80
Fötlun, íþróttir, fyrirmyndir og frægð Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild

Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

Fötlun, íþróttir, fyrirmyndir og frægð

Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd?

Laufey Björnsdóttir

Þórunn Friðriksdóttir

Lokaverkefni til BA-prófs

Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild

Page 2: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni
Page 3: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

Fötlun, íþróttir, fyrirmyndir og frægð

Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd?

Laufey Björnsdóttir

Þórunn Friðriksdóttir

Lokaverkefni til BA-prófs í Þroskaþjálfafræði

Leiðbeinandi: Telma Kjaran

Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2014

Page 4: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

Fötlun, íþróttir, fyrirmyndir og frægð – Oscar Pistorius ennþá

fyrirmynd?

Ritgerð þessi er 10 eininga lokaverkefni til BA-prófs

í þroskaþjálfafræði við íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild,

Menntavísindasviði Háskóla Íslands

© Laufey Björnsdóttir og Þórunn Friðriksdóttir 2014

Óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar.

Prentun: Bóksala kennaranema á Menntavísindasviði

Reykjavík, 2014

Page 5: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

3

Ágrip

Hér verður greint frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem og að fjallað verður um

íþróttir fatlaðs fólks, mikilvægi þeirra og viðhorf á fræðilegan hátt. Rannsóknin byggir á

viðtölum við átta manneskjur sem allar tengjast notkun gervifóta.

Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í viðhorf samfélagsins á fötluðu íþróttafólki og

viðhorf fatlaðs fólks til fötlunar sinnar, íþróttaþátttöku og hjálpartækjum. Við svörum því

spurningunni „Hvernig eru viðhorf samfélagsins á íþróttum fatlaðs fólks?“ út frá

skoðunum og reynslu viðmælenda okkar.

Með viðtölum komumst við að því að almennt lítur fólk með gervifætur ekki á sig sem

fatlað og þeir sem við ræddum við hafa ekki fundið sig í íþróttum sem ætlaðar eru fyrir

fatlað fólk. Getumunur getur verið mikill í íþróttum en svo virðist oft vera sem markmið

með íþróttum fatlaðs fólks sé að allir hafi gaman og séu vinir. Þetta hugarfar er eflaust

byggt á þeim staðalímyndum að fatlað fólk er ekki hæft til þess að keppa um eitthvað og

allir séu sigurvegarar þar sem þau eru svo dugleg að vera í íþróttum. Íþróttir ætlaðar fyrir

fatlað fólk henta einfaldlega ekki því fólki sem við ræddum við og fleira íþróttafólki sem

eru með yfirburðargetu í sínum greinum. Markmiðið var þar með að skoða aðgengi fatlaðs

fólks að íþróttaiðkun sem og stoðtækjavörum. Einnig fjöllum við um íþróttamanninn Oscar

Pistorius sem nú er ákærður fyrir morð. Hvernig hann er eða var fyrirmynd bæði fyrir

fyrirtækið Össur sem og fyrir fatlað og ófatlað íþróttafólk.

Page 6: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni
Page 7: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

5

Efnisyfirlit

Ágrip .......................................................................................................................................... 3

Inngangur .................................................................................................................................. 9

1. Fræðilegur bakgrunnur .................................................................................................. 11

1.1 Hvað er fötlun? ............................................................................................................. 11

1.2 Læknisfræðilega sjónarhornið ...................................................................................... 12

1.3 Félagslega sjónarhornið ................................................................................................ 12

1.4 Breska félagslega líkanið .............................................................................................. 13

2 Fatlað fólk við stjórnvölinn ............................................................................................ 15

2.1 Sjálfstætt líf .................................................................................................................. 15

2.2 Sjálfsákvörðunarréttur .................................................................................................. 17

2.3 Valdefling ..................................................................................................................... 18

3 Viðhorf samfélagsins til fatlaðs fólks ............................................................................. 21

3.1 Hæfishroki .................................................................................................................... 21

3.2 Staðalímyndir ............................................................................................................... 22

3.3 Staðalímyndir í íþróttum............................................................................................... 23

4 Íþróttir fatlaðs fólks á Íslandi ........................................................................................ 25

4.1 Ólympíuleikar fatlaðra - Special Olympics .................................................................. 27

4.2 Ólympíumót fatlaðra – Paralympics ............................................................................. 27

5 Oscar Pistorius ................................................................................................................ 29

6 Össur................................................................................................................................. 31

6.1 Af hverju er Pistorius ekki lengur sýnilegur hjá Össuri? ............................................. 32

6.2 Mál O.J. Simpson ......................................................................................................... 33

6.3 Það sem O.J. Simpson og Pistorius eiga sameiginlegt ................................................. 34

6.4 Sameiginlegir þættir í málunum ................................................................................... 34

7 Rannsóknin ...................................................................................................................... 37

7.1 Val á viðfangsefni......................................................................................................... 37

7.2 Rannsóknarspurning og markmið rannsóknar .............................................................. 38

7.3 Rannsóknaraðferð ......................................................................................................... 38

7.4 Þátttakendur .................................................................................................................. 39

Viðmælandi 1 ....................................................................................................................... 40

Page 8: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

6

Viðmælandi 2 ....................................................................................................................... 40

Viðmælandi 3 ....................................................................................................................... 40

Viðmælandi 4 ....................................................................................................................... 41

Viðmælandi 5 ....................................................................................................................... 41

Viðmælandi 6 ....................................................................................................................... 41

7.5 Gagnasöfnun ................................................................................................................. 41

7.6 Skráning og greining gagna .......................................................................................... 42

7.7 Siðferðileg álitamál ...................................................................................................... 42

8 Niðurstöður viðtala ......................................................................................................... 45

8.1 Íþróttir fatlaðs fólks ...................................................................................................... 45

8.1.1 Sjálfsmynd fatlaðs íþróttafólks .............................................................................. 46

8.1.2 Fyrsta sýn mæðra á íþróttaiðkun sona þeirra ......................................................... 48

8.1.3 Fordómar í samfélaginu á fötluðum íþróttamönnum ............................................ 48

8.1.4 Sjálfstætt líf skert með aðgreiningu ....................................................................... 50

8.2 Össur ............................................................................................................................. 50

8.2.1 Ferlið sem fer í gang þegar manneskja missir útlim ............................................. 51

8.2.2 Viðhorf notenda á fyrirtækinu Össuri ................................................................... 52

8.3 Oscar Pistorius .............................................................................................................. 54

9 Samantekt og lærdómur ................................................................................................. 57

9.1 Mikilvægi íþrótta .......................................................................................................... 58

9.2 Hvatning í íþróttum og þjálfun ..................................................................................... 59

9.3 Afrek fatlaðs íþróttafólks ekki merkileg? ..................................................................... 60

9.4 Viðhorf samfélagsins og áhrif þeirra á íþróttir fatlaðs fólks ........................................ 61

9.5 Pistorius, málið og mál O.J. Simpson........................................................................... 64

10 Heimildaskrá ................................................................................................................... 67

11 Viðauki 1: Spurningarammar úr viðtölum................................................................... 75

Page 9: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

7

Formáli

Um er að ræða B.A. verkefni sem við unnum í þroskaþjálfafræðum við Menntavísindasvið

Háskóla Íslands og er það til 10 eininga. Við unnum undir leiðsögn Telmu Kjaran,

doktorsnema í þroskaþjálfafræðum og stundakennara við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Við viljum þakka henni kærlega fyrir ómetanlega leiðsögn en hún sýndi verkefni okkar

mikinn áhuga, var mjög hvetjandi, jákvæð og dreif okkur áfram. Við viljum einnig þakka

viðmælendum okkar fyrir frábærar viðtökur, jákvætt viðhorf og góða hjálp en án þeirra væri

ekki mikið kjöt á beinunum í þessu verkefni. Viðmælendur okkar svöruðu spurningum okkar

opinskátt og á einlægum nótum. Við erum þeim innilega þakklátar fyrir að hleypa okkur inn í

líf sitt og deila persónulegri reynslu sinni. Við erum einnig gífurlega þakklátar fyrir alla þá

hjálp sem við fengum frá starfsmönnum Össurar en þar mættum við hlýju viðmóti hjá öllum

þeim er við töluðum við. Að lokum þökkum við Björk Björnsdóttur og Auði Finnbogadóttur

fyrir þeirra aðstoð og þolinmæði í ritgerðarskrifunum. Von okkar er sú að verkefni þetta bæti

við þekkingu varðandi íþróttir fatlaðs fólks og opni hug lesenda fyrir metnaði og getu fatlaðs

íþróttafólks. Það er löngu tímabært að samfélagið og menning okkar taki með opnum örmum

á móti öllum þeim sem hér búa og aðlagi sig að fjölbreytileika mannkynsins.

Einnig þótti okkur mikið til afreka Oscars Pistoriusar koma á sviði íþrótta enda var hann

stórkostlegur íþróttamaður og vildum við kanna hvernig mál hans hefur áhrif á hann sem

fyrirmynd.

Þetta lokaverkefni er samið af okkur undirrituðum. Við höfum kynnt okkur Siðareglur

Háskóla Íslands (2003, 7. nóvember, http://www.hi.is/is/skolinn/sidareglur) og fylgt þeim

samkvæmt bestu vitund. Við vísum til alls efnis sem við höfum sótt til annarra eða fyrri eigin

verka, hvort sem um er að ræða ábendingar, myndir, efni eða orðalag. Við þökkum öllum sem

lagt hafa okkur lið með einum eða öðrum hætti en berum sjálfar ábyrgð á því sem missagt

kann að vera. Þetta staðfestum við með undirskrift okkar.

Reykjavík, ____.__________________ 20__

_________________________________ _________________________________

Page 10: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni
Page 11: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

9

Inngangur

Fyrirtæki keppast við að næla sér í afreksfólk, og annað fólk sem hefur unnið sig upp

metorðastigann, til þess að nota sem andlit fyrirtækisins. Þetta vel metna fólk er yfirleitt

fyrirmyndir okkar meðaljónanna, við lítum upp til þeirra og við viljum vera eins og þau.

Fyrirtækin nýta sér aðdáun okkar neytendanna á fyrirmyndunum í að selja okkur varning af

ýmsu tagi. Það sem við og fyrirtækin tökum hins vegar ekki með í reikninginn er að þetta fólk

sem við álítum vera fullkomið getur gert mistök eða er ekki allt sem það er séð og á einni

nóttu getur allt farið á hvolf. Sú varð raunin með spretthlauparann Oscar Pistorius en hann

hafði unnið mörg afrek og var hátt settur á metorðalistum um allan heim (Oscar Pistorius,

e.d.). Á einni nóttu var þó eins og heimur hans hafi hrunið því þann 14. febrúar lést kærasta

Oscars Pistoriusar. Hann hafði skotið hana og hún lést af sárum sínum. Hann var ákærður og

eftir það hefur líf hans ekki verið samt (Mirror, e.d.). Ímynd hans er orðin önnur og viðhorf

fólks til hans er breytt. Nú er hann ekki lengur Oscar Pistorius, íþróttahetja heldur Oscar

Pistorius, fatlaði maðurinn sem myrti kærustu sína. Pistorius var fyrsti fatlaði maðurinn til að

keppa á Ólympíuleikum í flokki ófatlaðra (Oscar pistorius, e.d.) og var því gríðarlega

mikilvæg fyrirmynd fyrir fatlað fólk og einnig fyrir fyrirtækið Össur sem framleiddi

gervifætur hans (Oscar Pistorius, e.d.). Skuggi hefur nú fallið á afrek hans og hann sem

fyrirmynd vegna þess sem gerðist þessa örlagaríku nótt. Pistorius sýndi fram á að allt væri

hægt með þeim afrekum sem hann náði. Hann lét ekki viðhorf samfélagsins hafa áhrif sig.

Staðalímyndir um fatlað fólk sýna að fatlað fólk geti ekki náð langt í íþróttum það er talið

ósjálfbjarga, líf þeirra harmleikur og þarf að vera vafið inn í bómull (Eiríkur Karl Ólafsson

Smith, 2010). Vegna þessara staðalímynda hefur fólk ekki trú á hæfni og getu fatlaðs fólks og

það kemur niður á þeim. Ekki er búist við að fatlað fólk stundi íþróttir og þess vegna er

aðgengi þeirra að íþróttaiðkun í samfélaginu af skornum skammti. Þetta er ákveðinn

hæfishroki sem birtist í samfélaginu á margan hátt, þar á meðal með lélegu aðgengi og

aðgreiningu (Campell, 2009). Fatlað íþróttafólk er aðgreint frá ófötluðu íþróttafólki vegna

þess að það er eitthvað sem háir fötluðu fólki sem þarf að laga. Oft er talað um

læknisfræðilegt sjónarhorn á fötlun en þá er megin áhersla lögð á skerðingu manneskjunnar

og þessi skerðing er eitthvað sem þarf að lækna (Snæfríður Þóra Egilsson og Guðrún

Pálmadóttir, 2006). Fatlað fólk þarf að breytast til að laga sig að samfélaginu, annars fellur

Page 12: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

10

það ekki undir normið í samfélaginu. Þess vegna stjórnast líf fatlaðs fólks af viðhorfum þess

efnis að laga þurfi einstaklinginn. Félagsleg sjónarhorn gagnrýna læknisfræðilega

sjónarhornið og sjá fatlað fólk ekki út frá því hvernig fötlun þess skerðir þau heldur hvernig

samfélagið er hindrun fyrir þau vegna fatlanna þeirra (Dóra S. Bjarnason, 2001). Breska

félagslega líkanið hafnar síðan læknisfræðilega líkaninu alfarið og sættir sig ekki við að líf

fatlaðs fólks stjórnist af fagfólki en ekki þeim sjálfum (Sigrún Þ. Broddadóttir, 2010). Fatlað

fólk á rétt á að lifa sjálfstæðu lífi, taka eigin ákvarðanir en sjálfsákvörðunarréttur er

mikilvægur hluti af lífsgæðum allra og hann ber að virða. Til þess að sjálfsákvörðunarréttur

styrkist er valdefling mikilvæg og hún er mikil í íþróttum þar sem að hvatning er til staðar.

Íþróttir eru þess vegna mikilvægur félagslegur þáttur í lífi fólks enda myndast þar vinatengsl,

sjálfsöryggi styrkist, virkni eykst og samfélagsþátttaka (Hanna Björg Sigurjónsdóttir, 2006).

Viðhorf samfélagsins breytist til hins betra með minni aðgreiningu og sýnileika fatlaðs fólks

og þannig ætti það einnig að vera í íþróttum. Með þessari rannsókn okkar munum við komast

að því „hver viðhorf samfélagsins eru til fatlaðs íþróttafólks?“ En með viðtölum okkar

komumst við að því hvaða skilaboð samfélagið er að senda íþróttafólki með gervifætur annars

vegar og viðhorf íþróttafólksins til fötlunar sinnar, íþróttaþátttöku og hjálpartækjum hins

vegar með skírskotun í mál Oscars Pistoriusar, framvindu þess og áhrif málsins á hann sem

fyrirmynd. Ritgerðin skiptist í fræðilegan hluta, uppbyggingu og framkvæmd rannsóknar og

helstu niðurstöður rannsóknar.

Page 13: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

11

1. Fræðilegur bakgrunnur

Fötlunarfræði er ung fræðigrein sem á sér rætur í andófi fatlaðs fólks gegn ríkjandi sýn á

fötlun og líf fatlaðs fólks. Fatlað fólk gerir í auknu mæli kröfu um að vera við stjórnvölinn í

eigin lífi og eru nú raddir þeirra farnar að heyrast hærra þó svo að það sé ennþá langt í land.

Það er sífellt verið að ögra gamalgróna skilningnum á fötlun og hugmyndafræðin um

sjálfstætt líf er stór partur af því. Fræðimenn vilja meina að frelsandi fötlunarrannsóknir

afhjúpi þær hindranir sem fatlað fólk þarf að komast yfir, breyti þannig skilningi á fötlun og

leiði þannig af sér breytingar á viðhorfi samfélagsins (Rannveig Traustadóttir,

2006). Rannsóknir geta sýnt fram á getu, vilja og þarfir fólks sem getur leitt til þess að

samfélagið gerir sér grein fyrir að ákveðinn hópur getur meira en talið var. Þær stuðla að fullri

samfélgasþátttöku, bæta líf og aðstæður fatlaðs fólks, koma í veg fyrir útilokun fatlaðs fólks

frá því sem við köllum venjulegt líf og leiða þar með til félagslegra breytinga á lífi fólks.

Rannsóknir eiga ekki aðeins að vera um fatlað fólk heldur einnig fyrir fatlað fólk og

baráttusamtök þess (Barnes, 2003). Í þessum kafla munum við fara yfir ólíkan skilning á

fötlun og sjónarhornin sem ríkjandi eru í okkar samfélagi.

1.1 Hvað er fötlun?

Við heyrum orðið fötlun mjög oft og vitum að til er fólk sem er fatlað en það er mismunandi

hvernig fólk skilur hugtakið. Almennt er skilningur á fötlun sá að manneskja með fötlun

tilheyri ákveðnum hópi fólks sem ekki er fært um að taka þátt í ákveðnum athöfnun daglegs

lífs sökum líkamlegra eða andlegra galla eða afbrigðileika. Með mannréttindabaráttu fatlaðs

fólks hefur skilningur fólks á fötlun aukist og orðið betri en langt er þó í land. En með

auknum skilningi og minni fordómum hefur sýn á fatlað fólk breyst frá því að fötlun sé talin

einstaklingsbundið vandamál og í það að umhverfisþættir, félagslegar, efnahagslegar og

menningarlegar hindranir eru teknar inn í spilið (Rannveig Traustadóttir, 2006).

Fræðimenn nú til dags hafna því algjörlega að fötlunin hamli manneskjunni heldur sé það

samfélagið og aðgengi þess. Þessar nýju hugmyndir stuðla að því að hætt er að hugsa um að

laga þurfi fatlað fólk og athyglin beinist að því hvernig hægt sé að laga samfélagið og

umhverfi okkar. Hætt verði að líta á fatlað fólk sem svartan blett á samfélaginu og farið að líta

Page 14: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

12

á það sem mikilvægan part af fjölbreytileika mannkynsins. Gömlu sjónarhornin eru þó

mikilvægur partur af sögu fatlaðs fólks og þróun fræðanna bæði til þess að skilja þróunina og

til þess að sjá árangur og framfarir í fræðunum (Rannveig Traustadóttir, 2006). Hér á eftir

verður farið yfir mismunandi sjónarhorn og skilning þeirra á fötlun en öll eru þau að einhverju

leyti ríkjandi í samfélaginu í dag.

1.2 Læknisfræðilega sjónarhornið

Læknisfræðilega sjónarhornið lítur á fötlun og skerðingu sem sama hlutinn. Ef að manneskja

er fötluð þá er hún skert og athyglinni er beint að skerðingunni frekar en manneskjunni sjálfri.

Fötlun er álitin ákveðinn galli sem þarf að laga (Snæfríður Þóra Egilsson og Guðrún

Pálmadóttir, 2006). Þessa læknisfræðilegu hugmynd á fötlun má rekja til læknavísinda og

heilsufélagsfræði og rekja má sjónarhornið til Talcott Parsons. Hann var félagsfræðingur sem

skrifaði um sjúkdóma og hegðun sem fylgir ákveðnum sjúkdómum. Í hans skrifum birtist

fötlun sem andstæða heilbrigðis og telst ekki eðlileg (Rannveig Traustadóttir, 2006).

Í okkar samfélagi er vísun í hugtakið fötlun í mörgum tilfellum þannig að fatlað fólk er

hluti af ákveðnum minnihlutahópi vegna þess að þau eru öðruvísi. Þá vegna líkamlegs eða

andlegs galla. Þessar hugmyndir um fötlun hafa verið ríkjandi á 20. öldinni í hinum vestræna

heimi. Þess vegna eru hugmyndir samfélagsins um fötlun smitaðar af læknisfræðilega

sjónarhorninu. Litið er á fötlun fólks sem harmleik og það sýnir sig í stimplun samfélagsins á

einstaklingum (Rannveig Traustadóttir, 2006). Manneskja sem notar gervifót eða gervihendi

sker sig úr ákveðnu normi og er hún álitin gölluð. Það gerir það að verkum að tækifæri hennar

eru ekki þau sömu og annarra sem ekki skera sig úr þessu ákveðna normi. Í okkar samfélagi er

því miður algengt að fatlað fólk séu aðgreint frá ófötluðum í samfélaginu og lifa ekki við

sömu skilyrði og ófatlaðir (Rannveig Traustadóttir, 2006)

1.3 Félagslega sjónarhornið

Félagsleg sjónarhorn einskorðast við þá sýn að líta ekki á fólk út frá því hvernig fötlun þess

skerðir þau heldur hvernig samfélagið er hindrun fyrir einstaklinginn sökum þess að hann er

með skerðingu af einhverju tagi. Félagsleg sjónarhorn snúast um baráttu fatlaðs fólks fyrir

réttindum sínum og þá kröfu um að samfélagið fjarlægi hindranir sem skerða lífsgæði fatlaðs

fólks. Þessar hindranir eru til dæmis aðgengi og aðbúnaður sem nauðsynlegur er fyrir fatlað

fólk (Dóra S. Bjarnason, 2001). Það er í raun samfélagið sem fatlar manneskjuna með skorti á

Page 15: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

13

aðbúnaði og lélegu aðgengi sem og fordómum í garð fatlaðs fólks. Þekkingarleysi

samfélagisins er mikið og gerir það fötluðu fólki erfiðara fyrir. Fötlun er félagslegt

sköpunarverk og birtist sem útilokun fatlaðs fólks. Þannig er fötlun það sem stöðvar þátttöku

fatlaðs fólks í samfélaginu. Þessi útilokun kemur fram í viðhorfum samfélags, aðgengi að

mannvirkjun eða mismunun (Thomas, 2004).

Félagsleg sjónarhorn gagnrýna læknisfræðilega sjónarhornið og má segja að félagsleg

sjónarhorn séu andstæða læknisfræðilega sjónarhornsins. Félagsleg sjónarhorn hafna því

læknisfræðilega. Félaglega sjónarhornið leitar eftir því að þessi stimplun samfélagsins hverfi

og að þeir sem að einhverju leyti líta öðruvísi út eða haga sér öðruvísi vegna fötlunar falli

undir sama hóp og aðrir. Þannig myndu fordómar minnka og lífsgæði fatlaðs fólks aukast til

muna. Samfélagið þarf að laga sig að fjölbreytileika og gera ráð fyrir öllum (Dóra S.

