21
Skátafélagið Landnemar 1 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011 Skátafélagið Landnemar Starfsskýrsla fyrir tímabilið 1. janúar til 31. ágúst 2011 Efni: 1. Félagsstjórn ....................................................................................................................................................... 3 2. Skipan félagsins ................................................................................................................................................. 3 3. Starfið í félaginu ................................................................................................................................................ 3 Afmæli félagsins ............................................................................................................................................. 3 Rauða námskeiðið ........................................................................................................................................... 4 Aðalfundur 2011 ............................................................................................................................................. 5 DS. Vitleysa 2011 ........................................................................................................................................... 6 Svaðilför í Þríhnjúkagíg .................................................................................................................................. 6 Sumardagurinn fyrsti ....................................................................................................................................... 6 17. júní ............................................................................................................................................................ 6 Foringjaútilega í Lækjarbotnum ...................................................................................................................... 6 Hverfahátíðin .................................................................................................................................................. 6 4. Sveitarstarfið ..................................................................................................................................................... 7 Huginn Muninn ............................................................................................................................................... 7 Þórshamar ....................................................................................................................................................... 7 Starfið í Víkingum .......................................................................................................................................... 7 R.S. Plútó ........................................................................................................................................................ 8 Róversveitin Ragnarök .................................................................................................................................. 10 5. Annað markvert ............................................................................................................................................... 10 Landnemamót................................................................................................................................................ 10 Útilífsskóli Landnema ................................................................................................................................... 10 Jamboree 2011 Svíþjóð ................................................................................................................................. 10 Gilwell........................................................................................................................................................... 12 Húsnæðið útleiga........................................................................................................................................ 12 Welskur skátaklútur hengdur á félagaforingjann .......................................................................................... 13

Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 1 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

Skátafélagið Landnemar Starfsskýrsla fyrir tímabilið 1. janúar til 31. ágúst 2011

Efni:

1. Félagsstjórn ....................................................................................................................................................... 3

2. Skipan félagsins ................................................................................................................................................. 3

3. Starfið í félaginu ................................................................................................................................................ 3

Afmæli félagsins ............................................................................................................................................. 3

Rauða námskeiðið ........................................................................................................................................... 4

Aðalfundur 2011 ............................................................................................................................................. 5

DS. Vitleysa 2011 ........................................................................................................................................... 6

Svaðilför í Þríhnjúkagíg .................................................................................................................................. 6

Sumardagurinn fyrsti ....................................................................................................................................... 6

17. júní ............................................................................................................................................................ 6

Foringjaútilega í Lækjarbotnum ...................................................................................................................... 6

Hverfahátíðin .................................................................................................................................................. 6

4. Sveitarstarfið ..................................................................................................................................................... 7

Huginn Muninn ............................................................................................................................................... 7

Þórshamar ....................................................................................................................................................... 7

Starfið í Víkingum .......................................................................................................................................... 7

R.S. Plútó ........................................................................................................................................................ 8

Róversveitin Ragnarök .................................................................................................................................. 10

5. Annað markvert ............................................................................................................................................... 10

Landnemamót................................................................................................................................................ 10

Útilífsskóli Landnema ................................................................................................................................... 10

Jamboree 2011 Svíþjóð ................................................................................................................................. 10

Gilwell........................................................................................................................................................... 12

Húsnæðið – útleiga ........................................................................................................................................ 12

Welskur skátaklútur hengdur á félagaforingjann .......................................................................................... 13

Page 2: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 2 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

Landnemar í útlöndum .................................................................................................................................. 13

Fjármál félagsins ........................................................................................................................................... 13

Aðalfundur BÍS og Skátaþing ....................................................................................................................... 13

6. Starfsáætlun til 2014 ........................................................................................................................................ 14

7. Félagatal .......................................................................................................................................................... 15

8. Lög skátafélagsins Landnema ......................................................................................................................... 18

9. Viðaukar .......................................................................................................................................................... 21

Page 3: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 3 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

1. Félagsstjórn

Félagsstjórnin var í upphafi árs 2011 þannig skipuð:

Arnlaugur Guðmundsson ................ Félagsforingi

Maríus Jónasson ................ Aðstoðarfélagsforingi

Bryndís María Leifsdóttir ...................... Gjaldkeri

Fríða Björk Gunnarsdóttir ............................ Ritari

Sigurgeir Bjartur Þórisson ............. Meðstjórnandi

Heiðrún Ólafsdóttir, sem kjörin var í stjórn á

aðalfundi 2010 flutti tímabundið til Grænlands og

sagði gjaldkerastarfi sínu lausu í maí. Bryndís

María Leifsdóttir, Gilwellskáti úr Keflavík tók

hennar sæti í stjórninni og gegndi starfinu til

áramóta. Bryndís María, Maríus, Fríða Björk og

Sigurgeir Bjartur gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skipti stjórnin

með sér verkum á nýjan leik og var hún þannig

skipuð eftir það:

Arnlaugur Guðmundsson ................ Félagsforingi

Kári Brynjarsson ................ Aðstoðarfélagsforingi

Hulda Rós Helgadóttir ........................... Gjaldkeri

Kristín Arnardóttir ....................................... Ritari

Ragnheiður Aradóttir ..................... Meðstjórnandi

Meðstjórnandi er jafnframt fulltrúi skátafélagsins í

stjórn SSL, Sjálfseignarstofnunarinnar Skátaheimili

Landnema.

2. Skipan félagsins

Í ársbyrjun 2010 var skipan félagsins með þessum

hætti:

Drekaskátar ....... 7, 8, & 9 ára

Fríða Björk Gunnarsdóttir sv.for. Huginn Muninn

Mathilda Follend. . ........ a.sv.for. Huginn Muninn

Birgir Viðar Birgisson ..... fl.for. Huginn Muninn

Freyja S. Sverrisdóttir. ...... fl.for. Huginn Muninn

Ólafur Valfells .................. fl.for. Huginn Muninn

Árdís I. Jóhannsdóttir ....... fl.for. Huginn Muninn

Fálkaskátar ... 10, 11 & 12 ára

Sigurgeir Bjartur Þórisson ........ sv.for. Þórshamar

Kári Brynjarsson .................... a.sv.for. Þórshamar

Flokksforingjar:

Kristinn Arnar Sigurðsson

Hlynur Steinsson

Heiða Marey Magnúsdóttir

Hjördís Þóra Elíasdóttir

Hulda Tómasdóttir ........................ sv.for. Sleipnir

Bryndís Björnsdóttir .................. a.sv.for. Sleipnir

Flokksforingi:

Orri Ómarsson

Dróttskátar ...... 13, 14, & 15 ára

Elmar Orri Gunnarsson ................ sv.for. Víkingar

Jóhanna Gísladóttir .................. a.sv.for. Víkingar

Rekkaskátar .... 16, 17, & 18 ára

Jónas Grétar Sigurðsson ................... sv.for. Plútó

Hulda Rós Helgadóttir ................... a. sv.for. Plútó

Róverskátar .......... 19 til 22 ára

Ekki sérstakur sveitarforingi, sjá neðar.

Róverskátar

Starfrækt var sameiginleg, opin róverskátasveit

með félögum víða að af landinu og var Elmar

Orri Gunnarsson í sveitarráði sveitarinnar.

Jóhanna Gísladóttir var í forsvari fyrir alþjóahóp

sveitarinnar.

3. Starfið í félaginu

Hér á eftir er stiklað á helstu atburðum í starfi

félagsins á tímabilinu.

Afmæli félagsins

Fyrsti atburðuir ársins var samkvæmt venju að aldið

var upp á afmæli félagsins hinn 9. janúar.

Þar var glatt á hjalla og er myndin hér að ofan tekin

við þetta tækifæri.

Félagsútilega á Úlfljótsvatni

Skátafélagið Landnemar fór í Félagsútilegu á

Úlfljótsvatni 28.-30. Janúar 2011. Veður var mjög

slæmt, það blés allt upp í 17 m/sek og úrkoma var

Page 4: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 4 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

15 mm. En skátarnir létu slíkt ekki stoppa sig og

settu upp flyfox, klifruðu og sigu í klifurturninum

og reyndu að vera eins mikið úti og veður leyfði.

