tölu. Þegar húsin voru fullbúin birtist bóndinn aftur

og nú átti ég að velja það sem var næst á listanum hans og svona gekk þetta koll af kolli

og alltaf var ný aðferð sem átti að nota viðhvert viðfangsefni(KABOOSE 2008).

Ég tel að þessi vefur hafi heilmikið námsgildi og hann býður upp á fjölbreyttar

kennslugreinar með fjölbreyttum viðfangsefnum og hann hentar fyrir alla aldursflokka.

- 23 -

Page 24: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

Hópverkefni

Við val okkar á leikjunum, vildum við velja tvo ólíka leiki og leiki sem við báðar höfum

reynslu af.

Leikurinn Ketillinn springur hefur alltaf virkað vel hjá okkur og mjög skemmtilegt er að

hlusta á sögurnar sem verða til í leiknum, ótrúlegt hvað sumir nemendur hafa mikið

hugmyndaflug. Við höfum líka fundið fyrir því að nemendur sem oftast eiga erfitt með að

standa upp og segja frá einhverju fyrir framan bekkinn, eiga ekki í nokkrum vandræðum

með hlutverk sögumannsins í þessum leik og teljum við því þessi leikur vera góð æfing í

framsögn og til að efla sjálfstraust nemenda.

Blöðruleikurinn er mjög skemmtilegur leikur og höfum við bæði notað hann sem

"partýleik" t.d. á bekkjarkvöldum og svo höfum við stundum endað föstudagana á

þessum leik og þá notum við hann oftast í tengslum við námsefnið t.d. ef við höfum verið

að fjalla um húsdýr þá skrifum við allskonar dýrahljóð á miðana o.s.frv. Þessi leikur slær

alltaf í gegn hjá krökkunum og alltaf er mikið hlegið og mikið gaman :)

Ketillinn springur

Flokkur: Söguleikur

Aldur: Frá 6 ára

Markmið: Örva málnotkun og frásagnargleði, skerpa hlustun og efla sjálfstraust.

Gögn: Stólar

Leiklýsing: Þátttakendur þurfa að vera 6 eða fleiri. Stólar eru einu færri en þátttakendur.

Stólunum er raðað í hring þannig að þátttakendur horfa inn í hringinn. Einn þátttakandi er

sögumaður og stendur hann inn í miðjum hringnum.

Leikurinn er fólginn í því að sögumaður segir sögu sem hann semur sjálfur.

Einhversstaðar í sögunni segir hann setninguna “ketilinn springur”. Þá eiga allir

þátttakendur að skipta um sæti og sögumaðurinn reynir að ná einu sætinu. Ef honum tekst

að ná sér í sæti þá þarf sá sem ekkert sæti fékk að fara í miðjuna og vera sögumaður.

Hann ræður hvort hann heldur áfram með sömu sögu eða byrjar á nýrri.

- 24 -

Page 25: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

Útfærsla: Ef þátttakendur eru fáir, þá hentar betur að hafa stólana í röð en ekki í hring og

þá stendur sögumaður fyrir framan röðina. Einnig er hægt að breyta setningunni “ketillinn

springur” og tengja hana frekar við eitthvað ákveðið viðfangsefni sem verið er að vinna

með.

(Þórey Guðmundsóttir 1987)

Blöðruleikur

Flokkur: Hópstyrkingaleikur

Aldur: Allur aldurshópur

Markmið: Efla tjáningu, athygli og sjálfstraust.

Gögn: blöðrur og miðar

Leiklýsing: Skemmtilegast er ef þátttakendur eru á bilinu 4-8.

Áður er leikurinn hefst blæs sjórnandinn upp blöðrur og setur miða í hluta þeirra. Á

miðana eru skrifaðar setningar um það sem þátttakendur eiga að gera t.d. gefa frá sér

dýrahljóð, safna 10 sokkum, syngja lítið lag o.s.frv.

Blöðrunum er dreift út um gólfið og gengur leikurinn út á að safna sem flestum blöðrum.

Þegar stjórnandinn setur leikinn af stað eiga allir þátttakendur að byrja að sprengja

blöðrur. Ef einhver þeirra fær miða í blöðru þá þarf hann að framkvæma það sem er á

miðanum áður en hann heldur áfram að sprengja fleiri. Sá vinnur endar uppi með flestar

blöðrur.

Útfærsla: Hægt er að útfæra þennan leik á marga vegu með því að hafa mismunandi

viðfangsefni á miðunum t.d. tengja ákveðinni námsgrein. Í stærðfræði væri hægt að láta

nemendur fara með margföldunartöflur, mynda form með fingrunum o.fl. Þegar unnið er

með stóran bekk væri hægt að láta helminginn af nemendum skrifa á miðana og hinn

helmingurinn eru þátttakendur og svo skipta þeir um hlutverk. (Ég lærði þennan leik á

þorrablóti hjá stórfjölskyldunni)

- 25 -

Page 26: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

Hér koma leikir sem ég var búin að finna með það í huga að setja í Leikjabankann.

