8
2 4 7 8 Grænmetisneysla eykur lífsgæðin Fánaröndin er tákn um ferskleika og gæði Neytendur taka eftir fánaröndinni Nútímavædd og vistvæn ræktun á Melum Guðrún Þóra Hjaltadóttir Axel Sæland Ingibjörg Sigmundsdóttir Guðjón Birgisson næringarfræðingur garðyrkjubóndi á Espiflöt garðyrkjubóndi í Hveragerði garðyrkjubóndi á Melum á Flúðum Ferskleiki og gæði Fánaröndin vörumerki íslenskrar garðyrkju 700 tonn af gúrkum á ári í Gufuhlíð bls. 5

Íslensk garðyrkja 2014

  • Upload
    athygli

  • View
    251

  • Download
    6

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Íslensk garðyrkja 2014

2 4 7 8

Grænmetisneysla eykur lífsgæðin

Fánaröndin er tákn um ferskleika og gæði

Neytendur taka eftir fánaröndinni

Nútímavædd og vistvæn ræktun á Melum

Guðrún Þóra Hjaltadóttir Axel Sæland Ingibjörg Sigmundsdóttir Guðjón Birgissonnæringarfræðingur garðyrkjubóndi á Espiflöt garðyrkjubóndi í Hveragerði garðyrkjubóndi á Melum á Flúðum

Ferskleiki og gæði

Fánaröndinvörumerki íslenskrar garðyrkju

700 tonn af gúrkum á árií Gufuhlíð

bls. 5

Page 2: Íslensk garðyrkja 2014

Sveinn A. Sælandformaður Sambands garðyrkjubænda skrifar

Garðyrkjubændur á Íslandi eiga sameigin-legt vörumerki sem er fánarönd Sambands garðyrkjubænda en hún hefur verið vöru-merki garðyrkjunnar frá árinu 2002. Það voru grænmetisframleiðendur sem fyrstir hófu notkun fánarandarinnar og notuðu þeir hana markvisst í kynningarefni sínu

með góðum árangri. Garðplöntu- og blómaframleiðendur tóku hana síðan upp og því næst kartöflubændur.

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sam-bands garðyrkjubænda, segir að fánaröndin sé samnefnari fyrir það besta í íslenskri garðyrkju, m.a. ferskleika, gæði, hollustu og afurðir sem henti best aðstæðum hér á landi. „Það er gaman að segja frá því að kannanir segja okkur að fánaröndin sé eitt af allra sterkustu vörumerkjum á Íslandi. Fánaröndin nýtur breiðs stuðnings neytenda sem ótvírætt velja innlenda vöru sem fyrsta kost þegar þeir kaupa garðyrkjuafurðir úti í búð.“

Að sögn Bjarna er stefnt að því að allar íslenskar garðyrkjuafurðir beri þetta merki. „Tilgangurinn er að neytendur geti auðveld-lega þekkt íslenskt ræktaða vöru og aðgreint hana frá innflutningi. Einungis framleiðend-ur í garðyrkju mega nota fánaröndina en í dag nota allar greinar garðyrkjunnar þetta sameiginlega merki og styrkja þau íslenska framleiðslu, hvert annað og sjálf sig um leið,“ segir Bjarni.

Þegar gæðahandbókin hefur verið innleidd að fullu, munu einungis þeir sem vinna eftir handbókinni, hafa leyfi til að nota fánaröndina til að merkja vöru sína. Árleg velta garðyrkjuafurða, sem merktar eru með fánaröndinni, er um 5 milljarðar króna. K

Fánaröndin er sam-nefnari fyrir það besta í íslenskri garðyrkju

-segir Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarfræðingur

Grænmetisneysla eykur lífsgæðin

Það er vísindalega sannað að grænmeti er einkar heilnæm fæða sem ber í sér mikið magn vítamína og trefja. Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarfræðingur segir að auk vítamína sé í grænmeti bætiefni af ýmsu tagi. Steinefni og trefjarnar í græn-meti séu sérstaklega hollar til neyslu.

En borða Íslendingar nægilega mikið af grænmeti? „Nei, það gera þeir ekki. Neyslan gengur dálítið í sveiflum en úrval grænmetis hefur aukist mikið. Það er til mikilla bóta,“ segir Guðrún Þóra. Hún segir allt grænmeti hollt og þetta sé matvara sem auki lífsgæði. Trefjarnar skipta þar ekki minnstu máli því alltof margir neyta ekki trefjaríkrar fæðu. Hún gerir mikinn greinarmun á íslensku grænmeti og innfluttu.

„Allur flutningur á vörunni dregur úr gæðunum. Best er að hafa matvöru eins og

grænmeti sem næst neytandanum. Vítamín í grænmeti rýrnar þegar það er orðið nokkurra daga eða vikna gamalt. Svo eru vistvænu skrefin mun færri þegar grænmeti er flutt inn til landsins. Þá liggur leið grænmetisins frá akri með flutningstæki inn í geymslu. Úr geymslunni er það flutt með öðru flutn-ingstæki að flugvelli. Þar tekur við annað flutningstæki til að flytja það á markað. Þarna er því um að ræða mikla orkunotkun.“

Guðrún Þóra segir að best væri ef hægt væri að bjóða upp á allar tegundir innlends grænmetis allt árið. Margar tegundir séu reyndar ræktaðar allt árið. „Persónulega fyndist mér þjóðhagslegur sparnaður felast í því að lækka raforkuverð til garðyrkjubænda og draga þannig úr innflutningi á grænmeti til landsins.“ K

Uppruni garðyrkjuafurða

Miklar breytingar hafa átt sér stað á undan-förnum áratugum við framleiðslu íslenskra garðyrkjuafurða. Garðyrkjustöðvum hefur fækkað, þær hafa stækkað og hverskonar tækni hefur fleygt mjög fram. Í flestum

tilfellum er um hátæknivædda framleiðslu að ræða, hvort heldur er grænmeti, blóm, ber eða garð- og skógarplöntur.

Samtal við neytendur fer best fram með því að garðyrkjubændur markaðssetji holla

og hreina vöru sem uppfyllir væntingar. Að íslensk vara sé tryggilega merkt með íslensku fánaröndinni sem er okkar vörumerki og ykkar trygging fyrir upprunanum. Að neyt-endur geti óhikað gengið að vörunni, fullviss-ir um að hún sé framleidd á Íslandi.

Íslenskt umhverfi er einstaklega vel fallið til ræktunar, hvort sem er innandyra eða utan. Okkar svala loftslag gerir það að verk-um að meindýr og sjúkdómar eru í lágmarki, vöxtur grænmetis verður hægari og þéttari og grænmetið þar af leiðandi bragðmeira og safaríkara. Litir blómanna eru skarpir og garð- og skógarplönturnar sérstaklega valdar og ræktaðar til að þola íslenskar aðstæður.

