12
1 Nokkur óróleiki hefur verið í nemendahópnum á haustdögum eftir að samlokugrillið okkar dó drottni sínum. Heyrst hefur að rekstrarstjóri Menntavísindasviðs hafi unnið baki brotnu við að leita að hinu forláta grilli, svöngum munnum til handa. Ekkert nema framúrskarandi grill dugar. Stefnt er að því að kaupin verði gerð opinber fljótlega. Blásið verður til mikilla hátíðarhalda sem eiga ná hámarki þann 25. nóvember. Þann merkisdag verður einmitt nýtt tungl. Stjörnuspekingar, sem blaðamaður náði tali af, eru á einu máli um að þetta sé merki þess að stjórnsýsla Háskólans hafi loksins viðurkennt gagnsemi stjörnuspekinnar, en þessir aðilar hafa lengi staðið í hatrömmum ritdeilum á síðum dagblaðanna. „Það er mjög gott að vígja nýtt samlokugrill í rísandi nauti“ segir Sól, talskona stjörnuspekinganna. „Viðhaldskostnaður helst í lágmarki, brauðið brennur síður við og síðast en ekki síst verður spennandi að fylgjast með því þegar pláneturnar Mars og Venus takast á í byrjun næsta árs; það gæti skapað mjög spennandi átök í kringum grillið.“ Sól gæddi sér á grillaðri samloku með skinku og osti sem hún bragðbætti með tveimur sneiðum af tómati og dass af oreganó. Nemendur munu eflaust bíða í röðum eftir því að prófa grillið til að HÁMA í sig brauðmeti, sem nóg er af í Stakkahlíðinni. Mötuneytisnefndin starfar víst í lokuðum bakherbergjum, en síðast sást til þeirra laumast yfir í Tækniskólann sem hýsir víst mjög spennandi mötuneyti... Stóra grill Stóra grill Stóra grill- málið leyst málið leyst málið leyst? - Sæmundur - 2. tölublað, 1. árgangur Nafn blaðsins Þar sem engin tillaga barst dómnefnd varðandi nafn þessa fréttapésa var ákveðið að endurvekja Sæmund, sem mun hafa verið fréttablað Kennaranema fyrir sam- eininguna við Háskóla Íslands. Útgefandi: Stúdentafélag Kennó Ritstjóri og ábm.: Þorleifur Örn Gunnarsson [email protected] Aðrir pennar: Ólöf Rut Halldórsdóttir Kristín Ýr Lyngdal Meðal efnis tölublaðsins: Kennslukönnun H.Í.TÖKUM ÞÁTT! Viðtal við Halla (í Botnleðju) formann Félags leikskólakennara Hugleiðingar um íslenskukennslu við kennaradeild SkemmtinefndÁrshátíðarnefndskíðaferðjólaballsnilld! Kennaranemar teknir í spjallSkiptinemi leysir frá skjóðunni!

Sæmundur

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Skólablað Stúdentafélags Kennó

Citation preview

Page 1: Sæmundur

1

Nokkur óróleiki hefur verið í nemendahópnum á haustdögum eftir að

samlokugrillið okkar dó drottni sínum. Heyrst hefur að rekstrarstjóri

Menntavísindasviðs hafi unnið baki brotnu við að leita að hinu forláta

grilli, svöngum munnum til handa. Ekkert nema framúrskarandi grill

dugar. Stefnt er að því að kaupin verði gerð opinber fljótlega.

Blásið verður til mikilla hátíðarhalda sem eiga ná hámarki þann 25.

nóvember. Þann merkisdag verður einmitt nýtt tungl. Stjörnuspekingar, sem

blaðamaður náði tali af, eru á einu máli um að þetta sé merki þess að stjórnsýsla Háskólans hafi loksins

viðurkennt gagnsemi stjörnuspekinnar, en þessir aðilar hafa lengi staðið í hatrömmum ritdeilum á síðum

dagblaðanna. „Það er mjög gott að vígja nýtt samlokugrill í rísandi nauti“ segir Sól, talskona

stjörnuspekinganna. „Viðhaldskostnaður helst í lágmarki, brauðið brennur síður við og síðast en ekki síst

verður spennandi að fylgjast með því þegar pláneturnar Mars og Venus takast á í byrjun næsta árs; það

gæti skapað mjög spennandi átök í kringum grillið.“ Sól gæddi sér á grillaðri samloku með skinku og osti

sem hún bragðbætti með tveimur sneiðum af tómati og dass af oreganó.

