27
Hvað þarftu að vita? Kynning á þjónustu VMST

Kynning juni2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Kynning juni2011

Hvað þarftu að vita?Kynning á þjónustu VMST

Page 2: Kynning juni2011

Yfirlit

Atvinnuleysistryggingar – almennar upplýsingarRéttindi og skyldur

Kynning á helstu þjónustuþáttum VinnumiðlunRáðgjafaþjónustaVinnumarkaðsúrræði

AtvinnuleitAnnað fyrir atvinnuleitendur

Page 3: Kynning juni2011

Um Vinnumálastofnun

Heyrir undir velferðarráðuneytiFer meðal annars með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu atvinnuleysistryggingasjóðs

Starfar samkvæmt lögum nr 54/2006 um Atvinnuleysistryggingarnr 55/2006 um Vinnumarkaðsaðgerðir

Markmið laganna erað veita einstaklingum viðeigandi aðstoð til að verða

virkir þátttakendur á vinnumarkaðiað stuðla að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir

vinnuafli í landinu

Page 4: Kynning juni2011

Réttur til atvinnuleysisbóta

Almenn skilyrðiLaunafólk og sjálfstætt starfandi á aldrinum 16 – 70 ára með búsetu, lögheimili og staddur á Íslandi.Krafa er gerð um virka atvinnuleit:

Vera fær til flestra almennra starfaFrumkvæði við atvinnuleit og vera reiðubúinn að

taka starfi á Íslandi sem greitt er fyrir skv. lögum og kjarasamningum

Vilji og geta til að taka þátt í úrræðum samanber lög um vinnumarkaðsaðgerðir

Page 5: Kynning juni2011

Upphæð atvinnuleysisbóta

Grunnatvinnuleysisbætur (100% bótaréttur)

kr. 167.176Tekjutengdar atvinnuleysisbætur

Bætur tekjutengdar í þrjá mánuði, grunnbætur fyrsta hálfa mánuðinn.70% af heildartekjum.Launamaður - Miða skal við meðaltal heildarlauna á 6 mánaða tímabili sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus.Sjálfstætt starfandi – Miða skal við síðasta heila tekjuár.Hámark tekjutengdra bóta kr. 263.548 Vegna hvers barns á framfæri yngra en 18 ára greiddar kr. 6.687

Page 6: Kynning juni2011

Útborgun atvinnuleysisbóta

Atvinnuleysisbætur eru greiddar út fyrsta virkan dag í mánuði.Greitt er fyrir einn mánuð í einu sem nær yfir tímabilið 20. – 19. næsta mánaðar.

Veikindi - FerðalögTilkynna skal veikindi sem hindra virka atvinnuleit.

5 daga veikindaréttur er á hverju 12 mánaða tímabilieftir 5 mánuði á atvinnuleysisskrá

Atvinnuleysisbætur eru ekki greiddar ef dvalið er erlendis (þarf að tilkynna fyrir brottför)

Page 7: Kynning juni2011

Bótatímabil

Eitt bótatímabil er þrjú ár.Bráðabirgðaákvæði X með lögum nr 54/2006

tímabundinn réttur til fjögurra ára bótatímabils til 31. desember 2011

nær til þeirra sem misstu atvinnu og fengu atvinnuleysisbætur greiddar í fyrsta skipti 1. mars 2008 eða síðar

Einstaklingar sem eru að koma inn á nýtt bótatímabil eiga rétt á tekjutengingu í þrjá mánuði.Tekjutenging er einu sinni á hverju bótatímabili.

Page 8: Kynning juni2011

Reglubundin samskipti

Staðfesting á atvinnuleit fer fram í gegnum mínar síður

Page 9: Kynning juni2011

Vinnumiðlun atvinnuleit innanlands og erlendis

Upplýsingar um störf í boði innanlands á vmst.is

Upplýsingar um laus störf erlendis á eures.is

Vinnumiðlarar og ráðgjafar Vinnumálastofnunar aðstoða fólk við leit að starfi og veita nánari upplýsingar

Tenglasafn á aðrar ráðningarþjónustur á slóðinni http://www.vinnumalastofnun.is/storf-i-bodi/adrar-vinnumidlanir/

Page 10: Kynning juni2011

Atvinnuleit í öðru EES-landi

Vottorð E – 303Veitir rétt til að leita að starfi erlendis í allt að þrjá mánuði á atvinnuleysisbótum.Mögulegt er að sækja um til VMST eftir að bótaréttur hefur verið staðfestur af Greiðslustofu.Bótaupphæð ákvarðast eftir gengistöflu ESB.

