24
List án Landamæra 2013

List án landamæra 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Dagskrárbæklingur hátíðarinnar 2013

Citation preview

Page 1: List án landamæra 2013

List án Landamæra 2013

Page 2: List án landamæra 2013

Kanntu vel við þig á flatlendi? Ágætlega takk en þó sérstaklega ef ég kemst úr sporunum. Stundum þarf einhver að ýta mér en stundum steypist ég áfram í kollhnísum, sting niður höfðinu, kasta mér á bakið og sest eða stíg upp aftur.

Hvað heitir þessi rauði hestur? Gráni.Það er skemmtilegt hljóðfæri.

Oft mæti ég viðnámi.Hér fæðist styrkur minn.

Meðan múrarnir í höfðum okkar standa óbrotnir þá eru hinar stærstu byltingar eins og stormur í vatnsglasi sagði Fransmaðurinn mæti.

Margrét H. Blöndal, myndlistarmaður

Page 3: List án landamæra 2013

Félög í stjórn hátíðarinnar

Landssamtökin Þroskahjálp, Hitt húsið, Fjölmennt, Átak, félag fólks með þroskahömlun, Öryrkjabandalag Íslands, Bandalag íslenskra listamanna og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Fulltrúar í stjórn hátíðarinnar

Helga Gísladóttir, Ásta Sóley Haraldsdóttir, Friðrik Sigurðs­son, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Edda Björgvinsdóttir, Aileen Svensdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Jenný Magnúsdóttir. Margrét M. Norðdahl er framkvæmdastýra hátíðarinnar. Daníel Björnsson er starfsmaður hátíðarinnar.

Forsíðumynd: Atli Viðar Engilbertsson Grafísk hönnun: Undralandið

List án landamæra Pósthússtræti 3-5, 101 Rvk www.listin.is [email protected]ími: 691-8756

3-11

12-14

15-18

19-20

20

21

22

Atli Viðar Engilbertsson er listamaður Listar án landamæra 2013. Verk hans prýða allt kynningarefni hátíðarinnar.

Atli Viðar Engilbertsson (f. 9. sept. 1961) er sjálfmenntaður fjöllistamaður. Hann hefur skrifað ljóð, leikrit og smásögur og samið tónlist auk þess að sinna myndlist. Verk sín hefur hann jafnan gefið út sjálfur, tónlistina á hljóðsnældum og ritverkin fjölrituð í ljósritunarvél. Segja má að Atli sé sem listamaður skilgetið afkvæmi neyslusamfélagsins þrátt fyrir að hafa alist upp á afskekktum bóndabæ vestur á fjörðum. Hann hefur tileinkað sér að endurvinna það sem til fellur af umbúðum og afgöngum og notað til listsköpunar og hann hefur notað þau tæki og tól sem neyslusamfélagið lætur honum í té til að koma list sinni og skoðunum á framfæri. Sterk tilfinning fyrir formi og efni einkenna verk Atla og eins það viðhorf að ekkert efni sé öðru æðra. Það má tengja list hans við kreppuna með því að nýtni og natni eru þættir sem skipta hann máli. Segja má að meginstefið í list Atla sé að hver sem er geti blómstrað í listsköpun, hvort sem hann hefur til þess menntun eða efni, allt er hægt og ekkert stöðvar skapandi huga í að finna sinn farveg.

Ólafur J. Engilbertsson

Höfuðborgarsvæðið

austurland

norðurland

suðurnes

selfoss

Ísafjörður

borgarnes, fellsendi og akranes

FRÍTT ER Á ALLA VIÐBURÐI HÁTÍÐARINNAR OG ERU

ALLIR VELKOMNIR

Page 4: List án landamæra 2013

Höfuðborgarsvæðið

11. APRÍL, FIMMTUDAGUR

Hemminn - gleðigjafi

Tími: 13-17 (1-5) nema mánudaga.Handverk og hönnunAðalstræti 10121 Reykjavík

Þorgerður Björg Þórðardóttir sýnir Hemmann ­ gleðigjafa sem unnin er úr leiserskornum mdf plötum. Í tilefni af List án landamæra málaði Gerða fjöldan allan af myndum af Hemma Gunn sem hún fór svo með í Hönnunar­verksmiðjuna á Húsavík til Arnhildar Pálmadóttur arkitekts. Þar var Hemmi Gunn skannaður inn í tölvu og skorinn út með leisergeisla og til varð Hemminn - gleðigjafi.Sýningin stendur til 30.apríl.

16. – 18. apríl

Share Music og Fjölmennt

www.sharemusic.se, www.fjolmennt.is Share Music, Fjölmennt og List án landa mæra standa fyrir tveggja daga smiðju í Reykjavík. Þar mætist hópur fólks í skapandi smiðju þar sem lögð verður áhersla á tónlistarsköpun.Share Music skipuleggja sýningar og námskeið í tónlist, dansi, leiklist og myndlist. Þau vinna með samskipan fatlaðra og ófatlaðra flytjenda í öllum listformum sem er hinn einstaki eigin­leiki samtakana.

18. apríl, fimmtudagur

Opnunarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur

Tími: 17:30 (hálf 6)Ráðhús við Reykjavíkurtjörn 101 Reykjavík

Kynnar eru leik- og myndlistar-konan Elín Sigríður María Ólafsdóttir Breiðfjörð Berg og leikkonan Saga Garðarsdóttir.Goddur (Guðmundur Oddur Magnússon) prófessor við Lista-háskóla Íslands setur hátíðina

Sungið og leikið með Jónabandinu

Jónabandið ásamt nemendum úr Vestur bæjarskóla, undir handleiðslu Nönnu Hlífar Ingvadóttur og Táknmáls­kórinn undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur, spila, syngja og hvetja til almennrar gleði. Flutt verða lögin Sjálfsbjargarhvöt og Leikið með list án landamæra eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Jónabandið hvetur sem flesta til að taka þátt, syngja og fagna komandi sumri.

3

Page 5: List án landamæra 2013

Leikhópurinn Blood Moon

Blood Moon flytur brot úr Regnboga­ballinu, frumsömdu leikverki eftir Bryndísi Ýrr Ingvarsdóttur. Leikendur eru Þór Jónsson Þormar, Gunnar Þ. Þorgrímsson, Ásdís Ásgeirsdóttir, Bryndís Ýrr Ingvarsdóttir, Gyða Lóa Guðmunds dóttir Norðdahl, Fríða Sædís Gísladóttir og Andrea Lind Kristberg. ,,Regnbogaballið er saga um ástir, lygar, svik, leyndarmál og erfiðar ákvarðanir en umfram allt sanna vináttu og hugrekki til að vera sáttur með sig, sama hvað öðrum finnst.“

Sönghópurinn Eldgosið, Söngpíurnar úr Ölduseli og Magnús Korntop leiða saman hesta sína.