Nemendur munu eflaust bíða í röðum eftir því að prófa grillið til að HÁMA í sig brauðmeti, sem

nóg er af í Stakkahlíðinni. Mötuneytisnefndin starfar víst í lokuðum bakherbergjum, en síðast sást til

þeirra laumast yfir í Tækniskólann sem hýsir víst mjög spennandi mötuneyti...

Stóra grillStóra grillStóra grill---málið leystmálið leystmálið leyst???

- Sæmundur - 2. tölublað, 1. árgangur

Nafn blaðsins Þar sem engin tillaga barst

dómnefnd varðandi nafn

þessa fréttapésa var ákveðið

að endurvekja Sæmund, sem

mun hafa verið fréttablað

Kennaranema fyrir sam-

eininguna við Háskóla Íslands.

Útgefandi:

Stúdentafélag Kennó

Ritstjóri og ábm.:

Þorleifur Örn Gunnarsson

[email protected]

Aðrir pennar:

Ólöf Rut Halldórsdóttir

Kristín Ýr Lyngdal

Meðal efnis tölublaðsins: Kennslukönnun H.Í.—TÖKUM ÞÁTT!

Viðtal við Halla (í Botnleðju) formann Félags leikskólakennara

Hugleiðingar um íslenskukennslu við kennaradeild

Skemmtinefnd—Árshátíðarnefnd—skíðaferð—jólaball—snilld!

Kennaranemar teknir í spjall—Skiptinemi leysir frá skjóðunni!

Page 2: Sæmundur

2

Ákveðið var snemma í haust að hafa samband við

formann Félags leikskólakennara, sem margir

þekkja sem Halla í Botnleðju. Halli var ekki fyrr

búinn að taka við stjórnartaumum í félaginu fyrr

en hann blés til sóknar og boðaði til

verkfallsaðgerða með yfirgnæfandi stuðningi

félagsmanna. Samningar náðust rétt áður en

verkfallið skall á en Halli vakti athygli og aðdáun

fyrir skelegga en umfram allt heiðarlega framkomu

í þjóðfélagsumræðunni.

Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum

okkar að þessu tilefni.

Sæmundur: Ertu ánægður með þá samninga

sem samþykktir voru á dögunum?

Halli: Ég er súkkulaði-sáttur við nýju

kjarasamningana. Þeir eru svo sannarlega

hænuskref í rétta átt til að gera kennara að vel

launaðri stétt í samfélagi okkar. Það er þó enn

langt í land svo baráttan heldur áfram.

Sæmundur: Þegar þú tókst við formennsku hjá

Félagi leikskólakennara, horfðir þú þá strax fram

á að verkfallsaðgerðir væru nauðsynlegar?

Halli: Ég renndi algjörlega blint í sjóinn með það

og tók bara einn klukkutíma í einu. Ég vissi hins

vegar að leikreglurnar voru ekki skrifaðar í skýin

og ég ætlaði mér að nálgast verkefnið með gleði

í hjarta og von í brjósti.

Sæmundur: Hvernig upplifðir þú stemninguna

meðal foreldra leikskólabarna gagnvart

aðgerðunum?

Halli: Stuðningurinn var gríðarlegur og í raun

ótrúlegur miðað við það að verkfallsaðgerðir

leikskólakennara koma alltaf til með að bitna á

saklausu fólki. Það var því frábær tilfinning að

geta launað foreldrum stuðninginn með því að

aflýsa verkfallinu.

Sæmundur: Hversu mikilvægt er fyrir kennara

landsins að standa saman í launaviðræðum

stéttsystkina?

Halli: Að mínu mati skiptir það öllu máli. Ég er

talsmaður þess að við tilheyrum öll einu

kennarafélagi sem væri gríðarlega sterkur hópur

sem gæti svo sannarlega gert sig gildandi í

samfélaginu.

Sæmundur: Er það þess virði að verða kennari?

Halli: Það fer algjörlega eftir því hvernig þú

skilgreinir „virði“. Það hefur gefið mér mjög mikið

að geta haft jákvæð áhrif á einstaklinga á mest

mótandi æviskeið lífs þeirra en ég er ekki ennþá

kominn með sundlaug í garðinn hjá mér.

Sæmundur: Ertu bjartsýnn á framtíðina?

