118
Kennaraháskóli Íslands Leikir í skólastarfi Kennari: Ingvar Sigurgeirsson

Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir í skólastarfiKennari: Ingvar Sigurgeirsson

Nemandi: Ragnheiður Borgþórsdóttir

Page 2: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Efnisyfirlit

Efnisyfirlit............................................................................................................................2Inngangur.............................................................................................................................41. þáttur; Fræðilegt sjónarhorn............................................................................................51. þáttur; Fræðilegt sjónarhorn............................................................................................5

1. Þáttur:.......................................................................................................................62. Þáttur........................................................................................................................73. þáttur........................................................................................................................73 - 4. Þáttur..................................................................................................................7

2. þáttur; Fræðilegt sjónarhorn..........................................................................................113. þáttur; Leikjavefurinn....................................................................................................14

Hópstyrkingarleikir:.......................................................................................................14 Ratleikir.................................................................................................................15 Söguleikir...............................................................................................................15

4. þáttur; Nafna og kynningarleikir...................................................................................185. þáttur; Gamlir og góðir íslenskir leikir..........................................................................216. þáttur – leikir sem kveikjur............................................................................................257. þáttur; Sönghreyfileikir..................................................................................................29

1.leikur - Búa til hring...................................................................................................292. leikur – Nafnaleikur...................................................................................................293. leikur – Upphitunarleikur fyrir söng..........................................................................304. leikur – Nafnaleikur...................................................................................................305. leikur – Hlustunarhljóðleikur.....................................................................................306. leikur – Hópeflileikur................................................................................................317. leikur - Einbeitingaleikur – klappa í hring.................................................................318. leikur - Samhæfingarleikur........................................................................................319. leikur – Hoppu-tvist leikur.........................................................................................32

Prófun á leikjum........................................................................................................328. þáttur; Hugþroskaleikir..................................................................................................34

1. Hreyfileikir............................................................................................................36Þetta er nefið á mér!...................................................................................................36

2. Skoðunarleikir........................................................................................................36Að skoða og muna.....................................................................................................36Skarpskyggni.............................................................................................................37

3. Snertileikir.............................................................................................................37Leikir með þreifikassa...............................................................................................37

4. Hlustunarleikir.......................................................................................................38Að hlusta „í huganum“..............................................................................................38

5. Rökþroskaleikir..........................................................................................................39Kennarinn segir nemendum eftirfarandi sögu:..........................................................39

9. þáttur; Námsspil og flókin töfl.......................................................................................4110. þáttur; Gátur, þrautir og heilabrjótar............................................................................49

Myndagátur:...................................................................................................................50Felumyndir.................................................................................................................50

Rúmfræðiþrautir............................................................................................................52

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

2/76

Page 3: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Einföld töfl og spil.........................................................................................................53Sagnagátur.....................................................................................................................54

Okrarinn.............................................................................................................54 Bjargið unglingunum.........................................................................................55 Húsið sem hvarf.................................................................................................56

Eldspýtnaþraut...............................................................................................................60Rökleitargátur................................................................................................................61Raðþrautir......................................................................................................................62

11. þáttur; Orðaleikir.........................................................................................................6312. þáttur; Tölvuleikir........................................................................................................67

Orðakistur Krillu............................................................................................................67Minnisleikur...................................................................................................................67Brúsarnir........................................................................................................................67Þríhyrningarnir...............................................................................................................67Ferhyrningarnir..............................................................................................................68Þrír í röð.........................................................................................................................68Talnaferningurinn..........................................................................................................68Lukkuhjólið....................................................................................................................68Álfur...............................................................................................................................69

Framlag til Leikjavefjarins – Leikjabankans.....................................................................71Lokaorð..............................................................................................................................74Heimildaskrá......................................................................................................................75

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

3/76

Page 4: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Inngangur

Eftirfarandi leikjamappa er unnin jafnhliða námskeiði í Kennaraháskólanum sem nefnist

leikir sem kennsluaðferð. Farið er í gegnum marga þætti þess náms og er hér í þessari

möppu það helsta reifað og hvernig unnið var úr þeim verkefnum sem voru lögð fyrir.

Einnig er internetið skoðað töluvert með tillit til hvers námsþáttar og reynt að finna

hentuga leiki. Þar er margt í boði og misjafnt. Þeir vefir sem bent er á eru þeir sem stóðu

upp úr.

Þar sem höfundur þessarar námsmöppu hefur lítið unnið með leiki í sinni kennslu

varð lærdómurinn af námskeiðinu mikill. Greinilegt er að kennsluaðferðirnar eru margar

og geta verið óhefðbundnar sem hentar mörgum nemendum vel. Alltaf er gott að hafa

fjölbreytni og ekki skemmir að skemmtanagildi leikja er mikið og því er „Í skólanum

skemmtilegt að vera“.

Í möppunni eru einnig hentugir leikir til að setja í leikjarbankann á internetinu.

Leikirnir sem teknir voru fyrir eru úr ýmsum áttum og eru þeir fleiri en ætlast var til þar

sem leikirnir eru fremur stuttir. Vonandi eiga einhverjir eftir að nýta sér þessa leiki. Sjálf

prófaði ég þá á börnunum mínum við ágætis undirtektir.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

4/76

Page 5: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

1. þáttur; Fræðilegt sjónarhorn – gildi leikja í uppeldi og

menntun

Hvað er leikur? Hvað einkennir það atferli sem við kennum við leiki?

Og hvaða munur er á leik (frjálsum leik) og leikjum?

Leikir eru skemmtun sem einstaklingar taka sér fyrir hendur og læra vissa

færni í gegnum. Leiknum fylgir engin kvöð heldur er þetta eitthvað sem

einstaklingarnir velja að gera. Þessi lærdómur er ekki endilega meðvitaður þar sem börn

nota leikinn til að hafa ofan af fyrir sér. Leikurinn er nokkurs konar afþreying fyrir fólk á

öllum aldri. Þessir leikir geta verið margskonar. Til dæmis hreyfileikir, keppnisleikir,

námsleikir o.m.fl.

Frjáls leikur er leikur sem einstaklingurinn velur sjálfur og mótar eftir hentugleik. Frjáls

leikur er í mótun á meðan leikið er, þar eru engar reglur og leikurinn getur tekið óvænta

stefnu. Í frjálsum leik eflist hugmyndaflug og sköpunarkraftur þeirra sem leika. Þegar

börn leika frjálsan leik er gleðin ríkjandi. Þá eru börnin að gera það sem þau hafa gaman

af og þannig er hægt að sjá áhugasvið þeirra.

Í leikjum sem eru stýrðir er farið að ákveðnum fyrirfram gefnum reglum. Þessir leikir

taka sjaldan óvænta stefnu og sá sem stýrir leiknum veit nákvæmlega hvernig leikurinn

fer fram og hvernig lok hans verða. Oftast eiga svona leikir sér markmið og því getur

verið gott að nota þá þegar einhverju ákveðnu á að ná. Til dæmis ef hópur hittist í fyrsta

sinn og vill læra nöfn hópfélaganna sem fyrst. Þegar leikir eru notaðir í kennslu er reynt

að ná fram ákveðnu viðfangsefni. Leikgleðin fylgir ekki alltaf með regluleikjum/stýrðum

leikjum. Því hér þurfa þátttakendur að fara eftir vissum reglum.

Leikur getur verið að hluta til stýrður og að hluta frjáls. Þannig er hægt að ná fram

ákveðnum markmiðum með því að höfða til leikgleðinnar.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

5/76

Page 6: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Hvaða þýðingu hafa leikir fyrir uppvöxt og þroska?

Leikir efla þroska þeirra sem leika. Hér getur verið um mismunandi þroska að ræða allt

eftir eðli leiksins. Í hreyfileikjum er það hreyfiþroskinn sem og líkamlegur þroski

þátttakanda. Oft er um hópaleiki að ræða og efla þeir samskiptaform og félagsþroska

einstaklingann. Í raun er hægt að efla allan þroska einstaklinganna í gegnum leik og örva

þannig greindir þeirra. Í leiknum er því leið að auknum þroska og þróun greinda hjá

einstaklingnum. Þar sem flestir hafa gaman af því að leika sér er leikurinn vænlegur til

árangurs.

Hver er – eða ætti að vera hlutur leiks og leikja í uppeldis- og

skólastarfi?Ég tel að hann ætti að vera sem mestur. Börn hafa gaman af að

leika sér og gleyma sér jafnvel í leiknum. Þannig getur verið

auðvelt að láta börnunum líða vel og þannig læra þau betur.

Hér hafði ég til hliðsjónar þættina “The Promise of

play”

Ég horfði á alla þætttina fjóra og skráði hjá mér nokkra punkta.

1. Þáttur: Mikilvægt að vanmeta ekki mátt leiksins fyrir barnið

Börn læra í gegnum leik

Allt það sem er skemmtilegt er leikur. En leikur er samt miklu meira en það sem

er skemmtilegt

Í leik verða allir svo „lifandi“

Hjá öllum tegundum dýra er það í náttúrulegu eðli þess að leika

Eftir því sem heili dýrsins er flóknari því fleiri afbrigði verða af leiknum

Leikur er mikilvægur til þjálfunar. Eins og t.d. fyrir hreyfi- og félagsfærni

Börn læra í genum leik hvernig þau eiga að haga sér í hóp

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

6/76

Page 7: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Það er börnum mjög mikilvægt að leika. Þau læra mikið í gegnum leikinn. Hægt

er að sjá í gegnum leikinn hvar börnin standa t.d. í þroska

Börn læra ýmsar reglur samfélagsins í gegnum leikinn. Börn læra að kljást við

vandamál, rífast o.m.fl.

Fullorðnir verða að fara varlega í að stjórna leikjum því þá er leikurinn ekki

lengur barnsins

2. Þáttur Meginatriði kennslunnar í „Roof top school“ er leikurinn.

Amy er kennari 4.bekkjar og hún segir að ef nemendur hafi ekki gaman af að læra þá

verði enginn lærdómur. Hún telur nemendur læra vel í gegnum leik og því eru leikir

mikilvægir fyrir námsárangur barna.

Í Roof top school er leikurinn miðpunkturinn í námskrá skólans og eins og einn

kennarinn í skólanum sagði þá læra nemendurnir best þegar þeim líður vel og finnst

skemmtilegt í skólanum og því læra þeir best í gegnum leik.

Sanfransisco exploratorium:

Á þessu vísindasafni gengur allt út á leikinn – ævintýri. Með því að leika með hluti

fer fólk að hugsa hvernig eigi að nota þá. Hér er lykillinn „do your self“ eða „learning

by doing“. Fólk prufar sig áfram, skoðar og gerir tilraunir á safninu.

„Play is the highest word of work“.

3. þáttur Áhorfenda sýningar:

Þegar nemendur setja upp svona sýningar og leika fyrir áhorfendur byggja þeir upp

sjálfstraust. Auk þess sem þeir þurfa að vinna við allt ferlið; semja atriði, æfa og setja

það á svið. Flestir hafa gaman af svona vinnu og leggja mikið á sig en telja það meira

til leiks en vinnu.

3 - 4. Þáttur Comedy – gamanleikur:

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

7/76

Page 8: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Hér voru leiðtogar hinna ýmsa fyrirtækja á námskeiði með leikara. Fólkið þekktist

ekki fyrir og var það sammerkt með þeim öllum að þau voru undir miklu álagi í

vinnunni. Svona námskeið þar sem mikilvægi hlátursins og það að hafa gaman er

undirtónninn getur haft mikið að segja. Fólk verður ekki eins stressað, „brennur“

síður út og er heilbrigðara. Stjórnandi námskeiðsins ræddi um mikilvægi þess að fólk

finndi fyrir tengingu og væru því ekki eingöngu starfsfélagar heldur einnig

leikfélagar!

The second city – the comedy work shoop

Hafa gaman af leiknum

Leikurinn fer með þátttakendur til annarrar víddar

Fólk sér skoplegu hliðarnar á hinum ýmsu aðstæðum

Sýnt er frá hönnunarfyrirtæki sem fór í svona vinnu. Leikurinn var þáttur í því að

koma fram með góðar hugmyndir. Leikurinn leyfir okkur að gera eitthvað óundirbúið.

Kannski það að taka ekki hlutunum of hátíðlega. Hér hafði fólk gaman af því sem það

var að gera og margar góðar hugmyndir komu fram. Mun skemmtilegra og

uppbyggilegra er að vinna á þennan hátt. Fólk er afslappaðra og óhrætt við að koma

fram með sína hugmynd.

Eftir að hafa skoðað þessar myndir, sem ég hafði einstaklega gaman af, get ég ekki

annað en leitt hugann að mínu lífi og okkar fullorðinna. Við ættum að vera

afslappaðri – taka hlutunum með hæfilegu kæruleysi og leika okkur meira. Mikið

erum við heppin sem eigum börn, því þá fær maður útrás í leik. Eins og leikur barna

hefur engin mörk eru a.m.k. fá mörk í leik fullorðinna með ungum börnum sínum ;) !

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

8/76

Page 9: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Greinarnar ”Play as Curriculum” og “Back to Basics: Play in Early

Childhood”

Hvernig er leikurinn skilgreindur?

Leikur inniheldur frjálsa aðferð til virknis sem er ekki bókstafleg heldur

einstaklings hvetjandi, ánægjuleg og aðferð til að ná áttum (Play as

curriculum).

Leikur er hrífandi athöfn sem heilbrigð börn taka þátt í af ákafa og hömluleysi

(Back to Basics: Play in Early Childhood).

Hver er meginþýðing leiks og leikja að dómi höfunda? Hver er þín

afstaða?

Leikur er besta leiðin fyrir ung börn að læra námsefnið og ná ákveðinni færni.

Börn leika af því þau hafa ánægju af því.

Þegar börn læra í gegnum leik eru þau mun viljugri og hafa ánægju af

lærdómnum (Play as curriculum).

Rannsóknir gefa til kynna að börn læri best í umhverfi sem leyfir þeim að

kanna, uppgötva og leika.

Börn þurfa mikinn tíma til að þróa leik og útfæra. Fullorðnir verða að gæta sín

að taka ekki ráðin í sínar hendur en samt mikilvægt að þeir séu með í leikjum

barnanna (Back to Basics: Play in Early Childhood).

Mín afstaða er sú að leikir séu mikilvægir í námi barna. Minni líkur eru á

námsleiða ef lært er í gegnum leiki. Meiri fjölbreytni í kennsluháttum tel ég

alltaf af hinu góða og því ættu leikir að vera ein kennsluaðferð sem kennari

nýtir sér. Nemendum finnst þeir jafnvel ekki vera að læra og hafa því meira

gaman af því sem þeir eru að gera.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

9/76

Page 10: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Hvernig tengist leikurinn þróun hugsunar hjá börnum?

Leikir sem reyna á líkamlega hreysti eru mikilvægir börnum. Sérstaklega í

dag þar sem mörg börn hreyfa sig lítið. En í gegnum hreyfileiki þróa börn með

sér vissan vöðvastyrk og almenna samþættingu vöðva, tauga og

heilastarfsemi.

Félagslegi þátturinn er mikilvægur í leikjum. Með því að leika með öðrum

börnum læra börn samskiptareglur eins og að gefa og þyggja, gagnkvæm

skipti, samvinnu og samnýtingu.

Í gegnum leik geta börn lært að stjórna umhverfinu, gera tilraunir og ná færni í

vissri grunn þekkingu.

Ímyndunarleikur barna er þeim mikilvægur til þess að prófa ný hlutverk og

nýjar aðstæður (Play as curriculum).

Hvaða þýðingu hafa regluleikir (games with rules)?

Í sumum leikjum verður að fara eftir vissum reglum. Þessir leikir kenna

börnum að í samfélaginu gilda reglur sem við þegnarnir verðum að fara eftir

(Play as curriculum).

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

10/76

Page 11: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

2. þáttur; Fræðilegt sjónarhorn: Flokkar og tegundir leikja

Á Leikjavefnum – Leikjabankanum er leikirnir flokkaðir eftir tegundum í

tuttugu flokka, þeir eru eftirfarandi:

Orðaleikir Kynningaleikir

Hreyfileikir og æfingar Athyglis- og skynjunarleikir

Ýmsir hópleikir Hópskiptingarleikir

Ýmsir námsleikir Teikni- og litaleikir

Rökleikir Ratleikir

Söng- og hreyfileikir Söguleikir

Námspil Hópstyrkingarleikir

Leikbrúður og leikræn tjáning Hver á að ver´ann?

Hreyfiþrautir Raðþrautir

Spurningaleikir Origami- pappírsbrot

Ég ætla nú ekki að fara að gagnrýna þá flokkun sem er á leikjavefnum. Hún getur verið

ágæt en eðlilega þarf alltaf að vera að breyta og bæta þegar svona margir koma að

vefnum. Þó svo ég myndi hafa flokkunina á annan veg þá var einungis einn flokkur sem

var í rauninni tvítekinn. Þetta eru flokkarnir hópskiptingarleikir og hver á að ver´ann, hér

virðast markmiðin vera þau sömu og ætti því að vera einn flokkur sem sameinaði báða

hópanna. Mér finnst hópskiptingarleikir betra nafn á flokknum og því myndi ég halda í

það.

Margar flokkanir koma til greina þegar flokka skal leiki. Það sem mér finnst mikilvægt er

að hafa yfir- og undirflokka. Í aðalflokk gæti verið inni- og útileikir, leikir sem krefjast

mikils rýmis og hinir. Þar sem við vitum að mun fleiri en kennarar nýta sér vefinn og því

má hann ekki vera bundinn við námsleiki en mikilvægt er að hafa þann flokk leikja og

þar væri hægt að skipta leikjum eftir námsgreinum og aldri. Einnig gæti í aðalflokk verið

leikir sem krefjast góðs undirbúnings og síðan hinir sem hægt er að grípa í með lítilli

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

11/76

Page 12: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

fyrirhöfn. Einnig leikir þar sem nota þarf einhver áhöld. Hópaleikir gætu einnig verið í

aðalflokki.

