2
Risaeðluhópur Í hópastarfinu vinnum við markvisst með jóga í Risaeðluhópi. Við dempum ljósin aðeins,setjum rólega tónlist á, setjumst í indíána-stöðu og byrjum á léttum öndunaræfingum. Því næst skoðum við gjarnan bókina: Ég er slanga, þar sem við sjáum hvað nokkur vel valin dýr gera og við hermum síðan eftir þeim. Þannig förum við í skemmtilegan leik um leið og við teygjum og styrkjum kroppinn okkar. Fiðrildahópur Í Fiðrildahópi er 12 yngstu börnin í Koti, 10 börn fædd 2016 og 2 fædd 2017. í hópastarfinu er þemað ég sjálfur og líkaminn minn”. Við fórum rólega af stað og höfum unnið með hendur og fætur á ýmsan máta. Jafnframt höfum við verið að uppgötva hvernig er að vera í leikskóla og reynum að nýta rýmið okkar sem best til þess. Hópurinn hefur ákveðið svæði á morgnana en tekur þátt í leik/flæði á öllum svæðum e.h. Útivera er tvisvar á dag ef veður leyfir. Einnig tökum við þátt í Hugarró sem er verkefni í báðum húsum Hulduheimum Koti og Seli . Í leikskóla er gaman þar leika allir saman ... Dagur leikskólans 6. febrúar 2019 Tilgangur með Degi leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara. 6. febrúar 2019 Sérstök útgáfa í tilefni af degi leikskólans Leikskólinn okkar Hulduheimar Kot Hulduheimar Kot Þverholti 3-5

Leikskólinn okkar Hulduheimar Kothulduh.is/wp-content/uploads/2019/02/Fréttabréf-dagur-leiksk... · Risaeðluhópur Í hópastarfinu vinnum við markvisst með jóga í Risaeðluhópi

  • Upload
    lydieu

  • View
    218

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Risaeðluhópur Í hópastarfinu vinnum við markvisst með jóga í Risaeðluhópi. Við dempum ljósin aðeins,setjum rólega tónlist á, setjumst í indíána-stöðu og byrjum á léttum öndunaræfingum. Því næst skoðum við gjarnan bókina: Ég er slanga, þar sem við sjáum hvað nokkur vel valin dýr gera og við hermum síðan eftir þeim. Þannig förum við í skemmtilegan leik um leið og við teygjum og styrkjum kroppinn okkar.

Fiðrildahópur Í Fiðrildahópi er 12 yngstu börnin í Koti, 10 börn fædd 2016 og 2 fædd 2017. í hópastarfinu er þemað “ég sjálfur og líkaminn minn”. Við fórum rólega af stað og höfum unnið með hendur og fætur á ýmsan máta. Jafnframt höfum við verið að uppgötva hvernig er að vera í leikskóla og reynum að nýta rýmið okkar sem best til þess. Hópurinn hefur ákveðið svæði á morgnana en tekur þátt í leik/flæði á öllum svæðum e.h. Útivera er tvisvar á dag ef veður leyfir. Einnig tökum við þátt í Hugarró sem er verkefni í báðum húsum Hulduheimum Koti og Seli .

Í leikskóla er gaman þar leika allir saman ...

Dagur leikskólans 6. febrúar 2019 Tilgangur með Degi leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.

6. febrúar 2019

Sérstök útgáfa í tilefni af degi leikskólans

Leikskólinn okkar Hulduheimar Kot

Hulduheimar Kot Þverholti 3-5

Leikskólinn okkar

Hulduheimar Kot (Holtakot)

Vissir þú að:

Þann 18. mars árið 1991 tók leikskólinn Holtakot til starfa í Þverholti 3-5. Árið 2012 voru svo sameinaðri tveir leikskólar, Síðusel og Holtakot undir nafninu Hulduheimar. Til aðgreiningar er talað um Hulduheima – Sel og Hulduheima – Kot.

Einkunnarorð skólans eru: Vellíðan – Virkni – Velferð.

Í Koti eru 37 börn á aldrinum 18 mánaða til 6 ára.

