10
39 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags M erkingar og þéttleikamat á grjótkrabba við í sland Inngangur Fjölmargar sjávarlífverur hafa borist víðsvegar um heimshöfin með reka- við og öðrum fljótandi hlutum um langan aldur. Í dag er flutningur lífvera milli fjarlægra hafsvæða að mestu leyti af manna völdum, en ekki með náttúrulegum hætti eins og áður var, og hefur stóraukist með umfangsmiklum sjóflutningum á 20. öldinni. 1,2 Þrátt fyrir að hlutfallslegt vægi farleiðanna sé breytilegt bæði í tíma og rúmi er tegundaflutningur með kjölfestu- vatni skipa og á skipskrokkum trú- lega veigamesti þátturinn í flutn- ingi framandi sjávarlífvera í dag. 3,4 Áætlað er að skipafloti heimsins geti flutt hnattrænt á milli 3.000–10.000 tegundir með kjölfestuvatni dag hvern. 5 Mörg dæmi eru um land- nám sem líklega hafa orðið með þessum hætti. 6,7,8 Grjótkrabbinn (Cancer irroratus) er nýr landnemi við strendur Íslands (sjá rammagrein). Tegundin fannst fyrst hér við land árið 2006, 9 en nátt- úruleg útbreiðsla krabbans er við austurströnd Norður-Ameríku, frá Suður Karólínu í suðri til Labrador í norðri. 10 Ísland er eini þekkti fundarstaður krabbans í Evrópu til þessa, en talið er líklegast að teg- undin hafi borist hingað til lands á lirfustigi í kjölfestuvatni skipa. 9 Náttúruleg útbreiðsluaukning er Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er nokkuð stórvaxinn krabbi sem fannst fyrst hér við land árið 2006. Náttúruleg heimkynni krabbans eru við austurströnd Norður-Ameríku, en hann barst að líkindum til Íslands í kjölfestuvatni skipa. Síðan 2006 hefur grjótkrabbinn fundist víða við Vesturland og nýlega einnig við Vestfirði. Sumar og haust árið 2011 beindust rannsóknir einkum að því að kanna staðbundinn þéttleika grjótkrabbans í Faxaflóa og Hvalfirði. Fjallað verður um tvær merkingatilraunir sem annars vegar fóru fram í Hvalfirði um mánaðarmótin maí–júní og hins vegar á Sundunum við Reykjavík í seinnihluta septembermánaðar 2011. Að auki voru sniðtalningar framkvæmdar af köfurum í júlí og október 2011. Við merkingarnar voru notuð hefðbundin tölusett T-merki, en vandkvæði við merkingar á krabbadýrum eru fólgin í því að merkin duga yfirleitt ekki nema að næstu hamskiptum. Merkingarnar gefa því einungis upplýsingar um skammtímafar en þær má einnig nota til að átta sig á stofnstærð. Merktir voru 139 krabbar í Hvalfirði og 1.167 á Sundunum. Endurheimtuhlutfall í gildrur var lágt í báðum tilraununum, en hlutfall kvendýra í afla var nokkuð hátt og voru mörg þeirra með áföst egg í júní. Minna veiddist af öðrum krabbategundum. 1. mynd. Grjótkrabbi með tölusett T-merki. − Rock crab with T-bar anchor tag. Ljósm./Photo: Óskar Sindri Gíslason Óskar Sindri Gíslason, Jónas Páll Jónasson, Jörundur Svavarsson og Halldór Pálmar Halldórsson Náttúrufræðingurinn 83 (1–2), bls. 39–48, 2013 Ritrýnd grein

Merkingar og þéttleika mt a á grjótkrabba við íslandosg3/publications/Gislason et al... · 2014. 11. 7. · Carapax® og stórar og litlar kón ískar) og þær beittar með

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Merkingar og þéttleika mt a á grjótkrabba við íslandosg3/publications/Gislason et al... · 2014. 11. 7. · Carapax® og stórar og litlar kón ískar) og þær beittar með

39

Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags

Merkingar og þétt leika mat á grjótkrabba við ísland

Inngangur

Fjölmargar sjávarlífverur hafa borist víðsvegar um heimshöfin með reka­við og öðrum fljótandi hlutum um langan aldur. Í dag er flutningur líf vera milli fjarlægra hafsvæða að mestu leyti af manna völdum, en ekki með náttúrulegum hætti eins og áður var, og hefur stóraukist með umfangsmiklum sjóflutningum á 20. öldinni.1,2 Þrátt fyrir að hlutfallslegt vægi farleiðanna sé breytilegt bæði í tíma og rúmi er teg undaflutningur með kjölfestu­vatni skipa og á skipskrokkum trú­lega veigamesti þátturinn í flutn­ingi framandi sjávarlífvera í dag.3,4

Áætl að er að skipafloti heimsins geti flutt hnattrænt á milli 3.000–10.000 tegundir með kjölfestuvatni dag hvern.5 Mörg dæmi eru um land­nám sem líklega hafa orðið með þess um hætti.6,7,8

Grjótkrabbinn (Cancer irroratus) er nýr landnemi við strendur Íslands (sjá rammagrein). Tegundin fannst fyrst hér við land árið 2006,9 en nátt­úruleg útbreiðsla krabbans er við austurströnd Norður­Ameríku, frá Suður Karólínu í suðri til Labrador í norðri.10 Ísland er eini þekkti fundarstaður krabbans í Evrópu til þessa, en talið er líklegast að teg­und in hafi borist hingað til lands á lirfustigi í kjölfestuvatni skipa.9 Náttúruleg útbreiðsluaukning er

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er nokkuð stórvaxinn krabbi sem fannst fyrst hér við land árið 2006. Náttúruleg heimkynni krabbans eru við austurströnd Norður­Ameríku, en hann barst að líkindum til Íslands í kjölfestuvatni skipa. Síðan 2006 hefur grjótkrabbinn fundist víða við Vesturland og nýlega einnig við Vestfirði. Sumar og haust árið 2011 beindust rannsóknir einkum að því að kanna staðbundinn þéttleika grjótkrabbans í Faxaflóa og Hvalfirði. Fjallað verður um tvær merkingatilraunir sem annars vegar fóru fram í Hvalfirði um mánaðarmótin maí–júní og hins vegar á Sundunum við Reykjavík í seinnihluta septembermánaðar 2011. Að auki voru sniðtalningar framkvæmdar af köfurum í júlí og október 2011. Við merkingarnar voru notuð hefðbundin tölusett T­merki, en vandkvæði við merkingar á krabbadýrum eru fólgin í því að merkin duga yfirleitt ekki nema að næstu hamskiptum. Merkingarnar gefa því einungis upplýsingar um skammtímafar en þær má einnig nota til að átta sig á stofnstærð. Merktir voru 139 krabbar í Hvalfirði og 1.167 á Sundunum. Endurheimtuhlutfall í gildrur var lágt í báðum tilraununum, en hlutfall kvendýra í afla var nokkuð hátt og voru mörg þeirra með áföst egg í júní. Minna veiddist af öðrum krabbategundum.

