99
MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur Áhrif á íslenska banka og eftirlitsumhverfi Ninja Ýr Gísladóttir Leiðbeinandi Haukur C. Benediktsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2013

MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

MS ritgerð

Fjármál fyrirtækja

Nýjar lausafjárreglur

Áhrif á íslenska banka og eftirlitsumhverfi

Ninja Ýr Gísladóttir

Leiðbeinandi Haukur C. Benediktsson, lektor

Viðskiptafræðideild

Febrúar 2013

Page 2: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

Nýjar lausafjárreglur

Áhrif á íslenska banka og eftirlitsumhverfi

Ninja Ýr Gísladóttir

Lokaverkefni til MS-gráðu í viðskiptafræði

Leiðbeinandi: Haukur C. Benediktsson

Viðskiptafræðideild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Febrúar 2013

Page 3: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

3

Nýjar lausafjárreglur; Áhrif á íslenska banka og eftirlitsumhverfi.

Ritgerð þessi er 30 eininga lokaverkefni til MS prófs við

Viðskiptafræðideild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

© 2013 Ninja Ýr Gísladóttir

Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar.

Prentun: Háskólaprent

Reykjavík, 2013

Page 4: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

3

Formáli

Ritgerð þessi, til 30 ECTS eininga, er lokaverkefni mitt í meistaranámi í fjármálum

fyrirtækja við Háskóla Íslands.

Rannsókn á meistarastigi er bæði flókið og tímafrekt verkefni og vil ég þakka

leiðbeinanda mínum, Hauki C. Benediktssyni lektor við Háskóla Íslands, fyrir góða

leiðsögn, gagnlegar ábendingar og þá þolinmæði sem hann hefur sýnt mér við vinnslu

verkefnisins.

Hugmyndin að lokaverkefninu er tilkomin vegna mikils áhuga höfundar á áhættu- og

fjárstýringu og vilja til að öðlast meiri þekkingu á því sviði. Höfundur leitaði til nokkurra

starfsmanna áhættustýringar Arion banka með viðfangsefnið og kann ég þeim þakkir

fyrir þeirra hugmyndir og vangaveltur.

Indriði Freyr Indriðason, sérfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, fær kærar þakkir fyrir

alla þá aðstoð sem hann veitti mér við vinnslu verkefnisins.

Þá vil ég þakka vinkonu minni Söru Sigurðardóttur og Magnúsi Ó. Ingvarssyni fyrir

yfirlestur ritgerðarinnar.

Að lokum vil ég þakka fjölskyldu minni, þá sérstaklega honum Corin fyrir alla

hvatninguna og þolinmæðina á meðan á ritgerðarsmíðinni stóð. Jafnframt vil ég þakka

honum og samstarfsfólki mínu fyrir þann stuðning sem hefur orðið til þess að ég náði að

ljúka meistaranámi mínu í fjármálum fyrirtækja.

Page 5: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

4

Útdráttur

Þróun fjármálamarkaða á síðustu áratugum hefur aukið flækjustig lausafjáráhættu og

stýringu hennar. Almennt má rekja fall bankanna til lausafjárskorts fremur en vöntunar á

eigin fé, en áður fyrr hafði verið til meira en nóg af lausafé á fjármálamörkuðum, sem

varð til þess að lausafjárstýringu var ekki sinnt eins vel og þörf er á. Á grundvelli

fenginnar reynslu fór Basel-nefndin að vinna að endurbótum á regluverki fyrir banka. Þar

á meðal á að innleiða samræmda mælikvarða á lausafjáráhættu. Þetta er í fyrsta sinn sem

innleiða á samræmdar, alþjóðlegar lausafjárreglur.

Markmið þessarar rannsóknar er ekki að reyna að sanna eða afsanna ákveðnar tilgátur,

heldur einungis að varpa ljósi á hvaða áhrif strangari lausafjárreglur munu hafa á íslenska

banka og eftirlitsumhverfi.

Í rannsókninni var notast við fyrirliggjandi gögn og má þar helst telja árs- og

árshlutareikninga stóru viðskiptabankanna þriggja og fyrirliggjandi rannsóknir á vegum

Basel-nefndarinnar og Evrópska bankaeftirlitsins. Ennfremur eru sagan og fræðin skoðuð

og rýnt er í nýju lausafjárreglurnar samkvæmt Basel og þær viðbætur sem lagðar eru til

fyrir íslenska banka.

Helstu niðurstöður eru þær, að nýjar lausafjárreglur munu setja bönkum miklar

skorður og þurfa íslenskir bankar að aðlaga fjármagnsskipan sína að nýju reglunum.

Bankar sem fjármagna útlán með skammtímainnlánum þurfa að eiga stóra lausafjársjóði.

Nýjar reglur munu með því móti draga úr arðsemi bankanna. Þröng skilgreining á

tryggum lausafjáreignum og umframeftirspurn eftir þeim á alþjóðavísu setur bönkum enn

frekari skorður á fjármögnun þeirra. Þeir þurfa meðal annars að auka hlutfall bundinna

innlána og lengja í tímalengd annarra skuldbindinga. Eftirlitsstofnanir þurfa að bæta

upplýsingaflæði sín á milli og bæta eftirlit bæði með íslensku viðskiptabönkunum og

skuggabankastarfsemi.

Page 6: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

5

Efnisyfirlit

Formáli ....................................................................................................................... 3

Útdráttur ..................................................................................................................... 4

Efnisyfirlit .................................................................................................................. 5

Formúluskrá ............................................................................................................... 8

Myndaskrá ................................................................................................................. 8

Töfluskrá .................................................................................................................... 8

1 Inngangur ............................................................................................................. 9

1.1 Rannsóknaraðferð ....................................................................................... 11

1.2 Takmarkanir á rannsókn ............................................................................. 12

2 Laust fé .............................................................................................................. 13

2.1 Skilgreining á lausafé ................................................................................. 13

2.2 Lausafjárstýring og mikilvægi hennar ........................................................ 13

2.3 Lausafjáráhætta .......................................................................................... 15

2.3.1 Innbyggð lausafjáráhætta .................................................................... 16

2.3.2 Utanaðkomandi lausafjáráhætta .......................................................... 18

2.3.3 Fjármögnunarlausafjáráhætta .............................................................. 19

2.3.4 Eignalausafjáráhætta ........................................................................... 21

2.3.5 Ávöxtun og áhætta .............................................................................. 22

3 Fjármálakerfið ................................................................................................... 24

3.1 Fjármálastöðugleiki .................................................................................... 24

3.2 Fjármálakerfi .............................................................................................. 25

3.3 Bankastarfsemi ........................................................................................... 27

3.3.1 Tegundir bankastarfsemi ..................................................................... 28

3.3.2 Þróun bankastarfsemi .......................................................................... 29

4 Laga- og eftirlitsumhverfi íslenskra fjármálafyrirtækja .................................... 31

4.1 Lagaumhverfi ............................................................................................. 31

Page 7: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

6

4.1.1 Basel-reglur ......................................................................................... 32

4.2 Eftirlitsumhverfi ......................................................................................... 33

4.2.1 Fjármálaeftirlitið ................................................................................. 35

4.2.2 Seðlabanki Íslands .............................................................................. 36

4.3 Lausafjáreftirlit ........................................................................................... 37

4.3.1 Lausafjárhlutföll Seðlabankans ........................................................... 39

4.3.2 Lausafjárhlutföll Fjármálaeftirlits ....................................................... 39

5 Fjármálakreppan ................................................................................................ 41

5.1 Alþjóða fjármálakreppan ............................................................................ 41

5.2 Íslenska bankahrunið .................................................................................. 42

6 Lausafjárstaða .................................................................................................... 44

6.1 Lausafjármunir ........................................................................................... 44

6.1.1 Handbært fé og markaðsverðbréf ........................................................ 44

6.1.2 Viðskiptakröfur ................................................................................... 45

6.1.3 Birgðir ................................................................................................. 46

6.2 Útlán til viðskiptavina ................................................................................ 46

6.3 Fastafjármunir og óefnislegar eignir .......................................................... 46

6.4 Lausafjárstaða íslensku bankanna .............................................................. 47

7 Fjármagnsskipan ................................................................................................ 49

7.1 Fjármögnun ................................................................................................ 49

7.1.1 Skammtímafjármögnun ....................................................................... 50

7.1.2 Langtímafjármögnun ........................................................................... 51

7.1.3 Eigið fé ................................................................................................ 53

7.2 Fjármögnun íslensku bankanna .................................................................. 54

8 Nýjar lausafjárreglur .......................................................................................... 58

8.1 Dodd-Frank löggjöfin ................................................................................. 58

8.1.1 Eigindlegar lausafjárkröfur ................................................................. 59

8.1.2 Megindlegar lausafjárkröfur ............................................................... 60

8.2 Basel III ...................................................................................................... 60

Page 8: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

7

8.2.1 Lausafjárþekja ..................................................................................... 61

8.2.2 Fjármögnunarþekja ............................................................................. 66

8.2.3 Rannsóknir .......................................................................................... 69

8.3 Nýjar lausafjárreglur á Íslandi .................................................................... 75

8.3.1 Einstaka gjaldmiðlar ........................................................................... 75

8.3.2 Lengra tímaband ................................................................................. 76

8.3.3 Gjalddagamisvægisyfirlit .................................................................... 76

8.3.4 Tímalína .............................................................................................. 76

9 Bætt fjármálaeftirlit ........................................................................................... 77

9.1 Fjármálaeftirlit ............................................................................................ 77

9.2 Lausafjáreftirlit ........................................................................................... 79

9.3 Fjármálaeftirlit á milli landa ....................................................................... 80

10 Niðurstöður og umræður ................................................................................ 82

10.1 Áhrif á íslenska banka ................................................................................ 82

10.1.1 Tryggar lausafjáreignir ........................................................................ 82

10.1.2 Fjármögnun ......................................................................................... 84

10.2 Áhrif á íslenskt eftirlitsumhverfi ................................................................ 86

10.2.1 Hlutverk og ábyrgð ............................................................................. 86

10.2.2 Aukið lausafjáreftirlit í kjölfar nýrra reglna ........................................ 86

10.3 Önnur áhrif ................................................................................................. 88

11 Lokaorð .......................................................................................................... 89

Heimildaskrá ............................................................................................................ 90

Page 9: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

8

Formúluskrá

Formúla 8.1. Lausafjárþekja, LCR. .................................................................................. 62

Formúla 8.2. Fjármögnunarþekja, NSFR. ........................................................................ 66

Myndaskrá

Mynd 2.1. Flokkun áhættu. ............................................................................................... 16

Mynd 2.2. Samband auðseljanleika og umfram ávöxtunar. ............................................. 23

Mynd 6.1. Lausafjárstaða móðurfélaga þriggja stærstu viðskiptabankanna .................... 47

Mynd 7.1. Efnahagsreikningar stóru viðskiptabankanna. ................................................ 54

Mynd 7.2. Fjármögnun stóru viðskiptabankanna og vægi innlána. .................................. 55

Mynd 7.3. Eigendur innlána ............................................................................................. 56

Mynd 7.4. Fjármögnun stóru viðskiptabankanna. ............................................................ 56

Mynd 7.5. Skipting fjármögnunar stóru viðskiptabankanna eftir tímalengd. ................... 57

Töfluskrá

Tafla 2.1. Kostir og gallar mismunandi samsetningar auð- og illseljanlegra eigna ......... 23

Tafla 4.1. Sjónarmið eindar- og þjóðhagsvarúðar ............................................................ 34

Tafla 6.1. Lausafjáreignir stærstu viðskiptabankanna. ..................................................... 48

Tafla 8.1. Tryggar lausafjáreignir ..................................................................................... 62

Tafla 8.2. Flokkun og vægi útflæðis ................................................................................. 63

Tafla 8.3. Flokkun og vægi innflæðis ............................................................................... 65

Tafla 8.4. Aðgengileg stöðug fjármögnun og viðkomandi stuðlar ................................... 67

Tafla 8.5. Nauðsynleg stöðug fjármögnun og viðkomandi stuðlar .................................. 68

Tafla 8.6. Niðurstöður rannsókna á lausafjárþekju. .......................................................... 71

Tafla 8.7. Niðurstöður rannsókna á fjármögnunarþekju. .................................................. 73

Page 10: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

9

1 Inngangur

Fjármálakreppan, sem náði hámarki síðla árs 2008, hefur vakið upp fjölmargar

spurningar um regluverk fjármálastofnana og starfsemi þeirra almennt. Fjármálastofnanir

víða um heim standa frammi fyrir miklum endurbótum á reglugerðarumhverfi sínu

(Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2012). Árið 2009 gaf háttsettur vinnuhópur undir

forystu Jacques de Larosiere, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,

skýrslu þar sem settar voru fram tillögur um umbætur á regluverki og eftirliti á

fjármálamörkuðum Evrópu (De Larosiere, 2009). Umræðan um umbætur á

reglugerðarumhverfi fjármálastofnana er mismunandi á milli landa. Í flestum tilvikum er

þó rætt um að hækka þurfi eiginfjár- og lausafjárkröfur. Fjármálakreppan leiddi í ljós að

lágmarkskröfur um eigið fé banka hafi verið of vægar. Ennfremur var skilgreining þess

hvað telst til eiginfjár ekki nógu skýr. Eftir sem áður má rekja fall bankanna almennt til

lausafjárskorts fremur en vöntunar á eigin fé og því ekki síður mikilvægt að setja á

alþjóðlegar lausafjárkröfur eins og að auka eiginfjárkröfur (Bank for International

Settlements [BIS], 2010c; Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2012).

Í kjölfar fjármálakreppunnar fór af stað vinna á vegum Basel-nefndarinnar við að gera

endurbætur á regluverki fyrir banka. Tillögur nefndarinnar voru síðan samþykktar árið

2010 og ganga þær út á það, að styrkja alþjóðlegar reglur um fjármagn og laust fé með

það að markmiði að auka viðnámsþrótt banka. Í grófum dráttum ganga lausafjárkröfurnar

út á það, að krefja banka til að halda meira af lausafjármunum og lengja í tímalengd

fjármögnunar. Nýju lausafjárkröfurnar hafa verið mikið í umræðunni enda slíkar reglur

alveg nýjar af nálinni á alþjóðavísu (BIS, 2010c).

Þrátt fyrir að enn sé unnið að endurbótum á reglugerðarumhverfi hér á landi sem og

erlendis þá hefur á undanförnum rúmlega þremur árum margt áunnist í

enduruppbyggingu og endurskipulagningu fjármálakerfisins hér á landi. Lögum og

reglum hefur verið breytt, samstarf milli Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Ísland hefur

verið styrkt og skipulagi eftirlits hefur verið breytt (Fjármálaeftirlitið, 2012b). Þá eru

nýjar lausafjárreglur í mótun hér á landi og munu þær taka mið af lausafjárviðmiðum

Basel-nefndarinnar og Evrópska bankaeftirlitsins (e. European Banking Authority, EBA).

Lausafjárreglurnar verða þó aðlagaðar íslenskum aðstæðum á þann hátt, að sundurgreina

Page 11: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

10

ákveðnar upplýsingar betur til að fá innsýn t.d. í afléttingu fjármagnshafta (Seðlabanki

Íslands, 2012d).

Ritgerð þessari er ætlað að varpa ljósi á hvaða áhrif nýjar lausafjárreglur munu hafa á

íslenska banka og eftirlitsumhverfi, en engar opinberar rannsóknir hafa verið gerðar á

þessu viðfangsefni hér á landi. Til þeirra rannsókna, sem gerðar hafa verið á þessu

viðfangsefni, má helst telja skýrslu Evrópska bankaeftirlitsins (European Banking

Authority [EBA], 2012c), Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (2011) og Takáts og Villar (2011).

Auk þess fylgjast Basel-nefndin og Evrópska bankaeftirlitið vel með þróun

lausafjárkvaðanna meðal aðildarríkja sinna, en íslensku bankarnir eru ekki þar á meðal

(BIS, 2012a; EBA, 2012a).

Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru hafðar að leiðarljósi og miðast

rannsóknarvinnan við þær:

Hvaða áhrif munu nýjar lausafjárreglur hafa á íslenska viðskiptabanka?

Hvaða áhrif munu nýjar lausafjárreglur hafa á íslenskt eftirlitsumhverfi?

Ritgerðinni er skipt upp í níu meginkafla. Í kafla 2 er farið yfir skilgreiningu á lausafé,

lausafjárstýringu og mikilvægi hennar. Að auki er farið í gegnum lausafjáráhættu og

skýrt stuttlega hvernig flokka megi áhættu fyrirtækja. Ennfremur verður farið yfir

mismunandi tegundir lausafjáráhættu. Að síðustu verður farið yfir samband ávöxtunar og

áhættu.

Kafli 3 fjallar um fjármálakerfið. Í upphafi er hugtakið „fjármálastöðugleiki“

skilgreint. Í framhaldi af því er stuttlega rætt um opin hagkerfi, frjálsar

fjármagnshreyfingar og greint frá þeim áhættum sem fjármagnsflæðinu fylgja. Fjallað

verður um fjármálamarkaði og fjármálastofnanir. Ennfremur verður fjallað um mikilvægi

og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi.

Í kafla 4 er litið á laga- og eftirlitsumhverfi íslenskra fjármálafyrirtækja. Fjallað er um

tilgang laga og reglna um fjármálastarfsemi og stuttlega greint frá þeim lögum sem gilda

um fjármálafyrirtæki. Þá er fjallað um fjármálaeftirlit og hlutverk Fjármálaeftirlitsins og

Seðlabanka Íslands. Að lokum er farið yfir lausafjáreftirlit. Í kafla 5 er greint stuttlega frá

alþjóða fjármálakreppunni, áhrifum hennar á Ísland og íslenska bankahruninu.

Í kafla 6 er fjallað um lausafjárstöðu. Farið er yfir uppsprettu lausafjármagns og

lausafjárstaða íslensku bankanna skoðuð. Kafli 7 fjallar um fjármagnsskipan. Ítarlega er

Page 12: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

11

greint frá leiðum banka til að fjármagna starfsemi sína og farið yfir fjármögnun íslensku

bankanna.

Í kafla 8 er farið yfir nýjar lausafjárreglur. Hefst kaflinn á umfjöllun um Dodd-Frank

bankalöggjöfina. Í framhaldi af því er farið yfir lausafjárviðmið Basel. Ítarlega er greint

frá lausafjárþekju og fjármögnunarþekju og farið yfir rannsóknir. Að síðustu er fjallað

um nýjar lausafjárreglur sem ráðgert er að verði innleiddar á Íslandi á næstu árum. Kafli

9 fjallar um bætt eftirlit. Farið er yfir hvernig bæta þurfi fjármálaeftirlit og ekki síður

lausafjáreftirlit í kjölfar fjármálakreppunnar.

Að lokum verður farið yfir niðurstöður verkefnisins og rannsóknarspurningunum

svarað í kafla 10.

Þess ber að geta að höfundur er starfsmaður á fjármálasviði hjá Arion banka.

Höfundur hefur ennfremur með undirritun ráðningarsamnings hjá Arion banka, heitið

trúnaði um allt það sem hann fær vitneskju um við framkvæmd starfa síns sbr.

þagnarskylduákvæði 59. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Verkefni þetta hefur

því eingöngu verið byggt á opinberum gögnum. Sem starfsmaður Arion banka er erfitt að

fullyrða að höfundur sé hlutlaus og viðhorf hans og afstaða hafi ekki áhrif á niðurstöður.

1.1 Rannsóknaraðferð

Ritgerð þessi, um nýjar lausafjárreglur, er unnin sem könnunarrannsókn (e. exploratory

research). Könnunarrannsóknir eru yfirleitt notaðar við frumrannsóknir og eru góðar til

að fá almenn svör við rannsóknarspurningunni (Zikmund, 2003). Markmið þessarar

rannsóknar er ekki að reyna að sanna eða afsanna ákveðnar tilgátur, heldur einungis að

varpa ljósi á hvaða áhrif nýjar lausafjárreglur munu hafa á íslenska banka og

eftirlitsumhverfi. Helsti galli þessarar rannsóknaraðferðar er sá, að hún veitir oft ekki

afgerandi svör við þeim spurningum sem lagðar eru fram og þar af leiðandi er hvorki

hægt að alhæfa né yfirfæra niðurstöður rannsóknarinnar (Zikmund, 2003).

Rannsóknin var framkvæmd á tímabilinu frá apríl 2012 til upphafs desember 2012,

með hléum þó. Einungis var notast við fyrirliggjandi gögn í rannsókninni. Helst ber að

nefna árs- og árshlutareikninga stóru viðskiptabankanna þriggja. Einnig voru

fyrirliggjandi rannsóknir á vegum Basel-nefndarinnar og Evrópska bankaeftirlitsins

skoðaðar og opinber gögn frá Seðlabanka Íslands.

Page 13: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

12

Árs- og árshlutareikninga viðskiptabankanna var alla að finna á heimasíðum

bankanna, en reikningar bankanna fyrir árin 2009 – 2012, 18 talsins, voru greindir með

tilliti til eftirfarandi:

Eignahlið efnahagsreikninga var rýnd.

Skuldahlið efnahagsreikninga var rýnd.

Skýringar á sundurliðun efnahagsreiknings eftir binditíma voru rýndar.

Kannað var hvort bankar birtu lausafjárhlutföll samkvæmt reglum Seðlabanka

Íslands.

Kannað var hvort bankar birtu lausafjárhlutföll samkvæmt kröfum

Fjármálaeftirlitsins.

Kannað var hvort bankar birtu upplýsingar um sundurliðun lausafjáreigna.

Ef upplýsingar í árs- og árshlutareikningum bankanna voru ekki nógu góðar leitaði

höfundur að gögnum á heimasíðu Seðlabanka Íslands og í áhættuskýrslu Íslandsbanka.

Einnig fékk höfundur upplýsingar um lífeyrissjóðakerfið á heimasíðu Seðlabanka

Íslands.

1.2 Takmarkanir á rannsókn

Það er von höfundar að niðurstöður rannsóknarinnar veiti lesanda innsýn í nýjar

lausafjárreglur og hvaða áhrif þær muni hafa á íslenska viðskiptabanka og

eftirlitsumhverfi. Þess ber þó að geta að enginn bankanna er farinn að birta

lausfjárhlutföllin opinberlega, enda getur sú upplýsingagjöf verið villandi á þessu stigi,

þar sem reglusetningu er ekki lokið. Auk þess eru, að mati höfundar, opinberar

upplýsingar ekki fullnægjandi til að reikna hlutföllin fyrir alla bankana. Þar af leiðandi

kemur ekki fram í þessari rannsókn hvort stóru viðskiptabankarnir þrír séu að uppfylla

reglurnar eða hvernig þeir þurfa nákvæmlega að aðlaga starfsemi sína og

fjármagnsskipan til að uppfylla og viðhalda hlutföllunum.

Rannsóknin sýnir þó í megindráttum hvernig bankarnir þurfa að aðlaga

fjármagnsskipan sína og hvað eftirlitsstofnanir þurfa að gera til þess að nýjar

lausafjárreglur skili tilætluðum árangri. Til að fá meira afgerandi niðurstöðu þarf aðgang

að ítarlegri upplýsingum frá bönkunum.

Page 14: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

13

2 Laust fé

Þróun fjármálamarkaða á síðustu áratugum hefur aukið flækjustig lausafjáráhættu og

stýringu hennar (BIS, 2008). Í þessum kafla verður farið yfir skilgreiningu á lausu fé og

lausafjárstýringu og mikilvægi hennar. Einnig verður farið yfir skilgreiningu og flokkun

á lausafjáráhættu.

2.1 Skilgreining á lausafé

Greiðsluhæfi (e. liquidity) eða seljanleiki er undirstaða hvers fyrirtækis (Banks, 2005).

Með seljanleika er átt við hversu auðvelt er að selja eignir og umbreyta þeim í reiðufé

(Brigham og Houston, 2004). Þegar talað er um laust fé eða lausafé er almennt átt við

reiðufé, ígildi reiðufjár eða aðrar auðseljanlegar eignir. Mikilvægt er að eiga lausafé til að

hægt sé að mæta væntum skuldbindingum auk óvæntra útgjalda vegna eftirfarandi

(Banks, 2005; Horcher, 2006):

Fjármögnunar vegna breytingar á rekstri, til dæmis vegna yfirtöku.

Fjármögnunar á vexti fyrirtækis.

Fjármögnunar verkefnis.

Fjármögnunar rannsóknar- og þróunarkostnaðar.

Óvænts samdráttar í tekjum eða sölu.

Tryggingu fyrir lántöku.

Lausafé gefur til kynna getu fyrirtækis til að fjármagna aukningu í eignum og standa

við skuldbindingar sínar, án þess þó að verða fyrir óviðunandi tapi (BIS, 2008).

Skortur á lausafé getur ekki einungis hindrað daglegan rekstur heldur getur það einnig

aukið líkur á alvarlegum fjárhagsvandræðum. Þar af leiðandi er lausafé ómissandi þáttur í

fjármálastjórnun sem þarf að stýra vandlega (Banks, 2005; Horcher, 2006).

2.2 Lausafjárstýring og mikilvægi hennar

Lausafjárstýring sér um að tryggja aðgang að lausafé verði tímabundinn lausafjárskortur

og að fjárfesta umfram lausafé til skamms tíma á arðsaman hátt (Horcher, 2006). Eðli

lausafjárstýringar fer eftir atvinnugrein. Jafnvel þó allar atvinnugreinar verði að taka mið

af lausafjáráhættu, þurfa sumar þeirra að einbeita sér meira en aðrar að virkri

Page 15: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

14

lausafjárstýringu. Þetta á sérstaklega við um atvinnugreinar sem gegna því hlutverki að

þiggja og útvega lausafé. Sem dæmi gegna fjármálastofnanir í meginatriðum hlutverki

milliliðar með lausafé (Banks, 2005).

Eitt af grundvallaratriðum fyrir rekstrarhæfi sérhvers fjármálafyrirtækis er að geta

fjármagnað aukningu í eignum og standa við skuldbindingar þegar þær falla til. Þess

vegna er stýring á lausafé meðal þýðingarmestu starfsþátta í starfsemi fjármálafyrirtækis

(Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2008). Árangursrík lausafjárstýring aðstoðar fjármálafyrirtæki

við að standa við óvæntar skuldbindingar, þar sem þær stjórnast af ytri þáttum og hegðun

annarra aðila á markaði (BIS, 2008).

Í daglegum rekstri banka er lausafjárstýring yfirleitt framkvæmd á eignahlið

efnahagsreikningsins en einnig er tekist á við stýringu lausafjár á skuldahliðinni. Hafa ber

í huga að nægilegt magn lausafjár fyrir einn banka þarf ekki að vera nægilegt fyrir aðra

banka. Ennfremur getur nægilegt magn lausafjár fyrir einn banka sveiflast eftir þörf

viðkomandi banka fyrir handbært fé á hverjum tíma. Það fer eftir stöðugleika innlána og

mögulegri skyndiaukningu útlána, hversu miklu lausafé og auðseljanlegum eignum

bankar þurfa á að halda. Ef innlánagrunnur banka er að mestu leyti byggður á litlum og

öruggum innlánsreikningum er lausafjárþörf þeirra tiltölulega lítil. Ein leið til að gera

innlán örugg eða stöðug er að setja á bindingu af einhverju tagi. Aftur á móti verður

lausafjárþörfin mun meiri ef stór hluti lánasafnsins samanstendur af langtímalánum og ef

bankar eru háðir ákveðnum skammtímafjármögnunarleiðum. Yfirleitt er lausafjárþörfin

ákvörðuð útfrá gjalddagamisvægi sem samanstendur af væntu innflæði og útflæði fyrir

ákveðin tímabil. Að horfa á mismun innflæðis og útflæðis á hverjum tíma er ágætur

upphafspunktur, þegar meta á umfram lausafjármagn eða lausafjárskort viðkomandi

banka fyrir komandi tímabil (Van Greuning og Brajovic-Bratanovic, 2009).

Þegar búið er að ákvarða lausafjárþörfina þurfa bankar að ákveða hvernig eigi að

uppfylla þá þörf. Bankar geta aukið lausafé í gegnum eignastýringu, skuldastýringu eða

samsetningu hvors tveggja. Í raun geta bankar mætt lausafjárþörf sinni með því að selja

auðseljanlegar og/eða seljanlegar eignir eða með því að selja illseljanlegri eignir líkt og

umfram fastafjármuni eða aðrar fjárfestingar. Á skuldahliðinni er hægt að mæta

lausafjárþörfinni með því að auka skammtímalántökur og með skammtímainnlánum, með

því að lengja í gjalddaga skulda eða með því að auka eigið fé (Van Greuning og

Brajovic-Bratanovic, 2009).

Page 16: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

15

Mikilvægur liður í traustri lausafjárstýringu eru dugmiklir stjórnarhættir sem felur í

sér að bæði stjórnarmenn og framkvæmdastjórn hafi yfirsýn yfir lausafjárstýringu. Með

traustri lausafjárstýringu er hægt að draga úr líkum á alvarlegum áföllum. Hafa ber í huga

að þýðing lausafjárstýringar er ekki eingöngu bundin við einstök fjármálafyrirtæki, því

áfall hjá einu fjármálafyrirtæki getur haft kerfisbundnar afleiðingar í för með sér og haft

áhrif á stöðugleika fjármálakerfisins í heild (BIS, 2008; Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2008).

Almennt séð hafa fjármálafyrirtæki mestu þörfina fyrir daglega lausafjárstýringu þar sem

þau búa við mestu lausafjáráhættuna (Banks, 2005).

2.3 Lausafjáráhætta

Áhætta, er fylgir rekstri fyrirtækja, getur verið með ýmsum hætti og getur flokkun hennar

verið einstaklingsbundin. En gróft á litið má flokka heildaráhættu fyrirtækja í tvennt.

Rekstraráhættu annars vegar og fjármálaáhættu hins vegar. Undir fjármálaáhættu má

ennfremur flokka lausafjáráhættu (Banks, 2005; Horcher, 2006).

Umbreyting skammtímainnlána í langtíma útlán gerir bankastarfsemi í eðli sínu

viðkvæma fyrir lausafjáráhættu, en lausafjáráhætta er ein af helstu áhættum í starfsemi

banka (BIS, 2008; Horcher, 2006). Lausafjáráhætta er sú áhætta að fyriræki hafi ekki

nægilegt fjármagn til að mæta skammtíma skuldbindingum sínum. Ennfremur má

skilgreina lausafjáráhættu banka sem tap eða fórnarkostnað vegna hærri lántökukostnaðar

og skorts á fé til arðbærra viðskipta (Guðmundur Magnússon, 2006; Horcher, 2006). Þess

ber að geta að framboð lauss fjár á markaði getur breyst snögglega og hefur það áhrif á

alla markaði. Ef framboð lauss fjár minnkar getur það gert alla fjármögnun erfiðari og

kostnaðarsamari (Horcher, 2006).

Fjármálafyrirtæki bjóða uppá fjárfestingar-, fjármála- og áhættustýringarþjónustu, en

slíkri starfsemi fylgir lausafjáráhætta. Flestar fjármálastofnanir gegna frekar hlutverki

umbjóðanda (e. principal) en umboðsmanns (e. agent) sem hefur bein áhrif á

lausafjárstöðu þeirra. Sem dæmi þess má nefna að bankar taka við innlánum og nota þau

síðan til að veita lán eða til að fjárfesta í verðbréfum. Vilji innstæðueigandi aftur á móti

taka út pening er bankinn skuldbundinn til að greiða fjárhæðina til baka með stuttum

fyrirvara. En þar sem afar ólíklegt verður að teljast að útlán falli á gjalddaga á sama tíma

verður bankinn að hafa aðgang að lausafé til að greiða innstæðueigandanum til baka. Í

eðli sínu er lausafjáráhætta hættan á fjárhagslegu tapi sem hlýst af því að reyna að tryggja

Page 17: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

16

það reiðufé sem nauðsynlegt er fyrir áframhaldandi rekstrarhæfi fyrirtækis (Banks,

2005).

Í grófum dráttum má flokka lausafjáráhættu í innbyggða lausafjáráhættu (e.

endogenous liquidity risk) og utanaðkomandi lausafjáráhættu (e. exogenous liquidity

risk). Ennfremur má flokka lausafjáráhættu í fjármögnunarlausafjáráhættu (e. funding

liquidity risk) og eignalausafjáráhættu (e. asset liquidity risk) (Banks, 2005). Á mynd 2.1.

má sjá á myndrænan hátt hvernig flokka má lausafjáráhættu.

Mynd 2.1. Flokkun áhættu (Heimild: Banks, 2005).