Sönghópurinn Eldgosið kemur úr Gylfaflötinni, þau ásamt Magnúsi, Söngpíunum og Ara Agnarssyni flytja vel valin lög með hjálp áheyrenda.

Afhending Regnbogans

Share Music og listafólk

20 manna hópur hefur verið í listrænni smiðju undir leiðsögn listafólks frá Share Music. Þau unnu verk sérstaklega fyrir opnunarhátíðina sem við fáum að njóta.

Rut Ottósdóttir, Ólöf Arnalds og Sara Riel

Ljóðabókin Demantsskær er samstarfs­verkefni Rutar Dísar Ottósdóttur og Söru Riel. Rut semur ljóðin en Sara sér um uppsetningu bókarinnar, grafíska útfærslu, og myndskreytingu, sem saman stendur af ljósmyndum af vegg­skreytingum í herbergi Rutar. Rut flytur ljóð úr bókinni og syngur þekkt dægur­ lag ásamt stórsöngkonunni Ólöfu Arn­alds. Ljóðabókin Demantsskær verður fáanleg í Ráðhúsinu og í gallerí Lista­menn í takmörkuðu upplagi.

Prins Póló og Tipp topp

Hljómsveitin Prins Póló ásamt TippTopp crewinu, flytja lögin Niðrá strönd og Tipp Topp

4

Page 6: List án landamæra 2013

Listróf í austursal Ráðhússins

Fjölbreytt samsýning opnar í austur sal Ráðhússins. Þar má m.a. sjá þrí víðan útsaum, 300 stjörnur, fugla og húsdýr úr tré í fullri stærð. Sýnendur eru lista fólk úr Bjarkarási, Gylfaflöt og Ásgarði. Maríus Bjarki Naust, Sigga Björg Sigurðardóttir, Styrktarfélagið Ás, Halldór Ásgeirsson, Karl Guðmundsson, Helgi Þórsson, Guðlaug Mía Eyþórs­dóttir, Edda Guðmundsdóttir, Einar Baldursson, Guðrún Rósalind Jóhanns­dóttir, nemendur af starfsbraut FG, Ingibjörg Sæmundsdóttir, Frida Adrian(a) Martins, Davíð Örn Halldórs son, Kamma Viðarsdóttir og Karl Guð­mundsson. Sýningin stendur til 5 maí en hlé verður á henni yfir kosningar.

Pop up list Popparar munu troða óvænt upp á List án landamæra á víð og dreif um borgina.Öllum er velkomið að taka þátt. Af hverju ekki að troða upp með atriði í strætó eða á uppáhalds kaffihúsinu þínu eða á listasafni eftir langan dag? Kannski hitta ömmu í matsalnum á Grund og leiða hópsöng eða standa á steini fyrir utan IKEA og fara með gamanmál….

Skráðir popparar 2013 eru: Söngsveitin Plútó, Fjöllistakonan Lovísa Lóa, söng­hópurinn Eldgosið úr Gylfaflöt, Valur Geislaskáld, Guðný Guðmundsdóttir þulukona, hljómsveitin Monterey, Rut Ottósdóttir og Sara Riel, kaffi húsa­hópurinn í Diplóma náminu fremur óvæntan kaffigjörning og Auðunn Gestsson sem nýverið gaf út ljóðabók en starf aði lengst af sem blaðasali.

19. apríl, föstudagur

Grösugir strigar

Tími: 13:30 (hálf 2)Þjóðminjasafnið, Suðurgata 101 Reykjavíkwww.thjodminjasafnid.is, www.solheimar.is

Útsaumurinn vex út úr strigum fjög urra listamanna frá Sólheimum og blómstrar. Listamennirnir sem sýna saman útsaums ­verk á torgi Þjóðminjasafnsins eru Erla Björk Sigmundsdóttir, Guðlaug Elísabet Jónatansdóttir, Guðrún Lára Aradóttir og Kristján Ellert Arason. Öll hafa þau sterkan persónulegan stíl sem er mjög greinilegur bæði í túlkun á myndefni sem og ólíkum útsaumsaðferðum.Sýningin stendur til 2. maí og er opin á opnunartíma safnsins.

5

Page 7: List án landamæra 2013

19. apríl, föstudagur

Systralist

María, Sigríður og Hulda Sigurjónsdætur sýna ljósmyndir

Tími: 13:30 (hálf 2)Þjóðminjasafnið, Suðurgatawww.thjodminjasafnid.is

„Við systurnar höfum allar mjög mikinn áhuga á ljósmyndun, þetta er okkar aðal áhugamál. Á sýningunni munum við sýna okkar bestu myndir. Þar á meðal eru myndir sem við tókum af eldgosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010. Við erum fæddar og uppaldar í Mið­Mörk undir Eyjafjöllum.Við erum búnar að vera að sýna myndir frá okkur á Hvolsvelli með ljósmyndahópnum okkar þar sem heitir 860+.“ Sýningin stendur til 2.maí

Endurfæðing

Egill Prunner sýnir á Mokka

15:30 (hálf 4) Mokka, Skólavörðustíg 3a 101 Reykjavíkwww.mokka.is

Sýningin samanstendur af vatnslita­myndum sem Egill málaði í janúar 2013 eftir veikindi sem komu fram í kjölfar mikils álags við eftirvinnslu heimildarmyndar á Spáni 2008. Myndirnar segja frá ákveðinni endur­fæðingu sem Egill kveðst hafa upplifað eftir að hafa lagst inn á geðdeild. Myndirnar er annars vegar hugarórar Egils um veikindi sín og hins vegar náttúrumyndir og landslag. Egill var við nám við fjöltæknideild

Listaháskólans 2002 og við Inter­national Filmschool í London 2001. Egill hefur unnið tvær heimildamyndir á árunum 2003 til 2011 annars vegar ferðaheimildamynd um Tyrkland og heimildamynd um heimsráðstefnu Súfa í Líbíu 2011. Hann hefur haldið ljósmyndasýningu á Gallerí Sævari Karli og segir veikindaferlið hafa skapað nýja vídd í listrænni túlkun sinni og opnað fyrir honum nýja möguleika í listrænu starfi. Sýningin stendur yfir til 25. apríl.