1. mynd. Grjótkrabbi með tölusett T-merki. − Rock crab with T-bar anchor tag. Ljósm./Photo: Óskar Sindri Gíslason

Óskar Sindri Gíslason, Jónas Páll Jónasson, Jörundur Svavarsson og Halldór Pálmar Halldórsson

Náttúrufræðingurinn 83 (1–2), bls. 39–48, 2013

Ritrýnd grein

Page 2: Merkingar og þéttleika mt a á grjótkrabba við íslandosg3/publications/Gislason et al... · 2014. 11. 7. · Carapax® og stórar og litlar kón ískar) og þær beittar með

Náttúrufræðingurinn

40

ólíkleg því hafsvæðið milli Íslands og Kanada er of mikil hindrun fyrir tegundina. Bæði er hafsvæðið mun dýpra en þekkt dýptarsvið tegund­ar innar11 og straumáttir eru óhag­stæð ar fyrir lirfurek frá Kanada til Íslands.12

Tilvist kvendýra með egg og mikið magn lirfa í svifi sýnir ótvírætt að krabbinn er farinn að fjölga sér á Íslandsmiðum.9 Miðað við aðrar algengar krabbategundir í Hvalfirði, svo sem bogkrabba (Carcinus maen as) og trjónukrabba (Hyas aran-eus) sem eru í samkeppni við grjót­krabba um fæðu og búsvæði, þá er grjótkrabbinn ráðandi í fjölda, hvort sem litið er til fullorðinna einstakl­inga eða lirfa í svifi.9 Líklegt er að hlýnun sjávar sem varð hér við land undir lok síðustu aldar13 hafi haft töluverð áhrif á útbreiðslu og við­gang krabbans. Það ræðst af því að lirfuþroskunin, sem er hitastigsháð, er takmarkandi þáttur í landnámi krabbans á kaldari hafsvæðum. Lirfuþroskun tekur t.d. um 30 daga við 15°C9 en yfir 50 daga við 10°C.14 Sjávarhiti við Suðvestur­ og Vestur­land15 er nú svipaður og í náttúru­legum heimkynnum krabbans í

N­Ameríku en hámarkshiti er þó nokkuð lægri hér.15,16

Fáar stórvaxnar krabbadýra teg­und ir lifa á botni sjávar á grunn sævi við Ísland. Hér lifa trjónukrabbi og bogkrabbi, sem er líka að finna í vesturheimi, en þar deilir grjótkrabbi búsvæðum einnig með stórum teg­undum eins og ameríska humrinum (Homarus americanus) og spámanns­krabba (Cancer borealis).17 Grjót­krabb inn er veiddur í umtalsverðu magni í Kanada og austanverðum Bandaríkjunum. Upphaflega var grjót krabbinn þó aðeins meðafli á humarveiðum og nýttur sem beita eða sleppt aftur í sjóinn.18 Frá árinu 1974 hafa verið stundaðar atvinnu­

veiðar á honum.19 Veiðum í Kanada er vandlega stýrt því grjótkrabbinn er ennfremur ein helsta fæða amer­íska humarsins.20,21

Lítið er vitað um líffræði og stofn­stærðir eiginlegra krabba (Deca­poda: Brachyura) við Ísland, ef frá eru taldar rannsóknir Sólmundar Tr. Einarssonar22 á trjónukrabba á átt unda áratug 20. aldar. Þá var stofn stærð trjónukrabbans metin og hún áætluð 50 þúsund tonn í Breiða firði og um 30 þúsund tonn í Faxa flóa.22 Líklegt er í ljósi fyrri athugana á grjótkrabba við Ísland að hann sé möguleg nytjategund.9 Auk þess sem frekari rannsóknir á líffræði krabbans eru mikilvægar, er

Landnám grjótkrabba við ÍslandA1: Fyrsti staðfesti fundarstaður krabbans við Ísland var í Hvalfirði í ágúst árið 2006. Pálmi Dungal frístundakafari fann krabba við Grundartanga sem hann kannaðist ekki við að hafa séð áður (þess má geta að Pálmi hefur stundað köfun í Hvalfirði til fjölda ára). Pálmi kom eintakinu til Jörundar Svavarssonar prófessors. Í fyrstu var talið að um töskukrabba (Cancer pagurus) væri að ræða en það er systurtegund grjótkrabbans sem lifir í Evrópu. Sá misskilningur var hins vegar leiðréttur í júlí 2007 þegar krabbinn var réttilega greindur sem grjótkrabbi (Cancer irroratus). Frá 2006 hefur grjótkrabbi veiðst víða í Hvalfirði. L1: Lirfur finnast í fyrsta sinn við Ísland í svifsýnum teknum í Hvalfirði árið 2007. A2: Grjótkrabbar fást í ígulkerjaplóg á nokkrum stöðum við Stykkishólm árið 2008. Stærð einstaklinga 9,9–11,6 cm (munnl. upplýsingar: Gunnar Jensen). Ferða-þjónustufyrirtækið Sæferðir, sem gerir út á skemmtisiglingar á Breiðafjörð á skipi sínu Særúnu, hefur einnig fengið eintök í botnplóg. L2: Árið 2008 finnast grjótkrabbalirfur í svifsýnum í júlí úr Patreksfirði í lágum þéttleika, bæði zoea II og zoea V lirfur. A3: Síðla árs árið 2008 fást nokkrir grjót-krabbar í gildrur í Skerjafirði, þetta er syðsti staðfesti fundarstaður krabbans hér við land. Grjótkrabbi hefur veiðst víða á Sundunum frá 2008. A4: Skeljar nokkurra grjótkrabba finnast reknar á land á Barðaströnd árið 2009 (munnl. upplýsingar: Guðrún Finnbogadóttir, starfsmaður Hafrannsóknastofnunar). A5: Grjótkrabbi veiddur í höfninni á Ólafsvík (munnl. upplýsingar: Erla Björk Örnólfsdóttir, Vör Sjávarrannsóknasetur). A6: Árið 2011 fást grjótkrabbar í tilraunaveiðum við sunnanvert Snæfellsnes. A7: Grjótkrabbi (9,8 cm karldýr) fékkst í rækjutroll í Arnarfirði á 80 m dýpi seinnipart desembermánaðar 2011 en það er nyrsti fundarstaður krabbans til þessa.

2. mynd. Prófaðar voru þrjár gerðir af gildrum við veiðar á grjótkrabba: A. Ferhyrndar Carapax® (0,096 m3). B. Litlar kónískar (0,265 m3). C. Stórar kónískar (0,415 m3). − The three types of traps that were tested to catch rock crab: A. Quadrilateral Carapax® (0.096 m3). B. Small-conical (0.265 m3). C. Large-conical (0.415 m3).

Page 3: Merkingar og þéttleika mt a á grjótkrabba við íslandosg3/publications/Gislason et al... · 2014. 11. 7. · Carapax® og stórar og litlar kón ískar) og þær beittar með

41

Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags

brýnt að meta þéttleika hans, bæði vegna mögulegrar nýtingar og til að fá mynd af hugsanlegum áhrifum hans á lífríki á botni sjávar.

