55
1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

  • View
    227

  • Download
    9

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

1

Kennaraháskóli ÍslandsNámskrárfræði og námsmat - 21.01.42

Meyvant Þórólfsson15. janúar 2008

Page 2: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

2

Kynning námskeiðs

Markmið:• þekkja helstu hugtök og hugmyndir um námskrár,

námskrárgerð og skipulag náms og kennslu• Þekkja viðfangsefni og aðferðir við námsmat og mat á

skólastarfi (Hvað metið? Hvernig metið?)

Vinnulag:• Fyrirlestrar, umræða á WebCT (námsþættir), hópvinna

og einstaklingsvinna. Gert ráð fyrir sjálfstæðri vinnu kennaranema og virkni í umræðum.

Page 3: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

3

Viðfangsefni á námskeiðinu

• Fræðileg þekking og skilningur• Mikilvægt er að skoða hvað aðrir hafa rannsakað og

skrifað: „If I have seen further, it is by standing on the shoulders of giants“ -I. Newton

• En einnig er lögð áherla á skapandi og gagnrýnar hugmyndir nemenda sjálfra. Óæskilegt að “lepja allt upp” eftir öðrum, heldur reyna að skapa sjálfur og fjalla um hugmyndir annarra með gagnrýnu hugarfari, næstum því þannig: „The secret to creativity is knowing how to hide your sources“ -A. Einstein

Page 4: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

4

Kynning námskeiðs• Námið felst ekki síst í að tengja saman ólíkar

hugmyndir og setja fram með eigin stíl (nýmyndun)

• „Ekkert er nýtt undir sólinni“ – (Nýja testamentið)

• > Allt sem við gerum eða hugsum er einfaldlega tilbrigði við það sem hefur verið gert eða hugsað einhvern tímann áður .

• „Við stígum ekki út í sama fljótið tvisvar“, (Heraklítos 500

árum fyrir Krist). • > Þegar öllu er á botninn er kyrrstaða ekki til… allt

tekur stöðugum breytingum.

Page 5: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

5

Kynning námskeiðsNámsmat:

1. Einstaklingsverkefni skilað í lok febrúar (25%). Byggt verði á hugtökum og hugmyndum sem þá verður búið að ræða og fjalla um.

2. Hópverkefni um námsmat, munnleg skil, sjálfmat og jafningjamat (25%)

3. Skriflegt lokapróf í maí (50%).

• Einnig er gert ráð fyrir þátttöku allra í umræðu um vandamál til íhugunar

Page 6: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

6

Kynning námskeiðs

Áætlun:1. Námskrárfræði, tilgangur og markmið, skipulag náms

og kennslu, námskrár á Íslandi (U.þ.b. fimm vikur) 2. Námsmat, gerð prófa, mat á skólastarfi, samræmd

próf, einkunnagjöf (U.þ.b. fjórar vikur) 3. Vettvangsnám og undirbúningur þess. Þriðji hluti (ca 3

vikur): 4. Samvinnuverkefni um námsmat og mat á skólastarfi.

Fjórði hluti (ca 3 vikur): 5. Próf í maí sem vegur 50% af lokaeinkunn

Page 7: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

7

Nýr skóli tekur til starfa: Að hveru þarf að huga? Hverju þarf að svara?

• Engin skólastefna til að starfa eftir...• Engin aðalnámskrá ... • Engin gögn ...• Aðeins skólahús, • Nemendur og aðstandendur þeirra• Skólastjóri, aðstoðarskólastjóri,• Kennarar og aðrir starfsmenn

Page 8: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

8

Rökleg nálgun: Ralph W.Tyler

Tyler: Við verðum að svara fjórum meginspurningum:

• 1. What are the purposes of the school? - Tilgangur og markmið: Til hvers á skólinn að vera? Við verðum líka að geta rökstutt hvers vegna það sem á að læra og kenna er mikilvægara en eitthvað annað.

• 2. What educational experiences are related to those purposes? - Hvaða viðfangsefni og námsaðstæður stuðla best að því að þessi tilgangur náist?

Page 9: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

9

Ralph W.Tyler

Fjórar meginspurningar frh.:

• 3. What are the organizational methods which will be used in relation to those purposes? – Hvaða kennsluhættir og kennsluaðferðir falla best að þessum tilgangi og viðfangsefnum?

• 4. How will those purposes be evaluated? – Mat á námi og kennslu: Hvernig hyggjumst við meta hvað lærðist af því sem átti að læra?