Síðan voru aðrir dagskráliðir fluttir inn þegar veður

varð of slæmt. Samheldnin og útsjónarsemi skát-

anna kom mjög vel í ljós í þessari útilegu og þótt

margir hefðu orðið blautir var enginn sem var

óánægður með útileguna.

Þar sem mynd segir meira en 1000 orð fylgir hér

stutt myndafrásögn:

Það þarf að tryggja Flyfoxið.

Fánastöngin svignar en rokið hafði ekki mikil áhrif

á dagskrána.

Strýtan veitt nokkuð skjól fyrir rigningunni.

Hinar sívinsælu flokkaraðir í upphafi matmálstíma.

Rauða námskeiðið

Nokkrir eldri Land-

nemar tóku sig saman

og skipulögðu nám-

skeið fyrir foringja í

Landnemum og stóðu

fyrir því. Það var nefnt

Rauða námskeiðið.

Þessi skátar voru Haukur Haraldsson, Arnfinnur U.

Jónsson og Elmar Orri Gunnarsson.

Auk þeirra lögðu ýmsir hönd á plóginn: Anna

Kristjánsdóttir, Eygerður Margrétardóttir, Finnbogi

Finnbogason, Halldór S. Magnússon, Halldóra

Guðrún Hinriksdóttir, Jenný Dögg Björgvinsdóttir,

Ólafur Proppé, Þórgnýr Thoroddsen o.fl.

Rauða námskeiðið er framfaranámskeið fyrir Land-

nema 18 ára og eldri. Námskeiðið var í fjórum lot-

um, 3 til 4 klukkustundir í senn.

1. Lota: Skátinn Hvað er svona merkilegt við það að vera skáti?

Umsjón: Ólafur Proppé.

Staður: Skátaheimili Landnema.

Page 5: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 5 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

2. Lota: Félagsfærni Hvað er svona merkilegt við það að vera félags-

vera?

Umsjón: Halldóra Guðrún Hinriksdóttir.

Staður: Háskólinn í Reykjavík.

3. Lota: Maðurinn á jörðinni Hvað er svona merkilegt við það að vera maður?

Umsjón: Arnfinnur U. Jónsson.

Staður: Ráðhús Reykjavíkur.

4. Lota: Landnemar Hvað er svona merkilegt við það að vera Land-

nemi?

Umsjón: Anna Kristjánsdóttir.

Staður: Skátaheimili Landnema.

Félagið sótti um styrk að upphæð 100.000 krónur til

styrktarsjóðs skáta til að standa undir hluta kostnað-

arins við námskeiði. Á skátaþingi var upplýst að

félagið fengi 40.000 krónur, sem þegið var með

þökkum.

Námskeiðið hófst fimmtudaginn 10. febrúar og lauk

laugardaginn 19. febrúar með hátíðarkvöldverði í

Skátaheimili Landnema.

Námskeiðið var mjög metnaðarfullt og ramminn

um það mjög rauður, þó ekki í pólitískum skilningi.

Sérstakir skátaklútar voru útbúnir fyrir þátttakendur

og fleira var gert til að setja einsleitan blæ á nám-

skeiðin.

Hrólfur Jónsson var meðal gesta í lokin og tók

nokkur lög.

Þátttakendur

voru: Anna Eir,

Mathilda, Fríða

Björk, Eysteinn,

Jónas Grétar,

Orri, Hulda Rós,

Kristinn Arnar,

Stefán Freyr,

Sigurgeir Bjartur,

Hulda Lár., Kári

og Bryndís Bj.

Námskeiðinu lauk með hátíðarkvöldverði en

matseldina önnuðust Finnbogi Finnbogason og

Magnús Jónsson.

Hópmynd – tekin að loknum hátíðakvöldverði.

Aðalfundur 2011

Aðalfundur skátafélagsins Landnemar var haldinn

10. mars 2011. Haukur Haraldsson stjórnaði fundin-

um en fundarritari var Fríða Björk Gunnarsdóttir.

Gestir fundarins voru þau Margrét Vala Gylfadóttir

frá BÍS og Helgi Jónsson verkefnastjóri hjá SSR.

Skýrsla stjórnar var lögð fram svo og reikningar.

Reikningarnir voru skoðaðir og undirritaðir af

skoðunarmanni, þ.e. gjaldkera SSR en voru ekki

komnir tilbaka frá félagslega kjörnum skoðunar-

manni. Engar lagabreytingatillögur lágu fyrir fund-

inum. Varðandi kjör til stjórnar þá var Arnlaugur

sjálfkjörinn félagsforingi. Bryndís María, Maríus,

Fríða Björk og Sigurgeir Bjartur gáfu ekki kost á

Page 6: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 6 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

sér til endurkjörs. Stungið var upp á 5 einstakling-

um til stjórnarsetu og voru Kári Brynjarsson, Hulda

Rós Helgadóttir, Kristín Arnardóttir og Ragnheiður

Aradóttir kjörin. Halldór S Magnússon var einróma

endurkjörinn sem skoðunarmaður reikninga.

DS. Vitleysa 2011

Útivistarmótið og göngukeppnin DS. Vitleysa var

haldin annað árið í röð í apríl 2011. Í skipulags-

teymi að þessu sinni voru 2 Landnemar. Einnig

tóku Víkingar þátt í mótinu og voru í liðinu 5 vaskir

skátar. Það viðraði vel þessa helgi og var heitt úti,

heiðskýrt og skyggnið margir kílómetrar. Samt

tókst Víkingum einhvern veginn að villast og elta

Hengilinn í trú um að það væri Esjan. Víkingar

týndust þess vegna í nokkrar klukkustundir og

fundust þegar þau rötuðu upp á veg á Nesjavalla-

leiðinni, einhverjum 12 km austan slóðans sem þau

átti að fylgja. Þó fengu þau hrós fyrir að ganga

svona langa vegalengd á svo stuttum tíma. Það er

því ekki að furða að Víkingar fóru ekki með sigur

annað árið í röð heldur var það flokkurinn DS.

Henry frá óháða skátafélaginu. Mótið heppnaðist að

öðru leiti vel í endann og minnti mótsstjórnina á

það hvað áttavitar geta verið gífurlega öflugt vopn

þegar á reynir.

Svaðilför í Þríhnjúkagíg

Næst síðasta dag vetrar ákváðum við, Jonni, Grímur

og Yngvi, að við skildum fara daginn eftir niður í

hinn víðfræga Þríhnjúkagíg sem eitt sinn var talinn

botnlaus.

Við lögðum af stað úr bænum klukkan 12 á síðasta

degi vetrar og eftir smá bras komumst við yfir hnit

sem við gengum á, sem síðan kom í ljós að var

vitlaust hnit.

Eftir smá meira bras fundum við hellinn klukkan 4

og byrjuðum að síga niður klukkan 5 eftir að hafa

sett um tvö stykki af fimm punkta akkerum fyrir

aðal og öryggislínu.

Hellirinn er ótrúlega flottur og stór, svo maður tali

nú ekki um að hann er talsvert dýpri en maður

myndi ímynda sér, hann er um 120 m niður á botn.

Klukkan 19:20 komst ég upp og Yngvi hóf að

júmma sig upp. Þar sem að við töfðumst aukalega

við að finna hellinn þá var nestið okkar búið svo að

það gekk hratt á orkubirgðirnar hjá Grím og Yngva,

þannig það gæti útskýrt hvað þeir voru lengi upp.

Yngvi kom upp fjórum og hálfum tíma á eftir mér

og sem betur fer byrjaði Grímur að koma sér upp

öryggis línuna talsvert áður en Yngvi kom upp, en

hann kom upp síðan tveim tímum eftir það.

U.þ.b. tíu mínútum eftir að Grímur kom upp komu

nokkrir einstaklingar að hjálpa okkur að pakka

saman því ferðin var búin að dragast aðeins á

langinn.

Jonni

Sumardagurinn fyrsti

Skátunum í Landnemum var boðið að gista í

skátaheimilinu nóttina fyrir sumardaginn fyrsta.

