44
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 20062007 Könnun á agavandamálum í íslenskum framhaldsskólum Kennari: Ingvar Sigurgeirsson Nemendur: Auður Þóra Björgúlfsdóttir Eysteinn Húni Hauksson Jóhann Hjalti Þorsteinsson Páll Guðmundsson Þórður Mar Þorsteinsson

Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

Félagsvísindadeild Háskóla Íslands  

Inngangur að kennslufræði 10.53.70 

Háskólaárið 2006‐2007 

 

 

 

 

 

 

 

Könnun á agavandamálum í íslenskum 

framhaldsskólum  

 

 

 

 

Kennari: Ingvar Sigurgeirsson 

Nemendur: Auður Þóra Björgúlfsdóttir 

Eysteinn Húni Hauksson 

Jóhann Hjalti Þorsteinsson 

Páll Guðmundsson 

Þórður Mar Þorsteinsson 

Page 2: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  2

Efnisyfirlit 

INNGANGUR..................................................................................................................................................................3

BAKGRUNNUR ÞÁTTTAKENDA. ...........................................................................................................................................7

KAFLI 1: SKILGREININGAR OG UPPLIFUN KENNARA Á AGAVANDAMÁLUM...............................................................8

HVER ER UPPLIFUN ÞÍN Á UMFANGI AGAVANDAMÁLA Í ÍSLENSKUM FRAMHALDSSKÓLUM? OG HVER ER UPPLIFUN ÞÍN Á UMFANGI 

AGAVANDAMÁLA Í ÞÍNUM SKÓLA? ...........................................................................................................................8 MIÐAРVIРÞÍNA REYNSLU, TELUR ÞÚ AРUPP KOMI FLEIRI EÐA FÆRRI TILVIK AGAVANDAMÁL Í KENNSLU ÞINNI NÚ HELDUR EN ÁÐUR (M.V. 

T.D. FYRIR 10 ÁRUM SÍÐAN)?................................................................................................................................10 HVERSU OFT MYNDIR ÞÚ SEGJA AРÞÚ ÞURFIR AРJAFNAÐI AРTAKA Á AGAVANDAMÁLI MEÐAL ÞINNA NEMENDA? ............................11 HVERSU MIKIРVANDAMÁL TELUR ÞÚ EFTIRFARANDI ATRIÐI VERA Í FRAMHALDSSKÓLUM? ............................................................12

KAFLI 2: AGAVANDAMÁL ÚT FRÁ KYNI OG ALDRI .....................................................................................................18

FINNST ÞÉR VERA MUNUR Á HEGÐUN/AGA NEMENDA Á ALDRINUM 16‐18 ÁRA ANNARS VEGAR OG ÞEIRRA SEM ERU ELDRI EN 18 ÁRA HINSVEGAR? OG EF JÁ VIРSÍÐUSTU SPURNINGU ÞÁ Í HVORUM HÓPNUM ERU AGAVANDAMÁL ALGENGARI?..........................18

KYNJASKIPTING .............................................................................................................................................................19

KAFLI 3: ÁLIT KENNARA Á VIÐBRÖGÐUM  OG FYRIRBYGGJANDI  AÐGERÐUM GEGN AGAVANDAMÁLUM ...........20

HVERSU MIKIL ÁHRIF HELDUR ÞÚ AРFRAMKOMA KENNARA HAFI Á HEGÐUN NEMENDA OG HVERSU MIKIL ÁHRIF TELUR ÞÚ AР

FJÖLBREYTTAR KENNSLU AÐFERÐIR GETI HAFT Á HEGÐUN NEMENDA?............................................................................20 HVAР͠FARI KENNARA TELUR ÞÚ LÍKLEGAST TIL AРVINNA GEGN AGAVANDAMÁLUM? .................................................................21 HEFUR ÞÚ ÞURFT AРVÍSA NEMANDA ÚR KENNSLUSTUND VEGNA AGAVANDAMÁLA OG HEFUR ÞÚ ÞURFT AРHAFA SAMBAND VIРFORELDRI 

VEGNA AGAVANDAMÁLA? ....................................................................................................................................23 TELUR ÞÚ AРBROTTVÍSUN ÚR KENNSLUSTUND SKILI SÉR Í BÆTTRI HEGÐUN NEMENDA? ...............................................................25 HVAРÞARF AРGERAST TIL ÞESS AРÞÚ VÍSIR NEMANDA ÚR KENNSLUSTUND? ............................................................................25 AРHVE MIKLU LEYTI TELUR ÞÚ AРKERFI SEM ER VIРLÝÐI Í ÞÍNUM SKÓLA, ER VARÐAR FJARVISTIR NEMENDA SKILI SÉR Í BETRI MÆTINGU 

OG STUNDVÍSI NEMENDA?....................................................................................................................................26 HVERSU MIKIL MYNDIR ÞÚ SEGJA AРTENGSL ÞÍN VÆRU VIРFORELDRA ÞEIRRA NEMENDA SEM ERU YNGRI EN 18 ÁRA? ......................28

KAFLI 4: ÞJÁLFUN OG ENDURMENNTUN KENNARA Í MEÐFERРAGAVANDAMÁLA.................................................29

HEFUR ÞÚ ÞRÓAРMEРÞÉR EINHVERJAR AÐFERÐIR TIL ÞESS AРTAKAST Á VIРAGAVANDAMÁL? OG EF JÁ: BYGGIR ÞÚ AÐFERÐIR ÞÍNAR Á EIGIN REYNSLU EÐA VIÐURKENNDUM AÐFERÐUM? ....................................................................................................29

HEFUR ÞÚ ÞRÓAРMEРÞÉR EINHVERJAR AÐFERÐIR TIL AРFYRIRBYGGJA AGAVANDAMÁL? OG EF JÁ: BYGGIR ÞÚ AÐFERÐIR ÞÍNAR Á EIGIN REYNSLU EÐA VIÐURKENNDUM AÐFERÐUM? ............................................................................................................30

HEFUR ÞÚ SÓTT NÁMSKEIРEÐA FARIРÁ KYNNINGU ÞAR SEM FJALLAРER UM ER UM AGAVANDAMÁL UNGLINGA? OG  HEFUR ÞÚ KYNNT 

ÞÉR UPPLÝSINGAVEFI, BÆKUR, BÆKLINGA, EÐA ANNAРUPPLÝSINGAEFNI SEM FJALLAR UM AGAVANDAMÁL UNGLINGA? ..........32 TELUR ÞÚ AРNÓG FRAMBOРSÉ AF SLÍKUM NÁMSKEIÐUM/KYNNINGUM? OG TELUR ÞÚ AРKENNARAR FÁI Í NÁMI SÍNU NÆGAN 

UNDIRBÚNING Í AРTAKAST Á VIРAGAVANDAMÁL? ...................................................................................................33

LOKAORÐ.....................................................................................................................................................................35

HVAÐA VANDAMÁL BER HÆST?........................................................................................................................................35 HVAРKOM HELST Á ÓVART? ...........................................................................................................................................36

HEIMILDASKRÁ............................................................................................................................................................37

VIÐAUKI 1: KÖNNUN Á AGAVANDAMÁLUM Í ÍSLENSKUM FRAMHALDSSKÓLUM...................................................38

Page 3: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  3

Inngangur  

Agavandamál er meðal þeirra  fjölmörgu  verkefna  sem  koma  inn  á borð  kennara  í  skólastarfi. 

Gildir þetta jafnt um grunnskólakennara og framhaldskólakennara. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir eða 

kannanir á umfangi vandans í íslenskum framhaldsskólum áður. 

Nýlega  var  gerð  rannsókn  á  hegðun  nemenda  í  nokkrum  grunnskólum  Reykjavíkur.  Að 

rannsókninni unnu Ingvar Sigurgeirsson prófessor við KHÍ og Ingibjörg Kaldalóns verkefnastjóri hjá RKHÍ. 

Kemur m.a. fram í henni að umfang agavandamála er mjög misjafnt eftir skólum. Skólar þar sem lítið er 

um  agavandamál  eiga  það  sameiginlegt  að  „þar  ríkir  jákvætt  viðhorf  til  nemenda  og  skólastarfið 

einkennist af virðingu, trausti og hlýju“.1 Annað sem þessir skólar eiga sameiginlegt er að lítil áhersla er 

lögð á refsi‐ eða punktakerfi. Nemendum er ekki vikið úr kennslustofum, heldur er frekar reynt að ræða 

málin og finna lausn á þeim vandamálum sem upp koma. Það er ekki síður merkileg niðurstaða þessarar 

rannsóknar að „í þeim skólum þar sem agavandamál eru minnst eru viðhorf til foreldra mjög jákvæð og 

mikil áhersla  lögð á öflugt  foreldrasamstarf”.2 Rannsóknin  leyddi einnig  í  ljós að  sú  tilhögun nokkurra 

skóla að opna skólana snemma á morgnana og  leyfa nemendum að  fara  inn  í stofur sínar hefur gefið 

góða raun. Með því að opna skólana snemma er hægt að byrja daginn „með rólegum hætti, án árekstra 

og með  eðlilegum  og  notalegum  samskiptum”.  Einnig  kemur  það  í  veg  fyrir  þau  vandræði  sem  geta 

skapast af því að láta nemendur bíða eftirlitslausir úti eða standa í röðum hvernig sem viðrar.3 

Í greininni „Samstarf og agi” eftir Elínu Thorarensen er mikið  lagt upp úr samvinnu kennara og 

foreldra í skólastarfinu. Samkvæmt hennar niðurstöðum skiptir það miklu máli að foreldrar beri virðingu 

fyrir því starfi sem fram fer í skólanum sem barn þeirra sækir. Sú virðing getur svo haft „mikil áhrif á það 

hve mikla virðingu nemendur bera  fyrir kennaranum og skólastarfinu”.4 Foreldrar sem  líta skóla barna 

sinna jákvæðum augum eru einnig líklegri til að vilja að vinna með kennurum að lausn þeirra vandamála 

sem upp koma. Samstarf foreldra og kennara getur reynst þeim síðarnefndu mikill stuðningur við starf 

                                                            

1 Elín Thorarensen: „Samstarf og agi” http://www.heimiliogskoli.is/utgefid_efni/greinar/  skoðað 25. apríl 2007 og Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns: „Gullkista við enda regnbogans”. 

2 Elín Thorarensen: „Samstarf og agi” http://www.heimiliogskoli.is/utgefid_efni/greinar/  skoðað 25. apríl 2007. 3 Sama heimild. 4 Sama heimild. 

Page 4: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  4

sitt.  Þetta  samstarf  kemur  þó  ekki  af  sjálfu  sér.  Sýnt  hefur  verið  fram  á  að  foreldrar  hafa  sjaldan 

frumkvæði að slíku samstarfi og því hefur frumkvæðið þurft að koma frá skólunum.5 

Edda Kjartansdóttir ræðir í grein sinni „Agi og bekkjarstjórnun. Hugmyndir tveggja heima takast 

á” um mikilvægi aðkomu foreldra að skólastarfinu, að kennarar, nemendur og foreldrar vinni saman að 

því að móta samskipti kennara og nemenda innan kennslustofunnar. Edda spyr hvort ekki væri eðlilegra 

að  kennarar  settu  sér  sjálfir og nemendum  sínum markmið um hegðun og  umgengni  í  samvinnu  við 

nemendur og foreldra frekar en að treysta á reglur settar af skólayfirvöldum.  