Tyler, R. W. (1949) Basic principles of curriculum and instruction

Page 10: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

10

Ralph W.Tyler

• Hvaða þekking og færni skipta mestu máli? (product)• Hvað á að gera (process) og hvernig á starfið að þróast?• Hvers konar reynslu viljum að nemendur gangi í gegnum

(experiences)?

Þrjár meginuppsprettur markmiða:• Námsgreinin, eðli hennar og sérkenni• Samfélagið, þarfir þess og sérkenni• Nemandinn, þarfir hans, aðstæður, bakgrunnur, viðhorf,

áhugamál...

Page 11: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

11

Kerfi Tylers

Nem-andinn

Sam-félagið

Náms-greinin

Almenn markmið

Uppeldis-heimspeki

Sálarfræðináms

Nákvæm námsmarkmið

Page 12: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

12

Hvað er námskrá – hvernig námskrár?

• Opinber skrifuð námskrá? • Dulin námskrá?• Núll-námskrá?• Sverðkattanámskrá?• Gátlistanámskrá?

• Curriculum > “currere” = keppnisbraut/haupabraut• Má hugsa sér námskrár eins og skýrt, línulegt ferli

sem nemendur fylgja í námi sínu?

Page 13: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

13

Námsgreinamiðuð/kennaramiðuð námskrá (Subject/teacher-centered curriculum)

• Trú á að allir geti skilið og lært á sama hátt…þekkinguna megi öðlast kerfisbundið með skipulegri upplýsingamiðlun. Hefðbundin menntun með áherslu á námsgreinar

Input Output

Svarti kassinn

Page 14: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

14

Nemendamiðuð námskrá (Student-centered curriculum)

• Trú á að einstaklingar og samfélög byggi upp „persónu-aðstæðubundna“ sýn á veruleikann sem sé háð túlkun, samhengi og merkingu. Taka verði tillit til aðstæðna og bakgrunns nemenda.

Svarti kassinn

Page 15: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

15

Skilgreining Marsh og Willis

Námskrá:• „…an interrelated set of plans and experiences that a

student undertakes under the guidance of the school.“

• Einhvers konar blanda af fyrirfram ákveðnum eða fyrirfram skrifuðum markmiðum/athöfnum (hefðb. skrifuð námskrá) og ófyrirséðum athöfnum sem eigi sér stað í ákveðnu samhengi og umhverfi (dulin námskrá).

Page 16: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

1616

Markmið, flokkun þeirra og mat á þeim

• Markmið > “Learning outcomes” > mat ...

Heppilegt að hafa einhvers konar flokkunarkerfi:

• Hvaða vitsmunalegir hæfileikar teljast mikilvægir?• Hvaða verkleg færni og frammistaða skiptir máli?• Hvers konar viðhorf, tilfinningalegir þættir o.s.frv. Skipta

máli?

Page 17: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

1717

Flokkun Benjamins Blooms og fél... Stigbundið kerfi – Vitsmunasviðið (cognitive domain)

Nýmyndun – skapandi hugsun Mat – gagnrýnin hugsun

Beiting

Skilningur

Þekking - minni

Greining

Page 18: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

1818

Flokkun Blooms og fél. – ...af vitsmunasviði - Þekking

• Skilgreinir, lýsir, þekkir, telur upp, tilgreinir, velur viðeigandi, tengir saman...Man nemandinn staðreyndir, upplýsingar, atburði, reglur o.s.frv?

Dæmi: • Hvenær ____?• Hver var _____?• Lýstu ____• Hvernig ____?• Hvar ___?• Settu fram regluna fyrir ____• Merktu við réttan svarmöguleika...

Page 19: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

1919

Flokkun Blooms og fél... Skilningur

• Skilur, skýrir, túlkar, umbreytir, spáir fyrir um, þýðir, dregur saman, áætlar, skilur merkingu...

Dæmi: • Skýrðu merkingu ____?• Gefðu dæmi um _____• Útskýrðu þessa hugmynd með eigin orðum____• Útskýrðu muninn á _____• Dragðu saman ____

Page 20: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

2020

Flokkun Blooms og fél... Beiting

• Nýtir, notar, leysir, byggir á, sýnir fram á, undirbýr, tengir við..Hvernig gengur nemanda að beita þekkingu sinni?