2.3.1 Innbyggð lausafjáráhætta

Lausafjáráhætta afmarkast að einhverju leyti við fjármálastofnun, fjárhagsstöðu þess og

umfang rekstrar. Sú lausafjáráhætta fjármálastofnana, sem hvorki kemur til vegna áhrifa

frá ytra umhverfi né hefur áhrif á ytra umhverfi, nefnist innbyggð lausafjáráhætta. Slíkri

áhættu geta fjármálastofnanir stýrt innan veggja stofnunarinnar. Innbyggð lausafjáráhætta

getur komið til vegna ýmissa þátta. Helstu þættir sem hafa áhrif á lausafjáráhættu eru

eftirfarandi (Banks, 2005):

Rekstraráhætta.

Útlánaáhætta.

Page 18: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

17

Markaðsáhætta.

Orðsporsáhætta.

Lagaáhætta.

Rekstraráhætta getur haft áhrif á sjóðstreymi og þar með leitt til lausafjárvanda.

Fyrirtæki, sem eru skynsamlega rekin, eru yfirleitt með einhvers konar varúðar-

fjármögnun til staðar til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á lausafjárvanda. Dæmi

um slíka fjármögnun geta verið tryggingar eða fjármagn sem lagt hefur verið til hliðar og

hægt er að ganga á verði lausafjárskortur. Jafnvel þótt slík fjármögnun sé til staðar getur

aðgangur að því fé dregist eða þá að ekki sé um nægilegt fjármagn að ræða til að leysa úr

vandanum. Séu fyrirtæki aftur á móti ekki með neina slíka varúðarfjármögnun til staðar

áður en til lausafjárskorts kemur geta fyrirtæki þurft að takast á við enn harkalegri

lausafjárvanda en ella (Banks, 2005).

Útlánaáhætta getur leitt til lausafjárvanda ef mótaðili stendur ekki við skuldbindingar

sínar. Það kallast mótaðilaáhætta þegar mótaðili stendur ekki við gerða samninga eða

dregur að uppfylla þá. Aftur á móti kallast það vanskilaáhætta þegar mótaðili er ófær um

að endurgreiða samningsaðila t.d. vegna gjaldþrots (Banks, 2005; Horcher 2006).

Markaðsáhætta getur orsakað tap á veltu- og fjárfestingabók sem ennfremur orsakar

tap í sjóðstreymi. Þetta hefur þó aðallega áhrif á þau fyrirtæki sem færa eignir og skuldir

á gangvirði (Banks, 2005).

Orðsporsáhætta er skilgreind sem hættan á tapi vegna neikvæðrar ímyndar í huga

viðskiptavina, mótaðila, hluthafa, fjárfesta eða stjórnvalda. Neikvæð ímynd getur leitt til

þess að fyrirtæki geta misst viðskiptavini og þar með tekjur. Alvarlegur skaði á orðspori

getur ennfremur takmarkað aðgengi að fjármögnun (Banks, 2005; Íslandsbanki, 2012a).

Lagaáhættu má skilgreina sem refsiaðgerðir og málaferli eða annars konar lögsóknir,

sem geta einnig ýtt undir lausafjárvanda með þeim hætti að það getur skaðað orðspor

fyrirtækis, sem ennfremur getur orsakað eða aukið lausafjárvanda. Einnig þurfa fyrirtæki

að nota fé sem annars væri hægt að nýta til að draga úr lausafjárvanda, til að greiða

þóknanir og/eða skaðabætur (Banks, 2005).

Lausafjáráhætta getur aukist gífurlega ef fleiri en einn ofangreindra þátta falla til á

sama tíma (Banks, 2005).

Page 19: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

18

2.3.2 Utanaðkomandi lausafjáráhætta

Í sumum tilfellum getur lausafjáráhætta haft áhrif á margar fjármálastofnanir í einu. Slík

áhætta nefnist utanaðkomandi lausafjáráhætta. Slíkri áhættu geta fjármálastofnanir ekki

stýrt einar og sér. Þess ber þó að geta að einstök fjármálastofnun getur haft mikil áhrif á

þá lausafjáráhættu sem skapast í fjármálakerfinu. Ytri þættir eins og markaðsröskun,

árferðislausafjárþurrð, fjármagnshöft eða frysting lána eru allt þættir sem geta leikið stórt

hlutverk í lausafjáráhættu tiltekinna fyrirtækja og/eða atvinnugreina. Þrátt fyrir virka

markaði og milliliði, framsækin reiknilíkön, afnám samkeppnishafta, heilbrigða

samkeppni og eftirlit stjórnvalda er ekki hægt að tryggja fullkominn stöðugleika á

markaði. Að því sögðu er mikilvægt að hafa áhrif utanaðkomandi þátta ávallt í huga.

Þetta á sérstaklega við þegar hagkerfið er í niðursveiflu, en niðursveifla getur bæði aukið

innri og utanaðkomandi lausafjáráhættu (Banks, 2005). Sú lausafjáráhætta sem kemur til

vegna utanaðkomandi áhrifa nefnist kerfislausafjáráhætta (e. Systematic liquidity risk)

eða einfaldlega kerfisáhætta (e. Systematic risk) (Banks, 2005; Horcher, 2006).

Kerfisáhætta (e. Systematic risk) er skilgreind sem tveir tengdir þættir. Annars vegar

heildaráhætta, sem er breytileg yfir tíma og hins vegar netkerfisáhætta, sem er breytileg

yfir stofnanir. Heildaráhætta myndast yfir tíma og birtist í sveifluaukandi útlána- og

lausafjársveiflu og tengist hún vaxandi veikleikum á eigna- og skuldahlið bankanna

(Seðlabanki Íslands, 2011a). Vandamál vegna kerfisáhættu breiðast hratt um

fjármálakerfið og til raunhagkerfisins eftir tveimur leiðum, vogun (greiðsluhæfi) og

tímamisræmi (lausafé). Í uppsveiflu hafa bankar tilhneigingu til að taka of mikla áhættu

en eru síðan áhættufælnir í niðursveiflu. Þetta birtist sem sveifluaukandi þróun vogunar

og tímamisræmis í fjármálakerfinu. Þessi sveifla getur meðal annars leitt til þess að

bankar verða of háðir ákveðnum fjármögnunarleiðum (Seðlabanki Íslands, 2011b).

Netkerfisáhætta tengist smitáhrifum vegna annarra aðila í fjármálakerfinu. Hún felur í

sér að þegar misbrestur verður í stóru fjármálafyrirtæki getur það haft keðjuverkandi

áhrif á fleiri fjármálafyrirtæki og fjármálakerfið í heild sinni hvort sem um ræðir

innanlands eða á alþjóðavísu (Horcher, 2006; Seðlabanki Íslands, 2011a). Einstök

fjármálafyrirtæki eru ekki líkleg til að taka nægilegt tillit til smitáhrifa vegna aðgerða

annarra fjármálafyrirtækja eða áhrifa aðgerða annarra fjármálafyrirtækja á eigin

efnahagsreikning. Áhætta í fjármálakerfinu er því ekki rétt greind og þar af leiðandi er

ekki brugðist við henni sem skyldi. Allir bera áhættuna en hins vegar er ekkert einstakt

Page 20: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

19

fjármálafyrirtæki líklegt til að bregðast við henni eða draga úr henni (Seðlabanki Íslands,

2011b).

Fjármálakreppan leiddi í ljós að kerfisáhætta getur ógnað stöðugleika fjármálakerfis

verulega en mikið vantaði upp á að tekist væri á við hana á skipulegan hátt (Seðlabanki

Íslands, 2011b). Með auknum viðskiptum með erlendan gjaldeyri og verðbréfaviðskipti

eykst laust fé í umferð en við það eykst einnig kerfisáhætta (Horcher, 2006). Ef áhættan

er tengd og smitáhrifin sterk getur of mikil kerfisáhætta leitt til mikillar hræðslu sem

síðar leiðir til þess að bankar geta fallið hver á eftir öðrum. Af þeim sökum er eðlilegt að

miða markmið og fyrirkomulag fjármálaeftirlits við svo veigamikla áhættu (Seðlabanki

Íslands, 2011a). Til að bregðast við kerfisáhættu er meginhugmyndin sú að alþjóðlegir

staðlar og reglur snúi að því að draga markvisst úr kerfisáhættu (Seðlabanki Íslands,

2011b).

2.3.3 Fjármögnunarlausafjáráhætta

Lausafjáráhætta banka getur hvort tveggja myndast í gegnum skulda- og eignahlið

efnahagsreikningsins. Lausafjáráhætta sem myndast í gegnum skuldahlið

efnahagsreiknings fyrirtækja nefnist fjármögnunarlausafjáráhætta eða einfaldlega

fjármögnunaráhætta (Banks, 2005). Skilgreina má þá áhættu sem tap eða fórnarkostnað

vegna vandkvæða við að nálgast óveðtryggða fjármögnun á ásættanlegum kjörum til að

standa við væntar og óvæntar skuldbindingar (BIS, 2008). Bæði ytri og innri þættir geta

haft áhrif á aðgang banka að fjármagni. Dæmi um innri þætti er þegar bankar geta ekki

fengið fjármögnun vegna lélegs lánshæfis. Þegar um ytri þætti er að ræða eru það

markaðsaðstæður sem geta stjórnað því hversu miklu fjármagni hver og einn hefur

aðgang að á hverjum tíma (Banks, 2005).

Óvænt lausafjárþörf er þungamiðja fjármögnunaráhættu. Að jafnaði er auðvelt fyrir

fyrirtæki að mæta þekktum skuldbindingum þar sem þau hafa þegar gert ráð fyrir þeim í

áætlunum sínum. Aftur á móti getur reynst erfitt að takast á við óvæntar skuldbindingar

þó svo að fyrirtæki leggi til hliðar ákveðið fjármagn til að mæta slíkum skuldbindingum.

Nánast öll fyrirtæki standa frammi fyrir því að einhver hluti greiðsluflæðis þeirra er

ófyrirsjáanlegur. Eftir því sem óvissan er meiri því meiri er fjármögnunaráhættan. Jafnvel

þótt hægt sé að mæta óvæntum skuldbindingum að einhverju leyti með því að halda uppi

varasjóði eða hafa aðgang að opnum lánalínum, þá er erfitt að meta það fyrirfram hvort

slíkar aðgerðir séu á endanum fullnægjandi. Óhætt er að segja, að mikil óvissa ríkir um

Page 21: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

20

greiðsluflæði banka vegna þeirrar þjónustu sem þeir bjóða og þeirra fjármögnunarleiða

sem þeir kjósa (Banks, 2005).

Bankar fjármagna starfsemi sína að stórum hluta með innlánum. Innlánseigendur geta

yfirleitt tekið út sitt sparifé þegar þeim hentar. Þar af leiðandi er afar erfitt að meta

greiðsluflæði slíkra innlána (Van Greuning og Brajovic-Batanovic, 2009). Af þeim

sökum verða bankar að greina á milli samningsbundins binditíma (e. contractual

maturity) og raunhæfs binditíma (e. behavioral maturity) skulda sinna. Samningsbundinn

binditími er hinn raunverulegi binditími skulda, það er að hann segir til um fyrstu

mögulegu tímasetningu sem kalla má eftir greiðslu skuldarinnar. Raunhæfur binditími

skulda segir aftur á móti til um hvenær endurgreiðslu skulda verður krafist í raun og veru

og geta innri jafnt sem ytri þættir haft áhrif á það. Í raun segir raunhæfur binditími meira

til um tímalengd skuldar fremur en samningsbundinn binditími, sérstaklega hvað óbundin

innlán varðar. Eigendur óbundinna innlána geta tekið þau út strax frá fyrsta degi

innlagnar, en innlánseigendur geyma innlán sín almennt lengur en það og hafa yfirleitt

ekki í hyggju að taka þau út nema mikið liggi við. Í þessu tilfelli gefur raunhæfur

binditími til kynna að skuldbindingar banka geta verið til mjög langs tíma. Þessu er hins

vegar öfugt farið hvað fasteignalán varðar þar sem samningsbundinn binditími upp á 10

til 30 ár getur haft raunhæfan binditíma upp á þrjú til fimm ár vegna sölu fasteigna eða

endurfjármögnunar. Þar af leiðandi getur það reynst flókið ferli að áætla framtíðar

greiðsluflæði og fjármögnun (Banks, 2005).

Góður upphafspunktur við mat á lausafjáráhættu er að meta uppbyggingu og tegund

innlánagrunns. Upplýsingar sem þarf til að framkvæma slíkt mat eru eftirfarandi (Van

Greuning og Brajovic-Bratanovic, 2009):

Tegund innlána: Taka skal fram þær tegundir innlánsreikninga sem í boði eru

ásamt fjölda innlánsreikninga og eftirstöðvar þeirra. Slíkar upplýsingar er best að

sýna í lista sem sýnir tegund innlánsreikninga eins og sparnaðarreikninga eða

tékkareikninga og bundna innlánsreikninga eftir binditíma. Einnig skal flokka

innlánsreikninga eftir eigendum þeirra, eins og fyrirtæki og einstaklingar þar sem

hver tegund innlánseigenda hefur ákveðið hegðunarmynstur. Að lokum ætti

einnig að fylgja slíkum upplýsingum sundurliðun eftir binditíma, gjaldmiðli og

vaxtakjörum.

Page 22: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

21

Samþjöppun innlána: Við mat lausafjáráhættu ætti einnig að líta til

sundurliðunar fyrir alla viðskiptavini sem eiga innlán sem nema alls yfir ákveðið

hlutfall af heildar eignum.

2.3.4 Eignalausafjáráhætta

Almennt þegar talað er um lausafjáráhættu er yfirleitt átt við fjármögnunaráhættu eða þá

lausafjáráhættu sem á sér stað á skuldahlið efnahagsreikningsins. En bankar geta einnig

átt við lausafjárerfiðleika að stríða sem myndast í gegnum eignahlið

efnahagsreikningsins. Sú áhætta nefnist eignalausafjáráhætta eða markaðsáhætta þar sem

hún tengist markaðsvirði eignasafnsins. Skilgreina má þá áhættu sem hættu á tapi sem

hlýst af því að ekki er hægt að breyta eignum í reiðufé án þess að hafa áhrif á verð þeirra,

til að standast skuldbindingar með skömmum fyrirvara (Banks, 2005; Nikolaou, 2009).

Ennfremur skilgreinir Basel-nefndin markaðsáhættu sem hættu á tapi sem hlýst af því að

ekki er hægt að breyta eignum í reiðufé á markaðsvirði sökum ófullnægjandi dýpt

markaðar eða markaðsröskunar (BIS, 2008). Fyrirtæki sem hefur yfir miklu handbæru fé

að ráða, hefur fullnægjandi aðgang að fjármögnun og þarf ekki að selja eignir til að losa

um reiðufé stendur ekki frammi fyrir markaðsáhættu. Það er ekki fyrr en fyrirtæki hafa

hvorki nóg reiðufé né aðgang að fjármögnun, eða hún reynist of dýr, sem markaðsáhætta

kemur til sögunnar. Þá þurfa fyrirtæki að selja eignir til að fjármagna reksturinn, en mikil

óvissa getur verið um verð eigna. Þetta undirstrikar það að nauðsynlegt er fyrir fyrirtæki

að eiga ákveðið magn af auðseljanlegum eignum til að mæta óvæntum skuldbindingum.

Það er þó yfirleitt ekki fyrr en reiðufé eða ytri fjármögnun duga ekki til sem farið er í það

að selja eignir, þar sem þær geta meðal annars skapað framtíðar greiðsluflæði. Eignir

fyrirtækja eru því mikilvægt tæki til að nota við stýringu á lausafjáráhættu (Banks, 2005).

Bankar geta einnig upplifað lausafjárerfiðleika á eignahliðinni sökum mikilla og óvæntra

vanskila á útlánum bankans. Einnig eru dæmi þess að bankar veita lánalínur sem þeir

telja ólíklegt að aðilar eigi eftir að draga á eða nýta sér, en komi til skyndilegrar

efnahagslægðar má teljast líklegt að fyrirtæki með lánalínur við banka muni draga á þær,

sem ennfremur getur ýtt undir lausafjárvanda banka (Heffernan, 2005).

Þrátt fyrir að virk lausafjárstýring sé til staðar í fyrirtækjum þá getur markaðsáhætta

komið til vegna ytri þátta eins og markaðshæfi, samþjöppunar og verðlagningu eigna.

Sem dæmi um það má nefna að fyrirtæki geta talið kröfur eða skuldabréf nýmarkaðsríkja

vera markaðshæf en sökum erfiðleika í hagkerfinu eða fjármálakerfinu getur eftirspurn

eftir slíkum eignum horfið (Banks, 2005).

Page 23: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

22

Í sjálfu sér er áhætta ekki slæm og ekki víst að hún verði að veruleika en engu að síður

er mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera meðvituð um þá áhættu sem til staðar er í

fjármálakerfinu. Í því samhengi þarf einnig að horfa til fórnarkostnaðar milli áhættu og

ávöxtunar (Banks, 2005; Seðlabanki Íslands, 2011b).

2.3.5 Ávöxtun og áhætta

Til að minnka líkur á fjármálaáföllum er mikilvægt að fyrirtæki séu með auðseljanlegar

eignir í eignasafni sínu. Aftur á móti er ekki hagstætt fyrir fyrirtæki að vera einungis með

auðseljanlegar eignir því slíkar eignir bera lægri ávöxtun en eignir sem eru illseljanlegri.

Ávöxtun á auðseljanlegum eignum er lægri vegna þess að seljanleikaálagið (e. liquidity

premium) er lægra en á illseljanlegri eignum (Banks, 2005).

Hafa ber í huga að fyrirtækjarekstri fylgir áhætta og þeir fjárfestar, sem leggja til

fjármagn, krefjast samsvarandi ávöxtunar. Fyrirtæki sem einungis eru með auðseljanlegar

eignir eiga vissulega mun auðveldara með að mæta öllum skammtímaskuldbindingum

sínum en með því móti geta þau ekki hámarkað virði hluthafa. Kostnaður fyrirtækis við

að viðhalda góðri lausafjárstöðu felst meðal annars í lægri ávöxtun á eignahlið

efnahagsreikningsins og hærri fjármögnunarkostnaðar á skuldahlið hans. Til að tryggja

óheftan aðgang að lausafjármagni, t.d. með opnum lánalínum, þarf að greiða háar

þóknanir. Haldi fyrirtæki aftur á móti lítið af auðseljanlegum eignum eru þau líklegri til

að lenda í lausafjárþurrð. Á þetta hafa meðal annars Cipollini og Fiordelisi (2012) og

Demirgüç-Kunt og Huizinga (2004) bent í rannsóknum sínum. Þar af leiðandi getur það

reynst afar flókið að ákveða hversu mikið af auðseljanlegum eignum á að halda sé það

markmið stjórnenda að hámarka virði fyrirtækis og á sama tíma koma í veg fyrir

lausafjárþurrð. Með þessu sannast að til að halda góðu jafnvægi milli auðseljanlegra og

illseljanlegri eigna og skila fullnægjandi ávöxtun til hluthafa þarf að viðhalda stöðugri

lausafjárstýringu (Banks, 2005).

Tafla 2.1. sýnir kosti og galla fyrirtækja eftir því hversu mikið af auðseljanlegum

eignum þau halda. Á mynd 2.2. má sjá samband milli auðseljanleika og umfram

ávöxtunar, en umfram ávöxtun er ávöxtun yfir áhættulausum vöxtum (Bodie, Kane og

Marcus, 2009).

Page 24: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

23

Tafla 2.1. Kostir og gallar mismunandi samsetningar auð- og illseljanlegra eigna (Heimild: Banks,

2005).

Mynd 2.2. Samband auðseljanleika og umfram ávöxtunar (Heimild: Banks, 2005).

Fjármálafyrirtæki þurfa, meira en aðrar atvinnugreinar, stöðugt að takast á við

fórnarkostnað ávöxtunar og áhættu. Á meðan fjármálafyrirtæki eru meðvituð um þörfina

fyrir nægt lausafjármagn þá kappkosta þau að halda lausafjárstöðu sinni í lágmarki til að

hámarka arðsemi þeirra. Bankar treysta verulega á skammtímafjármögnun í gegnum

millibankamarkaði og veltiinnlán til að fjármagna útlánastarfsemi þeirra. Slíkar

fjármögnunarleiðir eru hins vegar afar óstöðugar, sérstaklega við erfiðar

markaðsaðstæður. Aftur á móti er það kostnaðarsamt fyrir banka að lengja í tímalengdum

skulda til að jafna þær við eignir bankans, því fjármögnun til lengri tíma er dýrari en

skammtímafjármögnun. Kostnaðurinn minnkar vaxtamun, dregur úr hagnaði og lækkar

virði bankans (Banks, 2005).

KostirEngin hætta á

lausafjárþurrðSanngjörn ávöxtun Hærri ávöxtun

Gallar Lægri ávöxtunMöguleg hætta á

lausafjárþurrð

Miklar líkur á

lausafjárþurrð

Einungis auðseljanlegar

eignir

Auðseljanlegar og

illseljanlegar eignir

Einungis illseljanlegar

eignir

Auðseljanleiki

Umfram ávöxtun

Page 25: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

24

3 Fjármálakerfið

Í nútíma hagkerfi er fjármálakerfi nauðsynlegt fyrir ráðstöfun verðmæta. Í þessum kafla

verður fjallað um íslenska fjármálakerfið og þær hættur sem fylgja litlum opnum

hagkerfum. Þá verður fjallað um bankastarfsemi og þróun hennar á Íslandi. En fyrst

verður farið í skilgreiningu á fjármálastöðugleika.

3.1 Fjármálastöðugleiki

Heilbrigt fjármálakerfi er nauðsynleg forsenda hagstæðrar framvindu í efnahagsmálum

og virkrar stefnu í peningamálum. Eitt meginhlutverka Seðlabanka Íslands er að stuðla að

öryggi fjármálakerfisins, þ.e. að tryggja fjármálastöðugleika (Seðlabanki Íslands, e.d.a).

Í fjármálastöðugleika felst að fjármálakerfið geti staðist áföll í efnahagslífi og á

fjármálamörkuðum, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti

(Seðlabanki Íslands, 2012a). Talað er um fjármálaáfall eða fjármálakreppu þegar truflun

eða skyndileg breyting á starfsemi fjármálafyrirtækja eða markaða hefur neikvæð áhrif á

efnahagsþróun. Afdrifaríkustu fjármálakreppurnar eru bankakreppur og gjaldeyriskreppur

(Seðlabanki Íslands, e.d.a). Það að einn banki lendi í vandræðum þarf ekki að þýða

vandamál fyrir fjármálakerfið í heild. Hins vegar getur það skapað mikla erfiðleika fyrir

fjármálakerfið ef fall eins banka leiðir til almennrar bankakreppu (Seðlabanki Íslands,

2011b). Ennfremur skilgreinir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kerfislæga bankakreppu sem

kreppu þegar fyrirtæki og bankastofnanir í ríki lenda í fjölda gjaldþrota og

fjármálastofnanir og önnur fyrirtæki standa frammi fyrir verulegum vanda við að efna

skuldbindingar sínar á tilsettum tíma. Stundum hefst kreppa með áhlaupi á innstæður þótt

yfirleitt séu fjármálaáföll komin til vegna þess að almennt verður ljóst að kerfislega

mikilvægar bankastofnanir eru í vanda staddar (Laeven og Valencia, 2008).

Seðlabanki Íslands leitast við að stuðla að fjármálastöðugleika með því að fylgjast vel

með þjóðhagslegu umhverfi og fjármálamörkuðum, fjármálastofnunum og

greiðslukerfum. Í stað þess að fylgjast fyrst og fremst með stöðu einstakra

fjármálastofnana er lögð áhersla á þætti sem kynnu að fela í sér hættu fyrir fjármálakerfið

í heild sinni. Seðlabankinn fylgist ekki eingöngu með þróun fjármálakerfisins hér á landi

heldur einnig erlendis. Hann fylgist jafnframt með styrk fjármálakerfis og áhrifum

efnahagslegra þátta á kerfið í heild sinni. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitlið eiga með sér

Page 26: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

25

samstarf til að stuðla að traustum undirstöðum og heilbrigði fjármálakerfisins

(Seðlabanki Íslands, e.d.a).

3.2 Fjármálakerfi

Hagfræðingar eru nánast undantekningarlaust þeirrar skoðunar, að opin hagkerfi séu af

hinu góða. Auk þess er algeng skoðun innan hagfræðinnar að lítil opin hagkerfi lúti að

einhverju leyti öðrum lögmálum en stærri hagkerfi. Segja má að Ísland sé mjög lítið opið

hagkerfi (Stiglitz, 2001; Þorvarður Tjörvi Ólafsson, 2006). Löngum hafa verið skiptar

skoðanir á því hvort rétt sé að leyfa hömlulausa fjármagnsflutninga á milli landa. Í

alþjóðlegu rekstrarumhverfi fyrirtækja í dag er nauðsynlegt að geta flutt fjármagn milli

landa óhindrað. Segja má að frjálsar fjármagnshreyfingar stuðli að auknum hagvexti með

þeim hætti, að auðvelda fjármagni að rata á þá staði þar sem það gæti skilað mestum arði

(Henry, 2006). Þrátt fyrir að frjálsar fjármagnshreyfingar milli landa auki

verðmætasköpun og velferð, getur áhætta fylgt fjármagnsflæðinu. Má þar einkum nefna

þrenns konar áhættu (Seðlabanki Íslands, 2012b):

Sveiflukenndar fjármagnshreyfingar.

Gjaldmiðlamisvægi.

Gjalddagamisræmi.

Með sveiflukenndum fjármagnshreyfingum er átt við það þegar miklu innstreymi

fjármagns fylgir skyndilega mikið útstreymi fjármagns. Óhóflegt innstreymi fjármagns

magnar oft uppsveiflu þar sem miklu innstreymi fylgir hækkun eignaverðs og gengis,

aukinn kaupmáttur, vaxandi innflutningur, aukinn viðskiptahalli og erlend skuldasöfnun.

Þessu tímabili lýkur þó oft með miklu útstreymi sem leiðir til gengisfalls, lækkunar

eignaverðs og rýrnunar eiginfjár, lækkunar kaupmáttar, vanskila og gjaldþrota. Snörp

umskipti af þessu tagi geta magnað eða jafnvel valdið þjóðhagslegum samdrætti

(Seðlabanki Íslands, 2012b). Enn fremur benti Stiglitz (2001) á það í grein sinni að flæði

skammtímafjármagns geti leitt til sveiflna í hagkerfinu sem komi misjafnlega niður á

einstökum fyrirtækjum og geirum og geti valdið miklum skaða ef flæðið snýst

skyndilega.

Gjaldmiðlamisvægi í efnahagsreikningum felur í sér að eignir og skuldir hreyfast

ekki saman með gengi gjaldmiðla. Það myndast þegar lántökur í einum gjaldmiðli eru

nýttar til að fjármagna kaup eigna í öðrum gjaldmiðli (Seðlabanki Íslands, 2012b). Lítil

Page 27: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

26

opin hagkerfi flytja venjulega inn stærri hluta sinna neysluvara en stærri hagkerfi, þar

sem erfiðara er fyrir þau að vera sjálfum sér næg um vörur og þjónustu. Þess vegna

skiptir gengi gjaldmiðla miklu máli fyrir slík hagkerfi. Sveiflur gjaldmiðils hafa því

víðtækari áhrif á efnahagslífið í litlum opnum hagkerfum, líkt og á Íslandi, en í stærri

hagkerfum (Berument, Togay og Sahin, 2011; Þorvarður Tjörvi Ólafsson, 2006).

Gjalddagamisræmi (e. maturity mismatch) myndast þegar eignir eru fjármagnaðar

með skuldbindingum sem ekki hafa sama gjalddaga og eignirnar. Sé tímalengd eigna og

skulda sem þær eru fjármagnaðar með sú sama, er hægt að tryggja nægt laust fé og eyða

lausafjáráhættu (Heffernan, 2005). Gjalddagamisræmi í erlendum gjaldeyri myndast

þegar erlendar langtímaeignir eru fjármagnaðar með skammtímaskuldbindingum í sama

gjaldmiðli. Slíkt misræmi skapar áhættu fyrir innlent fjármálakerfi, sérstaklega þegar

bæði fjármögnun og fjárfesting fer fram erlendis. Áhættan felst í því, að ekki er hægt að

endurfjármagna erlendar skammtímaskuldir, þegar þær falla til eða eru innkallaðar. Verði

gjaldfær fjármálafyrirtæki, fyrirtæki með eignir umfram skuldir, fyrir lausafjárskorti er

það hlutverk seðlabanka að vera lánveitandi til þrautavara. Hins vegar eru seðlabönkum

skorður settar við að veita þrautavaralán í erlendum gjaldmiðlum. Slík fyrirgreiðsla

takmarkast af stærð gjaldeyrisvarasjóðs eða lánalínum í erlendum gjaldmiðlum hjá

öðrum seðlabönkum. Af þeim sökum getur áhlaup á skammtímafjármögnun í erlendum

gjaldmiðlum valdið greiðslufalli með tilheyrandi afleiðingum fyrir fjármálastöðugleika,

fjármálakerfið og hagkerfið í heild sinni (Banks, 2005; Seðlabanki Íslands, 2012b).

Fjármálakerfið er þríþætt, þ.e. fjármálamarkaðir, fjármálastofnanir og greiðslu- og

uppgjörskerfi (Seðlabanki Íslands, 2006; Seðlabanki Íslands 2011b).

Fjármálamarkaðurinn gegnir lykilhlutverki í hverju hagkerfi. Starfsemi á

fjármálamarkaði miðast að því að taka á móti fjármagni til ávöxtunar og miðla sjóðum til

þeirra sem á þurfa að halda (Seðlabanki Íslands, 2011b). Í grunninn byggjast

fjármálamarkaðir á sparifé almennings og fyrirtækja. Starfsmenn á fjármálamörkuðum

þurfa að sinna því mikilvæga starfi að greiða úr því hverjir geta lánað hverjum fjármuni

(Rannsóknarnefnd Alþingis [RNA], 2010b). Viðskipti í fjármálakerfinu fara fram á

margs konar fjármálamörkuðum, eins og peningamarkaði, hlutabréfamarkaði,

skuldabréfamarkaði og gjaldeyrismarkaði (Heffernan, 2005). Ásamt því að bjóða upp á

fjármálaþjónustu, bjóða fjármálafyrirtæki og –markaðir upp á innviði, þar á meðal

greiðslu- og uppgjörskerfi. Seðlabankar halda oftast utan um greiðslu- og uppgjörskerfi

fyrir peninga- og fjármálaviðskipti (Seðlabanki Íslands, 2011b).

Page 28: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

27

Á tímum lágra vaxta og lausafjárgnóttar varð mikil uppsveifla á alþjóðlegum

fjármálamörkuðum. Fjármálafyrirtæki urðu stærri og flóknari og fjármálalandslagið í

heild torskildara (RNA, 2010b). Það sem einkennt hefur fjármálamarkaði á síðustu árum,

þá sérstaklega síðustu ár fyrir hrun, er að fjármálafyrirtæki hafa aukið mjög viðskipti sín

á milli með ýmsa fjármálagerninga. Þarna komu meðal annars til framvirkir samningar,

afleiður, skuldatryggingar, vafningar og skortsala. Þessu fylgdi meiri áhætta fyrir

fjármálafyrirtækin og viðskiptavini þeirra (RNA, 2010a).

Í þróuðum fjármálakerfum Evrópu hefur mikil áhersla verið lögð á bankastarfsemi.

Hins vegar hefur í Bandaríkjunum og Bretlandi meiri áhersla verið lögð á verðbréfa- og

vátryggingastarfsemi en bankageirinn þar er þó enn öflugur (Seðlabanki Íslands, 2011b).

3.3 Bankastarfsemi

Fjármálastofnanir gegna lykilhlutverki á fjármálamarkaði en engu síðra hlutverki í

heildarhagkerfi hverrar þjóðar. Þær eru farvegur fyrir þá fjármuni sem almenningur,

fyrirtæki og opinberir aðilar þurfa að nota (RNA, 2010a).

Bankar eru eins ólíkir og þeir eru margir. Til einföldunar er hlutverk banka að lána fé,

taka við innlánum og annast umsýslu fjármagns og eigna viðskiptavina sinna (Efnahags-

og viðskiptaráðuneytið, 2012; Samtök fjármálafyrirtækja, e.d.). En staðreyndin er sú, að í

nútíma hagkerfi fást bankar við ýmislegt fleira en að miðla fjármagni milli

sparifjáreigenda og fjárfesta (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2012).