Halli: Ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af

framtíðinni. Framtíðin kemur hvort sem mér líkar

það betur eða verr. Ég get hins vegar reynt að hafa

áhrif á hana á þann hátt sem snertir aðra á

jákvæðan hátt. Hvað varðar mig persónulega þá

bíður mín örugglega eitthvað þar sem ég þarf að

taka annað hvort slæmar eða góðar ákvarðanir.

Vonandi hef ég vit til að taka góðar ákvarðanir.

Bjartsýnn? Já!

Þökkum við Haraldi kærlega fyrir viðtalið og óskum

honum velfarnaðar í starfi. Baráttan er rétt að byrja!

Viðtal við Harald F. Gíslason, Viðtal við Harald F. Gíslason, Viðtal við Harald F. Gíslason, formann Félags leikskólakennaraformann Félags leikskólakennaraformann Félags leikskólakennara ÞÖG

Page 3: Sæmundur

3

Heiðruðu samnemendur—ef eitthvað, lesið þá þetta....

Núna styttist senn í prófin. Verkefnin hrannast upp á listanum og það telst til hlunninda að leiða

hugann að hátíð ljóss og friðar sem þó nálgast óðfluga. Vonandi var önnin ykkur ánægjuleg. Vonandi

fengust þið við fjölbreytt og krefjandi námsefni; kynntust samnemendum, kennurum og starfsfólki á

nýjan hátt; eða treystuð böndin við þá sem þið þekktuð fyrir. Vonandi eruð þið hæfari kennaraefni

fyrir vikið!

Það er þó raunin að víða er pottur brotinn. Það dugar skammt að húka út í horni og fara í

fýlu. Til að þess að hlutirnir breytist til batnaðar þarf að láta skoðun sína í ljós, koma vandamálum á

framfæri til réttra aðila og trúa því að með jákvæðni að leiðarljósi sé hægt að leysa vandamálin.

Við nemendur höfum til þess nokkrar leiðir að hafa bein áhrif á nám okkar. Innan

stjórnsýslu Háskóla Íslands starfar fjöldi nefnda og þar hafa nemendur iðulega fulltrúa. Merkilegt

nokk þá gengur afar illa að fylla þessi sæti, en það er annað mál. Þrátt fyrir að HÍ líti ef til vill út sem

þunglamaleg stofnun full af eyðublöðum og stimplum þá er vilji meðal kennara að bæta sig í starfi.

Nær allir kennarar starfa eftir sinni bestu samvisku og trúa því að námskeiðin þeirra séu góð (ég vil

allaveganna ekki trúa öðru).

Við sem stefnum að því að verða kennarar vitum að kennslu má sífellt bæta. Þetta á jafnt við

um háskólakennara sem og vettvangsnám kennaranema. Til þess að aðstoða kennara okkar þurfum við

að láta þá vita hvernig gengur. Mikilvægt er að hrósa þeim sem standa sig vel en láta þá sem standa

sig síður vel vita af því. Kennslukönnun Háskóla Íslands er okkar besta leið til að hafa bein áhrif á

námið. Ef þú ert í ,,slæmu” námskeiði þá getur þú kennt þeim nemendum um sem slepptu því að fylla

út kennslukönnunina í fyrra og einungis vonað að þeir hafi fyllt út kennslukönnunina fyrir námskeiðin

sem þú ert skráð/ur í á næstu önn.

Það er til skammar og í raun fullkomlega óskiljanlegt að nemendur taki sér ekki nokkrar

mínútur til að fylla út könnunina. Ég veit að það tekur smá tíma (sem er af skornum skammti í lok

annar) og sérstaklega er hvimleitt að hafa ótal kennara í einu og sama námskeiði... EN það tekur lengri

tíma að sitja heila önn í misheppnuðu námskeiði. Þú getur því miður ekki breytt því námskeiði sem þú

ert að klára en þú getur stuðlað að því að samnemendur þínir og samstarfsfélagar framtíðarinnar sitji

ekki sömu ósköpin af sér. Núna er víst búið að gera viðmótið notendavænna og auka eftirfylgni með

niðurstöðum. Rektor HÍ mun einnig veita því fræðasviði HÍ verðlaun þar sem þátttakan er best.

Húrra, við ætlum að vinna!

Við, sem stefnum að því að verða kennarar framtíðarinnar, ættum að vera fyrirmynd

annara háskólastúdenta í þessum efnum. Ef ekki fyrir okkur sjálf, þá til að sýna öðrum að við ætlum

okkur að standa fyrir metnaðarfullu kennslustarfi í framtíðinni!