Dæmi: • Beittu formúlunni á þetta vandamál ____• Kenndu öðrum þessa aðferð _____• Beittu þekkingu þinni á sambandi X og Y og búðu til

lýsingu...____• Teiknaðu skýringarmynd af _____

Page 21: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

2121

Flokkun Blooms og fél... Greining

• Greinir, brýtur upp, ber saman, endurbyggir, aðgreinir, setur fram, ályktar, tengir saman, flokkar út frá einkennum....Getur nemandinn sundurgreint viðfangsefnin, greint einstaka hluta þess frá öðrum og frá heildinni?

Dæmi: • Greindu staðreyndir frá órökstuddum ályktunum ____• Greindu aðalatriði frá aukaatriðum ___• Flokkaðu eftir einkennum____• Hvað ályktanir má draga út frá ___

Page 22: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

2222

Flokkun Blooms og fél... Æðri hugsun: Nýmyndun-skapandi hugsun

• Setur í nýjan búning, nýtt samhengi, semur, skapar, hannar, endurskipuleggur, endurskoðar, skrifar (skáldar)...Hvernig gengur nemanda að nýta sér efnið til að skapa nýjungar, semja nýja umgjörð, koma með nýjar hugmyndir, endursemja...?

Dæmi: • Búðu til vef um efnið ____• Semdu sögu um ___• Semdu áhugaverða skýrslu um ___• Hvernig myndirðu búa til____?• Komdu með tillögu að lausn ___• Hannaðu ___

Page 23: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

2323

Flokkun Blooms og fél... Æðri hugsun: Mat – gagnrýnin hugsun

• Leggur mat á, ályktar með rökum, gagnrýnir, færir rök fyrir, ver, réttlætir, styður...Er nemandinn fær um að dæma, taka afstöðu til, styðja með rökum, gagnrýna?

Dæmi: • Leggðu mat á niðurstöðu ____• Taktu afstöðu til ___• Mæltu með eða á móti____• Hvaða ályktun má draga af og af hverju ___?• Berðu saman kosti (styrkleika) og galla (veikleika)____• ...og reyndu að finna öll rök með og/eða á móti

Page 24: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

24

Prófatriði: Valkostir

Valið stendur milli:

• Fjölvalsprófatriða (Selection-Type Items): krossaspurningar, rétt-rangt spurningar, pörunarspurningar og túlkunarverkefni.

Og

• Innfyllingaratriða (Supply-Type Items): Stutt eyðufyllingasvör, stuttar ritgerðaspurningar, lengri ritgerðaverkefni.

Page 25: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

25

Huga þarf að:

• Orðalagi svo prófatriðið greini örugglega milli þeirra sem kunna og þeirra sem ekki kunna og nemendur skilji fyrirmæli rétt.

• Fjölda prófatriða og lengd prófs: Þetta fer eftir

aðstæðum, aldri nem., próftíma, tegundum prófatriða, til hvers á að nota niðurstöður. Hversu hás réttmætis er krafist?

• Hvernig prófatriðum er komið fyrir-raðað upp? Svipuð atriði saman. Erfiðari atriði síðast.

Margs er að gæta við prófsamningu

Page 26: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

26

Fjölval: Túlkunarverkefni (Interpretive exercises)

• Sett er fram einhvers konar kynningarefni, t.d. texti, tafla, graf, kort eða mynd og ýmis færni er metin út frá því með fjölvalsspurningu, t.d. greining, læsi á upplýsingar eða túlkun.

• Kostir/styrkleikar: Mat auðvelt, auðveldasta leiðin til að meta “læsi” og ýmsa hæfni til að tengja sbr. PISA. Hægt að meta flókin “learning outcomes”

• Ókostir/veikleikar: Erfitt að semja. Hætta á óáreiðanleika og lágu réttmæti, hætta á vísbendingum, reynir ekki á sköpun og gagnr. hugsun

Page 27: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

27

Dæmi um túlkunarverkefni í PISA rannsókn OECD

PISA 2002.

http://www.pisa.oecd.org/dataoecd/43/54/33690904.pdf

Page 28: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

28

Túlkunarverkefni

Að hverju þarf að huga við samningu túlkunarverkefna:• Velja kynningarefni sem hæfir þeim námsafrakstri

(learning outcomes) sem á að meta. • Velja kynningarefni sem er hæfilega framandi. • Hafa efnið hnitmiðað og læsilegt. • Ekki hafa spurningar þannig að hægt sé að svara

þeim út frá almennri þekkingu, án þess að horfa á kynningarefnið.

