64

Skólamálaumræða 2007 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Er ekki orðið tímabært að hætta að dekra útvalda elítu sem veldur ekki verkefnum sínum?

Citation preview

Page 1: Skólamálaumræða 2007 2014
Page 2: Skólamálaumræða 2007 2014

2 | U m r æ ð u r

Enn líður að sveitarstjórnar-

kosningum.

2010 var aðal kosningamálið í

Þingeyjarsveit skólamálin. Þá fór

fram, leiðinlega seint, svolítil

umræða um skólamál.

Á miðju kjörtímabili áttu sér stað

ákveðnar breytingar á skólahaldi

sveitarfélagsins. Er það skoðun

margra og m.a. undirritaðrar að

þar hafi nánast verið verr af stað

farið en heima setið.

Ég tek hér saman umræðu um

skólamál sem farið hefur fram fyrir

og eftir síðustu sveitar-

stjórnarkosningar, set fram

athugasemdir og eigin hlutdrægu

skoðanir. Flestallt sem hér birtist

hefur birst á opinberum vettvangi

og er þar enn. Ég reyni að krækja

eftir bestu getu.

Ég er ekki í framboði svo ég á

engra pólitískra hagsmuna að

gæta.

Minni á að þetta er ekki skyldu-

lesning.

Page 3: Skólamálaumræða 2007 2014

3 | U m r æ ð u r

n svo æ aði

þ im

Page 4: Skólamálaumræða 2007 2014

4 | U m r æ ð u r

Þá komu upp hugmyndir þess

efnis að sameina skólana.

Ekkert vit að láta þessu fáu

börn hringla í nær tómum

húsum. Leyfa þeim að vera

saman. En svoleiðis hlutir eru

ekki framkvæmdir hókus

pókus. Það þarf að gera úttekt

og skrifa skýrslur.

Ég veit ekki af hverju þessi skýrsla

var svona ómöguleg. Það kemur ekki

fram nein óánægja í fundargerðum

sameiningarnefndar. (Sjá hér.

http://www.myv.is/stjornsyslan/fun

dargerdir/ )

Eina athugasemdin sem ég fann kom

frá Aðalsteini Má Þorsteinssyni í

Reykjadal. Finna má upplýsingar um Hjalta

Jóhannesson hér:

http://stefania.unak.is/stefania/moj

a-starfsmadur.asp?starfsm=HJALTIJ

Og um Trausta Þorsteinsson hér:

http://stefania.unak.is/stefania/moj

a-starfsmadur.asp?starfsm=TRAUSTI

Ég ætla að leyfa mér að halda að

þeir viti hvað þeir séu að gera.

Page 5: Skólamálaumræða 2007 2014

5 | U m r æ ð u r

1 HELSTU NIÐURSTÖÐUR

• Íbúum hefur fækkað á

sameiningarsvæðinu á undanförnum árum.

Bæði kemur þar til brottflutningur fólks,

einkum yngra fullorðins fólks, og að færri börn

hafa verið að fæðast. Fækkað hefur í

grunnskólunum fjórum á sameiningarsvæðinu

og við blasir meiri fækkun. Hlutfallslegur

kostnaður hefur því verið að hækka.

• Ekki hafa verið gerðar stórvægilegar

breytingar á fyrirkomulagi grunnskólamála enn

sem komið er, en umræða um þau mál hefur

verið mikil á svæðinu. Ákveðin hagræðing hefur

átt sér stað með samrekstri leik- og grunnskóla

í Þingeyjarsveit sem er athyglisvert framtak.

• Miklar vegalengdir setja því einkum

skorður hvaða möguleikar eru til staðar í

hagræðingu í grunnskólarekstri.

Samgöngubætur sem hafa verið gerðar á

svæðinu auka möguleika og væntanleg

Vaðlaheiðargöng munu auka þá möguleika enn

frekar.

• Tekin voru viðtöl við

sveitarstjórnarmenn, skólastjóra og foreldra á

svæðinu, auk þess að rýna í fyrirliggjandi gögn

um mannfjölda, rekstur skólamála,

landfræðilegar aðstæður o.fl.

• Foreldrar hafa áhyggjur af fækkun

nemenda og afleiðingum hennar, m.a. með

félagslegar þarfir barnanna í huga. Skólaakstur

er ekki álitinn íþyngjandi fyrir börnin meðan

hann er ekki óhóflega langur og kröfur eru

gerðar um góðan aðbúnað og öryggi barnanna.

• Settir eru fram þrír valkostir um

fyrirkomulag skólamála á svæðinu. Fleiri

valkostir eru til staðar en höfundar hafa kosið

að takmarka valið við þessa þrjá til nánari

skoðunar og umfjöllunar.

• Óbreytt skipan skólamála á svæðinu.

Þessi valkostur myndi að öllum líkindum

lágmarka óróa meðal íbúa og nemenda vegna

skólamála á svæðinu og sömuleiðis munu

breytingar á störfum í skólunum til skemmri

tíma verða minni en í tilviki annarra valkosta. Ef

framreikningur á nemendafjölda, sem bendir til

mikillar fækkunar, reynist á rökum reistur

verður þó tæplega hægt að viðhalda þessari

skipan lengi vegna kostnaðar, félagslegra þarfa

nemenda og krafna um fjölbreytni í námi.

• Sameining skólahalds Hafralækjarskóla

og Litlulaugaskóla á Hafralæk en skólahald í

Stórutjarnaskóla og Grunnskólans í

Skútustaðahreppi óbreytt. Sameinaði skólinn

byði upp á aukinn fjölbreytileika s.s. í

félagslegum samskiptum nemenda og námsvali

þeirra. Húsnæði er til staðar á Hafralæk sem

rúmar þennan nemendafjölda og tiltölulega

stutt er á milli skólanna. Þetta er sá valkostur

sem er auðveldastur í framkvæmd og mætti líta

á sem hagræðingaraðgerð til skemmri tíma

litið.

• Skólahald allra skólanna sameinað í

eina skólastofnun á Laugum, skólasel rekið fyrir

börn á yngsta stigi og miðstigi í Reykjahlíð.

Þetta má líta á sem langtímamarkmið fyrir

skólaskipan á svæðinu, e.t.v. sem þátt í mótun

aðalskipulags fyrir nýtt sveitarfélag. Vegna

mikillar vegalengdar til Lauga úr Fnjóskadal er

bent á þann möguleika að nemendur þaðan

sæktu skóla til Eyjafjarðar en Vaðlaheiðargöng

eru ákveðin forsenda fyrir því. Um langan tíma

hafa Laugar í raun verið skólasetur

Þingeyjarsýslu og myndi þessi skipan skólamála

renna styrkari stoðum undir framtíðarþróun

staðarins. Þetta er eini valkosturinn sem getur

komið til móts við náms- og félagslegar þarfir

elstu nemenda í Skútustaðahreppi í ljósi

nemendafækkunar.

SKÝRSLAN ER UM 50 BLS. SVO ÉG BIRTI BARA NIÐURSTÖÐURNAR. ÞAÐ ER HÆGT AÐ NÁLGAST HANA ALLA HÉR.

Skýrsla RHA

Page 6: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

6 | U m r æ ð u r

Fræðslunefnd, fundur nr. 5 Dags. 16.3.2009

Fræðslunefndarfundur Haldinn í Stórutjarnaskóla 16. mars 2009 kl. 20:30 Fundinn sátu Allir aðalmenn í fræðslunefnd Jan Alavere deildarstjóri tónlistardeildar Stórutjarnaskóla Sigrún Jónsdóttir fulltrúi kennara við Stórutjarnaskóla Ólafur Arngrímsson skólastjóri Stórutjarnaskóla Torfhildur Sigurðardóttir, deildarstjóri á Tjarnarskjóli, Sigurður Birgisson fulltrúi foreldra við Stórutjarnaskóla Selvadore Rähni skólastjóri Tónlistarskólans á Laugum Bergljót Hallgrímsdóttir leikskólastjóri á Barnaborg. Þórey Hermannsdóttir fulltrúi starfsmanna á Barnaborg Baldur Daníelsson skólastjóri Litlulaugaskóla Birna Óskarsdóttir deildarstjóri á Krílabæ Jóhanna Eydís Þórarinsdóttir fulltrúi foreldra við Litlulaugaskóla

1. Staðan á úttekt á skólamálum í Þingeyjarsveit. Starfshópur sem í voru Margrét

Bjarnadóttir, Arnór Benónýsson og Tryggvi Harðarson skilaði af sér störfum á síðasta

sveitarstjórnarfundi. Félagsvísindastofnun HÍ verður fengin til að gera úttekt á

möguleikum í skólamálum í sveitarfélaginu, eftir ákveðnum forsendum. Vonast er eftir

niðurstöðu úr þeirri vinnu í haust en í síðasta lagi fyrir áramót. Ekki hefur verið gengið

endanlega frá samningum við félagsvísindastofnun, það er í vinnslu. Nokkrar fyrirspurnir

og umræður urðu um tilgang og gagnsemi slíkrar úttektar. Einnig voru ræddar forsendur

sem vinna á skýrsluna út frá og það hvort fjárhagslegar forsendur séu fyrir því að fara út

í kostnaðarsama úttekt.

2. Málefni frá skólastjórum m.a. staðan/starfið nú,hugsanlegar sparnaðaraðgerðir, sumarlokanir leikskóla/leikskóladeilda. Margrét las upp úr erindi

Ragnheiðar Hergeirsdóttur sem flutt var á aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem fjallað var um sparnaðaraðgerðir í skólastarfi. Ólafur fjallaði

um tillögur til sparnaðar í Stórutjarnaskóla, nokkur umræða um þær og mögulegar útfærslur. Bergljót ræddi sparnaðartillögur við Barnaborg, þar hefur

mikið verið skorið niður og erfitt að finna leiðir til sparnaðar. Bergljót mun kanna meðal foreldra hvort hægt sé að lengja lokun í sumar eða hafa opið hálfan

daginn hluta af sumrinu. Baldur gerði grein fyrir sparnaðartillögum frá Litlulaugaskóla, en í þeim tillögum sem hann setti fram leitaðist hann við að ná 3%

niðurskurði frá fjárhagsáætlun 2009. Taka þarf ákvarðanir um breytingar á vistunartíma t.d. í sumar og tilkynna foreldrum með tveggja mánaða fyrirvara.

Skólastjórar lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að hafa aðgang að fjárhagslegri stöðu á hverjum tíma, það er ekki í lagi og þarf að breytast. Fræðslunefnd

mælir með því að lokað verði klukkan 14:00 á föstudögum og lokað milli jóla og nýárs á Krílabæ. Einnig mælir hún með að farið verði að sparnaðartillögum

Baldurs um að undirbúningstímum starfsfólks á Krílabæ verði fækkað og leikskólinn verði einungis opinn hálfan daginn í júní, þar sem ekki er mikil þörf fyrir

vistun á þeim tíma. Bergljót mun einnig kanna möguleika á að loka milli jóla og nýárs á Barnaborg. Ekki hefur verið greitt sérstaklega fyrir að börn komi

korteri fyrir 8 á morgnana eða sótt allt að 10 mín eftir að vistunartíma lýkur á Krílabæ, en til er ákvörðun fræðslunefndar fyrir því að rukka eigi fyrir þennan

aukatíma, ítrekað að sú regla gildi. Selvadore ræddi möguleika á sparnaði hjá Tónlistarskólanum á Laugum. Margrét ræddi þá hugmynd að tónlistarskólinn

yrði deild í Litlulaugaskóla til hagræðingar, en ekki hefur verið kannaður sparnaður af slíkri breytingu.

3. Bréf sem hafa borist: Bréf frá Menntamálaráðuneyti þar sem tilkynnt er að samræmd próf haustið 2009 verða 14. 15. og 16. september fyrir 10. bekk.

Samræmd próf fyrir 4. og 7. bekk verða 17. og 18. sept.

4. Önnur mál:

Bergljót hefur beint því til foreldra barna á Barnaborg sem ætla að taka börn út t.d. mánuð auka á sumrin, að segja upp plássinu til að fólk borgi ekki fyrir

þann tíma. Í gömlu Þingeyjarsveit var tveggja mánaða uppsagnarfrestur en einn í Aðaldælahreppi, sú regla hefur ekki verið samræmd í nýju sveitarfélagi,

fræðslunefnd þarf að gera það.

Ólafur afhenti skóladagatal fyrir 2009-2010 fyrir Stórutjarnaskóla og benti fundarmönnum á að ársfundur Samtaka fámennra skóla verður í Stórutjarnaskóla

9. maí.

Margrét sagði frá því að reglugerð um skólaráð grunnskóla er komin og greindi lauslega frá innihaldi hennar. Einnig komnar reglugerðir um sprotasjóð leik-

grunn og framhaldssk. og um matsnefnd leik-, grunn- og framhaldsskólakennara.

Brynhildur kastaði fram þeirri hugmynd að unnið væri útfrá því hvernig við gætum nýtt þá peninga sem við höfum, í stað þess að vinna útfrá því hvernig við

getum skorið niður.

Fleira ekki bókað, fundi slitið klukkan 23:00

Page 7: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

7 | U m r æ ð u r

Fræðslunefnd, fundur nr. 16 Dags. 20.4.2010

16. fundur fræðslunefndar

Haldinn í Hafralækjarskóla 20. apríl kl. 15:30

Fundinn sátu: Allir aðalmenn í fræðslunefnd, Harpa Hólmgrímsdóttir skólastjóri Hafralækjarskóla, Hulda Svanbergsdóttir fulltrúi kennara, Huld

Aðalbjarnardóttir fulltrúi Norðurþings, Sveinn Aðalsteinsson fulltrúi foreldra, Áslaug Anna Jónsdóttir deildarstjóri Barnaborgar,kom inn á

fundinn undir liðnum málefni leikskóla.

1. Málefni grunnskóla, m.a. starfið næsta vetur, skóladagatal, fækkun stöðugilda, sjálfsmat grunnskóla.

Vegna fækkunar barna í skólanum og þess að Meðferðaheimilið Árbót hættir starfsemi í sumar verður talsvert mikill niðurskurður í kennslu í

Hafralækjarskóla næsta vetur. Harpa hefur kynnt kennurum sína útfærslu á niðurskurði í kennslumagni næsta vetrar. Tillagan er á þann veg

að allir kennarar minnki við sig kennslu miðað við kennsluna í vetur, en engum verði sagt upp. Þessi útfærsla byggir á samþykki kennara á að

taka á sig tímabundinn niðurskurð á stöðugildi til eins árs. Einnig er verið að athuga hvort minnka þarf stöðugildi í mötuneyti og hjá

skólaliðum. Næsta vetur lítur út fyrir að í Hafralækjarskóla verði 10 nemendur á yngsta stigi, 14 nemendur á miðstigi og 19 nemendur á

unglingastigi. Þar af eru 7 nemendur úr Norðurþingi. Harpa gerir ráð fyrir 188 heildarkennslustundafjölda á viku fyrir næsta vetur þar af 21

stund í annað en bekkjarkennslu. Fræðslunefnd samþykkir þennan kennslustundafjölda. Harpa dreifði drögum að skóladagatali fyrir veturinn

2010-2011, sem telur 180 daga, með 5 tvöföldum dögum. 5 skipulagsdagar eru inn á starfstíma skólans. Fræðslunefnd samþykkir þetta

skóladagatal. Drögin hafa ekki verið kynnt neinum öðrum ennþá. Háskólinn á Akureyri gerði úttekt á sjálfsmatsaðferðum í Hafralækjarskóla

haustið 2009 og var matið það að sjálfsmatsaðferðir innan skólans væri ófullnægjandi. Harpa er að skipa í matsnefnd vegna sjálfsmats skóla.

M.a annars verður stuðst við matstæki Gæðagreinar. Matsnefndin skal skila af sér stuttri skýrslu um vinnuna fram á vor.

2. Málefni tónlistardeildar m.a. starfið, mönnun.

Harpa sagði frá málefnum tónlistardeildar, í vetur hefur verið deildarstjóri í 50% stjórnun og 50% kennslu, þar fyrir utan var tvær samtals 100%

stöður í kennslu. Harpa vill breyta stöðu deildarstjóra þannig að stjórnun verði 30% og 70% kennsla. Þar fyrir utan verði tveir kennarar í

samanlagt í 80% stöðu. Fræðslunefnd samþykkir þessa breytingu.

3. Málefni leikskóladeildar, m.a. samþætting leik- og grunnskóla, sumarlokanir, húsnæði vegna fjölda leikskólabarna, inntökualdur

leikskólabarna.

Samþætting skólastiganna í vetur hefur einkum byggst á því að Hulda kenndi aðeins í leikskólanum fyrir áramót og skólahópur hefur komið

einn dag í viku eftir áramót. Harpa leggur til að deild 5 ára barna í leikskólanum verði alfarið starfrækt í húsnæði grunnskólans næsta vetur.

Þeim fylgi starfsmaður úr leikskólanum. Árgangurinn myndi áfram borga leiksskólagjöld. 5 nemendur eru í hópnum og telur Harpa að af þessu

yrði bæði faglegur ávinningur og eins myndi þá rýmkast um hópinn sem verður í húsnæði leikskólans. Fræðslunefnd leggur til að þessi leið

verði farin. Sumarlokun verður frá 28. júní til og með 9. ágúst. Harpa leggur líka til að inntökualdur verði hækkaður úr 6 mánaða aldri upp í 9

mánaða aldur. Rök fyrir því eru m.a. þau að fæðingarorlof er orðið 9 mánuðir. Fræðslunefnd mælir með því. Nú lítur út fyrir að 20 börn verði í

leikskólanum næsta vetur alls 26 barngildi. Fræðslunefnd leggur til að kannað verði hvort hagræði sé af því að hádegismatur verði fluttur úr

mötuneytinu í grunnskólanum yfir í leikskólann. Nettengingin í leikskólanum hefur ekki verið í lagi, þarf að fá tengingu beint inn í leikskólann,

Harpa fylgir því eftir.

4. Bréf sem hafa borist.

a) Fréttabréf frá Heimili og skóla v/ foreldraverðlauna.

b) Bréf frá Eyþingi til að minna skóla á að nota kennslugagnasafn Háskólans á Akureyri.

c) Bréf frá Menntamálaráðuneyti varðandi ráðningu danskennara í grunnskóla.

5. Önnur mál.

Spurt eftir skólaskýrslu, sveitarstjórn hafa borist drög að skýrslunni . Drögin voru

mjög ófullnægjandi að mati sveitarstjórnar.

Fundi slitið 17:40

Sveitarstjórn hefur þá væntanlega gert

skýrsluhöfundum ljóst hvað væri ábótavant

og til hvers væri ætlast.

Page 8: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

8 | U m r æ ð u r

Sveitarstjórn, fundur nr. 19 Dags. 5.3.2009

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 19. fundur

í Kjarna fimmtudaginn 05.03. 2009 kl. 10:30

.......

12. Starfshópur um skólamál – niðurstaða:

Mættir: Ólína Arnkelsdóttir, Erlingur Teitsson, Ásvaldur Þormóðsson, Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Hlynur

Snæbjörnsson og Garðar Jónsson auk sveitarstjóra sem ritaði fundargerð.

......

11. Starfshópur um skólamál - niðurstaða:

Rætt uppkast að bréfi vegna úttektar á skólamálum sveitarfélagsins. Samþykkt að sveitarstjóri

leiti samninga við Félagsvísindastofnun Háskóla Ísland á grundvelli uppkastsins með áorðnum

breytingum. Sérstaklega verði skoðað:

a) Hvað er hagkvæmt að reka marga grunnskóla í sveitarfélaginu út frá fjárhagslegum,

faglegum og samfélagslegum sjónarmiðum? Taka verður mið af fjarlægðum.

b) Hagkvæmni þess að reka saman grunnskóla, leikskóla og hugsanlega tónlistarskóla undir

einum hatti. Eins að reka einn tónlistarskóla sem nái til allra skólasvæða.

c) Hugsanlega skiptingu á grunnskóla, þ.e. reka yngstu bekki grunnskóla með leikskóla og eins

hvort skynsamlegt sé að samkeyra unglingadeildir í einum eða tveimur skólum.

d) Fyrirkomulag skólaþjónustu, sem annars vegar heyrir undir skólaþjónustu Norðurþings og

hins vegar sérsamningar Stórutjarnarskóla við Háskólann á Akureyri og aðra fagaðila.

e) Hvaða áhrif hugsanleg staðsetning grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla hafi á

Framhaldsskólann á Laugum.

.....

Fleira ekki gert, fundi slitið 15:20

Ólína Arnkelsdóttir Erlingur Teitsson Margrét Bjarnadóttir Ásvaldur Þormóðsson Garðar Jónsson Arnór Benónýsson Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Þessi sveitarstjórnarfundur var undan

Fræðslunefndarfundinum, ég get ekki séð að

það sé lagt neitt sérstakt mat á drögin.

Þessar spurningar ættu engu að síður að vera

nokkuð ljósar þótt mér finnist sú fyrsta frekar

sérstök. Reynt er að svara þessum spurningum

í skýrslunni.

Frekari færslur um þessa skýrslu finn ég ekki.

Page 9: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

9 | U m r æ ð u r

Að lokum (Lokaorð skýrslunnar)

Svör við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir hníga öll að sömu rökum. Í fyrsta lagi, að hagstæðast sé, útfrá fjárhagslegum, faglegum og samfélagslegum forsendum að byggja upp eina skólastofnun á Laugum sem samþættaði grunnskóla og tónlistarskóla og jafnvel leikskólastig einnig, að minnsta kosti á þann hátt að það væri undir sömu stjórn þó að starfið væri unnið á ólíkum stöðum. Í öðru lagi, að þessi uppbygging er ekki raunhæf eins og sakir standa í efnahagsmálum. Það verður þó ekki ljóst nema látið sé reyna á það. Í þriðja lagi, að skref í rétta átt sé að hefja sameiningarferli. Það getur haft mismunandi útfærslur en þær sem nefndar hafa verið hér hafa allar faglega og félagslega kosti. Óvissa ríkir um hvort að fjárhagslegur ávinningur verði strax af þeim breytingum. Í fjórða lagi, að koma skólastofnununum undir eina yfirstjórn þar sem leik- og tónlistarstarskólar væru einnig innan vébanda skólans. Ljóst er að út frá samtölum við þann breiða hóp fólks sem rætt var í tengslum við þetta mat, að sama hvaða breytingar verður farið út í munu þær ávallt mælast misjafnlega fyrir. Þar af leiðandi er hvatt til þess að sveitastjórnin hafi upplýsingarflæði til íbúa gott og vinnuferli vegna breytinga gagnsætt. Jafnframt, þegar kemur að starfsmannamálum skólana og öllum rekstri þeirra, að það sé ljóst að allir starfsmenn þessara þriggja skóla sitji við sama borð og ef segja á upp vegna tilfærsla þá verði öllum sagt upp og endurráðið inn í þær stöður sem til verða í breyttu fyrirkomulagi. Í skýrslu sem þessari er ekki hægt að draga upp svart-hvíta mynd af aðstæðum. Óvissa um fjárhagslegar stærðir gerir erfitt um vik að setja fram hreina og klára hagkvæmnisútreikninga. Rík krafa kom fram hjá viðmælendum um að allar breytingar ættu fyrst og fremst að byggja á faglegum og samfélagslegum forsendum og gildum þar sem hagsmunir barnanna ættu að vera í hávegum. Slík gildi eru sjaldan einhlít og hefur því verið leitast við að draga fram ólíkar skoðanir, mismunandi möguleika og þær tillögur sem hagsmunaaðilar sjá helstar fyrir sér að muni bæta og efla skólahald í Þingeyjarsveit.