Merkingar og endurheimtur hafa mikið verið notaðar í rannsóknum á stofnstærð lífvera allt frá árinu 1896.23 Þessar aðferðir eru sérstak­lega hentugar við rannsóknir í sjó, því þar eru beinar athuganir oft á tíðum mjög erfiðar. Að auki eru tilrauna­ og atvinnuveiðar sniðnar að því að fanga tiltekna tegund sem hjálpar til við að gera stofnmatið áreiðanlegra. Stofnmat með merk­ing um og endurheimtum hefur tölu vert verið notað við rannsóknir á kröbbum.24­30 Sniðtalningar hafa jafnframt lengi verið notaðar til stofn mats eða allt frá árinu 1939.31 Aðferðina er bæði hægt að nota á láði og í legi og hefur henni verið beitt á fjölda tegunda,30–35 en kostir þess að nota sniðtalningar eru þeir að oft er hægt er að komast yfir nokkuð stór svæði með litlum til­kostnaði, ekki er nauðsynlegt að snerta lífverurnar og annað óháð mat fæst til samanburðar við t.d. merk ingar og endurheimtur.36 Í þessum rannsóknum var leitast við

að leggja grunnmat á stofnstærð grjótkrabba í innanverðum Faxaflóa og í Hvalfirði með ofangreindum aðferðum.

Efni og aðferðir

Veiðar og merkingar

Alls voru þrjár gerðir af gildrum notaðar við veiðar, annars vegar ferhyrndar gildrur með inngöngu­op á sitthvorum enda (Carapax®; H = 30 cm: L = 80 cm: B = 40 cm: rúm mál = 0,096 m3, möskvastærð = 4,8 cm) og hins vegar tvær stærðir af kónískum gildrum með inngönguop ofan á gildru (kónísk­lítil, H = 48 cm: r1 = 54 cm: r2 = 28,5 cm: rúmmál = 0,265 m3: möskva­stærð = 7,0 cm; kónísk­stór, H = 53 cm: r1 = 63,5 cm: r2 = 35 cm: rúm­mál = 0,415 m3: möskvastærð = 7,0 cm) (2. mynd).

Allir veiddir krabbar voru kyn­greind ir, lengdar­ og þyngdarmældir auk þess sem allir grjótkrabbar voru merktir með tölusettu T­merki (T­bar tags). Einu merki var skotið í hvern krabba, aftarlega í skil efri og neðri skjaldar dýranna (3. mynd).

Öllum kröbbum var svo sleppt í um 50 m fjarlægð út frá sniðinu þar sem þeir veiddust. Forathugun fram­kvæmd í eldiskerjum leiddi í ljós að merkingarnar höfðu lítil sem engin áhrif á atferli krabbanna og þeir nærðust allir innan við klukkutíma eftir merkingu. T­merkin héldust vel í kröbbunum en líklegt er að þau tapist við hamskipti.

Grjótkrabbar voru merktir á þrem ur svæðum, annars vegar á tveim ur svæðum í innanverðum Hval firði um mánaðarmótin maí–júní 2011 og hins vegar á einu svæði á Sundunum við Reykjavík í september 2011.

Hvalfjörður í maí og júní 2011Tvö svæði í innanverðum Hvalfirði (M1 og M2) voru valin með tilliti til botngerðar og fyrri veiðireynslu rann sóknaraðila á svæðinu (4. mynd A).9 Á báðum svæðum er fín­kornóttur leir og sandbotn og dýpi á bilinu 10 til 25 m. Merkingar í Hvalfirði fóru fram um borð í Fjólu SH 121 í lok maí og byrjun júní 2011.

Gildrurnar voru lagðar fjórum sinnum og var vitjað á þriggja sólar­hringa fresti. Lagðir voru út fjórir

3. mynd. A. Grjótkrabbar breiddarmældir og merktir með tölusettu T-merki. Karldýr (í miðju) hafa áberandi mjórri afturbol sveigðan undir kvið, en kvendýrin (efst og neðst). B. Tölusettu T-merki skotið í krabbann aftarlega í skilin á milli efri og neðri skjaldar dýranna.

− A. Rock crabs measured and tagged with T-bar anchor tag. Male and two females (above and below the male) are shown. The genders are easily distinguished from each other by the shape of the abdomen. B. Sequentially numbered T-bar anchor tag inserted along the posterolateral margin of the epimeral suture. Ljósm./Photo: Óskar Sindri Gíslason.

Page 4: Merkingar og þéttleika mt a á grjótkrabba við íslandosg3/publications/Gislason et al... · 2014. 11. 7. · Carapax® og stórar og litlar kón ískar) og þær beittar með

Náttúrufræðingurinn

42

strengir á hvoru svæði, 10 gildrur á hverjum streng, 22 m hafðir milli gildra og 200 m milli strengja. Gert var ráð fyrir að gildrurnar veiði krabba allt að 150 m út frá sér á haf út og 100 m í átt að aðliggjandi strönd. Heildarumfang hvors

rann sóknasvæðis fyrir sig var því um 0,42 km2. Allar þrjár gerðir af gildr um voru notaðar (ferhyrndar Carapax® og stórar og litlar kón­ísk ar) og þær beittar með fisk af­skurði (hausar, beinagarðar og slóg) og blöndu af þorski og ufsa.

Sundin við Reykjavík í september 2011Eitt svæði á Sundunum við Reykja­vík (M3) var valið út frá fyrri veiði­reynslu til merkinga (4. mynd B). Merkingar fóru fram um borð í rann sóknabátnum Sæmundi fróða RE í lok september 2011. Krabbar voru veiddir í ferhyrndar Carapax® gildrur. Lagðir voru fjórir strengir með fimm gildrum, 22 m voru hafðir milli gildra, tveir strengir í sniði (50 m á milli enda) og um það bil 200 m á milli sniðanna. Gert var ráð fyrir að gildrurnar veiði krabba allt að 150 m út frá sér á haf út og 100 m í átt að aðliggjandi ströndum. Heildar­umfang rannsóknasvæðisins var því um 0,21 km2. Lagt var fimm sinn um og gildranna vitjað á tveggja sólarhringa fresti. Beitt var með þorski, ufsa, ýsu og sandkola.

Sniðtalning

Þéttleikamat með köfurum var annars vegar framkvæmt í Hvalfirði í júlí og á Sundunum við Reykjavík í október 2011 (5. mynd). Sniðtaln­ing ar voru framkvæmdar á fyrir­fram ákveðnum sniðum. Sniðin voru mæld með því að leggja út spotta með þyngingum (lóðum) og baujum

5. mynd. A. Allt gert klárt fyrir sniðtalningu með köfurum um borð í Sæmundi fróða RE. B. Kafari á upphafsreit sniðsins klár í köfun. C. Sniðið var markað með kaðli sem var sökkt og kafararnir syntu eftir. D. Kafari með grjótkrabba. − A. The team preparing the dive on board the research vessel. B. Scuba diver ready at the starting point. C. The transect marked with a rope on the bottom. D. Diver with a rock crab. Ljósm./Photo: Kjartan Þór Birgisson.

4. mynd. A. Rannsóknasvæðin tvö í Hvalfirði (M1 og M2). Fjórir strengir voru lagðir á hvoru svæði, 10 gildrur á hverjum streng. B. Rannsóknasvæðið á Sundunum við Reykjavík (M3). Fjórir stengir voru lagðir á svæðinu, 5 gildrur á hverjum streng. − A. The two study sites in Hvalfjörður (M1 and M2). Four strings were laid out at each site with 10 traps on each string. B. The study side at Sundin (M3). Four strings were laid out with 5 traps on each string.