6

Page 8: List án landamæra 2013

20. apríl, laugardagur

Lóðréttar öldur

Helgi Þorgils Friðjónsson og Snorri Ásgeirsson

Tími: 14 (2)Listasalur Mosfellsbæjar, Kjarna 101 Reykjavíkwww.bokmos.is, www.helgi-fridjonsson.com,

Snorri Ásgeirsson og Helgi Þorgils Friðjónsson hittast. Það sem tengir þá á sýningu er t.d. lóðréttar öldur. Ef lína er dregin þvert yfir blað, sýnist það vera sjóndeildarhringur. Snúi maður blaðinu um 90° virðist línan vera eitthvað annað. En þar sem hún er nú þegar staðsett í minninu, er hún lóðréttur sjóndeildarhringur. Hugmyndin er um lestur og skilaboð sem staðsetja okkur í veröldinni. Við erum á rangli um okkar innri og ytri veröld. Oft meira inni, en það greinir það sem liggur utan með tilvist sinni. Yfir okkur er stór himinn. Ský Snorra eru í hnipri og í sama lit og himininn, en greina sig samt frá himninum, en Helga eru eins og líkamspartar eða grjót. Þetta eru lík tilvistarský.Það er samsvörun í lóðréttum öldum og tilvistarskýjum.

Meistarar

Tími: 16 (4)Listamenn, Skúlagötu 32-34101 Reykjavíkwww.listamenn.is

Listamenn gallerí tekur nú þátt í List án landamæra í fyrsta skipti og setur upp sýninguna Meistarar. Sýningin samanstendur af verkum sex listamanna sem hafa mörg verið áberandi á hátíðinni síðastliðin ár. Listamennirnir eru þau Ísak Óli Sævarsson, Guðrún Bergsdóttir, Hermann B. Guðjónsson, Linda Rós Lúðvíksdóttir, Ingi Hrafn Stefánsson og Gígja Thoroddsen. Við opnun sýningarinnar flytur Rut Ottósdóttir nokkur ljóð úr ljóðabók sinni Demants­skær.Sýningin stendur frá 20. apríl til 4. maí og er opin frá 9 til 18 virka daga og frá 12 til 16 á laugardögum.

24. apríl, miðvikudagur

Vefur margbreytileikans

Listaklúbbur LækjarássTími: 14-16 (2-4) Lækjarás, Stjörnugróf 7 www.styrktarfelag.is

Í Stjörnugrófinni halda til þrjár köngu lær á misstórum trjábolum úti í garði. Verkið er unnið af listaklúbbi staðarins með hjálp frá mörgum aðstoðarmönnum og ­konum innan Lækjaráss. Köngulærnar eru unnar úr ólíkum efnivið t.d steinum, flísum, skeljum, bollum og diskum. Einnig verður upplestur úr ljóðabók Auðuns Gestssonar Ljóðin mín þennan sama dag. Sýningin verður opin alla virka daga til 1. maí á milli kl. 9 og 16 (9­4).

7

Page 9: List án landamæra 2013

24. apríl, miðvikudagur

Hug-myndir

Tími: 15:30 (Hálf 4) Mímir, Ofanleiti 2, 3. hæð108 Reykjavík

Þau Elín Sigríður María Ólafsdóttir, Hringur Úlfarsson, Soffía Þorkelsdóttir, Þórdís Erlingsdóttir, Arnbjörg Kristín Magnúsdóttir, Gréta Guðbjörg Zimsen og Hlynur Steinarsson sýna verk sín í húsnæði Mímis. Þau hafa í vetur unnið að list sinni á námskeiðum í málun og í hugmyndasmiðju.

Einnig verður hægt að kynna sér námskeið á vegum Mímis á sama tíma.Sýningin stendur til 8.maí

Lækjarálfar

Tími: 13.30 (hálf 2)Lækur, Hörðuvellir 1, Hafnarfirði

Þar sem fyrirfinnst mikil álfabyggð í Hafnarfirði vildi fólkið í Læk sýna þeim þá virðingu að gera sýningu sem tengist álfum. Þetta er samstarfs­verkefni hóps sem stundar Læk reglu ­lega. Sýningin er staðsett í garð inum í Læk. Álfarnir eru gerður úr niður­söguðum trjástubbum sem búið er að breyta eftir hugmyndaflugi þeirra sem skapa þá. Sýningin er gerð undir leiðsögn Ásu Bjarkar Snorradóttur myndlistarkennara.Á sama tíma verða sýndar olíumyndir eftir Smára Eiríksson og Kristinn Þór Elíasson í listsköpunarherbergi Lækjar.Sýningin stendur til 2. maí.

Metonymi

Tími: 18 (6)Upplýsingamiðstöð Hins hússins,Pósthússtræti 3-5.

Metonymi [ m i ­ t o n ­ u h ­ m e e ] er listsmiðja þar sem 4 bandarískir listamenn og 8 ungmenni með sérþarfir í Reykjavík, mættust og unnu saman. Í smiðjunni var unnin dans­stuttmynd ásamt heimildarmynd um ferlið. Markmið smiðjunnar var að sjá hvort annað, og með sýninni að skilgreina rýmið sem varð til. Smiðjan byggði undir nýjan skilning og leiðir, og fann sér leið með frelsi og ímyndunarafli. Metonymi er röð af myndlíkingum sem notaðar eru til að byggja tungu­mál til þess að miðla. Sóley Stefáns­dóttir semur tónlist í myndina og hönnun fata hönnuðarins Munda. Frekari upplýsingar er að finna á www.metonymi.com.Sýnt verður 20 mínútna brot úr mynd inni sem frumsýnd verður á Íslandi í haust.

8

Page 10: List án landamæra 2013

Söngkeppni Tipp Topp

Tími: Hús opnar kl. 17 (5)Keppni hefst kl. 19 (7)Kjallari Hins hússins,Pósthússtræti 3-5. Athugið að hjólastóla inngangur er um port Hafnarstrætismegin!www.hitthusid.is

Tipp Topp er opið félagsstarf fyrir fólk með fötlun á aldrinum 16­40 ára. Þau halda nú sína árlegu söngkeppni. Þar verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin ásamt ýmsum skemmtilegum aukavinningum fyrir sviðsframkomu og búninga svo eitthvað sé nefnt. Síðasti dagur skráningar í keppnina er föstudagurinn 19. apríl.