Einhverra hluta vegna

dæmdi einn fulltrúinn

skýrsluna „ekki

skeinipappírsins virði.“

Verður það að teljast

mjög sérstakt þar sem

hann sat í starfshópnum

um skólamál sem pantaði

skýrsluna og lagði fram

„ákveðnu forsendurnar“

sem skýrsluhöfundar áttu

að vinna eftir.

Þá sat hann einnig í

sveitarstjórn og setti fram

spurningarnar sem

skýrsluhöfundar áttu að

svara og svöruðu miðað

við þær upplýsingar sem

voru til staðar.

Ég hafði á þeim tíma

samband við einn

skýrsluhöfunda og spurði

hverju þessu sætti.

Viðkomandi, sem var

miður sín vegna þessara

viðbragða, sagði að erfitt

hefði verið að svara þeim

spurningum sem lagt var

upp með. M.a. vegna þess

að bókhaldslyklar

skólanna væru ólíkir en

Hafralækjarskóli var þá í

sama bókhaldskerfi og

Norðurþing. Þá höfðu

skýrsluhöfundar boðist til

að gera skoðanakönnun

meðal allra íbúa

sveitarfélagsins en því

verið hafnað vegna

kostnaðar.

Page 10: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

10 | U m r æ ð u r

Kristín Erla Harðardóttir

Námsferill

2004- Hóf doktorsnám í Mannfræði,

Háskóli Íslands. Leiðbeinandi: Dr. Gísli

Pálsson, prófessor. Vinnutitil;

Sjúkdómsvæðing: Sýn á þróun, væntingar

og vonir tengdar skimun á

ristilkrabbameini.

1999-2002 MA í mannfræði, Háskóli

Íslands. Leiðbeinandi Dr. Gísli Pálsson

prófessor. Titil: Þeim rennur blóðið til

skyldunnar: Blóðgjafir Íslendinga í

mannfræðilegu ljósi. Júní.

1991-1998 BA í mannfræði, Háskóli

Íslands. Leiðbeinandi: Dr. Gísli Pálsson

prófessor. Titil: Líftækni: er maðurinn

hættur að þróast á náttúrulegan hátt.

Gunnar Þór Jóhannesson

Námsferill

2003 – 2007 Roskilde Universitetscenter

PhD. í land- og ferðamálafræði við ‘Institut for

Miljø, Samfund og Rumlig Forandring’.

2000 – 2003 Háskóli Íslands

M.A. Mannfræði

1996 – 1999 Háskóli Íslands

B.A. Mannfræði

Arnaldur Sölvi Kristjánsson

er fæddur í Köln 26. júlí 1985. Hann er

hagfræðingur að mennt og starfar hjá

Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér.

Höfundar „skeinipappírsins“.

Page 11: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

11 | U m r æ ð u r

Sumarið 2008 var gengið til sameiningar

sveitafélaganna Þingeyjarsveitar og

Aðaldælahrepps. Tilgangur sameiningarinnar

var m.a. rekstrarhagkvæmni og þá sérstaklega

horft til reksturs grunnskóla sem er langstærsti

einstaki rekstrarliður hvers sveitarfélags.

Síðan hefur lítið gerst. Hafralækjarskóli og

Litlulaugaskóla hafa þreifað fyrir sér um

samstarf og tvær skýrslur hafa verið unnar.

Engar hugmyndir hafa komið fram um hvernig

að sameiningu verði staðið og því síður hafa

einhverjar ákvarðanir verið teknar. Það liggur

engu að síður ljóst fyrir að einhverja ákvörðun

þarf að taka. Ef engu á að breyta þá er það líka

ákvörðun sem þarf að taka. Mig langar því að

velta aðeins upp þessu máli og setja fram

nokkrar hugleiðingar. Rétt er að taka fram að

málið er mér skylt þar sem ég er kennari við

Hafralækjarskóla.

Óbreytt ástand.

Helst af öllu vil ég að ekkert breytist. Allir

skólarnir þrír verði starfræktir áfram í óbreyttri

mynd og séu miðstöðvar samhyggju og

menningar í nærumhverfi sínu. Skólar eru

annað og meira en fjárútlát. Hver skóli á sér

sína menningu og sínar hefðir sem fólki þykir

vænt um. Hvað skiptir mestu í sveitarfélagi?

Landið sem það spannar eða fólkið sem býr

þar? Skólar munu aldrei skila hagnaði í

krónum eða aurum. Skólar skila hagnaði með

heilsteyptum og ánægðum nemendum sem fara

út í lífið. Fámennir skólar geta einmitt haldið

vel utan um sína nemendur og sinnt þeim betur

en fjölmennir skólar.

Þetta er væntanlega borin von. Nemendum

allra skólanna fer fækkandi jafnt og þétt.

Yfirbyggingin er orðin of dýr. Þetta hlýtur að

vera skoðun meirihlutans því sameining

sveitarfélaganna var jú samþykkt á sínum tíma,

aðallega með rökum rekstrarhagkvæmninnar.

40 - 50 barna skóli er líka afar smár og má

spyrja hvort hann sé ekki of smár. Nándin er

orðin afskaplega mikil. Það er meiri hætta á

klíkumyndun í smáum skólum og meiri hætta á

að einstaka einstaklingar finni sér ekki félaga.

120 barna skóli er fín stærð á skóla.

En áður en endanleg ákvörðun verður tekin

þarf að velta fyrir sér nokkrum atriðum:

Hversu mikill verður sparnaðurinn af

sameiningu skólanna?

Sveitarfélagið er gríðarlega stórt. Er hægt að

bjóða börnum upp á þennan langa akstur?

Hvað mun allur þessi akstur kosta?

Einhverjir munu missa vinnuna. Hvað gerir

það fólk? Flytur? Við þurfum auðvitað ekki að

reka neina skóla ef enginn býr á svæðinu.

Nýr skóli.

Ef niðurstaðan verður sú að best sé að einn

skóli sé starfræktur í sveitarfélaginu þá er best

að nýr skóli sé reistur á Laugum. Húsnæði

Litlulaugaskóla er afar óheppilegt en

staðsetningin er sú besta. Eðlilegt er að nýr

skóli sé reistur þar sem er þó er einhver vísir að

þéttbýliskjarna. Þá er einnig hægt að tengja

nýjan skóla við Framhaldsskólann á Laugum

og því góða starfi sem þar fer fram.

Íþróttaaðstaðan er auðvitað frábær. Þá verður

þetta bara nýr skóli með nýtt nafn.

Að venju þurfum við að hugsa um peninga.

Peningana sem ekki eru til. Við verðum því að

fresta byggingu nýs skólahúss.

Sameinaðir skólar.

Lendingin er því sú að skólarnir verða

sameinaðir undir þaki eins skólans. Eins og

áður hefur komið fram þá er húsnæði

Litlulaugaskóla óheppilegt enda ekki byggt

upphaflega sem skólahús. Valið stendur því á

milli Hafralækjarskóla og Stórutjarnaskóla. Ég

hef einu sinni komið inn í Stórutjarnaskóla en

ég hef spurst fyrir. Heyrist mér á öllu að

Stjórutjarnaskóli sé með besta húsnæðið.

Viðhald hefur verið frábært enda rekið hótel

þar að sumarlagi. Íþróttasalurinn er minni en

íþróttasalurinn í Ýdölum en í hann er

innangengt sem er mikill kostur. Þá er

26.02.2010 birti ég Hugleiðingar um skólamál á

www.641.is.

Þessi hugleiðing fleytti mér á lista og inn í

sveitarstjórn.

Page 12: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

12 | U m r æ ð u r

Stórutjarnaskóli meira miðsvæðis en

Hafralækjarskóli.

Nýting húsnæðis.

Þegar skólarnir hafa verið sameinaðir standa

eftir tvö auð hús. Sú hugmynd hefur komið

upp að stofna Listasmiðju þar sem fólk getur

komið og haft aðstöðu til ýmiss handverks og

aðgang að verkfærum. Hægt væri að tengja

þetta starfsemi eldra fólks þótt allir hefðu

aðgang. Svona staður gæti þjónað sem

samkomustaður sveitunga en einnig verið þar

minjasala og veitingastaður að sumarlagi.

Þá hefur einnig komið fram sú hugmynd að

húsnæðið að Stórutjarnaskóla gæti vel verið

heils árs hótel. Hægt væri að hafa þar e.k.

heilsuhótel. Hægt væri að auglýsa reksturinn

og fá framtakssamt fólk til starfans. Ef þetta

yrði gert verður skólinn auðvitað að vera í

húsnæði Hafralækjarskóla.

Eflaust hafa fleiri hugmyndir um nýtingu

húsnæðisins.

Hvernig á svo að standa að málum?

Það er ljóst, því miður, að einhverjir munu

missa vinnuna. Skólarnir eru langstærstu

vinnustaðir sveitarfélagsins og margir sem

byggja lífsviðurværi sitt á starfsemi þeirra. Hér

verður að stíga varlega til jarðar en það verður

líka að vera hægt að ræða þetta tæpitungulaust.

Það liggur ljóst fyrir að einhverjir

skólastjórnendur verða að fara. Með fullri

virðingu fyrir núverandi skólastjórnendum og

án þess að varpa nokkurri rýrð á þeirra störf þá

væri kannski best að algjörlega nýir

skólastjórnendur væru ráðnir. Það væri ekki

hægt að saka þá um að vera vilhallir ,,sínum"

skóla. Nýir vendir sópa best. Jafnvel gæti

fyrsta skrefið verið ráðning nýs skólastjóra sem

myndi þá hafa yfirumsjón með sameiningunni.

Á móti kemur að starfandi skólastjórar þekkja

til og kunna á hlutina.

Hvernig er aldurskiptingin í hópnum? Er

kannski hægt að nota sólsetursaðferðina? Nýtt

fólk ekki ráðið í staðinn fyrir það sem fer á

eftirlaun.

Leiðbeinendur, ef einhverjir eru, fara

sjálfkrafa. Það er nóg að réttindakennurum til

staðar. Þetta er kannski kaldranalegt en lögin

eru skýr.

Það verður að setja niður einhverja reglu á því

hvernig að uppsögnum verður staðið. Á að fara

eftir starfsaldri? Á að fara eftir stöðuhlutfalli?

Menntun? Á að halda ,,besta" starfsfólkinu?

Hver ætlar að setjast í það dómarasæti? Það

liggur alla vega ljóst fyrir að einhver regla

verður að vera á þessu svo fólk viti að hverju

það gangi.

Öll verðum við samt að hugsa okkar gang og

líta í kringum okkur. Ef möguleiki er á öðru

starfi, grípa það.

Þetta eru bara hugleiðingar og áskil ég mér

fullan rétt til að skipta um skoðun við nánari

umhugsun eða betri upplýsingar. Hins vegar tel

ég nauðsynlegt að þessi umræða fari af stað á

opinberum vettvangi. Allt starfsfólk skólanna

býr nú við óvissu sem er afar óþægileg.

Ásta Svavarsdóttir

Ég er að miklu leyti sömu

skoðunar í dag.

Það er að vísu eitt...

Page 13: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

13 | U m r æ ð u r

Stefna Framtíðarlistans í skólamálum

Sameinað sveitarfélag - sameinaður skóli

Það er stefna Framtíðarlistans að sveitarfélagið

reki einn skóla í nýju skólahúsnæði að Laugum

ekki seinna en 2016.

Hvernig verður staðið að málum?

Skólarnir verða sameinaðir undir eina

yfirstjórn veturinn 2011-2012. Skólarnir þrír

verða formlega lagðir niður og nýr skóli,

Grunnskóli Þingeyjarsveitar, stofnaður. Einn

skólastjóri verður ráðinn og deildarstjórar

verða yfir grunn,-leik og tónlistarskóla á

hverjum stað. Nýr skólastjóri hefur það

verkefni að samþætta skólastarfið og

skipuleggja í samvinnu við deildarstjóra og

fræðslunefnd. Leikskólar verða áfram

starfræktir á 4 stöðum meðan þörf er.

Af hverju?

Í dag eru 35-50 nemendur í hverjum skóla. Við

teljum það of fámennt. Vegna fámennis í

skólunum eru einstaka nemendur vinalausir. Þá

er samkennsla í öllum skólunum. Samkennsla

býður heim þeirri hættu að námsefnið henti

ekki þroska allra nemenda og ef sitthvort

námsefnið er viðhaft að kennartíminn nýtist

ekki sem skyldi. Fámennið er að verða slíkt að

skólarnir geta ekki boðið sérgreinakennurum

sínum fullar stöður. Það þýðir að það eru ekki

alltaf faggreinakennarar að kenna fögin. Við

erum ekki að bjóða börnunum okkar upp á það

besta sem við getum boðið. Með sameiningu

skólanna getum við það frekar. Nú eru alls 135

nemendur í sveitarfélaginu. Við verðum að

geta litið á okkur sem eitt samfélag.

Framtíðarlistinn ætlar að vinna með íbúunum

og telur sig vera að tala röddu meirihluta þeirra

sem ætla að nota skólana næstu árin. Flestallir

sem tjáðu sig í skólaskýrslunni eru sammála,

að það gengur ekki að halda áfram með óbreytt

ástand.

Hvað um starfsfólkið?

Við munum fara rólega í sameininguna. Ef litið

er til aldurssamsetningar starfsmanna eru

nokkrir að fara á eftirlaun á næstu árum. Með

því að ráða ekki í þær stöður sem losna, er

hægt að skipuleggja skólastarfið þannig að

þegar einn skóli tekur til starfa á Laugum er

hægt að lágmarka uppsagnir. Við munum

reyna að gera þetta á eins sársaukalítinn hátt og

frekast er unnt. En auðvitað tekur þetta á, hjá

því verður ekki komist. Vegna fækkunar

nemenda hefur starfsfólk nú þegar að misst

vinnuna.

Af hverju á nýi skólinn að vera á Laugum?

Sveitarfélagið hefur látið gera 2

háskólaskýrslur og er niðurstaða beggja að

framtíðarlausn í skólamálum sé að reka einn

skóla á Laugum. Við erum þessu sammála og

teljum að nú sé kominn tími til ákvarðana og

skynsamlegast sé að taka strax þá ákvörðun og

hefja ferlið. Þá er eðlilegt að efla þann litla

þéttbýliskjarna sem við höfum á Laugum.

Reynslan sýnir að öflugur þéttbýliskjarni

styður við dreifbýlið. Við styrkjum

Framhaldsskólann á Laugum sem er okkar

"stóriðja". Það er mikill kostur að geta tengt

grunnskólann við framhaldsskólann.

U.þ.b.90% nemenda í Litlulaugaskóla fara í

Framhaldsskólann á Laugum á meðan aðeins

um 10% nemenda hinna skólanna fara þangað.

Laugar er þéttbýli og það fæst ekki styrkur frá

Jöfnunarsjóði að aka nemendum úr þéttbýli.

Við getum nýtt skólaakstur grunnskólans fyrir

Í sveitarstjórnar

kosningunum 2010 var

tekist á um skólamálin.

Page 14: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

14 | U m r æ ð u r

nemendur Þingeyjarsveitar í

Framhaldsskólanum á Laugum og gefið þeim

tækifæri að búa lengur heima með öllum þeim

ávinningi sem það hefur í för með sér. Með

lengri viðveru í skólanum er hægt að ljúka

heimanámi, tónlistarnámi og gefur meiri

möguleika á samspili, stunda íþróttir saman.

Margir foreldrar losna þá við akstur barna

sinna í hópíþróttir til Húsavíkur eða Akureyrar

því fjöldinn verður meiri í hverjum árgangi.

Íþróttaaðstaðan á Laugum er frábær eins og við

vitum.

En hvað um vegalengdirnar?

Í dag er lengstur skólaakstur frá Svartárkoti og

mun hann lítið lengjast. Með góðu skipulagi

ætti ekki að taka lengri tíma en 30-40 mínútur

fyrir þá sem lengst þurfa að vera í bíl aðra leið.

Mjög fáir nemendur munu lengja skólaakstur

um meira en 5 km frá því sem nú er. Við

teljum að vegalengdir séu ekki vandamál .

Er ekki tómt rugl að byggja nýjan skóla?

Alls ekki. Ef við miðum okkur við sveitarfélög

sem reka grunnskóla af svipaðri stærð á einum

stað er heildarrekstarkostnaður 60-120

milljónum hærri hjá okkur. Möguleiki á

samstarfi við Framhaldsskólann á Laugum

gæti lækkað heildarbyggingakostnað. Með

nýbyggingu eru nýir kennsluhættir og

sérhæfing tekin inn í hönnunina. Á þessu ári er

verið að byggja nýjan skóla í Hvalfjarðarsveit

fyrir um 450 milljónir, ætlað svipuðum fjölda

nemenda. Við teljum að launasparnaður við

sameiningu verði aldrei undir 60 - 65 milljónir

á ári. Bara fækkun skólastjórnenda sparar

okkar 12-15 milljónir á ári. Hver kennarastaða

kostar um 5 milljónir á ári. Ef við gerum ráð

fyrir að kennurum fækki um 10 þá er það 50

milljón króna sparnaður á ári. Er þá ótalinn

annar rekstrarsparnaður.

Hvað með gömlu byggingarnar?

Við viljum að um leið og ákvörðunin er tekin

um byggingu nýs skóla að Laugum muni

atvinnumálanefnd leita leiða til að koma

húsnæði skólanna í önnur not sem mun skapa

störf til framtíðar. Það gefst tími í allt að 5 ár

til að vinna að þessu verkefni . Það er mjög

mikilvægt að framtíðarstefna í skólamálum sé

tekin sem fyrst til að allir íbúar sveitarfélagsins

viti hvert er verið að stefna. Einnig gagnvart

þeim starfsmönnum sem vinna við skólana,

þeir þurfa að fá að vita hver skólastefna

sveitarfélagsins er.

Er þetta ekki bara uppgjöf?

Nei, þetta er nýtt upphaf. Nú blásum við í

seglin og eflum sveitina okkar. Það eru mun

meiri líkur á að fá fólk til okkar ef skólastefna

er skýr og góður skóli er í boði með góðri

félags- og íþróttaaðstöðu fyrir börnin. Munum

að þetta snýst ekki um skólann ,,þinn" né

skólann ,,minn". Þetta snýst um skólann

,,okkar" og þó fyrst og fremst um börnin okkar.

Við teljum sveitarfélagið ljúka sameiningunni

með þessari aðgerð og ef skoðuð er reynsla

margra sveitarfélaga sem sameinað hafa skóla,

þá eru því miður mikil átök um ákvörðunina en

innan fárra ára er mikil sátt um breytinguna.

Við vonum að íbúar Þingeyjarsveitar sjái að

þetta er það skynsamlegasta í stöðunni í dag.

Við getum þetta fjárhagslega og þetta mun

skila okkur sterkari á næstu árum.

Framtíðarlistinn (R.I.P.)

Page 15: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

15 | U m r æ ð u r

Þegar ég var ungur drengur í barnaskóla í

Reykjadal bar svo við eitt sinn að fréttir

bárust af því í útvarpi að ísbjörn hefði

gengið á land í Grímsey. Björninn hafði

raunar verið lagstur í híði og hugðist hafa

vetursetu í eynni, en rumskaði af

einhverjum ástæðum og börn urðu hans

vör. Eyjarskeggjar brugðu skjótt við og

skutu björninn, enda slík dýr stórhættuleg

mönnum, eins og við höfum oftsinnis heyrt

nú á síðustu árum, þegar bangsa hefur

orðið vart hér á norðurströnd landsins. En

þarna í barnaskólanum í Reykjadal í denn

tíð, urðu nokkrar umræður um viðbrögð við

landgöngu ísbjarna. Bragi Melax, sem þá

var skólastjóri þar, spurði okkur krakkana

hvernig við teldum skynsamlegast að

bregðast við, gengjum við fram á ísbjörn á

leið okkar heim úr skólanum. Flest urðum

við nokkuð hugsi og höfðum svo sem ekki

svör á reiðum höndum við svo ógnvænlegri

uppákomu. Einn fermingarbróðir minn var

þó ekki í nokkrum vafa og svaraði

kokhraustur: ,,Ég myndi bara skjóta hann".

Stutt og laggott, - einföld og pottþétt lausn

við vandanum: Bara skjóta hann. - Raunar

gengum við Reykdælingar alls ekki um

vopnaðir á þessum árum þannig að það

var ekki gott að átta sig á hvernig umrædd

lausn yrði framkvæmd í snatri, en það

skipti fermingarbróður minn svo sem

engu. Hann ætlaði bara skjóta bölvaðan

bangsann.

Þegar ég las heimsenda skólastefnu

Framtíðarlistans hér um daginn, gat ég

ekki varist því að hugsa til míns gamla

vinar, - hinnar vopnlausu skyttu.

Framtíðarlistann skortir nefnilega ekki

hugmyndaflugið en hann skortir hins vegar

vopnin. Það er ekki flókið að setja fram

útópíska stefnu (hið fullkomna samfélag

sem hvergi er til nema í draumsýn) ef

menn þurfa hvorki að finna henni faglega

né fjárhagslega undirstöðu. Láta nægja að

byggja faglegu rökin á eigin skoðunum og

tilfinningum en ekki vísindalegum

niðurstöðum og hagræða jafnvel

staðreyndum til að styðja við skoðanir

sínar og langanir. Og þegar kemur að því

að finna stefnunni fjárhagslegan grundvöll

segja menn bara: ,,Við getum þetta

fjárhagslega". Það þarf auðvitað enga

sérfræðinga til að sjá í gegnum slíkan

málflutning.

Ég ætla ekki að fjalla hér um ýmsar

vafasamar fullyrðingar Framtíðar-

listamannanna varðandi vegalengdir í

skólaakstri barna í Þingeyjarsveit,

hugsanlegan sparnað af uppsögnum

skólastjóra, kennara og annarra

starfsmanna, samfélagsleg áhrif af

byggingu eins skóla fyrir sveitarfélagið

o.s.frv. Í skólastefnu Framtíðarlistans eru

hins vegar taldir til ýmsir gallar á

fámennum skólum og samkennslu árganga

og virðist slíkt fyrirkomulag jafnvel talið

skaðlegt nemendum. Undir því er erfitt að

sitja, ekki síst fyrir mann sem allan sinn

Ólafi Arngrímssyni skólastjóra

Stórutjarnaskóla leist ekki nema

rétt mátulega á þessar hugmyndir.

Page 16: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

16 | U m r æ ð u r

starfsaldur hefur unnið að viðgangi

umræddrar skólagerðar, farið fyrir

Samtökum fámennra skóla og haft

forgöngu um það í landinu að mögulegt sé

að samreka leik- grunn- og tónlistarskóla.

Sennilega sú nýleg lagabreyting í

skólamálum sem nýtist dreifbýlinu hvað

best.