TÖKUM ÞÁTT Í KENNSLUKÖNNUN

Þorleifur Örn Gunnarsson

Varaformaður Kennó og ritstjóri ([email protected])

Kennslukönnun HÍKennslukönnun HÍKennslukönnun HÍ———TÖKUM ÞÁTT TÖKUM ÞÁTT TÖKUM ÞÁTT !!!

Page 4: Sæmundur

4

Ég er kennaranemi á 5. misseri á samfélagsgreinakjörsviði. Ég tilheyri fyrsta árgangi nemenda sem fær

tækifæri til að kljást við nýtt fimm ára kennaranám. Ég hef nær undantekningalaust verið mjög ánægður

með námið mitt. Það hefur verið krefjandi og áhugavert en umfram allt endaði ég loksins á réttri hillu í

lífinu.

Ástæða hugleiðinga minna er frétt sem birtist í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins þann 15. nóvember

síðastliðinn. Þar var meðal annars tekið viðtal við Sigurð Konráðsson, prófessor í íslensku á

Menntavísindasviði. Í viðtalinu lýsti hann þeirri skoðun sinni að kennaranemar þurfi nauðsynlega á aukinni

íslenskumenntun að halda. Af fréttinni að dæma er vilji Sigurðar að skylda kennaranema til að ljúka að

lágmarki 60 einingum í íslensku og taldi hann að við værum á rangri leið.

Undanfarnar vikur hef ég starfað, sem einn fjögurra fulltrúa nemenda, í námsnefnd kennaradeildar.

Námsnefndin hafði það verkefni að koma saman tillögu um skipulag fimm ára grunnskólakennnaranáms.

Þann 14. nóvember var haldinn deildarfundur þar sem samþykkt var tillaga námsnefnda. Tillagan verður að

öllum líkindum kynnt nemendum hið fyrsta.

Á opnum fundi fyrir kennara, sem ég fékk að sitja, var fjallað um tillögur námsnefnda; lýstu margir

kennarar yfir áhyggjum sínum af því að kennaranemar væru vart talandi né skrifandi á íslenska tungu.

Lausn þeirra á þessu vandamáli væri að sjálfsögðu að auka hlut íslensku í kennaradeild Háskóla Íslands.

Fyrir utan þá staðreynd að mér þættu alhæfingar þessara ágætu kennara allt að því móðgandi (sem eini

fulltrúa nemenda á svæðinu) þá tel ég þá vera að nálgast vandamálið frá þveröfugum enda.

Í umræddum fréttatíma RÚV kemur réttilega fram að íslenska er stærsta kennslugreinin í skólakerfinu

ásamt stærðfræði. Íslenska er með flestar kennslustundir á viku á öllum aldursstigum. Venjulegur

háskólastúdent hefur lokið 16 ára skólagöngu og stendur á þröskuldi háskólans með stúdentspróf í hendi.

Stúdentsprófið gerir að lágmarki kröfu um fimm áfanga í framhaldsskóla, sjálfur lauk ég víst tveimur til

viðbótar. Spurningin er því sú hvers vegna öll þessi íslenskukennsla, að mati Sigurðar sem einn höfunda

skýrslunnar Íslensk málstefna (2009), hefur ekki skilað sér. Hvar er íslenskukunnátta stúdenta? Hvernig

komst fólk í gegnum 16 ár í skóla án þess að vera hvorki talandi né skrifandi á íslensku?

Ég vinn hlutastarf í félagsmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Þar er rekið öflugt og metnaðarfullt

félagsstarf fyrir unglinga. Ég sé meðal annars um málfundafélag sem hittist venjulega einu sinni í viku.

Þessi hópur myndaðist að nokkru leyti fyrir tilstilli sjálfsprottins áhuga unglinganna á ræðumennsku. Á

fundi félagsins fyrir nokkrum vikum kom fram sú hugmynd að halda ræðukeppni milli kennara og

nemenda hverfisskólans. Það besta við tillöguna var hugmynd krakkanna um að tengja ræðukeppnina við

Dag íslenskrar tungu og halda hana frammi fyrir öllum skólanum. Ég sá fyrir mér þakkláta

íslenskukennara sem gripu hvert tækifæri fegins hendi til að sýna fram á mátt hins lifandi tungumáls.

Fullkomin tenging við íslensku (sem og ótal aðra þætti námskrár)! En vitir menn, ENGINN kennari bauð

Hugleiðingar um íslenskukennslu

...þurfa allir kennaranemar að læra meiri íslensku?