25. apríl, fimmtudagur

Stígur að náttúru

Sarka Mrnakova og Georg Hollanders hjá SAGE bjóða þér í ævintýralega þrautabraut á Ingólfstorgi.

Tími: 11-16 (11-4)Ingólfstorg101 Reykjavíkwww.thesagegardens.com

Tímabundinn stígur verður byggður úr náttúrulegum og endurnýttum efnivið á Ingólfstorgi. Stígurinn býður þér að upplifa náttúruleg element í borginni og reynir á ólíka líkamlega hæfileika. Reyndu að halda jafnvægi, klifra, skríða, hoppa eða breyta og búa til nýja slóð úr allskyns efnivið. Á staðnum verða í boði t.d. trjádrumbar, bretti, spýtur og reipi sem skapa ævintýralega upplifun. Gestir eru hvattir til að reyna að feta stíginn og breyta honum í samræmi við smekk þeirra eða getu.

Vorsýning

Tími: 13-17 (1-5)Myndlistaskólinn í ReykjavíkHringbraut 121, 107 Reykjavíkmyndlistaskolinn.is

Sýningin er hluti af vorsýningu Mynd­listaskólans í Reykjavík. Nemendur úr tveimur hópum sem hafa verið við nám í skólanum í vetur sýna. Annar hópurinn hefur verið í fjölbreyttu grunnnámi en hinn unnið að sjálfstæðum verkefnum í vinnu stofu undir handleiðslu kennara. Sýningin er einungis opin þennan dag.

9

Page 11: List án landamæra 2013

25. apríl, fimmtudagur

Karaokekeppni og skemmti–dagskrá Átaks

Tími: 19:30 – 22:30 (hálf 8 – hálf 11)Karaoke Sport Bar, Frakkastíg101 Reykjavíkwww.lesa.is

Átak er kröftugt félag fólks með þroskahömlun. Þau standa fyrir skemmti dagskrá og karaoke keppni á Karaoke Sport Bar. Halli Reynis trúbador kemur fram ásamt Magnúsi Paul Korntop og þeir munu hita upp fyrir karaoke keppni kvöldsins.Skrán ing í keppnina fer fram á [email protected] fyrir 22. apríl.

26. apríl, föstudagur

Umbrot

Tími: 17 (5)Salur ABC, Líf fyrir lífLaugavegur 103101 Reykjavík

Samsýning á verkum tíu listamanna sem leggja stund á listnám hjá Náms flokkum Reykjavíkur. Verkin eru jafn ólík og listamennirnir eru margir og efniviðurinn fjölbreyttur. Birna Gunnarsdóttir, Edith Thorberg Traustadóttir, Jóna Guðfinnsdóttir, María Stange, Hafdís Matthíasdóttir, Haraldur Arnljótsson, Jón Sigurfinnur Ólafsson, Ólöf Marta Sverrisdóttir, Guðmundur Brynjólfsson og Þórdís Vilhjálmsdóttir. Sýningin er opin frá 12­18 virka daga og 12­16 á laugardögum og stendur til 4. maí.

28. apríl, sunnudagur

Ímyndaðu þér náttúruna á götum úti

Sarka Mrnakova og Georg Hollanders hjá SAGE leiða smiðju í Borgarbókasafninu

Tími: 14-16 (2-4)BorgarbókasafniðTryggvagata 15101 Reykjavíkwww.borgarbokasafn.is, www.thesagegardens.com

Hver er uppáhalds staðurinn þinn í nátt úrunni? Hvar finnur þú hugarró, freistar skynfærana eða æfir líkamlega hæfileika þína? Hvar finnst þér gott að hvíla þig eða hreyfa?Hvernig væri að færa slíkt landslag inn í borgina? Kíktu í smiðjuna á Borgar bókasafninu og reyndu að tjá hugmyndir þínar, þarfir og óskir með orðum, teikningum, klippimyndum eða þrívíðum líkönum. Smiðjan ,,Ímyndaðu þér náttúruna á götum úti‘‘ miðar að því að hvetja þig til að fá innblástur úr náttúrunni og móta þína eigin fram­tíða rsýn fyrir útisvæði í borginni með þarfir þínar og væntingar í huga. Á staðnum er hægt að gera eigin teikn­ingar, klippimyndir eða nota opinn efnivið til þess að gera þrívíð líkön.

10

Page 12: List án landamæra 2013

28. apríl, sunnudagur

Ævintýraheimur

Tími: 14-16 (2-4)BorgarbókasafniðTryggvagata 15101 Reykjavíkhttp://www.borgarbokasafn.is, www.deaf.is

Heyrnalausir bjóða í ferðalag um hinn þögla ævintýraheim heyrnarlausra. Sögustund, söngur, táknbækur og SignWiki lifandi orðabók. Myndlist sem er í anda döff menningar.

30. apríl, þriðjudagur

Hasta La Vista

Kvikmyndasýning og umræður í sal 3 í Háskólabíó

Tími: 16 - 19 (4-7)Háskólabíó, Hagatorgi107 Reykjavík

Hasta la Vista (Belgía, 2011, Geoffrey Enthoven) fjallar um þrjá unga menn sem fara í ferðalag til Spánar til að svala áhuga sínum á kynlífi í vændishúsi sem hefur aðgengi fyrir fatlaða. Myndin er byggð á sannri sögu ungs breta sem var gerð skil í BBC­heimildamyndinni For one night only.Frítt er á myndina á meðan húsrúm leyfir.Að lokinni sýningu myndarinnar verða umræður í umsjá Ólafs Snævars Aðalsteinssonar diplómanema við HÍ, Emblu Ágústsdóttur hjá NPA miðstöðinni og Kristínar Björnsdóttur lektors við HÍ.