Edda  segir að eins og  staðan er  í dag þá þurfa nemendur að  laga  sig að  íslenskum  skólum en 

skólarnir  þurfa  ekki  að  laga  sig  að  nemendum. Hins  vegar  hafa  kröfur  um meiri  sveigjanleika  aukist 

jafnframt því sem það á að bjóða nemendum aukna þjónustu sem mætir þörfum þeirra án þess að gera 

lítið úr skoðunum þeirra. Edda segir að skólareglurnar gelymist oft og ekki gangi alltaf vel að fylgja þeim 

eftir.  Vandamál  væru  því  rædd  á  kennarafundum  þar  sem  starfsfólkið  kemst  að  sameiginlegri 

niðurstöðu. Hættan við að kennarar fylgi reglum of strangt eftir og  séu ósveigjanlegir er sú að þeir gætu 

lent í valdabaráttu við nemendur og ágreiningi við foreldra. Togstreita  milli þess að fylgja samræmdum 

reglum og að sýna sveigjanleika getur aukið líkur á streitu hjá kennaranum og tilfinningu fyrir því að þeir 

standi sig ekki í starfi.  

Bandaríski  kennslufræðingurinn  Jane  Bluestein  telur  að  skóli  sem  hefur  sameiginlega  sýn  á 

framkomu nemenda sé vænlegastur til árangurs. Það er síðan í valdi hvers kennara í slíkum skóla að setja 

nemendum sínum ramma og gera nemendum hann ljósan. Kennarinn samkvæmt Bluestein, á að þekkja 

sín eigin þolmörk og setja sér og nemendum sínum markmið um samskipti og hegðun. Hann þarf einnig 

að vita hvaða sýn skólinn sem hann vinnur fyrir hefur gagnvart nemendum, og svo vita hvað þeir sjálfir 

vilja.  Með  því  að  gera  nemandann  að  þátttakanda  í  setningu  samskiptareglna  og  skapa  jákvætt 

andrúmsloft innan skólastofunnar á hann að geta lært um þau áhrif sem hann getur haft og verða þannig 

að ábyrgari einstaklingi. Kennarinn á að geta boðið nemandanum valmöguleika og þar með gert hann 

ábyrgan  fyrir  sínum  eigin  gjörðum.  Kennarinn  þarf  að  mæta  vel  undirbúinn  í  tímann  og  gera 

framkvæmdaráætlun  sem  hann  kynnir  fyrir  nemendum  þannig  að  þeir  viti  hvar  þeirra  eigin  ábyrgð 

liggur.6    

                                                            

5 Elín Thorarensen: „Samstarf og agi” http://www.heimiliogskoli.is/utgefid_efni/greinar/  skoðað 25. apríl 2007. 6 Edda Kjartansdóttir: „Agi og bekkjarstjórnun”. http://netla.khi.is/greinar/2006/002/index.htm  skoðað 25. apríl 2007. 

Page 5: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  5

Ein  leið  til þess að  taka á agavandamálum er að beita aðferð  sem kallast á ensku Assertive discipline.  

Aðferðin byggist á því að kennarinn verðlauni nemendur  þegar þeir haga sér vel og láti þá reglulega vita 

ef þeir gera eitthvað  sem honum  líkar vel. Samkvæmt Lee Canter helsta  talsmanni aðferðarinnar,   þá 

hlýða nemendur reglum vegna þess að þeir fá eitthvað út úr því að gera það. Þessi aðferð hefur verið 

gagnrýnd af mörgum. Sumir eru þeirrar skoðunar að nemendur eigi að hlýða reglum vegna þess að það 

er rétt en ekki vegna þess að þeim sé verðlaunað eða refsað fyrir það.7  

Alfie Kohn er einn gagnrýnenda assertive discipline. Hann bendir á að jafnvel þótt að nemandinn 

hlýði þá þýðir það ekki að hann skuldbindi sig því sem kennarinn boðar honum, öðlist djúpan skilning á 

því eða breyti hegðun sinni til framtíðar. Honum hefur aðeins verið sýnt fram á hvaða afleiðingar hegðun 

hans gæti haft fyrir hann sjálfan. Kuhn mælir með því að kennarar gefi svolítið af valdi sínu til nemenda, 

láti þá sjálfa ígrunda hvað felst í réttri hegðun. Bendir hann á kennsluaðferðir Rudolfs Dreikurs, en hann 

svarar oft nemendum með frösum eins og eftirfarandi: „Það má vera að þú hafir eitthvað til þíns máls” 

og „þú gerir það sem þú telur að sé rétt”. Í skólastofu þar sem kennarinn segir nemendum hvernig þeir 

eiga  að  bera  sig  að  eru  nemendur  ólíklegir  til  þess  að  hugsa  á  sjálfstæðan  hátt.  Að  stjórna  hegðun 

nemenda  vekur ekki upp  samkennd,  ábyrgðartilfinningu  eða  ígrundandi hugsun hjá nemendum. Með 

öðrum orðum:  Til þess að hjálpa nemendum að verða að siðuðu fólki þurfa kennarar að hjálpa þeim að 

átta sig sjálfir á því hvað telst vera æskileg hegðun.8 

Þegar fjallað er um agavandamál  í skólum kemur  í  ljós að ekki eru allir sammála hvaða hegðun 

flokkast  sem  slík. Er það agavandamál þegar nemendur  setja  fætur upp á borð? Er það agavandamál 

þegar nemendur hafa kveikt á  farsímum  í  tíma? Er það agavandamál þegar nemendur eru að borða á 

meðan kennslu stendur? Bandaríski kennslufræðingurinn Dr. Thomas Gordon talar um kennara sem hafa 

ósveigjanlega  afstöðu  til  þess  hvað  sé  rétt  og  hvað  sé  rangt.  Þessum  kennurum  líkar  ekki  óvenjuleg 

hegðun  og  vilja  takmarka  hana  eftir  megni.  Nemendum  þykir  oft  slíkir  kennarar  vera  stífir  og 

drottnunargjarnir  og  reyna  því  að  sniðganga  þá  sem mest  þeir mega.  Kennarar  sem  ekki  nota  slíkar 

aðferðir  og  sýna  þeim  umburðalyndi,  eru  jafnan  vinsælir  hjá  nemendum  sínum.  Stöðug  gagnrýni 

kennarans getur valdið vanlíðan og kvíða hjá nemendum og þeir missa alla trú á því að þeir geti þóknast 

honum. Engu  síður er það breytilegt hjá öllum  kennurum  frá einum  tíma  til annars hvaða hegðun er 

viðurkennd. En hvenær á að sýna nemendum umburðarlyndi?9 Gordon segir kennara stundum finnast að 

                                                            

7 Kizlik, Bob: „Assertive Discipline Information” http://www.adprima.com/assertive.htm  skoðað 25. apríl 2007. 8 Kohn, Alfie: „Beyond Discipline” http://www.alfiekohn.org/teaching/edweek/discipline.htm  skoðað 25. apríl 2007. 9 Gordon, Thomas: Samskipti Kennara og nemenda. Bls. 33‐34. 

Page 6: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  6

þeir séu „undir þrýstingi um að þeir eigi að umbera hegðun sem þeim fellur raunverulega ekki”, en hið 

gagnstæða á einnig við.10 Í rauninni fæst ekkert einhlítt svar við þeirri spurningu hvenær kennarar eiga 

að sýna nemendum sínum umburðarlyndi og hvenær ekki.  

Við ákváðum að gera könnun á því hvernig agavandamál blasa við kennurum í framhaldsskólum 

á Íslandi. Könnun af þessu tagi sem snýr að framhaldsskólum hefur aldrei verið gerð hérlendis og vonum 

við að hér  sé um góða viðbót að ræða í ávallt þarfa umræðu um agamál í íslenskum skólum.  

Úrtakið var starfsmenn þriggja framhaldsskóla, Borgarholtsskóla, Fjölbrautarskólans við Ármúla 

og Menntaskólans á Egilsstöðum samtals 235 manns. 81 svar barst  í gegnum þar til gert vefsvæði sem 

könnunin var sett upp á og þátttakendur fóru á í gegnum tengil sem þeir fengu í tölvupósti. Svarhlutfallið 

var því um 35%. Auðveldlega gekk að fá leyfi stjórnenda í skólunum þremur til að leggja fram könnunina. 

Sömu  sögu  var  ekki  að  segja  í  öðrum  skólum.  Kennarar  eru  undir  miklu  áreyti  að  svara  ýmsum 

könnunum og taka þátt  í starfi utan kennslu. Skólarnir þrír eru allir með fjölbrautarsniði en okkur tókst 

ekki að  fá samþykki stjórnenda bekkjaskóla  til að  leggja  fram könnunina. Þegar við  tókum að vinna úr 

svörunum  kom  síðan  í  ljós að hér  var atriði  skipti máli því  við  fengum ábendingu um að munurinn á 

bekkjar‐  og  áfangaskólum  sé  nokkur.  Við  grípum  inn  í  athugasemd  sem  kennari  ritaði  í  lok 

könnunarinnar: 

...  Ég  starfa  í  tveimur  framhaldsskólum og  vinn með hópa  á ólíkum  stöðum  í náminu.  Ég hef 

einnig unnið í fjórum mismunandi skólum á síðastliðnum þremur árum. Mín reynsla er að mestu 

agavandamálin  eru  í bekkjaskólum  (tveir  af þeim  skólum  sem  ég  kenndi  í  voru bekkjaskólar). 

Núna  kenni  ég  í  tveimur  áfangaskólum  og  mestu  vandamálin  eru  í  námskeiðum  sem  allir 

nemendur þurfa að taka í upphafi náms, óháð áhugasviðum. Ég kenni NÁT123 í öðrum skólanum 

og  þar  er  ekkert  tillit  tekið  til  undirbúnings  nemenda  eða  áhugasviðs.  Þetta  er mjög  erfiður 

áfangi  sem  reynir mikið á mig  sem kennara. Mér  finnst áfanginn  illa  samsettur og ég þarf að 

kenna hann stórum hópi og ekki er gert ráð fyrir verklegum æfingum. Allur tíminn fer í að byggja 

upp  trú  nemenda  á  sjálfum  sér  því  flest  þeirra  hafa  enga  trú  á  að  þau  geti  náð  tökum  á 

námsefninu.  Í upphafi míns kennsluferils  (1984) var ég  í  svipaðri  stöðu en þar höfðu nær allir 

nemendurnir  í hópnum sama  lélega undirbúninginn og því hentaði kennslan hópnum. Núna er 

öllum blandað saman og þeir sem standa illa líður stöðugt verr því þeir sjá hvað námið er miklu 

léttara fyrir þá sem standa vel. Þessir nemendur fá stöðugt þau skilaboð að þeir séu  lélegri en 

                                                            

10 Gordon, Thomas: Samskipti Kennara og nemenda. Bls. 33‐34. 

Page 7: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  7

aðrir  [og eru þar af  leiðandi  líklegri til að valda agavandamálum].  Í hinum skólanum kenndi ég 

STÆ103  fyrir áramót. Þar var  svipað uppi á  teningnum  [...] Niðurstaða mín: Agavandamál eru 

mest  í bekkjaskólum.  Í áfangaskólunum stafa þau oftast af ónógri þjónustu við þarfir nemenda 

og illa hannaðri námsskrá. 