Eftir Þorleif Örn Gunnarsson

Page 5: Sæmundur

5

fram þátttöku sína; hvorki íslenskukennarar né aðrir. Í hvaða skóla fóru þeir eiginlega??

Af hverju hefur íslenskukunnátta verið bitbein fólks í þjóðfélagsumræðunni síðan sautjánhundruð og

súrkál? Ekki flæmdi Bretinn eða Kanaútvarpið íslenskuna af landi brott? Mennirnir þróast og málið með.

Nú skal enginn draga þá ályktun af skrifum mínum að ég sé á móti íslensku eða íslenskukennslu. Ef

eitthvað er þá legg ég mig fram um að nota orðatiltæki rétt og slá um mig með sjaldheyrðum orðum.

Ennfremur nýt ég þess að lesa eða heyra fallega íslensku. Ég er hinsvegar fullkomlega ósammála því að

allir kennaranemar verði að ljúka 60 einingum í íslensku á háskólastigi.

Hvað ætti að kenna okkur sem ekki hefði átt að vera búið að kenna okkur á 16 árum? Meira af

málfræði eða stafsetningu? Hvað með aðrar deildir háskólans? Ég skil ekkert hvað viðskiptafræðingar

með alla sína ársfjórðunga eru að segja eða hvað „vektorar“ vélaverkfræðinnar standa fyrir.

Talsmenn aukinnar íslenskukennslu innan kennaradeildar segja, réttilega, að öll kennsla sé

íslenskukennsla. Lestur, skrift og talað mál tilheyra öllum kennslugreinum. Því er mikilvægara að

kennaranemar séu færari um að tjá sig á tungumálinu en aðrir. Gott og vel. Með sömu rökum má fullyrða

að kennsla allra hinna 300 eininga kennaranámsins sé íslenskukennsla. Húrra, vandamálið er leyst!

Gegnum setu mína í námsnefnd hef ég orðið vitni að því hvernig kennarar mismunandi kjörsviða

deildarinnar bera hag námsgreina sinna fyrir brjósi. Annars vegar eru þetta allt sérfræðingar á sínu sviði

sem eðlilega hefja mikilvægi greina sinna til skýjanna enda búnir að sökkva sér í fræðin í fjölda ára. Hins

vegar eru þetta kennarar sem hafa bókstaflega hag af því að fá fleiri kennslustundir, aukna ábyrgð og

væntanlega þar með talið hærri laun. Ekki ætla ég að dæma um hvort vegur þyngra.

Þessi umfjöllun fréttastofu RÚV er engin tilviljun því degi áður var samþykkt á deildarfundi

Kennaradeildar, með miklum meirihluta atkvæða, tillaga námsnefndar sem var ekki öllum að skapi. Þar

var nefnilega samþykkt málamiðlun.

Það er ekki hægt að kenna allt í kennaranámi. Ég er á samfélagsgreinakjörsviði og get auðveldlega

flutt stutta ræðu um mikilvægi samfélagsgreina nú á tímum hnattvæðingar og blöndunar

menningarsamfélaga og í framhaldinu lýst yfir þungum áhyggjum af því hvernig kennaranemar séu

almennt illa í stakk búnir að kenna nemendum að lifa í lýðræði; ég skal bara taka það að mér, ekkert mál!

Íslenskukennaranemar fá síðan vonandi frábær kennsluverkfæri í hendurnar til þess að kenna komandi

kynslóðum tungumálið. Vonandi verða kennaranemar bæði talandi og skrifandi eftir 20 ár.

Það er röng leið að vandamálinu að skylda almenna nemendur kennaradeildar til aukins

íslenskunáms. Þessi forsjárhyggja er fáránleg og til þess fallin að draga úr gæðum allrar annarrar kennslu í

grunnskólum landsins í framtíðinni.

“Sorry með mig” [sic], en Sigurður og hans skoðanabræður hefðu átt að vera búnir að kenna mér

stafsetningu fyrir 20 árum, þá var ég í grunnskóla... Þar eru tækifærin.