ATH. Ekki er heimilt að fara til útlanda á atvinnuleysisbótum nema með E 303

Eures - Evrópsk vinnumiðlunUpplýsingar og ráðgjöf um atvinnuleit erlendis.

Page 11: Kynning juni2011

Hlutastörf og tilfallandi vinna

Tilkynna þarf alla vinnu og skila tilkynningu um tekjur Hlutastarf

Breyta þarf umsókn um bætur Sýna fram á starfshlutfall með fyrsta launaseðli

Tilfallandi vinna Tilkynna VMST með eins dags fyrirvara. Heimilt að tilkynna

samdægurs við sérstakar aðstæður. Á við alla tilfallandi vinnu óháð lengd, tíma eða launum

Frítekjumark launafólks er 59,047 kr Þegar tekjur + atvinnuleysisbætur eru hærri en sem nemur óskertum rétti + frítekjumark þá skerðast atvinnuleysisbætur um helming þeirra tekna sem umfram eru

Page 12: Kynning juni2011

Sjálfstætt starfandi einstaklingar

Ekki má opna virðisaukaskattsnúmer á eigin kennitölu samhliða atvinnuleysisbótum.Einstaklingur getur ekki verið í sjálfstæðum rekstri meðfram atvinnuleysisbótum.

Undantekning þegar aðili sem ÞEGAR er í sjálfstæðum rekstri verður fyrir miklum samdrætti. Staðfesting RSK 5.02

Viðkomandi fær 3 mánaða aðlögunartíma – þarf þá að stöðva rekstur og loka launagreiðendaskrá til að eiga áfram bótarétt (eyðublað 5.04) og ekki má vera með hreyfingar á virðisaukaskatti

Þeim sem býðst vinna sem verktakar á eigin kennitölu verða að afskrá sig á meðan verkefni/vinnu stendur.

Page 13: Kynning juni2011

Upplýsingaskylda

Mikilvægt er að tilkynna um breytingar á högum heimilisfang, síma, netfang vinnu (fullt starf, hlutastarf, tilfallandi vinnu) tekjur - t.d. laun, lífeyrisgreiðslur, fjármagnstekjur,

styrkir þátttöku í námi orlof og ferðir utanlands án E-303 veikindi sem hindra virka atvinnuleit

(5 daga veikindaréttur á ári eftir 5 mánuði samfellt á skrá)

skerta vinnufærni eða óvinnufærniEf ekki er tilkynnt getur það leitt til biðtíma/viðurlaga

Page 14: Kynning juni2011

Biðtími og viðurlög

Komið getur til biðtíma eða viðurlaga í tengslum við starfsmaður segir upp starfi starfsmaður er valdur að eigin uppsögn námsmaður hættir námi án lokaprófs starfi hafnað atvinnuviðtali hafnað þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum hafnað látið hjá líða að veita upplýsingar eða tilkynna

breytingar á högumAtvinnuleitandi hefur ávallt tækifæri til að skila skýringu

Page 15: Kynning juni2011

Skráning - Vinnumiðlun - Ráðgjöf

Nýskráning og móttaka Móttaka umsókna um atvinnu- og atvinnuleysisbætur, vottorða og

gagna sem tengjast umsóknum, t.d. vottorð vinnuveitenda, skattkort, tilkynningar um tekjur, læknisvottorð o.fl. Móttaka breytinga á umsóknum. Afgreiðsla staðfestingar v/atvinnuleysis og staðfestingar v/afsláttar á lækniskostnaði

Vinnumiðlun hægt er að fá viðtal hjá vinnumiðlara til að fara yfir laus störf,

starfstengd vinnumarkaðsúrræði, væntingar og möguleika á vinnumarkaði

Ráðgjafaþjónusta veitir upplýsingar og ráðgjöf um atvinnuleysistryggingarkerfið, nám

og námsleiðir, námskeið á vegum Vinnumálastofnunar, námssamninga, námsstyrki og fleira tengt náms- og starfsráðgjöf

Page 16: Kynning juni2011

Átak gegn langtímaatvinnuleysi

Átak sem beinist að þeim sem hafa verið þrjá mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá.Ungt fólk til athafna – aldurshópurinn 16-29 ára.Þor – aldurshópurinn 30 til 70 ára.Átakinu er ætlað að ná til þessara hópa og bjóða öllum upp á vinnumarkaðsúrræði við hæfi.