Bjarnason, 2001)

1.4 Breska félagslega líkanið

Margar af hugmyndum fötlunarfræða má rekja til pólitískrar baráttu fatlaðs fólks á sjöunda og

áttunda áratug 20. aldar. Það tímabil einkenndist af pólitísku umróti, mannréttindabaráttu

ýmissa þjóðfélagshópa, mótmælum og andófi. Í þessu pólitíska umhverfi byrjaði fatlað fólk

að sameina krafta sína og mótmæla aðstæðum sínum. Eftir 1970 þróuðust baráttusamtök fólks

með fötlun, fyrst í Svíþjóð og svo síðar í öðrum löndum. Þessi samtök fóru fram á það að

hlustað yrði á raddir og óskir fatlaðs fólks og sjálfsákvörðunarréttur þess virtur (Rannveig

Traustadóttir, 2006).

Breska félagslega líkanið er eitt það þekktasta og án efa það umdeildasta. Hugmyndirnar

sem liggja að baki á breska félagslega líkaninu koma frá samtökum fatlaðs fólks í Bretlandi.

Þau nefndu sig ,,Union of the Physically Impaired Against Segregation“ (UPIAS). Þessi

samtök gáfu út yfirlýsingar árið 1976 að fólk með skerðingar sé fatlað af samfélaginu og að

fötlunin sé afleiðing undirokunar. Þessi yfirlýsing þótti frekar róttæk á sínum tíma. En

kenning þessi lagði grunninn að breska félagslega líkaninu. Samkvæmt skilningi breska

félagslega líkansins orsakast fötlunin ekki af erfiðleikum einstaklingsins með andlegar,

líkamlegar eða skynrænar skerðingar. Heldur er litið svo á að fötlunin sé afleiðing af

fyrirkomulagi sem takmarkar möguleika fólks með mismunandi skerðingar (Rannveig

Traustadóttir, 2006). Í þessari kenningu er sjónum beint að hindrunum í samfélaginu, að þær

séu settar upp af samfélaginu og verða til þess að ekki hafa allir sömu tækifæri til á þátttöku í

Page 16: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

14

samfélaginu. Þeir sem aðhyllast breska félagslega líkanið, hafna alfarið læknisfræðilega

líkaninu og sætta sig ekki við að fagfólk stjórni lífi fatlaðs fólks þegar kemur að skipuleggja

þjónustu (Sigrún Þ. Broddadóttir, 2010).

Page 17: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

15

2 Fatlað fólk við stjórnvölinn

Reynsla fatlaðs fólks á Íslandi af hefðbundnu þjónustukerfi ríkis og sveitafélaga hefur orðið

til þess að fólk gerir í auknu mæli kröfur til þess að hafa vald á eigin lífi og stýra eins

sjálfsögðum hlutum varðandi eigin aðstoð líkt og að fara í sturtu, mæta í vinnuna, stunda

skóla og eiga félagslíf. Fólk sem háð er aðstoð frá hefðbundnu þjónustukerfi hefur ekki vald

yfir því hver veitir aðstoðina, hvar aðstoðin er veitt og hvenær (Vilborg Jóhannsdóttir og

Freyja Haraldsdóttir, 2010).

Reynsla fólks af því að gera körfur varðandi þjónustuna sína er ekki jákvæð. Eftir

bankahrun fær fólk þau skilaboð að fjármagn sé af skornum skammti auk þess sem starfsfólk

hefðbundna þjónustukerfisins tekur oft ekki vel í athugasemdir og fötluðu fólki finnst því

refsað ef það gerir sjálfssagða kröfu um vald yfir eigin aðstoð og þar með eigin lífi. Þetta

hefur leitt til þess að fatlað fólk upplifi sig sem annars flokks þjóðfélagsþegna, það telur það

vera minna virði en ófatlað fólk og upplifir sig sem byrði (Vilborg Jóhannsdóttir og Freyja

Haraldsdóttir, 2010).

Raunin er að sú aðstoð sem hefðbundna þjónustukerfið býður upp á er öll í aðgreindum

stuðningsúrræðum en það er brot á Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna auk brots á Samningi

sameinuðu þjóðanna á réttindum fatlaðs fólks (Vilborg Jóhannsdóttir og Freyja Haraldsdóttir,

2010).

Meðal baráttumála Átaks, félags fólks með þroskahömlun, er að allir eigi rétt á að ráða

hvar þeir búa og með hverjum. Að allir eigi að fá þann stuðning sem þeir þurfa og að

möguleikar fólks með þroskahömlun til fjölskyldulífs og sjálfsstæðrar búsetu sé sá sami og

ófatlaðs fólks (Átak, e.d.). Það að fá að ráða því hvar og með hverjum maður býr er stór hluti

af því að lifa sjálfstæðu lífi og einnig það að geta ráðið sjálfur hvaða tómstundir maður iðkar.

Það er margt sem felst í því að lifa sjálfstæðu lífi og um það verður fjallað hér að neðan.

2.1 Sjálfstætt líf

Fyrsta miðstöðin um sjálfstætt líf var sett á laggirnar árið 1972 í Bandaríkjunum þegar maður

að nafni Ed Roberts vildi finna þjónustuúrræði sem myndi veita honum viðeigandi þjónustu

til þess að geta stundað háskólanám. Hann barðist grimmt fyrir því að geta stundað

Page 18: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

16

háskólanám líkt og annað ungt fólk og tókst að lokum að fá inngöngu í háskóla þrátt fyrir

töluverðan mótbyr. Hann fékk svo tækifæri til þess að þjálfa, ráða og reka sitt aðstoðarfólk í

gegnum samtök fatlaðs fólks í Kaliforníu (Brown, 2000.). Hann og aðrir fatlaðir nemendur

lögðu áherslu á að þeir þyrftu viðeigandi aðstoð til þess að upplifa fulla samfélagsþátttöku og

vissu best sjálfir hvernig stýra ætti þeirri þjónustu. Þessi barátta markaði upphafið að baráttu

fatlaðs fólks víðs vegar um heiminn, upphafið að hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og

stofnun fyrstu miðstöðvarinnar um sjálfstætt líf (Center for Independent Living) (Brown,

2000.). Maður að nafni Adolf Ratzka hafði verið við nám í háskólanum í Kaliforníu þar sem

baráttan átti sér stað og kynntist þar hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Undir hans forystu

voru samtök um sjálfstætt líf stofnuð í Svíþjóð árið 1984 sem höfðu notendastýrða

persónulega aðstoð að leiðarljósi. Það var upphafið að stofnun miðstöðva um sjálfstætt líf á

Norðurlöndunum. Þjónustunni var þannig háttað að notendur fengu beingreiðslur sem gerði

þeim kleift að halda utan um sína þjónustu og þannig verið með notendastýrða persónulega

aðstoð (Ratzka, 2012).

Kjarni hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf er að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika

skerðingar, geta tekið eigin ákvarðanir. Allar manneskjur hafa rétt á að stjórna eigin lífi og

taka fullan þátt í öllum sviðum þess; fjárhagslega, stjórnmálalega og menningarlega, í

fjölskyldulífi, menntun, atvinnu og tómstundum í samfélagi þar sem allir eru jafnir.

Hornsteinar hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf eru eftirfarandi: húsnæði, notendastýrð

persónuleg aðstoð (NPA), samgöngur og ferðafrelsi, aðgengi og jafningjafræðsla og ráðgjöf

(Vilborg Jóhannsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 2010).

Kjarni hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf grundvallast á fjórum eftirfarandi

lykilhugmyndum:

• Viðurkenna skuli reisn og óendanlegt verðmæti hverrar manneskju.

• Allir, óháð skerðingu, geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir um eigið líf.

• Allar manneskjur sem eru fatlaðar sökum viðbragða samfélagsins hafi rétt á að stjórna

eigin lífi.

• Viðurkenningu á rétt fatlaðs fólks til fullrar samfélagsþátttöku (Morris, 1993).

Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er einn hornsteinn hugmyndafræðinnar um

sjálfstætt líf. Notendastýrð persónuleg aðstoð felur í sér að fatlað fólk stjórnar alfarið

þjónustunni sem það fær (Npa miðstöðin, e.d.). Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf leggur

Page 19: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

17

mikla áherslu á nýjan skilning á hugtakinu sjálfstæði. Hinn nýi skilningur byggir á því að

sjálfstæði sé fólgið í því að hafa stjórn, val og möguleika til fullrar þátttöku og til sjálfstæðs

lífs með persónulegri aðstoð á öllum sviðum lífsins. Í því samhengi hefur fatlað fólk lagt

þunga áherslu á það að þó svo að einhver þurfi aðstoð við athafnir daglegs lífs þýðir það ekki

hjálparleysi. Ennfremur að án þess að hafa frelsi til athafna og stjórn á eigin lífi með

persónulegri aðstoð getur fatlað fólk ekki uppfyllt hlutverk sín og ábyrgð eins og aðrir

borgarar (Npa miðstöðin, e.d.).

Til að lifa sjálfstæðu lífi er mikilvægt að fá að taka ákvarðanir um líf sitt sjálfur.

Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf kemur inná að allt fatlað fólk á að ákveða og velja hvernig

þjónustu það fær, hvar hún er veitt, hvenær, hvernig og af hverjum (Vilborg Jóhannsdóttir og

Freyja Haraldsdóttir, 2010). En til þess að fá að ákveða sjálfur þessa hluti verður manneskjan

að lifa við sjálfsákvörðunarrétt. En sjálfsákvörðunarréttur er, að fólk fái sjálft að taka þær

ákvarðanir sem snúa að þeirra daglega lífi (Vilhjálmur Árnason, 2003). Ef að fólk fær ekki að

ráða eigin athöfnum og lífsháttum er sjálfstætt líf þeirra takmarkað. Hér fyrir neðan verður

fjallað um sjálfsákvörðunarrétt og hvernig íþróttaiðkun getur styrkt einstakling í að taka eigin

ákvarðanir.

2.2 Sjálfsákvörðunarréttur

Félagsleg samskipti eru mjög mikilvæg í lífi hvers og eins og hafa þau mikið um sjálfsmynd

fólks að segja. Fólk sem mynda félagsleg net og tengjast einhverjum hópi eru líklegri til að

taka upp þau gildi og viðmið sem eru í hópnum (Sutherland, 1939). Valdefling á sér stað í

gegnum félagsleg samskipti sem ýta undir sjálfsákvörðunarrétt (Sprague og Hayes, 2000).

Íþróttaiðkun styrkir einnig hreyfigetu og hafa rannsóknir sýnt góð hreyfigeta hefur styrkjandi

áhrif á sjálfsmynd (Hermundur Sigmundsson, 2001). Með sterkari sjálfsmynd á fólk

auðveldara með að taka ákvarðanir og verður þannig sjálfstæðara (Gylfi Ásmundssson, 1993;

Doctor, e.d.).

Í bókinni Siðfræði lífs og dauða eftir Vilhjálm Árnason (2003) segir hann að „höfuðástæða

þess að okkur ber að auðsýna fólki virðingu er að manneskjan er vera sem er fær um meta

eigin athafnir og finna lífi sínu þann farveg sem hún sjálf telur mikilvægan“ (Vilhjálmur

Árnason, 2003).

Page 20: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

18

Sjálfsákvörðunarrétturinn er fyrst og fremst hluti af mannréttindum, að fólk fái að taka

sínar eigin ákvarðanir sem tengjast þeirra daglega lífi. Líf fólks ræðst ekki af tilviljunum

einum heldur er hver og einn sinnar gæfu smiður. Að uppskera eins og maður sáir og að læra

af þeim mistökum sem maður gerir er allt hluti af því að eiga sjálfstætt líf. Það er ekki til nein

rétt uppskrift af hinu fullkomna lífi heldur á hver manneskja rétt á því að móta líf sitt sjálf.

Þess vegna er mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt annarra og leyfa þeim að vera höfundar

að eigin lífi. Eins og þýski heimsspekingurinn Immanuel Kant segir þá er „manneskjan ekki

hlutvera heldur sjálfvera með sjálfræði og dómgreind til að meta réttmæti eigin athafna“

(Vilhjálmur Árnason, 2003). Það er því ekki í valdi annarra að velja og hafna fyrir annað fólk

heldur á það rétt á að gera það sjálft.

Það skerðir hins vegar sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks að það séu ekki allar íþróttir sem

standi þeim til boða líkt og hjá ófötluðu fólki. Sumar íþróttagreinar líkt og handbolti hafa

ákveðnar reglur sem kveða á um allur aukabúnaður sem gæti mögulega skaðað aðra leikmenn

er ekki leyfilegur. Það kemur í veg fyrir að fólk með gervilimi geti stundað handbolta sökum

þeirra „aukabúnaðar“ og hættunni sem stafar af þeim (Handknattleikssamband Íslands,

2010.).

Það vill oft fara svo að forræðishyggjan nær yfirtökum hjá þeim sem aðstoða fatlað fólk

eða foreldrum fatlaðs fólks og hamli fötluðu fólki að stunda ákveðnar íþróttir. Forræðishyggja

kemur fram þegar fólk sem er full fært um að taka eigin ákvarðanir er ekki gert kleift að taka

þessar ákvarðanir. Þá eru það þeir sem annast það sem stöðva það í að taka ákvarðanirnar og

er það oftast í þeim tilgangi að vernda manneskjuna. Hvötin til þess að velja eitthvað eða taka

ákvörðun um eitthvað sem við teljum að sé best fyrir viðkomandi verður yfirsterkari en

virðingin fyrir sjálfákvörðunarréttinum (Vilhjálmur Árnason, 2004). Eitt af því sem ýtir undir

sjálfsákvörðunarrétt er valdefling en fólk á að hafa vald yfir sínu lífi (Hanna Björg

Sigurjónsdóttir, 2006). Um valdeflingu verður fjallað hér fyrir neðan.

2.3 Valdefling

Hugtakið valdefling er flókið hugtak og hafa margir fræðimenn gert það að viðfangsefni sínu.

Það eru mismunandi túlkanir á hugtakinu og margar hugmyndir eru um hver merking þess sé.

Eitt er þó víst, og það er að hugtakið hefur tengst réttindabaráttu minnihlutahópa frá því á

sjöunda áratug 20. aldar. Sameiginlegur skilningur á valdeflingu er að hún hefur margar víddir

Page 21: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

19

og getur átt sér stað á mismunandi stigum. Einnig getur hún átt margar uppsprettur, til dæmis í

félagslegri þjónustu (Hanna Björg Sigurjónsdóttir, 2006).

Hægt er að segja að valdefling sé huglæg tilfinning sem ýtir undir sjálfsákvörðunarrétt,

sjálfsmat og sjálfsvirðingu í gegnum tengsl manna og hefur einnig áhrif á félagsstöðu.

Valdefling stuðlar að því að fólk hafi vald yfir sjálfum sér, aðstæðum sínum og lífi (Hanna

Björg Sigurjónsdóttir, 2006). Ákveðin valdefling er fólgin í því fyrir hreyfihamlað fólk að

gera þeim kleift að stunda íþróttir af eigin vali og frumkvæði. Þau vita best sjálf hvað þau eru

fær um og ef þau eru tilbúin að stunda einhverja ákveðna íþrótt ætti það að vera sjálfsagður

réttur þeirra að fá að gera það. Allir eiga að fá að njóta sín á því sviði sem þeim sýnist óháð

því hvað aðrir segja. Manneskjan tekur sjálf ákvarðanir um sitt líf og hvað hún vill gera

(Snæfríður Þóra Egilsson og Guðrún Pálmadóttir, 2006).

Hugtakið valdefling horfir á styrkleika og er í andstöðu við þessa vandamálamiðuðu

nálgun sem er svo mikil í samfélaginu. Læknisfræðilega sjónarhornið stangast þannig

algjörlega á við hugtakið valdefling þar sem læknisfræðilega sjónarhornið horfir á skerðingu

fólks en ekki styrkleika (Snæfríður Þóra Egilsson og Guðrún Pálmadóttir, 2006).

Page 22: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni
Page 23: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

21

3 Viðhorf samfélagsins til fatlaðs fólks

Fólk myndar sér skoðanir út frá staðalímyndum og staðalímyndir eru til komnar frá

fjöldamenningunni. Hvernig við lítum á annað fólk er eitthvað sem við lærum út frá því sem

við sjáum eða heyrum í fjöldamenningunni (Ármann Jakobsson og Hanna Björg

Sigurjónsdóttir, 2007). Umfjöllun um fatlað fólk hefur ekki verið upp á marga fiska og oftar

en ekki er talað um fatlað fólk á dýrslegan, barnalegan eða niðrandi hátt. Ófatlað fólk notar

orðin fatlaður, þroskaheftur, með þroskahömlun og fleiri orð um fatlað fólk á niðrandi og

meiðandi hátt í garð annarra eða til að lýsa hneykslun sinni á einhverju. Hér á eftir koma

kaflar um hæfishroka og staðalímyndir fatlaðs fólks og munum við sýna fram á hvað neikvæð

umfjöllun getur haft mikil áhrif á viðhorf samfélagsins til fatlaðs fólks (Ármann Jakobsson og

Hanna Björg Sigurjónsdóttir, 2007).

3.1 Hæfishroki

Hægt er að skilgreina hæfishroka þannig að ófatlað fólk vanmetur og aðgreinir fatlað fólk frá

ófötluðu. Horft er á hvað fatlað fólk getur ekki gert í samanburði við ófatlaða. Þannig er

dregið úr getu fatlaðs fólks og einblínt á hvað þau geta ekki í stað þess að horfa á styrleika

þeirra. Þessi viðhorf gefa í skyn að fatlað fólk sé minna mennskt en ófatlað fólk og þau birtast

í minna aðgengi, aðgreiningu og litlum væntingum til fatlaðs fólks (Campell, 2009).

Birtingamyndir hæfishroka í íþróttum endurspegla þessi viðhorf þar sem litlar væntingar

eru venjulega til fatlaðs íþróttafólks, oft lélegt aðgengi á íþróttaleikvöngum og mikil

aðgreining fatlaðs fólks frá ófötluðu fólki (Kristín Björnsdóttir, 2014). Ekki er búist við því að

fatlað fólk verði afreksíþróttafólk og hvað þá að þau geti verið fyrirmyndir ófatlaðs

íþróttafólks. Mismununin á ófötluðu og fötluðu íþróttafólki sést hvað einna helst þegar kemur

að vali íþróttamanns ársins. Fáir fatlaðir íþróttamenn hafa komist á lista yfir mögulega

íþróttamenn ársins og enginn unnið þann titil. Það ber vott um að íþróttir fatlaðs fólks séu

ekki metin til jafns á við íþróttir ófatlaðra. Á vefsíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er

síðan listi yfir íþróttafólk sérsambanda en þar er valið fólk sem skarað hefur framúr á árinu í

sinni íþróttagrein. Íþróttakona og íþróttamaður fatlaðs fólks er þó valið sér og óháð

íþróttagreinum, aðgreiningin er því algjör (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, e.d.).

Page 24: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

22

Það sem kann að þykja merkilegast í þessu öllu saman er að fatlaða íþróttafólkið afrekaði

jafn mikið ef ekki meira en það ófatlaða í sömu greinum en gætu samt ekki unnið til

verðlauna í sinni íþróttagrein því þau eru fötluð. Fatlaði spjótkastarinn vann örugglega

heimsmeistaratitil á meðan sá ófatlaði komst ekki á heimsmeistaramót og er einungis númer

46 á heimslista yfir bestu ófatlaða spjótkastara. Fatlaða sundkonan setti 38 Íslandsmet á

meðan ófatlaða setti aðeins átta Íslandsmet (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, e.d.). Ljóst

er að árangur í íþróttum fatlaðs fólks er aðgreindur frá árangri í íþróttum ófatlaðra og virðist

sem fatlaðir íþróttamenn séu ekki teknir jafn alvarlega í íþróttaiðkun sinni. Staðalímyndir

fatlaðs fólks gætu haft sitt að segja um það en þær búa til ákveðna mynd af hópum

samfélagsins (Ármann Jakobsson og Hanna Björg Sigurjónsdóttir, 2007).

3.2 Staðalímyndir

Mannréttindabarátta fatlaðs fólks er mikilvæg til þess að auka skilning á fötlun og koma þar

að leiðandi í veg fyrir algengar niðurlægandi staðalímyndir (Rannveig Traustadóttir, 2013).

Staðalímyndir eru til um marga hópa fólks og hópur fatlaðs fólks er engin undantekning.

Til eru margar hugmyndir um fatlað fólk og þeirra getu og vilja sem byggja ekki á neinu nema

getgátum. Staðalímyndir geta skaðað fólk og gert þeim erfitt fyrir og í tilfelli fatlaðs fólks

hamlar staðalímynd þeirra þeim mikið. Samfélagið lítur á fatlað fólk ákveðnum augum og það

er stór hluti ástæðunnar fyrir því að fatlað fólk býr við óréttlæti. Staðalímynd fatlaðs fólks

gerir þeim erfitt fyrir að sanna sig sem einstaklinga til dæmis sem geta náð langt í íþróttum.

Fólk í samfélaginu vill oft álykta það að fatlað fólk sé minna hæft til að ná árangri vegna

hreyfihömlunar. Dæmi um þær staðalímyndir sem ríkjandi eru í dag í okkar samfélagi um

fatlað fólk eru að fatlaður einstaklingur sé einhver sem er uppá aðra kominn og getur ekki séð

um sig sjálfur og einhver sem hefur lítið á milli handanna. Þessi mynd sem gefin er upp af

fötluðu fólki segir samfélaginu að fatlað fólk, hvort sem það er með þroskahömlun eða

hreyfihömlun sé ekki fært um að stunda keppnisíþróttir af alvöru (Eiríkur Karl Ólafsson

Smith, 2010).