 

Bakgrunnur þátttakenda.11 

Eins og  áður  kemur  fram  tóku  alls 81  kennari þátt  í  könnunni,  af þeim  voru  rúmlega   39%  karlar og 

tæplega  61%  konur.  Starfsaldur  kennaranna  var mjög mismunandi,  allt  frá  því  að  vera  á  fyrsta  ári  í 

kennslu  upp  í  að  búa  yfir  25  ára  reynslu  en meðalstarfsaldur  svarenda mældist  rúm  tíu  ár.  Flestir 

kennaranna voru faggreinakennarar eða rúm 80%. 23,5% svarenda voru titlaðir deildar‐ eða stigsstjórar 

en  færri  komu úr öðrum hópum. Rétt er að geta þess að þeir  sem gegndu  fleiri en einni  stöðu  voru 

beðnir um að merkja við eins marga möguleika og áttu við þá  í viðkomandi  spurningu. Taflan hér að 

neðan sýnir skiptingu kennara eftir greinum: 

  Félagsgreinar    14 

Tungumál    14 

Íslenska     11 

Raungreinar    16 

Viðskiptagreinar  1 

Verknámsgreinar  11 

Íþróttir      3 

Annað      9 

Eins og sjá má var svarendahópurinn ekki einsleitur og er það mjög  jákvætt aðferðafræðilega séð. Við 

hefðum þó viljað að svarhlutfallið í könuninni hefði verið hærra. 

                                                            

11 Spurningar 1 – 4. 

Page 8: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  8

Kafli 1: Skilgreiningar og upplifun kennara á agavandamálum 

Hver er upplifun þín á umfangi agavandamála í íslenskum framhaldsskólum? Og Hver er upplifun þín á 

umfangi agavandamála í þínum skóla?12 

Það sem helst vekur athygli þegar svör við þessum spurningum eru skoðuð er hve mikill munur er á því 

hvort kennarar telja mikið um agavandamál í sínum skóla eða öðrum skólum. Flestir svöruðu á þann veg 

að þeim  fyndist mjög  lítið eða  frekar  lítið um agavandamál  í sínum skóla, eða um 59 %, og  rúm 17 % 

töldu agavandamál vera hvorki mikil eða lítil í sínum skóla. Færri voru hinsvegar á þeirri skoðun að lítið 

væri  um  agavandamál  annarsstaðar,  eða  tæpur  helmingur  svarenda.  Kennarar  telja  því  meira  um 

agavandamál í öðrum skólum en sínum.  

Hinsvegar taldi rúmlega  fjórðungur svarenda  (27%)   að  frekar mikið væri um agavandamál  í  íslenskum 

framhaldsskólum en það verður að  teljast nokkuð hátt hlutfall.   Örlítið  færri  svöruðu því  til að  frekar 

mikið  væri  um  agavandamál  í  sínum  skóla,  eða um  fimmtungur. Að  svo margir  telji  frekar mikið um 

agavandamál í íslenskum framhaldsskólum hlýtur að gefa tilefni til að vera á varðbergi í þessum  málum. 

 

Tafla 1: Hver er upplifun þín á umfangi agavandamála  í  íslenskum  framhaldsskólum? Og Hver er upplifun þín á umfangi agavandamála í þínum skóla?    

                                                            

12 Spurningar 5.1 og 5.2, tafla 1. 

Page 9: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  9

Enginn svarenda taldi þó að mikið væri um agavandamál þegar spurt var um aðra skóla en þeirra eigin, 

en  tveir  töldu  agavandamál  vera mikil  í  sínum  skóla.    Einn  kennari  gerði  agavandamál  almennt  að 

umtalsefni  í athugasemdum sínum og gagnrýndi m.a. skólayfirvöld og námsráðgjafa fyrir að styðja ekki 

kennara í baráttu við agaleysi: 

Kennarar  fá  lítinn/engan  stuðning  frá  fagaðilum  er  starfa  við  skólann  til  að  vita  hvernig 

bregðast skuli við agavandamálum og eru ekki „bakkaðir upp“ af skólameistara, heldur sitja 

í  súpunni  ef  þeir  reyna  að  gera  eitthvað  „róttækt“  í  vandamálum  er  eiga  sér  stað  inni  í 

kennslustofu,  s.s.  ef  nemandi  liggur  í  tölvunni,  er  á  netinu  en  ekki  að  sinna  náminu,  þá 

virðist  kennara  ekki  vera  heimilt  að  gera  tölvuna  upptæka  eða þó  ekki  sé  nema  að  loka 

henni  fyrir viðkomandi nemanda. Tölvur eru viðurkennt  tæki  til að  taka glósur, þó margir 

kennarar  séu  efins,  þar  á meðal  ég,  um  að  krakkarnir  skipuleggi  glósur  sínar  þannig  að 

tölvan  komi betur út  en  t.d.  að nemendur  séu  skyldaðir  til  að mæta með möppur  til  að 

safna saman gögnum. Eins er viðurkennt að nemendum gangi betur að læra með i.pod eða 

annað slíkt í eyrunum, sem er makalaust þar sem viðkomandi nemendur hafa ekki þroska til 

að taka tækið úr eyrunum þegar kennari er að tala um hluti sem þeir eiga að meðtaka (sem 

er  í gangi megnið af kennslustundinni). Námsráðgjafar og aðrir sem  innbyrða bull af ýmsu 

tagi eins og það er varðar leyfi fyrir notkun á i.pod í tíma, setur kennara í mikinn vanda þar 

sem þeir virðast ekki hafa  leyfi  til að banna slíkt  í skólastofunni. Sama á við um  tölvurnar 

sem „glósutæki“ en sem eru misnotaðar af þorra nemenda sem trufla þar með  líka næstu 

nemendur  við hliðina.  Ég held  að það ætti  að  líta  til  Finnlands  í þessum  efnum þar  sem 

nemendur og nám eru í mun hærri klassa en hér, en þar er líka mun stífari agi, og í fæstum 

ef nokkrum skólum leyft að tæki og tól sjáist inni í skólastofunni: tölvur, farsímar og i.pod. Í 

framhaldsskólum hér á landi eru kennarar algerlega einir á báti með að kljást við vandamál 

er upp koma innan veggja skólastofunnar og skólameistari tekur afstöðu með nemendum ef 

til klögumála koma ‐ kennarinn situr uppi með skömm og „aðvörun“ frá skólameistara, reyni 

hann að halda uppi góðum reglum í kennslustund. 

Annar kennari var þessu hjartanlega  sammála og  sagði að auðvelt væri  fyrir kennara að gefast upp á 

þessu  fengju þeir ekki  stuðning, en einnig gagnrýndi hann  skort á umræðum um málefnið  innan  síns 

skóla.  Að  lokum  notaði  einn  kennaranna  athugasemdadálkinn  til  að  koma  á  framfæri  viðhorfi  sínu 

gagnvart  tilraunum kennara  til að  fást við agavandamál:   „Að halda uppi aga  í kennslustofu er hluti af 

Page 10: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  10

starfi kennara við kennslu barna og unglinga upp að 18 ára aldri. Ég lít yfirleitt ekki á það sem vandamál 

heldur sem verkefni. Ef agi fer að verða að daglegu vandamáli þá er kominn tími til að skipta um starf.“ 

 

Miðað við þína  reynslu,  telur þú að upp komi  fleiri eða  færri  tilvik agavandamál  í kennslu þinni nú heldur en áður (m.v. t.d. fyrir 10 árum síðan)?13 

Alls töldu 47 svarendur, eða 60 %, að ástandið hefði ekkert  breyst eða frekar batnað eilítið þegar spurt 

var hvernig þróun agamála hefði verið síðustu árin. Af þeim svöruðu flestir á þá  leið að engin breyting 

hefði orðið eða 36. Einungis þrír töldu að um mun fleiri tilvik agavandamála væri að ræða nú en áður og  

27 töldu að um nokkuð fleiri tilvik væri að ræða en áður. Það eru því 40% sem telja að agavandamálum 

hafi fjölgað og er athyglisvert að skoða þessi svör í samanburði við spurningu 5.1 og 5.2 þar sem 20‐27% 

töldu frekar mikið um agavandamál.  

  

Tafla 2: Miðað við þína reynslu, telur þú að upp komi fleiri eða færri tilvik agavandamál í kennslu þinni nú heldur en áður (m.v. t.d. fyrir 10 árum síðan)? 

 

 

                                                            

13 Spurning 6, tafla 2. 

Page 11: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  11

  

Tafla 3: Hversu oft myndir þú segja að þú þurfir að jafnaði að taka á agavandamáli meðal þinna nemenda? 

Hversu oft myndir þú segja að þú þurfir að jafnaði að taka á agavandamáli meðal þinna nemenda?14 

Það er svolítið álitamál hvernig á að túlka svörin við þessari spurningu. Hvað er t.d. mikið eða lítið, hvað 

er oft og hvað er sjaldan? Við gáfum ekki þessa möguleika upp  (þ.e. oft  , sjaldan, aldrei o.s.frv.)   sem 

svarmöguleika,  en  töldum  að  nákvæmara  væri  að  tilgreina  hve  oft  kennarar  þyrftu  að  taka  á 

agavandamálum á tilteknu tímabili. Þeir möguleikar sem við gáfum upp voru á hverjum degi, einu sinni í 

viku eða oftar, einu sinni í mánuði, einu sinni á önn eða sjaldnar en einu sinni á önn. Síðan er auðvitað 

túlkunaratriði hvað fólki finnst mikið og hvað lítið. Þó má sjá ákveðna hneigð í þessu. Um 65% svarenda 

töldu að þeir þyrftu að taka á agavandamálum einu sinni  í mánuði eða sjaldnar. Einungis þrír töldu að 

þeir þyrftu að taka á þeim á hverjum degi.   Tæp 37 % töldu að þeir þyrftu að taka á þeim einu sinni  í 

mánuði  og  um  35 %  einu  sinni  í  viku  eða  oftar.  Þessi  spurning  var  reyndar  aðeins  gölluð  þar  sem 

svarmöguleikarnir einu sinnu  í viku eða oftar og á hverjum degi sköruðust en  líklegast hafa svarendur 

gert sér grein fyrir að fyrri möguleikinn þýddi í raun einu sinni til fjórum sinnum í viku og sá síðari fimm 

daga vikunnar. 

                                                            

14 Spurning 12, tafla 3. 

Page 12: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  12

Næsta  spurning    var  skyld  þessari  spurningu,  þar  sem  spurt  var  hvort  kennarar  hefðu  upplifað  að 

kennslustund  hefði  farið  algerlega  út  um  þúfur  vegna  slæmrar  hegðunar  nemenda.15  Yfirgnæfandi 

meirihluti, eða  um 96% svaraði því til að það hefði aldrei gerst eða sjaldan. Þrír sögðu að það hefði gerst 

oft hjá sér. Enginn svaraði því til að það hefði gerst mjög oft.  

