8
1 Skútustaðahreppur kolefnisjafnar reksturinn Gróðursetur tré á Hólasandi í samstarfi við Landgræðsluna Á 16. fundi sveitarstjórnar þann 27. mars s.l. var samþykkt að kolefnisjafna rekstur sveitarfélagsins. Á fundi sveitarstjórnar í gær var lögð fram samantekt frá Eflu um kolefnisspor rekstrar Skútustaðahrepps og stofnana. Kolefnisspor er kvarði sem notaður er til þess að sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingar. Mælikvarðinn er samnefnari á áætluðum heildaráhrifum losunar gróðurhúsalofttegunda (GHL), annað hvort fyrir rekstur eða vöru. Við útreikninga á losun GHL vegna stofnana Skútustaðahrepps er notuð aðferðafræði GHP (Greenhouse Gas Protocol). Ríkisstjórn Íslands hefur sett fram það markmið að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. Kolefnishlutleysi felur í sér að losun GHL er jöfn bindingu GHL, þ.e. að eftir 28. mars 2018 Pistill nr. 30 Pistill sveitarstjóra Þorsteinn Gunnarsson Skútustaðahreppur JAFNRÆÐI • JÁKVÆÐNI TRAUST • VIRÐING 27. júní 2019 Pistill nr. 57 Hluti sveitarstjórnar gróðursetti tré á Hólasandi í gær með aðstoð Landgræðslunnar sem er liður í aðgerðaráætlun í kolefnisjöfnun sveitarfélagsins. Frá vinstri: Henrik Lange vinnumaður, Daði Lange frá Landgræðslunni, Helgi oddviti, Friðrik, Þorsteinn, Dagbjört, Ragnhildur, Arnþrúður, Alma og Elísabet.

JAFNRÆÐI • JÁKVÆÐNI Pistill TRAUST • VIRÐING · fundunum í beinni útsendingu á Facebook síðu sveitarfélaganna, gátu verið virkir þátttakendur í umræðunni. Gafst

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: JAFNRÆÐI • JÁKVÆÐNI Pistill TRAUST • VIRÐING · fundunum í beinni útsendingu á Facebook síðu sveitarfélaganna, gátu verið virkir þátttakendur í umræðunni. Gafst

1

Skútustaðahreppur kolefnisjafnar

reksturinn – Gróðursetur tré á

Hólasandi í samstarfi við

Landgræðsluna Á 16. fundi sveitarstjórnar þann 27. mars s.l. var

samþykkt að kolefnisjafna rekstur sveitarfélagsins.

Á fundi sveitarstjórnar í gær var lögð fram

samantekt frá Eflu um kolefnisspor rekstrar

Skútustaðahrepps og stofnana. Kolefnisspor er

kvarði sem notaður er til þess að sýna áhrif

athafna mannsins á loftslagsbreytingar.

Mælikvarðinn er samnefnari á áætluðum

heildaráhrifum losunar gróðurhúsalofttegunda

(GHL), annað hvort fyrir rekstur eða vöru. Við

útreikninga á losun GHL vegna stofnana

Skútustaðahrepps er notuð aðferðafræði GHP

(Greenhouse Gas Protocol). Ríkisstjórn Íslands

hefur sett fram það markmið að Ísland verði

kolefnishlutlaust árið 2040. Kolefnishlutleysi felur í

sér að losun GHL er jöfn bindingu GHL, þ.e. að eftir

28. mars 2018 – Pistill nr. 30

Pistill sveitarstjóra

Þorsteinn Gunnarsson

Skútustaðahreppur

JAFNRÆÐI • JÁKVÆÐNI TRAUST • VIRÐING

27. júní 2019 – Pistill nr. 57

Hluti sveitarstjórnar gróðursetti tré á Hólasandi í gær með aðstoð Landgræðslunnar sem er liður í aðgerðaráætlun í kolefnisjöfnun sveitarfélagsins.

Frá vinstri: Henrik Lange vinnumaður, Daði Lange frá Landgræðslunni, Helgi oddviti, Friðrik, Þorsteinn, Dagbjört, Ragnhildur, Arnþrúður, Alma

og Elísabet.

