12
1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.

Leikskólinn Holtholt.leikskolar.is/images/Starfsaeatlun_HOLT_2014_2015.pdf · Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Leikskólinn Holtholt.leikskolar.is/images/Starfsaeatlun_HOLT_2014_2015.pdf · Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í

1

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Leikskólinn Holt

2014 – 2015

Leiðarljós skóla og frístundasviðs:

Að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.

Page 2: Leikskólinn Holtholt.leikskolar.is/images/Starfsaeatlun_HOLT_2014_2015.pdf · Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í

2

Efnisyfirlit

Leiðarljós leikskólans : Virðing – Umhyggja – Samvinna ......................................................................... 4

1. Stutt greinargerð leikskólastjóra um starfið á síðasta leikskólaári. ..................................................... 4

2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun .............................................................................................. 5

2.1 Innra mat leikskólans ..................................................................................................................... 5

2.2 Ytra mat ......................................................................................................................................... 6

2.3 Matsáætlun ................................................................................................................................... 6

3. Áherslur í starfi leikskólans .................................................................................................................. 6

3.1 Áherslur leikskólans næsta starfsár (aðrar en þær sem koma fram í umbótaáætlun) ................ 6

3.2 Áherslur leikskólans vegna starfsáætlunar skóla- og frístundasviðs ............................................ 8

4. Starfsmannamál .................................................................................................................................. 8

4.1. Starfsmannahópurinn 1. Júní 2014 .............................................................................................. 8

4.2 Starfsþróunarsamtöl ...................................................................................................................... 9

4.3 Símenntun frá síðasta ári (námskeið, hvaða hópar sóttu námskeið og fl.) ................................... 9

4.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum ......................................................................................... 10

5. Aðrar upplýsingar .............................................................................................................................. 10

5.1 Barnahópurinn 1.júní 2014 .......................................................................................................... 10

5.2 Foreldrasamvinna ........................................................................................................................ 10

5.3 Samstarf leik- og grunnskóla ....................................................................................................... 11

5.4 Almennar upplýsingar ........................................................................................................... 11

6. Fylgiskjöl ............................................................................................................................................ 12

6.1 Starfsmannakönnun SFS .............................................................................................................. 12

6.2 Læsisáætlun Holts ....................................................................................................................... 12

6.3 Virkir foreldrar ............................................................................................................................. 12

6.4 Samstarfsáætlun Fellaskóla, Holts og Aspar 2014-2015 ............................................................. 12

6.5 Leikskóladagatal 2014-2015 ........................................................................................................ 12

Page 3: Leikskólinn Holtholt.leikskolar.is/images/Starfsaeatlun_HOLT_2014_2015.pdf · Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í

3

Um starfsáætlanir leikskóla

Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir aðalnámskrá fyrir leikskóla.

Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern

hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram.

Leikskólar gera starfsáætlun þar sem fjallað er um árlega starfsemi leikskólans, birt skóladagatal og

ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers leikskóla. Áætlunin þarf að fá umsögn

foreldraráðs áður en skóla- og frístundaráð tekur hana til afgreiðslu samkvæmt lögum um

leikskóla.

Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum

markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum

hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum

verkefnum á því næsta.

Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram:

Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og

ytra mats.

Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum

áætlun um hvernig þau verða metin.

Áherslur í starfsáætlun Leikskólasviðs sem leikskólinn vinnur að.

Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál.

Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af

erlendum uppruna.

Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.

Umsögn foreldraráðs.

Skóladagatal fyrir árið.

Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til skóla- og frístundasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir skóla og frístundaráðs til samþykktar.

Page 4: Leikskólinn Holtholt.leikskolar.is/images/Starfsaeatlun_HOLT_2014_2015.pdf · Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í

4

Leiðarljós leikskólans : Virðing – Umhyggja – Samvinna

1. Stutt greinargerð leikskólastjóra um starfið á síðasta leikskólaári.

(s.s. hvað einkenndi árið, starfsmannahald, helstu verkefni, viðburði o.þ.h.)