Eðlileg bankastarfsemi felur í sér bæði hagræðingu og áhættudreifingu sem er

samfélaginu öllu til góða. Hagræðingin kemur til vegna stærðarhagkvæmni með

dreifingu umsýslukostnaðar. Með áhættudreifingu er átt við það, að sá sem sparar getur

gengið að því sem vísu að sú lánastarfsemi, sem sparnaðurinn fjármagnar, sé af

margþættum toga (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2012).

Það er eðli bankastarfsemi að bankar fjármagna sig að jafnaði til skamms tíma en lána

eða veita aðra fyrirgreiðslu til langs tíma. Segja má að bankarekstur gangi út á svokallaða

eignaummyndun (e. asset transformation), sem felst í því taka skammtímalán, en

skammtímalán geta t.d. verið innstæður eða lán á millibankamarkaði og umbreyta þeim í

útlán til viðskiptavina sem þeir endurgreiða yfir lengri tíma. Umbreyting á tímalengd

fjárskuldbindinga (e. maturity transformation) er annað einkenni nútíma bankastarfsemi.

Í þessu felst, að með því að veita lánafyrirgreiðslu til langs tíma, er fyrirtækjum og

einstaklingum gert kleift að taka ákvörðun um fjárfestingu sem skilar ekki arði fyrr en að

Page 29: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

28

lengri tíma liðnum. Á móti slíkum lánveitingum til lengri tíma standa skuldbindingar

bankans til skemmri tíma, þá helst bankainnstæður, sem bankinn þarf að standa skil á ef

til þess kemur (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2012). Slík starfsemi skapar áhættu í

formi tímamisræmis eða gjalddagamisræmis þar sem óvænt hreyfing getur komist á

kvikar innstæður eða annars konar skammtíma fjármögnun bankakerfisins (Efnahags- og

viðskiptaráðuneytið, 2012; Seðlabanki Íslands, 2011b). Við það skapast

lausafjárvandræði, sem auðveldlega geta breyst í eiginfjárvanda, þar sem

eiginfjárgrunnur í nútíma bankakerfi er yfirleitt tiltölulega lítill miðað við heildarútlán

(Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2012). Einnig byggir hefðbundin bankastarfsemi á

aðferð brotaforða (e. fractional reserve banking) en í því felst að geyma hluta

skammtímalána sem varasjóð, annað hvort reiðufé eða auðseljanlegar eignir, en lána út

aðra fjármuni. Af þeim sökum hefur bankastarfsemi áhrif á peningamagn í umferð, bæði

laust fé og peninga á innlánsreikningum (Seðlabanki Íslands, 2011b).

Sem fyrirtæki eru bankar sérstakir fyrir þær sakir, að margir og ólíkir hópar hafa hag

af starfsemi þeirra, jafnvel þeir sem aldrei hafa átt viðskipti við viðkomandi banka en

eiga afkomu sína undir því hagkerfi sem bankinn starfar í (RNA, 2010a). Auk þess er

vert að nefna mikilvægi greiðslumiðlunar, en sú þjónusta sem bankakerfið veitir

viðskiptavinum sínum felst ýmist í því að veita tafarlausan aðgang að lausum innstæðum

eða lánafyrirgreiðslu með einum eða öðrum hætti. Það skiptir sparifjáreigendur máli að

eðlileg bankastarfsemi bjóði upp á örugga ávöxtun og varðveislu sparnaðar. Það skiptir

ekki síður máli, að aðgangur að lausafé og greiðsluþjónustu sé tryggt (Efnahags- og

viðskiptaráðuneytið, 2012). Vandamál í bankastarfsemi geta verið mjög kostnaðarsöm

fyrir þjóðfélagið hvort sem komi til lánveitinga til þrautavara eða beins fjárstuðnings við

banka eða yfirtöku þeirra. Ennfremur má nefna, að bankakreppu fylgir jafnframt mikið

hagvaxtartap (Seðlabanki Íslands, 2011b). Samfélagslegt og efnahagslegt mikilvægi

bankastarfseminnar er þannig augljóst (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2012).

3.3.1 Tegundir bankastarfsemi

Uppbygging banka er mjög breytileg eftir löndum og fer hún gjarnan eftir regluverki

viðkomandi lands. Bankastarfsemi í heiminum hefur þróast hratt á undanförnum árum og

hafa íslenskir bankar ekki farið varhluta af þeirri þróun. Í dag hefur bankastarfsemi ýmsar

birtingarmyndir. Helstu tegundir hennar eru viðskiptabankastarfsemi (e. retail banking),

sem er hefðbundin bankastarfsemi með útibúum og innlánastarfsemi,

fjárfestingabankastarfsemi (e. investment banking) þar sem áhersla er lögð á miðlun

Page 30: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

29

fjármagns í gegnum fjármálamarkaði og alhliða bankastarfsemi (e. universal banking),

sem felur í sér viðskiptabankastarfsemi, tryggingastarfsemi, fjárfestingastarfsemi, umsjá

hlutabréfaviðskipta og flest þau hlutverk sem fyrirtæki á fjármálamarkaði sinna

(Heffernan, 2005; Samtök fjármálafyrirtækja, e.d.).

3.3.2 Þróun bankastarfsemi

Hefðbundin bankastarfsemi hefur tekið miklum breytingum frá þeim tíma þegar einföld

miðlun fjármagns var meginverkefni hennar. Fyrir bankahrun jókst umfang

fjármálastarfsemi gífurlega hér á landi og á alþjóðavísu (Efnahags- og

viðskiptaráðuneytið, 2012). Á 20. öldinni var bankaþjónusta að mestu leyti innt af hendi

af margvíslegum tegundum bankafyrirtækja, viðskiptabanka, fjárfestingarbanka og

sparisjóða. Viðskiptabankar og aðrar innlánsstofnanir voru venjulega stærst og buðu

fjölbreytta fjármálaþjónustu. Hins vegar hafa bankakerfi um allan heim tekið gagngerum

breytingum á undanförnum 25 árum. Í Bandaríkjunum fækkuðu samrunar og yfirtökur

viðskiptabönkum um helming. Við það urðu stærstu bankarnir þar í landi tífalt stærri og

jókst áhætta þeirra mikið (DeYoung, 2009; Seðlabanki Íslands, 2011b). Í Evrópu hafa

bankar þróast í það að vera alhliða bankar. Hið sama fór að gerast í Bandaríkjunum með

lagabreytingum árið 1999, en árið 1933 hafði starfsemi banka verið aðskilin í

viðskiptabanka og fjárfestingarbanka með svokallaðri Glass-Stegall löggjöf. Upp úr 1990

fóru íslensku bankarnir að gera sig í stakk búna til að umbreyta sér í alhliða banka eftir að

samkeppni í viðskiptabankastarfsemi fór að harðna (Ásgeir Jónsson, 2009).

Íslenska bankakerfið tók miklum og hröðum framförum á árunum 1994 og allt fram

að falli bankanna haustið 2008. Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES)

árið 1994 losnaði um höft á fjármagnsflutningum milli landa, en EES samningurinn

kveður á um svokallað fjórfrelsi, þ.e. óheft flæði vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns.

Á sama tíma og einkavæðing bankanna átti sér stað, á árunum 1998 til 2003, voru

aðstæður heima og erlendis hagstæðar fyrir vöxt bankakerfis. Vextir voru lágir, mikið

peningamagn í umferð að leita nýrra tækifæra og leitaði mikið fjármagn erlendis frá inn í

íslensku bankanna. Íslensku bankarnir uxu því hratt á árunum 2003 til 2008, en þessi öri

vöxtur var að miklu leyti fjármagnaður með erlendum skammtímalánum og erlendum

innlánum (Ásgeir Jónsson, 2004; Seðlabanki Íslands 2012b). Með útlánum sínum á

innanlandsmarkaði stuðluðu bankarnir meðal annars að hlutabréfa- og fasteignabólu sem

áfram ýtti undir frekari vöxt bankakerfisins (Ásgeir Jónsson, 2004).

Page 31: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

30

Starfsemi íslensku bankanna er nokkuð ólík starfsemi alhliða banka í Evrópu og

Norður-Ameríku, sérstaklega vegna þess að fjármálamarkaðir gegna stærra hlutverki í

miðlun fjármagns ytra en hér heima. Í dag er fjárfestingarbankastarfsemi íslensku

bankanna aðeins brot af heildarstarfsemi þeirra. Almennt séð er viðskiptabankahluti

íslensku bankanna stærri hluti af efnahagsreikningi þeirra en hjá erlendum alhliða

bönkum. Fjármögnun erlendra fjárfestingarbanka fer mikið fram með endurhverfum

viðskiptum en slíkur markaður hefur aldrei myndast að neinu marki hér á landi (Davíð

Stefánsson, 2012).

Page 32: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

31

4 Laga- og eftirlitsumhverfi íslenskra fjármálafyrirtækja

Fjármálastarfsemi, sem miðlar fjármagni frá eigendum til notenda, hefur jákvæð

langtímaáhrif á hagvöxt en um leið fylgir henni áhætta. Verði áhættan mikil getur hún

framkallað kostnaðarsama kreppu. Því verður að teljast mikilvægt að gott regluverk sé

um fjármálastarfsemi og eftirlit með fjármálakerfinu (Seðlabanki Íslands, 2011b). Í

flestum ríkjum heims eru til staðar lög, reglur og tilmæli sem ákveðin eru af

löggjafanum, ráðuneytum og eftirlitsstofnunum. Markmið slíks regluverks er að skapa

eftirlitsumgjörð fyrir starfsemi fjármálamarkaða og –fyrirtækja (Seðlabanki Íslands,

2011b).

Í þessum kafla verður fjallað um laga- og eftirlitsumhverfi íslenskra

fjármálafyrirtækja. Ennfremur verður farið yfir hlutverk Fjármálaeftirlitsins og

Seðlabanka Íslands í fjármálaeftirliti.

4.1 Lagaumhverfi

Bankar og önnur fjármálafyrirtæki þurfa í starfsemi sinni að fylgja margvíslegum

lagareglum og fyrirmælum. Löggjafi og framkvæmdavald setja umgjörð laga og reglna

um fjármálamarkaðinn (RNA, 2010a).

Tilgangur laga og reglna um fjármálastarfsemi er að mynda almenna umgjörð um

aðhald og sanngjarnar leikreglur sem stuðla að fjárhagslegum styrkleika fyrirtækjanna og

draga úr líkum á því að áföll í rekstri þeirra hafi áhrif á stöðugleika í fjármálakerfi

viðkomandi lands (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2012). Þessum reglum er ekki síst

ætlað að vernda hagsmuni þeirra sem eiga viðskipti við bankana (RNA, 2010a).

Fjármálaþjónusta hér á landi verður að taka mið af því, að hagsæld Íslendinga er byggð á

því að hér sé rekið samkeppnisfært og opið hagkerfi á grundvelli utanríkisviðskipta. Þar

af leiðandi verður laga- og regluumgjörð um íslenskt fjármálakerfi að virða alþjóðlegar

reglur sem settar eru samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland á aðild að (Efnahags- og

viðskiptaráðuneytið, 2012).

Regluverk og starfsheimildir íslenskra fjármálafyrirtækja mótuðust mjög af aðild

Íslands að EES sem tók gildi 1. janúar 1994. EES-samningurinn myndar umgjörð laga og

eftirlits á grundvelli tilskipana Evrópusambandsins en við lagasetninguna var lítið tillit

Page 33: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

32

tekið til sérstakra aðstæðna í íslensku samfélagi og efnahagslífi (RNA, 2010a; Seðlabanki

Íslands, 2012b).

Um viðskiptabanka gilda lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Tilgangur þeirra laga

er að tryggja að fjármálafyrirtæki séu rekin á eðlilegan og heilbrigðan hátt með hagsmuni

viðskiptavina, hluthafa, stofnfjáreigenda og alls þjóðarbúsins að leiðarljósi. Lög um

fjármálafyrirtæki gilda þó ekki aðeins um innlend fjármálafyrirtæki heldur einnig um

starfsemi erlendra fjármálafyrirtækja hér á landi. Reglur sem settar eru á

fjármálafyrirtæki miðast oftast við að hafa fyrirbyggjandi áhrif við að ná markmiðum

fjármálaeftirlits. Þegar reglurnar nægja ekki einar og sér veita eftirlitsaðilar fyrirtækjum á

fjármálamarkaði einnig leiðbeiningar og tilmæli (Seðlabanki Íslands, 2011b).

Einnig hafa verið sett lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998.

Markmið þeirra laga er að stuðla að því að fjármálastarfsemi sé í samræmi við þau lög,

reglugerðir, reglur og samþykktir sem um starfsemina gilda. Með fjármálastarfsemi er í

lögum þessum átt við hvers konar starfsemi fyrirtækja, stofnana og annarra aðila sem

tilgreindir eru í 2. gr. laganna um eftirlitsskylda starfsemi.

4.1.1 Basel-reglur

Basel-nefnd hefur aðsetur í Alþjóðagreiðslubankanum (e. Bank for International

Settlements, BIS) í Basel, Sviss. Alþjóðagreiðslubankinn er alþjóðastofnun sem stuðlar

að alþjóðlegri samvinnu fjármálafyrirtækja og fjármálastofnana. Ennfremur getur

Alþjóðgreiðslubankinn þjónað hlutverki sem banki fyrir seðlabanka. Hlutverk Basel-

nefndarinnar er að setja ramma og reglur um fjármálaeftirlit. Auk þess er markmið

hennar að auka skilning á eftirlitsstarfsemi og auka gæði bankaeftirlits. Basel-reglurnar

voru tilraun til að koma á alþjóðlegum stöðlum fyrir fjármálakerfið. Þær reglur sem

Basel-nefndin hefur gefið út eru ávallt nefndar Basel-reglur (BIS, 2009).

Árið 1988 gaf Basel-nefndin út fyrstu eiginfjárkröfurnar og þegar vísað er til þeirra

reglna í dag er talað um Basel I. Samkvæmt Basel I var varúðarfjármagn skilgreint sem

ein tala, sem fjármagn banka í hlutfalli við eignir. Aðal krafan samkvæmt þessum reglum

er að banki hafi ætíð til ráðstöfunar minnst 8% af eigin fé, þ.e. áhættuvegið

eiginfjárhlutfall sé að lágmarki 8% til að bankinn sé álitinn greiðsluhæfur (BIS, 2009;

Seðlabanki Íslands, 2011b).

Árið 2001 tóku nýjar reglur við af Basel I sem bera nú heitið Basel II reglur. Þær

reglur byggðu á Basel I en komu til vegna þess að meiri kröfur voru gerðar um að

Page 34: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

33

eiginfjárhlutfall væri í samræmi við þá áhættu sem bankar og önnur fjármálafyrirtæki

taka í starfsemi sinni (BIS, 2009; Seðlabanki Íslands, 2011b). Eftir fjármálakreppuna fór

af stað vinna við að gera endurbætur á regluverki fyrir banka og í september 2010 voru

Basel III reglurnar samþykktar. Þær byggja á því að styrkja alþjóðlegar reglur um

fjármagn og laust fé með það að markmiði að auka viðnámsþrótt banka (BIS, 2010a).

Nánar verður fjallað um þessar reglur í kafla 8.2.

Með aðild sinni að EES- samningnum er Ísland aðili að hinum sameiginlega evrópska

markaði og hefur með aðild sinni skuldbundið sig til að innleiða reglugerðir um

fjármálamarkaði, -stofnanir og –eftirlit sem samþykktar hafa verið af Evrópusambandinu.

Með öðrum orðum þurfa íslensk fjármálafyrirtæki að uppfylla kröfur Basel-nefndarinnar

eftir að þær hafa verið samþykktar af Evrópusambandinu þrátt fyrir að Ísland sé ekki eitt

af aðildarríkjum Basel-nefndarinnar (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2012).

4.2 Eftirlitsumhverfi

Eftirlitsaðilar hafa eftirlit með því að fyrirtæki fari eftir þeim reglum sem að starfsemi

þeirra lúta. Opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi er beint eftirlit framkvæmt af

eftirlitsstjórnvaldi. Með það vald fara Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands (Efnahags-

og viðskiptaráðuneytið, 2012). Þeim stofnunum ber að fylgjast með því að starfsemi

banka og annarra fjármálafyrirtækja sé í samræmi við lög og heilbrigða viðskiptahætti.

Eftirlit og starfsemi ofangreindra stofnana miðar sérstaklega að því að draga úr hættunni

á því að til áfalla komi í rekstri viðkomandi fyrirtækja með tilheyrandi afleiðingum fyrir

almenning, fjármálastöðugleika og efnahagslíf landsins (RNA, 2010a). Nánar verður

fjallað um hvora stofnunina fyrir sig síðar í kaflanum.

Skipta má eftirliti með fjármálastarfsemi í tvennt, eindarvarúð (e. microprudential)

annars vegar og þjóðhagsvarúð (e. macroprudential) hins vegar. Með eindarvarúð er átt

við hefðbundið fjármálaeftirlit sem hefur það markmið að viðhalda trausti og styrk

einstakra fjármálafyrirtækja. Hins vegar er með þjóðhagsvarúð átt við eftirlit sem hefur

það að markmiði að varðveita stöðugleika fjármálakerfisins í heild og þar með

hagkerfisins. Til þess þarf að fylgjast með hvernig skipulag fjármálakerfis hefur áhrif á

áhættudreifingu, meðal annars vegna sameiginlegra áhættuskuldbindinga fjármála-

fyrirtækja eða vegna smits og tengsla þeirra á milli. Ennfremur tekur þjóðhagsvarúð mið

af sameiginlegri hegðun fyrirtækja á heildaráhættu fremur en að líta á áhættu óháð

aðgerðum einstakra fyrirtækja. Fyrir kreppuna byggðist starf eftirlitsstofnana að mestu

Page 35: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

34

leyti á eindarvarúð því fjármálakerfið í heild var álitið stöðugt ef hvert fjármálafyrirtæki

um sig var talið standa á traustum fótum. Sjá má samantekt á sjónarmiðum eindar- og

þjóðhagsvarúðar í töflu 4.1. (Financial Stability Forum, 2009; Seðlabanki Íslands,

2011b).

Tafla 4.1. Sjónarmið eindar- og þjóðhagsvarúðar (Heimild: Seðlabanki Íslands, 2011b).

Undanfarin ár hefur stofnanaumgjörð þróast í átt til eins alhliða eftirlitsaðila (e. single

supervision authority) fyrir bankakerfið, vátryggingakerfið og fjármagnsmarkaði en árið

2009 var 31 ríki búið að tileinka sér það fyrirkomulag. Meðal þeirra ríkja má nefna

Ísland, Danmörku, Finnland, Noreg, Svíþjóð og Bretland (Seðlabanki Íslands, 2011).

Markmið með innleiðingu eins alhliða fjármálaeftirlits er að greina á milli tveggja

markmiða seðlabanka: verðstöðugleika og fjármálastöðugleika og að eyða fórnarkostnaði

milli þeirra. Slíkir eftirlitsaðilar eru óháðir seðlabönkum og er hlutverk þeirra að stjórna

og hafa eftirlit með öllum fjármálafyrirtækjum, þar með talið bönkum (Albulescu, 2008).

Ennfremur byggir líkan alhliða fjármálaeftirlits á eftirtöldum atriðum (Seðlabanki

Íslands, 2011b):

1. Er að hluta reglugerðar- og eftirlitsaðili á sviði eindarvarúðar.

2. Seðlabankinn er aðskilinn slíku eftirliti. Fer með stjórn peningamála, er

lánveitandi til þrautavara og umsjónaraðili með greiðslukerfinu. Auk þess er

hann, í sumum tilfellum, með misskýrt hlutverk varðandi stöðugleika

fjármálakerfisins í heild (þjóðhagsvarúð), í samstarfi við fjármálaeftirlit.

3. Samstarfssamningur meðal stofnana, samstarfsnefnd og gagnkvæm þátttaka

eiga að tryggja skilvirka sérhæfingu og náið samstarf.

Þjóðhagsvarúð Eindarvarúð

Formarkmið Takmarka kerfisáhættuTakmarka hættu einstakra

fjármálafyrirtækja

Grundvallarmarkmið Komast hjá framleiðslutapi Vernda innstæðueigendur

ÁhættaHáð sameiginlegri hegðun

fjármálafyrirtækja

Óháð aðgerðum einstakra

fjármálafyrirtækja

Fylgni og sameiginlegar

áhættuskuldbindingarMikilvægt Óviðeigandi

Page 36: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

35

Á Íslandi er eftirlit með starfsemi fyrirtækja á fjármálamarkaði tvískipt.

Fjármálaeftirlitið sér um eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja en Seðlabankinn fylgist

með fjármálastöðugleika. Fjármálaeftirlitið hefur farið með eftirlit með starfsemi banka

frá 1. janúar 1999 en fram að þeim tíma hafði það verið í höndum Seðlabanka Íslands.

Frá upphafi árs 1999 hefur Seðlabanki Íslands fylgst með fjármálastöðugleika kerfisins í

heild (Seðlabanki Íslands, 2011b).

Greiðsluþrot banka getur haft mikil áhrif á hagkerfið sjálft og valdið þeim, sem aldrei

komu nálægt bankarekstri, tjóni. Þetta á sérstaklega við um fjármálafyrirtæki sem talin

eru kerfislega mikilvæg. Ljóst er að það fjármálaeftirlit sem hefur verið til staðar frá 1999

hefur ekki tekist að tryggja stöðugleika kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja (e.

systemically important banks). Má þar leita margra orsaka, meðal annars þeirra að ör

alþjóðlegur vöxtur bankakerfisins varð meiri en Fjármálaeftirlitið gat ráðið við. Einnig

var óskýr skipting ábyrgðar á stöðugleika fjármálakerfisins á milli Fjármálaeftirlitsins

annars og vegar og Seðlabankans hinsvegar (Seðlabanki Íslands, 2011b).

4.2.1 Fjármálaeftirlitið

Fjármálaeftirlit á Íslandi er í höndum sérstakrar ríkisstofnunar sem nefnist

Fjármálaeftirlitið. Fjármálaeftirlitið starfar á grundvelli laga um opinbert eftirlit með

fjármálastarfsemi. Auk þess er kveðið á um eftirlit og heimildir Fjármálaeftirlitsins í

hinum ýmsu lögum, reglugerðum og reglum um starfsemi á fjármálamarkaði

(Fjármálaeftirlitið, e.d.a).

Lögum samkvæmt er það hlutverk Fjármálaeftirlitsins að fylgjast með því að starfsemi

eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og reglur og að öðru leyti í samræmi við

eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, sbr. 8. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með

fjármálastarfsemi. Jafnframt hefur Fjármálaeftirlitið mótað sér það hlutverk að veita

eftirlitsskyldum aðilum uppbyggilegt og markvisst aðhald og styðja við mótun á

skilvirkri og traustri fjármálastarfsemi (Fjármálaeftirlitið, e.d.a).

Með eftirlitsskyldum aðilum er átt við aðila sem eftirlit Fjármálaeftirlitsins tekur til

samkvæmt 2. gr. laganna um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Eftirtaldir aðilar

teljast til eftirlitsskyldra aðila (Fjármálaeftirlitið, e.d.b):

Viðskiptabankar og sparisjóðir.

Lánastofnanir aðrar en viðskiptabankar og sparisjóðir.

Page 37: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

36

Verðbréfafyrirtæki.

Verðbréfamiðlanir.

Rekstrarfélög verðbréfasjóða.

Vátryggingafélög.

Félög og einstaklingar sem stunda vátryggingamiðlun.

Kauphallir og skipulegir tilboðsmarkaðir.

Verðbréfamiðstöðvar.

Lífeyrissjóðir.

Innlánsdeildir samvinnufélaga.

Innheimtuaðilar.

Samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi er Fjármálaeftirlitinu

einnig falið að hafa eftirlit með starfsemi annarra aðila sem starfa samkvæmt sérlögum.

Þeir eru eftirfarandi (Fjármálaeftirlitið, e.d.b):

Íbúðalánasjóður.

Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta.

Tryggingasjóður sparisjóða.

Lögin taka jafnframt til annarra verkefna eins og eftirlits með slitastjórnum, eftirlits

með greiðslustofnunum og eftirlits með fagfjárfestasjóðum (Fjármálaeftirlitið, e.d.b). Þá

veitir Fjármálaeftirlitið fyrirtækjum starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki samkvæmt 2. gr.

laga um fjármálafyrirtæki.

4.2.2 Seðlabanki Íslands

Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn.

Seðlabanki Íslands var stofnaður með lögum árið 1961, um hann gilda í dag lög um

Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Yfirstjórn Seðlabanka Íslands er í höndum fjármála- og

efnahagsráðherra og bankaráðs. En Alþingi kýs sjö fulltrúa í bankaráð að loknum

kosningum til Alþingis (Seðlabanki Íslands, e.d.c).

Meginverkefni seðlabanka er að stýra peningamálum með það markmið að tryggja

verðstöðugleika, viðhalda greiðslu- og uppgjörskerfum og vera lánveitandi til þrautavara

(Heffernan, 2005). Seðlabanki Íslands á ennfremur að sinna viðfangsefnum sem

Page 38: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

37

samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og

stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Vegna hlutverks seðlabanka á sviði

peningastefnu eru þeir í nánum tengslum við fjármálamarkaði. Verkefni seðlabanka á

sviði peningamarkaða, gjaldeyrismarkaða og bankamála eru innbyrðis tengd í gegnum

lausafjárstýringu í fjármálakerfinu. Þar af leiðandi taka þeir þátt í því að standa vörð um

stöðugleika fjármálakerfisins í heild og sinna þjóðhagsvarúð. Það hlutverk felur í sér að

meta áhættu í fjármálakerfinu og samspil þess við raunhagkerfið (Seðlabanki Íslands,

2011b; Seðlabanki Íslands, e.d.c).

Aðkoma seðlabanka að lausafjárstýringu er m.a. tengd seljanleika fjármálaafurða, því

þær fjármálaafurðir sem seðlabanki samþykkir að kaupa eða taka veð í verða seljanlegri.

Í flestum tilfellum sjá seðlabankar um að stýra lausafjármagni í hagkerfinu og því eiga

þeir hlutverki að gegna þegar grípa þarf í starfsemi fjármálafyrirtækja til að forðast

kerfisbundnar afleiðingar. Það má gera með tvennum hætti. Annars vegar má veita

lausafjárstuðning og gera fyrirtækinu með því kleift að taka lán gegn veði í eignum frekar

en að selja þær þegar óróleiki er á mörkuðum. Slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir að

lausafjárkreppa snúist í eiginfjárkreppu sem ógnað getur fjölda annarra fjármálafyrirtækja

og raunhagkerfinu öllu. Hins vegar má einnig veita lausafjárstuðning á almennum

markaði með kaupum á skuldabréfum (Seðlabanki Íslands, 2011b).

4.3 Lausafjáreftirlit

Seðlabanki Íslands sinnir lausafjáreftirliti með fjármálastofnunum hér á landi. Fram til

ársins 2008 náði þetta eftirlit einungis til lausafjárstöðu í móðurfélagi fjármálastofnana

og eingöngu til lausafjárstöðu í innlendri mynt (RNA, 2010c). Í lögum um

fjármálafyrirtæki kemur fram, að fjármálafyrirtæki skuli kappkosta að hafa ávallt yfir að

ráða nægu lausu fé til að geta innt af hendi úttektir á innlánsfé og aðrar greiðslur sem

starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækis fylgja.

Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið setja fjármálafyrirtækjum skilyrði um

lausafjárhlutfall (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2012). Núgildandi reglur um

lausafjárhlutfall nr. 782/2012, sem settar voru af Seðlabankanum, tóku gildi 1. október

2012. Í september 2012 var ákveðið að breyta reglum um lausafjárhlutfall á þann veg að

innstæður fjármálafyrirtækja í slitameðferð verði flokkaðar meðal skulda við

lánastofnanir. Innlán fjármálafyrirtækja í slitameðferð sem misst hafa starfsleyfi sitt hafa

færst á milli flokka í lausafjárreglunum, þ.e. úr flokknum skuldir við lánastofnanir sem

Page 39: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

38

samsvarar 100% bindingu, í flokk almennra innlána sem samsvarar 5-10% bindingu.

Almennt má segja að innlán lánastofnana séu kvikari en önnur hefðbundin innlán og

jafnframt að innlán fjármálafyrirtækja í slitameðferð bíði þess að verða greidd út til

kröfuhafa og eru því mun kvikari en gengur og gerist um almenn innlán. Lausafjárreglur

Seðlabanka Íslands eru varúðarreglur og eiga að gefa sem réttasta mynd af

lausafjárstöðunni. Þar af leiðandi var ákveðið að breyta lausafjárreglunum til að taka tillit

til þessarar áhættu (Seðlabanki Íslands, 2012c). Reglurnar taka til viðskiptabanka,

sparisjóða, annarra stofnanna og félaga sem heimilt er samkvæmt lögum að taka við

innlánum frá almenningi til geymslu og ávöxtunar og annarra lánastofnana sem starfa

skv. lögum og ber að uppfylla reglur Seðlabanka um bindiskyldu. Markmið þeirra er að

tryggja að lánastofnanir eigi ávallt nægt laust fé til að mæta fyrirsjáanlegum og

hugsanlegum greiðsluskuldbindingum á tilteknu tímabili (RNA, 2010e). Núgildandi

reglur um lausafjárhlutfall voru að stofni til settar árið 1999 að fyrirmynd reglna þýska

seðlabankans. Reglurnar voru síðan endurskoðaðar árið 2002, 2006 og nú síðast haustið

2012 (Seðlabanki Íslands, 2008). Setning reglna um lausafjárstöðu lánastofnana er einn

liður Seðlabankans til að stuðla að heilbrigðu fjármálakerfi (Seðlabanki Íslands, 2006).

Fjármálaeftirlitið fylgist einnig með lausafé og lausafjárstýringu fjármálafyrirtækja í

samræmi við eftirlitsskyldur sínar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki (RNA, 2010e).

Að mati Fjármálaeftirlitsins var ekki fullnægjandi að fylgjast eingöngu með

lausafjárstöðu móðurfélags líkt og Seðlabankinn gerir. Þar af leiðandi hóf

Fjármálaeftirlitið að auka eftirlit sitt með lausafjárstýringu fjármálafyrirtækja árið 2007.

Seint á því ári var hafist handa við að afla upplýsinga um lausafjárstöðu bankanna á

samstæðugrunni (RNA, 2010e).

Í júní 2008 gaf Fjármálaeftirlitið út leiðbeinandi tilmæli um bestu framkvæmd við

lausafjárstýringu fjármálafyrirtækja nr. 1/2008. Tilmæli þessi leystu af hólmi

leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2004, um framkvæmd á lausafjárstýringu gengisbundinna liða

hjá fjármálafyrirtækjum. Tilmælin eru byggð á tilmælum Basel-nefndarinnar um bestu

framkvæmd við stýringu á lausu fé hjá bönkum (e. Sound Practice for Managing

Liquidity in Banking Organisations).

Vorið 2009 hóf Fjármálaeftirlitið síðan að skilgreina lágmarksskilyrði sem nýju

viðskiptabankarnir þrír þyrftu að uppfylla til að teljast starfshæfir. Skilyrði þessi voru

fjárhagslegs eðlis einkum hvað varðaði eiginfjár- og lausafjárstöðu bankanna. Þau

innihéldu meðal annars strangari lausafjárkröfur. Skilyrði þessi hafa í dag verið útvíkkuð

Page 40: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

39

til allra viðskiptabanka og sparisjóða hér á landi (Fjármálaeftirlitið, 2012a). Farið verður

nánar í þær lausafjárkröfur hér að neðan en fyrst verður fjallað um lágmarks

lausafjárhlutföll Seðlabankans.

4.3.1 Lausafjárhlutföll Seðlabankans

Seðlabanki Íslands skilgreinir lausafjárhlutfall sem hlutfall lausafjáreigna og

lausafjárskuldbindinga sbr. 5. og 6. gr. reglna nr. 782/2012. Samkvæmt reglum þessum

eru lausar eignir og skuldbindingar flokkaðar eftir eðli, binditíma og áhættu og hljóta

mismunandi vægi. Lausafjárhlutfallið er reiknað fyrir eftirfarandi fjögur tímabil:

a) Laust innan eins mánaðar.

b) Laust eftir einn mánuð til allt að þriggja mánaða.

c) Laust eftir þrjá mánuði til allt að sex mánaða.

d) Laust eftir sex mánuði til allt að tólf mánaða.

Hlutfall eigna og skuldbindinga sem falla á gjalddaga, eða breyta má í laust fé innan

eins mánaðar og innan þriggja mánaða skal samkvæmt ofangreindum reglum ekki vera

lægra en 1 eða 100%. Ekki eru gerðar neinar kröfur um lágmark lausafjárhlutfalla fyrir

önnur tímabil. Lánastofnanir skulu þó gera grein fyrir þeim. Lánastofnanir skulu

kappkosta að eiga nægt laust fé til að mæta greiðsluskuldbindingum sínum. Nái

lausafjárhlutföll ekki því lágmarki sem sett er kveða reglurnar á um viðurlög í formi

dagsekta á þær fjárhæðir sem vantar.