Page 5: Merkingar og þéttleika mt a á grjótkrabba við íslandosg3/publications/Gislason et al... · 2014. 11. 7. · Carapax® og stórar og litlar kón ískar) og þær beittar með

43

Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags

á endum út frá rannsókna bátnum Sæmundi fróða. Kafarar syntu síðan eftir sniðunum og töldu krabba á meters bili sitt hvoru megin við spottann og tíndu í neta poka alla þá krabba sem þeir náðu. Krabbarnir voru síðan kyngreindir og lengdar­mældir um borð í Sæmundi fróða.

Hvalfjörður í júlí 2011

Tveir kafarar mátu þéttleika krabba á fyrirfram ákveðnum sniðum á svæði M2 norðan Hvammsvíkur (4. mynd A). Byrjað var á að telja krabba á tveimur 50 m löngum snið um. Þegar í ljós kom hversu hratt talningin gekk, og einnig sökum þess að ekki fundust krabbar á fyrstu sniðunum, voru síðustu þrjú sniðin lengd í 100 m. Samhliða sniðtalningum kafaranna voru gildru veiðar stundaðar til saman­burðar. Fjórir gildrustrengir voru lagðir á sömu snið og kafað var eftir, ferhyrndar Carapax og litlar kón­ískar gildrur voru lagðar til skiptis á strengina. Beitt var með þorski og ufsa. Gildranna var svo vitjað eftir tvo sólarhringa og aflinn kyn­greind ur og lengdarmældur.

Sundin við Reykjavík í október 2011Fjórir kafarar mátu þéttleika á svæð inu þar sem merkingar höfðu farið fram. Alls voru tekin fjögur

snið, 200 m hvert. Ekki voru lagðar gildrur samfara sniðtaln ing um í október.

Þéttleikamat

Við þéttleikamat í merkinga­til raun um var gert ráð fyrir að stofnarnir væru „lokaðir“ (e. closed populations). Það þýðir að yfir merk­ingartímabilið (10–14 dagar) er áætlað að dauði eða brottflutn­ingur/innflutningur á svæðið sé óverulegur.37 Til að meta stofn stærð­ina voru notuð líkön sem má rekja til vinnu Otis o.fl.38 um að skild ar endurteknar merkingar. Líkönin geta innihaldið allt að þrjár breytur sem útskýra líkur á að veiðast innan rannsóknarinnar; tímaháð áhrif (t), misleitni milli hópa (h) og hegðunarleg áhrif (b).39 Í heildina er því um 8 mismunandi líkön að ræða; M0 (enginn breyti leiki), Mt, Mh, Mth, Mb, Mtb, Mbh og Mtbh. Vinnan var unnin í forrit inu R og notaður var tölfræðipakkinn Rcapture.39

Niðurstöður

Merkingar og endurveiðiHvalfjörðurÍ heildina veiddust 174 krabbar í fjórum veiðiferðum í maí og júní, þ.e.

139 grjótkrabbar, 15 bogkrabbar og 20 trjónukrabbar (1. tafla). Alls veiddust 64 krabbar á svæði M1 (30 grjótkrabbar, 15 bogkrabbar og 19 trjónukrabbar). Á svæði M2 veidd­ust alls 120 krabbar (112 grjótkrabbar og 8 trjónukrabbar). Allir grjót­krabb ar sem veiddust voru merktir og þeim sleppt aftur. Af þeim veidd ust 3 einstaklingar aftur (2,2% endurheimtur) á veiðitímabilinu og komu þeir allir af svæði M2. Of fáir grjótkrabbar endurveiddust til að hægt væri að meta þéttleika með töl fræðilíkönum.

Að meðaltali voru grjótkrabbarnir 10,6 cm að skjaldarbreidd, og var stærðardreifing þeirra frá 7,7–15,0 cm. Meðalþyngd grjótkrabba var 179 g, og var þyngdardreif ingin frá 57–487 g. Fram til þessa hafði ekki fengist stærri grjót krabbi en 14,2 cm við Ísland. Þrír toppar virð ast vera í stærðardreifingu karlkyns grjótkrabba, þ.e. einn rétt undir 9 cm, einn rétt undir 12 cm og einn í tæpum 13 cm (6. mynd ), en þetta gæti verið vísbending um árganga. Kvendýr voru í minnihluta í afla, eða um 23,7%. Rúmur helmingur veiddra kvendýra, 17 af 33, var með egg eða eggjaleifar (1. tafla).

Bogkrabbar voru að meðaltali 6,4 cm að skjaldarbreidd, og var stærð ar dreifing þeirra frá 5,1–8,0 cm. Trjónukrabbar voru að meðaltali 8 cm á skjaldarlengd, og var stærðar­dreifingin 5,9–10,2 cm. Eins og hjá grjótkrabbanum voru kvendýr í minnihluta í afla bæði hjá bog­krabba og trjónukrabba (1. tafla).

Sundin við ReykjavíkAlls veiddust 2.237 krabbar í fimm veiðiferðum. Af þeim voru 1.570 grjótkrabbar, 475 bogkrabbar og 192 trjónukrabbar (2. tafla). Af þeim 1.570 grjótkröbbum sem veiddust voru 1.167 merktir og sleppt að lokinni merkingu. Alls veiddust 38 einstaklingar aftur á veiðitímabilinu (3,3% endurheimtur) og veiddist einn einstaklingur tvisvar sinnum. Fjöldi grjótkrabba á athugunar­svæð inu var metinn 25.682 (95 % öryggismörk: 19.282 og 35.510) skv. besta líkani sem tekur tillit til

1. tafla. Heildarafli gildruveiða og fjöldi dreginna gildra í Hvalfirði í maí og júní 2011. − Total catch and number of traps in Hvalfjörður in May and June 2011.

Heildarfjöldi − Total catch

KK − Male

KVK (með egg) − Female (with eggs)

Fjöldi gildra − Number of traps

GrjótkrabbiCancer irroratus

139 106 33 (17) 160

Bogkrabbi Carcinus maenas

15 14 1 160

Trjónukrabbi Hyas araneus

20 16 4 (3) 160

Heildarfjöldi − Total catch

KK − Male

KVK (með egg) − Female (with eggs)

Fjöldi gildra − Number of traps

Grjótkrabbi Cancer irroratus

1.570 1.229 341 (1) 100

Bogkrabbi Carcinus maenas

475 415 60 100

Trjónukrabbi Hyas araneus

192 177 15 (5) 100

2. tafla. Heildarafli gildruveiða og fjöldi dreginna gildra á Sundunum í september 2011. − Total catch and number of traps at Sundin in September 2011.

Page 6: Merkingar og þéttleika mt a á grjótkrabba við íslandosg3/publications/Gislason et al... · 2014. 11. 7. · Carapax® og stórar og litlar kón ískar) og þær beittar með

Náttúrufræðingurinn

44

tímaháðra áhrifa þess að veiðast (Mt). Veiðin var líka breytileg eftir dögum, frá 212 til 402 krabba sem veiddust í fyrsta sinn. Veiðin fylgdi seinkuðum fallaskiptum þar sem mest veiddist um tveimur sólar­hring um eftir háflóð. Þéttleiki grjót­krabba út frá stærð rannsókna­svæð is ins á Sundunum var því metinn vera um 0,12 krabbi á fermetra.

Sem fyrr voru kvendýr í minni­hluta í afla (2. tafla). Hjá grjót­kröbb um var hlutfall kvendýra 21,7%, hjá bogkröbbum 12,6% og trjónukröbbum 7,8%. Einn grjót­krabbi með vel þroskuð egg veiddist og 5 trjónukrabbar með ýmist vel eða lítt þroskuð egg.