Annað hvort er skólastefna

Framtíðarlistans sett fram gegn betri

vitund frambjóðenda, eða þá að hún

byggist á mikilli vanþekkingu á fámennum

skólum og almennri kennslufræði. Raunar

virðist sem öll umræða síðustu ára um

ágæti aldursblöndunar og

einstaklingsmiðaðrar kennslu hafi

algerlega farið fram hjá höfundum

stefnunnar. Ógerlegt er í stuttri grein að

bæta úr því, en hafi einhverjir áhuga á að

auka við þekkingu sína, t.d. áður en þeir

semja næstu skólastefnu, má benda þeim

á að fara inn á þessa slóð:

http://skolar.skagafjordur.is/sfs/

Hér er að finna ítarlega umfjöllun um eðli

fámennra skóla, kennsluhætti, námsmat

o.fl., auk þess sem þarna er að finna góðan

leslista um efnið, bæði á íslensku og

erlendum málum. Eftirfarandi má t.d. lesa

á forsíðu:

Með samkennslu árganga er átt við

kennslu í námshópum þar sem árgangar

eru tveir eða fleiri og byggt er á

kennsluskipulagi sem miðar að því að

kenna árgöngunum saman, sem

samstæðum hópi nemenda með

mismunandi námsþarfir, án varanlegrar

aðgreiningar eftir aldri eða námsgetu. Í

samkennslu er leitast við að skapa börnum

á mismunandi aldri aðstæður til náms á

eigin forsendum, en ekki samkvæmt

aldurstengdum markmiðum námskrár eða

aldurstengdu námsefni.

Um meinta félagslega skaðsemi fámennra

skóla (ótrúlega lífseigur misskilningur), má

svo t.d. lesa í Vegpresti, handbók fyrir

skóla, sem Samtök fámennra skóla gáfu út

1995. Sérstaklega má benda á þessa grein:

Kennslufræðileg umfjöllun um

samkennslu: Aldursblöndun. Þar segir

m.a.:

Samvera barna á ólíkum aldri er forsenda

þess að þekking færist frá þeim eldri til

hinna yngri. Yngri börn fá hjálp frá hinum

eldri. Þau sem eldri eru líta á sig sem

mikilvæga leiðbeinendur hinna yngri. Í

aldursblönduðum barnahópum eru eldri

börnin oft verndarar hinna yngri. Í stórum

skólum hefur sums staðar verið gerð

tilraun með að láta eldri börn taka að sér

hin yngri og vernda þau til þess m.a. að

koma í veg fyrir stríðni og einelti. Þetta

hefur þótt gefast vel.

Í stórum skólum eru stórir bekkir oft

vandamál. Ekki bara vegna þess náms sem

þar á að fara fram heldur getur verið erfitt

að mynda samkennd og samheldni meðal

nemenda. Nemendur geta einnig átt erfitt

með að læra að vera í skóla, þ.e.a.s.

hvernig maður á að haga sér í skólanum.

Aldursblöndun er ákveðin lausn á þessu

því að eldri nemendur eru þeim yngri

fyrirmynd. Þarna standa fámennir skólar

vel að vígi. (Byggt á 6. kafla bókarinnar

Udelt og Fådelt skole - ei innföring, eftir

Nils Eckhoff. Lauslega þýtt og staðfært af

Hafsteini Karlssyni).

Í örstuttu máli má segja að fræðimönnum

beri saman um að ógerningur sé að

fullyrða hvort fámennir skólar séu í eðli

sínu betra skólaform en fjölmennir skólar,

eða öfugt. Báðar skólagerðirnar hafa sína

kosti og galla. Hvorug skólagerðin hefur

hins vegar þess háttar galla sem ekki er

hægt að sjá við með öflugu og vakandi

Page 17: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

17 | U m r æ ð u r

starfi og með því að tileinka sér

kennsluaðferðir sem henta eðli

viðkomandi nemendahópa. Sterkar

vísbendingar eru hins vegar um að

nemendur fámennra skóla séu almennt

félagslega sterkari en nemendur

fjölmennra skóla þegar út í lífið er komið,

einfaldlega vegna þess að í fámenninu

komumst við ekki hjá því að taka þátt,

hvort sem okkur líkar það nú betur eða

verr. Það er auk þess alkunna að hvergi

verður maðurinn jafn einn og í iðandi

mannhafi stórborganna.

Að nota eðli hins fámenna skóla sem rök

fyrir því að í Þingeyjarsveit eigi að byggja

einn skóla er í besta falli byggt á

misskilningi en í versta falli beinlínis

óheiðarlegt.

En því fylgir vissulega ábyrgð að vera

félagslega virkur í samfélagi. Það er ekki

bara nóg að þora. Það hefði verið

skynsamlegt af höfundum skólastefnu

Framtíðarlistans að lesa fundargerð

sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 6. maí

s.l. Þar segir í 7. lið: " ... er ljóst að

fjárhagsleg staða sveitarfélagsins er erfið.

Tekjur að frádregnum rekstrargjöldum

nægja ekki fyrir vöxtum og afborgunum

lána (leturbreyting undirritaðs). Því þarf að

gæta aðhalds og leita allra leiða til að

lækka skuldir og rekstrargjöld og auka

tekjur sveitarfélagsins svo það geti staðið

við skuldbindingar sínar í framtíðinni."

Dettur virkilega einhverjum ábyrgum

manni í hug að sveitarfélag sem svo er

ástatt um hafi efni á því að byggja skóla

fyrir hátt í milljarð króna? Og það þegar

viðkomandi sveitarfélag á meira en nóg af

ágætu skólahúsnæði fyrir.

Þeir sem bjóða sig fram til að stýra 1000

manna samfélagi þurfa svo sannarlega að

hafa ýmislegt til brunns að bera. Þeim

dugir ekki að fara fram með óskhyggjuna

eina að vopni. Slíkir leiðtogar þurfa þvert á

móti að standa báðum fótum á jörðinni.

Þeir þurfa að vera raunsæir og þeim ber að

hafa hag allra þegna sveitarfélagsins að

leiðarljósi. - Og því miður þurfa þeir líka að

vera fróðir um margt. Svo virðist sem sumt

af þessu hafi skort þegar skólastefna

Framtíðarlistans var sett á blað. -

Vopnlausar skyttur ættu ekki að fara á

bjarndýraveiðar.

Ólafur Arngrímsson

Ólafur er eini maðurinn sem hefur lagt fram

málefnaleg rök til stuðnings óbreyttu ástandi og

mér finnst vert að þau komi fram líka.

Ég er samt algjörlega ósammála honum.

Page 18: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

18 | U m r æ ð u r

Svar Framtíðarlistans við grein Ólafs

Arngrímssonar.

- Bjartsýni þvingar okkur til aðgerða, svartsýni

er þægileg afsökun fyrir að gera ekki neitt -

Ernest Dichter

Við hjá Framtíðarlistanum viljum þakka Ólafi

Arngrímssyni fyrir grein hans birtri á 641

Fréttasíðu Þingeyjarsveitar þann 19.

síðastliðinn og uppibyggilega gagnrýni í okkar

garð. Við fögnum opinberri umræðu og teljum

reyndar miður að hún hafi hvorki hafist fyrr né

verið meiri en raun ber vitni. Best hefði verið

ef þetta mál hefði verið rætt í rólegheitum á

undanförnum tveimur árum eftir sameininguna

en ekki bara nú undir formerkjum

kosningaslagsins. En úr því sem komið er er

ekkert við því að gera.

Í grein sinni finnur Ólafur helst að því að við

rökstyðjum ekki með vísunum í heimildir

tillögur okkar í skólamálum. Er okkur bæði

ljúft og skylt að bregðast við þeim óskum.

Viljum við þó með allri vinsemd benda á að

við vísuðum í okkar Skólastefnu til tveggja

skólaskýrslna sem unnar hafa verið um málið

og eru þar raktar ýmsar rannsóknir um kosti og

galla fámennra skóla.

Hafi þær farið fram hjá einhverjum er hægt að

finna þær hér:

http://www.rha.is/static/files/Rannsoknir/2007/

Skolamal_S-Thing-juli-2007_loka.pdf

http://123.is/641/page/26815/

Ólafur segir í grein sinni að Framtíðarlistinn

láti:

[..] nægja að byggja faglegu rökin á eigin

skoðunum og tilfinningum en ekki

vísindalegum niðurstöðum og hagræða jafnvel

staðreyndum til að styðja við skoðanir sínar og

langanir.

Þetta er ekki alls kostar rétt. Í lokaorðum seinni

skólaskýrslunnar segir:

Eins og áður segir eru ýmsar fjárhagslegar

forsendur óvissar. Það gegnir bæði um

rekstrargrundvöll skólana en einnig það

umhverfi sem þeim er búið, t.a.m. í formi

framlags Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga. Þrátt

fyrir það má telja ljóst að það er fjárhagslega

hagkvæmast til langs tíma litið að byggja upp

einn grunnskóla í sveitarfélaginu. Sameinaður

skóli ætti að vera hagkvæmari rekstrareining

en þeir þrír skólar sem nú eru í rekstri. Það

hefur einnig ýmsa félagslega kosti í för með

sér. Þar má nefna stærri bekkjardeildir sem

skapa grundvöll fyrir sterkara faglegu starfi,

minni hættu á félagslegri einangrun vegna

fámennis og uppbyggingu samkenndar og

sjálfsmyndar sveitarfélagsins. Rökréttasta

staðsetning slíks skóla væri að Laugum og

myndi hann styrkja framhaldsskólann þar og

skjóta sterkari stoðum undir þéttbýliskjarna

sveitarfélagsins sem gegnir mikilvægu

þjónustuhlutverki fyrir íbúa þess. Ennfremur

má ætla að slíkur skóli gæti tekið við börnum

frá Mývatnssveit ef þessi sveitarfélög

sameinast í náinni framtíð eins og líklegt

verður að teljast.

Við byggjum einnig á því sem við teljum vera

meirihlutavilja foreldra í sveitarfélaginu. Í

skýrslu RHA sem unnin var um skólamál í

Suður-Þingeyjarsýslu 2007 segir:

Á hverju skólasvæði fyrir sig höfðu foreldrar

áhyggjur af þeirri íbúafækkun sem orðið hefur

og fyrirsjáanleg er á næstu árum. Ein af

afleiðingum þess er að fámennir árgangar

barna koma niður á félagslegum samskiptum

barnanna. Ekki er auðvelt að eignast vini við

þessar aðstæður.

Það er því vissulega rétt að við byggjum á

skoðunum, tilfinningum og umhyggju foreldra

gagnvart börnum sínum. Og vissulega eru

svoleiðis hlutir ekki hátt skrifaðir í hinu

vísindalega samfélagi. Við leyfum okkur samt

að álíta að þetta skipti þó einhverju máli í hinu

mannlega samfélagi og treystum því jafnvel að

foreldrar viti hvernig börnum sínum líði.

Við getum svo sannarlega tekið undir með

Ólafi er hann segir:

Í örstuttu máli má segja að fræðimönnum beri

saman um að ógerningur sé að fullyrða hvort

fámennir skólar séu í eðli sínu betra skólaform

en fjölmennir skólar, eða öfugt. Báðar

skólagerðirnar hafa sína kosti og galla.

Hvorug skólagerðin hefur hins vegar þess

háttar galla sem ekki er hægt að sjá við með

Page 19: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

19 | U m r æ ð u r

öflugu og vakandi starfi og með því að tileinka

sér kennsluaðferðir sem henta eðli viðkomandi

nemendahópa.

Það eru vissulega engar rannsóknir sem sýna

að fjölmennir skólar séu betri. Á sama hátt eru

engar rannsóknir sem segja að fámennir skólar

séu betri. Sú niðurstaða mun alltaf velta á

skoðunum og tilfinningum viðkomandi.

Ólafur bendir á marga kosti fámennra skóla og

vísar á síður og rannsóknir máli sínu til

stuðnings. Er það vel. En það eru líka til

rannsóknir sem benda á ókosti fámennra skóla:

Hayes (1993) tekur saman þá erfiðleika sem

Miller og Schiefelbein telja sérstaklega

tengjast fámennum skólum. Það eru eftirtalin

atriði: samkennsla árganga, kennarar þurfa að

undirbúa kennslu í mörgum fögum dag hvern,

kennarar þurfa að kenna fög sem þeir hafa

ekki sérþekkingu á, tæki og gögn eru

takmörkuð eða gömul, bókasöfn og

upplýsingasöfn fyrir nemendur eru fátækleg,

Kennarar hafa ýmsar aðrar skyldur en

kennslu, s.s. félagsmál nemenda og stjórnun.

Framhaldsskólar eru fjarri. Kennarar eru

einangraðir frá endurmenntun. Stuðningur við

starfið er takmarkaður eða enginn. Einkalíf er

lítið.

Framtíðarlistinn hefur engar efasemdir um

hæfni skólastjórnenda, kennara né faglegt starf

skólanna. Við höfum engu að síður áhyggjur af

samkennslunni skv. tilvitnun að ofan og einnig

vegna þessa:

Skólinn notar aðallega námsefni frá

Námsgagnastofnun og Skólavefnum auk þess

sem kennarar útbúa efni eftir þörfum. Það

námsefni sem er í boði er misjafnt að gæðum.

Ánægja er með námsefni í kristinfræði þar sem

samfella er upp öll aldursstig. Nokkuð gott

námsefni er fáanlegt í landafræði fyrir miðstig

og unglingastig. Skortur er á hentugu námsefni

í sögu og skrift á yngra stigi og miðstigi. Erfitt

er að finna hentugt námsefni fyrir náttúrufræði

og samfélagsfræði fyrir yngsta stig. Í

megindráttum er hægt að segja að framboð

námsefnis henti illa samkennsluskólum og

stærðfræðinámsefni fyrir yngri deildir og

miðstig alls ekki.

Sjálfsmat Grunnskólans í Breiðdalshreppi.

Og einnig:

Samkvæmt Kristínu Aðalsteinsdóttur er smæð

samfélags hins fámenna skóla og náin

félagsleg tengsl oft byrði á kennurum og getur

valdið erfiðleikum við formleg samskipti innan

skóla og við samfélagið. Niðurstaða hennar er

sú að kennarar í fámennum skólum noti

fábreyttar kennsluaðferðir og eigi ekki

árangursríkt samstarf við samstarfsmenn og

foreldra. Auk þess að þeir hafi sjálfir ekki tiltrú

á kostum fámennis og séu oft faglega

einangaraðir. Samkvæmt Margréti

Harðardóttur og Sigþóri Magnússyni (1990)

reynist samkennsla kennurum erfið þar sem

skipulag kennslu tekur of sterkt mið af því

kennslufyrirkomulagi og skipulagi sem tíðkast í

fjölmennum skólum (Kristín Aðalsteinsdóttir,

2000; Margrét Harðardóttir og Sigþór

Magnússon, 1990).

Skólamál í Öxarfirði RHA Febrúar 2009

Framtíðarlistanum er það fullkomlega ljóst að

sveitarfélagið er rekið með halla og skera þarf

niður. Hins vegar er stærsti útgjaldaliðurinn

skólarnir þrír. Skatttekjur á árinu 2009 voru

541.376.000 og kostnaður vegna fræðslumála

var 374.823.000. Það eru 69.2%.

Við erum með 6 skólastjórnendur yfir 135

börnum. Í skólunum þremur eru 53 starfsmenn

í 43,4 stöðugildum, kennarar, skólaliðar og

starfsfólk í eldhúsi. Það eru 2,5 börn á hvern

starfsmann. (Skólaskýrslan.)

Við myndum spara 50-100 milljónir á ári við

að fækka kennurum um 10 og skólastjórum um

4. 50 milljóna króna sparnaður á ári í 20 ár

gerir 1000 milljónir. Bygging nýs

skólahúsnæðis verður kostnaðarsöm til

skamms tíma. Aðgerðaleysið er kostnaðarsamt

til langs tíma. Að taka ekki á þessum vanda er

svipað og að leyfa ísbirni að ráfa um óáreittum

af því hann er svo krúttlegur bangsi.

Með vinsemd og virðingu,

Árni Pétur Hilmarsson skipar 1.

sæti Framtíðarlistans

Ásta Svavarsdóttir skipar 2. sæti

Framtíðarlistans

Page 20: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

20 | U m r æ ð u r

Meira af ísbjörnum

Frambjóðendur Framtíðarlistans þau Árni

Pétur Hilmarsson og Ásta Svavarsdóttir hafa

brugðist við grein minni sem ég skrifaði í

framhaldi af lestri á skólastefnu

Framtíðarlistans. Ég þakka þeim skrifin og get

jafnframt lýst því yfir að ólíkt líkar mér grein

þeirra betur en framsetning Framtíðarlistans á

skólastefnu sinni. Þar tel ég að fólk hefði átt að

vanda sig betur og gefa sér meiri tíma áður en

stefnan var send út.

Þegar rædd eru jafn mikilvæg mál

samfélagsins og skólamál, er mikilvægt að

halda umræðunni sem allra mest án

sleggjudóma og upphrópana. Þau Árni Pétur

og Ásta gera heiðarlega tilraun til þess með

skrifum sínum. Þau vanda sig. Það ber að

þakka og veit vonandi á gott. - Rétt er þó að

benda á mikilvægi þess þegar fólk byggir

skoðanir sínar á niðurstöðum rannsókna, að

þær rannsóknir séu gerðar við aðstæður sem

eru sambærilegar okkar íslensku. Sumt af þeim

rannsóknum sem gerðar hafa verið á

fámennum skólum hafa til að mynda verið

gerðar á stöðum í heiminum þar sem annað

menningarstig er ríkjandi, fjárhagur íbúa ekki

samanburðarhæfur við Ísland og samgöngumál

einnig með öðrum hætti. Sumar okkar íslensku

rannsókna eru líka það gamlar að þær eru

tæplega nothæfar í dag vegna samfélagslegra

breytinga, m.a. hvað varðar samgöngur,

uppbyggingu kennaranáms og meiri fjölda

fagmenntaðra kennara. Það hefur t.d. margt

breyst síðan þau Sigþór og Margrét gerðu sína

rannsókn. Þess vegna skiptir líka máli að velja

,,réttar" rannsóknir til að byggja á. Varðandi

tilvitnanir Framtíðarlistans í hinar svo kölluðu

skólaskýrslur skal ég fúslega játa að ég þorði

ekki með nokkru móti að vitna í þær, af þeirri

einföldu ástæðu að mér hefur skilist að

skýrslurnar séu svo vondar. ,,Ekki

skeinipappírs virði" er haft eftir

sveitarstjórnarmanni í fréttamiðli sveitarinnar.

- Svo er eins og fólk lesi bara þær setningar

sem falla best í geð en sleppi hinum. Mér

sýnist t. d. að Framtíðarlistanum hafi sést yfir

eina lykilsetningu í síðusti skólaskýrslu frá

apríl 2010. Þar segir nefnilega á bls 37 um

hugmyndina að byggja einn skóla á

Laugum: "Í ljósi efnahagsaðstæðna er þetta

tæplega raunhæfur möguleiki. - En nóg um

það, svona togi er auðvitað hægt að halda

endalaust áfram í tómu tilgangsleysi. Ég nenni

því ekki. Mest er um vert að við höldum

umræðunni sem mest án sleggjudóma og

upphrópana. Þar hafa þau Ásta og Árni Pétur

nú lagt sitt af mörkum.

Allir skólar í Þingeyjarsveit flokkast sem

fámennir skólar. Líka Framhaldsskólinn á

Laugum. Það er einnig afar sennilegt að

eitthvað verði um samkennslu árganga í

sameinuðum skóla, jafnvel þó nemendafjöldi

nái 130 - 140. Það stafar af misjöfnum fjölda í

árgöngum. Framhaldsskólinn á Laugum hefur

á undanförnum misserum tekið upp breytt

skipulag og kennsluhætti, sem um margt eru af

svipuðum toga og samkennsla árganga. Þar er

á ferðinni einstaklingsmiðað nám sem að hluta

til er sett upp með líkum hætti og víða hefur

verið gert í fámennum og fjölmennum

grunnskólum. Eins konar opin svæði eða

smiðjur, þar sem nemendur vinna að ólíkum

verkefnum á sama tíma undir leiðsögn

kennara, sem ekki eru endilega "sérfræðingar"

í viðkomandi efni. Ekki veit ég betur en þetta

hafi gefist vel og hafi fengið góða dóma.

Það verður ævinlega undir hverjum og einum

kennara komið hvernig honum tekst til við

kennslu. Við því er svo sem ekkert að segja.

Ég fullyrði hins vegar að jákvæður, duglegur

og hugmyndaríkur kennari getur leyst

samkennsluna jafn vel af hendi og

árgangabundna kennslu í fjölmennum skóla. Á

það hefur nefnilega verið bent að í hverjum

árgangi er þroska- og getumunur nemenda oft

svo mikill að vel má jafna við samkennslu

árganga. Hér er því í grunninn um sama

fyrirbærið að ræða, fyrst og fremst eðli og

eiginleika hvers einstaklings sem koma þarf til

móts við. Hvort það er gert í 20 nemenda skóla

eða 200 nemenda skóla skiptir í raun engu

máli. Af þessum sökum hefur umfjöllun um

fámenna skóla og samkennslu árganga breyst í

kennaranámi upp á síðkastið, snýst núna fyrst

og fremst um einstaklingsmiðað nám og

Fullt af góðum punktum hér líka.

Skil ekki af hverju Samstaða hefur

ekki tekið Ólaf upp á arma sína.

Hann er kannski vitlausu megin

heiðar?

Page 21: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

21 | U m r æ ð u r

kennslu, einfaldlega vegna þess að það er

nauðsynlegt, hvort heldur um er að ræða

samkennslu árganga eða árgangabundna

kennslu. Því segja menn nú að hver kennari

þurfi í raun að vera eins konar "sérkennari".

Tilgangurinn með mínum skrifum er fyrst og

fremst að vekja athygli lesenda á því að eðli

fámennra skóla er ekki hægt að nota sem rök

fyrir því að byggja eigi einn skóla fyrir allt

sveitarfélagið. Við það stend ég. Þeir sem

endilega vilja byggja einn skóla þurfa þess

vegna að finna sér önnur og sterkari rök í

málinu.

Þau Árni Pétur og Ásta ræða um tilfinningar

foreldra gagnvart börnum sínum, ágætt og

þarft innskot. Börnin, nemendur, hafa líka

sínar tilfinningar. Í framtíðinni er það þeirra

mat sem skiptir mestu máli þegar litið verður

yfir farinn veg og verk okkar dæmd. Þess

vegna ætla ég að lokum að birta hér örstuttan

kafla úr ritgerð sem nemandi nokkur skrifaði

eitt sinn þegar hann var að ljúka námi í 10.

bekk í fámennum skóla, - fyrir lá að leggja frá

ströndu og sigla til nýrra ævintýralanda. Þar

segir:

Þegar við fluttum hingað vissi ég ekki við

hverju væri að búast, en krakkarnir tóku okkur

opnum örmum og við eignuðumst fljótt nýja og

góða vini. Þannig eru krakkarnir hér. Það er

enginn sem er vondur né stríðinn. Það er

kostur við þennan litla sveitaskóla. Ég veit að í

fjölmennum bæjum er ekki eins auðvelt að

eignast vini, og vinasamböndin eru ekki jafn

sterk og þau eru hér í sveitinni. Maður þarf

ekki einu sinni að fara langt til þess að sjá

þennan mun. ... - Hér er hægt að treysta

flestum, ef ekki öllum, og maður finnur að fólki

þykir vænt um mann og því er ekki sama

hvernig manni líður eða hvað maður gerir.

