29
1 Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda við Háskóla Íslands haust 2017 1. Inngangur ........................................................................................................................................ 1 2. Vinna starfshópsins og afmörkun viðfangsefnis.............................................................................. 2 3. Yfirferð yfir reglur og verkferla. ....................................................................................................... 2 4. Athugun á reglum, verkferlum og framkvæmd á fræðasviðum Háskólans. ................................... 2 5. Tillögur starfshópsins. ..................................................................................................................... 3 Um 1 – viðbót við 54. gr. reglna Háskólans. ........................................................................................ 4 Um 2 – Miðlæg skráning á brotum nemenda í nemendakerfinu Uglu................................................ 4 Um 3 - Verkferill um málsmeðferð vegna ætlaðra brota á 51. gr. reglna Háskólans ......................... 4 Um 4 - Verklagsreglur um viðurlög við brotum skv. 51. gr. reglna Háskólans .................................... 5 Um 5 - Lagðar eru til staðlaðar fyrirmyndir að bréfum deildarforseta og sviðsforseta ...................... 5 Um 6 – Umfjöllun um hlutverk og ábyrgð kennara og reglur og verkferli um notkun Turnitin forritsins verði vísað til frekari umfjöllunar á Kennslusviði og hjá kennslumálanefnd ....................... 5 6. Viðaukar........................................................................................................................................... 7 Viðauki 1. Yfirlit yfir löggjöf/ reglur er varða akademískt misferli....................................................... 7 Viðauki 2. Yfirlit yfir svör sviða/deilda við spurningum starfshópsins.............................................. 11 Viðauki 3. Ferill um afgreiðslu nemendamála skv. 51. gr. reglna fyrir HÍ um ritstuld og annað misferli ............................................................................................................................................... 14 Viðauki 4. Verklagsreglur (viðmið) um viðurlög við brotum skv. 51. gr. reglna Háskóla Íslands ...... 15 Viðauki 5. Tillögur um form bréfa vegna meðferðar mála hjá fræðasviðsforsetum og deildarforsetum skv. 51. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands .................................................................. 16 Viðauki 6 Nemendamál – ábyrgð kennara í lögum og reglum ......................................................... 25 Viðauki 7 Handbækur sviða og deilda ............................................................................................... 26 Samantekt um ábyrgð kennara ......................................................................................................... 29 1. Inngangur Í lok júní 2015 fól rektor Háskóla Íslands lögfræðingi Háskóla Íslands og gæðanefnd háskólaráðs að fara heildstætt yfir reglur og verkferla er varða prófahald og verkefnavinnu nemenda við skólann sem og starfsskyldur og ábyrgð kennara varðandi námsmat og verkefnavinnu nemenda. Í erindisbréfi starfshópsins var lögð áhersla á að samvinna yrði höfð við forseta fræðasviða, kennslusvið og Miðstöð framhaldsnáms. Jafnframt kom þar fram að markmið starfsins væri að fara yfir og samræma vinnulag deilda, fræðasviða og miðlægrar stjórnsýslu, leggja drög að skrá um fjölda og eðli tilvika um akademískt misferli sem upp koma og að samræma verklag við notkun ritstuldarforritsins Turnitin eða sambærileg tæki. Þá skyldi hafa hliðsjón af skýrslu starfshóps háskólaráðs um samræmingu á reglum og verklagi fræðasviða og deilda við ákvarðanatöku um málefni nemenda og starfsmanna frá

Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

1

Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda við Háskóla Íslands

haust 2017

1. Inngangur ........................................................................................................................................ 1

2. Vinna starfshópsins og afmörkun viðfangsefnis. ............................................................................. 2

3. Yfirferð yfir reglur og verkferla. ....................................................................................................... 2

4. Athugun á reglum, verkferlum og framkvæmd á fræðasviðum Háskólans. ................................... 2

5. Tillögur starfshópsins. ..................................................................................................................... 3

Um 1 – viðbót við 54. gr. reglna Háskólans. ........................................................................................ 4

Um 2 – Miðlæg skráning á brotum nemenda í nemendakerfinu Uglu................................................ 4

Um 3 - Verkferill um málsmeðferð vegna ætlaðra brota á 51. gr. reglna Háskólans ......................... 4

Um 4 - Verklagsreglur um viðurlög við brotum skv. 51. gr. reglna Háskólans .................................... 5

Um 5 - Lagðar eru til staðlaðar fyrirmyndir að bréfum deildarforseta og sviðsforseta ...................... 5

Um 6 – Umfjöllun um hlutverk og ábyrgð kennara og reglur og verkferli um notkun Turnitin

forritsins verði vísað til frekari umfjöllunar á Kennslusviði og hjá kennslumálanefnd ....................... 5

6. Viðaukar........................................................................................................................................... 7

Viðauki 1. Yfirlit yfir löggjöf/ reglur er varða akademískt misferli....................................................... 7

Viðauki 2. Yfirlit yfir svör sviða/deilda við spurningum starfshópsins .............................................. 11

Viðauki 3. Ferill um afgreiðslu nemendamála skv. 51. gr. reglna fyrir HÍ um ritstuld og annað

misferli ............................................................................................................................................... 14

Viðauki 4. Verklagsreglur (viðmið) um viðurlög við brotum skv. 51. gr. reglna Háskóla Íslands ...... 15

Viðauki 5. Tillögur um form bréfa vegna meðferðar mála hjá fræðasviðsforsetum og

deildarforsetum skv. 51. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands .................................................................. 16

Viðauki 6 Nemendamál – ábyrgð kennara í lögum og reglum ......................................................... 25

Viðauki 7 Handbækur sviða og deilda ............................................................................................... 26

Samantekt um ábyrgð kennara ......................................................................................................... 29

1. Inngangur Í lok júní 2015 fól rektor Háskóla Íslands lögfræðingi Háskóla Íslands og gæðanefnd háskólaráðs að

fara heildstætt yfir reglur og verkferla er varða prófahald og verkefnavinnu nemenda við skólann sem

og starfsskyldur og ábyrgð kennara varðandi námsmat og verkefnavinnu nemenda. Í erindisbréfi

starfshópsins var lögð áhersla á að samvinna yrði höfð við forseta fræðasviða, kennslusvið og

Miðstöð framhaldsnáms. Jafnframt kom þar fram að markmið starfsins væri að fara yfir og samræma

vinnulag deilda, fræðasviða og miðlægrar stjórnsýslu, leggja drög að skrá um fjölda og eðli tilvika um

akademískt misferli sem upp koma og að samræma verklag við notkun ritstuldarforritsins Turnitin

eða sambærileg tæki. Þá skyldi hafa hliðsjón af skýrslu starfshóps háskólaráðs um samræmingu á

reglum og verklagi fræðasviða og deilda við ákvarðanatöku um málefni nemenda og starfsmanna frá

Page 2: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

2

júní 2013. Gert var ráð fyrir að starfshópurinn tæki m.a. mið af ákvæðum laga nr. 85/2008, um

opinbera háskóla, reglum fyrir Háskóla Íslands, nr. 569/2009, siðareglum Háskóla Íslands,

vísindasiðareglum Háskóla Íslands og lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur opinberra

starfsmanna. Skyldi starfshópurinn skila rektor niðurstöðum sínum í formi hagnýtra tillagna.

Í þessari skýrslu er sjónum fyrst og fremst beint að akademísku misferli nemenda og með hvaða hætti

hægt sé að bregðast við því með samræmdum hætti. Starfshópinn skipuðu Elín Blöndal, formaður, og

fulltrúar gæðanefndar háskólaráðs þau Sigurður Magnús Garðarsson, formaður, Amalía Björnsdóttir,

Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna

Laufey Ásgeirsdóttir / Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Jón Ólafsson. Á vettvangi gæðanefndar komu

einnig að málinu þau Eiríkur Stephensen, skrifstofustjóri Miðstöðvar framhaldsnáms, Magnús Diðrik

Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, og Áslaug Helgadóttir gæðastjóri. Þá veittu Snædís Björt

Agnarsdóttir og Erla Guðrún Ingimundardóttir, lögfræðingar á rektorsskrifstofu, starfshópnum

aðstoð.

2. Vinna starfshópsins og afmörkun viðfangsefnis. Starfshópurinn fjallaði um málið á átta fundum. Þegar í upphafi lá fyrir að verkefnið væri viðamikið.

Var því skipt upp í eftirfarandi verkþætti:

1. Ákvarðanataka um vinnulag.

2. Málið kynnt fyrir sviðsforsetum.

3. Yfirlit unnið yfir lög og reglur sem varða akademískt misferli.

4. Skriflegar fyrirspurnir sendar til fræðasviða og unnið úr svörum þeirra.

5. Yfirferð yfir reglur sem og verkferla og framkvæmd í deildum og á sviðum.

6. Samráð við kennslusvið miðlægrar stjórnsýslu og Miðstöð framhaldsnáms.

7. Tillögur nefndarinnar unnar og ræddar.

8. Fyrirmyndir gerðar að bréfum vegna nemendamála fyrir deildir og fræðasvið.

9. Samráð við Kennslumálanefnd og kennslustjóra fræðasviða.

10. Tillögum skilað til rektors.

3. Yfirferð yfir reglur og verkferla. Farið var yfir reglur og verkferla varðandi prófahald og verkefnavinnu nemenda við skólann sem og

starfsskyldur og ábyrgð kennara varðandi námsmat og verkefnavinnu. Annars vegar var farið yfir

hlutaðeigandi löggjöf og reglur skólans (sjá viðauka 1) og hins vegar gerð athugun á reglum og

verkferlum hjá einstaka fræðasviðum og deildum, sbr. nánari lýsingu í kafla 4. Sérstaklega var

athugað hvort löggjöf, reglur og verkferlar tryggi með fullnægjandi hætti:

a) að fyrir hendi séu fullnægjandi heimildir til að taka á málum um akademískt misferli,

b) að tekið sé á slíkum málum með sambærilegum hætti hjá fræðasviðum og í deildum

Háskólans, sem og

c) að slík mál séu skráð með tryggilegum hætti.

