9
STEINAR BRAGI

reiLeiKa r Veistu að í Alþingishúsinu er háaloft sem er autt ......vék skyndilega fyrir vorkunn. Hún snerti við konunni og sagði eitthvað til að hugga hana. Þá leit hún

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • St

    ein

    ar

    Br

    ag

    iREIM

    LEIKA

    R Í REYK

    JAV

    ÍK

    Veistu að í Alþingishúsinu er háaloft sem er autt fyrir utan

    eina möru sem sogar til sín hamingjuna? Vissirðu að í Tjörn

    inni er útburður sem á síðkvöldum kjagar að leiði móður

    sinnar í kirkjugarðinum og líkist vængbrotnum hrafnsunga?

    Hefurðu gist í svörtu herbergjunum á Hótel Borg? Og

    veistu hvað er á bak við kirkjuna í Landakoti?

    Þegar Íslendingar yfirgáfu sveitirnar tóku þeir draugana

    með sér, og líka þörfina fyrir að koma á þá böndum með

    sögum. Válynd veður, náttúruhamfarir, fátækt og ein angrun

    hafa löngum verið frjór jarðvegur fyrir hvers kyns volæði,

    ótímabæran dauða – og týndar sálir.

    Reimleikar í Reykjavík er byggð á ítarlegum viðtölum við

    lifandi og í sumum tilfellum dána Íslendinga. Hér birtast í

    fyrsta sinn nokkrar af alræmdustu draugasögum Reykja

    víkur í seinni tíð, í bland við sögulegan fróðleik um borgina.

    ReimleikaR í Reykjavík

    Steinar Bragi

  • EFNISYFIRLIT

    Austurbæjarskóli 7

    Móakotslind 15

    Alþingi 19

    Núllið í Bankastræti 27

    Hótel Borg 33

    Atvinnuhúsnæði á Granda 43

    Tjörnin / Listasafn Íslands 49

    Grásleppuskúrar við Ægisíðu 57

    Landakotsskóli 67

    Hegningarhúsið 79

    Dillonshús (Suðurgata 2) 85

    Höfði 93

    Fríkirkjuvegur 11 101

    Tjarnarbíó 111

    Eftirmáli 117

    Kort af miðbænum 118

    Heimildir að rammagreinum og myndaskrá 120

  • AUSTURBÆJARSKÓLI

  • Helga var tvítug og nýbyrjuð í

    myndlistarskóla þegar draumarnir hófust.

    Hún talaði ekki um þá við neinn en að

    einhverjum tíma liðnum tók kærastinn

    hennar, Einar, eftir breytingum í fari

    hennar. Hún var þögulli en áður og erfiðari

    í skapi; myndirnar sem hún málaði

    breyttust frá því að vera tiltölulega kátar

    portrett myndir af fólki yfir í myndir af

    gráu húsi og andlitslausum börnum sem

    héngu á veggjum með gapandi munn.

    Hann spurði hvaðan þetta kæmi og á

    endanum brotnaði Helga niður og grét,

    sagði sig hafa dreymt illa undanfarna

    mánuði. Þegar á leið höfðu draumarnir

    breyst en í öllum þeirra væri grátt hús og

    herbergi sem hún vildi ekki opna.

    Í fyrstu draumunum var húsið lítið og

    grátt, varla nema svolítill klumpur sem

    minnti á sveitabæ, þó voru engin húsdýr

    sjáanleg og ekkert gras. Þótt Helgu langaði það ekki dróst hún inn

    í húsið sem var stærra að innan en utan og fullt af lokuðum dyrum

    og ruglingslegum göngum sem lágu í hringi. Strax frá upphafi vissi

    hún að einhvers staðar þarna inni væri

    eitthvað sem hún vildi ekki sjá, samt gengi

    hún um húsið og leitaði að „vonda

    herberginu“, einsog hún orðaði það með

    sjálfri sér. Einhvers staðar heyrðist lágt

    bank og Helga rann á hljóðið, stað næmdist

    utan við dyr sem lágu að vonda herberginu

    og tók um hurðar húninn, þá varð hún svo

    hrædd að hún vaknaði.