“Mér langar að skylja kenaranna”—

Page 6: Sæmundur

6

Hekla Jónsdóttir

(Fyrsta ár í grunnskólakennarafræði)

Aldur: 21

Hvernig er heilsan? Hún er bara nokkuð góð. Prófkvíði farinn að segja til sín? Ójá, búin að slappa rosa mikið af í vetur og er að finna fyrir því núna. Nærðu ekki örugglega öllu? Jú jú. Held það nú alveg örugglega. Þetta reddast alltaf. Ertu með kaffikort í Bauninni? Nei, er ein af mjög fáum háskólanemum sem drekka ekki kaffi. Hvað kom þér mest á óvart þegar þú byrjaðir í skólanum? Þetta er miklu meiri vinna en ég bjóst við. Ingibjörg Frímanns eða Þórður Helga? Hahaha ég er hræðileg með að muna nöfn á fólki. En Ingibjörg getur verið svolítið scary, þannig að ég segi Þórður Helga. Búin að kaupa allar jólagjafirnar? Ekki einu sinni byrjuð að pæla í þeim. Jólin og jólaundirbúningur eru á bannlista þangað til eftir próf. Uppáhalds smákakan? Piparkökur með ísköldu mjólkurglasi. Best í heimi! Eitt að lokum, búin að ákveða áramótaheit ársins 2012? Eeehh, ekkert sérstakt. Er svo léleg í að standa við svona. En ætli ég reyni ekki bara að vera aðeins minna löt á næsta ári.

Páll Ásgeir Torfason

(Fyrsta ár í grunnskólakennarafræði)

Aldur: 21.

Hvernig er heilsan? Hún er mjög fín, takk fyrir það!

Prófkvíði farinn að segja til sín? Voða lítið.. Hann fer samt

eflaust á fullt í næstu viku!

Nærðu ekki örugglega öllu? Vonum það.. ég vil allavega

ekki ,,jinxa“ þetta með því að svara þessari spurningu játandi.

Ertu með kaffikort í Bauninni? Nei, hef aldrei dottið inn í

þessa kaffidrykkju.

Hvað kom þér mest á óvart þegar þú byrjaðir í skólanum?

Hvað ég er latur held ég...

Ingibjörg Frímanns eða Þórður Helga? Þórður er eflaust mikið

sjarmatröll en Ingibjörg hefur vinninginn!

Búinn að kaupa allar jólagjafirnar? Nei alls ekki, þetta klárast oftast á Þorláksmessu!

Uppáhalds smákakan? Klárlega sörur!

Eitt að lokum, búinn að ákveða áramótaheit ársins 2012? Nei hef aldrei gert svona

áramótaheit.. KÝL

Page 7: Sæmundur

7

Eiríkur Örn Þorsteinsson—Skiptineminn

(Þriðja ár í grunnskólakennarafræði)

Aldur: 23.

-Hvernig ertu? Ég er fresh, nýkominn frá Tallin og Riga. Þetta var svakaleg ferð þar sem ég skaut meðal annars af byssum.

-Nú? Ertu ekki annars í Stokkhólmi núna? Jú, akkúrat. Ég er í skiptinámi þar. -Hvernig gengur það annars? Bara mjög vel. Búinn að vera í tveimur 15 eininga námskeiðum. Annað var erfitt

en hitt ekki jafn. -Ertu að læra á ensku eða sænsku? Kennslan fer fram á ensku.

-Er sænskan komin? Haha, engan vegin. Ég var settur í sænskunámskeið með Skandinavíubúum en það var allt of erfitt fyrir mig. Ég ætlaði þá bara að kenna mér þetta sjálfur. Ég er alveg frekar góður í að skilja en það er annað að svara á sænsku. Maður kemst langt með að segja “precis”, “jaha” og “oh”. -Hverjir eru helstu kostir þess að vera í skiptinámi? Það besta við að vera í skiptinámi er bara að kynnast nýju fólki og upplifa nýja hluti. Hér er fólk frá öllum heimshornum saman að upplifa þessa nýjungar svo allir eru mjög opnir og hressir. -Hvernig datt þér í hug að fara til Stokkhólms? Ég var að pæla í að fara annað hvort til Stokkhólms eða Kaupmannahafnar. Mig langaði að vera í stórborg og vissi að það myndi vera auðvelt fyrir mig að fá námskeiðin hér úti metin. Ég hugsaði líka aðeins út í tungumálið því ég bjóst við því að ég myndi vera snöggur að læra sænskuna. Að lokum þá varð Stokkhólmur ofan á því að ég hafði komið svo oft til Kaupmannahafnar og vildi prófa eitthvað nýtt. Síðan var vinkona mín alltaf að segja mér svo góða hluti um borgina, en hún var hérna í skiptinámi síðustu önn.