4.3.2 Lausafjárhlutföll Fjármálaeftirlits

Þær lausafjárkröfur sem Fjármálaeftirlitið setti á íslensku bankana árið 2009 eru

eftirfarandi (Fjármálaeftirlitið, 2012a):

1. Lausafjáreignir sem hlutfall af heildarinnlánum séu yfir 20%.

Lausafjáreignir: Reiðufé og ígildi þess, verðbréf sem nota má sem andlag í

endurhverfum viðskiptum við Seðlabanka Íslands, erlend ríkisskuldabréf, sérvarin

skuldabréf og aðrar auðseljanlegar eignir (Banks, 2005; Íslandsbanki, 2012a).

Page 41: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

40

2. Reiðufé og ígildi þess sem hlutfall af óbundnum innlánum sé yfir 5%.

Reiðufé og ígildi þess: Seðlar, innstæður hjá Seðlabanka og öðrum innlendum og

erlendum fjármálafyrirtækjum (Banks, 2005; Íslandsbanki, 2012a).

Lausafjárkröfur Fjármálaeftirlitsins eru óháðar öðru fjármagnsútflæði, hvort sem það

er vænt eða óvænt (Seðlabanki Íslands, 2012b).

Page 42: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

41

5 Fjármálakreppan

Fjármálakerfi heimsins hefur á síðustu árum orðið fyrir hörðustu kreppu sem á því hefur

dunið í heila öld. Það sem er einstakt við núverandi fjármálakreppu er að miklir

erfiðleikar hafa steðjað og steðja enn að fjármálakerfum mjög margra ríkja í senn

(Bordo, Eichengreen, Klingebiel og Martinez-Peria, 2001; Efnahags- og

viðskiptaráðuneytið, 2012).

Í þessum kafla verður fjallað um alþjóða fjármálakreppuna og hvernig hún hafði áhrif

á Ísland.

5.1 Alþjóða fjármálakreppan

Hin alþjóðlega fjármálakreppa, sem nú stendur yfir, á rætur sínar að rekja til ársins 2007.

Í upphafi snerist fjármálakreppan um óvissu um áhættu fasteignalána og þar af leiðandi

um vandamál við skammtímafjármögnun. Óvissan hélt áfram að aukast og í mars 2008

lenti fjárfestingabankinn Bear Stearns í lausafjárþurrð. Kreppan í Bandaríkjunum náði þó

ekki hámarki fyrr en 15. september 2008 þegar fjárfestingabankinn Lehmann Brothers

varð gjaldþrota. Í kjölfarið kom snarpur samdráttur í alþjóðaviðskiptum og innlendum

efnahagsumsvifum víða um heim. Að lokum snerist fjármálakreppan upp í skulda- og

greiðsluvanda ríkissjóða margra ríkja (RNA, 2010b). Án aðgengis að millibankamarkaði

eða lausafjáraðstoð seðlabanka voru íslensku bönkunum þremur, Glitni, Landsbankanum

og Kaupþingi, allar bjargir bannaðar og hrun þeirra óumflýjanlegt (Efnahags- og

viðskiptaráðuneytið, 2012).

Þess ber að geta, að mörg greiðsluhæf fyrirtæki lentu í verulegum erfiðleikum vegna

þess að þau höfðu ekki stýrt lausafé sínu á skynsamlegan hátt. Mörg þeirra áttu erfitt með

að mæta skuldbindingum sínum, þar sem skammtímafjármögnun varð verulega

takmörkuð. Áður fyrr hafði verið til meira en nóg af lausafé á fjármálamörkuðum, sem

varð til þess að lausafjárstýringu var ekki sinnt eins vel og þörf er á. Þessi snöggu

umskipti á markaðsaðstæðum og aðgengi að lausafjármagni í kreppu leiddi í ljós hversu

fljótt lausafjármagn getur gufað upp (Federal Reserve System, 2012).

Fjármálakreppan leiddi ennfremur í ljós að lausafjáráhætta í tengslum við hegðun

markaðsaðila í heild jók á óstöðugleika fjármálakerfisins. Sjóðasöfnun banka, sem áttu

við lausafjárskort að stríða, jók á fjármagnsþurrð á markaði. Með þessu móti leiddi

Page 43: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

42

lausafjáráhætta til greiðsluvanda þar sem bankar þurftu að afskrifa illseljanlegar eignir.

Þessi þróun hvatti stjórnvöld til að skoða nánar samspil fjármögnunar og lausafjáráhættu

og tengsl þeirra við kerfisáhættu, sem hluta af þjóðhagsvarúðarnálguninni (Van den End

og Tabbae, 2009).

5.2 Íslenska bankahrunið

Íslenska bankahrunið árið 2008 var að sönnu einstakur atburður þar sem heilt

fjármálakerfi féll í lausafjárhlaupi. En það er hins vegar aðeins einn hlekkurinn í langri

keðju fjármálaóstöðugleika og gjaldeyrisvandræða er einkennt hafa nútímasögu landsins

(Ásgeir Jónsson, 2010).

Þó svo rekja megi upphaf kreppunnar hér á landi til alþjóða fjármálakreppunnar þá eru

afleiðingar hennar dýpri hér. Ytri aðstæður áttu vissulega þátt í því hvernig fór hér á landi

en margt af því sem gerði kreppuna hér verri má rekja til sögu íslenska hagkerfisins og

stofnana þess. Innviðir íslenska bankakerfisins og hagkerfisins í heild voru einfaldlega of

veikburða (Jón Daníelsson og Gylfi Zoega, 2009).

Efnahagsstjórn hér á landi hefur fremur byggst á brjóstviti en reglum og náin tengsl

hafa verið á milli fyrirtækja í einkageira og stjórnmálaflokka. Einnig hefur

innilokunarstefna einkennt íslenska hagkerfið í gegnum tíðina. Þetta gerði það að verkum

að hagkerfið var ekki tilbúið að takast á við þær áskoranir sem fylgdu fullri þátttöku í

hagkerfi heimsins (Jón Daníelsson og Gylfi Zoega, 2009).

Eftir að Ísland varð aðili að EES varð lagalegt starfsumhverfi íslenskra

fjármálafyrirtækja sambærilegt við það sem gerðist annars staðar í Evrópu (Efnahags- og

viðskiptaráðuneytið, 2012). Þó svo að aðild að EES hafi haft jákvæð áhrif á hagkerfið

fylgdu henni einnig hættur sem fólust í því að opna tiltölulega einangrað hagkerfi fyrir

Evrópska efnahagssvæðinu án þess að ráðast á sama tíma í umbætur á

stofnanaumgjörðinni (Jón Daníelsson og Gylfi Zoega, 2009). Evrópsk löggjöf kvað

aðeins á um lágmarkskröfur og hefðu íslensk stjórnvöld getað aðlagað löggjöfina betur

að íslenskum aðstæðum með því að tryggja strangari reglur um íslensk fjármálafyrirtæki.

Það var hins vegar ekki gert vegna vilja stjórnvalda til þess að veita íslenskum

fjármálafyrirtækjum sambærileg starfsskilyrði og tíðkuðust í nágrannalöndunum

(Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2012).

Í upphafi þessa áratugar lauk einkavæðingu bankakerfisins. Við það lentu bankarnir í

höndum aðila sem litla reynslu höfðu í nútíma bankastarfsemi. Nýju eigendur bankanna

Page 44: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

43

færðu sér fljótt í nyt þá lausafjárgnægð sem var á alþjóðalegum mörkuðum. Vöxtur

bankanna var að miklu leyti fjármagnaður með erlendri skuldabréfaútgáfu. Á síðustu

árum var bankakerfið orðið um það bil nífalt stærra en þjóðarbúið í heild, sem er langt

umfram það sem þekkist í öðrum ríkjum með stóra, þroskaða fjármálamarkaði

(Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2012; Jón Daníelsson og Gylfi Zoega, 2009). Þessi

gríðarlega stærð bankakerfisins í hlutfalli við stærð hagkerfisins leiddi til þess, að

íslenska ríkið gat ekki lengur stutt bankakerfið, kæmi til lausa- eða eiginfjárvanda (Jón

Daníelsson og Gylfi Zoega, 2009).

Í aðdraganda hruns bankanna komu ennfremur í ljós margvísleg vandamál í

fjármálaeftirliti. Vandamálin voru tengd fyrirkomulagi eins alhliða fjármálaeftirlits í

samstarfi við seðlabanka. Meðal annars skorti viðeigandi stýritæki til að bregðast við

vandamálum (Seðlabanki Íslands, 2011b). Auk þess þar sem Ísland tók upp regluverk

Evrópusambandsins um fjármálamarkaði með aðild sinni að EES-samningnum má segja

að hér á landi hafi frekar verið um eftirlitsbrest að ræða fremur en reglubrest (Jón

Daníelsson og Gylfi Zoega, 2009).

Fjármálakreppan hefur leitt í ljós ýmsa vankanta í fjármálastarfsemi og starfsumhverfi

hennar. Þar af leiðandi er þörf fyrir gagngerar endurbætur á umgjörð og skipan

fjármálakerfis hér á landi og á alþjóðavettvangi. Gott eftirlit er mikilvægur liður í því að

koma í veg fyrir kreppu. Ljóst er orðið að of lítið eftirlit hefur leitt til þess að kerfisáhætta

tekur að byggjast upp í fjármálakerfinu, en það getur framkallað kreppu (Seðlabanki

Íslands, 2011b).

Page 45: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

44

6 Lausafjárstaða

Hægt er að líta á laust fé sem mikilvæga auðlind sem gerir fyrirtækjum kleift að leysa af

hólmi skuldir, mæta skuldbindingum og fjármagna vöxt á sanngjörnu verði þegar þörf

krefur. Lausafjárstaða gefur til kynna hversu auðvelt er fyrir banka að mæta innlausnum

af innlánsreikningum og breytingum á öðrum skuldum bankans (Banks, 2005). Í þessum

kafla verður fjallað um uppruna lausafjár og farið yfir lausafjárstöðu íslensku

viðskiptabankanna.

6.1 Lausafjármunir

Áður en farið verður nánar í uppruna lausafjár er vert að nefna að þetta atriði á sér tvær

hliðar: stofnanir, sem hafa eða þurfa aðgang að lausafé, óska eftir því hjá stofnunum sem

útvega lausafé. Þessu til útskýringar má nefna að fyrirtæki getur haft aðgang að

óveðtryggðu láni til að mæta lausafjárþörf sinni, en þá þarf bankinn sem útvegar það lán

að haga lausafjárstýringu sinni á þann veg, að hann geti nálgast lausafé annars staðar frá,

t.d. á millibankamarkaði. Áður en að aðilar á millibankamarkaði geta útvegað lausafé

þurfa þeir að hafa aðgang að reiðufé. Stofnanir sem útvega lausafé og þær sem nota það

tengjast þar af leiðandi nánum böndum, sem ennfremur útskýrir hvernig innri og ytri

þættir orka hvor á annan og hafa áhrif á rekstur fyrirtækja (Banks, 2005).

Óháð atvinnugrein þá viðhalda fyrirtæki, sem talin eru vera með gott lánshæfi

ákveðnu magni af lausafjármunum til að mæta skuldbindingum sínum. Einnig er líklegt

að slík fyrirtæki haldi til haga hæfilegu hlutfalli af óveðsettum eignum sem hægt er að

veðsetja til að tryggja reiðufé (Banks, 2005).

Hér að neðan verður farið gróflega yfir þá liði sem finna má á eignahlið

efnahagsreikningsins. Upptalning liða hér að neðan fer eftir auðseljanleika þeirra og hefst

umfjöllunin á auðseljanlegustu eignunum.

6.1.1 Handbært fé og markaðsverðbréf

Handbært fé og ígildi handbærs fjár eru auðseljanlegustu eignirnar. Fyrirtæki halda

handbæru fé til að mæta væntum og óvæntum greiðslum. Þar sem handbært fé ber enga

ávöxtun reyna sum fyrirtæki að halda þessum lið í lágmarki til að það hafi ekki of mikil

áhrif á heildarávöxtun fyrirtækisins. Þau reyna þá frekar að halda auðseljanlegum

Page 46: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

45

verðbréfum, en til þeirra teljast meðal annars ríkisvíxlar og peningamarkaðsbréf með

hverfandi útlána- og markaðsáhættu (Banks, 2005). Í þennan lið falla einnig innstæður

banka hjá seðlabanka. Bankar þurfa að uppfylla svokallaða bindiskyldu sem segir að

ákveðið hlutfall af innlánum banka skuli fara á reikning hjá seðlabanka. Bindiskylda er

eitt af stjórntækjum sem notuð eru til að hafa stjórn á magni lausafjár í umferð og dregur

hún úr getu banka til útlána (Van Greuning og Brajovic- Bratanovic, 2009).

Næst má telja fjárfestingar sem bera hærri ávöxtun en er aftur á móti ekki jafn auðvelt

að selja með stuttum fyrirvara, á bókfærðu virði. Jafnvel þótt slíkar fjárfestingar séu ekki

jafn auðseljanlegar sökum meiri útlána- og/eða markaðsáhættu, þá eru þær eigi síður

mikilvæg uppspretta lausafjár (Banks, 2005).

Að lokum má nefna verðbréf líkt og nýmarkaðsverðbréf (e. emerging market bond),

skuldabréf með hárri ávöxtunarkröfu (e. high yield bonds) og forgangshlutafé (e.

preferred stock). En slíkar fjárfestingar eru hvorki auðseljanlegar né arðbærar þegar þarf

að selja þær með hraði. Þær gefa af sér lægri ávöxtun þegar fyrirtæki þurfa að losa um

lausafé með stuttum fyrirvara, því slíkar fjárfestingar eru áhættusamari og því fámennari

hópur sem er tilbúinn að fjárfesta í slíkum verðbréfum (Banks, 2005).

Vert er að nefna að fjármálastofnanir notast iðulega við endurhverfa viðskiptasölu (e.

reverse repurchase agreement), sé til umfram fjármagn. Með því er átt við kaup á

verðbréfum að því gefnu að þau verði seld aftur á hærra verði eftir fyrirfram ákveðinn

tíma. Slíkir samningar flokkast á eftir markaðsverðbréfum hvað seljanleika varðar þótt

stundum sé hægt að endurselja slíka samninga gerist þess þörf (Banks, 2005; Bodie o.fl.,

2009).

6.1.2 Viðskiptakröfur

Viðskiptakröfur eru næstar í röðinni á eftir handbæru fé og markaðsverðbréfum hvað

seljanleika varðar. Með viðskiptakröfum er átt við kröfur fyrirtækja og stofnana sem

orðið hafa til við sölu á vöru og/eða þjónustu. Ennfremur má skilgreina viðskiptakröfur

sem óveðtryggð skammtímalán til viðskiptavina sem geta af sér vexti vegna seinkunar á

greiðslum (Banks, 2005; Penman, 2010).

Fyrirtæki sem vanhagar um reiðufé geta selt safn af viðskiptakröfum beint til þriðja

aðila. Einnig geta þau nýtt sér slíkt safn til fjármögnunar með því að nota safnið sem veð

gegn lántöku (Banks, 2005).

Page 47: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

46

6.1.3 Birgðir

Áþreifanlegar birgðir flokkast síðan á eftir viðskiptakröfum. Í þennan flokk falla þó ekki

fjármálaafurðir sem flokka mætti sem birgðir fjármálafyrirtækja, því slíkar afurðir má

flokka undir markaðsverðbréf. Almennt séð falla hráefni, vörur í vinnslu og fullunnar

vörur í þennan flokk. Ennfremur má skipta vörum annars vegar í vörur með lítið

geymsluþol líkt og matvörur og ýmis lyf og hins vegar varanlegar vörur líkt og vefnað,

tölvur og bíla. Fyrirtæki geta selt birgðir til að losa um lausafé. Þetta á þó sérstaklega við

um varanlegar vörur sem eru mjög algengar og mikil eftirspurn eftir (Banks, 2005).

Það er mikilvægt að íhuga hvernig birgðir eru fjármagnaðar. Ef þær eru fjármagnaðar

með viðskiptabréfum, bankalánum eða veltilánum eru þær að öllum líkindum óveðsettar,

en það þýðir að hægt er að veðsetja þær í stað þess að selja (Banks, 2005).

6.2 Útlán til viðskiptavina

Á eignahlið efnahagsreikninga banka eru útlán til viðskiptavina venjulega stærsti

liðurinn. Undir þennan lið falla meðal annars yfirdrættir, viðskiptakröfur, fasteignalán og

viðskiptabréf. Almennt séð eru útlán talin vera illseljanlegar eignir. En á síðustu tíu árum

hefur nýsköpun á fjármálamörkuðum aukið markaðshæfi eigna banka, t.d. með notkun

skuldavafninga sem er samheiti yfir alla þá gerninga sem eru afurð af ferli sem kalla má

verðbréfun (e. securitization) (Van Greuning og Brajaovic-Bratanovic, 2009). Í því ferli

er lánasöfnum, leigusamningum og öðrum tegundum löggerninga safnað saman og nýtt

kröfusafn búið til. Dæmi um slík lánasöfn geta verið fasteignalán, bílalán og

kreditkortaskuldir. Nýja kröfusafninu er síðan skipt í einingar, sem kallast skulda-

vafningar sem eru að ferlinu loknu boðnir fjárfestum til kaups á fjármálamarkaði

(Schwarcz, 1994; Van Greuning og Brajaovic-Bratanovic, 2009).

6.3 Fastafjármunir og óefnislegar eignir

Á meðan helsta áherslan er á lausafjármunina, þá getur verið að fyrirtæki hafi aðgang að

fastafjármunum sem hægt er að nota til að skapa reiðufé. Það getur reynst seinlegt að

öðlast reiðufé frá fastafjármunum og því er almennt séð ekki hægt að nota slíkar eignir til

að mæta skammtímaskuldbindingum. Aftur á móti er ekki hægt að nota óefnislegar

eignir, huglægar eignir sem ekki er hægt að leggja hönd á, til að skapa reiðufé (Banks,

2005).

Það er hins vegar ekki fyrr en búið er að þreyta fjármögnunina eða hún orðin of dýr

sem fyrirtæki ákveða að selja eða veðsetja eignir til að afla reiðufjár (Banks, 2005).

Page 48: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

47

6.4 Lausafjárstaða íslensku bankanna

Lausafjárstaða íslensku viðskiptabankanna er góð og er vel yfir lágmörkum samkvæmt

reglum Seðlabanka Íslands og kröfum Fjármálaeftirlitsins. Á mynd 6.1. sést glögglega

hversu vel yfir lágmörkum lausafjárstaða móðurfélaga stóru viðskiptabankanna er.

Mynd 6.1. Lausafjárstaða móðurfélaga þriggja stærstu viðskiptabankanna (Heimild: Seðlabanki

Íslands, 2012d).

Í töflu 6.1. má sjá gróft niðurbrot á lausafjáreignum stóru viðskiptabankanna miðað

við árslok 2011. Arion banki greinir ekki sérstaklega frá lausafjáreignum sínum og því

eru þær tölur nálgaðar með öðrum upplýsingum sem finna má í ársreikningi þeirra, þ.m.t.

upplýsingum um lausfjárhlutfall, reiðufjárhlutfall og heildar innlán. Í lok árs 2011 námu

tryggar lausafjáreignir stærstu viðskiptabankanna, eins og þær eru skilgreindar

samkvæmt kröfum Fjármálaeftirlitsins (2012), um 602 ma.kr. eða 38% af

heildarinnlánum þeirra.

15

20

25

30

35

40

45

80

100

120

140

160

180

200

Ap

ríl

'11

Maí

'11

Jún

í '1

1

Júlí

'11

Ág

úst

'11

Sep

t '1

1

Ok

t '1

1

v '1

1

Des

'11

Jan

'12

Feb

'12

Mar

s '1

2

Ap

ríl

'12

Maí

'12

Jún

í '1

2

Júlí

'12

Ág

úst

'12

% %

Reglur SÍ: Eignir í hlutfalli af skuldbindingum 0-3 mánuðir (v. ás)

Kröfur FME: Tryggar lausafjáreignir í hlutfalli af innlánum (h. ás)

Lágmark, SÍ og FME

Page 49: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

48

Tafla 6.1. Lausafjáreignir stærstu viðskiptabankanna.

Þegar lausafjárstaða íslensku bankanna er skoðuð, er mikilvægt að hafa í huga að

bankarnir starfa í skjóli fjármagnshafta en afnám haftanna getur haft töluverð áhrif á

lausafjárstöðu þeirra. Sé ekki nægt laust fé til staðar til að mæta væntum sem og

óvæntum skuldbindingum þegar til þeirra kemur, getur það haft alvarlegar afleiðingar í

för með sér. Fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar, geta með því móti

takmarkað fjármögnunarmöguleika sína og þar af leiðandi þurft að selja eignir á

óhagstæðum kjörum. Þetta getur líka haft neikvæð áhrif á orðspor fyrirtækja og skapað

óróleika meðal lánardrottna og fjárfesta. Allir þessi þættir geta skapað alvarleg

fjárhagsvandræði sem leitt gætu til gjaldþrots. Til að koma í veg fyrir slíkt er afar

mikilvægt að hafa góða lausafjárstýringu (Banks, 2005).

Lausafjáreignir í m.kr. 31.12.2011

Landsbankinn

Lausafé hjá seðlabönkum 8.823

Lán til fjármálastofnana (styttra en 7 daga) 85.940

Skuldabréf hæf til endurhverfra viðskipta 145.362

Samtals 240.125

Íslandsbanki

Handbært fé og innstæður í Seðlabanka Íslands 53.162

Óveðsett verðbréf sem hæf eru sem veð í endurhverfum viðskiptum við SÍ 55.024

Erlend ríkisskuldabréf 16.323

Skammtímastöður við fjármálastofnanir 36.695

Lausafjárlína við íslenska ríkið 25.000

Samtals 186.204

Arion banki

Handbært fé og innstæður í Seðlabanka Íslands 29.200

Skammtímastöður við fjármálastofnanir 30.073

Skuldabréf hæf til endurhverfra viðskipta 116.363

Samtals 175.636

Lausafjáreignir samtals 601.965

Page 50: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

49

7 Fjármagnsskipan

Fjármagnsskipan er mikilvægur liður lausafjárstýringar. Skipta má fjármagnsskipan

fyrirtækja gróflega í skammtímafjármögnun, langtímafjármögnun og eigið fé. Í köflunum

hér að neðan verður farið yfir hvern þátt fyrir sig og að lokum verður skoðað hvernig

fjármögnun stóru viðskiptabankanna er háttað hér á landi.

7.1 Fjármögnun

Gróft á litið geta fyrirtæki fjármagnað starfsemi sína með þrennum hætti. Í fyrsta lagi

með óráðstöfuðum hagnaði, í öðru lagi með lántöku og í þriðja lagi með hlutafé (Brealey,

Myers og Allen, 2008). Fjármagnsskipan fyrirtækja er mismunandi eftir atvinnugrein.

Fjármálafyrirtæki fjármagna starfsemi sína að mestu leyti með skammtímafjármögnun.

Það gera þau meðal annars til að reyna að hámarka arðsemi þegar vaxtarófið er

upphallandi. Aftur á móti er fjármögnun fjármagnsfrekra (e. capital intensive) fyrirtækja

að stærstum hluta til lengri tíma til að geta mætt fjármögnunarþörf vegna fastafjármuna.

Því má segja að tímalengd fjármögnunar fari eftir eðli eigna og greiðsluflæði.

Iðnaðarfyrirtæki eru til dæmis með meira magn af fastafjármunum og minna magn af

lausafjármunum en fjármálafyrirtæki. Það þýðir þó ekki að iðnaðarfyrirtæki búi yfir meiri

lausafjáráhættu, því hjá dæmigerðu iðnaðarfyrirtæki vega langtíma fastafjármunir upp á

móti langtíma skuldum. Þar af leiðandi stendur aðeins eftir að jafna saman

skammtímaeignir og skammtímaskuldir til að tryggja viðeigandi lausafjárstöðu. Jafnvel

þótt fjármálafyrirtæki séu með stærra hlutfall eigna sinna í lausu formi eru þau með meira

magn af skammtíma- og/eða óbundnum skuldum og ábyrgðum og þurfa þar af leiðandi

að vera meðvitaðri um lausafjárstöðu sína. Því er nauðsynlegt að skoða alla þessi þætti

saman áður en lausafjáráhætta fyrirtækja er metin (Banks, 2005).

Í grófum dráttum eru bankar fjármagnaðir með innlánum, lántöku og eigin fé.

Ennfremur má flokka innlán í bundin og óbundin innlán. Með bundnum innlánum er átt

við innlán sem eru með ákveðinn binditíma. Óbundin innlán hafa aftur á móti engan

binditíma og eru því oft álitin skammtímafjármögnun á meðan bundin innlán eru álitin

lengri tíma fjármögnun. Sökum þess að innlán eru ýmist bundin eða óbundin og vextir á

innlánum og útlánum geta verið fastir eða breytilegir, getur verið mikil óvissa í

sjóðstreymi banka. Þar af leiðandi inniheldur efnahagsreikningur banka stærra hlutfall af

Page 51: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

50

lausafjármunum og minna hlutfall af langtíma torseljanlegum fjárfestingum eða

fastafjármunum en iðnaðarfyrirtæki sem dæmi. Lánum má síðan skipta niður í

skammtímalán og langtímalán, en með eigin fé eru oft talin víkjandi langtímalán (Banks,

2005; RNA, 2010c).

7.1.1 Skammtímafjármögnun

Innlán, millibankalán og endurhverf viðskipti eru helstu skammtímafjármögnunarleiðir

banka. Smásöluinnlán (e. retail deposit) eru stöðugasta form skammtímafjármögnunar.

Smásöluinnlán í formi tékka- og sparnaðarreikninga, peningamarkaðsreikninga og

innstæðubréfa eru almennt álitin trygg fjármögnun (e. sticky) vegna óþæginda og

kostnaðar sparifjáreigenda við að skipta um banka. Slík innlán eru tiltölulega ónæm fyrir

vaxtabreytingum og eru almennt talin dýr fjármögnun, meðal annars vegna reksturs

útibúanets (Banks, 2005; Van Greuning og Brajovic-Bratanovic, 2009). Banki, sem

hefur stöðugan, stóran og fjölbreyttan innlánagrunn, er síður líklegur til að lenda í

lausafjárvandræðum en banki sem hefur ekki yfir slíkum innlánagrunni að ráða (Van

Greuning og Brajovic-Bratanovic, 2009).

Á eftir innlánum má nefna millibankalán. Viðskipti á millibankamarkaði eru annað

hvort í formi innlána eða lána á milli banka. Millibankaviðskipti gegna mjög mikilvægu

hlutverki á peningamarkaði, en millibankamarkaðir auðvelda flutning lausafjár frá

bönkum með umfram lausafé til banka sem skortir lausafé (European Banking

Federation, 2009; Halldór Sveinn Kristinsson, 2002). Yfirleitt er tímalengd

millibankaviðskipta frá einum degi upp í þrjá mánuði og eru þau skráð í einni af stærstu

myntunum, þ.e. í bandaríkjadollar, evru, sterlingspundi, japönsku jeni, svissneskum

franka og kanadískum dollar. Millibankalán eru partur af því sem kallast vakurt fé (e. hot

money), en það eru fjármunir sem eru næmir fyrir breytingum á lánshæfi og vöxtum sem

hægt er að taka út eða ráðstafa aftur með mjög stuttum fyrirvara (Banks, 2005; European

Banking Federation, 2009).

Því næst má nefna endurhverf viðskipti. Það felur í sér að fjármálastofnun selur

seðlabanka eða annarri fjármálastofnun markaðsverðbréf með loforði um að kaupa þau

aftur til baka á hærra verði að ákveðnum tíma liðnum. Ólíkt þeim fjármögnunarleiðum

sem farið hefur verið yfir hér að framan þá eru endurhverf viðskipti veðtryggð viðskipti.

Það þýðir að fjármálastofnunum býðst aðeins þessi fjármögnunarleið ef þær eiga til

óveðsettar eignir sem hægt er að veðsetja. Almennt má hugsa slík viðskipti sem skipti á

Page 52: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

51

eign á móti lausu fé. En slík viðskipti eru í eðli sínu til skamms tíma, yfirleitt ein vika,

jafnvel mánuður, en sjaldan til lengri tíma. Þegar lausafjárkreppan skall á fékk þessi

fjármögnunarleið aukna þýðingu, meðal annars vegna þess að lánveitendur sáu sér ekki

fært að lána fé öðruvísi en gegn tryggum veðum (Banks, 2005; RNA, 2010c).

Bankar geta einnig fjármagnað starfsemi sína með víxilútgáfu og er þessi

fjármögnunarleið vinsæl meðal fleiri atvinnugreina. Í Bandaríkjunum er tímalengd

útgefinna víxla frá einum degi upp í níu mánuði en frá einum degi upp í tólf mánuði í

Evrópu. Þrátt fyrir að víxilútgáfa sé vinsæl fjármögnunarleið þá er hún ekki áreiðanleg

sökum þess hve óstöðug hún er þegar óróleiki er á mörkuðum (Banks, 2005).

Að lokum má nefna lánalínur (e. revolving line of credit, revolvers). Í því felst að

lánveitandi lofar að lána ákveðna upphæð til lántakanda og eftir að sú upphæð hefur

verið endurgreidd getur lántakandi fengið sömu upphæð aftur að láni. Tímalengd slíkrar

fjármögnunar getur verið frá sex mánuðum upp í 24 mánuði og er álitin tiltölulega stöðug

(Banks, 2005; Brealey o.fl., 2008). Almennt séð þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng

skilyrði til að hafa aðgang að lánalínum, auk þess sem þetta er dýr fjármögnunarleið. Að

því sögðu er vert að nefna að fyrir hrun notuðust íslensku bankarnir mikið við opnar

lánalínur án MAC-ákvæða (e. material adverse change clause), en slíkar lánalínur eru

ekki háðar lánshæfismati eða öðrum þeim þáttum sem snúa að starfsemi lántakanda. Í því

felst að lánveitandi lofar að lána ákveðna upphæð, óháð því hvort eitthvað hafi breyst

sem varðar starfsemi lántakanda frá undirritun samnings. Þessi fjármögnunarleið er því

talin nokkuð örugg (Brealey o.fl., 2008; RNA, 2010c).

Engan ætti að undra þó að skammtímafjármögnun sé mjög mikilvæg fyrir banka og

ódýrari en lengri tíma fjármögnun, þegar vaxtarófið er upphallandi, þá er hún óstöðug og

krefst stöðugs eftirlits. Eðli skammtímaskuldbindinga kallar á stöðuga lausafjárstýringu

þannig að alltaf standi nægilegt fjármagn til boða ef endurnýjun er ekki möguleg eða hún

reynist of dýr (Banks, 2005).

7.1.2 Langtímafjármögnun

Langtímafjármögnun getur verið frá allt að einu ári til 30 ára. Langtímaskuldabréf geta

verið gefin út á föstum eða fljótandi vöxtum, með eða án trygginga, í mismunandi

gjaldmiðlum og á ýmsum mörkuðum. Eitt algengasta form lengri tíma fjármögnunar hjá

bönkum er útgáfa skuldabréfa. Fyrst ber að nefna skuldabréfaútgáfu til meðallangs tíma

(e. medium-term notes, MTNs). Binditími slíkra bréfa getur verið frá einu ári upp í tíu ár.

Page 53: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

52

Ennfremur má nefna svokölluð EMTN-skuldabréf (e. euro medium term notes), en það

eru skuldabréf gefin út í evrum til meðallangs tíma samkvæmt rammasamningi (Banks,

2005; Seðlabanki Íslands, 2011c).

Til að öðlast rétt til útgáfu skuldabréfa á grundvelli MTN-ramma þarf útgefandi að

samningsbinda sig til að uppfylla ákveðin skilyrði við útgáfu. En við útgáfu slíkra bréfa

er notast við biðskráningu (e. shelf registration). Í því felst að nóg er að skrá upplýsingar

um útgáfuna hjá eftirlitsaðilum á nokkurra ára fresti. Útgáfuramminn miðar að því að

lágmarka skriffinnsku og auka hraða við útgáfu. Ennfremur veitir slík útgáfa fyrirtækjum

aukinn sveigjanleika til að nýta hagstæðar markaðsaðstæður og til að mæta óvæntum

skuldbindingum (Banks, 2005).