 

Tafla 4: Hefur einhver kennslustund þín farið algjörlega í súginn vegna slæmrar hegðunnar nemanda/nemenda? 

 

Hversu mikið vandamál telur þú eftirfarandi atriði vera í framhaldsskólum?16 

Í  þessari  spurningu  var  verið  að  kanna  á  hvaða  sviðum  aga  nemenda  væri  helst  ábótavant. 

Niðurstöðurnar eru teknar saman í töflunni hér á næstu síðu. Það má lesa ýmislegt út úr henni. 

Gaman er   að sjá að aðeins rúmlega 6% svarenda   virðist telja að ókurteisi gagnvart starfsfólki 

skólans  og  samnemendum  sé  vandamál  í  framhaldsskólum.  Að  sama  skapi  virðist  ekki  vera 

mikið um að nemendur  séu með  fíflagang  í  kennslustundum og munnsöfnuð  við  kennara og 

samnemendur. Umgengni nemenda um skólahúsnæði virðist þó vera töluvert vandamál að mati 

þátttakenda.  Vandamálið  í  framhaldsskólunum  virðist  þó  almennt  ekki  vera  bein  „óþekkt“ 

                                                            

15 Spurning 13, tafla 4. 16 Spurning 11, tafla 5. 

Page 13: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  13

nemenda heldur af allt öðrum  toga. Þetta er  í samræmi við könnun  Ingvars Sigurgeirssonar á 

agavandamálum  í  grunnskólum  í  Reykjavík,  þ.e.a.s.  þetta  virðast  vera  sömu  vandamál  og 

kennarar á unglingastigi í grunnskólum landsins eiga við að etja.17 

                                                            

17 Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns: „Gullkista við enda regnbogans”, bls. 29. 

Page 14: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  14

 

Tafla 5: Hversu mikið vandamál telur þú eftirfarandi atriði vera í framhaldsskólum? 

Page 15: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  15

Stærsta vandamálið virðist vera að nemendur mæta illa undirbúnir í tíma, þjást af einbeitingar‐ 

og athyglisskorti, skila ekki heimaverkefnum,  og eru óstundvísir. Það vekur athygli að tæplega 

31% svarenda telja ritstuld nemenda mikið eða mjög mikið vandamál, rúmlega 37% merktu við 

hvorki né  í þessum  lið og 35% segja ritstuld vera  lítið eða ekkert vandamál. Þetta er greinilega 

eitthvað sem kennarar verða að vera vakandi fyrir. Það virðist eins og svarendur meti það sem 

svo að agaleysi nemenda gagnvart náminu sjálfu sé töluvert vandamál í framhaldsskólum. Einn 

kennari hafði t.d. þetta að segja um þessi mál:    

Aðalvandamál  framhaldsskóla  í dag  ‐ held ég  ‐ er að nemendur  taka námið ekki 

alvarlega  ‐ vinna ekki heima og mæta  illa. Margir detta því úr skóla.   Vinna með 

námi of mikil.  Foreldrar eru þátttakendur  í þessu, þeir taka nám barna sinna ekki 

alvarlega.  Það  þarf  einnig  að  skoða  einkunnagjafir  kennara,  nemendur  eru  að 

komast upp úr áföngum án þess að hafa unnið verkefni, aðeins með því að ná 5 á 

lokaprófi. Þar sem ég er með  símat í  öllum mínum áföngum þá ná nemendur ekki 

áföngum  nema  vinna  reglulega  (skila  verkefnum  á  réttum  tíma)  og  taka  þátt  í 

hópverkefnum. Ég er með alla mina áfanga  í kennsluumhverfi  (MOODLE) og það 

hjálpar verulega til við að stjórna vinnunni og setja fram skýr skilaboð um hvað á 

gera og hverju á að skila. Nemendur fá einkunnir strax eftir verkefnaskil. Ég tel að 

það þurfi að auka kennslu  í þessum kennsluhugbúnaðarforritum  í kennaranámi á 

Íslandi. Ég  fæ  í æfingakennslu nemendur  sem eru ófærir  í að  setja efni á vef og 

hafa litla sem enga þekkingu á notkun kennsluhugbúnaðar. Það er ekki nóg að geta 

sett inn textaskjal. Þessi forrit hafa mikla möguleika í að stjórna námi nemenda og 

styðja  við  einstaklingsbundið  nám.  „Agavandamálin“    sem  ég  glími  við  eru  nær 

eingöngu tengd því að nemendur skila ekki verkefnum og vinna lítið af heimavinnu. 

Þetta  hefur  lagast  eftir  að  ég  fór  að  setja  allt  efni,  allar  skiladagsetningar  og 

einkunnir  í  kennsluumsjónarkerfi.  Nemendur  eru  í  mun  betra  sambandi  við 

kennarann.  

Tæplega 51% svarenda telur að notkun tækja eins og farsíma, tölva og mp3‐spilara sé mikið eða 

mjög mikið vandamál  í  íslenskum  framhaldsskólum  í dag. Um  fjórðungur þeirra  sem  svöruðu 

Page 16: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  16

þessum  lið  spurningarinnar  töldu  tækjanotkun  lítið eða ekkert vandamál.   Áður var vitnað  til 

orða eins kennara sem sagði þá vera  í mjög erfiðri stöðu gagnvart tölvunotkun nemenda, þeir 

hefðu  of  lítil  úrræði  til  að  takmarka  notkun  þeirra  í  kennslustundum  þar  sem  tölvur  væru 

viðurkennt glósutæki. Skólastjórnendur sýndu kennurum ekki stuðning í þessu máli og því væri 

erfitt  að  setja  stífar  reglur  um  tækjanotkun  í  kennslustundum.  Vildi  hann  að  horft  yrði  til 

Finnlands  í þessum málum, þar sem  í flestum skólum eru reglur um þessi mál og því sjást ekki 

tæki  sem  trufla  kennsluna  í  skólastofum.  Annar  kennari  sagði:  „Auðvelt  er  fyrir  kennara  að 

„gefast upp“ á uppeldinu og agastjórnun ef yfirmenn  í deildum sýna ekki stuðning við kennara 

s.s. að loka á Internetið en algjörlega vantar umræðu um slíkt í mínum skóla.”  

Það  virðist  sem  þessir  tveir  kennarar  sem  vitnað  var  í  hér  að  framan  standi  nokkuð 

ráðþrota gagnvart þessum vanda og óski eftir samræmdum reglum að ofan um notkun tölva  í 

kennslustundum. Annar þátttakandi  í könnuninni  skrifaði  í athugasemd;  „kennarar gera mjög 

mismunandi  kröfur  um  æskilega  hegðun.  Samræming  á  því  er  líklega  víða  vanrækt  af 

stjórnendum.”  Þetta  er  nokkuð  áhugavert.  Einhverjir  kennarar  virðast  líta  þannig  á  að 

samræmdar reglur gætu breytt einhverju í agastjórnun. Ætli þetta sé almenn ósk kennara? Það 

er vafalaust erfitt að vera einn af fáum kennurum sem ekki leyfir tækjanotkun í kennslustundum 

sérstaklega  ef  stjórnendur  skólans  styðja  ekki  kennarann  í  banninu.  Sú  staðreynd  að  51% 

kennara  líta þannig á að notkun tækja  í kennslustundum sé mikið eða mjög mikið vandamál  í 

framhaldsskólum hér á landi kallar a.m.k. á umræðu um þetta mál. 

Þótt  tækjanotkun  nemenda  í  kennslustundum  virðist  vera  vandamál,  að mati margra 

svarenda, benda svör þátttakenda þó ekki til þess að vinna nemenda í skólanum sé í uppnámi. 

Það er þó spurning hvort kennarar vilji ekki vera  jafn harðir  í mati sínu á þessum þáttum þar 

sem vinna nemenda í tímum veltur auðvitað frekar á frammistöðu kennarans en t.d. heimanám 

og stundvísi. Reyndar er áberandi hvað þátttakendur virðast skiptast í tvo hópa þegar margar af 

spurningunum  sem  tengjast  þessum  þætti  eru  skoðaðar.  Tæplega  39%  svarenda  telja  t.d. 

skvaldur í kennslustundum lítið eða ekkert vandamál en tæplega 34% telja það mikið eða mjög 

mikið vandamál. Varðandi  lélega þátttöku  í hópvinnu  í kennslustundum telja 37,5%   svarenda 

hana  vera  lítið  eða  ekkert  vandamál  en  rúmlega  41% þeirra  telja hana  vera mikið  eða mjög 

Page 17: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  17

mikið  vandamál  í  framhaldsskólum  í  dag.  Persónulega  höfum  við  nokkur  sem  unnum  þetta 

verkefni einmitt lent í erfiðleikum með að fá nemendur til að starfa í hópum í kennslustundum 

og því vildum við kanna hvort þessir kennarar yrðu almennt varir við þetta vandamál og  svo 

virðist vera þótt margir virðist einnig álíta að þetta sé ekki stórt vandamál. Í spurningu um það 

hvort nemendur héldust illa að verki í kennslustundum sögðu rúmlega 33% að það væri lítið eða 

ekkert vandamál, en rúmlega 37% sögðust upplifa það sem mikið eða mjög mikið vandamál.  

Svörin  við  þessari  spurningu  almennt  gefa  áhugaverða mynd  af mati  þátttakenda  á 

agavandamálum í framhaldsskólum í dag og gefa e.t.v. tilefni til frekari rannsókna og umræðna. 

Það  ber  þó  að  hafa  í  huga  eins  og  einn  þátttakandi  tók  fram  að  agavandamál  virðast  vera 

misjafnlega mikil  frá ári  til árs. Myndin  sem við erum að  fá hér er þó auðvitað bara upplifun 

kennara  á  þessum  málum  þessa  stundina  en  niðurstöður  benda  til  þess  að  aga  nemenda 

gagnvart námi sínu sé ábótavant.  

Page 18: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  18

Kafli 2: Agavandamál út frá kyni og aldri  

Finnst þér vera munur á hegðun/aga nemenda á aldrinum 16‐18 ára annars vegar og þeirra sem eru 

eldri  en  18  ára  hinsvegar? Og  ef  já  við  síðustu  spurningu  þá  í  hvorum  hópnum  eru  agavandamál 

algengari?18 

Það er algeng skoðun í samfélaginu og kannski þekkt sannindi að unglingar breytast mikið og þroskast á 

árabilinu  frá 16‐ 20 ára.  Í  ljósi þessa  fannst okkur  tilvalið að athuga hvaða  reynslu kennarar hefðu af 

þessum aldurshópi og settum upp spurningu þar sem við skiptum þessu í tvö aldursbil, frá 16‐18 og 18‐

20. Það vakti athygli okkar hve afgerandi niðurstaða  fékkst við þessum  spurningum. 92,5 %  svarenda 

fannst vera munur á hegðun/aga nemenda milli aldurshópanna. 7,5 %  fannst það ekki,  svo að hér er 

nánast einróma niðurstaða. Svör við seinni spurningunni voru enn meira afgerandi,  rúm 98%  töldu að 

meira væri um agavanda hjá yngri hópnum en einungis 1,35 % hjá hinum sem eldri eru.  