• Fylgja má vinnureglum um fjölvalsverkefnaform.

Page 29: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

29

Fjölval: krossaspurningar

• Langalgengasta gerðin af prófatriðum• Má nota til að meta margvíslegan námsafrakstur

(learning outcomes).• Eru vönduð prófatriði ef rétt er staðið að samningu

og eru jafnan trygging fyrir miklum stöðugleika (áreiðanleika).

• Veikleikar: Ekki ákjósanleg til að meta “higher-order thinking”. Erfitt að ná háu réttmæti með krossaspurningum einum saman. Erfitt að semja þær.

Page 30: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

30

Eðli krossaspurninga

Krossaspurning samanstendur af:• Stofni (Stem) sem gefur til kynna meginefni

spurningarinnar, eitthvert vandamál sem þarf að bregðast við. Getur verið bein spurning eða ókláruð fullyrðing.

og• Valmöguleikum með mögulegum lausnum á

vandamálinu. Einn möguleikinn er réttur en hinir eru rangir svarmöguleikar eða villusvör (distractors).

Page 31: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

31

Eðli krossaspurninga

• Sama krossaspurning getur innihaldið spurningu eða ófullkomna fullyrðingu í stofni. Það síðarnefnda er jafnan talið heppilegra.

• Stundum er látinn felast sannleiki í öllum svarmöguleikum, en krossa á við “besta svarið”. Reynir meira á skilning og rökhugsun.

• Svarmöguleikar ýmist þrír, fjórir eða fimm.

Page 32: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

32

Að meta þekkingu/minni

• Hentar mjög vel krossaspurningaforminu

• Reynir mest á hvort nemendur muna staðreyndir, heiti, reglur o.s.frv.

• Getur spannað yfir mjög vítt svið: orðaforði, merking hugtaka, flokkun, sértæk þekking, orsakir, afleiðingar o.s.frv.

Page 33: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

33

Dæmi um krossaspurningu sem metur þekkingu – reynir á minni

Tveir menn komu mikið við sögu þegar kristni var lögtekin á Íslandi. Þeir voru:

( ) Haraldur lúfa og Þangbrandur

( ) Þorsteinn surtur og Þorgeir Ljósvetningagoði

*( ) Hallur á Síðu og og Þorgeir Ljósvetningagoði

( ) Gissur hvíti og Gísli Súrsson

Page 34: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

34

Að meta skilning

Krossaspurning:

• Hentar vel til að fá hugmyndir um hversu vel nemandi skilur meginefnið án þess að láta hann beita skilningi sínum í rituðu máli.

• Gefur möguleika á að meta merkingu (þýðingu), hvort

nem. finnur dæmi um eða spáir fyrir um.

Page 35: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

35

Dæmi um krossaspurningu sem metur skilningNemandi túlkar merkingu hugmyndar.

Sú fullyrðing að Íslendingar geti orðið sjálfum sér

nógir um orku í framtíðinni merkir að hér á landi:

( ) sé nóg af olíu næstu hundrað árin

*( ) sé næg óbeisluð orka í íslenskri náttúru

( ) sé mikið af ónýttri vatnsorku til stóriðju

( ) verði alltaf hægt að afla orkuríkrar fæðu

Page 36: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

36

Að meta beitingu

• Slík prófatriði meta skilning en krefjast þess jafnframt að nemendur sýni hvort þeir geti nýtt sér upplýsingar við ákveðnar aðstæður, beitt þeim.

• Mikilvægt er við gerð krossaspurninga sem meta skilning og beitingu að nemendur hafi ekki lært atriðin áður. Þá er verið að prófa þekkingu (minni), ekki skilning eða beitingu.

Page 37: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

37

Dæmi um krossaspurningu sem metur beitinguNemandi beitir þekkingu sinni til að lesa rétt af korti

Íslandskort í mælikvarðanum 1:5000 000 (1 cm á kortinu jafngildir 50 km)

Hver er fjarlægðin milli Borgarness og Blönduóss skv. kortinu? ( ) 70 km *( ) 170 km ( ) 270 km ( ) 370 km

Page 38: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

38

Hvers þarf að gæta við samningu krossaspurninga?Byggt á N. Gronlund 2003 (6 glærur) -1

• Spurningin (prófverkefnið) meti fyrirfram skilgreindan námsafrakstur (learning outcome). Hefur með réttmæti að gera.