Til langtímafjármögnunar banka skal einnig telja víkjandi lán (e. subordinated debt)

og sértryggð skuldabréf (e. covered bonds). Við gjaldþrot útgefanda eru víkjandi lán

aftarlega í forgangi þegar verið er að skipta upp eignum hans, en þau koma næst á undan

kröfum hluthafa. Einn af aðalhvötum banka til að gefa út víkjandi skuldabréf er sá að

hægt er að nýta þau til að hækka eiginfjárhlutfall þeirra án þess að þynna út eignarhald

þeirra sem þegar eiga bankann. Til að teljast hluti af eigin fé banka verða víkjandi lán að

uppfylla ákveðin skilyrði. Þau verða að verja innlánseigendur en jafnframt vera

fjárfestingarkostur fyrir fjárfesta. Sömuleiðis er mikilvægt að hægt sé að nýta slík lán til

að mæta rekstrartapi, en ekki einungis þegar gjaldþrot blasir við (RNA, 2010c).

Sértryggð skuldabréf eru skuldabréf sem varin eru með tekjustraumi frá öðrum

undirliggjandi bréfum. Þau bréf skulu vera með veði í fasteignum. Í lögum um sértryggð

skuldabréf nr. 11/2008 segir að sértryggð skuldabréf njóti sérstaks fullnusturéttar í

tryggingarsafni útgefanda. Tryggingasafnið er safn skuldabréfa, staðgöngutrygginga og

annarra eigna sem færðar hafa verið á skrá samkvæmt 10. gr. laganna. Tryggingasafnið

skal þó einkum myndað úr skuldabréfum með veði í húsnæði eða útgefnum af ríki og

sveitarfélögum. Í lögum þessum er ennfremur kveðið á um að verði bú útgefanda tekið til

gjaldþrotaskipta skulu sértryggð skuldabréf njóta tryggingaréttinda í skuldabréfum og

öðrum eignum í tryggingasafni. Þannig hafa sértryggð skuldabréf alltaf forgang í þrotabú

fram yfir allar aðrar kröfur, þar með talið innstæður (Flantsbaum, 2009). Talsverð

aukning hefur verið á útgáfu sértryggðra skuldabréfa undanfarin ár, sérstaklega í kjölfar

lausafjárkreppunnar. Við fall Lehman Brothers stóðu markaðir með sértryggð skuldabréf

betur af vígi en aðrir fjármagnsmarkaðir. Ennfremur getur útgáfa sértryggðra skuldabréfa

haft jákvæð áhrif á fjármálastöðugleika. Skuldabréfin eru áhættuminni en flest önnur

Page 54: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

53

verðbréf gefin út af bönkum. Auk þess veitir slík útgáfa bönkum aðgang að langtíma

fjármögnun sem ennfremur dregur úr lausafjáráhættu (Beirne o.fl., 2011).

Þegar vaxtarófið er upphallandi er kostnaðarsamara að notast við lengri tíma

fjármögnun en skammtímafjármögnun. Aftur á móti er hægt að létta á vinnu við

lausafjárstýringu með því að lengja í gjalddaga skuldbindinga og draga með því úr vægi

skammtímafjármögnunar (Banks, 2005).

7.1.3 Eigið fé

Þegar félag er stofnað er eigið fé einfaldlega það sem hluthafar leggja inn í félagið. Eftir

því sem líður á rekstur fyrirtækis safnast upp hagnaður, eða tap, sem leggst við eigið fé.

Segja má að eigið fé félags sé vörn fyrir lánveitendur félagsins gagnvart tapi þess. Hversu

sterk vörn eigið fé er, veltur hins vegar umfram allt á því, hversu hátt eigið fé er sem

hlutfall af skuldum. Bankar eru almennt skuldsettari en önnur félög en í lögum um

fjármálafyrirtæki eru settar lágmarkskröfur um eigið fé. Tilgangur þess er að koma í veg

fyrir að of mikil áhætta sé tekin í rekstri fjármálafyrirtækja og treysta stöðugleika

fjármálakerfisins. Eigið fé banka hefur því mikil áhrif á möguleika þeirra til að fjármagna

rekstur sinn (RNA, 2010d).

Afar ólíklegt verður að teljast að fyrirtæki í lausafjárþörf gefi út hlutafé til að mæta

skammtímaskuldbindingum, þar sem það er afar tímafrekt ferli. Auk þess er fjármögnun

með hlutafé afar kostnaðarsöm (Banks, 2005).

Nýsköpun á fjármálamarkaði hefur aukið úrval nýrra liða utan efnahags, en líkt og

nafnið gefur til kynna, þá eru þessir liðir ekki hluti af efnahagsreikningi fyrirtækja. Flestir

bankar eru með einhverja starfsemi utan efnahags og hefur notkun liða utan efnahags

vaxið hratt á undanförnum 30 árum (BIS, 2010c; Heffernan, 2005). Með notkun

fjármálagerninga, sem bókfærðir eru utan efnahags, hefur bönkum tekist að komast hjá

kostnaði sem fylgir reglum eins og bindiskyldu og eiginfjárkvöðum. Ábyrgðir,

lánsloforð, lánalínur og ýmsar afleiður líkt og framtíðar- og valréttarsamningar teljast

hvorki til eigna né skulda jafnvel þó að slíkir gerningar feli í sér áhættu fyrir banka. Liðir

utan efnahags geta engu að síður verið mikilvæg uppspretta lausafjár og taka þarf tillit til

þeirra þegar fjármögnun banka er skoðuð og meta á lausafjárþörf þeirra (Van Greuning

og Brajaovic-Bratanovic, 2009).

Page 55: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

54

7.2 Fjármögnun íslensku bankanna

Innlán eru venjulega ein helsta fjármögnunarleið banka. Á síðustu áratugum hefur

fjármögnun banka farið frá því að innihalda stöðug smásöluinnlán í það að innihalda

óstöðuga heildsölufjármuni. Auk þess fór notkun valréttasamninga vaxandi. Þetta hefur

aukið óvissu í sjóðstreymi banka og þeir orðið berskjaldaðri fyrir markaðs- og

útlánaáhættu. Starfsemi utan efnahags, þar með talið afleiður og lánsloforð, hefur aukið

óvissuna enn frekar (Banks, 2005; RNA, 2010c).

Mikilvægi innlána hjá íslensku bönkunum hafði minnkað hlutfallslega frá 1998 og allt

fram að miðju ári 2006. Árið 1998 voru bankarnir að meðaltali með 45% af fjármögnun í

gegnum innlán en það hlutfall lækkaði niður í rétt rúm 22% árið 2004, sökum þess að

evrópski skuldabréfamarkaðurinn hafði opnast. Í byrjun árs 2006 fóru matsfyrirtæki að

greina frá áhyggjum sínum af íslensku efnahagslífi og bentu meðal annars á, að íslensku

bankarnir fjármögnuðu sig að litlu leyti með innlánum. Einnig bentu greiningaraðilar

réttilega á að óvíst væri að þessi greiði aðgangur að skuldabréfamörkuðum myndi haldast

til lengri tíma. Af þeim sökum fóru bankarnir að treysta innlánsgrunn sinn. Það gerðu

þeir með söfnun innlána í erlendum útibúum. Fyrst með heildsöluinnlánum og síðar

smásöluinnlánum (RNA, 2010c). Fyrir hrun höfðu efnahagsreikningar viðskiptabankanna

margfaldast. Sé litið til móðurfélaga stóru viðskiptabankanna þriggja frá lokum árs 2003

til loka árs 2007, þá rúmlega sexfölduðust efnahagsreikningar þeirra (Fjármálaeftirlitið,

2004; Fjármálaeftirlitið, 2008). Frá hruni bankanna hafa skuldir og eigið fé

viðskiptabankanna aftur á móti haldist nokkuð óbreytt líkt og sjá má á mynd 7.1.

Mynd 7.1. Efnahagsreikningar stóru viðskiptabankanna.

0

500

1.000

1.500

2.000

2.500

3.000

Sept 2012 Júní 2012 Mars 2012 Des 2011 Des 2010 Des 2009

ISK ma.

Innlán Aðrar skuldir Eigið fé

Page 56: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

55

Í dag eru viðskiptabankarnir að stærstum hluta fjármagnaðir með innlánum. Í lok

september 2012 voru innlán stærstu viðskiptabankanna um 59% af heildarfjármögnun

þeirra líkt og sjá má á mynd 7.2. Ennfremur hefur vægi innlána minnkað um tæp 10% frá

því í lok árs 2009.

Mynd 7.2. Fjármögnun stóru viðskiptabankanna og vægi innlána.

Meginhluti innlána viðskiptabankanna er óbundinn. Í lok þriðja ársfjórðungs 2012

voru rúmlega 70% innlána hjá stóru viðskiptabönkunum óbundin. Sökum þess er

lausafjáráhætta bankanna að mestu leyti tengd mögulegum úttektum innlána. Auk þess

kemur fram í skýrslu Seðlabanka Íslands (2012c) að erlendir aðilar eiga um 8% innlána

hjá móðurfélögum íslensku viðskiptabankanna sem er lækkun um rúmlega 17 ma.kr. frá

árslokum 2011. Innlán annarra innlánseigenda hafa lítið breyst frá árslokum 2011.

Samkvæmt þeirri skýrslu eru heimili stærstu eigendur innlána íslenskra viðskiptabanka

en hlutfall þeirra hefur þó farið lækkandi frá því í lok árs 2010 líkt og sjá má á mynd 7.3.

Þess ber að geta að innlán lífeyrissjóða hjá bönkunum jukust mikið eftir hrunið vegna

mikillar óvissu á fjármálamarkaði og takmarkaðra fjárfestingarmöguleika (Svava

Óskarsdóttir, 2011).

0%

20%

40%

60%

80%

100%

0

500

1.000

1.500

2.000

2.500

3.000

Sept 2012 Júní 2012 Mars 2012 Des 2011 Des 2010 Des 2009

ISK ma.

Innlán Lántaka Eigið fé Innlán, %heildarfjármögnun

Page 57: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

56

Mynd 7.3. Eigendur innlána (móðurfélög viðskiptabankanna).

Á móti minnkandi vægi innlána hefur vægi eiginfjár og annarrar fjármögnunar aukist

lítillega eins og sjá má á mynd 7.4. Sú aukning kemur til vegna yfirtöku Arion banka á

sértryggðum skuldabréfum og útgáfu Arion banka og Íslandsbanka á sértryggðum

skuldabréfum til fjármögnunar fasteignalána. Bankarnir gáfu út sértryggðu skuldabréfin í

febrúar 2012 annars vegar og hins vegar í desember árið 2011 og eru þau liður bankanna

í því að auka hlutfall langtíma fjármögnunar (Arion banki, 2012a; Íslandsbanki, 2012a).

Arion banki (2012b) hefur gefið út tvo flokka, einn verðtryggðan og annan

óverðtryggðan en Íslandsbanki (2012b) þrjá verðtryggða og einn óverðtryggðan. Auk

þess hefur skilyrt skuldabréf milli gamla og nýja Landsbankans hækkað í virði sem

veldur aukningu í annarri fjármögnun (Landsbankinn hf., 2012).

Mynd 7.4. Fjármögnun stóru viðskiptabankanna.

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

Des 2010 Júní 2011 Des 2011 Júní 2012

Aðrir

Erlendir aðilar

Heimili

Eignarhaldsfélög

Fyrirtæki

Fjármálafyrirtæki

Page 58: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

57

Enn hafa bankarnir ekki aðgang að erlendri markaðsfjármögnun. Til að geta sótt sér

erlenda markaðsfjármögnun á viðráðanlegum kjörum þurfa þeir að ljúka

endurskipulagningu útlána og lækka vanskilahlutföll. Ríkissjóður Íslands hefur þó gefið

út skuldabréf í dollurum á erlendum mörkuðum og þegar lánshæfismat ríkissjóðs batnar

mun það veita bönkunum svigrúm til að fá lánshæfiseinkunn í fjárfestingarflokki sem

ennfremur mun skila sér í aðgengi að erlendri markaðsfjármögnun (Fjármálaráðuneytið,

2012; Seðlabanki Íslands, 2012d).

Líkt og sjá má á mynd 7.5. fjármagna íslensku bankarnir sig að mestu leyti með

skammtímafjármögnun. Til skammtímafjármögnunar teljast allir þeir fjármögnunarliðir

sem hafa styttri tímalengd en 12 mánuði. Vægi skammtímafjármögnunar hefur lækkað

lítillega frá því í lok árs 2009.

Mynd 7.5. Skipting fjármögnunar stóru viðskiptabankanna eftir tímalengd.

Page 59: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

58

8 Nýjar lausafjárreglur

Ekki brugðust allar þjóðir eins við kreppunni en flest ríki og alþjóðastofnanir brugðust

við henni með því að grípa til aðgerða sem miðuðu að því að treysta miðlun fjármagns í

hagkerfinu. Fjármálafyrirtæki fengu lausafjárstuðning eða lán, eiginfjárstaða þeirra var

styrkt, torseljanlegar eignir voru keyptar og ríkisábyrgðir veittar (Seðlabanki Íslands,

2011b). Í þessum kafla verður farið yfir viðbrögð bandarískra stjórnvalda og

alþjóðastofnana við lausafjárkreppunni. Farið verður yfir bandarísku Dodd-Frank

löggjöfina og alþjóðlega Basel III regluverkið. Enn fremur verður farið yfir nýju

lausafjárreglurnar sem eiga að leysa af hólmi núverandi lausafjárreglur Seðlabanka

Íslands og lausafjárkröfur Fjármálaeftirlitsins hér á landi.

8.1 Dodd-Frank löggjöfin

Mikil umræða hefur átt sér stað um hvers kyns breytingar þurfi að gera á uppbyggingu

fjármálakerfisins til að tryggja að almenningur verði ekki fyrir álíka tjóni vegna reksturs

banka. Umræðan er þó mismunandi milli landa enda uppbygging fjármálakerfa

mismunandi. Segja má að Bandaríkjamenn hafi verið skrefi á undan öðrum hvað

endurbætur á regluverki varðar, því í júlí 2010 var umfangsmikil löggjöf leidd í lög sem

nefnist Dodd-Frank löggjöfin. Löggjöf þessi markar einar umfangsmestu breytingar sem

orðið hafa á fjármálakerfinu í áratugi og hefur hún áhrif á innlendar jafnt sem erlendar

fjármálastofnanir (Cabral, 2012; The Committee on Financial Services, e.d.). Markmið

þessara laga er að stuðla að fjármálastöðugleika með því að bæta ábyrgðaskyldu og

gagnsæi fjármálakerfisins þar í landi. Auk þess er markmið laganna að binda endi á „too-

big-to-fail“ stofnanir og vernda ameríska skattgreiðendur (U.S. Securities and Exchange

Commission [SEC], 2009). Mörg ákvæði laganna eru að miklu leyti háð reglugerð og

túlkun eftirlitsaðila. Þann 2. janúar síðastliðinn var einungis búið að ljúka við 40,1%

þeirra reglna sem klára átti á þeim tímapunkti (Davis Polk, 2013). Í löggjöfinni, nánar

tiltekið í grein 165, kemur meðal annars fram að setja þurfi strangari lausafjárkröfur

(SEC, 2009).

Í desember 2011 kynnti Seðlabanki Bandaríkjanna til sögunnar tillögur að

lausafjárkröfum. Áætlað er að innleiða kröfurnar í nokkrum skrefum, en skipta má fyrstu

Page 60: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

59

tveimur skrefunum í eigindlegar lausafjárkröfur annars vegar og hins vegar í megindlegar

lausafjárkröfur (Federal Reserve System, 2012).

8.1.1 Eigindlegar lausafjárkröfur

Til að byrja með munu fjármálastofnanir þurfa að innleiða bætta staðla um

lausafjárstýringu. Þeir staðlar byggja á stefnumarkandi yfirlýsingu sem Seðlabanki

Bandaríkjanna birti í mars 2010 og innihalda eftirfarandi (Davis Polk, 2011; Federal

Reserve System, 2012):

Ákvæði um stjórnarhætti.

Eigindlegar lausafjárkröfur er varða eftirfarandi:

o Áætlanir um sjóðstreymi.

o Álagspróf, varasjóð og varúðarfjármögnun.

o Sérstök takmörk.

o Eftirlit og skýrslugjöf.

Ákvæði um stjórnarhætti

Þegar öllu er á botninn hvolft þá ber stjórn fjármálastofnana ábyrgð á lausafjáráhættu og

þarf að hafa umsjón með lausafjárstýringu. Stjórnin þarf að yfirfara og samþykkja

áætlanir, stefnu og verklag fjármálastofnana sem framkvæmdarstjórnin setur vegna

lausafjárstýringar (Davis Polk, 2011).

Áætlanir um sjóðstreymi

Fjármálastofnanir verða að setja upp ítarlega áætlun er varðar sjóðstreymi byggða á

áhættuskuldbindingum vegna eigna, skulda og liða utan efnahags. Hvort sem um er að

ræða til skammtíma eða langtíma (Davis Polk, 2011).

Álagspróf, varasjóður og varúðarfjármögnun

Fjármálastofnanir þurfa að framkvæma innri álagspróf, að minnsta kosti mánaðarlega, til

að meta lausafjárþörf þeirra til 30 daga, 90 daga og 360 daga. Ennfremur þurfa

fjármálastofnanir að ákvarða hversu mikið lausafé á að setja í varasjóð útfrá þeim

niðurstöðum sem fást með álagsprófum. Varasjóðurinn þarf að innihalda nægilegt magn

auðseljanlegra eigna til að mæta áætlunum um nettó útflæði yfir 30 daga tímabil sem

settar hafa verið samkvæmt í nokkrum sviðsmyndum álagsprófsins. Auk þess þurfa

Page 61: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

60

fjármálastofnanir að þróa stefnu um varúðarfjármögnun (e. contingency funding plan)

(Davis Polk, 2011).

Sérstök takmörk

Fjármálastofnanir þurfa að setja og viðhalda ákveðnum takmörkum á mögulegum

uppsprettum lausafjáráhættu. Í því felst meðal annars að koma í veg fyrir að

fjármálastofnanir reiði sig of mikið á eina tegund fjármögnunar. Einnig þarf að takmarka

áhættuskuldbindingar utan efnahags og aðrar áhættuskuldbindingar sem skapað gætu

fjármögnunarþörf á tímum lausafjárþurrðar. Takmörk þessi verða meðal annars að taka

mið af fjármagnsskipan stofnana (Davis Polk, 2011).

Eftirlit og skýrslugjöf

Fjármálastofnanir þurfa einnig að fylgjast vel með daglegri lausafjárstöðu sinni,

óveðsettum eignum, veðum og þeim takmörkum sem sett hafa verið, sem lýst var hér að

framan. Að lokum þurfa fjármálastofnanir að skýra reglulega frá framvindu mála til

áhættunefndar (Davis Polk, 2011).

8.1.2 Megindlegar lausafjárkröfur

Í næsta skrefi verða innleiddar megindlegar lausafjárkröfur, en þær kröfur munu vera

byggðar á Basel III sem fjallað verður um í næsta kafla (Davis Polk, 2011). Þann 7. júní

2011 birti Seðlabanki Bandaríkjanna tillögu að Basel III regluverki. Enn er þó unnið að

drögum að Basel III regluverki í Bandaríkjunum og því ekki búið að gefa út lokaeintak

(BIS, 2012c).

8.2 Basel III

Í framhaldi af lausafjárkreppunni fór Basel-nefndin að vinna að endurbótum á regluverki

fyrir banka. Tillögur nefndarinnar voru síðan samþykktar í september 2010, en þær ganga

út á það að styrkja alþjóðlegar reglur um fjármagn og laust fé með það að markmiði að

auka viðnámsþrótt banka (BIS, 2010a). Basel III reglurnar eru víðtækari en áður en í stað

þess að einblína einungis á eiginfjárhlutföll eins og áður verður eftirlitið þríþætt.

Markmið reglnanna er að renna frekari stoðum undir eiginfjárgrunn fjármálafyrirtækja,

innleiða nýjar lausafjárkvaðir og takmarka skuldsetningu fyrirtækja. Í desember 2010

kynnti Basel-nefndin ennfremur nýja staðla fyrir lausafjárstýringu. Þessir nýju staðlar eru

hluti af hinum svokölluðu Basel III reglum sem samþykktar voru í september 2010 og

eru auk þess viðbót við leiðbeinandi tilmæli um bestu framkvæmd við lausafjárstýringu

Page 62: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

61

og eftirlit sem Basel-nefndin gaf út í september 2008 (BIS, 2010c). Nýju staðlarnir fyrir

lausafjárstýringu miða að því að innleiða samræmda mælikvarða á lausfjáráhættu fyrir

alla banka, en þetta er í fyrsta sinn sem innleiða á samræmdar, alþjóðlegar lausafjárreglur

(BIS, 2010c; Westlake, 2012a). Markmið reglnanna er að styrkja bankakerfið að því leyti

að hægt sé að draga úr fjármálaáföllum og þar með draga úr smitáhrifum frá

fjármálakerfinu í raunhagkerfið (BIS, 2010c).

Samkvæmt Basel III hafa verið sett tvenns konar lausafjárviðmið. Annars vegar

lausafjárþekjuhlutfall (e. liquidity coverage ratio, LCR) sem mæla á skammtímaþol

banka vegna truflana á lausafjárstöðu. Með því viðmiði er lagt til að gerð verði sú krafa

að bankar verði með nægilegt magn öruggra seljanlegra lausafjáreigna (e. high quality

liquid assets) til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar við erfiðar

fjármögnunaraðstæður (e. stressed funding scenario) í samræmi við þær sviðsmyndir sem

ákveðnar verða af eftirlitsaðilum. Hins vegar er gerð krafa um tryggt nettó

fjármögnunarþekjuhlutfall (e. net stable funding ratio, NSFR) sem tekur á kerfisbundnu

langtíma misvægi í lausu fé. Þess má geta að allur efnahagsreikningur bankans er undir í

þessu sambandi og mun þessi lausafjárkrafa hvetja banka til að byggja á fjármögnun sem

er trygg í eðli sínu (e. stable sources of funding). Viðmiðin eru alþjóðleg en reglurnar

bjóða upp á sveigjanleika í hverju landi (BIS, 2010c; Seðlabanki Íslands, 2011b). Hér á

eftir verður farið yfir markmið og skilgreiningar hvors hlutfalls fyrir sig líkt og það er sett

fram samkvæmt Basel III.

8.2.1 Lausafjárþekja

Lausafjárþekjuhlutfall mælir laust fé til skemmri tíma. Lausafjárþekjuhlutfallið byggir á

hefðbundinni aðferðafræði um lausafjárhlutföll sem bankar nota við innbyrðis mat á

lausafjárþörf (BIS, 2010c).

Markmið

Markmið með notkun lausafjárþekjuhlutfalls er að tryggja það að bankar viðhaldi

nægjanlegu magni af óveðsettum, hágæða lausafjáreignum sem auðvelt er að umbreyta í

laust fé til að mæta lausafjárþörfum yfir 30 daga tímabil miðað við þær sviðsmyndir sem

ákveðnar eru af eftirlitsaðilum. Bankar þurfa að eiga nóg lausafjármagn til að geta staðist

hreint útflæði í 30 daga, að lágmarki, miðað við svartsýnisspár eftirlitsaðila. Hlutfall þetta

á að veita bönkum og eftirlitsaðilum svigrúm til að grípa til viðeigandi aðgerða vegna

breyttra aðstæðna (BIS, 2010c).

Page 63: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

62

Skilgreining

Formúla 8.1. Lausafjárþekja, LCR.

Til tryggra lausafjáreigna samkvæmt hlutfalli þessu, sem sjá má í formúlu 8.1., teljast

kvaðalausar veðbandslausar eignir, þannig að þær séu seljanlegar á mörkuðum á tímum

mikilla lausafjárþrenginga og að þær séu helst fullgildar í viðskiptum við seðlabanka.

Enn fremur má skipta tryggum lausafjáreignum í tvennt. Annars vegar í 1.stigs eignir og

2.stigs eignir hins vegar. Engin takmörk eru sett á 1.stigs eignir en 2.stigs eignir mega að

mestu leyti mynda 40% af heildar safni tryggra lausafjáreigna. Samkvæmt Basel III er

engin skerðing sett á 1.stigs eignir og koma þær því að fullu inn í útreikning á

lausafjárþekju. Hins vegar geta eftirlitsaðilar hvers lands krafist ákveðinnar skerðingar

(BIS, 2010c). Í töflu 8.1. má sjá hvað flokkast undir 1.stigs eignir annars vegar og 2.stigs

eignir hins vegar, auk þess vægis sem sett er á hvern lið fyrir sig samkvæmt Basel III.

Tafla 8.1. Tryggar lausafjáreignir (Heimild: BIS, 2010c).

Samkvæmt sviðsmyndum ákveðnum af eftirlitsaðilum, er hreint fjárútstreymi

skilgreint sem vænt heildarútflæði að frádregnu væntu heildarinnflæði, eða 75% af

heildarútflæði næstu 30 daga, hvort sem lægra reynist. Með því að setja þak á

heildarinnflæði á að koma í veg fyrir að bankar treysti eingöngu á áætlað innflæði til að

Tryggar lausafjáreignir Vægi

1.stigs eignir

Sjóður 100%

Innlán í seðlabanka 100%

Markaðshæf verðbréf með 0% áhættuvog (skv. Basel II) útgefin af eða með ábyrgð ríkis,

seðlabanka, stofnunum hins opinbera (PSE), Alþjóðagreiðslubankanum (BIS),

Alþjóðgjaldeyrissjóðnum (AGS), Evrópusambandinu (ESB), alþjóðlegra þróunarbanka ofl.

100%

Verðbréf útgefin af eða með ábyrgð viðkomandi ríkis eða seðlabanka gefin út í innlendri mynt. 100%

Verðbréf útgefin af eða með ábyrgð viðkomandi ríkis eða seðlabanka gefin út í erlendri mynt. 100%

2.stigs eignir

Markaðshæf verðbréf með 20% áhættuvog, útgefin af eða með ábyrgð ríkis, seðlabanka og PSE. 85%

Skuldabréf fyrirtækja (ekki gefin út af fjármálastofnun eða tengdum félögum) með

lánshæfiseinkunn frá viðurkenndu lánshæfismatsfyrirtæki og lágmarkseinkunn AA-85%

Sértryggð skuldabréf (ekki gefin út af viðkomandi banka eða tengdum félögum) með

lágmarkseinkunn AA- frá viðurkenndu lánshæfismatsfyrirtæki85%

Page 64: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

63

standast lausafjárkröfur. Auk þess er með því móti verið að tryggja að bankar haldi

ákveðnu magni af tryggum eignum, eða sem nemur 25% af heildarútflæði. Við

útreikning á heildarútflæði eru eftirstöðvar mismunandi tegundar skulda og

skuldbindinga utan efnahags margfaldaðar með ákveðnu vægi. Það vægi táknar hversu

mikið af viðkomandi skuld er áætlað að flæði út úr bankanum. Í töflu 8.2. má sjá hversu

mikið vægi mismunandi tegundir skulda og skuldbindinga utan efnahags hljóta við

útreikning lausafjárþekju. Við útreikning á heildarinnflæði eru eftirstöðvar

samningsbundinna krafna margfaldaðar með ákveðnu vægi. Það vægi táknar hversu

mikið er áætlað að flæði inn í bankann. Sjá má hversu mikið vægi einstaka kröfur fá við

útreikning á lausafjárþekju í töflu 8.3. (BIS, 2010c).

Page 65: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

64

Tafla 8.2. Flokkun og vægi útflæðis (Heimild: BIS, 2010c).

Útflæði (innan 30 daga) Vægi

A. Smásölu innlán eða innlán heimila

Smásöluinnlán sem falla undir lög um innstæðutryggingar 5%

Önnur smásölu innlán 10%

Bundin smásölu innlán með binditíma sem líkur eftir viðkomandi 30 daga tímabil. 0%

B. Önnur innlán

Innlán smærri fyrirtækja sem falla undir lög um innstæðutryggingar 5%

Önnur innlán frá smærri fyrirtækjum 10%

Bundin innlán frá smærri fyrirtækjum með binditíma sem líkur eftir viðkomandi 30 daga tímabil. 0%

Innlán stærri fyrirtækja í viðskiptasambandi við bankann sem falla undir lög um innstæðutryggingar 5%

Önnur innlán frá stærri fyrirtækjum í viðskiptasambandi við bankann 25%

Innlán stærri fyrirtækja sem ekki eru í viðskiptasambandi við bankann 75%

Innlán banka og annarra fjármálastofnana í viðskiptasambandi við bankann 25%

Innlán banka og annarra fjármálastofnana sem ekki eru í viðskiptasambandi við bankann 100%

Innlán ríkis og seðlabanka 75%

Innlán fjármálafyrirtækja í slitameðferð 100%

Ótrygg skuldabréfaútgáfa 100%

C. Trygg fjármögnun

Endurhverf viðskipti á grundvelli 1.stigs eigna og fjármögnun í seðlabönkum byggð á 1.stigs eignum 0%

Endurhverf viðskipti á grundvelli 2.stigs eigna og fjármögnun í seðlabönkum byggð á 2.stigs eignum 15%

Endurhverf viðskipti sem byggjast á öðru en 1.stigs og 2.stigs eignum þar sem mótaðilinn er ríki eða

seðlabanki heimalandsins eða PSE með 20% áhættuvog og fjármögnun seðlabaka er byggt á öðru en 1.stigs

og 2.stigs eignum

25%

Endurhverf viðskipti byggt á öðru en 1.stigs og 2.stigs eignum þar sem mótaðilinn er ekki ríki, seðlabanki

eða PSE100%

D. Viðbótarskilyrði

Nettó afleiðuskuldir 100%

Aukin lausafjárþörf sökum lækkunar lánshæfismats vegna ákvæða í afleiðusamningum eða öðrum

samningum100%

Aukin lausafjárþörf vegna mögulegra verðbreytingar á verðbréfum sem lögð eru fram sem veðtrygging

vegna afleiða og annarra viðskipta

Tryggingar í formi eigna sem skilgreindar eru sem 1. stigs eignir 0%

Tryggingar í formi eigna annarra en þeirra sem skilgreindar eru

sem 1. stigs eignir20%

Greiðslur varðandi eignavarin verðbréf, sértryggð skuldabréf og aðrar samsettar fjármálaafurðir 100%

Greiðslur í tengslum við viðskiptabréf með veði í eignum, fasteignatryggð bréf og fjármögnun þar sem

bankinn getur verið skyldugur til að kaupa til baka innan 30 daga vegna samnings við mótaðila100%

Ónýttar yfirdráttarheimildir og lánalínur til heimila og smærri fyrirtækja 5%

Ónýttar útlánaheimildir til fyrirtækja, ríkis, seðlabanka, PSE og alþjóðlegra þróunarbanka 10%

Ónotuð lausafjárfyrirgreiðsla til fyrirtækja, ríkis, seðlabanka, PSE, alþjóðlegra þróunarbanka 100%

Ónýttar útlánaheimildir og lausafjárfyrirgreiðsla til fjármálafyrirtækja 100%

Aðrar skuldbindingar

Aðrar samningsbundnar skyldur sem nú þegar er ekki búið að taka tillit til 100%

Láns- og lausafjárlínur sem að bankinn hefur gefið út og má afturkalla, ábyrgðir, lánsloforð og aðrar

ósamningsbundnar skuldbindingar 0%

Aðrar samningsbundnar greiðslur 100%

Page 66: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

65

Tafla 8.3. Flokkun og vægi innflæðis (Heimild: BIS, 2010c).

Mælikvarðinn gerir ráð fyrir að gildi hlutfallsins sé ekki lægra en 100%, það er að

segja að tryggar eignir þurfa að minnsta kosti að vera jafn miklar og heildar hreint

útflæði. Ætlast er til þess að bankar standist ávallt þessar kröfur og eigi nægjanlegt magn

af tryggum eignum til að geta varist hugsanlegum áhlaupum. Einnig er ætlast til þess að

bankar og eftirlitsaðilar hugi að hugsanlegu misræmi milli útflæðis og innflæðis sem

orðið gæti innan þessa 30 daga tímabils og tryggja að nægjanlegt magn tryggra eigna sé

til staðar til að koma til móts við það misræmi. Þegar kemur að því að setja upp þær

sviðsmyndir sem hugsanlega gætu valdið bönkum lausafjárskorti hefur verið horft til

þeirra alvarlegu atburða sem gerðust í kreppunni, sem hófst árið 2007 (BIS, 2010c).