4. Athugun á reglum, verkferlum og framkvæmd á fræðasviðum

Háskólans. Í október 2015 var bréfi beint til forseta fræðasviða þar sem óskað var eftir svörum við nokkrum

spurningum er varða akademískt misferli nemenda. Í fyrsta lagi var spurt hversu mörg tilvik um

Page 3: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

3

akademískt misferli nemenda hefðu komið upp hjá fræðasviðinu á árunum 2013-2015, hvort tilvikin

hefðu verið skráð og sett í formlegt ferli og þá með hvaða hætti skráningin hefði farið fram og hver

héldi utan um hana. Í öðru lagi var spurt hvort talið væri að reglur Háskóla Íslands sem varða

akademískt misferli væru nægilega skýrar og ef svo væri ekki hvað mætti skýra betur eða lagfæra. Í

þriðja lagi var spurt hvort fyrir hendi væru sérstakar reglur (deilda) og/ eða verkferlar (innan deilda/

sviðs) um akademískt misferli nemenda, viðurlög við slíkum brotum og/eða meðferð þeirra. Væri

svarið jákvætt var óskað eftir að gerð yrði grein fyrir þeim reglum/verkferlum. Í fjórða lagi var spurt

hvort talið væri að ábyrgð kennara í tengslum við akademískt misferli nemenda innan Háskóla Íslands

væri nægilega skýr og ef ekki, hvað mætti bæta. Í fimmta lagi var beðið um lýsingu á notkun Turnitin

ritstuldarforritsins innan deilda fræðasviðsins. Spurt var hvort einhverjir gallar væru á því hvernig

ritstuldarforritið væri notað og þá hverjir og einnig hvort unnt væri að bæta framkvæmdina og þá

hvernig. Loks var spurt hvort einhver sérstök vandamál hefðu komið upp við meðferð mála um

akademískt misferli, til viðbótar við framangreint, hjá fræðasviðinu eða deildum þess og þá hvaða.

Niðurstöður könnunarinnar er að finna í viðauka 2. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

Á tímabilinu 2013-2015 komu um 51 mál um akademískt misferli til kasta deilda/fræðasviða

HÍ, flest á Félagsvísindasviði (21) en fæst á Verk- og náttúruvísindasviði (4).

Almennt þykja reglur Háskólans um akademískt misferli nægilega skýrar. Málsmeðferðin er

aftur á móti oft talin þunglamaleg og hætta á að kennarar leitist við að leysa málin sjálfir eða

komi þeim ekki í formlegt ferli skv. 51. gr. reglna Háskólans.

Skýra þarf reglur um að sjálfsritstuldur sé óheimill.

Flest fræðasviðin halda utan um skráningu hlutaðeigandi mála í skjalakerfi Háskólans (Námu).

Ítreka þarf í verklagsreglum/verkferli að málin séu skráð, skýrt sé hver ábyrgðaraðilinn er og

málin sett í formlegt ferli skv. reglum.

Setja þarf verklagsreglur um viðurlög við brotum skv. 51. gr., hvaða brot teljast meiri

háttar/minniháttar o.fl. og endurskoða verklagsreglur og verkferla einstakra sviða/deilda með

tilliti til þeirra.

Kallað er eftir skýrari reglum um meðferð á málum nemenda sem hefur verið vikið úr skóla,

þ.e. hvernig skuli haga endurinnritun o.fl.

Skýra þarf hlutverk og ábyrgð kennara.

Kallað er eftir samræmdum reglum/verkferli um notkun Turnitin.

5. Tillögur starfshópsins. Tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:

1. Bætt verði við 54. gr. reglna Háskólans ákvæði sem banni not á eigin verkefni/ritgerð, í heild

eða að stórum hluta oftar en einu sinni sem metið er til eininga við Háskólann.

2. Haldið verði miðlægt utan um skráningar á brotum nemenda skv. 51. gr. reglna Háskólans.

3. Settur verði miðlægur verkferill um málsmeðferð vegna ætlaðra brota á 51. gr. reglna

Háskólans.

4. Settar verði miðlægar verklagsreglur um viðurlög við brotum skv. 51. gr.

5. Lagðar eru til staðlaðar fyrirmyndir að bréfum deildarforseta og sviðsforseta vegna mála skv.

51. gr.

6. Lagt er til að hlutverk og ábyrgð kennara sem og reglur og verkferli um notkun Turnitin

forritsins verði vísað til frekari umfjöllunar á Kennslusviði og hjá kennslumálanefnd skólans.

Athugun starfshópsins þykir ekki gefa tilefni til breytinga á 51. gr. reglna Háskóla Íslands nr.

569/2009. Eins og að framan greinir er á hinn bóginn lögð til ein breyting á 54. gr. í reglunum, þ.e. að

því er snertir sjálfsritstuld. Fyrir liggur að rektor hefur beint því til menntamálaráðherra að hann

Page 4: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

4

hlutist til um endurskoðun á lögunum nr. 85/2008, um opinbera háskóla. Af hálfu rektors hefur

þannig m.a. verið lögð til breyting á ákvæði 19. gr. laganna, þannig að sviðsforsetum verði veitt skýr

heimild til afturköllunar einkunnar og eftir atvikum prófs, í tilvikum útskrifaðra nemenda. Í dag byggir

afturköllun einkunnar/prófs á almennri heimild 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og ólögfestum

meginreglum stjórnsýsluréttarins. Einnig var lögð til breyting á 4. mgr. 19. gr. laganna, þannig að

skýrara verði hvenær nemanda sem hefur verið vikið úr Háskóla Íslands verði heimilt að skrá sig til

náms á ný. Starfshópurinn vill árétta mikilvægi þess að þessum tillögum rektors verði fylgt eftir og

reglum Háskóla Íslands breytt til samræmis í kjölfarið.

Um 1 – viðbót við 54. gr. reglna Háskólans.

Fyrir liggur að ekki er mælt fyrir um bann við „sjálfsritstuldi“ í reglum Háskólans nr. 569/2009. Í 4.

mgr. 54. gr. reglnanna segir aftur á móti að „Stúdentum er algerlega óheimilt að nýta sér hugverk

annarra í ritgerðum og verkefnum, nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg

vinnubrögð.“ Þá segir í kennsluskrá Háskóla Íslands, kafla um réttindi og skyldur, að ritstuldur felist

m.a. í að endurnýta í einhverjum mæli efni úr eigin verki án þess að geta heimildar. Þykir rétt að

mæla með afdráttarlausum hætti fyrir um bann við slíkri endurnýtingu í reglum nr. 569/2009. Er því

lagt til að bætt verði nýrri málsgrein við 4. mgr. 54. gr. reglnanna sem orðist svo: Stúdent er óheimilt

að leggja oftar en einu sinni fram til eininga ritgerð eða annað fræðilegt efni, í heild eða að stórum

hluta, nema með leyfi hlutaðeigandi kennara. Tilvitnanir í eigin áður útgefin verk skulu lúta sömu

reglum og gilda um tilvitnanir í verk annarra.

Um 2 – Miðlæg skráning á brotum nemenda í nemendakerfinu Uglu.

Flest fræðasviðin halda nú utan um skráningu í málaskrá skólans, Námunni. Hefur það ekki þótt

nægilegt, einkum í tilvikum þar sem um endurtekin brot er að ræða og/ eða nemandi flytur sig á milli

deilda. Þannig veitir kerfið nú hvorki sjálfkrafa eða með nægilega góðum fyrirvara yfirsýn yfir fyrri

brot/ mál þegar nýtt mál er skráð. Mikilvægt er að tryggja að upplýsingar um akademískt misferli

nemenda verði skráðar með þeim hætti að þær verði aðgengilegar milli deilda og sviða. Skráning á

námsferil í nemendakerfinu Uglu er ein leið við að tryggja slíkt. Lagt er til að Kennslusviði verði falið

að koma á slíkri skráningu og útfærslu hennar. Við útfærslu á skráningu verður að gæta að

eftirfarandi atriðum:

1. Persónuverndarsjónarmiðum. Takmarka þarf aðgang að slíkum upplýsingum og skilgreina vel

þá aðila sem nauðsynlegt er að hafi slíkan aðgang.

2. Markmið slíkrar skráningar þurfa að vera skýr. Þannig er gert ráð fyrir að upplýsingar um fyrra

akademískt misferli verði aðgengilegar þegar nemandi verður uppvís að endurteknu broti á

nýju fræðasviði/deild síðar. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að slíkar upplýsingar verði

aðgengilegar eða notaðar við inntöku nemanda á nýtt fræðasvið/nýja deild.

3. Mikilvægt er að nemanda verði tilkynnt í bréfi (stöðluðu bréfi) með hvaða hætti þessar

upplýsingar verða skráðar og hvort og þá hvenær athugasemd verði felld út af námsferli í

samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Um 3 - Verkferill um málsmeðferð vegna ætlaðra brota á 51. gr. reglna Háskólans

Lagt er til að settur verði miðlægur verkferill um málsmeðferð, til að stuðla að réttri og samræmdri

meðferð mála er varða brot á 51. gr. reglna Háskólans. Í verkferlinum komi m.a. fram að málin skuli

Page 5: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

5

skráð í skjalavistunarkerfi Háskólans (Námu) og öll gögn málsins vistuð þar, skýrt sé hver

ábyrgðaraðilinn sé og málin sett í formlegt ferli. Auk þess verði ferli slíkra mála lýst að öðru leyti. Lagt

er til að verkferillinn gildi um meðferð mála hjá öllum fræðasviðum og deildum og þeir verkferlar sem

fyrir eru afnumdir. Tillaga að verkferli kemur fram í viðauka 3.

Um 4 - Verklagsreglur um viðurlög við brotum skv. 51. gr. reglna Háskólans

Til að stuðla að samræmdum viðurlögum er jafnframt lagt til að innleiddar verði verklagsreglur um

viðurlög við brotum skv. 51. gr. reglna Háskólans. Þar komi m.a. fram viðmið um hvaða viðurlögum

skuli beitt þegar um er að ræða meiriháttar og minniháttar brot, sem og endurtekin brot. Jafnframt

verði verklagsreglur og verkferlar einstakra sviða/ deilda afnumin. Tillaga að verklagsreglum fylgir hér

með sem viðauki 4. Við gerð verklagsreglnanna var einkum tekið mið af Vísindasiðareglum Háskóla

Íslands, gr. 4.1 sem fjallar um vísindalega ráðvendni. Verklagsreglurnar geyma matskennd viðmið en

meta þarf hvert tilvik fyrir sig með tilliti til eðlis og umfangs brots og aðstæðna hvers máls.

Um 5 - Lagðar eru til staðlaðar fyrirmyndir að bréfum deildarforseta og

sviðsforseta

Fram hefur komið af hálfu fræðasviða og deilda að meðferð mála vegna ætlaðra brota á 51. gr. þyki

oft þunglamaleg og flókin í framkvæmd. Til að styðja við starf þeirra aðila sem koma að meðferð

slíkra mála er lagt til að deildarforsetar og fræðasviðsforsetar, sem og stjórnsýsla deilda og

fræðasviða (s.s. kennslustjórar), fái staðlaðar fyrirmyndir að bréfum sem nýta má við meðferð mála.