Að meðaltali voru grjótkrabbarnir 9,8 cm að skjaldarbreidd, og var stærðardreifing þeirra frá 5,3–13,0 cm. Tveir toppar virðast vera í stærðar dreifingu grjótkrabba (karl­dýr) á Sundunum, þ.e. einn við 9 cm og annar við tæpa 11 cm (6. mynd).

Bogkrabbar voru að meðaltali 6,9 cm að skjaldarbreidd, og var stærð ar ­dreifing þeirra frá 1,9–8,8 cm. Trjónukrabbar voru að meðaltali 8,9 cm á skjaldarlengd, og var stærð­ar dreifingin 4,2–11,5 cm.

SniðtalningarHvalfjörður

Á yfirferð sinni sáu kafararnir ekki krabba á þremur fyrstu og dýpstu sniðunum (14–26 m). Í annarri köfuninni (20 m dýpi) sáust för eftir krabba á botninum. Á grynnstu sniðunum tveimur (7,4 og 8,5 m dýpi) voru um 0,025 og 0,065 grjót­krabbar á hvern fermetra (5 og 13 einstaklingar) og 0,06 og 0,075 trjónu krabbar (12 og 15 einstakl­ingar). Heildaryfirferð kafaranna var um 800 m2. Sniðtalningar kafar­anna endurspegluðu gildruveið­arn ar nokkuð vel þar sem veiði í gildrur jókst til muna þegar nær dró

landi (3. tafla). Nokkuð jöfn kynja­hlutföll fengust við köfun saman­borið við hátt hlutfall karldýra í gildrur (4. tafla).

Sundin við ReykjavíkAðeins sáust 15 krabbar í snið taln­ingunum á Sundunum, þar af einn sundkrabbi (Liocarcinus holsatus). Af þessum 15 kröbbum voru 3 bog­krabb ar, 5 trjónukrabbar og 6 grjót­krabbar, þar af einn merktur (5. tafla). Heildaryfirferð kafaranna var um 1.600 m2.

Samanburður á gildruveiðum og sniðtalningum í Hvalfirði

Með samanburði á fjölda séðra krabba úr sniðtalningum og fjölda veiddra í gildrur er mögulegt að meta áhrifasvæði gildranna með tilliti til veiðanleika. Þó ber að fara varlega í alhæfingar sökum fárra lagna og frekar takmarkaðrar yfir­ferðar kafaranna. Ef gert er ráð fyrir að grjótkrabbar yfir 8 cm að breidd veiðist í gildrurnar, að 8,4 krabbar veiðist að meðaltali í gildru, að allir krabbar innan ákveðins svæðis komi í gildrurnar og ekki sé um tilflutning á kröbbum innan áhrifa svæðisins að ræða, er radíus áhrifa svæðis grjótkrabbans þá ýmist 7,3 eða 13,3 m eftir því hvort af grynnstu köfunarsniðunum er notað (áhrifasvæðið því 168 eða 560 m2). Bil milli gildra var 22 m þannig að skv. þessu gætu áhrifa­svæði gildranna skarast en ekki var reynt að leiðrétta fyrir því hér. Samkvæmt þessum tölum er fjöldi grjótkrabba á 20 m dýpi í

3. tafla. Samanburður á fjölda grjótkrabba eftir dýpi, annars vegar úr gildruveiðum og hins vegar úr sniðtalningum kafara í Hvalfirði í júlí 2011. Fjórir stórir grjótkrabbar sem kafarar sáu en náðu ekki eru taldir með á 7,4 m dýpi. − Number of crabs captured in traps at different depths compared with the number of crabs sampled by divers in Hvalfjörð in July 2011. Four big rock crabs that divers saw but did not catch are added to the total sum at 7.4 m depth.

Dýpi (m) − Depth

Krabbar í gildru (fjöldi gildra) − Crabs in traps (number of traps)

Krabbar í köfun (m2) − Crabs in dive (m2)

7,4 13 (100)

8,5 84 (10) 5 (100)

14 0 (200)

20 17 (5) 0 (200)

26 1 (5) 0 (200)

6. mynd. Stærðardreifing grjótkrabba sem veiddust í gildrur í merkingartilraunum í innanverðum Hvalfirði í lok maí og byrjun júní (a) og á Sundunum við Reykjavík í sept-em ber 2011 (b). Rauðar súlur tákna kvendýr og bláar súlur karldýr. – Size dis t ri bution of rock crabs caught in Hvalfjörður in the end of May and beginning of June (a) and in Sundin in September 2011 (b). Red bars indicate females and blue bars males.

a)

b)

Page 7: Merkingar og þéttleika mt a á grjótkrabba við íslandosg3/publications/Gislason et al... · 2014. 11. 7. · Carapax® og stórar og litlar kón ískar) og þær beittar með

45

Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags

Hvalfirði 0,003 til 0,01 krabbar/m2. Kafararnir hefðu sam kvæmt því átt að sjá 0,15 til 0,5 krabba á yfirferð sinni, en þeir sáu engan.

Ef þéttleiki trjónukrabba er met­inn á sambærilegan hátt og gert ráð fyrir að krabbar yfir 5,7 cm að lengd veiðist (5 og 9 krabbar í köfunar­sniði), er radíus áhrifasvæðisins samkvæmt því 10,4 eða 14,0 m eftir því við hvort köfunarsniðið er miðað (áhrifasvæðið er því 344 eða 620 m2).

Munur milli gildrugerða

Nokkur munur var á fjölda grjót­krabba eftir því hvaða gildrugerð var notuð. Að meðaltali fengust 5,6 grjótkrabbar í ferhyrndu Carapax gildrurnar, en 3,0 í litlu kónísku og 4,2 í stóru kónísku gildrurnar. Ekki var marktækur munur á stærð krabba eftir gildrugerðum.

Umræða og ályktanir

Gildruveiðarnar voru dræmar í maí, júní og júlí í Hvalfirði en góðar á Sundunum í september 2011 (7. mynd). Þetta var rétt eins og við var að búast af fyrri reynslu af rann sóknum á grjótkrabba, en sam­

kvæmt henni eykst veiðin er líður á sumarið og fram á haust, bæði hér lendis og í Kanada.9,40 Sambæri­leg um breytileika í afla á sóknar­einingu (CPUE) hefur verið lýst fyrir Dungeness krabba (Metacarcin- us magister), töskukrabba (Can-cer pagur us) og hjá Evrópuhumri (Homar us gammarus).32,41 Sökum dræmrar veiði snemmsumars var

einungis lagt mat á fjölda krabba á athugunarsvæðinu á Sundunum. Þéttleikinn á Sundunum (0,12 krabbar/m2) er svipaður og Miller30 lagði mat á í sínu athugunarsvæði í þaraskógum við Nova Scotia (0,15 krabbar/m2) en minni (0,5 krabbar/m2) en í eldri rannsóknum nokkuð sunnar við Nova Scotia.24 Meðalafli veiðanlegra krabba (1,63 kg, >10 cm) í hverja dregna gildru á athug unarsvæðinu var lágur samanborið við meðalafla úr atvinnuveiðum í Kanada, en á allra bestu svæðunum þar er aflinn yfir 20 kg í gildru,42 en fer niður í tæp 2 kg á öðrum svæð um.40

Sniðtalningarnar gengu nokkuð hratt fyrir sig og er raunhæft að ætla að tveir kafarar geti hæglega farið yfir 800–1.000 m2 á einum degi, á sambærilegu dýpi og var

Heildarfjöldi − Total catch

KK − Male

KVK (með egg) − Female (with eggs)

Grjótkrabbi Cancer irroratus

6 6 0

Bogkrabbi Carcinus maenas

3 2 1 (1)

Trjónukrabbi Hyas araneus

5 4 1

5. tafla. Heildarafli í köfun á Sundunum í október 2011. − Total catch by divers at Sundin in October 2011.