Það er nokkuð ljóst að sumir leikir fara í fleiri en einn flokk og get ég ekki séð neitt

athugavert við það.

Mikilvægt er að markmið leikjanna séu sett fram á skýran og aðgengilegan hátt fyrir alla.

Þannig ætti að vera auðveldara að flétta leiknum upp.

Ef ég set upp flokka eins og ég hef nefnt hér að framan. Yrði flokkunin eitthvað á þessa

leið:

Innileikir

Keppnisleikir

Óháðir keppni

Útileikir

Keppnisleikir

Óháðir keppni

Mikið rými

Leikir sem krefjast áhalda/tækja

Leikir sem ekki krefjast áhalda/tækja

Lítið rými

Námsleikir

Kveikjuleikir

Hópeflisleikir

Námsleikir

Íslenska

o 1. – 4. bekk

o 5. – 7. bekk

o 8. – 10. bekk

Stærðfræði

o 1. – 4. bekk

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

12/76

Page 13: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

o 5. – 7. bekk

o 8. – 10. bekk

Erlend tungumál

o 1. – 4. bekk

o 5. – 7. bekk

o 8. – 10. bekk

Samfélagsfræði

o 1. – 4. bekk

o 5. – 7. bekk

o 8. – 10. bekk

Náttúrufræði

o 1. – 4. bekk

o 5. – 7. bekk

o 8. – 10. bekk

Þó svo ég setji flokkunina upp á þennan hátt eru margir möguleikar. Eitt er víst að aldrei

verða allir á eitt sáttir. Til að gera sem flestum til hæfis tel ég gott að hafa yfir- og

undirflokka. Einnig er mikilvægt að leikir séu þar sem þeir passa og því gætu sumir leikir

verið á mörgum stöðum.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

13/76

Page 14: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

3. þáttur; Leikjavefurinn – leikjabankinn

Markmið leikjabankans eru skýr. Þau þurfa að vera það svo auðveldara sé að nýta sér

vefinn. Leikirnir eru flokkaðir á ákveðinn hátt og er gert grein fyrir þeirri flokkun. Þar

sem ég hef óformlega rætt við nokkra kennara um leiki og gildi þeirra í kennslu er ég

sannfærð um að leikir efla marga þætti í skólastarfi nemenda. Leikjavefurinn er mikið

notaður af þeim kennurum sem ég ræddi við og telja þeir sig öruggari en ella að nota

leikina. Það gæti verið hagræðing fyrir kennara að vera með leikina merkta á einhvern

hátt svo auðveldara sé að átta sig á gildum þeirra og markmiðum. Þess vegna líst mér

vel á þá hugmynd að kennarar gefi leikjunum einkunn eins og ráðgert er.

Eftirfarandi leikjaflokka valdi ég til þess að skoða nánar: hópstyrkingarleiki, ratleiki

og söguleiki. Ástæða fyrir vali mínu var í fyrsta lagi að ég hef áhyggjur af vaxandi

áhugaleysi barna á að leika í hópum. Þegar ég var lítil stelpa vorum við krakkarnir í

nágrenninum í útileikjum mörg saman en þetta virðist vera á undanhaldi. Sjálf hef ég

gaman af sögum og að segja sögur og því lá beinast við að velja einnig söguleikina.

Mér finnst gott að nota leik til að hrista hóp saman og því byrja ég á að fara í gegnum

hópstyrkingarleikina.

Hópstyrkingarleikir: Appelsínu vangadans er leikur sem við lékum mikið í afmælisveislum

hér á yngri árum. Leikurinn var einnig gerður á þann hátt að keppt var

milli para. Þar sem ákveðna veglengd þurfti að fara með appelsínuna

og skipta síðan við hinn aðilann.

Mennskur hnútur. Þennan leik er einnig hægt að leika á þann hátt að

byrjað er í hring þar sem hver leiðir þann sem er við hliðina á honum.

Síðan er hringurinn slitinn og sá sem er fremstur í lengjunni reynir að

búa til flóka og svo þarf að greiða úr honum á eftir.

Númeraröð. Hér þurfa nemendur að muna númer og síðan eiga þeir að

fara í rétta röð eftir þeim númerum sem þeir hafa fengið. En hér er

bundið fyrir augun á leikjendum.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

14/76

Page 15: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Ratleikir:

Málfræðiratleikur, hér er góð lýsing á leiknum. Þessi ratleikur er

einstaklega sniðugur þar sem hægt er að leika hann jafnt inni sem úti.

Þennan leik er hægt að útfæra á margan hátt, nota allskyns

orðasambönd og orðflokka. Einnig væri hægt að setja upp

stærðfræðiratleik á svipuðum nótum.

Innileikur – þessi leikur er einnig upplagður til að nota inni. Hér er

hægt að auðkenna stöðvar eftir því sem hentar. Ég sé fyrir mér að nota

þennan ratleik í líffræðikennslu og gætu stöðvarnar þá heitað t.d. eftir

líffærum. Allt annað væri þá miðað við þá kennslu sem á að fara fram í

gegnum leikinn.

Stöðvaratleikur í landafærði Norðurlanda.

Í raun er það sammerkt með öllum ratleikjunum að auðvelt er að

útfæra þá þannig að það nám sem kennari vill að fari fram skíni í

gegnum leikinn. Hér dettur mér í hug að nota einskonar

sjóræningjaleik fyrir yngsta stig, þar sem börnin fengju kort og þyrftu

að finna eitthvað ákveðið sem myndi þá tengjast t.d. Norðurlöndunum

– hverju landi fyrir sig.

Söguleikir:

Að segja sögu. Þennan leik hef ég oft leikið með fjölskyldu og vinum í

sumarbústaðarferðum. Þá hefur hann verið leikinn á þann hátt að

einhver einn skrifar sögu hópsins (væntanlega). Hinir fá ekki að vita

hvernig sagan er en hjálpa til með að ljúka sögunni. Á vissum stöðum

hefur sögumaður sett eyður og í þær setur hann þau orð sem

þátttakendur stinga upp á. Hér er hægt að nota hvaða orðflokka sem er,

en sögumaðurinn þarf að hafa það í huga þegar hann skrifar söguna.

Pokasaga. Þessi getur orðið ansi frumleg og skemmtileg. Það fer

reyndar eftir því hverjir eiga í hlut, þá hvaða aldur og hversu frjór hann

er.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

15/76

Page 16: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Veiðimaðurinn, saga með látbragðsleik. Saga í þessum dúr, þar sem

hljóð eru gerð af öllum en einungis einn segir söguna er mikið notað í

Sunnudagaskólum landsins. Yngri börn hafa gaman af svona sögu og

lifa sig mun betur inn í söguna en þegar sagan er einungis sögð. Hér fá

börnin líka að vera þáttakendur í sögunni og það virkar vel á yngri

börn. Með svona sögu er hægt að koma ýmsum skilaboðum til leiða

eftir því hvað verið er að vinna með hverju sinni.

Ég notaði góðan tíma til þess að skoða alla vefina. Mér fannst margir ansi

áhugaverðir. En þeir þrír sem ég valdi voru, Funbrain.com, Room 108 og Leikjavef

bókasafns Garðabæjar.

Funbrain.com – þennan vef valdi ég þar sem hann hentar bæði til kennslu og

einnig fyrir afþreyingu. Þessi vefur er sniðugur fyrir foreldra. Margir

skemmtilegir leikir eru hér inni. Hér eru hinir ýmsu málfræðileikir, sem henta

misvel – fer eftir aldri – þar sem vefurinn er á ensku. Söguleikirnir eru

nokkrir. Einnig eru stærðfræðileikir. Allir leikirnir sem hér um ræðir eru

spilaðir á netinu. Þessi vefur er fallega hannaður með góðum og litríkum

myndum og ýmsum skemmtilegur hljóðum. Á þann hátt verða leikirnir enn

meira spennandi fyrir börnin. Þessi vefur er ætlaður börnum á öllum aldri og

velja þau erfiðleikastig leikjanna með því að setja inn aldur sinn. Það er samt

spurning hvort þessir leikir henti eldri börnum, þar sem hægt er að velja aldur

upp í 8+. Ég gat samt gleymt mér yfir nokkrum leikjunum á vefnum .

Room 108 – þennan vef valdi ég aðallega vegna leikja úr náttúrufræðum. Hér

eins og á Funbrain er hægt að velja um marga flokka leikja. Þessi vefur á það

einnig sammerkt með Funbrain að vera spilaður á netinu. Funbrain hefur þann

kostinn fram yfir þennan vef að þar er aldurinn setturinnog því hægt að hafa

leikina misþunga. En hér virðist því ekki fyrir að fara.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

16/76

Page 17: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Leikjavefur bókasafns Garðabæjar – Þessi vefur virðist vera einhvers konar

safnvefur. Hér er safn leikja, leikjavefja bæði íslenskra og erlenda, leitarvefja,

barnabóka og leikja til útprentunar. Þennan vef valdi ég þar sem hann er

aðgengilegur, á íslensku og hefur um nokkra kosti að bjóða.

Hvernig æskilegast sé að þróa leikjasafnið þá hef ég ekki lausn á því. En mér dettur

helst í hug að betrumbæta flokkunina. Þar sem undir- og yfirflokkar eru notaðir, þá

myndu margir leikir fara á nokkra staði. Einnig finnst mér góð hugmynd sem fram

hefur komið í umræðum á netinu að merkja leikina með stjörnugjöf. Þegar ég fór að

fara í gegnum þá leiki sem eru á vefnum fannst mér þeir misskýrir og er ég ekki viss

um að ég gæti nýtt mér þá alla vegna þessa. Ég hef sjálf ekki mikla reynslu að leikjum

og hef ekki notað leikjavefinn að neinu ráði nema núna í þessu námi. Ég hef reynt að

prófa nokkra leiki með börnunum mínum og það hefur gengið misjafnlega vegna

skorts á upplýsingum inn á vefnum. En ástæðan getur einnig verið mín fáviska í þessu

sambandi, þar sem ég hef litla reynslu af leikjum í kennslu.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

17/76

Page 18: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

4. þáttur; Nafna og kynningarleikir –

hópstyrkingarleikir/hópeflileikir

Kynningaleikur eins og nafnaleikur með söng finnst mér skemmtilegur fyrir allan

aldur. Sjálf hef ég notað svipaðan leik og nefndur er á leikjarvefnum – „Nú skulum

við segja hvað við heitum; Ég heiti Ragnheiður – hvað heitir þú?“ „Ég heiti Hanna –

Hanna – Hanna je je je“. Svona leikir sem byggja á því að fólk læri nöfn tel ég

mikilvægan í upphaf skólaársins. Einnig þegar fólk hittist í styttri tíma, t.d. námskeið

yfir helgi. Á þennan hátt tengist fólk mun betur og er fyrr tilbúið að opna sig og gefa

eitthvað af sér. Þar sem fólki finnst það frekar þekkja aðra þegar það veit nöfnin. Einn

nafnaleikur var sérlega vinsæll þegar ég var í skátunum á mínum yngri árum. Hann

var á þann veg að fólk stóð í hring og einn byrjar á því að segja hvað hann heitir og

spyr síðan þann sem er hægra megin hvað hann heiti. Sá sem er á hægri hönd þarf að

segja hvað allir heita sem á undan eru taldir. Þannig að í lokin þarf sá síðasti að telja

upp allan hópinn. Síðan er hægt að breyta því hver byrjar og þannig ættu allir að geta

lært nöfn hinna á frekar skömmum tíma.

Í hópnum hópstyrkingarleikir eru aðeins 5 leikir.

Ég valdi fyrst leikinn: Að leiða blindan. Hér er markmiðið að efla traust og

vináttu innan hópsins. Nemendum er skipt upp í pör. Annar leikur blindan en

hinn er leiðsögumaður. Það má ekki tala. Einu samskiptin eru snerting lofa

þannig að blindi leggur lófa hægri handar ofan á hægri lófa leiðsögumannsins.

Leiðsögumaðurinn stjórnar ferðum þeirra með ákveðnum hreyfingum; að ýta

lofa upp merkir að nú fari þeir upp, t.d. upp á stól. Að lækka lofann merkir að

þeir eigi að fara niður, t.d. skríða. Að draga lófann að sér merkir að þeir fari

áfram. Leikinn prófaði ég með 15 ára dóttur minni. Ég var fyrst blindi og það

gekk ekki eins vel eins og þegar hún var blindi. Ég held ég hafi ekki alveg

treyst henni – hún fór líka í ógöngur með mig – upp og niður tröppur til

dæmis. En við skemmtum okkur vel, sérstaklega eftir að ég fór að treysta

henni – var eitthvað rög í byrjun .

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

18/76

Page 19: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Næst valdi ég Appelsínu – vangadans. Þennan leik þekki ég frá því ég var í

skóla. Það var nú ekki leikið mikið í skólanum sjálfum en við krakkarnir

notuðum hvert tækifæri til þess að fara í alls kyns leiki. Þessi leikur var til

dæmis vinsæll í afmælum. En leikurinn gengur út á það að nemendum er

skipað í tvö til fjögur lið og mynda liðin raðir. Fyrstu menn í liðunum koma

appelsínu fyrir undir hökunni. Síðan er gefið merki og þá er appelsínan látin

ganga á milli allra liðsmanna án þess að þeir megi snerta hana með

höndunum. Allir verða að ná appelsínunni og festa hana undir hökunni og

færa hana þeim næsta í röðinni. Ef einhver missir appelsínuna þá verður liðið

að byrja alveg upp á nýtt frá fyrsta manni. Leikur á borð við þennan eflir

andann í bekknum.

Heftið hans Helga Grímssonar er gott. Leikirnir eru útskýrðir á einfaldan hátt og það

ætti ekki að vera erfitt að finna út hvað átt er við hverju sinni. Þar sem ég er ekki við

kennslu sem stendur á ég oft erfitt með að prófa hópleiki en langar engu að síður að

koma með athugasemdir.

Fyrsti leikurinn sem ég skoðaði var; Dýrahljóð, þennan leik er hægt að leika

bæði úti sem inni. Það þarf engin áhöld og allur aldur getur leikið þennna leik.

Leikurinn er á þann veg að þátttakendur standa í hring. Leiðbeinandi gengur á

milli og gefur þátttakendum til kynna í hvaða hópi þeir eru með því að segja

þeim hvaða dýr þeir eiga að vera (hundur, köttur, hestur, kýr, önd, svín ...).

Þegar leiðbeinandi gefur merki eiga þátttakendur að herma eftir hljóðinu sem

dýrið gefur frá sér og finna hina í hópnum.

Sjálf hef ég leikið á námskeiði sem ég var á ekki alls fyrir löngu svipaðan leik.

Þá gekk leiðbeinandi á milli og rétti okkur miða með ártölum þar sem við

vorum á því aldursskeiði. Til að finna sinn hóp þurftum við að fara á milli eins

og sá sem við vorum að leika. Til dæmis skríða eins og lítið barn, ganga eins

og gamalmenni o.s.frv. Á þessu námskeiði var einungis fullorðið fólk sem

hafði flest langa reynslu af kennslu og allir skemmtu sér konunglega.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

19/76

Page 20: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Næsti leikur sem ég staldraði við var leikur sem ég hef sjálf notað í kennslu.

Þennan leik höfum við notað í kynningarmyndböndum í dönsku kennslu.

Leikurinn nefnist hjá Helga; Hver kynnir annan. Fólk þarf að hafa skriffæri

við höndina en allur aldur ætti að geta leikið leikinn. Leikurinn er á þann veg

að þátttakendur vinna saman í pörum. Þátttakendur fá 5 mínútur til þess að

taka örstutt viðtal hverjir við aðra (nafn, fæðingardagur, uppáhalds ...,

fjölskyldan ...) og eiga síðan að kynna félaga sinn fyrir hinum í hópnum í

stuttu máli.

Fyrsti icebreakers á google sem mér fannst áhugaverður var leikur sem við lékum oft

í fjölskylduboðum þegar ég var yngri. Amma mín, sem er látin, hafði sérstaklega

gaman af leikjum. Í boðum hjá henni var oftast farið í leiki. Þessi leikur er á þann veg

að hver þátttakandi skrifar nafn þekktrar persónu – dáin, lifandi – á miða og festir

með nælu á bak einhvers annars. Síðan þurfa leikendur að finna út hver þeir eru með

því að fá eins fá nei og ákveðið er í upphafi. Við fjölskyldan höfðum þau 10. Þá er

spurt að spurningum sem einungis er hægt að svara með jái eða neii. Er ég lifandi? Er

ég kona? O.s.frv. Leikinn fann ég á slóðinni:

http://businessmajors.about.com/od/icebreakers/a/Icebreakers1.htm

http://www.funandgames.org/Games_icebreakers.html#ShoePile Hér fann ég

einfaldan og þægilegan leik. Allir þátttakendur fara úr öðrum skónum og setja í

hrúgu. Síðan fer fólk og nær sér í skó og finnur þann sem á skóinn. Þessi leikur hentar

vel þegar um stóra hópa er að ræða.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

20/76

Page 21: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

5. þáttur; Gamlir og góðir íslenskir leikir

Það eru margar góðar minningar sem fara í gegnum hugann þegar minnst er á gömlu

góðu leikina. Þeir sem mikið voru leiknir fyrstu árin mín voru: Dimma limm, Öll skip

úr höfn, Köttur og mús, Ein ég sit og sauma, París, Verpa eggjum, Asni, Feluleikir

svo eitthvað sé nefnt. Svo voru frjálsari leikir eins og stýflugerðir í rigningu, klifur í

fjöllunum hér í Eyjum, fótbolti í innkeyrslum – þar sem

bílskúrshurðarnar voru markið. Þeir leikir sem tóku

svo við og fylgdu mér inn í unglingsárin, eða þar

til ég var orðin of gömul til að leika og fór að ganga

hringinn í bænum. Þessir leikir voru til dæmis:

Yfir, Brennó, Fallin spýta, Hringur og punktur,

Sto, teygjutvist, sippó, snú snú. Svo kom að því að

sumir af þessum leikjum urðu aftur vinsælir þegar

erfiðasta tímabil unglingsáranna var gengið yfir. Þá fórum við krakkarnir oft út að

leika á kvöldin, vinsælasti leikurinn var Hringur og punktur eða Fallin spýta.