• Orða þarf stofninn í krossaspurningu það skýrt að meginefni hennar skiljist án þess að þurfa að lesa svarmöguleikana. Hefur með áreiðanleika að gera.

• Mikilvægt að hafa hnitmiðað og skýrt orðalag í stofni krossaspurningar til að forðast margræðni (ambiguity). Hefur með áreiðanleika að gera.

Page 39: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

39

Krossaspurningar: Hvers þarf að gæta ... -2

• Ekki endurtaka sömu orð og orðasambönd í svarmöguleikum, heldur setja það í eitt skipti fyrir öll í stofninn sem á við allt.

• Jákvætt orðalag í stofni fremur en neikvætt hefur hærra uppeldis- og menntunargildi og er því jafnan ákjósanlegra.

• Ef nota þarf neitanir í stofni þarf að undirstrika þær eða setja í hástafi svo þær sjáist örugglega.

• Ekki má orka tvímælis hvert er rétta svarið.

Page 40: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

40

Krossaspurningar: Hvers þarf að gæta...-3

• Gæta þarf að því að allir svarmöguleikar séu í jöfnu samræmi við stofninn, ekki bara rétta (réttasta) svarið. Ekki mega leynast vísbendingar í spurningaforminu.

• Forðast ber orðalag sem hjálpar nemendum að velja rétta svarið eða hafna röngu svari.

• Æskilegt að gera villusvör (distracters) freistandi svarmöguleika.

• Hafa breytilega lengd á réttu svörunum til að forðast vísbendingar.

Page 41: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

41

Krossaspurningar: Hvers þarf að gæta...-4

• Forðast ber að nota möguleikann “allt ofanritað er rétt” og möguleikinn “Ekkert af þessu er rétt” er varasamur.

• Hafa breytilega staðsetningu á rétta möguleikanum. Nota handahófskennda aðferð.

• Stýra má erfiðleika spurningar hvort sem er með efni stofnsins eða svarmöguleikum.

Page 42: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

42

Krossaspurningar: Hvers þarf að gæta... - 5

• Gæta að því að prófatriði standi sjálfstæð, innihaldi ekki upplýsingar sem nýtast í öðrum prófatriðum o.s.frv.

• Forðast ber að nota möguleikann “allt ofanritað er rétt” og möguleikinn “Ekkert af þessu er rétt” er varasamur.

• Framsetning prófatriða skiptir máli. Valmöguleikar séu í dálki. Skýrara fyrir nemendur, auðveldar yfirferð.

Page 43: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

43

Krossaspurningar: Hvers þarf að gæta... -6

• Gætt sé að stafsetningu og greinarmerkjasetningu.

• Hafa hugfast að krossaspurningar einar og sér duga ekki til að meta allt sem skiptir máli. Það er því ólíklegt að þær tryggi hátt réttmæti, þótt áreiðanleiki (stöðugleiki) sé góður.

• BRJÓTA MÁ ALLAR FRAMANGREINDAR REGLUR SÉ ÞESS ÞÖRF!

N. Gronlund 2003

Page 44: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

44

Fjölval: Annað en krossaspurningar

• Ef aðeins er um að ræða tvo svarmöguleika er heppilegra að nota rétt-rangt (True-False) spurningu.

• • Ef um er að ræða marga sambærilega þætti getur

verið betra að nota pörunarspurningar (Matching exercise).

• Ef verið er að meta greiningu, túlkun eða aðra flóknari þætti náms getur verið heppilegra að velja túlkunarverkefni (Interpretive exercise).

Page 45: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

45

Rétt-rangt (S/Ó) verkefni

• Mismunandi útfærslur til: Já/nei, sammála/ósammála, satt/ósatt eða jafnvel staðreynd/skoðun.

• Stundum er um að ræða safn af skyldum S/Ó spurningum í sama prófverkefni. Hvað af eftirfarandi...

• Heppilegt að nota S/Ó spurningar og biðja nemendur svo að rökstyðja svarið

Page 46: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

46

Dæmi um Rétt-rangt (S/Ó) verkefni

Hver eftirfarandi hugtaka eru notuð yfir myndir orku(orkuform)?Settu hring utan um S ef orðið er notað yfir myndir orku(orkuform),settu annars hring um Ó. S Ó Stöðuorka S Ó LjósorkaS Ó HraðaorkaS Ó HreyfiorkaS Ó Fæðuorka

Page 47: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

47

Rétt-rangt (S/Ó) verkefni

Atriði til að hafa í huga við samningu S/Ó spurninga:

• Mikilvægt að hafa fullyrðingar hnitmiðaðar með einungis einni meginhugmynd.