Page 17: Kynning juni2011

Vinnumarkaðsúrræði

Markmið vinnumarkaðsúrræða Sporna gegn atvinnuleysi Auðvelda fólki að halda virkni Stuðla að tengslum við atvinnulífið Endurmenntun – viðhalda og öðlast nýja hæfni

Tegundir vinnumarkaðsúrræða Starfstengd úrræði, námskeið, námsúrræði,

atvinnutengd endurhæfing og ráðgjöf

Page 18: Kynning juni2011

Starfstengd vinnumarkaðsúrræði

Starfsþjálfun í 3-6 mánuðiÞjálfun til ákveðinna starfa á vinnustað án skuldbindingar atvinnurekanda um áframhaldandi ráðningu

Reynsluráðning í 3-6 mánuðiÞjálfun í starfi, atvinnurekandi skuldbindur sig til að ráða atvinnuleitandann til a.m.k. jafn langs tíma og gildistími reynsluráðningar

Sérstök átaksverkefni í 3-6 mánuðiAtvinnurekendur og frjáls félagasamtök geta sótt um styrk til að ráða einstaklinga af atvinnuleysisskrá til að vinna að sérstökum tímabundnum verkefnum sem eru umfram lögbundin eða venjuleg umsvif.

Skilyrði að ráðning feli í sér aukningu á starfsmannafjölda.Vinnumálastofnun greiðir grunnatvinnuleysisbætur atvinnuleitanda ásamt 8% mótframlagi í lífeyrissjóð til atvinnurekanda. Atvinnurekandi greiðir atvinnuleitanda laun skv. ákvæðum gildandi kjarasamnings.

Page 19: Kynning juni2011

Starfstengd vinnumarkaðsúrræði

Sjálfboðaliðastarf Vinnumálastofnun er heimilt að gera sérstakan samning við frjáls félagasamtök

um að atvinnuleitandi taki þátt í sjálfboðaliðastarfi. Atvinnuleitandi gerir samning við frjáls félagasamtök og Vinnumálastofnun til að vinna að ákveðnum verkefnum án launa en fær greiddar atvinnuleysisbætur á meðan verkefni stendur yfir.

Frjálsu félagasamtökin skulu sjá til þess að atvinnuleitandi sé slysatryggður við sjálfboðaliðastarfið.

Atvinnuleitandinn þarf að vera í virkri atvinnuleit samhliða sjálfboðaliðastarfinu

Atvinnutengd endurhæfing Endurhæfing fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu Skilyrði að starfsendurhæfingaráætlun komi til með að nýtast

atvinnuleitandanum beint við atvinnuleit og sé til þess fallin að skila honum árangri við að finna starf

Atvinnuleitandi fær greiddar atvinnuleysisbætur sem hann á rétt til á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar

Page 20: Kynning juni2011

Starfstengd vinnumarkaðsúrræði

Starfsorka - Frumkvöðlastarf innan fyrirtækja í allt að 6 mán. Frumkvöðlasamningur við fyrirtæki eða stofnun sem ætlar að ráðast í

nýja viðskiptahugmynd sem felur í sér nýnæmi á markaði Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMI) þarf að meta nýsköpunarvægi

verkefnisins Skila þarf skýrslu eftir þrjá mánuði um gang verkefnisins til NMI Heimilt er að framlengja samning um sex mánuði að fenginni umsögn

NMI. Skila þarf lokaskýrslu við lok framlengingar verkefnisSkilyrði að ráðning feli í sér aukningu á starfsmannafjölda.Vinnumálastofnun greiðir grunnatvinnuleysisbætur atvinnuleitanda ásamt 8% mótframlagi í lífeyrissjóð til atvinnurekanda. Atvinnurekandi greiðir atvinnuleitanda laun skv. ákvæðum gildandi kjarasamnings.