Gistikvöldið var stórskemmtilegt en þar var farið í

leiki, borðaður kvöldmatur og horft á eina mynd

fyrir svefninn. Skátarnir vöknuðu eldsnemma um

morguninn og gengu niður á Arnarhól þar sem

hátíðarhöldin byrjuðu. Farið var til skátamessu eftir

skrúðgönguna eins og hefð hefur verið fyrir.

Skátafélagið Segull var svo vænt að skutla okkur

heim á rútunni sinni. Nefna má að nokkrir skátar frá

Landnemum tóku þátt í fánaborg SSR.

17. júní

17. júní var eins og venjulega mjög skemmtilegur

dagur. Skátarnir tók þátt í skrúðgöngunni og

nokkrir eldri Landnemar tóku þátt í fánaborg rétt

eins og á sumardeginum fyrsta. Margir krakkar tóku

svo þátt í hátíðarhöldunum árlegu og unnu við að

selja kandíflos og að passa hoppukastala. Þetta

reyndist góð fjáröflun fyrir alheimsmótið í Svíþjóð.

Gríðarskemmtilegir dagar.

Foringjaútilega í Lækjarbotnum

Hin árlega foringjaútilega, sem haldin hefur verið í

upphafi starfsárs í Lækjarbotnum, var flutt í bæinn

og fór fundurinn fram í skátaheimilinu við Háuhlíð.

Hverfahátíðin

Árleg hverfahátíð Samtaka var haldin á og við

Valsvöllinn 27. ágúst. Þátttaka Landnema var með

minna móti en við buðum hverjum sem vildi upp á

kassaklifur.

Page 7: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

14 kassar - er það ekki met?

4. Sveitarstarfið

Huginn Muninn

Í drekaskátasveitinni huginn og muninn var starfið

heldur dauft fyrst um sinn vegna foringja vanda-

mála. Fríða Björk og Mathilda tóku svo við starfinu

og í sveitinni störfuðu um 10 krakkar allan vetur-

inn. Þegar búið var að finna foringja bættist starfið

mjög og skátarnir höfðu orð á því. Góð mæting var

hjá flestum og var margt brallað, m.a. farið út í

skóg með útieldun, í ratleik og við gistum líka í

skátaheimilinu. Nokkrir krakkar bættust í hópinn

eftir því sem veturinn leið og einungis einn hætti,

vegna anna. Þó nokkrir dróttskátar voru aðstoðar-

foringjar og mættu þeir mismikið á fundi, því litla

hjálp þurfti með einungis 10 skáta.

Þórshamar

Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel

árið 2010-2011. Farið var í eina dagsferð og eina

sveitarútilegu á starfsárinu og því markmiði náð

varðandi viðburðafjölda. Sveitin mætti vel í báðar

félagsútilegur á árinu. Undir lokinn voru skátar sem

hefðu starfað með sveitinni 25 en þar af voru 18 í

starfi þegar leið undir lok starfsársins.

FERÐ Í MAR ÍUH E LL A

Sveitin Þórshamar fór í dagsferð í Maríuhella einn

sunnudagsmorgunn. Mæting var ekki mikil en það

voru einungis 4 skátar á móti 4 foringjum. Það

stöðvaði þó ekki skátana sem héldu upp í Heiðmörk

í hellaskoðun. Skátarnir voru mjög ánægðir með

ferðina.

ÚTI LE G A Í V ÍF I L SBÚÐ

Skátasveitin Þórshamar fór með Sleipni í

deildarútilegu í Vífilsbúð. Það var vel mætt í

útileguna og veður bauð upp á mikla útiveru og

nýttu skátarnir það. Farið var í hike, út í leiki og

næturleik svo eitthvað sé nefnt og því var nóg að

gera hjá öllum yfir helgina. Skátarnir komu heim

ánægðir með helgina.

Starfið í Víkingum

Öflugur dróttskátahópur var starfandi í Víkingum á

vor- og sumarmisseri en það voru þau: Anna

Sigríður Hannesdóttir, Árdís I. Jóhannsdóttir, Ásta

Kristín Þórsdóttir, Birgir Viðar Birgisson, Egle

Sipaviciute, Emelía Góa Briem, Freyja Sóllilja

Sverrisdóttir, Heiða Marey Magnúsdóttir, Hjördís

Þóra Elíasdóttir, Hlynur Steinsson, Ólafur Valfells,

Óskar Helgi Þorleifsson, Sandra Zak, Steinunn

Ólína Hafliðadóttir og Þorsteinn Stefánsson. Jar-

þrúður Iða Másdóttir var einnig skráð í sveitina en

geta ekki tekið þátt í reglulegu starfi en tók þátt í

alheimsmótinu sem haldið var um sumarið. Sveitar-

foringjar voru þau Elmar Orri Gunnarsson og

Jóhanna Gísladóttir.

Það má segja að besta skeið sveitarinnar yfir

starfsárið hafi verið haustönnin en aðeins minni

áhugi var eftir áramót til þess að fara í útilegur og

það var aðeins slakari mæting á fundi. Samt sem

gerði sveitin ýmislegt og þar má nefna pókó-mót

þar sem við fengum Mosverja í heimsókn, sjósund

og kayaksigling í Nauthólsvík. Auk þess þá lærðu

skátarnir hvernig ætti að setja upp línu fyrir sig auk

þess að strengja línubrú yfir gilið í Öskjuhlíðinni.

Þessi hópur sem tók þátt í þessu endaði síðan á því

að spreyta sig við klettinn hjá Tröllafossi þar sem

þau settu upp sín eigin akkeri, sigruðust á

lofthræðslu og tóku þátt í óvæntri skyndihjálpar-

æfingu þegar Óskar hrasaði þegar hann var að

klöngrast aftur upp á klettinn.

Page 8: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 8 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

Skátarnir í sveitinni voru duglegir að sækja við-

burði á vegum bandalagsins, þar má nefna Aukalíf

og Vitleysu, en það var ekki fyrr en um sumarið að

lítill hópur fór í stutta ferð á eigin vegum. Í þessa

ferð fóru þeir Kristinn Arnar, Þorsteinn, Hlynur,

Óskar, Elmar auk þriggja Fossbúa.

Lagt var af stað á föstudegi frá Mjóddinni þar sem

hópurinn tók strætó til Hveragerðis. Þar hittum við

Fossbúana og gekk hópurinn upp Rjúpnabrekkurnar

og inn í Reykjadalinn. Þar var slegið upp tjaldi,

kveiktur eldur til þess að grilla pylsur og síðan farið

í kærkomið bað. Daginn eftir var ferðinni haldið

áfram áleiðis til Úlfljótsvatns þar sem nokkrir

kayakar og árabátur biðu tilbúnir. Eftir að hópurinn

hafði náð þreytunni úr fótunum var farið út í Hrútey

þar sem hugmyndin var að gista seinni nóttina.

Þegar búið var að koma farangrinum í öruggt skjól

hélt hópurinn áfram yfir vatnið þar sem teknar voru

nokkrar sveiflur í rólunni og þeir sem þorðu stukku

af brúnni við Steingrímsstöð. Um kvöldið var

kveiktur eldur og snæddi mannskapurinn kvöld-

verð. Þar var talað um heima og geyma en umræðan

beindist líka að skýlinu sem hópurinn dvaldist í á

eyjunni. Það átti enn eftir að tyrfa þakið á því

þannig að ákveðið var að gera sér ferð fljótlega

aftur út í eyjuna til þess að ljúka verkinu. Það varð

síðan raunin skömmu síðar en látum það liggja milli

hluta hér. Þegar hópurinn vaknaði daginn eftir vara

blanka logn og vatnið spegilslétt. Hópurinn réri

rólega aftur í land og þeir þrír sem ætluðu sér að

hjóla í bæinn hófust handa við að yfirfara hjólin sín.

Áður en lagt var af stað í bærinn átti hópurinn góða

stund í Gilwellskálanum þar boðið var upp á vöfflur

og kakó. Að þessum kaffitíma loknum tvístraðist

föruneytið og þessir þrír héldu af stað hjólandi í

bæinn. Talsverð þreyta var í þríeykinu og því tók

ferðin dágóðan tíma en með þrautseigju tókst þeim

að komast á leiðarenda, lúnir og stirðir.

