38
2013-2014 Hjördís G. Ólafsdóttir Náttúruleikskólinn Krakkakot 25. ágúst 2014. Ársskýrsla

Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

2013-2014

Hjördís G. Ólafsdóttir

Náttúruleikskólinn Krakkakot

25. ágúst 2014.

Ársskýrsla

Page 2: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

2

Áhugi, virðing, jákvæðni

Efnisyfirlit

Inngangur ...............................................................................................................................4

Hagnýtar upplýsingar um skólann ...........................................................................................4

Opnunartími ...........................................................................................................................4

Skólahúsnæði og nemendafjöldi .............................................................................................5

Fjöldi barna eftir árgöngum .................................................... Error! Bookmark not defined.

Upplýsingar um aðlögun og flutninga á milli deilda ................................................................5

Starfsmenn .............................................................................................................................6

Skipurit leikskólans ................................................................................................................7

Skóladagatal ...........................................................................................................................7

Skipulagsdagar 2012-2013 ..................................................................................................7

Starfsmannafundir 2013 ......................................................................................................7

Stefna og uppeldissýn ........................................................................................................... 15

Uppeldi til ábyrgðar markviss innlögn .................................................................................. 16

Grænfáninn .......................................................................................................................... 17

Áherslur skólaársins 2012-2013 ............................................................................................ 17

Uppeldi til ábyrgðar/jákvæður og uppbyggjandi agi .......................................................... 17

Grænfáninn ....................................................................................................................... 18

Markviss málörvun ........................................................................................................... 18

Námsáætlanir deilda .......................................................................................................... 19

Vettvangsferðir /nærumhverfi ........................................................................................... 19

Skólanámskrá - Skólanámskrá í endurskoðun ................................................................... 19

Foreldrasamstarf ............................................................................................................... 19

Foreldraviðtöl ................................................................................................................... 20

Þátttaka foreldra í leikskólastarfinu ................................................................................... 20

Foreldraráð ....................................................................................................................... 20

Foreldrafélag ..................................................................................................................... 21

Uppákomur á vegum foreldrafélagsins .............................................................................. 21

Túlkaþjónusta fyrir foreldra .............................................................................................. 21

Stoðþjónusta – Sérfræðiþjónusta ....................................................................................... 22

Sérþarfir barna .................................................................................................................. 22

Fyrirkomulag sérkennslu ................................................................................................... 22

Samstarf leik- og grunnskóla ................................................................................................ 22

Símenntun 2012-2013........................................................................................................... 25

Page 3: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

3

Áhugi, virðing, jákvæðni

Mat á leikskólastarfi ............................................................................................................. 26

Innra mat á árinu 2012-2013 ................................................................................................. 27

Umbótaráætlun á niðurstöðum mats ........................................ Error! Bookmark not defined.

Öryggismál skólans .............................................................................................................. 34

Slys á börnum – samantekt ................................................................................................... 35

Húsnæði og viðhald .............................................................................................................. 36

Nýbreytni í skólastarfi .......................................................................................................... 36

Lokaorð ................................................................................................................................ 37

Page 4: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

4

Áhugi, virðing, jákvæðni

Inngangur

Náttúruleikskólinn Krakkakot hóf starfsemi í núverandi húsnæði 1990. Í fyrstu var

skólahúsnæðið tvær deildir en er nú sex deilda leikskóli eftir að ráðist hefur verið í stækkun

húsnæðisins tvisvar sinnum fyrst 2000 og síðan 2004.

Náttúruleikskólinn Krakkakot er skóli sem vinnur samkvæmt uppeldisstefnunni, „Uppeldi til

ábyrgðar“, vinnur að umhverfismennt og flaggar „Grænfána“ í viðurkenningaskini fyrir þá

vinnu. Skólinn hefur um langt árabil veðjað á að frjáls leikur barns sé þess helsta náms og

þroskaleið þess. Þess vegna gefum við leiknum mikinn tíma og rými í daglegu starfi skólans.

Dýrahald svo sem hænur, kanínur og páfagaukar eru einnig stór hluti af daglegri starfsemi

skólans.

Vetrarstarf 2013-2014 hófst 1. September en þá höfðu allir starfsmenn skilað sér inn eftir

sumarleyfi. Starfsárið 2013-2014 einkenndist að mörgu leit að því að aðlagast breyttum

starfsháttum með bæði vegna þess að í fyrsta sinn tókum inn í leikskólann börn yngri en

18.mánaða og því að venjast því að vera einn af leikskólum Garðabæjar. Öll stjórnsýsla og

eftirlit með skólastarfi er með allt öðru sniði en við höfum átt að venjast. Niðurstaða

endurskoðunar á fyrsta starfsári okkar sem einn af leikskólum Garðabæjar var að það tekur

langan tíma að aðlagast breyttri stjórnsýslu og öðrum starfsháttum sem við þurfum að tileinka

okkur.

Við teljum að breytingin hafi verið til góðs og erum þakklát fyrir eftirfylgni og handleiðslu.

Hagnýtar upplýsingar um skólann

Heimilisfang: Við Breiðumýri

Símanúmer skólans: 5502300/8215006

Skólastjóri: Hjördís Ólafsdóttir, [email protected]

Aðstoðarleikskólastjóri: Laura Hildur Jakobsdóttir, [email protected]

Heimasíða: www.krakkakot.is

Opnunartími

Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal

frá kl: 7:30 – 8:00. Eftir kl. 8:00 er tekið á móti börnum inni á viðkomandi deild. Í lok dags

eða kl. 16:30 er öllum börnum sem eru með vistun til kl 17:00 skilað á Óskalandi.

Page 5: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

5

Áhugi, virðing, jákvæðni

Skólahúsnæði og nemendafjöldi

Leikskólastjóri, að höfðu samráði við sveitarstjórn eða nefnd sveitarfélags sem fer með

málefni leikskóla í sveitarfélaginu, sbr. 2 mgr. 4. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla og

starfsfólk leikskóla, tekur ákvörðun um fjölda barna í leikskóla hverju sinni. Við ákvörðun

fjölda barna í leikskóla skal meðal annars tekið tillit til aldursdreifingar barna og sérþarfa,

lengdar dvalartíma þeirra, stærðar leik- og kennslurýmis og samsetningar starfsmannahóps.

Frá því haustið 2011 hefur ein deild leikskólans ekki

verið í rekstri vegna þess að ekki hafa verið nægilega

mörg börn á biðlista. Vorið 2013 var því tekin

ákvörðun um að innrita börn yngri en 18 mánaða í

leikskólann í fyrsta skipti. Sautján eins árs gömul

börn og börn á fyrsta ári hófu leikskólagöngu sína í

Krakkakoti haustið 2013. Haustið 2014 hefja

skólagöngu sína í Krakkakoti 8 börn fædd 2013.

Þann 1. desember 2013 dvöldu 98 börn í leikskólanum í mislöngum vistunartíma. Það voru 7

börn í 5-6,5 klst. vistun og 91 börn í 7-9,5 klst. vistun.

Fjöldi barna eftir árgöngum og kyni 1. des. 2014.

1 árs 2 ára 3 ára 4 ára 5 ára Drengir Stúlkur Alls

17 16 19 20 27 55 44 98

Upplýsingar um aðlögun og flutninga á milli deilda

Aðlögun hófst eftir sumarlokun og verður lokið í byrjun september. Haustið 2013 hófu alls 30

en 27 ný börn hefja skólagöngu sína nú haustið 2014.

Aðlögun barna milli deilda fór ekki eins og við höfðum skipulagt og reiknað með í endurmati

okkar á aðlögun milli deilda. Aðlögun eldri barna fór að miklu leiti fram yfir sumarið meðan

börn og starfsfólk voru í sumarleyfum. Þá þurftum við að blanda börnunum saman á deildum

þar sem bæði var fátt starfsfólk og fá börn og aðlögun margra af börnunum fór því fram yfir

sumarleyfistímann meðan börnin voru að koma og fara úr og í sumarleyfi. Aðlögun yngri

barna innan leikskólans hófst 18. ágúst og tókst mjög vel.

Þrjú börn voru að meðaltali í aðlögun á yngri deildum í einu og var aðlögun lokið á þremur

vikum. Foreldrar nýrra barna voru boðaðir á kynningarfund 5. júní þar sem farið var yfir

Page 6: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

6

Áhugi, virðing, jákvæðni

stefnu og starfshætti skólans og foreldrum sýnd deild barnsins síns. Foreldrar voru kynntir

fyrir deildarstjóra viðkomandi deildar og fengu afhent aðlögunarblað fyrir börn sín. Á þessum

fundi er lagður grunnurinn að foreldrasamstarfi sem er afar mikilvægur þáttur í samstarfi

heimilis og skóla.