Í minningunni finnst mér eins og sumrin hafi alltaf verið hlý og góð og veturnir kaldir

með frosti og snjó. Þannig að á veturna var mikið farið á snósleða, skíðasleða, rennt á

bílslöngu margir saman, skautað um götur bæjarins. En sá leikur sem ekki var mikið

upp á pallborðinu hjá fullorðna fólkinu var að teika bíla, þá náðum við taki á aftari

stuðara bíla þegar þeir stoppuðu á horni og létum okkur renna með þar til við gátum

ekki meir og hentum okkur af eða misstum takið. Þetta var hættulegur leikur en

jafnframt vinsæll á unglingsárum. Svo var það snjókastið og snjóstríð á milli hópa.

Ég velti því fyrir mér hvers vegna börn leiki sér ekki eins mikið úti við og ég gerði.

Ástæðurnar eru eflaust margar en ein af þeim gæti verið aukin afþreying. Þegar ég var

að alast upp var t.d. ekkert sjónvarp á fimmtudagskvöldum – þá var spilavist hjá

foreldrum mínum. Sjónvarpið var einungis á kvöldin nema á sunnudögum þegar

barnaefnið var sýnt. Ekki var myndbandstækjunum fyrir að fara og engar tölvur voru

– nema leikjatölvur í sjoppunum. Ég tel það vera í verkahring okkar fullorðinna að

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

21/76

Page 22: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

sýna gott fordæmi með því að vera hreyfanleg og fara með börnin í leiki. Einnig

eigum við sem foreldrar að setja þeim ákveðnar skorður við tölvusetu of

sjónvarpsgláp. Þó svo hvort tveggja geti verið af hinu góða verður hreyfingin að eiga

sér stað. Þannig er það að í dag hafa börn mun lélegri hreyfifærni en börn höfðu fyrir

einhverjum árum síðan. Einnig eru börn að fitna og kemur það bæði til af óhollum

matarvenjum og hreyfingarleysi. Ég mæli með því að í stað þess að horfa á enska

boltann fari feður út með börnin sín í fótbolta!

Leikir inn á vef þjóðminjasafnsins eru margir góðir og skemmtilegir og sumir eru

ekki ýkja gamlir, þeir hafa a.m.k. verið notaðir fyrir einhverjum árum síðan. Fyrsti

leikurinn sem ég rakst á var Fuglaleikur. Þetta er leikur sem við krakkarnir á mínum

aldri lékum okkur í frímínútum. Það er nú kannski rúm 30 ár síðan en ekki er það nú

svo gamalt, mér finnst að minnsta kosti ekkert sem viðkemur mér eiga heima á

þjóðminjasafni . En það er annað mál. Talað er um að þessi leikur sé síðan um

aldamótin 1900.

Fugla - leikurinn er á þann veg að einn er kóngur, annar karl og hinir fuglar,

og fær hver fuglanna sitt nafn hjá

kónginum. Karl kemur til kóngsins

og segir: "Komdu sæll, kóngur

minn". "Komdu sæll, karl minn",

svarar kóngur. "Geturðu selt mér

fugla?", spyr karl. "Ef þú getur nafn

þeirra og nærð þeim", segir kóngur.

Karl fer þá að geta og nefnir ýmis

fuglanöfn: spói, lóa, hrafn, álft, örn

o.s.frv. Þegar karl hittir á nafn einhvers fuglsins, hleypur sá burt í stóran hring

og á þá karlinn að reyna að ná honum og klukka hann áður en hann kemst

aftur til kóngsins.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

22/76

Page 23: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Næsti leikur sem mér fannst athyglisverður heitir Að stökkva yfir sauðalegg.

Hann er á þann veg að leggur er lagður á gólf. Sá sem ætlar að stökkva yfir

hann tekur með höndunum undir tærnar á sér og reynir síðan að stökkva

jafnfætis yfir legginn. Þetta er ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera.

Þennan leik kannast ég einnig við. Í leikfimi vorum við látið hoppa á þennan

hátt yfir band sem lagt var á jörðina.

Einn leikurinn sem ég rakst á kæri ég mig ekki um að leika. En það er Nípuleikur.

Ég man eftir því að móðir mín sagði mér frá því að hún hafi stundum verið marin

á nefinu eftir leik sem þau krakkarnir léku þegar hún var lítil. Ég veit ekki hvort

um sama leikinn er að ræða en að minnsta kosti virðist í báðum tilfellum sem

nefið geti farið illa. En leikurinn er á þann veg að annar tekur laust um nef hins og

spyr, en hinn svarar:

"Hvar býr hún Nípa?" 

"Fyrir ofan garð."

"Hvað gerir hún þar?"

"Verpir eggjum."

"Hvað mörgum á dag?"

"Fimm fullar ausur."

"Hvað gefur hún gestum sem að garði koma?"

"Skyr og mjólk."

"Hvað gefur hún þér?"

"Skyr og rjóma."

"Hvað gefur hún mér?"

"Skít og skófir og allt sem verst er í koppi kerlingar."         

Um leið og síðasta setningin er sögð, reynir sá sem svarar að losa nefið, en hinn

reynir að klípa um það.

 

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

23/76

Page 24: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Það er greinilegt að mínum árgangi hefur verið kennt gamlir og góðir leikir. Þannig

að eftir að hafa farið í gegnum þetta kennslubréf sé ég að þeir fullorðnu hafa bara

staðið sig nokkuð vel hvað þetta varðar. Nú er eins gott að mín kynslóð láti ekki hér

við sitja og komi leikjunum áleiðis til næstu kynslóðar. Margir þessara leikja eiga vel

við á hvaða tíma sem er. Sjálf lærði ég Fuglafit þegar ég var í grunnskóla og vorum

við stelpurnar allatf með bandið á okkur og um leið og tækifæri gafst var fitjað. Mér

finnst það skipta miklu máli að börn séu í einhverjum tengslum við aðra tíma en

einungis þann sem þau eru á. Með því að kynna þeim og kenna leiki sem leiknir voru

þegar mamma og pabbi eða afi og amma voru ung er meiri möguleiki á tengingu.

Fyrir nú utan það að ekki væri verra ef þetta fólk tæki sig til og kenndi börnunum

þessa leiki sjálft. Ég held oft á tíðum að við sem eldri erum og þá kannski sérstaklega

konur séum eitthvað hrædd við að leika okkur. Auðvitað eigum við að leika en hversu

oft heyrir maður ekki: „Hann er bara alltaf að leika sér“. Nú koma karlar oft saman til

þess að spila billjarð, fara í gólf eða fótbolta svo eitthvað sé nefnt. En þegar konur

hittast er það yfir góðum kaffibolla og í spjalli. Mér finnst þetta mjög merkilegt eftir

að ég uppgötvaði þetta. Þá er að minnsta kosti á hreinu að ég ætla að fara að slaka á í

tiltekt og leika mér meira. Sjálf hef ég góða ástæðu til þar sem ég á eina litla dóttur,

einn níu ára fósturson og eitt á leiðinni. Þannig að ég ætti að geta leikið mér með

börnunum a.m.k. næstu 10-14 árin eftir því hvernig þau taka mömmu gömlu. Svo

eigum við auðvitað að leika okkur á okkar eigin forsendum. Við gerum þetta í

sumarbústaðnum en heima nei þá á ekki að leika sér. Við verðum svolítið sérkennileg

fullorðnafólkið með aldrinum!

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

24/76

Page 25: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

6. þáttur – leikir sem kveikjur

Í skólastarfi skiptir kveikjan miklu máli, þá sérstaklega þegar hefja á þemanám. Þegar

talað er um kveikju þá er átt við aðferð sem kennarinn getur notað til að hleypa

verkefninu af stað. Kveikjunni er í raun ætlað það hlutverk að marka upphaf

þemaverkefnis.

Þó svo að þetta kennslubréf eigi að fjalla um leiki sem kveikjur verð ég að koma inn á

hvað kveikja er og hvernig hægt er að nota hinar ýmsu kveikjur. Enda er það kannski líka

svolítið mismunandi hvað fólk kallar leiki og hvenær fólk er að leika sér. Á námskeiðinu

í vetur er búið að fara svolítið í gegnum þetta og þar er skemmtanagildið mér efst í huga.

Þ.e.a.s. leikurinn er fyrst og fremst skemmtun.

„Kveikjan þjónar margvíslegum tilgangi. Henni er ætlað að vekja áhuga

nemenda á viðfangsefninu, örva hugmyndaflug þeirra, draga fram þekkingu

á viðfangsefninu, eða allt þetta. Síðast en ekki síst er tilgangurinn með

kveikjunni að leita eftir hugmyndum nemenda um viðfangsefnið og auka

ábyrgð þeirra á námi sínu. Undirbúningi kennarans er í rauninni ekki lokið

fyrr en hann hefur unnið úr þeim hugmyndum sem fram koma í kveikjunni.

Kveikjunni má haga með ýmsum hætti og skiptir þá mestu að hún sé í

samræmi við það sem á eftir kemur. Einnig þarf að hafa kveikjur fjölbreyttar

frá einu verkefni til annars“ (Lilja M. Jónsdóttir 1996:27).

Kveikjan er einn þáttur af þremur sem miklu skiptir þegar farið er af stað með kennslu.

Hinr þættirnir tveir eru að nemendur geri sér grein fyrir tengslum efnisins við önnur

viðfangsefni og að nemendur geri sér grein fyrri markmiðum með kennslunni (Ingvar

Sigurgeirsson 1999:18).

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

25/76

Page 26: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Kveikja getur verið af ýmsu tagi og nefnir Ingvar Sigurgeirsson í bók sinni Litrófi

Kennsluaðferðanna nokkrar tegundir;

Þær geta höfðað til reynslu nemenda.

Spurningar sem vekja nemendur til umhugsunar.

Að segja klípusögu, gátu eða þrautir.

Ýmsir hlutir eða mynd/myndir geta hentað.

Ýmsir athyglis- skynjunarleikir, venjulegir námsleikir,

námsspil, hlutverkaleikir og leikræn tjáning. Þetta væri þá

væntanlega þær kveikjur sem við ættum að einblýna á í þessu

kennslubréfi. En þar sem mér finnst leikur vera svo margt og

geta tengst inn í svo marga hluti, verða þær kveikjur sem ég

nefni hér svolítill kokteill af öllu því sem hér kemur fram.

Innlifunaraðferðir – t.d. þegar nemendur eru látnir sjá eitthvað

fyrir sér.

Tilraunir, þá eru einfaldar tilraunir sem taka stuttan tíma

hentugastar.

Sláandi upplýsingar, t.d. úr Heimsmetabók Guinnes.

Efni úr fjölmiðlum.

Skrýtlur – gamanmál.

Ef við ætlum að nota leiki sem kveikjur, eins og ég upphaflega ætlaði að útskýra þegar ég

fór af stað með þetta kennslubréf, þá er margt sem kemur til greina. Hér er til dæmis hægt

að velta fyrir sér hvað er leikur og hvað ekki. Er það að segja sögur leikur eða er það

einungis leikur þegar nemendur fá að taka þátt? Getur kennarinn brugðið á leik og er þá

leikur í gangi, eins og ef hann fer í hlutverkaleik.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

26/76

Page 27: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Þegar ég var í mínu fyrsta vettvangsnámi á miðstigi var ég svo hrifin af þema

aðferðinni að ég notaði hana mest allan tímann í kennslunni. Þá tók ég fyrir

Norðurlöndin og kom þessi vinna vel út, bæði var mikið af sýnilegum verkefnum

nemendanna svo voru þeir einstaklega áhugasamir. Ýmsar kveikjurnar voru

notaðar og ætla ég að útskýra þær sem mér finnst eiga heima hér í leikjunum.

Við (vorum þrír kennaranemar) byrjuðum að kynna nýtt land með því að

láta nemendur loka augunum og fara í ímyndunarleik með okkur. Ferðin

hófst um borð í Norrænu og lauk í því landi sem ætlunin var að kynna. Við

lýstum landslaginu og veðrinu, jafnvel fólkinu. Síðan áttu nemendur að

giska á hvaða land væri verið að tala um. Þess skal getið að nemendur

voru búnir að lesa sig til í námsbókinni um löndin áður en byrjað var.

Þeim þótti gaman að þessu og stöku sinnum komu sláandi upplýsingar

fyrir í sögunni. Þannig að sagan sem var kveikjan var mjög margt í senn.

T.d. sigldum við framhjá styttu af konu sem sat á steini þegar siglt var til

Kaupmannahafnar og ilmur af nýbökuðu brauði fyllti angan. Ég man svo

vel eftir því að nemendur voru svo ánægðir með söguna að þeir voru oft að

vitna í hana í vinnunni sem fylgdi í kjölfarið. Í lok hvers dags var svo farið

í leik sem átti við hvert land. Við dönsuðum til dæmis Viki – vaka eftir

Færeyjar. En þessir leikir gátu einnig verið kveikjur. Reyndar fannst okkur

myndast mikil ókyrrð í bekknum í leikjunum, en það getur verið

reynsluleysi okkar um að kenna eða það að dagurinn var á enda.

Í öðru vettvangsnáminu mínu notuðu ég og samnemandi minn einnig nokkrar

kveikjur. Þær sem ég man best eftir voru myndasýning, þar sem verið var að

taka fyrir tímabilið þegar mamma og pabbi voru að alast upp. Auðvelt var að

setja svona sýningu upp þar sem við gátum notað myndir úr okkar bernsku.

Einnig var kveikja þar sem nemendur áttu að fara í hlutverkaleik. Hér áttu

nemendur að setja sig í ákveðin spor og sýna afraksturinn eftir örfáar mínútur.

Í þessu vettvangsnámi létum við nemendur einnig sýna leikrit, sem þau sömdu

úr kristinfræði – um páskana. Við komum með fullan poka af fötum,

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

27/76

Page 28: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

efnisbútum og hlutum – börnin voru dugleg að raða þessu saman og búa til

gott leikrit sem lýsti Páskasögunni frá síðustu kvöldmáltíðinni og til

upprisunnar.

Í vettvangsnáminu mínu s.l. haust notaði ég til dæmis myndir sem kveikju. Ég

var að fara að kenna um sveppi – sýndi nemendum ýmsar myndir af sveppum.

Einnig lét ég nemendur skrá hjá sér 5 atriði sem þeim dytti í hug þegar þeir

heyra orðið sveppur. Síðan skráði ég hjá mér allt sem þeir sögðu. Lét samt

einungis eitt orð koma frá hverjum í byrjun og fór svo annan hring. Einnig

kom ég með þrjú módel sem ég hafði búið til og lét nemendur giska hvað

þetta gæti verið. Hér var ég að kenna um gerla og var með þrjár tegundir

gerla. Nemendur voru fljótir að átta sig og þetta mundu allir á skriflegu prófi

sem þeir tóku í lokin. Þannig að vinna sem er hlutlæg skilar sér margfalt betur

en einungis lestur hjá flestum nemendum.

Eftir að hafa farið í gegnum leikina á þjóðminjasafninu og farið í hugarheim minn þá

detta mér margir leikir í hug sem hægt væri að nota í kennslu. Fuglaleikurinn þar sem

kóngurinn gefur fuglunum nöfn væri góðir í náttúrurfræðikennslu – hér væri hægt að nota

hvaða dýr sem er og jafnvel plöntur.

Mér finnst frábær hugmynd frá skjámyndunum á Web.CT, þegar kenna á landnám íslands

að nota Dimma limm og senda fólk að blóta goðunum, prjóna leppana. Svipaða lýsingu

sá ég einnig hjá Önnu Jeppesen og Ásu Helgu Ragnarsdóttur.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

28/76

Page 29: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

7. þáttur; Sönghreyfileikir

Það var sérstök ánægja að fá að njóta þess að horfa á leikgleði fólks í gegnum

myndböndin. Enn skemmtilegra hefði verið að fá að taka þátt í leikjunum með þeim

nemum sem mættu í tíma í sönghreyfileikjum hjá Ingvari og Kristínu.

Þar sem ég er ágætis dansari en vonlaus söngvari henta þessir leikir

sem sýndir voru misvel fyrir mig. Ég þyrfti helst að hafa forsöngvara

með mér í tíma til þess að vel gæti tekist. Annars hef ég í gegnum

minn kennsluferil sem eru nokkur ár stundum þurft að syngja fyrir

nemendur mína. Þá hef ég nýtt mér það ráð að æfa mig vel heima og

hef því verið mun öruggari en annars.

Nú ætla ég að snúa mér að leikjunum sem ég skoðaði á netinu. Ég hafði það gaman af

því að horfa á þessi myndbönd að ég hætti ekki fyrr en ég hafði lokið við að skoða þau

öll. Hér tek ég fyrir þá leiki sem mér þótti athyglisverðastir og þeir sem líklegastir eru að

ég noti í mína kennslu.

1.leikur - Búa til hring Nemendum er sagt að fara í hring. Þegar hringurinn er mótaður velur kennari hvaða stærð

hringurinn er og miðar við ávexti. Hér var um appelsínu að ræða. Þá biður kennarinn

nemendur að búa til sítrónu og þá er hringurinn þrengdur. Síðan geta nemendur búið til:

Melónu, vínber, rúsinu. Þá þrengist annað hvort hringurinn eða hann stækkar. Á

myndbandinu var nemendum gert að búa til rúsinu og þá fóru allir í eina kös. Til þess að

breyta um lögun hringsins bað kennari um peru. Síðan er flakkað á milli ávextanna og

haft gaman að, sérstaklega þegar einhver ruglingur verður.