   

Tafla 6: Finnst þér vera munur á hegðun/aga nemenda á aldrinum 16‐18 ára annars vegar og þeirra sem eru eldri en 18 ára, hins vegar? 

                                                            

18 Spurningar 9 og 10, töflur 6 og 7. 

Page 19: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  19

 

Tafla 7: (Ef svarið við síðustu spurningu var „Já“): Í hvorum hópinum telur þú agavandamál algengari? 

Kynjaskipting19 

Um  40%  kennara  telja  að  jafnt  sé  komið  á  milli  kynjanna  hvað  varðar  hlutfallaskiptingu  fjölda 

agavandamála. 30% kennara telja þó að strákar eigi sök á 50‐70% vandamála og 29% segja þá eiga sök á 

60‐80%, á meðan samanlagt hlutfall  þeirra sem telur að stelpur eigi sök á meira en 50% agavandamála 

nær ekki nema rúmlega 3%. Heil 38% kennara telur hins vegar að stelpur séu valdar að minna en 30% 

agavandamála  í  heild.  Sérstaka  athygli  vekur  að  4%  kennara  telja  stráka  eiga  hlut  í minna  en  10% 

vandamála og má  spyrja  sig hvort þar  sé um að  ræða greinar  sem eru yfirleitt  taldar höfða  frekar  til 

karlkynsins, eins og til dæmis verknáms‐ og iðngreinar. Út frá lestri þessara talna virðist afar augljóst að 

strákar  séu mun meira  til vandræða en  stelpur hvað varðar agamál á  framhaldsskólastigi en þó vekur 

athygli að um 40% kennara telji jafnt á komið með kynjunum hvað þetta varðar. Þessar niðurstöður eru 

sérstaklega áhugaverðar ef þær eru bornar saman við  rannsókn  Ingvars Sigurgeirssonar og  Ingibjargar 

Kaldalóns þar  sem drengir eru taldir 81% þeirra sem eiga við hegðunarvandkvæði að stríða en reyndar 

er hlutfall drengja  í þessum hópi  lækkandi eftir því sem þeir eru eldri. Talan er  t.d. 84% á neðsta stigi 

grunnskólans.20 

                                                            

19 Spurningar 7 og 8. 20 Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns: „Gullkista við enda regnbogans“, bls. 31. 

Page 20: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  20

Kafli 3: Álit kennara á viðbrögðum  og fyrirbyggjandi  aðgerðum gegn agavandamálum 

 

Hversu mikil áhrif heldur þú að framkoma kennara hafi á hegðun nemenda og hversu mikil áhrif telur 

þú að fjölbreyttar kennslu aðferðir geti haft á hegðun nemenda?21  

Flestir  telja að  framkoma  kennara hafi mikil eða mjög mikil áhrif á hegðun nemenda, eða  tæp 90 %. 

Liðlega  10 %  nefndu  að  framkoma  hefði  einhver  áhrif  en  enginn  að  hún  hefði  engin  áhrif  á  hegðun 

nemenda. Þetta er  í samræmi við aðrar kannanir á þessu sviði,  t.d. um hugmyndir nemenda um hvað 

það  er    sem  einkennir  góðan  kennara  en  þar  eru  persónulegir  þættir  í  fyrirrúmi  (kennari  sé 

skemmtilegur, hress, sanngjarn o.s.frv.).  

 

Tafla 8: Hversu mikil áhrif heldur þú að framkoma kennara hafi á hegðun nemenda og hversu mikil áhrif telur þú að fjölbreyttar kennslu aðferðir geti haft á hegðun nemenda? 

Það kom einnig fram í athugasemd eins kennara að „reynsla og hegðun kennara hefðu úrslitaáhrif“ eins 

og það var orðað. Þá kom  fram  í athugasemd annars kennara að nemendur beinlínis kölluðu eftir aga 

eða eins og viðkomandi orðaði það:   „Ekki láta ungling sem er að mæta í framhaldskóla fá tilfinninguna 

og það sé ekki agi  í skólanum. Þau vilja aga.“ Enn einn kennari stillti þessu síðan upp eins og kennarar                                                             

21 Spurningar 19 og 20, tafla 8. 

Page 21: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  21

væru  andstæðingar  nemenda;  „Samráð  og  samstaða  kennara  hjálpar mjög.  Stök  borð  getur  hjálpað. 

Skýrar reglur. Yfirleitt afdráttarlaus bönn. Kennari má aldrei slaka á“. Þetta er nú kannski fulllangt gengið 

að  okkar  mati,  en  sýnir  kannski  í  hvaða  klemmu  kennarar  geta  komist,  eða  hve  samskiptin  eru 

margbreytileg og starfið kröfuhart. Annar kennari kom að þessu atriði, og spurði  í hvaða stöðu kennari 

væri eiginlega: „Mjög margir kennarar [eru] óöruggir varðandi framkomu við nemendur. Kennarar eiga 

erfitt með að staðsetja sig, jafningjar, yfirmenn...“.  

Af þessu má ráða hve ólík viðhorf kennarar hafa til starfsins og hvernig þeir upplifa agavandamál 

í framhaldsskólanum. Eins og áður segir, telja margir kennarar vandann vera töluverðan, og þá er hægt 

að  velta  fyrir  sér  ástæðunum  sem  einn  þeirra  gerði:    „Mér  finnst  kennarar  (og  ég)  hafa  gefið  eftir  í 

agastjórnun í tímum. Mér finnst við (ég) líða nemendum meira, mér finnst ég gera minnkandi kröfur til 

nemenda. Ég  sakna þess að kennarar  ræði  saman um þessi mál“. Greinilegt er að þessi kennari hefur 

áhyggjur af ástandi agamála, en einnig af minnkandi námskröfum til nemenda. Þegar spurt var um áhrif 

fjölbreyttra kennsluaðferða á hegðun nemenda nefndi nokkuð minna hlutfall, eða  rúm 70% nefndi að 

fjölbreyttar kennsluaðferðir hefðu mikil eða mjög mikil áhrif á hegðun þeirra. Hinsvegar taldi fjórðungur 

svarenda  að  fjölbreytni  skipti einhverju máli. Kennarar  telja því að  framkoma og  fas  kennarans  skipti 

meira máli en fjölbreytni í kennsluaðferðum. 

Hvað í fari kennara telur þú líklegast til að vinna gegn agavandamálum?22 

 

Í  spurningu  21  var  spurt  um  hvaða  þættir  í  fari  kennara  væru  líklegastir  til  að  vinna  gegn 

agavandamálum. Eftir á  sáum við að e.t.v. hefði verið heppilegra að orða þessa spurningu á annan veg 

t.d. að spyrja; „hversu mikil áhrif telur þú að eftirfarandi eiginlegar kennara hafi þegar kemur að því að 

halda uppi aga  í skólastofunni?“ Það hefði a.m.k verið meira  í takt við svarmöguleikana sem boðið var 

upp á.   Reyndar eru  fjölbreyttar kennsluaðferðir heldur ekki eiginleiki   en sá  liður  fékk að  fljóta þarna 

með.  Þótt spurninguna hefði e.t.v. mátt orða betur hafa flestir  væntanlega gert sér grein fyrir hvað var 

verið  að  biðja  um  í  henni.  Einn  kennari  sagði  í  athugasemdum:  „Fyrst  þarf  að  aga  sjálfan  sig... 

...kennarinn  sem  sagt.“  Ef  til  vill hefði því mátt  spyrja  í þessari  spurningu hversu mikilvægur  sjálfsagi 

kennara skipti til að vinna gegn agavandamálum meðal nemenda. 

                                                            

22 Spurning 21, tafla 9. 

Page 22: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  22

 

Tafla 9: Hvað í fari kennara telur þú líklegast til að vinna gegn agavandamálum? 

Page 23: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  23

Þegar svörin eru skoðuð kemur  í  ljós, eins og sjá má á framangreindu stöplariti, að  langstærstum hluta 

svarenda þykir  allir þeir þættir sem spurt var um skipta miklu eða mjög miklu máli þegar kemur að því 

að halda uppi aga. Fjölbreyttar kennsluaðferðir, þekking, raddbeiting, kurteisi hjálpsemi og ákveðni voru 

einu þættirnir sem einhverjir töldu að hefðu  lítil áhrif í þessu samhengi en það voru aldrei fleiri en tveir 

svarendur  sem  töldu  einhvern  þessara  þátta  hafa  lítil  áhrif.  Ákveðni  og  raddbeiting  voru  síðan  einu 

þættirnir   sem merkt var við að skiptu engu mái en þar merkti aðeins ein manneskja við hvorn. Athygli 

vekur að aðeins 68 af þeim sem svöruðu könnuninni völdu að svara því hverju umhyggja skipti  í þessu 

samhengi. Þetta var eini eiginleikinn sem  fáir völdu að meta og má geta sér  til um að svarendum hafi 

fundist þessi  spurning óviðeigandi af einhverjum ástæðum. Okkur þykir þó ekkert út í hött að umhyggja 

fyrir nemendum geti skipt máli um hversu gott samband er á milli kennara og einstakra nemenda og það 

geti  síðan aftur haft áhrif á aga. Þeir sem svöruðu þessum lið á annað borð virðast líka hafa verið á sama 

máli en 65 af þeim 68 sem svöruðu honum eða rúmlega 95,5 %   töldu þennan eiginlega hafa mikil eða 

mjög mikil  áhrif.  Svarendur  virðast meta  það  sem  svo  að  það  sem  skipti mestu  í  fari  kennara  þegar 

kemur að því að vinna á móti agavandamálum sé að þeir sýni af sér samskiptahæfni, umhyggjusemi og 

kurteisi. Af þessum þremur þáttum skorar samskiptahæfnin hæst en það er auðvitað mjög vítt hugtak og 

nær utan um aðra þætti sem verið er að spyrja um eins og t.d. kurteisi. Raddbeiting kennarans er   að 

mati svarenda það sem hefur minnst áhrif á agann. 

 

Hefur  þú  þurft  að  vísa  nemanda  úr  kennslustund  vegna  agavandamála  og  hefur  þú  þurft  að  hafa 

samband við foreldri vegna agavandamála?23 

Rúm 97 % svarenda nefna að  þeir hafi sjaldan eða aldrei þurft að vísa nemanda úr kennslustund vegna 

agavandamála. Stærstur hluti þeirra valdi þó valkostinn  sjaldan  sem þýðir að þeir hafa einhvern  tíma 

þurft að vísa nemanda úr tíma. Einungis 2,5% (tveir kennarar) nefna þó að það hafi gerst oft hjá þeim. 

Yfirgnæfandi meirihluti, eða 98 % höfðu aldrei eða  sjaldan þurft að hafa  samband við  foreldra vegna 

agavandamála en einungis einn kennari hafði þurft að gera það.   Við úrvinnslu kom  í  ljós að  í þessari 

spurningu vantaði að boðið   væri upp á svarmöguleikann „nokkuð oft“.   Það hversu oft kennarar hafi 

þurft að hafa  samband við  foreldra vegna agavandamála  segir heldur  í  raun ekkert endilega neitt um 

umfang agavandamála heldur gæti frekar verið staðfesting á niðurstöðum  í töflu 13 þar sem  í  ljós kom 

                                                            

23 Spurningar 22 og 23, tafla 10. 

Page 24: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  24

að kennarar virðast almennt ekki vera  í miklu sambandi við foreldra nemenda sinna sem ekki hafa náð 

18 ára aldri. 