Innflæði (innan 30 daga) Vægi

A. Endurhverf viðskipti

Ef trygging er ekki notuð til að verja skortstöður

Fjárstreymi af útlánum með veði í 1. stigs eignum 0%

Fjárstreymi af útlánum með veði í 2. stigs eignum 15%

Fjárstreymi af útlánum með veði í öðrum eignum en þeim sem falla undir 1. stigs

og 2. stigs eigna100%

Ef trygging er notuð til að verja skortstöður og því velt áfram eftir 30 daga

Fjárstreymi af útlánum með veði í 1. stigs eignum 0%

Fjárstreymi af útlánum með veði í 2. stigs eignum 0%

Fjárstreymi af útlánum með veði í öðrum eignum en þeim sem falla undir 1. stigs

og 2. stigs eigna0%

B. Láns- og lausafjárfyrirgreiðsla 0%

C. Innlán í öðrum fjármálastofnunum

Innlán sem eru í rekstrarlegum tilgangi 0%

Innlán sem eru ekki í rekstrarlegum tilgangi 100%

D. Samningsbundnar greiðslur

Fjárstreymi af virkum útlánum til einstaklinga, fyrirtækja og seðlabanka 50%

Fjárstreymi frá virkum útlánum til fjármálafyrirtækja í viðskiptasambandi við bankann 0%

Fjárstreymi frá virkum lánum til fyrirrennara viðkomandi fjármálastofnunar 0%

Fjárstreymi frá skuldabréfum á gjalddaga og virkum útlánum til fjármálafyrirtækja 100%

Fjárstreymi frá virkum útlánum til annarra talið hefur verið upp hér að ofan 50%

Aðrar samningsbundnar greiðslur 100%

E. Aðrir liðir

Nettó afleiðukröfur 100%

Page 67: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

66

8.2.2 Fjármögnunarþekja

Fjármögnunarþekjuhlutfallið á að stuðla að stöðugri langtímafjármögnun. Hlutfallið er

byggt á hefðbundnum aðferðum er varða hreint lausafjármagn og reiðufé sem bankar,

greiningaraðilar og lánshæfismatsfyrirtæki hafa verið að notast við (BIS, 2010c).

Markmið

Til að stuðla að frekari lengri tíma fjármögnun hefur Basel-nefndin þróað svokallað

fjármögnunarþekjuhlutfall. Hlutfall þetta ákvarðar lágmarks trygga fjármögnun út frá

tegund lausafjármagns. Það er hannað til að tryggja að starfsemi banka og langtímaeignir

til eins árs og séu fjármagnaðar að minnsta kosti með ákveðnu hlutfalli stöðugrar

fjármögnunar samkvæmt lágmarkskröfum, að teknu tilliti til lausafjáráhættu. Hlutfallinu

er ætlað að draga úr of mikilli áherslu á skammtímafjármögnun og stuðla að betra mati á

lausafjáráhættu allra liða efnahagsreikningsins sem og allra liða utan hans. Þar að auki er

því ætlað að vega upp á móti þeim hvötum sem bankar kunna að hafa til að fjármagna

tryggar eignir með skammtímafjármögnun sem fellur á gjalddaga rétt eftir 30 daga

tímabilið samkvæmt lausafjárþekjuhlutfallinu (BIS, 2010c).

Skilgreining

Formúla 8.2. Fjármögnunarþekja, NSFR.

Í formúlu 8.2. hér að ofan má sjá hvernig fjármögnunarþekjan lítur út. Undir

aðgengilega stöðuga fjármögnun (e. available stable funding) fellur sú fjárhæð sem

bundin er í eigin fé, forgangshlutafé, innlánum og öðrum skuldbindingum sem talið er að

haldist nokkuð óbreyttar innan árs. Þessi fjárhæð er fengin með því að flokka fyrst

ofangreinda liði í einn af sjö flokkum samkvæmt töflu 8.4. Að því loknu er fjárhæð hvers

flokks margfölduð með viðeigandi stuðli (e. available stable funding factor, ASF factor).

Heildarfjárhæðin sem fellur undir aðgengilega stöðuga fjármögnun er því summa

vigtaðra liða.

Page 68: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

67

Tafla 8.4. Aðgengileg stöðug fjármögnun og viðkomandi stuðlar (Heimild: BIS, 2010c ).

Heildarfjárhæð nauðsynlegrar stöðugrar fjármögnunar eða þeirrar fjármögnunar sem

krafist er af eftirlitsaðilum skal mæld samkvæmt forsendum eftirlitsaðila sem byggja að

mestu leyti á eignasamsetningu og áhættuskuldbindingum utan efnahags hjá viðkomandi

banka. Þessi fjárhæð er fengin með því að margfalda samanlagt virði eigna með

viðeigandi stuðli (e. required stable funding factor, RSF factor), leggja þá fjárhæð svo

saman við samanlagt virði liða utan efnahags sem einnig er margfaldað með ákveðnum

stuðli. Þeir stuðlar sem beitt er á viðeigandi eignaflokka og liði utan efnahags er það

hlutfall sem eftirlitsaðilar telja að þurfi að vera fjármagnað með stöðugri fjármögnun.

Eignir, sem eru seljanlegri og auðveldara er að umbreyta í laust fé á tímum

lausafjárþurrðar, fá lægri stuðul og þarfnast þar með minna af stöðugri fjármögnun en

eignir sem eru illseljanlegri við slíkar aðstæður. Basel-nefndin hefur sett fram viðmið um

stuðla fyrir mismunandi eignaflokka líkt og sjá má í töflu 8.5.

Aðgengileg stöðug fjármögnun Stuðull

Eiginfjárþáttur A (e. Tier 1) og Eiginfjárþáttur B (e. Tier 2) samkvæmt Basel III 100%

Forgangshlutafé sem flokkast ekki undir eiginfjárþátt B 100%

Aðrar skuldir með virkan binditíma til eins árs eða lengur 100%

Óbundin og/eða bundin (eftirstöðvartími < 1 ár) innlán heimila eða smærri

fyrirtækja sem falla undir lög um innstæðutryggingar90%

Önnur óbundin og/eða bundin (eftirstöðvartími < 1 ár) innlán heimila eða smærri

fyrirtækja80%

Óveðtryggð fjármögnun frá öðrum fyrirtækjum, ríki, seðlabanka, PSE og

alþjóðaþróunarbönkum50%

Allir aðrir skulda- og eiginfjárliði sem þegar hafa ekki verið taldir upp 0%

Page 69: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

68

Tafla 8.5. Nauðsynleg stöðug fjármögnun og viðkomandi stuðlar (Heimild: BIS, 2010c).

Nauðsynleg stöðug fjármögnun Stuðull

Sjóður 0%

Óveðsettir virkir fjármálagerningar með eftirstöðvartíma < 1 ár 0%

Óveðsett verðbréf sem falla á gjalddaga innan árs og innihalda ekki ákvæði um

að hægt sé að lengja gjalddaga umfram eitt ár0%

Óveðsett verðbréf sem stofnun heldur á móti endurhverfum

verðbréfaviðskiptum0%

Óveðsett útlán til fjármálafyrirtækja með eftirstöðvartíma < 1 ár og ekki er hægt

að endurnýja0%

Óveðsett markaðshæf verðbréf með eftirstöðvartíma ≥ 1 ár tryggð af ríki,

seðlabanka, Alþjóðagreiðslubankanum, Alþjóðagreiðslusjóðnum og

alþjóðaþróunarbönkum

5%

Óveðsett fyrirtækjaskuldabréf og sértryggð skuldabréf með lágmarkseinkunn

AA- frá viðurkenndu lánshæfismatsfyrirtæki, með eftirstöðvartíma ≥ 1 ár og

uppfylla öll skilyrði 2. stigs eigna samkvæmt LCR

20%

Óveðsett markaðshæf verðbréf með eftirstöðvartíma ≥ 1 ár tryggð af ríki,

seðlabanka, PSE með 20% áhættuvog af því gefnu að þau uppfylli öll skilyrði 2.

stigs eigna samkvæmt LCR

20%

Óveðsett gull 50%

Óveðsett hlutabréf, ekki gefin út af fjármálastofnun eða tengdum félögum og

skráð á viðurkenndum verðbréfamarkaði 50%

Óveðsett fyrirtækjaskuldabréf og sértryggð skuldabréf sem uppfylla eftirfarandi

skilyrði:

- Veðhæf hjá seðlabanka verði lausafjárskortur í einn sólarhring eða skemur

- Ekki gefin út af fjármálastofnun eða tengdum félögum (á ekki við um sértryggð

skuldabréf)

- Ekki gefin út af viðkomandi fyrirtæki eða tengdum félögum

- Bera litla útlánaáhættu (Með lánshæfiseinkunn frá A+ til A-)

- Viðskipti með þau fara fram á stórum, djúpum og virkum mörkuðum þar sem

samþjöppun er lítil.

50%

Óveðsett útlán til annarra fyrirtækja, ríki, seðlabanka og PSE með

eftirstöðvartíma < 1 ár50%

Óveðsett íbúðalán og önnur óveðsett útlán að undanskildum útlánum til

fjármálastofnana með eftirstöðvartíma ≥ 1 ár og eru að hámarki með 35%

áhættuvog

65%

Önnur óveðsett útlán til heimila og smærri fyrirtækja með eftirstöðvartíma < 1 ár 85%

Allar aðrar eignir sem ekki hafa verið taldar upp 100%

Liðir utan efnahags

Ónotaðar láns- og lausafjárfyrirgreiðslur 5%

Aðrir liðir sem ekki hafa verið taldir upp

Ákvörðun

eftirlitsaðila

viðkomandi

lands

Page 70: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

69

8.2.3 Rannsóknir

Til að meta áhrif lausafjárþekju og fjármögnunarþekju á alþjóðlega bankakerfið

framkvæma Basel-nefndin og EBA rannsóknir meðal aðildarríkja sinna. Rannsóknir

Basel-nefndarinnar eru alþjóðlegar á meðan rannsóknir EBA ná einungis til banka í

Evrópu. Í rannsóknum beggja aðila er miðað við að bankar innleiði lausafjárhlutföllin að

fullu samkvæmt Basel III. Bönkunum er skipt í tvo hópa. Í hóp 1 flokkast bankar sem eru

með meira en 3 milljarða evra í eiginfjárgrunn A (e. tier 1) og eru virkir á alþjóðlegum

mörkuðum. Allir aðrir bankar flokkast í hóp 2. Meðaltöl í rannsóknum þessum eru fengin

með því að útbúa einn samsettan banka (e. composite bank) úr heildarúrtakinu, því má í

raun segja að meðaltölin séu vegin. Fyrsta rannsóknin var framkvæmd árið 2010 og

byggði hún á gögnum á samstæðugrundvelli miðað við stöðuna 31. desember 2009. Eftir

að lausafjárhlutföllin voru formlega gefin út í desember 2010 hafa verið framkvæmdar

tvær rannsóknir, þ.e. að bæði Basel og EBA hafa hvort um sig framkvæmt þrjár

rannsóknir á lausafjárhlutföllunum. Basel-nefndin og EBA fylgjast nú með áhrifum

lausafjárhlutfallanna á hálfsársfresti (BIS, 2012a; EBA, 2012a). Samantekt á helstu

niðurstöðum úr rannsóknum Basel og EBA á lausafjárhlutföllunum má sjá í töflum 8.6.

og 8.7. Hér að neðan verður fjallað nánar um þær rannsóknir auk þess sem fjallað verður

um rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fjármögnunarþekju. Þess ber að geta að ekki

eru til nein opinber gögn um lausafjárþekju eða fjármögnunarþekju íslensku bankanna.

Rannsóknir á lausafjárþekju

Í rannsókninni, sem Basel-nefndin framkvæmdi árið 2010 tóku 263 bankar þátt frá 23

löndum. Af þessum 263 bönkum voru 169 sem skiluðu fullnægjandi upplýsingum til að

reikna lausafjárþekjuna samkvæmt Basel III. Ekki kemur fram hversu margir bankar voru

í hvorum hóp um sig við þann útreikning. Samkvæmt rannsókn þessari var

lausafjárþekjan hjá hópi 1 83% að meðaltali og 98% að meðaltali hjá hópi 2. Ennfremur

sýndi rannsóknin að 46% bankanna í úrtakinu stóðust lágmarkskröfur um lausafjárþekju

miðað við stöðuna í lok desember 2009. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þeir

bankar sem höfðu lausafjárþekju undir 100% skorti samtals 1.730 milljarða evra í

lausafjármuni (BIS, 2010d). Í rannsókninni, sem Evrópska bankaeftirlitsnefndin (e.

Committee of European Banking Supervisors, CEBS) framkvæmdi, en verkefni og

ábyrgð þeirrar nefndar falla nú beint undir EBA, tóku 246 bankar þátt frá 21 landi. Af

þeim flokkuðust 50 í hóp 1 og 196 í hóp 2. Ekki kemur fram hversu margir skiluðu

fullnægjandi gögnum við útreikning á lausafjárþekju. Þar af leiðandi er í umfjöllun

Page 71: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

70

þessari gert ráð fyrir að allir bankar hafi skilað fullnægjandi gögnum. Samkvæmt

rannsókninni var lausafjárþekjan 67% að meðaltali hjá hópi 1 og 87% að meðaltali hjá

hópi 2. Þeir bankar, sem uppfylltu ekki lágmarkskröfur um lausafjárþekju, eru undir

100%, skorti samtals 1.000 milljarða evra í lausafjármuni (Committee of European

Banking Supervisors [CEBS], 2010; EBA, 2012a).

Fyrir árið 2011 voru framkvæmdar tvær rannsóknir. Sú fyrri miðaði við lokastöðuna

þann 30. júní 2011 en sú síðari við 31. desember 2011. Í rannsókninni sem Basel

framkvæmdi tóku 212 bankar þátt frá 26 löndum, af þeim voru 205 bankar sem skiluðu

fullnægjandi upplýsingum til að reikna út lausafjárþekju samkvæmt Basel III. Í hópi 1

voru 103 bankar en 102 í hópi 2. Meðaltal fyrir hóp 1 var 90% en fyrir hóp 2 var það

83%. Af úrtakinu voru 45% sem stóðust kröfur um lágmarks lausafjárþekju og 60% voru

með lausafjárþekju um eða yfir 75%. Þá banka, sem voru undir 100% í lausafjárþekju

skorti samtals 1.760 milljarða evra í lausafjármuni sem jafngildir um 3% af heildar

eignum úrtaksins sem námu 58.500 milljarða evra miðað við stöðuna í lok júní 2011

(BIS, 2012a). Í rannsókninni, sem EBA framkvæmdi, voru 48 bankar frá 16 löndum í

hópi 1 en 110 frá 18 löndum í hópi 2. Af þessum 158 bönkum voru 157 bankar sem

skiluðu fullnægjandi gögnum til að reikna lausafjárþekju samkvæmt Basel III. Fyrir hóp

1 var meðal lausafjárþekjan 71% en 70% fyrir hóp 2 sem er nokkuð lægra en samkvæmt

rannsókn Basel-nefndarinnar. Af úrtakinu voru 34% sem stóðust kröfur um lágmarks

lausafjárþekju og 39% úrtaksins höfðu lausafjárþekju um eða yfir 85%. Þá banka, sem

voru með lausafjárþekju undir 100%, skorti samtals 1.150 milljarða evra í lausafjármuni

sem jafngildir 3,7% af heildar eignum úrtaksins sem námu 31.000 milljarða evra miða

við stöðuna í lok júní 2011 (EBA, 2012a).

Í seinni rannsókninni á vegum Basel-nefndarinnar tóku 209 bankar þátt frá 26 löndum

og skiluðu allir fullnægjandi gögnum til að reikna lausafjárþekju samkvæmt Basel III. Í

hópi 1 voru 102 bankar og 107 í hópi 2. Hópur 1 var með meðallausafjárþekju uppá 91%

en hópur 2 var með meðallausafjárþekju uppá 98%. Af úrtakinu voru 47% sem stóðust

kröfur um lágmarks lausafjárþekju, samanborið við 45% frá 30. júní 2011. Af úrtakinu

voru 62% sem voru með lausafjárþekju um eða yfir 75% samanborið við 60% frá 30. júní

2011. Þá banka, sem stóðust ekki lágmarkskröfur um lausafjárþekju, skorti samtals 1.800

milljarða evra í lausafjármagn, sem jafngildir um 3% af heildar eignum úrtaksins, en þær

námu 61.400 milljörðum evra miðað við stöðuna í lok desember 2011 (BIS, 2012b). Í

seinni rannsókninni á vegum EBA voru 44 bankar frá 14 löndum í hópi 1 og 112 bankar

Page 72: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

71

frá 17 löndum í hópi 2. Alls tóku 156 bankar þátt í rannsókninni og skiluðu 155

fullnægjandi gögnum til útreiknings á lausafjárþekju samkvæmt Basel III.

Meðallausafjárþekja banka í hópi 1 var 72% samanborið við 71% frá 30. júní 2011. Aftur

á móti var meðallausafjárþekja banka í hópi 2 91% sem er hækkun um 21% frá 30. júní

2011. Af úrtakinu voru 37% banka sem stóðust kröfur um lágmarks lausafjárþekju og

45% úrtaksins voru með lausafjárþekju um eða yfir 85%. Samtals lausafjármagnsskortur

meðal banka sem voru með lausafjárþekju undir 100% nam 1.170 milljörðum evra (EBA,

2012b). Samandregnar niðurstöður rannsókna á lausafjárþekju er að finna í töflu 8.6.

Tafla 8.6. Niðurstöður rannsókna á lausafjárþekju.

Rannsóknir á fjármögnunarþekju

Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um alþjóðlegan fjármálastöðugleika (2011) kemur

fram rannsókn sem gerð hefur verið á fjármögnunarþekju. Rannsókn þessi náði yfir 60

alþjóðlega banka í 20 löndum og þremur heimshlutum, Evrópu, Norður-Ameríku og

Asíu. Meðal þessara 60 banka eru viðskiptabankar, fjárfestingarbankar og alhliða bankar.

Auk þess voru í úrtakinu 13 bankar sem urðu gjaldþrota í fjármálakreppunni. Við

rannsóknina var stuðst við opinber gögn frá árunum 2005 til 2009. Samkvæmt

rannsókninni virðist fjármögnunarþekja evrópskra banka vera nokkuð undir þeim

lágmarkskröfum sem stefnt er að. Aftur á móti er staða bandarískra og asískra banka

talsvert betri. Fjármögnunarþekja evrópskra banka var undir 1 eða 100% öll árin sem

rannsóknin náði yfir. Ennfremur lækkaði hún í hruninu en fór svo aðeins batnandi árið

2009. Fjármögnunarþekja banka í Norður-Ameríku lækkaði örlítið fyrir hrun en hélst þó

yfir 100% á meðan fjármögnunarþekja asískra banka fór hækkandi í kreppunni.

Fjármögnunarþekja fjárfestingarbanka og alhliða banka lækkaði mun meira í kreppunni

en fjármögnunarþekja viðskiptabanka. Engu að síður hefur fjármögnunarþekja alhliða

Lausafjárþekja, LCR Basel EBA Basel EBA Basel EBA

Fjöldi banka 169 246 205 157 209 155

Hópur 1 - 50 103 - 102 -

Hópur 2 - 196 102 - 107 -

LCR, %

Hópur 1 83% 67% 90% 71% 91% 72%

Hópur 2 98% 87% 83% 70% 98% 91%

LCR ≥ 100% 46% - 45% 34% 47% 37%

Lausafjármagnsskortur í ma. Evra 1.730 1.000 1.760 1.150 1.800 1.170

30.6.2011 31.12.201131.12.2009

Page 73: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

72

banka ávallt verið hærri en hjá fjárfestingarbönkum og viðskiptabönkum. Árið 2009 var

meðalfjármögnunarþekja allra banka, sem í úrtakinu voru, 96% og var viðbótar

fjármögnunarþörf um 3.100 milljarðar bandaríkjadala. Fjármögnunarþekja þeirra banka,

sem urðu gjaldþrota á tímabilinu, var svipuð og hjá bönkunum sem enn eru starfandi.

Engu að síður lenti helmingur banka, sem voru með fjármögnunarþekju undir 100%, í

verulegum lausafjárvanda.

Í rannsókninni sem Basel-nefndin framkvæmdi árið 2010 voru 166 bankar sem

skiluðu fullnægjandi gögnum til að reikna fjármögnunarþekju samkvæmt Basel III.

Samkvæmt rannsókninni var fjármögnunarþekja fyrir hóp 1 93% að meðaltali en 103%

fyrir hóp 2. Af úrtakinu voru 43% sem stóðust lágmarkskröfur um fjármögnunarþekju og

67% voru með fjármögnunarþekju yfir 85%. Niðurstöður sýndu fjármögnunarþörf uppá

2.890 milljarða evra hjá þeim bönkum sem voru með fjármögnunarþekju undir 100%

(BIS, 2010d). Samkvæmt EBA var fjármögnunarþekja banka í hópi 1 91% að meðaltali

og 94% fyrir banka í hópi 2. Líkt og með útreikning á lausafjárþekju kemur ekki fram

hversu margir skiluðu fullnægjandi gögnum við útreikning á fjármögnunarþekju. Þar af

leiðandi er hér gert ráð fyrir að allir bankar hafi skilað fullnægjandi gögnum. Niðurstöður

leiddu ennfremur í ljós fjármögnunarþörf uppá 1.800 milljarða evra meðal banka sem

voru með fjármögnunarþekju undir 100% (CEBS, 2010).

Í fyrri rannsókninni frá árinu 2012, sem Basel-nefndin framkvæmdi og miðaðist við

gögn frá 30. júní 2011, voru 205 bankar sem skiluðu fullnægjandi upplýsingum til að

reikna fjármögnunarþekju miðað við Basel III. Af þeim voru 103 í hópi 1 og var meðal

fjármögnunarþekja þeirra 94%. Í hópi 2 voru 102 bankar og voru þeir einnig með meðal

fjármögnunarþekju uppá 94%. Af úrtakinu voru 46% sem stóðust lágmarkskröfur um

fjármögnunarþekju og um 75% þeirra voru með fjármögnunarþekju um eða yfir 85%.

Niðurstöður sýndu fjármögnunarþörf uppá 2.780 milljarða evra meðal þeirra banka sem

voru með fjármögnunarþekju undir 100% (BIS, 2012a). Samkvæmt EBA skiluðu 156

bankar inn fullnægjandi gögnum til að reikna fjármögnunarþekju samkvæmt Basel III.

Meðal fjármögnunarþekja banka í hópi 1 var 89% á meðan hún var 90% í hópi 2. Um

37% bankanna stóðust lágmarkskröfur um fjármögnunarþekju en 70% banka í

rannsókninni voru með fjármagnsþekju um eða yfir 85%. Ennfremur sýndu niðurstöður

fjármögnunarþörf uppá 1.930 milljarða evra meðal banka sem voru með

fjármögnunarþörf undir 100% (EBA, 2012a).

Page 74: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

73

Í seinni rannsókninni á vegum Basel-nefndarinnar, sem miðaðist við 31. desember

2011, voru 209 bankar sem skiluðu fullnægjandi gögnum til að reikna fjármögnunarþekju

samkvæmt Basel III. Af þeim voru 102 í hópi 1 og 107 í hópi 2. Fyrir hóp 1 var meðal

fjármögnunarþekja 98% og fyrir hóp 2 var hún 95%, samanborið við 94% frá 30. júní

2011. Af úrtakinu voru 51% sem stóðust lágmarkskröfur um fjármögnunarþekju,

ennfremur voru 92% úrtaksins með fjármögnunarþekju um 75% eða hærra. Niðurstöður

sýndu fjármögnunarþörf uppá 2.500 milljarða evra meðal banka sem voru með

fjármögnunarþekju undir 100%. En það er lækkun um tæpa 300 milljarða frá því í lok

júní 2011 (BIS, 2012b). Í seinni rannsókn EBA skiluðu 155 bankar fullnægjandi gögnum

til útreiknings á fjármögnunarþekju samkvæmt Basel III. Fyrir hóp 1 var meðal

fjármögnunarþekja 93% samanborið við 89% frá 30. júní 2011. Meðal

fjármögnunarþekja banka í hópi 2 var 94% og er það einnig hækkun um 4% frá 30. júní

2011. Miðað við stöðuna í árslok 2011 stóðust 40% bankanna lágmarkskröfur um

fjármögnunarþekju, sem er hækkun um 3% frá því um mitt ár 2011. Hins vegar var 75%

úrtaksins með fjármögnunarþekju upp á 85% eða hærra, sem er hækkun um 5%.

Ennfremur sýndi rannsóknin fjármögnunarþörf upp á 1.390 milljarða evra sem er lækkun

um 540 milljarða frá lokastöðu 30. júní 2011 (EBA, 2012b). Samandregnar niðurstöður

rannsókna er að finna í töflu 8.7.

Tafla 8.7. Niðurstöður rannsókna á fjármögnunarþekju.

Umræður um niðurstöður erlendra rannsókna

Þegar niðurstöður lausafjárþekju og fjármögnunarþekju eru bornar saman má sjá, að fleiri

bankar uppfylla lágmarkskröfur um fjármögnunarþekju en lausafjárþekju. Ennfremur

sýna niðurstöður rannsóknanna að á meðan fjármögnunarþörf til lengri tíma er að minnka

bæði á alþjóðavísu og í Evrópu þá er lausafjárþörf til skemmri tíma að aukast. Mikilvægt

Fjármögnunarþekja, NSFR Basel EBA Basel EBA Basel EBA

Fjöldi banka 166 246 205 156 209 155

Hópur 1 - 50 103 - 102 -

Hópur 2 - 196 102 - 107 -

NSFR, %

Hópur 1 93% 91% 94% 89% 98% 93%

Hópur 2 103% 94% 94% 90% 95% 94%

NSFR ≥ 100% 43% - 46% 37% 51% 40%

Fjármögnunarþörf í ma. Evra 2.890 1.800 2.780 1.930 2.500 1.390

30.6.2011 31.12.201131.12.2009

Page 75: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

74

er að hafa í huga, að við útreikning á fjármögnunar- og lausafjárþörf er einungis horft til

þeirra banka sem ekki uppfylla lágmarkskröfur. Þar af leiðandi er umfram fjármögnun og

lausafjármagn banka, sem uppfylla lausafjárkröfur, ekki meðtalin.

Rannsóknir Basel-nefndarinnar og EBA á lausafjárþekjunni hafa sýnt að skortur á

lausfjármagni hefur verið að aukast. Samkvæmt rannsókn Basel-nefndarinnar hefur

lausafjármagnsskortur aukist um 4% á alþjóðavísu frá fyrstu rannsókn á meðan hann

hefur aukist um 15% í Evrópu samkvæmt EBA. Þetta ógnar ekki bara evrópskum

bönkum heldur raunhagkerfinu einnig. Ef áfram fer sem horfir er hætta á því að bankar

fari að einbeita sér frekar að tryggum eignum samkvæmt lausafjárþekjunni fremur en

útlánum til viðskiptavina og öðrum illseljanlegri eignum. Ef evrópskir bankar finna ekki

aðrar leiðir til að styrkja lausafjárþekjuna getur þetta orðið til þess að draga muni

verulega úr árangursríkum fjárfestingum og þurrka þurfi evrópska raunhagkerfið upp um

1.000 milljarða evra, eða því sem lausafjármagnsskortinum nemur (EBA, 2012c).

Þegar fjármögnunarþekjan er skoðuð þá virðist sem bankar í Evrópu standist frekar

lágmarkskröfur samkvæmt þeirri þekju frekar en lágmarkskröfur samkvæmt

lausafjárþekjunni. Þó svo að fjármögnunarþekjan samkvæmt rannsóknum Basel og EBA

sé að meðaltali yfir 90%, þá er hlutfall þeirra banka, sem standast lágmarkskröfur um

fjármögnunarþekju, aðeins 3-4% hærra en hlutfall banka sem standast lágmarkskröfur um

lausafjárþekju. Hins vegar hefur þróun á fjármögnunarskorti farið batnandi, öfugt við

lausafjármagnsskortinn. Frá því í lok árs 2009 til loka árs 2011 hefur

fjármögnunarskortur lækkað um 16% samkvæmt rannsóknum Basel-nefndarinnar en um

29% meðal evrópskra banka. Ber þó að hafa í huga, að þessar tölur um fjármögnunar- og

lausafjármagnsskort eiga aðeins við um þá banka, sem tekið hafa þátt í ofangreindum

rannsóknum.

Bankar munu þurfa að aðlaga efnahagsreikninga sína til að geta mætt strangari eigin-

og lausafjárkvöðum. Í því ferli munu þeir líklega minnka langtímaeignir og eignir með

hárri áhættuvog. Langtímaeignir þurfa að vera fjármagnaðar með stöðugri fjármögnun

sem er dýrari en skammtímafjármögnun. Auk þess, þegar kemur að því að bankar þurfi

að framlengja eða gefa út ný skuldabréf, er ekki víst að markaðurinn sé opinn fyrir nýjum

útgáfum. Til að draga úr þeirri áhættu gætu bankar valið að minnka langtímaeignir. Fyrir

vikið verður aðgangur að fasteignalánum og fjármögnun verkefna erfiðari.

Fjármögnunarkostnaður eigna með hárri áhættuvog er hærri en eigna með lægri

áhættuvog þar sem áhættusamari eignir kalla eftir dýrara fjármagni í formi eiginfjár sem

Page 76: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

75

bönkum gæti reynst erfitt að afla sér. Af þeim sökum munu bankar frekar lána til aðila

sem eru síður líklegri til að fara í gjaldþrot fremur en til aðila sem eru líklegri til að fara í

gjaldþrot líkt og lítil og meðalstór fyrirtæki (e. SME). Samkvæmt skýrslu Morgan

Stanley (2011) eru bankar í Evrópu þegar farnir að breyta viðskiptamódelum sínum. Með

því að skera niður eignir á þennan hátt og einbeita sér að starfsemi og/eða viðskiptum

sem eru eiginfjár- og lausafjárvæn getur það orðið til þess að bankar minnki framboð

ýmissa útlánaafurða (EBA, 2012c).

8.3 Nýjar lausafjárreglur á Íslandi

Þar sem fjármálakerfi ríkja heims eru sífellt tengdari, hefur þróun erlendis umtalsverð

áhrif hér á landi. Unnið er að því að innleiða Basel III regluverkið í Evrópurétt með

CRD-IV tilskipuninni (e. Capital Requirement Directive IV) og CRR reglugerðinni (e.

Capital Requirements Regulation) í EES samninginn. Af þeim sökum mun Ísland einnig

þurfa á einhverjum tímapunkti að innleiða Basel III (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið,

2012). Hafin er endurskoðun á lausafjárreglum Seðlabankans og munu nýjar

lausafjárreglur taka mið af Basel III-lausafjárviðmiðunum, þ.e. lausafjárþekju og

fjármögnunarþekju (Seðlabanki Íslands, e.d.b). Þessu til viðbótar stefnir Seðlabankinn

einnig að því að hafa eftirlit með svokölluðu gjalddagamisvægi (e. Maturity Ladder, ML)

að fyrirmynd frá EBA. Hugsunin á bakvið það er svipuð og með fjármögnunarþekjuna

nema að upplýsingagjöfin er mun ítarlegri (Seðlabanki Íslands, 2012b).

Reglur þessar verða aðlagaðar íslenskum aðstæðum að því leyti að sundurgreina

ákveðnar upplýsingar betur til að fá sem dæmi innsýn í afléttingu fjármagnshafta.

Ennfremur verður gerður greinarmunur milli gjaldmiðla. Auk þess, er stefnt að því að

tímaband fjármögnunarþekjunnar fyrir erlenda gjaldmiðla verði lengt í allt að þrjú ár til

að tryggja að innlendar fjármálastofnanir geti staðist lokun erlendra fjármagnsmarkaða í

allt að þrjú ár, án þess að gengið sé á gjaldeyrisforða landsins (Seðlabanki Íslands,

2012b).

8.3.1 Einstaka gjaldmiðlar

Í gildandi lausafjárreglum er ekki gerð krafa um að lausafjárhlutfallið sé uppfyllt í

hverjum gjaldmiðli fyrir sig þrátt fyrir að laust fé sé flokkað eftir því hvort um krónur eða

erlenda gjaldmiðla sé að ræða. Seðlabankar eru lánveitendur til þrautavara og veitendur

lauss fjár á tímum lausafjárskorts. Lausafjárfyrirgreiðslan en hins vegar í íslenskum

krónum. Auk þess getur komið til lausafjárþurrðar í einum gjaldmiðli ef aðgangur að

Page 77: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

76

lausu fé í þeim gjaldmiðli er heftur fyrir viðkomandi fjármálafyrirtæki. Af þeim sökum er

mikilvægt að fjármálafyrirtæki uppfylli strangari lausafjárkröfur í erlendum gjaldmiðlum.

Í nýju lausafjárreglunum verður bönkum skylt að standast reglur um lausafjárþekju og

fjármögnunarþekju í helstu starfsgjaldmiðlum sínum (Seðlabanki Íslands, 2012b).