Skólinn er eins og manns annað heimili. Og

síðan hvenær hefur verið auðvelt að skipta um

heimili?

Að svo mæltu hef ég lokið við að leika minn

"Ísbjarnarblús". Hann verður ekki leikinn

frekar. Hvort ísbjörninn verður að lokum

skotinn getur framtíðin ein leitt í ljós. - Góðar

stundir.

Ólafur Arngrímsson

Page 22: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

22 | U m r æ ð u r

Skólamálaumræða. (Bergljót

Hallgrímsdóttir.)

Án þess að ætlun mín sé að blanda mér í

umræður varðandi sveitarstjórnarkosningar í

Þingeyjarsveit vorið 2010, eru þó nokkur atriði

sem ég sem fyrrverandi starfsmaður skóla og

foreldri í sveitarfélaginu og forvera þess að

hluta, Aðaldælahreppi, sé ástæðu til að benda

á, vegna skrifa um skólamál á

heimasíðunni, http://123.is/641, undanfarið.

Sem skólastjóri leikskólans Barnaborgar (sem

nú er búið að leggja niður) varð ég oft vör við

áhyggjur foreldra, jafnvel örvæntingu, vegna

þess hve fá börn væru orðin í árgangi í

grunnskólanum, jafnvel allt niður í eitt barn í

árgangi. Mikið fann ég til með foreldrum í

þessari stöðu, enda ekkert sem er eins erfitt í

lífinu og að þurfa að hafa áhyggjur af

börnunum sínum. Með sameiningu

sveitarfélaganna tveggja (Aðaldælahrepps og

Þingeyjarsveitar) sáu foreldrar eflaust tækifæri

fyrir börnin sín; með því að sameina skólahald

þriggja skóla í einn, yrðu árgangarnir stærri og

félagsleg og fagleg einangrun barnanna þar

með rofin. Hvaða heilvita manni myndi líka

detta í hug að ætlast til að eitt lítið

sveitarfélag ræki þrjá grunnskóla með allri

áhöfn og yfirbyggingu eins og um fleiri

hundruð manna skóla væri að ræða. Heilt

kjörtímabil hefur liðið frá áðurnefndri

sameiningu án þess að nokkuð væri "hróflað"

við skólunum, þ.e.a.s. Skólunum með stóru s-i.

En það eru ekki skólarnir með litlu s -i sem

segir um í afrekaskrá svonefnds samstöðulista

á yfirstandandi kjörtímabili: "Störf skólastjóra

við leikskólann Barnaborg og Tónlistarskóla

Hafralækjarskóla voru lögð niður, og færð

undir skólastjóra Hafralækjarskóla, en störf

deildarstjóra tekin upp í staðinn. Á komandi

hausti verður starf skólastjóra

Tónlistarskólans á Laugum lagt niður og sett

undir skólastjóra Litlulaugaskóla en

deildarstjóri ráðinn að tónlistarskólanum." Í

sama plaggi segir: "Rekstur leikskóla,

grunnskóla og tónlistarskóla er umfangsmesti

og dýrasti þátturinn í rekstri og starfsemi

sveitarfélagsins og því eðlilegt að hann sé til

sífelldrar endurskoðunar. Mikilvægt er að slík

endurskoðun sé unnin af vandvirkni og

ígrundun, og þess gætt að hafa sem best

samráð við foreldra og starfsfólk skólanna, svo

nást megi sem víðtækust sátt til framtíðar í

samfélaginu öllu." (tilvitnanir teknar af http://

123.is/641, leturbreyting mín).

Það þarf því að ígrunda af

vandvirkni endurskoðun á rekstri skólanna

með stóra essinu og hafa sem best samráð við

foreldra og starfsfólk en skólana með litla

essinu mátti og má bara slá af sisona. Það má

lesa út úr ofangreindum tilvitnunum hverjir

skólarnir með stóra essinu eru, því þeir einir

eru eftir. Nú kann einhver að segja að það sé

ekki það sama að leggja niður yfirmannastöður

við skóla og "deilda" þá og að leggja einhverja

skóla alfarið niður með manni og mús eins og

gera þurfi ef fækka á grunnskólum. Fyrir því

má færa rök með og á móti en bent skal á að til

þess að vaxa og dafna sem best hvort sem er

um að ræða karla, konur, þjóðfélög,

sveitarfélög - eða skóla, er frelsið mikilvægast

og dýrmætast. Það skal þó geta þess að

sveitarfélögum er samkvæmt lögum skylt að

reka grunnskóla en samskonar lagaskylda er

ekki varðandi leikskóla og tónlistarskóla.

Hugsanlega er það sálfræðileg skýring á

muninum á Skóla og skóla. Það sem einu sinni

var snjöll lausn, þ.e.a.s. að reka tónlistarskóla

og grunnskóla í sama húsnæði er nú orðinn

fjötur um háls fyrrnefnda skólans.

Forsvarsmenn svonefnds framtíðarlista fá prik

fyrir að setja orðið, Grunnskóli

Þingeyjarsveitar, á blað. Það er ekki lítið afrek

útaf fyrir sig og orð eru til alls fyrst. Eftir sem

áður verður þessi sameinaði skóli fámennur

skóli svo rök og/eða óskhyggja um ágæti

fámennra skóla fram yfir fjölmenna munu

því eiga eins við um hann eins og þá

öreindaskóla sem nú eru. Rök um ágæti þess

að börn "hjálpi" hvert öðru eru hins vegar varla

gild en kunnugleg úr grunnskólageiranum:

(Yngri börn fá hjálp frá hinum eldri. Þau sem

eldri eru líta á sig sem mikilvæga

leiðbeinendur hinna yngri. (tilvitnun tekin af

http://123.is/641)). Börn eru ekki hjálparþurfi á

hvaða aldri sem þau eru. Þau eru einstök hvert

Bergljót Hallgrímsdóttir tók

þátt í umræðunni og skrifaði

hreint frábæra grein.

Page 23: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

23 | U m r æ ð u r

og eitt og eiga skýlausan rétt á að fá að takast á

við lífið og námið á sínum forsendum og með

sínum þroska en ekki að það sé sífellt verið að

"hjálpa" þeim við eitthvað eða yfir á eitthvert

annað stig. Rök gegn löngum skólaakstri ber

þó að taka alvarlega en sú umræða fer alltaf í

gang þar sem verið er að taka upp eða breyta

skólaakstri. Skiptir þá oftast ekki máli hvort

verið er að keyra börn lengra eða skemmra. En

hver hefur ákveðið að það séu alltaf börnin

sem eru sífellt á ferðinni, getur skólinn ekki

líka ferðast? Einhverjir muna þá tíma að

FARskóli var í öllum hreppum í Íslandi.

Hvernig væri skóli á hjólum? Hugsum út fyrir

rammann.

Vorið 2009 fóru tveir leikskólar og tvær

leikskóladeildir í Suður Þingeyjarsýslu með

elsta árganginn í skólunum í útskriftarferð eins

og mörg undanfarin ár. Þetta voru alls 10

krakkar úr öllum fjórum skólunum. Í ferðinni

voru þau sundur og saman eftir skólum eins og

gengur en blönduðust samt vel á ekki lengri

tíma en ferðin tók. Einhvern tíman áður en

ferðinni lauk spurði ég krakkana eitthvað á þá

leið, hvort þeim myndi finnast gaman að fara

öll saman í grunnskóla næsta vetur. Það

heyrðist margraddað juhúúú og gleðin skein úr

hverju andliti. Hvar hafa sjónarmið

barnanna sjálfra komið inn í umræðuna um

framtíðarskólamál í Þingeyjarsveit?

Bergljót Hallgrímsdóttir

Page 24: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

24 | U m r æ ð u r

Skólamál

Umfangsmesta starfsemi

sveitarfélagsins er rekstur leikskóla,

grunnskóla og tónlistarskóla.

Samstaða leggur til að engar

grundvallabreytingar verði gerðar

á skólastarfi í sveitarfélaginu að

minnsta kosti næstu tvö ár. Standa

verður vörð um hið góða starf sem

unnið er í skólum sveitarfélagsins,

þó áfram verði gætt aðhalds í rekstri

þeirra.

Unnin verði skólastefna fyrir

sveitarfélagið á kjörtímabilinu.

Settur verði á fót starfshópur

heimamanna, sem vinni með

skólasamfélaginu að því að móta

framtíðarsýn í skólamálum

sveitarfélagsins. Starfshópurinn skili

áliti til sveitarstjórnar ekki síðar en á

miðju kjörtímabili.

Þó svo að Framhaldsskólinn á

Laugum sé ekki á forræði

sveitarfélagsins er Samstöðu ljós

þýðing hans fyrir samfélagið. Góð

tenging og samskipti

Framhaldsskólans við grunnskóla

sveitarfélagsins styrkir starfsemi

skólanna allra.

Skólastefna Samstöðu.

Þótt það hafi komið ítrekað fram að fólk vill

breytingar.

Þetta er blekkingarleikur. Skólastefna er ágætt fyrirbæri

en hún hefur ekkert með skólamál sveitarfélagsins að

gera eins og fólk er væntanlega búið að átta sig á.

Á þessum tímapunkti var „bara“ búið

að skrifa tvær skólaskýrslur. Axla

pólitíska ábyrgð og taka ákvörðun,

kannski?

Page 25: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

25 | U m r æ ð u r

EINHVERRA HLUTA VEGNA, MÉR ÓSKILJANLEGRA, HUGNAÐIST ÍBÚUM STEFNA

SAMSTÖÐU BETUR. SVONA ER LÝÐRÆÐIÐ.

SAMSTAÐA ÁKVAÐ AÐ NÝTA LOFAÐ TVEGGJA ÁRA AÐGERÐALEYSI Í...

ÞRIÐJU SKÝRSLUNA!

Sigurgrímur Skúlason var fenginn til að vinna þriðju skýrsluna. Hann

hafði áður skrifað grein í Skarp og gagnrýnt skýrslu númer tvö. (Það hafa

fleiri skrifað sig í djobb svo ekki dæmi ég.)

Ég hef því miður ekki aðgang að þeirri grein og hef satt best að segja aldrei

séð hana svo ég get ekki sett hana inn hér.

Persónulega finnst mér lagt upp með undarlegar forsendur. Eitt

umræðuefnið var t.d. að einn skóli yrði lagður niður og börnin sæktu skóla

í annan hvorn hinna. Ef þetta er ekki til að hleypa illu blóði í fólk þá veit ég

ekki hvað.

Þá var Framhaldsskólanum á Laugum einhvern veginn blandað í pottinn.

Framhaldsskólar eru á forræði ríkisins en ekki sveitarfélaga svo þessi

hugmynd var algjörlega út í hött.

En hvað um það.

Ég set hér lokaorðið eins og úr hinum þar sem skýrslan er ansi löng. Hana

er hægt að nálgast hér.

Ég hvet fólk til að lesa allar þessar skýrslur þótt þær séu langar og

leiðinlegar.

Page 26: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

26 | U m r æ ð u r

Lokaorð

Þegar gögnin eru dregin saman sýna þau

skoðanir og viðhorf sem lýsa má í nokkrum

megin dráttum. Í fyrsta lagi koma praktísk mál

er standa nærri íbúum mjög oft fram. Dæmi

eru skólaakstur og húsnæðismál skólanna. Líta

má á færslur um kostnað og fjármál

sveitarfélagins sem nokkru víðara sjónarhorn á

þessum praktísku málum. Kemur það bæði

fram í færslum um beinan sparnað eða kostnað

og einnig í áhyggjum af því að breytingum

fylgi fækkun starfa og um leið tekjumissir fyrir

sveitarfélagið. Þegar kemur að innra starfi

skólanna birtast andstæð viðhorf þar sem horft

er á breytingar annað hvort sem ógn eða

tækifæri. Að síðustu má sjá togstreitu sem

tengist búsetu milli þéttbýliskjarnans að

Laugum annars vegar og dreifbýlinu hins

vegar.

Tvö síðastnefndu atriðin, sterk skólaímynd og

togstreita tengd búsetu, eru ef það sem kalla

mætti ímyndarvandi. Þessi atriði eru mun

djúpstæðari og erfiðri viðfangs en þau

fyrrnefndu er lúta að praktískari

úrlausnarefnum. Þessir tveir djúpstæðari

flokkar sjónarmiða lúta að lífsgildum íbúa og

hugmyndum um lífsgæði. Hugmynd íbúanna

um hvers eðlis samfélagið sem þeir búa í sé,

hver miðpunktur eða þungamiðja þess sé og

hvernig framtíðarþróun sé hagstæðust fyrir

samfélagsímynd sem stendur hverjum og

einum næst.

Íbúar Þingeyjarsveitar deila ekki sameiginlegri

„sjálfsímynd“ í búsetulegum skilningi. Á

skólasvæði Litlulaugaskóla er byggðarkjarninn

að Laugum álitinn þungamiðja

sveitarfélagsins. Þar er þungamiðja

íbúadreifingar. Þar sjá menn þungamiðju

þjónustu. Styrking þéttbýlisins að Laugum er

óaðskiljanlegur hluti af því að styrkja

samfélagið og sveitarfélagið í augum íbúa þar.

Á skólasvæði Stórutjarna vegur Akureyri að

minnsta kosti jafn þungt og Laugar, bæði sem

þungamiðja íbúadreifingar og sem

þjónustukjarni fyrir sveitarfélagið. Ákveðnar

vísbendingar eru um að með tilkomu

Vaðlaheiðaganga komi íbúar á þessu svæði til

með að skynja sig nær Akureyri en Laugum. Í

gögnunum frá Hafralæk kemur ekki fram eins

skýr mynd af miðpunkti samfélagsins, en hún

virðist hallast að Laugum að því marki sem

hún kemur fram. Þessi togstreita og ólíka

byggðasýn gerir allar breytingar eða þróun á

fyrirkomulagi skólamála erfiða, vegna þess að

samfélagið sem íbúar sjá fyrir sér að verið sé

að verja eða byggja upp er ólíkt. Það má greina

djúpstæðan ótta við breytingar. Hann sést í

sjónarmiðum þess efnis að umtalsverð

byggðaröskun verði í afmörkuðum hlutum

sveitarfélagins í kjölfar breytinga sem snerta

þau svæði beint. Fram kemur ótti um

fólksflótta og að breyting fæli fólk frá að

flytjast í sveitarfélagið. Þessi ótti kemur fram í

færslum á borð við „grundvöllur þess að búa á

Laugum farinn“, „drepur niður alla íbúaþróun

vestan heiðar“, „sveitarfélagið vestan heiðar

fer í eyði“ eða að „börn færu í Eyjafjörð en

ekki austur yfir“. Einnig má sjá af almennum

sjónarmiðum að hugmyndir um hvað er

„miðsvæðis“ og hvað er í „útjaðri

sveitarfélagsins“ eru breytilegar eftir búsetu

fólks.

Annað atriði sem gerir sveitarfélaginu erfitt

fyrir í endurskipulagningu

skólamála liggur í

samspili sterkrar

skólaímyndar og skorts á

yfirsýn og þekkingu

íbúanna á „hinum“

skólunum í

sveitarfélaginu. Hvert

skólasamfélaganna þriggja hefur mjög skýra

jákvæða ímynd af „sínum skóla“ og sérstöðu

hans. Ímynd skólanna inn á við byggist upp í

kringum ákveðna styrkleika og það hvernig

nemendur og starfsfólk njóta sín í skjóli

þessara styrkleika. Sumt sem fram kemur í

gögnunum bendir til að almennt sé horft

framhjá ákveðnum veikleikum. Skólaímyndin

er dregin upp á mjög jákvæðum nótum, íbúar

óttast breytingar vegna óvissu um hvað tekur

við. Litið er á það sem óbætanlegt tjón að

„skólasamfélagið okkar“ missi sína sérstöðu.

Að vissu marki má sjá hliðstæðu við sterk

viðbrögð íbúa í Reykjavík nýverið við

hugmyndum borgarstjórnar um breytt skipulag

skólamála. Mjög erfitt virðist að nálgast íbúa

með hugmyndir um breytingar vegna þess að

þeir sjá núverandi fyrirkomulag sem besta

valkostinn í stöðunni. Af gögnunum virðist

sem erfitt sé að fá fram yfirvegaða umræðu um

nýjar hugmyndir, eða með hugmyndir sem

ógna skólaímyndinni.

Page 27: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

27 | U m r æ ð u r

Jafn mótsagnakennt og það kann að virðast er

það mat höfundar að einu sjónarmiðin sem

íbúar Þingeyjarsveitar geta nokkuð almennt

tekið undir sé að útilokað sé að breyta

núverandi fyrirkomulagi skólamála án þess að

ósætti hljótist af og jafnframt að útilokað sé að

sveitarfélagið geti rekið núverandi skólakerfi

áfram. Í gögnunum fer oft saman vilji til að

viðhalda núverandi kerfi og efasemdir um að

það sé fjárhagslega mögulegt fyrir

sveitafélagið. Því er ljóst að íbúar gera sér fulla

grein fyrir því að breytinga er þörf en

varnarbarátta eða óvissa um hvað breytingar

hafi í för með sér birtist meðal annars í því hve

slagorð og upphrópanir eru algengar. Þetta

birtist einnig í því að skjaldborg er slegin um

skólana og skólamenningu þeirra þegar dregin

er upp skólaímynd sem einblínir á styrkleika

þeirra. Svo virðist sem ótti við breytingar sé til

staðar og ótti við ósætti í samfélaginu.

Ein helsta niðurstaðan af þessari athugun á

sjónarmiðum og viðhorfum íbúa

Þingeyjarsveitar um skólamál er að ólík sýn

íbúa á samfélagsgerð og ólíkir hagsmunir

tengdum þéttbýli og dreifbýli er það sem

mikilvægast er að taka tillit til við ákvörðun

breytinga og framtíðarfyrirkomulags. Þegar

horft er á þessa togstreitu liggur ljóst fyrir að

miða þurfi breytingar í skólamálum við

hagsmuni beggja sjónarmiða. Hætt er við að

aðrir hagmunir verði að víkja, til dæmis

vegalengdir í skólaakstri, skólamenning skóla

svo eitthvað sé nefnt, til að unnt sé að ná því

fram. En byggðasjónarmið og lífsgildi tengd

búsetu í litlum þéttbýliskjarna eða í sveit eru án

efa djúpstæðustu og mikilvægustu þættirnir

sem taka verður tillit til. Að því marki sem

unnt verður að taka tillit til praktískari og

einfaldari vandamála því auðveldara verður að

finna framtíðarfarveg fyrir skólamálin.

Einhverskonar einföldun á

rekstrafyrirkomulagi með starfsstöðvum nærri

núverandi skólastöðum virðist álitslegasta

leiðin sem samræmir tvö ólík sjónarmið.

Starfsstöðvar gera verið sjálfstæðar

skólaeimingar eða hluti sameiginlegrar heildar.

Þær geta verið misstórar og þannig að, að

minnsta kosti yngstu nemendum verði þjónað

„innan seilingar“ frá heimili sínu. Almennt

virðast íbúar telja nauðsyn að yngri nemendur

fái þjónustu nærri sínu heimili, en óljóst hvort

þau skil eigi að liggja milli leik- og grunnskóla

eða við yngsta stig grunnskólans. Þegar kemur

að eldri nemendum virðist að ná megi sátt um

margskonar útfærslur sem einfalda skólahald á

því stigi. Það virðist líklegt til að auðvelda sátt

um framtíðarskipulag ef horft er til ólíkra leiða

eftir aldri nemenda með þessum hætti. Slíkar

leiðir virða mikilvæga hagsmuni sem liggja í

lífsgildum tengdum búsetu. Þetta eru

tvímælalaust þeir hagsmunir sem mestu skipta

og viðbúið að vega þurfi og meta, að hve miklu

leyti er unnt að koma til móts við aðra

hagsmuni sem fram koma í gögnunum.

Eitt af því sem gögnin benda til að muni gera

erfitt um vik að ná fram sátt um mótun

framtíðarstefnu í skólamálum í Þingeyjarsveit,

er að íbúar deila ekki sameiginlegri

sjálfsímynd í búsetulegum skilningi eins og

komið var inn á að ofan. Nauðsynlegt er að

breyta þessu til að samfélagið geti mótað sér

heildstæða stefnu til lengri tíma og þróað

sameiginlega þungamiðju þjónustu og ímynd

samfélagsins.

Sigurgrímur er doktor í próffræði og einn örfárra

Íslendinga sem hafa útskrifast með doktorspróf í

greininni. Að sögn Sigurgríms liggur próffræði mitt á

milli sálarfræði og kennslufræði en hann starfar við

undirbúning sálfræðilegra prófa og samræmdra prófa

hjá Námsmatsstofnun.

Doktorsverkefni hans fjallar um spurningalista sem

ætlaður er kennurum nemenda í fyrstu tveimur

árgöngum í grunnskóla og snýr að hegðun sem

tengist námi og námsárangri. Með honum er ætlunin

að gera kennaranum kleift að sjá fyrir snemma þá

nemendur sem eru líklegir að lenda í námserfiðleikum

síðar meir. Listinn hefur verð notaður í

Bandaríkjunum og forprófaður hér á landi. Að sögn

Sigurgríms gæti listinn komið að notum hér á landi

fyrir börn sem eru á mörkum leik- og grunnskóla og

verður unnið að því að staðfæra hann að íslenskum

aðstæðum. Hugmyndin sé að upplýsingar um barnið

fylgi því úr leikskóla í grunnskóla.

Page 28: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

28 | U m r æ ð u r

Sveitarstjórn, fundur nr. 85 Dags. 8.9.2011

FUNDARGERÐ

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

85. fundur

í Kjarna fimmtudaginn 8. september 2011 kl. 13:00

...

1. Fundarsetning:

Oddviti setti fund. Hann óskaði eftir að tekinn yrði á dagskrá undir 9. lið; Uppsögn skólastjóra

Litlulaugaskóla.

...

9. Uppsögn skólastjóra Litlulaugaskóla:

Lagt fram bréf, dags. 7. sept. 2011, frá Baldri Daníelssyni þar sem hann segir upp starfi sínu

sem skólastjóri við Litlulaugaskóla. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ganga til

samninga við Baldur um starfslok hans og eins að ganga til samninga við aðstoðarskólastjóra,

Freydísi Önnu Arngrímsdóttur, um að gegna starfi skólastjóra úr skólaárið. Fyrir liggur

samþykki fræðslunefndar fyrir þeirri tilhögun.

Sveitarstjórn þakkar Baldri farsæl störf fyrir sveitarfélagið og óskar honum velfarnaðar á

nýjum starfsvettvangi.

8. 9. 2011 berst til

sveitarstjórnar, heldur

óvænt, uppsögn Baldurs

Daníelssonar skólastjóra

Litlulaugaskóla.

Ég skil

reyndar

ekki um

hvað þarf

að semja

þegar

maðurinn

segir

sjálfur

upp. Þarna sköpuðust

óvæntar aðstæður til

breytinga og þess

vegna ákveðið að

auglýsa ekki eftir

nýjum skólastjóra. En

það er alveg með

ólíkindum að

stefnumótandi

ákvarðanir séu teknar

af því að eitthvað

gerist fremur en að

stjórna atburðarásinni

með stefnumótandi

ákvörðunum.

Page 29: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

29 | U m r æ ð u r

Fræðslunefnd, fundur nr. 26 Dags. 11.10.2011

26. fundur Fræðslunefndar.