Jafnframt verði lögð áhersla á (í verklagsferli skv. lið 1) að sérhvert mál er einstakt og laga þarf bréfin

að málsatvikum hvers máls fyrir sig. Tillögur að slíkum bréfum fylgja í viðauka 5. Einnig er gert ráð

fyrir að lögfræðingar á rektorsskrifstofu séu deildum og fræðasviðum til ráðgjafar eftir því sem þörf

krefur.

Um 6 – Umfjöllun um hlutverk og ábyrgð kennara og reglur og verkferli um

notkun Turnitin forritsins verði vísað til frekari umfjöllunar á Kennslusviði og hjá

kennslumálanefnd

Í vinnu starfshópsins var fjallað nokkuð um ábyrgð kennara í tengslum við akademískt misferli

nemenda. Yfirlit yfir reglur skólans og viðmið varðandi ábyrgð kennara er í viðauka 6, en setja verður

þann fyrirvara að ekki fengust tæmandi upplýsingar um reglur einstakra deilda. Af yfirlitinu má ráða

að reglur sem gilda innan skólans um ábyrgð kennara eru alla jafnan mjög almennar. Þá er almennt

lítið samræmi á milli þeirra reglna sem fyrir eru í einstökum deildum. Reglur um ábyrgð kennara er

helst að finna í handbókum deilda um meistaranám og er heildstæðustu og samræmdustu reglurnar

að finna á Félagsvísindasviði. Niðurstaðan er því sú að innan Háskóla Íslands sé ekki fyrir hendi

heildstæð nálgun á því hver sé ábyrgð kennara/leiðbeinanda við leiðsögn eða í kennslu.

Starfshópurinn telur rétt að lágmarksreglur séu til staðar sem gildi fyrir öll fræðasvið Háskólans en að

einstaka deildum sé heimilt að útfæra reglurnar nánar ef þörf þykir. Að mati starfshópsins er þörf á

frekari umræðu innan Háskólans um ábyrgð kennara áður en og ef til slíkrar reglusetningar kemur. Af

hálfu starfshópsins er því lagt til að umfjöllun um hlutverk og ábyrgð kennara verði vísað til frekari

umfjöllunar á Kennslusviði og hjá kennslumálanefnd.

Page 6: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

6

Að því er snertir viðurkenndar aðferðir til að greina samsvörun í texta og fyrirbyggja eða greina

ritstuld hefur ritstuldarforritið Turnitin verið notað í þeim tilgangi við Háskóla Íslands. Starfshópurinn

aflaði upplýsinga frá fræðasviðum um framkvæmd við notkun forritsins. Turnitin forritið er notað á

öllum fræðasviðum Háskólans en af svörum þeirra má ráða að framkvæmdin er mismunandi milli

einstakra deilda háskólans. Þannig fara t.d. allar ritgerðir í Læknadeild (í námskeiðum, meistara- og

doktorsritgerðir) í Turnitin greiningu en í öðrum deildum hefur forritið ekki verið notað. Á

Félagsvísindasviði hefur verið útbúinn verkferill um notkun Turnitin. Bent var á að notkun forritsins sé

fremur flókin en Kennslumiðstöð veiti góða aðstoð. Einnig var bent á að ekki megi treysta á Turnitin

eingöngu heldur þurfi einnig að bera saman texta þó samsvörun í Turnitin sé lítil. Niðurstaða

könnunarinnar gefur til kynna að æskilegt er að setja samræmdar reglur eða verkferli um notkun

forritsins. Þar sem talsvert skortir upp á innleiðingu forritsins innan skólans leggur starfshópurinn til

að Kennslusviði og kennslumálanefnd verði falið að taka til frekari athugunar leiðir til að tryggja virka

og betur samræmda framkvæmd um notkun forritsins innan skólans.

Page 7: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

7

6. Viðaukar

Viðauki 1.

Yfirlit yfir löggjöf/ reglur er varða akademískt misferli

Lög nr. 85/2008, um opinbera háskóla

19. gr. -Bann við háttsemi nemanda sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á nám hans eða skóla. -Ákvæði um viðurlög og málsmeðferð

Reglur fyrir Háskóla Íslands, nr. 569/2009

51. gr., 54. gr., 58. gr. -Málsmeðferð og kæruleiðir tilgreindar. (51. gr.) -Réttindi og skyldur nemenda, ásamt agaviðurlögum. (51. gr.) -Ákvæði um ritstuld og meðferð heimilda. (54. gr.) -Bann við þeirri háttsemi stúdenta að aðstoða aðra prófmenn við prófúrlausn eða við verkefnavinnu. (58. gr.)

Siðareglur Háskóla Íslands, samþykktar 7. nóvember 2003.

2.1.4, 2.2.10, 3.1, 3.2, 3.5 -Heiðarleiki (2.1.4) -Nemendur skulu forðast allt misferli (2.2.10) -Málsmeðferð ef starfsmaður verður var við brot á siðareglum skólans (3.1) -Hlutverk siðanefndar Háskóla Íslands (3.2) -Valdheimildir siðanefndar (3.5)

Vísindasiðareglur 4.1. - Vísindaleg ráðvendni

Yfirlit yfir lagareglur.

Lög um opinbera háskóla, 19. gr.

19. gr. Réttindi og skyldur nemenda.

Háskólaráð setur, að fenginni umsögn heildarsamtaka nemenda innan háskólans, reglur um

réttindi og skyldur nemenda, þ.m.t. um málskotsrétt þeirra innan háskólans.

Nemandi skal forðast að hafast nokkuð það að í námi sínu eða í framkomu sinni innan og

utan skólans sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á nám hans eða

skóla.

Gerist nemandi sekur um háttsemi skv. 2. mgr. eða sem er andstæð lögum þessum eða

reglum settum samkvæmt þeim skal forseti þess skóla þar sem hann er skráður til náms taka

mál hans til meðferðar. Að teknu tilliti til alvarleika brots getur forseti veitt nemanda

áminningu eða vikið honum úr skóla um tiltekinn tíma eða að fullu. Áður en ákvörðun um

brottrekstur er tekin skal gefa nemanda kost á að tjá sig um málið. Nemanda er heimilt að

skjóta ákvörðun forseta til áfrýjunarnefndar samkvæmt lögum um háskóla. Málskot frestar

Page 8: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

8

framkvæmd ákvörðunar forseta.

Rektor getur að hæfilegum tíma liðnum heimilað nemanda, sem vikið hefur verið að fullu

úr skóla, að skrá sig aftur til náms í háskólanum ef aðstæður hafa breyst. Nemanda er heimilt

að skjóta synjun rektors um skráningu til áfrýjunarnefndar.

Reglur fyrir Háskóla Íslands

51. gr. Réttindi og skyldur nemenda og agaviðurlög

Stúdent við Háskóla Íslands skal forðast að hafast nokkuð það að í námi sínu eða framkomu

innan og utan háskólans sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á

nám hans eða háskólann.

Leiki grunur á að stúdent hafi gerst sekur um hegðun sem lýst er í 1. mgr. eða ef stúdent hefur

gerst sekur um brot á lögum eða öðrum reglum háskólans, skal vekja athygli deildarforseta á

málinu. Ef um er að ræða brot sem til þess er fallið að hafa áhrif á einkunn getur aðeins

viðkomandi kennari tekið ákvörðun um slíkt. Deildarforseti skal þó stýra meðferð málsins og

undirbúningi, í samráði við kennara. Berist deildarforseta ábending skv. 1. mgr. skal þegar

tilkynna nemanda um málið og gefa honum hæfilegan frest til að tjá sig um atvik þess, eftir

atvikum með skriflegum hætti, enda sé það ekki augljóslega óþarft. Að teknu tilliti til svara

nemanda skal taka ákvörðun um hvort um brot nemanda sé að ræða og um áhrif þess á

einkunn, ef um það er að ræða. Skal nemanda kynnt niðurstaða deildar skriflega.

Deildarforseti sendir þá jafnframt málið eins fljótt og kostur er til forseta fræðasviðs til

ákvörðunar um agaviðurlög, sbr. 3. mgr. 19. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Ekki

þarf þá að gefa nemanda frekara tækifæri til að tjá sig á vettvangi deildar. Í tilkynningu til

sviðsforseta skal koma fram lýsing á ætluðu broti.

Gerist nemandi sekur um háttsemi skv. 1. mgr. eða sem er andstæð lögum um opinbera

háskóla nr. 85/2008 eða reglum settum samkvæmt þeim skal forseti þess fræðasviðs þar sem

hann er skráður til náms taka mál hans til meðferðar. Að teknu tilliti til alvarleika brots getur

forseti veitt nemanda áminningu eða vikið honum úr skóla um tiltekinn tíma eða að fullu.

Áður en ákvörðun um brottrekstur er tekin skal gefa nemanda kost á að tjá sig um málið.

Nemanda er heimilt að skjóta ákvörðun forseta fræðasviðs til áfrýjunarnefndar samkvæmt

lögum nr. 63/2006 um háskóla. Málskot frestar framkvæmd ákvörðunar forseta.

Rektor getur að hæfilegum tíma liðnum heimilað nemanda, sem vikið hefur verið að fullu úr

skóla, að skrá sig aftur til náms í háskólanum ef aðstæður hafa breyst. Nemanda er heimilt að

skjóta synjun rektors um skráningu til áfrýjunarnefndar.

54. gr. Kennsla og kennsluhættir og meðferð heimilda

Fyrirlestrar, æfingar og námskeið í háskóladeildum eru fyrir skrásetta stúdenta en kennara er

heimilt að veita öðrum kost á að sækja slíka kennslu, nema deild mæli öðruvísi fyrir.

Fræðasvið skulu setja sér almennar reglur um kennslu, kennsluhætti og námsmat þar sem

fram koma skýr markmið um gæði kennslu og náms og hvaða mælikvarða er miðað við.

Fylgja skal samþykktum háskólaráðs um viðmið og kröfur um gæði kennslu og náms. Deildir

geta með samþykki forseta fræðasviðs heimilað nám með hægari námsframvindu en áskilið er

í köflum viðkomandi deilda í reglum þessum.

Deildum er heimilt að setja reglur um skyldu stúdenta til þátttöku í einstökum námskeiðum,

æfingum, verklegu námi og vettvangsþjálfun, svo og reglur um leiðbeiningar og umsjón með

Page 9: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

9

námi stúdenta að öðru leyti. Í slíkum reglum er enn fremur heimilt að kveða á um að viðvera

og þátttaka í kennslustundum hafi vægi í námsmati. Reglur deilda skulu birtar í kennsluskrá.