7. mynd. Góð tveggja sólarhringa veiði í gildru. − A successful catch after two days soak. Ljósm./Photo: Óskar Sindri Gíslason.

4. tafla. Heildarafli úr Hvalfirði í júlí 2011, annars vegar úr gildrum og hins vegar úr handtínslu við köfun. − Total catch in traps (left) and by diving (right) in Hvalfjörður in July 2011.

Heildarfjöldi − Total catch

Gildrur – Traps Köfun – Dive

Fjöldi − Catch

KK − Male

KVK (með egg) − Female (with eggs)

Fjöldi − Catch

KK − Male

KVK (með egg) − Female (with eggs)

Grjótkrabbi Cancer irroratus

115 102 90 12 (3) 13 5 8 (1)

Bogkrabbi Carcinus maenas

0 0 0 0 0 0

Trjónukrabbi Hyas araneus

182 155 120 35 (23) 27 17 10 (3)

Page 8: Merkingar og þéttleika mt a á grjótkrabba við íslandosg3/publications/Gislason et al... · 2014. 11. 7. · Carapax® og stórar og litlar kón ískar) og þær beittar með

Náttúrufræðingurinn

46

í þessum tilraunum. Hinsvegar kom á óvart að kafararnir sáu ekki fleiri grjót krabba í köfuninni á Sundunum við Reykjavík þar sem góður afli fékkst í gildrur á svæðinu. Ástæðurnar gætu legið í því að krabbarnir hafi verið grafnir ofan í botnsetið og því illsjáanlegir. Margar krabbategundir eru taldar virkari á nóttunni en á daginn.43–45 Rannsóknir á grjót krabba hafa þó sýnt fram á mismun andi hegðun hvað þetta varðar, að annað hvort séu þeir virkari á næturnar46 eða með svipaða virkni dag og nótt.45 Það getur reynst erfitt að finna niðurgrafna krabba í óreglulegu botnseti, því oft stendur lítið annað upp úr botninum en augnstilkar og fálmarar. Því gæti næturköfun reynst betri kostur við mat á stofnstærð. Ekki er hægt að útiloka að beitan dragi að krabba utan tilraunasvæðisins, en ólíklegt er að það skýri nema lítinn hluta veiðinnar.

Lágt hlutfall kvendýra er í sam­ræmi við niðurstöður úr fyrri rannsóknum hérlendis9 en hlutfall kvendýra með egg var þó mun hærra í maí og júní en svipað því sem búast mátti við í september. Lág ur veiðanleiki kvendýra með egg er þekktur hjá grjótkrabba, en þegar kvendýrin bera egg láta þau lítið fyrir sér fara og eru að mestu niðurgrafin í botnsetið.11,47 Þetta er einnig þekkt hjá fleiri krabba­teg undum eins og t.d. hjá tösku­krabba.48 Rannsóknir á Dungeness krabbanum hafa jafnframt sýnt að kvendýr með egg hreyfa sig mun hægar og minna en karldýr og kvendýr án eggja og veiðast því síður 49 og nærast einnig minna.50

Betur veiddist í ferhyrndu Cara­pax gildrurnar þrátt fyrir að þær séu þrefalt og fjórfalt minni að rúm máli en litlu og stóru kónísku gildrurnar. Þetta bendir til þess að ferhyrndu gildrurnar henti mun betur til veiða á grjótkrabba en hafa verður í huga að veiðin var frekar dræm þegar samanburðurinn var

gerður sem gæti haft áhrif á niður­stöðurnar.

Miller mat veiðisvæði gildra fyrir bæði grjótkrabba og ameríska humarinn og notaði kafan ir til saman­burðar.30 Stærð veiði svæðis jókst með aukinni líkamsstærð beggja tegundanna og hjá grjótkrabba takmarkaðist það við 51–70 m2/gildru fyrir litla krabba (6–8 cm) og 213–339 m2/gildru fyrir stóra krabba (>8 cm). Áhrifasvæðin voru minni í þaraskógi en á sandbotni.30 Okkar rannsóknir á veiðanleika gildranna eru í ágætu samræmi við rannsóknir Millers en áhrifaríka veiðisvæðið hér var metið vera á bilinu 168–560 m2/gildru. Aðrar rannsóknir á áhrifasvæðum gildra hafa sýnt fram á töluverðan breytileika á milli krabbategunda. Í rannsókn á snjókrabbanum (Chiono ecetes opilio), sem reyndar er frekar stór krabbi, reyndist veiðisvæði gildru vera frá 2.472–5.293 m2/gildru fyrir þétt ­leik ann 0,014 og 0,008 krabba/m2.51 Fyrir límónukrabbann (Cancer por-teri) sem er meðalstór krabbategund, var veiðisvæðið 577 m2/gildru fyrir þéttleikann 0,13 krabba/m2.29

Landnám grjótkrabba við strend ur Íslands virðist hafa gengið hratt fyrir sig frá því tegundin fannst fyrst hér við land árið 2006. Krabbinn er nú orðinn útbreiddur við vestanvert landið, frá sunnan­verðum Faxaflóa og norður á Vestfirði og einstaklingar hérlendis verða svipaðir að stærð og stærstu krabbar við Kanada.52 Þéttleiki á Sund unum er svipaður og í upp­runa legu heimkynnum krabbans, en óvíst er þó enn hvort hann skili arðbærum veiðum. Skilyrði fyrir tegundina virðast því vera ákjósan­leg hér við land hvort sem litið er til hitastigs, búsvæða, fæðu, sam­keppnis tegunda eða afræningja, en óvíst er hver áhrif grjótkrabbans verða á botndýrafánu Íslands.

Vænleg útbreiðslusvæði grjót­krabb ans eru þar sem meðalsjávar­hiti fer yfir 10°C í 50 daga eða meira, til að lirfur nái að klára

þroskaferil sinn.14 Ef slík svæði eru skoðuð við Ísland (Vestmannaeyjar, Flatey og Hjalteyri, >90 dagar yfir 10°C; Hnífsdalur, ~60 dagar rétt um 10°C 15) má ætla að framtíðar útbreiðslusvæði grjótkrabbans geti orðið frá Vestmannaeyjum og vestur með landinu og norður í Eyjafjörð. Hlýnun sjávar við Ísland gæti leitt til enn frekari útbreiðslu við landið. Mikilvægt er að fylgjast með og vakta áfram útbreiðslu tegundar­inn ar, rannsaka betur grunnlíffræði hennar og hugsanleg áhrif á vist­kerfið hér við land og meta mögu­legan veiðistofn.