Íslensk garðyrkja býr við einstakar aðstæð-ur á heimsmælikvarða. Engin mengandi efni eru notuð til framleiðslunnar. Hreinn jarðhiti til upphitunar gróðurhúsa og garðlanda, raf-orkan til lýsingar fengin úr orku fallvatnanna, koltvísýringur, sem notaður er til að auka vöxt og gæði, er fenginn úr hreinni jarðgufu og lífrænar varnir notaðar í öllum garðyrkju-stöðvum við ræktun innan dyra. Nálægðin

við markaðinn gerir það einnig að verkum að kolefnisfótsporið er eins hagstætt og mögulegt er.

Okkar framleiðendur eru ávallt leitandi og úrval tegunda hefur aukist á markaðnum. Á undanförnum árum hefur t.d. stóraukist framleiðsla á salati, kryddjurtum og síðast berjum, s.s. jarðarberjum og hindberjum. Enn leita framleiðendur að nýjungum sem geta kitlað bragðlauka og auðgað umhverfið af litum og fegurð. Það er vissulega gaman að vera framleiðandi þegar viðtökur við nýjung-um eru eins góðar og raun ber vitni.

Um þessar mundir erum við að innleiða svokallaða gæðahandbók fyrir framleiðsluna, þannig að fánaröndin okkar á ekki eingöngu að vera trygging fyrir upprunanum, heldur líka að varan sé framleidd eftir ströngum viðmiðum við bestu aðstæður.

Ég hvet ykkur til að vera ávallt á vaktinni, skoða vel upprunamerkingar á vörunni og taka síðan upplýsta ákvörðun um innkaupin.

Garðyrkjubændur horfa bjartsýnir til framtíðar, fullir áhuga á að uppfylla óskir ykkar um fjölbreytni og gæði. K

Sveinn A. Sæland, formaður Sambands garðyrkjubænda.

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir að fánaröndin sé sam-nefnari fyrir það besta í íslenskri garðyrkju.

„Best er að hafa matvöru eins og grænmeti sem næst neytandanum,“ segir Guðrún Þóra Hjalta-dóttir næringarfræðingur.

Útgefandi: Samband garðyrkjubænda

Ritstjóri: Bjarni Jónsson (ábm).

Umsjón og textagerð: Athygli ehf.

Ljósmyndir: Hari

Hönnun og umbrot: Þórhallur Kristjánsson, effekt.is

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

Dreifing: Póstdreifing, 27. maí 2014.

Ferskleiki og gæði

2

Page 3: Íslensk garðyrkja 2014

- segir Magnús Á. Ágústsson garðyrkjuráðunautur í Reykholti

Gæðahandbókin er nauðsynlegt gagnMagnús Á. Ágústsson, garðyrkjuráðu-nautur í Reykholti í Bláskógabyggð, er einn reyndasti ráðunautur landsins. Hann hefur verið viðriðinn garðyrkju allt frá sjöunda áratug síðustu aldar. Magnús hefur átt mikinn þátt í innleiðingu gæðahandbókar-innar.

„Í sem stystu máli eru í gæðahandbók-inni samantekin öll lög og reglugerðir sem mönnum ber að fara eftir. Því til viðbótar eru í henni atriði sem snerta góða búskaparhætti. Þar er farið yfir allt sem snertir meðhöndlun á grænmeti, pökkun, geymslu á grænmeti, hreinlæti og þess háttar,“ segir Magnús.

Magnús segir að með gæðahandbókinni sé rekjanleikinn tryggður, eitt skref áfram og eitt skref til baka hjá þeim sem annast sjálfir

pökkun. „Ef eitthvað kemur upp á og kvartað er yfir vörunni á að vera hægt að rekja hana til bóndans. Hann á síðan að geta séð hvað og hvort eitthvað hafi misfarist í framleiðslunni.“

Handbókin í stöðugri endurskoðunGæðahandbókin er að sögn Magnúsar nauðsynleg þeim sem rækta grænmeti og þeim sem pakka vörunni sjálfir og að þeim beri skylda til þess að koma sér upp gæða-handbók. „Innleiðing gæðahandbókarinnar er hafin og enn er verið að sníða vankantana af henni og gera framkvæmdina sem ein-faldasta fyrir bændur. Hún á að vera þannig úr garði gerð að bændur noti hana af fúsum og frjálsum vilja.“

Vinna við gæðahandbókina hefur staðið

yfir alveg frá árinu 2010. Inn-leiðing hennar hófst á síðasta ári. Í ljósi reynslunnar hafa verið gerðar breytingar á henni sem miða að því að gera hana einfaldari í notkun.“

Hann segir að gæðahandbókin komi neytendum til góða að því leyti að tryggt sé að varan sé í lagi og ekki hættuleg heilsu þeirra. Með bókinni er komið á eftirliti með einföldum hlutum, eins og því að starfsmenn við framleiðslu grænmetis gæti fyllsta hreinlætis. „Það hafa komið upp veirusýkingar með innfluttum berjum. Það

hefur verið rakið til þess að fólk hafi ekki gætt fyllsta hrein-

lætis. Bókin stuðlar því að auknu matvælaöryggi fyrir neytendur.“

Öll aðstaða að batnaMagnús segir að mikið hafi breyst til batnaðar á

undanförnum árum, t.a.m. í sambandi við bætta aðstöðu

til pökkunar á grænmeti. Gæða-handbókin sé samt nauðsynlegt gagn

fyrir eftirlitsaðila. Komi eitthvað upp á er það skjalfest hvernig hafi verið staðið við fram-leiðslu og pökkun. Hún auðveldi til muna alla eftirfylgni. K

Magnús Á. Ágústsson, garðyrkjuráðunautur í Reykholti, segir að gæðahandbókin komi neytendum til góða að því leyti að tryggt sé að varan sé í lagi og ekki hættuleg heilsu þeirra.

Sigrún Pálsdóttir segir að það hafi verið vinnuregla hjá þeim hjónum að senda aldrei þá vöru á markað sem þau sjálf myndu ekki vilja kaupa í verslun.

Rætt við hjónin Sigrúnu Pálsdóttur og Þröst Jónsson garðyrkjubændur í Garðyrkjustöð Sigrúnar

Úr litlum rófugarði í mestu hvítkálsræktun á landinu

„Við byrjuðum einungis með dálitla rófu-rækt á Reykjarbakka árið 1981 sem átti að skapa mér einhverjar tekjur með barna-uppeldinu,“ segir Sigrún. Árið 1998 fór ræktunin að vinda upp á sig þegar þau hófu að skipta við Ágæti sem á þessum tíma var að leita að hvítkálsframleiðendum.

„Við tókum slaginn og vorum þá strax komin út í umfangsmeiri ræktun. Stærsti hluti ræktunarinnar nú er hvítkál en við ræktum einnig kínakál, rauðkál, blómkál og spergilkál. Undanfarin tvö ár höfum við líka verið að prófa okkur áfram með ræktun á grænkáli. Það er stöðugt aukin eftirspurn eftir því sem má þakka hollustubylgjunni sem nú ríður yfir,“ segir Sigrún.

Þau selja núna sína framleiðslu í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna og eru þar stærstu framleiðendur hvítkáls á landinu. Sölutímabil hvítkáls er frá júlí fram í mars-apríl. „Við höfum lagt áherslu á að eiga til sem allra lengst í geymslu þær tegundir sem við tökum upp svo ekki komi skörð í framboðið okkar á markaðinum,“ segir Þröstur.

