12
OKKAR FJÖLSKYLDUVERND Sérsniðin öryggisþrenna fyrir íslensk heimili

Okkar fjölskylduvernd

  • Upload
    zebra

  • View
    216

  • Download
    2

Embed Size (px)

DESCRIPTION

okkar, zebra.is

Citation preview

Page 1: Okkar fjölskylduvernd

OKKAR FJÖLSKYLDUVERNDSérsniðin öryggisþrenna fyrir íslensk heimili

Page 2: Okkar fjölskylduvernd

ÖRYGGIÐ STRAX- ÚTGJÖLDIN SÍÐAR

Til móts við íslensk heimiliÍ OKKAR Fjölskylduvernd er þremur þáttum, líftryggingu, örorkutryggingu og séreignar-

sparnaði, fléttað saman í eina heild. Fjölskylduverndin hentar öllum sem spara í séreign

og ekki síst ungu fólki sem samhliða uppbyggingu heimilis síns kýs að fjárfesta í

viðbótarlífeyrissparnaði. Iðgjöld trygginganna eru tekin af sparnaðinum. Þau verða því

ekki að beinum útgjöldum fyrr en viðbótarlífeyrissparnaður er greiddur út í lok starfs-

ævinnar og hafa því ekki áhrif á daglegar ráðstöfunartekjur á sparnaðartímanum. Í

Fjölskylduvernd njótum við þannig öryggis trygginganna strax en frestum í raun beinum

kostnaði vegna iðgjalda þar til viðbótarlífeyrissparnaðurinn kemur til útborgunar. Með

þessu er komið til móts við aðstæður ungs fólks í von um að sem allra flestir geti nýtt

sér þessa nýjung í þjónustu OKKAR.

Auk bótagreiðslna vegna örorku bjóðast í Fjölskylduvernd leiðir til að auka bætur eftir-

lifenda við andlát sjóðfélaga enda markmiðið að umlykja fjölskylduna alla og treysta

fjárhagslegar undirstöður hennar ef vá ber að dyrum.

Aðalatriði OKKAR Fjölskylduverndar Ráðstöfunartekjur skerðast ekki.

Iðgjöld Fjölskylduverndar eru greidd af óskattlögðum séreignarsparnaði.

Tryggingartaki velur sjálfur vátryggingarfjárhæðina.

Við tímabundna örorku greiðast mánaðarlegar bætur beint til hins tryggða.

Við varanlega örorku greiðast bætur í einu lagi inn á séreignarsjóð tryggingartaka.

Við andlát greiðist líftryggingarfjárhæðin inn á séreignarsjóð og síðan til

eftirlifenda.

Page 3: Okkar fjölskylduvernd

02_03

ÖRYGGIÐ STRAX - ÚTGJÖLDIN SÍÐAR

Page 4: Okkar fjölskylduvernd

SNJALLT SAMSTARF TRYGGINGA OG SPARNAÐAR

Öryggisþættir OKKAR Fjölskylduverndar felast í tryggingum annars vegar og sparnaði

hins vegar. Augljóst er að fjárhagslega stafar ungu fjölskyldufólki meiri ógn af andláti eða

örorku og tekjumissi en þeim sem eldri eru. Einnig blasir það við að ávöxtur sparnaðar

verður á efri árum því ríkulegri sem fyrr er hafist handa.

OKKAR Fjölskylduvernd er sérstök áskorun til fólks um að nýta sér tækifæri viðbótar-

lífeyrissparnaðar til fulls. Lögbundið mótframlag vinnuveitandans jafngildir einfaldlega

2% launahækkun. Þau verðmæti geta eftir áratuga starf hlaupið á milljónum króna og

viðbótarlífeyrissparnaðurinn í heild sinni á tugum milljóna. Í því er umtalsvert öryggi

fólgið sem skipt getur sköpum um lífsgæði og frelsi til að velja sér viðfangsefni þegar

ævistarfinu lýkur.

Líf- og örorkutryggingar eru aldrei mikilvægari en þegar fjölskyldur eru ungar og við-

kvæmar fyrir áföllum. Þess vegna kappkostar OKKAR Fjölskylduvernd að auðvelda fólki

með miklar fjárhagslegar skuldbindingar að njóta öryggis trygginganna þegar þörfin er

mest en fresta útgjöldum vegna þeirra þar til „vinnudeginum“ lýkur.

Page 5: Okkar fjölskylduvernd

SNJALLT SAMSTARF TRYGGINGA OG SPARNAÐAR

04_05

Page 6: Okkar fjölskylduvernd

LÍFTRYGGING

Minni áhyggjur af óvissunniLífi fylgir ábyrgð – oftast bæði á sjálfum okkur og öðrum. Ekkert okkar á framtíðina vísa

heldur einungis augnablikið. Enginn veit í raun hvað morgundagurinn ber í skauti sér og

engin trygging er fáanleg sem kemur í veg fyrir áföll. Öll lifum við því í raun fyrir líðandi

stund en besta leiðin til að njóta hennar er að lágmarka áhyggjur okkar af óvissunni. Í

þeim efnum getur líftrygging skipt miklu máli – bæði fyrir okkur sjálf og okkar nánustu.