8.3.2 Lengra tímaband

Það er markmið Seðlabankans að innlend fjármálafyrirtæki geti staðið af sér lokun

erlendra fjármögnunarmarkaða í allt að þrjú ár án þess að þurfa lán úr gjaldeyrisvarasjóði

þjóðarinnar. Þar af leiðandi þarf að útfæra fjármögnunarþekju sem nær allt til þriggja ára

í erlendum gjaldmiðlum (Seðlabanki Íslands, 2012b).

8.3.3 Gjalddagamisvægisyfirlit

Þar sem fjármögnunarþekjan nær einungis til eins árs hefur EBA þróað framsetningu á

samræmdri upplýsingagjöf um fjármögnunarmisvægi fyrir mismunandi tímabil. Þessi

upplýsingagjöf veitir góðar upplýsingar um mögulega fjármagnsþörf fjármálafyrirtækja

fyrir einstök tímabil. Greiningu þessari er ætlað að fanga lausafjárþörf banka frá útflæði,

tiltækt laust fé frá innflæði og mögulegt umfram lausafjármagn til að vega á móti

fjármögnunarmisvægi (Bandt, 2012).

8.3.4 Tímalína

Samkvæmt Basel var upprunalega áætlað að innleiða lausafjárþekjuna, að fullu, í byrjun

árs 2015 og fjármögnunarþekjuna í byrjun árs 2018 (BIS, 2010c). Í byrjun janúar 2013

var aftur á móti gerð sú breyting, að í stað þess að bankar uppfylli að lágmarki 100%

lausafjárþekju í ársbyrjun 2015 hefur það hlutfall verið lækkað niður í 60%. Í framhaldi

af því mun lágmarkið hækka um 10% á ári þangað til að það nær 100% í byrjun árs 2019

(BIS, 2013). Hér á landi er stefnt að því að nýjar lausafjárreglur verði innleiddar, með

aðlögunartíma, um mitt ár 2013 (BIS, 2010c, Seðlabanki Íslands, 2012b). Hafa ber í huga

að þar sem nýjustu breytingar áttu sér stað nokkrum dögum fyrir skil þessa verkefnis er

óvíst hvort og þá hvernig Seðlabanki Íslands muni taka tillit til þeirra.

Page 78: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

77

9 Bætt fjármálaeftirlit

Eftirlitsaðilar gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja að starfsemi í fjármálakerfinu sé

örugg og í samræmi við lög, reglur og leiðbeinandi tilmæli sem um starfsemina gilda. Að

undanförnu hefur mikil umræða verið um breytingar á skipulagi fjármálaeftirlits enda

hafa eftirlitsaðilar orðið fyrir mikilli gagnrýni í kjölfar hrunsins. Enn fremur er mikilvægt

að nýjum lausafjárreglum fylgi aukið eftirlit. Í þessum kafla verður fjallað um þá

vankanta sem einkenndi fjármálaeftirlit fyrir hrun og hvernig bæta þurfi eftirlit með

fjármálastofnunum meðal annars samhliða nýjum lausafjárreglum.

9.1 Fjármálaeftirlit

Niðurstaða í alþjóðlegri umræðu hvað stofnanaumgjörð fjármálaeftirlits varðar er sú, að

eitt alhliða fjármálaeftirlit, líkt og er hér á landi, er ekki talið vænlegt til árangurs. Á þetta

hafa meðal annars Albulescu (2008) og Buiter (2007) bent í rannsóknum sínum.

Albulescu (2008) nefnir að mikilvægt sé að seðlabankar fari með stærra hlutverk á sviði

fjármálaeftirlits þar sem þeir hafa nauðsynleg stýritæki til að stuðla að stöðugleika

fjármálakerfisins í heild. Í skýrslu sinni er Buiter (2007) að gagnrýna þriggja stoða kerfi

Breta. Hann segir helsta vandamál alhliða fjármálaeftirlits vera, að upplýsingar um

einstaka banka séu í höndum þess aðila sem fer með eftirlitið en ekki seðlabankans sem

útvegað getur bönkum lausafjárstuðning komi til lausafjárskorts. Ljóst þykir að helsti

gallinn í fjármálaeftirliti á Íslandi fyrir hrun og reyndar víða, var skortur á eftirliti með

fjármálakerfinu sem heild (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2012).

Í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins lagði Fjármálaeftirlitið fram stefnu sem

byggir á nýjum áherslum í framkvæmd eftirlits með fjármálamörkuðum, með sérstaka

áherslu á fyrirbyggjandi eftirlit. En fyrirbyggjandi eftirlit er í eðli sínu efnislegt eftirlit, til

aðgreiningar frá framkvæmd sem einskorðast við það að fylgja eftir formskilyrðum laga.

Um leið er lögð áhersla á að gera ríkari kröfur en áður til fjármálafyrirtækja um haldbæra

stefnumótun og áhættustjórnun og almennt um vinnubrögð sem standast faglegar kröfur.

Að sama skapi þarf Fjármálaeftirlitið að gera ríkari kröfur til sjálfs sín en áður

(Fjármálaeftirlitið, 2010). Í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið semji aðgerðaáætlun til tveggja ára sem tryggi að

Page 79: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

78

stofnunin uppfylli meginskilyrði Basel-nefndarinnar um skilvirkt fjármálaeftirlit (e. core

principles for effective banking supervision) (Fjármálaeftirlitið, 2011).

Fjármálakreppan leiddi í ljós að kerfisáhætta getur skapað alvarlega ógn við

stöðugleika fjármálakerfisins í heild. Alþjóðlegar athuganir hafa sýnt að fjármálakreppan

sé afleiðing þess að kerfisáhætta jókst mikið í uppsveiflunni án þess að tekist væri á við

hana á skipulegan hátt. Fór þar saman skortur á greiningu, ábyrgð og stýritækjum (Lim

o.fl., 2011; Seðlabanki Íslands, 2011b). Fyrir kreppuna hafði þróun og útfærsla

varúðartækja vegna kerfisáhættu verið skemmra á veg komin en útfærsla varúðartækja

vegna áhættu sem rekja mátti til einstakra fyrirtækja. Með þessu móti byggði eftirlit að

mestu leyti á því að tryggja öryggi og styrk einstakra fyrirtækja, sem var talið duga til að

viðhalda fjármálastöðugleika, en sú varð ekki raunin. Í kjölfar kreppunnar hefur meiri

áhersla verið lögð á þjóðhagsvarúð fremur en eindarvarúð til að stuðla að

fjármálastöðugleika. Með því er litið til stöðugleika fjármálakerfisins í heild, með það að

markmiði að takmarka kerfisáhættu (Seðlabanki Íslands, 2012b). Við mótun endurbætts

fjármálaeftirlits hefur sérstök áhersla verið lögð á að leysa vandamál sem tengjast

vanmati á kerfisáhættu, sem tengist tímamisræmi á milli útlána fjármálafyrirtækja og

fjármögnun þeirra og uppbyggingu kerfisáhættu yfir tíma. Þannig er verið að innleiða

breytingar á stofnanaskipulagi hér á landi til að skapa viðeigandi umgjörð fyrir

fjármálaeftirlit sem leggur sérstaka áherslu á stöðugleikamarkmiðið eða þjóðhagsvarúð

(Seðlabanki Íslands, 2011b). Til að stuðla að stöðugleika fjármálakerfisins í heild þarf

viðeigandi stýritæki. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur flokkað þjóðhagsvarúðartæki í

þrjá meginflokka, útlánatengd stýritæki, lausafjártengd stýritæki og eiginfjártengd

stýritæki. Til lausafjártengdra stýritækja teljast ennfremur takmörk á gjaldeyrismisræmi,

kröfur um gjaldeyrissjóð, takmörk á gjalddagamisvægi og uppsöfnun varasjóðs (Lim

o.fl., 2011). Seðlabanki Íslands vinnur nú þegar að því að innleiða slík stýritæki með

nýjum lausafjárreglum og reglum um gjaldeyrisjöfnuð (Seðlabanki Íslands, 2012b).

Árið 2011 fékk Seðlabanki Íslands Sir Andrew Large, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra

Englandsbanka, til að gera úttekt á hlutverki seðlabanka á sviði fjármálastöðugleika.

Skýrsluna afhenti hann Seðlabankanum í maí 2012 og var skýrslan síðan útgefin í

október sama ár. Í skýrslunni kemur fram að setja þurfi skilgreiningu á

fjármálastöðugleika og yfirlýsingu um tengd markmið. Ennfremur kemur fram að

skilgreininguna ætti að færa í lög. Large leggur til, að stofnuð verði

Þjóðhagsvarúðarstofnun sem ætti að fylgjast með og leysa stefnuleg deilumál bæði innan

Page 80: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

79

fjármálageirans og með viðeigandi samstarfi við ráðuneyti, að því leyti sem þau tengjast

öðrum valdastofnunum innan stjórnsýslunnar. Einnig leggur Large til, að

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands verði sameinuð eða að tekið verði upp Tveggja-

turna líkan (e. twin peaks), þar sem varúðareftirlit flyst til Seðlabankans og að sér stofnun

hafi eftirlit með starfsreglum fjármálafyrirtækja (e. Financial Conduct Authority, FCA).

Large segir marga mæla með sameiningu fjármálaeftirlits og seðlabanka en að hins vegar

sé tveggja turna líkanið einnig þess virði að skoða, en á endanum sé þetta pólitísk

ákvörðun. Hver svo sem niðurstaðan verður er mikilvægt að þeir sem fara með eftirlitið

séu með skýr markmið og ábyrgð þeirra sé vel skilgreind (Seðlabanki Íslands, 2012e).

9.2 Lausafjáreftirlit

Nýjum lausafjárreglum þarf að fylgja aukið eftirlit með lausafjáráhættu, bæði af hálfu

Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans, sem samkvæmt lögum er heimilt að setja

lausafjárreglur. Enn fremur þarf að huga að því hvaða stofnanir og fyrirtæki eru

kerfislega mikilvæg og laga reglur og almennt eftirlit að því. Rétt er að undirstrika að

nýjar lausafjárreglur koma ekki í stað virkrar og ábyrgrar lausafjárstýringar

fjármálafyrirtækja (Heffernan, 2005; Seðlabanki Íslands, 2012b).

Mikilvægt er að muna, að markmið lausafjárkvaðanna er ekki að gera bönkum kleift

að standast lausafjáráföll einir síns liðs og án aðstoðar eftirlitsaðila. Því þurfa

eftirlitsstofnanir að vera vel á varðbergi og fylgjast vel með þróun mála áður en

lausafjárvandræðin þróast í eitthvað annað og verra. Að sama skapi er mikilvægt að gera

grein fyrir því, að þó svo að margar eignir teljist til auðseljanlegra eigna þegar einn banki

þarf að selja þær, geta þær fljótt talist illseljanlegar þegar allir bankarnir þurfa að selja

þær til að losa um reiðufé. Það er ekki ákjósanleg staða að þurfa að leita eftir eignum sem

teljast ávallt til auðseljanlegra eigna, þar sem yfirvöld á sviði peningamála eru hvort sem

er ein um það að tryggja aðgang að lausafé við slæmar kerfisbundnar aðstæður. Þess

vegna er mikilvægt að stíga ekki of langt við hönnun varúðarreglna (EBA, 2012c;

Seðlabanki Íslands, 2012b).

Reglur, sem ætlað er að gera bönkum kleift að standa af sér erfið áföll, geta verið

mjög íþyngjandi fyrir daglegan rekstur þeirra og fyrir viðskiptavini. Aukinn kostnaður af

strangari reglum hækkar ekki einungis lánskjör og grefur undan vexti heldur getur orðið

til þess að almenn bankaþjónusta færist yfir í skuggabanka sem lúta ekki sömu reglum og

almenn fjármálafyrirtæki og minna eftirlit er með. Það verður því að teljast afar líklegt að

Page 81: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

80

strangari lausafjárkvaðir, líkt og þær eru settar fram í dag, komi til með að draga úr

hlutverki banka að útvega hagkerfinu fjármagn. Til skuggabanka teljast fyrirtæki sem

útvega svipaða þjónustu og hefðbundnir viðskiptabankar (EBA, 2012c). Skilin milli

viðskiptabanka, fjárfestingarbanka og skuggabanka eru fljótandi en þó er víst að

skuggabankar starfa ekki eftir sömu reglum og gilda um venjulega viðskiptabanka

(Seðlabanki Íslands, 2012b). Í apríl 2012 birti Seðlabanki Evrópu rannsókn á

skuggabankakerfinu á evrusvæðinu. Sú rannsókn er fyrsta sinnar tegundar í Evrópu, en

áhyggjur eftirlitsaðila á viðfangsefninu jukust eftir að Basel III reglurnar voru

samþykktar. Í lok júní 2011 var stærð skuggabankakerfisins á evrusvæðinu 28% af

heildarbankakerfinu, þ.e. bankar og skuggabankar. Til samanburðar við stærð

skuggabankakerfisins í Bandaríkjunum, sem nam 53% í lok júní 2011, þá er stærð

skuggabankakerfisins á evrusvæðinu ekki mikil. Engu að síður eru eignir skuggabanka á

evrusvæðinu umtalsverðar. Ennfremur hefur stærð skuggabankakerfisins á evrusvæðinu

aukist hraðar en stærð bankakerfisins. Að síðustu ber að nefna að tengsl bankakerfis og

skuggabankakerfis hefur aukist sem leiðir trúlega til aukinnar áhættu á smitáhrifum milli

kerfa og landa. Til að koma í veg fyrir tilfærslur yfir í skuggabankakerfi þarf að útvíkka

lausafjáreftirlit (Bakk-Simon o.fl., 2012).

9.3 Fjármálaeftirlit á milli landa

Vaxandi samþætting fjármálamarkaða og flæði fjármagns á milli landa kallar á aukið

alþjóðlegt samstarf. Alþjóðlega fjármálakreppan leiddi í ljós ýmsa veikleika á

fjármálaeftirliti milli landa. Til þeirra veikleika má helst telja skort á árangursríkri

samvinnu bankaeftirlitsaðila (D‘Hulster, 2011). Eftir að fjármálakreppan skall á árið

2008 var samráð G20 landanna aukið og í apríl 2009 var stofnuð svokölluð

Ráðgjafanefnd um fjármálastöðugleika (e. Financial Stability Board, FSB) og kemur sú

nefnd í staðinn fyrir fjármálastöðugleikaráðið (e. Financial Stability Forum, FSF) sem

stofnað var árið 1999 af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum G-7 landanna

(Financial Stability Board, [FSB], e.d.a). Nefnd þessi var stofnuð til að styðja við

alþjóðlegan fjármálastöðugleika. Auk þess er hlutverk hennar meðal annars að þróa og

efla framkvæmd árangursríkrar eftirlitsstarfsemi (FSB, e.d.b). Í framhaldi af stofnun

Ráðgjafanefndar um fjármálastöðugleika gaf Basel-nefndin út leiðbeinandi tilmæli um

bestu framkvæmd samstarfs samráðsnefnda fjármálaeftirlita (e. supervisory colleges)

(BIS, 2010b; D‘Hulster, 2011). Tilmæli þessi voru hönnuð til að aðstoða eftirlitsyfirvöld

heimalands og gistilands og stuðla að betra samstarfi (BIS, 2010b).

Page 82: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

81

Þrátt fyrir að evrópska bankakerfið sé nú orðið mun samþættara en áður, þá er

regluverk og inngrip framkvæmd í hverju landi fyrir sig. Slíkt fyrirkomulag skapar tvo

kerfislega veikleika. Annars vegar er mögulegt að bankakerfið þarfnist aðstoðar sem er

umfram getu ríkissjóðs viðkomandi lands. Hins vegar getur slíkt fyrirkomulag skapað

samræmingaráhættu þegar margar ríkisstjórnir þurfa að grípa inn í til að forða

bankakerfinu frá hruni. Til að draga úr ofangreindum veikleikum tók Evrópska

kerfisáhætturáðið (e. European Systemic Risk Board, ESRB) til starfa árið 2010

(European Systemic Risk Board [ESRB], e.d.a; Seðlabanki Íslands, 2011b). Sú stofnun er

ábyrg fyrir þjóðhagsvarúðareftirliti með fjármálakerfi Evrópusambandsins. Markmið

hennar er að koma í veg fyrir eða draga úr kerfisáhættu sem sprottið getur upp í

fjármálakerfinu eða verið tengd efnahagsþróun til að fyrirbyggja tímabil óstöðugleika.

Einnig er ESRB ætlað að stuðla að samfelldri virkni hins sameiginlega markaðar og þar

með tryggja sjálfbær jákvæð áhrif starfsemi fjármálageirans á hagvöxt (ESRB, e.d.b). Á

sama tíma og ESRB var stofnað var Evrópska fjármálaeftirlitskerfið (e. European System

of Financial Supervision, ESFS) stofnað, en það sér um að fylgjast með eindarvarúð og

mun vera í nánu samstarfi við Evrópska kerfisáhætturáðið (Seðlabanki Íslands, 2011b).

Nú nýverið samþykktu leiðtogar Evrópusambandsríkja að búa til sameiginlegt eftirlit

með bankastarfsemi, þvert á landamæri (e. european banking union). Eftirlitið verður

byggt upp innan Seðlabanka Evrópu og er því fyrst og fremst ætlað að fylgjast vel með

bönkum sem starfa á alþjóðlegum mörkuðum. Stefnt er að því að eftirlit þetta verði að

fullu innleitt í mars 2014 (The Telegraph, 2012).

Page 83: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

82

10 Niðurstöður og umræður

Líkt og fram kom í inngangi ritgerðarinnar er meginmarkmið þessa verkefnis að varpa

ljósi á áhrif nýrra lausafjárreglna á íslenska viðskiptabanka og íslenskt eftirlitsumhverfi.

Var í þessu verkefni stuðst við fyrirliggjandi rannsóknir og önnur gögn til að svara þeim

rannsóknarspurningum sem lagðar voru fram. Eins og áður hefur komið fram voru lagðar

fram tvær rannsóknarspurningar, en þær eru:

Hvaða áhrif munu nýjar lausafjárreglur hafa á íslenska viðskiptabanka?

Hvaða áhrif munu nýjar lausafjárreglur hafa á íslenskt eftirlitsumhverfi?

Niðurstaðan er í megindráttum sú, að nýjar lausafjárreglur munu setja bönkum miklar

skorður og þurfa bankarnir að aðlaga fjármagnsskipan sína að nýju reglunum.

Eftirlitsstofnanir þurfa að bæta upplýsingaflæði sín á milli og bæta eftirlit bæði með

íslensku viðskiptabönkunum og skuggabankastarfsemi. Hér að neðan er gerð tilraun til að

svara rannsóknarspurningunum á greinargóðan hátt og skiptist sú umfjöllun í tvo

undirkafla í samræmi við spurningarnar.

10.1 Áhrif á íslenska banka

Þær leiðir, sem helst eru nefndar til að uppfylla skilyrði lausafjárþekjunnar, eru að draga

úr starfsemi sem er mest berskjölduð fyrir verulegum skammtíma lausafjáráföllum eða

með því að lengja í gjalddaga fjármögnunar fram yfir 30 daga, t.d. með því að binda

innlán eða aðra fjármögnun. Einnig geta bankar hækkað lausafjárþekju sína með því að

stækka safn tryggra lausafjáreigna. Til að uppfylla skilyrði fjármögnunarþekjunnar geta

bankar meðal annars aukið vægi langtímafjármögnunar, dregið úr gjalddagamisræmi eða

með því að draga úr starfsemi, sem er mest berskjölduð fyrir lausafjárhættu, þegar

aðstæður á fjármálamörkuðum eru slæmar (BIS, 2012b). Það er þó hægara sagt en gert.

10.1.1 Tryggar lausafjáreignir

Skilgreining á tryggum lausafjáreignum samkvæmt reglunum er afar takmarkandi en eins

og áður hefur komið fram samanstanda þær af reiðufé, innstæðum í seðlabanka og

ríkistryggðum skuldabréfum. Þröng skilgreining Basel-nefndarinnar á tryggum eignum

getur haft slæm áhrif á banka. Komi til dæmis til þess, að hið opinbera tapi lánstrausti og

Page 84: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

83

ekki sé hægt að flokka verðbréf þeirra undir 0% áhættuvog, getur komið til þess að selja

þurfi þau með afföllum eða að ekki sé lengur hægt að flokka þær undir tryggar

lausafjáreignir. Lendi bankar í slíkri stöðu má segja að þeir tapi bæði markaðsvirði eigna

sinna og lausafé á sama tíma. Að því sögðu er vert að skoða hvort nóg sé til af tryggum

eignum hér á landi í dag.

Segja má að fjármálakreppan hafi rennt styrkum stoðum undir þá kenningu, að engar

eignir séu í raun fullkomlega öruggar. Þetta sannaðist þegar lánshæfismat ríkja lækkaði í

kjölfar kreppunnar, en ríkisskuldabréf hafa löngum verið álitin svo gott sem áhættulaus

(Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, 2012). Þrjú matsfyrirtæki hafa gefið íslenska ríkinu

lánshæfiseinkunn. Þau eru Moody‘s Investor Service, Standard & Poor‘s og Fitch. Í lok

árs 2011 stóð lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í BBB og samkvæmt staðlaðri aðferð undir

Basel II fellur sú einkunn undir 50% áhættuvog. Þar af leiðandi er, samkvæmt Basel III,

ekki hægt að flokka markaðshæf verðbréf útgefin af eða með ábyrgð íslenska ríkisins

sem tryggar eignir (Lánamál ríkisins, e.d.). Þetta á ekki einungis við um verðbréf gefin út

af íslenska ríkinu, heldur fleiri ríkja þar sem lánshæfiseinkunnir fleiri þróaðra hagkerfa

hafa lækkað (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, 2012). Eftir sem áður má flokka innlend

ríkisskuldabréf, sem falla ekki undir 0% áhættuvog, sem tryggar eignir, ef þau eru gefin

út í innlendri mynt. Einnig má flokka innlend ríkisskuldabréf gefin út í erlendri mynt sem

tryggar eignir ef slík eign samsvarar gjaldeyrisþörf viðkomandi banka (BIS, 2010c). Að

því sögðu ætti að vera til nóg af 1.stigs eignum hér á landi sökum skuldastöðu ríkissjóðs.

Aftur á móti er lítið sem ekkert til af 2.stigs eignum hér á landi og er útlit fyrir að svo

verði næstu árin, þá sérstaklega vegna þess að íslensk fyrirtæki hafa ekki fengið

lánshæfiseinkunn uppá AA- frá viðurkenndu lánshæfismatsfyrirtæki

(Fjármálaráðuneytið, 2012). Eins og staðan er í dag er lausafjárstaða stærstu

viðskiptabankanna rúm. Samkvæmt álagsprófum Seðlabanka Íslands og

Fjármálaeftirlitsins eru til nægar tryggar eignir til að mæta útstreymi innstæðna. Hafa ber

í huga að íslensku bankarnir starfa ennþá í skjóli fjármagnshafta og þegar þeim verður

aflétt gæti útstreymi þurrkað út stóran hluta lausafjár og aðgengi bankanna að lausafé

(Seðlabanki Íslands, 2011d; Seðlabanki Íslands; 2012a).

Líkt og rannsóknir Basel og EBA hafa bent á þá er lausafjármagnsskortur að aukast

samkvæmt skilgreiningu Basel á lausafjárþekju. Á sama tíma og eftirspurn eftir tryggum

eignum er að aukast er framboð þeirra að minnka. Sú staðreynd, auk yfirvofandi

afléttingu fjármagnshafta, setur bönkunum enn frekari skorður á fjármögnun þeirra.

Page 85: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

84

10.1.2 Fjármögnun

Nýju lausafjárreglurnar geta vissulega orðið til þess að styrkja lausafjárstöðu íslensku

bankanna og draga úr kerfisáhættu fyrir hagkerfið í heild. Það verður hins vegar ekki hjá

því komist fyrir íslensku bankanna, rétt eins og erlenda banka, að aðlaga fjármagnsskipan

sína til að geta uppfyllt nýju lausafjárreglurnar sem skyldi. Það gæti aftur á móti reynst

sumum bönkum erfitt og kostnaðarsamt (Westlake, 2012a). Lausafjárreglurnar munu

neyða banka til að safna meira af lausafjármunum og hugsanlega draga úr útlánum til

viðskiptavina, þar sem slíkar eignir flokkast sem illseljanlegar. Útlán til viðskiptavina

veita bönkunum hins vegar meiri tekjur en lausafjármunir. Að öðru óbreyttu geta því

kvaðir þessar dregið úr arðsemi banka sökum lægri vaxtatekna.

Líkt og fram hefur komið fjármagna bankar sig að mestu með innlánum en með

tilkomu lausafjárþekjunnar skiptir máli hvers konar innlán bankarnir halda. Segja má að

innlánseigendur séu dregnir í dilka eftir tímalengd, uppruna og fjárhæðum. Þessu til

útskýringar þá eru innlán einstaklinga verðmætari en innlán smærri fyrirtækja og innlán

smærri fyrirtækja verðmætari en innlán stærri fyrirtækja. Ennfremur eru innlán, sem falla

undir lög um innstæðutryggingar, metin vera stöðugri en innlán sem ekki falla undir þau

lög. Þetta getur orðið til þess að samkeppni og verðlagning muni breytast. Bankar munu

sækjast meira í verðmætu innlánin og/eða reyna að fá viðskiptavini sína, þá sérstaklega

lífeyrissjóði og fjármálafyrirtæki, til að færa sig yfir í innlán sem eru bundin að minnsta

kosti til 30 daga. Í þessu samhengi verður að geta þess, að eins og staðan er í dag eru

fjárfestingarmöguleikar takmarkaðir fyrir fyrirtæki. Af þeim sökum eiga lífeyrissjóðirnir

mikil innlán í bönkunum. Bjóðist ákjósanlegri fjárfestingarleiðir er líklegt að

lífeyrissjóðirnir færi eignir sínar úr innlánum banka í aðra fjárfestingarmöguleika, sem

leiðir ennfremur til þess að bankar geta ekki fjármagnað jafn mikið af eignum og áður.

Boðskapur Basel-nefndarinnar með fjármögnunarþekjunni er sá, að bankar eigi að

nota stöðug innlán og bundnar skuldbindingar til að fjármagna útlán. Fyrir hrun

fjármögnuðu bankar illseljanlegar eignir sínar oft með skammtímafjármögnun. Með

nýjum lausafjárreglum þurfa bankarnir að færa sig meira yfir í lengri tíma fjármögnun og

stöðuga fjármögnun til að uppfylla skilyrði fjármögnunarþekjunnar, því samkvæmt

reglunum er fjármögnun vigtuð út frá tímalengd og uppruna. Þessu til útskýringar munu

langtímafjármögnun og stöðug fjármögnun vigta meira, sem þýðir að bankar geta

fjármagnað meira af eignum með slíkri fjármögnun en með skammtímafjármögnun og

óstöðugri fjármögnun. Ekki er ólíklegt að íslensku bankarnir eigi eftir að færa sig frekar í

Page 86: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

85

fjármögnun með skuldabréfum til lengri tíma. Sérstaklega eftir að fjármagnshöftum

verður aflétt og innlánseigendur fara að leita annað en í innlán banka til að fjárfesta eignir

sínar. Eins og staðan er í dag takmarkast þó ný fjármögnun við sértryggð skuldabréf. Til

að öðlast á ný aðgang að erlendri fjármögnun verða bankarnir að vinna markvisst að því

að ljúka endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja og lækka vanskilahlutföll niður

í eðlilegt stig.

Samkvæmt Basel-nefndinni er litið til eins árs hvað fjármögnunarþekjuna varðar en

íslenskir bankar verða einnig að standast kröfur Seðlabanka Íslands um að geta staðið af

sér lokun erlendra fjármögnunarmarkaða í allt að þrjú ár án þess að þurfa lán úr

gjaldeyrisvarasjóði. Þetta mun þrengja enn frekar að fjármögnunarmöguleikum íslenskra

banka í erlendri mynt. Óhætt er að segja að öll fjármagnsskipan banka verður háð nýjum

kröfum Basel-nefndarinnar.

Það getur dregið úr hvata banka að taka of mikla áhættu, safni þeir í lausafjársjóð til

viðbótar við það að uppfylla eiginfjárkröfur. Séu markaðir meðvitaðir um það að bankar

haldi til haga lausafjársjóði í samræmi við þá lausafjáráhættu, sem þeir taka, gæti það

aukið traust og minnkað lausafjáráhættu fyrir einstaka banka og bankakerfið í heild sinni.

Einnig munu reglurnar auðvelda samanburð og styðja við fjármögnun á erlendri grundu

þar sem lausafjárreglur verða sambærilegar milli landa. Af þeim sökum er mikilvægt að

reglurnar séu ekki séraðlagaðar að íslenskum sérreglum.

Stærsti óvissuþáttur varðandi lausafjárstöðu íslensku viðskiptabankanna er afnám

fjármagnshafta. Í dag hindra fjármagnshöftin að innlánseigendur geti flutt fjármuni sína

úr landi en bankarnir þurfa að vera búnir undir losun haftanna. Þeir þurfa að auka vægi

bundinna innlána til að draga úr lausafjáráhættu. Bankarnir geta gert það m.a. með því að

bjóða upp á skammtímabindingar. Íslandsbanki (e.d.) býður nú þegar upp á

fastvaxtareikning með allt niður í eins mánaðar binditíma á meðan Arion banki (e.d.) og

Landsbankinn (e.d.) bjóða upp á fastvaxtareikninga með þriggja mánaða binditíma að

lágmarki.

Fyrir hrun fékk stýring lausafjár ekki þá athygli sem hún hefði þurft, en ljóst þykir að

með tilkomu nýrra lausafjárreglna og ekki síður yfirvofandi losun fjármagnshafta að bæta

þurfi lausafjárstýringu og viðhalda henni vel.

Page 87: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

86

10.2 Áhrif á íslenskt eftirlitsumhverfi

Nýjar lausafjárreglur munu ekki einungis hafa áhrif á þær stofnanir sem þeim þurfa að

lúta, heldur munu þær einnig hafa áhrif á eftirlitsstofnanir. Mikilvægt er að

eftirlitsstofnanir búi yfir þeirri þekkingu og séu í stakk búnar til að takast á við greiningar

og aukið lausafjáreftirlit strax í upphafi og í raun áður en reglurnar verða innleiddar. Til

að byrja með gæti fylgt því aukinn kostnaður sem þó mun skila sér í bættri þekkingu

eftirlitsaðila á fjármálafyrirtækjum. Með því móti geta eftirlitsstofnanir dregið úr líkum

þess að hér brjótist út önnur lausafjárkreppa. Hins vegar hefur fjármálakreppan leitt í ljós

að lausafjárvandræði í einu landi geta orsakað lausafjárvandræði í öðru landi. Með bættri

þekkingu og eftirliti verða eftirlitsstofnanir þó betur í stakk búnar til að takast á við

mögulegar lausafjárkreppur í framtíðinni. Ennfremur getur bætt eftirlit minnkað líkur á

lausafjárstuðningi sem er hagkerfinu öllu til góða.

10.2.1 Hlutverk og ábyrgð

Árið 2008 jókst samstarf Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands vegna lausafjáreftirlits

(Seðlabanki Íslands, 2011b). Mikilvægt er að þessar stofnanir, sem nú fara með aðgreind

hlutverk til að stuðla að heilbrigði fjármálakerfisins, vinni náið saman til að styrkja betur

undir stoðir nýrra lausafjárreglna. Fyrst og fremst þarf að bæta skilgreiningar á

markmiðum og þarf ábyrgð hvorrar stofnunar um sig að vera skýr. Er það mat höfundar

að auka þurfi hlutverk og ábyrgð Seðlabankans í fjármálaeftirliti. Búi Seðlabanki Íslands

yfir þeim upplýsingum, sem safnað hefur verið í gegnum fjármálaeftirlit, er hann betur í

stakk búinn til að veita lausafjáraðstoð verði lausafjárskortur í bankakerfinu. Fái

Seðlabankinn aftur á móti viðkomandi upplýsingar óbeint frá Fjármálaeftirlitinu getur

það leitt til rangtúlkunar á stöðu bankakerfisins og þeirrar aðstoðar sem það þarfnast.

Auk þess eru upplýsingar um stofnanir, sem eru líklegri til að ýta undir kerfisáhættu,

mikilvægar fyrir þjóðhagsvarúðareftirlit (Albulescu, 2008).