Aldrei fengið kvörtunMeðan ylræktarbændur kljást við rafmagns-verðið eru það náttúruöflin sjálf sem úti-ræktendur þurfa að eiga við. „Við vorum að selja kál út allan aprílmánuð í fyrra en á þessu ári kláruðust birgðirnar í febrúar. Okkur munar talsvert mikið um þetta. Við vorum þó ekki jafn óheppin og margir aðrir og erum bara að vissu leyti sátt við uppskeru síðasta árs miðað við efni og aðstæður. Þetta hefði getað farið verr og sumir misstu reyndar alla sína uppskeru,“ segir Sigrún.

Sigrún segir að það hafi verið vinnuregla hjá þeim að senda aldrei þá vöru á markað sem þau sjálf myndu ekki vilja kaupa í versl-un. Ræktuninni hefur fylgt mikil vinna því auk þeirra hjóna hefur einungis einn fastur starfsmaður verið í starfi hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar. Síðan hafa verið ráðnir unglingar til starfa á sumrin.

„Það skiptir mjög miklu máli að við vinn-um við þetta sjálf og séum með góða yfirsýn yfir ræktunina. Við höfum aldrei fengið kvörtun og í raun einungis fengið jákvæðar viðtökur við okkar vöru,“ segir Sigrún. K

3

Page 4: Íslensk garðyrkja 2014

– segir Axel Sæland garðyrkjubóndi á Espiflöt

Fánaröndin er tákn um ferskleika og gæði

Axel Sæland er af þriðju kynslóð garðyrkju-bænda á bænum Espiflöt í Reykholti. Hann starfar við reksturinn ásamt eiginkonu sinni, Heiðu Pálrúnu Leifsdóttur, og föður sínum og móður, Sveini Sæland og Áslaugu Sveinbjarnardóttur. Á Espiflöt eru nú eingöngu ræktuð afskorin blóm; rósir, ger-berur, liljur, aster, sólliljur og margt fleira. Sérhæfingin í blómaræktuninni er fjöl-hæfnin enda er um 50% af tekjumyndun-inni framleiðsla blómvanda. Á Espiflöt eru 6.400 fermetrar í gróðurhúsum og aðrir 600 fermetrar eru fyrir pökkun, vélageymslu og fleira.

Espiflöt er gott dæmi um rekstur þar sem verður hægfara nýliðun innan sömu ættar-innar. Afi og amma Axels í föðurætt, Eiríkur Ágúst Sæland og Hulda Sæland, hófu rekstur garðyrkjustöðvar á Espiflöt árið 1948. Þau ræktuðu eingöngu grænmeti. Um 30 árum síðar komu foreldrar Axels inn í reksturinn og tóku hann endanlega yfir árið 1998. Um það leyti sem þau komu inn í reksturinn var grænmetisræktuninni hætt og ræktun á af-skornum blómum hófst. Axel byrjaði að hafa afskipti af rekstrinum árið 2006 og eignaðist meirihluta í fyrirtækinu á síðasta ári.

„Foreldrar mínir starfa engu að síður

við stöðina ennþá. En þessi skipti gefa þeim tækifæri til þess að draga úr vinnu og njóta þess að vera til. Reksturinn kallar á mikla viðveru og þarf að sinna verkum á hverjum degi,“ segir Axel.

Tólf mismunandi blómGengið er til vinnu kl. 7 alla daga vikunnar. Byrjað er á því að taka upp uppskeru dagsins og hún flutt inn í pökkunarhúsið þar sem hún er flokkuð. Eftir það er farið í að gera blómvendi fyrir verslanir og stórmarkaði. Öll varan er seld undir merkjum Espiflatar og íslensku fánarandarinnar í gegnum Grænan markað sem dreifir vörunni um allt land. „Ís-lenska fánaröndin er okkur afar mikilvæg þar sem hún er tákn um ferskleika og gæði.“

„Við ræktum tólf mismunandi blóm en í fjölda afbrigða í mörgum litum og stærðum. Margar af þessum plöntum eru fjölærar og við ræktum þær í mörg ár. Sumar eru einærar, eins og liljur og chrysur. Það er því mismun-andi hvort notuð eru fræ, græðlingar, rótaðir græðlingar eða rótaðar smáplöntur. En að-föngin koma að stærstum hluta frá Hollandi og Danmörku,“ segir Axel.

Sérhæfingin er mjög mikilvæg„Þótt gúrkuplantan og tómatplantan, svo dæmi séu tekin, séu svipaðar útlits þurfa þær gerólíka áburðargjöf, vökvun, lýsingu og rakastig. Sérhæfingin er þess vegna mjög mikilvæg til þess að ná sem mest út úr rækt-uninni. Ég myndi t.d., ef ég gæti, eingöngu ræktað gerberur í allri gróðurstöðinni því það er einfaldast. En um leið myndi ég kaffæra blómamarkaðinn á Íslandi sem er ekki mjög stór. Þetta myndi því aldrei ganga upp,“ segir Axel.

Á Íslandi rækta 10 bændur afskorin blóm og hefur þeim fækkað verulega á undanförn-um árum. Raflýsingin hefur stórlega aukið afköstin og hver fermetri er nú betur nýttur með betri tækni og aukinni þekkingu.

„Árið 1985 stunduðu um 45 bændur rækt-un afskorinna blóma. Núna starfa mun færri við þessa grein en afköstin eru talsvert meiri. Stöðvarnar eru stærri en áður og tækninni hefur fleygt fram.“ Á Espiflöt er framleidd um ein og hálf milljón blóma á ári, mælt í stykkjum. Markaðshlutdeildin er í kringum 25%. K

Það er drjúgur spölur frá Þjóðvegi 1 niður að Þykkvabæ. Í byggðarkjarnanum þar starfa feðgarnir Ármann Ólafsson í Vest-urholtum og Birkir Ármannsson í Brekku við kartöflurækt ásamt eiginkonum sínum, Bjarnveigu Jónsdóttur og Brynju Rúnars-dóttur. Þeir vinna öll verk saman en eru með aðskilin rekstur. Með þessu segjast þeir samnýta betur allan vélarkost og starfskraft sem gerir ræktunina hagkvæmari en ella. Í Þykkvabæ eru þrír aðrir feðgar sem stunda saman kartöflubúskap og samnýta sína krafta.

Ármann og Birkir rækta kartöflur á um 40 hekturum. Byrjað var að plægja 25. apríl og settu þeir fyrsta útsæði niður undir plast 1. maí síðastliðinn og hafa aldrei áður verið svo snemma á ferðinni. „Það fer eftir tíðarfarinu hvenær búast má við fyrstu kartöflunum. Við höfum tekið upp í byrjun júlí og það gæti gengið eftir á ný ef veðráttan verður hag-stæð,“ segir Birkir.