-Þegar litið er yfir síðastliðinn vetur er margt sem stendur upp úr, bæði gott og ekki svo gott. Við

héldum áfram að koma á breyttum kennsluháttum, að losa dagskipulagið og koma á flæði. Það

hefur gengið misvel, en er á mjög góðri leið núna fyrir veturinn 2014-2015.

-Við fengum Hvatningarverðlaunin og Orðsporið fyrir þróunarverkefnið Okkar mál, sem var mjög

mikill heiður. Við höldum áfram að vinna að þessu frábæra verkefni og erum byrjuð að sjá

árangurinn.

-Foreldrasamstarfið er ávallt í þróun og þátttökuaðlögunin gengur mjög vel. Búið er að bæta hana

enn frekar og almenn ánægja er með þessa aðferð. Foreldravikan/opin vika er að ganga vel og alltaf

er að aukast þátttaka foreldra þar og nýjar hugmyndir að spretta hjá starfsfólki með að bæta þessa

viku.

-Mikil ánægja var hjá stjórnendum með leiðtogaskólann, mjög jákvætt viðhorf og verður vonandi

endurtekið. Ígrundunarhópur leikskólastjóra hélt áfram að hittast eftir stjórnendafræðslu

leikskólastjóra og er það mikill stuðningur.

-Samtökin Móðurmál voru með aðstöðu í Stóra-Holti fyrir spænskan og portúgalskan hóp barna (og

foreldra) í móðurmálskennslu. Við sóttum um styrk saman og fengum smá upphæð í námskeiðshald

fyrir kennara og starfsfólk. Sameiginlegur starfsdagur var ákveðinn nú sl. sumar/haust og verða

haldin 2-3 fræðslukvöld fyrir foreldra nú í vetur. Áætlað er að halda áfram samstarfi.

-Læsisáætlun Holts er tilbúin, frábær vinna sem Sigurlaug Vigdís, verkefnastjóri, stýrði. Allt

starfsfólkið vann með námssviðin á starfsdegi í vor, og það er að skila sér inn í þessa frábæru áætlun.

-Leikskólaráðgjafar komu inn í vinnu með stjórnendateyminu, sem stofnað var sl. vetur og var

ákveðið að endurskoða það aftur að vori eða hausti. Það var góður stuðningur fyrir

stjórnendateymið að fá þennan stuðning frá SFS.

-En veturinn 2013-2014 var einnig þungur. Miklar breytingar voru í starfsmannahópnum,

deildarstjóra vantaði á tvær deildar þrátt fyrir miklar auglýsingar og ekki mikið um fagmenntaða

leikskólakennara í húsi. Á endanum var ófaglært starfsfólk ráðið til starfa. Mikil veikindi settu strik í

reikninginn, álag var á öllum og erfiðleikar í starfsmannahópnum tóku sig upp aftur. Leikskólastjóri

óskaði eftir aðstoð frá mannauðsdeildinni sem kom strax til aðstoðar. Sú vinna er í gangi og verður

eitthvað áfram.

-En þó svo að mikil vinna sé framundan í starfsmannamálum, þá er einnig mikil vinna nú þegar

komin í gang og jákvæðni komin aftur í hópinn. Gildi leikskólans eru komin … Virðing-Umhyggja-

Samvinna. Starfsmannahandbókin er langt komin, námskrá leikskólans er komin í gang og

fyrirhuguð er námsferð starfsmanna til Bretlands í apríl nk. Mikil tilhlökkun er komin í fólk og

skráning rauk úr 11 í 26 eftir sumarfríið.

Nú er bara að ráðast í verkefnin sem fyrir eru, taka einn dag í einu og halda áfram.