2. leikur – NafnaleikurNemendur segja nafnið sitt með einhverri hreyfingu. Þá tengja hinir nemendurnir nafnið

við hreyfinguna.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

29/76

Page 30: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Byrjað er á því að fara einn hring þar sem nemendur gera hreyfinguna og segja nafnið. Þá

eru nöfn og hreyfingar rifjaðar upp með því að taka fjóra í einu og allir segja nafnið og

gera hreyfinguna um leið. Síðan er hreyfingin einungis gerð – hljóðlaust.

Næst er tónlist sett á og þá er hreyfingin dönsuð um leið og nemendur segja nafn sitt. Hér

er einnig takturinn talinn – hver hreyfing gerð á 4 töktum.

Þar næst er gengið um stofuna í einskonar þrautarkong.

3. leikur – Upphitunarleikur fyrir söngNemendur byrja á því að standa uppréttir, næst beygja þeir sig fram – eins og

kartöflupoka. Þegar nemendur eru í þessari stöðu framkalla þeir djúpan tón. Um leið og

þeir reisa sig upp hækka þeir tóninn.

4. leikur – NafnaleikurNemendur syngja hvað þau heita og gera hreyfingu með.

Söngurinn er á þennan veg: Nú skulum við segja hvað við heitum. Og hvað heitir þú (þá

bendir kennarinn/stjórnandinn á nemanda). Ég heiti ....... (nemandinn syngur nafnið sitt).

Allir endurtaka nafnið með söng; ....., ......, je je je. Um leið og nemandi syngur sitt nafn

gerir hann einhverja hreyfingu. Ef nemendur gera ekki neitt þá tökum við það upp og

gerum heldur ekki neitt – förum ekki að stoppa og skamma nemandann.

Mér fannst þetta með að nemendur geri ekkert góður punktur hjá Kristínu, því það eru

alltaf einhverjir sem vilja ekki vera með eða eru of feimnir til þess að láta ljós sitt skína.

Hér er komin góð lausn á þessu vandamáli. Vera ekki að gefa nemendanum of mikinn

tíma eða láta hann eyðileggja leikinn.

5. leikur – HlustunarhljóðleikurÍ þessum leik skiptir einbeitingin miklu máli, best er að loka augunum. Leikurinn er á

þann veg að allir sitja í hring. Einn býr til hljóð og þegar hann hallar sér að sessunaut

sínum þá tekur sá við og síðan eru allir farnir að raula sama stefið. Það breytist ekki fyrr

en sá sem byrjaði breytir um og þegar hann hallar sér að næsta manni þá tekur hann við

en hinir eru með gamla hljóðið – þannig að tvö hljóð eru í gangi í einu.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

30/76

Page 31: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Kristín talaði um að hún notaði þennan leik mikið í upphitun fyrir kóræfingar. Hún sagði

frá því að börn á aldrinum 7-9 ára gætu verið í leiknum upp í 40 mínútur. Þá var nú

einhver nemandi sem sagði að eftir þessar örfáu mínútur sem þau voru í leiknum væru

hann farinn að finna vel fyrir raddböndunum. En það er kannski munur á því að vera

vanur að syngja í kór eða þessi almenni sem syngur helst ekki nema hann nauðsynlega

þurfi.

Önnur útfærsla á leiknum er sú að einn situr inn í hringnum þá heyrir hann hljóðin á

annan hátt en hinir sem sitja í hringnum.

6. leikur – HópeflileikurHér sitja nemendur í hring og syngja. Um leið og sungið er gera allir sömu hreyfinguna

með höndunum. Til dæmis er hægt að klappa á lær sér og einnig á næsta manni til skiptist

mín, mitt og hægra megin – mín – mitt og vinstra megin. Þannig að fólk færist aðeins til

hliðar um leið og sungið er, en fer svo aftur til baka og í hina áttina. Svo er hægt að skipta

um hreyfingu – gera það nokkrum sinnum en syngja sama stefið.

7. leikur - Einbeitingaleikur – klappa í hringHér er markmiðið að senda klappið á milli hvers annars. Í þessum leik þarf takturinn að

vera sá sami hjá öllum. Það getur hjálpað að syngja með, þá nær fólk frekar að halda

réttum takti. Ef það er ekki ætlast til að fólk syngi með þá getur verið gott að hugsa lagið

til þess að halda taktinum.

Þetta er fyrst og fremst einbeitingaleikur – til þess að fókusera og ná einbeitingu. Þannig

að mikilvægt er að nemendur séu einbeittir.

8. leikur - SamhæfingarleikurÍ þessum leik eru tveir saman sem snúa saman. Gott er að byrja á lagi sem allir þekkja –

Úllen dúllen doff og slá á lær, á hendur mótherjans og síðan klappa.

Síðan gengur leikurinn út á það að fólk búi til sínar hreyfingar með laginu. Í lokin þegar

fólk hefur fengið nokkra þjálfun í sínum hreyfingum sýnir það hreyfingarnar.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

31/76

Page 32: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Hér er mikilvægt að samræma hreyfingar og sönginn. Þannig að mikið er lagt upp úr því

að hreyfingarnar séu réttar.

Hérna sjáum við hvað krakkarnir eru klár þegar þau eru að leika sér tvö saman með því

að klappa á lofa á hvort öðru. Í þeim leik búa krakkarnir til sína leiki og reglur.

9. leikur – Hoppu-tvist leikurNotaðar tvær spítur og þær lagðar saman af tveimur nemendum eftir takti. Siðan er þriðji

nemandi sem hoppar á milli spítanna – þær hafðar mjög nálægt gólfi. Þetta minnir á

teygjutvist frá því á mínum grunnskólaárum.

Sönghreyfileikir eru fullkomin líkamsrækt. Einnig sérlega gott fyrir heilann, það er öll

hreyfing. Þar sem börn hreyfa sig mun minna í dag en áður eru svona leikir nauðsynlegir

í skólastofunni. En hvað er það helst sem börn græða á svona sönghreyfileikjum. Þeir

læra runu, samhæfa hreyfingar, hópefli, æfa hlustun, æfa taktinn, styrkja minnið, þjálfa

einbeitingu, skemmtanagildi og síðast en ekki síst koma heilasellunum af stað. Í

hreyfileikjum erum við ekki síst að samhæfa hug og líkama.

Tónlist skipar stóran þátt í svona leikjum og getum við skipt henni upp í þrennt:

Nemendur læra texta, læra form

Tónlistin er félagslegt fyrirbæri, sem byggir á samkennd

Tónlist er tilfinningalegt fyrirbæri, þar sem fólk skemmtir sér og hefur gaman.

Prófun á leikjumÞar sem ég er ekki við kennslu eins og er prófaði ég leikina á fjölskyldunni minni. Þeir

sem þátt tóku í leikjunum var ég og maðurinn minn, 16 ára dóttir mín og þrjár vinkonur

hennar, 9 ára gamall sonur og einn vinur hans. Þannig að við vorum átta sem lékum

okkur saman og höfðum mikla ánægju af. Við hófum leikinn rétt eftir hádegi á

laugardegi. Það varð mikil skemmtun úr þó svo yngstu þátttakendurnir voru ekki alltaf

jafn ánægðir. Strákarnir eru miklir keppnismenn og vildu auðvitað fara í leiki þar sem

keppt var. Til þess að gera alla ánægða var endað á að fara út í garð í boðhlaup.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

32/76

Page 33: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Við byrjuðum á því að fara í nafnaleikinn, þar sem allir standa í hring og hver gerir

hreyfingu um leið og hann segir nafn sitt. Þegar við vorum búin að fara nokkra hringi

bæði með og án þess að segja nafnið var sett tónlist á. Hér voru skvísurnar í essinu sínu,

þær dönsuðu og sungu hástöfum.

Næst var tekinn fyrir hlustunarhljóðleikurinn. Þar sem um mismikla söngmenn var að

ræða þá fengum við dótturina til að hefja leikinn. Stúlkan er í söngnámi og getur því vel

haldið tóni. Það varð nú dálítill ruglingur þegar skipt var um tón en eftir smá tíma náðum

við þessu öll.

Leikurinn sem vakti mesta kátínu var að senda klappið á milli og voru allir mjög duglegir

við að snúa við og senda klappið til baka. Í upphafi þurftum við að syngja með til að ná

taktinum, en það kom ótrúlega fljótt.

Þessir leikir eru hin besta skemmtun og skiptir ekki máli hvort leikendur eru 40 ára eða 9

ára. Allir höfðu gaman af og fóru glaðir til sinna verka. Það er gaman að segja frá því að

þó svo strákarnir hafi kvartað eitthvað þá spurðu þeir hvenær yrði næst leikjadagur hjá

okkur. Við hjónin áttum nú frekar erfitt með að svara þar sem við vorum lafmóð eftir

boðhlaupið.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

33/76

Page 34: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

8. þáttur; Hugþroskaleikir

Hugþroskaleikir eru, eins og segir á forsíðu kversins sem Ingvar tók saman, leikir sem

örva hugsun. Enska heitið „thinking games“ segir í raun miklu meira en íslenska heitið og

bein þýðing væri því hugsanaleikir. Áður en ég prófa þá hugþroskaleiki sem ég valdi, og

útskýri hér í kennslubréfinu hvernig til tókst, þá finnst mér nauðsynlegt að koma aðeins

inn á það sem fram kemur í kverinu um Hugþroskaleiki. Hvaðan þeir koma og til hvers

þeir eru.

Líta má á hugþroskaleiki sem tilraun til að setja fram og lýsa viðfangsefnum

handa börnum í anda kenninga Jean Piaget um gerð og þróun hugsunar. Meginhlutverk

viðfangsefnanna er að stuðla að auknum þroska nemenda og undirbúa þá til að takast á

við hefðbundnar námsgreinar.

Hugþroskaleikir er heiti sem notað er um leiki eða öllu heldur leikjakerfi sem á

rætur að rekja til hugmynda austurríska sálfræðingsins Hans Furths. Með hliðsjón af

kenningum Piaget draga þeir Furth og Wachs fram sjö atriði sem þeir telja mikilvægt að

hafa í huga þegar leitast er við að setja fram viðfangsefni í anda kenninga Piaget. Þessi

atriði eru:

1. Gera verður greinarmun á tveimur ferlum, annars vegar á námi og hins vegar á

þroska (learning vs. development).

Í námi felst það að tileinka sér ákveðnar staðreyndir eða leikni. Hugtakið þroski snertir

hins vegar almenna hæfni til athafna og hugsunar.

Hugþroskaleikir hafa einmitt þann tilgang, þeir eru dæmi um viðfangsefni sem beinast að

því að stuðla að alhliða þroska barnsins.

2. Hugsun barnsins er virk.

Kennarinn verður að leitast við að laða fram hið sérstæða í fari hvers og eins svo hver

nemandi fái notið sín til hins ýtrasta.

3. Mikilvægt er að greina þau skilyrði sem leiða til þess að virk athöfn verður

uppspretta hugþroska.

Mestu skiptir að verkefnin séu hæfilega ögrandi fyrir huga barnsins, ekki of létt og ekki

svo þung að það missi móðinn.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

34/76

Page 35: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

4. Samkvæmt kenningum Piaget þróast hugsun á undan máli og nær lengra en það,

m.ö.o. barnið skilur meira en það fær orðað.

Furth telur þessar kenningar hafa þá þýðingu fyrir skólastarf að ef gera á nemendum

kleift að beita málinu skynsamlega verði fyrst að huga að viðfangsefnum sem krefjast

hugsunar.

5. Áherslu ber að leggja á innri hvatningu.

Barnið á ekki að leysa verkefnin til þess eins að geðjast kennaranum heldur fyrst og

fremst til að njóta þeirrar ánægju sem felst í glímunni við sjálft viðfangsefnið.

6. Hugsun og greind eru samofnir þættir.

Greindin er það tæki sem manneskjan beitir þegar hún hugsar.

7. Í þróun hugsunar má greina ákveðin þroskaskeið.

Kennarar ættu að varast að flokka nemendur eftir því á hvaða þroskaskeiði þeir eru enda

er hugsun barnsins oft í grundvallaratriðum ólík eftir viðfangsefnum og einnig við sams

konar viðfangsefni á mismunandi tíma.

Markmiðin með hugþroskaleikjum eru mörg. En hugþroskaleikir stuðla að samhæfingu

hreyfingar og skynjunar. Þeir auka næmi nemenda með því að þjálfa þá til að skynja

umhverfi sitt með því að snerta, hlusta og skoða af athygli. Hugþroskaleikir örva

hugmyndaflug og stuðla að sveigjanleika í hugsun. Þessir leikir þjálfa nemendur í

samvinnu og að glíma við rökleg viðfangsefni eins og að flokka og raða hlutum.

Furth skiptir hugþroskaleikjum í átta flokka. Þessir flokkar eru:

1. Hreyfileikir (General Movement Thinking)

2. Fínhreyfileikir (Discriminative Movement Thinking)

3. Skoðunarleikir (Visual Thinking Games)

4. Hlustunarleikir (Auditory Thinking Games)

5. Snertileikir (Hand Thinking Games)

6. Ritleikir (Graphic Thinking Games)

7. Rökþroskaleikir (Logical Thinking Games)

8. Félagsleikir (Social Thinking Games)

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

35/76

Page 36: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Hér á eftir verða skoðaðir fimm flokkar af þessum átta og einn leikur úr hverjum flokk

útskýrður og prófaður.

1. Hreyfileikir

Þetta er nefið á mér! Nemendur vinna saman tveir og tveir og sitja eða standa hvor gegnt öðrum. Nemandi A

byrjar leikinn með því að benda með vísifingri á e-n líkamshluta sinn og nefna hann nafni

annars líkamshluta, dæmi: A bendir á annað eyrað og segir um leið „þetta er nefið á mér“.

B verður nú að svara með því að benda á þann líkamshluta sem A benti á, dæmi: B bendir

á nefið á sér og segir „þetta er eyrað á mér.“ Takist B þetta skipta þeir um hlutverk og B

„spyr“ A en ruglist B í ríminu heldur A áfram að „spyrja“.

Leikur þessi hentar einnig stærri hópum. Nemendur standa þá allir í röð eða hring

nema einn sem „er hann“. Sá sem "„er hann“ nemur staðar fyrir framan einhvern hinna

og reynir að rugla hann í ríminu, sbr. aðferðina hér á undan. Takist það skipta þeir um

hlutverk og sá sem ruglaðist „er hann“.

Leikinn má þyngja með því að nefna tvö atriði eða jafnvel þrjú í röð. Einnig má halda

leiknum áfram með því að benda á aðra hluti, t.d. í skólastofunni. Öllu er á umsnúið á

sama hátt. Þessi leikur þjálfar minni, samhæfingu hreyfinga og athyglisgáfu.

Einnig hægt að leika þennan leik á þann hátt að þátttakendur eru í hring og einn fer inn í

hringinn og gerir eitthvað t.d. greiðir sér og segist vera að t.d. þvo sér. Þennan leik hef ég

leikið á bekkjarkvöldum með unglingnum mínum og allir hafa skemmt sér vel.

2. Skoðunarleikir

Að skoða og muna Ýmsir smáhlutir eru lagðir á borð. Dúkur er breiddur yfir. Nemendur raða sér í kringum

borðið. Kennari eða nemandi tekur dúkinn af stutta stund. Nemendur skoða hlutina stutta

stund. Síðan er dúkurinn breiddur yfir aftur og n. reyna að rifja upp (skrifa hjá sér)

hlutina. Hóp- eða einstaklingsvinna.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

36/76

Page 37: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Þessi leikur var mikið notaður þegar ég var í skátunum, sem unglingur. Þess vegna er ég

þess nokkuð viss að hugþroskaleikir henti öllum aldri.

Skarpskyggni Kennari eða nemandi spyr spurninga af þessu tagi:

- Hve langur er þessi blýantur?

- Hve þung er þessi bók?

- Hvenær eru liðnar 15 sekúndur?

Nemendur setja fram tilgátur og sannreyna þær jafnóðum með mælingum. Kjörið

verkefni fyrir nemendur er að búa til verkefni fyrir þennan leik.

Þessi leikur er upplagður fyrir stærðfræði eða eðlisfræði þar sem mælingar fara fram.

Gott getur verið fyrir nemendur að byrja á því að setja fram tilgátu – eins og alvöru

vísindamenn og sannreyna svo tilgátuna.

Ég gat ekki stillt mig um að setja þennan leik einnig hér inn þar sem ég er á

náttúrufræðakjörsviði og á örugglega eftir að nýta mér þennan leik.

3. Snertileikir

Leikir með þreifikassa Þreifikassi er trékassi 40-60 cm á hvern veg (hliðar allar jafn stórar). Tvær gagnstæðar

hliðar eru opnar. Tjaldað er fyrir annað opið og snýr það jafnan að þeim nemanda sem

notar kassann. Tjaldið kemur í veg fyrir að nemandinn sjái inn i kassann. Nemandinn

stingur höndum undir tjaldið inn í kassann og þreifar á ýmsum hlutum sem þar eru settir.

Útbúa má ótrúlega fjölbreytileg verkefni fyrir þreifikassa. Hér eru nokkrar hugmyndir:

- Þunnt lag af plastleir er sett á ferhyrnda plötu. Platan á að falla vel inn í

þreifikassann. Kubbum er þrýst í leirinn (mynstur) og platan er sett á botn kassans.

Nemandinn stingur höndunum inn í kassann og athugar mynstrið með því að þreifa á því.