Fræðslunefnd Þingeyjarsveitar kom saman til fundar þann 11.10.2011 kl: 20:00 í Stórutjarnaskóla. Mættir til fundarins voru allir

aðalfulltrúar: Margrét Bjarnadóttir formaður, Erlingur Teitsson, Árni Páll Hilmarsson, Böðvar Baldursson og Hulda Elín Skarphéðinsdóttir

sem einnig ritaði fundargerð.

Aðrir fundarmenn:

Ólafur Arngrímsson skólastjóri Stórutjarnaskóla. Agnes Þ. Guðbergsdóttir fulltrúi kennara Stórutjarnaskóla.

Helga Jóhannsdóttir fulltrúi foreldra Stórutjarnaskóla. Freydís Anna Arngrímsdóttir skólastjóri Litlulaugaskóla.

Heiða Guðmundsdóttir fulltrúi kennara Litlulaugaskóla.

Kristján Guðmundsson fulltrúi foreldra Litlulaugaskóla. Þórunn Sigtryggsdóttir skólastjóri Hafralækjarskóla.

Anna Gerður Guðmundsdóttir fulltrúi kennara í Hafralækjarskóla.

Elín Sigurborg Harðardóttir fulltrúi foreldra í Hafralækjarskóla. Huld Aðalbjarnardóttir fulltrúi Norðurþings boðaði forföll.

...

4. Skýrsla um skólamál í Þingeyjarsveit.

Það er mat fræðslunefndar að erfitt sé að sjá afgerandi niðurstöðu út úr skýrslunni um

skólamál í Þingeyjarsveit.

Fundarmenn sammála um að það verði að fara að taka ákvörðun um framtíðarskipan

skólamála í Þingeyjarsveit.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að hún láti bera sama kostnað við rekstur 3ja skóla

eins og nú er annars vegar og hins vegar kostnað við rekstur tveggja skóla þ.e.

Stórutjararskóla, og Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla sameinaða að Hafralæk annars

vegar og hins vegar Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla sameinaða að Laugum.

...

Vinsamlegast veitið athygli að þeim tilmælum er beint til

sveitarstjórnar að kostnaðarreikna: ,,rekstur tveggja skóla þ.e.

Stórutjarnarskóla, og Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla

sameinaða að Hafralæk annars vegar og hins vegar Litlulaugaskóla og

Hafralækjarskóla sameinaða að Laugum.”

Fagnefnd sveitarfélagsins í skólamálum, virðist finnast eðlilegast að

skólarnir tveir, Litlulauga- og Hafralækjarskóli, verði sameinaðir á

einum stað.

Page 30: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

30 | U m r æ ð u r

Sveitarstjórn, fundur nr. 88

Dags. 20.10.2011

FUNDARGERÐ

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

88. fundur

í Kjarna fimmtudaginn 20. október 2011 kl. 13:00

...

3. Fundargerð Fræðslunefndar frá 11.10.11:

Vegna liðar 4. Sveitarstjórn ákveður að verða ekki við tilmælum um

útreikning.

Sveitarstjórn samþykkir að Hafralækjarskóli og Litlulaugaskóli verði

sameinaðir í eina stofnun með tveimur starfsstöðvum. Þessi breyting

taki gildi frá og með 1/8 2012.

Skipaður verður starfshópur til að undirbúa breytinguna.

Stórutjarnaskóli starfi áfram sem sérstök stofnun.

Þessi tillaga kom minnihlutanum algjörlega í opna skjöldu enda ekki getið í

fundarboði að svo stór ákvörðun lægi fyrir fundinum. Aðeins var tilgreint

að farið yrði yfir fundargerð Fræðslunefndar.

Að lestri loknum var málið rætt, m.a. kom fram að auglýst yrði eftir nýjum

skólastjóra og ýmis konar útfærslur á tveimur starfsstöðvum enda engan

veginn sjálfgefið hvernig slíkt yrði útfært. Ákvað minnihlutinn að

samþykkja þessa bókun því að með því væri alla vega stigið skref í rétta

átt.

Hér þykir mér rétt að taka fram að fundir sveitarstjórnar eru opnir og

engin ákvörðun tekin um að trúnaður skyldi vera um þessa umræðu.

Page 31: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

31 | U m r æ ð u r

Starfshópur um sameiningu Hafralækj.og Litlul.sk., fundur nr. 1

Dags. 6.12.2011

1. fundur starfshóps um sameiningu Hafralækjar- og Litlulaugaskóla í nýja stofnun.

Fundurinn var haldinn í Kjarna 6. des. 2011 og hófst kl. 15:00. Mætt voru Ólína

Arnkelsdóttir, Freydís Anna Arngrímsdóttir, Þórunn Sigtryggsdóttir, Erlingur Teitsson, Árni

Pétur Hilmarsson og Margrét Bjarnadóttir.

Ólína setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Ákveðið að Ólína stýri vinnu hópsins og sjái um að boða fundi. Einnig að Margrét sjái

um ritun fundargerða.

2. Starfshópurinn óskar eftir erindisbréfi frá sveitarstjórn.

3. Ákveðið að kanna leiðir sem eru færar til að sameina þessar stofnanir og leita aðstoðar

við það til að tryggja sem best hag nemenda og réttindi starfsmanna.

4. Rætt um mögulegt stjórnskipulag fyrir stofnunina.

Fundi slitið kl. 17:20.

Margrét Bjarnadóttir

Þann 3. nóvember 2011 var starfshópurinn skipaður. Fyrsti fundur hópsins var

haldinn rúmum mánuði síðar eða þann 6. desember 2011. Var ýmislegt rætt en lítið

ákveðið annað en að biðja sveitarstjórn um erindisbréf.

Lítur vel út, það vantar ekki.

Page 32: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

32 | U m r æ ð u r

Erindisbréf starfshóps um sameiningu Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla

Erindisbréf fyrir starfshóp sem sveitarstjórn skipaði 3. nóvember 2011, til að

leggja til leiðir við sameiningu Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla í nýja

stofnun með tveimur starfsstöðvum frá 1. ágúst 2012.

Markmið sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar með sameiningu skólanna í nýja

stofnun með tveimur starfsstöðvum er að halda starfsemi á báðum stöðum en

þróa jafnframt aukið samstarf starfsfólks, nemenda og foreldra. Sú þróun og

það samstarf verði leitt af skólastjórnendum, starfsfólki, nemendum og

foreldrum í samráði við fræðsluyfirvöld sveitarfélagsins. Gengið verði út frá því

að óbreyttu að allar deildir skólanna verði reknar áfram þar sem þær eru í dag

og hvor grunnskóladeild bjóði upp á kennslu 1. – 10. bekkjar á báðum

starfsstöðvunum.

- Starfshópurinn leggi til leiðir til að sameina þessar stofnanir og leggi til stjórnskipulag nýrrar stofnunar. Hópurinn skili tillögum til sveitarstjórnar.

- Gætt verði að hagsmunum nemenda og starfsfólks.

- Starfshópurinn getur leitað eftir utanaðkomandi sérfræðiaðstoð m.a. lögfræðiálita.

- Starfshópurinn leggi til nafn á nýja stofnun.

- Starfshópurinn haldi fundargerðir sem lagðar eru fyrir sveitarstjórn og birtar á heimasíðu sveitarfélagsins til upplýsinga fyrir íbúa.

29. desember 2011

Á sveitarstjórnarfundi þann 29. des. 2011 var lagt fram eftirfarandi

erindisbréf sem hópurinn eða hluti hópsins hafði sett sér sjálfur:

Page 33: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

33 | U m r æ ð u r

Líkaði mér bréfið illa enda var þar fastneglt hvernig sameiningunni

yrði háttað. Fyrir utan það eitt að einn skólastjóri ætti að sitja yfir

báðum skólum var engin önnur breyting í farvatninu. M.ö.o. það er

engin sameining í raun.

Skilningur minn á samþykkt sveitarstjórnar frá 20. október um tvær

starfsstöðvar og umræðunum í kringum þá ákvörðun var sá að nýr

skólastjóri og starfsfólkið, fagfólkið í skólunum, mæti það hvor

staðurinn hentaði betur og hefði lokaákvörðun um það á sínum

höndum.

Hins vegar verður umræðan á þann veg að þau leggja annan skilning í

þetta en ég. Að aðalmálið væri stjórnskipulag nýrrar stofnunar, t.d.

hvort leggja ætti niður aðstoðarskólastjórastöðurnar og ítrekað að

auglýst yrði eftir nýjum skólastjóra sem myndi þá taka við

sameiningarferlinu og leiða það til lykta. Eftir að þáverandi

sveitarstjóri lagði til orðalagsbreytingu þar sem bætt er inn orðunum

að óbreyttu samþykkti ég bréfið. Skal því ekki neitað að ég tel það nú

hafa verið mistök.

Page 34: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

34 | U m r æ ð u r

Starfshópur um sameiningu Hafralækj.og Litlul.sk., fundur nr. 2

Dags. 12.1.2012

Fundurinn var haldinn í Kjarna 12. janúar 2012 og hófst kl. 16. Mættir voru Ólina Arnkelsdóttir,

Freydís Anna Arngrímsdóttir, Þórunn Sigtryggsdóttir, Erlingur Teitsson, Árni Pétur Hilmarsson og

Margrét Bjarnadóttir.

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar.

2. Erindisbréf.

3. Aðferðarfræði og annað sem þörf er á að ræða.

Ólína setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Fundargerð síðasta fundar:

Fundargerð frá 6. des. 2011 lögð fram og undirrituð.

2. Erindisbréf:

Farið yfir erindisbréf fyrir starfshópinn sem samþykkt var í sveitarstjórn 29/12 2011.

Starfshópurinn gerir ekki athugasemdir við það.

3. Aðferðafræði og annað sem þörf er á að ræða:

Farið yfir aðferðafræði við sameiningu skólanna. Svör hafa borist frá lögmanni Sambands íslenskra

sveitarfélaga um færar leiðir við sameiningu þeirra. Þessar leiðir skoðaðar og ákveðið að Ólína leiti

frekari upplýsinga. Einnig verði fengin álit frá stéttarfélögum starfsmanna. Þá var áfram rætt um

mögulegt stjórnskipulag fyrir stofnunina.

Fundi slitið kl.18.

Margrét Bjarnadóttir ritaði fundargerð.

Hagsmunir

starfsmanna.

Þetta er allt eðlilegt. Atvinna og

atvinnuöryggi fólks er stórmál.

Réttindi og vellíðan nemenda hljóta að vera

rædd á næstu fundum.

Kannski rætt við Heimili og skóla, sálfræðing

sem sérhæfir sig í breytingum á högum barna.

Fengin ráð frá öðrum skólum sem hafa verið

sameinaðir og gengið vel. Nóg er af þeim.

Page 35: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

35 | U m r æ ð u r

Starfshópur um sameiningu Hafralækj.og Litlul.sk., fundur nr. 3

Dags. 31.1.2012

Fundurinn var haldinn í Kjarna 31. janúar 2012 og hófst kl. 15:30. Mættir voru Ólína Arnkelsdóttir,

Freydís Anna Arngrímsdóttir, Þórunn Sigtryggsóttir, Erlingur Teitsson, Árni Pétur Hilmarsson og

Margrét Bjarnadóttir.

Ólína setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Fundargerð síðasta fundar:

Fundargerð frá 12. janúar 2011 lögð fram og undirrituð.

2. Svör frá stéttarfélögum:

Farið yfir svör við spurningum sem sendar voru á stéttarfélög starfsmanna skólanna. Sendar voru

fyrirspurnir til Framsýnar og Kennarasambands íslands. Svör ekki fullnægjandi að mati nefndarmanna

því ákveðið að leita frekari upplýsinga. Einnig var leitað álits hjá lögmanni Sambands íslenskra

sveitarfélaga um leiðir til að tryggja réttindi starfsmanna ,svör hafa ekki borist enn.

3. Stjórnskipulag stofnunarinnar:

Rætt um stjórnskipulag stofnunarinnar og hvaða möguleikar væru þar. Ólínu falið að leita frekari

upplýsinga.

Fundi slitið kl. 17:30.

Margrét Bjarnadóttir ritaði fundargerð.

Ókey, enn þá verið að

hugsa um réttindi

starfsmanna.

Nemendurnir hljóta þá að

vera næst.

Page 36: Skólamálaumræða 2007 2014

Starfshópur um sameiningu Hafralækj.og Litlul.sk., fundur nr. 4

Dags. 20.2.2012

4. fundur starfshóps um sameiningu Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla í nýja stofnun.

Fundurinn var haldinn í Kjarna 20. febrúar 2012 og hófst kl. 15:30. Mættir voru Ólína Arnkelsdóttir,

Freydís Anna Arngrímsdóttir, Þórunn Sigtryggsóttir, Erlingur Teitsson, Árni Pétur Hilmarsson og

Margrét Bjarnadóttir.

Ólína setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Fundargerð síðasta fundar:

Fundargerð frá 31. janúar 2012 lögð fram og undirrituð.

2. Álit frá lögfræðingum:

Farið yfir svör frá lögfræðingum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Acta lögmannsstofu við

spurningum um réttindi og skyldur vegna sameiningar.

3. Tillögur til sveitarstjórnar:

Gerð drög að tillögum til sveitarstjórnar um framkvæmd sameiningar og stjórnskipulag nýrrar

stofnunar. Ákveðið að vinna nánar fyrir næsta fund.

Fundi slitið kl. 18:40.

Margrét Bjarnadóttir ritaði fundargerð.

Við erum búin að ræða

um skólastjórana,

kennarana og

starfsfólkið. Erum við

að gleyma einhverju?

Page 37: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

37 | U m r æ ð u r

Starfshópur um sameiningu Hafralækj.og Litlul.sk., fundur nr. 5

Dags. 5.3.2012

5. fundur starfshóps um sameiningu Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla í nýja stofnun.

Fundurinn var haldinn í Kjarna 5. mars 2012 og hófst kl. 15:00. Mættir voru Ólína Arnkelsdóttir,

Freydís Anna Arngrímsdóttir, Þórunn Sigtryggsóttir, Erlingur Teitsson, Árni Pétur Hilmarsson og

Margrét Bjarnadóttir.

Ólína setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Fundargerð síðasta fundar:

Fundargerð frá 20.febrúar 2012 lögð fram og undirrituð.

2. Starfshópurinn gekk frá tillögu til sveitarstjórnar um leið til að sameina Hafralækjarskóla og

Litlulaugaskóla í nýja stofnun frá 1. ágúst 2012. Jafnframt lagði hópurinn til

stjórnskipulag stofnunarinnar og kom með hugmynd að nafni. Tillaga starfshópsins fylgir með

fundargerðinni.

Starfshópurinn telur sig þar þar með hafa lokið starfi sínu samkvæmt erindisbréfi frá 29. desember

2012.

Ólína þakkaði fundarmönnum gott samstarf.

Fundi slitið kl. 18:30.

Margrét Bjarnadóttir ritaði fundargerð.

Page 38: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

38 | U m r æ ð u r

Starfshópur um sameiningu Hafralækj.og Litlul.sk., fundur nr. Tillaga starfshóps

Dags. 5.3.2012

Starfshópur var skipaður af sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 3. nóvember 2011 og skyldi hlutverk hans

samkvæmt erindisbréfi vera að leggja til leiðir við sameiningu Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla í

nýja stofnun með tveimur starfsstöðvum frá 1. ágúst 2012.

Starfshópurinn hefur haldið 5 fundi og leitað upplýsinga og ráða hjá Kennarasambandi Íslands,

Framsýn, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Acta lögmannsstofu. Þau álit fylgja með eftirfarandi

tillögu starfshóps til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar.

Tillaga starfshóps til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar:

Starfshópurinn leggur til að farin verði sú leið við að sameina Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla í

eina stofnun að um samruna tveggja stofnana sé að ræða . Sú stofnun fái nýtt nafn og nýja kennitölu.

Með samrunanum er horft til þess að hægt verði að þróa aukið samstarf nemenda, starfsfólks og

foreldra á þessum tveimur starfsstöðvum. Við þá þróun verði hagsmunir nemenda hafðir að

leiðarljósi. Með samrunanum verði sköpuð aukin tækifæri til að bæta stöðu nemenda námslega

og félagslega.

Lagt er til að beitt verði ákvæðum laga nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að

fyrirtækjum sem almennt vernda hag starfsfólks. Starfsfólk færist þá yfir til nýrrar stofnunar án

uppsagnar enda er það heimilt skv. þeim upplýsingum sem starfshópur hefur aflað sér. Sjá einnig

meðfylgjandi greinargerð.

Fengin verði aðstoð við sameininguna hjá Acta lögmannsstofu, Berglindi Svavarsdóttur hdl., sem

hefur verið starfshópi til aðstoðar.

Stjórnskipulag nýrrar stofnunar. Áfram verði aðstoðarskólastjórar grunnskóladeilda, deildarstjórar

leikskóladeilda og deildarstjórar tónlistardeilda. Aðstoðarskólastjórar og deildarstjórar heyra beint

undir skólastjóra, en í forföllum skólastjóra leysa aðstoðarskólastjórar hann af á sinni starfsstöð. Í

forföllum skólastjóra heyra þannig deildarstjórar tónlistardeilda og leikskóladeilda undir

aðstoðarskólastjóra á hvorum stað. Störf stjórnenda verði endurskilgreind og starfslýsingar og ábyrgð

þeirra liggi ljós fyrir 1. ágúst 2012. Skólastjóri tekur endanlega ákvörðun um starfssvið og ábyrgð

þessara millistjórnenda.

Varðandi nafn á nýja stofnun leggur starfshópur til nafnið Menntastofnun Þingeyjarsveitar og sem

undirnöfn núverandi nöfn skólanna. Til vara leggur hópurinn til að haldin verði samkeppni um nafn á

nýja stofnun.

Falleg orð. Af hverju var þetta ekkert

útfært?

Þetta er hins vegar vel útfært.

Page 39: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

39 | U m r æ ð u r

Greinargerð með tillögu: Starfshópurinn er einhuga um þessa tillögu í heild sinni, nema hvað varðar

yfirfærslu starfsmanna í efstu stjórnunarlögum yfir til nýrrar stofnunar. Starfshópurinn vísar því til

sveitarstjórnar að taka ákvörðun um hugsanlegar uppsagnir og ráðningar í efstu stjórnunarlögum þar

sem einstaklingar innan starfshópsins eru vanhæfir til þeirrar ákvarðanatöku.

Starfshópur beinir því til sveitarstjórnar að hún tilgreini nánar hvaða ávinningur á að nást með

samrunanum.

We are still...

Já, ég hef tekið þetta upp og það var fullyrt að það yrði gert.

Starfshópnum er viss vorkunn. Í honum sátu starfandi skólastjórar,

ráðnir aðstoðarskólastjórar beggja skóla. Það er engan veginn við hæfi að

einstaklingar, hversu hæfir sem þeir eru, séu settir í þær aðstæður að bera

ábyrgð á hlutum sem snerta þá, vini þeirra og samstarfsmenn mjög

persónulega. Aðstoðarskólastjórarnir áttu að taka ákvörðun um það

hvort leggja bæri niður aðstoðarskólastjórastöðurnar. Það hlýtur hver

maður að sjá að það gengur ekki upp.

Þetta væri allt annað mál ef þetta væri fagnefnd sem væri að fjalla um

skólastarf sem slíkt og hvernig sameiningu þess væri best háttað en því

var ekki að heilsa. Sveitarstjórn hreinlega varpaði pólitískri ábyrgð sinni

á afar erfiðu og viðkvæmu máli, atvinnu fólks, yfir á annað fólk.

Page 40: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

40 | U m r æ ð u r

Sveitarstjórn, fundur nr. 98

Dags. 8.3.2012

FUNDARGERÐ

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

98. fundur

í Kjarna fimmtudaginn 8. mars 2012 kl. 13:00

Dagskrá:

...

9. Fundargerð starfshóps um sameiningu Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla frá 05.03.12:

10. Bréf frá Skólaráði Hafralækjarskóla:

...

Mætt: Ólína Arnkelsdóttir, Ásvaldur Þormóðsson, Ásta Svavarsdóttir, Friðrika Sigurgeirsdóttir Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson

og Arnór Benónýsson auk skrifstofustjóra sem ritaði fundargerð.

9. Fundargerð starfshóps um sameiningu Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla frá

05.03.12:

Lögð fram fundargerð starfshóps um sameiningu Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla frá

05.03.12. ásamt tillögu til sveitarstjórnar. Ólína gerði grein fyrir fundargerð og tillögu.

Tillaga til sveitarstjórna frá starfshópi um sameiningu Hafralækjarskóla og

Litlulaugaskóla:

(sama og að ofan.)

Tillaga fulltrúa N-lista:

„Við samþykkjum þær tillögur starfshóps sem einhugur var um. Er ljóst að þar sem litlar

breytingar felast í tillögu hópsins og ákvörðun sveitarstjórnar koma miklar

skipulagsbreytingar í hlut skólastjórans. Svo miklar að inntak starfsins tekur verulegum

breytingum. Leggjum við því til að störf undirstjórnenda séu óbreytt en auglýst verði eftir

nýjum skólastjóra.“

Tillagan felld með fimm atkvæðum gegn tveimur.

Page 41: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

41 | U m r æ ð u r

Tillaga fulltrúa A-lista:

„Sveitarstjórn samþykkir það sem starfshópur leggur til og að engum starfsmanni verði sagt

upp við sameiningu skólanna í eina stofnun. Samþykkt að vísa ákvörðun ásamt tillögu til

skólaráða Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla til umsagnar.“

Tillaga samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur.

Fulltrúar N-listar leggja fram eftirfarandi bókun:

„Minnihlutinn harmar ákvörðun meirihluta um hvernig staðið er að sameiningu

Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla, enda óljóst hvaða ávinningur eigi að nást með

samrunanum þegar engar breytingar eiga sér stað þ.m.t. engar breytingar á efsta stjórnunarlagi

skólans.“

Þau skiptu um

skoðun á síðustu

metrunum. Það má

víst.

Page 42: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

42 | U m r æ ð u r

Þann 20. okt. 2011 lagði meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar fram þá tillögu að sameina

Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla. Fannst mörgum kominn tími til. Sumir hefðu viljað sjá

enn frekari sameiningu, þ.e. að Stórutjarnarskóli væri með. Meirihlutinn vildi það ekki og

verður hann að svara fyrir það. En sameining Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla væri þá

alla vega fyrsta skrefið i vegferðinni.

En svo byrjaði humm og ha. Í bókuninni er talað um ,,tvær starfsstöðvar” þótt Fræðslunefnd

hafi lagt til að rekstur skólanna yrði kostnaðarreiknaður ,,annaðhvort” að Laugum eða

Hafralæk og gerði þ.a.l. ráð fyrir að nýi skólinn yrði rekinn á einum stað. Þetta útskýrði

skilningsríki meirihlutinn með því að fólk yrði að fá svigrúm til að vega og meta

aðstæður. Sérstaklega nýi skólastjórinn sem auglýst yrði eftir. Hann yrði auðvitað að fá

tíma til að kynna sér aðstæður.