Elmar Orri

R.S. Plútó

R.S. Plútó hefur haldið fundi á fimmtudögum

klukkan 8 og ekki var breitt út af þeim vana þetta

árið. Meðal verkefna sem voru á fundum voru

fjallgöngur upp á Úlfarsfell, Esjuna, Helgafell og

Vífilsfell, klifur og sig, sundferðir og Tekken

tournament. Sveitin fór nokkrar dagsferðir, í hellinn

Búra við Þorlákshöfn og gönguferð upp að Glym.

Hellirinn er einn km á lengd með stórum hvelf-

ingum, allt að 20 m háar og við endann á hellinum

er 17 m svelgur sem við sigum ofan í og júmmuð-

um okkur aftur upp. Hellirinn er nokkuð falinn eins

og flestir hellar og með lítið, mjög lítið, op sem þarf

að troða sér ofan í og ekki er hægt að vera með

bakpoka þegar það er gert.

Sveitin fór einnig, ásamt nokkrum Ægisbúum og

Kópum í helgarferð norður á Akureyri. Þar gistum

við í skátaskálanum Gamla sem er í eigu Klakks.

Skálinn er uppi í fjalli svo að það þarf að ganga í

hálftíma upp að honum frá Hömrum. Fyrir norðan

gerðum við heiðalega tilraun til að fara upp á Súlur,

fórum í Grjótagjá, fengum okkur pizzu og Brynju

Page 9: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 9 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

ís, spiluðum twister og á gítar, sjá ferðasöguna hér á

eftir.

Gamli, skálinn sem við gistum í

FERÐA SA GA :

Föstudaginn 11. febrúar var Rekkaskátasveitin Rs.

Plútó úr Landnemum búin að skipuleggja ferð sína

norður á Akureyri. Einn bíll kom líka með okkur

aukalega frá Ægisbúum úr Vesturbænum. Ægis-

búarnir, reyndar ásamt einum Kóp úr Kópavogi,

lögðu af stað stundvíslega norður klukkan 15:00

meðan restin, sem voru níu manns á tveim bílum

áætluðu að leggja af stað stundvíslega frá skáta-

heimilinu klukkan sex. Það leit út í fyrstu eins og

allt myndi ganga að óskum þegar tveir óstundvís-

ustu menn Landnema voru mættir fyrir áætlaðan

brottfarartíma. Það fór ekki betur en svo að ein

stúlkan í hópnum fékk ekki að fara úr balletttíma

fyrr en hálf níu svo að við lögðum á endanum af

stað úr Reykjavík stundvíslega klukkan níu.

Aksturinn norður gekk með eindæmum vel og við

keyrðum í einum rykk, þar sem allir voru saddir og

sáttir eftir íshlaðborð á Pizza hut meðan við biðum

eftir ballerínuni. Þegar við komum norður fengum

við tvo Ægisbúa til að ganga til móts við okkur

niður úr skálanum til að leiðbeina okkur upp í

myrkrinu þar sem við vorum ekki staðkunn.

Hópurinn sem reyndi að ganga á Súlur

Page 10: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 10 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

Þreyttir skátar eftir gönguna

Gangan, sem formlega á að taka hálftíma, tók okkur

einn og hálfan tíma því við gætum hugsanlega hafa

týnt stígnum. Svo að við vorum á endanum komin

upp í fjall í skálann klukkan hálf fjögur, sem var

aðeins á eftir upprunalegu tímaplani, en tímaplön

standast hvort sem er aldrei svo við kipptum okkur

lítið upp við það. Við vöknuðum upp úr tíu og

fórum að gera okkur klár fyrir göngu á Súlur. Við

fengum frábært veður og engan snjó á leiðini að

Súlum að aðskildu harðfenni og klaka sem lág yfir

öllu.

Spila twister

Þegar við vorum komin frekar ofarlega í frekar

brattar hlíðarnar á Norðursúlu hættum við skyndi-

lega að geta sparkað okkur spor í harðfennið svo að

við sátum stopp í smá stund að meta aðstæður og að

reyna að finna góða leið upp, þar til yfir okkur fór

að ausast skafrenningur. Á þeim tímapunkti rennd-

um við okkur bara niður þann part sem við vorum

búin að klífa og settum stefnuna á Torfagjá við

Mývatn til að fara í heitt bað í tærri náttúrulaug.

Gjáin er temmilega falin, það þarf að klifra 6-7

metra ofan í hana en þar niðri tekur við vatnið sem

er algjörlega tært, er um það bil 42°C og á flestum

stöðum 4-5 metra djúpt. Eftir þessa góðu og vel

þegnu sundferð skelltum við okkur á Akureyri aftur

og ákváðum að verðlauna okkur sjálf með pizzu

eftir góðan dag. Pizzuna snæddum við á tjaldsvæð-

inu við Hamra en þar tók við langt spjall og spurn-

ingakeppni sem dróst vel á langinn svo að aðra

nóttina í röð enduðum við á því að vera komin upp í

skálann klukkan hálf fjögur. Sunnudagurinn fór svo

í tiltekt og akstur til Reykjavíkur, burt úr sólinni og

góða veðrinu fyrir norðan og í slyddu og él fyrir

sunnan. Allir voru mjög sáttir með helgina og vil ég

þakka öllum fyrir góða og vel heppnaða ferð í

góðum hópi.

Jónas G. Sigurðsson

Róversveitin Ragnarök

Róversveitin Ragnarök var starfandi og aðalefni

vorsins var ferð nokkurra skáta til Georgíu. Við hin

sem fórum ekki fórum þó saman í nokkrar

gönguferðir, eina þeirra fórum við að kvöldi til upp

í Þrym eftir vörðuleiðinni og nutum þess að fá

okkur heitt kakó, renna okkur á sleða og horfa á

norðurljósin.

Þó nokkrir voru starfandi en mismargir mættu þó á

fundi, oftast um og yfir 10 skátar þó. Sveitin

starfaði á mismunandi fundarstöðum en í flestum

tilfellum vorum við í Landnemaheimilinu.

Fríða Björk Gunnarsdóttir

5. Annað markvert

Landnemamót

Jól í júní var þema mótsins að þessu sinni.

Í mótsstjórn sátu sjö skátar: Hulda Rós Helgadóttir,

mótsstjóri, Jónas G. Sigurðsson, aðstoðarmótsstjóri,

Sigurgeir B. Þórisson, dagskrárstjóri, Kári Brynjars-

son, tjaldbúðarstjóri, Viktoría Sigurðardóttir, versl-

unarstjóri, Bergur Ólafsson, kynningarmálastjóri og

Þórgnýr Thoroddsen, gjaldkeri. Allir þessir skátar

eru Landnemar nema Bergur en hann kemur úr

skátafélaginu Skjöldungum. Mótið tókst í flesta

staði mjög vel og skilaði félaginu nokkrum tekjum.

Sjá nánar í skýrslu mótsstjórnar í viðauka.

Útilí fsskóli Landnema

Sumarið 2011 ráku Landnemar Útilífsskóla í eigin

nafni í annað sinn. Skólastjóri var Jóhanna Gísla-

dóttir en aðrir starfsmenn voru Bryndís Björns-

dóttir, Jón Evert Patreksson, Unnur Helgadóttir,

Björn Tómasson, Birgir Viðar Birgisson, Kristín

Káradóttir, Hlynur Steinsson og Óskar Helgi Þor-

leifsson. Haldin voru 11 námskeið og voru piltar í

miklum meirihluta þátttakenda. Sjá nánar sérstaka

skýrslu um Útilífsskóla Landnema í viðauka.

Jamboree 2011 Svíþjóð

Hópur Landnema fór á Jamboree sem að þessu

sinni var haldið fyrir sunnan Kristianstad í Svíþjóð,

nánar tiltekið við bæinn Rinkaby.