Birgðir kláruðust í febrúarStöðug eftirspurn er eftir íslenskum kartöfl-um og þeir feðgar segja að svo virðist sem

neytendur séu ánægðir með vöruna. Þeir segja að unnt væri að auka framleiðsluna án þess að það kæmi niður á markaðnum. Reyndar hefði nú þegar orðið mikil aukning á svokölluðum vinnslukartöflum.

Birgðir síðasta árs kláruðust í febrúar og birgðastaðan því engin. „Við þurfum að hafa tekjur af þessu allt árið og meðan birgðirnar eru engar eru tekjurnar engar,“ segir Ármann. „Þess vegna erum við líka að setja niður kartöflur undir plast. Með því móti flýtum við fyrir því að tekjustreymið hefjist á ný.“

Þeir feðgar byrja að taka upp undan plastinu þegar kartaflan er hálfsprottin. Kartöflurnar eru þá heldur minni en það fæst hærra verð þegar þær koma svo snemma á markaðinn. „Markaðurinn kallar eftir nýjum kartöflum á þessum tíma og okkar hlutverk er að þjóna markaðnum. Með því að nota plastið vinnum við alveg upp hálfan mánuð,“ segir Birkir.

Verksmiðjan mikil lyftistöng„Svo hefur verið mikil aukning í ræktun á vinnslukartöflum sem er hráefni í forsoðnar kartöflur hérna í verksmiðjunni í Þykkvabæ og hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Smæsta gullaugað fer í forsoðnar einingar. Það er engu hent en hérna áður fyrr þurfti að henda smælkinu eða gefa skepnunum það,“ segir Ármann. Nú er allt nýtt og breyttist þegar kartöfluverksmiðjan í Þykkvabæ tók til starfa. Hún var byggð upp til þess að nýta það sem til féll í framleiðslunni.

Þegar Kartöfluverksmiðja Þykkvabæj-ar var stofnuð árið 1981 voru stofnaðilar 58 kartöflubændur. Með sameiningu býla hefur eigendunum fækkað. „Þykkvabæj-arverksmiðjan hefur verið mikil lyftistöng fyrir þetta byggðarlag. Það eru um tíu kartöfluframleiðendur sem eiga verksmiðjuna auk annarra aðila sem eru hættir í kartöflu-rækt sjálfir. Einnig erum við hluthafar og innleggjendur í Sölufélagi garðyrkjumanna,“ segir Ármann.

„Á Espiflöt er framleidd um ein og hálf milljón blóma á ári, mælt í stykkjum,“ segir Axel Sæland á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum. Öll framleiðsla hans er merkt fánaröndinni.

Feðgarnir Birkir Ármannsson í Brekku og Ármann Ólafsson í Vesturholtum í Þykkvabæ.

Samnýting tækjaog starfskraftaFeðgarnir Ármann Ólafsson í Vesturholtum og Birkir Ármannsson í Brekku rækta sameiginlega kartöflur á 40 hekturum í Þykkvabænum

4

Page 5: Íslensk garðyrkja 2014

Gufuhlíð í Reykholti:

Það vekur strax athygli hve hreinlegt og snyrtilegt umhverfið er í kringum gróðrar-stöðina Gufuhlíð í Reykholti. Þar ráða ríkjum hjónin Helgi Jakobsson og Hildur Ósk Sigurðardóttir. Í Gufuhlíð fer einung-is fram gúrkurækt og er stöðin öflugasti gúrkuframleiðandi landsins.

„Við framleiðum um 700 tonn á ári,“ segir Helgi. Foreldrar hans, Jakob Helgason og Birna Guðmundsdóttir, hófu rekstur í Gufuhlíð árið 1965 og ræktuðu grænmeti á staðnum allt þar til Helgi og Hildur Ósk tóku við árið 1997. Það ár var fyrsta gróðurhúsið með raflýsingu tekið í gagnið og síðan hefur öll gróðurstöðin verið endurbyggð. Þau hjón voru líka þau fyrstu til að innleiða gæðahand-bók í matjurtaframleiðslu sem MATÍS setti saman í samráði við Matvælastofnun. Með gæðahandbókinni gefst þeim kostur skrá alla ferla við framleiðsluna og tryggja þar með samfellu í framleiðslunni.

Öllu pakkað á staðnum „Raflýsingin breytir öllum skilyrðum og gerir það að verkum að hægt er að hafa veltu af þessari starfsemi allt árið,“ segir Helgi.

Hildur Ósk segir að mikil rútína sé í kringum starfsemina. Dagurinn byrji á tínslu og pökkun. Einnig þurfi að vefja plöntunum upp og slaka þeim niður og sumar þurfi af afblaða. Í gróðurhúsunum eru um tíu þúsund plöntur. Það þarf að fara yfir þær allar tvisvar sinnum í viku og skorið er af þeim sjö daga vikunnar. Uppskeran á hverjum degi er um tvö tonn sem er send rakleiðis á markað í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna sem sækir hana til Gufuhlíðar fjórum sinnum í viku. Uppskerunni er síðan dreift út um allt land. Öllu er pakkað inn í plast á staðnum með merkingu frá Gufuhlíð og íslensku fánaröndinni. Fánaröndina mega þeir einir nota sem eru félagar í Sambandi garðyrkju-bænda og stefnt er að gera gæðahandbókina að skilyrði til að tryggja gæði vörunnar.

Þau hjón eiga saman þrjár dætur og

fyrir á Helgi eina dóttur. Börnin eru sólgin í gúrkur og grípa þær gjarnan með sér í nesti þegar farið er í skólann. Þótt of snemmt sé að hugleiða það af einhverri alvöru þá er ekki sjálfgefið að börn þeirra taki við af þeim þegar þau setjast í helgan stein. Stétt garðyrkjubænda er að eldast og Hildur Ósk bendir t.d. á að meðalaldur nemenda í garð-yrkjuskólanum sé 32 ár.

„Það er gott að búa hérna og mjög fjölskylduvænt og stutt í alla þjónustu. Þetta er algjör drauma-staður fyrir fjölskylduna,“ segir

Hildur Ósk.

Umhverfisvæn ræktunTólf manns starfa í Gufuhlíð. Um helmingur þeirra eru heimamenn og hinn helmingur-inn er af erlendu bergi brotinn. „Þetta hefði ekki getað gengið í gegnum tíðina nema með erlendu vinnuafli. Það hefur verið erfitt að fá Íslendinga til að vinna við þetta. Atvinnu-ástandið er líka gott hér í sveitinni og því ekki margir að leita sér að vinnu,“ segir Helgi.

Þeim hjónum finnast miklir kostir fylgja því að sérhæfa sig einungis í einni tegund. Öðrum finnist betra að rækta fleiri tegundir upp á fjölbreytnina að gera.

Ræktunin í Gufuhlíð er mjög nútímaleg

og umhverfisvæn. Allt frárennsli frá vökvun er hreinsað og nýtt aftur þannig að engin næringarefni fara út í náttúruna. Þau hjón nota talsvert magn af kolsýru við ræktun-ina og segir Helgi það hjálpa mikið til við ljóstillífunina. „Við eyðum stórfé í lýsingu og þá borgar sig ekki að spara við sig á öðru sviðum sem kostar mun minna,“ segir Helgi um kolsýruna. Hann segir afhendingarörygg-ið mjög gott og það gerist vart að rafmagnið fari af.