Starfsmenn

Í janúar 2013 störfuðu 30 starfsmenn við skólann í samtals 21,15 stöðugildum. Sex

leikskólakennarar í 5,5 stöðugildum, sex starfsmenn með aðra uppeldisfræði menntun í

4,70% stöðugildum , fimmtán starfsmenn á leikskóla (leiðbeinendur) í 8,85 stöðugildum og

þrír starfsmenn í eldhúsi í tveimur stöðugildum. Sjö starfsmenn voru í 100% starfi en aðrir í

mismunandi starfshlutfalli. Tveir starfsmenn sáu um ræstingar auk þess sem fyrirtækið ISS

tók að sér þrif á 1/3 skólans.

Einn starfsmaður fór í fæðingarorðlof og tveir starfsmenn komu til baka úr fæðingarorðlofi.

Starfsmannasamtöl fóru fram í byrjun mars. Þar geta starfsmenn komið á framfæri því sem

þeim finnst að betur mætti fara, því sem vel er gert ásamt því að tjá líðan sína á vinnustaðnum

svo eitthvað sé nefnt. Það sem var sammerkt í öllum starfsmannasamtölunum var hversu

góður starfsandinn í skólanum væri og starfsmenn fundu almennt fyrir jákvæðni og virðingu

hver gagnvart öðrum.

Sumarstarfsmenn

Ráðin voru sex ungmenni í vinnuátaki Garðabæjar til að vinna í Krakkakoti meðan starfsfólk

skólans voru í sumarleyfum. Þetta voru frábærar ungar konur sem skemmtilegt var að kynnast

og vinna með. Tvær þeirra höfðu starfað hjá okkur sumarið áður. Tvær ungar konur fæddar

1997 sem unnu í sex tíma á dag og fjórar ungar konur fæddar 1996 og 1995 sem unnu í 7 tíma

á dag.

Page 7: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

7

Áhugi, virðing, jákvæðni

Skipurit leikskólans

Skóladagatal

Skipulagsdagar 2013-2014

13. september 2013

28. október 2013

2. janúar 2014 hálfur dagur

24. apríl 2014

Starfsmannafundir 2013

22. október

26. nóvember

6. desember

21. janúar

25. febrúar

25. mars

15. apríl

6. maí

Leikskólastjóri

Aðstoðarleikskólastjóri Sérkennslustjóri

Matráður Deildastjóri

Álfaland

Deildastjóri

Heimaland

Deildastjóri Undraland

Deildastjóri

Draumaland

Deildastjóri

Bjarmaland

Aðstoð í

eldhúsi

Starfsmen

n deildar

hverju

sinni

Starfsmen

n deildar

hverju

sinni

Starfsmen

n deildar

hverju

sinni

Starfsmen

n deildar

hverju

sinni

Starfsmen

n deildar

hverju

sinni

stin

gar

Page 8: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

8

Áhugi, virðing, jákvæðni

Sérstakir dagar á skólaárinu

Dagur læsis 8. sept.

Í tilefni af degi læsis hófum við bókaviku 9. september. Börnin voru þá hvött til að koma með

bækur að heiman sem síðan voru svo lesnar í leikskólanum. Bókasafnið í Álftanesskóla var

heimsótt og svo enduðum við bókavikuna á stórri samveru á sal þar sem börnum eldri deilda

var sögð saga með hjálp myndvarpa og börnin á yngri deildum fengu handbrúðu í heimsókn

sem sagði sögu og sungið var af hjartans lyst.

Göngum í skólann 4. Sept.

Þennan dag var átaksverkefninu „Göngum í skólann“ hleypt

af stokkunum við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni.

Gangan á að minna á hollustu þess að ganga í og úr skóla.

Um 700 manns tók þátt í göngunni þ.e. nemendur og

kennarar allra skólanna.

Uppskeruhátíð 30. sept.

Ekta íslensk kjötsúpa var elduð á uppskerudaginn og börnin

fengu að bragða á nýuppteknu grænmeti. Uppskerubrestur

var í kartöflugarðinum okkar þar sem gæsir höfðu ráðist á

allt kartöflugrasið og etið það. Við fengum því hjálp frá

íslenskum grænmetisbændum við öflun nýrra kartaflna og

grænmetis. Eitthvað var þó um eigin ræktun t.d. klettasalat,

litlar gulrætur, grænkál og örfáar kartöflur.

Slökkviliðið í heimsókn í Krakkakot 10 október.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins heimsótti elstu börn Krakkakots og fræddi þau um eldvarnir

og því hvernig við eigum að bera okkur að ef upp kemur eldur t.d. heima hjá okkur. Allir

fengu að fara út og skoða slökkvibílinn eftir að fræðslu lauk. Börnin fengu viðurkenningaskjöl

og ísskáps-segul að gjöf.

Page 9: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

9

Áhugi, virðing, jákvæðni

Bangsadagur 27. október.

Alþjóðlegi bangsadagurinn var haldinn haldinn hátíðlegur í Krakkakoti líkt og undanfarin ár.

Þennan dag koma bæði börn og starfsfólk með uppáhalds bangsann sinn í skólann.

Séra Hans Guðberg í heimsókn með gítarinn sinn

Séra Hans Guðberg heimsækir okkur einu sinni í mánuði

yfir vetrartímann. Hann kemur með gítarinn sinn og sest

með okkur í stóra samverustund inni í sal.

Samverustundirnar eru tvær, ein fyrir öll börn á eldri

deildum og hin fyrir öll börn á yngri deildum. Séra Hans

Guðberg kemur í Krakkakot á okkar forsendum og tekur

þátt í fyrirfram ákveðnum samverustundum með leikskólastjóra. Samverustundirnar ganga

mikið út á vináttu, fjölbreytileika og kærleika.

Litadagar

Á völdum dögum yfir skólaárið skellum við inn litadögum og því sem okkur dettur í hug

hverju sinni. Þann 11. október var bleikur dagur í Krakkakoti.

Ævintýrahópur

Ævintýrahópur Krakkakots (skólahópur) fór í sína

fyrstu heimsókn í Álftanesskóla fimmtudaginn 18.

október. Þessi dagur markar upphaf samstarfs

leik- og grunnskóla í að brúa bilið milli

skólastiganna. Börnin heimsækja Álftanesskóla að meðaltali einu sinni í mánuði allan

veturinn.

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember.

Dagur íslenskrar tungu er ávallt haldi hátíðlegur í Krakkakoti.

Börnin stíga þá á stokk og flytja þulur, ljóð og söng fyrir hvert

annað.

Page 10: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

10

Áhugi, virðing, jákvæðni

Afmælisdagur Krakkakots 1. desember.

Krakkakot varð þann 23 ára 1. desember. Þar sem

fyrsta desember bar upp á sunnudag héldum við upp

á daginn 29. nóvember með því að bjóða foreldrum í

morgunkaffi og nýbakaðar smákökur. Þennan dag

var líka grænn og rauður litadagur í skólanum.

Jólaundirbúningur

Var með hefðbundnum hætti; bakstur, föndur,

jólasöngvar og notanleg stemmning í desember. Við

leggjum að mestu niður hefðbundið starf og

einbeitum okkur að komu jólanna og reynum að

skapa afslappað og notanlegt umhverfi á meðan

börnin dvelja í leikskólanum. Við erum þó, þó

nokkuð á faraldsfæti í desember þar sem við förum í

nokkrar heimsóknir.

Heimsókn á Bessastaði

Það er fastur liður í skólastarfinu að Ævintýrahópur

heimsæki Forseta Íslands að Bessastöðum í desember

og hjálpi honum við að kveikja ljósin á jólatrjánum

fyrir utan Bessastaði. Þann 10. desember fórum við í

heimsókn til forsetans og dönsuðum í kringum

jólatrén og sungum við harmónikku undirleik.

Forsetinn bauð svo öllum upp á kakó og piparkökur og jólasveinarnir kíktu svo auðvitað við

með miklu fjöri og söng.

Helgileikur 12. desember.

Börnin á Undralandi buðu öllum á helgileik í salnum.

Leikendurnir voru ósköp smávaxnir þetta árið þar

sem börnin á Undralandi voru óvenju ung þetta árið.

Sögumaður segir jólaguðspjallið og börnin leika

söguna.

Page 11: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

11

Áhugi, virðing, jákvæðni

Jólaball 13. desember.

Þá dönsuðum við í kringum jólatréð við undirleik Bjarts

Loga (orgellekara í Bessastaðakirkju) . Jólasveinar komu

í heimsókn og gáfu sér góðan tíma til að syngja, dansa,

spjalla við börnin og leika sér. Þeir færðu börnunum gjöf

sem foreldrafélagið hafði hjálpað þeim að útbúa. Á eftir

gæddum við okkur á ekta íslenskum jólamat, hangikjöti,

uppstúf, grænum baunum og rauðkáli og ís á eftir.

Rafmagnslaus dagur 6. janúar.

Þá máttu allir koma með vasaljós. Það er spennandi að upplifa það að

geta ekki haft ljós við leik og störf í leikskólanum. Þetta er liður í því

að uppgötva mikilvægi raflýsingar og þess að hafa rafmagn til að elda

mat. Þennan dag fengum við ekki heitan mat í hádegi.

Tónlistatímar hófust 9. janúar.