Stúdentum er algerlega óheimilt að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og verkefnum, nema

heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð.

58. gr. Framkvæmd prófa og prófreglur

Prófstjóri Háskólans annast undirbúning og stjórn prófa í samráði við stjórnsýslu fræðasviða

og deildir.

Stúdentum, sem í prófi eru, er óheimilt að aðstoða aðra prófmenn við prófúrlausn eða leita

aðstoðar annarra. Skrásettum stúdent, sem ekki er í prófi, er einnig óheimilt að veita slíka

aðstoð. Prófmönnum er óheimilt að tala saman og þeir mega ekki hafa aðrar bækur, gögn eða

tæki með sér en þau sem kennari heimilar nema sérstaklega sé kveðið á um annað í reglum

deilda. Sama gildir um aðra verkefnavinnu stúdenta nema kennari ákveði annað. Brot gegn

ákvæðum þessum og öðrum prófreglum, sem háskólaráð setur, varða vísun úr prófi og eftir

atvikum viðurlögum, samkvæmt 19. gr. laga um opinbera háskóla.

Skriflegar prófúrlausnir skulu merktar prófnúmerum og einkunnir birtar undir sömu

auðkennum, en deild getur sett reglur um undanþágu frá þessu meginákvæði. Heimilt er

einnig að birta einkunnir undir sérstökum nemendanúmerum sem nemendaskrá úthlutar

hverjum stúdent.

Háskólaráð setur nánari reglur um prófvörslu og framkvæmd prófa.

Siðareglur Háskóla Íslands

Heiðarleiki

2.1.4 Kennarar, sérfræðingar og nemendur setja ekki fram hugverk annarra sem sín eigin.

Þegar þeir nýta sér hugverk annarra geta þeir ávallt heimilda í samræmi við viðurkennd

fræðileg vinnubrögð.

Ábyrgð nemenda

2.2.10 Nemendur sýna kennurum sínum kurteisi og tillitssemi, hlíta sanngjörnum fyrirmælum

þeirra og eru heiðarlegir í samskiptum við þá. Þeir forðast allt misferli og taka mið af

leiðbeiningum Háskólans um góða starfshætti við kennslu og próf.

3.1 Starfsfólk Háskólans er vakandi fyrir því að halda siðareglur skólans. Ef starfsmaður

verður þess áskynja að reglurnar hafi verið brotnar gerir hann viðvart um það, með því að

beina erindi til rektors eða siðanefndar Háskóla Íslands. Rökstudd ásökun um brot á

siðareglum má aldrei bitna á þeim sem færir hana fram.

3.2 Siðanefnd Háskóla Íslands hefur það hlutverk að skera úr um það hvort siðareglur

Háskólans hafi verið brotnar. Nefndin tekur við erindum frá aðilum innan og utan Háskólans,

en tekur ekki mál upp að eigin frumkvæði.

3.5 Niðurstaða siðanefndar um brot á siðareglum er endanleg og verður ekki áfrýjað. Ef

niðurstaða nefndarinnar bendir til þess að um sé að ræða brot í starfi í skilningi laga vísar

nefndin málinu til rektors sem grípur til viðeigandi ráðstafana lögum samkvæmt. Ef um er að

ræða ágreining eða brot á lagareglum, sem heyrir undir aðila utan Háskólans vísar nefndin

málinu frá.

Page 10: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

10

Vísindasiðareglur HÍ

4.1. Vísindaleg ráðvendni

Rannsakendur og rannsóknastofnanir skulu fara að viðmiðum um vísindalega ráðvendni og

efla þau. Með óvönduðum starfsháttum er unnið gegn öflun nýrrar þekkingar. Krafan um rétt

og vönduð vinnubrögð er því ófrávíkjanleg í öllum rannsóknum. Greina má á milli

mismunandi alvarlegra frávika í rannsóknarstarfi, allt frá kæruleysi og óvönduðum

vinnubrögðum til svika. Brotum í rannsóknum má skipta í tvennt: misferli og svik. Misferli

eru skilgreind sem gróf vanræksla og ábyrgðarleysi við framkvæmd rannsókna. Svikum, sem

fela í sér vísvitandi blekkingu, má skipta upp í uppspuna, villandi upplýsingar, ritstuld og

misnotkun.

Page 11: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

11

Viðauki 2.

Yfirlit yfir svör sviða/deilda við spurningum starfshópsins

1(a) Fjöldi tilvika um akademískt misferli nemenda innan fræðasviða árin síðustu 2013-

2015.

Á tímabilinu hafa að meðaltali 17 tilvik komið til kasta deilda/fræðasviða HÍ ár hvert.

Á síðustu þremur árum hafa 51 slíkt mál komið upp á sviðunum (sem vitað er um). Þar af

um 7 á Heilbrigðisvísindasviði, 9 á Menntavísindasviði, 10 á Hugvísindasviði, 21 á

Félagsvísindasviði og 4 á Verk- og náttúruvísindasviði.

1(b) Eru tilvikin skráð og sett í formlegan feril/ hvernig fer skráningin fram og hver sér um

hana?

Flest fræðasviðin halda utan um skráningu hlutaðeigandi mála. Ítreka þarf (verklagsreglur)

mikilvægi þess að málin séu skráð, skýrt sé hver ábyrgðaraðilinn er og málin sett í formlegan

feril skv. reglum.

Á Heilbrigðisvísindasviði eru málin ekki skráð í öllum tilvikum.

o Á að skrá mál á feril í Uglu líka svo tryggt sé að sagan „hangi“ við nemanda?

(Hjúkrunarfræðideild)

Á Menntavísindasviði eru tilvikin skráð í skjalakerfi og sett í formlegan feril.

Á Hugvísindasviði eru tilvikin skráð hjá verkefnastjórum deilda og flest einnig hjá

kennslustjóra.

Á Félagsvísindasviði eru skjöl viðkomandi máls skráð í skjalakerfið (Námu) og málið

fer í formlegan feril.

Á Verk- og Náttúruvísindasviði hafa málin farið í formlegan feril og verið vistuð í

Námu.

2. Eru reglur Háskóla Íslands sem varða akademískt misferli nægilega skýrar?

Almennt þykja reglurnar nægilega skýrar en málsmeðferðin er oft talin þunglamaleg. Kallað er eftir

skýrari reglum um meðferð á málum nemenda sem hefur verið vikið úr skóla. Bæta þarf við reglur

skólans að sjálfsritstuldur sé óheimill.

Verklagsreglur/ferill um framkvæmd 51. gr. reglna HÍ, s.s. um rannsókn mála, vistun mála í

nemendakerfinu, viðurlög, hvaða brot teljast meiri háttar/ minniháttar o.fl. væru til bóta (sjá einnig

lið 3).

Úr svörum sviða/deilda:

Viðurlögin mættu vera skýrari og einnig til hvaða úrræða mætti grípa, t.d. hefur

einkunnin 0 fyrir prófhluta mismunandi áhrif eftir því hvað prófhlutinn hefur mikið

vægi í lokaeinkunn. (Lyfjafræðideild).

Óskýrt er hvaða reglur gilda um framhald á námi nemenda eftir að upp hefur komist

um ritstuld (Hjúkrunarfræðideild). Ef nemanda er vikið úr skóla er alls ekki skýrt með

hvaða hætti hann getur snúið til baka eða hvenær.

Að úrræði skorti ef ekki er hægt að persónugreina þann sem svindlaði (Íþrótta-

tómstunda- og þroskaþjálfadeild).

Page 12: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

12

Reglur varðandi sjálfsritstuld eru ekki nægilega skýrar (Kennaradeild).

Góðar verklagsreglur myndu hjálpa (Hugvísindasvið).

Reglurnar skýrar en málsmeðferð getur verið löng og þunglamaleg – oft er vilji til að

ljúka málum eins fljótt og mögulegt þykir (Hugvísindasvið).

Ekki er skýrt nægilega skýrt hver eigi að rannsaka mál (Félagsvísindasvið).

Ekki er skýrt hvernig vista skal mál í nemendakerfinu (Félagsvísindasvið).

Deildir hafa kallað eftir nánari leiðbeiningum hvað varðar skilgreiningu á meiriháttar

og minniháttar brotum (verk- og náttúruvísindasvið).

3. Eru fyrir hendi sérstakar reglur (deilda) og/ eða verkferlar (innan deilda/ sviðs) um

akademískt misferli nemenda, viðurlög við slíkum brotum og/eða meðferð þeirra?

Deildir hafa almennt ekki sett sér sérstakar reglur um akademískt misferli.

Ekki eru til verkferlar á öllum sviðum. Fara þarf yfir verkferla sem til eru fyrir einstaka

svið/deildir með tilliti til ákvæðis 51. gr. reglna HÍ og uppfæra/samræma.

Úr svörum sviða/deilda:

Í Hjúkrunarfræðideild eru verklagsreglur um ritstuld frá 2011 – í handbók fyrir

nemendur í grunnnámi:

http://www.hi.is/sites/default/files/ingunney/handbok_bsnema_2015_til_2016_1.pdf

(bls. 14).

Í Uppeldis og menntunarfræðideild og Kennaradeild er unnið samkvæmt verklagi frá

Hreini Pálssyni.

Á Hugvísindasviði (áður Hugvísindadeild) eru til reglur um viðurlög við og misnotkun

á heimildum: http://www.hi.is/hugvisindasvid/misnotkun_heimilda

Á Félagsvísindasviði er verkferill /leiðbeiningar fyrir starfsmenn um ferlið þegar upp

kemur grunur um brot á reglum um heimildatilvísanir eða öðrum reglum um meðferð

heimilda.

Á Verk- og náttúruvísindasviði er til ferill um réttindi og skyldur og agaviðurlög

nemenda sem byggir á 51. gr. reglna HÍ.

4. Er ábyrgð kennara í tengslum við akademískt misferli nægilega skýr?

Rétt er að setja ákvæði í verklagsreglur um hlutverk og ábyrgð kennara.

Úr svörum sviða/deilda:

Ákvæði 2.2.7 í Siðareglum HÍ (Ef grunur leikur á misferli nemenda fylgja kennarar

málinu eftir) er ekki nægilegt – vantar skýrt verkferli (Læknadeild).

Vald kennara yfir námskeiðum sem hann hefur umsjón með er óskert – deildarforseti

þarf að hafa vald til að hlutast til um málefni einstakra námskeiða

(Hjúkrunarfræðideild).