Page 21: Kynning juni2011

Þróun viðskiptahugmyndar

Þróun eigin viðskiptahugmyndar í 3 – 6 mánuði samningur um að atvinnuleitandi vinni í þrjá mánuði (með möguleika

á að sækja um framlengingu í aðra þrjá mánuði) að þróun eigin viðskiptahugmyndar. Viðskiptahugmyndin þarf að vera líkleg til að skapa viðkomandi framtíðarstarf

skila þarf inn framvinduskýrslu/lokaskýrslu í lok samningstíma hámark 3 mánuðir með opið vsk númer samhliða samningi

(fellur undir breytingu á bráðabirgðaákvæði IV við lög nr. 54/2006 sem felur í sér að aðlögunartími sjálfstætt starfandi einstaklinga til að hafa opinn rekstur ásamt því að þiggja atvinnuleysisbætur er þrír mánuðir)

upplýsingar og umsóknareyðublað á heimasíðu og hjá ráðgjöfum

Page 22: Kynning juni2011

Nám og atvinnuleysisbætur

Mikilvægt er að fólk sem missir atvinnu sé virkt og nýti tímann til að styrkja sig og efla færni á vinnumarkaði

Námslán – fyrir þá sem ákveða að hætta atvinnuleit um lengri tíma og fara í formlegt nám.Atvinnuleysisbætur – fyrir þá sem eru í virkri atvinnuleit og vilja nýta tíma sinn til að afla sér þekkingar og færni með því að sækja námskeið og styttra nám. Sbr. reglugerð nr. 13/2009.Nám á eigin vegum verður að vera samþykkt af Vinnumálastofnun og uppfylla skilyrði í samræmi við reglugerð.

Page 23: Kynning juni2011

Námssamningar

Námssamningur veitir atvinnuleitenda möguleika á að stunda nám í eina námsönn (13 vikur)Skilyrði fyrir námssamningi að hafa starfað sem launamaður samfellt síðustu 6

mánuði á innlendum vinnumarkaði námið þarf að vera skilgreint sem vinnumarkaðsúrræði samráð við ráðgjafa Vinnumálastofnunar um val á

námi og námskeiðum

Page 24: Kynning juni2011

Námskeið Vinnumálastofnunar

Námskeið skipulögð af Vinnumálastofnun eru atvinnuleitendum að kostnaðarlausu

Upplýsingar og skráning hjá ráðgjöfum

Hægt er að sækja um námsstyrk til greiðslu hluta af námskeiðsgjaldi vegna annarra námskeiða en þeirra sem Vinnumálastofnun skipuleggur

Umsókn um námsstyrk skal skila til ráðgjafaSækja þarf um áður en námskeið hefst

Nám verður að vera samþykkt af Vinnumálastofnun

Page 25: Kynning juni2011

Styrkir og afsláttarkjör

NámsstyrkurTil greiðslu námskeiðsgjalda. Skilyrði er að námið auki líkur á vinnu og að umsækjandi hafi verið a.m.k. mánuð á skrá. Sækja þarf um áður en námið hefst á þar til gerðum eyðublöðum

BúferlastyrkurHeimilt er að veita styrk vegna búferlaflutnings innanlands frá lögheimili til þess staðar sem lögheimili er flutt í því skyni að sækja vinnu hjá nýjum atvinnurekanda sem hefur sannanlega boðið fastráðningu í starf

LækniskostnaðurAfsláttur fyrir atvinnuleitendur sem hafa verið atvinnulausir samfellt í 6 mánuði. Framvísa þarf vottorði frá Vinnumálastofnun við komu á heilsugæslustöð eða lækni

Page 26: Kynning juni2011

Hvað stendur atvinnuleitendum til boða hjá öðrum?Stéttarfélög í samstarfi við fjölmarga aðila bjóða félagsmönnum sem hafa misst vinnu og fá greiddar atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun fjölbreytta valkosti.

Ýmis sveitarfélög bjóða atvinnuleitendum fríðindi, t.d. frítt í sund, líkamsrækt og bókasafnskort. Atvinnuleitendum er bent á að leita upplýsinga á skrifstofum viðkomandi sveitarfélags.

Upplýsingatorg fyrir atvinnuleitendur á slóðinni betritid.is og menntatorg.isRauðakrosshúsin bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir atvinnuleitendur. Dagskrá vikunnar á raudakrosshusid.is Upplýsingar um frístundir og námskeið sem kosta lítið eða ekkert í bæklingnum „Hvað er í boði?“

Page 27: Kynning juni2011

Skipulögð atvinnuleit

Nálgast atvinnuleit eins og vinnu með ákveðin verkefni á hverjum degi

Gera vinnuáætlun og setja sér markmið skrifleg, mælanleg

Ferilskrá og kynningarbréfSkráningarblöð – gott er að halda skrá yfir

Störf sem sótt er um Tengiliði í tengslaneti Starfsviðtöl sem farið er í Ráðningastofur og samskipti við þær

27