    Í draumunum sem komu á eftir var húsið

    nokkurra hæða hátt, veggirnir hrjúfir af

    skeljabrotum og allt í kring voru fleiri

    áþekkar byggingar. Á göngum hússins voru

    Austurbæjarskóli

    Sigurður Guðmundsson gerði fyrstu teikn

    ingar að skólahúsinu vorið 1924 að

    beiðni Reykjavíkurborgar.  Þá var hann

    við nám í Kaupmannahöfn en hætti því

    og setti á stofn fyrstu einkareknu arkitekta

    stofu landsins. Steinsteypa var orðin

    mun algengara byggingarefni hérlendis

    en í nágranna löndunum um þetta leyti. 

    Upprunalegt þak skólans var fyrsta flata

    stein steypu þakið á landinu. Byggingin,

    norræn klassík, var staðsett við norður

    mörk lóðarinnar og kennslu stofurnar í

    mið hluta hússins snúa í átt að birtu og

    útsýni.  Öðrum vistarverum var komið

    fyrir í hliðarálmunum.  Skólinn var vel

    búinn með sundlaug, eldhúsi, matsal og

    kennslustofum fyrir sérgreinar.

    8 | AUStURBæ jARSKóli

  • börn sem hreyfðu sig ekki heldur héngu

    hreyfingarlaus á snögum á veggjunum,

    einsog þau væru dáin. Andlit þeirra voru

    hvít og án svipbrigða, sum voru með

    gapandi munn og sprikluðu fótunum, það

    var bankið sem Helga heyrði. Hún var ekki

    fær um að stjórna hreyfingum sínum og

    dróst um ganga hússins, upp tröppur á aðra

    hæð þar sem var sams konar gangur með

    hangandi börnum, og loks upp á þriðju og

    efstu hæð hússins. Þar voru engin börn

    heldur lokaðar dyr sem hún vissi að lægju

    að kennslustofum. Við enda gangsins gekk

    hún inn í eina stofuna sem var full af

    borðum og stólum. Í stofunni voru enn aðrar

    dyr og um leið og Helga sá þær vissi hún að þær

    lægju að vonda herberginu.

    Þótt hún reyndi að stöðva sig dróst hún að dyrunum,

    heyrði lágt bank og sá sér til undrunar að það var hún sjálf

    sem bankaði á hurðina. Dyrnar opnuðust og lokuðust strax á eftir

    henni. Hún stóð inni í þröngu og dimmu herbergi og svipaðist um.

    Á einum veggnum hékk manneskja á snaga, ekki barn heldur

    fullorðin kona með sítt dökkt hár, hún spriklaði fótunum og laut

    höfði svo ekki sást í andlitið. Fætur kon

    unnar hreyfðust æ hraðar þartil hún var á

    harðahlaupum skammt ofan við gólfið, þá

    leit hún upp og augu hennar, full af

    örvæntingu, horfðu biðjandi á Helgu sem

    vissi um leið að hún þekkti konuna.

    Í síðustu draumunum var húsið orðið

    svo hátt að sást ekki í himininn fyrir því. Á

    malbikuðum leikvelli framan við inn gang

    inn stóðu börnin hreyfingarlaus, störðu

    upp í einn gluggann og lögðu við hlustir.

    Hátt bjölluhljóð rauf þögnina og um leið

    var Helga komin inn í húsið, dróst eftir

    AUStURBæ jARSKóli | 9

  • göngunum og upp stigana á efstu hæð. Fyrir utan gluggana svifu

    fuglar með hvassa gogga, svo stóra að fuglarnir virtust eiga erfitt

    með að halda sér á lofti. Skrækirnir frá þeim runnu saman við

    bjölluhljóminn sem glumdi um auða gangana. Helga gekk inn í

    stofuna og að dyrunum sem nú stóðu opnar. Myrkrið þar inni var

    á hreyfingu vegna ærandi bjölluhljómsins sem streymdi útúr

    herberginu en þegar hún greip um dyrakarminn datt allt í

    dúnalogn. Konan sem áður hékk á snaganum sat á gólfinu og grét,

    axlir hennar hristust og skelfingin sem Helga hafði fundið til áður

    vék skyndilega fyrir vorkunn. Hún snerti við konunni og sagði

    eitthvað til að hugga hana. Þá leit hún upp, biðjandi á svipinn,

    blóðhlaupin augun stóðu langt útúr höfðinu og neðar glitti í

    þrútna, fjólubláa tungu sem teygði sig langleiðina niður á höku.