Page 11: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 11 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

Frásögn tveggja þeirra kemur hér:

Þann 27 júlí 2011 lögðu af stað 19 hressir Land-

nemar, ásamt Árbúum, Seglum og Kópum , til

Svíþjóðar á Alheimsmót skáta (Jamboree) . Við

tókum rútu frá Árbúa heimilinu og lögðum af stað

uppá flugvöll. Í rútunni var spennan ómótstæðileg

og allir búnir að bíða eftir einmitt þessum degi í

langan tíma. Eftir flugið lentum við í Kaupmanna-

höfn í mesta hita sem Íslendingar hafa fundið lengi.

Fórum síðan í rútu til Rinkaby þar sem mótið var

haldið. Þegar komið var á mótstað var svartamyrkur

og allir dauðþreyttir eftir 6 tíma rútuferð. Síðan var

tjaldað tjöldunum, farið yfir reglur mótsins og loks

skriðið inní svefnpoka og farið að sofa. Næsta

morgun var greinilegt hvað var mikið myrkur um

kvöldið því við tjölduðum öllum tjöldunum eins

skakkt og hægt var þannig að við þurftum að laga

öll tjöldin. Sama dag var mótið hafið með glæsi-

legri opnunarhátíð sem við munum seint gleyma. Þá

byrjaði mótið fyrir víst. Dagsskráin var alveg ótrú-

leg og lærðum við hluti sem voru allir mjög áhuga-

verðir. Nokkrir af þessum hlutum voru t.d. að tjalda

blindandi, quest sem var skipt í marga liði og meðal

annars þrautabrautir, völundarhús og fleira

skemmtilegt. Þegar við vorum ekki í dagsskrá

leiddist okkur aldrei því að félagsskapurinn var

góður og mikið að gerast í kringum mann. Við

fórum m.a. í tívolíið (sem var súrrað saman), við

fórum á brimbretti, hittum nýja vini frá mörgum

löndum og fórum að sjá heimildamynd um Austur-

ríki í manngerðu hreyfibíói. Því má með sanni segja

að þema mótsins var Simply Scouting! Við fórum

einnig í camp in camp þar sem við gistum utan

mótsvæðis. Þar fórum við á kvöldvöku, klifruðum

klifurveggi, fórum í vatnið og sáum stóra, feita

snigla. Síðan var „cultural day“ þar sem hver og

ein þjóð sýndi eitthvað einkenni fyrir sína þjóð. Við

buðum uppá kjötsúpu og að skrifa nafnið sitt í

íslenskum rúnum. Síðan fórum við og skoðuðum

við hjá öðrum þjóðum og margir buðu uppá mat og

drykk. Síðasta daginn var mjög erfitt að kveðja alla

og sjá mótsvæðið tómlegt því margir voru búnir að

taka niður tjöldin sín. Þegar við vorum að bíða eftir

rútunni til að fara í heimagistinguna fengum við

þær gleðifréttir að við myndum fá frítt Mc. Donalds

í boði mótsins. Við þurftum að fara mikla króka-

leiðir því allir flokkarnir (Mustard Maniacs, Bóm-

ullarnærbuxur, Geimverur & Blá-Bleik Býfluga)

fóru á mismunandi staði um Svíþjóð, en loka-

stoppið var í Nora þar sem flokkurinn okkar

(Mustard Maniacs) fórum út. Þurftum því að fara út

hjá bryggjunni og taka bát til lítillar eyju sem er rétt

fyrir utan Nora. Gistum við þar í 3 nætur með

sænskum skátum. Og gerðum við margt þar á litlum

tíma. Við getum ekki lýst því með fáum orðum

hvað þessi ferð var skemmtileg en eitt vitum við þó

að eftir þessa ferð komum við heim stoltari af því

að vera skátar.

-Anna og Egle (Aneg, nagle, nale, anle, egna)

Egle og Anna Sigríður fyrir framan innganginn á

tjaldbúðasvæðið.

Page 12: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 12 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

Yfirlitsmynd yfir pínulítinn hluta mótsins, tekin úr mótsturninum

Hópur eldir skáta, undir fararstjórn Arnlaugs Guð-

mundssonar, heimsóttu mótið. Í hópnum voru auk

hans Landnemarnir Anna Kristjánsdóttir, Atli Smári

Ingvason og Haukur Haraldsson. Auk þeirra 9

skátar frá skátafélagi Sólheima og nokkrir Smiðju-

hópsfélagar með eiginkonum og einu barni og

síðast en ekki síst Björgvin Magnússon DCC, sem

hvað þekkastur er fyrir að hafa stjórnað flestum

Gilwell námskeiðum á Íslandi og vera siðameistari

BÍS. BM nálgast nú níræðisaldurinn og hafði aldrei

komið á Jamboree fyrr. BM var heiðraður af

framkvæmdastjóra WOSM og fékk nafnbótina

World Scout. Til gamans má geta þess að barnið í

hópnum, Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir Pálsson-

ar, var að heimsækja sitt annað alheimsmót og

fimmta stóra alþjóðlega skátamótið, en hún er 7 ára.

Landnemarnir auk BM sem tóku þátt í ferðinni.

Gilwell

Elmar Orri Gunnarsson lauk

Gilwell þjálfun sinni og fékk

einkennin afhent við hátíð-

lega athöfn 6. mars 2011. Við

óskum Elmari til hamingju

með árangurinn.

Fyrri hluti Gilwell námskeiðs

fyrir skátaforingja var svo

haldið sömu helgi og Jól í

júní og sótti það því enginn Landnemi.

Húsnæðið – útleiga

Skátaheimilið í Háuhlíð 9 var leigt út á árinu frá

áramótum til vors og svo aftur frá byrjun því seint í

ágúst og til áramóta. Frístundastarf Hlíðaskóla,

Hlíðaskjól, var rekið á virkum dögum í húsinu og

höfðust 60-70 börn þar við á daginn á vetrarönn en

mun færri á haustönn. Nokkuð var um útleigu til

hópa.

Ákveðið var að kaupa innbrota- og brunavið-

vörunarkerfi. Eftir nokkra skoðun var gengið til

samninga við Nortek og keypt kerfi með nokkrum

hreyfiskynjurum, reykskynjurum, sírenu GSM út-

hringibúnaði.

Hópur frá Wales gisti í heimilinu síðsumars. Við

brottför leystu þau félagið og einstaka félaga einnig

út með gjöfum eins og sjá má á myndinni.

Page 13: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 13 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

Welskur skátaklútur hengdur á félagaforingjann

Landnemar í útlöndum

Við, Fríða og Grímur, ákváðum bæði að eyða sumr-

inu okkar í það að vinna í sumarbúðum í Banda-

ríkjunum. Við skráðum okkur í gegnum samtökin

Camp America og þar vorum við valin og ráðin af

tveimur mismunandi sumarbúðum, Grímur í Camp

Jewell, YMCA búðir í Connecticut og Fríða í Camp

Pennyroyal, Girls Scouts of America sumarbúðir í

Kentucky. Við byrjuðum dvölina á tæpri viku í

New York þar sem við skoðuðum allt og lékum

túrista. Síðan fórum við í sitthvora áttina að vinna.

Við byrjuðum bæði á lifeguard þjálfun þar sem við

unnum okkur bæði inn réttindi hjá Bandaríska

Rauða krossinum, sem var frekar létt fyrir

Íslendinga vana sundi!

Fríða og Grímur í New York

Sumarið var svo mjög skemmtilegt og frábrugðið

því sem við þekkjum hérna heima, bæði umhverfið

og einnig með það hvernig sumarbúðir eru reknar.

Við kynntumst fullt af frábæru fólki og skemmti-

legum krökkum og skemmst er frá því að segja að

tvær stelpur sem unnu með Fríðu heimsóttu hana

núna í febrúar til Íslands.

Við mælum með því að allir prófi þetta, þó svo að

þetta sé ekki vel borgað, því að við fengum fullt af

reynslu og upplifun í reynslubankann.

Fjármál félagsins

Fjárhagur Landnema er allgóður. Ekki er auðvelt að

bera saman tekjur og gjöld milli ára þar sem

fjárhagsárinu hefur verið breytt. Nær það í þetta

sinn frá 1.1. til 31.8. Rekstrartekjurnar virðast vera

að minnka svolítið og hagnaðurinn er heldur lægri

en var á síðasta ári. Útilífsskólinn skilaði góðum

hagnaði og Landnemamótið líka. Þá naut félagið

rekstrarstyrks frá Reykjavíkurborg sem SSR úthlut-

aði auk þess sem borgin greiddi laun flestra sem

unnu við Útilífsskólann.

