13
Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 Andri Snær Stefánsson Hulda Davíðsdóttir Kolbrún Sigurgeirsdóttir Elfar Árni Aðalsteinsson

Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

Naustaskóli

Starfsáætlun 6. – 7. bekkjar

skólaárið 2015 - 2016

Andri Snær Stefánsson

Hulda Davíðsdóttir

Kolbrún Sigurgeirsdóttir

Elfar Árni Aðalsteinsson

Page 2: Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

2

Efnisyfirlit

Starfsskipulag ................................................................................................................... 3

Kennslufög ....................................................................................................................... 6

Uppeldisstefna Naustaskóla – Jákvæður agi ...................................................................... 6

Þemu vetrarins ................................................................................................................. 7

Út fyrir skólastofuna ......................................................................................................... 7

Uppbrot í skólastarfi ......................................................................................................... 8

Aðalnámskrá grunnskóla ................................................................................................... 8

Mat á námi nemenda ..................................................................................................... 8

Námsmöppur ......................................................................................................................... 8

Námsmat ................................................................................................................................ 9

Foreldrar og skóli .................................................................................................................. 10

Gróf heildarkennsluáætlun ............................................................................................... 1

Page 3: Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

3

Starfsáætlun 6. – 7. bekkjar

skólaárið 2015-2016

Starfsskipulag Í vetur verða nemendur í 6.-7. bekk 63 talsins og umsjónarhópar verða þrír, og er 21

nemandi í hverjum umsjónarhóp. Við röðun nemenda í umsjónarhópa var miðað við að

flestir af eldra ári verði áfram með sömu umsjónarkennara en við skiptingu yngra árs var

reynt að fara eftir félags- og námslegri stöðu nemenda. Íþróttahópar og sundhópar verða

árgangaskiptir. Í útivist og vinnustund voru svo umsjónarhópar látnir ráða för. Ástæðan fyrir

þessu skipulagi er sú að í þessum tímum ætlum við umsjónarkennararnir að nota tímann og

fá nemendur til okkar í einstaklingsviðtöl.

Smiðjuhópar eru fimm, verkgreinakennarar tóku að sér skiptingu í þá hópa og er

kynjaskipt í hópana. Hópaskipting í hringekju og þemum er er sú sama, hópar eru fjórir og er

gert til að fækka hópum og minnka hættu á ruglingi hjá nemendum.

Líkt og sjá má á stundaskrá, sitja nemendur 32 tíma á viku. Hringt er inn klukkan 8:10

að morgni en það er breytilegt hvenær skóladegi lýkur, sjá stundaskrá. Hádegismat og seinni

frímínútur fá nemendur milli 11:50 og 12:20, ávaxtastund/nesti er fyrir frímínútur klukkan

9:50 að morgni.

Á þessu aldursstigi eru umsjónarkennarar enn í aðalhlutverki og sjá þeir nokkuð jafnt

um kennslu allra bóklegra faga. Í teyminu starfar einn stoðkennari sem tekur virkan þátt í

námsaðlögun og kennsluskipulagningu og tveir stuðningsfulltrúar kennurum til aðstoðar.

Verkgreinakennarar sem og íþróttakennarar sjá um kennslu sex tíma í stundaskrá. Þessir sex

tímar skiptast í tvo smiðjutíma (heimilisfræði, smíðar, textílmennt, tónmennt og

myndmennt), einn sundtíma, einn íþróttatíma og einn tíma í útikennslu. Umsjónarkennarar

sjá svo um kennslu þeirra 26 tíma sem eftir standa.

Fyrstu vikurnar fara í að kynnast nýjum nemendum og mynda tengsl milli

aldursstiganna sem og á milli nemenda og kennara. Við alla hópavinnu verða margvísleg

atriði höfð til hliðsjónar, líkt og geta, félagsleg tengsl og viðfangsefni. Uppbygging verkefna

Page 4: Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

4

og framsetning þeirra hefur þó einnig áhrif en áherslan verður ætíð á gleði og jákvætt

starfsumhverfi sem leitt getur á sem bestan hátt til árangurs og aukinnar hæfni.