-Já, það er alltaf spurning um hvort námskeiðin séu metin til eininga í H.Í. Hvernig stendur þú í þeim málum? 15 einingar eru tengdar mínu kjörsviði *náttúrufræði+ svo þær fæ ég beint inn, hinar fæ ég metnar. En ég er búinn að ákveða að vera hérna í eina önn í viðbót og ég veit ekkert hvernig/hvort þær einingar verði metnar. Það kemur bara í ljós. -Jæja, ef ég væri slakur við Slussen, hvert þyrfti ég að fara til að fá besta kaffið í Stokkhólmi? Það er hverfi hérna sem kallast SoFo og er svona hipp og kúl hverfið í Stokkhólmi. Það er mjög gaman að kíkja inn á einhverja staði þar, til dæmis Café String. -Heyrðu þá er þetta bara komið. Fæ ég að nota einhverja mynd af þér? Já þú getur notað mynd af þessum sænska töffara *sjá mynd fyrir ofan+. Við óskum Eiríki velfarnaðar og tökum heilshugar undir að hann er eðal töffari að tjilla með kaffi í SoFo.

ES. Hann biður að heilsa.

EES. Frekari upplýsingar um skiptinám má nálgast á Alþjóðaskrifstofu sem er staðsett á Háskólatorgi.

ÞÖG

Page 8: Sæmundur

8

Í síðasta blaði var stjórn Stúdentafélagsins Kennó kynnt, núna er komið að hinni

mikilvægu skemmtinefnd.

Hlutverk skemmtinefndar er einfalt en það er að sjá til þess að félagsmenn Kennó

skemmti sér og njóti lífsins á meðan námi stendur. Við leggjum mikinn metnað í að hafa

sem flesta viðburði en um leið veglega og að sjálfsögðu skemmtilega! Meðal viðburða

sem skemmtinefndin býður uppá má nefna vísindaferðir, bjórkvöld, hrekkjavökupartý,

Laugarvatnsferð, nýnemagleði, próflokapartý, jólaball fyrir börnin, árshátíð, skíðaferð,

keilukvöld, konu- og karlakvöld og margt fleira. Við hvetjum alla til að leita að okkur á

fésbókinni undir nafninu Kennó Stúdentafélag Menntavísindasviðs HÍ og

fylgjast með því sem er að gerast á heimasíðunni okkar:

www.nemendafelog.hi.is/Kenno

Ólöf Rut Halldórsdóttir ([email protected])

Námsleið: Grunnskólakennarafræði;

Textílmennt

Hlutverk: Formaður skemmtinefndar

Mottó:

Smælaðu framan í heiminn og þá

smælar heimurinn framan í þig

skóm

Ásdís Hanna Bergvinsdóttir

([email protected])

Námsleið: Leikskólakennarafræði

Hlutverk: Vísindaferðarstjóri

Mottó: Að lifa lífinu lifandi

Kristinn Ingi Austmar

Guðnason

([email protected])

Námsleið: Grunnskólakennarafræði;

Tónlist, leiklist, dans.

Hlutverk: Spila á gítar og sker sítrónur

Mottó: Lífið er of stutt til að vera í

ljótum skóm

Rakel Ósk

Guðmundsdóttir ([email protected])

Námsleið: Grunnskólakennarafræði

Hlutverk: Flyt ljóð og fylli ísskápa

Mottó: Geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir

ekki neitt fyrir neinn

ÓRH

Page 9: Sæmundur

9

SudokuSudokuSudoku ef stund gefst milli stríða...ef stund gefst milli stríða...ef stund gefst milli stríða...

LéttLéttLétt ErfiðErfiðErfið

....ein ....ein ....ein svínslega erfiðsvínslega erfiðsvínslega erfið eða eða eða Set puzzle Set puzzle Set puzzle kemur í næsta blaði!kemur í næsta blaði!kemur í næsta blaði!

Nú er komið að því að fara að skipuleggja Árshátíð Menntavísindasviðs 2012 og okkur

vantar gott og duglegt fólk í nefndina!

Eins og síðustu ár verða nemendafélög Menntavísindasviðs með sameiginlega

Árshátíð, Kennó (félag leikskóla- og grunnskólakennarafræðinema), Padeia (félag uppeldis-

og menntunarfræði) og Tumi (félag tómsunda- félagsmála- og þroskaþjálfafræði).