Stærstu útgjaldaliðirnir eru vegna félagsstarfsins,

Landnemamót, Jamboreeferð, og svo launakostnað-

ur. Rekstrarkostnaður vegna skátaheimilisins virðist

vera lægri en árið áður.

Aðalfundur BÍS og Skátaþing

Aðalfundur BÍS og Skátaþing 2011.

Enn á ný urðu verulegar umræður um tillögu að

nýjum lögum fyrir BÍS. Lauk þeim með því að

samþykkt voru ný lög. Ein stærsta breytingin frá

gildandi lögum var breyting á atkvæðavægi í þá

veru að stjórn BÍS hefur ekki atkvæðisrétt og að

hvert skátafélag hefur nú allt að fjögur atkvæði.

Enginn fer með fleiri en eitt atkvæði. Starfsáætlun

BÍS 2011 til 2015 var samþykkt svo og reikningar

og fjárhagsáætlun.

Með skátakveðju, f.h. félagsstjórnar

félagsforingi

Page 14: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 14 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

6. Starfsáætlun til 2014

Tímabil 2011-2014 2011-2012 2012-2013 2013-2014

September – desember Innritun

Félagsfundur

Félagsútilega / Vígsla

Sveitarútilegur

Forsetamerki

JOTA / JOTI

2. nóvember afmæli

Jólafundur

Innritun

Félagsfundur

Félagsútilega / Vígsla

Sveitarútilegur

Forsetamerki

JOTA / JOTI

2. nóvember afmæli

Jólafundur

Innritun

Félagsfundur

Félagsútilega / Vígsla

Sveitarútilegur

Forsetamerki

JOTA / JOTI

2. nóvember afmæli

Jólafundur

Janúar – apríl Afmæli

Félagsútilega

22. febrúar

Aðalfundur

Fjölskylduferð

Sveitarútilegur

Foringjaútilega

1. sumardagur

Afmæli

Félagsútilega

22. febrúar

Aðalfundur

Fjölskylduferð

Sveitarútilegur

Foringjaútilega

1. sumardagur

Afmæli

Félagsútilega

22. febrúar

Aðalfundur

Fjölskylduferð

Sveitarútilegur

Foringjaútilega

1. sumardagur

Maí – ágúst 17. júní

Landnemamót Viðey

Landsmót Úlfljótsvatni -

100 ára afmælismót

Foringjaútilega

17. júní

Landnemamót Viðey

Rekkaskátaferð

„út vil eg“

Foringjaútilega

17. júní

Landnemamót Viðey

Foringjaútilega

Page 15: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 15 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

7. Félagatal

Félagatal Skátafélagsins Landnemar Janúar - 2011 Nafn Kennitala Heimilisfang Póstnúmer

Adam Murtomaa 151294-2949 Leifsgata 8 101

Adda Smáradóttir 141198-2469 Mávahlíð 23 104

Alexander Jean Edvard le Sage de Fontenay 160591-2699 Háteigsvegur 8 105

Alexander Jón Másson 260798-2439 Hjálmholti 4 105

Andrés Þór Róbertsson 180689-3469 Hólaberg 44 111

Anna Eir Guðfinnudóttir 141187-2879 Eggertsgata 18 101

Anna Hildur Björnsdóttir Önnudóttir 030500-3180 Barmahlíð 54 105

Anna Sigríður Hannesdóttir 130697-2409 Leifsgata 22 101

Anna Sigrún Gunnarsdóttir 030999-2909 Háleitisbraut 17 108

Ari Fannar Hilmarsson 061299-3199 Stigahlíð 10 105

Arngrímur Alex Birgisson 260802-2160 Drápuhlíð 21 105

Arnlaugur Guðmundsson 210745-7269 Vesturgötu 34 101

Atli Smári Ingvarsson 091043-2899 Hjallahlíð 25 270

Atli Steinar Siggeirsson 100292-2119 Háaleitisbraut 33 108

Auður Gunnarsdóttir 261000-2450 Valsheiði 30 105

Árdís Ilmur Jóhannsdóttir 030496-2999 Drápuhlíð 24 105

Árni Einar Marselíusarson 221294-3009 Fellsmúla 10 108

Ása Jónsdóttir 090199-2699 Bólstaðarhlíð 23 105

Ásgeir Valfells 011193-3079 Hamrahlíð 13 105

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir 150294-2749 Langahlíð 11 105

Ásta Kristín Þórsdóttir 190296-3269 Mávahlíð 47 105

Baldur Gunnarsson 120982-3709 Hófgerði 200

Bergur Árnason 271294-2049 Bergstaðarstræti 26b 101

Bergur Hamar Bjarnason 150799-2959 Barmahlíð 10 105

Birgir Viðar Birgisson 210496-2549 Beykihlíð 8 105

Birna Sigurðardóttir 251001-2190 Safamýri 35 108

Birta Ragnarsdóttir 080398-2479 Blönduhlíð 31 105

Bjartur Brynjason 250700-3180 Stigahlíð 68 105

Björgvin Viðar Þórðarson 270801-2770 Blönduhlíð 5 105

Broddi Gunnarsson 250699-2639 Mávahlíð 17 105

Bryndís Björnsdóttir 110193-2389 Stigahlíð 93 105

Brynjar Heiðdal Bernhardsson 240194-2289 Grettisgötu 56b 101

Brynjólfur Skúlason 250102-3480 Meðalholt 8 105

Cheila Vanessa Silva Nunes Pinto dos Santos 130298-3039 Meðalholt 19 105

Dagur Steinn Guðfinnuson 080399-2009 Reykjahlíð 12 105

Daníel Atli Cassata Sírnisson 240794-3149 Álftamýri 28 108

Daníel Másson 240985-2769 Hjálmholt 4 105

Daníel Theodórs Ólafsson 070694-2049 Klapparstíg 10 101

Eðvald Sævarsson 200396-2359 Barmahlíð 4 105

Eggert Lárusson 191146-2129 Markarvegur 16 108

Egle Sipaviciute 020697-3779 Skipholt 45 105

Einar Luther Heiðarsson 300999-2129 Skipholt 55 105

Page 16: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 16 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