 

Tafla 10: Hefur þú þurft að vísa nemanda úr kennslustund úr kennslustund vegna agavandamála? Og hefur þú þurft 

að hafa samband við foreldra nemanda vegna agavandamála? 

 

Tafla 11: Telur þú að brottvísun úr kennslustund skili sér í bættri hegðun nemenda? 

Page 25: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  25

Telur þú að brottvísun úr kennslustund skili sér í bættri hegðun nemenda?24 

Hérna skiptust svörin nokkuð jafnt milli ólíkra möguleika. Flestir eða 38 % töldu að slík aðgerð skilaði sér 

aðeins tímabundið. Nokkuð  lægra hlutfall eða um þriðjungur, taldi að þetta skilaði engu, en 29% töldu 

brottvísun  skila bættri hegðun  til  lengri  tíma. Hve margir kennarar  telja þetta  í  raun  skila einhverjum 

árangri  er   nokkuð  athyglisvert  enda  ef  til  vill hér  á  ferð  sú  aðferð  sem nærtækast  er  að  grípa  til  ef 

nemandi truflar kennslu.    

Hvað þarf að gerast til þess að þú vísir nemanda úr kennslustund?25 

 

Hér gátu kennarar merkt við eins marga möguleika og þeir vildu. Við athuganir á svörum kemur vel í ljós 

að spurningin gefur gott dæmi um það hversu misjafnlega einstakir kennarar geta  lagt  línur sínar hvað 

agareglur varðar og ekki síður hvernig kennurum er í raun í sjálfsvald sett hversu sterka hegðun nemandi 

þarf að sýna til að verðskulda ákveðna refsingu. Út frá þessu vaknar spurningin hvort skýrar, samræmdar 

og  yfirlýstar  agareglur  frá  til  dæmis  skólastjórn  varðandi  það  að  ákveðin  hegðun  þýði  skilyrðislausan 

brottrekstur úr kennslustund gæti haft sterk áhrif til minnkunar agavandamála þeirra sem áður er  lýst, 

og um leið einfaldað starf kennara hvað agastjórnun varðar, til muna.  

68% svarenda segjast myndu vísa nemanda úr kennslustund ef hann truflar aðra nemendur  ítrekað, og 

43% segjast gera slíkt hið sama ef nemandi svarar honum með skætingi.  41% vísa nemendum út ef þeir 

neita að fara eftir fyrirmælum, 35% ef nemandi neitar að gera verkefni og 14% beita þessu örþrifaráði ef 

nemandi neitar að starfa með öðrum nemendum í hóp. Einungis 5% kennara vísa nemanda úr tíma fyrir 

að mæta illa. Heil 21% segjast hins vegar aldrei myndu reka nemanda úr kennslustund og segir það ef til 

vill meira  en mörg orð um  fjölbreytileika  viðhorfa,  á  sama  tíma og  aðrir  vísa nemendum úr  tíma,  til 

dæmis, fyrir að svara sér með skætingi. Aðrar ástæður sem kennarar sjálfir nefndu og þeir töldu réttlæta 

brottrekstur voru meðal annars iðkun tölvuleikja, svefn nemenda, að mæta án námsbókar, stöðugar sms 

sendingar og salernisferðir sem taka lengri tíma en tíu mínútur. Svörin við þessari spurningu gefa einnig 

gott dæmi um það hvers fjölbreytileg agavandamálin geta verið sem kennarar  í framhaldsskólum þurfa 

oft að takast á við í stað þess að geta fullnýtt krafta sína í sjálfa kennsluna. 

                                                            

24 Spurning 24, tafla 11 25 Spurning 25. 

Page 26: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  26

Að hve miklu leyti telur þú að kerfi sem er við lýði í þínum skóla, er varðar fjarvistir nemenda skili sér í 

betri mætingu og stundvísi nemenda?26 

Stærstur hluti svarenda var þeirrar skoðunar að punktakerfi skilaði litlu, eða tæp 40%. 32% töldu að það 

skilaði hvorki miklu né litlu. 34% töldu hins vegar slíkt kerfi skila miklu og tæp 4 % að það skilaði engu. Í 

þessu  sambandi má  nefna  að  áður  hefur  komið  fram  að  á meðal mestu  agavandamálanna  að mati 

svarenda könnunarinnar er óstundvísi nemenda en um 58% þeirra töldu hana vera mikið eða mjög mikið 

vandamál þeirra á meðal. 

   

Tafla 12: Að hve miklu leyti telur þú að kerfi sem er við lýði í þínum skóla, er varðar fjarvistir nemenda skili sér í betri mætingu og stundvísi nemenda? 

Einn  kennari  nefndi  í  athugasemdum  að  hann  teldi  grundvallaratriði  að  farið  væri  eftir 

mætingarkerfinu, annars teldu samviskusamir nemendur sér mismunað. Samkvæmt þessu er því ljóst að 

vandinn getur smitað út frá sér og haft áhrif út fyrir þann hóp sem er til vandræða. 

Hjá einum kennara kom fram athyglisvert sjónarhorn hvað varðar brottvísanir úr tíma og notkun 

fjarvistakerfis til hvatningar nemenda, þar sem skilningur í garð nemenda og samkomulag við þá virðast 

allsráðandi: 

                                                            

26 Spurning 26, tafla 12 

Page 27: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  27

Vísa ekki úr tíma ‐ gef hins vegar einstaka nemendum frí því „uppgefnir“ nemendur eru oft 

að koma  í kennslustundir einungis til að fá ekki skróp og skiptir þá engu máli fyrir þá hvað 

þeir gera eða hvað kennari gerir. Gef þeim þá stundum kost á „námsleyfi“ frá tímanum svo 

aðrir nemendur  fái vinnufrið. Forgangsröðun nemenda á vinnudegi sínum/tímastjórnun er 

oft óljós eða öfug miðað það sem kennari/skóli gerir kröfu um. Oftast skiptir því  litlu máli 

hvernig/hvað  er  gert  svo  lengi  sem  almenn  tímastjórnun  nemenda  er  engin  eða  þegar 

nemendur stjórnast af öðrum þáttum og skólinn kemur í þriðja og fjórða sæti. 

  Og áfram fjallar sami kennari um mætinguna: 

  ...þau agavandamál sem að mér snúa eru léleg mæting. Lítið hægt að lesa sér til um það. Í 

staðinn  nota  ég  fyrirbyggjandi  aðgerðir:  Læt  mætingu  og  vinnu  í  tíma  gilda  mikið  til 

lokaeinkunnar  og  verðlauna  þau  fyrir  góða  mætingu  (95%)  með  þægilegra  lokaprófi 

(heimaprófi).  

  

 

Tafla 13: Hversu mikil myndir þú segja að tengsl þín væru við  foreldra þeirra nemenda sem eru yngri en 18 ára?

Page 28: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  28

Hversu mikil myndir þú  segja að  tengsl þín væru  við  foreldra þeirra nemenda  sem eru yngri en 18 

ára?27 

Rétt rúmur meirihluti svarenda segir tengsl sín við foreldra vera  lítil og rúm 25 % segir þau vera engin. 

Þetta gerir alls rúm 75 % sem verður nú að teljast fremur mikið. Liðlega 21 % nefndu að tengslin væru 

sæmileg  en  einungis  1,3 %  að þau  væru mikil.  Ekki  sáum  við  ástæðu  til  að  greina þarna  á milli  eftir 

aldurshópum  nemenda.  Þessi  niðurstaða  er  hinsvegar  skýr  og  gefur  örugglega  tilefni  til  frekari 

rannsóknar  á  þessu  að  okkar mati.  Eða  einhverrar  naflaskoðunar  af  hálfu menntayfirvalda.  Er  þetta 

kannski skýring á hluta brottfalls úr framhaldsskólum? Rannsóknir hafa sýnt að nemendur vilja hæfilegt 

aðhald og aga, og það er  skoðun  rannsóknarhöfunda að þarna  sé pottur brotinn, en ef þessu verður 

kippt í liðinn og nemendur finna að skólinn og foreldrar hafa áhuga á að þeim gangi vel þá ætti það að 

hvetja þau  til dáða. Þetta er merkileg niðurstaða  í  ljósi  tengsla  sem  rannsókn  Ingvars  Sigurgeirssonar 

sýndi á sambandi góðs samstarfs foreldra og skóla og góðs ástands í agamálum.28 

                                                            

27 Spurning 18, tafla 13 28 Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns: „Gullkista við enda regnbogans“, bls. 71. 

Page 29: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  29

Kafli 4: Þjálfun og endurmenntun kennara í meðferð agavandamála 

 

Hefur þú þróað með þér einhverjar aðferðir til þess að takast á við agavandamál? Og ef já: Byggir þú 

aðferðir þínar á eigin reynslu eða viðurkenndum aðferðum?29 

Rúm 70 % sögðust hafa þróað með sér aðferðir til að takast á við agavandamál. Hinsvegar nefna yfir 27% 

að þeir hafi ekki þróað með sér sérstakar aðferðir til þess arna og það finnst okkur heldur lág tala. Þetta 

hlýtur  að  vekja  nokkra  athygli  og  spurning  er  hvernig  þessir  kennarar  líta  yfir  höfuð  á  málið. 

Einhvernveginn  finnst manni  sjálfsagt  að  allir  kennarar  hafi  þróða með  sér  einhverjar  aðferðir  til  að 

takast á við agavandamál. Vekur upp spurningu hvort þeir hafi eitthvað misskilið spurninguna, hvort þeir 

hafi talið að til að svara henni  játandi hafi þeir þurft að fara á námskeið eða þessháttar. Finnst það þó 

ólíklegt. 

 

Tafla 14: Hefur þú þróað með þér einhverjar aðferðir til þess að takast á við agavandamál?  

Þeir  sem  svöruðu  spurningu  14    játandi  gátu  svarað  spurningu  15, og þar  kemur  í  ljós  að  tæp  60 % 

svarenda segjast nota aðferðir sem byggja bæði á eigin reynslu og viðurkenndum aðferðum. Þetta þarf 

kannski ekki að koma á óvart, líklega hafa einhverjir tekið námskeið sem fjalla um hegðun nemenda, en 

                                                            

29 Spurningar 14 og 15, tafla 14 og 15. 

Page 30: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  30

kannski  tengja þeir kennarar  sem eru með kennsluréttindi þetta við  réttindanámið. Ekki er þó víst að 

kennarar  með  réttindi  hafi  endilega  lært  mikið  um  hegðun  nemenda.  Þetta  kemur  einmitt  fram  í 

athugasemdum eins kennara, sem furðaði sig á því að ekki væri kennt um hvernig taka ætti á þessum 

málum  í  kennslufræðinni.  Þá  segjast  rúm  35  %  einungis  byggja  á  eigin  reynslu  þegar  kemur  að 

agavandamálum en ekki viðurkenndum aðferðum. Einungis þrír segjast byggja eingöngu á viðurkenndum 

aðferðum. Þetta þarf  kannski ekki  að  koma  á óvart,  kennarar  takast  auðvitað  á  við  svo mörg og ólík 

tilfelli  að  ekki  er  hægt  að  kenna  um  það  allt  í  bókum,  en  flestir  byggja  bæði  á  eigin  reynslu  og 

viðurkenndum aðferðum. Erfitt er að sjá fyrir sér að byggja á viðurkenndum aðferðum eingöngu í þessu 

starfi. Hinsvegar bjóst maður kannski við því að  fleiri myndu krossa við möguleikann að byggja bæði á 

eigin reynslu og viðurkenndum aðferðum vegna eðlis starfsins.  