3.maí, föstudagur

Tjarnarleikhópurinn sýnir Andartak Tími: 17 (5)Iðnó, við Reykjavíkurtjörn101 Reykjavík

Tjarnarhópurinn hefur starfað í tíu ár og verk efnin verið marg vísleg. Hóp urinn semur yfirleitt sjálfur verk sín í ritsmiðjum. Hópurinn ferðast einu sinni til tvisvar á ári og hefur troðið upp bæði á Íslandi og erlendis. Leikverkið Andartak fjallar um ungar manneskjur sem hittast reglu lega á netinu og ræða þar meðal annars jafnrétti og samskipti. Dag einn láta þau verða af því að hittast í alvöru. Hópurinn leggur land undir fót til að kynna sér menn og málefni er varða samskipti og jafnrétti út í heimi. Leikstjórar eru: Guðlaug María Bjarna­dóttir og Guðný María Jónsdóttir. Leikarar sýningarinnar eru: Andri Freyr Hilmarsson, Auðun Gunnarsson, Ásdís Ásgeirsdóttir, Ástrós Yngvadóttir, Edda Sighvatsdóttir, Elín S. M. Ólafsdóttir, Gísli Björns son, Guðmundur Stefán Guðmundsson, Gunnar Þorgrímsson, Halldór Steinn Halldórsson, Halldóra Jónsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Ólafur Snævar Aðalsteinsson, Íris Björk Sveins ­dóttir, Ragnar Smárason, Rut Ottós­dóttir, Sigurgeir Atli Sigmundsson, Þórný Helga Sævarsdóttir.

11

Page 13: List án landamæra 2013

12austurland20. apríl, laugardagur Gaman saman – opið hús Tími: 14 – 16 (2-4)Nesskóli 740 Neskaupstað

Dans – tónlist og myndlist Ólíkir hópar fólks af erlendum og inn­lendum uppruna og á mismunandi aldri leiða saman hæfileika sína í leik og list.

Nátttröllið Leikin stuttmynd nemenda á starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum byggð á þjóðsögunni Nátttröllið.

4. maí, laugardagur

Gaman saman – opið hús Tími: 14 – 16 (2-4)Skólamiðstöðin Fáskrúðsfirði 750 Fáskrúðsfirði

Dans – tónlist og myndlist Ólíkir hópar fólks af erlendum og inn­lendum uppruna og á mismunandi aldri leiða saman hæfileika sína í leik og list.

Nátttröllið Leikin stuttmynd nemenda á starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum byggð á þjóðsögunni Nátttröllið.

10. maí, föstudagur

Frumflutningur á hljóðverki eftir Daníel Björnsson Tími: 18 (6)Félagsheimilið Herðubreið Seyðisfirði 710 Seyðisfjörður

Frumflutningur á hljóðverki Daníels Björnssonar undir handleiðslu lista­mannanna Elvars Más Kjartans sonar og Konrads Korabiewski sem standa að Skálum ­ miðstöð hljóðlistar og tilraunatónlistar á Seyðisfirði.

Page 14: List án landamæra 2013

11. maí, laugardagur

Dagskrá í Sláturhúsinu

Tími: 14 – 17 (2-5)Sláturhúsið - menningarmiðstöð 700 Egilsstaðir

ÁRSTÍÐIRNAR Fjölbreyttar listasmiðjur hafa starfað á Fljótsdalshéraði í vetur þar sem stór þáttur hefur falist í málverkinu og tví­víðri myndsköpun. Unnið hefur verið með ýmsa tækni; svo sem málverk, teikningar og ljósmyndir. Ákveðið var að árstíðirnar yrðu meginviðfangsefni hátíðarinnar í ár.

Listasmiðjurnar voru meðal annars í Menntaskólanum á Egilsstöðum og á vegum Austurbrúar, hjá Stólpa sem stendur fyrir hæfingu og iðju fyrir fatlað fólk og í Ásheimum ­ geðræktar­miðstöð, en þessir hópar hafa allir tekið virkan þátt í hátíðinni síðustu ár. Í framhaldi af því stendur Lóa (Ólöf Björk Bragadóttir), kennari listanemanna, fyrir listasmiðju á vinnustofu sinni í Sláturhúsinu á Egilsstöðum þar sem fólk er hvatt til að koma og virkja sköpunargáfuna. Viðfangsefnið verður skógurinn og vorið á Fljótsdalshéraði. Farið verður í skógarferð til að leita fanga til listsköpunar og verkin verða svo sýnd á hátíðinni 11. maí. Listasmiðjan stendur yfir frá föstudeginum 3. maí ­ sunnudagsins 5. maí.

Nátttröllið Leikin stuttmynd nemenda á starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum út frá þjóðsögunni Nátttröllið. Myndin var að mestu tekin upp í Minjasafni Austur ­lands. Þeir sem standa að gerð myndar ­innar eru kennarar á starfsbraut Mennta ­skólans á Egilsstöðum og nemendur brautarinnar, Matthías Þór Sverrisson, Jónína Bára Benediktsdóttir og Aron Fannar Skarphéðinsson.

13

Bollinn minn Samstarfsverkefni leirlistakonunnar Anne Kampp og Stólpa. Anne renndi mismunandi lagaða bolla eftir þörfum og óskum hvers og eins. Hver einstaklingur skreytti síðan sinn bolla nákvæmlega eins honum datt í hug og útkoman eru skemmtilegir og fjölskrúðugir bollar.

Page 15: List án landamæra 2013

14

Myndlistarsýningar Sýning á landslagsverkum Róberts Jónssonar og Sigrúnar Ragnarsdóttur. Sýning á blýantsteikningum Arons Kale. Myndlistarsýning Stólpa og Ásheima og Menntaskólans á Egilsstöðum. Árstíðirnar eru viðfangsefnið, undir handleiðslu Lóu myndlistarkennara.

Ýmsar sýningar

Leikskólinn Tjarnarskógur hefur í sam starfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands, Stólpa, Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði og Egils staðaskóla unnið að ýmsum sköpunarverkum. Verkin í ár munu tengjast þema hátíðarinnar og er hugmyndavinnan byrjuð. Hvar sköpunarferlið endar mun koma í ljós á sýningunni í maí.Bútasaumssýning á vegum tómstundastarfs á Fljótsdalshéraði, þar hafa margar konur komið saman og saumað ýmis bútasaumsverk undir handleiðslu Ernu Nielsen.

Söngatriði Kór eldri borgara á Fljótsdalshéraði og nemendur leikskólans Tjarnarlands taka vel valin lög undir stjórn Tryggva Hermannssonar.

Tónlistaratriði Flutningur á hljóðverki Daníels Björns­sonar undir handleiðslu listamannanna Elvars Más Kjartanssonar og Konrads Korabiewski. Einnig verða tónlistar atriði frá Tónlistarskólanum í Fellabæ,Tónlistar­skóla Egilsstaða og Hallormsstaða.

Vorkaffi Kvenfélagið Bláklukkur verður með kaffi og meðlæti til sölu á meðan á sýningunni stendur.