    Helga kraup fyrir framan hana, þær féllust í faðma og Helga grét

    og hvíslaði einhverju sem hún skildi ekki í eyra konunnar. Eftir

    þetta vaknaði hún, tóm í sálinni og full af svo átakanlegri, lamandi

    vorkunn að hún átti bágt með að fara framúr.

    Í nokkrar vikur eftir þetta dreymdi hana ekkert og fátt bar til

    tíðinda þartil dag einn skömmu fyrir jól að þau Einar óku eftir

    Barónsstígnum í Reykjavík.

  • „Þarna er það!“ hrópaði Helga, benti út um gluggann á stóra,

    gráa byggingu og sagði hana vera húsið úr draumunum; það

    reyndist vera Austurbæjarskóli. Strax um nóttina komu draumarnir

    aftur og urðu svo íþyngjandi að Einar stakk upp á að þau heim

    sæktu skólann til að sjá hvort hún losnaði ekki þannig úr

    „álögunum“, einsog hann kallaði það.

    Eitt síðdegið í miðri viku gerðu þau sér ferð í skólann. Einar

    laug því til að þau ættu barn sem væri að byrja í skóla næsta vetur

    og þau fengu leyfi hjá húsverði til að skoða sig um. Skólastofurnar

    voru að mestu tómar en á göngunum voru fáein börn að tygja sig

    heim. Helga þagði en var í háttum einsog hún vissi hvert hún

    ætlaði og kærastinn elti. Þau gengu upp stigann á aðra hæð og

    þaðan rakleitt upp á þriðju. Við enda gangsins var stofa sem Helga

    opnaði. Borðum og stólum hafði verið raðað meðfram veggjum

    og á þeim héngu vaxlitamyndir af fuglum sem börn höfðu teiknað.

    „Það var hérna,“ sagði Helga og Einar gekk til hennar þar sem

    hún stóð í gættinni að litlu herbergi inn af stofunni. Herbergið var

    tómt fyrir utan myndvarpa, fáeinar möppur og ýmislegt smálegt

    sem safnast hafði þangað inn frá kennurunum. Einar spurði hvað

    hefði verið þarna en Helga svaraði ekki, gekk inn í mitt herbergið

  • 12 | AUStURBæ jARSKóli

    og stóð þar lengi hreyfingarlaus með augun lokuð, kvartaði undan

    því að henni væri kalt og byrjaði svo að gráta, hljóðlega en sárt.

    Þótt hún vildi hvergi fara hafði Einar fengið nóg, leiddi hana

    grátandi útúr byggingunni og sá eftir þessu öllu saman. Í bílnum á

    leiðinni heim róaðist Helga en hélt áfram að kvarta undan kulda,

    líka eftir að hún hafði verið dúðuð ofan í rúm. Um nóttina var

    hún með óráði og læknir sem kvaddur var til greindi hana með

    bráðalungnabólgu. Eftir nokkra daga á spítala var hún dáin.

    Þegar fáeinir mánuðir voru liðnir frá jarðarförinni gerði Einar sér

    ferð í skólann. Hann vissi ekki hvað hann ætlaði sér en tenging

    hússins við dauða Helgu var skýr í huga hans, og þótt mesta sorgin

    væri að baki hafði hann ekki enn getað sætt sig við þá röð atburða

    sem leiddi þau inn í þetta bölvaða hús. Eftir að hafa tíundað sögu

    sína í bréfi sem hann sendi skólastjóranum fékkst einn kennaranna

    til að hitta Einar og leiða hann um skólann. Þeir fóru aftur í

    stofuna, sem er númer 209, og að námsgagnageymslunni inn af

    henni. Samkvæmt kennaranum hafði skúringakona hengt sig þar

    inni skömmu eftir að hann hóf störf við skólann. Hann sagðist ekki

    þekkja öll smáatriði málsins en taldi að konan hefði verið einn af

    fyrstu svokölluðu nýbúum Íslands, aðflutt frá einu af lýðveldum