Elísa Lind Finnbogadóttir 201291-2679 Háleitisbraut 43 108

Elma Rún Sigurðardóttir 140300-2250 Lerkihlíð 4 105

Elmar Orri Gunnarsson 201188-2029 Grettisgötu 11 101

Emilía Góa Briem 250597-2829 Bólstaðarhlíð 3 105

Eva Guðný Óskarsdóttir 110299-2659 Safamýri 57 108

Eysteinn Þórðarson 110991-2079 Blönduhlíð 5 105

Freyja Sóllilja Sverrisdóttir 020296-3139 Víðihlíð 43 105

Freyja Th. Sigurðardóttir 111287-2289 Rauðalækur 61 105

Fríða Björk Gunnarsdóttir 260491-2539 Háleitisbraut 17 108

Gabríel Ísar Einarsson 251101-2050 Stangarholt 34 105

Grímur Snorrason 220888-3129 Kapellustíg 9 113

Guðbrandur Óli Helgason 090598-2499 Barmahlíð 38 105

Guðrún Ástrós Bergsveinsdóttir 201098-2039 Birkihlíð 34 105

Guðrún Lind Stefánsdóttir 131097-3289 Flókagata 7 105

Gunnar Þór Magnússon 220899-2419 Flókagata 45 105

Gústav Óli Jónsson 180894-2849 Freyjugata 4 101

Hanna Alexandra Helgadóttir 080693-2229 Bragagötu 3b 101

Haukur Haraldsson 310845-3969 Njálsgötu 100 105

Heiða Björk Vignisdóttir 050558-5849 Grettisgötu 11 101

Heiða Kristín Másdóttir 080289-2869 Hjálmholt 4 105

Heiða Marey Magnúsdóttir 030196-3849 Eskihlíð 10 105

Hera Björg Birkisdóttir 121299-2679 Álftamýri 28 108

Hildur Iðunn Sverrisdóttir 291198-2609 Víðihlíð 43 105

Hjördís Þóra Elíasdóttir 100496-2759 Háaleitisbraut 44 108

Hjörvar Logi Ingvarsson 040393-2189 Suðurhlíð 35 / Vesturhlíð 9 105

Hrafnar Kristinsson Kaaber 240500-2480 Miklabraut 68 105

Hrefna María Hilmarsdóttir 090698-2739 Stigahlíð 10 105

Hróbjartur Arnfinnsson 261191-3189 Stigahlíð 2 105

Hugbjörg Helgadóttir 271000-2940 Stigahlíð 2 105

Hulda Rós Helgadóttir 090991-2569 Safamýri 35 108

Hulda Tómasdóttir 261293-2859 Barmahlíð 48 105

Ingibjörg Ólafsdóttir 190259-3909 Sólheimar 54 104

Ingunn Anna Finnbjörnsdóttir 010601-2230 Vesturberg 100 111

Ísabella Katarína Márusdóttir 160893-2309 Bergstaðastræti 22 101

Jarþrúður Iða Másdóttir 150497-2059 Fjölnisvegi 1 101

Jóhann Orri Briem 010491-2829 Bólstaðarhlíð 3 105

Jón Einar Jóhannsson 200691-2459 Bergþórugötu 6b 101

Jón Gunnar Ólafsson 230501-3350 Bólstaðarhlíð 44 104

Jón Ingvar Valberg 130999-2209 Háaleitisbraut 56 108

Jón Klausen 131100-3450 Safamýri 87 108

Jónas Grétar Sigurðsson 250990-2439 Hesthamrar 16 112

Júlíana Dögg Omarsdóttir Chipa 040500-3240 Háaleitisbraut 113 108

Júlíus Breki Þóruson 121101-2460 Stigahlíð 22 105

Kári Brynjarsson 050693-2369 Stigahlíð 68 105

Kolbeinn Ari Arnórsson 300896-3169 Mávahlíð 25 105

Kristinn Arnar Sigurðsson 080295-2279 Hesthamrar 16 112

Page 17: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 17 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

Kristín Arna Árnadóttir 110401-3530 Bogahlíð 12 105

Kristín Magnúsdóttir 140698-2889 Eskihlíð 6B 105

Kristófer Haukur Hauksson 301098-2789 Hraunbær 160 110

Kristrún Kristinsdóttir 150900-2550 Háaleitisbraut 36 108

Magni Þór Walterson 060394-2889 Auðarstræti 5 105

Magnús Jónsson 171249-2369 Brúnastaðir 67 112

Margrét Ásta Finnbjörnsdóttir 251101-2990 Álftamýri 20 108

Margrét Klara Kaaber 010501-2290 Gerðhamrar 13 112

María Glóð Baldursdóttir 050400-2550 Miklabraut 54 105

Maríus Þ. Jónasson 170565-5849 Bergstaðarstræti 46 101

Mathilda Follend 280790-4359 Eggertsgötu 22, 206A 107

Már Másson Maack 060291-3069 Fjölnisvegi 1 101

Nadía Sigurðardóttir 251001-2270 Safamýri 35 108

Orri Ómarsson 290393-2999 Meðalholt 5 105

Ólafur Jóhann Briem 240994-2679 Laufásvegi 75 101

Ólafur Valfells 031096-3169 Hamrahlíð 13 105

Óskar Helgi Þorleifsson 041296-2249 Mávahlíð 42 105

Patrick Anders Ingemar Hassel Zein 121266-2459 Hverfisgötu 67 101

Perla Hafþórsdóttir 241293-2549 Bergþórugötu 7 101

Pétur Guðni Kristinsson 041001-2670 Eskihlíð 20a 105

Róbert Smári Björnsson 180593-2849 Lerkihlíð 15 105

Sandra Zak 270297-2189 Skaftahlíð 36 105

Sigríður Dagný Jónsdóttir 220102-2460 Eskihlíð 6b 105

Sigrún Hrönn Halldórsdóttir 120989-2789 Vatnsholt 4 105

Sigurgeir B. Þórisson 160992-2639 Fellsmúla 7 108

Sigursveinn Árni Friðriksson 210994-2389 Háleitisbraut 36 108

Snorri Kárason 130603-2970 Flókagata 14 105

Snorri Maríusarson 300888-2599 Bergstaðarstræti 46 101

Stefán Bjartur Kristjánsson 280802-2390 Barmahlíð 27 107

Stefán Freyr Benonýsson 230490-2799 Engihjalla 1 200

Tómas Ingi Nielsen 071101-4440 Eskihlíð 12b 105

Úlfur Breki Pétursson 300599-2819 Flókagata 56 105

Verónika Sigurðardóttir Teuffer 111102-3090 Stangarholti 16 105

Victoria McDonald Þorkelsdóttir 210898-2559 Drápuhlíð 7 105

Vigdís Perla Maack 240393-2989 Bergstaðastræti 59 101

Viktor Sigurbjörnsson 150299-3069 Heiðargerði 29 105

Viktoría Sigurðardóttir 240693-2839 Laufásvegi 4 101

Víking Eiríksson 210346-7599 Kringlan 85 103

Yngvi Snorrason 121289-2889 Kapellustíg 9 113

Þóra Björk Þórsdóttir 250200-2770 Stigahlíð 59 105

Þórður Arnar Þórðarson 040691-2519 Háaleitisbraut 45 108

Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir 050499-2359 Úthlíð 5 105

Page 18: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 18 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

8. Lög skátafélagsins Landnema

Kafli A – Heiti félagsins, starfssvæði og markmið

1. GR EIN – NA FN O G ST ARF S SV ÆÐ I

Félagið heitir Skátafélagið Landnemar.

Heimili þess og starfssvæði er í Reykjavík, eftir nánari ákvörðun Skátasambands Reykjavíkur.

2. GR EIN – AÐI LD A Ð S AMT ÖKU M

Félagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur og starfar eftir lögum þeirra.

3. GR EIN – MAR K MI Ð O G L E IÐ IR

Markmið félagsins er að þroska börn og ungt fólk til að verða ábyrgir, sjálfstæðir og virkir einstaklingar í

þjóðfélaginu. Markmiðum sínum hyggst félagið ná meðal annars með:

Hópvinnu til að þroska tillitssemi, samstarfshæfileika, ábyrgð og stjórnunarhæfileika.

Útilífi til að efla líkamsþrek og vekja áhuga á náttúrunni og löngun til að vernda hana.

Viðfangsefnum af ýmsu tagi til að kenna skátum margvísleg nytsöm störf, sjálfum þeim og öðrum til

heilla.

Þátttöku í alþjóðastarfi skátahreyfingarinnar til að gefa skátum tækifæri til að kynnast ungu fólki frá

öðrum löndum, háttum þess og menningu.

Kafli B – Félagsaðild og skyldur

4. GR EIN – AÐI LD OG S KY LDUR FÉ LA GA

Til að gerast félagi þarf viðkomandi að vera á öðru grunnskólaári við innritun eða eldri. Leyfi foreldris eða

forráðamanns þarf sé viðkomandi ekki sjálfráða.

Hver og einn telst félagi ef félagsstjórn eða fulltrúi hennar hefur samþykkt inntökubeiðni hans, skráð hann í

félagatal og tekið við greiðslu árgjalds.

Félagi sem ekki stendur skil á árgjaldi til félagsins er ekki fullgildur félagi.

Gerist félagi brotlegur við lög þessi eða spillir áliti félagsins að mati félagsstjórnar getur hann sætt brottrekstri úr

félaginu. Skal þá félagsstjórn tilkynna viðkomandi það skriflega.

Kafli C– Stjórnun félagsins

5. GR EIN – AÐA LFU NDU R

Aðalfundur fer með æðstu stjórn í málefnum skátafélagsins Landnema. Aðalfundur félagsins skal haldinn í

febrúarmánuði ár hvert. Rétt til setu á aðalfundi hafa:

Með atkvæðisrétti:

Allir fullgildir félagar sem verða 15 ára á árinu og eldri.