Lífrænar varnirHildur Ósk

segir að gæði íslensks grænmetis hafi verið mik-

il á undanförnum árum með bættri tækni og ræktunaraðstöðu.

Með þróun í lífrænum vörnum hefur gengið mjög vel að ráða við óværu. Ekki megi heldur gleyma því að innlendir ræktendur búi við einstaklega hreint og gott vatn.

Í Gufuhlíð eru einungis lífrænar varnir til að halda óværunni frá. Í hverri viku eru litlir maurar settir í gróðurhúsin til að éta óæski-legar lífverur sem leggjast á plönturnar.

Mjög stöðugt verð hefur verið á gúrk-um undanfarin ár. Þau hjón hafa velt þeim möguleika fyrir sér að stækka stöðina enn frekar. Helgi segir frekar einfalt að auka framleiðsluna en eins og staðan sé núna taki markaðurinn ekki við meiru af gúrkum. K

Framleiða 700 tonn af gúrkum á ári

Hafin er framleiðsla og sala á tómatsósu, pastasósu og tómatgrunni úr íslenskum tómötum í fyrsta sinn á Íslandi. Það er dótturfyrirtæki Sölufélags garðyrkju-manna, Í einum grænum, sem framleiðir nýju vörulínuna en matgæðingurinn Helga Mogensen þróaði hana.

Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðs-stjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að hugmyndin um framleiðslu á vörum úr íslenskum tómötum hafi verið á kreiki í mörg ár. „Við vinnum stöðugt að því verkefni að fullnýta afurðir garðyrkjubænda. Við viljum fullnýta allt sem er ræktað, hvort sem afurðin er stór eða smá, ólöguleg eða falleg. Sú hugmynd að þróa vörulínu úr íslenskum tómötum hefur verið hugarfóstur okkar í nokkur ár. Við fórum svo af stað með þróun á vörunni fyrir einu og hálfu ári og fengum Helgu Mogensen til þess að þróa með okkur þessa nýju vörulínu.“

Viljum fullnýta framleiðslunaKristín Linda segir að Helga sé mikill listakokkur og reynslumanneskja á þessu sviði og brautryðjandi í þróun matvöru sem fellur undir hollt mataræði. „Samstarfið hefur gengið einstaklega vel og afraksturinn er þessar þrjár tómatvörur. Við erum líka að fara

að setja á markað sýrðar gúrkur sem verða komnar í verslanir innan fárra daga,“ segir Kristín Linda.

Tómatar og gúrkur eru þær grænmetis-tegundir sem mest eru ræktaðar á Íslandi. Kristín Linda segir að draumurinn sé sá að nýta alla framleiðsluna þannig að ekkert fari til spillis.

Í einum grænum var stofnað árið 2005. Tilgangurinn með stofnun þess var að nýta tækifæri að hefja fullvinnslu á grænmeti frá íslenskum garðyrkjubændum. Fyrirtækið framleiðir meðal annars forsoðnar kartöflur, salöt, fyllta sveppi, gratín og margt fleira.

Engin rotvarnar- eða bindiefniÁkveðið var strax í upphafi að leggja mikla áherslu á gæði vörunnar. Þannig eru t.d.

engin rotvarnarefni, bindiefni eða þykkingarefni notuð við framleiðsluna.

„Við sjóðum tómatana niður og maukum þá þar til lögurinn hefur náð ákveðinni þykkt. Þá er kryddi bætt út í og varan sett á krukkur og hraðkæld og lofttæmd. Við viljum hafa vöruna sem hreinasta og ferskasta. Það er t.d. enginn sykur í pastasósunni eða tómagrunninum. Í pastasósunni er hvítlaukur og basilikum sem eru vinsælustu bragðtegundirn-ar í slíkum sósum. Tómatgrunnurinn er einungis hrein tómataafurð og engu kryddi bætt út í hann. Í tómatsósunni er hrásykur en í töluvert minna magni en gengur og gerist í þessari vörutegund.“

Tómatvörurnar eru nú fáanlegar í öllum verslunum Bónus, Nóatúns, Hagkaups, Mela-búðinni, Fjarðarkaupum og Frú Laugu. Stefnt er að því að þær verði fáanlegar í enn fleiri verslunum þegar fram líða stundir.

Kristín Linda segir að nýja tómatvöru-línan sé lítið eitt dýrari en innfluttar tómavörur. Erfitt sé að keppa í verði við innflutta vöru sem er framleidd gríðarstórum verksmiðjum fyrir heimsmarkað.

„Við reynum að halda verðinu eins lágu og við getum því það er allra hagur. En við getum því miður ekki keppt við risafyrirtækin,“ segir hún. K

Hjónin Helgi Jakobsson og Hildur Ósk Sigurðardóttir í Gufuhlíð voru þau fyrstu til að innleiða gæðahandbók í matjurtaframleiðslu hér á landi.

Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna.

Framleiðsla hafin á sósum úr íslenskum tómötum

5

Page 6: Íslensk garðyrkja 2014

Hjónin Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen á Kvistum eru frá Reykjavík. Þau höfðu lengi alið með sér þann draum að stofna garðyrkjustöð. Hún er lærður garðyrkjufræðingur en hann er rafvélavirki. Tækifærið gafst síðan árið 2000 þegar þau keyptu landspildu í Reykholti og byggðu þar upp garðyrkjustöðina Kvista frá grunni. Þar eru m.a. ræktaðar skógarplöntur en einnig eru á boðstólum gómsæt hindber og jarðarber sem eru stór hluti framleiðslunn-ar á Kvistum.

Kirsuber næsta varaUppbyggingin stendur enn yfir hjá þeim hjónum því á síðasta ári keyptu þau Garð-yrkjustöðina Stórafljót sem er á aðliggjandi

landi og rekin undir merkjum Garðyrkju-stöðvarinnar Kvista. Þau hjón hafa endur-byggt stöðina og tekið hana undir berjarækt, alls um 1.800 fermetra. Það var nýtt skref fyrir Hólmfríði að hefja berjarækt en hún segir að ræktunin gangi vonum framar.

Þau eru nú einnig að prófa sig áfram með ræktun kirsuberja. Einungis einn garðyrkjubóndi hefur ræktað kirsuber á faglegum grunni á Íslandi. Hólmfríður segir að kirsuberjaræktun sé spennandi viðbót en að hennar mati sé nauðsynlegt að hún fari fram í upphituðum húsum. „Við ætlum í það minnsta að rækta kirsuber í upphituðum húsum. Blómgunin er snemma vors og það er varasamt að fá frost í blómin.“

Íslenska fánaröndin á öllum öskjum Á Kvistum er stuðst við gæðahandbók í matjurtaræktun og afurðirnar eru merktar íslensku fánaröndinni: „Við vinnum eftir skipulagi gæðahandbókarinnar og erum að innleiða þær aðferðir. Þetta er ekki flókið mál heldur fyrst og fremst skipulag á vinnu og hreinlæti. Íslenska fánaröndin er á öllum berjaöskjum sem fara frá okkur. Okkur er kappsmál að fylgja þessu eftir þannig að okkar hreina, íslenska vara komist á rétt hátt á markað á sem stystum tíma,“ segir Hólm-fríður.