Í skólastofunni sem og í skólastarfinu öllu er mikið lagt upp úr því að börnin temji sér

sjálfstæð vinnubrögð, gott vinnulag og virðingu fyrir umhverfi sínu, samnemendum og

kennurum. Í upphafi skólaárs er farið yfir skólasáttmálann og er sú vinna nýtt sem

undirbúningur fyrir gerð bekkjarsáttmála. Hver umsjónarhópur vinnur sinn bekkjarsáttmála

sem er síðan sýnilegur á svæði viðkomandi hóps. Einnig eru skilgreind hlutuverk

umsjónarmanna í hverjum hóp. Upp á vegg á hverju svæði hangir skilgreining hvers hlutverks

og nöfn umsjónarmanna hverju sinni.

Námsmarkmið í hverju fagi verða kynnt fyrir nemendum og afrakstur vinnu þeirra,

líkt og þemaverkefni, ensku/upplýsingatækniverkefni, íslenskuverkefni og ýmis önnur vinna

nemenda verða sett upp í kennslurými. Á námsáætlunum birtast nemendum þau markmið

sem unnið er að hverju sinni t.d. í íslensku og stærðfræði.

Kennsluhættir í vetur munu miða sérstaklega að því að gera nemendur að virkum

þátttakendum í námi og starfi. Fjölbreyttur nemendahópur kallar á að aðferðirnar sem beitt

er til náms og kennslu séu sveigjanlegar og að aðlögun þeirra að þörfum ólíkra einstaklinga

sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með

fjölbreyttasta móti, líkt og í formi talaðs máls/tjáningar (þá sérstaklega í ensku/dönsku),

óhefðbundinnar vinnu með texta, notkunar á tölvu og ýmis hugbúnaðar og hjálpartækja

(t.d.veforðabóka) við lausn verkefna, myndrænna verkefnaskila og mikið verður lagt upp úr

skapandi skrifum. Auk þess fá nemendur skilgreindan tíma í upplýsingatæknu á stundaskrá.

Samofin þessu verða svo verkefni er efla lesskilning, ritun og orðaforða. Í vetur verður því

kennslusvæðið nýtt til hins ýtrasta og nemendur gerðir eins sjálfbærir og sjálfstæðir í

vinnubrögðum og hægt er. Stöðvavinna/hringekjuvinna verður að fremsta megni sniðin að

þörfum hvers og eins nemenda en jafningjafræðslu verður einnig haldið á lofti.

Neðst í þessu skjali má finna ársáætlun vetrarins í grófum dráttum. Starf skólaársins

2015-2016 er unnið út frá þessari áætlun sem og einstakar fagáætlanir. Námsáætlanir hvers

fags eru öllu dýpri og veita greinabetri upplýsingar um þau viðfangsefni sem nemendur eru

að vinna að hverju sinni. Námsáætlanir eru sniðnar að þörfum nemenda. Á hverjum

Page 5: Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

5

föstudegi berst foreldrum tölvupóstur þar sem vikan sem leið er reifuð sem og vikan sem í

hönd fer.

Á facebook er upplýsinga- og myndasíða fyrir foreldra. Þar verða reglulega settar inn

myndir af nemendum við vinnu sína bæði hér í skólanum og í vettvangsferðum.

Grunnþættir nýrrar aðalnámsskrár eru læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti,

heilbrigði og velferð og sköpun. Allir þessir þættir samþættast að miklu leiti í öllu því starfi

sem fram fer hjá okkur. Hér koma nokkur atriði sem sýna hvernig grunnþættir menntunar

fléttast inn í skólastarfið okkar.

● Læsi er samþætt inn í allar námsgreinar á fjölbreyttan hátt. Þar má nefna, lestur í

bókmenntum, upplýsingalæsi, læsi á umhverfi svo sem hegðun og framkomu

gagnvart náunganum. Til þess að ná þessum markmiðum er ætlunin að virkja

nemendur í lestri á bókmenntum og auka skilning á efni bókanna (texta) sem lesið er.