Fjárhagslegt skjól fyrir aðstandendurFlest okkar hafa tekist á hendur fjárhagslegar skuldbindingar og sjálfsagt er að tryggja

það með tiltækum ráðum að þær íþyngi öðrum sem minnst ef við föllum frá. Líf-

tryggingabætur geta hjálpað eftirlifandi maka og börnum að endurskipuleggja líf sitt

í skjóli fyrir áhyggjum af því fjárhagslega höggi sem oft fylgir strax í kjölfar andláts.

Athygli er vakin á því að OKKAR hefur nú fyrst íslenskra félaga bætt dánarbótum barna

inn í bótasvið líftrygginga einstaklinga. Þörfin fyrir það framfaraskref er augljós.

Sérstaða Fjölskylduverndar Í líftryggingu OKKAR Fjölskylduverndar er iðgjaldið fastsett og vátryggingarfjárhæð

lækkar árlega samhliða hækkandi séreignarsparnaði þar til 60 ára aldri er náð. Þessi

tegund dánaráhættutrygginga er einungis fáanleg í í tengslum við séreignarlífeyris-

sparnað.

Page 7: Okkar fjölskylduvernd

06_07

LÍFTRYGGING

Page 8: Okkar fjölskylduvernd

STARFSÖRORKUTRYGGING

Bilið brúaðFlest byggjum við afkomu okkar á launaðri atvinnu og flest okkar sem verða óvinnufær

eiga rétt á fullum greiðslum frá vinnuveitanda í allt að sex mánuði. Þegar þeim sleppir

blasir hins vegar umtalsverð tekjuskerðing við. Starfsörorkutrygging Fjölskylduverndar

hleypur í slíkum tilfellum undir bagga og veitir fjárhagslega vernd þegar staðið er frammi

fyrir tímabundinni eða varanlegri örorku vegna slysa eða sjúkdóma.

Mat á örorkuBætur eru greiddar þegar geta hins vátryggða til að afla tekna á vinnumarkaði skerðist

verulega, eða a.m.k. um 50%. Við mat á skertri starfsorku er miðað við getu viðkomandi

til að gegna starfi sem telst vera eðlilegt fyrir einstakling á svipuðum aldri með óskerta

starfsorku og sambærilega starfsreynslu, menntun og verkkunnáttu.

BæturVátryggingarfjárhæð er valin á umsókn og er notuð til ákvörðunar mánaðarlegra bóta

og örorkubóta vegna varanlegrar skerðingar starfsorku. Örorkubætur vegna um-

ferðarslysa eru undanskildar í tryggingunni þar sem bætur úr ökutækjatryggingum

greiða fullar bætur vegna afleiðinga þeirra.

Tímabundinn starfsorkumissirVerði vátryggður fyrir tímabundnum missi starfsorku eru umsamdar bætur greiddar

mánaðarlega. Fyrstu sex mánuðirnir eru án bóta en síðan eru greiddar bætur í allt að 30

mánuði eða þar til ætla má að stöðugleika í heilsufari hafi verið náð eða varanleg örorka

hefur verið staðfest.

Varanlegur starfsorkumissir*Valdi slys eða sjúkdómur vátryggðum varanlegri skerðingu starfsorku og fyrir liggur

mat þess efnis greiðir félagið inn á séreignarsparnaðarreikning sjóðfélaga örorkubætur í

formi eingreiðslu sem tekur mið af tímalengd samningsins og þeirri vátryggingarfjárhæð

sem valin hefur verið.

*Sjá nánar skilmála félagsins nr. HA 1044

Page 9: Okkar fjölskylduvernd

08_09

STARFSÖRORKUTRYGGING

Page 10: Okkar fjölskylduvernd

TRAUSTAR UNDIRSTÖÐUR

Persónutryggingar snúast fyrst og fremst um fjárhagslegt öryggi til langrar framtíðar.

Þær eru ein af mikilvægustu undirstöðunum í lífi fólks og fjárhagslegur styrkur er grund-

vallaratriði í starfsemi þeirra sem veita slíkar tryggingar. Undirstöður OKKAR líftrygginga

hf. eru því einnig hluti af fjárhagslegum undirstöðum þeirra tugþúsunda viðskiptavina

sem félagið hefur þjónað á sviði trygginga og sparnaðar í meira en fjörutíu ár. Fyrir

traust þessa stóra hóps erum við bæði þakklát og stolt.

OKKAR er elsta líftryggingarfélagið á Íslandi og rekur sögu sína aftur til ársins 1966

þegar Alþjóða líftryggingarfélagið hf. var stofnað. Allar götur síðan hefur félaginu

stöðugt vaxið ásmegin og það hefur varðveitt forystuhlutverk sitt á sviði líf-, slysa- og

sjúkdómatrygginga. Starfsemi OKKAR stendur traustum fjárhagslegum fótum. Á því

hefur engin breyting orðið þrátt fyrir breyttar aðstæður í íslensku efnahagslífi. Eignir

félagsins hafa um margra ára skeið nær eingöngu verið bundnar í ríkisskuldabréfum og

á innlánsreikningum bankanna. Öruggari ráðstöfun þeirra fjármuna sem okkur er treyst

fyrir er í raun óhugsandi. Þannig stöndum við traustan vörð um öryggi OKKAR

viðskiptavina.

Page 11: Okkar fjölskylduvernd

10_11

TRAUSTAR UNDIRSTÖÐUR

Page 12: Okkar fjölskylduvernd

OKKAR líftryggingar hf. • Sóltúni 26 • 105 Reykjavík • Sími 540 1400 • Fax 540 1401 • [email protected] • www.okkar.is