Annað hvert ár er haldið sex vikna tónlistanámskeið í

Krakkakoti í boði foreldrafélagsins. Undanfarin ár hefur Linda

Sigfúsdóttir tónmenntakennari komið til okkar og haldið utan

um þessa kennslu. Linda gerir þetta listavel og börnin njóta sín

afar vel í tímunum hjá henni. Í síðasta tímanum er foreldrum

boðið að vera þátttakendur í tónlistatímunum og er alveg yndislegt að sjá mætinguna hjá

foreldunum.

Þorrinn 7. febrúar.

Þorrinn boðin velkomin í Krakkakot með tilheyrandi samveru á sal

þar sem börnin voru frædd um hin ýmsu verkfæri og vinnuhætti

gamla tímans. Starfsmenn skólans fræddu börnin um gamla daga,

aðbúnað fólks og leikföng barna með litlum leikþætti.

Page 12: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

12

Áhugi, virðing, jákvæðni

Dagur leikskólans 6. febrúar.

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í leikskólum

landsins. Að þessu sinni fengum við góða gesti í heimsókn.

Við buðum félögum úr félagi eldri borgara í heimsókn. Þau

fengu að vera þátttakendur í tónlistartíma með börnunum á

Bjarmalandi og svo var þeim boðið í kaffi og vöfflur á eftir.

Það var yndislegt að sjá gleðina í andliti gestanna og sjá

hvað allir voru tilbúnir að taka þátt með börnunum.

Bollu-, sprengi- og öskudagar

eru alltaf haldnir hátíðlegir hjá okkur. Á bolludaginn

fengu allir bollur að borða í hádegi og vatnsdeigsbollur

með rjóma og súkkulaði í kaffinu. Á sprengidaginn

borðuðu allir saltkjöt og baunir af „bestu“ lyst.

Aðaldagurinn var svo öskudagurinn en þá komu allir í

búningum eða öðrum furðufötum í leikskólann. Við

slógum köttinn úr tunnunni og síðan var slegið upp

grímuballi. Í ár færði kötturinn í tunnunni okkur poppkorn sem var vel borðað.

Rugludagur/lurguaður 12. febrúar.

Þetta er svona dagur þar sem allt er leyfilegt. Við komum í úthverfum fötum í skólann eða

jafnvel með pilsið á hausnum og í peysu í stað buxna. Eitt allsherjarrugl í gangi.

Páskaveisla 11.apríl.

Við gerðum okkur glaðan dag í tilefni af komu páskanna. Við hittumst öll í salnum og ræðum

aðeins um það hvað gerðist hjá kristnum mönnum um páska. Einnig syngjum við saman

njótum samverunnar hvort við annað. Eftir samveruna fara allir hver inn á sína deild og haldin

Page 13: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

13

Áhugi, virðing, jákvæðni

er lítil páskaveisla þar sem allir fá málshátt og þurrkaða ávexti og saltkringlur í páskaboxi sem

börnin útbúa sér. Þennan dag var gulur og grænn litadagur.

Ömmu og afa boðið í heimsókn 4. apríl.

Ömmur og afar eða aðrir ættingjar sem gátu heimsótt barnið sitt í

leikskólann voru boðið sérstaklega velkomin í heimsókn til okkar

þennan dag og boðið upp á kaffi og með því. Alltaf hefur einhver

amma að afi orð á hversu þakklát þau séu fyrir að fá að koma í

þessar árlegu heimsóknir.

Þemadagar hófust í lok marsmánaðar.

Í þetta sinn tengdum við þemadagana Listadögum í Garðabæ sem

leikskólar Garðabæjar taka virkan þátt í. Yfirskrift listadaganna var

Sagnalist og ákváðum við að vinna með frásagnir úr sögu Álftaness.

Við hlóðum „Sagnavörðu þar sem sögur og kort af sögusvæðinu var

sett inn í svo allir íbúar Garðabæjar gætu notið þess að kynna sér

sögurnar og svæðið þar sem þær gerðust.

Útskriftarferð Ævintýrahóps 20. maí.

Lionsklúbbur Álftaness bauð okkur þessa ferð af miklum rausnarskap eins og árin 2011 og

2012. Einstaklega raunarlegt af Lionsmönnum og það var dásamlega skemmtileg ferð þar sem

einn félagi í Lionsklúbbnum opnaði sumarbústað

sinn fyrir stórum hóp barna og kennara. Þarna var

grillað og sungið og spilað á gítar og var

einstaklega vel tekið á móti okkur. Því næst var

Page 14: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

14

Áhugi, virðing, jákvæðni

farið á geitabúið Háafell við Hvítársíðu og Jóhanna geitabóndi heimsótt. Leikskólarnir fóru

saman með útskriftaárganginn sinn í þessa skemmtilegu ævintýraferð sem tók um átta tíma.

Yndislegur dagur og yndislega velviljaðir Lionsmenn sem skipulögðu og sáum um

skemmtilegan og eftirminnilegan dag fyrir börnin.

Opið hús 3. maí.

Laugardaginn 3. maí var opið hús á milli 10:00 og 12:00. Á

opna húsinu sýndum við afrakstur vinnu okkar við

„Listadagana“ í salnum var boðið upp á kennslu í að dansa

Óla skans við harmónikkuundirleik og inni á deildum var

vinna við sögur úr sögu Álftaness í máli og myndum.

Útskriftarhátíð Ævintýrahópa 26.-28. maí.

Þá komu mömmur og pabbar, systkini og jafnvel afar og

ömmur í leikskólann og tóku þátt í hátíðlegri útskrift

ævintýrahópsbarna. Foreldrar lögðu til veitingar á

hlaðborð sem allir gæddu sér á eftir að formlegri útskrift

lauk.

Apríl mánuður ræktunar

Aprílmánuður var svo að öðru leiti tileinkaður ræktun. Þetta er hluti af

vinnu okkar við Grænfánann. Fylgst með vexti kartöflugrassins og nú

bíða allir spenntir eftir að sjá hversu mörg börn kartöflumamma hefur

eignast.

Maí mánuður hreyfingar

Maímánuður var tileinkaður hreyfingu. Þetta er einnig hluti af vinnu okkar

við Grænfánann og umræðunni um hvernig við fáum orku í kroppinn. Á

hverjum morgni fóru allir í skólanum í 15 – 20 mín (yngri) hreyfingu og

20 – 30 mín (eldri) úti eða inni. Átakið endaði svo á „Krakkakotsleikum“

þar sem allir tóku þátt í að fara í gegnum þrautabraut sem starfsfólkið setti

Page 15: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

15

Áhugi, virðing, jákvæðni

upp á leikskólalóðinni og þegar börnin komu í mark fengu allir verðlaunapening sem börnin

höfðu sjálf útbúið.

Umferðaskólinn Ungir vegfarendur

Umferðarskólinn kom í heimsókn 22. maí. og fræddi 5 ára börn um mikilvæga öryggisþætti í

umferðinni.

Sumarstarf

Sumarstarf okkar hófst 1. júní og lýkur 31. ágúst. Sumarstarfið einkenndist af mikilli útiveru

þó svo að veðrið hafi sett strik í reikninginn. Við skipulögðum þó starf útivið þannig að alltaf

var eitthvað á dagskrá tvisvar til þrisvar í viku.

Sumarhátíð leikskólanna 14. júní.

Var haldinn með pompi og prakt. Leikskólinn Holtakot

og Krakkakot fóru í sameiginlega skrúðgöngu en að

henni lokinni fór hver skóli inn á sína leikskólalóð.

Foreldrafélagið styrkir sumarhátíðina með því að fá

skemmtikrafta í heimsókn og að þessu sinni komu

félagar úr Sirkus Ísland í heimsókn. Starfsfól

leikskólans var með útileikhús þar sem leikritið um Skessuna sem

var svo einmana var flutt. Grillaðar voru pylsur og nutu foreldrar,

börn og starfsfólk þess að skemmta sér á þessum góða og

skemmtilega degi. Foreldrafélagið bauð líka upp á hoppukastala á

leikskólalóðinni. Sumarhátíðin var haldin milli kl. 14:00 og 16:00.

Stefna og uppeldissýn

Náttúruleikskólinn Krakkakot vann ötullega að innleiðingu uppeldisstefnunnar „Uppeldi til

ábyrgðar“ auk þess sem lögð var rík áherslu á umhverfismennt veturinn 2012 - 2013.

Veturinn 2013 – 2014 sáum við árangur þerrar vinnu, þar sem starfsmenn voru farin að taka

alfarið ábyrgð á að koma þeirri vinnu til skila á deildum skólanna. Grænfáninn á einnig alltaf

sinn sess í skólastarfinu og er unnið jafnt og þétt í þeirri vinnu. Að flakka Grænfánanum í

Page 16: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

16

Áhugi, virðing, jákvæðni

fjórða sinn höfum við þó beðið með að sinni. Leikurinn á alltaf stærstan sess í

leikskólastarfinu og er honum gefið mikið mikið rými í daglegu starfi

skólans.