Einnig hanga ýmsir fróðleiksmolar uppi á veggjum sem eiga að fá nemendur til þess

að staldra við og skoða nánar við vinnu verkefna. Unnið er markvist að því að nýta þá

tækni sem er til staðar svo sem tölvur og spjaldtölvur. Með þeirri tækni er hægt að

koma betur til móts við alla nemendur hvort sem um sérþarfir er að ræða eður ei.

Einnig eru til staðar sófar og teppi þar sem nemendur geta dregið sig út úr amstri

dagsins og lesið sér til ánægju.

● Sjálfbærnina túlkum við sem ákveðið sjálfstæði nemenda í að afla sér upplýsinga upp

á eigin spýtur í lausnarleit. Einnig snýst sjálfbærnin um að flokka úrgang og skila

þannig umhverfinu í sem bestu ásigkomulagi til næstu kynslóðar. Nemendur eru

gerðir meðvitaður um tilgang flokkunar og góðrar umgengni um umhverfi okkar.

● Lýðræði og mannréttindi: Nemendur taka virkan þátt í kosningu fulltrúa

nemendaráðs. Einnig eru bekkjarfundir nýttir til þess að ræða ýmis mannréttinda

tengd mál eins og að allir hafa sama rétt til þess að láta sér líða vel í skólanum. Við

tökum vel á móti nýjum nemendum. Einnig fá nemendur að taka virkan þátt í námi

sínu með því að hafa val á milli ákveðinna faga í vinnustundum sem og að búa til

bekkjarsáttmála.

Page 6: Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

6

● Jafnrétti: Bekkjarfundir byggjast að miklu leiti á umræðu um jafnrétti. Hvað sé rétt og

hvað sé röng hegðun þar sem stuðst er við skóla og bekkjarsáttmála. Einnig vinnum

við út frá stefnu jákvæðs aga þar sem nemendur þurfa að setja sig í spor annarra og

leysa vandamál sem upp koma sín á milli.

● Heilbrigði og velferð: Við sjáum til þess að öllum nemendum líði vel innan veggja

skólans. Teymið reynir sem best það getur að vera góðar fyrirmyndir nemenda. Við

sýnum hlýju, nærgætni, tillitssemi og festu í samskiptum okkar við nemendur. Við

nýtum okkur fagfólkið innan veggja skólans eins og námsráðgjafa og

hjúkrunarfræðing. Einnig leitum við aðstoðar fagfólks utan skólans þegar að ástæða

þykir til. Það er ætíð gert í samvinnu við stjórnendur skólans.

● Sköpun samþættist nánast inn í öll verkefni þemavinnu, svo sem í teikningu og ritun.

Einnig sækja nemendur tíma í myndmennt, heimilisfræði, hönnun og smíði,

textílmennt, tónmennt og leiklist. Nemendur skapa sín atriði á samveru og taka þátt í

árshátíð skólans.

Kennslufög Kennslufög vetrarins hjá 6.-7. bekk eru íslenska, stærðfræði, samfélagsfræði,

upplýsingatækni, danska, enska og náttúrufræði.

Áætlunartímarnir verða að mestu leyti tileinkaðir stærðfræði. Einnig verður ein stöð í

hringekju stærðfræðistöð en þar ætlum við okkur að vera með innlagnir og/eða fara dýpra í

ákveðna þætti stærðfræðinnar. Íslenskan verður kennd í lotum með fjölbreyttum hætti þar

sem kennsluaðferðin orð af orði verður mikið notuð og þá sérstaklega í þemavinnu og í

hringekju. Auk þess verður notast við einhver verkefni úr lestraraðferðinni PALS í vetur.