Staða brautarstjóra í ferlinu er óljós – í sumum tilvikum gott að geta leyst málin hjá

brautarstjóra en reglur gera ráð fyrir að málin séu á hendi deildarforseta

(Menntavísindasvið).

Page 13: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

13

Ábyrgð kennara er skýr þegar um alvarleg brot er að ræða. Hins vegar geta komið upp

minni tilvik eða atvik sem eru á gráu svæði og þá getur verið óljóst hvort kennari á að

vísa málinu áfram eða ekki (Menntavísindasvið).

Bættar og skýrari reglur/verklagsreglur um hlutverk einstakra aðila myndu vera til

bóta (Félagsvísindasvið).

Kynna þarf ábyrgð kennara og verklag betur. Hætta er á að kennarar láti ekki vita af

misferli því þeir telja að mikil vinna fari í að kæra og vita ekki við hvern á að tala

(Félagsvísindasvið).

Samkvæmt 51. gr. reglnanna getur kennari einn ákvarðað hvort brot hafi áhrif á

einkunn nemanda. Leiðbeiningar vanti um skilgreiningar á meiri háttar og minni háttar

brotum – til að gæta jafnræðis í málsmeðferð (Verk- og náttúruvísindasvið).

5. Notkun Turnitin ritstuldarforritsins

Turnitin forritið er notað á öllum sviðum HÍ. Margar deildir nota það en ekki allar. Kallað er

eftir samræmdum reglum /verkferli um notkun Turnitin.

Í Læknadeild fara allar ritgerðir (í námskeiðum, meistara og doktorsritgerðir) í

Turnitin greiningu.

Í Tannlæknadeild og Lyfjafræðideild hefur forritið ekki verið notað.

Í Hjúkrunarfræðideild er Turnitin forritið notað í flestum ritgerðum – bent er á að

notkun forritsins sé fremur flókin en Kennslumiðstöð veiti góða aðstoð.

Á Menntavísindasviði er Turnitin fyrst og fremst notað við skil á lokaverkefnum í

grunn- og framhaldsnámi en einnig notað í þó nokkrum námskeiðum. Bent er á að

ekki megi treysta á Turnitin eingöngu, líka þurfi að bera saman texta þótt samsvörun í

Turnitin sé lítil.

Á Hugvísindasviði er notkun forritsins misjöfn eftir greinum, mest notað af kennurum

í ensku. Unnið verður að átaki í notkun Turnitin frá og með vormisseri 2016 í samráði

við Kennslumiðstöð.

Á Félagsvísindaviði biðja flestar deildir um skýrslu í Turnitin við skil á

lokaverkefnum. Útbúinn hefur verið verkferill um notkun Turnitin.

Á Verk- og náttúruvísindasviði eru ekki samræmdar reglur um notkun Turnitin innan

og á milli deilda. Kallað er eftir samræmdum reglum um notkun forritsins svo

nemendur geti sjálfir skilað niðurstöðum úr forritinu með verkefnum.

Mörg svið benda á að Kennslumiðstöð veiti mjög góða aðstoð við notkun forritsins.

6. Önnur vandamál/ ábendingar

Að fjarnám og fjarpróf ásamt netttengingu í prófi geri mat á svindli mun flóknara en

áður, reglurnar taki ekki á því með fullnægjandi hætti (Íþrótta- tómstunda- og

þroskaþjálfadeild).

Kennurum hefur þótt mikil vinna leggjast á þá þegar svona mál koma upp. Einhverjum

finnst ferlið langt og erfitt – því eru einhverjir sem vilja leysa málin sjálfir sem getur

haft óheppilegar afleiðingar (Félagsvísindasvið).

Að deildarforsetar túlki reglurnar með mismunandi hætti og því sé framkvæmdin ekki

samræmd (verk- og náttúruvísindasvið).

Vönduð málsmeðferð, m.a. fundur með þeim sem ástundað hefur misferli, hefur mikla

þýðingu (Hugvísindasvið).

Page 14: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

14

Viðauki 3.

Ferill um afgreiðslu nemendamála skv. 51. gr. reglna fyrir HÍ um ritstuld og annað

misferli

Ferill um afgreiðslu nemendamála skv.

51. gr. reglna fyrir HÍ um ritstuld og

annað misferli

Útgefandi: Miðlæg

stjórnsýsla

Dags. xxx 2017

Unnið af:

lögfræðingum á

rektorsskrifstofu

Staðfest af:

1. Grunur vaknar um brot. Kennari, leiðbeinandi eða aðrir vekja athygli deildarforseta á

málinu.

2. Deildarforseti sér til þess að mál sé stofnað í Námu og að meint brot sé rannsakað.

a. Afmarka þarf eins ítarlega og hægt er í hverju meint brot nemanda felst.

i. Liður í því getur verið að fá óháðan aðila til að fara yfir ritgerð/verkefni

og skila af sér greinargerð um í hverju meint brot felast. Þetta á yfirleitt

við ef meint brot er umfangsmikið.

b. Nemandi er kallaður á fund þar sem málið er borið undir hann og rætt.

3. Deildarforseti sendir nemanda 1. bréf (sjá fyrirmynd vegna ritstuldarmála). Þar er hinu

meinta broti lýst, tilgreint hvaða lög og reglur meint brot varðar og nemandi upplýstur

um mögulegar afleiðingar slíkra brota. Nemanda gefinn kostur á andmælum. Afrit

fylgir af greinargerð óháðs aðila, ef það á við.

4. Deildarforseti tekur afstöðu til þess, að teknu tilliti til andmæla nemanda, hvort um

brot nemanda sé að ræða. Deildarforseti sendir nemanda 2. bréf (sjá fyrirmynd). Í

bréfinu er gerð grein fyrir ákvörðun deildarforseta. Ef um brot er að ræða er farið yfir

þær afleiðingar sem brotið hefur, t.d. ákvörðun kennara um að gefa einkunnina 0,0. Þá

er nemanda gerð grein fyrir að málið verði sent til sviðsforseta til ákvörðunar um

agaviðurlög. Ef ekki er talið að um brot sé að ræða, er nemanda tilkynnt um það og

máli lýkur.

5. Deildarforseti sendir málið til sviðsforseta ásamt afriti af öllum gögnum málsins.

6. Sviðsforseti tekur málið til meðferðar vegna ákvörðunar um agaviðurlög og sendir

nemanda 3. bréf (sjá fyrirmynd). Nemanda er þá aftur gefinn kostur á andmælum.

7. Að teknu tilliti til alvarleika brotsins (sbr. töflu ), athugasemda nemanda og eðli

málsins að öðru leyti, tekur sviðsforseti ákvörðun um agaviðurlög, þ.e. áminning eða

brottvikning úr skóla. Ákvörðunin er rökstudd í 4. bréfi til nemanda og nemandi

upplýstur um kærurétt (sjá fyrirmynd).

[Hér fylgi verklagsreglur (viðmið) um viðurlög við brotum skv. 51. gr.]

Page 15: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

15

Viðauki 4.

Verklagsreglur (viðmið) um viðurlög við brotum skv. 51. gr. reglna Háskóla Íslands

Eðli brots => Brot Stórfelld brot

Gáleysi Óvönduð vinnubrögð, kæruleysi Misferli: Gróf vanræksla, ábyrgðarleysi

Ásetningur Svik / vísvitandi blekking, s.s. uppspuni, misnotkun, rangar og villandi upplýsingar

Viðurlög

1. brot Áminning Brottrekstur

2. brot Áminning/brottrekstur (eftir eðli og umfangi brots)

3. brot Brottrekstur

Í öllum tilvikum er mál sett í feril skv. 51. gr. reglna HÍ, sem stýrt er af deildarforseta.

Almennt er gefin einkunnin 0 fyrir viðkomandi próf /verkefni ef nemandi er fundinn sekur um

brot.

Ef einkunn hefur verið gefin er rétt þegar um alvarleg eða mjög alvarleg brot er að ræða að

afturkalla einkunn. Sé einkunn grundvöllur prófgráðu er jafnframt rétt að afturkalla

prófgráðuna/ prófskírteini.

Um viðmið er að ræða, meta þarf hvert tilvik fyrir sig með tillit til eðlis og umfangs brots og

aðstæðna hvers máls.

Page 16: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

16

Viðauki 5.

Tillögur um form bréfa vegna meðferðar mála hjá fræðasviðsforsetum og

deildarforsetum skv. 51. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands

Page 17: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

17

Fyrirmynd. Bréf nr. 1, ritstuldarmál nemanda

Jón Jónsson Guðrúnargata 2 101 Reykjavík

Sent á netfangið: [email protected]

Reykjavík, 15. maí 2017.

Mál nr. HI-1111111

Efni: Tilkynning um meint brot. Frestur veittur til athugasemda

Undirrituð, deildarforseti Fagurfræðideildar við Háskóla Íslands, hefur fengið ábendingu frá

leiðbeinanda/kennara námskeiðisins Fagurfræði og listir (FL210G) um að misbrestir séu á því

hvernig þú vísar til heimilda í meistararitgerð þinni Titill ritgerðar frá 2016/verkefni þínu Titill

verkefnis sem gildir 20% af lokaeinkunn. Samkvæmt niðurstöðum Turnitin ritstuldarforritsins

og niðurstöðum faglegs mats virðist misfarið með heimildir í eftirfarandi tilvikum: /eða:

Meðfylgjandi greinargerð sýnir þau tilvik sem um ræðir.

Ef það hentar betur að tilgreina í hverju meint brot felst í bréfinu sjálfu, í stað þess að

vísa til meðfylgjandi greinargerðar, er það gert í inndregnum, skáletruðum texta. Sjá

dæmi:

Á blaðsíðu 10-13 í ritgerð þinni er að finna texta sem virðist vera orðréttur upp úr

grein eftir Anton Guðmundsson „Leikur að list“ sem var birt í Tímaritinu árið 2011,

bls. 245-262, en þar er að finna umfjöllun um niðurstöður rannsókna Antons. Á vef

þekkingarseturs um listir (www.listverk.is) er einnig vitnað beint í niðurstöður

rannsókna Antons. Þessara heimilda er hvergi getið í ritgerð þinni.

Einnig eru nokkur dæmi um skýr líkindi milli texa ritgerðar þinnar í kafla 12 og texta

meistararitgerðar Sigrúnar Baldursdóttur, „Leitin að list“ sem var birt á Skemmu

2010, án þess að ritgerðarinnar sé getið. Margt af því orðalagi sem er notað á

blaðsíðum 29–33 í ritgerð Sigrúnar er mjög líkt texta í ritgerð þinni, en þú vísar fimm

sinnum í Greenart 1975, fjórum sinnum í Keith 2010 og einu sinni í Burst 1999, en

gerir aldrei grein fyrir skrifum Sigrúnar (eða annarra íslenskra rannsókna). Við

skoðun á meðfylgjandi skýrslu Turnitin má sjá uppruna líkindanna á þessum tveimur

textum sem og öðrum textum sem textar þínir líkjast mjög.