Náttúruleikskólinn Krakkakot leggur áherslu á að gera góðan

leikskóla betri með stefnu sem grundvallast af:

metnaðarfullu starfi og áhugasömu starfsfólki sem hefur þarfir

barnanna að leiðaljósi, með jákvæðri framkomu sem

einkennist af hlýju og virðingu

að börnin öðlist reynslu í gegnum leik sem örvar alhliða

þroska þeirra í heimilislegu, hlýlegur og lærdómsríku umhverfi

að leggja ríka áherslu á að kynna náttúruna fyrir börnunum og það sem hún getur gefið

af sér

að kenna börnunum að umgangast menn, dýr og náttúruna með virðingu og

væntumþykju

Tvö af aðalmarkmiðum leikskólans eru;

að búa börnum nægjanlegt rými og tíma til leiks

við örugg leikskilyrði í þroskavænlegu umhverfi

að börnin hafi ánægju af því að vera í

leikskólanum, öðlist félagsþroska og hæfni til

samskipta og að lifa, starfa og leiks sér með öðrum

í sátt og samlyndi

Uppeldi til ábyrgðar

Veturinn 2013 – 2014 tóku deildastjórar leikskóladeildanna

alfarið ábyrgð á því að vinna með Uppeldi til ábyrgðar inni á

deildum, leggja inn þarfirnar og búa til deildasáttmála.

Innlögn er á hverju hausti með svipuðum hætti:

tilfinningar

Page 17: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

17

Áhugi, virðing, jákvæðni

hvenær er gott að vera orkumikill- í jafnvægi-orkulítill (Tumi tígur-Bangsímon-

eyrnaslappi)

hversu full er fatan þín

reiðistjórnun

þarfirnar fimm kynntar ein í einu og unnin

verkefni í kjölfarið, börnin læra þarfasöngva

það er í lagi að gera mistök

skýr mörk-óásættanleg hegðun

deildasáttmáli

Grænfáninn

Stefnt var að því að flagga Grænfánanum í fjórða sinn í lok nóvember 2013. Það markmið

náðist ekki. Grænfánavinnan í Krakkakoti hefur þó verið markviss og góð en staðið hefur á að

finna tíma til að klára skýrsluskrif.

Áherslur skólaársins 2013-2014

Uppeldi til ábyrgðar/jákvæður og uppbyggjandi agi er áfram helsta áherslan í

skólastarfi okkar:

setja skýr mörk. Fækka reglum og setja þær fram á myndrænan hátt sem auðveldar

tengingu og eftirfylgd

kenna börnunum að þekkja þarfirnar;

öryggi

umhyggja

frelsi

skemmtun/gleði

stjórn/áhrif

skilgreina hlutverk

vinna að deildasáttmála

þjálfa nemendur í því að tjá sig um

tilfinningar og hvað þau vilja

þjálfa samskiptatækni.

Page 18: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

18

Áhugi, virðing, jákvæðni

Grænfáninn

Árið 2013-2014 var áhersla lögð á „ORKU“

hvernig við framleiðum orku?

hvernig við getum sparað orku?

hvaðan orkan kemur?

fjölbreytt orka

hvað getum við mælt varðandi orku?

ræktun og fylgst með framvindu hennar

getum við ræktað það sem gefur okkur orku?

gefur það okkur orku að rækta?

sjáfarföllin og orka þeirra – tilraun með bauju sem

sett er niður á fjöru og athugað hvar hún er þegar

það er flóð

jarðorka og eldgos voru einnig mikið rædd og

gerðar tilraunir með „gos“

Markviss málörvun

Við höfum haldið áfram á sömu braut og undanfarin ár í

markvissri málörvun. Unnið markvisst í litlum hópum

með það að markmiði að leggja sérstaka áherslu á að efla

málþroska og tjáningu, auka orðaforða, efla hlustun, og

auka orðaforða barnanna í leikskólanum.

Börnin eru virkir þátttakendur í málörvunarstundunum. Hóparnir eru litlir og því auðveldara

að fá öll börnin til að tjá sig og taka þátt. Ýmis kennslugögn sem kennarar hafa útbúið eru nýtt

í málörvunarstundunum. Við vorum ákveðin í að tileinka okkur Læsisverkefni sem unnið er

með í öðrum leikskólum Garðabæjar en sú vinna varð ekki eins markviss og við hefðum

óskað.

Page 19: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

19

Áhugi, virðing, jákvæðni

Námsáætlanir deilda

Áætlun okkar um að senda útbúa námsáætlanir fyrir deildarnar

hefur gengið vel. Eldri deildirnar unnu í sameiningu

námsáætlanir fyrir eldri deildir og yngri deildir unnum saman

að sínum áætlunum. Í námsáætlunum eru skilgreindar áherslur

deildanna og hvernig viðfangsefnin tengjast námsviðum

skólans. Í áætlununum er einnig gert grein fyrir öðrum

viðburðum og verkefnum. Námsáætlanir tryggja samræmingu í viðfangsefnum inni á

deildinni þannig að allir starfsmenn deildanna séu meðvitaðir og

virkir. Námsáætlanirnar eru sendar heim til foreldra og er gott tæki til

að foreldrar fái betur fylgst með starfinu á deild barna sinna og

skólans í heild.

Vettvangsferðir /nærumhverfi

Vettvangsferðir áfram markviss hluti af skólastarfinu og fléttast inn í

verkefni í Ævintýrahóp ásamt mörgum verkefnum sem unnið er með

tengdum námssviðum leikskólans.

Skólanámskrá

Ný skólanámskrá Náttúruleikskólans Krakkakots leit dagsins ljós á

vordögum 2014. Skólanámskráin okkar ber heitið "Svona gerum við í

Náttúruleikskólanum Krakkakoti". „Leikum og lærum“. Við erum stolt af

þessu riti sem unnin var lýðræðislega og í góðri samvinnu allra

starfsmanna skólans. Skólanámskránna má nálgast á heimasíðu skólans

www.krakkakot.is

Foreldrasamstarf

Mikil áhersla er lögð á gott foreldrasamstarf. Sameiginlegt markmið

starfsfólks í leikskólanum og foreldra er velferð og þroski barnanna

sem í leikskólanum eru. Gott samstarf milli heimilis og skóla er

nauðsynlegur þáttur til að vel takist að ná því markmiði. Við

endurmat starfsfólks á foreldrasamstarfi er það samróma álit allra að

foreldrasamstarf gangi afar vel og sé farsælt.

Page 20: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

20

Áhugi, virðing, jákvæðni

Foreldraviðtöl

Foreldrum barna sem eru að byrja í skólanum er boðið í foreldraviðtal u.þ.b tveim mánuðum

eftir að barnið byrjar. Eins er foreldrum barna sem flytjast

milli deilda á haustin boðið í viðtal þegar barnið er búið

að vera um tvo mánuði á nýju deildinni. Hefðbundin

foreldraviðtöl þar sem farið er yfir alla þroskaþætti

barnsins og líðan þess eru svo einu sinni á ári í mars -

apríl. Þar gefst foreldrum tækifæri til að koma á framfæri

ábendingum til starfsfólks. Foreldrar geta einnig óskað

eftir viðtali hvenær sem er ef þeir óska þess.

Þátttaka foreldra/fjölskyldu í leikskólastarfinu

Leikskólinn býður fjölskyldum barnanna að koma inn í leikskólann;

Í lok tónlistastunda/danstíma

Opnu húsi í maí

Ömmu- og afa-daginn

Útskrift elstu barna

Sumarhátíð

Aðventu-kaffi í lok nóvember byrjun desember.

Foreldraráð

Við leikskóla skal kjósa ár hvert foreldraráð (skv. 11. gr. laga um leikskóla no. 90) að lámarki

þrjá foreldra. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskólans og

nefnda(fræðslunefndar) (sbr. 2. gr. 4. gr. laga um leikskóla) um skólanámskrá og aðrar

áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Ráðið fylgist einnig með framkvæmd skólanámskrár

og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur

umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi. Foreldraráðið starfaði

samkvæmt starfsreglum sem foreldraráð setti sér.

Skólaárið 2013-2014 sátu eftirtaldir foreldrar í foreldraráði:

Eva Lind Vestmann foreldri á Undralandi

Inga Margrét Róbertsdóttir foreldri á Bjarmalandi

Ásta Leonhardsdóttir foreldri á Heimalandi

Page 21: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

21

Áhugi, virðing, jákvæðni

Foreldrafélag

Fulltrúar foreldrafélagsins hittust eftir þörfum síðasta skólaár. Borðað var til aðalfundar í

byrjun október 2013. Félagið studdi mjög vel við starf leikskólans og bauð upp á

margvíslegar uppákomur og keypti á tæki eins og hljómflutningstæki og myndavélar fyrir

leikskólann.