10.2.2 Aukið lausafjáreftirlit í kjölfar nýrra reglna

Fjármálakreppan leiddi í ljós að leggja þarf meiri áherslu á þjóðhagsvarúð en áður. Til að

bæta lausafjáreftirlit þarf að innleiða lausafjártengd þjóðhagsvarúðartæki sem Seðlabanki

Íslands (2012b) vinnur nú þegar að. Þrátt fyrir aukna áherslu á þjóðhagsvarúðareftirlit er

eindarvarúðareftirlit ekki síður mikilvægt. Ber hér að nefna, að eftirlitsstofnanir verða að

auka eftirlit með kerfislega mikilvægum fyrirtækjum, því greiðsluþrot kerfislega

mikilvægra fjármálafyrirtækja hafa ekki einungis slæm áhrif á fjármálakerfið heldur

Page 88: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

87

einnig á raunhagkerfið. Auk þess má með bættu og reglubundnu eftirliti milli landamæra

styrkja eftirlit og mat kerfisáhættu (BIS, 2012d).

Með lausafjárþekjunni er verið að stuðla að því að bankar séu betur til þess fallnir að

takast á við lausafjáráföll hvort sem þau eiga einungis við viðkomandi banka eða

bankakerfið í heild sinni. Segja má að verið sé að undirstrika að seðlabankar eigi að vera

lánveitendur til þrautavara en ekki lánveitendur að fyrsta vali. Mikilvægt er að

Seðlabankinn hafi í huga gagnkvæm áhrif nýrra lausafjárreglna á starfsemi Seðlabankans.

Til að mynda ætti lausafjárþekjan ekki að koma í veg fyrir að Seðlabankinn nái sínum

markmiðum hvað peningamálastjórn varðar. Þess heldur ættu nýjar lausafjárreglur að

styrkja getu þeirra til að viðhalda fjármálastöðugleika. Það er því nauðsynlegt fyrir

Seðlabankann að bregðast við þeim breytingum, sem orsakast munu af nýju

lausafjárreglunum, en þegar til lengri tíma er litið ættu reglurnar að auka þanþol

bankakerfisins í heild með jákvæðum áhrifum á framkvæmd peningamálastefnunnar

(EBA, 2012c).

Jafnvel þó stóru viðskiptabankarnir eigi nægar tryggar eignir til að mæta útstreymi

innstæðna, getur afnám fjármagnshafta mögulega haft mikil og slæm áhrif á

lausafjárstöðu bankanna. Að því sögðu er mikilvægt að vel sé fylgst með lausafjárstöðu

bankanna fyrir afnám og tryggja að útboð ríkisskuldabréfa séu hæfilega stór til að styrkja

lausafjárstöðu bankanna.

Sökum takmarkaðra fjármögnunarleiða íslensku bankanna hefur ný fjármögnun

takmarkast við sértryggð skuldabréf. Mikilvægt er að eftirlitsstofnanir móti stefnu um

hæfilegt umfang útgáfu sértryggðra skuldabréfa. Jafnvel þó útgáfa slíkra skuldabréfa geti

haft jákvæð áhrif á fjármálastöðugleika getur umtalsverð útgáfa sértryggðra skuldabréfa

haft neikvæð áhrif á möguleika og sveigjanleika stjórnvalda til þess að tryggja

fjármálastöðugleika við fjármálaáfall (Anand, Chapman og Gai, 2012; Seðlabanki

Íslands, 2012a). Aukin veðsetning með útgáfu sértryggðra skuldabréfa sökum þess

tryggingasafns sem bankar þurfa að halda leiðir til þess að bankar geta síður afhent trygg

veð gegn lánveitingum. Ekki eru til neinar samræmdar evrópskar reglur um takmörk á

útgáfu sértryggðra skuldabréfa, en hægt væri að setja hámark á hlutfall þeirra af

heildafjármögnun (Anand, Chapman og Gai, 2012).

Nýjar reglur eru ekki gallalausar. Finnist glufur í reglunum getur það haft skaðleg

áhrif sem geta dregið úr heildarstyrk reglnanna. Auk þess getur það orðið til þess að

hvetja banka til að grípa til ákveðinna aðgerða sem þeir hefðu annars ekki gert og aukið

Page 89: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

88

gæti veikleika fjármálakerfisins. Það er því afar mikilvægt fyrir eftirlitsstofnanir að vera

vel vakandi þegar nýjar reglur taka gildi og bera kennsl á högnunartækifæri.

Samkvæmt skýrslu FSB (2012) eru skuggabankaviðskipti í heiminum meiri núna en

við upphaf kreppunnar. Með nýjum lausafjárreglum er líklegt að bankaviðskipti eigi eftir

að færast enn frekar yfir í skuggabankakerfið þar sem skuggabankar lúta ekki sömu

reglum og hefðbundnir bankar. Skuggabankaviðskipti skapa hættu fyrir þá sem starfa á

almennum markaði. Unnt er að fá hærri lán í skuggabankakerfinu en í venjulegum

viðskiptabönkum og græða má stórfé án mikils eiginfjár. Aftur á móti verður tapið mikið

ef eitthvað fer úrskeiðis. Þar af leiðandi þurfa eftirlitsstofnanir erlendis sem og hér á landi

að setja reglur um skuggabankastarfsemi og hafa gott eftirlit með þeirri starfsemi svo hún

veiki ekki fjármálakerfið og að nýjar lausafjárreglur skili tilætluðum árangri.

10.3 Önnur áhrif

Höfund langar einnig að benda á það, að áhrif nýju lausafjárreglnanna eru víðtækari en

nefnt hefur verið hér að framan. Reglurnar munu ekki einungis hafa áhrif á bankana og

eftirlitsstofnanir heldur einnig á viðskiptavini bankanna og fjármálakerfið í heild sinni.

Til að mynda getur dregið verulega úr útlánum til raunhagkerfisins sökum þess að

fjármögnun einstaklinga og smærri fyrirtækja verður dýrari þar sem útlán banka verða

þeim dýrari. Auk þess mun markaður með verðbréf hins opinbera raskast vegna

óteyginnar eftirspurnar frá bönkum. Lausafjárstaða á fjármálamörkuðum mun versna þar

sem stór hluti lausafjármuna verður lokaður inni í bönkunum.

Að síðustu má nefna að afnám fjármagnshafta mun einungis hafa tímabundin áhrif á

lausafjárstöðu bankanna. Útstreymi innstæðna í kjölfar afnáms hafta mun draga úr þörf

banka fyrir laust fé, sökum þess hve stór hluti innlána er í dag óbundinn, en nýju

lausafjárreglurnar eru að stórum hluta háðar fjárhæð óbundinna innlána.

Page 90: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

89

11 Lokaorð

Óhætt er að segja að nýjar lausafjárreglur muni setja verulegar skorður við

fjármagnsskipan banka og breyta henni til frambúðar. Að öllu öðru óbreyttu mun sú

umræða að lausafjárstaða íslensku bankanna sé sterk breytast í það að lausafjárstaða

þeirra sé fullnægjandi. Engu að síður er það mat höfundar að mikilvægt sé að setja nýjar

lausafjárreglur til að tryggja stöðugleika fjármálastofnana. Að því sögðu er nauðsynlegt

að vel sé staðið að uppbyggingu reglnanna og að eftirlitsaðilar hafi alla þá burði og

þekkingu, sem þarf, til að takast á við þau viðfangsefni sem upp koma í framhaldinu.

Er það mat höfundar að fara verður gætilega í reglusetningar sem þessar, til að herða

ekki um of að bönkunum. Reglurnar mega ekki vera svo hamlandi að almenn

bankastarfsemi fari að flytjast í miklum mæli yfir í skuggabankakerfið sem lýtur ekki

sömu reglum og almennir viðskiptabankar. Í stað þess að herða um of að bönkunum væri

ákjósanlegra að stefna að góðu fyrirbyggjandi eftirliti og að eftirlitsstofnanir vinni með

viðkomandi stofnun komi til lausafjárvandræða, en þó með þeim hætti að krafist sé

ákveðinna aðgerða og áætlana með tímamörkum. Hafa ber í huga að nýju

lausafjárreglurnar eru fyrstar sinnar tegundar. Að því sögðu þurfa þær að vera í stöðugri

endurskoðun þar sem ekki er komin nein reynsla á þær. Auk þess þurfa lausafjáreftirlit og

lausafjártengd stýritæki að vera í stöðugri endurskoðun. Þau stýritæki sem mælt er með

við lausafjáreftirlit og –stýringu byggja á því að geta greitt úr sömu vandamálum og

bankarnir áttu við að etja í fortíðinni. Hins vegar verður að teljast líklegt að framtíðin

bjóði upp á ný viðfangsefni og ný vandamál og þá er alls óvíst að þau tæki sem notast á

við reynist nógu góð.

Að lokum ber að nefna að lausafjárþekjan og fjármögnunarþekjan eru enn til

athugunar og þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka frekari breytingar á

lausafjárviðmiðunum af hálfu Basel-nefndarinnar. Engu að síður er upplýsingagjöf banka

til eftirlitsstofnana hér á landi nú þegar hafin og er stefnt að því að reglurnar verði

innleiddar fyrr hér á landi en Basel-reglurnar segja til um.

Page 91: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

90

Heimildaskrá

Albulescu,C. T. (2008). Central Banks or Single Financial Supervision Authority: The

Romanian Case. Sótt 30. september 2012, af http://mpra.ub.uni-

muenchen.de/17225/1/MPRA_paper_17225.pdf

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. (2011). Global Financial Stability Report. Durable

Financial Stability: Getting There from Here. Washington: Höfundur.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. (2012). Global Financial Stability Report: The Quest for

Lasting Stability. Washington: Höfundur.

Anand, K., Chapman, J. og Gai, P. (2012). Covered bonds, core markets, and financial

stability. Sótt 20. nóvember 2012, af http://sfb649.wiwi.hu-

berlin.de/papers/pdf/SFB649DP2012-065.pdf

Arion banki. (2012a). Arion Covered Bond Programme. Sótt 22. Nóvember, af

http://www.arionbanki.is/library/Skrar/Bankinn/Fjarfestatengsl/Sertryggd-

skuldabref/Sertryggd-skuldabref-

Arionbanka/utgafulysing/Arion%20Covered%20Bond%20Programme.pdf

Arion banki. (2012b, maí). Sértryggð skuldabréf Arion banka, ARION CB 15, tekin til

viðskipta í Kauphöllinni í dag. Sótt 27. desember 2012, af

http://www.arionbanki.is/bankinn/fjolmidlar/frettir/frett/2012/05/21/Sertryggd-

skuldabref-Arion-banka--ARION-CB-15--tekin-til-vidskipta-i-Kauphollinni-i-dag/

Arion banki. (e.d.). Sparnaðarreikningar. Sótt 27. desember 2012, af

http://www.arionbanki.is/einstaklingar/sparnadur/sparnadarreikningar/

Ásgeir Jónsson. (2004). Um framþróun íslenska bankakerfisins. Jólablað Vísbendingar,

50, 22-26.

Ásgeir Jónsson. (2009). Why Iceland? New York: McGraw-Hill.

Ásgeir Jónsson. (2010). Bankahrunið 1930: Lærdómur sem ekki var dreginn. Í Daði Már

Kristófersson (ritstjóri), Þjóðarspegillinn 2010. Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Háskóla Íslands.

Bakk-Simon, K., Borgioli, S., Girón, C., Hempell, H., Maddaloni, A., Recine, F. o.fl.

(2012). Shadow Banking in the Euro Area. European Central Bank Occasional

Paper Series no. 133.

Bandt, O. (2012). Liquidity Risk. Sótt 3. nóvember 2012, af

http://www.prmia.org/Chapter_Pages/Data/Files/5129_4810_Odbandt_presentation.p

df

Page 92: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

91

Bank for International Settlements. (2008, september). Principles for Sound Liquidity

Risk Management and Supervision. Sótt 16. september 2012, af

http://www.bis.org/publ/bcbs144.pdf

Bank for International Settlements. (2009, ágúst). History of the Basel Committee and its

Membership. Sótt 6. október 2012, af http://www.bis.org/bcbs/history.pdf

Bank for International Settlements. (2010a, september). Group of Governors and Heads

of Supervision announces higher global minimum capital standards. Sótt 7. apríl

2012, af http://www.bis.org/press/p100912.pdf

Bank for International Settlements. (2010b, október). Good Practice principles on

supervisory colleges. Sótt 18. nóvember 2012, af

http://www.bis.org/publ/bcbs177.pdf

Bank for International Settlements. (2010c, desember). Basel III: International

framework for liquidity risk measurement, standards and monitoring. Sótt 10.

desember 2011, af http://www.bis.org/publ/bcbs188.pdf

Bank for International Settlements. (2010d, desember). Results of the comprehensive

quantitative impact study. Sótt 30. október 2012, af

http://www.bis.org/publ/bcbs186.pdf

Bank for International Settlements. (2012a, apríl). Results of the Basel III monitoring

exercise as of 30 June 2011. Sótt 30. október 2012, af

http://www.bis.org/publ/bcbs217.pdf

Bank for International Settlements. (2012b, september). Results of the Basel III

monitoring exercise as of 31 December 2011. Sótt 30. október 2012, af

http://www.bis.org/publ/bcbs231.pdf

Bank for International Settlements. (2012c, október). Report to G20 Finance Ministers

and Central Bank Governors on Basel III implementation. Sótt 3. nóvember 2012, af

http://www.bis.org/publ/bcbs234.pdf

Bank for International Settlements. (2012d, október). A framework for dealing with

domestic systemically important banks. Sótt 20. nóvember 2012, af

http://www.bis.org/publ/bcbs224.pdf

Bank for International Settlements. (2013, janúar). Press release: Group of Governors

and Heads of Supervision endorses revised liquidity standard for banks. Sótt 7.

janúar 2013, af http://www.bis.org/press/p130106.pdf

Banks, E. (2005). Liquidity Risk: Managing Asset and Funding Risks. New York:

Palgrave Macmillan.

Beirne, J., Dalitz, L., Ejsing, J., Grothe, M., Manganelli, S., Monar, F. o.fl. (2011). The

impact of the Eurosystem‘s covered bond purchase programme on the primary and

secondary markets. European Central Bank Occasional Paper Series no. 122.

Page 93: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

92

Berument, M. H., Togay, S. og Sahin. A. (2010). Identifying the Liquidity Effects of

Monetary Policy Shocks for a Small Open Economy: Turkey. Open Economies

Review, 22(4), 649-667.

Bodie, Z., Kane, A. og Marcus, A. J. (2009). Investments (8. útgáfa). New York:

McGraw-Hill/Irwin.

Bordo, M., Eichengreen, B., Klingebiel, D. og Martinez-Peria, M. S. (2001). Is the crisis

problem growing more severe? Ecomic Policy, 16, 51-82.

Brealey, R. A., Myers, S. C., og Allen, F. (2008). Principles of Corporate Finance (9.

útgáfa). New York: McGraw-Hill/Irwin.

Brigham, E. F. og Houston, J. F. (2004). Fundamentals of Financial Management (10.

útgáfa). Ohio: Thomson/South-Western.

Buiter, W. H. (2007). Lessons from the 2007 financial crisis. Center for Economic Policy

Research No. 18.

Cabral, R. (2012). A perspective on the symptoms and causes of the financial crisis.

Journal of Banking and Finance.

Cipollini, A. og Fiordelisi, F. (2012). Economic value, competition and financial distress

in the European banking system. Journal of Banking & Finance, 36(11), 3101-3109.

Committee of European Banking Supervisors. (2010, desember). Results of the

comprehensive quantitative impact study. London: Höfundur.

D‘Hulster, K. (2011). Cross Border Banking Supervision: Incentive Conflicts in

Supervisory Information Sharing between Home and Host Supervisors. (Policy

Research Working Paper nr. 5871). Washington, D.C.: The World Bank.

Davis Polk. (2011, desember). Summary of the Federal Reserve‘s Proposed Rules for

Enhanced Prudential Standards and Early Remediation Requirements for Covered

Companies. Sótt 22. september 2012 af

http://www.davispolk.com/files/Publication/c459b8b4-3b0f-4411-b2a9-

5262b793b081/Presentation/PublicationAttachment/811fc1a8-ab09-4fb4-aaed-

58eff57d315f/122311_Summary_Federal_Reserve_Proposed_Rules.pdf

Davis Polk. (2013, janúar). Dodd-Frank Progress Report. Sótt 8. janúar 2013, af

http://www.davispolk.com/dodd-frank-rulemaking-progress-report/

Davíð Stefánsson. (2012, apríl). Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi:

Breyting til batnaðar? Reykjavík: Arion banki.

De Larosiere, J. (2009). The High-level Group on Financial Supervision in the EU.

Brussel: Financial Services Authority.

Demirgüç-Kunt, A. og Huizinga, H. (2004). Market discipline and deposit insurance.

Journal of Monetary Economics, 51(2), 375-399.

Page 94: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

93

DeYoung, R. (2009). Banking in the United States. Sótt 13. september 2012, af

http://cis.uchicago.edu/outreach/summerinstitute/2009/documents/cis_sti2009-

deyoung-banking_in_the_united_states.pdf

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið. (2012, mars). Framtíðarskipan fjármálakerfisins. Sótt

20. apríl 2012, af http://www.efnahagsraduneyti.is/media/Acrobat/Framtidarskipan-

fjarmalakerfisins.pdf

European Banking Authority. (2012a, apríl). Results of the Basel III monitoring exercise

as of 30 June 2011. Sótt 6. október 2012, af

http://www.eba.europa.eu/cebs/media/Publications/Other%20Publications/QIS/EBA-

BS-2012-037-FINAL--Results-Basel-III-Monitoring-.pdf

European Banking Authority. (2012b, september). Results of the Basel III monitoring

exercise as of 31 December 2011. Sótt 30. október 2012, af

http://www.eba.europa.eu/cebs/media/Publications/Other%20Publications/QIS/EBA-

BS-2012-xxx--Public-ISG-Report-Basel-III-Monitoring-.pdf

European Banking Authority. (2012c, október). New Bank Liquidity Rules: Dangers

Ahead. Sótt 31. október 2012, af

http://www.eba.europa.eu/cebs/media/aboutus/bsg/20121002_BSG_Liquidity_Paper

_OPT.PDF

European Banking Federation. (2009, mars). Remedying Dysfunctional Interbank Money

Markets. Sótt 15. september 2012, af http://www.ebf-

fbe.eu/uploads/documents/positions/FinMark/D0064E-

2009%20Paper%20on%20Interbank%20Money%20Markets.pdf

European Systemic Risk Board. (e.d.a). Establishment of the ESRB. Sótt 18. nóvember

2012, af http://www.esrb.europa.eu/about/background/html/index.en.html

European Systemic Risk Board. (e.d.b). Mission, objectives and tasks. Sótt 18. nóvember

2012, af http://www.esrb.europa.eu/about/tasks/html/index.en.html

Federal Reserve System. (2012). Enhanced Prudential Standards and Early Remediation

Requirements for Covered Companies; Proposed Rule. Federal Register, 77(3).

Financial Stability Board. (2012, nóvember). Global Shadow Banking Monitoring Report

2012. Sótt 20. nóvember 2012, af

http://www.financialstabilityboard.org/publications/r_121118c.pdf

Financial Stability Board. (e.d.a). History. Sótt 13. nóvember 2012, af

http://www.financialstabilityboard.org/about/history.htm

Financial Stability Board. (e.d.b). Overview. Sótt 13. nóvember 2012, af

http://www.financialstabilityboard.org/about/overview.htm

Financial Stability Forum. (2009). Report of the Financial Stability Forum on Addressing

Procyclicality in the Financial System. Sótt 13. október 2012, af

http://www.financialstabilityboard.org/publications/r_0904a.pdf

Page 95: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

94

Fjármálaeftirlitið. (2004). Efnahags- og rekstrarreikningar banka og sparisjóða,

verðbréfa fyrirtækja og verðbréfamiðlana, rekstrarfélaga verðbréfasjóða fyrir árið

2003. Sótt 27. desember 2012, af http://www.fme.is/media/utgefid-

efni/2003_Efnahags--og-rekstrarreikningar-banka-og-sparisjoda,-

verdbrefafyrirtaekja-og-verdbrefamidlana,-rekstrarfelaga-verdbrefasjoda,-asamt-

ymsum-kennitolum-og-odrum-upplysingum-31_12_2003.pdf

Fjármálaeftirlitið. (2008). Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja og

verðbréfa- og fjárfestingasjóða fyrir árið 2007. Sótt 27. desember 2012, af

http://www.fme.is/media/utgefid-efni/2007_Efnahags--og-rekstrarreikningar-banka-

og-sparisjoda,-verdbrefafyrirtaekja-og-verdbrefamidlana,-rekstrarfelaga-

verdbrefasjoda,-asamt-ymsum-kennitolum-og-odrum-upplysingum-31_12_2007.pdf

Fjármálaeftirlitið. (2010). Stefna Fjármálaeftirlitsins 2010. Sótt 30. september 2012, af

http://www.fme.is/media/frettir/15.11.2010.stefnaFME.pdf

Fjármálaeftirlitið. (2011). Ársskýrsla 2011. Sótt 30. september 2012, af

http://www.fme.is/media/utgefid-efni/Arsskyrsla_2011.pdf

Fjármálaeftirlitið. (2012a, mars). Úttekt á áhættustýringu og stjórnarháttum stóru

viðskiptabankanna þriggja. Fjármál, 1(1), 8-9.

Fjármálaeftirlitið. (2012b, október). Endurbætur í skipulagi og starfsemi

Fjármálaeftirlitsins og breytingar á lagaumgjörð á fjármálamarkaði frá hausti 2008.

Fjármál, 3(1), 10-13.

Fjármálaeftirlitið. (e.d.a). Eftirlitsstarfsemi. Sótt 7. apríl 2012, af

http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/

Fjármálaeftirlitið. (e.d.b). Eftirlitsskyld starfssemi. Sótt 7. apríl 2012, af

http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/eftirlitsskyld-starfsemi/

Fjármálaráðuneytið. (2012, mars). Stefna í lánamálum ríkisins. Reykjavík: Höfundur.

Flantsbaum, S. (2009). Covered Bonds: Shelter from Financial Turmoil, Exposure to the

1940 act. Fordham Journal of Corporate & Financial Law, 14(4), 849-874.

Guðmundur Magnússon. (2006). Lausafjáráhætta bankanna. Vísbending, 17, 3-4.

Halldór Sveinn Kristinsson. (2002). Millibankamarkaður með krónur. Peningamál

2002/3, 27-31.

Heffernan, S. (2005). Modern Banking. Chichester: John Wiley & Sons, Ltd.

Henry, P. B. (2006). Capital Account Liberalization: Theory, Evidence, and Speculation.

NBER Working Paper 12698.

Horcher, K. A. (2006). ESSENTIALS of Managing Treasury. New Jersey: John Wiley &

Sons, Inc.

Íslandsbanki. (2012a, mars). Áhættuskýrsla 2011. Reykjavík: Höfundur.

Page 96: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

95

Íslandsbanki. (2012b, október). Íslandsbanki gefur út nýjan flokk sértryggðra

skuldabréfa. Sótt 27. desember 2012, af http://www.islandsbanki.is/um-

islandsbanka/frettir/frett/2012/10/18/Islandsbanki-gefur-ut-nyjan-flokk-sertryggdra-

skuldabrefa--/

Íslandsbanki. (e.d.). Sparnaðarreikningar. Sótt 27. desember 2012, af

http://www.islandsbanki.is/einstaklingar/sparnadur/sparnadarreikningar/

Jón Daníelsson og Gylfi Zoega. (2009, 12. mars). The Collapse of a Country. (2. útgáfa)

Reykjavík: Höfundar.

Laeven, L. og Valencia, F. (2008). Systemic Banking Crises: A New Database. (IMP

Working Paper, nr. 08/224). Washington: International Monetary Fund.

Landsbankinn hf. (2012). Árshlutauppgjör 3F. Sótt 21. nóvember 2012, af

http://bankinn.landsbankinn.is/uploads/documents/arsskyrsluroguppgjor/Interim-

Report-Q3-2012-ISL.pdf

Landsbankinn hf. (e.d.). Sparnaður og fjárfestingar. Sótt 27. desember 2012, af

http://www.landsbankinn.is/einstaklingar/sparnadurogfjarfestingar/bankareikningar/

Lánamál ríkisins. (e.d.). Lánshæfismat. Sótt 28. nóvember 2012, af

http://www.lanamal.is/fagfjarfestar/lanshaefismat

Leiðbeinandi tilmæli um um bestu framkvæmd við lausafjárstýringu fjármálafyrirtækja

nr. 1/2008.

Lim, C., Columbe, F., Costa, A., Kongsamut, P., Otani, A., Saiyid, M. o.fl. (2011).

Macroprudential Policy: What Instuments and How to Use Them? (IMP Working

Paper, nr. 11/238). Washington: International Monetary Fund.

Lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002

Lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998.

Lög um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001

Lög um sértryggð skuldabréf nr. 11/2008

Morgan Stanley. (2011, nóvember). European Banks: What Are the Risks of €1.5-2.5tr

Deleveraging? New York: Höfundur.

Nikolaou, K. (2009, febrúar). Liquidity (risk) concepts: definition and interactions.

(Working Paper Series no. 1008). Frankfurt am Main: European Central Bank.

Penman, S. H. (2010). Financial Statement Analysis and Security Valuation (4. útgáfa).

New York: McGraw-Hill/Irwin.

Rannsóknarnefnd Alþingis. (2010a). Sérstaða og mikilvægi banka og fjármálafyrirtækja í

samfélagi. Í Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson (ritsj.),

Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (1. bindi,

bls. 49-56). Reykjavík: Rannsóknarnefnd Alþingis.

Page 97: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

96

Rannsóknarnefnd Alþingis. (2010b). Efnahagslegt umhverfi og innlend efnahagsstjórnun.

Í Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson (ritsj.),

Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (1. bindi,

bls. 57-208). Reykjavík: Rannsóknarnefnd Alþingis.

Rannsóknarnefnd Alþingis. (2010c). Eftirlit með starfsemi á fjármálamarkaði. Í Páll

Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson (ritsj.), Aðdragandi og

orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (5. bindi, bls. 41-192).

Reykjavík: Rannsóknarnefnd Alþingis.

Rannsóknarnefnd Alþingis. (2010d). Fjármögnun bankanna. Í Páll Hreinsson, Sigríður

Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson (ritsj.), Aðdragandi og orsakir falls íslensku

bankanna 2008 og tengdir atburðir (2. bindi, bls. 9-80). Reykjavík:

Rannsóknarnefnd Alþingis.

Rannsóknarnefnd Alþingis. (2010e). Eigið fé íslenska fjármálakerfisins. Í Páll Hreinsson,

Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson (ritsj.), Aðdragandi og orsakir falls

íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (3. bindi, bls. 7-24). Reykjavík:

Rannsóknarnefnd Alþingis.

Reglur um lausafjárhlutfall nr. 782/2012.

Samtök fjármálafyrirtækja. (e.d.). Bankastarfsemi. Sótt 20. apríl 2012, af

http://www.sff.is/malaflokkar/bankastarfsemi

Schwarcz, S. L. (1994). The Alchemy of Asset Securitization. Stanford Journal of Law,

Business & Finance, 133-154.

Seðlabanki Íslands (2006, 27. nóvember). Bankastjórnarsamþykkt um viðfangsefni

Seðlabanka Íslands á sviði fjármálastöðugleika. Sótt 19. apríl 2012, af

http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4938

Seðlabanki Íslands. (2008). Fjármálastöðugleiki. (4. rit). Sótt 28. desember 2012, af

http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/Fj%C3%A1rm%C3%A1last%

C3%B6%C3%B0ugleiki/2008/FS081.pdf

Seðlabanki Íslands. (2011a, 14. janúar). Lærdómar af fjármálakreppunni fyrir hagstjórn,

fjármálastöðugleika og stofnanauppbyggingu. Sótt 19. apríl 2012, af

http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8384

Seðlabanki Íslands. (2011b, janúar). Sérrit: Hlutverk seðlabanka í fjármálaeftirliti. Sótt

19. apríl 2012, af http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8393

Seðlabanki Íslands. (2011c, febrúar). Efnahagsmál. (4. rit). Sótt 16. september 2012, af

http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8465

Seðlabanki Íslands. (2011d, mars). Áætlun um losun gjaldeyrishafta. Sótt 2. desember

2012, af http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8672

Page 98: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

97

Seðlabanki Íslands. (2012a, 6. júní). Fjármálastöðugleiki. (10. rit). Sótt 10. júní 2012, af

http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/Fj%C3%A1rm%C3%A1last%

C3%B6%C3%B0ugleiki/2012-1/FS_Heildarskjal.pdf

Seðlabanki Íslands. (2012b, ágúst). Varúðarreglur eftir fjármagnshöft. (Sérrit nr. 6). Sótt

25. september 2012, af

http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/S%C3%A9rrit/S%C3%A9rrit%

20nr%20%206%20_Var%C3%BA%C3%B0arreglur.pdf

Seðlabanki Íslands. (2012c, 1. október). Breyting á reglum um lausafjárhlutfall. Sótt 28.

desember 2012, af http://www.sedlabanki.is/utgafa-og-raedur/frettir-og-

raedur/frettasafn/frett/2012/10/01/Breyting-a-reglum-um-lausafjarhlutfall/

Seðlabanki Íslands. (2012d, 5. október). Fjármálastöðugleiki. (11. rit). Sótt 10. október

2012, af

http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/Fj%C3%A1rm%C3%A1last%

C3%B6%C3%B0ugleiki/2012-2/FS_heildarskjal%202012%20nytt%20-

%20Copy%20(1).pdf

Seðlabanki Íslands. (2012e, október). Sérrit: Fjármálastöðugleiki og hlutverk

Seðlabanka Íslands. Skýrsla unnin af Sir Andrew Large fyrir Seðlabanka Íslands. (8.

rit). Sótt 28. desember 2012, af

http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/S%C3%A9rrit/S%C3%A9rrit%

20nr.%208%20vefskjal%20-%20Copy%20(2).pdf

Seðlabanki Íslands (e.d.a). Fjármálastöðugleiki. Sótt 19. apríl 2012, af

http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/Fj%C3%A1rm%C3%A1last%

C3%B6%C3%B0ugleiki/2012-2/FS_heildarskjal%202012%20nytt%20-

%20Copy%20(1).pdf

Seðlabanki Íslands (e.d.b). Laust fé. Sótt 19. ágúst 2012, af

http://www.sedlabanki.is/fjarmalastodugleiki/laust-fe/

Seðlabanki Íslands (e.d.c). Um Seðlabankann. Sótt 12. september 2012, af

http://www.sedlabanki.is/sedlabankinn/um-sedlabankann/

Stiglitz, J. E. (2001). Monetary and Exchange Rate Policy in Small Open Economies:

The Case of Iceland. Working Paper 15. Reykjavík: Seðlabanki Íslands.

Svava Óskarsdóttir. (2011). Þróun eigna og ávöxtun lífeyrissjóða 2000-2010. Reykjavík:

Seðlabanki Íslands.

Takáts, E. og Villar, A. (2011). International banks, new liquidity rules and monetary

policy in EMEs. The influence of external factors on monetary policy frameworks

and operations (BIS Papers No 57).

The Committee on Financial Services. (e.d.). Oversight of Dodd-Frank Act

Implementation. Sótt 21. september 2012 af http://financialservices.house.gov/dodd-

frank/

Page 99: MS ritgerð Fjármál fyrirtækja Nýjar lausafjárreglur°_NYG.pdf · og hlutverk bankastarfsemi og farið yfir þróun bankastarfsemi á Íslandi. Í kafla 4 er litið á laga-

98

The Telegraph. (2012, desember). EU nations agree to eurozone banking union. Sótt 27.

desember 2012, af http://www.telegraph.co.uk/finance/financialcrisis/9741553/EU-

nations-agree-to-eurozone-banking-union.html

U.S. Securities and Exchange Commission. (2009). Dodd-Frank Wall Street Reform and

Consumer Protection Act. Sótt 21. september 2012, af

http://www.sec.gov/about/laws/wallstreetreform-cpa.pdf

Van den End, J. W. og Tabbae, M. (2009). When liquidity risk becomes a macro-

prudential issue: Empirical evidence of bank behaviour. DNP Working Paper, 230.

Van Greuning, H. og Brajovic-Bratanovic, S. (2009). Analyzing Banking Risk: A

Framework for Assessing Corporate Governance and Risk Management (3. útgáfa).

Washington, D.C.: The World Bank.

Westlake, M. (2012, janúar). Full backing for liquidity rules disappoints bankers. Global

Risk Regulator,10(1).

Zikmund, W. G. (2003). Business Research Methods. (7. útgáfa). Ohio: Thomson/South-

Western.

Þorvarður Tjörvi Ólafsson. (2006). Hræringar innan peningahagfræðinnar og starfsemi

seðlabanka. Peningamál, 28(3), 71-88.