 

Tafla 15: Byggir þú aðferðir þínar á eigin reynslu eða viðurkenndum aðferðum? 

Hefur  þú  þróað með  þér  einhverjar  aðferðir  til  að  fyrirbyggja  agavandamál?  Og  ef  já:  Byggir  þú 

aðferðir þínar á eigin reynslu eða viðurkenndum aðferðum?30 

Yfirgnæfandi meirihluti svaraði spurningunni  játandi eða 76 %. Tæp 24% svöruðu neitandi. Þetta vekur 

auðvitað enn aðrar spurningar sem við höfum ekki svör við, t.d. hvaða aðferðir menn nota til þess arna. 

Spurning er líka hvort kennarar eigi auðvelt með aða svara slíkum spurningum. 

                                                            

30 Spurningar 16 og 17, töflur 16 og 17. 

Page 31: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  31

 

Tafla 16: Hefur þú þróað með þér einhverjar aðferðir til að fyrirbyggja agavandamál? 

 

Tafla 17: Byggir þú aðferðir þínar á eigin reynslu eða viðurkenndum aðferðum? 

 

Næsta spurning var í beinu framhaldi og gátu þeir svarað henni sem svöruðu þeirri síðustu játandi. Spurt 

var  hvort  viðkomandi  byggiði  aðferðir  sínar  út  frá  eigin  reynslu,  viðurkenndum  aðferðum  eða  hvoru 

Page 32: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  32

tveggja. Hér kemur svipað svarhlutfall fram og við spurningu 15. Svör við liðnum bæði viðurk. aðferðir og 

reynsla er hlutfallið 59%, við viðurk aðferðir eingöngu eð hlutfallið 6.5 % og eingöngu eigin  reynsla er 

hlutfallið 34 %. Þetta þarf kannski ekki að koma á óvart en þó er eðlilegt að fyrirbyggjandi aðferðir feli í 

sér að byggja meira á viðurkenndum fræðum, en þarf auðvitað ekki að vera ófrávíkjanlegt. Eins og í fyrri 

spurningu hefði maður allt eins búist við hærra svarhlutfalli í liðnum bæði viðurk. aðferðir og reynsla. 

 

Hefur þú sótt námskeið eða farið á kynningu þar sem fjallað er um er um agavandamál unglinga? Og  

hefur  þú  kynnt  þér  upplýsingavefi,  bækur,  bæklinga,  eða  annað  upplýsingaefni  sem  fjallar  um 

agavandamál unglinga?31 

 

Tafla 18: Hefur þú sótt námskeið eða  farið á kynningu þar sem  fjallað er um er um agavandamál unglinga? Og  hefur  þú  kynnt  þér  upplýsingavefi,  bækur,  bæklinga,  eða  annað  upplýsingaefni  sem  fjallar  um  agavandamál unglinga?  

Einungis  5%  svarenda  segjast  hafa  farið  oft  á  á  námskeið  eða  kynningar  þar  sem  fjallað  er  um 

agavandamál unglinga en 95 % kennara segjast hins vegar sjaldan eða aldrei hafa gert slíkt. Athyglisvert 

er að rúm 60% hafa sjaldan kynnt sér upplýsingaefni um agavandamál, og 25% segjast aldrei hafa gert 

það.  Einungis  15%  segjast  oft  hafa  kynnt  sér  slíkt  efni.  Þetta  virðist  ríma  við  að  lítið  sé  fjallað  um 

                                                            

31 Spurningar 28 og 30, tafla 18  

Page 33: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  33

agavandamál í kennslufræði og námskeið eða endurmenntun á þessu sviði sé í skötulíki. Einn kennari var 

afar pirraður yfir þessu ástandi og sagði í athugasemd:  

Það furðar mig að í kennslufræði sé ekki fjallað um aðferðir til að takast á við agavandamál. 

Þetta er  stórt vandamál og margir kennarar  sem ég þekki vita ekki  lengur hvað geta þeir 

gert.  Sumir  íhuga  að  hætta  að  vinna  sem  kennarar.  Það  eru  svo margir  sérfræðingar  í 

háskólanum og mér  finnst það  skrítið að engum hafi dottið  í hug að kennarar þurfi að  fá 

nægan undirbúning í að taka á slíkum vandamálum. 

Við úrvinnslu kom í ljós að möguleikann „mjög oft“ vantaði í spurninguna. 

Telur þú að nóg  framboð sé af slíkum námskeiðum/kynningum? Og Telur þú að kennarar  fái  í námi 

sínu nægan undirbúning í að takast á við agavandamál?32 

 

 

Tafla 19: Telur þú að nóg framboð sé af slíkum námskeiðum/kynningum? Og telur þú að kennarar fái  í námi sínu nægan undirbúning í að takast á við agavandamál? 

Þegar  spurt  var  um  hvort  nægilegt  framboð  væri  af  slíkum  námskeiðum/efni  voru  svörin  líka 

afgerandi, en næstum 3/4 töldu að mikið vantaði á að það væri fyrir hendi en um fjórði hver að 

                                                            

32 Spurningar 29 og 31, tafla 19 

Page 34: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  34

framboðið væri nóg. Þegar spurt var hvort kennarar fengju nægan undirbúning til að takast á við 

agavandamál voru svörin enn meira afgerandi, tæp 90% töldu undirbúninginn ónógan en um 10% 

töldu  hann  nægan.  Ljóst  er  að  þarna  er  pottur  brotinn  í  grunnámi  kennara  og 

kennsluréttindanámi, en einnig virðist vanta verulega upp á námskeiðahald  í þessum efnum, eða 

að koma því að framfæri við kennara.  Eitthvað af þessu hlýtur þó að skrifast á kennara sjálfa, það 

er er örugglega  til nóg efni um þetta, en getur verið að kennarar hafi ekki  tíma  til að kynna sér 

þessi mál? Þörfin virðist sannarlega vera fyrir hendi. 

Page 35: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  35

Lokaorð  

Heildarniðurstöður þessarar könnunar gefa, að okkar mati,  tilefni til að agavandamál í framhaldsskólum 

verði könnuð nánar og umræða  fari  fram um  til hvaða  ráða þurfi að grípa  til að bæta skólastarfið. Sú 

staðreynd að fjórðungur kennara í framhaldsskólum telji að frekar mikið sé um agavandamál, teljum við 

nægilega  réttlætingu  fyrir  þeirri  ályktun.    Það  er  kannski  ekki  verið  að  tala um neyðarástand,  en  við 

bjuggumst heldur ekki við því. Hinsvegar hljóta allir að vilja bæta skólastarfið eins og hægt er og þessi 

könnun er örlítil viðleitni  til að varpa  ljósi á vandann.   Þess vegna þarf  í raun að rannsaka þetta miklu 

betur, gera fjölbreyttari kannanir og rannsaka fleiri þætti, og með öðruvísi nálgun en við höfum gert hér. 

Það viðhorf heyrðist hjá einstaka kennara, þegar við kynntum þessa könnun, hvort virkilega væri nú  þörf 

á  að  rannsaka  þetta,  hvort  einhver  agavandamál  væru  yfirhöfuð  í  framhaldsskólum?  Við  teljum  að 

rannsókn  okkar  hafi  tvímælalaust  leitt  í  ljós  að  í  þessum  málum  má  bæta  verulega  úr,  og 

framhaldsskólinn sé alls ekki  laus við agavandamál. Hver  lausnin er á þeim vandamálum sem kennarar 

nefna  í þessari  könnun er hinsvegar ekki umfjöllunarefni hennar. Það  væri efni  í  frekari  rannsóknir.  Í 

inngangi kom einnig  fram að það er afar mismunandi hvernig kennarar upplifa agavandamál og hvað 

þeir  telja æskilega hegðun. Þetta kom einnig  fram þegar spurt var hvaða hegðun kennarar  teldu helst 

vera vandamál í skólanum. Afar mismunandi svör komu þar fram.  

 

Hvaða vandamál ber hæst? 

 

Það  er  ljóst  af  svörum  við  þessum  spurningum  að  það  er  ekki  „óþekkt“,  ólæti,  fíflagangur  eða 

munnsöfnuður  sem  er  helsta  agavandamál  framhaldsskólanna.  Það  sem  kennarar  nefndu  að  væri 

meginvandamál, er hve virðing nemenda fyrir viðfangsefninu, þ.e. námi sínu almennt virðist  lítil. Þetta 

kemur fram í óstundvísi, ónógum undirbúningi nemenda, þeir gera ekki verkefni eða læra ekki heima og 

brestur athygli í tímum. Auk þessa nefndi helmingur kennara að tækjanotkun væri mikið vandamál. Þessi 

vandi þarfnast greinilega nánari rannsóknar við.  

Annað  sem  kemst  á  blað  er  skvaldur  í  tímum,  tíðar  klósettferðir,  slæm  umgengni  og  léleg 

þátttaka  í  hópavinnu  í  tímum.  Einn  kennari  nefndi  í  athugasemd  að  eftir  að  hann  setti  allar 

skiladagsetningar og skipulag í kennsluhugbúnaðarforrit hafi margir þessara þátta snarbatnað. 

Page 36: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  36

Hvað kom helst á óvart? 

 

Fyrir  það  fyrsta  þá  höfðu  95%  kennara  sjaldan  eða  aldrei  farið  á  námskeið  þar  sem  fjallað  er  um 

agavandamál unglinga. Kennarar kvarta undan því að hafa ekki fengið nægan undirbúning  í að takast á 

við agavandamál, en um leið viðurkenna þeir að hafa ekki sýnt viðleitni til að sækja sér þessa þekkingu. 

En  reyndar  verður  að  taka  fram  að  kennarar  telja  að  mjög  skorti  á  framboð  af 

kynningarefni/námskeiðum um þessi mál. Sú staðhæfing er þó ekki hafin yfir efa. Það kom einnig á óvart 

að  gagnrýni  kom  fram  á  skólayfirvöld,  fyrir  að  styðja  ekki  við  bakið  á  kennurum  sem  kljást  við 

agavandamál. Það  lýsir  frekar  furðulegri  reynslu kennara að okkar mati.   Menntayfirvöld  fengu einnig 

gagnrýni  fyrir að bjóða ekki upp á nægjanlega  fræðslu um þessi mál. Getur verið að þessi málaflokkur 

gleymist í umræðunni? Og ef svo er, þá hvers vegna?  