Síðan býr hann til mynstur ofan á kassann, eða til hliðar við hann, og reynir að hafa það

eins og mynstrið í kassanum. Þegar nemandinn telur sig hafa lokið því ber hann mynstrin

saman. Þetta má einnig gera öfugt, þ.e. búa til mynstur inni í kassanum eftir öðru sem

nemandinn hefur fyrir augunum.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

37/76

Page 38: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

- Nemandinn gerir mynstur inni í kassanum eftir mynd. Mynstur er sett inn í

kassann og nemandinn látinn velja teikningu (úr mörgum) sem hann telur vera af

mynstrinu.

- Einnig má nota dómínó-kubba (upphleypta).

- Nemendur þræða misstórar perlur inni í kassanum t.d. eftir mynd.

- Nemendur raða misgrófum sandpappírsbútum t.d. eftir grófleika.

- Einnig má raða hlutum eftir þyngd, þykkt, stærð o.s.frv.

- Loks má glíma við að greina ýmsa smáhluti (sjá listann hér á eftir).

Smáhlutir sem henta til snertileikja:

Ávextir, smásteinar, misstórir kubbar af ýmsu tagi, margvíslegir í lögun, viðarbútar, kol,

sandur (misgrófur), korn, leikföng svo sem tindátar, smábílar, leikfangadýr, hlutir úr

skólastofunni t.d. krítarmolar, litir, blýantar eða pennar, skeljar, kuðungar, glerperlur,

misgrófir sandpappírsbútar, hlutir úr eðlisfræðistofunni t.d. rafhlöður, vírburstar,

glerstengur, málmklumpar, tilraunaglös eða gúm-tappar, bútar úr ýmsum efnum, s.s.

flauel, lérefti, silki, ull, bandspottar í ýmsum stærðum og gerðum, pappír af ýmsu tagi,

mynt.

Sem fyrr er kjörið verkefni að fela nemendum að búa til verkefni fyrir þreifikassann.

4. Hlustunarleikir

Að hlusta „í huganum“ Gögn: Engin.

Kennari nefnir orð eða setningu sem minnir á ákveðnar aðstæður eða umhverfi sem

nemendur þekkja eða gert sér í hugarlund. Umræður: Hvaða hljóð heyrum við í . . .

kvikmyndahúsi

við höfnina

sundlaugunum

fjörunni

skógi

réttunum

sveitinni

strætisvagni

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

38/76

Page 39: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

miðbænum

o.s.frv.

Nemendur ræða hvaða hljóð þeir telja að heyrist á þessum stöðum. Mikilvægt er að

nemendur fái gott ráðrúm til að hlusta „í huganum“ áður en þeir svara.

Þessi leikur er upplagður þegar nota á útikennslu eða náttúrskoðun. Þar sem auðvelt er að

finna hljóð í umhverfinu.

5. Rökþroskaleikir

Kennarinn segir nemendum eftirfarandi sögu: Palli, Nonni og Kiddi voru að leika sér. Allt í einu kom ókunnugur maður

aðvífandi, kallaði til þeirra og bað þá að finna sig. Drengirnir hættu leiknum og

hlupu til hans. „Langar einhvern til að vinna sér inn 1000 kr.?“ spurði

maðurinn. „Ég bý á 10. hæð í háhýsinu þarna. Ég gleymdi hattinum mínum

heima. Sá sem hleypur fyrir mig og sækir hann vinnur sér inn 1000 kr“, sagði

maðurinn og veifaði 1000 kr. seðli. „Ég skal hlaupa“, sagði Palli og tók þegar

til fótanna. „Við skulum verða á undan“, sagði Nonni við Kidda. Þeir biðu ekki

boðanna en hlupu sem fætur toguðu á eftir Palla. Palli heyrði til þeirra og ákvað

þegar að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hann varð á undan þeim inn í

háhýsið og hljóp beint inn í lyftuna. Nonni og Kiddi komu rétt á hæla Palla og

ákváðu, þó þeir vissu að lyftan væri fljót í förum, að hlaupa upp stigann og

reyna þannig að verða á undan. Þegar þeir voru í þann mund að komast upp á

þriðju hæð sáu þeir að lyftudyrnar opnuðust, út kom Palli og skaust á undan

þeim upp stigann upp á fjórðu hæð.

Nemendur reyna að finna svör við þessum spurningum:

- Hvers vegna nam lyftan staðar á þriðju hæð?

- Hvers vegna fór Palli ekki með lyftunni alla leið upp á tíundu hæð?

Nemendur vinna fyrst einir en síðan í smáum hópum. Þeir reyna að finna sem flestar

lausnir. Hugsanleg svör m.a.:

- Palli ýtti á rangan stefnuhnapp og hljóp út á þriðju hæð þar sem hann hélt sig

kominn upp á tíundu.

- Margt fólk var í lyftunni og ætlaði út á ýmsum

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

39/76

Page 40: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

- hæðum. Palli óttaðist að vegna tafa yrðu félagar hans á undan.

- Lyftan stöðvaðist vegna rafmagnstruflunar.

- Palli var svo smávaxinn að hann náði ekki nema upp á þriðja stefnuhnapp.

- O.s.frv.

Þessi leikur er nokkurs konar klípusaga og gæti því hentað vel sem kveikja. Hér mætti

útfæra söguna þannig að hún nýttist sem best í kennslu. Til dæmis ef verið er að vinna

með eitthvað ákveðið efni væri hægt að breyta sögunni og hafa hana um það. Mér dettur

t.d. í hug að verið væri að kenna um tyrkjaránið þá gætu nemendur þurft að svara hvers

vegna fólk faldi sig í fiskhellum? Hvaða staður er besti felustaðurinn? O.s.frv. Þannig

væri hægt að staðfæra leikinn.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

40/76

Page 41: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

9. þáttur; Námsspil og flókin töfl

Þegar ég hugsa til spila þá fer hugurinn nokkur ár til baka og á borðstofuborðið hennar

ömmu minnar. Ég hef nú áður minnst á hana hér, hún hafði einstaklega gaman af því að

spila. Þegar ég var barn og unglingur sótti ég mikið til ömmu og þá var iðulega tekið í

spil. Oftast var um venjuleg handspil að ræða og spiluðum við oftast rommí. Á hátíðum

þegar fólk átti frí daginn eftir var spilað langt fram á nótt og þá var oft um önnur spil að

ræða eins og Útvegsspilið, Söguspilið, seinna kom svo Trival persuit og Pictionary.

Pictionary var oftast spilað sem Actionary. Við höfðum einnig mjög gaman af spili sem

hét Fimbul famb og fólst í því að vera nógu sannfærandi um að búa til lýsingu sem ætti

við gömul orð.

Þó svo mér sé oft hugsað til þessa

tíma verð ég að viðurkenna að ég spila

ekki mikið með börnunum mínum.

Gerði meira af því þegar elsta dóttir

mín var yngri, enda hefur hún mjög

gaman af því að spila. Í frímínútum í

skólanum er mikið spilað og þá eru það

spil eins og forseti og gosi. Einnig hittast

vinirnir mikið yfir spilum og þá er oft

mikið fjör og gaman.

Það er gaman að segja frá því að síðast þegar við hjónin spiluðum með vinarfólki fórum

við í spil sem heitir Mr. and Mrs. Þetta spil byggir á því hversu vel þú þekkir maka þinn.

Við vinkonurnar vorum farnar að urra á mennina okkar. Má segja að mest gaman hafi

verið eftir á þegar við vorum að hlægja af keppnisskapi okkar.

Þannig að spilamennska er bæði skemmtun og eins getum við haft mikinn félagsskap út

úr spilamennskunni – því við verðum að minnsta kosti að hafa einn félaga.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

41/76

Page 42: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Munur á námspilum og öðrum spilum að markmiðið með þeim er að læra eitthvað

tiltekið. Þá er aðalnámskrá grunnskólanna höfð til hliðsjónar, því þar eru viðmiðin.

Þannig að þegar námspil eru gerð þarf að gera þau í samræmi við þau markmið sem

standa í aðalnámskránni. Annars kenna öll spil að það þarf að fara að reglum. Svo eru spil

góð leið til að kenna börnum að taka tapi. Þegar spilað er þarf oftast nær að sitja við borð

og eru margir sem tala um borðspil (t.d. á internetinu).

Hægt er að segja að spil sé leikur sem byggist á tilteknum gögnum, reglum, aðgerðum og

keppni. En námspil eru aftur á móti spil sem þjóna kennslufræðilegum markmiðum. Þau

geta þjálfað rökhugsun, samvinnu, einbeitingu, athyglisgáfu, orðaforða svo fátt eitt sé

nefnt. Einnig geta spil þjálfað reglur, rifjað upp og fest í minni.

Þegar nota á spil er mikilvægt að aðlaga reglurnar í upphafi leiksins að þörfum þeirra sem

spila. Allir verða að vita hverjar reglurnar eru. Mörg námspil eru þannig gerð að þau hafa

skamman líftíma, þau renna hreinlega út á tíma. Það eru spil eins og landafræðispil, þar

sem landamæri ríkja breytast oft, t.d. í stríði. Gott er að huga að því að hafa leikreglurnar

hvetjandi og fara eftir skráðum reglum – nema um annað sé samið í upphafi. Til þess að

hægt sé að ganga að spilunum vísum verður að ganga vel um þau og hafa góða reiðu á

öllum gögnum.

Þau námspil sem ég valdi eru Fuglaspilið og Scrabble. Þar sem ég þekki nú aðeins til

scrabble/krossgátuspilsins finnst mér það hæfa vel til kennslu í íslensku.

Ég fékk 15 ára dóttur mína og eina vinkonu hennar til að spila með mér eina

kvöldstund. Ég verð að viðurkenna það að þetta var gæðastund sem ég hef ekki átt

lengi með stóru stelpunni minni. Ég hef verið svo upptekinn að sinna rúmlega

ársgamalli dóttur og svo auðvitað náminu ;). Mikið fór ég sæl að sofa eftir þessa

spilamennsku okkar. Stelpurnar voru alveg frábærar og miklu betri að finna orð

en ég gat ímyndað mér. Ég sem hélt að orðaforði unglinga væri svo takmarkaður.

Þær tóku það upp hjá sjálfum sér að hafa íslenska orðabók hjá sér og var vinkonan

dugleg að flétta orðunum upp. Við vorum það góðar að búa til orð að einungis 2

stafir voru eftir þegar spilamennskunni lauk. Á meðan við spiluðum veltum við

oft fyrir okkur orðum sem notuð voru og hvers vegna þau gætu gengið og hvers

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

42/76

Page 43: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

vegna ekki. Ef hægt var að beygja orðið þá var það nothæft! Þannig að við

bjuggum okkur til okkar eigin reglur í raun og veru í upphafi leiks. Það er ljóst að

foreldrar geta nálgast börn sín ef þeir vilja. Með svona kvöldi er nmargt unnið.

Við dóttir mín vorum aðeins farnar að fjarlægjast fannst mér. Það er eflaust margt

sem kemur til; vinirnir skipta hana nú meira máli en foreldrarnir, sjálf er ég

upptekin við að sinna lítilli dóttur, námi og svo er ég ekki fullfrísk vegna barnsins

sem ég ber undir belti. Frá því það fór að vera svona mikið að gera hjá mér hef ég

ekki fundið neitt til að stilla okkur mæðgurnar saman á ný. Nú sé ég að ekki þarf

nema eina góða kvöldstund af og til og þá er mikið unnið.

Fuglaspilið keypti ég á bókamarkaði fyrir um 2 árum síðan og var það enn í

plastinu inn í skáp þegar ég fékk 9 ára fósturson minn til að spila við mig. Hann er

mikill áhugamaður um fugla. Enda hefur hann farið frá því hann man eftir sér í

fjöruferðir með afa sínum, sem hefur frætt hann um fugla. Strákurinn þekkir mjög

marga fugla.

Ég var í dýrafræði síðastliðinn vetur og gerði stóra atferlisrannsókn á fuglum. Eitt

skiptið fékk ég fósturson minn og 15 ára dóttur mína með mér. Það kom okkur

mæðgum mikið á óvart hvað strákurinn þekkti marga fugla á flugi.

Æskan gefur spilið út og geta 2-4 spilað. Spilið kom fyrst út árið 2000 og seldist

fljótt upp. Sífellt hefur verið spurt eftir því og nú höfum við sem sé brugðist vel

við og gefið það út að nýju. Geisladiskur fylgir spilinu, með hljóðum 30 fugla, og

hægt er að spila t.d. hljóðabingó, myndabingó og minnisspil. Einnig er hægt að

búa til spurningar úr efni um fuglana (fylgir í blöðungi) og leggja fyrir í keppni

(http://www.aeskanbok.is/Fuglaspilid.html 19 . mars 2007). Þannig að í raun er um

fjögur spil að ræða í þessu eina.

Við byrjuðum á því að spila myndabingó. Eftir það bjó fóstursonur minn til

spurningar sem hann lagði fyrir mig. Þær voru margar mjög snúnar og hefðu

getað átt við nokkra fugla. En hann var eðlilega með einn fugl í huga og lang

oftast hafði ég rangt fyrir mér. Ég spurði hann svo nokkurra spurning og það gékk

vel, hann var að minnsta kosti ánægður með að vinna stjúpuna . Eftir þetta

fórum við í hljóðabingó. Það gekk ekki nógu vel í byrjun og því ákvað ég að

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

43/76

Page 44: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

fyrstu tvö skiptin værum við að prófa en síðan var keppt. Þegar að því kom að

fara að spila bingó í alvöru þá kom pabbinn til sögunnar og leyfðum við honum

að spila með. Hér var til mikils að vinna því sá sem vann fékk að ráða hvað ætti

að vera í kvöldmat! Pabbinn vann og urðu nú frekar mikil særindi og leiðindi en

við spiluðum áfram og ég passaði mig á að haldi mig aðeins til hlés og því vann

strákurinn. Þar sem það var nú ekki alveg sanngjarnt að pabbi kæmi skyndilega og

yrði með réðu þeir ráðum sínum og komust að sameiginlegri niðurstöðu með

matinn. Heimagerð pizza skyldi það vera. Þannig að svo fór að litli drengurinn

okkar varð ánægður og bað pabba sinn að spila við sig á meðan ég eldaði

pöntunina!

Ég fann áhugavert spil inn á vefnum; http://thor.vortex.is/Spil.htm 22. mars

2007

Spilið heitir Spurningaspilið Ísland og er fjölskylduspil. Spilið er samsett úr

þremur þekktum spilaleikjum, peningaspili, spurningaspili og hreyfileikjaspili.

Leikmenn ferðast um landið og náttúruperlur þess. Þeir þurfa að svara

spurningum og stigin eru greidd í peningum, geti leikmaður ekki rétt svar á

hann stundum möguleika á að vinna af sér sekt með hreifileik t.d. að bíta í tána

á sér.

Spurningaflokkarnir eru sex: NÁTTÚRUFRÆÐI, ATVINNUHÆTTIR,

ÍÞRÓTTIR, LISTIR, LANDAFRÆÐI, SAGA

Hvað er spurningaspilið ÍSLAND?

Ferðast um spilaborð á bíl

Teningar ráða ferðinni

Spurningar á flestum reitum

Fimmtán sek. fyrir hverja spurningu

Litir ráða spurningaflokkum

Kaupa eignir á landvættum

Sex spurningaflokkar

Tveir til sex spila eða lið

Allt um Ísland

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

44/76

Page 45: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Það verður gaman að ferðast um Ísland

Fræðandi, spennandi og umfram allt skemmtilegt spil fyrir alla fjölskylduna.

Eftirfarandi vefir eru með alls kyns spilum:

o Á þesusm vef er rætt um spilið Yugioh sem margir ungir krakkar

kannast við í dag; http://www.yugioh.is/bonnudspil.html - 22. mars

2007.

o Á þessum vef er rætt um spil sem spilað er með venjulegum spilum.

Vefurinn er; http://www.zedrus.is/islenska/gatur-_draumar-_spa-_runir-

_heilunarsteinar/spil_og_leikir/ - 22. mars. 2007.

Spilið sem um ræðir heitir Púkk.

Reglurnar eru eftirfarandi:

Spilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér

mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann sem er panfíllinn.

Notaður er venjulegur spilastokkur en það eru tekin úr lágspilin

frá 5 – 2.  Ef fáir eru að spila má taka fleirri lágspil út svo spilin

rekji sig betur en sexurnar eru notaðar.  Hjá sumum voru sjöin

tekin úr stokknum líka. Í upphafi spils fá allir jafna upphæð

spilapeninga til að spila úr og þegar spilin eru gefin þurfa allir að

greiða einn spilapening í púkkið.

Gefin eru 5 spil á hendi eitt í einu og búnkanum hvolt og eitt spil

látið velta, sá litur sem kemur upp er ráðandi. Þannig að ef spaði

kemur upp, þá geta þeir sem hafa spaðaásinn á hendi sýnt spilið

og rukka þann sem hefur valið sér að vera ás um einn spilapening

og svo frv. Hafi einhver laufgosann þarf sá sem er panfílinn að

borga sama hvaða litur er ríkjandi. Þess vegna fær sá sem er með

laufgosann á hendi greitt frá tveimur ef laufið er ríkjandi. Sá sem

er með tvö sex á hendi fær púkið eða sá sem er með panfílinn og

eitt sex. Hafi tveir tvö sex eða sex og panfílinn, skiptist púkkið á

milli þeirra. Enginn fær greitt nema að sýna spilið sem verið er að

rukka fyrir.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

45/76

Page 46: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Fyrstur lætur út sá sem er sólarhringsmegin við þann sem gefur

og ræður hann hvaða spil hann lætur út af sinni hendi.  Ef hann

t.d. lætur út hjartatíu, þá má sá næsti smeigja hjartaníu undir

bunkann og svo má setja ofaná hjartatíuna hjartagosa

o.s.frv. Þegar ásinn er kominn, þá má sá sem hann lætur út ráða

hvaða spil er næst, eins ef stokkurinn stoppar einhverstaðar þá má

sem á síðasta spilið láta út næst.