Skólaárið 2013-2014 sátu eftirtaldir foreldrar í foreldrafélaginu

Bára Mjöll Þórðardóttir, formaður foreldri á Heimalandi

Rannveig Hrefna Friðriksdóttir, ritari foreldri á Undralandi

Hanna Andrésdóttir, gjaldkeri foreldri á Álfalandi

Steinunn Gunnarsdóttir, meðstjórnandi foreldri á Bjarmalandi

Margrét Sigurjónsdóttir, meðstjórnandi foreldri á Undralandi

Hadda Hrund Guðmund., meðstjórnandi foreldri á Bjarmalandi

Uppákomur á vegum foreldrafélagsins

foreldrafélagið útvegaði jólasveinunum jólagjöf sem börnunum voru færð á jólaballi

foreldrafélagið bauð upp á sex vikna tónlistanámskeið í leikskólanum

apríl stóð foreldrafélagið fyrir páskagleði

foreldrafélagið aðstoðaði við skiplagningu á sumarhátíð leikskólans og bauð upp á

skemmtiatriði.

foreldrafélagið hefur einnig stutt dyggilega við starfsemi skólans með kaup á tækjum

eins og hljómflutningstækjum, myndavélum og fl. Foreldrafélagið ætlar að standa

straum af stofnkostnaði vegna mappa undir Námssögur sem skólinn hyggst taka upp

að skrá haustið 2014.

Túlkaþjónusta fyrir foreldra

Til að foreldrar geti gætt hagsmuna barna sinna og gagnkvæm upplýsingarráðgjöf milli

foreldra og skóla sé greið, er foreldrum sem ekki tala íslensku eða nota táknmál boðið að fá

túlkun á upplýsingum sem taldar eru nauðsynlegar vegna þessara samskipta. Átta börn voru

tvítyngd í Krakkakoti. Ekki þurfti að kalla til túlk á síðasta ári vegna samskipta við erlenda

foreldra.

Page 22: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

22

Áhugi, virðing, jákvæðni

Stoðþjónusta – Sérfræðiþjónusta

Sérkennslustjóri hefur haft umsjón með málefnum einstakra barna sem þurfa á einhvers konar

stuðningi að halda við nám sitt í leikskólanum. Ef þörf er á frekari inngripum í nám barna þá

er kallað eftir aðstoð sérfræðiteymis sem staðsett er á bæjarskrifstofu Garðabæjar og leitað

ráðgjafar eða tilvísun send þar sem óskað er eftir frekari athugun t.d. talmeinafræðings eða

sálfræðings.

Sérþarfir barna

Alls nutu átta börn sérkennslu eða stuðnings að einhverju tagi. Einu barni voru úthlutaðir

fimm klukkustunda sérkennsla á dag, öðrum börnum var ekki úthlutaður sérstakur tími í

sérkennslu.

Fyrirkomulag sérkennslu

Unnið var eftir einstaklingsáætlunum sem útbúnar voru fyrir börnin. Ýmist var unnið með þau

einstaklingslega, í litlum hóp eða inni á viðkomandi deild.

Samstarf leik- og grunnskóla

Skilafundur var haldin vorið 2014 í Álftanesskóla um

barnahópinn sem hefja skólagöngu sína í Álftanesskóa

nú í haust 2014, upplýsingum um sérþarfir barna og

gögn þar að lútandi afhent ef þau voru til staðar og

komið er með tillögur um samsetningu barnahópsins.

Öllum gögnum um barnið sem kunna að gagnast

grunnskólanum fyrir áframhaldandi velferð og kennslu

barns er skilað til grunnskólans. Einnig niðurstöðum

Hljóm-2 prófana.

Góður undirbúningur og samtöl milli kennarar skólastiganna tveggja er mikilvægur fyrir

farsælan framgang nemenda á nýju skólastigi.

Markmið samvinnu milli skólanna þriggja er að:

Page 23: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

23

Áhugi, virðing, jákvæðni

tengja skólastigin saman

skapa samfellu í námi og kennslu

barna / nemenda á þessum tveimur

skólastigum

stuðla að vellíðan og öryggi barna við

að fara úr leikskóla í grunnskóla

skapa farveg milli miðlun upplýsinga

milli skólastiga

auka skilning og þekkingu á starfi

kennara á hvoru skólastigi

persónuupplýsingar sem liggja fyrir um

barn og eru nauðsynlegar fyrir velferð og

aðlögun þess skulu fylgja barninu í

grunnskólann samkvæmt 16.gr. laga um

leikskóla nr. 90/2009. Slíkar upplýsingar

eru settar fram á skilafundi milli

skólastiga sem eru á vorin. Jafnframt er

foreldrum skylt að veita upplýsingar um

barnið sitt sem nauðsynlegar eru fyrir velferð þess. Meðferð slíkra mála er í samræmi

við persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Skipulag samstarfs er með eftirfarandi hætti:

kennarar beggja skólastiga hittast að hausti og leggja línur fyrir veturinn

elstu börn Krakkakots og Holtakots fara í sameignlega vettvangsferð að hausti og aðra

eftir áramót.

elsti hópur leikskólanna fer í fyrstu heimsókn í Álftanesskóla að hausti og fær að

skoða skólann og hitta stjórnendur

elsti hópur fær að taka þátt í myndlistartíma í Álftanesskóla

elsti hópur fær að taka þátt í tónlistartíma í

Álftanesskóla

elsti hópur fær að heimsækja stærðfræðistofuna í

Álftanesskóla

elsta hóp boðið á helgileik í desember

Page 24: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

24

Áhugi, virðing, jákvæðni

elsti hópur beggja leikskólanna fara í heimsókn

elsta hóp boðið að vera þátttakendur í kennslustund í

fyrsta bekk

nemendur í 1. bekk Álftanesskóla koma í heimsókn á

gömlu deildina sína í leikskólanum

Álftanesskóli leggur leikskólanum til bókina „Kátt er

í Kynjadal“ (stærðfræðiverkefni) sem er unnið með

í elsta hópnum

elsti hópur í Holtakoti heimsækir elsta hóp á Krakkakoti í febrúar

nemendur úr 4. bekk koma á leikskólana og lesa fyrir leikskólabörn

elsti hópur í Krakkakoti heimsækir elsta hóp í Holtakoti í mars

elsti hópur leikskólanna heimsækir frístund í apríl

Álftanesskóli býður væntanlegum nemendum í mat í matsal skólans

farið verður í sameiginlega útskriftarferð að

vori. Undanfarin tvö ár hefur Lionsklúbbur

Álftaness skipulagt ferðina og borið allan

kostnað í samráði við leikskólastjórnendur

elsti hópur heimsækir Álftanesskóla að vori

(vorskóli), hittir stjórnendur og kennara. Í

þessari heimsókn fara börnin með mynd af sér

og hengja á skólatré sem ber yfirskriftina

„nemendur sem byrja í Álftanesskóla haustið 2012“.

kennarar beggja skólastiga hittast og meta árangur af samstarfi vetrarins.

skilafundur í maí: Í núgildandi lögum um leikskóla er þess getið að

persónuupplýsingar um barn í leikskóla sem nauðsynlegar eru fyrir velferð og aðlögun

barnsins í grunnskóla, skulu fylgja barninu í grunnskóla enda sé krafist fullrar

þagnarskyldu og málsmeðferðar í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og

meðferð persónuupplýsinga. Markmiðið með upplýsingamiðluninni er að tryggja að

byggt sé á fyrra námi og reynslu leikskólabarna þegar þau koma í grunnskóla og að

aðlögun þeirra verði eins og best verður á kosið.

Foreldrar

Page 25: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

25

Áhugi, virðing, jákvæðni

foreldrar fá upplýsingar um samstarf leik- og grunnskóla í upphafi síðasta skólaárs

nemanda í leikskólanum

foreldrum boðið viðtal eftir tveimur mánuðum eftir að barn þeirra byrjar í

leikskólanum

foreldraviðtöl í leikskólanum í mars- apríl

kynningafundur fyrir nýja foreldra í júní ár hvert

foreldrar nýrra nemenda við Álftanesskóla boðaðir á kynningarfund í mars-apríl

annar kynningarfundur í maí

Símenntun 2013-2014

Við skipulag símenntunar er reynt að samræma þarfir leikskólans og óskir starfsmanna til að

fjölbreytt þekking sé til staðar í leikskólanum og skólaþróun eigi sér stað. Við höfum fengið

fyrirlesara inn í leikskólann eða námskeið fyrir alla starfsmenn sem hafa nýst vel. Skólaárið

2013-2014 fengum við Ólaf Inga til að koma til okkar með skyndihjálparnámskeið. Fyrirlesari

frá Virk kom og fræddi okkur um fjarvistastefnu og í framhaldinu bjó starfsmannahópurinn

sér til fjarvistastefnu. Anna Magnea Hreinsdóttir kom og talaði um Lýðræði.

Leikskólastjóri fór á fjögurra lotu stjórnenda námskeið í HR 64 tíma. Námskeiðin fóru

fram tvo daga í lok okt. 2013, lok nóv. 2013, í lok jan. 2014 og síðasta skiptið í lok

feb. 2014.

Tveir starfsmenn sóttu AEPS námskeið sem haldið nokkur skipti seinnipart árs 2013

og byrjun árs 2014.