Berjauppskeran var misjöfn fyrstu rækt-unarárin. Hólmfríður segir að vonir standi til þess að hægt verði að auka framleiðsluna um 25-30 % á þessu ári. Sölufélag garðyrkju-

manna sér um dreifingu á afurðinni í versl-anir, en einnig fer fram sala hjá þeim hjónum á hlaðinu að Kvistum. Berjatínslan hófst um miðjan maí og verða hindber og jarðarber á boðstólum frá þeim tíma og jafnvel alveg út októbermánuð. Berin fara að langmestu leyti á markað á höfuðborgarsvæðinu.

„Markaðurinn er góður. Það er heilmikil vakning í hollustumálum og berin innihalda mörg vítamín og andoxunarefni. Í lyfjaversl-ununum fást hindberjatöflur til inntöku. Það er mikill áhugi fyrir hvers kyns hollustu-hristingum og berin henta vel í þá. Við seljum nánast alla uppskeruna ferska, en þó fór eitthvað lítilræði í frystingu á háannatíman-um í fyrra.“ K

Hindberja- og jarðarberja-

ræktun á Kvistum

„Það hefur orðið mikil vakning í neyslu á grænmeti og þar með mikil söluaukning. Við vorum með þeim fyrstu til að framleiða íslenskt pokasalat árið 2007. Áður hafði aðeins verið til innflutt pokasalat. Upp-lýsingar eru um framleiðandann á okkar pakkningum og við notum fánaröndina til að aðgreina okkar framleiðslu frá innfluttu grænmeti. Hafi neytendur undan einhverju að kvarta eða vilja lýsa yfir ánægju geta þeir hringt beint í mig. Ég verð að standa skil á minni framleiðslu og það er gott að geta verið svo nálægt neytandanum,“ segir Magnús Skúlason í Hveratúni í Laugarási sem rekur umfangsmestu salatræktun landsins þar ásamt konu sinni, Sigurlaugu Sigurmundsdóttur.

Tólf tegundir af salati!Í Hveratúni eru sex gróðurhús, alls um 2.200 fermetrar, öll hituð upp með hveravatni. Vöruflokkarnir eru meðal annars klettasalat, íssalat, grandsalat og steinselja. Hveratún er elsta gróðurstöðin í Laugarási. Hún var byggð upp við hverinn sem staðurinn er kenndur við. Frumkvöðlarnir leystu tæknimálin með þeim hætti að leiða hveravatnið í rörum inn í gróðurhúsin.

„Við ræktum aðallega fimm tegundir af salati. En vegna þess að við framleiðum líka pokasalat þá eru við með lítið magn af ýms-um öðrum tegundum til að gefa salatinu lit og bragð. Allt í allt eru þetta um tólf tegundir sem við ræktum,“ segir Magnús. Þar á meðal er sinnepskál, skrautsúra, rauðbeða og fleiri tegundir.

„Við þurfum alltaf að afgreiða salatið frá okkur á mánudögum. Á veturna verð-um við því að sá fyrr til að ná vikulegum afhendingartíma. Aðalmálið í þessu starfi er hreinlæti og snyrtimennska sem verður að vera til staðar við framleiðslu á svona vöru,“ segir Magnús. Hann segist hafa lært það af reynslunni að það gangi ekki upp að vera með

of mikla fjölbreytni í ræktuninni – betra sé að ná góðum tökum á einhverju einu. „En við erum reyndar líka með steinselju og höfum ræktað hana nokkuð lengi.“

Framleiðum gæðavöruÍ Hveratúni eru ræktaðar um eitt þúsund pakkningar af klettasalati á viku. „Ég væri löngu hættur að rækta klettasalat ef það væri

ekki svona vinsælt. Þetta er erfið ræktun. Klettasalatið er mjög viðkvæmt og það eru mikil afföll í ræktuninni. Það er viðkvæmt fyrir rótarskemmdum og ein sjúk planta getur smitað mikið út frá sér.“ Notaðar eru lífrænar varnir en þá eru náttúrulegir óvinir óværa, sem geta komið upp, notaðir til að útrýma þeim.

Grænmetið í Hveratúni er tekið upp með

höndunum og fer beint til neytenda sama dag og því er pakkað. „Ég þakka góðan árangur frábæru starfsfólki. Hér fara allir föstudagar eingöngu í þrif. Við leggjum mikla áherslu á hreinlæti og byrjum vinnuvikuna alltaf með hreint borð. Framleiðslan gengur líka mikið út á nákvæmni og skipulagningu því salat hefur lítið geymsluþol. En við reynum að framleiða gæðavöru.“ K

Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir í Hveratúni. Þar er allt grænmeti tekið upp með höndunum og sent til neytenda sama dag og því er pakkað.

„Við seljum nær alla uppskeruna ferska og berin fara að langmestu leyti á markað á höfuðborgarsvæð-

inu,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir berjabóndi

Fánaröndin aðgreinir framleiðslu okkar frá innfluttu grænmeti

Hveratún í Laugarási í Biskupstungum

Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen á Kvistum. Þar er stuðst við gæðahandbók í matjurta-ræktun og allar afurðir merktar íslensku fánaröndinni.

6

Page 7: Íslensk garðyrkja 2014

Kristjáni Gestssyni í Forsæti IV í Flóa, líst vel á innleiðingu gæðahandbókar garðyrkjunnar

„Mér finnst best að einbeita mér að einni grein. Við getum þá líka verið með betri aðbúnað. Við höfum lagt mikla áherslu á það að vélvæða okkur vel. Ég og konan, Anna Guðbergsdóttir, vinnum bara tvö við þetta, nema við uppskerustörfin og ræktum kartöflur á 25 hekturum,“ segir Kristján Gestsson, bóndi í Forsæti IV. Auk ræktun-arinnar sjá þau sjálf um að þvo og flokka uppskeruna sem þau senda í stórsekkjum til Sölufélags garðyrkjumanna til pökkun-ar.