Í Koti vinna að jafnaði 11 starfsmenn í mismunandi starfshlutföllum.

Helsta einkenni leikskólans er smæð hans og persónuleg samskipti starfsmanna, barna og foreldra. Lögð er áhersla á öryggi,hlýju og heimilislegt umhverfi.

Við hvetjum börnin til sjálfshjálpar og sjálfstæðis í skólanum svo þau öðlist sterka sjálfsmynd og sjálfstraust.

Agastefna skólans byggir á SMTskólafærni, sem vinnur að því að styrkja jákvæða hegðun með markvissum hætti og skapa gott andrúmsloft í skólanum.

Við leggjum áherslu á „Lífsleikni í leikskóla“ sem litar allt starf skólans. Markmið lífsleiknikennslunnar er að efla siðferðisvitund barna og fullorðinna, í gegnum leik og vinnu með dygðir, í þeim tilgangi að verða bæði góð og fróð manneskja.

Mýsla og Tísla eru dygðamýsnar okkar sem heimsækja krakkana reglulega. Þær eru einskonar talsmenn dygðanna og skapa foreldrum gott tækifæri til að taka þátt í dygðakennslunni með okkur.

Um þessar mundir erum við að vinna þróunarverkefni sem ber yfirskriftina Hugarró – núvitund og hugleiðsla í leikskóla.

Umhverfismennt er okkur hugleikin og við förum gjarnan með börnin út að tína rusl í hverfinu okkar. Við flokkum líka allt rusl sem til fellur í skólanum. Meira að segja fá nokkrar hænur matarafgangana okkar.

Við í Koti erum svo lánsöm að eiga skjólsælt og fallegt útileiksvæði fjarri stórum umferðargötum með tilheyrandi mengun og hávaða.

Við erum dugleg að fara í gönguferðir um nágrennið sem býður upp á skemmtilega upplifun. Við klifrum í klettum, tínum ber og blóm í Krossanesborgum og röltum niður í Bót þar sem við skoðum bátana. Við förum líka í fjöruferðir í Sílabás og njótum útiverunnar í okkar skemmtilega og fjölbreytta nærumhverfi.

Sérstök útgáfa í tilefni af degi leikskólans

Meistarahópur Elstu börnin eru í samstarfi við Slökkviliðið á Akureyri þar sem markmiðið er að efla eldvarnir á leikskólum. Verkefnið heitir Logi og Glóð og felur í sér að slökkviliðið heimsækir elstu börnin og fræðir um eldvarnir og þau gæta þess síðan að eldvarnir séu í lagi í skólanum með mánaðarlegu eftirliti. Í vor mun slökkviliðið bjóða börnunum til sín í grillveislu á slökkvistöðina þar sem þau fá að leika og hafa gaman með slökkviliðsmönnum.

Kóngulóarhópur Krakkarnir í kóngulóarhópi unnu verkefni um rusl og mengun á síðustu skólaönn. Þar var umfjöllunarefnið; Hver er helsta hættan fyrir Ísland og hvað getum við gert? Hópurinn hlustaði á Lagið „Hættu að eydileggja Ísland“ með Gunna og Felix sem höfðaði vel til barnanna. Í því lagi eru þrjár vættir sem eru hættulegar fyrir Ísland. Það eru mengunarstybban, ruslarisinn og landeyðirinn. Börnin lærðu mikið og höfðu mjög gaman af vinnunni.

gdg

„Risinn hann vill setja rusl allstaðar“

Sigurður Smári

„Landeyðirinn vill breyta

Íslandi í Eyði-sand en það

viljum við ekki“ Kristín Kara

„Maður á alltaf að setja ruslið í rusladallinn“

Nanna Karen

„Landeyðirinn vill bíta allt grasið og

blómin“ Andri

„Ég sá rusl úti í grasinu“

Baltasar Leó

„Ég hendi aldrei rusli á götuna …

bara í

ruslatunnuna“ Hekla Hólm

„Mengunar-stybban vill setja

reyk á okkur“ Aðalgeir Ingi

„Ruslarisinn elskar plast og vill mikið plast“

Flóki

„Ég vil ekki hafa allt í

rusli“ Kara Dögg