Page 2: JAFNRÆÐI • JÁKVÆÐNI Pistill TRAUST • VIRÐING · fundunum í beinni útsendingu á Facebook síðu sveitarfélaganna, gátu verið virkir þátttakendur í umræðunni. Gafst

2

að búið er að lágmarka losunina sé bætt fyrir þeirri

losun með bindingaraðgerðum. Samkvæmt

kolefnisbókhaldi fyrir Skútustaðahrepp 2018 var

kolefnisspor vegna rekstrar stofnana Skútustaða-

hrepps árið 2018 um 30 tonn af koltvísýringi sem

samsvarar losun á 1,1 tonni á hvert stöðugildi.

Dagbjört að gróðursetja birkitré innan um lúpínuna á Hólasandi.

Samkvæmt reiknivél Kolviðar þyrfti Skútustaða-

hreppur að gróðursetja 300 tré til að binda losun

ársins 2018. Gert er ráð fyrir að það taki 60 ár fyrir

þessi tré að binda losun ársins. Á sveitarstjórnar-

fundinum voru lögð fram drög að samningi við

Landgræðsluna um að sveitarfélagið leggi til árlega

tré til gróðursetningar á uppgræðslusvæði

Landgræðslunnar á Hólasandi sem tekur mið af

kolefnisbókhaldi sveitarfélagsins ár hvert og tekur

Landgræðslan að sér að gróðursetja trén.

Sveitarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða og lýsti

yfir ánægju sinni með að sveitarfélagið

Skútustaðahreppur kolefnisjafni rekstur sinn í

samstarfi við Landgræðsluna. Skútustaðahreppur

og Landgræðslan eiga nú þegar í samstarfi m.a. um

uppgræðslu á Hólasandi o.fl. vegna fráveitu-

verkefnis og moltugerðar.

Elísabet að gróðursetja á Hólasandi.

Samið við Húsheild ehf. um byggingu safntanks

á Hólasandi vegna fráveituverkefnisins

Á fundi sveitarstjórnar í gær var lagður fram

samningur við Húsheild ehf. sem átti lægsta tilboðið

í byggingu safntanks fyrir svartvatn á Hólasandi, að

upphæð 109,8 m.kr. Framkvæmdir hefjast fljótlega

og á þeim að ljúka í haust. Húsheild ehf. er

mývetnskt verktakafyrirtæki sem Ólafur Ragnarsson

rekur. Óhætt er að segja að Húsheild láti að sér

kveða í Mývatnssveit þessi misserin. Húsheild ehf.

átti einnig lægsta tilboð í stækkun leikskólans Yls og

ganga þær framkvæmdir vel. Þá er Húsheild ehf. að

reisa 8 íbúðir í tveimur raðhúsum í Klappahrauni á

einstaklega hagkvæman máta.

Á myndinni eru Ólafur og Þorsteinn sveitarstjóri að

takast í hendur eftir undirritun samninga við

uppbygginguna á Hólasandi.

Ný umhverfisstefna Skútustaðahrepps

Á fundi sveitarstjórnar var lögð fram endurskoðuð

umhverfisstefna Skútustaðahrepps sem

umhverfisnefnd hefur unnið að síðustu mánuði.

Umhverfisstefnan fór í opinbert umsagnarferli og

barst ein umsögn.

Sveitarstjórn samþykkti endurskoðaða

umhverfisstefnu Skútustaðahrepps samhljóða og

lýsti yfir ánægju sinni með vinnu umhverfisnefndar.

Umhverfisstefnan verður aðgengileg á heimasíðu

sveitarfélagsins.

Page 3: JAFNRÆÐI • JÁKVÆÐNI Pistill TRAUST • VIRÐING · fundunum í beinni útsendingu á Facebook síðu sveitarfélaganna, gátu verið virkir þátttakendur í umræðunni. Gafst

3

Öflug og fagleg stefnumótun á vegum

Skútustaðahrepps

Það sem af er þessu kjörtímabili hafa fastanefndir

ásamt sveitarstjórn haldið utan um stefnumótun

sveitarfélagsins í okkar kjarna málaflokkum. Mikill

metnaður hefur verið lagður í stefnumótunina þar

sem stuðst er við grunngildi sveitarfélagsins,

markmið, framtíðarsýn og aðgerðaráætlun.