Stjórn Sjálfseignarstofnunarinnar skátaheimili Landnema (SSL).

Án atkvæðisréttar, með málfrelsi og tillögurétt:

Allir fullgildir félagar í skátafélaginu Landnemum og félagar SSL.

Fulltrúar stjórna BÍS og SSR.

Sérstakir boðsgestir stjórnar.

Page 19: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 19 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

6. GR EIN – BOÐU N AÐA LFU NDAR

Aðalfundur skal boðaður skriflega með minnst tveggja vikna fyrirvara til atkvæðisbærra manna og telst

tölvupóstur gilt fundarboð til þeirra sem hafa netföng. Á sama tíma skal tilkynnt um fundinn skriflega í

skátaheimili Landnema. Stjórn SSL er ábyrg fyrir tilkynningu um fundinn til félaga í SSL. Stjórnum BÍS og SSR

skal tilkynnt um fundinn með tölvupósti með a.m.k. 2ja vikna fyrirvara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til

hans boðað.

7. GR EIN – VER KE FN I A ÐAL FUN DAR

Verkefni aðalfundar eru:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.

3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar.

4. Fulltrúi stjórnar SSL gerir lauslega grein fyrir starfi og fjárhagsstöðu SSL.

5. Lagabreytingar.

6. Kosning félagsforingja.

7. Kosning fjögurra skáta í stjórn félagsins.

8. Kosning eins skoðunarmanns reikninga.

9. Önnur mál.

Lög þessi, sem og lög SSL skulu liggja frammi á aðalfundi.

8. GR EIN – STJ ÓR N

Stjórn félagsins skal skipuð fimm skátum; félagsforingja, aðstoðarfélagsforingja, gjaldkera, ritara og

meðstjórnanda. Félagsforingi skal vera eldri en 21 árs. Gjaldkeri félagsins skal vera fjárráða. Stjórnin er kosin til

eins árs í senn.

Stjórn félagsins heldur fundi þegar þurfa þykir. Einu sinni í mánuði hið minnsta, nema yfir sumarmánuðina.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar skal haldinn innan tveggja vikna frá aðalfundi.

Skoðunarmenn reikninga eru tveir, annar kosinn á aðalfundi til eins árs í senn, en hinn er gjaldkeri

Skátasambands Reykjavíkur.

9. GR EIN – VER KA SK IP TIN G STJ ÓR NA R

Félagsforingi:

Er fulltrúi félagsins út á við.

Boðar og stjórnar fundum félagsstjórnar.

Fylgir eftir ákvörðunum aðalfunda, foringjaráðsfunda og stjórnarfunda.

Skipar foringja og embættismenn félagsins í samráði við aðstoðarfélagsforingja.

Útbýr erindisbréf til starfshópa eftir þörfum hverju sinni.

Gerir ráðningarsamninga við starfsmenn félagsins í samræmi við ákvörðun stjórnar.

Aðstoðarfélagsforingi:

Sér um rekstur og skipulagningu félagsstarfsins og hefur reglubundið eftirlit með skátastarfinu í

félaginu.

Stjórnar foringjaráðsfundum félagsins.

Heldur utan um foringjaþjálfun.

Heldur utan um dagskrá félagsins.

Hefur umsjón með því að atburðir félagsins séu undirbúnir og auglýstir tímanlega.

Sér um viðurkenningamál félagsins.

Aðstoðarfélagsforingi gegnir störfum félagsforingja í forföllum hans.

Gjaldkeri:

Varðveitir félagssjóð og annast greiðslu reikninga.

Page 20: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 20 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

Sér um öll fjármál félagsins og hefur eftirlit með sjóðum félagsins, smærri sem stærri.

Annast umsjón með tryggingum félagsins og eigum þess.

Ritari:

Skal halda gjörðabók um alla félagsstjórnarfundi og merka atburði í sögu félagsins.

Skal varðveita allar útfylltar fundargerðabækur úr félaginu, t.d. flokksbækur og sveitarbækur.

Annast bréfaskriftir fyrir félagið.

Sér til þess að fundargerðir stjórnar- og foringjaráðsfundar séu ritaðar og ber ábyrgð á varðveislu þeirra

og gerir þær aðgengilegar á vefnum eftir nánari ákvörðun stjórnar.

Varðveitir afrit af þeim fundargerðum sveita- og flokksfunda sem ritaðar eru.

Meðstjórnandi:

Hefur umsjón með skátaheimili félagsins, þ.m.t. þrifum og viðhaldi.

Er fulltrúi stjórnar Landnema í stjórn Sjálfseignarstofnunarinnar Skátaheimili Landnema (SSL).

Sér um að taka upp mál sem varðar báðar stjórnir og veita upplýsingar eftir því sem þarf til að greiða

fyrir samskiptum stjórnanna.

Sameiginlega ber stjórn ábyrgð á stefnumótun félagsins, fjárreiðum, mannauði og uppbygginu aðstöðu fyrir

félagið. Einnig upplýsingagjöf innan og utan félagsins, samstarfi við önnur félög og samtök, félagatali o.fl.

Stjórn félagsins er heimilt að setja reglugerðir um einstaka þætti félagsstarfsins, t.d. fjármál, blaðaútgáfu,

skemmtanahald, skálaferðir o.þ.h. Um slíkar reglugerður skal fjallað á aðalfundi og þær staðfestar.

10. GRE IN – V IÐ BRÖ GÐ V IÐ Ó F YRIR SÉ ÐU M STA RFS L OKU M

Hætti stjórnarmaður störfum einhvern tíma milli aðalfunda kýs foringjaráð félagsins að fengnum tillögum

stjórnar annan í hans stað til bráðabirgða fram að næsta aðalfundi.

11. GRE IN – STARF S M E NN

Stjórn félagsins er heimilt að ráða starfsmann, einn eða fleiri. Hún ákveður starfssvið og starfskjör.

12. GRE IN – FOR IN GJ AR ÁÐ

Í félaginu starfar foringjaráð sem í eiga sæti félagsstjórn og allir foringjar félagsins, aðstoðarsveitarforingjar og

æðri. Foringjaráð heldur fundi einu sinni í mánuði að jafnaði nema yfir sumarmánuðina. Foringjaráð skipuleggur

starfs félagsins og ákveður árgjald þess. Aðstoðarfélagsforingi stjórnar fundum foringjaráðs.

13. GRE IN – SKI PUNAR BRÉF

Hætti foringi eða embættismaður störfum, ber honum að skila öllum gögnum ásamt skipunarbréfi sínu til

viðkomandi foringja eða félagsstjórnar.

Kafli D – Önnur ákvæði

14. GRE IN – SLI T Á F É L AG INU

Hætti félagið störfum, skal Sjálfseignarstofnuninni skátaheimili Landnema (SSL) falin umsjá eigna þess, þar til

það hefur störf á ný. Leggist starfsemi beggja félaganna niður, skal Skátasambandi Reykjavíkur falin umsjá

eignanna. Skulu þær þá notaðar til heilbrigðrar æskulýðstarfsemi í samráði við stjórn Bandalags íslenskra skáta

þar til skátastarf verður endurvakið á starfssvæðinu.

15. GRE IN – LA GABR EY TIN GAR

Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórn félagsins fyrir

15. janúar ár hvert og skulu birtar í fundarboði. Lögum þessum verður aðeins breytt ef tveir þriðju hlutar

kosningarbærra fundarmanna greiða atkvæði með lagabreytingartillögum. Ákvörðun um slit á félaginu tekur ekki

gildi nema fimm sjöttu hlutar kosningarbærra fundarmanna greiði atkvæði með slitum félagsins.

Þannig samþykkt á aðalfundi 24.2.2010

Page 21: Landnemar Ársskýrsla 2011landnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla-20111...Skátastarf í sveitinni Þórshamri gekk gífurlega vel árið 2010-2011. Farið var í eina

Skátafélagið Landnemar 21 Skýrsla stjórnar 31. ágúst. 2011

9. Viðaukar

Skýrsla mótsstjórnar Landnemamóts

Skýrsla um Útilífsskóla Landnema