Deildastjórar sóttu fengu fyrirlestur um markvissa málörvun hjá Grétu og Stellu

talmeinafræðingum Garðabæjar.

Sex starfsmenn sóttu tölvunámskeið fyrir byrjendur 17. Janúar í Álftanesskóla.

Kennari Vilhjálmur mannauðsstjóri.

Sex starfsmenn sátu Námskeið um Námsmat barna haldið í Krakkakoti 21. janúar.

Fyrirlesari Anna Magnea Hreinsdóttir.

Fimm deildastjórar, sérkennslustjóri og leikskólastjóri sátu námskeið um Námssögur

sem haldin voru veturinn 2013 -2014. Leiðbeinendur voru Kristín Karlsdóttir og Anna

Magnea Hreinsdóttir.

Sjö starfsmenn sóttu Ipad námskeið fyrir starfsfólk í Kraganum kennt sem kennt var í

Betrunarhúsinu 23. janúar og 19. febrúar.

Page 26: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

26

Áhugi, virðing, jákvæðni

Fjórir starfsmenn sátu námskeiðið „Það er leikur að læra“ í KÍ við Stakkahlíð 29.

Janúar 2014.

Aðstoðarleikskólastjóri og einn deildastjóri sóttu námskeið í jafningjafræðslu.

Starfsfólk er hvatt til að sækja námskeið sem skólaskrifstofur sveitarfélagana í „Kraganum“

bjóða uppá.

Starfsmannahópurinn fór svo allur í Námsferð til Toronto 23. -28. apríl 2014. Þar sat hópurinn

ásamt starfsfólki frá leikskólanum Ökrum, Heilsuleikskólanum Holtakoti og leikskólanum

Hæðarbóli eins og hálfsdags námskeið í „Uppeldi til ábyrgðar“. Námskeiðið var bæði

gagnlegt og skemmtilegt og ferðin í heild ógleymanleg. Það er frábært að upplifa það að

ferðast með 70 leikskólastarfsmenn í stórborg erlendis og allir voru sem ein manneskja.

Hvergi bar nokkurn skugga á í ferðinni.

Símenntun er leikskólanum nauðsynleg og er hvatning til nýbreytni í skólastarfinu og hægt að

nýta hana sem góða viðbót við það starf sem fyrir er.

Mat á leikskólastarfi

Tilgangur innra mats er að leggja faglegan grundvöll að endurbótum í leikskólastarfi og vinna

kerfisbundið að því að auðga gæði þess og gera það skilvirkara. Mat á innra starfi skólans fer

fram á deildastjórafundum, deildafundum og starfsdögum Einnig í viðtölum við foreldra og

með rýnihópum barna. Deildastjórar skila til leikskólastjóra skriflegri umsögn um hvernig

foreldraviðtölin hafa gengið og gera grein fyrir ábendingum frá foreldrum ef einhverjar eru.

Þær ábendingar eru svo teknar til umfjöllunar og gerðar tillögur um umbætur.

Leikskólastjóri tók starfsmannasamtöl við allt starfsfólk skólans í mars. Í

starfsmannasamtölum er farið yfir líðan og væntingar starfsmanns. Starfsánægju og skipulag

skólans. Starfsfólki gefst þar tækifæri til að koma með ábendingar á starfsháttum skólans og

ef eitthvað er sem brennur á þeim varðandi starfið og starfsumhverfi.

Markmið innra mats samkvæmt lögum um leikskóla er að:

veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks

leikskóla, viðtökuskóla og foreldra

Page 27: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

27

Áhugi, virðing, jákvæðni

tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og

aðalnámskrár leikskóla

auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum

tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á

samkvæmt lögum

Skólanámskrá leikskólans er skrifleg lýsing á því sem gert er í leikskólanum og á því

sem á að gera. Þar koma fram bæði markmið og leiðir leikskólans. Skólanámskrá

leikskólans setur því viðmið fyrir matið.

Innra mat á árinu 2013-2014

Mat á skólastarfi Náttúruleikskólans Krakkakots fyrir árið 2013 -2014 var unnið af starfsfólki

skólans á starfsmannafundum. Starfsmenn unnu matið í rýnihópum og var blandað bæði af

yngri og eldri deildum í rýnihópunum. Hópur foreldra kom einnig að mati á skólastarfi bæði

með því að fylla út matslista og með umræðu yfir hádegisverði í Krakkakoti. Einnig vöru

búnir til rýnihópar barna til að meta ákveðna þætti skólastarfsins.

Niðurstöður

Leikskólastjóri kallaði saman hóp foreldra í byrjun nóvember 2013 til að ræða hvernig þeim

og börnunum þeirra líður í Krakkakoti og ef þau vildu koma ábendingum á framfæri til okkar.

Foreldrunum var boðið í hádegisverð og var rabbað saman yfir hádegisverðinum. Almenn

ánægja var hjá foreldrahópnum sem voru valdir með tilliti til þess að jafnt væri í báðum

kynjum, foreldrar bæði stúlkna og drengja og foreldrar tvítyngdra barna.

Áttunda nóvember 2013 var 15 manna úrtak foreldra barna sem byrjuðu leikskólagöngu sína

haustið 2013 beðið um að meta eftir farandi:

Hversu ánægð (ur) ertu með leikskólann þegar á heildina er litið.?

Mög ánægð Frekar ánægð Hvorki né Frekar óánæg. Mjög óánægð.

15

Hversu ánægð(ur) ertu með aðlögun barnsins í upphafi leikskólagöngunnar?

Page 28: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

28

Áhugi, virðing, jákvæðni

Mög ánægð Frekar ánægð Hvorki né Frekar óánæg. Mjög óánægð.

15

Ég er ánægð(ur) með matseðil leikskólans.

Mög ánægð Frekar ánægð Hvorki né Frekar óánæg. Mjög óánægð.

11 4

Líðan barnsins í leikskólanum

Þegar á heildina er litið er barnið mitt ánægt í leikskólanum.

Mög samm. Frekar samm. Hvorki né Frekar ósamm. Mjög ósamm.

15

Þegar á heildina er litið líður barninu mínum vel í leikskólanum.

Mög samm. Frekar samm. Hvorki né Frekar ósamm. Mjög ósamm.

15

Barnið mitt aðlagast vel í barnahópnum

Mög samm. Frekar samm. Hvorki né Frekar ósamm. Mjög ósamm.

14 1

Umönnun barnsins míns er vel sinnt í leikskólanum.

Mög samm. Frekar samm. Hvorki né Frekar ósamm. Mjög ósamm.

15

Komið er til móts við þarfir barnsins

Mög samm. Frekar samm. Hvorki né Frekar ósamm. Mjög ósamm.

15

Starfsfólkið sýnir barninu mínu umhyggju

Mög samm. Frekar samm. Hvorki né Frekar ósamm. Mjög ósamm.

15

Samskipti og samstarf

Ég er ánægð(ur) með viðmót starfsfólks í samskiptum við mig

Mög samm. Frekar samm. Hvorki né Frekar ósamm. Mjög ósamm.

15

Ég er ánægð(ur) með viðmót starfsfólks í samskiptum við barnið mitt

Mög samm. Frekar samm. Hvorki né Frekar ósamm. Mjög ósamm.

15

Ég er ánægð(ur) með samskipti mín við deildastjórann

Page 29: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

29

Áhugi, virðing, jákvæðni

Mög samm. Frekar samm. Hvorki né Frekar ósamm. Mjög ósamm.

15

Upplýsingagjöf

Ég fæ upplýsingar um daglegt starf í leikskólanum

Mög samm. Frekar samm. Hvorki né Frekar ósamm. Mjög ósamm.

15

Ég er ánægð(ur) með heimasíðu leikskólans

Mög samm. Frekar samm. Hvorki né Frekar ósamm. Mjög ósamm.

11 1 2 1

Annað sem foreldrar vildu koma á framfæri

o Heimasíðan gamla er ennþá ef Krakkakot.is er flett upp! Má bæta myndasíðuna.

o Þið eruð æðisleg!

o Ég myndi vilja hafa hafragraut alla morgna.

Mat starfsfólks á skólastarfi 2014.

Hvað metið? Niðurstaða. Úrbætur.

Námsáætlanir!

Tekin var ákvörðun um að

senda námsáætlanir heim til

foreldra barnanna.

Hvernig hefur það gengið?

Gekk vel.

Hversu oft hafa námsáætlanir

verið sendar heim?

Hver er reglan hjá deildasjórum

varðandi þetta atriði?

Yngri deildir senda

námsáætlanir heim til foreldra

annan hvern mánuð. Eldri

deildir senda á haustin fyrir allt

skólaárið.

Eldri deildir endurskoði þetta

og sendi námsáætlanir oftar og

minna í einu.

Fara deildastjórar eldri deilda

og yngri deilda eins að við

framkvæmd og tíðni

námsáætlana?

Nei, en farið er eftir áherslum í

skólanámskrá og aðalnámskrá.

Hefur tekist að fylgja eftir því

sem skráð er í námsáætlanir? Að mestu leyti, en námsáætlun

hefur riðlast vegna misjafnra

aðstæðna í leikskólanum.