Þá var myndaður starfshópur og meirihlutinn setti honum erindisbréf. Þar kom klárlega fram

að engar breytingar ætti að gera á skólahaldi skólanna. Þeir ættu að vera reknir í óbreyttri

mynd. Hver er þá tilgangurinn með þessari sameiningu? Jú, sko, það verður að fara hægt í

allar svona breytingar, þetta verður að gerast í sátt og samlyndi við samfélagið og nemendurna

og foreldrana og starfsfólkið samt aðallega. Réttindi starfsfólksins, maður, við viljum ekki

segja neinum upp. Fram þjáðir menn í þúsund löndum. Auk þess þá auglýsum við eftir nýjum

skólastjóra sem mun leiða þetta til lykta, hann verður að fá svigrúm manstu?

Svo líður og bíður og réttindi starfsfólks eru skoðuð ofan í kjölinn, það má ekki segja neinum

upp, nema skólastjóranum auðvitað, sú staða verður auglýst, það er jú hann sem á að sinna

hinni raunverulegu sameiningu.

Svo allt í einu, alveg óvænt, eins og þruma úr heiðskíru lofti komst samheldni meirihlutinn að

því að það þyrfti ekki að segja neinum upp! Ó, þvílík gleði, þvílík ánægja! Þetta vissu að vísu

allir sem vildu vita en hey, lítið er ungs manns gaman.

Þessi niðurstaða var mér afar

óskapfelld svo ég fór heim og

bloggaði.

(Yeah, I know.)

Page 43: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

43 | U m r æ ð u r

En núna komst kærleiksríki meirihlutinn í klípu. Ef það þarf ekki að segja neinum upp og það

er bara einn skólastjóri til staðar hvort sem er þá er svo ósanngjarnt að segja honum upp. Það

er svo ljótt að leggja í einelti. Skólastjórinn getur auðvitað sótt um stöðuna og ef hann reynist

hæfastur þá fær hann hana auðvitað en af hverju þá að fara í gegnum ferlið? Svo gætum við

lent í þeim ósköpum að einhver hæfari sækti um sem við neyddumst til að ráða. Og ef sá er

ekki þóknanlegur, hvað þá? Guð minn almáttugur, hann gæti tekið upp á því að sameina

skólana! Nei, nei, nei. Við getum ekki tekið svoleiðis sénsa.

Nei, miskunnsömu samherjarnir grétu söltum tárum yfir óréttlæti heimsins. Svona er ekki

hægt að fara með fólk. Auðvitað segjum við ekki upp skólastjóranum, almáttugur, nei. Við

skulum öll vera góð við hvert annað.

Já, það er gott að vera góður og miskunnsamur. Og hafa samúð

með fólki.

Eins og t.d.;

Drengnum sem er einn í árgangi. Núna getur hann farið í bekk

með jafnöldrum sínum... Nei, annars hann getur það ekki, það

á nefnilega að reka skólana í óbreyttri mynd. Oh, silly me.

Jæja, það er þá alla vega hægt að mynda lið í fótbolta og keppa í frímínútum. Æ, aftur, sami

feillinn.

Útsvarsgreiðendum sveitarfélagsins því sameiningin skilar hagræðingu. Nei, alveg rétt, það á

ekki að breyta neinu. Það á bara að vera einn skólastjóri og hann keyrir á milli á kostnað

útsvarsgreiðenda.

Foreldrinu sem hefur lýst yfir áhyggjum sínum af þessu hálfkáki og leggur

til að skólinn verði sameinaður á einn stað. Nei, ekkert hlustað á það.

Starfsfólkinu sem býr núna við minna starfsöryggi en áður og hægt er að

halda í óvissu enn lengur. Svo þegar það verður byrjað, vor eftir vor, að

plokka út einn og einn starfsmann þá mun miskunnsami meirihlutinn

auðvitað beita sér gegn svoleiðis óréttlæti. Hefur að vísu ekki gert það

hingað til. En nú hlýtur að hafa orðið vakning. Er það ekki? Ha?

Kristilega kærleiksblómin spretta, í kringum hitt og þetta.

Page 44: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

44 | U m r æ ð u r

Þingeyjarskóli – Núverandi ástand ekki ásættanlegt

25/02/2013

Á sameinuðum fundi foreldrafélaga beggja starfsstöðva í Þingeyjarskóla,

sem fram fór þann 19. febrúar s.l., var samþykkt samhljóða ályktun sem verður

send til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar og stjórnir foreldrafélaganna munu

fylgja eftir.

Ályktun fundar foreldrafélaga Þingeyjarskóla.

“Sameiginlegur foreldrafundur beggja starfsstöðva Þingeyjarskóla, haldinn í

Hafralækjarskóla 19. febrúar 2013, ályktar að þau markmið sem lagt var upp

með í samstarfi skólastöðvanna hafa ekki náðst að fullu og núverandi ástand

ekki ásættanlegt. Foreldrar óska eftir að stjórnir foreldrafélaga beggja

starfsstöðva fái fund með fulltrúum úr Fræðslunefnd og sveitarstjórn til þess að

fara yfir niðurstöður fundarins 19. febrúar.”

Hátt í 40 foreldar mættu á fundinn og voru umræður líflegar. Samþykkt var ný

skilgreining á hlutverkum stigsráða og fólk skipað í stigsráð við Litlulaugaskóla,

en slíkt ráð var ekki starfandi þar.

Fundargerð fundarins er í vinnslu og verður birt á heimasíðu skólans mjög

fljótlega.

Það voru heldur ekki allir mjög

hrifnir af þessu.

25. feb 2013 birtist þessi frétt á

www.641.is

Page 45: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

45 | U m r æ ð u r

KYNNINGARFUNDUR SVEITARSTJÓRNAR ÞINGEYJARSVEITAR

- haldinn í Hafralækjarskóla 17. janúar 2012

Að beiðni Foreldrafélags Hafralækjarskóla var haldinn kynningarfundur á vegum sveitarstjórnar

Þingeyjarsveitar varðandi sameiningu og samstarf Hafralækjarskóla og Litlu-Laugaskóla. Fyrir utan

tvo úr stjórn Foreldrafélagsins og tvo fulltrúa sveitarstjórnar, mættu á fundinn þrettán foreldrar og

einn nemandi. Allir sem mættu fá þakkir fyrir, sérstaklega nemendinn. Stjórn Foreldrafélagsins hefði

gjarnan viljað sjá betri mætingu foreldra og bendir á að einungis eru þetta u.þ.b. 20% af öllum

foreldrum.

Fulltrúar frá sveitarstjórn, þau Ólína Arnkelsdóttir, oddviti sveitarstjórnar og Arnór Benónýsson,

varaoddviti, hófu fundinn með kynningu á undanfara þeirrar ákvörðunar að sameina skólana á

þennan hátt, þ.e. að ”leggja niður” báða skólana og stofna nýja sameinaða stofnun með

einum skólastjóra, en tvær starfsstöðvar. Litlar breytingar verða þetta árið nema þær að

ráðinn verður einn skólastjóri fyrir báðar starfsstöðvarnar og finna þarf nýtt nafn á hina nýju

skólastofnun. Sveitarstjórn tók ákvörðunina og markaði stefnuna, en síðan hefur verið starfandi

starfshópur sem ætlað er að vinna í þessarri sameiningu áfram í samvinnu við báða skólana

(starfsfólk, nemendur). Tóku þau sérstaklega fram að þessi sameining er ekki til komin

til þess að spara fjármuni, því sveitarfélagið stendur nokkuð vel fjárhagslega.

Tilgangurinn hafi fyrst og fremst verið sá að gæta að hagsmunum nemenda og

starfsfólks skólanna, m.a. til þess að verja störf í sveitarfélaginu, til þess að

hagræða í rekstri þessarra skóla og til þess að bæta félagslega stöðu nemenda.

Miklar umræður urðu á fundinum, bæði gagnlegar og skemmtilegar. Foreldrar fengu tækifæri til þess

að koma fram með sína gagnrýni, jákvæða sem neikvæða, á þessa ákvörðun sveitarstjórnar og

hvernig þessu var hrundið af stað án þess að upplýsa skólaumhverfið almennilega strax. Fulltrúar

sveitarstjórnar fengu einnig gagnrýni fyrir að hafa ekki haldið þennan fund sameiginlegan með

foreldrum Litlu-Laugaskóla.

Margir foreldrar voru sammála um að það hefði átt að ganga skrefinu lengra með þessa sameiningu

og starfrækja ”hina nýju skólastofnun” á einum stað. Í þessu samhengi var bent á þá staðreynd að

nemendum þessarra beggja skóla er virkilega farið að líða fyrir það félagslega að vera í svona litlum

árgöngum. Eini nemandinn á fundinum tók heilshugar undir þetta. Foreldrar geta ekki séð hvernig

sveitarstjórnin getur rökstutt það ”að vera að bæta félagslega stöðu nemenda” þegar

nemendahóparnir eru ekki sameinaðir fyrir alvöru. (Undirstrikun mín.)

Foreldrar sjá samt sem áður möguleikann á því að í framtíðinni megi auka samstarf milli þessarra

starfsstöðva í formi þess að samkenna nemendahópum í vissum kennslugreinum á einum stað.

Hafralækjarskóli er betur búinn til kennslu í t.d. smíði, handavinnu og heimilisfræði – en Litlu-

Laugaskóli hefur mun betri aðstöðu til íþróttakennslu.

Stjórn Foreldrafélags Hafralækjarskóla.

Sameiningin er

sem sagt sagt til

þess að verja störf

í sveitarfélaginu.

Page 46: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

46 | U m r æ ð u r

Mikilvægt að sameina Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla á einum stað.

Nýlega var haldinn fundur hjá Foreldrafélagi

Hafralækjarskóla þar sem sameining við

Litlulaugaskóla var rædd. Á fundinn voru mætt

þau Arnór Benónýsson og Ólína Arnkelsdóttir

frá sveitarstjórn og svöruðu þau fyrirspurnum

og ræddu þær áætlanir sem uppi eru varðandi

þessa sameiningu sem stendur til að hrinda í

framkvæmd.

Það sem vekur athygli er að ekki eigi að

sameina skólana á einum stað og meiningin sé

að starfa áfram í báðum skólunum, við svo að

segja óbreytt ástand, nema hafa einn

skólastjóra í stað tveggja áður.

Mín skoðun er sú að það veiki báða skólana

að hafa einn skólastjóra sem eigi að ferðast á

milli þeirra og dreifi of mikið þeim verkefnum

sem skólastjóri þarf að sinna. Þá er nálægð

stjórnanda í skólum sem og á öllum

vinnustöðum mikilvæg og ljóst samkvæmt

þessu að skólastjórinn verður á ferð og flugi

milli staða.

Af fundinum má skilja að nýr skólastjóri þurfi

að stjórna báðum grunnskólunum, báðum

tónlistarskólunum og auk þess tveimur

leikskólum.

Þessu má líkja við það þegar bóndi býr á

mörgum jörðum og þá er hætt við að

einhversstaðar missi menn yfirsýn auk þess

sem starfsfólk og nemendur fjarlægjast

yfirmanninn þ.e. skólastjórann í þessu tilviki.

Það er öruggt mál að engir peningar sparast

við þessar breytingar því deildarstjórar verða

að vera allsstaðar auk þess sem nýr skólastjóri

þarf að ferðast mikið á milli og akstur kostar

mikið eins og kunnugt er.

Grunnskóli Þingeyjarsveitar þarf að

vera sterk stofnun

Það er vissulega ánægjuefni að stefnt skuli

vera að breytingum af hálfu sveitarfélagsins,

en það voru veruleg vonbrigði að heyra það að

hik væri á málunum sem ættu að þokast áfram

og þróast eftir því sem tíminn leiddi í ljós.

Í dag tel ég mjög skynsamlegt að sameina

grunnskólana þ.e. Hafralækjarskóla og

Litlulaugaskóla á einum stað og gera úr þeim

einn sterkan skóla sem yrði öflugur kjarni í

Aðaldal og Reykjadal eða Aðalreykjadal eins

og þetta hét til forna, með börnum og

starfsfólki úr þessum sveitum sem og börnum

úr Reykjahverfi og norðan úr Kinn. Ég kalla

hann gjarnan Grunnskóla Þingeyjarsveitar.

Sterkir grunnskólar eru sveitunum afskaplega

mikilvægir og hver skóli er í raun kjarni sem

mjög margt snýst um.

Á fundinum á Hafralæk kom fram að litlir

skólar séu góðir og styrkleiki þeirra felist í

smæðinni. Það er auðvitað rétt. Hins vegar ber

þess að gæta að verði einn skóli á einum stað

úr Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla þá er

verið að stofna helmingi minni skóla heldur en

Hafralækjarskóli var fyrir rúmlega 30 árum.

Á undanförnum árum hefur mér fundist

ákveðin ládeyða í skólamálum í héraðinu og

virst eins og fólk væri að bíða eftir einhverju

sem kæmi. Ég tel að nú sé ekki eftir neinu að

bíða. Það er nauðsynlegt að setja ákveðinn

kraft í skólamálin og kemur þar ýmislegt til. Í

því sambandi má geta þess að enginn

sérkennari er starfandi við skólana í

Þingeyjarsveit og tel ég það ekki ásættanlegt.

Það er nauðsynlegt nemendanna vegna og

skólanna í heild auk þess sem það hjálpar

foreldrum og forráðamönnum sem eiga börn

með sérþarfir tengdar námsörðugleikum. Mjög

gott væri að ráða sérkennara við sameinaðan

skóla sem gæti svo tekið að sér verkefni hjá

Stórutjarnaskóla ef á þarf að halda. Ekki það

að ég geri lítið úr þeirri hjálp sem skólarnir eru

að veita í dag, en hún mætti vera faglegri og

árangursríkari.

Þá mætti nefna félagslega þáttinn sem ég tel

að skipti nokkru í því að stofna skóla á einum

stað. Í því sambandi nefni ég að fjöldi í

Atli Vigfússon hefur

látið sig þessi mál varða.

Hér er fyrsta greinin

hans.

Page 47: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

47 | U m r æ ð u r

bekkjum í skólunum er lítill orðinn í dag og

eini möguleikinn til þess að hafa alvöru bekki

er að hafa skóla sem eru í 70-80 nemendur sem

yrðu í þessum nýja skóla. Þetta á við um

kennslu í mörgum greinum sem og félagslíf á

skólatíma og utan hans sem og íþróttakennslu

þ.m.t. að skipa í heil lið í ákveðnum greinum.

Þá finnst mér að það þurfi að huga vel að

nærumhverfi skólans við val á námsefni og

nefni landafræði Suður-Þingeyjarsýslu í því

sambandi. Þá þarf að endurskoða

námsmatsdaga með tilliti til þess umhverfis

sem skólinn starfar í og mætti auka

vettvangskennslu á vissum aldursstigum.

Nemendur þurfa að vera í forgangi

Sé það óhagganleg ákvörðun sveitarstjórnar

Þingeyjarsveitar að stofna skóla án þess að

hafa nemendur þessara sveita saman í skóla er

ljóst að nemendurnir eru ekki í forgangi. Með því tel ég að verið sé að vinna mjög hikað

og í ákveðinni afneitun á því hve mikið hefur

fækkað í sveitunum.

Því miður er það staðreynd, sem er reyndar

efni í aðra grein sem ekki verður skrifuð hér.

Það er hins vegar ljóst að út frá því að svona sé

komið þá getur orðið að taka nýjar ákvarðanir

en ég trúi því að skynsamt fólk sjái að einn

skóli á skólasvæði Hafralækjar-og

Litlulaugaskóla er nauðsyn sem ekki má lengur

hika við að stofna.

Það er auðvitað hætta á því að deilur geti

sprottið upp um það hvar skólinn eigi að vera

en það þarf að ákveða út frá þeim aðstæðum

sem nú eru og út frá fjármálahliðinni er víst að

ekki eru til peningar til þess að fara út í að

byggja ný hús. Því er það augljóst að

Hafralækjarskóli hentar mjög vel sem skólahús

fyrir 70-80 barna skóla en því miður yrði

nokkuð þröngt í Litlulaugaskóla. Akstur úr

Reykjadal er ekki mjög langur og ekki yfir

fjallveg að fara, en þess má geta að í dag eru

sum börn í Hafralækjarskóla um 40 mínútur að

fara heim og trúa má því að börn úr Reykjadal

yrðu innan við hálftíma á leiðinni og því styttra

í bílnum.

Fari svo að peningalegar aðstæður breytist og

þéttbýli á Laugum stækki mjög mikið er

sjálfsagt mál að endurskoða staðsetningu

skólans, en þær aðstæður sem eru í dag finnst

mér nokkuð augljósar.

Með skrifum þessum vil ég skora á yfirmenn

skólamála í Þingeyjarsveit að endurskoða

afstöðu sína og stefna óhikað að stofnun eins

skóla á einum stað á skólasvæði

Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla.

Baldur Daníelsson skrifaði

grein og benti á að

Litlulaugaskóli kæmi einnig

til greina.

Ég finn hana ekki því miður.

Page 48: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

48 | U m r æ ð u r

Sérkennileg sameining 12/01/2014

Nú er að hefjast fjórða önnin frá því að

Hafralækjarskóli og Litlulaugaskóli urðu að

einni stofnun sem heitir Þingeyjarskóli. Því

miður hefur sameining þessi valdið

vonbrigðum og breytingarnar hafa ekki staðið

undir væntingum. Sífelldur akstur með börn á

milli skóla er ekki til þess fallinn að auka gæði

skólastarfsins og tvo daga í viku er börnunum

ekið í einn skóla og seinna sama dag ekið aftur

í annan skóla. Þetta hefur aukið mjög veru

barna í skólabílum og lengt aksturstíma á

heimleiðum.

Því má trúa að sumt af þessu hafi ýtt undir

skólaleiða hjá nokkrum nemendum, en engin

ástæða er til þess að alhæfa neitt um það. Hins

vegar líður ekki öllum börnum vel með þetta

sífellda rót og allir sem vinna að

uppeldismálum, vita það vel, að það besta fyrir

börnin er festa í skólastarfinu og það er festan

sem gerir þau ánægð á sínum vinnustað sem

skólinn er.

Einn skóli á einum stað

“Það eru allir leiðir á þessu,” sagði einn ungur

Aðaldælingur nýlega um skipulag skólamála

og þetta fjalla ekki bara um börnin heldur líka

um allt það starfsfólk sem vinnur við skólana.

Hafi það verið ætlunin að sameina þessa skóla

á einum stað hefði verið best að gera það strax

eða allavega eftir fyrstu önnina. Allir vita að

það kostar sársaukatímabil að leggja niður

annan skólann, en með því fyrirkomulagi sem

er í dag er verið að lengja óvissuna um það

hvort á að sameina á einum stað eða ekki. Sé

það ekki ætlunin að stofna einn skóla í sama

skólahúsnæðinu er miklu betra að láta ferlið

ganga til baka frekar en að standa í

sífelldum keyrslum með börnin á milli

skóla. Þá er líka ljóst að núverandi

fyrirkomulag hefur ekki sparað peninga á

neinn hátt.

Það er enginn skóli í Þingey

“Þingeyjarskóli” er nokkuð athyglisverð

nafngift, en hefð er því í Suður-Þingeyjarsýslu

að skólar heiti eftir þeim stað þar sem þeir eru

staðsettir sbr.Borgarhólsskóli við Borgarhól,

Hafralækjarskóli í landi Hafralækjar,

Litlulaugaskóli í landi Litlulauga,

Reykjahlíðarskóli í Reykjahlíð og

Stórutjarnaskóli við Stórutjarnir.

Þingey er eyja í Skjálfandafljóti þar sem engin

byggð er og er auk þess vestan Fljótsheiðar og

því hvorki í Aðaldal né heldur landfræðilega í

Reykjadal. Sé horft á nafnið beint þá er eins og

skólinn sé í Þingey sem hann er að sjálfsögðu

ekki. Eðlilegra hefði verið að breyta ekki nafni

skólanna tveggja fyrr en vitað væri hvert

stefndi og nota nafn þess staðar þar sem einn

skóli yrði stofnaður hafi það verið ætlunin. Sé

það nauðsynlegt að nota sameiginlegt nafn þá

liggur ljóst fyrir að nafn eins og “Grunnskóli

Þingeyjarsveitar” kemur vel til greina.

Í Eyjafjarðarsveit voru grunnskólarnir

sameinaðir í einn og eðlilegt var talið að nota

nafn þess staðar þar sem skólinn er til húsa þ.e.

í Hrafnagilsskóla.

Upprót hefur neikvæð áhrif á nemendur

Segja má að þessi sameining hafi veikt báða

skólana sem voru báðir sterkar stofnanir í

smæð sinni. Það felst í því að alltaf þarf að

vera að hugsa um hvað er að gerast í hinum

skólanum og helst þarf allt að vera eins. Báðir

skólarnir höfðu sín sérkenni og sínar hefðir, en

það getur verið erfitt að rugla reitum og getur

það stundum haft neikvæð áhrif á skólastarfið.

Nýjasta dæmið í því var að færa

haustannarpróf eða svokallaða námsmatsdaga í

Hafralækjarskóla aftur fyrir jólin, en venja

hefur verið undanfarin ár að taka þessi próf

fyrir jól og ljúka haustönninni áður en fríið

byrjar. Þessi breyting nú var gerð með þeim

rökstuðningi að þetta væri svona á Litlulaugum

og samkeyra þyrfti úrvinnslu gagna. Með þetta

voru nemendur unglingastigs Hafralækjarskóla

óánægðir sem vildu gjarnan ljúka þessum

prófum fyrir jól m.a. til þess að eiga þetta ekki

allt eftir í skólabyrjun í janúar.

Með þessu sleit Hafralækjarskóli í sundur þá

námstörn sem oftast hefur verið tekin eftir

árshátíð skólans sem var að venju seinni hluta

nóvember. Þá vekur furðu að tími skyldi vera

til að keyra börnin tæpa viku í danskennslu í

desember suður í Litlulauga og róta upp

stundaskránni enn og aftur, en danskennsla er

Page 49: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

49 | U m r æ ð u r

samkvæmt hefð í Hafralækjarskóla í lok

janúar.

Því miður hefur svona upprót neikvæð áhrif á

námið og eðlilegt hefði verið að bera þessa

breytingu undir foreldrafélagið og nemendur

sjálfa, en það sem er skemmtilegt við litla

skóla er að gera foreldra og nemendur virka í

ákvarðanatöku til þess að hafa þá með sér og

hafa þá ánægða í því sem verið er að gera.

Veik staða er vond staða

Með tveimur starfsstöðvum veikist staða

skólastjórans þannig að það þarf að dreifa

kröftum á tvo staði og viðvera í tveimur

skólum verður alltaf minni en í einum skóla.

Hvað sem skólastjórinn er góður þá getur hann

ekki verið bæði í Hafralækjarskóla og

Litlulaugaskóla á sama tíma. Það þýðir að

persónuleg tengsl við nemendur verða minni,

en mjög mikilvægt er að skólastjóri sé í

skólanum alla virka daga meðan skóli starfar.

Það er hluti af styrkleika stofnunarinnar.

Úti í samfélaginu, hvort sem það er lítið eða

stórt, þurfa skólar að vera sterkir og

Hafralækjarskóli sýndi á sér veika hlið þegar

hann ályktaði ekki um breytingar á högum

Reykhverfinga í skólanum, en skólaráði ber

samkvæmt grunnskólalögum að vera

umsagnaraðili um slíkt.

Hafi skólaleiði aukist með þessari sameiningu

þýðir það líka að skólinn missir töluvert af

styrkleika sínum og veik staða er vond staða.