Viðauki 2 í ritgerð þinni er jafnframt nær algerlega samhljóða spurningarlista í

viðauka 1 í ritgerð Ellerts Halldórssonar, fyrir utan að búið er að aðlaga spurningar

nr. 5 og 7 að efni ritgerðar þinnar.

Page 18: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

18

Á fundi okkar ásamt leiðbeinanda þann 10. maí sl. var málið kynnt þér og rætt. Farið var yfir

að uppi væri grunur um brot á reglum Háskólans, í hverju ætlað brot þitt fælist og hver gætu

orðið viðurlög við því. Fundinn sátu, ásamt þér, undirrituð deildarforseti og Jóna Jónsdóttir

leiðbeinandi. Hér má vísa til þess sem fram kom á fundinum, t.d. ef nemandi hafði einhverjar

skýringar, ef það á við.

Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. einnig 1. mgr. 51. gr.

reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009, skal nemandi forðast að hafast nokkuð það að í námi

sínu eða framkomu innan og utan Háskólans sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða

varpað getur rýrð á nám hans eða skóla. Samkvæmt 4. mgr. 54. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir

Háskóla Íslands er stúdentum algerlega óheimilt að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og

verkefnum, nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð. Samkvæmt

2.2.10. gr. siðareglna Háskóla Íslands, skulu nemendur forðast allt misferli. Þá mæla

vísindasiðareglur Háskólans fyrir um vísindalega ráðvendni rannsakenda, auk þess sem gerðar

eru ófrávíkjanlegar kröfur um rétt og vönduð vinnubrögð í öllum rannsóknum.

Fyrir liggur að þú fékkst fyrirgjöfina „staðist“ fyrir ritgerðina og að um er að ræða

meistararitgerð til lokaprófs við Fagurfræðideild Háskóla Íslands. Ritstuldur í lokaritgerð til

meistaraprófs, sé um slíkt að ræða, er brot sem er til þess fallið að hafa áhrif á einkunn. Brotið

getur, eftir alvarleika þess, varðað áminningu eða jafnvel brottrekstri úr Háskóla Íslands

samkvæmt ákvörðun forseta fræðasviðs, sbr. 3. mgr. 19. gr. laga nr. 85/2008 og 3. mgr. 51. gr.

reglna nr. 569/2009. Þá varðar slíkt afturköllun einkunnar fyrir ritgerð og um leið meistaraprófs

viðkomandi nemanda, sbr. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og ólögfestar meginreglur

stjórnsýsluréttar um afturköllun.

Um málsmeðferð nemendamála fer samkvæmt 51. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

Með vísan til framangreinds, sbr. einnig fund okkar 10. maí sl., er þér hér með gefinn kostur á

að koma athugasemdum þínum að áður en tekin er afstaða til þessa af hálfu deildarforseta

Fagurfræðideildar hvort um brot teljist vera að ræða. Er 14 daga frestur í því skyni veittur, þ.e.

til 29. maí 2017.

Virðingarfyllst,

Sigríður Guðmundsdóttir

Deildarforseti Fagurfræðideildar

Afrit:

Jóna Jónsdóttir, leiðbeinandi/umsjónarkennari

Page 19: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

19

Fyrirmynd. Bréf nr. 2, ritstuldarmál nemanda

Jón Jónsson Guðrúnargata 2 101 Reykjavík

Sent á netfangið: [email protected]

Reykjavík, 3. júní 2017.

Mál nr. HI-1111111

Efni: Ákvörðun í máli vegna heimildanotkunar í ritgerð/verkefni.

Með bréfi, dagsettu 15. maí 2017, tilkynnti undirrituð þér að borist hefði ábending um að misbrestir

væru á því hvernig þú vísar til heimilda í meistararitgerð þinni Titill ritgerðar frá 2016/verkefni þínu

Titill verkefnis sem gildir 25% af lokaeinkunn. Í bréfinu og greinargerð sem var meðfylgjandi bréfinu,

var þér gerð nánari grein fyrir að hvaða atriðum athugasemdirnar lytu. Bréfið var afhent þér á fundi

15. maí sl. sem var haldinn í kjölfar fundar kennara/leiðbeinanda með þér 10. maí sl. þar sem málið

var kynnt þér og rætt. Var þér veittur frestur til 29. maí sl. til að koma að þínum athugasemdum.

Á fundinum 10. maí sl. barst þú við að tímaskortur, ófullnægjandi leiðsögn og hugsunarleysi hefði

orðið til þess að þú notaðir texta og heimildir úr lokaverkefni og öðrum heimildum með óheimilum

hætti. Kvaðst þú hafa lært af þessu og að þetta myndi ekki koma fyrir aftur. Í bréfi þínu til

undirritaðrar, dags. 22. maí sl., þar sem athugasemdir þínar koma fram, tókst þú ennfremur fram að

þú hafir verið undir miklu álagi og ekki gert þér grein fyrir að vísa þurfi til ritgerða sem heimilda.

Í tilefni af því sem fram kemur í bréfi þínu skal tekið fram að námskeiðið Fagurfræði og listir (FL210G)

er kennt á framhaldsstigi. Gert er ráð fyrir að nemendur sem lokið hafa grunn háskólanámi hafi

þekkingu á faglegum vinnubrögðum, öflun þekkingar, heimildanotkun og fleiru er lítur að fræðilegum

vinnubrögðum. Er því ekki unnt að fallast á framangreindar röksemdir þínar er varðar skort á

þekkingu, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Talið er að jafnvel þótt ekki hafi verið um ásetning að

ræða, þá hafir þú átt að vita að um væri að ræða notkun á texta sem telst ekki í samræmi við

viðurkennd fræðileg vinnubrögð. Ritstuldur, þ.m.t. endurnýting eigin verka, með þeim hætti sem um

ræðir, er alvarlegur galli sem ætti ekki að sjást í ritgerðum/verkefnu á háskólastigi.

Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. einnig 1. mgr. 51. gr. reglna

fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009, skal nemandi forðast að hafast nokkuð það að í námi sínu eða

framkomu innan og utan Háskólans sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð

á nám hans eða skóla. Samkvæmt 4. mgr. 54. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands er

stúdentum algerlega óheimilt að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og verkefnum, nema heimilda

sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð.

Með vísan til framangreinds er það niðurstaða undirritaðrar að á fyrrgreindu verkefni/meistararitgerð

séu svo verulegir ágallar að það feli í sér brot nemanda á 2. mgr. 19. gr. laga nr. 85/2008, sbr. 51. gr.

reglna nr. 569/2009. Einnig er ritstuldur staðfestur sem felur í sér brot á sömu ákvæðum, sbr. einnig

4. mgr. 54. gr. reglna nr. 569/2009. Sjá eftirfarandi útfærslur eftir því hvort búið er að birta einkunn

eða útskrifa nemanda, eða ekki:

Page 20: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

20

1. Ef ekki búið að birta einkunn: Er það því ákvörðun kennara að gefa einkunnina 0,0 fyrir

ritgerðina/verkefnið Titill. Sú ákvörðun felur í sér að þú hefur ekki staðist kröfur til þess að

ljúka námskeiðinu Fagurfræði og listir (HL210G).

2. Ef búið að birta einkunn/veita gráðu: Með vísan til 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og

ólögfestra meginreglna stjórnsýsluréttar er það ákvörðun deildarforseta að afturkalla

einkunnina „staðist“ fyrir meistararitgerð/verkefni Titill og gefa þess í stað einkunnina „fall án

einkunnar/0,0“ fyrir hana. Sú ákvörðun felur í sér að þú telst ekki hafa staðist kröfur til

meistaraprófs frá Fagurfræðideild. Er meistaragráða sem veitt var, dags. xx, því einnig

afturkölluð á grundvelli sömu heimilda. Forseti sviðsins ritar undir þessa niðurstöðu ásamt

deildarforseta því til staðfestingar.

Varðandi möguleika þína á að ljúka verkefninu/námskeiðinu í framhaldi af ákvörðun þessari og

útfærslu á því, er þér bent á að hafa samband við Jónu Jónsdóttur umsjónarkennara

námskeiðsins/leiðbeinanda. Undirrituð hefur hér með lokið þeim þætti málsins sem lýtur að

ákvörðun um brot og tilkynnt þér um áhrif þess á einkunn þína fyrir meistararitgerð/verkefni. Verður

málið nú sent til sviðsforseta Félagsvísindasviðs til ákvörðunar um agaviðurlög. Líkt og fyrr greinir

getur ritstuldur, eftir alvarleika brots, varðað áminningu eða jafnvel brottrekstri úr Háskóla Íslands

samkvæmt ákvörðun forseta fræðasviðs, sbr. 3. mgr. 19. gr. laga nr. 85/2008 og 3. mgr. 51. gr. reglna

nr. 569/2009.

Virðingarfyllst,

Sigríður Guðmundsdóttir

Deildarforseti Fagurfræðideildar

Afrit:

Jóna Jónsdóttir, leiðbeinandi/kennari námskeiðs

Page 21: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

21

Fyrirmynd. Bréf nr. 3, ritstuldarmál nemanda

Jón Jónsson Guðrúnargata 2 101 Reykjavík

Sent á netfangið: [email protected]

Reykjavík, 13. júní 2017.

Mál nr. HI-1111111

Efni: Óskað eftir athugasemdum áður en ákvörðun er tekin um agaviðurlög

Þann 3. júní sl. var þér tilkynnt ákvörðun deildarforseta Fagurfræðideildar þar sem staðfest

var að þú hafðir gerst brotlegur gegn ákvæði 1. mgr. 51. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla

Íslands, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 85/1008 um opinbera háskóla, við gerð meistararitgerðar

þinnar / í námskeiðinu Fagurfræði og listir (FL210G). Brotið fólst í að (hér er tekinn upp texti

úr fyrra bréfi þar sem brotinu er lýst). Vegna þessa hafi þér verið gefin einkunnin 0,0 fyrir

námskeiðið sem hefur þá þýðingu að þú hefur ekki staðist kröfur til að ljúka fyrrgreindu

námskeiði. Eins og fram kom í fyrrgreindu bréfi vísaði deildarforseti málinu til undirritaðs,

forseta Félagsvísindasviðs, til ákvörðunar um agaviðurlög, sbr. 3. mgr. 19. gr. laga nr.