Page 5: Leikskólinn Holtholt.leikskolar.is/images/Starfsaeatlun_HOLT_2014_2015.pdf · Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í

5

2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun

2.1 Innra mat leikskólans

Í matsáætlun frá skólaárinu 2013-2014 eru fjórir þættir sem átti að meta sérstaklega með formlegu þætti en þeir voru: Bókaverkefnið, dagskipulag, foreldravika og stjórnendateymið.

Starfsfólk leikskólans mat skólastafið skólaárið 2013-2014 í rýnihópum á starfsdegi í maí. Í starfsáætlun kom fram að matið yrði formlegt og við völdum að hafa það í formi rýnihópa og hafa umræðupunktana mjög opna.

Starfsfólk ræddi um það sem hefði gengið vel, það sem hefði ekki gengið vel og umræður um hvar áherslurnar ættu að vera á næsta skólaári.

Í rýnihópunum, fundargerðum og í umræðum kom fram að það þurfi enn frekar að útfæra

bókaverkefnið, t.d. kennsluskrá og hugmyndabanka í hvern kassa. Verkefnið er mjög opið og

leiðbeiningar bjóða upp á frjálsa útfærslu sem gengur misvel á deildum. Dagskipulagið er að

opnast og það hefur dregið úr að klukkan stjórni starfinu en það er hægt að gera enn betur.

Útfærsla á hópastarfinu þarfnast endurskoðunar og hefur hópastarfið gengið misvel eftir

deildum. Á Stóra-Holti var byrjað af krafti með því að aldurskipta hópnum þvert á deildar en

það var of mikil breyting fyrir starfið og því var ákveðið að skipta aftur í hefðbundið

hópastarf eftir áramót.

Foreldarvikan hefur gengið vel og eru alltaf að aukast hlutfall þeirra sem koma og gefa sér

tíma til að vera í leikskólastarfinu með börnunum sínum. Við höfum komist að því að best er

að hafa auglýsta dagskrá fyrir vikuna og einlægur vilji er hjá starfsfólki sem og stjórnendum

til að halda áfram með þetta verkefni.

Stjórnendateymið er ennþá að móta sitt starf og aðkomu að verkefnum. Við höldum áfram

með að æfa okkur í að skipta með okkur verkum og styðja við hvort annað.

Umbótaáætlun matsþátta.

1. Bókaverkefni

o Leiðir : Kassarnir yfirfarnir, flokkað og greint. Kennsluáætlun og hugmyndir

að verkefnum komið í hvern kassa.

o Ábyrgð : Stjórnendateymi

2. Dagskipulag

o Leiðir : Byrjað að fara yfir dagskipulag deilda og það endurmetið útfrá

áherslum vetrarins.

o Ábyrgð : Stjórnendateymi

Page 6: Leikskólinn Holtholt.leikskolar.is/images/Starfsaeatlun_HOLT_2014_2015.pdf · Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í

6

2.2 Ytra mat

Starfsmannakönnun var gerð á vegum SFS og niðurstöður kynntar í skýrslu. Skrifstofustjóri,

starfsmannastjóri og mannauðsráðgjafar SFS komu og kynntu niðurstöðurnar fyrir starfsfólki

Holts. Niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar og átti leikskólinn hástökk sviðsins á milli

kannana.

Starfsmannakönnun SFS. (Fylgiskjal 6.1)

2.3 Matsáætlun

Allt starf leikskólans verður metið, jafn óðum, í stjórnendateymi, á starfsmannafundum og

deildarfundum. Þeir þættir leikskólastarfsins sem við áætlum að meta sérstaklega, með

formlegri hætti er foreldrasamvinna. En hún verður metin með rafrænni könnun í vor.

3. Áherslur í starfi leikskólans

3.1 Áherslur leikskólans næsta starfsár (aðrar en þær sem koma fram í umbótaáætlun)

1. Verkefni : Bókaverkefni - þemakassar

Markmið verkefnisins : Að flétta málörvun inn í alla þætti starfsins.

Leiðir að markmiði : Hver deild velur sér kassa og vinnur með hann þann tíma sem áhugi

barnanna varir á efninu.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur og starfsfólk.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Hver deild metur vinnuna eftir önnina.