Skólar þurfa að þróa og þroska

kennsluaðferðir

Miðað við þann tíma sem liðinn er frá

sameingu skólanna í Aðaldal og Reykjadal þá

virðist of mikill tími og áherslur liggja í því að

keyra á milli og vita hvenær á að gera eitthvað

saman og hvenær á ekki að gera eitthvað

saman. Þetta getur bitnað á þróun kennsluhátta

og hvernig kennarar vinna sína kennslu.

Hafralækjarskóla veitir ekki af sínum tíma í að

vinna að því, eins og öðrum skólum, að þróa

og þroska vinnuaðferðir til þess að vanda vel

til kennsluhátta eins og hann hefur auðvitað

gert á margan hátt. Hins vegar er enginn skóli

svo góður að ekki megi gera betur og því

verður ekki neitað að vinna með lesblindu,

sértæka lestrarörðugleika og

stafsetningarerfiðleika hefði mátt vera faglegri

á síðustu árum. Því var það mikil vonbrigði að

ekki fengist sérkennari að hinum sameinaða

skóla á sl. ári þegar auglýst var eftir slíkum. Þá

vekur athygli að á síðustu 10 árum hafa aldrei

verið fyrirlestrar um lesblindu og lestrarvanda

auk þess sem aldrei hefur verið farið yfir

lestraraðferðir með foreldrum.

Hvert liggur leiðin?

Þeir sem skólamálum ráða í Þingeyjarsveit

þurfa að gera upp við sig hvert stefnir í þróun

skólastarfsins. Sú óvissa sem legið hefur í

loftinu bráðum í tvö ár hefur nú þegar valdið

báðum skólunum erfiðleikum og veikt þá báða.

Á það skal bent að ef skólinn sameinast á

einum stað þá yrði það meira en helmingi

minni skóli að nemendafjölda heldur en

Hafralækjarskóli var í upphafi.

Mannfjöldaþróun í héraðinu hefur verið í eina

átt og barnafólki hefur fækkað jafnt og þétt.

Allir þurfa að vera færir um að horfast í augu

við þá staðreynd, en allt annað væri

sjálfsafneitun.

-Sameiningin eins og hún er í dag er

sérkennileg, en vonandi bíður barnanna betri

tíð í skólanum á komandi hausti.

Atli Vigfússon

Page 50: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

50 | U m r æ ð u r

Svar til Atla Vigfússonar

16/01/2014

Nú hefur þú ritað þrjár greinar og birt á 641.is

og í Skarpi um skólamál í Þingeyjarsveit. Þar

hefur þú sett fram gagnrýni á sameiningu

Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla í eina

stofnun, Þingeyjarskóla. Bæði hefur þú

gagnrýnt hvernig að sameiningunni var staðið

á árunum 2011 og 2012 og eins hvernig hefur

tekist til.

Mér er ljúft og skylt að svara þér og ætla að

freista þess í greinarkorni. Fyrst er að upplýsa

þig um ákvarðanatöku og stjórnsýslu. Á fundi

sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar 20. október

2011 var bókað eftirfarandi: „Sveitarstjórn

samþykkir að Hafralækjarskóli og

Litlulaugaskóli verði sameinaðir í eina stofnun

með tveimur starfsstöðvum. Þessi breyting taki

gildi frá og með 1/8 2012. Skipaður verður

starfshópur til að undirbúa

breytinguna.Stórutjarnaskóli starfi áfram sem

sérstök stofnun. Samþykkt samhljóða.“ Á

fundi sveitarstjórnar 3.nóvember var svo

skipað í starfshópinn. Fulltrúar sveitarstjórnar

funduðu með starfsfólki, foreldrum og

nemendum Litlulaugaskóla og

Hafralækjarskóla til að útskýra þessara

ákvörðun og markmið hennar. Einnig var

ákvörðunin rædd og kynnt fyrir fulltrúum

Norðurþings sem var í samstarfi um rekstur

Hafralækjarskóla skv. þágildandi samningi þar

um. Tjörneshreppur fór út úr samstarfinu á

árinu 2009 en þá var ekkert ungmenni á

grunnskólaaldri á Tjörnesi.

Starfshópur um sameiningu Hafralækjarskóla

og Litlulaugaskóla tók til starfa skv. settu

erindisbréfi og hélt 5 fundi og fundargerðir

hans voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins

eins og aðrar fundargerðir. Starfshópurinn

skilaði síðan af sér til sveitarstjórnar tillögum

sem ég birti hér ásamt umræðum þegar þær

voru teknar fyrir í sveitarstjórn 8. mars 2012.

Sama dag, 8. mars 2012 voru tekin fyrir drög

að nýjum samningum milli Þingeyjarsveitar og

Norðurþings og bókað eftirfarandi:

„Lögð fram drög að þremur samningum;

kaupsamningur milli Þingeyjarsveitar og

Norðurþings um eignarhluta Norðurþings í

Hafralækjarskóla og Ýdölum í Aðaldal,

samkomulag um slit á samningi milli

Þingeyjarsveitar og Norðurþings um rekstur

Hafralækjarskóla í Þingeyjarsveit og

Þjónustusamningur vegna nemenda úr

Norðurþingi sem stunda nám í

Hafralækjarskóla. Ólína gerði grein fyrir

drögunum.

Sveitarstjórn felur oddvita og varaoddvita að

ganga frá samningunum við Norðurþing á

grundvelli fyrirliggjandi draga.“

Hér kemur svo tillaga starfshóps ásamt

bókunum sveitarstjórnar við afgreiðslu

tillögunnar:

„Tillaga til sveitarstjórnar frá starfshópi um

sameiningu Hafralækjarskóla og

Litlulaugaskóla:

Starfshópur var skipaður af sveitarstjórn

Þingeyjarsveitar 3. nóvember 2011 og skyldi

hlutverk hans samkvæmt erindisbréfi vera að

leggja til leiðir við sameiningu

Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla í nýja

stofnun með tveimur starfsstöðvum frá 1. ágúst

2012.

Starfshópurinn hefur haldið 5 fundi og leitað

upplýsinga og ráða hjá Kennarasambandi

Íslands, Framsýn, Sambandi íslenskra

sveitarfélaga og Acta lögmannsstofu. Þau álit

fylgja með eftirfarandi tillögu starfshóps til

sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar.

„Tillaga starfshóps til sveitarstjórnar

Þingeyjarsveitar:

Starfshópurinn leggur til að farin verði sú leið

við að sameina Hafralækjarskóla og

Litlulaugaskóla í eina stofnun að um samruna

tveggja stofnana sé að ræða . Sú stofnun fái

nýtt nafn og nýja kennitölu.

Með samrunanum er horft til þess að hægt

verði að þróa aukið samstarf nemenda,

starfsfólks og foreldra á þessum tveimur

starfsstöðvum. Við þá þróun verði hagsmunir

nemenda hafðir að leiðarljósi. Með

samrunanum verði sköpuð aukin tækifæri til að

bæta stöðu nemenda námslega og félagslega.

Lagt er til að beitt verði ákvæðum laga nr.

72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við

aðilaskipti að fyrirtækjum sem almennt vernda

hag starfsfólks. Starfsfólk færist þá yfir til

nýrrar stofnunar án uppsagnar enda er það

heimilt skv. þeim upplýsingum sem

starfshópur hefur aflað sér. Sjá einnig

meðfylgjandi greinargerð.

Fengin verði aðstoð við sameininguna hjá Acta

lögmannsstofu, Berglindi Svavarsdóttur hdl.,

Ólína Arnkelsdóttir svarar

Atla á 641.is

(Hún hefur gaman af copy-

paste eins og ég.)

Page 51: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

51 | U m r æ ð u r

sem hefur verið starfshópi til aðstoðar.

Stjórnskipulag nýrrar stofnunar. Áfram verði

aðstoðarskólastjórar grunnskóladeilda,

deildarstjórar leikskóladeilda og deildarstjórar

tónlistardeilda. Aðstoðarskólastjórar og

deildarstjórar heyra beint undir skólastjóra, en í

forföllum skólastjóra leysa

aðstoðarskólastjórar hann af á sinni starfsstöð.

Í forföllum skólastjóra heyra þannig

deildarstjórar tónlistardeilda og leikskóladeilda

undir aðstoðarskólastjóra á hvorum stað. Störf

stjórnenda verði endurskilgreind og

starfslýsingar og ábyrgð þeirra liggi ljós fyrir

1. ágúst 2012. Skólastjóri tekur endanlega

ákvörðun um starfssvið og ábyrgð þessara

millistjórnenda.

Varðandi nafn á nýja stofnun leggur

starfshópur til nafnið Menntastofnun

Þingeyjarsveitar og sem undirnöfn núverandi

nöfn skólanna. Til vara leggur hópurinn til að

haldin verði samkeppni um nafn á nýja

stofnun.

Greinargerð með tillögu: Starfshópurinn er

einhuga um þessa tillögu í heild sinni, nema

hvað varðar yfirfærslu starfsmanna í efstu

stjórnunarlögum yfir til nýrrar stofnunar.

Starfshópurinn vísar því til sveitarstjórnar að

taka ákvörðun um hugsanlegar uppsagnir og

ráðningar í efstu stjórnunarlögum þar sem

einstaklingar innan starfshópsins eru vanhæfir

til þeirrar ákvarðanatöku.

Starfshópur beinir því til sveitarstjórnar að hún

tilgreini nánar hvaða ávinningur á að nást með

samrunanum.“

Umræður.

Tillaga fulltrúa N-lista:

„Við samþykkjum þær tillögur starfshóps sem

einhugur var um. Er ljóst að þar sem litlar

breytingar felast í tillögu hópsins og ákvörðun

sveitarstjórnar koma miklar

skipulagsbreytingar í hlut skólastjórans. Svo

miklar að inntak starfsins tekur verulegum

breytingum. Leggjum við því til að störf

undirstjórnenda séu óbreytt en auglýst verði

eftir nýjum skólastjóra.“

Tillagan felld með fimm atkvæðum gegn

tveimur.

Tillaga fulltrúa A-lista:

„Sveitarstjórn samþykkir það sem starfshópur

leggur til og að engum starfsmanni verði sagt

upp við sameiningu skólanna í eina stofnun.

Samþykkt að vísa ákvörðun ásamt tillögu til

skólaráða Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla

til umsagnar.“

Tillaga samþykkt með fimm atkvæðum gegn

tveimur.

Fulltrúar N-listar leggja fram eftirfarandi

bókun:

„Minnihlutinn harmar ákvörðun meirihluta um

hvernig staðið er að sameiningu

Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla, enda

óljóst hvaða ávinningur eigi að nást með

samrunanum þegar engar breytingar eiga sér

stað þ.m.t. engar breytingar á efsta

stjórnunarlagi skólans.“

Ekki barst umsögn frá skólaráði

Litlulaugaskóla en eftirfarandi umsögn frá

skólaráði Hafralækjarskóla var tekin fyrir í

sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 12. apríl 2012 og

bókað eftirfarandi: „Lögð fram umsögn

skólaráðs Hafralækjarskóla frá 21.03.2012 um

tillögu sveitarstjórnar og starfshóps um

sameiningu Hafralækjarskóla og

Litlulaugaskóla sem afgreidd var á fundi

sveitarstjórnar 8. mars s.l.

Umsögn skólaráðs Hafralækjarskóla:

„Skólaráð telur skynsamlegt að sameina

skólana í eina stofnun. Ráðið telur mjög brýnt

að skólastjóri sameinaðrar stofnunar komi sem

fyrst til starfa og vinni að skipulagi næsta

vetrar. Einnig telur skólaráð að skóladagatal

grunnskólans þurfi að vera sameiginlegt með

starfsstöðvunum. Skólaráð sér hagsmuni í því

fyrir nemendur að félagslíf verði sameiginlegt

svo og valgreinar á unglingastigi. Einnig telur

skólaráð góða möguleika felast í því að

samkenna milli starfsstöðva íþróttir, list- og

verkgreinar og nýta þannig sem best þá

aðstöðu sem völ er á.“

Sveitarstjórn þakkar umsögnina.“

Fræðslunefnd fjallaði um sameininguna og má

sjá þá umfjöllun í fundargerðum

fræðslunefndar á heimasíðunni.

Þá hef ég farið yfir stjórnsýslu þessarar

ákvörðunar um að sameina Hafralækjarskóla

og Litlulaugaskóla í eina stofnun með tveimur

starfsstöðvum. Ég geri mér grein fyrir því að

allt orkar tvímælis það gert er, en finnst slæmt

að þú teljir Atli að stjórnsýslunni hafi verið

ábótavant í málinu. Nánast allt sem ég hef farið

yfir hér að framan eru bókanir sveitarstjórnar

af þessu ferli. Fundargerðir sveitarstjórnar eru

birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og fara

einnig í dreifingu í Hlaupastelpunni.

Fundargerðir nefnda og starfshópa eru birtar á

heimasíðu sveitarfélagsins.

Page 52: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

52 | U m r æ ð u r

Í síðustu grein þinni sem birtist á 641.is

síðastliðið sunnudagskvöld gerir þú að

umtalsefni eins og í fyrri greinum að óvissa sé

um hvort eigi að sameina skólana á einum stað.

Þarna erum við öldungis ósammála og ég bið

þig að lesa aftur tillögu starfshóps og bókanir

sveitarstjórnar. Ákvörðun var tekin um að

sameina Litlulaugaskóla og

Hafralækjarskóla í eina stofnun með

tveimur starfsstöðvum. Þessi ákvörðun

stendur. Enginn veit nákvæmlega hvað

framtíðin ber í skauti sér, ekki ég og ekki þú

Atli. Mun nemendum fækka stórlega frá því

sem nú er? Mun þeim fækka hlutfallslega jafn

mikið og fækkunin varð á árabilinu 2001-

2011? Verða um 40 nemendur á hvorri

starfsstöð eftir 10 ár? Verða þeir 15? Eða

munum við sjá fjölgun nemenda? Ég hef þá trú

að skóli sé ekki hús heldur starfsemi. Starfsemi

sem verður að vera það sveigjanleg að hún geti

fylgt breytingum sem verða á nemendafjölda

svo og breytingum sem gerðar eru á lögum og

reglugerðum og öðrum þeim breytingum, innri

og ytri sem upp koma.

Eins vitum við bæði Atli, að á fjögurra ára

fresti er kosið til sveitarstjórna. Sveitarstjórnir

bera ábyrgð á fræðslumálum og ekki er hægt

að fullyrða um það hvaða stefnu sveitarstjórnir

munu hafa mörg kjörtímabil fram í tímann.

Þú gerir einnig að umtalsefni nafngift

Þingeyjarskóla og telur hana fara á svig við

gamlar hefðir þingeyskar. Fræðslunefnd lagði

til að haldin yrði opin samkeppni í

sveitarfélaginu um nafn á sameinaðan skóla.

Það var gert. Niðurstöður þeirrar

nafnasamkeppni voru teknar fyrir á fundi

fræðslunefndar 22.júní 2012 og bókað

eftirfarandi:

„13 nöfn bárust í hugmyndasamkeppnina.

Voru þau eftirfarandi: Dalaskóli, Farskóli,

Grunnskóli Þingeyjarsveitar, Iðuskóli,

Kátiskóli, Laugalækjarskóli, Lækjarskóli,

Skemmtiskólinn í Þingeyjarsveit,

Vatnshlíðarskóli, Þingdalaskóli ,

Þingeyjarskóli, Þingskóli. Fundarmenn fóru

yfir tillögurnar og fékk Þingeyjarskóli flest

atkvæði og Dalaskóli næst flest. Fundurinn

leggur þessar 2 tillögur fyrir sveitarstjórn og

þakkar öllum sem lögðu inn tillögur. „

Niðurstaðan var síðan Þingeyjarskóli.

Í grein þinni segir þú eftirfarandi:“ Sé það ekki

ætlunin að stofna einn skóla í sama

skólahúsnæðinu er miklu betra að láta ferlið

ganga til baka frekar en að standa í sífelldum

keyrslum með börnin á milli skóla.“ Á

haustönn 2013 fara börn starfsstöðvar

Litlulaugaskóla einu sinni í viku í

Hafralækjarskóla og nýta þá meðal annars

aðstöðu í Hafralækjarskóla til verklegs náms í

smíðum og heimilisfræðum. Börn starfsstöðvar

Hafralækjarskóla fara tvisvar í viku í

Litlulaugaskóla og nýta þá meðal annars sund-

og íþróttaaðstöðu. Einnig eru valgreinar á

unglingastigi sameiginlegar með

starfsstöðvunum og fara fram í Litlulaugaskóla

þá Hafralækjarskólanemendur eru þar.

Nemendur kynnast og vinna saman að

úrlausnarefnum sínum.

Ef áhyggjur þínar snúa að auknum skólaakstri

og viðveru barna í skólabílum með samstarfi

starfsstöðvanna vil ég benda þér á að ef

starfsstöðin væri ein yrðu nemendur hinnar

starfsstöðvarinnar að bæta við sig viðveru í

skólabílum fimm daga vikunnar.

Ég get verið þér fyllilega sammála í því að

skólar þurfi sífellt að þróa og þroska

vinnuaðferðir og að enginn skóli sé svo góður

að ekki megi gera betur. Þetta hefur verið, er

og verður alltaf viðfangsefni skólastarfs

allstaðar á öllum tímum. Einnig samstarf

heimila og skóla, samstarf starfsfólks og

nemenda og svo mætti lengi telja.

Þú klykkir síðan út með því að tilkynna þeim

sem skólamálum ráða í Þingeyjarsveit að þeir

þurfi að gera upp við sig hvert stefnir í þróun

skólastarfsins. Vona að þetta greinarkorn gefi

þér einhverjar upplýsingar þar um. Vona

einnig að áhyggjur þínar af fræðslumálum og

stjórnsýslu í Þingeyjarsveit minnki með

hækkandi sól.

Með góðri kveðju,

Ólína Arnkelsdóttir, oddviti.

Þá er það á hreinu:

Þingeyjarskóli á að vera starfræktur

áfram í óbreyttri mynd, tvær

starfsstöðvar, og ekkert annað í

farvatninu.

Page 53: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

53 | U m r æ ð u r

Farsi

19/01/2014

Formáli að leikritinu, Hvernig verður

Þingeyjarskóli til ? Þetta leikrit varð til eftir

að ég hafði lesið grein um sama efni eftir

oddvitann okkar hana Ólínu á 641.is þann

16.01. Sú grein byggðist mikið á tilvitnunum í

fundargerðir en eins og allir vita sem hafa setið

fund, kemur stundum lítið fram í þeim um það

sem býr að baki, auk þess sem þær eru engin

skemmtilesning, að minnsta kosti ekki þessar.

Leikritið er tilraun til að bæta úr þessum

ágöllum og er efnið stolið, stælt og eilítið

skrumskælt úr og eftir samræðum og öðru sem

ég hef heyrt og upplifað í sveitarfélaginu

undanfarin ár. Bergljót Hallgrímsdóttir.

Hvernig verður Þingeyjarskóli til: Leikrit í 3

þáttum, persónur og leikendur af ýmsu tagi

1. þáttur: Gerist í fortíðinni í sandkassanum

Kjarna:

Jæja krakkar. Við þurfum að gera eitthvað í

þessum skólamálum

Ja, fengum við ekki einmitt að leika okkur í

sandkassanum út á það að gera ekki neitt,

einmitt í þeim málum?

Við þurfum samt að gera eitthvað í þessum

málum. Við hin fengum að leika hér af því að

við ætluðum að gera eitthvað

Það eru til dæmis foreldrar í sveitarfélaginu

sem hafa áhyggjur á félagslegri stöðu barna

sinna í þessum mjög svo fámennu skólum

Og sumum finnst sukk á opinberu fé að vera

með þrjá grunnskóla með einni, eða eitthvað

þar um bil, bekkjardeild hver

Ókei, við verðum þá einhvern veginn að friða

þetta lið svo að það lofi okkur að vera áfram í

sandkassanum, ef við skyldum nenna því

En hvað eigum við þá að gera?

(Þögn)

Sameinum þetta bara í einn skóla og ….

… ertu vitlaus manneskja, veistu ekki hvað það

eru miklar vegalengdir í þessu sveitarfélagi,

ætlarðu að láta börnin sitja í skólabíl allan

daginn?!

Uh, nei auðvitað ekki en var ekki verið að tala

um fámenni og hættu á félagslegri einangrun

barna – hvernig á að bæta úr því nema að

sameina skólana í einn?

Og hvernig ætti að gera það?

Byggja nýjan skóla miðsvæðis í

sveitarfélaginu.

Já einmitt og hvað er þá miðsvæðis?

Nú auðvitað hjá okkur í þéttbýlinu á Laugum

Ha, ha, þið eruð nú alveg út á enda

Já er það, ekki ef að Mývetningar sameinast

okkur

Eru þeir eitthvað á leiðinni?

Niður á jörðina með ykkur. Við erum ekkert að

fara að byggja nýjan skóla, við rétt skrimtum

Stórutjarnaskóli er auðvitað eini boðlegi

skólinn í sveitarfélaginu, honum er vel við

haldið og reglulega lagður kostnaður í að bæta

aðstöðuna þar svo að hún er öll hin besta

Nei það gengur ekki og ef út í það er farið er

hann líka á sveitarenda fyrir okkur sem búum

austan við heiði, þó hann sé það kannski ekki

inni í skarði – og svo er snjóflóðahætta á

leiðinni þangað, nei takk!!

Hm, hm, hvernig væri að hafa bara skólann í

Hafralækjarskóla, hann er nú nokkuð

miðsvæðis?

Miðsvæðis, ertu frá þér! Ekki fyrir okkur innan

við heiði, við getum nú alveg eins keyrt börnin

til Húsavíkur og hvað voruð þið svosem að

vilja inn í skólaruglið hjá okkur, af hverju

gátuð þið ekki bara sameinast norður?

Svona, svona, krakkar, það er líka allt of langt

að keyra lengst sunnan úr Reykjadal út í

Hafralækjarskóla

Sei, sei, lengra er nú lengst sunnan úr

Bárðardal út í Stórutjarnaskóla

Krakkar! Bíðiði hæg ! Við eru aftur komin á

upphafsreit, við getum ekki byggt nýjan skóla

miðsvæðis, sem enginn veit hvar er, og enginn

vill leggja niður sinn skóla og keyra í annan.

Hvað er í gangi með ykkur?!

Page 54: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

54 | U m r æ ð u r

Já en við lofuðum að gera ekki neitt, hvert er

málið?

Krakkar, uss (hvísl), er ykkur ekki sama þó að

við ákveðum bara að ekki verði hróflað við

Stórutjarnaskóla og sjáum svo til með hitt, ha?

Já en …

… fínt mál, styð það, þá minnkar um eitt

vesen, ég styð það líka og ég líka og ég líka!

Þá er það ákveðið – eins og þeir segja

ræningjarnir í Kardimommubæ.

Tökum okkur pásu. Jæja strákar …. og stelpur,

allir í boltanum …..

(Að lokinni pásu)

Hey, af hverju flytjum við ekki bara restina í

Litlulaugaskóla? Þar á Laugum er svo fínt

íþróttahús – og sundlaug

Hm, já en börnin eru nú ekki alltaf í leikfimi

og skólahúsið sjálft er nú ekkert til þess að

hrópa húrra fyrir enda ekki byggt sem

grunnskóli

Við erum nú að leggja pening í að laga það svo

það stendur allt til bóta

Hm, hm, fyrirgefiði en Hafralækjarskóli er alla

vega byggður sem grunnskóli og svo er íþrótta-

og samkomuhús rétt hjá honum og sundlaug í

skólanum sjálfum

Þvuh! það er ekkert viðhald á þessum

skólamannvirkjum á Hafralæk. Ég hef heyrt að

það séu tíu bala hús ef að eitthvað rignir ha,

ha!