Alltaf má smegja undir eitt spil einu lægra spili, en það má ekki

trekkja á þann hátt.  Sá sem trekkir (klárar spilin sín og vinnur

spilið), fær greitt frá hinum eina kaffibaun, glerbrot eða hvaða

spilapeningar sem eru í gangi fyrir hvert spil sem þeir hafa á

hendi.

Þegar spilarar eru búnir með spilapeningana sína, geta þeir slegið

lán hjá bankanum og haldið áfram að spila.

Leikurinn hættir þegar allir geta komið sér saman um að hætta, þó

einn fari í fílu þarf leikurinn ekki að hætta. Ef sá sem er með

kónginn fer í fílu getur sá sem er með tínuna fengið kónginn ef

hann vill. Spilapeningar filumannsins gengur til bankans en oftast

er sá sem er í fílu blankur og skuldum vafinn.

En fólk hefur reglurnar eftir sínu höfði, margir vilja ekki leyfa að

smegja spili undir vegna þess að það getur valdið misklíð, eins

var oft rifist um það hvort það mætti setja eitt spil ofaná eftir að

það var búið að trekkja.

o Hér er um vef frá útgáfufyrirtækinu Ísöld ehf;

http://www.spil.is/subcategory.php?idcat=30&idsubcategory=102

o Eftirfarandi upplýsingar fékk ég á vef Nornabúðarinnar;

http://www.nornabudin.is/spil/

Sauðavölur voru áður fyrr notaðar til spásagna. Hjá Nornabúðinni hefur

sú aðferð verið þróuð áfram og nú fæst völuskrín með ítarlegum

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

46/76

Page 47: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

leiðbeiningum um það hvernig leita má ráða hjá örlaganornunum með

því að kasta þremur völum í senn.

Þess má geta að völuspá er auðveldust þeirra spásagnaraðferða sem

tíðkast hafa á Íslandi, t.d. er mun auðveldara að læra að nora þær en

tarotspil eða rúnir.

Spábollar

Listin að spá í bolla lifir ennþá góðu lífi á Íslandi.

Í Nornabúðinni fást sérstök spábollasett í fallegum kössum. Settið

samanstendur af tveimur bollum, bók um bollaspádóma og pakka af

stekri kaffiblöndu.

Einnig fást spábollar sérmerktir Nornabúðinni. Þá er hægt að fá hvort

heldur er í stykkjatali eða tvo saman í gjafasetti, ásamt bókinni Forlögin í

kaffibollanum, pakka af Nornakaffi og málsháttarmolum.

Spádómsspil

Tilraunir til að segja fyrir um framtíðina hafa fylgt mannkyninu frá

upphafi. Í dag hafa veðurspá og verðbólguspá gríðarleg áhrif á líf okkar

og fjöldi fólks leitar reglulega til spákvenna og les stjörnuspá sína í

fjölmiðlum.

Til eru mörg hundruð gerðir tarospila. Við höfum það að markmiði að

bjóða sem fjölbreytilegast úrval hverju sinni, bæði spili sem henta

byrjendum og langra komnum. Margar aðrar tegundir af spádómsspilum

eru einnig fáanlegar, m.a. englaspil, álfaspil og sígaunaspil.

o Fjallað er um Popppunkt, íslenskt tónlistarspil, á eftirfarandi vef;

http://www.this.is/drgunni/popppunktur-spil.html

o Á eftirfarandi vef fann ég upplýsingar um spil sem kallast Hrútaspil;

http://www.hrutaspilid.is/

Hrútaspilið byggist á því að keppa um eiginleika íslenska hrútsins. Á

hverju spili er mynd af hrút, nafn hans og ýmsar upplýsingar sem varða

útlit, líkamsburði og aðra eiginleika hans. Hverjum þykir sinn fugl fagur

og það á líka við um hrúta, en þeir geta verið hyrndir, kollóttir,

stuttfættir, langir, gulir, kubbslaga, með útstæð horn og svona mætti lengi

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

47/76

Page 48: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

telja.

Einnig er hægt að spila venjuleg spil með Hrútaspilunum og því er

Hrútaspilið tilvalin tækifærisgjöf.

o Hrókaspilið er tafl með tilbrigðum;

http://www.hrokurinn.is/pistill.cfm?pis=83

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

48/76

Page 49: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

10. þáttur; Gátur, þrautir og heilabrjótar

Þegar leysa á gátur , þrautir eða það sem kallast heilabrjóta er verið að þjálfa rökhugsun

viðkomandi. Þar sem rökhugsun skiptir miklu máli í námi er gott að nota svona tæki til að

efla þá hugsun. Það er líka mikill möguleiki á að nemendur fái frekar áhuga á að leysa úr

alls kyns þrautum ef þeir eru aldir upp við það í skólum. Það eflir sjálfstraust

nemendanna að sjá að margar leiðir eru færar og í raun kannski engin ein rétt.

Stærðfræðin er kannski einna helst sú grein sem þjálfan þessa færni en þar sem hægt er að

nálgast færnina í gegnum leiki tel ég að kennarar ættu að nýta sér það.

Gott getur verið að láta nemendur búa til sínar þrautir sjálfir. Mikilvægt er að nemendur

fái góðan tíma bæði í að útbúa þrautina og eins þegar leysa á þraut. Til dæmis er getur

það verið góð þraut að láta nemendur búa til krossgátur.

Þó til séu ótal flokkar af gátum og þrautum má segja að einfaldast sé að flokka gátur og

þrautir í tvennt; annars vegar þær sem eiga sér bara eitt ákveðið svar – rétta lausn – og

svo aftur þær sem eiga sér mörg ólík svör. Bestu þrautirnar eru áreiðanlega þrautir sem

tengjast raunverulegum viðfangsefnum.

Helstu flokkar af þrautum, gátum og heilabrjótum eru þessir:

Myndagátur

Rúmfræðiþrautir

Einföld töfl og spil

Sagnagátur

Eldspýtnaþrautir

Rökleitargátur

Raðþrautir

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

49/76

Page 50: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Þegar leggja á þraut fyrir nemendur eða bara hvern sem er, verður sá sem leggur þrautina

fyrir að vera viss um að nokkur atriði séu á hreinu. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:

Þrautin/gátan útskýrð

Nemendur spreyta sig á verkefninu upp á eigin spýtur

Nemendur bera sig saman og reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu

Hópar gera grein fyrir niðurstöðum

Úrlausnir bornar skipulega saman. Reynt er að laða fram sem flestar úrlausnir

Leitast er við að fá fram umræður um lausnirnar.

Myndagátur:Mælt er með því að sýna öllum nemendunum myndina saman t.d. með því að varpa henni

á tjald.

Mikilvægt er að gefa nemendum góðan tíma til að ræða saman og koma með tillögur að

lausnum.

Myndagátur Gunnars Halldórssonar bjóða upp á marga möguleika, þar er ekkert eitt rétt

svar. Eftirfarandi listi er yfir þær myndir sem hægt er að nálgast á Leikjavefnum:

Dularfull spor

Kapall í gegnum ræsi

Skellihurðin

Fjársjóðskistan

Hversu langt er að fjallinu?

Hvers konar mál

Hengibrúin

Hvers vegna sökk báturinn?

Hvernig á að flytja skilaboð um aðkallandi hættu?

Felumyndir (Hidden Pictures) vekja mikinn áhuga hjá nemendum. Hér á eftir eru slóðir

inn á vefi með svona myndum og reyndar eru einnig alls kyns leikir á nokkrum þeirra. Á

þessum vefum er spilað í tölvunni, en margar myndirnar er einnig hægt að prenta út eða

setja á power point glærur. Auðvelt er að finna felumyndir á internetinu með því að slá

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

50/76

Page 51: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

inn leitarorðið “hidden picture”. Mikið úrval er að vefsíðum með felumyndum, þær eru

miserfiðar eftir aldri. Á flestum þessara síða eru felumyndir þar sem faldir eru tilteknir

hlutir sem á að finna.

http://www.aplusmath.com/games/picture/MultPicture.html

http://www.niehs.nih.gov/kids/apples.htm - Hér getur maður einnig litað myndina.

http://www.highlightskids.com/GamesandGiggles/HiddenPics/HIddenPixFlashObjects/

h8hpiArchive.asp - Hér er um margar skemmtilegar myndir þar sem finna á hluti sem

faldir eru á myndum.

http://www.tappi.org/paperu/fun_games/hiddenPics_classroom.htm

http://www.teachernet.com/highlights_child/bigpicture.htm?mastercats_id=9

http://solar-center.stanford.edu/hidden-pic/hidden-pic.html - Á þessum vef er mun

erfiðari myndir en eru hér að ofan og því heppilegar fyrir eldri bekki. Þá er því einnig lýst

mjög gaumgæfilega hvernig fólk eigi að bera sig að við að leysa úr myndunum.

Ég átti bækur fyrir einhverjum árum síðan sem voru með földum myndum. Ekki ólíkt því

sem er hér á solar-center vefnum. Þá rýndi maður í miðju myndarinnar og út kom

eitthvað allt annað en það sem maður sá í fyrstu. Þú horfðir til dæmis á blóðmahaf en

þegar þú einbeittir þér að einum punkti í miðri myndinni gastu séð fugl á flugi. Þetta var

mjög gaman og frábært þegar maður náði að einbeita sér það vel að felumyndin var skýr

fyrir framan mann.

Hér má sjá eina skynvillumynd:

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

51/76

Page 52: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Rúmfræðiþrautir

Þar sem mér finnst að stærðfræðileikir eigi einnig að vera í þessum flokki, set ég þá hér

með.

Ég hef alla tíð haft mjög gaman af rúmfræði- og stærðfræðiþrautum. Þegar prófaði

þrautirnar á eftirfarandi vegum gleymdi ég mér hreinlega og klukkutímarnir liðu .

Þessi vefur er einstaklega skemmtilegur og með áhguaverðum þrautum:

http://www.ageofpuzzles.com/Puzzles/TetraminoContours/TetraminoContours.htm

Þegar leita á að rúmfræðiþraut eru eftirfarandi leitarorð vænleg til árangurs: Geometry

Puzzles, Geometric Puzzles eða Geometrical Puzzles

Á eftirfarandi vef eru góð spil og þrautir fyrir stærðfræði, enda er hér um stærðfræðivef

að ræða: http://www.rasmus.is/tec/tec05_bd.htm

Hér hef ég svo sett nokkra vefi sem eru einnig með rúmfræði- og stærðfræðiþrautum sem

vert er að glíma við:

http://www.dositey.com/math34.htm

http://www.dositey.com/math/mistery2.html

http://www.mathsyear2000.org/magnet/minus3/sumtox/index.html

http://pbskids.org/readingrainbow/go_figure/hidden_picture.html

http://vigfusina.is/index/leikirogpusl.htm - hér eru nokkur púsluspil, minnisspil,

teningaspil og fleiri á íslensku.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

52/76

Page 53: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Einföld töfl og spil

Sjálf hef ég aldrei telft en veit að það er góð leið til að efla rökhugsun. Pabbi kenndi

okkur systrunum manngangin, en við erum fjórar. En það varð snú samt ekki til að

kveikja neinn áhuga hjá okkur og er manngangurinn það eins sem við kunnum í skák.

Hex er leikur sem ég byrjaði á að prófa. Leikurinn er þannig að tveir keppa annar á að

reyna að fara lóðrétt yfir borðið með sinn lit og hinn fer þá lóðrétt. Leikurinn minnti mig

á Millu sem ég spilaði mikið við eldri systur mína þegar ég var barn. Það tók mig

dágóðan tíma að ná að vinna tölvuna en það gekk að lokum. Það voru líka nokkrir

klukkutímar sem lágu í valnum eftir þennan námsþátt. Skemmtilegt við að eiga og

eitthvað sem ég gæti vel orðið fíkill á.

Næst prófaði ég leikinn Tengja 4 sem einnig er á netinu og ber þá heitið Connect 4.

Leikurinn byggist á leikmenn fylla í reiti til skiptis, hvor hefur sinn lit eða tákn. Hvor má

reyna 21 sinni og sigrar sá sem getur tengt saman fjóra reiti í lárétta eða lóðrétta röð. Eins

má búa til röð á ská.

Þennan leik er einnig gaman að spila og sérstaklega á tölvutæku formi.

Annars fannst mér báðir þessir leikir Hex og Tengja 4 keimlíkir og raun þarf svipaða

útsjónarsemi. Ég hef fengið dóttur mína sem er 15 ára til að aðstoða mig í þessum

námskeiði og leika við mig . Hún hefur svo gaman af þessu að nú erum hún komin á

fullt í rubkup og gengur svona líka vel. Þetta kom mér á óvart þar sem hún hefur slakað

svo mikið á í stærðfræði að ég hélt hún hefði ekki þessa röklegu hugsun. Mér til mikillar

ánægju hafa þessir leikir þjálfan hana upp í þessari hugsun og hún er meira að

segja farin að tala um hvað henni þyki gaman í stærðfræði ! Þannig að það er

til mikils að vinna ða vera með leiki og þrautir í kennslu.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

53/76

Page 54: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Sagnagátur

OkrarinnÍ gamla daga gat sá lent í fangelsi sem skuldaði öðrum og gat ekki staðið í skilum.

Kaupmaður nokkur í Lundúnum varð fyrir þeirri óheppni að skulda okrara nokkrum háa

fjárupphæð. Okrarinn, sem var gamall og ljótur, lagði girndarhug á dóttur kaupmanns,

sem var gjafvaxta og afar fögur. Okrarinn bauð kaupmanninum samning. Ef hann fengi

dótturina félli skuldin niður.

Bæði kaupmanni og dótturinni hryllti við þessu tilboði. Okrarinn lævísi stakk þá upp á

því að þau létu forsjónina ráða. Tillaga hans var sú að þau létu tvær steinvölur, aðra

svarta og hina hvíta í tóman peningasekk og stúlkan fengi síðan að draga aðra völuna úr

pokanum. Drægi hún þá svörtu yrði hún hans. Kæmi sú hvíta í hennar hlut yrðu þau laus

allra mála. Í báðum tilvikum átti skuldin að falla niður. Ef hún vildi á hinn bóginn ekki

taka þátt í leiknum yrði föður hennar fleygt í fangelsi og hungur og volæði biði hennar.

Með miklum trega féllst kaupmaðurinn á þetta. Þau stóðu úti í garði. Í garðinum var möl

úr svörtum og hvítum steinvölum. Okrarinn beygði sig niður til að taka upp völurnar

tvær. Stúlkan, með sjáöldrin þanin af hræðslu, sá að brögð voru í tafli því okrarinn lét

tvær svartar steinvölur í sekkinn. Okrarinn bauð stúlkunni að draga. Stúlkan hikaði um

stund en þá laust niður í huga hennar örugg leið út úr vandanum. Hún ...

Skömmu síðar fór okrarinn vonsvikin. Feðginin voru laus allra mála.

Hvernig mátti það vera?

Ég bað 15 ára dóttur mína um að leysa þessa gátu og hún leysti hana á eftirfarandi veg:

Stúlkan hefur skipt um stein á einhvern hátt, tekið hvítan án þess að okrarinn tæki eftir

því.

Einhvern tíma hef ég heyrt svipaða sögu, þannig að ég ætla að leysa hana eins og lausn

þeirrar sögu var; Að stúlkan missir steinvöluna um leið og hún tekur hana upp úr

pokanum og tekur hún þá hvíta völu í staðinn – enda ómögulegt að sjá hvort hvít eða

svört hafi fallið.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

54/76

Page 55: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Bjargið unglingunumHópur ástralskra unglinga fékk að fara í útilegu út í eyðieyju um helgi. Þeir voru fluttir

þangað á báti á föstudagskvöldi og ákveðið að sækja þá aftur á sunnudagskvöldi. Eyjan

var langt undan landi í eyðifirði og sást ekki úr byggð.

Eyjan var löng og mjó, alls 6 km löng og lá norður–suður, öll vaxin þéttum skógi og flöt

að mestu.

Hópurinn kom sér fyrir í rjóðri á miðri eyjunni, því eina sem þar var að finna. Þar

tjölduðu ungmennin og að því loknu settust þau niður að spjalla og syngja. Þegar líða tók

á kvöldið fóru þau í gönguferð. Fyrst fóru þau niður að ströndinni og ætluðu að vaða og

jafnvel fá sér sundsprett, því afar heitt var í veðri. Ekkert gat af því orðið því mjög

aðdjúpt var og örskammt frá landi sáu þau hákarlsugga í vatnsborðinu. Þau þóttust vita að

þar færu mannætuhákarlar og ákváðu því að ganga með ströndinni í norður. Er leið á

kvöldið fór að hvessa. Vindurinn var að norðan. Og allt í einu fundu þau brunalykt.

Þegar þau höfðu gengið nokkurn spöl sáu þau sér til skelfingar að skógareldar höfðu

kviknað á norðurhluta eyjarinnar og eldinn bar hratt suður undan vindinum. Á skömmum

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

55/76

Page 56: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

tíma varð skógurinn alelda. Norðurhluti eyjarinnar stóð í björtu báli. Engin leið var að

slökkva eldinn og unglingarnir lögðu því á flótta yfir á suðurhlutann. Skelfingu lostin

fóru þau að ræða hvort betra væri að verða eldinum að bráð eða lenda í hákarlskjafti.

Engin leið virtist til björgunar ...

Getur þú hjálpað þeim?

Hér myndi ég halda að unglingarnir sjálfir kveiktu eld á hinum enda eyjarinnar – s.s. í

suður. Þegar norður eldurinn kemur að brennda svæðinu sunnan megin er allt brunnið og

því slökknar á eldinum.