Uppeldisstefna Naustaskóla – Jákvæður agi Hugmyndafræðin að baki uppeldisstefnunni „jákvæður agi“ gengur út á það að móta

skólabrag sem einkennist af umhyggju, gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.

Page 7: Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

7

Þrisvar í viku, á mánudögum, fimmtudögum og föstudögum, mun hver umsjónarhópur

hittast með umsjónarkennara sínum í gæðahringjum/bekkjarfundum. Fundirnir, uppbygging

þeirra og framkvæmd er m.a. ætlað að veita nemendum tækifæri til að tjá sig í öruggu

umhverfi, þróa samskiptahæfni sína, læra af mistökum og leysa deilumál á jákvæðan og

uppbyggilegan hátt.

Þemu vetrarins Þemu verða að mestu kennd á þriðjudögum en ef ástæða er til að nota aðra daga að auki þá

verða það hringekjutímar á fimmtudögum og útivistartímar á föstudögum.

Þemu verða einnig samþættuð öðrum námsgreinum. Hér að neðan má sjá upptalningu á

þeim þemum sem kennd verða og í þeirri röð sem þau verða tekin fyrir;

● Lífríki í fersku vatni og sjó

● Hjálparsveitir á Íslandi

● Trúarbrögð

● Evrópa

● Vísindaþema

Hægt verður að sjá þær dagsetningar sem hvert þema tekur yfir inn á viðeigandi ársáætlun

inn á heimasíðu Naustaskóla.

Út fyrir skólastofuna Eitthvað verður leitað út fyrir veggi skólastofunnar í vetur og má þar nefna ýmsar ferðir

tengdar þeim viðfangsefnum og þemum sem verið er að taka fyrir. Áætlað er að fara í

eftirfarandi ferðir:

● Ferð 6.bekkjar með Húna. Viðfangsefni og markmið tengist þemum.

● Ferð í Hundatjörn, byrjun á þema í fersku vatni.

● Amtsbókasafnið verður heimsótt að lágmarki einu sinni á skólaárinu og safnið og

starfsemi þess kynnt fyrir nemendum ásamt því að veita þeim tækifæri til að taka

bækur að láni á safninu.

Page 8: Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

8

● Skólinn stendur fyrir nokkrum útivistardögum á skólaárinu t.d ferðir í Kjarnaskóg,

Hlíðarfjall og Naustaborgir.

● Ísferð í Brynju og heimsóknir í fyrirtæki bæjarins, o.s.frv.

Uppbrot í skólastarfi Ýmis uppbrot verða í skólastarfinu, sum fyrirfram skipulögð en önnur geta verið ákveðin án

mikils fyrirvara. Slík uppbrot verða kynnt sérstaklega í föstudags póstum.

Þau uppbrot sem stefnt er að nú þegar eru m.a.:

● Þann 17.mars mun árshátíð skólans fara fram. Nemendur 6.-7.bekkjar munu að

sjálfsögðu stíga á stokk með afburða atriði. Einnig munu nemendur koma fram á

samveru með fjölbreytt atriði.

● Í vetur munu nemendur bjóða foreldrum að koma í skólann og líta á verkefni sem

unnin hafa verið .

Aðalnámskrá grunnskóla Aðalnámskrá grunnskóla verður höfð til grundvallar öllu starfi í vetur. Sex grunnþættir

menntunar sem aðalnámskráin leggur áherslu á eru lýðræði og mannréttindi, sjálfbærni,

heilbrigði og velferð, jafnrétti, sköpun og læsi. Allir þættirnir munu fá sinn tíma og verða

samofnir verkefnum, námi og kennslu.

Sú lykilhæfni sem aðalnámskráin setur fram verður kynnt fyrir nemendum bæði í

formi umræðna og verkefna ásamt því að samtvinnast daglegu starfi. Tillit verður tekið til

einstaklingsmiðunar og unnið að samræmingu samfélagslegra markmiða sem og þeirra

markmiða er snúa að menntun sérhvers nemenda. Á þennan hátt verður aðalnámskránni

beitt til að skerpa skólastarfið og byggja tengsl milli markmiða og kennsluáherslna.