Staðalímyndir í fjölmiðlum er einnig stórt vandamál og þyrfti að bæta umfjöllun um fatlað

fólk með því að hafa hana jákvæðari. Fjölmiðlar eru sterk og áhrifarík tæki sem geta búið til

ákveðna mynd af hópum samfélagsins. Fjölmiðlar geta þannig ýtt undir fordóma og gefið

samfélaginu ákveðna hugmynd um fatlað fólk. Algengt er að komi fram í fjölmiðlum að fatlað

fólk sé byrði á samfélaginu og skiptir góðmennska aðstandenda mestu í þeirra lífi (Nelson,

Page 25: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

23

2003). Nelson vill meina að fatlað fólk komi fram sem fórnarlömb í fjölmiðlum og lifi ekki

hamingjusamlegu lífi. Þessi staðalímynd fatlaðs fólks skaðar ímynd þeirra mikið og

hreyfihamlaðir einstaklingar eiga því erfiðara með að sanna sig í íþróttum.

Fólk myndar sér skoðun á ákveðnum hópum fólks út frá því sem það sér, les eða heyrir í

fjöldamenningunni og þannig verða staðalímyndir til. Fjöldamenningin hefur líka áhrif á

hvernig fólkið í samfélaginu myndar sér skoðanir á minnihlutahópum eins og fötluðu fólki.

Þar sem fatlað fólk er oftar en ekki talið vera frávik frá hinu ímyndaða normi hafa neikvæð

viðhorf á fatlanir myndast og fötlunin oft tengd við afbrigðileika og í kvikmyndum

illmennsku sem fær hinn ófatlaða áhorfanda til að kalla fram einhverja tilfinningu eða

viðbrögð. Sökum fordóma og fáfræði eigum við það til að óttast það sem við þekkjum ekki og

þessi neikvæðu viðhorf kalla því oft á ótta og í einhverjum tilfellum vorkunn og aðdáun

(Ármann Jakobsson og Hanna Björg Sigurjónsdóttir, 2007).

Íþróttir eru mjög ríkjandi í menningu samfélagsins en í þeim koma fram staðalímyndir sem

fatlað fólk virðist ekki falla undir og eiga því erfitt uppdráttar í þeim (Þorgerður Einarsdóttir,

2006).

3.3 Staðalímyndir í íþróttum

Það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar íþróttamenn eru nefndir eru hraustir, ófatlaðir,

massaðir, ungir karlmenn, oftar en ekki með skrautlegar greiðslur, keyrandi nýjustu gerðina af

bílum og svo flottir að hver og einn einasti ungi maður vill vera eins og þeir. Annað fólk er

oftar en ekki saman komið til að berja þá augum þar sem þeir sýna listir sínar á sínu sviði

íþrótta og fólk dáist af þeim. Við komumst ekki hjá því að hugsa fyrst til þessa hóps

íþróttamanna þó svo að við gerum okkur kannski fyllilega grein fyrir því að til séu til dæmis

kvenkyns íþróttamenn, íþróttafólk yfir kjörþyngd og fatlað íþróttafólk. Íþróttir hafa oftar en

ekki verið kenndar við hreysti og karlmennsku og því hafa minnihlutahópar oftar en ekki

orðið fyrir fordómum þar (Þorgerður Einarsdóttir, 2006).

Nú á dögum eru hugmyndir um karlmennsku og kvenleika mjög stór þáttur af menningu

okkar og samfélagi. Samfélag okkar er nokkurn veginn búið að tileinka sér kynjakerfi

opinbera sviðsins þar sem konur eru ekki útilokaðar frá samfélagsþátttöku heldur eru það

aðskilnaður og undirskipun sem yfirráðin byggjast á. Valdatengslin virðast vera þau að hið

karllæga sé æðra hinu kvenlæga og þykir það í lagi að konur tileinki sér eiginleika karlmanna

Page 26: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

24

og séu til að mynda strákastelpur meðan það þykir ekki í lagi að karlmenn séu of kvenlegir

(Þorgerður Einarsdóttir, 2006). Þess vegna hafa samkynhneigðir karlmenn til að mynda orðið

fyrir fordómum í íþróttum og hægt er að ímynda sér að þeir sem flokkast ekki undir „að vera

hinn fullkomni karlmaður“ eigi erfiðar uppdráttar í þeim. En við myndum okkur þessa skoðun

út frá fjölmiðlaumfjöllun (Nelson, 2003), tímaritum og annarri fjöldamenningu enda besta

íþróttafólkið vel sýnilegt í henni, þá sérstaklega karlmenn. Það mætti því eiginlega segja að

við teljum þennan hóp íþróttamanna “hinn fullkomna og hrausta karlmann” vera

staðalímyndir íþróttageirans.

Afreksfólk í íþróttum hafa oftar en ekki verið valin af stjórnendum fyrirtækja til þess að

vera andlit fyrirtækjanna og hafa fengið þá staðfestingu að þau hafi alla burði til þess að vera

hin fullkomna ímynd hreysti og heilbrigði (Bush, Craig og Bush, 2004). Þess vegna var og er

Oscar Pistorius, sem var fyrstur fatlaðra manna til þess að keppa með ófötluðum mönnum á

Ólympíuleikum, mikilvæg fyrirmynd fyrir fólk víðsvegar um heiminn og hann sýndi iðulega

að þó að fólk sé fatlað þá sé allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og að fötlun er ekki fyrirstaða

(Oscar Pistorius, e.d.).

Stundum er það þó þannig að ekki er nóg að viljinn sé fyrir hendi heldur þarf aðgengi að

íþróttum fyrir fatlað fólk að vera gott sem og framboð af greinum fyrir fatlað fólk. Á

heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands er fjallað um sérstök réttindi fatlaðs fólks og þá

tekinn fyrir rétturinn til aðgengis. Aðgengi er mikilvægur partur af réttindum fatlaðs fólks og

fjallar ekki aðeins um hjólastólaaðgengi í byggingar heldur er lykilhugtak yfir ferlið sem felst

í því að aðlaga og skipuleggja starfsemi samfélagsins þannig að fatlað fólk geti verið

þátttakendur að fullu. Líkamlegt aðgengi gerir fólki kleift að ferðast óhindrað til vinnu,

frístunda eða hvert sem hugurinn girnist (Mannréttindaskrifstofa Íslands, e.d.). Þegar við

fjöllum svo um rétt fatlaðs fólks til atvinnu og tómstunda er mikilvægt að fatlað fólk hafi

greiðan aðgang að tómstundum, íþróttum þar með talið, svo fatlað fólk upplifi sig sem

fullgilda meðlima samfélagsins. Innan við þriðjungur fatlaðs fólks er virkt á vinnumarkaði og

virðist ekki vera mikill hugur hjá samfélaginu að gefa fötluðu fólki kleift að stunda vinnu á

almennum vinnumarkaði. Þar sem takmarkað framboð á vinnu er í boði fyrir fatlað fólk er

mikilvægt að framboð á tómstundum og íþróttum sé meira svo þau upplifi sig sem virka

samfélagsþegna (Mannréttindaskrifstofa Íslands, e.d.). Á Íslandi fer starf fatlaðs íþróttafólks

aðallega fram hjá Íþróttasambandi fatlaðra og í næsta kafla verður fjallað um íþróttir fatlaðs

fólks á Íslandi.

Page 27: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

25

4 Íþróttir fatlaðs fólks á Íslandi

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) er eitt af 21 sérsambandi innan Íþrótta- og Ólympíusambands

Íslands (ÍSÍ) og hefur um áraraðir verið í fremstu víglínu þeirra sérsambanda ÍSÍ sem náð hafa

frábærum árangri á alþjóðavísu. Miklar framfarir hafa verið í íþróttum fatlaðs fólks út um

allan heim og því samkeppnin mikil (Íþróttasamband fatlaðra, e.d.). En það var ekki fyrr en á

8. áratugnum sem áhugi fyrir íþróttaiðkun fatlaðs fólks fór að aukast hér á landi og var það

fyrir frumkvæði ÍSÍ. Eitt merkasta skref í félagsmálum fatlaðs fólks var síðan stigið árið 1974

þegar undirbúningsstofnfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík var haldinn í

Sjálfsbjargarhúsinu (Hátúni 12). Næstu ár eftir það voru íþróttafélög fatlaðs fólks stofnuð

víðsvegar um landið og í kjölfar alls þessa var síðan reist glæsilegt íþróttahús á vegum

Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík að Hátúni 14. Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) var síðan stofnað

árið 1979 (Margrét Margeirsdóttir, 2004). Innan ÍF eru 22 aðildafélög sem eru staðsett

víðsvegar um landið og reynir ÍF að sinna öllum sem best. Sambandið gætir þess að

aðildafélögin séu vel upplýst um mót og aðra viðburði á vegum ÍF auk þess að leiðbeina með

uppbyggingarstarf og margt fleira. Hlutverk ÍF er þar af leiðandi að hafa yfirumsjón með

öllum þeim íþróttagreinum sem fatlað fólk stundar hér á landi og sér um útbreiðslu

fræðsluefnis varðandi íþróttirnar. ÍF er einnig fulltrúi Íslands þegar kemur að því að eiga

samskipti við önnur lönd sem tengjast íþróttamálum fatlaðs fólks og gætir um leið hagsmuna

þeirra sem stunda íþróttir innan ÍF. Lögð er áhersla á að eiga gott samstarf við íþróttasamtök

víðsvegar í heiminum sem og við almenn íþróttafélög hér á landi og eru svo ýmis konar mót

skipulögð í kringum þessi sambönd bæði hérlendis sem og erlendis. Mót erlendis eru til að

mynda Paralympics og Special Olympics og munum við fjalla um þau í undirköflum

(Íþróttasamband fatlaðra, e.d.).

Í 9. grein í samningi um réttindi fatlaðs fólks sem snýst um aðgengi segir;

„Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að

lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt í mannlífinu á öllum sviðum, þ.e. ráðstafanir sem miða

að því að tryggja fötluðu fólki aðgang, til jafns við aðra, að hinu efnislega umhverfi, að

samgöngum, að upplýsingum og samskiptum, þ.m.t. upplýsinga- og samskiptatækni og kerfi

Page 28: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

26

þar að lútandi, og að annarri aðstöðu og þjónustu sem almenningi er opin eða látin í té, bæði

í þéttbýli og dreifbýli“ (Samningur um réttindi fatlaðs fólks, 2009).

Í íþróttunum sem teljast til meginíþrótta fatlaðs fólks, boccia, sem er fjölmennasta íþrótt

fatlaðs fólks, og bogfimi, hafa hefðbundin samfélagshlutverk snúist við. Þar er fatlað fólk í

aðalhlutverki og ófatlað fólk fær að æfa með þeim. Þetta eru einu íþróttagreinarnar hér á landi

sem aðeins eru stundaðar hjá íþróttafélögum fatlaðra og sérstakur flokkur, U-flokkur, er settur

upp fyrir þá sem ná ekki lágmarksfötlun samkvæmt IPC. Þetta er öfugt við það sem við

höfum vanist, að minnihlutahópurinn eru ófatlaðir og þeir hafi ekki náð þeim kröfum að vera

fatlaðir til þess að keppa við fatlaða fólkið (Íþróttasamband fatlaðra, e.d.).

Gerðar hafa verið nokkrar rannsóknir á íþróttaiðkun fatlaðs fólks og hvernig hún getur haft

jákvæð áhrif á iðkendur. Elsta rannsóknin sem við fundum um efnið var rannsókn Joseph

Guber (1986) sem sýndi fram á að líkamsrækt og íþróttir spili stórt hlutverk þegar kemur að

sjálfsvirðingu barna og unglinga og þá sérstaklega í hópi fatlaðs fólks. Það hafi mjög góð

áhrif á fötluð börn og unglinga að vera partur af ákveðnum æfingarhópi eða íþróttafélagi til

þess að styrkja samfélagsstöðu, sjálfsmat og þátttöku (Gruber, 1986). Nýlegri rannsóknir um

efnið gerðu Wilhite og Shank (2009) og Shapiro og Martin (2010). Wilhite og Shank (2009)

gerðu rannsókn er snérist um að aukin hreyfifærni, bætt heilsa og aukin bjartsýni fylgi

íþróttaiðkun og fólk sem sérmenntað hefur sig í líkamlegri heilsu, hvetji fatlað fólk til

aukinnar íþróttaiðkunar enda hafi íþróttir bæði góð áhrif líkamlega sem og andlega (Wilhite

og Shank, 2009). Shapiro og Martin (2010) gerðu síðan rannsókn sem fjallaði um sálfélagsleg

tengsl íþrótta og fatlaðra iðkanda. Þeir komust að því að það þarf oft á tíðum að aðlaga

ákveðnar íþróttagreinar að þeim fötluðu iðkendum sem hana stunda. Íþróttirnar hafi þó alltaf

jákvæð áhrif á þá sem hana iðka óháð því hvort hún sé aðlagaðar eður ei. Vinátta er einnig

gríðarlega mikilvægur partur af íþróttaiðkun og veitir hún þeim sem hana stunda meiri gleði,

ánægju, innblástur og áhuga (Shapiro og Martin, 2010). Það má því segja að allt frá árinu

1986 hafi rannsóknir sýnt fram á að íþróttir hafi jákvæð áhrif á fatlað fólk, efli félagsleg tengsl

og styrki sjálfsmynd þeirra. Það er einnig alltaf jákvætt fyrir fólk að hafa eitthvað að stefna

að, ná settum markmiðum og kynnast jákvæðri samkeppni. Þeir fötluðu íþróttamenn sem ná

góðum árangri hér á landi og stefna hátt geta farið á mót erlendis, eins og til dæmis

Ólympíumót fatlaðs fólks og Ólympíuleika fatlaðs fólks, og átt þess kost að keppa á móti

bestu fötluðu íþróttamönnunum í heiminum (Íþróttasamband fatlaðra, (e.d).

Page 29: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

27

4.1 Ólympíuleikar fatlaðra - Special Olympics

Á árunum 1950 til 1960 voru stofnuð samtök sem kölluðust Special Olympics-samtökin. Það

var Kennedy-fjölskyldan sem stofnaði þess samtök í Bandaríkjunum. Aunice Kennedy

Shriver vildi útvega fólki með þroskahömlun stað sem þeir gátu leikið sér og stundað íþróttir

og hélt því sumarbúðir fyrir ungt fólk með þroskahömlun. Markmið hennar með þessu var að

sjá hversu fær þessi börn voru í íþróttum. Þessi hugmynd hennar ágerðist með árunum og varð

að Ólympíuleikum fatlaðra. Árið 1968 voru fyrstu alþjóðlegu Ólympíuleikarnir haldnir og

voru þeir í Chicago í Bandaríkjunum. Eftir það hafa þessir leikar verið haldnir reglulega og

bæði á sumrin og veturna. (Special Olympics, e.d.).

Þátttekendur Ólympíleika fatlaðra (Special Olympics) eru einstaklingar með þroskahömlun

á meðan þátttakendur Ólympíumóts fatlaðra (Paralympics) eru í heildina á einhvern hátt

hreyfihamlaðir. Ákveðin lágmörk eru inn á Paralympics á meðan að þátttaka einstaklinga á

Special Olympics ræðst meira af öðru eins og áhuga, ástundun og fleira (Special Olympics,

e.d. og Íþróttasamband fatlaðra, e.d.).

4.2 Ólympíumót fatlaðra – Paralympics

Árið 1948 var haldinn fundur í Englandi um íþróttir fyrir fatlað fólk og þá aðallega hermenn

sem höfðu lamast í seinni heimstyrjöldinni. Þessi fundur er talinn hafa verið upphaf

Ólympíumóts fatlaðra (paralympics) en þeir voru haldnir fyrst á þessu sama ári, 1948. Það var

Sir Ludwig Guttman, frumkvöðull íþrótta fatlaðs fólks sem skipulagði og stjórnaði þessu móti

(íþróttasamband fatlaðra, e.d.).

Hægt er að keppa 28 greinum á ólympíumótinu nánar tiltekið í 23 greinum á

Sumarólympíumóti fatlaðs fólks en aðeins fimm á vetrarólympíumótinu. Dæmi um greinar

eru frjálsar íþróttir, kraftlyftingar, borðtennis, boccia, hjólreiðar og hjólastólakörfubolti.

Greinar sem keppt er í á mótinu geta þó verið breytilegar frá móti til móts en þó er aðeins

keppt í verðlaunagreinum á Ólympíumótinu (íþróttasamband fatlaðra, e.d.). Íþróttamenn þurfa

að standast alþjóðleg lágmörk til að mega keppa á Ólympímóti fatlaðra. Hvert land hefur

ákveðinn kvóta miðað við stöðu íþróttafólks landsins á heimslista og þess vegna komast

aðeins ákveðið margir frá hverju landi óháð því hversu margir hafa náð lágmarki fyrir mótið.

Þannig er tryggt að aðeins allra bestu íþróttamenn hvers lands taki þátt á mótinu. Ef að fleiri

Page 30: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

28

hafa náð lágmarki en kvótinn leyfir þarf að velja hverjir fara. Hér á landi er það Ólympíu- og

afreksráð Íþróttasambands fatlaðra sem sér um valið (Íþróttasamband fatlaðra, e.d.).

Mikil þróun og hefur átt sér stað í haldi Ólympíumóts fatlaðra og verður mótið stærra og

stærra. Fyrir þessari þróun eru einkum þrjár ástæður. Fyrsta ástæðan er sú að endurhæfing

skilar meiri árangri en hún gerði áður. Önnur ástæðan er sú að fatlað fólk hefur meiri rétt á að

æfa íþróttir en það hafði áður. Þriðja og síðasta ástæðan er síðan sú að greinar sem

íþróttamenn geta nú keppt í á ólympíuleikum fatlaðra eru nú orðnar fleiri og meira spennandi

(Vanlandewijick, og Thompson, 2011).

Oscar Pistorius er gott dæmi um fatlaðan afreksíþróttamann sem gengið hefur vel á

Paralympics og hefur hann skapað sér nafn sem einn helsti íþróttamaður heims (Oscar

Pistorius, e.d.).

Page 31: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

29

5 Oscar Pistorius

Þann 22. Nóvember, árið 1986 fæddist lítill drengur sem fékk nafnið Oscar Leonard Carl

Pistorius. Hann fæddist í Suður-Afríku, nánar tiltekið í Jóhannesarborg. Hann fæddist með

ákveðna fötlun í báðum fótleggjum. Foreldrar hans ráðfærðu sig við helstu lækna heims um

hvað væri best að gera fyrir þennan litla dreng. Í kjölfarið þurftu þau að taka þá erfiðu

ákvörðun að leyfa læknum að taka báða fótleggi af honum fyrir neðan hné. Það var gert þegar

hann var aðeins ellefu mánaða gamall og hefur hann síðan þá verið með gervifætur báðum

megin. Hann var ekki búin að læra að ganga þegar hann missti fæturnar og töldu læknar að

það myndi auka möguleika hans á velgengni í lífinu. Hann var fljótur að ná tökum á því að

labba og tók stöðugum framförum. Í skóla var hann mikið í íþróttum og var mikið í rugby.

Árið 2003 slasaðist hann á hné í rugby leik og þar með var rugby ferill hans á enda (Oscar

Pistorius, e.d.). Hann byrjaði þá að æfa spretthlaup eftir að hafa verið ráðlagt það af lækninum

Versveld. Oscar keppti síðan í 100 metra hlaupi í skólanum sínum einn daginn og faðir hans

uppgötvaði að hann hljóp á tíma sem var betri en þáverandi ólympíumethafi fatlaðs fólks í

100 metra hlaupi. Aðeins átta mánuðum eftir að hann keppti fyrst í hlaupum var Oscar búinn

að slá heimsmet í 200 metra spretthlaupi og vann til gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra. Þá

hafði hann fengið gervifætur sem voru sérhannaðir fyrir hlaup frá Össuri sem er eitt helsta

fyrirtæki heims sem selur stoðtæki (Oscar Pistorius, e.d.).

Í dag er Oscar Pistorius afreksíþróttamaður sem er best þekktur undir nafninu Pistorius.

Oscar er frjálsíþróttamaður og hefur keppt í hlaupum undanfarin ár með mjög góðum árangri.

Hans aðalgreinar eru 100 metra, 200 metra og 400 metra spretthlaup. Pistorius hefur afrekað

mikið og eitt það helsta er líklegast að vera fyrsti maðurinn sem hefur gervifætur báðum

megin sem hefur keppt á Ólympíumóti í flokki ófatlaðra. Það gerði hann 4. ágúst, 2012. Hann

hefur síðan unnið til ótal verðlauna fyrir hlaup í flokki fatlaðs fólks og hefur verið þar

allsráðandi síðastliðin ár (CNN, 5. mars 2014). Hann hefur meðal annars unnið til sex

gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra (Oscar Pistorius, e.d).

Kærasta Pistoriusar hét Reeva Steenkamp. Hún var rísandi stjarna í fyrirsætuheiminum og

útskrifuð í lögfræði í Suður Afríku (Mirror, e.d.). Hún var 29 ára þegar hún var skotin til bana

(New York Daily News, 2014 4. mars) og hefur það haft mikil áhrif á Oscar Pistorius.

Page 32: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

30

Miðað við velgengni Oscars má ætla að margir líti upp til hans. Hann hefur sigrast á

viðhorfi sem ríkjandi er í garð fatlaðs fólks sem er þessi trú á að fatlað fólk er ekki fært um

sömu hluti og ófatlað fólk og þá þurfi að laga.

Oscar Pistorius hefur verið í nánu samstarfi við stoðtækjafyrirtækið Össur á sínum ferli.

Össur gerði samning við Pistorius en fyrirtækið er eitt stærsta stoðtækjafyrirtækið í heiminum

í dag (Össur, e.d.; Oscar Pistorius, e.d.).

Page 33: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

31

6 Össur

Össur Kristinsson er mikill frumkvöðull á sviði stoðtækni og er hann fæddur þann 5.

nóvember, 1943. Össur hefur eigin reynslu að stoðtækjum þar sem hann hefur gengið með

gervifót alla sína ævi. Hann gekk í gegnum það að eyðileggja marga af sínum gervifótum

þegar hann var yngri þar sem þeir voru ekki góðir og búnir til úr tré. Þegar hann varð tvítugur

fór hann því í stoðtækjanám og vildi læra hvernig hægt væri að gera betri gervifætur. Átta

árum eftir að hann fór í nám eða árið 1970 kom Össur heim til Íslands fullur af hugmyndum

sem hann vildi þróa. Ári síðar eða árið 1971 stofnaði hann síðan Össur hf. sem sérhæfir sig í

stoðtækjalausnum. Í fyrstu gekk reksturinn ekki vel og var mjög kostnaðarsamur. Össur

Kristinsson lagði þó allt í fyrirtækið og gafst ekki upp. Eftir mikla vinnu fann hann síðan upp

svonefnda sílikonhulsu. Þessi uppfinning kom Össuri hf. heldur betur á kortið og í dag er

Össur hf. eitt stærsta stoðtækjafyrirtæki í heimi (Vísbending, 2000).