Starfsfólk sveitarfélagsins, nefndir og sveitarstjórn

hefur þessar stefnur að leiðarljósi í sinni vinnu. Hér

er samantekt á helstu stefnum sem unnið hefur

verið að síðustu misseri:

• Fjölmenningarstefna (í vinnslu, verður lokið

haustið 2019)

• Stefnumótun í ferðaþjónustu / Endurskoðun

aðalskipulags (í vinnslu, verkefni næstu ára)

• Umhverfisstefna (lokið í júní 2019)

• Menningarstefna (júní 2019)

• Umferðaröryggisáætlun (mars 2019)

• Jafnréttisáætlun (mars 2019)

• Lýðheilsustefna (mars 2019

• Mannauðsstefna (uppfærð febrúar 2019)

• Persónuverndarstefna (ágúst 2018)

• Skjalastefna (janúar 2018)

• Skólastefna (desember 2017)

Stefnur sveitarfélagsins eru aðgengilegar á

heimasíðu Skútustaðahrepps. Flestar hafa þær

verið unnar með þeim hætti að eftir að fastanefnd

eða stýrihópur hefur unnið grunndrög eftir

samráðsferli t.d. með íbúafundum, þá hafa

stefnurnar farið í opinbert umsagnarferli. Þannig

hafa íbúar sveitarfélagsins haft mikið að segja um

hvert skal stefna til framtíðar í hinum ýmsum

málaflokkum.

Auk þessa eru starfandi nokkrir vinnuhópar um

afmörkuð verkefni. Má þar nefna vinnuhóp sem

skoðar endurbyggingu sundlaugar í Reykjahlíð,

starfshóp um framandi og ágengar tegundir plantna

og starfshóp um lífrænan úrgang. Við þetta má svo

auðvitað bæta samstarfsnefnd sem skoðar

sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar!

Við undirskrift. Frá vinstri: Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmda-

stjóri Tröppu ehf, Þorsteinn sveitarstjóri og Sólveig Jónsdóttir

skólastjóri Reykjahlíðarskóla.

Samið við Tröppu ehf. um eftirfylgni

Umbótaáætlunar Reykjahlíðarskóla

Skrifað hefur verið undir samning við Tröppu ehf.

um eftirfylgni umbótaáætlunar Reykjahlíðarskóla

sem lögð var fram fram í kjölfar ytra mats

Menntamálastofnunar. Í ytra mati felst að

utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi

viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum,

reglugerðum og aðalnámskrám. Er það meðal

annars gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um

starfsemi skóla, heimsóknir úttektaraðila og viðtöl

við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Ytra mat

á grunnskólum er samstarfsverkefni mennta- og

menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra

sveitarfélaga. Á hverju ári eru tíu grunnskólar

metnir. Ytra mat er grundvallað á lögum nr. 91/2008

um grunnskóla, gildandi reglugerðum um mat og

eftirlit og þriggja ára áætlunum mennta- og

menningarmálaráðuneytisins um úttektir á þessu

skólastigi.

Í ytra matinu kemur margt mjög jákvætt fram um

skólastarf Reykjahlíðarskóla. Jafnframt koma fram

góðar ábendingar um tækifæri sem blasa við til að

efla faglegt starf skólans til framtíðar.

Skýrslan var kynnt fyrir kennurum Reykjahlíðar-

skóla, skólaráði, stjórn foreldrafélagsins, skólanefnd

og sveitarstjórn.

Trappa ehf. sá um gerð umbótaáætlunar fyrir

Reykjahlíðarskóla og mun nú sjá um eftirfylgni.

Page 4: JAFNRÆÐI • JÁKVÆÐNI Pistill TRAUST • VIRÐING · fundunum í beinni útsendingu á Facebook síðu sveitarfélaganna, gátu verið virkir þátttakendur í umræðunni. Gafst

4

Sigurður, Lárus og Jónas Pétur.

Unnið að gatnagerð í Klappahrauni

Þessa dagana vinna starfsmenn áhaldahússins

hörðum höndum að því að leggja hitaveitu-, vatns-

og fráveitulagnir í Klappahraun. Þar er verið að

byggja 8 íbúðir í tveimur raðhúsum með nýrri

fráveitulausn sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á

landi. Á myndinni eru okkar menn, Sigurður

Baldursson, Lárus Björnsson og Jónas Pétur

Pétursson, að störfum.

Sigurður kátur í blíðunni.

Róbert Ragnarsson ráðgjafi, Helgi Héðinsson oddviti og Jón Hrói

Finnsson ráðgjafi á íbúafundinum í Skjólbrekku.