• Orðalag skýrt og án vafaatriða. Ekki nota óljóst orðalag• Nota neitanir sparlega, einnig tvöfaldar neitanir.

Prófar fremur lesskilning heldur en það sem átti að meta. • Ekki spyrja um sanngildi skoðana nema þær tengist

ákveðnum heimildum, einstaklingum o.s.frv.

Page 48: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

48

Rétt-rangt (S/Ó) verkefni

Atriði til að hafa í huga við samningu S/Ó spurninga:

• Ef um er að ræða mat á sambandi orsakar og afleiðingar, þá þurfa fullyrðingarnar að vera sannar.

• Varast að nota óþarfa vísbendingar, t.d. “alltaf”, “aldrei”, “aðeins”, “oftast” eða “stundum”.

Page 49: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

49

Pörunarverkefni

• Í raun afbrigði af krossaspurningaforminu.

• Heppilegt er að skipta yfir í pörunarspurningar þegar sömu valmöguleikar eru síendurteknir í nokkrum krossaspurningum.

• Ath. styrkleika og veikleika pörunarspurninga

Page 50: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

50

Pörunarverkefni

Að hverju þarf að huga við samningu pörunarverkefna:

• Hafa prófatriðin einsleit, t.d. öll um vísindamenn og uppgötvanir þeirra.

• Hafa möguleikana ekki of marga, innan við 10.

• Hafa fjölda atriða í vinstri (forsendur) og hægri dálki (svör) ekki þann sama. Gefa má kost á fleiri en einni tengingu við sama svarmöguleika.

Page 51: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

51

Dæmi um pörunarspurninguÍ dálki I eru fullyrðingar um persónur sem komu við söguvið kristnitökuna á Íslandi. Í dálki II er nöfn nokkurrapersóna sem þá komu við sögu.

Dálkur I

Árni Magnússon __

Hallur á Síðu __

Hjalti Skeggjason __

Snorri Sturluson ___

Þangbrandur __

Þorgeir Ljósvetningagoði __

Dálkur II

A Lagðist undir feld til að hugsa

B Lögsögumaður kristinna

C Kristniboði Noregskonungs

D Var heiðinn Lögsögumaður

E Var skírður af Þangbrandi

Page 52: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

52

Pörunarverkefni

Að hverju þarf að huga við samningu pörunarverkefna:

• Æskilegt að hafa svörin í stafrófs- eða númeraröð.

• Tilgreina þarf í fyrirmælum hvað gildir, t.d. að nota megi sama svarmöguleika oftar en einu sinni.

• Láta pörunarverkefni ekki skiptast milli blaðsíðna í prófi.

Page 53: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

53

Innfyllingaratriði (Supply type): Stutt svör

• Meta vel hvort nemendur muna og/eða skilja.

• Algengasta formið að nemendur fylli í eyður eða ljúki við fyllyrðingar.

• Reynir aðeins meira (öðru vísi) á vitsmunalega hæfileika nemenda en fjölvalsspurningaformið

Page 54: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

54

Innfyllingaratriði (Supply type): Ritgerðir

• Gefa nemendum töluverðan sveigjanleika í að sýna þekkingu sína, skilning, ritfærni o.s.frv. Bjóða upp á skapandi og gagnrýna (higher order) hugsun.

• Hér skiptir miklu að hafa á hreinu hvaða “learning outcomes” er verið að meta og setja svo viðmið í mati miðað við það.

• Fer alveg eftir samhengi hversu skýr og nákvæm viðmið eru viðhöfð við mat.

• Öllu jöfnu minni áreiðanleiki en í fjölvalsspurningum

Page 55: 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

55

Innfyllingaratriði (Supply type): Sveigjanleg, skapandi ritun

• Val prófatriða er algerlega háð tilgangi, því hvað átti að meta og hversu mikils áreiðanleika er krafist.

• Tilgangur með skapandi ritunarverkefnum jafnt eins og öðrum skapandi og opnum (open-ended) verkefnum getur þess vegna verið að örva, hvetja og styðja við nám, en síður til að “mæla” árangur!

• Fjölvalsformið hentar við mælingar, en sveigjanleg og skapandi ritun e.t.v. frekar til að örva og styðja við nám.