Mat á námi nemenda

Námsmöppur Námsmöppur nemenda eru yfirlit yfir verkefni og vinnu þeirra. Möppunum er ætlað að vera

kennaranum verkfæri til mats og nemendum og foreldrum verkfæri til samræðu um störf

Page 9: Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

9

nemandans. Möppurnar innihalda hinar ýmsu tegundir verkefna líkt og kannanir, myndræn

verkefni, hópverkefni, glæru kynningar, o.fl. Fjórum sinnum á ári fara nemendur með

möppurnar heim þar sem ætlast er til að foreldrar/forráðamenn fari yfir verkefnin með

börnunum og skrifi hvatingarorð til þeirra. Kennari metur einnig verkefnin.

Ákveðin matsverkefni enda í varanlegri safnmöppu nemenda sem fylgir þeim allan

grunnskólann.

Eftirtalin verkefni má finna í námsmöppum nemenda í vetur:

Upplýsingatækni: Að mestu samþættuð inn í verkefni annarra námsgreina.

Enska: Ýmis verkefni

Danska: Verkefni

Íslenska: Ýmiskonar ritunarverkefni s.s. ljóð, sögur o.fl. Orð af orði verkefni s.s. krossglímur,

hugtakakort o.fl. Íslenskunni er allri skipt í lotur í hverri lotu eru lögð fyrir verkefni sem þarf

að skila í síðasta lagi daginn sem lotunni líkur. Skiladagur kemur fram á blöðum sem

nemendur fá þ.e. námlotunni og grófu vikuskipulagi þar sem nemendur geta séð í byrjun

hverrar lotu hvað á að gera í hverri viku. Námsloturnar verða settar inná Mentor.

Stærðfræði: Símat, kannarnir eftir hverja lotu ásamt aukaverkefnum.

Þemu: Verkefni tengd þemaefni hverju sinni.

Námsmat Í vetur verður nær eingöngu notast við símat og leiðsagnarmat en einhverjar kannanir og

lestrarpróf munu að auki læðast inn í námsmatið. Þar sem námsmatið er samtvinnað

skólastarfinu en ekki sérstakur og aðskilinn hluti þess auðveldar það nemendum og

kennurum að meta stöðuna í náminu jafnt og þétt. Að sama skapi veitir slíkt fyrirkomulag

kennaranum svigrúm til að bregðast við niðurstöðum matsins áður en í óefni er komið.

Verkefnabók á Mentor veitir svo foreldrum frekari yfirsýn yfir niðurstöður kannana.

Vilji er fyrir því hjá teyminu að hvert þema verði metið strax að því loknu með leiðsagnarmati

inn á mentor. En það þarf að útfæra það betur í samvinnu við Mentor.

Page 10: Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

10

Foreldrar og skóli Teymisfundir verða tvisvar í viku, á miðvikudögum kl. 8:10 og á fimmtudögum kl.10:10.

Foreldrar geta óskað eftir fundum með kennurum hvenær sem þeim finnst ástæða til og er

áætlaður tími til þess eftir kennslu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Foreldrum er einnig velkomið að heimsækja börn sín meðan á kennslu stendur og upplifa

þannig skólastarfið og líðan barns þeirra innan veggja skólans í enn frekari nálægð.

Námsmöppur nemenda vekja oft upp spurningar hjá foreldrum en hvatt er

sérstaklega til notkunar tölvupóstsamskipta milli foreldra og kennara um það efni er snýr að

námi og líðan nemanda. Foreldrar munu fá sérstök boð um hin ýmsu uppbrot í skólastarfið á

skólaárinu, líkt og sýningu á þemavinnu og verkefnum eða boð á hina árlegu árshátíð skólans

en frekari upplýsingar munu verða í viðeigandi póstum.

Hinir vikulegu föstudagspóstar, frá kennurum til foreldra, sjá svo um að gefa ákveðið

yfirlit yfir það sem á undan er gengið í skólastarfinu og einnig það sem framundan er, eftir

því sem líður á skólaárið.