  Fleira kom á óvart, s.s. að kennarar telja flestir að meira sé um agavandamál í öðrum skólum en 

þeim sem þeir starfa í sjálfir. Hvers vegna skyldi standa á því? Koma slæmu fréttirnar bara annarsstaðar 

frá? Eru menn ekki dómbærir á eigið umhverfi? Þetta er verðugt athugunarefni. Þá kom einnig á óvart 

hve afgerandi svör fengust við spurningunni um muninn á 16‐18 ára unglingum og 18‐20 ára. Þetta var  

þó aðeins staðfesting á því sem við héldum fyrirfram. Þetta er þó örugglega hægt að tengja við margt, 

s.s.  brottfall  úr  framhaldsskólum.  Þá  var  athyglisvert  hve  sambandsleysi  kennara  og  foreldra 

framhaldsskólanemenda virðist vera mikið og brýn nauðsyn að bæta þar úr. Í ljósi þessa teljum við brýna 

nauðsyn  á  að  rannsaka  enn  frekar  fjölmarga  þætti  í  starfi  íslenskra  framhaldsskóla  sem  tengjast 

agavandamálum en einnig þætti sem tengjast þeim óbeint. 

Page 37: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  37

Heimildaskrá  

Netheimildir: 

Edda Kjartansdóttir: „Agi og bekkjarstjórnun. Hugmyndir tveggja heimatakast á”. 

http://netla.khi.is/greinar/2006/002/index.htm  skoðað 25. apríl 2007.  

Elín Thorarensen: „Samstarf og agi. Jákvætt viðhorf ‐ lykill að farsælu skólastarfi?”. 

http://www.heimiliogskoli.is/utgefid_efni/greinar/  skoðað 25. apríl 2007. 

Kizlik, Bob: „Assertive Discipline Information”. http://www.adprima.com/assertive.htm  skoðað 25. apríl 

2007. 

Kohn, Alfie: „Beyond Discipline”. http://www.alfiekohn.org/teaching/edweek/discipline.htm  skoðað 25. 

apríl 2007. 

 

Prentaðar heimilidir: 

 

Gordon, Thomas: Samskipti Kennara og nemenda. Reykjavík : Æskan, 2001. 

Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns: „Gullkista við enda regnbogans”, 

Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, 2006. 

Page 38: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  38

Viðauki 1: Könnun á agavandamálum í íslenskum framhaldsskólum.

 Könnun á agavandamálum í íslenskum framhaldsskólum. Vinsamlegast svarið spurningunum eftir bestu samvisku og vitund.

1) Kyn � Karl � Kona 2) Hversu lengi hefur þú starfað í framhaldsskólum? ______________________________________________________________________

3) Starf: (Krossið við eins marga svarmöguleika og við á) � Skólastjóri / aðstoðarskólastjóri � Deildarstjóri / stigstjóri � Faggreinakennari � List- og verkgreinar � Stuðningsfulltrúi / skólaliði � Sérkennari / deildarstjóri sérkennslu � Þroskaþjálfi / námsráðgjafi / skólasálfræðingur � Other (please specify) If you selected other please specify:

______________________________________________________________________

4) Hvert er þitt fagsvið? � Félagsgreinar � Tungumál, önnur en íslenska � Íslenska � Raungreinar � Viðskiptagreinar � Verknámsgreinar � Íþróttir � Other (please specify) If you selected other please specify:

______________________________________________________________________

Page 39: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  39

5)

Hver upplifun þín á umfangi agavandamála í...

Mjög lítið um agavandamál

Frekar lítið um

agavandamál

Hvorki lítið némikið um

agavandamál

Frekar mikið um

agavandamál

Mjög mikið um

agavandamál Íslenskum framhaldsskólum

� � � � �

Þínum framhaldsskóla

� � � � �

6)

Miðað við þína reynslu, telur þú að upp komi fleiri eða færri tilvik agavandamála í kennslu þinni nú heldur en áður (miðað við t.d. fyrir 10 árum síðan)? � Mun færri tilvik en áður � Nokkuð færri tilvik en áður � Engin breyting á heildina litið � Nokkuð fleiri tilvik en áður � Mun fleiri tilvik en áður 7) Ef talað er um agavandamál í framhaldsskólum, hvernig myndir þú segja að skipting hlutfalla vandamála væri milli kynja, samkvæmt þinni reynslu? ______________________________________________________________________

8) Ef talað er um agavandamál í framhaldsskólum, hvernig myndir þú segja að skipting hlutfalla vandamála væri milli kynja, samkvæmt þinni reynslu? ______________________________________________________________________

9) Finnst þér vera munur á hegðun/aga nemenda á aldrinum 16-18 ára annars vegar og þeirra sem eru eldri en 18 ára, hins vegar? � Já � Nei

10) (Ef svarið við síðustu spurningu var „Já”): Í hvorum hópnum telur þú agavandamál algengari? � 16 - 18 ára � eldri en 18 ára

Page 40: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  40

11) Hversu mikið vandamál telur þú eftirfarandi atriði vera í framhaldsskólum?

Ekkert vandamál

Lítið vandam

ál

Hvorki né Mikið vandamál

Mjög mikið vandamál

Tíðar „klósettferðir”- og ráp nemenda út úr kennslustofu.

� � � � �

„Skvaldur” – Truflandi samtöl nemenda á milli

� � � � �

Óstundvísi nemenda � � � � �

Léleg þátttaka nemenda í hópvinnu, í kennslustundum

� � � � �

Slæm umgengni nemenda um skólahúsnæði

� � � � �

Nemendur svara kennurum/samnemendum með ljótu orðbragði

� � � � �

„Fíflagangur” (útúrsnúningar o.s.frv.) nem. í kennslustundum

� � � � �

Ókurteisi nemenda gagnvart starfsfólkiskólans

� � � � �

Nemendur eru í neyslu (vímuefna-/áfengisvandi fyrir hendi)

� � � � �

Vanskil heimaverkefna � � � � �

Nemendur koma óundirbúnir í kennslustundir

� � � � �

Page 41: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  41

Nemendur halda sér ekki að verki í tímum

� � � � �

Nemendur þjást af einbeitingar- og athyglisskorti

� � � � �

Nemendur eru áhugalausir gagnvart námsefninu

� � � � �

Ritstuldur � � � � �

Notkun tækja (Tölva/Mp3 tónlistarspilara/GSM síma, o.s.frv.) í kennslustundum

� � � � �

Nemendur sofa í kennslustundum � � � � �

Nemendur neyta matar/sælgætis í kennslustundum

� � � � �

12) Hversu oft myndir þú segja að þú þurfir að jafnaði að taka á agavandamáli á meðal þinna nemenda � Sjaldnar en einu sinni á önn � Einu sinni á önn � Einu sinni í mánuði � Einu sinni í viku eða oftar � Á hverjum degi

13) Hefur einhver kennslustund þín farið algjörlega í súginn vegna slæmrar hegðunar nemanda/nemenda � Aldrei � Sjaldan � Oft � Mjög oft

14) Hefur þú þróað með þér einhverjar aðferðir til þess að takast á við agavandamál? � Já � Nei

Page 42: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  42

15) (Ef svarið við síðustu spurningu var „Já”) Byggir þú aðferðir þínar út frá frá eigin reynslu eða út frá áður viðurkenndum aðferðum? � Út frá eigin reynslu � Út frá áður viðurkenndum aðferðum � Bæði út frá eigin reynslu og áður viðurkenndum aðferðum 16) Hefur þú þróað með þér einhverjar aðferðir til þess að fyrirbyggja agavandamál? � Já � Nei 17) (Ef svarið við síðustu spurningu var „Já”) Byggir þú þá aðferðir þínar út frá frá eigin reynslu eða út frá áður viðurkenndum aðferðum? � Út frá eigin reynslu � Út frá áður viðurkenndum aðferðum � Bæði út frá eigin reynslu og áður viðurkenndum aðferðum 18) Hversu mikil myndir þú segja að tengsl þín væru við foreldra þeirra nemenda sem eru yngri en 18 ára? � Engin tengls � Lítil tengsl � Sæmileg tengsl � Mikil tengsl � Mjög mikil tengsl 19) Hversu mikil áhrif telur þú að fjölbreyttar kennsluaðferðir geti haft á hegðun nemenda? � Engin áhrif � Lítil áhrif � Einhver áhrif � Mikil áhrif � Mjög mikil áhrif 20) Hversu mikil áhrif telur þú að framkoma kennara hafi á hegðun nemenda? � Engin áhrif � Lítið áhrif � Einhver áhrif � Mikil áhrif � Mjög mikil áhrif

Page 43: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  43

21) Hvað í fari kennara telur þú líklegast til að vinna gegn agavandamálum:

Engin áhrif Lítil áhrif Hvorki né Mikil áhrif Mjög mikil áhrif

Ákveðni � � � � �

Hjálpsemi � � � � �

Þolinmæði � � � � �

Kurteisi � � � � �

Samskiptahæfni � � � � �

Raddbeiting � � � � �

Skipulag � � � � �

Stjórnunarhæfileikar � � � � �

Þekking � � � � �

Fjölbreyttar kennsluaðferðir

� � � � �

Umhyggja fyrir nemendum

� � � � �

22) Hefur þú þurft að hafa samband við foreldra nemanda vegna agavandamála? � Aldrei � Sjaldan � Oft 23) Hefur þú þurft að vísa nemanda úr kennslustund vegna agavandamála � Aldrei � Sjaldan � Oft 24) Telur þú að brottvísun úr kennslustund skili sér í bættri hegðun nemenda? � Já, tímabundið � Já, til lengri tíma � Nei, skilar engum árangri

Page 44: Könnun á agavandamálum íslenskum framhaldsskólum · Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur að kennslufræði 10.53.70 Háskólaárið 2006‐2007 Könnun á agavandamálum

  44

25) Hvað þarf að gerast til þess að þú vísir nemanda úr kennslustund? � Nemandi fer ekki eftir fyrirmælum � Nemandi truflar aðra nemendur ítrekað � Nemandi neitar að gera verkefni � Nemandi mætir illa � Nemandi svarar þér með skætingi � Nemandi neitar að starfa með öðrum nemendum í hóp � Ég vísa aldrei nemanda úr kennslustund 26) Að hve miklu leyti telur þú að það kerfi sem er við lýði í þínum skóla, er varðar fjarvistir nemenda (punktakerfi, brottvísanir úr áfanga o.s.frv.) skili sér í betri mætingu og stundvísi nemenda. � Skilar engu � Skilar litlu � Hvorki né � Skilar miklu � Skilar mjög miklu 27) Veist þú til þess að skólinn þinn hafi markað sér skýra stefnu varðandi það hvernig bregðast skuli við agavandamálum? � Já � Nei 28) Hefur þú sótt námskeið eða farið á kynningu þar sem fjallað er um agavandamál unglinga? � Aldrei � Sjaldan � Oft 29) Telur þú að nóg framboð sé af slíkum námskeiðum/kynningum? � Já � Nei 30) Hefur þú kynnt þér upplýsingavefi, bækur, bæklinga eða annað upplýsingaefni sem fjallar um agavandamál unglinga? � Aldrei � Sjaldan � Oft 31) Telur þú að kennarar fái í námi sínu nægan undirbúning í að takast á við agavandamál? � Já � Nei 32) Hér fyrir neðan getur þú komið á framfæri þínu áliti á viðfangsefninu.