Uppskeran 500-600 tonn í góðu áriKristján byrjaði að plægja akrana upp úr miðjum apríl. Niðursetning undir plast hófst 24. apríl. Plastið flýtir uppskerunni um 10-15 daga. Hann segir að fyrstu kartöflurnar ættu að koma á markað í byrjun júlí. „Við reynum svo að stíla inn á það að vera búin að selja

alla uppskeru undan plasti þegar hefðbundin haustuppskera hefst.“

Mikið magn útsæðis þarf í kartöfluakrana í Forsæti IV eða allt að 40 tonn ár hvert. „Uppskeran getur verið allt að 25 tonn á hekt-ara. Í heildina geta þetta verið 500-600 tonn upp úr garði í góðu ári,“ segir Kristján. Hann segir að kartöfluræktin hafi gengið vel undan-farin ár nema í fyrra. Þá varð uppskeran einungis um helmingur af uppskerunni 2012, sem reyndar var mjög gott ár. „Uppskeran nýttist hins vegar mjög vel og við fengum góðar kartöflur.“

Erum með reyndan ráðgjafaKristján segir að neytendur séu mjög hliðholl-ir íslenskri framleiðslu. Gæði framleiðslunnar hafi sömuleiðis batnað verulega undanfarin ár. „Við fáum betri leiðbeiningar og nú stend-ur okkur til boða að taka laufsýni á sumrin og

senda til greiningar. Þannig sjáum við hvað vantar af næringarefnum í jarðveginn. Við getum svo bætt úr því í snarheitum með úða-tækjunum. Þetta er meira að færast í vöxt. Við erum með mjög reyndan ráðgjafa, Magnús Ágústsson, sem hefur reynst okkur afskaplega vel í gegnum tíðina. Við höfum einnig aðgang að erlendum ráðgjöfum í gegnum Ráðgjaf-armiðstöð landbúnarðarins og Samband garðyrkjubænda. Það er margt gott sem þeir ráðleggja okkur en reynslan sýnir okkur samt að við búum ekki við sömu skilyrði og í Evrópu,“ segir Kristján.

Jarðvegurinn í Flóa er frjórHann segir að jarðvegurinn í Flóa sé frjór og henti vel til kartöfluræktar en ekki verði fram hjá því litið að sumrin séu stutt á Íslandi. Evrópskir bændur hafi það fram yfir íslenska starfsbræður að þeir geta látið kartöflurnar

liggja lengur í jörð sem dregur úr hættu á því að þær hruflist þegar þær eru teknar upp. „Við höfum ekki þennan tíma. Oft höfum við ekki nema eina viku til tíu daga frá því grasið fellur þar til við verðum að taka upp því þá er komin hætta á næturfrosti.“

Neytendur hafa hag af gæðahandbókinniKristjáni lýst vel á innleiðingu gæðahandbók-ar fyrir matjurtaframleiðslu garðyrkjunnar. „Við pökkum reyndar ekki í neytendapakkn-ingar og eftirfylgnin er meiri hjá þeim sem það gera. Sölufélag garðyrkjumanna sér um þann hluta sem tengist pökkun og rekjan-leika vörunnar eftir það. En það er margt í þessu sem nýtist okkur sem framleiðendum. Ávinningur neytenda er einnig talsverður. Allt verður þetta til þess að gera starf okkar trúverðuglegra og auka rekjanleika vörunn-ar,“ segir Kristján. K

Færri kartöflubændur en stærri bú

„Við höfum í gegnum tíðina keypt upp margar þessara gömlu gróðurstöðva og sameinað í eina. Þegar mest lét höfðum við keypt keypt níu gamlar stöðvar og vorum þá komin með rekstrarhæfa einingu miðað við rekstrarþarfir í dag,“ segir Ingibjörg Sigmundsdóttir, garðyrkjubóndi í Hvera-gerði.

Hún bætir við að kálplöntur til framhalds-ræktunar séu vinsæl vara. „Menn eru orðnir svo meðvitaðir um fæðu sína og vilja geta farið út í garð og sótt sitt kál. Það varð mikil vakning í þessum efnum, sérstaklega eftir kreppu.“

Sumarblómin eru samt stærsti einstaki vöruliðurinn. Með þeim rækta þau einnig mikið magn af jólastjörnum sem Ingibjörg segir að passi mjög vel við ræktun sumar-blóma. Þau rækta einnig pottablóm, túlipana, páskaliljur, híasintur og fleiri tegundir. Allt miðar þetta að því að ná heilsársræktun í hús-

unum og halda þar með atvinnu allt árið fyrir fastráðið starfsfólk. Samtals eru ársverkin um 14. Tíu til ellefu manns vinna allt árið hjá fyrirtækinu en starfsmannafjöldinn fer upp í 30 manns yfir sumartímann.

Allt merkt með íslensku fánaröndinniTalsverð umferð er í söluskálann í Heiðmörk. Um helmingur allrar framleiðslunnar er seldur þar en annað er framleitt fyrir aðra. „Allt sem við ræktum sjálf er merkt með íslensku fánaröndinni. Þegar fólk gengur um sölusvæðið hjá okkur getur það gengið að því vísu að þær plöntur, sem eru merktar með íslensku fánaröndinni, séu ræktaðar á Íslandi. Séu þær ekki merktar með íslensku fánaröndinni eru þær innfluttar. Íslenska fánaröndin skiptir miklu máli í tengslum við grænmetið og ég held að neytendur taki eftir þessu. En það mætti kynna þetta betur og þess vegna er gott að fá um þetta umfjöllun,“

segir Ingibjörg. Hún segir að Samband garð-yrkjubænda eigi heiður skilinn að hafa komið þessari merkingu á. „Við eigum merkið og getum notað það á okkar framleiðslu,“ segir Ingibjörg.

Þau hjón segja að reksturinn gangi vel

en talsvert samkeppni sé í þessari grein. Neytendur geti gengið að íslenskri vöru vísri því hún sé merkt með íslensku fánaröndinni. Með því fái þeir gæðavöru og leggi um leið sitt af mörkum til að styðja innlenda fram-leiðslu. K

Ingibjörg Sigmundsdóttir segir að Samband garðyrkjubænda eigi heiður skilinn að hafa komið fánaröndinni á. „Við eigum merkið og getum notað það á okkar framleiðslu,“ segir Ingibjörg.

Anna Guðbergsdóttir og Kristján Gestsson, kartöflubændur í Forsæti IV í Flóa. Þau segja að fyrstu kartöflur ársins komi á markað í byrjun júlí.

Neytendur taka eftiríslensku fánaröndinni- segja hjónin Ingibjörg Sigmundsdóttir og Hreinn Kristófersson sem hafa rekið gróðrarstöð sína í meira en þrjá áratugi

7

Page 8: Íslensk garðyrkja 2014

Gróðrarstöðin Mörk er eina einkarekna gróðrarstöðin innan borgarmarka Reykja-víkur. Stöðin teygir sig reyndar einnig inn í Kópavogsbæ þar sem hún liggur á milli sveitarfélaganna tveggja innst í Fossvogs-dalnum, nánar tiltekið í Stjörnugróf. Þar ráða ríkjum hjónin Guðmundur Vern-harðsson og Sigríður Helga Sigurðardóttir. Þau eru menntaðir garðyrkjufræðingar og auk þeirra starfa þar þrír aðrir garðyrkju-fræðingar og einn garðyrkjunemi.

Mörk er með alla þá vöru sem þarf í garðinn, sumarbústaðinn eða skógræktina. Fyrirtækið fæst aðallega við ræktun og sölu plantnanna sjálfra en er ekki umsvifamik-ið í sölu á verkfærum eða öðru slíku. „Það sem aðgreinir okkur frá stórmörkuðunum er einmitt þetta. Við einbeitum okkur að

plöntunum. Að stærstum hluta stundum við smásölu en reyndar seljum við einnig til verk-taka og sveitarfélaga. En sérstaða okkar felst ekki síður í því að 90% af allri okkar vöru eru framleidd hér á staðnum,“ segir Guðmundur.