Fyrirtækið Össur hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og aðrar stuðningsvörur. Össur er

alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur höfuðstöðvar sínar á Íslandi. Um það bil 2300 starfsmenn eru

við störf og starfstöðvar Össurar eru í 15 löndum víða í Norður Ameríku, Evrópu og Asíu.

Þessi lönd eru meðal annarra Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland og Kína (Össur, e.d.).

Össur skilgreinir hlutverk sitt í því að gera fólki með líkamlegar fatlanir kleift að lifa sem

bestu lífi með þeim stoð- og stuðningstækjum sem þar eru framleidd. Össur hefur þróað þetta

starf í áratugi sem aukið hefur þekkingu og gæði í vörum og þannig lífi þeirra sem nota

vörurnar.

Markmið Össurar er að auka og bæta hreyfigetu fólks með rannsóknum og tækni og Össur

vinnur náið með þeim sem þurfa á vörum þeirra að halda. Með þjónustu Össurar hefur fólk

náð að lifa betra lífi og að yfirstíga líkamlegar hindranir (Össur, e.d.). Össur sérhannar

gervilimi fyrir einstaklinga og til eru allskonar gerðir gervilima. Sem dæmi má nefna að til eru

sérstakir hlaupafætur fyrir íþróttafólk sem hannaðir eru eftir þörfum hvers og eins

(Viðmælandi 1, munnleg heimild, 6. mars 2014). Þannig gerir Össur íþróttafólki kleift að

stunda sína grein af meiri krafti og styrkir þau þannig.

Össur hefur unnið náið með Oscari Pistoriusi og var hann á stórum samning hjá

fyrirtækinu. Össur útvegaði honum gervifætur og Pistorius auglýsti þannig þeirra vörur. Hann

Page 34: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

32

var nánast alls ráðandi í þeirra auglýsingaherferð enda mjög þekkt nafn í íþróttaheiminum.

Veggmyndir voru af honum í höfuðstöðvum Össurar og víða. Fram kom á heimasíðu Össurar

að hann notaði þeirra vörur og hægt er að segja að fyrirtækið hafi verið stolt af samvinnu

þeirra og Pistoriusar. Pistorius var einnig tíður gestur hjá fyrirtækinu og prófaði vörur fyrir þá

í höfuðstöðvunum hér á Íslandi (Viðmælandi 1, munnleg heimild, 6. mars 2014).

6.1 Af hverju er Pistorius ekki lengur sýnilegur hjá Össuri?

Föstudagsinn 14. febrúar 2013 klukkan rúmlega þrjú um nótt í Jóhannesarborg í Suður-Afríku

gerðist hræðilegur atburður þegar Reeva Steenkamp var skotin á heimili sínu í Silver Woods

Country Estate af kærasta sínum Oscari Pistorius. Reeva og Oscar höfðu verið saman í fjóra

mánuði og virtist sem allt léki í lyndi hjá parinu (Mirror, e.d.). Fréttirnar af þessu fór eins og

eldur um sinu um allan heim og var þetta eins og blaut tuska framan í andlitið á

heimsbyggðinni. Fjórum skotum hafði verið skotið gegnum læsta baðherbergisdyr á

baðherbergi sem er partur af svefnherbergi Oscars Pistoriusar. Þrjú þessara skota hæfðu

Reevu og dó hún af sárum sínum. Pistorius hefur aldrei neitað því að hafa skotið kærustu sína

en hins vegar segist hann hafa gert það af slysni. Þann 19. ágúst 2013, þegar Reeva hefði

orðið 30 ára, var hann ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði eða morð af fyrstu gráðu (Mirror,

e.d.). Pistorius heldur því fram að hann hafi hins vegar heyrt einhvern hávaða um nóttina og

hafi gripið níu mm byssu sem hann geymdi undir rúmi sínu. Því næst hafi hann gengið á

„stubbunum“ í gegnum myrkvað herbergið að baðherberginu. Þar sem hann hélt að Reeva

væri ennþá sofandi í rúminu var hann handviss um að innbrotsþjófur væri í felum á

baðherberginu. Hann hafi því skotið fjórum skotum gegnum hurðina. Þegar hann áttaði sig

svo á því að Reeva væri ekki í rúminu setti hann á sig gervifæturnar, þaut að

baðherbegisdyrunum með krikket kylfu og brotið upp hurðina. Þar fann hann Reevu sem þá

var enn með meðvitund. Hann bar hana niður á neðri hæð hússins en þá hafi hún dáið í

örmum hans (Mirror, e.d.). Ákæruvaldið vísar þessari kenningu á bug og heldur því fram að

Pistorius hafi myrt Reevu af yfirlögðu ráði. Nágrannar Pistoriusar hafi borið vitni um að þau

hafi heyrt parið rífast hástöfum um nóttina og einnig að heyrst hafi öskur í kvennmanni

(Robson, 26. mars 2014). Ákæruvaldið heldur því einnig fram að skotin sem fóru í gegnum

hurðina hafi verið beint niðurávið sem bendir til þess að Pistorius hafi verið með

gervifæturnar á sér þegar skotin riðu af. Þetta gerir frásögn Pistoriusar ótrúverðuga um að

Page 35: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

33

honum hafi fundist hann vera varnarlaus á stubbunum þegar hann hélt að innbrotsþjófur væri í

húsinu og það hafi verið ástæðan fyrir því að hann skaut svo snöggt (Mirror, e.d.)

Rétthöldin hófust þann 3. mars 2014 í hæstarétti Pretoria og er frú Thokozile Matilda

Masipa sem dæmir í málinu en enginn kviðdómur er í Suður-Afríku. Ákæruvaldið hefur

kallað saman 107 vitni og eru þar á meðal fyrrverandi kærustur Oscars Pistoriusar, nánir

fjölskyldumeðlimir, fyrrverandi kærasti Reevu Steenkamp, nágrannar Oscars Pistoriusar,

sérfræðingar sem rannsökuðu morðstaðinn og fleiri. Bæði fjölskylda Oscars Pistoriusar sem

og Reevu Steenkamp hafa verið viðstödd réttarhöldin og þau hafa verið afar átakanleg fyrir

alla sem tengjast málinu. Málið er sjónvarpað beint frá réttarsal en auk þess eru fréttamenn á

staðnum sem senda smáfréttir eða tíst (Tweet) um málið á nokkurra mínútna fresti (Mirror,

e.d.).

Verði Pistorius fundinn sekur gæti hann átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér og þarf að sitja í

að minnsta kosti 25 ár áður en hann getur reynt að áfrýja málinu. Einnig er hann ákærður fyrir

að hafa ólögleg skotvopn á heimili sínu og hann gæti einnig fengið dóm fyrir að hleypa af

skotum á almannafæri (Robson, 26. mars 2014). Fyrir allnokkrum árum var glæpur framinn

sem vakti athygli um allan heim líkt og mál Pistoriusar. Þá var frægur íþróttamaður kærður

fyrir morð á fyrrverandi konu sinni og vini hennar. Þetta var maður að nafni O.J. Simpson,

íþróttastjarna og sjónvarpsstjarna með meiru. Vakti það athygli okkar að mál Pistoriusar og

mál O.J. Simpson virðast eiga sér ýmsar hliðstæður og um það verður fjallað hér að neðan

(Linder, 2000; Mirror, e.d.).

6.2 Mál O.J. Simpson

O.J. Simpson var fæddur þann 9. júlí árið 1947 í Bandaríkjunum. Hann átti farsælan feril í

amerískum fótbolta og vann til fjölda verðlauna. O.J. var ein helsta stjarna NFL deildarinnar

þar sem keppt er í Amerískum fótbolta. Hann sagði síðan skilið við fótboltann og hóf glæstan

feril sem leikari og íþróttafréttamaður. Þrátt fyrir allt þetta er O.J. þó þekktastur fyrir að hafa

verið ákærður fyrir morðið á fyrrverandi konunni sinni og vini hennar árið 1994 (Biography,

e.d.). Hann var þó sýknaður af öllum ákærum þó svo að sönnunargögn bentu öll til þess að

hann hafi framið glæpinn (Linder, 2000).

Page 36: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

34

Hér fyrir neðan verður mál O.J Simpson borið saman við framgang máls Oscars Pistorusar.

Veltum við því fyrir okkur hvort mál Pistoriusar fari á sama veg og mál O.J. Simpson vegna

sameiginlegra þátta.

6.3 Það sem O.J. Simpson og Pistorius eiga sameiginlegt

− Þeir eru báðir þekktir fyrir að vera afreksíþróttamenn. O.J. Simpson varð til að

mynda þrisvar sinnum valinn leikmaður NFL deildarinnar (Pro football hall of

fame, e.d.) og Pistorius fremsti spretthlaupari í hópi fatlaðs fólks og var fyrsti

fatlaði maðurinn til að keppa í hópi ófatlaðra á Ólympíuleikum (Oscar Pistorius,

e.d.).

− Þeir tilheyra báðir ákveðnum minnihlutahópi sem hafa orðið fyrir fordómum.

Pistorius er fatlaður og O.J. Simpson er þeldökkur en talið er að hann hafi orðið

fyrir kynþáttamismunum á meðan réttarhöldum stóð (Linder, 2000).

− Fjölmiðlar vilja meina að þeir hafi báðir átt sögu um stórt skap og ögrandi

framkomu í garð þeirra látnu áður en málin komu upp og talið er að þeir hafi verið

öfundsjúkir (Linder, 2000; Mirror, e.d.).

− Þeir eiga báðir glæstan íþróttaferil að baki (Oscar Pistorius, e.d.; Pro Football Hall

of Fame, e.d.)

6.4 Sameiginlegir þættir í málunum

− Mikið fjölmiðlafár í kringum bæði mál og sýnt frá þeim í sjónvarpi (Linder, 2000;

Mirror, e.d.).

− Málin komu mörgum í opna skjöldu og fregnir af málunum bárust eins og eldur um

sinu út um allan heim.

− Mikil samúð er í garð geranda og virðist sem fjölmiðlar sýni Oscari Pistoriusi og

fjölskyldu meiri vorkunn en fjölskyldu Reevu rétt eins og það var í máli O.J.

Simpson (Linder, 2000).

− Í báðum málum eru verjendur mjög ágengir og þjarma að vitnum. Verjendur reyna

að afvegaleiða og snúa út úr (Linder, 2000; Mirror, e.d.).

Page 37: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

35

− Í báðum málum taka verjendur fram líkamlega vangetu ákærðu til þess að sýna

fram á sakleysi. O.J. Simpson átti ekki að geta drepið tvær manneskjur sökum þess

að líkami hans var illa farin eftir fótboltann og Pistorius á ekki að geta hafa gert

ákveðna hluti á stubbunum (Linder, 2000; Mirror, e.d.).

− Í báðum málum vilja verjendur meina að átt hafi verið við sönnunagögnin (Linder,

2000; Mirror, e.d.).

− Báðir glæpir ástríðuglæpir? (Linder, 2000).

O.J. Simpson var sýknaður af ákærunni um að hafa drepið fyrrverandi konu sína og vin

hennar vegna hugmynda um kynþáttahatur. Talið var að einn lögreglumannanna sem

rannsakaði málið hafi átt við sönnunagögnin og komið þannig sök á O.J. Simpson. Það átti

hann að hafa gert vegna þess að hann var kynþáttahatari en verjendur Simpson höfðu sannað

það með því að spila upptöku sem náðist af þessum lögreglumanni þegar hann talaði illa um

þeldökkt fólk og notaði niðrandi orð í garð þeirra. Þessi lögreglumaður hafði neitað því að

vera kynþáttahatari áður en upptakan var spiluð. Engin sönnun var þó á því að átt hafi verið

við sönnunagögnin svo þetta byggðist allt á getgátum um þennan lögreglumann sem var illa

við þeldökkt fólk (Linder, 2000).

Page 38: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni
Page 39: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

37

7 Rannsóknin

Í þessum kafla ritgerðarinnar verður fjallað um rannsóknaraðferðir en við unnum samkvæmt

eigindlegum rannsóknaraðferðum. Við munum fjalla fyrst um afhverju þetta viðfangsefni varð

fyrir valinu, því næst munum við gera skil á eigindlegum rannsóknaraðferðum, kynnum síðan

þátttakendur viðtalanna og að lokum hvernig við nýttum okkur gögnin.

7.1 Val á viðfangsefni

Erfitt er að gera grein fyrir hvenær við byrjuðum að hafa áhuga á viðhorfi samfélagsins á

fötluðu fólki í íþróttum. Við höfum þó báðar unnið með fötluðu fólki og höfum vitað af

skertum möguleikum þeirra lengi. Þess vegna höfum við lengi haft löngun til að koma að

réttindabaráttu fatlaðs fólks. Það er meðal annars ástæða þess að við völdum að fara í

þroskaþjálfanámið. Einnig erum við báðar mikið í íþróttum og höfum verið alla okkar ævi.

Þessi mikli íþróttaáhugi og áhuginn á að bæta líf fatlaðs fólks er áberandi í okkar lífi. Við

höfðum síðan báðar þótt mikið til íþróttamannsins Pistoriusar koma og vakti hann áhuga

okkar á fötluðu afreksíþróttafólki og viðhorfi á þeim.

Það var síðan í námskeiðinu ,,Fatlað fólk í kynjuðu samfélagi” sem við tókum á þriðja ári í

Þroskaþjálfafræðum sem við ákváðum að skrifa um þetta viðfangsefni. Þar höfðum við mikið

verið að læra um viðhorf samfélagsins og hæfishroka. Einn daginn kom upp sú umræða hvort

að fólk með gervilimi væri álitið fatlað. Við hugsuðum að fólk með gervilimi keppir í

íþróttum fatlaðs fólks og væri því talið fatlað. Pistorius var þarna undantekning og vakti það

áhuga okkar. Það jók síðan vilja okkar að skrifa um efnið þegar við hugsuðum út í hversu

ómerkilegt það er álitið þegar fatlaður íþróttamaður nær einhverjum árangri í grein sinni og

hversu litla valmöguleika fatlaður íþróttamaður á í samanburði við ófatlaðan íþróttamann. Er

það vegna viðhorfa samfélagins og áhrifa læknisfræðilega sjónarhornsins sem gæti verið

ríkjandi í samfélaginu? Hvers vegna þurfa öll þessi sérúrræði að vera fyrir fatlað fólk? Þess

vegna ákváðum við að skoða hvernig ólík sjónarhorn birtast í samfélaginu. Þau hafa mikið um

það að segja hvert framboð fatlaðs fólks að íþróttaiðkun er.

Í námi okkar höfum við mikið lært um valdeflingu og fannst því áhugavert að skoða

hvernig íþróttaiðkun getur verið valdeflandi fyrir fatlað fólk. Íþróttaiðkun hefur haft mikil

áhrif á okkur sem persónur og við vitum því hvaða áhrif þær geta haft.

Page 40: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

38

7.2 Rannsóknarspurning og markmið rannsóknar

Markmið okkar með rannsókninni og þessari ritgerð var að skoða hvernig viðhorf samfélagsins til

fatlaðs íþróttafólks kemur fram og skoða framboð á íþróttagrenium sem stendur fötluðu fólki til

boða. Þar sem verið er að rétta í máli Oscars Pistoriusar um leið og þessi ritgerð er skrifuð skoðum

við einnig framvindu málsins og umfjöllun í kringum það. Við vildum kanna hvort Pistorius fengi

einhverja sérmeðferð bæði út frá því að hann er frægur sem og þeirri staðreynd að hann er

fatlaður. Við munum síðan bera saman mál hans og annars frægs ófatlaðs íþróttamanns að nafni

O.J. Simpson en svo virðist vera sem málin eigi sér þó nokkuð margar hliðstæður (Linder, 2000;

Mirror, e.d.). Rannsóknarspurning okkar er því „hver eru viðhorf samfélagsins til fatlaðs

íþróttafólks?“ og ætlum við að reyna að svara henni með skírskotun í mál Pistoriusar og

niðurstaða viðtala.

7.3 Rannsóknaraðferð

Eins og áður kom fram unnum við eftir eigindlegum rannsóknaraðferðum en það þýðir að við

gerðum nákvæma rannsókn á reynslu ákveðinna hópa eða einstaklinga. Eigindlegar

rannsóknir eru vettvangsrannsóknir þar sem meginaðferðir í gagnasöfnun eru viðtöl,

vettvangsathuganir, þátttökuathuganir, ritaðar heimildir og fleira (Esterberg 2002). Við

studdumst við ritaðar heimildir, vettvangsathuganir og opin viðtöl í okkar ritgerð. Í opnum

viðtölum höfðum við spurningaramma til hliðsjónar en þó var farið út fyrir þá ramma (sjá

viðauka 1). Markmiðið með því var að afla gagna um upplifun fólks af íþróttum, máli

Pistoriusar og hvernig Össur starfar. Viðmælendur í viðtölunum ræddu opinskátt um reynslu

sína og upplifun á rannsóknarefninu en það gaf það okkur góða innsýn í líf þeirra og betri

skilning á rannsóknarefninu. Það sem mikilvægt er að hafa í huga þegar gerðar eru eigindlegar

rannsóknir er nákvæmni. Því nákvæmari sem rannsóknin er því betri er hún og þá er

mikilvægt að öllu sé lýst nákvæmlega (Esterberg 2002). Með eigindlegum rannsóknum erum

við að kanna ýmsar hversdagslegar athafnir sem fólk hugsar almennt ekki mikið um. Með

þeim könnum við ýmsa siði og hefðir í samfélaginu sem okkur er tamt að fylgja án mikillar

umhugsunar og þykja eðlilegar. Þannig getum við kannað félagslegt eðli manneskjunnar í

samfélaginu, dregið ályktanir út frá þeim viðtölum sem við tökum og af því sem við sjáum

þegar við könnum mismunandi vettvanga. Niðurstaða rannsóknar fæst svo eftir að gögn hafa

verið metin og túlkuð (Esterberg 2002).

Page 41: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

39

7.4 Þátttakendur

Þátttakendur þessarar rannsóknar voru valdir með markvissu úrtaki. Við völdum þessa

einstaklinga vegna þess að við vissum að þeir myndu henta viðfangsefninu. Um er að ræða

átta viðmælendur í allt og hafa þeir mismunandi reynslu en þó sameiginlega að ákveðnu leyti.

Allir viðmælendur okkar hafa reynslu af gervifótum, hvort sem þeir eru notendur þeirra,

mæður notenda þeirra eða vinna við gerð þeirra. Við völdum þessa þátttakendur til þess að

rannsaka upplifun fólks með gervifætur á viðhorfum samfélagsins og viðhorfum ófatlaðs

fólks á íþróttaiðkun þeirra. Þess vegna tókum við viðtöl við þrjá fatlaða íþróttamenn og einn

fatlaðan knattspyrnuþjálfara. Með viðtölunum könnuðum við einnig aðgengi að gervilimum,

hvernig þessir fötluðu íþróttamenn líta á Oscar Pistorius sem fyrirmynd og hvort það hafi

eitthvað breyst eftir málið.

Viðmælendur okkar sem nota gervifætur eru á aldrinum 8 til 53 ára svo að svör þeirra um

viðfangsefni okkar voru fjölbreytt en þó voru margir sameiginlegir þættir í öllum þeim

viðtölum sem við tókum. Þeir eiga það sameiginlegt að vera metnaðarfullir þegar kemur að

íþróttum og nota allir gervifætur til þess að iðka sínar íþróttir og þjálfun af kappi. Mæður

tveggja viðmælanda sátu viðtalið með þeim þar sem þátttakendurnir eru undir 18 ára aldri og

beindum við þar með spurningum okkar til þeirra beggja.

Einnig tókum við viðtöl við stoðtækjafræðing og verkfræðing innan Össurar til þess að fá

betri innsýn og skilning á gervilimum. Þeir gáfu okkur aðra þekkingu sem kom aðallega að

þjónustu og aðgengi að gervilimum og gátu gefið okkur greinagóða lýsingu á því hvernig

ferlið er þegar fólk missir útlim.

Þekking allra okkar viðmælenda spannaði þannig yfir vítt svið og gaf okkur mjög góðar og

nýtanlegar upplýsingar.

Öll viðtölin voru tekin á tímanum 6. mars til 9. apríl og þar sem allir okkar viðmælenda

búa á stórhöfuðborgarsvæðinu var auðvelt að nálgast þá. Við tókum viðtölin ýmist í

heimahúsum viðmælenda, á vinnustað þeirra eða á kaffihúsi þar sem við mæltum okkur mót.

Við gáfum viðmælendum okkar númer í þeirri röð sem viðtölin voru tekin. Viðmælandi 1 er

því sá fyrsti er við ræddum við og svo koll af kolli. Með þessu reyndum við að tryggja

nafnleynd og nota sem minnst af lýsingum á viðmælendum sjálfum.

Page 42: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

40

Viðmælandi 1

Viðmælandi 1 hefur stundað íþróttir frá átta ára aldri með hléum, hann byrjaði á því að æfa

fótbolta, körfubolta og handbolta. Hann fann sig best í handboltanum, varð þar

Íslandsmeistari með liði sínu í þriðja flokki og valinn besti leikmaður. Hann stundaði

handboltann til 17 ára aldurs en veikist þá og missti annan fótinn í kjölfarið. Þegar

viðmælandi okkar veiktist hafði hann tvo kosti, annar var að taka fótinn af og hinn var að fá

gervihné inn í fótinn. Kynntir voru báðir kostir fyrir honum og höfðu báðar leiðir bæði kosti

og galla. Ef hann hefði haldið fætinum hefði samt alltaf verið hætta á að krabbameinið myndi

koma aftur og var sú ákvörðun tekin af læknateymi að taka skyldi fótinn.