Dóttir mín leysti söguna á eftirfarandi hátt: Unglingarnir komu að öllum líkindum með

bát á eyjuna og þannig gátu þau forðað sér.

Húsið sem hvarfRannsóknarlögreglumaður var sendur úr borginni til að rannsaka hús í dreifbýli. Húsið

var kolbikasvart og haft var fyrir satt að þar væri geymt þýfi. Eftir að hafa ekið eftir

aðalþjóðvegi frá borginni beygði hann inn á þröngan veg. Hann ók framhjá stöðuvatni og

síðan kirkjugarði. Að lokum kom hann að húsinu svarta sem stóð milli hæða og hóla.

Hann leitaði í húsinu en varð einskis vísari, en hélt þó áfram að leita.

Í næsta húsi, sem var hvítt að lit, bjó maður að nafni John Rook. Sá átti raunar mörg

önnur hús í grenndinni. Þar sem John Rook hafði áhuga á að ná sjálfur í peningana gerði

hann sér áætlun um það hvernig hann gæti losnað við lögreglumanninn.

Hann bauð lögreglumanninum að gista hjá sér í hvíta húsinu. Á herberginu þar sem hann

bauð lögreglumanninum að vera var aðeins einn lítill gluggi, en út um hann sást þó vel

yfir að svarta húsinu þar sem sólin var að setjast bak við húsið.

Eftir að hafa þegið kvöldverð hjá gestgjafa sínum varð lögreglumaðurinn afar þreyttur og

gekk til náða og svaf fast. Morguninn eftir vaknaði hann, leit út um gluggann þar sem sól

var að rísa og sá sér til undrunar að svarta húsið var horfið. Hann hljóp út og sá að húsið

var algerlega horfið. Af því sást hvorki tangur né tetur, ekki einu sinni för á jörðinni.

Steinhissa ákvað lögreglumaðurinn að halda aftur til borgarinnar. Hann ók fram hjá hlöðu

og fór inn á aðalþjóðveginn til borgarinnar.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

56/76

Page 57: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Hér má sjá mynd af sveitinni þar sem lögregluþjónninn var:

Ég tók eftir því að hann fór ekki sömu leið til baka og því hefur hann fengið eitthvað

skrýtið að éta og verið færður úr húsinu í annað hús. Það hús er eins en snýr öfugt við það

sem hann sofnaði í og því sá hann ekki húsið út um gluggann.

Dóttir mín áttaði sig ekki á því að leiðin hafi verið önnur til baka og vildi því meina að

maðurinn hafi verið færður til í sínum dýpsta svefni og í annað herbergi.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

57/76

Page 58: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Á vef Þjóðminjasafns Íslands fann ég eftirfandi gátur og sét þær hér að neðan ásamt

lausnum: (http://www.natmus.is/fraedsla/skemmtimenntun/gatur/nr/123)

a) Ein er snót með ekkert vamm,

ærið langan hala dró,

hvert við spor sem hún gekk fram,

hennar rófa styttist þó.

Svar: a) Nál

b) Ég er sköpuð augnalaus, og að framan bogin, lítinn ber ég heila í haus hann er

úr mér soginn.

Svar: b) Tóbakspípa

 

c) Margt er smátt í vettling manns, gettu sands, gettu sands, en þó þú getir í allan

dag þá geturðu aldrei hans.

 Svar: c) Sandur

d) Hvað hét hundur karls sem í afdölum bjó?  Nefndi ég hann í fyrsta orði en þú

getur hans aldrei þó.

 Svar: d) Hvað

e) Hvað er það sem hoppar og skoppar yfir heljarbrú, með mannabein í maganum

Og gettu þess nú.

 Svar: e) Skip

f) Hvað er það sem hækkar þegar af fer höfuðið?

 Svar: f) Koddi

g) Hvað er það sem er minna en mús, hærra en hús, dýrara en öll Danmörk ef það

fengist ekki?

  Svar: g) Eldur

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

58/76

Page 59: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Amma mín heitin hafði einstaklega gaman af tvíræðum vísna-gátum - vona að ég

hneyksli engan þó ég setji hér inn tvær af gátunum sem hún kenndi mér. Það skal tekið

fram að þessar gátur lærði hún af foreldrum sínum þannig að þær eru mjög gamlar.

Stúlkur eiga sér lítið hús

það er loðið eins og mús

þangað fær enginn að koma inn

nema eineygði kóngurinn

leiða þeir hann bræður tveir

steinblindir eru báðir þeir

leiða þeir hann út og inn

þennan eineygða pabba sinn.

Og hin er á svona:

Karl kom inn um nótt

með sitt stingandi stinnt

lagði í kerlingar loðið og lint

þá linaðist karslins stingandi stinnt

og vöknaði kerlingar loðið og lint

Og gettu nú!

Ég hef sagt þessar vísur í 10. bekk við mikla kátinu.

Lausnirnar set ég hér að neðan ef einhverjir vilja fyrst reyna að finna þær - en það má

geta þess að seinni vísan er frá því menn réru á árabátum og engin kynding var í híbýlum

fólks.

Lausn við fyrri gátunni:

Nálarpúði - en það var eitthvað sem hver kona gat ekki verið án áður en allar

tískuvöruverslanirnar tóku að riðja sér til rúms. Það er nálinn sem er kóngurinn og hún

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

59/76

Page 60: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

hefur eitt auga - síðan eru það þumalfingur og vísifingur sem halda nálinni.

Lausn á síðari gátunni:

Ullar-sjó-vettlingar með tveimur þumlum, til þess að hægt væri að snúa þeim við þegar

þeir voru orðnir blautir. Í frosti frusu þeir eins og í gátunni góðu og þá tók sjómannsfrúin

þá í kjöltu sér og hitaði þá og afþýddi!

Eldspýtnaþraut

Þegar ég er að alast upp voru til eldspýtur á öllum heimilum. Því var auðvelt að nálgast

þær og leika sér með þær í þrautum eins og þær sem hefur verið fjallað um í þessum

þætti. Margar góðar þrautir eru á internetinu, fæstar af þeim hef ég sjálf séð.

Rætt er um það í þessum þætti að minna nemendur á að leggja þrautina fyrir aðra. Mér er

þetta einmitt svo minnisstætt þegar maður lærði nýja eldspýtnaþraut og sýndi mömmu og

pabba. Ánægðust var ég ef þau gátu leyst þrautina!

Á mínu heimili í dag eru engar eldspýtur til einungis kveikjarar, þannig að það er kannski

ósköp eðlilegt að kynslóðin sem nú er að vaxa úr grasi hafi ekki kynnst þessum þrautum.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

60/76

Page 61: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Rökleitargátur

Rökleitargátur (Situational Puzzles, Lateral Thinking Games) eru gátur sem byggjast á

ákveðnum lýsingum - oft á sérkennilegum aðstæðum. Með markvissum spurningum eiga

þeir sem leysa gátuna að reyna að vera sem fljótastir að skýra aðstæðurnar.

Í lýsingum á markmiðum þessara þrauta segir:

Í gátum af þessu tagi þurfa nemendur að velta fyrir sér röklegu samhengi og leita

skynsamlegra lausna. Rökleitargátur skerpa athygli, eftirtekt og þjálfa einbeitingu.

Lausnaleitin krefst þess að nemendur noti ímyndunarafl sitt og séu frjóir í hugsun. Síðast

en ekki síst er skemmtilegt að glíma við gáturnar, þær eru spennandi og erfitt að hætta

fyrr en lausnin er fundin.  

Margar rökleitargátur eiga rætur að rekja til Paul Sloane sem skrifað hefur fjölda bóka um

þessar þrautir. Á heimasíðu hans eru bækur hans kynntar og sýnishorn gefin af gátum

hans. Slóðin er: http://dspace.dial.pipex.com/sloane/

Þegar ég var í vettvangsnáminu s.l. haust þá fékk ég að fara í tíma hjá nokkrum

kennurum. Einn þessara kennara kenndi eðlisfræði og notaði mikið rökleiki í sinni

kennslu. Eftirfarandi leik lærði ég í þessum tíma, hann gæti einnig talist til

stærðfræðileikja. Leikurinn minnir á Master mind leikinn sem til er á mörgum heimilum.

Kennari setur nemendur í hópa, ekki er gott að hafa hópana of stóra – 4 í hópi er mjög

temmilegt. Þá velur kennarinn sér 3 tölur fyrir hvern hóp, t.d. 123 fyrir fyrsta hópinn.

Nemendur byrja svo á því að giska hver talan er. Ef þessi sami hópur giskar á 415 þá fær

hann 0 sem þýðir að ein tala er rétt en á röngum stað. Ef nemendurnir síðan setja töluna á

réttan stað fá þeir x og þannig sjá þeir munstur úr tölunum og leiðréttingunni. Á þennan

hátt geta þeir svo fundið svarið. Nemendur voru ótrúlega fljótir að átta sig á tölunum.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

61/76

Page 62: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Raðþrautir

Ein þekktasta raðþraut er búin til úr mörgum þríhyrningum og nefnist Tangram. Tangram

er ævaforn kínversk raðþraut. Sagan segir að fyrir mörgum öldum hafi maður að nafni

Tan misst á jörðina ferkantaða steinhellu. Hún brotnaði í 7 hluta, en þegar Tan ætlaði að

setja hana saman uppgötvaði hann sér til mikillar undrunar að hægt var að búa til kynstrin

öll af myndum úr brotunum.

Önnur skemmtileg raðþraut er Hexa, sem hefur verið útskýrð hér að ofan.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

62/76

Page 63: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

11. þáttur; Orðaleikir

Eftirfarandi ræða er tekin af vef Þjóðminjasafns Íslands.

Orðaleikir eða þrautir:

Undir þetta falla þrautir eins og t.d. að segja í striklotu án öndunar svo og svo lengi: "Ein

bóla á tungu minni, engin á morgun", "einn bauga bauga og hringinn minn rauða" o.fl.,

eða hröð striklota í famsögn á "Stebbi stóð á ströndu, var að troða strý" o.s.frv. Minna má

á framsögn á "Brotin, brotin blýkringla" eða "Hans í koti", svo að dæmi séu nefnd.

Aðrir orðaleikir:

Undir þetta falla atriði eins og að geta hve margar árar eru á borð, að gefa skip, að horfast

í augu, að geta króks og kings, að leggja í lófa karls, gettu margs í mínum lófa, fagur

fiskur í sjó, Völuspá, Nípuleikur.

Skylt þessu er t.d.: "Könguló, könguló, vísaðu mér á berjamó", "Brekkusnigill, boggi",

Upp ef þú vilt mér gott, niður ef vill mér illt" o.s.frv.

Öll orð byrja á sama staf er leikur á Leikjavefnum sem gengur út á að búnir eru til 10-12

orðflokkar í upphafi leiks. Þessa lista má búa til í byrjun leiksins eða í byrjun hverrar

umferðar (sem er þá hluti af leiknum). Eins má hafa listana tilbúna fyrirfram. Leiknar eru

nokkrar umferðir og nýr listi notaður í hverri umferð.

Þegar listi hefur verið ákveðinn er einn bókstafur (þó ekki "ð") valinn af handahófi (t.d.

með því að draga).

Nemendur fá síðan ákveðinn tíma, t.d. eina eða tvær mínútur til að skrá orð sem eiga við

flokkana tólf og byrja á þeim staf sem valinn var.

Þessi leikur svipar mjög til leiks sem ég hef oft farið í með nemendum mínum. Sá leikur

nefnist Land og borg og eru þá flokkarnir þessir tveir og svo aðrir. Oftast eru flokkarnir

valdir í sameiningu og skráðir á krítartöfluna/tússtöfluna. Dæmi:

Land – borg – bíll – vötn/sjór – ávextir/grænmeti ofl. Síðan er valin stafur eins og í

leiknum hér á undan og nemendur finna hvað á við hvern flokk og kennari skráir það eftir

að tíminn hefur runnið út.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

63/76

Page 64: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Gálgaleikurinn er einnig leikur sem ég hef oft leikið með nemendum mínum. Hann

gengur út á að kennari eða annar stjórnandi hugsar sér ákveðið orð. Síðan eru strikuð á

töflu jafnmörg lárétt strik og nemur fjölda stafa í því orði sem nemendur eiga að geta upp

á. Síðan eru gefnir upp nokkrir stafir í orðinu (oft er miðað við u.þ.b. 1/5 af þeim stöfum

sem eru í orðinu) og þeir skráðir á réttan stað. Nemendur eiga að finna það orð sem

stjórnandinn er að leita eftir til þess að koma í veg fyrir "hengingu".Nemendur rétta upp

hönd til að giska á hugsanlega stafi í orðinu. Ef þeir giska á rétta stafi skrifar kennarinn

þá inn í eyðurnar. Ef þeir hins vegar giska á vitlausa stafi fær bekkurinn refsistig, svo það

er eins gott að vera ekkert að giska út í bláinn. Refsistigin eru strik sem smám saman

byggja upp gálga. Þegar maður er kominn í gálgann er leiknum lokið og kennari segir

nemendum hvert orðið var. Þegar einhver nemandi hins vegar heldur að hann viti hvert

orðið er réttir hann upp hönd og lætur vita. Ef hann hefur rétt fyrir sér hefur hann bjargað

manninum úr gálganum og má jafnvel fara sjálfur upp að töflu og velja nýtt orð. Ef hann

hins vegar hefur rangt fyrir sér er hann úr leik og verður að sitja hjá þangað til næsta orð

er tekið fyrir.

Þennan leik hef ég leikið á mjög svipaðan hátt nema í upphafi eru það

nemendurnir sem giska en ég gef þeim ekki upp neina stafi eins og hér er gert. Einnig hef

ég haft það þannig, og þekki í raun ekki aðra leið, að þegar búið er að giska á rétt orð

hefur það lið unnið og fær eitt stig. Liðin safna sem sagt stigum. Í upphafi er ákveðið

hversu mörgum stigum á að safna til dæmis 5 og þegar annar liðið hefur náð því er

leiknum lokið.

Á netinu eru fjölmargir orðaleikir. Ég notaði leitarvélina Google við þessa leit mína. Ég

verð að viðurkenna að ég skoðaði ekki allar síðurnar en þær sem ég skoðaði og mér

fannst áhugaverðar eru nefndar hér eftir hverju leitarorði. Mikið er af auglýsingum á

síðunum og sumar pössuðu hreinlega ekki við leitarorðið. Einnig voru þó nokkrar síður

sem ekki voru virkar.

Þegar ég sló inn orðinu „orðaleikir“ fékk ég 722 niðurstöður. Eftirfararandi síður mæli

ég með:

http://www.leikjanet.is/?gluggi=leikir_listi&flokkur=5

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

64/76

Page 65: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Á þessum vef er meðal annars leikurinn „letters“ sem gengur út á að skrá niður orðin sem

birtast á skjánum – en á skjánum þjóta inn stafir.

„Hangaroo“ er svipaður „Hangman“ eða Gálgaleiknum.

Þar sem ég hef kennt dönsku í mörg ár má ég til með að benda á eftirfarandi vef, þarsem

auðvelt er fyrir nemendur að þjálfa sig í dönskunni.

http://www.emu.dk/elever0-3/humfag/elevdelta/index.html

Eftirfarandi vefur er góður fyrir yngstu börnin. Hann er með hljóði, en samt þurfa

nemendur að geta lesið þau orð sem upp koma til að vita á hvað þau eiga að benda. Þessi

leikur er rímleikur. http://www.nams.is/krilla/index.htm

http://mega.games.is/category/cat=13 - Er með marga orðaleiki sem gaman er að spila.

Eftir að hafa slegið inn „world games“ komu upp 1,100,000 for niðurstöður. Eftirfarandi

vefir eru mjög áhugaverðir og skemmtilega upp settir:

Til dæmis er skemmtilegur leikur inn á eftirfarandi vef um Harry potter. Þessi leikur

kallast „Brainteasers“ og var ég plötuð nokkrum sinnum:

http://www.nationalgeographic.com/ngkids/games/games_main.html

„History quist“ er skemmtilegur leikur þar sem sagan er sett í rétta aldursröð og mun

fleiri leikir eru hér áhugaverðir: http://resources.kaboose.com/games/world.html

Þegar „world play“ var slegið inn komu 316,000 niðurstöður. Meðal annarra síðna fékk

ég „chess online“, þar sem hægt er að spila skák við fólk víðsvegar að úr heiminum í

beinni! http://www.very-best.de/PC.htm

Á eftirfarnadi vef eru skemmtilegir leikir sem tengjast allir líffræði. Ég varð að setja

þennan vef hér þar sem ég er á náttúrurfræðikjörsviði og hef svo einstaklega gaman af

líffræðinni:http://www.scienceworld.bc.ca/teachers_outreach/play_online/bw_games.htm

Eftirfarandi vefur er góður í enskukennslu þar sem meðal annars á að finna andheiti orða,

rétta merkingu orða ofl.: http://www.pitara.com/activities/wordplay/

Og þegar ég sló inn „world puzzles“ fékk ég upp 15,400 niðurstöður.

http://www.goodgameworld.com/puzzle.php - hér er hægt að spila „on line“ og meðal

annarra spila er spilið „Labyrinth“.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

65/76

Page 66: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Mörg skemmtileg púsl eru á eftirfarandi síðu: http://johnrausch.com/PuzzleWorld/

Hér fann ég frábærar myndir af jörðinni;

http://www.staff.amu.edu.pl/~zbzw/glob/glob30c.htm

Við þennan þátt er hægt að staldra lengi við. Þegar leitað er á netinu er hægt að nota mjög

langan tíma og í raun er engin tími nægjanlega langur þannig að hér þar maður að

takmarka sig svo tíminn hlaupi ekki frá manni. Ég ákvað að vera ekki með of marga leiki

eða síður sem ég bendi á heldur frekar að einbeita mér að góðum síðum sem auðvelt er að

leika á. Margar síðurnar voru þannig að það tók langan tíma að komast loks að leiknum.