Page 16: List án landamæra 2013

8. apríl, mánudagur

Fiðrildi - tákn frelsis og fegurðar, ferðast yfir öll landamæri.

Tími: 10-18 (10-6)Í gluggum Bókabúðar Þórarins Stefánssonar.Garðarsbraut 9, 640 Húsavík

Samsýning nemenda þriggja skóla­stiga: Leikskólinn Grænuvellir, Borgar ­hólsskóli, Framhaldsskólinn á Húsavík. Á sýningunni má sjá fiðrildi úr fjöl-breyttum efnivið.

Sýningin stendur til 13. apríl.

13. apríl, laugardagur Opnunarhátíð á Húsavík Þorgerður Björg Þórðardóttir sýnir í Menningarmiðstöð Þingeyinga

Tími: 14 (2)Stóragarði 17 640 Húsavík

Kynnar á opnun hátíðarinnar eru: Ólafur Karlsson og Sigríður Hauksdóttir

Hátíðin List án Landamæra verður sett á Húsavík. Þorgerður Björg Þórðar dóttir listakona mun afhenda fjölmiðlamanninum Hermanni

Gunnarsyni fyrsta Hemmann sem er gleðigjafi úr leiserskornum mdf plötum. Í tilefni af List án landamæra málaði Gerða fjöldan allan af myndum af Hemma Gunn sem hún fór svo með í Hönnunarverksmiðjuna á Húsavík, til Arnhildar Pálmadóttur arkitekts. Þar var Hemmi Gunn skannaður inn í tölvu og skorinn út með leisergeisla og til varð Hemminn gleðigjafi. Einkasýning Þorgerðar Bjargar Þórðardóttur opnuð, sýndir verða Hemmar. Hermann Gunnarsson fjölmiðlamaður verður með erindi um gleðina Leikhópurinn Suðurskautið mun kynna hlutverk sín í leikritinu Búkollu. Söngatriði með Ásgrími Sigurðssyni og Sigurði Illugasyni. Sýning Þorgerðar stendur til 20. apríl. Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 10­16

15

norðurland

Page 17: List án landamæra 2013

Leikritið Búkolla Tími: 14 (2)Frumsýning Tími: 16 (3)Seinni sýning Samkomuhúsinu Garðarsbraut 22, 640 Húsavík Leikhópurinn Suðurskautið sýnir leik ­ritið Búkollu í leiksstjórn Höllu Rúnar Tryggvadóttur. Sýndar verða tvær sýningar á Húsavík og ein á Akureyri, laugardaginn 27. apríl. Aðgangseyrir 500 kr. á sýningarnar á Húsavík. Leikarar eru: Anna María Bjarnadóttir, Bryndís Edda Benediktsdóttir, Einar Annel Jóns son, Erla Ýr Hansen, Jóna Rún Skarphéðinsdóttir, Krist björn Óskarsson, Lena Kristín Hermanns­dóttir, Rut Guðnýjardóttir, Sylgja Rún Helgadóttir, Þorgerður Björg Þórðar­dóttir, Lindi Sigmundsson, Alda Sig hvats dóttir, Guðrún Sigríður Grétarsdóttir og fleiri gestaleikarar. Tæknimaður: Axel Þórarinsson. Búningar: Guðrún Jónsdóttir.

Tónlistaratriði nemenda Fjölmenntar

Tónlistarflytjendur eru: Birgitta Móna Daníelsdóttir, Sveinn Skarphéðinsson, Grétar Sigtryggsson, Herborg Vilhjálms dóttir, Gunnlaug Óladóttir, Kristjana Larsen, Magnús Jóhannsson, Matthías Ingimarsson, Guðmundur Árni Þorvaldsson, Helgi Jóhannsson,Davíð Brynjólfsson, Birkir Valgeirsson og Pétur S. Jóhannesson.

Leiksýning nemenda Fjölmenntar

Leikhópur Fjölmenntar sýnir leikrit með söngleikjaívafi í leikstjórn Sögu Jónsdóttur með aðstoð frá Önnu Richards. Leikendur eru: Kristín Ólafsdóttir Smith, Nanna Kristín Antonsdóttir, Elma Berglind Stefánsdóttir, Vignir Hauksson, Heiðar Hjalti Bergsson, Jón Óskar Ísleifsson, Pétur S. Jóhannesson, Sveinn Bjarnason, Sölvi Rúnar Víkings son, Anna Ragnarsdóttir og Kristín Björnsdóttir.

27. apríl, laugardagur

Opnunarhátíð á Akureyri Tími: 12 – 14 (12-2)Síðuskóli 600 Akureyri

Jónabandið Sungið og leikið með List án landa­mæra 2013 Jónabandið ásamt Kór Lundarskóla, undir handleiðslu Margrétar Árna dóttur, spila, syngja og hvetja til almenns söngs í Síðu­skóla á Akureyri. Þar verða m.a. flutt lögin Sjálfsbjargarhvöt og Leikið með list án landamæra eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt, syngja og fagna komandi sumri.

1614. apríl, sunnudagur

Page 18: List án landamæra 2013

Leikritið Búkolla Leikhópurinn Suðurskautið frá Húsavík sýnir leikritið Búkollu í leikstjórn Höllu Rúnar Tryggvadóttur. Regnbogi sálarinnar Tími: 14:30 (Hálf 3)Deiglan Listagilinu 600 Akureyri

Sýnd verða verk Geðlistarfélaga s.s. ljóð, málverk, tréverk, og blönduð listsköpun í ýmsu formi. Margir koma að sýningunni og eru verkin því annars vegar afar frumleg og hinsvegar fjölbreytt. Það eru allir hjartanlega velkomnir að koma og skoða. Það er hægt að sjá starfsemi Geðlistar á Facebook undir nafninu Geðlist og fólk er hvatt til að skoða starfsemina og bæta Geðlist við sem vin til að sjá að hverju er verið að vinna hverju sinni. Sýningin stendur til 12. maí.Sýnendur í Deiglunni eru: Atli Viðar Jónsson, Stefán J. Fjólan, Ragnheiður Arna Arnarsdóttir, Sigurður Línberg, Finnur Ingi Erlendsson, Kjartan Benedikts son, Sigmar Jósepsson og Kristófer Örn Sigurðarson.