SummaryTagging and density estimation of the Atlantic rock crab in IcelandThe Atlantic rock crab (Cancer irroratus) was first recorded in Icelandic waters in 2006. In its new habitat competing decapod species are scarce, as only two large crab species are commonly found there, i.e. Hyas araneus and Carcinus maenas. Since first discovered, rock crab has been commonly found, both as adults and larvae, in the southwest­ern and western part of Iceland. During summer and fall of 2011 the first studies on its abund ance using tags and scuba surveys was carried out. At two locations in the bay of Faxaflói, crabs were tagged for recap­ture and subsequ ently abundance was estimated on transects with scuba­di­vers. During the first experiment car­ried out in the beginning of June, only a few crabs were caught and conse­quently a few individuals recaptured. Femal es with eggs were 10% of the catch in June. In September, the catch of commercial sized rock crabs was 1.6 kg per trap and 1,167 crabs were tagged and 38 recaptured. Using mark­recapture analysis the density was esti­mated to be around 0.12 crabs per square meter. Rock crab was the domi­nant species caught on both occasions and during the latter experiment it was in density which could be feasible for future harvest.

Page 9: Merkingar og þéttleika mt a á grjótkrabba við íslandosg3/publications/Gislason et al... · 2014. 11. 7. · Carapax® og stórar og litlar kón ískar) og þær beittar með

47

Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags

Þakkir Við viljum þakka samstarfsaðilum okkar Davíð Frey Jónssyni og áhöfn­inni á Fjólu SH 121, Sigríði Krist insdóttur og Sveini Kára Valdimars syni fyrir margvíslega aðstoð og hjálp við sýnatökur. Kjartani Þór Birgissyni, Hrönn Egilsdóttur, Guðmundi Bjarka Jóhannessyni, Birni Gunnarssyni og Haraldi Einarssyni fyrir að kafa og leita að kröbbum. Verkefnið var styrkt af Vaxtarsamningi Suðurnesja, Rann sóknasjóði Háskóla Íslands og Verk­efnasjóði sjávarútvegsins – deild um samkeppnisrannsóknir.

Heimildir 1. Brickman, D. 2006. Risk assessment model for dispersion of ballast water

organisms in shelf seas. Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sci­ences 63. 2748–2759.

2. Cohen, A.N. & Carlton, J.T. 1998. Accelerating invasion rate in a highly invaded estuary. Science 279. 555–558.

3. Ruiz, G.M., Carlton, J.T., Grosholz, E.D. & Hines, A.H. 1997. Global inva­sions of marine and estuarine habitats by non­indigenous species: Mechanisms, extent, and consequences. American Zoologist. 621–632.

4. Ruiz, G.M., Fofonoff, P.W., Steves, B., Foss, S.F. & Shiba, S.N. 2011. Marine invasion history and vector analysis of California: a hotspot for western North America. Diversity and Distributions 17. 362–373.

5. Carlton, J.T. 1999. The scale and ecological consequences of biological invasions in the world´s oceans. Bls. 195–212 í: Invasive species and biodiversity management Ritstj. Sandlund, O.T., Schei, P.J., & Viken, Å. Kluwer Academic Publishers.

6. Reichert, K. & Beermann, J. 2011. First record of the Atlantic gammarid­ean amphipod Melita nitida Smith, 1873 (Crustacea) from German waters (Kiel Canal). Aquatic Invasions 6. 103–108.

7. Seuront, L. 2005. First record of the calanoid copepod Acartia omorii (Copepoda: Calanoida: Acartiidae) in the southern bight of the North Sea. Journal of Plankton Research 27. 1301–1306.

8. Kerckhof, F. & Cattrijsse, A. 2001. Exotic Cirripedia (Balanomorpha) from buoys off the Belgian coast. Marine Biodiversity 31. 245–254.

9. Óskar Sindri Gíslason 2009. Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas araneus). Ritgerð til meistaraprófs í líffræði. Háskóli Íslands, Reykjavík. 53 bls.

10. Sastry, A.N. 1977. The larval development of the rock crab, Cancer irroratus, under laboratory conditions (Decapoda, Brachyura). Crusta­ceana 32. 155–168.

11. Haefner, P.A. 1976. Distribution, reproduction and moulting of the rock crab, Cancer irroratus Say, 1917, in the mid­Atlantic Bight. Journal of Natural History 10. 377–397.

12. Jakobsen, P.K., Ribergaard, M.H., Quadfasel, D., Schmith, T. & Hughes, C.W. 2003. Near­surface circulation in the northern North Atlantic as inferred from Lagrangian drifters: Variability from the mesoscale to interannual. Journal of Geophysical Research­Oceans 108 (C8), 3251.

13. Ólafur S. Ástþórsson, Ástþór Gíslason & Steingrímur Jónsson. 2007. Climate variability and the Icelandic marine ecosystem. Deep Sea Research Part II: Topical Studies in Oceanography 54. 2456_2477.

14. Johns, D.M. 1981. Physiological­studies on Cancer irroratus larvae.1. Effects of temperature and salinity on survival, development rate and size. Marine Ecology­Progress Series 5. 75–83.

15. Hafrannsóknarstofnunin 2012. Umhverfisgögn/Sjávarhitamælingar við strendur Íslands. Reykjavík. Hafrannsóknarstofnunin. http://www.haf­ro.is/Sjora (skoðað 14.02.2012).

16. DFO 2012. Coastal Shallow Water Temperature Climatology for Atlantic Canada. http://www.mar.dfo­po.gc.ca/science/ocean/coastal_temper­ature/coastal_temperature.html (skoðað 14.02.2012).

17. Bigford, T.E. 1979. Synopsis of biological data on the rock crab, Cancer irroratus Say. NOAA Tech. Rep. NMFS Circ. 426. 26.

18. DFO 2008. Assessment of the rock crab (Cancer irroratus) fishery in the Southern Gulf of St. Lawrence lobster fishing areas (LFA’s) 23, 24, 25, 26A & 26B for 2000 to 2006. DFO Canadian Science Advisory Secretariat Sci­ence advisory Report 2008/022.

19. DFO 1999. Rock crab of the inshore waters of Quebec in 1999. DFO Sci­ence, Stock Status Report C4­02 (2000).

20. Hudon, C. & Lamarche, G. 1989. Niche segregation between American lobster Homarus americanus and rock crab Cancer irroratus. Marine Ecology­Progress Series 52. 155–168.

21. Ojeda, F.P. & Dearborn, J.H. 1991. Feeding ecology of benthic mobile predators ­ experimental analyses of their influence in rocky subtidal communities of the Gulf of Maine. Journal of Experimental Marine Biology and Ecology 149. 13–44.

22. Sólmundur Tr. Einarsson 1988. The distribution and density of the common spider crab (Hyas araneus) in Icelandic waters. ICES 1988 C.M. 1988/K:28, 25.

23. Petersen, C.G.J. 1896. The yearly immigration of young plaice into the Limfjord from the German Sea. Report of the Danish Biological Station (1895) 6. 5–84.

24. Drummond­Davis, N.C., Mann, K.H. & Pottle, R.A. 1982. Some esti­mates of population­density and feeding­habits of the rock crab,

Cancer irroratus, in a kelp bed in Nova­Scotia. Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences 39. 636–639.

25. Bell, M.C., Eaton, D.R., Bannister, R.C.A. & Addison, J.T. 2003. A mark­recapture approach to estimating population density from con­tinuous trapping data: Application to edible crabs, Cancer pagurus, on the east coast of England. Fisheries Research 65. 361–378.