85/2008 og 2. mgr. 51. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla skal nemandi forðast að

hafast nokkuð það að í námi sínu eða í framkomu sinni innan og utan skólans sem er honum

til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á nám hans eða skóla. Í 3. mgr. 19. gr.

segir að gerist nemandi sekur um háttsemi skv. 2. mgr. eða sem er andstæð lögum um

opinbera háskóla eða reglum settum samkvæmt þeim skuli forseti fræðasviðs taka mál hans

til meðferðar. Að teknu tilliti til alvarleika brots getur forseti veitt nemanda áminningu eða

vikið honum úr skóla um tiltekinn tíma eða að fullu.

Líkt og fram kemur í bréfi deildarforseta til þín 3. júní sl., er nemendum algerlega óheimilt að

nýta sér hugverk annarra nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg

vinnubrögð og eru brotin litin alvarlegum augum. Undirritaður, forseti Félagsvísindasviðs,

hefur nú til athugunar að veita þér áminningu eða víkja brott úr skóla á grundvelli

framangreindrar heimildar í 3. mgr. 19. gr. laga um opinbera háskóla.

Með vísan til 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er þér hér með gefinn kostur á að koma að

skriflegum athugasemdum þínum áður en endanleg ákvörðun er tekin um agaviðurlög í

málinu. Er frestur í því skyni veittur til 23. júní n.k. Vakin er athygli á að ef engar

athugasemdir berast fyrir þann tíma verður ákvörðun tekin á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Page 22: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

22

Virðingarfyllst,

Margeir Baldursson

forseti Félagsvísindasviðs

Afrit:

Sigríður Guðmundsdóttir, Deildarforseti Fagurfræðideildar

Jóna Jónsdóttir, leiðbeinandi/kennari námskeiðs

Page 23: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

23

Fyrirmynd. Bréf nr. 4, ritstuldarmál nemanda

Jón Jónsson Guðrúnargata 2 101 Reykjavík

Sent á netfangið: [email protected]

Reykjavík, 25. júní 2017.

Mál nr. HI-1111111

Efni: Ákvörðun forseta Félagsvísindasviðs um agaviðurlög.

Með bréfi, dags. 13. júní sl., var þér tilkynnt að undirritaður hefði til athugunar að veita þér

áminningu eða víkja brott úr skóla vegna tilgreindra brota þinna við gerð

meistararitgerðar/verkefnis við námskeiðið Fagurfræði og listir (FL210G). Í bréfinu kom fram

að misbrestir hefðu verið á því hvernig þú vísaðir til heimilda í verkefninu/meistararitgerðinni

Titill og að á verkefninu/ritgerðinni væru svo verulegir ágallar að það fæli í sér brot á 2. mgr.

19. gr. laga nr 85/2008, sbr. 51. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Jafnframt væri

um ritstuld að ræða, sbr. m.a. 4. mgr. 54. gr. reglna nr. 569/2009. Vegna þessa hafi þér verið

gefin einkunnin 0,0 fyrir verkefnið/ritgerðina og þér bent á að hafa samband við

umsjónarkennara/leiðbeinanda, varðandi möguleika á að ljúka verkefninu í framhaldi af

ákvörðuninni. Þá var þér veittur kostur á að koma að athugasemdum þínum áður en endanleg

ákvörðun yrði tekin um agaviðurlög í málinu.

Þann 22. júní sl. bárust athugasemdir þínar. Þar kemur í stuttu máli fram að þér hafi orðið á

mistök sem þú sjáir eftir. Þá kveðst þú hafa lært af mistökum þínum.

Eins og fyrr segir skal nemandi forðast að aðhafast nokkuð það að í námi sínu eða framkomu

innan og utan háskólans sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á

nám hans eða skóla, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. einnig 1.

mgr. 51. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands. Að teknu tilliti til alvarleika brots getur

forseti veitt nemanda áminningu eða vikið honum úr skóla um tiltekinn tíma eða að fullu, sbr.

3. mgr. 19. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og 3. mgr. 51. gr. reglna fyrir Háskóla

Íslands.

Með hliðsjón af gögnum málsins, þ.m.t. athugasemdum þínum, er það mat undirritaðs að

umrætt brot þitt/þín: (sjá eftirfarandi útfærslur, eftir því hvaða viðurlögum er beitt):

1. ...sé ekki það alvarlegt að til beitingu agaviðurlaga komi að þessu sinni. Gögn málsins

gefa til kynna að um sé að ræða óheimila endurnýtingu á mjög afmörkuðu efni og brotið

í því tilliti ekki umfangsmikið. Þá verður ekki séð að um ásetningsbrot sé að ræða og

kvaðst þú í athugasemdum þínum munu læra af þessu og að þetta muni ekki koma fyrir

Page 24: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

24

aftur. Ritstuldur er alvarlegt brot sem er litið alvarlegum augum við Háskóla Íslands.

Áréttað er að gerist þú aftur brotleg/ur við lög eða reglur Háskóla Íslands, varðar það

áminningu eða brottvísun úr skóla, tímabundið eða að fullu.

2. ...sé það alvarlegt/og umfangsmikið að til beitingar agaviðurlaga komi. Af þeim sökum

er þér hér með veitt áminning, sbr. 3. mgr. 19. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla.

Í þessu samhengi skiptir máli að (xxxx). Gerist þú aftur brotlegur við lög eða reglur

skólans getur það varðað brottvísun úr skóla, tímabundið eða að fullu.

3. ...sé það alvarlegt að þér skuli vikið brott úr skóla í eitt ár, sbr. 3. mgr. 19. gr. laga nr.

85/2008 um opinbera háskóla. Í þessu samhengi skiptir máli að um er að ræða ítrekuð

brot, umfangsmikið brot, auk þess sem ásetningur stóð til brotanna. Hafir þú hug á að

hefja nám að nýju, að liðnu ári frá ákvörðun þessari, getur þú sótt um inngöngu með

hefðbundnum hætti inn á nýjan námsferil í samræmi við reglur viðkomandi deildar um

inntöku í nám við Háskóla Íslands.

Þetta tilkynnist hér með og er málinu þar með lokið.

Ákvörðun þessi er kæranleg til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema, sbr. 20. gr. laga

nr. 63/2006 um háskóla og 3. mgr. 19. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Kæru skal

bera fram innan þriggja mánaða frá því að tilkynnt var um ákvörðunina, sbr. 1. mgr. 27. gr.

stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Málskot frestar framkvæmd ákvörðunar forseta.

Virðingarfyllst,

Margeir Baldursson

forseti Félagsvísindasviðs

Afrit:

Sigríður Guðmundsdóttir, deildarforseti Fagurfræðideildar

Jóna Jónsdóttir, leiðbeinandi/kennari námskeiðs

Page 25: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

25

Viðauki 6

Nemendamál – ábyrgð kennara í lögum og reglum

Lög um opinbera háskóla nr. 85/2008

Ekkert fjallað um ábyrgð kennara í lögum um opinbera háskóla.

Reglur fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009

Ekkert fjallað um ábyrgð kennara í reglunum

Vísindasiðareglur

4.6. Samband leiðbeinenda og nemenda

Leiðbeinendum ber að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og nýta sér ekki í

eiginhagsmunaskyni að þeir eru honum háðir. Þetta á jafnt við um faglegar niðurstöður

sem persónulegar aðstæður.

Leiðbeinendur skulu vera sér meðvitaðir um ójafna stöðu leiðbeinanda og nemanda.

Ekki má notfæra sér faglegan myndugleika í eiginhagsmunaskyni eða til að lítillækka

nemendur. Leiðbeinendur mega ekki nýta sér það að nemendur eru þeim háðir.

Leiðbeinendur skulu ræða við nemendur sína um hvaða reglur gildi um notkun

rannsóknargagna og meðhöfunda ritverka. Háskóli Íslands og stofnanir hans ættu að

móta staðlaða samninga um sameiginlega notkun leiðbeinenda og nemenda á

rannsóknargögnum þegar það á við. Vilji leiðbeinendur nota efni nemenda sem enn er í

vinnslu ætti að gera um það samning. Hafi nemendurnir sjálfir safnað efni sínu ættu

leiðbeinendur ekki að nota efnið fyrr en verki nemendanna er lokið, að jafnaði að prófi

loknu. Leiðbeinandi og nemandi skulu ástunda góðar tilvísunarhefðir þegar þeir nýta

sér verk hvor annars.

Í sambandi leiðbeinenda og nemenda geta orðið til tvíhliða tengsl sem geta leitt til

vanhæfis við mat á verki nemendanna. Virða þarf mörk einkalífs og atvinnu. Heilindi

og óhlutdrægni leiðbeinenda þurfa að vera hafin yfir vafa. Verði samband leiðbeinanda

og nemanda of náið á aðalreglan að vera sú að leiðbeinandinn hætti leiðsögn sinni og

annar taki við.

Siðareglur HÍ

Frumábyrgð kennarans

2.2.1 Kennarar stuðla að menntun nemenda með vandaðri leiðsögn, viðeigandi kröfum,

hvatningu og góðu fordæmi.

Jafnræði

2.2.2 Kennarar gæta þess að mismuna ekki nemendum og nemendur ekki kennurum, til

dæmis vegna kyns, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða eða

skoðana. Þeir leggja ekki hver annan í einelti og eru á varðbergi gagnvart einkennum

þess.

Leiðsögn

Page 26: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

26

2.2.3 Kennarar temja nemendum sínum heilindi í ræðu og riti. Þeir haga kennslu,

leiðsögn og þjálfun samkvæmt ýtrustu kröfum fræðigreinar sinnar um vönduð

vinnubrögð. Þeir taka jafnframt mið af þeim starfsháttum við kennslu og próf sem

Háskólinn viðurkennir.

Sanngirni

2.2.7 Kennarar gera sanngjarnar kröfur til nemenda og vanda námsmat. Ef grunur leikur

á misferli nemenda fylgja þeir málinu eftir.

Viðmið og kröfur um gæði meistaranáms við Háskóla Íslands – samþykkt af háskólaþingi

14. nóvember 2013 og af háskólaráði 5. desember 2013.

Leiðbeinandi.

Leiðbeinendur í meistaranámi skulu stuðla að góðu og uppbyggilegu samstarfi við nemendur

sína, enda er gagnkvæmt traust á milli leiðbeinanda og meistaranema mikilvæg forsenda fyrir

árangursríku meistaranámi. Þeir skulu ekki aðeins veita nemendum sínum faglega ráðgjöf

heldur jafnframt leitast við að aðstoða þá við að öðlast þá almennu og faglegu færni sem fjallað

er um í þessum viðmiðum. Til að tryggja gæði leiðbeiningar skal hver leiðbeinandi að jafnaði

ekki leiðbeina fleirum en 10 meistaranemum á hverjum tíma.