Beint frá bóndaEnn ein sérstaða Markar er að vera á höf-uðborgarsvæðinu. Fyrirtækið getur því veitt borgarbúum þægilega þjónustu sem er ekki langt að sækja og neytendur eiga kost á því að kaupa beint frá bónda innan borgarmark-anna. Ræktaðar eru um það bil 1.200-1.400 tegundir og yrki í gróðrarstöðinni. Mikill hluti tegundanna er fjölærar plöntur en þarna fer einnig fram viðamikil ræktun á trjágróðri og runnum, sumarblómum og matjurtum.

„Við höfum ekki viljað fara út í aukinn

verslunarrekstur til þess að jafna afkomuna. Okkur finnst við þurfa að einbeita okkur að ræktuninni til þess að vera góð í henni.“

Guðmundur segir að það sé hörð samkeppni á þessum markaði. Það sem hafi breyst sé að nú séu komnir inn mjög stórir söluaðilar, nokkurs konar stórmarkaðir með plöntur en einnig ýmsa aðra vöru.

„Ég held samt að gróðrarstöð eins og okkar, með miklu vöruúrvali og góðri upplýsingaþjónustu, þar sem keypt er beint frá bónda, sé meira í ætt við sérvöruverslun meðan stóru aðilarnir eru frekar eins og stórmarkaðir. Þeir sem leita eftir gæðum geta gengið að þeim vísum hérna. Þetta á jafnt við um gæði plantnanna og gæði þjónustunnar,“ segir Guðmundur.

Íslenska fánaröndin á upplýsingaskiltumÍ gróðrastöðinni eru merkiskilti með íslensku fánaröndinni við allar plöntur sem eru ræktaðar þar. „Íslenska fánaröndin er bæði á skiltum inni í gróðrarstöðinni og líka á

merkimiðum sem fylgja vörunni. Þetta segir neytendum hvort varan sé innlend

eða innflutt. Innlenda fram-leiðslan er náttúrulega

mun betur aðlöguð íslenskum aðstæð-um og búið að velja yrkitegundir sem eru nógu harðgerar til þess að lifa á Íslandi,“ segir Guðmundur.

Verðmætasti einstaki vöruflokk-

urinn hjá Gróðrarstöðinni Mörk er sumarblóm. Þau eru

líka hryggjarstykkið í afkomuhliðinni. „Ég skynja það mjög sterkt hvað Íslendingar eru í miklum tengslum við náttúruna. Íslendingar þrá sól og sumaryl. Eitt af því sem staðfestir sumarkomuna er útplöntun á sumarblómun-um.“ K

Á Melum á Flúðum fer fram umfangsmikil og vistvæn ræktun á gúrkum og fjórum afbrigðum af tómötum allt árið um kring í raflýstu, 5.000 fermetra gróðurhúsi. Auk þess er þar ræktað salat í plastgróðurhúsum og útirækt á káli er einnig umfangsmikil. Eigendur garðyrkjustöðvarinnar eru Guð-jón Birgisson og eiginkona hans, Sigríður Helga Karlsdóttir. Raflýsing hefur verið á Melum allt frá árinu 1994. Melar voru fyrsta garðyrkjustöðin á Íslandi í einkaeign sem hóf ræktun á tómötum með raflýsingu.

Þrefalt meira af andoxunarefniÞau hjón rækta fjögur afbrigði af tómötum, þ.e. hefðbundna tómata, konfekttómata og tvær gerðir af heilsutómötum sem innihalda þrefalt meira magn af andoxunarefninu

lýkópen en aðrar gerðir tómata. Rannsóknir hafa leitt í ljós að lýkópen veitir viðnám gegn hjartasjúkdómum og krabbameini.

Auk kínakáls og blómkáls rækta þau hjón brokkólí, salat og hnúðkál ásamt fleiri tegund-um í útiræktun og eru auk þess að fara af stað með salatræktun í húsum. Gæði og ferskleiki eru höfð í fyrirrúmi á Melum og er þannig allt grænmetið handplantað og síðan handtínt og skorið, og sérvalið í neytendapakkningar. Það fer svo samdægurs til neytenda og frá Melum fara daglegar sendingar. Yfir veturinn starfa tíu manns á Melum og starfsmannafjöldinn fer upp í 12-14 manns á sumrin.

Stuðningsmaður íslensku fánarandarinnar„Ég er mikill stuðningsmaður íslensku fánar-andarinnar. Garðyrkjustöðin er með sitt eigið

merki á öllum pakkningum. Þar fyrir neðan kemur íslenska fánaröndin. Varan er því að fullu rekjanleg til framleiðanda. Enda hafa neytendur svo sem hringt í okkur og jafnt lofað okkur og lastað ef eitthvað hefur borið út af. En það er bara besta mál og hjálpar okkur til að bæta úr því sem betur má fara,“ segir Guðjón.

Kosturinn við merkingarnar er sá að hann tryggir rekjanleika vörunnar og íslenska fánaröndin undirstrikar síðan að um íslenska framleiðslu sé að ræða. „Íslenska fánaröndin skiptir okkur miklu máli og hefur hjálpað okkur markaðssetningunni. Neytendur kynn-ast íslensku fánaröndinni og vita þá um leið hvað þeir eru að kaupa og hvaðan varan kem-ur. Þeir eru mun meðvitaðri um það núna en áður að þeir séu að kaupa íslenskt grænmeti

en ekki innflutt. Það eru samt dæmi um að verið sé að slá ryki í augu neytenda og selja þeim innflutta vöru sem íslenska.“

Gæðahandbókin tryggir gæðinGuðjón hefur verið þátttakandi í innleiðingu gæðahandbókar fyrir matjurtaræktendur. Hann kveðst afar sáttur við þá vinnu sem farið hefur fram í kringum gerð gæðahand-bókarinnar og hugmyndina að baki henni. „Með handbókinni er hægt að búa til staðla sem menn fara eftir. Og fari framleiðendur eftir þeim geta neytendur verið öruggir um gæði framleiðslunnar.“

Öll ræktun á Melum er vistvæn. Guðjón segir að munurinn á vistvænni ræktun og lífrænni sé sá að notaður sé tilbúinn áburður í vistvænni ræktun. K

Neytendur kynnast íslensku fánaröndinni og vita þá hvað þeir eru að kaupa og hvaðan varan kemur, segir Guðjón Birgisson garðyrkjubóndi

Nútímavædd og vistvæn ræktun á Melum

Sól og sumarylur í Mörk í FossvogiInnlit í Gróðrarstöðina Mörk í Fossvogsdal sem starfar í tveimur sveitarfélögum á einum gróðursælasta stað landsins

Guðmundur Vernharðsson og Sigríður Helga Sigurðardóttir í Mörk. Íslenska fánaröndin er á skiltum inni í gróðrarstöðinni og einnig á merkimiðum sem fylgja vörum stöðvarinnar.

Sigríður Helga Karlsdóttir og Guðjón Birgisson, garðyrkubændur á Melum. „Íslenska fánaröndin skiptir okkur miklu máli.“