Eftir aflimunina tók við erfitt tímabil hjá viðmælanda okkar sem var einn tilfinningalegur

rússíbani en hann kaus að takast á við það tímabil sjálfur án allrar sálfræðiaðstoðar og gekk

það í ákveðinn tíma.

Viðmælandi 2

Viðmælandi 2 er ungur, efnilegur og metnaðafullur íþróttamaður með mikið keppnisskap og

hefur hann verið í íþróttum síðan hann man eftir sér. Hann æfir skíði, golf og körfubolta auk

þess sem hann er í skóla, stundar félagslíf og hefur hann því nóg fyrir stafni. Hann hefur æft

körfubolta og skíði í fjögur ár og golf í þrjú ár. Hann þykir mjög efnilegur í öllum greinum og

hefur meira að segja verið valinn í afrekshóp í golfinu sem fer til Spánar í keppnisferð. Móðir

hans sat viðtalið með honum þar sem hann er undir 18 ára aldri.

Viðmælandi 3

Viðtal var tekið við mann á fimmtugsaldri sem hefur notað gervifót lengi og hefur því mikla

reynslu af bæði aðgengi að gervifótum og viðhorfi samfélags. Hann hefur komið mikið af

íþróttum og hefur þjálfað knattspyrnu til fjölda ára.

Hann hefur fundið fyrir aðgreiningu á sínum íþróttaferli eftir að hann missti fótinn. Hann

keppti í lyftingum meðal ófatlaðs fólks og vann þá grein auk þess að setja Íslandsmet. Þennan

árangur fékk hann þó ekki skráðan vegna þess að hann er með gervifót og keppandinn í öðru

sæti var því sigurvegari. Þarna var greinileg aðgreining, viðmælandi okkar fékk ekki

árangurinn metinn vegna formsatriðis, en hann var talinn léttari en hinir keppendurnir og

vegna þess að ekki var hægt að mæla þyngd hans nákvæmlega vegna gervifótar.

Page 43: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

41

Viðmælandi 4

Við töluðum við viðmælanda 4 sem starfar sem verkfræðingur hjá Össuri og hefur verið það í

nokkur ár. Í byrjun ætluðum við að fá upplýsingar um það ferli sem fer í gang þegar

einstaklingur er aflimaður. Viðmælandi 4 hafði takmarkaða þekkingu á þeim efnum vegna

stöðu hans innan Össurar en hann gat sagt okkur ýmislegt um Pistorius sem fyrirmynd og um

hvernig fjölmiðlar fjölluðu um hans íþróttaafrek.

Viðmælandi 5

Við töluðum við viðmælanda 5 til þess að fá mynd af því hvernig ferlið er þegar einstaklingur

er aflimaður, viðmælandi 5 er stoðtækjafræðingur og hefur því vitneskju um það hvernig þetta

ferli allt saman er. Við vildum fá að vita hvenær stoðtækjafræðingar koma inn í myndina og

hvernig allt ferlið er eftir það. Hversu stór partur er Össur og starfsfólk Össurar af bataferli

einstaklings sem er aflimaður.

Viðmælandi 6

Viðmælandi 6 er ungur og kraftmikill drengur sem stundar íþróttir af kappi. Hann er alls í

þremur íþróttum og þær eru fótbolti, frjálsar íþróttir og körfubolti. Síðan fer hann til

sjúkraþjálfara einu sinni í viku. Hann æfir 4 til 6 sinnum í viku og stundar nám í grunnskóla.

Hann á mikið af vinum og hefur alltaf nóg fyrir stafni. Hann hefur keppt í öllum þessum

íþróttum og núna nýlega vann hann til verðlauna í spretthaupi. Honum finnst mjög gaman að

fylgjast með íþróttum og stefnir langt sem íþróttakappi. Móðir hans sat með honum viðtalið

þar sem hann er undir 18 ára aldri.

7.5 Gagnasöfnun

Við studdumst við vettvangsathuganir þegar við heimsóttum Össur en þar fengum við góða

innsýn í hvernig fyrirtækið virkar og hvernig það vinnur. Við fengum að skoða hvern krók og

kima og sjá hvernig gervilimir eru búnir til. Einnig fengum við upplýsingar um allt ferlið, allt

frá því að maður missir útlim og þangað til hann fær nýjan gerviútlim. Ritaðar heimildir voru

ýmist fræðibækur, greinar eða annað slíkt en þó studdumst við einnig við fréttaflutningi af

erlendum fréttavefsíðum. Viðtöl voru einnig hluti af gagnasöfnun okkar en þau gáfu okkur

tækifæri á að skyggnast inn í líf fólks með gervifætur, upplifun þeirra og skoðanir á Pistoriusi

Page 44: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

42

sem og íþróttaiðkun þeirra. Þannig gátum við sett okkur í spor þeirra og upplifað hluti út frá

þeim án þess að okkar tilfinningar, þekking eða skoðun flæktist á milli.

7.6 Skráning og greining gagna

Viðtölin tókum við upp á tölvu með góðfúslegu leyfi viðmælenda okkar og rituðum við þau

síðan upp orð frá orði ásamt því að bæta við athugasemdum okkar. Við fórum gaumgæfilega

yfir öll gögn og drógum fram þemu sem í gögnunum birtust. Niðurstöður fengust svo eftir

samanburð gagna en gögnum verður síðan eytt eftir að rannsókninni líkur.

Við höfum þar með farið yfir rannsóknaraðferðir, þátttakendur, gagnasöfnun og skráningu

og greiningu gagna. Næsta skref er að gera skil á viðtölum og niðurstöðum þeirra og drögum

við svo niðurstöður viðtala, skoðunum okkar og fræðilegs efnis í samantekt og lærdómur. Í

niðurstöðum viðtala gerum við fjórum þemum sem við drógum úr viðtölum skil, berum þau

saman og förum ítarlega yfir niðurstöður.

7.7 Siðferðileg álitamál

Í rannsóknum geta komið upp siðferðilegt álitamál þar sem við sem rannsakendur rekum

okkur á vanda sem virðist ómögulegt að leysa. Hægt er að fara ýmsar leiðir til að takast á við

vandann en allir kostir virðast vera jafn slæmir og brjóta gegn ákveðinni siðareglu (Rachels,

1997). Í rannsókn okkar lögðum við áherslu á að virða siðferðilega hagsmuni þátttakenda og

huguðum að sjálfræði þeirra, velferð og réttlæti (Vilhjálmur Árnason, 2003). Við upplýstum

hvern og einn um hvað rannsóknin snerist og gáfu þau okkur samþykki þess eðlis að þau væru

tilbúin að svara spurningum okkar. Að sjálfsögðu upplýstu við þau um þann valmöguleika að

þau mættu hætta hvenær sem er og sleppa að svara ákveðnum spurningum ef þeim þætti þær

óþægilegar (Vilhjálmur Árnason, 2003). Við sýndum því fullan skilning að sumar spurningar

okkar gætu valdið óþægindum og að viðmælendur okkar gætu mögulega ekki viljað svara

þeim en það kom þó ekki á daginn og fengum við hreinskilin og einlæg svör frá öllum.

Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess að tryggja nafnleynd þátttakenda okkur, til

þess að virða friðhelgi einkalífs þeirra og gerðum það með því að lýsa þeim ekki nákvæmlega,

tilgreina ekki hvaðan þau koma né hvað þau gera í daglegu lífi. Þá kom upp siðferðilegt

vandamál þegar kom að fyrirtækinu Össuri. Hvernig gátum við mögulega virt réttindi

fyrirtækis og hugað að nafnleynd? Sama hvernig við færum í kringum hlutina þá myndi alltaf

Page 45: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

43

skína skírt í gegn um hvaða fyrirtæki væri að ræða. Össur er mjög stórt fyrirtæki og hefði ekki

komið að gagni að reyna að fela það (Vilhjálmur Árnason, 2003).

Við lentum einnig í þeirri klemmu að viðmælendur okkar voru yngri en 18 ára og fannst

okkur að réttast væri í þeirri stöðu að hafa annað foreldrið með í viðtalinu. Mæður urðu fyrir

valinu þar sem allir aðrir viðmælendur voru karlmenn og vildum við þar með fá smá

kvenlæga innsýn í rannsóknina.

Page 46: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni
Page 47: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

45

8 Niðurstöður viðtala

Við drógum fram fjögur yfirþemu úr viðtölunum sem voru megin uppistaða viðtalanna og

sameiginlegir þættir. Þemun voru íþróttir fatlaðs fólks, Össur, Oscar Pistorius og mál

Pistoriusar. Eftir það völdum við síðan undirþemu sem gáfu okkur ítarlegri sýn á viðfangsefni

rannsóknarinnar. Að lokum drógum við síðan niðurstöður út frá þessum þemum og fengum

skýrari mynd af því hvernig viðmælendur okkar upplifa viðhorf samfélagsins til íþrótta fatlaðs

fólks, hvernig aðgengið að gervilimum er og hvernig Oscar Pistorius var fyrirmynd í þeirra

augum fyrir og eftir mál hans. Markmið eigindlegrar rannsóknar er að skyggnast inn í

upplifun viðmælanda á viðfangsefninu og fengum við því góða innsýn frá okkar

viðmælendum á upplifun þeirra á íþróttum sínum og því viðhorfi sem þau hafa mætt frá

samfélaginu. Þar sem við tókum aðeins viðtöl við átta manns þá getum við ekki heimfært

þessar niðurstöður á allt fatlað íþróttafólk með gervifætur, enda er það ekki markmiðið með

eigindlegum rannsóknum, en þar sem svör sem beindust að þemunum eru keimlík er hægt að

áætla að þetta eigi mögulega við um allmarga íþróttamenn.

8.1 Íþróttir fatlaðs fólks

Viðmælendur okkar eru kappsamir íþróttamenn og metnaðarfullir þegar kemur að íþróttum.

Íþróttir eru stór partur af lífi þeirra í dag og finnst þeim ekkert skemmtilegra en að stunda

sínar íþróttir og hafa nóg fyrir stafni. Þeir hafa allir æft með ófötluðu fólki og finna sig vel

þar. „Það er alltaf markmið hjá mér að keppa við ófatlaða og vinna þá“ sagði einn

viðmælenda okkar.

Viðmælendur okkar höfðu orð á því að ef að eitthvað hamlaði þeim við að stunda ákveðna

íþrótt þá væri það oftar en ekki vegna lélegs aðgengis. Einnig höfðu flestir þeirra orð á því að

þeir hefðu reynslu að því að einhverra hluta vegna eru íþróttir fatlaðs fólks ekki metnar til

jafns við íþróttir ófatlaðs fólks. Það sást til að mynda hjá viðmælenda 3 en hann keppti til

dæmis í kraftlyftingum á móti ófötluðum keppendum fyrir nokkrum árum síðan. Þar varð

hann Íslandsmeistari og setti Íslandsmet en fékk það ekki skráð vegna þess að hann var með

gervifót. Þess vegna var keppandinn sem var með næstbesta árangurinn Íslandsmeistari þar

sem hann var ófatlaður. Ástæðan fyrir því að viðmælandi okkar fékk ekki árangur sinn metinn

Page 48: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

46

var að hann var ekki með báða fætur og var því léttari en hinir keppendurnir og ekki var hægt

að mæla þyngd hans nákvæmlega vegna fötlunar hans.

Möguleikar fatlaðs íþróttafólks eru af skornum skammti þegar það kemur að

keppnisgreinum og það vill verða þannig að íþróttafólk með gervifætur finna sig engan

veginn í íþróttum fatlaðs fólks en samkvæmt viðmælendum okkar er það raunin. ,,Krakkar

sem lenda í því að missa handlegg eða fótlegg eru oftar en ekki hvött til að æfa íþróttir með

hópi fatlaðra einstaklinga, bæði andlega og líkamlega, og þau finna sig ekki þar”.

Viðmælandi 3 hafði orð á þessu þegar við ræddum við hann um íþróttir fatlaðra.

Viðmælendur okkar sem stunda íþróttir eru allir miklar keppnismanneskjur og vilja stunda

íþróttir þar sem það er keppt að einhverju, ekki þar sem allir vinna. Fatlað íþróttafólk eru ekki

jafn sýnileg og ófatlað íþróttafólk og telja viðmælendur okkar það vera aðgreiningu sem gerir

það erfirðara fyrir þau að sanna sig.

8.1.1 Sjálfsmynd fatlaðs íþróttafólks

Við fundum það þegar við tókum viðtölin að viðmælendur okkar töldu sig ekki vera fatlaða

og leituðust mikið eftir því að æfa með ófötluðum. Þeir hafi ekki fundið sig í íþróttum með

öðru fötluðu fólki þar sem þau eru þar öll sett undir sama hatt og hafi þá verið að æfa með

mikið fötluðu fólki sem veittu þeim ekki viðeigandi samkeppni. Aðgreining í íþróttum gæti

haft það í för með sér að fatlaðir, metnaðarfullir íþróttamenn taki litlum eða hægari framförum

en ófatlaðir jafnaldrar sökum lítillar samkeppni og miklum getumun fatlaðra iðkanda. Móðir

viðmælanda 2 hafði til að mynda þetta að segja „já einu sinni og þá var hann að æfa með svo

mikið fötluðum einstaklingum að hann fann sig ekki þar“.

Nokkrir viðmælenda okkar höfðu orð á því að íþróttaiðkun gæti verið frábær vettvangur til

að styrkja sjálfsákvörðunarrétt, auka sjálfstæði og efla sjálfstraust fatlaðs fólks, ef að

valmöguleikar væru fleiri og staðalímyndir myndu hverfa. Sjálfsákvörðunarréttur og sjálfstætt

líf er af skornum skammti ef að valmöguleikar eru litlir og spanna ekki yfir það sem

einstaklingur hefur áhuga á. Tökum sem dæmi viðmælanda 1 hann hafði alla sína tíð stundað

íþróttir á fullu en um leið og hann fatlaðist skertust möguleikar hans mikið og valmöguleikar

hans á íþróttum minnkaði talsvert. Með þessu skerðist sjálfsákvörðunarréttur hans mikið og líf

hans verður ekki eins sjálfstætt og áður. Viðmælendur okkar voru öll sammála um að íþróttir

skipti þau miklu máli og þá sérstaklega í eflingu sjálfsmyndar en viðmælandi 1 hafði þetta að

Page 49: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

47

segja: „Þegar ég fór að stunda íþróttir aftur þá snéri það öllu batteríinu við hjá mér, ef ég

hefði ekki íþróttir í dag þá veit ég ekki hvar ég væri sko, gjörsamlega vonarlaus“.

Íþróttir hafa styrkt félagslega stöðu viðmælenda okkar og félagsleg staða fólks tengist

sjálfstrausti og sjálfsmynd einstaklings. Viðmælendur okkar eru ánægðir með frammistöðu

sína og telja sig fyrirmyndir fyrir aðra. Ef að félagsleg staða er góð þá er sjálfsmynd fólks

sterkari og þannig einnig sjálfsákvörðunarréttur og sjálfsvirðing. Íþróttir eru einnig

valdeflandi vegna hvatningar sem er í íþróttum þá spila þjálfarar stórt hlutverk. Móðir

viðmælanda 2 talaði um að hún vissi um dæmi þar sem þjálfarar hafi ekki viljað taka að sér að

þjálfa fólk með gervifætur og sumir treysti sér ekki til þess vegna lítillar þekkingar á

gervifótum. Þegar einstaklingur er með lélega sjálfsmynd sem þarf að styrkja hann og efla en

þá er hvatning mjög mikilvæg. Þegar það kemur að sérúrræðum fyrir fatlað íþróttafólk vill oft

vanta ákveðna hvatningu sem sumt fatlað íþróttafólk sækist eftir og því eru þessi sérúrræði

ekki góð fyrir alla. Hún talaði um að ekki væri gott að allir fatlaðir séu settir undir sama hatt

þar sem að þetta eru svo rosalega ólíkir einstaklingar og gildi þeirra og geta í íþróttum geta

verið mismunandi. Fleiri viðmælendur okkar höfðu einnig orð á þessu og var þetta áberandi í

viðtölunum sem við tókum.Viðmælandi 2 hafði til dæmis orð á því að þegar hann keppti í

hópi fatlaðs fólks á skíðum að þá væru enginn verðlaun fyrir besta árangur heldur fengju allir

keppendur verðlaun. Þessi drengur er mikill keppnismaður og er 14 ára gamall. Hann vinnur

sína grein á skíðunum alltaf en fær aldrei viðurkenningu fyrir það vegna þess að það á bara að

vera gaman og allir vinir. Þessum dreng vantar alla hvatningu þarna og finnst okkur fáránlegt

að 14 ára gamall íþróttamaður geti ekki unnið til verðlauna í sínum flokki.

Þetta er engin keppni þannig séð. Þetta er bara til að hafa gaman sem er alveg gott og gilt

fyrir suma en ekki fyrir X, hann er keppnismaður og vill vinna. Hann hefur reyndar keppt

síðan bara í hópi ófatlaðra og það er ekkert mál. Það er náttúrulega ótrúlegt að það sé

ekki hægt að vera Andrésar andar meistari í hópi fatlaðra, þetta er eins og allir séu sex

ára ennþá.

Eins og fyrr sagði þá telja viðmælendur okkar sig ekki vera fatlaða og aðgreina sig ekki frá

samfélaginu vegna þess að þeir eru með gervifætur. Þess vegna er mikilvægt að veita þeim

úrræði önnur en sérúrræði. Þeir stunda og stunduðu íþróttir sínar af kappi og vilja ná árangri

og markmiðum sem þeir setja sér. Það er í höndum samfélagsins að veita þeim tækifæri til að

ná tilteknum markmiðum og árangri með því að stoppa aðgreiningu í íþróttum.

Page 50: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

48

8.1.2 Fyrsta sýn mæðra á íþróttaiðkun sona þeirra

Þegar við lítum á forræðishyggju foreldra fatlaðra barna og tilhneiginguna til vefja börnunum

í bómull þá kom nokkuð fram í þeim viðtölunum þar sem mæður viðmælenda voru

viðstaddar. Móðir viðmælenda 6 leit svo á að sonur hennar gæti ekki æft fótbolta sökum

fötlunar sinnar og hún var áhyggjufull þegar hann fór á sitt fyrsta mót þar sem hann spilaði

með ófötluðum strákum. Þar hafði hún fyrst tekið vel eftir því að sonur hennar væri fatlaður

og varð leið fyrir hans hönd. Síðan hafi sonur hennar skorað mark mjög snemma í leiknum og

þá hafi hún gert sér grein fyrir að áhyggjurnar væru óþarfar þar sem hann væri vel fær um að

spila fótbolta og sýndi öllum að honum eru allir vegir færir. Móðir viðmælanda 2 hafði einnig

orð á því að hún hafi talið að skíðadagar fjölskyldunnar væru taldir þegar sonur hennar missti

fótinn. ,,Ég man að þegar við vorum að melta það að hann væri að fá gervifót þá sagði ég við

manninn minn í miklu vonleysi að við myndum nú þurfa að hætta á skíðum” Annað hafi þó

komið á daginn og hefur fjölskyldan sjaldan skíðað meira og sonur hennar er virkilega

efnilegur í þeirri íþrótt.

Móðir viðmælanda 6 talaði einnig um mikilvægi góðrar þjálfunar „ég veit að það hefur verið

að þjálfari vill ekki þjálfa einstakling með gervifót vegna þess að hann er ekki með þekkingu

til þess. Auðvitað er það ekkert öðruvísi en að þjálfa ófatlað barn“. Hún talaði um að sonur

hennar hafi aðeins mætt góðu viðmóti sem er virkilega mikilvægt fyrir hann og fjölskylduna.

Honum hafi alltaf verið vel tekið alls staðar og þjálfarar sem hann hefur haft hafa komið fram

við hann eins og hvern annan iðkanda.

8.1.3 Fordómar í samfélaginu á fötluðum íþróttamönnum

Allir viðmælendur okkar sem eru með gervifætur fengu spurninguna: ,, hefur þú fundið fyrir

fordómum í íþróttaiðkun þinni?”. Þeir svöruðu allir neitandi og töluðu um að þeir hafi oftast

nær mætt góðu viðmóti. Flestir töluðu einnig um mikilvægi góðra vinatengsla og góðs

stuðnings frá fjölskyldu. Tveir viðmælanda okkar höfðu þó orð á því að þeir hafi fundið fyrir

einhverskonar fordómum í fjölmiðlaumfjöllun sem og önnur mæðranna. Viðmælandi 3 hefur

lengi þjálfað knattspyrnu og hefur nokkrum sinnum fengið þá spurningu frá fjölmiðlum

hvernig hann geti þjálfað knattspyrnu svona einfættur. Myndi tannlæknir með gervitennur fá

spurninguna ,,hvernig getur þú verið tannlæknir svona tannlaus?” fjölmiðlar vilja oftar en ekki

benda á fötlun þeirra þó svo að hún komi málinu ekki beint við. Viðmælandi okkar náði

góðum árangri sem þjálfari í knattspyrnu en fjölmiðlar vilja tala um gervifótinn hans. ,,Ég

Page 51: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

49

þjálfa ekki með vinstri fætinum, tannlæknir getur verið frábær tannlæknir þrátt fyrir að hann

sé með gervitennur” var oftar en ekki svar hans við þeirra spurningum en þeir vildu vita

hvernig hann gæti þjálfað fótbolta með gervifót.

Fjölmiðlar hafa mikil völd og geta búið til ákveðna mynd af einstaklingi með umfjöllun

sinni. Viðmælandi 4 talaði um að þetta höfðu fjölmiðlar einmitt gert með umfjöllun sinni um

Pistorius en hann vann með Pistoriusi og fylgdist með honum frá því að hann gerði samning

við Össur til dagsins í dag. ,,Það kemur mikill þrýstingur frá fjölmiðlum og mikið verið að

spyrja hann út í hvort að hann hafi forskot á ófatlaða keppendur vegna gervifótanna”.

Viðmæalandi 4 hafði orð á þessu og sagði að fjölmiðlar hafi verið mikið í því að spyrja

Pistorius og fjalla um fötlun hans. Þeir ýttu því stöðugt að honum að það væri spurning hvort

að það væri ósanngjarnt fyrir ófatlaða keppendur að hann fengi að keppa í þeirra flokki vegna

þess að gervifætur hans gerðu honum kleift að hlaupa svo hratt. Áreiti frá fjölmiðlun var

gríðarlegt og mikið einblínt á gervifætur Pistoriusar og það að árangur hans væri í raun vegna

góðra gervifóta en ekki getu hans til að hlaupa. Þetta hafði mikil áhrif á hann að mati

viðmælanda okkar og byrjaði Pistorius að vera meira var um sig.