Api! Api!

Flokkur: Hópstyrkingarleikur

Aldur: Allur aldursflokkar

Markmið: Efla sjálfstraust, hlustun og athygli

Gögn: Engin

Leiklýsing

Stjórnandi skiptir hópnum í jafnstórar dýrafjölskyldur með því að hvísla í eyra

þátttakenda nafni ákveðinnar vel þekktrar dýrategundar. Þannig eru t.d. 3 – 4 þátttakendur

apar, aðrir ljón o.s.frv. Allar fjölskyldur eiga að vera jafnstórar.

Hópurinn dreifir sér um leikvöllinn og þegar stjórnandinn gefur merki reyna

fjölskyldurnar að ná saman. Hver og einn reynir að líkja eftir hegðun, útliti og hljóði

dýrategundarinnar sem hann eða hún tilheyrir þannig að hinir þátttakendurnir þekki sinn

“fjölskyldumeðlim”, þ.e. sína dýrategund. Þegar þátttakandi finnur einhvern úr

fjölskyldunni er sameinast um að finna þásem eftir eru. Þegar öll fjölskyldan hefur náð

saman sest hún niður. Tegundin sem síðast sest er úr leik, eða útdauð.

(Íslenskur mjólkuriðnaður 1999).

Þegar ég fór að veiða

Flokkur:

Aldur: 6-10 ára

Markmið: Læra stafrófið, efla minni

Gögn: Engin

Leiklýsing:

Leikmenn eiga að ljúka setningunni: ”Þegar ég fór að veiða, veiddi ég...” Farið er eftir

stafrófsröð og sá sem er fyrstur byrjar því á A. Þátttakendur verða að nefna þrjá hluti sem

byrja á sama staf. Annars eru þeir úr leik.

-Þegar ég fór að veiða, veiddi ég apa, agúrku og afa.

- 26 -

Page 27: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

Næsti leikmaður finnur orð sem byrjar á B.

Þegar ég fór að veiða veiddi ég bavíana, brúsa og bullukollu.

Útfærsla: Til þess að gera leikinn erfiðari má bæta nafni landsins við sem veitt er í og það

verður að hefjast á sama bókstaf.

-Þegar ég fór að veiða í Danmörku, veiddi ég draug, dóna og druslu.

(Kristín Helga Gunnarsdóttir, Halldór Baldursson 2006:64)

- 27 -

Page 28: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

Lokaorð

Á ferð minni í gegnum þetta námskeið hef ég lært ótrúlega mikið. Ég hef prófað fullt af

leikjum og séð að þeir eru nauðsynlegir í kennslu og það er hægt að koma við leik í öllum

kennslugreinum. Ég hef lært um tilgang leikja í kennslu, útvíkkað sýn mína á notkun

þeirra sem kennsluaðferð, lært marga skemmtilega leiki og hvar ég á að leita ef mig

vantar leik Í framtíðinni mun ég örugglega nota oftar leik í kennslu.

- 28 -

Page 29: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

Heimildaskrá

Daves ESL Café Idea Cookbook. Vefslóð: http://www.eslcafe.com/idea/index.cgi

Fox, Jill Englebright. 2007, 7. febrúar. Back-to-Basics: Play in Early Childhood.Vefslóð:

http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=240

Halldór Baldursson, Kristín Helga Gunnarsdóttir. 2006. Ferðabók Fíusólar.

Mál og menning/edda útgáfa, Reykjavík.

Heil og sæl. 1999.Íslenskur mjólkuriðnaður.Oddi, Reykjavík.

Ingvar Sigurgeirsson. 2005. Hugþroskaleikir, leikir sem örva hugsun. Kennaraháskóli

Íslands, Reykjavík.

Ingvar Sigurgeirsson. 2007. Leikjabankinn. Vefslóð: http://www.leikjavefurinn.is

KABOOSE. Vefslóð:

http://funschool.kaboose.com/formulafusion/games/game_bobbers_farm.htm

Námsgagnastofnun. 2007, 24. febrúar. Krakkasíður.

Vefslóð: http://www.nams.is/krakkasidur/.

Sveinn Víkingur. 1982. Leikir og létt gaman. Hörpuútgáfan, Akranes.

Þórey Guðmundsóttir.1987. Innileikir – hreyfileikir. Reykjavík.

Wardle ,Francis. 2007. 7. febrúar. Play as Curriculum. Vefslóð:

http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=127

- 29 -

Page 30: Inngangur - University of Iceland (2... · Web view2. The name of each object should begin with one of the letters of your name. 3. Then, ask your students to tell you the names of

Kennaraháskóli Íslands Ólöf Linda SigurðardóttirLeikir sem kennsluaðferð

- 30 -