Það þurfti að opna þó nokkrar síður og fara í marga linka áður en leikurinn opnaðist.

Þessar síður setti ég ekki inn, því sjálf hef ég óbeit á svona síðum. Með þessum síðum

fylgja oft margir pop-up gluggar og mikið af auglýsingum.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

66/76

Page 67: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

12. þáttur; Tölvuleikir

Orðakistur Krillu er leikur með rím fyrir yngsta stig grunnskólans. Hér er hljóð með

og orðin öll sögð. Nemendur fá hrós fyrir þegar þau gera rétt. Svona leikir geta örvað

málþroska og skilning á rími. Nemendur þurfa að hafa vissa kunnáttu í ljóðum sbr.

Aðalnámskrá grunnskólanna og ætti þetta því að geta verið hluti af því. Þó svo að ljós sé

ekki einungis rím, þá er rímið hluti af því og því gott ef nemnedur geta sjálfið glímt við

svona efni.

Minnisleikur er stjörnumerktur fyrir stærðfræði inn á vef Námsgagnastofnunnar. Í raun

getur þessi leikur átt við um allt nám. Til þess að nám eigi sér stað þarf það að festast í

minni okkar. Leikir sem þessir eru viss þjálfun í að muna. Það er mikilvægt þegar á að

muna hluti að setja það í samhengi og vera vel vakandi og taka vel eftir því sem fram fer.

En það er einmitt það sem þarf í þessum leik. Leikurinn af þyngdarstigi 1 er fyrir allra

yngstu nemendurna. Þyngdarstig 2 er fyrir þá sem eldri eru og getur í rauninni átt við allt

upp í unglingastig ef því er að skipta.

Brúsarnir er leikur sem einnig er stjörnumerktur stærðfræðinni. Hér er ég sammála

þeirri stjörnumerkingu. Þar sem verið er að vinna með rúmmál og tölur. Mér finnst þessi

leikur áhugaverður og er nokkuð viss um að nemendum gæti þótt hann skemmtilegur.

Þessi leikur hentar börnum upp í unglingastig og eru möguleikar á þremur

erfiðleikastigum. Því ætti að vera auðveldara fyrir nemendur að finna stig sem hentar

þeim. Í Aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði er fjallað um hlutfallareikning strax á

yngsta stigi. En þrautalausnirnar á miðstigi. Hér fellur þessi leikur undir hvorutveggja og

því ættu kennnarar að geta nýtt sér hann í kennslu.

Þríhyrningarnir er einnig stærðfræðileikur. Hér er um þrautalausnir að ræða sem rætt

er um á miðstigi í Aðalnámskrá grunnskólanna. Þessi leikur er góður fyrir fyrstu bekki

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

67/76

Page 68: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

miðstigs. Hann þjálfar rökhugsun og nemendur verða talnagleggri þegar þeir eru vanir að

vinna með þrautir á við þessa.

Ferhyrningarnir er í rauninni mjög svipaður þríhyrningunum. Þessi leikur er ögn

erfiðari og getur því átt við fyrir elstu bekki miðstigs og upp í unglingastig. Ég tel að

margir nemendur á unglingstigi veitti ekki af svona þjálfun og því gæti verið gott að láta

þá sem slakastir eru þjálfa sig með svona leikjum. Ég tel að minni líkur séu á námsleiða

ef nemendur fá sína þjálfun í gegnum leiki. Flestir nemendur hafa gaman af þvía ð vera í

tölvum og gætu svona leikir því átt vel vil marga.

Þrír í röð er einnig stærðfræðileikur. Þessi leikur er meðal annars þjálfun í

margföldunartöflunni. Nemendur eiga að kunna einhver skil á margföldun í lok 4.

bekkjar.

Talnaferningurinn er stærðfræðileikur sem svipar til leikjanna hér að ofan,

Þríhyrningarnir og Ferhyrningarnir. Ef notað er þyngsta stigið er leikurinn mun erfiðari

en þeir tveir fyrrnefndu. Eins og áður segir eru þrautalausnir góð leið til þess að þjálfa

rökhugsun nemenda. Því ættu kennarar að nota mun meira að leikjum sem þessum.

Margir nemendur eiga erfitt með að sitja og skrifa allan daginn og er því tilvalið að fara

með þá í leiki jafnt á netinu sem annars staðar. Flestir nemendur hafa gaman af því að

leika sér í tölvuleikjum og sumir átta sig jafnvel ekki á lærdómnum sem fer fram í

gegnums vona leiki og þá er enn meira gaman að spila.

Lukkuhjólið er stærðfræðileikur sem byggir á hversu talnaglöggir nemendur eru. Til

þess að geta skilið stærðfræði er mikilvægt að vera snöggur að skilja tölur og hvernig þær

virka. Þessi leikur getur átt við allan grunnskólann, þó svo hann henti eflaust best á

miðstigi.

Ég á erfitt með að gera upp á milli leikjanna Brúsarnir og Talanferningurinn. Báðir þessir

leikir reyna vel á hugann og því ættu nemendur að geta lært mikið af þeim. Hægt er að

velja erfiðleikastuðul og er því einfaldara að spila leikinn og fikra sig upp á við.

Nemendur verða frekar leiðir ef þeir þurfa að staldra lengi við á sama stað. Það þarf að

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

68/76

Page 69: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

vera viss ögrun í gangi og leikirnir því á mörkum þess að nemandinn geti leyst þá. Þannig

fær nemandinn mest út úr leiknum og hefur meira gaman að spila en þegar leikurinn er

allt of léttur.

Ef ég tek einungis Brúsana fyrir þá myndi ég nota þann leik þegar ég væri að kenna um

hlutföll og einnig rúmmál. Mér finnst nemendur oft ekki átta sig á rúmmáli og því ætti

svona leikur að auðvelda þeim að skilja hugtakið.

Álfur – er gagnvirkur vefur fyrir lífsleikni. Á kennarasíðum stendur að markmið

vefjarins séu að efla samskiptafærni og tilfinningarþroska nemenda í 1. og 2. bekk

grunnskólans. Einnig á að tengja þetta við lestrar og lesskilningskennslu. Á vefnum eru

mörg fjölbreytt verkefni þar sem litir, form, hugtök og kunnátta í umferðinni koma meðal

annars við sögu.

Í þessu forriti er reynt að efla jákvæð samskipti nemenda og kenna þeim að bera virðingu

fyrir sér og öðrum.

Til þess að getað svarað spurningunni hvort álfur sé leikur eða ekki verðum við að líta til

hvernig við skilgreinum leik. Sjálf skilgreini ég leik á eftirfarandi hátt; Leikir eru

skemmtun sem einstaklingar taka sér fyrir hendur og læra vissa færni í gegnum. Leiknum

fylgir engin kvöð heldur er þetta eitthvað sem einstaklingarnir velja að gera. Þessi

lærdómur er ekki endilega meðvitaður þar sem börn nota leikinn til að hafa ofan af fyrir

sér. Leikurinn er nokkurs konar afþreying fyrir fólk á öllum aldri. Leikur getur verið

frjáls eða stýrður en Wardle (2007) vill meina að leikur eigi að byggjast á frjálsu vali

þátttakenda og þar með frjálsri þróun hans. Til að mynda sprettur frjáls leikur upp af

einhverju sem vekur áhuga í umhverfi einstaklingsins og þróast algjörlega út frá vilja

hans og áhuga. Leikur getur einnig falist í verkefni sem er áhugavert og þáttakendur

njóta. Jill Englebright Fox (2007) prófessor í kennslufræði segir að leikur sé athöfn sem

feli í sér þátttöku einstaklings sem einkennist af ákafa og jafnvel hömluleysi. Í raun er

leikurinn fyrst og fremst aðferð sem menn nota til að skemmta sér og læra og eykur því

gleði okkar. Slík tilfinning hefur þau áhrif að maður er líklegri til að losna við áhyggjur af

daglegum hlutum og því njótum við okkar betur og erum ánægðari. Leikurinn tengir

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

69/76

Page 70: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

okkur við annað fólk og hefur áhrif á tilfinningar okkar, ímyndunarafl, sköpunarhæfni og

afkastagetu (Brown 2000).

Forritið um Álf tel ég vera skemmtilegt og hafa skemmtanagildi fyrir börnin. Reyndar er

hér um að ræða nokkur verkefni sem nemendum ber að vinna og því er komin ákveðin

kvöð á þá. Þannig að leikurinn er ekki frjáls í þessu forriti en ég tel það samt sem áður

vera leik, þar sem nemendur skemmta sér og læra um leið.

Mikið er af leikjum á eftirfarandi vef; http://pbskids.org/lions/games/. „World play“ er

skemmtilegur leikur þar sem merking orðana er sýnd. Þannig minnkar orðið „shrink“ til

dæmis. „Alphabeth soup“ er einnig góður leikur fyrir byrjendakennslu í ensku. Báðir

þessir leikir eru góðir fyrir enskukennslu og ættu orðin frekar að festast í minni nemenda

og því verður úr einhver lærdómur þegar svona er leikið. Umhverfið er litríkt en samt

frekar einfalt þannig að það tel ég einnig jákvætt.

Á eftirfarandi síðu er mikið af krækjum inn á leikjasíður;

http://www.seaford.k12.de.us/it/games.htm

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

70/76

Page 71: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Framlag til Leikjavefjarins – Leikjabankans

Eftirfarandi leiki hef ég sett inn á vef leikjabankans. Leikina sem hér um ræðir eru

fengnir úr ýmsum heimildum meðal annars af internetinu og úr bókum.

Uppsetning á leikjunum hér í möppunni er sú sama og fram kemur á

Leikjavefnum. Eðlilegast var að setja þetta svona upp. Vonast ég til að einhverjir geti haft

gagn og gaman af.

Master MindRagnheiður Borgþórsdóttir – 2007

Flokkur: RökleikirAldur: frá 12 ára

Markmið:Þjálfa einbeitingu og minni.

Gögn:Kennaratafla, flettitafla, myndvarpi eða tölva og skjávarpi

Leiklýsing:Kennari setur nemendur í hópa, ekki er gott að hafa hópana of stóra – 4 í hópi er hæfilegt. Þá velur kennarinn sér 3 tölur fyrir hvern hóp, t.d. 123 fyrir fyrsta hópinn. Nemendur byrja svo á því að giska hver talan er. Ef þessi sami hópur giskar til dæmis á 415 þá fær hann 0 sem þýðir að ein tala er rétt en á röngum stað. Ef nemendurnir síðan setja töluna á réttan stað fá þeir x og þannig sjá þeir munstur úr tölunum og leiðréttingunni. Á þennan hátt geta þeir svo fundið svarið.

Heimild: Leikinn lærði sendandi í vettvangsheimsókn hjá stærðfræðikennara.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

71/76

Page 72: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Gluggi jarðarRagnheiður Borgþórsdóttir – 2007

Flokkur: Athyglis og skynjunarleikirAldur: frá 3 ára

Markmið:Að börn læri að taka betur eftir í náttúrunni

Gögn:Engin

Leiklýsing:Gott er að barnið byrji á því að hafa bundið fyrir augun. Þá leiðir sá fullorðni barnið um ákveðið svæði. Gefa verður skýr skilaboð um hvernig barnið á að ganga, upp brekku, klofa yfir spýtu o.s.frv. Barnið á að taka eftir hljóðum og lykt á meðan á göngunni stendur. Þegar barnið hefur verið leitt um tiltekið svæði er það spurt út í þau hljóð sem það heyrði. Hver af þeim voru náttúrhljóð og hver af mannavöldum (t.d. bílhljóð)? Hvaða lykt fann barnið? Skipt er um hlutverk.

Heimild: Cornell, Joseph. 1979. Sharing Nature with Children. Dawn Publications, Nevada City. Bls.25

HlutverkaleikurRagnheiður Borgþórsdóttir – 2007

Flokkur: Leikbrúður- og leikræn tjáningAldur: frá 4 ára

Markmið:Leikræn tjáning, hugmyndaflug, sveigjanleiki í hugsun, samvinna og félagsþroski.

Gögn:Engin

Leiklýsing:Hér er valið eitthvað lifandi úr náttúrunni til að leika og hringrás þess lífs leikinn. Til dæmis er hægt að leika tré og byrjað á því að vera fræ sem er sáð og verða síðan fullvaxta tré, sem endar á því að rotna í jörðu. Einnig er hægt að velja einhver dýr, sem lifa í þeirri náttúru sem leikurinn fer fram í. Hægt er að útfæra leikinn miðað við árstíðir og tíðarfar. Þá er hægt að leika fólk sem er á staðnum – eins og á bryggjunni eru sjómenn, fiskkaupendur. Í raun er þessum leik enginn takmörk sett, það fer eftir hugmyndaflugi hvers og eins. Hér á sá sem ekki er að leika að giska á hvað sé verið að leika. Einnig er hægt að leika þennan leik í liðum og skiptast þá liðin á að leika. Liðin fá stig þegar rétt svar kemur fram.

Heimild: Cornell, Joseph. 1979. Sharing Nature with Children. Dawn Publications, Nevada City. Bls.31

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

72/76

Page 73: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Að reisa horgemlingRagnheiður Borgþórsdóttir – 2007

Flokkur: HreyfiþrautirAldur: frá 5 ára

Markmið:Þjálfa einbeitingu og líkamsvitund.

Gögn:Engin

Leiklýsing:Setjist flötum beinum á gólfið. Takið síðan með hægri hendi undir hægra hné og um eyrnasnepilinn á hægra eyra. Með vinstri hendi á að halda í buxnastrenginn að aftanverðu. Standið síðan upp í þessum stellingum. Einnig má setja vinstri hönd undir hægra hné og grípa um hægra eyra. Grípa á með hægri hönd um nefið. Geta allir sem eru með í leiknum staðið upp? Hvaða tækni nota þeir sem ná því? Er hægt að nýta sér þyngdaraflið, t.d. með því að sitja í halla?

Heimild: Þjóðminjasafn Íslands. 2003, 22. október. „Að reisa horgemling.“ Vefslóð: http://natmus.is/fraedsla/skemmtimenntun/reisahorgemling .

Að hlusta á náttúruhljóðRagnheiður Borgþórsdóttir – 2007

Flokkur: Athyglis og skynjunarleikirAldur: frá 3 ára

Markmið:Þjálfa athygli og einbeitingu

Gögn:Engin

Leiklýsing:Einn aðili tekur fyrir eyrun, lítur í kringum sig og nefnir þrjú hljóð sem hann telur að

heyrist af náttúrunnar völdum og þrjú sem heyrast af mannavöldum. Næsti gerir slíkt hið

sama en má ekki nefna sömu hljóð. Finnið síðan fleiri hljóð í umhverfinu sem ekki hafa

verið nefnd. Hvað voru þau mörg?

Heimild: Leikinn lærði sendandi á barnsaldri.

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

73/76

Page 74: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Lokaorð

Leikir eru skemmtun sem einstaklingar taka sér fyrir hendur og læra vissa færni í

gegnum. Leiknum fylgir engin kvöð heldur er þetta eitthvað sem einstaklingarnir velja að

gera. Þessi lærdómur er ekki endilega meðvitaður þar sem börn nota leikinn til að hafa

ofan af fyrir sér.

Leikir efla þroska þeirra sem leika. Hér getur verið um mismunandi þroska að ræða

allt eftir eðli leiksins. Í hreyfileikjum er það hreyfiþroskinn sem og líkamlegur þroski

þátttakanda. Oft er um hópaleiki að ræða og efla þeir samskiptaform og félagsþroska

einstaklingann. Í raun er hægt að efla allan þroska einstaklinganna í gegnum leik og örva

þannig greindir þeirra. Í leiknum er því leið að auknum þroska og þróun greinda hjá

einstaklingnum. Þar sem flestir hafa gaman af því að leika sér er leikurinn vænlegur til

árangurs.

Mín afstaða er sú að leikir séu mikilvægir í námi barna. Minni líkur eru á námsleiða

ef lært er í gegnum leiki. Meiri fjölbreytni í kennsluháttum tel ég alltaf af hinu góða og

því ættu leikir að vera ein kennsluaðferð sem kennari nýtir sér. Nemendum finnst þeir

jafnvel ekki vera að læra og hafa því meira gaman af því sem þeir eru að gera.

Vestmannaeyjum 23. apríl 2007Ragnheiður Borgþórsdóttir

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

74/76

Page 75: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

75/76

Page 76: Kennaraháskóli Íslands - University of Iceland (2... · Web viewSpilarar geta verið frá 2 – 7. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðVor 2007

HeimildaskráBrown, Stuart og David Kennard. 2000. The promise of play. Episode I: The mother of

invention. 56 mín. The Institute for Play and Independent Communications Associates Inc.

Cornell, Joseph. 1979. Sharing Nature with Children. Dawn Publications, Nevada City.

Fox, Jill Englebright. 2007, 7. febrúar. „ Back-to-Basics: Play in Early Childhood.“ Vefslóð: http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=240.

Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf kennsluaðferðanna. Æskan, Reykjavík.

Lilja M. Jónsdóttir. 1996. Skapandi skólastarf. Námsgagnastofnun, Reykjavík.

Náttúruskóli Reykjavíkur. Sótt 5. apríl 2007. „Stjörnur á himni.“ Vefslóð: http://www.natturuskoli.is/default.asp?sid_id=26416&tre_rod=&tId=15&meira=1&sky_id=12047.

Wardle ,Francis. 2007. 7. febrúar. „Play as Curriculum.“ Vefslóð: http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=127 .

Þjóðminjasafn Íslands. 2003, 22. október. „Að reisa horgemling.“ Vefslóð:http://www.natmus.is/thjodminjar/thjodhaettir/spurningalistar/nr/225

Ragnheiður BorgþórsdóttirKt. 280567-3889

76/76