2. Verkefni : Okkar mál, þróunarverkefni

Markmið : Aukið samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur á hverjum starfsstað.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Stýrihópur og starfsmenn á viðkomandi

starfstöðum meta vinnuna. Matið fer fram í umræðum og könnunum.

3. Verkefni : Foreldravika – opin vika

Markmið : Að opna skólann enn frekar fyrir foreldrum og gera starfið sýnilegra.

Leiðir að markmiði : Opin vika verður einu sinni á önn í leikskólanum.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur og starfsfólk.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Hver deild metur skriflega hvernig gekk og síðan

verður það tekið saman í vor á starfsdegi. Rafræn könnun verður send út til foreldra.

4. Verkefni : Blíð byrjun, ný nálgun í foreldrasamstarfi

Markmið : Nánara foreldrasamstarf og aukið þverfaglegt samstarf stofnanna í Breiðholti,

varðandi börn og foreldra.

Leiðir að markmiði : Sækja aftur um styrk í þróunarsjóð SFS, endurvekja tilraunarverkefnið

með fasta viðveru félagsráðgjafa í leikskólanum, samstarf við ÞMB, viðræður um samstarf

Page 7: Leikskólinn Holtholt.leikskolar.is/images/Starfsaeatlun_HOLT_2014_2015.pdf · Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í

7

við heilsugæsluna eru í gangi og halda áfram.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Stöðumat tekið á fundum í vetur.

5. Verkefni : Starfsmannahópurinn – gildi leikskólans

Markmið : Vinna með og virkja gildi leikskólans, sem eru : Virðing-Umhyggja-Samvinna

Leiðir að markmiði : Umræður um gildin og þýðingu þeirra fyrir okkur.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur og starfsfólk.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Í umræðuhópum á starfsdögum.

6. Verkefni : Addi bangsi tæknivæðist

Markmið : Fá innsýn í heimamenningu barna og foreldra. Aukin samvinna heimili og

leikskóla.

Leiðir að markmiði : Að spjaldtölva fylgi ferðabangsanum Adda heim með börnunum, til

skiptis.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur og starfsfólk.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Rafræn könnun til foreldra í vor og í

umræðuhópum á starfsdögum.

7. Verkefni : Bókin mín.

Markmið : Aukin foreldrasamvinna. Fá innsýn í heimamenningu barna og foreldra. Aukin

samvinna heimilis og leikskóla. Auka málörvun barnanna og samskipti við foreldra.

Leiðir : Bókin mín er búin til í leikskólanum, í þátttökuaðlögun. Foreldrar koma með myndir

að heiman (eða senda í tölvupósti, komameð á usb lykli og við prentum út) og vinna bókina

á aðlögunartímabilinu.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur og starfsfólk.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Rafræn könnun til foreldra í vor og

umræðuhópum á starfsdögum.

8. Verkefni : Virkir foreldrar

Markmið : Aukin foreldrasamvinna.

Leiðir : Tilraunaverkefni um sjálfboðaliðastarf foreldra í samstarfi við verkefnið Blíð byrjun.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Rafræn könnun til foreldra í vor og

umræðuhópum á starfsdögum.

9. Verkefni : Námskrá leikskólans

Markmið : Gera skólanámskrá fyrir leikskólann Holt.

Leiðir : Starfsmenn frá SFS koma inn með fræðslu og verkefni í tenglum við námssvið

aðalnámskrá leikskóla. Umræður í stjórnendateymi og starfsmannahópnum.

Hver er ábyrgur : Leikskólastjóri.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Jafnóðum á fundum. Langtímaverkefni.

10. Verkefni : Starfsmannahandbók

Markmið : Starfsskylda, ábyrgð og verklagsreglur gerð sýnileg með skriflegum hætti.

Leiðir : Gera starfsmannahandbók skriflega.