Verandi afreksíþróttamaður spurðum við viðmælanda 1 hvernig fjölmiðla umfjöllun um

hann hafi verið en þar hafi hann fundið fyrir mismunun. Hann hafi ekki fengið neina

umfjöllun hjá Ríkisútvarpinu (Rúv) og þeir hafi ekki sýnt honum neinn áhuga hingað til.

Stöð 2 hafi fjallað um afrek hans og í umræðuþætti þar hafi umfjöllunin verið líkt og svo oft

áður hjá fötluðu fólki. Dramatísk tónlist spiluð á meðan myndir hafi birst af honum úr æsku

og á meðan hann var á spítalanum. Síðan hafi tónlistin orðið glaðværari og sýnt hvað hann

væri að afreka í dag. Hann sagðist ekki hafa kippt sér mikið upp við þetta þá en þegar hann

hugsar um það núna þá hafi það verið frekar kjánalegt. Hann hafi einnig verið beðinn um að

lyfta upp skálminni til þess að hægt væri að taka mynd af gervifætinum en það er eitthvað

sem ófatlaður íþróttamaður væri aldrei beðinn um. Orð hans endurspegla að umfjöllun í

fjöldamenningunni hér á landi þarf að tileinka sér þá hefð að beina spjótum sínum að getu

fólks og sýna hvers það er megnugt en ekki að einblína á hvað það getur ekki.

Reyndar stundum talað svolítið niður til manns, að maður sé duglegur, eitthvað svona: ,,vá

hvað þú ert duglegur litli karl”, en mér er alveg sama um það, ég reyni bara að hugsa um

mig og sýna að ég get gert jafnvel eða betur en hinir.

Page 52: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

50

Reynsla viðmælenda okkar var sú að lítið er um íþróttaviðburði fatlaðs fólks í

fjöldamenningunni, ennþá sjaldnar sem rætt er við íþróttafólkið sjálft og ef umfjöllunin er

einhver þá er ríkjandi viðhorfið að það sé svo gaman, allir með og vinir.

8.1.4 Sjálfstætt líf skert með aðgreiningu

Viðmælandi 1 hefur alltaf haft dálæti á handbolta til að mynda og stundaði hann handboltann

af kappi áður en hann missti fótinn. Hann hefur ekki fengið tækifæri á að æfa aftur handbolta

og ekki heldur viðmælandi 2 sem einnig æfði handbolta áður. Talið er að fólk með gervilimi

eigi ekki erindi í handbolta en reglur segja til um að ekki megi spila með spelkur eða aðra

aukahluti úr stáli eða öðru hörðu efni nema það sé hulið með einhverju mjúku. Þar sem

hlaupafjaðrir og aðrar gervifætur eru ekki úr mjúku efni er ólöglegt að spila með þær.

Aðspurður segist viðmælandi 1 sakna þess að spila handbolta og langi að prófa hann aftur en

það tíðkist ekki á Íslandi að fatlað fólk sé mikið í boltagreinum og því sé lélegt aðgengi að

þeim greinum. Líkamlega er ekkert sem hamlar því að hann geti stundað handbolta: „Nei, ég

get gert allt, allar þessar hreyfingar, þarf bara að vera með réttan fót. Fætur í dag eru orðnir

það góðir að ég get gert allt á þeim“. Þetta minnkar möguleika hans, hamlar honum í að

stunda tómstund sem ætti að vera fyrir alla og skerðir þar með möguleika hans til sjálfstæðs

lífs.

Viðmælandi 2 er að æfa golf og er mjög ánægður þar. Þar finnur hann ekki fyrir neinni

aðgreiningu og hafði orð á því að hann væri að fara í æfingaferð með félaginu sem hann æfir

með. Þar fær hann jöfn tækifæri og ófatlaðir golfarar og gætu aðrar íþróttir tekið þetta til

fyrirmyndar. Samkeppnin hjá honum í golfinu er á jafnréttisgrundvelli og keppa allir á móti

öllum óháð því hvort sem þeir eru fatlaðir eða ófatlaðir. Í þessu tilfelli er aðgreining ekki til

staðar og sjálfstæði viðmælanda okkar þannig ekki skert.

8.2 Össur

Hér að neðan verður fjallað um Össur og þá mynd sem við fengum að fyrirtækinu og

hlutverki stoðtækjafræðinga Össurs eftir að hafa talað við viðmælendur okkar. Okkur fannst

mikilvægt að vita hvernig starfsemin hjá Össuri er og álit viðmælenda okkar á fyrirtækinu

vegna þess að samband þeirra sem missa útlim við Össur og starfsfólk þess er mikið og náið.

Page 53: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

51

8.2.1 Ferlið sem fer í gang þegar manneskja missir útlim

Viðmælandi 5 sagði okkur frá því að það er viðkvæmt ferli þegar fólk er aflimað og gengur

fólk í gegnum mikla sorg til að byrja með. Það er því gífurlega mikilvægt að mætt sé fólki þar

sem það er og nálgunin er vandasöm. Fólk sem er aflimað veit í fyrstu ekki hvað bíður þess

og mörgum finnst líkt og nú séu möguleikar þeirra á að lifa eðilegu lífi minni. Þess vegna er

mikilvægt að aðstoðin berist þeim sem fyrst frá þeim fyrirtækjum sem sérhæfa sig í smíðun

gervilima til þess að kynna alla þá möguleika sem í boði eru.

Það er annars vegar það að við fáum símtal frá annað hvort lækni eða hjúkrunarfræðing

um það að það sé einstakingur á spítalanum sem hefur verið aflimaður og þar komum við

inn í ferlið og hjálpum honum að gera sér grein fyrir hvernig málin standa.

Það er misjafnt hvenær stoðtækjafræðingar koma inn í ferlið og hægt er að skipta því í tvo

hluta. Það er annars vegar þannig að stoðtækjafræðingar fá símtal frá lækni eða

hjúkrunarfræðingi um að það sé einstaklingur inni á spítala sem hefur þegar verið aflimaður,

þetta símtal kemur þá mjög snemma eftir aðgerð, helst daginn eftir þar sem

stoðtækjafræðingar vilja komast inní ferlið sem fyrst. Þá fer af stað svokallað ,,eftir aðgerða

ferli”.

Svo er hinn vinkillinn sá að við vitum að fólki sem á að aflima áður en það fer í aðgerð. Þá

hittum við það eftir að fóturinn hefur verið tekinn og upplýsum það um hvað sé framundan

og hvernig ferlið verður í grófum dráttum.

Hins vegar er þannig að stoðtækjafræðingar hafa vitneskju um einstakling þarf að aflima

og þeir koma inn í ferlið áður en aðgerðin er gerð. Þá bjóða þeir einstaklingum jafnvel til sín

og kynna fyrir þeim ferlið og þessir einstaklingar geta síðan fengið heimsókn frá

gervifótanotanda sem talar við þau og hjálpar þeim að átta sig á hvað þeir eru að fara að ganga

í gegnum. Það er endurhæfingarlæknir á Grensás sem að ákveður hver það er sem fer og talar

við einstaklinga sem á að aflima og hún hefur samband við þann sem á að gegna því hlutverki

í hvert skipti. Þetta eru allt hæfir einstaklingar sem kunna að tala við fólk.

Þegar stoðtækjafræðingar koma inn í ferlið áður en einstaklingur er aflimaður geta þeir

sagt sína skoðun og ráðlagt læknum hvernig sé best að gera aðgerðina. Þá eru

stoðtækjafræðingarnir að hugsa aðgerðina út frá þeim vörum sem einstaklingur gæti notað og

hvað kæmi sér best í hverju tilfelli fyrir sig. Hver og einn er mismunandi og þarf að meta

hvaða vörur henta hverjum og einum.

Page 54: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

52

Burt séð frá því hvort að stoðtækjafræðingur talar við einstakling fyrir aðgerð eða ekki þá

hittir hann eintaklinginn alltaf einum til sjö dögum eftir aðgerð. Þá er svokölluð sílíkonhulsa

sett á sem stoðtækjafræðingar máta á fótinn og finna út rétta stærð. Á þessum dögum kemur

stoðtækjafræðingur mjög reglulega til einstakings, nánast á hverjum degi. Ástæðan fyrir því er

að fóturinn sem aðgerð var gerð á minnkar mjög hratt vegna þess að bólga minnkar og vökvi

sömuleiðis. Þá þarf einstaklingur að fá minni sílíkonhulsu í takt við það. Á endanum, þegar öll

bólga og allur vökvi hefur horfið, er rétt stærð af sílíkonhulsu komin í ljós. Sílíkonhulsan

hefur þannig stórt hlutverk í bataferli einstaklinga og flýtir fyrir að fóturinn grói þar sem hún

þrýstir bólgu niður.

Þegar einstaklingur er síðan orðinn nógu heilsuhraustur til þess að standa upp á er byrjað

að búa til fót fyrir hann og það gera stoðtækjafræðingarnir. Fyrsta árið eru miklar breytingar á

fætinum vegna rýrnunar og þá er einstaklingur reglulega að fá nýjan fót eða um það bil

þrisvar á tólf mánaða tímabili. Síðan eftir þessa tólf mánuði ætti einstaklingur að geta notað

sama grevifótinn í lengri tíma. Þá minnka heimsóknir til stoðtækjafræðings.

Stoðtækjafræðingar hitta einstaklinga þó alltaf reglulega og gera hvað þeir geta fyrir

skjólstæðinga sína. Einstaklingur með gervifót hefur síðan samband við sinn

stoðtækjafræðing það sem eftir er af lífinu og alltaf þegar hann þarf á að halda.

Þegar við hittum einstaklinga sem misst hafa útlim öflum við okkur upplýsinga um það

hvað einstaklingur er að gera, langar að gera og þarf á að halda og veljum vöruna út frá

því. Það er eitt af mínu hlutverki, að hjálpa fólki að lifa sínu lífi án takmarkana.

Stoðtækjafræðingar Össurar eru stór partur af því ferli sem einstaklingur sem á að aflima

eða hefur verið aflimaður gengur í gegnum. Stundum koma þeir að aðgerðinni og þeir koma

að bataferlinu, bæði andlega og líkamlega. Þeir fylgja síðan einstaklingnum eftir í langan tíma

eða út lífið. Því er mikilvægt að þessir einstaklingar séu hæfir og sinni sínu starfi af

fagmennsku sem og vilja til að gera allt til þess að bæta lífsgæði einstaklinga.

8.2.2 Viðhorf notenda á fyrirtækinu Össuri

Allir viðmælendur okkar höfðu aðeins góða hluti að segja um fyrirtækið og töluðu öll um

hversu góð þjónustan þar er. Markmið fyrirtækisins er að valdið sé hjá notendunum og allt

gert til þess að sinna þeirra þörfum, kröfum og væntingum.

Page 55: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

53

Össur er að vinna frábært starf fyrir okkur og við fáum mjög góða þjónustu. Hann hefur

brotið fót og ég fór með hann og hann var kominn í viðgerð tveimur klukkustundum seinna.

Við þurfum aldrei að bíðan lengi og aðgengið er mjög gott.

Viðmælandi 3 byrjaði að fá þjónustu frá Össuri allt frá því að fyrirtækið var stofnað og var

Össur Kristinsson þá allt í öllu í fyrirtækinu. Fyrirtækið var ekki orðið jafn stórt og virt og það

er í dag heldur var í raun bara þessi eini maður. Össur gerði mjög mikið fyrir viðmælanda

okkar og saman þróuðu þeir marga fætur í leit að sem bestum fæti fyrir viðmælanda okkar.

,,Össur hitti mig nánast á hverju kvöldi á tímabili til þess að smíða sem bestan fót á mig”.

Hann hefur því fylgst með fyrirtækinu dafna og blómstra allt frá upphafi og er upplifun hans á

fyrirtækinu byggð á upplifun hans á frumkvöðlinum Össuri Kristinssyni. Viðmælandi okkar

var ákveðin áskorun fyrir Össur þar sem hann var með ónýtan stúf og vildu læknar taka meira

af fætinum. Össur tók það hins vegar ekki í mál og gafst ekki upp á smíðunum þar til hann bjó

til fót sem passaði á viðmælanda okkar. Þar sem Össur sjálfur var einfættur þá hafði hann

þessa innsýn og þekkingu á mikilvægi gervilima og gat unnið út frá því.

Viðmælandi 3 tók þannig þátt í þróuninni sem hefur átt sér stað í fyrirtækinu. Síðan þá

hefur fyrirtækið þróast mikið og er orðið eitt stærsta fyrirtækið í heiminum í sínum bransa.

Reynsla viðmælanda okkar af fyrirtækinu eins og það er í dag er mjög góð og hefur hann orð

á því að hann sem notandi þjónustunnar hafi alltaf valdið. Fyrirtækið vinnur mjög

fagmannlegt starf og þjónustan er mjög aðgengileg.

Ungu viðmælendur okkar hafa einnig tekið mikinn þátt í þróun gervifóta fyrir yngri

notendur enda hafði Össur ekki mikla reynslu af smíðum gervifóta fyrir mjög unga krakka.

Fyrirtækin sem smíða gervilimi eru í sífelldri þróun og allt gengur út á það að búa til

gervilimi sem gerir fólki kleift að gera allt sem það vill. Miklar framfarir hafa orðið hjá

fyrirtækinu og mikil bæting í smíðun gervilima. Mikil fagmennska ríkir innan búða Össurar

og mikill metnaður lagður í að gervilimirnir séu eins þægilegir og gagnlegir og mögulegt er.

Með öllum heimsóknum okkar í Össur og út frá þeim viðtölum sem við höfum tekið komumst

við að því að Össur er frábært fyrirtæki sem opnar svo marga stórkostlega möguleika fyrir

fólk sem missir útlim. Aðgengið að gervilimum eykur lífsgæði þeirra sem missa útlim og eru

gervilimir gífurlega mikilvæg hjálpartæki til þess að gera þessum hópi kleift að stunda nánast

allar athafnir daglegs lífs án mikilla óþæginda eða vandræða. Möguleikar íþróttafólks verða

einnig meiri með miklu framboði á sérhönnuðum fótum og höndum sem gerir þeim kleift að

Page 56: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

54

stunda sína grein að meiri krafti og alvöru. Mjög gott aðgengi er að gervilimum og ekki er

löng bið eftir nýjum fæti eða öðru stoðtæki.

8.3 Oscar Pistorius

Allir viðmælendur okkar nema einn voru spurðir út í Oscar Pistorius og vissu þeir allir um

afrek hans sem og þá staðreynd að hann væri ákærður fyrir morð. Þau voru öll sammála um

að hann væri frábær íþróttamaður sem hefur unnið stórkostleg afrek og fatlað íþróttafólk getur

horft á hans afrek og séð að allt er hægt. Tveir viðmælenda okkar höfðu orð á því að hann hafi

rutt veginn fyrir aðra fatlaða íþróttamenn þegar hann varð fyrstur fatlaðra íþróttamanna til

þess að keppa í flokki ófatlaðra á Ólympíuleikum.

Allir sem eru inn á Paralympics þeir vita hver hann er og bíða eftir því að hann hlaupi.

Það sýnir hversu mikil fyrirmynd hann er og hvað hann er búinn að rífa mikið af fólki með

sér. Út af honum varð Paralympics svona stórt mót.

Viðmælandi 4 var staddur á Paralympics og tók þar eftir hversu spenntir allir voru að sjá

Pistorius. Hann sá að fólk með gervifætur væri óhræddari við að sýna fötlun sína þegar það

vissi af Pistoriusi og gervifótum hans svoana sýnilegum.

Hann er fyrirmynd, hann er ennþá fyrirmynd fyrir mér. Það er ekkert hægt að taka það af

honum þrátt fyrir þetta mál. Hann er aðalnafnið í þessu Paralympics og íþróttum fatlaðra

og þau afrek sem hann hefur náð breytast ekkert þrátt fyrir málið.

Viðmælendur okkar voru allir á sama máli að Pistorius hafi verið góð fyrirmynd þó svo að

þeir hafi ekki verið á eitt sammála fyrir hvaða markhóp. Flestir töldu þó að hann væri

fyrirmynd fyrir flesta íþróttamenn en einn viðmælenda okkar taldi hann aðeins hafa verið

fyrirmynd fyrir börn þar sem fullorðið fólk hafi venjulega náð ákveðnum þroska og þar með

fundið drifkraftinn í sjálfum sér.

Össur er eitt af stærstu fyrirtækjum í heiminum sem selur stoðtæki og hefur verið mikil

þróun síðastliðin ár í þjónustu. Oscar Pistorius var helsta andlitið í þeirra

auglýsingaherferðum og taldi Össur hann vera þá fyrirmynd sem myndi styrkja ímynd

fyrirtækisins. Samkvæmt viðmælendum okkar sem starfa hjá Össuri kom hann vel fram, var

metnaðarfullur, kappsamur, kurteis og valdi Össur hann ekki aðeins út frá frábærri

hlaupatækni heldur einnig út frá persónuleika. ,,Það er mikil áhætta sem fylgir því að velja

andlit fyrirtækja og þarf að vanda valið vel”. Viðmælandi 4 talaði um að áhættan væri mikil

Page 57: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

55

að hafa einn mann svona mikilvægan talsmann fyrirtækisins en Oscar Pistorius var eflaust

vænlegur kostur enda töluðu allir einstaklega vel um hann og reynsla viðmælanda okkar bara

góð af honum. Pressan sem fylgir því að vera stöðugt í sviðsljósinu, þurfa alltaf að vera

fullkominn og koma vel fram, getur verið gífurleg og gæti það hafa gert honum lífið erfiðara.

Eftir að málið kom upp og hann var ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína finnst þó

ekkert um hann innan veggja Össurar. Hvorki á heimasíðu Össurar né á höfuðstöðvum

fyrirtækisins.

Mæður viðmælenda okkar sem við ræddum við töluðu um hvað Pistorius var mikilvæg

fyrirmynd fyrir syni þeirra og í raun meiri fyrirmynd en þeir sjálfir gera sér grein fyrir. Önnur

þeirra talaði einnig um hversu mikilvægur hann var fyrir hana þegar hún gekk með son sinn

(viðmælanda okkar) eftir að hún hafði komist að því að hann myndi fæðast án fóta. Hún hafði

séð Pistorius á netinu þar sem hann var að keppa í spretthlaupi með gervifætur á báðum

fótum. Þá gerði hún sér grein fyrir því að allt yrði í lagi og barnið hennar gæti gert allt sem

það vildi þrátt fyrir sína fötlun. Hún og fjölskylda hennar voru mjög þakklát Pistoriusi fyrir að

vera sýnilegur með fötlun sína og fyrir að sýna fram á að allt væri mögulegt. Síðan hafi

Pistorius komið inní líf þeirra eftir að viðmælandi okkar fæddist og verið honum mikilvægur

sem og allri fjölskyldunni. Pistorius var allur að vilja gerður þegar það kom að fjölskyldunni

og vildi hann hjálpa viðmælanda okkar. Hann var því mikilvæg fyrirmynd fyrir viðmælanda

okkar og fjölskyldu hans.

Hin móðirin talaði um að þau hefðu notað Pistorius mikið þegar viðmælandi okkar missti

fótinn og það hafi hjálpað þeim rosalega mikið að getað talað um hann. Að geta nýtt sér það

að ætla að verða eins flottur og þessi flotti íþróttamaður hjálpaði þeim mikið. Þau sýndu

meðal annars bekkjarfélögum viðmælanda okkar myndir af Pistoriusi til þess að sýna þeim að

hægt væri að vera afreksíþróttamaður þó svo að maður sé fatlaður. Það hafi hjálpað mikið

þegar viðmælandi okkar missti fótinn að geta útskýrt það fyrir vinum sínum til þess að sýna

fram á að fötlunin væri engin fyrirstaða. Þau hafi þá séð fatlaðan íþróttamann sem var alveg

jafn flottur og hinir íþróttamennirnir og því skipti Pistorius þau miklu máli.

Málið hefur gífurleg áhrif á það hvernig viðmælendur okkar horfa á hann sem fyrirmynd í

dag en viðmælandi 2 nefndi það fyrst af öllu að Pistorius myndi kannski fara í fangelsi. Nú

horfir hann ekki lengur á Pistorius sem frábæra fatlaða afreksíþróttamanninn heldur fatlaða

Page 58: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

56

manninn sem mögulega drap kærustu sína. Það er samt einróma niðurstaða viðmælenda að

það muni enginn taka afrek Pistoriusar af honum og hann hafi verið mikil fyrirmynd.

Page 59: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

57

9 Samantekt og lærdómur

Að okkar mati eru íþróttir gífurlega mikilvægar enda stór partur af lífi okkar beggja. Við

höfum kynnst okkar bestu vinum í gegnum íþróttirnar og foreldrar okkar og fjölskylda hafa

stutt okkur í íþróttaiðkun okkar. Dýrmæt augnablik hafa skapast í gegnum íþróttirnar sem við

munum enn þann dag í dag. Allir þessir hlutir hafa mótað okkur sem persónur og átt hlut í að

móta sjálfsmynd okkar. Við teljum íþróttir geta styrkt alla eins og þær hafa styrkt okkur og að

allir ættu að geta valið að stunda þá íþrótt sem þeir vilja. Því miður er það ekki raunin þar sem

framboð á íþróttum fyrir fatlað fólk er ekki fullnægjandi að okkar mati og teljum við það

meðal annars stafa af lélegu aðgengi og aðgreiningu samfélagsins (Shapiro og Martin, 2010).