Kórónuland karla og kvenna Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Atli Viðar Engilbertsson Tími: 15 (3) Salur Myndlistafélagsins í Listagilinu 600 Akureyri „Til baráttu í jafnrétti launa, skilnings og skerðinga.“ Titilverk sýningarinnar er eftir Atla Viðar. Það er kórónuskreytt Ísland og er unnið úr bylgjupappa. Verkinu er ætlað að efla baráttuþrek hvers einstaklings fyrir sjálfsvirðingu sama hver heilsa, vanheilsa eða fötlun einstaklingsins er. Á sýningunni má sjá nýtingu höfundar á fáséðum efnivið. Hann leitast einnig við að vinna úr „verðlausum“ efnum auk þess sem hefðbundin efni neyslusamfélagsins eiga sinn stað í list hans. Atli Viðar er afkastamikill fjöllistamaður sem hefur meðal annars samið tónlist og ritverk. Hann hefur sýnt verk sín víða, þar á meðal á Safnasafninu.

Myndverk Sigrúnar Huldar eru marg­vísleg að gerð og uppbyggingu. Myndir úr dýraríkinu og margskonar húsum eru henni hugleikin. Hún notar jöfnum höndum akrýl, vatnsliti og pastel liti, auk þess að haf í seinni tíð unnið í grafík. Sigrún Huld hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún vann m.a. verkið Kofa köttinn í samvinnu við listamanninn Davíð Örn Halldórsson sem sýnt var í Lista sal Mosfellsbæjar í tengslum við List án landamæra. Sigrún hefur mjög afgerandi og persónulegan stíl og lítur á umhverfið á sinn einstaka hátt, en sjón er sögu ríkari.

17

Page 19: List án landamæra 2013

3. maí, föstudagur

Húsin og vorið Sýning á verkum notenda Skógarlundar, hæfingarstöðvar Tími: 13 (1) Eymundsson, Hafnarstræti 600 Akureyri

Fjölskrúðug híbýli og bjartir litir vorsins verða allsráðandi í gluggum og sýningar vegg Eymundsson á Akureyri. Verk unnin úr pappír og textíl, málun með blandaðri tækni, þæfð ullarverk og útsaumur. Sýnendur eru: Áslaug Ásgeirsdóttir, Áslaug Eva Árnadóttir, Bjarki Tryggva­son, Birkir Valgeirsson, Baldvin Steinn Torfason, Christian Bjarki Rainer, Davíð Brynjólfsson, Esther Berg Grétars­dóttir, Guðmundur Þorvaldsson, Guð mundur Bjarnason, Gunnhildur Aradóttir, Karel Heiðarsson, Kristbjörg H. Jóhannesdóttir, Lára Magnúsdóttir, Pétur Jóhannesson, Skarphéðinn Einars son, Sævar Örn Bergsson. Sýningin stendur til 15. maí.

4. maí, laugardagur

Skari hinn ógurlegi Geðlist afhjúpar útilistaverk Tími: 14 (2)600 Akureyri Skari fæddist við eldgos í undirdjúpum Norðurlandanna árið 1013. Eldur og vatn skópu hinn ógurlega Skara og skreið hann upp úr sprungu við flekamyndun við gosið á milli Ís lands og Svíþjóðar. Skari er grimmt og miskunnar laust eldspúandi hornótt sjávardýr. Hann er tæpir 5 metrar á lengd og kemur á fimmhundruð ára fresti upp til stranda til að minna á tilvist sína. Sjávarvætturinn Skari er hugsmíð Geðlistarhópsins og verður afhent Akureyrarbæ til eignar.

16. maí, fimmtudagur og 17. maí, föstudagur

Opið hús í Skógarlundi - hæfingarstöð

Sýning á fjölbreyttum myndverkum, opið inn á vinnusvæði og búðin opin.

Tími: 9-11 og 13-15.30 ( 1 – hálf 4)Hæfingarstöðin Skógarlundi 600 Akureyri www.hlutverk.is

Fjölbreytt listaverk verða til sýnis og til sölu verður handverk og listmunir. Sýnendur í Borðsal eru: Áslaug Ásgeirs­dóttir, Áslaug Eva Árnadóttir, Bjarki Tryggvason, Birkir Valgeirsson, Baldvin Steinn Torfason, Christian Bjarki Rainer, Davíð Brynjólfsson, Esther Berg Grétars dóttir, Guðmundur Þorvaldsson, Guðmundur Bjarnason, Gunnhildur Ara dóttir, Karel Heiðarsson, Kristbjörg H. Jóhannesdóttir, Lára Magnúsdóttir, Pétur Jóhannesson, Skarphéðinn Einars ­son, Sævar Örn Bergsson. Skógarlundur ­ hæfingarstöð er á Facebook: Hæfingarstöðin við Skógarlund.

18

Page 20: List án landamæra 2013

25. apríl, fimmtudagur - sumardagurinn fyrsti

Geðveikt kaffihús og fleira flott

Félagar í Björginni geðræktarmiðstöð

Tími: 13 – 16 (1-4)Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2Reykjanesbæ

Sjúklegt kaffi, geðveikt meðlæti og truflað handverk í Svarta pakkhúsinu á sumardaginn fyrsta. Undarlegar uppá­komur. Láttu sjá þig – það bætir þitt geð!

Samsýning í Bíósal Duushúsa

Guðrún Bergsdóttir, Sossa, Hrafnhildur Gísladóttir, Amanda Auður Þórarinsdóttir og þjónustunotendur Hæfingarstöðvarinnar

Tími: 13 (1)Bíósalur Duushúsa, Duusgötu 2 – 8Reykjanesbæ Guðrún Bergsdóttir var listamaður Listar án landamæra 2011. Guðrún skapar myndverk sín jafnóðum á útsaums fletinum, en verkin ein kennast af sterkri hrynjandi lita og forma og blæbrigðaríku litrófi. Myndlistarkonurnar Sossa, Amanda Auður Þórarinsdóttir og Hrafnhildur Gísladóttir hafa undan farnar vikur unnið saman að listsköpun. Afraksturinn fáum við að sjá á þessari spennandi sýningu. Á sýningunni er einnig að finna lista verk unnin af þjónustunotendum Hæfingar stöðvar ­innar undir leiðsögn Rutar Ingólfsdóttur. Sýningin stendur til 1. maí. Allir hjartan ­lega velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Hugmynd að veruleika - Strætóskýli

Félagar í Björginni Geðræktar-miðstöð í samstarfi við Fjölsmiðjuna. Leiðbeinandi Guðmundur R. Lúðvíksson, myndlistarmaður. Hin ýmsu strætóskýli í Reykjanesbæ