Vel sóttir og flottir íbúafundir á vegum

samstarfsnefndar sem kannar ávinninginn af

sameiningu Skútustaðahrepps og

Þingeyjarsveitar

Í kjölfar samþykkta sveitarstjórna Skútustaðahrepps

og Þingeyjarsveitar um skipan samstarfsnefndar

sem kanna skal ávinning af sameiningu

sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein

sveitarstjórnarlaga, var boðað til kynningarfunda í

báðum sveitarfélögunum fimmtudaginn 20. júní s.l.

Annars vegar í félagsheimilinu Skjólbrekku í

Skútustaðahreppi og hins vegar í Ljósvetningabúð í

Þingeyjarsveit.

Á fundunum var ferli verkefnisins kynnt og gafst

íbúum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á

framfæri strax í upphafi. Var það gert með

snjallsímatækni á staðnum þannig að gestir

fundanna og jafnframt þeir sem fylgdust með

fundunum í beinni útsendingu á Facebook síðu

sveitarfélaganna, gátu verið virkir þátttakendur í

umræðunni. Gafst þessi nýjung ákaflega vel og var

gaman að sjá hversu góð mæting og þátttaka var á

meðal íbúa á báðum fundunum.

Að mati sveitarstjórna Skútustaðahrepps og

Þingeyjarsveitar er skynsamlegt að sveitarfélögin

hefji formlegar sameiningarviðræður sem munu

leiða til þess að tillaga um sameiningu verði lögð

fyrir íbúa í atkvæðagreiðslu. Á þann hátt er valdið

sett í hendur íbúanna. Tillagan verður unnin með

virkri þátttöku íbúa m.a. á íbúafundum þar sem tekin

verður umræða um tækifæri og áskoranir sem geta

falist í sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga.

Page 5: JAFNRÆÐI • JÁKVÆÐNI Pistill TRAUST • VIRÐING · fundunum í beinni útsendingu á Facebook síðu sveitarfélaganna, gátu verið virkir þátttakendur í umræðunni. Gafst

5

Hlutverk kjörinna fulltrúa og starfsmanna

sveitarfélaganna er að undirbúa tillöguna eins

vandlega og kostur er og kynna verkefnið svo íbúar

geti tekið upplýsta ákvörðun, líkt og segir í bókun

beggja sveitarstjórna. Stefnt skal að því að

samstarfsnefndin skili áliti sínu til sveitarstjórna fyrir

lok árs 2020. Samstarfsnefndinni er falið að setja

verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma.

Við undirbúning málsins var leitað eftir ráðgjöf RR

ráðgjafar sem hefur sinnt verkefnastjórn og annarri

ráðgjöf við verkefnið Sveitarfélagið Austurland og

undirbúning sameiningar Garðs og Sandgerðis.

Fulltrúar sveitarfélaganna í samstarfsnefndinni eru:

Aðalmenn Skútustaðahrepps eru Helgi Héðinsson

oddviti, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir og Halldór

Þorlákur Sigurðsson en varamenn eru Friðrik

Jakobsson og Elísabet Sigurðardóttir.

Aðalmenn Þingeyjarsveitar eru Arnór Benónýsson

oddviti, Margrét Bjarnadóttir og Jóna Björg

Hlöðversdóttir en varamenn eru Árni Pétur

Hilmarsson og Hlynur Snæbjörnsson.

Sveitarstjórar sveitarfélaganna, Þorsteinn

Gunnarsson í Skútustaðahreppi og Dagbjört

Jónsdóttir í Þingeyjarsveit, starfa með

samstarfsnefndinni.

Frá íbúafundinum í Skjólbrekkku.

Jón Ingi sér um jarðvegsframkvæmdir í fyrsta

áfanga göngu- og hjólastígsins

Eitt tilboð barst í auglýst útboð á fyrsta áfanga

göngu- og hjólreiðastígs umhverfis Mývatn.

Jón Ingi Hinriksson ehf: 31.220.500 kr.

Kostnaðaráætlun var 38.830.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að ganga til

samninga við Jón Inga Hinriksson ehf. á grundvelli

tilboðsins, með fyrirvara um umferðaröryggisrýni

Vegagerðarinnar og leyfi Umhverfisstofnunar.