Fyrirmyndir eru stór partur af því af hverju fólk velur sér ákveðna íþrótt og en það vill

líkjast þeim sem það lítur upp til og dáist að (Bush, Craig og Bush, 2004). Oscar Pistorius var

mikil fyrirmynd fyrir fatlað fólk og afrek hans gerðu það að verkum að fólk með gervifætur

var óhræddara við að sýna fötlun sína, verða sýnilegra og ætla sér stóra hluti á sviði íþrótta

(Munnleg heimild, viðmælandi 4 þann 4. apríl). Þess vegna teljum við að íþróttir fatlaðs fólks

og fatlað afreksíþróttafólk sé mikilvægur partur af samfélaginu sem hvetji annað fatlað fólk til

aukinnar hreyfingar, aukinnar samfélagsþátttöku og virkni og stuðli að heilbrigðara líferni

(Bush, Craig og Bush, 2004). Fatlað afreksíþróttafólk, líkt og Pistorius, geta einnig breytt

viðhorfum samfélagsins til fatlaðs fólks með því að vera sýnilegt og hafna þeim

staðalímyndum að fötlun sé neikvæð. Þegar afreksíþróttafólk nær góðum árangri ógnar það

gamalgrónum staðalímyndum um fatlað fólk og með því að krefjast þess að afrek þeirra séu

tekin alvarlega og til jafns við afrek ófatlaðs fólks mun aðgreining vonandi minnka (Ármann

Jakobsson og Hanna Björg Sigurjónsdóttir, 2007).

Samkvæmt rannsókn okkar þá skynjum við að í einhverjum tilvikum líti samfélagið svo á

að fatlað fólk í íþróttum eigi að vera þakklátt fyrir það sem það fær og gleðjast yfir því að fá

að taka þátt en ekki að reyna að ná ákveðnum árangri í íþrótt. Árangur fatlaðs íþróttafólks er

aðgreindur frá árangri ófatlaðs fólks og ekki metinn til jafns á við annan árangur. Það er í takt

við þann hæfishroka sem á sér stað í samfélaginu þar sem fatlað fólk er aðgreint frá ófötluðu

fólki og búist er við litlu af fötluðu fólki (Campell, 2009; Kristín Björnsdóttir, 2014). Einnig

getum við sagt út frá viðmælendum okkar að fatlað íþróttafólk getur ekki verið sett undir

sama hatt þar sem að allir eru ólíkir og með ólík markmið. Það þarf að að vera hvatning sem

Page 60: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

58

hentar öllum í íþróttum fatlaðs fólks, laga þarf þjálfunina að einstaklingunum og gera fleiri

úrræði aðgengileg. Það er í samræmi við þær rannsóknir sem Shapiro og Martin gerðu árið

2010 en þeir komust að þeirri niðurstöðu að aðlaga þurfi ákveðnar íþróttagreinar að fötluðum

iðkendum en íþróttir hafi alltaf jákvæð áhrif, óhátt því hvort þær séu aðlagaðar eða ekki

(Shapiro og Martin, 2010).

9.1 Mikilvægi íþrótta

Til að lifa sjálfstæðu lífi eiga allir, óháð skerðingu, rétt á að taka ákvarðanir um eigið líf og

eiga rétt á að taka fullan þátt í samfélaginu. Fatlað fólk á því rétt á að ákveða hvernig þjónustu

það fær og hvað það gerir í lífinu. Þess vegna ætti það að vera sjálfsagður réttur fatlaðs fólks

að fá að ákveða hvort það stundi íþróttir og þá hvaða íþrótt sem og fá að haga þeirri þjónustu

sem það þarf til þess að stunda ákveðna íþrótt (Vilborg Jóhannsdóttir og Freyja Haraldsdóttir,

2010). Það er einnig partur af sjálfsákvörðunarrétti hverrar manneskju að fá að taka

ákvarðanir sem þessar, sem snúa að athöfnum daglegs lífs, en samkvæmt lögum eiga allir að

búa við sjálfsákvörðunarrétt (Vilhjálmur Árnason, 2003). Sú er hins vegar ekki raunin en

samkvæmt rannsókn okkar hafa viðmælendur okkar ekki haft sömu tækifæri á íþróttaiðkun og

áður en þeir misstu útlim. Þeir hafi ekki fengið tækifæri á að æfa aftur til að mynda handbolta

en þeir voru mjög virkir í þeirri íþrótt áður þar sem reglur kveði á um að ekki megi vera með

hluti á sér sem mögulega gæti skaðað aðra leikmenn og hlaupafjaðrir gætu mögulega skaðað

einhvern (Handknattleikssamband Íslands, 2010). Þar með er sjálfsákvörðunarréttur þeirra

skertur þar sem þeir hafa ekki sama val og sömu möguleika á íþróttavali og áður.

Íþróttir eru stór partur af lífi viðmælenda okkar og töluðu þeir allir um að þeir vissu ekki

hvar þeir væru án þeirra. Þeir stunda allir fleiri en eina íþrótt og telja mikilvægt að allar

íþróttir standi til boða fyrir fatlað fólk. Þeir er allir kappsamir og leggja mikinn metnað í það

sem þeir gera auk þess sem þeir njóta félagsskapsins. Þar sem þeir telja sig ekki vera fatlaða

þá finnst þeim þeir betur eiga heima í íþróttum með ófötluðu fólki og ungu viðmælendurnir

æfa þar með bekkjarfélögum og vinum. Íþróttir hafa mjög jákvæð áhrif á fatlað fólk enda hafa

rannsóknir sýnt fram á það að líkamsrækt og íþróttir spili stórt hlutverk í sjálfsvirðingu barna

og unglinga. Fötluð börn, viðmælendur okkar þar á meðal, hagnast gífurlega á því að vera

partur af ákveðnum æfingahópi eða íþróttafélagi en það styrkir samfélagsstöðu þeirra,

sjálfsmat og þátttöku (Gruber, 1986). Eins og fyrr segir í ritgerðinni eru félagsleg samskipti

mjög mikilvæg í lífi hvers og eins og hafa mikið um sjálfsmynd fólks að segja. Fólk sem

Page 61: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

59

mynda félagsleg net og tengjast einhverjum hópi eru líklegri til að taka upp þau gildi og

viðmið sem eru í hópnum (Sutherland, 1939). Valdefling á sér stað í gegnum félagsleg

samskipti sem ýta undir sjálfsákvörðunarrétt (Sprague og Hayes, 2000). Íþróttaiðkun styrkir

einnig hreyfigetu og hafa rannsóknir sýnt góð hreyfigeta hefur styrkjandi áhrif á sjálfsmynd

(Hermundur Sigmundsson, 2001). Með sterkari sjálfsmynd á fólk auðveldara með að taka

ákvarðanir og verður þannig sjálfstæðara (Gylfi Ásmundssson, 1993; Doctor, e.d.).

Eldri viðmælendur okkar töluðu um ákveðið sorgartímabil sem þeir hafi gengið í gegnum

eftir aflimunina þar sem þeir hafi gert hluti sem þeir eru ekki stoltir af í dag. Þeir hafi hins

vegar snúið við blaðinu þegar þeir byrjuðu að stunda íþróttir aftur og það hafi styrkt

sjálfsmynd þeirra töluvert. Þeir hafi sett sér markmið sem þeir kepptust við að ná og þegar

þeim var náð bættist stöðugt við sjálfstraust þeirra. Yngri viðmælendurnir hafi ekki gengið í

gegnum þetta tímabil þar sem þeir hafi verið ungir og átt auðveldara með að aðlagast

aflimuninni. Þeir eru samt með rosalega öflugt og gott sjálfstraust sem þeir hafi öðlast í

gegnum íþróttirnar og þeir elska að sýna ófötluðu fólki að fötlun sé ekki fyrirstaða og þeir geti

gert allt.

9.2 Hvatning í íþróttum og þjálfun

Í íþróttum er mikil hvatning og algengt að einstaklingur setji sér markmið og vinni að því að

ná þeim með því að æfa. Þegar markmiðum er náð veitir það manneskjunni stolt og vellíðan

sem styrkir hana sem manneskju. Allt þetta er hluti af valdeflingu en valdefling er huglæg

tilfinning sem ýtir undir sjálfsákvörðunarrétt, sjálfsmat og sjálfsvirðingu í gegnum tengsl

manna og hefur einnig áhrif á félagsstöðu (Hanna Björg Sigurjónsdóttir, 2001). Það er því

virkilega mikilvægt að þjálfun fólks sé góð og valdeflandi sem og viðeigandi fyrir hvern og

einn. Fólk sem sérmenntað hefur sig í líkamlegri heilsu hafi góð og hvetjandi áhrif á fatlað

fólk og hvetji til aukinnar íþróttaiðkunar (Wilhite og Shank, 2009). Þjálfarar þurfa að aðlaga

þjálfun sína að einstaklingunum og vera tilbúnir að takast á við fjölbreytileika mannkynsins.

Móðir viðmælanda okkar talaði um að það væru ekki allir þjálfarar tilbúnir að þjálfa fólk með

gervifætur því þeir töldu sig hvorki hafa getu eða þekkingu til þess. Hún benti á að til þess að

fatlað fólk nái markmiðum íþróttaiðkunar, sem eru að fá aukna hreyfigetu, bættari heilsu,

aukna bjartsýni, bættari líkamlega og andlega líðan (Wilhite og Shank, 2009), þurfi þjálfarinn

og þjálfunin að vera góð. Hennar reynsla af þjálfurum er þó mjög góð og er hún virkilega

þakklát þeim þjálfurum sem hvatt hafa son hennar áfram í íþróttum. Þeir þjálfarar sem þjálfað

Page 62: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

60

hafi son hennar hafi komið fram við hann eins og hvern annan iðkanda og tekið vel á móti

honum enda er hann eins og hver annar iðkandi. En rannsóknir benda til þess að aðlaga þurfi

oft ákveðnar íþróttagreinar að fötluðum iðkendum og er það í höndum þjálfarans að fylgja því

eftir. Þjálfunin þarf að vera einstaklingsmiðuð, gæta skal þess að æfingar séu við hæfi þerra

sem iðka íþróttina og taka skal tillit til getumuns (Shapiro og Martin, 2010). Viðmælendur

okkar töluðu allir um að þeir þurfi meiri samkeppni og finnist oft eins og afrek fatlaðra

íþróttamanna séu minna metin en afrek ófatlaðra íþróttamanna auk þess sem fatlaðir

íþróttamenn eru ekki jafn sýnilegir og ófatlaðir.

9.3 Afrek fatlaðs íþróttafólks ekki merkileg?

Samkvæmt upplýsingaöflun okkar virðast afrek fatlaðra íþróttamanna ekki teljast merkileg í

samanburði við afrek ófatlaðs fólks, sést í vali á íþróttamanni ársins. Þar eiga fatlaðir

íþróttamenn ekki möguleika á að fá viðurkenningu sem íþróttamaður ársins í sinni íþróttagrein

(Íþróttasamband Íslands, e.d.). Aðeins á ófatlaður maður eða kona möguleika á að fá þau

verðlaun. Tökum sem dæmi frjálsar íþróttir. Það á að velja íþróttamann ársins í frjálsum

íþróttum og valið er eftir þeim afrekum sem einstaklingur hefur náð á árinu. Ákveðinn

íþróttamaður er valinn sem setti Íslandsmet og varð Íslandsmeistari, hann komst síðan næstum

því á heimsmeistaramótið en var rétt undir lágmarkinu sem þarf að ná. Hann er einnig í 46.

sæti á heimslistanum í sinni grein. Síðan var fatlaður íþróttamaður sem varð heimsmeistari í

sömu grein og þar af leiðandi í 1. sæti á heimslistanum nema bara í flokki fatlaðs fólks. Hann

er þó ekki valinn frjálsíþróttamaður ársins þó svo að hann hafi orðið heimsmeistari. Þetta er

mjög gott dæmi um aðgreiningu sem því miður á sér stað í okkar samfélagi og eru skýr

skilaboð, að okkar mati, um þau viðhorf sem samfélagið hefur á afrekum fatlaðra

íþróttamanna (Íþróttasamband Íslands, e.d.).

En hver ákvarðar hvaða afrek eru merkilegri en önnur? Okkur finnst ótrúlegt að hægt sé að

gera upp á milli afreka og íþróttafólks út frá því hvort þau séu fötluð eða ekki. Það að verða til

dæmis heimsmeistari er ótrúlegt afrek og þá skiptir engu máli hvort þú sért fatlaður eða

ófatlaður, afrekið er alltaf ótrúlegt og frábær árangur. Einnig finnst okkur grátlegt að vita til

þess að fatlaður afreksíþróttamaður eða kona geti aldrei átt kost á því að verða valin best eða

bestur meðal fólks í sömu grein í vali á íþróttamanni ársins. Þar eiga þau kost á að vera fremst

meðal fatlaðra íþróttamanna, algjörlega óháð hvaða íþróttagrein þau stunda, en sama hvaða

árangri þau ná geti þau ekki verið fremst meðal allra á Íslandi í sömu grein. Þá er líkt og

Page 63: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

61

árangur þeirra sé minna metinn en ófatlaðra íþróttamanna og fatlaði íþróttamaðurinn geti ekki

talist betri en hinn ófatlaði þrátt fyrir að tölur og afrek sýni annað (Íþróttasamband Íslands,

e.d.). Þarna gætu staðalímyndir verið að spila inní. Þar sem að fatlað fólk er ósjálfbjarga og

háð ófötluðu fólki þá getur það ekki mögulega verið valið fram yfir ófatlað fólk í vali á

íþróttamanni ársins (Eiríkur Karl Ólafsson Smith, 2010). Birtingamyndir fatlaðs fólks í

fjöldamenningunni er með því sniði að oft er talað niður til fatlaðs fólks og fólk myndar sér þá

skoðun að hæfileikar fatlaðs fólks séu ávallt minni en hæfileikar ófatlaðs fólks (Nelson,

2003). Viðmælendur okkar voru því hjartanlega sammála að þessi aðgreining sé til staðar og

þurfa finni lausn á þessu. Það að aðeins skuli vera hægt að velja tvo fatlaða íþróttamenn sem

íþróttamenn ársins í flokki fatlaðs fólks er virkilega sorglegt þar sem til er margt frábært fatlað

afreksíþróttafólk. Það virðist einnig ekki skipta máli hvaða íþrótt fatlað fólk stundi, einhvern

veginn er hægt að bera þær saman og velja tvo sem mest hafa afrekað (Íþróttasamband

Íslands, e.d.).

9.4 Viðhorf samfélagsins og áhrif þeirra á íþróttir fatlaðs fólks

Íþróttagreinar sem til boða eru fyrir fatlað fólk eru af skornum skammti og ekki er algengt að

fatlaður einstaklingur æfi grein með ófötluðum einstaklingum. Sérúrræði eru fyrir fatlað fólk

og er það mikið vegna læknisfræðilegrar nálgunnar sem ríkir í samfélaginu. Fatlaðir

íþróttamenn geta ekki stundað íþróttir með ófötluðum vegna þess að það er eitthvað sem

hamlar fötluðu íþróttamönnunum (Snæfríður Þóra Egilsson og Guðrún Pálmadóttir, 2006;

Rannveig Traustadóttir, 2006). Þessi hugsunarháttur skerðir möguleika fatlaðs fólks í

íþróttum. Félagsfræðileg sjónarhorn segja að það sé samfélagið sem fatlar einstaklinginn og

það er til dæmis með lélegu aðgengi (Dóra S. Bjarnason, 2001). Það er einmitt það sem við

erum að sjá í íþróttum fatlaðs fólk. Fatlað fólk hefur ekki aðgang að ákveðnum íþróttum og

það er að hamla þeim frekar en fötlunin. Þær íþróttir sem algengast er að fatlað fólk fer að

stunda eru boccia og bogfimi, við veltum því fyrir okkur hvort að það sé einhver ástæða fyrir

því? Fjölmennasta íþróttagrein fatlaðs fólks er boccia (Íþróttasamband fatlaðra, e.d.) og eru

mjög margir fatlaðir einstaklingar sem stunda hana. Það er að vissu leyti jákvætt að svona

margir skuli stunda einhverjar íþróttir en ef að úrvalið af íþróttagreinum væri meira fyrir

fatlað fólk væri boccia þá fjölmennasta greinin?

Hæfishroki í samfélaginu er annar hlutur sem hefur getur haft áhrif á íþróttir fatlaðs fólks.

Hæfishroki lýsir sér þannig að fatlað fólk er vanmetið og dregið er úr getu þess. Það er

Page 64: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

62

einblínt á hvað fatlað fólk getur ekki og það er aðgreint frá ófötluðu fólki. Þannig er það ekki

álitið geta æft íþróttagrein með ófötluðum. Þessi hæfishroki birtist í lélegu aðgengi,

aðgreiningu og litlum væntingum (Campell, 2009). Lélegt aðgengi að íþróttahúsum getur

hamlað fötluðu fólki í íþróttum og fatlað fólk er aðgreint frá ófötluðu vegna þess að það er

ekki talið að það sé fært um sömu hluti í íþróttaiðkun. Oftar en ekki eru síðan litlar væntingar

gerðar til fatlaðs fólks í íþróttum, en eins og fram kom í viðtölum okkar þá er oft ekki ætlast

til að keppt sé til verðlauna í hópi fatlaðs fólks. Hæfishroki getur einnig birst í fjölmiðla

umfjöllun en viðmælendur okkar voru sammála um að takmörkuð umfjöllun væri um íþróttir

fatlaðs fólks í fjöldamenninngunni. Með því að hafa takmarkaða umfjöllun um þeirra

íþróttaafrek er fjöldamenningin að undirstrika að litlar væntingar séu gerðar til fatlaðs fólks og

íþróttaafrek þess séu ekki metin eins merkileg og ófatlaðs fólks. Þetta kemur einnig í veg fyrir

sýnileika fatlaðs fólks og þar með í veg fyrir að þau geti verið fyrirmyndir fyrir fleiri en

einungis fólk í nærumhverfi þess. (Campell, 2009). Þessi fjölmiðlahæfishroki sást best í

viðtalinu við viðmælanda 1 sem náði því ótrúlega afreki að verða heimsmeistari í sinni grein.

Hann gæti því verið kjörin fyrirmynd fyrir börn eða ungmenni sem ætla sér að ná langt í þeirri

tilteknu grein eða þeim sem langar að verða afreksíþróttamaður. Fjölmiðlaumfjöllun var hins

vegar engin um þetta afrek hjá Ríkisútvarpinu (Rúv) sem er rás sem á að vera aðgengileg

öllum Íslendingum. Fjölmiðlaumfjöllun var hins vegar um afrekið á Stöð 2 sem er ekki

ókeypis og ekki aðgengileg öllum. Þetta takmarkar sýnileika hans og takmarkar möguleika

hans á að vera fyrirmynd fyrir alla Íslendinga. Staðalímyndir koma þarna inní og geta þær til

dæmis haft áhrif á það að fatlað fólk er ekki talið eiga að keppa til verðlauna í ákveðnum

íþróttum og að það sé aðgreint frá ófötluðu íþróttafólki. Samkvæmt einum viðmælanda okkar

þá er keppt til verðlauna á skíðum ófatlaðra barna en í hópi fatlaðra barna fá allir verðlaun því

allir voru svo duglegir að taka þátt. Þetta fyrirkomulag hentaði viðmælanda okkar þó alls ekki

og vildi hann hafa hvatningu og fá verðlaun fyrir þann árangur sem hann náði. Staðalímyndir

fatlaðs fólk geta kallað fram vorkunn í þeirra garð (Ármann Jakobsson og Hanna Björg

Sigurjónsdóttir, 2007) og fatlað fólk er álitið byrði á samfélagið og ósjálfbjarga (Eiríkur Karl

Ólafsson Smith, 2010). Ef fatlað fólk er ósjálfbjarga hvernig getur það þá verið í íþróttum?

Og ef að það er í íþróttum þá er það ótrúlega duglegt. Allt þetta getur haft áhrif á viðhorf fólks

á fötluðu fólki í íþróttum og gert það að verkum að það er aðgreint frá ófötluðum og minni

væntingar eru gerðar til þess. En staðreyndin er sú að hafi fatlað fólk löngun til þess að stunda

ákveðna íþrótt er það sjálfsagður réttur þess samkvæmt samningi um réttindi fatlaðs fólks

Page 65: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

63

(2009). Það er ekkert meira eða minna athugavert við það heldur en þegar ófatlað fólk vill

stunda íþróttir. Sé farið eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf á fólk rétt á því að stjórna lífi

sínu sjálft og á þá fullan rétt á því að taka þátt í hverri þeirri tómstund sem því hugnast. Þurfi

fatlað fólk á þjónustu að halda til þess að stunda íþróttir þá ætti það að vera sjálfsagður réttur

þess (Vilborg Jóhannsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 2010). Ef mannekla eða skortur á

þjónustu er þess valdandi að fatlað fólk geti ekki stundað íþróttir má benda á það að

notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) myndi fljótt leysa þann vanda. Með NPA getur fólk

hagað þjónustu sinni eins og það vill og haft sitt aðstoðarfólk með sér á æfingar sem myndi

aðstoða manneskjuna ef á þyrfti. Það myndi gera fötluðu fólki kleift að hafa meira vald á

íþróttaiðkun sinni og fatlaða manneskjan hefði aðstoð sem hún treystir og er óhrædd við að

nýta sér (Npa miðstöðin, e.d.). Það myndi einnig nýtast fötluðu fólki þegar kemur að því að

æfa með ófötluðu fólki að hafa sitt fólk til að aðstoða sig við að gera sömu hluti og ófatlað

fólk á æfingum því allt er hægt með viðeigandi aðstoð (Npa miðstöðin, e.d.).

Í fullkomnum heimi væri aðgreiningin engin og allir gætu æft með öllum enda ætti að vera

val hvers og eins að æfa þá íþrótt sem þau hafa áhuga á. Íþróttir eru mikilvægur partur af

félagsþroska, eflir sjálfstraust og eykur líkamlegan styrk (Shapiro og Martin, 2010). Margir

álíta að Oscar Pistorius hafi rutt veginn fyrir annað fatlað íþróttafólk þegar hann keppti fyrstur

manna á Ólympíuleikum ófatlaðs fólks (CNN, 5. mars 2014). Það að hann hafi keppt þar við

ófatlað fólk gaf öðru fólki von um að aðgreining fatlaðs íþróttafólks og ófatlaðs myndi

minnka. Viðmælendur okkar töluðu nánast allir um það að hann hafi verið sá maður sem rutt

hafi veginn og opnað meiri möguleika fyrir fatlað íþróttafólk.