Það lekur víst líka íþróttahúsið á Laugum

Já en það er samt miklu stærra hús og líka

sundlaugin, hún er nú bara drasl á Hafralæk

Við gætum nú sett einhvern smápening í hana

Já, já, fara bara að spreða í sundlaugar út um

allt, þetta litla sveitarfélag, eins og það sé nú

ekki nógu erfitt að reka eina

Nú! Við spreðuðum nú í sundlaugina í

Stórutjarnaskóla hér um árið og rekum hana

Það er nú allt annað mál, höldum okkur við

efnið, við verðum að hafa grunnskólann á

Laugum, auðvitað

Nú?

Já. Þetta er þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu

Ha, hvað?

Já, og svo er þar framhaldsskóli, hvað haldið

þið að verði um hann ef ekki er grunnskóli á

staðnum?

Bah?

Hey, muniði! Létum við ekki einhvern vinna

skýrslu þarna um árið um hvaða áhrif það hefði

á stöðu framhaldsskólans ef grunnskólinn færi?

Jú það held ég

Hvað stóð í henni?

Man það ekki, líklega ekkert merkilegt

Já hvað um það – hvernig haldið þið að við

fáum kennara í framhaldsskólann ef enginn

grunnskóli er þar. Fólk velur náttúrulega

búsetu eftir því hvort grunnskóli er á staðnum.

Viljiði bera ábyrgð á því að framhaldsskólinn,

stóriðjan okkar, leggi upp laupana af því að

það fást ekki kennarar?

Ha, nei, nei, en er þetta nokkur stóriðja, þarna

eru bara kennarar, eru þeir ekki alltaf að kvarta

yfir lélegum launum?

Hættum þessari þvælu, við komumst greinilega

ekki að neinni niðurstöðu

(Bankað á sandkassabrúnina)

Klöngrastu yfir!

Komiði sæl má ég kynna mig, ég er frá

Snjalllausnum ehf , afsakið en ég heyrði óvart

að þið eigið í vanda svo mér datt í hug að

bjóða aðstoð

Ha! Enn ein ráðgjöfin og skýrslan um skólamál

í sveitinni, er nú ekki búið að henda nógum

peningum í svoleiðis

Nei, nei, þetta er ókeypis snjalllausn og hún er

snjöll: Sko, hlustið þið nú einu sinni. Ég legg

til að þið búið til eina skólastofnun en hafið

tvær starfsstöðvar, nefnilega báða gömlu

skólana. Þið vitið að kannanir varðandi

skólamál í sveitarfélaginu sýna að fólk vill

fækka skólum en bara ekki leggja niður sinn

skóla innan gæsalappa. Af því leiðir að við

leggjum engan skóla niður en sameinum samt,

þá verða allir ánægðir. Svona er að vinna

faglega

Já en við eru í pólitík hérna í sandkassanum til

þess að taka ákvarðanir og leitast við að

hagræða og spara í rekstrinum í sveitarfélaginu

og þar vegur rekstur skólanna þungt

Nei, nei, nei og aftur nei, aldeilis ekki,

skólamál eru ekki pólitík, þau eru

tilfinningamál og sem slík mjög viðkvæm.

Ekki viljið þið að einhver sem kannski lofaði

ykkur að leika í þessum sandkassa gangi

grátandi til sængur í kvöld af því að það er

búið að leggja niður skólann hans

Uhu, nei auðvitað ekki en við erum líka að tala

um peninga?

Það megið þið alls ekki gera, peningarnir eru

tabú, allir vita að það þarf mikla peninga í

grunnskólann og enginn vill vera uppvís að því

að vilja ekki búa eins vel og hægt er að

bönunum í sveitarfélaginu. Hafiði

fjárhagsáætlunina fyrir grunnskólann bara

ríflega. Og svo eru alltaf þessar Písakannanir.

Fólk hefur hvort sem er almennt enga

hugmynd um hvað reksturinn kostar eða hvað

hann ætti að kosta. Hækkið þá bara útsvarið ef

Page 55: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

55 | U m r æ ð u r

þarf (sjá 641.is þann 14.12 2013, Útsvar

hækkar í 14,52%) . Búa ekki aðallega

gamlingjar í þessu sveitarfélagi fyrst það eru

svona fá börn? Þeir eiga alltaf pening í

handraðanum, ekki fara þeir með þá með sér

yfrum

Já en með þessum „samruna“ erum við ekki

gera neitt!

Frábært, þá erum við ekki að gera neitt!

Krakkar, hvernig líst ykkur á að hafa þetta

svona „Með samrunanum er horft til þess að

hægt verði að þróa aukið samstarf nemenda,

starfsfólks og foreldra á þessum tveimur

starfsstöðvum. Við þá þróun verði hagsmunir

nemenda hafðir að leiðarljósi. Með

samrunanum verði sköpuð aukin tækifæri til að

bæta stöðu nemenda námslega og

félagslega.“(tilvitnun af heimasíð 641.is úr

greininni Svar til Atla Vigfússonar birt þann

16.01 2014)

Krakkar!! Sjáiði ekki snilldina! Við ætlum að

hugsa sérstaklega um börnin, bæði félagslega

og námslega. Er það ekki það sem foreldrar eru

að biðja um? Nú verða allir ánægðir og við

ætlum sko aldrei, aldrei að breyta

Jú. Þetta er flott klausa hjá þér og nýi

samruninn gæti heitið Menntastofnun

Þingeyinga og við fáum auðvitað nýja

kennitölu, töff?! En skólarnir hafa samt áfram

sitt nafn svo að engum finnst hann vera að

missa neitt. Við erum sko að tækla þetta

laglega!

Nú en hvað þá með Stórutjarnaskóla, er hann

ekki menntastofnun Þingeyinga líka?

Ókei, auglýsum þá eftir nafni

Þurfum við ekki líka að auglýsa stöður,

allavega stjórnunarstöður, þegar við erum að

gera nýja stofnun?

Nei, nei, hvernig ætlið þið að útskýra fyrir

einhverju utanaðkomandi fólki hvað er í gangi

hérna? Þið verðið að halda andlitinu og halda

bara öllum, eða að minnsta kosti flestum og þá

eru allir ánægðir og enginn fer að kjafta neitt

Já en hvernig höfum við þá efni á að styðja við

skólaþróun og framtíðarsýn fyrir grunnskólann

ef við fækkum ekki fólki né skólum?

Já, látum okkur nú sjá – eruð þið nokkuð búin

að gera skólastefnu?

Uh, er það nú eitt vesenið enn?

Frábært, þið gerið skólastefnu og segið að þið

hafið þá framtíðarsýn að í sveitarfélaginu skuli

vera tveir grunnskólar í stað þriggja, annar með

tvær starfsstöðvar sem eiga að þróast, það er

skólaþróun. Þá eru þið komin með þetta. Þið

gætuð þróað nýjar rútur til milliferða. Bingó.

Setjið svo bara fullt af peningum í þetta og allir

verða ánægðir

Krakkar!!! Samþykkjum þetta bara frekar en

ekkert (handaupplyftingar), já gott hjá ykkur,

takk fyrir snjalllausnina – förum núna heim.

Tjaldið fellur

2. þáttur: Gerist í núinu út um alla sveit,

skrifar sig sjálfur, sjá t.d grein á 641.is þann

12.01

3. þáttur: Er enn óskrifað blað. Gerist

örugglega eftir sveitarstjórnarkosningar í vor

eða í einhverri framtíð. Snjalllausnir ehf þó

líklega ennþá reiðubúnar til þjónustu:

Endir.

Page 56: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

56 | U m r æ ð u r

40. fundur Fræðslunefndar. Dags. 6.5.2013

Fræðslunefnd Þingeyjarsveitar kom saman til fundar þann 06.05. 2013 kl: 15:00 í Litlulaugaskóla. Mættir til fundarins voru allir

aðalfulltrúar: Margrét Bjarnadóttir formaður, Erlingur Teitsson, Hlynur Snæbjörnsson, Böðvar Baldursson og Hulda Elín Skarphéðinsdóttir

sem einnig ritaði fundargerð.

Aðrir fundarmenn:

Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir skólastjóri Þingeyjarskóla. Aðalsteinn Már Þorsteinsson fulltrúi kennara Þingeyjarskóla við starfsstöð Litlulaugaskóla.

Þorbjörg Jóhannsdóttir fulltrúi kennara Þingeyjarskóla við starfsstöð Hafralækjarskóla.

Friðrika Björk Illugadóttir fulltrúi foreldra starfsstöðva Litlulaugaskóla . Elín Sigurborg Harðardóttir fulltrúi foreldra við starfsstöð Hafralækjarskóla.

Huld Aðalbjarnardóttir fulltrúi Norðurþings mætti ekki.

Margrét setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Málefni grunnskóla m.a. starfið undanfarið, starfið næsta vetur, skóladagatal, nemendafjöldi,

mönnun, kennslustundafjöldi, viðhaldsþörf húsnæðis og lóðar, kennsluskylda skólastjóra og

aðstoðarskólastjóra.

Harpa fór yfir tillögu að skóladagatali fyrir skólaárið 2013-2014. Samkvæmt því er skólasetning 23. ágúst og skólaslit 2. júní. Gert er ráð

fyrir 4 tvöföldum dögum og alls 180 skóladögum nemenda.

Fræðslunefnd samþykkir skóladagtalið eins og það var lagt fyrir með fyrirvara um samþykki kennarafunda.

Áætlaður nemendafjöldi við starfsstöð Litlulaugaskóla er 30 nemendur og við

starfsstöð Hafralækjarskóla er gert ráð fyrir 39 nemendum.

Áætlaður kennslustundafjöldi við starfsstöð Litlulaugaskóla eru 174 og 202

kennslustundir við Hafralækjarskóla. Í þessum kennslustundum eru taldir

tímar sem fara í annað en beina bekkjarkennslu s.s. sérkennsla og

stuðningur, bókasafn o.fl. Auk þess 54 tímar vegna samstarfs. Fyrir fundinum

liggur því áætlun upp á 430 tíma, fræðslunefnd getur ekki staðfest þann

tímafjölda

Inni í tímum vegna samstarfs er m.a. gert ráð fyrir kennsluafslætti fyrir kennara.

Harpa leggur til 1 tíma í afslátt fyrir hvern kennara u.þ.b. 20 tíma í heildina

vegna sameiningar skólanna. Fræðslunefnd leggur til að það verði

samþykkt einnig mælir fræðslunefnd með að skólastjóri og aðstoðarskólastjórar

fái hver um sig 4 tíma í kennsluafslátt næsta skólaár. Þetta hvoru tveggja verði

endurskoðað að ári.

Fundi slitið. 18:15

Það eru 69 nemendur í skólanum, ca. 18

kennarar og 3 skólastjórnendur og það

þarf kennsluafslátt.

Í alvöru?

Page 57: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

57 | U m r æ ð u r

Óformleg gagnbókun við gagnbókun.

sunnudagur, júní 02, 2013

Á fundi sveitarstjórnar þann 16. maí síðastliðinn var tekin fyrir fundargerð Fræðslunefndar frá

6. maí. Í fundargerðinni kemur fram að að skólahald Þingeyjarskóla eigi að halda áfram með

óbreyttum hætti og jafnframt er farið fram á kennsluafslátt fyrir alla kennara og skólastjórnendur svo

þeir geti átt samráð um samstarf starfsstöðvanna.

Mér lýst ekki nema mátulega á hvort tveggja og tek þetta upp á fundinum. Undarlegt nokk þá erum við

meirihlutinn ósammála og endar umræðan á að lagðar eru fram bókanir.

Ég set fram þessa bókun:

„Ég harma ákvörðun Fræðslunefndar og sveitarstjórnar um áframhaldandi rekstur tveggja

starfstöðva Þingeyjarskóla. Reynsla síðasta vetrar sýnir að nemendur og foreldrar eru óánægðir með

núverandi fyrirkomulag. Tel ég affarsælast að skólahald skólans fari fram á einum stað með hagsmuni

nemenda að leiðarljósi. Þá tel ég þessi vinnubrögð ekki til marks um ábyrga fjármálastefnu með

sérstöku tilliti til síðasta ársreiknings.“

Og meirihlutinn svarar með þessari:

„Meirihlutinn bendir á að ekki er verið að taka nýja ákvörðum um rekstrarform

Þingeyjarskóla. Jafnframt vekur meirihlutinn athygli á að fræðslumálin fóru u.þ.b.1% fram úr áætlun

samkvæmt ársreikningi 2012.“

Ég hef ýmislegt við þetta að athuga en sá lítinn tilgang með að setja fram gagnbókun við

gagnbókuninni og setja kannski af stað einhverja endaleysu.

Hins vegar sé ég nú að Skarpur hefur séð fréttagildi í þessu (ólíkt öðrum sem sáu ekkert nema nafn

útrásarvíkings ;) ) og setur í litla frétt. Því langar mig að setja hér fram óformlega gagnbókun við

gagnbókunina.

Í gagnbókuninni kemur fram að ekki sé ,,verið að taka nýja ákvörðun um rekstrarform

Þingeyjarskóla." Þótti meirihlutanum það jafnvel út úr kú að vera að ræða sameiningarmál skólanna

undir þessum lið, þ.e. Fundargerð Fræðslunefndar þótt þess beri ekki merki í smekklega orðaðri

gagnbókuninni. Óneitanlega kemur mér það spánskt fyrir sjónir þar sem ákvörðun um sameingu

skólanna var einmitt tekin undir liðnum Fundargerð Fræðslunefndar á sínum tíma án þess að slík

umræða væri neins staðar boðuð á fundarboði. Stundum má sem sagt ræða sameiningarmál undir

liðnum fundargerð Fræðslunefndar og stundum ekki.

Hins vegar nefnir meirihlutinn að fræðslumál hafi ekki farið nema 1% fram úr áætlun skv.

ársreikningi. Nú má auðvitað alltaf leika sér með tölur. Fræðslumál eru langstærsti póstur

sveitarfélagsins og talsverðir fjármunir sem geta falist í þessu eina prósenti. En ég ætla ekki að elta

ólar við það enda var ég meira að horfa til framtíðar.

Vort víðfræga blogg.

Page 58: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

58 | U m r æ ð u r

Skólastjóri Þingeyjarstjóra með blessun Fræðslunefndar leggur nefnilega til að allir kennarar skólans

fái einnar stundar kennsluafslátt og hver skólastjórnandi 4 tíma kennsluafslátt næsta vetur. (Það er

talað um 20 tíma allt í allt í fundargerðinni en ég hreinlega veit ekki hvort kennsluafsláttur

skólastjórnenda sé inni í því eða hvort þeir 12 tímar séu til viðbótar. Má til samanburðar nefna að

kennari í fullri stöðu kennir 26 tíma á viku.)

Ég geng að því sem vísu að ekki séu fleiri kennarar eða skólastjórnendur í starfi en nauðsynlegt er og

viðkomandi ráðnir í það vinnuhlutfall sem nauðsynlegt er. Því þykir mér það liggja ljóst fyrir að verði

af þessum kennsluafslætti þá gengur af kennsla. Kennsla sem verður að sinna. Þ.a.l. þurfi að ráða fleiri

og útgjöld sveitarfélagsins verði meiri. En fram kom á fundi sveitarstjórnar þann 2. maí sl. að

reikningsniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var

neikvæð um 60, 3 millj. kr. Þykir mér það því skjóta skökku við að auka útgjöld sveitarfélagsins frekar

og ekki merki um ábyrga fjármálastefnu.

En kannski er það bara ég.

Page 59: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

59 | U m r æ ð u r

Fræðslunefnd, fundur nr. 45 Dags. 2.4.2014

45. Fundur fræðslunefndar.

Fræðslunefnd Þingeyjarsveitar kom saman til fundar þann 02.04. 2014 kl: 15:00 í

Hafralækjarskóla. Mættir til fundarins voru allir aðalfulltrúar: Margrét Bjarnadóttir formaður,

Erlingur Teitsson, Hlynur Snæbjörnsson, Böðvar Baldursson og Hulda Elín Skarphéðinsdóttir sem

einnig ritaði fundargerð.

Aðrir fundarmenn:

Harpa Hólmgrímsdóttir skólastjóri Þingeyjarskóla.

Aðalsteinn Már Þorsteinsson fulltrúi kennara Þingeyjarskóla.

Ásdís Inga Sigfúsdóttir deildarstjóri Barnaborgar . Sat fundinn undir lið 1 og 2.

Birna Óskarsdóttir fulltrúi starfsmanna leiksskóladeilda við Þingeyjarskóla.

Sigríður Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna við Barnaborg.

Jón Sverrir Sigtryggsson fulltrúi foreldra við starfsstöð Hafralækjarskóla.

Fulltrúi foreldra við starfsstöð Litlulaugaskóla mætti ekki.

Margrét setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Starfið í Þingeyjarskóla.

Margrét sagði frá því að hún og Arnór Benónýsson varaoddviti hefðu heimsótt

allar starfsstöðvar Þingeyjarskóla í mars og rætt við starfsfólk um hvernig

samstarf starfsstöðvana hefði gengið frá stofnun Þingeyjarskóla.

Þau hafi skynjað ákveðna erfiðleika hjá starfsfólki sem er rakið til sameiningar

skólanna.

Harpa skólastjóri hafði samband við Kristján Má Magnússon hjá Reyni

Ráðgjafastofu til að fá ráðgjöf varðandi áframhaldandi starf stofnunarinnar.

Í framhaldi af viðræðum Hörpu við Kristján Má Magnússon sem hún kynnti

fundarmönnum leggur fræðslunefnd til að samið verði við Kristján um aðstoð

við að greina stöðuna í skólanum. Sú vinna sem Kristján leggur til að

framkvæmd verði í vor mun kosta allt að 300 þúsundum. Fræðslunefnd leggur

til að sú upphæð verði sett sem viðauki við fjárhagsáætlun 2014. Samkvæmt

ósk starfsfólks við Þingeyjarskóla leggur fræðslunefnd til að gerð verði ein

heimasíða fyrir Þingeyjarskóla.

Fundi slitið 17:10

Það eru þrír stjórnendur á

fullum launum þarna og það

þarf að kaupa út ráðgjöf. Ég

veit ekki hreinlega hvort ég á

að hlæja eða gráta.

Page 60: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

60 | U m r æ ð u r

Nú brestur á með sveitarstjórnarkosningum og Aðalsteinn Már Þorsteinsson hyggur á framboð.

Hann hefur skrifað tvær greinar á www.641.is sem vakið hafa talsverða athygli.

Í þeirri seinni, Áframhaldandi pælingar, segir Aðalsteinn sem er kennari við Þingeyjarskóla:

Áframhaldandi pælingar

ÉG TEL AÐ BREYTINGA HAFI VERIÐ ÞÖRF Í SKÓLAMÁLUM OG AÐ STOFNUN

ÞINGEYJARSKÓLA HAFI VERIÐ TILRAUN TIL ÞESS AÐ MÆTA HENNI. ÉG TEL AÐ Í ÞVÍ

FERLI SEM FÓR AF STAÐ HAFI VERIÐ GERÐ MÖRG MISTÖK OG ÞVÍ STEFNI Í ÓEFNI,

ÞRÁTT FYRIR VILJA MARGRA TIL ÞESS AÐ FÁ ÞETTA DÆMI TIL AÐ GANGA SEM

HNÖKRALAUSAST UPP. AF ÞESSUM SÖKUM TEL ÉG FARSÆLAST AÐ FYRSTA VERK

NÝRRAR SVEITARSTJÓRNAR VERÐI AÐ LEGGJA NIÐUR ÞINGEYJARSKÓLA OG

STOFNA Á NÝ HAFRALÆKJARSKÓLA OG LITLULAUGASKÓLA.

AÐALSTEINN MÁR ÞORSTEINSSON

Page 61: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

61 | U m r æ ð u r

Þannig er nú það.

Það er augljóst að tvær starfsstöðvar eru komnar til

að vera.

Nú þegar ættarturnarnir tveir hafa snúið bökum

saman þá verður valdataumunum ekki kippt úr

höndum Samstöðu í bráð. Enda treystir enginn sér á

móti henni.Það er líka allt í lagi; fólkið fær það sem

fólkið vill. Lýðræðið er ekki fullkomið en skásta

stjórnunarfyrirkomulagið sem við þekkjum.

Mig langar samt að bera fram eina spurningu:

Fyrst Samstaða telur sveitarsjóð hafa efni á að reka

Þingeyjarskóla með þessu fyrirkomulagi; er þá ekki

hægt að sameina skólana samt undir einu þaki og

halda öllu starfsfólkinu?

Það getur ekki verið dýrara en þetta.

Page 62: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

62 | U m r æ ð u r

Page 63: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

63 | U m r æ ð u r

http://www.myv.is/stjornsyslan/fundargerdir/

http://www.thingeyjarsveit.is/Files/Skra_0022749.pdf

http://stefania.unak.is/stefania/moja-starfsmadur.asp?starfsm=HJALTIJ

http://stefania.unak.is/stefania/moja-starfsmadur.asp?starfsm=TRAUSTI

http://thingeyjarsveit.is/Files/Skra_0048638.pdf

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/nr/12509/

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/nr/13895/

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/nr/12455/

http://thingeyjarsveit.is/Files/Skra_0048633.pdf

http://www.641.123.is/page/22303/

http://thingeyjarsveit.is/Files/Skra_0048634.pdf

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/nr/15312/

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/nr/15446/

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/nr/15445/

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/starfshopur-um-sameiningu-hafralaekjog-

litlulsk/nr/15748/

http://thingeyjarsveit.is/Files/Skra_0053211.pdf

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/starfshopur-um-sameiningu-hafralaekjog-

litlulsk/nr/15757/

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/starfshopur-um-sameiningu-hafralaekjog-

litlulsk/nr/15758/

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/starfshopur-um-sameiningu-hafralaekjog-

litlulsk/nr/15827/

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/starfshopur-um-sameiningu-hafralaekjog-

litlulsk/nr/15860/

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/nr/15859/

http://hafralaekjarskoli.is/Files/Skra_0055040.pdf

http://641.is/page/22303/

http://641.is/blog/2012/03/15/604289/

http://www.641.is/frettir/thingeyjarskoli-nuverandi-astand-ekki-asaettanlegt/

http://hafralaekjarskoli.is/files/Skra_0055040.pdf

http://www.641.123.is/page/22303/

http://www.641.is/umraedan/serkennileg-sameining/

http://www.641.is/umraedan/svar-til-atla-vigfussonar/

http://www.641.is/umraedan/farsi/

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/fraedslunefnd/nr/17015/

http://thingeyjarsveit.is/forsida/fundargerdir/fraedslunefnd/nr/17780/

http://astasvavars.blogspot.com/2013/06/oformleg-gagnbokun-vi-gagnbokun.html

http://www.641.is/umraedan/aframhaldandi-paelingar/

Krækjur

Page 64: Skólamálaumræða 2007 2014

Umræður um skólamál 2007 - 2014

64 | U m r æ ð u r