Tilboðið, sem er um 80% af kostnaðaráætlun, er

innan fjárheimildar fjárhagsáætlunar 2019 og

samkvæmt samkomulagi Skútustaðahrepps við

Vegagerðina vegna verkefnisins

Jón Árni Sigfússon fékk fyrstu

menningarverðlaun Skútustaðahrepps

Hátíðarhöld 17. júní fóru fram í Skjólbrekku í umsjá

Kvenfélags Mývatnssveitar og Skútustaðahrepps. Á

annað hundrað manns mættu í Skjólbrekku þar sem

séra Örnólfur J. Ólafsson sóknarprestur flutti

hugvekju. Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri flutti

hátíðarræðu dagsins en ræðuna má lesa í heild

sinni hér að neðan. Fjallkonan að þessu sinni var

Ragnheiður Diljá Káradóttir sem flutti áhrifamikið

ljóð með glæsilegum hætti.

Á 17. júní hátíðarhöldunum 2019 voru

Menningarverðlaun Skútustaðahrepps afhent í

fyrsta sinn. Þau komu í hlut Jóns Árna Sigfússonar

en Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, formaður

velferðar- og menningarmálanefndar, afhendi

verðlaunin fyrir hönd Skútustaðahrepps.

Ræða Ragnhildar:

„Haustið 2018 lagði velferðar- og menningarmálanefnd

fram reglur um að menningarverðlaun Skútustaðahrepps

Page 6: JAFNRÆÐI • JÁKVÆÐNI Pistill TRAUST • VIRÐING · fundunum í beinni útsendingu á Facebook síðu sveitarfélaganna, gátu verið virkir þátttakendur í umræðunni. Gafst

6

verði veitt árlega, á 17. júní, og að handhafi

verðlaunanna hlyti styrk frá sveitarfélaginu samkvæmt

fjárhagsáætlun hvers árs. Horft er til framlags viðkomandi

til menningarstarfs í Mývatnssveit, hvort sem um er að

ræða einstakling, hóp eða félagasamtök.

Velferðar og menningarmálanefnd var einhuga um að

veita einstaklingi sem í áratugi hefur unnið ötullega að

því að auðga tónlistar- og menningarlíf Mývetninga þessa

viðurkenningu.

Jón Árni Sigfússon hlýtur því fyrstur Mývetninga

menningarverðlaun Skútustaðahrepps. Hann hefur í

gegnum tíðina auðgað menningarlíf Mývatnssveitar og

verið öðrum fyrirmynd - og er því vel við hæfi að hann

hljóti þessi fyrstu menningarverðlaun. Fyrst um sinn átti

harmonikan hug hans allan en árið 1970 tók hann að sér

að stjórna og spila undir hjá kór Reykjahlíðarkirkju. Í

kjölfarið fór hann í nám í orgelleik og kórstjórn og

stjórnaði kórnum í rúm 30 ár. Þá tók hann einnig að sér

að stjórna og spila undir hjá kór Skútustaðakirkju síðustu

árin í þessu starfi. Öflugt kórastarf hefur fylgt Jóni Árna

alla tíð og söngferðir um héruðin voru tíðar undir hans

stjórn. Aðventukvöldin sem við þekkjum svo vel í dag eru

hugarsmíð Jóns Árna og þökkum við honum kærlega fyrir

að eiga upphafið að þeim.

En Jón Árni hefur ekki bara sinnt kórastarfi, því

harmonikan er sjaldan langt undan. Jólaböll, skemmtanir

af öllu tagi, undirleikur við hvers kyns tækifæri og – hann

er enn spilandi! Það er því ljóst að Jón Árni er hvergi

nærri hættur að gefa til samfélagsins.

Að lokum er afar ánægjulegt að segja frá því að Gunnar

Benediktsson, barnabarn Jóns Árna, hefur hlotið styrk frá

STEF fyrir útgáfu á sönglögum afa síns. Hlökkum við

mikið til þeirrar útgáfu.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni og langar því

að biðja ykkur um að gefa Jóni Árna gott klapp og fá

hann hingað upp og taka við viðurkenningu og

verðlaununum."

Hátíðarræða sveitarstjóra:

Kæru Mývetningar og góðir gestir.

Gleðilega þjóðhátíð og velkomin í Skjólbrekku. Íslenska

lýðveldið fagnar 75 ára afmæli í dag.

Ég vil sérstaklega bjóða börnin velkomin, þeirra sem

landið eiga að erfa.