Hver er ábyrgur : Leikskólastjóri.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Unnið verður í bókinni í vetur. Metið jafnóðum.

Afraksturinn gefinn út í maí.

Page 8: Leikskólinn Holtholt.leikskolar.is/images/Starfsaeatlun_HOLT_2014_2015.pdf · Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í

8

3.2 Áherslur leikskólans vegna starfsáætlunar skóla- og frístundasviðs

Hvað verður innleitt eða lögð áhersla á samkvæmt starfsáætlun skóla- og frístundasviðs. Horft á

framtíðarsýnina, starfsáætlun sviðsins og skorkort.

1. Markmið : Læsi í víðum skilningi, gagnrýnin hugsun og samræða.

Leiðir að markmiði : Allir starfsmenn kynni sér læsisáætlun leikskólans Holts. (Fylgiskjal 6.2)

Kynning á áætluninni fyrir starfsfólk og svigrúm veitt til frekari dýpkunar á efninu.

Hver er ábyrgur : Stjórnendateymi.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Hver deild metur áætlunina og skilar skriflegri

greinagerð.

2. Markmið : Foreldrar séu virkir þátttakendur , ábyrgir og upplýstir samstarfsaðilar.

Leiðir að markmiði : Stofna facebook-síðu fyrir foreldra til upplýsingagjafar og skemmtunar.

Hver er ábyrgur : Stjórnendur.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Rafræn könnun til foreldra í vor og í

umræðuhópum á starfsdögum.

3. Markmið : Aukin umhverfisvitund og menntun til sjálfbærni.

Leiðir að markmiði : Innleiða „Græn skref“ Reykjavíkurborgar.

Hver er ábyrgur : Stjórnendateymi.

Hvernig og hvenær verður markmið metið : Með umræðum á starfsdegi í vor.

4. Starfsmannamál

4.1. Starfsmannahópurinn 1. Júní 2014

Starfsheiti Fjöldi Starfshlutfall Menntun

Leikskólastjóri 1 100% Leikskólakennari

Aðstoðarleikskólastjóri 1 80% Leikskólakennari +Dipl.M.ed

Sérkennslustjóri 1 50% Grunn-og framh.skólakennari

Verkefnastjóri 1 75% Leikskólakennari +Dipl.M.ed

Deildarstjóri C 2 100% Leikskólaliði

Deildarstjóri 2 100% Leikskólakennari

Deildarstjóri 1 80% Leikskólakennari

Sérkennari A 1 75% Grunnskólakennari

Leiðbein.2 með stuðning 1 75% Leikskólaliði

Leikskólaliði 1 6% Leikskólaliði

Leiðbeinandi 2 1 100% Stúdentspróf

Aðstoðarmaður eldhús 1 69% Grunnskólapróf

Leiðbein.1 með stuðning 1 31% Grunnskólapróf

Leiðbeinandi 2 1 63% Grunnskólapróf

Leiðbein.2 með stuðning 1 25% Grunnskólapróf

Leikskólaliði 2 100% Grunnskólapróf

Starfsmaður 2 1 100% Grunnskólapróf

Page 9: Leikskólinn Holtholt.leikskolar.is/images/Starfsaeatlun_HOLT_2014_2015.pdf · Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í

9

Leiðbeinandi 2 1 87,5% Grunnskólapróf

Leikskólaleiðbeinandi B 1 100% Uppeldism. m. háskólapróf

Starfsmaður 2 1 80% Grunnskólapróf

Leikskólaleiðbeinandi B 1 75% Uppeldism. m. háskólapróf

Yfirmaður eldhús 1 100% Stúdentspróf

Starfsmaður 2 1 100% Grunnskólapróf

Leiðbeinandi 2 1 75% Grunnskólapróf

Starfsmaður 2 1 100% Grunnskólapróf

Aðstoðarmaður eldhús 1 75% Grunnskólapróf

Starfsmaður 2 1 25% Grunnskólapróf

Leikskólaleiðbeinandi B 1 75% Uppeldism. m. háskólapróf

Starfsmaður 2 1 100% Grunnskólapróf

Leikskólaleiðbeinandi A 1 100% Grunnskólakennari

Leikskólaleiðbeinandi A 1 100% Uppeldism.m.háskólapróf

Leikskólaleiðbeinandi A 1 87,5% Grunnskólakennari

4.2 Starfsþróunarsamtöl

Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri skiptu á milli sín starfsfólkinu.