Rekum okkur ár eftir ár á það

að þetta gerist og er lítið hægt

að gera annað en mæta því

Page 30: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

30

Áhugi, virðing, jákvæðni

daglega.

Hvað hefur gengið vel? Flest gengið vel eftir.

Hvað hefur ekki gengið eins

vel?

T.d. var ekki markviss

málörvun á yngri deildum fyrir

áramót. Allur tími fór í aðlögun

og breytt dagskipulag og

eftirfylgni.

Á eldri deildum náðist ekki

alltaf að fylgja eftir

vettvangsferðum sem

fyrirhugaðar voru.

Gerum betur næst.

Annað sem hópurinn vill kom á

framfæri?

Ánægja með fyrirkomulag á

námsáætlunum.

Eldri deildir endurskoða

fyrirkomulagið á að senda

námsáætlanir oftar heim.

Hvað metið? Niðurstaða. Úrbætur.

Leiðarljós Krakkakots er áhugi,

jákvæðni og virðing. Hvernig

finnst ykkur starfsfólk skólans

hafa tekist að vinna samkvæmt

leiðarljósum skólans?

Við virðumst oft vera fastar í

sama fari. Óöryggi ef einhverju

á að breyta.

Vera opnari fyrir breytingum.

Hvað einkennir samskipti

starfsmanna og barna í

Krakkakoti

Væntumþykja, umhyggja,

samræður og að röddum barna

er veitt athygli.

Halda áfram því góða stafi sem

við erum að vinna.

Hvað einkennir samskipti

starfsmanna og foreldra.

Hlustum á foreldra og gefum

þeim tíma til að ræða málin.

Berum virðingu fyrir röddum

foreldra og þökkum fyrir allar

ábendingar.

Hvað einkennir samskipti

starfsmanna í Krakkakoti.

Hlátur, jákvæðni, hressileiki,

vinátta, heiðarleiki og ekkert

baktal.

Hvað finnst ykkur almennt um

áhuga starfsfólks á starfi sínu í

Krakkakoti.

Allir almennt mjög glaðir.

Mikið álag á starfsfólki ef

eitthvað er þeir fá hlutverk

varðandi einhver verkefni.

Ef starfsmenn eiga að

skipuleggja þá þurfa þeir að fá

undirbúning til þess. Athuga

hvort allt starfsfólk fái að fara

Page 31: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

31

Áhugi, virðing, jákvæðni

Vantar undirbúning til að gera

betur.

ca. einu sinni í mánuði til að

skipuleggja.

Hvað væri hægt að gera til að

auka áhuga starfsfólks?

Hrista upp í hópnum, færa

starfsfólk á aðrar deildar einn

dag til að sjá hvernig starfið er

þar.

Ef þið væruð leikskólastjóri

hvað finnst ykkur brýnast að

gera?

Margt sem þarf að gera en

kannski ekki til fjármagn fyrir

því.

Hér standa Hjördís og Laura sig

vel.

Er almennt jákvæðni ríkjandi í

Krakkakoti?

Já mikil jákvæðni.

Ríkir almennt virðing í

Krakkakoti?

Já.

Annað sem hópurinn vill koma

á framfæri?

Fannst gott að hafa jafna

deildarfundi til að auðvelda

samskipti og miðla

upplýsingum.

Morgunfundirnir mættu vera

styttri.

Flottur og frábær vinnustaður.

Hvað metið? Niðurstaða. Úrbætur.

Hvernig gekk inntaka barna

fædd 2013 haustið 2013?

Gekk ágætlega og flest í góðu

lagi.

Nóg að taka þrjú svona ung

börn í einu þegar önnur börn

eru fyrir á deildinni.

Aðlögun, hvernig gekk hún var

nóg að hafa sama tíma í

aðlögun og fyrir 18. mán. Og

eldri börn?

Viðvera í viku tvö mætti vera

styttri ef foreldrar hafa tök á því

þ.e. hjá þeim börnum sem eru 8

tíma og 8 tíma plús.

Athuga hjá foreldrum hvort þau

hafi tök á að hafa tímann ekki

svona langan strax í viku tvö.

Hvernig gekk með þau börn

sem ekki voru farin að ganga?

Það var mjög erfitt, álag að vera

alltaf með barn á handlegg.

Æskilegt að þau væru farin að

byrja á ganga.

Gott að vita hvort barnið er

byrjað að ganga t.d. á

kynningafundi í júní. Þá væri

hægt að hvetja foreldra til að

nýta sumarið í þjálfun.

Hvernig var aðstaða á deildum

til að taka á móti svo ungum

börnum?

Baðherbergi til fyrirmyndar en

gott væri að þau væru kláruð.

Bláu IKEA stólarnir óþægilegir

þar sem ekki er hægt að ýta

þeim alveg undir borðbrúnina

Page 32: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

32

Áhugi, virðing, jákvæðni

og eins er auðvelt að detta um

fæturna á þeim. Tripp trapp

stólarnir eru allt í lagi. Borðin

óþægileg að því leiti að erfitt er

að mata þau börn sem sitja ekki

nálægt starfsmanni.

Æskilegt væri að setja glugga á

hurðina inn í hvílu.

Hvernig var aðstaða á útisvæði

til að taka á móti svo ungum

börnum?

Ekki góð, mjög gott að fá fláa á

pallana úti en þyrfti að vera

báðum megin á pöllunum. Fá

undirlag undir rólurnar og

ungbarnarólu. Mölin er

óþægileg fyrir svo litlar fætur.

Svæðið úti einfaldlega of gróft

fyrir svona lítil börn.

Gott væri að taka minni róluna

og fá aðra dekkjarólu, ef ekki

kemur ungbarnaróla. Taka úr

hliðunum á strætó svo börnin

geti komist inn fyrir.

Er eitthvað í dagskipulagi

skólans sem þyrfti að breytast

til að mæta betur þörfum þessa

aldurshóps?

Breyttum dagskipulagi og það

hentar miklu betur yngri

börnunum.

Vera vakandi gagnvart þörfum

eldri hópsins, þar sem mikill

tími fer í ummönnun þeirra

yngri.

Annað sem hópurinn vill koma

á framfæri?

Æskilegt að vistunin væri ekki

svona löng.

Okkur fannst erfiðast hversu

mikið öll ummönnun jókst við

komu svo ungra barna og fannst

það bitna á eldri börnunum

(2011) og fannst við ekki geta

veitt hverjum og einum það sem

hann þurfti, sérstaklega í útveru.

Aðbúnaður inni og úti þarf

endurskoðun. Erfitt að fylgja

dagskipulagi.

Hvað metið? Niðurstaða. Úrbætur.

Sumarið 2013 var í fyrsta sinn Gekk mjög vel. Þegar líða fór á Betra skiplag, þannig þarf

Page 33: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

33

Áhugi, virðing, jákvæðni

opið allt sumarið í Krakkakoti.

Hvernig gekk?

sumarið og börnin fóru að koma

aftur úr fríi þá fannst foreldrum

óþægilegt að koma inn með

börnin jafnvel ekki á sína deild

og kannski ekki neinn kennari

af þeirra deild. Fannst allt

svolítið ruglingslegt.

starfsmaður að vera frá hverri

deild sérstaklega á yngri

deildum.

Starfsfólk skipuleggi hverja

viku fyrir sig.

Muna að útbúa nöfn á

börnunum og hengja á snaga

þeirrar deildar sem opin er.

Hvað gekk vel? Skiplag dagskrár mjög gott.

Mikið gert með börnunum.

Dagskipulag gekk vel.

Hvað gekk illa? Foreldrar óöruggir með

skipulag. Sumarstarfsfólk gat

orðið værukært, sérstaklega

eftir að fá börn voru búin að

vera í skólanum og aftur fór að

fjölga

Frágangur í lok dags ekki

góður.

Fara vel yfir hlutverk

sumarstarfsfólks.

Teljum að starfið á sumrin gefi

sumarfólkinu ekki rétta mynd af

starfinu á leikskólanum heilt

yfir sérstaklega vegna fárra

barna.

Hvernig gekk sumarskipulagið? Mjög vel. Vera duglegar að finna

sumarfólkinu eitthvað meira að

gera þegar fátt er um börn.

Nóg að skipuleggja eitthvað t.d.

ferðir tvisvar í viku og eina

strædóferð í viku.

Var nóg af starfsfólki? Á meðan börnin voru sem fæst

var of mikið af fólki.

Fólk deildanna hefði mátt

deilast betur á vikurnar.

Hvernig gekk að flakka á milli

deilda? Hafði það rót í för með

sér eða hafði það engin árhrif á

börn og starfsfólk?

Mikið rót, samt ekki vandamál.

Foreldrar óöruggir.

Merkja hólf, undirbúa foreldra

með upplýsingum.

Hvernig getum við skiplagt

deildarnar þannig að allir hafi

tækifæri til að fara yfir

Verður áð horfa á starfið frá

viku til viku og taka ákvarðanir

á morgunfundum.