Strætóskýli gegna bæði merku og göfugu hlutverki í hverju bæjarfélagi. Þau eru í senn skjól og samkomustaður þar sem fólk mætist og ferðast með almenningssamgöngutækinu strætó. Þar gefst fólki færi á að setjast niður, horfa í kringum sig, hugsa í næði eða spjalla við náungann um veðrið eða önnur þjóðþrifamál eða fá fréttir af vinum og kunningjum. Þessum fallegu, hversdagslegu og bráðnauðsynlegu stöðum hefur ekki verið gefinn mikill gaumur hingað til þrátt fyrir mikilvægi sitt. Hvað gerist ef hugmyndaríkt fólk fær tækifæri til að gefa strætóskýlum nýtt líf? Fylgist með þessu spennandi verkefni. Uppákomur verða á tímabilinu 25. – 28. apríl

19

suðurnes

Page 21: List án landamæra 2013

27. apríl, laugardagur og 28. apríl, sunnudagur

Leiksýning samin af Bestu vinum í bænum

Tími: Laugardagur kl. 16 (4) og sunnudagur kl. 16 (4)Frumleikhúsið, Vesturbraut 17 Reykjanesbæ

Leikhópurinn Bestu vinir í bænum setti síðastliðið vor upp sýninguna Brúðkaupsdraumur sem hópurinn samdi sjálfur. Undanfarna mánuði hefur hann unnið með spuna, samið handrit út frá honum og æft til flutnings. Tónlist er óspart notuð í verkinu og þungamiðja leikritsins snýst um tímann. Leikhópurinn samanstendur af áhuga­leikurum bæði með og án fötlunar. Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Henning Emil Magnússon leikstýra. Allir hjartan­lega velkomnir og aðgangur er ókeypis.

selfoss 20

10. maí, föstudagur Samspil – Ull á tré

Tími: 13:30 – 15:30 (Hálf 2 – Hálf 4)Gagnheiði 39 800 Selfosshttp://www.hlutverk.is/adilar/nr/110/ Erum á Facebook

Í samspili manna og dýra geta ótrúlegir hlutir gerst. Ykkur er boðið að koma til okkar og búa til smáhlut úr ull og ýmsu skrauti. Smáhlutirnir verða síðan hengdir á hvítmálað grenitré sem var barrnálahreinsað af hestum. Þetta samfélagsverk, unnið í samspili manna og dýra, verður til sýnis dagana 14.­17. maí 2013, milli klukkan 10 og 16 (10­4).

Page 22: List án landamæra 2013

20. apríl, laugardagur

List og list

Samsýning listamanna á norðanverðum Vestfjörðum Tími: 14-16 ( 2-4) Edinborgarhúsið, Aðalstræti 7 Ísafjörðurwww.edinborg.is, www.facebook.com/edinborgarhusid

Sýningin List og list í Edinborgarhúsinu er samsýning listamanna á svæðinu sem vinna með ýmsa miðla svo sem ljós mynd­un, málverk, teikningar, og skúlp túra. Vestfirðir eru ekki fátækir af tónlistar­mönnum og fáum við að njóta hugljúfra og hressandi tóna á meðan opnunin stendur. List og list stendur til 30. apríl.

27. apríl, laugardagur

Hönnunar -og handverks-markaður Tími: 14 -16 (2-4)Edinborgarhúsið, Aðalstræti 7 Ísafjörðurwww.edinborg.is, www.facebook.com/edinborgarhusid

Hönnunar­ og handverksmarkaður þar sem kennir ýmissa grasa og hægt að finna fallega, skrítna, skemmtilega hluti til að skreyta umhverfi sitt með. Markaðurinn verður þennan eina dag svo það er um að gera að láta sjá sig og kaupa eitthvað fallegt. Edinborg Café verður með sérstakt tilboð á kaffi og köku á 990 kr.

Ísafjörður

21

Page 23: List án landamæra 2013

25. apríl, fimmtudagur

Sýning á verkum þátttakenda listnámskeiða hjá Símenntunar miðstöðinni á Vesturlandi

Tími: 13 – 17 (1-5)Bjarnarbraut 8Borgarnes

Sýningin á sumardaginn fyrsta er af rakstur listnámskeiða hjá Símennt­unarmiðstöðinni á Vesturlandi. Sýn­endur verða m.a. nemendur heilsu og tómstundabrautar sem stundað hafa nám í vetur auk annarra þátt­takenda á leiklistar­, dans­ og mynd­listar námskeiðum. Athugið að sýningin verður aðeins þennan eina dag.

27. apríl, laugardagur og 28. apríl, sunnudagur

Lífið er list

Tími: 12-17 (12 - 5) Hjúkrunarheimilið FellsendiFellsenda í Dölumwww.facebook.com/gallerifellsendi, www.fellsendi.is/

Á sýningunni má finna ýmis verk eftir velflesta íbúa Fellsenda. Má m.a. nefna málverk, ljósmyndir og glervörur. Einstakir fjöllistamenn leynast á Fells­enda og sést það vel á verkum þeirra. Nú þegar njóta mörg verka þeirra auk­inna vinsælda í samfélaginu. Sýningin stendur yfir 27.­28.apríl á sama tíma og Jörfagleði í Búðardal er haldin. Opnunartímar sýningarinnar eru milli kl. 12 og 17 báða dagana.

4. maí, laugardagur

„Hefuru“ málað Akrafjall? Túlkun listamanna á fjallinu. Listasýning með sögulegu ívafi

Tími: 15 (3) Safnasvæðið á Akranesi (í safnaskálanum)Görðum 300 Akranes.www.museum.is

Sýningin fjallar um Akrafjallið þar sem tilgangurinn er að sýna fjölbreytileika listaverka og listamanna sem túlkað hafa fjallið í listsköpun sinni. Sýningin stendur til sunnudagsins 26. maí og er opin alla daga frá 13­17. Sýningarstjóri er Sóley Dögg Guðbjörnsdóttir.Sýningin er styrkt af Menningarráði Vesturlands

borgarnes fellsendi akranes 22

Page 24: List án landamæra 2013

Takk fyrir samvinnuna kæra listafólk, styrktar- og stuðningsaðilar, vinir og velunnarar.

edinbormenningarmiðstöð

g

Minningarsjóður Fjólu og Lilju Ólafsdætra

MENNINGARRÁÐ VESTFJARÐA

TAKK!