Það er enginn frjáls nema sá sem getur séð fyrir sér

sjálfur. Eitthvað á þessa leið sagði Bjartur í Sumarhúsum

í Skáldsögu Halldórs Laxnes, Sjálfstæðu fólki.Við erum

lánsöm að búa í lýðræðisþjóðfélagi þar sem öllum er

heimilt að hafa skoðanir og tjá þær opinberlega. Slíkt er

ekki sjálfsagt. En lýðræði fylgir ábyrgð og hana verðum

við að axla á vettvangi þjóðmálanna. Lýðræðinu verðum

við að sýna tilhlýðilega virðingu. Það verður hver að

leggja sitt af mörkum til þess að viðhalda lýðræðinu og

sjálfstæðinu.

Fyrir 75 árum var lýðveldinu Íslandi valinn stofndagur á

afmælisdegi sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar.

Hann átti stóran þátt í því að sannfæra þjóðina um að

hún gæti staðið á eigin fótum. Alþingi ályktaði 25. febrúar

1944 um að slíta formlega konungssambandinu við

Danmörku í samræmi við sambandslögin frá 1918 og

stofna lýðveldi. Jafnframt ákvað Alþingi að dagana 20.-

23. maí 1944 skyldi haldin þjóðaratkvæðagreiðsla til

synjunar eða staðfestingar á ákvörðun þingsins. 99,5

prósent þjóðarinnar sem höfðu kosningarétt samþykktu

sambandsslitin. 98,3 prósent samþykktu stjórnarskrána.

Atkvæðagreiðslan stóð yfir í fjóra daga og var kjörsókn

98,4 prósent.

Eftir yfirgnæfandi staðfestingu þjóðarinnar var

Lýðveldishátiðin haldin þann 17. júní 1944 þar sem

Alþingi ákvað með formlegum hætti að slíta sambandinu,

stofna Lýðveldið Ísland og kjósa forseta. Fyrsti forseti

lýðveldins var Sveinn Björnsson. Núgildandi stjórnarskrá,

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, var samþykkt af Alþingi

með lögum nr. 33/1944 og gekk í gildi við stofnun

lýðveldisins á Þingvöllum 17. júní 1944. 75 ára saga

lýðveldisins hefur verið viðburðarík, stormasöm á köflum,

en þrátt fyrir mótbyr þar sem sjálfstæði þjóðarinnar var í

hættu, t.d. í hruninu, þá hefur okkur borið gæfu til að þróa

lýðræðisríkið okkar í rétta átt. Við höfum gert mistök en

oftar en ekki höfum við lært af þeim. En hver er framtíð

íslenska lýðveldisins, ef við horfum til næstu 25 ára þegar

við fögnum 100 ára afmæli lýðveldisins 2044?

Í fréttum RÚV í gær var sagt frá undirbúningi þingfunds

unga fólksins, 13-16 ára, sem var í Alþingishúsinu og var

í beinni útsendingu nú í hádeginu. Markmið fundarins var

að ljá ungu fólki rödd og auka áhrif þeirra í samfélaginu,

að koma skilaboðum á framfæri við ráðamenn

þjóðarinnar. Ungmennin komu sér saman um þrjú

málefni sem þau settu á oddinn, sem eru í fyrsta lagi

Umhverfis- og loftslagsmál, í öðru lagi Jafnréttismál, og í

þriðja lagi Heilbrigðismál og þá sérstaklega forvarnahluti

þeirra.

Ég varð svo yfirmáta ánægður og glaður og fylltist svo

mikilli bjartsýni fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, að heyra

þessar áherslur unga fólksins. Að setja þessa þrjá

málaflokka, umhverfis- og loftslagsmál, jafnréttismál og

heilbrigðismál, á oddinn í samtali sínu við ráðamenn í

samfélaginu, sýnir hversu framsýnt og skynsamlegt okkar

Page 7: JAFNRÆÐI • JÁKVÆÐNI Pistill TRAUST • VIRÐING · fundunum í beinni útsendingu á Facebook síðu sveitarfélaganna, gátu verið virkir þátttakendur í umræðunni. Gafst

7

unga fólk er. Framtíðin er björt, þessi nýja kynslóð mun

halda kyndlinum á lofti. Þau verða við stjórnvölinn á 100

ára afmæli lýðveldisins. Vonandi tekist þeim jafnframt að

breyta pólitískri orðræðu hér á landi, ekki er vanþörf á.