Page 34: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

34

Áhugi, virðing, jákvæðni

deildarnar og undirbúa haustið?

Annað sem má nefna? Bera undir starfsfólk hvort við

erum sammála um að fólk geti

geymt eina viku af fríinu sínu

og deildarnar sjái um að leysa

það frí sjálfar.

Ræða á starfsmannafundi.

Mat barna á skólastarfi.

Hvað metið? Niðurstaða. Úrbætur.

Dýrahald í Krakkakoti.

Hvað erum margar dýrategundir

í Krakkakoti?

Krabbi, páfagaukar, hænur,

kanínur, fiskar, eðlur og

froskur.

Engin vildi breyta.

Hafið þið farið að gefa

dýrunum?

Öll börnin svöruðu að þau

hefðu gefið dýrunum úti nokkur

að þau hefðu gefið bæði úti og

inni einn svaraði að hann myndi

það ekki.

Hvað borða dýrin okkar? Kanínur borða gras og vatn,

krabbar borða rækjur, eðlurnar

borða flugur, froskurinn borðar

orma og hænurnar líka.

Hænurnar borða afgangana af

matnum okkar. Páfagaukarnir

borða fuglamat.

Hvaða dýr gefa okkur egg? Hænur.

Hvernig haldið þið að dýrunum

okkar líði?

Vel af því að við erum duglega

að gefa þeim að borða.

Hvaða fleiri dýr munduð þið

vilja hafa í Krakkakoti.

Hund, kettlinga, hvolpa, ekkert,

hamstur, hund, kisu.

Er eitthvað annað sem þið viljið

segja um dýrin.

Flestir sögðu nei en eitt barn

sagði að dýrunum liði vel.

Hvað metið? Niðurstaða. Úrbætur.

Ævintýrahópastarf í Krakkakoti.

Hvernig er í ævintýrahóp?

Öll börnin vilja hafa

ævintýrahóp, flestum fannst

gaman, einum svolítið gaman

Engin vildi breyta neinu.

Page 35: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

35

Áhugi, virðing, jákvæðni

og einum mjög gaman.

Hvað gerið þið í ævintýrahóp? Lita, finna hluti, læra að vera í

skóla, finna felumyndir, fara

með póst, fara í ferðir og á söfn.

Sveitaferð.

Hvað er skemmtilegast í

ævintýrahóp?

Ekkert leiðinlegt, leiðinlegt

þegar skólahóparnir hættu,

syngja skólalagið.

Skemmtilegast að gera verkefni

úti.

Hvað finnst ykkur að börn ættu

að gera í ævintýrahóp?

Hlust á kennarann, lita, vera úti

og rannsaka, gera + og - , en

sumir vissu ekki alveg.

Haldið þið að þið séuð vel

undirbúin fyrir Álftanesskóla

eftir að hafa verið í

ævintýrahóp?

Já sögðu allir. Ein svaraði

hlusta á kennarann og hafa

þögn.

Er eitthvað annað sem þið viljið

segja um ævintýrahóp?

Mjög skemmtilegt. Skemmtilegt

að kunna að skrifa nafnið sitt.

Öryggismál skólans

Í leikskólanum er til ferli vegna slysa og slysaskráning. Starfsfólk fær með reglubundnu

millibili námskeið í Skyndihjálp (3-4 ára fresti) þar sem kennd eru viðbrögð við algengustu

slysum. Eineltisáætlun og rýmingaráætlun vegna bruna er til. Skólalóðin er yfirfarin daglega

þar sem rýnt er í hættur sem kunna að leynast á lóðinni. Rýmingaráætlun er einnig til staðar.

Brunaæfing fer fram einu sinni á ári að vori. Einnig er til viðbragðsáætlun vegna inflúensu

(hægt að nálgast viðbragðsáætlun á heimasíðu skólans).

Slys á börnum – samantekt

Fjöldi skráðra slysa frá 1. sept. 2013 – 25. ágúst 2014

Fjöldi skráðra slysa voru 6 talsins. Slysin áttu sér stað á tímabilinu 9:30 – 13:30 öll slysin áttu

sér stað á mismunandi stöðum. Eitt á útisvæði, eitt í sólskála, eitt klemmuslys, hlutur gleyptur,

fall á bekk í fataklefa, börn hlupu saman fyrir horn og fall af stól. Skráð voru slys hjá 2

stúlkum og 4 drengjum. Í einu tilviki gleypti barn smáhlut og fannst hann standa í sér og átti

Page 36: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

36

Áhugi, virðing, jákvæðni

erfitt með að kyngja, mat leikskólastjóra var að hringja eftir sjúkrabíl. Sjúkraliðar mátu líðan

barnsins þannig að ekki væri um það að ræða að hluturinn stæði farstu heldur væri særindi

eftir hlutinn.

Önnur slys/óhöpp voru minniháttar.

Húsnæði og viðhald

Lokið hefur verið við að setja upp þær klemmuvarnir sem vantaði á hurðir í

Krakkakoti.

Ein deild skólans var máluð og bónuð

Hluti leikskólans var bónaður

Gúmmímottur voru settar undir rólur á „litla“ svæði

Borið á trépalla

Skipt var um þakkanta á Krakkakoti þar sem þeir voru farnir að losna

Gengið var frá malarbílastæði meðfram lóð Krakkakots

Nýbreytni í skólastarfi

Það getur margt óvænt gerst í leikskólastarfi. Við í Krakkakoti eigum við

lúxusvandamál að stríða. Ein deild leikskólans er lokuð og sú skemmtilega hugmynd

kviknaði að einhver annar skóli gæti nýtt lokuðu deildina t.d. ef verið væri að sinna

viðhaldi á leikskóladeildum yfir vetrartímann þegar allir skólar eru þéttsetnir. Við

fengum heimsóknir frá þremur leikskólum Garðabæjar í vor þar sem verið var að sinna

viðhaldi í þeirra skólum. Fiðrildadeild á Sunnuhvoli kom í heimsókn í eina viku í vor.

Hæðarból kom í heimsókn í fjóra daga og Sjálandsleikskóli dvaldi hér í tvo daga. Það

var ákaflega skemmtilegt að taka á móti öllu þessu skemmtilega fólki og gaf

skólastarfinu okkar skemmtilegan lit. Við viljum þakka öllum börnum og starfsfólki

sem heimsótti okkur frá þessum skólum fyrir skemmtilega og góða daga og góða

viðkynningu.

Leikskólinn hefur búið sér til fjarvistarstefnu og gengið vel að fylgja þeirri stefnu.

Veturinn 2014-2015 ætlum við að vinna markvisst með Barnasáttmála Sameinuðu

þjóðanna og byggja þá vinnu á innleiðingarhefti fyrir leikskóla sem UNICEF vann

fyrir Garðabæ.

Page 37: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

37

Áhugi, virðing, jákvæðni

Starfsmannahópurinn er allur tilbúin að taka þátt í því verkefni að skrá Námsögur fyrir

öll börn skólans. Haustið 2014 ætum við að fara markvisst í þá vinnu og en byrja hægt

í fyrstu og auka svo skráningarnar. Vinnan hefst með því að allt starfsfólk fer á

námskeið í námsögugerð 12. september á skipulagsdegi. Foreldrafélagið ætlar að

styrkja verkefnið og kaupa möppur og plöst undir sögurnar.

Í vetur ætlum við að þróa enn frekar handbókina okkar „Svona gerum við í

Krakkakoti“ sem er lýsingar á vinnulagi við hin ýmsu tækifæri.

Lokaorð

Skólaárið 2013 – 2014 gekk mjög vel þegar á heildina er litið. Það var áskorun fyrir okkur að

taka inn eins árs börn. Það kallaði á endurskoðun alls dagsskipulags. Þarfir svo ungra barna

eru mikið meira í formi ummönnunar og vellíðunar og leysti starfsfólk skólans það afar vel af

hendi og erum við því betur undirbúin þetta haustið. Einnig var mikil áskorun fyrir starfsfólks

eldri deilda að hafa þrjá aldurshópa á deildunum. Það leystu þau einnig afar vel af hendi.

Við hefðum viljað ná fleiri settum markmiðum eins og að flagga Grænfánanum, þróa

málörvunarstundirnar okkar enn frekar með því að tileinka okkur stefnu Garðabæjar í þeim

efnum. Við erum staðráðin í að halda áfram okkar góða starfi með jákvæðni og gleði að

vopni. Viðhorf okkar skipta mestu máli og sú gæfa að geta unnið saman sem öflug liðsheild.

F.h. Náttúruleikskólans Krakkakots

Hjördís Guðrún Ólafsdóttir

leikskólastjóri

Fylgiskjöl:

Skóladagatal 2014-2015

Page 38: Ársskýrsla¡rsskýrslur/ársskýrsla 2013-2014.pdf · Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 – 17:00. Tekið er á móti börnum af öllum deildum inni í sal frá kl: 7:30 – 8:00

Ársskýrsla Náttúruleikskólans Krakkakots 2013-2014

38

Áhugi, virðing, jákvæðni