Page 11: Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

Gróf heildarkennsluáætlun Ofantalin heildaráætlun yfir kennslu vetrarins er eingöngu áætlun og verkefni og áherslur innan hennar geta tekið einhverjum breytingum

meðan á skólastarfinu stendur. Allar breytingar verða sérstaklega tilkynntar og birtast eftir því sem við á inn á Mentor.

Ársáætlun 2015-2016 Bekkur: 6. – 7. bekkur Kennarar: Andri Snær, Kolbrún, Særún, Elfar, Hulda, Guðrún og Heiða

Ágúst September Október Nóvember Desember

Samffr./Náttúrufr Þema

Hópefli Vettvangsferð að Hundatjörn Ferð 6. bekkjar á Húna

Samvinnunám

Lestur eða hlustun bókar

heima.

Orð af orði

Samvinnunám Lestur eða hlustun bókar

heima.

Orð af orði

Samvinnunám Kortagerð, powerpoint og

kynningar

Orð af orði

Samvinnunám Kortagerð, powerpoint og

kynningar

Orð af orði

Íslenska Staða nemenda könnuð Upprifjun í málfræði Ritun(frjáls) Lesskilningur Paralestur yndislestur

Samræmduprófin Ritun(rökstuðningur) Orð af orði lesskilningur Samvinnunám Paralestur yndislestur

Orð af orði Ritun(útdráttur) lesskilningur Samvinnunám Paralestur yndislestur

Orð af orði lesskilningur Dagur íslenskrartungu Undirbúningur fyrir stóru upplestrakeppnina hefst Ritun(heimildarskráning) Samvinnunám Paralestur yndislestur

Ljóð, verkefni. Ritun(heimildarglæruverkefni) Samvinnunám Lesskilningur Upprifjun í málfræði Orð af orði Paralestur yndislestur

Page 12: Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

2

Stærðfræði Staða nemenda könnuð

12. Þrep Stika 2a 14. Þrep Stika 3a Áætlun og kaflakönnun 1

12. Þrep Stika 2a 14. Þrep Stika 3a Áætlun og kaflakönnun 2

12. Þrep Stika 2a 14. Þrep Stika 3a Áætlun og kaflakönnun 3

12. Þrep Stika 2a 14. Þrep Stika 3a Áætlun og kaflakönnun 4

Tungumál

Staða nemenda könnuð og skipt í þarfamiðaða hópa í ensku

Enska: Orðaforði og grunnmálfræði. Hlustun (gestafyrirlesari) Verkefni - Who am I? Danska: Tölur (bingó), Vikudagar, mánuðir (verkefni)

Enska: Orðaforði og grunnmálfræði Danska: Hlustun (gestafyrirlesari) Verkefni - kynning á sjálfum sér

Enska: Orðaforði og grunnmálfræði Danska: Tölur, dagar og kynning á sjálfum sér

Enska: Orðaforði og grunnmálfræði Danska: Tölur, dagar og kynning á sjálfum sér

Íþróttir

Verkgreinar

Page 13: Naustaskóli Starfsáætlun 6. 7. bekkjar skólaárið 2015 - 2016 · sé auðveld og þægileg. Lögð verður áhersla á að öll vinna við lausnir verkefna sé með fjölbreyttasta

3

Jákvæður agi Bekkjarsáttmáli - bls.13 Við ákváðum - bls. 16 Að mynda hring - bls. 98

Bekkjarsáttmáli - bls.13 Við ákváðum - bls. 16 Að mynda hring - bls. 98 Rútínur – bls. 17 Sjálfsstjórn – bls. 29

Sjálfsstjórn – bls. 29 Rútínur – bls. 17 Að virða fjölbreytileikann – bls. 53 Samskiptafærni – bls. 45

Samskiptafærni – bls. 45 Samvinna – bls. 57 Hvatning – bls. 75