- Á síðasta ári var þemað Vegas-spilavíti. Hvað ætli verði þemað í ár? -

Við auglýsum eftir 1-2 fulltrúum frá Kennó sem eru tilbúnir til þess að starfa í

árshátíðarnefnd ásamt fulltrúum hinna félaganna. Svo að ef þú ert dugleg/ur, með

frumkvæði og hefur áhuga á að starfa í Árshátíðarnefnd sendu endilega línu á formann

skemmtinefndar á netfangið: [email protected]

Við tökum öllum framboðum fagnandi!

Verum í bandi....

ÓRH

Page 10: Sæmundur

10

Page 11: Sæmundur

11

Gáta (því þær eru skemmtilegar) Gunna er 13 ára stelpa sem er á leið í heimsókn til ömmu sinnar. Hún ætlar að gleðja ömmu sína með því

að færa henni 2 kökur. Amma hennar býr hins vegar í hinum enda bæjarins. Gunna þarf því að fara yfir 7

brýr til að komast á áfangastað en undir hverri brú er auðvitað 1 tröll. Tröllin eru, eins og allir vita, sólgin í

kökur og hafa sett á kökutoll. Hvert tröll mun taka helminginn af kökunum hennar Gunnu. Tröllin eru

samt mjúk inn við beinið og gefur hvert tröll henni því eina köku til baka í sárabætur.

Hvað þarf Gunna að baka margar kökur?

(....svarið má finna á baksíðu, REYNDU samt fyrst að leysa gátuna ;)

Page 12: Sæmundur

12

Hvað er framundan í félagslífinu?Hvað er framundan í félagslífinu?Hvað er framundan í félagslífinu?

Vorönn

Skíðaferð 20.jan Árshátíð 17.mars Konu- og karlakvöld Vísindaferð í Nova og já-Ísland í febrúar Keilukvöld Karókíkvöld

Vísindaferðir í Kennarasamband Íslands,

Atlantsolíu og fleiri ferðir eiga vonandi eftir

að detta inn þegar á líður.

Viðburðir 2011Viðburðir 2011--20122012

Haustönn

Nýnemagleðin 2.sept

Októberfest 16.sept

Vísindaferð í Vífilfell 16.sept

Laugarvatnsferð 1.okt

Vísindaferð í Ölgerðina 7.okt

Halloween 28.okt

Vísindaferð í Saga Film 1. nóv

Bjórkvöld 11. nóv

PRÓFLOKADJAMM 16. des

Fjölskyldujólaball 18. des

Það er ennþá hægt að skrá sig í nemendafélagið þar sem meðlimir fá ýmsa afslætti, forgang í ferðir og ódýrari árshátíðarmiða! Upplýsingar veitir Hafþór ([email protected])

Ferðin í fyrra var snilld og

verður seint toppuð (þrátt fyrir

að ekkert skíðafæri hafi verið).

Við ætlum þó að reyna!

Svar við gátunni: Lausn við gátu: Gunna þarf einungis að baka 2 kökur. Þegar hún fer yfir fyrstu brúna tekur tröllið undir þeirri brú helminginn af kökunum hennar, það er 1 köku, en gefur henni 1 til baka í sárabætur. Hún endar því með 2 kökur. Svona gengur þetta þar til hún hefur farið yfir allar 7 brýrnar. Með þetta í huga skiptir engu máli hve margar brýrnar eru, þeir mega vera milljón eða jafnvel enginn. Nokkrir lesendur bentu á að það mætti skilja gátuna þannig að hvert tröll tæki helminginn en í lokin myndi hún fá eina köku í sárabætur, það er eina köku frá þeim öllum samtals en ekki eina köku frá hverju trölli. Ef slíkt er upp á teningnum þarf Gunna að baka 128 kökur en eftir að hafa farið yfir 7 brýr væri hún með 1 köku en fengi svo eina í sárabætur og væri þá að lokum með 2 kökur. Gáta var tekin af Vísindavefnum. Upplagt að nota svona gátur við kennslu í framtíðinni

Jólaballið verður haldið sunnudaginn 18. desember, í Stakkahlíðinni, frá 14:00-16:00. Syngjum og dönsum saman í kringum jólatréð. Boðið verður upp á góðgæti fyrir alla og kaffi og djús til að skola því niður með. Skemmtilegir gestir koma í heimsókn. Allir velkomnir; mamma, pabbi, börn, systkini, ömmur og afar! Aðgangur er 500 kr. á hverja fjölskyldu.