Þegar við tókum viðtölin fengum við þá sýn frá viðmælendum okkar að þeir álitu sig ekki

vera fatlaða. Það hafi stutt ályktanir okkar að koma þurfi til móts við þennan hóp íþróttafólks

svo það finni sig betur í íþróttaiðkun. Fatlað íþróttafólk er metnaðarfullt og vill keppa til þess

að verða með þeim bestu í sínum greinum, það er því mikilvægt að árangur þeirra sé metinn

til jafns við árangur annarra og þau fái viðurkenningu fyrir alla vinnuna. Ekki er hægt að setja

allt fatlað íþróttafólk undir sama hatt því áherslur þeirra eru mismunandi rétt eins og ófatlaðra

íþróttamanna. Sumir ætla sér að komast langt en aðrir eru að stunda íþróttir fyrir

félagsskapinn og hreyfinguna (Gruber, 1986; Wilhite og Shank, 2009).

Page 66: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

64

9.5 Pistorius, málið og mál O.J. Simpson

Margir urðu fyrir áfalli þegar fregnir bárust um mál Pistoriusar, ekki bara fatlað íþróttafólk

heldur öll íþróttahreyfingin sem og fyrirtækin sem studdu hann. Allt sem hann hafði unnið

fyrir og afrekað varð á einni nóttu að engu og er hann ekki lengur Oscar Pistorius íþróttahetja

heldur fatlaði, frægi maðurinn sem skaut kærustu sína (Oscar Pistorius, e.d.; Mirror, e.d.).

Þarna spila fjölmiðlar stórt hlutverk en margt hefur komið fram í umfjöllun fjölmiðla um mál

Oscars Pistoriusar og framgang þess og þá staðreynd að hann hafi orðið kærustu sinni Reevu

Steenkamp að bana. Fjölmiðlar hafa málað upp ákveðna mynd af öllu sem tengist málinu og

umfjöllunin kallar fram skoðanir fólks á málinu. Nánast allt sem fram hefur komið í

réttarhöldunum kemur fram í fjölmiðlum og allur heimurinn getur fylgst með. Skoðanir fólks

eru misjafnar og margt virðist hafa áhrif á þær.

Áhugavert er að sjá að fjölmiðlar hafa mikið sýnt Pistorius sem fórnalamb í þessu máli en

sýndar er myndir af honum grátandi og talað um líðan hans og hvað hann hefur átt erfitt

(Mirror, e.d.). Við veltum fyrir okkur hvort að það sé vegna þess að hann tilheyrir

minnihlutahópi, eða hópi fatlaðra, og er ákveðin íþróttahetja. Einnig höfum við velt því fyrir

okkur hvort að það geti haft áhrif á málaferlið sjálft, getur sú staðreynd að hann er íþróttahetja

og fatlaður skipt einhverju máli í framvindu málsins? En ef að við horfum á mál O.J. Simpson

virtust verjendur hans nota það að hann tilheyrði minnihlutahóp í sínu málaferli og hann var

frægur fótboltaleikmaður (Linder, 2000).

Þó svo að mál Pistoriusar og O. J. Simpson séu ekki eins er margt sem hægt er að bera

saman og málin eiga sér töluverðar hliðstæður. Verjendur Pistoriusar virðast vera að taka upp

sömu aðferð og verjendur Simpson gerðu á sínum tíma. Þeir eru búnir að halda því fram að

lögreglumaður sem átti að hafa verið að leggja Pistorius í einelti hafi átt við sönnunargögn og

stolið munum af vettvangi. O.J. Simpson var sýknaður, þó svo að flest sönnunargögn hafi

bent til þess að hann hafi framið morðin á fyrrverandi konu sinni og vini hennar, sökum þess

að lögreglumaður sem vann að málinu átti að hafa verið kynþáttahatari sem kom fyrir

sönnunargögnum til þess að koma sök á Simpson (Linder, 2000; Mirror, e.d.). Mikið er verið

að einblína á fötlun Pistoriusar og virðist það skipta höfuðmáli í réttarhöldunum hvort og

hvenær Pistorius hafi verið með gervifæturnar á sér. Okkur finnst smá eins og verjendur

Pistoriusar séu að einblína á fötlun hans til þess að ýta undir þær staðalímyndir fatlaðs fólks

að það geti ekki framið glæpi eða sé á einhvern hátt minnimáttar en ófatlaðir og þar af

leiðandi ekki fært um að fremja þennan glæp af yfirlögðu ráði (Mirror, e.d). Það er mjög

Page 67: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

65

læknisfræðileg nálgun sem verjendur Pistoriusar beita í málinu en eins og fyrr hefur komið

fram í ritgerðinni er athygli læknisfræðilega sjónarhornsins beint á fötlun og skerðingu

manneskjunnar en ekki að manneskjunni sjálfri (Snæfríður Þóra Egilsson og Guðrún

Pálmadóttir, 2006). Pistorius telst þar með frávik frá „norminu“ og læknisfræðilega

sjónarhornið myndi líta á hann sem „gallaðan“. Hann er af þeim orsökum ekki fær um sömu

hluti og ófatlað fólk sem er hluti af þessu „normi“ (Rannveig Traustadóttir, 2006). Ef að litið

væri málið út frá félagslegum sjónarhornum væri ekki einblínt á það hvað Pistorius getur ekki

gert vegna fötlunar sinnar og réttarhöldin væru líkt og hjá öllum öðrum sakborningum.

Samkvæmt breska félagslega sjónarhorninu orsakast fötlunin ekki af skerðingunni heldur er

litið svo á að fötlunin sé tilkomin af hindrunum í samfélaginu. Hindranir í samfélaginu hafa

samt ekkert með það að gera hvort hann geti hafa framið þennan glæp eða ekki og því ætti

fötlun hans ekki að skipta máli (Rannveig Traustadóttir, 2006). Önnur félagsleg sjónarhorn

telja að fötlun sé tilkomin vegna ýmissa samfélagslegra hindrana og sé félagslegt

sköpunarverk með hindrunum á borð við aðgengi og aðbúnað. Við teljum að heimili Oscars

Pistoriusar hafi verið innréttað og sniðið að honum og því ætti aðgengi ekki að vera hindrun

fyrir hann í þessu máli (Dóra S. Bjarnason, 2001; Thomas, 2004). Það er ákveðinn hæfishroki

að telja að fatlað fólk geti ekki framið glæpi líkt og ófatlað fólk en hæfishroki sýnir sig í því

að ófatlað fólk vanmetur og dregur úr getu þess (Campell, 2009). Það er mikill hæfishroki í

máli Oscars Pistoriusar þar sem ófatlaður verjandi hans dregur úr getu Pistoriusar og telur

hann ekki vera færan um sömu hluti og ófatlað fólk (Mirror, e.d.).

Þrátt fyrir allmörg sönnunargögn sem bentu til þess að O.J. væri sekur þá tókst verjendum

hans að fá hann sýknaðan (Linder, 2000). Svo virðist vera sem að verjendur Pistoriusar reyni

að beita svipuðum leiðum. Því veltum við því fyrir okkur hvort að mál Pistoriusar fari á sömu

leið? Fá þessir tveir menn sérmeðferð vegna frægðar? Því miður var ekki búið að dæma í

málinu þegar við sendum þessa ritgerð til prentunar og því er málið enn óleyst gáta.

Page 68: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni
Page 69: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

67

10 Heimildaskrá

Ármann Jakobsson og Hanna Björg Sigurjónsdóttir. (2007). Níu spurningar um fötlun

og fjöldamenningu. Sótt af

http://fotlunarfraedi.hi.is/sites/fotlunarfraedi.hi.is/files/Tsp_2007_grein_Hanna

%20og%20Armann.pdf

Átak, félag fólks með þroskahömlun. (e.d.). Búseta. Sótt af

http://www.lesa.is/stefna/buseta/index.html

Barnes, C. (2003). What a difference a decade makes: Reflections on doing

emancipatory disability research. Disability and Society, 18(1), 3–17.

Biography. (e.d.). O.J. Simpson. Sótt af http://www.biography.com/people/oj-

simpson-9484729?page=1

Brown, S. E, (2000). "Zona and Ed Roberts: Twentieth Century Pioneers." In:

Disability studies quarterly 20, 26-42. Sótt af

http://www.independentliving.org/docs3/brown00a.pdf

Bush, A., Craig, A.N. OG Bush, V.D. (2004). Sports Celebrity Influence on the

Behavioural Intentions og Generation Y. Journal of Advertising, 1,108-118.

Campell, F. K, (2009). Countours of ableism; The production of disability and

abledness. Australia: Griffith University.

Page 70: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

68

CNN. (2014). Oscar Pistorius fast facts. Sótt af

http://edition.cnn.com/2013/03/06/world/africa/oscar-pistorius-fast-facts/

Conway-Smith, Erin. (2014). What we know and dont´t know about the night Oscar

Pistorius killed his girlfriend. Global post. Sótt af

http://www.globalpost.com/dispatch/news/regions/africa/140213/what-we-

know-and-dont-know-about-the-night-pistorius-killed-his-

Doctor. is. (e.d.). Sjálfsmynd, ungur fræðir ungan. Sótt af

http://doktor.is/grein/sjalfsmynd-ungur-fraedir-ungan

Dóra S. Bjarnason. (2001). Af sjónarhorni félagsfræði og fötlunarfræða: Er lífið þess

virði að lifa því fatlaður? Læknablaðið, 87(42), 30-34.

Eiríkur Karl Ólafsson Smith (2010). Sjálfskilningur hreyfihamlaðra unglinga: Þýðing

útlits fyrir merkingu fötlunar. Óbirt meistaraverkefni: Háskóli Íslands.

Esterberg, K. G. (2002). Qualitative methods in social research. Boston: McGraw-

Hill.

Gruber, J.J. (1986). Physical activity and self-esteem development in children: A

metaanalysis. Í G. Stull og H. Eckert (ritstjórar), Effects of physical activity on

children (bls. 30-48). Champaign, IL: Human Kinetics and American

Academy of Physical Education.

Gylfi Ásmundsson. (1993). Andlegt heilbrigði og geðvernd. Í Hörður Þorgilsson og

Jakob Smári (ritstj.), Sálfræðibókin (bls. 559-569). Reykjavík: Mál og

menning.

Page 71: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

69

Handknattleikssamband Íslands, (2010). Leikreglur. Sótt af

http://www.hsi.is/library/Skrar/Motamal/Leikreglur/Leikreglur%202010.pdf

Hanna Björg Sigurjónsdóttir (2006). Valdefling: glíma við margrætt hugtak. Í

Rannveig Traustadóttir (ritstjóri). Fötlun: Hugmyndir og aðferðir á nýju

fræðasviði (bls. 66-80). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Háskóli Íslands (2003). Siðareglur Háskóla Íslands. Sótt af

http://www.hi.is/is/skolinn/sidareglur

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (e.d.). Sótt af http://www.isi.is/um-

isi/ithrottamadur-arsins/ithrottamenn-sersambanda-2013/?pagenr=2

Íþróttasamband fatlaðra (e.d.). Sótt af http://ifsport.is/?yfirf=3&aid=69

Íþróttasamband fatlaðra (e.d.). Sótt af http://ifsport.is/?yfirf=3&aid=15

Íþróttasamband fatlaðra (e.d.). Sótt af http://www.ifsport.is/?yfirf=6&aid=31

Kemp, Joe. (2014). Reeva Steenkamp‘s mother: ´“I can forgive“ Oscar Pistorius for

killing. New York Daily News. Sótt af

http://www.nydailynews.com/news/world/reeva-steenkamp-mother-forgive-

oscar-pistorius-killing-article-1.1709984

Kristín Björnsdóttir (2014). "Ég fékk engan stuðning í skólanum" Fötlun, kyngervi og

stétt. Í Annadís G. Rúdolfsdóttir, Guðni Elísson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

og Irma Erlingsdóttir (ritstj.) Fléttur III: Jafnrétti, menning, samfélag (bls.

233-257). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Page 72: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

70

Linder, Doug (2000). The Trial of Orenthal James Simpson. Sótt af

http://law2.umkc.edu/faculty/projects/ftrials/Simpson/Simpsonaccount.htm

Margrét Margeirsdóttir (2004). Fötlun og samfélag; um þróun í málefnum fatlaðra.

(2. prentun). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Mirror (e.d.). Reeva Steenkamp. Sótt af http://www.mirror.co.uk/all-

about/reeva%20steenkamp

Mirror (e.d.) Oscar Pistorius trial. Sótt af http://www.mirror.co.uk/all-

about/oscar%20pistorius%20murder%20trial

Morris, J. (1993). Independent Lives: Community care and disabled´ people.

Basingstoke: Macmillan.

Nelson, J. A. (2003). The invisible cultural group: Images of disability. Í P. M. Lester

og S. D. Ross. (ritstjórar), Images that injure (bls. 175-194). London: Praeger.

NPA miðstöðin. (e.d.). Sótt af http://www.npa.is/index.php/hugmyndafraedin

NPA miðstöðin. (e.d.). Sótt af http://www.npa.is/index.php/hvad-er-npa/hvad-er-npa

Pro Football Player The Hall of Fame. (e.d.). O.J. Simpson. Sótt af

(http://www.profootballhof.com/hof/member.aspx?player_id=195)

Oscar Pistorius (e.d.). Sótt af http://oscarpistorius.com/category/about/

Page 73: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

71

Rachels, James (1997). Stefnur og straumar í siðfræði. Jón Á. Kalmansson (þýðandi).

Reykjavík: Háskóli Íslands, Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan.

Rannveig Traustadóttir (2006). Í nýjum fræðaheimi: Fötlunarrannsóknir: áherslur og

álitamál í rannsóknum með fötluðu fólki. Í Rannveig Traustadóttir (ritstjóri).

Fötlun: hugmyndir og aðferðir á nýju fræðasviði (bls. 196-207). Reykjavík:

Háskólaútgáfan.

Rannveig Traustadóttir (2006). Í nýjum fræðaheimi: upphaf fötlunarfræða og átök

ólíkra hugmynda. Í Rannveig Traustadóttir (ritstj.), Fötlun: hugmyndir og

aðferðir á nýju fræðasviði (bls. 13-36). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Rannveig Traustadóttir (2013). Undrabörn, óvenjulegir líkamar, utangarðsfólk og

viðundur. Í Hanna Björg Sigurjónsdóttir, Ármann Jakobsson og Kristín

Björnsdóttir (ritstjórar), Fötlun og menning; Íslandssagan í öðru ljósi (bls. 7-

20 og 203). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum.

Ratzka A. D. (2012). Chapter 2 Perspectives on personal assistance, Brusén Peter,

Flyckt Karin, Gothia Förlag 2012. Sótt af

http://www.independentliving.org/docs7/Independent-Living-movement-

paved-way.html

Robson, Steve. (2014). Oscar Pistorius murder trial: The prosecution case in 13 key

moments. Mirror. Sótt af http://www.mirror.co.uk/news/world-news/oscar-

pistorius-murder-trial-prosecution-3280872

Page 74: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

72

Samningur um réttindi fatlaðs fólks (2009). Þýðingin var endurbætt í apríl 2009 af

Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins. Sótt af

http://www.velferdarraduneyti.is/media/acrobat-

skjol/10062009SamningurUmRettindiFatladsFolks.pdf

Shapiro, D. R. og Martin, J. J. (2010). Athletic identity, affect, and peer relations in

youth athletes with physical disabilities [rafræn útgáfa]. Disability and Health

Journal, 3.

Sigrún Þ. Broddadóttir (2010). Að flytja úr foreldrahúsum: Upplifun og reynsla ungs

fólks með þroskahömlun og foreldra þeirra. Óbirt MA-ritgerð: Háskóli Íslands,

Menntavísindasvið.

Snæfríður Þóra Egilsson og Guðrún Pálmadóttir (2006). Heilbrigði og fötlun:

Alþjóðleg líkön og flokkunarkerfi. Í Rannveig Traustadóttir (ritstj.), Fötlun:

Hugmyndir og aðferðir á nýju fræðasviði (bls. 37-65). Reykjavík:

Háskólaútgáfan.

Sprague, J. Og Hayes, J. (2000). Self-Determination and Empowerment: A Feminist

Standpoint Analysis of Talk about Disability. American Journal of Community

Psychology, 28(5), 671-695.

Special Olympics (e.d.). Sótt af http://www.specialolympics.org/history.aspx

Sutherland, E. (1939). Principles of criminology. Chicago: University of Chicago

Press.

Thomas, C. (2004). Rescuing a social relational understanding of disability.

Scandinavian Journal of Disability Research, 6(1), 22-35.

Page 75: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

73

Vanlandewijck, Y. C. og Thompson, W. R. (2011). The Paralympic Athlete. Wiley –

Blackwell.

Vilborg Jóhannsdóttir og Freyja Haraldsdóttir (2010). Þjóðarspegillinn. Notendastýrð

persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk á Íslandi, innleiðing og stjórnsýsla. Tekið af

Silja Bára Ómarsdóttir (ritstjóri).

Vilhjálmur Árnason (2003). Siðfræði lífs og dauða. Reykjavík: Háskóli Íslands,

Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan.

Vilhjálmur Árnason (2004). Sjálfræði í aðstæðum fatlaðra. Í Ástríður Stefánsdóttir og

Vilhjálmur Árnason (ritstjórar), Sjálfræði og aldraðir (bls. 13-14). Reykjavík:

Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan

Vísbending (2000). Össur Kristinsson. Vísbending, 51 (18), xx-xx.

Wilhite, B. og Shank, J. (2009). In praise of sport: Promoting sport participation as a

mechanism of health among persons with a disability. Disability and Health

Journal, 2, 116-127.

Þorgerður Einarsdóttir (2006). Kynjakerfið – Úrelding í augsýn eða viðverandi

kynjahalli?. Í Úlfar Hauksson (ritstjóri), Rannsóknir í félagsvísindum VII (bls.

445 – 456). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Sótt af

https://notendur.hi.is/~einarsd/kynjafraedi/Einarsdottir_Kynjakerfid_06.pdf

Össur (e.d.). Sótt af http://www.ossur.is/Ossur

Page 76: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni
Page 77: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

75

11 Viðauki 1: Spurningarammar úr viðtölum

Spurningarammi – Viðmælandi 1

Hver er þín saga?

Hver er aldur þinn?

Hvað hefur þú stundað íþróttina þína lengi?

Hefur þú verið í öðrum íþróttum?

Með hvaða félagi æfir þú?

Með hvaða félögum hefur þú æft?

Helstu afrek? Eftirminnilegustu sigrar?

Hefur þú fundið fyrir fordómum á þínum íþróttaferli?

Telur þú þig geta keppt með ófötluðum?

Áttir þú þér einhverjar fyrirmyndir þegar þú varst yngri? En núna?

Hvað veist þú um Oscar Pistorius?

Hefur álit þitt á honum breyst eitthvað á seinustu árum?

Taldir þú hann vera mikilvæga fyrirmynd fyrir fatlað íþróttafólk?

En fyrir Össur?

Hvert er hlutverk þitt hjá Össur?

Hvað finnst þér um að valið sé íþróttamenn ársins í hópi fatlaðs fólks óháð

íþróttagreinum?

Þegar fjölmiðlar tala við þig er mikið spurt um gervifótinn eða fötlun þína?

Hefur þú fengið einhverjar óþæginlegar beiðnir eða spurningar í viðtölum?

Spurningarammi – Viðmælandi 2

Hvað ertu gamall?

Hvaða íþróttir æfir þú?

Hvað hefur þú æft þær lengi?

Page 78: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

76

Hefur þú verið í öðrum íþróttum?

Með hvaða félagi/félögum æfir þú?

Hvað er erfiðast að gera á æfingum í hverri grein sem þú æfir?

Hvað er skemmtilegast?

Átt þú þér fyrirmynd? Einhvern uppáhaldsmann eða konu?

Hver er uppáhaldsíþróttin þín?

Hefur þú fundið fyrir fordómum í garð sonar þíns á hans íþróttaferli?

Hver er eftirminnilegasta íþróttaminning þín? Stærsti sigur?

Telur þú þig geta keppt með ófötluðum?

Hvað veist þú um Oscar Pistorius?

Hefur álit þitt breyst á Pistoriusi á seinustu árum?

Taldir þú hann vera mikilvæga fyrirmynd fyrir fatlað íþróttafólk?

En fyrir Össur?

Hver eru ykkar tengsl við Össur?

Spurningarammi – Viðmælandi 3

Hver er aldur þinn?

Hversu lengi hefur þú verið með gervifót?

Hvernig upplifun hefur þú af Össuri?

Hver er munurinn núna og fyrstu árin eftir að þú misstir hann?

Varstu í íþróttum áður en þú misstir fótinn og ef já, hvaða íþróttum?

Hefur þú stundað einhverjar íþróttir eftir að þú misstir fótinn og ef já, hvaða íþróttir?

Hvað veistu um Pistorius?

Spurningarammi – Viðmælandi 4

Hver er menntun þín?

Af hverju valdirðu þetta starfssvið?

Hvað hefur þú unnuð lengi hjá Össuri?

Page 79: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

77

Hvert er hlutverk þitt hjá Össuri?

Hverjar eru helstu áskoranir í starfinu?

Hvaða ferli fer í gang þegar einhver missir útlim?

Hvað geturðu sagt okkur um Pistorius?

Spurningarammi – Viðmælandi 5

Hvaða ferli fer í gang þegar einhver missir útlim?

Hvar komið þið stoðtækjafræðingarnir inní myndina?

Fær einstaklingur sem missir útlim að ákveða hjá hvaða stoðtækjafræðingi hann vill

vera?

Spurningarammi – Viðmælandi 6

Hvað ertu gamall?

Hvaða íþróttir æfir þú?

Hvað hefur þú æft lengi?

Með hvaða félagi æfir þú?

Hvað er erfiðast að gera á æfingum?

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum?

Hver er uppáhaldsíþróttin þín?

Æfir þú með fötluðum eða ófötluðum?

Hefur þú fundið fyrir fordómum í garð sonar þíns í íþróttunum?

Hver er eftirminnilegasta íþróttaminning þín af honum?

Telur þú að hann geti keppt með ófötluðum?

Hvað getur þú sagt okkur um Oscar Pistorius?

Telur þú hann vera vera mikilvæga fyrirmynd fyrir fatlað íþróttafólk?

Hver eru ykkar tengsl við Össur?

Page 80: Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir ...¶tlun, íþróttir... · Oscar Pistorius ennþá fyrirmynd? Laufey Björnsdóttir Þórunn Friðriksdóttir Lokaverkefni

78