26. Munch­Petersen, S., Sparre, P. & Hoffmann, E. 1982. Abundance of the shore crab, Carcinus maenas (L.), estimated from mark­recapture experi­ments. Dana 2. 97–121.

27. Carroll, J.C. 1982. Seasonal abundance, size composition, and growth of rock crab, Cancer antennarius Stimpson, off central California. Journal of Crustacean Biology 2. 549–561.

28. McPherson, R. 2002. Assessment of T bar anchor tags for marking the Blue Swimmer Crab Portunus pelagicus (L.). Fisheries Research 54. 209–216.

29. Aedo, G. & Arancibia, H. 2003. Estimating attraction areas and effective fishing areas for Chilean lemon crab (Cancer porteri) using traps. Fisher­ies Research 60. 267–272.

30. Miller, R.J. 1989. Catchability of American lobsters (Homarus americanus) and rock crabs (Cancer irroratus) by traps. Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences 46. 1652–1657.

31. Leopold, A. 1933. Game management. xxi +281 bls. Charles Scribner's Sons, New York, London.

32. Taggart, S.J., O'Clair, C.E., Shirley, T.C. & Mondragon, J. 2004. Estimating dungeness crab (Cancer magister) abundance: crab pots and dive tran­sects compared. Fishery Bulletin 102. 488–497.

33. Ronconi, R.A. & Burger, A.E. 2009. Estimating seabird densities from vessel transects: distance sampling and implications for strip transects. Aquatic Biology 4. 297–309.

34. Fulling, G.L., Thorson, P.H. & Rivers, J. 2011. Distribution and Abun­dance Estimates for Cetaceans in the Waters off Guam and the Common­wealth of the Northern Mariana Islands. Pacific Science 65. 321–343.

35. Bovendorp, R.S. & Galetti, M. 2007. Density and population size of mam­mals introduced on a land­bridge island in southeastern Brazil. Biologi­cal Invasions 9. 353–357.

36. Skalski, J., Ryding, K. & Millspaugh, J. 2005. Wildlife demography: analysis of sex, age and count data. 666 bls. Elsevier Academic Press, Amsterdam.

37. Amstrup, S.C., McDonald, T.L. & Manly, B.F.J. 2005. Handbook of cap­ture­recapture analysis. 296 bls. Princeton University Press, Princeton.

38. Otis, D.L., K.P. Burnham, G.C. White, D.R. Anderson. 1978. Statistical inference from capture data on closed animal populations. Wildlife Monographs 62.

39. Baillargeon, S. & Rivest, L.P. 2007. Rcapture: Loglinear models for cap­ture­recapture in R. Journal of Statistical Software 19.

40. DFO 2000. Inshore Gulf of Maine rock crab (Cancer irroratus). DFO Science Stock Status Report C3­67 (2000).

41. Bennett, D.B. 1974. The effects of pot immersion time on catches of crabs, Cancer pagurus L. and lobsters, Homarus gammarus (L.). Journal du Conseil 35. 332–336.

42. DFO 2007. Rock crab of the coastal waters of Quebec in 2006. DFO Cana­dian Science Advisory Secretariat Science advisory Report 2007/033.

43. Skajaa, K., Ferno, A., Lokkeborg, S. & Haugland, E.K. 1998. Basic move­ment pattern and chemo­oriented search towards baited pots in edible crab (Cancer pagurus L.). Hydrobiologia 372. 143–153.

44. Smith, I.P., Collins, K.J. & Jensen, A.C. 2000. Digital electromagnetic telemetry system for studying behaviour of decapod crustaceans. Jour­nal of Experimental Marine Biology and Ecology 247. 209–222.

45. Novak, M. 2004. Diurnal activity in a group of Gulf of Maine decapods. Crustaceana 77. 603–620.

46. Rebach, S. 1987. Entrainment of seasonal and nonseasonal rhythms by the rock crab Cancer irroratus. Journal of Crustacean Biology 7. 581–594.

47. Krouse, J.S. 1972. Some life­history aspects of rock crab, Cancer irroratus, in Gulf of Maine. Journal of the Fisheries Research Board of Canada 29. 1479–1482.

48. Howard, A.E. 1982. The distribution and behaviour of ovigerous edible crabs (Cancer pagurus), and consequent sampling bias. Journal du Con­seil 40. 259–261.

49. Stone, R.P. & O'Clair, C.E. 2002. Behavior of female Dungeness crabs, Cancer magister, in a glacial southeast Alaska estuary: homing, brood­ing­site fidelity, seasonal movements, and habitat use. Journal of Crus­tacean Biology 22. 481–492.

50. Schultz, D.A. & Shirley, T.C. 1997. Feeding, foraging and starvation capability of ovigerous Dungeness crabs in laboratory conditions. Crus­tacean research. 26–37.

51. Miller, R.J. 1975. Density of the commercial spider crab, Chionoecetes opilio, and calibration of effective area fished per trap using bottom photography. Journal of the Fisheries Research Board of Canada 32. 761–768.

52. Robichaud, D.A. & Frail, C. 2006. Development of Jonah crab, Cancer borealis, and rock crab, Cancer irroratus, fisheries in the Bay of Fundy (LFAs 35–38) and off southwest Nova Scotia (LFA 34): from explora­tory to commercial status (1995–2004). Canadian Manuscript Report Fisheries and Aquatic Science 2775. Bls. iii + 48.

Page 10: Merkingar og þéttleika mt a á grjótkrabba við íslandosg3/publications/Gislason et al... · 2014. 11. 7. · Carapax® og stórar og litlar kón ískar) og þær beittar með

Náttúrufræðingurinn

48

um höfundana Óskar Sindri Gíslason (f. 1984) lauk B.S.­prófi í líf fræði

frá Háskóla Íslands árið 2007 og M.S.­prófi í frá sama skóla árið 2010. Sindri starfar sem sérfræð ingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurnesj um í Sandgerði.

Jónas Páll Jónasson (f. 1976) lauk B.S.­prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og M.S.­prófi frá sama skóla árið 2005. Jónas starfar sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

Jörundur Svavarsson (f. 1952) lauk B.S.­prófi frá Háskóla Íslands árið 1977 og 4. árs prófi í líffræði frá sama skóla, Hann lauk M.Sc.­prófi í dýrafræði frá Gautaborgarháskóla árið 1984 og doktorsprófi (fil. dr.) frá sama skóla árið 1987. Jörundur starfar sem prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands.

Halldór Pálmar Halldórsson (f. 1971) lauk B.S.­prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1999, M.S.­prófi árið 2003 og Ph.D. prófi í eiturefnavistfræði árið 2008 frá sama skóla. Halldór er forstöðumaður Rannsókna­seturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum í Sandgerði.

Póst- og netföng höfunda/Authors’ addresses Óskar Sindri GíslasonRannsóknasetur Háskóla Íslands á SuðurnesjumGarðvegi 1IS­245 Sandgerð[email protected]

Jónas Páll JónassonHafrannsóknastofnunSkúlagötu 4IS­101 Reykjaví[email protected]

Jörundur SvavarssonLíf­ og umhverfisvísindadeild Háskóla ÍslandsAragötu 9IS­101 Reykjaví[email protected]

Halldór Pálmar HalldórssonRannsóknasetur Háskóla Íslands á SuðurnesjumGarðvegi 1IS­245 Sandgerð[email protected]