Samtölin fóru fram á tímabilinu maí-júní 2014.

Formið á samtölunum byggðum við á gömlu formi frá SFS, en endurbættum það og löguðum

að okkar þörfum.

4.3 Símenntun frá síðasta ári (námskeið, hvaða hópar sóttu námskeið og fl.)

„Að blómstra í starfi“, fyrirlestur frá mannauðsskrifstofu SFS

Hópefli og okkar styrkleikar, fyrirlestur frá mannauðsskrifstofu SFS

Leiðtogaskólinn, áframhald-stjórnendur

MasterMind handleiðsluhópur – leikskólastjóri

Starfsdagur eldhússtarfsmanna – starfsmenn í eldhúsi

Vettvangsnám nema frá KÍ - leikskólakennarar

Skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða Krossins - allir

Breiðholtsbylgjan, sameiginlegur starfsdagur 4.október, allra stofnanna Reykjavíkurborgar í

Breiðholti – allir

Ráðstefna FSL og SÍ – leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri

FAFU PLAY – umræður um leik barna - deildarstjóri

Dagur leikskólans - stjórnendur

Stóri leikskóladagurinn - allir

Námskrárvinna með starfsfólki SFS – allir

VIRK, líkamsbeiting – allir

Ráðstefna talmeinafræðinga – verkefnastjóri

Vorráðstefna miðstöðvar um skólaþróun á Akureyri – kynning á Okkar mál verkefninu –

Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri, verkefnastjóri

Forvarnarstefna og jafnréttisáætlun – leikskólastjóri

Page 10: Leikskólinn Holtholt.leikskolar.is/images/Starfsaeatlun_HOLT_2014_2015.pdf · Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í

10

Námskeiðsdagur leikskólastjóra - leikskólastjóri

4.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum

Ákveðin voru gildi leikskólans. Virðing-Umhyggja-Samvinna – áframhaldandi vinna - allir

Vinna í starfsmannahandbók leikskólans - allir

Sameiginlegur starfsdagur með samtökunum Móðurmál og Pólska skólanum – allir

Foreldrahandbók og samvinna. Fræðsla frá SFS - allir

Breiðholtsbylgjan 2014 – allir

Sameiginlegur starfsdagur vegna þróunarverkefnisins „Okkar mál“ – allir

Áframhald á vinna við námskrá leikskólans. SFS með fræðslu - allir

Námsferð til Birmingham og Corby, Bretlandi, 23.-27.apríl 2015. Námskeiðsdagur í Pen

Green. Vísindasafnið í Birmingham skoðað. – flestir, 26 af 30. Þeir sem heima verð fara í

heimsóknir í aðra leikskóla og fá fræðslu.

5. Aðrar upplýsingar

5.1 Barnahópurinn 1.júní 2014

Fjöldi barna : 96 börn (aðlögun ekki lokið)

Kynjahlutfall barnanna : 54% drengir og 46% stúlkur

Dvalarstundir : 768,5

Fjöldi barna sem nutu stuðnings : 8 börn með 30,5 stundir daglega

Fjöldi barna með annað móðurmál en íslensku : 65%

Fjöldi tungumála : 16 tungumál, meðtalið íslenska og táknmál.