Mikil vitundavakning hefur orðið í umhverfis- og

náttúruverndarmálum og loftslagsmálum. Mývetningar

hafa þar verið frumkvöðlar á ýmsum sviðum í gegnum

tíðina, nú í seinni tíð með nýjum lausnum í fráveitumálum

sem verið er að undirbúa. Þá vinnur sveitarfélagið að því

að kolefnisjafna starfsemi sína. Á næsta ári verða liðin 50

ár frá hvellinum, þ.e. Laxárdeilunni og baráttu bænda fyrir

verndun Mývatns og Laxár. Deilu sem náði hámarki

þegar stífla í Miðkvísl var sprengd í loft upp sumarið

1970. 113 manns lýstu því verki á hendur sér.

„Þetta er svona kannski ein stærsta uppreisn

Íslandssögunnar. Og merkileg út af því að hún virkaði

líka,“ sagði leikstjórinn, Grímur Hákonarson sem gerði

heimildamyndina Hvellinn. Samstaðan brást aldrei. Þetta

voru straumhvörf í umhverfis- og náttúruverndarmálum

hér á landi. Við þurfum að halda sögunni á lofti,

Laxárdeilan á erindi við framtíðina því unga fólkið þarf að

þekkja söguna, þegar framtíð skal byggja að fortíð skal

hyggja. Ég hvet Mývetninga til þess að halda þessari

sögu á lofti á næsta ári þegar 50 ár verða liðin frá

hvellinum, bjóða jafnvel til málþings til að setja þennan

viðburð í sögulegt samhengi.

Í hinu unga íslenska lýðveldi höfum við náð

eftirtektarverðum árangri í jafnréttismálum en við eigum

engu að síður talsvert í land. Mikilvægt er að viðurkenna

ekki einungis réttindi, heldur efla réttindi. Menntun er

megin grundvöllur kynjajafnréttis því hún er lykillinn að

samfélagslegum breytingum og aukinni þekkingu og

færni. Eins og segir í einu af gildum Skútustaðahrepps,

Jafnræði, þá höfum jafnrétti, fjölbreytileika og samvinnu

að leiðarljósi í okkar daglegu störfum.

Unga fólkið setti einnig heilbrigðismál á oddinn, það hefur

áhyggjur af andlegri líðan ungmenna, aðgengi að

heilbrigðiskerfinu, aðgengi að sérfræðingum eins og

sálfræðingum í skólakerfinu. Íslendingar hafa náð mjög

góðum árangri í forvörnum þegar kemur að ungu fólki. En

við þurfum sífellt að vera á varðbergi á þeim vettvangi.

Einhver besta fjárfesting sem yfirvöld geta ráðist í hverju

sinni er í forvörnum, þar þarf að lyfta grettistaki. Þarna

veit unga fólkið hvað það syngur. Á Alþingi unga fólksins

í hádeginu ræddu þau einnig um fíkniefnaneyslu og fleiri

slíka vágesti. Þar stakk eitt ungmennið upp á því að það

ætti að vera skylduáhorf fyrir ungmenni að horfa á

myndina Lof mér að falla því það væri besta forvörnin. Ég

tek undir það og í raun ætti myndin líka að vera

skylduáhorf fyrir foreldra, svo áhrifarík er þessi mynd.

Eitt af verkefnum sveitafélaga er að tryggja aðgang barna

og unglinga að fjölbreyttu tómstundastarfi með því að

bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir sem flesta

aldurshópa. Rannsóknir sýna að unglingar sem taka þátt

í skipulögðu tómstundarstarfi falla síður fyrir freistingum

vímuefna og standa betur félagslega. Forvarnir og

forvarnarvinna er rauði þráðurinn í öllu slíku starfi og

þessu þurfum við að huga að. Í Mývatnssveit hefur staðið

til um hríð að stofna svokallað ungmennaráð og nú er

kominn tími til að láta það verða að veruleika, unga

fólkinu okkar til heilla.

Ég ætla að ljúka ávarpi mínu með ljóði Jóhannesar úr

Kötlum, sem nefnist Ísland.

Ísland er hjarta mitt, rautt eins og blessað blóð,

það brennur eitt kveld í geislum og verður þá ljóð.

Ekkert land á eins fíngerð og fögur hljóð,

– fiðla míns lands er röddin þín, móðir góð.

Ísland er sjálfur ég, þegar ég brosi bezt

með blikandi vín á glasi og fallegan hest,

og hún og ég erum bæði í söðulinn sezt

og sumarblómin og fuglarnir hylla sinn gest.