Reglur nr. 321/2009 um eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna í háskólum

Ekkert í þeim reglum um ábyrgð kennara

Reglur um doktorsnám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Fjallað um leiðbeinanda í 8. gr. en þó ekki fjallað sérstaklega um eiginlegt hlutverk

hans.

Hlutverk leiðbeinenda/kennara samkvæmt reglum deilda

Viðauki 7

Handbækur sviða og deilda

1. Félagsvísindasvið:

Samskonar umfjöllun um hlutverk leiðbeinanda í handbók meistaranema í Félags- og

mannvísindadeild, Viðskiptafræðideild, Félagsráðgjafardeild og Stjórnmálafræðideild:

Hlutverk leiðbeinanda

Leiðbeinandi gerir nemandanum grein fyrir þeim kröfum sem gerðar eru til

lokaverkefnis, veitir honum hvatningu og aðhald við vinnu við það.

Leiðbeinandi ráðleggur nemandanum um eftirfarandi atriði:

o afmörkun efnisins

o heimildaleit

o skilgreiningu markmiða og rannsóknarspurninga

o gerð rannsóknaráætlunar

Page 27: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

27

o öflun rannsóknargagna, úrvinnslu þeirra og greiningu

o framsetningu á niðurstöðum

o ritgerðarsmíðina í heild

o tilkynningar til Persónuverndar og öflun tilskilinna leyfa (t.d. frá Persónuvernd)

Leiðbeinandi fylgist með framvindu verksins og metur það með hliðsjón af rannsóknar-

og námsáætlun.

Leiðbeinandi aðstoðar nemanda við að takast á við vandamál sem upp koma svo sem

siðferðileg álitamál í rannsóknavinnunni, aðferðafræðileg álitamál eða annað.

Leiðbeinandi tekur þátt í lokamati á meistaraprófsritgerð ásamt prófdómara. Báðir aðilar

(leiðbeinandi og nemandi) geta gert kröfu um reglubundin samskipti meðan unnið er að

verkinu.

Ekki er að finna umfjöllun um hlutverk leiðbeinanda/kennara í handbók meistaranema í

Hagfræðideild og handbók meistaranema í Lagadeild ekki aðgengileg á netinu (eða ekki

til).

2. Hugvísindasvið

Ekki er að finna umfjöllun um hlutverk leiðbeinanda/kennara í handbók meistaranema

(eða handbækur ekki aðgengilegar) í neinni deild á Hugvísindasviði

3. Heilbrigðisvísindasvið

Hjúkrunarfræðideild

Hlutverk leiðbeinanda er að leiðbeina nemanda í lokaverkefni. Hann styður nemandann við að

finna lausnir á vandamálum sem upp koma, og veitir honum hvatningu og aðhald. Hann gætir

þess að vinnan við verkefnið standist almennar fræðilegar kröfur og reglur deildarinnar um

lokaverkefni og sér jafnframt til þess að umfang verkefnisins sé hæfilegt. Umsjónarkennari ber

ábyrgð á að framkvæmd verkefnis og framvinda séu í samræmi við reglur deildar.

Umsjónarkennari leggur því mat á áætlun um framkvæmd verkefnisins og lokafrágang. Verði

breytingar á áætlun eru þær bornar undir umsjónarkennara. Leiðbeinandi gerir umsjónarkennara

grein fyrir stöðu verkefnisins einu sinni á önn og oftar ef breytingar verða á áætlun.

Leiðbeinandi og umsjónarkennari, í þeim tilvikum að um tvo aðila sé að ræða, þurfa báðir að

samþykkja að lokaverkefni sé fullbúið til mats. Undirritað samþykki þarf að berast til

verkefnastjóra framhaldsnáms.

Matvæla- og næringarfræðideild

Hlutverk leiðbeinanda er að leiðbeina nemanda í lokaverkefni. Hann styður nemandann við að

finna lausnir á vandamálum sem upp koma, og veitir honum hvatningu og aðhald. Hann gætir

þess að vinnan við verkefnið standist almennar fræðilegar kröfur og reglur deildarinnar um

lokaverkefni og sér jafnframt til þess að umfang verkefnisins sé hæfilegt.

Í reglum um vinnulag og námsmat í verklegum æfingum við matvæla- og næringarfræðideild

segir jafnframt:

Að jafnaði ber nemendum að skila skýrslu viku eftir að verklegri æfingu lýkur. Mikilvægt er að

nemendur skili á þeim tíma sem settur hefur verið. Seinkun á skýrsluskilum getur komið niður

á einkunnagjöf (kennara ber að kynna nemendum reglur þar af lútandi í upphafi námskeiðs).

Page 28: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

28

Kennari skilar skýrslu/einkunn til baka eigi síðar en tveimur vikum eftir að verklegri æfingu

lýkur og einni viku eftir að nemandi skilar skýrslu.

Sálfræðideild

Handbók meistaranema ekki aðgengileg, en í kennslustefnu sálfræðideildar segir þó:

Ábyrgð kennara:

Kennarar velja námsefni og aðferðir við eigin kennslu í samræmi við almennar gæðakröfur.

Þeir hafa hafa mikið svigrúm við nýtingu á kennslutíma í samræmi við kennsluaðferðir sínar.

Sálfræðideild telur að slíkt svigrúm sé hluti af í akademísku frelsi starfsmanna sem eru valdir

til starfa með skýrri kröfu um ábyrgð á kennslu – enda sé starfað í samræmi við almennar

gæðakröfur. Til þess að móta samfélag stuðnings, þróunar og samskipta um kennslu eru

eftirfarandi verkefni á dagskrá:

o Á árlegum kennslufundi deila kennarar reynslu sinni af nýjum lausnum og aðferðum

við kennslu.

o Deildin hvetur kennara til að sammælast um stuðning og aðhald og þróun í kennslu, og

þróa í því efni skynsamlegt vinnulag.

o Deildarforseti eða annar fastur kennari sem hann eða hún leggur til er nýjum kennurum

til halds og trausts fyrsta misseri þeirra í kennslu.

o Nýir kennarar eru hvattir til að sækja námskeið um kennslustörf

Læknadeild

Í handbók meistaranema er tekið fram að nemandi og leiðbeinandi þurfi að skila undirrituðum

samningi um MS verkefni til kennslustjóra rannsóknartengds framhaldsnáms. Í stöðluðu formi

þess háttar samnings er vikið að hlutverki leiðbeinanda og segir þar eftirfarandi:

Leiðbeinandi gerir nemandanum grein fyrir þeim kröfum sem gerðar eru til verkefnis, veitir

honum hvatningu og aðhald við vinnu þess.

Leiðbeinandi ráðleggur nemandanum m.a. um eftirfarandi atriði:

Afmörkun efnis

Hvernig standa skuli að heimildaleit

Skilgreiningu markmiða og rannsóknarspurninga

Gerð rannsóknaráætlunar

Öflun rannsóknargagna, úrvinnslu þeirra og greiningu

Framsetningu á niðurstöðum

Ritgerðasmíðina í heild

Leiðbeinandi aflar tilskilinna leyfa.

Leiðbeinandi á frumkvæði að fyrsta fundi meistaranefndar nemanda.

Leiðbeinandi fylgist með framvindu verksins og metur það með hliðsjón af rannsóknar- og

námsáætlun.

Leiðbeinandi aðstoðar nemanda við að takast á við vandamál sem upp koma, svo sem

siðferðileg álitamál í rannsóknarvinnunni, aðferðafræðileg álitamál eða annað.

Page 29: Skýrsla starfshóps rektors um akademískt misferli nemenda ... · Nanna Elísa Jakobsdóttir / Aron Ólafsson, Guðmundur Valur Oddsson, Helga Ögmundsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

29

Leiðbeinandi leggur mat á verkefnið í heild í lok meistaranáms og skilar um það áliti.

Ekki er að finna umfjöllun um hlutverk leiðbeinanda/kennara í handbók meistaranema (eða þá

að slíkar handbækur voru ekki aðgengilegar) í Tannlæknadeild og Lyfjafræðideild.

Þá er ekki fjallað sérstaklega um ábyrgð leiðbeinanda/kennara í reglum um meistaranám við

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands nr. 140/2014.

4. Menntavísindasvið

Ekki er að finna umfjöllun um hlutverk leiðbeinanda/kennara í handbók meistaranema

(eða handbækur ekki aðgengilegar) í neinni deild á Menntavísindasviði.

5. Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Ekki er að finna umfjöllun um hlutverk leiðbeinanda/kennara í handbók meistaranema

(eða handbækur ekki aðgengilegar) í neinni deild á Verkfræði- og nátúruvísindasviði.

Kennsluskrá deilda

Hef ekki rekist á neina umfjöllun í kennsluskrá deilda um ábyrgð/hlutverk kennara í þessu

samhengi.

Samantekt um ábyrgð kennara

Ekki er að finna samræmdar reglur um hver sé ábyrgð kennara við leiðsögn ritgerðar eða

kennslu. Þær reglur sem þegar eru til staðar eru alla jafna mjög almennar, en í vísindasiðareglum

segir til að mynda að „leiðbeinendur skulu ræða við nemendur sína um hvaða reglur gildi um

notkun rannsóknargagna og meðhöfunda ritverka.“.

Sumar deildir hafa sett fram ákveðin viðmið um hlutverk/ábyrgð kennara í handbókum deilda

um meistaranám, en það eru þó alls ekki öll svið eða deildir þar sem slíkar reglur eða viðmið er

að finna. Heildstæðustu og samræmdustu reglurnar er að finna á Félagsvísindasviði, en

reglurnar eru þó nokkuð almennar. Samkvæmt reglum deilda nær þó ábyrgð leiðbeinanda

sennilega lengst í Matvæla- og næringarfræðideild, en þar segir meðal annars í handbók

meistaranema að leiðbeinandi gæti þess að vinnan við verkefnið standist almennar fræðilegar

kröfur og reglur deildarinnar um lokaverkefni.

Niðurstaðan er því sú að ekki sé til staðar heildstæð nálgun á því hver sé ábyrgð

kennara/leiðbeinanda við leiðsögn eða í kennslu. Æskilegt verður að telja að einhverjar

almennar lágmarksreglur séu til staðar, sem gilda fyrir öll svið, en sviðum/deildum væri heimilt

að útfæra reglurnar nánar ef þörf þætti.