5.2 Foreldrasamvinna

Foreldraráð : Áætlað er að 3 foreldrar sitji í foreldraráði. Kosið er í ráðið á foreldrafundum

að hausti, sem eru 9. og 10.október n.k. Þeir foreldrar sem voru í ráðinu eru flestir hættir

með börnin sín hér í Holti. Ekki er búið að kjósa í nýtt foreldraráð og því mun ekki fylgja með

umsögn þeirra um starfsáætlunina. Umsögn þeirra verður send eins fljótt og auðið er.

Foreldrafundir : Árlegur foreldrafundur er að hausti. Verður í tvennu lagi, skipt upp eftir

húsum. Stóra-Holt 9.október og Litla-Holt 10.október. Fundirnir eru fyrir hádegi og fara

fram í salnum í Stóra-Holti. Boðið er upp á túlka fyrir þá sem þurfa.

Foreldraviðtöl : Fyrsta viðtal, þegar barnið byrjar í leikskólanum, er við leikskólastjóra eða

aðstoðarleikskólastjóra og svo viðkomandi deildarstjóra. Árleg viðtöl eru í febrúar-mars ár

hvert við viðkomandi deildarstjóra. Kveðjuviðtal er svo þegar börnin hætta og fara í

grunnskólann við viðkomandi deildarstjóra. Einnig geta foreldrar ávallt óskað eftir viðtali

Page 11: Leikskólinn Holtholt.leikskolar.is/images/Starfsaeatlun_HOLT_2014_2015.pdf · Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í

11

eftir þörfum, sem og leikskólinn við foreldrana.

Aukin foreldrasamvinna er eitthvað sem við erum að þróa. Í opinni viku bauð leikskólinn

foreldra sérstaklega velkomna til að koma og taka þátt í starfinu. Þessi vika er enn í þróun

og nýjar hugmyndir í vinnslu. Ætlum að fá TOR til að aðstoða okkur við að gera könnun

meðal foreldra vegna þessarar viku.

Þátttökuaðlögun byggir á nánu foreldrasamstarfi og veturinn í ár var fimmta skiptið okkar

með þeirri aðferð. Öryggi og ánægja starfsmanna og foreldra eykst með hverju ári. Þetta er

aðferð sem er komin til að vera. Við endurmetum aðferðina í starfsmannahópnum á hverju

hausti og bætum það sem betur má fara. Bókin mín er dæmi um góða viðbót á þessari

samvinnu.

Virkir foreldrar er tilraunaverkefni í samstarfi við verkefnið Blíð byrjun. Tilraun um að nota

sjálfboðastarf til að fá foreldra meira inn í leikskólann og að auka samskiptin. (Fylgiskjal 6.3)

5.3 Samstarf leik- og grunnskóla

Sjá samstarfsáætlun Fellaskóla, Aspar og Holts. (Fylgiskjal 6.4)

5.4 Almennar upplýsingar

Starfsdagar veturinn 2014-2015 : 12.september > Sameiginlegur starfsdagur með

samtökunum Móðurmál og Pólska skólanum. 3.október > Breiðholtsbylgjan. Sameiginlegur

starfsdagur allra leik- og grunnskóla í Breiðholti, ásamt fleiri starfsstöðum Reykjavíkurborgar.

5.janúar > Okkar mál. Sameiginlegur starfsdagur með Fellaskóla og leikskólanum Ösp.

6.mars > Vinna í námskrá Holts. 24.apríl og 26.apríl > Námsferð starfsmanna Holts til

Bretlands.

Leikskóladgatal 2014-2015 (Fylgiskjal 6.5)

Page 12: Leikskólinn Holtholt.leikskolar.is/images/Starfsaeatlun_HOLT_2014_2015.pdf · Leikskólinn Holt 2014 – 2015 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í

12

6. Fylgiskjöl

6.1 Starfsmannakönnun SFS

6.2 Læsisáætlun Holts

6.3 Virkir foreldrar

6.4 Samstarfsáætlun Fellaskóla, Holts og Aspar 2014-2015

6.5 Leikskóladagatal 2014-2015

F. h. leikskólans Holts

_______________________________________________

Leikskólastjóri Dagsetning