Ísland er líf mitt: sál mín í sólskinsmynd,

sóley og fífill, engi, hvammur og lind.

Úr blámanum stekkur ljóssins háfætta hind

og hoppar niður þess gullna öræfatind.

Ísland er þetta, sem enginn heyrir né sér,

en aðeins lifir og hrærist í brjóstinu á mér,

hver blær frá þess væng sem ljómandi eilífðin er,

– Ísland er landið, sem framtíðin gefur þér.

Sumarlokun hreppsskrifstofu

Skrifstofa Skútustaðahrepps verður lokuð í tvær

vikur í sumar, dagana 29. júlí til 9. ágúst, þ.e. sitt

hvoru megin við verslunarmannahelgina.

Við minnum á að opnunartími er mánudaga til

fimmtudaga frá kl. 9-12 og 13-15 og á föstudögum

frá kl. 9-12.

HRÓS DAGSINS…

Fær Kvenfélag Mývatnssveitar fyrir frábæra

umgjörð um 17. júní hátíðarhöldin.

Page 8: JAFNRÆÐI • JÁKVÆÐNI Pistill TRAUST • VIRÐING · fundunum í beinni útsendingu á Facebook síðu sveitarfélaganna, gátu verið virkir þátttakendur í umræðunni. Gafst

8

Nýtt viðburðardagatal Mývatnssveitar - Allir

viðburðir auglýstir á einum stað

Skútustaðahreppur og Mývatnsstofa hafa hleypt af

stokkunum rafrænu viðburðardagatali inni á

heimasíðu beggja aðila. Tilgangurinn er að safna

saman á einn stað öllum viðburðum í Mývatnssveit.

Tilgangurinn er að hafa yfirsýn yfir viðburðina á

einum stað en það er svo ótrúlega mikið um að vera

hér í sælunni í Mývatnssveit.

Um tilraunaverkefni er að ræða.

Þeir sem vilja fá aðgang að því að setja inn viðburði

eru hvattir til að hafa samband við hreppsskrifstofu.

Viðburðir mánaðarins verða svo jafnframt auglýstir í

Húsöndinni.

Dagatalið er aðgengilegt á eftirfarandi heimasíðum:

www.visitmyvatn.is/is/dagatal

www.skutustadahreppur.is (er í vinnslu, kemur inn

fljótlega).

Deildarstjóri óskast við leikskólann Yl

í Mývatnssveit frá 1. ágúst. Húsnæði í boði

Um er að ræða 100% stöðu til 1 árs vegna

námsleyfis. Möguleiki er á

áframhaldandi starfi að þeim tíma loknum.

Umsóknarfrestur er til 12.

júlí. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.

Menntunar og hæfniskröfur

• Leyfisbréf leikskólakennara eða menntun sem

nýtist í starfi

• Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð

• Góð færni í samvinnu, samskiptum og teymisvinnu

• Áhugi á starfi með börnum skilyrði

• Áhugi á starfsþróun og nýjum fjölbreyttum

áherslum í skólastarfi

• Jákvæðni og sveigjanleiki

Einnig vantar í afleysingastöðu strax. Menntun

æskileg en ekki skylda.

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Helga Jónsdóttir

leikskólastjóri í

síma 8219404. Upplýsingar um launakjör eru veittar

á skrifstofu

Skútustaðahrepps. Skila þarf umsóknum ásamt

ferilskrá á netfangið

[email protected] eða leggja inn

starfsumsókn á

heimasíðu leikskólans: ylur.leikskolinn.is undir

flipanum upplýsingar.

Ýmislegt

Að vanda hef ég sótt ýmsa fundi að undanförnu

m.a. í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga,

skipulagsnefnd, umhverfisnefnd, sundlaugarnefnd,

nefnd um fjölmenningarstefnu o.fl. svo eitthvað sé

nefnt.

Ætlunin er að pistill sveitarstjóra birtist tvisvar í

mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn

er að efla upplýsingastreymi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórapistillinn er sendur út í tölvupósti og

birtur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Þetta er síðasti pistillinn fyrir sumarleyfi en næsti

pistill er væntanlegur í lok ágúst í kjölfar fundar

sveitarstjórnar.

Bestu kveðjur

Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Fjallkonan að þessu sinni var Ragnheiður Diljá Káradóttir sem flutti

áhrifamikið ljóð með glæsilegum hætti.